text
stringlengths
0
342
og yfirvöldin illa dönsk
á annarri hverri þúfu.
Fólkið:
Hættu nú, herra,
hér mun koma verra,
sem þér er betra að þegja um
en segja um.
### SÉRA BESSI
Bessi á sér berhross,
breiðir snoturt áreiði,
gæsarham, og guðvís
getur fettur rétt setið,
skeiðar svo, og lífs leið
lýðum kennir dag þenna.
Gumar, sem hans gabb nema,
grýtast til helvítis.
### VALDI
Valdi, virztu nú halda
vel mér í stél, séra!
Ég skal gefa þér afar
ætilegt sælgæti:
lambasteik, svo þér líki,
ljómandi skyr og rjóma,
Valdi, viljirðu halda
vel mér í stél, séra!
### BÓSI
Bósi, geltu, Bósi minn,
en bíttu ekki, hundur!
Ella dregur einhver þinn
illan kjaft í sundur.
Hafðu ekki á þér heldra snið
höfðingja, sem brosa,
en eru svona aftanvið
æru manns að tosa.
### SPARNAÐUR
Eg er kominn upp á það,
allra þakka varðast,
að sitja kyrr í sama stað,
og samt að vera að ferðast.
Ef enginn talar orð við þig,
- á það skylduð hlýða! -
þá er að tala við sjálfan sig,
og svo er um það að ríða.
### HALLGRÍMUR VESLINGUR
Halli vesli, heyrðu mér,
hér er ég með busa
og ætla að sníða eyra af þér
eins og Malakusa.
Holur lækur grefur gróf,
grynnist flæður hafin.
Veit ég öngan verri þjóf
en Vesling bólugrafinn.
Þegar hangir Hallgrímur,
hrafnar snauðir skoppa:
"Heimskur búkur, hangdu kjur!`
- og hætta í þig að kroppa.
Uppgangsfífl, sem áður var,
allt í flærð og prettum,
heimskur búkur hangir þar,
hrafna gæddur slettum.
### RÍMNASTÆLINGAR
Meyjarhjarta
Yndis bezta elskan mín,
ástum festa baugalín!
Hjartað góða þekki eg þitt,
það er ljóðaefnið mitt.
Það er hreint sem bregði blund
blómstur seint um morgunstund,
djúpt sem hafið heims um hring
heitri kafið tilfinning.
Það er gott, sem gaf það þér
guð, og vottinn hans það bar,
engum skugga á það slær,
auma huggað bezt það fær.
Það er hlýtt af ástaryl,
öllum blítt og mest í vil.
Logann ól það elskunnar