metadata
tags:
- summarization
- mT5
language:
- is
widget:
- text: >-
Öngþveiti hefur myndast á flugvöllum víða um heim vegna mikils fjölda
ferðamanna og verkfall SAS skapaði enn frekari vandræði fyrir norræna
ferðalanga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að það hafi
tekist ágætlega að bregðast við ástandinu. Engu að síður býst hann við því
að rekstur flugfélaga verði krefjandi á næstu mánuðum. Ný vandamál komi
upp nánast daglega sem þurfi að bregðast við.
Icelandair fer fyrsta áætlunarflugið frá Stansted-flugvelli í London í
dag. Ástandið hefur verið einna verst á Heathrow-flugvelli og hefur
Icelandair verið skipað að fella niður flug þangað. Þá keypti félagið sæti
í vél Play í síðustu viku vegna vandræða í flota félagsins.
- text: >-
Hæstiréttur stjórnsýslulaga í Póllandi hefur staðfest ógildingu
svokallaðra svæða án hinsegin fólks í fjórum sveitarfélögum. Baráttusamtök
fyrir málefnum hinsegin fólks fagna sigri mannréttinda í Póllandi.
Herferð gegn hómófóbíu eru baráttusamtök hinsegin fólks í Póllandi,
fögnuðu stórsigri í gær. Justyna Nakielska, talsmaður samtakanna segir í
samtali við Fréttastofu að svæðin eru þekkt sem svæði án hinsegin fólks
(LGBT-free zones).
Justyna segir að tugir sveitarfélaga hafi samþykkt reglugerðina og hafi
þáverandi formaður Mannréttindaskrifstofu Póllands kært 9 sveitarfélög. Í
fimm tilvikum ákváðu lægri dómstig að þessi svæði væru ólögleg. Fjórum
málum var áfrýjað til Hæstaréttar stjórnsýslulaga sem staðfesti að svæðin
væru ólögleg í öllum fjórum tilvikum. Justyna vonar að núverandi formaður
Mannrétindaskrifstofunnar haldi áfram að vinna í að ógilda reglugerðina í
öllum hinum sveitarfélögunum.
Reglugerðir sveitarfélaganna sneru að því að banna svokallaða upphafningu
samkynhneigðar, sérstaklega í kólum. Framkvæmdarstjórn ESB lýsti því yfir
að reglugerðirnar gengju gegn lögum Evrópusambandsins um að ekki mætti
mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur innleitt í samstarfssamninginn
við Pólland ákvæði sem bannar fjárhagslegan stuðning við sveitarstjórnir
sem hafa samþykkt svæði án hinsegin fólks. Ákvæðið í samstarfssamningnum
mun án efa leiða til þess að ályktanir sveitarstjórna verða felldar úr
gildi, vegna þess að fjárveitingar sambandsins nema rúmlega sjötíu tveimum
milljörðum evra.
Herferð gegn hómófóbíu segir að niðurstaða Hæstaréttar stjórnsýslulaga og
nýja ákvæðið í lögum ESB sé stórsigur í baráttunni fyrir lýðræði og
mannréttindum.
- text: >-
Hjá MS á Egilsstöðum er framleitt mikið af osti sem aðallega er seldur til
pizzugerðar. Aðeins um 10% mjólkurinnar fer í ostinn en hitt rennur frá
sem mysa. Lengi vel fór hún lítt hreinsuð í Lagarfljót og enduðu fita,
prótín og mjólkursykur í fljótinu. Ekki er langt síðan bæði fita og og
mjólkursykur mældust langt yfir starfsleyfismörkum og gerði fyrirtækið
úrbætur til að ná fitunni úr frárennslinu en mjólkursykurinn rennur enn út
í náttúruna.
Lengi hefur staðið til hjá MS að safna saman 54 milljónum lítra af mysu
frá starfsstöðvum sínum og framleiða meðal annars úr henni hreinan vínanda
á Sauðárkróki. Ekkert hefur enn orðið af þessu og hefur
heilbrigðiseftirlit Austurlands enn og aftur krafið fyrirtækið um að ljúka
úrbótum. Fyrirtækinu verður gert að taka sýni úr fráveitunni í byrjun
sumars. Í samtali við Austurfrétt segir rekstrarstjóri hjá MS að ekki hafi
verið hægt að opna verksmiðjuna á Sauðárkróki vegna tafa sem meðal annars
megi rekja til Covid. Vonir standi til að starfsemin fari í gang síðla
árs.
Mikið af mjólkursykri rennur enn í Lagarfljót frá starfsstöð MS á
Egilsstöðum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur í mörg ár beint því til
fyrirtækisins að bæta hreinsun á fráveitu.
- text: >-
Það spáir suðlægri átt og hita á bilinu fimm til fimmtán stig í dag og á
morgun og hlýjast verður á austanverðu landinu. Við þessar aðstæður getur
skapast snjóflóðahætta, sérstaklega þar sem nýlega hefur snjóað. Harpa
Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, segir að því
þurfi að fylgjast vel með snjóalögum. Talsverður snjór féll á Tröllaskaga
fyrir fáeinum dögum og þar er hættan einna mest. Sérstaklega við veginn um
Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Harpa segir ekkert hafa skriðið af
stað enn þá en það sjáist kögglahrun og hreyfingar á yfirborði. Það sé bót
í máli að ekki rigni þar sem snjórinn er mestur en við langvarandi hlýindi
sé hætta á krapaflóðum. Það er minni snjór á Vestfjörðum og hættan þar því
ekki mikil, að sögn Hörpu. Á Austfjörðum sé lengra síðan snjóaði og það
hjálpi til. Í snjóflóðaspá Veðustofunnar er sögð töluverð flóðahætta á
norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum. Harpa
hvetur fólk sem er á ferð á fjöllun til að fara varlega.
datasets:
- thors/RRN
pipeline_tag: summarization
Model Description
This is Google's mT5 base model fine-tuned for abstractive text summarization in Icelandic. The model is fine-tuned on the RÚV Radio News (RRN) dataset.
Citation
@inproceedings{sverrisson2023abstractive,
title={Abstractive Text Summarization for Icelandic},
author={Sverrisson, {\TH}{\'o}r and Einarsson, Hafsteinn},
booktitle={Proceedings of the 24th Nordic Conference on Computational Linguistics (NoDaLiDa)},
pages={17--31},
year={2023}
}