Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
238
| Summary
stringlengths 73
7.23k
| Text
stringlengths 125
444k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 286/2000 | Kærumál Nauðungarvistun Lögvarðir hagsmunir Frávísun frá Hæstarétti | Talið var að X skorti lögvarða hagsmuni til að fá skorið úr um gildi ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins um nauðungarvistun hennar á sjúkrahúsi eftir að vistuninni hafði verið aflétt. Var málinu sjálfkrafa vísað frá Hæstarétti. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen Hrafn Bragason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. júlí 2000, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. júlí 2000, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um að felld yrði úr gildi nauðungarvistun hennar á sjúkrahúsi, sem varnaraðili leitaði eftir 9. sama mánaðar og dóms- og kirkjumálaráðuneytið samþykkti 10. sama mánaðar. Kæruheimild er í 4. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að vista hana nauðuga á sjúkrahúsi, svo og að þóknun talsmanns hennar vegna flutnings þessa kærumáls verði greidd úr ríkissjóði. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Samkvæmt gögnum málsins hefur nauðungarvistun sóknaraðila verið aflétt með því að hún var útskrifuð af geðdeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss 17. júlí sl. Hefur sóknaraðili því ekki lengur hagsmuni að lögum að fá skorið úr um gildi framangreindar ákvörðunar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Verður málinu vísað frá Hæstarétti án kröfu. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talmanns sóknaraðila, svo sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Málinu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður sóknaraðila, X, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns hennar, Hilmars Ingimundarsonar hæstaréttarlögmanns, 25.000 krónur. |
Mál nr. 53/2000 | Lausafjárkaup Galli Riftun Gjafsókn | Fjármögnunarleigufyrirtækið L keypti rúllubindivél, moksturstæki og fleiri vélar af Í sumarið 1997 og leigði R. R kvartaði yfir því við Í að bindivélin reyndist illa og óskaði eftir að skila henni um haustið. Í janúar 1998 rifti L kaupunum á bindivélinni og krafðist skaðabóta. Jafnframt krafðist L þess að stjórntæki fyrir moksturstækið yrðu afhent innan tiltekins tíma, en þau höfðu ekki fylgt með. R fékk kröfur L á hendur Í framseldar og höfðaði mál gegn Í til riftunar á kaupunum á bindivélinni auk þess sem hann krafðist skaðabóta vegna galla á moksturtækinu. Lagt var til grundvallar að bindivélin hefði ekki verið nothæf sumarið 1997 og væri ekki komið fram að Í hefði sinnt kvörtunum R eða boðist til að bæta úr gallanum. Yrði því að telja að kaupanda hefði verið heimilt að rifta kaupunum. Hins vegar lá fyrir að R hafði tekið bindivélina aftur í notkun eftir að lýst var yfir riftun, en vélin hafði verið lagfærð í júní 1999 og reynst vel eftir það. Þóttu þessar gerðir R ekki samrýmast því að hann héldi til streitu kröfum á grundvelli riftunaryfirlýsingarinnar og var Í því sýknað af þeim kröfum hans, sem rætur áttu að rekja til kaupa á bindivélinni. Talið var að R hefði ekki sýnt fram á að samið hefði verið um að stjórntæki ættu að fylgja moksturstækinu eða venja stæði til þess að svo væri. Var ekki fallist á að tækið hefði verið gallað. Var Í því sýknaður af öllum kröfum R. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 11. febrúar 2000. Hann krefst sýknu af kröfum stefnda, svo og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur. Hann krefst einnig málskostnaðar fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt. I. Vorið 1997 leitaði stefndi, sem var að hefja búskap að Efri Brúnavöllum I á Skeiðum, eftir kaupum á heyvinnuvélum hjá Búvélum ehf. í Reykjavík, en félagið er nú rekið undir nafni áfrýjanda. Til þess að standa straum af kaupverði sneri stefndi sér til Lýsingar hf. og gerði við félagið 11. júní 1997 samning um að hann tæki hjá því á fjármögnunarleigu til fimm ára rúllubindivél, moksturstæki, diskasláttuvél og rúllugreip. Vélar þessar keypti Lýsing hf. hjá Búvélum ehf. og greiddi sama dag kaupverðið, samtals 2.104.050 krónur. Voru vélarnar síðan afhentar stefnda. Mál þetta varðar einungis rúllubindivélina og moksturstækið. Eru kröfur stefnda reistar á því að Búvélar ehf. hafi vanefnt kaupsamninginn að því er varðar þessi tæki, en Lýsing hf. framseldi stefnda 27. maí 1998 „allar kröfur á hendur Búvélum“ vegna kaupsamningsins. Stefndi krefst svo sem áður segir staðfestingar héraðsdóms, þar á meðal ákvæðis hans um greiðslu úr hendi áfrýjanda á grundvelli riftunar. Með hinum áfrýjaða dómi var stefnda dæmd endurgreiðsla á samtals 1.232.550 krónum vegna riftunar kaupa á rúllubindivélinni, en sú fjárhæð sundurliðast þannig að kaupverð vélarinnar var 990.000 krónur og virðisaukaskattur af kaupverði 242.550 krónur. Þá voru stefnda dæmdar 63.495 krónur vegna galla á moksturstæki, sem nánar er getið síðar. II. Eftir að Búvélar ehf. höfðu afhent stefnda hið selda tók hann bindivélina í notkun og kvað hana hafa reynst illa. Þegar stefndi kvartaði við seljanda sumarið 1997 bað starfsmaður hans bónda að Hvítárholti í Hrunamannahreppi, Björn Björnsson, að fara til stefnda, leiðbeina honum og aðstoða við að ná tökum á vélinni, en Björn mun hafa haft mikla reynslu af vinnu við bindivélar sem þessa. Stefndi kveður heimsókn Björns ekki hafa borið árangur og kveðst stefndi hafa ítrekað kvartanir sínar við Búvélar ehf., sem ekki hafi sinnt þeim. Hann hefur einnig borið að í ágúst 1997 hafi hann hringt til Búvéla ehf. og ætlað að skila bindivélinni, en starfsmaður félagsins hafi óskað eftir að vélin yrði flutt til áðurnefnds Björns Björnssonar. Fór stefndi með vélina þangað og stóð hún þar úti allan næsta vetur. Stefndi kveðst hafa keypt aðra bindivél og notað hana sumarið 1998, þar sem hann hefði ekki getað hugsað sér að reyna að heyja með hinni vélinni. Lögmaður stefnda ritaði 27. janúar 1998 bréf til Búvéla ehf. og lýsti yfir fyrir hönd kaupandans, Lýsingar hf., að kaupunum á bindivélinni væri rift. Jafnframt krafðist hann skaðabóta. Mun stefndi hafa sótt vélina til Björns síðla árs 1998 og hefur hún verið í vörslum stefnda síðan. Stefndi heldur fram að bindivélin hafi verið alveg ónothæf þar til í júní 1999, en þá hafi hún verið lagfærð af bandarískum viðgerðarmönnum á vegum framleiðanda hennar. Ágreiningslaust er að þessi lagfæring vélarinnar hafi verið einföld og tekið skamma stund. Stefndi skýrði svo frá fyrir dómi að eftir lagfæringuna hafi vélin reynst mjög vel. Hann hafi notað hana sumarið 1999 við flestar heytegundir, sem hún hefði ekki ráðið við áður, þar á meðal mjög blautt og fíngert hey. III. Með vísun til forsendna héraðsdóms er fallist á að leggja verði til grundvallar að bindivélin hafi verið ekki verið nothæf sumarið 1997. Áfrýjandi hefur viðurkennt að stefndi hafi haft samband við seljanda haustið 1997 og óskað eftir að fá að skila vélinni. Ekki er komið fram að seljandi hafi sinnt kvörtunum stefnda frekar eða boðist til að bæta úr gallanum. Verður því að telja að kaupanda hafi verið rétt að rifta kaupunum. Hins vegar liggur fyrir að stefndi tók bindivélina aftur í notkun eftir að lýst var yfir riftun og notaði hana við heyskap sumarið 1999. Þessar gerðir stefnda samrýmast því ekki að hann haldi til streitu kröfum á grundvelli riftunaryfirlýsingarinnar 27. janúar 1998. Verður áfrýjandi því sýknaður af þeim kröfum stefnda, sem eiga rætur að rekja til kaupa á bindivélinni. IV. Krafa stefnda vegna vanefnda varðandi kaupin á moksturstækinu er studd þeim rökum að hann eigi rétt á skaðabótum eða afslætti sökum þess að vantað hafi nauðsynlegan búnað til að stjórna tækinu þegar seljandi afhenti það. Ágreiningslaust er að þegar stefndi skoðaði moksturstækið var það ekki búið sérstökum stjórntækjum. Að þessu gættu hvílir á stefnda sönnunarbyrði fyrir því að samið hafi verið um að slík stjórntæki hafi átt að fylgja moksturstækinu eða að venja stæði til þess að svo væri. Hvorugt þetta hefur stefndi sannað. Er því ekki fallist á að moksturstækið hafi verið gallað. Samkvæmt ofangreindu verður áfrýjandi sýknaður af kröfum stefnda. Eftir atvikum er rétt að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Ísaró ehf., er sýkn af kröfum stefnda, Rósars Aðalsteinssonar. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, 200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. janúar 2000. Mál þetta, sem dómtekið var 3. desember sl., var höfðað með stefnu, áritaðri um birtingu 9. júní 1998. Stefnandi er Rósar Aðalsteinsson, kt. 171067-4059, Efri-Brúnvöllum 1, Skeiðum. Stefndi er Ísaró ehf., kt. 521087-1459, Brekkuseli 29, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda: Krafist er staðfestingar á riftun Lýsingar hf. frá 27. janúar 1998 á kaupum félagsins á rúllubindivél, vörunúmer 50418-005, af gerðinni Vermeer, sem fram fóru þann 6. júní 1997 og stefnda verði gert að greiða stefnanda 1.462.500 kr. auk vanskilavaxta p.a., skv. 10. gr., sbr. 12. gr. vaxtalaga frá 6. júní 1997 til greiðsludags. Til vara er krafist vanskilavaxta frá síðara tímamarki. Krafist er málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Dómkröfur stefnda: Að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og stefnda tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda. Gangur málsins Upphaflegur stefndi er Búvélar ehf., kt. 521087-1459, Síðumúla 27, Reykjavík. Við fyrirtöku málsins 8. sept. sl. upplýsti lögmaður stefnda að rekstur Búvéla ehf. hafi verið seldur ásamt nafni. Fyrirtæki stefnda sé nú rekið undir nafninu Ísaró ehf., kt. 521087-1459. Það fyrirtæki heldur áfram vörnum í málinu. Við fyrirtöku málsins 11. janúar 1999 var því frestað til 8. sept. sl. til þess að fá álit bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á eftirtöldum atriðum: 1. Hvort rúllubindivél af gerðinni Vermeer 504 IS, sem seld var Lýsingu hf. 6. júní 1997, vörunúmer 50418-005, hafi þá kosti sem lýst er í bæklingi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sem lagt hefur verið fram sem dskj. nr. 11. 2. Jafnframt skyldi óskað eftir áliti á því hversu vel framangreind rúllubindivél henti til þess að rúlla upp heyi á túnum á Íslandi. Við fyrirtöku málsins 8. sept. sl. lýsti lögmaður stefnanda því yfir að stefnandi telji ástæðulaust að fá álit Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Í sumar hafi tveir starfsmenn Vermeer verksmiðjanna í Bandaríkjunum komið hingað til lands og gert við vélina. Vélina sagði lögmaðurinn vera í vörslu stefnanda. Við þessa fyrirtöku málsins óskaði lögmaður stefnanda eftir frestun málsins til þess að leggja fram upplýsingar frá mönnunum sem önnuðust viðgerð þessa. Með úrskurði uppkveðnum 10. sept. sl. var stefnanda veittur frestur til gagnaöflunar til 22. okt. sl. Við fyrirtöku málsins þann dag lagði lögmaður stefnanda fram bréf sín til Vermeer verksmiðjunnar þar sem óskað var upplýsinga um það hvað starfsmenn verksmiðjunnar hafi gert til þess að lagfæra rúllubindivélinu og hvað hafi verið að vélinni. Jafnframt lagði lögmaðurinn fram bréf frá Vermeer verksmiðjunni þar sem segir að starfsmenn AG þjónustunnar, sem hlut áttu að máli, hafi einungis stillt hægri hlið keflisins upp og sagt stefnanda að snúa aðrekstrarhjólunum við og fylgja leiðbeiningunum fyrir innsetningu heys í handbók eiganda til að draga úr því að reimarnar fari út af og snúist. Í bréfinu var því neitað að veita frekari upplýsingar.Við aðalmeðferð málsins var kröfum stefnanda breytt verulega frá því sem greinir í stefnu. Við aðalmeðferðina gáfu skýrslu fyrir dómi stefnandi, Ólöf Hjartardóttir, sambýliskona stefnanda, Theódór Skúli Halldórsson, fyrirsvarsmaður stefnda, vitnin Jón Vigfússon bóndi, Þorgeir Vigfússon bóndi, Guðjón Vigfússon bóndi, Bogi Melsteð bóndi, Björn Björnsson bóndi, Guðmundur Valdimarsson bifreiðastjóri, Guðmundur Arnarson bifvélavirki og Össur Björnsson vélstjóri. Þann 6. júní 1997 keypti Lýsing hf. af Búvélum ehf. rúllubindivél, moksturstæki, diskasláttuvél og rúllugreip. Kaupverð varanna var 2.104.050 kr., skv. reikningi nr. 1467, dags. 6. júní 1997. Reikningurinn sundurliðast þannig: Lýsing hf. gerði fjármögnunarleigusamning við stefnanda vegna kaupa þessara.Í fjármögnunarleigusamningnum segir m.a. að Lýsing hf. sé eigandi hins leigða. Jafnframt segir í samningnum að séu vanefndir seljanda svo verulegar að rifta megi kaupunum skuli Lýsing hf. taka þá ákvörðun og tilkynna seljanda hana. Leigutaki skal greiða kostnað við kröfugerð á hendur seljanda vegna vanefnda af hans hálfu, hvort sem sú kröfugerð er í nafni Lýsingar hf. eða leigutaka í umboði félagsins. Með bréfi, dags. 27. janúar 1998, var f.h. Lýsingar hf. lýst yfir riftun á kaupum á rúllubindivélinni og skrafist skaðabóta. Ástæður riftunar voru sagðar þær að rúllubindivélin hafi verið stórlega gölluð og engan veginn uppfyllt þá kosti sem upp voru gefnir við söluna. Stefnandi hafi ítrekað kvartað vegna þessa. Í ágúst 1997 hafi rúllubindivélinni verið komið fyrir í vörslu Búvéla hf. Tilraunir Búvéla hf. til viðgerða hafi engan árangur borið enda sé ekki um bilun að ræða heldur skort á áskildum kostum. Í bréfinu segir enn fremur að moksturstækin hafi einnig verið gölluð og hafi gallinn falist í því að vantað hafi stjórntækin. Með bréfinu er krafist afhendingar stjórntækja innan 10 daga frá dagsetningu bréfsins en ella verði krafist skaðabóta. Jafnframt er áskilinn réttur til að krefjast skaðabóta vegna alls þess kostnaðar sem rekja megi til ofangreindra galla, svo sem fjármagnskostnaðar, aukinnar vinnu, leigu tækja og greiðslu aukinna vinnulauna til starfsmanna. Með bréfi lögmanns stefnda, dags. 10. febrúar 1998, var efni ofangreinds bréfs mótmælt og tekið fram að ekki hafi verið gerð grein fyrir því í hverju gallar rúllubindivélarinnar séu fólgnir. Því var jafnframt mótmælt að stefndi hafi tekið vélina í sína vörslu og reynt að gera við hana. Varðandi moksturstækin er tekið fram að stjórntæki hafi ekki fylgt með í kaupunum og hafi þau aldrei komið til tals. Hinn 27. maí 1998 framseldi Lýsing hf. stefnanda allar kröfur á hendur Búvélum, umboðs- og heildverslun, kt. 521087-1469, vegna viðskipta sem áttu sér stað skv. reikningi nr. 1489, dags. 6. júní 1997. Með yfirlýsingu, dags. 11. des. 1998, var tekið fram að í yfirlýsingunni 27. maí 1998 hafi reikningur ranglega verið sagður nr. 1489, hið rétta sé aða reikningurinn sé nr. 1467. Fram er komið að stefnanda gekk mjög illa að vinna með rúllubindivélinni. Hann kvartaði við starfsmenn Búvéla ehf., þá Júlíus, sem nú er látinn og Theódór Halldórsson. Eftir kvartanir stefnanda bað Júlíus kunningja sinn, Björn Björnsson, bónda að Hvítárholti, að líta á vélina hjá stefnanda og aðstoða hann. Björn leit á vélina, reitti úr henni hey og hreinsaði hana. Svo kvað hann þá stefnanda hafa farið út á tún og prófað vélina, rúllað eitthvað þrjár eða fjórar rúllur. Þetta hafi virst ganga svona nokkurn veginn. Eftir þetta reyndist vélin stefnanda jafnerfið. Þá kvartaði hann að nýju. Við því voru engin viðbrögð af hálfu seljanda. Í ágúst 1997 kvaðst stefnandi hafa hringt í Júlíus í Búvélum og sagt honum að hann væri á leið í bæinn á dráttarvél með rúllubindivélina til þess að afhenda seljanda vélina. Stefnandi kvaðst hafa sagt að hann vildi ekki fá vélina til baka nema í lagi. Stefnandi segir Júlíus hafa beðið sig um að fara með vélina til Björns Björnssonar í Hvítárholti. Fram kom hjá Theódór Skúla Halldórssyni, fyrirsvarsmanni stefnda, að stefnandi hafi átt meiri samskipti við Júlíus. Þegar í ljós kom að stefnandi átti í erfiðleikum með vélina hafi Björn Björnsson, bóndi í Hvítárholti, verið fenginn til þess að fara til stefnanda og leiðbeina honum. Theódór kvaðst halda, að þá er stefnandi fór með vélina til Björns Björnssonar, hafi hann verið nánast búinn með sinn heyskap og hafi þess vegna farið með vélina til Björns Björnssonar til þess að Björn gæti leiðbeint stefnanda og hugsanlega stillt vélina. Björn Björnsson sagði Júlíus í Búvélum hafa hringt í sig aftur. Björn sagði sig minna að stefnandi hafi beðið sig um að prófa vélina í rólegheitum heima og það kvaðst Björn hafa ætlað að gera en af því hafi ekki orðið. Ekki gat Björn fullyrt hvort Júlíus í Búvélum hafi beðið sig að prófa vélina eða ekki. Björn sagði að það eina sem hann sá öðruvísi á vélinni en sinni vél hafi verið lítil gúmmíhjól sem snéru öfugt. Vélin stóð úti heima hjá Birni í einn vetur. Ekki taldi Björn að vélin hefði skemmst neitt við það. Að fyrirmælum lögmanns síns sótti stefnandi síðan vélina til Björns bónda og flutti heim til sín. Þar var vélin geymd inni. Sumarið 1998 keypti stefnandi aðra vél. Í júní 1999 komu starfsmenn Vermeer verksmiðjunnar, framleiðanda vélarinnar, heim til stefnanda og skoðuðu vélina. Það mun hafa verið að tilhlutan nýrra umboðsaðila Vermeer verksmiðjunnar. Þá kom í ljós að kefli í vélinni var vitlaust stillt. Vélin var keyrð í smástund og keflið stillt. Ekki var hægt á þessum tíma að prófa vélina í heyi. Sumarið 1999, eftir lagfæringuna, prófaði stefnandi vélina við ýmsar aðstæður og reyndist hún vel. Fram kom hjá Jóni Vigfússyni bónda að mjög illa hafi gengið hjá stefnanda að nota rúllubindivélina. Reimarnar hafi viljað snúast upp á og það hafi verið mjög erfitt að snúa þeim til baka. Hann taldi ófaglærðan mann hvorki geta lagfært né fundið út hvað að rúllubindivélinni var. Jón var viðstaddur þegar starfsmenn Vermeer verksmiðjunnar lagfærðu vélina 1999. Hann sagði þá hafa stillt reimarnar og einhver skekkja hefði verið á kefli. Þorgeir Vigfússon lýsti annmörkum þeim sem voru á notkun vélarinnar mjög á sama veg og Jón Vigfússon. Fram kom hjá Guðjóni Vigfússyni að erfiðleikar hafi verið með rúllubindivélina. Hann kvaðst ekki hafa séð af hverju vélin reyndist ekki vel. Hann kvaðst ekki hafa þekkingu til þess að sjá það. Guðjón rúllaði hey fyrir stefnanda. Fram kom hjá Boga Melsteð að rúllubindivélin hafi unnið ákaflega lítið. Mjög illa hafi gengið að fá úr henni bagga. Stefnandi hafi ekkert getað rúllað. Fram kom hjá Guðmundi Valdimarssyni að hann hafi séð rúllubindivélina í vinnu 1997 og það hafi virst vera miklir erfiðleikar með hana. Guðmundur var viðstaddur þegar menn frá Vermeer verksmiðjunni komu til stefnanda 1999. Hann sagði þá hafa fært stillingar beggja vegna á hliðum á vélinni. Guðmundur kvaðst ekki hafa treyst sér til þess að lagfæra þetta. Guðmundur Arnarson, bifvélavirki og starfsmaður nýrra umboðsaðila Vermeer verksmiðjunnar, sem var viðstaddur þegar menn frá Vermeer verksmiðjunni komu heim til stefnanda og litu á rúllubindivélina, sagði mennina hafa stillt beltin í vélinni. Þau hafi legið utan í sjálfum skrokknum. Eftir stillingu hafi vélin virst virka mikið betur. Fyrir stillingu hafi vélin ekki virkað eðlilega. Guðmundur taldi lagfæringu þessa vera verkefni fagmanns. Varðandi aðild málsins er tekið fram af hálfu stefnanda að Lýsing hf., sem var formlegur kaupandi vöru þeirrar sem málið er af risið, hafi lýst yfir riftun kaupanna og síðar framselt stefnanda allar hugsanlegar kröfur á hendur stefnda, sem rekja megi til framangreindra viðskipta og fjármögnuð voru með fjármögnunarleigusamningi við stefnanda. Krafa um staðfestingu á riftun er á því byggð að rúllubindivélin hafi verið stórlega gölluð og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir viðgerðarmanna stefnda til að bæta þar úr hafi það ekki skilað tilskyldum árangri. Vélin hafi flækt reimarnar mikið og þær leitað út á hlið á snúningsásnum. Vélin hafi reynst ónothæf og sé því um verulegan galla að ræða. Krafist er riftunar sbr. 42. gr. laga nr. 39/1922. Við mat á því hvort um verulega galla sé að ræða er á það bent að til þess beri að líta að stefndi hafi gefið rangar upplýsingar við samningsgerð með saknæmum hætti, en þær upplýsingar hafi orðið til þess að kaup tókust. Við kaupin hafi verið bent á könnun frá Bændaskólanum á Hvanneyri og stefnanda tjáð að vélin ætti að afkasta um 40 rúllum á klukkustund auk þess sem pressan hafi átt að vera stillanleg en það hafi stefnandi talið mjög mikilvægt. Hafi þannig verið um að ræða áskilda kosti og beri stefndi hlutlæga ábyrgð á að slíkur áskilnaður standist. Stefnandi hafi leitað til stefnda sem sérfræðings en ekki einvörðungu sem söluaðila. Stefnandi hafi gefið stefnda upp hvað hann vantaði til heyskapar og jafnframt upplýst um allar aðstæður hjá sér, þ.m.t. hvernig dráttarvél hann hefði. Hafi stefnda því verið fulljóst um væntingar stefnanda þegar salan fór fram. Stefnandi byggir á því aðallega að stefnandi eigi rétt á að krefjast uppgjörs á eftirfarandi grundvelli: Verði ekki fallist á framangreint er á því byggt að stefnandi megi a.m.k. krefjast endurgreiðslu á eftirfarandi: Þar sem kaupin voru raunverulega fjármögnuð með fjármögnunarleigusamningi þurfi uppgjör að fara fram á framangreindan hátt svo stefnandi geti verið eins settur og samningur hefði aldrei verið gerður. Til nánari útlistunar á kröfu er vísað til sundurliðunar Lýsingar hf. í bréfi, dags. 24. febrúar 1998. Stefndi hafi haft fulla vitneskju um það að kaupin yrðu fjármögnuð með fjármögnunarleigusamningi enda hafði hann bent stefnanda á þennan fjármögnunarmöguleika. Sé því um að ræða bein orsakatengsl og sennilega afleiðingu milli gallans á rúllubindivélinni og þess tjóns sem krafist er að verði bætt. Það sé meginregla við uppgjör vegna riftunar að krafa stofnist til þess að krefjast vangildisbóta sem feli það í sér að aðili eigi að vera eins settur fjárhagslega og ef samningur hefði eigi verið gerður. Framangreint uppgjör sé byggt á vangildisbótasjónarmiðum og ætti að gera stefnanda eins settan fjárhagslega og samningur hefði aldrei verið gerður. Krafa stefnanda vegna greiddra vinnulauna og aukins vinnuframlags er rökstudd með því að þar sem stefnanda hafi verið ómögulegt að nota umrædda rúllubindivél hafi hann þurft að fá aðstoð utanaðkomandi manna til þess að vinna fyrir sig verkin. Vegna þess er krafist skaðabóta að fjárhæð 50.000 krónur auk dráttarvaxta frá 27. janúar 1998. Raunverulegt afleitt tjón stefnanda nemi mun hærri fjárhæð þar sem hann hafi lagt í ómælda aukavinnu sökum þessa galla á rúllubindivélinni. Um málskostnað vísast til XXI. kafla laga nr. 91/1991, sérstaklega 129. gr. og 130. gr. Málsástæður og rökstuðningur stefnda Af hálfu stefnda er því haldið fram að krafa um riftun eigi ekki við rök að styðjast enda séu skilyrði riftunar ekki fyrir hendi. Engin gögn hafi verið lögð fram í málinu til staðfestingar þess að rúllubindivélin sé gölluð. Ekki hafi farið fram mat sérfróðra aðila hér að lútandi. Engin tilraun hafi verið gerð til að leiða í ljós hvort vélin sé gölluð og ef svo sé í hverju gallarnir séu fólgnir og hvað sé til úrbóta. Að því er stefndi best viti hafi vélin ekki verið send til viðgerðar hjá fagaðila. Hins vegar hafi kunnugur maður litið á vélina, bóndi á næsta bæ, án þess að sjá nokkuð athugavert við hana, ef marka megi lýsingu stefnanda sjálfs á málavöxtum. Af hálfu stefnda er því mótmælt að rúllubindivélin sé haldin nokkrum galla og þó svo væri að gallinn sé svo verulegur að hann réttlæti riftun kaupanna gegn mótmælum stefnda með stoð í 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922. Fullyrðingum stefnanda um að stefndi hafi við kaupin áskilið kosti sem ekki hafi reynst vera fyrir hendi eða gefið rangar og villandi upplýsingar er mótmælt. Stefndi hafi verslunarrekstur að atvinnu. Í viðskiptum þeim sem málið er af risið hafi hann haldið vöru sinni fram með eðlilegum hætti og veitt um hana allar umbeðnar upplýsingar. Í kjölfar kaupanna hafi hann reynt að leysa úr vanda stefnanda varðandi meðferð tækjanna, m.a. með því að koma upplýsingum og leiðbeiningum um notkun á framfæri við hann. Enn fremur er á því byggt af hálfu stefnda að riftun hafi ekki farið fram með réttum hætti lögum samkvæmt. Viðsemjandi stefnda sé í raun Lýsing hf. Riftun hafi verið lýst yfir með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 27. janúar 1998. Þá liggi ekki fyrir umboð frá Lýsingu hf. um framsal allra réttinda og skyldna samkvæmt fjármögnunarleigusamningnum. Þegar af þessari ástæðu hafi riftun ekki farið fram með réttum hætti. Hvorki stefnandi né Lýsing hf. hafi í tilefni riftunar og í kjölfar hennar boðið fram eða afhent rúllubindivélina sem riftunin lúti að. Ekkert liggi heldur fyrir um ástand vélarinnar, en ljóst sé að eigandi hennar og vörslumaður, stefnandi eða Lýsing hf., beri ábyrgð á því að henni sé vel við haldið og í lagi. Að vélin sé í lagi en stefnda boðnar bætur ella séu m.a. forsendur riftunar. Krafist er sýknu af kröfum um skaðabætur og/eða afslátt vegna þess að stjórntæki vanti á ámoksturstæki og kröfu um vinnulaun. Sýknukrafan byggist í fyrsta lagi á því að þessar kröfur rúmist ekki innan dómkrafna stefnanda. Varðandi hvaða vöru stefnandi keypti vísar stefndi til fyrirliggjandi reiknings. Það hafi ekki verið umsamið að stjórntæki fylgdu ámoksturstækjunum enda séu þau tæki ekki til. Tækin hafi verið seld stefnanda með verulegum afslætti m.a. vegna þess að stefndi hafi ætlað að mixa tækin á vél sína. Því er mótmælt að stefndi beri nokkra ábyrgð á meintu afleiddu tjóni stefnanda sökum þess að hann réð þriðja mann til vinnu. Orsakasamband sé ekki á milli viðskipta stefnanda við stefnda og þess að stefnandi hafi ráðið menn í vinnu til sín. Stefndi hafi ekki ábyrgst einhver tiltekin afköst tækjanna enda fari það eftir notkun þeirra og verklagi hver afköstin séu. Fullyrðingu stefnda um að vélin hafi legið meira og minna ónotuð vegna bilana er mótmælt. Vankunnátta stefnanda á notkun vélarinnar sé jafnlíkleg ástæða. Sérstaklega er mótmælt kröfu stefnanda um laun fyrir meinta aukavinnu vegna galla á rúllubindivélinni. Þessi krafa sé engum gögnum studd. Fullyrðingu stefnanda hér að lútandi er mótmælt sem rangri og ósannaðri. Þá er kröfufjárhæð, bæði að því er varðar skaðabætur vegna stjórntækja og vegna vinnulauna, mótmælt sem órökstuddri og alltof hárri. Varðandi tölulegar forsendur kröfugerðar stefnda er því haldið fram af hálfu stefnda að fjárkrafa stefnanda sé reist á röngum forsendum. Til grundvallar útreikningi á endurkröfu sé lagður fjármögnunarsamningur stefnanda við Lýsingu hf. Það sé rangt enda komi sá samningur viðskiptum aðila ekki við. Það sé alfarið mál stefnanda með hvaða hætti hann fjármagnar kaup sín á umræddum búvélum. Fjármögnun með kaupleigusamningi sé dýr kostur og alfarið á ábyrgð stefnanda. Gangi kaupin til baka verði ekki lagt annað verð til grundvallar uppgjöri en raunverulegt kaupverð hins selda. Bréfi Lýsingar hf. til lögmanns stefnanda, dags. 24. febrúar 1998, er sérstaklega mótmælt sem málinu óviðkomandi. Varakröfu stefnanda er mótmælt með eftirfarandi rökum. Það sé forsenda riftunar að hvor aðili um sig verði því sem næst eins settur og kaupin hefðu aldrei átt sér stað. Riftun eigi ekki að ná fram að ganga í þessu máli þegar af þeirri ástæðu að stefnandi hafi aldrei skilað eða boðið fram skil á hinu selda og einnig þar sem ekkert liggi fyrir um ástand vélarinnar. Af hálfu stefnda er vísað til laga nr. 39/1922, laga nr. 7/1936 og meginreglna samninga- og kröfuréttar. Varðandi málskostnað er af hálfu stefnda vísað til laga nr. 91/1991, sérstaklega XXI. kafla. Samkvæmt framlögðum reikningi, dags. 6. júní 1997, vegna kaupa þeirra sem málið er af risið var Lýsing hf. kaupandi vörunnar og verð vörunnar, þ.e. Vermeer rúllubindivélar, moksturstækis, diskasláttuvélar og rúllugreipar, samtals 2.104.050 að meðtöldum virðisaukaskatti. Með samningi, dags. 11. júní 1997, sömdu stefnandi og Lýsing hf. um fjármögnunarleigu á framangreindum tækjum. Umsaminn grunnleigutími var frá 11. sept. 1997 til 10. sept. 2002. Leigugrunnur var að sömu fjárhæð og reikningurinn frá 6. júní 1997, eða 2.104.050 kr. Í fjármögnunarleigusamningi segir m.a.: “Séu vanefndir seljanda svo verulegar, að rifta megi kaupunum, skal Lýsing hf. taka þá ákvörðun og tilkynna seljanda hana . Leigutaki greiðir kostnað við kröfugerð á hendur seljanda, vegna vanefnda af hans hálfu, hvort sem sú kröfugerð er í nafni Lýsingar hf. eða leigutaka í umboði félagsins.“ Með bréfi lögmanns stefnanda, dags. 27. janúar 1998, var lýst yfir f.h. Lýsingar hf. riftun á kaupum á rúllubindivélinni jafnframt því sem krafist er skaðabóta. Í bréfi þessu segir enn fremur að moksturstækin hafi einnig verið gölluð. Gallinn hafi falist í því að það vantaði stjórntækin. Þegar rætt sé um moksturstæki sé ávallt átt við tæki ásamt stjóntækjum og sé því um augljósan galla að ræða. Í bréfinu er krafist afhendingar stjórntækja innan 10 daga en ella verði krafist skaðabóta. Jafnframt er í bréfinu áskilinn réttur til að krefjast skaðabóta vegna alls þess kostnaðar er rekja megi til ofangreindra galla, s.s. fjármagnskostnaðar, aukinnar vinnu, leigu tækja og greiðslu aukinna vinnulauna til starfsmanna. Með yfirlýsingu, dags. 27. maí 1998, framseldi Lýsing hf. stefnanda allar kröfur á hendur stefnda vegna viðskipta sem áttu sér stað skv. reikningi nr. 1489, dags. 6. júní 1997. Með yfirlýsingu, dags. 11. des. 1998, leiðrétti Lýsing hf. fyrrgreinda yfirlýsingu og er þar tekið fram að í yfirlýsingunni, dags. 27. maí 1998, hafi ekki átt að standa “skv. reikningi nr. 1489” heldur “skv. reikningi nr. 1467”. Með vísan til framanritaðs verður að telja að stefnandi sé réttur aðili máls þessa. Fullyrðingar af hálfu stefnanda um að við kaupin hafi stefnanda verið tjáð að rúllubindivélin ætti að afkasta um 40 rúllum á klst. og vélin væri með stillanlegri pressu eru ósannaðar. Fram kom við skýrslugjöf stefnanda og vitna hér fyrir dómi að ekki var hægt að nota rúllubindivélina með eðlilegum hætti. Einu viðbrögð seljanda voru þau að Júlíus, starfsmaður seljanda, sem nú er látinn, fékk Björn Björnsson bónda til þess að líta á vélina og leiðbeina stefnanda um notkun. Björn Björnsson bar að hann hefði bundið 3 til 4 bagga með vélinni og hefði það gengið þokkalega. Eftir heimsókn Björns gekk stefnanda jafnilla að nota vélina. Þegar stefnandi tilkynnti Júlíusi, starfsmanni seljanda, í ágúst 1997 að hann ætlaði að koma með vélina til seljanda í Reykjavík, segir stefnandi að Júlíus hafi sagt sér að fara heldur með vélina til Björns Björnssonar, bónda í Hvítárholti. Eins og áður segir er Júlíus látinn svo ekki er hægt að fá hans frásögn af þessu samtali. Þegar litið er til framburðar Björns Björnssonar, sem kvaðst ekki þora að fullyrða hvort Júlíus hefði beðið um að vélin væri hjá honum, svo og framburðar Theódórs Skúla Halldórssonar, þá þykir bera að leggja til grundvallar að það hafi verið að ósk starfsmanns seljanda að stefnandi flutti vélina til Björns Björnssonar en ekki til seljanda. Vélina sótti stefnandi nokkrum mánuðum síðar og hefur eftir það haft vélina inni. Þegar litið er til þess sem fram kom hjá bændunum Jóni, Þorgeiri og Guðjóni Vigfússonum og Boga Melsted, svo og Guðmundi Valdimarssyni bifreiðastjóra, þykir ljóst að rúllubindivélin hafi ekki verið notkunarhæf sumarið 1997. Þetta ástand vélarinnar varð til mikilla erfiðleika hjá stefnanda við heyskap sumarið 1997 og árið eftir varð hann að kaupa aðra vél. Ástand vélarinnar og það að seljandi gerði ekkert til úrbóta, sendi hvorki viðgerðarmann né sótti vélina til viðgerðar, heimilaði stefnanda að rifta kaupunum, sbr 42. gr. laga um lausafjárkaup nr. 39/1922. Ekki skiptir máli í þessu sambandi að í ljós kom, þegar viðgerðarmenn Vermeer verksmiðjunnar litu á vélina í júní 1999, að það var smávægilegt sem að var og lítinn tíma tók að lagfæra það. Framburðir þeirra Össurar Björnssonar, Guðmundar Valdimarssonar, Jóns Vigfússonar og Guðjóns Vigfússonar, gefa til kynna að ekki var við því að búast að stefnandi gerði sér grein fyrir því hvað að var. Með vísan til framanritaðs er riftunarkrafa stefnanda tekin til greina. Ekki skiptir máli í þessu sambandi að rúllubindivélin er enn í vörslu stefnanda, sbr. 57. gr. laga nr. 39/1922. Fallast ber á það með stefnda að fjármögnunarleigusamningur stefnanda og Lýsingar hf. sé stefnda óviðkomandi. Við uppgjör vegna riftunarinnar ber að miða við reikning stefnda nr. 1467 frá 6. júní 1997. Því er ómótmælt að stjórntæki fylgdu ekki moksturstækjum sem keypt voru um leið og rúllubindivélin. Á reikningi yfir viðskipti þau sem málið er af risið eru tilgreind BAAS Frontlader moksturstæki á kr. 300.000 fyrir utan vsk. Af hálfu stefnda er því haldið fram að ekki hafi verið umsamið milli aðila að stjórntæki fylgdu. Jafnframt er því haldið fram að tækin hafi verið seld með verulegum afslætti. Stjórntæki eru eðlilegur fylgihlutur moksturstækja. Þar sem ekki er tekið fram á reikningnum að stjórntæki fylgi ekki moksturstækjunum og stefndi hefur ekki sýnt fram á að tilgreint verð á reikningi sé óeðlilega lágt fyrir moksturstæki með stjórntækjum þykir bera að leggja til grundvallar fullyrðingar stefnanda um að stjórntæki hafi átt að fylgja moksturstækjunum. Ber því að taka til greina kröfu stefnanda um skaðabætur vegna þessa, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922. Við ákvörðun fjárhæðar skaðabótanna er rétt að miða við fjárhæð reiknings frá Glóbus vélaveri hf., stíluðum á stefnanda, dags. 20. apríl 1998, að fjárhæð 63.495 kr. Ljóst þykir að ástand rúllubindivélarinnar hafi valdið stefnanda auknum útgjöldum og vinnuframlagi, en réttur stefnanda í máli þessu er leiddur af réttindum Lýsingar hf. á hendur stefnda. Lýsing hf. á ekki rétt á greiðslu úr hendi stefnda vegna vinnulauna og aukins vinnuframlags stefnanda. Þegar af þeirri ástæðu ber að sýkna stefnda af kröfu vegna þessa að fjárhæð 50.000 kr. Niðurstaða málsins verður því sú að krafa stefnanda um staðfestingu riftunar Lýsingar hf. frá 27. janúar 1998 á kaupum Lýsingar hf. á rúllubindivél, vörunúmer 50418-005, af gerðinni Vermeer, sem fram fóru þann 6. júní 1997, er tekin til greina. Stefndi greiði stefnanda 1.296.045 kr., þ.e. 1.232.550 vegna rúllubindi-vélarinnar og 63.495 kr. vegna þess að stjórntæki vantaði á moksturstæki. Fjárhæð þessa greiði stefndi með vöxtum eins og segir í dómsorði. Stefndi greiði stefnanda málskostnað sem ákveðst 295.000 kr. Við ákvörðun málskostnaðar var litið til virðisaukaskattskyldu lögmannsþóknunar. Auður Þorbergsdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. Uppsaga hans hefur dregist vegna mikilla anna dómarans. D ó m s o r ð: Staðfest er riftun Lýsingar hf. frá 27. janúar 1998 á kaupum Lýsingar hf. á rúllubindivél, vörunúmer 50418-005, af gerðinni Vermeer, sem fram fóru þann 6. júní 1997. Stefndi, Ísaró ehf., greiði stefnanda, Rósari Aðalsteinssyni, 1.296.045 kr. með vöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 27. febrúar 1998 til greiðsludags og 295.000 kr. í málskostnað. |
Mál nr. 190/2008 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. apríl 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. apríl 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 9. apríl 2008 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, [kt. og heimilisfang], sæti gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 9. apríl 2008, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að í morgun hafi verið tilkynnt um líkamsárás í verslun Tíu-ellefu, Austurstræti 17, Reykjavík. Samkvæmt tilkynningunni hafði öryggisvörður í versluninni verið sleginn í höfuðið með glerflösku. Kærði hafi verið yfirbugaður á staðnum af öðrum öryggisvörðum í framhaldi af meintum verknaði og handtekinn af lögreglu kl. 05:58. Öryggisvörðurinn, A, hafi verið fluttur á slysadeild. Í símtali lögreglu við A skömmu síðar á slysadeild hafi hann greint frá því að kærði hefði verið til vandræða í versluninni fyrr um nóttina og verið fjarlægður þaðan af lögreglu. Kærði hefði síðan komið aftur að versluninni um klukkustund síðar og ráðist á A utan við verslunina og slegið hann í höfuðið með glerflösku. Fram komi í frumskýrslu lögreglu að A hafi verið með skurð í höfði og hafi verið haft eftir honum í skýrslunni að hann hefði misst meðvitund í skamma stund. Síðar um morguninn, á slysadeildinni, hafi ástand A versnað, þar sem byrjað hafi að blæða inn á heila hans (heilablæðing) og hafi hann gengist undir læknisaðgerð í dag. Að sögn lækna hafi heilablæðingin verið lífshættuleg og hafi með naumindum tekist að bjarga lífi A. Meðal rannsóknargagna sé bráðabirgða¬læknisvottorð. Fyrir liggi framburðarskýrsla vitnis, B, sem hafi verið yfirheyrður í dag. Í skýrslunni komi m.a. fram lýsing vitnisins á meintum atvikum sem sé í samræmi við frásögn A um meint atvik og afleiðingar meints verknaðar. Sé nánar vísað til framburðarskýrslu vitnisins. Við yfirheyrslu í dag hafi kærði greint frá því að hann hefði ásamt félaga sínum, C, verið staddur við verslun Tíu ellefu. Öryggisvörður hafi meinað honum inngöngu í verslunina og hann því orðið pirraður. Ögrandi orðaskipti hafi verið milli hans og öryggisvarðarins og hafi komið til átaka milli þeirra. Kærði segist ekki muna eftir að hafa slegið öryggisvörðinn með flösku í höfuðið en aðspurður segist hann ekki geta rengt það. Sé nánar vísað til framburðarskýrslu kærða. Kærði þyki vera undir rökstuddum grun um alvarlegt ofbeldisbrot. Hið meinta brot þyki sérstaklega alvarlegt vegna alvarlegra afleiðinga og hættueiginleika meints verknaðar. Svo virðist sem litlu hafi mátt muna að bani hafi hlotist af atlögunni. Rannsókn málsins sé skammt á veg komin. Eftir sé að yfirheyra vitni, þ.m.t. nefndan C Ekki hafi reynst unnt að yfirheyra brotaþola þar sem hann hafi gengist undir aðgerð í dag og sé meðvitundarlaus. Skýrsla tæknideildar liggi ekki fyrir. Eftir sé að afla upptöku úr eftirlitsmyndavél utan dyra sem skýrt geti nánar atvik málsins og aðdraganda og hvort fleiri vitni séu til staðar sem upplýst geti frekar um meintan verknað. Fyrirhugaðar séu frekari skýrslutökur af kærða, m.a. með hliðsjón af framburðum vitna og brotaþola. Gangi kærði laus geti hann spillt fyrir rannsókn málsins með því að hafa áhrif á framburði vitna. Ætlað brot sem nú sé til rannsóknar kunni að varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981, sem varði fangelsisrefsingu ef sök sannist. Með vísan til framanritaðs, framlagðra gagna og a-lið 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Kærði er undir rökstuddum grun um og hefur reyndar viðurkennt að hafa nú í morgun veist að A og kann verknaður hans að varða við 2. mgr. 218. gr. laga nr. 19/1940. Rannsókn málsins er á frumstigi og lítur dómari svo á að ákvæði a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 eigi við hér enda eftir að taka frekari skýrslur af vitnum, niðurstöður rannsóknar tæknideildar liggja ekki fyrir og eftir er að kanna myndband úr eftirlitsmyndavél. Er því fallist á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Kærði, X, [kt.], sæti gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 9. apríl 2008, kl. 16:00. |
Mál nr. 446/2000 | Sjómaður Vinnusamningur Orlof Slysatrygging | H starfaði sem skipverji á skipi Á en lét fyrirvaralaust af störfum í kjölfar ágreinings sem upp kom milli þeirra. H hafði slasast um borð í skipinu nokkru áður og greiddi Á honum tiltekna fjárhæð vegna veikindaforfalla. H tók hins vegar við nokkru hærri fjárhæð úr slysatryggingu sjómanna og vátryggingu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Var fallist á að Á bæri að standa H skil á mismuninum, enda var ekki talið að Á hefði verið heimilt að taka til sín hluta fjárins þar sem tryggingarnar hefðu verið teknar til hagsbóta fyrir H. Samið hafði verið um að laun H yrðu tiltekið hlutfall af verðmæti heildarafla. Krafðist H til viðbótar greiðslna fyrir orlof en Á bar að hin umsamda hlutdeild H í verðmæti heildarafla fæli meðal annars í sér orlofslaun. Með hliðsjón af gögnum málsins var fallist á að svo hefði verið um samið og var ekki talið að ákvæði laga um orlof stæðu slíku samkomulagi í vegi. Ekki var talið að Á ætti rétt til að skerða greiðslur til H á grundvelli 60. gr. sjómannalaga vegna brotthvarfs hans úr skipsrúmi. H og S voru hins vegar dæmd til að greiða Á tiltekna fjárhæð vegna úttekta þeirra í verslun Á, enda höfðu þau H og S viðurkennt þá kröfu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. desember 2000. Hann krefst þess að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms í aðalsök í héraði um að stefndu beri að greiða sér 278.354 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum. Þá krefst hann þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfu stefnda Hallgríms Einarssonar í gagnsök í héraði, en til vara verði hún lækkuð. Einnig krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Samkvæmt gögnum málsins rekur áfrýjandi verslun í Ólafsvík og gerir einnig út skip til fiskveiða þaðan. Stefndi Hallgrímur mun á árinu 1997 hafa ráðist til starfa á skipi áfrýjanda og verið þar eini skipverjinn. Skip þetta mun hafa verið undir sex tonnum að stærð og eru aðilarnir sammála um að af þeim sökum hafi enginn kjarasamningur tekið til starfa Hallgríms. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur, en munnlega hafi verið samið um að við ákvörðun launa Hallgríms yrði lagt til grundvallar verðmæti heildarafla skipsins að frádregnum fjórðungshlut vegna kostnaðar áfrýjanda af útgerðinni, sölukostnaði, markaðskostnaði og launum beitingarmanns. Af mismuninum fengi Hallgrímur í laun sem svaraði 47% ef skipið væri á línuveiðum, en 45% ef það væri á handfæraveiðum. Óumdeilt er að áfrýjandi gerði skriflegt uppgjör vegna hverrar veiðiferðar Hallgríms í samræmi við þessi ráðningarkjör. Á launaseðlum, sem áfrýjandi mun hafa gert mánaðarlega á grundvelli þessara uppgjöra við útborgun launa til Hallgríms, var meginhluti fjárhæðarinnar, sem honum bar, tilgreindur við fyrirsögnina „aflahlutur“, en eftirstöðvar hennar, sem svöruðu til 10,17% af aflahlutnum, voru færðar sem orlof. Fyrir liggur í málinu að stefndi Hallgrímur varð fyrir slysi á leið til vinnu 23. mars 1999 og var óvinnufær vegna þess allt þar til í júlí á sama ári. Ekki er deilt um að vegna slyssins hafi hann átt rétt til launa úr hendi áfrýjanda eftir ákvæði 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, svo og að skipið hafi ekki verið gert út meðan á forföllum Hallgríms stóð. Mun áfrýjandi hafa innt af hendi til hans greiðslur til bráðabirgða upp í laun, en til uppgjörs gerðu þeir síðan skriflegt samkomulag 31. ágúst 1999 um að „veikindabætur“ vegna slyssins yrðu alls 422.372 krónur. Fyrir liggur að áfrýjandi hafði tekið slysatryggingu sjómanna hjá Vátryggingafélagi Íslands hf., auk vátryggingar hjá Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt 63. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. Í júlí og ágúst 1999 tók áfrýjandi við samtals 527.964 krónum úr þessum tryggingum vegna umrædds slyss. Af gögnum málsins verður ráðið að stefndi Hallgrímur hafi tekið upp fyrri störf sín hjá áfrýjanda í júlí 1999 og gegnt þeim allt þar til þeir komu saman snemma í október sama árs til fundar um útgerð á skipi áfrýjanda. Kom þar upp ágreiningur milli áfrýjanda og Hallgríms, sem lýsti yfir að hann hætti störfum. Með bréfi til Hallgríms 14. október 1999 lét áfrýjandi í ljós að hann liti svo á að sá fyrrnefndi hefði horfið úr starfi án þess að virða uppsagnarfrest, enda hefði hann hvorki mætt til vinnu um einnar viku skeið né tilkynnt um forföll. Áfrýjandi þingfesti í héraði mál þetta á hendur stefndu 9. febrúar 2000 til heimtu skuldar að fjárhæð 278.354 krónur á sameiginlegum viðskiptareikningi stefndu vegna úttekta á vörum úr verslun hans og peningum á tímabilinu 24. ágúst til 30. október 1999. Stefndu viðurkenna þessa skuld. Stefndi Hallgrímur höfðaði á hinn bóginn gagnsök í málinu 8. mars 2000 til heimtu á samtals 692.018 krónum. Krafðist hann annars vegar greiðslu á 586.426 krónum vegna vanreiknaðra orlofslauna frá árunum 1997 til 1999, en kröfuna reisti hann á því að áfrýjandi hafi ranglega dregið orlof af umsömdum heildarlaunum hans í stað þess að reikna orlofið af þeim og leggja það við þau. Hins vegar hafi áfrýjandi tekið til sín 105.592 krónur af áðurnefndum tryggingabótum, sem hann veitti viðtöku vegna slyss Hallgríms, en til þess fjár eigi áfrýjandi ekki rétt og beri honum að greiða það Hallgrími. Áfrýjandi andmælir báðum þessum liðum í gagnkröfu Hallgríms, en um þær er þó ekki tölulegur ágreiningur. II. Aðilarnir leita ekki endurskoðunar á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um kröfu, sem áfrýjandi gerði á hendur stefndu í aðalsök í héraði. Verður því óröskuð sú niðurstaða héraðsdóms að stefndu beri í sameiningu að greiða áfrýjanda 278.354 krónur með dráttarvöxtum, eins og þar greinir nánar. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 30/1987 um orlof ber vinnuveitanda að reikna orlofslaun við hverja launagreiðslu til starfsmanns þannig að þau nemi að lágmarki 10,17% af heildarlaunum hans. Áfrýjandi hefur ekki andmælt þeirri staðhæfingu stefnda Hallgríms að venjuhelgað sé að líta svo á að aflahlutur sjómanns á fiskiskipi teljist til heildarlauna í skilningi þessa lagaákvæðis, þannig að orlofslaun leggist við hann. Áfrýjandi heldur því á hinn bóginn fram að þeir Hallgrímur hafi samið um að fyrrgreind hlutdeild hans í verðmæti afla af skipi áfrýjanda fæli meðal annars í sér orlofslaun. Þótt áfrýjandi hafi ekki sérstaklega fært sönnur fyrir því, sem kann að hafa farið á milli þeirra Hallgríms um þetta efni við upphaf vinnusambands þeirra, verður ekki horft fram hjá því, sem áður greinir, að af framlögðum launaseðlum frá áfrýjanda til Hallgríms og uppgjörum fyrir einstakar veiðiferðir verður skýrlega ráðið að áfrýjandi hefur alla tíð skipt umsaminni fjárhæð hlutdeildar Hallgríms í aflaverðmætinu annars vegar í aflahlut og hins vegar í orlof, sem svaraði til 10,17% af aflahlutnum. Óumdeilt er að Hallgrímur hafi ekki hreyft athugasemdum út af þessu fyrr en um þær mundir, sem ráðningu hans hjá áfrýjanda var að ljúka. Er óhjákvæmilegt að líta svo á að með þessu hafi Hallgrímur staðfest í verki að áfrýjandi hafi staðið að launagreiðslum til sín eins og munnlegur samningur þeirra um ráðningarkjör kvað á um. Ákvæði 2. mgr. 2. gr. laga nr. 30/1987 getur ekki staðið í vegi því að samið sé í einu lagi um ákveðna heildarfjárhæð endurgjalds fyrir vinnu, sem skipt verði síðan við launauppgjör hverju sinni í vinnulaun, orlofslaun og eftir atvikum aðra liði samkvæmt vinnusamningi, kjarasamningi eða lögum. Að þessu virtu verður að sýkna áfrýjanda af kröfu stefnda Hallgríms um vangreidd orlofslaun. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest sú niðurstaða hans að áfrýjanda beri að greiða stefnda Hallgrími áðurnefndar eftirstöðvar tryggingabóta að fjárhæð 105.592 krónur, sem áfrýjandi tók við vegna slyss Hallgríms 23. mars 1999. Verður ekki fallist á að áfrýjanda sé heimilt að taka til sín hluta þess fjár til að mæta gjöldum í tengslum við launagreiðslur til Hallgríms meðan hann var frá vinnu, enda voru tryggingarnar, sem áður var getið, teknar til hagsbóta starfsmanni á skipi áfrýjanda, en ekki vegna hagsmuna hans sjálfs. Um greiðsluna, sem hér um ræðir, var áfrýjandi fyrst krafinn með innheimtubréfi 14. desember 1999. Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 getur þessi krafa Hallgríms því fyrst borið dráttarvexti frá 14. janúar 2000 að telja. Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdómara að áfrýjandi eigi ekki rétt á að skerða greiðslur til stefnda Hallgríms á grundvelli 60. gr. sjómannalaga vegna brotthvarfs hans úr skiprúmi. Samkvæmt framansögðu ber stefndu að greiða áfrýjanda 278.354 krónur, en honum að greiða stefnda Hallgrími 105.592 krónur. Í greinargerð stefndu í aðalsök í héraði var krafist sýknu af kröfu áfrýjanda á grundvelli skuldajafnaðar við gagnkröfu Hallgríms. Því til samræmis verða stefndu dæmd til að greiða áfrýjanda mismun þessara fjárhæða, eða 172.762 krónur, með dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum málsins er rétt að aðilarnir beri hver sinn kostnað af því í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Stefndu, Hallgrímur Einarsson og Steinunn Eldjárnsdóttir, greiði í sameiningu áfrýjanda, Ágústi I. Sigurðssyni, 172.762 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 18.871 krónu frá 24. ágúst 1999 til 25. sama mánaðar, af 23.400 krónum frá þeim degi til 28. sama mánaðar, af 30.325 krónum frá þeim degi til 31. sama mánaðar, af 36.609 krónum frá þeim degi til 3. september sama árs, af 61.609 krónum frá þeim degi til 8. sama mánaðar, af 65.844 krónum frá þeim degi til 10. sama mánaðar, af 103.063 krónum frá þeim degi til 14. sama mánaðar, af 111.230 krónum frá þeim degi til 4. október sama árs, af 116.230 krónum frá þeim degi til 5. sama mánaðar, af 186.230 krónum frá þeim degi til 15. sama mánaðar, af 247.685 krónum frá þeim degi til 15. nóvember sama árs, af 278.354 krónum frá þeim degi til 14. janúar 2000, en af 172.762 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Málið höfðaði Ágúst I. Sigurðsson, kt. 220845-4359, Ólafsbraut 55, Snæfellsbæ, á hendur Hallgrími Einarssyni, kt. 040343-3429, og Steinunni Eldjárnsdóttur, kt. 150850-3209, báðum til heimilis að Grundarbraut 16, Snæfellsbæ, með stefnu útgefinni 1. febrúar 2000 og birtri 3. s.m. Málið var þingfest 9. febrúar 2000. Hinn 8. mars s.á. lögðu stefndu fram greinargerð, jafnframt því sem stefndi Hallgrímur höfðaði gagnsök á hendur aðalstefnanda. Málið var tekið til dóms 29. ágúst 2000 að loknum munnlegum málflutningi. Í aðalsök gerir stefnandi þær dómkröfur að stefndu verði dæmd óskipt til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 278.354 auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 18.871,- frá 24/8 1999 til 25/8 1999, en af kr. 23.400 frá þeim degi til 28/8 1999, af kr. 30.325 frá þeim degi til 31/8 1999 en af kr. 36.609,- frá þeim degi til 3/9 1999, en af kr. 61.609,- frá þeim degi til 8/9 1999, af kr. 65.844 frá þeim degi til 10/9 1999, af kr. 103.063,- frá þeim degi til 14/9 1999, af kr. 111.230,- frá þeim degi til 4/10 1999, af kr. 116.230 frá þeim degi til 5/10 1999, af kr. 186.230,- frá þeim degi til 15/10 1999, en af kr. 247.685 frá degi til 15/11 1999 og loks af kr. 278.354,- frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi í aðalsök málskostnaðar að mati dómsins úr hendi stefndu. Stefndu gera í aðalsök þær dómkröfur að þau verði sýknuð af dómkröfum stefnanda. Þá gera þau þær kröfur að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar að mati dómsins. Í gagnsök gerir gagnstefnandi, Hallgrímur, þær dómkröfur að gagnstefndi verði, persónulega og fyrir hönd óskráðs einkafirma síns, Þinnar verslunar Kassans, dæmdur til að greiða gagnastefnanda 692.018, auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 201.857 frá 1. maí 1998 til jafnlengdar 1999, en síðan af kr. 469.123 frá þeim degi til 31. ágúst s.á., en af kr. 574.715 frá þeim degi til 31. október 1999, og loks af kr. 692.018 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst gagnstefnandi málskostnaðar að mati dómsins úr hendi gagnstefnda . Gagnstefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum gagnstefnanda. Til vara krefst gagnstefndi þess að bótum að fjárhæð kr. 211.186 auk dráttarvaxta frá 7. október 1999 til greiðsludags verði skuldajafnað á móti kröfum gagnstefnanda. Í því sambandi krefst gagnstefndi þess til vara að fjárhæð bóta til skuldajafnaðar verði ákvarðaðar kr. 191.710 og til þrautavara að þær verði ákvarðaðar kr. 29.821. Þá krefst gagnstefndi málskostnaðar að mati dómsins og að dæmdur málskostnaður beri dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags og að dráttarvextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Málsatvikum, málsatvikum og lagarökum er svo lýst í stefnu í aðalsök svo sem hér segir: Sagt er að stefnufjárhæð sé byggð á samtals 29 reikningum vegna úttekta aðalstefndu á vörum og peningum hjá aðalstefnanda sem reki verslunina Kassann í Ólafsvík jafnhliða því sem hann stundi útgerð. Segir í stefnunni að aðalstefndi Hallgrímur hafi verið starfsmaður útgerðar aðalstefnanda og hafi verið samkomulag milli aðila um að úttektir beggja stefndu og að laun aðalstefnda Hallgríms yrðu færð á viðskiptareikning beggja aðalstefndu hjá aðalstefnanda stefnanda. Segir aðalstefnandi að aðalstefndi Hallgrímur hafi látið af störfum hjá aðalstefnanda í október 1999, og hafi hann þá verið í skuld á viðskiptareikningi sem nemi stefnufjárhæð málsins vegna framangreindra vöruúttekta. Segir aðalstefnandi að tilraunir til heimtu skuldarinnar hafi reynst árangurslausar. Aðalstefnandi vísar kröfum sínum til stuðnings til meginreglna kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, er m.a. fái laga stoð í 5. 6. og 28. gr. laga nr. 39/1922. Um gjalddaga dómkröfu sinnar vísar aðalstefnandi til meginreglu 12. gr. sömu laga. Kröfu sína um dráttarvexti styður hann við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum. Kröfu sína um málskostnað styður hann við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um varnarþing vísar hann til 32. gr. laga nr. 91/1991. Í greinargerð stefndu í aðalsök segir að aðalstefnandi og aðalstefndi Hallgrímur hafi átt í tvíhliða samningssambandi. Kveðst aðalstefndi Hallgrímur hafa verið starfsmaður aðalstefnanda, hafa annast sjómennsku á báti þeim er aðalstefnandi geri út, Ási SH-764, sem sé smábátur undir 12 brúttórúmlestum, og hafi verslun aðalstefnanda, Kassinn, komið fram gagnvart honum sem launagreiðandi. Segja aðalstefndu að dómkröfur stefnanda í aðalsök eigi rót sína að rekja til þessa samningssambands, en eiginkona aðalstefnda Hallgríms, stefnda Steinunn, hafi auk hans sjálfs haft umboð til úttekta á vörum og peningum í reikning Hallgríms hjá Kassanum. Aðalstefndu segjast í þessu sambandi kannast við þær úttektir á vörum og peningum úr versluninni Kassanum sem dómkröfur stefnanda í aðalsök byggjast á og fallast á réttmæti þeirra sem og fjárhæð. Aðalstefndu segja á hinn bóginn að dómkrafa aðalstefnanda feli í sér aðeins annan af tveimur þáttum í gagnkvæmu samningssambandi aðila. Telja aðalstefndu að hluti fjárkröfu aðalstefnanda sé til kominn vegna launagreiðslna til stefnda Hallgríms. Segir ennfremur í greinargerð að aðalstefndi Hallgrímur hafi orðið fyrir slysi á leið til vinnu sinnar þann 23. mars 1999 og hafi hann verið óvinnufær af þeim sökum allt til 1. júlí 1999. Á því tímabili hafi aðalstefnandi gert upp laun hans til bráðabirgða, eins og það hafi verið orðað á launaseðlum. Segja aðalstefndu að aðalstefnandi hafi í þessu sambandi útbúið skjal sem hafi borið yfirskriftina “samkomulag”. Kveðst aðalstefndi Hallgrímur hafa ritað undir þetta skjal, en ekki verið sáttur við hlutskipti sitt og í kjölfarið farið að huga að réttindum sínum sem launþega stefnanda. Hafi þá risið með þeim ágreiningur um greiðslu orlofslauna auk þess sem í ljós hafi komið að aðalstefnandi hefði móttekið bætur úr slysatryggingu launþega hjá Vátryggingafélagi Íslands og greiðslur úr Almannatryggingum frá Tryggingastofnun ríkisins vegna þess slyss er aðalstefndi Hallgrímur hafði orðið fyrir. Hafi þær bætur í heild reynst nema hærri fjárhæð en launin sem aðalstefnandi hafði greitt aðalstefnda Hallgrími fyrir sama tímabil. Segir í greinargerð að þessi háttsemi aðalstefnanda og deilur vegna orlofsgreiðslna sé tilefni þeirrar gagnsakar sem til úrlausnar er í máli þessu. Dómkröfur sínar í aðalsök styðja aðalstefndu við meginreglur íslensks réttar um skuldajöfnuð og ákvæði 28. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem ljóst sé af framlögðum dómskjölum í gagnsakarmáli þeirra á hendur aðalstefnanda, að kröfur þær er hann hafi uppi í aðalsök málsins séu hluti af gagnkvæmu samningssambandi þar sem skilyrðum skuldajöfnuðar sé fullnægt. Vísa aðalstefndu í þessu sambandi til reglna kröfuréttar um gagnkvæmar efndir tvíhliða samningssambands. Þá vísa aðalstefndu til 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til stuðnings kröfu sinni um málskostnað, en til ákvæða laga nr. 50/1987 vegna kröfu um álag á málskostnað vegna virðisaukaskatts. Aðalstefndu segjast ekki vera virðisaukaskattsskyld og að þeim beri því nauðsyn til að fá dæmt álag sem skatti þessum nemi úr hendi aðalstefnanda. Í gagnstefnu gagnstefnanda Hallgríms, er málavöxtum lýst með ítarlegri hætti. Kemur þar fram að gagnstefnandi hafi ráðist til starfa hjá gagnstefnda á árinu 1997 sem sjómaður á báti gagnstefnda sem sé smábátur undir 12 brúttólestum. Hafi verslun gagnstefnda, Þín verslun Kassinn, komið fram sem launagreiðandi gagnvart gagnstefnanda, en sú verslun virðist vera óskráð einkafirma gagnstefnda. Gagnstefnandi segir að honum hafi verið ætlað að róa framangreindum bát einn til fiskjar. Segir gagnstefnandi að vegna þess að enginn kjarasamningur hafi verið í gildi er tæki til sjómanna á smábátum hafi hann og gagnstefndi gert með sér það samkomulag um launakjör gagnstefnanda í þá veru að hann nyti aflahlutdeildar í aflaverðmæti bátsins að frádregnum tilgreindum kostnaðarliðum. Gagnstefnandi segir að frádráttarliðir þessir hafi verið þeir, að í fyrsta lagi hafi 25% aflaverðmætis verið dregið frá óskiptu aflaverðmæti bátsins vegna rekstrarkostnaðar hans; í öðru lagi hafi kostnaður af sölu aflans verið dreginn frá og síðan laun beitningamanns. Því sem þá stóð eftir af aflaverðmæti skyldi skipt þannig, að gagnstefnandi fengi 47%, ef báturinn væri á línuveiðum, en 45% væri báturinn á handfæraveiðum. Segir gagnstefnandi jafnframt að enginn skriflegur ráðningarsamningur hafi verið gerður. Þá segir gagnstefnandi að ofangreindur háttur hafi verið hafður á launagreiðslum frá ráðningu allt til 23. mars 1999. Þann dag hafi gagnstefnandi slasast á leið til vinnu sinnar og orðið óvinnufær af þeim sökum allt til 1. júlí 1999. Segir gagnstefnandi að gagnstefndi hafi á þessu tímabili gert upp laun hans til bráðabirgða eins og það hafi verið orðað á launaseðlum. Til hafi staðið að gera upp veikindatímabil þetta milli aðila í lok ágúst s.á. Hafi gagnstefndi í því augnamiði útbúið skjal sem borið hafi yfirskriftina samkomulag, og kveðst gagnstefnandi hafa ritað undir það. Hann kveðst þó ekki hafa verið sáttur við þann hlut er hann hafi borið úr býtum samkvæmt því og í kjölfarið farið að huga að réttindum sínum sem starfsmanns gagnstefnda. Gagnstefnandi segir að við athugun á réttindamálum hans hafi komið í ljós að gagnstefndi hefði ekki greitt gagnstefnanda orlofslaun allan ráðningartímann, heldur dregið þau af heildarlaunum gagnstefnanda þannig, að launafjárhæð skv. launaseðlum hafi numið 89,83% af heildarhlut hans skv. framansögðu, en orlofslaun numið 10,17%. Segir gagnstefnandi að ljóst sé að gagnstefndi hafi ætlað honum að greiða sín orlofslaun sjálfur. Kveðst gagnstefnandi jafnframt strax hafa gert athugasemdir við gagnstefnda varðandi þetta atriði. Þá segir gagnstefnandi að einnig hafi komið í ljós að gagnstefndi hafi með ólögmætum hætti tekið undir sjálfan sig hluta af tryggingabótum sem greiddar hefðu verið frá Vátryggingafélagi Íslands hf. og Tryggingastofnun vegna slyss gagnstefnanda. Segir hann jafnframt að bætur þessar hafi verið greiddar til gagnstefnda í samræmi við óskir hans til þessara aðila í krafti þeirrar fullyrðingar að hann hafi greitt gagnstefnanda laun á því tímabili er hann var óvinnufær. Með samanburði á greiðslukvittunum frá þessum aðilum og samkomulagi því er aðilar gerðu með sér, hafi þannig komið í ljós að gagnstefndi hefði skv. framansögðu veitt móttöku bótum samtals að fjárhæð kr. 527.964, en einungis greitt gagnstefnanda kr. 422.372 í samræmi við samkomulagið. Kveðst gagnstefnandi hafa hætt störfum hjá gagnstefnda 6. október 1999, er hinn síðargreindi hefði með öllu neitað að leiðrétta hlut gagnstefnanda þessu samkvæmt. Gagnstefnandi kveðst hafa leitað fulltingis Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar til heimtu krafna sinna, en er gagnstefndi hefði verið krafinn um efndir hefði hann brugðist við með því að fela lögmanni innheimtu úttekta gagnstefnanda og eiginkonu hans í verslun gagnstefnda, sem þó hefðu verið hluti af gagnkvæmu samningssambandi aðila. Segir gagnstefnandi að dómkröfur gagnstefnda í aðalsök byggi því aðeins á öðrum tveggja þátta þess sambands. Málsástæður og lagarök gagnstefnanda. Gagnstefnandi segir dómkröfur sínar í gagnsök máls þessa vera á því byggðar að gagnstefnda sé skylt að greiða honum réttmætar kröfur hans um vangreidd orlofslaun og tryggingabætur. Bendir gagnstefnandi í þessu sambandi á að gagnstefnda beri til þess lagaskylda skv. 7. gr. laga nr. 30/1987, en í 2. mgr. 2. gr. þeirra laga sé mælt svo fyrir að bannað sé að víkja frá reglum laganna launþega í óhag. Vísar gagnstefnandi í þessu sambandi til þess að gagnstefndi hafi látið undir höfuð leggjast að gera við sig skriflegan ráðningarsamning og mótmælir því þannig sem ósönnuðu að aðilar hafi samið um að orlofslaun skyldu vera innifalin í skiptahlut gagnstefnanda, sem ljóst sé hvernig um var samið. Segir gagnstefnandi í þessu sambandi að gagnstefndi beri sönnunarbyrði þess að svo óvenjulegur samningur hafi verið gerður, enda brjóti samningsákvæði um að orlofslaun séu innifalin í skiptahlut sjómanns gegn þeim réttindum er sjómenn á stærri skipum njóta skv. kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þá segir gagnstefnandi ennfremur að þar sem engum kjarasamningi sé til að dreifa er taki sérstaklega til sjómanna á minni bátum, hafi verið litið til þessa kjarasamnings þar sem ráðningarsamningskjörum þeirra sjómanna sleppir, hafi lög ekki leyst úr þeim ágreiningsefnum sem uppi væru. Slíkrar skýringar sé þó ekki þörf eins og sakarefni í máli þessu er háttað, enda séu framangreind lög um orlof ljós að þessu leyti. Þá vísar gagnstefnandi til þess að gagnstefndi hafi í samræmi við skyldu sína skv. sjómannalögum nr. 35/1985 tryggt gagnstefnanda hjá Vátryggingafélagi Íslands fh., jafnframt því að fullnægja tryggingaskyldu sinni skv. 63. gr. almannatryggingalaga nr. 117/1993. Segir gagnstefnandi að báðar þessar tryggingar séu í eðli sínu summutryggingar, er miði að því að vátryggja hagsmuni þriðja manns. Segir gagnstefnandi í þessu sambandi að gagnstefnda hafi verið skylt að kaupa þessar tryggingar til hagsbóta fyrir sig sem starfsmann hans. Þá vísar gagnstefnandi til þess að bæði skilmálar slysatryggingar sjómanna hjá Vátryggingafélagi Íslands hf., sem og lög um almannatryggingar, geri ráð fyrir því að atvinnurekandi, þ.e. gagnstefndi, geti átt rétt á því að fá greiddar bætur úr þessum tryggingum að því marki sem hann hefur greitt launþega sínum, þ.e. gagnstefnanda, laun sbr. 5. mgr. 28. gr. laga nr. 117/1993. Segir gagnstefnandi að þessi réttur gagnstefnda sé hins vegar að sjálfsögðu háður launagreiðslum gagnstefnda til hans, en eigi ekki undir neinum kringumstæðum að leiða til þess að hann öðlist fjárhagslegan ávinning af slysi gagnstefnanda, eða geti nýtt bæturnar á móti einhverjum óskilgreindum kostnaði sem hann haldi fram að hann hafi orðið fyrir vegna slyss gagnstefnanda. Kveðst gagnstefnandi því telja að móttaka gagnstefnda á bótagreiðslum sem séu hærri en sem nemi greiðslum hans til gagnstefnanda fái ekki staðist lög og feli í sér saknæma og ólögmæta sjálftöku. Þá kveðst gagnstefnandi telja að samkomulag það er hann gerði við gagnstefnda vegna launa í slysaforföllum hans, hafi ekkert gildi í þessum efnum enda hafi gagnstefnanda ekki verið ljóst er samkomulagið var gert hvernig málum var háttað. Kveðst þá gagnstefnandi telja að taka hefði þurft fram með afdráttarlausum hætti í samkomulagi ef gagnstefnandi ætti að teljast hafa afsalað sér í hendur gagnstefnda bótarétti úr framangreindum tryggingum með nafnritun sinni á undir það. Telur gagnstefnandi þó að slík yfirlýsing hefði haft mjög takmarkað gildi, þar sem hún hefði tæpast bundið Vátryggingafélag Íslands hf. og Tryggingastofnun ríkisins, enda andstæð eðli trygginganna sem slysatrygginga starfsmanna. Loks kveðst gagnstefnandi telja að í ljósi framangreindra, tvíþættra vanefnda gagnstefnda og þess alvarlega trúnaðarbrests sem sjálftaka gagnstefnda á tryggingabótum hans hafi leitt til, að honum hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi sínum við hann án sérstaks fyrirvara eða uppsagnarfrests. Telur gagnstefnandi að honum verði ekki talið skylt að vera bundinn af ráðningarsamningi við aðila sem brotið hafi jafn freklega gegn honum og gagnstefndi hafi gert, allra síst þegar haft sé í huga að gagnstefndi hafi skellt skollaeyrum við óskum gagnstefnanda um leiðréttingu á sínum hlut. Kveðst gagnstefnandi í þessu sambandi mótmæla sem fjarstæðu, hugleiðingum gagnstefnda um bótakröfu vegna ólögmæts brotthlaups hans úr starfi. Gagnstefnandi kveðst byggja dómkröfur sínar á meginreglum vinnuréttar um greiðslu orlofs, auk laga nr. 30/1987. Þá vísar hann til almennra reglna varðandi riftunarrétt vegna vanefnda og til heimtu bóta er nemi saknæmri og ólögmætri sjálftöku gagnstefnanda á tryggingabótum samkvæmt slysatryggingu sjómanna sbr. lög nr. 35/1985 og lögum um almannatryggingar nr. 117/1993. Kröfur um vexti og vaxtavexti styðjist við III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Kröfur sínar um málskostnað styður gagnstefnandi við 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun styður hann við ákvæði laga nr. 50/1987. Gagnstefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og sé því nauðsyn að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi gagnstefnda. [Svo segir í gagnstefnu, en í kafla um kröfugerð er ekki gerð krafa um virðisaukaskatt. Aths. dómara.] Í greinargerð sinni lýsir gagnstefndi aðdraganda máls þessa þannig að hann hafi ráðið gagnstefnanda til sjómannsstarfa á árinu 1997. Segir gagnstefndi að þá hafi verið gerður munnlegur samningur um launakjör gagnstefnanda, þess efnis er hann hefur lýst, að því frátöldu að gert hafi verið ráð fyrir því að innan skiptaprósentu þeirrar er gagnstefnandi fékk í sinn hlut skyldu rúmast bæði launa- og orlofsgreiðslur. Segir gagnstefndi að samningur þessi hafi verið efnislega samhljóða þeim er forveri gagnstefnanda hafi haft. Þá hafi ávallt verið gert upp við gagnstefnanda á þessari forsendu, og honum afhentir launamiðar þessa efnis, allt til þess að hann hefði fyrirvaralaust látið af starfi hjá gagnstefnda þann 7. október 1999. Gagnstefndi segir að gagnstefnandi hafi fótbrotnað fyrir utan heimili sitt og verið frá vinnu af þeim sökum frá 23. mars 1999 til 1. júlí s.á. Kveðst gagnstefndi hafa greitt gagnstefnanda laun á því tímabili í samræmi við 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Þar sem bátnum hafi hins vegar ekki verið róið á þessu tímabili hafi verið gert sérstakt samkomulag um fjárhæð veikindalaunanna, þ.e. að þau skyldu nema kr. 422.372. Kveðst gagnstefndi telja að þetta væru til muna hærri laun en gagnstefnandi hefði haft ef farið hefði verið eftir ákvæðum sjómannalaganna um fjárhæð launa þennan tíma. Bendir gagnstefndi á, í þessu sambandi, að bátnum Ási SH-764, hafi ekki verið róið þann tíma er gagnstefnandi var frá vinnu og að útgerðin hafi því ekki haft neinar tekjur þann tíma. Í greinargerð gagnstefnda segir að honum hafi ekki borið að hafa gagnstefnda tryggðan, en að hann hafi hins vegar verið tryggður gegn tjóni skv. 36. gr. sjómannalaganna. Kveðst gagnstefndi hafa fengið greiddar kr. 34.482 frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slysatryggingar er hann hafði þar, og kr. 493.482 frá Tryggingastofnun ríkisins úr tryggingu skv. 63. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993. Segist gagnstefnandi þannig hafa móttekið bætur samtals að fjárhæð kr. 527.964 vegna slyss gagnstefnda, en af þeirri fjárhæð hafi hann einnig greitt öll atvinnurekandaiðgjöld, samtals 12,13%, eða 51.223. Loks segir gagnstefndi að gagnstefnandi hafi, þann 7. október 1999, horfið fyrirvaralaust og með ólögmætum farið úr skipsrúmi sínu áður en uppsagnarfresti hans lauk. Málsástæður og lagarök gagnstefnda. Gagnstefndi kveðst byggja kröfu sína um sýknu af orlofskröfu gagnstefnanda á því að hann hafi greitt gagnstefnanda það orlof sem hann átti rétt á. Byggi það á því að aðilar hafi samið um að laun gagnstefnanda skyldu vera eftir atvikum 45% eða 47% af aflaverðmæti að frádregnum kostnaði. Hafi orlofslaun verið innifalin í þeirri fjárhæð. Hefðu því þau laun stefnanda sem orlof reiknuðust af því verið ofangreind prósentutala að frádregnu orlofi. Kveðst gagnstefndi telja þennan hátt á orlofsgreiðslum í fullu samræmi við lög um orlof nr. 30/1987, og fái uppsetning launaseðla eða uppgjöra engu breytt þar um. Þá bendir gagnstefndi á að ávallt hafi verið gert upp við gagnstefnanda með þessum hætti og að hann hafi reglulega tekið athugasemdalaust við launaseðlum ásamt aflauppgjörum, allt frá því að hann hóf störf hjá gagnstefnda. Kveðst gagnstefndi þannig telja sýnt að gagnstefnanda hafi frá upphafi verið ljóst að orlofsgreiðslur væru innifaldar í skiptaprósentunni, enda hafi hann engar athugasemdir gert fyrr en en eftir að hann lét af störfum hjá gagnstefnda. Gagnstefndi bendir á að dómkrafa gagnstefnanda virðist reiknuð þannig að hann leggur laun og orlof saman og reiknar sér hið umkrafða orlof af þeirri tölu. Gagnstefndi segir rétt að ekki liggi fyrir skriflegur ráðningarsamningur við gagnstefnanda, en ítrekar að gert var upp við gagnstefnanda á ofangreindan hátt allt frá árinu 1997 og telur hann það sanna að samningur þessa efnis hafi í reynd verið í gildi milli málsaðila og að gagnstefnanda hafi verið fullljóst hvers efnis hann var. Þá kveðst gagnstefndi byggja kröfu sína um sýknu af kröfu gagnstefnanda um vangoldnar tryggingabætur á því, að aðilar hafi gert með sér samning um hverjar bæturnar skyldu vera. Telur gagnstefndi engin rök hníga til þess að rifta þeim samningi eða ógilda hann. Krafa gagnstefnanda um laun byggi á 36. gr. sjómannalaga um staðgengilslaun þann tíma sem sem sjómenn séu frá vegna veikinda eða slyss. Telur gagnstefndi að fyrir liggi í málinu að gagnstefndi hafi með samkomulaginu greitt gagnstefnanda þau laun sem hann eigi rétt á samkvæmt framangreindri lagagrein og telur sig raunar hafa greitt honum meira en skyldan bauð, þar sem báturinn var ekki gerður út þann tíma sem gagnstefnandi var frá vegna slyss síns. Gagnstefndi telur að honum hafi ekki borið skylda til að tryggja gagnstefnanda. Leiði það til þess að tryggingar þær er hann kunni að hafa tekið vegna mögulegrar bótaskyldu skv. framangreindri lagagrein teljist gagnstefnanda óviðkomandi. Hafi enda verið gert við hann samkomulag um greiðslu launa í slysaforföllum hans og hann því þegar fengið það sem honum bar og jafnvel meira til. Gagnstefndi getur þess í þessu sambandi, að þær tryggingar sem hann hafði, hafi annars vegar verið slysatrygging frá Vátryggingafélagi Íslands hf. og hins vegar trygging skv. 63. almannatryggingalaga nr. 117/1993, sbr. rg. nr. 675/1998. Bendir gagnstefndi sérstaklega á að engir kjarasamningar voru í gildi, og því hafi honum ekki borið skylda til að tryggja gagnstefnanda skv. ákvæðum slíkra samninga, né heldur sé trygging skv. 63. gr. almannatryggingalaga skyldutrygging, svo sem sjá megi af t.d. 4. gr. reglugerðar nr. 675/1998. Telur gagnstefndi einnig rétt að árétta að ráð er fyrir því gert í 63. gr. almannatryggingalaga og rg. 675/1998 að bætur skuli greiða útgerðarmanni. Telur hann því að fullyrðing gagnstefnanda um ólögmæta sjálftöku sé því úr lausu lofti gripin og mótmælir hann henni harðlega. Að þessu athuguðu telur gagnstefndi sýnt að samkomulag það er hann gerði við gagnstefnanda hafi verið hinum síðarnefnda mjög hagfellt og því engin rök til að rifta því eða ógilda það. Varakröfu sína um að þegar greiddum bótum verði skuldajafnað á móti dómkröfum gagnstefnanda, kveðst gagnstefndi styðja við við 60. gr. sjómannalaga. Vísar hann í því sambandi til þess að gagnstefnandi hafi fyrirvaralaust og með ólögmætum hætti gengið úr skipsrúmi áður en uppsagnarfresti lauk. Kveðst gagnstefndi í þessum efnum byggja á því að uppsagnarfrestur gagnstefnanda hafi verið 3 mánuðir, enda hafi hinn síðarnefndi starfað hjá gagnstefnda í rúm tvö ár er atburðir þessir gerðust. Varakröfu sína, um skuldajöfnun bóta að fjárhæð kr. 211.186,- á móti kröfum gagnstefnanda, kveðst gagnstefndi byggja á því að mánaðarlaun gagnstefnanda hafi verið 422.372:3 eða kr. 140.790. Laun í 1 og ½ mánuð séu því kr. 211.186. Verði ekki fallist á þennan útreikning styður gagnstefndi varakröfu sína við kauptryggingu en hún hafi á umræddum tíma numið kr. 127.807 á mánuði. Teljist laun skv. því í 1 og ½ mánuð vera kr. 191.710. Þrautavarakröfu sína byggir gagnstefndi á því því ákvæði 60. gr. sjómannalaga að bætur verði aldrei lægri en 7 daga kauptrygging eða kr. 127.807:30 x 7 eða kr. 29. 821. Varakröfu sína um lækkun krafna gagnstefnanda kveðst gagnstefndi einnig byggja á því að upphafsdagur vaxta eigi að vera mánuði eftir að kröfubréf var sent, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 1997, bls. 580. Bendir hann á að honum hafi verið sent innheimtubréf 14. desember 1999 og því teljist upphafsdagur vaxta vera 14. janúar 2000. Þá styður gagnstefndi varakröfu sína um lækkun ennfremur þeim rökum að hann hafi greitt öll “atvinnurekendagjöld” af þeirri heildarfjárhæð launa sem greidd var samkvæmt samkomulagi aðila málsins, en þau séu lífeyrissjóðsiðgjald 6%, gjald til verkalýðsfélags 1,25% og tryggingagjald 5,88% eða samtals 12,13 %. Samtals nemi því “atvinnurekendagjöld” kr. 51.233 sem dragast eigi frá kröfunni. Þá er einnig stuðst við það að gagnstefndi megi reikna sér umsýslukostnað vegna málsins. Gagnstefndi styður dómkröfur sínar við almennar reglur samningaréttarins um skuldbindingargildi loforða; við lög um orlof nr. 30/1987; sjómannalög nr. 35/1985; almannatryggingalög nr. 117/1993, sem og rg. nr. 675/1998. Þá vísar hann til almennra reglna skaðabótaréttar, vinnuréttar og kröfuréttar. Kröfu sína um skuldajöfnuð styður gagnstefndi við 1. mgr. 28. gr. eml. 91/1991 og kröfu um málskostnað styður hann við 129. gr. og 130. gr. sömu laga. Kröfu um dráttarvexti styður gagnstefndi við III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 og kröfu um höfuðstólsfærslu dráttarvaxta við við 12. gr. sömu laga. Sundurliðun dómkröfu gagnstefnanda. Í gagnstefnu kemur fram að gagnstefnandi kveður dómkröfu sína vera tvíþætta: Í fyrsta lagi feli hún í sér heimtu vangoldinna orlofslauna fyrir ráðningartíma gagnstefnanda. Kveðst hann miða fjárhæð hinna umkröfðu launa við útreikning Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar sem frammi liggur í málinu, en samtals nemi hin vangreiddu laun kr. 586.426,00. Í öðru lagi segir gagnstefnandi að dómkrafa hans byggi á vangreiddum tryggingabótum en fjárkrafa hans feli í sér mismun greiddra tryggingabóta frá Vátryggingafélagi Íslands hf. og Tryggingastofnun ríkisins annars vegar og fjárhæð samkomulags aðila hins vegar. Gagnstefnandi sundurliðar þennan þátt fjárkröfu sinnar á eftirfarandi hátt: Greitt frá Vátryggingafélagi Íslands hf.kr.34.482,00 Greiddir dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisinskr.24.630,00 Samtals:kr.527.964,00 Greitt frá gagnstefnda til gagnstefnanda til frádráttarkr.(422.372,00) Skýrslur fyrir dómi gáfu aðalstefnandi og gagnstefndi, Ágúst Ingimar Sigurðsson, aðalstefndi og gagnstefnandi, Hallgrímur Már Einarsson, auk Þrastar Albertssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Ágúst Ingimar Sigurðsson, skýrði svo frá fyrir dóminum, að aðalstefndu Hallgrímur og Steinunn hefðu verið með viðskiptareikning í verslun hans, jafnframt því sem Hallgrímur hefði verið starfsmaður hans. Hefði viðskiptareikningur þeirra þó verið til kominn áður en Hallgrímur réð sig til starfa hjá honum. Aðspurður um það á hvaða kjörum Hallgrímur hefði verið ráðinn til starfa, svaraði aðalstefnandi því til að hann hefði verið ráðinn á sömu kjörum og allir forverar hans í starfi; hann hefði átt að fá í laun 45% af aflaverðmæti á skakveiðum en 47% af línuveiðum að frádregnum tilteknum kostnaðarliðum. Hefði launahlutfallið átt að innihalda orlofslaun og hefðu laun hans verið reiknuð út í gegnum launakerfi verslunarinnar, þar sem þetta kæmi skilmerkilega fram. Þessi uppgjörsmáti hefði tíðkast allan þann tíma sem stefnandi hefði stundað útgerð og tíðkaðist enn. Aðalstefnandi sagði ennfremur að þessi háttur hefði verið hafður á orlofslaunagreiðslum allan þann tíma er aðalstefndi Hallgrímur var við störf í hans þjónustu, samtals tvö og hálft ár, án þess að fram kæmu athugasemdir af hans hálfu fyrr en á fundi sem haldinn var 6. október 1999. Hefði fundurinn verið haldinn til þess að ræða fyrirkomulag á útgerð bátsins, en þar hefði aðalstefnda Steinunn haldið því fram að hann, aðalstefnandi, hefði haft af þeim orlof allt tímabilið. Kvaðst aðalstefnandi hafa mótmælt þeirri fullyrðingu á þeim grunni að hann hefði talið sig vera búinn að greiða hið umkrafða orlof. Spurður um hvað aðalstefndi Hallgrímur hefði haft til málanna að leggja um þessi efni, svaraði aðalstefnandi því til að fram hefði komið hjá honum að skiptaprósenta hefði orðið þeim mun lægri hefði ekki verið þessi túlkun uppi. Aðspurður sagði stefnandi að vitni hefðu verið að þessum umræðum, en vitnið Þröstur Albertsson hefði verið viðstaddur þennan fund. Aðalstefnandi var spurður um á hvaða grunni hann hefði byggt uppgjörsfjárhæð þá er hann hefði samið um við aðalstefnda Hallgrím í kjölfar slyss er hann varð fyrir í mars 1999. Hann svaraði því til að hún hefði verið fengin eftir talsverða yfirlegu. Kvaðst aðalstefnandi m.a. hafa leitað sér ráða víða um það hvernig standa bæri að þessu uppgjöri, þar sem engum kjarasamningum hefði verið til að dreifa er tækju til þess starfs er aðalstefndi Hallgrímur hefði unnið í hans þágu og hann ekki verið tryggður við starf sitt, þar sem slíkt tíðkaðist ekki á bátum sem þeim er aðalstefndi reri. Kvaðst stefnandi m.a. hafa leitað til félags smábátaeigenda sem hefði veitt honum þá ráðleggingu að hann skyldi greiða stefnda Hallgrími 100.000 kr. í laun á mánuði þennan tíma, en láta hann svo um að sækja rétt sinn væri hann óánægður með þá fjárhæð. Aðalstefnandi kvaðst þó ekki hafa hafa verið sáttur við þá ráðleggingu og hefði hann ráðfært sig við Hallgrím sjálfan er gert hefði þá kröfu að farið yrði eftir sjómannalögum við uppgjörið. Kvaðst stefnandi hafa reynt að finna út úr því hvað sú ósk þýddi, m.a. með tilliti til staðgengilslauna. Það hefði hins vegar reynst erfitt þar sem báturinn hefði ekki verið gerður út þann tíma sem Hallgrímur var frá vinnu og staðgengilslaunum því ekki til að dreifa. Auk þess væru tekjur milli mánaða mjög breytilegar á smábátum sem þessum. Hann kvaðst hins vegar síðar hafa spurt stefnda Hallgrím að því hvort hann vildi fylgja lögunum og láta þriðja aðila finna út úr því hvað þetta þýddi, en Hallgrímur hefði sagt að það vildi hann ekki ef það kynni að skerða það er hann bæri úr býtum. Sagðist stefnandi þá hafa sagst myndu reyna að ná út þeim tryggingabótum sem þeir ættu rétt á og að stefndi myndi fá þær allar, nema s.k. launatengd gjöld. Hefðu þeir í kjölfarið gert með sér skriflegt samkomulag þessa efnis, og kvaðst stefnandi hafa talið það réttlátt og þess efnis að það þyrfti hann ekki að verja síðar. Aðspurður um það hvernig sú tala hefði verið hugsuð, sem samið hefði verið um í samkomulagi stefnanda við stefnda Hallgrím, sagði stefnandi hana hafa verið byggða á tryggingabótum þeim er fengust, að frádregnum launatengdum gjöldum. Aðspurður um það hvers vegna ekki hefði verið fenginn staðgengill til að róa bátnum í forföllum stefnda Hallgríms, sagði stefnandi að einungis 20 tonn hefðu verið eftir af kvóta bátsins er slysið varð og hann hefði ætlað Hallgrími að veiða þann kvóta er hann kæmi til starfa og áður en kvótaárinu lyki 31. ágúst. Bati Hallgríms hefði hins vegar verið hægari en búist hefði verið við í fyrstu, en 17. júlí 1999, að því stefnanda minnti, hefði hann komið með læknisvottorð þess efnis að hann væri hæfur til vinnu. Ekki hefði hins vegar náðst að veiða allan kvótann og afgangurinn flust milli kvótaára. Stefnandi gat þess ennfremur að Hallgrímur hefði verið þannig á sig kominn, er hann kom til vinnu, að hann hefði þurft að fá annan mann með sér til róðra. Sagði stefnandi að sér hefði fundist að Hallgrímur hefði í reynd ekki verið hæfur til að vera á sjó þegar þarna var komið sögu, þar sem hann hefði ekki verið búinn að ná sér. Spurður um það hvaða laun Hallgrímur hefði haft þegar kvóti bátsins var uppurinn, svaraði aðalstefnandi því til að þá hefði hann verið launalaus, launin færu eftir aflaverðmæti, en gat þess ennfremur að þau ár sem Hallgrímur reri bátnum hefði kvóti hans ekki náðst. Í viðbótarskýrslu sem aðalstefnandi gaf fyrir dóminum svaraði hann því til, spurður um aðdraganda þess að stefndi Hallgrímur lét af störfum hjá honum í október 1999, að á fundi þeim er haldinn hefði verið 6. þ.m., hefði margt verið rætt. Hefði þar m.a. verið rætt um leigu á kvóta, en aðallega hefði fundurinn verið haldinn vegna þess að hann hefði verið að ráða tvo menn á bátinn og hefði staðið til að ræða skipulag útgerðarinnar í framhaldi af því. Hefði stefndi Hallgrímur verið ósáttur við það að ráða átti annan mann með honum og hefði fundurinn í og með verið haldinn til að leitast við jafna það ósætti. Sagði aðalstefnandi að það hefði tekist og samkomulag verið handsalað um það hvernig báturinn yrði gerður út. Hefði hann þó, í þann mund er hann yfirgaf fundarstaðinn, gefið gagnstefnanda og Þresti Albertssyni, er þarna var einnig staddur frest til kl. 7 þá um kvöldið til að sjá sig um hönd með samkomulagið. Kortér yfir sjö þá um kvöldið hefði síðan gagnstefnandi hringt og krafist þess að hann gæfi út yfirlýsingu um það að enginn kvóti yrði leigður frá bátnum. Kvaðst aðalstefnandi hafa neitað þeirri málaleitan og kvaðst munu stýra sínu fyrirtæki sjálfur. Hefði gagnstefnandi þá sagst ekki munu róa bátnum og kvaðst aðalstefnandi hafa svarað því með orðunum: “Þá verður bara svo að vera”. Hefðu það verið hans síðustu samskipti við gagnstefnanda um þessi mál. Hann hefði síðar ritað gagnstefnanda bréf vegna þessa og sagði afstöðu sína koma þar fram. Aðalstefndi og gagnstefnandi, Hallgrímur Már Einarsson, gaf skýrslu fyrir dómi. Í skýrslunni kom fram að hann hefði hafið störf hjá gagnstefnda 1. mars árið 1997. Aðspurður um það hvernig þeim hefði samist um launakjör, svaraði gagnstefnandi því til að samið hefði verið um ákveðinn aflahlut að frádregnum tilteknum kostnaði. Aðspurður um það hvort orlofslaun hefðu komið til umræðu við gerð þessa samnings, svaraði gagnstefnandi því neitandi; á það hefði ekki verið minnst. Gagnstefnandi kvaðst hafa slasast 23. mars 1999 og hefði hann verið óvinnufær frá þeim degi til 17. júlí sama ár. Aðspurður um það hvenær og hvernig ágreiningur hefði risið með honum og aðalstefnanda um uppgjör, svaraði gagnstefnandi því til að það myndi hann ekki svo gjörla, en það hefði verið eftir að honum hefði verið bent á að brotalöm væri í uppgjöri til hans. Það hefði verið augljóst þegar það hefði verið skoðað, þar sem orlof sé aldrei innifalið í aflahlut sjómanns, hann kvaðst hins vegar ekki hafa veitt þessu athygli fyrr en bent var á það síðastliðið sumar. Aðspurður um samkomulag um tjónabætur sem hann og aðalstefnandi hefðu gert með sér í ágúst 1999, svaraði gagnstefnandi því til að gerð þessa skjals hefði borið að með þeim hætti að aðalstefnandi hefði boðið þetta samkomulag fram. Kvaðst hann ekki hafa vitað betur þá en að þetta samkomulag væri það sem komið hefði frá tryggingafélögum. Hann sagði ennfremur að illa hefði gengið að fá kvittanir frá Tryggingastofnun og tryggingafélagi aðalstefnanda, en að þeim fengnum hefði komið í ljós að um misræmi milli bótanna og samkomulagsfjárhæðarinnar var að ræða. Gagnstefnandi kvaðst hafa fengið umrædd gögn frá aðalstefnanda eftir að fyrrgreint samkomulag var gert. Aðspurður taldi gagnstefnandi sig muna að fjárhæð sú sem samið var um með samkomulagi hans og aðalstefnanda hefði verið fundin þannig út, að tekið hefði verið meðaltal af launum ársins á undan. Aðspurður um það sem fram kom í skýrslu aðalstefnanda um að hann hefði krafist uppgjörs skv. sjómannalögum, svaraði gagnstefnandi því til að hann hefði haft það í huga með þessari kröfu sinni að hann hann yrði ekki fyrir launamissi og vitnaði til 36. gr. sjómannalaga í því efni. Aðspurður um tildrög þess að hann hætti störfum á bátnum, svaraði gagnstefnandi því til að á þeim fundi sem aðalstefnandi vitnaði til í skýrslu sinni og haldinn var 6. október 1999 á heimili gagnstefnanda og konu hans, hefði hann áskilið sér rétt til þess að leigja 30% af kvóta bátsins, þar sem það væri hagstæðara fyrir hann. Hefði aðalstefnandi einnig ætlast til þess að þeir reru bátnum tveir. Sagði gagnstefndi að þessi háttur hefði leitt til 30-35% kjaraskerðingar fyrir hann hefði hann náð fram að ganga. Aðspurður um það hvort einhver umræða hefði orðið um orlofslaun og tryggingabætur á þessum fundi, svaraði gagnstefnandi því til að þau mál hefðu eitthvað verið rædd en ekki mundi hann hvað rætt hefði verið í því sambandi. Aðspurður um það hvort hann hefði rætt þau mál við aðalstefnanda áður en þessi fundur var haldinn, kvaðst gagnstefnandi ekki muna það; hann hefði einbeitt sér að því í fyrstu að fá í hendur kvittanir frá tryggingunum til að staðreyna samkomulagið sem þeir hefðu gert, en það hefði reynst auðvelt. Aðspurður um það hvort það hefði komið fram á fundinum að skiptaprósenta hans hefði einfaldlega lækkað ef orlof hefði ekki átt að vera innifalið í aflahlut hans, svaraði hann því til að hann minnti að hann hefði eitthvað nefnt þetta á fundinum. Vitnið Þröstur Albertsson gaf skýrslu fyrir dóminum við aðalmeðferð málsins. Í skýrslu hans fyrir dóminum kom fram hann hefði verið á fundi með aðalstefnanda og gagnstefnanda 6. október 1999. Aðspurt um það hvort orlofslaun og tryggingamál gagnstefnanda hefðu borið á góma á þeim fundi, svaraði vitnið því til að það minnti að gagnstefnandi hefði sagt að skiptaprósenta hefði líklega þurft að vera lægri hefði orlofið átt að leggjast ofan á hana. Aðspurt kvaðst vitnið hafa starfað hjá aðalstefnanda í þrjá eða fjóra mánuði og hefði hann verið að hefja störf er atburðir þessir gerðust. Vitnið kvaðst hins vegar hafa hætt störfum hjá aðalstefnanda og starfa nú með gagnstefnanda. Forsendur og niðurstöður. Kröfur stefnanda í aðalsök. Kröfur þessar sæta engum andmælum aðalstefndu, og verða þau dæmd til að greiða þær in solidum. Í málflutningi lögmanns aðalstefndu við aðalmeðferð kom fram að hann taldi að sýkna ætti stefndu Steinunni vegna aðildarskorts. Í greinargerð í aðalsök kemur ekki fram skýrt fram þessi málsástæða fyrir sýknu, og lögmaður aðalstefnanda mótmælti þessari málsástæðu. Við þetta er því að bæta að í mörgum framlögðum kvittunum fyrir úttekt stefndu Steinunnar á fé hjá verslun aðalstefnanda, Þinni verslun Kassanum, er tekið fram að fjárhæðir séu greiddar inn á reikning sem hún er eigandi að. Að þessu athuguðu ber að hafna þessari málstæðu aðalstefndu. Kröfur stefnanda í gagnsök eru af tvennum toga. Annars vegar er krafa um orlofslaun og hins vegar krafa um vangoldnar tryggingabætur. Krafa gagnstefnanda um orlofslaun. Þegar aðiljar sömdu um að gagnstefnandi skyldi róa báti gagnstefnda, var ekki gerður skriflegur ráðningarsamningur, svo sem 6. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 gerir ráð fyrir. Verður gagnstefndi að bera halla af því að svo var ekki gert, að því marki sem hann heldur því fram að samið hafi verið um önnur atriði en þau sem aðiljar eru sammála um. Styðst þetta og við dómvenju. Óumdeilt er að aðiljar sömdu um þessi ráðningarkjör gagnstefnanda: 25% aflaverðmætis skyldi útgerðarmaður taka af óskiptu vegna rekstrarkostnaðar bátsins. Af óskiptu skyldi og dreginn kostnaður vegna sölu afla og ennfremur beitningarkostnaður, er róið var með línu. Því sem þá stóð eftir skyldi svo skipt að gagnstefnandi fengi 47% ef báturinn væri á línu, en 45% ef hann væri á handfærum. Gagnstefndi heldur því fram að um það hafi verið samið, að “innan skiptaprósentunnar skyldu rýmast laun og orlof”. Gegn andmælum gagnstefnanda verður að telja þetta ósannað. En þótt svo hafi verið ber að mati dómara að líta svo á að slíkur samningur hafi verið andstæðum ófrávíkjanlegum reglum orlofslaga nr. 30/1987, sbr. einkum 2. gr. þeirra, sbr. einnig 1. gr. og 2. mgr. 7. gr. Samkvæmt síðastnefnda lagaákvæðinu ber að dæma gagnstefnda til að greiða orlof, þá fjárhæð sem gagnstefnandi krefur hann um. Um tölulegan ágreining er ekki að ræða, en ágreiningur er um vexti, og verður um þann þátt fjallað síðar. Krafa gagnstefnanda um vangoldnar tryggingabætur. Krafa þessi er fram sett vegna tryggingabóta sem gagnstefndi veitti viðtöku annars vegar frá Vátryggingafélagi Íslands (VÍS), en það félag greiddi gagnstefnda kr. 34.482. Hins vegar er um að ræða tryggingabætur frá Tryggingastofnun ríkisins, samkv. almannatryggingalögum, að fjárhæð samtals 493.482 (24.630+468.852). Frammi liggja í málinu vátryggingaskilmálar VÍS vegna slysatrygginga sjómanna. Þar segir í inngangi um orðskýringar að “orðasambandið sá sem tryggður er, merkir þann einstakling, sem félagið ber áhættuna af að slasist.” Fyrsta grein skilmálanna, um vátryggingasvið, hefst á þessum orðum: “Félagið greiðir bætur vegna slyss, er sá, sem tryggður er, verður fyrir . . .” Í lok greinarinnar segir: “ Bætur greiðist því aðeins, að slysið sé bein og eina orsök þess, að sá, sem tryggður er, deyr eða missir starfsorku sína að nokkru eð öllu leyti.” Það gefur auga leið, að í máli þessu er gagnstefnandi “sá sem tryggður er” og að gagnstefndi hafi keypt tryggingu hjá VÍS til þess að hann fengi bætur ef slys bæri að höndum. Því ber að telja að gagnstefnanda beri sú tryggingarfjárhæð sem VÍS greiddi gagnstefnda. 36. gr. sjómannalaga tryggir sjómönnum rétt til launa, ef þeir forfallast vegna slyss eða sjúkdóms. Þannig segir í 1. mgr. 36. gr. að skipsverji skuli ekki missa neins í af launum sínum ef hann verður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla, svo lengi sem hann er óvinnufær, þó ekki lengur en tvo mánuði. Í 1. mgr. 63. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 segir að “ráðherra getur ákveðið að útgerðarmönnum skuli skylt að tryggja áhættu þá vegna bótaskyldra slysa og veikinda sem þeir bera skv. 36. gr. laga nr. 35/1985, þannig að Tryggingastofnunin greiði hinum tryggða fullt kaup eða aflahlut jafnlangan tíma og sjómannalög ákveða hverju sinni.” Reglugerð um þá skyldu sem hér um ræðir setti ráðherra 10. nóvember 1998, nr. 675. Dómari lítur svo á að vart geti farið milli mála að orðin hinn tryggði í þessum lagatexta vísi til sjómannsins sem sjúkur er eða slasaður. 4. og 5. mgr. 28. gr. almannatryggingalaganna eru þessu til stuðnings. Samkvæmt þessu hefur gagnstefndi haft tryggingu skv. lögum um almannatryggingar hjá Tryggingastofnun ríkisins til hagsbóta fyrir gagnstefnanda, sem var sá sem tryggður var. Bera gagnstefnanda því óskertar þær tryggingabætur sem Tryggingastofnunin greiddi gagnstefnda. Samkomulag það sem aðiljar gerðu með sér um kaup gagnstefnanda þann tíma sem hann var óvinnufær, breytir þessu ekki, enda hafði gagnstefnandi þá ekki í höndum nein gögn um tryggingabæturnar. Um tölulegan ágreining er ekki að ræða. Gagnstefndi gerir kröfu til þess að á móti kröfum gagnstefnanda verið skuldajafnað kröfum hans vegna ólögmæts brotthlaups gagnstefnanda úr starfi, aðallega að fjárhæð kr. 211.186, en til vara kr. 191.710, en til þrautavara kr. 29.821. Styður gagnstefndi þessar kröfur við 60. gr. sjómannalaga. Sú lagagrein kveður á um bótarétt útgerðarmanns úr hendi sjómanns sem fer fyrirvaralaust úr starfi eða áður en uppsagnarfrestur er liðinn. Skilyrði bótaréttar skv. lagagreininni er að brottför sjómannsins sé án lögmætrar ástæðu. Samkvæmt niðurstöðu dómarans í þessu máli braut gagnstefndi lög á gagnstefnanda með því að greiða honum ekki lögbundið orlof ofan á umsaminn aflahlut og einnig með því að greiða honum ekki allt það tryggingafé sem honum bar að lögum. Af þeirri ástæðu verður ekki talið að gagnstefndi geti borið fyrir sig 60. gr. sjómannalaga til innheimtu bóta af gagnstefnanda. Við þetta er því að bæta að í skýrslu sinni fyrir dómi sagði gagnstefndi svo frá fundi aðilja 6. október 1999, að þar hefði skipulag útgerðarinnar verið til umræðu. Hefði gagnstefnandi Hallgrímur verið ósáttur við það að ráða átti annan mann með honum og hefði fundurinn í og með verið haldinn til að leitast við jafna það ósætti. Það hefði tekist og samkomulag verið handsalað um það hvernig báturinn yrði gerður út. Hefði hann þó, í þann mund er hann yfirgaf fundarstaðinn, gefið gagnstefnanda og Þresti Albertssyni, er þarna var einnig staddur, frest til kl. 7 þá um kvöldið til að sjá sig um hönd með samkomulagið. Kortér yfir sjö þá um kvöldið hefði síðan gagnstefnandi hringt og krafist þess að hann gæfi út yfirlýsingu um það að enginn kvóti yrði leigður frá bátnum. Kvaðst aðalstefnandi hafa neitað þeirri málaleitan og kvaðst munu stýra sínu fyrirtæki sjálfur. Hefði gagnstefnandi þá sagst ekki munu róa bátnum og kvaðst aðalstefnandi hafa svarað því með orðunum: “Þá verður bara svo að vera”. Hefðu það verið hans síðustu samskipti við gagnstefnanda um þessi mál. Hann hefði síðar ritað gagnstefnanda bréf vegna þessa og sagði afstöðu sína koma þar fram. Bréf það sem gagnstefndi hér vitnar til liggur frammi í málinu. Það er dagsett 14. október 1999. Segir þar í upphafi að gagnstefndi líti svo á að gagnstefnandi sé “hættur störfum hjá mér án þess að virða uppsagnarfrest.” Í lok bréfsins þakkar gagnstefndi gagnstefnanda samstarfið og kveðst “harma að til þessarar niðurstöðu þurfti að koma”. Að mati dómara er nærtækast að skilja orð gagnstefnda fyrir dóminum og í nefndu bréfi svo, að hann hafi sætt sig við án eftirmála að gagnstefnandi hætti störfum hjá honum með þeim hætti sem varð. Að þessu athuguðu fellst dómari ekki á skuldajöfnunarkröfur gagnstefnda. Að mati dómara eru ekki gild lagarök til þess að gagnstefnda hafi verið rétt að draga frá fjárhæð tryggingabóta svokölluð atvinnurekendagjöld. Um þau eru heldur ekki lögð fram gögn í málinu. Samkvæmt því sem hér hefur verið ritað verður gagnstefndi dæmdur til að greiða gagnstefnanda fjárhæð að höfuðstól kr. 692.018. Ágreiningur er um vexti. Dómari fellst á rök gagnstefnda fyrir því að upphafsdagur dráttarvaxta, að því er varðar vangreitt orlof, skuli vera 14. janúar 2000. En rétt er að vangreiddar tryggingabætur beri dráttarvexti frá 31. ágúst 1999, en þá gerðu aðiljar með sér samkomulag “vegna veikindabóta”. Málskostnaður. Eftir atvikum og úrslitum máls þykir dómara rétt að gagnstefndi greiði gagnstefnanda kr. 150.000 í gagnsök, en málskostnaður verði ekki dæmdur í aðalsök. Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Aðalstefndu, Hallgrímur Einarsson og Steinunn Eldjárnsdóttir, greiði óskipt aðalstefnanda, Ágústi I. Sigurðssyni kr. 278.354 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 18.871 frá 24/8 1999 til 25/8 1999, en af kr. 23.400 frá þeim degi til 28/8 1999, af kr. 30.325 frá þeim degi til 31/8 1999 en af kr. 36.609 frá þeim degi til 3/9 1999, en af kr. 61.609 frá þeim degi til 8/9 1999, af kr. 65.844 frá þeim degi til 10/9 1999, af kr. 103.063 frá þeim degi til 14/9 1999, af kr. 111.230 frá þeim degi til 4/10 1999, af kr. 116.230 frá þeim degi til 5/10 1999, af kr. 186.230 frá þeim degi til 15/10 1999, en af kr. 247.685 frá degi til 15/11 1999 og loks af kr. 278.354 frá þeim degi til greiðsludags. Gagnstefndi, Ágúst I. Sigurðsson, greiði gagnstefnanda, Hallgrími Einarssyni, kr. 692.018 með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 105.592 frá 31. ágúst 1999 til 14. janúar 2000, en af kr. 692.018 frá þeim degi til greiðsludags. Gagnstefndi greiði gagnstefnanda kr. 150.000 í málskostnað. |
Mál nr. 366/2017 | Kærumál Fjárnám Tryggingarbréf Veðsetning Ábyrgð | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu L um að ógilt yrði fjárnám sem sýslumaður gerði fyrir kröfu L hf. í fasteign L á grundvelli tveggja tryggingarbréfa sem J eiginmaður L hafði gefið út með veði í fasteigninni. Byggði L kröfu sína meðal annars á 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Í dómi héraðsdóms sem staðfestur var með vísan til forsendna hans í Hæstarétti kom fram að talið var ljóst að með undirritun sinni á umrædd tryggingarbréf hefði L heimilað veðsetningu síns eignarhluta sem þinglýstur eigandi en ekki einungis gefið samþykki sitt sem maki þinglýsts eiganda. Þá var ekki fallist á með L að það hefði verið ósanngjarnt af hálfu L hf. eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig samþykki L á því að veita veðleyfi í eignarhluta sínum í fasteigninni samkvæmt fyrrnefndum tryggingarbréfum samkvæmt. 36. gr. laga nr. 7/1936. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, MarkúsSigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júní2017, en kærumálsgögn bárust réttinum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 24. maí 2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um aðógilt yrði fjárnám, sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði 3. október2016 fyrir kröfu varnaraðila í fasteign sóknaraðila að Jóruseli 4 í Reykjavík. Kæruheimilder í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að fjárnámþetta verði fellt úr gildi. Þá krefst hún aðallega málskostnaðar í héraði, entil vara að hann verði felldur niður. Loks krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar ogkærumálskostnaðar.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hannstaðfestur.Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðilakærumálskostnað eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, Linda Stefanía De L´Etoile, greiði varnaraðila,Landsbankanum hf., 350.000 krónur í kærumálskostnað.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 24. maí 2017.Mál þetta var þingfest 18. nóvember2016 og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 11. maí sl.Sóknaraðili er Linda Stefanía De L´Etoile, kt. 190354-4319, Jóruseli 4,Reykjavík, en varnaraðili er Landsbankinn hf., kt. 471008-0280, Austurstræti11, Reykjavík.Sóknaraðili krefst þess aðallega aðfelld verði úr gildi fjárnámsgerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, nr.2016-022151, sem fram fór í fasteigninni Jóruseli 4, í Reykjavík, fnr.205-7399, 3. október 2016. Til vara krefst sóknaraðili þess að fjárnámið verðilækkað að fjárhæð. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila,að teknu tilliti til virðisaukaskatts.Varnaraðili krefst þess að kröfumsóknaraðila verði hafnað og áðurnefnd fjárnámsgerð sýslumannsins áhöfuðborgarsvæðinu staðfest. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendisóknaraðila, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.IMálavextirForsaga máls þessa er sú að 30. mars 2007 og 10. apríl 2007gaf Jón Gunnar Edvardsson, eiginmaður sóknaraðila, út tvö tryggingarbréf meðveði í fasteigninni að Jóruseli 4 í Reykjavík til forvera varnaraðila.Fasteignin var þá þinglýst eign þeirra að jöfnu en með með kaupmála 14. júní2013 var fasteignin gerð að séreign sóknaraðila.Samkvæmt samhljóða texta bréfanna voruþau gefin út „til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á öllum skuldumog fjárskuldbindingum mínum/okkar við [varnaraðila], nú eða síðar, hvort semþær eru samkvæmt víxlum, lánssamningum, skuldabréfum, yfirdrætti átékkareikningi, hvers konar ábyrgðum og ábyrgðarskuldbindingum (þar með töldumábyrgðum, er bankinn hefir tekist eða kann að takast á hendur mín/okkar vegna)eða í hvaða öðru formi sem er, á hvaða tíma sem er og í hvaða gjaldmiðli semer“. Stóðu bæði bréfin til tryggingar skuld allt að 12.000.000 króna, aukdráttarvaxta og kostnaðar. Jafnframt var varnaraðila sett að veði fasteignin aðJóruseli 4, Reykjavík, fnr. 205-7399, „öll húseignin“ eins og í bréfunum segir.Var annað bréfið á 6. veðrétti og hitt á 7. veðrétti eignarinnar, í báðumtilvikum með uppfærslurétti, ásamt öllu því sem fasteigninni fylgdi og fylgjaber samkvæmt 15.-20. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Undir skjölin ritaeiginmaður sóknaraðila og sóknaraðili fyrir ofan forskriftina „undirritunútgefanda og þingl. eiganda“. Þá ritar sóknaraðili einnig fyrir ofanforskriftina „samþykkur ofangreindri veðsetningu sem maki þinglýsts eiganda“.Sama dag og fyrra tryggingarbréfið vargefið, út 30. mars 2007, stofnaði eiginmaður sóknaraðila tékkareikning nr.0101-26-150549 við aðalútibú varnaraðila. Á umsókninni var óskað eftir heimildtil handa sóknaraðila til að ávísa, taka út af reikningnum sem og að hafadebetkort á reikninginn. Sama dag var veitt yfirdráttarheimild að fjárhæð10.100.000 krónur á reikninginn.Sama dag og síðara tryggingarbréfið vargefið, út 10. apríl 2007, var yfirdráttarheimild á áðurnefndumtryggingareikningi hækkuð í 15.000.000 króna. Þann 4. maí 2007 varyfirdráttarheimildin svo hækkuð í 21.500.000 krónur.Fram kemur í greinargerð varnaraðila aðútgáfa áðurnefndra tryggingarbréfa hafi verið óaðskiljanlegur þáttur ílánveitingunni til skuldara og að yfirdráttarlánin hefðu að öðrum kosti ekkiverið veitt. Varnaraðili sendi sóknaraðilainnheimtubréf 15. apríl 2008. Stefna á hendur Jóni Gunnari var árituð umaðfararhæfi 14. júlí 2008 vegna yfirdráttarskuldar að fjárhæð 26.436.914krónur á framangreindum tékkareikningi. Fjárnám var gert inn í veðrétt íeignarhluta hans vegna skuldarinnar 1. september 2008. Segir í greinargerðvarnaraðila að sóknaraðili hafi látið undir höfuð leggjast að bregðast viðtilkynningum frá varnaraðila sem henni hafi verið sendar árlega allt frá árinu2011. Hún hafi fyrst haft uppi athugasemdir varðandi tryggingarbréfin viðfyrirtöku fjárnámsgerðarinnar 3. október 2016, níu árum eftir útgáfu þeirra.Varnaraðili óskaði eftir að fjárnámyrði gert hjá sóknaraðila inn í veðrétt hennar samkvæmt ofangreindumtryggingarbréfum í fasteigninni að Jóruseli 4 með aðfararbeiðni til sýslumanns8. september 2016 til tryggingar skuld Jóns Gunnars við varnaraðila sem þar ertilgreind 44.738.552 krónur. Aðfarargerðin, sem fékk númerið2016-022151, var tekin fyrir hjá sýslumanni 3. október 2016. Var þar mætt afhálfu sóknaraðila sem gerðarþola og gerðar athugasemdir við kröfu varnaraðilasem gerðarbeiðanda og þess krafist að henni yrði hafnað þar sem sóknaraðilihefði aldrei veitt samþykki sitt „fyrir veðsetningu á upphaflegum 50% afeigninni“. Greiðslumat á skuldara hefði aldrei farið fram og jafnvel þóttsamþykki hefði legið fyrir væri það ógilt þar sem slíkt mat hefði ekki veriðgert. Þá var gerður almennur fyrirvari um fjárhæðir í aðfararbeiðni.Varnaraðili hafnaði mótmælum sóknaraðila og vísaði til þess að á umræddumtryggingarbréfum kæmi skýrt fram að sóknaraðili samþykkti veðsetninguna og aðhún hefði kynnt sér upplýsingabækling um persónuábyrgð og veðtryggingarþriðja aðila. Ákvað sýslumaður að fjárnámið næði fram að ganga. Var gertfjárnám fyrir kröfum varnaraðila í 50% eignarhluta sóknaraðila í fasteigninniað Jóruseli á grundvelli tryggingarbréfanna tveggja. Bókað var í gerðarbóksýslumanns að samkvæmt endurriti frá 1. september 2008 sem fylgdiaðfararbeiðninni hefði verið gert fjárnám hjá Jóni Gunnari í þáverandi 50%eignarhluta hans í Jóruseli inn í veðrétt samkvæmt tryggingarbréfunum tveimur.Nú væri því gert fjárnám hjá sóknaraðila í þeim 50% eignarhluta í Jóruseli semáður hefði eingöngu verið hennar eign. Af hálfu sóknaraðila var því lýst yfirvið gerðina að lögmæti hennar yrði borið undir dómstóla. Beiðni sóknaraðila umúrlausn dómsins barst 28. október 2016.IIMálsástæður og lagaröksóknaraðilaSóknaraðili krefst þess að fjárnámsgerð sem lauk 3. október2016 með því að gert var fjárnám inn í veðrétt varnaraðila í fasteigninni aðJóruseli 4, fnr. 203-7333, fyrir skuld að fjárhæð 44.738.552 krónur aukdráttarvaxta og áfallins kostnaðar, verði felld úr gildi. Sóknaraðili byggir í fyrsta lagi á þvíað samþykki hennar hafi ekki tekið til veðsetningar í hennar eignarhluta. Húnhafi ritað undir tryggingarbréfin undir textanum „undirritun útgefanda ogþingl. eiganda“ en hún hafi ekki verið útgefandi tryggingarbréfsins. Geti þvíundirritun hennar á þessum stað á skjalinu ekki haft nokkra þýðingu.Varnaraðili hafi einhliða útbúið skjalið og hafi sjálfur ekki gert ráð fyriröðru en að veðsetningin ætti aðeins að taka til eignarhluta útgefanda bréfsins. Eins og skjalið beri skýrlega með sérsé nafn sóknaraðila forprentað á þann stað sem henni bar að rita undir en þaðhafi verið í reitinn „samþykkur ofangreindri veðsetningu sem maki þinglýstseiganda: Linda Stefanía de L Etoile“.Í þessu felist að samþykki sóknaraðilahafi ekki verið fyrir því að eignarhluti hennar hafi einnig verið settur aðveði og veiti önnur gögn ekki heldur vísbendingu um að það hafi verið ætlunin.Aðeins felist því í samþykki sóknaraðila að eiginmanni hennar hafi veriðheimilt að veðsetja sinn eignarhluta, sbr. 1. mgr. 60. gr. hjúskaparlaga nr.31/1993. Samkvæmt meginreglum samningaréttar um samþykki séu ekki uppfylltskilyrði fyrir því að talið verði að til gilds veðréttar hafi verið stofnað íeignarhluta sóknaraðila.Gera verði þær kröfur til varnaraðilasem fjármálastofnunar að hann vandi til skjalagerðar og að réttilega sé gengiðfrá skjölum er lúti að mikilvægum ráðstöfunum eins og um sé að ræða í þessumáli og að hann tryggi sér skýra og ótvíræða sönnun fyrir veðréttindum.Óskýrleika verði að skýra varnaraðila í óhag. Af þessu leiði að ekki liggi fyrirsamþykki sóknaraðila til veðsetningar á sínum eignarhluta. Geti veðsetningeignarinnar vegna útgáfu tryggingarbréfanna tveggja því ekki náð til annars eneignarhluta eiginmanns sóknaraðila í eigninni.Verði ekki á þetta fallist byggirsóknaraðili á því að samþykki hennar sé ógilt samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, þar sem varnaraðili hafi ekkifarið að reglum sem fram komi í Samkomulagi um notkun ábyrgða á skuldumeinstaklinga frá 1. nóvember 2001.Í 1. gr. samkomulagsins komi fram aðaðilar þess séu sammála um gildi þeirrar stefnu að draga úr vægi ábyrgða. Þaðsjáist m.a. af 1. mgr. 3. gr. þar sem fram komi sú regla að sé skuldaábyrgð eðaveð sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu beri fjármálafyrirtæki aðgreiðslumeta greiðanda, nema ábyrgðarmaður óski sérstaklega eftir því með skriflegumhætti að það verði ekki gert. Þar að auki komi fram í 3. mgr. 3. gr. að efábyrgð ábyrgðarmanns á skuldum viðkomandi skuldara nemi meira en 1.000.000króna þá sé skilyrðislaus skylda fyrir hendi til greiðslumats á skuldara. Hinsvegar sé hjónum eða fólki í óvígðri sambúð heimilt að „undanskilja“fjármálafyrirtæki frá skyldu til greiðslumats, vegna ábyrgðar á skuldum hvorsannars.Í 2. mgr. 3. gr. samkomulagsins komifram að við greiðslumat skuli tekið tillit til neyslu og annarra fastraútgjalda áður en ráðstöfunarfé til greiðslu skuldbindinga væri reiknað út. Viðáætlun á útgjöldum til neyslu skuli að lágmarki nota viðmiðun Ráðgjafarstofuum fjármál heimilanna eða Íbúðalánasjóðs.Í 4. gr. samkomulagsins er mælt fyrirum upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækis. Þar komi fram að fjármálafyrirtæki beriað gefa út upplýsingabæklinga um skuldaábyrgðir og veðsetningar og dreifa meðskjölum sem afhent séu ábyrgðarmönnum til undirritunar. Í bæklingunum skulim.a. koma fram hvaða skyldur felist í ábyrgðinni, heimild ábyrgðarmanns til aðsegja henni upp o.fl.Þá komi fram í 3. mgr. 4. gr.samkomulagsins að tryggt skuli að ábyrgðarmaður geti kynnt sér niðurstöðugreiðslumats áður en hann gangi í ábyrgðina, enda liggi fyrir að greiðandi hafisamþykkt það. Bendi niðurstaða greiðslumats til að greiðandi geti ekki efntskuldbindingar sínar en ábyrgðarmaður óskar engu að síður eftir eftir að lánverði veitt skuli hann staðfesta það skriflega.Sóknaraðili kveður að í fjölmörgumdómum Hæstaréttar hafi ábyrgð verið felld úr gildi ef brotið hefur verið gegnskyldum samkomulagins eða almennum óskráðum og skráðum reglum. Sóknaraðili kveður varnaraðila hafagerst brotlegan við þá meginskyldu sem samkomulagið hafi falið í sér aðgreiðslumeta lántaka þegar ábyrgð þriðja manns hafi verið til staðar. Um sé aðræða fortakslausa skyldu sem varnaraðila hafi aðeins verið heimilt að víkja fráef um var að ræða hjón eða fólk í óvígðri sambúð sem lýsti því yfir að þaðóskaði ekki eftir að slíkt mati færi fram. Engin yfirlýsing hafi legið fyrirfrá sóknaraðila um að hún óskaði ekki eftir greiðslumati. Ekkert greiðslumathafi farið fram vegna skuldbindingar þeirrar sem sóknaraðili hafi gengist undirþann 30. mars 2007 og 10. apríl 2008. Vart verði séð hvernig því markmiðisamkomulagsins verði náð að skuldir verði miðaðar við greiðslugetu lántaka ogtryggingar hans með slíkum vinnubrögðum.Varnaraðili verði að bera hallann afþví að hafa ekki viðhaft þau vönduðu vinnubrögð að greiðslumeta lántaka þegarum ábyrgð þriðja manns er að ræða. Hafi Hæstiréttur kveðið á um það með afarskýrum hætti að fjármálafyrirtæki beri skylda til að framkvæma greiðslumat ogað upplýsa ábyrgðarmann um niðurstöðu slíks mats, á grundvelli óskráðra ogskráðra reglna, þ. á m. 19. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Sóknaraðili byggir í öðru lagi á því aðvarnaraðili hafi ekki uppfyllt skyldu sína um tilkynningar samkvæmt ákvæðumlaga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn. Þar komi fram að lánveitandi skuli sendaábyrgðarmanni tilkynningu skriflega svo fljótt sem kostur er ef um vanefndirlántaka er að ræða, ef veð eða aðrar tryggingar eru ekki lengur tiltækar, umandlát lántaka eða að bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og eftirhver áramót með upplýsingum um stöðu láns sem ábyrgð stendur fyrir og yfirlitiyfir ábyrgðir. Þá komi fram í 2. mgr. 7. gr. laganna að ábyrgðarmaður skulivera skaðlaus af vanrækslu lánveitanda á tilkynningarskyldu samkvæmt 1. mgr. ogef vanræksla sé veruleg skuli ábyrgð falla niður. Í 4. mgr. lagagreinarinnarsegi að lánveitandi geti ekki, þannig að gildi hafi gagnvart ábyrgðarmanni,gjaldfellt lán í heild sinni nema ábyrgðarmanni hafi áður verið gefinn kostur áað greiða gjaldfallnar afborganir lánsins.Sóknaraðili hafi aldrei fengið sendartilkynningar um ábyrgðir í sínu nafni. Virðist sem varnaraðili hafi ekki litiðsvo á sjálfur að sóknaraðili væri í ábyrgð til tryggingar fjárskuldbindingumJóns Gunnars. Verði því að líta svo á að fullnægt sé skilyrði 2. mgr. 7. gr.laga nr. 32/2009 um að vanræksla þessi sé veruleg og ábyrgð sé því fallinniður. Þá hafi sóknaraðili heldur ekki verið upplýst um dóm á hendur skuldara.Sóknaraðili kveður ákvæði 7. gr. laganr. 32/2009 vera afturvirka lagareglu. Samsvarandi reglu hafi verið að finna í1. mgr. 5. gr. áðurnefnds samkomulags frá 1. nóvember 2001 en þar segi aðfjármálafyrirtæki beri að tilkynna ábyrgðarmanni um vanskil sem verði áfjárhagslegri skuldbindingu sem hann er í ábyrgð fyrir. Slíka tilkynningu ættiað senda innan 30 daga frá greiðslufalli skuldara. Er byggt á því að tilkynningaleysium þetta leiði til þess að ábyrgðin samkvæmt tryggingabréfunum sé fallin úrgildi með stoð í 36. gr. laga nr. 7/1936 þar sem engar tilkynningar um vanskilhafi borist sóknaraðila.Í þriðja lagi byggir sóknaraðili á þvíað krafan að baki fjárnámsbeiðninni sé fyrnd samkvæmt þágildandi lögum nr.14/1905 um fyrningu skulda og annarra kröfuréttinda, sbr. lög nr. 150/2007.Einnig er byggt á því að krafan sé fallin niður fyrir tómlæti. Þá kveðst sóknaraðili hafna því að húnhafi á einhvern hátt haft hag af umræddri lánveitingu til eiginmanns hennar.Þvert á móti komi fram í gögnum málsins að yfirdráttarlánið hafi verið veittvegna kaupa hans á hlut í tilteknu fyrirtæki. Hún hafi ekki verið aðili að þeimkaupum.Á grundvelli framangreinda sjónarmiðaog málsástæðna byggir sóknaraðili á því að fallast beri á kröfu hennar um aðfellt verði úr gildi fjárnám það er fram fór þann 3. október 2016.Um lagarök vísar sóknaraðili m.a. tilsamkomulags frá 1. nóvember 2001 um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga,lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og lögum nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn.Þá vísar hún til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógildalöggerninga auk ólögfestra meginreglna samninga- og kröfuréttar. Um málskostnaðvísar hún til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og umvirðisaukaskatt á málskostnað til laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IIIMálsástæður og lagarökvarnaraðilaVarnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað ogstaðfest verði sú fjárnámsgerð sem fram fór 3. október 2016 í máli nr.2016-022151. Byggir varnaraðili á því að öll skilyrði laga nr. 90/1989 um aðförséu uppfyllt. Fjárnámið hafi byggt á tryggingarbréfum þar sem sóknaraðili hafisem þinglýstur eigandi veitt veð í eignarhluta sínum í fasteigninni Jóruseli 4.Þá hafi varnaraðili uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samkomulaginu frá 2001 enjafnvel þótt dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að svo hefði ekki veriðbyggir varnaraðili á því að engin atvik séu fyrir hendi sem leitt geta til þessað skuldbindingu sóknaraðila beri að víkja til hliðar eins og hún haldi fram.Sóknaraðili hafi ritað undirtryggingarbréfin í dálk undir fyrirsögninni „undirritun útgefanda og þingl.eiganda“. Með þessari undirritun sinni hafi sóknaraðili heimilað, semþinglýstur eigandi, veðsetningu allrar fasteignarinnar að Jóruseli 4, fn.205-7399 en tilgreint sé í báðum tryggingarbréfunum að öll fasteignin/húseigninsé til tryggingar. Undirritun sóknaraðila sem þinglýsts eiganda feli þvíótvírætt í sér að eignarhluti hennar hafi verið settur að veði. Útgefandiritaði einnig undir á sama stað en hann hafi einnig verið eigandifasteignarinnar. Þannig hafi öll fasteignin verið veðsett.Í meginmáli tryggingarbréfanna séfeitletrað að veðsett sé „Jórusel 4, Reykjavík, íbúð 01-0101, öll húseignin fastanúmer205-3799“. Bréfin beri því skýrt með sér að veðréttinum hafi ekki einungisverið ætlað að ná til eignarhluta Jóns Gunnars, heldur allrar eignarinnar, þarmeð talið til hlutar sóknaraðila. Liggi því fyrir skriflegt samþykkisóknaraðila fyrir veðsetningunni í sínum eignarhlut. Kröfu sóknaraðila um aðveðsetningin nái ekki til hennar hluta sé því hafnað.Athygli sé vakin á því að viðundirritun bréfanna hafi sóknaraðili og eiginmaður hennar verið eigendur aðjöfnu að fasteigninni sem hér um ræði. Sóknaraðili hafi svo eignast allaeignina í júní 2013. Þá hafi allar veðskuldbindingar á eigninni legið fyrir ogsóknaraðili því meðvituð um skuldbindingar sínar. Sóknaraðila hafi átt að vera þetta ljóst eða mátt vera það ljóstenda hafi hún engum mótmælum hreyft við veðsetningunni fyrr en við fyrirtöku áfjárnámsbeiðninni þann 3. október 2016 eða níu árum frá undirrituntryggingarbréfanna. Þá hafi sóknaraðili jafnframt ritað undir bæði bréfin ídálkinn „samþykkur ofangreindri veðsetningu sem maki þinglýsts eiganda: LindaStefanía de L Etoile“. Varnaraðili kveðst mótmæla þeirrimálsástæðu sóknaraðila að skylt hafi verið að greiðslumeta aðalskuldara.Samkomulag stjórnvalda og fjármálafyrirtækja frá árinu 2001 heimilaði hjónum ogfólki í óvígðri sambúð að „undanskilja“ fjármálafyrirtæki frá skyldu tilgreiðslumat eins og fram komi í 3. mgr. 3. gr. þess. Engin ástæða hafi veriðtil þess fyrir varnaraðila að framkvæma greiðslumat þar sem honum bar hvorkiskylda til þess né hafi verið óskað eftir því af sóknaraðila. Jafnvel þótttalið yrði að varnaraðila hafi borið skylda til þess þá nægi það ekki eitt ogsér til þess að umrædd ábyrgð teljist ólögmæt. Fleiri þættir þyrftu að komatil. Tilgangur greiðslumats á aðalskuldara sé að ábyrgðarmenn taki upplýstaákvörðun um greiðslugetu hans áður en skrifað sé undir skuldaskjöl. Þegar leiðamegi líkur að því að niðurstaða greiðslumats hafi ekki verið forsenda fyrirveitingu ábyrgðarskuldbindingarinnar þurfi fleiri atriði að koma til skoðunaráður en ákvörðun um niðurfellingu ábyrgðar verði tekin.Samkomulagið um notkun ábyrgða frá 2001sé samantekt verklagsreglna sem settar hafi verið til að draga úr vægiábyrgðarskuldbindinga við lánveitingar. Nauðsynlegt sé að meta allar aðstæðurvið lánveitinguna, samning aðila og önnur atriði sem varpað geta ljósi á hvortógilda beri skuldbindinguna og þá í samræmi við 36. gr. laga nr. 7/1936. Faraverði fram heildarmat á aðstæðum aðila fyrir, eftir og við undirritunsóknaraðila á umrædd tryggingarbréf. Telur varnaraðili að slíkt mat leiði tilþess að hafna beri kröfu sóknaraðila. Bendir varnaraðili á að sóknaraðilistaðfesti það sérstaklega með undirritun sinni á umrædd tryggingarbréf að hafakynnt sér efni upplýsingabæklings LBI, sbr. 10. gr. tryggingarbréfanna.Sóknaraðili, sem jafnframt sé maki útgefanda tryggingarbréfanna, hafi sem slíkhaft aðgang að fjárhag útgefanda og mátt vita hver fjárhagsleg staða hans hafiverið þegar hún samþykkti veðsetninguna. Sóknaraðili hafi auk þess haft aðgangað og upplýsingar um stöðu umrædds tékkareiknings á hverjum tíma endasameiginlegur reikningur hennar og maka hennar auk þess sem hún hafi veriðprókúruhafi reikningsins. Þá hafi sóknaraðili haft fjárhagslegan ávinning aflántökunni. Þá sé ítrekað að umrædd tryggingarbréf hafi verið óaðskiljanlegur þátturí lánveitingu til skuldara og sóknaraðila og að yfirdráttarlánið hefði að öðrumkosti ekki verið veitt.Jafnvel þótt horft yrði fram hjá þeirristaðreynd að forvera varnaraðila hafi ekki borið skylda til að greiðslumetaeiginmann sóknaraðila verði ekki fram hjá því litið að sóknaraðili hafi ekkisýnt fram á að greiðslumat hafi verið ákvörðunarástæða þess að hún samþykktiveðsetningu eignarhluta síns í umræddri fasteign. Hefði niðurstaða greiðslumatsverið ákvörðunarástæða fyrir samþykki sóknaraðila hefði hún auðveldlega getaðlátið það ógert að undirrita umrædd tryggingarbréf.Þá skuli það áréttað að sóknaraðilihafi aldrei gert athugasemdir við tryggingarbréfin og veðsetninguna eðahaldið því fram að henni hafi ekki verið kynntur réttur sinn fyrr en tæpum níuárum eftir útgáfu bréfanna. Þá hafi sóknaraðila verið sendar tilkynningar umlánsveðið árlega frá árinu 2011. Sóknaraðili hafi heldur ekki mótmæltveðsetningunni eftir að hafa fengið þær tilkynningar eða innheimtubréf og megiljóst vera að hún hafi ávallt litið svo á að hún væri bundin af samþykki sínufyrir veðsetningunni. Hljóti þetta tómlæti sóknaraðila um meintan rétt sinn aðverða skýrt henni í óhag.Eins og áður sé fram komið hafisóknaraðili staðfest með undirritun sinni á umþrætt tryggingarbréf að hún hafikynnt sér efni upplýsingabæklings forvera varnaraðila. Hún hafi ekki óskaðeftir að kynna sér greiðslumat/greiðslugetu útgefanda/aðalskuldara. En eins ogáður sagði bar forvera varnaraðila engin skylda til þess né var óskað eftirþví. Hefði sóknaraðili gert fyrirvara við undirritun sína á tryggingarbréfiðþess efnis að hún hefði ekki séð upplýsingabæklinginn hefði forveri varnaraðilaaldrei samþykkt tryggingarbréfið. Bankinn hefði kallað sóknaraðila á sinn fundog afhent henni upplýsingabæklinginn og farið ítarlega yfir öll atriði málsins.Hefði niðurstaða greiðslumats verið ákvörðunarástæða sóknaraðila hefði húnaldrei átt að skrifa undir bréfin. Það hafi hún þó gert og þar sé sérstaklegatiltekið að hún hafi kynnt sér efni upplýsingabæklings um persónuábyrgðir ogveðtryggingu þriðja aðila og tekið þá ákvörðun sem þinglýstur eigandi aðsamþykkja að fasteignin að Jóruseli stæði til tryggingar skuldum maka hennar. Íþví felist skuldbinding sem beri að standa við.Þá hafnar varnaraðili þeirri málsástæðusóknaraðila að aðstöðumunur hafi verið með aðilum þannig að komið hafi niður ásóknaraðila. Sóknaraðili hafi ekki á neinn hátt leitast við að rökstyðja það íhverju hinn meinti aðstöðumunur hafi falist og/eða hvaða áhrif hann hafi átt aðhafa haft við samningsgerðina.Jafnframt hafnar varnaraðili því aðákvæði 36. gr. laga nr. 7/1936 séu uppfyllt og telur fjarri að það séóheiðarlegt eða bersýnilega ósanngjarnt af hans hálfu að byggja á efnitryggingarbréfanna. Varnaraðili hafi farið eftir samkomulagi um notkun ábyrgðafrá 1. nóvember 2001. Öll sönnunarbyrði fyrir því að um ógilda ábyrgðarskuldbindingusé að ræða hvíli á sóknaraðila og hún hafi ekki sýnt fram á að skilyrðiógildingar samkvæmt áðurnefndu ákvæði séu uppfyllt. Með vísan til ofangreindstelur varnaraðili að sóknaraðili hafi ekki sýnt fram á að það væri ósanngjarnteða andstætt góðri viðskiptavenju að sóknaraðili sé bundin við samþykki sittfyrir veðsetningunni. Hvað varðar málsástæðu sóknaraðila umtilkynningar tekur sóknaraðili fram að hann hafi sent slíkar tilkynningar tilvarnaraðila á grundvelli laga nr. 32/2009. Þær hafi verið sendar tilsóknaraðila á tímabilinu 1. janúar 2011 til 10. janúar 2017. Tilkynningarvörðuðu lánsveð í fasteigninni Jóruseli. Ljóst sé að varnaraðili hafi fullnægttilkynningaskyldu sinni og er þeirri málsástæðu sóknaraðila að hún hafi ekkifengið umræddar tilkynningar mótmælt enda sýni framlögð gögn fram á annað.Málsástæðum sóknaraðila um að krafan séað einhverju leyti fallin niður vegna fyrningar er mótmælt sem haldlausum.Umræddur tékkareikningur hafi verið stofnaður 30. mars 2007. Um fyrningukröfunnar gildi því ákvæði laga nr. 14/1905 um fyrningu skulda og annarrakröfuréttinda þar sem til hennar var stofnað fyrir gildistöku núgildandi laganr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda, sbr. lagaskilaákvæði 28. gr. hinnasíðarnefndu laga. Krafan sé vegna peningaláns. Löggjafinn hafi mælt svo fyrir ímeira en eina öld að peningalán fyrnist á 10 árum frá upphafstímafyrningarfrests og leiði sú niðurstaða af 2. tölulið 4. gr. laga nr. 14/1905.Sé engum vafa undirorpið að krafan er ekki fyrnd. Þá hafi gengið dómur umkröfuna 14. júlí 2008. Sóknaraðili byggi einnig á tómlætivarnaraðila við innheimtu skuldarinnar. Því mótmæli varnaraðili. Þeir semgangist undir fjárskuldbindingar verði að efna þær. Löggjafinn hafi ávallthaft fyrningarfrest ríflegan á peningalánum og því skyti skökku við ef krafafélli niður vegna tómlætis mörgum árum áður en krafan hefði ella fyrnst. Aukþess hafi sóknaraðila alla tíð verið send yfirlit um ábyrgðir sem oggreiðsluáskorun sem ekki hafi verið brugðist við.Varnaraðili hafnar því að fella berifjárnámsgerðina úr gildi með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Engin skyldahafi hvílt á varnaraðila að framkvæma greiðslumat í þessu tilviki né hafi þessverið óskað af hálfu sóknaraðila seinna. Skilyrði ákvæðisins til að fellaskuldbindingu sóknaraðila úr gildi í heild eða að hluta séu ekki uppfyllt.Þá hafi sóknaraðili á engan hátt sýntfram á að ósanngjarnt sé af hálfu varnaraðila að bera fyrir sig ábyrgð hennarsamkvæmt yfirlýsingunni, hvað þá að önnur skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 séuuppfyllt. Beri að hafna öllum kröfum sóknaraðilaí máli þessu og staðfesta aðfarargerð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í málinr. 2016-022151, sem fór fram þann 11. júlí 2014.Um lagarök vísar varnaraðila tilaðfararlaga nr. 90/1989, laga nr. 7/1936 um samningagerð, umboð og ógildalöggerninga, einkum 36. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, laganr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda og laga nr. 14/1905 um fyrning skulda ogannarra kröfuréttinda, auk meginreglna kröfu- og samningaréttar umskuldbindingargildi samninga og um tómlæti, auk meginreglna veðréttar. Ummálskostnað er vísað til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 84. gr. laganr. 90/1989 um aðför.IVNiðurstaðaSamkvæmt 1. mgr. 92. gr. laga nr. 90/1989 um aðför er aðilumað aðfarargerð heimilt að krefjast úrlausnar héraðsdómara umaðfarargerð, ef krafa þess efnis berst héraðsdómara innan átta vikna frá þvíað gerðinni var lokið. Þeirri aðfarargerð sem hér um ræðir lauk 3. október2016 og var krafa sóknaraðila um úrlausn dómsins móttekin 28. sama mánaðar.Kröfunni er því beint til dómsins innan lögmælts frests. Í máli þessu krefst sóknaraðili þess aðaðfarargerð, sem lauk með því að fjárnám var gert inn í veðrétt varnaraðila ífasteign sóknaraðila að Jóruseli 4 í Reykjavík, verði felld úr gildi. Fjármálaeftirlitið tók með heimild í100. gr. a laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr.125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna áfjármálamarkaði o.fl., þá ákvörðun 9. október 2008 að ráðstafa öllum eignum ogskuldum Landsbanka Íslands hf., 540291-2259, til Nýja Landsbanka Íslands hf.,471008-0280, nú Landsbankinn hf. 471008-0280. Enginn ágreiningur er um aðildvarnaraðila að máli þessu.Hin umdeilda aðfarargerð byggði átveimur tryggingarbréfum útgefnum af eiginmanni sóknaraðila með veði íáðurnefndri fasteign sem þá var í óskiptri sameign þeirra og átti hvort þeirra helmingshlut.Fyrir liggur að með kaupmála 14. júní 2013 var fasteignin gerð að séreignsóknaraðila.Við útgáfu og undirritun bréfannaritaði sóknaraðili undir bréfin við forskriftina „undirritun útgefanda ogþingl. eiganda“. Þá ritar sóknaraðili einnig undir sem „samþykkur ofangreindriveðsetningu sem maki þinglýsts eiganda“. Lýtur ágreiningur aðila að því hvortsóknaraðili hafi með undirritun sinni á bréfin heimilað veðsetningu sínseignarhluta sem þinglýstur eigandi eða hvort hún hafi einungis verið aðsamþykkja veðsetningu eignarhluta eiginmanns hennar sem maki, sem leiði tilþess að helmingshlutur hennar í eigninni standi ekki til tryggingar skuldeiginmanns hennar. Þá greinir aðila einnig á um hvort varnaraðili hafi farið aðákvæðum samkomulags frá 2001 um öflun ábyrgða og hvort víkja eigi ábyrgðsóknaraðila til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 verði hún á annaðborð talin vera fyrir hendi.Dómurinn telur ljóst að með undirritunsinni á umrædd tryggingarbréf hafi sóknaraðili heimilað veðsetningu sínseignarhluta sem þinglýstur eigandi en hún hafi ekki einungis verið að gefasamþykki þitt sem maki þinglýsts eiganda. Í meginmáli tryggingarbréfanna erfeitletrað að veðsett sé á 7. veðrétti fasteignin að Jóruseli 4, Reykjavík,íbúð 01-0101, fasteignanúmer 205-7399, „öll húseignin“. Ljóst er því að bréfiðsjálft ber með sér að veðsetningunni var ekki aðeins ætlað að ná tileignarhluta Jóns Gunnars, útgefanda bréfsins, heldur til allrar eignarinnar ogþar með hluta sóknaraðila. Staðfestir sóknaraðili með undirritun sinni að svosé. Gat sóknaraðila því ekki dulist að með útgáfu bréfanna var öll fasteigninað Jóruseli veðsett varnaraðila. Telur dómurinn því að til gilds veðréttar hafistofnast í eignarhluta sóknaraðila.Kemur þá tilskoðunar hvort varnaraðili hafi farið að samkomulagi um notkun ábyrgða erábyrgð sóknaraðila var fengin og hvaða áhrif það hefur hafi svo ekki verið.Samtök banka og verðbréfafyrirtækja,fyrir hönd aðildarfélaga sinna, Samband íslenskra sparisjóða, fyrir höndsparisjóða, Neytendasamtökin og viðskiptaráðherra, af hálfu stjórnvalda, gerðu1. nóvember 2001 með sér samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga.Var það í gildi á þeim tíma er um ræðir og er óumdeilt að varnaraðili varbundinn af efni þessa samkomulags.Markmið samkomulagsins var að verndaábyrgðarmenn í þeim tilvikum er skuldaábyrgð eða veð í eigu annarseinstaklings var sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Í 1. mgr. 3.greinar samkomulagsins sagði að væri skuldaábyrgð eða veð sett til tryggingarfjárhagslegri skuldbindingu bæri fjármálafyrirtæki að meta greiðslugetugreiðanda, nema ábyrgðarmaður óskaði sérstaklega eftir því skriflega að svoyrði ekki gert. Þá sagði í 3. mgr. 3. greinar að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr.væri fjármálafyrirtæki skylt að greiðslumeta skuldara þegar ábyrgð næmi meiraen 1.000.000 króna. Þó væri hjónum eða fólki í óvígðri sambúð heimilt aðundanskilja fjármálafyrirtæki frá skyldu til greiðslumats, vegna ábyrgðar áskuldum hvors annars. Í 3. mgr. 4. gr. samkomulagsins sagði síðan að tryggtskyldi að ábyrgðarmaður gæti kynnt sér niðurstöðu greiðslumats áður en hanngengist í ábyrgðina, enda lægi fyrir að greiðandi hefði samþykkt það.Óumdeilt er að ekki fór framgreiðslumat á útgefanda bréfsins og eiginmanni sóknaraðila áður en ábyrgðhennar var gefin. Varnaraðili hefur á því byggt að honum hafi ekki borið skyldatil þess að láta fara fram greiðslumat þar sem um hjón var að ræða, sbr. 3.mgr. 3. gr. samkomulagsins og þá skipti ekki máli hversu há viðkomandiábyrgðarskuldbinding sé í því tilliti. Með undirritun sinni á bréfin hafisóknaraðili undanskilið varnaraðila frá þeirri skyldu að greiðslumeta eiginmannhennar. Sóknaraðili hefur hafnað þessari túlkun varnaraðila og byggir á því aðekkert liggi fyrir um að sóknaraðili hafi lýst því yfir að hún teldi ekki þörfá greiðslumati eiginmanns hennar auk þess sem það standi varnaraðila nær semfjármálastofnun að sýna fram á að slík yfirlýsing hafi verið gefin meðóyggjandi hætti. Engin slík yfirlýsing liggi fyrir og verði varnaraðili að berahallann af því að svo er ekki.Dómurinn telur óhjákvæmilegt, þráttfyrir þau tengsl sem eru milli aðila í máli þessu, að líta svo á að varnaraðilahafi, í samræmi við skýrar skyldur sínar samkvæmt áðurnefndu samkomulagi,borið að tryggja sér sönnur um það að sóknaraðili vildi „undanskilja“varnaraðila frá þeirri skyldu að greiðslumeta skuldara eins og það er orðað ísamkomulaginu. Við mat á þessu er óhjákvæmilegt að líta til dóms Hæstaréttar ímáli nr. 611/2013 þar sem tengsl aðila voru sambærileg og í máli þessu.Dómurinn telur ekki unnt að líta svo á að undirritun sóknaraðila á bréfin einog sér hafi falið í sér slíka yfirlýsingu jafnvel þótt í niðurlagi bréfannahafi komið fram að sóknaraðili hefði kynnt sér upplýsingabækling varnaraðila umpersónuábyrgð og veðtryggingar þriðja aðila. Í honum er að finna sambærilegtákvæði og í samkomulaginu sjálfu um mat á greiðslugetu skuldara. Eftir semáður bar varnaraðila að tryggja sér skýra yfirlýsingu sóknaraðila um það að húnkysi að undanþiggja varnaraðila frá þeirri skyldu að gera greiðslumat áskuldara.Að þessusögðu tekur dómurinn fram að samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar verður samninguraðila um ábyrgð ekki ógiltur í heild eða hluta af þeirri ástæðu einni aðfjármálastofnun hafi brugðist skyldum sínum samkvæmt margnefndu samkomulagifrá árinu 2001. Verður því að finna slíkri ógildingu stoð í reglum samningaréttaref leysa á sóknaraðila undan skuldbindingu sinni samkvæmt fyrrnefndumtryggingarbréfum. Kemurþá til skoðunar hvort aðstæður séu með þeim hætti í máli þessu að víkja beriveðskuldbindingu sóknaraðila til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936eins og hún hefur byggt á.Dómurinn tekur fram að þegar metið erhvort beita eigi 36. gr. laga nr. 7/1936 og víkja tiltekinni skuldbindingu tilhliðar þarf að fullnægja þeim skilyrðumað ósanngjarnt sé eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera loforð fyrir sig ogskal við mat á því líta til efnis samnings, atvika við samningsgerð, stöðuaðila við hana og atvika, sem síðar koma til.Í málinu hefur sóknaraðili bent á aðlánafyrirgreiðsla til eiginmanns hennar og útgefanda bréfanna, Jóns Gunnars,hafi verið vegna kaupa hans á hlut í fyrirtæki er hann starfaði þá hjá semframkvæmdastjóri. Hefur sóknaraðili lagt fram kaupsamning þar að lútandi og afritaf greiðsluskjölum vegna kaupanna. Telur sóknaraðili þar af leiðandi ljóst aðveðið hafi ekki verið veitt í þágu hennar sjálfrar eða henni til hagsbóta.Fyrirgreiðslan hafi falist í því að eiginmaður hennar hafi fengið yfirdrátt átékkareikningi og á sama tíma hafi hann gefið út tryggingarbréfin tvö sem umræði í máli þessu. Hún hafi ekki komið að þessum kaupum og ekki notið góðs afþeim á nokkurn hátt. Í málinu liggur þó fyrir að sóknaraðili hafði heimild tilað ávísa, taka út og hafa debetkort á tékkareikninginn. Verður raunar ekkibetur séð en að hún sjálf riti nafn sitt á umsóknina þar að lútandi. Þá verðurauk þess að telja að sóknaraðila hafi verið kunnugt um kaupin og framangreindviðskipti þar sem hún ritar undir sem vottur að viðauka við kauptilboðeiginmanns hennar, greiðslu 10.000.000 króna vegna kaupanna. Auk þess sem húnveitti eiginmanni sínum á árinu 2007 fullt og ótakmarkað umboð til rita undiröll nauðsynleg skjöl vegna veðsetningar á eigninni vegna kaupa hans áfyrirtækinu. Er framangreindum sjónarmiðum sóknaraðila hafnað og þá verðurheldur ekki talið að atvik hafi verið með þeim hætti og aðstöðumunur að þaðeigi að leiða til þess að skuldbinding hennar verði felld niður. Þá verður ekki fram hjá því horft aðsóknaraðila var sent innheimtubréf 15. apríl 2008 þar sem gerð var grein fyrir„kröfu í vanskilum“, eins og þar segir, að fjárhæð 12.000.000 króna,tryggingarbréfinu lýst og tiltekið að veð væri í eigninni að Jóruseli 4. Þákemur fram í gögnum málsins að stefna á eiginmann sóknaraðila var árituð umaðfararhæfi 14. maí 2008 og fjárnám var gert inn í veðrétt hans í eignarhlutahans 1. september 2008 á grundvelli kröfu samkvæmt hinni árituðu stefnu. Aðsíðustu verður heldur ekki fram hjá því litið að í það minnsta allt frá árinu 2011sendi varnaraðili sóknaraðila yfirlit um ábyrgðir þar sem tekið er fram aðyfirlitið sýni „ábyrgðir þínar á skuldum annarra“ við varnaraðila. Þá er tekiðfram að lánsveðið sé „allsherjarveð“, greiðandi sé Jón Gunnar Edvardsson og aðábyrgðarfjárhæð nemi 16.420.816 krónum. Þá verður ekki talið að fyrirvari semfram kemur á umræddum yfirlitum á árunum 2012 til 2017 breyti þessu enda hefurþegar verið komist að þeirri niðurstöðu að sóknaraðili veitti veð í sínumeignarhluta við undirritun bréfanna auk þess sem hafa verður í huga að á árinu2013 var öll eignin gerð að séreign sóknaraðila með kaupmála. Ekki verður séðaf gögnum málsins, eða því sem fram er komið í málinu, að sóknaraðili hafi gertnokkurn reka að því að gæta réttar síns hvað þetta varðar. Það virðist ekkivera fyrr en við fyrirtöku fjárnámsins sem varnaraðili mótmælirveðskuldbindingu sinni, níu árum eftir að hún var veitt. Þá verður einnig aðhafa í huga að sóknaraðili hefur haldið því fram að fjárhagur aðila hafi ekkiverið sameiginlegur en hefur þó ekki gert reka að því að sýna fram á að svohafi háttað til í tilviki sóknaraðila og eiginmanns hennar. Raunar styðja gögnmálsins hið gagnstæða þar sem m.a. kemur fram í áðurnefndum kaupmála þeirra fráárinu 2013 að þau hafi sameiginlegan fjárhag. Þá verður ekki séð af gögnummálsins að framkvæmd greiðslumats hafi verið slík forsenda af hálfusóknaraðila að slíkt geti haft áhrif á mat á skilyrðum 36. gr. laga nr. 7/1936.Þegarofangreint er virt heildstætt verður að áliti dómsins ekki talið ósanngjarntaf hálfu varnaraðila eðaandstætt góðri viðskiptavenju að berafyrir sig samþykki sóknaraðila á því að veita veðleyfi í þáverandi eignarhlutasínum í Jóruseli samkvæmt fyrrnefndu tryggingarbréfi en eins og áður er framkomið er sóknaraðili nú ein eigandi eignarinnar. Eins og hér þykir standa á erþví óhjákvæmilegt að hafna kröfum sóknaraðila í málinu um aðábyrgðarskuldbinding hennar verði talin ógild með þeim afleiðingum að fjárnám íeign hennar verði fellt úr gildi.Að síðustutekur dómurinn fram að sóknaraðila er ekki hald í því að krafa varnaraðila séfyrnd hvernig sem á málið er litið og hvort sem horft er til eldri laga nr.14/1905 eða núgildandi laga nr. 150/2007. Er sjónarmiðum sóknaraðila hvað þettavarðar hafnað og einnig sjónarmiðum er lúta að tómlæti varnaraðila. Þá verðurekki fallist á varakröfu sóknaraðila enda hefur hún lítt verið rökstutt ogengin efni til að taka hana til greina.Með vísan til allsframangreinds er hafnað kröfu sóknaraðila um ógildingu aðfarargerðar nr.2016-022151 sem fram fór 3. október 2016.Með vísan tilþessarar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 á varnaraðili rétt ámálskostnaði úr hendi sóknaraðila, sbr. 94. gr. laga nr. 90/1989, sem þykir meðhliðsjón af umfangi málsins hæfilega ákveðinn 400.000 krónur.HólmfríðurGrímsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferðmálsins 28. febrúar sl.ÚR S K U R Ð A R O R Ð:Staðfest er aðfarargerð sýslumannsins áhöfuðborgarsvæðinu í máli nr. 2016-022151 sem fram fór 3. október 2016 ífasteign sóknaraðila að Jóruseli 4 í Reykjavík, fastanúmer 205-7399. Sóknaraðili, Linda Stefanía DeL‘Etoile, greiði varnaraðila, Landsbankanum hf., 400.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 8/2020 | Kærumál Opinber skipti Dánarbússkipti Kaupmáli Eignarréttur Sameign Erlend réttarregla Lagaskil | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem krafa barna E heitins um að tiltekin fasteign í Bandaríkjunum félli undir opinber skipti á dánarbúi E var tekin til greina. A, eiginkona E, kærði úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar og krafðist viðurkenningar á því að fasteignin félli ekki undir skipti á dánarbúi E. Ágreiningur aðila laut að því hvort að um eignarhald á fasteigninni færi eftir ákvæðum íslenskra lagareglna eða laga í Suður Karólínu fylki í Bandaríkjunum um svokallað JTWROS sem fæli í sér að við andlát skammlífari sameiganda ljúki eignarrétti hans og fasteignin falli þar með óskipt til hins langlífari. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt ólögfestum lagaskilareglum væri sú meginregla talin gilda að um erfðir færi eftir reglum þess lands þar sem arfleiðandi átti síðast heimilisfesti. Sé í lögum erlends ríkis, þar sem eign er, mælt fyrir um sérstakar reglur varðandi slíkar eignir, sem komi í stað almennra reglna, víki meginreglan fyrir sérreglunni og beri þá að beita um eignina lögum þess lands þar sem hún er. Þegar sakarefni eða málsaðilar hafi slík tengsl við erlent ríki, að til beitingar reglna þess ríkis komi fyrir íslenskum dómstólum um sakarefnið í heild eða að hluta, þurfi að heimfæra lagareglur um hið erlenda lögfræðilega fyrirkomulag sem um ræðir til réttarsviðs en við slíka heimfærslu beri almennt að styðjast við lög dómstólslandsins. Ef hið erlenda fyrirkomulag sé mjög ólíkt því sem tíðkast í dómstólslandinu eða þekkist jafnvel ekki þar geti þó verið varhugavert eða orkað tvímælis að heimfæra það til annars réttarsviðs en þess sem miðað er við í því erlenda ríki þar sem reglan á uppruna sinn. Geti við þær aðstæður verið réttlætanlegt að víkja frá meginreglunni um að heimfærsla til réttarsviðs lúti lögum dómstólslandsins og láta hana þess í stað ráðast af lögum í hinu erlenda ríki. Taldi Hæstiréttur að A hefði með framlagðri matsgerð dómkvadds manns sannað tilvist og efni þeirra bandarísku lagareglna sem málatilbúnaður hennar var reistur á. Jafnframt taldi Hæstiréttur að A hefði sannað að til eignarhalds hennar og E á fasteigninni hefði í upphafi stofnast í samræmi við umræddar lagareglur og að eignarréttur E hefði við andlát hans færst óskiptur yfir til hennar samkvæmt sömu reglum. Var krafa A um að fasteignin í Bandaríkjunum félli ekki undir opinber skipti á dánarbúi E því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson, Benedikt Bogason, Greta Baldursdóttir, Ingveldur Einarsdóttir og KarlAxelsson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar 2. janúar2020 en kærumálsgögn bárust réttinum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurðurLandsréttar 19. desember 2019. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði aðfasteignin [...], Suður Karólínu í Bandaríkjunum, falli ekki undir skipti ádánarbúi E. Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðilar greiði sér óskipt kostnaðvegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var málið munnlegaflutt 13. maí 2020.IÍ málinu greinir aðila á um hvort fasteignin [...],Suður Karólínu í Bandaríkjunum, falli undir skipti á dánarbúi E sem lést [...].Krafa sóknaraðila sem er eftirlifandi maki E er á því reist að um eignarhald áfasteigninni fari eftir ákvæðum laga í Suður Karólínu um svokallað „jointtenancy with the right of survivorship“, skammstafað JTWROS. Fasteignin hafi fráupphafi verið skráð eign þeirra beggja, E og sóknaraðila, samkvæmt JTWROS-reglunum.Fasteign sem lúti þeim reglum sé í óskiptri sameign tveggja eða fleiri. Viðandlát skammlífari sameiganda ljúki eignarrétti hans og falli fasteignin þá óskipttil hins langlífari. Samkvæmt reglum alþjóðlegs einkamálaréttar, sem séu hlutiíslensks landsréttar, beri hvað eignarrétt yfir fasteignum varðar að beitareglum þess lands þar sem fasteignin er, sem í þessu tilviki séu reglur í SuðurKarólínu fylki í Bandaríkjunum, sbr. meðal annars 3. mgr. 4. gr. laga nr.43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar. Varnaraðilar, sem eru börn E af fyrra hjónabandi,telja á hinn bóginn að þar sem E og sóknaraðili hafi verið íslenskirríkisborgarar og með lögheimili á Íslandi eigi erfðalög nr. 8/1962 og lög nr.20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. að gilda um dánarbússkiptin í heild ogumrædd fasteign að koma til skipta samkvæmt þeim lögum. E og sóknaraðili hafigert með sér kaupmála [...], sjö árum eftir að meint samkomulag um „jointtenancy with the right of survivorship“ eigi að hafa verið gert. Verði litiðsvo á að stofnast hafi til eignarréttar á grundvelli JTWROS- reglnanna millisóknaraðila og E við kaup fasteignarinnar sé í öllu falli ljóst að þeirrieignarréttarskipan hafi lokið við gerð kaupmálans.Með úrskurði héraðsdóms var fallist á kröfusóknaraðila um að umrædd fasteign skyldi ekki falla undir skipti á dánarbúinuen Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu í hinum kærða úrskurði. Kæruleyfivar veitt 27. janúar 2020 á grundvelli 2. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991, sbr.2. mgr. 167. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem úrslit málsinsum það hvort beita eigi bandarískum eða íslenskum lögum um ágreining málsaðilagæti haft fordæmisgildi.IIE var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni eignaðisthann þrjú börn fædd árin [...] og eru þau varnaraðilar málsins. Fyrrahjónabandi E mun hafa lokið árið [...] og árið [...] eignaðist hann barn meðsóknaraðila. E og sóknaraðili gengu í hjónaband á Íslandi [...] og gerðu meðsér kaupmála [...]. Í honum kemur fram að sumarbústaður að Nesjavöllum íGrímsnes- og Grafningshreppi skuli vera séreign sóknaraðila en um aðrar eignirþeirra fari eftir almennum reglum hjúskaparlaga. Sameiginlegt heimilisfang E ogsóknaraðila eftir að þau gengu í hjónaband var á Íslandi.Samkvæmt bréfi utanríkisráðuneytisins [...] varsóknaraðili á árunum [...] til [...] staðarráðin við [...] hjá [...] og á [...]í [...] en hún hafði þá verið búsett í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. Húnkom til starfa við [...] í [...] í lok [...] og var þar til ársloka [...]. Íbréfi ráðuneytisins segir að sóknaraðili hafi fengið ársleyfi frá störfum árið [...]til að vera með maka sínum, E, þegar hann fluttist til [...] frá [...] það ár.Sóknaraðili hafi svo aftur komið til starfa við [...] í [...] í [...] árið [...]og starfað þar til [...] þegar hún fór á eftirlaun. Um störf E í Bandaríkjunumsegir í bréfi ráðuneytisins að hann hafi hafið störf í [...] árið [...] aðloknu námi í Bandaríkjunum. Hann hafi orðið [...] við [...] hjá [...] í [...] árið[...] og starfað þar sem slíkur til ársins [...]. Frá árinu [...] til ársins [...]hafi E starfað við [...] í [...] og frá árinu [...] til ársins [...] í [...].Þá hafi E fylgt maka sínum, sóknaraðila, þegar hún fór til starfa í [...] í [...]árið [...] og dvalið þar með henni út árið [...]. 2Á árinu [...] festu E og sóknaraðili kaup á íbúðþeirri sem um er deilt í málinu en hún er staðsett [...], Suður Karólínu íBandaríkjunum. Kaupsamningur um eignina ber fyrirsögnina [...] og er hanndagsettur [...]. Í honum kemur fram að kaupendur séu [...] segir að [...] Afsal seljanda (Title to real estate) vegnaumræddra kaupa var gefið út [...]. Í því kemur fram að eigninni sé afsalað til [...]Í afsalinu er tilgreint að heimilisfang afsalshafa sé [...] Afsalið ber með sérað sama dag og það var gefið út var það vottað af lögbókanda í Suður Karólínu (Notary Public for SC) og skráðopinberri skráningu í [...] í Suður Karólínu. Þá er meðal gagna málsinseiðsvarin yfirlýsing lögmanns kaupendanna þess efnis að kaupin um íbúðina hafiátt sér stað og kaupverðið sé að fullu greitt og er yfirlýsing lögmannsinsstaðfest með áritun lögbókanda [...]. Sem fyrr greinir lést E [...]. Í málinu erágreiningslaust að eftir andlát hans lét sóknaraðili breyta skráningu áeignarhaldi íbúðarinnar yfir á sitt nafn en það hafði eins og áður er framkomið verið skráð á nöfn þeirra beggja. Meðal gagna málsins er skjal sem hefurað geyma yfirlit um skráða eigendur íbúðarinnar að [...] og er sóknaraðili þarein skráð sem núverandi eigandi. 3Á árunum [...] og [...] stofnuðu E og sóknaraðilitvo bankareikninga í Bandaríkjunum, annan í Bank of America og hinn í MerrillLynch sem síðar varð Merrill Edge. Í hæstaréttarmáli nr. 7/2020, sem er millisömu aðila og þetta mál, er deilt um hvort innstæður á bankareikningunum falliundir skipti á dánarbúi E, og er dómur í því máli kveðinn upp í dag samhliðadómi í þessu máli. 4Dánarbú Evar tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur [...] ognafngreindur lögmaður skipaður skiptastjóri. Í bréfi hans [...] til HéraðsdómsReykjavíkur kom fram að ágreiningur væri milli sóknaraðila og varnaraðila umhvort fasteignin [...], félli undir dánarbússkiptin og væri þeim ágreiningivísað til héraðsdóms til úrlausnar eftir 122. gr. laga nr. 20/1991. Í bréfinukemur fram að sóknaraðili haldi því fram að samkvæmt ákvæðum laga íBandaríkjunum falli fasteignin ekki undir dánarbússkiptin heldur beint tilsóknaraðila og beri að beita bandarískum reglum í því tilviki. Varnaraðilarhaldi því á hinn bóginn fram að íslensk lög gildi um allar eignir hins látnahvort sem þær sé að finna á Íslandi eða annars staðar og falli fasteignin þvíundir dánarbússkiptin jafnt sem aðrar eignir hins látna. Með bréfi skiptastjóratil héraðsdóms fylgdi greinargerð lögmanns sóknaraðila [...] til skiptastjóra.Í henni færir lögmaðurinn fram rök sóknaraðila fyrir því að um fasteignina gildibandarísk lög og falli hún samkvæmt þeim ekki undir skipti á dánarbúinu. Í þvísambandi vísar lögmaðurinn meðal annars til ritsins Erfðaréttur eftir Ármann Snævarrþar sem segi að ef sérreglur gildi um erfðir að tilteknum fasteignum erlendisverði íslenskir dómstólar væntanlega að beita þeim erlendu réttarreglum er viðeigi. Ágreiningsmál um dánarbússkiptin var þingfest íHéraðsdómi Reykjavíkur [...] og er það mál hér til úrlausnar. Sóknaraðili lagðifram greinargerð af sinni hálfu 7. september 2018 og greinargerð varnaraðilavar lögð fram 9. nóvember sama ár. Í þinghaldi 21. desember 2018 lagði sóknaraðilifram matsbeiðni en breytti matsspurningu með bókun í þinghaldi 25. janúar 2019.Í þinghaldi 28. sama mánaðar var Víðir Smári Petersen lögmaður kvaddur til aðframkvæma hið umbeðna mat og var matsgerð hans 18. febrúar 2019 lögð fram í þinghaldi27. mars 2019. IIISpurningar þær sem lagðar voru fyrir matsmanninnVíði Smára Petersen voru eftirfarandi: „Spurning 1. Hvaða réttarreglur gilda írétti Suður Karólínu fylkis í Bandaríkjunum (tilvist og efni) um kaupsamningaum fasteign sem kveða á um að um fasteign gildi sameiginlegt eignarhald meðerfðarétti (e. joint tenancy with the right of survivorship) (SC Code 27-7-40Creation of joint tenancy; filing; severance). Spurning 2. Þess er óskað aðmatsmaður lýsi hinni erlendu réttarreglu og láti í ljós rökstutt álit á efnihennar og þá hvernig fari um eignarhald á fasteign sem um gildi „joint tenancywith the right of survivorship“ við andlát annars sameiganda fasteignarinnar.Þess er óskað að matsmaður skoði og meti efni réttarreglunnar miðað viðtímabilið 2002 til 2017.“Í matsgerðinni tilgreinir matsmaður í upphafi hvaðagögn hann hafi haft til hliðsjónar við samningu hennar. Í kafla undirfyrirsögninni „Almennt um regluna og uppruna hennar“ segir að matsgerðin fjallium réttarreglu sem nefnist „joint tenancy with the right of survivorship“, skammstafað,JTWROS, en mælt sé fyrir um hana í 40. gr., 7. kafla, 27. þáttar lögbókar SuðurKarólínu (Section 40, Chapter 7, Title27 of the SC Code of Laws). Í bandarískum rétti sé að finna ýmiseignarform sameigenda en algengustu tegundirnar séu JTWROS og „Tenancy inCommon“, skammstafað TIC. Fyrir aldamótin 2000 hafi eignarformið JTWROS sjaldanverið notað í Suður Karólínu vegna þess að lögin sem átt hafi við hafi veriðóljós. Á árinu 2000 hafi verið sett sérstök löggjöf varðandi JTWROS og eigi húnvið í þessu máli, það er 40. gr., 7. kafla, 27. þáttar lögbókar Suður Karólínu.Eignarformið sé ekki einskorðað við hjón en það hafi þó orðið vinsælt meðal þeirraí ríkinu. Til einföldunar verði í umfjöllun matsmannsins gert ráð fyrir því aðsameigendur í eignarforminu JTWROS séu tveir, þar sem sú staða sé uppi ídómsmálinu sem rekið sé fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en reglurnar geri ráðfyrir því að sameigendur geti verið fleiri. Miðað við þær upplýsingar semmatsmaður hafi haft verði ekki séð að réttarreglan hafi breyst á árunum 2002til 2017. Munurinn á TIC og JTWROS felist fyrst og fremst íþví hvernig yfirfærsla eignarréttar sé útfærð við andlát skammlífarisameigandans. Í tilviki TIC verði eignarhlutur hans eign dánarbús viðkomandi ogskiptist eftir almennum reglum (e. intestacy law) eða í samræmi við erfðaskráhins látna. Þessu sé öðru vísi farið í tilviki JTWROS en í stuttu máli felireglan það í sér að eign sé í sameign á meðan sameigendur séu á lífi en viðandlát hins skammlífari eiganda renni eignin ásamt öllum réttindum og skyldumtil langlífari sameiganda. Í þessu felist að hinum sameiginlegu hagsmunum, semJTWROS feli í sér, ljúki við andlát skammlífari sameigandans og eigi hinnlanglífari í kjölfarið rétt á stærri hlut í eigninni. Í bandarískum rétti séekki litið svo á að eignarhluti hins skammlífari færist til þess sem eftir lifieða að hann erfi eignarhlutinn heldur að hagsmunum hins látna einfaldlega ljúkiog þar með verði hagsmunir eftirlifandi sameiganda meiri yfir eigninni en áður.Til þess að setja framangreint í annað samhengimegi segja að í tilviki TIC sé litið á hvern og einn sameiganda sem sjálfstæðaneiganda. Sameignin sé óskipt í þeim skilningi að allir sameigendur hafi rétttil þess að hagnýta eignina en eignarhaldið sé skipt þannig að hver sameigandifari aðeins með tiltekinn eignarhluta í eigninni sem geti erfst eftir almennumreglum. Af þeim sökum sé litið svo á í tilviki TIC að eignin sé í eigu margrasameigenda sem geti ráðstafað hagsmunum sínum með þeim hætti sem þeir kjósi,til dæmis með framsali eða arfleiðslu. Í tilviki JTWROS sé bæði hagnýtingin ogeignarhaldið sameiginlega á hendi sameigendanna og sé litið á þá sem einneiganda. Þeir deili óskiptum hagsmunum í allri eigninni og sé litið á þá semsameiginlega eigendur. Sameigandi í JTWROS geti því ekki ráðstafað hagsmunumsínum og þeir erfist ekki eftir almennum reglum enda sé litið svo á aðhagsmunir sameigandans hverfi við andlát hans.Í kafla undir fyrirsögninni „Nánar um eðlieignarformsins“ segir í matsgerðinni að við túlkun og beitingu hinnar umdeildureglu sé mikilvægt að hafa í huga að JTWROS sé eignarform í rétti SuðurKarólínu, svipað eins og sérstök sameign eða séreignarréttur séu eignarform ííslenskum rétti. Í þessu sambandi megi benda á að heiti 27. þáttar lögbókarSuður Karólínu sé „Eignir og yfirfærslur“ (Property and Conveyances) og 7. kafliþess þáttar fjalli um „Form og framkvæmd yfirfærslu eignarréttinda“ (Form andExecution of Conveyances). Á hinn bóginn sé erfitt að heimfæra eignarformiðJTWROS upp á íslenskan rétt. TIC sé að mestu leyti sambærilegt sérstakrisameign að íslenskum rétti sem felist meðal annars í því að hagnýtingarrétturyfir sameigninni sé óskiptur, þótt eignarhaldið sé skipt, og við andlát erfisthlutdeild hins látna í sameigninni eftir almennum reglum. JTWROS sé frábrugðiðeignarform að því leyti að sameigendur eigi ekki tiltekinn eignarhlut oghagsmunir sameigandans erfist ekki heldur „sameinist“ hagsmunum þess sem lengurlifir. JTWROS svipi að einhverju leyti til óðalsréttar eins og hann hafi veriðí gildistíð eldri jarðalaga. Þá megi jafnvel líta svo á að JTWROS sé nokkurskonar sjálfseignarstofnun með óskiptum hagsmunum sameigenda sem báðir hafi íumráðum sínum en eðli „stofnunarinnar“ breytist í hefðbundinn séreignarrétt viðandlát hins skammlífari sameiganda.Í kafla undir fyrirsögninni „Stofnuneignarformsins samkvæmt lögum“ segir að af (a)-lið hins umdeilda lagaákvæðislögbókar Suður Karólínu megi ráða að hægt sé að stofna til eignarformsins meðmargvíslegum hætti. Í ákvæðinu komi fram að stofnað sé til JTWROS með hverskyns skjali um eignaryfirfærslu fasteignar sem innihaldi nöfn sameigendannaásamt orðunum „as joint tenants with the right of survivorship, and not astenants in common“. Í þessu sambandi megi nefna að í dómi Hæstaréttar SuðurKarólínu 9. maí 2012 í máli nr. 27123 (Eldridge IV III gegn Eldridge) hafimaður fært eign úr tilteknum sjóði einhliða yfir á sig og eiginkonu sínasamhliða stofnun eignarformsins JTWROS. Ekki hafi verið uppi ágreiningur ímálinu um að löglega hafi verið stofnað til þess. Í kafla undir fyrirsögninni „Hvernig eign færistyfir til langlífari sameiganda að lögum“ segir að fræðilega virðist gengið útfrá því að eignarrétturinn færist sjálfkrafa (e. automatically eða immediately)yfir til langlífari sameigandans við andlát hins skammlífari en að framlagningdánarvottorðs sé nauðsynleg til þess að breyta skráningunni í fasteignaskrá. Í(b)-lið hins umdeilda lagaákvæðis komi fram að hinn eftirlifandi sameigandiþurfi að leggja fram dánarvottorð til fasteignaskrár (e. Register of Deeds) íþeirri sýslu þar sem fasteignin sé staðsett. Framlagning dánarvottorðsins felií sér staðfestingu á að hinn skammlífari sameigandi sé látinn og að hagsmunirhans í eigninni færist yfir til langlífari eiganda. Loks segir í matsgerðinni íkafla undir fyrirsögninni „Sérákvæði um túlkun ákvæðisins“ að í (c)-lið þesskomi fram að ákvæðið eigi að túlka rúmt í því skyni að ná fram viljasamningsaðilanna. Matsmaðurinn kom fyrir dóm, staðfesti að hafa unniðmatsgerðina og að hún fæli í sér rétta lýsingu á þeim réttarreglum sem þar værifjallað um. IVÞegar ágreiningsefni kemur til kasta íslenskradómstóla er algengast að þeir beiti íslenskum réttarreglum við úrlausn máls(lex fori). Aðild máls eða sakarefni kann þó að vera svo vaxið að í vissumtilvikum sé eðlilegra að beita erlendri réttarreglu en íslenskri. Alþjóðlegureinkamálaréttur eða lagaskilaréttur er það svið landsréttar sem segir til umhvers lands lögum beita beri við úrlausn ágreinings sem tengist fleiri en einuréttarkerfi. Íslenskur lagaskilaréttur er að mestu ólögfestur og reglur hansfyrst og fremst reistar á dómafordæmum, réttarvenjum, eðli máls og fræðiskoðunum.Meðal lögfestra lagaskilareglna eru lög nr.43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar. Þau eiga sér fyrirmynd íRómarsamningnum svonefnda (The Rome Convention) sem undirritaður var 19. júní1980 en hann var öðrum þræði byggður á 220. gr. Rómarsáttmálans (The RomeTreaty), stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu (EBE). Í athugasemdumgreinargerðar með frumvarpi til laga nr. 43/2000 kemur fram að vegna aðildarÍslands að Evrópska efnahagssvæðinu sé brýnt að íslenskar lagaskilareglur ásviði samningaréttar séu í samræmi við reglur annarra ríkja á Evrópskaefnahagssvæðinu. Of þungt sé í vöfum að Ísland gerist aðili að Rómarsamningnumen tryggja megi að í innlendan rétt séu settar reglur samhljóða ákvæðum þesssamnings, og sé það markmið frumvarpsins. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 43/2000gilda lögin þótt þau leiði til þess að beita beri löggjöf ríkis sem er utanEvrópska efnahagssvæðisins. Um það segir í lögskýringargögnum að með ákvæði 2.gr. sé lögð áhersla á víðfeðmt gildissvið laganna. Þannig gildi þau einnigfullum fetum þótt þau leiði til þess að beitt verði reglum lands utan Evrópskaefnahagssvæðisins, til dæmis vegna þess að aðilar hafi samið um það, sbr.ákvæði 3. gr. Aðrar reglur laganna geti einnig leitt til hins sama, sbr. tildæmis 4. gr. þeirra, þegar samningur sé talinn hafa sterkust tengsl viðtiltekið land. Í máli þessu er ágreiningur um hvort fasteignin [...]í Suður Karólínu í Bandaríkjunum falli undir skipti á dánarbúi E sem fara framhér á landi. Eins og áður er rakið telur sóknaraðili, meðal annars með vísantil 3. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000, að um eignarrétt að fasteigninni farieftir reglum bandarískra laga og samkvæmt þeim sé umrædd fasteign séreignsóknaraðila og falli því ekki undir skiptin. Varnaraðilar telja á hinn bóginnað skipti dánarbúsins lúti í öllu íslenskum réttarreglum og samkvæmt þeim fallifasteignin undir skiptin. Í 1. gr. laga nr. 20/1991 kemur fram að eftirfyrirmælum þeirra skuli skipta dánarbúum eftir þá menn sem áttu lögheimili eðahöfðu annars fasta búsetu hér á landi á dánardægri, nema skiptin fari fram íöðru ríki eftir reglum þjóðaréttar eða ákvæðum samnings sem íslenska ríkiðhefur gert við annað ríki og hefur lagagildi hér á landi. Eins og áður er framkomið áttu sóknaraðili og E lögheimili hér á landi og höfðu hér fasta búsetu ádánardægri hans. Kemur dánarbú hans því með réttu til skipta hér á landi. Í XIV. kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993 eru reglurum fjárskipti milli hjóna vegna hjúskaparslita o.fl. Þar segir í 2. mgr. 96. gr.að efnisreglur um skipti í þeim kafla eigi einnig við um skipti vegna andlátsmaka nema annað leiði af einstökum ákvæðum. Samkvæmt 99. gr. laganna takaskiptin til heildareigna hvors hjóna nema samningar um séreignir, reglur umlögmæltar séreignir eða fyrirmæli gefanda eða arfleiðanda leiði til annarrarniðurstöðu. Endurspeglast í þessu ákvæði sú grundvallarregla norræns réttar aðvið skipti dánarbúa fari í einu lagi fram heildarskipti sem taki til allra eigna hins látna. Erreglan á Norðurlandamálum ýmist nefnd heildarskiptareglan (princippet ombobehandlingens enhed og universalitet), eða reglan um einn arfleiðanda, eittbú og eitt uppgjör (prinsippet om skiftets enhet, ein arvelatar, eitt bu, eittuppgjer). Í reglunni felst meðal annars að dánarbússkipti sem fara fram hér álandi lúta almennt einum lögum og þá íslenskum (lex fori) og ná til allra eignabús án tillits til þess hvar þær eru eða hvort um er að ræða fasteignir eðalausafé.Samkvæmt ólögfestum lagaskilareglum í norrænumrétti og þar með talið íslenskum er sú meginregla talin gilda að um erfðir farieftir reglum þess lands þar sem arfleiðandi átti síðast heimilisfesti (avdødessidste hjemlands rett, personalstatuttet –arveladers sidste domicil, hans domicillov på dødsfaldets tidspunkt). Jafnframt er viðurkennt að sé í lögumerlends ríkis, þar sem eign er, mælt fyrir um sérstakar reglur varðandi slíkareignir, sem komi í stað almennra reglna, víki meginreglan fyrir sérreglunni.Eru þau sjónarmið sem almennt liggja því til grundvallar að beita einum lögumum öll búskiptin þá ekki talin eiga við og ber þá að beita um eignina lögumþess lands þar sem hún er (lex rei sitae). Í því felst að til viðbótar lögum íþví landi þar sem arfleifandi átti síðast heimilisfesti sé um eign beitt þeimreglum sem gilda í því landi þar sem hún er. Þegar sakarefni eða málsaðilar hafa slík tengslvið erlent ríki, að til beitingar reglna þess ríkis kemur fyrir íslenskumdómstólum um sakarefnið í heild eða að hluta, þarf að heimfæra lagareglur umhið erlenda lögfræðilega fyrirkomulag sem um ræðir til réttarsviðs. Það eróskráð meginregla í norrænum rétti sem á sér stoð í fræðiskoðunum ogdómaframkvæmd, sbr. dóm Hæstaréttar Noregs, sem birtur er í Rt. 1995, bls. 1415,og dóm Hæstaréttar Svíþjóðar, sem birtur er í NJA 1970, bls. 420, að viðheimfærslu til réttarsviðs sé meginreglan sú að stuðst er við lögdómstólslandsins (lex fori) ogað frá henni séu fáar undantekningar. Við dánarbús- og gjaldþrotaskipti, svodæmi séu nefnd, er algengt að erlent fyrirkomulag sem á reynir sé samkvæmtíslenskum rétti á sviði erfðaréttar, hjúskaparréttar, samningaréttar eðaeignarréttar. Eru það þá lagaskilareglur á þessum réttarsviðum sem eftirheimfærslu (kvalifikation) ráðaþví hvers lands lögum beitt er við úrlausn málsins. Ef erlendu fyrirkomulagi sem á reynir við úrlausnmáls fyrir íslenskum dómstólum svipar til þess sem gildir í íslenskum rétti erheimfærsla til réttarsviðs sjaldnast vandkvæðum bundin og ræðst af lögumdómstólslandsins (lex fori).Öðru máli gegnir þegar hið erlenda fyrirkomulag er mjög ólíkt því sem tíðkast ídómstólslandinu eða þekkist jafnvel alls ekki þar. Getur þá verið varhugavertog orkað tvímælis að heimfæra það til annars réttarsviðs en þess sem miðað ervið í því erlenda ríki þar sem reglan á uppruna sinn. Hefur það sjónarmið veriðorðað í kenningum norrænna fræðimanna að við þær aðstæður geti veriðréttlætanlegt að víkja frá meginreglunni um að heimfærsla til réttarsviðs lútilögum dómstólslandsins og láta hana þess í stað ráðast af lögum í hinu erlendaríki. Að þessu gættu kemur næst til skoðunar hvort svo hagi til í máli þessu.Eins og áður greinir festu sóknaraðili og E kaup áíbúðinni [...] í Suður Karólínu í Bandaríkjunum árið [...]. Í kaupsamningi ogafsali fyrir íbúðinni var tekið fram að eigendur hennar væru E og sóknaraðiliog að um eignarhald þeirra giltu fyrrnefndar JTWROS reglur. Þá var íbúðin íframhaldi kaupanna skráð opinberri skráningu með sama hætti. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 þarf sásem í dómsmáli ber fyrir sig erlenda réttarreglu að sanna tilvist hennar ogefni. Með framlagðri matsgerð hins dómkvadda manns, sem ekki hefur verið hnekktmeð yfirmati, hefur sóknaraðili sannað tilvist og efni þeirra bandarískulagareglna sem málatilbúnaður hennar er reistur á, JTWROS-reglnanna. Jafnframthefur sóknaraðili með málatilbúnaði sínum leitt í ljós að til eignarhaldshennar og E á íbúðinni hafi í upphafi stofnast í samræmi við umræddar reglur ogað eignarréttur E hafi við andlát hans færst óskiptur yfir til hennar samkvæmtsömu reglum. Með matsgerð hins dómkvadda manns og öðrumframlögðum gögnum telst í ljós leitt að hinar svokölluðu JTWROS-reglur séu samkvæmtbandarískum rétti á sviði eignarréttar og varði fyrirkomulag á sameignarréttisem ekki þekkist í íslenskum rétti. Þá kemur einnig fram í matsgerðinni að þósvo að þessar reglur njóti vinsælda meðal hjóna í Suður Karólínu sé gildissvið þeirraekki takmarkað við hjón og geti tveir eða fleiri nýtt sér þetta eignarform, tildæmis viðskiptafélagar. Í þessu sambandi er þess að geta að þegar sóknaraðiliog E festu kaup á íbúð þeirri sem um ræðir í málinu á árinu [...] höfðu þauekki gengið í hjónaband en það gerðu þau eins og áður er fram komið í ágústárið [...]. Af framangreindu eðli hins erlenda fyrirkomulags sem á reynir ímálinu leiðir að það verður hvorki heimfært til sviðs erfðaréttar né reglna umfjármál hjóna samkvæmt íslenskum rétti. Verða íslenskar lagaskilareglur á þeimréttarsviðum því ekki lagðar til grundvallar við úrlausn málsins. Þar sem hinar erlendu réttarreglur sem við eiga ímálinu mæla fyrir um stofnun, inntak, lögvernd, yfirfærslu og lok eignarréttaryfir fasteign í sameign, og um er að ræða sérstakt tilbrigði sameignarréttar semekki þekkist í íslenskum rétti, verður að heimfæra reglurnar til sviðseignarréttar eins og gert er í Bandaríkjunum. Af því leiðir að það fer eftir íslenskumlagaskilareglum á sviði eignarréttar hvers lands lögum skuli beitt við úrlausnmálsins varðandi fasteignina. Á þetta sér og stoð í 3. mgr. 4. gr. laga nr.43/2000 en þar segir að að því marki sem samningur varði réttindi yfir fasteign,þar með talið afnotarétt, skuli þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. ákvæðisins aðjafnaði litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar semfasteign er. Samkvæmt íslenskum lagaskilareglum á sviðieignarréttar skal þegar fasteign á í hlut leggja til grundvallar þær reglur semgilda þar sem fasteignin er (lex reisitae) og í því tilviki sem hér er til úrlausnar eru það hinar umrædduJTWROS-reglur í Suður Karólínu sem gilda. Á grundvelli þeirra varð sóknaraðilivið andlát E og eftirfarandi opinbera skráningu eini eigandi allrar íbúðarinnarog öðluðust aðrir erfingjar E við andlát hans enga hlutdeild í þeim eignarréttisem áður hafði tilheyrt honum. Gerð kaupmálans milli sóknaraðila og E [...] færþessari niðurstöðu ekki breytt. Er í því sambandi fyrst til þess að líta aðsamkvæmt efni sínu virðist kaupmálanum fyrst og fremst ætlað að tryggja aðsumarbústaðurinn að Nesjavöllum sé séreign sóknaraðila. Í annan stað verður aðleggja til grundvallar að til þess að kaupmálinn gæti breytt þeirrieignarréttarskipan sem komið var á við kaup íbúðarinnar hefði þurft að taka tilþess afstöðu berum orðum í honum og fylgja fyrirmælum hans síðan eftir meðlöggerningsgerð og breyttri skráningu í samræmi við efni bandarískra reglna. Þaðvar ekki gert. Verður í þessu sambandi einnig að taka mið af því sem fram kemurí matsgerð hins dómkvadda manns að við túlkun JTWROS-reglnanna eigi að túlkaákvæði þeirra rúmt í því skyni að ná fram vilja samningsaðilanna. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða málsins aðíbúðin [...] í Suður Karólínu í Bandaríkjunum falli ekki undir skipti ádánarbúi E. Eftir framangreindum úrslitum verður varnaraðilumgert að greiða sóknaraðila óskipt kostnað af rekstri máls þessa sem ákveðinnverður í einu lagi á öllum dómstigum eins og nánar greinir í dómsorði. Viðákvörðun um málskostnað er tekið tillit til þess að samhliða þessu máli er semfyrr greinir rekið annað samkynja mál milli sömu aðila.Dómsorð:Íbúðin [...] í Suður Karólínu í Bandaríkjunumfellur ekki undir skipti á dánarbúi E.Varnaraðilar, B, C og D, greiði óskipt sóknaraðila,A, 1.000.000 krónur í málskostnað í héraði, fyrir Landsrétti og Hæstarétti.ÚrskurðurLandsréttarLandsréttardómararnirAðalsteinn E. Jónasson, Eiríkur Jónsson og HervörÞorvaldsdóttir kveða upp úrskurð í máli þessu.Málsmeðferð ogdómkröfur aðilaSóknaraðilar skutu málinu tilLandsréttar með kæru 25. nóvember 2019 en málsgögnog greinargerð bárust réttinum 9. desember sama ár. Greinargerð varnaraðilabarst réttinum 16. desember2019. Kærður er úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur 12. nóvember 2019 í málinu nr. [...]/2018 þar sem viðurkennt var að fasteignin [...],Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, falli ekki undir skipti á dánarbúi E og aðbeita beri viðeigandi ákvæðum bandarískra laga um eignarhald fasteignarinnar.Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. 2Sóknaraðilar krefjast þess aðhinum kærða úrskurði verði hrundið og breytt á þá leið að fallist verði á aðfyrrgreind íbúð falli undir skipti á dánarbúi E. Þá krefjast sóknaraðilar þessað varnaraðila verði gert að greiða þeim málskostnað í héraði ogkærumálskostnað.3Varnaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.Málsatvik4Eins og nánar er rakið í hinumkærða úrskurði varðar sakarefni málsins það álitaefni hvort nánar tilgreindfasteign í Bandaríkjunum skuli falla undir opinber skipti á dánarbúi E sem lést[...]. Varnaraðili var eiginkona E heitins en sóknaraðilar eru börn hans affyrra hjónabandi. Fyrir liggur að varnaraðili og E keyptu fasteignina árið [...]og var hún þá skráð eign þeirra beggja. Óumdeilt er að í kjölfar andláts E hafieignin að frumkvæði varnaraðila verið skráð á hennar nafn eingöngu á grundvelliréttarreglu í bandarískum lögum sem nefnist í íslenskri þýðingu „sameiginlegteignarhald með erfðarétti“ (e. joint tenancy with the right of survivorship).Reglan felur efnislega í sér, samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð um efni hennar,að eignarréttur sameigenda færist yfir á hinn langlífari við andlát hinsskammlífari.5Af hálfu varnaraðila er á þvíbyggt að fyrrgreind réttarregla bandarískra laga feli í sér að fasteignin séalfarið í hennar eigu og komi ekki til skipta í dánarbúinu og var á það fallistí hinum kærða úrskurði. Sóknaraðilar byggja á hinn bóginn á því að eignin eigiað falla undir dánarbússkiptin.Niðurstaða 6Samkvæmt 2. mgr. 96. gr.hjúskaparlaga nr. 31/1993 skulu efnisreglur um fjárskipti milli hjóna einnigeiga við um skipti vegna andláts maka nema annað leiði af lögum. Samkvæmt 1.mgr. 99. gr. sömu laga skulu skiptin ná til heildareigna hvors hjóna nemasamningar um séreignir, reglur um lögmæltar séreignir eða fyrirmæli gefanda eðaarfleiðanda leiði til annars, sbr. ákvæði 74. til 77. gr. og 94. gr. sömu laga.7Af framangreindum lagaákvæðumleiðir að allar hjúskapareignir varnaraðila falla undir skiptin á dánarbúi E enséreignir hennar standa þar fyrir utan. 8Varnaraðili og E gengu í hjónaband[...]. Í málinu liggur fyrir kaupmáli sem þau gerðu [...] eða ríflega sjö árumeftir kaupin á fasteigninni í Bandaríkjunum. Samkvæmt 1. gr. hans var nánartilgreindur sumarbústaður að Nesjavöllum við Þingvallavatn, sem þá var skráðursem eign E, gerður að séreign varnaraðila. Í 2. gr. kaupmálans var hins vegartekið fram að um aðrar eignir skyldi farið eftir almennum reglum hjúskaparlaga.9Samkvæmt 54. gr. hjúskaparlagaverður eign maka hjúskapareign nema sérstakar heimildir standi til annars. Áþetta við um eignir sem maki flytur í búið við hjúskaparstofnun eða öðlastsíðar og gegnir einu með hverjum hætti eignar er aflað að lögum. Eign verðurekki gerð að séreign maka nema fullnægt sé skilyrðum XI. kafla hjúskaparlaga umséreignir. Einu gögnin sem liggja fyrir um kaupin og eignarhaldið á umræddrifasteign í Bandaríkjunum eru kaupsamningur, afsal og vottorð lögbókanda um framsaleignarinnar. Gögnin bera með sér að um eignarhaldið hafi átt að gildafyrrgreind réttarregla bandarískra laga um „sameiginlegt eignarhald meðerfðarétti“ (e. joint tenancy with the right of survivorship) sem getur falið ísér samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð að eignin komi ekki til skipta í dánarbúiþess skammlífara. Þrátt fyrir það verður ekki fram hjá því litið að ífyrrgreindum kaupmála varnaraðila og E, sem gerður var hér á landi sjö árumeftir kaup fasteignarinnar, er ekkert minnst á að um þá eign ætti að gildaséreignarfyrirkomulag. Gefur það að fyrra bragði til kynna að þau hafi sjálfekki litið svo á eða hafi, eftir atvikum, ákveðið að breyta því fyrirkomulagimeð gerð kaupmálans. Verður varnaraðili látin ber hallann af sönnunarskorti umhið gagnstæða en af því leiðir að ekki reynir á það álitamál hvort til greinakomi að leggja efni hinnar erlendu réttarreglu til grundvallar við mat á þvíhvort líta beri á eignina sem séreign varnaraðila fremur en hjúskapareign. Íljósi þess og að engin gögn hafa verið lögð fram í málinu sem fullnægjaskilyrðum XI. kafla hjúskaparlaga um stofnun séreignar yfir umræddri fasteignverður ekki talið að fullnægt sé því skilyrði 54. gr. hjúskaparlaga að sérstökheimild standi til annars en að telja fasteignina til hjúskapareignar sem skalsamkvæmt 1. mgr. 99. gr. hjúskaparlaga falla undir dánarbússkiptin, sbr. 2.mgr. 96. gr. sömu laga.0Í málatilbúnaði varnaraðila íhéraði var jafnframt á því byggt til vara að meta bæri samning varnaraðila og Eum kaupin á eigninni „sem erfðagerning“ í skilningi erfðalaga nr. 8/1962 „semrúmist innan heimildar 35. gr. laganna“. Eins og fyrr greinir hafa í málinueingöngu verið lögð fram gögn um kaupin á umræddri fasteign sem fullnægjaaugljóslega ekki formskilyrðum erfðalaga um erfðaskrár eða eftir atvikum umgerð annars konar „erfðagerninga“. Verður af þeim sökum ekki fallist á þessamálsástæðu varnaraðila.1Samkvæmt framangreindu verðurkrafa sóknaraðila tekin til greina. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu verðurvarnaraðila gert að greiða sóknaraðilum málskostnað í héraði og kærumálskostnaðeins og nánar greinir í úrskurðarorði.Úrskurðarorð:Fasteignin [...], Suður-Karólínu í Bandaríkjunumfellur undir skipti á dánarbúi E.Varnaraðili, D, greiði sóknaraðilum, A, B og C, hverjuum sig samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.Úrskurður HéraðsdómsReykjavíkur þriðjudaginn 12. nóvember 2019Mál þetta barst dómnum með málskotiBenedikts Ólafssonar skiptastjóra í dánarbúi E, samkvæmt 122. gr. laga nr.20/1991. Erindi skiptastjóra er dagsett 14. maí 2018 og barst dómnum sama dag.Aðilar málsins eru erfingjar dánarbúsins. Sóknaraðilar voru í upphafi D maki ogF sonur bæði til heimilis að […], Reykjavík, F féll frá aðild og lét málið ekkitil sín taka. Til varnar eru börn hins látna af fyrra hjónabandi, A og B báðirbúsettir erlendis og C, […], Garðabæ.I.DómkröfurSóknaraðilar krefjast þess að viðurkennt verði aðfasteignin […], […], Suður Karólínu í Bandaríkjunum, falli ekki undir skipti ádánarbúi E, kt. […] og að beita beri viðeigandi ákvæðum bandarískra laga umeignarhald fasteignarinnar.Þákrefjast sóknaraðilar þess að varnaraðilar verði úrskurðaðir til greiðslumálskostnaðar in solidum að mati dómsins. Varnaraðilar krefjast þess að íbúðað […], […], Suður Karólínu í Bandaríkjunum falli undir skipti í dánarbúi E,kt. […].Að auki krefjast varnaraðilar þessað sóknaraðilar verði, in solidum, dæmd til að greiða varnaraðilum málskostnaðsamkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins. II.MálsatvikMál þetta varðar dánarbú E. Hannkvæntist tvívegis á lífsleiðinni. Í fyrra hjónabandi sínu eignaðist hann þrjúbörn sem eru varnaraðilar í þessu máli. Fjórða barnið F eignaðist hann árið […]með síðari eiginkonu sinni D. Þann [...] keypti hinn látni og D íbúð semstaðsett er við […], […], […], í Bandaríkjunum sem deilt er umí þessu máli. Kaupverð íbúðarinnar var USD […]. Íbúð þessi var í eigu D og hins látna þegar hannlést.Þann […]gengu þau E og D í hjúskap.Giftingin fór fram á Íslandi og skv. íslenskum lögum enda þau bæði íslenskirríkisborgarar.Þann […] gerðu E og D á milli sínkaupmála. Í 1. gr. kaupmálans kemur fram að sumarbústaður á […] skuli verðaséreign D á grundvelli kaupmálans. Í 2. gr. kaupmálans sagði: „Um aðrar eignirokkar en að ofan greinir skal fara að almennum reglum hjúskaparlaga. Skalkaupmáli þessi afhentur Sýslumanninum í Reykjavík til skráningar lögumsamkvæmt.“Þann […]lést E á Íslandi. Á samatíma mun D hafa látið afmá nafn E sem eiganda að eigninni og í stað þess látiðskrá eignina alfarið á sitt nafn. Þann [...] kröfðust varnaraðilarþessa máls opinberra skipta á búinu. Ástæðan fyrir því var að þeim fannst lítiðmiða áfram með skiptin og var því varnaraðilum að sögn nauðugur einn sá kosturað óska eftir opinberum skiptum.Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkursem kveðinn var upp þann 6. febrúar 2018 var dánarbú E, tekið til opinberraskipta og var Benedikt Ólafsson, hrl. skipaður til að gegna starfi skiptastjóraí dánarbúinu.Varnaraðilar mótmæla því sérstaklegaað í greinargerð sóknaraðila sé því haldið fram að hin umþrætta íbúð hafi veriðkeypt árið 2010 sem sé rangt. Hið rétta sé að íbúðin hafi verið keypt þann [...].Sóknaraðili óskaði eftirdómkvaðningu matsmanns í málinu og í þinghaldi 28. janúar sl. var G lögmaðurdómkvaddur til að svara eftirfarandi matsspurningum: „Matsspurning 1: Hvaða réttarreglurgilda í rétti Suður Karólínu fylkis í Bandaríkjunum (tilvist og efni) umkaupsamninga um fasteign sem kveða á um að um fasteign gildi sameiginlegteignarhald með erfðarétti („joint tenancy with the rightof survivorship“) (SC Code 27-7-40 Creation of joint tenancy; filing;severance).Matsspurning 2: Þess er óskað aðmatsmaður lýsi hinni erlendu réttarreglu og láti í ljós rökstutt álit á efnihennar og þá hvernig fari um eignarhald á fasteign sem um gildi „joint tenancywith the right of survivorship“ við andlát annars sameiganda fasteignarinnar.Þess er óskað að matsmaður skoði og meti efni réttarreglunnar miðað viðtímabilið 2002-2017.“Um niðurstöður matsmanns verðurfjallað í niðurstöðukafla úrskurðarins eftir því sem ástæða þykir til.III.Málsástæður og lagarök sóknaraðilaSóknaraðilar krefjastþess að viðurkennt verði að áðurnefnd fasteign í […] í Bandaríkjunum verðitalin falla utan skipta á dánarbúi E heitins og að viðurkennt verði að ákvæðibandarískra laga gildi um eignarhald að fasteigninni. Fyrir liggi aðsóknaraðili D og E heitinn voru um tíma búsett í Bandaríkjunum en þar festu þaukaup á áðurgreindri fasteign. Samkvæmt kaupsamningi um fasteignina skyldi umhana gilda svokallað sameiginlegt eignarhald með erfðarétti (e. joint tenancywith the right of survivorship) samkvæmt ákvæðum bandarískra laga. Samningurinnsé opinbert skjal, vottað af þarlendum embættismanni (lögbókanda), sbr. 71. gr.laga nr. 91/1991. Í samningnum séu þau nefnd sameiginlegir eigendur meðgagnkvæman erfðarétt. Nánar tiltekið sé um að ræða fyrirkomulag samkvæmt grein27-7-40 í 7. kafla 27. hluta „Code ofLaws“ í Suður Karólínu um myndun sameiginlegs eignarhalds meðerfðaréttindum til fasteignar. Í framlagðri þýðingu löggilts skjalaþýðanda í i-og b-lið ákvæðisins komi eftirfarandi fram: „(i) Við andlát sameiginlegseiganda og ef aðeins einn annar sameiginlegur eigandi er eftirlifandi skal ölleign hins látna sameiginlega eiganda í fasteigninni færast yfir á hinneftirlifandi sameiginlega eiganda sem telst eigandi að fasteigninni í heild semvar í eigu hinna sameiginlegu eigenda.[…](b) […] Skráning dánarvottorðsins erstaðfesting á að hinn sameiginlegi eigandi sé látinn og að hagsmunir hins látnasameiginlega eiganda eru fluttir með lagalegum hætti til eftirlifandisameiginlegs eiganda eða eigenda að fasteigninni.“Samkvæmt reglum ákvæðisins sé eiganda eignarsamkvæmt slíku fyrirkomulagi óheimilt að ráðstafa réttindum sínum án samþykkismeðeigandans. Við andlát annars aðilans flytjist eignin samkvæmt lögum til hinslanglífara og komi ekki til skipta í dánarbúi hins skammlífara. Sá langlífariverði einn eigandi fasteignarinnar og geti ráðstafað henni að vild, m.a.veðsett hana eða selt. Við andlát hins langlífara fari um eignina samkvæmtlögum um erfðir eftir hann. Þegar umrætt fyrirkomulag sé haft á eignarhaldi,þ.e. sameiginlegt eignarhald með erfðarétti þýði það að eign sú sem háð séþessu fyrirkomulagi geti hvorki komið til skipta samkvæmt erfðaskrá né reglumlaga um erfðir, heldur falli rétturinn til langlífari meðeigandans. Þettafyrirkomulag á eignarhaldi fasteigna sé þekkt í Bandaríkjunum. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála hafi íslenskir dómstólar heimild til að beita lagareglumannars lands en Íslands. Sá sem beri fyrir sig erlenda réttarreglu verði aðleiða tilvist hennar og efni í ljós. Reynt hafi á beitingu þessa ákvæðis ídómum Hæstaréttar, þannig að hafi þýðingu fyrir úrlausn þessa máls, eins ograkið verði. Lögð er sérstök áhersla á að sóknaraðili D ogE heitinn hafi gert með sér umræddan samning um fasteignina í Bandaríkjunum ágrundvelli ákvæða bandarískra laga á þeim tíma er þau voru búsett íBandaríkjunum. Þau hafi ákveðið berum orðum að hafa tiltekið fyrirkomulag áeignarhaldi fasteignarinnar og að fara skyldi að bandarískum lögum um þaðeignarhald, m.a. eftir andlát annars þeirra eða beggja. Vilji þeirra hafi veriðmjög skýr og hljóti að teljast óumdeildur. Ítreka beri að um hafi verið að ræðafasteign í Bandaríkjunum sem D og E heitinn hafi verið sammála um að færisamkvæmt ákvæðum bandarískra laga. Samningur sóknaraðila D og E heitins hafi jafnframtsterkust tengsl við Bandaríkin og um hafi verið samið að þarlendar reglurskyldu gilda um eignarhald á fasteigninni. Þess sé því krafist að farið verðiað ákvæðum bandarískra laga um eignina og að hún komi ekki til skipta ídánarbúi E heitins.Sóknaraðilar benda einnig á meginreglu laganr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, en samkvæmt 3. mgr. 4. gr.laganna skuli, að því marki sem samningur varðar réttindi yfir fasteign, aðjafnaði líta svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar semfasteignin er staðsett. Sóknaraðilar vísa ennfremur til umfjöllunar fræðimannaí þessa veru. Þá geti réttlætis- ogsanngirnissjónarmið leitt til þess að mati sóknaraðila, að rétt sé að beitaerlendum lagareglum, enda markmið lagaskilareglna að leitast við að samaniðurstaða fáist í lögfræðilegum álitaefnum án tillits til þess hvar mál séhöfðað. Komi einkum til álita að beita erlendum réttarreglum ef stofnast hafitil réttinda í erlendu ríki, en að mati sóknaraðila verði í því ljósi ekki hjáþví komist að taka tillit til erlends réttar við úrlausn málsins.Þá telja sóknaraðilar, hvað sem öðru líði, aðfallast beri á kröfu þeirra í málinu með vísan til arfleiðsluheimildar 35. gr.erfðalaga nr. 8/1962. Sóknaraðilar benda á að D og E heitinn hafi gert með sérsamning samkvæmt lögum sem giltu í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, […] um að það langlífara skyldi fá í sinn hlutalla umþrætta eign. Sóknaraðilar telja að meta beri þann samning semerfðagerning í skilningi laga nr. 8/1962 sem rúmist innan heimildar 35. gr.laganna. Af þeim sökum beri m.a. að fallast á kröfur sóknaraðila. Sóknaraðilar byggja m.a. á 35. gr.erfðalaga nr. 8/1962, 2. mgr. 44. gr., 71. gr. og IX. kafla laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála og 4. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviðisamningaréttar, sem og óskráðum reglum á sviði lagaskilaréttar, sifjaréttar,erfðaréttar, samningaréttar og eignaréttar.Um málskostnað er vísað til XXI.kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra,sem og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. IV.Málsástæður og lagarök varnaraðilaVarnaraðilar benda á að hinn látni hafi veriðíslenskur ríkisborgari og um skiptin skuli því gilda íslensk erfðalög. Hinnlátni og D hafi lengi verið […] og um tíma staðsett í Bandaríkjunum. […]. Semíslenskir ríkisborgarar […] hafi þau greitt skatta og skyldur á Íslandi. Hinnlátni og D hafi alla tíð verið með lögheimili á Íslandi og eins og lög geri ráðfyrir verið skráð á sama lögheimili að […] eftir hjónaband. Í 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti ádánarbúum o.fl. komi fram að eftir fyrirmælum laganna skuli skipta dánarbúumeftir þá menn sem áttu lögheimili eða höfðu annars fasta búsetu hér á landi ádánardægri, en þetta sé svokölluð heimilisfestisregla. Ágreiningslaust sé ámilli aðila máls þessa að hinn látni hafi verið með lögheimili á Íslandi og þvíeigi framangreind lög við um skiptin.Varnaraðilar byggja á því að það sé viðurkenndregla í alþjóðlegum einkamálarétti á sviði erfða- og skiptaréttar, að skipti ádánarbúum skuli fara fram samfellt í tilteknu ríki og taka til allra eigna ogskulda hlutaðeigandi arfleifanda, óháð því hvar eignirnar séu niðurkomnar.Hinn látni og D eiginkona hans hafi búið viðhjúskapareignafyrirkomulag skv. hjúskaparlögum nr. 31/1993. Því komi allareignir þeirra til skipta sem hjúskapareignir að undanskildum sumarbústaðnum við[…] sem gerður var að séreign D með kaupmála. Í 54. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 komi framað eign maka verði hjúskapareign nema sérstakar heimildir standi til annars ogað þetta eigi við um eignir sem maki flytji í búið við hjúskaparstofnun eðaöðlast síðar og gegnir einu með hverjum hætti eignar er aflað að lögum. Í 55.gr. sömu laga komi fram að séreign geti myndast með kaupmála hjóna eðahjónaefna, sbr. 74., 75., og 76. gr., eða fyrir ákvörðun gefanda eðaarfleiðanda, sbr. 77. gr. og einnig geti séreign verið lögmælt, sbr. 94. gr.,svo og ákvæði annarra laga þar um. Varnaraðilar byggja á því í máli þessu aðbústaðurinn á […] sé eina eignin sem uppfylli það skilyrði að hafa verið gerðað séreign en um allar aðrar eignir hins látna á Íslandi og annars staðar íheiminum gildi að þær séu hjúskapareignir hans og D og eigi að koma til skiptaeftir hann skv. ákvæðum íslenskra laga.Þegar hjónin hafi gert með sér kaupmála […] hafi legið fyrir að þau höfðu þá átt hinaumþrættu íbúð í Bandaríkjunum í sjö ár, sem keypt var árið [...]. Í 1. gr.kaupmálans komi fram að sumarbústaður að […] skuli verða séreign D á grundvellikaupmálans. Í 2. gr. kaupmálans sé síðan eftirfarandi ákvæði: „Um aðrar eignirokkar en að ofan greinir skal fara að almennum reglum hjúskaparlaga.“ Í þessuákvæði kaupmálans felist að um allar aðrar eignir þeirra hjóna skyldi faraeftir almennum reglum hjúskaparlaga m.a. hina umþrættu íbúð hverrarvarnaraðilar telja að verðmæti geti legið á bilinu USD […].Í 1. gr. laganr. 14/2004 um erfðafjárskatt komi fram að af öllum fjárverðmætum sem viðskipti á dánarbúi manns hverfi til erfingja hans skuli greiða skatt í ríkissjóð.Ef fallist yrði á málsgrundvöll sóknaraðila í þessu máli væri auðvelt fyrirarfleifanda og arfþega almennt að sniðganga þetta ákvæði með því að fara þáleið sem sóknaraðilar byggi á í þessu máli. Slíkt gangi einfaldlega ekki upp ogyrði til þess að ríkissjóður myndi verði snuðaður um gríðarlegar fjárhæðir íformi erfðafjárskatta sem hann eigi lögmætt tilkall til.-------Varnaraðilar telja að enginn fótur sé fyrirkröfum sóknaraðila um að byggja eigi á ákvæðum bandarískra laga varðandieignarhald á íbúðinni.Sóknaraðilar byggi í fyrsta lagi á því að skv.kaupsamningi um fasteignina skyldi um hana gilda svokallað sameiginlegteignarhald með erfðarétti (e. joint tenancy with the right of survivorship)skv. ákvæðum bandarískra laga. Varnaraðilar mótmæla því að þessi meinta erlendaregla sem sóknaraðilar vísa til komi til greina við skipti á dánarbúi E og íöðru lagi mótmæla varnaraðilar því að reglan hafi það innihald sem sóknaraðilarleggja upp með í málinu. Varnaraðilar benda einnig á að í greinargerðsóknaraðila sé ítrekað vísað til „ákvæða bandarískra laga“ án þess að tilgreinaá nokkurn hátt til hvaða laga sé verið að vísa. Slík vanreifun leiði til þessað líta verði fram hjá öllum slíkum tilvísunum sóknaraðila.Sóknaraðilar byggi í þessu sambandi á skjali semþeir leggi fram og hverju fylgi einhverskonar þýðing yfir á íslensku. Þegarbetur sé að gáð sé hér um sama skjalið að ræða og lagt hafi verið fram meðbréfi skiptastjóra þegar málinu var vísað til dómsins. Sá munur sé þó á aðskjalið sem fylgdi með bréfi skiptastjóra hafi verið fjórar síður en tilvísaðskjal sé aðeins tvær síður. Þetta leiði síðan til þess að enska þýðingin náiaðeins til tveggja síðna en ekki fjögurra.Varnaraðilar benda á það að þetta skjal þ.e.afsal sé ekki upprunalega afsalið, heldur einungis afrit afafsali sem dagsett er þann [...]. Samkvæmt áritun á afsalinu hafi það síðanverið skráð (e. filed) í maí 2010. Þarna sé um að ræða einhliða afsal sem séeinungis undirritað af seljanda árið [...] í viðurvist löggilts votts og sé þaðeinnig vottað af Notary Public þann sama dag. Engar undirritanir séu á afsalinuaf hálfu hins látna né D.Varnaraðilar byggja á því að framangreint skjalsé aðeins afsal á milli kaupanda og seljanda en ekki nokkuð annað. Í afsalinukomi fram að hinn látni og D hafi heimilisfangið: […] […] Reykjavík Iceland.Varnaraðilar telja að það sé með hreinumólíkindum að því sé haldið fram í málinu af hálfu sóknaraðila að afsal fyriríbúð sem sé ekki undirritað af hinum látna né D sé gagnkvæmur samningur á milliþeirra um eitthvert „joint tenant with rights of survivorship“. Slíkröksemdafærsla af hálfu sóknaraðila standist enga skoðun.Jafnframt þó viðurkennt væri að afsalið hefðieitthvað gildi á milli hins látna og D og um gagnkvæman erfðarétt væri að ræða,sé ljóst að það eina sem kæmi þá til greina væri að hið formlega skráðaeignarhald yrði á þann veg að eignin yrði skráð á D en í öllu falli kæmi eigninþá til skipta í sameiginlegu búi þeirra hjóna enda hafi hún ekki verið gerð aðséreign né hafi verið gerð bréfleg erfðaskrá vegna hennar. Í greinargerð sóknaraðila komi svo fram að nánartiltekið sé um að ræða fyrirkomulag skv. grein 27-7-40 í 7. kafla 27. hluta„Code of Laws“ í Suður Karólínu um myndun sameiginlegs eignarhalds meðerfðaréttindum til fasteignarinnar. Þessi tilvísun sóknaraðila gangi enganveginn upp því hvergi á hinum fjórum blaðsíðum afsalsins sé að finna neinatilvísun til framangreindra laga. Í greinargerð sóknaraðila sé því haldið fram aðvið andlát annars aðilans flytjist eignin samkvæmt lögum til hins langlífara ogað hún komi þá ekki til skipta í dánarbúi hins skammlífara. Varnaraðilarmótmæla þessari fullyrðingu enda komi ekkert fram um það í hinum tilvitnaðalagatexta. Sóknaraðilar hafi sönnunarbyrði fyrir því að reglan eigi viðdánarbússkipti á Íslandi og hún sé þess efnis sem þeir halda fram, sbr. og 2.tl. 44. gr. laga nr. 91/1991. Hvorugt hafi þeim tekist að sanna og sé því ljóstað íbúðin verður aldrei undanskilin við skiptin á grundvelli þessarar meintulagareglu.Varnaraðilar byggja einnig á því að ef virðulegurdómur telji að það komi til greina að skoða hvort einhver bandarísk sérákvæðium eignarhald eigi við í ljósi efnisinnihalds afsalsins að þá verði einnig aðskoða kaupmálann frá árinu [...] um leið. Af því leiði að skýrt ákvæði í 2. gr.kaupmálans á þá leið að um allar aðrar eignir hjónanna en sumarbústaðinn skulifara skv. reglum hjúskaparlaga hljóti alltaf að trompa einhver óljós ákvæði íerlendu afsali frá árinu [...] sem er þar að auki óundirritað af hálfu D oghins látna.Kröfum sínum til stuðnings vísi sóknaraðilar íöðru lagi til fordæma Hæstaréttar sem vísað sé til í aðalmeðferð en þeir dómarvirðist flestir eiga það sameiginlegt að þeim aðila sem hafi haldið fram efni erlendrarréttarreglu verði að sýna fram á að hún eigi við.Í þriðja lagi byggi sóknaraðilar á því að D oghinn látni hafi gert með sér umræddan samning um fasteignina í Bandaríkjunum ágrundvelli ákvæða bandarískra laga á þeim tíma sem þau voru búsett íBandaríkjunum. Varnaraðilar telja að hér fari sóknaraðilar rangt með því að„samningurinn“ sem sóknaraðilar vísi til í þessu sambandi sé ekki á milli D oghins látna heldur sé hér hreinlega um að ræða afsal þar sem fyrri eigandiíbúðarinnar afsalar henni til hins látna og D. Ekkert sé hins vegar fjallað uminnbyrðis réttindi á milli D og hins látna í afsalinu að öðru leyti en því aðíbúðinni sé afsalað til þeirra sameiginlega. Af framangreindu sé ekki hægt aðdraga neina aðra ályktun en þá að D og hinn látni hafa aldrei gert á milli sínneinn samning sem geti undanskilið íbúðina í Bandaríkjunum frá búskiptum Eheitins.Í fjórða lagi vísi sóknaraðilar til þess sem þaukalla meginreglu laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar og 3. mgr.4. gr. laganna. Ljóst sé að tilvísun sóknaraðila í þessi lög standist enganveginn því skýrlega komi fram í b – lið, 2. mgr., 1. gr. laganna að lögin gildiekki um skuldbindingar sem varði erfðir, þ.m.t. erfðaskrár, og samninga millihjóna um fjármál þeirra.Í fimmta lagi vísi sóknaraðilar til 35. gr. erfðalaganr. 8/1962 og virðist byggja á því að hinn látni og D hafi gert á milli sínsamning, skv. lögum sem giltu í Bandaríkjunum, um að hið langlífara skyldi fá ísinn hlut hina umþrættu íbúð við fráfall hins skammlífara og að telja verðiþann gerning sem erfðagerning sem rúmist innan heimildar 35. gr. erfðalaga.Varnaraðilar telja að þetta geti ekki staðist enda séu mjög ströng skilyrði umform vegna erfðaskráa þar sem um bréferfð er að ræða sem ekki séu uppfyllt íþessu máli og vísist um það nánar til VI kafla erfðalaga nr. 8/1962. Upplýst séað engin erfðaskrá hafi verið í gildi á milli hins látna og D og þegar þau hafigert kaupmálann árið [...] hafi komið skýrt fram að um allar aðrar eignirþeirra en sumarbústaðinn skyldi fara að almennum reglum hjúskaparlaga. Umlagarök vísa varnaraðilar til 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúumo.fl. Einnig vísa varnaraðilar til hjúskaparlaga nr. 31/1993 og þá einkum til54. og 55. gr. þeirra laga. Til viðbótar vísa varnaraðilar í 2. tl. 44. gr. laga nr. 91/1991 um það aðsá sem vill bera fyrir sig erlenda réttarreglu verði að leiða tilvist og efnihennar í ljós.Krafaum málskostnað er studd við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferðeinkamála. V.NiðurstaðaEkkier deilt um það í málinu að sóknaraðili og hinn látni, E, höfðu mjög sterktengsl við Bandaríkin og sóknaraðili hefur slík tengsl enn í dag að því ervirðist. Sú ráðstöfun sem þau hjónin gerðu varðandi fasteignina sem um er deilter skiljanlegri fyrir vikið. Verðurað mati dómsins ekki dregið í efa, miðað við framlögð gögn málsins, að það hafiverið vilji þeirra hjóna að það fyrirkomulag sem nefnt er „joint tenants withthe rigths of survivorship“ skyldi gilda um þessa sameiginlegu fasteign þeirra.Kemur þetta skýrt fram í skjali sem löggiltur skjalaþýðandi hefur kallað„Eignarhald á fasteign“ (e. „Title to real estate“). Skjalið er útgefið afseljanda eignarinnar til staðfestu á yfirfærslu eignarréttarins til þeirrahjóna, vottað af einum votti og jafnframt vottað og staðfest af lögbókanda íSuður-Karólínu („Notary Public for SC“) 1. maí 2005. Ekki verður talið skiptamáli þótt hjónin hafi ekki undirritað skjalið, enda ljóslega ekki gert ráðfyrir undirritun kaupenda á það. Þá ber kaupsamningur um eignina frá [...]einnig merki um þetta, en þar er kveðið á um að „Title“ sem er væntanlegafyrrnefnt skjal skuli vera á nafni E og D og í framhaldi rituð skammstöfunin„JTWROS“, sem gefur sterklega til kynna að þar sé átt við framangreinda reglu.Ekkert bendir heldur til þess að þau hafi ekki gert sér fulla grein fyrir þvíhvað fólst í þessu fyrirkomulagi, heldur í raun þvert á móti.Þráttfyrir að skjalið sem vísað er til hér að framan um eignarhald á fasteigninni séeinungis undirritað af seljanda og vottað af lögbókanda, en ekki undirritað afD og E, enda ekki gert ráð fyrir undirritun kaupenda, sbr. framangreint, verðurað líta til þess að varnaraðilar hafa ekki dregið með nokkrum hætti í efa aðþau hjón hafi keypt eignina og greitt fyrir hana, enda hverfist málið um að þaðhafi þau einmitt gert. Því verður skjalið ásamt kaupsamningi, sbr.framangreint, lagt til grundvallar við úrlausn málsins, en skjölin bera þaðbæði með sér að eignin hafi verið og sé háð þeim reglum sem nefndar hafa veriðum „joint tenants with the rigths of survivorship“ og byggt hefur verið á afhálfu sóknaraðila að gildi í málinu. Varnaraðilarbyggja á því að sóknaraðili hafi ekki sannað hvað felist í þessum reglum, þ.e.að þær geti með einhverjum hætti í sjálfu sér girt fyrir að eignin komi undirskipti á dánarbúi E. Vegna þessa ágreinings óskaði sóknaraðili eftirdómkvaðningu matsmanns til að svara tveimur matsspurningum sem lýst er í lokmálavaxtalýsingar hér að framan. Helstu niðurstöður matsmanns skulu reifaðar.Matsmaðurlýsir því að matgerðin fjalli um réttarreglu sem nefnist „joint tenancy withthe right of survivorship“ (A) og sé mælt fyrir um hana í 40. gr., 7. kafla,27. þætti lögbókar Suður Karólínu (e. Section 40, Chapter 7, Title 27 of the SCCode of Laws). Í bandarískum rétti sé að finna ýmis eignarform sameigenda, enalgengustu tegundirnar séu regla A og „Tenancy in Common“ (B). Árið 2000 hafiverið sett sérstök löggjöf varðandi A og sé hún undir í þessu máli. Matsmaðurkvaðst ekki sjá að réttarreglan hefði breyst á árunum 2002–2017.Munurinná B og A felist fyrst og fremst í því hvernig yfirfærsla eignarréttar sé útfærðvið andlát skammlífari sameiganda ef þeir eru tveir.. Í tilviki B verði eignarhlutursameigandans eign dánarbús viðkomandi og skiptist eftir almennum reglum (e.intestacy law) eða í samræmi við erfðaskrá hins látna. Þessu sé öðruvísi fariðí tilviki A, en í stuttu máli feli sú regla í sér að eign sé í sameign á meðansameigendur eru á lífi en við andlát renni eignin, ásamt öllum réttindum ogskyldum, til hins langlífari sameiganda. Í þessu felist að hinum sameiginleguhagsmunum sem regla A feli í sér ljúki við andlát skammlífari sameigandans oghinn langlífari eigi í kjölfarið rétt á stærri hlut í eigninni eða eftiratvikum allri eigninni. Í bandarískum rétti sé ekki litið svo á að eignarhluturhins látna færist yfir á þann sem eftir lifir eða að hann erfi eignarhlutinn,heldur að hagsmunum hins látna einfaldlega ljúki og þar með verði hagsmunirhins eftirlifandi sameiganda meiri af eigninni en áður.Dómkvaddur matsmaður telur mega ráða af framangreinduákvæðilögbókar Suður-Karólínu að mögulegt sé að stofna til eignarformsins meðmargvíslegum hætti. Í ákvæðinu komi fram að stofnað sé til A með hvers kynsskjali um eignaryfirfærslu fasteignar sem innihaldi nöfn sameigendanna ásamtorðunum „as joint tenants with rights of survivorship, and not as tenants incommon“. Matsmaðurinndregur þá ályktun að fræðilega virðist gengið út frá því að eignarrétturinnfærist sjálfkrafa (e. automatically eða immediately) yfir til langlífarisameigandans við andlát hins skammlífari, en að framlagning dánarvottorðs sénauðsynleg til þess að breyta skráningunni í fasteignaskrá og með slíkristaðfestingu um að hinn skammlífari sameigandi sé látinn færist þeir hagsmunirsem hann átti í eigninni yfir til hins langlífari eiganda. Þákomi fram í (c)-lið hins umdeilda lagaákvæðis að ákvæðið eigi að túlka rúmt (e.liberally) í því skyni að ná fram vilja samningsaðilanna. Matsmaðurkom fyrir dóminn og staðfesti matsgerð sína. Hvað hann eign undir þessumkringumstæðum ekki koma til skipta milli erfingja og orðaði það svo aðeignarréttur hins skammlífara ef um hjón væri að ræða hreinlega gufaði upp viðandlátið þegar þetta fyrirkomulag væri við lýði.Þýðinglöggilts skjalaþýðanda á umræddum lagaákvæðum, sem lögð hefur verið fram,staðfestir að mati dómsins meginniðurstöður matsmanns.Aðöllu framangreindu virtu telur dómurinn ljóst, eins og fyrr sagði, aðsóknaraðili og E hafi viljað hafa fasteignina sem um er deilt undir þessufyrirkomulagi, og að það hafi verið sameiginleg ákvörðun þeirra. Samkvæmtmatsgerð dómkvadds matsmanns, sem ekki hefur verið hnekkt og engir sjáanlegirhnökrar eru á, verður og að telja sýnt fram á að réttaráhrif þess að eign sésannanlega undirseld þessu ákvæði séu þau að eignarréttur færist sjálfkrafatil, í þessu tilviki, eftirlifandi maka jafnvel þegar við framvísundánarvottorðs. Ekkert bendir til þess að einhverjar ráðstafanir hafi veriðgerðar af hálfu þeirra hjóna í Bandaríkjunum til að leysa eignina undan þessumreglum, eða að ekki hafi verið stofnað til þessarar skipanar með réttum hætti ásínum tíma. Þær hafi því leitt til þess að sóknaraðili sé nú, a.m.k. samkvæmtbandarískum lögum, ein eigandi hinnar umdeildu fasteignar. Því hefur ekki veriðhnekkt.Ekkier fallist á það með varnaraðilum sem fram kemur í bókun sem lögð var fram 27.mars sl. að vangaveltur matsmanns um heimfærslu þessarar reglu yfir á íslenskanrétt skipti máli eða dragi úr gildi matsgerðarinnar. Niðurstaða matsgerðarinnarum regluna stendur þrátt fyrir það.Kemurþá til skoðunar hvort kaupmáli þeirra hjóna sem þau gerðu […] leiði til þess aðhægt sé að líta svo á að með honum hafi þau ákveðið að fella niðurframangreindar reglur, þ.e. að þær skyldu ekki lengur gilda þeirra í millum umeignina í Bandaríkjunum. Dómurinn telur það ekki tæka niðurstöðu og aðkaupmálanum hafi þannig fyrst og fremst verið ætlað að tryggja að sumarbústaðursem þar er getið skyldi vera séreign sóknaraðila og að um aðrar eignir skyldugilda almennar reglur hjúskaparlaga. Dómurinn lítur svo á að undir það ákvæði,þ.e. „aðrar eignir“, verði ekki fellt sérstakt samkomulag sem hjónin höfðu þáþegar gert og hafði gilt um nokkurra ára skeið, heldur hefði þurft að geta þesssérstaklega í kaupmálanum ef sú átti að verða raunin, auk þess sem vænta máþess að gera hefði þurft einhverjar ráðstafanir í Bandaríkjunum af því tilefni.Það athugist í þessu sambandi að þegar hjónin keyptu fasteignina íBandaríkjunum árið [...] voru þau ógift og stóð því það fyrirkomulag sem tveirlögráða einstaklingar samþykktu að skyldi gilda þeirra í millum í sjö ár áðuren þau ákváðu að gifta sig og gera kaupmála. Þá verður að líta til þess aðkaupmála er fyrst og fremst ætlað að fastsetja ákveðna skiptingu eigna ef hjónskilja. Fasteignin í Bandríkjunum hefði væntanlega skipst til helminga viðskilnað, bæði með vísan til almennra reglna og ákvæða kaupmálans. Kaupmálinnbreytti þannig engu í þeim efnum, en ekki verður hins vegar séð að með honumhafi hjónin ætlað sér að raska þeirri stöðu sem þau höfðu áður komið á umráðstöfun eignarinnar við andlát. Íljósi þess að dómurinn hefur slegið því föstu að fasteign sú sem deilt er um séí dag eign sóknaraðila, a.m.k. hefur því ekki verið haldið fram að sú sé ekkiraunin, sbr. framangreindar reglur, verður fallist á kröfur sóknaraðila og aðkaupmáli þeirra hjóna standi ekki í vegi þeirri niðurstöðu. Andspænis þeirristöðu að lögum að eignin teljist að fullu vera í eigu sóknaraðila verður ekkiséð hvernig sú krafa verður gerð, og á hvaða lagagrunni, að sóknaraðila verðigert að afhenda eignina til dánarbús E þannig að hún komi til skipta þar. Þarfþví að mati dómsins ekki umfjöllun um hvort beita eigi íslenskum eðabandarískum lögum um skiptin sjálf. Um skipti búsins gilda þannig íslensk lögen ákvæði í lögum Suður-Karólínu í Bandaríkjunum leiða til þess að fasteignþeirra hjóna í Bandaríkjunum rennur ekki til búsins, enda nú þegar eignsóknaraðila. Þáverður ekki fallist á að lög nr. 14/2004 um erfðafjárskatt geti haggaðframangreindri niðurstöðu og sú málsástæða því haldlaus. Benda má á í þvísambandi að væntanlega verður greiddur erfðafjárskattur af þessum verðmætum áÍslandi við andlát hins langlífara, þ.e. ef þau verða þá til staðar.Dómurinntelur rétt, með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr.91/1991, að málskostnaður milli aðila falli niður.Fyrir sóknaraðila flutti málið ÞorsteinnEinarsson lögmaður og fyrir varnaraðila Árni Ármann Árnason lögmaður.Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveðurupp úrskurð þennan. Gætt var ákvæðis 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamálanr. 91/1991.Ú R S K U R Ð A R O R ÐViðurkennter að fasteignin […], […], Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, falli ekki undirskipti á dánarbúi E, kt. […], og að beita beri viðeigandi ákvæðum bandarískralaga um eignarhald fasteignarinnar.Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 129/2009 | Kynferðisbrot Líkamsárás Skaðabætur | X var ákærður fyrir nauðgun gagnvart A, barnsmóður sinni, með því að hafa ráðist að henni, hrint henni í stofugólfið þar sem hann sparkaði í hana, veitt henni fjölda hnefahögga í höfuð og líkama, rifið í hár hennar, slegið höfði ítrekað í gólfið og þvingað hana til samræðis og endaþarmsmaka með beitingu ofbeldis. Þá var X ákærður fyrir líkamsárás að morgni sama dags er hann veittist að A á ný í eldhúsi og sló hana mörgum hnefahöggum, einkum í kvið, bak og höfuð, auk þess að trampa á henni þar sem hún var í hnipri á eldhúsgólfi. Við þetta hlaut hún fjölda áverka. Talið var að frásögn konunnar fyrir dómi hefði verið í öllum atriðum á sama veg og hjá lögreglu, neyðarmóttöku og þeim lækni, sem skoðaði hana strax næsta dag eftir að atvik málsins urðu. Var framburður hennar metinn trúverðugur en framburður ákærða ótrúverðugur og lögfull sönnun talin hafa verið færð fram um að ákærði hefði gerst brotlegur eins og í ákærðu greindi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði braut gegn A á heimili hennar og stóð árásin yfir í langan tíma. Miklir áverkar hefðu verið á henni eftir árásina, árásin hefði verið hrotaleg og unnin á heimili hennar að nóttu til og henni haldið þar nánast í gíslingu með rétt ársgamalt barn sitt. Var X gert að sæta fangelsi í fjögur og hálft ár. Þá var hann dæmdur til að greiða A 1.200.000 krónur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 6. mars 2009 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og refsing hans þyngd. A krefst þess að ákærða verði gert að greiða sér 1.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði krefst aðallega ómerkingar héraðsdóms, en til vara sýknu og að kröfu A verði vísað frá héraðsdómi. Að því frágengnu krefst hann þess að refsing verði milduð og krafa A lækkuð. Af hálfu ákærða var lögð fyrir Hæstarétt útskrift Tæknivara ehf. af svokölluðum SMS boðum, sem fyrirtækið mun hafa náð fram í síma ákærða. Sýna þau meðal annars að skilaboð voru send úr síma A í síma ákærða á tímabilinu 22. febrúar 2008 til 9. janúar 2009. Meðal þessara skilaboða eru þrjú frá kl. 02.04 til 02.43 aðfaranótt 9. mars 2008, nokkru áður en þeir atburðir urðu, sem mál þetta fjallar um. Efni þeirra gefur ekki tilefni til að leggja þau til grundvallar við sönnunarmat í málinu. Krafa ákærða um ómerkingu héraðsdóms er reist á því að forsendur þar fyrir sakfellingu séu um sumt sérkennilegar og að sumu leyti rangar, en þetta geti leitt til þess að mat dómsins á trúverðugleika framburðar ákærða og vitna kunni að hafa verið rangt. Þannig segi meðal annars að það sé „með ólíkindum að brotaþoli hafi, eftir að hafa verið beitt slíku ofbeldi sem áverkavottorðið og ljósmyndir bera vott um, veitt samþykki sitt fyrir samförum eins og ákærði skýrði fyrir dóminum“. Hvergi komi fram að ákærði hafi beitt konuna því ofbeldi sem um ræði í þessum gögnum áður en samfarir hófust. Hann hafi kýlt hana með einu höggi í andlitið þegar hann hafi hætt samförunum eftir hótanir hennar. Allt annað ofbeldi af hans hálfu hafi átt sér stað eftir að kynmökum þeirra lauk. Einnig væri snúið út úr framburði ákærða með því að staðhæfa að hann hafi haldið því fram að konan hafi „neytt hann til samfara“. Þessi orð hans hafi verið slitin úr samhengi, en með þeim hafi hann átt við að konan hafi byrjað að rífa hann úr fötunum í þeim tilgangi að eiga við hann kynmök sem hann hafi ekki verið reiðubúinn til á þeim tímapunkti. Þá gæti ónákvæmni í þeirri staðhæfingu dómsins að fram hafi komið í framburði beggja „að brotaþoli hafi sagt við ákærða á meðan á samförunum stóð og eftir þær, að um nauðgun og líkamsárás hafi verið að ræða.“ Hið rétta væri að ákærði hafi sagt að konan hafi sagt upp úr þurru á meðan á samförum þeirra stóð að hún ætlaði að kæra hann fyrir líkamsárás og nauðgun. Hann hafi þá staðið upp og kýlt hana með einu höggi. Síðar þegar þau hafi haft endaþarmsmök hafi hún beðið hann að hætta og sagt að þetta væri nauðgun. Þá hafi hann hætt. Næsta morgun hafi konan spurt hann hvort hún ætti að kæra hann fyrir líkamsárás og nauðgun. Við þessi ummæli hafi hann rokið upp og beitt hana því ofbeldi sem hann hefur viðurkennt í skýrslu fyrir dómi. Í skýrslum sínum við rannsókn málsins og fyrir dómi, sem raktar eru í hinum áfrýjaða dómi, heldur konan því fram að ákærði hafi veitt henni þá áverka sem í ákæru greinir, ýmist meðan, fyrir eða eftir að hann þvingaði hana til samræðis í leggöng og endaþarm. Er því ekki rétt haft eftir konunni í forsendum héraðsdóms að hún hafi sagst hafa fengið alla áverkana sem lýst er í ákæru eftir að samfarirnar áttu sér stað. Þetta er ekki heldur í samræmi við framburð ákærða. Í skýrslu hans fyrir dómi kom fram að hann hafi haft samfarir við konuna á gólfinu eftir að hún hafi rifið hann úr fötunum og togað hann í gólfið. Á meðan á samförunum stóð hafi hún sagt upp úr þurru að hún ætlaði að kæra hann fyrir líkamsárás og nauðgun. Við þessum orðum hennar hafi hann brugðist með því að gefa henni „einn á hann ... ég kýli hana með krepptum hnefa í andlitið. Tel hafa hitt auga eða nef. Meðan ég er að fara af henni slæ ég til hennar.“ Eftir það hafi þau haft endaþarmsmök á gólfinu fyrir framan sjónvarpið, en hún hafi beðið hann um að hætta og sagt að þetta væri nauðgun. Hann hafi þá hætt og þau farið inn í eldhús og skömmu síðar haft á ný samfarir í sófanum. Hún hafi þá byrjað að rífast og ögra honum og hann tekið í axlir hennar, hrist hana og spurt hvað væri að henni. Þau hafi svo farið að sofa. Um morguninn hafi hún spurt sig hvort hún ætti að kæra hann fyrir líkamsárás og nauðgun og hafi hann þá komið „einu höggi á axlirnar“, og gert sig líklegan til að sparka í hana þar sem hún lá í hnipri upp við skáp í eldhúsinu en ekki gert það. Samkvæmt þessari frásögn ákærða er ljóst að hann veitti henni áverka bæði fyrir og eftir að hann hafði við hana kynmök. Aðspurður fyrir dómi hvort hann hefði ekki getað komið í veg fyrir að konan tæki hann úr fötunum sagði ákærði svo ekki vera nema með „einhverju líkamlegu af því hún ræðst bara á mig“. Spurður um það hvort hún hefði neytt hann til samfaranna svaraði ákærði: „Hún neyddi mig til samfara, já. Ég tel það, neyddi mig úr fötunum og síðan þegar úr fötunum var þá var mér svo farið að verða sama þannig að það hefur þá væntanlega verið með beggja samþykki ... Nei, ég var ekki mótfallinn þeim þegar maður var orðinn nakinn og lagstur ofan á hana og byrjaður að hafa hún lét mig byrja að hafa samfarir við sig nei.“ Þegar þessi frásögn ákærða er virt í heild verður hún ekki skilin á þann veg að hann hafi haldið fram að konan hafi neytt hann til samfara eins og byggt er á í forsendum hins áfrýjaða dóms. Í héraðsdómi er réttilega rakið að frásögn konunnar fyrir dómi hafi verið í öllum atriðum á sama veg og hjá lögreglu, neyðarmóttöku og þeim lækni, sem skoðaði hana strax næsta dag eftir að atvik málsins urðu. Mat héraðsdómur framburð hennar trúverðugan, en framburð ákærða ótrúverðugan. Þrátt fyrir þá galla á forsendum dómsins sem raktir hafa verið hér að framan eru ekki næg efni til að taka kröfu ákærða um ómerkingu til greina, enda verður ekki séð að mat dómsins á munnlegum framburði ákærða og vitna hafi verið rangt svo einhverju nemi, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Að gættum þeim athugasemdum, sem gerðar hafa verið hér að framan varðandi framburð ákærða og brotaþola, en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en sakarkostnað, en um hann fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um refsingu ákærða, X, svo og skaðabætur. Ákærði greiði þóknun Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hæstaréttarlögmanns, skipaðs réttargæslumanns brotaþola í héraði, 249.000 krónur. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað, samtals 662.107 krónur, skulu að öðru leyti vera óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 551.260 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hæstaréttarlögmanns, 124.500 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 23. febrúar 2009. Mál þetta, sem þingfest var þann 4. desember 2008 og dómtekið 27. janúar 2009, var höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 12. nóvember 2008, á hendur X, kt. [...], [...], Árborg, „fyrir nauðgun og líkamsárás gagnvart barnsmóður sinni, A, á heimili hennar [...], [...], sunnudaginn 9. mars 2008: Fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt 9. mars ráðist að A, hrint henni í stofugólfið þar sem hann sparkaði í konuna, veitti henni fjölda hnefahögga í höfuð og líkama, reif í hár hennar, sló höfði ítrekað í gólfið og þvingaði hana til samræðis og endaþarmsmaka með beitingu þess ofbeldis sem lýst var, og fyrir líkamsárás að morgni sama dags er ákærði veittist á ný að A í eldhúsi og sló hana mörgum hnefahöggum, einkum í kvið, bak og höfuð, auk þess að trampa á konunni þar sem hún var í hnipri á eldhúsgólfinu. Við þetta hlaut A fjölda marbletta á báðum handleggjum og vinstri fótlegg, glóðarauga á báðum augum, mar á nefi, hægra eyra og gagnaugum, bólgu á efri vör og sprungu í slímhúð þar fyrir innan, brot úr tönn í efri kjálka vinstra megin, kúlu á enni og margar kúlur í hársverði, mikil eymsli á milli herðablaða, yfir hægra herðablaði og í kvið. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Í málinu gerir A kröfu um greiðslu miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 1.500.000 krónur auk vaxta skv. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 9. mars 2008 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að ákærða var kynnt bótakrafan en með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærði greiði allan sakarkostnað. Ákærði krefst sýknu vegna þeirrar háttsemi að hafa nauðgað brotaþola en vægustu refsingar er lög leyfa varðandi þá háttsemi að hafa veist að brotaþola með ofbeldi eins og hann hefur játað fyrir dóminum. Þá krefst hann þess að bótakröfunni verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af henni en til þrautavara að hún verði lækkuð verulega. Þá krefst verjandi ákærða málsvarnarlauna og að þau verði greidd úr ríkissjóði ásamt virðisaukaskatti. Aðalmeðferð fór fram þann 20. janúar sl., og var framhaldið þann 27. janúar sl. Var málið dómtekið að loknum málflutningi. I. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að tilkynning hafi komið frá B, vakthafandi heilsugæslulækni, þess efnis að hjá honum væri kona sem væri með talsverða áverka og hafi hún greint frá því að henni hafi verið nauðgað. Daginn eftir hefði kærandi komið á lögreglustöðina og greint frá því að fyrrverandi sambýlismaður hennar hefði ráðist á hana nóttina áður með barsmíðum og nauðgað henni á heimili hennar. Kemur fram að brotaþoli og ákærði eigi dóttur sem hafi verið heima hjá henni þá um nóttina en tvö önnur börn hennar hafi verið að heiman. Hefði hún og ákærði slitið samvistir í desember 2007 og hefði ákærði farið til móður sinnar að [...] en hann kæmi annað slagið til að hitta dóttur þeirra. Síðastliðna nótt hefði ákærði hringt til hennar og sagst vera í Reykjavík hjá vini sínum og verið með niðrandi tal til hennar. Ákærði hefði aftur hringt til hennar um þrjúleytið um nóttina en hún ekki svarað honum. Klukkan rúmlega fjögur um nóttina hefði ákærði aftur hringt og sagst vera fyrir utan heimili hennar og vildi komast inn. Hún hefði hleypt honum inn en hún hefði ekki átt von á honum þá um nóttina. Hefði ákærði reynt að rífa náttslopp, sem hún var í, af henni strax í forstofunni, hann strokið henni um brjóstin og sagst ætla að „ríða“ henni. Ákærði hefði í framhaldi gengið á eftir henni inn í íbúðina, hent henni á stofugólfið og sparkað í hana. Ákærði hefði haldið henni niðri og rifið sloppinn frá henni. Ákærði hefði þá klætt sig úr fötunum og byrjað að hafa við hana samfarir í leggöng og endaþarm og haldið í hár hennar á sama tíma og slegið höfði hennar í gólfið. Við það hefði brotnað úr tönn hennar og blætt úr vörum. Hefði hún reynt að komast undan og beðist vægðar en ákærði öskrað á hana. Brotaþoli kvaðst hafa komist inn í eldhús en ákærði hefði komið á eftir henni, fengið sér vatnsglas og farið síðan upp í sófa í stofunni, horft á klámmynd og síðan lagst í sófa í stofunni og sofnað. Brotaþoli hefði þá farið niður í svefnherbergi og dormað til klukkan tíu eða ellefu um morguninn. Þá hefði hún farið upp en ákærði þá enn verið í sófanum. Hún hefði spurt ákærða hvort hann ætlaði ekki að fara en hann þá farið niður í herbergi hennar og kvaðst ætla að leggja sig í um klukkustund. Brotaþoli hefði farið upp með dóttur þeirra eftir samræður í herberginu en ákærði þá komið á eftir henni inn í eldhús, ráðist á hana, lamið hana margsinnis í kvið og bak. Ákærði hefði hent henni í gólfið, út í horn við eldhúsinnréttinguna, þar sem hann hefði lamið hana í höfuðið og trampað á henni, á kvið og rifbein. Eftir þessar barsmíðar hefði ákærði farið niður í svefnherbergi og sofnað. Brotaþoli kvaðst hafa reynt að annast dóttur sína en í raun ekki þorað út úr húsinu þar sem hún hefði á tilfinningunni að ákærði væri að fylgjast með sér. Hún hefði síðan farið út af heimilinu með dóttur sína um klukkan þrjú þar sem sonur hennar var væntanlegur með áætlunarbifreið til Selfoss klukkan 16.00 en átta ára dóttir hennar var á [...] í barnaafmæli. Kvaðst hún ekki hafa þorað að hringja í lögreglu en ákveðið að ræða við lækni vegna þeirra áverka sem hún hlaut. Í rannsóknargögnum málsins liggur frammi vottorð B læknis þar sem atburðarásin er höfð eftir brotaþola. Kemur þar fram að brotaþoli hafi leitað til hans klukkan 17.03, 9. mars 2008. Í vottorðinu segir m.a. „ Hann kemur heim að húsi hennar um 04:20 í nótt og virkaði ekki undir neinum áhrifum neinna efna eða áfengis. Hún hleypti honum inn en fljótlega fór hann að káfa á henni og gekk henni illa að hafa hemil á honum. Reyndi að afvegaleiða hann en hann gaf henni sterklega til kynna að hann vildi kynlíf með henni og skv. henni mun hann hafa hent henni í gólfið þegar hún neitaði því, kýldi í hana, sparkaði í hana, hárreytti hana, lamdi höfðinu í vegg og gólf. Hún segir hann síðan hafa þröngvað sér inn í hana og haft samfarir, bæði um leggöng og endaþarm. Stóð þetta allt saman örugglega yfir á anna klukkutíma en óljóst í sjálfu sér með nákvæmari tímasetningar. Lamdi hana alla á meðan á þessu stóð. Þeir áverkar sem sjást eru mikil eymsli í hársverði og bólga. Glóðarauga beggja vegna, meira vi. megin. bólgið nef og aumt nefbein, hugsanlega brákað eða brotið. Bólga á vörum og mar, sérstaklega á neðri vör. Brotið úr tönn í efri kjálka vi. megin framan. Marblettir mjög víða, eiginlega allir upphandleggir og handleggir í marblettum beggja vegna. Mjög aum á hæ. eyra og er hematom í ytra eyra. Innri eyru og miðeyru eru í lagi. Og eins og áður sagði mikil eymsli í hársverði. Stirðar hálshreyfingar og eymsli við hálshreyfingar vegna verkja. Mikil eymsli á milli herðablaða yfir hæ. herðablaði og bólga. Mar að koma fram. Mikil eymsli í kvið en hún segir að hann hafi látið höggin dynja á kviðvegg. Þá mikil eymsli einnig eftir högg á lærum og fótleggjum og marblettir byrjaðir að sjást þar .“ Einnig liggur fyrir í gögnum málsins skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun þann 9. mars 2008, dagsett 19. mars s.á. Er frásögn sjúklings sögð eftirfarandi: „Fyrrverandi sambýlismaður hennar hringir klukkan 05.00 sl. nótt í símann hjá henni og er þá fyrir utan húsið og vill fá að koma inn. Hún fer og opnar og hann kemur inn og óð að henni með girnd og grimmd. Hún var í slopp og nærbuxunum. Hann ræðst að henni og hrindir henni til og tekur í hár hennar og skellir höfði hennar í gólfið og hún er á fjórum fótum og hann reynir að hafa samfarir við hana og hún reynir að verja sig og þá verður hann bara grimmari og heldur í sítt hár hennar með annarri hendinni og lemur höfði hennar í gólfið og vi. hendin látin dynja á vangann. Hann var með tölvuna með og setur í klámmynd og tengir við sjónvarpið. Hamast á henni og fer að fara inn í endaþarm á henni. Hún berst á móti því það var sárt og hann hótar henni að hún hljóti verra af og að hún muni finnast dauð í blóði sínu ef hún sýni mótþróa. Barði hana í andlit, framtönn 2 sin. í efri góm brotnar og það blæðir úr efri vörinni. Höggin dynja á andlitinu og andlitinu skellt í gólfið og hann hamast aftan á henni í endaþarmi. Hún veinar af sársauka, illt í öllum kroppnum. C vinkona hennar hringdi snemma í morgun og gat hún hvorki né þorði að segja hvað væri að. Maðurinn hélt áfram að ríða bæði í endaþarm og leggöng. Síðan var hann móður og þreyttur og lagðist í stofusófann og skipaði henni að totta sig. Sem hún gat komist hjá með því að biðja um vatn og fór fram í eldhús og hann kom á eftir henni.“ Síðan er því lýst að brotaþoli fór niður í herbergi sitt, lagði sig og fór aftur upp um tíuleytið með ársgamla dóttur þeirra. Þá lá ákærði enn í stofusófanum en fór þá niður í svefnherbergi hennar. Hafi hún mótmælt því en hann hafi sagt henni að þegja ef hún ætli ekki að finnast í eigin blóðpolli. Hún hafi sagt við hann að hann yrði þá sóttur og hann þá brugðist hinn versti við og komið upp á eftir henni og barið hana, bæði á brjóstkassa og kvið. Hún hafi verið komin í hnipur á eldhúsgólfinu og hann þá stappað á henni með fótunum, bæði á brjóstkassa og kvið. Síðan hafi ákærði farið aftur niður í svefnherbergi hennar og lagt sig. Þá kemur fram í vottorðinu að við komu hafi brotaþoli verið eirðarlaus, fengið grátköst og verið óttaslegin. Kreppuviðbrögð eru sögð skjálfti og hrollur. Áverkar eru sagðir margir misstórir roða- og blámablettir á handleggjum. Nánast báðir handleggir séu alsettir. Lýsing á vinstri fótlegg er að þar sé roði og bláir blettir kringum hnéð og upp á lærið. Roðaflákar og rispur í húð yfir hnéskelinni. Um sé að ræða þrýstingsmerki á hnéskel og marbletti, sumir eftir fingraför. Lýsing á andliti er þannig: Glóðaraugu á báðum augum. Afrifa í húð á neðra hægra augnloki. Nefið með litabreytingu og bæði gagnaugun með bláma og bólgu. Efri vör dökkblá og bólgin og slímhúðin fyrir innan sprungin. Tönn 2 í vinstri efri góð sé með brotið horn. Kúla á enni. Mar og þrýstingsblettir í andliti. Lýsing á hársverði er þannig að þar séu margar kúlur, aumar fremst á höfði en líka í hnakka. Kvenskoðun er eðlileg. Í niðurstöðum segir m.a.: „Kona sem kemur á NMT eftir að fyrrverandi sambýlismaður hennar hefur misþyrmt og nauðgað henni hrottalega. Hún er öll blá og marin sérstaklega í andliti og á höfði, á handleggjum og mikil eymsli í thorax. Teknar eru ljósmyndir af áverkum. Tekið er CT af heila og andlitsbeinum. Gerð er kvensjúkdómaskoðun, sem er eðlileg. Tekin eru sýni í DNA rannsókn. Tekin er ræktun og blóð í smitsjúkdómaleit “ Þá kom fram í vottorðinu að ákærða hafi verið 46 kíló að þyngd. Einnig liggur frammi í málinu skýrsla vegna endurkomu brotaþola á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar þann 12. mars 2008. Kemur þar fram að brotaþoli hafi mjög lítið sofið, að henni líði illa á sínu heimili, hún sé mjög hrædd um að ákærði sé laus og óttist að vera ein. Hún sé mjög döpur, sé uppstökk en börnin séu hjá henni og vinkona hennar gisti hjá henni. Líkamleg viðbrögð séu að brotaþoli sé mjög aum í hálsi, hún sé tognuð eftir átökin, með höfuðverk og kúlur á mörgum stöðum á höfði, aum í marblettum, aum í endaþarmi eftir nauðgunina, hafi kastað mikið upp eftir fyrri komu á NMT, sé með hjartslátt og fái svitaköst. Brotaþoli gráti mikið, sé kaldsveitt, með gæsahúð og óörugg. Hún sé mjög reið og döpur og segir skapið og depurð fara í bylgjum, hún hafi lítið nærst og sofið. Þá segir að fleiri marblettir séu komnir í ljós og hún sé mjög aum í hálsi og kvið eftir hnefahögg. Þá liggja frammi ljósmyndir teknar á NMT þann 9. mars og aftur 12. mars, af brotaþola. Auk þeirra gagna sem að ofan eru talin liggja fyrir í rannsóknargögnum þrjú vottorð Heilsugæslustofnunar Suðurlands, eitt dagsett 14. apríl 2006 þar sem brotaþoli leitaði til stofnunarinnar vegna árásar ákærða á hana og er áverkum lýst sem eymslum í hársverði og á báðum upphandleggjum, miklum marblettum á vinstri upphandlegg og einnig byrjandi á hægri upphandlegg auk eymsla í herðablöðum og í baki. Annað vottorðið er dagsett 7. apríl 2007 þar sem brotaþoli leitar til stofnunarinnar vegna ofbeldis ákærða. Kemur fram í því vottorði að brotaþoli hafi orðið fyrir árás ákærða á níunda mánuði meðgöngu, hún hafi fengið mikið mar á vinstri handarbak eftir að hafa borið fyrir sig hendur þegar högg dundu á höfði/andliti hennar. Þá hefði ákærði ráðist á hana þegar hún var nýkomin heim af sjúkrahúsi eftir fæðingu dóttur þeirra og brotaþoli þá fengið mikla áverka, bæði í andlit, á handleggi, bak og fætur. Þá hafi ákærði ráðist að brotaþola tveimur dögum fyrir komu á heilsugæslustofnunina og hún þá verið með mar, kúlur og hematom á höfði, verið stíf í hálsi og baki. Vægt skertir hreyfiferlar verið í hálsi og ferskt blóð hafi verið í hægri hlust. Þriðja vottorðið er frá 3. maí 2007 þar sem brotaþoli leitar til stofnunarinnar vegna andlegrar vanlíðanar og kemur fram að brotaþoli hafi rætt ofbeldi frá sambýlismanni sem hún hafi þá slitið samvistum við. II. Í lögregluskýrslu sem tekin var af brotaþola þann 10. mars 2008 lýsir hún atburðarásinni á sama hátt og hjá Neyðarmóttökunni. Skýrsla var tekin af ákærða hjá lögreglu þann 10. mars 2008. Kvað hann atburðarásina þá að brotaþoli hafi rifið sig úr fötunum strax er hann kom til hennar upp úr klukkan fjögur nóttina áður og beðið sig um að hafa samfarir við hana sem hann hefði gert. Síðan hefði þeim lokið og þau bæði verið í miklu stuði, brotaþoli viljað hlusta á tónlist en hann stungið upp á því að þau horfðu á klámmynd sem þau hefðu gert. Þau hefðu aftur haft samfarir á gólfinu og þá endaþarmsmök en brotaþoli þá beðið sig um að hætta þar sem þetta væri nauðgun. Hefði hann þá hætt strax og þau farið fram í eldhús og þau rifist þar. Þau hefðu síðan farið aftur inn í stofu og byrjað að hafa samfarir í stofusófanum sem hefði lokið þegar brotaþoli bað hann um að setja á sig smokk. Ákærði mætti fyrir dóminn við þingfestingu málsins og neitaði þá sök af allri háttsemi eins og greind var í ákæru. Við aðalmeðferð málsins gaf ákærði skýrslu og játaði þá líkamsárás að hluta en neitaði að hafa nauðgað brotaþola. Kvaðst hann hafa verið í sambúð með brotaþola frá desember 2004 sem hafi verið stormasöm. Hefðu þau slitið sambúðinni í desember 2007 en þau ættu saman eina dóttur. Kvaðst ákærði hafa verið beittur andlegu ofbeldi í sambandi þeirra og kúgaður öll þessi ár. Hefði hann ekki haft aðgang að bankareikningum sínum en unnið fyrir skuldum hennar. Ákærði kvaðst vera að reyna að losna úr þessu sambandi en hann hefði verið hjá henni sl. sumar í nokkra daga. Ákærði kvað brotaþola drekka mikið áfengi en hann neyti varla áfengis sjálfur. Ákærði kvaðst hafa verið búinn að vera hjá brotaþola vikuna á undan 9. mars 2008 en hann hefði farið til Reykjavíkur umrætt kvöld. Brotaþoli hefði beðið hann um að koma aftur um nóttina og m.a. sent honum nokkrum sinnum sms-skeyti og því hefði hann hringt til hennar, þegar hann var kominn til baka, nokkrum sinnum en hún ekki svarað. Þegar hann hafði vakið brotaþola hefði hún komið til dyra og hleypt sér inn. Þar hefði hún byrjað að rífa hann úr öllum fötum. Brotaþoli hefði látið hann snerta brjóst hennar heiftarlega og sagt honum að ríða sér. Hann hefði beðið hana að hætta en hún hefði ekki sinnt því og sagst hafa sprautað sig með heróíni. Hefði brotaþoli virst ölvuð en hún hefði haldið áfram að draga sig úr fötunum. Ákærði kvaðst aðspurður ekki hafa getað farið burtu þar sem hann hefði verið búinn að drekka þrjá til fjóra bjóra og hafi því verið hræddur um að lögreglan myndi taka hann fyrir ölvunarakstur. Hefði hann sagt brotaþola strax í upphafi að lögreglan væri á eftir sér. Átökin inni í forstofu hefðu endað með því að þau höfðu samfarir á stofugólfinu en brotaþoli hefði neytt hann til samfara. Þó kvaðst ákærði ekki hafa verið mótfallinn samförunum þegar hann var orðinn nakinn. Brotaþoli hefði þá sagst ætla að kæra hann fyrir nauðgun og líkamsárás en ákærði brugðist þannig við að hann hefði gefið henni „einn á´ann“ með krepptum hnefa í andlitið. Í framhaldi hefðu þau staðið upp og brotaþoli viljað hlusta á tónlist en ákærði lagt til að þau horfðu á klámmynd sem hafi orðið úr. Þau hefðu þá haft endaþarmsmök á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og brotaþoli þá beðið hann um að hætta og sagt þetta vera nauðgun. Hefði hann þá tekið liminn út og brotaþoli þá rokið upp í einhverju fússi og hreytt í hann skammaryrðum. Aðspurður kvað hann brotaþola hafa verið í hundastellingunni en samfarirnar hefðu ekki verið svo harkalegar að hún hafi getað fengið þá áverka á hnén sem koma fram á myndum og áverkavottorði eftir þau. Aðspurður kvaðst ákærði hafa haldið í hár brotaþola áður en endaþarmsmökin áttu sér stað. Hún hefði ekki beðið um það á þeim tímapunkti en hún hafi oft viljað að hann héldi í hár hennar við samfarir. Áður en endaþarmsmökin hefðu átt sér stað hefði ákærði farið fram á að brotaþoli hefði við sig munnmök en hún neitað. Þau hefðu síðan farið inn í eldhús og fengið sér sígarettu og síðan farið aftur inn í stofu og byrjað að hafa samfarir í sófanum þar. Þar hefði brotaþoli rifið kjaft við ákærða, gert lítið úr honum og ögrað. Kvaðst ákærði hafa tekið í axlirnar á brotaþola og hrist hana til eins og frekan krakka. Hún hefði í framhaldi farið niður að sofa en hann lagst til svefns í sófanum, sem hann hefði oft þurft að gera. Ákærði hefði vaknað um morguninn þegar brotaþoli kom upp með barnið sem hún hefði gefið að borða. Brotaþoli hefði farið niður og hann tekið við að gefa barninu að borða. Í framhaldi hefði hann farið niður í svefnherbergi og ætlað að sofna. Brotaþoli hefði þá komið að honum og spurt hvort hún ætti að kæra hann fyrir líkamsárás og nauðgun og hann svarað því til að honum væri sama um það. Brotaþoli hefði þá rokið upp og inn í eldhús og ákærði á eftir henni. Ákærði kvaðst þar hafa komið einu höggi á axlirnar á brotaþola og gert sig líklegan til að sparka í hana en ekki látið verða af því. Brotaþoli hefði þá setið í hnipri á gólfinu. Nánar spurður um þetta kvað ákærði höggið hafa geigað og lent óvart í andlitinu á henni. Kvaðst hann hafa slegið hana þrisvar til fjórum sinnum. Í framhaldi hefði ákærði farið aftur niður og brotaþoli með barnið á eftir honum. Hefðu þau rætt saman og brotaþoli staðið yfir honum. Kvaðst ákærði hafa slegið hendinni þar frá sér og hún lent á brotaþola en við það hefði efri vör brotaþola sprungið. Kvaðst hann hafa í framhaldi sofnað og vaknað um klukkustund síðar og þá verið einn í húsinu. Hefði hann þá farið út í verslun og síðan heim til móður sinnar. Aðspurður um framburð sinn hjá lögreglu um að brotaþoli hefði beðið ákærða um að setja á sig smokk o.fl., kvaðst brotaþoli ekki muna hvort þetta hafi borist í tal á meðan þau voru á gólfinu eða í sófanum. Aðspurður um þann framburð að brotaþoli hafi sagst hafa sprautað sig með heróíni, kvaðst ákærði ekki hafa lagt trúnað á það en brotaþoli hefði sagt það strax þegar ákærði kom inn og hún þá dottið á rassinn á gólfið. Hún hefði staðið aftur upp og haldið áfram að rífa hann úr fötunum. Aðspurður um þá áverka sem lýst er í áverkavottorði, kvað ákærði eitthvað af því vera af hans völdum en kvaðst ekki geta svarað því frekar. Áverkar á höfði og kúlur gætu verið af hans völdum. Aðspurður um það hvort ákærði hafi áður veist með ofbeldi að brotaþola kvað ákærði svo hafa verið. Þá kvað ákærði þau oft hafa slegist. Ákærði kvaðst hafa dvalið hjá brotaþola nokkra daga eða eina helgi sl. sumar og m.a. farið með brotaþola á hundasýningu. Þá kvaðst ákærði hafa látið brotaþola hafa peninga, bæði greitt fyrir hana reikninga og afhent henni peninga. Kvað hann brotaþola hafa kúgað sig, hann hefði ekki mátt hafa samband við móður sína né hún við hann og brotaþoli hefði fylgst með honum mjög náið. Ákærða kvaðst líða mjög illa heima hjá brotaþola en hún vilji endilega fá hann til baka og hafi ítrekað reynt að hafa áhrif á hann til þess með kynlífi. Kvaðst hann hafa eftir brotaþola, að læknirinn hafi sagt henni að um nauðgun hafi verið að ræða. Spurður um skýringar á því ofbeldi sem hann beitti brotaþola, kvaðst ákærði hafa misst stjórn á sér, hann hefði ekki undan að rífast við brotaþola. Ákærði kvað brotaþola hafa verið viljuga til kynmaka eftir að hann hafði beitt hana ofbeldi, ekkert hik eða neitun hafi verið af hennar hálfu. Kvað hann brotaþola, aðspurður, yfirleitt vilja hafa samfarir harkalegar. Ákærði kvaðst vera rúmlega 1,80 metrar á hæð og um og yfir 80 kíló og hafa verið í þeirri þyngd þegar árásin átti sér stað. A kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið ein heima umrætt kvöld ásamt árs gamalli dóttur sinni. Eldri börn hafi verið að heiman en hún átti von á þeim heim daginn eftir. Kvað hún samband hennar og ákærða hafa byrjað í desember 2004. Hefði hún átt tvö börn þá og verið einstæð móðir. Samband ákærða og hennar hefði byrjað í framhaldi af mjög erfiðri reynslu sem hún lenti í. Ákærði hefði verið ungur þegar þau kynntust og fjármál og fleira hjá honum hefði verið í óreiðu. Hefði hún aðstoðað hann við að koma málum sínum í lag og viljað hafa þessa hluti í lagi. Þá hefði sambúð þeirra verið stormasöm. Aðspurð um sakarefnið, kvað hún ákærða hafa hring í sig þá um nóttina og vakið sig. Ákærði hefði komið, verið æstur og kvaðst vilja koma inn en lögreglan væri að elta sig. Fyrr um daginn hefði ákærði beðið hana um að fá bifreið hennar lánaða en hún neitað honum um það. Ákærði hefði komið inn, verið mjög æstur, ekki viljað ræða við hana eða svarað henni og hún ekki náð neinu sambandi við hann. Ákærði hefði strax farið að atast í henni og hrint henni á stofugólfið. Þar hefði hann byrjað að berja hana, hún hefði beðið hann um að hætta en hann haldið áfram. Ákærði hefði tekið um hár hennar og barið andliti hennar sífellt í gólfið og haldið með hinni hendinni báðum höndum hennar fyrir aftan bak. Ákærði hefði síðan afklætt sig og farið að hamast á sér. Kvaðst hún margítrekað hafa beðið hann um að hætta en hann sífellt haldið áfram. Hefði hún allan tímann legið á maganum og ákærði haft samfarir við hana. Hefði ákærði alltaf haft tak á höfðinu á henni og barið því í gólfið. Hún hefði orðið rugluð og ekki getað veitt mótspyrnu. Ákærði hefði krafist þess að hún tæki þátt í samförunum m.a. með því að lyfta sér upp. Ákærði hefði sett lim sinn inn í líkama hennar eins og hann vildi. Ákærði hefði hætt og hún þá séð að klámmynd var komin á sjónvarpsskjáinn. Hún hefði átt að vera grafkyrr allan tímann og legið á gólfinu, illa farin af barsmíðum. Ákærði hefði haldið áfram að hamast á henni og hún þá legið á maganum á gólfinu. Kvaðst hún ekki geta útskýrt hvernig ákærði athafnaði sig. Hann hefði rúnkað sér utan í henni, sett liminn inn í leggöng, lyft henni upp og sett liminn inn í endaþarm hennar. Hefði hann gert þetta eins lengi og hann vildi. Hún hefði allan tímann legið á gólfinu og ekki komist þaðan. Fannst henni þetta hafa varað heila eilífð. Ákærði hefði síðan hætt, orðið móður og sest í sófa í stofunni og haldið áfram að horfa á klámmyndina. Ákærði hefði þá beðið hana um að eiga við sig munnmök. Hún hefði risið upp, fundið að andlitið var allt í blóði og hún bent ákærða á það. Hún hefði getað staðið upp og sagt honum að hún yrði að fá sér vatnsglas sem ákærði hefði samþykkt. Hefði hún farið inn í eldhús og fengið sér vatnsglas. Taldi hún að ákærði hefði róast niður í sófanum. Minnti hana að ákærði hefði þá farið niður og látið eins og hann væri heima hjá sér. Hefði hún verið að reyna að hlusta eftir barninu sem svaf niðri. Hún hefði því farið niður en þá hefði ákærði legið í rúminu hennar og látið sem það væri í góðu lagi. Einhver orðaskipti urðu á milli þeirra, hún hefði ekki viljað hafa hann í rúminu sínu né í svefnherbergi en kvaðst ekki muna nákvæmlega hvað þeim fór á milli. Aðspurð kvaðst hún ekki geta gert sér grein fyrir því hversu langur tími hefði liðið þar til ákærði fór niður. Barnið hefði vaknað og hún hefði farið með það upp á efri hæðina og ákærði komið á eftir henni upp stigann. Hún hefði farið inn í eldhús og ákærði misst þar aftur stjórn á sér. Ákærði hefði tekið stelpuna af henni, sett hlið fyrir hana svo barnið kæmist ekki að henni. Síðan hefði hann barið hana endalaust og hún heyrt barnið gráta en þau hefðu þá verið í sama rými. Ákærði hefði barið sig með krepptum hnefa aftur og aftur og jafnframt sparkað í sig. Hún hefði legið eins og hrúgald og reynt að verja á sér höfuðið. Höggin hefðu lent á handleggjum, baki, síðu og lærum en hún gæti ekki lýst því nákvæmlega. Hún hefði verið mjög dofin á þessum tíma þar sem búið var að berja hana mikið um nóttina. Á endanum hefði ákærði hætt að berja hana og gengið um og farið aftur niður í herbergi hennar. Hún hefði reynt að sinna barninu, gefið því að borða og kvaðst hafa þurft að komast niður til að sækja föt á barnið en herbergi og baðherbergi væru niðri. Hugsunin hjá henni hafi verið að halda friðinn til að geta komist út. C vinkona hennar hefði hringt á meðan ákærði var niðri og hún rætt við hana í hálfum hljóðum. C hefði spurt sig hvort ekki væri allt í lagi en hún ekki getað sagt henni hvað hafði gerst þar sem ákærði var enn í húsinu og hún vissi ekki hvort hann heyrði í henni. Aðspurð um frásögn ákærða um upphafið kvað hún frásögn sína vera það sem fyrir hana kom, hún geti ekki sagt frekar um afstöðu ákærða. A kvaðst hafa náð í tösku fyrir barnið og útbúið pela en þurft að telja í sig kjark til að fara út úr húsinu. Hún hefði verið hrædd um að ákærði myndi ná sér áður en hún færi inn í bifreiðina en tíma hefði tekið að koma barninu fyrir í bifreiðinni. Hún hefði ekki verið í nokkru ástandi til að aka bifreið en hún þurfti að sækja son sinn á Selfoss. Þegar hún hitti son sinn, bað hún hann um að aðstoða sig á meðan hún færi til læknis en hann hefði þurft að gæta barnsins á meðan. A kvaðst hafa farið í framhaldi til Reykjavíkur á Neyðarmóttökuna en áður hefði hún þurft að koma börnunum fyrir. Einhver hefði ekið sér til á Neyðarmóttökuna og hún síðan gefið skýrslu hjá lögreglunni. Aðspurð kvað hún sambúð þeirra hafa lokið í desember árinu áður. Ákærði hafi þó ítrekað hringt í sig en hún ekki viljað ræða við hann, hún hafi verið hrædd við hann og þótt óþægilegt þegar hann hringdi. Sér hefði þótt óþægilegt að vera ein heima en hún hefði strax fengið aðstoð sálfræðings. Hefði hún margoft farið í viðtöl til sálfræðingsins og fengið góða meðferð. Þetta hafi verið mjög erfið reynsla, hún hefði upplifað mikið ofbeldi frá ákærða á sambúðartímanum og í þetta sinn hefði þetta verið mikið niðurbrot. Hún hafi verið mjög hrædd lengi á eftir og hrædd við ákærða. Kvaðst hún hafa lent í erfiðum áföllum fyrir sambúð þeirra og þessi reynsla hafi verið henni mjög erfið. Sálfræðingurinn hefði hjálpað henni mikið og væri hún enn að vinna úr þeim ráðleggingum sem hún fékk þá. Kvað hún mjög erfitt að fara í gegnum þessa hluti aftur núna. Aðspurð um það hvort ákærði hafi búið eða verið heima hjá A eftir þennan atburð, kvað hún svo ekki hafa verið. Hann hefði hins vegar haft samband nokkrum sinnum og þá aðallega vegna dóttur þeirra. Ákærði hefði m.a. verið með dóttur þeirra einn dag sl. sumar á hundasýningu þar sem hún hefði þurft að vinna. Það hefði gengið vel. Eftir sambúðarslitin hefði ákærði einu sinni tekið sér vald til að gista heima hjá henni og hefði það verið í mars sl., en ekki eftir það. C, kt. [...], [...], Reykjavík, kom fyrir dóminn og kvaðst vera góð vinkona brotaþola og væru þær í miklum samskiptum. Kvaðst hún hafa hringt í brotaþola að morgni 9. mars sl. Hefði brotaþoli hálf hvíslað í símann og kvaðst ekki geta talað við hana þá en hefði sagt sér að ákærði væri hjá henni. C kvað sér þó hafa skilist á brotaþola að ákærði hefði gengið í skrokk á henni en brotaþoli hefði tjáð sér að hún væri hrædd um að ákærði myndi vakna við símtalið. Brotaþoli hefði einnig tjáð sér að hún yrði að ná í son sinn sem væri að koma með rútu á Selfoss. Hún hefði hringt í brotaþola aftur seinna þennan dag og þá hefði brotaþoli tjáð sér að ákærði hefði nauðgað sér í „allar holur“. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið vitni að ofbeldi persónulega en brotaþoli hefði áður sagt henni að ákærði beitti hana ofbeldi. D kt. [...], [...], Árborg, móðir ákærða, kom fyrir dóminn og kvað brotaþola vera fyrrverandi tengdadóttur sína. Lýsti hún kynnum sínum af brotaþola. Ekki þykir ástæða til að rekja framburð hennar frekar hér þar sem hún var ekki vitni að atburðum sem fjallað er um í máli þessu eða skipta máli við mat á niðurstöðu. B, læknir á Heilsugæslunni á Selfossi, kom fyrir dóminn og kvaðst muna vel eftir því er brotaþoli leitaði til hans í umrætt sinn. Lýsti hann ástandi brotaþola við komu á heilsugæsluna og skoðun hans. Kvað hann greinilegt strax að brotaþoli hafði orðið fyrir áfalli. Hún hefði lýst því fyrir honum að hún hefði orðið fyrir líkamsárás þá um nóttina af hálfu ákærða, auk þess sem hún lýsti því að ákærði hefði viljað eiga kynlíf með henni sem hún hefði ekki verið tilbúin til að samþykkja. Ákærði hefði þá ráðist að henni og náð fram sínum vilja. Lýsti B áverkum og eymslum við skoðun sem var í samræmi við vottorð hans. Kvaðst hann ekki hafa skoðað hana kvenskoðun en hann hefði lagt til að hún færi beint á Neyðarmóttökuna til skoðunar. Þá staðfesti B vottorð sitt fyrir dóminum. B kvaðst áður hafa fengið brotaþola til skoðunar þar sem hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu ákærða að hennar sögn. E, kt. [...], læknir á Neyðarmóttöku fyrir nauðganir, gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Kvaðst hún muna eftir brotaþola þegar hún kom á Neyðarmóttökuna. Mundi hún sérstaklega eftir því hvað brotaþoli var lúbarin. Hefði henni fundist áverkarnir vera ferskir. Aðspurð kvað hún algengara en ekki að engir áverkar væru á kynfærum kvenna eftir nauðgun hafi þær áður átt börn. Þá kvað hún aðspurð að áverkarnir sjálfir bentu ekki sérstaklega til þess að þeir hafi komið fram við nauðgun sem slíka. F, kt. [...], hjúkrunarfræðingur gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Kvaðst hún hafa tekið á móti brotaþola á Neyðarmóttökunni þann 9. mars sl. og aftur þann 12. mars. Hefðu ljósmyndir verið teknar af brotaþola þegar hún kom fyrst til Neyðarmóttökunnar og aftur þann 12. mars þar sem líkur voru á að frekari áverkar yrðu þá komnir í ljós. Kvaðst hún hafa ritað eftir brotaþola að hún hefði verið aum í endaþarmi. G, kt. [...], sálfræðingur gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Kvað hún greinileg streitueinkenni hafa einkennt brotaþola þegar hún leitaði til sín í byrjun. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa lagt nein próf fyrir brotaþola þar sem hún taldi enga þörf á því þar sem greinileg áfallaeinkenni hefðu verið hjá brotaþola. Kvað hún brotaþola hafa skorað öll próf í botn hefði áfallapróf verið lagt fyrir hana í byrjun. G kvaðst hafa starfað sem sálfræðingur frá árinu 1998 og unnið mikið við áfallasálarfræði víða auk þess að hafa fengið sérmenntun í áfallaeinkennum. Aðspurð um það hvort áfallastreita sem einkenndi brotaþola gæti hafa komið fram eingöngu vegna líkamsárásarinnar kvað hún það geta verið. Staðfesti G vottorð sitt frá 25. janúar 2009. III. Ákærði játaði fyrir dóminum að hafa slegið brotaþola einu sinni í andlit, tekið um axlir hennar og hrist hana um nóttina, slegið hana óvart í andlit morguninn eftir og slegið hana í axlir og andlit uppi í eldhúsi seinna um morguninn. Að öðru leyti neitaði ákærði að hafa veist að brotaþola eins og lýst er í ákærunni. Ákærði kvað þó þá áverka sem lýst er í ákæru og voru á brotaþola geta hafa stafað af árás hans. Þá kvað hann fyrir dóminum að lítið þyrfti að koma við brotaþola til að hún fengi marbletti. Ákærði kvað atburðarásina umrætt kvöld hafa verið þá að hann kom heim til brotaþola um nóttina og vakti brotaþola. Hún kom til dyra en áður en ákærði komst inn úr forstofunni, hefði hún ráðist að sér og rifið hann úr fötunum. Brotaþoli hefði dottið afturábak inn á stofugólf en staðið aftur upp og haldið áfram að afklæða hann, gegn hans vilja. Þegar ákærði var orðinn nakinn hefði hann lagst ofan á brotaþola og hafið samfarir við hana. Brotaþoli hefði þá sagst ætla að kæra hann fyrir nauðgun og líkamsárás og hann þá slegið hana í andlitið. Þau hefðu síðan haft endaþarmsmök á gólfinu með samþykki brotaþola. Hlé hefði verið á samförunum en þau síðan aftur haft samfarir í sófanum í stofunni. Þar hefði brotaþoli ögrað sér, sem varð til þess að hann tók um axlir hennar og hristi hana til eins og óþekkan krakka. Hann hefði síðan sofnað og sofið fram undir morgun og þá fært sig niður í svefnherbergi brotaþola. Þar hefði hann síðar um morguninn slegið frá sér með handleggnum sem hefði óvart lent í andliti brotaþola, þar sem hún stóð við rúmið. Stuttu seinna hefði hann farið upp í eldhús, þar sem brotaþoli var að mata barn þeirra, og slegið brotaþola nokkur högg í axlirnar en eitt höggið hefði geigað og lent í andliti brotaþola. Þá hefði hann ætlað að sparka í brotaþola þar sem hún var í hnipri í gólfinu en hætt við. Brotaþoli kom fyrir dóminn og rakti atburðarásina eins og hún blasti við henni. Kvað hún ákærða hafa komið heim til sín um nóttina og vakið sig. Hún hefði hleypt honum inn og hann hefði þar ráðist að sér, hent henni á gólfið, tekið um hár hennar og margslegið andliti hennar í gólfið, haldið um hendur hennar fyrir aftan bak, margslegið hana og haft við hana samfarir aftan frá. Þá hefði hann lyft henni upp og haft við hana endaþarmsmök. Ákærði hefði beðið hana stuttu seinna um að hafa munnmök við sig sem ekki hafi orðið af. Um morguninn hefði ákærði komið að henni inni í eldhúsi, tekið af henni dóttur þeirra og girt barnið af í stofunni þannig að það kæmist ekki burtu, og síðan veist að henni í eldhúsinu og margslegið hana í andlit, maga og kvið auk þess að sparka í hana. Er frásögn hennar fyrir dómi í öllum atriðum á sama veg og fyrir B lækni, strax þann 9. mars sl., á Neyðarmóttökunni sama kvöld og fyrir lögreglunni daginn eftir. Framburður ákærða fyrir dóminum var hins vegar afar ótrúverðugur. Þykir með ólíkindum að brotaþoli hafi, eftir að hafa verið beitt slíku ofbeldi sem áverkavottorðið og ljósmyndir bera vott um, veitt samþykki sitt fyrir samförum eins og ákærði skýrði fyrir dóminum, eða afklætt ákærða gegn hans vilja, sérstaklega með tilliti til þess stærðarmunar sem er á aðilum. Er sú frásögn ákærða að brotaþoli hafi rifið hann úr fötunum um nóttina, gegn hans vilja, og neytt hann til samfara afar ótrúverðug og er að engu hafandi. Þó svo að brotaþoli hafi hugsanlega samþykkt samfarir í upphafi eins og ákærði hefur haldið fram, þá kom bæði fram í framburði ákærða og brotaþola, að brotaþoli hafi sagt við ákærða á meðan á samförunum stóð og eftir þær, að um nauðgun og líkamsárás hafi verið að ræða. Brotaþoli kvaðst hafa beðið ákærða að hætta meðan á samförunum stóð og kvaðst ákærði þá hafa hætt og tekið lim sinn út, en brotaþoli segir hann hafa haft beiðni hennar að engu og hamast á sér áfram. Er framburður ákærða að þessu leyti mjög ótrúverðugur en framburður brotaþola samrýmist þeim áverkum sem á henni voru, bæði á höfði, hnjám og baki. Með vísan til framburðar brotaþola, sem hefur verið stöðugur frá upphafi, framburðar B læknis fyrir dóminum og vottorðs hans um áverka, skoðun og framburð brotaþola við komu hennar til B þann 9. mars 2008, framburðar E læknis fyrir dómi og vottorðs hennar um líkamlegt og andlegt ástand brotaþola við komu hennar á Neyðarmóttökuna, framburðar F hjúkrunarfræðings um ástand brotaþola við komu og endurkomu á Neyðarmóttökunni svo og með vísan til vottorðs G sálfræðings um andlegt ástand brotaþola, þykir, gegn neitun ákærða, lögfull sönnun hafa verið færð fram fyrir dóminum um að ákærði hafi gerst brotlegur eins og í ákæru greinir. Verður ákærði því sakfelldur fyrir þá háttsemi sem er réttilega færð til refsiákvæða í ákæru. IV. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að ákærði braut gegn brotaþola á heimili hennar og stóð árásin yfir í langan tíma eða allt frá því upp úr klukkan rúmlega fjögur um nóttina og með hléum til klukkan tíu til ellefu morguninn eftir. Þá ber að líta til 1., 2., 3., 6. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar. Brot ákærða beindist að lífi, líkama og kynfrelsi brotaþola. Miklir áverkar voru á brotaþola eftir árásina, árásin var hrottaleg og unnin á heimili brotaþola að nóttu til og henni haldið þar nánast í gíslingu með rétt ársgamalt barn sitt. Ásetningur ákærða var einbeittur en árásin stóð yfir með hléi í margar klukkustundir og það eina sem ákærða virðist hafa gengið til var að lítilsvirða og knésetja brotaþola í þágu eigingjarnra hvata hans sjálfs. Þá eykur það á alvarleika brotsins að lítið barn aðila var á heimilinu meðan á árásinni stóð. Loks verður að líta til þess að árásin hafði líkamlegar og andlegar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola, eins og ráða má af læknisvottorðum og vottorði G sálfræðings. Ákærði og brotaþoli höfðu fyrir árásina verið í sambúð í þrjú ár og áttu þau árs gamla dóttur þegar árásin átti sér stað. Þá liggur fyrir í læknisvottorðum saga um líkamlegt ofbeldi á sambúðartímanum sem ákærði staðfesti rétta að hluta. Með hliðsjón af þessu verður að líta til 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í greinargerð með 3. mgr. 70. gr., sem breytt varð með lögum nr. 27/2006, segir að lögð sé á það áhersla að þótt ljóst sé að tengsl geranda og brotaþola séu þess eðlis að aðilar teljast nákomnir geti það ekki eitt og sér leitt til þess að beitt sé þessari refsiþyngingarástæðu. Mat á því hvort náin tengsl aðila hafi aukið á grófleika verknaðar sé háð atvikum hverju sinni. Verði þá einkum að horfa til þess hvort um langvarandi eða endurtekin brot sé að ræða og því almennt ekki gert ráð fyrir að einstök tilvik séu þess eðlis að refsiþynging á grundvelli þessa ákvæðis komi til greina en það verði að vera háð mati hverju sinni. Þar sem um refsiþyngingarástæðu sé að ræða, sem háð sé mati dómara að virtum atvikum hvers máls, mætti jafnframt líta til þess hvort atvik eða aðstæður hafi verið með þeim hætti að brot hafi verið til þess fallið á grundvelli almenns og hlutlægs mælikvarða að niðurlægja brotaþola eða jafnvel að skerða sjálfsmat hans eða sjálfsvirðingu. Telur dómurinn að tengsl aðila og háttsemi ákærða í máli þessu séu með þeim hætti að líta beri til þessa ákvæðis við ákvörðun refsingar. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára fyrir þjófnað, hótanir og fíkniefnabrot þann 12. október 2004. Þá gekkst ákærði undir sátt þann 9. desember 2006 fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Við mat á öllu framansögðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur og hálft ár. Ekki þykja skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. V. Í málinu gerir A kröfu um miskabætur úr hendi ákærða að fjárhæð 1.500.000 krónur auk nánar tilgreindra vaxta. Er miskabótakrafan rökstudd með vísan til frásagnar brotaþola og þess að um mjög grófa líkamsárás og nauðgun hafi verið að ræða sem hafi í för með sér miskatjón sem ákærði beri ábyrgð á samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993. Brotaþoli á ótvíræðan rétt til miskabóta úr hendi ákærða samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. Árás ákærða á brotaþola var ófyrirleitin og hrottaleg og framin inni á heimili brotaþola. Í vottorði G sálfræðings kemur fram að fyrstu dagana eftir árásina hafi brotaþoli átt erfitt með að vera ein, hún hafi verið óttaslegin og viðbrigðin og átt erfitt með svefn. Henni finnist hún endurupplifa hnefahöggin, finni til óöryggis á heimili sínu og sé sífellt á varðbergi gagnvart hljóðum í umhverfinu. Eftir því sem frá hafi liðið hafi dregið úr viðbragðsstöðu brotaþola, hún sofi betur og finni fyrir auknu öryggi. Kveður hún ákærða hafa haft samband við hana í apríl 2008 og í kjölfarið hafi hún aftur fundið fyrir auknum kvíða, ónotum og aukinni viðbragðsstöðu. Þá kemur fram í vottorðinu að brotaþoli hafi fylgt öllum fyrirmælum við sálræna úrvinnslu og gengið vel að ná aftur stjórn á aðstæðum. Í síðasta viðtalinu, 30. apríl 2008, hafi ekki verið merki um kvíða- eða streitueinkenni og geti brotaþoli rifjað upp atburðarásina án þess að finna fyrir tilfinningalegum eða líkamlegum viðbrögðum. Í lok vottorðsins kemur fram að frá upphafi meðferðar hafi brotaþoli verið staðráðin í að vinna bug á sálrænum einkennum og endurheimta stjórnina á lífi sínu. Með miklum dugnaði og kjarki hafi henni tekist að ná góðri úrvinnslu áfallsins og tveimur mánuðum eftir atburðinn sé hún laus við einkenni áfallastreitu. Hvaða áhrif atburðurinn geti haft á brotaþola til lengri tíma litið sé ekki hægt að fullyrða að svo stöddu. Sannað er að brotaþoli varð fyrir líkamsárás og nauðgun af hendi ákærða, sem getur um ókomna framtíð valdið henni erfiðleikum. Með hliðsjón af atvikum öllum, líkamlegum og andlegum afleiðingum líkamsárásarinnar og vættis brotaþola fyrir dómi, þykja miskabætur til hennar hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur með vöxtum eins og í dómsorði greinir en bótakrafan var fyrst kynnt ákærða við þingfestingu málsins þann 4. desember 2008. VI. Samkvæmt yfirliti er sakarkostnaður samtals 189.007 krónur, sem er vegna læknisvottorðs 4.000 krónur og þóknunar verjanda á rannsóknarstigi 185.007 krónur og ber að dæma ákærða til að greiða þann kostnað. Þá er kostnaður réttargæslumanns brotaþola við rannsókn málsins og fyrir dómi samtals 523.040 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, sem ákærða ber að greiða auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda ákærða fyrir dómi, Torfa Ragnars Sigurðssonar héraðsdómslögmanns, 224.100 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Sigríður Friðjónsdóttir, settur vararíkissaksóknari, flutti mál þetta af hálfu ákæruvaldsins. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan ásamt Hirti O. Aðalsteinssyni dómstjóra og Ásgeiri Magnússyni héraðsdómara. Dómsorð : Ákærði, X, sæti fangelsi í fjögur og hálft ár. Ákærði greiði A miskabætur að fjárhæð 1.200.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. mars 2008 til 4. janúar 2009 en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. |
Mál nr. 26/2008 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. janúar 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 15. janúar 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. janúar 2008 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Skilja verður kröfu varnaraðila svo að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Fallist er á að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsi samkvæmt 106. gr. og 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með vísan til gagna málsins verður og fallist á það mat sóknaraðila að rannsóknarnauðsyn standi til að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi. Skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 eru því fyrir hendi og verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, f. [dags.] 1984, litháískum ríkisborgara, verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. janúar nk. kl. 16.00. Í greinargerð kemur fram að aðfaranótt föstudagsins 11. janúar sl. um kl. 01.41 hafi fjórir lögreglumenn, óeinkennisklæddir og á vegum fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, haft afskipti af þremur aðilum vegna gruns um fíkniefnamisferli fyrir utan veitingastaðinn Y við [...] í Reykjavík. Þegar lögreglumennirnir hafi verið að ræða við ofangreinda þrjá aðila, hafi þeir séð hvar tvær fólksbifreiðar stöðvuðu við vettvanginn og út úr annarri bifreiðinni hafi stigið kona að nafni A, sem gengið hafi að lögreglumönnunum. Hafi henni verið kynnt að um lögregluaðgerð væri að ræða og hún beðin um að trufla ekki störf lögreglu. Í sömu andrá hafi fimm karlmenn veist að lögreglumönnunum með höggum og spörkum. Þrátt fyrir að mönnunum hafi verið sýnd lögregluskilríki og þeim gerð grein fyrir því að um lögreglumenn væri að ræða, hafi þeir haldið árás sinni áfram. Í átökunum hafi lögreglumenn beitt kylfum og varnarúða og þeim tekist að endingu að yfirbuga árásarmennina. Hafi þrír þeirra verið handteknir á vettvangi, en tveir komist undan, þar á meðal kærði sem hafi verið handtekinn síðar sama dag á heimili sínu að Z í Reykjavík. Hafi kærði í kjölfarið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991, til dagsins í dag kl. 16.00. Eftir átökin hafi tveir lögreglumenn verið fluttir með sjúkrabíl á slysadeild, annar meðvitundarlaus með heilahristing og tognun í hálsi eftir höfuðhögg, en hinn með ýmsa yfirborðsáverka í andliti. Hinir tveir lögreglumennirnir hafi farið sjálfir á slysadeild og reynst með áverka í andliti. Rannsókn málsins hafi leitt í ljós að umræddir sakborningar hafi veist að lögreglu algjörlega að tilefnislausu með fólskulegum hætti, vitandi að um lögreglumenn væri að ræða. Á hinn bóginn beri mikið á milli í frásögnum vitna og brotaþola annars vegar og sakborninga hins vegar. Þá sé töluvert ósamræmi í framburðum sakborninga, sem allir kannist þó við að hafa verið á vettvangi og að til átaka hafi komið. Það liggi því fyrir lögreglu nú að taka frekari skýrslur af vitnum, brotaþolum og sakborningum í því augnamiði að fá gleggri mynd af málavöxtum. Þá hafi vaknað grunsemdir hjá lögreglu um að árásin hafi verið fyrir fram skipulögð og lögreglumönnunum hafi verið veitt eftirför í umrætt sinn, en fyrr um nóttina hafi umræddir lögreglumenn haft afskipti af erlendum mönnum vegna fíkniefnagruns. Vegna þessa standi til að rannsaka síma sakborninga og yfirfara upptökur úr öryggismyndavélakerfi lögreglunnar og sé sú rannsókn á frumstigi Í ljósi ofangreinds sé það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 sé fullnægt, enda sé kærði undir rökstuddum grun um að hafa framið verknað sem fangelsisrefsing sé lögð við og að ætla megi, gangi kærði frjáls ferða sinna, að hann kunni að torvelda rannsókn málsins, s.s. með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga. Það sé því afar brýnt að lögregla fái svigrúm til að ljúka rannsókn málsins, en kærði sé sterklega grunaður um brot gegn 106. gr. og 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eigi yfir höfði sér fangelsisrefsingu verði hann sekur fundinn. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og a.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Kærði er grunaður um brot gegn 106. gr og 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa í félagi við fjóra aðra veist að lögreglu með fólskulegum hætti. Með vísan til þess sem fram kemur í greinargerð lögreglustjóra og þess sem rannsóknargögn málsins bera með sér er fallist á að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu. Rannsókn málsins er á frumstigi og fallist er á að kærði geti torveldað rannsókn málsins með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga, gangi hann laus. Er því uppfyllt skilyrði a liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Verður því fallist á kröfu um gæsluvarðhald eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 18. janúar 2008 kl. 16.00. |
Mál nr. 336/2000 | Fasteignakaup Galli Opinbert eftirlit | Með kaupsamningi 27. febrúar 1996 keypti S eignina Skeifuna 7 af J. Fljótlega eftir kaupin reis ágreiningur vegna efnda á samningnum. Samkomulag náðist um fjárhagslegt uppgjör, afsalsgerð og skaðabætur vegna meintra leyndra galla o.fl., en ekki var leyst úr ágreiningi varðandi umferðarrétt um næstu lóð. S höfðaði mál á hendur J og krafðist skaðabóta eða afsláttar, en héraðsdómur sýknaði hann. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi að J ætti að vera sýkn af bótakröfu S vegna frekari lóðarréttinda, sem fylgja hafi átt húsinu, jarðvegsskipta, verðmætisrýrnunar á fasteigninni sem rekstrareiningu, kostnaðar og taps húsnæðis við aðgengisöflun að rampi og húsnæði í kjallara auk kostnaðar við lagfæringar og frágang pípulagna í húsinu. Bótakröfu vegna ágalla á brunavörnum samkvæmt athugasemdum eldvarnaeftirlits tveimur árum eftir kaupin var einnig hafnað, enda hefði vottorð þess um ágætt ástand eldvarna í húsinu legið fyrir þegar afsal var gefið út. Talið var, að síðari aðfinnsluefni eldvarnaeftirlitsins hefðu verið á þann veg að ríkari kröfur hefðu verið gerðar þá en tveimur árum fyrr. Við þær aðstæður og með sérstöku tilliti til þess að málsaðilar höfðu gagngert samið um að óska úttektar opinberra eftirlitsaðila um eldvarnir, áður en gengið yrði frá afsali, voru þessar aðfinnslur ekki taldar vera þess eðlis að um leynda galla hefði verið að ræða. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 31. ágúst 2000. Hann krefst þess aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða sér skaðabætur að fjárhæð 28.753.163 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 16.288.238 krónum frá 21. janúar 1999 en af 28.753.163 krónum frá 16. desember 2000 til greiðsludags. Til vara krefst áfrýjandi afsláttar að sömu fjárhæð og með sömu vöxtum. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi hefur lagt nokkur ný gögn fyrir Hæstarétt og varða þau gatnagerðargjöld, jarðavegsskipti og flatarmál lóðar nr. 7 við Skeifuna í Reykjavík auk eldvarna. Þá hefur áfrýjandi lækkað fjárkröfu sína fyrir Hæstarétti um 76.800 krónur vegna breytingar á bótakröfu vegna jarðvegsskipta. I. II. Með framhaldsstefnu í héraði voru settar fram nýjar kröfur á hendur stefnda og lutu þær eingöngu að eldvarnarþáttum fasteignarinnar Skeifunnar 7. Er í héraðsdóminum gerð nánari grein fyrir þessum atriðum og matsgerð dómkvaddra matsmanna, sem áfrýjandi hlutaðist til um að fá í því skyni að skoða og meta ófullnægjandi tilhögun eldvarna í húsinu í kjölfar athugasemda eldvarnaeftirlits Reykjavíkurborgar 13. október 1998, tveimur árum eftir að viðskiptum málsaðila um húseignina lauk. Í 4. gr. kaupsamnings um Skeifuna 7 frá 29. febrúar 1996 sagði svo: „Hið selda afhendist í því ástandi sem brunamálaeftirlit gerir kröfur um vegna þeirrar starfsemi sem fram fer í húsnæðinu. Seljandi mun fá úttekt brunamálaeftirlits um athugasemdir á húsið og mun framkvæma lagfæringar samkvæmt kröfum yfirvalda á sinn kostnað fyrir 1/6 1996.” Að beiðni stefnda skoðaði Ólafur R. Magnússon eldvarnaeftirlitsmaður hluta eignarinnar, þ.e. kjallara og fyrstu hæð, og gerði 10. maí 1996 athugasemdir í átta liðum. Lutu fjórar þeirra að efni hurða og veggja að stigahúsi, rafmagnstöfluherbergi og flóttaleiðum og skyldu hurðir vera sjálflokandi. Ein athugasemd sneri að þéttingu allra leiðslu- og lagnagata milli brunahólfa og þrjár voru um handslökkvitæki, aðgengi á flóttaleiðum og neyðarlýsingu og ljósmerki í kjallara. Í kjölfar þessara athugasemda eldvarnaeftirlitsins fékk stefndi Sökkul sf. til að vinna að umkröfðum úrbótum. Hinn 22. október 1996 fór fram lokaskoðun eldvarnaeftirlitsins á húsinu og í bréfi Hjartar Gunnarssonar yfireldvarnaeftirlitsmanns til stefnda sama dag sagði eftirfarandi: „Við lokaskoðun á húseigninni Skeifan 7 þann 22.10.96 kom í ljós að búið er að uppfylla þær kröfur sem gerðar voru. Með tilliti til eldvarna er ástand húseignarinnar ÁGÆTT. Fyrir það þakkar Eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar. Það er eindregin von okkar, að yður takist að halda því ástandi framvegis.” Eins og áður greinir setti eldvarnaeftirlit Reykjavíkurborgar fram athugasemdir við áfrýjanda 13. október 1998 um ágalla á eldvörnum í Skeifunni 7 og voru þær í nítján liðum. Sjö athugasemdanna lutu að sömu atriðum og fram komu í athugasemdinni 10. maí 1996 og snertu klæðningu í stigahúsi, þéttingu leiðslu- og lagnagata, aðgengi á flóttaleiðum og opnun hurða á þeim og loks neyðarlýsingu og ljósmerki í kjallara. Sex athugaemdir voru um vöntun og fjölgun handslökkvitækja, óvirka hurðarpumpu, merkingar við brunaslöngur og slökkvitæki, aftengt brunaviðvörunarkerfi og þjálfun starfsfólks í meðferð slökkvibúnaðar o.fl. Segja má, að eftirfarandi sex athugasemdir hafi falið í sér nýjar eða auknar kröfur eldvarnaeftirlitsins: 1. Merkja skal björgunarop út á þak frá annarri hæð. 2. Hólfanir milli fyrirtækja skulu vera úr að minnsta kosti El-60 byggingarhlutum, þar með talið þak. 3. Við breytingar og endurbætur skulu allar klæðningar veggja vera í flokki 1. 4. Allar klæðningar í lofti og veggjum bakhúss austurhluta kjallara skulu vera í flokki 1. 5. Húsnæði í lið 4 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar. 6. Þak bakbyggingar skal vera „a.m.k. El-60 byggingahlutar 6 metra út frá hærra húsi.” III. Skilja verður málflutning lögmanna málsaðila fyrir Hæstarétti svo, að við sölu Skeifunnar 7 hafi einhver starfsemi farið fram nánast í öllu húsinu, en önnur og þriðja hæð þess hafi verið í útleigu. Ekki liggur ljóst fyrir, hvers vegna úttekt eldvarnaeftirlitsins í maí 1996 tók eingöngu til fyrstu hæðar og kjallara hússins en ekki allrar fasteignarinnar. Í framburði Bjarna Kjartanssonar sviðsstjóra forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir héraðsdómi kom fram, að byggingin hefði öll verið skoðuð á árinu 1991 og sömu kröfur hefðu þá verið gerðar og síðar. Af hálfu stefnda er jafnframt á það bent, að álitamál um eldvarnir, sem um er fjallað í þessu máli, varði öll fyrstu hæðina og kjallara hússins en ekki aðrar hæðir. Lögmaður áfrýjanda tók að nokkru undir það við málflutning fyrir Hæstarétti en taldi þó, að aðfinnslur eldvarnaeftirlitsins 1998 um stigahús og hurðir tækju til allra hæða. Þegar stefndi gaf út afsal fyrir húseigninni 1. nóvember 1996 lá fyrir framangreint vottorð um ágætt ástand eldvarna í húsinu. Ekki er annað fram komið en að áfrýjanda hafi sem kaupanda þess verið eða mátt vera kunnugt um, í hverju ábendingar eldvarnaeftirlitsins 10. maí 1996 höfðu falist og hvernig stefndi hafði brugðist við þeim í samræmi við skuldbindingar í kaupsamningi. Því var eðlilegt, að samningsaðilar litu svo á, að ákvæði kaupsamningsins um eldvarnir hefði verið fullnægt, en samkomulag þeirra á afsalsdegi um uppgjör og skaðabætur vegna meintra leyndra galla, sem áður er nefnt, tók ekki til krafna um brunavarnir. Aðfinnsluefni eldvarnaeftirlitsins 13. október 1998 voru á þann veg, að þau gat eftirlitið haft uppi við fyrri skoðun, ef þá hefði verið talin ástæða til, en ekki er í ljós leitt, að sérstakar breytingar áfrýjanda á húsnæðinu fyrir úttektina hafi kallað á aðfinnslur af því tagi, sem þar komu fram. Verður því að leggja til grundvallar dómi, að ríkari kröfur hafi verið gerðar af hálfu eldvarnaeftirlitsins í október 1998 en tveimur árum fyrr. Við þær aðstæður og með sérstöku tilliti til þess, að málsaðilar sömdu gagngert um það að óska úttektar opinberra eftirlitsaðila um eldvarnir, áður en gengið yrði frá afsali fasteignarinnar, verða þessar aðfinnslur ekki taldar vera þess eðlis, að um leynda galla hennar verði talið að ræða. Samkvæmt framansögðu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum áfrýjanda. Rétt þykir, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðinn verður í einu lagi, eins og nánar greinir í dómsorði. D ó m s o r ð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Áfrýjandi, Skeifan ehf., greiði stefnda, Jóni Péturssyni ehf., 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2000. I. Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 8. júní sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Skeifunni 7 ehf., kt. 460296-2429, Starmýri 2, Reykjavík, með stefnu birtri 28. júní 1999, og framhaldsstefnu, þingfestri 16. desember 1999, á hendur Jóni Péturssyni ehf., kt. 520690-1749, Bjarkargötu 4, Reykjavík. Endanlegar dómkröfur stefnanda í aðalsök og framhaldssök eru þær aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaðabætur, að fjárhæð kr. 28.829.963, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 16.365.038 frá 21.01.1999 til þingfestingardags framhaldsstefnu þann 16.12.1999, en af kr. 28.829.963 frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi afsláttar, að fjárhæð kr. 28.829.963, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af kr. 16.365.038 frá 21.01.1999 til þingfestingardags framhaldsstefnu þann 16.12.1999, en af kr. 28.829.963 frá þeim degi til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur stefnda í aðalsök og framhaldssök eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu og tildæmdur málskostnaður að mati réttarins að skaðlausu. Til vara gerir stefndi þær kröfur, að krafa stefnanda verði lækkuð samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til varna stefnda, og málskostnaður verði dæmdur á sama hátt og í aðalkröfu, en til þrautavara varðandi málskostnað, að hann falli niður. II. Málavextir: Stefndi í málinu er einkahlutafélag í eigu Jóns Péturssonar húsgagnasmíðameistara og eiginkonu hans, Jódísar Vilhjálmsdóttur. Á árinu 1964 fékk Jón Pétursson úthlutað lóðinni nr. 7 við Skeifuna í Reykjavík. Á árunum 1965-1966 var byggt á lóðinni 800 fermetra hús á tveimur hæðum, 400 fermetrar hvor hæð. Tíu árum síðar var byggt þar 1600 fermetra hús á tveimur hæðum, 800 fermetrar hvor hæð, en því lauk, að sögn stefnda, með byggingu verkstæðishúss, sem er lágreistari hluti hússins. Árið 1985 var síðan byggt hús á fjórum hæðum, 285 fermetrar hver hæð, og síðar á níunda áratugnum glerhýsi, u.þ.b. 60 fermetrar, sunnan megin fyrstu hæðar. Mynda þessir eignarhlutar eignina nr. 7 við Skeifuna í Reykjavík. Jón Pétursson rak þar innréttingaverkstæði og kveður bygginguna hafa verið lagaða að rekstri sínum. Um miðjan níunda áratuginn hætti Jón Pétursson rekstri fyrirtækisins, sem hann seldi, en leigði stærstan hluta hússins undir óbreyttan rekstur. Í lok níunda áratugarins var rekstri trésmíðaverkstæðis hætt í húsinu og það leigt í smærri einingum. Á eignarhaldstíma sínum sótti stefndi, ásamt eiganda Skeifunnar 9, um stækkun beggja lóða og breytingu á lóðamörkum, en samfara því hugðist stefndi, að sögn, fá leyfi til að byggja ofan á hluta eignarinnar, þ.e. háreistara húsið, sem hann kveður hafa verið með bráðabirgðaþak frá upphafi. Kveður stefndi erindi um stækkun lóðar hafa fengið jákvæða umsögn í skipulagsnefnd, en því máli hafi ekki verið lokið, þegar eignarhaldstíma stefnda á húsinu lauk. Með kaupsamningi, dags. 27. febrúar 1996, keypti stefnandi eignina Skeifuna 7, Reykjavík af stefnda, Jóni Péturssyni ehf. Samkvæmt samþykktu kauptilboði skyldi verð eignarinnar vera kr. 160.000.000, en var síðan lækkað í kaupsamningi með því að kaupendur sæju um greiðslu þóknunar til fasteignasölunnar, kr. 2.000.000, og var endanlegt kaupverð samkvæmt kaupsamningi því kr. 158.000.000. Við kaupin lágu fyrir teikningar af húsinu, svo og skipulagsuppdráttur af lóð, dags. 27. apríl 1992, áritaður af skipulagsnefnd 11. maí 1992, sem sýnir uppdrátturinn m.a. afmörkun lóða milli Skeifunnar 5, 7 og 9 og fyrirkomulag bílastæða á lóðunum nr. 7 og 9. Í áritun á teikningunni er vísað til bréfs stefnda og Höldurs hf., sem var eigandi meirihluta hússins nr. 9 við Skeifuna. Ágreiningur reis með aðilum fljótlega eftir kaupin vegna meintra galla vegna leka í húsinu og vegna meints umferðarréttar um lóð hússins nr. 9, sem stefnendur halda fram, að stefndi hafi ábyrgzt þeim að væri fyrir hendi. Þann l. nóvember 1996 gerðu aðilar samkomulag um fjárhagslegt uppgjör og útgáfu afsals um húsið. Felur samkomulagið í sér afslátt seljanda af kaupverði, að fjáhræð kr. 1.600.000, “vegna meintra leyndra galla á eigninni, auk annmarka og um afslátt vegna tapaðrar leigu”, eins og það er orðað í samningnum. Er tekið fram, að greiðslan sé fullnaðargreiðsla samkomulagsfjárhæðar allra krafna kaupanda, og sé hún innt af hendi án viðurkenningar á greiðsluskyldu. Jafnframt er í samkomulaginu tekið fram, að ágreiningur sé um umferðarrétt, og áskilur kaupandi sér rétt til að hafa uppi bótakröfur vegna kostnaðar, sem hann kunni að verða fyrir vegna aðgerða til að fá umferðarréttinn staðfestan, og viðbótarafsláttar eða skaðabóta, fáist umferðarréttur ekki staðfestur. Að lokum er í samkomulaginu yfirlýsing seljanda um, að hann telji sig ekki ábyrgan eða bótaskyldan vegna þessa. Ágreiningur aðila í máli þessu lýtur að framangreindum umferðarrétti. Stefnandi telur sig hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni vegna hins meinta, skerta umferðarréttar, m.a. formi tapaðrar leigu og vegna niðurrifs á glerskála, sem nauðsynlegt hafi verið til að greiða fyrir umferð við húsið. Þá greinir aðila á um, hvort lóðarskiki norðan hússins, í eigu Reykjavíkurborgar, hafi verið seldur með fasteigninni, og enn fremur hvort stefnandi hafi lýst því yfir við stefnendur, að búið væri að malbika og ganga frá talsverðum svæðum austur og norður af húsinu, til að auðvelda hinn umdeilda umferðarrétt, og jafnframt að skipta um jarðveg á stórum hluta af ófrágenginni lóð norður af húsinu. Þá greinir aðila á um bótaskyldu stefnda vegna meintra, leyndra galla vegna frágangs á pípulögnum í húsinu og loks um bótaábyrgð stefnda vegna ófullnægjandi eldvarna í húsinu. Stefnendur kveða lóð hafa verið þannig frágengna, þegar þeir skoðuðu fasteignina, að opið hafi verið milli lóða nr. 7 og 9 og bílastæði við bæði húsin opin milli lóðanna, þar sem búið hafi verið að ganga frá henni. Ljóst hafi verið af teikningum, að umferð í kring um húsið nr. 7 hafi ekki verið tæk, nema með akstri yfir lóð nr. 9. Fasteignasalar þeir, sem sáu um sölu hússins, Arnar Sölvason og Jón Sandholt hjá Firmasölunni ehf., hafi staðfest bréflega yfirlýsingar stefnanda um umferðarrétt yfir lóð hússins nr. 9. Í júlí 1996 hafi eigendur Skeifunnar 9 komið fyrir “búkkum” og kyrrstæðum bílum inni á lóð Skeifunnar 7 og lokað þannig fyrir alla umferð milli lóðanna. Lokunin hafi einnig haft þau áhrif, að aðgangur að “rampi” eða niðurkeyrslu í kjallara húsnæðisins í norð-austurhorni þess hafi algerlega lokazt, þannig að ekki hafi verið hægt að komast að honum á flutningabílum. Stefnandi hafi þegar í stað gert athugasemdir við þetta við Höld hf., eiganda Skeifunnar 9. Með bréfi lögmanns þess aðila, dags. 16. júlí 1996, hafi umdeildum umferðarrétti verið harðlega mótmælt af hálfu eigenda Skeifunnar 9. Þeir hafi hins vegar fært lokunina til, þannig að hún hafi verið á teiknuðum lóðarmörkum lóðanna, og hafi þannig aftur opnazt aðgangur að rampi yfir lóðina nr. 9, sem látinn hafi verið átölulaus, þó ekki væri skjalfest heimild eða réttur til þess aðgangs. Í framhaldi af áðurgreindu samkomulagi aðila, kveðast stefnendur hafa leitað til Borgarskipulags, Umferðardeildar borgarverkfræðings og fleiri aðila um gögn og upplýsingar um úrræði í málinu. Hafi virzt ljóst, miðað við þau gögn, sem fyrir lágu, að stefndi og eigendur Skeifunnar 9 hefðu á sínum tíma óskað eftir stækkun lóðanna og ýtt á eftir því við borgina með bréfaskriftum í sameiningu. Jafnframt hafi komið í ljós, að umferð hefði tíðkazt milli lóðanna með munnlegu samkomulagi milli eigenda nr. 7 og 9, allt þar til nýir eigendur komu að húseigninni, en þá hafi tækifærið verið notað til að loka fyrir umferð. Leitað hafi verið til eigenda Skeifunnar 9 um samninga og sáttatilraunir, þannig að komast mætti að niðurstöðu um hugsanleg kaup á umferðarrétti, eða umferðarrétt annars staðar yfir lóð nr. 9, þannig að umferðarmál við Skeifuna 7 yrðu leyst. Allan þann tíma, sem þessar samningaumleitanir stóðu yfir, hafi verið verulegt umferðarálag og óþægindi af umferð við Skeifuna 7, þar sem viðskiptavinir og starfsmenn rekstrar í húsinu hafi nú þurft að fara norður fyrir húsið, snúa þar við og aka til baka, þannig að tvístefna myndaðist vestan megin við húsið á mjög þröngum kafla. Aðgangur að rampi hafi verið ótryggur, því engin loforð hafi verið gefin um áframhaldandi aðgang að honum. Ekki hafi þó verið komið í veg fyrir aðganginn með sérstökum aðgerðum. Hins vegar hafi verið ljóst, eftir að glerhýsi hafði verið bætt framan á húsið, sem samþykkt var af byggingafulltrúa 27. ágúst 1994 og byggt af stefnda, að ómögulegt hafi verið fyrir stærri flutningabíla að komast að rampinum af lóð Skeifunnar 7, þar sem þurft hafi að taka mjög þrönga beygju við norðausturhorn hússins. Eina færa leiðin hafi verið yfir lóð Skeifunnar 9. Leigjendur í húsinu hafi verið mjög óánægðir og órólegir vegna hinnar breyttu umferðar um lóðina og umferðaröngþveiti, þegar verst láti. Sumarið 1998 hafi stærsti leigjandinn, líkamsræktarstöðin Stúdíó Ágústu og Hrafns, sagt upp leigunni, enda hafi viðskiptavinum vart verið bjóðandi upp á þær aðstæður, sem mynduðust, þegar leikfimigestir hafi reynt að komast til og frá staðnum, vegna takmarkaðs rýmis til að hafa tvístefnu vestan megin við húsið. Hafa stefnendur því orðið fyrir óþægindum og tjóni vegna þessa. Stefnendur kveðast hafa fengið löggiltan fasteignasala til að gefa umsögn um áætlaða verðmætisrýrnun á húsinu sem skrifstofu- og verzlunarhúsnæði í rekstri, vegna hinna breyttu og verri skilyrða til aðgengis, einkum að norðurhlið hússins, þar sem margs konar starfsemi sé rekin. Niðurstaða hans hafi verið, að um 15% verðrýrnun væri að ræða á þeim leigurýmum, sem þetta hafi mest áhrif á. Eftir að leiguhúsnæði líkamsræktarstöðvarinnar var rýmt, hafi verið ráðizt í lagfæringar og breytingar á húsnæðinu. Meðal annars hafi glerhýsi að framan verið fjarlægt, en það hafi verið eina leiðin til að tryggja aðgang að rampi og lagerhúsnæði í kjallara. Þýði þetta, að ný framhlið komi á húsið að sunnanverðu og húsnæðið minnki sem glerhýsinu nemi, eða um 64 m2. Töluverður kostnaður sé einnig við að fjarlægja glerhýsið og setja nýja framhlið á húsið. Stefnandi kveður í ljós hafa komið við lagfæringar og breytingar á húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar, að pípulögnum í húsinu sé verulega ábótavant, hvað varði skipulag, mælagrindur, frágang og tengingar. Hafi pípulagningameistarar þeir, sem um lagfæringar sáu, lent í verulegum vandræðum við að finna út úr því, hvaða lagnir tilheyrðu hvaða rými, þar sem augljóslega hefði verið tengt fram og til baka, án þess að merkingum væri breytt eða þær lagfærðar. Hafi verið um að ræða ólöglegar tengingar, m.a. þar sem hitalagnir fyrir ofna voru teknar út af neyzluvatnslögnum. Hafi kostnaður við verkið stóraukizt vegna þess aukna tíma, sem þurft hafi að verja til að finna út úr lögnum, sem ekki hafi verið settar upp samkvæmt lagnateikningum og augljóslega bætt við og breytt að auki. Fyrir liggi, að teikna þurfi upp lagnakerfi á nýtt og lagfæra það, svo það uppfylli kröfur og reglur, sem gerðar séu um slík kerfi. Sé því krafizt bóta fyrir þann aukakostnað, sem þetta hafi valdið stefnanda fram til þessa tíma. Framhaldsstefna í málinu lýtur eingöngu að eldvarnamálum. Stefnandi kveður, við kaupin hafi verið sérstaklega áskilið af sinni hálfu, og ákvæði um það sett í kaupsamning, að brunavarnir í húsinu yrðu lagfærðar og komið í það ástand, sem "brunamálaeftirlit" gerði kröfu um. Eldvarnaeftirlit hafi gefið út vottorð þann 22.10.1996, um að ástand eldvarna í húsinu væri "ágætt". Við skoðun Eldvarnaeftirlits þann 13.10.1998 hafi verið gerðar töluverðar athugasemdir, sem margar hverjar hafi virzt beinast að grunnþáttum hússins og byggingarefni. Við nánari skoðun, sem Þorsteinn Egilsson, tæknifræðingur framkvæmdi fyrir stefnendur, hafi komið í ljós, að við byggingu hússins virðist hafa verið brotið verulega gegn teikningum, byggingareglugerð og brunavarnareglugerð, sem gildandi voru á þeim tíma. Hafi þessi þáttur málsins verið tekinn sérstaklega til skoðunar, með því að óskað hafi verið eftir mati dómkvadds manns á þessum göllum sérstaklega og kostnaði við að bæta úr þeim. Þann 11. júní 1999 hafi Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari verið dómkvaddur til matsins. Vegna þess hve umsvifamikið mál þetta sé, hafi þann 27. ágúst 1999 verið tilnefndur annar matsmaður, Árni Árnason, verkfræðingur, til að framkvæma hið umbeðna mat, ásamt Magnúsi Guðjónssyni. Matsgerðin hafi legið fyrir þann 30. nóvember 1999. Haldnir hafi verið tveir matsfundir með aðilum og lögmönnum þeirra, þar sem aðilar gátu komið með ábendingar sínar og skýringar. Niðurstaða matsmannanna sé sú, að um alvarlega galla sé að ræða, og að fasteignin uppfylli ekki reglur um brunavarnir. Hafi matsmenn leitazt við að meta kostnað við að koma húsinu í viðunandi horf, þannig að það myndi uppfylla kröfur reglugerða um brunavarnir, miðað við það ástand, sem fasteignin var í, þegar salan átti sér stað, og miðað við þær samþykktu teikningar, sem þá lágu fyrir, og þær reglugerðir, sem þá voru í gildi. Ekki hafi verið metnar þær úrbætur á þeim byggingarhlutum, sem sannarlega voru fjarlægðir, eftir að salan átti sér stað. Alls hafi verið lagt mat á 9 verkliði. Heildarkostnaður við að bæta úr umræddum göllum fasteignarinnar hafi verið metinn á kr. 11.987.690 með virðisaukaskatti, miðað við verðlag í nóvember 1999. Stefndi kveður hafa verið um það samið, samkvæmt kaupsamningi aðila, að hið selda afhentist í því ástandi, sem það var í, og uppfyllt yrðu skilyrði, sem brunamálaeftirlit gerði kröfu um vegna þeirrar starfsemi, sem rekin væri í húsinu að Skeifunni 7, Reykjavík. Stefndi skyldi fá úttekt brunamálaeftirlits um athugasemdir á húsið, og hafi hann átt að framkvæma lagfæringar samkvæmt kröfum yfirvalda á sinn kostnað fyrir 01.06.1996, en sá frestur hafi síðar verið framlengdur. Í samræmi við þá skuldbindingu, sem stefndi tókst á hendur í kaupsamningi sínum, hafi hann óskað eftir upplýsingum frá eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Reykjavíkur um, hvaða lagfæringar væru nauðsynlegar á húsinu. Á árinu 1996 hafi verið unnið því að gera nauðsynlegar lagfæringar og breytingar á húsinu, sem hafi lokið við lokaskoðun Eldvarnaeftirlits. Þann 22.10.1996 hafi stefndi fengið staðfestingu Eldvarnaeftirlits á því, að búið væri að uppfylla kröfur, sem gerðar hafi verið við lokaskoðun. Þá hafi jafnframt verið staðfest, að ástand eldvarna í eigninni væri ágætt, og hafi stefndi þar með lokið samningsbundinni skyldu sinni til að afhenda húsið í samræmi við kröfur yfirvalda. Þann 01.11.1996 hafi verið gengið til afsalsgerðar fyrir eigninni, og á sama tíma hafi verið gengið frá samkomulagi aðila um uppgjör og bætur vegna meintra leyndra galla. Hafi í því samkomulagi verið samið um fullar og endanlegar bætur eða afslátt vegna meintra krafna kaupanda varðandi ástand eignarinnar við gerð kaupsamnings og annarra atvika, sem kaupandi hafi talið, að gæti veitt rétt til afsláttar eða bóta. Um fullnaðaruppgjör hafi verið að ræða, sem hafi tekið til allra þátta samskipta aðila, að undanskildum ágreiningi aðila málsins varðandi meintan umferðarrétt yfir lóð næstu eignar. Samfara uppgjöri þessu og samkomulagi hafi verið gengið frá afsali. Eign sú, sem um ræði, hafi verið seld fyrir 158.000.000. Veittur afsláttur við gerð samkomulags hafi verið kr. 1.600.000, og nú krefjist stefnandi í aðal- og framhaldssök bóta eða afsláttar að fjárhæð kr. 28.829.000, þannig að heildar afsláttur verði kr. 30.400.000, eða um það bil 20% af kaupverði hinnar seldu eignar. III. Málsástæður stefnanda í aðalsök og framhaldssök: Stefnandi kveður einkahlutafélagið Skeifuna 7 hafa verið stofnað sérstaklega til að kaupa eignina að Skeifunni 7, Reykjavík. Eignin hafi verið keypt til fasteignarekstrar, þ.e. til útleigu fyrir skrifstofu- og verzlunarhúsnæði og undir aðra starfsemi, sem reka megi í húsinu. Stefnandi hafi fjármagnað kaupin með hliðsjón af ákveðnum forsendum, og hafi upplýsingar um leigutekjur legið til grundvallar. Þannig hafi mjög ákveðin forsenda stefnanda fyrir kaupunum verið sú, að verðmæti hússins væri metið sem 7 ára leigutekjur, og hafi stefndi verið fullkomlega upplýstur um þá forsendu stefnanda. Í því skyni hafi stefndi lagt fram upplýsingar um árlegar leigutekjur af húsinu síðustu ár fyrir kaupin, og hafi kaupverð verið ákveðið með hliðsjón af því. Stefnandi hafi talið sig vera að kaupa þau lóðarréttindi, sem sýnd hafi verið á teikningu, og stefndi hafi lýst yfir, að væru fyrir hendi. Hluti hafi þó verið ómalbikaður norðan megin hússins. Hafi þetta verið veruleg forsenda varðandi aðgengi og bílastæði við húsið, til þess að útleiga á húsnæði undir ýmsa starfsemi gæti verið í öllum hlutum hússins. Yfirlýsingar stefnda sem seljanda, meðan á samningaferli um kaup á eigninni stóð, ásamt þeim forsendum, sem stefnandi, sem kaupandi eignarinnar, hafi lagt til grundvallar og upplýst stefnda um, séu mikilvæg atriði varðandi afmörkun þeirra galla, sem síðar hafi komið í ljós á fasteigninni og lóðarréttindum hennar. Auk almennra, áskildra kosta, sem fasteignin hafi átt að hafa, svo sem þeirra, að eignin væri byggð í samræmi við gildandi byggingareglugerðir og teikningar, hafi verið sérstaklega áskilið, að brunavarnir væru í lagi, og seljandi hafi fengið ákveðinn frest til að uppfylla þá kröfu. Við þann frágang hafi Eldvarnaeftirlit virzt hafa verið leynt ýmsum vanköntum, sem ekki hafi sézt við venjulegt eftirlit og skoðun. Augljósar forsendur stefnanda fyrir kaupum, sem jafnframt hafi verið staðfestar með yfirlýsingum stefnda, hafi varðað umferðarrétt og aðgengi að húsinu, þ.e. aðgang að rampi, og hringakstur í kring um húsið. Upplýsingar um jarðvegsskipti og lóðarstærð, samkvæmt teikningu frá 1992, hafi augljóslega haft áhrif á ákvörðun stefnanda varðandi verð fyrir eignina. Allt þetta hafi stefnda verið og mátt vera fullkomlega ljóst, enda hafi aðaleigandi stefnda verið byggjandi hússins, og hafi hann rekið starfsemi í því, fyrst í eigin nafni en síðan í nafni hlutafélagsins, frá byggingu þess. Bótakrafa vegna lóðarréttinda sem fylgja áttu húsinu: Stefnandi kveður vera um að ræða lóðarhluta að norðanverðu, sem stefndi hafi ekki fengið úthlutað og ekki greitt af gatnagerðargjöld, en hafi gefið stefnanda upplýsingar um, að væru hluti af lóðarréttindum eignarinnar að Skeifunni 7. Um sé að ræða 1152,75 m2, samkvæmt mæliblaði Þorsteins Egilssonar tæknifræðings. Gatnagerðargjald sé, samkvæmt upplýsingum Reykjavíkurborgar, reiknað af 40% þeirrar stærðar, eða 461 m2, og sé kr. 5.048 pr. m2, eða samtals kr. 2.327.128, sem stefnendur þurfi að greiða, en þeir hafi sótt um að fá þessari viðbótarlóð úthlutað, þar sem þeir þurfi að nýta hana til bílastæða og hafi talið sig hafa keypt hana af stefnda. Stefndi hafi því valdið stefnanda tjóni með sviksamlega rangri upplýsingagjöf sinni og krefjist stefnandi bóta úr hendi stefnda, sem nemi því tjóni. Samtals sé bótakrafa stefnanda vegna þessa liðar kröfunnar kr. 2.327.128. Bótakrafa vegna jarðvegsskipta á norðurhluta lóðar: Stefnandi hafi verið upplýstur um það af stefnda við kaupin, að skipt hefði verið um jarðveg í lóð norðan megin við húsið, þar sem var malarsvæði, og væri það tilbúið til malbikunar. Raunin hafi verið sú, að einungis þunnt yfirborðslag hafi verið af möl, sbr. dskj. nr. 17. Þessi hluti lóðarinnar sé, samkvæmt mælingum Þorsteins Egilssonar tæknifræðings, 565 m2 að stærð. Kostnaður við jarðvegsskipti sé, samkvæmt yfirlýsingu hans á dskj. nr. 16, áætlaður kr. 1.600 pr. m2, sem þýði kostnað fyrir stefnendur, alls kr. 904.000, við að koma þessum lóðarhluta í það ástand, sem hann hafi átt að vera í við kaupin. Stefndi hafi valdið stefnanda þessu tjóni með röngum og sviksamlegum upplýsingum við kaupin, og krefjist stefnandi bóta, sem því nemi, úr hendi stefnda. Samtals sé því bótakrafa stefnanda vegna þessa liðar kröfunnar kr. 904.000. Bótakrafa vegna verðmætisrýrnunar á fasteigninni sem rekstrareiningar: Við kaupin hafi stefndi gefið yfirlýsingar um aðgengi og umferðarrétt í kring um húsið. Uppdráttur af lóð frá maí 1992 sýni augljóslega, að gert sé ráð fyrir umferð í kring um hús nr. 7, yfir lóð nr. 9. Samsvarandi aðstæður hafi verið við skoðun stefnenda á fasteigninni. Búið hafi verið að ganga frá lóð þannig, að umferð hafi verið í kring um húsið, yfir lóð nr. 9, og hafi stefndi bent sérstaklega á, að hann hefði annazt malbikun hluta lóðar nr. 9 til að greiða fyrir umferð þar yfir. Eins og áður sé lýst, hafi umferð verið lokað milli lóðanna af hálfu eigenda Skeifunnar 9. Ekki sé fyrir hendi lögvarin krafa um umferðarrétt, og stefnendur hafi orðið fyrir verulegum óþægindum og röskun, vegna slæms aðgengis og vandamála við umferð um húsið, einkum að norðurhlið þess. Stefnendur hafi reynt að komast að samkomulagi um kaup eða langtímaleigu á umferðarrétti yfir lóð hússins nr. 9, en því hafi alfarið verið hafnað. Stefnendur hafi fengið mat löggilts fasteignasala um verðmætisrýrnun, sem þessi óþægindi, vandamál við umferð og skerðing á bílastæðarými valdi í rekstri hússins. Liggi yfirlýsing hans frammi á dskj. nr. 20, og komi þar fram, að áætla megi 15% verðrýrnun í útleigu á þeim einingum, sem séu norðan megin í húsinu og nánar séu merktar inn á teikningar á dskj. nr. 21. Á fylgiskjali með kaupsamningi aðila, dskj. nr. 3, komi fram, hver leiga sé fyrir hverja einingu og áætluð leiga þeirra hluta, sem ekki séu í leigu. Jafnframt komi fram, hverjar forsendur kaupenda hafi verið fyrir kaupunum, þ.e. að 7 ára leiguvirði eignarinnar næmi verðmæti hennar. Heildarleiga fyrir þau bil (sic í stefnu), sem fasteignasali telji hafa rýrnað að verðmæti, sé kr. 550.252 á mánuði, samkvæmt dskj. nr. 21. Á ársgrundvelli sé því rýrnun verðmætis kr. 990.454. Miðað við þær forsendur, sem legið hafi fyrir um kaupverð og verðmæti hússins við kaup, sem tekið hafi mið af 7 ára verðmæti leigutekna, sé eðlilegt, að bótakrafa miðist við að bæta 7 ára verðmætarýrnun. Sú fjárhæð sé kr. 6.933.175, og sé bótakrafa stefnanda vegna mats á tjóni hans af þessum þætti málsins, vegna vanefnda og sviksamlegra rangra upplýsinga stefnda. Samtals sé því bótakrafa stefnanda vegna þessa liðar kröfunnar, kr. 6.933.175. Bótakrafa vegna kostnaðar og taps húsnæðis við aðgengisöflun að rampi og húsnæði í kjallara: Aðgengi að rampi, til flutnings og losunar vara í lagerhúsnæði í kjallara, hafi verið í uppnámi, allt frá því að lokað var fyrir umferð á lóðarmörkum. Eigendur Skeifunnar 9 hafi látið átölulaust, eftir að lokun var færð frá rampinum á nýjan leik, að flutningabílar keyrðu yfir lóð þeirra. Þeir hafi hins vegar alfarið neitað að semja um varanlegt aðgengi þarna að og geti í raun lokað fyrir það með hindrun á lóðarmörkum, hvenær sem sé. Því hafi stefnendum verið nauðsynlegt að útbúa aðgengi innan lóðar nr. 7 að umræddum rampi, þannig að flutningabílar kæmust óhindrað að honum. Í því skyni hafi verið nauðsynlegt að fjarlægja glerhýsi, sem bætt hafði verið framan á húsið árið 1994 af stefnda, þannig að næðist að keyra og beygja niður í rampinn frá lóð nr. 7. Bótakrafa stefnanda vegna þessa þáttar miðist því við kostnað við að fjarlægja þennan hluta eignarinnar og setja nýja framhlið á húsið, auk frágangs á plani þar við, og sé staðfest með reikningum þeirra aðila, sem að því unnu, samtals kr. 2.847.137. Enn fremur tapi stefnandi hluta leiguhúsnæðis við þessar breytingar, samtals 64 m2, sbr. teikningar, sem liggi frammi á dskj. nr. 21 og sýni glerhýsið. Leiguverð pr. m2 á þessum hluta hússins hafi verið kr. 45.000, og sé bótakrafa vegna taps á leiguhúsnæði því kr. 2.880.000. Samtals sé því bótakrafa stefnanda vegna þessa liðar kröfunnar kr. 5.727.137. Bótakrafa vegna aukins kostnaðar við lagfæringar og frágang pípulagna í húsinu: Samkvæmt reikningum pípulagningaþjónustu hafi 295 tímar farið í verk við lagfæringar á pípulögnum í húsnæðinu, sem áætlað hafi verið, að tæki 70-80 tíma. Ástæða þess, samkvæmt yfirlýsingu Pípulagna Finnboga Guðmundssonar, sem liggi frammi á dskj. nr. 25, sé sú, að kerfið hafi ekki verið í samræmi við lagnateikningar og ólöglegt að öllu leyti, illa og ranglega merkt, ólöglega frágengið og þörf á heildarlagfæringu á kerfinu öllu. Sé bótakrafa stefnanda því, vegna þessa þáttar, að svo stöddu fyrir 200 tíma vinnu pípulagningamanns, samkvæmt reikningum, sem telja verði hóflegt og alfarið á ábyrgð stefnda í málinu, þar sem hann beri ábyrgð á húsinu, sem byggjandi þess og seljandi, enda séu þetta atriði, sem varði við lög. Reiknað sé með dagvinnukaupi á tímann, kr. 1.902, auk virðisaukaskatts, kr. 466, eða samtals kr. 2.368 á tímann. Heildarbótakrafa stefnanda vegna þessa liðar kröfunnar sé því kr. 473.598, og áskilinn sé réttur til að krefjast bóta til viðbótar, vegna lagfæringar og frágangs teikninga af kerfinu, samkvæmt mati sérfróðra manna. Bótakrafa vegna galla á brunavörnum og krafa Eldvarnaeftirlits: Stefnandi kveður dómkröfu sína í framhaldssök byggjast á matsgerð dómkvaddra matsmanna, sbr. dskj. nr. 52, er snúi að eldvarnamálum í eigninni Skeifunni 7, Reykjavík. Stefnandi kveðst eiga bótakröfur á hendur stefnda vegna leyndra galla, sem séu á eigninni, miðað við þau gögn, sem fyrir liggi um frágang byggingarinnar og innviði, byggingarefni og brunavarnafrágang. Um sé að ræða atriði, sem ekki hafi sézt við venjulega skoðun, hvorki Eldvarnaeftirlits né kaupenda, og hafi verið andstæð samþykktum teikningum, brunavarnakröfum og byggingareglugerð, en sem seljanda hljóti að vera fullkunnugt um, sem byggjanda hússins og eiganda í tugi ára. Taka verði fram, að fyrirsvarsmaður stefnda, Jón Pétursson, sé sérfróður maður á byggingasviði og sé þess vegna vel kunnugt um, hvaða kröfur bygging þurfi að uppfylla til þess að uppfylla reglur um brunavarnir. Samkvæmt matsgerð, dskj. nr. 52, sé um verulega galla að ræða, sem ekki hafi verið unnt að sjá við venjubundna skoðun. Í matsgerðinni komi fram, að matsmennirnir telji brunavarnir bygginga vera sérhæft fagsvið, sem tiltölulega fáir hafi umtalsverða þekkingu á. Telji þeir, að gallarnir, sem hér um ræði, séu þess eðlis, að ekki sé hægt að ætlast til þess, að ósérfróðir menn komi auga á þá við venjulega skoðun og án þess að leita aðstoðar sérfræðinga. Þannig hafi það verið ómögulegt fyrir stefnanda máls þessa að sjá þessa galla, enda um leynda galla að ræða. Aftur á móti hafi matsmennirnir talið, að gera mætti þá kröfu til sérfræðinga á vegum byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirlits, sem eigi að hafa sérþekkingu á málum sem þessum, að þeir gætu merkt galla sem þessa. Þó yrði að taka tillit til þess, að skoðanir á vegum þessara aðila séu oft gerðar af einstaklingum, sem ekki séu tæknimenntaðir og hafi takmarkaða sérþekkingu á brunavörnum bygginga og því oft hæpið að kalla þá sérfræðinga. Matsmenn hafi verið beðnir um að taka fasteignina út með það í huga, hvort hún uppfyllti þær reglur, sem giltu um brunavarnir, þegar kaup aðila fóru fram. Í matsgerðinni komi fram, að fasteignin uppfyllti ekki þær kröfur, sem giltu á þeim tíma, samkvæmt brunamálareglugerð nr. 269/1978 um brunavarnir og brunamál. Í matsgerðinni séu tilteknir 9 verkliðir, þar sem fram komi gallar, sem bæta þurfi úr. Verkliðir þessir varði burðarvirki hússins, þak yfir 1. hæð, klæðningar í loftum og veggjum, brunahólfandi veggi, brunahólfandi hurðir og glugga, göt í gólfi á 1. hæð, reyklosun í stigahúsi, þéttingar með lögnum og að síðustu neyðarútgang. Vísist til matsgerðarinnar, hvað varði lýsingar á því, hvað sé að, og hvað þurfi að bæta. Ljóst sé, að hér sé um umfangsmikla galla að ræða, sem eigandi og byggjandi hússins beri ábyrgð á samkvæmt lögum og reglugerðum. Fjárhæð bótakröfunnar byggi stefnandi á kostnaðarmati matsgerðarinnar, sem miðist við verðlag í nóvember 1999 með vsk. á efni og vinnu. Verkliður Efni Vinna Alls 1. Burðarvirki 1.279.810 1.802.220 3.082.030 2. Þak yfir l.hæð 307.500 352.500 660.000 3. Klæðningar lofta 544.200 1.534.200 2.078.400 4. Brunahólfandi veggir 1.116.500 2.081.000 3.197.500 5. Brunahólfandi hurðir/gluggar 1.647.000 623.000 2.270.000 6. Göt í gólfi 88.320 121.440 209.760 7. Reykræstiop í stigahúsi 140.000 95.000 235.000 8. Brunaþéttingar 45.000 40.000 85.000 9. Neyðarútgangur 80.000 90.000 170.000 Samtals með vsk. 5.248.330 6.739.360 11.987.690 Kostnaður við matsgerðina nemi kr. 477.235 samkvæmt framlögðum reikningum á dskj. nr. 53-55. Heildarbótakrafa stefnanda í framhaldssök sé því kr. 12.464.925. Bótakrafa stefnanda byggi einkum á lögjöfnun frá 2. mgr. 42. gr. kaupalaga nr. 39/1922, auk almennra reglna og langrar dómvenju um ábyrgð seljanda á áskildum kostum og almennum kostum húsnæðis í fasteignakaupum. Fasteignin hafi ekki uppfyllt reglugerð um brunavarnir og brunamál nr. 269/1987, sbr. matsgerð, en eigandi mannvirkis sé ábyrgur fyrir því, að það fullnægi kröfum um brunavarnir, sem fram séu settar í lögum og reglugerðum um bygginga- og brunamál, sbr. m.a. 18. gr. laga um brunavarnir og brunamál nr. 41/1992. Stefndi hafi gefið rangar upplýsingar og villandi, leynt atriðum sem máli skiptu, leynt kaupanda göllum á húsinu og ástandi þess, auk þess sem um hafi verið að ræða vanheimild hans að lóð, sem hann hafi lýst yfir og lagt fram uppdrátt um, að fylgdi með. Stefnandi hafi á hverjum tíma látið vita og kvartað, strax og gallar hafi komið fram, eða upplýsingar komið fram um rangar yfirlýsingar stefnda. Gallar þeir, sem síðast komu fram, varðandi eldvarnarkröfur og pípulagnir, hafi ekki komið í ljós, fyrr en farið var að breyta húsnæði og fjarlægja innréttingar og vinna í breytingum á pípulögnum. Bótakrafa stefnanda nemi í heild á þessu stigi, í aðalsök og framhaldssök, kr. 28.829.963, eða 18% af upphaflegu kaupverði eignarinnar. Ljóst sé, að um töluvert tjón sé að ræða, og allir þeir gallar, sem komið hafi fram, og vanefndir, sem orðið hafi, séu atriði, sem stefnandi hafi ekki mátt búast við og hafi engan veginn getað séð við kaupin. Eignin hafi því ekki haft þá áskildu kosti, sem hún átti að hafa og kaupandi hafi mátt búast við. Alfarið sé hafnað þeim rökum, sem fram komi í bréfi lögmanns stefnda í janúar 1999, að stefnandi og þeir, sem að honum standi, séu einhvers konar sérfræðingar í fasteignarekstri og fasteignakaupum. Stefnandi sé félag, sem eigendur þess hafi stofnað sérstaklega til að kaupa umrædda eign, og sé hún eina eignin, sem félagið eigi. Framkvæmdastjóri og stjórnarmenn stefnanda starfi við heildverzlun og innflutning, m.a. á barnamat. Stefnda beri að bæta stefnanda það mikla tjón, sem hann hafi valdið honum samkvæmt framangreindum reglum. Réttarvenja á þessu sviði sé langvarandi og rík og byggi á ítrekuðum dómafordæmum. Framhaldsstefna stefnanda styðjist við 29. gr. laga nr. 91/1991, þar sem skilyrði 27. gr. sömu laga séu uppfyllt. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, en krafa um virðisaukaskatt af honum sé reist á lögum nr. 50/1988. Stefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og beri því nauðsyn á að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu. Málsástæður stefnda í aðalsök og framhaldssök: Stefndi krefst aðallega sýknu, en til vara lækkunar krafna. Varðandi tölulega kröfugerð málsins, séu allar kröfur stefnanda í málinu áætlaðar af honum sjálfum og að litlu leyti lögð fram gögn, sem máli geti skipt um mat á þessum kröfum, sem og upplýsingar úr bókhaldi, sem mögulega hefðu getað aðstoðað stefnda við að meta réttamæti krafna stefnanda. Í engu tilviki í aðalsök hafi stefnandi aflað sér matsgerðar dómkvaddra manna til sönnunar meintu tjóni sínu. Stefndi kjósi þó ekki að gera frávísunarkröfu af þessum sökum, þar sem hann sé orðinn langþreyttur á nýjum og nýjum ágreiningsmálum við stefnanda og telji sér hag í að fá niðurstöðu í sem flestum þáttum ágreiningsins. Hvort dómari treysti sér til að taka efnislega á málinu, þrátt fyrir þessa annmarka, verði hins vegar að koma í ljós. Meginkrafa stefndu í málinu sé um sýknu af öllum kröfum stefnanda. Byggi sú krafa stefnda í meginatriðum á því, að eign sú, sem um ræði, hafi verið afhent í samningsbundnu ástandi, þannig að ekki sé grundvöllur fyrir kröfum samkvæmt 42. gr. kpl. nr. 39/1922 í málinu, og hann hafi, sem seljandi, sinnt upplýsingaskyldu sinni. Ekki hafi verið um svik að ræða, sem sé skilyrði skaðabóta, og því eigi að hafna skaðabótakröfu þá þegar. Rangfærslur milligönguaðila um kaupin, sem hafi verið sérstakir erindrekar forsvarsmanna stefndu, breyti þar engu. Þá telji stefnandi, að ekki séu skilyrði í málinu til að dæma afslátt að tiltölu, en komi kröfur í málinu til greina að einhverju leyti, geti þær ekki verið um annað en afslátt. Ljóst sé, að aðalkrafa stefnanda geti aldrei náð fram að ganga, þar sem á skorti skilyrði um svik, og möguleg krafa geti því aðeins verið í formi afsláttar. Þó skorti á það í málinu, að reynt hafi verið í kröfugerð stefnda að færa sönnur á áætlaða verðmætisrýrnun vegna hinna meintu galla, sem um sé deilt í málinu, til að hægt sé að meta afslátt. Þá bendi stefndi á, að búið sé að semja um meintar og mögulegar kröfur vegna ástands eignarinnar við afhendingu, með sérstöku samkomulagi þann 01.11.1996, og því verði nýjar kröfur ekki hafðar uppi löngu síðar, og heldur ekki vegna tómlætisáhrifa. Stefndi bendi á, að forsvarsmenn stefnanda séu báðir reyndir menn í viðskiptum, og hafi haft með sér sérfróða aðila við kaup, sem og á síðari stigum málsins, eins og sjáist í gögnum þess. Ljóst sé, að eignin, Skeifan 7, hafi ekki verið ný við kaupin, heldur á bilinu 10-30 ára gömul og að meginstefnu til byggð sem iðnaðarhúsnæði af meisturum, sem ráðnir hafi verið til byggingar hússins. Stefnandi hafi haft skyldu til rannsóknar á eigninni við kaupin, sbr. ákvæði 47. gr. l. nr. 39/1922, og til að gæta sinna hagsmuna. Hafi eignin verið gölluð í skilningi laga við kaupin, eða á þeim tíma skilyrði til skaðabóta eða afsláttar, þá sé sá réttur fallinn niður vegna aðgerða og aðgerðaleysis stefnanda. Fyrir gerð samkomulagsins þann 01.11.1996 hafi stefnandi kvartað undan fjölda atriða og kallað til fjölda sérfræðinga til að skoða eignina. Hefði stefnandi á þeim tíma átt að setja fram allar kröfur sínar, en það hafi hann ekki gert, heldur gengið til samkomulags um endanlega fjárhæð, vegna meintra krafna kaupanda varðandi ástand eignarinnar við gerð kaupsamnings og annarra atvika við gerð hans, sem stefnandi hafi talið geta veitt rétt til afsláttar eða bóta. Vegna þessa samkomulags sé ljóst, að nýjar kröfur geti ekki náð fram að ganga á síðari stigum. Hafi seljandi ekki vanrækt skoðunar eða rannsóknarskyldu sína við kaupin fyrir gerð kaupsamnings, sé ljóst, að það geri hann með samkomulagi þessu, hvað allar nýjar kröfur varði. Almenn þýðing þess að ganga til samkomulags um galla í fasteignakaupum, eftir að kaupandi hafi ástæðu til að ætla, að eign sé haldin leyndum göllum, hafi verið talin sú, að ekki verði komið fram með nýjar kröfur síðar, enda hafi stefnandi, á þessum tímapunkti málsins, haft fulla ástæðu til að kanna ástand eignarinnar til þrautar og setja fram kröfur. Hafi þetta verið staðfest í dómaframkvæmd, m.a. í dómi Hæstaréttar frá 1984:512. Stefnandi hafi, á þessu stigi málsins, kosið að ganga til samkomulags um fullnaðaruppgjör og hafi, að því loknu, ritað undir afsal, sem ekki sé á stöðluðu formi, um að hann sætti sig við ástand eignarinnar. Vegna þessa, og vegna tómlætissjónarmiða, verði nýjar kröfur ekki hafðar uppi tveimur árum síðar, eða fullum þremur árum frá kaupsamningi. Þá verði að líta til þess, að forsenda stefnda fyrir greiðslu sinni til stefnanda hafi verið fullnaðarfrágangur allra mögulegra krafna, utan ágreinings um meint loforð um umferðarrétt. Varðandi málatilbúnað stefnanda sé því mótmælt sérstaklega, að upplýst hafi verið um umferðarrétt yfir lóðina að Skeifunni 9. Lóðarleigusamningur hafi legið frammi, sem og teikning af lóð hússins. Ljóst sé, að stefndi hafi alla tíð verið í góðu nábýli við stefnda (sic í grg.), öndvert því sem eigi við um stefnanda. Um þetta hafi verið upplýst, sem og að átölulaust hafi frá upphafi verið ekið yfir báðar lóðir í þágu hins hússins alla tíð, sem og að aðilar stæðu saman í því að fá lóðir stækkaðar, sem ekki hafi verið lokið. Hafi forsenda um kaup verið stærri lóð en lóðarleigusamningur sagði til um, eða umferðarréttur, sem hafi verið óþinglýstur, þá hafi það verið stefnanda að tryggja sér sönnun um slík atriði. Það sé því rangt, að lofað hafi verið umferðarrétti. Á sama hátt sé rangt, að fullyrt hafi verið, að búið væri að greiða lóðargjöld, vegna umsóknar um stækkun lóðar, og skipta um jarðveg. Ljóst sé, að forsenda framkvæmda við jarðvegsskipti hafi verið lóðarleigusamningur, sem ekki hafi verið frágenginn, og eigi stefnandi hér sönnunarbyrði um annað, enda fullyrðingar í þessa veru andstæðar gögnum málsins og mótmælt sem röngum. Þessu til viðbótar verði að mótmæla í einu og öllu fullyrðingum í málavaxtakafla, sem fari gegn hagsmunum stefnda. Varðandi pípulagnir hússins sé það þannig, að við pípulagnir hafi í gegnum tíðina unnið meistarar, sem stefndi hafi fengið til þess, að því marki sem húsið byggðist og notkun þess breyttist. Forsvarsmaður stefnda hafi ekki unnið sjálfur við pípulagningar í húsinu. Hann viti ekki betur en þær hafi verið unnar í samræmi við samþykktar teikningar hverju sinni. Taka verði fram, að húsið sé byggt þannig, að allur hiti í því hafi verið sameiginlegur, utan sérstaks mælis, sem settur hafi verið vegna notkunar á vatni í líkamsræktarstöð, sem rekin hafi verið í húsinu. Stefndi kunni ekkert um að segja, hvaða vinnu pípulagningameistari stefnanda hafi verið að vinna í húsinu. Það sé rangt, sem haldið sé fram í stefnu, að stefndi hafi verið upplýstur um þá forsendu kaupanda, að kaupverð væri metið sem sjö ára leigutekjur hússins. Stefndi hafi upplýst um leigutekjur sínar af húsinu, en áætlanir stefnanda um verðmæti hússins, eða forsendur fyrir tilboði, hafi verið hans einkamál. Stefnandi hafi gert tilboð í húsið, sem stefndi hafi tekið, þrátt fyrir að hann teldi það í lægri kantinum og undir því verði, sem hann hafði boðið húsið til sölu á. Engin lóðarréttindi hafi verið seld önnur en þau, sem leiði af lóðarleigusamningi hússins og vísað sé til í kaupsamningi. Hvað stefnandi hafi talið, skipti hér engu. Varðandi bótakröfur stefnanda í heilu lagi, telji stefndi, að þær séu allar ósannaðar, illa rökstuddar og vanreifaðar að hluta til eða öllu leyti. Bótakrafa vegna lóðarréttinda: Krafan sé andstæð kaupsamningi, sem kveði á um, að lóðarréttindi séu samkvæmt lóðarleigusamningi og rangt og ósannað, að frekari lóðarréttindi hafi verið seld, og komi sú krafa fyrst fram þremur árum eftir gerð kaupsamnings. Ljóst sé, að stefnandi eigi sönnunarbyrði um fullyrðingu um sölu lóðar, andstætt ákvæðum kaupsamnings. Þá hafi meint tjón stefnanda vegna þessa ekki verið metið af dómkvöddum mönnum og krafan byggð á útreikningi fulltrúa stefnanda og gögnum og upplýsingum, sem ekki séu hluti af gögnum málsins. Kröfunni beri því að hafna, eða vísa frá dómi ex officio. Bótakrafa vegna jarðvegsskipta: Engin stoð sé fyrir þessu í samningum aðila, og krafan komi ekki fram fyrr en þremur árum eftir kaup. Þá hafi ekki verið aflað matsgerðar til sönnunar á meintu tjóni, heldur byggt á útreikningi fulltrúa stefnanda og gögnum og upplýsingum, sem ekki séu hluti af gögnum málsins. Kröfunni beri því að hafna, eða vísa frá dómi ex officio. Bótakrafa vegna verðmætisrýrnunar á fasteigninni sem rekstrareiningar: Stefnandi hafi ekki haft fyrir því að afla sér sönnunar fyrir þessu meinta tjóni sínu í formi matsgerðar, heldur sé útreikningur kröfunnar hugarfóstur hans. Ekki séu lögð fram gögn um leiguverð þessara eininga á eignarhaldstíma stefnanda eða um það, hver leiga þeirra sé í dag til að freista þess að færa sönnur fyrir meintu tjóni. Þá séu forsendur kröfunnar fráleitar, enda beri stefndi, sem seljandi, ekki ábyrgð á samskiptavandamálum stefnanda við nágranna sína. Umferðarréttur hafi ekki verið seldur, enda leiði af lóðarleigusamningi, sem sé hluti kaupsamnings, að ekki sé um slíkan samningsbundinn, þinglýstan rétt að ræða. Þá sé fráleitt að ætla, að stefndi sé bundinn af forsendu stefnanda, sem hann hafi ekki þekkt, um sjö ára leiguverð hússins sem kaupverð og aðferðafræði hans við útreikning þessa kröfuliðar. Kröfunni beri því að hafna sem órökstuddri, eða vísa frá dómi ex officio. Bótakrafa vegna kostnaðar og taps húsnæðis við aðgengisöflun að rampi og húsnæði í kjallara: Hér sé farið fullkomlega offari í kröfugerð, sem að ofan. Fyrir liggi, að stefnandi eigi aðgengi, átölulaust, yfir lóð Skeifunnar 9, ofan í kjallarann, og staur, sem lagður hafi verið á lóðarmörk, sé laus og megi færa hverju sinni. Þá liggi og fyrir, að hægt hafi verið að keyra yfir lóð Skeifunnar 7 ofan í ramp og kjallara hverju sinni, án þess að fara yfir lóð Skeifunnar 9. Hafi verið erfiðleikar, þá hafi það varðað allra stærstu bifreiðar. Hafi ekki verið hægt að aka þeim á lóð Skeifunnar 7 og ná beygju ofan í ramp, hafi verið alger óþarfi að fjarlægja glerhýsið, heldur nægjanlegt að breyta litlum hluta þess, eða austurenda, til að auðvelda fyrir akstri. Brottnám glerhýsis hafi ekkert haft að gera með meinta erfiðleika með aðgang að rampi, heldur sé þar um að ræða breytingu, sem stefndu hafi kosið að gera á húsinu, vegna breyttrar notkunar þess. Götuhæð hússins hafi verið breytt úr iðnaðarhúsnæði í verzlunarhúsnæði, þar sem verzlunin Metró hafi nú opnað nýja og glæsilega verzlun. Ekki hafi stefnandi aflað sér matsgerðar um þennan lið bótakröfu sinnar, frekar en um aðra liði hennar. Reikningar, sem lagðir séu fram, séu ólæsilegir og illskiljanlegir og ómögulegt að átta sig á þeim og ljóst, að þeir verði ekki lagðir til grundvallar kröfugerð. Þá sé ekki upplýst, hvort, eða hvaða, áhrif breyting stefnanda á húsnæðinu hafi haft til hækkunar á leiguverði þeirra fermetra, sem Metró leigi nú. Þá sé krafan um tapað leiguverð óskiljanleg, þar sem vísað sé til þess, að leiguverð hvers fermetra, sem tapist, hafi verið 45.000, án þess að einhver frekari skýring fylgi. Kröfunni beri að hafna sem órökstuddri, eða vísa frá dómi ex officio. Bótakrafa vegna kostnaðar við lagfæringar og frágang pípulagna: Kröfuliður þessi sé að svo stöddu áætlaður kr. 473.598. Ekki liggi fyrir matsgerð um þennan lið frekar en aðra, eða nokkur sönnunarfærsla um meint frávik frá teikningum hússins. Krafan byggi á ágizkun starfsmanns stefnanda og komi fram þremur árum eftir kaupsamning. Kröfunni beri að hafna sem órökstuddri, eða vísa frá dómi ex officio. Bótakrafa vegna galla á brunavörnum og krafna Eldvarnaeftirlits - framhaldssök: Stefndi byggi á því í fyrsta lagi, að hann hafi uppfyllt skyldur sínar varðandi þann þátt viðskipta aðila, sem kunni að lúta að eldvörnum fasteignarinnar nr. 7 við Skeifuna í Reykjavík. Fyrir liggi, að ekki hafi verið gerðir staðlaðir samningar við kaup við aðila málsins og sérákvæði um skyldur stefnda vegna eldvarna. Samkvæmt kaupsamningi, sem fyrir liggi, hafi stefndi fallizt á að afla úttektar brunamálaeftirlits um eignina við sölu hennar, sem hann hafi gert. Þá liggi fyrir staðfesting eldvarnaeftirlits Slökkviliðs Reykjavíkur, um að stefndi hafi, í október 1996, uppfyllt allar kröfur, sem gerðar hafi verið, og ástand eldvarna hússins ágætt. Við þessa staðfestingu hafi stefndi uppfyllt skyldur sínar. Vera megi, að stefnandi kunni að eiga kröfu á Eldvarnaeftirlit, hafi verið gefið út rangt, opinbert vottorð, en slíkt sé stefnda óviðkomandi. Þá byggi sýknukrafan á því, að aðilar málsins hafi gert endanlegt samkomulag þann 01.11.1999 um allar mögulegar kröfur stefnanda varðandi mögulega, meinta galla á húsinu. Það samkomulag hafi verið gert eftir deilur um ástand eignarinnar við kaup, sem staðið höfðu í langan tíma. Með því samkomulagi hafi stefnendur afsalað sér frekari bótarétti beinum orðum, auk þess sem nýjar kröfur eftir gerð samkomulags eigi ekki að ná fram að ganga, vegna sjónarmiða um vanrækta skoðunarskyldu kaupanda varðandi þær kröfur, sem séu síðar til komnar. Þá liggi fyrir staðfesting lögmanns stefnanda eftir kaup þess efnis, að samkomulagið væri endanlegt, og að sá skilningur hafi verið skýr af hendi kaupanda. Ljóst sé, að fyrir gerð samkomulagsins hefði stefnandi átt að koma fram með allar kröfur sínar og ljóst, að hefðu kröfur, að því umfangi, sem nú sé deilt um, verið til umfjöllunar, hefði seljandi átt kost á því að láta reyna á rétt sinn til riftunar. Með tómlæti sínu við að koma fram með endanlegar kröfur hafi stefnandi hins vegar gert riftun kaupanna ótæka, vegna breytinga sinna á húsinu og breyttum rekstrarforsendum, auk þess sem það leiði af eðli máls, að því lengra, sem líði frá afhendingu hússins, sé óhægara um riftun. Vegna þessa eigi að sýkna stefnda af öllum kröfum í málinu, enda hafi aðilum málsins verið heimilt að semja um hagsmuni sína, sem þeir hafi gert, og slíkt samkomulag heimilt, jafnvel þótt annar aðili hafi, eftir á að hyggja, samið af sér mögulegan rétt. Eigi hér við meginreglan um samningafrelsi og það, að gerða samninga skuli halda. Þá telji stefndu að hafna beri matsgerð í málinu, þar sem hún sé í eðli sínu áætlun um endurgerð á stórum hlutum hússins, en ekki mat á leyndum göllum. Þá sé matsgerðin illa rökstudd, þar sem niðurstöður matsliða nemi stórum fjárhæðum, án þess að þeir séu sundurliðaðir, þannig að átta megi sig á einstökum liðum, og hvort kostnaðarliðir séu eðlilegir, og leitað sé sanngjarnra leiða til að bæta úr meintum annmörkum á húsinu, án þess að endurgera það. Þá sé í engu gerður greinarmunur á meintum, leyndum göllum og þeim, sem teljist sýnilegir og því ekki bótaskyldir, nái kröfur fram að ganga að einhverju leyti. Þá sé hvorki í mati né í kröfugerð í framhaldssök litið til þess, að virðisaukaskattur fáist endurgreiddur af vinnuliðum samkvæmt matinu og/eða allur greiddur virðisaukaskattur, með vísan til þess að eigandi hússins sé virðisaukaskattskyldur aðili og því óeðlilegt, að gerðar séu kröfur um jafnvirði þess í máli þessu. Þá sé og ekki ljóst, hvert raunverulegt tjón stefnanda sé vegna hinna meintu galla, þar sem óljóst sé, að hvaða marki hann kunni að hafa samið við leigutaka í húsinu um, að þeir kostuðu, sem rekstraraðilar, breytingar á húsinu vegna starfsemi sinnar. Krafa stefnanda um skaðabætur: Varandi bótakröfu stefnanda í málinu, krefjist stefndi þess, að hann verði sýknaður af skaðabótakröfum í framhaldssök, sem og í aðalsök. Komi þar til, að skilyrði skaðabóta séu svik, sem eigi ekki við í málinu og sé andstætt gögnum þess. Vegna þess að ekki sé um svik að ræða í máli þessu, beri að sýkna stefnda af aðalkröfu um skaðabætur í framhaldssök. Varakrafa stefnanda - afsláttur: Varakrafa stefnanda sé um afslátt af kaupverði eignarinnar. Eins og í aðalsök sé ekki reynt að færa sönnur á verðmætisrýrnun hinnar seldu eignar, vegna hinna meintu galla við kröfugerð í málinu, svo hægt sé að meta afslátt. Aðalkrafa stefnda sé um, að kröfu um afslátt verði alfarið hafnað, og sé um það vísað til framangreinds rökstuðnings. Vegna ummæla í stefnu þurfi að árétta, að Jón Pétursson, forsvarsmaður stefnda, sé húsgagnasmiður að mennt, og hafi hann ráðið til sín iðnmeistara með tilskilin réttindi að byggingu hússins, og samkvæmt úttektum hafi húsið uppfyllt kröfur, sem til þess hafi verið gerðar á hverjum tíma, þar með talið vegna eldvarna. Þá sé því mótmælt, að eingöngu séu metnir mögulegir, leyndir gallar, enda séu flestir þeir hlutir, sem metnir séu, sýnilegir við skoðun, þar með taldar allar hurðir og ytra byrði veggja og fleiri atriði. Þá sé ekki annað vitað en að eignin hafi staðið allar kröfur, sem gerðar hafi verið til hennar á árinu 1996 og óljóst, hvað sé til komið vegna breyttrar notkunar hússins. Varðandi matsgerðina sé þess aðallega krafizt, að bótum á grundvelli hennar verði hafnað alfarið, en til vara, að matsfjárhæðir verði lækkaðar samkvæmt mati dómsins. Matið sé í eðli sínu sönnunargagn, sem dómara sé heimilt að víkja frá samkvæmt ákvæðum eml. nr. 91/1991. Varðandi 1. tl. matsgerðar sé metinn kostnaður við að endurgera eldvarnir á burðarvirki hússins. Sé þar um matsfjárhæð að ræða á fjórðu milljón króna. Engin einingaverð séu tiltekin og í engu litið til þess, að búið sé að framkvæma þessa hluti við matið, og því eigi að liggja fyrir rauntölur um kostnað í bókhaldi stefnda. Frá súlum þessum og bitum hafi á sínum tíma verið gengið í samræmi við kröfur á þeim tíma, sem húsið var byggt. Þá sé fráleitt, að kostnaður við málningu, sem komi til við endurgerð hússins, lendi á stefnda. Þá sé ekki á því tekið, hvort ná megi sama árangri með einfaldari útfærslum, t.d. með eldvarnamálningu, þar sem því megi koma við, eða hefði mátt gera við endurnýjun húsnæðisins. Þá sé og ekki litið til þess, að hér komi nýtt fyrir gamalt og ávinning stefnanda af því. Matsliðnum beri að hafna eða lækka, og sé áréttað, að komi hann til álita að einhverju leyti, eigi stefnandi ekki rétt til virðisaukaskatts, sem metinn sé ofan á vinnuliði í málinu, eða þess innskatts, sem hann hafi nýtt sem innskatt. Þá sé í engu greint á milli þess, sem sýnilegt hafi verið við skoðun hússins, sem skoðað hafi verið af sérfræðingum fyrir kaup, og þess, sem mögulega kunni að hafa dulizt. Varðandi 2. tl. sé þak hússins byggt, miðað við kröfur þess tíma, og hafi ítrekað fengið úttekt, og eigi að öðru leyti við sömu sjónarmið og um matslið nr. 1. Varðandi 3. tl. sé sá liður metinn út frá notkun hússins, eins og hún sé eftir breytingar kaupanda á því, en hann hafi breytt 1. hæð hússins í einn sal til að hýsa rekstur verzlunarinnar METRÓ. Fyrir kaup aðila hafi hæðin verið fleiri og smærri rými, sem falli ekki undir flokk 1, og sé því röng forsenda gefin í matinu. Frá loftinu hafi verið gengið í samræmi við kröfur yfirvalda á hverjum tíma og það málað með þar til gerðri eldvarnamálningu. Þá eigi að öðru leyti við þau sjónarmið, sem reifuð séu vegna matsliðar nr. 1. Varðandi 4. tl. sé ágizkun í mati um, að það þurfi að rjúfa alla veggi og endurgera einangrun í þeim, þó alls ekki sé ljóst, hvort hluti þeirra uppfylli skilyrði. Þá sé ekki litið til þess, hvort ná megi sama árangri og matið ætli með einfaldari og ódýrari aðferðum, t.d. með eldvarnamálningu, eða því að gipsplötu verði komið fyrir á ytra byrði veggjanna. Um háan verklið sé að ræða, þar sem megin hluti sé vinnuliður, miðað við þá tillögu, sem mat leggi til, og sé fráleitt sú ódýrasta. Þá eigi að öðru leyti við sömu athugasemdir og við 1. tl. Varðandi 5. tl. hafi allir gluggar og hurðir verið sýnilegar og geti ekki talizt leyndur galli, sérstaklega í því ljósi, að stefnandi skoðaði húsið fyrir kaup með sérfræðingi, og að forsvarsmenn stefnanda teljist sérfróðir. Að öðru leyti eigi hér við athugasemdir um matslið nr. l. Varðandi 6.-9. töluliði hafi verið um sýnileg atriði að ræða, og eigi athugasemdir um l. tölulið við. Þá sé áréttað, varðandi 7. tölulið, að stefnendur hafi, með samkomulagi, fengið bætur til að endurgera þak, sem sá liður taki til. Brunaþéttingar séu sýnilegar, sem og frágangur á neyðarútgangi. Þá sé að lokum mótmælt öllum málsástæðum og kröfum í gagnsök (sic. í grg.), sem fari í bága við hagsmuni stefnda. Vaxtakröfu í málinu sé mótmælt sérstaklega, og komi til þess, að kröfur nái fram að ganga að einhverju leyti, sé þess krafizt, að vextir verði ekki dæmdir fyrr en frá dómsuppsögu og til vara, verði vextir dæmdir frá fyrri tíma, þá verði dæmdir vextir samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga nr. 25/1987 til dómsuppsögudags. Varðandi málskostnað sé aðallega gerð krafa um málskostnað, og jafnvel þó kröfur kunni að ná fram að ganga að einhverju leyti. Til vara sé þess krafizt, að málskostnaður verði felldur niður. Vísað sé til ákvæða 130. gr., sbr. 129. gr. laga nr. 25/1987. Vísað sé til ákvæða eml. nr. 91/1991 og dómafordæma Hæstaréttar í gallamálum um sönnunargildi matsgerða, og hvort og hvernig þær verði lagðar til grundvallar kröfum. Sérstaklega sé vísað til þess, að stefndi telji, að matsgerð uppfylli ekki skilyrði 1. tl. 63. gr. l. 91/1991 og 2. tl. 66. gr., sem kveði á um, að dómari meti sönnunargildi matsgerðar. Byggt sé á, að eignin hafi staðizt áskilda kosti, að teknu tilliti til verðlagningar hennar, aldurs, útlits og byggingasögu, samkvæmt 2. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922, sem beitt sé um fasteignakaup. Byggt sé á reglum 47. gr. laga nr. 39/1922 um skoðunarskyldu kaupanda og þeirri staðreynd, að mögulegir, meintir gallar, sem séu sýnilegir, séu ekki bótaskyldir, og verði eignin talin gölluð, sé stefndi ekki bótaskyldur vegna meintra galla, þar sem um vanrækta skoðunarskyldu sé að ræða. Þá sé sérstaklega vísað til samkomulags aðila um fullnaðaruppgjör í málinu og þess, að eftir undirritun þess, áriti stefnandi afsal um, að hann sætti sig við ástand eignarinnar. Stefndi byggi á því, að síðari kröfur eigi ekki að ná fram að ganga vegna sjónarmiða um skoðunarskyldu, sem valdi því, að hún sé vanrækt varðandi seinni tíma kröfur. Vísað sé til sjónarmiða um, að samninga um vanefndir skuli halda og takmarki viðbótarkröfur í máli sem þessu. Þá sé vísað til tómlætissjónarmiða. Varðandi sjónarmið um, að lækka skuli áætlaðar kröfur, sé vísað til meginreglunnar um “compensatio lucri cum damno” og sanngirnisraka. Varðandi sönnun sé vísað til meginreglna um sönnun í gallamálum, sem varði meinta leynda galla á fasteignum, með sérstöku tilliti til aldurs og ástands eignarinnar, sem og til sjónarmiða um, að stefnanda beri að sanna tjón sitt. Þá sé vísað til þess, að stefnandi hafi sætt sig við ástand eignarinnar, eins og það hafi verið samkvæmt texta kaupsamnings og afsals, sem ekki séu á stöðluðu formi, og með sérstöku samkomulagi. Þá sé vísað til meginreglna samninga-, kaupa- og kröfuréttarins um fasteignakaup, eftir því sem við eigi. Sérstaklega sé mómælt sem röngum fullyrðingum um, að kostir hinnar seldu eignar hafi verið tíundaðir umfram áskilda kosti og það, sem eignin stóð undir, sem og að stefndi hafi blekkt stefnendur varðandi ástand eignarinnar eða eignarréttindi sín. IV. Forsendur og niðurstaða: Dómendur fóru á vettvang í upphafi aðalmeðferðar, ásamt aðilum og lögmönnum þeirra. Fyrir dóminn komu til skýrslugjafar stefnendurnir, Óttar Arnar Halldórsson og Þorvaldur Kári Þorsteinsson löggiltur endurskoðandi, stefndi, Jón Pétursson húsgagnasmíðameistari, matsmennirnir, Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari og Árni Árnason verkfræðingur, Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali, Benedikt Skarphéðinsson byggingatæknifræðingur, Þorsteinn Egilsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar, fasteignasalarnir Arnar Sölvason og Jón Sandholt, Finnbogi Guðmundsson pípulagningameistari, Ólafur R. Magnússon eldvarnaeftirlitsmaður, Hjörtur Gunnarsson verkefnastjóri hjá Eldvarnaeftirlitinu, Jónas Helgason, sviðsstjóri hjá Eldvarnaeftirlitinu, Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá Eldvarnaeftirlitinu, og Haraldur Lárusson framkvæmdastjóri Sökkuls sf. Kröfur sínar byggir stefnandi m.a. á brostnum forsendum, leyndum göllum, rangri upplýsingagjöf stefnda um eignina og vanefnd á kaupsamningi. Kröfugerð stefnanda samkvæmt aðalsök er að ýmsu leyti óskýr. Tölulegar forsendur hinna ýmsu kröfuliða í aðalsök eru lítt reifaðir og rökstuddir í stefnu. Þá er ekki samræmi í tölulegum forsendum vegna tapaðrar leigu í stefnu annars vegar og framburði stefnandans Þorvalds fyrir dómi hins vegar. Ekki þykja þó efni til að vísa aðalsök frá dómi vegna þessa. Sýknukrafa stefnda byggir m.a. á því, að eignin hafi verið afhent í umsömdu ástandi. Þá sé búið að semja um meintar og mögulegar kröfur vegna ástands eignarinnar við afhendingu með sérstöku samkomulagi. Í kaupsamningi á dskj. nr. 3 er svohljóðandi ákvæði: “Að öðru leyti (hér er vísað til fyrirvara um úttekt brunamálaeftirlits-innskot dómara) hefur kaupandi kynnt sér rækilega ástand hins selda og sættir sig við það að öllu leyti.” Ákvæði þetta ber að skoða með hliðsjón af ákvæði í kauptilboði á dskj. nr. 34, en þar er gerður svohljóðandi fyrirvari: “Tilboðsgjafi hefur skoðað eignina en tilboð þetta er gert með fyrirvara um að ekkert óvænt komi fram við nánari skoðun á ástandi hins selda ....” Frá gerð kauptilboðs þann 19. desember 1995 til undirritunar kaupsamnings þann 29. febrúar 1996 líða rúmir 2 mánuðir. Stefnendur hafa borið fyrir dómi, að þeir hafi skoðað eignina ásamt faglegum ráðgjafa, Benedikt Skarphéðinssyni byggingatæknifræðingi, en halda því hins vegar fram, að sú skoðun hafi ekki verið ítarleg. Þá hafa stefnendur borið, að sjálfir hafi þeir farið oftar en einu sinni á staðinn, einir sér og einnig með fasteignasölunum. Stefnendur hafa því haft endurtekin tækifæri til að kanna ástand hinnar keyptu eignar ítarlega og geta því ekki borið fyrir sig galla á fasteigninni, sem þeir hefðu mátt sjá við skoðun. Það liggur fyrir, að ýmsir gallar komu í ljós við skoðun fasteignarinnar, auk þess sem aðila greindi á um, hvort seljandi hefði lofað þeim umferðarrétti um lóð fasteignarinnar nr. 9 við Skeifuna. Aðilar gerðu af því tilefni með sér samkomulag, dags. 1. nóvember 1996, um “uppgjör, afsalsgerð og skaðabætur vegna meintra leyndra galla ofl. vegna Skeifunnar 7, Reykjavík”. Var samkomulagið fólgið í því, að seljandi veitti afslátt af kaupverði að fjárhæð kr. 1.600.000. Segir í samkomulaginu, að greiðslan sé innt af hendi sem fullnaðargreiðsla samkomulagsfjárhæðar allra krafna kaupanda, en án viðurkenningar á greiðsluskyldu og sé um endanlega fjárhæð að ræða vegna meintra krafna kaupanda varðandi ástand eignar við gerð kaupsamnings og annarra atvika við gerð kaupsamnings, sem kaupandi telji geta veitt rétt til afsláttar eða skaðabóta. Deilur um umferðarrétt eru þó undanskildar. Af orðalagi samkomulagsins verður ekki ráðið, svo óyggjandi sé, að ætlun stefnenda hafi verið að afsala sér hugsanlegum bótarétti vegna leyndra galla, sem síðar kynnu að koma fram, og stefnendur máttu ekki sjá við þá ítarlegu skoðun, sem gera mátti kröfur til að þeir hefðu framkvæmt. Þá verður samningurinn ekki túlkaður svo, gegn andmælum stefnenda, að það hafi verið forsenda stefnda fyrir greiðslu sinni til stefnanda, að um fullnaðargreiðslu væri að ræða vegna allra mögulegra krafna, þ.m.t. vegna galla, sem síðar kynnu að koma fram, og stefnendur máttu ekki sjá fyrir. Er því ekki fallizt á málsástæðu stefnda, sem byggir á þeirri túlkun. Verður nú fjallað um hina einstöku kröfuliði stefnanda í aðalsök og framhaldssök, hvern fyrir sig: Bótakrafa vegna lóðarréttinda, sem áttu að fylgja húsinu: Stefnendur halda því fram, að lóðinni hafa átt að fylgja réttindi til lóðarhluta að húsinu norðanverðu, en sem reyndist vera í eigu Reykjavíkurborgar. Byggir fjárkrafa stefnenda vegna þessa liðar á gatnagerðargjaldi, sem reiknað er út af Þorsteini Egilssyni tæknifræðingi, systkinabarni við stefnandann, Þorvald, án þess að stefnda hafi verið gefinn kostur á að fylgjast með þeim mælingum, sem útreikningar byggðust á. Engin opinber eða óháð gögn liggja fyrir um útreikninga þessa. Gegn andmælum stefnda er algerlega ósannað, að hann hafi tjáð stefnendum, að umdeildur lóðarhluti væri hluti hinnar seldur eignar. Stefnendur hafa haldið því fram, að þinglýstur lóðarleigusamningur hafi ekki legið frammi við kaupin, heldur hafi þar legið fyrir lóðarteikning, sbr. dskj. nr. 4, en teikning þessi er árituð af Skipulagsnefnd um samþykki þann 11. maí 1992. Hins vegar ber hún ekki með sér samþykki borgarstjórnar. Er ekki fallizt á, að teikning þessi ein og sér gefi til kynna, að stefndi hafi verið umráðamaður umdeildrar lóðar. Fasteignasalarnir, Jón Sandholt og Arnar Sölvason, gátu ekki borið um það fyrir dómi, hvort þinglýstur lóðarleigusamningur hefði legið fyrir, þegar kaupin fóru fram. Stefnendur nutu aðstoðar framangreindra sölumanna á fasteignasölu við kaupin að húsinu. Þá hefur annar stefnenda, Óttar, borið fyrir dómi, að hafa keypt svipaðan fermetrafjölda áður, auk þess sem hann hefur staðið í fasteignaviðskiptum vegna fyrirtækis síns í tvígang, þannig að gera má þær kröfur til hans, að hann hafi haft nokkra þekkingu á þeim gögnum, sem hægt er að byggja rétt á í fasteignaviðskiptum. Er ekki er fallizt á, að stefnendur geti byggt rétt á yfirráðarétti, sem þeir ályktuðu að væri fyrir hendi af dskj. nr. 4, og verður að telja, að þeir hafi haft rúman tíma frá gerð kauptilboðs og þar til kaupsamningur var undirritaður til að kynna sér veðbókarvottorð, þinglýstan lóðarleigusamning og önnur gögn, sem upplýst hefðu getað um stærð lóðarinnar. Þessum kröfulið er því hafnað sem ósönnuðum. Bótakrafa vegna jarðvegsskipta á norðurhluta lóðar: Um fjárkröfu varðandi þennan lið er það sama að segja og um kröfuliðinn hér að framan, að hann byggir á mælingum og útreikningum Þorsteins Egilssonar tæknifræðings, án þess að nokkur gögn hafi verið lögð fram, sem staðreynt geta mælingar hans. Gegn andmælum stefnda er ósannað, að stefndi hafi lofað því við kaupin, að skipt hefði verið um jarðveg á lóðarskika þessum og hann búinn undir malbik. Er ekkert í framkomnum gögnum eða framburði aðila og/eða vitna fyrir dómi, sem styður þessa fullyrðingu. Er kröfulið þessum því hafnað. Bótakrafa vegna verðmætisrýrnunar á fasteigninni sem rekstrareiningar: Þegar samkomulag aðila var gert um bætur vegna meintra galla, sbr. dskj. nr. 11, var bótakrafa stefnda vegna skerts umferðarréttar undanskilin. Kemur hún því til skoðunar hér. Stefnendur byggja á því í stefnu, að við kaupin hafi stefndi gefið yfirlýsingar um aðgengi og umferðarrétt í kring um húsið. Fyrir dómi gat stefnandinn, Óttar, ekki staðfest, að hann hefði heyrt stefnda lýsa þessu yfir, en bar, að malbikunin, sem stefndi hafði framkvæmt við hliðina á rampinum við austurhlið hússins, ásamt stöðugri umferð í kring um húsið, hafi stutt þá ályktun hans, að þarna væri umferðarréttur. Að öðru leyti hefði verið ómalbikað þarna í kring. Stöðug umferð frá húsi stefnenda og fram með húsi nr. 9 hafi og stutt þessa ályktun. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér sérstaklega hjá eigendum fasteignarinnar Skeifunnar 9, hvort þessi umferðarréttur væri fyrir hendi og ekki hafa kynnt sér, hvort slíkum umferðarrétti hefði verið þinglýst á þá eign. Stefnandinn, Þorvaldur, bar fyrir dómi, að hann hefði verið upplýstur um hringaksturinn á fundi með stefnda á skrifstofu hans í Skeifunni 7, þegar stefnendur voru að íhuga tilboðsgerð. Hann kvað það hafa komið fram hjá stefnda, að það væri þarna umferðarréttur fram hjá húsinu nr. 9, og þeir, þ.e. eigendur þeirrar fasteignar, gætu síðan farið um lóðina við hús nr. 7 í staðinn. Kvaðst stefnandinn muna eftir, að stefndi hefði lýst þessu yfir. Hann kvaðst ekki hafa kynnt sér sérstaklega, hvort þetta væri bundinn eða þinglýstur umferðarréttur, en hann hafi verið með teikninguna á dskj. nr. 4 fyrir framan sig, og þar hafi verið brotalína, og hún þýði “umferðarréttur”. Báðir sölumennirnir, Arnar Sölvason og Jón Sandholt, báru fyrir dómi, að það hefði verið ljóst, að um var að ræða óþinglýst samkomulag milli eigenda fasteignanna nr. 7 og 9 að umferðarréttur væri gagnkvæmur, og hefði stefnendum verið gert það ljóst. Með vísan til framanritaðs, og með hliðsjón af eindregnum andmælum stefnda gegn því að hafa lofað viðvarandi umferðarrétti um lóð hússins nr. 9, er þessi kröfuliður ósannaður og ber að hafna honum. Bótakrafa vegna kostnaðar og taps húsnæðis við aðgengisöflun að rampi og húsnæði í kjallara: Krafa samkvæmt þessum lið byggir á sömu forsendum og næsti liður hér að framan, sem lýtur að umferðarrétti, og er honum hafnað með sömu rökum. Bótakrafa vegna aukins kostnaðar við lagfæringar og frágang pípulagna í húsinu: Kröfuliður þessi er byggður á óljósum og ónákvæmum lýsingum pípulagningameistarans, Finnboga Guðmundssonar, á ástandi á lögnum og fjárkrafan áætlun, án þess að nokkur tilraun sé gerð til að staðreyna hana. Pípulagningameistarinn kom fyrir dóminn, en framburður hans var ekki til að styrkja kröfur stefnanda eða skýra þær að nokkru leyti. Er því ekkert staðreynt um það í málinu, hvort eða að hvaða leyti pípulögnum í húsinu kann að hafa verið áfátt, þannig að um bótaskyldu seljanda geti verið að ræða. Er kröfulið þessum því alfarið hafnað. Bótakrafa vegna galla á brunavörnum og krafa Eldvarnaeftirlits: Í 4. gr. kaupsamnings á dskj. nr. 3 segir segir svo: “Hið selda afhendist í því ástandi sem brunamálaeftirlit gerir kröfur um vegna þeirrar starfsemi sem fram fer í húsnæðinu. Seljandi mun fá úttekt brunamálaeftirlits um athugasemdir á húsið og mun framkvæma lagfæringar samkvæmt kröfum yfirvalda á sinn kostnað fyrir 1/6 1996.” Það liggur fyrir, að stefndi fékk mann frá eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Reykjavíkur til að gera úttekt á kjallara og fyrstu hæð hússins með tilliti til eldvarna. Skoðunina framkvæmdi Ólafur R. Magnússon eldvarnaeftirlitsmaður, og gerði hann athugasemdir í 8 liðum, svo sem fram kemur í dskj. nr. 60, sem dags. er 10. maí 1996. Samkvæmt ábendingum eldvarnaeftirlitsins leitaði stefndi til Haraldar Lárussonar framkvæmdastjóra Sökkuls sf., sem tók að sér að framkvæma lagfæringar vegna þeirra atriða, sem talið var, að væri ábótavant. Þann 22. október 1996 framkvæmdi Hjörtur Gunnarsson yfireldvarnaeftirlitsmaður lokaskoðun á eigninni. Í vottorði hans á dskj. nr. 33 segir svo m.a.: “Við lokaskoðun á húseigninni Skeifan 7 þann 22.10.96 kom í ljós að búið er að uppfylla kröfur þær sem gerðar voru.. Með tilliti til eldvarna er ástand húseignarinnar ÁGÆTT.” Fyrir dómi kom fram, að starfsemi fór ekki fram á þessum tíma í öðrum hlutum hússins, sem voru í eigu stefnda, en þeim, sem skoðaðir voru. Verður því að telja að stefndi hafi, með þessu, uppfyllt þann fyrirvara í kaupsamningi, sem lýtur að brunavörnum, en eins og fram er komið, laut fyrirvarinn að því, að úttektin væri gerð með hliðsjón af þeirri starfsemi, sem fram fór í húsnæðinu. Er ekki talið, að stefndi hafi brugðizt samningsskyldum sínum, þótt eldvarnarviðgerðum hafi lokið síðar en segir í kaupsamningi, enda er ekki á því byggt í málatilbúnaði stefnanda. Er ekki fallizt á, að það teljist til leyndra galla, sem stefndi beri ábyrgð á, þótt komið hafi í ljós, tveimur árum síðar, að enn var ýmsum atriðum áfátt varðandi brunavarnir. Þeir eldvarnaeftirlitsmenn, sem skýrslu gáfu fyrir dóminum, skýrðu frá því, að bæði geti verið, að ýmis atriði hafi gengið úr sér á þessum tíma, breytt starfsemi í húsnæðinu eða breytingar á því geti kallað á nýjar áherzlur, auk þess sem fram kom, að áherzlumunur geti verið á kröfum til eldvarna, eftir skoðunarmönnum, enda þótt þeir geri sér far um að samræma kröfur sínar og reynt sé að fylgja fyrirmælum reglugerðarákvæða. Þá kváðu þeir almennt ekki vera gerðar kröfur til breytinga á eldvörnum í gömlum húsum, sem lutu eldri reglugerðarákvæðum á byggingartíma, nema lífi og limum manna sé ella stefnt í voða, heldur séu þær breytingar fremur teknar inn í sambandi við breytingar og endurnýjun á slíku húsnæði. Með vísan til framanritaðs ber að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Eftir atvikum ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 1.300.000. Dóminn kváðu upp Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómari, Ragnar Ingimarsson verkfræðingur og Björn Björnsson húsasmíðameistari. D Ó M S O R Ð : Stefndi, Jón Pétursson ehf., skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Skeifunnar 7 ehf. Stefnandi greiði stefnda kr. 1.300.000 í málskostnað. |
Mál nr. 424/2014 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni L um að dómkvaddir yrðu tveir menn til að leggja mat á á nánar tiltekin atriði í tengslum við lögreglurannsókn sem beindist að X, Y og Z vegna ætlaðra kynferðisbrota gegn drengnum A. Laut beiðni L að því að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta í fyrsta lagi þroska og líðan A, í öðru lagi tengsl hans við móður sína og X og í þriðja lagi hvort fyrir hendi væru aðstæður, sem væru til þess fallnar að rýra sönnunargildi framburðar drengsins. Hæstiréttur taldi efni til að verða við beiðni L, þar með talið hvort uppi væru sérstakar aðstæður, sem gætu verið fallnar til að rýra sönnunargildi framburðar A, enda væri ekki með sérfræðilegu áliti um það efni lagt í hendur dómkvaddra manna það sönnunarmat, sem dómari færi með að lögum. Var því lagt fyrir héraðsdóm að dómkveðja sérfróða menn til að leggja mat á þau atriði sem greindi í matsbeiðni L. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. júní 2014, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 13. júní 2014, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um að dómkvaddir yrðu tveir menn til að leggja mat á nánar tiltekin atriði í tengslum við lögreglurannsókn, sem beint er að varnaraðilum. Kæruheimild er í o. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess að dómkvaddir verði tveir matsmenn til þessa verks. Varnaraðilarnir Y og Z krefjast þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Varnaraðilinn X hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði hóf lögregla um vorið 2013 rannsókn á ætluðum brotum varnaraðila gagnvart drengnum A. Tilefni rannsóknarinnar var að móðir drengsins skýrði starfsmanni barnaverndarnefndar frá því að hann hefði lýst grófum kynferðisbrotum sem hann hefði orðið fyrir af hálfu varnaraðilans X, en hann mun vera fyrrverandi sambúðarmaður móður drengsins, sem þá var sex ára. Síðar lagði móðirin fram kæru á hendur varnaraðilunum X og Y vegna ætlaðra kynferðisbrota þeirra gagnvart drengnum. Í skýrslutöku hjá lögreglu kvað móðirin drenginn hafa lýst því að varnaraðilinn Z hefði einnig brotið gegn honum, svo og að brot X gegn honum hefðu staðið yfir í um tveggja ára hríð. Í kjölfarið voru teknar þrjár skýrslur af drengnum fyrir dómi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt málatilbúnaði sóknaraðila höfðu þessar skýrslutökur „ekki gengið vel“, en þó liggi fyrir framburður drengsins um ætluð kynferðisbrot gegn honum. Sóknaraðili telur brýna þörf á að dómkvaddir verði matsmenn á grundvelli 128. gr. laga nr. 88/2008 til að meta í fyrsta lagi þroska og líðan drengsins, í öðru lagi tengsl hans við móður sína og varnaraðilann X og í þriðja lagi hvort fyrir hendi séu aðstæður, sem séu til þess fallnar að rýra sönnunargildi framburðar drengsins. Sé matsgerðarinnar þörf svo að unnt verði að ákveða hvort sækja skuli sakborninga til sakar, sbr. 145. gr. sömu laga. Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt eða ákvörðun viðurlaga við afbroti, þar á meðal hvaða sönnunargildi vitnisburður hafi. Þá er í 2. mgr. 127. gr. sömu laga kveðið á um að dómari leggi sjálfur mat á atriði, sem krefjast almennrar þekkingar og menntunar eða lagaþekkingar, en verði ekki farið svo að geti hann kvatt einn eða tvo matsmenn til að framkvæma mat eftir skriflegri beiðni aðila, sbr. 1. mgr. 128. gr. laganna. Af framangreindu leiðir að dómari leggur mat á framburð vitna fyrir dómi. Það girðir þó ekki fyrir að aflað verði matsgerðar dómkvaddra manna um atriði, sem kunna að skipta máli við slíkt mat dómara, ef þörf er við það mat annarrar þekkingar en þeirrar sem talist geti almenn eða á sviði laga. Í máli þessu reynir á sönnunargildi framburðar sjö ára drengs fyrir dómi um ætluð kynferðisbrot gegn honum, sem kunna að hafa verið framin þegar hann var fjögurra til sex ára gamall, og er einn sakborninga sem fyrr segir maður, sem á þeim tíma var drengnum nákominn. Að nokkru hefur hann lýst atvikum sjálfur fyrir dómi, en eins og málið liggur fyrir af hendi sóknaraðila hefur hann einnig stuðst við það, sem móðir drengsins hefur lýst um efni samtala þeirra. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að ásakanir á hendur varnaraðilum hafi komið fram í framhaldi af sambandsslitum móður drengsins og varnaraðilans X. Þegar þetta er virt í heild verður að líta svo á að efni séu til að verða við beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu tveggja manna til að leggja mat á þau atriði, sem í matsbeiðni greinir, þar með talið hvort uppi séu sérstakar aðstæður, sem gætu verið fallnar til að rýra sönnunargildi framburðar drengsins, enda væri ekki með sérfræðilegu áliti um það efni lagt í hendur dómkvaddra manna það sönnunarmat, sem dómari fer með að lögum. Dómsorð: Lagt er fyrir héraðsdóm að dómkveðja tvo sérfróða menn til að leggja mat á þau atriði, sem greinir í matsbeiðni sóknaraðila, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, frá 23. apríl 2014. |
Mál nr. 852/2017 | Kærumál Farbann | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. b. liður 1. mgr. 95. gr. sömu laga. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Viðar Már Matthíasson.Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 29. desember 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag.Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. desember 2017, þar sem varnaraðilavar gert að sæta áfram farbanni allt til föstudagsins 26. janúar 2018 klukkan16. Kæruheimild var í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi, en til vara að hún haldi frelsi sínu gegn því að leggja fram tryggingusamkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 88/2008.Sóknaraðili hefur ekki látiðmálið til sín taka fyrir Hæstarétti.Með vísan til forsendna hinskærða úrskurðar verður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður erstaðfestur.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 29. desember 2017 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefurkrafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], kærðu, verðigert að sæta áfram farbanni allt til föstudagsins 26. janúar nk., kl. 16.00. Í greinargerð sækjanda kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi nútil rannsóknar ætlað hegningarlagabrot kærðu gegn 193. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940. Forsaga málsins sé sú að kærða og barnsfaðir hennar,A, kt. [...], hafi slitið hjúskap vorið 2012 og ákveðin hafi verið sameiginlegforsjá með barni þeirra, B, kt. [...], og að lögheimili barnsins yrði hjá A.Barnið sé enn með lögheimili hjá föður sínum og hafi umgengni kærðu við barnið veriðvika og vika í senn. Á tímabilinu 13. til 19. mars sl., á meðan kærða hafisíðast haft umgengni með barninu, hafi hún farið ásamt núverandi sambýlismannisínum til [...], þaðan sem hún sé ættuð, án vitundar eða samþykkis föðurbarnsins og sé barnið þar enn. Kærða hafi hins vegar snúið aftur til Íslandsskömmu síðar til að vinna og sé skráð til heimilis í [...]. Sækjandi tekur fram að faðirbarnsins hafi ítrekað reynt að fá kærðu til að hlutast til um að barnið snúiaftur heim en því hafi kærða neitað og jafnframt hindrað föður í að hafasamskipti við barnið. Þá hafi kærða sagt að hún hefði ekki í hyggju að koma meðbarnið til Íslands, það væri með [...] ríkisborgararétt og væri hjá fjölskyldu sinniþar í landi, en kærða hafi ekki gefið upplýsingar um hverjir það væru. Í greinargerð sækjanda kemureinnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni tilinnanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan tilHaag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið áborð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu tillögreglu. Þá er þess getið að 8. septembersl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði aðhonum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnisfallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðirbarnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafineitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu oghún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Húnhafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma afturtil landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breyttatilhögun forsjár yfir barninu. Sækjandi tekur fram að í ljósiframangreins telji lögregla að kærða sé undir rökstuddum grun um brot gegn 193.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að neita að aflétta því ólögmætaástandi sem felist í því að neita föður barnsins valdi og umsjá, þar meðforsjá, yfir barninu. Kærða sé ættuð frá [...] og fram komi í fyrrgreindumúrskurði að hún hyggi á för þangað um næstu áramót, en þar sé fjölskyldahennar, unnusti og barn, en hún sé ekki talin eiga neina ættingja hér á landi. Að mati lögreglu sé brýnt að nærverakærðu verði tryggð á meðan mál hennar sé til rannsóknar og annarrar meðferðarfyrir yfirvöldum hér á landi og því nauðsynlegt að henni verði gert að sætafarbanni þar til málið sé til lykta leitt, ella megi ætla að hún reyni aðkomast undan málsókn eða fullnustu refsingar. Þá er þess getið að 1. desember sl. hafi kærða verið úrskurðuðí farbann til föstudagsins 29. desember 2016 kl. 16.00, sbr. úrskurð HéraðsdómsReykjavíkur nr. R-444/2017 og hafi sá úrskurður verið staðfestur með dómiHæstaréttar Íslands nr. 757/2017. Íslensk yfirvöld vinni að því í samvinnu við [...]yfirvöld að hafa upp á barninu og koma á forsjá þess hjá föður sínum. Kærða hafiekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og samkvæmt upplýsingum lögreglu hafihún haft á orði við föður þess og forsjáraðila að hún myndi ekki koma barninu íhans hendur. Með hliðsjón af framansögðu telji lögreglan að enn séu skilyrðitil að kærða sæti farbanni frá Íslandi. Farið sé fram á að kærða verðiúrskurðuð í farbann á grundvelli 100. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.Á því sé byggt að skilyrði b-liðar 1. mgr. 95. gr. sömu laga séu uppfyllt endasé kærða að mati lögreglu undir rökstuddum grun um háttsemi sem varðað getifangelsisrefsingu. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af þvíhversu alvarlega háttsemi kærða sé sökuð um, sé þess krafist að hún sætifarbanni á grundvelli b-liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 100. gr. laga um meðferðsakamaála nr. 88/2008. Sóknaraðili, lögreglustjórinná höfuðborgarsvæðinu, krefst þess að kærða sæti áfram farbanni á grundvellib-liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 100. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.Tilefni kröfugerðarinnar er rakið í greinargerð sóknaraðila en efni hennarhefur verið lýst. Samkvæmt 100. gr. fyrrgreindra laga er það skilyrði þess aðfallast megi á kröfu sóknaraðila um farbann að rökstuddur grunur sé fyrir hendium að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, sbr.1. mgr. 95. gr. laganna. Auk þess verður eitthvert þeirra sérstöku skilyrða semrakin eru í fjórum stafliðum í greininni að vera fyrir hendi.Með vísan til þess sem framkemur í rannsóknargögnum málsins og fram hefur komið fyrir dómi er á þaðfallist að kærða sé undir rökstuddum grun um brot sem varðað getur við 193. gr.almennra hegningarlaga nr.19/1940. Sannist sök getur brot af þessu tagi varðaðfangelsi. Almennu skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferðsakamála, er því fullnægt.Krafa sóknaraðila er á þvíreist að b-liðar greinarinnar sé einnig fyrir hendi. Samkvæmt b-lið 1. mgr. 95.gr. laganna má beita gæsluvarðhaldi ef ætla má að kærði muni reyna að komast úrlandi eða leynast, ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnusturefsingar. Samkvæmt því sem fram hefurkomið fyrir dómi hefur kærða, sem er [...] ríkisborgari jafnframt því að veraíslenskur ríkisborgari, verið hér í vinnu. Kærða er gift íslendingi og á barnmeð honum. Þau eru nú í [...] ásamt eldra barni kærðu sem þetta mál varðar. Þáupplýsti kærða að hún hefði haft í huga að fara til [...] 18. desember sl. enkoma aftur 6. janúar nk. með barnið. Samkvæmt þessu er ekki loku fyrir þaðskotið að kærða muni reyna að fara úr landi og er því á það fallist aðframangreindu skilyrði b-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 100. gr.sömu laga fyrir beitingu farbanns sé uppfyllt.Samkvæmt framansögðu ber þvíað fallast á kröfu sóknaraðila eins og nánar greinir í úrskurðarorði.Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Kærða, X, kt. [...],skal áfram sæta farbanni allt til föstudagsins 26. janúar nk., kl. 16.00. |
Mál nr. 161/2010 | Kærumál Útivist í héraði Lögmaður Frávísunarúrskurður felldur úr gildi | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli GÞ gegn B, GK, Þ og Á var vísað frá dómi. Við þingfestingu málsins sótti GK þing en ekki B, Þ og Á. Samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 hafi dómara því borið að dæma málið á hendur B, Þ og Á eftir kröfum og málatilbúnaði GÞ að því leyti sem var samrýmanlegt framkomnum gögnum nema gallar væru á málinu sem vörðuðu frávísun án kröfu. Við málsmeðferðina gagnvart þeim hafi dómari ekki getað, svo sem hann gerði, byggt á vörnum sem fram höfðu komið af hálfu GK. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. febrúar 2010, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði í þessum þætti málsins úr hendi varnaraðilans Gísla og kærumálskostnaðar. Láti aðrir varnaraðilar málið til sín taka fyrir Hæstarétti krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar óskipt úr hendi allra varnaraðila. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili höfðaði málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn varnaraðilum og gerði í stefnu kröfu um að þeir yrðu dæmdir til að greiða honum stefnukröfuna óskipt. Við þingfestingu málsins 28. október 2009 mætti varnaraðilinn Gísli og fékk frest til að leggja fram greinargerð. Af hálfu annarra stefndu, varnaraðilanna Björns Theódórs Líndal, Þorkels Guðjónssonar og Ágústs Ólafssonar, var ekki mætt. Eftir að bókað hafði verið um þingsókn varnaraðilans Gísla var fært til bókar: „Aðrir stefndu eru ekki mættir og fer stefnandi fram á að málið verði dómtekið á hendur þeim. Er svo gert.“ Þessi meðferð gagnvart þeim stefndu sem ekki mættu er í samræmi við 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991. Næsta dómþing var háð 25. nóvember 2009. Þá mætti Þórður H. Sveinsson héraðsdómslögmaður og lagði fram greinargerð „fyrir stefnda“ þar sem aðallega var gerð krafa um að málinu yrði vísað frá dómi. Í greinargerðinni er ekki nefnt hver hinn stefndi sé sem henni sé skilað fyrir. Í þingbókina var skráð: „Af hálfu stefnda sótti þing Þórður H. Sveinsson hdl. og lagði fram ... greinargerð ásamt fylgiskjölum. Hann mótmælir því að málið hafi verið dómtekið á aðra stefndu en Gísla, þar sem stefndi Gísli hafi verið mættur.“ Varnaraðilinn Gísli gat ekki farið með umboð til að mæta á dómþing við þingfestingu málsins fyrir aðra varnaraðila, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, auk þess sem málið hafði þá verið tekið til dóms á hendur þeim svo sem skýrlega var fært til bókar. Miðað við þetta verður talið að greinargerðinni hafi aðeins verið skilað fyrir varnaraðilann Gísla. Allt að einu var án nokkurra skýringa bókað þegar málið var tekið fyrir eftir þetta að nefndur lögmaður sæki þing „af hálfu stefndu“. Við munnlegan málflutning um frávísunarkröfuna virðist þó vera talið að lögmaðurinn hafi einungis flutt málið fyrir varnaraðilann Gísla. Í hinum kærða úrskurði er komist svo að orði: „Af hálfu stefndu skilaði stefndi Gísli greinargerð í málinu.“ Síðan er í úrskurðinum ýmist talað um stefnda eða stefndu þegar fjallað er um fram komnar varnir. Úrskurðarorðin verða ekki skilin á annan veg en þann að málinu í heild hafi verið vísað frá dómi, þó að einungis varnaraðilinn Gísli fái sér tildæmdan málskostnað. Hinn kærði úrskurður um að vísa málinu frá dómi er byggður á málsvörnum varnaraðilans Gísla og skjölum sem hann lagði fram. Samkvæmt 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 átti héraðsdómari að dæma málið á hendur varnaraðilunum Birni, Þorkeli og Ágústi eftir kröfum og málatilbúnaði sóknaraðila að því leyti sem var samrýmanlegt framkomnum gögnum við þingfestinguna nema gallar væru á málinu sem vörðuðu frávísun án kröfu. Við málsmeðferðina gagnvart þeim gat dómari ekki, svo sem hann gerði, byggt á vörnum sem fram höfðu komið af hálfu varnaraðilans Gísla eða sönnunargögnum sem hann hafði lagt fram. Af þessum ástæðum verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar. Ekki eru efni til að taka afstöðu til kröfu sóknaraðila um málskostnað í héraði úr hendi varnaraðilans Gísla, þar sem sú krafa kemur til dóms í héraði við væntanlega meðferð málsins þar. Samkvæmt þessum málsúrslitum verða varnaraðilar óskipt dæmdir til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar. Varnaraðilar, Björn Theódór Líndal, Gísli Kristbjörn Björnsson, Þorkell Guðjónsson og Ágúst Ólafsson greiði óskipt sóknaraðila, Guðmundi Þórðarsyni, 200.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 547/2014 | Kærumál Gæsluvarðhald | Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 27. ágúst 2014, kl. 16:00. Þá er þess krafist að honum verði gert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. ágúst 2014 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 16. ágúst 2014 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 27. ágúst 2014 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 363/2011 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. júní 2011, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júní 2011, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi „meðan á áfrýjunarfresti stendur“, þó eigi lengur en til föstudagsins 1. júlí 2011 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Hinn 3. júní 2011 var varnaraðili dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot. Varnaraðili var viðstaddur uppkvaðningu dómsins ásamt verjanda sínum. Bókað var þá eftir honum að hann yndi dóminum. Eru því ekki uppfyllt skilyrði 3. mgr. 97. gr. laga nr. 88/2008 til að framlengja gæsluvarðhald hans. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 623/2007 | Akstur sviptur ökurétti Áfrýjun | S var sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti. Við uppkvaðningu dómsins í héraði var bókað í þingbók að ákærði hefði unað dómi. Í kjölfarið sendi ríkissaksóknari endurrit dómsins til Fangelsismálastofnunar ríkisins 2. október 2007, áritað um að málinu yrði ekki áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. Með bréfi S 11. sama mánaðar tilkynnti hann ríkissaksóknara að hann vildi áfrýja dómnum. Því svaraði ríkissaksóknari 22. sama mánaðar þannig að bókað hefði verið eftir S í þingbók að hann hefði unað dómi og yrði áfrýjunarstefna því ekki gefin út. Verjandi S ítrekaði beiðni hans með bréfi til ríkissaksóknara 24. október 2007 þar sem S taldi ranglega bókað í þingbók að hann hefði unað dómi, auk þess sem yfirlýsingin hafði ekki verið undirrituð af hans hálfu. Var áfrýjunarstefna því gefin út 30. sama mánaðar eftir að lögmanni S hafði verið gefið færi á að halda fast við upphaflegu áfrýjunaryfirlýsinguna. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ekki yrði lagt til grundvallar í málinu að ákærði hefði afsalað sér rétti til málskots svo bindandi væri og að áfrýjun af hans hálfu, svo og ákæruvaldsins, væri komin innan lögmæts frests, sbr. 2. mgr. 151. gr. og 152. gr. laga nr. 19/1991. Var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna, þó með þeirri athugasemd að ekki væru lagaskilyrði til að dæma ákærða í 10 mánaða fangelsi og fresta fullnustu 6 mánaða af refsivistinni skilorðsbundið í þrjú ár, sbr. 1. mgr. 57. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Var þess í stað frestað ákvörðun um fullnustu 7 mánaða af refsivistinni skilorðsbundið í þrjú ár. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 30. október 2007 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð. Í héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir að hafa ekið bifreið um bifreiðastæði í Faxafeni í Reykjavík 12. maí 2007, sviptur ökurétti. Farið var með málið samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og ákærði sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Við uppkvaðningu dómsins var bókað í þingbók að ákærði myndi una dómi. Í kjölfar þess var endurrit dómsins áritað 2. október 2007 af hálfu ríkissaksóknara um að dómnum yrði ekki áfrýjað af hálfu ákæruvalds og endurritið sent Fangelsismálastofnun ríkisins til fullnustu. Með bréfi sem barst ríkissaksóknara 11. sama mánaðar tilkynnti ákærði að hann hafi ákveðið að áfrýja dómnum. Því svaraði ríkissaksóknari með bréfi 22. sama mánaðar, þar sem vísað var til þess að bókað hefði verið eftir ákærða í þingbók héraðsdóms að hann myndi una dómi og yrði áfrýjunarstefna því ekki gefin út vegna yfirlýsingar ákærða um áfrýjun. Verjandi ákærða ítrekaði yfirlýsingu ákærða með bréfi til ríkissaksóknara 24. október 2007, þar sem greint var frá því að ákærði teldi ranglega bókað í þingbók að hann hefði unað dómi auk þess sem yfirlýsingin hefði ekki verið undirrituð af sinni hálfu. Með bréfi ríkissaksóknara 24. október 2007 var ákærða gefið færi á því að halda fast við áfrýjunaryfirlýsingu frá 1. október 2007, og myndi ríkissaksóknari þá gefa út áfrýjunarstefnu í málinu. Bréf lögmanns ákærða þess efnis barst ríkissaksóknara 29. október 2007 og var áfrýjunarstefna gefin út 30. sama mánaðar. Samkvæmt áðurgreindum texta í þingbók héraðsdóms er bókað eftir ákærða að hann uni niðurstöðu dómsins. Ákærði hefur hins vegar borið því við að hann hafi enga slíka yfirlýsingu gefið og er endurritið ekki undirritað af hans hálfu. Þá ber endurritið ekki með sér að dómari hafi kynnt ákærða rétt hans til áfrýjunar og frest til að lýsa henni yfir, svo sem bóka ber í þingbók, sbr. 1. mgr. 151. gr. laga nr. 19/1991. Verður af þessum sökum lagt til grundvallar í málinu að ákærði hafi eigi afsalað sér rétti til málskots svo bindandi sé og að áfrýjun af hans hálfu, svo og ákæruvaldsins sé fram komin innan lögmæts frests, sbr. 2. mgr. 151. gr. og 152. gr. laga nr. 19/1991. Að þessu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um refsingu ákærða, þó með þeirri athugasemd að ekki eru lagaskilyrði til að dæma ákærða í 10 mánaða fangelsi og fresta fullnustu 6 mánaða af refsivistinni skilorðsbundið í þrjú ár, sbr. 1. mgr. 57. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og greinir í niðurstöðu héraðsdóms. Þess í stað verður frestað ákvörðun um fullnustu 7 mánaða af refsivistinni og skal sá hluti hennar niður falla að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu þessa dóms haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal verða óraskað. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Sigurður Pétur Sigurðsson, sæti fangelsi í 10 mánuði, en fresta skal fullnustu 7 mánaða af refsingunni og sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu þessa dóms, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins 159.553 krónur þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 149.400 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. september 2007. Mál þetta, sem dómtekið var í dag, er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 6. júlí sl. á hendur Sigurði Pétri Sigurðssyni, kt. 301071-4349, Víðimel 48, Reykjavík, ,,fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni MM-948, laugardaginn 12. maí 2007, sviptur ökurétti um bifreiðastæði við veitingastaðinn KFC í Faxafeni í Reykjavík. Þetta er talið varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Farið var með mál þetta samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæðis í ákæru. Ákærði er fæddur í október 1971 og samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorði hefur hann frá því á árinu 1989 í átján skipti hlotið dóm, mestmegnis fyrir hegningarlagabrot, en einnig hefur hann fimm sinnum áður hlotið dóm fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti. Þá hefur hann og verið sektaður tvisvar sinnum fyrir fíkniefnalagabrot. Með dómi uppkveðnum 23. júní 2006 var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, þjófnaði og fíkniefnalagabrot. Var refsingin þá bundin skilorði í þrjú ár og vísað til þess í dóminum að ákærði hefði undirgengist vímuefnameðferð og að meðferð lokinni hefði ákærði verið orðinn vinnufær. Þá hlaut hann á ný dóm 31. ágúst 2006 fyrir smáþjófnað en refsing hans í því máli var ákvörðuð sem hegningarauki við refsingu samkvæmt fyrrgreindum dómi og var honum því ekki gerð sérstök refsing. Með broti sínu nú hefur ákærði rofið skilorð dómsins frá 23. júní 2006 og verður refsing hans samkvæmt þeim dómi því tekin upp og honum nú tiltekin refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. D ó m s o r ð : |
Mál nr. 106/1998 | Skuldamál Frávísun frá héraðsdómi Vanreifun | S og Þ fluttu í sameiningu nokkur hross flugleiðis á sýningu sem haldin var í Bandaríkjunum. Var tilgangur fararinnar meðal annars að selja hrossin á sýningunni eða í kjölfar hennar. Þ greiddi reikning flugfélagsins, sem hljóðaði á hann, eftir að félagið hafði fengið dóm fyrir kröfunni. Þ stefndi að því búnu S til greiðslu hluta reikningsins. Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi lögðu báðir aðilar fram gögn um fjárhagsleg samskipti sín í tengslum við útflutninginn í tilefni af vörnum S sem voru reistar á því að hann hefði greitt sinn hluta reikningsins með viðskiptum sínum við Þ að öðru leyti. Lækkaði Þ kröfu sína vegna þessa. Talið að með því að fjalla um heildaruppgjör vegna útflutningsins í málinu í stað þess að takmarka sakarefnið við greiðslu á tilteknum reikningi eins og Þ hafði gert í héraðsdómsstefnu, væri um að ræða svo umfangsmikla breytingu á málinu, að henni yrði ekki komið við undir rekstri þess. Auk þess skorti mjög á að grein væri gerð fyrir umræddum viðskiptum með tæmandi hætti. Vegna þessa var málinu vísað án kröfu frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 9. mars 1998. Hann krefst sýknu af kröfum gagnáfrýjanda, auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði fyrir sitt leyti 23. júní 1998. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða sér 845.336 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 30.411 krónum frá 15. október 1993 til 5. janúar 1994, af 41.211 krónum frá þeim degi til 12. desember sama árs, af 68.211 krónum frá þeim degi til 26. október 1995, af 93.711 krónum frá þeim degi til 5. júlí 1996, af 693.711 krónum frá þeim degi til 24. ágúst sama árs, en af 845.336 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst gagnáfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I. Í gögnum málsins kemur fram að um haustið 1992 hafi aðilarnir, sem báðir höfðu þá um árabil lagt stund á útflutning hrossa, ákveðið ásamt þeim Sveini Hjörleifssyni og Daníel Jónssyni að senda átta hross frá Íslandi á sýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hafi hvor aðilanna lagt til þrjú hross, en Sveinn og Daníel eitt hvor. Hafi ætlunin verið að selja hrossin ytra, annaðhvort á sýningunni eða í kjölfar hennar, enda óheimilt að flytja þau aftur til landsins. Gagnáfrýjandi mun áður hafa staðið með þessum hætti að sölu hrossa í Bandaríkjunum. Aðaláfrýjandi ber því við að gagnáfrýjandi hafi fullyrt að auðvelt yrði að selja hrossin ytra, auk þess að hann hefði þar öruggan kaupanda að þeim gegn lágmarksverði. Þessu mótmælir gagnáfrýjandi. Gagnáfrýjandi heldur því fram að staðið hafi til að aðilarnir stofnuðu hlutafélag, sem hafi átt að nefna The Icelandic Horse Ltd., til að annast útflutninginn. Ekki hafi orðið af því, en í reynd hafi orðið til sameignarfélag aðilanna um þessa starfsemi, þótt skriflegur samningur hafi ekki verið gerður þar um eða félagið skráð. Þessu neitar aðaláfrýjandi, sem heldur því fram að hver áðurnefndra fjórmenninga hafi fyrir sitt leyti átt að standa straum af kostnaði vegna þátttöku sinnar í sýningu og útflutningi hrossanna. Aðaláfrýjandi mótmælir jafnframt staðhæfingu gagnáfrýjanda um að þeir hafi sammælst á síðari stigum um að greiða kostnað hinna þátttakendanna tveggja, aðaláfrýjandi vegna Daníels en gagnáfrýjandi vegna Sveins. Af framlögðum gögnum má ráða að gagnáfrýjandi hafi undirbúið útflutning hrossanna með því meðal annars að útvega vottorð dýralæknis og upprunavottorð frá Félagi hrossabænda, auk þess að semja við Flugleiðir hf. um flutning hrossanna og láta flytja þau til flugvallar hér á landi. Flugleiðir hf. gáfu út 1. október 1992 flugfarmbréf á nafni The Icelandic Horse Ltd. vegna flutnings hrossanna á ákvörðunarstað. Reikningur fyrir þetta, að fjárhæð alls 1.582.000 krónur, var gefinn út af Flugleiðum hf. 14. október 1992 á nafn gagnáfrýjanda. Eftir komu til Bandaríkjanna munu hrossin hafa verið um sinn í sóttkví. Aðilarnir fóru utan ásamt Sveini Hjörleifssyni, Daníel Jónssyni og öðrum fylgdarmönnum síðla í október 1992. Á sýningunni, sem var haldin í kjölfarið, tókst ekki að selja hrossin. Munu aðilarnir hafa þá brugðið á það ráð að fela bandarískri konu að hafa umsjón með hrossunum og leitast við að koma þeim í verð. Héldu aðilarnir síðan aftur til Íslands. Í málinu liggur fyrir yfirlit, sem gagnáfrýjandi mun hafa gert skömmu eftir heimkomu aðilanna yfir hlut aðaláfrýjanda í áföllnum kostnaði af útflutningi hrossanna og utanferðinni. Í yfirlitinu var miðað við að aðaláfrýjandi ætti að bera kostnað af flutningi þriggja hrossa frá Íslandi til Bandaríkjanna, 591.000 krónur, kostnað af þjónustu dýralækna og sóttkví ytra vegna þriggja hrossa, 144.000 krónur, kostnað af vottorðum dýralæknis hér á landi og upprunavottorðum vegna þriggja hrossa, 16.959 krónur, flugfargjöld vegna tveggja farþega innan Bandaríkjanna, 38.100 krónur, 2/9 hluta af greiðslu til Prentsmiðjunnar Odda hf., 8.000 krónur, fjórðung ferðakostnaðar dóttur gagnáfrýjanda, 7.290 krónur, 3/8 hluta af greiðslu til nafngreinds manns ytra, 10.800 krónur, og loks óskilgreindan kostnað, 4.276 krónur, eða samtals 820.425 krónur. Aðaláfrýjandi hefur lagt fram ljósrit af tékka að fjárhæð 176.000 krónur, útgefnum af honum til gagnáfrýjanda og innleystum í banka 18. nóvember 1992. Með þessu kveðst aðaláfrýjandi hafa greitt gagnáfrýjanda hlutdeild sína í kostnaði af vottorðum, þjónustu dýralækna og sóttkví. Óumdeilt er í málinu að aðilarnir hafi síðla árs 1992 fengið í nafni The Icelandic Horse Ltd. styrk að fjárhæð 500.000 krónur úr opinberum sjóði í tengslum við útflutning sinn. Í desember 1992 stofnuðu þeir bankareikning í nafni sama félags og mun styrkurinn hafa verið lagður inn á hann. Aðilunum mun báðum hafa verið heimilt að ráðstafa fé af reikningnum þar til honum var lokað að ósk aðaláfrýjanda í maí 1993. Ekki liggur fyrir að annað fé hafi runnið inn á þennan reikning en fyrrnefndur styrkur. Samkvæmt gögnum málsins var seldur í Búnaðarbanka Íslands víxill að fjárhæð 250.000 krónur, útgefinn af aðaláfrýjanda 26. janúar 1993 og samþykktur til greiðslu af gagnáfrýjanda 10. apríl sama árs. Víxil þennan greiddi aðaláfrýjandi 5. október 1993 með 272.964,20 krónum. Aðaláfrýjandi kveður gagnáfrýjanda hafa varið andvirði víxilsins til að greiða kostnað, sem hafi fallið til í Bandaríkjunum vegna hrossanna. Í mars 1993 mun hafa tekist að selja í Bandaríkjunum tvö af hrossum gagnáfrýjanda, eitt hrossa aðaláfrýjanda og hross Sveins Hjörleifssonar. Fyrir hross aðaláfrýjanda fékkst jafnvirði 683.025 króna, en af þeirri fjárhæð greiddust 68.302 krónur í sölulaun. Óumdeilt er að gagnáfrýjandi fékk í hendur söluverðið að frádregnum sölulaunum. Eftir þetta mun langur tími hafa liðið þar til önnur hross aðaláfrýjanda og hross Daníels Jónssonar seldust ytra, en söluverðið fór ekki um hendur gagnáfrýjanda og liggja ekki fyrir upplýsingar um það. Í málinu hefur verið lagt fram bréf innheimtustjóra Flugleiða hf. til aðaláfrýjanda 1. október 1993, þar sem vitnað var til þess að sá síðarnefndi hafi ásamt gagnáfrýjanda tekið þátt í samningaviðræðum um greiðslu áðurnefnds reiknings félagsins frá 14. október 1992. Sagði í bréfinu að gagnáfrýjandi hafi greitt sinn hluta skuldarinnar, en aðaláfrýjandi ekki staðið við fyrirheit um greiðslu fyrir sitt leyti. Var aðaláfrýjanda gefinn kostur á að greiða innan viku skuldina, sem var sögð nema 992.748 krónum. Aðaláfrýjandi greiddi Flugleiðum hf. 136.400 krónur inn á skuldina 5. október 1993. Hann kveðst hafa gert þetta í þágu Daníels Jónssonar af greiðasemi við hann vegna hlutdeildar hans í kostnaði af flutningi hrossanna. Flugleiðum hf. bárust ekki frekari greiðslur frá aðaláfrýjanda og beindu áfram kröfu sinni að gagnáfrýjanda, þar á meðal með málsókn. Gagnáfrýjandi kveðst hafa greitt það, sem stóð eftir af skuldinni við Flugleiðir hf. eftir greiðslu aðaláfrýjanda, á tímabilinu frá 15. október 1993 til 24. ágúst 1996. Samkvæmt málatilbúnaði gagnáfrýjanda greiddi hann félaginu alls 1.663.300 krónur auk málskostnaðar að fjárhæð 151.625 krónur. II. Samkvæmt héraðsdómsstefnu var mál þetta höfðað af gagnáfrýjanda til að heimta úr hendi aðaláfrýjanda helming þess, sem gagnáfrýjandi kveðst hafa orðið að greiða Flugleiðum hf. vegna kostnaðar af flutningi fyrrnefndra hrossa til Bandaríkjanna, ásamt hluta aðaláfrýjanda í dráttarvöxtum, svo og allan málskostnað, sem gagnáfrýjandi hafi greitt félaginu. Að teknu tilliti til þeirrar fjárhæðar, sem aðaláfrýjandi greiddi Flugleiðum hf. 5. október 1993, er krafan sögð í stefnu nema 984.104 krónum. Útreikningur á þeirri fjárhæð er hins vegar ekki skýrður þar frekar með viðhlítandi hætti. Í atvikalýsingu í stefnunni er aðallega greint frá aðdragandanum að samstarfi aðilanna, ráðagerðum um stofnun félags þeirra og viðskiptum við Flugleiðir hf. Þar er hins vegar ekki lýst svo neinu nemi öðrum atvikum, sem greint er frá hér að framan, og er meðal annars látið hjá líða að rekja fjárhagsleg samskipti aðilanna varðandi annað en viðskiptin við Flugleiðir hf. Í stefnunni er því haldið fram að aðaláfrýjandi hafi verið ábyrgur fyrir greiðslu skuldarinnar við Flugleiðir hf. Í því sambandi er staðhæft að ábyrgð aðaláfrýjanda verði annars vegar rakin til þess að í raun hafi orðið til sameignarfélag aðilanna, sem þeir beri báðir ábyrgð á, og hins vegar að munnlegt samkomulag hafi verið milli þeirra um að hvor þeirra bæri ábyrgð á flutningi fjögurra hrossa til Bandaríkjanna, þannig að aðaláfrýjanda hafi borið að greiða helming flutningskostnaðar. Varðandi fyrrnefndu staðhæfinguna er ekki skýrt frekar í stefnunni eða málatilbúnaði gagnáfrýjanda að öðru leyti hvernig því víki við að hann geti krafið aðaláfrýjanda um greiðslu á helmingi reiknings, sem varðar starfsemi ætlaðs sameignarfélags þeirra, án nokkurs tillits til efnahags þess eða fjárhagslegrar stöðu hvors þeirra um sig gagnvart því. Þá er heldur ekki leitast við að skýra út aðild að málinu með tilliti til þess að óskráðu sameignarfélagi aðilanna kunni að hafa borið að greiða umræddan reikning. Af þessum sökum voru þegar við höfðun málsins verulegir gallar á reifun þess. Í greinargerð aðaláfrýjanda fyrir héraðsdómi var greint frá helstu atriðunum í fjárhagslegum samskiptum aðilanna, sem lutu að öðru en viðskiptum við Flugleiðir hf. Með vísan til þeirra atriða krafðist aðaláfrýjandi sýknu, því hann taldi sig hafa greitt sinn hlut í kostnaði af flutningi hrossanna til Bandaríkjanna með fyrrnefndri greiðslu til Flugleiða hf. og greiðslu á víxli samþykktum af gagnáfrýjanda, svo og með því að gagnáfrýjandi hafi fengið í hendur andvirði eins af hrossum aðaláfrýjanda, sem hafi verið selt ytra. Vegna þessarar málsvarnar lagði gagnáfrýjandi fram í héraði gögn, sem hann nefndi “bókhald vegna ráðstöfunar á innborgunum Sigurbjörns Bárðarsonar á kostnað í Bandaríkjunum.” Í þessum gögnum voru yfirlit með sundurliðunum á kostnaði, sem var flokkaður sem ýmiss kostnaður, greiðslur til prentsmiðju, ferðakostnaður, kostnaður af sóttkví, kostnaður af umsjón og eftirliti með hrossunum í Bandaríkjunum, kostnaður vegna dýralækninga og fjármagnskostnaður. Þessi útgjöld ásamt þóknun fyrir sölu á hrossi aðaláfrýjanda voru þar talin nema alls 985.257 krónum. Á móti voru taldar innborganir frá aðaláfrýjanda, annars vegar söluverð umrædds hross, 683.025 krónur, og hins vegar greiðsla á víxli, 240.000 krónur, eða samtals 923.025 krónur. Samkvæmt þessu hallaði á aðaláfrýjanda um 62.232 krónur vegna viðskipta aðilanna án tillits til þeirrar skuldar, sem var stofnað til við Flugleiðir hf. Við aðalmeðferð málsins var því lýst yfir af hálfu gagnáfrýjanda að hann félli frá kostnaðarlið í umræddu yfirliti vegna fjármagnskostnaðar, að fjárhæð 25.000 krónur, og viðurkenndi jafnframt innborgun á 176.000 krónum frá aðaláfrýjanda með fyrrgreindum tékka í nóvember 1992. Með því að breyta niðurstöðu samkvæmt áðurnefndu yfirliti þessu til samræmis taldi gagnáfrýjandi að aðaláfrýjandi ætti hjá sér 138.768 krónur vegna viðskipta þeirra, þegar undanskilin væri greiðsla gagnáfrýjanda á flutningskostnaði til Flugleiða hf. Lækkaði gagnáfrýjandi því upphaflegu kröfu sína, sem var eins og áður segir 984.104 krónur, um þá fjárhæð. Endanleg krafa hans í héraði var þannig um greiðslu á 845.336 krónum, sem er sama fjárhæð og hann krefst fyrir Hæstarétti. Með þeim aðgerðum gagnáfrýjanda undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi, sem hér að framan er lýst, hefur hann gerbreytt þeim grundvelli, sem hann lagði að málinu í stefnu sinni. Málið snýr þannig í raun ekki lengur að þeim eina tiltekna reikningi frá Flugleiðum hf., sem gagnáfrýjandi miðaði málatilbúnað sinn við í öndverðu, heldur heildaruppgjöri á viðskiptum aðilanna. Svo umfangsmikilli breytingu máls verður ekki komið við undir rekstri þess. Að auki skortir mjög á að gagnáfrýjandi hafi gert viðhlítandi grein fyrir heildaruppgjöri milli aðilanna í framlögðum sönnunargögnum, skriflegum málflutningsgögnum og munnlegum málflutningi fyrir Hæstarétti. Yfirlit það, sem gagnáfrýjandi vill reisa heildaruppgjör á, er bersýnilega ekki tæmandi um viðskipti aðilanna, enda er þar meðal annars í engu getið um styrk, sem þeir fengu til starfsemi sinnar og áður er getið. Fylgiskjölum með yfirlitinu er jafnframt í mörgum atriðum áfátt. Væri því hvað sem öðru líður ófært gegn mótmælum aðaláfrýjanda að leggja yfirlit gagnáfrýjanda til grundvallar dómi. Samkvæmt öllu því, sem að framan greinir, eru svo stórfelldir annmarkar á málatilbúnaði gagnáfrýjanda að ekki verður komist hjá því að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Verður gagnáfrýjandi dæmdur til að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem er ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Gagnáfrýjandi, Þórarinn Jónasson, greiði aðaláfrýjanda, Sigurbirni Bárðarsyni, samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. |
Mál nr. 359/2008 | Lífeyrissjóður Iðgjöld Sjómaður Kjarasamningur | G krafðist greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda vegna sjö skipverja sem voru lögskráðir á fiskiskipið K frá júlí og fram í desember 2006. H hafði tekið að sér útgerð skipsins með samningi við E, eiganda þess, 11. júlí 2006 og skuldbundið sig samkvæmt samningnum til að greiða þann launakostnað sem fylgdi útgerð skipsins. H hafði skilað til G skilagreinum vegna sumra skipverja fyrir júlí til og með október 2006, en ekki vegna nóvember og desember. G kvað skilagreinar H ekki gefa rétta mynd af fjárhæð iðgjalda sem honum hefði borið að standa skil á. Iðgjaldagreiðslur hefðu hvorki miðast við laun sem borið hefði að greiða samkvæmt kjarasamningum né hefði verið greitt fyrir allan þann tíma sem átt hefði að greiða fyrir. H hefði aðeins að litlu leyti staðið skil á greiðslum iðgjalda og væri mismunurinn höfuðstóll stefnufjárhæðar. Grundvallaðist áætlun G á útreikningum Verðalagsstofu skiptaverðs um hvað skipverjar hefðu átt að fá greitt í laun samkvæmt ákvæðum kjarasamninga um lágmarkskjör. Hæstiréttur taldi að skilagreinar H hefðu verið markleysa þar sem þær hefðu ekki miðast við lögbundin lágmarkslaun. Þegar af þeirri ástæðu hefði G borið að áætla iðgjöld H og innheimta þau í samræmi við samþykktir sínar. Þá yrði hvorki séð að H hefði byggt á því við meðferð málsins í héraði að H hefði ekki haft heimild til að fá þær upplýsingar frá verðlagsstofu, sem hann grundvallaði áætlun sína á, né að á H hefðu verið brotnar málsmeðferðarreglur við þá útreikninga. Hefði H raunar ekki haldið því fram að útreikningarnir hefðu verið rangir um verðmæti afla og ekki andmælt þeim tölulega. Var því við þá miðað. Loks taldi Hæstiréttur að þar sem ekki hefðu verið lögð fram gögn um að einn skipverja hefði starfað sem verktaki og annar sem sjálfboðaliði kæmi það ekki til álita í málinu. Var H dæmdur til að greiða G höfuðstól dómkröfu hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 2. júlí 2008. Hann krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 1.389.364 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 179.081 krónu frá 10. ágúst 2006 til 10. september sama ár, af 631.998 krónum frá þeim degi til 10. október sama ár, af 990.348 krónum frá þeim degi til 10. nóvember sama ár, af 1.188.365 krónum frá þeim degi til 10. desember sama ár, af 1.349.860 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2007, en af 1.389.364 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann sýknu að svo stöddu, staðfestingar á ákvörðun héraðsdóms um málskostnað og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Að því frágengnu krefst stefndi lækkunar á kröfu áfrýjanda og niðurfellingar málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. I Með samningi stefnda við Ebbu ehf. tók hann að sér 11. júlí 2006 útgerð fiskiskipsins Kristbjargar HU 82, en fyrrgreinda fyrirtækið mun vera eigandi skipsins. Í samningnum segir að stefndi skuli sjá um „á sinn kostnað allan starfsmannatengdan kostnað vegna áhafnar á skipinu á hverjum tíma, þar með talin laun og launatengd gjöld“. Eins og nánar greinir í héraðsdómi krefst áfrýjandi þess að stefndi inni af hendi lífeyrisiðgjöld vegna sjö skipverja sem lögskráðir voru á skipið frá júlí og fram í desember 2006. Stefndi skilaði til áfrýjanda skilagreinum vegna sumra skipverja og þá vegna hluta þessa tíma, eða fyrir júlí til og með október 2006, en ekki vegna nóvember og desember. Áfrýjandi kveður skilagreinar stefnda ekki gefa rétta mynd af fjárhæð iðgjalda sem honum hafi borið að standa skil á. Iðgjaldagreiðslur hafi hvorki miðast við laun sem borið hafi að greiða samkvæmt kjarasamningnum né hafi verið greitt fyrir allan þann tíma sem átt hafi að greiða fyrir. Hafi stefndi aðeins að litlu leyti staðið skil á greiðslum iðgjalda, eða á 625.748 krónum í stað 2.015.112 króna. Mismunurinn sé höfuðstóll stefnufjárhæðar. Vísar áfrýjandi um stefnufjárhæð til áætlunar sinnar sem grundvallist á útreikningum Verðlagsstofu skiptaverðs um hvað skipverjar hefðu átt að fá greitt í laun samkvæmt ákvæðum kjarasamninga um lágmarkskjör, en fengu ekki samkvæmt gögnum málsins um lögskráningu, landanir skipsins og fiskverð. Stefndi kveðst hins vegar hafa greitt iðgjöld í samræmi við skilagreinar en þær hafi verið í samræmi við greidd laun þeirra skipverja sem þau þáðu. Þá hafi hann greitt 636.102 krónur í iðgjaldagreiðslur vegna umþrættra tímabila en ekki 625.748 krónur eins og áfrýjandi haldi fram. II Málsástæðum og lagarökum aðila er lýst í héraðsdómi. Áfrýjandi vísar einkum til ákvæða laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er kveði á um skyldu sína til innheimtu lífeyrisiðgjalda eftir mati fáist ekki fullnægjandi upplýsingar um fjárhæð iðgjalda. Stefndi hefur fært fram fjölmargar málsástæður til stuðnings kröfum sínum. Hann kveðst þó aðallega reisa þær á því að lífeyrissjóður geti ekki átt sjálfstæða kröfu á atvinnurekanda, óháð kröfu launþega, þar sem krafa launþegans hljóti ávallt að mynda iðgjaldsstofn þann sem sé forsenda iðgjalds og samræmist grunnhugsun að baki lögum nr. 129/1997. Um þetta vísar stefndi einkum til 3. gr. laganna. Umræddir launþegar hafi haft þau laun sem sjá megi af skilagreinum og einn þeirra hafi ekki þegið laun fyrir störf sín. Þá hafi annar unnið á skipinu sem verktaki. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997 skal iðgjald til öflunar lífeyrisréttinda ákveðið í sérlögum, kjarasamningi, ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Á þeim tíma sem um ræðir í þessu máli sagði í ákvæðinu að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skyldi vera hið minnsta 10% af iðgjaldsstofni. Í 3. gr. laganna segir að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs samkvæmt 2. gr. skuli reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Stofn til iðgjalds skal vera allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem skattskyld eru samkvæmt 1. mgr. 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Í 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur segir að samningar einstakra verkamanna við atvinnurekendur séu ógildir að svo miklu leyti, sem þeir fara í bága við samninga stéttarfélags við atvinnurekandann, enda hafi félagið ekki samþykkt þá. Þá segir í 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sbr. 5. gr. laga nr. 69/1993, að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semji um, skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því, er samningur tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveði skuli ógildir. Þá leiðir hin sama niðurstaða af gagnályktun frá 4. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 þar sem segir að samtök sjómanna og útgerðarmanna geti samið um betri réttindi sjómönnum til handa en leiðir af ákvæðum þeirra laga. Samkvæmt framangreindu ber að telja að með orðunum heildarfjárhæð greiddra launa í 3. gr. laga 129/1997 sé átt við að stofn til útreiknings lífeyrisiðgjalda sé að minnsta kosti sú heildarfjárhæð launa er samið sé um að greiða skuli samkvæmt kjarasamningum þeim er gilda um starfskjör viðkomandi manna. Eins og áður greinir skuldbatt stefndi sig með samningi við Ebbu ehf. til að greiða þann launakostnað sem fylgdi útgerð skipsins. Á þeim tíma sem hér um ræðir giltu um lífeyrisiðgjöld og önnur kjör sjómanna framlagðir kjarasamningar Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Vélstjórafélags Íslands annars vegar og Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samkvæmt framansögðu er stefnda skylt að standa skil á lífeyrisiðgjöldum miðað við þau lámarkslaun sem um er samið í þeim kjarasamningum. Stefndi hefur ekki mótmælt fullyrðingum áfrýjanda um að iðgjaldsskylda vegna skipverja hans skuli, eins og nánar er gerð grein fyrir í héraðsdómi, ýmist miðuð við 10% lágmarksiðgjald af iðgjaldsstofni eða 11%, sbr. kjarasamninga og samþykktir áfrýjanda, verði á annað borð fallist á iðgjaldsskyldu vegna skipverja. Hins vegar kveður hann greiðslu iðgjalds úr hendi atvinnurekanda fyrst njóta lögverndar er fram komi skilagrein sem tilgreini iðgjaldsstofn eða farið hafi fram áætlun áfrýjanda, hafi engin skilagrein borist, sbr. grein 9.9 í samþykktum áfrýjanda. Slíkri áætlun sé hins vegar ekki fyrir að fara og gæti ekki heldur átt við, enda hafi áfrýjanda borist skilagreinar frá stefnda. Telji áfrýjandi að stefndi hafi ekki uppfyllt skyldu sína þá sé það ríkisskattstjóra en ekki áfrýjanda að leggja á iðgjald, sbr. 6. gr. laga nr. 129/1997 og athugasemdir með frumvarpi við þá grein, þar sem segir: „Komi í ljós að skyldutrygging hafi ekki verið uppfyllt ber að gefa viðkomandi kost á því að uppfylla iðgjaldaskylduna innan tilskilins frests en sinni hann ekki þeirri skyldu getur ríkisskattstjóri lagt á hann iðgjald og sent það innheimtumanni ríkissjóðs eða öðrum til innheimtu.“ Í 6. gr. laga nr. 129/1997 er að finna ákvæði um eftirlitskyldu ríkiskattstjóra með því að lífeyrisiðgjald sé greitt vegna hvers manns sem skyldutrygging lífeyrisréttinda nær til. Er lífeyrissjóðum gert skylt að tekjuári liðnu að gera ríkisskattstjóra grein fyrir því iðgjaldi til öflunar lífeyrisréttinda sem greitt hefur verið til þeirra fyrir hvern rétthafa á því ári. Þá skal ríkisskattstjóri að tekjuári liðnu senda hverjum og einum lífeyrissjóði yfirlit vegna hvers manns sem er aðili að sjóðnum eftir þeim upplýsingum sem embættið hefur fengið samkvæmt þessari grein. Um nánari útfærslu á eftirliti ríkisskattstjóra með lífeyrissjóðum og atvinnurekendum gildir reglugerð nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða með síðari breytingum. Þær athugasemdir er fylgdu frumvarpi sem varð að lögum nr. 129/1997, og stefndi vísar til, lýsa því að upphaflega var gert ráð fyrir mun ríkara hlutverki ríkisskattstjóra við innheimtu lífeyrisiðgjalda en síðar var ákveðið við meðferð frumvarpsins á Alþingi. Um það segir í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að lagðar séu til breytingar á 6. gr. frumvarpsins í þá veru að ríkisskattstjóri hafi eftirlit með því að skyldutryggingu lífeyrisréttinda verði sinnt og að lífeyrissjóðir og launagreiðendur sendi honum upplýsingar um iðgjaldaskil. Einnig verði við það miðað að lífeyrissjóðirnir sjálfir sjái um innheimtuna, en í þeim tilvikum sem ekki liggi fyrir upplýsingar um aðild verði Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda falið að innheimta iðgjaldið. Í þessu felist sú breyting að horfið sé frá því að fela ríkisskattstjóra að leggja á menn iðgjald. Iðgjaldagreiðslur þær sem stefndi innti af hendi vegna sjómanna á skipinu runnu til áfrýjanda en í reglugerð nr. 391/1998 segir að um aðild að lífeyrissjóði fari eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein eða sérlögum ef við á. Samkvæmt öllu framansögðu er ekki fallist á með stefnda að ríkisskattstjóra sé ætlað að leysa áfrýjanda undan þeirri skyldu að innheimta vangoldin iðgjöld vegna sjóðfélaga sinna. Verður ekki fallist á með stefnda að sýkna beri hann vegna þess að áfrýjandi sé ekki réttur aðili máls. III Stefndi gerir einnig þær athugasemdir við útreikning áfrýjanda á iðgjöldum að óumdeilt sé að fjárhæð þeirra samkvæmt skilagreinum fyrir júlí til og með október hafi verið 625.748 krónur og hafi hann greitt 10.357 krónum meira en sem nemur þeirri fjárhæð. Því sé engri skuld til að dreifa vegna þeirra iðgjaldatímabila. Þá vísar stefndi til þess að samkvæmt grein 9.9 í samþykktum áfrýjanda sé áfrýjanda heimilt „að byggja innheimtuaðgerðir á áætlunum um ógreidd iðgjöld, enda hafi hlutaðeigandi launagreiðandi ekki skilað inn skilagreinum til sjóðsins fyrir viðkomandi tímabil.“ Hins vegar hafi stefndi afhent skilagreinar fyrir júlí til og með október 2006 og verði því ekki áætlað vegna þeirra tímabila. Í máli þessu njóti heldur ekki við slíkra áætlana áfrýjanda heldur einungis útreikninga Verðlagsstofu skiptaverðs en áfrýjandi geti ekki gegn eigin samþykktum byggt kröfu sína á slíkum útreikningum. Eftir að áfrýjandi hafi fengið í hendur yfirlýsingar þriggja skipverja 12. febrúar 2008 um að þeir teldu sig ekki eiga ógreidd laun hjá stefnda, hafi ekki mátt miða iðgjaldagreiðslur við áætlun gerða eftir það tímamark, samkvæmt grein 9.4 í samþykktum áfrýjanda og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 129/1997. Þá geti útreikningar verðlagsstofu ekki orðið sjálfstæður grunnur að kröfu áfrýjanda, enda gildi um hana lög nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Ákvæði laganna um málsmeðferð og aðild að einstökum málum fyrir verðlagsstofu séu skýr. Sú ályktun verði meðal annars dregin af 5. gr., 6. gr. og 7. gr. að áfrýjanda sé ekki unnt að fá álit verðlagsstofu í einstökum tilvikum. Þeir sem eigi aðild að málum fyrir verðlagsstofu séu tæmandi taldir í 6. gr. laganna, en það séu útgerð og áhöfn viðkomandi skips. Áfrýjandi geti ekki aflað slíkra útreikninga án umboðs áhafnar skips. Jafnvel þótt unnt sé að byggja á útreikningum verðlagsstofu þá hafi hún ekki gætt réttra aðferða við gerð þeirra. Þannig hafi hún ekki gefið stefnda kost á að tjá sig um álitaefnið eða koma að gögnum og með því brotið gegn grunnreglum stjórnsýsluréttarins eins og þær birtist í stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 129/1997 skal lífeyrisiðgjald greitt reglulega í hverjum mánuði, sbr. 2. og 4. mgr. sömu greinar. Iðgjaldagreiðslutímabil skal eigi vera lengra en mánuður og skal gjalddagi vera tíunda næsta mánaðar. Samkvæmt 2. mgr. skal eindagi vera síðasti dagur sama mánaðar og iðgjald fellur í gjalddaga. Að öðru leyti fari um iðgjaldagreiðslur samkvæmt þeim reglum sem settar eru í samþykktir viðkomandi lífeyrissjóðs. Í 3. mgr. segir að launagreiðanda sé skylt að halda eftir af launum iðgjaldshluta launþega og standa viðkomandi lífeyrissjóði skil á honum, ásamt iðgjaldshluta sínum. Þá segir í 4. mgr. ákvæðisins að launagreiðendur skuli tilkynna hlutaðeigandi lífeyrissjóðum ef þeim beri ekki lengur að standa skil á lífeyrisiðgjaldi þar sem þeir hafa hætt starfsemi eða launþegar þeirra hafa látið af störfum. Skilagreinar stefnda voru markleysa þar sem þær miðuðust ekki við lögbundin lágmarkslaun. Þegar af þeirri ástæðu bar áfrýjanda að áætla iðgjöld stefnda og innheimta þau í samræmi við greinar 9.4 og 9.9 í samþykktum sínum. Sem grundvöll áætlunar sinnar notaði hann útreikninga Verðlagsstofu skiptaverðs. Hvorki verður séð að stefndi hafi byggt á því við meðferð málsins í héraði að áfrýjandi hafi ekki haft heimild til að fá þær upplýsingar frá verðlagsstofu, sem hann grundvallar áætlun sína á, né að á stefnda hafi verið brotnar málsmeðferðarreglur við þá útreikninga. Hefur stefndi raunar ekki haldið því fram að útreikningarnir hafi verið rangir um verðmæti afla og ekki andmælt þeim tölulega. Verður því við þá miðað og jafnframt talið af gögnum málsins að áfrýjandi hafi tekið réttilega tillit til innborgana stefnda. Loks byggir stefndi á því að einn skipverja á umræddu fiskiskipi hafi starfað þar sem verktaki og annar sem sjálfboðaliði. Ekki hafa verið lögð fram gögn þessu til stuðnings og koma þessar varnir stefnda þegar af þeirri ástæðu ekki til álita í málinu. Samkvæmt öllu framansögðu verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda höfuðstól dómkröfu hans. Ekki verður séð að stefndi hafi fyrr en í greinargerð til Hæstaréttar gert athugasemdir við upphafstíma dráttarvaxta og eru þau andmæli hans of seint fram borin. Þegar af þeirri ástæðu verður tekin til greina krafa áfrýjanda um dráttarvexti eins og hún er fram sett og nánar greinir í dómsorði. Eftir þessum úrslitum verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað á báðum dómstigum sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndi, Hamravik ehf., greiði áfrýjanda, Gildi lífeyrissjóði, 1.389.364 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 179.081 krónu frá 10. ágúst 2006 til 10. september sama ár, af 631.998 krónum frá þeim degi til 10. október sama ár, af 990.348 krónum frá þeim degi til 10. nóvember sama ár, af 1.188.365 krónum frá þeim degi til 10. desember sama ár, af 1.349.860 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2007, en af 1.389.364 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. I Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum flutningi 13. mars sl. er höfðað 5. desember 2007 af Gildi - lífeyrissjóði, Sætúni 1, Reykjavík á hendur Hamravik ehf., Suðurbraut 3, Hofsósi. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 1.389.364 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 af 179.081 krónu frá 10. ágúst 2006 til 10. september 2006, en af 631.998 krónum frá þeim degi til 10. október 2006, af 990.348 krónum frá þeim degi til 10. nóvember 2006 en af 1.349.860 krónum frá þeim degi til 10. janúar 2007 en af 1.389.364 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Til vara að hann verði sýknaður að svo stöddu en til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar. Loks krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. II Stefnandi hefur gert út fiskibátinn Kristbjörgu HU-82 samkvæmt samningi við Ebbu ehf. sem er eigandi bátsins. Tímabil það sem hér skiptir máli er 1. júlí til 10. desember 2006 en fyrir þann tíma krefst stefnandi iðgjalda af starfsmönnum stefnda. Báturinn var gerður út frá Sauðárkróki og þar var afla hans landað. Í málinu er gerð krafa um greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda til stefnda vegna skipverja sem voru lögskráðir á Kristbjörgu HU á nefndu tímabili. Á þessum tíma voru samtals sjö skipverjar á bátnum, forsvarsmaður stefnda, Þiðrik Hrannar Unason, Uni Þórir Pétursson, Þorgrímur Ómar Unason, Pétur Arnar Unason, Reginn Fannar Unason og tveir erlendir menn. Þrátt fyrir að engin gögn hafi verið lögð fram í málinu um tengsl nefndra einstaklinga má ganga út frá því að stefnanda sé kunnugt um að Uni Þórir Pétursson er faðir forsvarsmanns stefnda, Þiðriks Hrannars, og hinna þriggja líka. III Stefnandi kveðst starfa á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Stefnandi vísar til 1. ml. 2. mgr. 2. gr. laganna en þar komi fram að um aðild að lífeyrissjóði, greiðslu lífeyrisiðgjalds og skiptingu iðgjaldsins milli launamanns og launagreiðanda fari eftir þeim kjarasamningi sem ákvarði lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein, eða sérlögum ef við á. Stefnandi heldur því fram að í þeim kjarasamningum sem ákvarði lágmarkskjör hjá skipverjum á fiskiskipum sé kveðið á um greiðslur í lífeyrissjóð. Í grein 1.26 í kjarasamningi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands (FFSÍ) og Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og sömu grein í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og LÍÚ, sem báðir eru frá 30. október 2004, komi fram að greiða skuli lífeyrissjóðsiðgjald til Lífeyrissjóðs sjómanna (nú stefnandi) af launum allra þeirra sem ráðnir eru á íslensk fiskiskip. Með hliðsjón af þessu kveðst stefnandi vera innheimtuaðili iðgjalda skipverja stefnda. Stefnandi bendir máli sínu til stuðnings á grein 1.43 í kjarasamningi FFSÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir hönd LÍÚ og grein 1.24 í kjarasamningi SSÍ og SA fyrir hönd LÍÚ. Þar komi fram að iðgjaldagreiðslu skipverja í lífeyrissjóð frá 1. janúar 2005 skuli nema 11% af heildarlaunum, af þeirri prósentutölu skuli hlutur skipverjans vera 4%. Í grein 1.46 í kjarasamningi Vélstjórafélags Íslands (VFSÍ) og SA fyrir hönd LÍÚ komi fram að iðgjaldagreiðslur skipverja í lífeyrissjóð skuli nema 10% af heildarlaunum en af þeirri prósentutölu skuli hlutur skipverja vera 4%. Stefnandi heldur því fram að stefndi hafi aðeins að litlu leyti staðið skil á lög- og kjarasamningsbundnum greiðslum iðgjalda til stefnanda vegna þeirra skipverja sem störfuðu á Kristbjörgu HU-82 á tímabilinu júlí til og með desember 2006. Stefnandi heldur því fram að stefnda hafi borið að greiða 2.015.111 krónur fyrir framangreint tímabil en hann hafi einungis greitt 625.748 krónur og því séu ógreiddar 1.389.364 krónur. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða ógreidd lífeyrissjóðsiðgjöld til stefnanda fyrir nefnt tímabil, bæði hluta atvinnurekanda og hluta launþega. Stefndi kveðst miða útreikning iðgjalda við gildandi kjarasamninga sjómanna og útreikninga Verðlagsstofu skiptaverðs á aflahlut skipsins á því tímabili sem um ræðir. Stefnandi vísar í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 130/2001 en í þeim dómi hafi verið lagt til grundvallar að útreikningar Verðlagsstofu skiptaverðs skuli teljast réttir nema sýnt sé fram á annað með óyggjandi hætti. Þá kveðst hann miða við lögskráningu skipverjanna í skiprúm samkvæmt lögskráningarvottorði Siglingastofnunar ríkisins. Stefnandi sundurliðar kröfur sínar þannig: Júlí 2006 Uni Þórir Pétursson, skipstjóri 14. til 31. júlí Þorgrímur Ómar Unason, yfirstýrimaður 14. til 31. júlí Þiðrik Hrannar Unason, yfirvélstjóri 14. til 31. júlí Aleksejs Melniks, netamaður 14. til 31. júlí Juris Zablokis, bátsmaður 14. til 31. júlí Ágúst 2006 Uni Þórir Pétursson, skipstjóri Þorgrímur Ómar Unason Þiðrik Hrannar Unason, yfirvélstjóri Aleksejs Melniks, netamaður Juris Zablokis, bátsmaður September 2006 Uni Þórir Pétursson, skipstjóri Þorgrímur Ómar Unason Þiðrik Hrannar Unason, yfirvélstjóri Aleksejs Melniks, netamaður Juris Zablokis, bátsmaður Október 2006 Uni Þórir Pétursson, skipstjóri Þorgrímur Ómar Unason, yfirstýrimaður Þiðrik Hrannar Unason, yfirvélstjóri Aleksejs Melniks, netamaður Juris Zablokis, bátsmaður Nóvember 2006 Uni Þórir Pétursson, skipstjóri Þorgrímur Ómar Unason, yfirstýrimaður 1. til 7. nóv. Þiðrik Hrannar Unason, yfirvélstjóri 1. til 7. nóv. Þiðrik Hrannar Unason, yfirstýrimaður 8. til 30. nóv. Aleksejs Melniks, netamaður, 1.til 7. nóv. Juris Zablokis, bátsmaður, 1. til 7. nóv. Reginn Fannar Unason, matsveinn 8. til 30. nóv. Pétur Arnar Unason, yfirvélstjóri 8. til 30. nóv. Desember 2006 Uni Þórir Pétursson, skipstjóri, 1. til 10. des. Þiðrik Hrannar Unason, yfirstýrimaður 1. til 10. des. Reginn Fannar Unason, matsveinn 1. til 10. des. Pétur Arnar Unason, yfirvélstjóri 1. til 10. des. Stefnandi segir gjalddaga iðgjalda vera 10. dag næsta mánaðar. Gjalddagi greiðslna fyrir júlí 2006 sé því 10. ágúst það ár og svo framvegis. Í þessu sambandi vísar stefnandi til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 129/1997. Hvað lagarök varðar vísar stefnandi til 2. gr. laga 129/1997. Þá vísar hann til greinar 1.43 í kjarasamningi FFSÍ og LÍÚ, greinar 1.46 í kjarasamningi VFSÍ og LÍÚ og greinar 1.24 í kjarasamningi SSÍ og LÍÚ. Þá bendir hann á almennar reglur körfu- og samningaréttar um greiðslu fjárskuldbindinga og almennra reglna vinnuréttar um greiðslu verklauna. Einnig vísar hann til 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda og laga nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Hvað dráttarvexti varðar vísar stefnandi til III. kafla laga nr. 38/2001 og 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1999. Krafa um málskostnað er reist á 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála og loks er krafa um virðisaukaskatt á málskostnað reist á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Stefndi mótmælir því að útreikningar Verðlagsstofu skiptaverðs geti verið grundvöllur útreikninga lífeyrissjóðsiðgjalda. Stefndi telur að stefnandi geti ekki talist aðili að máli þessu þar sem honum tilheyri hvorki þau réttindi sem stefnt er fyrir né hafi sjóðurinn lagaheimild til innheimtu lífeyrissjóðsiðgjalda sem ekki eru reiknuð af greiddum launum sem sannanlega hafi verið innheimt af launagreiðanda. Stefndi heldur því fram að heimild stefnanda til innheimtu takmarkist við að innheimta iðgjöld samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þetta séu iðgjöld sem sannanlegt er að launagreiðandi hafi innheimt en ekki staðið skil á til viðkomandi lífeyrissjóðs. Í þessu sambandi bendir stefndi á að iðgjald beri að reikna af heildarfjárhæð greiddra launa samkvæmt 1. mgr. 3. gr. nefndra laga nr. 129/1997 en þessi regla sé ítrekuð í ákvæði nr. 9.2 í samþykktum stefnanda. Stefndi bendir á að í ákvæði 9.8 í samþykktum stefnanda komi fram að iðgjöld skuli innheimt samkvæmt innsendum skilagreinum eða innsendum launaseðlum eins og segi í ákvæði 9.9. Þessi ákvæði reikni bæði með að sönnun fyrir því að lífeyrissjóðsiðgjöld hafi verið dregin af launamanni þurfi að liggja fyrir til þess að heimilt sé að innheimta iðgjöld af greiddum launum eins og áðurnefnd 2. mgr. 13. gr. laga nr. 129/1997 mæli fyrir um. Í máli þessu liggi fyrir að útreikningar stefnanda byggist hvorki á innsendum skilagreinum né launaseðlum. Í nefndu ákvæði 9.9 í samþykktum stefnanda sé gert ráð fyrir að heimilt sé að innheimta iðgjöld samkvæmt áætlun, enda hafi hlutaðeigandi launagreiðandi ekki skilað skilagreinum til sjóðsins. Hér hátti hins vegar svo til að ekki sé um það deilt að stefndi hafi sent stefnanda skilagreinar fyrir öll þau tímabil sem um ræðir og að hann hafi greitt til stefnanda í samræmi við skilagreinarnar. Af þessum sökum telur stefndi að samþykktir stefnanda sjálfs standi því í vegi að innheimt séu iðgjöld vegna áætlunar á því tímabili sem hér eigi við. Stefndi heldur því jafnframt fram að ekki verði séð að sú regla sem stefnandi notar til að áætla iðgjöld standist þá meginreglu sem tilgreind er í 6. gr. laga nr. 129/1997. Þar komi skýrt fram að eftirlit með greiðslum til lífeyrissjóða sé í höndum Ríkisskattstjóra. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 129/1997 sé skýrt tekið fram varðandi 6. gr. frumvarpsins að gert sé ráð fyrir að eftirlit fari fram í lok tekjuárs, með samanburði á greiðslum sem borist hafa til lífeyrissjóðs og því sem launamaður og launagreiðandi tiltaka að greitt hafi verið til lífeyrissjóðs. Sérstaklega sé tekið fram að lífeyrissjóðum sé aðeins ætlað að hafa eftirlit með iðgjöldum samkvæmt 2. mgr. 13. gr. Það séu iðgjöld sem sannanlega hafi verið innheimt af launagreiðanda. Áætlun geti ekki talist nægjanleg sönnun og engin lagaheimild sé til slíkrar áætlunar. Þetta bendi til þess að stefnanda sé aðeins heimilt að innheimta lífeyrissjóðsiðgjöld sem fjárhæð af launum sem sannanlega hafa verið greidd og haldið eftir af launagreiðanda. Stefndi heldur því fram að útreikningar stefnanda á kröfum sínum í máli þessu byggist sannanlega ekki á raunverulegum launum. Stefndi hafi því ekki haldið eftir lífeyrissjóðsgreiðslum að neinu marki og skilagreinum fyrir tímabilið hafi verið skilað. Krafa stefnanda sé því í raun reist á því sem hann telur, með hliðsjón af útreikningum Verðlagsstofu skiptaverðs, að launþegar stefnda hefðu átt að fá greitt en ekki hvað þeir fengu greitt í raun. Stefndi heldur því fram að stefnandi hafi ekki forræði yfir því hvort launþegar stefnda hefðu átt að fá hærri laun. Laun séu í eðli sínu kröfuréttindi sem tilheyri launamanni og iðgjöld til lífeyrissjóðs séu hluti af heildarlaunum hvers launþega. Það sé launþeginn sem geri ráðningarsamning við launagreiðanda og ef launamaður telur að samningur brjóti gegn rétti hans samkvæmt kjarasamningi hafi hann einn heimild til að sækja þann rétt sem hann telur sig eiga og þau réttindi sem kjarasamningurinn mælir fyrir um. Stefndi telur að stefnandi geti ekki átt aðild að máli þessu þar sem lagastoð skorti fyrir þeim útreikningum sem kröfur hans eru reistar á. Stefnandi hafi heldur ekki forræði yfir þeim launaréttindum sem hann byggir málatilbúnað sinn á. Sú staðreynd að stefnanda sé getið í kjarasamningi sem þess lífeyrissjóðs sem greiða skuli til leiði ekki til þess að stefnandi sé aðili að kjarasamningnum. Stefndi bendir á að enginn launamanna hafi gert kröfu um frekari laun frá stefnda en stefndi mótmælir því að stefnandi geti byggt kröfur sínar á öðru en greiddum launum samkvæmt ráðningarsamningi milli launamanna og stefnda. Stefndi heldur því fram að tveir þeirra sem stefnandi krefst að greidd séu iðgjöld af hafi ekki verið á launaskrá. Uni Þórir Pétursson hafi unnið kauplaust en Þorgrímur Ómar Unason hafi unnið sem verktaki hjá stefnda. Stefndi byggir varakröfu sína um sýknu að svo stöddu á því sem að framan er rakið um að heimildir stefnanda til að innheimta iðgjöld takmarkist við þær heimildir sem tilgreindar eru í 3. gr. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 129/1997 sem ítrekaðar séu í samþykktum stefnda. Heimild stefnanda til innheimtu, ef hún er þá til staðar, verði ekki til fyrr en í fyrsta lagi þegar krafa launamanns um frekari launagreiðslur hefur verið viðurkennd. Þá fyrst geti stefnandi byggt útreikning sinn á launum sem launagreiðandi þurfi sannanlega að greiða, að uppfylltum nánari skilyrðum laga nr. 129/1997. arðandi þrautavarakröfu sína vísar stefndi til þess að krafa stefnanda sé rangt reiknuð en ekki hafi verið tekið tillit til greiðslu sem innt var af hendi hinn 20. desember 2006 að fjárhæð 20.335 krónur. Hvað lagarök varðar vísar stefndi til laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, einkum 2., 3., 6. og 13 gr. laganna. Þá vísar hann til 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og meginreglna samninga- og kröfuréttarins. Krafa um málskostnað úr hendi stefnanda er reist á XXI. kafla nefndra laga um meðferð einkamála. IV Í máli þessu er ekki um það deilt að stefnandi er sá lífeyrissjóður sem stefnda bar að greiða iðgjöld til. Stefnandi miðar útreikninga sína við þá fjárhæð sem hann telur að starfsmenn stefnda hefðu átt að hafa í laun en stefndi miðar iðgjaldagreiðslur sínar við þau laun sem hann kveðst hafa greitt starfsmönnum sínum. Sem grunn að kröfu sinni notar stefnandi útreikninga Verðslagsstofu skiptaverðs og heldur því fram að stefnda hafi verið óheimilt að greiða starfsmönnum sínum lægri laun en þeir útreikningar gefa tilefni til. Stefndi hefur ekki haldið því fram að útreikningar Verðlagsstofu skiptaverðs séu rangir. Þó bar forsvarsmaður stefnda fyrir dóminum að hann hefði ekki kynnt sér útreikningana. Stefndi fellst hins vegar ekki á að stefnandi geti notað útreikningana til að ákvarða fjárhæð iðgjalda. Snýst deila aðila þannig um það hvort stefnanda sé rétt og skylt að innheimta iðgjaldagreiðslur sem taki mið af þeim launum sem hann heldur fram að stefndi hefði átt að greiða eða hvort iðgjöldin skuli taka mið af þeim launum sem í raun voru greidd. Stefnandi notar við útreikninga á iðgjaldi niðurstöðu Verðlagsstofu skiptaverðs á aflahlut skipverja á því tímabili sem um ræðir. Vísar stefnandi máli sínu til stuðning til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 130/2001. Fallast verður á með stefnanda að við ákvörðun á aflahlut sé rétt að nota útreikninga Verðlagsstofu skiptaverðs, enda hafi ekki verið sýnt fram á að þeir séu rangir. Í nefndum dómi er því slegið föstu að skipverjum skuli hverju sinni tryggt hæsta gangverð fyrir afla bátsins. Hér háttar hins vegar svo til að skipverjar eru ekki að krefja stefnanda um hlut í samræmi við útreikninga Verðlagsstofu skiptaverðs heldur er stefnandi að krefjast iðgjalda sem hann miðar við útreiknaðan aflahlut. Í málinu voru lagðar fram samhljóða yfirlýsingar Una Þóris Péturssonar, Regins Fannars Unasonar og Péturs Arnars Unasonar þar sem fram kom að þeir töldu sig ekki eiga nein ógreidd laun hjá stefnda vegna þess tímabils sem hér um ræðir. Þá kemur og fram í yfirlýsingunum að þeir muni ekki gera kröfu um frekari launagreiðslur. Yfirlýsingar þessar eru allar vottaðar og ekkert hefur komið fram í málinu sem bendir til þess að þær séu rangar. Stefndi hefur greitt til stefnanda iðgjöld sem taka mið af þeim launum sem þessum aðilum voru greidd. Raunar hefur stefndi haldið því fram að Uni Þórir Pétursson hafi unnið launalaust. Þiðrik Hrannar Unason, forsvarsmaður stefnda, lýsti því yfir fyrir dóminum að hann ætti ekki ógreidd laun hjá félaginu fyrir þetta tímabil. Af hálfu stefnda hefur því síðan verið haldið fram að Þorgrímur Ómar Unason hafi starfað sem verktaki hjá honum og því beri honum ekki að skila greiðslum til stefnanda vegna hans. Áður hefur verið rakið hver tengsl þessara manna eru við forsvarsmann stefnda. Liggur því fyrir að allir þessir skipverjar telja stefnda að fullu hafa staðið skil á launum til þeirra. Í 3. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er iðgjaldsstofn skilgreindur. Þar kemur fram að iðgjald skuli reiknað af heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu. Eins og áður hefur komið fram krefur stefnandi stefnda um iðgjöld sem hann reiknar út frá launum sem hann segir að starfsmenn stefnda hefðu átt að fá greidd. Ef krafa stefnanda yrði tekin til greina leiddi sú niðurstaða til þess að faðir forsvarsmanns stefnda gat ekki aðstoðað hann með sjálfboðavinnu. Slík niðurstaða er ótæk og hið sama á við um forsvarsmann stefnda. Ætla verður að mönnum sé heimilt að koma ættingjum sínum til aðstoðar án þess að skylt sé að greiða til lífeyrissjóðs iðgjald sem tekur mið af hæstu launum sem hægt var að krefja fyrir vinnuna. Þá verður ekki annað ráðið en að aðferð sú sem stefnandi notar við útreikning sinn sé í andstöðu við ákvæði nefndrar 3. gr. þess efnis að iðgjöld taki mið af greiddum launum og endurgjaldi. Eftir standa þá eingöngu tveir skipverjar, þeir Aleksejs Melniks og Jurijs Zablokis. Nefndur Jurijs rekur nú fyrir dóminum mál þar sem hann krefur stefnda um vangreidd laun fyrir tímabil það sem hér um ræðir. Stefndi hefur ákveðið að taka til varna í málinu og liggur þannig fyrir að launakrafa Jurijs á hendur stefnda er umdeild. Krafa stefnanda á hendur stefnda um greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda fer síðan eftir því hver verður niðurstaðan í nefndu máli sem Jurijs hefur höfðað á hendur stefnda og verður stefnda þá skylt að greiða iðgjöld til stefnanda í samræmi við niðurstöðu málsins. Verður því að svo stöddu að sýkna stefnda af kröfum varðandi nefndan Jurijs. Engin göng hafa verið lögð fram í málinu varðandi afstöðu Aleksejs Melniks til málsins og þá hefur hann ekki, svo vitað sé, höfðað mál á hendur stefnda til greiðslu frekari launa. Ekki er loku fyrir það skotið að hann muni síðar leita réttar síns og verður stefndi því einnig sýknaður að svo stöddu af kröfum stefnanda um greiðslu iðgjalda hvað hann varðar. Að fenginni þessari niðurstöðu verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 krónur. Við ákvörðun málskostnaðar hefur verið horft til þess tíma sem fór í ferðalög lögmanns stefnda við rekstur málsins fyrir dóminum. Halldór Halldórsson dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsuppsaga hefur dregist vegna anna dómarans en sakflytjendur hafa lýst því yfir að þeir telji ekki þörf á endurflutningi vegna þessa. Stefndi, Hamravik ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, Gildi - lífeyrissjóður, um greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda fyrir tímabilið júlí til desember 2006 vegna Þiðriks Hrannars Unasonar, Una Þóris Péturssonar, Þorgríms Ómars Unasonar, Péturs Arnars Unasonar og Regins Fannars Unasonar. Stefndi er sýkn að svo stöddu að kröfum stefnanda um greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda fyrir sama tímabil vegna Jurijs Zablokis og Aleksejs Melnikis. Stefnandi greiði stefnda 400.00 krónur í málskostnað |
Mál nr. 232/1999 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur Vanreifun Lögvarðir hagsmunir | Í einkamáli, sem A hafði höfðað gegn L, Í, P og B, krafðist A þess, að ógilt yrði með dómi veðleyfi sem A hafði gefið P til tryggingar skuldabréfs í eigu L, og síðari skilmálabreyting skuldabréfsins. Talið var að A hefði ekki skýrt á viðhlítandi hátt hvers vegna málinu væri beint að Í og B. Með hliðsjón af því að íbúð A hafði verið seld nauðungarsölu og veðkrafa L greiðst að fullu þóttu hagsmunir, sem A kynni að hafa haft af kröfu sinni gagnvart L og P, ekki vera lengur fyrir hendi. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu í heild frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. maí 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. júní sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. maí 1999, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilarnir Lífeyrissjóður verslunarmanna og Íbúðalánasjóður krefjast þess hvor um sig að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og sóknaraðili dæmd til að greiða kærumálskostnað. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka. I. Eins og nánar greinir í úrskurði héraðsdómara gerir sóknaraðili þá kröfu á hendur varnaraðilunum Lífeyrissjóði verslunarmanna og Pálma Björnssyni að ógilt verði undirskrift hennar á veðleyfi 10. mars 1992 handa Pálma til að veðsetja íbúð hennar að Miklubraut 56 í Reykjavík, en leyfi þetta nýtti Pálmi með veðskuldabréfi útgefnu 16. sama mánaðar til Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þá gerir sóknaraðili þá kröfu á hendur öllum varnaraðilunum að ógilt verði samþykki hennar 13. september 1995 á breytingum á skilmálum fyrrnefnds veðskuldabréfs, en skjal þessa efnis var undirritað af varnaraðilanum Pálma ásamt sóknaraðila og forráðamanni varnaraðilans Lífeyrissjóðs verslunarmanna, svo og af hálfu varnaraðilans Íslandsbanka hf. og Byggingarsjóðs ríkisins, sem áttu veðrétti í íbúð sóknaraðila að baki Lífeyrissjóði verslunarmanna. Íbúðalánasjóður hefur nú komið í stað Byggingarsjóðs ríkisins. Fyrir liggur í málinu að íbúð sóknaraðila var seld nauðungarsölu 1. október 1997. Gerðist Byggingarsjóður ríkisins þar kaupandi, en krafa Lífeyrissjóðs verslunarmanna á grundvelli áðurnefnds veðskuldabréfs frá 16. mars 1992 greiddist að fullu af söluverði íbúðarinnar. II. Sóknaraðila hefur ekki skýrt á viðhlítandi hátt ástæðu þess að kröfum í málinu sé beint meðal annars að varnaraðilunum Íbúðalánasjóði og Íslandsbanka hf., en ekki verður séð hvers vegna þörf geti verið á málsaðild þeirra þótt þeir hafi sem veðhafar í íbúð sóknaraðila veitt samþykki sitt fyrir breytingum á skilmálum skuldabréfs rétthærri veðhafa. Er málið að þessu leyti svo vanreifað að óhjákvæmilegt er að vísa kröfum á hendur þessum varnaraðilum frá héraðsdómi. Eins og áður greinir hefur íbúð sóknaraðila verið seld við nauðungarsölu og veðkrafa varnaraðilans Lífeyrissjóðs verslunarmanna greiðst þannig að fullu. Hagsmunir, sem sóknaraðili kann að hafa haft af því að leita dóms einvörðungu um ógildingu veðleyfis að baki veðrétti lífeyrissjóðsins, eru því ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt því verður að vísa frá héraðsdómi kröfum á hendur varnaraðilunum Lífeyrissjóði verslunarmanna og Pálma Björnssyni. Samkvæmt framansögðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um að vísa málinu frá dómi. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað skal vera óraskað. Sóknaraðili verður dæmd til að greiða varnaraðilunum Lífeyrissjóði verslunarmanna og Íbúðalánasjóði kærumálskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði, en að öðru leyti fellur kærumálskostnaður niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Alice Ege Larsen, greiði varnaraðilum, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Íbúðalánasjóði, hvorum um sig 40.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 18/2001 | Virðisaukaskattur Bókhald Framhaldsbrot Fyrning Fésekt | S var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á innheimtum virðisaukaskatti á tímabilinu mars-desember 1993, janúar-júní og nóvember til og með desember 1994 og frá janúar 1995 til og með febrúar 1996. Þá sætti hann ákæru fyrir vanrækslu á að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn. S viðurkenndi brotin. Héraðsdómur sýknaði að hluta vegna fyrningar. Fyrir Hæstarétti voru brotin virt heildstætt sem samfelld brotastarfsemi og samkvæmt því öll talin ófyrnd. Voru brot S talin meiri háttar og hann dæmdur til skilorðsbundinnar refsivistar auk þess sem honum var gerð sektarrefsing. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8. desember 2000 og krefst sakfellingar ákærða samkvæmt ákæru og þyngingar á refsingu. Ákærði krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Svo sem fram kemur í héraðsdómi hefur ákærði játað að hafa framið brot þau, er ákæra málsins tekur til. Samkvæmt því rangfærði hann í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum skilaskyldan virðisaukaskatt á virðisaukaskattsskýrslum vegna uppgjörstímabilanna mars til og með desember 1993 og lét undir höfuð leggjast að skila virðisaukaskattsskýrslum vegna tímabilanna frá janúar til og með júní og nóvember til og með desember 1994 og frá janúar 1995 til og með febrúar 1996. Kom hann sér þannig undan að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti vegna sölu á þjónustu á framangreindum tímabilum, sem samtals nam 2.333.223 krónum. Á sama hátt liggur fyrir að ákærði vanrækti að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1993 til 1996. Áfrýjun ákæruvalds á héraðsdómi lýtur að því að hnekkja þeirri niðurstöðu hans að hluti ofangreindra brota sé fyrndur þar sem ekki verði litið á atferli ákærða í heild sem framhaldsbrot heldur miðað við að brotin verði virt sem sjálfstæð og afmörkuð og miðist fyrningarfrestur við fullframningu hvers þeirra um sig. Brot ákærða samkvæmt I. kafla ákæru, sem fólust í því að gera ekki skil til ríkissjóðs á virðisaukaskatti, sem hann hafði innheimt, náðu samfellt yfir tímabilið frá mars 1993 til og með febrúar 1996, að því undanskildu að hinn 7. desember 1994 skilaði hann tveimur virðisaukaskattsskýrslum fyrir greiðslutímabilin júlí-ágúst og september-október 1994. Samkvæmt þeim var ekki um neina skattskylda veltu ákærða að ræða á þessum tímabilum og hefur það ekki verið vefengt. Brot ákærða voru óumdeilanlega samkynja. Líta verður svo á að þau hafi verið framin vísvitandi og með skipulegum hætti umrætt tímabil með því markmiði að halda eftir hinum innheimta skatti, sem skila átti til ríkissjóðs. Þegar til þessara atriða er litið þykir verða að virða þau heildstætt sem samfellda brotastarfsemi. Skiptir ekki máli í þessu sambandi þótt ákærði hafi skilað tveimur svokölluðum núllskýrslum 7. desember 1994 eins og áður er lýst. Á sama hátt verður að líta á brot ákærða á bókhaldslögum á ofangreindu tímabili sem óslitna brotastarfsemi. Samkvæmt þessu telst fyrningarfrestur vegna brota ákærða hefjast þegar umræddri brotastarfsemi lauk í febrúarlok 1996, sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af 5. mgr. 41. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt og 4. mgr. 41. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald og áður 2. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga teljast öll brotin ófyrnd. Við ákvörðun refsingar ákærða ber að líta til þess að lög nr. 42/1995, sem breyttu 40. gr. laga nr. 50/1988, tóku gildi 9. mars 1995, en með þeim var lögfest ákvæði um lágmark fésektar, er næmi tvöfaldri skattfjárhæð, sem undan er dregin. Er í héraðsdómi réttilega greind fjárhæð undandregins virðisaukaskatts eftir það tímamark. Lög nr. 39/1995, sem breyttu 262. gr. almennra hegningarlaga tóku gildi 1. júlí 1995. Þegar litið er til verknaðar ákærða samkvæmt ákærukafla I, sem stóð yfir langan tíma og varðaði verulega fjárhæð, verður að líta svo á að um meiri háttar brot sé að ræða, sbr. áður ákvæði 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, sem gilti til 9. mars 1995, og nú 1. mgr., sbr. 3. mgr., 262. gr. almennra hegningarlaga. Þá teljast brot hans samkvæmt II. kafla ákærunnar meiri háttar samkvæmt 1. og 2. tl. 37. gr., sbr. 36. gr., laga nr. 145/1994, sbr. lög nr. 37/1995 og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga. Hins vegar ber að hafa í huga að ákærði hefur hreinskilnislega játað brot sín og að hann hefur ekki áður sætt refsingum, sem hér skipta máli. Jafnframt þykir rétt að líta til þess óhæfilega dráttar, sem varð á rannsókn málsins. Að öllu þessu athuguðu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði, en eftir atvikum þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna eins og nánar segir í dómsorði. Jafnframt verður ákærði dæmdur til að greiða sekt í ríkissjóð, 2.000.000 krónur. Komi fangelsi í tvo mánuði í hennar stað verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest, en dæma ber ákærða til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Steen Johansson, sæti fangelsi í fimm mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 2.000.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá uppsögu dóms þessa, en sæti ella fangelsi í tvo mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 80.000 krónur. I Mál þetta, sem var dómtekið 25. september sl., er höfðað með ákæru Ríkis-lögreglustjórans 25. apríl 2000 á hendur Steen Johansson, kt. 121057-3879, Helgerødveien 39, Sandefjord, Noregi. I.“Fyrir brot gegn lögum um virðisaukskatt. Ákærða er gefið að sök að hafa, í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum, brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa rangfært, á virðisaukaskattssýrslum, skilaskyldan virðisaukaskatt vegna sölu hans á virðisaukaskattskyldri þjónustu, vegna uppgjörstímabilanna mars til og með desember 1993, og að hafa látið undir höfuð leggjast að skila virðisaukaskattsskýrslum vegna tímabilanna frá janúar til og með júní og nóvember til og með desember 1994 og frá janúar 1995 til og með febrúar 1996 og að hafa með þessu komið sér undan að standa Sýslumanninum í Hafnarfirði skil á innheimtum virðisaukaskatti, í samræmi við það sem lög áskilja, vegna sölu hans á þjónustu samkvæmt 38 sölureikningum sem hann gaf út á framangreindum tímabilum samtals að fjárhæð kr. 2.333.223 og sundurliðast sem hér greinir: Uppgjörstímabil: Vantalin skattskyld Vangoldinn velta: virðisaukaskattur: Mars apríl kr.1.433.657 kr.351.246 Maí júní kr. 643.641 kr. 157.692 Júlí ágúst kr. 569.570 kr. 139.544 September október kr. 755.224 kr. 185.030 Nóvember desember kr. 820.038 kr.200.909 kr.4.222.130 kr.1.034.421 Janúar febrúar kr. 474.551 kr.116.265 Mars apríl kr. 791.246 kr.193.855 Maí júní kr. 1.138.396 kr.278.907 Nóvember desember kr.27.000 kr. 6.615 kr.2.431.193 kr.595.642 Janúar febrúar kr.738.738 kr. 165.698 Mars apríl kr.603.725 kr.147.912 Maí júní kr.330.000 kr.80.850 Júlí ágúst kr. 330.000 kr.80.850 September október kr.390.000 kr.95.550 Nóvember desember kr. 360.000 kr.88.200 kr.2.752.463 kr.659.060 Janúar febrúar kr.180.000 kr.44.100 kr.180.000 kr.44.100 Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 6. mgr. 40. gr. laga nr. 50, 1988, um virðisaukaskatt, sjá nú 3. gr. laga nr. 42, 1995 og 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 og 139. gr. laga nr. 82, 1998. II. Fyrir bókhaldsbrot. Með því að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1993, 1994, 1995 og 1996. Telst þetta varða við 25. gr. laga nr. 51, 1968, sbr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sjá nú 1. og 2. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994, um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37, 1995 um breyting á þeim lögum, sbr. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar fyrir framangreind brot.” Ákærði hefur skýlaust játað fyrir dóminum að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök í ákæru Var því farið með málið sem játningarmál samkvæmt 125. gr. laga nr. 1971991 og málið dómtekið án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjandi og verjandi höfðu tjáð sig um lagaatriði og viðurlög. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að brotastarfsemi ákærða falli undir þá skilgreiningu að vera framhaldsbrot er virða skuli sem brotaeind og sé sök ákærða því ófyrnd að öllu leyti. Verjandi ákærða krefst þess að ákærði hljóti vægustu refsingu er lög leyfa og að refsing ákærða verði skilorðsbundin. Verjandinn byggir á því að sýkna beri ákærða af hluta brotanna vegna fyrningar, en hann mótmælir því að litið verði á brot ákærða sem framhaldsbrot. Hann krefst þess að sektarrefsing ákærða verði skilorðsbundin. II Við úrlausn máls þessa verður að taka til sjálfstæðrar athugunar hvort sök ákærða kunni að vera fyrnd að hluta. Í 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er upphaf fyrningarfrests markað á þann veg að frestur telst frá þeim degi er refsiverðum verknaði eða refsiverðu athafnaleysi lauk. kemur þá til álita hvort brotastarfsemi ákærða falli undir þá skilgreiningu að vera framhaldsbrot er virða skuli sem brotaeind og upphaf fyrningarfrests teljist frá lokum síðasta brots í brotahrinu ákærða árið 1996. Samkvæmt 1. mgr. 40. gr.laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt er refsinæmi háttsemi ákærða fólgin í því annars vegar að hafa af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrt rangt eða villandi frá einhverju því er máli skiptir um virðisaukaskatt sinn og hins vegar að afhenda ekki á lögmæltum tíma virðisaukaskattskýrslu eð virðisaukaskatt sem hann hafði innheimt. Í 15. gr sömu laga er mælt fyrir um að virðisaukaskattskyldir aðilar skuli greiða í ríkissjóð mimun útskatts og innskatts hvers uppgjörstímabils, sbr. 24. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 24. gr. laganna er kveðið á um að hvert uppgjörstímabil virðisaukaskatts séu tveir mánuðir: Janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember. Í 2. mgr. 24. gr. laganna segir að virðisaukaskatti ásamt virðisaukaskattskýrslu skuli skila eigi síðar en á fimmta degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna viðskipta á því tímabili. Samkvæmt þessu ber við það að miða að virðisaukaskattsbrot ákærða hafi verið fullframin á því tímamarki er honum bar að skila skattinum eftir hvert uppgjörstímabil, sbr. 1. mgr. 24. gr. tilvitnaðra laga, og að upphaf fyrningarfrests miðist við sama tímamark. Verða brot ákærða því virt sem sjálfstæð og afmörkuð brot, sem endurtekin voru á ofangreindum uppgjörstímabilum. Að því er varðar kafla II í ákæru er í 4. gr. bókhaldslaga nr. 51/1968, sem er nánast óbreytt í nýjum bókhaldslögum nr. 145/1994, kveðið á um að bókhaldsskyldir aðilar skuli haga bókhaldi sínu og semja ársreikninga í samræmi við reglur laganna og góða bókhalds- og reikningsskilavenju. Í 18. gr. laga nr. 51/1968 kveðið á um að allirþeir sem bókhaldsskyldir eru skuli gera ársreikning einu sinni á hverju reikningsári og að reikningsárið skuli vera tólf mánuðir. Í 2. mgr. sömu greinar segir að ársreikningur skuli fullgerður og undirritaður eigi síðar en fimm mánuðum eftir lok reikningsársins. Svipuð ákvæði eru í nýjum bókhaldslögum nr. 145/1994 nema þar er kveðið á um að ársreikningur skuli fullgerður eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsársins. Ákærði lét undir höfuð leggjast að halda bókhald vegna sjálfstæðrar starfsemi sinnar á árunum 1993, 1994, 1995 og 1996. ´Samkvæmt framansögðu bar ákærða að skila ársreikningi vegna ársins 1993 í síðasta lagi 31. maí 1994. Verður það tímamark lagt til grundvallar upphafi fyrningarfrests bókhaldsbrota ákærða. Ársreikningum vegna áranna 1994, 1995 og 1996 bar ákærða hins vegar að skila í síðasta lagi þann 30. júní næsta árs í samræmi við ákvæði í nýju bókhaldslögunum sem tóku gildi 1. janúar 1995. Miðast því upphaf fyrningarfrests vegna ársins 1994 við 30. júní 1995, vegna ársins 1995 við 30. júní 1996 og vegna ársins 1996 við 30. júní 1997. Í 5. mgr. 41. gr. laga nr. 50/1988 er mælt fyrir um sérreglu um fyrningu sakar vegna virðisaukaskattsbrota. Er þar kveðið á um að sök fyrnist á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra eða rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, nú ríkislögreglustjórans, eða hjá löglærðum fulltrúum þeirra gegn skattaðila sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar. Fyrir gildistöku bókhaldslaga nr. 145/1994 fór um fyrningu bókhaldsbrota eftir 2. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 5. gr. laga nr. 20/1981. Samkvæmt því fyrntust bókhaldsbrot á fimm árum. Með gildistöku nýrra bókhaldslaga nr. 145/1994 þann 1. janúar 1995 var mælt svo fyrir í 4. mgr. 41. gr.laganna, sem hefur að geynma sérreglu um fyrningu bókhaldsbrota, að sakri samkvæmt lögunum fyrntust á sex árum Ákærði gaf skýrslu hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins þann 1. desember 1994. Var hann yfirheyrður af viðskiptafræðingi er starfaði við embættið. Þá var ákærði yfirheyrður þann 22. mars 2000 á lögreglustöðinni í Sandefjord í Noregi af rannsóknarlögreglumanni við embætti ríkislögreglustjórans. Var löglærður fulltrúi ríkislögreglustjórans viðstaddur þá yfirheyrslu. ákærði var í báðum tilvikum yfirheyrður sem sökunautur í máli, en í hvorugt skipti af yfirmanni eða löglærðum fulltrúa viðkomandi embætta. Var meðferð málsins því ekki með þeim hætti að fyrning hafi rofnað gagnvart ákærða fyrr en með þingfestingu málsins fyrir dóminum þann 15. júní 2000. Samkvæmt þessu telur dómurinn að virðisaukaskattsbrot ákærða vegna ársins 1993 og til og með greiðslutímabilsins mars- apríl 1994 séu fyrnd. Verður ákærði því sýknaður af þeim hluta I. kafla ákærunnar. Bókhaldsbrot ákærða vegna ársins 1993 var fullframið samkvæmt framansögðu þann 31. maí 1994. Með vísan til ofanritaðs um rof fyrningar á sök ákærða við þingfestingu máls þessa þann 15. júní 2000, telur dómurinn bókhaldsbrot ákærða vegna ársins 1993 fyrnt og verður hann því sýknaður af þeim hluta II. kafla ákærunnar. Samkvæmt framansögðu verður ákærði því sakfelldur fyrir að hafa andstætt því sem lög áskilja látið undir höfuð leggjast að skila virðisaukaskattskýurslum og að hafa með því komið sér undan að standa innheimtumanni ríkissjóð skil á innheimtum virðisaukaskatti vegna eftirtalinna tímabila: Maí- júní og nóvember- desember 1994, 285.522 krónur, janúar- desember 1995, 659.060 krónur og janúar- febrúar 1996, 44.100 krónur. samtals nema þessar fjárhæðir 988.682 krónum. Þá verður ákærði samkvæmt því er áður greinir sakfelldur fyrir að færa ekki bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1994, 1995 og 1996. III Ákærði hefur eigi áður sætt refsingum er hér skipta máli. Við ákvörðun refsingar ber til þess að líta að þann 1. júlí 1995 tóku gildi lög nr. 39/1995, en með þeim var 262. gr. almennra hegningarlagaa nr. 19/1940 breytt. Samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins varða meiri háttar brot, meðal annars á lögum um virðisaukaskatt fangelsi allt að 6 árum. Fjárhæð virðisaukaskatts sem ákærði vanrækti að skila eftir nefnt tímamark, var 389.550 krónur. Að virtri þeirri fjárhæð og hreinskilnislegri játningu ákærða verður ekki talið að brot hans á lögum um virðisaukaskatt séu meiri háttar. Verður honum því ekki gert að sæta fangelsisrefsingu fyrir þau. Brot ákærða á lögum um bókhald, sem hann er sakfelldur fyrir, teljast meiri háttar í skilningi 1. og 2. tl. 37. gr. laga nr. 145/1994, sbr. 36. gr. þeira laga, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 37/1995, sbr. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995. Refsing ákærða fyrir bókhaldsbrot þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði, en eftir atvikum þykir rétt að ákveða að fullnustu refsingarinnar skuli frestað og að refsing falli niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlag nr. 19/1940, sbr. lög nr. 22/1955. Af fjárhæð þeirri, 988.682 krónum, sem ákærði er sakfelldur fyrir að hafa vanrækt að skila innheimtumanni ríkissjóðs, stafa 703.160 krónur vegna brota ákærða sem framin voru eftir gildistöku laga nr. 42/1995. Samkvæmt 3. gr þeirra laga varða brot á lögum um virðisaukaskatt fésekt, sem nemur að lágmarki tvöfaldri skattfjárhæðinni sem um ræðir. Að því virtu og að teknu tilliti til 2. gr. almennra hegningarlaga, verður ákæða gert að greiða sekt í ríkissjóð, sem telst hæfilega ákveðin 1.500.000 krónur. Eins og atvikum máls þessa er háttað og með vísan til dóms Hæstaréttar 26. þessa mánaðar í málinu nr. 149/2000, þykja eigi næg efni til að binda sektina skilorði, eins og krafist er af hálfu ákærða. Kemur 48 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum verður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með telinnar þóknunar skipaðs verjanda síns, Páls Arnórs Pálssonar, hæstaréttarlögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin, 60.000 krónur. Dómsuppsaga hefur dregist vegna þess að ákveðið var að bíða niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 149/2000 varðandi skilorðsbindingu sektarrefsingar. Gekk dómur um það .þann 26. þessa mánaðar eins og áður greinir. Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari kveður dóminn upp. Ákærði, Steen Johansson, sæti fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu þeirrar refsingar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði allmennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr.laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 1.500.000 krónur í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms, en sæti ella fangelsi í 48 daga. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Páls Arnórs Pálssonar, hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. |
Mál nr. 124/2002 | Höfundarréttur Landakort Gjaldtaka | M keypti þrjár þekjur úr stafrænum kortagrunni L. Samkvæmt söluskilmálum sem M undirritaði var ekki heimilt að birta, fjölfalda eða dreifa unnum eða óunnum gögnum nema með leyfi L en um útgáfu-, afnota- og höfundarétt átti að fara eftir ákvæðum laga nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð. Ekki var um það deilt að M gaf út kort án þess að fá til þess birtingarleyfi. Stóð ágreiningur um hvort slík leyfi þyrfti fyrir þessum útgáfum og hvert væri hæfilegt gjald fyrir þau þyrfti þeirra með. Hélt M því fram að 10. gr. laga nr. 95/1997 sem mælir fyrir um fjármögnun Landmælinga Íslands, hefði á árinu 2000 ekki gert ráð fyrir því að gjald væri tekið fyrir afnot efnisins með þessum hætti. Þá gæti íslenska ríkið ekki átt höfundarétt af umræddum þekjum og því ætti ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot efnisins. Talið var að um réttindi ríkisins af þessum starfrænu gögnum sem M fékk afnot af færi samkvæmt 50. gr. höfundalaga eins og þeim var breytt með lögum nr. 60/2000. L reisti gjaldtöku sína á gjaldskrá Landmælinga Íslands nr. 323/1999 sem gefin var út áður en 10. gr. laga var breytt með lögum nr. 171/2000. Var talið að L hefði haft lagaheimild til að taka gjald fyrir sölu upplýsinga og afnot þeirra. Þá yrði gjaldskráin ekki öðruvísi skilin en að þar væri ákveðið sérstakt gjald fyrir hverja birtingu og gjaldflokkar réðust af stærð korts og af því hversu birt efni í endanlegri útgáfu hefði að geyma mikið af kortagögnum, texta, myndefni eða öðru efni frá L. Þótti L hafa sýnt fram á rétt sinn samkvæmt 50. gr. höfundarlaga og hefði lagaheimild til að taka gjald af M vegna nýtingar á þeim upplýsingum sem M fékk, en L hafði áskilið sér frá upphafi endurgjald fyrir notkun veittra upplýsinga. Var talið að M hefði ekki sýnt fram á að L hefði ákveðið gjaldið of hátt samkvæmt gjaldskránni eða að gjaldtaka samkvæmt henni væri á annan hátt óhæfileg. Var héraðsdómur því staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 12. mars 2002. Hann krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda, en til vara að kröfur stefnda verði lækkaðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að málskostnaður verði felldur niður. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Áfrýjandi keypti 2. júlí 1997 þrjár þekjur úr stafrænum kortagrunni stefnda, IS 500V. Var þar um að ræða hæðarlínu-, vatna- og vegagrunn. Samkvæmt söluskilmálum, sem hann undirritaði, var öll dreifing gagnanna til þriðja aðila óheimil nema gegn skriflegu leyfi stefnda. Ekki var heldur heimilt að birta, fjölfalda eða dreifa unnum eða óunnum gögnum nema með leyfi hans. Áfrýjandi fékk 29. janúar 1998 birtingarleyfi vegna útgáfu tveggja korta í mælikvarðanum 1:600.000 og 1:300.000 og greiddi fyrir. Hann fékk 26. febrúar 1999 birtingarleyfi fyrir útgáfu fjögurra korta í mælikvarðanum 1:300.000, alls 10.000 eintök, og greiddi fyrir með fyrirvara þar sem hann vísar til fyrri bréfaskipta sinna og lögmanns stefnda, en þar bar hann brigður á réttmæti þess að hann þyrfti birtingarleyfi fyrir útgáfum sínum og dró í efa greiðsluskyldu þeirra vegna. Áfrýjandi hefur síðan ekki óskað eftir birtingarleyfum hjá stefnda. Dómkrafan er fyrir birtingargjald vegna korta í mælikvarðanum 1:300.000 af öllum landsfjórðungum, kortabók í mælikvarðanum 1:300.000, ferðakorti af Íslandi í mælikvarðanum 1:600.000 og jarðfræðikorti af Snæfellsnesi í mælikvarðanum 1:100.000. Samkvæmt málflutningi aðila er ekki um það deilt að áfrýjandi hafi gefið þessi kort út án þess að fá til þess birtingarleyfi. Hins vegar greinir aðila á um hvort birtingaleyfi þurfi fyrir þessum útgáfum. Verði það niðurstaða réttarins er um það deilt hvert sé hæfilegt gjald fyrir leyfin. II. Krafa stefnda er samkvæmt tveimur reikningum, þeim fyrri dagsettum 8. desember 2000, sem sagður er vera fyrir birtingarleyfi árið 2000, en hinum síðari frá 5. október 2001, sem sagður er vera fyrir sama tíma en tilkominn vegna leiðréttinga á upplagstölum áfrýjanda. Þekjurnar þrjár, sem áfrýjandi fékk á árinu 1997, voru fengnar úr stafrænu gagnasafni stefnda, Ísland Vektor 1:500.000, en gagnasafnið er byggt á ferðakorti stefnda í þeim mælikvarða. Tilgangur gagnasafnsins er aðallega að gefa upplýsingar um hæðar-, vatna- og vegakerfi landsins í heild. Gögnin má nota við ýmis konar kortagerð og vinnslu í landupplýsingakerfum. Ferðakort stefnda var unnið á sjö ára tímabili og kom fyrst út 1978. Grunnur að kortinu voru hæðarlínur, vatnafar og strandlínur af Atlaskortum í mælikvarða 1:100.000, sem gefin voru út af Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn, en stefndi hafði fengið þessi grunngögn með samningum við þá stofnun. Stefndi er ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfisráðuneytið. Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að verkefnum á sviði landmælinga og kortagerðar. Samkvæmt 8. gr. laga nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð er íslenska ríkið eigandi að öllum réttindum sem Landmælingar Íslands hafa öðlast og gætir stofnunin hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu efni sem hún hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Í greininni segir að um höfundarétt gildi að öðru leyti höfundalög nr. 73/1972 með síðari breytingum. Samkvæmt 9. gr. sömu laga eiga Landmælingar Íslands að miðla upplýsingum og veita aðgang að gögnum í vörslu stofnunarinnar og er heimilt að veita afnotarétt af öllum upplýsingum á sviði landmælinga og kortagerðar, sem eru í hennar vörslu, að því tilskildu að uppruna sé getið og áreiðanleika upplýsinga ekki stefnt í tvísýnu. Það var í verkahring stefnda að varðveita og þróa það efni sem um getur í máli þessu og veita áfrýjanda umbeðnar upplýsingar, svo sem hann gerði. Áfrýjandi greiddi fyrir aðgang að upplýsingunum. Hann undirritaði einnig skilmála fyrir afhendingunni, eins og að framan er rakið, og skuldbatt sig til að birta ekki eða fjölfalda keypt gögn unnin eða óunnin nema að fengnu sérstöku leyfi. Í skilmálunum er til þess vísað að um útgáfurétt fari eftir ákvæðum laga um Landmælingar Íslands. Áfrýjandi aflaði sér birtingarleyfis fyrir útgáfur sínar 1998 og að einhverju leyti árið 1999 og greiddi fyrir það svonefnt birtingargjald. Leyfi þessi voru fyrir ákveðin kort og samkvæmt texta þeirra voru þau bundin við það upplag sem í þeim greindi. Áfrýjandi ber brigður á að þessi gjaldtaka hafi verið heimil að lögum og hefur hafnað frekari greiðslum. Heldur hann því fram að 10. gr. laga nr. 95/1997, sem mælir fyrir um fjármögnun Landmælinga Íslands, hafi á árinu 2000 ekki gert ráð fyrir því að gjald væri tekið fyrir afnot efnisins með þessum hætti. Þá heldur hann því einnig fram að íslenska ríkið geti ekki átt höfundarétt að þessum þekjum og því eigi ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot efnisins. III. Áfrýjandi kaus að fá hið umdeilda efni frá stefnda og tók við því með ákveðnum skilmálum. Samkvæmt þeim átti um útgáfu-, afnota- og höfundarétt að fara eftir ákvæðum laga nr. 95/1997. Fer um greiðsluskyldu áfrýjanda að þeim lögum. Hér var um að ræða efni sem íslenska ríkið átti og stefnda bar lögum samkvæmt að varðveita. Hafði það verið unnið upp úr korti sem íslenska ríkið átti höfundarétt að samkæmt 3. mgr. 1. gr. höfundalaga. Er ómótmælt að gerð þessara stafrænu gagna, sem áfrýjandi fékk afnot af, kostuðu umtalsverðar fjárhæðir. Fer um réttindi ríkisins yfir slíkum gögnum samkvæmt 50. gr. höfundalaga, eins og þeim var breytt með lögum nr. 60/2000, en reikningar stefnda eru útgefnir eftir gildistöku þeirra laga 26. maí 2000 og ekki liggur annað fyrir en umdeild upplög kortanna hafi verið prentuð eftir þann tíma. Líta verður svo á að í máli þessu geri stefndi kröfu til greiðslu fyrir þessi réttindi. Stefndi reisti gjaldtöku sína á gjaldskrá Landmælinga Íslands nr. 323/1999. Á þeim tíma sem gjaldskráin var gefin út voru fyrirmæli um það í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 95/1997 að Landmælingar Íslands skyldu afla sér tekna á eftirfarandi hátt: 1. Með sölu á sérhæfðri þjónustu og upplýsingum. 2. Með þjónustugjöldum vegna afgreiðslu gagna. Gjaldtaka þessi skyldi ákvörðuð í gjaldskrá sem ráðherra staðfesti. Að öðru leyti skyldi kostnaður við starfrækslu Landmælinga Íslands greiðast af framlögum úr ríkissjóði. Stefndi seldi áfrýjanda ákveðnar upplýsingar og afgreiddi til hans gögn þar um. Verður að ætla að stefndi hafi haft lagaheimild til að taka gjald fyrir sölu upplýsinga og afnot þeirra. Lagaákvæðinu hefur nú verið breytt með lögum nr. 171/2000, svo sem rakið er í héraðsdómi. Óumdeilt er að reikningarnir eru samkvæmt tilvitnaðri gjaldskrá. Hins vegar heldur áfrýjandi því fram að almenn tekjuöflun verði ekki ákvörðuð í gjaldskrá heldur eingöngu þjónustugjöld, sem ekki megi fara fram úr eðlilegum kostnaði stofnunarinnar við að láta þessa þjónustu í té, sbr. 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Hér sé þessu ekki að heilsa því að gjaldtakan sé umfram eðlilegan kostnað við þjónustuna og langt úr hófi. Að framan er því lýst að gerð þessara stafrænu gagna kostaði umtalsverðar fjárhæðir. Af hálfu stefnda er því haldið fram að gjaldskráin sé samin með þennan kostnað í huga. Forstöðumaður stjórnsýslusviðs stefnda sagði fyrir dómi að við ákvörðun viðmiðunarverðs gjaldskrárinnar hafi verið litið til verðlagningar sams konar stofnana erlendis. Eins og áður segir snýst ágreiningur aðila í þessu máli um greiðslu fyrir afnotarétt en ekki veitta þjónustu. Gjaldskráin verður ekki öðruvísi skilin en að þar sé ákveðið sérstakt gjald fyrir hverja birtingu og gjaldflokkar ráðist af stærð korts og af því hversu birt efni í endanlegri útgáfu hafi að geyma mikið af kortagögnum, texta, myndefni eða öðru efni frá Landmælingum Íslands. Hefur stefndi innheimt gjald samkvæmt öðrum gjaldflokki sem er miðaður við að kort áfrýjanda innihaldi 30-60% af efni frá honum. Hefur áfrýjandi mótmælt því að um svo mikið efni frá stefnda sé að ræða, sem reikningar gera ráð fyrir, og fullyrðir að kortin ættu samkvæmt gjaldskránni að falla í þriðja verðflokk, sem miðar við að grunngögn stefnda séu 10-30% af birtu efni eða minna. Áfrýjandi hefur ekki lagt fram matsgerð dómkvaddra sérfræðinga þessu til styrktar eða önnur nægileg gögn og verður hann að bera halla af því eins og mál þetta liggur fyrir Hæstarétti. Af því sem að framan er rakið þykir stefndi hafa sýnt fram á rétt sinn samkvæmt 50. gr. höfundalaga og að hann hafi lagaheimild til að taka gjald af áfrýjanda vegna nýtingar á þeim upplýsingum sem hann fékk. Stefndi áskildi sér frá upphafi endurgjald fyrir notkun veittra upplýsinga. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að stefndi hafi ákveðið gjaldið of hátt samkvæmt gjaldskránni eða að gjaldtaka samkvæmt henni sé á annan hátt óhæfileg. Ber af þessum ástæðum að staðfesta héraðsdóm. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem nánar er ákveðið í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Mál og menning hf., greiði stefnda, Landmælingum Íslands, 250.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 2002. I Mál þetta, sem dómtekið var 10. desember sl., en endurupptekið, endurflutt og dómtekið að nýju hinn 11. febrúar sl., var höfðað með stefnu birtri 28. mars, þingfestri 26. apríl 2001 og framhaldsstefnu þingfestri 15. október 2001. Stefnandi er Landmælingar Íslands, kt. 710169-3309, Stillholti 6-8, Akranesi. Stefndi er Mál og Menning hf., kt. 450570-0289, Laugavegi 18, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 2.737.117 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 08.01.2001 til 01.07.2001, en þá samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Í frumsök gerir stefnandi þær kröfur að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.444.885,00 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 08.01.2001 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt málskostnaðarreikningi. Stefnandi krefst þess í framhaldssök að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.292.232 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 10., sbr. 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 8. janúar 2001 til 1. júlí 2001 og samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda Málin voru sameinuð með heimild í a. lið 1. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og eru endanlegar dómkröfur stefnanda eins og að framan greinir. Stefndi krefst í frumsök og framhaldssök aðallega sýknu af kröfum stefnda en til vara lækkunar krafna að mati dómsins auk málskostnaðar að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi. II Forsaga máls þessa er sú að hinn 2. júlí 1997 keypti stefndi gögn af stefnanda úr stafræna grunni stefnanda IS 500V. Á söluskilmálum kemur fram að hið selda efni séu hæðarlínur, vegir og vatn og að tilgangur kaupanna sé kortagerð. Stefndi greiddi fyrir þessi gögn 150.000 krónur auk 36.750 króna virðisaukaskatts eða samtals 186.750 krónur. Í 1. tl. fyrrgreindra skilmála segir að kaupandi samþykki að nota gögnin eingöngu í eigin þágu og á eigin tölvukerfi og samkvæmt 2. tl. er öll dreifing gagnanna til þriðja aðila óheimil nema gegn skriflegu leyfi Landmælinga Íslands. Í 3. tl. kemur fram að óheimilt sé að fjölfalda eða dreifa, unnum eða óunnum gögnum nema gegn skriflegu leyfi Landmælinga Íslands. Þá er í 4. tl. mælt fyrir um það að óski kaupandi eftir að birta, fjölfalda eða dreifa hinum keyptu gögnum, unnum eða óunnum, verði hann að fá sérstakt birtingarleyfi hjá stofnuninni. Þá segir í 5. tl. að útgáfu-, afnota- og höfundaréttur fari eftir ákvæðum laga um Landmælingar Íslands sem kaupandi hafi kynnt sér. Undir þessa söluskilmála um kortagögn rita Sigurður Svavarsson f. h. stefnda og Örn Sigurðsson þáverandi starfsmaður stefnanda fyrir hans hönd. Hinn 29. janúar 1998 fékk stefndi leyfi til birtingar á tveimur kortum, annars vegar fyrir heildarkorti í mælikvarðanum 1:600.000 og hins vegar fyrir fjórðungskorti af Suðvesturlandi í mælikvarðanum 1:300.000. Fyrir það fyrrnefnda greiddi hann 131.459 krónur með virðisaukaskatti en fyrir það síðarnefnda 57.881 krónu með virðisaukaskatti Undir birtingarleyfin skrifa fyrrnefndir aðilar. Í tilefni af útgáfu þessara leyfi var stefnda sent skriflegt erindi, hinn 12. maí 1998, frá lögmanni stefnanda. Þar kemur fram að ekki hafi verið skrifað undir sérstakan samning um dreifingu og/eða útgáfu umræddra gagna en af hálfu stofnunarinnar séu slíkir samningar skilyrði fyrir útgáfu og dreifingu kortagagna í vörslum hennar. Þá segir jafnframt að Örn hafi ekki haft umboð til þess að skrifa undir samninga við stefnda og hafi hann því farið út fyrir ramma umboðs þess, sem hann hafi haft, sem starfsmaður stofnunarinnar við veitingu fyrrgreindra leyfa. Þá er í bréfinu enn fremur talið, að Örn hefði með þessari háttsemi sinni gerst brotlegur m.a. við ákvæði hegningarlaga og enn fremur bótaskyldur gagnvart stofnuninni fyrir því tjóni sem háttsemi hans kunni að hafa valdið. Ekki var þó ákært í málinu. Hinn 13. október 1998 óskaði stefndi bréflega eftir leyfi til að birta kortagrunn stefnanda (1:500.000 hæðalínur, vötn og vegi) á fjórðungskort í mælikvarðanum 1:300.000. Um var að ræða fjögur kortblöð, í 2.500 eintökum hvert, af Suðvesturlandi, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Suðausturlandi, sambærileg við áður útgefið kort af Suðvesturlandi. Beiðni stefnda var svarað bréflega af stefnanda hinn 17. nóvember 1998 þar sem stefnda var boðið að að ganga frá samningi samkvæmt þágildandi gjaldskrá stofnunarinnar. Samkvæmt henni væri gjald fyrir birtingu gagnanna 65 krónur fyrir hvert eintak án virðisaukaskatts. Verð fyrir hvern titil, 2.500 eintök, væri 162.500 án virðisaukaskatts og gjald fyrir 10.000 eintök því 650.000 eintök án virðisaukaskatts. Stefndi lýsti því áliti sínu bréflega 25. nóvember 1998 að hann teldi gjaldtöku þessa fráleita þar sem ekki væri gætt almennra reglna um meðalhóf samkvæmt stjórnsýslulögum og sanngirni. Þá hafði stefndi einnig gert stefnanda grein fyrir þeirri afstöðu sinni bréflega hinn 14. maí 1998, að hann drægi í efa heimild stefnanda til að krefjast gjalds vegna birtingar á kortum stefnda sem væru sjálfstæð höfundarverk stefnda. Í kjölfar þessa áttu lögmenn aðila í áframhaldandi bréfaskiptum og hinn 17. febrúar 1999 bauð stefnandi stefnda að greiða 50 krónur fyrir hvert kort og var þá miðað við að kortin féllu undir gjaldskrárflokk nr. 2 í þágildandi gjaldskrá nr. 21/1999 en stefndi hafði áður sett kort stefnda í gjaldskrárflokk nr. 1 og miðað við 65 krónur fyrir hvert kort. Stefndi hafði óskað eftir afslætti með vísan til 1. mgr. 5. gr. og 4. gr. gjaldskrárinnar og bauð stefnandi honum 25% afslátt, þ.e. 37,50 krónur fyrir hvert kort. Stefndi lýsti því bréflega yfir hinn 18. febrúar 1999 að hann teldi ofangreinda ákvörðun stefnanda um gjald og flokkun umsóknar stefnda og það að gjaldið væri í engu tengt mögulegu söluverði, samkeppnishamlandi og í engu samræmi við þau meginsjónarmið sem gilda um höfundarréttargreiðslur hvort sem væri samkvæmt samningi eða öðrum gjaldskrám sem hafi verið staðfestar af yfirvöldum um greiðslu til handhafa höfundarréttinda. Lýsti stefndi því þó jafnframt yfir að hann vildi ganga frá málinu en með þeim fyrirvara að hann myndi endurkrefja stefnanda um alla greiðsluna vegna ofangreindra sjónarmiða. Í svarbréfi stefnanda hinn 22. febrúar 1999 var ítrekað að stefnda stæði til boða að ganga frá samningi við stefnanda á ofangreindum kjörum og með 25% hámarksafslætti. Varðandi mótmæli stefnda vegna gjaldtökunnar og réttmæti gjaldskrár stefnanda, og að starfsemi stefnanda bryti í bága við ákvæði samkeppnislaga, svaraði stefnandi því til að hann byggði starfsemi sína alfarið á lögum nr. 95/1997 og gjaldtöku á þágildandi gjaldskrá nr. 21/1999 sem staðfest hefði verið af umhverfisráðherra 6. janúar 1999 í samræmi við ákvæði laga. Í lok febrúarmánaðar 1999 gekk stefndi frá greiðslu til stefnanda á ofangreindum kjörum og ítrekaði fyrirvara sinn um endurkröfu sem fram hefði komið í bréfum til lögmanns stefnanda. Þá kemur jafnframt fram að stefndi telji sig ekki eiga annan kost en að samþykkja skilmála sem stefnandi muni ákvarða einhliða og var á þeim tíma ekki búið að útbúa. Stefndi hefur ekki höfðað mál til heimtu þeirrar greiðslu. Birtingarleyfi varðandi umbeðin gögn úr IS-500V (hæð, vatn, vegir) var undirritað, 26. febrúar 1999, af þáverandi forstjóra stefnanda og með fyrirvara af lögmanni stefnda á fyrrgreindum kjörum. Birtingarstaður gagnanna er tilgreindur ferðakort, landshlutakort í mælikvarða 1:300.000 útgefin af notanda, þrír nýir titlar og einn endurútgefinn, 2.500 eintök af hverjum titli. Upplagið er tilgreint samtals 10.000 eintök, 2.500 stk. af hverju korti. Í 4. mgr. 1. gr. skjals sem ber yfirskriftina „Skilmálar og skilyrði til notkunar” sem er fylgiskjal við leyfið og fulltrúar aðila hafa sett upphafsstafi sína við, segir að öll dreifing, birting og útgáfa frumgagna eða afleiddra gagna önnur en að ofan er getið sé óheimil án sérstaks birtingarleyfis og samþykkis frá LMÍ. Þá segir m.a. í 4. gr. um endurprentanir að leyfi til útgáfu og birtingar á efni frá LMÍ gildi aðeins fyrir eina prentun. Sækja þurfi um sérstakt leyfi fyrir hverja endurprentun en í umsókn skuli geta um dagsetningu og tilvísun til upphaflegs leyfis. Verð og skilmálar endurprentana séu tilgreind að nýju og leyfisgjöld ákveðin samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Leyfi til endurprentunar skuli að jafnaði veitt svo fremi sem greiðsla fyrir fyrri prentun hafi verið innt af hendi. Framhald samskipta aðila þessa máls er svo með þeim hætti að hinn 20. september 1999 sendir stefnandi stefnda erindi þar hann hafði þá fengið upplýsingar um að stefndi hefði endurútgefið ferðakort. Segir í bréfinu að á kortunum komi fram að um aðra útgáfu 1999 sé að ræða. Er í bréfinu gerð grein fyrir því að sá samningur sem aðilar gerðu í febrúarmánuði 1999 hafi eingöngu heimilað stefnda útgáfu á fjórum kortum, 2.500 eintökum af hverjum titli. Fyrir birtingarleyfið hafi stefndi greitt 375.000 krónur auk virðisaukaskatts. Samkvæmt 4. gr. skilmálanna sem fylgt hafi birtingarleyfinu komi skýrt fram að það sé einungis veitt fyrir einni prentun og sækja þurfi um sérstakt leyfi fyrir hverja endurprentun. Önnur útgáfa stefnda á umræddum kortum feli því í sér brot á tilvitnuðum samningi. Óskaði stefnandi eftir upplýsingum um upplagsstærð þessarar annarrar prentunar á umræddum kortum. Stefndi svaraði bréflega hinn 12. október 1999. Þar gerir hann grein fyrir þeirri afstöðu sinni að útgáfa ferðakortsins geti á engan hátt talist samningsbrot á 4. gr. skilmálanna því þeir hafi verið vegna útgáfu á fjórðungskortum en hér sé um önnur kort að ræða. Ferðakortið sé í mælikvarðanum 1:600.000 og innihaldi nöfn og hluta þess vegakerfis sem var á upphaflegum gögnum frá Landmælingum Íslands og sé þetta innan við 10% af heildargögnum kortsins. Samkvæmt gjaldskránni eigi ekki að innheimta gjald sé efni innan þessara marka og því telji stefndi enga ástæðu til samninga né greiðslu jafnvel þó gjaldskrá stefnanda fengi staðist sem stefndi véfengir þó eins og áður hefur komið fram. Enn á ný ritar lögmaður stefnanda lögmanni stefnda bréf og er það dagsett 23. júní 2000. Þar kemur fram að stefnandi hafi nú fengið upplýsingar um það að stefndi hafi endurútgefið Íslandskort. Á kortunum komi fram að þau séu gefin út á árinu 2000. Stefnandi hafi ekki veitt birtingarleyfi fyrir útgáfu þessara korta. Stefnandi kvaðst þó reiðubúinn að ganga á ný til samninga við stefnda og þá um þessa endurprentun. Óskaði stefnandi þ.a.l. eftir því að stefndi veitti upplýsingar um upplagsstærð 2000 útgáfunnar. Lögmaður stefnanda ritar bréf til stefnda hinn 27. júní 2000 svipaðs efnis og áður þar sem stefnandi kveðst nú hafa fengið upplýsingar um að stefndi hafi gefið út vegakort af Íslandi í formi bókar með heitinu Kortabók Íslands. Komi fram á bókinni að hún sé gefin út árið 2000 og um fyrstu útgáfu sé að ræða og að kortagrunnur sé m.a. byggður á gögnum frá Landmælingum Íslands. Stefnandi hafi ekki veitt birtingarleyfi fyrir útgáfu korts með þessu sniði né hafi verið samið um birtingargjald en hann lýsir sig reiðubúinn til að ganga til samninga við stefnda um útgáfuna. Óskaði stefnandi eftir því að stefndi veitti upplýsingar um upplagsstærð viðkomandi útgáfu. Stefnandi gaf að lokum út reikning dagsettan 8. desember 2001 fyrir birtingarleyfisgjald fyrir útgáfu stefnda á kortum. Samkvæmt stefnu er reikningur sagður tilkominn vegna útgáfu kortabókar en eins og fram kemur á áætlun stefnanda vegna útgáfu stefnda sem ber yfirskriftina „Áætluð birtingarleyfi á Mál og menningu 2000” er um að ræða greiðslur vegna útgáfu stefnda á fjórum landshlutakortum í mælikvarðanum 1:300.000, kortabók í mælikvarðanum 1:300.000, Íslandskort í mælikvarðanum 1:600.000 og Snæfellsnes - lítið jarðfræðikort á sérkortinu í mælikvarðanum 1:100.000. Reikningur sá sem stefnandi gerði stefnda er dagsettur 8. desember 2000 og er birtingarleyfisgjaldið fyrir öll ofangreind kort 1.160.550 krónur auk 284.335 króna í virðisaukaskatt eða samtals 1.444.885 krónur. Gjaldið er byggt á gjaldskrá stefnanda en áætlað þar sem stefndi hafði á þeim tíma ekki upplýst um upplag útgáfunnar. Hinn 26. apríl lagði stefndi fram gögn um upplagið og taldi stefnandi þá ljóst að krafan hefði verið verulega vanáætluð. Höfðaði hann þá framhaldssök til greiðslu þeirrar fjárhæðar sem upp á vantaði svo að um fullnaðargreiðslu til stefnanda vegna útgáfu stefnda væri að ræða. Samkvæmt reikningi sem dagsettur er 5. október 2001 nemur viðbótargreiðsla vegna birtingarleyfa 1.037.937 krónum auk 254.295 króna í virðisaukaskatt eða samtals 1.292.232 krónum. Nemur höfuðstóll kröfu stefnanda því 2.737.117 krónum og krefst hann dráttarvaxta frá 8. janúar 2001. III Stefnandi kveður skuld stefnda vera tilkomna vegna útgáfu stefnda á vegakorti af Íslandi í formi bókar með heitinu Kortabók Íslands. Kortabók þessi hafi verið send í verslanir og komi fram, bæði á kápu bókarinnar og í upplýsingartexta, að hún sé gefin út árið 2000, sem og að um fyrstu útgáfu sé að ræða. Í upplýsingartexta bókarinnar komi jafnframt fram að kortagrunnur sé m.a. byggður á gögnum frá stefnanda. Stefnandi kveðst hvorki hafa veitt birtingarleyfi fyrir útgáfu korta af þessu tagi né hafi verið samið um birtingargjald. Stefndi hafi áður keypt útgáfu- og birtingarrétt af stefnanda vegna svipaðra korta og þar af leiðandi viðurkennt rétt stefnanda til þess að innheimta birtingarleyfisgjöld. Stefnandi sé ríkisstofnun sem starfi samkvæmt lögum nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð. Í 2. mgr. 8. gr. laganna sé tekið fram að stefnandi gæti hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem stefnandi hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Enn fremur sé þess getið að stefnanda sé skylt að veita afnotarétt af öllum upplýsingum sem séu í vörslum stefnanda, sbr. 9. gr. Þetta skuli gert gegn greiðslu sölu- og þjónustugjalda eins og mælt sé fyrir um í 10. gr. laga nr. 95/1997. Vegna innheimtu þessara gjalda hafi verið sett gjaldskrá Landmælinga Íslands, nr. 323/1999. Upphæð þess gjalds sem stefnandi krefji stefnda um sé byggð á henni. Stefndi hafi fengið hámarksafslátt, eða 25%, á meðan hann greiddi en í kröfum sé miðað við 10% afslátt. Umsókn stefnda hafi verið sett í gjaldflokk 2 í gjaldskránni þar sem gert sé ráð fyrir að birt efni í endanlegri útfærslu innihaldi 30-60% af kortagögnum, texta, myndefni eða öðru efni frá Landmælingum Íslands. Stefndi hafi fengið gögn um hæðarlínur sem nemi 30%, um vatnafar sem nemi 20% og um vegi sem nemi 10%. Í núgildandi gjaldskrá nr. 141/2001 sé tafla um vægi einstakra þekja í kortagrunnum Landmælinga Íslands. Kortagrunnur stefnanda sé enn í notkun hjá stefnda. Stefndi hafi ekki sýnt fram á að vægi þeirra gagna sem hann upphaflega hafi fengið frá stefnanda hafi minnkað þannig að fella eigi umsókn hans undir annan gjaldflokk en stefnandi hafi gert. Stefnandi hafnar því að ekki hafi verið heimild til gjaldtöku samkvæmt gjaldskránni, þar sem gerðar hafi verið breytingar á gjaldtökuheimild 10. gr. laga nr. 95/1997 í meðförum þingsins við setningu þeirra laga. Telur hann að ekki hafi átt að breyta ákvæðinu efnislega heldur hafi einungis verið um orðalagsbreytingar á ákvæðinu að ræða sem miðað hafi að því að gera ákvæðið skýrara. Þá mótmælir stefnandi því að ekki sé fyrir hendi gjaldtökuheimild þar sem umrædd gjöld séu í eðli sínu skattheimta til niðurgreiðslu á starfsemi stefnda. Telur stefnandi gjald þetta vera einkaréttarlegs eðlis og þessi sjónarmið stefnda eigi því ekki við. Þá þurfi enga sérstaka lagaheimild fyrir töku höfundaréttargjalds eins og stefndi haldi fram. Njóti efni verndar samkvæmt 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972 sé heimild fyrir hendi til að taka gjald fyrir þau réttindi. Stefnandi kveður ljóst að hann eigi höfundarétt að þeim gögnum sem stefndi hafi notað við kortagerð sína. Landfræðilegar upplýsingar, eins og uppdrættir og kort njóti verndar samkvæmt 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Í 4. mgr. 6. gr. höfundalaga komi fram skilgreining á gagnagrunni. Samkvæmt 1. mgr. sbr. 4. mgr. 6. gr. sé stafrænn gagnagrunnur stefnanda verndaður gagnagrunnur og hver þekja í honum sjálfstæður grunnur. Vinna stefnanda við grunninn og sá kostnaður sem stefnandi hafi lagt í við gerð hans sé forsenda fyrir þeirri vernd. Þá hafi stefnandi rétt til eintakagerðar grunnsins samkvæmt 50. gr. höfundalaga sbr. lög nr. 60/2000 og 5. mgr. 7. gr. í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 96/9 um lögverndun gagnagrunna en lög nr. 60/2000 um breytingu á höfundalögum hafi verið sett til að laga íslenska höfundalöggjöf að þeirri tilskipun. Verndartíminn sé 15 ár samkvæmt 2. mgr. 50. gr. frá næstu áramótum eftir að gagnagrunnurinn hafi orðið til. Hvort kort stefnda sem slík séu sjálfstæð höfundarverk eða ekki varði stefnanda ekki um. Aðalatriðið sé að stefndi nýti sér gögn og beri að greiða fyrir þau afnot. Gögn stefnanda hafi verið grunnurinn að kortum stefnda. Stefnandi hafi því gert stefnda reikning nr. 97624 þann 8. desember 2000 samkvæmt gjaldskránni og hafi hann byggt á áætlaðri tölu útgefinna korta frá stefnda. Stefndi hafi ekki upplýst um upplag útgáfunnar og hafi því krafan verið áætluð. Hinn 26. apríl sl. hafi stefndi lagt fram gögn um upplagið og hafi stefnanda þá orðið ljóst að krafan væri verulega vanáætluð í stefnu. Stefndi hafi ekki samþykkt að hækkun kröfunnar kæmist að í málinu án framhaldsstefnu og til að innheimta þann hluta kröfunnar sem upp á vantaði, svo að um fullnaðargreiðslu væri að ræða samkvæmt gjaldskrá stefnanda, höfðaði hann framhaldssök. Skuld stefnda hafi ekki fengist fengist greidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Um lagarök vísar stefnandi til meginreglu kröfuréttarins um efndir fjárskuldbindinga, en regla þessi fái m.a. lagastoð í 5., 6. og 28. gr. laga 39/1922. Um gjalddaga kröfunnar vísar stefnandi einkum til meginreglu 12. gr. sömu laga. Einnig vísar stefnandi til laga nr. 95/1997, um landmælingar og kortagerð, gjaldskrár Landmælinga Íslands nr. 323/1999 og höfundalaga nr. 73/1972, ásamt síðari breytingum. Kröfu um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, byggir stefnandi á III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91 /1991, um meðferð einkamála. IV Stefndi byggir því sýknukröfu sína á því að honum sé ekki skylt að greiða þóknun til stefnanda vegna útgáfu sinnar á kortum. Krafið sé um gjald samkvæmt ólögmætri gjaldskrá sem skorti lagastoð. Krafið sé um gjald sem byggist á sjónarmiðum um höfundaréttargjald þó ekki sé um efni og eða kort að ræða í eigu stefnanda sem njóti verndar að höfundalögum. Þá sé ekki gerð minnsta tilraun af hálfu stefnanda til að sanna höfundarétt stefnanda að þeim gögnum sem um ræði og stefndi kunni að hafa stutt útgáfu sína við að einhverju leyti. Þá brjóti gjaldskrá stefnanda gegn samkeppnislögum og sé andstæð reglum stjórnsýslulaga. Stefndi kveður, að á árinu 1997 hafi stefndi, sem sé útgáfufélag, ákveðið að hasla sér völl í kortaútgáfu sem möguleiki hafði opnast fyrir með breyttu lagaumhverfi. Hafi stefndi ráðið til sín kortagerðarmenn og fjárfest í hugbúnaði til kortagerðar. Stefndi hafi keypt af stefnanda gögn á stafrænu formi; hæðalínur, vatnasvið og vegi til að nota við kortagerð. Fyrir það hafi stefndi greitt tiltekna fjárhæð samkvæmt reikningi auk þess sem hann undirritaði einhliða skilmála um notkun gagnanna. Í janúar 1998 hafi tvö af kortum stefnda verið tilbúin til útgáfu. Þar sem stefnda hafði á þeim tíma verið tjáð að hann þyrfti að fá samþykki fyrir útgáfu þeirra hjá stefnanda hafi hann óskað eftir heimild frá stefnanda til birtingar korta sinna. Birtingarleyfi hafi verið gefin út fyrir tilteknum eintakafjölda korta. Stefndi hafi á árinu 1998 ráðið til starfa fyrrverandi starfsmann stefnanda til að veita forstöðu kortagerðardeild forlagsins. Í framhaldi af því hafi hafist ágreiningur milli stefnanda og stefnda sem staðið hafi óslitið frá sama tíma. Stefndi kveður að í málinu séu lögð fram bréf um samskipti aðila málsins á þessum tíma og til þess tíma að stefnandi gerði þann reikning sem um er deilt í þessu máli. Stefndi hafi á þessum tíma, eða á árunum 1998/1999, talið rétt að ná einhverju samkomulagi við stefnanda og freista þess að una skilmálum stofnunarinnar að einhverju leyti, þó þeim væri mótmælt, frekar en að efna til málaferla. Vegna þessa hafi áfram verið óskað eftir birtingarleyfum vegna útgáfu á kortum þrátt fyrir að stefndi teldi að lagaheimild skorti til töku gjalds vegna birtingar gagna. Illa hafi gengið hjá stefnanda að ganga frá gjaldskrá og á fjögurra mánaða tímabili hafi verið settar þrjár gjaldskrár um starfsemi stefnanda. Stefndi hafi átt von á að gjaldskrá myndi færast í átt til lækkunar, þar sem tekið yrði mið af venjulegum sjónarmiðum um höfundarétt og krafist sanngjarns endurgjalds til samræmis við lagaheimildir. Sú hafi ekki orðið raunin. Þá geri gjaldskráin ráð fyrir því að stofnunin flokki og meti hlut sinn í kortum annarra og áskilji sér gjald frá samkeppnisaðilum, en gjaldið sé mishátt eftir flokkum. Gjaldskráin, sem stefnandi miði gjaldtöku sína við í þessu máli, sé miðuð við að stefnandi eigi höfundarétt að gögnum sem stefndi hafi notað við kortagerð sína. Stefndi telur hins vegar að gögnin njóti ekki höfundaverndar samkvæmt höfundalögum. Þannig skorti á að skilyrði höfundalaga um listræna sköpun sé uppfyllt vegna útlínugrunna. Það eigi hins vegar við fullgerð kort, sem stefnandi kunni að hafa gefið út. Hafi grunngögn á sínum tíma notið höfundaverndar sé nokkuð ljóst að verndartími höfundalaga sé liðinn og meðferð gagnanna því öllum heimil án greiðslu til upphaflegs rétthafa eða svokallað "public domain" í höfundarétti. Endurgjald samkvæmt gjaldskránni sé hátt og ósanngjarnt hvort sem miðað sé við greiðslu til höfunda bókmenntaverka fyrir frumsamin verk eða gjaldskrár rétthafa, sem hafi fengist staðfestar samkvæmt heimild í höfundalögum til að innheimta höfundaréttargjöld t.d. Myndhöfundarsjóðs Íslands. Engin heimild sé í höfundalögunum til innheimtu höfundaréttargjalda af þeim gögnum í eigu stefnanda sem njóta kunni verndar að höfundarétti eins og eigi við um höfundaréttarsamtök sem innheimti gjöld vegna verndaðra verka. Stefndi taldi að allt viðhorf stefnanda tæki mið af því að stefnanda væri í mun að takmarka samkeppni við sína eigin kortaútgáfu og koma í veg fyrir möguleika til samkeppni með hárri verðlagningu á gögnum sem afgreidd voru og kröfum um birtingarleyfisgjöld. Vegna þessa hafi verið send kvörtun til samkeppnisstofnunar sem endaði með þeirri niðurstöðu að Landmælingum Íslands væri skylt að skilja fjárhag þess hluta rekstrar sem væri í samkeppni á einkamarkaði frá annarri starfsemi sinni. Stefndi kveður að eldri lög nr. 31/1985 um Landmælingar Íslands hafi nánast gert ráð fyrir einkarétti stefnanda til útgáfu korta sem byggð voru á gögnum í vörslu og eigu stefnanda með þeirri undantekningu þó að heimila hafi mátt afnot af gögnum í vörslu stofnunarinnar til kortaútgáfu samkvæmt ákvörðun hennar. Ekki hafi verið skylda til að heimila þessi afnot og gert ráð fyrir því að stofnunin hefði þunga tekna sinna af sölu á prentuðum kortum. Þá hafi verið ákvæði í lögunum um að stofnunin ætti ótímabundinn höfundarétt og útgáfurétt af öllu efni í eigu stofnunarinnar. Um sérstakt ákvæði hafi verið að ræða varðandi gildistíma höfundaréttar, þar sem almennur verndartími höfundalaga hafi, á þessum tíma, verið fimmtíu ár frá andláti höfundar eða birtingu verks væri höfundur óþekktur. Á því tímabili, sem varði úrlausn þessa máls, hafi, hvað varðar höfundarétt að gögnum í eigu stefnanda, gilt lög um stefnanda sem og um gjaldtökuheimildir stefnanda. Í 8. gr. 1aga nr. 95/1997 sé mælt fyrir um að um höfundarrétt að gögnum í eigu og vörslu stefnanda gildi höfundarlög nr. 73/1972 og að stefnandi skuli gæta hagsmuna ríkisins vegna þessara gagna. Svo virðist sem stefnandi hafi vegna þessa ákvæðis ályktað sem svo að öll gögn í sinni vörslu, óháð því hvenær þau urðu til, hvers eðlis þau væru og hvernig þau væru tilkomin, nytu verndar að höfundalögum, sem veitt hafi stefnanda sérstakar heimildir til að innheimta gjöld sem væru háð dreifingu korta sem að einhverju leyti byggðu á gögnum í vörslu stofnunarinnar. Stefndi kveður það liggja fyrir að verulegan hluta upplýsinga í vörslu stefnanda hafi hann fengið með samningi við Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn þann 01.03.1973. Stefnandi leiði því mögulegan höfundarétt sinn af þeim samningi og vinnu innan stofnunarinnar. Stefndi telur að stefnandi hafi ekki sannað að hann eigi höfundarétt sem njóti verndar höfundalaga nr. 73/1972 að þeim grunngögnum sem stefndi keypti hjá stefnda á árinu 1997 og ljóst sé að stefndi eigi ekki höfundarétt að þeim kortum sem unnin hafi verið af starfsmönnum stefnda og gefin út af þeim. Augljóst sé að útlit Íslands eða vegalengd milli staða eða staðsetning vatna eða bæja séu ekki upplýsingar sem njóti verndar að höfundarétti heldur sé um staðreyndir að ræða. Þau gögn sem stefndi keypti séu vektorgögn með 100 metra hæðarlínugrunni, vatnaþekju og vegakerfi. Grunnur þeirra korta sem gefin hafi verið út hafi verið byggður á þeim auk stafrænna gagna frá Náttúrufræðistofnun Íslands, með upplýsingum um jarðfræði og gróðurfar, sem gefið hafi út kort með þessum upplýsingum og ekki séu í eigu stefnanda auk þess sem heimilda hafi verið aflað frá fjölda aðila. Skygging þeirra korta sem um ræðir hafi verið unnin eftir hæðarlínugrunni en skjáhnitaðir hafi verið aukahæðarpunktar til að bæta hæðarlíkanið sem skygging kortanna byggi á. Hæðarlínur séu ekki birtar á Íslandskorti í mælikvarða 1:600.000 og á fjórðungskortum í mælikvarða 1:300.000 séu hæðarlínur með 100 metra millibili i stað 20 eins og á flestum öðrum staðfræðikortum. Í stað þess hafi verið lögð áhersla á skygginguna og hæðarlíkanið sem unnið var hjá stefnda og sé það eitt af sérkennum kortanna. Þá hafi vegakerfið verið lagað að kortum stefnda enda hafi grunnur stefnanda verið í öðrum skala sem ekki hafi fallið að kortunum. Viðbætur og breytingar hafi verið unnar eftir gögnum frá vegagerð og fleirum og hafi upphaflegum grunni verið skipt út að mestu leyti þar sem þau gögn hafi reynst ónákvæm og vitlaus að verulegu leyti. Hafi kortagerðarmaður stefnda, Hans Hansen, mælt stóran hluta vegakerfisins uppá nýtt með félögum úr ferðaklúbbnum 4x4 með GPS mælingum sem myndi mælingar á vegakerfi kortanna. Við vinnslu á sjó á kortinu hafi verið stuðst við gömul sjókort og tölvukort af heimshöfum með 100 metra dýptarlínum. Hvað varðar örnefni og tákn hafi verið stuðst við áður útgefin kort, landlýsingar, ferðabækur, árbækur ferðafélagsins, bæklinga og kort ferðaþjónustuaðila, blaðagreinar auk upplýsinga staðkunnugra manna. Þarna sé um að ræða upplýsingar um staðreyndir sem ekki séu varðar höfundarétti þó að framsetning þeirra og frágangur á tilteknu korti sé höfundarverk eins og nú sé orðið á kortum stefnda. Kortin sjálf hafi verið unnin í fullkomnasta kortahugbúnaði sem til sé, eða ArcInfo landupplýsingakerfi. Kortin hafi verið unnin á stafrænan hátt og byggi hvert á öðru en við stækkun korts sé hverju sinni bætt inn viðbótarupplýsingum. Kortin séu ólík öðrum útgefnum kortum af Íslandi og hafi hlotið viðurkenningar vegna frumleika og útlits á erlendum sýningum. Þeir mælikvarðar sem kortin séu í hafi ekki verið notaðir áður við útgáfu hér á landi auk þess sem landinu sé skipt upp á kortum með öðrum hætti en áður hafi verið gert. Þá séu myndir og lýsingar af náttúruperlum, unnar af stefnda, prentaðar á bakhlið kortsins. Umrædd kort séu því sjálfstæð höfundarverk og óháð höfundarétti stefnanda. Beri því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda sem byggja á sjónarmiðum um höfundarétt hans. Stefnandi hafi sönnunarbyrði fyrir því að þær stafrænu upplýsingar sem stefndi fékk afhentar á árinu 1997 njóti verndar að höfundalögum vegna útgáfu þeirra korta, sem um sé deilt í máli þessu, sem og að verndartími þeirra sé ekki liðinn geri hann kröfu um höfundarétt eða greiðslur vegna hans. Það leiði af niðurstöðu Hæstaréttar í máli frá árinu 1982 bls. 1124, Landmælingar Íslands gegn Braga Guðmundssyni o.fl., að stefnandi hafi hverju sinni sönnunarbyrði fyrir höfundarétti sínum. Verði stefnandi ekki talinn eiga lögvarðann höfundarétt verði að hafna kröfu hans um greiðslu birtingargjalda þegar af þeirri ástæðu enda hafi hann fengið greiðslu fyrir grunninn sjálfan eins og óumdeilt er. Verði talið í máli þessu að stefndi eigi lögvarðan rétt til greiðslu vegna útgáfu stefnda sem um er deilt í máli þessu þá telur stefndi að gjaldskrá nr. 323/1999, sem stefnandi byggir kröfur sínar á og sett sé með stoð í lögum 95/1997, skorti lagastoð. Þágildandi 10. gr. laga nr. 95/1997 mælti fyrir um gjaldtökuheimildir stefnanda og hafi hún verið takmörkuð við sölu á sérhæfðum upplýsingum og gögnum og þjónustugjöldum. Samkvæmt reikningi sé hins vegar krafið um gjald fyrir birtingarleyfi samkvæmt fylgiskjali nr. 5 með gjaldskrá. Birtingarleyfi þessi taki mið af stærð korta, metnum hlut gagna frá stefnanda í korti og fjölda útgefinna eintaka. Hugsunin á bak við þessa gjaldskrá taki mið af greiðslum höfundarlauna fyrir útgefin verk og gjaldskrá rétthafasamtaka, sem hafa fengið staðfestar gjaldskrár vegna höfundaréttar. Þessa gjaldtöku skorti lagastoð enda hvorki um afgreiðslugjöld né þjónustugjöld að ræða. Þann 21. desember 2000 hafi lögum nr. 95/1997 verið breytt með lögum nr. 171/2000. Þá fyrst hafi komið inn möguleg lagastoð fyrir gjaldskránni í þeim tilvikum þar sem um höfundarrétt sé að ræða og hóflegt gjald. Augljóst sé, að óþarfi hefði verið að bæta inn nýrri gjaldtökuheimild í lögin væri hún þegar tryggð en sú heimild tekur til sölu á afnotum af efni í vörslu stofnunarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu segi að í greininni sé lagt til að ákvæði um fjármögnun Landmælinga Íslands verði gerð skýrari þannig að ekki leiki vafi á því fyrir hvaða efni og þjónustu stofnunin hafi heimild til að taka gjald. Verði ekki fallist á ofangreind sjónarmið krefst stefndi þess að hann verði sýknaður þar sem gjaldskrá sú sem byggt sé á sé órökstudd og ósanngjörn, auk þess sem hún stríði gegn ákvæðum samkeppnislaga og stjórnsýslulaga. Fyrir liggi að um gjaldskrá sé að ræða, sem sett hafi verið af samkeppnisaðila stefnda og umhverfisráðuneytið hafi staðfest. Ljóst sé að við setningu gjaldskrár sem þessarar verði að gæta laga, sanngirnis og meðalhófs. Það hafi hins vegar ekki verið gert að áliti stefnda. Þegar gjaldtaka samkvæmt henni sé skoðuð sjáist að landshlutakort stefnda séu seld með 35 til 45% afslætti í heildsölu frá listaverði sem sé 635 krónur þannig að nettósöluverð sé 350 til 412 krónur. Krafa stefnanda í málinu að teknu tilliti til afsláttar sé 45 krónur pr. eintak eða um það bil 11% til 13% af heildsöluverði korts án tillits til sölu kortanna þar sem gjald taki mið af prentuðum eintökum. Til samanburðar megi benda á að þóknun höfundar vegna frumsamins bókmenntaverks, þar sem greitt sé eftir framleiddum eintökum, er 16,5% og þóknun til eiganda myndlistarverks vegna myndar sem notuð sé á forsíðu bókar í yfir 10.000 eintökum sé 33.812. krónur og á baksíðu 22.122 krónur, samkvæmt gjaldskrá Myndhöfundasjóðs Íslands, sem sett er á grundvelli höfundalaga og staðfest af menntamálaráðuneyti, eða um það bil 2 - 4 krónur pr. eintak, sem þyki þó of hátt þó að um fullgerð höfundarverk sé að ræða sem varin séu af höfundarétti. Stefndi telur því ljóst að um óhóflegt gjald sé að ræða og þá sérstaklega ef litið sé til þess að kort þau sem um ræðir séu sjálfstæð höfundaverk. Með þessari gjaldtöku sé verið að takmarka möguleika á samkeppni í kortaútgáfu og gjaldskráin þannig andstæð ákvæðum samkeppnislaga nr. 8/1993. Þá brjóti gjaldskráin í bága við reglur stjórnsýslulaga um meðalhóf- og rannsóknarskyldu. Gjaldskráin leggi þannig í vald stefnanda að ákvarða gjald í tileknum flokki án þess að sá sem á að greiða geti haft áhrif á þá flokkun áður en til kemur. Gjaldskráin sé úr hófi fram og óljóst hvaða gögn hafi legið til grundvallar ákvörðun um gjald til stefnanda og ljóst sé af ofangreindum dæmum um greiðslur til eigenda höfundaréttar að hún sé ósanngjörn. Þannig verði ekki annað ályktað en að við setningu hennar hafi viðkomandi ráðuneyti ekki kynnt sér málið og hvað væri eðlileg gjaldtaka ef hún eigi sér stoð yfir höfuð. Umrædd gjöld séu í eðli sínu skattheimta til niðurgreiðslu á starfsemi stefnda en fyrir skattheimtu þurfi sérstaka lagastoð hverju sinni sem ekki var veitt með lögum nr 95/1997 og ákvæði stjórnarskrár komi í veg fyrir að almenn tekjuöflun verði ákvörðuð í gjaldskrá sem þeirri sem hér er deilt um. Er það og í samræmi við ítrekaða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis varðandi gjaldskrár sem fara umfram eðlilegan kostnað stofnana af því að láta tiltekna þjónustu í té. Þá byggir stefndi sýknukröfu sína á því að ef gjaldskráin verði talin hafa lagastoð í máli þessu sem og ef höfundaréttur að kortum þeim sem um er deilt verði talinn í eigu stefnanda að einhverju leyti eða grunngögnum þess, þá sé ekki um gjaldskyld not að ræða, þar sem þau not séu undir 10% af birtu efni í kortinu. Stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því hver hlutur hans sé í kortunum þar sem hann hafi sjálfur lagt mat á kort þau sem um er deilt og sett þau í flokk tvö samkvæmt 12. gr. gjaldskrár sinnar. Fyrir þeirri flokkun hljóti hann að þurfa að færa fram rökstuðning og eftir atvikum mat dómkvaddra manna í samræmi við almennar reglur um sönnunarbyrði en ekki sá aðili sem ekki vill una einhliða ákvörðun um flokkun sem hann á ekki aðild að. Verði sýknukröfu í málinu hafnað er þess krafist að fjárhæð kröfu stefnanda verði lækkuð samkvæmt mati dómsins og þá á grundvelli þeirra sjónarmiða sem reifuð eru að ofan varðandi það að hlutur grunngagna í kortunum sé takmarkaður og fjárhæðir samkvæmt gjaldskrá úr hófi fram. Þá mótmælir stefndi því sérstaklega að hann hafi viðurkennt réttmæti innheimtu stefnanda á birtingargjöldum og eða að fyrri greiðslur hans til stefnanda hafi þýðingu við úrlausn þessa máls enda hafi stefndi ekki skuldbundið sig um aldur og ævi til að una gjaldtöku sem hann telur ólögmæta og byggða á röngum forsendum. Þá vísar stefnandi til þess að hann hafi gert ítrekaða fyrirvara um greiðslur sínar eins og sjáist af gögnum málsins. Þá mótmælir stefndi vaxtakröfu stefnanda sérstaklega og krefst þess að vextir verði ekki dæmdir fyrr en frá dómsuppsögu, verði dæmt áfall í máli þessu að einhverju leyti. Stefndi vísar um lagarök til laga um Landmælingar Íslands nr. 95/1997 auk breytingarlaga nr. 171/2000 um gjaldtökuheimildir og réttindi stefnanda. Þá vísar stefndi til gjaldskrár stefnanda nr. 323/1999 eftir því sem við eigi. Stefndi vísar og til samkeppnislaga nr. 8/1993 um mótmæli við gjaldskrá vegna óhæfilegrar gjaldtöku og samkeppnishamlandi áhrifa gjaldskrárinnar. Einnig byggir stefndi á stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og til laga nr. 73/1972 um höfundarétt. Kröfu um vexti byggir stefndi á vaxtalögum, nr. 25/1987. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í máli þessu krefur stefnandi stefnda um greiðslu birtingargjalds vegna nýtingar stefnda á gögnum sem stefnandi telur njóta höfundaréttarlegrar verndar, en stefnandi fari samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð með hagsmuni ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu efni sem stofnunin hafi eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Með vísan til 10. gr. laganna beri stefnda að greiða gjöld vegna kortaútgáfu sinnar og sé fjárhæð kröfunnar byggð á þágildandi gjaldskrá stefnanda nr. 323/1999 sem sett hafi verið með stoð í þeirri grein. Stefndi byggir á því að honum sé óskylt að greiða umrætt birtingargjald til stefnanda vegna útgáfu sinnar á kortum, þar sem þau gögn sem hann hafi notað við kortagerð sína njóti ekki slíkrar verndar. Þá telur stefndi gjaldtökuna byggja á gjaldskrá sem skorti lagastoð. Hún brjóti auk þess gegn samkeppnislögum og sé andstæð reglum stjórnsýslulaga. Flokkun stefnanda á kortum stefnda samkvæmt gjaldskránni sé órökstudd og endurgjaldið ósanngjarnt. Þá hefur stefndi haldið því fram að ef talið væri að umrædd gögn nytu höfundaréttarlegrar verndar þá væri verndartími þeirra liðinn. Mælt er fyrir um verkefni og starfsemi stefnanda, Landmælinga Íslands, í lögum nr. 95/1997 um landmælingar og kortagerð. Í 1. gr. er kveðið á um það, að lögunum sé ætlað að tryggja að ávallt séu til nauðsynlegar staðfræðilegar og landfræðilegar upplýsingar um landið og að unnið sé að söfnun og úrvinnslu upplýsinga er hafi gildi fyrir landmælingar og kortagerð á Íslandi. Samkvæmt 2. gr. er hlutverk Landmælinga Íslands að vinna að verkefnum á sviði landmælinga og kortagerðar og eru þau verkefni nánar útfærð í 4. gr. laganna. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er kveðið á um eignarrétt ríkisins að öllum réttindum sem Landmælingar Íslands hafa öðlast. Í 2. mgr. 8. gr. er mælt fyrir um að stofnunin gæti hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem hún hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Þá segir í 3. mgr. að um höfundarétt gildi að öðru leyti höfundalög nr. 73/1972 með síðari breytingum. Í málinu er því haldið fram af hálfu stefnda að þau stafrænu gögn sem hann keypti úr gagnagrunni stefnanda séu ekki þess eðlis að þau njóti höfundaréttarlegrar verndar. Hæðartölur, útlínur landsins, lega jökla og árfarvegir séu staðreyndir sem stefnandi geti ekki átt höfundarétt að. Þá séu kort stefnda sjálfstæð höfundarverk sem styðjist við gögn þau sem keypt voru á stafrænu formi úr grunni stefnanda. Í 3. mgr. 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972 kemur fram að uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veita um málefni eða skýra þau, njóti verndar með sama hætti og bókmenntaverk. Lögum nr. 73/1972 hefur m.a. verið breytt með lögum nr. 60/2000, en þau tóku gildi 8. maí 2000. Með þeirri lagasetningu var höfuðmarkmiðið að laga íslenska höfundalöggjöf að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 96/9 um lögvernd gagnagrunna, sem endurspeglast í 6. og 50. gr. höfundalaga. Í 6. gr. er fjallað um hina höfundaréttarlegu vernd gagnagrunna og sérstaka vernd framleiðenda gagnagrunna í 50. gr. Þá er kveðið á um það í 6. mgr. 63. gr. að vernd gagnagrunna samkvæmt 50. gr., sem gerðir séu á tímabilinu frá 1. janúar 1983 til gildistöku laganna haldist til 1. janúar 2016. Í málinu hefur því ferli verið lýst sem á sér stað við færslu frumgerðar ferðakorts Landmælinga Íslands í mælikvarðanum 1:500.000 yfir á stafrænt form. Ferðakortið kom upphaflega út í kringum 1978. Grunnurinn að því korti voru svonefnd Atlaskort, útgefin af Geodætisk Institut Í Kaupmannahöfn, í mælikvarðanum 1:100.000. Gagnagrunnurinn IS 500V, sem stefndi keypti umrædd gögn úr, er byggður á ofangreindu ferðakorti. Eins og áður segir er óumdeilt er að stefndi keypti gögn á stafrænu formi úr gagnagrunni stefnanda til kortagerðar og greiddi fyrir það 186.750 krónur með virðisaukaskatti. Söluskilmálar voru undirritaðir 2. júlí 1997 af Erni Sigurðssyni, þáverandi starfsmanni stefnanda og Sigurði Svavarssyni, framkvæmdastjóra stefnda. Var um að ræða hæðarlínugrunn, vegþekju og vatnaþekju. Þá liggur fyrir að stefndi gaf út kortabók, ferðakort og fjórðungskort á árinu 2000 og notaði m.a. til þess gögn stefnanda, án þess að óska eftir sérstöku birtingaleyfi þar að lútandi eða greiða birtingagjald samkvæmt þágildandi gjaldskrá nr. 323/1999. Eins og áður greinir njóta landfræðilegar upplýsingar verndar samkvæmt 3. mgr. 1. gr. höfundalaga. Gögn þau sem stefndi keypti úr stafrænum gagnagrunni stefnanda í júlí 1997 eru samkvæmt framansögðu og eins og þeim hefur verið lýst því þess eðlis að þau njóta slíkrar verndar. Fram er komið að grunnurinn að kortum stefnda voru umrædd gögn stefnanda. Þá liggur fyrir að við kaup stefnda á áðurgreindum gögnum úr stafrænum grunni stefnanda skuldbatt stefndi sig til að fá sérstakt birtingarleyfi hjá stefnanda ef hann hygðist birta, fjölfalda eða dreifa gögnunum unnum eða óunnum. Með vísan til ofanritaðs bar stefnda því að greiða stefnanda fyrir þessa notkun gagnanna. Gjaldskrá sú sem krafa stefnanda byggir á er nr. 323/1999. Í 1. gr. er mælt fyrir um gjaldtökuheimild stofnunarinnar. Þar segir að Landmælingar Íslands gefi út kort og framleiði landfræðilegar upplýsingar. Fyrir sölu, birtingu og útgáfu efnis og sérhæfða þjónustu sem veitt er samkvæmt gjaldskránni skuli stofnunin innheimta gjöld af viðskiptamönnum sínum. Í orðskýringarákvæði 2. gr. segir um efni frá Landmælingum Íslands að þar sé átt við allar upplýsingar, þ.m.t. öll gögn og annað efni frá Landmælingum Íslands, sem nýtur höfundaréttar. Í 3. gr. um höfundarétt segir að ríkið sé eigandi að öllum réttindum sem Landmælingar Íslands hafa öðlast. Stofnunin gæti hagsmuna ríkisins á sviði höfunda- og afnotaréttar á öllu því efni sem hún hefur eignast, unnið eða gefið út í sambandi við mælingar, kort eða myndir af Íslandi. Um höfundarétt gildi að öðru leyti höfundalög nr. 73/1972 með síðari breytingum. Stefndi hefur haldið því fram, verði talið að umrædd gögn njóti höfundaréttarlegrar verndar, að gjaldskrá þessi eigi sér ekki lagastoð. Þágildandi 10. gr. laga nr. 95/1997, um landmælingar og kortagerð, mælti fyrir um gjaldtökuheimildir stefnanda og sé hún takmörkuð við sölu á sérhæfðum upplýsingum og gögnum og þjónustugjöldum. Þann 21. desember 2000 hafi lögum nr. 95/1997 verið breytt með lögum nr. 171/2000. Þá fyrst hafi komið inn möguleg lagastoð fyrir gjaldskránni í þeim tilvikum þar sem um höfundarétt er að ræða og hóflegt gjald. Stefndi telur augljóst að óþarfi hafi verið að bæta inn nýrri gjaldtökuheimild í lögin væri hún þegar tryggð en sú heimild tekur til sölu á afnotum af efni í vörslu stofnunarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu segi að í greininni sé lagt til að ákvæði um fjármögnun Landmælinga Íslands verði gerð skýrari þannig að ekki leiki vafi á því fyrir hvaða efni og þjónustu stofnunin hafi heimild til að taka gjald. Í 10. gr. laganna um fjármögnun eins og hún hljóðaði, og máli skiptir fyrir úrlausn þessa máls, er kveðið á um það í tveimur töluliðum hvernig stofnunin skuli afla sér tekna með tilteknum hætti. Samkvæmt 1. tl. skal það gert með sölu á sérhæfðri þjónustu og upplýsingum og samkvæmt 2. tl. með þjónustugjöldum vegna afgreiðslu gagna. Þá er kveðið á um það að gjaldtaka skuli ákvörðuð í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir. Í frumvarpi til laga nr. 95/1997 var þetta ákvæði sem þá var 12. gr. frumvarpsins orðað með nákvæmari hætti. Samkvæmt 1. tl. skyldi tekna aflað með sölu á sérhæfðri þjónustu, afnotum af gögnum í vörslu stofnunarinnar og framleiðslu, þar með töldum kortum og stafrænum upplýsingum sem byggjast á upplýsingagrunni stofnunarinnar. Samkvæmt 2. tl. með sölu á sérhæfðri þjónustu á sviði loftmynda og fjarkönnunar, landmælinga og kortagerðar sem sérstaklega er óskað eftir af viðskiptavinum stofnunarinnar og samkvæmt 3. tl. með þjónustugjöldum vegna afgreiðslu gagna. Gjaldtaka skyldi samkvæmt 2. mgr. vera ákvörðuð í gjaldskrá. Af lögskýringar-gögnum má ráða að ekki hafi þótt ástæða til að hafa ákvæðið eins ítarlegt og frumvarpið gerði ráð fyrir og væri eðlilegt að nánari reglur væru mótaðar af framkvæmdavaldinu. Voru því lagðar til breytingar á 1. og 2. tl. í því skyni að skýra ákvæðið. Í 1. tl. var því einungis kveðið á um að stofnunin aflaði sér tekna með sölu á sérhæfðri þjónustu og upplýsingum. Ákvæðinu var aftur breytt með lögum nr. 171/2000 sem tóku gildi 14. desember 2000. Ekki er hægt að fallast á það með stefnda að umrædd breyting á ákvæðinu í meðförum þingsins bendi til þess að undanskilja hafi átt gjaldtöku vegna gagna eins og stafrænna upplýsinga sem byggjast á upplýsingagrunni stofnunarinnar sem upphaflega voru tiltekin í frumvarpinu. Benda lögskýringargögn ekki í þá átt og verður ekki annað ráðið en ástæða þessarar breytingar hafi verið sú að gera ákvæðið einfaldara og skýrara. Það að ákvæðinu hafi aftur verið breytt með lögum nr. 171/2000 þar sem það var gert ítarlegra þykir ekki breyta þessari túlkun. Ekki verður séð að ákvæði stjórnsýslulaga eigi við um ágreining aðila eða umrædda gjaldskrá, sem stefnandi byggir kröfu sína á. Þá verður ekki séð að samkeppnislög firri stefnanda rétti til þess að krefja stefnda um greiðslu fyrir birtingu og notkun efnis, sem stefndi kaus að kaupa af stefnanda og nota við kortagerð sína. Af hálfu stefnda hefur því m.a. verið haldið fram að flokkunin samkvæmt gjaldskránni nr. 323/1999 hafi verið röng þar sem þau gögn sem stefndi notaði við kortagerð sína hafi verið undir 10% sem leitt hefði til þess að beita hefði átt gjaldtöku samkvæmt flokki 3 en ekki flokki 2 eins og stefnandi gerði. Þó svo stefndi hafi við kortagerð sína einnig notast við aðrar upplýsingar, en þau gögn sem hann keypti af stefnanda hefur ekki verið sýnt fram á að við kortagerðina á árinu 2000 hafi vægi gagna, sem stefndi upphaflega keypti af stefnanda til kortagerðarinnar, minnkað þannig að fella eigi gjaldtökuna undir annan flokk. Verður því þegar af þeirri ástæðu að hafna þessari málsástæðu stefnda. Með vísan til alls þess sem að framan er rakið ber því að taka til greina dómkröfu stefnanda, eins og hún er fram sett. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 250.000 krónur. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðsdómari, kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Stefndi, Mál og menning hf., greiði stefnanda, Landmælingum Íslands, 2.737.117 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, frá 8. janúar 2001 til 1. júlí 2001, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludag. Stefndi greiði stefnanda 250.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 146/2002 | Kærumál Fjárslit milli hjóna | Undir opinberum skiptum til fjárslita milli H og J vísaði skiptastjóri tilgreindum ágreiningsatriðum til úrlausnar héraðsdóms í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 122. gr. laga nr. 20/1991. Réðst úrlausnarefni málsins af þeirri kröfu sem þar var sett fram. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um frávísun krafna H vegna atriða sem ekki var að finna í bréfi skiptastjóra. Jafnframt var staðfest niðurstaða héraðsdóms um kröfur þær sem J hafði haft uppi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. mars 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 1. mars 2002, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um nánar tilgreind atriði við opinber skipti til fjárslita milli þeirra vegna hjónaskilnaðar. Kæruheimild er í 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennd verði krafa hans á hendur varnaraðila að fjárhæð 3.852.500 krónur „auk vaxta frá 1. október 1999 til skiptaloka“, að frá matsverði á Safírstræti 5, sem hann fær lagt út við skiptin, „verði dregin fjárhæð vegna útlagðs kostnaðar frá upphafi skipta og fram að matsdegi, að teknu tilliti til tekna, að fjárhæð 1.174.283 kr.“ og að sér verði endurgreiddur útlagður kostnaður, annars vegar 338.348 krónur „auk vaxta frá 1. apríl 1998 til skiptaloka“ og hins vegar 38.610 krónur „auk vaxta frá 1. janúar 2000 til skiptaloka“. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 404/2007 | Kærumál Ákæruvald Reglugerðarheimild Frávísunarúrskurður staðfestur | Með 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1050/2006 um rannsókn og saksókn efnahagsbrota var meðferð „alvarlegra brota” gegn meðal annars 262. gr. almennra hegningarlaga og skattalögum, auk skipulagðra fjármunabrota sem tengjast atvinnurekstri, felld undir verksvið saksóknara efnahagsbrota. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991 er ákæruvald í höndum ríkissaksóknara og lögreglustjóra, þar á meðal ríkislögreglustjóra. Ákæruvaldið í máli þessu var lögum samkvæmt í höndum ríkislögreglustjóra. Heimild 4. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991 stendur til þess eins að saksóknari, sem skipaður er við embætti ríkislögreglustjóra, höfði og flytji mál í umboði forstöðumanns þess. Ákvæði reglugerðar nr. 1050/2006, þar sem ráðgert er að saksóknari efnahagsbrota við embætti ríkislögreglustjóra fari sjálfstætt með ákæruvald í þeim málum, sem eiga undir það, en ekki í umboði ríkislögreglustjóra, voru því talin í andstöðu við framangreind ákvæði. Ekki var að finna viðhlítandi lagastoð til að víkja á þennan hátt frá lögbundinni skipun ákæruvaldsins með reglugerð. Var niðurstaða héraðsdóms um frávísun því staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkislögreglustjóri skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 18. júlí 2007, þar sem máli ákæruvaldsins á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í a. lið 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann þess að allur sakarkostnaður verði lagður á varnaraðila. Varnaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu sóknaraðila um að sér verði gert að greiða sakarkostnað í þessum þætti málsins. Mál þetta var höfðað með ákæru 17. apríl 2007 á hendur varnaraðila fyrir að hafa með nánar tilgreindri háttsemi gerst sek um umboðssvik og brotið með því gegn 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt upphafsorðum ákærunnar höfðaði „saksóknari efnahagsbrota“ málið og var hún gefin út á „skrifstofu Ríkislögreglustjórans“ af Helga Magnúsi Gunnarssyni saksóknara. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991 með áorðnum breytingum fara ríkissaksóknari og lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri, með ákæruvald. Í 4. mgr. sömu lagagreinar er dómsmálaráðherra heimilað að skipa saksóknara við einstök embætti lögreglustjóra, þar á meðal ríkislögreglustjóra, til að annast saksókn og málflutning samkvæmt lögunum „í umboði þeirra.“ Þá er í 1. mgr. 28. gr. laganna mælt svo fyrir að lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri, höfði önnur opinber mál en þau, sem ríkissaksóknari höfðar samkvæmt 3. mgr. 27. gr. þeirra. Eftir síðastgreindu lagaákvæði fer ríkissaksóknari ekki með ákæruvald vegna auðgunarbrota, sem varða við XXVI. kafla almennra hegningarlaga, og eiga slík mál því undir lögreglustjóra. Samkvæmt a. lið 2. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 skal ríkislögreglustjóri starfrækja lögreglurannsóknardeild til að rannsaka skatta- og efnahagsbrot, en um verkaskiptingu milli hans og annarra lögreglustjóra við rannsókn brota á þessu sviði skal mælt fyrir í reglugerð, sbr. 3. mgr. 8. gr. laganna. Ræðst þá af sömu heimild hvernig verkum skuli skipt milli ríkislögreglustjóra og annarra lögreglustjóra að því er ákæruvald varðar, þar á meðal vegna brota gegn XXVI. kafla almennra hegningarlaga. Með 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1050/2006 um rannsókn og saksókn efnahagsbrota hefur meðferð „alvarlegra brota“ gegn meðal annars 249. gr. almennra hegningarlaga verið felld undir verksvið þeirrar lögreglurannsóknardeildar við embætti ríkislögreglustjóra, sem um ræðir í áðurnefndum a. lið 2. mgr. 5. gr. lögreglulaga. Brotin, sem varnaraðila eru gefin að sök, eru þess eðlis að þetta ákvæði reglugerðar nr. 1050/2006 getur átt við um þau. Að lögum fara því hvorki ríkissaksóknari né aðrir lögreglustjórar en ríkislögreglustjóri með ákæruvald vegna þessara ætluðu brota. Samkvæmt fyrrnefndri 1. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991 er ákæruvald í höndum ríkissaksóknara og lögreglustjóra, þar á meðal ríkislögreglustjóra. Heimildin í 4. mgr. sömu lagagreinar, sem áður er getið, stendur til þess eins að saksóknari, sem skipaður er við embætti ríkislögreglustjóra, höfði og flytji mál í umboði forstöðumanns þess. Ákvæði reglugerðar nr. 1050/2006, þar sem ráðgert er að saksóknari efnahagsbrota við embætti ríkislögreglustjóra fari sjálfstætt með ákæruvald í þeim málum, sem eiga undir það, en ekki í umboði ríkislögreglustjóra, eru því að þessu leyti í andstöðu við framangreind lagaákvæði. Í 3. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 8. gr. lögreglulaga, sem vísað er til í 7. gr. reglugerðarinnar sem heimild fyrir setningu hennar, verður ekki fundin viðhlítandi stoð til að víkja á þennan hátt frá lögbundinni skipan ákæruvaldsins. Með því að annmarkar voru að þessu leyti á höfðun málsins og meðferð þess verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Samkvæmt 3. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991 verður kærumálskostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Allur kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila, Sigmundar Guðmundssonar héraðsdómslögmanns, 75.000 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var þann 15. júní sl., er höfðað með ákæru saksóknara efnahagsbrota, útgefinni 17. apríl 2007, á hendur X, kt. [...], [...], Akureyri, „fyrir umboðssvik með því að hafa þriðjudaginn 29. ágúst 2006, misnotað aðgang sinn að gjaldeyrisviðskiptakerfi í Netbanka hlutafélagsins Glitnis, með því að nýta sér með kerfisbundnum og sviksamlegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfinu, sem var til komin vegna mistaka starfsmanna félagsins við forritun þess sem leiddi til þess að kaup- og sölugengi víxlaðist, og hafa þannig aflað sér kr. 348.592,59 með samtals 107 færslum á gjaldeyrisreikningum sínum nr. 565-38-710143 og 565-38-100089 þar sem hann í öllum tilvikum keypti dollara fyrir evrur og seldi síðan strax aftur fyrir evrur. Vegna kerfisvillunnar fékk ákærða í öllum tilvikum í þessum viðskiptum til sín þá fjárhæð sem undir eðlilegum kringumstæðum rennur til bankans í formi álags. Telst þetta varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar fyrir framangreint brot.“ Verjandi ákærðu krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði felld niður og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði þ.á.m.hæfileg málsvarnarlaun sér til handa. Í 1. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála segir að með ákæruvald fari ríkissaksóknari og lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri. Í 4. mgr. sömu lagagreinar er dómsmálaráðherra fengin heimild til að skipa saksóknara við einstök embætti lögreglustjóra, þar á meðal embætti ríkislögreglustjóra, til að annast saksókn og málflutning samkvæmt lögum þessum í umboði þeirra. Þann 11. desember 2006 setti dómsmálaráðherra reglugerð um rannsókn og saksókn efnahagsbrota nr. 1050/2006, sem tók gildi 1. janúar 2007. Í 1. mgr. 1. gr., sbr. 3. gr. reglugerðarinnar er saksóknara efnahagsbrota falið að annast rannsókn á tilgreindum brotum og meðferð þeirra mála fyrir dómstólum. Í 4. mgr. 1. gr. segir að saksóknari efnahagsbrota, sem sé skipaður til starfa hjá ríkislögreglustjóranum samkvæmt heimild í lögum um meðferð opinberra mála, sé í fyrirsvari fyrir rannsóknum efnahagsbrota. Hann annist ákæruvald ríkislögreglustjórans vegna efnahagsbrota en beri faglega ábyrgð gagnvart ríkissaksóknara. Í 6. mgr. kemur fram að ríkissaksóknari geti gefið fyrirmæli um meðferð einstakra mála hjá saksóknara efnahagsbrota, kveðið á um rannsókn máls, mælt fyrir um framkvæmd rannsóknar og fylgst með henni og í því sambandi er vísað til 5. mgr. 27. gr. laga um meðferð opinberra mála þar sem fjallað er um stöðu ríkissaksóknara gagnvart „öðrum ákærendum“. Í 1. mgr. 2. gr. framangreindrar reglugerðar er saksóknara efnahagsbrota falið að taka ákvörðun um hvort höfða skuli mál á grundvelli rannsóknar sem hann hefur látið framkvæma. Hann höfði mál í nafni saksóknara efnahagsbrota og flytji þau fyrir héraðsdómi nema ríkissaksóknara beri að höfða málið samkvæmt fyrirmælum laga um meðferð opinberra mála. Í 7. gr. reglugerðarinnar segir að reglugerðin sé sett með heimild í 3. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996, með síðari breytingum. Af þessu verður ráðið að saksóknara efnahagsbrota sé með framangreindri reglugerð í raun falið sjálfstætt ákæruvald. Ekki verður talið að í tilvitnuðum ákvæðum lögreglulaga felist heimild til að stofna embætti sjálfstæðs handhafa ákæruvalds enda eru meginreglur um ákæruvaldið í lögum um meðferð opinberra mála. Í 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála kemur fram hverjir fara með ákæruvaldið. Verður að telja að með ákvæðum umræddrar reglugerðarinnar sé farið út fyrir heimild 4. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála sem heimilar aðeins skipun saksóknara sem annist saksókn og málflutning í umboði lögreglustjóra. Verður saksóknara efnahagsbrota ekki falin sjálfstæð meðferð ákæruvalds með reglugerð að óbreyttum lögum. Brast hann því heimild til að gefa út ákæru í máli þessu í eigin nafni. Er því ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. Eftir úrslitum málsins og 1. mgr. 166. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Sigmundar Guðmundssonar hdl., sem þykja hæfilega ákveðin kr. 300.000, að virðisaukaskatti meðtöldum. Uppkvaðning úrskurðar þessa hefur tafist vegna anna dómarans. Úrskurðinn kveður upp Freyr Ófeigsson, dómstjóri. Á L Y K T A R O R Ð : Máli þessu er vísað sjálfkrafa frá dómi. Sakarkostnaður, þ.á.m. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Sigmundar Guðmundssonar hdl., kr. 300.000, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 331/2006 | Náttúruvernd Umferðarlög | X var gefið að sök að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum náttúruverndarlaga og reglugerðar um akstur í óbyggðum með því að hafa ekið ökutæki utan vegar á Skeiðarársandi og valdið þar skemmdum. Í málinu var deilt um hvort sú leið sem X ók umrætt sinn teldist vegur í skilningi laganna. Í dómi Hæstaréttar var litið til þess að umrædd leið hefði lengi verið kunnur slóði og ekin á árum áður til selveiða og til að safna saman rekaviði. Þá lá fyrir að X og félagar hans hefðu um áratuga skeið farið þessa leið vegna leitar að gulli í flaki hollensks Indíafars sem talið er grafið í sandinum, og meðal annars notið liðsinnis Orkustofnunar við þá leit. Loks var litið til þess að slóðinn er merktur inn á kort sem var unnið og gefið út af Kortagerðarstofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins og Landmælingum Íslands árið 1988, og almenningur getur nálgast. Samkvæmt framangreindu taldist umræddur slóði vegur í skilningi náttúruverndarlaga í refsimáli þessu, enda yrði að skýra allan skynsamlegan vafa um það atriði ákærða í hag. Var X því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Hjördís Hákonardóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 31. maí 2006, að fengnu áfrýjunarleyfi, í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að sakfelling ákærða verði staðfest en refsing þyngd. Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Ekki er fallist á kröfu ákæruvaldsins um frávísun málsins en ákærði fékk leyfi Hæstaréttar til að áfrýja héraðsdómi 29. maí 2006. Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar nánar greinir er ákærða gefið að sök að hafa brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 44/1999 og reglugerð nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum með því að hafa í byrjun júní 2004 ekið ökutækinu [...] utan vegar á Skeiðarársandi, nánar tiltekið um 6,7 kílómetra leið í austurátt frá skipbrotsmannaskýli við Ytri-Mela, sem er á sandinum milli Skeiðarár og Sandgígjukvíslar, og valdið skemmdum. Ágreiningur aðila stendur einkum um hvort leið sú sem ákærði ók umrætt sinn teljist vegur í skilningi 1. og 3. mgr. 17. gr. laga nr. 44/1999 en samkvæmt ákvæðinu er bannað að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, að viðlagðri refsiábyrgð samkvæmt 76. gr. laganna. Í athugasemdum við 17. gr. í frumvarpi til náttúruverndarlaga var um hugtakið „vegur“ vísað til 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 en þar er vegur skilgreindur sem „vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.“ Fyrir liggur að leið sú sem ákærði ók umrætt sinn hefur lengi verið kunnur slóði. Eigandi landsvæðisins bar fyrir dómi að leiðin hafi verið ekin á árum áður meðal annars á vorin til selveiða og til að safna saman rekaviði. Aðspurð kvaðst hún síðast hafa farið þessa leið á ökutækjum árið 1987 eða 1988 en eiginmaður sinn hefði líklega farið síðar á reka. Auk þess hafi landeigendur ekið eftir slóðanum á fjórhjólum, síðast á umliðnu sumri. Þá liggur fyrir að ákærði og félagar hans hafa um áratuga skeið farið þessa leið út að kofa við svonefndan Rauðamel vegna leitar að gulli í flaki hollenska Indíafarsins Het Vaapen van Amsterdam, sem talið er grafið í sandinum, og meðal annars notið liðsinnis Orkustofnunar við þá leit. Slóðinn er merktur inn á kort sem var unnið og gefið út af Kortagerðarstofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins og Landmælingum Íslands árið 1988, en fram kom í málflutningi fyrir Hæstarétti að almenningur getur nálgast kortið hjá Landmælingum. Samkvæmt framangreindu verður umræddur slóði, sem ákærða er gefið að sök að hafa ekið, talinn vegur í skilningi 17. gr. laga nr. 44/1999 í refsimáli þessu, enda verður að skýra allan skynsamlegan vafa um það atriði ákærða í hag. Breytir engu í því sambandi þótt hlutar vegarslóðans kunni að vera undir vatni vegna sérstakra aðstæðna á sandinum, en fyrir liggur að hann er fær að minnsta kosti sumum ökutækjum. Verður ákærði þegar af þessari ástæðu sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins. Eftir þessum úrslitum málsins verður allur sakarkostnaður lagður á ríkissjóð. Niðurstaða héraðsdóms um fjárhæð málsvarnarlauna verjanda ákærða verður staðfest. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti verða ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, skal vera sýkn af kröfu ákæruvalds. Allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði sem ákveðin voru í héraðsdómi, og málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 25. nóvember sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, útgefinni 17. mars 2005, á hendur X [kennitala] [heimilisfang] „fyrir brot gegn lögum um náttúruvernd, með því að hafa í byrjun júní 2004 ekið ökutækinu [...], utan vegar á Skeiðarársandi, nánar tiltekið um 6,7 km leið í austurátt miðað við skipbrotsmannaskýli við Ytri-Mela, sem er um 20 km suður af þjóðvegi nr. 1 milli Skeiðarár og Sandgígjukvíslar. Akstur ákærða olli skemmdum á votlendi einkum á 200 m kafla sem hefur hnit N63°4723,8” og W17°1055,1. Þessi háttsemi ákærða þykir varða við 1., sbr. 3. mgr. 17. gr., sbr. 76. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999 og 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.“ Af hálfu ákærða er krafist sýknu og að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda. II. Málavextir Með bréfi dags. 19. júní 2004 til lögreglustjórans í Austur-Skaftafellssýslu kærði A, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, akstur utan vega á Skeiðarársandi, nánar tiltekið fyrir austan sæluhúsið á Ytri-Melum, um 20 km fyrir sunnan þjóðveg nr. 1 á Skeiðarársandi, milli Skeiðarár og Sandgígjukvíslar. Í kærunni segir að um sé að ræða spjöll á gróðri vegna aksturs á stóru ökutæki á sex hjólum, skráningarnúmer [...], af gerðinni Volvo, svo og vegna vélhjóls. Tekið er fram að ekkert vélhjól hafi sést við sæluhúsið við Ytri-Mela. Ekið hafi verið yfir mjög viðkvæmt gróðurlendi og búsvæði fugla, sem sé einstakt á Íslandi. Í kærunni segir jafnframt að vegslóði liggi frá þjóðvegi nr. 1 að sæluhúsi Slysavarnarfélagsins Kára á Skeiðarársandi við Ytri-Mela. Vegslóðinn liggi síðan skammt fyrir austan sæluhúsið og annar áleiðis að fjöru. Einnig segir að ökutæki [...] hafi búið til nýjan slóða þvert gegnum gróðurlendið og séu för eftir ökutækið mjög greinileg. Með kærunni fylgdu ljósmyndir af vettvangi. Loks segir í kærunni að B fuglafræðingur hafi tilkynnt þjóðgarðsverði um atvikið, en hann vinni að fuglarannsóknum á Skeiðarársandi. Telji hann að landspjöllin hafi verið unnin á tímabilinu frá 10. til 18. júní 2004, en hann hafi verið á sandinum frá byrjun júní til 10. júní og komið síðan aftur á sandinn 18. júní. Frumskýrsla lögreglu er dags. 28. júní 2004. Þar segir að haft hafi verið samband við ákærða og hann sagst vera fyrirsvarsmaður C ehf., en það fyrirtæki sé skráður eigandi ökutækisins [...]. Ákærða var kynnt að fram væri komin ofangreind kæra. Viðurkenndi ákærði hafa notað fyrrgreint ökutæki á sandinum við leit skipi, sem talið væri grafið í sandinum. Sagðist hann vera þarna með fullu leyfi landeiganda. Hann kannaðist við að ökutækinu hefði verið ekið þarna um og sagðist telja sig í fullum rétti til þess þar sem hann hefði leyfi landeiganda til að starfa þarna. Ákærði var spurður hvort hann hygðist gera einhverjar ráðstafanir til að bæta fyrir þau spjöll, sem þegar hefðu orðið og sagðist hann ekki hafa það í hyggju. Skeiðarársandur myndi jafna sig sjálfur hér eftir sem hingað til. Haft var samband við landeiganda, D, og staðfesti hún að ákærði væri þarna við störf með hennar leyfi. Hún sagði að ákærði og faðir hans hefðu lengi haft leyfi til að leita að skipi, sem talið væri grafið í sandinum og að þeir hefðu unnið að verkefninu í áratugi. Sagðist hún ekki vita til annars en að ákærði hefði ávallt gengið vel um svæðið. Hinn 29. júlí 2004 fór lögregla á vettvang og rannsakaði ætluð ummerki á sandinum. Fór lögreglumaðurinn, E, í samfloti með þjóðgarðsverðinum á bifreið niður á Skeiðarársand að skipbrotsmannaskýli á Ytri-Melum. Í skýrslunni, sem dagsett er sama dag, segir að beygt sá til suðurs af hringvegi á vegamótum, sem séu í hnitum N 63°5623,9” og W 17°1542,0”. Ekið hafi verið eftir slóða, sem liggi að fyrrgreindu skýli og bifreiðin skilin þar eftir. Hnit þess staðar, sem skipbrotsmannaskýlið standi á sé N 63°4750,9” og W 17°1646,8. Frá skipbrotsmannaskýlinu hafi verið gengið í austur uns komið hafi verið að húskofum í grennd við leitarsvæðið þar sem skipsins sé leitað. Hnit þess staðar séu 63°4723,8” og W 17°09 21,9”. Við skipbrotsmannaskýlið virðist vera nokkurs konar vinnubúðir þeirra, sem vinni að leitinni. Þar hafi staðið bifreiðin [...], sem sé sex hjóla bifreið á stórum hjólum á þremur drifásum. Gengið hafi verið frá skipbrotsmannaskýlinu beint í austur og að húskofunum við leitarsvæðið og förin eftir ætlaðan akstur utan vega rakin á leiðinni til baka. Aðstæðum á sandinum er lýst í skýrslunni. Þar segir að austan Ytri-Mela sé mikið undirlendi. Um allt renni vatn áleiðis til sjávar og séu þarna miklar bleytur og votlendi. Vatn renni í grunnum farvegum, frá 5 og upp í 50 cm djúpum og séu farvegirnir oft nokkuð breiðir. Inn á milli komi grónar eyrar og sé oft og tíðum blautt á þessum eyrum þannig að gróður sé viðkvæmur. Misjafnt sé eftir eyrum á sandinum hvort blautt sé í jarðveginum eða ekki og fari mikið eftir því hversu viðkvæmur gróðurinn sé. Sums staðar inn á milli séu sandeyrar þar sem lítinn sem engan gróður sé að finna. Fari þetta eitthvað eftir því hversu mikil úrkoma hafi verið þar sem einhverjar þessara eyra fari á kaf í vatn þegar mikið hafi rignt. Tekið er fram að mikið hafi rignt áður en farið var í vettvangsferðina og sömuleiðis daginn sem vettvangsferðin stóð yfir og að mati kæranda hafi óvenju mikið vatn verið á þessum slóðum umræddan dag. Í skýrslunni segir að frá húskofunum, sem getið sé um hér að ofan, hafi legið för til vesturs, sem greinilega hafi verið eftir þrenns konar ökutæki, þ.e. bifhjól, fjórhjól og bifreið. Á um 200 m löngum kafla hafi förin verið í mjúkum og blautum jarðvegi, þöktum mosa. Á þessum kafla megi ráða af ummerkjum að gömul gata hafi verið þarna áður og nú hafi verið farið að nota hana á ný. Sums staðar hafi verið ekið út úr götunni og ný hjólför myndast við það utan við hana. Hjólför eftir bifhjól hafi verið einna mest áberandi, en för eftir bifhjólið hafi gert skarð í yfirborð mosans. För eftir bifreiðina og fjórhjólið hafi fremur verið með þeim hætti að mosinn hafði troðist niður án þess að skarð kæmi í hann. Teknar voru myndir af þessum ummerkjum, sem eru meðal gagna málsins. Nokkru vestar á sandinum hafi verið að finna annan stað þar sem myndast höfðu álíka áberandi för í votlendinu. Hafi þarna einnig verið um að ræða 200 m langan kafla og förin með svipuðum hætti og fyrr hafi verið lýst. Hnit þess staðar sé N 63°47 23,8” og W 17°1055,1”. Einnig voru teknar myndir af þessum ummerkjum og eru þær meðal gagna málsins. Í skýrslunni segir síðan að á öðrum köflum leiðarinnar hafi ekki verið um eins afgerandi skemmdir að ræða og áður sé lýst, en víða hafi mátt sjá í föstum jarðvegi för eftir ökutæki þótt ekki þætti ástæða til að ljósmynda þau. Hjólför, sem fundust á leiðinni og voru á föstu undirlagi voru ljósmynduð og mæld og hafi mælingar á þeim passað við mælingar, sem gerðar hafi verið á hjólbörðum [...] og hjólabili hennar, auk þess sem munstur hafi verið samsvarandi. Ekki hafi verið áberandi för á fleiri stöðum en þessum, en ljóst sé að á milli skipbrotsmannaskýlisins og húskofanna við leitarsvæðið, sem sé 6,7 km í beinni loftlínu, hafi að meira eða minna leyti verið ekið utan slóða eða þá að eknir hafi verið gamlir slóðar, sem hafi að mestu eða að fullu verið grónir. Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglu 12. ágúst 2004. Ákærði kvaðst hafa stundað rannsóknir og leit að fornminjum á Skeiðarársandi í áratugi með leyfi landeiganda og ráðherraleyfi frá 1961. Sagðist hann hafi ekið bifreiðinni OX 655 um leitarsvæðið, sem sé hólfað niður og stikað eftir ákveðnu kerfi frá 1961, en á árinu 1984 hafi leitarsvæðið verið sett inn á hnitakerfið með aðstoð Orkustofnunar. Hafi þá verið settar niður nýjar stikur, sérstaklega útbúnar fyrir aðstæður á Skeiðarársandi. Ákærða voru sýndar ljósmyndir af vettvangi. Kvaðst hann kannast við förin eftir [...], en bifreiðin sé sérstaklega útbúin með þessa skipsleit á Skeiðarársandi í huga, þ.e. til þess að komast um svæðið og valda sem minnstum spjöllum. Fullyrti ákærði með vísan til áralangrar reynslu sinnar af sandinum að förin eftir bifreiðina yrðu horfin eftir 3 ár. Hann sagði að þar sem myndirnar væru teknar hefði hann verið að leita að landmælingarstikum. Aðspurður sagði hann að för eftir mótorhjól væru ekki á hans ábyrgð eða samstarfsmanna hans, en sagðist hafa orðið var við menn á alls konar farartækjum á sandinum, m.a. á mótorhjólum og væri umferð fólks á sandinum töluverð. Ákærði lét þess getið að svæði þar sem getið sé um húskofa á mynd nr. 1 sé kallað Rauðimelur. Þar hafi verið búðir leitarmanna árið 1984 og séu kofarnir notaðir enn þegar leitað sé á þessu svæði. Kofunum hafi verið komið fyrir þarna á sínum tíma með vitund og vilja hreppsnefndar og landeiganda. Dómari gekk á vettvang ásamt sækjanda, ákærða og verjanda hans, A, þjóðgarðsverði, D, landeiganda og E, lögreglumanni. Ekið var á bifreið að skipbrotsmannaskýli við Ytri-Mela og gengið þaðan í austurátt 6,7 km leið að kofum á svokölluðum Rauðamel og til baka, þ.e. þá leið, sem ákærða er gefið að sök að hafa ekið utan vega í ákæru málsins. Ákærði kom fyrir dóminn og gaf skýrslu. Hann viðurkenndi að hafa ekið þá leið, sem um getur í ákæru málsins á ökutækinu [...], en mótmælti að um akstur utan vega hefði verið að ræða. Hann teldi því ekki að háttsemi sín færi í bága við lög. Hann sagðist hafa ekið eftir gömlum slóða, sem þarna væri. Sagðist ákærði hafa haldið við stikum á þessari leið með aðstoð hjálparsveita. Þá sagði ákærði að slóðinn væri merktur inn á kort, m.a. væri hann sýndur á korti fyrir utan skálann á Kirkjubæjarklaustri og sagðist ákærði ekki muna betur en að sams konar kort væri í Skaftafelli. Aðspurður sagði ákærði að ástæðan fyrir veru hans á Skeiðarársandi í byrjun júní 2004 væri leitin að gullskipinu svokallaða, sem lengi hefði staðið yfir. Í umrætt sinn hefði hann verið að setja mælistikur, sem settar hefðu verið niður á sandinum 1972, inn á GPS-staðsetningartæki. Um væri að ræða járnstikur, merktar með tölunni 50, sem þýddi að þær væru 1 km inni í landi. Þessar stikur væru að týnast, sem væri slæmt fyrir leitina að gullskipinu. Aðspurður sagði hann að Gullleitarfélagið sjálft hefði sett þessar stikur niður á sínum tíma, þ.e. sá hópur sem leitað hefði að skipinu frá 1960. Hann sagði að upphaflega hefði F og félagar fengið heimild ráðherra til að leita að gullskipinu árið 1960, sbr. dskj. nr. 9, en jafnframt hefðu þeir verið með leyfi landeiganda til þess. Um 10 árum síðar hefði faðir ákærða og síðar ákærði sjálfur bæst við leitarhópinn. Ákærði sagði að hann og faðir hans hefðu rekið fyrirtækið G, sem sérhæfði sig í björgun skipa. Sagðist ákærði vera búinn að leita að skipinu frá árinu 1971. Ákærði sagðist hafa haldið leitinni áfram eftir að faðir hans lést. Þá sagði hann að margir fleiri stæðu að þessari leit. Ákærði sagði að hann og faðir hans hefðu eytt miklum fjármunum í leitina, og til skamms tíma öllum sínum sumarfríum. Í gegnum tíðina hefði það verið markmið hjá leitarhópnum að ganga vel um leitarsvæðið, enda væri þeim manna best kunnugt um þær miklu breytingar, sem orðið hefði á sandinum undanfarin ár, þ.e. hversu mikið hann hefði gróið upp. Skipið, sem leitað væri að væri hollenskt og hefði strandað þarna árið 1667 og grafist í sandinn með tímanum. Ákærði lýsti því hvernig staðið væri að leitinni og hvaða tækjum væri beitt við leitina. Farið væri með mælitæki yfir leitarsvæðið eftir ákveðnu kerfi, þ.e. í austur/vestur með 20 metra millibili. Notaðir hefðu verið viðnámsmælar, segulmælar og gervitunglamyndir og við leitina hefði verið notast við kafbátaleitarvélar, svifnökkva og mótordreka (fis), auk fyrrgreindrar bifreiðar. Þá sagði hann að Landmælingar Íslands, Orkustofnun og Vegagerðin hefðu komið að þessum rannsóknum með Gullleitarfélaginu og hefðu þessar stofnanir nýtt sér mælingar á sandinum í sinni starfsemi. Ákærði sagði að ökutækið [...] væri af gerðinni Volvo Lapplander CO 606. Ekki væri um að ræða hefðbundinn Lapplander, heldur stærri útgáfu, sem framleidd hefði verið sérstaklega fyrir slökkvilið og sænska herinn. Alli ónauðsynlegir hlutir hefðu verið rifnir úr ökutækinu til að létta það og einnig hefði vélin verið tekin úr og sett upp á bifreiðina að aftanverðu. Þá væri bifreiðin á sérstaklega stórum dekkjum og í þeim væri mikið flot. Hann sagðist vera búinn að eiga þessa bifreið í 4 eða 5 ár. Hann sagði að breytingarnar á bifreiðinni hefðu kostað um 8 milljónir króna, en hún væri ekki notuð annars staðar en þarna á sandinum. Hann sagði að um 50 milljónir lægju í tækjakosti, sem notaður væri við leitina, og að mestu leyti væri um að ræða tæki, sem væru sérhæfð fyrir leitina og nýttust ekki í öðrum rekstri. Aðspurður um samskiptin við landeigendur sagði ákærði að hann hefði alltaf litið svo á að H, faðir D, hefði sjálfur verið þátttakandi í verkefninu. Hann sagðist hafa átt mikil samskipti við H varðandi farveg Skeiðarár og breytingar á honum og hefði H oftsinnis farið með honum niður á sandinn í tengslum við þetta. Aðspurður sagði ákærði að slóðinn á milli Ytri-Mels og Rauðamels væri ævaforn og lægi mun lengra í austur en að Rauðmel. Helmingur slóðans væri undir Skeiðará í dag. H hefði sagt honum að þessi slóði hefði verið farinn þegar farið var á selveiðar. Þessi slóði hefði verið farinn í stað þess að fara fram í fjöru til að fæla selinn ekki burtu. Einnig hefði slóðinn verið farinn til að safna rekavið í fjörunni. Ákærði sagði að hann og hans menn hefðu alltaf farið slóðann þótt bifreiðin gæti ekið aðra og styttri leið. Það væri öryggisatriði, t.d. í þoku, að hafa vel sjáanlegan slóða. Ákærði sagðist hafa talið sig vera í fullu leyfi til að stunda umræddar rannsóknir á sandinum og vísaði til leyfis Ólafs Thors frá 1960 og leyfis landeiganda. Í skjóli þess væri honum heimilt að aka hvarvetna um sandinn í leit að gullskipinu svokallaða. Aðspurður um svokallað Gullleitarfélag sagði ákærði að sá félagsskapur hefði tekið á sig alls kyns myndir. Í fyrstu hefði verið um óformlegan félagsskap að ræða, þ.e. nokkrir menn sem tóku sig saman um að leita að skipinu. Síðar hefði verið stofnað formlegt félag um leitina og á tímabili hefði leitin verið kostuð af fyrirtæki hans og föður hans, G. Ákærði sagði að eftir lát föður hans hefði hann sjálfur keypt tækjakost og annað, sem viðvíkur leitinni af fyrirtækinu. Hann sagði að F, sem nú væri látinn og leyfi Ólafs Thors væri gefið út til, væri upphafsmaður þessa félagsskapar og hefði verið litið svo á að hann hefði framselt leyfið umræddum félagsskap. E, lögreglumaður, kom fyrir dóminn og gaf skýrslu sem vitni. Hann sagðist hafa annast rannsókn málsins. Hann staðfesti skýrslur dags. 28. júní og 29. júlí 2004. Þá staðfesti hann að hafa tekið ljósmyndir í ljósmyndamöppu lögreglu í vettvangsferð, sem farin var 29. júlí 2004. Hann sagði að mun meira vatn hefði verið á sandinum í vettvangsferðinni 2004 samanborið við vettvangsferð dómsins 3. nóvember sl. Hann sagði að þá hefðu enn verið sjáanlegar skemmdir á þessari leið skammt frá kofunum á svokölluðum Rauðamel. Aðrar skemmdir, sem getið væri um í skýrslunni frá 29. júlí 2004, þ.e. nær skipbrotsmannaskýlinu á Ytri-Melum, hefðu hins vegar ekki verið sjáanlegar í vettvangsferð dómsins. Hann staðfesti að förin eftir bifreiðina hefðu frekar verið þess eðlis að gróður hefði troðist niður eftir hjólabarðana, en að skarð hefði ekki komið í gróðurþekjuna. Hann sagði að hann hefði gert skýran greinarmun á förum eftir bifreið ákærða og öðrum förum sem voru þarna og virtust vera eftir fjórhjól og vélhjól. Á myndum nr. 9, 11 og 12 sæist t.d. greinilega að gróður hefði troðist niður eftir bifreiðina og jarðvegurinn þjappast saman. Hann sagðist hafa mælt bilið á milli hjólfaranna og borið saman við hjólabil bifreiðarinnar og hefðu bilin verið samsvarandi. Þá hefðu þeir borið saman munstur í jarðvegi og munstur á dekkjum bifreiðarinnar og hefði sömuleiðis verið um samsvarandi munstur að ræða. Hann sagði að mælt hefði verið á fleiri en einum stað. Aðspurður sagði hann að ekki hefði reynt að hafa uppi á þeim, sem hefðu farið þarna um á fjórhóli og vélhjóli. A, þjóðgarðsvörður og landslagsarkitekt, kom fyrir dóminn og gaf skýrslu sem vitni. Hann sagðist hafa hafið gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli frá 1999 og hafa víðtæka reynslu af náttúrverndarstörfum. Hann sagði að B fuglafræðingur hefði komið að máli við sig í júní 2004 og sýnt sér myndir, sem fylgdu kærunni. Hann hefði haft samband við yfirmann sinn hjá Umhverfisstofnun og í samráði við hann hefði hann kært umræddan akstur utan vega til sýslumannsins á Höfn. Hann staðfesti að hafa farið á vettvang með E lögreglumanni í lok júlí 2004. Þeir hefðu farið víða um sandinn til að finna ummerkin því þeir hefðu átt erfitt með að finna einhvern slóða að kofunum á Rauðamel. Venjulega stefndu menn frá skýlunum á Ytri-Mel beint á Ingólfshöfða til að fara rétta leið, en í umrætt sinn hefði verið vont skyggni og þeir því átt erfitt með finna þessa leið. Hann sagðist hafa farið nokkuð um sandinn á hestum, bæði í smalamennskum og hestaferðum. Hann sagði að sandurinn væri ekki innan þjóðgarðs og væri því ekki í hans umsjón sem þjóðgarðsvarðar. Hann sagði að greinilegt væri að slóði lægi frá skipbrotsmannaskýlinu í austur að næsta ál. Einnig sagðist hann hafa heyrt landeiganda tala um að þarna hefði verið keyrt á milli, þ.e. frá skipbrotsmannaskýlinu að kofunum á Rauðamel. Erfitt væri að keyra í fjörunni vegna þess hversu laus sandurinn væri. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að umrædd leið, þ.e. frá skipbrotsmannaskýlinu að kofunum á Rauðamel, væri merkt inn á kort og sagðist ekki hafa séð hana á korti. Hann sagðist vita til þess að landeigandi væri meðvitaður um svæðið sem mikilvægu út frá náttúruverndar-sjónarmiðum og að landeigandi hefði því reynt að draga úr umferð niður á sandinn eins og mögulegt væri. Hann sagði að Skeiðarársandur væri mjög áhugaverður út frá staðháttum, en þarna flæmdust um stórar jökulár og í þær kæmu stór jökulhlaup. Allt mótaði þetta svæðið. Einnig væri þarna áhugavert gróðurfar og fuglalíf. Þarna væri stærsta skúmsvarp á norðurhveli jarðar, þ.e. á Skeiðarársandi og Breiðamerkursandi, og einnig væru þarna fleiri sjaldgæfar fuglategundir. Hann sagði að Öræfingar reyndu að draga úr umferð fólks niður á sandinn og væri það gert að undirlagi landeiganda og einnig vegna þess hversu hættulegt væri að fara þarna um. Hann staðfesti að farnar hefðu verið skipulagðar hestaferðir um sandinn og meindýraeyðir hefði farið á fjórhjóli frá skipbrotsmannaskýli og út á sandinn til að vinna mink með leyfi landeiganda. Þá sagðist hann vita til þess að landeigandi ætti fjórhjól og að hann færi á því niður á sandinn. Einnig sagðist hann vita til þess að bændur hefðu notað bíltæki á efsta hluta sandsins við smalamennskur í ár. Aðspurður sagði hann að erfitt hefði verið að sjá ummerki eftir farartæki ákærða í vettvangsferð dómsins 3. nóvember sl. og greinilegt væri að sandurinn og gróður þarna hefði jafnað sig vel. Nú væri aðeins hægt að greina ummerki eftir umræddan akstur næst kofunum á Rauðamel og greinilegust væru mjó för, sem væntanlega væru eftir vélhjól og fjórhjól. Hann sagði hins vegar ljóst að náttúruspjöll hefðu verið unnin þarna á sínum tíma. D, kom fyrir dóminn og gaf skýrslu. Hún sagðist vera eigandi landssvæðis þess, sem um ræðir í málinu og sagði að það tilheyrði jörð sinni Skaftafelli II. Ekki væri um ræktarland að ræða. Aðspurð sagðist hún hafa búið í Skaftafelli frá fæðingu. Fyrir mörgum árum hefði verið sett hlið á slóðann niður á sandinn og girðingar út frá því til að takmarka umferð þangað niður eftir. Hún sagði að ákærði og faðir hans hefðu verið þarna á sandinum við leit að gullskipinu með leyfi landeiganda í mörg ár. Fullt samkomulag hefði verið á milli landeiganda og ákærða um þessa leit og sagðist hún líta svo á að engin takmörk væru á því hvar ákærði mætti aka á sandinum. Hún sagði að landeigendur treystu ákærða og hans mönnum til þess að fara um sandinn enda hefðu þeir ekki staðið ákærða eða menn hans að því að valda skemmdum á svæðinu. Hún sagðist vita hvaða tæki ákærði notaði á sandinum og vita að þau valdi ekki skemmdum. Hún sagðist kalla leiðina, sem ákærði ók í umrætt sinn og gengin var í gær, slóða en ekki veg. Hún sagðist hafa farið þessa leið margsinnis með föður sínum og öðrum Skaftfellingum til að safna reka og hefði þá verið ekið þarna austur um á þremur dráttarvélum á hverju vori. Einnig hefði þessi leið verið ekin á dráttarvélum þegar farið var til selveiða og allt austur í ós Skeiðarár, einnig á hverju vori. Selveiðar hafi lagst af um 1972. Hún sagðist síðast hafa farið þessa leið á ökutæki 1987 eða 1988 til að safna reka. Nokkru síðar hafi verið hætt að nýta rekann, aðallega vegna tímaskorts. Hún sagði að þau hjón færu talsvert niður á sandinn í seinni tíð og þá færu þau á bíl að slysvarnarskýli og áfram þaðan á bíl og beint fram í fjöru. Hún sagðist ekki vera hrifin af því að slóðinn frá þjóðvegi 1 og niður að skipbrotsmannaskýlinu væri merktur inn á kort. Hún sagði að það væri ábyrgðarhluti að leyfa hverjum sem væri að fara þarna niður eftir og komið hefði fyrir að fólk hefði fest ökutæki sín á sandinum. Hún sagði að erfitt væri að girða sandinn af vegna stærðar hans en landeigendur hefðu áhuga á því að setja aftur upp hlið á slóðann, sem lægi frá þjóðvegi 1 og niður á sandinn. Undir vitnið var borið kort á dskj. nr. 6. Hún sagðist telja að slóð, sem merkt væri með brotinni línu frá punkti rétt neðan við þar sem stæði “Hofshreppur” á kortinu og austur úr gæti vel verið leiðin, sem ákærði hefur viðurkennt að hafa ekið. Hún sagði að þeir sem færu niður á sandinn með leyfi landeiganda væru þeir, sem stunduðu rannsóknir á sandinum og þeir, sem smöluðu sandinn eða hefðu önnur erindi niður á sandinn í tengslum við búskap. A, kom aftur fyrir dóminn og gaf frekari skýrslu. Undir hann var borið kort á dskj. nr. 6. Hann sagði að þessi kort væru kölluð NATO-kort og hefðu verið unnin uppúr 1970 og þau nýjustu um 1990. Þessi kort væru unninn út frá loftmyndum, sem herinn tók af landinu, og sýndu allt, sem væri sýnilegt á slíkum myndum. Þessi kort hefðu ekki verið gefin út til almennings svo honum væri kunnugt um. Gömlu Íslandskortin, sem gerð voru af dönsku landmælingunum á árunum 1903 og 1904 væru kölluð herforingjaráðskort, en þau væru mjög nákvæm og sýndu mun á gróðri, t.d. mun á gróðurhulu og sandi. Eftir að Landmælingar ríkisins, nú Íslands, tóku til starfa 1956 hafi þær gefið út kort sem voru í kvarðanum 1/100.000 og 1/250.000. Ferðakort, sem væru til sölu í verslunum, væru gerð af Landmælingum ríkisins og Máli og menningu. Kort Máls og menningar væru bestu ferðakortin, en þau hefðu verið gagnrýnd að því leyti að á þau hefðu verið færðir inn slóðar, sem bændur og landeigendur vildu ekki hafa á kortum. Bestu kortin væru þau, sem gerð væru eftir loftmyndum, síðan væri farið á staðinn og mælt með GPS tæki og loks væri rætt við landeigendur og aðra hlutaðeigandi aðila um hvort setja mætti viðkomandi slóða inn á kortið. Ef landeigandi vildi ekki hafa umferð um sitt land væri ekki settur inn neinn slóði. Þegar Mál og menning hefði verið að gera sín kort kvaðst vitnið hafa ýtt undir að sérkort yrði gert af þessu svæði frá Laka inn að Jökulsárlóni. Þá hefðu komið tilmæli frá landeiganda um að ekki yrði settur inn slóði frá þjóðvegi 1 niður að skipbrotsmannaskýli á Skeiðarársandi. Slóðinn hefði því ekki verið settur inn á kortið, þótt kortagerðarmaðurinn hefði séð slóðann og vitað af honum. Vitnið taldi að þau kort, sem seld væru nú á ferðamannastöðum, væru ekki með merktan slóða niður á sandinn eða annars staðar á sandinum. Hins vegar gæti vel verið að hann væri merktur inn á eldri kort. Hann sagðist hins vegar ekki hafa séð hann inn á kortum Landmælinga Íslands, sem væru 1/100.000. Þá sagðist hann ekki hafa séð að umræddur slóði væri merktur inn á gömlu herforingjaráðskortin. Vitnið sagði að framlagt svokallað Nato-kort væri eina kortið, sem hann hefði séð umræddan vegslóða merktan inn á, þ.e. frá skipbrotsmannaskýli austur að Rauðamel. Eftir framangreindar skýrslutökur var aðalmeðferð málsins frestað til frekari gagnaöflunar að ósk beggja málsaðila. Eftir framlagningu frekari gagna kom ákærði aftur fyrir dóminn og gaf skýrslu. Aðspurður kvaðst ákærði hafa ekið slóðann, sem sýndur væri á svokölluðu Nato-korti á dskj. nr. 6. Hann segir að leitarsvæðið væri Skaftafellsfjara, þ.e. sá hluti Skeiðarársands, sem sé innan landamerkja Skaftafells, á milli Núpsstaða og Svínafells. Hann staðfesti það, sem fram kæmi í lögregluskýrslu frá 12. ágúst 2004 að hann hefði ekið [...] um leitarsvæðið, sem sé hólfað niður og stikað samkvæmt sérstöku kerfi frá árinu 1961. Hann sagði að árið 1984 hefði leitarsvæðið hins vegar verið sett inn á hnitakerfi með aðstoð Orkustofnunar. Ákærði tók fram að umræddur slóði, sem fram kæmi í á korti á dskj. nr. 6, væri innan leitarsvæðisins. Hann sagði að ekki væri rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu dags. 28. júní 2004 að aka hefði átt með mælitæki eftir sandinum, heldur hefði ætlunin verið að fljúga með mælitækið. Aðspurður sagðist ákærði hafa verið á sandinum í júní 2004 í þeim tilgangi að fjarlægja ýmislegt lauslegt drasl við skýlin á Rauðamel. Ekki væri um aðra leið að ræða að þessum skýlum en eftir umræddum slóða og kveðst ákærði hafa ekið eftir honum. Einnig hefðu verið settir inn GPS-punktar í leiðinni. Ákærði óskaði ekki eftir að tjá sig sérstaklega um framlögð gögn á dskj. nr. 10-18. III. Niðurstaða. Ákærði hefur viðurkennt að hafa ekið ökutækinu [...] í byrjun júní 2005 þá leið á Skeiðarársandi, sem tilgreind er í ákæru málsins. Ákærði mótmælir því hins vegar að háttsemi hans teljist refsiverð enda hafi umræddur akstur ekki verið utan vega í skilningi laga. Kveðst ákærði hafa ekið eftir slóða, sem liggi frá Ytri-Melum að kofum, sem standi á svokölluðum Rauðamel. Óumdeilt er að leið sú, er ákærði ók í umrætt sinn, er á eignarlandi, sem tilheyrir jörðinni Skaftafelli II. Ljóst þykir að ákvæðum laga nr. 44/1999 um náttúrvernd er ætlað að gilda jafnt um eignarlönd, sem þjóðlendur, sbr. 1. mgr. 2. gr. og ákvæði III. kafla laganna um almannarétt, umgengni og útivist. Í 17. gr. náttúrverndarlaganna segir að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó sé heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð sé snævi þaki og frosin. Ljóst er að framangreint heimildarákvæði á ekki við í máli því sem hér um ræðir. Kemur þá til skoðunar hvort leið sú, sem ákærði ók í umrætt sinn, sé vegur í skilningi náttúrverndarlaganna. Í greinargerð með 17. gr. laganna er um skilgreiningu á vegi skírskotað til ákvæða umferðarlaga nr. 50/1987, en í umferðarlögunum sé vegur skilgreindur sem vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað sé til almennrar umferðar. Engin skilgreining er á hugtakinu vegur í reglugerð nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum, sem í gildi var þegar akstur ákærða átti sér stað, sbr. 78. gr. náttúrverndarlaga. Fram kom í skýrslu D, sem er búið hefur í Skaftafelli frá fæðingu og er nú annar eigenda Skaftafells II, að Skaftfellingar hefðu farið þá leið, sem ákærði hefur viðurkennt að hafa ekið, á hverju vori til að safna reka í fjörunni, svo og til selveiða. Hefði umrædd leið þá verið ekin á dráttarvélum. Hún sagði að selveiðar hefðu lagst af um 1972 og sjálf hefði hún síðast farið þessa leið á ökutæki 1987 eða 1988 til að safna rekavið. Nokkru síðar hefði verið hætt að nýta rekann vegna tímaskorts. Hún sagði að þeir, sem færu niður á sandinn með leyfi landeigenda væru eingöngu þeir, sem stunduðu rannsóknir á sandinum og þeir, sem smöluðu sandinn eða ættu þangað annað erindi tengt búskap. Öðrum bannaði hún að fara niður á sandinn. Hún sagðist hins vegar vita til þess að fólk færi niður á sandinn án hennar leyfis, en það væri í hennar óþökk og hefðu landeigendur reynt að sporna við umferð niður á sandinn með ýmsum hætti. Einnig kom fram í skýrslu A, þjóðgarðsvarðar, sem búið hefur í Öræfum síðastliðin 7 ár, að landeigendur hefðu spornað við umferð almennings niður á sandinn og m.a. óskað eftir að slóðinn niður á sandinn yrði ekki merktur inn á kort. Ákærði hefur borið að hann og menn á hans vegum hafi ekið þessa leið í gegnum tíðina við leit að svokölluðu gullskipi, sem sagnir herma að liggi grafið í sandinum. Í ljósi ofangreinds þykir sýnt að notkun umrædds slóða eða leiðar hefur verið mjög takmörkuð í gegnum tíðina og að leiðin hafi nánast eingöngu verið ekin af landeigendum og eigendum fjörunnar á meðan hlunnindi í fjörunni voru nýtt, svo og af ákærða og mönnum á hans vegum vegna fyrrnefndrar leitar. Dómari fór á vettvang og kynnti sér aðstæður. Á vettvangi var aðeins hægt að greina vegslóða skamman spöl frá skipbrotsmannaskýli á Ytri-Melum að næsta ál á sandinum, svo og á stuttum kafla næst kofunum á Rauðamel, en þar er landið gróið og jarðvegur mjúkur og blautur. Þar á milli var ekki hægt að greina með skýrum hætti að lægi vegslóði, enda flýtur vatn í álum eftir sandinum og er yfirborð hans stöðugum breytingum undirorpið. Með vísan til þessa og framburðar vitnanna, D og A um mjög takmarkaða umferð fólks um sandinn, verður ekki talið að leið sú, er ákærði ók í umrætt sinn sé vegur í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987, þ.e. vegur eða vegslóði, sem ætlaður sé til almennrar umferðar. Þykir þá engu skipta þó að umrædd leið sé merkt inn á svokölluð NATO-kort, en komið hefur fram að það var ekki gert með leyfi landeiganda. Verður því að telja að ákærði hafi ekið utan vega í greint sinn, svo sem greinir í ákæru. Kemur þá til skoðunar hvort undanþáguákvæði 2. mgr. 17. gr. náttúrverndarlaganna, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 619/1998, kunni að eiga við í máli þessu, en ákærði heldur því fram að hann hafi í greint sinn verið við rannsóknir og fornminjaleit á sandinum með leyfi ráðherra og landeigenda. Ákærði hefur lagt fram á dskj. nr. 9 leyfi útgefið 27. september 1960 af Ólafi Thors, þáverandi forsætisráðherra til F [heimilisfang]. Er F þar veitt heimild til að leita að skipsflakinu “Het Wapen”, sem talið sé að hafi strandað við Skeiðarársand í september 1667. Kveður ákærði F þennan hafa verið upphafsmann félags þess, sem staðið hafi að leitinni allar götur síðan, en hann sé nú látinn. Leitin, sem hafi verið í höndum bæði formlegs og óformlegs félagsskapar frá 1960, hafi ætíð farið fram í skjóli þessa sama leyfis. Umrætt leyfi er gefið út til F persónulega og ber ekki með sér að honum hafi verið heimilt að framselja það til annars aðila, enda liggja engin gögn fyrir um að það hafi verið gert. Er því ekki unnt að líta svo á að ákærði geti byggt umræddar rannsóknir sínar og fornminjaleit á sandinum á framangreindu leyfi. Samkvæmt 9. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001 er ljóst að skipsflak það, sem ákærði leitar að á Skeiðarársandi og er frá 1667 telst til fornleifa. Í 10. gr. laganna segir að fornleifum megi enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins. Þá segir í 1. mgr. 15. gr. laganna að Fornleifavernd ríkisins annist eftirlit með rannsóknum á fornleifum í landinu, en í 2. mgr. sömu greinar segir að með fornleifarannsókn sé átt við hvers kyns jarðrask, sem fram fer í vísindalegum tilgangi og með það að markmiði að rannsaka jarðfastar fornleifar, sem þegar er vitað um eða líklegt er að finnast muni, eða að ganga úr skugga um hvort um þess háttar fornleifar sé að ræða á rannsóknarsvæðinu. Jafnframt er gert ráð fyrir að sótt sé um leyfi til rannsókna af þessu tagi hjá Fornleifavernd ríkisins, sbr. 4. mgr. 15. gr. áðurgreindra laga. Loks segir í 16. gr. laganna að óheimil sé notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar. Ákærði hefur hvorki staðhæft að hafa haft leyfi frá Fornleifavernd ríkisins til fornleifarannsókna á Skeiðarársandi né að hafa verið við rannsóknir á sandinum í greint sinn á vegum og á ábyrgð Landmælinga Íslands eða annars aðila, sem til þess hafði leyfi. Jafnframt hefur ekkert komið fram um það í málinu að haft hafi verið samráð við Náttúrvernd ríkisins um leiðaval og val á tækjabúnað eða að tilkynnt hafi verið fyrirfram um akstur til viðkomandi sýslumanns, eins og áskilið var í 3. gr. reglugerðar nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum. Að öllu þessu virtu þykir í ljós leitt að undanþáguákvæði 2. mgr. 17. gr. náttúrverndarlaga nr. 44/1999, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum á ekki við í máli þessu. Með hliðsjón af framangreindu þykir ljóst að akstur ákærða utan vega í greint sinn var ólögmætur, en samkvæmt ákvæði 17. gr. náttúruverndarlaga er það ekki skilyrði fyrir refsinæmi verknaðarins að spjöll hafi orðið á náttúru landsins, sbr. og athugasemdir í greinargerð með frumvarpi til laganna. Af framlögðum myndum og ummerkjum, sem mátti greina á einum stað á vettvangi þykir þó ljóst að nokkur spjöll hafi hlotist á sandinum af akstri ákærða þó tímabundin kunni að vera. Með vísan til alls ofangreinds þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá, sem greinir í ákæru og er verknaður hans þar rétt heimfærður til refsiákvæða. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað svo kunnugt sé. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærði hefur játað verknað sinn frá upphafi þótt hann hafi mótmælt því að um ólögmætt atferli væri að ræða. Jafnframt er litið til þess að brot ákærða olli ekki miklum eða varanlegum spjöllum á náttúrunni. Í ljósi þessa þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 50.000 krónur í sekt, sem greiða ber í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, ella sæti ákærði fangelsi í 4 daga. Ákærði greiði sakarkostnað að fjárhæð 677.944 krónur í ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Rúnu S. Geirsdóttur hdl., að fjárhæð 657.360 krónur og er þ.m.t. virðisaukaskattur. Dóm þennan kveður upp Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri. Uppkvaðning dómsins hefur dregist vegna embættisanna dómarans. Dómsorð: Ákærði, X, greiði 50.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 4 daga. Ákærði greiði sakarkostnað að fjárhæð 677.944 krónur, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Rúnu S. Geirsdóttur hdl., að fjárhæð 657.360 krónur. |
Mál nr. 163/2017 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns Frestur | Eftir áfrýjun héraðsdóms í máli A ehf. gegn S bs., þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að S bs. hefði mismunað þátttakendum í útboði um akstur almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu, óskaði A ehf. eftir dómkvaðningu matsmanns í því skyni að afla sönnunar um útreikning á fjártjóni sínu vegna háttseminnar og fá þannig staðfestingu eða leiðréttingu á þeim útreikningum sem félagið hefði þegar lagt fyrir Hæstarétt. Í dómi Hæstaréttar kom fram að sameiginlegur frestur aðila til gagnaöflunar fyrir réttinum hefði upphaflega verið ákveðinn 28. desember 2016 og hefði sá frestur verið framlengdur til 4. janúar 2017. Þar sem fresturinn væri liðinn væri tilgangslaust til sönnunar í málinu að afla umbeðins mats, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Var beiðni A ehf. því hafnað. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirÞorgeir Örlygsson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð ódagsettri kæru sem barst héraðsdómi 6. mars 2017 en kærumálsgögn bárustHæstarétti 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar2017 þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um dómkvaðningu matsmanns.Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðarí héraði og kærumálskostnaðar.Varnaraðili krefst staðfestingar hinskærðar úrskurðar auk málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar.Hinn 16. júní 2016 var í HéraðsdómiReykjavíkur kveðinn upp dómur í máli sem varnaraðili höfðaði á hendursóknaraðila til heimtu bóta vegna fjártjóns sem sá fyrrnefndi taldi sig hafaorðið fyrir í útboði á vegum hins síðarnefnda í febrúar 2010. Héraðsdómur komstað þeirri niðurstöðu að sóknaraðili hefði mismunað þátttakendum í útboðinu ásaknæman og ólögmætan hátt og dæmdi sóknaraðila til að greiða varnaraðilaskaðabætur að fjárhæð 100.000.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum aukmálskostnaðar. Málinu var áfrýjað af hálfu sóknaraðila og gagnáfrýjað af hálfuvarnaraðila.Varnaraðili óskaði 15. desember 2016 eftirdómkvaðningu matsmanns í því skyni af afla sönnunar um útreikning á fjártjónisínu og fá þannig annað hvort staðfestingu eða leiðréttingu á þeim útreikningumsem þegar hefðu verið lagðir fyrir Hæstarétt. Hinn 7. desember 2016 var aðilumhæstaréttarmálsins með vísan til 1. mgr. 160. gr. laga nr. 91/1991 veittur sameiginlegurfrestur til gagnaöflunar til 28. sama mánaðar. Með bréfi 21. sama mánaðaróskaði varnaraðili eftir því að málsaðilum yrði veittur lengri frestur tilgagnaöflunar en þeirri beiðni andmælti sóknaraðili með bréfi tveimur dögumsíðar. Með bréfi 28. desember 2016tilkynnti Hæstiréttur að ákveðið hefði verið að framlengja áður veittan fresttil 4. janúar 2017. Þar sem sá frestur er liðinn er tilgangslaust til sönnunarí málinu að afla umbeðins mats. Með vísan til 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991verður því fallist á kröfu sóknaraðila um að hafna beiðni varnaraðila umdómkvaðningu matsmanns.Varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnaðí héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorðigreinir.Dómsorð:Beiðni varnaraðila, Allrahanda GL ehf., umdómkvaðningu matsmanns er hafnað.Varnaraðili greiði sóknaraðila, Strætó bs.,samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2017Málþetta var þingfest 13. janúar sl. og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 6.febrúar sl. Sóknaraðili, Allarhanda GL ehf., Klettagörðum 4,Reykjavík, óskar eftir því með vísan til 1. mgr. 61. gr. og XII. kafla, sbr.IX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að dómkvaddur verði hæfur ogóvilhallur matsmaður til að meta þau atriði sem síðar greinir í matsbeiðni. Þákrefst hann málskostnaðar. Varnaraðili,Strætó bs., Þönglabakka 4, Reykjavík, krefst þess að umbeðinni dómkvaðninguverði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar. Málatilbúnaður sóknaraðila: Sóknaraðilivísar til þess að málið eigi rætur að tekja til útboðs sem hafi farið fram ávegum varnaraðila í febrúar 2010. Útboðið hafi tekið til aksturs almenningsvagnaá höfuðborgarsvæðinu. Sjö fyrirtækjum hafi verið boðið að taka þátt í útboðinu,þ. á m. sóknaraðila, að undangengnu forvali. Sóknaraðili hafi gert tilboð ítiltekinn verkþátt. Í forvals- og útboðsskilmálum hafi verið gerðar töluverðarkröfur til framboðinna vagna og hafi sóknaraðili gert ráð fyrir að hann myndikaupa nýja vagna til þess að nota við verkið. Í tilboðinu hafi jafnframt veriðgert ráð fyrir fjármögnunarkostnaði vegna þessara nýju vagna sem reiknaðurhafi verið á grundvelli tilboðs frá SP fjármögnun hf. um kaupleigusamning tilsjö ára. Tilboðinu hafi hins vegar ekki verið tekið heldur hafi varnaraðiligengið að tilboðum Hagvagna hf. og Kynnisferða ehf. Hinn 16. júní 2016 hafiverði kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sóknaraðila gegnvarnaraðila þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að varnaraðili hefði veittHagvögnum hf. ólögmætan afslátt af kröfum útboðsins og mismunað þátttakendumbæði í forvali og útboði á saknæman og ólögmætan hátt. Hafi dómurinn taliðsannað að orsakatengsl væru á milli þeirra saknæmu og ólögmætu vinnubragða ogþess að tilboði sóknaraðila hafi verið hafnað. Þá hafi héraðsdómur fallist á aðsóknaraðili hefði orðið fyrir fjártjóni og ætti hann því rétt á skaðabótum úrhendi varnaraðila. Til sönnunar á fjárhæð tjóns hafi sóknaraðili lagt fram tværmatsgerðir fyrir héraðsdómi. Þá hafi jafnframt legið fyrir héraðsdómiyfirmatsgerð sem varnaraðili hafi aflað. Við mat á fjárhæð dæmdra skaðabótahafi héraðsdómur lagt yfirmatið til grundvallar. Dómurinn hafi hins vegar gertathugasemdir við útreikning fjármagnsgjalda í yfirmatsgerð. Fjármagnsgjöldþessi vörðuðu hina áðurnefndu nýju vagna sem sóknaraðili áætlaði að kaupa tilverksins. Dómurinn hafi talið að verðbætur í yfirmatsgerð hefðu veriðtvífærðar til gjalda, annars vegar sem áfallnar verðbætur en hins vegar semverðbætt afborgun. Þá hafi dómurinn ekki talið réttan útreikning yfirmatsmannaá lækkun höfuðstóls. Af þeim sökum hafi dómurinn komist að þeirri niðurstöðuað ekki væri hægt að byggja á mati yfirmatsmanna á fjármagnskostnaði. Dómi héraðsdóms hafi núverið áfrýjað til Hæstaréttar, sbr. mál nr. 619/2016. Sóknaraðili kveðstósammála þeirri niðurstöðu héraðsdóms að færa skuli allan kostnað af vögnunumtil gjalda á hinu fjögurra ára verktímabili og telur að kostnaðinn skuli færa ásjö ára tímabil eins og tilboðið frá SP fjármögnun hf. hafi kveðið á um. Meðgreinargerð sinni fyrir Hæstarétti hafi hann lagt fram útreikninga löggiltsendurskoðanda á fjármagnskostnaði vegna hinna nýju vagna, þar sem forsenduryfirmats voru lagðar til grundvallar að teknu tilliti til athugasemdahéraðsdóms, en kostnaðurinn reiknaður yfir sjö ára tímabil. Í athugasemdumsínum við greinargerð sóknaraðila hafi varnaraðili mótmælt sönnunargildiskjalsins. Tilgangur matsbeiðni þessarar sé að fá matsmann til að reikna hvaðafjármagnskostnað sóknaraðili hefði þurft að greiða hefðu vagnarnir veriðgreiddir upp á sjö árum og fá þannig annað hvort staðfestingu eða leiðréttinguá þeim útreikningum sem þegar hafa verið lagðir fyrir Hæstarétt. Sóknaraðili vísað ímunnlegum málflutningi til þess að í 1. mgr. 160. gr. laga nr. 91/1991, væri aðfinna heimild fyrir Hæstarétt til þess að heimilaaðila að leggja fram ný gögn eftir lok gagnaöflunar.Sóknaraðili óskar íbeiðni sinni eftir að hinn dómkvaddi matsmaður reikni og skili af sérsundurliðuðum útreikningum sem sýni hvaða fjármagnskostnað sóknaraðili hefðiþurft að greiða á samningstíma, 22. ágúst 2010 til 23. ágúst 2014, af 23 nýjum vögnumá grundvelli kaupleigusamnings þar um sem greiddur hefði verið upp á sjö árum. Málsástæður varnaraðilaAf hálfu varnaraðila ervísað til þess að mál, sem varði ágreining málsaðila, sé nú rekið fyrirHæstarétti Íslands. Með bréfi til réttarins, 21. desember 2016, hafi sóknaraðilióskað eftir framlengingu á sameiginlegum gagnaöflunarfresti í málinu, í þvískyni að afla matsgerðar dómkvadds matsmanns til að leitast við að tryggjasönnun á fjártjóni sín. Sóknaraðili hafi lagst gegn því að gagnaöflunarfresturí málinu yrði framlengdur. Með bréfi Hæstaréttar, 28. desember 2016, hafi lögmanni sóknaraðila verið tilkynnt aðákveðið hefði verið að framlengja sameiginlegan gagnaöflunarfrest í málinutil 4. janúar 2017. Áður en gagnaöflunarfresturinn hafi runnið út hafisóknaraðili lagt fram bréf löggilts endurskoðanda, 21. desember 2016, ásamt útreikningiá fjármagnskostnaði. Með bréfi Hæstaréttar, 5. janúar 2017, hafi lögmönnumaðila verið tilkynnt um að gagnaöflunarfresti hefði lokið hinn 4. janúar 2017og að málinu hefði verið frestað til flutnings. Varnaraðili byggir mótmæli síngegn framkominni matsbeiðni á því að umbeðin matsgerð dómkvadds matsmanns sétilgangslaus til sönnunar í hæstaréttarmálinu, þar sem gagnaöflunarfrestur íþví máli sé liðinn. Tilgangur sóknaraðila sé að afla sönnunargagns á millidómstiga. Um öflun sönnunargagna fyrir öðrum dómi fer samkvæmt XI. kafla laganr. 91/1991, um meðferð einkamála, en ekki er þó vísað í þann kafla ímatsbeiðninni. Í þeim kafla laganna sé m.a. að finna ákvæði 1. mgr. 75. gr. og1. mgr. 76. gr., en af þeim ákvæðum leiðir að þegar gagna er aflað í héraði ítengslum við rekstur máls fyrir æðra dómi skal farið eftir ákvæðum II. ogVII.-X. kafla laganna eftir því sem við getur átt. Samkvæmt þessu er ljóst aðVI. kafli laga um meðferð einkamála, sem kveður á um almennar reglur um sönnun,eigi við í því matsmáli sem hér um ræðir. Þar segi m.a. í 3. mgr. 46. gr. aðef dómari telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vilji sanna, skipti ekki málieða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar geti hann meinað aðila umsönnunarfærslu. NiðrstaðaÞvíhefur margsinnis verið slegið föstu í dómaframkvæmd að aðilar eigi, samkvæmt 1. mgr. 46.gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, rétt á því að afla þeirra sönnunargagna semþeir telja málstað sínum til framdráttar. Almennt sé það hvorki á valdigagnaðila né dómstóla að takmarka þann rétt. Af þeim sökum ber dómara jafnan aðverða við beiðni málsaðila um að dómkveðja matsmann eða matsmenn nema skilyrði2.málsliðar 1. mgr. 61. gr. laganna séu ekki fyrir hendi, leitað sé matsum atriði sem dómari telur bersýnilegt að ekki skipti máli, sbr. 3. mgr. 46.gr. laganna eða matsbeiðnin lúti að atriðum sem dómara ber að leggja sjálfurmat á en ekki sérfróðir matsmenn, sbr. 2. mgr. 60. gr. og 1.málslið 1.mgr. 61. gr. laganna. Eins og rakiðhefur verið hefur sóknaraðili, í tengslum við áfrýjun ágreinings aðila til HæstaréttarÍslands (mál réttarins nr. 619/2016) krafist þess að fram fari mat á tilteknumfjármagnskostnaði hans í tengslum við kaup á nýjum vögnum. Í beiðni sóknaraðilaer vísað til XII. kafla laga nr. 91/1991, en ljóst er af efni beiðninnar að húnbyggist á XI. kafla laganna. Er hér um lagaatriði aðræða sem dómurinn hefur forræði á og skiptir þessi ónákvæmi því ekki máli fyrirniðurstöðu matsmáls þessa.Í málinu liggur fyrirbréf Hæstaréttar til málsaðila, 5. janúar 2017, þar sem fram kemur að frestitil að ljúka gagnaöflun hæstaréttarmálsins nr.619/2016 hafi lokið 4. sama mánaðar. Að mati dómsins var sóknaraðila í lófalagið að afla matsins þegar eftir uppkvaðningu héraðsdóms 16. júní 2016. Hins vegar er til þess að líta að Hæstirétturgetur, samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 160. gr. laga nr. 91/1991 heimilað aðila aðleggja fram ný gögn eftir lok gagnaöflunar ef ekki var unnt að afla þeirra fyrreða atvik hafa breyst svo að máli skiptir eftir þann tíma. Mat á því hvortskilyrði ákvæðisins séu uppfyllt er í höndum Hæstaréttar en ekki dómaramatsmáls þessa. Með hliðsjón af framangreindu eru ekki efni til þess, að svo stöddu,að meina sóknaraðila að afla matsgerðar og verður því fallist á kröfu hans umdómkvaðningu matsmanns. Eftiratvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Kolbrún Sævarsdóttirhéraðsdómari kveður upp þennan úrskurð.Ú R S K U R Ð A R O R Ð :Fallist er á beiðni sóknaraðila, Allrahanda GL ehf.,um dómkvaðningu matsmanns.Málskostnaðurfellur niður. |
Mál nr. 26/2010 | Kynferðisbrot Börn Líkamsárás Eignaspjöll Húsbrot Hótanir Skilorð | R var gefið að sök kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa strokið með framhandleggnum um innanverð læri A, sem þá var 17 ára, og strokið með hendinni um klof hennar og viðhaft kynferðisleg og ósiðleg ummæli um kynfæri hennar, að þau væru blaut og hlytu að vera þröng. A hafði komið á húðflúrstofu R og fengið húðflúr hægra megin undir mjaðmabeinið og bar hún að þá hefði R viðhaft þessa háttsemi. Með hinum áfrýjaða dómi var R sakfellur fyrir að hafa viðhaft kynferðisleg og ósiðleg ummæli við A, en hins vegar sýknaður af sakargiftum er lutu að því að hafa strokið innanverð læri hennar og klof. Vinkona A og kærasti voru viðstödd, en talið var að framburður þeirra hefði verið óljós og mjög á reiki og yrði sakfelling því ekki reist á honum. R hefði staðfastlega neitað þessum sakargiftum. Gegn eindreginni neitun hans og með vísan til 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála var hann einnig sýknaður af þeim hluta, sem laut að áðurnefndum ummælum. Með hinum áfrýjaða dómi var R sakfelldur fyrir eignaspjöll, tvær líkamsárásir, húsbrot og hótanir. Hann undi þeirri niðurstöðu, en bar því við að hann hefði framið þessi brot í ákafri geðshræringu og vegna ójafnvægis á geðsmunum, sem hann hefði komist í eftir að hafa lesið héraðsdóm, þar sem C, sem brot R beindust að, hafði meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu R. Brotin voru framin þegar annars vegar fjórir dagar og hins vegar fjórir mánuðir voru frá uppkvaðningu dómsins. Kom því ekki til álita að beita ákvæðum 75. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til mildunar refsingar R, en hins vegar var litið til 4. tl. 1. mgr. 74. gr. sömu laga við ákvörðun refsingar hans. R játaði greiðlega þau brot sem hann var sakfelldur fyrir og var það virt honum í hag. Var refsing hans ákveðin skilorðsbundið fangelsi í fjóra mánuði. Þá var einkaréttarkröfu A vísað frá héraðsdómi, þar sem R var sýknaður af sakargiftum um brot gegn henni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 30. desember 2009 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er krafist staðfestingar á sakfellingu ákærða en þyngingar á refsingu. A krefst þess að staðfest verði ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu hennar. Ákærði krefst sýknu af sakargiftum samkvæmt I. kafla ákæru og að sér verði ekki gerð sérstök refsing fyrir brot samkvæmt II. og III. kafla ákæru, en án tillits til þess verði refsing milduð. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði meðal annars sakfelldur fyrir þann hluta af háttsemi, sem lýst var í I. kafla ákæru, að hafa 26. mars 2008 viðhaft kynferðisleg og ósiðleg ummæli við A, sem þá var 17 ára, um að kynfæri hennar væru blaut og hlytu að vera þröng. Brot hans voru heimfærð undir 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákærði var hins vegar sýknaður af sakargiftum í sama kafla ákæru er lutu að því að hann hafi strokið innanverð læri stúlkunnar með framhandleggnum og klof hennar með hendinni. Eins og fram kemur í héraðsdómi fór stúlkan 26. mars 2008 ásamt tveimur vinum sínum, D og F, á húðflúrstofu ákærða við [...] á [...]. Stúlkan vildi fá húðflúr hægra megin undir mjaðmabeinið og þurfti því að draga buxur sínar niður til að ákærði kæmist að því svæði sem átti að flúra. Fram kemur af ljósmynd, sem er meðal málsgagna, að hann setti pappír yfir og undir buxnastrenginn, sem hann kvaðst hafa gert til að koma í veg fyrir að föt hennar blotnuðu og blek færi í þau. Stúlkan lá á bekk á meðan ákærði vann verkið. Hún hefur borið að þá hafi ákærði sagt: „Mikið hlýturðu að vera blaut og þröng.“ Ákærði hefur staðfastlega neitað að hann hafi viðhaft þessi ummæli. Vera kunni að hann hafi viðhaft orðið „þröngt“ í sambandi við nál á tæki, sem notað hafi verið við húðflúrið, en það hafi ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Þá hafi hann þurft að úða á stúlkuna sótthreinsandi vökva eða sápu og hugsanlega hafi hann bleytt hana og haft það á orði. Er framburður hans og stúlkunnar nánar rakinn í héraðsdómi. Vitnið D kvaðst í skýrslu við aðalmeðferð málsins hafa verið hjá A allan tímann á meðan á flúrinu stóð og fylgst með því sem fram fór. Í upphafi skýrslunnar sagði hún að henni hafi fundist A vera að ýkja. Hún hafi ekki heyrt ákærða viðhafa nein óviðeigandi ummæli eða „kynferðislegt tal“, en A hafi talað um þetta þegar þau komu út. Hún kannaðist við að ákærði hafi notað sótthreinsandi vökva við verkið. Þegar D var á hinn bóginn kynntur framburður sinn hjá lögreglu 9. júlí 2008, þar sem eftir henni var haft að ákærði hefði sagt við A: „Ertu alltaf að blotna út af titringnum?“, sagði hún að þetta væri rétt eftir sér haft og játaði því aðspurð að hún hafi upplifað þetta sem eitthvað kynferðislegt. Hún hafi skilið þessi ummæli þannig að ákærði ætti við að klofið á A myndi blotna við þennan titring. Vitnið F, sem var kærasti A á þeim tíma, kvaðst fyrir dómi einnig hafa fylgst með verki ákærða allan tímann. Sagði hann að ákærði hafa þurft að sprauta hreinsivökva á svæðið sem var flúrað. F minntist þess að ákærði hafi viðhaft orðin þröngt og blautt, en mundi ekki í tengslum við hvað orðin voru sögð. Nánar aðspurður um þetta sagði F að sig minnti „að hann hafi sagt að nú ertu nokkuð að vera blaut í píkunni“. Aðspurður þá um hvort ákærði hafi talað um að eitthvað væri þröngt sagðist hann ekki minnast þess. Í framhaldi þessa var F spurður um hvort hann minntist þess að ákærði hafi sagt „blautt“ og átt við kynfæri A, og játaði hann því. Þegar F var nánar spurður síðar við skýrslutökuna um framburð sinn um að hann minnti að ákærði hafi spurt stúlkuna hvort hún væri „blaut í píkunni“ svaraði F: „Ég man ekkert þetta var einhvern veginn svona orðasamskipti sko.“ Aðspurður í framhaldinu um hvort hann hafi litið svo á að þessi orðaskipti hafi verið af kynferðislegum toga sagðist hann hafa verið í „bullandi neyslu“, en „þetta var einhvern veginn svona finnst mér sko eins og ég man ég held þetta hafi þú veist eins og ég held ég muni það sko.“ Við skýrslugjöf hjá lögreglu 9. júní 2008 var haft eftir F að ákærði hafi sagt eitthvað á þá leið þegar hann hafði komið pappírnum fyrir og sótt svokallaða byssu, sem notuð var við flúrið, „vonandi ertu ekki þröng“. Aðspurður þá um hvaða skilning hann hafi lagt í þessi orð svaraði F: „sko ég spáði ekkert í þetta og þegar hann sagði þetta þá var hann svona brosandi ... ég var voðalega lítið að pæla í þessu.“ Framangreindur framburður vitnanna D og F er óljós og mjög á reiki og verður sakfelling ekki reist á honum. Ákærði hefur staðfastlega neitað þessum sakargiftum. Gegn eindreginni neitun hans og með vísan til 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður hann sýknaður af þeim hluta I. kafla ákærunnar, sem lýtur að áðurnefndum ummælum. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir eignaspjöll, tvær líkamsárásir, húsbrot og hótanir, eins og þar er nánar rakið. Ákærði unir þeirri niðurstöðu, en ber því við að hann hafi framið þessi brot samkvæmt II. og III. kafla ákæru í ákafri geðshræringu og vegna ójafnvægis á geðsmunum, sem hann hafi komist í eftir að hafa lesið héraðsdóm, sem kveðinn var upp 9. maí 2008. Í þeim dómi hafi C, sem brot ákærða samkvæmt II. og III. kafla ákæru beindust að, meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn eiginkonu ákærða. Þessi brot ákærða voru framin 12. maí og 9. september 2008 og voru þannig liðnir annars vegar fjórir dagar og hins vegar fjórir mánuðir frá uppkvaðningu dómsins. Kemur því ekki til álita að beita ákvæðum 75. gr. almennra hegningarlaga til að lækka refsingu ákærða eða fella hana brott. Hins vegar bera gögn málsins með sér að ákærði var í miklu andlegu ójafnvægi í kjölfar dómsins og er því rétt að því er varðar brotin sem um getur í II. kafla ákæru að líta til 4. töluliðar 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga til mildunar refsingar hans. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi sem hér skiptir máli. Ákærði játaði greiðlega þau brot sem hann hefur verið sakfelldur fyrir og er það einnig virt honum í hag. Með hliðsjón af framansögðu er refsing hans ákveðin fangelsi í 4 mánuði, en með því að meira en tíu ár eru liðin síðan hann hlaut síðast refsidóm er rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði hefur verið sýknaður af sakargiftum um brot gegn A og verður einkaréttarkröfu hennar því vísað frá héraðsdómi. Vegna umfjöllunar í hinum áfrýjaða dómi um sakarkostnað er þess að gæta að af hálfu A gerði Sigurður Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður kröfu 15. október 2008 um skaðabætur úr hendi ákærða meðan á lögreglurannsókn stóð, en höfuðstóll kröfunnar, samtals 448.104 krónur, var sundurliðaður þannig að krafist var miskabóta að fjárhæð 250.000 krónur, lögmannsþóknunar 150.000 krónur, virðisaukaskatts af þeirri þóknun 38.984 krónur og aksturskostnaðar vegna skýrslugjafar í Barnahúsi 9.120 krónur. Lögmaðurinn hafði verið tilnefndur af lögreglu til að gegna starfi réttargæslumanns 7. maí 2008 og hélt hann því hlutverki áfram fyrir dómi, að virðist án þess að héraðsdómari hafi gætt að því skipa hann til að gegna því starfi. Samkvæmt 48. gr. laga nr. 88/2008 bar þannig í dómi í málinu að ákveða í einu lagi þóknun réttargæslumannsins vegna starfa á rannsóknarstigi og fyrir héraðsdómi, en þá þóknun skyldi greiða úr ríkissjóði og telja hana til sakarkostnaðar, sbr. a. lið 1. mgr. 216. gr. sömu laga. Eftir höfðun þessa máls leiddi af sjálfu sér að liðir í bótakröfu brotaþola frá 15. október 2008 vegna starfa lögmannsins teldust fallnir niður. Í héraðsdómi lá fyrir yfirlit ríkissaksóknara um áfallinn sakarkostnað, þar sem meðal annars var getið um greiðslu til áðurnefnds lögmanns á 68.975 krónum vegna réttargæslustarfa á rannsóknarstigi. Fyrir Hæstarétt hefur verið lagt fram leiðrétt yfirlit ríkissaksóknara, þar sem tekið hefur verið tillit til þess að við nánari athugun eftir uppkvaðningu héraðsdóms hafi komið í ljós að framangreind greiðsla til lögmannsins hafi varðað störf hans að öðru máli, svo og að lögmaðurinn hafi ekkert fengið greitt vegna starfa sinna að þessu máli áður en dómur gekk í því í héraði. Samkvæmt þessu leiðrétta yfirliti hefur lögmaðurinn síðan fengið greiddar 108.962 krónur fyrir störf við réttargæslu á rannsóknarstigi. Að þessu virtu hefur lögmaðurinn að ófyrirsynju sætt átölum í hinum áfrýjaða dómi, en að réttu lagi hefði áfallinn sakarkostnaður við dómtöku málsins í héraði átt að nema samtals 370.159 krónum. Ákærði er samkvæmt framansögðu sýknaður af broti samkvæmt I. kafla ákæru. Þóknun réttargæslumanns brotaþola vegna starfa hans fyrir héraðsdómi verður því greidd úr ríkissjóði, en að því virtu að hann hefur þegar fengið greiðslu fyrir störf sín á rannsóknarstigi málsins er sú þóknun hæfilega ákveðin 219.625 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Eins ber að greiða úr ríkissjóði fyrrnefndar 108.962 krónur vegna þóknunar réttargæslumannsins á rannsóknarstigi. Að frátöldum málsvarnarlaunum verjanda ákærða var annar sakarkostnaður í héraði samtals 261.197 krónur, sem honum verður gert að greiða að ¼ hluta en ¾ hlutar skulu greiðast úr ríkissjóði. Ákvörðun héraðsdóms á málsvarnarlaunum verjanda ákærða verður staðfest, en um skiptingu á greiðslu þeirra launa fer á sama hátt og að framan greinir. Ákærði verður dæmdur til að greiða fjórðung af áfrýjunarkostnaði málsins, þar með talið af málsvarnarlaunum verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir, en að öðru leyti greiðist áfrýjunarkostnaður úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærði, Ragnar Hauksson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Einkaréttarkröfu A er vísað frá héraðsdómi. Þóknun réttargæslumanns brotaþola við lögreglurannsókn og fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, Sigurðar Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns, samtals 454.087 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun verjanda ákærða er staðfest. Af þeim launum og öðrum sakarkostnaði í héraði, samtals 634.697 krónum, greiði ákærði ¼ hluta, en ¾ hlutar hans greiðist úr ríkissjóði. Af öðrum áfrýjunarkostnaði málsins en áður er getið, samtals 423.479 krónum, þar með töldum málsvarnarlaunum skipaðs verjanda ákærða, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 376.500 krónum, greiði ákærði ¼ hluta, en ¾ hlutar kostnaðarins greiðist úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 21. desember 2009. Mál þetta, sem dómtekið var 1. desember sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af ríkissaksóknara 4. mars 2009, á hendur Ragnari Haukssyni, kt. 220362-7449, Heiðarbrún 16, Árborg, „fyrir eftirtalin brot framin á árinu 2008: I. Kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum, með því að hafa föstudaginn 18. apríl, að [...], Árborg, strokið með framhandleggnum um innanverð læri stúlkunnar A, kennitala xxxx90-xxxx, og strokið með hendinni um klof hennar og viðhaft kynferðisleg og ósiðleg ummæli um kynfæri hennar, að þau væru blaut og þau hlytu að vera þröng. Telst þetta varða við 199.og 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992 og 8. gr. laga nr. 61/2007, og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. II. Brot framin að kvöldi mánudagsins 12.maí, utan við íbúðarhúsið að [...], Grímsnes- og Grafningshreppi, nema annað sé tekið fram: 1. Eignaspjöll, með því að hafa valdið skemmdum á bifreiðinni [...], eign B, kennitala [...], með því að hafa kastað steinhnullungum í bifreiðina, með þeim afleiðingum að dældir og rispur komu aftarlega á hægri hlið bifreiðarinnar. 2. Líkamsárás og húsbrot, með því að hafa skömmu síðar veist að C, kennitala [...], og tekið hann hálstaki og hrint honum á jörðina og veitt honum eftirför og ruðst í heimildarleysi inn á heimili hans og slegið hann þar hnefahögg í andlitið, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut tvær rispur og marbletti á hálsi, þrjú grunn sár á neðri vör, eymsli og bólgu á bakvöðva, tvær framtennur í efri góm losnuðu og gengu til og sprunga kom á bein milli framangreindra tanna. Telst brot samkvæmt lið II/1 varða við 1.mgr. 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og teljast brot samkvæmt lið II/2 varða við 1. mgr. 218. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. III. Brot framin þriðjudaginn 9.september á sýsluskrifstofunni, Hörðuvöllum 1, Árborg: 1. Líkamsárás, með því að hafa rifið í hár C, kennitala [...], og slegið með hnefanum í átt að andliti hans en höggið geigaði og lenti á öxl C. 2. Hótanir, með því að hafa stuttu síðar hótað C lífláti. Telst brot samkvæmt lið III/1 varða við 1.mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981, en til vara við sömu grein sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga, og telst brot samkvæmt lið III/2 varða við 233. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A, kennitala xxxx90-xxxx, er krafist skaðabóta að fjárhæð kr. 448.104, auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá tjónsdegi til þess dags er mánuður var liðinn frá því bótakrafan var kynnt ákærða en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Krafist er vaxta af útlögðum kostnaði og málskostnaði lögmanns eftir sömu reglum frá þeim degi er kostnaður fellur til, til greiðsludags.“ Mál þetta var þingfest þann 26. mars sl. og frestað til 8. apríl til framlagningar greinargerðar ákærða. Þann 16. apríl sl. var dómkvaddur matsmaður að kröfu ákærða til að meta hugsanlegar afleiðingar af árás ákærða skv. lið 2 í II. ákærulið og var það mat lagt fram þann 28. október sl. Aðalmeðferð fór fram þann 1. desember sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Ákærði kom fyrir dóminn þann 26. mars sl. og neitaði sök vegna ákæruliðar I. Ákærði játaði sök í fyrri lið ákæruliðar II en neitaði sök eins og henni er lýst í síðari lið ákæruliðar II. Kvaðst ákærði hafa slegið C með lófanum og handarbaki í andlit en neitaði því að sprunga í beini milli framtanna hans geti verið afleiðing þess. Þá neitaði ákærði að hafa framið húsbrot. Ákærði játaði sök í báðum liðum ákæruliðar III. og hafnaði bótakröfunni í ákæru. Af hálfu ákærða er þess krafist að hann verði sýknaður af ákærulið I en krafist er vægustu refsingar sem lög leyfa vegna annarra ákæruliða. Þá mótmælir ákærði bótakröfunni. Þá er krafist málsvarnarlauna úr ríkissjóði að mati dómsins auk virðisaukaskatts. Dómurinn fór á vettvang vegna ákæruliðar I. I. Málavextir. Ákæruliður I. Í upplýsingaskýrslu lögreglu kemur fram að lögreglan hafi farið á heimili brotaþola, A, að [...] í [...], vegna meints kynferðisbrots sem hún hafi orðið fyrir. Hafði brotaþoli tilkynnt umsjónarkennara sínum í [...] fyrst um málið sem síðan ræddi það við námsráðgjafa skólans en hún tilkynnti það lögreglu. Er þar haft eftir stúlkunni að hún hefði farið ásamt tveimur vinum sínum á tattústofuna við Eyrarveg á Selfossi og fengið tattú hægra megin undir mjaðmabeini. Á meðan ákærði hafi verið að vinna við tattúið hefði stúlkan þurft að renna buxunum niður en hafi annars verið í þeim. Á meðan ákærði hafi verið að tattúera hana hefði hann sagt við hana: „Rosalega hlýtur þú að vera þröng.“ og „Ekki blotna svona mikið.“ Einnig hefði ákærði verið með lófann í klofinu á henni þar sem hún hefði legið á bekknum. Var eftir brotaþola haft að kærasti hennar og vinkona hefðu einnig verið inni í herberginu en ákærði alltaf verið að reka þau út. Ákæruliður II. Upphaf þessa máls er að brotaþoli, C, hringdi á lögreglustöð og tilkynnti að ákærði hefði komið heim til sín, kastað steini í bifreið hans og síðan ráðist á sig og óskaði hann eftir lögreglu á staðinn. Ekki þykja efni til að rekja málsatvik annarra ákæruliða utan þess sem rakið er í skýrslum fyrir dómi. II. Skýrslur fyrir dómi. Ákæruliður I. Ákærði kom fyrir dóminn og skýrði svo frá að þegar viðskiptamaður kæmi á stofuna til hans þá byrjaði hann á því að velja sér mynd. Síðan væri tími ákveðinn. Flúr fari þannig fram að í byrjun er viðkomandi sótthreinsaður á því svæði sem á að tattúera og húðin rökuð. Síðan eru nálar og litur tekið til og verkið hafið. Hanskar eru notaðir við að tattúera og mikil líkamleg snerting sé nauðsynleg. Brotaþoli hafi komið til ákærða 26. mars 2008, rétt fyrir lokun um sjöleytið, ásamt vinkonu sinni og dreng. Stúlkan hefði valið sér mynd og ákærði samþykkt að setja myndina á hana í framhaldi. Í ljós hefði komið að stúlkan var eingöngu sautján ára svo hringt hefði verið í föður hennar og hann samþykkt að hún yrði tattúeruð. Stúlkan hefði viljað fá myndina á móts við mjaðmabein hægra megin. Stúlkan hefði legið í þar til gerðum stól og ákærði setið á stól við hlið hennar. Í fyrstu hefði stensill verið settur á viðkomandi stað og síðan byrjað að vinna. Lýsti ákærði því svo að erfitt væri að flúra á þessu svæði því húðin þar væri mjög mjúk og teygjanleg svo það þyrfti að strekkja hana á meðan væri verið að tattúera. Þá væri nauðsynlegt að höndin sem stýrði pennanum hefði stuðning og útilokað væri að flúra öðruvísi en að hafa stuðning fyrir hönd og handlegg. Ákærði neitaði því að hafa snert stúlkuna ósiðlega og að hafa haft á orði við hana að hún væri þröng og blaut. Möguleiki væri að hann hefði viðhaft orðið „þröng“ en það hefði þá verið í þeim tilgangi að útskýra fyrir henni nálarnar, t.d. að nálar væru þröngar eða ekki. Þá neitaði hann því að hafa rætt það í kynferðislegum tilgangi að stúlkan væri blaut. Ákærði hefði þurft að spreyja á hana sótthreinsivökva og mögulega hefði hann sagst þurfa að bleyta hana af því tilefni. Kvaðst hann ekki skilja ásakanir stúlkunnar en hann hefði ekki rætt þessa hluti af kynferðislegum toga. Ákærði kvaðst, þegar hann gaf skýrslu fyrir lögreglu, hafa verið í áfalli vegna annars máls og það gæti skýrt misræmi í framburði hans, en hann hefði verið lagður inn á geðdeild í framhaldi. Dómskjal 10, ljósmynd af flúrinu, var borið undir ákærða. Kvað hann myndina hafa verið tekna 26. mars 2008 klukkan rúmlega níu um kvöldið. Hefði það verið þann dag sem hann flúraði stúlkuna en ekki 18. apríl 2008 eins og greinir í ákæru. Ákærði kvað vini stúlkunnar hafa setið inni í herberginu hjá þeim allan tímann. Þau hefðu verið að fíflast eitthvað og stúlkan hlegið og kvaðst ákærði hafa hastað á þau og sagt þeim að þau yrðu að fara út ef þau trufluðu stúlkuna en hún mætti alls ekki hlæja á meðan á flúrvinnunni stæði. Þau hefðu ekki farið en hann hefði sennilega hastað á þau í tvö skipti. Ákærði kvað ómögulegt að flúra öðruvísi en að leggja handleggi á líkama þess sem væri verið að flúra. Ákærði fullyrti að hann væri alltaf með hanska þegar hann flúraði fólk og það væri rangt hjá brotaþola að hann hefði ekki verið í hönskum. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna hvort hann hefði þurft að ýta buxum stúlkunnar eitthvað niður en ef myndin ætti að vera neðarlega á kvið þá væri útilokað annað en að ýta buxum niður. Þá kvaðst hann setja pappír yfir og undir buxnastreng til að koma í veg fyrir að föt blotni og að blek fari í þau en það sjáist vel á dskj. 10. Vitnið A, brotaþoli, kom fyrir dóminn. Kvaðst hún hafa farið á stofu ákærða til að fá tattú. Hún hefði sest í stól á stofunni og ákærði byrjað að flúra. Ákærði hefði verið æstur en vinir hennar hefðu verið inni líka. Ákærði hefði öskrað á þau og ætlað að reka þau út. Þá hefði ákærði sagt við vitnið: „Mikið hlýturðu að vera blaut og þröng.“Ákærði hefði þá verið að flúra vitnið. Hefði vitninu fundist þessi athugasemd vera kynferðisleg en svona segði enginn við viðskiptavin. Ákærði hefði vitað að vitnið var of ungt til að fá flúr en vitnið hefði hringt í föður sinn sem hefði samþykkt að hún fengi flúrið. Flúrið hefði verið sett til hliðar við mjaðmabeinið á vitninu, neðarlega. Kvaðst vitnið hafa legið á bakinu með buxurnar mjög neðarlega. Ákærði hefði setið við hliðina á vitninu og fannst vitninu ákærði hafa komið mjög mikið við sig. Ákærði hefði sífellt verið að hreyfa hendurnar og komið víða við vitnið. Ákærði hefði komið við vitnið með hendinni, hann hefði sett framhandlegg sinn ofan á líkama vitnisins, brjóst og niður að klofi. Ákærði hefði farið með framhandlegginn í klofið á sér, vitnið hefði fundið það. Ákærði hefði ekki farið með fingurna í klofið á vitninu en hún hefði fundið að hann kom með handarbakinu við klofið á henni. Vitnið kvaðst hafa legið með fætur saman og ákærði hefði sífellt verið á hreyfingu með hendurnar. Aðspurt um það hvort ákærði hefði farið með handlegginn á milli læra vitnisins, kvaðst það ekki geta svarað því. Vitnið kvaðst ekki muna til þess að ákærði hefði notað einhverja vökva þegar hann vann við flúrið en hélt það þó. Kvaðst vitnið ekki hafa sagt neitt við ákærða og kvaðst hafa verið hrætt. Ákærði hefði verið æstur, pirraður og hann hefði öskrað. Vitnið kvaðst hafa langað til að ganga út en ekki þorað það. Aðspurð kvað hún vinkonu sína og fyrrverandi kærasta hafa verið inni í herberginu hjá þeim og verið mjög nálægt. Ákærði hefði öskrað á þau og sagt þeim að fara út en þau ekki sinnt því þar sem vitnið hefði ekki viljað vera eitt með ákærða. Taldi vitnið að vinir hennar hefðu heyrt ummæli ákærða og vinkona hennar líka verið hrædd. Eftir að þau komu út hefðu þau rætt ummæli ákærða. Vinkonu vitnisins hefði allavega fundist þetta skrýtið. Aðspurt kvað vitnið vini sína ekki hafa sýnt nein viðbrögð við ummælum ákærða á meðan hann var að tattúera vitnið. Þá kvaðst vitnið hafa fengið afslátt á flúrinu en vitnið kvaðst ekki vita hvers vegna. Vitnið kvaðst hafa sagt námsráðgjafa sínum í skólanum frá atvikinu og fjölskyldu sinni en vitninu hefði liðið mjög illa vegna þessa. Vitnið hefði sífellt verið að hugsa um atvikið og undanfarið verið stressað. Þá hefði vitnið rætt við sálfræðing í Reykjavík en mest hefði vitnið rætt við föður sinn um málið. Vitninu var sýnd mynd af flúrinu þar sem sést að pappír er yfir buxnastreng þess. Kvaðst vitnið ekki vita hvers vegna ákærði hefði sett pappír þar og kvaðst vitnið ekki muna til þess að ákærði hefði rætt það að vitnið myndi blotna áður en hann byrjaði að flúra. Ákærði hefði verið að flúra vitnið þegar hann viðhafði ummælin. Ákærði hefði setið en samt sífellt verið á ferð með höndina en hann hefði ekki þurft að fara með höndina á brjóstin á vitninu né í klofið á því. Vitnið kvaðst hafa sagt hjá lögreglu að það hefði verið hrætt við ákærða vegna ummælanna en vitnið kvaðst ekki hafa haft neinar slíkar upplýsingar um ákærða áður en það fór til ákærða til að fá flúrið. Vitnið kvaðst aðspurt hafa séð eftir því að hafa fengið sér umrætt tattú. Vitnið kvaðst aðspurt hafa þurft að renna buxnalásnum niður og taka buxurnar niður áður en byrjað var að flúra. Aðspurt um það hvort ákærði hefði rakað skapahárin af vitninu, eins og dskj. 10 bar með sér, kvaðst vitnið ekki muna það. Þá kvaðst vitnið ekki muna hvort ákærði hefði úðað sótthreinsivökva á það. Aðspurt kvaðst vitnið halda að ákærði hefði verið með höndina í klofinu á því þegar hann viðhafði ummælin. Aðspurt um það hvort ákærði hefði verið með hanska þegar hann var að flúra kvað vitnið ákærða ekki hafa verið með hanska. Vitnið D, kt. [...], kom fyrir dóminn og kvaðst hafa farið með brotaþola á tattústofuna. Vitnið hefði verið í sama herbergi og ákærði og brotaþoli á meðan ákærði flúraði brotaþola. Vitnið kvaðst ekki hafa heyrt nein ósiðleg ummæli af vörum ákærða. Ákærði hefði ýmist setið eða staðið við að flúra. Hann hefði sagt þeim að fara út þegar þau voru að hlæja. Erfitt hefði verið fyrir ákærða að flúra brotaþola ef hún færi að hlæja. Ákærði hefði sett vökva á brotaþola á þeim stað sem hún var flúruð. Þau hefðu verið hjá ákærða í um tvo til þrjá klukkutíma en vitnið mundi það ekki vel. Kvað vitnið ákærða hafa hvílt höndina á brotaþola og nálægt klofinu á henni á meðan hann var að flúra. Kvaðst vitnið ekki hafa fylgst með svo náið allan tímann en það hefði ekki séð ákærða setja höndina í klofið á brotaþola. Vitnið kvaðst þó aðspurt ekki geta útilokað að það hefði gerst. Vitnið kvað brotaþola hafa „panikað“ þegar þau komu út af tattústofunni og sagt sér að ákærði hefði sagt við hana að hún væri blaut og þröng. Þá hefði brotaþoli spurt vitnið hvort það hefði séð ákærða káfa á sér. Vitnið kvaðst hafa sagt hjá lögreglu að ákærði hefði viðhaft umrædd ummæli en ekki vita hvers vegna, þar sem vitnið hefði ekki heyrt það sjálft, heldur haft það eftir brotaþola. Vitnið kvaðst ekki hafa upplifað það á neinn hátt að eitthvað kynferðislegt hefði verið á seyði á stofunni. Aðspurt kvað vitnið ákærða hafa notað hanska við að flúra. Vitnið kvað sig og brotaþola vera góðar vinkonur. Framburður vitnisins hjá lögreglu var borinn undir vitnið og játti vitnið þá frásögn sinni í lögregluskýrslunni. Vitnið kvað tattúið vera rétt fyrir ofan klofið á brotaþola og því hefði ákærði þurft að hafa höndina þar. Vitnið var spurt um eftirfarandi frásögn sína hjá lögreglu: „það var allavega þannig að hann var alltaf að hvíla hendina á brjóstinu eða klofinu á henni, ég er að segja, það er eins og hann gæti alveg haft hendina annars staðar, síðan sagði hann, ertu að blotna út af titringnum, ég man ekki alveg hvernig hann hafði orðað þetta, hann glotti og sagði eitthvað sona, svo varð hann reiður því við máttum ekki tala saman þarna inni.“Vitnið kvað þetta rétt en ákærði hefði ekki farið með höndina í klofið á brotaþola, hann hefði verið meira með olnbogana. Aðspurt um það hvort vitnið hefði heyrt ákærða viðhafa ummælin um titringinn, kvað vitnið það vera rétt. Aðspurt nánar um titringinn, kvaðst vitnið kannski hafa upplifað það sem kynferðislegt. Vitnið E, kt. [...], faðir brotaþola, kom fyrir dóminn og kvaðst hafa hitt brotaþola sama kvöld og hún var flúruð. Hún hefði ekki rætt tilvikið neitt þá. Brotaþoli hefði sagt sér frá umræddu tilviki, sennilega daginn eftir, og sagt að ákærði hefði þreifað á henni. Þá hefði hún verið reið en vitnið kvaðst ekki hafa orðið var við aðrar tilfinningar hjá brotaþola.Þá hefði brotaþoli talið að málið ætti að fara til lögreglunnar. Kvaðst vitnið hafa latt brotaþola til að kæra atvikið þar sem hann hefði ekki talið atvikið alvarlegt. Aðspurt kvað vitnið brotaþola vera viðkvæma og þá gagnvart svona hlutum. F, kt. [...], kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið með brotaþola í umrætt sinn. Kvaðst vitnið bara hafa orðið vitni að eðlilegri framkomu en það hefði ekki verið við allan tímann. Vitnið kvaðst hafa farið út að reykja og einnig farið frá til að skoða myndir. Kvað vitnið að brotaþoli hefði farið með þeim D út til að reykja. Vitnið kvaðst muna til þess að ákærði hefði úðað vökva á brotaþola á það svæði sem flúrið átti að vera. Brotaþoli hefði legið á bekk og ákærði setið við verkið. Ákærði hefði þurft að nota hendurnar mikið, hann hefði þurft að strekkja húðina, notað aðra höndina til þess og hina höndina til að flúra. Þá kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða setja höndina á óviðeigandi stað á brotaþola, en það gæti ekki fullyrt um það.Vitnið kvaðst ekki muna til þess að rætt hefði verið um stærðir á nálum. Þá kvaðst vitnið muna til þess að ákærði hefði rætt um blautt og þröngt en ekki í hvaða tilviki. Vitnið minnti þó að ákærði hefði sagt eitthvað í þá veru, „hvort hún væri að verða blaut í píkunni.“ Ákærði hefði þá verið að setja blek á byssuna. Vitnið kvaðst ekki hafa kippt sér neitt upp við þetta né hafa tekið eftir viðbrögðum brotaþola. Hún hefði verið eðlileg allan tímann og ánægð með að hafa fengið flúr. Vitnið D hefði verið við hliðina á sér þegar ákærði viðhafði þessi orð. Vitnið minnti að brotaþoli hefði nokkrum dögum seinna orðið óánægð en vitnið hefði frétt það annars staðar frá. Aðspurt kvað vitnið ákærða hafa verið með hanska en vitnið kvaðst muna atburði illa. Vitnið kvaðst muna til þess að ákærði hefði þurft að teygja á húðinni á brotaþola, hann hefði sagt að húðin væri slök á henni og þurft að strekkja á henni. Þá hefði ákærði þurft að raka brotaþola og úðað á hana vökva áður en hann byrjaði að flúra. Vitnið kvaðst ekki hafa upplifað neina kynferðislega tilburði hjá ákærða. Vitnið G, kt. [...], umsjónarkennari, kom fyrir dóminn og kvað brotaþola hafa komið til sín daginn eftir að hún fékk flúrið og sagt sér frá atvikinu. Hún hefði tjáð sér að ákærði hefði verið með höndina í klofinu á henni og talað þannig að hann særði blygðunarkennd hennar. Brotaþola hefði greinilega liðið illa með þetta. Vitnið kvaðst hafa vísað málinu til námsráðgjafa í skólanum. Vitnið kvað brotaþola vera á starfsbraut í [...] og ekki geta stundað nám á almennri námsbraut en hún sé nokkuð skert. Vitnið H, kt. [...], námsráðgjafi, kom fyrir dóminn og kvað kennara brotaþola hafa upplýst sig um málið og beðið vitnið um að ræða við brotaþola þar sem henni liði illa. Stúlkan hefði greinilega verið upptekin af þessum atburði, var greinilega kvíðin og vildi ræða um atvikið. Vitninu hefði fundist brotaþola misboðið og ekki vera í andlegu jafnvægi. Kvað vitnið frásögn brotaþola hafa verið það trúverðuga að vitnið kvaðst trúa henni. Brotaþoli hefði tjáð vitninu frá samtali sem ákærði hefði átt við brotaþola sem hefði verið óviðurkvæmilegt. Ákærði hefði sagt að hún væri blaut og hlyti að vera þröng og hefði fengið afslátt af því að hún væri svo falleg. Vitnið kvað brotaþola vera mjög óþroskaða andlega, útlit hennar gæti blekkt fólk en hún væri með skerta greind. III. Skýrslur fyrir dómi. Ákæruliður II. Ákærði játaði skýlaust fyrir dóminum eignaspjöll eins og þeim er lýst í fyrsta lið þessa ákæruliðar. Farið var með þennan lið ákærunnar samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu utan þess sem ákærði skýrði sjálfur frá fyrir dóminum. Ákærði játaði fyrir dóminum að hafa veist að C og hrint honum á jörðina ásamt því að hafa slegið hann nokkrum sinnum í andlitið með flötum lófa. Ákærði neitaði því hins vegar að hafa slegið C hnefahögg auk þess að hafa ruðst inn á heimili hans. Ákærði lýsti því svo fyrir dóminum að hann hefði verið staddur sem gestur í sumarbústað í Grímsnesi þegar hann hitti C. C hefði kallað á sig og sagt að hann hefði verið að reyna að ná í ákærða. Ákærði kvaðst hafa þá orðið mjög reiður og hann hefði löðrungað C nokkrum sinnum. Ákærði kvaðst ekki muna til þess að hafa tekið C hálstaki. Aðspurður kvað hann það vel geta verið að hann hefði hrint C svo að hann hafi dottið á jörðina. Ákærði kvaðst hafa farið á eftir ákærða inn í hús C. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað að C byggi í húsinu en orðið það strax ljóst þegar hann kom inn. Hann hefði farið út úr húsinu um leið og honum var sagt að fara út. Ákærði kvaðst ekki muna hvort hann hefði slegið ákærða inni í húsinu en hann hefði eflaust gert það. Ákærði neitaði því að hafa slegið C með hnefanum. Hann hefði ekki séð neina áverka á C. Ákærði kvað ástæðu þess að hann réðst á C vera þá að C hefði verið búinn að misnota konu ákærða til nokkurra ára og hann hefði því verið brjálaður og séð svart en hann hefði lesið dóminn í [...]málinu nóttina áður. Ákærði kvaðst hafa fengið taugaáfall í framhaldi. Vinur hans, I, hefði komið til sín og gefið sér róandi lyf. I hefði síðan tekið hann með sér í grillveislu í sumarbústað og hefði verið algjör tilviljun að C hefði búið í næsta bústað. Eftir árásina kvaðst ákærði hafa fengið lögreglumann til að keyra sig á geðdeild þar sem hann hefði verið lagður inn. C, kt. [...], kom fyrir dóminn og lýsti því svo að hann hefði verið að ljúka við að flytja og nýbúinn að aflesta bifreiðina. Hann hefði verið inni í húsinu þegar hann heyrði dynk úti og hefði hann farið út til að kanna málið. Þar hefði hann séð stóran stein liggja á planinu auk þess að ákærði hefði verið á planinu. Ákærði hefði veist að sér og hent sér fram og til baka utan í kerru auk þess að ákærði hefði tekið hann hálstaki, enda hefði hann fengið áverka á hálsinn. C hefði í framhaldi farið inn í húsið en ákærði hefði elt hann þangað. C kvaðst ekki hafa lokað dyrunum á eftir sér þar sem hann hefði talið að ákærði væri hættur og farinn. Þar hefði ákærði slegið hann í andlitið en í sama mund hefði eiginkona hans komið og öskrað á ákærða að koma sér út. Ákærði hefði þá farið strax út úr húsinu. C kvað ákærða hafa verið mjög reiðan. Kvaðst C hafa fengið höggið beint á munninn og hefðu framtennur losnað við höggið. Væru þær enn lausar. Kvaðst C ekki hafa verið með lausar tennur fyrir árásina. C neitaði því að ákærði hefði slegið hann mörg högg í andlitið, eingöngu hefði verið um eitt högg að ræða. Aðspurður kvað C að ákærði hefði verið tíður gestur hjá sér áður en [...] var lokað en hann hefði ekki komið heim til sín eftir þann tíma. J, kt. [...], kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið inni þegar hún heyrði einhvern dynk úti fyrir. C hefði farið á undan henni út og þegar hún kom út hafi hún séð ákærða þar sem hann hafði þegar ráðist á C. Hún hefði gripið yngsta son sinn og hlaupið inn til að hringja í vin sinn til að fá hjálp. Rétt seinna hefði C komið inn fyrir og ákærði á eftir honum. Ákærði hefði slegið C í andlitið með krepptum hnefa og hefði höggið lent á kjálka C. Ákærði hefði verið mjög æstur og hrópað að C. J kvaðst hafa þekkt ákærða fyrir og minntist þess ekki að hafa séð hann í slíku ástandi áður. J kvaðst hafa öskrað á ákærða og sagt honum að koma sér út, sem hann hefði gert. Kvaðst hún hafa séð áverka á C eftir það en hann hefði farið beint til læknis í framhaldi. K, kt. [...], kom fyrir dóminn og kvaðst hafa verið í næsta sumarbústað við heimili C. Hún hefði heyrt mikil læti og farið út og séð þá ákærða fara að bifreið C og aftur fyrir hana. Meira hefði hún ekki séð. Aðspurð um frásögn sína í lögregluskýrslu kvað hún hana byggjast á því sem hún hefði heyrt eftir á. L, kt. [...], kvaðst muna eftir því að í umrætt sinn hefði hún verið í sumarbústað og séð ákærða taka upp grjót og kasta í bifreið C. Ákærði og C hefðu verið fyrir aftan bifreiðina og hún því ekki séð meira en heyrt hávaða frá þeim. Vilborg Magnúsdóttir ransóknarlögreglumaður gaf símaskýrslu fyrir dóminum og kvaðst hafa tekið lögregluskýrslu af vitninu D. Kvað Vilborg að frásögn innan gæsalappa í skýrslu væri orðrétt eftir viðkomandi haft. Halldór Gísli Sigþórsson tannlæknir kom fyrir dóminn og kvaðst hafa meðhöndlað C eftir meinta árás. Kvaðst hann ekki hafa meðhöndlað C aftur efir það. Aðspurður kvað Halldór umræddar tennur vera hægri framtönn og hliðarframtönn hægra megin, tennur 11 og 12. Halldór kvað sprungu virðast vera á milli tveggja framtanna sem gæti hafa skapast af höggi. Talsverð beineyðing hefði verið á þessu svæði og þá væri beinið viðkvæmara fyrir höggi. Aðspurður kvaðst Halldór ekki geta fullyrt að um sprungu væri að ræða. Kvað hann bata alltaf vera erfiðari þegar bein væri orðið eins lélegt og raun var hjá C. Aðspurður kvað Halldór sprungu varla geta orsakast út frá beineyðingu einni saman en hann kvað ekki ljóst að um sprungu væri að ræða. Útskýrði Halldór röntgenmynd af tanngarði C fyrir dóminum. Kvað hann skugga á myndinni geta verið sprungu en það væri ekki öruggt. Mikil beineyðing væri og bólgur kringum framtennurnar. Júlíus Helgi Schopka kjálkaskurðlæknir kom fyrir dóminn og staðfesti dskj. 15, sérfræðiálit, sem hann gerði. Kvað hann tennur C hafa verið lausar þegar hann skoðaði C en báðar þessar tennur, 11 og 12, væru ónýtar og þær hefðu líklega verið ónýtar fyrir árásina. Talsverð beineyðing hefði verið við tennurnar og því væru beinvefir veikari fyrir. Kvaðst Júlíus ekki hafa séð brot í beini á þeirri röntgenmynd sem hann hefði tekið en hann hefði séð skugga, sem gæti verið sprunga, í eldri röntgenmynd sem fylgdi gögnum til hans. Umræddur skuggi gæti hugsanlega verið „teikningin“ í beininu sem kæmi þannig út á röntgenmynd en raunverulegur vafi væri á því hvort um brot væri að ræða. Kvað Júlíus aðspurður það vera óeðlilegt að tennur væru lausar ári síðar en losið á tönnunum hafi sennilega verið til staðar fyrir árás að töluverðu leyti. Beineyðingin hafi verið til staðar áður en röntgenmyndin var tekin og hefði vafalaust verið að gerjast í mörg ár. Júlíus skoðaði röntgenmynd sem liggur frammi í málinu og taldi að skuggi sem sést á myndinni væri sennilega sprunga en hann gæti ekki fullyrt um það. Gylfi Haraldsson heilsugæslulæknir gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Kvað hann C hafa leitað til sín eftir árásina 12. maí 2008. Staðfesti hann vottorð er hann gaf út þann 12. maí 2008. Heiðar Ingi Heiðarsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og kvaðst hafa farið í útkall að [...] á heimili C. C hefði verið með sprungna vör og blóð á vörum, rispur á hálsi en að öðru leyti hefði hann ekki kvartað. Þá hefði ákærði verið farinn af vettvangi. Kvað hann C hafa gefið þá skýringu að tilefni árásarinnar hefði sennilega verið svokallað [...]mál. Kristján Örn Kristjánsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og kvaðst hafa farið í útkall að [...] á Selfossi upp úr hádegi þann 12. maí 2008 en tilkynningin hefði verið á þá leið að þar væri maður sem hefði hug á að skaða sig. Þegar hann kom á staðinn hefði maðurinn, sem er ákærði, verið nokkuð rólegur. Vinur ákærða hefði komið á staðinn og lögreglan ekki aðhafst meira. Aðalsteinn Þór Guðmundsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og kvaðst hafa farið í útkall að [...] en þar hefði verið maður sem hefði verið reiður. Tilefni útkallsins var að viðkomandi ætlaði að fremja sjálfsvíg. Hefði lögreglan verið send með forgangi á staðinn. Maðurinn hefði verið einn þegar lögreglan kom á staðinn en vinur hans hefði síðan komið og lögreglan þá yfirgefið staðinn. M, kt. [...], kom fyrir dóminn og kvað ákærða hafa hringt í sig að morgni í maí 2008. Ákærði hefði sagt sér að hann hefði verið að lesa dóm í [...]málinu og þar séð aðkomu eiginkonu sinnar í málinu. Kvaðst M ekkert hafa litist á ástandið á ákærða og því farið niður á Selfoss og sótt ákærða. Hann hefði farið með hann upp að [...] í Grímsnesi í sumarbústað í grillveislu til að létta undir með honum. Hefði það verið algjör tilviljun að C hefði búið í næsta bústað og kvaðst M ekki hafa áttað sig á því. Ákærði hefði verið órólegur í bústaðnum þar sem hann hefði gert sér grein fyrir því að C var á næsta leiti. M kvaðst ekki hafa séð þegar ákærði réðst á C. M kvað ákærða hafa verið mjög illa á sig kominn andlega og kvaðst M hafa ekið honum í burtu. IV. Vottorð vegna ákæruliðar II-2. Í gögnum málsins liggur fyrir vottorð Gylfa Haraldssonar læknis, dagsett 12. maí 2008. Kemur þar fram að tvær tennur í efri góm brotaþola postulínshúðaðar, hafi aðeins skekkst. Tvær rispur hafi verið á hálsi og marblettir og greinilegt að brotaþoli hafi verið tekinn hálstaki. Grunn sár, þversum á þremur stöðum á neðri vör og blóð bæði á neðri og efri vör, ekki blóð í munni. Eymsli hafi verið á bakvöðva letensemi dorsi laterals og smá bólga þar. Þá liggur fyrir vottorð Halldórs G. Sigdórssonar tannlæknis, dagsett 4. júní 2008, þar sem segir að C hafi fengið högg á framtennur í efri góm fyrir ca. þremur vikum síðan. Við höggið hefðu tennur 11 og 12 gengið til. Nú sé tönn 11 orðin nokkuð stabil en tönn 12 sé enn vel hreyfanleg. Fyrir höggið hafi verið orðin nokkur beineyðing við þær tennur þannig að þær hafi verið veikar fyrir. Samkvæmt röntgenmynd sé ekki hægt að sjá nein brot á tönnunum sjálfum en aftur á móti sé hægt að sjá beineyðingu sem orðin sé og svo virðist vera sprunga í beininu við og á milli þessara tveggja tanna sem vel gæti hafa komið við höggið. Staðfesti Halldór vottorð þetta fyrir dóminum og kvað það ekki óyggjandi að skuggi sá sem sjáist á röntgenmynd sé brot í beini. Júlíus Helgi Schopka munn- og kjálkaskurðlæknir var dómkvaddur þann 16. apríl 2009 til að meta hvort sprunga hefði myndast í beini milli framtanna C og ef svo væri hvort hún gæti talist afleiðing af ofangreindri meintri líkamsárás ákærða. Júlíus skilaði sérfræðiáliti þann 18. ágúst sl. sem lagt var fram í málinu 28. október sl. Segir þar í niðurstöðum að umrædd sprunga í beininu milli tanna 11 og 12 sé að hans mati óljós á þeirri mynd sem tekin hafi verið 4. júní 2008 en gæti þó verið til staðar. Hins vegar sé ljóst að við tennur 11 og 12 hafi verið talsverður tannholdssjúkdómur fyrir árásina og hafi hann eytt beininu í kringum rætur þessara tanna. Ennfremur segir að tannholdssjúkdómur sem þessi sé lengi (nokkur ár) að vinna á beini í því umfangi sem sé í þessu tilfelli. Þess vegna sé ljóst að ekki sé um nýtilkomið ástand að ræða sem á einhvern hátt gæti tengst höggi á þessar tennur. Ástand þeirra hafi verið veikt fyrir höggið vegna tannholdssjúkdómsins. Það hafi því ekki þurft mikið högg til að losa þær. Þá segir í lokin að högg, eins og það sem komi fram í ákæruskjölum að C hafi fengið, gæti hafa valdið losi á umræddum tönnum og sprungu í beininu milli þeirra. V. Niðurstöður í ákærulið I. Ákærði er sakaður um, í ákærulið I, að hafa strokið með framhandleggjum um innanverð læri brotaþola og strokið hendinni um klof hennar og viðhaft kynferðisleg og ósiðleg ummæli um kynfæri hennar, að þau væru blaut og þau hlytu að vera þröng. Ákærði hefur staðfastlega neitað þessum ákærulið og lýst því svo að ef hann hefði viðhaft ummæli um að eitthvað væri blautt þá hlyti það að vera í því tilviki þegar hann var að sótthreinsa brotaþola áður en hann gat hafið starf sitt við að flúra hana. Þá gætu ummæli um að eitthvað væri þröngt hafa verið látin falla en þá um gerð nála sem hann hefði notað við flúrið. Dómurinn fór á vettvang að vitnaleiðslum loknum og skoðaði þær aðstæður sem brotaþoli var við þegar hún fékk umrætt flúr. Brotaþoli lýsti því svo í Barnahúsi m.a.: „... og ég sest í stólinn hjá honum og hann byrjar að teikna sko á mig tattúið. Og er alltaf sem sagt með hendina í klofinu á mér en ég sagði samt ekki neitt “ „...og svo sagði hann við mig sko „mikið ertu blaut og mikið hlýtur þú að vera þröng.“ Spurð nánar út í snertinguna í Barnahúsi sagði brotaþoli: „Sko hann byrjaði á því að vera með framhandlegginn fyrst en svo fannst mér hann alltaf fara þú veist með fingurna skiluru? eða svona með hendina sko sjálfa, þú veist, þetta var voða misjafnt sko.“ Aftur í Barnahúsi lýsir brotaþoli snertingunni svo: „Sko þegar hann var að teikna þetta þá var hann sko í svo mikilli hreyfingu. Ég náttúrulega, hann hafði sett sko stólinn svo langt niður að sé sá voða lítið það sem að hann var að gera en ég fann alveg þegar hann var með hendina skiluru? Og fann alveg þú veist hreyfingarnar og svoleiðis. Þú veist, fyrst þá kemur hann sko með hand..hérna handbakið þú veist hérna niður fyrst þegar hann var sko að teikna það. Svo fer hann að setja sko hendina svona einhvern veginn svona einhvern veginn. Og er alltaf sko einhvern veginn í þessari stöðu einhvern veginn þannig að ég sá voða lítið.“ Síðar í yfirheyrslunni segir brotaþoli: „svo fór hann einhvern veginn svona hér með hendina einhvern veginn inn í klofið á mér sko. Og hann var alltaf í sko þessari hreyfingu einhvern veginn því hann náttúrulega þurfti að færa sig hérna yfir og svo þurfti hann náttúrulega að koma hér náttúrlega til að setja tattúið á.“ Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa legið á bakinu með fæturna beina og saman. Fyrir dóminum lýsti brotaþoli hvernig ákærði notaði framhandlegginn til að fara í klof hennar. Aðspurð fyrir dóminum neitaði brotaþoli því að ákærði hefði farið með fingurna í klofið á henni en sagði hann hafa farið með handarbakið og framhandlegg á brjóst og klof hennar. Vitnin D og F kváðust fyrir dóminum ekki hafa séð að ákærði hafi farið með handlegg né hendi í klofið á brotaþola. Dómurinn fór á vettvang og sýndi ákærði sakflytjendum og dómara hvernig hann bæri sig að við að flúra á maga fyrir neðan eða á móts við mjaðmabein. Ljóst er að flúrvinna er mikið nákvæmnisverk en það er unnið fríhendis. Útilokað er að stýra eða stjórna „byssunni“ eða nálinni af festu og nákvæmni nema hafa stuðning fyrir þá hönd sem heldur á byssunni. Við þá framkvæmd er ljóst að framhandleggur á þeim sem flúrar hlýtur óhjákvæmilega að leggjast ofan á þann sem verið er að flúra. Í þessu tilviki var verið að flúra mjög neðarlega á maga brotaþola, rétt fyrir ofan lífbein. Á ljósmynd mátti sjá að til að komast að með nálina þurfti að bretta buxur brotaþola svo langt niður að sást í skapahár hennar. Því hlýtur að vera óumflýjanlegt að leggja höndina á lífbein, læri eða eftir atvikum bringu eða brjóst þess sem verið er að flúra, til að hafa sem mestan styrk í hendinni sem heldur á byssunni. Brotaþoli hefur verið nokkuð á reiki í framburði sínum varðandi þetta sakarefni. Í Barnahúsi kvað hún ákærða hafa farið með fingurna í klofið á sér en fyrir dómi neitaði hún því. Aðrar lýsingar hennar á því hvernig ákærði hefur borið sig að, samrýmast því sem hann fullyrti og sýndi fram á. Er slíkur vafi fram kominn um þessa háttsemi ákærða að sýkna ber hann af henni. Ákærði er einnig ákærður fyrir að hafa viðhaft kynferðisleg og ósiðleg ummæli um kynfæri brotaþola í umrætt sinn. Brotaþoli fullyrti í skýrslutöku í Barnahúsi og fyrir dóminum að ákærði hefði sagt eitthvað í þá veru að kynfæri hennar væru þröng og hvort hún væri orðin blaut. Vitnið D kvað fyrir dóminum og vildi í fyrstu draga úr framburði sínum fyrir lögreglu. Aðspurð kvað hún rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu, að hún hefði heyrt ákærða segja við brotaþola eitthvað í þá veru hvort hún væri að blotna út af titringnum. Vitnið F kvaðst einnig muna að ákærði hefði rætt um blautt og þröngt en ekki í hvaða tilviki og að ákærði hefði spurt eitthvað í þá veru „hvort hún væri að verða blaut í píkunni“. Samrýmist þessi framburður framburði brotaþola. Ákærða mátti vera það ljóst, miðað við allar aðstæður, þ.e. að stúlkan var með buxurnar girtar niður um sig niður fyrir skapahár og sautján ára gömul, að slík ummæli væru túlkuð af kynferðislegum toga. Þykir dóminum framkomin lögfull sönnun þess að ákærði hafi viðhaft umrædd ummæli af ásetningi og í kynferðislegum tilgangi og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi. Er háttsemin í ákæru heimfærð til 199. og 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992 og 8. gr. laga nr. 61/2007 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Verður ákærði með þessu atferli sínu talinn hafa brotið gegn 209. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 15. gr. laga nr. 40/1992, en heimfærsla verknaðarins undir 199. gr. almennra hegningarlaga þykir ekki eiga við þá háttsemi sem sakfellt er fyrir í þessu máli. Í athugasemdum með 7. gr. sem varð að 8. gr. laga nr. 61/2007 segir að klúrt orðbragð og einhliða athafnir án þess að um líkamlega snertingu sé að ræða falli annars yfirleitt undir 209. gr. sem brot gegn blygðunarsemi en það eigi við þegar ekki sé um ítrekaða háttsemi að ræða gagnvart sama einstaklingi. Í ljósi atvika verður og að telja að með þeirri háttsemi sem að framan greinir hafi ákærði sýnt stúlkunni ósiðlegt athæfi sem varði við 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Niðurstöður í ákærulið II. Ákærði játaði brot samkvæmt ákærulið II-1 og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi en hún er réttilega heimfærð til refsiákvæðis. Ákærði hefur játað að hafa slegið C í andlit nokkrum sinnum en framburður hans er alls ekki í samræmi við framburð C. C kveðst hafa fengið eitt högg eftir að þeir voru komnir inn í hús og staðfestir vitnisburður J þá frásögn. Ákærði kvaðst ekki muna til þess að hafa tekið C hálstaki en kvað það vel geta verið. Samrýmist framburður C þeim áverkum sem lýst er í áverkavottorði og er því talin fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi veist að C eins og í þessum ákærulið greinir. Ákærði neitar því að afleiðingar höggsins geti verið brot í beini milli framtanna og að tennurnar hefðu getað losnað. Samkvæmt vottorðum Halldórs G. Sigþórssonar og Júlíusar Helga Schopka er ekki ljóst að um beinbrot sé að ræða. Gátu hvorugur staðfest fyrir dóminum að svo væri þótt Júlíus teldi líkurnar meiri en minni. Þá segir einnig í áliti Júlíusar að C hafi verið með langvarandi tannholdssjúkdóm fyrir árásina og því hefði ekki þurft mikið högg til að losa þær. Með vísan til þessa þykir ekki fram komin lögfull sönnun þess að afleiðingar árásar ákærða á C í umrætt sinn hafi verið beinbrot sem er skilyrði þess að háttsemi verði færð undir 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Er brot ákærða talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og verður ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi. Ákærði er sakfelldur fyrir húsbrot með því að hafa veitt C eftirför og ruðst í heimildarleysi inn á heimili hans. Ákærði viðurkenndi fyrir dóminum að hafa farið inn í hús á eftir C og að honum hefði ekki verið meinuð för þangað inn. C kvaðst hafa haldið að ákærði hefði farið og því ekki áttað sig á því að hann var á eftir honum fyrr en hann var kominn inn í hús. Ber aðilum ekki saman um hversu langt ákærði var kominn en ákærði kvað fyrir dóminum að hann hefði farið inn í forstofu. C kvað ákærða hafa verið kominn inn í stofu og vitnið J að hann hefði verið kominn inn úr forstofunni inn í hol. Að öllu framkomnu er sannað að ákærði fór inn á heimili C í heimildarleysi í þeim tilgangi að veita honum eftirför. Verður hann því sakfelldur fyrir þá háttsemi en hún er réttilega heimfærð til refsiákvæðis. Niðurstöður í ákærulið III. Ákærða er gefið að sök í þessum ákærulið að hafa þann 9. september 2008 ráðist á C, rifið í hár hans og slegið með hnefanum í átt að andliti hans en höggið hefði geigað og lent á öxl C. Þá er honum gefið að sök að hafa stuttu síðar hótað C lífláti. Ákærði játaði brot þessi fyrir dóminum og er játning hans í samræmi við rannsóknargögn og verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi en hún er réttilega heimfærð til refsiákvæða. Refsiákvörðun. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir að viðhafa kynferðisleg og ósæmileg ummæli um kynfæri A í ákærulið I en sýknaður af þeirri háttsemi að hafa strokið með hendinni um klof hennar. Er brot ákærða heimfært til 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 um barnavernd. Ákærða hefur ekki verið gerð refsing áður samkvæmt sakavottorði hans. Er refsing ákærða varðandi þennan ákærulið ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Rétt þykir að skilorðsbinda refsinguna og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir eignaspjöll og tvær líkamsárásir á C auk þess að hóta honum lífláti. Ákærði hefur greiðlega gengist við hluta af ákæruliðum fyrir dóminum og fyrir lögreglu. Við ákvörðun refsingar verður að líta til 75. gr. almennra hegningarlaga varðandi brot samkvæmt ákærulið II og III. Ákærði er eiginmaður eins kæranda í svokölluðu [...]máli og kvaðst hann hafa fengið vitneskju um aðkomu C varðandi eiginkonu sína við lesningu á þeim dómi eftir að hann birtist á vefsíðu dómstólanna en sá dómur var uppkveðinn föstudaginn 9. maí 2008. Þá liggur fyrir vottorð frá Garðari Sigursteinssyni geðlækni þar sem kemur fram að ákærði hefði leitað til hans í maí 2008 í kjölfar áfalls sem hann hefði orðið fyrir við lesningu umrædds dóms og verið lagður inn á geðdeild LSH í nokkra daga. Samrýmist það frásögn ákærða. Þá staðfestu lögreglumennirnir Kristján Örn Kristjánsson og Aðalsteinn Þór Guðmundsson að þeir hefðu farið í útkall í vinnustofu ákærða þar sem hann var talinn ætla að svipta sig lífi. Árás hans á C varð þann sama dag. Að öllu virtu þykir rétt varðandi ákæruliði II og III að láta refsingu niður falla með vísan til 75. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Bótakrafan. Í málinu gerir A, kt. xxxx90-xxxx, kröfu um að ákærði verði dæmdur til að greiða henni skaðabætur að fjárhæð 448.104 krónur auk tilgreindra vaxta. Ekkert liggur fyrir í máli þessu um það hvaða afleiðingar brot ákærða hefur haft á stúlkuna utan að vitnin G umsjónarkennari og H námsráðgjafi upplýstu fyrir dóminum að umrætt atvik hefði greinilega fengið á hana. Faðir stúlkunnar, E, kvaðst fyrir dóminum aðallega hafa orðið var við að stúlkan hefði verið reið. Ekki hefur verið sýnt fram á það fyrir dóminum hvert tjón stúlkunnar hefur verið. Þrátt fyrir það er talið sannað að brot sem þessi geti haft alvarlegar afleiðingar. Verður því talið að stúlkan eigi rétt á miskabótum vegna háttsemi ákærða á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993. Að málsatvikum virtum þykja bætur hæfilega ákveðnar 100.000 krónur og bera þær vexti eins og í dómsorði greinir. Ekki verður séð að ákærða hafi verið birt bótakrafan fyrr en við þingfestingu málsins. Bera bæturnar vexti í samræmi við það. Sakarkostnaður. Í málinu gerir Sigurður Sigurjónsson hrl.kröfu um að ákærða verði gert að greiða brotaþola vegna ákæruliðar I skaðabætur sem sundurliðast þannig: Miskabætur skv. 26. gr. skaðabótalaga 250.000 krónur, lögmannsþóknun við réttargæslu 150.000 krónur og akstur vegna fyrirtöku í Barnahúsi 9.120 krónur auk virðisaukaskatts 38.984 krónur eða samtals 448.104 krónur. Bótakrafa þessi er dagsett 15. október 2008. Var þessari bótakröfu fylgt eftir við aðalmeðferð málsins. Samkvæmt yfirliti Ríkissaksóknara yfir sakarkostnað kemur fram að réttargæslumaður gerði sýslumanninum á Selfossi reikning þann 23. október 2008 að fjárhæð 44.800 krónur vegna fyrirtöku í Barnahúsi og bifreiðarkostnaðar, kr. 10.602 krónur. Í tímaskýrslu sem réttargæslumaður afhenti dóminum við aðalmeðferð málsins, og leggja átti til grundvallar við ákvörðun þóknunar hans, er gerð krafa um greiðslu fyrir fyrirtöku í Barnahúsi að fjárhæð 44.800 krónur og akstur að fjárhæð 9.120 krónur. Verður ekki annað séð en að réttargæslumaður sé að krefja fyrir vinnu sína við fyrirtöku í Barnahúsi og ferðakostnað þrisvar sinnum. Verður að átelja slíka kröfugerð. Að þessum niðurstöðum fengnum ber að dæma ákærða til greiðslu 4/5 hluta alls sakarkostnaðar, sem er samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara 330.172 krónur, málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Sigurðar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns, 302.784 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts beggja aðila. Mál þetta sótti Daði Kristjánsson saksóknari. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður dóm þennan upp. Dómsorð: Ákærði, Ragnar Hauksson, sæti fangelsi í þrjátíu daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 4/5 hluta alls sakarkostnaðar, sem er samtals 1.006.456 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Sigurðar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 373.500 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Sigurjónssonar hæstaréttarlögmanns, 302.784 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts beggja aðila. Ákærði greiði A í miskabætur 100.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 frá 26. mars 2008 til 26. apríl 2009, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. |
Mál nr. 481/2004 | Óvígð sambúð Kröfugerð Dráttarvextir | M höfðaði mál á hendur K í kjölfar slita á sambúð þeirra til heimtu skuldar. Var deilt um kröfur M vegna endurbóta á íbúð og vegna greiðslna hans á afborgunum lána sem K tók á sambúðartímanum til að fjármagna kaup íbúðarinnar. Fallist var á með M að hann hefði lagt fram fé til endurbóta á íbúðinni og innt af hendi afborganir af lánum, sem tekin voru til kaupa á henni, á þeirri forsendu, að aðilar væru í óvígðri sambúð og hann væri að leggja fé af mörkum til eignamyndunar í þágu beggja málsaðila. Þá þótti ekki varhugavert að telja sannað að íbúðin hefði aukist að verðgildi um að minnsta kosti jafnvirði þeirra fjárhæða sem M lagði fram í þessu skyni. Var K því gert að greiða M 1.067.101 krónu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Hæstaréttar 19. október 2004. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu málsins þann 1. desember það ár og var málinu áfrýjað að nýju 3. desember 2004 samkvæmt heimild í 4. mgr. 153. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 38/1994. Krefst hann þess að stefnda verði dæmd til að greiða sér 2.300.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. maí 2002 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst sýknu af kröfu áfrýjanda og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Stefnda greiddi skuld sína samkvæmt dómsorði héraðsdóms að honum gengnum, 335.000 krónur auk vaxta. Áfrýjandi hefur í dómkröfu sinni fyrir Hæstarétti tekið tillit til þessarar greiðslu og lækkað kröfuna sem henni nemur. Eftir stendur í málinu ágreiningur aðila um fjárkröfur áfrýjanda vegna endurbóta á fasteigninni að B [...] og vegna greiðslna hans á afborgunum lána sem stefnda tók á sambúðartímanum til að fjármagna kaup íbúðarinnar. Í héraðsdómsstefnu vísaði áfrýjandi um kröfur sínar til almennra reglna samninga- og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga og „ólögfestra en viðurkenndra reglna um að sameign stofnist hjá sambúðarfólki með verulegu fjárframlagi þess sem ekki er skráður fyrir eign til eignamyndunar.“ Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að stefnda hafi skuldbundið sig til að endurgreiða honum umkrafðar fjárhæðir. Stefnda bendir á að áfrýjandi hafi ekki gert kröfu um hlutdeild í eignamyndun sinni og heldur ekki um viðurkenningu á sameignarrétti í umræddri íbúð. Telur hún að ekki fái staðist að reisa kröfu um endurgreiðslu á ætluðum framlögum af fyrrgreindum sökum við reglur um að sameign geti myndast í sambúð að vissum skilyrðum uppfylltum. Skilja verður málatilbúnað áfrýjanda þannig að hann telji sig með þátttöku sinni í endurbótum íbúðarinnar að B og greiðslu afborgana af lánum vegna hennar, hafa öðlast eignarrétt í íbúðinni, sem að verðmæti nemi þeim fjárhæðum sem hann hafi innt af hendi í þessu skyni. Gildi þetta hvað sem líði sönnun þess, að stefnda hafi viðurkennt myndun slíks eignarréttar eða skyldu sína til endurgreiðslu fjárhæðanna. Hann geti þá jafnframt krafið stefndu, sem var þinglesinn eigandi íbúðarinnar, um endurgreiðslu þessara fjárhæða, en fyrir liggur að stefnda hefur selt umrædda íbúð án atbeina frá áfrýjanda. Fallast verður á að áfrýjandi geti gert kröfur á þessum grundvelli. Til þess að þær verði teknar til greina þarf þó að liggja fyrir, að verðmæti íbúðarinnar hafi að minnsta kosti vaxið við þessi framlög um fjárhæð sem þeim nemi. Annmarkar hafa verið á kröfugerð áfrýjanda og málatilbúnaði hans frá upphafi málsins. Þannig er ekki samræmi milli fjárhæða sem hann kveðst hafa lagt til endurbóta á íbúðinni og samtölu kröfu hans af þessum sökum, án þess að skýringar hafi verið gefnar á þessu. Í málinu nýtur lítt gagna um þennan þátt kröfugerðar hans. Þá kvaðst áfrýjandi í stefnu hafa greitt „um það bil“ 1.000.000 krónur í afborganir lána og gerði kröfu um þá fjárhæð, án þess að hún væri byggð á samlagningu tiltekinna afborgana, sem hann hefði greitt. Í upphafi skorti af hans hálfu mjög á sönnunarfærslu fyrir staðhæfingum um þessar greiðslur. Við rekstur málsins lagði hann hins vegar fram aragrúa af skjölum sem ætlað var að bæta úr þessu. Raunar voru þeirra á meðal einnig allmörg önnur gögn um fjármál aðila, sem enga þýðingu hafa fyrir dómkröfur áfrýjanda. Gögnum þessum fylgdi hins vegar ekki samantekt á heildarfjárhæð þeirra afborgana lána, sem hann taldi felast í kröfu sinni. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti var af hálfu áfrýjanda lagt fram yfirlitsblað, þar sem meðal annars voru talin þau gögn málsins sem sýni þessar afborganir. Ekki voru fjárhæðir þeirra þó lagðar saman heldur aðeins upplýst, að þær næmu 770 til 800 þúsund krónum. Þrátt fyrir þessa annmarka á málatilbúnaði áfrýjanda verður talið unnt að leggja dóm á kröfur hans, þó að hann verði að bera hallann af skorti á sönnunarfærslu um fjárhæð þeirra. Meðal gagna málsins er bréf 30. desember 2002, sem lögmaður stefndu sendi lögmanni áfrýjanda á grundvelli skriflegs umboðs frá stefndu. Í bréfinu kemur meðal annars fram, að stefnda segi það „einnig rétt að hann (þ.e. áfrýjandi) hafi unnið við endurbætur á íbúðinni með sér og greitt um það bil 450.000 kr.“ Telja verður að stefnda sé bundin við þessa viðurkenningu á fjárhagslegri þátttöku áfrýjanda í endurbótum íbúðarinnar og telst því sannað að hún hafi að minnsta kosti numið þessari fjárhæð. Við athugun á gögnum sem áfrýjandi vísar til um sönnun þess að hann hafi á sambúðartímanum greitt afborganir af húsnæðislánum vegna íbúðarinnar, er í ljós leitt að hann hafi greitt 617.101 krónu í afborganir, verðbætur, vexti og kostnað. Fallist verður á það með áfrýjanda að hann hafi lagt fram fé til endurbóta á íbúðinni og innt af hendi afborganir af lánum, sem tekin voru til kaupa á henni, á þeirri forsendu, að aðilar væru í óvígðri sambúð og hann væri að leggja fé af mörkum til eignamyndunar í þágu beggja málsaðila. Jafnframt þykir, meðal annars miðað við upplýsingar um söluverð íbúðarinnar í október 2002, ekki varhugavert að telja sannað, að íbúðin hafi aukist að verðgildi um að minnsta kosti jafnvirði þeirra fjárhæða sem áfrýjandi lagði fram í þessu skyni. Verður stefnda því dæmd til að greiða áfrýjanda fyrrgreindar fjárhæðir, samtals 1.067.101 krónu, með dráttarvöxtum sem í dómsorði greinir frá þeim degi er málið var höfðað, en ekki verður séð að áfrýjandi hafi gert ákveðna greiðslukröfu á hendur stefndu fyrr en þá. Stefnda verður dæmd til að greiða áfrýjanda málskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi í héraði og fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefnda, K, greiði áfrýjanda, M 1.067.101 krónu með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. júní 2003 til greiðsludags. Stefnda greiði áfrýjanda samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta var höfðað 11. júní 2003 og var dómtekið 29. apríl sl. Stefnandi er M. Stefndi er K. Dómkröfur Þess er krafist að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 2.635.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 3. maí 2002 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Auk þess er krafist greiðslu er jafngildi virðisaukaskattsgreiðslu stefnanda af málflutningsþóknuninni. Dómkröfur stefndu eru þær að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda. Til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar til muna að mati dómsins. Jafnframt krefst stefnda málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati réttarins að viðbættum virðisaukaskatti. Stefnandi og stefnda kynntust sumarið 1996, en þá voru þau bæði við störf hjá [...] sem flugþjónar. Haustið 1996 hófu þau búskap í íbúð móður stefndu í E þar sem dóttir þeirra X fæddist þann [...] 1998. Fyrri hluta árs 1999 fluttu þau í íbúð sem stefnda festi kaup á í húsinu nr. [...] við B. Bjó fjölskyldan þar, þar til um haustið 2001 er stefnandi flutti út vegna erfiðleika í sambúðinni. Þann 7. maí 2002 gengu stefnandi og stefnda síðan frá samkomulagi um sameiginlega forsjá dótturinnar. Stefnandi heldur því fram að við slit sambúðar hafi stefnda staðið í skuld við sig og hefur því höfðað mál þetta til innheimtu þeirrar skuldar sem hann telur nema stefnufjárhæð. Samkvæmt kaupsamningi, dags. 23. mars 1999, var stefnda kaupandi íbúðarinnar að B. Óumdeilt er að til kaupanna hafi stefnda varið meginhluta slysa- og örorkubóta sem hún fékk greiddar á árinu 1994 til greiðslu útborgunar. Einnig er óumdeilt að stefnandi hafi greitt síðustu afborgun íbúðarinnar sem nam samkvæmt kaupsamningi 344.436 krónum, en stefnandi heldur fram að hann hafi greitt 335.000 krónur. Stefnandi heldur því fram að alltaf hafi staðið til að hann kæmi með greiðslur á móti upphaflegu framlagi stefndu og yrði jafnframt skráður fyrir íbúðinni. Kveðst hann í því skyni hafa greitt síðustu afborgunina af íbúðinni, sem hann telur hafa numið 335.000 krónum. Þá hafi hann lagt verulega vinnu í að gera upp íbúðina en sú vinna hafi aukið verðgildi fasteignarinnar verulega. Stefnandi hafi lagt fram a.m.k. 1.100.000 krónur í viðbót við þær 335.000 krónur sem getið sé að framan, þ.e. stefnandi hafi greitt fyrir nýtt rafmagn ca 350.000 krónur, í nýtt eldhús 175.000 krónur, í endurnýjun á gangi og forstofu 200.000 krónur. Stefnandi hafi jafnframt keypt málningu og efni til málunar allrar íbúðarinnar að verðmæti um það bil 400.000 krónur og hafi hann einn unnið við að gera hana upp og halda henni við. Stefnandi kveðst hafa borgað afborganir vegna lána sem hvíldu á íbúðinni frá árinu 1999 fram til þess tíma þegar hann og stefnda slitu sambandinu eða u.þ.b. 1.000.000 króna. Stefnandi telur að með þessu hafi stefnda hagnast með beinum hætti, vegna kaupa stefnda á efni til viðhalds og endurnýjunar íbúðarinnar, vinnu stefnanda og manna sem hann hafi greitt kaup, kaupsamningsgreiðslna og afborgana af íbúðinni á sambúðartímanum, um að minnsta kosti 3.000.000 króna. Stefnda heldur því fram að meðan á sambúðinni stóð hafi málsaðilar verið meira eins og tveir aðskildir einstaklingar en venjulegt par. Þau hafi kynnst þegar þau voru að vinna sömu vinnu og hafi haldið því áfram sitt í hvoru lagi þar til stefnda hafi byrjað í námi. Þau hafi haft að mestu leyti aðskilinn fjárhag og bæði séð um eigin fjárhagslegu þarfir. Fyrstu árin þeirra í E hafi stefnda alfarið séð um greiðslur á rafmagni, hita og símakostnaði, en eftir að fjölskyldan flutti í B hafi stefnandi farið að taka þátt í greiðslu sameiginlegs reksturskostnaðar. Stefnda kveðst ávallt hafa verið aflandi, ýmist með vinnu sinni eða námslánum utan veturinn 2000-2001. Stefnda kveður stefnanda hafa flutt út af heimilinu um haustið 2001. Hann hafi þó ekki hirt um að flytja lögheimili sitt fyrr en tæplega ári síðar þrátt fyrir ítrekaða beiðni hennar, með þeim afleiðingum að námslánin hennar hafi skerst árið sem í hönd fór. Hún hafi því neyðst til að taka dýr lán til þess að framfleyta fjölskyldunni. Stefnda kveður aldrei hafa komið til tals milli málsaðila að stefnandi yrði skráður fyrir eigninni að B, enda hefðu bæði litið svo á að stefnda væri ein kaupandi eignarinnar. Til marks um það hafi fasteignasalinn fyrir misskilning ritað nafn stefnanda á kaupsamninginn, en hann hafi verið mættur til undirritunar í umboði stefndu sem hafi verið stödd í útlöndum. Þetta hafi strax verið leiðrétt. Þegar kom að síðustu afborgun kaupsamnings í desember 1999 kveður stefnda málsaðila hafa verið sammála um að stefnandi legði út fyrir greiðslunni, um 300.000 krónur, enda hafi stefnda áður varið eftirstöðvum tryggingafjárins til ýmissa hluta sem þau hafi bæði notið góðs af, svo sem til kaupa á dýrum rafmagnstækjum í eldhúsið o.fl. Stefnda kveður aldrei hafa komið til tals að um lán væri að ræða, eða að ætlast væri til þess að hún endurgreiddi stefnanda fjárhæðina. Sjálf hafi hún litið svo á að þetta væri hans framlag til sameiginlegs reksturs enda hafi hún fram til þess tíma talið sig hafa lagt meiri fjármuni til heimilisins, m.a. með tryggingarfjárhæðinni. Stefnda kveður þau hafa verið samtaka um að laga og standsetja íbúðina að þeirra smekk. Þau hafi látið draga inn nýjar rafmagnsleiðslur, málað og skipt um dúk á innra gangi. Hinar raunverulegu endurbætur á baði hafi hún sjálf látið framkvæma skömmu áður en eignin var seld og hafi hún fjármagnað þær með tveimur lánum frá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Þegar að því kom að stefnda hugðist selja íbúðina að B, eftir sambúðarslitin, hafi stefnandi gert kröfu í söluandvirði hennar. Stefndu hafi verið umhugað um að ljúka málinu með sátt og því gert stefnanda tilboð sem hafi miðað við fjárhæðina sem stefndi hafði lagt út við kaupin, 300.000 krónur, auk 450.000 króna til endurbóta á eigninni. Tilboð þetta hafi verið gert án nokkurrar viðurkenningar á rétti stefnanda til íbúðarinnar. Stefnandi hafi hafnað tilboði þessu og höfðað mál þetta. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefnda skuldi sér umstefnda fjárhæð og beri henni að greiða hana. Á árinu 2000 hafi stefnandi fengið rúmlega 5.300.000 króna frá ættingjum í formi skuldabréfa. Að minnsta kosti 2.500.000 krónur af þessu hafi farið í rekstur á sameiginlegu heimili stefnanda og stefnda. Auk þess sem að framan sé greint hafi stefnandi nær einn staðið straum af rekstri heimilisins þann tíma sem stefnandi og stefnda voru í sambúð. Stefnandi hafi unnið allan sambúðartímann sem flugþjónn, eða u.þ.b. 42 af 48 mánuðum, en stefnda hafi unnið sem flugfreyja í u.þ.b. 8 mánuði af sambúðartímanum. Stefnda hafi nær allan sambúðartímann haft greiðslukort sem stefnandi hafi greitt. Stefnandi hafi greitt fyrir síma, hita og rafmagn, rekstur tveggja bifreiða, skólagjöld stefndu og bækur í a.m.k. 4 annir af 6. Allar ofangreindar greiðslur hafi verið inntar af hendi á þeirri forsendu að um áframhaldandi samband yrði að ræða á milli stefnanda og stefndu, enda hafi fyrirvaralaus sambúðarslit komið stefnanda algjörlega á óvart. Ofan á allt það sem upp sé talið hafi stefnandi látið stefndu fá ca 300.000 krónur til uppihalds eftir að þau slitu samvistum. Stefnandi og stefnda hafi á sambúðartímanum haft sameiginlegan fjárhag, enda hafi stefnandi, nánast að öllu leyti, staðið að framfærslu fjölskyldunnar og afborgunum og viðhaldi fasteignarinnar. Stefnandi vísar til almennra reglna samninga- og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga og ólögfestra en viðurkenndra reglna um að sameign stofnist hjá sambúðarfólki með verulegu fjárframlagi þess sem ekki sé skráður fyrir eign til eignamyndunar. Kröfur um dráttarvexti styður stefnandi við reglur III. kafla vaxtalaga nr. 25/1997 og III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 3. mgr. 129. gr. sömu laga. Málsástæður stefndu og lagarök Stefnda byggir sýknukröfu sína á því að aldrei hafi myndast með stefnanda og stefndu sameignarfyrirkomulag sem hafi skapað stefnanda eignarrétt að íbúðinni í B [...]. Þau hafi verið í sambúð og séu því eins sett og tveir einstaklingar og því verði ágreiningur um fjármál þeirra leyst samkvæmt grundvallarreglum fjármunaréttarins. Milli þeirra hafi ekki verið gagnkvæm framfærsluskylda og reglan um sameiginlega ábyrgð hjóna á útgjöldum vegna heimilisþarfa og þarfa barna gildi ekki um sambúðarfólk. Í sambúð málsaðila hafi þau ávallt litið á sig sem fjárhagslega sjálfstæða einstaklinga með óverulega fjárhagslega samstöðu enda hafi þau aldrei talið fram saman til skatts. Í öðru lagi byggir stefnda sýknukröfu sína á því að íbúðin hafi nær eingöngu verið fjármögnuð fyrir fé stefndu. Hún mótmælir sem rangri þeirri fullyrðingu stefnanda að málsaðilar hafi í sameiningu fest kaup á íbúðinni. Hið rétta sé að stefnda hafi varið slysa- og örorkubótum, sem hún hafi fengið greiddar mörgum árum áður, til kaupa á íbúðinni að B [...]. Þessa fjárhæð hafi hún varðveitt til íbúðarkaupa. Aldrei hafi komið til tals að stefnandi yrði skráður eigandi, hvorki þá né síðar. Það séu því hrein ósannindi sem fram komi í stefnu að alltaf hafi staðið til að stefnandi kæmi með greiðslur á móti þessu framlagi stefndu, enda hafi ekkert slíkt hvarflað að honum þegar honum hafi áskotnast vegleg fjárhæð frá ættingjum sínum. Stefnda hafi ein sótt um lán til íbúðarkaupanna og hafi ein borið ábyrgð á greiðslu þess, hún hafi ein talið eignina fram til skatts og hafi ein verið þinglýstur eigandi fasteignarinnar. Stefnda heldur því fram að greiðsla stefnanda á 300.000 krónum hafi ekki orðið grundvöllur eignaréttar án þess að þau hafi bæði stuðlað að því. Því síður hafi þátttaka hans í standsetningu eignarinnar, í þá veru sem þau hafi getað sætt sig við, skapað honum sjálfkrafa eignarétt að fasteigninni. Stefnda mótmælir því alfarið að þau hafi litið svo á að með greiðslu einhverra afborgana hafi stefnandi verið að vinna sig inn í eignarhald á fasteigninni. Þvert á móti hafi stefnda jafnan greitt afborganir af húsnæðislánum sínum, en þó hafi komið fyrir að stefnandi hafi greitt þessar afborganir á móti öðrum reikningum sem hún hafi greitt. Stefnda mótmælir harðlega þeirri fullyrðingu stefnanda í stefnu að hún hafi hagnast með beinum hætti vegna afborgana stefnanda eða vinnuframlags hans við endurbætur á húsnæðinu. Þvert á móti heldur hún því fram að hann hafi hagnast verulega á því að spara sér húsaleigukostnað í fimm ár. Það hafi gert honum kleift að fjárfesta í öðrum hlutum sem hann hafi tekið með sér við lok sambúðar. Stefnandi beri alfarið sönnunarbyrgðina fyrir því að með þessum greiðslum hafi skuld stefndu stofnast við hann. Í þriðja lagi byggir stefnda sýknukröfu sína á því að stefnda hafi aldrei gengist undir neinar þær skuldbindingar sem geri henni skylt að endurgreiða stefnanda þær fjárhæðir sem hann sannanlega hafi lagt til heimilisins. Stefnda kveður málsaðila hafa viljað búa við séreignafyrirkomulag, en kosið að reka heimilið saman. Enda þótt fjárframlög hvors um sig hafi verið misjafnlega mikil, þegar horft sé til fimm ára sambúðar, breyti það því ekki að þegar upp er staðið hafi báðir greitt rekstrarkostnað heimilisins að jöfnu. Afstaða stefnanda til þess eignafyrirkomulags sem þau hafi búið við hafi komið skýrt fram er honum hafi áskotnast vegleg fjárhæð í formi skuldabréfa frá ættingjum sínum. Í stað þess að verja fjárhæðinni til eignamyndunar í íbúðinni í B eða stofna til annarra sameigna hafi hann ákveðið að verja fjárhæðinni til þess að láta gamlan draum sinn rætast. Eftir að hafa greitt upp gamlar skuldir sem hann hafi komið með inn í sambúðina hafi hann fest kaup á rándýrum ljósmyndavélum, linsum, stækkara og þess háttar, auk þess sem hann hafi keypt sér gamlan Ford. Allt þetta hafi hann tekið með sér af óskiptu þegar sambúðinni lauk, enda hafi þau búið við séreignarfyrirkomulag sem gildi í sambúð. Aðilar þessa máls hafi hvorki gert með sér samning um sameign eða lán né hafi verið gert ráð fyrir því að stefndu bæri að endurgreiða stefnanda þá fjármuni sem hann hafi lagt til heimilisins meðan þau bjuggu saman. Stefnandi beri alfarið sönnunarbyrðina fyrir því að til slíkrar skuldar hafi verið stofnað. Lýsingar stefnanda á endurbótum íbúðarinnar séu stórlega ýktar og nefndar fjárhæðir séu ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Málsaðilar hafi gert ýmsar lagfæringar á íbúðinni án þess að um gagngerar endurbætur hafi verið að ræða. Þannig hafi verið dregið inn nýtt rafmagn, settur hafi verið nýr dúkur í fremri ganginn og í sameiningu hafi þau málað íbúðina. Um hafi verið að ræða venjulegt viðhald á eldra húsnæði og hafi kostnaður við þetta ekki farið yfir 200.000 krónur enda hafi þau fengið hjálp frá vinum og vandamönnum. Stefnda kveðst hafa varið hluta af slysabótunum til kaupa á raftækjum í eldhús svo sem nýja eldavél og ísskap og látið endurbæta eldhúsinnréttinguna sem fyrir var. Skömmu áður en íbúðin var seld hafi stefnda hins vegar gengið í það að endurnýja baðherberi hennar með því að skipta um skolp- og frárennslisrör og endurnýja hreinlætistæki o.fl. Þetta hafi kostað hana rúmlega eina milljón króna sem hún hafi fjármagnað með lífeyrissjóðsláni sem tryggt hafi verið með veði í fasteign móður hennar. Stefnda heldur því fram að þeir fjármunir sem kunni að hafa komið frá stefnanda í lagfæringar húsnæðisins séu eðlilegur kostnaður hans við húsnæði sem hann hafi búið í húsaleigufrítt. Stefnda byggir kröfu sína um sýknu á almennum reglum fjármunaréttarins og vísar hún til laga um samningsgerð, umboð og ógilda gerninga nr. 7/1936, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 svo og til almennra reglna kröfuréttar um stofnun samninga. Krafan um málflutningsþóknun er byggð á ákvæðum í XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Krafan um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun er reist á lögum nr. 50/1988, þar sem lögmönnum er gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Stefnda kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur aðili og því beri henni nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum. Málatilbúnaður stefnanda byggist á því að þótt stefnda sé, samkvæmt framlögðum kaupsamningi, kaupandi að íbúðinni að B [...], hafi alltaf staðið til að hann kæmi með greiðslur á móti upphaflegu fjárframlagi stefndu til íbúðarkaupanna og yrði jafnframt skráður fyrir íbúðinni. Ekki kom til þess að stefnandi yrði skráður eigandi að íbúðinni ásamt stefndu áður en til samvistarslita þeirra kom. Stefnandi heldur því fram að með fjárframlögum sínum hafi hann í raun eignast hlutdeild í íbúðinni sem stefndu beri að endurgreiða honum. Heildarfjárhæð þeirra greiðslna sem hann hafi innt af hendi í þágu íbúðarkaupanna, og sem stefndu beri að endurgreiða honum, nemi stefnufjárhæð. Sundurliðar stefnandi kröfu sína þannig að 335.000 krónur séu vegna greiðslu á síðustu afborgun af kaupverði íbúðarinnar. Þá kveðst stefnandi hafa aukið verðgildi íbúðarinnar um 1.100.000 krónur með vinnu sinni við að gera íbúðina upp. Innifalið í því sé það sem hann hafi greitt fyrir nýtt rafmagn, 350.000 krónur, í nýtt eldhús, 175.000 krónur, og í endurnýjun á gangi og forstofu, 200.000 krónur. Þá hafi hann keypt málningu sem notuð var til að mála alla íbúðina fyrir um það bil 400.000 krónur. Þá hafi hann, frá árinu 1999 til samvistarslita, greitt afborganir af lánum sem hvíldu á íbúðinni, greiðslur sem nemi um það bil 1.000.000 króna. Fyrir liggur að málsaðilar voru í sambúð í um það bil 5 ár. Stefnandi heldur því fram að þau hafi á sambúðartímanum haft sameiginlegan fjárhag. Gegn andmælum stefndu þykir stefnandi ekki hafa sýnt fram á að svo hafi verið enda liggur fyrir að þau töldu fram til skatts hvort í sínu lagi. Sem sambúðaraðilar héldu þau hins vegar sameiginlegt heimili. Óumdeilt er að stefnandi greiddi síðustu afborgun af kaupverði íbúðarinnar, sem samkvæmt kaupsamningi nam 344.436 krónum en stefnandi heldur því fram að hann hafi greitt 335.000 krónur. Stefnda heldur því fram að aldrei hafi staðið til að henni bæri að endurgreiða þessa fjárhæð og hafi hún litið svo á að þessi greiðsla væri framlag stefnanda til reksturs heimilisins. Gegn andmælum stefnanda telst það ósannað og verður að líta svo á að um lán hafi verið að ræða sem stefndu beri, sem eiganda íbúðarinnar, að endurgreiða stefnanda. Stefnandi hefur ekki lagt fram nein haldbær gögn er sýna fram á útgjöld sem hann hefur haft vegna endurbóta á íbúð stefndu. Hann hefur lagt fram tvær yfirlýsingar Péturs Hjálmarssonar rafvirkja um vinnu sem hann kveðst hafa unnið fyrir málsaðila og kostnað því samfara. Hafa þessar yfirlýsingar ekki verið staðfestar fyrir dómi og verður því ekki á þeim byggt. Þá eru þessar yfirlýsingar ekki studdar neinum gögnum svo sem reikningum fyrir vinnu eða útlagðan kostnað. Sama er að segja um yfirlýsingu Ómars Kristinssonar sem kveðst hafa unnið við endurnýjun íbúðarinnar. Samkvæmt framansögðu telst ósannað með öllu að stefnandi hafi haft útgjöld af endurbótum við íbúð stefndu. Stefnandi hefur lagt fram í málinu ljósrit greiðsluseðla vegna tveggja lána við Íbúðalánasjóð upphaflega að fjárhæð 1.000.000 króna og 4.485.000 krónur. Eru greiðsluseðlarnir allir stílaðir á stefndu. Bera hvorki þau gögn né önnur, sem stefnandi hefur lagt fram, með sér að um sé að ræða greiðslur sem stefnandi hefur greitt í þágu stefndu. Telst því ósönnuð sú fullyrðing stefnanda að hann hafi greitt afborgarnir af lánum sem hvíldu á íbúð stefndu. Sundurliðun kröfugerðar er nokkuð óljós samanborið við stefnufjárhæð. Þykir óljóst hvort stefnandi er í máli þessu að krefja stefndu um greiðslu 300.000 króna sem hann kveðst hafi látið stefndu í té til uppihalds eftir að þau slitu samvistum. Þykir ekki ljóst hvort um gjöf eða lán hafi verið að ræða. Er litið svo á að ekki sé gerð krafa um greiðslu vegna þessa, en engin gögn liggja fyrir í málinu varðandi þetta atriði. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða málsins að stefndu beri að greiða stefnanda 335.000 krónur ásamt umkröfðum dráttarvöxtum. Eins og atvikum háttar í máli þessu og með hliðsjón af því að stefnda hefur, samkvæmt framlögðum gögnum, löngu áður en mál þetta var höfðað lýst sig reiðubúna til þess að endurgreiða stefnanda afborgun þá af íbúð hennar sem hann greiddi á árinu 1999, þykir rétt að hvor aðila beri sinn kostnað af málinu. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð Stefnda, K, greiði stefnanda, M, 335.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 3. maí 2002 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 431/2014 | Skaðabætur Símahlerun Friðhelgi einkalífs | G krafði Í um bætur vegna ólögmætrar símahlerunar lögreglu við rannsókn máls á hendur eiginmanni hennar. Við rannsóknina aflaði lögreglan dómsúrskurðar þar sem henni var veitt heimild til að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tilgreind símanúmer, svo og önnur númer sem eiginmaður hennar hefði í eigu sinni eða umráðum á tilgreindu tímabili. Var sími G hleraður í kjölfar þess að eiginmaður hennar bað viðmælanda sinn í símtali, sem sætti hlustun á grundvelli fyrrnefnds úrskurðar, að hringja í hennar síma. Talið var að Í hefði ekki hnekkt þeirri staðhæfingu G að hún hafi ekki lánað eiginmanni sínum símann á þeim tíma þegar hlustað var á símtöl úr og í umræddan síma, heldur notað hann sjálf. Því hefði sú aðgerð, að hlusta á síma G á umræddu tímabili, ekki verið heimil á grundvelli fyrirliggjandi dómsúrskurðar. G ætti því rétt á bótum samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem mælt væri fyrir um hlutlæga bótaábyrgð Í ef maður sem ekki væri borinn sökum um refsiverða háttsemi hefði beðið tjón af aðgerðum á borð við símahlustum. Var Í því dæmt til að greiða G 300.000 krónur í bætur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. júní 2014 að fengnu áfrýjunarleyfi. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að krafan verði lækkuð og málskostnaður fyrir Hæstarétti felldur niður. Gagnáfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti 1. september 2014. Hún krefst þess að aðaláfrýjanda verði gert að greiða sér 1.000.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, án tillits til gjafsóknar sem henni var veitt í héraði. I Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi heimilaði héraðsdómur Sérstökum saksóknara með úrskurði 9. júní 2011 að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tilgreind símanúmer og „önnur símanúmer og símtæki (IMEI númer)“ sem eiginmaður gagnáfrýjanda „hefur í eigu sinni eða umráðum frá og með 10. júní 2011 til og með 19. júní 2011“. Jafnframt var heimilað að „nema SMS-sendingar, þar með taldar SMS-sendingar á lesanlegu formi, sem sendar eru eða mótteknar með símanúmerunum á sama tíma og hlusta og hljóðrita samtöl við talhólf greindra númera á sama tíma.“ Laust fyrir miðnætti 12. júní 2011 svaraði eiginmaður gagnáfrýjanda símtali í farsíma sinn, sem var einn af þeim þremur símum sem vísað var sérstaklega til í dómsúrskurðinum. Viðmælandi hans hringdi úr síma er einnig sætti hlustun lögreglu samkvæmt öðrum úrskurði. Símtalið hafði ekki staðið lengi yfir er viðmælandinn sagði síma sinn að verða straumlausan og kvaðst vilja hringja úr öðrum síma sem hann tiltók ekki hver væri. Spurði viðmælandinn jafnframt hvort hann ætti að hringja aftur í sama síma. Eiginmaður gagnáfrýjanda bað hann þá að hringja í annað símanúmer og gaf upp númer farsíma gagnáfrýjanda. Samkvæmt upplýsingaskýrslu 13. júní 2011, gerðri af þeim lögreglumanni sem hlustaði á símtalið, taldi hann með hliðsjón af atvikum nauðsynlegt að fá þegar í stað hlustun á síma þann sem eiginmaður gagnáfrýjanda gaf viðmælanda sínum upp og hefði „auðsjáanlega aðgang að og fá jafnframt data upplýsingar á það númer svo hægt sé að sjá hvort sé hringt í það númer í beinu framhaldi og þá úr hvaða númeri.“ Einnig þyrfti að fá hlustun á það símanúmer sem væntanlega væri það sem viðmælandi eiginmanns gagnáfrýjanda hefði aðgang að. Samkvæmt annarri upplýsingaskýrslu lögreglu síðar þennan dag munu þessir tveir menn hafa kvöldið áður átt langt samtal úr símum maka sinna. Það símtal sætti aftur á móti ekki hlustun. Í kjölfarið var farsími gagnáfrýjanda hlustaður og er því ómótmælt að svo hafi verið gert til loka þess tímabils sem dómsúrskurðurinn 9. júní 2011 tók til. II Samkvæmt 81. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er heimilt í þágu rannsóknar að leggja fyrir fjarskiptafyrirtæki að leyfa að hlustað sé á símtöl við síma í eigu eða umráðum tilgreinds manns. Sams konar heimild var tekin upp í eldri lög um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, með lögum nr. 86/2004. Í athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga og umfjöllun um það á Alþingi kom fram að ástæðan fyrir þeirri breytingu, að heimild til símahlustunar yrði ekki framvegis einskorðuð við símtöl við tiltekinn síma eins og áður hafði verið, væri sú að tíð skipti á símum og símanúmerum hjá þeim sem sættu símahlustun gæti leitt til réttarspjalla. Með breytingunni fengi lögregla heimild til að hlusta á símtöl úr síma sem viðkomandi ætti eða hefði sannanlega yfir að ráða. Símtal eiginmanns gagnáfrýjanda að kvöldi 12. júní 2011, þar sem hann bað viðmælanda sinn um að hringja í sig í farsíma gagnáfrýjanda, veitti vísbendingu um að eiginmaðurinn hefði símann í umráðum sínum í skilningi 81. gr. laga nr. 88/2008, en ekki eingöngu aðgang að honum umrætt sinn. Í stað þess að leita dómsúrskurðar í því skyni að afla heimildar til að hlusta á símtöl við símann var ákveðið að leggja fyrir hlutaðeigandi fjarskiptafyrirtæki 13. júní 2011 að veita þann aðgang. Gagnáfrýjandi heldur því fram að hún hafi ekki lánað eiginmanni sínum símann á þeim tíma þegar hlustað var á símtöl við símann, heldur notað hann sjálf. Hefur aðaláfrýjandi ekki hnekkt þeirri staðhæfingu, svo sem með því að leggja fram gögn um símtölin eins og honum hefði verið unnt, en miða verður við að sími hennar hafi sætt hlustun frá 13. til og með 19. júní 2011 er heimild til hlustunar síma eiginmanns gagnáfrýjanda rann út. Samkvæmt því verður fallist á með héraðsdómi að sú aðgerð að hlusta síma gagnáfrýjanda á umræddu tímabili hafi ekki verið heimil á grundvelli fyrirliggjandi dómsúrskurðar. Af þeim sökum á hún rétt til bóta samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 þar sem mælt er fyrir um hlutlæga bótaábyrgð aðaláfrýjanda ef maður sem ekki hefur verið borinn sökum um refsiverða háttsemi hefur beðið tjón af aðgerð á borð við símahlustun. Gagnáfrýjandi krefst bóta sökum miska sem hún kveðst hafa orðið fyrir vegna þess að sími hennar var hlustaður, sbr. 5. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Með því að mannréttindi hennar voru skert með þeirri aðgerð verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur. Aðaláfrýjandi verður dæmdur til að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Aðaláfrýjandi, íslenska ríkið, greiði gagnáfrýjanda, Guðrúnu Sigurðardóttur, 500.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2014. Mál þetta höfðaði Guðrún Sigurðardóttir, kt. [...],[...],[...], með stefnu birtri 14. janúar 2013, á hendur íslenska ríkinu, kt. 550169-2829, Arnarhvoli, Reykjavík. Innanríkisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra er stefnt fyrir hönd ríkisins. Málið var dómtekið 7. febrúar sl. Stefnandi krefst greiðslu á 1.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 12. júní 2011 til 30. september 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en henni var veitt gjafsókn 19. febrúar 2013. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar, til vara að kröfur hennar verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2011 var Sérstökum saksóknara heimiluð símhlerun. Náði heimildin til að hlusta á og hljóðrita símtöl úr og í þrjú tiltekin símanúmar Jóhannesar Baldurssonar, eiginmanns stefnanda, auk þess að nema SMS-sendingar og hlusta og hljóðrita samtöl við talhólf þessara símanúmera. Auk hinna tilgreindu símanúmera var aðgerð þessi heimiluð gagnvart öðrum símanúmerum og símtækjum „sem [eiginmaður stefnanda] hefur í eigu sinni eða umráðum ...“. Heimildir þessar voru veittar fyrir tímabilið frá og með 10. júní 2011 til 19. sama mánaðar. Í skjóli þessa úrskurðar lét lögreglan hlera farsíma stefnanda. Ekki hafa verið lögð fram í dóminum nákvæm gögn um þá aðgerð. Einungis liggja frammi tvær upplýsingaskýrslur lögreglu. Önnur er skráð 13. júní 2011 kl. 14.45. Þar segir frá samtali eiginmanns stefnanda við annan mann kvöldið áður, en sími þess manns virðist einnig hafa verið hleraður vegna rannsóknar sama máls. Kemur fram að þeir hafi þurft að skipta um síma og bað eiginmaður stefnanda viðmælanda sinn þá að hringja í farsíma eiginkonu sinnar, stefnanda. Er að sjá sem lögregla hafi ekki heyrt næsta samtal þeirra, en fram kemur að viðmælandinn hafi ekki hringt úr neinu því númeri sem þá var hlerað. Síðan segir orðrétt í skýrslunni: „Nauðsynlegt er því að fá strax hlustun á símanúmerið 696-0570 sem [eiginmaður stefnanda] hefur auðsjáanlega aðgang að ...“ Síðari skýrslan er skráð sama dag kl. 16.20. Þar segir að samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum rannsóknaraðila hafi áðurgreindir aðilar notast við farsíma maka sinna. Hafi þeir átt rúmlega 45 mínútna samtal í síma þessa um miðnætti kvöldið áður. Frekari gögn hafa ekki verið lögð fram um aðdraganda þess að sími stefnanda var hleraður. Fyrir dómi kom fram hjá Aldísi Hilmarsdóttur lögreglufulltrúa að hún hefði skrifað fyrri skýrsluna sem nefnd var. Hún hefði verið afhent stjórnanda rannsóknarinnar. Hún hafði ekki vitneskju um hver hefði ákveðið að hlera síma stefnanda. Hún sagði að símtöl sem væru hlustuð væru skráð í dagbók og þar kæmu helstu upplýsingar fram. Jónatan Guðbjartsson lögreglufulltrúi staðfesti að hann hefði ritað síðarnefndu skýrsluna. Hann mundi ekki eftir einstökum atriðum varðandi rannsóknina, þ. á m. hver hefði ákveðið að láta hlera síma stefnanda. Jakob Þór Guðbjartsson, forstöðumaður hjá Fjarskiptum hf., sagði að beiðni um hlerun síma stefnanda hefði borist 13. júní kl. 15.45. Slíkar beiðnir bærust ætíð í tölvupósti og með fylgdi úrskurður sem veitti heimildina. Hann taldi að hlerun hefði staðið eins lengi og heimilað hefði verið í úrskurðinum. Stefnandi sagði fyrir dómi að hún væri hjúkrunarfræðingur og starfaði sem deildarstjóri á geislameðferðardeild Landspítalans. Hún kvaðst hafa haft farsímanúmerið 6960570 frá því að hún fékk fyrst farsíma, fyrir a.m.k. fjórtán árum síðan. Hún kvaðst ekki muna eftir því að hún hafi lánað símann sinn á þeim tíma sem hlerunin stóð yfir í júní 2011. Þá kvaðst hún ekki muna eftir því að hafa lánað eiginmanni sínum símann að kvöldi 11. júní 2011. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst krefjast miskabóta vegna ólögmætrar hlustunar, upptöku og öflunar upplýsinga um símtöl hennar á tímabilinu 12. til 19. júní 2011. Hún telur að bótaábyrgðin sé hlutlæg, sbr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Til vara byggir hún á því að aðgerðirnar hafi verið saknæmar og ólögmætar. Stefnandi segir að rannsókn Sérstaks saksóknara hafi beinst að eiginmanni hennar, en ekki að henni. Í júní 2012 hafi eiginmaður hennar fengið upplýsingar um símhlerun þessa. Hafi lögmaður sinn þá fengið þær upplýsingar frá embætti Sérstaks saksóknara að hlerunin hefði byggst á framangreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Hafi embættið talið sér heimilt að hlera síma stefnanda þar sem eiginmaður hennar hefði haft umráð símans. Mótmælir stefnandi þessum skilningi. Hún hafi sjálf haft umráð þessa síma og símanúmer hennar sé ekki tilgreint í úrskurðinum. Stefnandi vísar til 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Undanþágur verði að skýra þröngt og þær verði að byggjast á lögum. Samkvæmt 1. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008 verði símhlerun aðeins beitt eftir sérstakri heimild í dómsúrskurði. Stefnandi byggir á því að hlerun á síma sínum og aðrar aðgerðir hafi ekki staðist þessar lögmæltu kröfur. Hún eigi umræddan síma og hafi hann í sínum umráðum. Úrskurðurinn hafi því ekki heimilað hlerun símans og hljóti rannsakendum að hafa verið það ljóst. Því hafi aðgerðir lögreglu brotið gróflega gegn einkalífi stefnanda. Þá telur stefnandi að óheimilt hefði verið að heimila hlerun með úrskurði. Rannsökuð hafi verið meint brot gegn 249. gr. almennra hegningarlaga og lögum nr. 145/1994 um bókhald. Hefðu því ríkir almannahagsmunir eða einkahagsmunir þurft að standa til þess að heimila hlerun. Útilokað sé að slíkir hagsmunir hafi staðið til þess að hlera síma hennar. Ekkert hafi bent til annars en að hún hafi heimilað eiginmanni sínum afnot símans einu sinni. Stefnandi krefst miskabóta vegna þess tjóns sem aðgerðirnar hafi valdið henni. Ábyrgðin sé hlutlæg eins og áður segir samkvæmt 3. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Til vara byggir stefnandi á því að aðgerðin hafi farið fram án heimildar í dómsúrskurði og hafi því verið ólögmæt. Bótaskylda byggist þá á almennu sakarreglunni. Verði talið að heimild til hlerunar hafi falist í úrskurðinum byggir stefnandi til þrautavara á því að sá úrskurður hafi verið ólögmætur og stefndi sé því bótaskyldur samkvæmt almennu sakarreglunni. Stefnandi segir að aðgerðirnar hafi valdið sér miska. Með hlerun síma hennar hafi verið brotið gróflega og alvarlega á rétti hennar til friðhelgi einkalífs. Málið sé enn alvarlegra þar sem hún sé hjúkrunarfræðingur og ræði einatt viðkvæm heilbrigðismálefni um einstakar persónur í símann. Hún sé sár og reið, upplifi öryggisleysi og sér líði illa. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar um aðgerðirnar og verið mætt af fullkomnu virðingarleysi af hálfu embættis Sérstaks saksóknara. Fjárhæð kröfu sinnar miðar stefnandi við að um hafi verið að ræða sérstaklega alvarlega og ólögmæta meingerð gegn persónu og einkalífi hennar. Þá hafi hún ekki valdið eða stuðlað að þessum aðgerðum. Auk áðurgreindra lagareglna vísar stefnandi til XI. og XXXVII. kafla laga nr. 88/2008. Loks vísar hún til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir því að aðgerðir sérstaks saksóknara hafi verið ólögmætar og að stefnandi eigi kröfu til miskabóta. Sími stefnanda hafi verið í umráðum eiginmanns hennar, en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hafi verið heimilt að hlera síma sem hann hafði umráð yfir. Stefndi byggir á því að ekki felist hlutlæg bótaregla í 3. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá séu heldur ekki uppfyllt þau skilyrði að aðgerðin hafi verið saknæm eða ólögmæt. Aðgerðin hafi verið lögmæt og uppfyllt skilyrði XI. kafla laga nr. 88/2008. Aðgerðin hafi verið heimil eins og áður segir samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Þá hafi ekki verið brotið gegn 71. gr. stjórnarskrárinnar eða 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá mótmælir stefndi því að engar forsendur hafi verið til að veita heimild til hlerunar eins og gert var með úrskurðinum. Stefndi mótmælir því að aðgerðirnar hafi valdið stefnanda miska. Þá hafi ekki verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá mótmælir stefndi þeirri fullyrðingu í stefnu að um hafi verið að ræða sérstaklega alvarlega ólögmæta meingerð gegn persónu og einkalífi stefnanda. Ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni, en sönnun tjóns sé skilyrði bóta samkvæmt 3. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þá mótmælir stefndi því að skilyrði séu til að dæma bætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga. Stefndi telur að framlagðar upplýsingaskýrslur lögreglu og endurrit af samtali eiginmanns stefnanda og annars manns sem lá undir grun sýni að nauðsynlegt var að hlera síma stefnanda. Varakrafa um lækkun er byggð á öllum framangreindum málsástæðum, en bent á að dómkrafa sé of há og ekki í neinu samræmi við dómvenju. Þá mótmælir stefndi því að vextir reiknist fyrr en frá þingfestingardegi. Niðurstaða Samkvæmt 81. gr. laga nr. 88/2008 er heimilt í dómsúrskurði að leyfa lögreglu hlustun eða upptöku símtala og annarra fjarskipta við síma í eigu eða umráðum tiltekins aðila. Í framkvæmd hefur þessi heimild verið nýtt þannig að lögreglu er heimiluð hlerun tiltekinna símanúmera, en auk þess allra símtækja í eigu og umráðum viðkomandi, án þess að önnur símanúmer séu tilgreind í úrskurði. Áðurnefndur úrskurður, er heimilaði hlerun á símum eiginmanns stefnanda, er dæmi um þessa beitingu 81. gr. Ekki þarf að leysa úr því hvort heimilt hafi verið að hlera síma eiginmanns stefnanda eins og heimilað var með úrskurðinum. Hins vegar er öldungis ljóst og óumdeilt að ekki var heimiluð hlerun á síma stefnanda. Sími stefnanda var hleraður. Samkvæmt úrskurðinum var heimilt að hlera síma sem eiginmaður hennar hefði í sínum umráðum. Hvað í því felst er ekki skýrt nánar í lögunum og lögskýringargögn gefa ekki skýrar vísbendingar. Almennt verður að ætlast til þess að hinn grunaði hafi símann í vörslum sínum og fari með sem sinn eigin, þótt hann sé skráður á nafn annars aðila. Vísbending sú sem lögregla byggði á þegar hún hóf hlerun síma stefnanda var sú að eiginmaður stefnanda hafði beðið viðmælanda sinn að hringja í númer símans. Í framangreindum skýrslum lögreglu er ekki fullyrt að hann hafi haft símann í umráðum sínum, einungis er sagt að hann hafi aðgang að honum.. Af því sem lögregla hafði í höndum þegar hlerun var fyrirskipuð verður ekki dregin sú ályktun að eiginmaður stefnanda hafi haft umráð símans. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að svo hafi verið í reynd. Var því ekki heimilt að hefja hlerun á síma stefnanda. Það athugast í þessu sambandi að stefndi hefur ekki reynt með framlagningu gagna að sýna fram á að eiginmaður stefnanda hafi í raun haft umráð símans og notað hann á tímabilinu. Kom fram í skýrslum lögreglumanna fyrir dómi að öll símtöl í hleraða síma væru skráð, einnig þau sem er eytt. Var ekkert upplýst um notkun á síma stefnanda á tímabilinu. Þar sem sími stefnanda var hleraður án heimildar á hún rétt á bótum fyrir fjártjón og miska sem af því leiðir, sbr. 3. mgr., sbr. 2. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008. Þarf ekki að leysa úr því hvort bótaregla þessi er hlutlæg, en aðgerðin var ólögmæt gagnvart stefnanda. Þegar 3. mgr. áskilur að viðkomandi hafi orðið fyrir tjóni af aðgerðunum er með því vísað bæði til fjártjóns og miska. Af sjálfu leiðir að hlustun á einkasímtöl er rof á friðhelgi einkalífs og þarf ekki frekari sönnun um tjón að koma hér til. Samkvæmt gögnum málsins hófst hlerun á síma stefnanda 13. júní, en ekki þann 12., eins og miðað er við í kröfugerð hennar. Dæma verður stefnanda miskabætur samkvæmt b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1193, sbr. 13. gr. laga nr. 37/1999. Eru þær hæfilega ákveðnar 300.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti frá þeim degi er hlerun hófst, 13. júní 2011. Stefnandi krafðist bóta með bréfi lögmanns síns 31. ágúst 2012 og ber því að reikna dráttarvexti frá 30. september, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi hefur gjafsókn og ber ríkissjóði að greiða málskostnað hans. Er því rétt að málskostnaður milli aðila málsins falli niður, en gjafsóknarkostnaður stefnanda er ákveðinn 550.000 krónur. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, Guðrúnu Sigurðardóttur, 300.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 13. júní 2011 til 30. september 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, 550.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 788/2013 | Niðurfelling máls Málskostnaður Gjafsókn | K og M deildu um forsjá tveggja dætra sinna en K féll frá áfrýjun málsins. Með dómi Hæstaréttar var málskostnaður fyrir réttinum felldur niður en kveðið á um að gjafsóknarkostnaður M greiddist úr ríkissjóði. | Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 17. desember 2013.Með bréfi 1. apríl 2014 féll hún frá áfrýjun. Stefndi krefst málskostnaðar úr hendi áfrýjanda án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt fyrir réttinum. Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Hæstarétti greiðist úr eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnda, M, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 250.000 krónur. |
Mál nr. 39/2003 | Auðgunarkrafa Res Judicata | S keypti fasteign af J, en A o.fl. áttu forkaupsrétt að eigninni. Þegar A og öðrum forkaupsréttarhöfum urðu ljós eigendaskiptin kröfðust þau þess að fá að neyta forkaupsréttar síns. Höfðuðu þau í kjölfarið mál á hendur S til viðurkenningar á rétti sínum. Með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 154/2001 var viðurkenndur forkaupsréttur A o.fl. á fasteigninni samkvæmt kaupsamningi J og S með sömu kjörum og skilmálum. S taldi sig hafa keypt eignina af J undir markaðsverði, enda hafi J viljað styðja sig fjárhagslega. Höfðaði S af þessu tilefni mál á hendur A þar sem samtökin kröfðust þess mismunar sem væri á kaupverðinu og markaðsvirði eignarinnar, sem væri staðfest með mati dómkvaddra manna. Talið var að J hafi selt S fasteignina undir markaðsverði til að styðja mannúðarstarfsemi S. Vegna þeirrar ákvörðunar A o.fl. að ganga inn í kaupin hafi S beðið tjón, sem hafi numið framangreindum verðmismun, en A hagnast að sama skapi á S kostnað. Sú auðgun hafi verið óréttmæt, enda hefði eigandinn enga ákvörðun tekið um að styrkja A fjárhagslega. Þá sé hafið yfir vafa að S hafi við kaupin verið ókunnugt um forkaupsréttinn og veðbókarvottorð hafi vegna mistaka ekki borið með sér að honum væri til að dreifa. Þegar allt framangreint sé virt séu uppfyllt skilyrði til að taka kröfu S til greina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir og Arnljótur Björnsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 27. janúar 2003. Hann krefst þess að stefnda verði dæmd til að greiða sér 4.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. desember 2001 til greiðsludags. Hann krefst jafnframt málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Ágreiningur málsaðila á rætur að rekja til þess að með kaupsamningi 8. nóvember 2000 keypti áfrýjandi fasteignina Bárugötu 2 í Reykjavík af St. Jósefssystrum, klausturreglu, fyrir 39.000.000 krónur. Klausturreglan hafði eignast fasteignina með afsali 1981 frá stefndu og níu systkinum hennar, en í því afsali samþykkti reglan að veita seljendum forkaupsrétt að hinni seldu eign. Vegna mistaka við þinglýsingu afsalsins var forkaupsréttarins ekki getið í veðbókarvottorði, sem lá frammi við síðari sölu eignarinnar til áfrýjanda í nóvember 2000. Við þá sölu láðist fyrirsvarsmanni seljandans jafnframt að geta um forkaupsréttinn. Stefndu og öðrum rétthöfum að forkaupsrétti varð skömmu síðar kunnugt um eigendaskiptin og kröfðust þess að fá að neyta forkaupsréttar síns, sem aðilar kaupsamningsins höfnuðu. Höfðuðu þau í kjölfarið mál gegn áfrýjanda og seljandanum, sem lauk með dómi Hæstaréttar 20. september 2001 í máli nr. 154/2001. Urðu úrslit málsins þau að viðurkenndur var forkaupsréttur stefndu og annarra forkaupsréttarhafa að eigninni með sömu kjörum og skilmálum og ákveðin voru í kaupum áfrýjanda á henni. Var seljandanum jafnframt gert skylt að selja og afsala eigninni til forkaupsréttarhafa að uppfylltum skilyrðum, sem í kaupsamningi greindi. Gáfu St. Jósefssystur, klausturregla, út afsal til forkaupsréttarhafa fyrir fasteigninni 7. nóvember 2001. Við rekstur áðurgreinds máls vegna forkaupsréttar hlutaðist áfrýjandi til um að dómkvaddir yrðu tveir menn til að leggja mat á markaðsverð eignarinnar eins og það var í nóvember 2000. Matsgerð þeirra er dagsett 15. mars 2001 og var niðurstaðan sú að miðað við sambærileg samningskjör og voru í kaupsamningi áfrýjanda hafi markaðsverðið í nóvember 2000 verið 43.500.000 krónur. Komu matsmennirnir fyrir dóm og staðfestu matsgerðina. Þá voru nokkrir fasteignasalar spurðir álits um verðmæti eignarinnar og nefndu þeir fjárhæðir, sem voru ýmist hærri eða lægri en hinir dómkvöddu menn komust að niðurstöðu um. Meðal málsástæðna áfrýjanda í hinu fyrra dómsmáli var, að þar sem um örlætisgerning hafi verið að ræða af hálfu seljandans gagnvart áfrýjanda gætu ákvæði um forkaupsrétt í afsali 1981 ekki átt við. Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar 20. september 2001 sagði um þetta að með vísan til raka héraðsdóms væri fallist á að kaupsamningurinn yrði „ekki virtur sem örlætisgerningur, sem girði fyrir að forkaupsréttur áfrýjenda hafi orðið virkur.“ II. Í máli þessu, sem áfrýjandi höfðaði 16. maí 2002, krefur hann stefndu um greiðslu á 4.500.000 krónum, sem sé munurinn á kaupverðinu, sem hún greiddi seljandanum, og markaðsvirði eignarinnar, sem staðfest hafi verið með mati dómkvaddra manna. Reisir áfrýjandi kröfu sína á því að St. Jósefssystur hafi viljað selja áfrýjanda fasteignina undir markaðsverði til þess að styðja hann fjárhagslega, enda reki áfrýjandi starfsemi, sem klausturreglan vildi styrkja. Með því að forkaupsréttarhafar fengu að ganga inn í kaupin með sömu kjörum og þar var kveðið á um hafi áfrýjandi orðið af gjöf, sem seljandinn ætlaði honum að njóta. Yrði sú niðurstaðan væri um augljóslega óréttmæta auðgun stefndu að ræða á kostnað áfrýjanda. Breyti þá engu þótt talið hafi verið í fyrra dómsmálinu að örlætisþáttur kaupsamningsins ætti ekki að standa í vegi fyrir því að forkaupsrétturinn yrði virkur. Vísar áfrýjandi til stuðnings kröfu sinni til ólögfestra reglna kröfuréttar um auðgunarkröfur. Beindi hann málinu upphaflega að stefndu og öðrum forkaupsréttarhöfum, en í þinghaldi 29. október 2002 lýsti áfrýjandi yfir að stefnda yrði ein til varnar í málinu og að fallið væri frá kröfum á hendur öðrum stefndu. Sætti sú breyting á aðild ekki athugasemdum af hálfu stefndu. Stefnda telur ósannað að áfrýjandi hafi keypt nefnda fasteign undir markaðsverði og því síður sé sannað að í sölunni hafi falist fjárhagslegur styrkur til áfrýjanda. Séu síðbúnar frásagnir áfrýjanda og St. Jósefssystra um það ótrúverðugar. Greiðsluskilmálar beri þess ekki heldur merki að sérstök velvild seljanda hafi búið að baki kaupunum. Þá hafi Hæstiréttur þegar skorið úr um það með fyrrnefndum dómi að forkaupsréttarhafar ættu rétt á að kaupa eignina með sömu kjörum og eigandinn samdi um við áfrýjanda, en dómurinn væri bindandi jafnt fyrir St. Jósefssystur, klausturreglu, og áfrýjanda. Geti verðið því aldrei orðið hærra en 39.000.000 krónur. Því beri að sýkna stefndu, en til álita hljóti að koma að vísa málinu frá dómi vegna res judicata áhrifa dóms Hæstaréttar 20. september 2001, sbr. 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Aðildarskortur áfrýjanda eigi einnig að leiða til sýknu, en við dóm Hæstaréttar hafi öll réttindi áfrýjanda til fasteignarinnar fallið niður. Forkaupsréttur stefndu njóti verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar, en í honum felist að forkaupsréttarhafi eigi rétt á að fá eign keypta með sömu skilmálum og eigandi samdi um við kaupanda. Frávik frá þessari reglu myndi leiða til mikillar réttaróvissu um inntak forkaupsréttar. Þá sé krafa áfrýjanda reist á afar ótraustum grunni og ekki sé gerð skýr grein fyrir þeim ólögfestu reglum kröfuréttar, sem áfrýjandi vísi til. Sé málið vanreifað að því leyti. Málsástæður aðilanna eru nánar raktar í héraðsdómi. III. Þegar stefnda og aðrir forkaupsréttarhafar kröfðust þess að fá að ganga inn í kaupsamninginn frá 8. nóvember 2000 var þeim svarað 5. janúar 2001 með bréfi lögmanns St. Jósefssystra, klausturreglu. Í því sagði meðal annars: „Ég vil ítreka hér að verð eignarinnar í þeim kaupsamningi sem gerður hefur verið er ekki raunhæft m.t.t. verðs sambærilegra eigna á fasteignamarkaði. Verðið er talsvert lægra en markaðsverð vegna velvildar umbj.m. í garð starfsemi kaupandans.“ Við skýrslutökur fyrir dómi 3. apríl 2001 vegna ágreinings um forkaupsréttinn bar einn fyrirsvarsmanna klausturreglunnar, systir Emanuelle, meðal annars um þetta sama atriði. Kvaðst hún hafa haft samband við Sverri Kristinsson fasteignasala vegna ráðagerða um að selja húsið. Áður en eignin var auglýst til sölu hafi komið tilboð í hana frá áfrýjanda, sem hafi talið eignina henta sérlega vel fyrir starfsemi sína. Fasteignasalinn hafi skýrt fyrirsvarsmanninum frá því að unnt yrði að fá hærra verð fyrir fasteignina og hafi St. Jósefssystur gert sér fulla grein fyrir því. Sagði hún jafnframt að „okkur fannst að Kvennaathvarfið væri svona í okkar anda að vinna og þess vegna ættum við að láta það fyrir minna verð.“ Sverrir Kristinsson fasteignasali gaf einnig skýrslu fyrir dómi og kvaðst hafa annast sölu á fleiri eignum fyrir St. Jósefssystur. Hafi komið í ljós að þær vildu selja áfrýjanda eignina, sem um ræðir í málinu, þar eð þær hafi talið störf áfrýjanda við að styðja þá, sem væru hjálparþurfi, samræmast sínum hugsjónum og markmiðum. Kvaðst fasteignasalinn hafa ráðlagt að fasteignin yrði auglýst til sölu og tjáð fyrirsvarsmanni seljanda að unnt yrði að fá „væntanlega milljónum meira fyrir húsið með þeim hætti...“. Á það hafi St. Jósefssystur ekki fallist þar eð aðrar forsendur og markmið hafi ráðið ákvörðun þeirra. Með því að skýra seljandanum frá þessu hafi hann uppfyllt lagalega og siðferðilega skyldu sína. Að mati fasteignasalans var hér um einstaka eign að ræða, sem ætla mætti að fjársterkir kaupendur hefðu sóst eftir að eignast. Þórlaug Rósa Jónsdóttir, rekstrarstjóri áfrýjanda, kom einnig fyrir dóm. Af framburði hennar verður ráðið að áfrýjandi hafi gert eitt tilboð í eignina, sem hafi verið tekið án breytinga á verði eða greiðsluskilmálum. Hafi fasteignasalinn tjáð henni að hann hafi látið seljandann vita að unnt yrði að fá hærra verð fyrir húsið, en St. Jósefssystur verið reiðubúnar að taka tilboðinu til að gera áfrýjanda kleift að eignast húsið. Samkvæmt öllu því, sem að framan er rakið, telst sannað að seljandinn hafi tekið þá ákvörðun að styrkja áfrýjanda fjárhagslega með því að selja honum húsið við lægra verði en nam raunvirði þess. Samkvæmt mati dómkvaddra manna, sem ekki hefur verið hnekkt með yfirmati, nam verðmunurinn 4.500.000 krónum. IV. Ein af málsástæðum stefndu fyrir sýknukröfu er sú að í hinu fyrra dómsmáli hafi Hæstiréttur gert út um ágreiningsefnið í málinu með því að viðurkenna rétt eigenda forkaupsréttarins til að ganga inn í kaupin með sömu kjörum og samið hafði verið um. Verði hún ekki krafin um neitt umfram það og jafnvel eigi 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 við um þá aðstöðu, sem hér sé fyrir hendi. Vegna þessa verður að líta til þess að stefnda hefur fengið að njóta forkaupsréttar síns með því að ganga inn í kaupin og eiga St. Jósefssystur ekki frekari kröfu á hendur henni. Áfrýjandi telur sig hins vegar eiga kröfu á stefndu vegna óréttmætrar auðgunar, sem stefndu hafi með þessu hlotnast á hans kostnað. Um þá kröfu var ekki dæmt í fyrra dómsmálinu. Verður krafa stefndu ekki tekin til greina á þessum grundvelli. Í málatilbúnaði sínum vísar áfrýjandi til kenninga norrænna fræðimanna, sem telji að við tilteknar aðstæður verði þeim, sem hefur án réttmætrar ástæðu öðlast verðmæti, sem tilheyra öðrum og þannig auðgast á hans kostnað, gert að skila eiganda andvirði þeirrar auðgunar. Sé skilyrði þess að um tjón annars sé að ræða og að auðgun hins sé í beinum tengslum við það tjón. Telur áfrýjandi öll skilyrði vera uppfyllt í málinu til að þessari ólögfestu reglu kröfuréttar verði beitt og stefnda samkvæmt því dæmd til að skila óréttmætri auðgun sinni til áfrýjanda. Í löggjöf má finna dæmi þess að byggt sé á viðhorfum um óréttmæta auðgun, sbr. t.d. 74. gr. víxillaga nr. 93/1933 og 57. gr. laga nr. 94/1933 um tékka. Þótt ekki verði talið að almenn auðgunarregla gildi í íslenskum rétti verður að fallast á að réttmætt geti verið að beita auðgunarreglu við sérstakar aðstæður, þótt ekki sé til þess bein heimild í settum rétti. Verður þá að meta kröfu af þessum toga eftir eðli máls í einstökum tilvikum með hliðsjón af öllum atvikum. Samkvæmt áðurgreindu seldu St. Jósefssystur húsið undir markaðsverði til að styðja mannúðarstarfsemi áfrýjanda. Vegna þeirrar ákvörðunar forkaupsréttarhafa að ganga inn í kaupin beið áfrýjandi tjón, sem nam áðurnefndum verðmismun, en stefnda hagnaðist að sama skapi á hans kostnað. Sú auðgun var óréttmæt, enda hafði eigandinn enga ákvörðun tekið um að styrkja stefndu fjárhagslega. Þá er hafið yfir vafa að áfrýjanda var við kaupin ókunnugt um forkaupsréttinn og veðbókarvottorð bar vegna mistaka ekki með sér að honum væri til að dreifa. Þegar allt framangreint er virt verður fallist á með áfrýjanda að skilyrði séu uppfyllt til að taka beri kröfu hans til greina. Verður stefnda samkvæmt því dæmd til að greiða honum 4.500.000 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði, en upphafstíma dráttarvaxta hefur ekki verið mótmælt. Stefnda verður dæmd til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar segir í dómsorði. Dómsorð: Stefnda, Auður Einarsdóttir, greiði áfrýjanda, Samtökum um kvennaathvarf, 4.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. desember 2001 til greiðsludags. Stefnda greiði áfrýjanda samtals 600.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 29. október s.l., er höfðað með stefnu birtri 16. maí s.l. Stefnandi er Samtök um kvennaathvarf, [...]. Stefnda er Auður Einarsdóttir, kt. 121262-5929, Bárugötu 2, Reykjavík. Málið var upphaflega einnig höfðað gegn systkinum Auðar en fallið var frá öllum kröfum á hendur þeim undir rekstri málsins. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefnda verði dæmd til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 4.500.000 með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001 frá 9. desember 2001 til greiðsludags auk málskostnaðar samkvæmt reikningi. Dómkröfur stefndu eru þær að hún verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda í málinu og henni verði dæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda samkvæmt reikningi. Málavextir. Málavextir eru þeir að með afsali dagsettu 15. janúar 1981 seldu stefnda og systkini hennar St. Jósefssystrum alla húseignina Bárugötu 2 hér í borg ásamt tilheyrandi eignarlóð og öllu sem eigninni fylgir og fylgja ber. Í afsalinu er svofellt ákvæði: „Kaupandi samþykkir að veita seljendum forkaupsrétt á hinni seldu eign og skulu seljendur svara innan 14 daga frá dagsetningu forkaupsréttartilkynningar hvort þeir vilja neyta forkaupsréttar.” Afsalið var móttekið til þinglýsingar hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík 22. janúar sama ár og innfært í þinglýsingabók 26. sama mánaðar sem skjal nr. 1005/81. Fram kemur í gögnum málsins að umrædd fasteign sé æskuheimili stefndu og systkina hennar, sem þau tengist sterkum tilfinningaböndum. Stefnandi er samtök sem stofnuð voru árið 1982 og reka athvarf fyrir konur og börn sem af einhverjum ástæðum verða að yfirgefa heimili sín vegna ofbeldis af hálfu maka. Starfsemin hefur undanfarin ár verið til húsa að Öldugötu 14 hér í borg og að mati stefnanda var af ýmsum ástæðum orðið afar brýnt að finna hentugra húsnæði undir starfsemina. Haustið 2000 barst stefnanda þær upplýsingar að fasteignin að Bárugötu 2 kynni að vera föl og munu St. Jósefssystur hafa tekið því vel að selja stefnanda eignina. Hafi það einkum verið sökum þess að systrunum hafi verið hlýtt til samtakanna og viljað styðja við bakið á þeim eins og kostur væri. Stefnandi gerði þá tilboð í eignina og bauðst til að greiða kr. 39.000.000 fyrir hana. St. Jósefssystur tóku þessu tilboði og segjast hafa gert það þrátt fyrir að fasteignasali sá, sem sá um söluna, hefði gert þeim ljóst að unnt yrði að fá verulega hærra verð fyrir eignina. Stefnandi seldi þá fasteign sína að Öldugötu 14 hér í borg með kaupsamningi dagsettum 23. október 2000. Kaupsamningur um fasteignina Bárugötu 2 var undirritaður 8. nóvember 2000, en samkvæmt honum skuldbatt stefnandi sig til þess að greiða kr. 14.000.000 við undirritun kaupsamnings, kr. 4.000.000 20. nóvember 2000, kr. 6.000.000 20. janúar 2001, kr. 6.000.000 5. mars 2001, kr. 8.000.000 20. mars 2001 og kr. 1.000.000 1. apríl 2001. Í kaupsamningi kemur fram að aðilum hafi verið kynnt veðbókarvottorð og vottorð frá FMR. Samkvæmt veðbókarvottorðinu voru engar veðskuldir áhvílandi og ekkert vikið að kvöðum eða öðrum eignarböndum. Munu St. Jósefssystur hafa gleymt forkaupsrétti stefndu og bar hann því ekkert á góma við undirritun kaupsamningsins. Var stefndu eða systkinum hennar því hvorki send tilkynning um söluna né þeim boðið að neyta forkaupsréttar síns. Kaupsamningurinn var móttekinn til þinglýsingar hjá sýslumanninum í Reykjavík 9. nóvember 2000 og var honum þinglýst daginn eftir án athugasemda. Þegar stefndu og systkinum hennar bárust upplýsingar um söluna kröfðust þau þess 28. nóvember 2000 að þau fengju að neyta forkaupsréttar síns. Lýstu þau sig reiðubúin að greiða gjaldfallna greiðslu tafarlaust. Þessum kröfum þeirra var hafnað með bréfi dagsettu 6. desember 2000. Með bréfi dagsettu 12. desember sama ár til stefndu frá stefnanda var þess farið á leit að stefnda og systkini hennar féllu frá forkaupsrétti sínum. Því var hafnað og þess krafist að St. Jósefssystur lýstu því skriflega yfir að stefnandi myndi virða forkaupsrétt stefndu og systkina hennar og afhenda þeim fasteignina 15. janúar 2001 að viðlagðri málshöfðun. Með bréfi dagsettu 29. desember 2000 mótmælti stefnandi forkaupsrétti stefndu. Með bréfi dagsettu 4. janúar 2001 var þess farið á leit við St. Jósefssystur að afhendingu eignarinnar yrði frestað á meðan mál yrði rekið fyrir dómi um ágreining aðila. Ekki var fallist á þá málaleitan og með lögbannsbeiðni dagsettri 9. janúar 2001 krafðist stefnda og systkini hennar þess að lögbann yrði lagt við því að St. Jósefssystur afhentu eða afsali stefnanda umrædda fasteign. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þessari beiðni 18. janúar 2001. Í endurriti úr gerðarbók embættisins kemur fram að þar sem stefnandi hafi lýst því yfir að ekki verði ráðist í breytingar á fasteigninni fyrr en dómur sé genginn í Héraðsdómi Reykjavíkur og þar sem afsal verði ekki gefið út fyrr en 1. apríl 2001, telji sýslumaður að gerðarbeiðandi hafi ekki sannað eða gert sennilegt að þær athafnir gerðarþola að afhenda fasteignina brjóti eða munu brjóta gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðenda. Með bréfi sýslumannsins í Reykjavík til stefndu dagsettu 29. nóvember 2000 var tilkynnt um leiðréttingu þinglýsingabóka vegna forkaupsréttar að Bárugötu 2 með vísan til 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga. Segir í bréfinu að umræddur forkaupsréttur virðist ekki hafa komið fram á veðbókarvottorði eignarinnar þegar kaupsamningnum var þinglýst í nóvember 2000, en það hafi nú verið leiðrétt. Á dómþingi 2. mars 2001 voru Dan V.S. Wiium og Björn Þorri Viktorsson, héraðsdómslögmenn og löggiltir fasteignasalar, dómkvaddir til þess að meta markaðsverð fasteignarinnar að Bárugötu 2 í nóvember 2000 miðað við samningskjör samkvæmt umræddum kaupsamningi. Matsgerð þeirra er dagsett 15. mars 2001 og er það niðurstaða þeirra að matsverð eignarinnar hafi verið kr. 43.500.000. Segir í matsgerð að samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins sé lóðarmat kr. 10.320.000, fasteignamat kr. 16.545.000 og brunabótamat kr. 40.096.000, en eignin er talin vera 292,4 m². Í matinu segir að matsmenn hafi stuðst við reynslu sína og þekkingu á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og tekið mið af söluverði hliðstæðra eigna á þeim tíma er salan fór fram. Matsmenn töldu eignina talsvert stærri en um sé getið í skrám Fasteignamatsins og telja þeir stærð hússins vart undir 400 m². Matsmenn segja staðsetningu hússins eftirsótta á fasteignamarkaði og framboð sambærilegra eigna lítið. Í umræddu dómsmáli lá einnig fyrir verðmat Vilhjálms Einarssonar, löggilts fasteigna- og skipasala dagsett 20. febrúar 2001. Er það niðurstaða Vilhjálms að söluverð eignarinnar sé kr. 38.000.000. Þá liggur fyrir matsgerð Brynjars Franssonar og Sverrir Kristjánssonar, löggiltra fasteignasala. Í mati þeirra, sem dagsett er 21. febrúar 2001, kemur fram að þeir telja hæfilegt söluverð eignarinnar kr. 41.500.000. Einnig lá fyrir í málinu verðmat Jóns Guðmundssonar, löggilts fasteignasala dagsett 26. janúar 2001, en hann áætlar markaðsverð eignarinnar í nóvember 2000 kr. 46.500.000. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, upp kveðnum 27. apríl 2001, var fallist á að forkaupsrétturinn skyldi víkja fyrir rétti stefnanda samkvæmt kaupsamningnum. Í dóminum segir svo meðal annars: „Ljóst er að forkaupsréttur verður ekki virkur þegar eign er gefin. Telja verður nægilega upplýst að eignin var seld á lægra verði en fengist hefði fyrir hana á almennum markaði. Telja dómkvaddir matsmenn að markaðsverð eignarinnar í nóvembermánuði síðastliðnum sé kr. 43.500.000 og er þá miðað við sambærileg samningskjör og í kaupsamningi stefndu. Eignin var hins vegar seld hinum stefndu samtökum á tæplega 90% af matsverði. Í þessu sambandi verður ekki fram hjá því litið að aðrir fasteignasalar hafa metið eignina á bilinu frá kr. 38.000.000 til kr. 46.500.000. Þá ber að líta til þess að kaupverðið var nánast staðgreitt, en eignin skyldi fullgreidd á tæpum fimm mánuðum. Þrátt fyrir að telja verði að atvik geti verið með þeim hætti að forkaupsréttur verði ekki virkur þegar um örlætisgerning er að ræða, verður ekki talið að hinum stefndu samtökum hafi tekist að sanna að þau hafi keypt eignina á þeim kjörum að það girði fyrir að umrætt forkaupsréttarákvæði verði virkt.” Með dómi Hæstaréttar Íslands upp kveðnum 20. september 2001 var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að forkaupsréttur stefndu og systkina hennar var viðurkenndur með sömu kjörum og skilmálum og í kaupsamningi greindi. Þá var St. Jósefssystrum gert skylt að selja og afsala stefndu og systkinum hennar fasteignninni Bárugötu 2, að uppfylltum þeim skilyrðum sem í fyrrgreindum kaupsamningi greini. Í dómi réttarins var tekið fram að með skírskotun til raka héraðsdóms væri fallist á þá niðurstöðu hans að kaupsamningurinn verði ekki virtur sem örlætisgerningur sem girði fyrir að forkaupsréttur hafi orðið virkur. Með bréfi til lögmanns stefndu 9. nóvember 2001 var þess krafist að stefnda og systkini hennar greiddu stefnanda mismun á umsömdu kaupverði 8. nóvember 2000 og matsverðinu, eða kr. 4.500.000. Var þess getið í bréfinu að gjöf St. Jósefssystra til stefnanda tilheyrði ekki stefndu, enda væri þá augljóslega um óréttmæta auðgun þeirra að ræða á kostnað stefnanda. Breytti það engu í þessu efni þótt í niðurstöðu dómsmálsins hefði ekki verið talið að örlætisþáttur kaupsamningsins ætti að standa í vegi fyrir því að forkaupsréttur stefndu yrði virkur. Málsástæður og lagarök. Stefnandi reisir kröfur sínar á því að með því að neyta forkaupsréttar á kaupverði samningsins 8. nóvember 2000 myndi stefnda að óbreyttu hljóta ávinninginn sem falist hafi í því að kaupa eignina á lægra verði en markaðsverði ef ekkert frekar kæmi til. Sá ávinningur hafi verið ætlaður stefnanda eins og skýrt hafi komið fram við rekstur umrædds dómsmáls. Þá hafi verið sannað með mati dómkvaddra matsmanna hver ávinningurinn hafi verið. Verði stefnda látin halda honum auðgist hún með óréttmætum hætti á kostnað stefnanda. Byggir stefnandi á því að ólögfestar reglur um auðgunarkröfur feli í sér rétt stefnanda á hendur stefndu um skil á þessu fé. Með því sé engum rétti stefndu hallað, enda fái hún eignina í sínar hendur á því verði sem hún sannanlega átti rétt til, eða markaðsverði hennar. Með því að vilja ekki skila stefnanda auðguninni sé stefnda að hagnýta sér tilviljunarkennt og óverðskuldað happ, sem felist í því að kaupandi eignarinnar skyldi vera aðili sem seljandinn vildi sýna sérstakan velvilja með því að selja hana undir markaðsverði. Megi með sanni segja að ekki gefist betri dæmi en þetta um tilvik þar sem auðgunarkröfur eigi að njóta réttarverndar. Stefnandi vísar um málskostnaðarkröfu til XXI. kafla laga nr. 91/1991 og krafa um dráttarvexti er byggð á III. kafla laga nr. 38/2001. Stefnda reisir kröfur sínar á því í fyrsta lagi að ósannað sé að stefnandi hafi keypt fasteignina Bárugötu 2 af St. Jósefssystrum undir markaðsverði og þá sé ósannað að í sölunni hafi falist fjárhagslegur styrkur til stefnanda. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kaupsamningurinn væri ekki örlætisgerningur og ekki beri hann með sér að fela í sér gjöf eða fjárstyrk til stefnanda. Sé matsgerð dómkvaddra matsmanna aðeins eitt af mörgum mötum á verði eignarinnar. Í öðru lagi byggir stefnda á því að Hæstiréttur hafi viðurkennt forkaupsrétt stefndu og systkina hennar á fasteigninni með sömu kjörum og skilmálum og í kaupsamningi greini. Kaupverðið hafi verið kr, 39.000.000 og geti aldrei orðið hærra samkvæmt dómi Hæstaréttar, en stefnandi hafi verið aðili þess dómsmáls. Sé dómurinn því bindandi fyrir stefnanda á sama hátt og St. Jósefssystur, en þær hafi tekið við greiðslu kaupverðsins og afsalað eigninni til stefndu. Varpar stefnda fram þeirri spurningu hvort þetta eigi að leiða til frávísunar málsins vegna res judicata áhrifa Hæstaréttardómsins, sbr. 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Þá sé ekki reifað í stefnu hverjar þær ólögfestu reglur kröfuréttar um auðgunarkröfur séu og ekki rökstutt hvers vegna eða hvernig þær reglur eigi að leiða til þess að stefnda greiði stefnanda ætlaða skuld. Sé málið þannig verulega vanreifað. Í þriðja lagi byggir stefnda á aðildarskorti stefnanda. Hafi Hæstiréttur staðfest með dómi sínum að stefnandi ætti engan rétt samkvæmt kaupsamningnum. Hafi því öll réttindi stefnanda til fasteignarinnar fallið niður. Hafi Hæstiréttur ítrekað þetta í máli sem höfðað hafi verið í þeim tilgangi að bera stefnanda út úr eigninni. Þá orki mjög tvímælis að eigna stefnanda fjárkröfu á hendur stefndu á grundvelli sjónarmiða um óréttmæta auðgun þegar forkaupsréttur stefndu og inntak hans njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þar sem engu réttarsambandi sé til að dreifa milli aðila sé enginn grundvöllur fyrir kröfu stefnanda. Hefði verið nær að höfða málið sem almennt skaðabótamál. Í fjórða lagi byggir stefnda á almennri meginreglu um inntak forkaupsréttar þess efnis að forkaupsréttarhafi eigi rétt á að fá hlutaðeigandi eign keypta með sömu skilmálum og í kaupsamningi greinir. Forkaupsréttur teljist til óbeinna eignarréttinda og njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Séu fræðimenn á einu máli um að forkaupsréttarhafi eigi rétt á að fá eign keypta með sömu skilmálum og eigandi hafi samið um við kaupanda. Myndi frávik frá þeirri meginreglu leiða til mikillar réttaróvissu um inntak forkaupsréttar. Sé fráleitt að forkaupsréttarhafi, sem taki ákvörðun um að ganga inn í samning, þurfi að inna af hendi frekari greiðslu til fyrri viðsemjanda seljanda. Í fimmta lagi byggir stefnda á því að samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna hafi fasteignin verið seld á tæplega 90% af markaðsvirði, en að mati annarra hafi markaðsverðið ýmist verið hærra eða lægra. Beri greiðsluskilmálar þess ekki merki að sérstök velvild seljanda hafi búið að baki kaupunum. Kaupverðið hafi verið nánast staðgreitt og með hliðsjón af því geti kaupverðið vart talist óeðlilega lágt. Hafi stefndu því verið rétt, er afstaða var tekin til forkaupsréttarins, að treysta því að samningurinn veitti henni rétt eftir orðanna hljóðan. Hafi tilgangurinn verið sá, sem stefnandi haldi fram að búið hafi að baki kaupunum, hefði kaupanda og seljanda verið í lófa lagið að geta þess sérstaklega í söluskilmálum. Með vísan til dómafordæma og almennra jafnræðissjónarmiða sé ljóst að réttur stefndu hafi staðið til þess að ganga inn í kaupin með þeim kjörum sem kaupsamningurinn bar með sér. Verður sá réttur ekki takmarkaður eða skertur síðar á grundvelli sjónarmiða um óréttmæta auðgun, enda forkaupsrétturinn varinn af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í sjötta lagi bendir stefnda á að krafa stefnanda um greiðslu skuldar vegna óréttmætrar auðgunar sé byggð á afar ótraustum grunni. Sjáist það enn betur ef mat á markaðsverði eignarinnar hefði verið lægra en söluverðið. Varpar stefnda fram þeirri spurningu hvort stefnda ætti fé inni hjá stefnanda vegna þess að hún nýtti sér forkaupsrétt sinn og keypti eignina á hærra verði en markaðsverði hefði numið. Stefnda reisir málskostnaðarkröfu sína á 3. mgr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða. Stefnda reisir sýknukröfu sína meðal annars á aðildarskorti stefnanda og ber því eðli málsins samkvæmt að leysa fyrst úr þeirri málsástæðu. Eins og rakið hefur verið viðurkenndi Hæstiréttur Íslands með dómi sínum 20. september 2001 forkaupsrétt stefndu og systkina hennar að fasteigninni Bárugötu 2 hér í borg við sölu St. Jósefssystra á eigninni samkvæmt kaupsamningi 8. nóvember 2000 milli systranna og stefnanda með sömu kjörum og skilmálum og þar greinir. Var St. Jósefssystrum gert skylt að selja og afsala stefndu og systkinum hennar fasteigninni að uppfylltum þeim skilyrðum sem í kaupsamningi greindi. Með þessum dómi var því slegið föstu að stefnandi ætti ekki tilkall til eignarinnar. Ekki var ágreiningur um aðild stefnanda að því máli. Stefnandi hefur tekið þann kost að höfða ekki mál til heimtu skaðabóta á hendur stefndu heldur reisir kröfur sínar á ólögfestri auðgunarreglu kröfuréttar. Er á því byggt að stefnda hafi auðgast með óréttmætum hætti á kostnað stefnanda með því að nýta sér þann ávinning sem í því hafi falist að kaupa eignina á lægra verði en markaðsverði nam. Með dómi Hæstaréttar í umræddu máli lauk réttarsambandi aðila máls þessa. Fékk stefnda þá umráð eignarinnar með sömu greiðsluskilmálum og í kaupsamningi stefnanda og St. Jósefssystra greindi. Er ekki annað í ljós leitt en stefnanda hafi verið endurgreitt allt andvirði eignarinnar og hefur því ekki verið haldið fram að stefnandi hafi orðið fyrir öðru tjóni en nemur auðgunarkröfu þeirri sem beint er gegn stefndu. Hafa ber í huga að stefnda neytti forkaupsréttar síns með þeim skilmálum er fyrir var mælt í dómi Hæstaréttar. Að gengnum þeim dómi gat ekki orðið um frekari greiðslur stefndu að ræða vegna kaupanna. Að mati dómsins þykir stefnandi ekki hafa sýnt nægilega fram á að hann sé rétthafi þeirra hagsmuna sem krafist er dóms um í máli þessu og ber því þegar af þeirri ástæðu að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Hjörtur O. Aðalsteinsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Stefnda, Auður Einarsdóttir, skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, Samtaka um kvennaathvarf, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 759/2017 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Karl Axelsson.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 30. nóvember 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum5. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 29. nóvember2017, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins27. desember 2017 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega aðhinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinuverði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar.Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Með dómi Hæstaréttar 8. nóvember 2017 í máli nr.700/2017 var því slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess aðvarnaraðili skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr.88/2008. Þar sem ekkert er fram komið í málinu sem fær haggað þeirri niðurstöðuverður hinn kærði úrskurður staðfestur.Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr.220. gr. laga nr. 88/2008.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður HéraðsdómsSuðurlands 29. nóvember 2017.Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafistþess að X, kt. [...], [...], [...], verði með úrskurði gert að sætaáframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 27. desember nk. kl. 16:00á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Krafa þessi, sem barst dóminum í gær,var tekin fyrir á dómþingi kl. 14:10 í dag. Kærði mótmælti kröfunni en til varagerði hann þá kröfu að gæsluvarðhaldinu yrði markaður skemmri tími en krafister. Í kröfu lögreglustjórans kemur fram aðlögreglan á Suðurlandi hafi nú til rannsóknar ætluð kynferðisbrot kærða gegndóttur hans, A. Hafi hin ætluðu brot verið framin á hótelherbergi í [...] þegarbrotaþoli hafi verið fimm til sex ára gömul, en fjölskyldan hafi á þeim tímaverið búsett í [...]. Umrædd brot kunni að varða við 194. gr., 200. gr. og 202gr. almennra hegningarlaga, en brot gegn 194 gr. laganna varði fangelsi allt að16 árum og því ljóst að um alvarleg brot sé að ræða. Kærði hafi neitað sök. Að mati lögreglu sé, þrátt fyrir neitunkærða, sterkur rökstuddur grunur fyrir hendi um að hann hafi gerst sekur um hinætluðu brot. Það mat byggi á því að framburður brotaþola hjá lögreglu sé metinnafar trúverðugur og ekkert fram komið sem gefi tilefni til að draga hann í efaá nokkurn hátt. Þá styðji framburður kærða framburð brotaþola í öllummeginatriðum varðandi ferðir hans með brotaþola til [...] á þeim árum sem umræði og fyrirkomulag þeirra ferða, s.s. ferðatilhögun og aðstæður ágististað. Lögreglustjóri telur hinn sterka rökstuddagrun hafa styrkst frá því dómur Hæstaréttar hafi gengið í máli nr. 700/2017, enfrá þeim tíma hafi farið fram frekari yfirheyrslur vitna. Hafi tvö vitnistaðfest að brotaþoli hafi greint þeim frá því, hvoru í sínu lagi, að faðirhennar hafi nauðgað henni þegar hún hafi verið fimm til sex ára og búið í [...].Rannsókn málsins sé nú á lokastigi og verði það sent embætti héraðssaksóknaratil ákvörðunar á næstu dögum. Í kröfu lögreglustjórans er því lýst að aukframangreinds máls sé til ákærumeðferðar hjá héraðssaksóknara mál þar sem kærðasé gefið að sök að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn næst elstu dóttursinni, B, kt[...]. Hafi B greint frá því að kærði hafi fyrst brotið gegn henniþegar hún hafi verið fimm til sex ára að hún telji, en á þeim tíma hafi þauverið búsett í [...] og hafi brotið átt sér stað á heimili þeirra þar. Hafiverið um að ræða samfarir þannig að kærði hafi stungið getnaðarlim sínum íleggöng hennar. Hafi þetta gerst oftar en einu sinni en hún myndi ekki hversuoft og hve gömul hún hefði þá verið. Þáhafi kærði sagt henni eftir brotin að segja engum frá þessu og hann ætlaði ekkiað gera henni þetta aftur. Kærði neiti sök í málinu. Í greinargerð semlögreglustjóri hafi sent héraðssaksóknara með málsgögnum að lokinni rannsóknkomi fram að það sé mat lögreglustjóra að málið verði að teljast líklegt tilsakfellis.Í greinargerð lögreglustjóra er einniggreint frá dómi sakadóms Austur-Skaftafellssýslu frá [...] 1991, en samkvæmtþeim dómi hafi kærði verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir ítrekuðkynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún hafi verið fimm til sjö áragömul, en kærði hafi alfarið játað sök fyrir dómi. Þeim dómi hafi ekki veriðáfrýjað.Lögreglustjóri bendir á að í úrskurðiHéraðsdóms Suðurlands í máli nr. R-[...]/2017 hafi verið fallist á það meðlögreglustjóra að kærði væri undir sterkum rökstuddum grun um brot gegn 194.gr., 200. gr. og 202 gr. almennra hegningarlaga og einnig hafi verið fallist áþað með lögreglustjóra að uppfyllt væru skilyrði um að kærði sættigæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr.88/2008. Hafi þessi úrskurður verið staðfestur með dómi Hæstaréttar í máli nr.700/2017.Lögreglustjóri telur að öll þau sömuskilyrði fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. sömu laga sé enn tilstaðar. Telji lögreglustjóri að umrædd brot séu þess eðlis að gæsluvarðhald sénauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Sé óforsvaranlegt að kærði gangilaus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot semhonum séu gefin að sök. Sé kærði því að mati lögreglu hættulegur umhverfi sínuog brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings gangi hann lausmeðan mál hans séu til meðferðar. Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a. til d.liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafiframið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þesseðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.Með vísan til þeirra gagna sem lögð hafaverið fram í málinu er fallist á það mat lögreglustjóra að kærði sé undirsterkum rökstuddum grun um kynferðisbrot gegn tveimur ungum dætrum sínum og ertalið að brot hans varði við 194. gr., 200. gr. og 202. gr. almennrahegningarlaga nr. 19/1940, en sá sem gerist sekur um brot gegn 1. mgr. 194. eða1. mgr. 202. gr. þeirra laga skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að16 árum. Þá verður fallist á það með lögreglustjóra að kærði sé hættulegurumhverfi sínu og ætluð brot hans þess eðlis að það stríði gegn réttarvitundalmennings gangi hann laus meðan mál hans séu til meðferðar. Þá fellst dómurinná það með lögreglustjóra að ætluð brot kærða séu þess eðlis að gæsluvarðhald sénauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Með dómi Hæstaréttar Íslands frá8. nóvember sl. í máli nr. 700/2017 var fallist á þetta mat og telur dómurinnað ekkert nýtt hafi komið fram í máli þessu sem haggað gæti því mati. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 95.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til aðfallast á kröfulögreglustjóra um að kærða verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, enekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Ekkier gerð krafa um að kærði sæti einangrun eða öðrum takmörkunum ígæsluvarðhaldinu.Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjórikveður upp úrskurð þennan.Úrskurðarorð:Kærði, X, kt. [...], skal sæta gæsluvarðhaldi allttil miðvikudagsins 27. desember 2017 kl. 16:00. |
Mál nr. 523/2006 | Tekjuskattur Útsvar Staðgreiðsla opinberra gjalda Skattskylda Tvísköttunarsamningur Starfsmannaleiga Stjórnsýsla Valdmörk Hæfi stjórnvalds | Tekjuskattur. Útsvar. Staðgreiðsla opinberra gjalda. Skattskylda. Tvísköttunarsamningar. Starfsmannaleiga. Stjórnsýsla. Valdmörk. Hæfi stjórnvalds. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. október 2006. Hann krefst þess aðallega að felldir verði úr gildi úrskurður skattstjórans í Reykjavík frá 30. júní 2004 og úrskurður yfirskattanefndar nr. 95/2005 frá 20. apríl 2005, en til vara að niðurstaða framangreindra úrskurða um að áfrýjanda beri að greiða staðgreiðslu vegna launa portúgalskra starfsmanna starfsmannaleiganna Select-I Serviços SA og Nett Nova Empresa de Trabalho Temporário Lda verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að dómkröfur verði lækkaðar og málskostnaður látinn falla niður. I. Í stefnu í héraði kemur fram að áfrýjandi uni niðurstöðu yfirskattanefndar varðandi staðgreiðslu vegna ítalskra starfsmanna sinna svo og efnislegri niðurstöðu vegna tryggingagjalds. Efnislegur ágreiningur aðila snúist því eingöngu um skyldu áfrýjanda til staðgreiðsluskila vegna portúgalskra starfsmanna starfsmannaleiganna. Þar sem málsástæður hans lúti einnig að formlegum ágöllum á málsmeðferð skattstjóra og yfirskattanefndar komist hann þó ekki hjá því að krefjast ógildingar á úrskurðunum í heild sinni. Við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti gerði áfrýjandi framangreinda varakröfu vegna efnislegs ágreinings aðila, sem til álita kæmi ef ekki yrði fallist á að ágallar á málsmeðferð valdi ógildingu úrskurðanna í heild. Áfrýjandi skaut úrskurði skattstjórans í Reykjavík 30. júní 2004 um breytingar á staðgreiðslu áfrýjanda vegna launagreiðslna til erlendra starfsmanna á tímabilinu september 2003 til og með janúar 2004 til yfirskattanefndar og krafðist þess aðallega að úrskurður skattstjóra yrði felldur úr gildi. Í úrskurði yfirskattanefndar nr. 95/2005 er fjallað um úrskurð skattstjóra í heild sinni og afstaða tekin til álitaefna varðandi form hans og efni. Áfrýjandi krefst í máli þessu engu að síður ógildingar úrskurðar skattstjóra, auk ógildingar úrskurðar yfirskattanefndar. Kveðst hann hafa þessa kröfu uppi til öryggis. Er í því sambandi til þess að líta að tvær málsástæður hans lúta að ætluðum formlegum annmörkum á úrskurði yfirskattanefndar. Yrði á þær fallist hefði krafa um ógildingu á úrskurði skattstjóra sjálfstætt gildi og hefur áfrýjandi þess vegna lögvarða hagsmuni af því að krefjast ógildingar á þeim úrskurði skattstjóra jafnframt því að krefjast ógildingar á úrskurði yfirskattanefndar. Í héraði og í áfrýjunarstefnu hafði áfrýjandi uppi varakröfu um að fellt yrði niður álag samkvæmt framangreindum úrskurði skattstjórans í Reykjavík og að stefnda yrði gert að endurgreiða þá fjárhæð ásamt nánar tilgreindum vöxtum. Með bréfi ríkisskattstjóra 1. ágúst 2007 var áfrýjanda tilkynnt að með vísan til heimildar í 6. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda hafi verið ákveðið að fella niður álag vegna síðbúinna framtalsskila áfrýjanda vegna launa sem gjaldskyld voru á árunum 2003 og 2004. Af þessum sökum féll áfrýjandi frá framangreindri varakröfu sinni við munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti. Jafnframt féll hann frá þeirri málsástæðu fyrir aðalkröfu sinni að skattstjórinn í Reykjavík hafi vanrækt leiðbeiningarskyldu sína. II. Áfrýjandi hefur með höndum umfangsmiklar verktakaframkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun á grundvelli verksamninga við Landsvirkjun. Með tilkynningu til hlutafélagaskrár 13. febrúar 2003 tilkynnti Impregilo SpA um stofnun útibús á Íslandi. Skyldi heimilisfang félagsins vera að Stórhöfða 23, Reykjavík. Hluti þess mannafla, sem starfað hefur fyrir áfrýjanda við framangreint verkefni, hefur komið hingað á vegum svonefndra starfsmannaleiga. Er þar um að ræða portúgölsku fyrirtækin Select-I Serviços SA og Nett Nova Empresa de Trabalho Temporário Lda. Meðal gagna málsins eru samhljóða samningar milli áfrýjanda og portúgölsku starfsmannaleiganna frá 20. júlí 2003. Í inngangi samninganna er því lýst að áfrýjandi hafi gert tvo samninga um framkvæmd nánar tilgreindra verkefna við Kárahnjúka og hafi hug á að ráða þangað starfsmenn í tilteknum starfsgreinum. Hafi starfsmannaleigurnar tekið boði áfrýjanda um að útvega mannafla til verksins enda búi þær yfir sérþekkingu á ráðningu og miðlun vinnuafls. Í öðrum kafla samninganna er kveðið á um skyldur starfsmannaleiganna. Ber þeim að velja og hafa tiltæka starfsmenn til útleigu eftir því sem áfrýjandi fer skriflega fram á. Starfsmannaleigurnar skuldbinda sig til að gera ráðningarsamning við sérhvern starfsmann og skulu starfsmennirnir skráðir í almannatryggingakerfi Portúgals. Starfsmannaleigunum ber að reikna út og greiða öll almannatryggingagjöld, tekjuskatta og aðra skatta eftir portúgölskum lögum af launum starfsmannanna og annast alla greiðslu launa til þeirra. Skulu starfsmannaleigurnar láta áfrýjanda í té afrit af mánaðarlegum launareikningum fyrir hvern starfsmann ásamt sönnun um greiðslur sem starfsmannaleigan hefur innt af hendi til starfsmannsins og almannatryggingakerfisins. Starfsmannaleigunum ber einnig að láta áfrýjanda í té afrit af ráðningarsamningi milli leigunnar og sérhvers starfsmanns. Í þriðja kafla samninganna er fjallað um skyldur áfrýjanda. Honum ber að leggja til fæði, húsnæði, afþreyingu og læknisþjónustu á virkjunarsvæðinu. Honum ber einnig að leggja til flugmiða fram og til baka milli Portúgals og Íslands fyrir hvern starfsmann og kosta flutning innanlands til og frá virkjunarsvæðinu. Þá ber honum að láta starfsmannaleigunum í té fyrir 28. dag hvers mánaðar allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að útbúa launareikninga fyrir starfsmenn. Í grein 3.6 í báðum samningunum segir að ef andvirði nettó launakjara sem kveðið er á um milli starfsmannaleigu og einhvers útvegaðs starfsmanns („portúgölsku launin“) verði í einhverjum mánuði lægra en heildarlágmarkskjör í sömu starfsgrein samkvæmt hinum íslenska virkjanasamningi („íslensku launin“) skuli áfrýjandi bera kostnaðinn á muninum á hinum íslensku og portúgölsku launum. Fjórði kafli samninganna ber fyrirsögnina „mannafli“. Þar eru meðal annars ákvæði um að áfrýjandi geti á reynslutíma sagt starfsmanni upp með eins til tveggja vikna fyrirvara. Að loknum reynslutíma er áfrýjanda hvenær sem er heimilt að fækka í starfsliði sínu með þeim hætti að starfsmannaleigan sendi starfsmanni uppsögn með 30 daga fyrirvara. Einnig er kveðið á um að útleigðir starfsmenn skuli vinna störf sín á þeim stöðum innan virkjunarsvæðisins og með þeim hætti og samkvæmt þeirri vinnutímaáætlun sem áfrýjandi segir til um. Er áfrýjanda hvenær sem er heimilt að breyta vinnustað innan virkjunarsvæðisins, störfum og vinnutíma útleigðra starfsmanna. Í fimmta kafla samninganna er fjallað um reikningsgerð og greiðslur. Er þar kveðið á um að innan sjö daga frá lokum hvers vinnumánaðar skuli áfrýjandi útbúa og afhenda starfsmannaleigunum nákvæmt yfirlit um andvirði þjónustu sem starfsmenn hafa látið í té þar sem fram kemur, sundurliðað fyrir hvern starfsmann, raunverulegur vinnustundafjöldi, starfgrein og hvers kyns viðbætur og frádráttur sem kveðið er á um í samningunum. Á grundvelli þessa yfirlits og gjaldskrár, sem er viðauki með samningunum, skulu starfsmannaleigurnar gefa mánaðarlega út tvo reikninga sem áfrýjanda ber að greiða fyrir mánaðarlok. Verður ráðið að greiðslur áfrýjanda til starfsmannaleiganna taki að öllu leyti mið af þeim launum sem greidd eru hinum útleigðu starfsmönnum. Með „Bókun varðandi launagreiðslur erlendra starfsmanna“ frá 1. október 2003, sem koma skyldi til framkvæmda miðað við 1. september sama ár, urðu fulltrúar landssambanda Alþýðusambands Íslands í samráðsnefnd virkjunarsamnings annars vegar og áfrýjandi hins vegar ásáttir um nánar tilgreind vinnubrögð við launagreiðslur til erlendra starfsmanna sem starfa á vegum áfrýjanda við virkjunarframkvæmdirnar. Eru í bókuninni meðal annars ákvæði um hvernig haga skuli mánaðarlegum útreikningi á „netto fjárhæð launa“ hvers erlends starfsmanns samkvæmt virkjunarsamningi, en þannig reiknuð laun skuli vera lágmarksgreiðsla til starfsmannsins fyrir viðkomandi launatímabil. Væru laun samkvæmt ákvæðum erlenda ráðningarsamningsins hærri skyldi starfsmanni greidd laun samkvæmt honum. Síðan segir í bókuninni: „Jafnframt hefur félagið lýst því yfir að það ábyrgist greiðslur umræddra starfsmanna skv. framanskráðu.“ Fljótlega eftir að áfrýjandi hóf framkvæmdir við Kárahnjúka reis ágreiningur um skyldu hans til að skila staðgreiðslu vegna launagreiðslna til erlendra starfsmanna sem störfuðu við þær á hans vegum. Með úrskurði 26. janúar 2004 ákvað skattstjórinn í Reykjavík að hækka stofn til staðgreiðslu opinberra gjalda og reiknaða afdregna staðgreiðslu vegna erlendra starfsmanna áfrýjanda fyrir mánuðina júlí og ágúst 2003, bæði vegna útsendra starfsmanna áfrýjanda frá höfuðstöðvum hans á Ítalíu og starfsmanna sem sendir höfðu verið hingað til lands á vegum starfsmannaleiganna. Þá beitti skattstjóri álagi vegna vantalinnar staðgreiðslu áfrýjanda fyrir þessa mánuði. Loks hækkaði skattstjóri stofn til útreiknings tryggingagjalds áfrýjanda vegna þessara tveggja mánaða. Þennan úrskurð skattstjóra kærði áfrýjandi til yfirskattanefndar. Nefndin taldi í úrskurði sínum nr. 94/2005 frá 20. apríl 2005 að verulega hefði skort á að skattstjóri veitti framkomnum andmælum áfrýjanda varðandi skilaskyldu á staðgreiðslu af launagreiðslum til erlendra starfsmanna portúgölsku starfsmannaleiganna viðhlítandi úrlausn við meðferð málsins og felldi úr gildi endurákvörðun skattstjóra að því er þann þátt varðaði. Yfirskattanefnd ákvarðaði skilaskylda staðgreiðslu áfrýjanda að öðru leyti vegna þessara tveggja mánaða, en vísaði varakröfu hans varðandi staðgreiðslu tryggingagjalds frá nefndinni. Þessi úrskurður hefur ekki verið borinn undir dómstóla. Með úrskurði 30. janúar 2004 tók skattstjórinn í Reykjavík til endurákvörðunar skilaskyldu áfrýjanda á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir mánuðina september 2003 til og með janúar 2004. Varðaði endurákvörðunin, líkt og í fyrri úrskurði skattstjóra, bæði skilaskyldu staðgreiðslu vegna útsendra ítalskra starfsmanna áfrýjanda og starfsmanna sem ráðnir voru til starfa af portúgölsku starfsmannaleigunum. Áætlaði skattstjóri staðgreiðsluskyldu áfrýjanda vegna þessara starfsmanna á umræddu tímabili og beitti álagi vegna vanskila á staðgreiðslunni. Loks hækkaði hann tryggingagjaldsstofn áfrýjanda vegna þessa tímabils. Áfrýjandi kærði þennan úrskurð til yfirskattanefndar, sem kvað upp úrskurð nr. 95/2005 þann 20. apríl 2005. Hafnaði yfirskattanefnd málsástæðum áfrýjanda er lutu að því að ógilda bæri úrskurð skattstjóra vegna formgalla. Í úrlausn sinni um efnisþátt málsins taldi nefndin áfrýjanda annars vegar staðgreiðsluskyldan vegna starfsmanna sem ráðnir höfðu verið af höfuðstöðvum áfrýjanda á Ítalíu og sendir hingað til lands og hins vegar vegna þeirra starfsmanna sem ráðnir höfðu verið til starfa við virkjanaframkvæmdirnar af portúgölsku starfsmannaleigunum. Yfirskattanefnd fjallaði efnislega um réttarstöðu áfrýjanda varðandi skyldu hans til greiðslu tryggingagjalds vegna erlendra starfsmanna. Nefndin hafnaði aðalkröfu áfrýjanda um að endurákvörðun staðgreiðslu tryggingagjalds yrði felld úr gildi en vísaði varakröfu hans um lækkun gjaldsins frá nefndinni að svo stöddu vegna skorts á upplýsingum. Loks hafnaði nefndin kröfu áfrýjanda um niðurfellingu álags. Málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. III. Aðalkrafa áfrýjanda er á því reist að formlegir ágallar hafi verið á meðferð málsins bæði hjá skattstjóra og yfirskattanefnd. Áfrýjandi heldur því fram að ákvörðun um skyldu sína til að standa skil á staðgreiðslu hafi réttilega átt undir skattstjórann í Austurlandsumdæmi og skattstjórann í Reykjavík því brostið vald til að kveða upp hinn umdeilda úrskurð. Áfrýjandi er útibú erlends hlutafélags, sbr. XVI. kafli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Samkvæmt 138. gr. laganna skulu öll lögskipti, sem leiðir af starfsemi útibús erlends félags hér á landi, lúta íslenskum lögum og lögsögu. Samkvæmt 1. mgr. 141. gr. skal tilkynna hlutafélagaskrá um stofnun útibús erlends hlutafélags og skulu ákvæði VII. kafla laganna um skráningu hlutafélaga varðandi tilkynningar um stofnun félaganna gilda eftir því sem við á. Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 148. gr., sbr. 2. tölulið 2. mgr. 9. gr. laganna, skal greina frá heimilisfangi hlutafélags í tilkynningu um stofnun þess. Ágreiningslaust er að Impregilo SpA ber takmarkaða skattskyldu hér á landi vegna starfsemi áfrýjanda, sbr. 4. tölulið 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Ákvæði 3. mgr. 89. gr. laganna þess efnis að aðilar sem hér á landi eru skattskyldir skv. 3. gr. skuli telja fram og vera skattlagðir þar sem þeir eiga eignir eða hafa tekjur verður að skýra með hliðsjón af framangreindum ákvæðum hlutafélagalaga sem og 2. gr. og 2. mgr. 89. gr. laga nr. 90/2003. Ber samkvæmt því að skattleggja erlent hlutafélag sem hér hefur útibú, sbr. 4. tölulið 3. gr. laga nr. 90/2003, í því umdæmi sem útibúið er með skráð heimilisfang. Eins og að framan er rakið er skráð heimilisfang áfrýjanda í Reykjavík. Það var þannig á valdsviði skattstjórans í Reykjavík að taka hinar umdeildu ákvarðanir, sbr. 84. gr. laga nr. 90/2003 og 1. mgr. 26. gr. laga nr. 45/1987. Aðalkrafa áfrýjanda er einnig á því reist að sami starfsmaður skattstjóra hafi sent áfrýjanda fyrirspurnir, annast athuganir á staðgreiðsluskilum hans og kveðið upp úrskurð í málinu. Telur áfrýjandi að starfsmaðurinn hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins vegna fyrri starfa sinna við það. Um vanhæfi skattyfirvalda gilda ákvæði 104. gr. laga nr. 90/2003, en samkvæmt því má maður eigi taka þátt í meðferð máls ef honum hefði borið að víkja sæti í því sem héraðsdómari. Gengur þetta ákvæði framar hæfisreglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem það hefur að geyma strangari hæfisskilyrði en almennar hæfisreglur þeirra laga, sbr. 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna. Ekki hefur því verið haldið fram að ákvæði a. til f. liða 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eigi við um hagi viðkomandi starfsmanns skattstjórans í Reykjavík. Þá verður ekki talið að hann hafi verið vanhæfur til að fara með málið á grundvelli g. liðar greinarinnar, enda fór öll málsmeðferð fram á sama stjórnsýslustigi og ekki eru fyrir hendi önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest sú niðurstaða hans að hafna öðrum málsástæðum sem áfrýjandi hefur fært fram og lúta að því að endurákvörðun skattstjórans í Reykjavík á staðgreiðsluskilum hafi verið byggð á röngum lagagrundvelli og að málsmeðferð skattstjórans hafi brotið gegn meðalhófsreglu og rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Áfrýjandi krefst ógildingar úrskurðar yfirskattanefndar vegna þess að hann hafi meðal annars verið reistur á ákvæðum í samkomulagi áfrýjanda og Alþýðusambands Íslands frá október 2003, en málsástæðu er á því samkomulagi byggist hafi ríkisskattstjóri ekki haldið fram fyrir yfirskattanefnd og hafi áfrýjanda ekki verið gefið sérstakt tækifæri til að tjá sig um hana. Það er hlutverk yfirskattanefndar að sjá til þess að mál sé nægilega upplýst og ber henni að byggja niðurstöðu sína á fyrirliggjandi gögnum, sbr. 6. gr. og 7. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd. Áfrýjandi var aðili að umræddu samkomulagi og því fullkunnugt um efni þess. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um að hafna þessari málsástæðu áfrýjanda. Þá reisir áfrýjandi kröfu sína á því að sá annmarki hafi verið á málsmeðferð yfirskattanefndar að nefndin hafi látið undir höfuð leggjast að fjalla um tvísköttunarsamning milli Íslands og Portúgals, sem birtur var með auglýsingu nr. 2/2002 í C-deild Stjórnartíðinda. Í úrskurði yfirskattanefndar er rækileg umfjöllun um það hvort ákvæði samningsins hafi beina þýðingu fyrir úrlausn málsins og komst nefndin að þeirri efnislegu niðurstöðu að svo sé ekki. Verður ekki fallist á að það teljist formlegur annmarki á úrskurði nefndarinnar að hún hafi að fenginni þessari niðurstöðu ekki talið þörf á frekari umfjöllum um efnisatriði tvísköttunarsamningsins. Þar sem ekki eru samkvæmt framansögðu ágallar á málsmeðferð skattstjórans í Reykjavík eða yfirskattanefndar þannig að varðað geti ógildingu úrskurða þeirra verður aðalkröfu áfrýjanda hafnað. IV. Varakrafa áfrýjanda lýtur að því að ógilt verði niðurstaða framangreindra úrskurða skattstjórans í Reykjavík og yfirskattanefndar um að áfrýjanda beri að standa skil á staðgreiðslu vegna launa portúgalskra starfsmanna starfsmannaleiganna tveggja. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 45/1987 er staðgreiðsla opinberra gjalda samkvæmt lögunum bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars launamanna á tekjuári og tryggingagjalds launagreiðenda á því ári nema annað sé tekið fram. Samkvæmt A. lið 2. gr. laganna tekur staðgreiðslan meðal annars til tekjuskatts manna sem skattskyldir eru samkvæmt 1. gr. og l. tölulið 3. gr. laga nr. 90/2003. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 45/1987 taka ákvæði laganna til allra aðila, innlendra og erlendra, sem gjaldskyldir eru samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem vísað er til í 2. gr. og til allra þeirra aðila, innlendra og erlendra, sem greiða laun eða annast milligöngu á greiðslum sem gjaldskyldar eru samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem um ræðir í 2. gr. Í 4. gr. laganna er nánari skilgreining á hugtakinu launamaður samkvæmt lögunum og í 5. gr. er kveðið á um hvað teljist til launa samkvæmt þeim. Þá segir í 1. mgr. 7. gr. að launagreiðandi samkvæmt lögunum teljist hver sá aðili sem innir af hendi eða reiknar greiðslur sem teljast laun samkvæmt 5. gr. og er tekið fram í 2. mgr. að ef milligöngumaður annast launagreiðslur skuli hann gegna skyldum launagreiðanda varðandi skil og greiðslur samkvæmt lögunum. Áfrýjandi færir fram þrjár megin málsástæður fyrir því að hann sé ekki skyldur til að greiða staðgreiðslu vegna launa starfsmanna, sem ráðnir eru til starfa af portúgölsku starfsmannaleigunum. Í fyrsta lagi séu þeir starfsmenn sem hér dvelji skemur en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili ekki skattskyldir hér á landi samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamnings milli Íslands og Portúgals, en það eigi við um flesta starfsmenn á vegum starfsmannaleiganna. Því bresti skilyrði til að krefjast staðgreiðsluskila vegna launa þeirra, sbr. A. lið 2. gr. og 3. gr. laga nr. 45/1987. Í öðru lagi sé það viðkomandi starfsmannaleiga en ekki áfrýjandi sem sé laungreiðandi þessara starfsmanna, sbr. 3. gr. og 7. gr. laganna, og því sé kröfum um staðgreiðsluskil ranglega beint að sér. Loks telur hann kröfu um að hann skili staðgreiðslu af launum þessara starfsmanna fela í sér brot á jafnræðisreglu. Ekki er ágreiningur um að starfsmenn sem ráðnir eru af portúgölsku starfsmannaleigunum og dvelja hér á landi meira en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili beri hér ótakmarkaða skattskyldu samkvæmt 1. gr. laga nr. 90/2003. Samkvæmt 1. tölulið 3. gr. laganna bera þeir menn sem dvelja hér á landi og njóta launa fyrir störf sín takmarkaða skattskyldu hér á landi þótt dvöl þeirra eða starf vari 183 daga samtals eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili. Er sérstaklega tekið fram í ákvæðinu að þar með teljist þeir menn sem atvinnu stunda hér á landi á grundvelli samnings um útleigu á vinnuafli, en þessi sérstaka tilgreining kom til með lögum nr. 145/1995. Áfrýjandi dregur ekki í efa að þetta ákvæði geti eftir efni sínu náð til portúgalskra starfsmanna sem hjá honum starfa og ráðnir hafa verið á vegum starfsmannaleiganna. Hann telur hins vegar að hin almennu ákvæði 1. töluliðar 3. gr. laga nr. 90/2003 verði að skýra með hliðsjón af ákvæðum 2. mgr. 15. gr tvísköttunarsamnings milli Íslands og Portúgals, en samkvæmt þeim séu þessir starfsmenn eingöngu skattskyldir í Portúgal. Ekki er lengur ágreiningur með aðilum um að tvísköttunarsamningurinn við Portúgal hafði öðlast gildi er atvik máls þessa áttu sér stað. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. samningsins er almenna reglan sú að skattleggja má vinnulaun, sem maður heimilisfastur í öðru ríkinu fær fyrir starf sem leyst er af hendi í hinu ríkinu, í því ríki sem vinnan er framkvæmd. Frá þessari reglu er gerð sú undantekning í 2. mgr. 15. gr. að einungis skal skattleggja þessi vinnulaun í því ríki þar sem starfsmaðurinn er heimilisfastur ef þrjú skilyrði eru uppfyllt. Í fyrsta lagi að viðtakandinn dvelji ekki í vinnuríkinu lengur en 183 daga samtals á tólf mánaða tímabili, sbr. a. lið ákvæðisins. Í öðru lagi að endurgjaldið sé greitt af eða fyrir hönd vinnuveitanda sem ekki er heimilisfastur í vinnuríkinu, sbr. b. lið, og í þriðja lagi að endurgjaldið sé ekki gjaldfært hjá fastri starfsstöð sem vinnuveitandinn hefur í vinnuríkinu, sbr. c. lið ákvæðisins. Þurfa öll þessi þrjú skilyrði að vera uppfyllt til að undantekningarregla 2. mgr. 15. gr. eigi við, en áfrýjandi telur svo vera. Aðildarríki OECD hafa um árabil átt með sér samstarf á sviði skattamála. Hefur meðal annars verið útbúin fyrirmynd að tvísköttunarsamningi á vegum samtakanna, sem gefin hefur verið út ásamt athugasemdum og skýringum. Hefur þessi fyrirmynd verið notuð í samningaviðræðum aðildarríkja um tvísköttunarmál og er fyrrgreint ákvæði 15. gr. tvísköttunarsamnings Íslands og Portúgals í fullu samræmi við hana. Meðal álitamála við skýringu á ákvæði 15. gr. er hvernig haga skal skattlagningu launa starfsmanna sem heimilisfastir eru í öðru samningsríkinu og ráðnir eru af starfsmannaleigu í því ríki til starfa hjá notanda í hinu ríkinu. Í því sambandi er sérstakt álitaefni hvort starfsmannaleigan eða sá sem unnið er fyrir telst vinnuveitandi hinna útleigðu starfsmanna í merkingu b. og c. liða 2. mgr. 15. gr. Um þetta eru athugasemdir við samningsfyrirmynd OECD á þá lund að texta 2. mgr. 15. gr. beri að túlka þannig að vinnuveitandi í þessu sambandi sé sá sem á rétt til þess verks sem til verður við vinnuna og beri á því ábyrgð og áhættu af því. Við alþjóðlega útleigu á vinnuafli séu þessar heimildir almennt hjá þeim sem unnið er fyrir, en kanna verði í hverju tilviki hvort sá sem unnið er fyrir eða starfsmannaleigan gegni þessu hlutverki. Við mat á því hver teljist vinnuveitandi í merkingu ákvæðisins sé einnig rétt að líta til þess að það sé yfirleitt sá sem unnið er fyrir sem hafi boðvald yfir starfsmönnunum við framkvæmd verksins, verkið sé almennt framkvæmt á vinnustað sem sé undir stjórn og á ábyrgð hans, yfirleitt séu tengsl milli endurgjalds til starfsmannaleigunnar og greiðslna til hinna útleigðu starfsmanna, sá sem unnið er fyrir leggi fyrst og fremst til tæki og efni til starfsins og að fjöldi starfsmanna og kröfur um hæfni þeirra sé ekki eingöngu háð ákvörðunarvaldi starfsmannaleigunnar. Þessar túlkunarreglur hafa almenna þýðingu við úrlausn um efni greinarinnar og eru ekki bundnar við að grunur leiki á að verið sé að misnota starfsmannaleigufyrirkomulagið til skattundandráttar, eins og áfrýjandi heldur fram. Hlutverk, réttindi og skyldur vinnuveitanda í vinnuréttarsambandi eru margþætt og flókin. Geta þau í sumum tilvikum skipst milli fleiri en eins aðila og er staðan sú við útleigu vinnuafls. Fer það þá eftir því hvaða álitamál er til úrlausnar hver telst vinnuveitandi. Ef litið er til ákvæða samninga áfrýjanda og portúgölsku starfsmannaleiganna sem rakin eru í II. kafla hér að framan er ljóst að starfskjör hinna útleigðu starfsmanna ráðast fyrst og fremst af ráðningarsamningum þeirra og starfsmannaleiganna. Er því ekki unnt að líta fram hjá starfsmannaleigunum sem vinnuveitanda þegar starfskjör launþegans eru til umfjöllunar, sbr. dóm Hæstaréttar 7. desember 2006 í máli nr. 267/2006. Á sama hátt er ljóst af fyrrgreindum samningum að öll þau atriði, sem athugasemdir með samningsfyrirmynd OECD benda á að máli skipti við ákvörðun þess hver teljist vinnuveitandi í merkingu 2. mgr. 15. gr. fyrirmyndarinnar, eru í höndum áfrýjanda eða varða hann. Hann telst því vinnuveitandi hinna útleigðu starfsmanna í merkingu 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins milli Íslands og Portúgals og á undantekningarákvæðið ekki við um hann. Samkvæmt því eru hinir portúgölsku starfsmenn skattskyldir hér á landi, sbr. 1. tölulið 3. gr. laga nr. 90/2003. Í lögum nr. 45/1987 er skylda til að standa skil á staðgreiðslu lögð á launagreiðanda eða þann sem annast milligöngu á launagreiðslum. Lögin nota í þessu sambandi hugtakið launagreiðandi, sem er þrengra en hugtakið vinnuveitandi og ekki eins margþætt. Flest þau einkenni sem framangreindar athugasemdir með OECD samningsfyrirmyndinni telja að máli skipti við ákvörðun á því hver teljist vinnuveitandi við útleigu starfsmanna í merkingu 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamninga varða þannig ekki greiðslu launa. Viðmiðanir samningsfyrirmyndarinnar koma því að engu haldi við ákvörðun inntaks hugtaksins launagreiðandi í merkingu 7. gr. laga nr. 45/1987. Við úrlausn á því álitaefni hver teljist launagreiðandi hinna portúgölsku starfsmanna starfsmannaleiganna verður að líta til ákvæða samninga áfrýjanda og starfsmannaleiganna, sem rakin eru í II. kafla hér að framan. Af þeim er ljóst að kjör starfsmannanna ráðast fyrst og fremst af þeim ráðningarsamningi sem starfsmannaleigan gerir við hvern þeirra. Skulu starfsmannaleigurnar láta áfrýjanda í té eintak af þessum ráðningarsamningum. Ber honum að láta starfsmannaleigunum í té upplýsingar um unnar vinnustundir og annað sem nauðsynlegt er til að útbúa launareikninga starfsmannanna fyrir 28. dag hvers mánaðar. Það er síðan hlutverk starfsmannaleigunnar að reikna og greiða lögboðin gjöld af laununum og annast greiðslur á þeim til starfsmannanna. Starfsmannaleigunum ber síðan að láta áfrýjanda í té afrit af mánaðarlegum launareikningum fyrir hvern starfsmann ásamt sönnun um greiðslur sem starfsmannaleigan hefur innt af hendi til starfsmannsins. Það eru samkvæmt þessu starfsmannaleigurnar sem annast launagreiðslur til hinna útleigðu starfsmanna. Milliganga áfrýjanda lýtur að því að leggja til nauðsynlegar upplýsingar til útreiknings launanna, en hann ljær ekki atbeina sinn að útborgun þeirra. Að framan er að því vikið að ákvæði um takmarkaða skattskyldu starfsmanna starfsmannaleiga, sem hér dvelja 183 daga á ári eða skemur, bættust við 1. tölulið 3. gr. tekjuskattslaga með lögum nr. 145/1995. Í athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga voru svofelld ummæli: „Um langt skeið hefur alþjóðleg útleiga vinnuafls leitt til ýmissa vandkvæða í skattframkvæmd. Hér er um það að ræða að rekstraraðili sem óskar eftir því að ráða erlent vinnuafl í skemmri tíma en 183 daga ræður starfskraft í gegnum erlendan millilið. Milliliðurinn gefur sig út fyrir að vera vinnuveitandi og leigir út vinnuaflið til rekstraraðilans. Með breytingunni er gert ráð fyrir að launþegi sem þannig hagar til um verði skattskyldur hér á landi á grundvelli 3. gr. Launagreiðandi hans (hinn innlendi rekstraraðili) ber ábyrgð á staðgreiðslu af launum hans eins og annarra launamanna sem hér starfa tímabundið. Þetta er í samræmi við sambærileg ákvæði tvísköttunarsamninga og er lagt til að tekin verði af tvímæli um að menn sem svo háttar um sem að framan er lýst verði ótvírætt taldir skattskyldir hér á landi.“ Í þessum ummælum felst ekki aðeins skýring á hinu nýja ákvæði frumvarpsins um takmarkaða skattskyldu útleigðra starfsmanna hér á landi heldur einnig ráðagerð um að það skuli vera notandi þjónustunnar en ekki starfsmannaleigan sem teljist launagreiðandi og sé þar með skyldur til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa þessara manna. Þessari ráðagerð var hins vegar ekki fylgt eftir með breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Geta þessi ummæli í greinargerð með frumvarpi til breytinga á öðrum lögum en þeim sem gilda um staðgreiðslu opinberra gjalda ekki verið viðhlítandi grundvöllur til að leggja á notendur þjónustu starfsmannaleiga skyldu til staðgreiðsluskila af launum útleigðra starfsmanna. Til þess þarf skýra heimild í lögum. Samkvæmt framansögðu eru það hinar portúgölsku starfsmannaleigur en ekki áfrýjandi sem almennt teljast launagreiðendur hinn útleigðu portúgölsku starfsmanna, sbr. 7. gr. laga nr. 45/1987. Áfrýjanda bar því almennt ekki skylda til að standa skil á staðgreiðslu vegna launa þessara starfsmanna. Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu er þó til þess að líta að áfrýjandi hefur með fyrrgreindum ákvæðum í grein 3.6 í samningunum við starfsmannaleigurnar og með fyrrgreindu samkomulagi við Alþýðusamband Íslands í október 2003 gengist undir beina skyldu til að greiða portúgölsku starfsmönnunum þann mun sem í hverjum mánuði kann að vera á „netto fjárhæð launa“ samkvæmt virkjunarsamningi og launum samkvæmt ráðningarsamningi starfsmannsins við portúgölsku starfsmannaleiguna, sbr. dóm Hæstaréttar frá 7. desember 2006 í máli nr. 267/2006. Telst áfrýjandi launagreiðandi hinna portúgölsku starfsmanna að því er varðar greiðslu á þeirri fjárhæð sem nemur mismun á íslenskum lágmarkslaunum og portúgölskum launum og er honum því skylt að standa skil á staðgreiðslu af þeim mun. Samkvæmt framansögðu verður fallist á varakröfu áfrýjanda og felld úr gildi sú niðurstaða úrskurðar yfirskattanefndar að áfrýjanda beri að greiða staðgreiðslu vegna launa portúgalskra starfsmanna starfsmannaleiganna Select-I Serviços SA og Nett Nova Empresa de Trabalho Temporário Lda. Stefndi verður dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðinn verður í einu lagi sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Felld er úr gildi sú niðurstaða yfirskattanefndar í úrskurði nr. 95/2005 frá 20. apríl 2005 að áfrýjanda, Impregilo SpA, útibúi á Íslandi, beri að greiða staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launa portúgalskra starfsmanna starfsmannaleiganna Select-I Serviços SA og Nett Nova Empresa de Trabalho Temporário Lda. Stefndi, íslenska ríkið, greiði áfrýjanda samtals 2.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. júlí 2006. Mál þetta, sem dómtekið var 19. júní sl., var höfðað 30. ágúst 2005 af hlutafélaginu Impregilo S.p.A., Via le Italia, 1, 20099 Sesto San Giovanni, Mílanó, Ítalíu, vegna útibús Impregilo S.p.A. á Íslandi, á hendur íslenska ríkinu. Stefnandi krefst þess í fyrsta lagi að ógiltur verði með dómi úrskurður skattstjórans Reykjavík frá 30. júní 2004 í máli stefnanda. Í öðru lagi krefst stefnandi þess að ógiltur verði með dómi úrskurður yfirskattanefndar nr. 95/2005 frá 20. apríl 2005 í kærumáli stefnanda. Til vara krefst stefnandi þess að fellt verði niður álag samkvæmt úrskurði skattstjórans í Reykjavík 30. júní 2004 að fjárhæð 37.246.316 krónur og að stefnda verði gert að endurgreiða stefnanda þá fjárhæð ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995, sbr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 17. ágúst 2004 til 27. september sama ár, en með vöxtum samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995, sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Í báðum tilvikum er þess krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda málskostnað samkvæmt málskostnaðaryfirliti. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og að stefnda verið tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnanda að mati réttarins. Til vara er þess krafist að stefnukröfurnar verði lækkaðar og málskostnaður verði látinn falla niður. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Í málatilbúnaði stefnanda er því lýst að stefnandi sé ítalskt hlutafélag sem hafi með höndum alþjóðlega verktaka- og byggingarstarfsemi á Ítalíu og víða um heim. Starfssvið stefnanda sé að byggja á eigin vegum eða fyrir aðra vegi, hafnir, vökvaafls- og vatnsorkuver, byggingar og járnbrautir og almennt alls kyns verkfræðilegar byggingar á Ítalíu og erlendis. Með tilkynningu til hlutafélagaskrár 13. febrúar 2003 tilkynnti stefnandi að hann hefði stofnað útibú á Íslandi undir nafninu Impregilo S.p.A. Ísland útibú. Útibúið hefur skráð heimilisfang að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Stefnandi varð aðalverktaki Landsvirkjunar við byggingu Kárahnjúkavirkjunar með verksamningi 18. mars sama ár, en framkvæmdir stefnanda hófust þar þá um sumarið. Með bréfi 15. september s.á. sendi skattstjórinn í Reykjavík fyrirspurn til útibús stefnanda á Íslandi og óskaði eftir upplýsingum um með hvaða hætti staðið hefði verið að greiðslum launa til íslenskra og erlendra starfsmanna útibúsins á því ári. Einnig var í sama bréfi óskað eftir gögnum ef um væri að ræða samninga við erlenda aðila vegna svokallaðra starfsmannaleigu. Í stefnu kemur fram að endurskoðanda útibús stefnanda, Deloitte&Touche, hafi þótt fyrirspurn skattstjóra óskýr og upplýsingar hafi vantað frá skattyfirvöldum um fjölmörg skattaleg atriði. Þess vegna hafi endurskoðandi óskað eftir upplýsingafundi með starfsmönnum ríkisskattstjóra. Í því sambandi vísar stefnandi til minnisblaðs, þar sem fram komi að endurskoðandi útibús stefnanda teldi að skýra þyrfti nánar tiltekin atriði og hafi lögfræðingur Deloitte&Touche verið af þeim sökum í sambandi við yfirlögfræðing og forstöðumann ríkisskattstjóra vegna fyrirhugaðs fundar varðandi skyldur útibús stefnanda, sem gjaldanda vegna erlendra starfsmanna og undirverktaka er stefnandi hefði gert samninga við. Af hálfu stefnanda er einnig vísað til þess að síðar hafi, að ósk vararíkisskattstjóra, verið fallið frá fundi lögmanna útibúsins og ríkisskattstjóra. Enginn fundur var haldinn en málsaðilar deila um ástæður þess. Með bréfi skattstjórans í Reykjavík 6. október s.á. var útibúi stefnanda tilkynnt að skattstjórinn hefði í hyggju að endurákvarða fjárhæðir skilaskyldrar staðgreiðslu og tryggingargjaldsstofn vegna tímabilanna júlí og ágúst 2003. Í bréfinu er tekið fram að ekkert svar hafi borist við fyrirspurnum skattstjóra 15. september s.á. Þar er einnig vísað til þess að samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt skuli allir þeir sem dvelji hér á landi, og njóti launa fyrir störf sín hér, greiða tekjuskatt af þeim launum þótt dvöl þeirra eða starf vari 183 daga samtals eða skemur á hverju 12 mánaða tímabili. Samkvæmt upplýsingum sem skattstjóri hefði aflað frá heimasíðu Kárahnjúka virtist vanta að minnsta kosti 200 einstaklinga á staðgreiðsluskrá vegna júlímánaðar og að minnsta kosti 450 einstaklinga vegna ágústmánaðar. Í bréfinu koma fram útreikningar skattstjóra varðandi breytingar sem hann hefði í hyggju að gera á stofnfjárhæðum félagsins til staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir framangreinda mánuði vegna vantalinnar staðgreiðslu. Við þær fjárhæðir bættist álag samkvæmt 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Einnig hefði skattstjóri ákveðið í samræmi við 13. gr. laga nr. 113/1990 að endurákvarða fjárhæðir tryggingagjaldsstofns stefnanda vegna sömu mánaða. Með bréfi Deloitte&Touche 25. október s.á. var boðuðum breytingum skattstjóra á hækkun á staðgreiðslu opinberra gjalda andmælt og þess krafist að fallið yrði frá þeim. Einnig var framangreindum áætlunum og áformum skattstjórans frá 6. október mótmælt með bréfi lögmanna útibús stefnanda til skattstjóra 21. nóvember s.á. og þess krafist að fallið yrði frá þeim. Í bréfinu er útskýrt hvernig og hvar starfsmenn fái greidd laun. Mótmælt er að stefnandi teljist launagreiðandi starfsmanna, sem komið hafi til starfa samkvæmt samningum við erlendar starfsmannaleigur í skemmri tíma en 183 daga á hverju 12 mánaða tímabili, samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá er og vísað til þess að ákvarðanir skattstjóra um endurákvarðanir staðgreiðslu væru byggðar á ótraustum upplýsingum. Með úrskurði eftirlitsskrifstofu skattstjórans í Reykjavík 26. janúar 2004 var talið að allir starfsmenn stefnanda hér á landi, hvort sem þeir væru ráðnir á vegum stefnanda á Ítalíu eða á vegum útibúsins, væru skattskyldir hér á landi vegna tekna, sem þeir öfluðu hér samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, og því bæri útibúinu að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda af öllum launagreiðslum samkvæmt 1. tl. 20. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjárhæðir vegna staðgreiðsluskyldu af launum portúgalskra starfsmanna, sem komu til starfa hjá stefnanda á vegum starfsmannaleigufyrirtækjanna Select S.A. og Nett S.A í Portúgal, var áætluð. Í samræmi við það voru með úrskurðinum gerðar breytingar á stofni útibúsins til staðgreiðslu opinberra gjalda umrædda mánuði. Stefnandi kærði úrskurðinn til yfirskattanefndar sem kvað upp úrskurð nr. 94/2005 miðvikudaginn 20. apríl 2005 þar sem ákvörðun skattstjóra var felld úr gildi hvað varðaði launagreiðslur til portúgalskra starfsmanna við Kárahnjúka. Sama dag kvað yfirskattanefnd upp úrskurð nr. 95/2005, en þar hafði stefnandi kært úrskurð skattstjórans í Reykjavík frá 30. júní 2004 til nefndarinnar með kæru 27. september sama ár. Með úrskurði skattstjórans í Reykjavík 30. júní 2004 var tekin ákvörðun um að endurákvarða skilaskylda staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds stefnanda vegna launagreiðslna til erlendra starfsmanna á tímabilinu september til og með desember 2003 og í janúar 2004 til viðbótar því sem stefnandi hafði áður staðið skil á. Í úrskurðinum kemur fram að áætluð fjárhæð vegna tímabilsins september til desember 2003 var 145.000.000 krónur og vegna janúar 2004 var hún 43.500.000 krónur. Við þær fjárhæðir bætti skattstjóri álagi samkvæmt 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, en álag vegna tímabilsins september til desember 2003 nam 29.835.608 krónum, en vegna janúar 2004 var álagið 7.410.708 krónur, eða samtals 37.246.316 krónur. Með úrskurði yfirskattanefndar í málinu nr. 95/2005 var kröfum stefnanda, um að úrskurður skattstjóra yrði felldur úr gildi, hafnað og úrskurður skattstjóra staðfestur að öðru leyti en því að fjárhæð skilaskyldrar staðgreiðslu vegna janúar 2004 var lækkuð að álitum um 8.500.000 krónur að teknu tilliti til framlagðra upplýsinga stefnanda og skyldi álag lækka til samræmis við það. Við munnlegan málflutning kom fram að málsaðilar væru sammála um að til frádráttar varakröfu stefnanda, um endurgreiðslu á álagi að fjárhæð 37.246.361 krónur, komi lækkun, sem ákveðin hafi verið með úrskurði yfirskattanefndar, að því leyti sem hún hefði komið til framkvæmda. Af stefnanda hálfu er þess krafist í málinu að úrskurður skattstjórans í Reykjavík frá 30. júní 2004 og úrskurður yfirskattanefndar frá 20. apríl 2005 í máli nr. 95/2005 verði felldir úr gildi. Af stefnanda hálfu er því haldið fram að útibú stefnanda hafi ekki verið vinnuveitandi hinna portúgölsku starfsmanna sem ráðnir voru til starfa hér á landi við Kárahnjúkavirkjun samkvæmt verksamningi stefnanda við Select og Nett um útleigu á umræddum starfsmönnum á þeim tíma sem úrskurðir skattstjóra og yfirskattanefndar ná til. Stefnandi hafi heldur ekki verið launagreiðandi þessara starfsmanna í skilningi staðgreiðslulaga nr. 45/1987 og hvorki í skilningi b liðar 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins milli Portúgals og Íslands, sem tók gildi 11. maí 2002 og kom til framkvæmda 1. janúar 2003, né í skilningi íslensks vinnuréttar. Þá hafi einnig verið ýmsir formlegir annmarkar á úrskurðunum, eins og hér á eftir verður rakið. Úrskurðirnir, sem krafist er að felldir verði úr gildi, hafi því verið ólögmætir. Þessum sjónarmiðum og staðhæfingum stefnanda er öllum andmælt af hálfu stefnda. Af hans hálfu er vísað til þess að stefnandi uni við niðurstöðu yfirskattanefndar um mál ítalskra starfsmanna útibús stefnanda svo og efnislega niðurstöðu vegna tryggingagjalds og sé krafa um ógildingu úrskurðarins í heild eingöngu gerð vegna réttarfarsreglna. Ágreiningur í máli þessu lúti því að staðgreiðsluskyldum stefnanda vegna opinberra gjalda erlendra starfsmanna við Kárahnjúka sem ráðstafað sé til starfa þar í þágu stefnanda af portúgölskum starfsmannaleigufyrirtækjum. Sé einkum um það deilt hvort stefnandi teljist launagreiðandi þeirra starfsmanna í skilningi laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og um skattlagningarrétt vegna launa viðkomandi starfsmanna samkvæmt framangreindum tvísköttunarsamningi Íslands og Portúgal, sbr. auglýsingu nr. 2 frá 31. maí 2002 þar sem samningurinn sé birtur sem fylgiskjal. Útgáfudagur C deildar Stjórnartíðinda, sem auglýsingin birtist í, hafi verið 18. desember 2003. Þá er og deilt um það hvort fella beri niður álag sem stefnanda var gert að greiða samkvæmt 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Í því sambandi er af hálfu stefnanda haldið fram að útibú stefnanda hafi haft afsakanlegar ástæður fyrir því að skila ekki staðgreiðslu vegna portúgölsku starfsmannanna, bæði vegna þess að það hafi ekki talið sig launagreiðanda þeirra og einnig vegna þess að útibú stefnanda hafi engar upplýsingar og leiðbeiningar fengið frá skattyfirvöldum. Þessu er mótmælt af hálfu stefnda sem telur að öll lagaskilyrði skorti fyrir því að fella álagið niður. Málsástæður og lagarök stefnanda Af hálfu stefnanda er vísað til þess að fljótlega hafi orðið ljóst við undirbúning framkvæmdanna við Kárahnjúka að ráða þyrfti hundruðir starfsmanna á mjög stuttum tíma. Þar sem ekki hafi reynst nægjanlegt framboð á íslensku vinnuafli við virkjunarframkvæmdirnar hafi stefnandi þurft að leita til viðurkenndra, sjálfstæðra, alþjóðlegra starfsmannaleiga. Í kjölfarið hafi útibú stefnanda gert samninga 20. júlí 2003 við tvær portúgalskar starfsmannaleigur, Select (Select 1 Servicos, SA.) og Nett (Nova Empresa de Trabalhto Temporario, Lda.), um útvegun hæfra starfsmanna til ýmissa ólíkra starfa sem framkvæmdirnar krefðust. Samkvæmt samningunum taki starfsmannaleigurnar að sér að útvega og leigja útibúi stefnanda starfsmenn til vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Starfsmennirnir þurfi að fullnægja sérstökum hæfisskilyrðum í hinum ýmsu atvinnugreinum eftir þörfum útibús stefnanda. Í samningum stefnanda við Select og Nett komi fram að þær geri ráðningarsamninga, í samræmi við portúgölsk lög, við hvern einstakan starfsmann sem þær útvegi til útibús stefnanda. Starfsmannaleigunum beri að sjá til þess að starfsmenn þeirra séu skráðir í portúgalska almannatryggingakerfið og þær beri alfarið ábyrgð á því að reikna og greiða tryggingargjöld og tekjuskatta í Portúgal vegna launa starfsmannanna í samræmi við portúgölsk lög. Í samræmi við skyldur stefnanda, samkvæmt verksamningum við Landsvirkjun frá 18. mars 2003, kveði gr. 3.6. í samningum stefnanda við Select og Nett á um að samanburður sé gerður milli umsaminna nettólauna annars vegar (portúgalskra launa) og nettólauna samkvæmt virkjunarsamningi íslensku verkalýðsfélaganna, (íslenskra launa) hins vegar. Fyrir kaup útibús stefnanda á þjónustu Select og Nett greiði það þóknun sem miðuð sé við fjölda vinnutíma samkvæmt mánaðarlegum reikningum starfsmannaleiganna. Samkvæmt gr. 5.7. í samningunum skuli starfsmannaleigurnar greiða staðgreiðsluskatta á Íslandi fyrir hönd portúgölsku starfsmannanna vegna launa þeirra mánaðarlega í samræmi við gildandi tvísköttunarsamning milli Íslands og Portúgals. Í þeim tilgangi beri starfsmannaleigunum að afla sér íslenskrar kennitölu og aðgang á launagreiðendaskrá skattyfirvalda til þess að geta annast þessar skattgreiðslur. Starfsmannaleigurnar hafi gert ráðningarsamninga við alla starfsmennina sem þeir leigi til útibús stefnanda. Þá hafi þær óskað eftir skráningu á launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra til þess að þeim yrði unnt að sinna staðgreiðsluskyldum sínum hér á landi fyrir þá starfsmenn sem dvelji hér lengur en 183 daga. Ríkisskattstjóri hafi hins vegar hafnað því að skrá þær á launagreiðendaskrá. Þrátt fyrir það hafi starfsmannaleigunum tekist fyrir milligöngu PriceWaterhouseCoopers (PWC) að greiða staðgreiðslu til Tollstjórans í Reykjavík af launum þeirra starfsmanna sem hafi starfað hér á landi lengur en 183 daga og sent ríkisskattstjóra lista yfir umrædda starfsmenn með upplýsingum sem krafist sé að fylgi staðgreiðsluuppgjöri. Vegna synjunar ríkisskattstjóra um skráningu starfsmannaleiganna á launagreiðendaskrá hafi PWC ekki tekist að gera rafræn skil á framangreindum upplýsingum, svo sem venja sé hér á landi, en synjun ríkisskattstjóra hafi verið kærð til yfirskattanefndar. Starfsmannaleigurnar hafi þannig alltaf, eðli málsins samkvæmt, litið á sig sem vinnuveitendur umræddra starfsmanna þótt því hafi verið hafnað af hálfu ríkisskattstjóra. Þær hafi leitað eftir staðfestingu portúgalskra skattyfirvalda á greiðsluskyldu sinni. Útibúi stefnanda berist, í samræmi við samninga sína við Select og Nett, mánaðarlega reikningar frá þeim vegna útleigðra starfsmanna þar sem skuldfært sé fyrir greiðslum fyrir þá í samræmi við unna tíma við hin ýmsu verkefni. Þá berist útibúinu jafnframt mánaðarlega afrit af launaseðlum allra hinna portúgölsku starfsmanna til þess að unnt sé að framkvæma samanburð á launum þeirra í Portúgal við virkjunarsamninginn. Þegar portúgölsku starfsmennirnir hafi hafið störf við Kárahnjúka í júlí 2003 hafi ekki legið fyrir neinar upplýsingar um skattskyldu útleigðra, erlendra starfsmanna á Íslandi. Ríkisskattstjóri hafi ekki fyrr en 27. ágúst 2003 gefið út ákvarðandi bréf um skattalega stöðu varðandi leigu á erlendu vinnuafli, sbr. ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra nr. 8/2003. Í þessum reglum sé ekki að finna neina umfjöllun um skattalega stöðu erlendra, útleigðra starfsmanna þegar um sé að ræða tvísköttunarsamning við það land sem starfsmennirnir komi frá. Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Portúgals, sem undirritaður hafi verið 2. ágúst 1999 og öðlaðist gildi 11. maí 2002 samkvæmt auglýsingu utanríkisráðuneytisins 31. maí 2002, hafi þá verið í gildi. Samkvæmt skýrum ákvæðum hans hafi ekki getað komið til neinnar skattskyldu þessara útleigðu starfsmanna fyrr en að liðnum 183 dögum. Fyrstu staðgreiðsluskattskilin vegna þessara starfsmanna hafi því ekki getað átt sér stað á þessum fyrstu mánuðum dvalar þeirra á Íslandi. Með bréfi eftirlitsskrifstofu skattstjórans í Reykjavík 15. september 2003 hafi útibú stefnanda verið beðið um upplýsingar um það hvernig staðið hefði verið að greiðslum launa til íslenskra og erlendra aðila á árinu 2003. Eftirlitsskrifstofan fari með skatteftirlit og hafi yfirumsjón með eftirlitsaðgerðum, sem skattstjóra sé falið að framkvæma á álagningu opinberra gjalda, boði skattaðilum breytingar í framhaldi af því og úrskurði sjálf í þeim málum þar sem boðaðar hafi verið skattbreytingar af hálfu skrifstofunnar. Eftirlitsskrifstofan skiptist í tvær deildir, eftirlitsdeild og úrskurðar- og lögfræðideild, en samkvæmt verklagsreglum skattstjórans úrskurði síðarnefnda deildin í þeim málum þar sem boðaðar hafi verið skattbreytingar af hálfu eftirlitsdeildar. Atvinnurekstrar- og stjórnunarskrifstofa skattstjórans í Reykjavík fari hins vegar með álagningu þeirra opinberu gjalda á aðila sem hafi með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. Þar undir falli mánaðarleg skil staðgreiðslu og tryggingagjalds innan staðgreiðsluárs. Í framhaldi af þessu bréfi eftirlitsskrifstofu skattstjórans hafi skrifstofan boðað endurákvörðun á staðgreiðsluskilum útibús stefnanda fyrir tímabilið júlí og ágúst 2003 þrátt fyrir að gjalddagi skila vegna þessa tímabils hafi verið 15. september, eða sama dag og bréf eftirlitsskrifstofu sé dagsett. Á þeim degi hafi meðferð staðgreiðsluskila heyrt beint undir atvinnurekstrar- og stjórnunarskrifstofu skattstjóra sem hafi samkvæmt 21. gr. staðgreiðslulaga borið að yfirfara skilagreinar útibús stefnanda og gera á þeim þær leiðréttingar er þörf krafði og áætla greiðsluskyldu ef skilagreinar reyndust ófullnægjandi. Enn fremur hafi verið óskað eftir samningum stefnanda við erlenda aðila vegna starfsmannaleigu eða lista yfir nöfn starfsmanna, ásamt upplýsingum um frá hvaða landi þeir væru, hversu lengi þeir hefðu verið að störfum hér á landi og um fjárhæð launa á mánuði. Í bréfi eftirlitsskrifstofunnar hafi verið vísað í ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra um leigu á erlendu vinnuafli, sem hafi birst á vef ríkisskattstjóra sem ákvarðandi bréf 27. ágúst s.á. Í bréfi eftirlitsskrifstofunnar sé sérstaklega rakið að til þess að meta skyldur launagreiðanda samkvæmt lögum um staðgreiðslu þurfi að meta hvert vinnusamband fyrir sig til þess að tryggja að rétt skattaleg meðferð tekna náist. Við þetta mat þurfi að skoða hvern einstakan samning, sem gerður hafi verið milli atvinnurekanda og starfsmanna hans, og verði m.a. að líta til þess hver beri ábyrgð á störfum starfsmanna, hver hafi verkstjórn, hvar vinnan sé innt af hendi og hver leggi til verkfæri og efni. Öllu máli skipti að rétt skattaleg meðferð tekna náist. Þar sem endurskoðanda útibús stefnanda, Deloitte&Touche, hafi þótt fyrirspurn skattstjóra óskýr, og upplýsingar hafi vantað frá skattyfirvöldum um fjölmörg skattaleg atriði, hafi endurskoðandi óskað eftir fundi með starfsmönnum ríkisskattstjóra. Hann hafi sent minnisblað þar sem fram komi að endurskoðandi útibús stefnanda teldi að skýra þyrfti nánar 9 atriði. Af þeirri ástæðu hafi lögfræðingur Deloitte&Touche verið í sambandi við Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðing ríkisskattstjóra, og síðan Braga Gunnarsson, forstöðumann hjá ríkisskattstjóra, vegna fyrirhugaðs fundar varðandi skyldur útibús stefnanda sem gjaldanda vegna erlendra starfsmanna og undirverktaka er stefnandi hafði gert samninga við. Að ósk Ingvars J. Rögnvaldssonar vararíkisskattstjóra hafi síðar verið fallið frá fundi lögmanna útibúsins og ríkisskattstjóra um þau fjölmörgu atriði sem Deloitte&Touche hafi talið óljós. Með bréfi 6. október 2003 hafi eftirlitsskrifstofa skattstjóra síðan boðað að hún hefði í hyggju að endurákvarða fjárhæðir skilaskyldrar staðgreiðslu og tryggingargjaldsstofn vegna júlí og ágúst 2003. Í kjölfarið hafi Deloitte&Touche sent bréf til skattstjórans í Reykjavík þar sem bent hafi verið á að boðunarbréf embættisins byggði á ótraustum grunni og þess krafist að boðaðar breytingar á skattskilum útibús stefnanda yrðu felldar niður. Þess hafi jafnframt verið farið á leit við skattstjórann að útibúi stefnanda yrði veittur frestur til 15. nóvember 2003 til þess að fara yfir samninga þá sem það hefði gert við undirverktaka. Með bréfi lögmanna útibús stefnanda 21. nóvember 2003 hafi boðunarbréfi skattstjóra frá 6. október 2003 verið mótmælt. Eftirlitsskrifstofa skattstjórans í Reykjavík hafi kveðið upp úrskurð 26. janúar 2004 um hækkun opinberra gjalda útibús stefnanda, samtals að fjárhæð rúmar 48 milljónir króna að meðtöldu álagi. Í kjölfarið hafi útibú stefnanda kært úrskurðinn til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að þar sem verulegir annmarkar hefðu verið á rökstuðningi skattstjóra í hinum kærða úrskurði, að því er varðaði skilaskyldu staðgreiðslu af launagreiðslum til portúgalskra starfsmanna frá starfsmannaleigunum Nett og Select, bæri að ómerkja hinar kærðu breytingar skattstjóra að því er þá varðaði. Hins vegar hafi yfirskattanefnd ekki tekið efnislega afstöðu til þessa þáttar málsins í úrskurði sínum heldur hafi endurákvarðanir skattstjóra varðandi portúgölsku stafsmannanna verið ómerktar þar sem nefndinni hafi ekki þótt rétt að þeim staðið. Í framhaldi af úrskurði skattstjóra 26. janúar 2004 hafi eftirlitsskrifstofa skattstjórans í Reykjavík tekið aftur til skoðunar staðgreiðsluskil útibús stefnanda fyrir tímabilin september, október, nóvember og desember 2003, ásamt janúar 2004. Eftirlitskrifstofan hafi sent útibúi stefnanda fyrirspurn 17. febrúar 2004 þar sem krafist hafi verið upplýsinga um skil á staðgreiðslu útibúsins á opinberum gjöldum á framangreindu tímabili. Auk þess hafi verið krafist ljósrita af samningum við erlenda aðila vegna svokallaðrar starfsmannaleigu og lista yfir starfsmenn sem þar um ræddi. Af hálfu útibús stefnanda hafi verið svarað með bréfum 2. og 3. mars s.á, þar sem fram komi að af hálfu útibús stefnanda væri litið svo á að þegar viðkomandi starfsmenn dveldu hér á landi við störf skemur en 183 daga væri ekki um að ræða skattskyldu hér á landi vegna þeirra. Í því sambandi hafi meðal annars verið skírskotað til tvísköttunarsamnings milli Íslands og Portúgals. Engin heimild væri í lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda til þess að gera útibú stefnanda ábyrgt fyrir staðgreiðsluskilum starfsmanna annarra aðila. 1. Skattstjórann í Reykjavík hafi brostið vald til að úrskurða um málefni útibús stefnanda vegna þess að skattlagningar- og framtalsstaður þess og portúgölsku starfsmannanna hafi verið í umdæmi skattstjórans í Austurlandsumdæmi. Álagning stefnanda og eftirlit með henni hafi því fallið undir það umdæmi eða eftir atvikum undir eftirlit ríkisskattstjóra. 2. Skattstjórann í Reykjavík og ríkisskattstjóra hafi brostið vald til þess að túlka ákvæði tvísköttunarsamninga, en slík túlkun heyri að lögum undir fjármálaráðuneytið. 3. Með því að hafna málaleitan útibús stefnanda um fund til þess að fá upplýsingar um skattalega stöðu þess og hefja í þess stað eftirlitsmál á hendur útibúinu hafi skattyfirvöld brotið leiðbeiningarskyldu sína og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. 4. Skattstjórinn í Reykjavík hafi ekki farið að réttum reglum við meðferð málsins sem eftirlitsmáls, og hafi hann þannig brotið gegn stjórnsýsluákvæðum laga. Eftir úrskurð yfirskattanefndar 25. apríl 2005 hafi stefnandi séð sig knúinn til þess að gera samkomulag við ríkisskattstjóra þess efnis að útibú stefnanda myndi skila inn staðgreiðslu vegna umræddra starfsmanna Select og Nett fyrir tímabilið júlí til ágúst 2003. Samkomulagið hafi verið gert með þeim fyrirvara að stefnandi hygðist höfða dómsmál á hendur stefnda til þess að fá skorið úr lögmæti þess með dómi að stefnandi beri ábyrgð á staðgreiðslu vegna starfa umræddra starfsmanna Select og Nett á grundvelli verksamnings stefnanda við þau fyrirtæki. Stefnandi hafi því höfðað málið á hendur stefnda til þess að fá úrskurði skattstjórans í Reykjavík og yfirskattanefndar ómerkta með dómi og fá þar viðurkennd sjónarmið sín varðandi skattalega stöðu stefnanda í tengslum við portúgalska starfsmenn Select og Nett. Stefnandi byggi kröfu sína um ógildingu úrskurða skattstjóra og yfirskattanefndar á því að þeir hafi í fyrsta lagi verið haldnir formlegum annmörkum sem valdi því að þeir séu ógildanlegir. Í öðru lagi hafi báðir úrskurðirnir verið haldnir efnislegum annmörkum sem einnig eigi að leiða til ógildingar þeirra. Stefnandi telji að skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið meðferð málsins heimil sökum valdþurrðar. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda annist skattstjórar skatteftirlit, hver í sínu umdæmi. Réttur skattlagningarstaður stefnanda og þeirra erlendu starfsmanna sem málið varði sé í umdæmi skattstjórans í Austurlandsumdæmi en ekki í Reykjavík, sbr. 3. mgr. 89. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt og 84. gr. sömu laga um lögbundna umdæmisskiptingu. Óumdeilt sé að stefnandi og þeir erlendu starfsmenn sem mál þetta fjalli um beri takmarkaða skattskyldu hér á landi samkvæmt 3. gr. tekjuskattslaga. Þegar svo hátti til skuli skattleggja aðila í því umdæmi þar sem þeir eigi eignir eða hafi tekjur. Stefnandi eigi allar eignir sínar hér á landi og hafi tekjur í fastri starfsstöð sinni við Kárahnjúka í umdæmi skattstjórans í Austurlandsumdæmi. Auk þess séu þeir erlendu starfsmenn sem mál þetta varði óumdeilt með skattskyldu í því umdæmi. Skattstjóri og yfirskattanefnd hafi hins vegar talið að skýra ætti 3. mgr. 89. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sem fjalli um skattlagningarstað útibúa, með hliðsjón af ákvæðum hlutafélagalaga um heimilisfang. Af því leiddi að skattlagningarstaður útibús stefnanda ætti að ráðast af 2. mgr. 89. gr. sem fjalli um skattlagningarstað skráðra hlutafélaga, þar sem kveðið sé á um að skráð félög skuli telja fram og vera skattlögð þar sem þau eigi heimili, en heimili þeirra telst þar sem þau séu skráð, þar sem þau telji heimili sitt samkvæmt samþykktum sínum eða þar sem raunveruleg stjórn þeirra sé. Stefnandi hafi því verið talinn skattskyldur í Reykjavík þar sem lögheimili útibús stefnanda sé skráð. Ákvæði tekjuskattslaga um skattlagningarstað útibúa séu sérákvæði sem gildi framar ákvæðum hlutafélagalaga um heimili hlutafélaga, auk þess sem ákvæði 2. mgr. 89. gr. tekjuskattslaga gildi eingöngu um félög, skráð hér á landi. Samkvæmt samþykktum stefnanda sé heimili útibús stefnanda á Ítalíu og þar sé öll stjórn útibúsins. Auk þess leiði almenn efnisrök stjórnsýsluréttar um staðarþekkingu til þess að skattlagning fyrirtækja og eftirlit með henni sé í því umdæmi þar sem starfsemin fari fram, enda beri ákvæði 3. mgr. 89. gr. tekjuskattslaga því vitni. Stefnandi hljóti því að teljast með skattskyldu í Austurlandsumdæmi í samræmi við ákvæði 3. mgr. 89. gr. tekjuskattslaga um skattlagningarstað aðila með takmarkaða skattskyldu hér á landi. Skattstjórinn í Reykjavík hafi því ekki verið bær til þess að fjalla um mál stefnanda, enda hafi það samkvæmt tekjuskattslögum ekki fallið undir verksvið hans. Með afskiptum af málum stefnanda og þeirra erlendu starfsmanna sem um ræði hafi skattstjórinn í Reykjavík gengið inn á verksvið skattstjórans í Austurlandsumdæmi sem hann hafi brostið vald til samkvæmt 3. mgr. 89. gr. tekjuskattslaga og lögbundinni umdæmisskiptingu í 84. gr. sömu laga. Því hafi verið um valdþurrð að ræða sem eigi að leiða til ógildingar úrskurðar skattstjórans í Reykjavík 30. júní 2004. Þá hafi skattstjórann í Reykjavík brostið vald til þess að túlka ákvæði tvísköttunarsamninga, sbr. 3. mgr. 119. gr. tekjuskattslaga, sem kveði á um að það sé í höndum fjármálaráðherra. Í samræmi við það hafi ríkisskattstjóri greinilega ekki séð sér fært að fjalla um áhrif tvísköttunarsamninga á útleigu erlends vinnuafls í ákvarðandi bréfi hans nr. 8/2003. Af þessu leiði að úrskurður skattstjórans í Reykjavík sé ólögmætur þar sem hann hafi verið byggður á valdþurrð, en skattstjóri hafi lögum samkvæmt ekki heimild til þess að túlka tvísköttunarsamninginn sem reynt hafi á í máli stefnanda. Skattstjóri hafi byggt úrskurð sinn á ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra nr. 8/2003 í stað þess að kalla eftir túlkun fjármálaráðherra eða verklagsreglum, sbr. 3. mgr. 119. gr. tekjuskattslaga. Stefnandi telji stjórnsýslulega ágalla á málsmeðferð skattstjórans í Reykjavík. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda skuli skattstjórar annast skatteftirlit hver í sínu umdæmi, en mál þetta hafi af hálfu skattstjórans í Reykjavík verið rekið af eftirlitsskrifstofu hans sem skatteftirlitsmál og hafi skattstjórinn við endurákvörðunina vísað til heimilda sinna samkvæmt 21. og 26. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Hins vegar komi fram í úrskurði yfirskattanefndar nr. 95/2005 að endurákvörðun skattstjóra á staðgreiðsluskilum stefnanda hafi verið byggð á 7. mgr. 28. gr. staðgreiðslulaga, sem byggi á því að bókhald skattaðila sé skoðað, en ekki 21. gr. þeirra eins og skattstjórinn hafi byggt á. Skattstjóri hafi brotið gegn reglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um leiðbeiningarskyldu og meðalhóf við meðferð máls stefnanda, sbr. 7. og 12. gr. stjórnsýslulaga, sbr. einnig 3. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 373/2001. Útibú stefnanda hafi óskað eftir fundi með skattstjóra í kjölfar fyrirspurnar hans, með tölvupósti 24. september 2003, þar sem stefnandi hafi talið fyrirspurnina mjög óljósa og óskýra. Með beiðni stefnanda hafi fylgt listi yfir þau atriði sem stefnandi hafi óskað nánari skýringar á hjá skattyfirvöldum. Skattstjóri hafi síðan vísað fyrirspurn stefnanda áfram til ríkisskattstjóra sem aftur á móti hafi hafnað beiðni stefnanda um fund án skýringa. Með slíkri afgreiðslu skattstjórans og ríkisskattstjóra á erindi stefnanda hafi umræddir aðilar brotið gegn ákvæðum 7. gr. stjórnsýslulaga um leiðbeiningarskyldu sína með því að veita stefnanda ekki frekari leiðbeiningar og skýringar þegar eftir því var leitaði. Þar að auki hefði átt að vísa erindi hans til fjármálaráðherra sem fari með túlkun tvísköttunarsamninga og verklagsreglur í tengslum við þá. Slík meðferð hefði verið árangursríkari og vægari en sú ákvörðun að fara með málið sem eftirlitsmál og hafi því verið brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga. Við endurákvörðun skattstjóra á staðgreiðsluskilum stefnanda hafi eingöngu verið byggt á vinnu sem framkvæmd hafi verið innanhúss hjá embættinu án þess að framkvæmd hafi verið nokkur sjálfstæð skoðun með heimsókn á vinnustað stefnanda, skýrslutökum af starfsmönnum stefnanda og/eða skoðun á bókhaldi útibús stefnanda. Með þessu hafi eftirlitsskrifstofan brotið gegn ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra og reglugerð um samtímaeftirlit, sbr. reglugerð nr. 373/2001. Yfirskattanefnd hafi tekið fram að skattstjóri hefði átt að fara með málið samkvæmt 7. mgr. 28. gr. staðgreiðslulaga, en það hafi hann ekki gert eins og fram komi í úrskurðinum. Með þessari vanrækslu sinni hafi eftirlitsskrifstofan brotið gegn því ákvæði sem mæli fyrir um könnun á bókhaldi og rannsóknum og reglu stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu stjórnvalds. Þannig hafi mál skattstjórans verið rekið á hendur stefnanda sem venjulegt álagningarmál, eins og niðurstaða úrskurðar yfirskattanefndar beri með sér, en málið hafi átt að reka sem eftirlitsmál með viðeigandi rannsóknum. Útibú stefnanda hefði staðið skil á skýrslum og skilagreinum vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds, en skattstjóri hefði lagt á gjöld vegna þessara skila þegar endurákvörðun opinberra gjalda útibús stefnanda átti sér stað. Skila útibús stefnanda sé hins vegar ekki getið í úrskurði skattstjóra, þrátt fyrir að málið hafi talist vera mál til endurákvörðunar skatta, eins og fram komi í úrskurðinum. Stefnandi telji varða við vanhæfisreglur stjórnsýslulaga, sbr. 3. gr. laga nr. 37/1993, að sami starfsmaður skattstjóra hafi annast fyrirspurnir, athuganir, boðanir og úrskurð í málinu. Slíkt fyrirkomulag fari og í bága við verklagsreglur skattstjóra. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 95/2005 hafi verið haldinn þeim formlegu annmörkum að þar hafi verið byggt á málsástæðu sem hvorki hafi verið fjallað um né haldið fram af skattstjóra eða ríkisskattstjóra í málinu og útibú stefnanda hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd og 13. gr. stjórnsýslulaga. Þannig hafi yfirskattanefnd byggt úrskurð sinn á málsástæðu, sem hvorki hafi verið haldið fram í málatilbúnaði af hálfu skattstjóra né ríkisskattstjóra sem fari með kröfugerð fyrir nefndinni, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd. Þessi málsástæða varði samkomulag, sem stefnandi hafi gert við ASÍ í október 2003, sem virtist að stórum hluta hafa valdið því að stefnandi hafi verið talinn vinnuveitandi og launagreiðandi hinna erlendu starfsmanna. Stefnandi hafi aldrei fengið tækifæri til að tjá sig um þessa þýðingarmikla málsástæðu fyrir yfirskattanefnd áður en hún kvað upp úrskurð sinn, sem sé andstætt almennum málflutningsreglum um forræði málsaðila á sakarefni. Málsmeðferð yfirskattanefndar hafi þannig gengið gegn ákvæðum laga nr. 32/1992 um yfirskattanefnd um málsmeðferð, sbr. 3. mgr. 3. gr. og 6. og 7. gr. Jafnframt hafi yfirskattanefnd með þessu brotið gegn andmælarétti stefnanda samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Efnislegir annmarkar hafi einnig verið á úrskurðunum. Til þess að ákveða skattalega stöðu Select og Nett og portúgalskra starfsmanna þeirra verði að líta til ákvæða tvísköttunarsamnings milli Íslands og Portúgals. Það hafi hins vegar hvorki skattstjórinn í Reykjavík né yfirskattanefnd gert heldur ákveðið að samningurinn ætti ekki við, sbr. einnig ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra nr. 8/2003. Útibúi stefnanda hafi í allri málsmeðferð skattyfirvalda verið neitað um áheyrn varðandi grundvallarþátt þess sem stefnandi telji vera ákvæði tvísköttunarsamningsins. Ákvæði hans gangi framar íslenskum lagaákvæðum um sama efni og víki þeim til hliðar. Samkvæmt 1. mgr. 119. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. mgr. 34. gr. l. um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sé ríkisstjórninni heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á tekjuskatti og útsvari, en tvísköttunarsamningar séu gerðir samkvæmt þessari heimild við önnur ríki, þ.á m. samningurinn við Portúgal. Tvísköttunarsamningurinn við Portúgal teljist því hluti af íslenskum rétti, hafi lagagildi hér á landi og sé hluti af íslenskum álagningarreglum sem skattyfirvöld verði að fara eftir. Aðalreglan um skattlagningu launaðs starfs samkvæmt samningnum sé sú að skattlagningarrétturinn sé hjá því ríki þar sem vinnan sé innt af hendi. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. samningsins gildi þó sú undantekning að skattlagningarrétturinn sé hjá því ríki þar sem launagreiðandinn sé heimilisfastur ef uppfyllt eru þrjú skilyrði; 1. launþeginn dvelji í hinu ríkinu ekki lengur en 183 daga 2. endurgjaldið sé greitt af eða fyrir hönd vinnuveitanda sem sé ekki heimilisfastur í hinu ríkinu 3. endurgjaldið sé ekki gjaldfært hjá fastri atvinnustöð sem vinnuveitandinn hafi í hinu ríkinu. Öll þrjú skilyrðin verði að vera uppfyllt. Þetta ákvæði sé ákvarðandi um það hvort hinir portúgölsku starfsmenn portúgölsku starfsmannaleiganna verði taldir skattskyldir á Íslandi eða ekki ef þeir dvelji þar ekki lengur en 183 daga. Þessi regla gangi undir nafninu „183-daga reglan“ í alþjóðlegum skattarétti og sé tilgangur hennar aðallega sá að létta frjálsa för sérhæfðs vinnuafls milli landa. Sama tilgangi þjóni tilteknar reglur Evrópuréttarins, sem lögfestar hafi verið hér á landi, m.a. lög nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfi tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. Við framkvæmd þeirra reglna í Evrópubandalaginu sé gengið út frá því að tvísköttunarsamningar milli aðildarríkja bandalagsins taki á skattskyldu hinna útsendu starfsmanna, en þeir samningar miði við að sendiríkið haldi skattlagningarrétti sínum í 180 daga. Byggi þeir samningar á sömu fyrirmynd og þeir tvísköttunarsamningar er komi til álita í þessu máli, enda byggðir á sömu fyrirmynd, þ.e. OECD. Ákvæði 1. tl. 3. gr. tekjuskattslaga kveði á um að í þessu tilfelli séu viðkomandi starfsmenn skattskyldir á Íslandi. Þetta íslenska ákvæði víki fyrir ákvæðum 2. mgr. 15. gr. samningsins, þannig að séu öll skilyrði þeirra uppfyllt teljist portúgölsku starfsmennirnir einungis skattskyldir í Portúgal af launum sem þeir þiggi fyrir starf sitt á Íslandi. Skilyrði þess að unnt sé að koma fram skattlagningu á Íslandi séu því í fyrsta lagi að íslensk lög veiti heimild til skattlagningar og í öðru lagi að tvísköttunarsamningurinn við Portúgal heimili það einnig. Samkvæmt samningnum hafi Ísland engan skattlagningarrétt í þessu tilviki, enda sé tilgangur tvísköttunarsamninga að koma í veg fyrir tvísköttun. Samkvæmt framangreindu telji stefnandi að þeir portúgölsku starfsmenn Select og Nett, sem dvelji eða hafi dvalið hér á landi við störf við Kárahnjúkavirkjun í 183 daga eða skemmri tíma, séu ekki skattskyldir á Íslandi, heldur eigi Portúgal skattlagningarréttinn vegna launagreiðslna til þeirra samkvæmt portúgalska tvísköttunarsamningnum og þar eigi þeir að greiða skatta sína og skyldur, sbr. 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins. Íslandi sé því óheimilt að skattleggja þessar launagreiðslur með einum eða öðrum hætti þar sem öll skilyrði 2. mgr. 15. gr. samningsins séu uppfyllt, þ.e. starfsmennirnir hafi dvalið hér á landi innan við 183 daga, vinnuveitendur þeirra sem hafi greitt þeim launin, starfsmannaleigurnar Select og Nett, séu heimilisfastar í Portúgal og þessar starfsmannaleigur hafi ekki fasta atvinnustöð eða fasta stöð á Íslandi. Þar sem þessir starfsmenn séu ekki skattskyldir hér á landi sé ekki heimilt að innheimta staðgreiðslu af launum þeirra hér á landi samkvæmt staðgreiðslulögum, sbr. 2. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákvæði 2. mgr. 15. gr. samningsins eigi einnig við þegar um sé að ræða útleigu á vinnuafli, en þessi ákvæði séu byggð á samsvarandi ákvæðum í samningsfyrirmynd OECD. Í athugasemdunum með samningsfyrirmynd OECD sé vikið að þeim möguleika að unnt sé að horfa fram hjá tilgreiningu vinnuveitenda í samningum um útleigu á alþjóðlegu vinnuafli, enda hafi samningsríkin áskilið sér slíkt með samkomulagi og um sé að ræða misnotkunartilfelli (cases of abuse). Um hvorugt sé að ræða í þessu máli og gildi því ákvæði 2. mgr. 15. gr. samningsins fullum fetum enda þótt um sé að ræða útleigu á vinnuafli. Í forsendum úrskurðar yfirskattanefndar sé vísað til þess að innheimta skatta falli almennt utan gildissviðs tvísköttunarsamninga og sé í því sambandi vísað til 20. gr. Norðurlandasamningsins um aðstoð í skattamálum, sbr. samkomulag Norðurlandanna um innheimtu og yfirfærslu skatta, sbr. auglýsingu nr. 635/1997, sem hafi verið nefndur afdráttarsamningurinn (d. trækaftalen). Í samræmi við þetta hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að í margnefndum tvísköttunarsamningi við Portúgal sé ekkert fjallað um staðgreiðslu skatta í samningsríkjunum, en þar sem ákvæði samningsins vísi til afdráttar- og staðgreiðsluskatta, sbr. a-lið 2. mgr. 28. gr., verði að skýra það þannig að það taki eingöngu til þeirrar aðstöðu þegar staðgreiðsla eða afdráttur skatts af tekjum feli í sér fullnaðargreiðslu að lögum þannig að ekki komi til eftirfarandi álagningar. Þarna hafi nefndin ruglað saman almennri innheimtu skatta milli landa, sem fari eftir sérstökum samningum og lagaákvæðum, og innheimtu staðgreiðslu sem fari fram með tilstuðlan launagreiðenda innan staðgreiðsluárs. Ástæða þess að Ísland hafi gert sérstakan afdráttarsamning við hin Norðurlöndin sé hin mikla samvinna milli þessara landa og mikil samskipti, auk þess sem fram hafi komið að 15. gr. tvísköttunarsamnings Norðurlanda útiloki að 183 daga reglunni sé beitt þegar um sé að ræða útleigu vinnuafls, sem hafi ótal framkvæmdaflækjur í för með sér sem afdráttarsamningnum sé ætlað að leysa. Þá reki yfirskattanefnd enn fremur í úrskurðinum að í lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda séu engin ákvæði sem taki sérstaklega til tvísköttunarsamninga eða fjalli um þýðingu þeirra með tilliti til staðgreiðslu. Sama gildi um reglugerð nr. 591/1987 um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu. Niðurstaða yfirskattanefndar hafi verið sú að fallast á það með skattstjóra að útibúi stefnanda hafi borið að sinna staðgreiðsluskyldum vegna hinna umdeildu launagreiðslna til starfsmanna við Kárahnjúka á árunum 2003 og 2004 hvað sem líði álitaefnum um skattlagningarrétt vegna umræddra tekna samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamninga. Í tvísköttunarsamningnum sé hins vegar á fleiri stöðum fjallað beint um staðgreiðsluskatta, sbr. t.d. í 2. mgr. 10. gr. þar sem staðgreiðsluhlutfallið á greiddan arð sé ýmist 10% eða 15%, sbr. einnig 2. mgr. 11. gr. þar sem staðgreiðsluhlutfallið á greidda vexti sé 10%, sbr. einnig 2. mgr. 12. gr. þar sem það sé 10% af þóknunum, sbr. einnig gildistökuákvæði a-liðs 2. mgr. 28. gr. sem nái til staðgreiðslu- eða afdráttarskatta. Þá sé með óbeinum hætti gert ráð fyrir staðgreiðslu- og afdráttarsköttum, t.d. í 15. gr. varðandi laun, 16. gr. varðandi stjórnarlaun og 17. gr. varðandi listamenn og íþróttamenn. Loks sé skýrt tekið fram í 1. mgr. 2. gr. samningsins, sem fjalli um þá skatta sem samningurinn nái til, að hann nái til þeirra án tillits til hvernig þeir væru álagðir. Það að tvísköttunarsamningar nái tvímælalaust jafnt til álagðra skatta og staðgreiðslu- og afdráttarskatta sé enn fremur kyrfilega staðfest í athugasemdum samningsfyrirmyndar OECD. Stefnandi telji því fráleitt að byggt verði á öðru en að tvísköttunarsamningar almennt, og þá einnig samningurinn við Portúgal, nái jafnt til álagðra skatta samkvæmt tekjuskattslögum sem staðgreiðslu- og afdráttarskatta samkvæmt staðgreiðslulögum. Í ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra 15. janúar 2003 sé tekið fram að unnt sé fyrir launþega að fá svokallað „frískattkort” með skírskotun til ákvæða tvísköttunarsamninga. Handhöfn frískattkorts veiti algera undanþágu frá staðgreiðslu opinberra gjalda á Íslandi, en þau séu t.d. veitt flugliðum búsettum í Þýskalandi eða á Norðurlöndunum. Þetta sýni einnig að tvísköttunarsamningum sé beitt í staðgreiðslu af ríkisskattstjóra sem fari með yfirstjórn staðgreiðslu, sbr. 23. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ef frá væru talin ákvæði 119. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og 34. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, sem heimili ríkisstjórninni að gera tvísköttunarsamninga við önnur ríki, þá séu engin frekari ákvæði í nefndum lögum um beitingu tvísköttunarsamninga eða aðferðir við það að komast hjá tvísköttun. Þá sé hvergi að finna tilvísun til tvísköttunarsamninga í lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu. Þrátt fyrir það telji stefnandi að samningarnir gildi eftir atvikum, bæði um staðgreiðslu skatta og álagningu þeirra, þar sem staðgreiðsluskattar séu eingöngu bráðabirgðagreiðsla sem gangi upp í endanlega álagningu tekjuskatts og útsvars. Sannað sé að starfsmannaleigurnar Select og Nett hafi verið og séu vinnuveitendur portúgölsku starfsmannanna í skilningi 2. mgr. 15. gr. portúgalska samningsins og þar með sé fullnægt b lið ákvæðisins um að laun til þeirra séu greidd af vinnuveitanda heimilisföstum í Portúgal. Þá sé grundvallaratriði málsins hvort hinir portúgölsku starfsmenn, sem verið hafi við vinnu við Kárahnjúkavirkjun og dvalið hér á landi í 183 daga eða skemur, teljist skattskyldir á Íslandi eða í Portúgal. Sé niðurstaðan sú að þeir séu einungis skattskyldir í Portúgal sé enginn lagagrundvöllur til þess að skylda útibú stefnanda til afdráttar staðgreiðslu af launum þeirra, enda verði staðgreiðslu ekki beitt á aðrar greiðslur en þær sem eru skattskyldar hér á landi. Sannað sé að portúgölsku starfsmennirnir, sem mál þetta varði, uppfylli öll skilyrði 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins við Portúgal og af þeim sökum séu þeir eingöngu skattskyldir í Portúgal. Nauðsynlegt sé að skilgreina hugtakið vinnuveitandi í b-lið þessarar málsgreinar. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. samningsins skulu við framkvæmd samningsins öll hugtök, sem ekki eru skilgreind í samningnum, nema annað leiði af samhenginu, hafa sömu merkingu og þau hafi á þeim tíma samkvæmt lögum viðkomandi ríkis og skuli sú merking sem hugtakið hafi samkvæmt skattalögum þess ríkis ganga framar þeirri merkingu sem hugtakið hafi samkvæmt öðrum lögum sama ríkis. Þar sem íslensk skattalög hafi ekki að geyma neina skilgreiningu á hugtakinu vinnuveitandi þá gildi sú skilgreining sem hugtakið hafi almennt í íslenskum lögum, en samkvæmt því séu hinar portúgölsku starfsmannaleigur vinnuveitendur starfsmannanna. Skattyfirvöld hafi hafnað beiðni útibús stefnanda um fund til þess að fá upplýsingar um það hvernig staðið skyldi að skattlagningu erlendra starfsmanna stefnanda, þar með talið starfsmanna starfsmannaleiga við Kárahnjúkavirkjun. Í ljósi synjunar skattyfirvalda á að veita stefnanda leiðbeiningar um skattalega meðferð starfsmanna stefnanda eða undirverktaka útibús stefnanda, þ.e. Nett og Select, hafi ekki komið til þess að sótt væri um útgáfu á svokölluðu „frískattkorti“ frá ríkisskattstjóra af hálfu stefnanda eða Select og Nett vegna þeirra starfsmanna sem ekki væru skattskyldir hér á landi sökum skammrar dvalar þeirra. Ákveða eigi skattalega stöðu aðila með takmarkaða skattskyldu hér á landi strax á staðgreiðsluári, sbr. 1. mgr. og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Sú ákvörðun sé aftur á móti á ábyrgð ríkisskattstjóra samkvæmt 23. gr. laganna. Slíkar ákvarðanir ríkisskattstjóra séu bráðabirgðaákvarðanir, eins og allar ákvarðanir um staðgreiðslu á staðgreiðsluári. Í framkvæmd staðgreiðslukerfisins sé síðan almennt gert ráð fyrir því að skattafdráttur sé í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamninga að fullnægðum tilteknum formskilyrðum. Skyldur launagreiðanda um staðgreiðslu vegna einstakra launamanna hljóti þar af leiðandi að ráðast af því hvaða skattalega stöðu launamennirnir hafi á staðgreiðsluári. Í samræmi við það telji stefnandi sannað að sú niðurstaða yfirskattanefndar, að útibúi stefnanda hafi borið að sinna staðgreiðsluskyldum vegna hinna umdeildu launagreiðslna til portúgölsku starfsmannanna á árunum 2003 og 2004, hvað sem líði öllum álitaefnum um skattlagningarrétt vegna umræddra tekna samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamningsins, eigi sér ekki lagastoð. Með úrskurði yfirskattanefndar hafi því verið slegið föstu að útibú stefnanda væri samkvæmt lögum nr. 45/1987 launagreiðandi hinna erlendu starfsmanna. Til grundvallar þeirri niðurstöðu vísi yfirskattanefnd í athugasemdir með 2. gr. laga nr. 145/1995 um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt þar sem fram komi að hinn innlendi rekstraraðili útleigðs starfsmanns beri, sem launagreiðandi, ábyrgð á staðgreiðslu á launum starfsmannsins og sé þetta í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamninga. Eins og athugasemdirnar beri með sér þá eigi þær eingöngu við misnotkunartilfelli, sem hér sé ekki um að ræða. Ef höfundar frumvarpsins hefðu talið að hinn innlendi rekstraraðili bæri ábyrgð á staðgreiðslu útleigðs starfsmanns vinnuleigu þá hefði löggjafanum borið að flytja samhliða breytingu á lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, enda verði slík ábyrgð ekki lögð á innlenda rekstraraðila í athugasemdum með frumvarpi, heldur þurfi þar skýrt lagaákvæði til. Fullyrðingar í athugasemdum frumvarpsins um að það sé í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamninga að innlendi rekstraraðilinn beri ábyrgð á staðgreiðslu útleigðs starfsmanns sé röng. Þessi misskilningur í athugasemdunum kunni að vera byggður á því að í tvísköttunarsamningum Norðurlanda og við Eystrasaltslöndin sé skýrt tekið fram að 2. mgr. 15. gr. samninganna taki ekki til útleigu vinnuafls. Þeir samningar nefni þó ekki, frekar en aðrir tvísköttunarsamningar, neitt um ábyrgð á staðgreiðslu launa útleigðra starfsmanna. Staðgreiðslulögin taki heldur ekki til staðgreiðslu launa þegar um sé að ræða útleigu á vinnuafli, þar sem augljóslega hafi láðst að breyta þeim til samræmis við þær breytingar sem gerðar hafi verið á tekjuskattslögum með 2. gr. laga nr. 145/1995 þegar sett voru inn í lögin ákvæði um útleigu á vinnuafli. Við skilgreiningu á hugtakinu launagreiðandi samkvæmt staðgreiðslulögum verði ekki litið til athugasemda við 15. gr. í samningsfyrirmynd OECD um tvísköttunarsamninga. Þær athugasemdir séu eingöngu til skýringar á ákvæðum tvísköttunarsamninga, t.d. 15. gr. margnefnds tvísköttunarsamnings við Portúgal, en yfirskattanefnd hafi hafnað því að sú grein kæmi til skoðunar í máli þessu, auk þess sem þær athugasemdir lúti að skilgreiningu á hugtakinu vinnuveitandi, sem geti verið nokkuð önnur en skilgreining á hugtakinu launagreiðandi. Þannig geti hugtakið launagreiðandi samkvæmt staðgreiðslulögum náð til innlendra og erlendra aðila, sbr. skýr ákvæði 1. mgr. 7. gr. staðgreiðslulaga, sbr. enn fremur 3. gr. sömu laga. Til þess að útleiga á vinnuafli geti útilokað beitingu 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamnings, þá hefði þurft að taka það skýrt fram í 15. gr., svo sem gert sé í nokkrum samningum Íslands við önnur ríki, meðal annars í samningi Íslands við Norðurlönd og Eystrasaltslönd. Í löndum þar sem erlendir, útleigðir starfsmenn kunni að vera taldir skattskyldir í landi þar sem þeir vinni séu hinar erlendu starfsmannaleigur taldar vera launagreiðendur þeirra og beri staðgreiðsluskyldur samkvæmt því, sbr. t.d. framkvæmdina í Hollandi og á Ítalíu. Dómur Hæstaréttar Íslands 2. apríl 2004 í máli nr. 77/2004 staðfesti að þegar um sé að ræða venjulega útleigu vinnuafls, eins og um ræðir í máli þessu, sé það ráðningarsamningur við starfsmannaleigu sem ráði því hver teljist launagreiðandi starfsmanns, enda þótt viðkomandi starfsmaður kunni að starfa undir stjórn og á ábyrgð leigutaka, þ.e. kaupanda þjónustu starfsmannaleigunnar. Samkomulag stefnanda við ASÍ, sem gert hafi verið í október 2003, hafi einungis verið til þess að staðfesta skilning stefnanda á því að farið yrði eftir 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna, sem starfi tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja, varðandi starfsmenn verktaka hans. Fráleitt sé að telja að umrætt samkomulag hafi falið í sér viðurkenningu á skyldum stefnanda og eða útibús stefnanda á því að hann teljist launagreiðandi allra starfsmanna. Slíkt sé með öllu ósannað enda beri samningar útibús stefnanda við Select og Nett það berlega með sér að þau fyrirtæki beri alla ábyrgð sem vinnuveitendur og þar með launagreiðendur umræddra starfsmanna. Samkvæmt gr. 3.6. í þeim samningum komi fram að verði andvirði þeirra launakjara sem kveðið sé á um milli starfsmannaleiganna og útleigðs starfsmanns (portúgölsku launin) í einhverjum mánuði lægri en lágmarkskjör samkvæmt íslenska virkjunarsamningnum (íslensku launin), skuli stefnandi bera kostnað af muninum á íslensku laununum og portúgölsku laununum. Þar sé komin skýringin á ábyrgð stefnanda í bókun milli hans og ASÍ 1. október 2003. Í samningunum komi fram að seljendur þjónustunnar, Select og Nett, séu bæði vinnuveitendur viðkomandi starfsmanna og launagreiðendur þeirra. Í gr. 2.6. í samningum stefnanda við Select og Nett komi fram að þau skuldbindi sig til þess að gera ráðningarsamninga við útleigða starfsmenn samkvæmt gildandi lögum í Portúgal og sjá til þess að allir starfsmenn, sem komi á þeirra vegum til Íslands, séu skráðir í almannatryggingakerfi Portúgals. Samkvæmt gr. 2.7. í báðum samningum beri seljandi þjónustunnar alla ábyrgð á því að reikna út og greiða almannatryggingagjöld, tekjuskatta og aðra skatta sem gildi í Portúgal, af launum þeirra starfsmanna sem útvegaðir eru til stefnanda. Þá komi fram í gr. 5.7. að seljandi beri ábyrgð á því að greiða á Íslandi staðgreiðsluskatta af launum viðkomandi starfsmanna og í þeim tilgangi hafi bæði fyrirtækin reynt að fá sig skráða á staðgreiðsluskrá hér á landi. Efni samninga útibús stefnanda við Select og Nett sanni að stefnandi sé einungis að kaupa tiltekna afmarkaða þjónustu af umræddum aðilum en undirgangist ekki frekari skyldur samkvæmt samningnum. Stefnandi hafi samkvæmt skuldbindingum sínum í verksamningum við Landsvirkjun vegna Kárahnjúkavirkjunar þurft að undirgangast margvíslegar einkaréttarlegar skuldbindingar gagnvart Landsvirkjun samkvæmt útboðsskilmálum. Í kafla I.5.6. komi fram að verktaki sé bundinn af samningi SA, ASÍ o.fl. vegna virkjunarframkvæmda (virkjunarsamnings) sem skuli gilda um innlenda sem og erlenda starfsmenn verktaka. Stefnandi hafi sem aðalverktaki samkvæmt samningum við Kárahnjúkavirkjun enn fremur verið skuldbundinn til þess að allir undirverktakar bæru sömu ábyrgð og aðalverktaki að íslenskum lögum og samkvæmt umræddum virkjunarsamningi, sbr. gr. 20.3. í samningi stefnanda við Landsvirkjun. Á grundvelli þessarar ábyrgðar, sbr. skuldbindingu stefnanda samkvæmt gr. 3.6. í samningi hans við starfsmannaleigurnar, og til þess að skapa vinnufrið við Kárahnjúkavirkjun hafi stefnandi undirritað sérstaka bókun um að hann ábyrgðist að launagreiðslur starfsmanna undirverktaka sinna yrðu með þeim hætti sem lög kveði á um. Slíkt hafi hins vegar ekki falið í sér að stefnandi eða útibú hans tækju á sig aðrar og meiri skyldur gagnvart umræddum starfsmönnum undirverktaka en á honum hvíldu samkvæmt verksamningum hans við Landsvirkjun, þ.e. að ábyrgjast það að undirverktakar hans væru bundnir af kjarasamningi um virkjunarframkvæmdir. Yfirskattanefnd hafi í raun beitt skattasniðgöngusjónarmiðum í röksemdum sínum fyrir því að útibú stefnanda sé talið launagreiðandi hinna portúgölsku starfsmanna. Engin slík sjónarmið geti átt við í máli þessu enda sé hér um að ræða samninga milli ótengdra og óskyldra aðila. Auk þess sé sú ákvörðun skattyfirvalda í málinu að telja starfsmannaleigurnar ekki launagreiðendur portúgölsku starfsmannanna í ósamræmi við almenna skattaframkvæmd á Íslandi varðandi starfsmannaleigur, þar sem þær séu í framkvæmd taldar vera launagreiðendur hinna útleigðu starfsmanna í skilningi staðgreiðslulaga, sbr. m.a. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. enn fremur 24. gr. portúgalska samningsins um bann við mismunun. Þá stangist slík framkvæmd enn fremur á við reglur Evrópuréttarins um þjónustufrelsi, bæði að því er varði stöðu þjónustusala og ekki síst þjónustukaupa. Þannig leiði umrædd niðurstaða til þess að stefnanda beri þyngri byrðar en hann myndi bera ef hann keypti sambærilega þjónustu af starfsmannaleigu, staðsettri á Íslandi. Í þeim þætti úrskurðar yfirskattanefndar, sem lúti að tryggingargjaldi hinna erlendu starfsmanna, hafi á hinn bóginn verið fallist á kröfur stefnanda sem byggt hafi m.a. á því að hinir portúgölsku starfsmenn væru starfsmenn hinna erlendu starfsmannaleiga. Yfirskattanefnd hafi þannig talið að stefnandi yrði ekki að lögum krafinn um tryggingagjald af launagreiðslum til þeirra erlendu starfsmanna á vegum stefnanda sem féllu undir sérákvæði 1. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1408/71/EBE um beitingu almannatryggingarreglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjist á milli aðildarríkja, sbr. auglýsingu nr. 550/1993 um gildistöku EES reglugerða um almannatryggingar og nánar tilgreind stjórnvaldsfyrirmæli sama efnis. Þrátt fyrir þetta hafi yfirskattanefnd vísað kröfum vegna tryggingagjalds frá. Ekki sé hins vegar efnislegur ágreiningur um það atriði, þar sem ríkisskattstjóri hafi staðfest réttarstöðu útibús stefnanda að því er varði tryggingargjald. Samkvæmt þessu sé efnislegt innbyrðis ósamræmi um stöðu útibús stefnanda gagnvart hinum portúgölsku starfsmönnum annars vegar og svo stöðu Select og Nett í niðurstöðu yfirskattanefndar varðandi tryggingargjaldið og staðgreiðsluna. Útibú stefnanda hafi ekki verið vinnuveitandi hinna portúgölsku starfsmanna sem ráðnir voru til starfa hér á landi við Kárahnjúkavirkjun samkvæmt verksamningi stefnanda við Select og Nett um útleigu á umræddum starfsmönnum á þeim tíma sem úrskurðir skattastjóra og yfirskattanefndar nái til, né heldur verið launagreiðandi fyrrnefndra starfsmanna í skilningi staðgreiðslulaga nr. 45/1987 og hvorki í skilningi b liðar 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins milli Portúgals og Íslands né í skilningi íslensks vinnuréttar. Stefnandi hafi á árinu 2003 samið við tvö portúgölsk fyrirtæki um að þau sæju um að leigja til útibús stefnanda sérhæfða starfsmenn við verkefnið að Kárahnjúkum samkvæmt nánari skilmálum verksamnings aðila. Bæði fyrirtækin hafi þannig gegnt hlutverki undirvertaka stefnanda og útibús stefnanda og séu samkvæmt samningunum vinnuveitendur og launagreiðendur starfsmannanna sem leigðir hafi verið út til stefnanda. Allir starfsmenn umræddra fyrirtækja séu starfsmenn þeirra og ráðnir samkvæmt ráðningarsamningi sem taki mið af portúgölskum reglum. Laun starfsmanna séu greidd í Portúgal og þar jafnframt teknir allir skattar af starfsmönnunum og enn fremur greidd öll launatengd gjöld, s.s. lífeyris-, sjúkra-, og slysatryggingariðgjöld, svo og iðgjöld vegna atvinnuleysistrygginga og til tryggingar launagreiðslum við gjaldþrot. Select og Nett séu sjálfstæð fyrirtæki sem starfi á alþjóðlegu sviði, óháð stefnanda eða útibúi hans. Starfsmenn þeirra hér á landi tengdust því ekki stefnanda eða útibúi stefnanda á annan hátt en sem hluti af verksamningi aðila. Þótt starfsmenn umræddra fyrirtækja hafi komið hingað til lands og unnið í þágu stefnanda og útibúsins breyti það ekki því að þeir hafi verið ráðnir til starfa hjá fyrirtækjunum sem beri áfram allar skyldur sem vinnuveitendur þeirra og launagreiðendur. Engu breyti um réttarstöðu Select og Nett hvort starfsmenn séu útsendir þar sem vinnuréttarsamband þeirra við starfsmenn þeirra sé á engan hátt rofið. Sá skilningur stefnanda sé staðfestur með lögum nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfi tímabundið Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja en þar sé kveðið á um að vinnuveitandinn sé áfram ábyrgur fyrir launagreiðslum þótt starfsmenn séu sendir á milli landa og um samband þeirra fari að þarlendum lögum með þeirri undantekningu þóað um starfskjör launþegans gildi tiltekin ákvæði íslenskra laga, sbr. 3. gr. laga nr. 54/2001. Þó svo að lögin taki ekki til skattalegrar stöðu útsendra starfsmanna, þá rjúfi útsending ekki vinnuréttarsamband hins útsenda starfsmanns við vinnuveitandann í heimaríkinu. Lög nr. 54/2001 hafi verið sett með hliðsjón af tilskipun nr. 96/71/EB um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu. Sú túlkun yfirskattanefndar að telja útibú stefnanda vera launagreiðanda portúgölsku starfsmannanna, sem hafi það í för með sér að þeir teljist skattskyldir af launagreiðslum sínum bæði í Portúgal og á Íslandi, fari í bága við Evrópureglur um frjálsa þjónustu. Þó svo að samningssvið EES samningsins undanskilji skattasamræmingu, þá sé samningsaðilum samt sem áður skylt að beita skattlagningarvaldi sínu þannig að ekki brjóti í bága við fjórfrelsisákvæði samningsins. Útleiga vinnuafls falli undir þjónustustarfsemi í skilningi 36. gr. samningsins um evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Fyrirliggjandi gögn um uppgjör Select og Nett sýni að fyrirtækin fari að settum reglum í Portúgal varðandi launauppgjör portúgölsku starfsmannanna. Af því leiði að á engan hátt sé um að ræða misnotkun aðila á ákvæðum 2. mgr. 15. gr. portúgalska tvísköttunarsamningsins. Önnur starfsmannaleigan hafi komist á launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra, en verið úrskurðuð út af henni án skýringa, en hinni hafi verið hafnað um skráningu og séu bæði þessi mál í kærumeðferð. Þetta sýni að Select og Nett hafi báðar reynt að fullnægja staðgreiðsluskyldu sinni hér á landi en vegna atvika sem séu stefnanda óviðkomandi hafi það ekki tekist. Íslensk fyrirtæki, sem veiti samskonar þjónustu, sæti ekki samskonar skattalegri meðferð vegna þjónustu sinnar hér á landi. Þetta komi fram í bréfi Liðsauka 29. október 2004. Verði stefnandi talinn launagreiðandi viðkomandi starfsmanna beri hann mun þyngri kvaðir en hefði hann kosið að kaupa þjónustu af íslenskum afleysinga- eða starfsmannaleigufyrirtækjum. Stefnandi telji þetta vera mismunun á grundvelli þess hvar viðkomandi þjónustufyrirtæki sé staðsett og því ótvírætt brot á 36. gr. EES samningsins og 11. gr. stjórnsýslulaga, sbr. einnig 24. gr. tvísköttunarsamningsins við Portúgal, og sé því brot á jafnræðisreglu lagagreinarinnar. Þjónustufyrirtækin Nett og Select hafi gert ítrekaðar tilraunir til að sinna skattalegum skyldum sínum sem launagreiðendur hér á landi með því að sækja um skráningu á launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra. Beri því enga nauðsyn til þess að gera stefnanda ábyrgan með þessum hætti fyrir skilum á hugsanlegri staðgreiðslu af launum viðkomandi starfsmanna. Þá byggi skattstjóri á ómálefnalegum ástæðum við áætlun á staðgreiðslulaunaskilum starfsmanna við Kárahnjúka þegar hann hafi áætlað þeim mánaðarlaun, 300.000 krónur, miðað við upplýsingar fengnar úr dagblöðunum og engan greinarmun gert á hvort um væri að ræða hálaunamenn eða láglaunamenn, t.d. hafi þar enginn greinarmunur verið gerður á portúgölskum starfsmönnum Select og Nett annars vegar og útsendum starfsmönnum frá höfuðstöðvum stefnanda í Mílanó. Varakrafa stefnanda um niðurfellingu álags sé byggð á því að verði ekki fallist á að hægt sé að ógilda úrskurði skattstjórans í Reykjavík og yfirskattanefndar í máli nr. 95/2005 þá beri að fella niður álagið sem lagt hafi verið á. Þannig hafi útibú hans haft afsakanlegar ástæður fyrir því að skila ekki staðgreiðslu vegna portúgölsku starfsmannanna, bæði vegna þess að útibú stefnanda hafi ekki talið að það væri launagreiðandi þeirra og einnig af því að útibúi stefnanda hafi engar upplýsingar eða leiðbeiningar fengið frá skattyfirvöldum. Því beri að fella niður álag sem skattyfirvöld beittu, sbr. 6. mgr. 28. gr. staðgreiðslulaga. Auk þess hafi þær upplýsingar sem birtust almennt um skattalega stöðu erlendra starfsmanna reynst ófullkomnar vegna skorts á upplýsingum um þá tvísköttunarsamninga sem við eigi. Stefnandi telji því ekki lagaskilyrði fyrir því að leggja á hann álag og vísi í því sambandi til tölvupósts frá ríkisskattstjóra 6. ágúst 2005 þar sem fram komi að réttaróvissa hafi verið til staðar. Stefnandi vísi til laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt, laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd, laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, laga nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfi tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja, laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, tvísköttunarsamnings milli Íslands og Portúgals frá 31. maí 2002, sbr. auglýsingu 2 í C-deild Stjórnartíðinda 2002. Þá vísi stefnandi til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginreglna skattaréttar, stjórnsýsluréttar og vinnuréttar. Enn fremur til laga nr. 2/1993 um evrópska efnahagssamninginn, tilskipunar EB nr. 96/71EB og annarra meginreglna Evrópuréttar, til meginreglna samningaréttar um skuldbindingargildi samninga, laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðisins og tilskipunar nr. 96/71/EB um störf útsendra starfsmanna. Um varnarþing vísist til 3. mgr. 33. gr. laga nr. 91/1991. Krafa um málskostnað byggi á ákvæði XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda Af stefnda hálfu er vísað til þess að stefnandi haldi því fram að skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið heimil meðferð málsins sökum valdþurrðar þar sem réttur skattlagningarstaður stefnanda sé samkvæmt 3. mgr. 89. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt í umdæmi skattstjóra Austurlands en ekki í Reykjavík þar sem félagið er skráð, sbr. 2. mgr. lagagreinarinnar. Af hálfu stefnda sé þessu eindregið vísað á bug. Allt frá gildistöku laga um tekjuskatt og eignarskatt frá árinu 1921 hafi sá skilningur verið lagður í ákvæði um framtals- og skattlagningarstað að erlend félög með takmarkaða skattskyldu hér á landi skuli skattlögð þar sem þau eru skráð eins og aðrir lögaðilar, sbr. 2. gr., en ekki þar sem þau eigi eignir eða hafi tekjur. Skráð lögheimili stefnanda sé að Lynghálsi 4, Reykjavík í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, í skráningu Hagstofu Íslands og í tilkynningu til Hlutafélagaskrár. Úrskurðirnir, sem stefnukröfurnar taki til og mál þetta snúist um, varði athugun og réttmæti staðgreiðsluskila stefnanda vegna launagreiðslna félagsins og heyri athugun á slíku undir skattstjóra í því umdæmi þar sem fyrirtækið sé skráð, sbr. 21. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákvæði 3. mgr. 89. gr. laganna beri að skýra með hliðsjón af því og 2. mgr. 89. gr. laganna, sbr. 2. gr. sömu laga, þannig að þegar um sé að ræða takmarkaða skattskyldu vegna útibús erlends hlutafélags hér á landi, sbr. 4. tl. 3. gr. laganna, beri að skattleggja viðkomandi aðila þar sem útibúið er skráð með heimilisfang. Samkvæmt því hafi borið undir skattstjórann í Reykjavík að taka hinar umdeildu skattákvarðanir, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 45/1987 og 1. tl. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/2003, eins og komist hafi verið að niðurstöðu um í úrskurði skattstjóra og úrskurði yfirskattanefndar. Stefnandi haldi því enn fremur fram að skattstjóra hafi brostið heimild til þess að fjalla um málið þar sem í því hafi reynt á túlkun tvísköttunarsamninga sem samkvæmt lögum sé alfarið í höndum fjármálaráðherra samkvæmt 3. mgr. 119. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignarskatt. Þessu sé af hálfu stefnda eindregið vísað á bug. Það leiði af lögbundnu hlutverki skattstjóra og ríkisskattstjóra samkvæmt lögum nr. 90/2003 að þeim beri við ákvarðanir sínar að beita ákvæðum tvísköttunarsamninga sem gerðir hafi verið við önnur ríki á grundvelli 1. mgr. 119. gr. þeirra laga. Breyti engu í þeim efnum þótt skattstjóri og ríkisskattstjóri séu varðandi túlkun og framkvæmd slíkra samninga bundnir af þeim verklagsreglum sem fjármálaráðherra kunni að hafa sett um það efni með stoð í 3. mgr. 119. gr. laganna. Sú málsástæða stefnanda, að skattstjóra hafi að lögum ekki verið heimilt að túlka tvísköttunarsamninga sem reynt hafi á eða byggja úrskurð sinn á ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra nr. 8/2003 í stað þess að kalla eftir túlkun fjármálaráðherra eða verklagsreglum, fái þannig ekki staðist. Stjórnsýslulega ágalla, sem stefnandi haldi fram að hafi verið á úrskurði skattstjóra, telur hann vera þá að brotið hafi verið gegn rannsóknar- og leiðbeiningarskyldum við meðferð málsins og meðalhófsregla verið virt að vettugi með því að neita fyrirsvarsmönnum kæranda um fund með skattyfirvöldum vegna málsins og með því að vísa málinu ekki til fjármálaráðherra. Þessu vísi stefndi eindregið á bug. Stefnandi hafi notið aðstoðar sérfróðra kunnáttumanna við meðferð máls á öllum stigum og honum gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þeim hafi verið hrint í framkvæmd, en um það vísist til fyrirspurnarbréfs og boðunarbréfs skattstjóra 17. febrúar og 7. apríl 2004. Ljóst sé því að stefnanda hafi verið veittur lögbundinn andmælaréttur samkvæmt skattalögum og stjórnsýslulögum. Staðhæfingar um skort á leiðbeiningaskyldu séu órökstuddar og fái ekki staðist. Fyrirspurnarbréf og boðunarbréf skattstjóra hafi verið afar skýrt og nákvæmt og geti stefnandi, sem notið hafi aðstoðar stórrar lögmannsskrifstofu, ekki borið fyrir sig að vegna skorts á leiðbeiningu skattyfirvalda hafi mál hans þróast á annan veg en hann hafi sjálfur sett það í. Athugasemdir stefnanda varðandi fundahöld með skattyfirvöldum fái ekki staðist, sbr. umfjöllun í bréfum ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar 3. september 2004 og 24. janúar 2005, né gefi þær athugasemdir neitt tilefni til að líta svo á að brotið hafi verið gegn meðalhófsreglu við meðferð málsins. Til viðbótar því sem komi fram í bréfum ríkisskattstjóra sé vakin athygli á því að stefnandi hafi ekki óskað eftir neinum fundahöldum eða leiðbeiningum í kjölfar fyrirspurnarbréfs skattstjóra 17. febrúar 2004 varðandi staðgreiðsluskil stefnanda, á því tímabili sem umþrættir úrskurðir taki til. Stefnandi haldi því fram að brotið hafi verið gegn rannsóknarskyldu 7. mgr. 28. gr. staðgreiðslulaga og 12. gr. stjórnsýslulaga með því að mál skattstjórans í Reykjavík hafi verið rekið á hendur stefnanda sem venjulegt álagningarmál í stað þess að reka það sem eftirlitsmál með viðeigandi rannsóknum á vinnustað stefnanda, skýrslutökum af starfsmönnum og/eða skoðun á bókhaldi útibús stefnanda. Þessu sé eindregið vísað á bug. Með bréfi skattstjóra 17. febrúar 2004 hafi verið lagt fyrir stefnanda að leggja fram ítarlegar upplýsingar og gögn varðandi launagreiðslur og staðgreiðsluskil vegna erlendra starfsmanna við virkjunarframkvæmdir og ítarlega sundurliðun á þeim. Stefnandi hafi veitt umbeðnar upplýsingar að nokkru leyti með bréfi 7. maí 2004, en afrit af samningum stefnanda við hina portúgölsku starfsmannaleigur hafi ekki verið lögð fram fyrr en með kæru til yfirskattanefndar og komi þar fram af hálfu stefnanda að frágangi samninganna hafi ekki verið lokið fyrr en á árinu 2004. Sé ástæða talin til að áætla staðgreiðsluskyldu launagreiðanda, sem vanrækt hafi að skila af sér áskildum gögnum, sé það að jafnaði gert án heimsóknar á vinnustað eða annarra atriða sem stefnandi telji upp. Sé slíkt óframkvæmanlegt einkum þegar um sé að ræða fjölmenna vinnustaði og óþarft ef unnt er að finna grundvöll til að áætla staðgreiðsluskyldu launagreiðandans með viðeigandi hætti, eins og skattstjóri hafi gert í málinu með því að byggja á upplýsingum stefnanda sjálfs við áætlun sína. Þá fái ekki staðist staðhæfingar í stefnu þess efnis að þeirra skila sem útibú stefnanda hefði áður sinnt með skýrslum og skilagreinum vegna staðgreiðslu hafi ekki verið getið í úrskurði skattstjóra. Þvert á móti komi fram bæði í fyrirspurnarbréfi, boðunarbréfi og úrskurði að endurákvörðun og áætlun kom til vegna ófullnægjandi skila að því leyti. Stefnandi haldi því enn fremur fram að vanhæfisreglur stjórnsýslulaga, sbr. 3. gr. laga nr. 37/1993, leiði til ógildingar úrskurðanna þar sem sami starfsmaður skattstjóra hafi annast fyrirspurnir, athuganir, boðanir og úrskurði í málinu. Þessu sé eindregið vísað á bug. Um sérstakt hæfi skattyfirvalda sé fjallað í 104. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignarskatt. Þar sé kveðið svo á um að maður megi ekki taka þátt í rannsókn með annarri meðferð máls, hvorki skattákvörðun né kæru ef honum hefði borið að víkja sæti sem héraðsdómari í málinu. Þessi ákvæði ganga framar ákvæðum um sérstakt hæfi í stjórnsýslulögum. Þegar virt er lögmælt hlutverk skattstjóra, þar á meðal að um meðferð máls hjá sama stjórnvaldi er að ræða, verði ekki séð að nein ákvæði 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum g-liður greinarinnar, leiði til þess að telja beri að um vanhæfi hafi verið að ræða við meðferð máls stefnanda hjá skattstjóra. Stefnandi byggi loks á því að úrskurður yfirskattanefndar hafi verið haldinn þeim formlegu annmörkum að hann hafi byggst á málsástæðu sem hann hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig um, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd og 13. gr. stjórnsýslulaga. Sú málsástæða hafi varðað samkomulag sem stefnandi hafi gert við ASÍ í október 2003 sem hafi að stórum hluta valdið því að stefnandi hafi verið talinn vinnuveitandi og launagreiðandi hinna erlendu starfsmanna. Þessu sé eindregið vísað á bug og fái ályktun stefnanda um vægi þessa ekki staðist, sbr. umfjöllun í úrskurði yfirskattanefndar, en þar komi fram að reglur samkvæmt samningum við starfsmannaleigurnar ráði úrslitum um það að stefnandi sé talinn vinnuveitandi starfsmannanna. Samningar við ASÍ undirstriki og staðfesti það sem þar komi fram. Yfirskattanefnd hafi byggt á fyrirliggjandi gögnum málsins, sem hafi stafað frá stefnanda sjálfum og honum hafi verið fullkunnugt um. Því fái ekki á nokkurn hátt staðist að brotið hafi verið á andmælarétti stefnanda. Stefnandi hafi ekki lagt þessa samninga við starfsmannaleigurnar fram á skattstjórastigi, en það sé hlutverk yfirskattanefndar að sjá til þess að mál sé nægilega upplýst, sbr. og 6. og 7. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd. Málsmeðferð yfirskattanefndar hafi þannig verið í fullu samræmi við þær reglur sem um hana hafi gilt samkvæmt lögum og reglum stjórnsýsluréttarins. Meinta efnisannmarka telji stefnandi vera þá að regla 1. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt víki fyrir tvísköttunarsamningi. Samkvæmt tvísköttunarsamningi við Portúgal sé skattlagningarrétturinn hjá Portúgal samkvæmt 2. mgr. 15. gr. samningsins og Ísland eigi því engan skattlagningarrétt í þessu tilviki. Þar sem portúgölsku starfsmennirnir séu undanskildir skattskyldu hér á landi sé óheimilt að innheimta staðgreiðslu samkvæmt lögum nr. 45/1987 af launum þeirra vegna starfa hér á landi. Staðgreiðsluskattar séu bráðabirgðagreiðsla skattanna og taki tvísköttunarsamningurinn til staðgreiðsluskatta. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 11. gr. staðgreiðslulaga skuli ákveða skattalega stöðu aðila með takmarkaða skattskyldu strax á staðgreiðsluári við útgáfu ríkisskattstjóra á skattkorti og skattafdráttur vera í samræmi við tvísköttunarsamninga. Stefnandi sé heldur ekki vinnuveitandi hinna portúgölsku starfsmanna í skilningi 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins heldur hinar portúgölsku starfsmannaleigur. Stefnandi haldi því fram að lög um staðgreiðslu opinberra gjalda geti ekki tekið til útleigu á vinnuafli þar sem þeim lögum hafi ekki verið breytt samhliða breytingu á 1. tl. 3. gr. eldri laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 75/1981 með lögum nr. 145/1995. Stefnandi sé ekki vinnuveitandi eða launagreiðandi hinna portúgölsku starfsmanna í skilningi laga nr. 45/1987 né íslensks vinnuréttar, sbr. lög nr. 54/2001 um réttarstöðu starfsmanna sem starfi tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja. Þessum sjónarmiðum stefnanda vísi stefndi eindregið á bug. Hinum portúgölsku starfsmönnum, sem málið snúist um, hafi verið ráðstafað til starfa í þágu verkefnis stefnanda hér á landi samkvæmt samningum hans við portúgölsku starfsmannaleigurnar. Samkvæmt þeim samningum felist þjónusta starfsmannaleigufyrirtækjanna fyrst og fremst í því að velja og ráða til starfa hæfa starfskrafta til að vinna í þágu verkefnis stefnanda hér á landi í samræmi við óskir hans þar um. Stefnandi fari með stjórnunar- og verkstjórnarvald yfir hinum útleigðu starfsmönnum sem inni störf sín af hendi á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka undir stjórn og á ábyrgð stefnanda, með tækjum og tólum sem stefnandi leggi til, sbr. m.a. grein 4.5 í samningum. Greiðsla til starfsmannaleigufyrirtækjanna fyrir hina veittu þjónustu taki fyrst og fremst mið af vinnumagni, þ.e. vinnustundafjölda starfsmanna, sbr. greinar 3.4, 4.5 og 5.1 í samningnum. Stefnandi skuli láta leigusala í té eigi síðar en 28. dag hvers mánaðar allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að útbúa launareikninga fyrir mannaflann. Að jafnaði skuli uppgjörsdagur fyrir hvern starfsmánuð vera 22. dagur mánaðarins, sbr. grein 3.4, og beri leigusala að láta stefnanda í té afrit af mánaðarlegum launareikningum fyrir hvern starfsmann sem útvegaður sé ásamt sönnun um greiðslur sem starfsmannaleigan hafi innt af hendi til sérhvers útleigða starfsmanns svo og til almannatryggingakerfisins. Enn fremur að láta stefnanda í té afrit af undirrituðum ráðningarsamningi sérhvers starfsmanns sem útvegaður sé, sbr. grein 2.8. Stefnandi ráði þannig fjölda starfsmanna, sem ráðstafað sé til starfa í hans þágu hverju sinni, og hann beri allan ferðakostnað vegna starfsmannanna, bæði kostnað vegna ferða til og frá landinu og ferða innanlands og ýmsan annan kostnað sem teljist til tekna vegna dvalar starfsmanna við Kárahnjúka svo sem kostnað við fæði og húsnæði á virkjunarsvæðinu, sbr. grein 3.2. Þá beri stefnandi allan kostnað sem hljótist af því að andvirði nettó heildarlaunakjara í einhverjum mánuði reynist lægri en heildarlágmarkskjörin í sömu starfsgrein, reiknuð samkvæmt ákvæðum hins íslenska virkjanasamnings, sbr. grein 3.6 í samningum við hinar portúgölsku starfsmannaleigur. Um skattskyldu portúgölsku starfsmannanna fari eftir ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 90/2003. Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. 1. gr. laganna beri þeir ótakmarkaða skattskyldu hér á landi dvelji þeir hér lengur en samtals 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili, þar með talin eðlileg fjarvera héðan af landi vegna orlofs og þess háttar. Vari dvöl þeirra í 183 daga samtals eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili beri þeir takmarkaða skattskyldu samkvæmt 1. tl. 3. gr. laganna. Þar sé kveðið á um að takmarkaða skattskyldu beri allir menn, sem dvelji hér á landi og njóti launa fyrir störf sín hér, og skuli þeir greiða tekjuskatt af þeim launum. Þar með teljist þeir menn sem atvinnu stundi hér á landi á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli þótt dvöl þeirra eða starf vari samtals 183 daga eða skemur á hverju tólf mánaða tímabili. Um ákvörðun tekjuskatts þeirra fari samkvæmt 1. tl. 70. gr. Samkvæmt 89. gr. laganna skulu menn sem um ræði í 1. gr. telja fram og vera skattlagðir þar sem þeir áttu lögheimili 1. desember á tekjuári en aðilar sem hér eru skattlagðir samkvæmt 3. gr. skuli telja fram og vera skattlagðir þar sem þeir eigi eignir eða hafi tekjur. Vakin sé athygli á því að orðin „þar með teljast þeir menn sem atvinnu stunda á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli“ hafi komið inn í 1. tl. 3. gr. með lögum nr. 145/1995 um breytingu á þágildandi lögum nr. 75/1981. Í athugasemdum er fylgdu þeim lögum hafi meðal annars sagt: „Um langt skeið hefur alþjóðleg útleiga vinnuafls leitt til ýmissa vandkvæða í skattframkvæmd. Hér er um það að ræða að rekstraraðili sem óskar eftir því að ráða erlent vinnuafl í skemmri tíma en 183 daga ræður starfskraft í gegnum erlendan millilið. Milliliðurinn gefur sig út fyrir að vera vinnuveitandi og leigir út vinnuaflið til rekstraraðilans. Með breytingunni er gert ráð fyrir að launþegi sem þannig hagar til um verði skattskyldur hér á landi á grundvelli 3. gr. Launagreiðandi hans (hinn innlendi rekstraraðili) ber ábyrgð á staðgreiðslu á launum hans eins og annarra launamanna sem hér starfa tímabundið. Þetta er í samræmi við sambærileg ákvæði tvísköttunarsamninga og er lagt til að tekin verði af tvímæli um að menn sem svo háttar um sem að framan er lýst verði ótvírætt taldir skattskyldir hér á landi. Sú regla er í samræmi við gildandi framkvæmd og því ekki breyting að því leyti.“ Stefnandi beri takmarkaða skattskyldu samkvæmt 4. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignarskatt vegna starfsemi útibús hans hér á landi. Útibúið sé skráð á launagreiðendaskrá vegna starfsemi stefnanda hér á landi, sbr. 19. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda. Stefnandi teljist því launagreiðandi í skilningi laganna. Sú viðbára stefnanda að lögin hafi ekki eða geti ekki tekið til útleigu á vinnuafli fái ekki á nokkurn hátt staðist. Samkvæmt lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, A og B lið 2. gr., nái staðgreiðsla samkvæmt lögunum til tekjuskatts manna, sem skattskyldir séu samkvæmt ákvæðum 1. gr. og 1. tl. 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, svo og til útsvars samkvæmt ákvæðum IV. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Samkvæmt 3. gr. taki ákvæði laganna til allra þeirra aðila innlendra sem erlendra, sem gjaldskyldir séu samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem um ræði í 2. gr., og til allra þeirra aðila, innlendra sem erlendra, sem greiði laun eða annist milligöngu á greiðslum sem gjaldskyldar séu samkvæmt ákvæðum þeirra laga sem um ræði í 2. gr. Samkvæmt 1. tl. 4. gr. teljist launamaður, samkvæmt lögunum, maður sem fái endurgjald fyrir starfa sem hann inni af hendi á ábyrgð launagreiðanda. Samkvæmt 7. gr. laganna teljist launagreiðandi, samkvæmt lögunum, hver sá aðili sem inni af hendi eða reikni greiðslur sem teljist laun samkvæmt 5. gr. Ef milligöngumaður, sbr. 3. gr., annist launagreiðslur skuli hann gegna skyldum launagreiðanda varðandi skil á greiðslum samkvæmt lögum þessum. Sama gildi um umboðsmann aðila sem um ræði í 2. mgr. 2. tl. 71. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Staðgreiðsla á grundvelli laganna sé samkvæmt 1. gr. bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars af launum á tekjuári, þ.e. á því launaári sem tekna er aflað. Álagning og endanlegt uppgjör fari hins vegar fram að tekjuárinu loknu, sbr. VIII. kafla laganna. Í athugasemdum sem fylgdu 3. gr. laganna komi fram að þau taki, auk þeirra sem getið sé í 2. gr., til allra sem greiði laun eða hafi milligöngu um greiðslu launa hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir og í 5. gr. sé skilgreint hvað teljist laun í skilningi laganna en að öðru leyti vísist til laga um tekju- og eignarskatt varðandi eðli þeirra greiðslna eða tekna sem samkvæmt greininni teljist laun. Launagreiðandi í skilningi 7. gr. teljist hver sá, þ.á m. milligöngumaður, sem greiði laun í skilningi 5. gr. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. skuli launagreiðandi, sbr. 7. gr., sjá um staðgreiðslu fyrir hönd launamanns samkvæmt ákvæðum 15. gr., sbr. 20. gr. Samkvæmt 19. gr. skuli hver sá sem teljist launagreiðandi samkvæmt 7. gr., ótilkvaddur og eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hans hefst, tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína þar sem tilgreint er nafn, heimili og kennitala launagreiðandans. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. skuli launagreiðandi ótilkvaddur greiða mánaðarlega það fé sem hann hafi haldið eftir eða borið að halda eftir á greiðslutímabilum næstliðins mánaðar samkvæmt ákvæðum 15. til 17. gr. Með greiðslum skuli fylgja sundurliðuð skilagrein frá launagreiðanda á þar til gerðu eyðublaði, sbr. 2. mgr. 20. gr. Samkvæmt 21. gr. skuli skattstjóri yfirfara skilagreinar launagreiðanda og gera á þeim leiðréttingar ef þörf krefji. Skattstjóra beri að áætla greiðsluskylda fjárhæð þeirra launagreiðanda sem eigi hafa framvísað fullnægjandi skilagreinum innan tilskilinna tímamarka samkvæmt 20. gr. Samkvæmt 22. gr. beri launagreiðandi ábyrgð á þeim opinberu gjöldum sem hann hafi haldið eftir eða borið að halda eftir samkvæmt lögunum. Launamaður beri ekki ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda sem hann sanni að launagreiðandi hafi haldið eftir af launum hans. Launagreiðandi og launamaður beri hins vegar óskipta ábyrgð á vanteknum opinberum gjöldum. Samkvæmt framangreindu sé ljóst að hinir portúgölsku starfsmenn við Kárahnjúka séu skattskyldir hér á landi vegna launa fyrir störf hérlendis í þágu stefnanda og geti sú skattskylda verið ótakmörkuð, sbr. 3. tl. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003, eða takmörkuð skattskylda samkvæmt 1. tl. 3. gr. laganna í þeim tilvikum þegar störf vari í 183 daga samfellt eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili. Ljóst sé að launagreiðslur til þeirra eru staðgreiðsluskyldar samkvæmt lögum nr. 45/1987, sbr. 2. og 3. gr. laganna, sbr. enn fremur 1. tl. 4. gr. og 1. tl. 5. gr. þeirra. Samkvæmt 92. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt skulu allir sem hafa menn í þjónustu sinni og greiða þeim endurgjald fyrir starfa, ótilkvaddir afhenda skattstjóra eða umboðsmanni hans skýrslu um greiðslur þessar ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Sama gildi um greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu. Ef framangreindar greiðslur séu inntar af hendi fyrir milligöngu annars aðila og sá, er unnið var fyrir, geti eigi látið umkrafðar upplýsingar í té, hvíli skýrslugjafarskyldan á milligönguaðilanum. Samkvæmt þessari lagagrein sé meginreglan sú að skyldan til að skila launaskýrslum vegna slíkra starfsmanna hvíli á þeim sem unnið var fyrir jafnvel þó hann inni ekki beint af hendi til starfsmanna þær greiðslur sem feli í sér endurgjald til þeirra fyrir starfa í þjónustu hans. Samkvæmt 115. gr. laganna séu allir þeir, er hafi menn í þjónustu sinni og greiði laun fyrir starfa, sbr. 1. mgr. 92. gr., skyldir að kröfu innheimtumanns að halda eftir af kaupi launþega til lúkningar gjöldum þeirra aðila sem launþegar beri sjálfskuldarábyrgð á og innheimta beri samkvæmt ákvæðum 112. gr. Samkvæmt 2. mgr. 115. gr. beri launagreiðandi sjálfsskuldarábyrgð á greiðslu þess fjár sem hann vanræki að halda eftir af launum. Samkvæmt 3. mgr. 116. gr. beri þeir, sem hafi í þjónustu sinni erlenda ríkisborgara eða ríkisfangslausa menn, er fengið hafa landvistar- eða dvalarleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, ábyrgð á skattgreiðslum þeirra. Af 92. gr. laga um tekju- og eignarskatt sé ljóst að upplýsingaskylda um endurgjald fyrir starfa hvíli á þeim sem unnið var fyrir þó greiðslur hafi verið inntar af hendi fyrir milligöngu annars aðila og sama gildi um ábyrgð á skattgreiðslum samkvæmt 115. og 116. gr. og skyldu til að halda eftir af kaupi launþega til lúkningar gjöldum í kjölfar álagningar. Af því sem að framan er rakið úr samningum stefnanda við starfsmannaleigurnar sé ljóst að hinir portúgölsku starfsmenn séu í þjónustu stefnanda og starfi undir hans stjórn og á hans ábyrgð, hann inni af hendi greiðslur sem feli í sér laun til þeirra, ýmist beint eða í formi leigugjalds til starfsmannaleiganna, og hann búi yfir öllum upplýsingum um greiðslur til þeirra sem inntar hafi verið af hendi til þeirra af hans hálfu og af hálfu portúgölsku starfsmannaleiganna. Samkvæmt því hvíli skýrslugjafarskylda samkvæmt 92. gr. ótvírætt á stefnanda. Hinir Portúgölsku starfsmenn séu starfsmenn stefnanda, sem sé vinnuveitandi þeirra og raunverulegur launagreiðandi þeirra í skilningi 115. og 116. gr., og geti sú tilhögun á launagreiðslum, að þær fari fram fyrir milligöngu starfsmannaleigu og svo sé um samið að leigan sé vinnuveitandi, í engu haggað skyldum stefnanda og ábyrgð hans að skattarétti. Skattyfirvöld hafi lögum samkvæmt fullt mat á því hvort á því verði byggt við skattlagningu og innheimtu opinberra gjalda. Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda byggi á sama hátt á því og að skylda til að standa skil á staðgreiðslu launamanna hvíli í þeim tilvikum á hinum innlenda vinnuveitanda samkvæmt 3. og 7. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda og hafi frá upptöku staðgreiðslu verið framkvæmt þannig. Sú framkvæmd verði ráðin af því sem fram komi í athugasemdum er fylgt hafi lögum nr. 145/1995 um breytingu á þágildandi lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt um breyting á 1. tl. 3. gr. laga, sbr. umfjöllun hér að framan. Af lögum um tekjuskatt og eignarskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda leiði að hinn innlendi rekstraraðili beri ábyrgð á staðgreiðslu af launum starfsmanna sem ráðstafað sé til starfa í þágu hans á grundvelli samnings um útleigu á vinnuafli, eins og hér um ræði, á sama hátt og hann beri ábyrgð á staðgreiðslum annarra launamanna sem starfi tímabundið í þágu hans. Í úrskurði yfirskattanefndar hafi, við úrlausn á því hver teldist launagreiðandi útleigðra starfsmanna í skilningi staðgreiðslulaga, verið m.a. litið til almennra ákvæða tvísköttunarsamninga og viðtekinna túlkunar þeirra á alþjóðlegum vettvangi með tilliti til útleigu vinnuafls. Í þeim tvísköttunarsamningum Íslands við önnur ríki, þar sem sé að finna ákvæði sem fjalli sérstaklega um útleigu vinnuafls milli samningsríkjanna, sé í öllum tilvikum gert ráð fyrir því að heimilt sé að skattleggja launatekjur af störfum útleigðra starfsmanna í vinnuríkinu. Í 15. gr. tvísköttunarsamnings við Portúgal 2. ágúst 1999, sbr. auglýsingu nr. 2/2002, sé kveðið á um skattlagningu vegna launaðs starfs. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. skuli endurgjald fyrir starf einungis skattlagt í því samningsríki þar sem aðili sé heimilisfastur nema starfið sé leyst af hendi í hinu samningsríkinu. Í því tilviki megi skattleggja endurgjaldið í því ríki þar sem starfið er leyst af hendi. Í 2. mgr. sé kveðið á um undantekningar frá þeirri reglu og mælt fyrir um hvenær endurgjald vegna starfa í hinu ríkinu skuli einungis skattlagt í ríkinu þar sem launþegi á heimilisfesti og þurfi þrjú atriði, sem öll verði að vera uppfyllt að koma til, svo að sú undantekningarregla geti átt við. Þau skilyrði séu samkvæmt a-lið að viðtakandi endurgjaldsins dveljist í eitt eða fleiri skipti, þó ekki lengur en 183 daga samtals á 12 mánaða tímabili sem hefjist eða ljúki á viðkomandi skattári, í því ríki þar sem starfið hafi verið innt af hendi. Að endurgjaldið sé greitt af eða fyrir hönd vinnuveitanda sem ekki sé heimilisfastur í hinu ríkinu, sbr. b-lið, og samkvæmt c-lið að endurgjaldið sé ekki gjaldfært hjá fastri atvinnustöð eða fastri stöð sem vinnuveitandinn hafi í hinu ríkinu. Ákvæði 15. gr. tvísköttunarsamningsins sé samhljóða 15. gr. samningsfyrirmyndar OECD um tvísköttunarsamninga. Við túlkun á því hvort uppfyllt séu skilyrði 2. mgr. 15. gr. fyrir því að víkja frá þeirri meginreglu 1. mgr., að endurgjaldið skuli skattleggjast í því ríki þar sem starfið sé innt af hendi, reyni einkum á túlkun á hugtakinu vinnuveitandi í b- og c-lið 2. mgr. Hugtakið vinnuveitandi sé ekki skilgreint í samningnum við Portúgal né samningsfyrirmynd OECD en hafi verið og sé skilið þannig að vinnuveitandi sé sá aðili sem eigi rétt á því verki sem unnið sé og beri í samræmi við það ábyrgð og áhættu af árangri þess. Við útleigu á alþjóðlegu vinnuafli séu þessir þættir í ríkum mæli í höndum leigutaka og beri þá að taka efni samnings fram yfir form og byggja á því að hann sé vinnuveitandi í skilningi greinarinnar ef staðfest er að notandi vinnuaflsins ræki fremur hlutverk vinnuveitanda en hinn erlendi leigusali. Við mat á því geti bær stjórnvöld auk þeirra meginsjónarmiða litið til annarra atriða sem að gagni komi til að sýna fram á að notandi vinnuaflsins sé hinn raunverulegi vinnuveitandi. Vegna ítrekaðrar misnotkunar á reglum 2. mgr. með útleigu á vinnuafli hafi við endurskoðun á samningsfyrirmyndinni 1992, með lið 8 í skýringum við 15. gr., sá skilningur verið áréttaður að vinnuveitandi sé sá sem hafi réttindi yfir því verki sem unnið sé og beri ábyrgð og áhættu af því. Af því leiði að yfirleitt sé það ríkið, þar sem vinna er látin í té, sem hafi skattlagningarréttinn þegar um sé að ræða útleigu á vinnuafli milli landa. Því sé alfarið vísað á bug að sýna þurfi fram á misnotkun til þess að vinnuleiga verði ekki talin vinnuveitandi eins og stefnandi staðhæfi. Sviss hafi eitt ríkja gert athugasemd um að skýringar í lið 8 ættu aðeins að eiga við varðandi alþjóðlega útleigu á vinnuafli ef um væri að ræða misnotkun. Þýskaland og Noregur hafi áskilið sér rétt til að taka inn í 2. mgr. í sínum samningum að sérstakt ákvæði um það að undantekningarákvæði 2. mgr. 15. gr. gæti ekki tekið til alþjóðlegrar útleigu á vinnuafli. Ótvírætt sé samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga um tekju- og eignarskatt að þeir menn sem stundi atvinnu hér á landi á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli og dvelji hér skemur en 183 daga séu skattskyldir hér á landi. Er gengið var frá tvísköttunarsamningnum á árinu 1999 hafi verið ótvírætt ákvæði um skattskyldu þessara manna í íslenskum landslögum og því óþarft að ítreka hana í tvísköttunarsamningnum við Portúgal. Yfirskattanefnd hafi talið, að virtum ákvæðum samninga við starfsmannaleigurnar, að stefnandi teldist vinnuveitandi þeirra starfsmanna sem um ræði. Að því virtu, efni athugasemda með 2. gr. laga nr. 145/1995, þar sem sérstaklega sé tekið fram um ábyrgð á staðgreiðslu við alþjóðlega útleigu á vinnuafli, og túlkun tvísköttunarsamninga með tilliti til slíkrar útleigu samkvæmt því sem fram komi í athugasemdum við 15. gr. í samningsfyrirmynd OECD, hafi yfirskattanefnd talið að stefnandi teldist launagreiðandi hinna portúgölsku starfsmanna við Kárahnjúka í skilningi 1. mgr. 7. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, en sú niðurstaða hafi í einu og öllu verið að lögum. Stefnandi haldi því fram að skattlagningarréttur vegna tekna hinna portúgölsku launamanna sé ekki hér á landi samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamnings við Portúgal, og þar með sé engin skylda fyrir hendi til að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda af launatekjum þeirra hér á landi. Ákvarða beri skattalega stöðu á staðgreiðsluári og ljóst að tvísköttunarsamningur taki til staðgreiðslu, sbr. t.d a-lið 28. gr. og 10.-12. gr. samningsins. Þessu sé eindregið vísað á bug. Samkvæmt afdráttarlausum ákvæðum staðgreiðslulaga nr. 45/1987 beri launagreiðanda að standa skil á staðgreiðslu hér á landi af greiddum launum og sé sú lagaskylda óháð því hvort síðar kunni að reyna á frádráttarheimildir skattalaga eða ívilnandi ákvæði tvísköttunarsamninga við skattlagningu viðkomandi einstaklinga. Á staðgreiðsluári verði þannig almennt að gera greinarmun annars vegar á skyldum launagreiðanda samkvæmt lögum nr. 45/1987 og hins vegar úrlausn á endanlegri skattskyldu launþega og annarra sem sætt hafi afdrætti staðgreiðslu af hálfu viðkomandi launagreiðanda. Um heimildir fyrir ríkisstjórnina til að gera tvísköttunarsamninga séu ákvæði í 119. gr. laga um tekju- og eignarskatt og hliðstæðar heimildir hvað varði útsvar í 34. gr. laga nr. 2/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Samkvæmt 1. mgr. 119 gr. laga um tekju- og eignarskatt sé ríkisstjórninni heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á tekju- og eignarskatti erlendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eigi að greiða skatt af sömu tekjum eða eignum bæði á Íslandi og erlendis. Í 5. mgr. sé kveðið á um þá aðstöðu þegar ekki sé fyrir hendi samningur við annað ríki samkvæmt 1. mgr. og skattaðili sem skattskyldur sé samkvæmt 1. og 2. gr. greiði til opinberra aðila í öðru ríki skatt af tekjum sínum og eignum sem skattskyldar séu hér á landi. Skattstjóra sé þá heimilt samkvæmt umsókn skattaðila að lækka tekjuskatt og eignarskatt hans hér á landi með hliðsjón af þessum skattgreiðslum hans. Tvísköttunarsamningar sem gerðir eru á grundvelli heimilda í lögum um tekju- og eignarskatt og um tekjustofna sveitarfélags og sambærilegra heimilda í eldri lögum varði samkvæmt efni sínu og lagaheimild álagningu þargreindra skatta á aðila sem séu heimilisfastir í öðru eða báðum samningsríkjunum og jafnan án tillits til þess hvernig skattarnir eru lagðir á. Innheimta skatta falli hins vegar almennt utan við gildissvið tvísköttunarsamninga enda sé að finna sérstaka heimild til að gera samninga við önnur ríki um innheimtu opinberra gjalda, sbr. 2. mgr. 119. gr. laga um tekju- og eignarskatt. Í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals sé ekkert fjallað um staðgreiðslu skatta sem sé í samræmi við það að hann varði álagningu skatta. Tilvísan stefnanda til a-liðar 2. mgr. 28. gr. samningsins varðandi staðgreiðslu- eða afdráttarskatta, því til stuðnings að samningurinn fjalli um staðgreiðslu, fái því ekki staðist, en skýra verði það ákvæði til samræmis við ákvæði b-liðar sömu málsgreinar og almenn ákvæði tvísköttunarsamningsins að öðru leyti, þannig að ákvæðið taki einungis til þeirrar aðstöðu þegar staðgreiðsla eða afdráttur skatts af tekjum feli í sér fullnaðargreiðslu að lögum þannig að ekki komi til eftirfarandi álagningar, sbr. 1. tl. 2. gr. samningsins þar sem komi fram, að samningurinn taki til skatta af tekjum og eignum sem eru lagðir á vegna samningsríkis án tillits til þess á hvern hátt þeir eru álagðir. Dæmi slíkra afdráttarskatta, en sem hér eigi ekki við, sé 4. mgr. 9. gr. staðgreiðslulaga sem kveði á um að staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars þar til greindra aðila sé fullnaðargreiðsla nefndra gjalda hér á landi án þess að fram þurfi að fara frekari ákvörðun eða álagning þeirra á þessum aðilum. Enn fremur 4. mgr. 71. gr. laga um tekju- og eignarskatt þar sem fram komi að afdráttur og staðgreiðsla skatts af fjármagnstekjum lögaðila, sem séu undanþegnir skattskyldu samkvæmt tilteknum töluliðum 4. gr., skuli vera fullnaðargreiðsla og koma í stað álagningar samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt. Sú staðhæfing stefnanda að beint sé fjallað um staðgreiðslu skatta í 10.12. gr. samningsins til stuðnings því að samningurinn taki til staðgreiðslu, og staðfesta beri skattlagningarétt á staðgreiðsluári, fái á sama hátt ekki staðist og séu engin ákvæði í honum er mæli fyrir um tilhögun staðgreiðslu. Í 29. gr. tvísköttunarsamnings við Ítalíu, sem undirritaður hafi verið 10. september 2002, sé hins vegar sérstaklega fjallað um endurgreiðslu staðgreiðslu- eða afdráttarskatta og þannig gengið út frá því í samræmi við ákvæði og gildissvið annarra tvísköttunarsamninga, þ.á m. við Portúgal, að staðgreiðslu sé skilað á staðgreiðsluári en til hugsanlegrar endurgreiðslu geti komið síðar. Lög nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda geri heldur ekki ráð fyrir því að staðfesta beri skattlagningarrétt á staðgreiðsluári. Þvert á móti séu þau afdráttarlaus um skyldu launagreiðanda til að standa skil á launagreiðslum til manna sem beri takmarkaða skattskyldu samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt vegna starfa hér á landi, sbr. 2. gr. og ákvæði þeirra laga að öðru leyti, m.a. 1. tl. 4. gr., 1. tl. 5. gr. og 1. mgr. 20. gr. Í lögunum séu engin ákvæði sem taki sérstaklega til tvísköttunarsamninga eða fjalli um þýðingu þeirra með tilliti til staðgreiðslu. Í 11. gr. staðgreiðslulaga sé fjallað um útgáfu skattkorta fyrir launamenn. Skattkort manna sem öðlist heimilisfesti hér á landi á staðgreiðsluárinu, svo og þeirra manna sem skattskyldir eru samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga um tekju- og eignarskatt skuli, sbr. 1. mgr. 11. gr., gerð samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komi á tilkynningum þeirra um aðsetursskipti eða á annan fullnægjandi hátt að dómi ríkisskattstjóra. Ákvæði 11. gr. laga nr. 45/1987, sem fjalli um útgáfu ríkisskattstjóra á skattkortum fyrir launamenn, renni þannig heldur ekki stoðum undir sjónarmið stefnanda um að ákvarða beri skattalega stöðu á staðgreiðsluári. Sú staðreynd að ákvæði 1. mgr. 11. gr. mæli fyrir um gerð skattkorta fyrir þá menn sem skattskyldir eru samkvæmt 1. tl. 3. gr. laga nr. 90/2003 byggi augljóslega á því að um staðgreiðsluskyldu þeirra manna sé að ræða samkvæmt lögunum og að staðgreiðslu sé skilað á staðgreiðsluári. Í skattframkvæmd á sviði 11. gr. hafi hins vegar verið litið svo á að ríkisskattstjóra, sem hafi með höndum yfirstjórn staðgreiðslu samkvæmt 23. gr. laganna, sé í ákveðnum tilvikum heimilt að veita undanþágu frá staðgreiðslu opinberra gjalda, m.a. vegna ákvæða tvísköttunarsamninga að fenginni umsókn launþega þar að lútandi, sbr. t.d. ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra frá 15. janúar 2003. Af hálfu stefnanda hafi ekkert komið fram um það hvort einstakir starfsmenn sem málið varði hefðu leitað til ríkisskattstjóra með erindi af þeim toga. Stefnanda hafi samkvæmt því borið að sinna staðgreiðsluskyldum vegna hinna umdeildu launagreiðslna til portúgalskra starfsmanna við Kárahnjúka á árunum 2003 og 2004 hvað sem álitaefnum um skattlagningarrétt leið vegna þeirra tekna samkvæmt ákvæðum tvísköttunarsamnings við Portúgal. Reyni þannig ekki á beitingu tvísköttunarsamningsins í máli þessu sem lúti að staðgreiðslu en ekki álagningu. Hins vegar sé ljóst að á það atriði geti reynt við álagningu opinberra gjalda á umrædda starfsmenn samkvæmt X. kafla laga nr. 90/2003 og bréf fjármálaráðuneytisins um beitingu hans frá 1. janúar 2003. Hvað sem öðru líði sé ljóst að ekki sé uppfyllt skilyrði samkvæmt b- og c-lið 2. mgr. 15. gr. samningsfyrirmyndarinnar og tvísköttunarsamningsins fyrir því að skattlagningarréttur sé einungis í Portúgal þar sem stefnandi teljist vinnuveitandi samkvæmt þeim ákvæðum og greiðslur vegna endurgjalds fyrir starf séu gjaldfærðar hjá útibúi stefnanda hér á landi, sbr. umfjöllun í úrskurði yfirskattanefndar og kröfugerð ríkisskattstjóra. Stefnandi haldi því fram að hann sæti ólögmætri mismunun og brotið hafi verið gegn jafnræðisreglum 11. gr. stjórnsýslulaga, 24. gr. tvísköttunarsamnings við Portúgal og 36. gr. EES samningsins um þjónustufrelsi, en ríkjum sé skylt að beita skattlagningarvaldi sínu þannig að það brjóti ekki í bága við fjórfrelsið. Yfirskattanefnd hafi hafnað sjónarmiðum stefnanda, byggðum á því að ákvörðun skattstjóra bryti í bága við jafnræðisreglur þar sem íslenskur aðili, Liðsauki ráðningarþjónusta, hafi haft stöðu launagreiðanda gagnvart útleigðum starfsmönnum í afleysingaþjónustu og annast um staðgreiðsluskil vegna þeirra án athugasemda skattyfirvalda. Af upplýsingum í bréfi Liðsauka 29. október 2004 verði engan veginn ráðið að aðstæður í þessum tilvikum séu sambærilegar atvikum í máli stefnanda og raunar verði að telja það ólíklegt, sbr. umfjöllun um fyrirkomulag varðandi launagreiðslur til erlendra starfsmanna á vegum stefnanda. Staðhæfingum stefnanda um meinta mismunun samkvæmt tvísköttunarsamningi við Portúgal sé eindregið vísað á bug. Launagreiðendaskrá sé haldin af skattyfirvöldum yfir þá sem hafi með höndum starfsemi hér á landi og greiði hér laun. Þeim lögaðilum, sem starfi hér á landi, beri að skrá sig í fyrirtækjaskrá, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 17/2003 um fyrirtækjaskrá og í hlutafélagaskrá ef um hlutafélag sé að ræða eða útibú erlends hlutafélags, sbr. 141. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, sbr. XVII. kafla laganna. Hinar portúgölsku starfsmannaleigur hafi ekki starfsemi hér á landi og séu ekki skráðar í fyrirtækjaskrá og hlutafélagaskrá. Í 24. gr. tvísköttunarsamningsins við Portúgal segi að ríkisborgarar beggja ríkjanna skuli sæta sömu meðhöndlun við sömu aðstæður, sérstaklega að því er varði heimilisfesti. Sé ljóst að þetta ákvæði geti ekki tekið til samanburðar á starfsmannaleigum með heimilisfesti í Portúgal og þeirra sem hafi heimilisfesti á Íslandi. Þá sé ekki um að ræða að brotið sé í bága við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaganna. Því sé eindregið vísað á bug að sú skattalega meðferð af hálfu íslenskra skattyfirvalda, sem um sé deilt í máli þessu, brjóti á nokkurn hátt í bága við þjónustufrelsið eða önnur ákvæði EES samningsins. Afstaða skattyfirvalda leggi engan stein í götu þess að hin portúgölsku félög haldi áfram starfsemi sinni í núverandi formi eða stofni hér dótturfélag. Í öllum tilvikum gildi hið sama um skattskyldu þeirra manna sem hér starfi og skyldur raunverulegs vinnuveitanda í skilningi skattalaga. Eins og hér hagi til sé ljóst að innlenda fyrirtækið, í þessu tilviki stefnandi, sé jafnframt staðgreiðsluskyldur launagreiðandi vegna staðgreiðslu á launum starfsmanna sem það ráði í þjónustu sína samkvæmt samningum um útleigu á vinnuafli. Með ákvörðun skattstjóra hafi tekjur hinna erlendu starfsmanna verið skattlagðar en ekki tekjur stefnanda þó stefnandi sé talinn bera ábyrgð á skilum staðgreiðslunnar. Stefnandi haldi því fram að í niðurstöðu yfirskattanefndar sé efnislegt innbyrðis ósamræmi um stöðu útibús hans gagnvart hinum portúgölsku starfsmönnum varðandi tryggingagjald og staðgreiðsluna en þetta fái ekki staðist. Tryggingagjald sé skattur lagður á launagreiðendur og staðfesti yfirskattanefnd gjaldskyldu hans samkvæmt þeim lögum. Hins vegar hafi yfirskattanefnd talið að skýra bæri ákvæði laga nr. 113/1990 um tryggingagjald til samræmis við 28. gr. EES samningsins og reglugerðar nr. 1408/71/EBE, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993, þannig að ekki bæri að leggja fullt tryggingagjald á launagreiðslur vegna launa starfsmanna ef staðfest er með framvísun vottorðsins E-101 að launþegi falli undir tryggingalöggjöf heimalands og teljist þar af leiðandi ekki tryggður hér á landi samkvæmt 14. gr. reglugerðarinnar. Sú undanþága tæki til þess hluta tryggingagjalds sem varið sé til atvinnutrygginga, almannatrygginga og félagslegs öryggis, sbr. enn fremur ákvarðandi bréf ríkisskattstjóra 2. ágúst 2005 þar sem ríkisskattstjóri beini því til skattstjóra að haga framvegis álagningu og ákvörðun staðgreiðslu tryggingagjalds í samræmi við úrskurð yfirskattanefndar. Staðhæfingum stefnanda um ómálefnalegan grundvöll áætlunar skattstjóra sé eindregið vísað á bug. Stefnandi haldi því fram að skattstjóri hafi áætlað 300.000 króna mánaðarlaun samkvæmt upplýsingum úr dagblöðum og engan greinarmun gert á því hvort um væri að ræða hálauna- eða láglaunamenn, t.d. væri þar enginn greinarmunur gerður á portúgölskum starfsmönnum annars vegar og útsendum starfsmönnum stefnanda frá höfuðstöðvum hans í Mílanó. Þetta fái ekki staðist. Við ákvörðun áætlunarfjárhæða hafi skattstjóri haft hliðsjón af framlögðum listum stefnanda sjálfs um fjölda erlendra starfsmanna og launagreiðslur til þeirra á því tímabili sem áætlun tæki til. Gögn er stefnandi hafi látið í té hafi hins vegar einungis borið með sér heildarlaun starfsmanna á árinu 2003 án allrar sundurliðunar með tilliti til einstakra mánaða. Skattstjóri hafi miðað við meðaltalslaun fyrir hvern starfsmann að teknu tilliti til komutíma til landsins og brottfarar af landi þegar það hafi átt við og reiknað persónuafslátt miðað við komutíma til landsins. Að því er varði staðgreiðslu vegna janúarmánaðar 2004 byggði skattstjóri á framkomnum upplýsingum um fjölda starfsmanna og launagreiðslur en jafnframt hafi hann tekið mið af komutíma til landsins við ákvörðun persónuafsláttar. Af hálfu stefnanda hafi ekki verið lagðar fram fullnægjandi skilagreinar vegna launagreiðslna til erlendra starfsmanna við Kárahnjúka, hvorki ítalskra né portúgalskra á því tímabili sem málið taki til, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 45/1987, og af hans hálfu hafi verið látið sitja við þær ófullkomnu upplýsingar sem að framan greini og ekki úr því bætt í kæru til yfirskattanefndar. Verði stefnandi þannig að bera halla af því að í áætlun sé ekki greint milli ítalskra og portúgalskra starfsmanna hans. Hins vegar hafi yfirskattanefnd talið að áætlun fyrir janúar væri nokkuð um skör fram miðað við fyrirliggjandi upplýsingar frá stefnanda og lækkaði að þeim virtum launagreiðslur í þeim mánuði fjárhæð skilaskyldrar staðgreiðslu að álitum um 8.500.000 krónur eða í 35.000.000 króna. Með vísan til alls þess sem að framan greini sé engum þeim forms- eða efnisannmörkum til að dreifa á úrskurði skattstjóra eða úrskurði yfirskattanefndar sem leitt gætu að lögum til þess að úrskurðirnir verði felldir úr gildi. Varakröfu stefnanda um niðurfellingu álags sé eindregið vísað á bug. Álag samkvæmt 1. og 2. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda sé lögbundið og leiði sjálfkrafa af þeim tilteknu aðstæðum sem lýst sé í 1. mgr. greinarinnar. Sé því ekki að lögum til að dreifa mati skattstjóra á beitingu álags að undanskilinni niðurfellingu álags samkvæmt heimildarákvæði 6. mgr. 28. gr. laga nr. 45/1987 við þær sérstöku aðstæður er þar greini. Þau sjónarmið sem stefnandi tefli fram feli ekki í sér gildar ástæður honum til afsökunar í skilningi 6. mgr. 28. gr. laganna og hafi afstaða skattyfirvalda legið fyrir þegar á árinu 2003 eins og fram komi í ákvarðandi bréfi ríkisskattstjóra 27. ágúst. Stefnandi hafi tregðast við að sinna skyldum sínum þrátt fyrir ítrekuð fundahöld að hans ósk og tilmæli skattstjóra um gögn. Beri þannig einnig að sýkna af þeirri kröfu. Stefnandi hafi heldur ekki lagt fram gögn til sönnunar því að hann hafi greitt þá fjárhæð sem hann krefjist endurgreiðslu á né á þeim tíma sem hann miði upphaf vaxta við. Sú kröfugerð sé þannig ósönnuð sem einnig leiði til sýknu en til vara sé krafist lækkunar hennar. Með úrskurði yfirskattanefndar hafi í samræmi við niðurstöðu um leiðréttingu á fjárhæðum skilaskyldrar staðgreiðslu í janúar verið kveðið á um að leiðrétta bæri til lækkunar álag til samræmis við það, sbr. bls. 54 og 55 í úrskurði yfirskattanefndar. Upphafstíma vaxta sé mótmælt svo og kröfum stefnanda um dráttarvexti samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Hvað sem öðru líði fái ekki staðist að stefnandi geti átt rétt til dráttarvaxta fyrr en að liðnum mánuði frá niðurfellingu álags fari svo að dómstólar taki þessa kröfu stefnanda til greina. Niðurstaða Með úrskurði skattstjórans í Reykjavík 30. júní 2004, sem krafist er í málinu að felldur verði úr gildi, var tekin ákvörðun um að endurákvarða gjaldskyldu útibús stefnanda á Íslandi vegna staðgreiðslu opinberra gjalda mánuðina september til desember 2003 og janúar 2004. Af hálfu stefnanda var úrskurðurinn kærður til yfirskattanefndar og sætti hann því endurskoðun nefndarinnar, sem kvað upp úrskurð um ágreiningsefnin 20. apríl 2005, en stefnandi krefst þess einnig í málinu að sá úrskurður verði felldur úr gildi. Í úrskurðunum er fjallað um skyldur stefnanda til að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna tekjuskatts og útsvars portúgalskra starfsmanna virkjunarframkvæmdanna við Kárahnjúka og tryggingagjalds stefnanda. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi 2. mgr. 89. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt skulu allir þeir sem skattskyldir eru samkvæmt 2. gr. laganna, þar á meðal hlutafélög sem skráð eru hér á landi eins og fram kemur í 1. tl. 1. mgr. 2. gr., telja fram og vera skattlagðir þar sem þeir eiga heimili, en heimili þeirra telst þar sem þeir eru skráðir. Undantekningin frá þessu samkvæmt 3. mgr. 89. gr. laganna á við um þá sem skattskyldir eru samkvæmt 3. gr. laganna, enda falli þeir ekki undir ákvæði 1. eða 2. gr. þeirra, en þeim ber að telja fram og þeir eru skattlagðir þar sem þeir eiga eignir eða hafa tekjur. Almenna reglan er því sú að framtals- og skattlagningarstaður sé þar sem heimili viðkomandi er. Þá kemur fram í 2. mgr. 20. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda að launagreiðandi skuli inna staðgreiðslu af hendi til gjaldheimtu eða annars innheimtuaðila í því umdæmi þar sem launagreiðandinn á lögheimili. Skráð heimili útibús stefnanda er í Reykjavík og fram kemur í úrskurði skattstjórans að útibú stefnanda sé skráð með lögheimili að Lynghálsi 4 í Reykjavík samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og skráningu Hagstofu. Samkvæmt því sem að framan er rakið verður að ætla að beita verði hinni almennu reglu, sem hér hefur verið lýst, og telja að framtals- og skattlagningarstaður útibús stefnanda sé í Reykjavík, en það er í samræmi við þá framkvæmd sem vísað er til af hálfu stefnda að tíðkast hafi í marga áratugi við sambærilegar aðstæður og hér um ræðir. Því verður að telja að skattstjóranum í Reykjavík hafi borið að fara með úrskurðarvald gagnvart stefnanda í því tilviki sem hér um ræðir. Verður þar með ekki fallist á þær málsástæður stefnanda að skattstjórinn í Reykjavík hafi ekki verið bær til að fjalla um mál stefnanda eða að það hafi ekki fallið undir hans valdsvið. Þá verður heldur ekki fallist á þau rök stefnanda að skattstjórinn í Reykjavík hafi ekki haft heimild til að beita túlkun á tvísköttunarsamningnum við Portúgal við úrlausn málsins. Í lagaákvæðinu sem stefnandi vísar í því sambandi til getur ekki falist takmörkun á því að ákvæðum samningsins verði beitt við úrlausn á þeim álitaefnum sem til meðferðar voru og leyst var úr með úrskurði skattstjóra. Hér verður að líta til þess að af lögbundnu hlutverki skattstjóra leiðir að honum ber við ákvarðanir sínar og úrlausnir að beita ákvæðum tvísköttunarsamninga eftir því sem við á. Óhjákvæmilegt er því að skattstjóri túlki ákvæði slíkra samninga. Samkvæmt framansögðu verður ekki fallist á að skattstjórann í Reykjavík hafi brostið vald til þess að fjalla um mál stefnanda og að úrskurðurinn sem hér um ræðir eigi að sæta ógildingu af þessum sökum eins og stefnandi krefst. Stefnandi telur stjórnsýslulega ágalla á málsmeðferð skattstjóra. Í úrskurði yfirskattanefndar komi fram að endurákvörðun skattstjóra á staðgreiðsluskilum stefnanda væri byggð á 7. mgr. 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Af hálfu skattstjórans hafi málið hins vegar verið rekið sem skatteftirlitsmál og vísað til heimilda samkvæmt 21. og 26. gr. laganna. Í fororðum úrskurðar skattstjóra er vísað til þess að tekin hafi verið ákvörðun um, með vísan til 26. og 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, að endurákvarða skilaskyldu staðgreiðslu opinberra gjalda útibús stefnanda á umræddu tímabili. Lagaákvæðin sem þannig er vísað til í hinum umdeildu úrskurðum fjalla um eftirlit skattstjóra og heimildir til ákvörðunar eða endurákvörðunar á gjald- eða skilaskyldu samkvæmt lögunum. Í lagaákvæðunum er því einnig lýst hverjar aðstæður geti leitt til þess að áætlunum greiðsluskyldra fjárhæða launagreiðanda verði beitt. Hér verður ekki fallist á að framangreind tilhögun á tilvísunum til lagaákvæða í hinum umdeildu úrskurðum teljist galli á málsmeðferðinni eða að lagafyrirmælum hafi ekki verið hlýtt við meðferð málsins að þessu leyti. Verður ekki fallist á þau rök stefnanda að málsmeðferð skattstjórans í Reykjavík hafi, af þessum ástæðum sem stefnandi lýsir, verið haldinn málsmeðferðargöllum. Þá telur stefnandi að skattstjórinn í Reykjavík hafi brotið gegn reglum stjórnsýslulaga um leiðbeiningarskyldu og meðalhóf við meðferð málsins. Lagareglur um leiðbeiningarskyldu stjórnvalda verður að túlka þannig að leiðbeiningum beri að haga í samræmi við aðstæður og eftir því hver og hvernig tilefni verða til að veita þær. Ákvarðanir í þessum efnum eru því háðar mati hverju sinni, sem getur sætt endurskoðun dómsins samkvæmt almennum reglum og í samræmi við 60. gr. stjórnarskrárinnar um að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Af hálfu stefnanda er vísað til þess að ekki hafi verið haldinn fundur með lögmönnum stefnanda og skattyfirvöldum sem leitað hafi verið eftir af hálfu stefnanda í september 2003. Sú beiðni kom því fram af hálfu stefnanda löngu áður en skattstjóri óskaði eftir upplýsingum og gögnum í febrúar 2004, eins og hér að framan er rakið, og getur því ekki skipt máli við úrlausn þessa ágreiningsefnis. Upphaf málsins í september 2003, sem stefnandi vísar til, getur heldur ekki að mati dómsins skipt máli í þessu sambandi. Þegar virt er það sem fram hefur komið í málinu verður að telja að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu stefnanda að við meðferð málsins hjá skattstjóranum í Reykjavík hafi skort á að veittar væru nauðsynlegar og viðeigandi leiðbeiningar samkvæmt því sem lög mæla fyrir um. Þá verður heldur ekki fallist á að ráðið verði af því sem fram hefur komið í málinu að ekki hafi verið gætt meðalhófs samkvæmt 12. gr. stjórnsýslulaga við meðferð málsins hjá skattyfirvöldum. Af stefnanda hálfu er einnig vísað til þess að ekki hafi verið gætt að því að viðeigandi rannsóknir færu fram áður en endurákvörðun skilaskyldu staðgreiðslunnar var tekin. Skattstjórinn í Reykjavík óskaði eftir upplýsingum og gögnum frá útibúi stefnanda með bréfi 17. febrúar 2004, eins og rakið er í úrskurði skattstjórans 30. júní sama ár. Í svarbréfi útibús stefnanda 3. mars s.á. er upplýst að starfsmenn við virkjunina, sem dvelji þar skemur en 183 daga, fái greidd laun í Portúgal. Stefnandi verði því ekki gerður ábyrgur fyrir staðgreiðslu á opinberum gjöldum þeirra. Í úrskurði skattstjórans kemur fram að 7. maí s.á. hafi stefnandi sent skattstjóra lista yfir starfsmenn sem hefðu starfað hér á landi á vegum stefnanda. Við úrlausn málsins voru upplýsingar af listunum hafðar til hliðsjónar, meðal annars um launagreiðslur og dvalartíma hvers starfsmanns. Í úrskurðinum er gerð nánari grein fyrir útreikningum við áætlun staðgreiðsluskila. Verður með vísan til þessa ekki fallist á að rannsókn málsins hafi verið áfátt þannig að til ógildingar úrskurðarins leiði. Með úrskurðinum var staðgreiðsla stefnanda áætluð til viðbótar því sem stefnandi hafði þegar staðið skil á eins og þar kemur fram. Í úrskurðinum kemur enn fremur fram fjöldi einstaklinga á staðgreiðsluskrá þá mánuði sem úrskurðurinn tekur til og að á listum frá stefnanda væru nöfn sem ekki væru á staðgreiðsluskilagreinum stefnanda á árinu 2003 og janúar 2004. Samkvæmt þessu verður heldur ekki fallist á að úrskurðinum sé áfátt þar sem ekki komi fram fullnægjandi upplýsingar í honum um skil útibús stefnanda á skýrslum og skilgreinum vegna staðgreiðslunnar eins og stefnandi heldur fram. Verður þar með ekki fallist á að brotnar hafi verið málsmeðferðarreglur af hálfu skattstjóra að þessu leyti. Þá er ógildingarkrafa stefnanda enn fremur byggð á því að sami starfsmaður skattstjóra hafi annast fyrirspurnir, athuganir, boðanir og kveðið upp úrskurð í málinu, en stefnandi telur þetta hafa leitt til þess að starfsmaðurinn hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins og eigi að leiða til ógildingar úrskurðarins. Hér verður ekki fallist á að þessi afskipti starfsmannsins af málinu eða aðkoma hans að því leiði til þess að hann teljist vanhæfur til meðferðar málsins samkvæmt reglum sem í þessum efnum gilda enda fór öll meðferð hans á málinu fram á sama stjórnsýslustigi. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að hann hafi aldrei fengið að tjá sig um þá þýðingarmiklu málsástæðu, sem úrskurður yfirskattanefndar hafi verið byggður á, að stefnandi hafi gert samkomulag við ASÍ í október 2003, sem virtist að stórum hluta hafa valdið því að yfirskattanefnd hafi talið stefnanda vinnuveitanda og launagreiðanda hinna erlendu starfsmanna. Dómurinn getur ekki fallist á að með þessu hafi verið brotið gegn andmælarétti stefnanda við málsmeðferðina hjá yfirskattanefnd enda hefur ekkert annað komið fram en að stefnandi hafi haft aðgang að öllum gögnum málsins við meðferð þess hjá yfirskattanefnd. Stefnanda mátti vera ljóst að yfirskattanefnd kæmi til með að byggja úrlausnina á því sem fyrir lá í málinu, burtséð frá því hvort ríkisskattstjóri bæri það sérstaklega fyrir sig undir rekstri málsins fyrir yfirskattanefnd. Verður ekki litið svo á að brotnar hafi verið málsmeðferðarreglur að þessu leyti við meðferð málsins hjá yfirskattanefnd. Þá er af hálfu stefnanda talið ólögmætt að gera honum að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna portúgölsku starfsmannanna, sem hér hafi starfað í 183 daga eða skemur, eins og gert hafi verið með báðum úrskurðunum. Lagaheimildir skorti til þess að krefja stefnanda um þessi skil, annars vegar af þeim sökum að starfsmennirnir eigi að vera skattlagðir í Portúgal en ekki á Íslandi og hins vegar vegna þess að stefnandi sé ekki launagreiðandi þeirra heldur portúgölsku starfsmannaleigurnar en starfsmennirnir fái greidd laun í Portúgal. Af hálfu stefnanda er í þessu sambandi vísað til þess að í tvísköttunarsamningnum við Portúgal komi fram í 2. mgr. 15. gr. að þegar ákveðin skilyrði, sem þar eru talin, séu uppfyllt verði viðkomandi starfsmenn skattlagðir í heimalandinu en ekki á Íslandi þar sem vinnan er látin í té. Öll þessi skilyrði séu uppfyllt hvað varði þessa starfsmenn. Stefnanda verði því ekki gert að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þessara starfsmanna. Stefnandi telur hinar portúgölsku starfsmannaleigur vinnuveitendur starfsmannanna í skilningi framangreinds ákvæðis í tvísköttunarsamningnum. Af stefnda hálfu hefur í þessu sambandi verið vísað til samningsfyrirmyndar OECD um tvísköttunarsamninga, en 15. gr. tvísköttunarsamningsins við Portúgal er samhljóða 15. gr. samningsfyrirmyndar OECD. Við úrlausn málsins verður að leggja til grundvallar að hugtakið vinnuveitandi í 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins verði skilið þannig að það sé sá sem rétt eigi á því að verkið sé unnið og að hann beri af því samsvarandi áhættu og ábyrgð. Einnig verður að skilgreina hugtakið þannig að sá sem fer með raunverulegt hlutverk og starfsskyldur vinnuveitanda verði að teljast vinnuveitandi samkvæmt ákvæðinu. Í úrskurði skattstjórans í Reykjavík kemur fram að fyrir liggi að útibú stefnanda standi að framkvæmdunum við Kárahnjúka fyrir Landsvirkjun og útibúið hafi leiðsagnarvald gagnvart starfsmönnum starfsmannaleiganna. Vinna þeirra sé framkvæmd á vinnusvæði, sem útibú stefnanda stjórni og beri ábyrgð á, greiðslur til vinnumiðlananna miðist við fjölda unninna tíma og vinnutæki og verkfæri séu lögð til af útibúinu. Útibúið sé því vinnuveitandi í skilningi 2. mgr. 15. gr. samningsfyrirmyndar OECD. Í úrskurði yfirskattanefndar kemur fram að hinum portúgölsku starfsmönnum, sem málið snúist um, hafi verið ráðstafað til starfa í þágu verkefnis sem útibú stefnanda hafi með höndum hér á landi. Þjónusta starfsmannaleigufyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að velja og ráða til starfa hæfa starfskrafta til að vinna í þágu verkefnisins. Útibú stefnanda beri ábyrgð og áhættu af verkinu en ekki hinar portúgölsku starfsmannaleigur. Útibúið fari með stjórnunar- og verkstjórnarvald yfir hinum útleigðu starfsmönnum, sem inni störf sín af hendi á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka, sem sé undir stjórn og á ábyrgð útibúsins, með tækjum og tólum sem útibúið leggi til. Að öllu þessu virtu verður að telja að stefnandi verði með réttu talinn vinnuveitandi umræddra starfsmanna þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann hafi aðeins tekið þá á leigu hjá starfsmannaleigunum, en sú skýring verður í engu talin breyta framangreindum skilgreiningum á því hvað felst í hugtakinu vinnuveitandi í umræddu ákvæði tvísköttunarsamningsins. Ekki þykir heldur skipta máli í þessu sambandi þótt stefnandi vísi til þess að honum sé ókunnugt um hver laun portúgölsku starfsmannanna séu. Verður samkvæmt þessu ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda að hann teljist ekki vinnuveitandi starfsmannanna í skilningi 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamningsins. Þetta ákvæði tvísköttunarsamningsins veldur því ekki að 1. tl. 3. gr. laga um tekjuskatt gildi ekki um þá portúgölsku starfsmenn sem starfa hér á landi í 183 daga eða skemur eins og haldið er fram af hálfu stefnanda. Í málinu er deilt um það hver teljist launagreiðandi starfsmannanna í skilningi staðgreiðslulaga nr. 45/1987. Eðlilegt er að sami skilningur verði lagður í hugtakið launagreiðandi og lagður er í hugtakið vinnuveitandi í 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamnings Íslands og Portúgals. Skattyfirvöld geta metið hver raunverulegur launagreiðandi eða vinnuveitandi í skattalegum skilningi er í hverju tilviki enda fari þá fram mat á aðstæðum hverju sinni. Skattstjóri hafði takmörkuð gögn í höndum til þess að leggja slíkt mat á samningssamband stefnanda og þeirra starfsmanna sem fjallað er um í málinu. Viðeigandi gögn voru hins vegar lögð fyrir yfirskattanefnd og í úrskurði nefndarinnar eru leidd rök að því að stefnandi sé raunverulegur launagreiðandi umræddra starfsmanna. Þegar virt er það sem fyrir liggur í málinu og fram kemur í gögnum þess þykir ekki ástæða til að hnekkja þessu mati. Ekki verður heldur fallist á að með þessu hafi jafnræðisreglur verið brotnar. Í því sambandi er ekki unnt að fallast á að fram hafi komið fullnægjandi rök fyrir því að telja tilvik sem vísað er til af hálfu stefnanda sambærileg því tilviki sem hér um ræðir. Samkvæmt þessu ber að telja útibú stefnanda launagreiðanda umræddra starfsmanna þessum skilningi. Ekki er heldur fallist á að skattyfirvöld hafi með túlkun sinni á skattareglum brotið gegn ákvæðum EES samningsins um hið svonefnda fjórfrelsi enda liggur ekki annað fyrir en að eðlilegum túlkunum hafi verið beitt með úrskurði yfirskattanefndar. Þá þykja ekki fram komin fullnægjandi rök fyrir því að skattstjóri hafi byggt á ómálefnalegum ástæðum við áætlun á staðgreiðsluskilum útibús stefnanda. Ekkert annað hefur komið fram í málinu en að áætlunin sé að mestu byggð á upplýsingum frá stefnanda. Verður því ekki á þessi rök stefnanda fallist. Þar sem stefnandi telst samkvæmt framangreindu launagreiðandi umræddra starfsmanna í skilningi laga um staðgreiðslu opinberra gjalda og vinnuveitandi í skilningi 2. mgr. 15. gr. tvísköttunarsamnings Íslands og Portúgals, verður ekki fallist á að úrskurðirnir sem krafist er ógildingar á séu ólögmætir, eins og haldið er fram af hálfu stefnanda, vegna þess að starfsmennirnir sem um ræðir séu ekki skattskyldir hér á landi eða að óheimilt sé að innheimta staðgreiðslu af launum þeirra hér úr hendi stefnanda. Þá þykja ekki fram komin haldbær rök fyrir því að úrskurðirnir, sem krafist er ógildingar á, verði, vegna annarra efnislegra annmarka, taldir ólögmætir. Samkvæmt öllu þessu verður ekki fallist á að hinir umdeildu úrskurðir séu haldnir þeim annmörkum sem stefnandi telur. Ber með vísan til þess að sýkna stefnda af ógildingarkröfum stefnanda. Varakrafa stefnanda, um að fellt verði niður álag samkvæmt úrskurði skattstjórans í Reykjavík 30. júní 2004 og að stefnda verði gert að endurgreiða stefnanda álagið, er byggð á því að útibú stefnanda hafi haft afsakanlegar ástæður fyrir því að skila ekki staðgreiðslu vegna portúgölsku starfsmannanna. Samkvæmt 6. mgr. 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda má fella niður álag samkvæmt 2. mgr. lagagreinarinnar ef launagreiðandi færir gildar ástæður sér til afsökunar en skattstjóri metur í hverju tilviki hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að ekki verði talið að kærandi hafi með skýringum, sem hann hafi gefið, fært fram gildar ástæður sér til afsökunar þannig að efni séu til að taka kröfu hans um niðurfellingu álagsins til greina. Engin rök hafa komið fram sem leitt geta til þess að þessu mati yfirskattanefndar verði hnekkt. Ekki eru því skilyrði til að varakrafa stefnanda komi frekar til álita og er henni þar með hafnað. Samkvæmt öllu framangreindu ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 1.000.000 króna. Dóminn kvað upp Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. DÓMSORÐ: Stefnda, íslenska ríkið, er sýknað af kröfum stefnanda, Impregilo S.p.A., í máli þessu. Stefnandi greiði stefnda 1.000.000 króna í málskostnað. |
Mál nr. 630/2010 | Ávana- og fíkniefni Skilorðsrof | Ó var sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa í félagi við X haft í vörslum sínum 241,32 g af hassi og 29,73 g af MDMA, sem fundust við leit lögreglu í bifreið þeirra. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, var refsing ákærða ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Þá voru fíkniefnin gerð upptæk. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 5. nóvember 2010 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að héraðsdómur verði staðfestur um annað en refsingu ákærða, sem verði þyngd. Ákærði krefst að refsing verði milduð. Samkvæmt nýju sakavottorði ákærða, sem lagt var fyrir Hæstarétt, gerðist hann 20. febrúar 2011 á ný sekur um brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni með vörslum lítilsháttar magns af amfetamíni og gekkst hann af því tilefni undir sátt 4. apríl sama ár um greiðslu sektar. Að þessu virtu verður ekki hreyft við ákvörðun refsingar í hinum áfrýjaða dómi, sem verður þannig staðfestur. Ákærða verður gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talinn ferðakostnað skipaðs verjanda síns og málsvarnarlaun, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, Ómar Svan Ómarsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 241.786 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar héraðsdómslögmanns, 188.250 krónur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra 7. október 2010. Mál þetta, sem var dómtekið 5. október sl., höfðaði sýslumaðurinn á Akureyri hér fyrir dómi þann 8. september sl., með ákæru á hendur X, kt. [...], [...], [...] og Ómari Svan Ómarssyni, kt. 180590-3159, Skálatúni 1, Akureyri; „fyrir eftirtalin umferðarlaga-, fíkniefnalaga- og þjófnaðarbrot: I. (Fíkniefnalagabrot) Gegn ákærðu báðum, fyrir að hafa fimmtudaginn 24. júní 2010, verið með saman í vörslum sínum 241,32 grömm af hassi og 29,73 grömm af ecstasy (MDNA (svo!)), en efni þessi hafði ákærði Ómar Svan keypt og þeir fengið afhent í Reykjavík og síðan flutt með sér áleiðis til Akureyrar, uns lögreglan á Akureyri stöðvaði för þeirra í Hörgárdal og fann efnin við leit í bifreið þeirra [...]. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. lög nr. 13, 1985 og sbr. lög nr. 82, 1998 og 2. gr. sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001. II. (Umferðarlagabrot) Gegn ákærða X, fyrir að hafa ofangreindan fimmtudag ekið bifreiðinni [...], undir áhrifum fíkniefna (í þvaginu mældist tetrahýdrókannabínólsýra) frá Akureyri til Reykjavíkur og síðan aftur áleiðis til Akureyrar, þangað til lögreglan stöðvaði akstur hans í Hörgárdal við [...]. Telst þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. A , sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 66,2006. III. (Þjófnaður) Gegn X, fyrir að hafa í marsmánuði 2010, stolið einkanúmerinu [...] af bifreið einhvers staðar í Breiðholtinu í Reykjavík. Telst þetta varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efnum þeim, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 18.189, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001 og ákærði X til sviptingar ökuréttar samkvæmt 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 18. gr. laga nr. 66, 2006.“ Mál nr. S-262/2010 var sameinað þessu. Það höfðaði sami sýslumaður þann 10. september 2010 á hendur ákærða X; „fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa föstudaginn 6. ágúst 2010, verið með í vörslum sínum 0,10 grömm af amfetamíni, þegar hann var handtekinn af lögreglu, þar sem hann var á gangi á Ólafsfjarðarvegi við Svarfaðardalsbrúna skammt frá Dalvík. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. lög nr. 13, 1985 og sbr. lög nr. 82, 1998 og 2. gr. sbr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233, 2001. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta upptöku á efnum þeim, sem lögreglan lagði hald á og tilgreind eru í efnaskrá nr. 18.538, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233, 2001.“ Ákærðu hafa báðir komið fyrir dóm og játað sök samkvæmt öllum framangreindum ákæruatriðum. Með játningum þeirra, sem ekki er ástæða til að efa að séu sannleikanum samkvæmar, er nægilega sannað að þeir hafi gerst sekir um þá háttsemi sem í ákærum er lýst og þar er rétt heimfærð til refsiákvæða. Verður lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu en þegar hefur farið fram, með heimild í 164. gr. laga nr. 88/2008. Ákærði Ómar Svan Ómarsson, sem er rúmlega tvítugur, sætti 31. júlí 2009 70.000 króna sekt, samkvæmt sátt við sýslumanninn á Akureyri, fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. umferðarlaga og var sviptur ökurétti í fjóra mánuði. Hann gekkst á ný undir sátt við sama sýslumann þann 16. september 2009 um greiðslu 34.000 króna í sekt fyrir brot gegn lögum nr. 65/1974. Þann 26. apríl 2010 var ákærði dæmdur til að sæta fangelsi í 1 mánuð, skilorðsbundið í tvö ár, til að greiða 200.000 krónur í sekt og sviptur ökurétti í tvö ár frá 5. maí 2010 að telja. Ákærði hefur rofið skilorð þess dóms og verður skilorðsbundin refsing samkvæmt honum tekin upp og dæmd með í þessu máli eftir reglum 77. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 60. gr. sömu laga með áorðnum breytingum. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að ákærði keypti töluvert magn efna, en einnig þess að því er ekki haldið fram að hann hafi ætlað að afhenda þau öðrum. Þá verður að líta til sakaferils hans, sbr. 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Refsing hans ákveðst samkvæmt þessu fangelsi í þrjá mánuði. Með tilliti til þess að ákærði rauf að skömmum tíma liðnum skilorð dómsins frá 26. apríl 2010, eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Ákærði X gekkst þann 8. júlí 2010 undir greiðslu 140.000 króna í sekt og ökuréttarsviptingu í 12 mánuði frá þeim degi að telja, fyrir brot gegn 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. umferðarlaga. Brot hans samkvæmt ákæru 8. september sl. eru framin fyrir þann tíma og ber hvað þau varðar að gæta reglna 78. gr. almennra hegningarlaga, en að öðru leyti reglna 77. gr. laganna, svo og reglna 8. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum. Ákærði er rétt rúmra 18 ára gamall. Hann tók fram, hvað varðar I. lið ákæru 8. september sl. að sér hefði verið kunnugt um fíkniefni í bifreiðinni, en ekki verið ljóst magn þeirra. Var þessu ekki mótmælt af hálfu ákæruvalds og verður haft í huga við ákvörðun refsingar. Að þessu athuguðu ákveðst refsing hans fangelsi í 45 daga og sekt að fjárhæð 70.000 krónur. Með tilliti til aldurs og sakaferils ákærða er rétt að skilorðsbinda fangelsisrefsinguna eins og greinir í dómsorði. Svipta ber hann ökurétti eins og krafist er, sbr. 4. mgr. 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með áorðnum breytingum. Ákveðst sviptingartími tveir mánuðir til viðbótar þeirri sviptingu sem ákærði sætti samkvæmt framangreindri sátt. Gera ber efni upptæk eins og krafist er í ákæru og nánar er rakið í dómsorði. Dæma ber ákærðu til að greiða sakarkostnað. Sakarkostnaður á rannsóknarstigi nemur 114.060 krónum samkvæmt yfirliti og varðar hann ákærða X einan. Ákærðu verða dæmdir til að greiða óskipt þóknun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar hdl., sem ákveðst eins og greinir í dómsorði, að virðisaukaskatti meðtöldum, svo og ferðakostnað hans, sem nemur 76.535 krónum að virðisaukaskatti meðtöldum. Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð : Ákærði Ómar Svan Ómarsson sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði, X sæti fangelsi í 45 daga og greiði 70.000 krónur í sekt til ríkissjóðs. Fresta ber fullnustu fangelsisrefsingar ákærða X og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Fangelsi í fjóra daga komi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu þessa dóms að telja. Ákærði X er sviptur ökurétti í tvo mánuði frá 8. 7. 2011 að telja. Ákærðu greiði óskipt þóknun skipaðs verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar hdl., 62.750 krónur og ferðakostnað hans, 76.535 krónur. Ákærði X greiði 114.060 krónur í annan sakarkostnað. Gerð eru upptæk 241,32 grömm af hassi, 29,73 grömm af MDMA og 0,1 gramm af amfetamíni, með nr. 18.189 og 18.538 í efnaskrá lögreglu. |
Mál nr. 614/2009 | Kærumál Nauðungarsala Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | G ehf. höfðaði mál fyrir héraðsdómi og krafðist þess að nauðungarsala sem fram fór á fasteigninni I yrði ógilt, en eignin var slegin G á 45 milljónir króna. Einnig krafðist G ehf. endurgreiðslu ofgreidds fjár til G umfram það sem skilmálar veðskuldabréfa G á I gáfu tilefni til. Kröfugerð G ehf. fyrir héraðsdómi og málatilbúnaði í heild þótti svo áfátt að málinu var vísað frá héraðsdómi og staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. október 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 5. október 2009, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 85. gr., sbr. 1. mgr. 79. gr., laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Mál þetta barst Héraðsdómi Suðurlands 24. september sl. með bréfi Arnar Karlssonar, fyrir hönd Gljúfurbyggðar ehf. dagsettu sama dag. Sóknaraðili í máli þessu er Gljúfurbyggð ehf. kt. 470503-2540, Klettagljúfri 10, 801 Selfossi, en varnaraðili er Gunnar Andrés Jóhannsson, kt. 230551-2519, Árbæ, 851 Hellu. Dómkröfur sóknaraðila eru þær að nauðungarsala sem fram fór á fasteigninni Ingólfshvoll, fastanr. 171743, Ölfushreppi, þann 27. ágúst 2009 verði ógilt, en umrædd eign var slegin varnaraðila á 45 milljónir króna. Einnig er krafist endurgreiðslu ofgreidds fjár til varnaraðila umfram það sem skilmálar veðskuldabréfa varnaraðila á Ingólfshvoli gefa tilefni til auk dráttarvaxta. Enn er krafist að greiðsla sóknaraðila á 6 milljónum króna til varnaraðila þann 2. júní 2008, sem undir nauðung hafi verið skilgreind sem greiðsla á skuld þriðja aðila við varnaraðila verði færð sem greiðsla inn á veðskuldabréf varnaraðila með veði í fasteigninni Ingólfshvoli. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar úr hendi varnaraðila. Í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 82. gr. laga nr. 90/1991 ber dómara að kanna hvort skilyrðum laganna til að leita úrlausnar dómsins sé fullnægt og ef svo er ekki vísar dómari málinu frá dómi með úrskurði án þess að kveðja til aðila þess eða taka það að öðru leyti fyrir á dómþingi. Samkvæmt 1. mgr. 81. gr. laga nr. 90/1991 skal sá sem leitar úrlausnar um gildi nauðungarsölu tilkynna það héraðsdómara skriflega og í tilkynningunni skal m.a. koma fram hvers sé krafist fyrir héraðsdómara og á hverjum málsástæðum og lagarökum kröfur séu reistar. Í bréfi sóknaraðila er kröfugerð lýst svo að krafist sé ógildingar nauðungarsölunnar, endurgreiðslu ofgreidds fjár til varnaraðila án þess að fjárhæðar sé getið og jafnframt að greiðsla sóknaraðila á 6 milljónum króna til varnaraðila þann 2. júní 2008, sem undir nauðung hafi verið skilgreind sem greiðsla á skuld þriðja aðila við varnaraðila verði færð sem greiðsla inn á veðskuldabréf varnaraðila með veði í fasteigninni Ingólfshvoli. Í málavaxtalýsingu sóknaraðila eru hins vegar hafðar uppi margvíslegar kröfur umfram það sem hér hefur verið rakið. Krefst varnaraðili skaðabóta frá varnaraðila vegna dráttarvaxta án nánari tilgreiningar og niðurfellingar á innheimtukostnaði. Þá er krafist endurútreiknings á vísitölu neysluverðs og jafnframt er farið fram á að höfuðstóll og greiðslur verði leiðréttar vegna hinna sérstöku skilyrða sem myndast hafi í kringum verð á fasteignum og verði á olíu og bensíni á árunum frá hausti 2003 til ársbyrjunar 2008. Þá er gerð krafa um lækkun á höfuðstól veðlána í eigu varnaraðila um tiltekna fjárhæð. Í kaflanum um málsástæður er enn að finna nýjar kröfur, sóknaraðili fer fram á að svokallaður nauðungargjörningur 2. júní 2008 verði ógiltur þar sem sóknaraðili hafi verið þvingaður til að samþykkja að 6 milljónir af 12 milljón króna greiðslu, sem átt hafi að renna inn á veðskuldabréfin, skilgreindist sem greiðsla á skuld þriðja manns við varnaraðila. Skv. 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1991 skal almennum reglum um meðferð einkamála í héraði beitt við meðferð mála samkvæmt XIV. kafla laganna með þeim undantekningum er greinir í 1.-3. mgr. lagagreinarinnar. Sóknaraðili hefur ekki einungis uppi kröfu um ógildingu nauðungarsölunnar heldur einnig ýmsar aðrar kröfur sem hann segir sér heimilt að hafa uppi í samræmi við ákvæði 2. mgr. 83. gr. laganna. Það er meginregla í einkamálaréttarfari að kröfugerð skuli vera svo ákveðin og ljós að hægt sé að taka hana upp óbreytta sem ályktunarorð í dómsniðurstöðu. Þá skal greina málsástæður sem málsókn byggir á, svo og önnur atvik sem þarf að greina til þess að samhengi málástæðna verði ljóst og skal þessi lýsing vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Með vísan til framanritaðrar lýsingar á kröfugerð og málsástæðum sóknaraðila er ljóst að málatilbúnaður hans er í því horfi að verulega skortir á að þessi skilyrði séu uppfyllt og verður því ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Ú r s k u r ð a r o r ð: Máli þessu er vísað frá dómi. |
Mál nr. 746/2015 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í gær að X,[...] ríkisborgara, sem fædd er árið [...], yrði gert að sæta áframhaldandigæzluvarðhaldi allt til „föstudagsins 28. nóvember 2015“ klukkan 16:00. Vísaðilögreglustjórinn til a og b liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, 173. gr. alaga nr. 19/1940 og laga nr. 65/1974 til stuðnings kröfu sinni. | Dómur Hæstaréttar. Mál þettadæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson og KarlAxelsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. nóvember2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurðurHéraðsdóms Norðurlands eystra 30. október 2015 þar sem varnaraðila var gert aðsæta áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 9. nóvember 2015 klukkan 16.Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðilikrefst þess að varnaraðila verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til föstudagsins27. nóvember 2015 klukkan 16. Varnaraðili hefur ekki látið máliðtil sín taka fyrir Hæstarétti. Varnaraðili hefur verið ígæsluvarðhaldi frá 2. október 2015 vegna innflutnings fíkniefna. Verður fallistá með sóknaraðila að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekum háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Samkvæmt gögnum málsins errannsókn þess umfangsmikil en vel á veg komin. Snýr rannsóknin meðal annars aðþví að kanna þátt hugsanlegra vitorðsmanna varnaraðila í innflutningifíkniefnanna og því má ætla að varnaraðili muni torvelda rannsókn málsins farihún frjáls ferða sinna. Þá er til þess að líta að varnaraðili er erlendurríkisborgari og hefur engin tengsl við Ísland. Er því fullnægt skilyrðum a. ogb. liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta áframgæsluvarðhaldi og verður krafa varnaraðila tekin til greina eins og hún er framsett. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal sæta áfram gæsluvarðhalditil föstudagsins 27. nóvember 2015 klukkan 16. |
Mál nr. 777/2017 | Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnirHelgi I. Jónsson, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 11. desember 2017 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degisíðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. desember 2017 þar semvarnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í málihans, en þó eigi lengur en til mánudagsins 8. janúar 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í b.lið 2. mgr. 192. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefstþess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til varaað farbanni verði beitt í stað gæsluvarðhalds, en að því frágengnu aðgæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar.Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðarverður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður erstaðfestur.Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness mánudaginn 11.desember 2017Héraðssaksóknari hefur ídag krafist þess að ákærða, X, nígerískum ríkisborgara, fæddum [...],verði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í sakamálinu S-326/2017,þó eigi lengur en til mánudagsins 8. janúar 2018, klukkan 16:00.Fallistdómurinn ekki á kröfu embættisins um gæsluvarðhald er þess krafist að dómurinnbanni sakborningi að fara af landinu og að honum verði í úrskurðarorði gertskylt að tilkynna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um verustað sinn og gefa sigfram við hana á lögreglustöð daglega. Þá skuli sakborningur afhenda lögregluvegabréf sitt til varðveislu.Ákærðimótmælir kröfu héraðssaksóknara og krefst þess aðallega að henni verði hafnað, entil vara að hann verði úrskurðaður í farbann og til þrautavara aðgæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Ígreinargerð með kröfunni segir að héraðssaksóknari hafi gefið út ákæru 20.september 2017 á hendur varnaraðila, X og fleirum fyrir peningaþvætti í febrúar2016. Málið hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 13. október síðastliðinn.Sé varnaraðili ákærður fyrir að hafa skipulagt og gefið fyrirmæli umpeningaþvætti þegar meðákærðu tóku við 31.600.000 krónum af ótilgreindum aðila,geymdu fjármunina á bankareikningum, nýttu að hluta, fluttu að hluta, sendu aðhluta til Ítalíu og millifærðu 20.500.000 krónur af umræddu fé á bankareikningfélagsins [...] í Hong Kong, þrátt fyrir að þau hafi mátt vita að um væri að ræðaólöglega fengið fé, en um hafi verið að ræða fé sem ótilgreindur aðili komstyfir með fjársvikum í tengslum við viðskipti félaganna [...] í Suður Kóreu og [...].séu brotin nánar rakin í ákærunni. Varnaraðilihafi skipulagt og gefið meðákærðu fyrirmæli um peningaþvættið, eftir að hannkom til landsins 2. febrúar 2016, og hafi brotin þannig verið framin að hansundirlagi. Hafi hann komið gagngert til landsins til að sjá til þess aðfjármunir yrðu sendir tilteknum erlendum aðilum. Þá hafi hann afhent meðákærðutilhæfulausa reikninga sem hafi verið framvísað í [...] 8. febrúar 2017 og flutt hluta af fjármununum úr landi. Mátti varnaraðilaá sama hátt og meðákærðu vera ljóst að um ólöglega fengið fé hafi verið aðræða. Varnaraðili hafi neitað sök við þingfestingu málsins. Aðalmeðferð ímálinu hafi farið fram 7. og 11. desember og sé dóms að vænta innan fjögurra vikna.Viðaðalmeðferð málsins hafi varnaraðili haldið sig við þann framburð að hann hafieinungis komið til landsins í greiðaskyni fyrir vin sinn A sem hafi átt að fásenda peninga frá Íslandi og hafi varnaraðili átt að hitta ákærðu Y og takamynd af kvittunum af umræddum peningasendingum og senda A til staðfestingar áþví að peningarnir hefðu verið sendir úr landi. Hann hafi neitað að kannast viðeða vita að um illa fengið fé væri að ræða. Framburður hans fái ekki staðistmiðað við framburði annarra ákærðu sem beri um mun meiri og aðra aðkomu hans aðþeim fjármagnsflutningum sem hér um ræði. Hafi hann meðal annars haft aðkomu aðþví að útvega og breyta, þegar þess þurfti, reikningum sem notaðir hafi verið ogframvísað var í bönkum við fjármagnsflutningana. Hann hafi jafnvel gefiðmeðákærðu fyrirmæli og beitt þau þrýstingi til að knýja á um að peningarniryrðu sendir úr landi.Varnaraðilihafi verið framseldur til Íslands frá Ítalíu vegna rannsóknar málsins og hafisetið í gæsluvarðhaldi frá 17. ágúst síðastliðinn, fyrst vegnarannsóknarhagsmuna, en með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. ágúst síðastliðinní máli nr. R-280/2017 hafi hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórarvikur með vísan til b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, aftur í fjórarvikur með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. september síðastliðinn í máliR-318/2017, og aftur í fjórar vikur með úrskurði Héraðsdóms Reykjanes frá 19.október síðastliðinn í máli R-563/2017. Þótti dóminum atvikum þannig háttað aðekki yrði talið að nærvera hans yrði tryggð með öðrum og vægari úrræðum. Hafi úrskurðirnirverið staðfestir af Hæstarétti Íslands. Héraðssaksóknari telji augljóst að svosé enn.Rannsóknembættis héraðssaksóknara hafi staðið síðan 25. febrúar 2016 og hafi mikilltími farið í umfangsmikla upplýsinga- og gagnaöflun sem farið hafi fram í þvískyni að athuga kæruefni, afmarka hina ætluðu refsiverðu háttsemi og rekjamillifærslu umræddra fjármuna. Húsleitir hafi farið fram á nokkrum stöðum og hafifimm aðilar sætt gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins.Rannsókn lögreglu hafi leitt í ljósað varnaraðili hafi komið til landsins gagngert til þess að veita viðtökufjármunum og senda þá með símgreiðslu til félagsins [...] í Hong Kong. Til þesshafi hann haft meðferðis nauðsynleg skjöl sem hafi verið tilhæfulausirreikningar um viðskipti milli aðila. Ákærði Y, Z og Þ munu síðan hafa farið í [...]með skjöl sem varnaraðili hafði útbúið og millifært í tvennu lagi um 21,7milljón króna til félagsins í Hong Kong. Varnaraðili virðist því hafa útbúiðnauðsynleg skjöl svo unnt væri að koma hluta fjármunanna úr landi auk þess semhann hafi móttekið reiðufé. Það sé einnig grunur lögreglu að varnaraðili hafi tengstbeint þeim aðilum sem komu því til með blekkingum í tölvupóstsamskiptum aðfjármunirnir hafi verið greiddir á reikning [...] í stað [...].Meðbréfi til skrifstofu almannaöryggis innanríkisráðuneytisins 4. apríl 2016 hafiverið óskað eftir því að varnaraðili yrði eftirlýstur og hann handtekinn hvarsem til hans myndi nást og hann framseldur íslenskum yfirvöldum. Varvarnaraðili handtekinn á flugvellinum í Bologna á Ítalíu. Ítölskdómsmálayfirvöld hafi samþykkt beiðni um framsal varnaraðila 10. júlí 2017.Varnaraðili var fluttur til landsins 17. ágúst 2017. Viðyfirheyrslu hafi varnaraðili kannast viðað hafa komið til Íslands í lok janúar eða byrjun febrúar að beiðni áðurnefnds A,A. Hann hafi aldrei komið til Íslands og verið forvitinn um landið og hafi fallistá það þar sem hann hafi fengið frítt flugfar og uppihald auk þess sem A hafi lofaðhonum 500 evrum að launum við komuna tilbaka til Ítalíu. Tilgangur ferðarinnarhafi verði að eiga samskipti við Y vegna millifærslu á fjármunum sem A sagði aðværu vegna einhverra viðskipta sem hann vissi ekki hver væru. Y mun ekki hafasvarað símtölum A og var hann því farið að lengja eftir peningamillifærslunumog þar sem hann treysti henni ekki sendi hann varnaraðili til að fástaðfestingu á millifærslunum og senda sér afrit að millifærslukvittunum aðþeim loknum. Hann sagðist hins vegar ekki hafa verið viðstaddur eða framkvæmtneina millifærslur sjálfur. Varnaraðili kannaðist við að hafa hitt ákærðu Y, Zog Þ og farið út að borða og skemmt sér með þeim en aðra hafi hann ekki hitt. Varnaraðilihafi ekki kannast við að hafa komið með þau gögn sem ákærðu í málinu sögðu aðhann hefði framvísað eða þá útbúið reikninga sem hafi verið bornir undir hann íyfirheyrslunni. Hann hafi aðeins séð tvær millifærslukvittanir sem hann hafitekið mynd af á síma og sent A. Við brottförina frá Íslandi hafi Y síðan afhenthonum íslenska fjármuni sem hún sagði X að skipta í evrur á flugvellinum ogafhenda A. Mun þetta hafa verið um 2700 evrur en hluti af því hafi veriðafgangur af framfærslupeningum sem Y lét X hafa við komuna til Íslands aðbeiðni A.Einsog áður sagði hafi varnaraðili verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvellirannsóknarhagsmuna frá 17. til og með 24 ágúst 2017, sbr. úrskurð R-273/2017.Hann var síðan úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli b liðar1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, sbr. úrskurð R-280/2017,til 21. september 2017. Var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar nr.528/2017 sem kveðinn var upp 25. ágúst 2017. Hann var síðan úrskurðaður íáframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli b liðar 1. mgr. 95. gr. laga ummeðferð sakamála nr. 88/2008, sbr. úrskurð R-318/2017, til 19. október 2017.Var sá úrskurður staðfestur með dómi Hæstaréttar nr. 602/2017 sem kveðinn varupp mánudaginn 25. september 2017. Þá hafi varnaraðili enn á ný verið úrskurðaðurí gæsluvarðhald 16. nóvember sl., sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í máliR-563/2017, sem staðfestur hafi verið af Hæstarétti Íslands 20. nóvember sl.,sbr. dóm í máli nr. 723/2017.Telja verði hvoru tveggja ríkaalmanna- og einkahagsmuni fyrir því að fallist verði á umbeðna kröfu. Er um aðræða stórfellt peningaþvætti, sem hagsmunir almennings krefjast að saksóttverði fyrir. Meint brot varða öll verulega fjárhagslega hagsmuni og verulegahagsmuni aðila sem áttu í hvers konar viðskiptum við [...] á umræddum tíma. semollu [...] og hinum suður kóreska viðskiptavini þess gríðarlegu tjóni. Héraðssaksóknaritelji að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að tryggja návist varnaraðila þegardómur fellur í máli hans svo unnt sé að birta honum niðurstöðu dómsins. Hann eigikonu og barn sem búi í Ghana og í Nígeríu. Líta verði til þess að hann hafiekki komið sjálfviljugur til landsins heldur eftir framsal í fylgdlögreglufulltrúa. Þá sé ákærði erlendur ríkisborgari sem engin tengsl hafi viðlandið og því veruleg hætta á að hann reyni að koma sér undan birtingu ogfullnustu dómsins gangi hann laus. Með vísan til framangreinds,framlagðra gagna og b. liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laga88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða:Með ákæru héraðssaksóknara, útgefinni 20. september 2017, er varnaraðilagefið að sök peningaþvætti, sbr. 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga.Brotið getur varðað sektum eða fangelsi allt að 12 árum, sbr. einnig 3. og 4.mgr. 264. gr. Aðalmeðferð málsins var lokið 11. desember 2017. Með vísan til þess sem rakið hefur verið oggögnum sakamálsins númer S-326/2017 er fallist á það með héraðssaksóknara aðvarnaraðili sé undir rökstuddum grun um aðild að auðgunarbrotum semfangelsisrefsing er lögð við samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Meðvirtum þeim þeim peningafjárhæðum sem um getur í máli varnaraðila og því aðvarnaraðila er gefið að sök að hafa gefið öðrum ákærðu fyrirmæli umpeningaþvætti og að brotin hafi verið framin að hans undirlagi, þykir ekki komatil álita að ákvæði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála getiátt við í tilviki varnaraðila.Varnaraðili er erlendur ríkisborgari sem búsettur er á Ítalíu og áfjölskyldu í Afríku. Hann var handtekinn á Ítalíu og framseldur þaðan tilÍslands. Varnaraðili hefur engin tengsl við Ísland og má því ætla að hann munireyna að komast úr landi eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn verði hann látinnlaus. Með dómum Hæstaréttar Íslands í málunum númer 602/2017, 662/2017 og723/2017 var fallist á gæsluvarðhald varnaraðila á grundvelli b. liðar 1. mgr.95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki þykir sýnt fram á aðaðstæður varnaraðila hafi tekið breytingum frá því að tilvitnaðir dómar Hæstaréttarvoru upp kveðnir. Samkvæmt þessu er það mat dómsins að enn fullnægt skilyrðum b. liðar 1.mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til að úrskurða megivarnaraðila til þess að sæta áfram í gæsluvarðhald, enda er það mat dómsins að nærverahans verði ekki tryggð með öðrum og vægari úrræðum. Er því fallist á kröfuhéraðssaksóknara um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi eins og hún er fram settog nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðinnkveður upp Jón Höskuldsson héraðsdómari. Ú r s k u r ð a r o r ð:Varnaraðili,X, fæddur [...], skal sæta gæsluvarðhaldi allt þar til dómur fellur ísakamálinu S-326/2017, þó eigi lengur en til mánudagsins 8. janúar 2018,klukkan 16:00. |
Mál nr. 699/2017 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og KarlAxelsson.Varnaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 2. nóvember 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6.sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 2. nóvember2017, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans er tilmeðferðar fyrir Hæstarétti þó eigi lengur en til miðvikudagsins 20. desember2017 klukkan16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferðsakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími.Sóknaraðili krefst staðfestingarhins kærða úrskurðar.Með vísan til forsendna hinskærða úrskurðar verður hann staðfestur með þeim hætti sem í dómsorði greinir enmál ákæruvaldsins gegn varnaraðila verður flutt í Hæstarétti [...] nóvembernæstkomandi.Dómsorð:Varnaraðili, X, sæti áframgæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans í Hæstarétti, þó eigi lengur en til föstudagsins 10.desember 2017 klukkan 16. Úrskurður HéraðsdómsNorðurlands eystra 2. nóvember 2017.Ákæruvaldið krefst þess að varnaraðili, X,kt. [...], sæti áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans í HæstaréttiÍslands, þó ekki lengur en til mánudagsins 20. desember nk., klukkan 16.Kröfuna hefur uppi lögreglustjórinn á Akureyri, sem var falið það afvararíkissaksóknara þann 30. október.Varnaraðili krefst þess að kröfunni verðihafnað, en til vara að varðhaldi verði markaður skemmri tími.Varnaraðili var þann 9. ágúst sl. dæmdur íhéraði til að sæta fangelsi í fjögur ár fyrir tilraun til manndráps. Hann áfrýjaði dómnum og er málflutningur ádagskrá Hæstaréttar [...] nóvember. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 5.mars sl. Er byggt á því af hálfu sóknaraðila að skilyrði 2. mgr. 95. gr. laganr. 88/2008 séu enn til staðar.Samkvæmt nefndu ákvæði má úrskurða mann ígæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögumgetur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhaldnauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.Þótt ákærði telji héraðsdóm hafa komist aðrangri niðurstöðu og leitast við að færa fram rök fyrir því hér fyrir dómi,verður ekki fram hjá héraðsdómnum horft og ekki sætir hann endurskoðun annarsstaðar en á æðra dómstigi. Verðurskilyrðið um sterkan grun talið uppfyllt með tilliti til niðurstöðu héraðsdómsum sakfellingu. Hæstiréttur Íslands hefur tvívegis, þ.e. í málum nr. 226/2017og 276/2017 að uppfyllt sé í máli varnaraðila skilyrðið um nauðsyn varðhaldsmeð tilliti til almannahagsmuna. Hefur engin breyting orðið þar á.Refsing fyrir tilraun til brots gegn 211.gr. almennra hegningarlaga getur að lögum orðið ævilangt fangelsi.Samkvæmt framansögðu ber að fallast á kröfusóknaraðila. Ekki er ástæða til að markavarðhaldi skemmri tíma en krafist er.ErlingurSigtryggsson héraðsdómari kveður úrskurðinn upp.ÚRSKURÐARORÐ:Varnaraðili, X, sætiáfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans í Hæstarétti Íslands, þó ekkilengur en til 20. desember nk., klukkan 16. |
Mál nr. 211/2004 | Víxill Samvinnufélag Umboð Veðréttindi | S höfðaði mál gegn K m.a. til greiðslu fjögurra víxla, útgefinna árið 2003 af þáverandi framkvæmdastjóra K. Studdi K sýknukröfu sína einkum með því að framkvæmdastjórinn hafi farið út fyrir umboð sitt, þar sem um óvenjulegar og meiriháttar ráðstafanir hafi verið að ræða og K hafi verið það ljóst. Var talið að framkvæmdastjóri K hafi með útgáfu víxlanna leitast við að tryggja hag K vegna skuldbindinga hans samkvæmt samningum um kaup K á Hótel Selfossi árið 2000. Var því fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að framkvæmdastjóri K hafi haft heimild til að gefa út hina umdeildu víxla, og greiðsluskylda K vegna þeirra því staðfest. Hafnað var kröfu S um staðfestingu veðréttar fyrir skuldinni í greiðslum frá greiðslumiðlun F. Þótt yfirlýsing K, sem fyrir lá í málinu, fæli í sér skýra viljayfirlýsingu af hans hálfu, var hún ekki samkvæmt efni sínu talin fela í sér að S hafi verið veitt veð eða önnur tryggingarréttindi í hinum umræddu greiðslum frá F. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Gunnlaugur Claessen. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 24. maí 2004 og krefst sýknu af kröfum stefnda. Hann krefst og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Málavöxtum er lýst í héraðsdómi. Eins og þar greinir höfðaði stefndi málið gegn áfrýjanda annars vegar til greiðslu fjögurra víxla útgefinna 11. apríl 2003 af þáverandi framkvæmdastjóra félagsins og samþykktra til greiðslu af Eignarhaldsfélaginu Brú hf. Hins vegar krefst hann staðfestingar veðréttar fyrir skuldinni í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða hf. í vörslum LOGOS lögmannsþjónustu. Áfrýjandi styður sýknukröfu sína einkum með því að framkvæmdastjórinn, sem gaf út víxlana, hafi farið út fyrir umboð sitt þar sem um óvenjulegar og meiriháttar ráðstafanir hafi verið að ræða og stefnda hafi mátt vera það ljóst. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti reisti stefndi kröfur sínar meðal annars á því að framkvæmdastjóri áfrýjanda hafi haft prókúru, sbr. 25. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, og gefið fyrrnefnda víxla út í skjóli hennar. Áfrýjandi mótmælti þessu sem nýrri málsástæðu, sem ekki hafi verið borin fram í héraði og sé því of seint fram komin. Gögn málsins bera með sér að framkvæmdastjóranum hafi verið gefin prókúra á stjórnarfundi félagsins 14. maí 1999. Af þeim verður hins vegar ekki séð að stefndi hafi byggt á þessari málsástæðu í héraði og er hún því of seint fram borin í Hæstarétti samkvæmt 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 17. gr. laga nr. 38/1994, og kemur því ekki til álita. Eftir stendur það ágreiningsefni hvort framkvæmdastjórinn hafi farið út fyrir umboð sitt í því starfi hjá áfrýjanda. Áfrýjandi er samvinnufélag. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög fer stjórn félagsins með málefni þess í samræmi við lög þessi og samþykktir félagsins og skal gæta þess að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í góðu horfi. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og gerir við hann ráðningarsamning. Hann annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir ákvæðum samþykkta félagsins, stefnumótun félagsfunda og stjórnar og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Tekið er fram í ákvæðinu að hinn daglegi rekstur taki ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Í starfssamningi, sem gerður var við framkvæmdastjórann 4. maí 1999, segir í 2. gr., sem fjallar um ábyrgðar- og starfssvið, að hann beri ábyrgð gagnvart stjórn á að starfsemi fyrirtækisins sé í samræmi við stefnu stjórnar, hefðir og landslög. Öll vandamál sem teljist meiri háttar og varði hag fyrirtækisins skuli hann leggja fyrir stjórn eða stjórnarformann áður en ákvörðun sé tekin. Jafnframt hafi framkvæmdastjóri umsjón með og stjórni starfsemi dótturfyrirtækja félagsins. Með kaupsamningi 9. mars 2000 keypti áfrýjandi af Sveitarfélaginu Árborg fasteignina Eyravegi 2 á Selfossi og tók samningurinn jafnframt til reksturs Hótels Selfoss þar. Samkvæmt 4. gr. kaupsamningsins skuldbatt áfrýjandi sig til þess að standa að um 60 herbergja viðbyggingu við hótelið ásamt frágangi menningarsalar og skyldi þeim framkvæmdum lokið eigi síðar en 1. júní 2002. Tekið var fram í samningnum að áfrýjandi myndi stofna hlutafélag sem yfirtæki réttindi og skyldur kaupanda samkvæmt samningnum, og var það Eignarhaldsfélagið Brú hf., sem í skjölum málsins er talið til dótturfélaga áfrýjanda, og var framkvæmdastjóri áfrýjanda stjórnarformaður þess. Það félag leigði áfrýjanda húsnæðið og aðstöðu til að reka hótel og veitingastarfsemi með samningi 28. febrúar 2002. Hinir umdeildu víxlar voru til framlengingar víxli að fjárhæð 30.000.000 krónur, sem upphaflega var gefinn út 30. apríl 2002 til greiðslu 25. júlí sama árs. Samkvæmt yfirliti um samþykktir stjórnarfunda áfrýjanda 1. júlí 1999 til 3. júní 2003 fjallaði stjórnin aðeins tvisvar um veitingu ábyrgða, 23. júní 2001 og 27. júní 2002, til félaga, sem hann átti hlut í. Verður ekki séð að stjórn áfrýjanda hafi á fundum sínum fjallað almennt um ábyrgðarveitingar vegna dótturfélaga sinna. Þrátt fyrir þetta rituðu stjórnarmenn án athugasemda undir ársreikninga félagsins 2001 og 2002, þar sem fram komu upplýsingar um ábyrgðarskuldbindingar sem samkvæmt gögnum málsins var ekki fjallað um í stjórninni. Við kaup víxilsins fékk stefndi ársreikning áfrýjanda fyrir rekstarárið 2001 til skoðunar og gat af honum gert sér grein fyrir stöðu áfrýjanda og þá áhættu sem hann tæki. Þegar þetta er virt og haft í huga það sem að framan greinir um kaup áfrýjanda á Hótel Selfoss, viðbyggingu þess og leigu, verður að líta svo á að framkvæmdastjóri hans hafi með útgáfu víxlanna, sem um ræðir í máli þessu, leitast við að tryggja hag áfrýjanda vegna skuldbindinga hans samkvæmt samningum um hótelið við Eignarhaldsfélagið Brú hf. og Sveitarfélagið Árborg. Vegna þessa og með vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti, verður fallist á þá niðurstöðu dómsins að framkvæmdastjóri áfrýjanda hafi haft heimild til að gefa út hina umdeildu víxla fyrir hönd áfrýjanda, enda hafi þar ekki í þessu ljósi verið um óvenjulegar eða mikils háttar ráðstafanir að ræða. Verður héraðsdómur því staðfestur um greiðsluskyldu áfrýjanda. II. Síðari krafa stefnda lýtur að staðfestingu veðréttar í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða hf. Hann vísar til tveggja skjala, sem dagsett voru á útgáfudegi víxlanna 11. apríl 2003. Annars vegar er um að ræða yfirlýsingu áfrýjanda og Flugleiða hf. sem „lýsa því hér með yfir að allar greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða hf. til KÁ, frá og með 15.04.2003, munu fara inn á reikning 1103-05-403157 hjá Sparisjóði Mýrasýslu ...“. Hins vegar er um að ræða ávísun á greiðslur þar sem áfrýjandi gaf stefnda „fulla heimild til að ráðstafa til sín neðangreindum greiðslum út af reikningi KÁ hjá Sparisjóðnum“, og eru fjárhæðir víxlanna þar tilgreindar á gjalddögum þeirra. Stefndi telur að með fyrri yfirlýsingunni hafi áfrýjandi sett stefnda að veði tilgreindar fjárkröfur á hendur Flugleiðum hf., sbr. 45. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð, og að réttarvernd veðsetningarinnar hafi verið tryggð með því að Flugleiðum hf. hafi verið gert kunnugt um hana og félagið ritað samþykki sitt á veðsetningarskjalið. Undir rekstri málsins í héraðsdómi kom fram af hálfu stefnda að LOGOS lögmannsþjónusta hafi tekið til varðveislu greiðslur frá Flugleiðum hf. handa áfrýjanda að fjárhæð samtals 45.205.934 krónur. Í þessari eða lægri fjárhæð krefst stefndi staðfestingar veðréttar fyrir höfuðstóli skuldarinnar auk dráttarvaxta og kostnaðar. Þegar virt er framangreind yfirlýsing áfrýjanda og Flugleiða hf. 11. apríl 2003, sem einnig var undirrituð af stefnda, er ljóst að í henni er ekki tekið fram að um veðsamning sé að ræða og engin fjárkrafa er þar samkvæmt orðalagi hennar sett að veði, heldur lýsir áfrýjandi því yfir að allar greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða hf. fari inn á tiltekinn reikning hjá stefnda og að ekki sé heimilt að gera breytingu þar á nema með samþykki stefnda. Þótt hér sé um skýra viljayfirlýsingu að ræða af hálfu áfrýjanda, sem geymir skuldbindingu hans sem ekki verður breytt nema með samþykki stefnda, felur hún samkvæmt efni sínu ekki í sér að stefnda hafi verið veitt veð eða önnur tryggingarréttindi í hinum umræddu greiðslum frá Flugleiðum hf. Er því fallist á með áfrýjanda að hér sé ekki um veðsamning að ræða og verður krafa stefnda um staðfestingu veðréttar ekki tekin til greina. Rétt er að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um greiðsluskyldu áfrýjanda, Kaupfélags Árnesinga svf., við stefnda, Sparisjóð Mýrasýslu. Kröfu stefnda um staðfestingu veðréttar er hafnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta var höfðað 25. nóvember 2003, þingfest 16. desember 2003 og dómtekið 19. febrúar 2004. Stefnandi er Sparisjóður Mýrasýslu, kt. 610269-5409, Borgarbraut 14, Borgarnesi. Stefndi er Kaupfélag Árnesinga svf., kt. 680169-5869, Austurvegi 3-5, Selfossi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða skuld að fjárhæð 30.000.000 króna, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af 7.500.000 krónum frá 20. júní 2003 til 20. júlí 2003, af 15.000.000 króna frá 20. júlí 2003 til 20. ágúst 2003, af 22.500.000 krónum frá 20. ágúst 2003 til 20. september 2003 og af 30.000.000 króna frá 20. september 2003 til greiðsludags. Allt að frádreginni innborgun 23. júní 2003 að fjárhæð 4.482.800 krónur, sem dragast skuli frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá er krafist vaxtavaxta skv. 12. gr. laga nr. 38/2001 er leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Þess er einnig krafist, að staðfestur verði veðréttur stefnanda í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða, sem séu í vörslum LOGOS lögmannsþjónustu og greiddar voru 24. júlí 2003, að fjárhæð 20.253.977 krónur, 22. ágúst 2003, að fjárhæð 26.718.056 krónur og 2. október 2003, að fjárhæð 23.292.057 krónur, fyrir höfuðstól skuldarinnar, dráttarvöxtum, málskostnaði og öllum öðrum kostnaði sem kunni að leiða af innheimtu kröfunnar eða lægri fjárhæð samkvæmt mati dómsins. Loks krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Auk þess er krafist virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndi krefst sýknu og greiðslu málskostnaðar að skaðlausu. Málsatvik: Samkvæmt því er fram er komið í málinu eru málsatvik í aðalatriðum þau, að Jóhann Magnús Ólafsson, löggiltur fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali, hafði á fyrri hluta árs 2002 milligöngu um samskipti þáverandi framkvæmdastjóra stefnda, Óla Rúnars Ástþórssonar og starfsmanns stefnanda Stefáns Sveinbjörnssonar. Fyrir dómi kvað Jóhann Magnús aðdragandi þeirra samskipta hafa verið þann, að framkvæmdastjóri stefnda hafi leitað til vitnisins um hvort því væri kunnugt um aðila er gæti útvegað fé til skammtímafjármögnunar í tengslum við rekstur hótels á Selfossi. Kvaðst vitnið í þeim efnum hafa bent framkvæmdastjóranum á nokkra aðila, þ.á m. stefnanda. Í framhaldi af því kvaðst vitnið hafa haft samband við Stefán Sveinbjörnsson og gert honum grein fyrir því að stefnda vantaði fjármagn tímabundið í tengslum við rekstur hótels, þar til langtímafjármögnun yrði komið á vegna starfseminnar. Fyrir liggur, að í framhaldi af þessu keypti stefnandi víxil, dagsettan 30. apríl 2002, til greiðslu 25. júlí sama ár, að fjárhæð 30.000.000 króna. Víxillinn er samþykktur til greiðslu af Eignarhaldsfélaginu Brú hf., kt. 600780-2430, en útgefinn af stefnda. Ekki liggja fyrir í málinu fullnægjandi gögn um inn á hvaða reikning greiðsla fyrir andvirði víxilsins rann. Síðar, eða í apríl 2003, var víxilskuldbinding stefnda framlengd með útgáfu fjögurra víxla, allra útgefinna 11. apríl 2003, til greiðslu 20. júní, 20. júlí, 20. ágúst og 20. september 2003. Greiðandi samkvæmt víxlunum er áfram Eignarhaldsfélagið Brú hf. og stefndi útgefandi. Hver víxill er að fjárhæð 7.500.000 krónur. Með samningi 11. júní 2002 gerðu Flugleiðir hf. og dótturfélög félagsins, annars vegar, og stefndi hins vegar, með sér samning um aðild stefnda að greiðslumiðlun Flugleiða. Í ákvæðum samnings aðila um samningsforsendur kemur fram, að greiðslumiðlun Flugleiða sé deild innan Flugleiða hf. og sé hlutverk hennar að greiðslujafna þeim reikningum sem Flugleiðir hf. og dótturfélög félagsins eigi hvort á annað sem og aðrir lögaðilar sem aðild eigi að greiðslumiðluninni. Þá er tekið fram um skuldir stefnda við eitt dótturfélaga Flugleiða hf., Flugleiðahótel hf., og hvernig með uppgjör á þeim skuldum skuli fara. Í samningi aðila er vísað til fylgiskjals, sem ekki er meðal gagna málsins. Af samningi virðist þó mega álykta, að tiltekin viðskipti viðskiptamanna stefnda hafi, á grundvelli samningsins, farið um greiðslumiðlun Flugleiða, sem borið hafi að standa stefnda skil á þeim greiðslum mánaðarlega, að teknu tilliti til skulda stefnda samkvæmt samningnum. Þann 11. apríl 2003, er framlenging á víxilskuldbindingu stefnda gagnvart stefnanda átti sér stað, var útbúin yfirlýsing, sem undir rita Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri stefnda, Stefán Sveinbjörnsson fh. stefnanda og fulltrúi Flugleiða hf. Með yfirlýsingunni lýsa stefndi og Flugleiðir hf. því yfir, að allar greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða hf. til stefnda, frá og með 15. apríl 2003, muni fara inn á tilgreindan reikning hjá stefnanda. Jafnframt er því lýst yfir, að ekki sé heimilt að gera breytingu þar á nema með samþykki stefnda og stefnanda. Samhliða er útbúin önnur yfirlýsing, sem ber yfirskriftina ,,ávísun á greiðslur”, þar sem stefndi gefur stefnanda fulla heimild til að ráðstafa til sín fjórum tilgreindum greiðslum út af reikningi stefnda hjá stefnanda. Er þar um að ræða þann reikning er greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða skyldu renna inn á samkvæmt fyrri yfirlýsingunni. Hinar tilgreindu greiðslur skyldu greiðast þannig: ,,1. þann 20.06.2003, kr. 7.500.000 2. þann 20.07.2003, kr. 7.500.000 3. þann 20.08.2003, kr. 7.500.000 4. þann 20.09.2003, kr. 7.500.000” Því er jafnframt lýst yfir, að sé ekki næg innistæða á reikningnum fyrir allri greiðslu á gjalddaga, bætist hún við greiðslu næsta eða næstu gjalddaga, ásamt kostnaði, og þannig koll af kolli þar til greiðslan sé að fullu greidd stefnanda. Undir yfirlýsinguna rita Óli Rúnar Ástþórsson fh. stefnda og Stefán Sveinbjörnsson fh. stefnanda. Annar víxilskuldara samkvæmt hinum framlengdu víxlum, Eignarhaldsfélagið Brú hf., var úrskurðaður gjaldþrota 1. september 2003. Sökum rekstrarerfiðleika var stefnda veitt heimild til greiðslustöðvunar 13. júlí 2003. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður, var skipaður aðstoðarmaður skuldara við greiðslustöðvun. Þann 17. júlí 2003 ritaði Einar Gautur bréf til LOGOS lögmannsþjónustu, fh. Flugleiða hf., þar sem því er lýst yfir, að ofangreind yfirlýsing um ávísun á greiðslur stefnda til stefnanda sé markleysa og hún afturkölluð og gerð krafa um að allar greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða skuli framvegis berast stefnda. Sama dag ritar Gísli Kjartansson, fh. stefnanda, bréf til LOGOS lögmannsþjónustu, þar sem áréttað er um skuldbindingargildi yfirlýsingarinnar. Í framhaldi þessa áttu sér stað nokkur bréfaskipti milli stefnanda, stefnda og LOGOS lögmannsþjónustu. Með bréfi 26. september 2003 er því lýst yfir af hálfu LOGOS lögmannsþjónustu, að ákvörðun hafi verið tekin um að greiða hina umdeildu fjárhæð inn á vörslureikning á meðan aðilar málsins leysi úr því sín á milli hvor eigi tilkall til hinna umdeildu fjármuna frá greiðslumiðlun Flugleiða. Kröfur sínar byggir stefnandi á fjórum víxlum, útgefnum 11. apríl 2003, hverjum að fjárhæð 7.500.000 krónur, með gjalddögum 20. júní, 20. júlí, 20. ágúst og 20. september 2003. Inn á skuldina hafi verið greidd innborgun 23. júní 2003, að fjárhæð 4.482.800 krónur. Eftirstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist greiddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og því sé nauðsynlegt að höfða mál á hendur stefnda til greiðslu þeirra. Greiðandi og samþykkjandi umræddra víxla sé Eignarhaldsfélagið Brú hf., sem hafi verið úrskurðað gjaldþrota 1. september 2003, en stefndi hafi verið útgefandi víxlanna. Aðstoðarmaður stefnda við greiðslustöðvun hafi mótmælt því að Flugleiðir hf. stæðu stefnanda skil á greiðslum sem fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnda, Óli Rúnar Ástþórsson og Flugleiðir hf. hafi gert samkomulag um að skyldu renna til stefnanda vegna umræddra víxla og stefndi hafi sett umræddar fjárkröfur á hendur Flugleiðum hf. að veði, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. Réttarvernd veðsetningarinnar sé tryggð með því að Flugleiðum hf. hafi verið gert kunnugt um hana og þeir ritað samþykki sitt á veðsetningarskjalið. Jafnframt því að veðsetja fjárkröfuna á hendur Flugleiðum hf. hafi stefndi ritað undir yfirlýsingu um að sömu fjárhæðir og víxlarnir væru skuli greiðast af reikningi stefnda til stefnanda á gjalddaga víxlanna. Stefndi hafi ekki staðið við þá samninga er gerðir hafi verið við stefnanda. Þá kveður stefnandi stefnda byggja á því að fyrrverandi framkvæmdastjóra stefnda hafi ekki verið heimilt að rita undir umrædda víxla og veðsetja fjárkröfurnar m.a. vegna þess að ráðstöfunin hafi verið óvenjuleg og mikilsháttar. Þeim skilningi mótmæli stefnandi alfarið. Stefndi hafi um árabil rekið umfangsmikla atvinnustarfsemi af ýmsu tagi, m.a. stórar verslanir, bensín- og veitingasölu. Útgáfa á fjórum víxlum, samtals, að fjárhæð 30.000.000 króna, geti ekki fallið utan daglegs verksviðs framkvæmdastjóra í tilfellum sem þessu, heldur falli sá gerningur beinlínis undir daglegan rekstur sem framkvæmdastjóri skuli annast, sbr. 3. mgr. 28. gr. og 32. gr. laga nr. 22/1991 um samvinnufélög. Lögmaður Flugleiða hf. hafi lýst því yfir að greiðslur sem hafi átt að greiðast stefnanda á grundvelli áðurnefndra yfirlýsinga séu inni á fjárvörslureikningi hjá lögmanninum og verði þær greiddar í samræmi við niðurstöðu máls þessa. Af þeim sökum hafi ekki þótt ástæða til að stefna Flugleiðum hf. til réttargæslu í málinu. Málsástæður og lagarök stefnda: Stjórn stefnda hafi tekið ákvörðun á fundi 28. ágúst 2001 um að framkvæmdastjóri félagsins skyldi ekki hafa heimild til að stofna til ábyrgða gagnvart hlutdeildar- og dótturfélög félagsins. Við endurskoðun ársreikninga stefnda fyrir árið 2002 hafi komið fram athugasemdir við bókhald félagsins, og að gjaldfærðar hafi verið ýmsar viðskiptakröfur sem hlutdeildar- og dótturfélög hafi stofnað til, án þess að leitað hafi verið í öllum tilfellum til þess heimildar stjórnar stefnda. Þá hafi verið gjaldfærðar ábyrgðir vegna dóttur- og hlutdeildarfélaga, samtals að fjárhæð 102.400.000 krónur. Fram komi að ábyrgðarskuldbindingar stefnda hafi verið taldar nema 347.000.000 króna. Hafi verið vakin athygli á því að frekari ábyrgðir væru sennilega fyrir hendi, en ekki hafi þótt fyrir hendi fullnægjandi gögn um það á því stigi. Í bréfi framkvæmdastjóra félagsins og fjármálastjóra til endurskoðanda komi fram, að þeir telji ekki vera til staðar frekari ábyrgðir en fram komi í reikningum félagsins fyrir árið 2002. Það hafi ekki reynst raunin og séu víxlar þeir sem út af sé stefnt í þessu máli ekki á meðal þeirra ábyrgða sem fram komi í bókhaldi félagsins. Ársreikningar stefnda fyrir árið 2002 hafi verið undirritaðir 3. júní 2003, en þeir hafi sýnt mikið rekstrartap félagsins og lækkun eigin fjár. Þrátt fyrir það hafi verið álitið að eigið fé stefnda væri enn jákvætt, en annað hafi komið á daginn. Frekari fjárskuldbindingar hafi komið í ljós, auk þess sem tapað hlutafé og viðskiptakröfur hafi ekki verið afskrifað. Virðist sem tap á fjárfestingum stefnda og dóttur- og hlutdeildarfélaga og viðskipti við þau hafi frá ársbyrjun 2001 numið um 1.300.000.000 krónum. Hafi stjórn stefnda sofnað á verðinum gagnvart þessari þróun. Fjármálaeftirlitið hafi 20. júní 2003 haft uppi þær athugasemdir gagnvart stefnda, að eiginfjárhlutfall félagsins væri komið niður fyrir 15% og því væri ekki lengur heimilt fyrir félagið að reka innlánsdeild. Stefndi hafi haldið aðalfund félagsins 5. júní 2003, og hafi þá orðið breytingar í stjórn félagsins. Valur Oddsteinsson, fyrrum stjórnarmaður, hafi þá verið kosinn formaður stjórnar og Páll Zóphaníasson kosinn nýr í stjórn. Hafi hann verið gerður að varaformanni stjórnar. Í kjölfar fundar hins nýja stjórnarformanns og varaformanns með endurskoðendum félagsins, hafi framkvæmdastjóri og fjármálastjóri félagsins verið látnir hætta störfum. Eftir að farið hafi verið yfir rekstrarstöðu félagsins hafi verið ákveðið að óska eftir greiðslustöðvun fyrir félagið. Hafi hún verið veitt 13. júlí 2003 og aðstoðarmaður skuldara við greiðslustöðvun verið ráðinn. Í kjölfar þeirra atburða hafi fyrst komið í ljós víxilskuldbindingar stefnda gagnvart stefnanda, sem ágreiningur í þessu máli lúti að, auk yfirlýsinga um greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða. Stefndi hafi þegar gert ráðstafanir til að greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða rynnu til stefnda. Við því hafi verið brugðist af hálfu Flugleiða hf. með því að leggja greiðslur inn á vörslureikning. Stefndi kveður stefnanda höfða mál sitt til greiðslu á víxlum og til staðfestingar á veðrétti, en málið sé ekki höfðað og rekið á grundvelli XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sé því í málinu af hálfu stefnda bæði fjallað um umboðsskort og heimildarskort umboðsmanns. Stefnandi byggi mál sitt á því einu að stöðuumboð framkvæmdastjóra hafi verið þess efnis, að hann hafi getað gefið út þá víxla sem stefnt sé útaf í málinu og að stefnandi hafi mátt treysta því að framkvæmdastjórinn hafi haft heimild til þeirra skuldbindinga. Stefndi kveður alla löggerninga gerða í nafni stefnda þurfa að vera í samræmi við ófrávíkjanleg ákvæði laga. Samkvæmt ófrávíkjanlegu ákvæði 3. mgr. 28. gr. laga nr. 22/1991 taki framkvæmdastjóri yfir daglegan rekstur félags sem ekki taki til ráðstafana sem séu ,,óvenjulegar eða mikilsháttar”. Í 32. gr. laga nr. 22/1991 séu sérákvæði um umboð framkvæmdastjóra og í 34. gr. laganna sé lögfest sambærileg regla og í 1. mgr. 11. gr. samningalaga, nr. 7/1936. Af ákvæðum 74. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944 um félagafrelsi og almennum reglum félagaréttar leiði, að félagssamþykktir marki þær heimildir sem félag verði skuldbundið eftir og gangi þær framar frávíkjanlegum ákvæðum laga. Í því samhengi séu félagssamþykktir ígildi samnings milli félagsmanna. Í samþykktum stefnda, lið 16.1, sé fjallað almennt um umboð framkvæmdastjóra, en það sé efnislega í samræmi við lög um samvinnufélög. Í lið 16.2 komi fram, að ráðstafanir umfram hinn daglega rekstur geti framkvæmdastjóri ekki viðhaft nema samkvæmt sérstakri heimild frá stjórninni. Í því felist að hann verði að hafa sérstaka heimild til slíkra ráðstafana hvert sinn. Tilgangur félags stefnda sé afmarkaður í lögum og félagssamþykktum. Í 2. gr. laga nr. 22/1991 sé tilgangurinn skilgreindur þannig að hann sé að útvega félagsmönnum og öðrum vörur og hvers kyns þjónustu til eigin þarfa. Sömuleiðis að vinna og selja afurðir sem félagsmenn framleiði í eigin atvinnurekstri. Í sama ákvæði sé heimilaður annar rekstur sem miði að því að efla hag félagsmanna. Þá sé samvinnufélögum heimilt að reka innlánsdeild sem taki við innlögnum frá félagsmönnum og viðskiptaaðilum til ávöxtunar sem rekstrarfé félagsins. Tilgangur stefnda sé markaður í 1. kafla samþykkta félagsins og verði hann ekki skýrður rýmra en ófrávíkjanleg lög um samvinnufélög heimili. Starfsemi og rekstur ,,Flugleiðahótels” falli ekki undir tilgang félagsins og sé því ekki hlut af atvinnu þess. Á stjórn stefnda hvíli sérstök skylda að gæta að eiginfjárhlutfalli stefnda. Í 2. mgr. 2. gr. A, laga nr. 22/1991 komi fram, að eigið fé félags sem reki innlánsdeild megi ekki vera undir 100.000.000 króna og eiginfjárhlutfall ekki lægra en 15%. Áhrif dótturfélaga hafi talsverð áhrif á þetta mat þannig að til eigin fjár teljist ekki hver yrði óskráður eignarhluti í dótturfélögum og hlutdeildarfélögum, né heldur teljist kröfur á slík félög til heildareigna. Af því leiði að sé stofnað til ábyrgða við dótturfélög sem gjaldfalli, beri að draga þær kröfur frá eigin fé félagsins og geti það sett starfsemi innlánsdeilda í uppnám. Við mat á heimildum framkvæmdastjóra og því hvaða ákvarðanir séu meiriháttar eða óvenjulegar verði að taka sérstakt tillit til takmarkana á heimildum stjórnar og skyldum stjórnar. Framkvæmdastjóra beri að gæta að því að stofna ekki til skuldbindinga sem þá eða síðar meir geti haft veruleg áhrif á eigið fé félags og eiginfjárhlutfall. Hann verði líka að sýna sérstaka varfærni þegar um sé að ræða starfsemi sem komin sé út fyrir hið raunverulega starfssvið kaupfélags. Það sé ljóst að starfsemi í kringum stofnun dóttur- og hlutdeildarfélaga og viðskipti við þau, hafi komið stefnda í þá stöðu að félagið eigi ekki fyrir skuldum. Við skoðun á því hvort ráðstafanir framkvæmdastjóra séu óvenjulegar eða meiriháttar megi benda á tiltekna þætti. Í fyrsta lagi sé það sérkennileg ráðstöfun að ætla að ,,byggja hótel á víxlum”. Það hafi viðsemjendur mátt sjá að væri ,,glórulaust tiltæki”. Samþykkjandi víxlanna, Eignarhaldsfélagið Brú hf., hafi engan annan tilgang haft en að eiga hótelbyggingu á Selfossi. Um það hljóti stefnanda að hafa verið kunnugt. Hafi hann átt að geta sagt sér það sjálfur, að hótelið myndi engum tekjum skila sem gætu á stuttum tíma greitt 30.000.000 króna víxilskuldbindingu. Í annan stað hafi stjórn stefnda tekið ákvörðun um að takmarka ábyrgð stefnda við það hlutafé sem í félagið hafi verið lagt með því að stofna eignarhaldsfélag um hótelið. Ákvörðun framkvæmdastjóra um að veita 30.000.000 króna ábyrgð sé ekki samþýðanleg þeirri stefnu sem stjórnin hafi markað með því að stofna eignarhaldsfélag um hótelið. Í þriðja lagi verði að hafa í huga við mat á ábyrgð upp á 30.000.000 króna, þá starfsemi kaupfélaga að selja vörur félagsmanna og útvega þeim vörur og þjónustu og varðveita fjármuni þeirra í rekstrinum. Ábyrgð vegna hótelrekstrar sé ósamþýðanleg því að reka innlánsdeild og það hafi viðsemjandi stefnda átt að geta sagt sér sjálfur. Hafi hann sýnt ótrúlega ,,glámskyggni” þegar hann hafi ,,gengið til leiks” með þessum hætti. Loks er bent á, að þegar framkvæmdastjórinn hafi gefið víxlana út fh. stefnda, hafi hann verið stjórnarformaður samþykkjandans. Hann hafi því verið vanhæfur til að gefa víxlana út og þegar af þeirri ástæðu hafi útgáfan ekki skuldbindingargildi. Svo sem sjá megi af samþykkt stjórnarfundar stefnda 20. mars 2001 og yfirliti um samþykktir stjórnarfunda félagsins frá 1. júlí 1999 til 3. júní 2003 sé ljóst, að framkvæmdastjóri stefnda hafi ekki mátt veita neinar ábyrgðir vegna hlutdeilda- og dótturfélaga stefnda. Ljóst sé að stefnandi hafi ekki verið grandlaus um heimildarskort framkvæmdastjóra stefnda og hafi hann haft fullt tilefni til að kanna málið frekar áður en hann gekk til leiks. Sé á því byggt, að öll framangreind atriði um umboðsskort hafi átt að gefa stefnanda tilefni til frekari könnunar. Hafi hann látið það fyrirfarast og verði sjálfur að taka afleiðingum þeirra gerða. Í því efni verði að miða við að góður og gegn banki eða sparisjóður búi yfir sérþekkingu í fjármálastarfsemi og sérfræðiþekkingu á lögum um slíka starfsemi. Síðast en ekki síst sé bönkum eða sparisjóðum kunnugt um að það ,,sé ekki allt með felldu” þegar fara eigi að fjármagna hótelbyggingu með útgáfu víxla með ábyrgð samvinnufélags sem hafi allt annan tilgang og reki auk þess innlánsdeild. Stefndi telur að hafna beri kröfu stefnanda um staðfestingu veðréttar. Sé það gert með vísan til þess í fyrsta lagi, að yfirlýsingar frá 11. apríl 2003 séu ekki veðsamningar. Yfirlýsing á dskj. nr. 7 fari bæði gegn lögum og samþykktum félagsins um að stjórn félags fari með forræði þess og fjárhag. Þá sé dskj. nr. 8 ekki veðsamningur heldur heimild til stefnanda um að ráðstafa greiðslum út af reikningi stefnda. Ávísunin hafi ekkert gildi þar sem hún tengist útgáfu víxla sem óheimilt hafi verið að stofna til, en sé að auki afturkallanleg eins og allar aðrar ávísanir sem ekki séu lýstar óafturkallanlegar. Í öðru lagi falli yfirlýsingarnar á dskj. nr. 7 og 8 ekki undir nein ákvæði laga nr. 75/1997, en í 2. mgr. 2. gr. laganna komi fram að óheimilt sé að stofna til veðréttar nema með heimild í þeim lögum eða öðrum lögum. Því sé hafnað að 45. gr. laga nr. 75/1997 nái til yfirlýsinganna, en því haldi stefnandi fram. Viðskipti stefnanda við greiðslumiðlun Flugleiða séu umboðsviðskipti þar sem hinn raunverulegi aðili sé Flugleiðir hf. Vörslufé sem umboðsmaður varðveiti fyrir umbjóðanda sinn sé ekki fjárkrafa og falli ekki undir efnisatriði 45. gr. Skilyrði um að um nafngreindan skuldara sé að ræða sé ekki heldur fyrir að fara. Greiðslumiðlun Flugleiða sé ekki skuldari heldur taki við greiðslum frá ýmsum skuldurum sem séu aðilar að greiðslumiðluninni. Hún sé auk þess ekki lögpersóna. Ekki sé fyrir að fara sérstöku réttarsambandi í skilningi 45. gr. laga nr. 75/1997, heldur almennri yfirlýsingu um flestallar tekjur stefnda af hótelstarfsemi sinni. 46. gr. laga nr. 75/1997 geri ráð fyrir réttarvernd þegar skuldari fái tilkynningu um veðsetningu. Greiðslumiðlun Flugleiða sé ekki skuldari og tilkynning til miðlunarinnar hafi því enga merkingu. Þegar um sé að ræða almennar veðsetningar þurfi að fara að reglum 47. gr. laganna. Ekki sé byggt á því af hálfu stefnanda að ákvæðið eigi við í málinu. Í þriðja lagi sé ráðstöfun allra tekna stefnda til skuldara fyrirtækis, sem hafi átt að vera búið að lýsa gjaldþrota, meiriháttar ráðstöfun. Falli hún ekki undir umboð framkvæmdastjóra. Í fjórða lagi séu svo víðtækar veðsetningar, eins og haldið sé fram í málinu að hafi átt sér stað, eingöngu á færi stjórnar. Þegar helstu lög er gilda um umboð framkvæmdastjóra eða annarra sem þiggi umboð sitt frá stjórn, hafi verið sett, hafi veðsetningar af þessu tagi verið bannaðar. Í fimmta lagi hafi komið skurðpunktur 13. júlí 2003, eftir að greiðslustöðvun stefnda hafi tekið gildi. Af ákvæðum II. þáttar laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. megi ráða, að öll verðmæti, sem verði til á greiðslustöðvunartímabili, komi almennum kröfuhöfum til góða. Það leiði af ákvæðum IV. kafla laganna, um réttaráhrif greiðslustöðvunar, sem sett séu gegn mismunun kröfuhafa. Sé fallist á skoðanir stefnanda leiði það til þess, að á greiðslustöðvunartímabili verði honum afhentar brúttótekjur allrar hótelstarfsemi stefnda, en almennir kröfuhafar eigi að borga launakostnað, húsaleigu, virðisaukaskatt og staðgreiðslu og ef það leiði til þess að ekki verði til fjármunir fyrir vörslusköttum, þurfi stjórn stefnda á greiðslustöðvunartímabili að sæta refsiábyrgð. Vitnið Stefán Sveinbjörnsson bar fyrir dómi, að Jóhann Magnús Ólafsson hafi leitað til stefnanda, um mánaðarmótin apríl-maí 2002, og spurst fyrir um hvort stefnandi væri reiðubúinn að kaupa víxil að fjárhæð 30.000.000 króna, þar sem samþykkjandi væri Eignarhaldsfélagið Brú hf. og útgefandi stefndi. Engin viðskipti hafi áður verið á milli stefnanda og Eignarhaldsfélagsins Brúar hf. eða stefnda. Þegar upphaflegur víxill hafi verið keyptur hafi verið í gangi hótelbygging á Selfossi, þar sem ólokið hafi verið að ganga frá langtímafjármögnun verksins. Hafi víxillinn verið keyptur á þeim forsendum, sem eins konar ,,brúarlán”. Stefnandi hafi síðan verið í sambandi við Óla Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóra stefnda, þar sem fram hafi komið að fjármögnun væri að ljúka. Það hafi gengið illa. Sú vinna hafi verið í gangi og af þeim ástæðum hafi víxillinn verið framlengdur. Stefnandi hafi síðan viljað fara að sjá fyrir endann á viðskiptunum og þá hafi verið gefnir út fjórir víxlar, en framkvæmdastjóri stefnda hafi talið stefnda ráða við greiðsluna í fjórum hlutum. Framkvæmdastjóri stefnda hafi boðið stefnanda veð í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða. Af hálfu stefnanda hafi verið litið svo á, að verið væri að taka veð í greiðslum hjá nafngreindum skuldara. Þegar um það væri að ræða að víxlar væru keyptir, þá væru gögn fengin frá rekstraraðilum, ársreikningar, áætlanir eða eitthvað slíkt, er sýndu fram á að greiðslugeta skuldara væri fyrir hendi. Að því er frágang skuldbindinga varðaði væri kannað, hvort framkvæmdastjóra hefði umboð til þeirra ráðstafana sem stofnað væri til. Samkvæmt þeim reikningum er stefnandi hafi skoðað hafi komið fram að velta stefnda hafi verið um 1.800.000.000 krónur. Aldrei hafi verið efast um umboð framkvæmdastjóri stefnda, sem hafði þá veltu, en talið hafi verið að slíkar ráðstafanir væru hluti af daglegri starfsemi félagsins. Forsenda fyrir kaupum á upphaflega víxlinum hafi verið bundin því að einn skuldara hafi verið stefndi. Niðurstaða: Fyrsti liður í dómkröfum stefnanda lýtur að greiðslu skuldar að fjárhæð 30.000.000 króna, ásamt tilgreindum vöxtum. Byggir kröfuliður þessi á fjórum víxlum, öllum útgefnum 11. apríl 2003, en undir þá víxla hefur stefndi ritað sem útgefandi víxlanna, án afsagnar. Víxlar eru samkvæmt efni sínu viðskiptabréf, en samkvæmt þeim reglum er um slík skjöl gilda, getur kröfuhafi takmarkað þær varnir er skuldari getur haft uppi gagnvart skuldbindingu sinni. Þær reglur gera þó ráð fyrir að kröfuhafaskipti þurfi að hafa orðið, því í réttarsambandi upphaflega kröfuhafans og skuldarans gilda reglur kröfuréttar um almennar kröfur. Í slíkum tilvikum getur skuldari því haft uppi mótbárur er tengjast tilurð kröfunnar, en í máli þessu ber stefndi aðallega fyrir sig að framkvæmdastjóri stefnda, Óli Rúnar Ástþórsson, hafi ekki haft heimild til að skuldbinda stefnda með þeim hætti er gert var. Þá hefur stefnandi ekki valið þann kost að reka málið á grundvelli XVII. kafla laga nr. 91/1991, heldur hagar málatilbúnaði sínum með þeim hætti að stefndi á þess kost að halda uppi vörnum á áðurgreindum forsendum. Í þessu ljósi verður í upphafi leyst úr því, hvort gild fjárskuldbinding hafi stofnast þegar framkvæmdastjóri stefnda ritaði undir hina umstefndu víxla 11. apríl 2003, en skuldbinding stefnda sem útgefanda víxlanna var varaskyldu og varð virk þar sem aðalskuldari samkvæmt víxlunum, Eignarhaldsfélagið Brú hf., varð gjaldþrota, sbr. 43. gr. víxillaga, nr. 93/1933. Stefndi er samvinnufélag, stofnað 30. apríl 1938. Í ársreikning stefnda fyrir árið 2001 kemur fram að velta félagsins á árinu 2001 hafi verið 1.761.000.000 krónur. Tekið er fram að þrátt fyrir óviðunandi afkomu sé efnahagur félagsins traustur og sé eigið fé í árslok 706.000.000 króna. Félagið starfi í 29 deildum og nái félagssvæðið yfir Suðurlandskjördæmi. Í umfjöllun um breytingar og fjárfestingar er tekið fram, að á árinu 2001 hafi verið fjárfest í hlutabréfum, fasteignum, tækjum og búnaði fyrir liðlega 142.000.000 króna. Helstu fjárfestingar hafi verið í tengslum við samning félagsins við Flugleiðahótel hf. um kaup og yfirtöku á rekstri Flughótels, Hótels Flúða og Hótels Kirkjubæjarklausturs. Hlutur félagsins í Eignarhaldsfélaginu Bæ hf. hafi verið aukinn um 23.000.000 króna, í Hótel Flúðum um 38.000.000 króna, í Eignarhaldsfélaginu Brú hf. um 26.000.000 króna, auk fjárfestinga í minni hlutum í öðrum félögum. Þá hafi verið fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum að fjárhæð 47.000.000 króna og sé það að stærstum hluta búnaður tengdur samningum við Flugleiðahótel hf. og varanlegir rekstrarfjármunir á Búrekstrarsviði. Tekið er fram að samningur við Flugleiðahótel sé stefnumarkandi samningur sem miklar vonir séu bundnar við að auki arðsemi ferðaþjónustusviðs félagsins og gefi möguleika til vaxta enn frekar á því sviði. Er frá því greint, að miklar umbreytingar hafi orðið í rekstri stefnda á liðnum árum. Stjórn samvinnufélags ræður framkvæmdastjóra, er annast daglegan rekstur félags, sbr. 2. og 3. mgr. 28. gr. laga nr. 22/1991, og skal framkvæmdastjóri fara eftir samþykktum félags, stefnumótunar félagsfunda og stjórnar og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Tekið er sérstaklega fram í 28. gr., að hinn daglegi rekstur taki ekki til ráðstafana sem séu óvenjulegar eða mikils háttar. Heimildir framkvæmdastjóra í starfi skv. 3. mgr. 28. gr. laga nr. 22/1991 taka að verulegu leyti mið af eðli starfa félaga og umfangi. Ekki verður fram hjá því litið, við mat á úrlausnarefni máls þessa, að stefndi hafði haslað sér viðurkenndan og kunnan völl sem ferðaþjónustuaðili, með vitund og vilja stjórnar. Af ummælum í tilvitnuðum ársreikningi stefnda fyrir árið 2001 má ráða, að félagið hafi stofnað sérstakt ferðaþjónustusvið í þeim tilgangi. Þegar þeir þættir eru hafðir í huga, sem og það er áður er sagt um starfsemi stefnda á árinu 2001, verður ekki talið, að útgáfa fjögurra víxla, hver að fjárhæð 7.500.000 krónur, í tengslum við hótelrekstur stefnda, teljist vera óvenjulegar ráðstafanir af hálfu stefnda. Velta stefnda var umtalsverð á hverju ári, og nam t.a.m. ríflega 1.700.000.000 krónum á árinu 2001, svo sem áður var getið. Þegar til þessa er horft, sem og eðli umsvifa stefnda á árinu 2001, verður framangreind víxilútgáfa ekki heldur talin til mikilsháttar ráðstöfunar í starfsemi stefnda. Skiptir í því efni einnig máli tillitið til viðsemjanda stefnda, sem og forms ábyrgðarinnar. Rekstur samvinnufélags af þeirri stærðargráðu er stefndi var á þessum tíma og verkefni, útheimta ákvarðanir sem taka að vissu leyti mið af þörfum viðskiptalífsins. Félagsform stefnda og samþykktir, að stofni frá árinu 1938, verður að skýra með breyttar aðstæður í huga að þessu leyti. Loks þykir stefnandi ekki með neinni háttsemi sinni hafa fyrirgert rétti sínum til kröfunnar, svo sem stefndi heldur fram í málinu. Í þessu ljósi verða kröfur stefnanda samkvæmt 1. kröfulið teknar til greina, en gjalddagar hinna umstefndu víxla eru komnir og þeir hafa ekki verið greiddir þrátt fyrir áskoranir stefnanda til stefnda þar um, sbr. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 93/1933. Er stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda 30.000.000 króna, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001, af 7.500.000 krónum frá 20. júní 2003 til 20. júlí 2003, af 15.000.000 króna frá 20. júlí 2003 til 20. ágúst 2003, af 22.500.000 krónum frá 20. ágúst 2003 til 20. september 2003 og af 30.000.000 króna frá 20. september 2003 til greiðsludags. Allt að frádreginni innborgun 23. júní 2003 að fjárhæð 4.482.800 krónur, sem dragast skulu frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Krafist er vaxtavaxta skv. 12. gr. laga nr. 38/2001 er leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Ekkert girðir fyrir að heimilt sé að dæma vexti í samræmi við kröfur stefnanda, og leggist því áfallnir dráttarvextir við höfuðstól skuldar og reiknist nýjir dráttarvextir af samanlagðri fjárhæð ef vanskil standa lengur en í 12 mánuði, skv. 12. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt 2. kröfulið stefnanda er krafist staðfestingar veðréttar í tilteknum greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða. Með dskj. nr. 54 gerði stefnandi breytingu á kröfugerð sinnu um staðfestingu veðréttarins, þar sem því er þá lýst að greiðslurnar séu í vörslum LOGOS lögmannsþjónustu. Krafan lýtur að höfuðstól skuldarinnar, dráttarvöxtum, málskostnaði og öllum öðrum kostnaði sem kunni að leiða af innheimtu kröfunnar eða lægri fjárhæð samkvæmt mati dómsins. Með nefndu dómskjali eru tilgreindar þær greiðslur er um sé að ræða, en þær eru taldar greiddar 24. júlí 2003, að fjárhæð 20.253.977 krónur, 22. ágúst 2003, að fjárhæð 26.718.056 krónur og 2. október 2003, að fjárhæð 23.292.057 krónur. Á dskj. nr. 55 lagði stefndi fram yfirlýsingu um að hann samþykkti breytta kröfugerð stefnanda þannig að staðfesting veðréttar gæti aðeins tekið til 7.500.000 króna hvert sinn og að veðréttur gæti ekki tekið til greiðslna sem gjaldféllu eftir að stefnda hefði verið veitt heimild til greiðslustöðvunar 13. júlí 2003, en ella ekki til þeirra verðmæta sem orðið hafi til eftir þann dag. Veðréttindi teljast til óbeinna eignarréttinda. Þannig þrengja þau annan og víðtækari rétt, beinan eignarrétt. Stefnandi hefur ekki kosið að krefjast þess, að fá afhentar greiðslur í samræmi við yfirlýsingu á dskj. nr. 7, heldur einvörðungu, að staðfest verði óbein eignarréttindi yfir greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða. Kröfuliður stefnanda um staðfestingu veðréttar byggir á yfirlýsingum á dskj. nr. 7 og 8, er áður hefur verið gerð grein fyrir. Er þar annars vegar um að ræða yfirlýsingu stefnanda, stefnda og Flugleiða hf. um að allar greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða, frá og með 15. apríl 2003, muni fara inn á reikning 1103-05-40357 hjá stefnanda, auk yfirlýsingar um að stefndi gefi stefnanda heimild til að ráðstafa til sín tilgreindum greiðslum út af reikningi nr. 1103-05-40357 er stefndi hafi hjá stefnanda. Stefnandi byggir á því að með yfirlýsingunum hafi honum verið veittur veðréttur í greiðslunum, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1997, en stefndi heldur því fram að yfirlýsingarnar séu ekki veðsamningur, auk þess sem fleiri atriði koma fram í hans málstað er gera ráð fyrir að kröfum stefnanda beri að hafna að þessu leyti. Til veðsamnings stofnast með gildu loforði. Loforðið verður þannig að fela í sér viljayfirlýsingu loforðsgjafa, er felur í sér skuldbindingargildi af hans hálfu, og er beint til loforðsmóttakanda fyrir tilstilli loforðsgjafans. Loforð um að tiltekin eign sé sett að veði til tryggingar skuld, stofnar þannig loforðsmóttakanda, veðhafa, til handa kröfu á hendur loforðsgjafanum, veðsalanum. Heimilt er að veðsetja fjárkröfur, sbr. 45. gr. laga nr. 75/1997. Til úrlausnar er, hvort yfirlýsing á dskj. nr. 7 teljist fullnægja framangreindum skilyrðum til að til fullgilds veðsamnings hafi stofnast. Yfirlýsingin er hvergi nærri eins skýr og æskilegt væri, og ekki er tekið fram í henni að um veðsamning sé að ræða, né að tiltekin fjárkrafa sé sett að veði. Skjalið felur í sér yfirlýsingu stefnda um að allar greiðslur frá greiðslumiðlun Flugleiða fari inn á tiltekinn reikning hjá stefnanda, og að ekki sé heimilt að gera breytingu á því nema með samþykki stefnanda. Ótvírætt er að hér er um viljayfirlýsingu að ræða af hálfu stefnda er felur í sér skuldbindingu af hans hálfu, þar sem ekki er heimilt að gera breytingu þar á nema með samþykki stefnanda. Í samræmi við þetta þykir unnt að líta svo á, að stefndi sé að gefa bindandi loforð sem veðsali um greiðslur til stefnanda sem veðhafa. Samkvæmt 45. gr. laga nr. 75/1997 þarf fjárkrafa að vera á hendur nafngreindum skuldara. Samningur um aðild stefnda að greiðslumiðlun Flugleiða, frá 11. júní 2002, felur í sér að tilteknar greiðslur samkvæmt samningnum skuli greiðast stefnda. Tekið er fram að greiðslumiðlunin sé deild innan Flugleiða hf., en ekki sérstakur lögaðili. Kröfur á grundvelli samningsins verða því gerðar á hendur Flugleiðum hf. Að þessu leyti er ótvírætt, að Flugleiðir hf. eru skuldari gagnvart þeim fjárkröfum er stefndi á tilkall til samkvæmt samningi aðila. Bréfaskipti stefnanda, stefnda og Flugleiða hf. á dskj. 9 - 21 þykja auk þess bera þess vitni, að aðilar hafi einnig litið svo á. Er því fullnægt skilyrðum 45. gr. að um nafngreindan skuldara sé að ræða. Verður í samræmi við allt þetta talið, að með yfirlýsingunni 11. apríl 2003 á dskj. nr. 7, hafi stofnast til fullgilds veðsamnings. Með vísan til þess er áður er komið fram um fyrsta kröfulið stefnanda verður talið, að framkvæmdastjóri stefnda hafi mátt skuldbinda stefnda að þessu marki. Til að slíkur veðréttur njóti réttarverndar þarf skuldari að fá tilkynningu um veðsetninguna, sbr. 46. gr. laga nr. 75/1997. Því skilyrði laganna er fullnægt með því að undir yfirlýsinguna er ritað af hálfu Flugleiða hf. Stefnda var veitt greiðslustöðvun 13. júlí 2003. Með lögum nr. 21/1991 er með ákvæðum um greiðslustöðvun í senn verið að veita skuldara sérstakt úrræði til að leitast við að koma nýrri skipan á fjármál sín og stuðla um leið að því að fyrr komi til gjaldþrotaskipta en áður, með því að greiðslustöðvun getur gefið tóm til að komast að raun um að tilgangslaust sé að verja frekari tíma í viðleitni til að komast hjá gjaldþrotaskiptum. Þannig girða ákvæði laganna ekki fyrir að eftir að greiðslustöðvun hafi verið veitt sé stofnað til skuldbindinga eða að eignum sé ráðstafað, en setja slíkum gerðum ákveðnar skorður. Ákvæðum laganna um réttaráhrif greiðslustöðvunar er þannig fyrst og fremst ætlað að veita skuldurum ákveðna réttarvernd gagnvart kröfuhöfum og veita þannig ákveðið svigrúm til reksturs í tiltekinn tíma. Stefnandi hefur krafist þess að staðfestur verði veðréttur stefnanda í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða samkvæmt samningi, er gerður var fyrir þann tíma er stefnda var veitt greiðslustöðvun. Þar sem svo hagar til, og með vísan til áðurnefndra réttaráhrifa greiðslustöðvunar og þess, að með staðfestingu veðréttar er í raun eingöngu verið að kveða á um tiltekin réttindi yfir fjárkröfum þykir rétt, að taka kröfur stefnanda til greina að þessu leyti. Breytir því ekki þótt hluti greiðslna frá greiðslumiðlun Flugleiða hafi, á grundvelli veðsamnings aðila, fyrst orðið til eftir að stefnda var veitt greiðslustöðvun. Stefnandi hefur leitast við að skýra kröfugerð sína í þessum lið undir meðferð málsins. Í ljósi yfirlýsinga stefnda um breytta kröfugerð stefnanda þykir rétt, að tekið verði tillit til athugasemda stefnanda að þessu leyti, sbr. og 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991. Með vísan til þessa er staðfestur veðréttur stefnanda í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða, sem eru í vörslum LOGOS lögmannsþjónustu og greiddar voru 24. júlí 2003, að fjárhæð 20.253.977 krónur, 22. ágúst 2003, að fjárhæð 26.718.056 krónur og 2. október 2003, að fjárhæð 23.292.057 krónur, fyrir höfuðstól skuldarinnar, dráttarvöxtum, málskostnaði og öðrum kostnaði sem leiða kann af innheimtu kröfunnar. Eftir úrslitum málsins þykir rétt að stefndi greiði stefnanda málskostnað í máli þessu og þykir hann hæfilega ákveðinn 300.000 krónur. Það athugast, að greinargerð stefnda fyrir héraðsdómi er áfátt, en þar gætir skriflegs málflutnings. Þá eru málsástæður þar raktar í löngu máli og ekki nægjanlega saman dregnar, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Af hálfu stefnanda flutti málið Ingi Tryggvason héraðsdómslögmaður, en af hálfu stefnda Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Dóminn kveður upp Símon Sigvaldason héraðsdómari. Stefndi, Kaupfélag Árnesinga svf., greiði stefnanda, Sparisjóði Mýrasýslu, 30.000.000 króna, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001, af 7.500.000 krónum frá 20. júní 2003 til 20. júlí 2003, af 15.000.000 króna frá 20. júlí 2003 til 20. ágúst 2003, af 22.500.000 krónum frá 20. ágúst 2003 til 20. september 2003 og af 30.000.000 króna frá 20. september 2003 til greiðsludags. Allt að frádreginni innborgun 23. júní 2003 að fjárhæð 4.482.800 krónur, sem dragast skal frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Áfallnir dráttarvextir leggist við höfuðstól skuldarinnar í samræmi við 12. gr. laga nr. 38/2001. Staðfestur er veðréttur stefnanda í greiðslum frá greiðslumiðlun Flugleiða, sem eru í vörslum LOGOS lögmannsþjónustu og greiddar voru 24. júlí 2003, að fjárhæð 20.253.977 krónur, 22. ágúst 2003, að fjárhæð 26.718.056 krónur og 2. október 2003, að fjárhæð 23.292.057 krónur, fyrir höfuðstól skuldarinnar, dráttarvöxtum, málskostnaði og öðrum kostnaði sem leiða kann af innheimtu kröfunnar. Stefndi greiði stefnanda 300.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 10/2020 | Skaðabætur Líkamstjón Örorkubætur Uppgjör Varanleg örorka Örorkumat Lífeyrissjóður | A krafði V hf. um eftirstöðvar skaðabóta vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við störf um borð í fiskiskipi. Í málinu deildu aðilar um rétt V hf. til að draga frá bótum vegna varanlegrar örorku eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. V hf. byggði á því að miða skyldi áætlaðar framtíðargreiðslur til A við þær greiðslur sem hann naut frá lífeyrissjóðum á stöðugleikapunkti en til vara að miða skyldi rétt A til greiðslna frá lífeyrissjóðum við 50% varanlega örorku A. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að þótt upplýsingar um greiðslur sem tjónþoli hefði notið á stöðugleikapunkti gæfu að jafnaði vísbendingu um hvaða greiðslna hann mætti vænta til framtíðar, yrðu þær upplýsingar ekki einar og sér lagðar til grundvallar við ákvörðun um frádrátt. Þá ákvörðun yrði að byggja á heildarmati á því hvort og þá hvaða réttinda til greiðslna tjónþoli myndi njóta í framtíðinni. Til grundvallar matinu yrði að leggja allar upplýsingar sem fyrir lægju þegar það færi fram og unnt væri að draga af ályktanir um hvernig réttindi til slíkra greiðslna myndu þróast í framtíðinni. Hæstiréttur leit til þess að greiðslur sem A naut á stöðugleikapunkti voru tímabundnar til þriggja ára og að gera mátti ráð fyrir því að þær tækju breytingum að þeim tíma liðnum vegna ólíkra matsforsendna í samþykktum lífeyrissjóðsins LV. Þá hefði legið fyrir við bótauppgjörið endurmat trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins LV, um að örorka A til almennra starfa væri minni en 40%, sem leiddi til þess að A naut ekki örorkulífeyris þegar það fór fram né síðar. Með hliðsjón af því var ekki fallist á með V hf. að miða ætti áætlun um rétt A til örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum í framtíðinni við þær greiðslur sem hann naut á stöðugleikapunkti. Þá var ekki fallist á með V hf. að rétt væri að miða við að A myndi í framtíðinni njóta örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum miðað við áætlaða 50% örorku. Í því tilliti var litið til ólíkra forsendna að baki mati á fjárhagslegri örorku samkvæmt skaðabótalögum annars vegar og örorkumati trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins LV hins vegar. Þá hefði V hf. ekki freistað þess að hnekkja forsendum eða niðurstöðum þess örorkumats sem lífeyrissjóðurinn byggði á þá ákvörðun sína að greiða A ekki örorkulífeyri. Loks renndu gögn um tekjur A fyrir fullt starf í landi á árunum 2018 til 2020 stoðum undir að A hefði ekki haft réttmæta ástæðu til að fá örorkumat lífeyrissjóðsins endurskoðað í þeim tilgangi að sækja örorkulífeyri úr sjóðnum. Voru kröfur A því teknar til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, IngveldurEinarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon og ViðarMár Matthíasson fyrrverandi hæstaréttardómari.Áfrýjandi skautmálinu til Hæstaréttar 18. febrúar 2020. Hann krefst aðallega sýknu af kröfustefnda en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefst hann málskostnaðar á öllumdómstigum en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Stefndi krefststaðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.IMál þetta lýturað ágreiningi um uppgjör á kröfu stefnda á hendur áfrýjanda um greiðslueftirstöðva skaðabóta fyrir varanlega örorku úr kjarasamningsbundinnislysatryggingu sjómanna vegna afleiðinga vinnuslyss sem stefndi varð fyrir umborð í fiskiskipi 17. mars 2014.Uppgjör bóta fórfram milli aðila 4. maí 2017, meðal annars á grundvelli þeirrar niðurstöðuörorkumats 25. nóvember 2016 að stefndi hefði orðið fyrir skerðingu á getu tilað afla tekna sem metin yrði til 40% varanlegrar örorku. Í matinu var stöðugleikapunkturákveðinn 12. febrúar 2016. Við uppgjörið dró áfrýjandi frá bótum 40% afeingreiðsluverðmæti örorkulífeyris, sem stefndi hafði fengið greiddan frá lífeyrissjóðumfram til apríl 2017, 2.921.345 krónur, og 40% af eingreiðsluverðmæti örorkulífeyrissem áfrýjandi áætlaði að stefndi myndi njóta frá lífeyrissjóðum í framtíðinnimiðað við að hann byggi til framtíðar við 50% skerðingu á getu til að vinna viðönnur störf en sjómennsku, sem nam 17.180.256 krónum. Útreikningar á eingreiðsluverðmætiörorkulífeyris voru miðaðir við stöðugleikapunkt. Báðir aðilar gerðu fyrirvaravið uppgjörið.Stefndi aflaði matsgerðardómkvaddra manna 12. febrúar 2018 og komust þeir að þeirri niðurstöðu aðvaranleg örorka stefnda væri hæfilega metin 50%. Stöðugleikapunkt töldu þeirhinn sama og í fyrra áliti.Í málinu er hvorki ágreiningur um bótaskylduáfrýjanda né varanlega örorku stefnda. Þá er ekki tölulegur ágreiningur.Stefndi byggir kröfu um greiðslu eftirstöðva bóta, miðað við 50% varanlegaörorku, á því að ekki sé grundvöllur til að draga frá bótunum eingreiðsluverðmætiætlaðs örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum í framtíðinni. Krafa hans lýtur því aðhækkun bóta vegna varanlegrar örorku um 11.685.825 krónur og ofteknum frádrættivegna ætlaðs örorkulífeyris í fyrra bótauppgjöri að fjárhæð 17.180.256 krónur. Héraðsdómurog Landsréttur tóku kröfu stefnda að fullu til greina. Með áfrýjuninnifreistar áfrýjandi þess að fá niðurstöðu Landsréttar hnekkt. Hann telur að dragaberi frá bótagreiðslum 40% af eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris sem ætla megiað stefndi muni eiga rétt á íframtíðinni miðað við þær örorkulífeyrisgreiðslur sem hann hafi notið frálífeyrissjóðum á stöðugleikapunkti. Þær greiðslur hafi tekið mið af þeirriniðurstöðu örorkumats, sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hafi aflað, um 100%örorku stefnda til fyrri starfa á sjó. Til vara telur áfrýjandi rétt að miðafrádráttinn við 40% af eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóðnum íframtíðinni sem taki mið af ætlaðri 50% örorku stefnda til almennra starfa.Beiðni um áfrýjunarleyfi var meðal annars studd þeim rökum að óvissa værium túlkun og beitingu 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og fordæmisgildidóma Hæstaréttar, þar sem ítrekað hefði verið kveðið á um að leggja bæri tilgrundvallar að reikna skyldi greiðslur samkvæmt fyrrnefndu ákvæði tileingreiðsluverðmætis miðað við stöðu tjónþola við stöðugleikapunkt og draga þáfjárhæð frá bótum. Málið hefði verulegt fordæmisgildi enda teldi áfrýjandi að dómurLandsréttar væri á skjön við fyrri fordæmi og með honum hefði rétturinngerbreytt bótauppgjörum. Áfrýjunarleyfi var veitt á þeim grunni að úrslit málsinsgætu haft fordæmisgildi um túlkun og beitingu 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. IIStefndi varð fyrir umræddu vinnuslysi 17. mars 2014 við störf ífiskiskipinu [...]. Hann var tryggður hjá áfrýjanda fyrir afleiðingum slíksslyss með kjarasamningsbundinni slysatryggingu sjómanna.Stefndi var sjóðfélagi í Lífeyrissjóði Vestmannaeyja þegar hann slasaðistog réttur hans til örorkulífeyris úr sjóðnum grundvallaðist á 12. kaflasamþykkta hans. Í grein 12.1 í samþykktunum er kveðið á um að sjóðfélagi semverður fyrir orkutapi sem talið er að svari til 50% örorku eða meira, og hefurgreitt í lífeyrissjóð í að minnsta kosti tvö ár, eigi rétt á örorkulífeyri úrsjóðnum. Þá er í grein 12.4 kveðið á um að hundraðshluta orkutaps og tímasetninguþess skuli ákveða á grundvelli örorkumats trúnaðarlæknis sjóðsins samkvæmtreglum um læknisfræðilegt örorkumat og að fengnum upplýsingum um heilsufarssöguog starfsorku sjóðfélaga aftur í tímann. Þá segir í greininni að fyrstu þrjúárin eftir orkutapið skuli örorkumat aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga tilað gegna því starfi sem hann hafi gegnt og aðild hans að sjóðnum er tengd. Aðþví tímabili loknu skuli orkutapið metið á ný með tilliti til vanhæfnisjóðfélaga til almennra starfa, nýrra upplýsinga um heilsufar og störf ogárangurs af endurhæfingu. Orkutap skuli síðan endurmetið eftir því sem stjórnsjóðsins telji ástæðu til. Samkvæmt endurmati trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins 21. apríl 2016 áorkutapi stefnda taldi hann ljóst að vegna slyssins myndi stefndi ekki „stundasjómennsku aftur í framhaldi þessa“. Hann mat örorku stefnda til fyrri starfa100% frá 17. mars 2014 til loka apríl 2017 en þá skyldi hún endurmetin. Ekki erágreiningur um að stefndi fékk greiddan örorkulífeyri frá lífeyrissjóðnum ísamræmi við þetta mat fram til apríl 2017 og að draga beri eingreiðsluverðmæti40% þeirra greiðslna, 2.921.345 krónur, fráskaðabótum vegna varanlegrar örorku. Aðilar öfluðu sameiginlega álitsgerðar læknis og lögfræðings umafleiðingar slyssins. Í álitsgerð þeirra 25. nóvember 2016 kom fram að einkennistefnda væru til þess fallin að valda verulegri skerðingu á getu hans til aðafla tekna þegar litið væri til starfsreynslu hans til sjós. Möguleika stefndatil starfa við sjómennsku í framtíðinni töldu þeir litla. Þá töldu þeir aðeinkenni stefnda í kjölfar slyssins myndu há honum að einhverju marki viðléttari störf tengd sjávarútvegi í landi þrátt fyrir að þau reyndu ekki jafnmikið á líkamlega burði. Í álitsgerðinni kom fram að geta stefnda til að aflatekna í framtíðinni vegna afleiðinga slyssins svaraði til 40% varanlegrarörorku. Stöðugleikapunkt, þegar ekki hafi verið að vænta frekari bata hjástefnda, töldu þeir vera 12. febrúar 2016.Trúnaðarlæknir Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja endurmat orkutap stefnda vegnaslyssins að nýju 23. mars 2017 og komst þá að þeirri niðurstöðu að varanlegörorka stefnda til fyrri sjómanns- og erfiðisstarfa væri 100% frá 17. mars2014. Þá mat hann örorku stefnda til „annarra almennra starfa“ minni en 40%.Niðurstöðuna byggði trúnaðarlæknirinn meðal annars á vottorði læknis 8. mars2017 og samtali við stefnda þar sem fram kom að hann ætlaði að láta á það reynaað vinna almenn störf. Ágreiningslaust er að stefndi hefur ekki notiðörorkulífeyris frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja frá apríl 2017.Aðilar gengu til uppgjörs bóta 4. maí 2017 á grundvelli matsgerðarinnar25. nóvember 2016. Við uppgjörið dró áfrýjandi frá bótum fjárhæð sem svaraðitil 40% af eingreiðsluverðmæti örorkulífeyrisgreiðslna frá þremurlífeyrissjóðum sem áfrýjandi taldi að stefndi hefði notið frá stöðugleikapunktiog myndi njóta til ellilífeyrisaldurs. Annars vegar var miðað við 100% örorku fráslysdegi og fram til 30. apríl 2007 og hins vegar að lífeyrissjóðirnir myndumeta örorku hans 50% eftir það og út starfsævina. Útreikningar á eingreiðsluverðmætivoru miðaðir við verðlag á stöðugleikapunkti 12. febrúar 2016. Áfrýjandi lagðitil grundvallar þessum frádrætti útreikninga tryggingastærðfræðings á eingreiðsluverðmætiætlaðra greiðslna örorkulífeyris og lífeyrisuppbótar til stefnda frá LífeyrissjóðiVestmannaeyja, Gildi lífeyrissjóði og Almenna lífeyrissjóðnum. Reiknaðir voruþrír kostir hvað varðar frádrátt vegna örorkulífeyris stefnda frá 30. apríl2017 til lífeyrisaldurs, miðað við 50%, 75% og 100% örorku. Niðurstaðaútreikninga miðað við 50% örorku frá þeim tíma var að eingreiðsluverðmæti ætlaðragreiðslna frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja myndi nema 47.410.114 krónum, fráGildi lífeyrissjóði samtals 2.600.859 krónum og Almenna lífeyrissjóðnum 243.030krónum eða alls 50.254.003 krónum en 40% af þeirri fjárhæð næmi 20.101.601krónu. Við uppgjörið gerði stefndi fyrirvara um rétt til frekari bóta yrðivaranleg örorka og/eða miski hans síðar metin hærri en samkvæmt þeirri álitsgerðsem lögð var til grundvallar við uppgjörið. Þá gerði stefndi fyrirvara viðfrádrátt greiðslna frá lífeyrissjóðum frá bótum fyrir varanlega örorku og umrétt til dráttarvaxta. Áfrýjandi hafði áður, í tölvubréfi til lögmanns stefnda 6.apríl 2017, sem fylgdi tilboði áfrýjanda um uppgjör bóta, gert þann áskilnað aðendurskoða frádrátt örorkulífeyris til hækkunar ef í ljós kæmi að stefndi yrðiað fullu óvinnufær. Stefndi fékk lækni og lögfræðing dómkvadda 29. september 2017 til að metameðal annars varanlega örorku sína vegna afleiðinga slyssins 17. mars 2014. Þeirkomust að þeirri niðurstöðu í matsgerð 12. febrúar 2018 að varanleg örorkastefnda væri hæfilega metin 50%. Í forsendum matsmanna kom fram að ljóst væriað afleiðingar slyssins hefðu haft umtalsverð áhrif á starfsgetu stefnda og aðólíklegt væri að hann ætti afturkvæmt í sjómannsstörf. Enn fremur væristarfsgeta hans til líkamlega krefjandi starfa í landi umtalsvert skert. Framkom í matsgerðinni að stefndi hefði ekki stundað launuð störf eftir slysið. Hinsvegar ætti stefndi að geta unnið léttari almenn störf í landi, til dæmis störfsem tengdust sjávarútvegi, en stefndi hefði menntað sig til slíkra starfa.Matsmenn töldu þó ljóst að slík störf væru mun verr launuð en þau sem hannhefði gegnt á sjó. Þá töldu þeir starfsval stefnda og tekjumöguleika frekar takmarkaðavegna búsetu hans. IIIÍ málinu reynir áhvað eigi að leggja til grundvallar við ákvörðun um hvort stefndi muni eigarétt til örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum í framtíðinni, sem koma eigi tilfrádráttar skaðabótum vegna varanlegrar örorku eftir ákvæðum 4. mgr. 5. gr.skaðabótalaga, og eftir atvikum hversu ríkan rétt stefndi muni eiga.Stefndi var á slysdegitryggður hjá áfrýjanda samkvæmt kjarasamningsbundinni slysatryggingu sjómanna,sbr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Óumdeilt er að bætur vegna varanlegrarörorku stefnda samkvæmt tryggingunni skuli ákvarðast samkvæmt ákvæðumskaðabótalaga, þar á meðal ákvæðum laganna sem mæla fyrir um frádrátt frábótum. Um varanlegaörorku vegna líkamstjóns segir í 1. mgr. 5. gr. skaðabótalaga að valdilíkamstjón, þegar heilsufar tjónþola sé orðið stöðugt, varanlegri skerðingu ágetu til að afla vinnutekna eigi hann rétt á bótum fyrir varanlega örorku. Í 4. mgr. sömu greinar, eins og henni varbreytt með 4. gr. laga nr. 37/1999, er fjallað um frádrátt frá skaðabótakröfuvegna líkamstjóns og segir þar meðal annars að frá slíkri kröfu dragist 40% afreiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði og skuli viðútreikninginn miðað við 4,5% ársafvöxtun.Mat á varanlegriörorku er einstaklingsbundið fjárhagslegt mat. Metið er með svokallaðrimismunaaðferð sem miðar að því að áætla mismun þeirra atvinnutekna sem ætla máað tjónþoli hefði unnið sér inn ef líkamstjónið hefði ekki orðið og þeirratekna sem hann muni að líkindum hafa í framtíðinni að teknu tilliti til þeirraáhrifa sem líkamstjónið hefur á aflahæfi hans. Matið miðast við heilsufarslegastöðu tjónþola þegar frekari bata er ekki að vænta. Mat á því hvenær svo erkomið og hið fjárhagslega örorkumat er að jafnaði unnið talsvert síðar ágrundvelli allra tiltækra upplýsinga sem þá liggja fyrir og til þess erufallnar að treysta grundvöll undir ályktanir og spár um getu tjónþola til aðafla atvinnutekna í framtíðinni. 2Af hálfuáfrýjanda er aðallega byggt á því að honum sé heimilt, í kjölfar niðurstöðudómkvaddra matsmanna um 50% varanlega örorku stefnda, að endurskoða fyrrifrádrátt og draga frá greiðslu bóta til hans 40% af eingreiðsluverðmæti ætlaðraörorkulífeyrisgreiðslna í framtíðinni miðað við að þær verði í samræmi við þær greiðslursem hann naut frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja á stöðugleikapunkti 12. febrúar2016. Þær greiðslur hafi miðast við 100% örorku stefnda til starfa á sjó. Hækkunfrádráttarins frá því sem miðað hafi verið við í fyrra bótauppgjöri nemi hærrifjárhæð en hækkun bóta miðað við 50% varanlega örorku í stað 40% sem nemi5.494.432 krónum. Því sé krafist sýknu í málinu. Áfrýjandi telur hækkun fjárhagslegrarörorku stefnda í 50%, samkvæmt matsgerð dómkvaddra matsmanna, renna stoðumundir að stefndi muni njóta greiðslna örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum vegnaslyssins í framtíðinni. Eins og rakið erí dómi Hæstaréttar 18. september 2003 í máli nr. 520/2002 er með ákvæðumskaðabótalaga meðal annars leitast við að bæta áætlað framtíðartjón tjónþola. Ídóminum sagði að samkvæmt orðalagi 4. mgr. 5. gr. laganna og lögskýringargögnumyrðu lögin ekki skýrð á annan hátt en að miða bæri framtíðarfrádrátt vegnagreiðslna af félagslegum toga við þann tíma sem tjónþoli gæti ekki vænstfrekari bata. Yrði það ekki gert nema mið væri tekið af því hvernig máltjónþola stæðu á þeim tíma og áætla út frá því hvernig þau myndu þróast íframtíðinni samkvæmt meðaltalslíkindareglu. Í dómiHæstaréttar 20. október 2005 í máli nr. 119/2005 reyndi á hvernig haga bæri frádrættiörorkubóta frá Tryggingastofnun ríkisins frá bótum fyrir líkamstjón. Íforsendum dómsins segir svo: „Áfrýjandi fór fram á að tjón hans yrði bætt afréttargæslustefnda og var það gert með eingreiðslu í uppgjöri 13. janúar 2004,þar sem miðað var við stöðugleikapunkt áfrýjanda 3. júní 2001. Forsendurslíkrar eingreiðslu eru að skaðabætur fyrir varanlega örorku vegna slyss séugreiddar fyrir líkindatjón fram í tímann og að frá skaðabótum dragist að samaskapi áætlaðar framtíðargreiðslur frá almannatryggingum vegna slyssins, eins oggert er ráð fyrir í 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Enda þótt endurmeta skulivaranlega örorku áfrýjanda hjá Tryggingastofnun ríkisins í lok janúar 2006verður vegna þessara forsendna fyrir tjónsuppgjöri að miða við að matstofnunarinnar muni ekki breytast í þeim mæli í framtíðinni að ekki sé unnt aðdraga þessar uppreiknuðu bótagreiðslur frá metnum skaðabótum.“Í dómumréttarins 27. september 2012 í máli nr. 45/2012 og 13. júní 2013 í máli nr.20/2013 er jafnframt vísað til stöðugleikapunkts hvað varðar viðmiðunardag viðútreikninga á eingreiðsluverðmæti greiðslna og réttinda sem koma eiga tilfrádráttar samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga.Í ljósi þýðingarstöðugleikapunkts við uppgjör bóta vegna varanlegrar örorku samkvæmt 1. mgr. 5.gr. skaðabótalaga er rétt að reikna eingreiðsluverðmæti greiðslna eða réttinda semkoma eiga til frádráttar miðað við sömu dagsetningu. Þótt upplýsingar um greiðslursem tjónþoli naut á stöðugleikapunkti gefi að jafnaði vísbendingu um hvaðagreiðslna hann megi vænta til framtíðar verða þær upplýsingar ekki einar og sérlagðar til grundvallar við ákvörðun um frádrátt. Þá ákvörðun verður, samkvæmtframangreindum dómum og dómi réttarins 8. desember 2011 í máli nr. 242/2011, að byggja á heildarmati á því hvort og þá hvaðaréttinda til greiðslna tjónþoli muni njóta í framtíðinni. Þannig geta þærgreiðslur sem tjónþoli nýtur á stöðugleikapunkti verið tímabundnar og ólíklegtað framhald verði á þeim auk þess sem undir hælinn kann að vera lagt hvorttjónþoli hafi á stöðugleikapunkti sótt allan rétt sem hann kann að eiga tilslíkra greiðslna. Til grundvallar framangreindu mati verður þannig að leggjaallar upplýsingar sem fyrir liggja þegar það er gert og unnt er að draga afályktanir um hvernig réttindi til slíkra greiðslna muni þróast í framtíðinni. Óumdeilt er aðstefndi naut á stöðugleikapunkti 12. febrúar 2016 tímabundinna greiðslnaörorkulífeyris frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja sem tóku mið af matitrúnaðarlæknis sjóðsins um 100% örorku stefnda til starfa við sjómennsku í þrjúfrá slysdegi. Ef mið er tekið af grein 12.4 í samþykktum sjóðsins lá fyrir ástöðugleikapunkti að ekki mætti gera ráð fyrir að stefndi héldi óbreyttumréttindum til örorkulífeyris frá sjóðnum að liðnum þremur árum frá slysinu.Eftir þann tíma hlaut réttur stefnda til örorkulífeyris að taka mið af nýjumati trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins á orkutapi hans sem samkvæmt samþykktumsjóðsins skyldi þá metið með tilliti til vanhæfni stefnda til almennra starfa, auknýrra upplýsinga um heilsufar og árangurs af endurhæfingu. Við uppgjörskaðabóta 4. maí 2017 lá fyrir endurmat trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins 23.mars sama ár um að örorka stefnda til almennra starfa væri minni en 40%. Stefndinaut því ekki örorkulífeyris þegar uppgjör bóta fór upphaflega fram og hefur ekkinotið síðar.Samkvæmtframansögðu verður ekki fallist á með áfrýjanda að miða eigi áætlun um réttstefnda til örorkulífeyris frá sjóðnum í framtíðinni við þær greiðslur sem hannnaut á stöðugleikapunkti. 3Af hálfu áfrýjanda er á því byggt til vara að í öllu falli sé rétt aðlíta svo á að stefndi muni í framtíðinni njóta réttinda til örorkulífeyris frálífeyrissjóðum miðað við ætlaða 50% örorku og því beri að lækka kröfu stefndasem því nemur eða um 17.180.256 krónur. Áfrýjandi vísar meðal annars til þessað stefndi geti samkvæmt grein 18.3 í samþykktum Lífeyrissjóðs Vestmannaeyjasótt bótarétt tvö ár aftur í tímann. Þá vísar áfrýjandi til þess aðmálatilbúnaður stefnda um að hann hafi meira en 50% vinnugetu til almennrastarfa sé ekki í samræmi við niðurstöðu dómkvaddra matsmanna um hækkun varanlegrarörorku úr 40% í 50%, sem meðal annars hafi verið byggð á lýsingu stefnda sjálfsá matsfundi á afleiðingum slyssins. Sú lýsing hafi ekki verið í samræmi viðupplýsingar sem hann hafi gefið trúnaðarlækni lífeyrissjóðsins, þegar hann undirgekkstendurmat á orkutapi, um að hann treysti sér til að hefja störf á almennumvinnumarkaði. Stefndi byggir áþví að það sé komið undir ákvörðun Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja hvort hann muninjóta greiðslna örorkulífeyris í framtíðinni. Þá byggir hann á því að hann hafistundað vinnu í landi og haft launatekjur frá 2018 og því sé ekkert sem benditil þess að það mat sem lífeyrissjóðurinn hafi lagt til grundvallar því aðgreiða honum ekki örorkulífeyri muni breytast í framtíðinni. Við úrlausn þess hvort sú niðurstaða dómkvaddra matsmanna að varanlegörorka stefnda sé 50% renni nægum stoðum undir þann málatilbúnað áfrýjanda aðrétt sé að miða við að stefndi muni í framtíðinni njóta örorkulífeyris frálífeyrissjóðum, miðað við ætlaða 50% örorku, verður að hafa í huga mismunandimatsgrundvöll. Annars vegar verður að skoða forsendur mats á fjárhagslegri örorkusamkvæmt skaðabótalögum og hins vegar forsendur þess örorkumats trúnaðarlæknisLífeyrissjóðs Vestmannaeyja sem lagt var til grundvallar ákvörðun um að greiðastefnda ekki örorkulífeyri að liðnum þremur árum frá vinnuslysi.Bætur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skaðabótalaga miða að því að bæta mönnumvaranlega skerðingu vinnutekna af völdum líkamstjóns frá stöðugleikapunkti tilætlaðra starfsloka. Í samræmi við það miðar mat á varanlegri örorku samkvæmtskaðabótalögum að því að áætla fjártjón tjónþola í framtíðinni vegna afleiðingatjónsatburðar á grundvelli samanburðar á atvinnuþátttöku fyrir tjónsatburð ogætlaðri atvinnuþátttöku í framtíðinni. Örorkumat trúnaðarlæknis LífeyrissjóðsVestmannaeyja skal hins vegar vera í samræmi við ákvæði samþykktalífeyrissjóðsins. Eins og glöggt kemur fram í áðurnefndri matsgerð 12. febrúar 2018byggðist niðurstaða um 50% fjárhagslega örorku stefnda einkum á því að mjögólíklegt væri að stefndi ætti afturkvæmt til starfa á sjó en að hann ætti aðgeta unnið við léttari almenn störf í landi. Þá töldu matsmenn ljóst að laun fyrirslík störf í landi væru mun lægri en þau sem stefndi hefði haft á sjó.Áfrýjandi hefur fallist á að greiða bætur í samræmi við niðurstöðu þessa mats áfjárhagslegri örorku stefnda og hefur ekki andmælt forsendum þess. Samkvæmt grein 12.1 í samþykktum Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja á sjóðfélagi,sem verður fyrir orkutapi sem talið er að svari til 50% örorku eða meira oghefur greitt í lífeyrissjóð í að minnsta kosti tvö ár, rétt á örorkulífeyri úrsjóðnum í samræmi við áunnin réttindi. Ef mið er tekið af orðalagi greinar 12.4er gert ráð fyrir að hundraðshluta örorkutaps og tímasetningu þess skuli ákveðaá grundvelli örorkumats trúnaðarlæknis sjóðsins samkvæmt reglum umlæknisfræðilegt örorkumat og að fengnum upplýsingum um heilsufarssögu ogstarfsorku sjóðfélaga aftur í tímann. Líta verður svo á að átt sé við áþekkt mat áörorku og miðað er við þegar fjárhæð miska er ákveðin samkvæmt 1. mgr. 4. gr.skaðabótalaga. Þrátt fyrir umrætt orðalag segir síðan í grein 12.4 ísamþykktunum að fyrstu þrjú árin eftir orkutap skuli örorkumat aðallega miðaðvið vanhæfni sjóðfélaga til að gegna því starfi sem hann hefur gegnt og aðildhans að sjóðnum er tengd en að því tímabili loknu með tilliti til vanhæfni hanstil annarra starfa. Síðastgreinda orðalagið bendir fremur til þess að matiðeigi að reisa á öðrum grundvelli en læknisfræðilegu örorkumati. Örorkumöttrúnaðarlæknis lífeyrissjóðs Vestmannaeyja sem liggja fyrir í málinu benda tilþess að mötin hafi ekki verið reist á reglum um mat á læknisfræðilegri örorku. Upplýsingar sem stefndi hefur lagt fram fyrir Landsrétti og ný gögn semhann hefur lagt fram fyrir Hæstarétti um tekjur fyrir fullt starf í landi áárunum 2018 til 2020 renna stoðum undir að hann hafi ekki haft réttmæta ástæðutil að fá örorkumat trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins 23. mars 2017 endurskoðað íþeim tilgangi að sækja örorkulífeyri úr lífeyrissjóðum. Enda þótt áfrýjandi byggi á því að ætla megi að stefndi muni íframtíðinni njóta örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hefur hann ekki freistaðþess að hnekkja forsendum eða niðurstöðu þess örorkumats trúnaðarlæknis sem þeirhafa byggt á ákvarðanir sínar um að greiða stefnda ekki örorkulífeyri. Þá hefurhann ekki skorað á stefnda að óska endurmats á örorkumatinu. Samkvæmt þessu verður við uppgjör bóta til stefnda að miða við að hanneigi ekki rétt til greiðslna örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum frá apríl 2017sem koma eigi til frádráttar við uppgjör bóta til hans vegna slyssins 17. mars2014. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur.Eftir úrslitummálsins verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstaréttieins og greinir í dómsorði.Dómsorð:Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Vörður tryggingar hf., greiði stefnda, A, 1.200.000 krónur ímálskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur Landsréttar 20.desember 2019.Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson ogJóhannes Sigurðsson ogSigríður Ingvarsdóttir, settur landsréttardómari.Málsmeðferð og dómkröfuraðilaÁfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 9. apríl 2019. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. mars 2019 ímálinu nr. E-1671/2018.2Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefnda. Þá krefsthann aðallega málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti en til vara aðmálskostnaður verði látinn niður falla.3Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms ogmálskostnaðar fyrir Landsrétti.Niðurstaða4Mál þetta lýtur að uppgjöri á skaðabótum vegna slyss semstefndi varð fyrir 17. mars 2014 um borð í fiskiskipinu [...]. Í málinu erdeilt um hvort miða skuli frádrátt samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga nr.50/1993 við batahvörf, sem í gögnum málsins er vísað til semstöðugleikatímapunkts, eða síðari dagsetningu. Í útreikningumtryggingarstærðfræðings á reiknuðu endurgreiðsluverðmæti örorkulífeyris frálífeyrissjóðnum er miðað við þau réttindi sem stefndi naut við batahvörf. 5Í 4. málslið 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga kemur fram að fráskaðabótakröfu skuli draga 40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyrisfrá lífeyrissjóði og skal við útreikninginn miðað við 4,5% ársávöxtun. Íákvæðinu er ekki kveðið á um hvort miða skuli við stöðu tjónþola hjálífeyrissjóði við batahvörf, ólíkt því sem segir í 1. mgr. sömu greinar um matá bótum fyrir varanlega örorku. Ákvæði 4. mgr. 5. gr. tók á sig núverandi myndað þessu leyti þegar því var breytt með 4. gr. laga nr. 37/1999. Samkvæmt eldraákvæðinu voru greiðslur sem tjónþoli fékk frá þriðja manni vegna líkamstjóns,þar með talið lífeyrissjóði, ekki dregnar frá við uppgjör bóta fyrir varanlegaörorku.6Í athugasemdum við 4. gr. frumvarps sem varð að lögum nr.37/1999 kemur meðal annars fram að lagt sé til að til frádráttar bótum fyrirvaranlega örorku komi greiðslur af félagslegum toga sem komi í hlut tjónþolavegna örorkunnar. Þá kemur fram að lengi hafi verið álitamál hvernig fara berimeð örorkulífeyri við uppgjör slysabóta. Rétt til örorkulífeyris öðlist mennmeð iðgjaldagreiðslum til lífeyrissjóðs. Í eðli sínu sé örorkulífeyrirsamsettur annars vegar sem tryggingabætur sem tjónþoli hafi sjálfur greittiðgjald af og hins vegar sem tryggingabætur þar sem vinnuveitandi greiðiiðgjaldið. Algengast sé að launþeginn greiði 4% tekna sinna ílífeyrissjóðsiðgjald en vinnuveitandinn 6% ofan á greidd laun. Iðgjaldshlutivinnuveitandans sé þó stundum hærri. Samkvæmt lögum nr.129/1997 umskyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sé öllumlaunamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skyltað tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði. Vegnalagaskyldunnar megi færa fyrir því rök að réttur til örorkulífeyris sé annarseðlis en bótaréttur sem fáist úr frjálsum slysatryggingum. Örorkulífeyrir sé,vegna lagaskyldunnar, nær því að vera félagslegt úrræði. Áður enskaðabótalögin tóku gildi árið 1993 hafi dómstólar haft verðmæti örorkulífeyristil hliðsjónar við ákvörðun bóta, án þess þó að verðmætið væri dregið frá aðfullu við ákvörðunina. Almennt öðlist tjónþoli ekki rétt til örorkulífeyrisfrá lífeyrissjóði nema varanleg örorka hans sé a.m.k. 40%.7Eins og ráðið verður af tilvitnuðum athugasemdum við 4. gr.frumvarps, sem varð að lögum nr. 37/1999, er tilgangur reglnaskaðabótaréttarins um bætur fyrir varanlega örorku að bæta tjónþola tap áatvinnutekjum sem hann mun að líkindum verða fyrir í framtíðinni þannig að hannverði jafnsettur og ef tjónið hefði aldrei orðið, eins og nánar er lýst í hinumáfrýjaða dómi. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skaðabótalaga miðast mat á varanlegriörorku við batahvörf, sem er það tímamark þegar heilsufar tjónþola er orðiðstöðugt og ekki er að vænta frekari bata.8Samkvæmt greinum 12.1 og 12.3 í samþykktum LífeyrissjóðsVestmannaeyja um lágmarksréttindi og fleira frá 8. maí 2015 á sjóðfélagi, semverður fyrir orkutapi sem talið sé að svari til 50% örorku eða meira og hafigreitt í lífeyrissjóð í a.m.k. tvö ár, rétt á örorkulífeyri úr sjóðnum, endahafi hann orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins. Fram kemur í grein12.4 að hundraðshluta orkutaps og tímasetningu þess skuli ákveða á grundvelliörorkumats trúnaðarlæknis sjóðsins samkvæmt reglum um læknisfræðilegt örorkumatog að fengnum upplýsingum um heilsufarssögu og starfsorku sjóðfélaga aftur ítímann. Fyrstu þrjú árin eftir orkutapið skuli örorkumat aðallega miða viðvanhæfni sjóðfélaga til að gegna því starfi er hann hefur gegnt en að þvítímabili loknu skuli orkutap metið á ný með tilliti til vanhæfni sjóðfélaga tilalmennra starfa, nýrra upplýsinga um heilsufar og störf og árangurs afendurhæfingu. Orkutap skuli síðan endurmetið eftir því sem stjórn sjóðsinstelji ástæðu til.9Dómar Hæstaréttar Íslands sem raktir eru í héraðsdómi, þarsem reynt hefur á frádrátt bóta samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga, eiga þaðsameiginlegt að þar hafa tjónþolar notið bóta við batahvörf og að endurmat á örorku mundi ekki breytast í þeim mæli íframtíðinni að ekki væri unnt að draga reiknaðar örorkubætur frá skaðabótumvegna varanlegrar örorku. Atvik þessa máls eru ósambærileg, enda liggurfyrir að eftir batahvörf, en áður en aðilar máls gengu til uppgjörs, varorkutap stefnda metið að nýju af Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, sem leiddi tilþess að stefndi naut ekki lengur réttar til örorkulífeyris hjá lífeyrissjóðnum.Við batahvörf voru umtalsverðar líkur á því að réttindi stefnda tilörorkulífeyris myndu skerðast þar sem framtíðarviðmið örorkulífeyrisréttindahans hjá lífeyrissjóðnum skyldu samkvæmt samþykktum hans miða við örorku tilalmennra starfa en ekki sjómennsku. Áfrýjandi ber sönnunarbyrðina fyrirréttmæti þess frádráttar sem hann gerði við bótauppgjörið. Hann hefur á hinn bóginn ekki fært fram gögneða rök fyrir því að örorkumat stefnda hjá lífeyrissjóðnum sé líklegt til aðbreytast þannig að hann muni á ný njóta réttar til örorkulífeyris hjá sjóðnum.Yrði fallist á kröfu áfrýjanda myndi það við þessar aðstæður leiða til þess aðstefndi fengi tjón sitt ekki að fullu bætt í samræmi við þaugrundvallarsjónarmið sem liggja að baki reglum skaðabótalaga. Að þessu gættu enað öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hannstaðfestur.0 Áfrýjanda verður gert aðgreiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skalvera óraskaður.Áfrýjandi, Vörður tryggingar hf., greiði stefnda, A,1.000.000 króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 20. mars 2019.I.Dómkröfur o.fl.:Mál þetta var höfðað 23.maí 2018 og dómtekið 28. febrúar 2019. Stefnandi er A, [...]. Stefndi erVörður tryggingar hf., Borgartúni 25, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðstefndi verði dæmdur til að greiða honum 28.866.081 krónu með 4,5% vöxtumsamkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 12. febrúar 2016 til 2. janúar2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 17.180.256 krónum en 4,5% vöxtum af 11.685.825 krónum frá þeimdegi til 16. mars 2018, en með dráttarvöxtum af 28.866.081 krónu frá þeim degitil greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu að matidómsins, í samræmi við þá hagsmuni sem í húfi eru og vinnu málflytjanda, og aðtekið verði tillit til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun.Stefndi krefst sýknu aföllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar,en til vara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaðurverði látinn niður falla.II.Málsatvik:.Stefnandi, sem er fæddurárið [...], slasaðist 17. mars 2014 þegar hann var við störf á fiskiskipinu [...].Stefnandi varð óvinnufær eftir slysið og leitaði sér læknisaðstoðar ogsjúkraþjálfunar til að ná bata. Stefnandi hafði starfað mestalla sína starfsævifram að slysinu við sjómennsku á fiskiskipum, sem háseti, matsveinn og vélarvörður,og hafði lokið hluta af námi í vélstjórn. Stefnandi var tryggðurhjá stefnda samkvæmt kjarasamningsbundinni slysatryggingu sjómanna,sbr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, en bætur samkvæmt slysatryggingunnieru ákvarðaðar á grundvelli laga nr. 50/1993 með síðari breytingum. 2.Stefnandi naut á slysdegiréttinda hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja o.fl. samkvæmt lögum nr. 129/1997um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sbr. síðaribreytingar. Með matsgerð B læknis,dagsettri 21. apríl 2016, til Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, var lagt mat áorkutap. Samkvæmt því mati var örorka stefnanda til fyrri starfa talin vera100% frá slysdegi til 30. apríl 2017 og var meðal annars tekið fram aðstefnandi myndi ekki stunda sjómennsku framvegis.3.Með sameiginlegrimatsbeiðni aðila, dagsettri 4. nóvember 2015, var óskað eftir því að C læknirog D lögmaður mætu tímabundnar og varanlegar afleiðingar slyssins ágrundvelli laga nr. 50/1993. Í matsgerð C og D,dagsettri 25. nóvember 2016, greinir meðal annars að tímabil tímabundinsatvinnutjóns samkvæmt 2. gr. laga nr. 50/1993 hafi verið metið og það taliðeiga við frá slysdegi til 12. febrúar 2016, þegar stöðugleikatímapunkti varnáð. Tímabil þjáninga samkvæmt 3. gr. sömu laga hafi verið metið og það taliðeiga við í jafnlangan tíma. Varanlegur miski samkvæmt 4. gr. laganna varhæfilega metinn 18 stig. Þá var varanleg örorka samkvæmt 5. gr. laga nr.50/1993 metin 40%. 4.Með bréfi til stefnda 2.desember 2016 krafðist stefnandi uppgjörs bóta fyrir tímabundnar og varanlegarafleiðingar slyssins, sbr. fyrrgreinda matsgerð C og D frá 25. nóvember samaár. Af því tilefni óskaði stefndi eftir útreikningi tryggingastærðfræðingsá eingreiðsluverðmæti bótagreiðslna frá lífeyrissjóðum til stefnandavegna slyssins, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 með síðari breytingum. Samkvæmt útreikningumtryggingastærðfræðingsins, dagsettum 9. febrúar 2017, var eingreiðsluverðmætibótagreiðslna frá lífeyrissjóðum frá fyrrgreindu tímamarki stöðugleikatímapunktstil 67 ára aldurs stefnanda metið 20.101.601 króna miðað við 50% örorku og37.281.858 krónur miðað við 100% örorku. 5.Stefnandi leitaði til E,læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Í vottorðilæknisins til Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, dagsettu 8. mars 2017, greindimeðal annars að stefnandi teldist vinnufær til almennra starfa frá og með dagsetninguvottorðsins en hann væri hins vegar óvinnufær til að starfa á sjó og tilerfiðisvinnu. Með matsgerð B, læknis,dagsettri 23. mars 2017, til Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, þar sem vísað vartil fyrrgreinds læknisvottorðs, var orkutap stefnanda endurmetið. Í þeirrimatsgerð var lagt til grundvallar að örorka stefnanda til fyrri sjómannsstarfaog erfiðisstarfa væri 100% og að hún væri varanleg frá 17. mars 2014 aðtelja. Örorka til annarra almennra starfa væri hins vegar minni en 40%. Að þessu virtu miðaðilífeyrissjóðurinn við að örorkulífeyrisgreiðslur frá sjóðnum til stefnda félluniður frá þeim tíma, sbr. grein 12.1 í samþykktum lífeyrissjóðsins umlágmarksréttindi og fleira.6.Bótatilboð stefnda varsent til lögmanns stefnanda með tölvuskeyti 6. apríl 2017. Tilboðið var settfram með fyrirvara, og þá sérstaklega varðandi eingreiðsluverðmætiörorkulífeyris frá lífeyrissjóðnum samkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993. Íþví tilboði var miðað við að stefnandi fengi 50% áframhaldandi örorkumat hjálífeyrissjóðnum. Að sögn stefnda gerði hann þetta í sáttatilgangi enda hefðilegið fyrir að stefnandi væri metinn til 100% tímabundinnar örorku hjálífeyrissjóðnum á stöðugleikatímapunkti 12. febrúar 2016 og að útreikningurtryggingastærðfræðingsins hefði tekið mið af því. Vísað var til hins sameiginlegaörorkumats um langan starfsferil stefnanda á sjó og að hann hefði tjáð sig umþað á matsfundi að hann ætti erfitt með að sjá atvinnumöguleika sína á öðrumsviðum. Þá benti stefndi á að fram kæmi í örorkumatinu að einkenni stefnandaí kjölfar slyssins myndu há honum að einhverju marki við léttari störf þráttfyrir að þau reyndu ekki jafn mikið á líkamlega burði. Að því virtu teldistefndi að allar líkur væru á því að stefnandi yrði metinn hið minnsta til 50%lágmarksörorku hjá lífeyrissjóðnum og að hann myndi í framtíðinniþiggja greiðslur þaðan. Kæmi hins vegar annað í ljós, til dæmis að stefnandiyrði áfram að fullu óvinnufær, þá áskildi stefndi sér allan rétt til aðendurskoða frádráttinn til hækkunar. Lögmaður stefnanda óskaðieftir því við stefnda 7. apríl 2017 að félagið uppfærði bótatilboð sitt miðaðvið fyrrgreindar niðurstöður lífeyrissjóðsins 23. mars sama ár um aðörorkulífeyrisgreiðslur féllu niður. Með svari stefnda 25. apríl 2017 var beiðninnihafnað en fyrra bótatilboð áréttað. Í svarinu var lagt til grundvallarað miða ætti við stöðu tjónþola á stöðugleikatímapunkti þegar kæmi tilfrádráttar á grundvelli 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 vegna eingreiðsluverðmætisörorkulífeyris frá lífeyrissjóði. Með þessu væri miðað við sama tímamark ogætti við um varanlega örorku. Hið sama ætti við þótt fyrir lægi að frekarigreiðslur myndu ekki berast að svo stöddu. Önnur niðurstaða væri í andstöðuvið markmið laga nr. 50/1993 um endanlegt uppgjör og var vísað tilnánar tilgreindra dóma Hæstaréttar Íslands. Þessu til viðbótar var tekið framað stefndi teldi að það væri stefnanda í hag að í bótauppgjöri yrði ekkimiðað við 100% greiðslur úr lífeyrissjóði til framtíðar, eins og hugsanlegaværi rétt að gera, og stefndi myndi gera fyrirvara um í uppgjöri aðila. Þáítrekaði stefndi fyrra bótatilboð sitt en taldi rétt að ágreiningur um hvortfrádráttur vegna eingreiðsluverðmætis örorkulífeyris væri réttmætur myndafara fyrir dómstóla svo skýrt fordæmi fengist fyrir því hvort síðaribreyting á bótarétti tjónþola hjá lífeyrissjóði gæti breytt forsendum uppgjörs. 7.Aðilar náðu ekki saman umframangreindan ágreining. Fullnaðaruppgjör samkvæmt lögum nr. 50/1993 fór fram4. maí 2017 á grundvelli hinnar sameiginlegu matsgerðar C og D, dagsettrar 25.nóvember 2016. Uppgjörið var með fyrirvara næðist ekki samkomulag um bætur.Í bótauppgjörinu var meðal annars lagt til grundvallar að frádráttur yrði frábótum stefnanda fyrir varanlega örorku miðað við að hann fengi 50% örorkulífeyrisgreiðslurfrá apríl 2017 og þar til hann næði 67 ára aldri. Nánar tiltekið nam frádragstefnda frá bótum stefnanda vegna örorkulífeyrisgreiðslna samtals 20.101.601krónu, þar af 2.921.345 krónum vegna slíkra greiðslna sem stefnandi fékk frástöðugleikatímapunkti til og með mars 2017, sem ekki var ágreiningur um. Þvítil viðbótar var hins vegar miðað við að hann sætti frádragi að fjárhæð17.180.256 krónur vegna tímabilsins frá apríl 2017 til 67 ára aldursstefnanda. Stefnandi tók á móti bótagreiðslu stefnda með nokkrum fyrirvörumaf hans hálfu sem skráðir voru á fylgiskjali með kvittun um fullnaðaruppgjör.Fyrirvararnir voru meðal annars um lögmæti fyrrgreinds frádráttar vegnagreiðslna frá lífeyrissjóði frá apríl 2017 til 67 ára aldurs og einnig um hugsanleganrétt hans til frekari bóta yrði varanleg örorka eða miski síðar metinn hærrien samkvæmt fyrrgreindri matsgerð. 8.Í framhaldi afbótauppgjörinu óskaði stefnandi eftir mati dómkvaddra matsmanna á afleiðingumslyssins með tilliti til varanlegs miska og varanlegrar örorku, sbr. 4. og 5.gr. laga nr. 50/1993 með síðari breytingum. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna, Fbæklunarlæknis og G lögmanns, dagsettri 12. febrúar 2018, voru niðurstöðurmatsgerðar C og D um varanlegan miska og stöðugleikatímapunkt stefnandaóbreyttar. Varanleg örorka hans var hins vegar metin 50% og þar með hækkuð um10% frá því sem var í hinni fyrri matsgerð. Með tölvuskeyti til stefnda 16.sama mánaðar krafðist lögmaður stefnanda greiðslu á frekari skaðabótum tilstefnanda að fjárhæð 11.685.825 krónur, auk vaxta og kostnaðar, á þeimgrundvelli að varanleg örorka væri 10% hærri en miðað hefði verið við í fyrrgreindubótauppgjöri. Þá var áréttað að hluti bóta fyrir varanlega örorku samkvæmtfyrri matsgerð væri enn ógreiddur. Viðbótarkröfunni varhafnað með tölvuskeyti stefnda 20. mars sama ár. Í því skeyti var áréttað aðfélagið teldi rétt að miða frádrátt samkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993við stöðu tjónþola á stöðugleikatímapunkti. Vísað var til þess að stefnandihefði verið algjörlega óvinnufær frá slysdegi og ekki verið á vinnumarkaði fráþeim degi. Við fyrra uppgjör hefði félagið ákveðið að miða einungis við 50%greiðslur frá lífeyrissjóði til frambúðar í stað 100%, sem félagið hefðiáskilið sér að endurskoða ef stefnandi yrði áfram óvinnufær. Þá var vísaðtil niðurstöðu dómkvaddra matsmanna þar sem fram kæmi að stefnandi hefði ekkistundað neina launaða vinnu eftir slysið og að hann hefði upplýst að öll störfsem tengdust menntun hans væru líkamlega krefjandi. Dómkvaddir matsmenn hefðuþví hækkað varanlega örorku hans úr 40% í 50%. Teldi stefndi því að að miðaætti frádrátt við 100% greiðslur úr lífeyrissjóði til 67 ára aldurs endahefði félagið áskilið sér rétt til að endurskoða frádrátt á síðari stigum. Þátaldi stefndi, miðað við þessar forsendur, að félagið væri búið að ofgreiðastefnanda 5.494.432 krónur og að þessu virtu hafnaði félagið frekaribótagreiðslum vegna slyssins. III.Helstu málsástæður og lagarökstefnanda:Stefnandi gerir í málinukröfu á hendur stefnda um greiðslu eftirstöðva bóta fyrir varanlega örorku úrslysatryggingu sjómanna vegna afleiðinga sjóvinnuslyss 17. mars 2014. Stefnanditekur fram að í málinu sé hvorki ágreiningur um bótaskyldu stefnda né niðurstöðumatsgerðar dómkvaddra matsmanna um 50% varanlega örorku vegna afleiðingaslyssins. Þá sé heldur ekki deilt um útreikning á bótum til hans fyrir varanlegaörorku. Ágreiningurinn taki hins vegar til þess hvort heimild sé fyrir frádragisamkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 frá bótum stefnanda fyrir varanlegaörorku. Nánar tiltekið snýst ágreiningurinn um það hvort slík heimild sé fyrirhendi eftir mars 2017 með tilliti til endurmats Lífeyrissjóðs Vestmannaeyjaá örorku stefnanda til almennra starfa sem leitt hafi til þess að stefnandiátti ekki lengur rétt á örorkulífeyrisgreiðslum frá sjóðnum samkvæmt samþykktumhans. Stefnandi tekur fram aðvið uppgjör bóta samkvæmt fyrri matsgerð hafi stefnda verið heimilt að dragafjárhæð frá bótum stefnanda fyrir varanlega örorku sem nemi 40% af reiknuðueingreiðsluverðmæti örorkulífeyrissjóðsgreiðslna stefnanda frá stöðugleikatímapunktifram í mars 2017. Frá þeim tíma hafi þær greiðslur hins vegar fallið niður.Frekara frádrag eftir þann tíma hafi því verið óheimilt þar sem stefnandinjóti ekki lengur fyrrgreinds örorkulífeyrisréttar. Að mati stefnanda hljótiþað að vera forsenda fyrir slíku frádragi að hann eigi rétt til slíkragreiðslna. Að því virtu eigi viðbótarfrádrag stefnda ekki rétt á sér ogafstaða hans til þess sé fjarstæðukennd og standist ekki skoðun. Þá hafi dómarsem stefndi vísi til ekki fordæmisgildi þar sem málsatvik séuósambærileg. Stefnandi vísar til þessað við uppgjör bóta samkvæmt matsgerð, dagsettri 25. nóvember 2016, hafistefndi að ósekju haldið eftir 17.180.256 krónum þar sem hann hafi talið aðheimilt væri að draga frá bótum stefnanda fjárhæð sem næmi 40% af reiknuðueingreiðsluverðmæti miðað við 50% örorkulífeyrisgreiðslur til stefnanda, vegnatímabilsins frá apríl 2017 uns stefnandi næði 67 ára aldri. Niðurstaða dómkvaddramatsmanna hefði svo leitt til viðbótarbótaréttar stefnanda að fjárhæð11.685.825 krónur vegna hækkunar á varanlegri örorku. Eftir að stefnandi hafikrafið stefnda um þá fjárhæð hafi stefndi breytt afstöðu sinni til frádrags ogtalið sér heimilt að miða við 100% örorkulífeyrisgreiðslur í stað 50% áður.Stefndi hafi því talið sér heimilt að draga 34.360.512 krónur frá bótumstefnanda fyrir varanlega örorku, vegna tímabilsins frá apríl 2017 til 67 áraaldurs hans. Að því virtu hefði stefndi hafnað kröfu stefnanda um greiðsluviðbótarbóta og lagt til grundvallar að hann hefði ofgreitt honum bætur fyrirvaranlega örorku að fjárhæð 5.494.432 krónur. Stefnandi byggir á því aðaugljóst sé að viðbótarfrádrag stefnda sé óheimilt samkvæmt lögum nr. 50/1993,einkum miðað við gagnályktun frá 4. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur stefnandi aðafstaða stefnda fái ekki samrýmst reglum kröfuréttar, meðal annars um óréttmætaauðgun, né heldur skilmálum gildandi vátryggingar. Telur stefnandi að enginstoð sé fyrir þeirri lögskýringu stefnda að fái tjónþoli greiddan tímabundinnörorkulífeyri frá lífeyrissjóði á stöðugleikatímapunkti þá leiði það tilþess að heimilt sé að miða við að áframhald verði á lífeyrisgreiðslum til 67ára aldurs, og jafnvel þó að það liggi fyrir að svo sé ekki í raun og veru.Huglægt mat stefnda geti ekki ráðið því hversu háa fjárhæð honum sé heimiltað draga frá lögmætum bótakröfum stefnanda. Þessu til viðbótar byggirstefnandi á því, fallist dómstólar á það að viðbótarfrádragið sé heimilt, aðstefndi sé engu að síður bundinn af bótauppgjöri sínu 4. maí 2017, enda hafihann ekki gert fyrirvara í uppgjörinu um að frádragið skyldi vera hærra. Stefnandi tekur fram aðsamkvæmt framangreindu sé höfuðstóll bótakröfu hans í máli þessu 28.866.081króna og beri krafan 4,5% vexti frá stöðugleikatímapunkti 12. febrúar 2016,en dráttarvexti af 17.180.256 krónum frá 2. janúar 2017, þegar mánuður varliðinn frá því að bótakrafa var gerð á grundvelli fyrra matsins, og af28.866.081 krónu frá 16. mars 2018, þegar mánuður var liðinn frá því að stefndavar send bótakrafa á grundvelli matsgerðar dómkvaddra matsmanna. Um málskostnaðarkröfuvísar stefnandi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í þvísambandi tekur hann fram að sérstaklega eigi að líta til 131. gr. þeirra lagaþar sem hann telji að varnir stefnda séu fráleitar. Þá vísar stefnandi til laganr. 50/1988 um virðisaukaskatt varðandi málflutningsþóknun. Um lagarök að öðruleyti vísar stefnandi til ákvæða laga nr. 50/1993 með síðari breytingum, aukskilmála slysatryggingar sjómanna hjá stefndu. Einnig vísar stefnandi tillaga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og dómafordæma HæstaréttarÍslands án frekari tilgreiningar. Þessu til viðbótar, að því er varðar vextiog dráttarvexti, vísar stefnandi til laga nr. 38/2001 og laga nr. 50/1993. Helstu málsástæður og lagarökstefnda:Stefndi tekur fram aðágreiningur aðila afmarkist við það hvort heimilt sé að draga frá greiðsluvegna varanlegrar örorku stefnanda áætlaðar örorkulífeyrisgreiðslur frálífeyrissjóðum, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993. Stefndi reisirsýknukröfu á því að stefnandi hafi fengið að fullu greitt tjón vegnavaranlegrar örorku í umræddu slysi. Nánar tiltekið varðandisýknukröfu vísar stefndi til þess að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993skuli greiða skaðabætur fyrir varanlega örorku,valdi líkamstjón, þegar heilsufar tjónþola er orðið stöðugt, varanlegriskerðingu á getu til að afla vinnutekna. Um sé að ræða bætur sem greiddar séufyrir líkindatjón fram í tímann. Við tímamark á mati tjónsins sétekið mið af ástandi tjónþola á stöðugleikatímapunkti en þá sé heilbrigðisástandtjónþola orðið stöðugt að mati matsmanna sem leggi mat á varanlegarafleiðingar slyss. Í tilfelli stefnanda hafi stöðugleikatímapunktur veriðákveðinn 12. febrúar 2016 samkvæmt niðurstöðu matsgerðar C læknis og Dlögmanns, dagsettri 25. nóvember sama ár. Þá sé ekki ágreiningur hjá aðilum umtímamark stöðugleikatímapunktsins. Mat á varanlegum afleiðingum slyssmiðist við stöðuleikatímapunkt, þegar fyrir liggi samkvæmt læknisfræðilegumati að ekki verði að vænta frekari bata á heilsufari tjónþola í kjölfarslyss. Þann 12. febrúar 2016 hafi því ekki verið að vænta frekari bata áheilsu stefnanda og læknisfræðilegt mat og bótauppgjör hafi því samkvæmtlögum nr. 50/1993 átt að taka mið af stöðu stefnanda á þeim degi. Á stöðugleikatímapunkti,12. febrúar 2016, hafi stefnandi verið metinn til 100% örorku til fyrristarfa af matslækni á vegum Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Samkvæmt mati B læknissé orkutap stefnanda til fyrri starfa 100% frá slysdegi 17. mars 2014 til 30.apríl 2017. Fyrir liggi, og sé í reynd óumdeilt, að stefnandi hafi á stöðugleikatímapunktiátt rétt á mánaðarlegum greiðslum úr lífeyrissjóði vegna slyssins. Þegarað bótauppgjöri hafi komið hafi því bæði verið eðlilegt og það samrýmstákvæðum skaðabótalaga að þær greiðslur yrðu færðar til eingreiðsluverðmætissvo unnt væri að draga þær fjárhæðir frá skaðabótakröfu. Niðurstaða tryggingastærðfræðingssé óumdeild og stefnandi hafi ekki bent á neina annmarka á þeim útreikningumsem ættu að leiða til þess að ekki væri unnt að leggja útreikningana tilgrundvallar bótauppgjöri vegna slyssins.Stefndi tekur fram aðhann byggi á því að frádrátt vegnalífeyrisgreiðslna samkvæmt 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 eigi að miða viðþað tímamark þegar heilsa stefnanda hafi verið orðin stöðug, sem sé samatímamark og gildi um 1. mgr. 5. gr. laganna. Óumdeilt sé aðstöðugleikatímapunktur stefnanda hafi samkvæmt mati verið miðaður við 12.febrúar 2016. Stefnda hafi því borið að miða frádrátt vegna greiðslna frá lífeyrissjóðivið það tímamark sem samkvæmt markmiði laga nr. 50/1993 ætti að vera endanlegt.Ekkert í lögum nr. 50/1993 bendi til þess að miða eigi frádrátt samkvæmtákvæðinu við annað tímamark en mælt sé fyrir um í 1. mgr. 5. gr. laganna.Stefndi tekur fram að ef túlkun og málatilbúnaður stefnanda yrði ofan á þámyndi það leiða til mikillar réttaróvissu enda sé þá sá möguleiki fyrir hendiað bótauppgjör verði aldrei endanlegt þar sem bæði tjónþolar ogvátryggingafélög gætu, þegar þannig stæði á, breytt forsendum uppgjörsins eftirá vegna þess að greiðslur frá lífeyrissjóði og almannatryggingum hefðubreyst til ýmist lækkunar eða hækkunar. Stefndi telur að sú tilhögun getiekki gengið þegar litið sé til eðlis skaðabótauppgjörs og markmiða með lögumnr. 50/1993. Stefndivísar til þess að samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar beri að miða framtíðarfrádráttvegna greiðslna af félagslegum toga við stöðugleikatímapunkt. Eins og meðvaranlega örorku byggist frádráttur samkvæmt fyrrnefndri 4. mgr. 5. gr. laganr. 50/1993 á líkindamati og reglurnar séu hlutlægar á þann veg að samkvæmtþeim sé farið á sama hátt með alla tjónþola sem eins hátti til um. Eðli málssamkvæmt séu greiðslur úr lífeyrissjóði háðar óvissu að því leyti að örorka sémetin á nýjan leik á nokkurra mánaða fresti. Þannig hátti til með stefnanda.Óvíst sé hver verði niðurstaða matslæknis þegar núgildandi örorkumathafi runnið sitt skeið á enda. Niðurstaða matsgerðar dómkvaddra matsmanna um50% varanlega örorku stefnanda bendi til þess að stefnandi muni þiggjagreiðslur frá lífeyrissjóði í framtíðinni þótt núgildandi mat á orkutapileggi til grundvallar að stefnandi sé með meira en 50% vinnugetu til almennrastarfa. Í þessari aðstöðu komi í reynd skýrt fram nauðsyn þess að frádrátturfrá varanlegri örorku miðist við stöðugleikatímapunkt hverju sinni og niðurstöðumatsmanna um varanlega örorku. Annað myndi að mati stefnda leiðatil réttaróvissu og ómöguleika við að ljúka bótauppgjöri endanlega. Þá byggirstefndi á því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna styðji ekki þau sjónarmiðstefnanda að hann muni aldrei framar þiggja greiðslur úr lífeyrissjóði vegnaslyssins. Stefndi telur að stefnandi geti ekki fullyrt þetta með fullri vissu.Skjóti það í reynd skökku við að stefnandi telji heilsufar sitt slíkt að hannhafi meira en 50% vinnugetu til almennra starfa í ljósi þess sem framkomi í niðurstöðu dómkvaddra matsmanna og gögn málsins staðreyni. Þanniggreini í niðurstöðu þeirra um varanlega örorku stefnanda: Ljóst er að afleiðingar slyssins hafa haftumtalsverð áhrif á starfsgetu matsbeiðanda og hefur hann ekki stundað neinlaunuð störf eftir slysið. Matsmenn telja ennfremur mjög ólíklegt þegar horfter til eðli áverka, gagna málsins, viðtals við matsbeiðanda á matsfundi ogskoðun að hann muni eiga afturkvæmt í sjómannsstörf. Ennfremur er starfsgetahans til líkamlega krefjandi starfa í landi umtalsvert skert. Hann ætti þó aðgeta unnið við léttari almenn störf í landi, t.d. störf sem tengjastsjávarútvegi.Stefnditekur fram að hann telji að stefnandi geti ekki bæði haldið og sleppt. Lýsingarstefnanda á afleiðingum slyssins á matsfundi hjá dómkvöddum matsmönnum, semséu hluti forsendna fyrir niðurstöðu þeirra um varanlega örorka stefnanda, séuí engu samhengi við það sem stefnandi hafi lýst fyrir matslækni lífeyrissjóðsþegar hann gekkst undir mat á orkutapi. Í ljósi þess að stefnandi hafi núfullyrt að vinnugeta hans sé umtalsvert meiri en á matsfundi hjá dómkvöddummatsmönnum sé í reynd full ástæða til þess að íhuga hvort endurmeta þurfivaranlega örorku stefnanda til lækkunar. Þessu til viðbótar byggirstefndi á því að honum hafi verið heimilt, við útreikning bóta til handastefnanda í kjölfar niðurstöðu dómkvaddra matsmanna, að draga frá greiðslunnieingreiðsluverðmæti örorkulífeyrisgreiðslna samkvæmt nýjum útreikningum ogendurskoða fyrri frádrátt. Leiði það af meginreglu skaðabótaréttar aðstefnandi eigi ekki rétt á hærri bótum en svari raunverulegu tjóni hans, aukþeirrar meginreglu kröfuréttar að sá sem hafi ofgreitt fé eigi rétt tilendurgreiðslu þess sem ofgreitt sé. Í þessu sambandi beri að ítreka að nýirútreikningar hafi farið fram vegna þess að stefnandi hafi samkvæmt niðurstöðudómkvaddra matsmanna orðið fyrir meira tjóni en talið var við fyrra uppgjör,enda hafi varanleg örorka hans hækkað úr 40% í 50% með nýrri niðurstöðu.Hækkun á varanlegri örorku stefnanda samkvæmt niðurstöðu dómkvaddra matsmannarenni stoðum undir þau sjónarmið stefnda að allar líkur standi til þess aðstefnandi muni fá greiðslur úr lífeyrissjóði vegna slyssins í framtíðinni.Stefndi byggir þar með á því að honum hafi verið heimilt að draga áætlaðargreiðslur úr lífeyrissjóði frá bótum eins og staða stefnanda var á stöðugleikatímapunkti.Ef túlkun stefnanda yrði ofar myndi það í reynd leiða til þess að hann fengihærri bætur en svari raunverulegu tjóni hans, sem gengi í berhögg við þámeginreglu skaðabótaréttar að tjónþoli eigi einungis að fá rauntjón bætt. Varðandi varakröfu umlækkun á stefnukröfu tekur stefndi fram að hann byggi á því að miða eigifrádrátt vegna eingreiðsluverðmætis greiðslna úrlífeyrissjóði við 50% mat á orkutapi. Í því sambandi vísar stefndi til fyrriumfjöllunar varðandi aðalkröfu stefnda að breyttu breytanda. Samkvæmtniðurstöðu tryggingastærðfræðings nemi sá frádráttur 20.101.601 krónu sem dragaeigi frá kröfu stefnanda á stöðugleikatímapunkti 12. febrúar 2016. Þá tekurstefndi fram að verði fallist á kröfur stefnanda að hluta eða í heild þá sé þvíjafnframt mótmælt að krafa stefnanda eigi að bera dráttarvexti frá 2. janúar2017, eins og krafist sé. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 beri skaðabótakröfurdráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi lagði sannanlega framupplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Útreikningurtryggingastærðfræðings hafi fyrst legið fyrir 9. febrúar 2017. Þá fyrst hafistefndi haft möguleika á að reikna út fjárhæð bótatilboðs til stefnanda. Aðmati stefnda séu engar forsendur til að miða við fyrra tímamark en þegarmánuður var liðinn frá því að útreikningurinn lá fyrir. Að því virtu eigiupphafstími dráttarvaxta að miðast við 9. mars 2017. Umlagarök að öðru leyti vísar stefndi til fyrrgreindra laga auk meginreglna skaðabótaréttar.Þá tekur stefndi fram að krafa um málskostnað styðjist við 130. gr. laga nr.91/1991 en jafnframt sé krafist álags á málskostnað sem nemi virðisaukaskattiþar sem hann reki ekki virðisaukaskattsskylda starfsemi. IV.Niðurstöður:Meðal markmiðs oghlutverks skaðabótareglna er að veita þeim sem verður fyrir tjóni fjárhagslegauppreisn. Hann á að verða eins settur fjárhagslega og ef tjónið hefði ekkiorðið. Sömu meginreglur eiga við á sviði vátryggingaréttar. Markmið með bótumfyrir varanlega örorku er að bæta tjónþola tap á atvinnutekjum sem hann munað líkindum verða fyrir í framtíðinni vegna afleiðinga líkamstjóns og er umað ræða framtíðarspá. Með þessu er leitast við að vernda hagsmunitjónþola sem felast í aflahæfi hans, það er getu hans til að afla atvinnuteknaí framtíðinni. Skerðing á þessari getu, sem að líkindum hefur í för með sérlægri atvinnutekjur í framtíðinni, á að leiða til þess að mismunurinn bætist.Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 miðast mat á varanlegri örorku viðþað tímamark þegar heilsufar tjónþola er orðið stöðugt. Er í því sambandimiðað við batahvörf eða svokallaðan stöðugleikatímapunkt en það viðmið erfyrst og fremst reist á læknisfræðilegu mati á því hvenær ekki megi væntafrekari bata eða hvenær heilsufar tjónþola er orðið stöðugt. Samkvæmt 4. málsl.4. mgr. 5. gr. sömu laga skal draga frá skaðabótakröfu vegna varanlegrar örorku40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði ogskal við útreikninginn miðað við 4,5% ársávöxtun. Tilgangurinn með frádráttarreglunnier að girða fyrir að tjónþoli auðgist á tjóninu vegna félagslegra greiðslnafrá þriðja aðila samhliða bótagreiðslu. Í máli þessu er ekkiágreiningur um bótaskyldu, tímamark stöðugleikatímapunkts, tölulegarforsendur við útreikninga eða varanlega örorku stefnanda samkvæmt niðurstöðudómkvaddra matsmanna. Ágreiningurinn tekur til þess hvort frádráttur samkvæmt4. málsl. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 eigi rétt á sér vegna tjónsstefnanda, eins og áður greinir. Í því ákvæði er ekki kveðið á um að miða skulivið stöðu tjónþola hjá lífeyrissjóði á stöðugleikatímapunkti andstætt þvísem kveðið er á um í 1. mgr. sömu lagagreinar um mat á bótum fyrir varanlegaörorku. Stefndi byggir á því að rökrétt sé að miða við sama tímamark og þaðfái samrýmst dómafordæmum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 520/2002,119/2005, 706/2009, 45/2012, 544/2012, 20/2013 og 598/2017. Í þeim dómum hefurmeðal annars verið lagt til grundvallar að miða beri framtíðarfrádrátt,sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993, vegna greiðslna af félagslegum toga, viðþann tíma þegar tjónþoli gat ekki vænst frekari bata og ætla út frá því hvernigmál þróist í framtíðinni samkvæmt meðaltalslíkindareglu. Þá byggir stefndi áþví að frádrátturinn eigi enn fremur rétt á sér eins og mál stefnanda hafiþróast miðað við mat á varanlegri örorku hans og þá fyrirvara sem lágu tilgrundvallar bótauppgjöri þeirra.Fyrrgreindir dómar Hæstaréttareiga það sammerkt í framangreindu tilliti að þar var verið að fjalla umgreiðslur af félagslegum toga, einkum frá almannatryggingum, sem áttu sér staðá stöðugleikatímapunkti og talsverðar líkur stóðu til að myndu halda áfram íóbreyttri mynd um ókominn tíma. Í máli þessu háttar hins vegar svo til að stefnandinaut tímabundins örorkulífeyris frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja o.fl. eftirumrætt slys fram í mars 2017 miðað við 100% örorku til fyrra sjómannsstarfssamkvæmt örorkumati trúnaðarlæknis sjóðsins 21. apríl 2016, sbr. eldraörorkumat sama læknis 8. mars 2015. Samkvæmt grein 12.4 í samþykktum lífeyrissjóðsinsvar fyrrgreindum örorkulífeyri frá upphafi ætlað að vera tímabundinn tilallt að þriggja ára og miðast við vanhæfni stefnanda til að gegna fyrra starfiog tók örorkumatið mið af því. Eftir það tímamark átti örorkulífeyririnnsamkvæmt fyrrgreindri grein í samþykktum lífeyrissjóðsins að sætagagngerðri endurskoðun á grundvelli nýs mats trúnaðarlæknis sjóðsins áorkutapi og miðast við vanhæfni stefnanda til að gegna almennum störfumo.fl. Lá þannig skýrt fyrir frá upphafi, samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins,að 100% örorku stefnanda, sem í hans tilviki miðaðist við sjómannsstarf,var ekki ætlað að vera viðmið hjá sjóðnum um ókominn tíma með tilliti tiláframhaldandi réttar stefnanda til örorkulífeyris. Þá liggur jafnframt fyrirað réttarstaða stefnanda hjá sjóðnum til framtíðar litið var endurmetin23. mars 2017 til samræmis við áskilnað samkvæmt grein 12.4 í samþykktumlífeyrissjóðsins. Niðurstaða þess mats var sú að örorkan var metin 40% tilalmennra starfa og leiddi það til þess að hann naut ekki lengur réttar til örorkulífeyrishjá lífeyrissjóðnum, sbr. grein 12.1 í samþykktum sjóðsins. Endurmetinréttarstaða stefnanda hjá lífeyrissjóðnum lá þannig fyrir áður en bótauppgjörgagnvart stefnda fór fram 4. maí 2017. Var því ekki um að ræða ófyrirsjáanlegabreytingu eftirá í tengslum við bótauppgjörið sem var til þess fallin aðganga gegn meginmarkmiði laga nr. 50/1993 um endanlegt uppgjör skaðabóta.Hefur ekki þýðingu í þessu sambandi þótt stefndi hafi ekki haft aðkomu aðendurskoðun örorkumatsins hjá lífeyrissjóðnum eða öflun gagna sem lágu þvítil grundvallar. Ekkert í samþykktum sjóðsins, sbr. lög nr. 129/1997, néheldur í lögum nr. 50/1993, gerði ráð fyrir aðkomu stefnda að því mati. Aðframangreindu virtu getur fyrrgreind staða stefnanda hjá lífeyrissjóðnum átímamarki stöðugleikatímapunkts ekki gefið raunhæfamynd af því hvernig mál hans myndi þróast í framtíðinni hjá sjóðnum samkvæmtmeðaltalslíkindareglu, eins og atvikum er hér háttað. Þessu tilviðbótar er ágreiningslaust að stefnandi hefur ekki fengið greiddanörorkulífeyri frá lífeyrissjóðnum eftir mars 2017. Þá er ekkert í gögnummálsins sem bendir til þess að slík áform séu uppi eða líkleg í lögskiptumstefnanda og sjóðsins. Stefndi hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir hinugagnstæða. Niðurstaða dómkvaddra matsmanna, dagsett 12. febrúar2018, um hærra örorkustig stefnanda o.fl., sem stefndi hefur ekki hlutasttil um að fá hnekkt með yfirmati, breytir ekki myndinniaf stöðu stefnanda í framangreindu tilliti. Stefnandi hefur langa samfelldasögu á vinnumarkaði fyrir umrætt slys samkvæmt upplýsingum úr matsgerðum.Samkvæmt gögnum úr staðgreiðsluskrá ríkisskattstjóra liggur fyrir að stefnandivar á vinnumarkaði árið 2018, eftir að niðurstaða dómkvaddra matsmanna láfyrir. Við aðalmeðferð var upplýst af lögmanni stefnanda að þar var um að ræðastarf við [...]. Því til viðbótar var upplýst af lögmanninum að stefnandihefði nýlega tekið við starfi [...]. Af þessu verður ráðið að afstaða ogathafnir stefnanda, sem birtast með framangreindum hætti, standi til þess aðvera með fulla þátttöku á vinnumarkaði til framtíðar litið sem taki til líkamlegaléttari almennra starfa í landi. Að mati dómsins samrýmist þetta nægjanlegaforsendum um ætlaða möguleika stefnanda til þátttöku á vinnumarkaði tilframtíðar litið, sem greinir í örorkumati trúnaðarlæknis lífeyrissjóðsins 23.mars 2017 og örorkumati hinna dómkvöddu matsmanna 12. febrúar 2018. Að mati dómsins er málatilbúnaður stefnda ekki ínægjanlegu samræmi við 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993 né heldur fyrrgreindarmeginreglur skaðabóta- og vátryggingaréttar um fullar bætur til tjónþolafyrir tjón, eins og hér stendur á. Að öllu framangreindu virtu verður ekkifallist á með stefnda að til greina komi að miða frádrag frá bótum til stefnandavegna varanlegrar örorku við 40% hlutfall af reiknuðu eingreiðsluverðmætiörorkulífeyris frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja o.fl. á stöðugleikatímapunktimiðað við 100% örorku né heldur miðað við 50% mat á orkutapi. Verður þvíhvorki fallist á aðal- né varakröfu stefnda. Að þessu virtu verður fallist ádómkröfu stefnanda eins og hún er sett fram í stefnu um að stefnda verði gertað greiða honum 28.866.081 krónu.Í máli þessu er einniguppi ágreiningur um upphafstíma dráttarvaxta samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001,að því er varðar 2. janúar 2017. Stefndi mótmælir því tímamarki og byggir áþví að hann hafi fyrst haft möguleika á því að reikna út fjárhæð bótatilboðstil stefnanda þegar útreikningar tryggingastærðfræðings lágu fyrir 9. febrúar 2017.Eigi því að miða upphafstíma dráttarvaxta við mánuð eftir þann tíma. Við úrlausná þessu atriði er til þess að líta að í greinargerð stefnda samkvæmt 2. mgr.99. gr. laga nr. 91/1991 er tekið fram að hann hafi óskað eftir útreikningitryggingastærðfræðingsins 9. febrúar 2017. Ekkert í málsgögnum liggurfyrir um aðra dagsetningu í því sambandi. Að því virtu liggur fyrir aðbeiðninni var fyrst beint til tryggingastærðfræðingsins rúmum tveimur mánuðumfrá því að stefnandi sendi bótakröfu til stefnda 2. desember 2016. Er þaðóvenjulega seint í almennu tilliti. Þá liggur fyrir að hin sameiginlegamatsgerð C og D lá fyrir í lok nóvember sama ár. Samkvæmt dagsetningum ágögnum virðast útreikningar tryggingastærðfræðingsins hins vegar hafa legiðfyrir sama dag og kallað var eftir þeim. Að framangreindu virtu verður ekkifallist á með stefnda að unnt sé að miða upphafstíma við 9. febrúar 2017.Þykir rétt að fallast á með stefnanda að miða við 2. janúar sama ár, sem ermánuður eftir að bótakröfu var fyrst beint að stefnda og hann gat brugðistvið, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Verður því fallist ávaxta- og dráttarvaxtakröfu stefnanda eins og hún er sett fram og nánargreinir í dómsorði. Með vísan til 129. og 1.mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða stefnandamálskostnað, annars vegar þóknun vegna vinnu lögmanns hans, sem telst hæfilegaákveðin 1.300.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts, og hins vegarvegna útlagðs kostnaðar stefnanda í tengslum við gagnaöflun frádómkvöddum matsmönnum, 908.600 krónur, samtals 2.208.600 krónur.Af hálfu stefnanda fluttimál þetta Jónas Þór Jónasson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Eva B.Helgadóttir lögmaður. Daði Kristjánssonhéraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi,Vörður tryggingar hf., greiði stefnanda, A, 28.866.081 krónu með 4,5% vöxtumsamkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 12. febrúar 2016 til 2. janúar2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu af 17.180.256 krónum en 4,5% vöxtum af 11.685.825 krónum frá þeimdegi til 16. mars 2018, en með dráttarvöxtum af 28.866.081 krónu frá þeim degitil greiðsludags. Stefndigreiði stefnanda 2.208.600 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 309/2015 | Börn Brot gegn blygðunarsemi | G var sakfelldur fyrir brot gegn 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 með því að hafa í aftursæti bifreiðar sinnar reynt að fá A til að fara með hendurnar inn fyrir buxur hans á kynfærasvæði. Var G hins vegar sýknaður af þeirri háttsemi að hafa sent A tvær myndir af getnaðarlim í síma hennar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að G var 19 ára þegar hann framdi brotið og hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn var litið til ungs aldurs A sem var 14 ára þegar brotið átti sér stað. Var refsing G ákveðin fangelsi í 45 daga en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðbundið í 2 ár. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma Helgi I. Jónsson hæstaréttardómari og Guðrún Erlendsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 22. apríl 2015 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að refsing ákærða verði þyngd. Ákærði krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað, en til vara að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Kröfu sína um ómerkingu hins áfrýjaða dóms reisir ákærði á því að mat héraðsdóms á sönnunargildi munnlegs framburðar sé rangt, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og ekki hafi farið fram heildstætt mat á öllum gögnum málsins og munnlegum framburði. Ekkert er komið fram í málinu um að niðurstaða héraðsdóms um mat á sönnunargildi munnlegs framburðar fyrir dómi sé rangt svo einhverju skipti um úrlausn málsins, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008. Þá verður af forsendum dómsins ráðið að heildstætt mat fór fram á framburði ákærða og vitna og þeim gögnum sem fyrir dóminn voru lögð. Samkvæmt þessu er kröfu ákærða um ómerkingu héraðsdóms hafnað. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Guðjón Ingibergur Ólafsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 603.479 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Gísla M. Auðbergssonar hæstaréttarlögmanns, 496.000 krónur, og ferðakostnað hans, 63.294 krónur. Dómur Héraðsdóms Austurlands 6. mars 2015. Mál þetta, sem dómtekið var 9. janúar sl., er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, útgefinni 10. september 2014, á hendur Guðjóni Ingibergi Ólafssyni, kt. [...], Sandbakkavegi 2, Höfn í Hornafirði, „fyrir neðangreind brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum, framin í ágúst 2013 sem hér greinir: 1. Með því að hafa sent A, fæddri [...] 1999, tvær myndir af getnaðarlimi með forritinu snapchat í síma A. 2. Með því að hafa í aftursæti bifreiðar sinnar sem lagt var við [...] á [...], reynt að fá A til að fara með hendurnar inn fyrir buxur ákærða á kynfærasvæði.“ Í ákæru er þessi háttsemi talin varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærði krefst sýknu. Til vara er krafist þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð, þar með talin hæfileg málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða. I Samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum er upphaf máls þessa að rekja til bréfs félagsmálayfirvalda á [...], dags. 25. október 2013, þar sem óskað var lögreglurannsóknar á samskiptum ákærða við þrjár stúlkur, allar fæddar árið 1999, þar á meðal við brotaþola, A. Í bréfinu segir að komið hafi fram upplýsingar um að ákærði hafi sent stúlkunum myndir með kynferðislegu ívafi, að öllum líkindum um nokkurra vikna skeið. Þá hafi ákærði reynt að fá brotaþola til að „fara inn á sig“ í bifreið, að viðstaddri annarri þessara stúlkna, B. Ákærði var handtekinn og húsleit gerð á heimili hans 5. nóvember 2013, samkvæmt heimild í dómsúrskurði. Við leitina var lagt hald á tölvur og síma ákærða en ekkert saknæmt fannst við rannsókn á þeim munum. Að kröfu lögreglu voru skýrslur teknar af öllum stúlkunum þremur undir stjórn dómara á rannsóknarstigi málsins, sbr. a-lið 1. mgr. 59. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Skýrslutökurnar fóru allar fram 7. nóvember 2013 og liggja fyrir upptökur af þeim í hljóði og mynd. Í framburði brotaþola kom fram að hún hefði vistað á tölvu nokkrar ljósmyndir frá ákærða. Samdægurs nálgaðist lögregla myndirnar á heimili brotaþola, samkvæmt því sem greinir í skýrslu, dags. 7. janúar 2014, um þá rannsóknaraðgerð. Kemur þar fram að fimm svokallaðar „Snapchat“ myndir hafi verið „afhentar“. Lýtur ákæra málsins að tveimur þeirra mynda, sem eru mjög áþekkar, báðar nærmyndir þar sem sést í getnaðarlim og hönd utan um hann (merktar nr. 4 og 5 í rannsóknargögnum lögreglu). Til viðbótar hafi brotaþoli sent lögreglu eina mynd með tölvupósti, sem B hafi tekið í bifreið ákærða það sinn sem fjallað er um í síðari lið ákærunnar (merkt nr. 7). Sú mynd sýnir stúlku og mann í aftursæti bifreiðar, en stúlkan er að horfa út um hægri hliðarrúðu og heldur hún að hluta fyrir andlit sitt, en maðurinn liggur að því er virðist á læri hennar og horfir upp til hennar, með síma í hendinni. Loks er í skýrslunni getið um eina mynd til viðbótar sem aflað hafi verið frá þriðju stúlkunni, C (merkt nr. 6). Liggja allar þessar sjö myndir fyrir í málinu. II Ákærði, sem neitar sök hvað báða ákæruliði varðar, kvaðst fyrir dómi kannast við brotaþola og hafa vitað nokkurn veginn um aldur hennar. Brotaþoli hafi haft frumkvæði að samskiptum þeirra með því að „adda“ honum sem vini í samskiptamiðlinum „Snapchat“. Þau hafi aðallega átt samskipti í gegnum samskiptamiðla, s.s. Snapchat og Facebook. Ákærði noti heitið [...] á Snapchat. Ákærði neitaði alfarið að hafa sent frá sér þær tvær myndir af getnaðarlim sem liggja fyrir í málinu, hvorki til brotaþola né nokkurs annars. Þær myndir hafi fyrst komið fyrir sjónir hans við skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa sent brotaþola neinar myndir sem geti talist vafasamar. Hann kunni enga skýringu á því hvers vegna brotaþoli beri um að hann hafi sent henni þessar myndir. Hann kvaðst ekki vita til þess að einhver annar hafi sent myndir úr síma hans en það sé ekki útilokað. Bornar voru undir ákærða fleiri myndir sem liggja fyrir meðal málsgagna og var aflað frá brotaþola, m.a. ein mynd sem sýnir ákærða, þar á meðal andlit hans, þar sem hann hylur nekt sína að framanverðu með baðhandklæði (merkt nr. 1 í rannsóknargögnum lögreglu). Kannaðist ákærði við að hafa sent vinum sínum á Snapchat þá mynd, þar á meðal e.t.v. brotaþola, en sú mynd væri „eðlileg“. Einnig var borin undir hann mynd (merkt nr. 3) sem ákærði kvaðst telja sýna niður eftir líkama karlmanns, að því er virðist reistan lim undir nærbuxum. Kvað ákærði að það „gæti verið“ að hann kannaðist við þá mynd og umhverfi sem sjáist á myndinni svipi til herbergis hans. Ákærði var þó ekki spurður beint að því hvort hann hafi tekið eða sent brotaþola eða öðrum þá mynd. Aðspurður kvaðst ákærði kannast við að hafa einhvern tímann átt í rafrænum samskiptum við brotaþola og B á meðan þær voru að passa fyrir frænku annarrar hvorrar þeirra. Varðandi síðari lið ákærunnar kvaðst ákærði hafa getað rifjað það upp að hann hafi farið með brotaþola og vinkonu hennar í eitt skipti á rúntinn. Kvaðst hann hafa átt í erfiðleikum með að rifja þetta upp, enda fari hann svo oft á rúntinn. Stúlkurnar hafi margsinnis verið búnar að biðja hann að bjóða þeim á rúntinn og í eitt skipti hafi hann látið það eftir þeim, rúntað með þær og spjallað við þær um stund. Þetta hafi verið að sumarlagi og kvaðst ákærði hafa verið þreyttur eftir vinnudaginn. Er hann hafi viljað fara heim hafi stúlkurnar ekki viljað það. Hafi hann þá stungið upp á því að hann stöðvaði aksturinn og hvíldi sig aðeins. Hann hafi lagst í aftursætið, í kjöltu brotaþola og farið að skoða símann sinn. Þar hafi hann legið í svolitla stund. B hafi setið í framsæti bifreiðarinnar. Stúlkurnar og hann hafi spjallað saman og hlustað á útvarpið. Meðal annars hafi ákærði hringt í vin sinn úr síma brotaþola, en ákærði kvaðst ekki muna hvort hann hafi svarað. Brotaþoli hafi síðan misst símann sinn. Síminn hafi lent á gólfinu. Brotaþoli hafi beðið ákærða að ná í hann. Kvaðst ákærði ekki hafa náð að teygja sig í hann og sagt henni að ná bara í hann sjálf, en brotaþoli hljóti að hafa misskilið það og ekki tekið eftir því hvar síminn lenti. Brotaþoli hafi farið út úr bílnum, staðið þar og leitað að símanum og fljótlega eftir það hafi hann skutlað stúlkunum heim. Ákærði neitaði því alfarið að hafa hneppt frá buxnaklauf sinni umrætt sinn og ýjað að því við brotaþola að hún skyldi sækja símann inn undir buxur hans á kynfærasvæði. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki gefið framangreinda skýringu fyrr, þ.e. við rannsókn málsins, sagði ákærði þessi atvik ekki hafa rifjast upp fyrir sér fyrr en eftir síðari skýrslutökuna hjá lögreglu. Fyrir dómi staðfesti ákærði að mynd (merkt nr. 7 í rannsóknargögnum lögreglu) af manni og stúlku í aftursæti bifreiðar, sýni hann og brotaþola og hafi myndin verið tekin í bifreið hans umrætt sinn. Ákærði gaf skýrslu við rannsókn málsins hjá lögreglu, fyrst 7. nóvember 2013 og aftur 13. janúar 2014, í bæði skiptin að viðstöddum verjanda. Við fyrri skýrslutökuna kvaðst ákærði ekki minnast þess að hafa verið á rúntinum með brotaþola og B, en ekki getað útilokað það enda sé hann oft á rúntinum. Á sama veg bar ákærði við upphaf síðari skýrslutökunnar. Var þá borinn undir hann framburður brotaþola, þar á meðal um að hann hafi stöðvað bifreiðina á [...], farið á milli sæta aftur í bifreiðina og lagst í aftursætið á læri hennar, þar sem hann hafi m.a. handleikið síma hennar, rennt frá buxnaklauf og gefið henni til kynna að hann vildi að hún færi með hendur að kynfærum hans. Einnig var borinn undir hann samsvarandi framburður B. Kvaðst ákærði ekkert kannast við þetta og telja að hann hefði munað það ef þetta hefði gerst. Ákærða var þá sýnd áður nefnd mynd (merkt nr. 7) af manni og stúlku í aftursæti bifreiðar. Þekkti ákærða sjálfan sig og brotaþola á myndinni en kvaðst ekki muna við hvaða tilefni hún hafi verið tekin. Er framburður ákærða fyrir dómi breyttur að því leyti að hann kveðst nú muna eftir atvikum í bifreiðinni. Að öðru leyti samræmist framburður ákærða fyrir dómi í meginatriðum framburði hans hjá lögreglu. Brotaþoli, A, þá 14 ára gömul, gaf skýrslu undir stjórn dómara við rannsókn málsins 7. nóvember 2013. Er aðalmeðferð málsins fór fram hafði hún náð 15 ára aldri, en ekki var talin þörf á að leiða hana fyrir dóminn á nýjan leik. Í skýrslu hennar, sem liggur fyrir í hljóði og mynd, kom fram að hún væri komin til að gefa skýrslu „út af strák sem var alltaf að senda mér myndir af sér og svo tókum við alveg ömurlega ákvörðun og fórum upp í bíl með honum, ég og vinkona mín ... hann fór eitthvað aftur í og lagðist ofan á mig og ég hljóp út úr bílnum fyrst, þú veist, já, en hann var þá búinn að taka símann af mér og þóttist vera búinn að setja hann innan á sig og hneppti frá buxunum og sagði „náðu bara í hann“ og ég sagði „nei, ég vil það ekki“ og já, það var þá sem ég hljóp út úr bílnum ... það var dimmt í kringum okkur því hann lagði á einhverjum stað sem enginn getur séð ... ég heyrði eitthvað eins og einhver væri að hlaupa fyrir utan bílinn og ég var geðveikt hrædd og hljóp bara aftur inn í bílinn ...“. Í framburði brotaþola kom fram að umræddur „strákur“ sé ákærði. Hún hafi kynnst honum þannig að hann hafi „addað“ henni á Snapchat og hún „bara samþykkt“ það skömmu áður en þessir atburðir gerðust. Nánar skýrði brotaþoli svo frá að hún teldi atburðinn í bifreiðinni hafa átt sér stað síðla kvölds í júlí eða ágúst s.á. og telja að ákærði hafi farið að senda sér myndir eftir það. Þau hafi verið þrjú í bílnum, B í framsæti og brotaþoli í aftursæti, en ákærði hafi klifrað aftur í til hennar á milli framsætanna. „Hann fór aftur í til að leggjast ofan á mig ... leggst bara hérna ofan á lærið á mér ... ég veit ekki af hverju“. „B tók mynd af honum liggjandi ofan á mér ... ég var bara eitthvað að þykjast vera að horfa út og skoða stjörnurnar af því að mér leið svo óþægilega ... ég vissi ekkert hvað ég gat gert, ég þorði ekkert að ýta honum í burtu ... hann fékk að skoða símann minn og ég [sagði] „getur þú látið mig hafa símann minn“ og hann [sagði] bara „þú verður bara að finna hann“ og þóttist vera búinn að setja hann inn á sig og byrjaði að hneppa frá buxunum ... hann var alveg búinn að reyna að láta mig fara inn á sig í örugglega 10 mínútur sko og svo gafst hann bara upp af því að hann vissi að ég var ekki að fara að gera það og vildi þetta ekki“. Aðspurð hvar ákærði hafi reynt að fá hana til að fara inn á sig, svaraði hún: „Á typpið.“ Aðspurð hvernig hún hafi vitað að hann vildi að hún færi inn á hann þar, sést á upptöku að brotaþoli ber hönd að buxnastreng, svarar hún: „Af því að hann hneppti frá og var eitthvað svona og kom eitthvað „þú verður að ná í símann“ bara hérna“. Nánar aðspurð hvernig ákærði hafi gefið í skyn að hún ætti að fara inn á hann svaraði hún: „Ég man það ekki alveg, hann var bara „komdu bara hérna og farðu bara hérna inn á mig“ og var bara að segja „síminn er þarna“ ... ég sagði bara nei og ætlaði að hlaupa út úr bílnum, en ég ætlaði ekkert hvort eð er að fara án símans“. Aðspurð hvernig þetta hafi endað svarði hún: „Hann kom eitthvað „æ fock you“ og keyrði okkur bara heim.“ Brotaþoli kvað ákærða hafa verið að senda sér myndir á Snapchat, fyrst „kannski í júlí“ og síðast í október 2013. Taldi hún þetta hafa gerst fimm sinnum. Kom fram við upphaf skýrslutökunnar að þetta hafi verið myndir af kynfærum hans, en ekki sést mikið í þau, og einnig myndir af honum „á brókinni“. Nánar aðspurð um hvað hafi sést á myndunum sagði hún: „Sko, þetta var bara yfirleitt að hann var að senda eitthvað upp úr þurru, bara á brókinni sko, skrifaði eitthvað „like it“ og eitthvað svona“. Er brotaþola var bent á að hún hefði verið búin að nefna að sést hefði í kynfæri hans sagði hún: „Já það var á einhverjum, það var samt ekkert mikið sko. Hann, þú veist, það var ekki ég sem hann var að senda þannig, það var önnur vinkona mín [leturbreyting dómara].“ Aðspurð hvort ákærði hafi þá alltaf verið í brókinni á myndunum var svarið: „Yfirleitt.“ Beinlínis aðspurð hvort hún hafi séð einhverja líkamsparta eða eitthvað slíkt var svarið: „Það var bara á tveimur myndum, en það sást ekkert allt, bara eitthvað svona smá ... hann var bara haldandi eitthvað utan um og tók mynd“. Aðspurð um hvað hann hafi haldið svaraði hún: „Typpið á sér ... ég vildi ekkert horfa á þetta, ég opnaði bara og úff.“ Aðspurð í beinu framhaldi hvernig hún fékk „þessa mynd“ senda svaraði hún: „Snapchat.“ Kom fram að myndin hafi verið send með Snapchat í símann hennar. Síðar við skýrslutökuna dró spyrillinn saman það sem komið hafði fram hjá brotaþola og bað hana að leiðrétta ef eitthvað væri rangt. Var borið undir brotaþola að hún hafi fengið sendar 5 myndir, þar af tvær þar sem sést hafi í typpið á ákærða, þar sem hann haldi utan um það. Svaraði brotaþoli: „Já, en það er sko ekkert mikið ... en mér fannst það alveg nóg ... ég hefði ekki viljað sjá neitt meira ...“ Síðar við skýrslutökuna er brotaþoli enn spurð út í þessar tvær myndir, og þá spurð hvernig hún viti að þær sýni ákærða halda um typpið á sér, og svaraði hún: „Hann sagði það, hann var eitthvað talandi um að hann ætlaði að gera það ... og svo var hann allt í einu búinn að senda það.“ Síðasta myndin sem ákærði hafi sent henni hafi sýnt hann standandi, nakinn, en með handklæði fyrir framan sig og með hafi fylgt textinn „bað yeee“. Þá hafi hún sent honum boðin „þetta er allt of langt gengið hjá þér“ og hann svarað „það sást ekki neitt“. Í framhaldinu hafi hún eytt honum sem vini á samskiptamiðlum. Brotaþoli kvaðst hafa vistað skjáskot af þessum myndum. Aðspurð hvernig henni hafi liðið þegar hún fékk þessar myndir sagði hún að fyrst hafi henni fundist þetta fyndið, en síðan fundist þetta „allt of gróft“. Henni líði „ógeðslega illa“ við að sjá hann á förnum vegi eða hugsa um hann. Einnig kom fram að henni líði „ömurlega“ út af því að málið hafi undið upp á sig með aðkomu lögreglu og félagsmálayfirvalda. Vitnið B gaf fyrst skýrslu undir stjórn dómara við rannsókn málsins 7. nóvember 2013 og síðan aftur við aðalmeðferð málsins. Við fyrri skýrslugjöf hennar kvaðst hún komin til viðtals „af því að [ákærði] var að senda stelpunum myndir ... A var að peppa hann í að senda myndir eða segja honum að senda ... hún var bara að biðja hann að senda myndir af sér og eitthvað.“ Aðspurð hvernig myndir brotaþoli hafi beðið ákærða að senda henni svaraði hún: „Af typpinu sínu.“ Aðspurð hvort hann hafi gert það svaraði hún: „Hann hélt bara fyrir, það sást bara í neðst.“ Fram kom að umrætt sinn hafi þær brotaþoli verið saman að passa heima hjá frænku vitnisins og að brotaþoli hafi átt samskipti við ákærða í gegnum Facebook og Snapchat. U.þ.b. 4 til 6 myndir hafi komið frá ákærða þetta kvöld sem þær voru að passa og vitnið séð þær allar hjá brotaþola, sem og samskiptin við ákærða. Á einni myndinni, sem hafi verið tekin í spegil, hafi ákærði sést á brókinni „og síðan allar hinar sem hann hélt bara fyrir og það sást bara svona“. Sýndi vitnið með bili milli tveggja fingra hve mikið hafi sést. Aðspurð í hvað sást svaraði hún: „Bara neðst á typpinu.“ Aðspurð hvort hún hafi sjálf átt einhver samskipti við ákærða sagðist vitnið bara hafa átt samskipti við hann „þegar við fórum á rúntinn með honum“. Lýsti hún því atviki svo að brotaþoli hafi haft frumkvæði að því að biðja ákærða að bjóða þeim á rúntinn. Ákærði hafi alltaf verið „að fara á staði til að stoppa og fara í símann sinn og á einum staðnum fór hann eitthvað aftur í til A ... hún sat og hann lagðist bara hjá henni, hún var eitthvað í símanum sínum og hann eitthvað tók símann hennar og var eitthvað að segja að hann væri inni á sér ... hún var eitthvað „má ég fá símann?“ ... svo ætluðum við að fara og hann var ennþá með símann ... ég var eitthvað „náðu þá bara í hann“ en hún hélt að hann væri inni á brókinni hans og var eitthvað „já, ég er ekkert að fara án símans míns af því að hann er ekki læstur“ ... ég sagði „já farðu þá og náðu í hann“ en hún misskildi það og hélt að ég væri að segja [henni] að fara ofan í buxurnar, sem ég var auðvitað ekki að láta hana gera.“ Nánar aðspurð, sagði B að brotaþoli hafi verið að biðja ákærða að hringja í vin sinn. Ákærði hafi fengið símann hennar til að hringja úr honum. Svo hafi ákærði verið „eitthvað að þykjast hafa sett hann inn á sig“ og þær brotaþoli farið út úr bílnum, en síðan hafi ákærði verið „að djóka eitthvað í okkur og tók símann upp og keyrði okkur heim“. Ákærði hafi farið aftur í til brotaþola með því að klifra á milli framsæta bifreiðarinnar. Hann hafi legið í aftursætinu á lærum brotaþola í „svona korter, við vorum alltaf að segja honum að fara, en hann vildi það ekki, ekki strax“. Brotaþoli hafi verið „komin með geðveikt mikinn kvíða þannig að hún horfði bara og var eitthvað að telja stjörnurnar“. Aðspurð hvernig hún vissi um kvíða brotaþola sagði vitnið hana hafa sent sér SMS-skeyti um það á meðan þau voru öll í bílnum. Aðspurð hvort hún vissi hvort ákærði hafi í raun sett símann inn á sig eða bara þóst gera það sagðist hún fyrst ekki vita það en síðan að síminn hafi örugglega ekki verið þar. Ákærði hafi sagt brotaþola að ná í símann ofan í brókina. Aðspurð hvort ákærði hafi sagt brotaþola þetta með orðum játti hún því í fyrstu, en nánar aðspurð sagði hún brotaþola hafa spurt ákærða hvort hún mætti fá símann sinn og ákærði hafi sagt: „Þú verður bara að ná í hann.“ Ákærði hafi ekki beinlínis sagt henni að ná í símann ofan í buxurnar, en gefið í skyn að síminn væri þar. Aðspurð hvernig ákærði hafi gefið þetta í skyn svaraði hún: „... hún var eitthvað „Má ég fá símann?“ og hann bara „Þú verður að ná í hann“ og hann var með hneppt frá ... buxunum“ Kvaðst B hafa séð að buxurnar voru fráhnepptar. Ákærði hafi þá legið á lærum brotaþola. Hún kvaðst ekki vita hvenær ákærði hneppti frá sér en hafa tekið eftir þessu er hún tók mynd af þeim. Aðspurð hve oft hún hafi heyrt ákærða segja þetta kvaðst hún bara hafa heyrt það einu sinni en tók fram að hún hafi „eiginlega ekkert [verið] að hlusta, ekki mikið“. Aðspurð hvort ákærði hafi gert eitthvað fleira svaraði hún: „Nei, þær náttúrulega gerðu svo mikið mál úr þessu af því að hann var ekki að gera neitt.“ Í framburði B kom fram að þessi atburður hafi átt sér stað u.þ.b. þremur dögum áður en skólinn hófst að hausti, þetta hafi verið seint að kvöldi, nálægt miðnætti. Þau hafi verið þrjú í bílnum og bílnum hafi verið lagt nálægt gistiheimili, [...]. Hún hafi tekið eina mynd af ákærða liggjandi á lærum brotaþola. Hitt tilvikið, þar sem ákærði sendi brotaþola myndir þegar þær voru að passa, sagði hún hafa gerst í ágúst, u.þ.b. viku áður en þær fóru á rúntinn með ákærða. Við aðalmeðferð málsins gaf B skýrslu fyrir dómi á ný. Tók framburður hennar þá nokkrum breytingum sem hér verður vikið sérstaklega að. Eins og fyrr kvað hún ákærða hafa sent brotaþola myndir af sér kvöldið sem þær brotaþoli voru að passa hjá frænku vitnisins, en þetta hafi verið myndir af honum „á brókinni ... með standpínu“. Sést hafi í andlit ákærða á einhverjum myndanna og allar myndirnar komið frá sama „aðganginum“. Aðspurð sagði hún ekki hafa sést í getnaðarlim á þessum myndum. Er borinn var undir hana fyrri framburður hennar um að hafa verið með brotaþola er ákærði sendi henni myndir þar sem sást í getnaðarlim sagði hún að það hafi „annað hvort“ verið „A eða C“ sem hafi fengið slíka mynd, þar sem „sást sko eiginlega ekkert ... það sást svona höndin, ef það var einhver mynd. Við erum búnar að fá svo margar svona myndir sko.“ Aðspurð hvort hún hafi munað betur atvik þegar hún gaf skýrslu ríflega ári áður svaraði hún: „Nei, af því að þær voru að láta mig segja helling af hlutum sem að, eða þú veist, þær sko sögðu mér að segja bara eins og þær væru að gera, ég vildi ekki missa þær þarna en mér er eiginlega alveg sama núna ...“. Kom skýrt fram í framburði B að með „þeim“ væri hún að vísa til brotaþola og vitnisins C, og bætti hún við: „Það var sko C sem stjórnaði þessu öllu. A vildi ekkert segja frá þessu.“ Aðspurð hvort hún hafi þá verið að skálda þegar hún sagðist hafa séð slíka mynd svaraði hún: „Ég alla vega man ekki eftir neinni mynd sko, ég átti bara að segja eins og þær sögðu ... þær voru bara að segja mér að segja að hann hafi verið að senda helling af ógeðslegum myndum og eitthvað ... ég átti náttúrulega bara að hjálpa þeim.“ Aðspurð um atvikið á rúntinum, sbr. síðari lið ákærunnar, varð af framburði B ráðið að hún vildi gera sem minnst úr því atviki. Aðspurð hvort eitthvað hafi þá gerst sagði hún: „Ekki eins og hún er að segja. Ég var þarna sko og ég veit alveg hvað gerðist ...“. Sagði vitnið að brotaþoli hafi sagt henni síðar „að þetta hefði ekki verið jafn mikið og hún hefði upplifað það fyrst“. Tók vitnið fram að ákærði hafi lagst á hné brotaþola, en „ekki svona ofarlega eins og hún var að segja“ og að „hann potaði í magann á henni, mér finnst það ekkert eitthvað kynferðislegt ofbeldi sko, en það er náttúrulega bara misjafnt hvernig fólk upplifir það ... svo tók hann eitthvað símann af henni og var eitthvað að djóka í henni, að segja, að þú veist, hann faldi hann, setti hann bara í sætið og það var alveg augljóst að síminn var í sætinu sko, ... hann var eitthvað að djóka í henni og segja henni að sækja símann ofan í buxurnar. Hvernig gat hún ekki fattað að þetta væri djók ...“. Kvaðst B viss um að ákærði hafi ekki sett símann inn fyrir buxur sínar í raun og veru, því að hún hafi séð þegar hann sótti símann undan læri sínu. Síminn hafi verið „í sætinu, ekki ofan í buxunum“. Að öðru leyti lýsti vitnið atvikum með sama eða svipuðum hætti og við fyrri skýrslugjöf fyrir dómi, þar á meðal um að ákærði hafi verið með fráhneppta buxnaklauf, eða með hennar orðum: „... hún sagði honum að koma með símann og hann hafði einhvern veginn gefið í skyn að hann hefði verið ofan í buxunum af því að hann hneppti frá og hérna og já svo var hann eitthvað að, hún sagði „nennir þú að koma með símann“ og hann eitthvað „náðu í hann“ „ok, ég er ekki að fara að ná í hann ofan í buxurnar þínar“.“ Nánar aðspurð kvaðst vitnið þó ekki muna beinlínis eftir því að brotaþoli hafi sagst ekki vilja sækja símann ofan í buxur ákærða. Brýnt var sérstaklega fyrir vitninu að gera greinarmun á því sem hún sjálf hefði séð, heyrt eða skynjað með öðrum hætti og því sem brotaþoli hefði e.t.v. sagt henni um sína upplifun af atvikinu. Endurtók vitnið þá efnislega fyrri frásögn sína, þar á meðal um að ákærði hafi verið með fráhneppta buxnaklauf. Sérstaklega aðspurð hvort ákærði hafi með hátterni sínu gefið brotaþola í skyn að síminn væri inni á honum svaraði hún: „Já, annað hvort það eða hann hafi verið að biðja hana um að gera eitthvað, en ég veit að hann er alveg ekki það ruglaður, en já, hún eitthvað „ég veit ekkert hvar hann er“ og þú veist, hann var bara alltaf að segja henni að sækja símann.“ Fyrir dómi var borin undir B ljósmynd, merkt nr. 7 í rannsóknargögnum lögreglu, og staðfesti hún að hafa tekið þessa mynd af ákærða og brotaþola í bifreiðinni umrætt sinn. C gaf skýrslu undir stjórn dómara við rannsókn málsins 7. nóvember 2013 og liggur framburður hennar fyrir í hljóði og mynd. Verða hér aðeins rakin atriði úr framburði hennar sem haft geta þýðingu fyrir mál þetta. Fram kom að hún hafi ekki vistað myndir sem ákærði hafi sent henni. Ákærði noti heitið [...] á Snapchat. Hún viti til þess að brotaþoli eigi myndir frá ákærða í tölvunni sinni. Brotaþoli hafi sýnt sér þær. Brotaþoli hafi einnig sagt sér frá atviki í bifreið, þar sem ákærði hafi verið byrjaður að hneppa frá buxum sínum. Brotaþoli hafi verið miður sín er hún skýrði vitninu frá þessu. D, móðir brotaþola, gaf skýrslu fyrir dómi og kvað dóttur sína hafa upplýst sig um málið haustið 2013. Hafi dóttir hennar upplýst vitnið að hún mætti eiga von á símtali frá móður vinkonu sinnar, C, sem hafi verið búin að upplýsa félagsmálayfirvöld um mál hennar. Dóttir hennar hafi lýst fyrir vitninu atvikum í bifreið með ákærða, en ekki nefnt neinar myndsendingar. Hafi vitninu ekki orðið kunnugt um að brotaþola hefðu borist myndir fyrr en lögregla nálgaðist þær í tölvu á heimili þeirra. Hún hafi ekki séð þessar myndir sjálf. Aðspurð um líðan brotaþola haustið 2013 sagði vitnið dóttur sína vera haldna kvíða og hafa liðið illa á þeim tíma ef hún mætti ákærða á förnum vegi, en í dag líði henni fyrst og fremst illa yfir því í hvern farveg málið hafi farið og hve mikið hafi verið gert úr því. Borið var undir vitnið að í samantekt á framburði hennar hjá lögreglu 14. nóvember 2013 komi fram að dóttir hennar hafi sýnt vitninu mynd á síma sínum af ákærða, þar sem hann hylji nekt sína að hluta með handklæði, og sagt vitninu að ákærði hafi sent sér fleiri myndir. Kvað vitnið ekki rétt að dóttir hennar hafi sýnt sér myndina, en hún hafi sagt sér frá þessari mynd. E lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og kvaðst hafa farið á heimili brotaþola til að nálgast myndir í fartölvu þar. Þar hafi brotaþoli sýnt honum myndir, sem hafi verið vistaðar þar í möppu með fleiri myndum. Ekki hafi tekist að afrita myndirnar yfir á minnislykil og brotaþoli því sent lögreglu þessar sömu myndir með tölvupósti. Þegar Snapchat-myndir séu vistaðar sem skjáskot vistist þær á venjulegu myndasniði, t.d. „jpg“. Myndirnar sem fundust í tölvu á heimili brotaþola hafi verið á slíku sniði og því auðvelt að vinna með þær í myndvinnsluforriti. Vitnið staðfesti að hafa stækkað og lýst upp tvær þessara mynda, að beiðni saksóknara, sbr. skýrslu hans, dags. 9. september 2014. Hann kvaðst ekki muna skráarheiti myndanna. Tölur í horni myndanna sýni að þær hafi verið sendar með Snapchat-forritinu og sýni þær hve margar sekúndur hafi verið eftir af birtingartíma myndanna þegar skjáskot var tekið af þeim. F rannsóknarlögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi. Staðfesti hann að hafa fengið myndir framsendar frá E 8. nóvember 2013. Myndirnar hafi verið á „png“-formi, heiti þeirra ekki lýsandi fyrir efni þeirra og ekki hafi fylgt þeim neitt „snið“, þ.e. upplýsingar um hvenær þær hafi verið teknar. Talan „2“ sjáist í horni á tveimur myndum af getnaðarlim í hendi, sem vitnið hafi fengið sendar frá E. Sé sú tala til marks um að um Snapchat-mynd sé að ræða. Loks gaf skýrslu fyrir dómi G sálfræðingur og staðfesti vottorð sitt varðandi brotaþola, dags. 13. nóvember 2014, þar sem fram kemur að brotaþoli eigi við kvíðaröskun að etja og mælst til þess að álag á hana verði mildað með því að víkja ákærða úr dómsal, komi til þess að henni verði gert að bera vitni við aðalmeðferð málsins. Kvaðst hann hafa sinnt brotaþola í rúm tvö ár vegna kvíða, eftir tilvísun frá skóla, og síðast hitt hana ásamt móður hennar snemma árs 2014. Vitnið kvaðst ekki geta lagt mat á það hvort mál þetta hafi haft áhrif á brotaþola, enda hafi hún aldrei rætt málið neitt við vitnið og vitnið fyrst fengið upplýsingar um að mál þetta væri til meðferðar í gegnum félagsmálastjóra. III 1. Með fyrri lið ákærunnar er ákærða gefið að sök að hafa, í ágúst 2013, brotið gegn blygðunarsemi brotaþola, sem þá var 14 ára gömul, með því að hafa sent henni, þ.e. í síma hennar með forritinu Snapchat, tvær myndir af getnaðarlim. Er brotið talið varða við 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, auk 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákærði hefur frá upphafi rannsóknar málsins neitað að hafa sent brotaþola myndir sem sýna getnaðarlim og ekki kannast við tvær slíkar myndir sem brotaþoli framvísaði við lögreglu. Í skýrslu, sem brotaþoli, A, gaf undir stjórn dómara á rannsóknarstigi málsins, kom margsinnis fram að ákærði hafi sent henni tvær myndir þar sem sést hafi í typpi innan í hendi og hún talið um kynfæri hans að ræða. Þó kom í eitt skipti fram í framburði brotaþola, snemma í skýrslutökunni, nokkurt misræmi að þessu leyti, sbr. setninguna „það var ekki ég sem hann var að senda þannig, það var önnur vinkona mín“. Í ljósi þess hve skýrt kom annars fram í framburði brotaþola að ákærði hafi sent henni sjálfri slíkar myndir er ekki ólíklegt að með tilvitnaðri setningu hafi brotaþoli verið að vísa til þess að vinkona hennar hafi fengið sendar enn skýrari myndir af kynfærum. Sökum þess vafa sem á um þetta leikur verður ekki hjá þessu misræmi litið við mat á framburði brotaþola. Þá verður að líta til þess að framburður brotaþola var ekki svo skýr sem skyldi um t.d. það hvenær ákærði hafi sent henni þessar myndir, hvar hún var stödd er hún opnaði þær og hvort hún hafi opnað myndirnar í félagsskap einhvers annars, s.s. vinkonu. Að öðru leyti en að framan greinir er ekkert fram komið sem dregur úr trúverðugleika framburðar brotaþola, sem virtist einlæg í sínum framburði. Við útgáfu ákæru naut framburður brotaþola um myndsendingar ákærða stoðar í framburði sem B gaf undir stjórn dómara meðan á rannsókn málsins stóð. Kom í framburði hennar fram að þær A hafi verið að passa, skömmu fyrir skólabyrjun, þegar ákærði hafi sent A nokkrar myndir, þar á meðal myndir þar sem sést hafi í typpi innan í hendi. Þennan framburð dró B til baka er hún gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins og kvaðst ekki hafa orðið vitni að því að ákærði sendi brotaþola myndir af getnaðarlim. Gaf hún þá skýringu á breyttum framburði að stúlkurnar hafi lagt að henni að segja eins frá og þær, áður en þær gáfu allar skýrslu undir stjórn dómara 7. nóvember 2013. Var á henni að skilja að þrýstingurinn hafi verið mestur frá C. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að síðari framburður B sé rangur eða að hún hafi verið undir þrýstingi er hún gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Verður því að leggja til grundvallar að hún sé ekki til vitnis um það hvernig og hvaðan brotaþola bárust þær myndir af getnaðarlim sem í ákæru greinir. Myndirnar sjálfar, sem brotaþoli framvísaði og eru nærmyndir af getnaðarlim sem hönd heldur utan um, bera engin einkenni sem tengt geta þær við ákærða. Engar tækniupplýsingar liggja heldur fyrir um tilurð myndanna sem stutt geta að þær séu frá ákærða komnar. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Gegn eindreginni neitun ákærða fær framburður brotaþola ekki þá stoð í gögnum málsins eða framburði vitna að sannað geti talist að ákærði hafi brotið gegn henni með þeim hætti sem greinir í fyrri lið ákærunnar. Ber því að sýkna ákærða af því sakaratriði. 2. Með síðari lið ákærunnar er ákærða gefið að sök að hafa, í aftursæti bifreiðar sinnar, sem lagt var á tilgreindum stað, „reynt að fá [brotaþola] til að fara með hendurnar inn fyrir buxur ákærða á kynfærasvæði“. Með því hafi ákærði brotið gegn blygðunarsemi brotaþola og er þetta talið varða við 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Í framangreindri háttsemislýsingu ákæru er ekki tilgreint með hvaða hætti ákærði hafi reynt að fá brotaþola til að fara með hendur inn fyrir buxur sínar á kynfærasvæði. Ekki var að því fundið af hálfu ákærða að ákæran væri óskýr að þessu leyti og verður ekki séð að vörn ákærða hafi orðið áfátt af þessum sökum. Eins og fyrr var rakið bar ákærði við aðalmeðferð málsins um að hafa getað rifjað upp atvik sem hann hafi ekki getað munað er hann gaf skýrslur hjá lögreglu. Kvaðst hann minnast þess að hafa farið í bíltúr með brotaþola og vitninu B, og þess að hafa lagst aftur í hjá brotaþola, í kjöltu hennar. Síminn hennar hafi dottið á gólf bifreiðarinnar. Brotaþoli hafi beðið hann að rétta sér símann en ákærði kvaðst hafa sagt henni að sækja símann sjálf. Kvaðst hann telja framburð brotaþola á einhverjum misskilningi byggðan. Við mat á trúverðugleika þessa framburðar ákærða verður ekki hjá því litið að það var fyrst við aðalmeðferð málsins sem hann bar með framangreindum hætti um atvikið, en við skýrslutökur hjá lögreglu kvaðst hann alls ekki minnast þess að hafa farið í bíltúr með stúlkunum, enda þótt borinn væri undir hann framburður stúlknanna við síðari skýrslutökuna og honum sýnd mynd sem hann kannaðist við að sýndi hann sjálfan liggjandi í kjöltu brotaþola í aftursæti bifreiðar. Sú skýring sem ákærði gaf fyrir dómi á breyttum framburði sínum, þ.e. að hann hafi ekki getað rifjað þetta atvik upp fyrr þar sem hann sé svo oft á rúntinum, virðist ekki ýkja trúverðug, sérstaklega í ljósi þess að ekkert bendir til annars en að þetta hafi verið í fyrsta og eina skiptið sem hann fór í bíltúr með stúlkunum. Að áliti dómsins ber þessi skýring einkenni þess að vera búin til eftir á, auk þess sem skýringin sjálf virðist ekki sennileg. Dregur þetta úr trúverðugleika framburðar ákærða. Óumdeilt er að vitnið B var með ákærða og brotaþola í bifreiðinni umrætt sinn. Ber ákærða og báðum stúlkunum saman um að ákærði hafi klifrað aftur í til brotaþola, lagst í kjöltu hennar og handleikið símann hennar. Það sem skilur í milli framburðar ákærða og stúlknanna er að ákærði neitar að hafa hneppt frá buxnaklauf sinni umrætt sinn og gefið brotaþola til kynna að hún ætti að sækja símann sinn inn fyrir föt hans á kynfærasvæði. Um það efni er framburður brotaþola afdráttarlaus og kveður hún að á þessu hafi gengið um nokkra hríð í bílnum, eða í um 10 mínútur. Hafi ákærði gefið henni þetta til kynna bæði með orðum og hátterni, þar sem hann lá með höfuðið á lærum hennar. Eins og fyrr sagði virtist brotaþoli einlæg í framburði sínum og var framburður hennar um atvik í bifreiðinni mun nákvæmari en framburður hennar um myndsendingar ákærða. Er framburður brotaþola um atvik í bifreiðinni bæði skýr og trúverðugur að áliti dómsins. Framburður B hefur verið stöðugur um atvik í bifreiðinni í öllum meginatriðum, þótt nokkurra áherslubreytinga hafi gætt í síðari framburði hennar fyrir dómi varðandi alvarleika og þýðingu þeirra atburða. Samræmist framburður hennar framburði brotaþola um atvik í bifreiðinni í öllum meginatriðum, þar á meðal um að hafa veitt því athygli að ákærði hafði hneppt frá buxnaklauf sinni. Þá kom að áliti dómsins skýrt fram í framburði hennar að með hátterni sínu og orðum hafi ákærði gefið brotaþola til kynna að hún ætti að sækja símann sinn inn fyrir buxur hans, þótt hann hafi ekki beinlínis sagt henni að gera það. Rennir framburður vitnisins stoðum undir það að brotaþoli hafi mátt leggja þann skilning í hátterni ákærða sem hún gerði. Við mat á trúverðugleika framburðar B verður ekki hjá því litið að vitnið viðurkenndi fyrir dómi að hafa sagt ósatt við fyrri skýrslugjöf sína varðandi myndsendingar ákærða. Þetta viðurkenndi hún hins vegar hreinskilnislega og bar við að hafa verið undir þrýstingi frá hinum stúlkunum, einkum þó C. Á hinn bóginn varð ekki ráðið af framburði B að hún hafi verið undir neinum þrýstingi varðandi frásögn af atvikum í bifreiðinni er hún gaf skýrslu undir stjórn dómara 7. nóvember 2013 og aftur við aðalmeðferð málsins og hefur framburður hennar um þau atvik verið stöðugur eins og fyrr sagði. Verður heldur ekki annað ráðið en að vitnið hafi lýst atvikum af eigin raun, eins og sérstaklega var brýnt fyrir henni að gera við aðalmeðferð málsins. Þá styrkir það fremur trúverðugleika framburðar vitnisins heldur en hitt, að hún bar um að vera ekki lengur í nánum vináttutengslum við brotaþola. Samkvæmt öllu framanrituðu þykir trúverðugur framburður brotaþola um atvik í bifreiðinni fá slíka stoð í framburði vitnisins B, að gegn neitun ákærða telst fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi reynt að fá brotaþola til að fara með hendurnar inn fyrir buxur hans á kynfærasvæði. Af hálfu ákærða var jafnframt borið við þeirri vörn, teldist háttsemi hans sönnuð, að virða verði háttsemina sem grín og að hann hafi ekki haft ásetning til kynferðisbrots. Teljist háttsemin honum því ekki refsiverð. Í framburði ákærða fyrir dómi bar hann því við að brotaþoli hlyti að hafa misskilið hann þegar hann sagði henni að sækja símann sinn sjálf, en ekkert kom fram sem getur stutt það að um grín af hans hálfu hafi verið að ræða. Þótt þessi málsvörn ákærða fái vissa stoð í framburði B, einkum við aðalmeðferð málsins, um að brotaþola hafi mátt vera ljóst að um grín væri að ræða, kom ekkert fram efnislega í framburði vitnisins sem rennir stoðum undir það að háttsemi ákærða hlutlægt séð hafi verið sett fram sem grín og að brotaþola hafi mátt skiljast það. Kom heldur ekkert fram í framburði ákærða eða vitnisins um að brotaþola hafi verið tjáð að um grín hefði verið að ræða. Virtist framburður vitnisins fyrst og fremst byggður á því að vegna aldursmunar ákærða og brotaþola hafi vitnið talið ólíklegt að hann væri að fara á fjörurnar við hana og því hlyti að hafa verið um grín að ræða. Getur afstaða vitnisins engum úrslitum ráðið í þessum efnum. Hins vegar kom skýrt fram í framburði B að brotaþoli hafi sýnt þess merki í bifreiðinni að henni liði illa vegna hátternis ákærða. Samræmist það framburði brotaþola sjálfrar um upplifun hennar af atvikinu. Verður framangreindri vörn ákærða því hafnað. Sú háttsemi sem sannað er samkvæmt framanrituðu að ákærði viðhafði í garð brotaþola, þar sem hann lá í kjöltu hennar og gaf í skyn með orðum og látbragði að hún gæti sótt símann sinn inn undir fráhnepptar buxur hans á kynfærasvæði, er hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að brjóta gegn blygðunarsemi brotaþola, eins og framburður hennar er jafnframt til marks um. Er brot ákærða réttilega heimfært í ákæru til 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og jafnframt til 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, í ljósi ungs aldurs brotaþola. IV Samkvæmt framanrituðu er ákærði hér sakfelldur fyrir brot samkvæmt síðari lið ákærunnar, en sýknaður af fyrri lið hennar, og varðar brot hans við 209. gr. almennra hegningarlaga, auk 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga. Ákærði var 19 ára er brot hans átti sér stað og hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverð brot. Við ákvörðun refsingar hans er litið til ungs aldurs hans og hreins sakaferils, en jafnframt til ungs aldurs brotaþola, sem var 14 ára gömul er brotið átti sér stað. Framburður móður brotaþola fyrir dómi bendir þó ekki til þess að brot ákærða hafi haft varanleg neikvæð áhrif á líðan brotaþola og liggja ekki fyrir gögn sem benda til annars. Með hliðsjón af framanrituðu og brotinu sjálfu, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Gísla M. Auðbergssonar hrl., vegna starfa hans á rannsóknarstigi málsins og fyrir dómi, eru hæfilega ákveðin í einu lagi að fjárhæð 742.500 krónur, en auk þess á verjandinn rétt til greiðslu 70.064 króna vegna aksturs. Þóknun réttargæslumanns brotaþola, Evu Dísar Pálmadóttur hrl., vegna starfa hennar í þágu brotaþola á rannsóknarstigi málsins og fyrir dómi, þykir hæfilega ákveðin 207.075 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna verjanda og þóknunar réttargæslumanns hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Þá féll við aðalmeðferð málsins til sakarkostnaður vegna aksturs vitnis, 59.392 krónur. Með hliðsjón af úrslitum málsins þykir rétt að dæma ákærða til greiðslu helmings áfallins sakarkostnaðar, þ.e. 539.515 krónur, en að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Dómur þessi er kveðinn upp af Hildi Briem héraðsdómara föstudaginn 6. mars 2015, kl. 14.00, í dómsal Héraðsdóms Austurlands að Lyngási 15, Egilsstöðum. Við dómsuppsögu var gætt ákvæðis 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en dráttur varð á dómsuppsögu vegna embættisanna dómara. Dómsorð: Ákærði, Guðjón Ingibergur Ólafsson, sæti fangelsi í 45 daga, en fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði greiði 539.515 krónur í sakarkostnað, en að öðru leyti greiðist sakarkostnaður úr ríkissjóði. Innifalið í sakarkostnaði eru málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Gísla M. Auðbergssonar hrl., 742.500 krónur, ferðakostnaður verjandans, 70.064 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Evu Dísar Pálmadóttur hrl., 207.075 krónur. |
Mál nr. 23/2019 | Sjómaður Slys Líkamstjón Orsakatengsl Sennileg afleiðing Skaðabætur Aðalmeðferð | Í málinu krafðist sjómaðurinn A viðurkenningar á bótaskyldu B hf. vegna afleiðinga slyss sem hann varð fyrir um borð í skipi í eigu B hf. þegar hann rann til og rak vinstri fót upp undir koll í klefa sínum. Við þetta fékk A sár á litlu tá sem olli beinsýkingu og beineyðingu í tá og rist og þurfti í kjölfarið að fjarlægja tána og hluta af ristarbeini. B hf. hélt því meðal annars fram að skilyrðum um orsakatengsl og sennilega afleiðingu væri ekki fullnægt og að orsök þess líkamstjóns sem A varð fyrir væri sykursýki sem hrjáði hann og hirðuleysi hans við að sinna sárinu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ótvírætt væri að um hafi verið að ræða slys í skilningi 1. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Þá var A ekki talinn hafa sýnt af sér vítavert gáleysi í skilningi síðari málsliðar ákvæðisins. Við mat á því hvort skilyrði væru til að fella á B hf. skaðabótaábyrgð samkvæmt lagaákvæðinu á líkamstjóni A og þar með áhættuna af því að A hafi vegna sjúkdóms síns verið berskjaldaðri en almennt gerist fyrir því að lítilsháttar áverki á fæti gæti haft þær afleiðingar sem raun varð á, taldi Hæstiréttur að horfa yrði einkum til þriggja atriða. Í fyrsta lagi að A hefði verið haldinn sjúkdómnum áður en hann varð fyrir slysinu, í öðru lagi að sjúkdómurinn hefði ekki fram að því skert vinnugetu hans eða hamlað honum á annan hátt en þann að hann var háður reglubundinni lyfjatöku og í þriðja lagi hefði sárið, sem A hlaut við slysið, raungert þá hættu sem sjúkdómur hans hafði í för með sér. Loks var talið að afleiðingar slyssins gætu ekki talist svo langsóttar að komið væri út fyrir mörk þess, sem B hf. yrði að bera áhættu af. Að virtum þessum atriðum var talið að nægilega mætti rekja líkamstjón A til slyssins svo að B hf. yrði látinn bera skaðabótaábyrgð á því. Var krafa A því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson, Benedikt Bogason,Greta Baldursdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 6. maí 2019. Hann krefst sýknu afkröfu stefnda um að viðurkennd verði skaðabótaskylda sín vegna afleiðingaslyss, sem stefndi kveðst hafa orðið fyrir 5. júlí 2015 um borð í fiskiskipiáfrýjanda, [...]. Þá krefst hann málskostnaðar á öllum dómstigum.Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðarfyrir Hæstarétti, en til vara að málskostnaður falli niður verði áfrýjandisýknaður af framangreindri kröfu hans.ISamkvæmt gögnummálsins greindist stefndi, sem er fæddur 1985, með sjúkdóminn sykursýki I áárinu 1997 og hefur upp frá því þurft daglega að taka inn efnið insúlín meðsprautu. Hann staðhæfir að þessi sjúkdómur hafi þó aldrei haft áhrif á getusína til vinnu. Fyrir liggur að stefndi réði sig til starfa hjá áfrýjanda áfyrrnefndu skipi með samningum, sem tóku til einstakra veiðiferða á tímabilinufrá 9. maí til 28. september 2015, og vann þá stefndi ýmist sem háseti eðamatsveinn.Stefndi kveðsthafa orðið fyrir slysi í einni af þessum veiðiferðum seint að kvöldi 5. júlí2015. Atburði þessum hefur hann lýst á þann hátt að hann hafi staðið á gólfi íklefa sínum um borð í skipinu og verið að klæða sig úr sokki. Hafi þá komið„eitthvað slag á bátinn“, annaðhvort út af veltingi á skipinu eða sökum þess aðþví hafi verið beygt, og hafi stefndi misst jafnvægi. Við þetta hafi hann rekiðvinstri fót upp undir koll, sem hafi verið festur við gólfið í klefanum, en áneðanverðum kollinum hafi verið skrúfur og festingar, sem fóturinn hafi skolliðí. Af þessu hafi stefndi hlotið sár á litlu tá, sem hafi blætt úr. Hann hafi settbréf á sárið og farið í borðsal skipsins, þar sem hann hafi beðið þar til hætthafi að blæða úr sárinu, en látið svo plástur á það og haldið aftur til klefa síns.Þessa atviks var getið í skipsdagbók, að því er virðist að ósk stefnda, meðþeim orðum að hann hafi runnið til í klefa sínum, sparkað vinstri fæti „uppundir kollinn við borðið í klefanum“ og hlotið af því „smá sár á utanverðalitlu tá“, en á það hafi verið settur plástur. Af dagbókinni virðist mega ráðaað skipið hafi á þessum tíma verið statt á hafi úti og vindhraði verið 15 til18 metrar á sekúndu. Fyrir Hæstarétti hefur áfrýjandi ekki andmælt því að atvikhafi verið með þessum hætti.Í aðilaskýrslufyrir héraðsdómi kvaðst stefndi lítið sem ekkert hafa fundið til í fætinumeftir þennan atburð og búist við að sárið „myndi bara gróa á eðlilegan máta“,en sár á honum hafi þó almennt verið lengi að gróa vegna sykursýki hans og hannþví yfirleitt borið á þau sýkladrepandi og græðandi smyrsl, sem hann hafi oggert í þessu tilviki. Hann hafi á hinn bóginn fengið áhyggjur þegar sárið hafiekki enn verið gróið að liðnum rúmum mánuði og leitað því til læknis íVestmannaeyjum 17. ágúst 2015. Samkvæmt sjúkraskrá var sárið þá hreinsað ogbúið um það og var það gert á ný 20. sama mánaðar. Aftur leitaði stefndi tillæknis 10. september 2015 og var þá fært í sjúkraskrá að hann hafi að mestuverið úti á sjó eftir síðustu komu sína. Tekið var fram að stefndi væri meðverki í tábergi og greri sárið hægt. Það væri frekar djúpt og lyktaði illa,roði væri við litlu tá og eymsli við þreifingu. Greindi læknir þetta sem„diabetískt fótsár“ og væri hugsanlega komin sýking í það. Hafi stefndi þvífengið töflur með sýklalyfi. Sárið hafi verið hreinsað og búið um það og var þettagert aftur 14. og 21. sama mánaðar. Sýni var tekið úr sárinu 28. september 2015og leiddi rannsókn í ljós að í því væru fjórar tegundir af sýklum. Röntgenmyndvar tekin af fætinum 12. október 2015 og fannst þá sýking og eyðing í beinum ílitlu tá og rist. Enn leitaði stefndi til læknis að morgni 14. sama mánaðar ogvar eftirfarandi fært um þá komu hans í sjúkraskrá: „Fór í sturtu og var ekkimeð neitt yfir sárinu. Fór í sokkinn beint yfir. Þurfti að hreinsa vel sáriðþar sem að var mikið af sokk í sárinu. Er rauður og tá rauð og bólgin. Er ásýklalyfi.“ Stefndi kom á ný til læknis fáum klukkustundum síðar og var þáritað í sjúkraskrá að hann væri „með meiri sýkingu, litla táin eldrauð ogbólgin“ og komin húðnetjubólga og sogæðabólga upp á miðjan sköflung. Hafistefndi því fengið sýklalyf í æð. Degi síðar var sárið opnað og var þá „komiðinn á graftarpoll fremst í litlu tá og sett dren í 24 klukkustundir.“ Stefndivar lagður inn á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum 16. október 2015, þar sem hannfékk áfram sýklalyf í æð, en var svo fluttur á bráðadeild Landspítala 19. samamánaðar sökum þess að táin var orðin „bláleit/svört og roði og hiti upp á rist“,stefndi skjálfandi og með háan hita. Degi síðar mun gröftur hafa runnið úrsárinu og drep verið komið í tána. Hún var því fjarlægð í skurðaðgerð 22.október 2015 ásamt beini í rist, en eftir það mun stefndi hafa verið áframundir læknishendi um margra vikna skeið vegna meðferðar á sárinu og húðágræðslu.Í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi kvað stefndi lækna hafa ráðið sér frá því að faraaftur til starfa á sjó og hafi hann því fengið vinnu við akstur vörubifreiða ogstjórn jarðvinnutækja, sem hann hafi svo ekki þolað til lengdar vegna fótarins.Hann kvaðst jafnframt hafa þurft að gangast undir aðra skurðaðgerð í mars 2018,þar sem meira hafi verið fjarlægt af ristarbeini, og hafi hann eftir það verið atvinnulaus.Fyrir liggur aðáfrýjandi tók slysatryggingu vegna sjómanna í þjónustu sinni á grundvelli 2.mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 og ákvæða í kjarasamningi Landssambandsíslenskra útvegsmanna og Sjómannasambands Íslands frá 17. desember 2008.Stefndi krafðist bóta úr þeirri vátryggingu 6. apríl 2016. Vátryggingafélagið,sem í hlut átti, hafnaði kröfu hans 10. maí sama ár með vísan til þess að ekkiværi uppfyllt skilyrði, sem fram kæmi í skilmálum slysatryggingarinnar, um aðbætur yrðu því aðeins greiddar að slys væri bein og eina orsök þess aðvátryggður missti starfsorku sína að nokkru leyti eða öllu.Stefndi höfðaðimál þetta 13. janúar 2017 og krafðist þess annars vegar að viðurkennd yrðiskaðabótaábyrgð áfrýjanda vegna afleiðinga slyssins, sem hann hafi orðið fyrir5. júlí 2015 um borð í áðurnefndu skipi, og hins vegar að áfrýjanda yrði gertað greiða sér 5.521.201 krónu með nánar tilgreindum vöxtum, en sú krafa sneriað vangoldnum launum í slysaforföllum. Með hinum áfrýjaða dómi var fyrrnefndakrafan tekin til greina og jafnframt sú síðarnefnda að því leyti að áfrýjandivar dæmdur til að greiða stefnda 3.022.688 krónur ásamt vöxtum. FyrirHæstarétti una báðir málsaðilar við niðurstöðu hins áfrýjaða dóms umsíðarnefndu kröfuna, en áfrýjandi leitar endurskoðunar dómsins að því er þáfyrrnefndu varðar.IIÍ 1. mgr. 172. gr.siglingalaga er kveðið á um að útgerðarmaður beri meðal annars ábyrgð á kröfuvegna líkamstjóns þess, sem ráðinn er í skiprúm hjá honum, hafi slys borið aðhöndum þegar sá var staddur á skipi eða vann í beinum tengslum við reksturþess, en einu gildi þótt slysið eða tjónið verði ekki rakið til bilunar átækjum, ónógra öryggisráðstafana eða yfirsjónar þeirra, sem starfi í þáguskips. Megi þó lækka fébætur eða fella þær niður verði slys eða tjón rakið tilvítaverðs gáleysis þess, sem orðið hafi fyrir því. Í 2. mgr. 172. gr.siglingalaga er mælt fyrir um skyldu útgerðarmanns til að taka vátrygginguvegna bóta, sem kunna að falla á hann eftir 1. mgr. sömu lagagreinar, og er íb. lið 2. töluliðar fyrrnefndu málsgreinarinnar kveðið á um fjárhæðir tilákvörðunar bóta vegna varanlegrar örorku, sem vátryggingin eigi að taka til.Skulu þær fjárhæðir háðar verðlagsbreytingum eftir nánari fyrirmælum 4. mgr.sömu lagagreinar. Þá felst sú regla í 5. tölulið 175. gr. siglingalaga aðhlutlæg bótaábyrgð útgerðarmanns á líkamstjóni skipverja samkvæmt 1. mgr. 172.gr. laganna takmarkist við þær fjárhæðir, sem mælt er fyrir um í b. lið 2.töluliðar 2. mgr. síðarnefndu lagagreinarinnar. Í 1. mgr. greinar 1.23. íáðurnefndum kjarasamningi var áréttuð skylda útgerðarmanns til að vátryggjahvern þann mann, sem samningurinn næði til og slasast kynni um borð í skipi eðavið vinnu í beinum tengslum við rekstur þess, í samræmi við ákvæði 172. gr.siglingalaga. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar í kjarasamningnum skyldu bætur úr slíkrivátryggingu ákveðnar eftir reglum skaðabótalaga nr. 50/1993 ef þær leiddu tilhærri heildarbóta en fengjust eftir 172. gr. siglingalaga. Þá var í 8. mgr.sömu greinar kjarasamningsins kveðið á um hlutdeild þeirra, sem nytu þessararvátryggingar, í kostnaði af henni, en sú hlutdeild skyldi nema tiltekinnimánaðarlegri fjárhæð, sem tæki sömu breytingum og kauptrygging sjómanna.Í málinu reisirstefndi kröfu sína um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð áfrýjanda á afleiðingumætlaðs slyss eingöngu á 172. gr. siglingalaga ásamt fyrrgreindum ákvæðumkjarasamnings og miðar þannig við að áfrýjandi beri þá ábyrgð án sakar. Stefndihefur þó hvorki í kröfugerð sinni né öðrum málatilbúnaði vikið að því hvortskaðabótaábyrgð þessi eigi að sæta tilteknum takmörkunum eftir ákvæðum 2. mgr.172. gr. og 5. töluliðar 175. gr. siglingalaga og þá eftir atvikum hverjum.Áfrýjandi hefur á hinn bóginn í engu hreyft andmælum á þessum grunni gegnkröfugerð stefnda. Að því virtu er ekki unnt að líta svo á að málið sévanreifað af hendi stefnda og verður því felldur efnisdómur á það án þess aðgæta þurfi frekar að framangreindu.IIIÍ samræmi viðfrásögn stefnda, sem sætir ekki andmælum að þessu leyti, verður við úrlausnmálsins að byggja á því að hann hafi hlotið sár á litlu tá vinstri fótar, þarsem hann var staddur að kvöldi 5. júlí 2015 í klefa sínum um borð í skipiáfrýjanda, sem hann hafði verið ráðinn til starfa á. Þetta hafi gerst á þannhátt að hann hafi misst jafnvægi vegna snarprar hreyfingar á skipinu og rekið afþeim sökum fótinn upp í festingar á neðanverðri sessu á kolli, sem boltaðurhafði verið við gólfið í klefanum. Þegar að þessu virtu er ótvírætt að hér hafiverið um að ræða slys í skilningi 1. mgr. 172. gr. siglingalaga og eru að öðruleyti uppfyllt skilyrði fyrri málsliðar þess ákvæðis til að áfrýjandi beri ánsakar skaðabótaábyrgð á tjóni stefnda, sem rakið verður til slyssins.Stefndi hefur lagtfram í málinu vottorð yfirlæknis í æðaskurðlækningum á Landspítala 15. febrúar2016, þar sem sagði meðal annars að stefndi hafi í fyrrgreindu slysi hlotið„lítið sár á fót sem endaði með meiriháttar alvarlegri sýkingu í húðnetju,sogæðum og beinum ásamt drepi í vef.“ Hafi reynst nauðsynlegt að fjarlægja táog hluta af beini í rist. Þar sagði einnig: „Fótamein … er vel þekkturfylgikvilli sykursýki og vel þekkt að jafnvel lítil sár geta leitt tilmeiriháttar aflimana hjá sykursjúkum. Spila þar inn í margir þættir svo semskert skyn í fótum vegna sykursýkistaugakvilla, skert blóðflæði og ónæmisbælingvegna sykursýki.“ Þá var í vottorðinu vísað til fræðirits á sviðiæðaskurðlækninga um að allt að fjórðungur sykursjúkra fái sár á fæti einhverntíma á lífsleiðinni og í um helmingi þeirra tilvika berist sýking í sárið. Þegarþað gerist leiði sýkingin í um fimmtungi tilvika til aflimunar. Sjaldgæft sé aðfullorðinn maður, sem haldinn sé sykursýki, fái sýkingu í útlim án þess að sárvaldi henni og séu blóðbornar mjúkvefja- og beinasýkingar mjög óvenjulegar. Áfrýjandihefur ekkert lagt fram í málinu til að hnekkja þessum ályktunum. Verðursamkvæmt því að leggja til grundvallar að sárið, sem stefndi fékk á tá íslysinu 5. júlí 2015, hafi verið orsök þess líkamstjóns, sem hann varð aðendingu fyrir vegna brottnáms á tánni og beins í rist á fæti hans. Ljóst er þóeinnig af vottorðinu að sárið hefði vart getað leitt til þessa tjóns nema sökumþess að stefndi var haldinn sykursýki þegar slysið bar að höndum.Þegar mat er lagtá það hvort skilyrði séu til að fella á áfrýjanda skaðabótaábyrgð á líkamstjónistefnda og þar með áhættuna af því að stefndi hafi vegna sjúkdóms síns veriðberskjaldaðri en almennt gerist fyrir því að lítilsháttar áverki á fæti gæti haftþær afleiðingar, sem raun varð á, verður eftir viðteknum kenningum í norrænumskaðabótarétti að horfa einkum til þriggja atriða. Eins og atvikum er hér háttaðverður þannig í fyrsta lagi að líta til þess hvort stefndi hafi verið haldinn þessumveikleika áður en hann varð fyrir slysinu, í öðru lagi hvort sá veikleiki hafi legiðþá í dvala og ekki orðið til tjóns fram að því og í þriðja lagi hvort slysiðhafi leyst úr læðingi skaðlegar afleiðingar veikleikans. Um þetta er þá þess aðgæta að fyrir liggur að stefndi hafði verið haldinn sjúkdómnum sykursýki I aðminnsta kosti frá árinu 1997, en slysið varð 5. júlí 2015. Sjúkdómurinn var aðsönnu þekktur allan þann tíma, en hafði ekki eftir gögnum málsins skertvinnugetu stefnda eða hamlað honum á annan hátt en þann að hann var háðurreglubundinni og tíðri lyfjatöku. Óumdeilt er að stefndi hlaut við slysið þaðsár, sem sýking settist síðan í, og verður að leggja til grundvallar í ljósifyrrgreinds læknisvottorðs að sárið hafi þannig raungert þá hættu, semsjúkdómur hans hafði í för með sér. Að auki verður að gæta þess að afleiðingarslyssins geta ekki talist svo langsóttar að komið sé út fyrir mörk þess, semáfrýjandi verði að bera áhættu af. Að þessu öllu virtu verður að líta svo á að nægilegamegi rekja líkamstjón stefnda til slyssins svo að áfrýjandi verði látinn beraskaðabótaábyrgð á því.Af áðurgreindumframburði stefnda fyrir héraðsdómi verður ráðið að honum hafi verið ljóst aðsjúkdómur hans hefði áhrif á það hvernig sár greru á líkama hans, gæta þyrftivarúðar þegar hann fengi þau og grípa yrði til varna gegn því að sýking settistí þau. Ekki eru efni til að fallast á með áfrýjanda að stefndi hafi sýnt af sérvangæslu þótt hann hafi ekki leitað til læknis fyrr en um sex vikum eftir aðhann hlaut sár í slysinu, sem málið varðar. Þótt líta verði á hinn bóginn svo áað gálaust hafi verið af stefnda að búa ekki um sárið á fyrrnefndum tíma, semleið að morgni 14. október 2015 frá því að hann baðaði sig þar til hann gekktil læknis, getur það gáleysi ekki talist vítavert í skilningi síðari málsliðar1. mgr. 172. gr. siglingalaga þannig að stefndi verði sjálfur að bera tjón sittmeð öllu eða að hluta.Samkvæmt ölluframansögðu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um þá kröfu stefnda,sem hér hefur verið fjallað um. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefndamálskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Hinn áfrýjaðidómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, B hf.,greiði stefnda, A, 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur LandsréttarMál þettadæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Ásmundur Helgason og HervörÞorvaldsdóttir.Málsmeðferð og dómkröfur aðilaÁfrýjandiskaut málinu til Landsréttar 10. júlí 2018. Áfrýjað er dómi HéraðsdómsSuðurlands 13. júní 2018 í málinu nr. E-[…]/2017.2Áfrýjandikrefst aðallega sýknu af kröfum stefnda. Til vara krefst hann þess annarsvegar, hvað viðurkenningarkröfu varðar, að ábyrgð verði skipt og bótarétturstefnda eingöngu viðurkenndur í samræmi við þá skiptingu og hins vegar krefsthann lækkunar á fjárkröfu stefnda. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendistefnda í héraði og fyrir Landsrétti. 3Stefndikrefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4Málavextireru raktir í hinum áfrýjaða dómi auk þess sem þar er gerð grein fyrirmálsástæðum aðila. Eins og þar segir lýtur ágreiningur þeirra að því hvort ááfrýjanda hvíli skaðabótaskylda á grundvelli 1. mgr. 172. gr. siglingalaga nr.34/1985 vegna afleiðinga slyss sem stefndi kveðst hafa orðið fyrir 5. júlí 2015um borð í […]. Ágreiningslaust er að áfrýjandi gerði skipið út og aðstefndi var ráðinn […] um borð í umrætt sinn. Þáer óumdeilt að stefndi varð fyrir því óhappi um miðnætti 5. júlí 2015 að rennatil og reka vinstri fótinn upp undir koll í skipsklefa sínum eins og lýst er ískipsdagbók. Þar segir að við þetta hafi stefndi fengið „smá sár“ á utanverðalitlu tá vinstri fótar. Eins og rakið er í héraðsdómi olli sárið beinsýkingu ogbeineyðingu í litlu tá og rist stefnda um miðjan október 2015 og þurfti aðfjarlægja tána og hluta af beini á rist með aðgerð 22. sama mánaðar. 5Í 1. mgr.172. gr. siglingalaga segir að útgerðarmaður beri ábyrgð á kröfum vegna lífs-eða líkamstjóns þeirra sem ráðnir eru í skiprúm hjá honum hafi slys borið aðhöndum er hlutaðeigandi var staddur á skipi eða vann í beinum tengslum viðrekstur skips enda þótt slysið eða tjónið verði ekki rakið til bilunar á tækjumeða ónógra öryggisráðstafana né heldur yfirsjónar þeirra er starfa í þáguskips. Þá segir í ákvæðinu að lækka megi fébætur eða láta þær niður falla ef sásem fyrir slysi eða tjóni varð sýndi vítavert gáleysi sem leiddi til slyssinseða tjónsins. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er útgerðarmanni skylt að kaupatryggingu fyrir bótum sem á hann kunna að falla samkvæmt 1. mgr. greinarinnar.Nánari fyrirmæli eru í ákvæðinu um fjárhæð dánar- og slysabóta sem greiða berúr tryggingunni. Þá er mælt fyrir um heimild útgerðarmanns til að takmarkaábyrgð sína í 173. gr. til 183. gr. laganna. Af 5. tölulið 175. gr. lagannaleiðir að hlutlæg bótaábyrgð útgerðar á kröfu vegna lífs- og líkamstjónssamkvæmt 1. mgr. 172. gr. laganna takmarkast við fjárhæð tryggingar samkvæmt 2.mgr. sömu greinar. 6Hlutlægbótaregla 1. mgr. 172. gr. siglingalaga er skaðabótaregla þó að fjárhæð bótatakmarkist af vátryggingu sem útgerðarmanni er skylt að kaupa. Við túlkun áslysahugtaki greinarinnar má eftir sem áður hafa hliðsjón af því hvernighugtakið er almennt skilgreint í vátryggingarskilmálum og vátryggingarréttiþannig að sé um slys að ræða í skilningi þeirra skilmála megi jafnframt gangaút frá því að hlutlæg bótaregla 1. mgr. 172. gr. siglingalaga taki til þess. 7Fyrirliggur að óhappið varð skyndilega með því að stefndi rak vinstri fótinn í kollum borð í skipinu með þeim afleiðingum að sár myndaðist á vinstri fæti.Samkvæmt því var um skyndilegan, utanaðkomandi atburð að ræða sem olli meiðslumá líkama stefnda án vilja hans. Af þessu leiðir að fullnægt er skilyrðum 1.mgr. 172. gr. siglingalaga um að stefndi hafi orðið fyrir slysi þegar hann varráðinn í skiprúm hjá áfrýjanda og var staddur á skipinu. 8Bótaábyrgðsamkvæmt 1. mgr. 172. gr. siglingalaga stofnast ekki nema að líkamstjónskipverja verði rakið til slyss um borð í viðkomandi skipi. Af hálfu áfrýjandaer á því byggt að skilyrði um slík orsakatengsl sé ekki fullnægt í málinu.Vísar hann til þess að orsök þess líkamstjóns sem stefndi varð fyrir í október2015 hafi verið sykursýki sem hrjáð hafi stefnda og hirðuleysi hans við aðmeðhöndla sárið en ekki atvikið um borð í skipi áfrýjanda. Þá er á því byggt aðþær miklu afleiðingar sem sárið hafði falli utan ábyrgðar hans þar sem skilyrðium sennilega afleiðingu sé ekki fullnægt.9Stefndivar ungur að árum greindur með sykursýki og hefur sjúkdómurinn veriðmeðhöndlaður með innsúlíngjöf úr sprautu. Samkvæmt sjúkraskrá leitaði stefndi áheilsugæslu 17. ágúst 2015 þar sem sárið, sem hann hlaut 5. júlí sama ár, hafðistækkað og hann verkjaði í það. Hafði hann þá borið sýkladrepandi krem á sáriðán árangurs. Sárið var í framhaldinu þvegið og búið um það. Hann leitaði aðnýju til heilsugæslunnar 10. september 2015 og greindi læknir hann þá með„diabetiskt fótsár“ með mögulegri sýkingu. Samkvæmt sjúkraskrá var sárið á þeimtíma frekar djúpt og aðeins minna en einnar krónu peningur. Stefnandi fékkávísað sýklalyfi og var honum bent á að koma aftur í umbúðaskipti og endurmat.Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að það hafi stefndi gert. Samkvæmtniðurstöðu úr ræktun á sýni úr sárinu, sem lá fyrir 28. september 2015,greindust fjórar tegundir baktería í því. Röntgenmynd var tekin af fætinum enniðurstaða hennar, sem lá fyrir 12. október 2015, gaf til kynna að sýking værií beinum með „beineyðingu í nærkjúku litlu táar“ eins og segir í vottorði Cæðaskurðlæknis 15. febrúar 2016. Stefndi leitaði til heilsugæslunnar 14.október sama ár en hafði rétt áður farið í sturtu án þess að vera með neittyfir sárinu. Greindi hann frá því að hann hefði farið í sokk beint yfir sáriðen ráða má af færslu í sjúkraskrá að þess vegna hafi þurft að hreinsa sáriðvel. Þegar læknir skoðaði hann var táin eldrauð og bólgin og náðu einkenni uppá rist og sköflung. Í vottorði æðaskurðlæknisins kemur fram að stefndi hafi þáverið kominn með húðnetju- og sogæðabólgu og að hann hafi fengið sýklalyfiðCeftriaxone í æð. Hafi sárið verið opnað daginn eftir og var þá komið inn á„graftarpoll fremst í litlu tá og sett dren í 24 klukkustundir“. Stefndilagðist síðan inn á sjúkrahúsið í […] 16. október þar sem honum var gefin önnurtegund sýklalyfs í æð. Hann var sendur á bráðamóttöku Landspítalans 19. októbersama ár og var lagður inn á lyflæknisdeild. Hann gekkst undir aðgerð 22.október sama ár þar sem litla táin var fjarlægð og hluti af beini á rist aukþess sem gröftur var hreinsaður og dauð húð fjarlægð. Í framangreindu vottorðier meðferð stefnda í kjölfarið lýst. 0Íframangreindu vottorði æðaskurðlæknisins er einnig vikið almennt að samspilisykursýki og fótameina. Þar kemur fram að fótamein sykursjúkra sé þekkturfylgikvilli sjúkdómsins. Jafnvel lítil sár geti leitt til meiri háttaraflimunar hjá sykursjúkum. Í vottorðinu er vitnað til þekktrar textabókar íæðaskurðlækningum þar sem fram kemur að allt að 25% sykursjúkra fái fótasáreinhvern tímann á lífsleiðinni. Þar segir að sáramyndun sé vendipunktur íferlinu að sýkingu og aflimun. Kemur þar fram að um 50% „sykursýkisfótasára“sýkist og um 20% af „sýktum sykursýkisfótasárum“ þurfi aflimunar við. Þá er ívottorðinu vitnað til þeirra orða í ritinu að sjaldgæft sé að fullorðinneinstaklingur með sykursýki fái sýkingu í útlim án sárs sem orsakavalds. Þessvegna sé mikilvægt að fótasár séu greind og meðhöndluð.1Samkvæmtframangreindu verður að líta svo á að slysið 5. júlí 2015 annars vegar ogsykursýkin sem hrjáði stefnda hins vegar hafi verið samverkandi orsakirlíkamstjóns hans. Án sáramyndunar við slysið hefði með öðrum orðum ekki komiðtil þeirra einkenna og meðferðar sem lýst er í vottorði læknisins. Sáramynduninvar því nauðsynlegt skilyrði líkamstjóns stefnda en hvorki sárið né sjúkdómurinnvoru nægjanleg til þess að tjónið yrði. Með undirliggjandi sjúkdómi hafðisáramyndunin þá eiginleika sem voru fallnir til þess að valda því tjóni semstefndi varð fyrir. Þá varð áfrýjandi að sæta því að tjónþoli var veikari fyrirað þessu leyti en almennt gengur og gerist. Í þessu ljósi ber að fallast á aðskilyrðum sé fullnægt til að áfrýjandi beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnda ágrundvelli hlutlægrar bótareglu 1. mgr. 172. gr. siglingalaga. Þá hefuráfrýjandi ekki fært sönnur á að stefndi hafi sýnt af sér vítavert gáleysi viðmeðhöndlun á sárinu þannig að efni sé til þess að lækka fébætur eða láta þærfalla niður á grundvelli niðurlags greinarinnar. Samkvæmt þessu ber aðstaðfesta niðurstöðu héraðsdóms um skaðabótaábyrgð áfrýjanda eins og í dómsorðigreinir.2Í hinumáfrýjaða dómi var auk viðurkenningar á skaðabótaábyrgð áfrýjanda fallist ágreiðsluskyldu hans á grundvelli 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Íákvæðinu segir að verði skipverji óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hannverður fyrir meðan á ráðningartíma stendur skuli hann eigi missa neins aflaunum sínum í hverju sem þau eru greidd svo lengi sem hann er óvinnufær afframangreindum ástæðum, þó ekki lengur en tvo mánuði. Í málinu liggja fyrirgögn er sýna að stefndi var ráðinn til einnar veiðiferðar í senn á skip semáfrýjandi gerir út. Þegar stefndi varð fyrir meiðslum 5. júlí 2015 var hannráðinn á […] til lokaveiðiferðarinnar degi síðar. Hann var lögskráður á sama veiðiskip næstu mánuði,síðast frá 24. til 29. september 2015. Hann var ráðinn í veiðiferð á annað skipí eigu áfrýjanda 6. til 11. október 2015 en samkvæmt læknisvottorði varðstefndi óvinnufær frá 12. sama mánaðar allt til 8. febrúar 2016. Í málinuliggur fyrir annað læknisvottorð um óvinnufærni stefnda frá 11. apríl til 31.maí 2016. 3Með vísantil þess sem hér hefur verið rakið ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdóms aðstefndi hafi verið óvinnufær vegna meiðsla sem hann hlaut meðan á ráðningartímastóð. Af þeim sökum naut hann réttar til óskertra launa úr hendi áfrýjandasamkvæmt 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga í tvo mánuði. Eftir það átti hann rétttil þess að fá greitt „fast kaup, kauptryggingu eða sérlega umsamiðveikindakaup“ samkvæmt 3. mgr. sömu greinar í allt að þrjá mánuði til viðbótar.4Kröfugerðstefnda, sem fallist var á í héraðsdómi, er á því reist að hann eigi tilkalltil staðgengilslauna í fimm mánuði meðan hann var óvinnufær. Í framlögðumútreikningum Sjómannasambands Íslands á launum stefnda á þeim tíma er miðað viðað hann hafi verið ráðinn […] á […]. Þar sem skipið var ekki á sjó frá 12. október til 10.nóvember 2015 er lagt til grundvallar að stefndi hafi átt rétt á kauptryggingu […] á þeim tíma en eftir það hafi borið að taka mið af aflahlut […] meðan hann var óvinnufær.5Þessikröfugerð samrýmist ekki framangreindum fyrirmælum 1. og 3. mgr. 36. gr.sjómannalaga. Samkvæmt þeim átti stefndi rétt á staðgengilslaunum, er gátueftir atvikum verið aflahlutur, fyrstu tvo mánuðina eftir að hann varðóvinnufær en eftir það einskorðaðist réttur hans við kauptryggingu í þrjámánuði. Ekki verður ráðið af kjarasamningi milli Landssambands íslenskraútvegsmanna og Sjómannasambands Íslands, sem lagður hefur verið fram, að þarhafi verið samið um betri rétt að þessu leyti en leiðir af sjómannalögum.Útreikningur, sem áfrýjandi lagði fram í héraði til stuðnings varakröfu sinnium lækkun á fjárkröfu stefnda, tekur mið af forsendum 1. og 3. mgr. 36. gr.sjómannalaga. Eins og í kröfugerð stefnda er þar miðað við kauptryggingu ogaflahlut […]á […]. Þessir útreikningar hafaekki sætt andmælum stefnda og ber því að fallast á þá kröfu með þeimdráttarvöxtum sem í dómsorði greinir.6Engin rökhafa verið færð fyrir því að efni sé til þess að breyta niðurstöðu héraðsdómsum málskostnað. Ákvæði hans um það atriði skal því vera óraskað. Áfrýjandigreiði stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði.Dómsorð:Viðurkennder skaðabótaábyrgð áfrýjanda, B hf., á afleiðingum slyss sem stefndi, A, varðfyrir 5. júlí 2015 um borð í […].Áfrýjandigreiði stefnda 3.022.688 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganr. 38/2001 af 254.773 krónum frá 15. nóvember 2015 til 15. desember 2015, af1.480.492 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2016, af 2.077.325 krónum fráþeim degi til 15. febrúar 2016, af 2.399.608 krónum frá þeim degi til 15. apríl2016, af 2.485.550 krónum frá þeim degi til 15. maí 2016, af 2.700.405 krónumfrá þeim degi til 15. júní 2016 og af 3.022.688 krónum frá þeim degi tilgreiðsludags.Ákvæðihins áfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað. Áfrýjandi greiði stefnda600.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Suðurlands, miðvikudaginn 13. júní2018 Málþetta, sem dómtekið var 20. apríl sl., er höfðað með stefnu birtri 13. janúar2017. Stefnandier A, kt. […], […]. Stefndier B hf., kt. […], […]. Réttargæslustefndier Vátryggingafélag Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík. Dómkröfurstefnanda eru þær að viðurkennd verði skaðabótaábyrgð stefnda B hf. áafleiðingum vinnuslyss sem stefnandi varð fyrir 5. júlí 2015 um borð í […]. Þáer þess jafnframt krafist að stefndi greiði stefnanda 5.521.201 krónu vegnalauna í slysaforföllum ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 af 227.099 krónum frá 15. nóvember 2015 til 15. desember 2015, af1.152.441 krónum frá þeim degi til 15. janúar 2016, af 2.015.793 krónum fráþeim degi til 15. febrúar 2016, af 3.305.346 krónum frá þeim degi til 15. apríl2016, af 3.420.783 krónum frá þeim degi til 15. maí 2016, af 3.849.987 krónumfrá þeim degi til 15. júní 2016 og loks af 5.521.201 krónu frá þeim degi tilgreiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt reikningi.Ekki eru gerðar sérstakar kröfur á hendur réttargæslustefnda. Dómkröfurstefnda eru þær aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Tilvara eru þær kröfur gerðar að sök verði skipt hvað viðurkenningarkröfu varðarog bótaréttur stefnanda eingöngu viðurkenndur í samræmi við þá skiptingu. Þágerir stefndi þá kröfu að laun í slysaforföllum verði lækkuð. Þá gerir stefndikröfu um málskostnað úr hendi stefnanda aðmati dómsins. Réttargæslustefndigerir ekki sjálfstæðar kröfur í málinu að öðru leyti en því að hann krefstmálskostnaðar úr hendi stefnanda að matidómsins.Málavextir. Stefnandimun hafa verið ráðinn sem […] á fiskiskipið […] með ráðningarsamningumdagsettum 9. maí 2015, 14. júní sama ár og 2. júlí sama ár. Stefnandi hefurlýst því að um miðnætti 5. júlí sama ár hafi hann verið að fara í koju sínaþegar veltingur hafi komið á skipið, hann hafi runnið til og rekið vinstri fótupp undir koll í klefa sínum. Við þetta hafi hann fengið slæmt sár á utanverðalitlu tá vinstri fótar. Plástur mun hafa verið settur á sárið en enginnsjónarvottur varð að atvikinu, en stefnandi hafði samband við stýrimannskipsins og óskaði eftir skráningu á atvikinu. Atvikið var skráð í skipsdagbókog þar kemur fram að vindhraði hafi þennan dag verið 15-18 metrar á sekúndu.Stefnandi mun hafa haldið áfram störfum hjá stefnda en þegar verkir hafi fariðað ágerast og sárið sýnt þess merki að það væri að stækka hafi hann leitað tillæknis 17. ágúst sama ár og aftur 20. ágúst sama ár. Stefnandi tekur fram aðhann hafi greinst með sykursýki I árið 1997 og af þeim sökum hafi eftirfylgnilækna verið meiri. Samkvæmt gögnum málsins leitaði stefnandi til heilsugæsluþann 10. september sama ár og kemur fram í samskiptaseðli að sárið hafi veriðaðeins minna en 1 krónu peningur og aðeins gróandi væri í sárinu en hægur. Búiðvar um sárið og stefnandi settur á sýklalyf. Stefnandi mun hafa komið áheilsugæslu 14. september sama ár, 21. sama mánaðar, 28. sama mánaðar og þann12. október sama ár en þá munu hafa sést merki um sýkingu í beini. Þann 14.sama mánaðar mun stefnandi hafa komið tvisvar á heilsugæslu og vegna fyrrikomunnar er því lýst að hann hafi farið í sturtu og ekki verið með neitt yfirsárinu og hefði hann farið í sokkinn beint yfir. Hafi þurft að hreinsa sáriðvel þar sem mikið hafi verið af sokki í sárinu. Þennan dag mun fótur stefnandahafa farið hratt versnandi með roða, húðnetjubólgu og sogæðabólgu upp á miðjansköflung. Í kjölfarið var stefnandi fluttur á bráðamóttöku Landspítalans ogþann 22. sama mánaðar var gerð aðgerð þar sem litla tá stefnanda var fjarlægðásamt hluta af beini á rist. Samkvæmtlæknisvottorði C læknis, dags. 15. febrúar 2016, var það umrætt sár semstefnandi fékk á litlu tá sem endaði með framangreindri sýkingu sem gert hafiþað að verkum að nauðsynlegt reyndist að fjarlægja tána og hluta af beini árist. Í vottorðinu segir að það sé vel þekkt að lítil sár geti leitt til meiriháttar aflimana hjá sykursjúkum einstaklingum. Stefnandimun hafa verið óvinnufær frá 12. október 2015 til 8. febrúar 2016 og aftur frá11. apríl sama ár til 31. maí sama ár en stefndi mun hafa neitað ósk hans umgreiðslu launa í slysaforföllum í nóvember 2015 þar sem of langur tími væriliðinn frá óhappinu og meira yrði að koma til sönnunar því að slysið hefðivaldið óvinnufærni stefnanda. Stefnandi skilaði tilkynningu um slysið tilSjúkratrygginga Íslands sem í kjölfarið samþykkti bótaskyldu vegna slyssins.Réttargæslustefndi hafnaði hins vegar greiðslu bóta úr slysatryggingu sjómannameð vísan til gr. 10.4 í skilmálum tryggingarinnar þar sem fram kemur að bæturgreiddust aðeins ef slysið væri bein og eina orsök þess að vátryggður létilífið eða missti starfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Þá vísaði félagiðtil þess að starfsorkumissir stefnanda væri vegna vanrækslu hans á að leita strax til læknis, en þessivanræksla hefði orðið til þess að þurft hefði að aflima hann. Stefnandi reyndián árangurs að innheimta hjá stefnda laun í slysaforföllum en stefndi féllstekki á þær kröfur. Málsástæður oglagarök stefnanda. Stefnandibyggir kröfu sína um viðurkenningu á bótaskyldu á ráðningarsamningi aðila, 172.gr. siglingalaga nr. 34/1984 og kjarasamningi Landssambands íslenskraútvegsmanna og Sjómannasambands Íslands frá 1. janúar 2009. Stefnandi byggir áþví að stefndi beri hlutlæga ábyrgð á slysi stefnanda samkvæmt 172. gr.siglingalaga. Óumdeilt sé að stefnandi hafi orðið fyrir slysi um borð í togarasem gerður sé út af stefnda. Samkvæmt ákvæði 1.23 í kjarasamningnum beri útgerðað tryggja hvern þann mann sem samningurinn nær til og slasast um borð í skipieða í vinnu í tengslum við rekstur skips í samræmi við ákvæði 172. gr. siglingalaga.Þá beri útgerðarmanni skv. 2. mgr. 172. gr. laganna að kaupa tryggingu fyrirslysabótum sem á hann kunna að falla og eigi bæturnar að ákvarðast á grundvelliskaðabótalaga leiði það til hærri heildarbóta. Í 5. mgr. ákvæðis 1.23 íkjarasamningnum segi að um vátrygginguna skuli að öðru leyti gilda almennirskilmálar fyrir slysatryggingu sjómanna. Gildissvið slysatryggingar sjómannasem stefndi hafi keypt hjá réttargæslustefnda til þess að tryggja sig fyrirkröfum sem skipverjar gætu átt á hendur útgerðinni sé þrengra en hlutlæg ábyrgðstefnda. Slík þrenging gildi ekki gagnvart stefnanda, stefndi beri hlutlægaábyrgð á slysi stefnanda óháð því hvort slysið kunni að falla utanvátryggingarskilmála vátryggingafélags þar sem vátrygging hafi verið keypt. Stefndisé ekki í samningssambandi við vátryggingafélag stefnda og hvorki íkjarasamningum né lögum sé vikið að því að útgerð sé heimilt að takmarkabótaskyldu á þeim grundvelli sem réttargæslustefndi hafi gert. Þá byggirstefndi á því að umræddir vátryggingarskilmálar séu háðir takmörkunum ogundanþágum sem almennt tíðkist ekki hjá íslenskum vátryggingafélögum.Sjúkratryggingar Íslands hafi samþykkt bótaskyldu vegna slyss stefnanda, endaengar sambærilegar undanþágur í lögum um slysatryggingar almannatrygginga áborð við þær sérstöku undanþágur sem réttargæslustefndi byggir höfnun sínaá. Það sé á áhættu stefnda að kynna sérskilmála réttargæslustefnda og eftir atvikum að kaupa tryggingarvernd hjávátryggingafélagi sem þrengdi ekki gildissvið slysatryggingar sjómanna. Þaðhafi stefndi ekki gert en það breyti því ekki að stefndi ber fulla bótaábyrgð áslysi stefnanda. Þá beri stefndi hallann af því að sú vátryggingarvernd semhann hafi keypt hjá réttargæslustefnda hafi ekki tekið til hlutlægrarbótaskyldu stefnda á slysi stefnanda samkvæmt lögum og kjarasamningi. Stefnandibyggir kröfu um laun í slysaforföllum á 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga nr.35/1985 og gr. 1.21 í fyrrgreindum kjarasamningi sem vísi til sama ákvæðisvarðandi rétt skipverja til slysa- og veikindabóta. Þar sé kveðið á um aðskipverji, sem verði óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann verði fyrirmeðan á ráðningartíma stendur, skuli eigi missa neins í af launum sínum meðanhann er óvinnufær af framangreindum ástæðum. Óumdeilt sé að stefnandi hafiverið starfsmaður stefnda þegar hann slasaðistog hafi hann því áunnið sér rétt til launa í slysaforföllum. Samkvæmt 1.og 3. mgr. 36. gr. sjómannalaga hafi stefnda borið að greiða stefnanda laun í 5mánuði meðan hann hafi verið óvinnufær vegna slyssins. Þessi skylda sé óháðskaðabótaskyldu vegna slyssins og einungis háð því að um slys hafi verið aðræða sem skipverji hafi orðið fyrir við vinnu sína. Þessi ákvæði séu skýr ogófrávíkjanleg, í öllu falli hefði stefnanda borið að greiða laun í veikindaforföllumsamkvæmt 1. mgr. 36. gr. laganna óháð því hvort forföllin hafi stafað af slysi.Stefndi hafi ekki innt þá greiðslu af hendi þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir.Stefnandi hafi ekki leynt þeirri staðreynd að hann væri haldinn sykursýki Iþegar hann hafi verið ráðinn til starfa hjá stefnda og því séu engar forsendurtil að horfa til ákvæðis 4. mgr. 36. gr. laganna. Hafi samstarfsmönnum ogyfirmönnum stefnanda veri ljóst að hann hafi notað Insulin í sprautuforminokkrum sinnum á dag og hafi sjúkdómur hans því ekki dulist neinum. Þá hafisjúkdómurinn aldrei haft áhrif á vinnugetu stefnanda. Stefnandibyggir kröfu sína á útreikningi Sjómannasambands Íslands og upplýsingum fráVerðlagsstofu skiptaverðs og afla og aflaverðmæti á því tímabili þegar stefnandihafi verið óvinnufær. Þá gerir stefnandi kröfu um 10.17% orlof af launakröfunnií samræmi við 7. gr. laga nr. 30/1987, sbr. 2. gr. laganna. Stefnandibyggir á almennum reglum skaðabótaréttar, meginreglum samningaréttar um skyldutil efnda samninga og vinnuréttar um réttar efndir ráðningarsamninga. Þá erbyggt á ákvæðum siglingalaga nr. 34/1985, einkum 172. gr. laganna, sjómannalaganr. 35/1985, sérstaklega 6. og 36. gr. þeirra. Krafa um orlof er byggð áákvæðum laga nr. 30/1987, sérstaklega 7. og 2. gr. Krafa um vexti og vaxtavextier studd við III. kafla laga nr. 38/2001 og krafa um málskostnað er reist áXXI. kafla laga nr. 91/1991.Málsástæður oglagarök stefnda. Stefndi byggir á því að skilmálarslysatryggingarinnar séu í samræmi við ákvæði 172. gr. siglingalaga og hafnarþví að hafa á einhvern hátt takmarkað kjarasamningsbundin og lögbundin réttindistefnanda til bóta. Ákvæði í kjarasamningi mæli fyrir um að kaupa skulivátryggingu vegna 172. gr. siglingalaga og að um þá tryggingu skuli gilda almennirskilmálar fyrir slysatryggingu sjómanna. Stefndi hafi keypt slíka tryggingu hjáréttargæslustefnda með tilteknum skilmálum. Bótasviðið sé tilgreint í gr. 9.1og sé inntak þess hið sama og í 1. mgr. 172. gr. siglingalaga. Stefnandi verðiað sæta því að uppfylla þurfi almenn skilyrði til að bótaréttur geti stofnast,eins og um orsakatengsl og felist engin þrenging á bótarétti í því. Sýknukrafastefnda er í fyrsta lagi byggð á því að þær afleiðingar sem stefnandi búi viðverði ekki raktar til slyss í skilningi 172. gr. siglingalaga. Í 171. gr.laganna sé að finna meginregluna um skaðabótaábyrgð útgerðarmanns á grundvellisakar. Í 172. gr. laganna sé mælt fyrir um hlutlæga ábyrgð í vissum tilvikumsem feli í sér undantekningu frá meginreglunni í 171. gr. Hugtakið slys séskilgreint með sambærilegum hætti í skilmálum þeirra tryggingarfélaga sem veitislysatryggingar sjómanna hér á landi, en átt sé við skyndilegan utanaðkomandiatburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans.Stefndi byggir á því að umrætt atvik verði ekki heimfært undir slysahugtakiðþar sem það hafi hvorki verið skyndilegt né utanaðkomandi. Í skipsdagbók komifram að það hafi verið mikill vindur og á sjó valdi hann veltingi. Veltingur íslíkum aðstæðum sé ekki skyndilegur og feli ekki í sér frávik frá þeirriatburðarás sem stefnandi hafi mátt reikna með miðað við aðstæður. Þegar afþeirri ástæðu séu skilyrði ákvæðisins um slys ekki uppfyllt og bótaréttur ekkifyrir hendi. Stefndibyggir á því í öðru lagi að ósannað sé að stefnandi hafi hlotið umrædd meiðslier hann hafi rekið tána í og sé því ekki uppfyllt það skilyrði að atburður hafivaldið meiðslum á líkama. Stefnandi hafi hlotið smá sár sem ekki hafi þarfnastannars en að plástur hafi verið settur yfir. Atburðarásina sem síðar hafi orðiðhafi hins vegar verið að rekja til alvarlegs sjúkdóms sem stefnandi hafi lengiverið haldinn, sykursýki I. Óhætt sé að ganga út frá að án þess sjúkdóms hefðiatvikið engar afleiðingar haft. Sýkingingeti því ekki talist skyndilegur utanaðkomandi atburður heldur sé hana að rekjatil innra ástands í líkama stefnanda. Þá hafi afleiðingarnar verið lengi aðkoma fram og geti því ekki talistskyndilegur utanaðkomandi atburður. Stefndibyggir einnig á því að ekki sé fullnægt skilyrðinu um orsakatengsl verði taliðað um slys hafi verið að ræða. Ljóst sé að atvikið um borð í skipinu hafi ekkiverið orsök tjónsins og alls ekki meginorsök þess. Þrátt fyrir að stefnandihafi hlotið smá sár á litlu tá hafi það verið fyrrnefndur sjúkdómur stefnandasem orsakað hafi hvernig fór. Geti sárið eitt og sér aldrei hafa verið nægilegorsök þess að fjarlægja hafi þurft litlu tá ásamt hluta af beini á rist. Íáverkavottorði komi fram að fótamein sykursjúkra sé vel þekktur fylgikvillisykursýki og vel þekkt að jafnvel lítil sár geti leitt til meiriháttar aflimanahjá sykursjúkum. Þá komi þar fram að sykursjúkir geti jafnvel fengið sýkingu ífót án þess að nokkuð utanaðkomandi hafi valdið sári á fætinum. Því sémikilvægt að fótasár séu greind og meðhöndluð tafarlaus. Langur tími hafi liðiðþar til stefnandi hafi leitað fyrst til læknis og þá komi fram í áverkavottorðiað sykursýkistjórnun hafi verið ábótavant hjá stefnanda og hann hafi haft mikillíkamleg einkenni af völdum sjúkdómsins. Hann hafi ekki mælt blóðsykur sinnreglulega á þeim tíma sem hann hafi sætt læknismeðferð vegna sársins, en það sétalinn mikilvægur þáttur í meðferð sykursjúkra. Hafi þessi vanræksla að mikluleyti átt þátt sinn í líkamstjóninu. Þá hafi stefnandi rétt fyrir aðgerð fariðí sturtu án þess að vera með neitt yfir sárinu og síðan farið í sokk beintyfir. Síðar um daginn hafi verið mikið af sokki í sárinu og meiri sýking í því.Eftir þetta hafi fóturinn farið hratt versnandi og nokkrum dögum síðar hafitáin verið fjarlægð. Stefndi byggir á því að stefnandi hafi sýnt af sérvítavert hirðuleysi hvað varðar meðhöndlun á sárinu í ljósi sjúkdóms síns oghafi líkamstjónið orðið í beinu framhaldi af því. Í þessu hafi falist stórfelltgáleysi sem leiði til brottfalls mögulegs bótaréttar, sbr. lokamálslið 1. mgr.172. gr. siglingalaga. Verðifallist á að orsakatengsl séu milli umrædds atviks og þess tjóns sem stefnandikrefst viðurkenningar á bótaskyldu á, telur stefndi að skilyrðinu um sennilegaafleiðingu sé ekki fullnægt. Það sé meginregla í skaðabóta- og vátryggingaréttiað tjónvaldur beri aðeins ábyrgð á afleiðingum sem hann sá eða átti að sjáfyrir. Afleiðingar sársins hafi verið ófyrirsjáanlegar og falli utan markaábyrgðar stefnda. Þá verði ekki annað séð miðað við viðbrögð stefnanda eftir aðhann hlaut sárið en að hann hafi ekkitalið nokkrar líkur á þeim afleiðingum sem að lokum urðu. Hann hafi ekki vakiðathygli á því að slíkar afleiðingar væru mögulegar vegna sykursýkinnar þegarhann hafi óskað eftir skráningu atviksins í skipsbók og þá hafi hann látiðmargar vikur líða þar til hann hafi leitað til læknis. Stefndivísar til reglunnar í lokamálslið 1. mgr. 172. gr. siglingalaga um að lækkamegi fébætur eða láta þær niður falla ef sá, sem fyrir slysi eða tjóni varð, sýndivítavert gáleysi sem leiddi til slyssins eða tjónsins og þá vísar stefndi tilóskráðrar reglu skaðabóta- og vátryggingaréttar um skyldu tjónþola til aðtakmarka tjón sitt. Stefnandi hafi verið greindur með sykursýki I […] áragamall og hafi hann haft margvísleg einkenni sjúkdómsins þegar hann hafi fengiðsár á tána. Hann hafi látið nokkrar vikur líða þar til hann hafi leitað læknisog ekkert liggi fyrir um hvernig hann hafi meðhöndlað sárið á þeim tíma. Komurhans á heilsugæslu hafi verið slitróttar og þá vegi þungt aðgæsluleysistefnanda þegar hann hafi farið í sturtu án þess að hafa neitt yfir sárinu. Varakrafastefnda um skiptingu ábyrgðar er á því byggð að tjónið sé a.m.k. að mestu leytiá ábyrgð stefnanda. Hann hafi sýnt af sér mikið hirðuleysi við að leita læknisog í allri meðhöndlun sársins. Megi ljóst vera að þessi atriði hafi veriðmeginorsakir þess hvernig fór. Stefndireisir kröfu sína um sýknu af kröfu stefnanda um greiðslu forfallalauna á þvíað skilyrði 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga séu ekki uppfyllt. Umrætt atvik hafiorðið 5. júlí 2015 og hafi stefnandi þá veriðmeð ráðningu til einnar veiðiferðar sem lokið hafi daginn eftir.Stefnandi hafi ekki orðið óvinnufær á ráðningartímanum heldur hafi óvinnufærnihans komið til rúmum þremur mánuðum síðar. Óvinnufærnin hafi ekki komið tilvegna sjúkdóms eða meiðsla meðan á ráðningartímanum hafi staðið heldur vegnasjúkdóms sem stefnandi hafi verið haldinn áður en ráðningartímabilið hófst ogsinnuleysis hans gagnvart sjúkdómnum síðar. Stefndi byggir á því að stefnandihafi ekki orðið fyrir slysi í skilningi 3. mgr., sbr. 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga. Varakrafastefnanda er á því byggð að samkvæmt 3. mgr. 36. gr. sjómannalaga eigistefnandi aðeins rétt til fastra launa, kauptryggingar eða umsaminnaveikindalauna sem í tilviki stefnanda væri eingöngu kauptrygging. Verði ekkifallist á sýknukröfuna krefst stefndi þess að stefnandi eigi einungis rétt ágreiðslu á 3.022.688 krónum. Stefndivísar til meginreglna vátrygginga- og skaðabótaréttar, 171. og 172.siglingalaga og 36. gr. sjómannalaga. Krafa um málskostnað er reist á 130. gr.laga nr. 91/1991. Niðurstaða. Ekki er um það deilt í máliþessu að um miðnætti þann 5. júlí 2015 rak stefnandi vinstri fót sinnupp undir koll í klefa sínum er hann hugðist fara í koju sína í fiskiskipinu[…], en stefnandi hafði verið ráðinn sem […] á skipið. Þá er ekki deilt um þaðað við þetta hafi hann fengið sár á utanverða litlu tá vinstri fótar. Atvikiðvar skráð í skipsdagbók og þar kemur fram að vindhraði hafi þennan dag verið15-18 metrar á sekúndu. Stefnandi mun fyrst hafa leitað til læknis þann 17.ágúst sama ár en sökum þess að hann var haldinn sykursýki I var ljóst aðfylgjast þurfti sérstaklega vel með sárinu og verður ekki annað ráðið afmálflutningi stefnanda en að honum hafi verið þetta vel ljóst. Ekki tókst beturtil en svo að þann 12. október sama ár fundust merki um sýkingu í beinum meðbeineyðingu í litlu tá og rist stefnanda. Stefndi bendir sérstaklega á að réttfyrir aðgerð hafi stefnandi farið í sturtu án þess að vera með neitt yfirsárinu og síðan farið í sokk beint yfir. Síðar um daginn hafi verið mikið afsokki í sárinu og meiri sýking í sárinu. Eftir þetta hafi fóturinn farið hrattversnandi og þann 22. október 2016 varlitla tá stefnanda fjarlægð ásamt hluta af beini á rist. Samkvæmtráðningarsamningi hafði stefnandi verið ráðinn til einnar veiðiferðar á skipistefnda sem hófst þann 2. júlí sama ár. Hann mun áður hafa gert slíka ráðningarsamningavið stefnda fyrir atvikið og þá er upplýst að hann hélt áfram störfum fyrirstefnda eftir það en hann mun hafa verið óvinnufær frá 12. október 2015 til 8.febrúar 2016 og aftur frá 11. apríl sama ár til 31. maí sama ár. Ágreininguraðila snýst um það hvort umrætt atvik teljist vera slys í merkingu 1. mgr. 172. gr. siglingalaga, en samkvæmt því ákvæðiber útgerðarmaður ábyrgð á kröfum vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra sem ráðnireru í skiprúm hjá honum hafi slys borið að höndum er hlutaðeigandi var staddurá skipi eða vann í beinum tengslum við rekstur skips enda þótt slysið eðatjónið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra öryggisráðstafana néheldur yfirsjónar þeirra er starfa í þágu skips. Lækka má fébætur eða láta þærniður falla ef sá, sem fyrir slysi eða tjóni varð, sýndi vítavert gáleysi semleiddi til slyssins eða tjónsins. Þá segir í 2. mgr. sömu lagagreinar aðútgerðarmanni sé skylt að kaupa tryggingu fyrir dánarbótum og slysabótum er áhann kunna að falla skv. 1. mgr. Stefndi mun hafa keypt slíka tryggingu hjáréttargæslustefnda og í gr. 10.4 vátryggingarskilmála félagsins greiðast bæturþví aðeins að slysið sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr eða missirstarfsorku sína að nokkru eða öllu leyti. Þá er hugtakið slys í sömu skilmálumskilgreint þannig að átt sé við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldurmeiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Fallastber á það með stefnanda að það teljist vera slys í merkingu 1. mgr. 172. gr.siglingalaga þegar hann rak fót sinn upp undir koll með þeim afleiðingum aðhann fékk sár á litlu tá. Kemur þá til skoðunar hvort lækka beri fébætur eðaláta þær niður falla ef stefnandi verður talinn hafa sýnt af sér vítavertgáleysi sem leiddi til slyssins eða tjónsins eins og heimilt er samkvæmtlokamálslið framangreinds lagaákvæðis. Í máli þessu verður að telja nægilegaupplýst og því ekki mótmælt af hálfustefnanda að afleiðingar slyssins hafi orðið miklu meiri sökum þeirrarsykursýki I sem stefnandi var haldinn. Stefnanda var þetta vel kunnugt en alltað einu leitaði hann ekki til læknis fyrr en um 6 vikum eftir slysið. Ekkiliggur fyrir læknisfræðilegt mat á því hvaða afleiðingar þessi dráttur hefurhaft á framvindu sýkingar þeirrar sem síðar greindist í beinum stefnanda ogleiddi til framangreindrar aflimunar. Verður því ekki talið að nægilega sé sýntfram á að stefnandi hafi sýnt af sér vítavert gáleysi í skilningi framangreindslagaákvæðis og eru því hvorki efni til að lækka né fella niður fébætur til stefnanda.Verður því krafa stefnanda þess efnis að viðurkennd verði skaðabótaábyrgðstefnda á afleiðingum slyssins tekin til greina. Kemurþá til skoðunar hvort stefnandi eigi rétt á launum í slysaforföllum eins oghann hefur krafist. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sjómannalaga skal skipverji, semverður óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla sem hann verður fyrir meðan áráðningartíma stendur, eigi missa neins í af launum sínum í hverju sem þau erugreidd svo lengi sem hann er óvinnufær af framangreindum ástæðum, þó ekkilengur en í tvo mánuði. Samkvæmt framlögðum ráðningarsamningum og viðauka viðþá milli stefnanda og stefnda virðist stefnandi frá 9. maí 2015 hafa veriðráðinn til einnar veiðiferðar í senn og verður ekki betur séð en að síðustuveiðiferðinni hafi lokið þann 28. september sama ár. Stefnandi byggir á því aðhann hafi orðið óvinnufær vegna slyssins þann 12. október 2015 og er það ísamræmi við framlögð læknisvottorð. Stefnandi varð fyrir meiðslum áráðningartíma hans hjá stefnda sem leiddu til óvinnufærni hans síðar. Að matidómsins verður 1. mgr. 36. gr. laganna ekki skilin svo að skilyrði greiðsluforfallalauna séu þau að óvinnufærnin hafi komið til á ráðningartíma, heldurber að miða við það tímamark þegar slysið varð. Ber því að fallast á fjárkröfu stefnandaað þessu leyti og þar sem útreikningi hans hefur ekki verið hnekkt verður þessikröfuliður tekinn til greina eins og í dómsorði greinir. Eftirþessum úrslitum ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda málskostnað semtelst hæfilega ákveðinn 2.500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, aukútlagðs kostnaðar lögmanns stefnanda, 44.640 krónur. HjörturO. Aðalsteinsson dómstjóri kvað uppdóminn. Uppkvaðning hans hefur dregist fram yfir lögbundinn frest en dómari ogmálflytjendur töldu ekki þörf endurflutnings.DÓMSORÐ: Viðurkennder skaðabótaábyrgð stefnda B hf. á afleiðingum vinnuslyss sem stefnandi, A,varð fyrir 5. júlí 2015 um borð í […]. Stefndigreiði stefnanda 5.521.201 krónu vegna launa í slysaforföllum ásamtdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 227.099 krónum frá15. nóvember 2015 til 15. desember 2015, af 1.152.441 krónum frá þeim degi til15. janúar 2016, af 2.015.793 krónum frá þeim degi til 15. febrúar 2016, af3.305.346 krónum frá þeim degi til 15. apríl 2016, af 3.420.783 krónum frá þeimdegi til 15. maí 2016, af 3.849.987 krónum frá þeim degi til 15. júní 2016 ogloks af 5.521.201 krónu frá þeim degi til greiðsludags. Stefndigreiði stefnanda málskostnað, 2.500.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti,auk útlagðs kostnaðar lögmanns stefnanda, 44.640 krónur. |
Mál nr. 9/2011 | Kærumál Þinglýsing Aflýsing | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfest var ákvörðun sýslumannsins í R um að færa veðskuldabréf bankans Í hf. inn á fyrsta veðrétt fasteignar að K. Í og R kröfðust þess að ákvörðun sýslumanns yrði felld úr gildi og jafnframt lagt fyrir hann að afmá veðskuldabréfið af eigninni. R hafði keypt fasteignina af L ehf., en við kaupin hvíldi á eigninni veðskuldabréf bankans Í hf., útgefið af L ehf. Í tilefni af kaupunum samþykkti bankinn flutning þessa láns af hinni seldu fasteign yfir á aðra fasteign. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, segir meðal annars að þar sem veðflutningsskjalinu hefði ekki, þegar það barst sýslumanni, áður verið þinglýst á hið nýja veðandlag, hefði ekki verið fullnægt lagaskilyrðum fyrir aflýsingu veðskuldabréfsins af fasteigninni. Afmáning skjalsins væru því þinglýsingarmistök sem sýslumanni bæri að leiðrétta, sbr. 1. mgr. 27. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Var ákvörðun sýslumanns því staðfest. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. desember 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. janúar 2011. Frekari gögn bárust Hæstarétti 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2010 þar sem staðfest var sú ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík að færa veðskuldabréf nr. 545-74-967448 inn á fyrsta veðrétt fasteignarinnar að Kambsvegi 5, Reykjavík, með fastanúmer 201-7694, sem skjal með þinglýsingarnúmeri 411-T-002749/2010. Kæruheimild er í 5. mgr. 3. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að innfæra á ný framangreint veðskuldabréf verði felld úr gildi og veðskuldabréfið afmáð af eigninni. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn Íslandsbanki hf. krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur og að sér verði dæmdur kærumálskostnaður. Aðrir varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Íbúðalánasjóður, greiði varnaraðilanum Íslandsbanka hf. 200.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 596/2016 | Fjármögnunarleiga Lánssamningur Gengistrygging Málsástæða Ógildi samnings hafnað | H ehf. krafðist þess að viðurkennt yrði að ákvæði um verðtryggingu leigugrunns í þremur tilgreindum fjármögnunarleigusamningum um fasteignir, sem félagið hafði gert við L hf., væru óskuldbindandi fyrir sig. Byggði H ehf. á því að umræddir samningar væru í raun lánssamningar sem klæddir hefðu verið í búning leigusamninga. Með hinum áfrýjaða dómi var kröfum H ehf. hafnað, þ.á m. kröfu hans um að ógilda bæri ákvæði samninganna með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Þá var gagnkrafa L hf. um greiðslur eftirstöðva samkvæmt samningunum tekin til greina. Hæstiréttur vísaði til þess að rétturinn hefði margítrekað fjallað um samninga með hliðstæðum skilmálum og þeim sem til umfjöllunar voru í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að þeir væru leigusamningar en ekki lánssamningar. Breytti engu í því tilliti þótt fram kæmi í tilboði L hf. um fjármögnun að söluverð á grunnleigutíma væri 1% af upphaflegum leigugrunni, enda væri þess hvorki getið í fjármögnunarleigusamningum aðila að H ehf. myndi eignast hið leigða í lok lánstíma né að hann ætti rétt á að leysa það til sín gegn tiltekinni greiðslu. Var hinn áfrýjaði dómur að öðru leyti staðfestur með vísan til forsendna. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason ogKarl Axelsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. ágúst 2016. Hannkrefst þess að viðurkenntverði með dómi að óskuldbindandi séu fyrir sig í fyrsta lagi ákvæði fjármögnunarleigusamnings um fasteign, nr.141338-341, frá 6. júní 2007, um verðtryggingu leigugrunns að fjárhæð 76.485.000krónur miðað við erlendar myntir, japönsk jen og svissneska franka, sem síðarhlaut samningsnúmerið 153217 með breytingu, sem fól í sér að verðtryggingleigugrunnsins miðaðist eftirleiðis við japönsk jen og evrur, í öðru lagi ákvæði fjármögnunarleigusamningsum fasteign, nr. 141342-345, frá 6. júní 2007, um verðtryggingu leigugrunns aðfjárhæð 145.315.000 krónur miðað við erlendar myntir, japönsk jen og svissneskafranka, sem síðar hlaut samningsnúmerið 153221 með breytingu, sem fól í sér aðverðtrygging leigugrunnsins miðaðist eftirleiðis við japönsk jen og evrur og í þriðja lagi ákvæði fjármögnunarleigusamningsum fasteign, nr. 141366-379, frá 6. júní 2007, um verðtryggingu leigugrunns aðfjárhæð 375.000.000 krónur miðað við erlendar myntir, japönsk jen og svissneskafranka, sem síðar hlaut samningsnúmerið 153203 með breytingu, sem fól í sér aðverðtrygging leigugrunnsins miðaðist eftirleiðis við japönsk jen og evrur. Þákrefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti.Hæstiréttur hefur margítrekað fjallað um samninga með hliðstæðumskilmálum og samningar þeir, sem um ræðir í þessu máli, og komist að þeirriniðurstöðu að slíkir samningar væru leigusamningar en ekki lánssamningar. Í þvítilliti breytir engu þótt fram komi í tilboði stefnda 25. maí 2007 umfjármögnun að söluverð á grunnleigutíma sé 1% af upphaflegum leigugrunni, endavar þess hvorki getið í fjármögnunarleigusamningum aðila að áfrýjandi myndieignast hið leigða í lok lánstíma né að hann ætti rétt á að leysa það til síngegn tiltekinni greiðslu. Um þetta verður meðal annars vísað til dómaHæstaréttar 10. mars 2016 í máli nr. 468/2015, 18. febrúar 2016 í máli nr.560/2015 og og 14. janúar 2016 í máli nr. 324/2015. Jafnframt verður staðfestsú niðurstaða héraðsdóms að ekki komist að í málinu málsástæða áfrýjanda erlýtur að grundvelli útreiknings fjárkrafna stefnda. Með þessari athugasemd enað öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfesturum annað en málskostnað.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrirHæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal veraóraskaður um annað en málskostnað.Áfrýjandi, HS 12ehf., greiði stefnda, Lýsingu hf., samtals 2.500.000 krónur í málskostnað íhéraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí 2016.Mál þetta, sem dómtekiðvar 12. maí 2016 var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, 24. júní 2014,af HS 12 ehf., Ármúla 8, Reykjavík, áhendur Lýsingu hf., Ármúla 1, Reykjavík. Stefnda, Lýsing hf., höfðaði gagnsök áhendur stefnanda, HS 12 ehf., 22. júlí 2014.Kröfur aðilaKröfur stefnanda íaðalsök eru eftirfarandi:Að viðurkennt verði með dómi að ákvæði „fjármögnunarleigusamnings um fasteign“, nr. 141338-341, frá 6. júní 2007, um verðtryggingu „leigugrunns“ að fjárhæð kr. 76.485.000 miðað við erlendar myntir, japönsk jen (JPY) og svissneska franka (CHF), sem síðar hlaut samningsnúmerið 153217 með breytingu, sem fól í sér að að verðtrygging „leigugrunnsins“ miðaðist eftirleiðis við japönsk jen (JPY) og evrur (EUR), sé óskuldbindandi fyrir stefnanda. Að viðurkennt verði með dómi að ákvæði „fjármögnunarleigusamnings um fasteign“, nr. 141342-345, frá 6. júní 2007, um verðtryggingu „leigugrunns“ að fjárhæð kr. 145.315.000 miðað við erlendar myntir, japönsk jen (JPY) og svissneska franka (CHF), sem síðar hlaut samningsnúmerið 153221 með breytingu, sem fól í sér að að verðtrygging „leigugrunnsins“ miðaðist eftirleiðis við japönsk jen (JPY) og evrur (EUR), sé óskuldbindandi fyrir stefnanda. Að viðurkennt verði með dómi að ákvæði „fjármögnunarleigusamnings um fasteign“, nr. 141366-379, frá 6. júní 2007, um verðtryggingu „leigugrunns“ að fjárhæð kr. 375.000.000 miðað við erlendar myntir, japönsk jen (JPY) og svissneska franka (CHF), sem síðar hlaut samningsnúmerið 153203 með breytingu, sem fól í sér að að verðtrygging „leigugrunnsins“ miðaðist eftirleiðis við japönsk jen (JPY) og evrur (EUR), sé óskuldbindandi fyrir stefnanda.Þá krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað að skaðlausu samkvæmt gjaldskrá Markarinnar lögmannsstofu hf.Stefndií aðalsök krefst þess að verða sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandiverði dæmdur til að greiða honum málskostnað samkvæmt framlögðummálskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins.Gagnstefnandigerir eftirfarandi dómkröfur: A.Aðgagnstefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 174.569.789,- auk dráttarvaxtasamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð-tryggingu af kr. 626.656,- frá 25. júní 2010 til 25. júlí2010, afkr. 1.260.560,- frá þeim degi til 25. ágúst 2010, af kr. 1.900.108,-frá þeim degi til 25. september 2010, af kr. 2.535.281,- frá þeim degi til 25.október 2010, af kr. 3.152.060,- frá þeim degi til 25. nóvember 2010, af kr.3.775.989,- frá þeim degi til 25. desember 2010, af kr. 4.397.085,- frá þeimdegi til 25. janúar 2011, af kr. 5.648.292,- frá þeim degi til 25. febrúar2011, af kr. 6.926.543,- frá þeim degi til 25. mars 2011, af kr. 8.209.118,-frá þeim degi til 5. apríl 2011, af kr. 8.323.218,- frá þeim degi til 25. apríl2011, af kr. 9.599.310,- frá þeim degi til 3. maí 2011, af kr. 9.713.410,- fráþeim degi til 25. maí 2011, af kr. 10.992.440,- frá þeim degi til 1. júní 2011,af kr. 11.106.540,- frá þeim degi til 25. júní 2011, af kr. 12.396.848,- fráþeim degi til 5. júlí 2011, af kr. 12.510.948,- frá þeim degi til 25. júlí2011, af kr. 13.818.892,- frá þeim degi til 4. ágúst 2011, af kr. 13.932.992,-frá þeim degi til 25. ágúst 2011, af kr. 15.259.842,- frá þeim degi til 5.september 2011, af kr. 15.373.942,- frá þeim degi til 25. september 2011, afkr. 16.700.776,- frá þeim degi til 25. október 2011, af kr. 18.066.580,- fráþeim degi til 6. febrúar 2012, af kr. 18.182.203,- frá þeim degi til 2. mars2012, af kr. 18.297.817,- frá þeim degitil 4. apríl 2012, af kr. 18.413.431,- frá þeim degi til 3. maí 2012, af kr.18.529.045,- frá þeim degi til 4. júní 2012, af kr. 18.644.659,- frá þeim degitil 2. júlí 2012, af kr. 18.760.273,- frá þeim degi til 1. ágúst 2012, af kr.18.875.887,- frá þeim degi til 3. september 2012, af kr. 18.991.501,- frá þeimdegi til 8. febrúar 2013, af kr. 19.113.125,- frá þeim degi til 16. febrúar2013, af kr. 19.234.741,- frá þeim degi til 7. mars 2013, af kr. 174.448.173,-frá þeim degi til 2. apríl 2013, af kr. 174.569.789,- frá þeim degi tilgreiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu að fjárhæð kr. 59.065.287,- þann 7.mars 2013. Gagnstefnandi krefst þess að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 332.134.161,- auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 1.190.194,- frá 25. júní 2010 til 25. júlí 2010, af kr. 2.394.159,- frá þeim degi til 25. ágúst 2010, af kr. 3.608.845,- frá þeim degi til 25. september 2010, af kr. 4.815.219,- frá þeim degi til 25. október 2010, af kr. 5.986.649,- frá þeim degi til 25. nóvember 2010, af kr. 7.171.663,- frá þeim degi til 25. desember 2010, af kr. 8.351.296,- frá þeim degi til 25. janúar 2011, af kr. 10.728.083,- frá þeim degi til 25. febrúar 2011, af kr. 13.156.248,- frá þeim degi til 25. mars 2011, af kr. 15.592.627,- frá þeim degi til 5. apríl 2011, af kr. 15.837.303,- frá þeim degi til 25. apríl 2011, af kr. 18.261.367,- frá þeim degi til 3. maí 2011, af kr. 18.506.043,- frá þeim degi til 25. maí 2011, af kr. 20.935.687,- frá þeim degi til 1. júní 2011, af kr. 21.180.363,- frá þeim degi til 25. júní 2011, af kr. 23.631.435,- frá þeim degi til 5. júlí 2011, af kr. 23.876.111,- frá þeim degi til 25. júlí 2011, af kr. 26.360.690,- frá þeim degi til 4. ágúst 2011, af kr. 26.605.366,- frá þeim degi til 25. ágúst 2011, af kr. 29.125.862,- frá þeim degi til 5. september 2011, af kr. 29.370.538,- frá þeim degi til 25. september 2011, af kr. 31.891.010,- frá þeim degi til 25. október 2011, af kr. 34.485.519,- frá þeim degi til 6. febrúar 2012, af kr. 34.733.549,- frá þeim degi til 2. mars 2012, af kr. 34.981.571,- frá þeim degi til 4. apríl 2012, af kr. 35.229.593,- frá þeim degi til 3. maí 2012, af kr. 35.477.615,- frá þeim degi til 4. júní 2012, af kr. 35.725.637,- frá þeim degi til 2. júlí 2012, af kr. 35.973.659,- frá þeim degi til 1. ágúst 2012, af kr. 36.221.681,- frá þeim degi til 3. september 2012, af kr. 36.469.703,- frá þeim degi til 8. febrúar 2013, af kr. 36.727.462,- frá þeim degi til 16. febrúar 2013, af kr. 36.985.218,- frá þeim degi til 7. mars 2013, af kr. 331.876.405,- frá þeim degi til 2. apríl 2013, af kr. 332.134.161,- frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu að fjárhæð kr. 125.456.410,- þann 7. mars 2013. Gagnstefnandi krefst þess að gagnstefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 852.519.311,- auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af kr. 3.058.981,- frá 25. júní 2010 til 25. júlí 2010, af kr. 6.153.364,- frá þeim degi til 25. ágúst 2010, af kr. 9.275.308,- frá þeim degi til 25. september 2010, af kr. 12.375.886,- frá þeim degi til 25. október 2010, af kr. 15.386.626,- frá þeim degi til 25. nóvember 2010, af kr. 18.432.292,- frá þeim degi til 25. desember 2010, af kr. 21.464.122,- frá þeim degi til 25. janúar 2011, af kr. 27.573.498,- frá þeim degi til 25. febrúar 2011, af kr. 33.814.949,- frá þeim degi til 25. mars 2011, af kr. 40.077.526,- frá þeim degi til 5. apríl 2011, af kr. 40.631.066,- frá þeim degi til 25. apríl 2011, af kr. 46.861.982,- frá þeim degi til 3. maí 2011, af kr. 47.415.523,- frá þeim degi til 25. maí 2011, af kr. 53.660.783,- frá þeim degi til 1. júní 2011, af kr. 54.214.324,- frá þeim degi til 25. júní 2011, af kr. 60.514.668,- frá þeim degi til 5. júlí 2011, af kr. 61.068.209,- frá þeim degi til 25. júlí 2011, af kr. 67.454.691,- frá þeim degi til 4. ágúst 2011, af kr. 68.008.230,- frá þeim degi til 25. ágúst 2011, af kr. 74.487.046,- frá þeim degi til 5. september 2011, af kr. 75.040.586,- frá þeim degi til 25. september 2011, af kr. 81.519.336,- frá þeim degi til 25. október 2011, af kr. 88.188.418,- frá þeim degi til 6. febrúar 2012, af kr. 88.749.467,- frá þeim degi til 2. mars 2012, af kr. 89.310.479,- frá þeim degi til 4. apríl 2012, af kr. 89.871.492,- frá þeim degi til 3. maí 2012, af kr. 90.432.505,- frá þeim degi til 4. júní 2012, af kr. 90.993.518,- frá þeim degi til 2. júlí 2012, af kr. 91.554.530,- frá þeim degi til 1. ágúst 2012, af kr. 92.115.543,- frá þeim degi til 3. september 2012, af kr. 92.676.555,- frá þeim degi til 8. febrúar 2013, af kr. 93.262.476,- frá þeim degi til 1. mars 2013, af kr. 93.848.363,- frá þeim degi til 7. mars 2013, af kr. 851.933.423,- frá þeim degi til 2. apríl 2013, af kr. 852.519.311,- frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádreginni greiðslu að fjárhæð kr. 285.478.303,- þann 7. mars 2013. Þá krefst gagnstefnandi þess aðgagnstefndi verði dæmdur til að að greiða honum málskostnað að skaðlausu skv.mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. Afhálfu gagnstefnda er aðallega krafist sýknu af af dómkröfum gagn-stefnanda. Til vara krefstgagnstefndi lækkunar á dómkröfum gagnstefnanda. Þá krefst gagnstefndi þess aðgagnstefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að skaðlaususamkvæmt gjaldskrá Markarinnar lögmannsstofu hf. Aðal- og gagnsök í máli þessuvoru sameinaðar í þinghaldi 8. júní 2015.Í dómi þessum verður hér eftir vísaðtil stefnanda í aðalsök og stefnda í gagnsök, HS 12 ehf., sem aðalstefnanda entil stefnda í aðalsök og stefnanda í gagnsök, Lýsingar hf., sem gagnstefnanda. MálsatvikAðalstefnandier samkvæmt samþykktum sínum fasteignafélag sem sérhæfir sig í kaupum, sölu, útleigu, endurbyggingu ogþróun fasteigna. Gagnstefnandi er eignaleigufyrirtæki í merkingu 3. tl. 1. mgr.3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hinn14. maí 2007 gerð einkahlutafélagið PH eignir ehf. kauptilboð í fasteigninaHlíðarsmári 12 í Kópavogi. Tilboðsmóttakendur voru Eignarhaldsfélagið Ögurehf., Thor fasteignir ehf. og Miðjan hf. Tilboðsfjárhæðin var 596.800.000krónur og var tilboðið gert með fyrirvara um fjármögnun. Með áritun á tilboðið,23. maí 2007, féllu PH eignir ehf. frá fyrirvaranum um fjármögnun og mun þaðhafa verið gert í tengslum við viðræður tilboðsgjafa og gagnstefnanda umfjármögnun kaupanna. Tilboðsgjafi mun á þessu tíma hafi verið í eigu sömu aðilaog áttu einkahlutafélagið Auðlind ehf., kt. 590204-2850. Munu eigendurfélaganna hafa ákveðið að Auðlind ehf. tæki yfir réttindi og skyldur PH eignaehf. skv. framangreindu tilboði PH eigna ehf. og mun það hafa verið samþykkt aftilboðsmóttakanda. Hinn 25. maí 2007 gerðigagnstefnandi Auðlind ehf., tilboð um fjármögnun á framangreindum kaupum. Í forsendum tilboðsins er þess getiðað fjármögnunin verði í formi fjármögnunarleigu með 240 mánaða grunnleigutíma.Kaupverð eignarinnar sé 600.000.000 króna og fjármögnun gagnstefnanda 85% eða510.000.000 króna. Í tilboðinu er boðið upp á tvo valkosti. Annars vegargengistryggðan samning (A) þar sem skipting myntkörfu sé 65% JPY og 35% CHF.Gengistryggðar leigugreiðslur miðað við 240 mánuði verði 3.072.279 krónur ámánuði án virðisaukaskatts og miðist fjárhæð leigugreiðslna við breytilegaLibor vexti auk 2,5% álags. Hins vegar standi tilboðsgjafa til boða fjármögnunsem miðist við verðtryggðar leigugreiðslur (B) að fjárhæð 4.522.313 krónur ámánuði og breytilega verðtryggða vexti 8,90%. Í tilboðinu segir að 1%stofngjald sé tekið við gerð samnings. Söluverð í lok grunnleigutíma samningssé 1% af upphaflegum leigugrunni og uppgreiðslugjald á samningstíma sé skv.gjaldskrá gagnstefnanda á hverjum tíma. Leigutaki geti óskað eftir annarrisamsetningu myntkörfu og leigutaki greiði vexti (af ísl. óverðtr. kr.) fráútborgun til upphafs samnings en að öðru leyti gildi hinir stöðluðu skilmálarog gjaldskrá gagnstefnanda á hverjum tíma. Tilboðið gilti í mánuð frádagsetningu þess með fyrirvara umverðmat á eigninni, sem gert skyldi af óháðum fagaðila á kostnað aðalstefnanda.Framangreint verðmat lá fyrir, 31. maí 2007, og var niðurstaða þess aðheildarmarkaðsverð eignarinnar væri 705.000.000 króna. Hinn 1. júní 2007 gafgagnstefnandi út skriflega yfirlýsingu til seljenda fasteignarinnar. Íyfirlýsingunni sagði:„Hérmeð staðfestist að Lýsing mun greiða f.h. Auðlindar ehf. kr. 596.600.000,-vegna fjármögnunar á Hlíðarsmára 12, 200 Kópavogi til seljanda eignarinnar.Greiðslan mun fara fram þegar búið er að þinglýsa athugasemdalaust afsali vegnaeignarinnar.“Hinn 1. júní2007 greiddi tilboðsgjafi 74.600.000 krónur til gagnstefnanda. Gagnstefnandifékk sama dag afsöl fyrir fasteigninni og var þeim þinglýst 4. júní 2007. Hinn 6. júní 2007 gerðugagnstefnandi og Auðlind ehf. með sér þrjá fjármögnunarleigusamninga um allafasteignina Hlíðarsmári 12. Var hver samningur um tilgreinda eignahluta ífasteigninni. Fengu samningarnir auðkennisnúmerin 141336-379, 141338-341 og141342-345. Umsaminnleigugrunnur samninganna var samtals 596.800.000 krónur. Umsamin leigugreiðslavið undirritun var samtals 74.600.000 krónur. Umsaminn grunnleigutími var frá 25. júlí 2007 til 24. júlí 2007og skyldi leiga greidd mánaðarlega í fyrsta sinn 25. júlí 2007. Mánaðarlegleiga á grunnleigutíma var samtals 3.064,918 krónur og var leigufjárhæðin tengdgengi japanskra jena og svissneskra franka í umsömdum hlutföllum. Þá varumsamið að frá lokum grunnleigutíma hæfist framhaldsleiga og yrði mánaðarlegleiga á framahaldsleigutímanum samtals 255.410 krónur. Með umsóknum dags. 24. ágúst 2007 óskaði gagnstefnandi þess aðumræddar fasteignir að Hlíðarsmára 12, yrðu skráðar frjálsri skráningu skv.reglugerð nr. 577/1989. Í kjölfarið voru allar leigugreiðslur innheimtar meðvirðisaukaskatti.NafniAuðlindar ehf. mun hafa verið breytt í Gömlu – Auðlind ehf., eftir undirritunframangreindra fjármögnunarleigusamninga. Þá mun nafni félagins EP Eignirehf. hafa verið breytt í Auðlind ehf.Hinn 9. maí 2008 voru félögin Gamla - Auðlind ehf., Auðlind ehf. ogFasteignaborgir ehf. sameinuð á grundvelli XIV. kafla laga nr. 138/1994 umeinkahlutafélög. Miðaðist sameiningin við 1. janúar 2008 og tók Auðlind ehf.við öllum eignum og skuldum, réttindum og skyldum Gömlu Auðlindar ehf. ogFasteignaborgar, frá þeim tíma. Með samkomulagi við gagnstefnanda, 11. nóvember2008, yfirtók Auðlind ehf. réttindi og skyldur Gömlu –Auðlindar ehf. skv.framangreindum fjármögnunarleigusamningum. Nafni Auðlindar ehf. var síðarbreytt í HS 12 ehf.Þann 12. febrúar 2010 undirrituðu gagnstefnandi og aðalstefnandisamkomulag um breytingu á fjármögnunarleigusamningunum. Samkomulagið fól í sérað CHF hluta samninganna var breytt í EUR. Samhliða framangreindri breytingufengu samningarnir ný samningsnúmer. Þannig fékk samningur nr. 141338 nýjasamningsnúmerið 153217, samningur nr. 141342 fékk nýja samningsnúmerið 153221og samningur nr. 141366 fékk nýja samningsnúmerið 153203. Þann 25. febrúar 2010undirrituðu aðilar annað samkomulag um breytingu áfjármögnunarleigu-samningunum. Samkomulagið fól m.a. í sér tímabundna frestunhluta leigugreiðslna. Aðalstefnandi mun í maí 2010 hafa hætt að greiða af samningum aðila,bæði leigugreiðslur sem og annan kostnað. Með símskeyti, 19. apríl 2010,tilkynnti gagnstefnandi aðalstefnanda að lokafrestur til greiðslufyrirliggjandi vanefnda væri til 29. apríl. Þeirri tilkynningu var fylgt eftirmeð riftunartilkynningu 13. maí. Aðalstefnandi mun upphaflega hafa mótmæltriftuninni og gagnstefnandi í kjölfarið hafið innheimtuaðgerðir. Hinn 7. mars2013 undirrituðu aðilar samkomulag sem m.a. fól í sér að aðalstefnandi afhentigagnstefnanda lykla og umráð yfir fasteigninni Hlíðarsmári 12 og aðgagnstefnandi yfirtók réttindi og skyldur aðalstefnanda gagnvart leigutökum fráog með 1. apríl 2013. Þá var mælt svo fyrir að í framhaldi af samkomulaginuskyldi fara fram uppgjör á fjármögnunarleigusamningum aðila í samræmi við 21.gr. samninganna. Í tengslum við uppgjörið lét gagnstefnandi í apríl2013 framkvæma verðmat á fasteigninni Hlíðarsmáa 12 og var það unnið affasteignasölunni Jöfur ehf. Var heildarverðmæti eignarinnar metið 470.000.000króna.Hinn 6. ágústsendi gagnstefnandi aðalstefnanda uppgjör á fjármögnunarleigu-samningunum.Samkvæmt útreikningum gagnstefnanda nam skuld aðalstefnanda samtals 998.557.410krónum. Lögmaður aðalstefnandamótmælti uppgjörunum með bréfi 12. ágúst og náðu mótmælin bæði til mats áverðmæti fasteignarinnar og útreiknings gagnstefnanda. Ágreiningur aðila lýtur að þvíhvort fjármögnunarleigusamningar þeirra nr. 141366, nr. 141338 og nr. 141342,dagsettir 6. júní 2007, séu leigusamningar eða lánssamningar, sem óheimilt hafiverið að binda gengi erlendra gjaldmiðla. Þá greinir aðila á um þær fjárhæðirsem gagnstefnandi krefur aðalstefnanda um greiðslu á vegna uppgjörssamninganna. Málsástæður aðalstefnanda og tilvísun til réttarheimildaÁþví er byggt af hálfu aðalstefnanda að samningarnir, sem dómkröfur hans lútiað, séu í raun samkvæmt efni sínu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr.38/2001. Ákvæði samninganna, sem séu samhljóða, verði að virða í heild sinni ogí samræmi við fyrri samskipti málsaðila með þeim réttaráhrifum að umlánssamning sé að ræða sem hafi verið klæddur í búning leigusamnings, eins ogvísað hafi verið til í dómum Hæstaréttar frá 20. október 2011 í máli nr.282/2011 og frá 12. desember 2013 í máli nr. 430/2013. Til stuðnings því aðlöggerningarnir séu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 sébent á eftirfarandi:Aðalstefnandi hafði sjálfur átt frumkvæði að kaupum á samningsandlaginu og komið fram gagnvart seljanda sem kaupandi.Leiguverð hafi verið ákvarðað út frá fjármögnunarkostnaði gagnstefnanda en ekki verðmæti samningsandlagsins.Greiðslur samkvæmt samningum hafi borið vexti.Greiðsluskylda aðalstefnanda hafi ekki verið tengd afnotum hans af samningsandlaginu.Við riftun hafi gagnstefnandi getað krafið aðalstefnanda um fullar greiðslur til loka samningstíma.Á samningstíma hafi eignarmyndun í samningsandlaginu verið hjá aðalstefnanda.Við lok samnings hafi aðalstefnandi eignast samningsandlagið á fyrirfram umsömdu verði.Til stuðnings framangreindum málsástæðum sé vísað tileftirfarandi röksemda.Aðalstefnanditelji að eignarhald þriðja manns á samningsandlaginu, fyrir gerð samninganna,sýni fram á að um sé að ræða lán til kaupa á samningsandlaginu. Aðstaðan séólík því sem tíðkist um leigusamninga því gagnstefnandi hafi keyptsamningsandlagið að beiðni og frumkvæði aðalstefnanda, gagngert í þeim tilgangiað fela aðalstefnanda umráð þess. Þannig sé þess getið í afsölum milli seljendafasteignarinnar og gagnstefnanda að gagnstefnandi sé að kaupa fasteignirnar „íþágu“ aðalstefnanda sem byggst hafi á kauptilboði sem aðalstefnandi hafi gertvið seljendur fasteignarinnar. Þá sé þess getið í 11. gr. samninganna aðgagnstefnandi hafi keypt hið leigða að beiðni aðalstefnanda. Aðalstefnandibyggi á því að skv. 16. gr. samninganna hafi það verið aðalstefnandi en ekki gagnstefnandisem komið hafi fram gagnvart seljendum sem kaupandi. Sé þetta ekki í samræmivið það sem almennt tíðkist í leigusamningum. Í 18. gr. samninganna hafi veriðkveðið á um aðalstefnandi skyldi greiða kostnað við kröfugerð og málarekstur áhendur seljendum fasteignanna, vegna vanefnda þeirra, hvort sem sú kröfugerðyrði boðin upp í nafni gagnstefnanda eða borin fram af aðalstefnanda í umboðigagnstefnanda. Gagnstefnandi hafi ekki komið að kaupum fasteignanna að öðruleyti en því að hann sé skráður kaupandi til tryggingar á efndum á lánssamningi.Þetta sé ekki í samræmi við það sem almennt tíðkist í leigusamningum heldurmegi líkja þessu við að gagnstefnandi hafi fengið veðtryggingu fyrir láni sínu.Aðalstefnandi byggi á því að leiguverðið hafi eingöngu verið ákvarðað út frákostnaði gagnstefnanda við fjármögnun kaupanna en ekki raunverulegu verðmætisamningsandlagsins. Greiðslur aðalstefnanda til gagnstefnanda hafi eingöngutekið mið af því að endurgreiða upprunalegan höfuðstól, þ.e. kaupverðfasteignanna, að viðbættum vöxtum og vaxtaálagi. Þetta fyrirkomulag svari tilendurgreiðslu á láni. Aðalstefnandi telji að fyrirkomulag og útreikningurgreiðslna sé eins og tíðkist í lánssamningum en ekki leigusamningum. Það sé velþekkt að gagnstefnandi hafi boðið upp á fjármögnun upp að tilteknu marki af kaupverðilausafjármuna og fasteigna. Í tilviki aðalstefnanda hafi fjármögnunin verið85%. Hafi aðalstefnandi greitt tiltekið hlutfall kaupverðs í upphafi samningsog leigugreiðslur verið ákvarðaðar út frá eftirstöðvum kaupverðs þ.e. þeim hlutasem gagnstefnandi hafi lánað fyrir en ekki verðmæti hins keypta. Fjármögnungagnstefnanda hafi numið 85% af 596.800.000 króna kaupverði fasteignarinnarmeðan verðmat eignarinnar samkvæmt verðmati Fasteignamarkaðarins ehf., dags.31. maí 2007, hafi numið 705.000.000 króna. Þetta fyrirkomulag svari tilendurgreiðslu á láni. Þessi útfærsla hafi verið vel þekkt í viðskiptumgagnstefnanda. Gagnstefnandi hafi boðið upp á fjármögnun upp að tilteknu marki.Aðalstefnandi hafi greitt tiltekið hlutfall kaupverðsins í upphafi samningsinsog leigugreiðslur hafi verið ákvarðaðar út frá eftirstöðvum kaupverðsins enekki verðmæti andlagsins. Aðalstefnandi árétti að það hafi verið gagnstefnandisem boðið hafi upp á og auglýst svokallaða fjármögnunarleigu sem hagstæðan kostvið fjármögnun. Samningurinn hafi verið útfærður sem leigusamningur þar semtrygging gagnstefnanda fyrir endurgreiðslu hafi verið í formieigendaskráningar. Vandséð sé hvaða hlutverki upplýsingar um „leigugrunn“, semsé að mati aðalstefnanda ekkert annað en höfuðstóll lánsins, hafi að gegna íleigusamningi, þar sem ekki þurfi að tilgreina höfuðstól skuldar. Slíkt þurfieðli málsins samkvæmt að gera í lánssamningum. Aðalstefnandi vísi auk þess tilþess að svokallað „stofngjald“ sem umsamið hafi verið milli aðila að væri „1%“hafi í raun verið s.k. lántökugjald sem tíðkist í hefðbundnum lánaviðskiptum.Aðalstefnandi byggi á því að hin efnislega meðferð kaupleigu- ogfjármögnunarleigusamninga hafi verið hin sama. Því séu ekki forsendur til aðskilja á milli þessara tegunda samninga. Aðalstefnandi bendi m.a. á aðgagnstefnandi hafi ekki fært samningsandlagið sem eign í bókhaldi sínu.Gagnstefnandi hafi því ekki litið á samningsandlagið sem eign heldur fært tileignar kröfuna skv. samningi aðila, þ.e. lán gagnstefnanda til aðalstefnanda.Aðalstefnandi byggi á því að þar sem greiðslur samkvæmt samningum aðila berivexti sé um að ræða lán en ekki leigu. Leiga ber ekki vexti. Í 10. gr.samninganna séu tilgreindir Libor vextir á samningsdegi og álag á þá. Þá segi í13. gr. samninganna að gagnstefnanda sé heimilt að endurreikna gengistryggðarleigugreiðslur samkvæmt breytingum á Libor vöxtum þeirra erlendu gjaldmiðla semgreiðslur séu tilgreindar í. Í greiðsluyfirlitum, sem fylgt hafi samningum ogséu hluti þeirra, hafi greiðslum verið skipt upp í „vexti“, „afborgunarhluta“og „eftirstöðvar“. Beri þetta, að mati aðalstefnanda, eindregið með sér að umsé að ræða lán en ekki leigu. Aðalstefnandi telji það auk þess styrkjamálsástæðu sína að í bókhaldi gagnstefnanda, sbr. ársreikninga félagsins, hafitekjur af samningum vegna fjármögnunarleigu sem og annarri eignarleigu veriðfærðar sem vaxtatekjur en ekki leigutekjur. Samkvæmt rekstrarreikningi hafigagnstefnandi haft umtalsverðar vaxtatekjur en engar leigutekjur. Aðalstefnandibyggi á því að í samningum aðila hafi ekki verið samhengi milli greiðslnaaðalstefnanda annars vegar og afnota af samningsandlaginu hins vegar. Þegar umleigusamning sé að ræða sé gagnkvæmni milli skyldu leigusala til að láta í téafnotarétt og skyldu leigutaka til að greiðafyrir þau afnot. Í samningum aðila hafi greiðsluskylda aðalstefnandaverið óháð afnotum eignarinnar. Þannig sé gert ráð fyrir að aðalstefnandigreiði leigu þó svo að seljandi vanefni samning sinn við gagnstefnanda (18.gr.). Aðalstefnanda sé gert að greiða leigu jafnvel þó hið leigða uppfylli ekkikröfur leigutaka um húsnæðið eða vegna galla (16. gr.). Þá sé aðalstefnandaskylt að greiða leigu til loka samningstímans þó svo að samningi sé rift eðahonum sé slitið af öðrum ástæðum, sbr. 1. tl. 1. mgr. 21. gr. samninganna.Skylda aðalstefnanda skv. samningum aðila hafi ekki verið fólgin í því aðgreiða fyrir afnot fasteignarinnar heldur að endurgreiða það fé semgagnstefnandi hafi lánað til kaupa á fasteigninni. Samkvæmt 21. gr. samningannasé gagnstefnanda heimilt, þótt samningi aðila sé rift á grundvelli vanskila eðaslitið af öðrum ástæðum, að innheimta fullar leigugreiðslur til lokasamningstímans. Samkvæmt skilmálunum hafi aðalstefnanda borið að greiða stefndaógjaldfallna leigu, umreiknaða til núvirðis með samningsvöxtum, sbr. 1. tl. 1.mgr. 21. gr., gjaldfallnar leigugreiðslur ásamt dráttarvöxtum, auk allra gjaldaog skatta af hinu leigða, sem og innheimtu- og málskostnað af allri skuldinniskv. 2. tl. sömu greinar, beinan útlagðan kostnað vegna vanefnda, þ.m.t.málskostnað, sbr. 3. tl. greinarinnar. Samkvæmt 4. tl. skuli aðalstefnandigreiða allan kostnað við skil hins leigða svo sem vegna þrifa, málunar,viðgerða eða galla sem lagfæra þurfi til að koma eigninni í söluhæft ástand,sem og sölulaun og annan kostnað sem til falli vegna sölu eignarinnar.Aðalstefnandi byggi á því að sú staðreynd að gagnstefnandi geti við vanefndirrift samningi og jafnframt krafið aðalstefnanda um fullar greiðslur til lokasamningstímans sýni ótvírætt að um sé að ræða lánssamning en ekki leigusamning.Við riftun yrði aðalstefnanda gert að greiða ógjaldfallnar eftirstöðvarsamnings, líkt og þegar lán sé gjaldfellt vegna vanskila. Aðalstefnandi teljiað gera verði skýran greinarmun á rétti leigusala til að krefjast bóta fyrirmissi leigutekna annars vegar og fortakslausri skyldu til að greiðaeftirstöðvar samnings að fullu eins og mælt sé fyrir um í samningum aðila.Samkvæmt samningi hafi verðmætisaukning hins „leigða“ fallið til aðalstefnanda.Í leigusamningi sé það leigusalinn sem njóti verðmætisaukningar hins leigða.Reynist verðmæti samningsandlagsins meira en nemi eftirstöðvum samningsinsrenni mismunurinn til aðalstefnanda. Væri um að ræða leigusamning, eins oggagnstefnandi haldi fram, væri þessu öfugt farið. Ljúki samningi aðila fyrirætluð samningslok gildi ákvæði 21. gr. samninganna um uppgjör aðila. Frá þeimkröfum sem gagnstefnandi kunni að eiga skv. 1. – 5. tl. 21. gr. dragist fráverðmæti hins leigða skv. 3. mgr. 21. gr. Með öðrum orðum, ef andvirði samningsandlagsinssé hærra en eftirstöðvar samnings við uppgjör, þá skuli sá mismunur greiðasttil aðalstefnanda. Leigusamningur væri ekki gerður upp með þessum hætti.Samkvæmt þjónustugjaldskrá gagnstefnanda sé heimilt að greiða upp aðra samningaen rekstrarleigusamninga með tilteknu uppgreiðslugjaldi sem taki mið afeftirstöðvum lánssamnings. Aðalstefnandi byggi á því að þrátt fyrir texta 12.gr. samninganna, hafi verið um það samið í upphafi að ákvæðið ætti ekki við ílögskiptum aðila. Af þeim sökum hafi aðalstefnandi átt fyrirvaralausan rétt tilþess að kaupa fasteignina gegn fyrirfram ákveðnu verði sem verið hafi 1% afupphaflegum leigugrunni. Aðalstefnandi vísi í þessum efnum til tilboðsgagnstefnanda um fjármögnun, dags. 25. maí 2007. Þar komi fram að gagnstefnandigeri aðalstefnanda tilboð um „85% fjármögnun“kaupverðs fasteignarinnar. Aldrei hafi komið til tals milli aðila aðaðalstefnandi tæki umrædda fasteign á leigu með þeim takmörkunum sem af þvíhefði leitt. Í tilboðinu komi fram að samningsformið sé fjármögnunarleiga.Verðtrygging hafi annars vegar getað miðast við gengi japanskra jena ogsvissneskra franka í tilteknum hlutföllum sem miðast skyldi við breytilegaLibor vexti 1,47% þann 24. maí 2007 auk 2,5% álags, samtals 3,97% (Tilboð A).Hins vegar hafi aðalstefnanda staðið til boða verðtryggðir, breytilegir 8,9%vextir (Tilboð B). Í tilboðinu hafi einnig verið kveðið á um að „söluverð í lokgrunnleigutíma samnings [sé] 1% af upphaflegum leigugrunni“. Jafnframt hafiverið kveðið á um að „uppgreiðslugjald á samningstíma [sé] skv. gjaldskráLýsingar á hverjum tíma.“ Aðalstefnandi hafi gengið að tilboðinu og greitt þann1. júní 2007 til gagnstefnanda74.600.000 krónur, sem eiginfjárframlag í kaupum fasteignarinnar.Aðalstefnandi veki sérstaka athygli á að hvergi í tilboðinu sé minnst ámögulega framhaldsleigu eða skil á fasteigninni enda hafi slíkt ekki komið tiltals milli aðila í aðdraganda samningsgerðarinnar. Aðalstefnandi veki athygli áað verðmat fasteignarinnar frá 31. maí 2007 hafi numið 705.000.000 króna. Aðmati aðalstefnanda sé fráleitt að halda því fram að aðalstefnandi hafi verið aðfjármagna 15% kaup gagnstefnanda á fasteigninni og annast milligöngu um kaupgagnstefnanda á eigninni. Aðalstefnandi byggi á því að á greiðsluseðlum frágagnstefnanda hafi verið svohljóðandi ákvæði: „Núvirði ógreiddrar leigu ánvsk./Lokagjalds eftir greiðslu“ og tilgreind fjárhæð. Framangreint ákvæði hafiverið á öllum greiðsluseðlum frá gagnstefnanda vegna reglubundinnasamningsgreiðslna. Gagnstefnandi hafi sent aðalstefnanda yfirlit um stöðusamninga þar sem „lokagjald“ hafiverið tilgreint í krónum. Lokagjaldið sé söluverð fasteignarinnar skv. tilboðigagnstefnanda. Yfirlit þessi beri heitið „Samningar og skuldayfirlit“ og„Heildaryfirlit samninga/lána“ og miðist við tilteknar dagsetningar.Gagnstefnandi hafi einnig sent aðalstefnanda áramótastöður samninga. Í þeim yfirlitum komi fram upphaflegur höfuðstóll,eftirstöðvar skuldarinnar og „lokagjald“ sem tilgreint sé í krónum.Aðalstefnandi byggi á því að hann hafi hvenær sem verið hafi átt rétt til þessað greiða upp samninginn fyrir samningslok ásamt lokagjaldi gegn því að fáfasteigninni afsalað til sín, sbr. þjónustugjaldskrá gagnstefnanda. Þessiháttur hafi verið viðhafður í fyrri viðskiptum aðila um fasteignina aðBorgartúni 33. Fjármögnun gagnstefnanda á fasteigninni Hlíðarsmári 12 hafiverið önnur fjármögnun hans vegna kaupa aðalstefnanda á atvinnuhúsnæði.Aðalstefnandi byggi á því að fyrri viðskipti aðila, með fasteignina aðBorgartúni 33, varpi ljósi á þá skilmála og samningsframkvæmd sem gilt hafi ílögskiptum aðila. Viðskiptum aðila með Borgartún 33 hafi lokið viku áður enfjármögnunar-leigusamningar sem mál þetta snúist um hafi verið gerðir.Aðalstefnandi hafi ekki haft nokkra ástæðu til að ætla að öðruvísi yrði staðiðað viðskiptum milli aðila með Hlíðarsmára 12 en gert hafi verið með Borgartún33. Aðdragandi þeirra viðskipta, skjalagerð og önnur atvik hafi í öllumgrundvallaratriðum verið eins og við fjármögnun gagnstefnanda fyriraðalstefnanda á Hlíðarsmára 12. Þannig hafi gagnstefnandi gert tilboð ífjármögnun, ógreidd leiga án vsk/lokagjalds hafi verið tilgreind ágreiðsluseðlum og aðalstefnandi einnig fengið send yfirlit sem kveðið hafi á umhöfuðstól, eftirstöðvar og lokagjald fjármögnunarleigusamningsins. Við söluBorgartúns 33 hafi aðalstefnandi greitt upp lán við gagnstefnanda vegnafjármögnunar þeirra kaupa. Virðisaukning aðalstefnanda af fasteignakaupunumhafi numið 250.252.939 krónum sem gagnstefnandi hafi greitt inn á bankareikningí eigu aðalstefnanda þann 23. maí 2007. Aðalstefnandi byggi auk þess á því aðsamkvæmt ársreikningum gagnstefnanda hafi verið gengið út frá því að formlegskráning eignarhalds væri aðeins til tryggingar á efndum lánssamnings en ekkiraunverulegt eignarhald. Þegar ársreikningar gagnstefnanda séu skoðaðir sjáistað gagnstefnandi færi ekki til eignar samningsandlög vegnafjármögnunarleigusamninga og annarrar eignarleigu sem félagið hafi gert viðviðskiptamenn sína heldur eingöngu kröfuréttindin sem í samningunum felist. Meðvísan til alls framangreinds verði að líta svo á að gagnstefnandi hafi í raunveitt aðalstefnanda lán til kaupa á fasteigninni að Hlíðarsmára 12 sem klætthafi verið í búning leigusamnings. Vísi aðalstefnandi sérstaklega til tilboðsgagnstefnanda frá 25. maí 2007 þessu til stuðnings. Í lok samningstíma hafiaðalstefnandi átt fyrirvaralausan rétt til þess að kaupa fasteignina aðgrunnleigutíma loknum, án þess að samþykki gagnstefnanda hefði þurft að komatil. Aðalstefnandi hafi þannig verið skuldbundinn til kaupanna. Aðalstefnandibyggi á því að sannað sé að samið hafi verið í upphafi viðskipta aðila þannigað hann yrði eigandi fasteignarinnar að Hlíðarsmára 12 við lok grunnleigutímagegn greiðslu lokagjalds (söluverð) sem ákveðið hafi verið 1% af upphaflegumleigugrunni. Megininntak samninganna sé að gagnstefnandi láni aðalstefnandapeninga til kaupa á fasteign. Gagnstefnandi fái endurgreitt eins og um lán væriað ræða, en trygging hans sé formleg skráning eignarhalds. Ljóst sé aðsamningar aðila séu í eðli sínu mjög frábrugðnir leigusamningum og beri öllmegineinkenni lánssamnings. Af þessum sökum telji aðalstefnandi að leggja verðitil grundvallar að hér hafi verið um að ræða lánssamninga í skilningi VI. kaflalaga nr. 38/2001. Með vísan til framangreindar umfjöllunar um eðli umræddralöggerninga sé á því byggt af hálfu aðalstefnanda að löggerningarnir séu í raunsamkvæmt efni sínu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001, semklæddir hafi verið í búning leigusamninga. Að mati aðalstefnanda séulánssamningarnir um lán í íslenskum krónum. Með vísan til forsenda Hæstaréttarí málum nr. 92/2010, 153/2010 og 282/2011, sé ótvírætt að samningar aðila hafifalið í sér skuldbindingu í íslenskum krónum og falli því undir reglur VI.kafla laga nr. 38/2001. Um sé að ræða lánssamninga í íslenskum krónum semgengistryggðir séu eftir gengi tiltekinna erlendra gjaldmiðla á gjalddögumþeirra. Höfuðstóll skuldarinnar sé tiltekinn í íslenskum krónum, kaupverðfasteignarinnar sé í íslenskum krónum og afborganir verið inntar af hendi ííslenskum krónum. Á forsíðu samninganna sé auk þess tiltekið að samningarnirséu gengistryggðir. Þá sé í 14. gr. samninganna kveðið á um að við útreikningafborgana skuli hafa til viðmiðunar skráð sölugengi Seðlabanka Íslands á viðkomandigjaldmiðli eða gjaldmiðlum skv. ákvörðun gagnstefnanda við útgáfudag reiknings,sem bendi ótvírætt til þess að lánið hafi verið í íslenskum krónum, enda enginþörf á að kveða á um gengistryggingu ef lán væri í raun í erlendri mynt. Lögnr. 38/2001 heimili ekki að lán í íslenskum krónum séu verðtryggð með því aðbinda þau við gengi erlendra gjaldmiðla. Reglur 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001séu ófrávíkjanlegar, sbr. 2. gr. laganna, og verði því ekki samið um grundvöllverðtryggingar, sem ekki sé stoð fyrir í lögum. Verðtryggingarákvæðilánssamninganna tengd gengi erlendra gjaldmiðla séu því óskuldbindandi fyrirstefnanda. Verði, gegn væntingumaðalstefnanda, komist að þeirri niðurstöðu að hinir umþrættu samningar séuleigusamningar en ekki lánssamningar sé krafist verulegrar lækkunar á dómkröfugagnstefnanda. Krafa um lækkun byggi á því að uppgjör eigi að fara framsamkvæmt almennum reglum um skaðabætur innan samninga. Gagnstefnandi geti ekkiátt meiri rétt en að vera eins settur og verið hefði ef samningar málsaðilahefðu verið réttilega efndir. Gagnstefnandi eigi ekki að hagnast á vanefndumgagnstefnda. Í gagnstefnu sé því lýst að kröfum gagnstefnanda á henduraðalstefnanda sé unnt að skipa í þrjá flokka: 1) leigugreiðslur samkvæmtútgefnum reikningum, 2) uppgjörskröfu og 3) endurgreiðslukröfur vegnafasteignagjalda. Svokölluð uppgjörskrafa sé krafa gagnstefnanda um greiðslurógjaldfallinnar leigugreiðslna út samningstímann og byggist krafan á 21. gr. íhinum umþrættu samningum. Uppgjörskröfurnar sundurliðist með eftirfarandi hættieftir leigusamningum:A.Nr.153217 (áður 141338) kr. 155.213.432,-B.Nr.153221 (áður 141342) kr. 294.891.187,-C.Nr.153203 (áður 141366) kr. 758.085.060,- Stafliðirnir vísi til sundurliðunar ídómkröfum gagnstefnanda. Aðalstefnandi byggi á því að lækka beri dómkröfurgagnstefnanda í stafliðum A, B og C um framangreinda fjárhæð þar sem grein 1.tl. 21 í hinum umþrættu samningum sé ógildanleg samkvæmt almennum reglum þegarlitið sé til eftirtalinna atriða:. Hinir umþrættu samningar hafi veriðgerðir á þeirri forsendu að um lánssamninga væri að ræða. Ákvæði greinar 1. tl.21 sé í samræmi við þá forsendu en greinin miðist við að andvirði hins leigðadragist frá eftirstöðvum hinna umþrættu samninga. Þessi forsenda sé brostin sé um leigusamninga að ræða og þá beriað ógilda ákvæði greinar 1. tl. 21 með vísan til almennra reglna um brostnarforsendur. 2. Ósanngjarnt sé og andstætt góðriviðskiptavenju að auglýsa samninga sem lánssamninga og halda því fram síðar aðum leigusamninga sé að ræða. Lögð sé áhersla á að gagnstefnandi séfjármálafyrirtæki með ríka upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu. Við riftunleigusamninganna hafi skylda aðalstefnandatil áframhaldandi greiðslu á leigu fallið niður, þótt gagnstefnandi getieftir atvikum krafist bóta vegna missis leigutekna, sbr. reglur leiguréttarinsþess efnis. Að þessu virtu og með vísan til 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 þáberi að ógilda 1.tl. 21. gr. í hinum umþrættu samningum.Þá beri einnig að taka tillit tilgreiðslu að fjárhæð 74.600.000 krónur, sem aðalstefnandi hafi innti af hendivið undirritun leigusamninganna. Greiðslan hafi verið innt af hendi undir þeim formerkjum að umhafi verið að ræða 15% eiginfjárframlag aðalstefnanda á móti 85% fjármögnun ákaupverði fasteignarinnar af hálfu gagnstefnanda. Af þeim sökum hafi ekki veriðtekin afstaða til þess hvort greiðslan væri tryggingafé eða fyrirframgreiðsla ískilningi leiguréttar. Lækka beri dómkröfur gagnstefnanda um þá fjárhæð tilviðbótar við lækkun á dómkröfum sem eiga rætur að rekja til uppgjörskrafnanna.Verði ekki á það fallist að ógilda beri ákvæði 1. tl. 21. gr. samningsins íuppgjöri milli aðila sé á því byggt af hálfu aðalstefnanda að uppgjörskröfurnarséu skaðabætur innan samninga eins og gagnstefnandi hafi sjálfur byggt á gagnvartskattyfirvöldum. Aðalstefnandi byggi á því að ósannað sé að gagnstefnandi hafiorðið fyrir tjóni vegna vanefnda félagsins. Fasteigninni, sem samningarnir hafitekið til, hafi verið skilað til gagnstefnanda, 1. apríl 2013. Frá þvítímamarki hafi gagnstefnandi fengið greidda leigu frá framleigutökumfasteignarinnar. Fjárhæð leigunnar sé ekki tilgreind í stefnu í gagnsök en þaðbendi til þess að gagnstefnandi hafi fengið a.m.k. jafn háa leigu fráframleigutökum og frá aðalstefnanda. Í ljósi þess að gagnstefnandi hafi ekkiorðið fyrir tjóni beri að sýkna aðalstefnanda af dómkröfu gagnstefnanda umgreiðslu ógjaldfallinna leigugreiðslna. Umheimild til öflunar viðurkenningardóms vísi aðalstefnandi til 2. mgr. 25. gr.laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Aðalstefnandi hafi lögvarða hagsmuni afþví að fá lán sitt leiðrétt til samræmis við lög en uppgjör samninganna hafiekki farið fram. Þá vísi aðalstefnandi til laga nr. 38/2001,einkum 13. og 14. gr., sbr. 2. gr. laganna og til almennra meginreglna samninga-og kröfuréttar, einkum 36. gr. laga nr. 7/1936 og reglna samningaréttar umóeðlilegan hagnað, sanngirnissjónarmiða og reglna um óréttmæta auðgun. Ummálskostnaðarkröfu vísist til 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður gagnstefnanda ogtilvísun til réttarheimildaAf hálfu gagnstefnanda er á því byggt að hinir umþrættu samningaraðila séu leigusamningar en ekki lánssamningar. Styðjist það við fjölmörgdómafordæmi Hæstaréttar, sbr. t.d. dóma réttarins í málum nr. 652/2011, nr.638/2013 og 717/2013 en í þeim málum hafi verið deilt umfjármögnunarleigusamningsform gagnstefnanda en niðurstaðan orðið að um væri aðræða leigusamninga. Þeir samningar gagnstefnanda sem um sé deilt í þessu máliséu í öllum meginatriðum eins og þeir samningar, sem um hafi verið fjallað ítilvitnuðum hæstaréttarmálum. Ekki verði annað séð en að aðalstefnandi byggiaðallega á svipuðum málsástæðum, í þessu máli og hafðar hafi verið uppi afhálfu stefnenda í fyrrgreindum málum og telji gagnstefnandi því að það liggibeinast við að sýkna hann í þessu máli. Fjármögnunarleiga sé ein tegundeignaleigusamninga en eignaleiga feli í sér leigustarfsemi á lausafé eðafasteignum þar sem leigusali selji leigutaka hið leigða gegn umsömduleigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma samkvæmt sérstökum skilmálum umeignar- eða afnotarétt að lágmarksleigutíma liðnum. Í 3. tl. 1. mgr. 3. gr.laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki komi fram að með eignaleigu sé átt viðleigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar sem leigusali selji leigutaka hiðleigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinn lágmarksleigutíma. Ífjármögnunarleigu felist að leigugjald og lágmarksleigutími sé ákvarðað meðhliðsjón af því, að í lok lágmarksleigutíma hafi leigusali fengið í sinn hlutupphaflegt kaupverð leigumunar, auk vaxta og kostnaðar, en eftir það tímamarkhafi leigutaki að jafnaði rétt til áframhaldandi leigu munar gegn lækkuðuleigugjaldi. Þannig sé gert ráð fyrir því að leigutaki geti haft leigumun áframhaldsleigu allt þar til að hann sé orðinn úr sér genginn eða ónothæfur.Þetta sé einmitt eitt af grunneinkennum fjármögnunarleigusamninga og eitt afþví sem aðgreini þá frá kaupleigusamningum þar sem leigutaki verði að jafnaðisjálfkrafa eigandi hins leigða í lok leigutímans án sérstakrar greiðslu eðafrekari samninga. Gagnstefnandi vísi hér einnig til c-liðar 11. gr. í IAS 17reikningsskilastaðalsins þar sem fram komi að það sé einkennifjármögnunarleigusamninga að þá megi framlengja um annað tímabil gegn leigu semsé töluvert lægri en markaðsleiga. Í lögum um eignarleigustarfsemi nr. 19/1989,sem nú hafi verið afnumin, sé fjármögnunarleiga skilgreind sem sú starfsemiskv. eignarleigusamningi að leigusali hafi afsalað að verulegu leyti áhættu ogrétti til arðs sem tengist eignarrétti leigusala en eignarréttur haldist þó hjáleigusala. Í athugasemdum með frumvarpi því sem orðið hafi að lögum nr. 19/1989komi fram að þær skilgreiningar sem byggt sé á í forminu, taki mið af IAS 17(International Accounting Standard 17). Í 4. gr. IAS 17 – Alþjóðlegumreikningsskilastaðli um leigusamninga sé fjármögnunarleiga skilgreind á þannhátt að um sé að ræða leigusamning þar sem svo til öll áhætta og ávinningur semfylgi eignarhaldi á eign sé yfirfærð og að eignarréttur ýmist færist eða færistekki á milli aðila að lokum. Samningsform gagnstefnanda eigi eingöngu við umfjármögnunarleigusamninga og sé mjög skýrt fjármögnunarleigusamningsform þarsem allt innihald samningsins bendi til að um leigusamning sé að ræða.Samningsformið hafi upphaflega verið samið eftir norskri fyrirmynd um fjármögnunarleigusamningaog byggi á alþjóðlegum viðmiðunum um fjármögnunarleigusamninga.Fjármögnunarleigusamningarnir sem um sé deilt í þessu máli hafi öll einkennifjármögnunarleigusamninga, bæði hvað varði form, hugtakanotkun og efnislegtinnihald. Eins og síðar verði vikið nánar að sé ljóst að aðalstefnandi hafikosið að tryggja sér afnot af umræddri fasteign með fjármögnunarleigusamningumvið gagnstefnanda en ekki annars konar fjármögnun. Val á þessari samningstegundhafi byggst á fjölmörgum öðrum þáttum en beinum útgjöldum, svo sem þeim mun semlögum samkvæmt sé á bókhaldslegri og skattalegri meðferð mismunandi samningstegunda.Því verði að skoða í heild réttaráhrif þess ef lagaákvæðum um önnursamningsform en leigu verði beitt um þessafjármögnunarleigusamninga. Gagnstefnandi byggi á því að hið umþrættasamningsform aðila uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast leigusamningurskv. alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 17, sem lagagildi hafi hér á landi. Í88. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga komi fram að ákvæði reglugerðarEvrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá 19. júlí 2002, um beitingualþjóðlegra reikningsskilastaðla, skuli hafa lagagildi hér á landi í samræmivið bókun I um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lögnr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum, þar sem bókuninsé lögfest. Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar séu skilgreindir í 12. tl. 2. gr.laga nr. 3/2006 um ársreikninga sem: ,,reikningsskilastaðlar (IAS/IFRS)samkvæmt skilgreiningu 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 1606/2002) semframkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt skv. 3. gr. reglugerðar (EB) nr.1606/2002“. Reglugerð (EB) nr. 1606/2002, um beitingu alþjóðlegrareikningsskilastaðla, sé prentuð sem fylgiskjal með lögunum. Í 7. tl. reglugerðarinnarsé fjallað um IAS alþjóðlegu reikningsskilastaðlana. IAS staðlarnir byggi áalþjóðlegum viðmiðunum. Í 7. gr. EES samningsins, sbr. fylgiskjal I með lögumnr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið komi fram að gerðir sem vísað sé til eðasé að finna í viðaukum við samninginn, eða ákvörðun sameiginleguEES-nefndarinnar, bindi samningsaðila og beri að taka þær upp í landsrétt semhér segi: a) gerð sem samsvaraði reglugerð EBE skuli sem slík tekin upp ílandsrétt samningsaðila. Í reglugerð (EB) nr. 1606/2002, um beitingualþjóðlegra reikningsskilastaðla komi fram markmiðið með reglugerðinni sem séeftirfarandi:,,Markmiðið með þessari reglugerð er að taka upp og beita alþjóðlegumreikningsskilastöðlum í bandalaginu í því augnamiði að samræma fjárhagsupplýsingar,sem félög sem getið er í 4. gr. setja fram, til að tryggja mikið gagnsæi ogsamanburðarhæfi reikningsskila og þar með skilvirka starfsemi fjármagnsmarkaðarbandalagsins og innri markaðarins.“Í 1.mgr. 127. gr. laga nr. 3/2006 komi fram að ráðherra geti sett reglugerð umframkvæmd laganna, þar á meðal um alþjóðlega reikningsskilastaðla semsamþykktir hafi verið skv. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB)nr. 1606/2002. Á grundvelli 1. mgr. 127. gr. laga nr. 3/2006 hafi ráðherra settfjölda reglugerða um alþjóðlega reikningsskilastaðla, þar á meðal reglugerð nr.1133/2007 að því er varði m.a. alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 17 umleigusamninga. IAS 17 staðallinn, sem lagagildi hafi hér á landi, fjalli umleigusamninga. Í 4. gr. staðalsins sé fjármögnunarleiga skilgreind áeftirfarandi hátt:,,Fjármögnunarleiga er leigusamningur sem yfirfærir svo til allaáhættu og allan ávinning sem fylgir eignarhaldi á eign. Eignarréttur kann eðakann ekki að færast á milli aðila að lokum.“Gagnstefnandibyggi á því að fjölmörg atriði staðalsins sýni fram á það ótvírætt að hinirumþrættu fjármögnunarleigusamningar gagnstefnanda séu leigusamningar en ekkilánssamningar. Gagnstefnandi byggi á því að tilvísun ársreikningalaga íreglugerð og alþjóðlega reikningsskilastaðla sé samhangandi heild sem hafilagagildi á Íslandi. Í því sambandi vísi gagnstefnandi til 3. gr. laga 2/1993um Evrópska efnahagssvæðið þar sem fram komi að skýra skuli lög og reglur, aðsvo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur semá honum byggi. Út frá þessu ákvæði verði ekki komist hjá því að túlka hugtökin,,leigusamningur” og ,,fjármögnunarleigusamningur” í samræmi við ákvæði IAS 17í íslenskum rétti. Það leiði síðan tvímælalaust til þess að hinir umþrættufjármögnunarleigusamningar gagnstefnanda teljist vera leigusamningar.Gagnstefnandi byggi á því að meginreglan um einsleitni og sjónarmiðEvrópuréttarins um samræmda skýringu hugtaka eigi að leiða til þess að áÍslandi verði notast við þá skilgreiningu á hugtakinu ,,leigusamningi” sem séað finna í alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 17. Með þessu sé hugtakinu,,leigusamningur” gefin merking sem rúmist innan EES samningsins og þeim reglumsem á honum byggi. Í tengslum við rekstur hæstaréttarmálsins nr. 652/2011 hafigagnstefnandi látið nokkrar af stærstu endurskoðunarstofum landsins vinna fyrirsig álit um það hvort fjármögnunarleigu-samningsform gagnstefnanda, sem legiðhafi til grundvallar í því máli, gæti talist vera fjármögnunarleigusamningur ísamræmi við IAS 17 – Alþjóðlegan staðal um leigusamninga. Álit allraendurskoðunarfyrirtækjanna hafi verið á þá leið aðfjármögnunarleigusamningsform gagnstefnanda félli undir staðalinn umleigusamninga og væri þannig leigusamningur. Jafnvel þó að það fjármögnunar-leigusamningsformsem tekist sé á um í máli þessu sé ekki að öllu leyti eins og það form semlegið hafi til grundvallar í máli nr. 652/2011, telji gagnstefnandi að forminséu það lík að efnisinnihald álitanna geti átt við um bæði formin. Þegarerlendir bankar og fjárfestar eigi viðskipti hér á landi eigi þeir að getatreyst því að hér sé farið eftir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sem Íslandhafi innleitt á grundvelli EES samningsins og að þeir geti tekið viðskiptalegarákvarðanir út frá því. Í þessu sambandi megi m.a. nefna að aðallánveitandigagnstefnanda hafi verið þýskur bankisem gengið hafi út frá þessu sem vísu. Ígreinargerð aðalstefnanda sé reynt að færa fyrir því rök að hinir umþrættufjármögnunarleigusamningar aðila séu lánssamningar en ekki leigusamningar.Gagnstefnandi mótmæli því að nokkur af þeim atriðum sem aðalstefnandi bendi á,styðji það að hinir umþrættu samningar aðila séu lánssamningar frekar enleigusamningar. Leigusamningur sé gagnkvæmur samningur, þar sem annar aðilinn,leigusali, heimili gagnaðilanum, leigutaka, tiltekin afnot af leigumun, gegngreiðslu endurgjalds sem kallist leiga eða leigugjald. Um er að ræða gagnkvæmansamning þar sem báðir samningsaðilar eigi rétt og beri skyldur. Lánssamningursé það kallað þegar lánveitandi veiti eða lofi að veita lántaka lán í formigreiðslufrests eða svipaðrar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og lántaki lofi aðgreiða lánið til baka skv. ákvæðum lánssamningsins. Þeir lánssamningar semfalli undir vaxtalögin nr. 38/2001 séu lánssamningar um peninga eins og skýrtkomi fram í 1. gr. laganna en þar komi fram að lögin gildi um vexti afpeningakröfum á sviði fjármunaréttar. Af mismunandi skilgreiningum áleigusamningum og lánssamningum megi ráða að hinir umþrættufjármögnunarleigusamningar aðila séu leigusamningar en ekki lánssamningar.Fjölmörg önnur atriði megi nefna því til stuðnings að um sé að ræðaleigusamninga en ekki lánssamninga og megi í því sambandi m.a. nefnaeftirfarandi atriði:Heiti samninganna, þ.e. ,,fjármögnunarleigusamningar“bendi til þess að um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga. Í gegnumalla samningana sé fjallað um ,,leigusala“ og leigutaka“ og bendi það til þessað um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga. Orðnotkun í samningunumbendi eindregið til að um sé að ræða leigusamninga en ekki lánssamninga. Semdæmi um þetta megi nefna að gerð sé grein fyrir leigumun sem hinu leigða í 1.gr. samninganna og leigugrunn í 2. gr. Í 4. gr. sé fjallað um grunnleigutíma ogí 5. gr. um greiðslutilhögun leigu. Í 6.gr. sé gerð grein fyrir grunnleigutíma og framhaldsleigu. Í öðrum greinumsamninganna sé sama orðnotkun og þannigávallt gengið út frá því að um leigusamninga sé að ræða. Undirritun leigutakaundir samningana sé í reit sem sé merktur með auðkenninu ,,leigutaki“.Virðisaukaskattur leggist ofan á einstakar leigugreiðslurfjármögnunar-leigusamninga en slíkt tíðkist aldrei í lánssamningum. Meðumsóknum, dags. 24. ágúst 2007, hafi gagnstefnandi, sem leigusali, óskað eftirþví að umræddar fasteignir að Hlíðarsmára 12, yrðu skráðar frjálsri skráninguskv. reglugerð nr. 577/1989. Auðlind ehf. hafi skrifað undir umsóknirnar semfyrri leigutaki að umræddum fasteignum. Í kjölfarið á þessari skráningu hafiallar leigugreiðslur verið innheimtar með virðisaukaskatti. Skattayfirvöld geri skýran greinarmun ámeðhöndlun virðis-aukaskatts í kaupleigusamningum annars vegar ogfjármögnunarleigusamningum hins vegar. Ákvarðandi bréf RSK gefi skýrt til kynnaað skv. réttum skilningi laga um virðisaukaskatt skuli innheimta virðisaukaskattaf heildarfjárhæð reikninga í fjármögnunarleigusamningum en líta skuli ágreiðslur skv. kaupleigusamningum á sama hátt og afborganir í almennumafborgunarviðskiptum. Þegar leiga sé innheimt séu sendir út ,,reikningar fyrirleigu“ og sé það sá háttur sem gagnstefnandi hafi haft á. Slíkt eigi ekki viðþegar um lán sé að ræða. Á leigureikningunum komi einnig skýrt fram að viðleiguna bætist virðisaukaskattur en sama eigi ekki við um lán. Það verði aðteljast harla langsótt hjá aðalstefnanda að halda því fram að um lánssamningasé að ræða í ljósi þess að hann hafi greitt reikninga án athugasemda, þar semfram komi að um leigureikninga sé að ræða og á reikningunum komi einnig skýrtfram að virðisaukaskattur bætist við leigugreiðsluna. Þegar umlánssamning sé að ræða eignist viðkomandi hið keypta gegn greiðslu kaupverðs.Grundvallarmunur sé á skattalegri meðferð kaupverðs og leigu. Kaupverð beri aðeignfæra og gjaldfæra um leið og notkunin eigi sér stað. Leigugjaldið séfrádráttarbært til skatts sem hver annar rekstrarkostnaður og skapi þaðleigutaka að jafnaði talsvert hærri skattafrádrátt en afskriftir af keyptumhlut, þ.e. þegar leigutíminn sé styttri en afskriftatími hlutar. Eignarréttur haldist hjá leigusalafjármögnunarleigusamnings allan grunnleigutímann og á framhaldsleigutímabilinuog því sé ekki um lánssamning að ræða. Auk þess hafi leigusali sem eigandi hinsleigða þær heimildir sem teljist til grunneignarréttar eins og að geta selt eðaveðsett eignarrétt sinn. Ennfremur komi fram í 19. gr. samninganna að allarviðbætur og breytingar á fasteigninni skuli gerðar í samráði við leigusala ogað slíkar breytingar verði sjálfkrafa eign leigusala án endurgjalds og hlutileigu-samninganna. Þá hafi leigusali heimild skv. 26. gr. samninganna til þessað skoða hið leigða hvenær sem er án fyrirvara og krefja leigutaka um úrbæturef slík skoðun gefi tilefni til athugasemda á notkun eða viðhaldi hins leigða.Þessi atriði bendi til þess að um leigusamninga sé að ræða en ekkilánssamninga. Eins og áður hafi verið rakiðlíti lögggjafinn á eignaleigu sem leigustarfsemi en ekki lánastarfsemi,sbr. tilvitnun í 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 en þar komi fram aðmeð eignaleigu sé átt við leigustarfsemi með lausafé eða fasteignir þar semleigusali selji leigutaka hið leigða gegn umsömdu leigugjaldi í tiltekinnlágmarksleigutíma. Í 1. mgr. 20. gr. sömu laga komi skýrt fram að löggjafinnlíti ekki á fjármögnunarleigu sem útlánastarfsemi. Í 1. mgr. 20. gr. sé fjallaðum ýmsar tegundir af starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða. Í 2. tl. séutaldir upp þættir sem falli undir útlánastarfsemi og sé fjármögnunarleiga ekkitalin þar á meðal. Í 3. tl. sé fjármögnunarleiga hins vegar tilgreindsérstaklega sem ein tegund af starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða sem sýniað löggjafinn telji fjármögnunarleigustarfsemi ekki vera lánastarfsemi. Samaaðgreining sé gerð á útlánum og fjármögnunarleigu í viðauka I viðBankatilskipun Evrópusambandsins nr. 2006/48/EC (Directive 2006/48/EC of theEuropean Parliament and of the Council of 14 June 2006 relating to the takingup and pursuit of the business of credit institution). Framangreindartilvitnanir í lög um fjármálafyrirtæki bendi skýrlega til þess aðfjármögnunarleigusamningur sé leigusamningur en ekki lánssamningur. Forsagalaganna styðji einnig við þetta sjónarmið. Við túlkun og mat á því hvort aðhinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar séu leigusamningar eða lánssamningarberi að horfa á samningana heildstætt og varast að láta einstök atriði hafaúrslitaáhrif hvað þetta varði. Af upptalningunni í þessum kafla leiði að alltbendi til þess að um leigusamninga sé að ræða frekar en lánssamninga, en það séeinnig stutt af framkvæmd í nágrannalöndum Íslands og alþjóðlegumreikningsskilastöðlum sem lagagildi hafa á Íslandi. Sem svar við þeim staðhæfingumaðalstefnanda að rétt sé að flokka samninga aðila sem lánsamninga byggi gagnstefnandi á eftirfarandi: Ákvæðiumþrættra fjármögnunarleigusamninga séu skýr og komi hvergi fram í þeim aðleigutaki eignist fasteignirnar við lok grunnleigutíma samninganna. Þvert ámóti komi skýrt fram að samningarnir fari á framhaldsleigu við lokgrunnleigutíma nema leigutaki skili leigumunum til leigusala, sbr. 12. og 6.gr. samninganna. Það sé því ljóst að leigutaki eignist ekki leigumunina án þessað til frekari samninga komi, svo sem með viðaukum þess efnis, sölutilboðum eðasölureikningum eins og dæmi séu um. Hafi aðilar ætlað að semja um kaupskyldueða sjálfvirka eignayfirfærslu í lok samningstíma hefði þeim verið í lófa lagiðað setja slíkt ákvæði inn í samningana. Þá hefði jafnframt ekki verið tekiðfram í samningum aðila að samningurinn færi sjálfkrafa á framhaldsleigu aðgrunnleigutíma loknum. Ennfremur hefði bókhaldsleg og skattaleg meðferðsamninganna þurft að vera önnur. Í umræddu tilboði komi fram að miðað sé viðfjármögnunarleigu, þar sé einnig skýrt tekið fram að um leigugreiðslur sé aðræða. Til viðbótar komi fram ýmis önnur hugtök sem bendi til þess að umleigusamning sé að ræða sbr. hugtökin leigutaki og grunnleigutími. Í tilboðinukomi ekkert fram um eignayfirfærslu við lok grunnleigutímans. Stefndi mótmæliþví að leiða megi af framangreindu tilboði óskilyrtan rétt stefnanda til aðkaupa fasteignina í lok grunnleigutímans gegn greiðslu söluverðs. Ífjármögnunar-leigusamningunum sé ekkert minnst á lokagjald eða kauprétt. Þegarbeiðnir berist til stefnda um að kaupa leigumun í lok leigutíma sé það skoðað íhverju tilviki og m.a. horft á það hvort viðkomandi leigutaki sé með viðkomandileigusamning eða aðra samninga í vanskilum. Ef um slík vanskil sé að ræða séleigutaka að sjálfsögðu neitað um að kaupa hið leigða. Sé tekin ákvörðun umsölu á hinu leigða við lok grunnleigutímans sé gengið frá sölunni meðsölureikningi / afsali samhliða greiðslu á kaupverðinu. Eftir að framangreindtilboð hafi verið send hafi aðilar máls þessa gert með sér hina umþrættufjármögnunarleigusamninga þar sem ekkert hafi verið minnst á kauprétt eðaeignayfirfærslu við lok grunnleigutíma samninganna, heldur hafi þar eingönguverið miðað við hið staðlaða samningsákvæði 12. gr. á þá leið að við lokgrunnleigutíma samninganna kæmi til ótímabundinnar framlengingar skv. 6. gr. ogsamningurinn færi þannig á framhaldsleigu. Í 12. gr. sé þannig skýrt tekið framað framhaldsleiga hefjist að loknum grunnleigutíma og ekki gert ráð fyrir neinumundantekningum frá því nema leigutaki vilji skila leigumun. Sé tekin ákvörðunum sölu eftir lok grunnleigutímans, sé um sjálfstæðan samning að ræða sembreyti ekki eðli hins upphaflega fjármögnunarleigusamnings og breyti honumþannig ekki úr fjármögnunarleigusamningi í kaupleigusamning og enn síður ílánssamning eða ígildi hans. Þessu til stuðnings megi vísa í skilgreiningu áfjármögnunarleigu í 4. gr. IAS 17 – alþjóðlega reikningsskilastaðalsins umleigusamninga, þar sem fram komi að ekki skipti máli hvort eignarréttur færistá milli samningsaðila í lokin því að í öllum tilvikum falli samningarnir undirstaðalinn og teljist þar með leigusamningar. Í 6. gr. IAS 17 komi skýrt fram aðskilgreining á leigusamningi taki til samninga um leigu á eign sem feli í sérákvæði sem gefi leigutaka kost á að öðlast eignarrétt á eigninni þegar umsaminskilyrði séu uppfyllt og að slíkir samningar séu stundum nefndirkaupleigusamningar. Þar sem þessir samningar teljist leigusamningar falla þeirþví ekki undir það að vera lánssamningar og þar af leiðandi eigi þessirsamningar ekki undir ákvæði vaxtalaga nr. 38/2001. Í 10. gr. a í IAS 17reikningsskilastaðlinum sé einnig gert ráð fyrir því að eignarhaldið skv.fjármögnunarleigusamningi geti færst á milli aðila í lok grunnleigutímans. Í10. gr. b í staðlinum sé gert ráð fyrir því að í fjármögnunarleigusamningumgeti verið ákvæði um kauprétt leigutaka á verði sem vænta megi að sé nægilegamikið undir gangvirði, daginn sem kauprétturinn verði nýtanlegur, þannig aðnokkuð víst sé við upphaf samningstímans að kauprétturinn verði nýttur. Skv.þessu sé ljóst að viðkomandi reikningsskilastaðall um leigusamninga, seminnleiddur hafi verið með reglugerð sem hafi lagagildi hér á landi, gangi útfrá því að það skipti engu máli hvort eignarréttur kunni eða kunni ekki aðfærast á milli aðila að lokum og hvort samið sé um kauprétt eða ekki við lokgrunnleigutímans, viðkomandi samningur sé í öllum tilvikum leigusamningur.Gagnstefnandi bendi á aðfjármögnunarleigusamningar aðila séu undirritaðir af fyrirsvarsmanni leigutaka á bls. 2 í samningunum sem geymim.a. ákvæði 12. gr. og sé aðalstefnandi því bundinn af því ákvæði. Undirrituninsé í reit sem auðkenndur sé með heitinu ,,leigutaki“. Hefði leigutaki talið að12. gr. ætti ekki við hefði hann átt að óska eftir því að sú grein yrði strikuðút og ný grein sett í hennar stað en það hafi hann ekki gert. Í loksamningsskilmálanna sé sérstaklega tekið fram með feitu letri að leigutaki hafikynnt sér og hafi ekkert við að athuga alla skilmála samningsins en þar komieftirfarandi fram feitletrað:,,Undirritaður leigutaki og ábyrgðarmennhafa kynnt sér og hafa ekkert við að athuga alla skilmála samnings þessa.“ Gagnstefnandi byggi á því að aðalstefnandi sébundinn af þessari staðfestingu leigutaka á endanlegu innihaldi samninga aðila.Aðalstefnandi hafði kynnt sér öll ákvæði samninganna og staðfest meðundirritun sinni að hann hefði ekkert við þau að athuga, þar á meðal ákvæði 12.gr. samninganna. Það sé því alveg ljóst að ekki hafi verið samið um frávik frástöðluðum skilmálum samningsins enda hefði þá ekki komið til útreiknings ámánaðarlegri framhaldsleigu samkvæmt 6. gr. hinna sérstöku skilmálasamninganna. Þess megi ennfremur geta að allar breytingar sem gerðar hafi veriðá samningnum frá gildistöku hans hafa verið gerðar með skriflegum viðaukum þessefnis og enginn skriflegur viðauki verið gerður sem sýni fram á annan réttaðalstefnanda en þann sem ákvæði 12. og 6. gr. samninganna beri með sér. Það séþví ekki um það að ræða að leigutaki eignist leigumunina við lok leigutíma einsog aðalstefnandi haldi fram. Jafnvelþó að aðalstefnanda tækist að sanna að samið hafi verið um kauprétt honum tilhanda í upphafi, jafngildi slíkt ekki óskilyrtri eignayfirfærslu við lokgrunnleigutíma. Aðalstefnandi byggi á því að samningar aðila séu íraun samkvæmt efni sínu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001.Því til stuðnings tefli hann fram sjö atriðum sem hann telji leiða til þess aðsamningarnir séu lánssamningar en ekki leigusamningar. Verði ekki séð annað enað aðalstefnandi byggi aðallega á svipuðum málsástæðum, í þessu máli og hafðarhafi verið uppi af hálfu stefnenda í áður tilvitnuðum hæstaréttarmálum og teljigagnstefnandi því að það liggi beinast við að sýkna hann í þessu máli. Þauatriði sem aðalstefnandi byggi þetta á séu m.a. eftirfarandi: Aðalstefnanditelji að eignarhald þriðja aðila á fasteignunum fyrir gerð samninganna sýnifram á að um sé að ræða lán til kaupa á fasteignum. Gagnstefnandi mótmæliumræddri málsástæðu sem rangri. Í fyrsta lagi skuli á það bent að félagið PHeignir ehf., kt. 660804-3070, hafi upphaflega staðið að kauptilboði ífasteignina að Hlíðarsmára 12 sem gagnstefnandi hafi síðan gengið inn í.Fasteignin hafi síðar verið leigð félaginu Auðlind ehf., kt. 590204-2850 (síðarGamla-Auðlind ehf.) sem síðar hafi runnið inn í félagið Auðlind ehf. (síðarHS12 ehf.), kt. 650405-5180, ásamt félaginu Fasteignaborg ehf., kt.630707-0480. Hið sameinaða félag hafi tekið við réttindum og skyldum samkvæmtfjármögnunarleigusamningunum, sbr. yfirtökusamning, dags. 11. nóvember2008. Sé hið sameinaða félag,aðalstefnandi þessa máls. Það sé því ljóst að aðalstefnandi hafi ekki haftfrumkvæði að kaupunum og geti umrædd málsástæða því ekki skipt máli í því sambandihvort líta beri á samninga aðila sem leigusamninga eða lánssamninga. Jafnvelþótt sýnt væri að aðalstefnandi hefði haft frumkvæði að kaupum ásamningsandlaginu sé á það bent að algengt sé að sá háttur sé hafður á varðandifjármögnunarleigusamninga. Hafi þegar verið fjallað um þessa málsástæðu í áðurtilvitnuðum dómum Hæstaréttar en þar hafi þetta ekki þótt benda til þess að umlánssamninga væri að ræða. Aðalstefnandi byggi á því að leigugrunnur hafi veriðákvarðaður út frá fjármögnunarkostnaði. Þetta telji aðalstefnandi benda til þessað um sé að ræða endurgreiðslu á láni en ekki leigu. Gagnstefnandi fullyrði aðþessi niðurstaða aðalstefnanda sé alröng. Þetta sé málsástæða sem höfð hafiverið uppi í áður tilvitnuðum hæstaréttarmálum og hafi því ítrekað komið tilskoðunar af hálfu Hæstaréttar. Í framangreindum málum hafi ekki verið fallist áað þetta benti til þess að um lánssamninga væri að ræða. Það sé alþekkt ífjármögnunarleigusamningum á alþjóðavísu að leigugjaldið taki mið affjármögnunarkostnaði leigusala sem haldist í hendur við upphaflegt kaupverðleiguandlagsins. Hvað tilvísun aðalstefnanda í stofngjald samningsins varði, þásé ekkert óeðlilegt við það að aðilar í frjálsum samningum, semji um aðleigutaki beri einhvern kostnað af samningsgerðinni. Eðlifjármögnunarleigusamninga sé með þeim hætti að leigutaki velji iðulega þaðhúsnæði sem henti starfsemi hans. Eignaleigufélagið kaupi umrætt húsnæðisamkvæmt ósk leigutaka og leigi honum í framhaldi af því. Hvað þann hluta leigunnar varði, sem greiddhafi verið við undirritun, sbr. 5. gr. samninganna, sé heldur ekkert óeðlilegtvið það enda algengt í leigusamningum að um slíkt sé samið. Að síðustuvísi aðalstefnandi til þess að gagnstefnandi færi í bókhaldi sínu kröfursamkvæmt fjármögnunarleigusamningum en ekki til eignar fasteignir samkvæmtþessum samningum og telji aðalstefnandi að þetta bendi til þess að um sé aðræða lánssamninga en ekki leigusamninga. Gagnstefnandi mótmæli því að bókunhans á fjármögnunarleigusamningum í ársreikningum bendi til þess að umlánssamninga sé að ræða en ekki leigusamninga. Aðalstefnandihaldi því fram að samningar aðila beri vexti. Hinir umþrættufjármögnunarleigusamningar aðila beri alls ekki vexti og því sé hér ummisskilning að ræða hjá stefnanda. Tilvísun til vaxta ífjármögnunarleigusamningunum sé einungis sett fram sem viðmiðun fyrir ákvörðunleigugreiðslna en breyti ekki skýru inntaki samninganna sem séu samkvæmt formi ogefni dæmigerðir fjármögnunarleigusamningar. Gagnstefnandi bendi á að hér sé umað ræða sömu málsástæðu af hálfu aðalstefnanda og fjallað hafi verið um í áðurtilvitnuðum dómum Hæstaréttar og ekki hafi verið talin benda til þess að umlánssamninga væri að ræða. Í fjármögnunarleigusamningum aðila komi ekkert framum að leigugreiðslur beri vexti, heldur sé byggt á ákveðnum leigugrunni, semtaki mið af því að við ákvörðun leigugjalds og lágmarksleigutíma hafigagnstefnandi fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverð leigumunar, auk vaxta ogkostnaðar sem gagnstefnandi hafi þurft að greiða á leigutímanum vegna eiginfjármögnunar á leigumunum hjá erlendum fjármögnunaraðilum sínum. Vaxtakostnaðurgagnstefnanda sé því innbyggður í leigugjaldið en ekki sé um það að ræða aðvextir bætist við einstakar leigugreiðslur. Hvað tilvísanir aðalstefnanda ígreiðsluyfirlit sem fylgt hafi samningunum þá bendi gagnstefnandi á að hér séum að ræða svipaða málsástæðu og fjallað hafi verið um í margnefndumHæstaréttardómum og ekki verið talin benda til þess að um lánsamning væri aðræða. Um sé að ræða óundirritað greiðsluyfirlit sem sé ekki partur af fjármögnunarleigusamningiaðila og einungis hugsað til að auðvelda leigutaka áætlanagerð vegnaframtíðarleigugreiðslna. Það sé ekkert óeðlilegt að tilgreina afborgunarhlutannsem sé einn þáttur í heildarleiguverðinu. Eftirstöðvatalan sýni núvirðieftirstöðva af heildarleigugreiðslum á grunnleigutíma skv.fjármögnunar-leigusamningum aðila, áður en framhaldsleiga hefjist og teljigagnstefnandi að slík upplýsingagjöf sé ekkert óeðlileg í tilviki leigusamningaog bendi í því sambandi á 20. gr. IAS 17 þar sem gengið sé út frá því að þessafjárhæð þurfi að tilgreina í efnahagsreikningi í reikningsskilum leigutaka.Aðalstefnandi byggi á því að leigugreiðslur séu ekki tengdar afnotum og að þaðbendi til þess að ekki sé um leigusamninga að ræða. Gagnstefnandi mótmæli þessusem röngu. Það sé ekkert óeðlilegt við ákvæði 16. og 18. gr.fjármögnunarleigusamninga aðila. Hér sé um hefðbundin ákvæði að ræða ífjármögnunarleigusamningum þar sem leigusali hafi í frjálsum samningi aðila,afsalað sér að verulegu leyti áhættu og bótaskyldu af hinu leigða eða því tjónisem kunni að verða á leigumun eða af hans völdum. Í þessu sambandi megi benda áað þetta atriði hafi komið skýrt fram í 1. gr. í skilgreiningu áfjármögnunarleigu í lögum nr. 19/1989 sem nú hafi verið niðurfelld. Hér sé einnigrétt að benda á að í IAS 17 reikningsskilastaðlinum um leigusamninga séfjármögnunarleiga skilgreind þannig í 3. gr. staðalsins að um sé að ræðaleigusamning sem yfirfæri svo til alla áhættu og allan ávinning sem fylgieignarhaldi á eign. Samkvæmt þessu sé ljóst að umræddar reglur eins og þær séusettar fram í fjármögnunarleigusamningunum, séu í fullu samræmi við alþjóðlegtfyrirkomulag og reikningsskilastaðal sem innleiddur hafi verið með reglugerðsem hafi lagagildi hér á landi. Það gefi auga leið að ekki sé hægt að hafaþetta á annan veg en gengið sé út frá í umræddum greinum í samningum aðila.Eins og 16. gr. samninganna beri með sér sé eðli fjármögnunarleigusamninga meðþeim hætti að leigutaki velji iðulega það leiguandlag sem hann óski eftir að eignaleigufélagiðkaupi og leigi honum og annist leigutaki því fullnaðarskoðun á hinu leigðafyrir hönd félagsins. Það sé því eðlilegt að leigutaki beri ábyrgð ef umvanefndir seljanda sé að ræða í samræmi við 18. gr. samninganna. Hér skuli þótekið fram að í umræddri grein komi fram að leiði vanefndir seljanda tilafsláttar á kaupverði eða til skaðabóta komi það leigutaka til góða í formilækkaðrar leigu og leiði vanefndir til riftunar á kaupsamningi komiendurgreiðslur og/eða skaðabætur til frádráttar kröfum leigusala á hendurleigutaka öðrum en þegar gjaldfallinni leigu. Aðalstefnandi vísi tiluppgjörsákvæðis sem finna megi í 21. gr. samninga aðila. Byggi aðalstefnandi áþví að heimild gagnstefnanda til að rifta samningnum og krefja aðalstefnanda umfullar greiðslur til loka samningstímans bendi til þess að um sé að ræðalánssamning en ekki leigusamning. Eins og skýrt komi fram í 1. mgr. 21. gr.samninganna þá eigi umrætt ákvæði að tryggja skaðleysi gagnstefnanda afsamningsgerðinni. Horfa þurfi á þettaákvæði í tengslum við önnur ákvæði í 21. gr. samninganna og það að við riftunfari fram heildaruppgjör á milli aðila. Þannig sé t.d. kveðið á um það í 21.gr. samninganna að frá skuld leigutaka við gagnstefnanda skv. tl. 1-5 skulidraga verðmæti hins leigða. Inn í þetta spili einnig að í mörgum tilvikumsé hið leigða í mjög slæmu ástandi við riftun/uppsögn og leiga til þriðja aðilaþví ómöguleg. Uppgjörsreglurnar byggi á því að í framhaldi af riftun eðauppsögn fjármögnunarleigusamnings fari fram heildaruppgjör á milli aðila.Hugsunin á bak við uppgjörsákvæði samningsskilmálanna hjá gagnstefnanda sé þvíað geta krafið um efndabætur vegna samningsrofa. Í efndabótakröfunni felist aðgera stöðu leigusalans þá sömu og samningarnir hafi verið efndir að fullu áþann hátt að leigusalinn fái ígildi framtíðarleigugreiðslna að frádregnuverðmæti leiguandlagsins. Líta megi á heimildarákvæðið í 21. gr. samninganna oguppgjör skv. því sem mögulegar skaðabætur innan samninga vegna samningsrofa.Undir þá túlkun sé tekið í ákvarðandi bréfi Ríkisskattstjóra nr. 656/1994.Aðalstefnandi byggi á því að skv. 3. mgr. 21. gr. samninganna njótiaðalstefnandi góðs af verðmætisaukningu leiguandlags og fái greitt til sín þannmismun sem verði til reynist andvirði samningsandlags hærra en eftirstöðvarsamnings við uppgjör. Telji aðalstefnandi slíkt fyrirkomulag ekki eiga við umleigusamninga. Fjármögnunarleigusamningar aðila taki mið af því að við loklágmarksleigutíma hafi gagnstefnandi fengið í sinn hlut upphaflegt kaupverðleigumunar, auk vaxta og kostnaðar sem gagnstefnandi hafi þurft að greiða áleigutímanum vegna eigin fjármögnunar á leigumunum hjá erlendumfjármögnunaraðilum sínum. Sem fyrr segi miðist ákvæði 21. gr. samninganna viðað tryggja skaðleysi gagnstefnanda af samningsgerðinni, ef til vanefnda afhálfu leigutaka komi, sem leiði til riftunar samningsins. Í 1. – 5. tl.greinarinnar séu taldir upp þeir kostnaðarliðir sem leigusali geri kröfu um aðleigutaki greiði, ef til riftunar á samningi komi. Það að aðilar hafi ífrjálsum samningum samið um að aðalstefnandi nyti góðs af söluhagnaðileiguandlags, hvort sem það sé til greiðslu upp í kröfur samkvæmt 1. – 5. tl.21. gr. eða til útgreiðslu, að frádregnum fyrrgreindum kostnaðarliðum, breytiekki eðli og efni samninganna úr leigusamningum í lánssamninga. Í því sambandimegi jafnframt benda á að uppgjörsákvæði sem þetta svo og flest önnur ákvæðifjármögnunar-leigusamninganna sé almennt ekki að finna í lánssamningum og efágreiningsefninu væri snúið við þá séu frávik frá almennum lánssamningum í raunsvo mikil að það sé á engan hátt hægt að túlka umþrætta samninga sem slíka.Ekki sé ljóst í hvaða tilgangi aðalstefnandi vísi til uppgreiðslugjaldssamkvæmt þjónustugjaldskrá en í umræddri gjaldskrá komi hvergi fram að heimiltsé að greiða upp aðra samninga en rekstrarleigusamninga. Í gjaldskránni séeingöngu að finna almennar leiðbeiningar um uppgreiðslugjald sem notað yrði tilviðmiðunar í þeim tilvikum sem uppgreiðsla á samningum væri heimil. Í samningumaðila sé hvergi að finna heimild til uppgreiðslu heldur komi þvert á móti skýrtfram að um sé að ræða leigusamninga sem séu óuppsegjanlegir af hálfu leigutakaá grunnleigutíma þeirra, sbr. 12. gr. samninganna. Komi uppgreiðsluákvæðihinnar almennu gjaldskrár því ekki til skoðunar hvað umþrætta samninga aðilavarði. Aðalstefnandi byggi á því að samið hafi verið um það í upphafi að ákvæði12. gr. samninganna ættu ekki við í lögskiptum aðila þar sem aðilar hafi samiðum að leigutaki myndi kaupa fasteignina í lok samningstíma. Telji aðalstefnandiþað benda til þess að samningarnir séu lánssamningar en ekki leigusamningar.Aðalstefnandi vísi þessu til stuðnings til tilboðs við upphaf samningsgerðar.Gagnstefnandi fallist ekki á að þessi málsástæða geti neinu breytt hvað þaðvarði að um leigusamninga sé að ræða. Ekkert í umræddu tilboði bendi til þessað aðilar hafi samið um kaupskyldu og enn síður um sjálfkrafa eignayfirfærsluvið lok grunnleigutíma samninganna. Á svipaða málsástæðu hafi reynt íhæstaréttarmáli nr. 373/2014. Í dómi sem staðfestur hafi verið í Hæstaréttihafi komið fram að af tilboðinu yrði ekki ráðið að tilboðshafi hafi áttfyrirvaralausan rétt til þess að kaupa leigumuni að grunnleigutíma loknum, ánþess að samþykki tilboðsgjafa þyrfti að koma til. Einnig hafi verið á það bentí dóminum að kaupskylda hafi ekki verið fyrir hendi. Því hafi ekki verið taliðsannað að í upphafi viðskipta hafi verið samið um að leigutaki yrði eigandirannsóknarbúnaðar þess sem samningarnir hafi tekið til við lok grunnleigutíma,gegn greiðslu lokagjalds. Aðalstefnandi vísi ennfremur til þess hvað þettavarði að hann hafi greitt 74.600.000 krónur í eiginfjárframlag vegnafasteignarinnar. Gagnstefnandi mótmæli þessu sem röngu og bendi á að skýrt komifram í 5. gr. fjármögnunarleigusamninganna að um sé að ræða fyrirframgreiddaleigu. Þessi fyrirframgreidda leiga verði til þess að aðalstefnandi greiðilægri leigu á grunnleigutímanum. Slík fyrirframgreidd leiga sé algeng íleigusamningum og geti ekki á neinn hátt bent til þess að um lánssamning sé aðræða eins og aðalstefnandi haldi fram. Þá byggi aðalstefnandiá því að á greiðsluseðlum sé tilgreint „núvirði ógreiddrar leigu ánvsk./lokagjalds eftir greiðslu“. Það sé mat gagnstefnanda að ekkert séóeðlilegt við tilgreiningu á núvirði eftirstöðva af heildarleigugreiðslum ágrunnleigutíma skv. fjármögnunarleigusamningum aðila og bendi í því sambandi á20. gr. IAS 17 þar sem gengið sé út frá því að þessa fjárhæð þurfi að tilgreinaí efnahagsreikningi í reikningsskilum leigutaka. Tilvísanir aðalstefnanda í yfirlit þar sem greiðslumhafi verið skipt upp í ,,höfuðstól“,,,lokagjald“ og ,,eftirstöðvar“ hafi enga þýðingu í þessum efnum. Hér sé umað ræða samskonar málsástæðu og byggt hafi verið á íáður tilvitnuðum dómum Hæstaréttar en ekki hlotið brautargengi í þeim málum.Eftirstöðvatalan sýni núvirði eftirstöðva af heildarleigugreiðslum ágrunnleigutíma skv. fjármögnunarleigusamningum aðila, áður en framhaldsleigahefjist og telji gagnstefnandi að slík upplýsingagjöf sé ekkert óeðlileg ítilviki leigusamninga og bendi í því sambandi á 20. gr. IAS 17 þar sem gengiðsé út frá því að þessa fjárhæð þurfi að tilgreina í efnahagsreikningi íreikningsskilum leigutaka. Hvað lokagjald varði skuli á það bent að hvergií fjármögnunarleigusamningum aðila sé minnst á „lokagjald“. Það sem þarna séátt við sé að ef leigusali samþykki að selja leigutaka fasteignina, meðsérstökum samningi síðar meir, þá yrði uppreiknuð fjárhæð miðuð við tilteknaprósentu af upphaflegum leigugrunni framreiknuðum, sú fjárhæð sem komi fram áskjalinu. Til viðbótar við það sem komið hafi fram um að ekkert ákvæði sé umlokagjald í samningi aðila megi nefna að það sé ekki óalgengt í viðskiptalífinuað í leigusamninga séu sett ákvæði um: forkaupsrétt-, forleigurétt eðakauprétt. Þrátt fyrir tilveru slíkra ákvæða breytist eðli leigusamnings aðilaekki úr því að vera leigusamningur, yfir í að vera lánssamningur. Aðalstefnandihafi lagt fram í málinu áramótayfirlit gagnstefnanda. Á yfirlitunum komiskýrlega fram með feitu letri að um er að ræða fasteignaleigu og að um sé aðræða yfirlit sem sýni alla leigureikninga sem gefnir hafi verið út átímabilinu. Þetta yfirlit bendi til þess að litið hafi verið á samninga aðilasem leigusamninga. Aðalstefnandi byggi á því að hann hafi hvenær semer átt rétt til þess að greiða upp samninginn fyrir samningslok ásamtlokagjaldi gegn því að fá fasteigninni afsalað til sín. Vísi aðalstefnandi tilþjónustugjaldskrár gagnstefnanda máli sínu til stuðnings. Þessi málsástæðaaðalstefnanda standist engan veginn því hvergi í samningum aðila sé að finnaslíka uppgreiðsluheimild og enn síður sé hana að finna í almennriþjónustugjaldskrá stefnda. Í þjónustugjaldskrá sé eingöngu að finna ákvæði semhafa skuli til viðmiðunar ef samið sé sérstaklega um uppgreiðslu á samningum enslíkt frávik frá samningunum sé eðli máls samkvæmt alltaf háð samþykkigagnstefnanda. Jafnvel þótt gagnstefnandi myndi heimila slíka uppgreiðslu ásamningum þá leiði það ekki af sér að aðalstefnandi geti með greiðslulokagjalds fengið fasteigninni afsalað til sín heldur þyrftu ætíð að koma tilfrekari samningsgerðar í þeim efnum, svo sem með útgáfu sölureiknings ogafsals. Aðalstefnandi byggi á því að viðskiptasaga aðila bendi til þess að umlán sé að ræða en ekki leigu. Gagnstefnandi bendi á í þessu sambandi aðsamkvæmt ákvæðum umþrættra fjármögnunarleigusamninga milli aðila máls þessa, þáliggi alveg skýrt fyrir að við lok grunnleigutíma fara samningarnir sjálfkrafaá framhaldsleigu, sbr. 6. og 12. gr. samninganna. Aðalstefnandi hafi ekki lagtfram nein gögn þess efnis að samið hafi verið um að hann myndi eignastfasteignina við lok grunnleigutíma án þess að til frekari samninga kæmi.Samningar aðila séu skýrir að því leyti að við lok grunnleigutímans farasamningarnir á framhaldsleigu. Að loknum grunnleigutíma geti gagnstefnandi þótekið einhliða ákvörðun um að bjóða aðalstefnanda fasteignirnar til kaups. Aðalstefnanda sé þá í sjálfsvaldsett hvort hann taki tilboðinu eða hafniþví og eftir atvikum þá haldið áfram að leigja fasteignirnar gegn umtalsvertlægra leigugjaldi. Það sé því á engan hátt sjálfgefið að aðalstefnandi eignistfasteignirnar að grunnleigutíma loknum, því samningarnir fari sjálfkrafa áframhaldsleigu nema aðrir samningar komi til. Auk þess skuli á það bent að umviðskiptasögu og fyrri samninga hafi verið fjallað í dómum Hæstaréttar og hafiumfangsmikil viðskiptasaga aðila í þeim málum ekki þótt breyta eðli og efninýrri samninga. Hvað tilvísun aðalstefnanda til ársreikninga gagnstefnandavarði skuli á það bent að þegar hafi verið fjallað um þetta atriði í margtilvitnuðumdómum Hæstaréttar og hafi þetta ekki verið talið benda til þess að umlánssamninga væri að ræða. Gagnstefnandi færi fjármögnunarleigusamninga íreikningsskilum sínum í samræmi við IAS 17 – alþjóðlega reikningsskilastaðalinnum leigusamninga. Í gr. 36-37 í staðlinum komi fram að í tilvikifjármögnunarleigusamninga, skuli leigusalar færa eignir, sem þeir hafi íútleigu samkvæmt fjármögnunarleigu, í efnahagsreikning sinn og tilgreina þærsem kröfur með fjárhæð sem sé jafnvirði hreinnar fjárfestingar íleigusamningnum. Í 37. gr. staðalsins komi fram að ástæðan fyrir þessu sé sú aðsamkvæmt fjármögnunarleigu afsali leigusali sér að verulegu leyti allri áhættuog ávinningi sem fylgi lagalegu eignarhaldi og þess vegna fari leigusali meðleigukröfuna eins og endurgreiðslu á höfuðstól og fjármagnstekjur sem hann færisem endurgreiðslu og ávinning fyrir fjárfestingu sína og þjónustu. Ífyrirliggjandi álitsgerð PWC komi fram að gagnstefnandi færi viðkomandifjármögnunarleigusamning rétt í bókum sínum. Í tengslum við rekstur svonefndsSmákranamáls, sbr. dóm Hæstréttar í máli nr. 652/2011 hafi gagnstefnandi fegniðálit frá KPMG um það hvernig haga ætti framsetningu eigna og tekna affjármögnunarleigusamningum í efnahagsreikningi og rekstrarreikningi leigusalasamkvæmt reglum alþjóðlegra reikningsskilastaðla. Niðurstaða minnisblaðsins sésú að rétt sé að færa fjármögnunarleigusamninga á þann hátt sem gagnstefnandigeri í ársreikningum sínum og að það sé í samræmi við IAS 17 – alþjóðleganstaðal um leigusamninga. Aðalstefnandi byggi á því að samningargagnstefnanda við aðalstefnanda séu lánssamningar í skilningi VI. kafla laganr. 38/2001. Gagnstefnandi mótmæli þessu og bendi m.a. á að honum sé heimilt aðláta leigugreiðslur af fjármögnunarleigusamningum taka mið af gengi erlendramynta vegna þess að um sé að ræða leigusamninga en þeir falli ekki undir ákvæðivaxtalaga nr. 38/2001. Af dómaframkvæmd megi ráða að við mat á lögmætiverðtryggingar verði að gera greinarmun á hreinum fjárskuldbindingum eðapeningalánaviðskiptum annars vegar og gagnkvæmum samningum hins vegar, en hvaðsíðarnefnda atriðið varði eigi báðir samningsaðilar að inna af hendi framlög átilteknu tímamarki eftir samningsgerð, t.d. húsaleigusamninga, verksamninga ogkaupsamninga um fasteignir. Lagaákvæði um verðtryggingu fjárskuldbindinga hafií dómum ekki verið talin ná til þeirra gagnkvæmu samninga, sem hér hafi veriðvitnað til. Í ljósi þessa eigi ákvæði 13. og 14. gr. vaxtalaga ekki við um þáfjármögnunarleigusamninga sem hér séu til umfjöllunar. Gagnstefnandi byggi áreglunni um samningsfrelsi. Í þeirri reglu felist m.a. að aðilar samnings eigiforræði á því, hvers efnis sá samningur sé, sem þeir geri, þ.e. hvernig þeirráðstafi réttindum sínum með samningum og undir hvaða skuldbindingar þeir gangist.Af sama meiði sé meginregla leiguréttar um að aðilum samnings sé frjálst aðsemja um fjárhæð leigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skuli breytast áleigutímanum. Meginregla þessi komi m.a. fram í 37. gr. húsaleigulaga nr.36/1994. Gagnstefnandi telji að við túlkun á því hvort um leigusamninga eðalánssamninga sé að ræða verði að taka mið af forsendum samningsaðila viðsamningsgerðina. Gagnstefnandi byggi á því að við gerðfjármögnunarleigusamninganna hafi báðum aðilum verið það ljóst að gengisáhriffylgdu því að hafa samningana í erlendum myntum. Það hafi verið forsenda aðhálfu gagnstefnanda að leigugreiðslur tækju mið af erlendum myntum og LIBOR vöxtum með nánar tilgreindu álagi.Aðalstefnanda hafi mátt vera þessi forsenda ljós. Því hafi verið um verulegaforsendu að ræða sem verið hafi ákvörðunarástæða af hálfu gagnstefnanda fyrirþví að ganga til samningsgerðarinnar. Gengisviðmiðunin hafi haft úrslitaáhrif ásamninga aðila um vaxtaviðmiðun. Sjáist það vel á þeirri staðreynd að mun hærrivaxtaviðmiðun hafi ávallt verið hjá gagnstefnanda á þeim samningum sem ekki séumeð gengisviðmið. Hvað forsendur varði sé í öðru lagi á því byggt aðaðalstefnandi hafi þekkt forsenduna hvað varði gengisviðmiðið og vitað að húnhafi verið ákvörðunarástæða fyrir vaxtaviðmiði samninganna. Verði að telja aðgóður og gegn leigutaki hafi fyllilega gert sér grein fyrir því að gengisviðmiðfjármögnunarleigusamninganna væri forsenda þeirrar vaxtaviðmiðunar sem í boðihafi verið. Hvað forsendur varði sé í þriðja lagi byggt á því að það sésanngjarnt og eðlilegt með hliðsjón af skiptingu áhættu að leigugreiðslur takimið af sveiflum á gengi. Önnur niðurstaða leiði til þess að gæðum verði mjögmisskipt á milli aðila samnings-sambandsins. Eins og fram hafi komið hafigengisviðmiðið verið forsenda þess að hægt væri að hafa jafn lága vaxtaviðmiðunog raun hafi orðið og verði niðurstaðan sú að bannað verði að reiknagengisviðmið á samningana fái aðalstefnandi leigukjör sem engum öðrum hafiboðist, á kostnað gagnstefnanda. Þá yrði um óeðlilega auðgun aðalstefnanda aðræða sem færi þvert gegn sanngirnissjónarmiðum. Þegar framangreindar forsendurséu hafðar í huga og með því að beita sanngirnismælikvarða við túlkun ásamningum aðila, telji gagnstefnandi rétt að miða við að fjármögnunarleigusamningaraðila séu leigusamningar eins og efni þeirra bendi til, sem sanngjarnt sé ogeðlilegt að reikna upp með gengisviðmiðun þeirri sem aðilar hafi samið um.Verði ekki fallist á það að hinir umþrættu fjármögnunarleigusamningar aðila séuleigusamningar og talið að um lánssamninga sé að ræða byggi gagnstefnandi á þvíað samningarnir séu ekki íslenskir lánssamningar með ólögmætumgengis-tryggingarákvæðum, sem fari gegn ákvæðum vaxtalaga nr. 38/2001, heldursé um lögmæta samninga í erlendum myntum að ræða, en lán í erlendri mynt falliekki undir bannreglur VI. kafla vaxtalaganna. Bent skuli á að í 3. gr.fjármögnunarleigu-samninga aðila sé leigugrunnur tilgreindur nákvæmlega íerlendum myntum og tilgreining erlendra mynta komi einnig fram á leigureikningumsem gagnstefnandi hafi sent stefnanda. Sem dæmi megi nefna að í leigusamninginr. 141338 sé leigugrunnur tilgreindur í 3. gr. sem JPY 105.488.237 og CHF454.235,64. Á áramótayfirlitum sem aðalstefnandi hafi lagt fram séu allarfjárhæðir tilgreindar í erlendum myntum. Skýrt sé tekið fram í dómumHæstaréttar í málum nr. nr. 520/2011 og nr. 551/2011 að skv. forsendum dómaHæstaréttar í málum nr. 92/2010 og nr. 153/2010 fari skuldbinding í erlendumgjaldmiðli ekki gegn nefndum ákvæðum laga nr. 38/2001. Fjárkrafa gagnstefnanda á henduraðalstefnanda sé á því byggð að eftirgreind skuld aðalstefnanda skv. umræddumfjármögnunarleigusamaningum aðila sé enn ógreidd og sundurliðist hún þannigeftir samningum: A. Kröfur samkvæmt leigusamningi nr.153217 (áður 141338):Nr. reikningsTegund reikningsÚtgáfudagurGjalddagiEindagiFjárhæð1226218Leigureikn. 3.6.201025.6.201030.6.2010626.6561231840Leigureikn. 21.7.201025.7.20103.8.2010633.9041235244Leigureikn. 23.7.201025.8.201025.8.2010639.5481244556Leigureikn. 25.8.201025.9.201027.9.2010635.1731255170Leigureikn. 24.9.201025.10.201025.10.2010616.7791259987Leigureikn. 25.10.201025.11.201025.11.2010623.9291278343Leigureikn. .12.201025.12.201027.12.2010621.0961292324Leigureikn. 20.12.201025.1.201125.1.2011.251.2071308259Leigureikn. 25.1.201125.2.201125.2.2011.278.2511322111Leigureikn. 24.2.201125.3.201125.3.2011.282.5751331840Fasteignagjöld3.3.20115.4.20115.4.201114.1001342355Leigureikn. 27.3.201125.4.201126.4.2011.276.0921353092Fasteignagjöld6.4.20113.5.20113.5.201114.1001372426Leigureikn. 9.5.201125.5.201130.5.2011.279.0301370130Fasteignagjöld4.5.2011.6.2011.6.201114.1001375972Leigureikn. 25.5.201125.6.201127.6.2011.290.3081388514Fasteignagjöld.6.20115.7.20115.7.201114.1001399511Leigureikn. 23.6.201125.7.201125.7.2011.307.9441404412Fasteignagjöld.7.20114.8.20114.8.201114.1001409644Leigureikn. 25.7.201125.8.201125.8.2011.326.8501420615Fasteignagjöld1.8.20115.9.20115.9.201114.1001424693Leigureikn. 25.8.201125.9.201126.9.2011.326.8341441141Leigureikn. 26.9.201125.10.201125.10.2011.365.8041504913Fasteignagjöld27.1.20126.2.20126.2.201215.6231505898Fasteignagjöld0.2.20122.3.20122.3.201215.6141517607Fasteignagjöld6.3.20124.4.20124.4.201215.6141524193Fasteignagjöld1.4.20123.5.20123.5.201215.6141528149Fasteignagjöld3.5.20124.6.20124.6.201215.6141552577Fasteignagjöld2.6.20122.7.20122.7.201215.6141563636Fasteignagjöld3.7.2012.8.2012.8.201215.6141564903Fasteignagjöld20.7.20123.9.20123.9.201215.6141640073Fasteignagjöld29.1.20138.2.20133.2.201321.6241640393Fasteignagjöld6.2.20136.2.20138.2.201321.616Uppgjörskrafa7.3.201355.213.4321649473Fasteignagjöld.3.20132.4.20132.4.201321.616Samtals74.569.789B. Kröfur samkvæmt leigusamningi nr.153221 (áður 141342)Nr. reikningsTegund reikningsÚtgáfudagurGjalddagiEindagiFjárhæð1226219Leigureikn.3.6.201025.6.201030.6.2010.190.1941231841Leigureikn.21.7.201025.7.20103.8.2010.203.9651235245Leigureikn.23.7.201025.8.201025.8.2010.214.6861244557Leigureikn.25.8.201025.9.201027.9.2010.206.3741255171Leigureikn.24.9.201025.10.201025.10.2010.171.4301259988Leigureikn.25.10.201025.11.201025.11.2010.185.0141278344Leigureikn..12.201025.12.201027.12.2010.179.6331292325Leigureikn.20.12.201025.1.201125.1.20112.376.7871308260Leigureikn.25.1.201125.2.201125.2.20112.428.1651322112Leigureikn.24.2.201125.3.201125.3.20112.436.3791331838Fasteignagjöld3.3.20115.4.20115.4.2011244.6761342356Leigureikn.27.3.201125.4.201126.4.20112.424.0641353090Fasteignagjöld6.4.20113.5.20113.5.2011244.6761372427Leigureikn.9.5.201125.5.201130.5.20112.429.6441370127Fasteignagjöld4.5.2011.6.2011.6.2011244.6761375973Leigureikn.25.5.201125.6.201127.6.20112.451.0721388511Fasteignagjöld.6.20115.7.20115.7.2011244.6761399512Leigureikn.23.6.201125.7.201125.7.20112.484.5791404410Fasteignagjöld.7.20114.8.20114.8.2011244.6761409645Leigureikn.25.7.201125.8.201125.8.20112.520.4961420613Fasteignagjöld1.8.20115.9.20115.9.2011244.6761424694Leigureikn.25.8.201125.9.201126.9.20112.520.4721441142Leigureikn.26.9.201125.10.201125.10.20112.594.5091504911Fasteignagjöld27.1.20126.2.20126.2.2012248.0301505896Fasteignagjöld0.2.20122.3.20122.3.2012248.0221517605Fasteignagjöld6.3.20124.4.20124.4.2012248.0221524191Fasteignagjöld1.4.20123.5.20123.5.2012248.0221528147Fasteignagjöld3.5.20124.6.20124.6.2012248.0221552575Fasteignagjöld2.6.20122.7.20122.7.2012248.0221563634Fasteignagjöld3.7.2012.8.2012.8.2012248.0221564901Fasteignagjöld20.7.20123.9.20123.9.2012248.0221640075Fasteignagjöld29.1.20138.2.20133.2.2013257.7591640392Fasteignagjöld6.2.20136.2.20133.3.2013257.756Uppgjörskrafa7.3.2013294.891.1871649469Fasteignagjöld.3.20132.4.20132.4.2013257.756Samtals332.134.161C. Kröfur samkvæmt leigusamningi nr.153203 (áður 141366)Nr. reikningsTegund reikningsÚtgáfudagurGjalddagiEindagiFjárhæð1226217Leigureikn.3.6.201025.6.201030.6.20103.058.9811231839Leigureikn.21.7.201025.7.20103.8.20103.094.3831235243Leigureikn.23.7.201025.8.201025.8.20103.121.9441244555Leigureikn.25.8.201025.9.201027.9.20103.100.5781255169Leigureikn.24.9.201025.10.201025.10.20103.010.7401259986Leigureikn.25.10.201025.11.201025.11.20103.045.6661278342Leigureikn..12.201025.12.201027.12.20103.031.8301292323Leigureikn.20.12.201025.1.201125.1.20116.109.3761308258Leigureikn.25.1.201125.2.201125.2.20116.241.4511322110Leigureikn.24.2.201125.3.201125.3.20116.262.5771331839Fasteignagjöld3.3.20115.4.20115.4.2011553.5401342354Leigureikn.27.3.201125.4.201126.4.20116.230.9161353091Fasteignagjöld6.4.20113.5.20113.5.2011553.5411372425Leigureikn.9.5.201125.5.201130.5.20116.245.2601370128Fasteignagjöld4.5.2011.6.2011.6.2011553.5411375971Leigureikn.25.5.201125.6.201127.6.20116.300.3441388513Fasteignagjöld.6.20115.7.20115.7.2011553.5411399510Leigureikn.23.6.201125.7.201125.7.20116.386.4821404411Fasteignagjöld.7.20114.8.20114.8.2011553.5391409643Leigureikn.25.7.201125.8.201125.8.20116.478.8161420614Fasteignagjöld1.8.20115.9.20115.9.2011553.5401424692Leigureikn.25.8.201125.9.201126.9.20116.478.7501441140Leigureikn.26.9.201125.10.201125.10.20116.669.0821504912Fast.gjöld27.1.20126.2.20126.2.2012561.0491505897Fast.gjöld0.2.20122.3.20122.3.2012561.0121517606Fast.gjöld6.3.20124.4.20124.4.2012561.0131524192Fast.gjöld 1.4.20123.5.20123.5.2012561.0131528148Fast.gjöld3.5.20124.6.20124.6.2012561.0131552576Fast.gjöld2.6.20122.7.20122.7.2012561.0121563635Fast.gjöld3.7.2012.8.2012.8.2012561.0131564902Fast.gjöld 20.7.20123.9.20123.9.2012561.0121640077Fast.gjöld29.1.20138.2.20133.2.2013585.9211641101Fast.gjöld9.2.2013.3.2013.3.2013585.887Uppgjörskrafa7.3.2013758.085.0601649462Fast.gjöld28.2.20132.4.20132.4.2013498.2881649464Fast.gjöld 28.2.20132.4.20132.4.201387.600Samtals852.519.311Eins og framangreind sundurliðun berimeð sér sé hægt að flokka kröfur gagnstefnanda á hendur aðalstefnanda í þrjáflokka krafna sem séu: 1) leigugreiðslur samkvæmt útgefnum reikningum, 2)uppgjörskröfu og 3) endurgreiðslukröfurvegna fasteignagjalda. Kröfur gagnstefnanda undir liðnum ,,Leigureikn.“ séukröfur hans um greiðslu leigu samkvæmt útgefnum leigureikningum. Umræddirleigureikningar hafi verið gefnir út mánaðarlega í samræmi við ákvæðiáðurnefndra fjármögnunarleigusamninga. Við útgáfu reikninganna hafileigugreiðslur verið umreiknaðar úr erlendum myntum yfir í íslenskar krónur, ísamræmi við ákvæði 2. gr. og 14. gr. samninga aðila. Dráttavextir reiknist áleigugreiðslur frá gjalddaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001, engjalddagi leigugreiðslna komi fram í leigusamningum aðila, sem og á útgefnumreikningum. Þegar umræddum leigusamningum hafi verið rift, 16. maí 2011, hafiaðalstefnandi verið krafinn um greiðslu á ógjaldföllnum leigugreiðslum ísamræmi við 1. tl. 21. gr. samninganna. Hafi aðalstefnandi þá átt að skilaumráðum eignarinnar til gagnstefnanda svo hægt væri að útbúa uppgjör í samræmivið 21. gr. samninganna. Þar sem aðalstefndi hafi hins vegar ekki skilaðumráðum eignarinnar fyrr en 7. mars 2013 hafi uppgjör ekki farið fram fyrr en áþeim degi. Uppgjörskröfur gagnstefnanda skv. 21. gr. samninganna samanstandi afvangoldnum leigugreiðslum, sem fallið hafi í gjalddaga mánaðarlega fram að 7.mars, en ekki hafi verið útbúnir leigureikningar fyrir, sem og uppgjöri áógjaldfallinni leigu fram til loka grunnleigutímans, umreiknaðri til núvirðismeð samningsvöxtum skv. 5. gr. samninganna, sbr. 1. tl. 21. gr. þeirra.Samkvæmt ákvæðum 21. gr. samninganna reiknist dráttarvextir á uppgjörskröfu að30 dögum liðnum frá riftun samninganna, sem verið hafi, 16. maí 2011. Eins ogáður segi þá miðist uppgjörskrafa gagnstefnanda hins vegar við 7. mars 2013 oggeri gagnstefnandi því kröfu um greiðslu dráttarvaxta frá þeim degi, enda þóttslík krafa feli í raun í sér ívilnun fyrir aðalstefnanda umfram skyldu.Samkvæmt 25. gr. samninganna skyldi aðalstefnandi greiða álögð fasteignagjöldvegna eignanna á leigusamningstímabilinu. Aðalstefnandi hafi hins vegar hætt aðgreiða slík gjöld, þrátt fyrir að vera að hagnýta fasteignirnar og hafi gagnstefnandi því orðið að greiðafasteignagjöldin. Gagnstefnandi hafi endurkrafið aðalstefnanda um þessi gjöldmeð útgáfu reikninga, sbr. áðurnefnda 25. gr. samninganna. Dráttarvextirreiknist á endurkröfu gagnstefnanda frá gjalddaga ofangreindra reikninga.Gagnstefnandi bendi á að samkvæmt samningunum aðila hefði gagnstefnandi ekkiþurft að gefa út fleiri reikninga eftirriftun þeirra í maí 2011, enda hafi gagnstefnanda á þeim tímapunkti veriðheimilt að krefjast greiðslu á öllum kröfum samkvæmt umræddum samningum í formiuppgjörskröfu, sbr. 21. gr. samninganna. Gagnstefnandi hafi hins vegar gefið útnokkra leigureikninga eftir að samningunum hafi verið rift. Þær leigugreiðslurséu ekki hluti af uppgjörskröfunni heldur séu þær kröfur innheimtar semútgefnir leigureikningar. Frá ofangreindum skuldum aðalstefnanda viðgagnstefnanda dragist staðgreiðslumat á hinum leigðu fasteignum, sbr. 21. gr.usamninga aðila. Samkvæmt verðmati frá fasteignasölunni Jöfur sé staðgreiðslumateignanna eftirfarandi: Frádráttur á kröfum samkvæmtleigusamningi nr. 153217 (áður 141338), sbr. dómkröfu A:Nr. reikningsTegund reikningsVegna: Fjárhæð11675973Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4651-25.364.09011675972Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4649-33.701.197Samtals frádráttur: -59.065.287Frádráttur á kröfum samkvæmtleigusamningi nr. 153221 (áður 141342), sbr. dómkröfu B:Nr. reikningsTegund reikningsVegna: Fjárhæð1675981Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4657-61.793.3671675980Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4656-63.663.043Samtals frádráttur: -125.456.410Frádráttur á kröfum samkvæmtleigusamningi nr. 153203 (áður 141366), sbr. dómkröfu C:Nr. reikningsTegund reikningsVegna: Fjárhæð1675968Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4129-13.199.4401675970Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4646-49.199.5151675971Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4648-18.755.5511675974Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4652-42.720.3241675975Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4653-54.220.5931675976Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4654-53.691.4401675979Kreditreikn.Hlíðarsmári 12, fastanr. 222-4655-53.691.440Samtals frádráttur:-285.478.303Í dómkröfum gagnstefnanda sé gert ráðfyrir að ofangreind verðmöt komi til frádráttar kröfum hans sama dag oguppgjörskröfur gagnstefnanda skv. 21. gr. samninganna hafi fallið í gjalddaga,eða við skil eignanna, 7. mars 2013. Gagnstefnandivísi máli sínu til stuðnings til ákvæða laga um vexti og verðtryggingu nr.38/2001, einkum 1. gr., 13. gr. og 14. gr. laganna. Gagnstefnandi vísi til þeirrar meginreglu íleigurétti að aðilum samnings sé frjálst að semja um fjárhæð leigu og hvort ogþá með hvaða hætti hún skuli breytast á leigutímanum. Gagnstefnandi byggi héreinnig á meginreglu laga um að gerða samninga eigi að efna að fullu skv. efnisínu. Vísað sé til 37. gr.húsaleigulaga nr. 36/1994 um samningsfrelsi í leigusamningum. Varðandikröfu um málskostnað vísi gagnstefnandi til 129. gr. og 130. gr. laga nr.91/1991 og ákvæða 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vísað sé til3. tl. 1. mgr. 3. gr. l. nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 1. mgr. 20. gr.sömu laga varðandi skilgreiningu á eignaleigu og þess að fjármögnunarleiga feliekki í sér útlánastarfsemi. Einnig sé vísað til viðauka I við BankatilskipunEvrópusambandsins nr. 2006/48/EC (Directive 2006/48/EC of the EuropeanParliament and of the Council of 14 June 2006 relating to the taking up andpursuit of the business of credit institution). Vísað sé til 2. - 3. gr. og 40.gr. l. nr. 2/1993 til stuðnings því að við túlkun á 13. og 14. gr. vaxtalaganr. 38/2001 verði að horfa til EES réttar. Vísað sé til þess að í 88. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga komi framað ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá19. júlí 2002, um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla, skuli hafalagagildi hér á landi í samræmi við bókun I um altæka aðlögun við samninginn umEvrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, meðsíðari breytingum, þar sem bókunin sé lögfest. Í samræmi við þetta sé gengið útfrá því í greinargerðinni að alþjóðlegur reikningsskilastaðall IAS 17 hafilagagildi hér á landi. Einnig sé vísað til 12. tl. 2. gr. og 127. gr. laga nr.3/2006 um ársreikninga og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr.1606/2002 um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla og að þeir skuli hafalagagildi hér á landi. Þá sé vísað til reglugerðar 1133/2007 um gildistökureglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla.Hvað fjárkröfur varði vísi gagnstefnanditil almennra reglna kröfuréttarins um greiðslu fjárskuldbindinga og til ákvæðalaga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Vaxtakröfur sínarstyðji gagnstefnandi við 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um heimild til höfðunar gagnsakar vísist til2. mgr. 28. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Varðandi heimild tilkröfusamlags vísist til 1. mgr. 27. gr. sömu laga. Kröfu um málskostnað styðjigagnstefnandi við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki ségerð krafa um virðisaukaskatt á málskostnað, sbr. lög nr. 50/1988, þar semgagnstefnandi sé virðisaukaskattskyldur. Varnarþing í gagnsök byggi á 1. mgr.33. gr. laga nr. 91/1991, sem og 3. mgr. 42. gr. sömu laga, en fram komi ífjármögnunarleigusamningum aðila að heimilt sé að höfða mál þetta fyrirHéraðsdómi Reykjavíkur.Forsendur og niðurstaða Ágreiningur aðila lýtur að þvíhvort fjármögnunarleigusamningar þeirra nr. 141366, nr. 141338 og nr. 141342,dagsettir 6. júní 2007, séu leigusamningar eða lánssamningar, sem óheimilt hafiverið að binda gengi erlendra gjaldmiðla. Þá greinir aðila á um þær fjárhæðirsem gagnstefnandi krefur aðalstefnanda um greiðslu á vegna uppgjörs samninganna.Þeirsamningar sem hér um ræðir eru hver um sig í 28 greinum og bera þeir allir yfirskriftina „Fjármögnunarleigusamningur umfasteign“. Samningarnir skiptast annars vegar í sértæka skilmála í 10tölusettum samningsákvæðum, sem gert er ráð fyrir að séu nánar fyllt út viðgerð einstakra samninga og hins vegar almenn stöðluð ákvæði í greinum 11-28.Meginefni þeirra þriggja samninga sem um er deilt í máli þessu er eftirfarandi. Á forsíðu þeirra allra kemur fram að Lýsing hf. sé „leigusali“ en Auðlindehf. (síðar eftir nafnbreytingu Gamla-Auðlind ehf., síðar eftir samruna Auðlindehf. og loks eftir nafnbreytingu HS 12 ehf,) „leigutaki“ og um sé að ræðagengistryggða samninga. Eins og áður er rakið yfirtók aðalstefnandi hinn 11.nóvember 2008 öll réttindi og skyldur leigutaka samkvæmt samningunum þremur. Í1. gr. samninganna er hið leigða tilgreint m.a. með vísan til fastanúmers ogeignarhluta í fasteigninni Hlíðarsmári12, Kópapavogi og tilvísun til afsala seljanda frá 1. júní 2007. Í 2. gr., sember fyrirsögnina „leigugrunnur“, er fjárhæð viðkomandi samnings tilgreind íkrónum. Þá er gerð grein fyrir tengingu leigugreiðslna við tilgreindar erlendarmyntir og gengi þeirra. Er leigufjárhæð samkvæmt öllum samningunum í upphafibundin gengi japansks jens og svissnesks franka. Eins og áður hefur verið rakiðvar sú breyting gerð á samningunum, 12. febrúar 2010, að tenging við svissneskafranka var felld niður en í staðinn kom tenging við Evru. Í 3. gr. samningannaeru seljendur hins leigða tilgreindir en þeir voru eins og áður er rakiðEignahaldsfélagið Ögur ehf. hvað samninga nr. 141338-341 og nr. 141342-345 varðar og Miðjan hf. hvaðsamning nr. 141366-379 varðar. Í 4. gr. er svonefndur „grunnleigutími“tilgreindur ásamt fjölda leigugreiðslna. Er grunnleigutíminn samkvæmt öllum samningunum frá 25. júlí 2007til 24. júlí 2027 eða 240 mánuðir og fjöldi leigugreiðslna sá sami. Gjalddagifyrstu leigugreiðslna var 25. júlí 2007. Í 5. gr. eru ákvæði um greiðslu leiguvið undirritun samninganna sem var samtals 74.600.000 og upplýsingar um fjárhæðmánaðarlegrar leigu m.v. gengi umsaminna viðmiðunarmynta við undirritunsamninganna. Í 6. gr. er staðlaður texti þess efnis að mánaðarlegframhaldsleiga hefjist við lok grunnleigutíma, 25. júlí 2007. Þá eru í ákvæðinu upplýsingar um fjárhæðmánaðarlegs leigugjalds á framhaldsleigutímanum. Í 7. gr. eru ákvæði umvátryggingu hins leigða og að iðgjald vegna vátrygginga skuli innheimt beinthjá leigutaka. Í 8. gr. er gert ráð fyrir þeim möguleika að ábyrgð verði tekiná skuldbindingum leigutaka en um slíkt var ekki að ræða í umræddum samningum. Í9. gr. er gert ráð fyrir tilvísun til fylgiskjala með viðkomandi samningi. Í10. gr. er gert ráð fyrir mögulegum sérstökum samningsskilmálum. Í þeimsamningum sem mál þetta fjallar um er í ákvæðinu mælt fyrir um svonefndahlutaleigu þ.e. fjárhæð hennar og gjalddaga. Þá er mælt fyrir um að gengi sé miðað við samningsdag, semtilgreindur er 4. júní 2007, að LIBOR vextir á samningsdegi séu 1.15% auk 2.50%álags og loks að stofngjald sé 1%, fjárhæð þess tilgreind og að gjalddagi þesssé 25. júlí 2007.Eins og áður greinir eru hinir almennuskilmálar í ákvæðum 11-28 staðlaðir. Í 11. gr. er ákvæði um að óski leigutakieftir frjálsri skráningu á samningunum muni virðisaukaskattur leggjast áleigugreiðslur. Í 12. gr. er mælt svo fyrirm.a. að leigutaki geti ekki sagt leigusamningunum upp á grunnleigutíma ogað þeim tíma loknum framlengist þeir ótímabundið samkvæmt 6. gr. Þá er mælt svofyrir að leigutaki geti sagt framlengdum leigusamningi upp, skriflega, með einsmánaðar fyrirvara, enda skili hann þá tafarlaust hinu leigða. Í 13. gr. eruákvæði um gjalddaga leigugreiðslna. Þá er mælt svo fyrir að inni Lýsing hf.andvirði hins leigða af hendi, fyrir upphaf grunnleigutíma skv. 4. gr., skulileigutaki, auk fyrstu leigugreiðslu skv. 5. gr., greiða vexti frá greiðsludegitil upphafsdags grunnleigutímans skv. 4. gr. Þá er í ákvæðinu mælt annars vegarfyrir um heimild Lýsingar hf. til að endurreikna umsamda leigu skv. breytingumá lánskjörum Lýsingar hf. og eða gjaldskrá félagins, ef samningurinn sé ííslenskum krónum eða greiðslur gengistryggðar, en sé leigan tilgreind íerlendum gjaldmiðlum sé félaginu jafnframt heimilt að endurreikna leigunasamkvæmt breytingum er verði á LIBOR - vöxtum þess eða þeirra erlendu gjaldmiðlasem leigan sé tilgreind í. Í 14. gr. er annars vegar fjallað umvísitölutryggingu leigunnar en hins vegar gengistryggingu. Ákvæðið umgengistryggingu er svohljóðandi:„Leiga sú, sem er gengistryggð miðað viðbreytingar á gengi erlends og/eða erlendra gjaldmiðla er greind í ísl. kr.Leigugjald er innheimt í ísl. kr. Við útreikning leigu skal hafa til viðmiðunarskráð sölugengi Seðlabanka Íslands á viðkomandi gjaldmiðli eða gjaldmiðlum skv.ákvörðun Lýsingar hf. við útgáfudag reiknings.“Í 15. gr. er kveðið á um að Lýsing hf. sé eitt eigandihins leigða og að félagið þinglýsi eignarrétti sínum yfir hinu leigða á kostnaðleigutaka. Þá er mælt svo fyrir að leigutaka sé óheimilt að stofna til hverskyns löggerninga um hið leigða og það geti ekki orðið gilt andlag aðfararskuldheimtumanna leigutaka. Þá er mælt svo fyrir að leigutaka sé óheimilt aðveita öðrum aðila afnot af hinu leigða, eða afhenda það með öðrum hætti, nemameð samþykki Lýsingar hf. Í 16. gr. kemur fram að leigutaki annist fyrir hönd Lýsingarhf. fullnaðarskoðun hins leigða svo sem kaupanda sé skylt við kaup áfasteignum. Þá segir að það sé á ábyrgð leigutaka að hið leigða, við kaup og áleigutíma, fullnægi þeim kröfum sem gerðar séu m.a. skv. lögum um fasteignirsvo sem um eldvarnir, rafmagn og heilbrigði. Þá er í greininni ákvæði um aðleigutaki hafi kynnt sér veðbókarvottorð af eigninni og að Lýsing hf. taki engaábyrgð á hinu leigða svo sem hugsanlegum göllum eða að hið leigða uppfylli ekkikröfur leigutaka um húsnæðið og ennfremur að leigugreiðslur skuli greiddar þóttleigutaki sé ekki ánægður með hið leigða eða það hafi ekki þá eiginleika semhann hafi reiknað með. Í 17. gr. eru ákvæði um greiðslu dráttarvaxta ef tilvanskila leigutaka komi. Í 18. gr. er m.a. mælt svo fyrir að leigutaka beri aðgreiða leigu enda þótt seljandi hins leigða hafi vanefnt samning sinn viðLýsingu hf. Þá segir í ákvæðinu aðleigutaki geti þó átt rétt til afsláttar af kaupverði eða til skaðabóta eðaendurgreiðslu, ef vanefndir seljanda leiði til afsláttar á kaupverði eða tilskaðabóta úr hans hendi og skuli sú fjárhæð koma leigutaka að fullu til góða íformi lækkaðrar leigu en leigutaki ekki eiga frekari kröfur á hendur Lýsinguhf. af þessu tilefni og samningurinn að öðru leyti halda gildi sínu. Séuvanefndir seljanda hins vegar svo verulegar að rifta megi kaupunum skuli Lýsinghf. taka þá ákvörðun og tilkynna seljanda um hana. Sé kaupum rift skuli farafram uppgjör skv. 21. gr. milli leigutaka og Lýsingar hf. og skuliendurgreiðslur eða skaðabætur koma til frádráttar kröfum Lýsingar hf. á hendurleigutaka öðrum en þegar gjaldfallinni leigu. Þá er mælt svo fyrir að leigutakigreiði kostnað af kröfugerð og málarekstri á hendur seljanda vegna vanefnda afhans hálfu, hvort sem sú kröfugerð sé í nafni Lýsingar hf. eða leigutaka, íumboði félagsins. Samkvæmt 19. gr. skulu allar viðbætur og breytingar áfasteigninni gerðar í samráði við Lýsingu hf. og samþykki félagið slíkarbreytingar eða viðbætur verði þær án endurgjalds sjálfkrafa eign Lýsingar hf.og hluti samningsins. Í 20. gr. eru ákvæði um heimild Lýsingar hf. tilriftunar, vanefni eða brjóti leigutaki einhverja grein samningsins, eins og þaðer orðað. Dæmi um riftunarástæður eru taldar upp í sjö bókstafsliðum þ. á. m.vanskil leigugreiðslna eða annarra greiðslna samkvæmt samningnum og vanrækslu áeðlilegu viðhaldi hins leigða. Í 21. gr. eru settar fram reglur um uppgjörmilli Lýsingar hf. og leigutaka vegna riftunar eða uppsagnar. Þar segir m.a. aðuppgjör skuli fara fram með eftirfarandi hætti en þó eigi leigutaki rétt í 30daga til að afla staðgreiðslutilboða í hið leigða sem tryggi skaðleysi Lýsingarhf. af samningnum og skuli tilboðið nægja til greiðslu m. a. á allriógjaldfallinni leigu umreiknaðri til núvirðis með samningsvöxtum skv. 5. gr.samningsins, öllum gjaldföllnum leigugreiðslum ásamt dráttarvöxtum, auk allraskatta og gjalda af hinum leigða, öllum beinum útlögðum kostnaði vegna vanefndaleigutaka, öllum kostnaði við skil hinsleigða svo sem vegna þrifa, málunar og viðgerða á hinu leigða og riftunargjaldiskv. gjaldskrá Lýsingar hf. Eindagi kröfu Lýsingar hf. samkvæmt greininni sé 30dögum eftir riftun og beri skuldin dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags.Þá segir í ákvæðinu: „Leigutaki skal greiða fulla leigu á fresttíma samkvæmtofangreindu á meðan hann aflar staðgreiðslutilboða. Seljist eignin til þriðjaaðila eða nýr fjármögnunarleigusamningur er gerður við slíkan aðila skal þaðsöluverð eða sá leigugrunnur endurgreiðast til leigutaka að fullu hafi hann þágreitt leigusala skv. tl. 1-5 eða dragast frá skuld skv. tl. 1-5 hafi leigutakiekki greitt samkvæmt þeirri grein. Þá getur Lýsing hf., hafi ekki tekist aðendurleigja hið seld innan 30 daga frá riftun eða uppgjöri samnings, krafistþess að lokauppgjör fari fram á milli aðila á grundvelli staðgreiðslumats áhinu leigða og skal Lýsing hf. láta það mat fara fram á sínum vegum. Verðiágreiningur um matið getur hvor aðilinn um sig, á sinn kostnað, látið dómkveðjatvo matsmenn frá Héraðsdómi Reykjavíkur enda hafi leigutaki mótmælt matinu eðauppgjörinu skriflega inna 10 daga frá því að honum var það kynnt. Að öðrumkosti er hann við það bundinn.“ 22. gr. samninganna geymir fyrirvara af hálfubeggja samningsaðila um endurskoðun á ákvæðum samninganna, raski stjórnvöld ágrunnleigutímanum forsendum þeirra t.d. með álagningu nýrra skatta eða gjalda.Í 23. gr. er mælt svo fyrir að það hvernig leigugreiðslur séu færðar í bókhaldileigutaka sé alfarið á hans ábyrgð og endurskoðanda hans. Samkvæmt 24. gr. erLýsingu hf. heimilt að framselja samningana til fjármálafyrirtækis enda skerðislíkt framsal ekki réttarstöðu leigutaka. Hins vegar sé framsal leigutaka áréttindum sínum samkvæmt samningnum ekki heimilt nema með samþykki Lýsingar hf.Í 25. gr. eru ákvæði sem m.a. mæla svo fyrir að leigutaki greiði allan kostnaðvegna kaupa á hinu leigða svo sem þinglýsingarkostnað og sölulaun. Þá er mæltsvo fyrir að leigutaki greiði allan kostnað af rekstri hins leigða og alltviðhald, jafnt utan- sem innandyra. Þá skuli leigutaki greiða fasteignagjöld ogönnur opinber gjöld vegna hins leigða og alla skatta og gjöld sem lögð kunni aðverða á hið leigða, leiguna eða Lýsingu hf. sem leigusala. Þá er mælt svo fyrirað leigutaka sé á eigin kostnað heimilt að þinglýsa samningnum. Samkvæmt 26.gr. er m.a. mælt svo fyrir að Lýsing hf. sé undanþegin allri ábyrgð á hvers konar tjóni sem verða kunni af völdumhins leigða meðan það sé í umráðum leigutaka og að leigutaki beri ábyrgð átjóni sem Lýsing hf. kunni að verða talin ábyrg fyrir sem fasteignaeigandi ágrundvelli almennra skaðabótareglna eða skv. lögum um fasteignir. Þá er ígreininni mælt fyrir um rétt starfsmanna Lýsingar hf. til að skoða hið leigða áleigutímanum og skyldu leigutaka til að veita starfsmönnun Lýsingar hf. aðgangað hinu leigða. Í 27. gr. er mælt fyrir um skyldu leigutaka til að sendaLýsingu hf. eintak af ársreikningum sínum og láta félagið vita, ef forsenduráætlana breytist frá því sem áður hafi verið kynnt Lýsingu hf.. Þá er í 28. gr.mælt svo fyrir að hið leigða skuli vera vátryggt á leigutímanum, á kostnaðleigutaka. Fyrir liggur að framangreindum þremur samningum aðal- og gagnstefnanda varbreytt með skriflegu samkomulagi þeirra, 25. febrúar 2010. Fól samkomulagið ísér tímabundna frestun hluta leigugreiðslna. Eru samningarnir að öðru leytióbreyttir frá undirritun nema hvað varðar áðurgreinda breytingu, 12. febrúar2010, á viðmiðunargengi.Af hálfu aðalstefnanda ereins og áður er rakið á því byggt að framangreindir samningar séu samkvæmt efnisínu lánssamningar í skilningi VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu og því hafi gengistryggingarákvæði þeirra verið ólögmæt, sbr. 13.og 14. gr. laganna. Þessu til stuðnings hefur aðalstefnandi teflt frameftirgreindum málsástæðum:Aðalstefnandi hafi sjálfur átt frumkvæði að kaupum á samningsandlaginu og komið fram gagnvart seljanda sem kaupandi.Leiguverð hafi verið ákvarðað út frá fjármögnunarkostnaði gagnstefnanda en ekki verðmæti samningsandlagsins.Greiðslur samkvæmt samningunum hafi borið vexti.Greiðsluskylda aðalstefnanda hafi ekki verið tengd afnotum hans af samningsandlaginu.Við riftun hafi gagnstefnandi getað krafið aðalstefnanda um fullar greiðslur til loka samningstíma.Á samningstíma hafi eignarmyndun í samningsandlaginu verið hjá aðalstefnanda.Við lok samnings hafi aðalstefnandi eignast samningsandlagið á fyrirfram umsömdu verði.Afhálfu gagnstefnanda er öllum framangreindum málsástæðum aðalstefnanda hafnað ogá því byggt að umræddir samningar séu samkvæmt formi sínu og efnileigusamningar og ákvæði þeirra um gengistryggingu umsamins leigugjalds brjótiþví ekki í bága við ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu.Viðmat á því hvort þeir þrír fjármögnunarleigusamningar sem um er deilt í máliþessu séu leigusamningar eða lánssamningar er að mati dómsins rétt að líta tileftirfarandi.Heitisamninganna, sbr. „Fjármögnunarleigusamningur“, bendir til þess að umleigusamninga sé að ræða og er öll orðnotkun í ákvæðum þeirra í samræmi viðþað. Þannig er aðalstefnandi í samningunum nefndur „leigutaki“ og gagnstefnandi„leigusali“. Þá er í samningunum talaðum hið leigða, leigugrunn, grunnleigutíma og framhaldsleigu.Þáer ljóst að samningarnir bera skv. efni sínu öll megineinkennifjármögnunarleigusamninga eins og það hugtak hefur verið skilgreint í lögum hérá landi, sbr. athugasemdir í frumvarpi til fyrstu laganna hér á landi umeignarleigu nr. 19/1989, sbr. nú 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 umfjármálafyrirtæki, sbr. áður 1. mgr. 9. gr. laga nr. 123/1993 um lánastofnaniraðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. Ekki verður séð að með lögum nr.161/2002 hafi verið stefnt að breytingum á þeim grunnskilgreiningum sem framkomu í lögum nr. 19/1989 og athugasemdum með frumvarpi til laganna hvað varðarm.a. eðli og sérkenni fjármögnunarleigu. Eru þær grunnskilgreiningar ísamræmi við viðteknar skýringar ogskilgreiningar á þessari samningstegund líkt og rakið var í dómi HéraðsdómsReykjavíkur frá 24. september 2013 í máli Suðurverks hf. gegn Lýsingu hf., sbr.dóm Hæstaréttar frá 13. mars 2014 í máli nr. 638/2013. Er þá einkum vísað tilákvæða um að leigutaki velji hið leigða og semji um kaupverð þess við seljanda,að samningurinn sé óuppsegjanlegur á umsömdum grunnleigutíma, að leigusaliendurheimti kaupverð hins leigða ásamt vöxtum, þóknun og kostnaði ágrunnleigutímanum, að leigutaka gefist kostur á ótímabundinni framhaldsleigu ílok grunnleigutíma, gegn verulega lækkaðri leigu, að eignarréttur haldist hjáleigusala meðan á leigu stendur, að leigutaki beri áhættu af hinu leigða meðaná leigu stendur og komi til riftunar á leigusamningi greiði leigutaki leigusalaalla gjaldfallna- og ógjaldfallna leigu að frádregnu verðmæti hins leigða. Súmálsástæða aðalstefnanda að leigutaki geti öðlast rétt til endurgreiðslu íframhaldi af lokauppgjöri samnings, sbr. ákvæði 3. mgr. 12. gr. í samningumaðila, raskar ekki þeim megineinkennum sem að framan eru rakin og talin erubenda ótvírætt til þess að um fjármögnunarleigusamninga sé að ræða en ekkilánssamninga. Ídómum Hæstaréttar frá 24. maí 2012, í máli nr. 652/2011, 13. mars 2014, í málinr. 638/2013, og frá 3. apríl 2014, í máli nr. 717/2013, komst rétturinn aðþeirri niðurstöðu að samningar aðila væru leigusamningar en ekki samningar umlán. Verður að telja efni samninganna í þessu máli í meginatriðum vera það samaog þeirra sem um var deilt í fyrrgreindum dómum Hæstaréttar. Hafa dómarnir þvíótvírætt fordæmisgildi við úrlausn máls þessa. Hérað framan hafa undir töluliðum 1-7 verið taldar upp þær málsástæður semaðalstefnandi byggir á í máli þessu því til stuðnings að samningar aðila séu aðefni til lánssamningar en ekki leigusamningar. Flestar þessara málsástæðna voruhafðar uppi í áður tilvitnuðum Hæstaréttarmálum nr. 638/2013 og nr. 717/2013,sbr. einnig dóm réttarins frá 13. október 2014 í máli nr. 648/2014. Hefur rétturinnþví þegar tekið afstöðu til þeirra málsástæðna aðalstefnanda sem lúta að því aðsvonefndur leigugrunnur hafi verið ákvarðaður út frá fjármögnunarkostnaðigagnstefnanda og greiðslur aðalstefnanda því falið í sér endurgreiðslu áupphaflegum höfuðstól, að gagnstefnanda hafi verið heimilt að endurreiknagengistryggðar leigugreiðslur samkvæmt breytingum á Libor vöxtum þeirra erlendugjaldmiðla sem um var samið, að ekkert samhengi hafi verið milli greiðslnaaðalstefnanda og afnota hans af hinu leigða, að öll áhætta af hinu leigða hafiverið lögð á herðar aðalstefnanda m.a. vegna mögulegra galla og hafiaðalstefnanda verið skylt að greiða leigu, þótt seljandi vanefndi samning sinnvið gagnstefnanda og að aðalstefnandi hafi valið hið leigða og og samið um kaupþess við seljanda. Hafnaði Hæstirétturþví að fyrrgreindar málsástæður hefðu úrslitaáhrif um það hvort samningar aðilateldust lánssamningar. Þá hefur þeirri málsástæðuaðalstefnanda að eignfærsla leigumuna í ársreikningum hans sýni að um lán sé aðræða en ekki leigu ítrekað verið hafnað í dómum Hæstaréttar enda er súuppgjörsregla að færa hið leigða til eignar í reikningum leigutaka en ekki íársreikningi leigusala, í þessu tilviki gagnstefnanda, í samræmi við viðurkenndmegineinkenni fjármögnunarleigu og góða reikningsskilavenju, sbr. t.d. áðurtilvitnaða dóma Hæstaréttar í málum nr. 638/2013 og 717/2013. Um þýðingumögulegrar eignamyndunar skv. 3. mgr. 12. gr. samninga aðila hefur þegar veriðfjallað í tengslum við lýsingu á eðli og megineinkennum fjármögnunarleigusamninga. Með vísan til alls framangreinds verður þvíeinnig hafnað hér að tilgreindar málsástæður stefnanda leiði per se til þess aðskýra beri þá samninga sem um er deilt í máli þessu sem lánssamninga en ekkileigusamninga. Aðalstefnanditeflir fram þeirri málsástæðu, eins og áður er rakið, að umsamið hafi verið aðvið lok umræddra fjármögnunarleigusamninga þ.e. við lok umsamins grunnleigutímamyndi aðalstefnandi, þrátt fyrir 12. gr. samninganna, eignast samningsandlagiðá fyrirfram umsömdu verði, sem verið hafi 1% af upphaflegum leigugrunni, oghafi verið um fyrivaralausan kauprétt að ræða. Hefur aðalstefnandi tilstuðnings þessari málsástæðu vísað til tilboðs gagnstefnanda um fjármögnun frá25. maí 2007 en í því komi m.a. skýrt fram að söluverð í lok grunnleigutímasamninganna sé 1% af upphaflegum leigugrunni. Þá komi ennfremur skýrt fram ítilboðinu að svonefnt uppgreiðslugjald á samningstíma sé skv. gjaldskrágagnstefnanda á hverjum tíma. Þá segi orðrétt í tilboðinu: „Að öðru leyti gildahinir stöðluðu skilmálar og gjaldskrá Lýsingar á hverjum tíma.“ Aðalstefnandihafi gengið að tilboðinu og greitt gagnstefnanda, 1. júní 2007, 74.600.000krónur sem eiginfjárframlag við kaup fasteignarinnar. Hvergi sé í tilboðinuminnst á mögulega framhaldsleigu eða skil á fasteigninni í lok grunnleigutímaenda hafi slíkt ekki komið til tals í aðdraganda samningsgerðarinnar. Ákvæðitilboðsins frá 25. maí gangi framar ákvæðumfjármögnunarleigusamningana frá 6. júní 2007, að svo miklu leyti semefni tilboðsins og fjármögnunarleigusamninganna sé ósamrýmanleg, sbr. „að öðruleyti....“ Þá byggir aðalstefnandi á því, hvað framangreinda málsástæðu varðar,að fráleitt sé að álykta að greiðsla aðalstefnanda, 1. júní 2007, að fjárhæð74.600.000 krónur, hafi verið innt af henti til að fjármagna að hluta kaupgagnstefnanda á Hlíðarsmára 12. Þá styðjist framangreind málsástæða um kaupréttaðalstefnanda við tilvísanir gagnstefnanda til „lokagjalds“ í greiðsluseðlum,greiðsuyfirlitum og áramótayfirlitum gagnstefnanda enda hafi lokagjaldiðsamsvarað söluverðinu í framangreindu tilboði gagnstefnanda. Sé af öllu þessuljóst að aðalstefnandi hafi hvenær sem er átt rétt á að greiða samningana uppfyrir samningslok, ásamt lokagjaldi, gegn afsali fyrir fasteigninni. Fyrriviðskipti aðila um fasteignina Borgartún 33 styðji þessa niðurstöðu enviðskiptum aðila með Borgartún 33 hafi lokið viku áður enfjármögnunar-leigusamningarnir, sem mál þetta snúist um, hafi verið gerðir.Aðdragandi þeirra viðskipta, skjalagerð og önnur atvik hafi í öllumgrundvallaratriðum verið eins og við fjármögnun gagnstefnanda vegna Hlíðarsmára12. Þannig hafi gagnstefnandi gert tilboð í fjármögnun vegna Borgartúns 33,ógreidd leiga án vsk/lokagjalds hafi verið tilgreind á greiðsluseðlum ogaðalstefnandi fengið send yfirlit sem kveðið hafi á um höfuðstól, eftirstöðvarog lokagjald fjármögnunarleigusamningsins. Við sölu Borgartúns 33 hafiaðalstefnandi greitt upp lán gagnstefnanda vegna fjármögnunar þeirra kaupa.Virðisaukning aðalstefnanda af fasteignakaupunum hafi numið 250.252.939 krónumsem gagnstefnandi hafi greitt inn á bankareikning í eigu aðalstefnanda, 23. maí2007.Einsog áður er rakið kemur fram í 6. gr. þeirra þriggja fjármögnunarleigu-samningasem mál þetta snýst um og undirritaðir voru 6. júní 2007, að mánaðarlegframhaldsleiga hefjist frá lokum tilgreinds grunnleigutíma. Samkvæmt 12. gr.samninganna getur leigutaki ekki sagt samningunum upp á grunnleigutíma en aðhonum loknum framlengjast þeirótímabundið skv. 6. gr. Þó geti leigutaki sagt hinum framlengduleigusamningum upp skriflega með eins mánaðar fyrirvara enda skili hann þátafarlaust hinu leigða. Framangreind ákvæði 6. og 12. gr.fjármögnunarleigu-samninganna eru skýr og verður ekki af þeim ráðið aðeignarréttur yfir hinu leigða flytjist til aðalstefnanda við lok umsamins grunnleigutíma.Hvorki tilboð gagnstefnanda frá 25. maí 2007 né önnur þau gögn semaðalstefnandi hefur vísað til og stafa frá gagnstefnanda eða fyrri viðskiptiaðila um fasteignina Borgartún 33 verða með hliðsjón af framangreindum skýrumákvæðum samninganna, gegn andmælum gagnstefnanda, talin hafa veittaðalstefnanda fyrirvaralausan rétt til að kaupa hið leigða í lok umsamins grunnleigutíma,án þess að til kæmi sérstakt samþykki gagnstefnanda en óumdeilt er aðfjármögnunarleigusamningum aðila var ekki breytt að því leyti sem hér skiptirmáli. Þá er sú málsástæða aðalstefnanda að leiga sem greidd hafi verið viðundirritun samninganna færi sönnur á kauprétt hans í lok grunnleigutíma meðöllu haldlaus. Meðvísan til alls framangreinds verður fallist á það með gagnstefnanda aðgengistryggingarákvæði þeirra þriggja fjármögnunarleigusamninga, sem um erdeilt í máli þessu, brjóti ekki í bága við ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 umvexti og verðtryggingu og því hafi aðilum máls þessa verið heimilt að semja umað greiðslur samkvæmt samningunum tækju mið af breytingum á gengi þeirraerlendu gjaldmiðla sem tilgreindir eru í samningunum og samkomulagi aðila frá10. febrúar 2010. Aðalstefnandi teflir framþeim málsástæðum til stuðnings kröfu sinni um lækkun dómkrafna gagnstefnanda aðverði á það fallist með gagnstefnanda að hinir umþrættu samningar séuleigusamningar en ekki lánssamningar beri að lækka kröfurnar á þeim grundvelliað uppgjör aðila eigi að fara fram samkvæmtalmennum reglum um skaðabætur innan samninga. Gagnstefnandi eigi þannigekki meiri rétt á hendur aðalstefnanda en að verða eins settur og samningaraðila hefðu verið réttilega efndir. Þá byggir aðalstefnandi á því að lækka beridómkröfur gagnstefnanda um þann hluta kröfugerðar hans sem byggi á 1. tl. 21.gr. samninga aðila þ.e. um svonefndar uppgjörskröfur. Um sé að ræða kröfu aðfjárhæð 155.213.432 krónur vegna samnings nr.153217 (áður nr. 141338),294.891.187 krónur vegna samnings nr.153221 (áður nr. 141342) og 758.085.060 krónur vegna samnings nr. 153203 (áðurnr. 141366). Ógilda beri tilvitnað uppgjörsákvæði enda hafi hinir umþrættusamningar verið gerðir á þeirri forsendu að um lánssamninga væri að ræða.Ákvæði 1. tl. 21. gr. samninganna sé í samræmi við þá forsendu en greininmiðist við að andvirði hins leigða dragist frá eftirstöðvum hinna umþrættusamninga. Þessi forsenda sé brostin sé um leigusamninga að ræða og beri þá aðógilda ákvæðið með vísan til almennra reglna um brostnar forsendur. Þá séósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að auglýsa samninga semlánssamninga og halda því síðar fram að um leigusamninga sé að ræða og sé í þvísambandi lögð áhersla á að gagnstefnandi sé fjármálafyrirtæki með ríkaupplýsinga- og leiðbeiningarskyldu. Við riftun leigusamninganna hafi skyldaaðalstefnanda til áframhaldandi greiðsluá leigu fallið niður, þótt gagnstefnandi geti eftir atvikum krafist bóta vegnamissis leigutekna, sbr. reglur leiguréttarins þess efnis. Að þessu virtu og meðvísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerningaberi að ógilda uppgjörsákvæðið í 1.tl.21. gr. samninganna.Af hálfu gagnstefnanda er því mótmælt að víkja beri samningum aðila tilhliðar, að öllu leyti eða hluta, á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 eða vegnabrostinna forsendna enda engin lagaskilyrði til slíks.Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð ogógilda löggerninga, má víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta eðabreyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að berahann fyrir sig. Við sanngirnismatið skal skv. 2. mgr. líta til efnis samnings,stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til.Sanngirnismat samkvæmt ákvæðinu ræðst af heildarmati á þeim fjórum þáttum, semtilgreindir eru í 2. mgr.Afhálfu aðalstefnanda hafa ekki, gegn andmælum gagnstefnanda, verið færðar sönnurá, að ákvæði fjármögnunarleigusamninga aðila þ.m.t. ákvæði samninganna umgengistryggingu leigugreiðslna og uppgjörsákvæðið í 1. tl. 21. gr. samningannafeli í sér, hvað hann varðar, ósanngjarna samningsskilmála eða skilmála, semséu andstæðir góðri viðskiptavenju en samningarnir bera skv. efni sínu, eins ogáður er rakið, öll megineinkenni fjármögnunarleigusamninga eins og það hugtakhefur verið skilgreint í lögum hér á landi þar með talda heimild leigusala tilað krefja leigutaka, í framhaldi riftunar, um alla ógjaldfallna leigu. Þá hefuraðalstefnandi ekki sýnt framá að gagnstefnandi hafi í kynningu á umræddumsamningum kynnt þá fyrir aðalstefnanda sem lánssamninga. Þá hefur aðalstefnandiekki fært sönnur fyrir að gagnstefnanda hafi verið ljóst eða mátt vera ljóst aðaðalstefnandi hafi samþykkt uppgjörsákvæðið 1. tl. 21. gr. samninganna á þeirriforsendu að um lánssamninga væri að ræða en ekki leigusamninga. Erframangreindum málsástæðum aðalstefnanda, reistum á 36. gr. laga nr. 7/1936 ogbrostnum forsendum, því hafnað. Eins og áður er rakiðbyggir aðalstefnandi á því að svonefndar uppgjörskröfur gagnstefnanda séukröfur um skaðabætur innan samninga en ósannað sé að gagnstefnandi hafi orðiðfyrir tjóni vegna vanefnda aðalstefnanda. Fasteigninni, sem samningarnir hafitekið til, hafi verið skilað til gagnstefnanda, 1. apríl 2013. Frá þvítímamarki hafi gagnstefnandi fengið greidda leigu frá framleigutökumfasteignarinnar. Fjárhæð leigunnar sé ekki tilgreind í stefnu í gagnsök en þaðbendi til þess að gagnstefnandi hafi fengið a.m.k. jafn háa leigu fráframleigutökum og frá aðalstefnanda. Í ljósi þess að gagnstefnandi hafi ekkiorðið fyrir tjóni beri að sýkna aðalstefnanda af dómkröfu gagnstefnanda umgreiðslu ógjaldfallinna leigugreiðslna.Svonefnd uppgjörskrafa gagnstefnanda á sér stoð í 1. mgr. 21. gr.samninga aðila, sbr. einkum 1. tl. ákvæðisins, þar sem segir að leigutaki skulivið riftun greiða alla ógjaldfallna leigu, umreiknaða til núvirðis meðsamningsvöxtum skv. 5. gr. Ekki verður annað ráðið af orðalagi ákvæðisins en aðþað feli í sér tæmandi reglur um lokauppgjör vegna ógjaldfallinnar leigu íframhaldi af riftun. Aðalstefnandi hefurekki gegn andmælum gagnstefnanda sýnt fram á að þessu ákvæði hafi verið vikiðtil hliðar með samningi aðila. Eins og áður hefur verið rakið er það eittmegineinkenni fjármögnunarleigusamninga að leigusali geti við riftun slíkrasamninga krafið leigutaka m.a. um alla ógjaldfallna leigu. Er framangreintákvæði í 1. tl. 21. gr. samninga aðila í samræmi við þetta megineinkenni.Verður með vísan til framangreinds því ekki fallist á það með aðalstefnanda aðleigugreiðslur, sem gagnstefnandi kunni að hafa fengið frá leigutökum íHliðarsmára 12, eftir 7. mars 2013, eigi að koma til lækkunar á umkrafinniskuld aðalstefnanda. Er þessari málsástæðu aðalstefnanda því hafnað.Fyrir liggur, eins ogáður er rakið, að aðalstefnandi greiddi við undirritun framangreindra fjármögnunarleigusamningasamtals 74.600.000 krónur í fyrirframgreidda leigu. Af hálfu aðalstefnanda er áþví byggt að fjárhæðin eigi að koma til lækkunar á kröfum gagnstefnanda.Fallast verður á það með gagnstefnanda aðframangreind greiðsla, sem falið hafi í sér fyrirframgreidda leigu, séekki hluti af kröfugerð gagnstefnanda enda ekki fram á annað sýnt af hálfuaðalstefnanda. Er þessari málsástæðu því hafnað.Við aðalmeðferð málsinstefldi aðalstefnandi fram þeirri málsástæðu að gangstefnandi hefði ekki, til stuðningsuppgjörskröfu sinni skv. 1.tl. 21. gr. samninga aðila, lagt fram útreikninga umfjárhæð uppgjörskröfunnar aðra en þá sem fram kæmi í fyrirliggjandisundurliðunum vegna riftunar samninganna á dómskjölum nr. 55, nr. 60 og nr. 65.Ekki væri að sjá að neinar frádráttarstærðir væru í þeim útreikningum eðaumreikningur til núvirðis eins og áskilið væri í 1. tl. 21. gr. samninganna.Orðalag ákvæðisins væri óljóst m.a. vegna tilvísunar í 5. gr. samninganna, semhefði ekki að geyma ákvæði um vaxtafót vegna núvirðisútreiknings, en hlyti aðtúlkast á þann veg að reikna bærihöfuðstól ógjaldfallinnar leigu til núvirðis með afvöxtun á grundvelli sömumarkaðsvaxta eða sömu vaxta og gagnstefnandi hefði notað í framtíðarútreikningumsínum. Afhálfu gagnstefnanda var þessari málsástæðu aðalstefnanda mótmælt sem of seintfram kominni. Samkvæmt5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skulu málsástæður ogmótmæli koma jafnskjótt fram og tilefni verður til. Að öðrum kosti má ekki takaslíkar yfirlýsingar til greina nema gagnaðili samþykki þær. Samkvæmt 2. mgr.111. gr. laga nr. 91/1991 má dómari ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðueða mótmælum sem hefðu mátt koma fram en gerðu það ekki við meðferð máls. Framangreindmálsástæða aðalstefnanda kom ekki fram fyrr en við aðalmeðferð málsins.Gagnstefnandi hefur mótmælt henni sem of seint fram kominni og verður því ekkiá henni byggt.Ísamkomulagi aðila frá 7. mars 2013 segir m.a. að í framhaldi af samkomulaginuskuli fara fram uppgjör á fjármögnunarleigusamningunum aðila í samræmi við 21.gr. þeirra. Því ákvæði hefur áður verið lýst. Gagnstefnandi hefur í gagnstefnugert þá grein fyrir uppgjörskröfu vegna ógjaldfallinnar leigu að ákveðið hafiverið með vísan til framangreinds samkomulags aðila frá 7. mars 2013 að miðauppgjörið við þann dag og því reiknist ógjaldfallin leiga í uppgjörinu miðaðvið umsamda ógjaldfallna leigu frá 7. mars til loka umsamins grunnleigutíma,reiknaða til núvirðis með samningsvöxtum skv. 5. gr. samninganna, sbr. 1. tl.21. gr., auk leigu sem gjaldfallið hafi til 7. mars en reikningar ekki veriðgefnir út fyrir. Gagnstefnandi hefur auk sundurliðunar í gagnstefndu lagt framsérstaka sundurliðun uppgjörskröfunnar fyrir hvern samning fyrir sig ádómskjölum nr. 55, nr. 60 og nr. 65. Þessum útreikningum hefur ekki veriðhrundið og verða þeir því lagðir til grundvallar dómi í máli þessu.Einsog áður er rakið er það niðurstaða dómsins að gengistryggingarákvæði þeirraþriggja fjármögnunarleigusamninga, sem um er deilt í máli þessu, brjóti ekki íbága við ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og þvíhafi aðilum máls þessa verið heimilt að semja um að greiðslur samkvæmtsamningunum tækju mið af breytingum á gengi þeirra erlendu gjaldmiðla semtilgreindir eru í samningunum og samkomulagi þeirra frá 12. febrúar 2010.Verður gagnstefnandi því sýknaður af kröfum aðalstefnanda í aðalsök. Þá verðuraðalstefnandi með vísan til alls framangreinds dæmdur til að greiðagagnstefnanda 1.359.223.261 krónu auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.875.831 krónu frá 25. júní 2010 til 25.júlí 2010, af 9.808.083 krónum frá þeimdegi til 25. ágúst 2010, af 14.784.261 krónu frá þeim degi til 25. september2010, af 19.726.386 krónum frá þeim degi til 25. október 2010, af 24.525.335 krónum frá þeim degi til 25.nóvember 2010, af 29.379.944 krónum frá þeim degi til 25. desember 2010, af34.212.503 krónum frá þeim degi til 25. janúar 2011, af 43.949.873 krónum fráþeim degi til 25. febrúar 2011, af 53.897.740 krónum frá þeim degi til 25. mars2011, af 63.879.271 krónu frá þeim degi til 5. apríl 2011, af 64.791.587 krónumfrá þeim degi til 25. apríl 2011, af 74.722.659 krónum frá þeim degi til 3. maí2011, af 75.634.976 krónum frá þeim degi til 25. maí 2011, af 85.588.910 krónum frá þeim degi til 1. júní2011, af 86.501.227 krónum frá þeim degi til 25. júní 2011, af 96.542.951 krónufrá þeim degi til 5. júlí 2011, af 97.455.268 krónum frá þeim degi til 25. júlí2011, af 107.634.273 krónum frá þeim degi til 4. ágúst 2011, af 108.546.588krónum frá þeim degi til 25. ágúst 2011, af 118.872.750 krónum frá þeim degitil 5. september 2011, af 119.785.066 krónum frá þeim degi til 25. september2011, af 130.111.122 krónum frá þeim degi til 25. október 2011, af 140.740.517 krónum frá þeim degi til 6.febrúar 2012, af 141.665.219 krónum frá þeim degi til 2. mars 2012, af142.589.867 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2012, af 143.514.516 krónum frá þeim degi til 3. maí2012, af 144.439.165 krónum frá þeim degi til 4. júní 2012, af 145.363.814krónum frá þeim degi til 2. júlí 2012, af146.288.462 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2012, af 147.213.111krónum frá þeim degi til 3. september 2012, af 148.137.759 krónum frá þeim degitil 8. febrúar 2013, af 149.103.063 krónum frá þeim degi til 16. febrúar 2013,af 149.482.435 krónum frá þeim degi til 1. mars 2013, af 150.068.322 krónum fráþeim degi til 7. mars 2013, af1.358.258.001 krónu frá þeim degi til 2. apríl 2013, af 1.359.223.261krónu frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 470.000.000 króna, semgreiddar voru inn á skuldina, 7. mars 2013. Meðvísan til til framangreindrar niðurstöðu og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991um meðferð einkamála verður aðalstefnanda gert að greiða gagnstefnanda málskostnaðog telst hann hæfilega ákveðinn 2.500.000 krónur.ÞórðurS. Gunnarsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan.Dómsorð:Aðalstefnandi, HS 12 ehf., greiði gagnstefnanda, Lýsingu hf.,1.359.223.261 krónu auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu af 4.875.831 krónu frá 25. júní 2010 til 25. júlí2010, af 9.808.083 krónum frá þeim degitil 25. ágúst 2010, af 14.784.261 krónu frá þeim degi til 25. september 2010,af 19.726.386 krónum frá þeim degi til 25. október 2010, af 24.525.335 krónum frá þeim degi til 25.nóvember 2010, af 29.379.944 krónum frá þeim degi til 25. desember 2010, af34.212.503 krónum frá þeim degi til 25. janúar 2011, af 43.949.873 krónum fráþeim degi til 25. febrúar 2011, af 53.897.740 krónum frá þeim degi til 25. mars2011, af 63.879.271 krónu frá þeim degi til 5. apríl 2011, af 64.791.587 krónumfrá þeim degi til 25. apríl 2011, af 74.722.659 krónum frá þeim degi til 3. maí2011, af 75.634.976 krónum frá þeim degi til 25. maí 2011, af 85.588.910 krónum frá þeim degi til 1. júní2011, af 86.501.227 krónum frá þeim degi til 25. júní 2011, af 96.542.951 krónufrá þeim degi til 5. júlí 2011, af 97.455.268 krónum frá þeim degi til 25. júlí2011, af 107.634.273 krónum frá þeim degi til 4. ágúst 2011, af 108.546.588krónum frá þeim degi til 25. ágúst 2011, af 118.872.750 krónum frá þeim degitil 5. september 2011, af 119.785.066 krónum frá þeim degi til 25. september2011, af 130.111.122 krónum frá þeim degi til 25. október 2011, af 140.740.517 krónum frá þeim degi til 6.febrúar 2012, af 141.665.219 krónum frá þeim degi til 2. mars 2012, af142.589.867 krónum frá þeim degi til 4. apríl 2012, af 143.514.516 krónum frá þeim degi til 3. maí2012, af 144.439.165 krónum frá þeim degi til 4. júní 2012, af 145.363.814krónum frá þeim degi til 2. júlí 2012, af146.288.462 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2012, af 147.213.111krónum frá þeim degi til 3. september 2012, af 148.137.759 krónum frá þeim degitil 8. febrúar 2013, af 149.103.063krónum frá þeim degi til 16. febrúar 2013, af 149.482.435 krónum frá þeim degitil 1. mars 2013, af 150.068.322 krónum frá þeim degi til 7. mars 2013, af 1.358.258.001 krónu frá þeim degi til 2.apríl 2013, af 1.359.223.261 krónu frá þeim degi til greiðsludags, allt aðfrádregnum 470.000.000 króna, sem greiddar voru inn á skuldina, 7. mars 2013.Aðalstefnandi greiði gagnstefnanda 2.500.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 20/2008 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur, en gæsluvarðhaldi var markaður skemmri tími. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. janúar 2008, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. janúar 2008, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. janúar 2008 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti 11. janúar 2008 og krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 1. febrúar 2008 kl. 16. Þegar litið er til áverka á kæranda sem fram koma á ljósmyndum sem varnaraðili tók og sóknaraðili hefur lagt fram, verður fallist á að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi framið brot sem varðað getur fangelsisrefsingu. Sóknaraðili lagði hald á nokkurt magn mynda og tölvugagna á heimili varnaraðila þegar hann var handtekinn. Má ætla að varnaraðili kunni að torvelda rannsókn á málsatvikum sem gögnin geyma upplýsingar um ef hann gengur laus. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti gæsluvarðahaldi allt til þriðjudagsins 22. janúar 2008 kl. 16. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu þess efnis að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi með vísan til a. liðar 103. gr. laga nr. 19/1991, allt til föstudagsins 1. febrúar nk. kl. 16:00. Í greinargerð kemur fram að í gær hafi A, kt.[...], kært X sambýlismann sinn fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem hún kvað hafa staðið yfir frá vorinu 2005. Hafi síðasta brot átt sér stað aðfaranótt 5. janúar 2008. Kæran lúti að því að X hafi ítrekað frá vorinu 2005 fengið ókunna karlmenn, sem hann hafi komist í samband við á netinu eða annan hátt, til þess að eiga kynferðislegt samneyti við A, stundum fleiri saman. Þetta hafi verið andstætt vilja hennar. Auk þess hafi hún greint frá því að kærði hafi oft haft við hana kynmök gegn vilja hennar. Hafi fjölmörg brot átt sér stað á sameiginlegu heimili þeirra að Y. A hafi greint frá því, að mennirnir hafi átt við hana kynmök með því að setja lim í leggöng hennar og endaþarm og að hún hafi m.a. þurft að veita þeim munnmök. Kærði hafi stundum verið þátttakandi í hinum kynferðislegu athöfnum. Hann hafi lagt bann við því að verjur væru notaðar. Þá hafi hún greint frá því að hún hafi orðið að láta að vilja kærða ellegar hafi hún verið beitt líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Fram hafi komið að hann hafi ávallt myndað kynferðislegar athafnir mannanna við A. Kærði ætti því í fórum sínum bæði ljósmyndir og videoupptökur af ætluðum kynferðisbrotum. A hafi í gær farið í fylgd lögreglumanna inn á heimili þeirra til þess að sækja eigur sínar og hefur nú í sínum fórum tölvugögn. Hún sé nú komin í öruggt skjól. Á það skuli bent að til meðferðar sé hjá héraðsdómi Reykjavíkur mál á hendur kærða, þar sem hann sé ákærður fyrir líkamsárás á hendur A og föður sínum, en kærði hafi beitt hann ofbeldi þegar hann hafi ætlað að koma A til aðstoðar. Samkvæmt fyrirliggjandi áverkavottorði, sem sé á meðal gagna málsins, hafi afleiðingar árásar kærða á A, m.a. verið rifbeinsbrot, sprungin hljóðhimna auk þess sem hún hafi verið með fjölda marbletta víðsvegar um líkamann. Þá sé þess getið að hún hafi verið með gamla áverka. Hún hafi nú lagt fram kæru vegna annars ofbeldisbrots kærða gagnvart henni. Lögreglan vinni nú að rannsókn málsins. Í gærkvöldi hafi verið gerð húsleit á heimili kærða og hann verið handtekinn. Lagt hafi verið hald á fartölvu, þrjá síma ofl. Kærða hafi verið kynnt sakarefnið í morgun og neiti hann sök. Rannsókn málsins sé á frumstigi, taka þurfi skýrslur af vitnum og leita að mönnum, sem kunni að vera viðriðnir meint brot gegn A. Enn fremur þurfi að framkvæma tæknivinnu, m.a. reyna að endurheimta tölvugögn sem hafi verið eytt. Eins og rakið hafi verið og gögn málsins beri með sér megi sjá að rannsókn þessa alvarlega sakarefnis sé á viðkvæmu stigi. Að mati lögreglu megi ætla að verði kærði látinn laus muni hann eiga þess kost að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni og hugsanlega vitorðsmenn. Telji lögreglan ríka rannsóknarhagsmuni vera fyrir því á þessu stigi málsins að kærði sæti gæsluvarðhaldi þar sem rökstuddur grunur sé um að kærði hafi gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. l. mgr. 3. gr. laga nr. 61/2007. Brot gegn ákvæðinu geti varðað allt að 16 ára fangelsi ef sök sannist. Um heimild til gæsluvarðhalds er vísað til a.-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Hervör Þorvaldsdóttir hérðasdómari kvað upp úrskurðinn. Kærði, X, kt. [...], sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 25. janúar nk. kl. 16:00. |
Mál nr. 662/2013 | Jörð | B o.fl. höfðuðu mál gegn M og Á og kröfðust greiðslu tiltekinna fjárhæða vegna kostnaðar B o.fl. af gerð girðingar á landamerkjum jarða B o.fl. annars vegar og M og Á hins vegar. Þar sem B o.fl. höfðu ekki leitað úrlausnar úrskurðaraðila samkvæmt 5. gr. sbr. 7. gr. girðingarlaga nr. 135/2001 um rétt til samgirðingar, nauðsynlegan kostnað af þeirri framkvæmd og skiptingu hans var ekki talið að B o.fl. gætu reist kröfur sínar á hendur M og Á á þessum grundvelli. Voru M og Á því sýknaðar. | Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómari, Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari og Stefán Már Stefánsson prófessor. Áfrýjendur skutu málinu upphaflega til Hæstaréttar 13. ágúst 2013. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 25. september sama ár og áfrýjaðu þeir öðru sinni 10. október það ár. Þeir krefjast þess að stefndu verði gert að greiða sér óskipt 2.165.824 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 683.865 krónum frá 24. ágúst 2011 til 18. september sama ár, af 724.069 krónum frá þeim degi til 22. september sama ár en af 2.165.824 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara að kröfur áfrýjenda verði lækkaðar. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjendur reisa kröfur sína á hendur stefndu á 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Í málinu liggur fyrir að áfrýjendur hafa, að undangengnum bréfaskiptum við stefndu, látið reisa hina umdeildu girðingu og krefja nú stefndu um hluta þess útlagða kostnaðar sem af því leiddi, auk svonefnds umsjónarkostnaðar og vaxta. Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi leituðu áfrýjendur ekki úrlausnar úrskurðaraðila samkvæmt 5. gr., sbr. 7. gr. laganna um rétt til samgirðingar, nauðsynlegan kostnað af þeirri framkvæmd og skiptingu hans. Að svo vöxnu máli geta þeir ekki reist kröfur sína á hendur stefndu á þessum grundvelli. Verður hinn áfrýjaði dómur því staðfestur. Áfrýjendum verður gert að greiða stefndu málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjendur, Brynjólfur Jónsson, John Francis Zalewski, Lúðvík Emil Kaaber, Sæmundur Kristján Þorvaldsson og Tré ehf., greiði óskipt stefndu Áslaugu Sólbjörtu Jensdóttur og Margréti Rakel Hauksdóttur, 300.000 krónur hvorri um sig í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða 12. júlí 2013. Mál þetta, sem dómtekið var 6. júní sl., höfðuðu stefnendur, Brynjólfur Jónsson, Vogatungu 18, Kópavogi, John Francis Zalewski, Lundahólum 5, Reykjavík, Sæmundur Kristján Þorvaldsson, Lyngholti, Dýrafirði, Lúðvík Emil Kaaber, Brekkusmára 3, Kópavogi, og skógræktarfélagið Tré ehf., kt. 661007-2650, hinn 8. maí 2012, gegn stefndu, Margréti Rakel Hauksdóttur, Góuholti 5, Ísafirði, og Áslaugu Sólbjörtu Jensdóttur, Bústaðavegi 73, Reykjavík. Kröfur stefnenda í málinu eru þessar: Aðallega: Að stefndu verði in solidum dæmdar til þess að greiða stefnendum 2.165.824 krónur með dráttarvöxtum af 683.865 krónum frá 24. ágúst 2011 til 18. september 2011, af 724.069 krónum frá þeim degi til 22. september 2011, en af 2.164.824 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara: Að stefndu greiði in solidum stefnendum Brynjólfi Jónssyni, John Francis Zalewski, Lúðvík Emil Kaaber og Sæmundi Kristjáni Þorvaldssyni 2.165.824 krónur með dráttarvöxtum af 683.865 krónum frá 24. ágúst 2011 til 18. september 2011, af 724.069 krónum frá þeim degi til 22. september 2011, en af 2.164.824 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Í báðum tilvikum krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefndu. Dómkröfur stefndu eru aðallega að þær verði sýknaðar af öllum kröfum stefnenda, en til vara að dómkröfur stefnenda verði lækkaðar mjög verulega. Í báðum tilvikum krefjast stefndu, hvor um sig, málskostnaðar insolidum úr hendi stefnenda. I Jarðirnar Hólakot og Klukkuland í Ísafjarðarbæ eru í óskiptri sameign fjögurra stefnenda. Er stefnandinn Lúðvík Emil eigandi að 50% hluta hvorrar jarðar en stefnendurnir John Francis, Brynjólfur og Sæmundur Kristján eiga hver um sig 16,6666% hlut í hvorri jörð. Stefnandinn Tré ehf. er ekki eigandi að jörðunum. Stefndu eiga nærliggjandi jörð, Núp, í óskiptri sameign. Nefndar jarðir eru í Núpsdal sem gengur til norðurs frá Mýrarfelli. Um dalinn rennur Núpsá. Hólakot og Klukkuland eiga landamerki að Minni-Garði til suðausturs um svonefndan Hvassahrygg og upp að Klukkulandshorni, að Læk til suðurs og að Núpi til vesturs og norðurs. Skilur Núpsá á milli. Til austurs er hálendi að Gemlufallsheiði. Stefnendurnir Brynjólfur, John Francis, Sæmundur Kristján og Lúðvík Emil keyptu jarðirnar Klukkuland og Hólakot árið 2007 í þeim tilgangi að rækta þar skóg. Föluðust þeir eftir skógræktarsamningi um jarðirnar í gegnum landshlutaverkefnið Skjólskóga á Vestfjörðum, en upplýst er að stefnandinn Sæmundur Kristján er framkvæmdastjóri Skjólskóga og þá er stefnandinn Brynjólfur framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Skjólskógar á Vestfjörðum gera einungis samning við einn aðila á hverri jörð og stofnuðu eigendur Klukkulands og Hólakots því einkahlutafélag um skógræktina, stefnandann Tré ehf. Hinn 14. maí 2008 var undirritaður samningur milli Skjólskóga og Trjáa ehf. og skuldbundu eigendur jarðanna tveggja sig til að hlíta þeim samningi. Stefnandinn Lúðvík Emil ritaði stjórn Skjólskóga á Vestfjörðum bréf 1. desember 2009 og lýsti þeirri afstöðu Trjáa ehf. að nauðsynlegt væri að girða skógræktarlandið af. Voru samrit bréfsins send stefndu. Í janúar 2010 barst stefnandanum Trjám ehf. svarbréf stjórnar Skjólskóga þar sem óskað var eftir því að kannað yrði til þrautar hvort nágrannar féllust á hagfelldara girðingarstæði sem nýtast myndi báðum aðilum. Hinn 31. janúar 2010 rituðu stefnda Margrét og Kristinn Valdimarsson, sonur stefndu Áslaugar, stjórn Skjólskóga á Vestfjörðum bréf og vöktu athygli á því „... að umræddar framkvæmdir Trjáa ehf. fara ekki og munu ekki fara fram í landi Núps og eru því eigendum jarðarinnar með öllu óviðkomandi ...“ Hinn 15. febrúar 2010 var stefndu sent bréf þar sem bréfritari, stefnandinn Lúðvík Emil, fyrir hönd sína og sameigenda sinna, gerði grein fyrir tveimur girðingartillögum, annarri þar sem gert var ráð fyrir að girðingin lægi að hluta til á landi Núps, en hinni þar sem gert var ráð fyrir að girðingin yrði að öllu leyti Klukkulandsmegin við Núpsá. Með bréfi 10. maí 2010 ritaði Lúðvík Emil, fyrir sína hönd og sameigenda sinna, annað bréf til stefndu. Í bréfinu kom meðal annars fram að litið yrði svo á að eigendur Núps höfnuðu tillögu um girðingu á landi Núps nema annað yrði tilkynnt fyrir sumarlok. Stefndu staðfestu móttöku erindis stefnenda með bréfi undirrituðu 18. og 23. maí 2010. Með bréfi undirrituðu 20. og 23. september 2010 áréttuðu stefndu fyrri afstöðu sína um að umræddar girðingarframkvæmdir væru stefndu óviðkomandi svo framarlega sem þær samrýmdust skipulagslögum, svo og lögum um umhverfis- og náttúruvernd. Kom einnig fram í bréfinu sú afstaða stefndu að landeigendur eða þeir sem Núpsjörðina nýttu hefðu ekki, og kæmu ekki til með að hafa, nokkur not af umræddri girðingu. Stefnandinn Tré ehf. fór þess á leit við sýslumanninn á Ísafirði og Búnaðarsamband Vesturlands með bréfi 7. desember 2010 að þeir aðilar hlutuðust til „... um lausn ágreinings varðandi reglur girðingarlaga, sé ágreiningur talinn vera fyrir hendi.“ Sýslumaðurinn á Ísafirði svaraði erindi Trjáa ehf. 13. janúar 2011 en í bréfinu sagði meðal annars svo: Með vísan til 1. ml. 1. mgr. 7. gr. girðingarlaga nr. 135/2001 skal sýslumaður tilnefna einn fagaðila til að skera úr um ágreining verði aðilar ekki ásáttir um hvers konar girðingu skuli reisa, kostnaðarskiptingu eða um aðra framkvæmd verksins. Telur sýslumaður að ekki sé lagaheimild fyrir því að hann ákvarði hvort ágreiningur sé talinn vera fyrir hendi, og að hann hlutist til um lausn hans á þessu stigi málsins. Þykir rétt að málsaðilar óski formlega eftir tilskipun sýslumanns um fagaðila í nefnd skv. ofangreindu ákvæði girðingarlaga og leggi fram rökstuðning þess efnis að ágreiningur sé fyrir hendi. Þykir þá rétt að upplýsa að kostnaður við mat nefndar skv. 7. gr. laganna greiða aðilar eftir sömu hlutföllum og girðingarkostnaðinn og ákveða úrskurðaraðilar hverju hann nemur, sbr. 2. mgr. 7. gr. girðingarlaga. Tilkynnist því hér með að beiðninni er vísað frá. Vorið 2011 töldu stefnendur að ekki yrði beðið lengur með að girða og fengu þeir verktaka til að reisa girðinguna. Tilkynntu stefnendur stefndu um fyrirætlanir sínar bréflega 12. apríl 2011. Bréfinu var svarað af hálfu stefndu með bréfi undirrituðu 23. og 24. maí 2011. Í bréfinu var kostnaðarþátttöku eigenda Núps „... í girðingum vegna skógræktar á landi Klukkulands og Hólakots alfarið hafnað, þar sem við teljum að ekki sé lagagrundvöllur fyrir kröfugerð á hendur eigendum Núpsjarðarinnar.“ Þá var ítrekuð sú afstaða stefndu að girðingarframkvæmdirnar væru eigendum Núps óviðkomandi. Enn fremur var á það bent að mögulega kynnu girðingarframkvæmdir á bökkum Núpsár að vera brot á lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd. Stefnendur rituðu stefndu tvö bréf sumarið 2011 og kröfðu þær um greiðslu kostnaðar vegna girðingarframkvæmdanna. Meðal þess sem gerð var krafa um í bréfi, dagsettu 22. ágúst 2011, var greiðsla á helmingi svokallaðs umsýslukostnaðar. Með bréfum þessum voru stefndu samtals krafðar um greiðslu 2.165.884 króna. Stefndu svöruðu bréfum stefnenda 30. og 31. ágúst 2011 og áréttuðu fyrri afstöðu og höfnuðu með öllu kostnaðarþátttöku vegna girðingaframkvæmdanna. Þá var í bréfum stefndu vísað til þeirra sömu atriða og í áðurnefndu bréfi þeirra undirrituðu 23. og 24. maí 2011. Í kjölfarið fengu stefnendur lögmanni málið í hendur og ritaði hann stefndu innheimtubréf 25. október 2011 þar sem krafist var sömu fjárhæðar og áður úr hendi stefndu, auk dráttarvaxta og innheimtuþóknunar. Stefndu höfnuðu kröfum stefnenda og áréttuðu enn á ný afstöðu sína til girðingarframkvæmdarinnar og krafna stefnenda. Höfðuðu stefnendur síðan mál þetta 8. maí 2012 samkvæmt áðursögðu. II Stefnendur segja kröfu sína byggjast á því að stefndu sé að lögum skylt að taka þátt í kostnaði vegna girðingar, sbr. ákvæði 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Stefnendur hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja aðkomu stefndu að framkvæmdinni, en þeirri málaleitan hafi ekki verið sinnt. Af hálfu stefnenda er til þess vísað að skv. 5. gr. skógræktarsamnings Trjáa ehf. og Skjólskóga á Vestfjörðum beri að sjá til þess að skógræktarlandið sé friðað fyrir beit, en til þess njóti félagið nokkurs styrks. Í upphafi hafi verið talið, með hliðsjón af því að fé hafi verið fátt á bæjum er aðgang hafi átt að Núpsdal, að nægilegt væri að girða jarðirnar gagnvart Minni-Garði með rafmagnsgirðingu frá ristarhliði á þjóðvegi 624 og í átt að Klukkulandshorni. Hins vegar hafi farið svo að fé lærðist að fara upp fyrir þá girðingu. Vorið 2010 hafi því verið brugðið á það ráð að hækka girðinguna upp í 600 metra hæð. Það hafi verið gert í mikilli sátt við eigendur að Minni-Garði og þar sem bændur hafi tapað hluta beitarréttar síns hafi verið ákveðið að krefja þá ekki um þátttöku í kostnaði vegna girðingarframkvæmdanna. Stefnendur segja fjárbúskap á Núpi og þá sé fé frá öðrum jörðum einnig beitt á Núpsdal. Þegar fénu sé hleypt út á vorin fari það fram Núpsdal og yfir ána á jörð stefnenda. Hafi ágangur fjárins reynst það mikill að tilgangslaust hafi verið með öllu að rækta skóg, a.m.k. lauftré, við þær aðstæður. Haustið 2009 hafi því verið orðið ljóst að nauðsynlegt væri að girða gagnvart Núpi til að verja skógrækt stefnenda. Stefndu Margréti og Kristni, syni stefndu Áslaugar, hafi því verið kynnt nauðsyn girðingar. Því hafi þau ekki mótmælt, en stefnendum þótt lítils fagnaðar gæta. Kröfu sína segja stefnendur byggjast á tíu reikningum, öllum útgefnum á árinu 2011, auk 20% umsýslukostnaðar, sbr. kröfubréf stefnenda til stefndu frá 22. ágúst 2011. Helmingur þess kostnaðar sé stefnufjárhæð málsins, 2.161.568 krónur. Nánar vísa stefnendur til þess að áfallinn kostnaður, sem tilkynnt hafi verið um 24. júlí 2011, hafi numið 1.448.138 krónum, en helmingur þeirrar fjárhæðar séu 724.069 krónur. Þar sem reikningur Ferðahýsa að fjárhæð 80.408 krónur hafi ekki verið greiddur fyrr en 18. ágúst 2011 sé dráttarvaxta krafist af helmingi þeirrar fjárhæðar frá 18. september 2011. Áfallinn kostnaður, sem tilkynnt hafi verið um 22. ágúst 2011, án umsjónarkostnaðar, hafi numið 2.161.568 krónum, en helmingur þeirrar fjárhæðar séu 1.080.784 krónur. Sama dag hafi stefnendur jafnframt krafið stefndu um helming umsjónarkostnaðar, 20% af 3.609.706 krónum sem stefnendur hafi talið rétt að bæta við útlagðan kostnað, eða 360.971 krónu. Stefnukröfuna segja stefnendur samkvæmt framansögðu vera helmingsendurgjald fyrir kostnað stefnenda og vinnu, unna í því skyni að gera stefnandanum Trjám ehf. fært að standa við skógræktarsamning sinn. Krafan byggist á meginreglum laga um endurgjald fyrir vinnu. Verkþáttur stefnenda hafi falist í könnun og vali á girðingarstæði, efnisleit, pöntunum, efniskaupum, efnisgeymslu, efnisflutningi, öflun verktaka, útréttingum, símtölum og erindum fyrir sunnan og á Ísafirði, sem sinnt hafi verið ýmist sjálfstætt eða samhliða öðrum og óviðkomandi erindum, vinnu við undirbúning efnis, ráðfærslu, aðstoð, eftirfylgni og aðhaldi við verktaka, fjárreiðum, bókhaldi, fjárútvegun og greiðslum, bréfaskriftum og viðleitni til að fá eigendur Núps til að gæta hagsmuna sinna. Í framkvæmd sé ógerlegt að halda nákvæmar skrár um umsjón með verki af þessu tagi, en stefnendur geri kröfu til að eigendur Núps taki helmings þátt í þeirri vinnu sem umsjónin hafi falið í sér, enda algengt að sögn stefnenda að þannig sé að farið í tengslum við verksamninga. Þrátt fyrir ítrekaðar skriflegar áskoranir hafi stefndu látið sig þetta umstang engu varða, frekar en framkvæmdina að öðru leyti. Varakröfu sína segja stefnendur, aðrir en Tré ehf., byggja á því að þeir séu landeigendur. Girðingarrétturinn sé tiltekinn í 5. gr. girðingarlaga og þá um leið kostnaðarþátttaka stefndu. Stefnandinn Tré ehf. sé í eigu annarra stefnenda, en félagið hafi verið stofnað utan um afmarkað verk. Verði ekki fallist á að Tré ehf. eigi aðild að málinu krefjist aðrir stefnendur þess að viðurkenndur sé réttur þeirra sem landeigenda að stefnukröfunni. Hvað varakröfur varðar vísa stefnendur, aðrir en Tré ehf., til þess sem áður er rakið til stuðnings aðalkröfu. Til stuðnings kröfum sínum í málinu vísa stefnendur til girðingarlaga nr. 135/2001, einkum 5. gr. laganna, sem og til meginreglna vinnuréttar um endurgjald fyrir vinnu. Krafa um málskostnað sé reist á ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. III Stefndu reisa sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að þeim sé óskylt að lögum að taka þátt í kostnaði við að reisa girðingu stefnenda eða halda henni við, en stefnendur byggi málið á þeirri málsástæðu einni að stefndu sé skylt skv. 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001 að taka þátt í kostnaði af girðingarframkvæmdinni á móti stefnendum. Skv. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 135/2001 sé markmið þeirra laga að fjalla um girðingar, hverjir fari með forræði yfir þeim og um kostnaðarskiptingu við uppsetningu þeirra á landamerkjum. Þar sem landamerki jarðar stefndu gagnvart Klukkulandi og Hólakoti séu öldungis ljós og óumþrætt sé engin þörf á eða skylda til að setja upp merki eða girðingu á landamerkjum, sbr. 1. gr. laga nr. 41/1919. Þá sé girðing stefnenda alfarið reist inni á þeirra landi. Hún sé því ekki landamerkjagirðing, enda eigi stefnendur landið beggja vegna girðingarinnar. Því hafi ekki getað stofnast nein skylda stefndu skv. 5. gr. laga nr. 135/2001 til að þær bæru af girðingunni einhvern kostnað. Með girðingunni leitist stefnendur einungis við að girða af skógræktarhólf inni á eigin landi, en þurfi hins vegar að loka því á fleiri vegu, eigi girðingin að verða til gagns. Krafa stefnenda á hendur stefndu hafi því ekki getað stofnast að lögum. Svo greiðsluskylda kostnaðar hafi á annað borð getað stofnast á hendur stefndu hafi ýmis þýðingarmikil skilyrði þurft að vera uppfyllt, svo sem að um væri að ræða landamerkjagirðingu skv. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 2001 og að hennar væri þörf sem slíkrar. Þá hefðu stefnendur þurft að fylgja fyrirmælum girðingarlaga í hvívetna, meðal annars um að fá tilnefnda úrskurðaraðila skv. 5. gr., sbr. 7. og 9. gr., laganna er ráðið hefðu því til lykta hvort stefnendur ættu yfir höfuð rétt til samgirðingar samkvæmt lögununum. Einnig hver lega girðingarinnar ætti að vera svo jafnaðar yrði gætt sem best og eftir atvikum ákvarða þeim aðila skaðabætur sem meira sneiddist af landi hjá vegna girðingarinnar. Enn fremur hefðu slíkir úrskurðaraðilar kveðið á um hver yrði nauðsynlegur kostnaður við slíka girðingu, en stefndu telji að farið hafi verið út í mun dýrara verk en komast hefði mátt af með og talist hefði forsvaranlegt. Mat um þau atriði sem 5. gr., sbr. 7. og 9. gr., girðingarlaga tilgreini, og kveði á um að undir fagaðila heyri að úrskurða um, sé á sviði stjórnsýsluréttar. Það sé því ekki í verkahring dómsins að framkvæma slíkt mat þó svo stefnendur hafi látið undir höfuð leggjast að fara réttar leiðir í því efni. Kröfu sína um sýknu reisa stefndu jafnframt á þeirri málsástæðu að með öllu sé ósannað í málinu hvað hafi verið nauðsynlegur, sanngjarn og eðlilegur kostnaður við framkvæmdina. Það eitt leiði til sýknu, enda hvíli sönnunarbyrðin um réttmæti dómkrafna alfarið á stefnendum. Stefnendur hafi einungis lagt fram í málinu nokkra reikninga, stílaða á ýmsa aðila, er tæplega geti talist fullnægjandi sönnun fyrir verkkostnaði sem stefndu eigi að bera ábyrgð á. Áfelli í málinu verði ekki dæmt nema sannað sé lögfullri sönnun að kostnaður sé hæfilegur og sanngjarn og allur vegna umræddrar girðingar. Segja stefndu slíkt mat raunar eiga undir fagkunnandi aðila skv. 5. gr. girðingarlaga. Stefndu kveðast enn fremur byggja sýknukröfu sína á því að ósannað sé með öllu að fé frá jörðinni Núpi hafi farið inn í skógrækt á jörðunum Klukkulandi og Hólakoti og valdið þar spjöllum. Einungis njóti við um þetta atriði staðhæfinga stefnenda sjálfra og mótmæli stefndu þeim sem röngum og ósönnuðum. Sönnunarbyrðin um réttmæti staðhæfinganna hvíli alfarið á stefnendum og hafi engin gögn verið lögð fram í málinu því til stuðnings að nauðsynlegt hafi verið að girða milli jarðanna af þessum sökum. Stefnendur hafi sjálfir skipt um skoðun í þessu efni eftir að þeir hófu samstarf við Skjólskóga. Svo virðist sem stjórn Skjólskóga hafi tekið óstaðfestar fullyrðingar stefnenda um þetta sem staðreyndir, sem kannski sé ekki að undra þar sem einn stefnenda sé framkvæmdastjóri Skjólskóga og þörfin sögð hvíla á mati hans. Þá segja stefndu allt að einu ljóst að girðingin nýtist þeim ekki að neinu leyti heldur þvert á móti vera til tjóns, þar sem girt sé sums staðar of nærri Núpsá, sem í sé fiskveiði. Þá telja stefndu að girðingarframkvæmd stefnenda kunni að fara í bága við náttúruverndarlög nr. 44/1999, og eftir atvikum skipulagslög, enda fari girðingin víða of nærri Núpsá og geti þar orðið til trafala, til dæmis við veiðar. Enn fremur draga stefndu í efa að einhliða girðingarframkvæmdir stefnenda meðfram bökkum Núpsár, með tilheyrandi ruðningi akvegar fram Núpsdal, standist ákvæði laga nr. 6/2006 um lax- og silungsveiði. Segjast stefndu ekki verða knúnar til þess með dómi að greiða hlutdeild í ólögmætri framkvæmd. Enn fremur vísa stefndu til þess að ekki verði séð varðandi aðild málsins að allir stefnendur geti átt kröfur á hendur stefndu, ef þá nokkur þeirra. Sýnist stefndu ljóst vera að a.m.k. einn eða fleiri stefnenda búi við aðildarskort í málinu. Því beri í öllu falli að sýkna stefndu af kröfum þess eða þeirra stefnenda, sem ekki eigi aðild að dómkröfum og tildæma stefndu sérstaklega málskostnað úr þeirra hendi. Að lokum, hvað aðalkröfu varðar, segjast stefndu sérstaklega mótmæla vaxtakröfu stefnenda, þ.m.t. upphafstíma hennar, sbr. nánari umfjöllun um varakröfu hér á eftir. Verði ekki fallist á kröfu stefndu um sýknu krefjast þær verulegrar lækkunar á dómkröfum stefnenda, meðal annars á þeim grunni að með öllu sé ósannað að öll umstefnd fjárhæð sé réttmæt fjárkrafa á hendur stefndu. Hana eigi til að mynda að lækka stórlega vegna greiðsluþátttöku hins opinbera, og af mörgum fleiri ástæðum einnig. Benda stefndu á að almennt verði ekki lesið út úr framlögðum skjölum að um sé að ræða sanngjarnan og eðlilegan kostnað við framkvæmdina. Dragi stefndu í efa að leitað hafi verið eftir tilboðum í verkþættina, og þá eftir atvikum að því hagstæðasta hafi verið tekið. Þá séu sumir hinna framlögðu reikninga stílaðir á aðila utan hóps stefnenda. Stefndu vísa til þess að hinu opinbera fjármagni, 97% af girðingarkostnaði, sé ætlað að vera kostun á verkinu í heild en ekki einungis á kostnaðarhlutdeild skógarbónda á móti öðrum. Þá hafi kostnaðarmat Skjólskóga bundið hendur stefnenda um að ráðast ekki í dýrari framkvæmd en greidd yrði með nefndri 97% hlutdeild að viðbættri 3% hlutdeild annarra viðkomandi. Því ætti krafa á hendur stefndu einungis að geta numið 1,5% af kostnaðarmati Skjólskóga, enda hafi stefnendum borið að halda kostnaði við verkið innan mats Skjólskóga og þeir ekki aflað sjálfstæðs mats úrskurðaraðila skv. 5. gr. laga nr. 135/2001 á nauðsynlegum kostnaði. Hafi meiru verið kostað til sé um að kenna fjárstjórn stefnenda sem þeir einir beri ábyrgð á. Af hálfu stefndu er á því byggt að kostnaðarkrafa á hendur stefndu geti aldrei orðið hærri en helmingur af eftirstöðvum kostnaðar stefnenda þegar hið opinbera framlag hafi verið dregið frá réttmætum heildarkostnaði og eftir að dregnir hafi verið frá einstakir kostnaðarliðir stefnenda. Jafnframt benda stefndu á að stefnandinn Tré ehf. geti nýtt greiddan virðisaukaskatt sem innskatt í rekstri sínum og þannig lækkað raunkostnað sinn. Allan virðisaukaskatt eigi því að draga frá heildarfjárhæð áður en hið opinbera fé sé dregið frá. Stefndu byggja enn fremur á því að stefnendur hafi við framkvæmdina lagt út í óþarfan kostnað, svo sem með ruðningi vegar fram Núpsdal og e.t.v. Geldingadal, sem komi fremur að ýmsum notum öðrum en viðkomi girðingunni. Þá hefði mátt vinna girðingarverkið með sparlegri tækjakosti en gert var. Slíkur umframkostnaður skuli koma til lækkunar á heildarfjárhæð. Stefndu benda einnig á að með öllu sé órökstutt hvernig og þá að hve miklu leyti framlagður reikningur Kjarnasögunar ehf. sé viðkomandi girðingarvinnunni. Mótmæla stefndu því sérstaklega að kostnaður við jarðýtu, sbr. framlögð gögn, geti talist nauðsynlegur þáttur í girðingarvinnunni. Telja stefndu umrædda kostnaðarliði vera vegna vegalagningar stefnenda fram Núpsdal, og eftir atvikum Geldingadal, sem í sjálfu sér hafi ekki verið nauðsyn á vegna lagningar girðingarinnar, en hafi þjónað stefnendum hins vegar prýðilega til annarrar umferðar um jarðnæði sitt, hvort heldur er varðandi skógræktina eða aðrar þarfir. Halda stefndu því fram að nægt hefði að hafa við verkið dráttarvél eða traktorsgröfu, auk kerru, en ekki bæði dráttarvél og traktorsgröfu, og þaðan af síður jarðýtu til viðbótar. Þá vísa stefndu til þess að engin gögn liggi fyrir um svonefndan umsýslukostnað. Þeim kröfulið segjast stefndu mótmæla sérstaklega sem óréttmætum og ósönnuðum. Að lokum mótmæla stefndu vaxtakröfu stefnenda. Telja þær stefnendur einungis geta gert vaxtakröfu sína frá dómsuppsögu, eins og atvikum máls sé háttað. Þá mótmæla stefndu vaxtafæti sem of háum. Til stuðnings kröfum sínum vísa stefndu meðal annars til ákvæða girðingarlaga nr. 135/2001, einkum 1. mgr. 1. gr., 5. gr., 7. gr. og 9. gr. Jafnframt vísa stefndu til 1. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki og almennra reglna einkamálaréttarfars um sönnunarfærslu, sönnunarbyrði og sönnunarmat, sbr. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en einnig sérstaklega til 18., 19., og 80. gr. laganna, stafliða d, e og f. IV Ekki verður séð að meginreglur vinnuréttar um endurgjald fyrir vinnu geti verið kröfum stefnenda til stuðnings, svo sem vísað hefur verið til af þeirra hálfu, enda með öllu ósannað að stefndu hafi með einhverjum hætti ráðið stefnendur til að reisa hina umdeildu girðingu. Skv. 1. mgr. 1. gr. girðingarlaga nr. 135/2001 er markmið laganna að fjalla um girðingar, hverjir fari með forræði yfir þeim og kostnaðarskiptingu við uppsetningu þeirra á landamerkjum. Gilda lögin um allar girðingar, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Kröfur sínar á hendur stefndu gera stefnendur á grundvelli 5. gr. laga nr. 135/2001. Í 1.-3. málslið 5. gr. er kveðið á um að vilji umráðamaður lands girða það hafi hann rétt til að krefjast þess að sá eða þeir sem land eiga að hinu fyrirhugaða girðingarstæði greiði girðingarkostnaðinn að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins og er það meginreglan. Þó er hægt að semja um aðra skiptingu nái aðilar um það samkomulagi. Eigi síðar en ári áður en verk er hafið skal sá er samgirðingar óskar hafa samráð við þann eða þá sem land eiga að hinu fyrirhugaða girðingarstæði og leggja fram tillögur um tegund girðingar. Af gögnum málsins þykir mega ráða að stefnendur hafi fylgt þessum fyrirmælum 5. gr. girðingarlaga, sbr. bréf þeirra til stefndu frá 15. febrúar og 10. maí 2010. Í 5. og 6. málslið 5. gr. laga nr. 135/2001 er síðan kveðið á um það að neiti sá eða þeir er samgirðingar eru krafðir þátttöku í undirbúningi eða framkvæmd verksins geti sá er girða vill beint tilmælum til viðkomandi búnaðarsambands um að tilnefna fagaðila til að skera úr um ágreining, sbr. ákvæði 7. gr. Telji úrskurðaraðilar að sá sem girða vill eigi rétt á samgirðingu getur hann sett girðinguna upp og á hann þá kröfurétt á endurgreiðslu á þeim hluta kostnaðar er hinum ber að greiða, enda hafi ekki verið reist dýrari girðing en úrskurðaraðilar töldu nauðsynlegt. Tilvitnuð fyrirmæli 5. gr. laga nr. 135/2001 eru skýr um hvað umráðamaður lands skuli gera neiti sá eða þeir er samgirðingar eru krafðir þátttöku í undirbúningi eða framkvæmd verksins. Ljóst er af bréfi stefndu frá 31. janúar 2010 og bréfi þeirra undirrituðu 20. og 23. september 2010 að stefndu neituðu þátttöku í undirbúningi og framkvæmd girðingarframkvæmda þeirra sem stefnendur vildu ráðast í og töldu þær sér óviðkomandi. Var þessi afstaða stefndu enn áréttuð með bréfi þeirra undirrituðu 23. og 24. maí 2011. Að fenginni framangreindri afstöðu stefndu bar stefnendum að beina tilmælum til viðkomandi búnaðarsambands um að tilnefna fagaðila til að skera úr um ágreining, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 135/2001. Sýndu stefnendur viðleitni í þá veru, en svo sem rakið er í kafla I hér að framan fór stefnandinn Tré ehf. þess á leit við sýslumanninn á Ísafirði og Búnaðarsamband Vesturlands með bréfi 7. desember 2010 að þeir aðilar hlutuðust til „... um lausn ágreinings varðandi reglur girðingarlaga, sé ágreiningur talinn vera fyrir hendi.“ Sýslumaðurinn á Ísafirði svaraði erindi Trjáa ehf. 13. janúar 2011 og vísaði beiðni félagsins frá. Sagði meðal annars í bréfi embættisins að rétt þætti að málsaðilar óskuðu formlega eftir „tilskipun“ sýslumanns um fagaðila í nefnd skv. 1. málslið 1. mgr. 7. gr. girðingarlaga og legðu fram rökstuðning þess efnis að ágreiningur væri fyrir hendi. Ekki verður hins vegar séð af gögnum málsins að Búnaðarsamband Vesturlands hafi svarað umræddu erindi Trjáa ehf. Stefnendur áttu þess ekki annan kost í þeirri stöðu sem upp var komin samkvæmt áðursögðu, teldu þeir að stefndu bæri á grundvelli 5. gr. laga nr. 135/2001 að greiða hlutdeild í kostnaði við títtnefndar girðingarframkvæmdir, og hygðust þeir í framhaldinu krefja stefndu um greiðslu þess kostnaðar, en fylgja fyrirmælum 5. gr., sbr. 7. gr., og óska eftir því að fagaðilar yrðu tilnefndir til að skera úr um ágreining málsaðila. Ljóst er af orðum 5. gr. girðingarlaga að það var úrskurðaraðila samkvæmt þeirri grein, sbr. 7. gr. sömu laga, að skera úr um það hvort stefnendur ættu rétt á samgirðingu, og síðan eftir atvikum skera úr um hvers konar girðingu skyldi reisa, kostnaðarskiptingu og um aðra framkvæmd verksins. Ekki getur komið til álita hér að dómurinn leggi efnislegt mat á þau atriði sem úrskurðaraðilum skv. 5. gr., sbr. 7. gr., laga nr. 135/2001 er ætlað að meta þar sem umræddir fagaðilar voru aldrei tilnefndir og því liggur afstaða lögmælts úrskurðaraðila til ágreinings aðila ekki fyrir. Þegar að þessu gættu og þar sem stefnendur fóru ekki að fyrirmælum 5. gr. girðingarlaga, sbr. 7. gr. sömu laga, samkvæmt áðursögðu er sú niðurstaða ein tæk að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnenda í málinu. Með vísan til úrslita málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, verða stefnendur dæmdir til greiðslu málskostnaðar. Skv. 1. mgr. 132. gr. laganna skal samaðilum að jafnaði dæmdur málskostnaður í einu lagi. Eins skal farið að ef dæma á samaðila til greiðslu málskostnaðar, en þá ábyrgjast þeir greiðslu einn fyrir alla og allir fyrir einn. Samkvæmt þessu verða stefnendur dæmdir óskipt til að greiða stefndu málskostnað í einu lagi, sem hæfilega þykir ákvarðaður, að virtu umfangi málsins og þeim tíma sem fór í ferðalög hjá lögmanni stefndu, svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppkvaðningu dómsins var gætt fyrirmæla 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Margrét Rakel Hauksdóttir og Áslaug Sólbjört Jensdóttir, skulu sýkn af kröfum stefnenda, Brynjólfs Jónssonar, John Francis Zalewski, Sæmundar Kristjáns Þorvaldssonar, Lúðvíks Emils Kaaber, og Trjáa ehf., í máli þessu. Stefnendur greiði stefndu óskipt 800.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 472/2009 | Kærumál Dómkvaðning matsmanns | Fallist var á beiðni A um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að meta tiltekin atriði varðandi svokölluð peningamarkaðsinnlán í máli hans á hendur N hf., F og Í, þó þannig að fimm spurninganna yrðu ekki lagðar fyrir matsmennina. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 12. ágúst 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. júlí 2009, þar sem tekin var að hluta til greina krafa varnaraðila um að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta nánar tiltekin atriði í máli, sem hann hefur höfðað aðallega á hendur NBI hf. en sóknaraðilum til vara. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna verði hafnað og honum gert að greiða málskostnað í héraði ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. NBI hf. hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I Varnaraðili höfðaði mál þetta með stefnu 27. febrúar 2009 aðallega á hendur NBI hf. til greiðslu á 30.000.000 evrum, en til vara gegn sóknaraðilum til viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta úr hendi þeirra sökum þess að hann hafi orðið af greiðslu innstæðna að fjárhæð 30.000.000 evrur og 7.000.000 bresk pund, í báðum tilvikum með nánar tilgreindum vöxtum. Í héraðsdómsstefnu lýsti varnaraðili atvikum svo að hann sé spænskur banki í eigu seðlabanka Líbýu, sem hafi 6. júní og 7. ágúst 2008 lagt með svokölluðum peningamarkaðsinnlánum samtals 30.000.000 evrur inn hjá Landsbanka Íslands hf. í starfsstöð hans hér á landi, en fé þetta hafi átt að verða laust til útborgunar 12. nóvember og 10. desember sama ár. Að auki hafi varnaraðili 16. september 2008 lagt á sama hátt 7.000.000 bresk pund inn hjá bankanum, en sú fjárhæð hafi átt að losna til útborgunar 18. mars 2009. Sóknaraðilinn Fjármálaeftirlitið hafi 7. október 2008 tekið ákvörðun á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, um að taka yfir vald hluthafafundar í Landsbanka Íslands hf., víkja stjórn félagsins frá störfum og skipa því skilanefnd. Hinn 9. sama mánaðar hafi sóknaraðilinn kynnt ákvörðun sína um að tilteknum eignum Landsbanka Íslands hf. væri ráðstafað til Nýja Landsbanka Íslands hf., sem nú beri heitið NBI hf., gegn því að hann tæki meðal annars yfir „skuldbindingar í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Íslandi vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum viðskiptavinum.“ Að undangengnum viðræðum og bréfaskiptum milli varnaraðila og sóknaraðilans hafi sá síðarnefndi lýst þeirri afstöðu 21. nóvember 2008 að peningamarkaðsinnlán varnaraðila teldust ekki til þeirra skuldbindinga Landsbanka Íslands hf., sem færðar hafi verið til NBI hf., og hafi þetta verið ítrekað í bréfi sóknaraðilans 3. desember sama ár. Varnaraðili unir ekki þessari afstöðu og reisir aðalkröfu sína í málinu gegn NBI hf. í meginatriðum á því að tilkall hans til greiðslna úr hendi Landsbanka Íslands hf., sem endurkræfar hafi verið við höfðun málsins, séu meðal þeirra skuldbindinga, sem nýi bankinn hafi tekið að sér samkvæmt fyrrgreindri ákvörðun sóknaraðilans Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008. Varakröfuna á hendur sóknaraðilum byggir varnaraðili á hinn bóginn á því að þeir hafi svo að skaðabótaskyldu varði komið í veg fyrir að innstæður hans yrðu greiddar út af NBI hf. Á dómþingi 18. júní 2009 lagði varnaraðili fram beiðni um að dómkvaddir yrðu tveir menn „til að meta tiltekin atriði varðandi svo kölluð peningamarkaðsinnlán, m.a. muninn á þeim og öðrum innlánum, ef einhver er, meðhöndlun þeirra og framkvæmd á alþjóðlegum bankamarkaði o.fl.“ Matsatriði voru tilgreind nánar í fjórtán töluliðum í beiðninni og var jafnframt í sex liðum gerð grein fyrir því hvað varnaraðili hygðist sanna með matsgerðinni. Sóknaraðilar ásamt NBI hf. andmæltu í þinghaldi 2. júlí sama ár að orðið yrði við beiðni varnaraðila og var leyst úr þeim ágreiningi þeirra með hinum kærða úrskurði. II Í úrskurði héraðsdóms er greint frá þeim fjórtán spurningum, sem varnaraðili óskar eftir í matsbeiðni að dómkvaddir menn veiti svör við. Með úrskurðinum var hafnað að leggja fyrir matsmenn spurningar í 11. til og með 14. lið. Með því að varnaraðili unir við þá niðurstöðu er hér til úrlausnar ágreiningur hans við sóknaraðila um hvort dómkvaddir verði menn til að svara fyrstu tíu matsspurningunum. Með 7. lið matsspurninga óskar varnaraðili eftir svari dómkvaddra manna við því hver munur sé á „s.k. „Term Deposits“ frá Straumi, sbr. dskj. 48“ og því, sem varnaraðili nefnir peningamarkaðsinnlán sín hjá Landsbanka Íslands hf. Í gögnum málsins er ekki að finna af hendi varnaraðila viðhlítandi skýringu á því hverju svar við þessari spurningu varðar fyrir úrlausn um kröfur hans. Ákvæði hins kærða úrskurðar um að varnaraðila sé heimilt að fá dómkvadda menn til að veita svar við þessari spurningu verður því fellt úr gildi. Í 2., 4., 6. og 10. lið spurninganna leitar varnaraðili svara matsmanna um hverjar venjur séu á svokölluðum alþjóðlegum bankamarkaði um nánar tiltekin atriði. Samkvæmt 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 verður málsaðili, sem ber fyrir sig venju, að sanna tilvist hennar og efni. Matsspurningar í 1., 3., 5., 8. og 9. lið lúta efnislega að því að afla lýsingar dómkvaddra manna á samanburði á nánar tilgreindum atriðum. Þótt ætla verði að varnaraðila sé fært að leggja gögn um þessi atriði fyrir héraðsdóm án þess að afla áður skoðunargerðar í skilningi 1. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 um þennan samanburð verður ekki litið fram hjá því að þau varða að ýmsu leyti álitaefni, sem ekki verður slegið föstu að dómara sé fært að meta án atbeina sérfróðra manna, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar. Eins og málið liggur fyrir verður ekki litið svo á að bersýnilegt sé að þau atriði, sem þessar níu matsspurningar snúa að, skipti engu við úrlausn málsins, sbr. 3. mgr. 46. gr. sömu laga. Varnaraðila verður því ekki meinað að afla svara dómkvaddra manna við þessum spurningum, enda ber hann sjálfur kostnað af matsgerð og áhættu af því hvort hún komi honum að notum. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur að þessu leyti. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af þessum þætti málsins í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur að öðru leyti en því að spurning í 7. lið í matsbeiðni varnaraðila, Aresbank S.A., verður ekki lögð fyrir dómkvadda matsmenn. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. júlí 2009. Mál þetta, sem tekið var tekið til úrskurðar 14. júlí sl. vegna ágreinings um dómkvaðningu matsmanna er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Aresbank, Castellana, 257 Madrid, Spáni, aðallega á hendur NBI hf., Austurstræti 11, Reykjavík, en til vara Fjármálaeftirlitinu, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík, og íslenska ríkinu, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík, með stefnu birtri 26. og 27. febrúar 2009. Í þinghaldi í málinu 18. júní sl. lagði stefnandi fram beiðni um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að meta tiltekin atriði varðandi svokölluð peningamarkaðsinnlán, eins og nánar greinir í matsbeiðni. Matsbeiðninni var mótmælt af hálfu stefndu og varastefndu lögðu fram skriflegar athugasemdir sínar við matsbeiðni í þinghaldi 2. júlí sl. Fram fór málflutningur vegna ágreinings um dómkvaðninguna 14. júlí sl. Matbeiðandi krafðist þess að dómkvaðning matsmanna færi fram og gerði kröfu um málskostnað í þessum þætti málsins. Af hálfu matsþola, stefndu í málinu, var þess krafist að beiðni um dómkvaðningu yrði hafnað og gerð krafa um málskostnað. Í matsbeiðni er málavöxtum og matsatriðum lýst þannig: Mál þetta má rekja til millifærslna matsbeiðanda á peningum til íslenskra banka í formi svo kallaðra peningamarkaðsinnlána samtals 120.000.000 evrur auk 7.000.000 breskra punda. Þrjú af þessum innlánum voru lögð inn hjá Landsbanka Íslands hf., fyrst 15.000.000 evrur þann 6. júní 2008 en sú innstæða var bundin til 10. desember 2008 og bar 5,02% vexti. Síðan sama fjárhæð 15.000.000 evrur sem lögð var inn 7. ágúst 2008 og var bundin til 12. nóvember 2008 og bar 5,18% vexti. Loks voru lögð inn 7.000.000 bresk pund þann 16. september 2008 en sú fjárhæð var laus til greiðslu 18. mars 2009 og ber 6,20% vexti (innlán þessi vera sameiginlega nefnd „peningamarkaðsinnlánin“) Ríkisstjórn Íslands birti yfirlýsingu á vef forsætisráðuneytisins þann 6. október 2008, þar sem áréttað var af hálfu ríkisstjórnar Íslands að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi yrðu tryggðar að fullu. Sama dag, þann 6. október 2008, samþykkti Alþingi lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. nr. 125/2008 sem veittu fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs heimild til að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta. Á grundvelli heimildar í 5. gr. laga nr. 125/2008, sem fól í sér viðbót við lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og varð 100. gr. a. þeirra laga og í kjölfar knýjandi fjárhags- og rekstrarerfiðleika Landsbanka Íslands hf. birti Fjármálaeftirlitið, þann 7. október 2008 ákvörðun sína um að taka yfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf. og víkja félagsstjórn í heild sinni frá störfum og skipa í hennar stað svonefnda skilanefnd. Í fréttatilkynningu sem fylgdi ákvörðuninni og birt var á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins var áréttað að „Bankainnlán á Íslandi eru að fullu tryggð, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir“. Þann 9. október 2008 birti Fjármálaeftirlitið ákvörðun sína um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. á grundvelli 100. gr. a. laga nr. 161/2002. Þar var tekið fram að tilteknum eignum sé ráðstafað til Nýja Landsbanka Íslands hf., nú NBI hf., og jafnframt að Nýi Landsbanki Íslands hf. skuli taka yfir tilteknar skuldir og aðrar skuldbindingar Landsbanka Íslands hf. Í 7. tl. ákvörðunar þessarar segir síðan orðrétt: „Nýi Landsbanki Íslands hf. yfirtekur skuldbindingar í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Íslandi vegna innlána frá fjármálafyrirtækjum, Seðlabanka Íslands og öðrum viðskiptavinum. Jafnframt yfirtekur Nýi Landsbanki Íslands hf. réttindi og skyldur samkvæmt afleiðusamningum.“ Þá segir orðrétt í 8. tl. sömu ákvörðunar: „Innlendar innstæður við Landsbanka Íslands hf. flytjast yfir til Nýja Landsbanka Íslands hf. miðað við stöðu og áunna vexti á tímamarki framsals skv. 5. tl. Ekki er þörf á innköllun eða auglýsingu vegna þeirrar færslu.“ Af hálfu matsbeiðanda er tekið fram að Í málinu sé m.a. deilt um það hvort peningamarkaðsinnlánin teljist innlán/innstæða og hafi því flust eða átt að flytja yfir til NBI hf. í samræmi við ofangreint eða hvort um lán hafi verið að ræða sem rétt hafi verið að skilja eftir í Landsbanka Íslands hf. líkt og Fjármálaeftirlitið hafi haldið fram. Í ljósi þessa sé það mikilvægt fyrir matsbeiðanda að varpa ljósi á það hvert raunverulegt eðli peningamarkaðsinnlánanna sé, hvernig tæknileg og bókhaldsleg meðhöndlun þeirra almennt sé og að ekki sé sá munur á þeim og öðrum færslum sem almennt sé viðurkennt að skuli teljast til innlána að þau beri að flokka sem lán en ekki innlán. Með mati þessu hyggst matsbeiðandi meðal annars sanna eftirfarandi: 1. Að ekki sé marktækur munur á eðli og eiginleikum peningamarkaðsinnlána, líkt og peningamarkaðsinnlánanna og þeim innlánum sem flutt voru frá Landsbanka Íslands hf. til NBI hf. þannig að þau fyrrnefndu myndu flokkast á alþjóðlegum bankamarkaði sem lán en hin síðarnefndu sem innlán. 2. Að gjörningar sem að öllu verulegu leyti eru sambærilegir við peningamarkaðsinnlánin hafi verið fluttir frá Landsbanka Íslands hf. til NBI hf. 3. Að peningamarkaðsinnlán, líkt og peningamarkaðsinnlánin, séu almennt talin og meðhöndluð sem innlán á alþjóðlegum bankamarkaði. 4. Að peningamarkaðsinnlánin séu eðlisólík hefðbundnum millibankalánum. 5. Að samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) beri að færa peningamarkaðsinnlánin til bókar sem innlán en ekki lán. 6. Hvert sé líklegt endurgreiðsluhlutfall af peningamarkaðsinnlánunum verði niðurstaðan sú að þau séu og verði áfram hjá Landsbanka Íslands hf. og þar með hversu mikið af þeim muni tapast. Þó nokkur bréfaskipti og tölvupóstsamskipti hafi átt sér stað milli matsbeiðanda og Fjármálaeftirlitsins og við lögmann tryggingasjóðs innstæðueigenda og milli annarra aðila vegna þessa. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið hafi borið fyrir sig, niðurstöðu sinni til stuðnings, sé bókhaldsmeðferð peningamarkaðsinnlánanna sem bendi, að mati Fjármálaeftirlitsins, til þess að um lán sé að ræða og að enginn eðlismunur sé á milli þessara gjörninga og hefðbundinna millibankalána. Þá hafi því verið haldið fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins að peningamarkaðsinnlán séu innlán, nema þegar gagnaðili fjármálafyrirtækis sé annað fjármálafyrirtæki en þá teljist þau til hefðbundinna lánasamninga. Með hliðsjón af því sem að framan greinir, er þess óskað að matsmennirnir láti í té skriflegt og rökstutt álit á eftirfarandi atriðum: 1. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktæki munurinn á skilmálum og öðrum eiginleikum, milli peningamarkaðsinnlánanna og innlána Seðlabanka Íslands hjá Landsbanka Íslands hf. og öðrum fjármálafyrirtækjum? 2. Eru innlán seðlabanka hjá fjármálafyrirtækjum almennt skilgreind á alþjóðlegum bankamarkaði sem peningamarkaðsinnlán? 3. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktæki munurinn á skilmálum og öðrum eiginleikum, milli peningamarkaðsinnlánanna og þeirra innlána fjármálafyrirtækja hjá Landsbanka Íslands hf. sem flutt voru til NBI hf.? 4. Er almennt talið á alþjóðlegum bankamarkaði að marktækur eðlismunur sé á peningamarkaðsinnlánum frá fjármálafyrirtækjum og peningamarkaðsinnlánum frá aðilum sem ekki teljast fjármálafyrirtæki, þannig að hin fyrri séu álitin lán en hin síðari sem innlán? 5. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktæki munurinn á skilmálum og öðrum eiginleikum, á hefðbundnum millibankalánum og peningamarkaðsinnlánum? 6. Hvernig er venjan á alþjóðlegum bankamarkaði að meðhöndla peningamarkaðsinnlán sem eru svipaðs eða sama eðlis og peningamarkaðsinnlánin, þ.e. sem innlán eða lán? 7. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktækur munur, á s.k. „Term Deposits“ frá Straumi, sbr. dskj. 48 og peningamarkaðsinnlánunum? 8. Hver er marktæki munurinn á tæknilegri meðferð fjármálafyrirtækja á peningamarkaðsinnlánunum og öðrum innlánum, þ.e. hvernig þau eru varðveitt og hvernig viðkomandi fjármálafyrirtæki geta nýtt þessa fjármuni í rekstri sínum? 9. Eru peningamarkaðsinnlán alltaf meðhöndluð eins tæknilega, þ.e. skráð með sama hætti á reikning eða eru þau stundum lögð inn á reikninga sem skráðir eru hjá Reiknistofu bankanna og stundum skráð með öðrum hætti? Ef svarið er að þau séu stundum skráð með ólíkum hætti eftir atvikum, er þá einhver eðlismunur, þ.e. marktækur munur á skilmálum og öðrum eiginleikum, á peningamarkaðsinnlánum sem hafa verið skráð á reikninga hjá Reiknistofu bankanna og annarra sem skráð hafa verið með öðrum hætti? 10. Er almennt viðurkennt á alþjóðlegum bankamarkaði að niðurstaðan um það hvort gjörningur teljist lán eða innlán ráðist af því hvort viðkomandi fjárhæð er lögð inn á hefðbundinn bankareikning eða meðhöndluð með öðrum hætti af því fjármálafyrirtæki sem tekur við fjármununum? 11. Hafa einhver peningamarkaðsinnlán (eða aðrir eðlislíkir gjörningar) sem lögð voru inn hjá Landsbanka Íslands hf. fyrir 9. október 2008 verið færð frá Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf. (nú NBI hf.)? Ef svo er, var í einhverjum tilvikum um að ræða peningamarkaðsinnlán frá fjármálafyrirtækjum? 12. Hefur NBI hf. í einhverjum tilvikum greitt út fé til fjármálafyrirtækja sem höfðu upphaflega millifært fé í formi peningamarkaðsinnlána eða með millifærslum af svipuðu eðli til Landsbanka Íslands hf.? 13. Hvernig ber fjármálafyrirtæki sem tekur við peningamarkaðsinnlánum, hvort sem er frá fjármálafyrirtækjum eða öðrum, að færa slíkar færslur í bókhaldi sínu, þ.e. sem innlán (e. Deposit) eða sem lántöku (e. Borrowings), samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðum IFRS? Að svari við fyrrgreindri spurningu virtu, hvernig bar að meðhöndla peningamarkaðsinnlánin samkvæmt IFRS? 14. Að því gefnu að peningamarkaðsinnlánin séu og verði áfram í Landsbanka Íslands hf. og kröfu vegna þeirra lýst við slitameðferðina skv. lögum nr. 161/2002 og miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um eignir og skuldir Landsbanka Íslands hf., hvert er líklegt endurgreiðsluhlutfall af peningamarkaðsinnlánunum ef annars vegar krafa vegna þeirra telst forgangskrafa sem njóti réttarstöðu skv. 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 og hins vegar ef krafan telst almenn krafa skv. 113. gr. laga nr. 21/1991? Til að geta svarað og lagt mat á ofangreint atriði telur matsbeiðandi nauðsynlegt að dómkvaddir verði tveir matsmenn úr hópi erlendra löggiltra endurskoðanda frá Deloitte, KPMG, Ernst & Young eða PriceWaterhouseCoopers. Af hálfu matsþola fjármálaeftirlits og íslenska ríkisins voru settar fram skriflegar athugasemdir við matsbeiðni í þinghaldi 2. júlí sl. Þar kemur fram að matsbeiðni sé ýmsum annmörkum háð og í andstöðu við reglur einkamálaréttarfars um öflun sönnunargagna fyrir dómi. Í málinu sé ekki uppi mikill ágreiningur um staðreyndir eða sönnun málsatvika, né eðli þeirra viðskipta sem matsbeiðandi átti í við aðalstefnda. Matsbeiðandi virðist hins vegar ætla að afla sér eins konar sérfræðiálits á þeim atriðum sem með réttu ætti að tefla fram gögnum og sjónarmiðum um í hefðbundinni málsmeðferð, sem alla jafna ljúki með því að dómur eftir atvikum fjölskipaður leggi mat sitt á gildi staðhæfinga málsaðila. Af þessum sökum séu matsspurningarnar óþarfar og beri að hafna dómkvaðningu matsmanna. Hér verði nánar vikið að einstökum matsspurningum og álitaefnum er varði matsbeiðnina: Matsgerðir hafi tvíþætt markmið; Skoðun, þ.e. lýsingu á staðreynd með hvaða skynfæri sem er og mat sem er álitum verkanir staðreyndar t.d. hvert tjón einhvers sé. Rétturinn til að óska dómkvaðningu matsmanns takmarkist einkum af tvennu. Hið fyrra atriði fær enn fremur stoð í athugasemd með 61. gr. EML. 1. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktæki munurinn á skilmálum og öðrum eiginleikum, milli peningamarkaðsinnlánanna og innlána Seðlabanka Íslands hjá Landsbanka Íslands hf. og öðrum fjármálafyrirtækjum? Í dómsmálinu haldi stefnandi því fram að ekki sé eðlismunur á almennum innlánum fjármálastofnana og svokölluðum peningamarkaðslánum milli lánastofnana. Þessu mótmælir stefndi og telur peningamarkaðslánin sem veitt eru í aðalatvinnustarfsemi aðila eiga mun meiri samleið með öðrum lánveitingum. Hugsanlega þurfi dómari að skera úr þessum meiningamun við úrlausn sína á málsástæðum stefnanda, en algjörlega fráleitt sé að matsmenn kveði upp slíkan dóm. Ágreiningurinn snúi að afmörkuðum og vel þekktum ágreiningi. Það sé ekki hlutverk matsmanna að skera úr um ágreining aðila varðandi slík atriði. Spurningin falli því í þann flokk að vera í andstöðu við 1. ml. 1. mgr. 61. gr. EML, sbr. og það sem felist í gagnályktun frá 2. mgr. 60 gr. EML, sem áður sé vikið að. Spurning 1 sé þess eðlis að mögulegt ætti að vera að svara henni með sönnunarfærslu fyrir dómi hvað samanburð á skilmálum snerti. Lögmaður stefnanda ætti að geta lagt þá fram og bent á hugsanlegan mun á þeim sem þýðingu geti haft í málinu. 2. Eru innlán seðlabanka hjá fjármálafyrirtækjum almennt skilgreind á alþjóðlegum bankamarkaði sem peningamarkaðsinnlán? 3. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktæki munurinn á skilmálum og öðrum eiginleikum, milli peningamarkaðsinnlánanna og þeirra innlána fjármálafyrirtækja hjá Landsbanka Íslands hf. sem flutt voru til NBI hf.? Spurning nr. 2 sé óskýr. Spurt sé um „innlán“ seðlabanka, en í málinu sé einmitt deilt um það hvað felist í innlánshugtakinu. Matsbeiðandi verði að útskýra það hvort hér sé átt við hefðbundnar innstæður seðlabankans og þá hvaða seðlabanka - í öðrum bönkum, s.s. tékkareikninga og sparireikninga eða einhvers konar önnur innlán. Þá sé algjörlega óljóst hvaða merkingu beri að leggja í hugtakið alþjóðlegan bankamarkað og við hvaða seðlabanka sé átt. Innlánsform seðlabanka og banka yfirhöfuð um víða veröld geti verið mismunandi og verið skilgreind með mismunandi hætti eftir því hvers lands lög eigi við. Spurning 3 sé beiðni um álit á málsástæðu stefnanda, sem eigi undir dómstólinn í málinu. Gögn og almenn þekking um eðli innlánsreikninga og peningamarkaðslána liggi fyrir og dómurinn geti myndað sér skoðun á því hvort um eðlismun sé að ræða. 4. Er almennt talið á alþjóðlegum bankamarkaði að marktækur eðlismunur sé á peningamarkaðsinnlánum frá fjármálafyrirtækjum og peningamarkaðsinnlánum frá aðilum sem ekki teljast fjármálafyrirtæki, þannig að hin fyrri séu álitin lán en hin síðari sem innlán? Hér vísast til þess sem sagt sé að framan um spurningu nr. 1. Um sé að ræða beiðni um lögfræðilega eða sérfræðilega álitsgerð um vel skilgreint og upplýst atriði í málinu. Það hafi ekki gildi fyrir sönnunarfærslu í málinu. Spurning þessi sé nokkuð opin og vafi á því hvort hægt sé að sanna hvað sé „almennt talið“ á alþjóðlegum bankamarkaði, og hvaða þýðingu slíkt álit hefði í því máli sem til umfjöllunar sé. Hin umþrættu atvik þessa máls eigi ekkert skylt við hvað sé almennt talið á alþjóðlegum bankamarkaði. 5. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktæki munurinn á skilmálum og öðrum eiginleikum, á hefðbundnum millibankalánum og peningamarkaðsinnlánum? Þessi spurning ætti að leiða í ljós, þ.e.a.s. um eiginleikana, að þetta voru millibankalán og ekki fullkomlega sambærileg við peningamarkaðsinnlán. Hins vegar sé henni mótmælt sem allt of almennri auk þess sem stefnanda sé í lófa lagið að leiða þetta fram við meðferð málsins. 6. Hvernig er venjan á alþjóðlegum bankamarkaði að meðhöndla peningamarkaðsinnlán sem eru svipaðs eða sama eðlis og peningamarkaðsinnlánin, þ.e. sem innlán eða lán? Hér eigi það sama við og um spurningu 4. Venja á alþjóðlegum bankamarkaði geti ekki verið mælistika á neyðaraðgerðir íslenska ríkisins til að lágmarka áhrif algjörs bankahruns sem eigi sér engin fordæmi. 7. Hver, ef einhver, er eðlismunurinn, þ.e. marktækur munur, á s.k. „Term Deposits“ frá Straumi, sbr. dskj. 48 og peningamarkaðsinnlánunum? Þessi spurning hafi engin tengsl við það sem stefnandi hyggst sjálfur sanna með matinu samkvæmt hans eigin matsbeiðni. Þá verði ekki séð að þetta hafi tengsl við málsástæður hans. 8. Hver er marktæki munurinn á tæknilegri meðferð fjármálafyrirtækja á peningamarkaðsinnlánunum og öðrum innlánum, þ.e. hvernig þau eru varðveitt og hvernig viðkomandi fjármálafyrirtæki geta nýtt þessa fjármuni í rekstri sínum? 9. Eru peningamarkaðsinnlán alltaf meðhöndluð eins tæknilega, þ.e. skráð með sama hætti á reikning eða eru þau stundum lögð inn á reikninga sem skráðir eru hjá Reiknistofu bankanna og stundum skráð með öðrum hætti? Ef svarið er að þau séu stundum skráð með ólíkum hætti eftir atvikum, er þá einhver eðlismunur, þ.e. marktækur munur á skilmálum og öðrum eiginleikum, á peningamarkaðsinnlánum sem hafa verið skráð á reikninga hjá Reiknistofu bankanna og annarra sem skráð hafa verið með öðrum hætti? 10. Er almennt viðurkennt á alþjóðlegum bankamarkaði að niðurstaðan um það hvort gjörningur teljist lán eða innlán ráðist af því hvort viðkomandi fjárhæð er lögð inn á hefðbundinn bankareikning eða meðhöndluð með öðrum hætti af því fjármálafyrirtæki sem tekur við fjármununum? Varðandi spurningar 8-10 þá verði ekki séð að munur á tæknilegri meðferð innlána hafi þýðingu fyrir málið, sbr. greinargerð FME í málinu. Þá séu þessar spurningar óþarfar því enginn ágreiningur sé um þessar staðreyndir málsins og því ekki nauðsynlegt að afla mats um þetta atriði. Hvað telst viðurkennt á alþjóðlegum bankamarkaði hafi ekki þýðingu fyrir það mál sem hér sé til umfjöllunar vegna hinna sérstöku aðstæðna líkt og áður sé rakið. 11. Hafa einhver peningamarkaðsinnlán (eða aðrir eðlislíkir gjörningar) sem lögð voru inn hjá Landsbanka Íslands hf. fyrir 9. október 2008 verið færð frá Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf. (nú NBI hf.)? Ef svo er, var í einhverjum tilvikum um að ræða peningamarkaðsinnlán frá fjármálafyrirtækjum? 12. Hefur NBI hf. í einhverjum tilvikum greitt út fé til fjármálafyrirtækja sem höfðu upphaflega millifært fé í formi peningamarkaðsinnlána eða með millifærslum af svipuðu eðli til Landsbanka Íslands hf.? Þessar tvær spurningar séu afar sérstakar og það verði ekki séð hvers vegna ekki megi leysa úr þeim með skýrslutökum fyrir dómi eða með framlagningu gagna að hálfu stefnda NBI. Stefnandi málsins hafi þegar í stefnu skorað á NBI hf. að leggja fram gögn um þessi tvö atriði. Óþarft sé því að afla mats. 13. Hvernig ber fjármálafyrirtæki sem tekur við peningamarkaðsinnlánum, hvort sem er frá fjármálafyrirtækjum eða öðrum, að færa slíkar færslur í bókhaldi sínu, þ.e. sem innlán (e. Deposit) eða sem lántöku (e. Borrowings), samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðum IFRS? Að svari við fyrrgreindri spurningu virtu, hvernig bar að meðhöndla peningamarkaðsinnlánin samkvæmt IFRS? Ekki sé unnt að óska mats um þetta efni. Um sé að ræða atriði sem tengist túlkun laga en samkvæmt 56. gr. F. í lögum um ársreikninga nr. 144/1994 skulu ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 frá 19. júlí 2002, um beitingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla, hafa lagagildi hér á landi. Það sé dómsins að skera úr um hvort að íslenskum lögum hafi verið fylgt í þessu efni. Þá hafi það atriði sem hér sé spurt um ekki þýðingu fyrir efni þessa máls. 14. Að því gefnu að peningamarkaðsinnlánin séu og verði áfram í Landsbanka Íslands hf. og kröfu vegna þeirra lýst við slitameðferðina skv. lögum nr. 161/2002 og miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um eignir og skuldir Landsbanka Íslands hf., hvert er líklegt endurgreiðsluhlutfall af peningamarkaðsinnlánunum ef annars vegar krafa vegna þeirra telst forgangskrafa sem njóti réttarstöðu skv. 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 og hins vegar ef krafan telst almenn krafa skv. 113. gr. laga nr. 21/1991? Ómögulegt sé að fá fram svar við þessari spurningu á því stigi máls sem slitameðferð Landsbankans hf. sé nú á og því þýðingarlaust að óska mats á henni. Þá sé mótmælt sérstaklega óskum matsbeiðanda um að brugðið verði af venju íslensk réttarfars og leitað erlendra matsmanna. Þingmálið sé íslenska og þau gögn sem um ræðir séu á því máli líka. Matsþolar sætti sig ekki við að matsmálið verði rekið á öðru tungumáli enda sé það óþarft. Matsbeiðnin sé því marki brennd að þekking matsmanna á íslenskum aðstæðum, lögum og reglum sé óhjákvæmileg, þ.e.a.s. ef dómari fallist á matsbeiðnina að því marki sem hún innifeli slíkar spurningar. Þá sé ljóst að erlend endurskoðunarfyrirtæki séu í tengslum við aðila sem hafi mikla hagsmuni af niðurstöðu þessa máls og engin leið að upplýsa að fullu um þau hagsmunatengsl sem þar geti verið fyrir hendi. Í máli þessu gerir stefnandi kröfu til þess að aðalstefndi, NBI hf., verði dæmdur til greiðslu skuldar að fjárhæð 30.000.000 evrur, en til vara er kröfum beint að íslenska ríkinu og Fjármálaeftirlitinu til viðurkenningar á rétti stefnanda til skaðabóta auk vaxta og málskostnaðar. Með þeirri matsbeiðni sem ágreiningur er um í málinu er þess óskað að dómkvaddir verði tveir hæfir og óvilhallir matsmenn til að meta tiltekin atriði varðandi svokölluð peningamarkaðsinnlán, m.a. muninn á þeim og öðrum innlánum, ef einhver er, meðhöndlun þeirra og framkvæmd á alþjóðlegum bankamarkaði o.fl. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 hefur aðili forræði á því hverra gagna hann aflar til stuðnings kröfum sínum fyrir dómi. Sá réttur er almennt ekki takmarkaður umfram það sem leiðir af 3. mgr. sömu lagagreinar, en þar kemur fram að dómari geti meinað aðila um sönnunarfærslu ef bersýnilegt er að atriði sem aðili vill sanna skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar. Matsbeiðandi ber kostnað af matsgerð og hann tekur áhættu af sönnunargildi hennar fyrir dómi. Í matsbeiðni hefur matsbeiðandi gert grein fyrir því hvað hann hyggst sanna með matinu en það er m.a. að ekki sé marktækur munur á eðli og eiginleikum peningamarkaðsinnlána og almennra innlána fjármálastofnana. Hefur matsbeiðandi metið það svo að til að varpa ljósi á raunverulegt eðli peningamarkaðsinnlánanna þurfi hann að fá svör dómkvaddra matsmanna við framangreindum spurningum, enda sé ekki til að dreifa í málinu gögnum þar um. Dómur metur sönnunargildi matsgerðar og verður einstökum matsspurningum ekki hafnað á þeim grundvelli að á þær kunni að reyna við úrlausn á málsástæðum fyrir dómi eða að þær séu þýðingarlausar samkvæmt áliti matsþola. Í ljósi þessa verður ekki fallist á sérstök andmæli matsþola við matsspurningum nr. 1-10. Með matsspurningum nr. 11 og 12 virðist því vera beint til matsmanna að afla gagna í málinu, sem ekki er hlutverk þeirra. Er tekið undir andmæli matsþola gegn þessum matsspurningum og er þeim hafnað. Þá er fallist á með matsþola að matsspurning nr. 13 feli í sér lagatúlkun, sem falli utan starfa matsmanna, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991. Er þeirri matsspurningu hafnað. Einnig er fallist á sjónarmið matsþola um það að dómkvöddum matsmönnum verði ekki gert að meta þau atriði sem matsspurning nr. 14 felur í sér og er henni hafnað. Samkvæmt framansögðu og með vísan til 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 er fallist á að umbeðin dómkvaðning matsmanna skuli fara fram en þó þannig að matsspurningar nr. 11, 12, 13 og 14 verða ekki lagðar fyrir matsmenn. Um hæfi matsmanna og dómkvaðningu fer svo sem segir í 3. og 4. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Málskostnaður verður felldur niður í þessum þætti málsins. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð : Umbeðin dómkvaðning matsmanna skal fara fram en þó þannig að matsspurningar nr. 11, 12, 13 og 14 verða ekki lagðar fyrir matsmenn. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 402/2004 | Fasteignakaup Galli Matsgerð | H krafðist afsláttar af kaupverði íbúðar sem hún hafði keypt af S vegna fúa í burðarvirki og útveggjum hússins. Talið var að H hefði mátt treysta því að forsvaranlega hefði verið staðið að viðgerðum og endurbótum á húsinu þegar það var á sínum tíma klætt og einangrað að utan. Hefði því ekki verið tilefni til þess að hún gripi til sérstakra ráðstafana til að kanna ástand útveggja og burðarvirkis hússins undir klæðningunni en lýsing á eigninni í söluyfirliti hafði ekki gefið sérstakt tilefni til slíkrar skoðunar. Var eignin því talin hafa verið gölluð við kaupin í skilningi kauparéttar þannig að H hefði öðlast rétt til afsláttar af kaupverði hennar. Var S gert að greiða H 350.000 krónur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 1. október 2004. Hún krefst aðallega sýknu af kröfu stefndu, en til vara að hún verði lækkuð. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Stefnda keypti íbúð á rishæð hússins nr. 62 við Kópavogsbraut í Kópavogi með kaupsamningi 9. nóvember 2000. Var hinn seldi eignarhluti 33,33% af heildareigninni. Kaupverð var 8.000.000 krónur og eignin afhent 1. janúar 2001. Í söluyfirliti kemur fram að húsið sé timburhús byggt 1950. Í reit sem ætlaður er fyrir galla kemur fram að seljanda sé ekki kunnugt um galla á eigninni. Eins og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi kom í ljós mikill fúi í fótstykkjum, stoðum og borðaklæðningu útveggja hússins er eigandi neðri hæðar þess hugðist breyta íbúð sinni í febrúar 2001. Var byggingatæknifræðingur fenginn til að gera skýrslu um skemmdirnar og sendi stefnda áfrýjanda hana með bréfi 23. febrúar 2001. Í bréfinu tilkynnti stefnda jafnframt að hún myndi vegna þessa hafa uppi kröfur um skaðabætur, afslátt eða jafnvel riftun og boðaði dómkvaðningu matsmanns. Áfrýjandi hafnaði þessum kröfum með bréfi 6. mars 2001. Stefnda beiddist dómkvaðningar matsmanns 20. febrúar 2002 og var maður dómkvaddur til verksins 15. mars sama ár. Efni matsgerðarinnar 8. ágúst 2002 er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefnda hafi kynnt áfrýjanda niðurstöðu matsgerðarinnar eða gert kröfur á hendur henni á grundvelli hennar fyrr en með höfðun þessa máls fyrir héraðsdómi, en málið var þingfest 17. desember 2003. II. Fyrir héraðsdómi reisti stefnda kröfu sína í fyrsta lagi á því að áfrýjandi bæri skaðabótaábyrgð vegna þeirra galla sem komið hefðu í ljós á hinni seldu eign vegna fúa í burðarvirki og útveggjum hússins en að því frágengnu ætti hún rétt til afsláttar af kaupverði eignarinnar af þessum sökum. Fyrir Hæstarétti hefur stefnda fallið frá þeirri málsástæðu að hún eigi kröfu til skaðabóta úr hendi áfrýjanda og reisir nú kröfu sína einungis á því að hún eigi rétt til afsláttar. Eins og nánar er lýst í héraðsdómi komst matsmaður að þeirri niðurstöðu að fúi væri útbreiddur í veggjum neðri hæðar hússins, fótreimar væru sundurmorknar, sem og neðri hluti stoða. Burðarþol hússins væri því verulega skert. Matsmaður taldi að fúi hafi byrjað að myndast í húsinu fljótlega eftir að það var „forskallað“ og hafi ágerst með tímanum. Langt væri síðan fúinn hafi verið orðinn svo útbreiddur og langt genginn að hluti útveggja hafi verið nær ónýtur. Taldi hann „að þeir sem unnu við endurbætur á húsinu m.a. klæðningu utanhúss og klæðningar innanhúss hafi óhjákvæmilega orðið varir við skemmdir í útveggjum og hluti aðgerða þeirra hafi beinlínis falist í að taka á skemmdunum þó með þeim hætti að ekki væri um fullnaðarviðgerð að ræða.“ Ekki er í ljós leitt hvenær umræddar viðgerðir og endurbætur voru framkvæmdar en ágreiningslaust er að það var áður en áfrýjandi eignaðist eignarhlutann á árinu 1992. Í hinum áfrýjaða dómi, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, er tekið undir þá skoðun matsmanns að vatn og raki hafi verið búinn að vera lengi í tréklæðningu hússins og burðarviki þess þegar húsið var klætt að utan og að „rétt viðgerð“ hefði verið að ganga úr skugga um hvar fúi væri farinn að myndast og setja nýtt í stað þess sem fúið var áður en húsið var einangrað og klætt að utan. III. Það var mat héraðsdóms að ekki verði séð að stefnda hefði átt að verða umræddra galla vör við venjulega skoðun. Hin selda fasteign var fimmtíu ára gamalt timburhús. Gera verður kröfur til þess að kaupendur slíkra húsa kynni sér ástand þeirra vandlega. Þrátt fyrir það verður að telja að stefnda hafi mátt treysta því að forsvaranlega hafi verið staðið að viðgerðum og endurbótum á húsinu þegar það var á sínum tíma klætt og einangrað að utan. Því hafi ekki verið tilefni til þess að hún gripi til sérstakra ráðstafana til að kanna ástand útveggja og burðarvirkis hússins undir klæðningunni. Er þá einnig til þess að líta að lýsing á eigninni í söluyfirliti gaf ekki sérstakt tilefni til slíkrar skoðunar. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið telst hin selda fasteign hafa verið gölluð við kaupin í skilningi kauparéttar þannig að stefnda hafi öðlast rétt til afsláttar af kaupverði hennar. Í matsbeiðni var þess óskað að annars vegar yrði metinn kostnaður við úrbætur á göllum á húseigninni og hins vegar hvert söluverð hennar hefði átt að vera að teknu tilliti til gallanna miðað við að umsamið verð hennar hafi verið markaðsverð ógallaðrar eignar. Matsmaður varð við fyrri óskinni og mat með hefðbundnum hætti kostnað við að bæta úr göllunum. Sá þáttur matsgerðarinnar er tekinn upp í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða hennar er sú að kostnaður við úrbætur á göllum á sameign hússins sé samtals 3.286.000 krónur, miðað við verðlag í ágúst 2002. Matsmaður mat hins vegar ekki afslátt vegna gallanna, svo sem um var beðið, en mat þess í stað viðgerðarkostnaðinn á ný miðað við áætlaðan endingartíma einstakra byggingarhluta. Taldi hann þannig metinn viðgerðarkostnað nema samtals 1.187.000 krónum fyrir húsið í heild. Við ákvörðun á fjárhæð afsláttar verður tekið mið af kostnaði við úrbætur samkvæmt matinu enda er ekki við annað að styðjast í þeim efnum. Verður miðað við mat á viðgerðarkostnaði eftir hinni hefðbundnu aðferð. Kostnaður við leigu á íbúð meðan á viðgerð stendur kemur ekki til álita við ákvörðun á fjárhæð afsláttar. Að teknu tilliti til þess sem og þess að 60% af virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað fæst endurgreiddur úr ríkissjóði telst viðgerðarkostnaður á sameign 2.746.574 krónur. Þegar tillit er tekið til eignarhlutdeildar stefndu og kostnaðurinn færður til verðlags á kaupdegi miðað við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar telst hann samtals nema 809.659 kónum. Vegna aldurs hússins verður loks að færa þannig metna kostnaðarliði verulega niður. Að gættu því sem að framan greinir telst afsláttur til handa stefndu hæfilega metinn 350.000 krónur. Áfrýjandi verður samkvæmt framansögðu dæmd til að greiða stefndu þá fjárhæð með dráttarvöxtum eins og í dómsorði greinir. Áfrýjandi verður dæmd til að greiða stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjandi, Sigríður Friðjónsdóttir, greiði stefndu, Hrafnhildi Theodórsdóttur, 350.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 17. desember 2003 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefndu málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals 450.000 krónur. Stefnandi í málinu er Hrafnhildur Theodórsdóttir, kt. [...], Kópavogsbraut 62, Kópavogi en stefnda er Sigríður Friðjónsdóttir, kt. [...], til heimilis að Mávahlíð 5, Reykjavík. Umboðsmaður stefnanda er Þorvaldur Jóhannesson hdl., en umboðsmaður stefndu er Guðmundur Óli Björgvinsson hdl. I. Dómkröfur. 1. Stefnandi krefst þess að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda kt. 1.095.333 ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 17. desember 2003 til greiðsludags. Þá er krafist matskostnaðar að meðtöldum öllum malskostnaði að skaðlausu að mati dómsins að viðbættum virðisaukaskatti á þann hluta málskostnaðar sem sé virðisaukaskattsskyld lögmannsþóknun. 2. Stefnda krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda en til vara er krafist verulegrar lækkunar á kröfum stefnanda, þá er einnig krafist málskostnaðar að skaðlausu að mati réttarins. II. Málavextir. Stefnandi keypti risíbúð hússins nr. 62 við Kópavogsbraut í Kópavogi af stefndu með kaupsamningi dags. 9. nóvember 2000. Kaupverð eignarinnar var kr. 8.000.000. Afhendingardagur var 23. desember 2000 og var afsal gefið út 21. desember 2000. Eignarhlutur stefnanda af heildareigninni skv. kaupsamningi er 33,33%. Húsið er forskalað og taldi stefnandi það hafa nýlega verið klætt utan með trapissu klæðningu en stefnda kvað íbúðina hafa verið klædda utan snemma á níunda áratugnum og stefnda sem keypt hafi íbúðina 1992 hafi vitað það þar sem hún hafi búið áður í nágrenninu. Fram kom hjá stefnanda að stefnda hafi skoðað íbúðina nokkrum sinnum fyrir kaup og tvívegis með foreldrum sínum og kvað stefnda hana ekki farið fram á að opna klæðninguna, þó að henni stæði það til boða.. Í febrúarmánuði 2001 hugðist eigandi neðri hæðar framkvæma breytingar á íbúð sinni, sem hún hafði þá nýlega keypt. Kom þá í ljós mikill fúi í fótstykkjum, stoðum og borðaklæðningum útveggja. Hún hafði fjarlægt klæðningu af veggjum herbergis 1 NA horni hússins í þeim tilgangi á að klæða þá nýjum efnum, en þeir voru klæddir innan með 25 mm mótatimbri og einangraðir með sagi, spónum, torfi og tómum sementspokum og var innsta lag klæðningarinnar þunn máluð spónaplata sem var úr lagi gengin. Óhjákvæmilegt var til að tryggja sér sönnun um meinta galla að dómkveðja matsmann til að skoða og meta gallana á húsinu. Dómkvaðningin fór fram þann 15. mars 2002 og var Hjalti Sigmundsson, tæknifræðingur og húsasmíðameistari dómkvaddur til að meta þá galla, sem að framan er lýst og nánar voru tilteknir í matsbeiðni. Gallarnir voru taldir varða sameign hússins, þar sem um skemmd á burðarvirki þess væri að ræða og stóð stefnandi með eiganda neðri hæðar að matsbeiðni og var matsmanni falið að meta allt húsið með hliðsjón af þeim göllum sem tilgreindir voru í matsbeiðni. Matsmaður skilaði matsgerð af sér 8. ágúst 2002 og var niðurstaða hans sú, að húsið væri verulega gallað og mat hann kostnaðinn við viðgerðir á göllunum á kr. 3.286.000 sem væri sameiginlegur kostnaður í skilningi laga um fjöleignarhús, þar eð viðgerðirnar vörðuðu burðarvirki hússins og byggingarhluta, sem leiddu til þeirrar niðurstöðu og væri hlutdeild stefnanda í þessum kostnaði 33,33% eða kr. 1.095.393,-. II. Matsgerð. Í matsbeiðni var þess óskað að matsmaður skoðaði og mæti ástand fasgteigninnar með hliðsjón af þeim göllum, sem fram höfðu komið við fyrirhugaðar breytingar og skoðun Jóns Ágústs og hann léti álit sitt á því í ljós hvort og þá hvaða gallar væru á fasteigninni, hvað væri til úrbóta og hvað kosti að bæta úr þeim göllum. Var vísað til þess, að matsbeiðendur töldu fótstykki, stoðir og borðaklæðningu veggja mjög fúna og var leitað álits um hve lengi fúi hafði verið til staðar í húsinu. Í matsgerðinni kemur þetta fram um þetta efni: "Við skoðun kom í ljós að mikill og útbreiddur fúi er í veggjum neðri hæðar hússins. Það er álit matsmanns að skemmdirnar teygja sig upp eftir hornum hússins og með gluggum þó það hafi ekki verið staðfest á öllum veggjum. Matsmaður gerir ráð fyrir að vesturhlið og norðurhlið hússins séu minna eða óverulega skemmdar þar sem veðurálag er minna á þeim. Fúinn er svo langt kominn að mikill hluti klæðningar utan á húsinu er algerlega ónýtur þannig að lítið sem ekkert hald er í henni fyrir klæðningu þ.e. burðarþol er verulega skert. Fótreimar eru líka sundurmorknar svo og neðri hluti stoða og burðarþol þar með verulega skert. Á stöku stað nær fúinn í innri klæðningu líka. Ekki var óskað eftir að veggir eða þak á annarri hæð væru opnaðir en matsmaður greindi frá því að hann gæti ekki staðfest ástand nema að opna veggi og loft. Hægt er að sjá þakviði þar sem innangengt er á loft yfir viðbyggingu. Engin merki eru þar um fúa. Matsmaður telur þó líkur til þess að klæðning á austurgafli kunni að vera skemmdir en síður á vesturgafli. Skoðun leiddi í ljós að múrhúð undir stálklæðningu utan á húsinu er mikið sprungin og telur matsmaður það verið ástæðan fyrir því að húsið var klætt. Þar er einnig ástæðan fyrir því að útveggir eru svo fúnir sem þeir eru. Vatn hefur komist í allmiklu mæli inn um sprungur á múrhúðinni og einnig þar sem múrhúð kemur að gluggum. Veggirnir eru óloftræstir eins og forskallaðir veggir voru almennt sem veldur því að vatnið þornar mjög hægt út aftur og einungis með gufustreymi (diffusion) en ekki loftstraum, en einnig að einhverju leiti í gegnum múrhúðina með þeim hætti að vatnið síast gegnum múrhúðina með hárpípukröftum og þornar af yfirborðinu með uppgufun. Af þessu leiðir að efnið í veggjunum hefur verið langtímum saman blautt og kjöraðstæður verið fyrir fúamyndun vegna nægs hita frá húsinu. Rakaflæði í gegnum vegginn innanfrá hefur lítil sem engin áhrif á þetta jafnvægi þar sem það er ekki meira en svo að það nær að streyma jafn harðan í gegnum veggin og veggurinn því í góðu jafnvægi gagnvart raka innan úr húsinu. Af öllum ummerkjum að dæma má ætla að fúinn hafi verið lengi í húsinu og byrjað að myndast skömmu eftir að húsið var forskallað en þannig hefur það e.t.v. verið frá upphafi þar sem forskalningin virðist hafa verið sett á húsið í upphafi. Sprungur myndast mjög gjarnan í múrhúð strax eða fljótlega eftir að hann hefur verið dreginn upp. Þannig hefur vatn fljótlega byrjað að ganga inn í vegginn. Til að gera við skemmdirnar þarf að fjarlægja alla klæðninguna utan af húsinu jafnt sem innan af því þannig að hægt sé að fjarlægja ónýtar klæðningar og ónýta burðarviði. Fjarlægja þarf stóran hluta af klæðningum sem eru óskemmdar til að hægt sé að koma fyrir nýjum burðarviðum og festa þá á tryggilegan hátt við óskemmda hluta burðarvirkisins. Matsmaður telur því að allar klæðningar á útveggjum á austurhlið, suðurhlið og vesturhlið, jafnt úti sem inni, fari forgörðum. Þá þarf að endurnýja alla einangrun og það liggur í beinast við að nota steinull í stað reiðings sem fyrir er. Þá telur matsmaður að koma eigi fyrir rakavörn í húsinu þó að hún sé slitrótt fyrir. Um það umfangsmiklar endurbætur er að ræða að óeðlilegt væri að koma henni ekki fyrir. Gengið er út frá því að húsið verði stálklætt að utanverðu eins og það er nú. Því telur matsmaður ekki þörf á að forskalla húsið aftur en í stað þess verði það klætt með borðviði eða ódýrum plötum og pappalagt undir stálið. Það er niðurstaða matsmanns að neðri hluti veggja svo og upp með úthornum og gluggum séu útveggir hússins nær ónýtir vegna fúa. Burðarþol er svo skert að ekki verður komist hjá að endurnýa mikinn hluta burðarviða í þeim. Það er skoðun matsmanns að fúinn hafi byrjað að myndast fljótlega eftir að húsið var forskallað og hann hafi síðan ágerst og magnast með tímanum. Langt er síðan að fúinn var orðinn svo útbreiddur og langt genginn að veggir voru nær ónýtir. Orsakir skemmdanna telur matsmaður fyrst og fremst vera að vatn kemst inn í vegginn utanfrá en rennur ekki frá honum aftur og þornar mjög hægt út. Viðgerð á veggjum felst í því að; 1) koma fyrir bráðabirgðaburðarvirki, 2) fjarlægja klæðningar utan og innan af útveggjum svo og reiðing úr grind og alla ónýta hluta burðarvirkis, 3) koma fyrir nýu burðarvirki, einangrun og klæða úti og inni, 4) ganga frá. Sjá nánar í töflu með metnum kostnaði. Ekki er tekið tillit til þess að nýtt efni kemur í stað gamals og að hluta til er endurbættur veggurinn tæknilega fullkomnari en sá sem fyrir var. Niðurstöður matsmann um annað, sem óskað var að metið yrði. Matsmaður telur að þeir sem unnu við endurbætur á húsinu m.a. klæðningu utanhúss og klæðningar innanhúss hafi óhjákvæmilega orðið varir við skemmdir í útveggjum og hluti aðgerða þeirra hafi beinlínis falist í að taka á skemmdunum þó með þeim hætti að ekki væri um fullnaðarviðgerð að ræða. 3. Niðurstaða um hvort uppsetningu og frágangi álklæðningar sé ábótavant. Matsmaður telur að festing á grindar undir klæðningu sé ófullnægjandi og stafi það einkum af því að burðarviðir og borðaklæðning undir múrhúð er ónýt af fúa sbr. matslið 1. Festing á neðsta lista í sökkul er ófullnægjandi og listinn laus á köflum. Matsmaður telur að frágangur stáls sé með algengum hætti og ekki aðfinnsluverður að því frátöldu að kíttað er fyrir hábárur yfir gluggum og á köflum við þakbrúnir. Kostnaður við endurbætur fellur inn í kostnað við matslið 1 þar sem taka þarf allar klæðningar niður til að komast fyrir fúa í útveggjum. 4. Niðurstaða um hvort gólfviðir séu skemmdir eða fúnir. Matsmaður telur litlar líkur á að gólfviðir í gólfi annarrar hæðar séu skemmdir vegna fúa. Það hefur þó ekki verið staðfest þar sem gólf voru ekki opnuð. Matsmaður telur að timburgólf í svefnherbergi á jarðhæð sé lítið eða ekki skemmt að frátöldu gólfborði við norðurvegg. Það er þó ekki staðfest og gólf hefur ekki verið opnað. Metinn er kostnaður við að skipta um hluta af gólfborði. 5. Niðurstaða um galla geti verið að ræða í þaki hússins vegna einangrunar, öndunar eða fúa. Matsmaður getur ekki staðfest hvort þakviðir, einangrun eða loftun sé í lagi eða ekki. Af viðræðum við matsþola og af skoðun á þaki viðbyggingar og þeim hlutum aðalþaks sem hægt er að sjá þar er þak ekki skemmt af fúa. Ekki er metinn kostnaður vegna þaks. 6. Niðurstaða matsmanns er að allar viðgerðir sé verði að gera varði sameignina og því eigi kostnaður við viðgerðina að skiptast eftir hlutföllum. 7. Niðurstaða um ástand raflagna Matsmaður telur að búið sé að endurnýja raflagnstöflu og rafmagnsvíra þ.e. að rafmagnstafla og rafmagnsvír sé ekki upprunalegur. Tengidósir og ídráttarrör eru upprunaleg. Ekki er metinn kostnaður vegna rafllagna annar en fram kemur í matslið 1. 8. Niðurstaða um ástand skolps og vatnslagna m.v. að þær eigi að vera endurnýjaðar er sú að skipt hafi verið um þær allar og því ekki ástæða til kostnaðarmats um þær. 9. Niðurstaða um það hvort söluverð íbúðanna hefði átt að vera með tilliti til gallanna og að umsamið verð þeirra hafi verið markaðsverð ógallaðra íbúða. Matsmaður telur að söluverðið í heild á báðum íbúðunum hefði átt að vera kr. 1.187.000 lægra. Þetta er sú upphæð sem matsmaður metur að ætla mætti að restvirði þess sem þurfi að gera við og eigi að koma til afsláttar kaupverði beggja íbúðanna skipt eftir eignarhlutum. Reiknuð afföll er sýnd í töflu sem fylgir þessum matslið og er að meðaltali 75-85% en fara í tveimur tilvikum niður í 25-35% og í einu í 100%. III. Málsástæður og lagarök. 1. Kröfugerð stefnanda er einkum reist á þeirri málsástæðu að fasteignin sé haldin tilteknum göllum eins og í matsgerð komi fram og þar er lýst. Fébótaábyrgðina beri stefndu samkvæmt almennum meginreglum samninga og kröfuréttar. Stefnandi reisir kröfur sínar á reglum skaðabótaréttar og dómvenjum íslensks réttar um bótaskyldu seljanda á göllum í fasteignaviðskiptum. Stefndu beri fulla ábyrgð gagnvart stefnanda á göllum þeim, sem á húsinu eru og lýst er í mati hins dómkvadda matsmanns og ber stefndu að svara stefnanda bótum og/eða afslætti af kaupverði í samræmi við það. Dómkröfur styðjist við kaupsamning málsaðila og þau gögn sem lágu fyrir við samningsgerðina. Telji stefnandi að hinni seldu eign hafi verið áfátt, þar sem í ljós hafi verið leitt með matsgerð dómkvadds matsmanns, að verulegir annmarkar hafi komið í ljós á eigninni, sem verði að vera á ábyrgð stefndu. Ljóst sé og staðfest í matsgerð að gallar þeir sem á eigninni voru og lýst er í matsgerð hafi verið til staðar þegar eignin var seld stefnanda og löngu fyrir þann tíma. Stefnandi telji að stefndu sé skylt að bæta þeim með fébótum, skaðabótum og /eða afslætti, allan þann kostnað vegna þeirra galla sem staðreynt hafi verið að séu á eigninni og matsmaður hafi metið eins og fram kemur í matsgerð. Stefnandi leggi fram matsfjárhæðina til grundvallar fébótakröfu sinni og byggi á þeirri niðurstöðu í matsgerðinni. Stefnandi byggi á því að engir gallar hafi komið í ljós við skoðun á eigninni og ekkert hafi heldið komið fram við skoðun sem bent gæti til þess að húsið gæti verið gallað. Stefnandi byggi á því, að hún hafi með því að láta dómkveðja matsmann til mats á þeim göllum sem á eigninni séu, fengið staðfestingu á þeim göllum og því hver sé kostnaður við úrbætur. Þessi matsgerð sé nú meginsönnum fyrir þeim kröfum sem stefnandi telju að stefndu eigi að svara henni með greiðslu skaðabóta eða afsláttar af kaupverði eignarinnar. Stefnukröfur sínar styðji stefnandi við meginreglur samninga- og kröfuréttar en reglur þessar fái m.a. stoð í lögum nr. 39/1922 per analogiam og lögum 7/1936. Einnig sé vísað til laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Kröfur um dráttarvexti styðji stefnandi við ákvæði III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styðji stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga 19/1991 um meðferð einkamála. Krafa um virðisaukaskatt á málskostnað sé reist á l. 50/1988. 2. Rökstuðningur stefnda. a. Aðalkröfu sína um sýknu af öllum kröfum stefnanda byggir stefnda á þeirri málsástæðu að hvorki séu fyrir hendi skilyrði skaðabóta né afsláttar vegna sölu stefndu á fasteigninni Kópavogsbraut 62, Kópavogi til stefnanda. Stefnda byggir í fyrsta lagi á því að fasteign sú sem hún seldi stefnanda hafi ekki verið gölluð í skilningi fasteignakauparéttar og því hvorki um skaðabótaskyldu né skilyrði afsláttar að ræða. Fasteign sú er stefnda seldi stefnanda sé byggð árið 1950 eins og fram komi í gögnum málsins sbr. dskj. nr. 4. Stefnda byggir á því að ekki sé óeðlilegt að fúa sé að finna í svo gömlu húsi af þessari gerð. Stefnandi hafi almennt mátt búast við viðhaldi á svo gamalli fasteign þ.á.m. hugsanlegu viðhaldi vegna fúaskemmda. Stefnda bendir á að stefnandi hefði getað við skoðun á eigninni látið rannsaka hvort fúi væri í húsinu ef stefnandi hefði ætlað sér að kaupa fúalaust forskalað timburhús á þessum aldri. Þá er einnig á það bent að stefnandi hefði getað áskilið sérstaklega við samningsgerðina að útveggir fasteignarinnar væru lausir við fúa. Stefnandi nýtti sér hvorugt þessara úrræða og verður að bera hallann af því. Þá er ljóst að stefnda hafi hvorki í orði eða verki, beint eða óbeint ábyrgst eða lýst því yfir við stefnanda að útveggir fasteignarinnar væru ófúnir eða að fasteignin sé í einhverju ákveðnu ástandi. Þá sé einnig ljóst að stefndu var ókunnugt um ástand útveggja á húsinu enda hafi dómkvaddur matsmaður ekki sýnt fram á að fúi hafi verið til staðar á efri hæð fasteignarinnar. Því sé mótmælt að framlögð matsgerði í málinu sýni í sjálfu sér fram á galla á fasteigninni. Framlögð matsgerð sanni vissulega ástand fasteignarinnar og m.a. að fúi sé í útveggjum hennar. Gallahugtak fasteignakauparéttar sé hins vegar lögfræðilegt hugtak sem tengist ekki aðeins ástandi fasteignarinnar heldur einnig aldri hennar og atvikum við samningsgerð svo eitthvað sé nefnt. Eftir ofangreindu byggi stefnda á því að fasteign sú sem hún seldi stefnanda sé ekki haldin göllum í skilningi fasteignakauparéttar, samningaréttar og skaðabótaréttar innan samninga. Þegar af þeirri ástæðu beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu. Stefnda byggi í öðru lagi á því að skilyrði skaðabóta séu ekki fyrir hendi. Stefndu var algerlega ókunnugt um ástand útveggja hússins. Stefnda ábyrgðist heldur ekki að útveggir hússins væru lausir við fúa. Þar sem stefnda vissi ekki um ástand útveggja vanrækti stefnda ekki upplýsingaskyldu sína. Stefnanda hafi mátt vera ljóst að mögulegt væri að fasteign eins og hin selda væri fúin. Stefnanda hafi verið í lófa lagið að skoða fasteignina með því að láta opna útveggi á sinn kostnað ef stefnandi ætlaði sér að kaupa fasteign á þessum aldri sem ekki væri fúin en gerði ekki. Stefnandi verði að bera hallann af því. Stefnda hafi því ekki vanefnt samning sinn við stefnanda á neinn hátt. Stefnda bendi á í þessu sambandi að stefnandi hefur ekki rökstutt bótagrundvöll á hendur stefndu með öðru en því að vísa til ástands rúmlega 50 ára gamals forskalaðs timburhúss eins og það birtist í matsgerð frá júlí 2002. Slík röksemdafærsla taki ekkert tillit til aldurs hússins, gerðar þess eða kaupsamnings aðila og annarra atvika við samningsgerðina. Þá byggi stefnda einnig á því að matsgerð Hjalta Sigmundssonar frá 8. ágúst s.l. sýni ekki fram á tjón stefnanda með fullnægjandi hætti. Stefnda byggi á því að endurbætur þær sem kostnaður í matsgerðinni sé miðaður við séu ekki í neinum tengslum við kaupsamning aðila þann 9. nóvember 2000 og þá fasteign sem þar var seld. Vegna þessa hafi stefnandi ekki sýnt fram á umfang meints tjóns síns og því ber að sýkna stefndu af skaðabótakröfu stefnanda. Að öðru leyti sé vísað til umfjöllunar um lækkunarkröfu stefndu málsástæðu þessari til stuðnings. Eftir ofangreindu er ljóst að skilyrði skaðabóta séu ekki fyrir hendi. Vegna þessa ber að sýkna stefndu af skaðabótakröfu stefnanda. Í þriðja lagi sé á því byggt af hálfu stefndu að skilyrði afsláttar séu ekki fyrir hendi þó að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að fasteignin sé gölluð í skilningi fasteignakauparéttar. Stefnda vísar í þessu sambandi til aldurs hússins og forsendna kaupenda sbr. þau sjónarmið er fram komu í umfjöllun um málsástæður stefndu hér að ofan. Stefnda byggi á því að gera verði allríkar kröfur til umfangs galla ef dæma á afslátt vegna fúa í svo gamalli fasteign úr timbri. Stefnda bendi á að mjög erfitt sé að slá föstu e-m almennum mælikvarða á eðlilegt ástand svo gamallar fasteignar. Stefnda byggi á því að umfang viðgerða sem fram þurfi að fara á fasteigninni séu ekki óeðlilegar miðað við aldur fasteignarinnar og hönnun. Stefnda byggi á því að stefnandi verði að bera áhættuna af því þó að fasteignin sé eitthvað ver farin en einhver metin og skilgreind meðalfasteign á þessum aldri enda hafi stefnandi ekki skoðað fasteignina sérstaklega m.t.t. ástands burðarviða. Þá byggi stefnda á því að hvorki matsgerð sú sem stefnandi leggi til grundvallar afsláttarkröfu sinni né önnur gögn í málinu sanni eða gefi tilefni til að ætla að raunveruleg verðrýrnun hafi orðið á hinni seldu fasteign vegna ástands þess sem lýst er í matsgerðinni. Því sé hafnað að það hafi verið áskilið í kaupsamningi aðila að stefnandi væri að kaupa "gamalt ógallað hús" eins og byggt sé á í matsgerðinni. Hvað þetta varðar sé vísað til umfjöllun um kaupsamning aðila og aldur fasteignarinnar Eftir ofangreindu byggi stefnda á því að hafna beri kröfu um afslátt þó að dómurinn komist að þeirri niðurstöðu fasteignin sé gölluð skv. framansögðu. b.Varakrafa. Kröfugerð stefnanda virðist byggja á því að annaðhvort sé um skaðabóta- eða afsláttarkröfu að ræða er nemi kostnaði stefnanda af úrbótum vegna meintra galla á fasteigninni. Hér á eftir verði fjallað um málsástæður til stuðnings varakröfu stefndu. Fyrst verður fjallað um kröfu stefndu um verulega lækkun á stefnufjárhæð miðað við kröfu stefnanda um skaðabætur en síðan miðað við afsláttarkröfu hans. Stefnda byggi varakröfu sína um verulega lækkun á skaðabótakröfu stefnanda á þeirri málsástæðu að tjón stefnanda sé mun minna en nemur skaðabótakröfu stefnanda í málinu. Stefnda bendi á að stefnandi hafi ekki tekið tillit til þess í kröfugerð sinni að endurbætur þær sem matsmaður leggi til í matsgerð frá 8. ágúst 2002 leiði til þess að útveggir á fasteign stefnanda verði nýlega endurbættir að stórum hluta sem ekki sé í samræmi við kaupsamning aðila frá 9. nóvember 2000. Þá sé einnig ljóst að þær endurbætur sem matsmaður mæli með hafa í för með sér breytingu á hönnun hússins þ.a. útveggir þess verða tæknilega fullkomnari en áður var. Loks leiða ýmsir liðir í matsgerð Hjalta Sigmundssonar augljóslega til verðmætaaukningar á fasteigninni umfram það sem stefnandi mátti ætla þegar fasteignin var keypt. Þannig megi nefna að gert sé ráð fyrir endurnýjun á raflögnum í útvegg fasteignarinnar án þess að því sé slegið föstu, í matsgerðinni eða málatilbúnaði stefnanda, að raflagnir séu gallaðar eða að slíkir gallar séu á ábyrgð stefndu. Krafa stefnanda um skaðabætur sé krafa um skaðabætur innan samninga og verði að taka mið af kaupsamningi aðila. Stefnda byggir á því að stefnandi eigi ekki að auðgast á kostnað stefndu ef krafa um skaðabætur verði tekin til greina. Vegna þessa ber að taka tillit til endurbóta er gera stöðu stefnanda betri en kaupsamningur aðila, ástand og hönnun fasteignarinnar og atvik við samningsgerð geri ráð fyrir. Því ber að lækka skaðabótakröfu stefnanda sem því nemi. Þá byggi stefnda á því að lækka beri kröfu stefnanda um fjárhæð er nemur endurgreiðslu af virðisaukaskatti vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Stefndu virðist að krafa stefnanda eigi að lækka um kr. 87.877,00 vegna þeirrar endurgreiðslu sem stefnandi á rétt á vegna framkvæmdanna ef miðað sé við matsgerð Hjalta Sigmundssonar frá 8. ágúst s.l. en bendir þó að sú tala taka ekki mið af liðum sem augljóslega ber að draga frá s.s. endurbætur á raflögnum. Stefnda byggi varakröfu sína um verulega lækkun á afsláttarkröfu stefnanda á því að verðrýrnun fasteignarinnar sé verulega minni en kröfur stefnanda gera ráð fyrir færi svo að dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að dæma eigi stefnanda e-n afslátt af kaupverði. Stefnda byggi á því að ekki eigi að leggja kostnað við úrbætur til grundvallar slíkri kröfu sbr. matsgerð Hjalta Sigmundssonar dags. 8. ágúst s.l.. Í þessu sambandi sé bent á þær lækkunarástæður sem fram koma í umfjöllun um skaðabótakröfu stefnda. Stefnda byggir á því að eins og málinu sé háttað geti krafa um afslátt ekki orðið hærri en skaðabótakrafa stefnanda enda sé óeðlilegt að sú gagngera endurnýjun sem gert sé ráð fyrir í kröfugerð stefnanda og matsgerð Hjalta Sigmundssonar skili sér beint í verðrýrnun fasteignarinnar á kaupsamningsdegi miðað við aldur hennar og kaupsamning aðila. Í þessu sambandi sé það ítrekað að stefnandi hefur ekki sýnt fram á verðrýrnun fasteignarinnar vegna ástands hennar. Í þessu sambandi sé einnig bent á að í hinu dómkvadda mati er fjárhæð afsláttar metin mun lægri en kostnaður við úrbætur á hinni seldu fasteign. Stefnda mótmæli engu að síður þeirri aðferð sem beitt er til að finna afsláttarverðið enda byggir hún á mati á kostnaði við úrbætur er gera fasteignina betri en hún var þegar hún var seld en ekki á mati á hvaða áhrif meintir gallar hefðu haft á söluverð eignarinnar á kaupsamningsdegi. Minnt sé á að skv. 2. mgr. 42. gr. laga um lausafjárkaup nr. 39/1922 sem beitt hefur verið um fasteignakaup með lögjöfnun ber að heimta afslátt af kaupverði að tiltölu. Stefnda telji víðsfjarri að aðferð matsmannsins við mat á afslætti samræmist þessari reglu eins og hún hefur verið túlkuð af dómstólum. Stefnda ítreki að mat á kostnaði við úrbætur gerir ráð fyrir öðru og mun betra ástandi en kaupsamningur aðila, ástand fasteignarinnar, aldur fasteignarinnar og önnur atvik við samningsgerð gerðu ráð fyrir. Stefnda vísi að öðru leyti til fyrri umfjöllunar vegna annarra málstástæðna, þ.á.m. til umfjöllunar um aðalkröfu stefndu, lækkunarkröfum sínum til stuðnings. Stefnda mótmæli upphafstíma dráttarvaxta skv. kröfugerð stefnanda. Stefnandi setti aldrei fram tölulega kröfu um skaðabætur eða afslátt fyrir málssókn þessa. Stefnda byggir á því að krafa stefnanda eigi ekki að bera dráttarvexti fyrr en frá dómsuppsögu en til vara að dráttarvextir eigi ekki að reiknast á kröfu stefnda fyrr en í fyrsta lagi einum mánuði eftir þingfestingu sbr. 3. mgr. 5. gr. og 9. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Stefnda vísi máli sínu til stuðnings til reglna fasteignakaupa-, samninga- og kröfuréttar auk meginreglna skaðabótaréttar innan samninga. Þá er vísað til reglna kaupalaga nr. 39/1922 með lögjöfnun auk reglna laga nr. 40/2002 um fasteignakaup til hliðsjónar. Um dráttarvexti er vísað til vaxtalaga nr. 38/2001. Um málskostnað er vísað til 21. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sönnunarfærsla. Stefnandinn í málinu Hrafnhildur Theodórsdóttir gaf skýrslu hér fyrir dómi og vitni báru Helga Hrönn Þórisdóttir eigandi íbúðarinnar á neðri hæð hússins og Hjalti Sigmundsson tæknifræðingur og húsasmíðameistari, dómkvaddur matsmaður í málinu, sem staðfesti matsgerð sína. Fram kom hjá stefnanda að hún hafi séð íbúðina á efri hæð hússins nr. 62 við Kópavogsbraut í Kópavogi auglýsta og hafði staðsetning hennar og verð hentað henni mjög vel. Hún hafði kynnt sér söluyfirlit hennar eftir að hafa fengið það fram á tölvuna hjá sér um netið. Hún hafði svo fengið að skoða íbúðina og hafi fasteignasalinn þá kynnt henni söluyfirlitið. Hún kvað stefndu hafa sýnt sér íbúðina sagt hana prýðisgóða, en lýst því að leki hafi verið í þaki, sem búið væri að gera við. Hún hafði skoðað íbúðina í maí 2000, sem svo hafi stefndi verið að hugsa um að hætta við sölu, en svo haft samband við hana aftur í október s.á. og þær gengið frá kaupum í nóvember s.á. Hún kvaðst hafa verið að kaupa sína fyrstu íbúð, sem hún hefði skoðað fyrst ein, en svo með foreldrum sínum, sem ekki væru sérfróð um byggingar. Hún sagði er hún hafi skoðað löngu geymsluna, þar sem þakið er einangrað hafi hún hafi ekki séð neina fúa í þakinu og talið að ástand hússins væri í samræmi við það. Það hafi svo verið í febrúar 2001 að fúi hafi komið í ljós á neðri hæðinni. Hún kvað ekkert sérstakt hafa komið fram við fyrrgreindar skoðanir, en fram hefði komið hjá stefndu að hún hafði átt íbúðina í 9 eða 10 ár. Vitnið Helga Hrönn bar, að það hefði gert upp eldhúsið hjá sér, en þá hafi ekki komið fram neinn fúi. Vitnið Hjalti Sigmundsson staðfesti matsgerð sína. Það kvað kostnaðarmatið á viðgerðinni vera miðað við verðlag á útgáfudegi matsgerðar. Það kvaðst hafa opnað klæðningu hússins að austan og vestan að utanverðu til að meta skemmdir, en þó hafi það ekki brotið niður forskalningu. Veggir höfðu og verið opnaðir að innan, en þó byggt á myndum, hvernig ástand austurhliðar var. Það kvað fúa hafa verið í veggjum í mörg ár eða jafnvel áratugi og hefði það komið fram eftir að húsið var forskallað. Það kvað burðarvirkið í húsinu að hluta örugglega verið orðið ónýtt fyrir 5-10 árum síðan. Það kvaðst gera ráð fyrir í matinu að það yrði fjarlægt sem væri skemmt í útveggjum neðri hæðar og í því sambandi að brjóta niður forskallninguna þar, en hinsvegar væri ekki nauðsynlegt að brjóta niður forskallningu efri hæðar. það kvað norðurhliðina hafa verið minna skemmda en aðrar hliðar og þar hafi ekki verið umtalsverðar skemmdir á burðarvirki. Þar var samt þörf sömu aðgerða og á öðrum hliðum til að tryggja festingu fyrir grindina,sem stálklæðningin er fest á. Það taldi það hafa verið mistök að norðurhliðin hafi ekki verið með afsláttarmatinu, en taldi þann kostnað sambærilegan og á öðrum hliðum hússins. Það hafði metið endingartíma veggklæðningar og múrs 40 ár, en burðarvirkis 60-100 ár og hafi 65% af líftíma þess hafa verið liðinn. Það hafði ekki séð neinar skemmdir er það skoðaði þakvirki hússins í geymslu efri hæðar, en það hafi ekki gefið tilefni til að álykta um aðra hluti hússins. Í málinu hefur ekki verið upplýst hver hafi látið klæða húsið að utan með stálklæðningu og hver hafi annast það verk og hver var ástæða þess að það var gert, þó að líklegt sé að það hafi verið vegna þess að lekið hafi verið með forskallningu, t.d. sprungu í henni. Í áliti matsmanns kemur fram, að þeir sem hafi unnið við klæðningu hússins að utan og innan hafi óhjákvæmilega orðið varir við skemmdir á útveggjum og að hluti aðgerða þeirra hafi beinlínis falist í því að taka á skemmdunum, en þó með þeim hætti að ekki hafi verið um fullnaðarviðgerð að ræða. Af þessu má telja að er aðgerðin fór fram hafi vatn og raki verið búinn að vera lengi í tréklæðningunni og burðarvirkinu og rétt viðgerð hefði verið að ganga úr skugga um hvar fúi væri farinn að myndast og rífa þar af forskallninguna og ytri kæðningu, setja nýtt í stað þess sem hafði fúnað eða var byrjað að fúna og eftir það hefði grind verið skrúfuð eða negld utan á húsið, einangrun sett á milli grindarlista og stálklæðningin svo verið sett á. Ekki hefur í málinu verið sýnt fram á að stefnda hafi vitað hvernig gengið hafi verið frá klæðningu né vitað hvað hefði komið fram um rakamyndun áður en sú viðgerð var framkvæmd. Verður því að byggja á þeirri staðhæfingu hennar að er hún hafi keypt íbúðina hafi verið búið að framkvæma þessa aðgerð, og hún ekki vitað annað en allt væri í lagi með íbúðina eftir klæðningu. Þá hefur hún haldið því fram að hún hafi ekki orðið vör við raka í útveggjum íbúðarinnar meðan hún átti hana og er það ekki ósennilegt miðað við að stefnandi verður ekki var við raka fyrr en hann þarf að opna útvegg vegna breytinga. Það þykir því bresta sönnur á að stefnda hafi vitað um þá galla á íbúðinni sem fram komu er útveggir voru opnaðir og lýst er í skýrslu Jóns Ágústs og matsgerð. Það verður því ekki talið að stefnda hafi vísvitandi leynt þessum göllum né þykir hún hafa brugðist upplýsingarskyldu sinn sem seljandi. Það eru ekki skilyrði til að dæma hana til að greiða stefnanda skaðabætur vegna þeirra. Þá verður ekki heldur séð að stefnandi hafi geta merkt þessa galla við venjulega skoðun jafnvel þó byggingarfróður maður hefði skoðað með henni. Það er heldur ekki fallist á að stefnandi hafi mátt búast við þessum fúaskemmdum vegna þess hve húsið er gamalt. Hins vegar verður að telja að stefnandi hafi mátt treysta því að fagmannlega hefði verið staðið að klæðningu og einangrun hússins að utan og eftir þá aðgerð hafi ekki verið að vænta að raki eða fúi leyndist í klæðningu og burðarvirki hússins. Það er því mat réttarins að stefnandi eigi með vísun í 1. mgr. 42. gr. laga nr. 39,1922 per analogium rétt á afslætti, en þegar höfð er hliðsjón af framlagðri matsgerð verður ekki talið að gallarnir á húsnæðinu séu óverulegir. Við ákvörðun hæfilegs afsláttar í málinu þykir mega miða við matsgerðina í málinu en henni hefur ekki verið hnekkt með yfirmati og er byggt á því í meginatriðum. Viðgerðin verður nær eingöngu unnin á byggingarstað og er rétt að frá upphæð afsláttar dragist fjárhæð virðisaukaskatts, sem stefnandi á rétt á að fá endurgreiddan. Réttinum þykir ekki varhugavert að telja, að við sölu á íbúðinni í dag með þeim göllum sem komið hafa í ljós myndi hún ekki seljast á hærra verði en nemur markaðsverði hennar þegar hún var keypt að frádregnum kostnaði við að bæta úr göllunum samkv. matsgerð, en að frádregnum hæfilegum afskriftum þess, sem gera þarf við og endurgreiðanlegum virðisaukaskatti. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar telur dómurinn að hæfilegur afsláttur af verði alls hússins vegna gallanna sem að framan eru raktir séu kr. 2.000.000 og hefur þá verið tekið tillit til þess að nýtt komi fyrir gamalt og að hluti af virðisaukaskatti af vinnuliðum matsgerðar fáist endurgreiddur. Miðað við eignarhluta stefnanda í húsinu er afslátturinn sem veita ber af efri hæð hússins kr. 666.600 og er stefnda dæmd til að greiða þá fjárhæð og er fallist á að sú fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, frá þingfestingardegi málsins, 17. desember 2003 til greiðsludags. Eftir þessum úrslitum ber stefndu að greiða stefnanda í málskostnað kr. 253.017, þar af er matskostnaður kr. 78.717 og virðisaukaskattur af lögmannsþóknun kr. 34.300. Dóm þennan kveða upp Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari og meðdómsmennirnir Freyr Jóhannesson byggingartæknifræðingur og Erlendur Árni Hjálmarsson byggingarfræðingur. DÓMSORÐ: Stefnda, Sigríður Friðjónsdóttir, greiði stefnanda, Hrafnhildi Theódórsdóttur, kr. 666.600 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá 17. desember 2003 til greiðsludags. Stefnda greiði stefnanda kr. 253.017 í málskostnað. Þar af er matskostnaður að fjárhæð kr. 78.717 og virðisaukaskattur af lögmannsþóknun kr. 34.300. |
Mál nr. 504/2005 | Vinnuslys Skaðabætur Líkamstjón | Ekki var fallist á með F að stóll sem hún slasaðist við í apríl 2003, er hún var við vinnu sína hjá O, hafi ekki almennt hentað til þeirra nota sem hann var hafður á vinnustaðnum. Fyrir lá að Vinnueftirlitið gerði ekki athugasemdir við ástand stólsins í umsögn sinni um slysið og tildrög þess, eða kröfur um úrbætur á honum. Var talið að F hafi átt hægt með að setjast upp í stólinn með því að sýna eðlilega aðgæslu og var ekki fallist á þá ályktun Vinnueftirlitsins að aðalorsök slyssins hafi verið sú að annan hluta hvíldargrindar undir stólsetunni hafi vantað. Slys F var þannig ekki talið rakið til vanbúnaðar sem O bar skaðabótaábyrgð á og var O því sýknað af skaðabótakröfu F í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 30. nóvember 2005. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu stefndu og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að sök verði skipt í málinu, krafa stefndu lækkuð og málskostnaður felldur niður á báðum dómstigum. Stefnda krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Ekki verður fallist á það með stefndu að stóll sá sem hún slasaðist við 2. apríl 2003, er hún var við vinnu sína hjá áfrýjanda, hafi ekki almennt hentað til þeirra nota sem hann var hafður á vinnustaðnum. Liggur raunar fyrir að Vinnueftirlitið gerði ekki í umsögn sinni um slys stefndu og tildrög þess 22. janúar 2004 athugasemdir við ástand stólsins eða kröfur um úrbætur á honum. Með því að sýna eðlilega aðgæslu átti stefnda hægt með að setjast upp í stólinn, til dæmis með því að snúa hvíldargrindinni undir stólsetunni fram ef hún hugðist tylla fæti á grindina. Er ekki unnt að fallast á þá ályktun Vinnueftirlitsins að aðalorsök slyssins hafi verið sú að annan hluta þessarar hvíldargrindar hafi vantað. Þá er ekkert annað fram komið í málinu sem bendir til að stóll þessi hafi verið óstöðugur á gólfi starfsstöðvar áfrýjanda, þegar stefnda slasaðist. Samkvæmt framansögðu verður slys stefndu ekki rakið til vanbúnaðar sem áfrýjandi ber skaðabótaábyrgð á. Verður hann því sýknaður af kröfu stefndu í málinu. Með vísan til 3. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með áorðnum breytingum, verður málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti felldur niður. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað stefndu í héraði verður staðfest. Gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar sem ákveðst eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Olíufélagið ehf., er sýkn af kröfu stefndu, Florije Fejzullahu. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað stefndu í héraði skal vera óraskað. Gjafsóknarkostnaður stefndu fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar 240.000 krónur. Mál þetta höfðaði Florije Fejzullahu, kt. 011169-2319, Sóltúni 30, Reykjavík, með stefnu dagsettri 27. apríl 2005 á hendur Olíufélaginu hf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, Reykjavík og til réttargæslu Vátryggingafélagi Íslands hf., kt. 690689-2009, Ármúla 3, Reykjavík. Málið var dómtekið 7. október sl. Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða henni 4.850.924 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 2. apríl 2003 til 23. júní 2004 og dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að mati dómsins eins og málið væri ekki gjafsóknarmál, en henni var veitt gjafsókn 20. apríl sl. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi að mati dómsins, en til vara að stefnukröfur verði lækkaðar og málskostnaður felldur niður. Réttargæslustefndi gerir ekki kröfur. Stefnandi var við vinnu á bensínstöð stefnda við Borgartún þann 2. apríl 2003. Innréttingar bensínstöðvarinnar eru þannig að afgreiðslufólk situr við vinnu sína við há afgreiðsluborð á þar til gerðum stólum. Munu þeir vera tæplega meters háir. Á þeim er hvíldargrind, sem er staðsett í um 24 cm. hæð frá gólfi, ætluð til þess að tylla fótum á þegar setið er. Grind þessi er tvískipt og saman mynda hlutar hennar hring utan um súlu sem fest er í hjólagrind sem stóllinn stendur á. Stefnandi mun hafa verið að setjast upp í slíkan stól við afgreiðsluborð. Annar hluti hvíldargrindarinnar hafði verið fjarlægður af stólnum. Talið er að stóllinn hafi runnið undan stefnanda þannig að hún datt á rassinn á flísalagt gólfið. Var hún flutt á slysadeild. Stefnandi gaf skýrslu fyrir dómi. Hún sagði að umræddur stóll hefði aldrei verið í lagi. Það hafi verið erfitt að eiga við hann. Stöðvarstjórinn hafi verið látinn vita af því. Þau hefðu kvartað við stöðvarstjórann, en hann hefði reiðst og talað um að þau eyðilegðu alla hluti. Hún kvaðst hafa dottið einu sinni áður af þessum stól, en ekki meitt sig. Armurinn og bakið hefðu verið laus. Stefnandi sagði að það hefðu verið flísar á gólfum. Þær hefðu verið hálar, en það hefði verið vaskur skammt frá afgreiðsluborðinu þar sem hún datt. Um sjálft slysið kvaðst hún lítið geta sagt, hún myndi að hún hefði dottið, en lítið annað. Hún hefði misst meðvitund við slysið. Hún kvaðst hafa vitað að grindina vantaði. Hilmir Steinþórsson var vaktstjóri á bensínstöðinni á vakt stefnanda. Hann kvaðst ekki hafa horft á hvernig slysið varð. Hann sagði að stóllinn hefði oft verið hafður mjög hár til að starfsmenn gætu horft út á bensíndælurnar. Stóllinn hafi runnið mjög auðveldlega á sleipum og hörðum flísunum. Hann sagði að starfsmenn hefðu vanið sig á að stíga á grindina á stólnum til að komast upp í hann. Grindin hafi ekki verið til þess, en þeir hafi gert þetta þar sem stóllinn var yfirleitt mjög hár, því hafi starfsmenn þurft að stíga á grindina til að komast upp í stólinn. Hann kvaðst hafa kvartað yfir mörgum hlutum og kvað að hann hlyti að hafa kvartað yfir stólnum. Hann hefði ekki passað inn í innréttinguna, hafi verið of stór. Þá hafi hann oft bilað. Hann mundi ekki hvað grindina hefði vantað lengi þegar umrætt slys varð. Helga Kristmundsdóttir var stöðvarstjóri á þessari stöð. Hún kvaðst ekki hafa verið á staðnum þegar slysið varð. Hvíldargrindin hafði brotnað nokkrum dögum áður og ekki hafi verið búið að laga hana. Hún hafi brotnað áður. Stóllinn hafi oft verið til vandræða. Vinnueftirlitið hafi hins vegar aldrei gert athugasemd við þennan stól. Sams konar stólar séu á öllum stöðvum stefnda. Hún sagði að það væru stamar flísar á gólfum á stöðinni. Hún hafi vitað að starfsmenn hafi vanið sig á að hækka stólinn. Slysið var tilkynnt lögreglu sem gerði Vinnueftirliti ríkisins viðvart. Skýrsla Vinnueftirlitsins byggist á skoðun á vettvangi og því sem segir um atvik í lögregluskýrslu. Um orsök slyssins segir: „Aðalorsök slyssins er að annan hluta hvíldargrindarinnar vantaði, en starfsmenn segjast nota grindina þegar þeir setjast í stólinn.” Loks er í skýrslunni tekið upp ákvæði 3. gr. reglugerðar nr. 431/1997. Við komu á slysadeild var stefnandi með útbreidd tognunareinkenni og verki í höfði, herðum, hálsi og mjóbaki. Með matsgerð Leifs N. Dungal og Ragnars Jónssonar, lækna, dags. 5. júní 2004, var varanleg örorka stefnanda metin 20% vegna slyssins og 10% varanlegur miski. Stefnandi var talin hafa verið frá vinnu vegna tímabundinnar örorku frá 2. apríl 2003 til 22. september 2003 og veik án rúmlegu sama tíma. Stöðugleikatímapunktur var 22. september 2003. Með bréfi, dags. 23. júní 2004, krafði lögmaður stefnanda réttargæslustefnda um bætur vegna slyssins í samræmi við niðurstöður fyrrnefndrar matsgerðar. Var bótakröfunni hafnað með bréfi 28. júní 2004 með því að stefndi væri ekki bótaskyldur. Að frumkvæði lögmanns stefnanda var málið lagt fyrir tjónanefnd tryggingafélaganna. Komst hún að þeirri niðurstöðu í úrskurði 12. júlí 2004 að stefndi væri ekki bótaskyldur. Sú niðurstaða var kærð til Úrskurðanefndar í vátryggingamálum. Í áliti 21. september 2004 komst úrskurðanefndin að sömu niðurstöðu. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi telur að slysið verði rakið til saknæms athafnaleysis stefnda við að tryggja að útbúnaður umrædds stóls væri fullnægjandi og hann hættulaus. Vísar stefndi hér til 37. gr. laga nr. 46/1980, svo og 42. og 46. gr. laganna. Þá vísar hann til reglugerðar nr. 431/1997, en þar segi að atvinnurekandi skuli gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að tæki sem starfsmönnum eru látin í té innan fyrirtækis henti til þeirra verka sem vinna á eða séu hæfilega löguð að þeim, þannig að starfsmenn geti notað þau án þess að öryggi þeirra eða heilsu stafi hætta af. Stefnandi vísar einnig til reglna um skyldur verkstjóra í 20.-23. gr. laga nr. 46/1980, en þar segi að verkstjóri sé fulltrúi atvinnurekanda og beri ábyrgð á að aðbúnaður og öryggi sé fullnægjandi. Stefnandi telur að samkvæmt meginreglum skaðabótaábyrgðar beri stefndi vinnuveitendaábyrgð á störfum verkstjóra sinna. Samkvæmt reglugerð nr. 431/1997 hafi stefndi borið sérstaka skyldu til þess að tryggja að ekki stafaði hætta af þeim sérstöku vinnuskilyrðum sem innréttingar bensínstöðvarinnar buðu upp á, þ.e. að setið væri á háum stólum við vinnuna og að starfsmenn þyrftu að komast í og úr þessum stólum. Stólarnir hafi verið tæplega metersháir og á hjólum. Nauðsynlegt hafi verið að stökkva til að setjast í þessa stóla, en auk þess hafi verið hætta á að þeir rynnu til. Kveðst stefnandi telja að því hafi hvíldargrindin verið nauðsynleg til að unnt væri að stíga upp í stólinn. Stefnandi bendir á að í skýrslu Vinnueftirlits ríkisins um slysið komi fram að á gjaldkerastól þann sem stefnandi freistaði að setjast í, hafi vantað annan helming hvíldargrindar og hafi það verið aðalorsök slyssins. Samkvæmt framburði starfsmanna bensínstöðvarinnar hafði umrædda grind vantað í nokkurn tíma, en hún hafði verið tekin af vegna bilunar. Stefnandi mótmælir því og styður við niðurstöðu Vinnueftirlitsins að eigin sök hennar verði kennt um slysið. Þá verði það ekki rakið til óhappatilviljunar. Á stefnda hafi hvílt lögboðin skylda til að tryggja öryggi starfsmanna sem notuðu umrædda gjaldkerastóla. Hafi yfirmönnum mátt vera þessi hætta ljós, m.a. vegna hæðar stólanna og mikillar notkunar. Unnt hafi verið að lagfæra búnað gjaldkerastólsins án mikils tilkostnaðar eða fyrirhafnar. Vanræksla stefnda á að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsmanna sinna hafi því verið saknæm og orsök slyssins. Beri stefndi því skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda. Stefnukrafa byggist á matsgerð Ragnars Jónssonar og Leifs Dungal, sem dagsett er 5. júní 2004. Samkvæmt matsgerðinni er stefnandi alveg óvinnufær frá slysdegi 2. apríl 2003 til 22. september sama ár. Varanlegur miski er metinn 10%, en varanleg örorka 20%. Í stefnu var krafist greiðslu á samtals 5.484.578 krónum, sem sunduliðast svo: Bætur vegna tímabundinnar örorku 719.741 Þjáningabætur 169.540 Varanlegur miski 562.850 Varanleg örorka4.032.447 Við upphaf aðalmeðferðar lækkaði stefnandi kröfu sína í 4.850.924 krónur, en skýrði ekki hvernig sú fjárhæð er sundurliðuð. Ganga verður út frá því að um sé að ræða sömu sundurliðun með lægri fjárhæðum í einstökum liðum. Einstakir kröfuliðir voru nánar rökstuddir í stefnu með vísun til skaðabótalaga, matsgerðar og annarra gagna málsins. Stefndi andmælti ekki hinni endanlegu kröfugerð tölulega. Er því óþarft að reifa þessi atriði frekar. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi mótmælir því að hann beri bótaábyrgð á tjóni stefnanda. Hann mótmælir því að stóllinn sé hættulegur eða ófullnægjandi. Umrædda hvíldargrind hafi vantað lengi og það hafi blasað við öllum. Stóllinn hafi ekki orðið hættulegur við það að grindin var fjarlægð. Vinnueftirlitið hafi ekki gert neina athugasemd við stólinn er slysið var rannsakað. Kveðst stefndi mótmæla því að hann eða starfsmenn hans hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 46/1980. Stefndi telur að vöntun á helmingi hvíldargrindarinnar hafi ekki skipt neinu máli um slysið. Kveðst hann mótmæla niðurstöðu Vinnueftirlitsins í þá veru. Grind þessi sé ekki trappa og ekki sé ætlast til þess að hún sé notuð sem slík. Þá hafi helmingur grindarinnar verið á stólnum og stefnandi því getað notað þann hluta. Stefndi bendir á að stefnandi hafi þekkt aðstæður vel og verið vön að nota stólinn. Hún hafi vitað að grindina vantaði. Því verði slysið einungis rakið til eigin sakar hennar og óhappatilviljunar. Sérstaklega kveðst stefndi mótmæla því að sönnunarbyrði hvíli á honum. Varakrafa er byggð á því að eigin sök stefnanda verði um slysið kennt og því beri að lækka bætur. Í greinargerð mótmælti stefndi niðurstöðum örorkumatsgerðar og útreikningi á dómkröfum stefnanda. Hann hefur ekki aflað gagna til að hnekkja örorkumatinu og féll frá tölulegum mótmælum er stefnandi hafði lækkað kröfur sínar eins og að framan greinir. Stefndi mótmælir upphafstíma dráttarvaxta. Þeir skuli reiknast frá þeim degi er endanlegur dómur verður kveðinn upp, til vara krefst hann þess að þeir reiknist fyrst frá 23. júlí 2004, er mánuður var liðinn frá því að krafa var gerð. Forsendur og niðurstaða. Fallast ber á það með stefnda að umræddur stóll er í sjálfu sér ekki hættulegur á nokkurn hátt. Þó að umrædd grind sé að hálfu tekin af verður hann heldur ekki hættulegur við það eitt. Hins vegar kom fram í skýrslum stefnanda og vitnisins Hilmis Steinþórssonar að umræddur stóll var óhentugur við þær aðstæður sem voru á bensínstöðinni og hentaði illa eins og starfsmenn töldu sig þurfa að nota hann. Telja má sannað að stefnandi hafi misst jafnvægið og fallið á gólfið er hún reyndi að setjast upp á stólinn, sem að jafnaði var hafður tiltölulega hár. Að því er séð verður á myndum var stóllinn á hjólum og gólfið flísalagt. Verður lagt til grundvallar að gólfið hafi verið sleipt og að stóllinn hafi verið óstöðugur á gólfinu. Aðstæður við afgreiðsluborðið voru samkvæmt þessu óheppilegar. Þær kölluðu á að menn notuðu hvíldargrind stólsins eins og tröppu og er slysið varð vantaði annan hluta grindarinnar. Verður slys stefnanda því rakið til þess að vinnuaðstæður þær sem stefnanda voru skapaðar voru ekki góðar og kölluðu á að starfsmenn notuðu stólinn ranglega. Þá hafði hluti af hvíldargrind stólsins verið fjarlægður. Sannað er að starfsmenn höfðu kvartað yfir þessum vinnuaðstæðum, en stefndi hafði ekki gripið til neinna ráðstafana til að bæta úr. Slys stefnanda verður rakið til þessara aðstæðna á vinnustað hennar, sem reyndust viðsjárverðar. Mátti auðveldlega bæta úr. Eru vinnuaðstæður á ábyrgð stefnda og er hann því bótaskyldur vegna slyss stefnanda. Stefnandi þekkti aðstæður vel. Hún hafði áður dottið af stólnum með svipuðum hætti. Hér verður hins vegar að meta og bera saman augnabliks fljótfærni og aðgæsluleysi hennar við þá vanrækslu stefnda að hafa vinnuumhverfi hættulaust, en eins og áður segir hafði verið kvartað yfir vinnuaðstæðum. Er ekki ástæða til að lækka bætur til stefnanda vegna eigin sakar. Stefndi verður dæmdur til að bæta tjón stefnanda. Ágreiningur er ekki um kröfufjárhæð. Dráttarvexti ber að dæma samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður var liðinn frá því að stefnandi lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Lögmaður stefnanda krafði réttargæslustefnda um bætur með bréfi 23. júní 2004, en þá lágu fyrir sömu upplýsingar og byggt er á í málinu. Verða dráttarvextir því dæmdir frá 23. júlí 2004. Stefnandi hefur gjafsókn. Málskostnaður hennar ákveðst samtals 500.000 krónur. Er þar tekið tillit til virðisaukaskatts. Stefndi verður dæmdur til að greiða 400.000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Stefndi, Olíufélagið ehf., greiði stefnanda, Florije Fejzullahu, 4.850.924 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 frá 2. apríl 2003 til 23. júlí 2004 og dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, samtals 500.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Stefndi greiði 400.000 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. |
Mál nr. 379/2007 | Útboð Hlutabréf Stjórnsýsla Hæfi Jafnræði | Í auglýsti til sölu í lokuðu útboði 39,86% eignarhlut sinn í ÍA hf. Meðal bjóðenda voru JB ehf. og TSH ehf. sem skiluðu sameiginlegu boði, en gengið var til samninga við AV ehf. Töldu JB ehf. og TSH ehf. að sala hlutafjárins hefði verið ólögmæt vegna margvíslegra ágalla á undirbúningi og framkvæmd hennar. Kröfðust þeir þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda Í annars vegar vegna kostnaðar sem þeir hafi orðið fyrir við að taka þátt í útboðinu og gera tilboð og hins vegar vegna tapaðs hagnaðar af því að Í tók ekki tilboði þeirra.Talið var að stjórnendur ÍA hf., sem fruminnherjar í merkingu þágildandi laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti, hafi ekki virt ríkar skyldur sem lagðar voru á fruminnherja skv. 32. og 33. gr. laganna vegna viðskipta þeirra með verðbréf félagsins. Hafi jafnræði þeirra sem tekið hafi þátt í útboðinu því ekki verið tryggt eða réttra samskiptareglna gætt. Var framkvæmd útboðsins því talin ólögmæt. JB ehf. og TSH ehf. voru þó ekki taldir hafa sýnt fram á að við þá hefði verið samið eða þeir átt raunhæfa möguleika á að verða valdir af Í hefði ekki verið brotið gegn lögum. Var Í því sýknað af kröfum JB ehf. og TSH ehf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms, en til vara að kröfur áfrýjenda verði lækkaðar. Hann krefst í báðum tilvikum málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en að því frágengnu að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti verði felldur niður. I. Stefndi auglýsti 6. mars 2003 til sölu í lokuðu útboði eignarhlut sinn í Íslenskum aðalverktökum hf., en sá hlutur nam 39,86% alls hlutafjár í félaginu. Af hálfu stefnda annaðist söluna framkvæmdanefnd um einkavæðingu og skyldi tilboðum skilað til hennar fyrir 21. mars 2003. Tilkynning um söluna var birt á vef Kauphallar Íslands, en útdráttur úr henni í dagblöðum, þar sem jafnframt var vísað á tilteknar vefsíður um nánari upplýsingar. Meðal annars var tekið fram að ráðgert væri að selja hlutinn í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta og athygli vakin á að ekki væri um að ræða almennt útboð samkvæmt þágildandi lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996. Þá var þess getið að Landsbanki Íslands hf. hefði umsjón með útboðinu fyrir stefnda. Fjögur tilboð bárust, þar af eitt frá áfrýjendum í sameiningu, en aðrir bjóðendur voru Jarðboranir hf., Joco ehf. og Eignarhaldsfélagið AV ehf. Stefndi fól Verðbréfastofunni hf. að leggja mat á tilboðin og var það niðurstaða hennar að tilboð frá síðastnefnda bjóðandanum væri hagstæðast. Gekk stefndi í kjölfarið til samninga við hann og var kaupsamningur um sölu á öllu hlutafé stefnda í áðurnefndu félagi undirritaður 2. maí 2003. Málavextir eru nánar raktir í héraðsdómi. Áfrýjendur höfðuðu málið 7. apríl 2006. Reisa þeir kröfur sínar á því að sala hlutafjárins hafi verið ólögmæt vegna margvíslegra ágalla, sem verið hafi á undirbúningi og framkvæmd hennar. Meðal annars hafi reglur um sérstakt hæfi samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 verið brotnar, auk þess sem hvorki rannsóknarregla 10. gr. sömu laga né regla 13. gr. laganna um andmælarétt hafi verið virtar. Þá hafi verið gengið gegn jafnræðisreglu 11. gr. laganna og 65. gr. stjórnarskrárinnar og grunnreglum laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða. Hið sama eigi við um lög nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti auk þess sem brotið hafi verið gegn reglum Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Af þessum sökum hafi áfrýjendur orðið fyrir tjóni, sem þeir krefjast að fá bætt. Stefndi byggir á því að við framkvæmd sölunnar hafi í einu og öllu verið farið að þeim reglum, sem giltu á því sviði sem um ræðir. Málsástæðum aðilanna er nánar lýst í hinum áfrýjaða dómi, þar sem var fallist á sýknukröfu stefnda. Vísað var frá héraðsdómi sérstakri kröfu áfrýjenda um að viðurkennt yrði að framkvæmd útboðsins hafi verið ólögmæt, enda yrði við úrlausn um bótakröfu þeirra ekki komist hjá því að taka afstöðu til þess. Áfrýjendur una þeirri niðurstöðu og er því til úrlausnar í málinu sú krafa þeirra, sem áður var getið. II. Meðal málsgagna eru „verklagsreglur um útboð og sölu ríkisfyrirtækja“, sem ríkisstjórnin mun hafa samþykkt 9. febrúar 1996 og komu í stað eldri reglna um sama efni frá 12. október 1993. Reglurnar voru í gildi á þeim tíma, sem atvik málsins urðu, en ekki höfðu verið sett sérstök lög um sölu á hlutabréfum í eigu stefnda. Í inngangi þessara reglna kemur fram að framkvæmd einkavæðingar taki til sölu hlutabréfa í eigu ríkisins og útboða á ríkisrekstri. Tryggi reglurnar jafnan aðgang og um leið tækifæri fyrir alla landsmenn til að eignast hlut í fyrirtækjum og taka þátt í útboðum á vegum ríkisins á jafnréttisgrundvelli. Þá kemur fram að yfirstjórn einkavæðingar sé í höndum ríkisstjórnarinnar, en sérstök framkvæmdanefnd annist undirbúning og framkvæmd verkefna, sem ráðist er í. Í 3. tölulið reglnanna er kveðið á um að úttekt fari fram á félagi, sem skuli selja, og eigi hún að tryggja fullnægjandi upplýsingar um stöðu þess áður en sala er ákveðin. Í 6. tölulið segir að við sölu á fyrirtæki skuli meta tilboð til staðgreiðsluverðs og því tilboði tekið sem gefi öruggustu greiðslurnar og hæst staðgreiðsluverð. Hafna skuli öllum tilboðum ef þau eru talin ófullnægjandi. Samkvæmt 8. tölulið er heimilt að hafna tilboðum frá aðilum ef sala til þeirra er líkleg til að draga úr virkri samkeppni á þeim markaði, sem fyrirtækið starfar, svo og ef sala með þeim hætti samræmist ekki settum markmiðum þannig að líklegt sé að atvinnugreinin bíði skaða af. Í 12. tölulið kemur fram að reglurnar taki einnig til eignarhluta í fyrirtækjum sem ríkissjóður selur eða hyggst selja. Af hálfu stefnda er á því byggt að sala á hlutafé hans í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi farið fram í samræmi við þessar reglur og þágildandi lög nr. 13/1996. Hann mótmælir því hins vegar að stjórnsýslulög geti fullum fetum átt við þegar um er að ræða sölu hlutabréfa stefnda í almenningshlutafélögum á einkaréttarlegum grundvelli, sbr. 1. gr. þeirra laga. Hann kveður þó óumdeilt að „kröfur um vikningu sætis vegna vanhæfis eiga við í slíku ferli“, svo og almennar jafnræðisreglur, sem í hvívetna hafi verið leitast við að gæta við framkvæmd málsins. Á þeim tíma, sem um ræðir, var félagið Íslenskir aðalverktakar hf. skráð í Kauphöll Íslands. Hluthafar munu hafa verið rúmlega 500 talsins. Stefndi hafði áður selt 10,7% hlutafjár í félaginu með tilboðsfyrirkomulagi á árinu 1998, en var eftir sem áður langstærsti einstaki hluthafinn þegar kom að þeirri sölu, sem ágreiningur aðilanna er sprottinn af. III. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu barst bréf forstjóra Íslenskra aðalverktaka hf. 6. mars 2003, sem var lagt fram á fundi nefndarinnar sama dag. Í bréfinu var greint frá því að á fundi fjölmargra starfsmanna félagsins degi fyrr hafi verið ákveðið að gera stefnda tilboð í hlut hans í Íslenskum aðalverktökum hf. Þar sem bæði forstjóri félagsins og framkvæmdastjóri fjármálasviðs væru í þessum hópi og í fyrirsvari fyrir hann væri ljóst að þeir teldust vanhæfir til að gefa upplýsingar um félagið í því söluferli, sem ákveðið hafi verið. Þess var farið á leit að þeir yrðu af þessari ástæðu leystir undan upplýsingagjöf, auk þess sem tilkynnt var að stjórnendur og starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hf. ynnu að gerð tilboðs í samræmi við auglýsta skilmála. Á fundi framkvæmdanefndar um einkavæðingu sama dag var ákveðið að starfsmaður hennar auk stjórnarformanns og endurskoðanda Íslenskra aðalverktaka hf. skyldu annast upplýsingagjöf á kynningarfundum með væntanlegum bjóðendum. Áfrýjendur reisa kröfu sína meðal annars á því að reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið brotnar þar sem stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf., sem áttu hlut í Eignarhaldsfélaginu AV ehf., hafi verið vanhæfir. Þeir hafi engu að síður tekið þátt í söluferlinu allt fram til 6. mars 2003 með upplýsingagjöf í tengslum við gerð útboðsgagna og stýrt upplýsingagjöf til kauphallar á sölutíma. Með vísan til forsendna héraðsdóms er því hafnað að krafa áfrýjenda geti náð fram að ganga á grundvelli þeirrar málsástæðu, sem hér um ræðir. IV. Áður var þess getið að krafa áfrýjenda er meðal annars reist á því að reglur um jafnræði hafi verið brotnar. Upplýsingagjöf um Íslenska aðalverktaka hf. hafi verið alls ófullnægjandi til þeirra, sem lýstu áhuga á að bjóða í eignarhlut stefnda í félaginu, og þar á meðal til áfrýjenda. Stjórnendur félagsins hafi hins vegar búið yfir þekkingu á stöðu þess langt umfram aðra bjóðendur og nýtt sér hana til að ná fram markmiðum sínum. Vegna þekkingar á innviðum félagsins hafi þeir verið í einstakri stöðu til að ákveða verðtilboð og fjármagna kaup sín og stefndi engar ráðstafanir gert til að hamla gegn ójafnræði bjóðenda. Stjórnendurnir hafi verið fruminnherjar í merkingu laga nr. 13/1996 og stefnda óheimilt að taka við tilboði frá slíkum bjóðendum. Þátttaka þeirra hafi einnig falið í sér sjálfstætt brot á reglum félagsins um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Trúnaðarupplýsingar hafi vissulega verið fyrir hendi innan félagsins og benda áfrýjendur í því sambandi einkum á óvissu um verðmæti tiltekinna eigna og verk á undirbúningsstigi. Í ljósi alls þessa hafi útboðsskilmálar stefnda heldur ekki staðist, en samkvæmt þeim skyldu bjóðendur ekki settir í stöðu innherja með því að veita þeim trúnaðarupplýsingar um stöðu félagsins. Stefndi hafnar þessari málsástæðu áfrýjenda og heldur fram að hvorki hafi verið lagalegar forsendur fyrir því að útiloka innherja í Íslenskum aðalverktökum hf. frá því að gera tilboð né heimila öðrum tilboðsgjöfum að fá aðgang að trúnaðarupplýsingum um félagið. Samkvæmt lögum nr. 13/1996 hafi innherjum verið heimilt að gera tilboð í skráð fyrirtæki á markaði lægju fyrir fullnægjandi upplýsingar um málefni þess sem geti talist mynda markaðsverð á hverjum tíma, enda nýttu þeir sér ekki trúnaðarupplýsingar. Ítarlegar upplýsingar um félagið hafi legið fyrir á markaði, enda ársuppgjör þess nýlega birt. Fyrirliggjandi upplýsingar hafi verið fullnægjandi og í samræmi við ákvæði laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða og reglugerðir, sem settar voru samkvæmt þeim lögum. Þá hafi reglur Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja verið virtar, en samkvæmt þeim sé fruminnherjum heimilt að eiga viðskipti með verðbréf í sex vikur eftir birtingu ársreiknings eða árshlutareiknings. Ársreikningur hafi verið birtur 27. febrúar 2003 og frestur innherja til að gera tilboð því ekki verið liðinn. Loks hafi verið tekið sérstaklega fram í verklagsreglum um útboð og sölu ríkisfyrirtækja að öllum landsmönnum skuli veitt tækifæri til að taka þátt í útboði á vegum ríkisins á jafnréttisgrundvelli og því verið óheimilt að útiloka starfsmenn fyrirtækis, sem til stendur að selja, frá þátttöku í útboði. Óumdeilt er að stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. voru fruminnherjar í merkingu laga nr. 13/1996, sem hér eiga við að undanskildum ákvæðum í IV. kafla um útboð verðbréfa. Í V. kafla var fjallað um meðferð trúnaðarupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun, en í 30. gr. laganna sagði að ákvæði kaflans tækju til viðskipta með verðbréf sem skráð hefðu verið eða óskað eftir að yrðu skráð á skipulegum verðbréfamarkaði. Í 32. gr. sagði að fruminnherjar skyldu ganga úr skugga um það áður en þeir ættu viðskipti með verðbréf félags, sem þeir væru fruminnherjar í, að ekki lægju fyrir trúnaðarupplýsingar innan félagsins og samkvæmt 33. gr. skyldu þeir tilkynna aðila sem útnefndur hefði verið í samræmi við reglur samkvæmt 37. gr. fyrirfram um fyrirhuguð viðskipti sín eða aðila sem væru fjárhagslega tengdir honum með verðbréf félagsins og jafnóðum og viðskiptin hefðu farið fram. Samkvæmt 37. gr. skyldi stjórn félags, sem 30. gr. átti við um, setja reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Í þeim reglum skyldi meðal annars kveðið á um með hvaða hætti yrði komið í veg fyrir að trúnaðarupplýsingar bærust til annarra en þarfnast þeirra vegna starfa sinna, hvernig viðskiptum innherja skyldi háttað, hver hefði eftirlit með því innan félagsins að reglunum væri framfylgt og skráningu samskipta sem fram færu á grundvelli reglnanna. Reglur, sem Íslenskir aðalverktakar hf. hafa sett í samræmi við fyrirmæli 37. gr., eru meðal málsgagna og ber 5. gr. þeirra fyrirsögnina: „Viðskipti innherja, rannsóknarskylda fruminnherja og lokuð tímabil.“ Í 1. mgr. 5. gr. segir: „Fruminnherji skal ganga úr skugga um það, áður en hann eða aðili fjárhagslega tengdur honum á viðskipti með verðbréf, að ekki séu fyrir hendi trúnaðarupplýsingar innan félagsins. Skal hann tilkynna regluverði um fyrirhuguð viðskipti áður en þau eiga sér stað ... .” Í 2. mgr. sömu greinar segir: „Eftir að regluverði hefur borist tilkynning fruminnherja samkvæmt ofangreindu skal hann láta honum í té álit á því, hvort trúnaðarupplýsingar liggi fyrir innan félagsins.“ Í sömu mgr. er einnig kveðið á um sjálfstæðar skyldur regluvarðar ef fruminnherji á viðskipti með verðbréf og sá fyrrnefndi telur trúnaðarupplýsingar vera fyrirliggjandi. Þá hljóðar 4. mgr. 5. gr. svo: „Fruminnherjum er óheimilt að eiga viðskipti með verðbréf nema í sex vikur eftir birtingu árs- eða árshlutareikninga og þá einungis að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsingar innan félagsins.“ Gögn málsins bera ekki með sér að stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. hafi gengið úr skugga um að trúnaðarupplýsingar væru ekki fyrir hendi áður en þeir áttu viðskipti með umrædd verðbréf eða tilkynnt regluverði um fyrirhuguð viðskipti sín áður en þau voru gerð. Verður ekki ráðið að virtar hafi verið þær ríku skyldur, sem lagðar voru á fruminnherja samkvæmt 32. og 33. gr. laga nr. 13/1996 vegna viðskipta þeirra með verðbréf, sbr. einnig reglur Íslenskra aðalverktaka hf. samkvæmt 37. gr. sömu laga. Af hálfu stefnda var tekið við tilboði Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og síðan samið við það félag þrátt fyrir þennan annmarka. Með því að láta þetta undir höfuð leggjast var ekki tryggt jafnræði þeirra, sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. V. Áfrýjendur krefjast að viðurkennd verði skaðabótaskylda stefnda annars vegar vegna kostnaðar sem þeir hafi orðið fyrir við tilboðsgerðina og hins vegar vegna tapaðs hagnaðar þar eð ekki var gengið að tilboði þeirra. Í því sambandi er meðal annars haldið fram að tilboð allra annarra bjóðenda en áfrýjenda hafi verið ógild vegna annmarka, sem þau voru haldin, og að áfrýjendur hafi haft „raunhæfa möguleika á því að verða valdir sem kaupendur“ eignarhluta stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. Landsbanki Íslands hf. hafði upphaflega umsjón með útboðinu fyrir stefnda, en með bréfi 21. mars 2003 vakti bankinn athygli framkvæmdanefndar um einkavæðingu á ákveðnum tengslum sínum við tvo bjóðendur. Var því ákveðið á fundi nefndarinnar 25. sama mánaðar að bankinn tæki ekki þátt í að meta og bera saman fram komin tilboð. Var þess í stað leitað til Verðbréfastofunnar hf., sem skilaði skýrslu um mat á tilboðum 23. apríl 2003. Þar er rakið að í tilkynningu stefnda 6. mars 2003 um sölu á eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið tekið fram að við mat á tilboðum yrði litið til tiltekinna atriða og í þeirri röð, sem síðan var greint frá í fimm tölusettum liðum. Hið fyrsta þeirra var verð, en hin fjögur lutu að áhrifum sölu á samkeppni á íslenskum verktakamarkaði, fjárhagslegum styrk bjóðenda og lýsingu á fjármögnun, framtíðarsýn um rekstur Íslenskra aðalverktaka hf. og starfsmannamál og loks stjórnunarlegri reynslu og þekkingu á þeim markaði, sem félagið starfar á. Í tilkynningu stefnda var hins vegar ekki greint frá því hvert vægi hver þáttur skyldi hafa. Í mati Verðbréfastofunnar hf. var verð látið vega 40%, en önnur atriði frá 20% að 12%. Niðurstaðan samkvæmt þessari aðferð var sú að tilboð Eignarhaldsfélagsins AV ehf. hafi verið hæst, tilboð Jarðborana hf. næsthæst, tilboð Joco ehf. komið þar á eftir, en tilboð áfrýjenda verið lægst. Eftir áfrýjun héraðsdóms fengu áfrýjendur dómkvadda tvo menn til að leggja mat á tilboðin, en í matsbeiðni voru nánar tilgreind í sex tölusettum liðum þau atriði, sem skyldu metin. Skiluðu matsmennirnir Eyvindur Gunnarsson lektor og Ólafur Nilsson löggiltur endurskoðandi ítarlegu mati 26. október 2007. Þar kemur meðal annars fram að niðurstaða þeirra um vægi einstakra þátta er annað en hjá Verðbréfastofunni hf. og munar mestu að verð er látið vega 65%, en aðrir þættir frá 5% lægst en 15% hæst. Niðurstaða þeirra varð samkvæmt þessu sú að boð Jarðborana hf. hafi verið hæst og boð Eignarhaldsfélagsins AV ehf. næsthæst. Röð tilboða Joco ehf. og áfrýjenda í þessum samanburði var hin sama og hjá Verðbréfastofunni hf. Samkvæmt þessu var boð áfrýjenda lægst allra tilboða sem bárust í eignarhlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. Ekki hefur verið sýnt fram á að tilboð Jarðborana hf. hafi verið ógilt vegna annmarka, sem áfrýjendur telja það hafa verið haldið og greinir nánar í héraðsdómi. Áfrýjendur hafi ekki stutt neinum rökum að afskipti Landsbanka Íslands hf. af undirbúningi útboðsins og gerð tilboðsgagna hafi haft þau áhrif sem varðað geti ógildingu á framkvæmd útboðsins. Verður niðurstaða héraðsdómara um það atriði staðfest að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hans. Þótt til álita hefði komið að viðurkenna skaðabótaskyldu stefnda vegna kostnaðar áfrýjenda og hagnaðar, sem þeir kunna að hafa farið á mis við, hafa þeir ekki sýnt fram á að við þá hefði verið samið eða þeir átt raunhæfa möguleika á að verða valdir af stefnda, hefði ekki verið brotið gegn lögum og það orðið þeim á þennan hátt til tjóns, sbr. til hliðsjónar regla 1. mgr. 84. gr. þágildandi laga nr. 94/2001 um opinber innkaup. Samkvæmt öllu framanröktu verður niðurstaða héraðsdóms staðfest. Rétt er að hver málsaðila beri sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. febrúar 2007. Mál þetta, sem dómtekið var að loknum munnlegum málflutningi 18. janúar sl., er höfðað með stefnu, birtri 7. apríl 2006. Stefnendur eru JB Byggingafélag ehf., Bæjarlind 4, Kópavogi og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf., Kirkjustétt 2-6, Reykjavík. Stefndi er fjármálaráðherra, Arnarhvoli við Lindargötu, f.h. íslenska ríkisins. Kröfur stefnenda eru: Að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. Að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnendum vegna ólögmætrar framkvæmdar á lokuðu útboði á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf., vegna kostnaðar sem stefnendur urðu fyrir við að taka þátt í lokuðu útboði og senda inn tilboð í 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum. Að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnendum vegna ólögmætrar framkvæmdar á lokuðu útboði á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf., vegna tapaðs hagnaðar stefnenda af því að stefndi tók ekki tilboði stefnenda að undangengnu útboði í 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. Þá krefjast stefnendur málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi gerir eftirfarandi kröfur: Aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda og honum tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda, in solidum. Til vara að kröfur stefnenda verði lækkaðar og stefnda tildæmdur málskostnaður úr hendi stefnenda, in solidum. Til þrautavara er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. Fyrir upphaf aðalmeðferðar í máli þessu fór dómari þess á leit við lögmenn aðila að þeir gerðu grein fyrir formhlið málsins í upphafi málflutnings og tjáðu sig um annmarka sem kynnu að vera á málatilbúnaði stefnenda og varðað gætu frávísun málsins ex officio. Var svo gert. Málsatvik Þann 9. febrúar 1996 samþykkti ríkisstjórn Íslands verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar. Í inngangi þeirra kemur fram að reglunum sé ætlað að tryggja jafnan aðgang, og um leið tækifæri fyrir alla landsmenn, til að eignast hlut í fyrirtækjum og að taka þátt í útboðum á vegum ríkisins á jafnréttisgrundvelli. Samkvæmt verklagsreglum þessum er yfirstjórn einkavæðingar í höndum ríkisstjórnar og fjögurra manna ráðherranefndar á hennar vegum. Á vegum ráðherranefndarinnar starfar framkvæmdanefnd sem annast undirbúning og samræmingu verkefna á sviði einkavæðingar. Verklagsreglurnar hafa að geyma ýmis ákvæði í 12 liðum um hlutverk framkvæmdanefndarinnar, úttekt á fyrirtækjum og rekstrarumhverfi, auglýsingar, söluaðferð og mat tilboða, auk ákvæða um takmarkanir á sölu til einstakra aðila. Samkvæmt 12. lið reglnanna taka þær einnig til eignarhluta í fyrirtækjum sem ríkissjóður selur eða hyggst selja. Í málinu hafa verið lagðar fram fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem fjallað var um sölu á eignarhlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Þar sem fundargerðirnar varpa ljósi á málsástæður stefnenda þykir nauðsynlegt að greina nokkuð frá efni þeirra. Samkvæmt fundargerð fundar 12. febrúar var farið yfir stöðu samninga við Landsbanka Íslands hf. og var Guðmundi Ólasyni, starfsmanni framkvæmdanefndar, falið að ræða við bankann um fyrirkomulag sölunnar, auglýsingar, kynningar og verðmat. Á fundi nefndarinnar þann 24. febrúar var rætt um stöðu uppgjörs gagnvart Landsvirkjun í tengslum við Vatnsfellsvirkjun og voru nefndarmenn sammála um að lausn þess ágreinings væri forsenda framangreindrar sölu. Þá var rætt um forsendur vegna mats á tilboðum og undirbúning gagna fyrir hugsanlega fjárfesta, sem og skilyrði í sölunni og tímaáætlanir. Á fundinum lýsti Jón Sveinsson, nefndarmaður í framkvæmdanefnd, því yfir að sem stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. myndi hann á tilteknum tímapunkti segja sig frá þessu verkefni nefndarinnar vegna vanhæfis. Rætt var um að það yrði gert þegar fjárfestum yrði gert að skila inn tilkynningum um þátttöku og verðtilboðum, þ.e. áður en mat á bjóðendum færi fram. Í fundargerðinni er tekið fram að Ólafur Davíðsson, formaður framkvæmdanefndar, taldi ekki nauðsynlegt að gera frekari ráðstafanir vegna þessa. Á fundi nefndarinnar þann 26. febrúar var rætt um samninga við Landsbanka Íslands hf. varðandi umsjón sölunnar og stefnt að undirritun eftir nk. helgi. Í fundargerð 3. mars kemur fram að lögð hafi verið fram drög að auglýsingu og rætt um einstök atriði. Lagt var fram minnisblað frá Landsbanka Íslands hf. varðandi vægi einstakra atriða við mat á tilboðum og tillögur bankans samþykktar að undangenginni umfjöllun. Á fundi framkvæmdanefndar 6. mars 2003 var lagt fram bréf frá starfsmönnum og stjórnendum Íslenskra aðalverktaka hf., dags. sama dag, þar sem frá því var greint að starfsmenn væru með tilboð í undirbúningi og gætu þ.a.l. ekki komið að kynningu á sölunni, til að tryggja jafnræði. Rætt var um kynningarfundi fyrir væntanlega bjóðendur, hverjir myndu annast kynningar o.fl. Ákveðið var Guðmundur Ólason annaðist kynningar af hálfu framkvæmdanefndar en Jón Sveinsson og endurskoðandi félagsins fyrir hönd Íslenskra aðalverktaka hf. Þá var rætt um áhrif þess á aðra bjóðendur að starfsmenn væru væntanlegir tilboðsgjafar. Voru nefndarmenn sammála um að þessi staða yrði að vera öllum ljós og kynnt öðrum bjóðendum. Á þessum fundi fór Jón Sveinsson yfir stöðu sína í nefndinni, varðandi hugsanlegt vanhæfi, í ljósi þess að hann væri stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. Tilkynnti hann nefndinni að af þessum ástæðum segði hann sig frá þessu verkefni í nefndinni og myndi ekki sækja fundi þar sem það væri á dagskrá. Í sömu fundargerð kemur fram að fulltrúar Landsbanka Íslands hf. hafi mætt á fund framkvæmdanefndar og hafi Ólafur Davíðsson farið yfir bréf frá starfsmönnum. Rætt var um kynningarfundi með væntanlegum bjóðendum og lögðu fulltrúar bankans fram drög að kynningargögnum. Ákveðið var að staða starfsmanna yrði kynnt í upphafi kynningarfunda þannig að þetta mál væri alveg skýrt. Tekið var fram að skýrt væri í kynningargögnum að upplýsingar takmörkuðust við þær upplýsingar sem kynntar hefðu verið í Kauphöll Íslands og ef svo færi að upplýsingar kæmu fram umfram það, yrðu þær jafnóðum kynntar á markaði. Þá var um það rætt að kynningarfundir hefðu ekki formlegt gildi í söluferlinu og að bjóðendur mættu leggja inn tilboð, án þess að hafa mætt á slíka fundi. Í fundargerðinni kemur fram að fulltrúar Landsbanka Íslands hf. hafi lagt fram minnisblað varðandi mat á tilboðum, dags. 4. mars 2003, þar sem gerðar voru tillögur um vægi einstakra þátta við mat á tilboðum. Samþykkt var að fara að tillögum fulltrúa bankans. Þennan sama dag, 6. mars 2003, birtist auglýsing í Morgunblaðinu um lokað hlutafjárútboð á eignarhlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að framkvæmdanefnd um einkavæðingu, f.h. utanríkisráðherra, hyggist selja allan eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum, alls að nafnverði 558.040.000 kr., í einu lagi til eins aðila eða eins hóps fjárfesta og að um sé að ræða 39,86% af útgefnu heildarhlutafé í félaginu. Þá er vakin á því athygli að ekki sé hér um almennt útboð að ræða samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996. Í upphafi er þess getið að auglýsingin sé útdráttur úr tilkynningu um sölu á eignarhlut íslenska ríkisins í fyrirtækinu og áhugasömum fjárfestum bent á að kynna sér tilkynninguna í heild á vef Kauphallar Íslands eða Landsbankans, en Landsbanki Íslands hf. var umsjónaraðili útboðsins. Í tilkynningu um sölu á eignarhlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. er að finna frekari upplýsingar og skilmála útboðsins. Þar segir m.a. svo um kynningarfundi með fjárfestum: „Munu slíkir fundir þá haldnir fyrir 14. mars með hverjum áhugaaðila (fjárfesti) fyrir sig eða hópi þeirra. ... Upplýsingagjöf varðandi starfsemi félagsins takmarkast þó við þær upplýsingar sem opinberar eru í kauphöll enda er félagið skráð á aðallista Kauphallar Íslands hf. Áhugasamir fjárfestar verða ekki settir í stöðu innherja í félaginu.“ Í þeim hluta tilkynningarinnar sem fjallar um skil á tilboðum kemur fram að tilboðum skuli skila inn til framkvæmdanefndar um einkavæðingu fyrir kl. 16.00 föstudaginn 21. mars 2003. Skuli tilboðin sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt og við mat á þeim verði litið til eftirtalinna atriða, sem skuli tilgreind: 1. Verð. 2. Lýsing og mat á áhrifum sölu til viðkomandi tilboðsgjafa á samkeppni á íslenskum verktakamarkaði. 3. Fjárhagslegur styrkur og lýsing á fjármögnun. 4. Framtíðarsýn hvað varðar rekstur fyrritækisins og starfsmannamál. 5. Stjórnunarleg reynsla og þekking á þeim markaði sem félagið starfar á. Tekið er fram að framkvæmdanefnd um einkavæðingu muni í samráði við umsjónaraðila velja einn tilboðsgjafa til viðræðna við nefndina á grundvelli heildstæðs mats á þeim upplýsingum sem óskað hefur verið eftir. Þá kemur þar fram að framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskilji sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Í upphafi tilkynningarinnar er vakin á því athygli að ekki sé um almennt útboð að ræða samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996. Í fundargerð framkvæmdanefndar um einkavæðingu frá 14. mars 2003 er bókað að Guðmundur Ólason hafi farið yfir fundi með áhugasömum bjóðendum, sem alls voru átta. Jafnframt var þar rætt um stöðu starfsmanna í ferlinu, þar sem fram hefði komið á kynningarfundum að mönnum þætti staða þeirra sem innherja óeðlileg í ferlinu. Nefndarmenn voru sammála um að lítið væri hægt að gera í því máli, enda væri innherjum heimilt að kaupa hlutabréf í félögum undir ákveðnum kringumstæðum, m.a. í kjölfar ársuppgjörs eins og væri í þessu tilfelli. Mikilvægt væri að tryggja að eins miklar upplýsingar og mögulegt væri yrðu kynntar öðrum bjóðendum og að upplýsingar takmörkuðust við upplýsingar í kauphöll. Fjögur tilboð bárust í eignarhlut íslenska ríkisins. Stefnendur buðu sameiginlega fast verð, 3,31 krónu fyrir hvern hlut. Jarðboranir hf. bauð 4,02 krónur fyrir hvern hlut, en með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Joco ehf. bauð allt að 4,2 krónur fyrir hvern hlut, en sá fyrirvari var gerður að endanlegt kaupverð réðist eftir áreiðanleikakönnun. Eignarhaldsfélagið AV ehf. bauð 3,2 3,69 krónur fyrir hvern hlut. Forsendur verðs tengdust skilyrðum sem sett kynnu að verða í endanlegum kaupsamningi, auk annarra atriða sem talin voru upp í átta töluliðum. Tilboðin voru kynnt og yfirfarin á fundum framkvæmdanefndar um einkavæðingu 24., 25. og 28. mars 2003. Á fundi nefndarinnar 25. mars var lagt fram bréf frá Sigurði Atla Jónssyni, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbanka Íslands hf., dags. 21. mars 2003, en hann hafði haft umsjón með sölunni f.h. Landsbankans. Í bréfinu greinir Sigurður Atli frá tengslum bankans við tvo tilboðsgjafa í hlut ríkisins, annars vegar við Eignarhaldsfélagið AV ehf., sem gert hafi samninga við bankann um veitingu ráðgjafar fyrirtækjaþróunar varðandi möguleg kaup á hlut ríkisins og um fjármögnun þeirra kaupa. Hins vegar við Jarðboranir hf., en stærsti hluthafi í því félagi sé Fjárfestingarfélagið Atorka hf., þar sem hann sitji sjálfur í stjórn þess félags. Á fundinum var bókað að einn nefndarmanna í framkvæmdanefnd, Sævar Þór Sigurgeirsson, teldi þetta mjög óeðlilegt. Baldur Guðlaugsson, einnig nefndarmaður, taldi rétt að gera greinarmun á því hvort staðan hafi haft áhrif fram til þessa og hins vegar framhaldinu. Sagðist hann í fljótu bragði ekki sjá að þeir hafi haft aðra stöðu en aðrir bjóðendur þar sem fyrirtækið væri skráð á markaði og upplýsingar söluaðila miðuðust við það. Taldi hann að nú þyrfti að meta tilboðin og væri einsýnt að Landsbanki Íslands væri ekki með í því ferli. Undir þetta tók Ólafur Davíðsson og áréttaði að allir hefðu haft aðgang að sömu upplýsingum. Á fundi framkvæmdanefndar þann 28. mars var bókað að Ólafur Davíðsson teldi heppilegast að leita til utanaðkomandi aðila til að meta tilboðin til að tryggja jafnræði. Í kjölfarið var Verðbréfastofunni hf. falið að meta framkomin tilboð og gera tillögu um val til nefndarinnar. Verðbréfastofan hf. skilaði greinargerð um tilboðin til framkvæmdanefndar um einkavæðingu þann 23. apríl 2003. Í greinargerðinni er lagt mat á vægi þeirra fimm þátta sem bjóðendur áttu sérstaklega að gera grein fyrir í tilboðum sínum. Var það mat Verðbréfastofunnar hf. að tilboð Eignarhaldsfélagsins AV ehf. væri hagstæðast en tilboð stefnenda hið lægsta. Var því lagt til að fyrst ætti að ganga til viðræðna við Eignarhaldsfélag AV ehf. Hins vegar var í greinargerðinni sérstaklega bent á verðbil og umtalsverða fyrirvara sem var að finna í tilboði Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og taldi Verðbréfastofan hf. að þeir fyrirvarar væru þess eðlis að hægt væri að velta upp þeirri spurningu hvort tilboðið væri í raun gilt. Á fundi framkvæmdanefndar um einkavæðingu þennan sama dag, 23. apríl, var rætt um greinargerðina, mat á framkomnum tilboðum og þau skilyrði sem voru í tilboði Eignarhaldsfélagsins AV ehf. Á fundinum var bókað eftir Sturlu Sigurjónssyni, nefndarmanni í framkvæmdanefnd, að skýrt hefði verið tekið fram í útboðsgögnum að tilboðið ætti að vera gegn staðgreiðslu og án fyrirvara, og því ætti að vera hægt að ganga fljótt úr skugga um þetta. Þá var bókað eftir Baldri Guðlaugssyni að málið snerist um að skoða hvort réttlætanlegt væri að ganga til samninga á grundvelli tilboðsins. Var það samdóma álit nefndarmanna að skilyrðin væru óásættanleg. Jafnframt var ákveðið að skrifa bréf til ráðherranefndar og kynna niðurstöðu Verðbréfastofunnar hf. Enn var fundur haldinn í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þann 25. apríl 2003. Þar var m.a. farið yfir bréf til bjóðenda, annars vegar höfnunarbréf en hins vegar bréf til Eignarhaldsfélagsins AV ehf., þar sem því var boðið til viðræðna. Á fundinn mættu fulltrúar frá eignarhaldsfélaginu og lýstu yfir að Eignarhaldsfélagið AV ehf. væri tilbúið til að staðfesta skilning nefndarinnar varðandi framsetningu á verði í tilboði félagsins. Þann 2. maí 2003 var undirritaður kaupsamningur milli íslenska ríkisins og Eignarhaldsfélagsins AV ehf. um kaup þess síðarnefnda á 39,8577% af útgefnu hlutafé Íslenskra aðalverktaka hf. Umsamið gengi hluta var 3,69 fyrir hvern hlut og heildarkaupverð því 2.059.049.055 krónur. Samningurinn var undirritaður af utanríkisráðherra, f.h. íslenska ríkisins, og staðfestur af fjármálaráðherra, f.h. íslenska ríkisins. Af hálfu kaupanda var samningurinn undirritaður af Stefáni Friðfinnssyni. Þann 27. mars 2003 óskuðu stefnendur eftir fundi með framkvæmdanefnd um einkavæðingu, þar sem þá lá fyrir að þrír aðrir aðilar höfðu tekið þátt í útboðinu og töldu stefnendur a.m.k. tvo þeirra hafa haft aðgang að innherjaupplýsingum. Því hafi stefnendur ekki notið jafnræðis við þá bjóðendur. Bréfinu var ekki svarað sérstaklega og ritaði lögmaður stefnenda í kjölfar þess nokkur bréf til framkvæmdanefndar um einkavæðingu, og síðar til forsætisráðherra, þar sem hann óskaði ýmissa gagna um framkvæmd útboðsins, mat á tilboðum og sölu hlutafjárins. Af gögnum málsins má ráða að treglega var orðið við óskum stefnenda um afhendingu gagna. Með bréfi til ríkislögmanns, dags. 14. júní 2004, óskaði lögmaður stefnenda eftir því að íslenska ríkið viðurkenndi bótaskyldu gagnvart stefnendum. Með bréfinu fylgdi minnisblað sem unnið hafði verið fyrir stefnendur. Ríkislögmaður óskaði eftir umsögn forsætisráðuneytis og/eða framkvæmdanefndar um einkavæðingu um kröfu lögmannsins. Umsögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu til ríkislögmanns er dagsett 2. desember 2004 og er niðurstaða hennar sú að nefndin geti ekki séð að til skaðabótaskyldu hafi stofnast með neinum hætti vegna starfa hennar og sölu á hlutabréfum í Íslenskum aðalverktökum hf. Við aðalmeðferð málsins gaf aðilaskýrslu Sigurður Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri JB Byggingafélags ehf. Þá gáfu skýrslur sem vitni Haukur Guðjónsson, fyrrverandi fjármálastjóri JB Byggingafélags ehf. og Elvar Ólason, markaðs- og sölustjóri JB Byggingafélags ehf. Í máli beggja vitna kom fram að erfitt hefði verið að fá upplýsingar um eignir, stöðu verkefna og framtíðaráætlanir Íslenskra aðalverktaka hf. á kynningarfundi um fyrirtækið sem þeir sóttu í marsmánuði 2003 og hafi að þeirra dómi fremur dökk mynd verið dregin upp af rekstri og horfum fyrirtækisins. Enn fremur gáfu vitnaskýrslur fyrir dóminum nefndarmenn í framkvæmdanefnd um einkavæðingu; Ólafur Davíðsson, fyrrum nefndarformaður, Baldur Guðlaugsson, Sævar Sigurgeirsson, Sturla Sigurjónsson og Jón Sveinsson. Í vitnisburði Ólafs Davíðssonar kom fram að Jón Sveinsson hefði að eigin frumkvæði ákveðið á fundi nefndarinnar þann 6. mars 2003 að taka ekki frekar þátt í meðferð þessa máls, þar sem hann teldi sig vanhæfan. Hann sagði að tímasetningin hefði ráðist af því að á þeim fundi hefði verið kynnt bréf frá starfsmönnum og stjórnendum Íslenskra aðalverktaka hf. þar sem fram kom að þeir ætluðu að bjóða í hlut ríkisins. Fram að þeim tíma hefði verið unnið að undirbúningi málsins en þá var komið að framkvæmd útboðsins. Hann gat þess einnig að nefndarmenn hefðu ítarlega rætt um stöðu innherja og tilboð það sem barst frá Eignarhaldsfélaginu AV ehf. Hefðu menn orðið sammála um að engar forsendur væru til að banna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka hf. að gera tilboð, enda hefði fyrirtækið ekki verið í meirihlutaeign ríkisins og skráð að auki á markaði. Inntur svara við fyrirvörum í tilboðum sagði hann að nefndarmenn hefðu talið að ekki væri óheimilt að setja fram fyrirvara, hins vegar væri nefndin í engu bundin af þeim. Fyrirvararnir hafi aldrei verið ræddir við viðsemjandann. Jón Sveinsson var inntur eftir meintu vanhæfi sínu til starfa í framkvæmdanefnd. Hann svaraði því til að hann hefði sjálfur ekki talið sig vanhæfan til að taka þátt í störfum nefndarinnar. Hins vegar hefðu varfærnissjónarmið ráðið því að hann ákvað að taka ekki frekari þátt í störfum nefndarinnar, enda hefði hann jafnframt verið stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. og gætt hagsmuna ríkisvaldsins á báðum stöðum. Hann kvaðst hafa vikið af fundi nefndarinnar eftir að hafa greint öðrum nefndarmönnum frá afstöðu sinni og engan þátt tekið í störfum hennar eftir það. Hann sagði jafnframt að um sama leyti, líklega þennan sama dag, 6. mars 2003, hefði stjórn Íslenskra aðalverktaka hf. verið kynnt bréf frá stjórnendum og starfsmönnum félagsins þar sem fram kom að þeir myndu bjóða í hlut ríkisins í félaginu. Á þeim stjórnarfundi hefði einnig legið fyrir að Jón Ólafsson, einn stjórnarmanna í Íslenskum aðalverktökum hf., hefði áhuga á að bjóða í hlutinn. Af þessu tilefni hefði stjórnin rætt sín í milli hvernig á þessu skyldi taka og niðurstaðan orðið sú að öll frekari upplýsingagjöf og kynning af hálfu félagsins færi í gegnum stjórn félagsins og endurskoðanda, þannig að starfsmenn sem ætluðu að koma að tilboðsgerð kæmu þar hvergi nærri. Aðspurður hvort dökk mynd hefði verið dregin upp af rekstri fyrirtækisins, á kynningarfundum með væntanlegum bjóðendum, svaraði hann að svo hefði ekki verið. Auk ofangreindra gáfu vitnaskýrslur Benóní Torfi Eggertssonar, lögg. endurskoðandi Íslenskra aðalverktaka hf., Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá verðbréfasviði Landsbanka Íslands hf., og Guðmundur Ólason, starfsmaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu og fjármálaráðuneytisins. Í framburði Sigurðar Atla kom fram að honum hefði fljótlega eftir ármót 2002/2003 verið kunnugt um áhuga Jarðborana hf. á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Hefði hann fengið þá vitneskju á stjórnarfundi í fjárfestingafélaginu Atorku hf., sem hann sat sem stjórnarmaður, en Atorka hf. átti stóran hlut í Jarðborunum hf. Kvaðst hann ekki hafa tekið þátt í umræðum um áhuga Jarðborana hf. og vikið af fundum þegar það mál bar á góma. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa vitað um aðstoð annars sviðs bankans við Eignarhaldsfélag AV ehf. fyrr en við lok tilboðsfrests. Hefði þá starfsmaður bankans haft samband við hann og sagt honum frá því að fyrirtækjasvið hefði veitt Eignarhaldsfélagi AV ehf. aðstoð og ráðgjöf við fjármögnun tilboðs. Ekki er ástæða til að rekja munnlegar skýrslur frekar en gert er hér að ofan. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnendur byggja kröfu sína um viðurkenningu á því að framkvæmd útboðs á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt og að útboðið verði dæmt ógilt á því að málsmeðferðar- og hæfisreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar. Einnig að meginreglur og grunnsjónarmið laga um framkvæmd útboða hafi verið brotin, verklagsreglur um einkavæðingu hafi verið brotnar, brotið hafi verið gegn skilmálum útboðsins og brotið hafi verið gegn reglum Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga, sbr. 37. gr. l. nr. 13/1996, sbr. einnig ákvæði 30.-33. gr. l. nr. 13/1996. Verður nú vikið sérstaklega að þessum málsástæðum. Sem rökstuðning fyrir kröfu sinni byggja stefnendur í fyrsta lagi á því að hæfisreglur 3. og 4. gr. l. nr. 37/1993 hafi verið brotnar við meðferð máls þessa. Þannig hafi Jón Sveinsson verið vanhæfur vegna tengsla við fyrirsvarsmenn Eignarhaldsfélagsins AV ehf., sbr. 1., 5. og 6. tl. 3. gr. l. nr. 37/1993. Hann hafi sjálfur lýst sig vanhæfan til meðferðar málsins á fundi í einkavæðingarnefnd þann 6. mars 2003, en áður hefði verið bókað að hann teldi sig sem stjórnarformann Íslenskra aðalverktaka hf. vanhæfan til meðferðar málsins. Benda stefnendur á að Jón Sveinsson og lögmannsstofa hans hafi um árabil unnið í þágu Íslenskra aðalverktaka hf. og því hafi talsverðir viðskiptahagsmunir verið í því fólgnir hver eignaðist ráðandi hlut í fyrirtækinu. Jón Sveinsson hafi einnig verið stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. og í reglulegum samskiptum við stjórnendur félagsins. Þá benda stefnendur á að allt fram til þess tíma er Jón Sveinsson lýsti sig vanhæfan til meðferðar málsins hafi verið unnið að öflun upplýsinga um rekstur félagsins, tekin ákvörðun um söluskilmála, kynningargögn samþykkt og tekin ákvörðun um val á umsjónaraðila og hvernig standa skyldi að kynningu á félaginu. Allt séu þetta mikilvægir þættir í söluferlinu, sem hafi lagt grundvöll að frekari málsmeðferð. Á fundi í einkavæðingarnefnd þann 6. mars 2003 hafi komið fram að áhersla skyldi lögð á að upplýsingagjöf við söluna takmarkaðist við upplýsingar sem kynntar hefðu verið í kauphöll. Sú regla hafi verið stjórnendum Íslenskra aðalverktaka hf., síðar eigendum Eignarhaldsfélagsins AV ehf., mjög í hag. Loks telja stefnendur það stórfelldan ágalla á málsmeðferð að Jón Sveinsson skuli hafa annast kynningu á Íslenskum aðalverktökum hf. á kynningarfundi sem þeir sóttu þann 13. mars 2003, en áður hafði hann sjálfur lýst sig vanhæfan til meðferðar málsins. Það hafi farið þvert gegn framtíðarhagsmunum Jóns að stefnendur fengju áhuga á því að bjóða í hlut ríkisins. Stefnendur byggja á því að Sigurður Atli Jónsson hafi verið vanhæfur vegna tengsla við einn bjóðenda, Jarðboranir hf., sbr. 6. tl. 3. gr. l. nr. 37/1993. Þá hafi hann einnig verið vanhæfur vegna vanhæfis vinnuveitanda síns, Landsbanka Íslands hf., og vísa þeir þar einnig til 6. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga. Sigurður Atli Jónsson hafi verið skráður fruminnherji (stjórnarmaður) í Atorku hf., sem átt hafi ráðandi hlut í Jarðborunum hf. Því geti honum ekki hafa verið ókunnugt um að Jarðboranir hf. ætluðu að bjóða í hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Þá benda stefnendur á að Sigurður Atli hafi sem starfsmaður Landsbanka Íslands hf. borið ábyrgð á frágangi útboðsgagna. Stefnendur byggja einnig á því Benóní Torfi Eggertsson, löggiltur endurskoðandi Íslenskra aðalverktaka hf., hafi verið vanhæfur vegna langvarandi viðskiptatengsla við eigendur Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og framtíðar viðskiptahagsmuna, sbr. 6. tl. 3. gr. l. nr. 37/1993. Benda stefnendur á að Benóní Torfi hafi verið endurráðinn endurskoðandi Íslenskra aðalverktaka hf. á fyrsta hluthafafundi nýrra eigenda í félaginu. Þá telja stefnendur sig hafa rökstudda ástæðu til að ætla að Benóní Torfi hafi veitt Eignarhaldsfélaginu AV ehf. ráðgjöf um fjármögnun kaupanna o.fl. á útboðstímanum. Þá byggja stefnendur á því að Landsbanki Íslands hf. hafi verið vanhæfur vegna eignatengsla við Jarðboranir hf. í gegnum eignarhaldsfélagið Atorku hf. og vísa þar til 6. tl. 3. gr. l. nr. 37/1993. Þá hafi bankinn einnig verið vanhæfur vegna viðskiptatengsla við Eignarhaldsfélagið AV ehf., en bankinn hafi tekið að sér að fjármagna kaup félagsins á hlut ríkisins. Einnig er á því byggt að með samstarfi stjórnenda Íslenskra aðalverktaka hf. og Landsbanka Íslands hf. í gegnum Landsafl hf. hafi verið til staðar hagsmunatengsl, sem einnig hafi valdið vanhæfi bankans til að fara með sölu eignarhlutans frá upphafi. Jafnframt telja stefnendur að Landsbanki Íslands hf., sem kom að undirbúningi og framkvæmd við öflun tilboða, hafi haft beina fjárhagslega hagsmuni af því að einn fremur en annar bjóðandi keypti söluhlutinn. Loks byggja stefnendur á því að þeir stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf., sem áttu hlut í Eignarhaldsfélaginu AV ehf., hafi verið vanhæfir, sbr. 1. tl. 3. gr. l. nr. 37/1993. Eigi þetta sérstaklega við um forstjórann, Stefán Friðfinnsson, sem hafi komið að undirbúningi sölu á hlut ríkisins og tekið þátt í því að afla gagna og upplýsinga fyrir einkavæðingarnefnd allt til 6. mars 2003, og einnig eftir þann tíma, þar sem hann stýrði upplýsingastreymi úr félaginu. Telja stefnendur ljóst að allir þessir aðilar hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta af því að takmarkaðar upplýsingar um fyrirtækið bærust út á markaðinn. Stefnendur benda á að árin 2000 til 2002 hafi handbært fé úr rekstri Íslenskra aðalverktaka hf. jafnan verið neikvætt. Eftir kaup stjórnenda hafi það orðið jákvætt um 1.841.819.000 krónur. Kynningargögn, sem unnin voru eftir upplýsingum frá stjórnendum félagsins, hafi alls ekki gefið þessa miklu breytingu til kynna, heldur þveröfugt. Á kynningarfundi, sem stefnendur hafi sótt, hafi einnig verið einblínt á neikvæðar tölur fyrri ára. Krafa stefnenda er á því reist að sá sem er vanhæfur til meðferðar máls megi ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Telja þeir sig hafa sýnt fram á að allir ofangreindir aðilar hafi með afgerandi hætti komið að undirbúningi og meðferð málsins og með því móti brotið gegn fyrirmælum 3. og 4. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í öðru lagi byggja stefnendur á því að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga við meðferð málsins.Telja þeir að framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi borið að sýna sérstaka aðgæslu þegar ljóst varð að forstjóri og lykilstjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. hygðust gera tilboð í hlut ríkisins. Þess í stað hafi áhersla verið lögð á að takmarka upplýsingastreymi til bjóðenda og vanrækt að leggja mat á upplýsingar um eignir félagsins. Telja stefnendur að framkvæmdanefnd hefði verið unnt að afla frekari upplýsinga með tilstilli stjórnar Íslenskra aðalverktaka hf. og hafna því að slíkt hefði farið í bága við hagsmuni annarra hluthafa. Þá telja stefnendur að fullt tilefni hafi verið til að kynna fyrir væntanlegum kaupendum drög að skipulagstillögu fyrir Blikastaðaland, sem full vitneskja hafi verið um hjá stjórnendum Íslenskra aðalverktaka hf. Hin mikla breyting á handbæru fé milli ára staðfesti einnig hve illa hafi verið staðið að öflun upplýsinga og miðlun þeirra til væntanlegra kaupenda. Vanræksla framkvæmdanefndar um einkavæðingu á því að gæta að reglu 10. gr. l. nr. 37/1993 hafi einnig birst stefnendum í samningi við Landsbanka Íslands hf. frá 6. mars 2003, þar sem gert sé ráð fyrir því að bankinn verði í samskiptum við stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. um upplýsingar til áhugasamra bjóðenda. Í þriðja lagi byggja stefnendur á því að þátttaka fruminnherja í útboðinu hafi brotið gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga. Því hafi fruminnherjum, stjórnendum Íslenskra aðalverktaka hf., sem jafnframt áttu hlut í Eignarhaldsfélaginu AV ehf. og Jón Ólafsson, eigandi Joco ehf., verið óheimilt að senda inn tilboð. Til að tryggja jafnræði bjóðenda hafi borið að hafa í huga reglur Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga. Telja stefnendur að alvarleg mótsögn felist í söluskilmálum, verði þeir túlkaðir þannig að fruminnherjum hafi verið leyfilegt að bjóða. Þeim sem undirbjuggu söluna hafi verið ljóst að forstjórinn eða félag í hans eigu ætlaði að bjóða. Þrátt fyrir það hafi honum sjálfum verið ætlað að stýra upplýsingastreymi í kauphöll á sölutímanum. Stefnendur álíti að eigendur Eignarhaldsfélagsins AV ehf. hafi búið yfir þekkingu á stöðu félagsins, langt umfram aðra bjóðendur og hafi Stefán Friðfinnsson, forstjóri, viðurkennt það í sjónvarpsviðtali. Glöggt dæmi séu upplýsingar um verðmæti dulinna eigna félagsins, sérstaklega Blikastaðalands í Mosfellsbæ, en stærstur hluti endurmats eigna Íslenskra aðalverktaka hf. á árinu 2003 hafi verið vegna þeirrar eignar. Telji stefnendur að stjórnendum einum hafi verið kunnugt um nýtingu þess lands. Þær upplýsingar fengjust ekki með því að lesa ársreikning Íslenskra aðalverktaka hf. fyrir 2002. Þannig byggja stefnendur kröfu sína á því að forráðamenn Eignarhaldsfélagsins AV ehf. hafi hagnýtt sér þekkingu á innviðum Íslenskra aðalverktaka hf. til að verðleggja félagið og til að fjármagna kaup sín og ákvarða verðtilboð. Þeir hafi verið í einstakri stöðu til þess og hafi stefnda verið það ljóst. Stefndi hafi hins vegar engar ráðstafanir gert til að hamla gegn ójafnræði bjóðenda. Telja stefnendur að í raun hafi kaup Eignarhaldsfélagsins AV ehf. á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. verið fjármögnuð með eignum þess síðarnefnda, svo og skuldsetningu þess félags. Með vísan til ofanritaðs byggja stefnendur á því að borið hafi að banna innherjum að bjóða í hlut ríkisins hafi upplýsingar til kaupenda í raun átt að takmarkast við tilkynningar til kauphallar. Í fjórða lagi reisa stefnendur kröfu sína á því að brotið hafi verið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar með því að þeir voru ekki látnir njóta jafnræðis við kaup á eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og vísa í þeim efnum sérstaklega til niðurlags greinarinnar. Í fimmta lagi byggja stefnendur á því að brotið hafi verið gegn ákvæði 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um andmælarétt. Stefnendur hafi þann 27. mars 2003 óskað bréflega eftir fundi með framkvæmdanefnd um einkavæðingu í því skyni að koma á framfæri athugasemdum. Engin viðbrögð hafi borist við bréfinu og hvergi að sjá að það hafi verið lagt fram á fundum framkvæmdanefndarinnar. Með þessu hafi einnig verið brotið gegn ákvæði 10. gr. l. nr. 37/1993. Í sjötta lagi byggja stefnendur kröfu sína á því að stefndi hafi brotið gegn útboðsskilmálum og grunnsjónarmiðum laga um framkvæmd útboða, reglum Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og gegn l. nr. 13/1996. Í samræmi við meginreglur um útboð, svo sem þær eru lögfestar með lögum nr. 94/2001 og 65/1993, hafi stefnda borið að fara að eigin útboðsskilmálum. Það hafi stefndi ekki gert. Í útboðsskilmálum hafi verið tekið fram að áhugasamir fjárfestar yrðu ekki settir í stöðu innherja í félaginu. Með því hafi innherjum verið óheimilt að bjóða í söluhlutinn. Sú niðurstaða leiði einnig af grundvallarreglunni um jafnræði bjóðenda, sbr. 11. gr. l. nr. 94/2001. Með því að taka við tilboðum frá innherjum og meta þau gild hafi stefndi bæði brotið gegn útboðsskilmálum og meginreglunni um jafnræði bjóðenda. Að dómi stefnenda leiði það til þess að framkvæmd útboðsins hafi verið ólögmæt. Stefnendur byggja á því að þeir hafi einir skilað inn gildu tilboði og önnur tilboð hafi verið ógild. Tilboð Joco ehf. og Eignarhaldsfélagsins AV ehf. hafi komið frá innherjum, sem óheimilt hafi verið að bjóða, og tilboð Jarðborana hf. hafi verið ógilt sökum tengsla umsjónaraðila útboðsins við það félag. Þá hafi tilboð innherja verið ógild þar sem ekki hafi verið gætt fyrirmæla í reglum Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga. Telja stefnendur að stefnda hafi mátt vera þetta ljóst og því hafi samningsgerð við Eignarhaldsfélagið AV ehf. verið ólögmæt. Að öðru leyti vísa stefnendur hér til ákvæða V. kafla laga um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996. Auk ofangreinds telja stefnendur að önnur tilboð hafi verið haldin þeim annmörkum að þau hafi verið sett fram með fyrirvörum. Í útboðsskilmálum hafi ekki verið gert ráð fyrir heimild til slíks og hafi af þeim sökum átt að líta á þau sem ógild og hafna þeim í samræmi við grunnreglu 49. gr. l. nr. 94/2001, sbr. og 12. gr. l. nr. 65/1993. Þá telja stefnendur að brotið hafi verið á rétti þeirra til að vera viðstaddir opnun tilboða, en fyrir liggur að tilboðið var opnað fyrir kl. 16.00 þann 21. mars 2003. Vísa stefnendur hér til 47. gr. l. nr. 94/2001, sbr. og 6. gr. l. nr. 65/1993. Stefnendur tefla enn fremur fram þeim rökum að mat Verðabréfastofunnar hf. sé gallað og litið hafi verið fram hjá veigamiklum atriðum sem voru stefnendum til hagsbóta. Með vísan til alls ofanritaðs telja stefnendur að þeir hafi átt raunhæfa möguleika á því að verða valdir sem kaupendur, en brotið hafi verið gegn rétti þeirra til að taka þátt í að kaupa eignarhlut ríkisins á jafnréttisgrundvelli við aðra landsmenn. Stefnendur byggja kröfu sína, um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda vegna kostnaðar við að taka þátt í margumræddu útboði, á því að framkvæmd útboðsins hafi verið ólögmæt. Þeir hafi haft raunhæfa möguleika á því að verða valdir sem kaupendur, en áðurgreind ólögmæt atvik komið í veg fyrir það. Því beri stefnda að bæta þeim allan kostnað við að taka þátt í útboðinu. Þar undir falli kostnaður vegna tapaðrar vinnu stjórnenda og starfsmanna, auk útlagðs kostnaðar. Til stuðnings kröfu sinni vísa stefnendur til grunnsjónarmiða laga um útboð og meginreglu 20. gr. l. nr. 65/1993 og 84. gr. l. nr. 94/2001. Þá byggja stefnendur á því að gróf brot gegn hæfisreglum stjórnsýslulaga, jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og meginreglunni um jafnræði bjóðenda við útboð felli sönnunarbyrði yfir á stefnda, um að það hafi ekki skipt máli fyrir stefnendur, og ekki skert möguleika þeirra til að vera valdir. Til stuðnings kröfu sinni um bætur fyrir tapaðan hagnað byggja stefnendur á því að þeir hafi einir skilað inn gildu tilboði. Útboðið hafi verið auglýst sem lokað útboð og því hafi stefnda verið skylt að taka hagstæðasta tilboði samkvæmt grunnsjónarmiðum laga um útboð, sbr. og 14. gr. l. nr. 65/1993. Um fjártjón sitt vísa stefnendur til ársreikninga Íslenskra aðalverktaka hf. fyrir árin 2002 og 2003, en mikil hækkun varð á eigin fé fyrirtækisins milli þeirra ára. Telja stefnendur að þá hækkun megi rekja til endurmats dulinna eigna, sem kaupendum eignarhlutans gat einum verið kunnugt um í árslok 2002. Nemi fjártjón stefnenda hluta þeirrar hækkunar sem varð vegna endurmats eigna á árinu 2003, en til vara töpuðum arðgreiðslum vegna 39,86% eignarhlutans fyrir árin 2003, 2004 og 2005. Um bótagrundvöll vísa stefnendur til þess að háttsemi stefnda við framkvæmd útboðs og sölu á hlut íslenska ríkisins hafi verið saknæm og ólögmæt og að stefndi hafi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart stefnendum eftir reglum um skaðabótaábyrgð hins opinbera og almennum skaðabótasjónarmiðum. Stefnendur telja kröfugerð sína í máli þessu í fullu samræmi við 24. gr. og 1. og 2. mgr. 25. gr. l. nr. 91/1991. Þeir hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dóms um lögmæti aðgerða stefnda í lokuðu útboði sem stefnendur tóku þátt í. Vísa þeir til 70. gr. stjórnarskrár, svo sem henni var breytt með 8. gr. l. nr. 97/1995. Tilgangur þeirrar lagabreytingar hafi verið að auka aðgengi borgaranna að dómstólum, einkum þegar reyni á mannréttindaákvæði stjórnarskrár og aðrar grundvallarreglur laga. Loks byggja stefnendur á því að 2. mgr. 25. gr. l. nr. 91/1991 standi því ekki í vegi að leyst verði úr um lögmæti aðgerða stefnda, enda verði engu slegið föstu um í hvaða mæli þær hafi leitt til tjóns fyrir stefnendur. Málsástæður og lagarök stefnda Í greinargerð vekur stefndi athygli á því að á málatilbúnaði stefnenda séu annmarkar sem kunni að valda frávísun málsins ex officio. Þannig fáist ekki séð að fyrsti kröfuliður stefnenda geti falið í sér annað en málsástæður til stuðnings öðrum kröfuliðum stefnenda sem lúta að viðurkenningu skaðabótaskyldu. Málsástæður og lagarök verði ekki gerð að sjálfstæðum dómkröfuliðum og beri því að vísa þeim kröfulið frá dómi. Þá bendir stefndi á að stefnendur hafi eingöngu stefnt fjármálaráðherra til fyrirsvars fyrir hönd íslenska ríkisins. Í þessu tilviki hafi utanríkisráðherra farið með eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. en ekki fjármálaráðherra. Jafnframt hafi hann falið framkvæmdanefnd um einkavæðingu að undirbúa söluna á hlut ríkisins og undirritað sem seljandi, fyrir hönd íslenska ríkisins, samning sem fjármálaráðherra staðfesti. Því hafi utanríkisráðherra, ásamt ráðherranefnd um einkavæðingu, fyrst og fremst borið ábyrgð á sölu hlutafjárins. Í þessu ljósi hefði bæði verið eðlilegt og rétt að stefna utanríkisráðherra ásamt fjármálaráðherra. Loks telur stefndi að málatilbúnaður stefnenda sé bæði óljós og vanreifaður, að því er varðar bótaskyldu.Verulega skorti á að sýnt sé fram á hvernig meintar ólögmætar aðgerðir hafi haft áhrif á tilboðsgerð þeirra eða leitt til tjóns fyrir þá. Þá sé ekkert fjallað um hvert hafi verið meint raunvirði félagsins á útboðstíma eða um tilboð frá þeim sem hefði endurspeglað það. Þannig er af hálfu stefnda öllum kröfu stefnenda og sjónarmiðum að baki þeim vísað á bug. Þeim sjónarmiðum stefnenda að það nægi til að viðurkennd verði bótaskylda, að sýnt sé fram á ólögmæti í útboðinu og um sönnunarbyrði í máli þessu vísar stefndi eindregið á bug. Þvert á móti sé ljóst að hér gildi reglur skaðabótaréttarins um kröfur til ólögmætis og saknæmis, sönnun tjóns, orsakasamband og vávæni. Þá er því mótmælt að stjórnsýslulög geti fullum fetum átt við þegar um sé að ræða sölu hlutabréfa ríkisins í almenningshlutafélögum á einkaréttarlegum grundvelli, sbr. 1. gr. þeirra laga. Óumdeilt sé hins vegar að kröfur um vikningu sætis vegna vanhæfis eigi við í slíku ferli svo og almennar jafnræðisreglur, sem einkavæðingarnefnd hafi í hvívetna leitast við að gæta í framkvæmd söluferilsins. Sala á hlutafé ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi farið fram samkvæmt verklagsreglum um útboð og sölu ríkisfyrirtækja og gildandi lögum um verðbréfaviðskipti, með tilboðssölu til fagfjárfesta, svokölluðu lokuðu útboði til fagfjárfesta, en það form sé vel þekkt á hlutabréfamarkaði og hafi áður verið notað í mörgum einkavæðingarverkefnum þar sem seldir hafi verið hlutir í félögum, skráðum í Kauphöll Íslands. Stefndi bendir á að í útboðsskilmálum hafi sérstaklega verið tekið fram að upplýsingagjöf um starfsemi félagsins takmarkaðist við þær upplýsingar sem opinberar væru í kauphöll, enda hafi félagið verið skráð á aðallista Kauphallar Íslands hf. Jafnframt hafi verið tekið fram að áhugasamir fjárfestar yrðu ekki settir í stöðu innherja í félaginu. Með þeim hætti hafi verið áréttað að þeir gætu ekki vænst þess að fá innherjaupplýsingar. Ríkið, sem seljandi, hafi átt minnihluta í félaginu á móti fjölmörgum öðrum hluthöfum og orðið að virða þau sjónarmið að einn hluthafi í almenningshlutafélagi gæti ekki veitt óviðkomandi aðilum aðgang að innherjaupplýsingum, án þess að ganga gegn hagsmunum félagsins. Stefndi vísar á bug fullyrðingu stefnenda um að þátttaka innherja hafi brotið í bága við jafnræðisreglu, en það eigi við um tilboð frá Eignarhaldsfélaginu AV ehf. og Joco ehf. Að mati einkavæðingarnefndar hafi hvorki lagalegar forsendur verið fyrir því að útiloka innherja í Íslenskum aðalverktökum frá því að gera tilboð né að heimila öðrum tilboðsgjöfum að fá aðgang að trúnaðarupplýsingum um félagið. Samkvæmt þágildandi lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996, sbr. lög nr. 163/2000, hafi innherjum verið heimilt að gera tilboð í hluti í skráðum fyrirtækjum á markaði, lægju fyrir fullnægjandi upplýsingar um málefni fyrirtækisins er talist gætu mynda markaðsverð á hverjum tíma, enda nýttu þeir sér ekki trúnaðarupplýsingar. Um það vísar stefndi til 32. gr. og 37. gr. laganna sbr. c og h lið 7. gr. laga nr. 163/2000. Á þessum tímapunkti hafi verið fyrirliggjandi viðamiklar upplýsingar um félagið á markaði, enda ársuppgjör félagsins nýbirt. Fyrirliggjandi upplýsingar hafi verið fullnægjandi og upplýsandi og í samræmi við 2. tl. 11. gr. laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, kröfur reglugerðar nr. 433/1999 um upplýsingaskyldu útgefenda, kauphallaraðila og eigenda verðbréfa sem skráð séu í kauphöll og reglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll. Nefndin hafi ekki gert athugasemd við það að þessir aðilar tækju þátt í útboðinu og hafi sú ákvörðun verið grundvölluð á tímasetningu söluferilsins skömmu eftir birtingu ársuppgjörs. Þá tekur stefndi fram að samkvæmt reglum Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja, settum skv. 37. gr. laganna, sé fruminnherjum heimilt að eiga viðskipti með verðbréf í sex vikur eftir birtingu árs- eða árshlutareikninga, enda liggi trúnaðarupplýsingar innan félagsins ekki fyrir. Það tímabil hafi ekki verið liðið er frestur til að skila inn bindandi tilboði hafi runnið út. Þá sé sérstaklega tekið fram í verklagsreglum einkavæðingarnefndar að öllum landsmönnum skuli veitt tækifæri til þess að taka þátt í útboði á vegum ríkisins á jafnréttisgrundvelli og því óheimilt að útiloka starfsmenn fyrirtækis sem til standi að selja hlut í af hálfu ríkisins. Að dómi stefnda fái þannig ekki á nokkurn hátt staðist sjónarmið stefnenda á því byggð að tilboð frá innherjum hafi verið óheimil og að tilboð Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og Joco ehf. hafi verið ógild af þeim sökum, né heldur að brotið hafi verið með því gegn jafnræði bjóðenda eða með takmörkun upplýsingagjafar við upplýsingar í kauphöll. Staðhæfingum stefnenda um að kynningu og upplýsingagjöf hafi verið áfátt vísar stefndi harðlega á bug. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi aflað undirbúningsgagna frá stjórn Íslenskra aðalverktaka hf., stjórnendum félagsins og starfsmönnum þess. Þá hafi legið fyrir allmiklar upplýsingar um félagið vegna fyrri sölu ríkisins á hlutum í því svo og ársreikningar og ársskýrslur margra undanfarinna ára, sem hafi gefið mjög glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Í söluferlinu hafi einkavæðingarnefnd leitast við að hafa ítarlega samantekt á fyrirliggjandi gögnum, þannig að bjóðendur hefðu eins miklar upplýsingar og mögulegt væri að veita. Kynningargögn hafi verið byggð á upplýsingum sem félagið hafi sent frá sér í samræmi við viðvarandi upplýsingaskyldu félaga í kauphöll og tekin saman af umsjónaraðila, í samstarfi við stjórn og endurskoðendur Íslenskra aðalverktaka hf. Kynningarfundir hafi verið haldnir þar sem farið hafi verið yfir helstu þætti á málefnalegan og hlutlægan hátt með sama hætti hjá öllum hópum fjárfesta og fyrirspurnum svarað. Sú staðhæfing stefnenda að á fundi með þeim hafi kynningaraðilar einblínt á neikvæða þætti eigi því ekki við rök að styðjast. Ekki fái heldur staðist staðhæfingar stefnenda þess efnis að upplýsingar hafi skort á markaði, sem hafi valdið því að bjóðendur hafi ekki setið við sama borð við gerð tilboða. Stefndi vísar á bug staðhæfingum stefnenda um annmarka í framkvæmd útboðsins, tengdum meintu vanhæfi og hagsmunatengslum og ógildi tilboða Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og Jarðborana hf. Allir þeir sem að málinu hafi komið hafi hætt afskiptum af því þegar minnsti vafi hafi leikið á að þeir kynnu að vera vanhæfir til meðferðar þess. Þá sé ljóst að slík aðstaða geti ekki að lögum leitt til þess að einstök tilboð teljist óheimil eða ógild, heldur leiði það til þess að þeir aðilar sem svo stendur á um og komið hafi að söluferlinum af hálfu seljanda hljóti að víkja sæti frá þeim tíma. Stefndi leggur áherslu á að eftir 6. mars 2003, þegar ljóst varð að forstjóri og framkvæmdastjóri félagsins ásamt starfsmönnum hefðu hug á að mynda hóp fjárfesta og taka þátt í útboðinu, hafi legið fyrir að þeir gætu þar með ekki tekið þátt í fyrirhuguðum kynningarfundum. Ekkert samband hafi verið milli stjórnenda og starfsmanna félagsins og seljanda eftir þann tíma. Jafnframt hafi þá verið ákveðið að stjórnarformaður félagsins, Jón Sveinsson, myndi ásamt endurskoðanda þess, fulltrúa einkavæðingarnefndar og Landsbanka Íslands hf., sem umsjónaraðila, kynna félagið á kynningarfundum. Þá hafi stjórn Íslenskra aðalverktaka hf. fylgst með því að allar eðlilegar upplýsingar bærust kauphöll. Þannig hafi til dæmis verið send inn tilkynning 10. mars 2003 um uppgjör vegna Vatnsfellsvirkjunar, sem nokkur óvissa hafi ríkt um og skipt töluverðu máli á þeim tíma. Fleiri tilkynningar hafi verið sendar kauphöll, vegna viðskipta innherja, og hafi því allar helstu upplýsingar um fyrirtækið legið fyrir sem skiptu máli til að eðlilegt verð á hlutabréfunum myndaðist. Fái þannig ekki staðist staðhæfingar stefnenda um aðkomu eigenda Eignarhaldsfélagsins AV ehf. af hálfu seljanda í söluferlinu, né í þá veru að engar viðbótarupplýsingar hafi verið sendar Kauphöll Íslands. Stefndi mótmælir þeim fullyrðingum stefnenda að ekki hafi verið sýnd sérstök aðgæsla hjá framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ljóst varð að lykilstjórnendur í Íslenskum aðalverktökum hf. hygðust gera tilboð, að vanrækt hafi verið að leggja mat á eignir félagins og endurmeta eignir þess, að í reikningsskilaaðferðum Íslenskra aðalverktaka hf. séu ýmis atriði í rekstri háð mati og litlu þurfi að hnika til í slíku mati, t.d. framgangi stórra verka í vinnslu, þannig að áhrif hafi á afkomu. Hinu sama gegni um þær staðhæfingar stefnenda að mikil breyting á handbæru fé frá rekstri á árinu 2003 sýni hve illa hafi verið staðið að því að afla upplýsinga og miðla þeim til væntanlegra kaupenda og að upplýsingar um verðmæti dulinna eigna, sérstaklega Blikastaðalands í Mosfellsbæ, auk ótalinna upplýsinga um verk í vinnslu sem ekki hafi verið tilkynnt til kauphallar, sé glöggt dæmi um forskot eigenda Eignarhaldsfélagsins AV ehf. Þá vísar stefndi eindregið á bug þeim staðhæfingum stefnenda að eigendur Eignarhaldsfélagsins AV ehf. hafi hagnýtt sér þekkingu sína á innviðum félagins til að verðleggja það, fjármagna kaup sín og ákvarða verðtilboð, að framkvæmdanefnd hafi ekkert gert til að hamla gegn ójafnræði bjóðenda, þótt henni hafi verið kunnugt um það, að kaup Eignarhaldsfélagsins AV ehf. hafi verið fjármögnuð með eignum ÍAV hf. og með skuldsetningu þess félags, að Eignarhaldsfélagið AV ehf. hafi getað misnotað aðstöðu sína við kaupin og stefnendum þannig mismunað vegna stöðu sinnar að öðru leyti í skilningi 65. gr. stjórnarskrár. Ofangreindu til staðfestingar bendir stefndi á að samkvæmt ársreikningi Íslenskra aðalverktaka hf. fyrir árið 2003 skýrist hagnaður ársins af verulegri aukningu fjármagnstekna sem stafaði af sölu hlutabréfa í öðrum félögum, en eignaaukning að verulegu leyti af því að Blikastaðalandið var í kjölfar staðfestingar aðalskipulags endurmetið í reikningum félagsins. Ályktanir, sem stefnendur dragi af ársreikningi 2003 og síðari ársreikningum, um meinta annmarka á upplýsingagjöf á tilboðstíma og ætlaða misnotkun eigenda Eignarhaldsfélags AV ehf. á innherjaupplýsingum, séu fjarri lagi. Þá mótmælir stefndi því að forstjóri hafi viðurkennt í sjónvarpsviðtali að fyrir hafi legið innherjaupplýsingar sem hafi verið nýttar. Í umræddu viðtali komi þvert á móti fram að þótt fruminnherjar hafi almennt meiri upplýsingar um reksturinn þá eigi gagnrýni í þá veru ekki rétt á sér vegna þess að í þessu tilfelli hafi verið selt á grundvelli nýútkomins ársreiknings. Starfsmenn, stjórn og endurskoðendur, séu sannfærðir um að í þeim reikningi komi fram það sem menn þurftu að vita til að meta fyrirtækið. Öllum fagfjárfestum hafi einnig mátt vera ljóst að í fyrirtækinu væru duldar eignir, sem ýmist væru of- eða vanmetnar. Hlutabréfaeign félagsins í öðrum félögum hafi verið eignfærð í ársreikningi 2002 en verðmæti hlutabréfanna hafi verið sveiflum háð. Við söluna hafi legið fyrir að Blikastaðalandið væri í skipulagsmeðferð og að endurskoðað aðalskipulag biði staðfestingar. Margítrekað hafi komið fram að landið væri vanmetið í reikningum félagins. Allir bjóðendur hafi með samtölum við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ getað kannað stöðu skipulagsmeðferðarinnar og fái það því á engan hátt staðist að forstjóri félagsins hafi búið yfir meiri upplýsingum en aðrir í þessu efni. Stefndi mótmælir staðhæfingum stefnenda um að upplýsingar hafi skort um verk sem væru í vinnslu eða félagið fyrirhugaði að láta til sín taka í útboðum. Hvorttveggja hafi skilmerkilega verið rakið á kynningarfundum og í samantekt kynningargagna. Óvissuatriði, sem tengd hafi verið verkefnum fyrir Varnarliðið, og neikvæð atriði því tengd, hafi einnig legið með sama hætti fyrir öllum. Þá liggi ljóst fyrir að bjóðendur hafi verið hvattir til að kynna sér hvað eina, þ.á m. væntanleg útboðsverk á landinu. Jafnframt hafi legið fyrir að síðasta markaðsgengi félagsins hafi verið 3,7 og að Greiningardeild Landsbanka Íslands hf. hafi metið gengið 3,52 þann 6. mars 2003. Hvorttveggja hafi verið hærra en það verðtilboð sem stefnendur síðar hafi gert á genginu 3,31. Staðhæfingum stefnenda, um að ágallar hafi verið á opnun tilboða og að önnur tilboð hafi verið ógild vegna fyrirvara sem í þeim hafi falist, vísar stefndi á bug. Fullyrðir stefndi að öll tilboð hafa fengið sömu meðferð, þau hafi verið opnuð af starfsmanni einkavæðingarnefndar hvert af öðru og enginn utanaðkomandi fengið aðgang að þeim. Þá hafi fyrirvarar í tilboðum ekki verið óheimilir og hafi því ekki varðað sjálfkrafa frávísun þeirra. Af hálfu framkvæmdanefndarinnar hafi fyrirvarar hins vegar ekki verið teknir til greina í viðræðum og við samningsgerð. Stefndi vísar einnig á bug staðhæfingum stefnenda um að brotið hafi verið gegn andmælarétti þeirra, þar sem ekki hafi verið svarað bréflegri ósk stefnenda 27. mars um fund með framkvæmdanefndinni. Í því sambandi tekur stefndi fram að eftir að auglýst hafði verið eftir bjóðendum hafi kynningarfundir verið haldnir með þeim sem þess óskuðu og aðrir fundir ekki verið haldnir með áhugasömum aðilum meðan á ferlinu stóð. Hafi það verið mat nefndarinnar að allir þættir lægju ljósir fyrir og því væri ekki þörf á frekari kynningu eða fundum. Staðhæfingum stefnenda um að mat Verðbréfastofunnar hf. á tilboðum hafi verið gallað vísar stefndi eindregið á bug. Telur hann að umfjöllun og mat Verðbréfastofunnar hf. hafi bæði verið vandað og faglegt og í því hafi allir þættir verið metnir, og í samræmi við tilgreiningu á þeim matsatriðum sem tiltekin hafi verið í auglýsingunni. Þá hafi fulls jafnræðis verið gætt í því efni. Hins vegar hafi tilboð stefnenda sjálfra verið þannig úr garði gert að því fylgdu litlar upplýsingar, t.d. um fjárhagslegan styrkleika og fjármögnun svo og um stjórnunarlega reynslu. Af mati á tilboðum, sem stefnendur hafi ekki hnekkt, þyki stefnda ljóst að tilboð þeirra hafi staðið að baki öllum öðrum tilboðum þegar kom að verðtilboði og áhrifa samkeppni á markaði. Sömuleiðis hafi tilboð stefnenda staðið að baki tilboðum Jarðborana hf. og Eignarhaldsfélags AV ehf. varðandi fjárhagslegan styrkleika, framtíðarsýn þeirra sjálfra og stjórnunarlega reynslu. Á grundvelli mats Verðbréfastofunnar hf. á tilboðum hafi framkvæmdanefnd um einkavæðingu talið að fyrst ætti að ganga til viðræðna við Eignarhaldsfélagið AV ehf. og hafi ráðherranefnd um einkavæðingu staðfest þá niðurstöðu. Að dómi stefnda fær ekki staðist sú fullyrðing stefnenda að þeir hafi átt raunhæfa möguleika á því að verða valdir sem kaupendur, né að ganga ætti til samninga við þá þar sem önnur tilboð væru ógild. Sú staðhæfing stefnenda, að skylt sé að taka tilboði í lokuðu útboði, eigi sér enga lagastoð. Skýrlega hafi legið fyrir í verklagsreglum og auglýsingu um útboðið að ríkið áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Að áliti stefnda hafi tilboð stefnenda einfaldlega verið allt of lágt og því aldrei getað komið til greina. Að dómi stefnda var að öllu málinu staðið, af hálfu viðkomandi fagráðherra, framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðherranefndar um einkavæðingu, í samræmi við verklagsreglur um útboð og sölu ríkifyrirtækja og lög um verðbréfaviðskipti. Því geti engir þættir í söluferlinu orðið þess valdandi að söluferlið, undirbúningur sölunnar og salan sjálf, teljist saknæm eða ólögmæt, þannig að stofnast gæti að lögum bótaábyrgð gagnvart stefnendum. Stefndi telur ósannað að stefnendur hafi orðið fyrir tjóni sem tengja mætti kostnaði eða hagnaðarmissi og varða kynni stefnda skaðabótaskyldu að lögum. Tilvísan stefnenda til síðari þróunar félagsins, í kjölfar eignasölu nýrra eignaraðila og breyttra aðstæðna í verkefnum, sé haldlaus með öllu. Í stefnu sé engin tilraun gerð til þess að sýna fram á hvernig verðtilboð þeirra sjálfra hafi verið fundið. Hins vegar haldi stefnendur því fram að félagið hafi verið selt á undirverði, án þess að rökstyðja hvert var að þeirra mati raunvirði félagsins á útboðstíma. Engin tilraun sé heldur gerð af stefnendum til þess að sýna fram á hvert verðtilboð þeirra hefði orðið, ef meintum annmörkum á upplýsingagjöf hefði ekki verið fyrir að fara, né um kostnað af slíku tilboði. Þá telur stefndi að engum gögnum sé til að dreifa um þann kostnað sem stefnendur telja sig hafa orðið fyrir vegna þátttöku í útboðinu, eða í hverju vinna stefnenda og starfsmanna hafi falist. Ljóst sé þó að lögmannskostnaður sem stefnendur stofnuðu til eftir að tilboðsfresti lauk verði ekki tengdur kostnaði við tilboðsgerð. Þá sé einnig ljóst að allir sem taki þátt í tilboðsgerð verði fyrir einhverjum óbeinum kostnaði, en á engan hátt hafi stefnendur sýnt fram á að kostnaður af því tagi hafi komið til, eða hagnaðarmissir, sem rakinn yrði til ólögmætrar og saknæmrar háttsemi sem stefndi yrði að lögum gerður bótaábyrgur fyrir. I. Í máli þessu krefjast stefnendur þess í fyrsta lagi að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. Í öðru lagi krefjast þeir viðurkenningar á bótaskyldu stefnda, annars vegar vegna kostnaðar sem þeir urðu fyrir við að taka þátt í útboðinu, en hins vegar vegna tapaðs hagnaðar af því að stefndi tók ekki tilboði stefnenda. Telja stefnendur sig hafa lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn dóms um lögmæti aðgerða stefnda og vísa til 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Kröfur stefnenda um viðurkenningu á bótaskyldu byggjast á því að framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. Við úrlausn á bótakröfum stefnenda verður ekki hjá því komist að taka afstöðu til þess hvort framkvæmd á hinu lokaða útboði hafi verið ólögmæt. Þær kröfur ganga því lengra en fyrsti liður dómkrafna stefnenda, sem er í raun málsástæða sem síðari dómkröfur eru byggðar á. Stefnendur hafa því enga lögvarða hagsmuni af sérstakri úrlausn á því hvort framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt, enda væri með því eingöngu leyst úr lögfræðilegu álitaefni, án þess að það væri nauðsynlegt til úrlausnar um bótaskyldu stefnda, sem heyrir undir dóminn að leysa úr. Með vísan til 1. og 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 ber því að vísa frá dómi, ex officio, kröfu stefnenda um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt. II. Fallist er á að stefnendur hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið fyrir dómi hvort stefndi sé bótaskyldur gagnvart þeim vegna ólögmætrar framkvæmdar á umræddu útboði. Þykja kröfur hans um viðurkenningu á bótaskyldu þannig í samræmi við 2. mgr. 25. gr. laga nr. 19/1991. Hér á eftir verður fjallað um einstakar málsástæður stefnenda. III. Meint brot stefnda á reglum um sérstakt hæfi, sbr. 3. og 4. gr. laga nr. 37/1993. Stefnendur byggja kröfur sínar á því að reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið brotnar við meðferð málsins, og eigi það við um Jón Sveinsson, vegna hagsmunatengsla við eigendur Eignarhaldsfélagsins AV ehf., Sigurð Atla Jónsson, vegna hagsmunatengsla við Jarðboranir hf. og Eignarhaldsfélagið AV ehf., Benóní Torfa Eggertsson, vegna hagsmunatengsla við eigendur Eignarhaldsfélagsins AV ehf., Landsbanka Íslands hf., vegna hagsmunatengsla við Eignarhaldsfélagið AV ehf. og loks þá stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf., sem áttu hlut í Eignarhaldsfélaginu AV ehf. Kemur því til skoðunar þáttur hvers þeirra við framkvæmd útboðsins. Jón Sveinsson var á þeim tíma sem hér um ræðir nefndarmaður í framkvæmdanefnd um einkavæðingu, tilnefndur af utanríkisráðherra. Á sama tíma átti hann sæti í stjórn Íslenskra aðalverktaka hf., sem fulltrúi íslenska ríkisins, og gegndi þar starfi stjórnarformanns. Í málinu liggja fyrir fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem rætt var um sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf., sölufyrirkomulag, forsendur sölunnar og val á umsjónaraðila. Þann 24. febrúar 2003 lýsti Jón Sveinsson því yfir á fundi framkvæmdanefndar að sem stjórnarformaður félagsins myndi hann á tilteknum tímapunkti segja sig frá þessu verkefni nefndarinnar vegna vanhæfis. Á fundi nefndarinnar 6. mars 2003 er síðan fært til bókar að Jón hafi farið yfir stöðu sína í nefndinni varðandi hugsanlegt vanhæfi í ljósi þess að hann væri stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. Tilkynnti hann nefndarmönnum að hann segði sig frá þessu verkefni í nefndinni og myndi ekki sækja fundi þar sem það væri á dagskrá. Á sama fundi var nefndinni kynnt bréf frá starfsmönnum og stjórnendum Íslenskra aðalverktaka hf., þar sem tilkynnt var að starfsmenn væru með tilboð í undirbúningi og gætu þ.a.l. ekki komið að kynningu á fyrirtækinu til að tryggja jafnræði. Við yfirheyrslu fyrir dómi kvaðst Jón sjálfur ekki hafa talið sig vanhæfan til meðferðar málsins heldur hefðu varfærnissjónarmið ráðið þeirri afstöðu hans, enda á sama tíma stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. og gætti hagsmuna íslenska ríkisins á báðum stöðum. Eftir þetta tók hann ekki þátt í störfum nefndarinnar þegar málefnið var til umfjöllunar. Kynningarfundur um Íslenska aðalverktaka hf. fór fram með stefnendum þann 13. mars 2003 og annaðist Jón Sveinsson m.a. kynningu á fyrirtækinu, samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Kom hann þar fram sem fulltrúi Íslenskra aðalverktaka hf. Í kynningargögnum, sem lögð voru fram á fundinum, kemur m.a. fram að starfsmenn félagsins hafi lýst yfir áhuga á að gera tilboð í hlut ríkisins. Telja stefnendur það verulegan ágalla á málsmeðferð að Jón, sem áður hafði lýst yfir vanhæfi sínu, hafi verið látinn annast kynninguna. Ljóst er að Jón Sveinsson tók ekki þátt í störfum framkvæmdanefndar eftir 6. mars 2003, en þann dag var eignarhlutur ríkisins auglýstur til sölu. Engu að síður gegndi hann áfram störfum sem stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf. og annaðist sem slíkur kynningu á kynningarfundum með bjóðendum. Í ljósi þess að hann var fulltrúi ríkisins í stjórn fyrirtækisins og gætti þar hagsmuna þess og annarra eigenda er vandséð á hvern hátt það geti talist ágalli á málsmeðferð að hann hafi annast kynninguna eða hvort nokkru hefði breytt þótt hann hefði greint frá því að hann tæki ekki lengur þátt í störfum framkvæmdanefndar vegna hugsanlegs vanhæfis síns þar sem hann væri stjórnarformaður félagsins. Ekki er um það deilt að Jón Sveinsson tók engan þátt í umfjöllun um þau tilboð sem bárust í hlutabréf ríkisins eða val á viðsemjanda. Hann var hvorki aðili að því tilboði sem tekið var frá Eignarhaldsfélaginu AV ehf., né fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður þess. Hins vegar verður því tæplega á móti mælt að hann hlýtur að hafa átt mikil og regluleg samskipti við stjórnendur og aðra starfsmenn fyrirtækisins í því skyni að rækja starf sitt sem stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf., þótt ekkert bendi til þess að þau samskipti hafi ráðið vali á viðsemjanda. Þá er ósannað að framtíðarviðskiptahagsmunir hans eða lögmannsstofu hans hafi haft áhrif á hver eignaðist hlut ríkisins í fyrirtækinu. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að telja að það hafi verið réttmæt ákvörðun hjá Jóni Sveinssyni að vekja athygli framkvæmdanefndar um einkavæðingu á hugsanlegu vanhæfi sínu og taka eftir það ekki þátt í störfum nefndarinnar sem lutu að umræddu útboði, sbr. 3. mgr. 5. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með því er á engan hátt lagður dómur á hæfi hans til áframhaldandi starfa í nefndinni. Miklu fremur verður að telja að ákvörðun hans hafi verið til þess fallin að vekja tiltrú bjóðenda á því að málefnalega væri staðið að söluferlinu. Hafa ber og í huga að honum var frá sama tíma kunnugt um áhuga tveggja aðila á hlutabréfum ríkisins, sem báðir tengdust Íslenskum aðalverktökum hf., annars vegar stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og hins vegar Jóns Ólafssonar, stjórnarmanns í fyrirtækinu, f.h. Joco ehf. Að þessu sögðu verður ekki séð að afskipti Jóns Sveinssonar af málinu á fyrri stigum, eða störf hans sem stjórnarformanns í Íslenskum aðalverktökum hf., hafi leitt til þess að brotnar hafi verið hæfisreglur stjórnsýslulaga. Með bréfi 21. mars 2003 vakti Sigurður Atli Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands hf. og umsjónaraðila útboðsins, athygli framkvæmdanefndar um einkavæðingu á tengslum bankans við tvo tilboðsgjafa í hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Annars vegar var þar um að ræða Jarðboranir hf, en stærsti hluthafi í því félagi var fjárfestingafélagið Atorka hf. og sat Sigurður Atli í stjórn þess félags. Hins vegar tengdist bankinn Eignarhaldsfélaginu AV ehf. með samningum um ráðgjöf og fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á hlut ríkisins. Fyrir dómi bar Sigurður Atli að fljótlega eftir áramótin 2002/2003 hefði hann á stjórnarfundi í fjárfestingafélaginu Atorku hf. fengið vitneskju um áhuga Jarðborana hf. á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Kvaðst hann ekki hafa tekið þátt í umræðum um það mál og vikið af fundum þegar það bar á góma. Þá kvaðst hann ekki hafa vitað um samninga bankans um aðstoð við Eignarhaldsfélagið AV ehf. fyrr en við lok tilboðsfrests. Í kjölfar þessa bréfs ákvað framkvæmdanefnd um einkavæðingu að leysa bankann undan samningi sem umsjónaraðila útboðsins og fela Verðbréfastofunni hf. að leggja mat á framkomin tilboð. Sigurður Atli Jónsson var ráðgjafi framkvæmdanefndar um einkavæðingu og starfsmaður umsjónaraðila við umrætt útboð. Hæfisreglur stjórnsýslulaga áttu því við um hann, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1993. Í því ljósi gátu tengsl hans við Jarðboranir hf. orkað tvímælis og valdið því að óhlutdrægni hans yrði dregin í efa, ekki síst vegna þess að hann kom að undirbúningi og gerð útboðsgagna. Þar sem hins vegar hvorki hann sjálfur, né Landsbanki Íslands hf., kom að mati á tilboðum eða vali á viðsemjanda verður þó ekki talið að þau tengsl geti leitt til þess að framkvæmd útboðsins teljist ólögmæt. Staðhæfingar stefnenda um meint vanhæfi Benónís Torfa Eggertssonar, löggilts endurskoðanda, vegna langvarandi viðskiptatengsla hans og framtíðarhagmuna gagnvart eigendum Eignarhaldsfélagsins AV ehf., eða getgátur um ráðgjöf hans til þess félags eru ekki studdar neinum haldbærum rökum. Ekki verður heldur séð að endurráðning hans sem endurskoðanda Íslenskra aðalverktaka hf. renni stoðum undir staðhæfingar stefnenda. Eins og áður greinir var Landsbanki Íslands hf. umsjónaraðili útboðsins og var honum m.a. ætlað að annast auglýsingar, kynningar og verðmat tilboða. Byggja stefnendur á því að bankinn hafi verið vanhæfur vegna eignatengsla við Jarðboranir hf. og viðskiptatengsla við Eignarhaldsfélagið AV ehf., svo og hagsmunatengsla í gegnum Landsafl hf., en Íslenskir aðalverktakar hf. áttu 49% hlutafjár í því félagi. Af göngum málsins má ráða að töluverð tengsl voru milli Landsbanka Íslands hf. við a.m.k. tvo bjóðendur í hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf.; Eignarhaldsfélagið AV ehf. og Jarðboranir hf. Hlutlægni bankans, í ráðgjöf gagnvart framkvæmdanefnd um einkavæðingu, í undirbúningi og gerð sölulýsingar verður því ekki hafin yfir allan vafa. Er þá einkum til þess litið að Landsbanka Íslands hf. og starfsmönnum hans var ætlað veigamikið hlutverk í söluferlinu, sem sérfræðingum og ráðgjöfum framkvæmdanefndar. Því áttu hæfisreglur stjórnsýslulaga við um Landsbanka Íslands hf. í þessu tilviki, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 37/1993. Að framan er greint frá því að við lok tilboðsfrests, 21. mars 2003, vakti Sigurður Atli Jónsson, starfsmaður Landsbanka Íslands hf., athygli framkvæmdanefndar á tengslum bankans við tvo tilboðsgjafa. Var bankinn þá leystur undan samningi um frekari störf fyrir framkvæmdanefnd og annar aðili, Verðbréfastofan hf., fengin til að fara yfir tilboðin og leggja mat á þau. Kom því ekki til þess að niðurstaða málsins réðist af mati Landsbanka Íslands hf. Af þeim ástæðum telur dómurinn að ekki sé unnt að fallast á þau rök stefnenda að tengslin hafi verið slík að valda eigi að framkvæmd útboðsins verði dæmd ólögmæt af þeim sökum. Stefnendur byggja einnig á því að þeir stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf., sem áttu hlut í Eignarhaldsfélaginu AV ehf., hafi verið vanhæfir, og vísa þar til 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 37/1993. Eigi þetta sérstaklega við um forstjórann, Stefán Friðfinnsson, sem hafi komið að undirbúningi sölu á hlut ríkisins og tekið þátt í því að afla gagna og upplýsinga fyrir einkavæðingarnefnd allt til 6. mars 2003, en einnig eftir þann tíma, þar sem hann hafi stýrt upplýsingastreymi úr félaginu. Telja stefnendur ljóst að allir þessir aðilar hafi haft persónulegra hagsmuna að gæta af því að takmarkaðar upplýsingar um fyrirtækið bærust út á markaðinn. Benda stefnendur sérstaklega á jákvæðan viðsnúning á handbæru fé eftir kaup stjórnenda á hlut ríkisins og telja að kynningargögn hafi ekki gefið þá breytingu til kynna. Í málinu liggur fyrir bréf frá forstjóra Íslenskra aðalverktaka hf. til framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dags. 6. mars 2003, þar sem hann greinir frá því að hann sjálfur, ásamt framkvæmdastjóra fjármálasviðs fyrirtækisins og fjölda annarra starfsmanna hafi ákveðið að gera tilboð í hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Af þeim sökum telur hann sig og framkvæmdastjóra fjármálasviðs vera vanhæfa til upplýsingagjafar um fyrirtækið í því söluferli sem ákveðið hafi verið. Óskar hann eftir því að verða leystur undan skyldum um upplýsingagjöf af þessum sökum. Fram hefur komið að bréf þetta var kynnt á fundi framkvæmdanefndar þennan sama dag, og þar ákveðið að Jón Sveinsson og endurskoðandi félagsins skyldu af hálfu félagsins annast kynningu þess á fyrirhuguðum kynningarfundum. Í málinu liggur einnig fyrir samningur milli Landsbanka Íslands hf. og framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dags. 6. mars 2003, um umsjón bankans með sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Þar er m.a. mælt fyrir um að umsjónaraðilinn skuli í söluferlinu eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hf. Í skýrslu sinni fyrir dómi bar Jón Sveinsson að hann hefði um svipað leyti og hann fékk upplýsingar um fyrirhugað tilboð frá stjórnendum og starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka hf., líklega 6. mars 2003, setið fund í stjórn Íslenskra aðalverktaka hf. Á þeim fundi var greint frá áhuga stjórnenda á að kaupa hlut ríkisins í félaginu. Jafnframt kom þar fram að Jón Ólafsson, einn stjórnarmanna, hefði einnig lýst áhuga á að bjóða í hlutinn. Af þessu tilefni ákvað stjórnin að öll frekari upplýsingagjöf um félagið og kynning af þess hálfu færi í gegnum stjórn félagsins og endurskoðanda, þannig að starfsmenn sem ætluðu að gera tilboð kæmu þar hvergi nærri. Þótt líklegt sé að forstjóri og aðrir starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hf. hafi í upphafi komið að undirbúningi sölumeðferðar, með upplýsingagjöf til umsjónaraðila og framkvæmdanefndar um einkavæðingu, verður ekkert af gögnum málsins ráðið að hann eða aðrir starfsmenn hafi legið á upplýsingum til að koma í veg fyrir að þær bærust á markað. Kynningargögn frá umsjónaraðila, sem dagsett voru 13. mars 2003 og afhent stefnendum, vitna ekki heldur um slíkt, en þar er tekið fram í upphafi að allt efni í þeim gögnum sé „byggt á upplýsingum sem félagið hefur sent frá sér í samræmi við reglur um viðvarandi upplýsingaskyldu félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Umsjónaraðili hefur tekið saman þessi gögn í samstarfi við stjórn og endurskoðendur Íslenskra aðalverktaka fyrir framkvæmdanefnd um einkavæðingu til að auðvelda væntanlegum tilboðsgjöfum aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum“. Tilvitnuð orð, ásamt framburði Jóns Sveinssonar fyrir dómi, þykja taka af öll tvímæli um að stjórnendur og starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hf. tóku engan þátt í að miðla upplýsingum um félagið eftir 6. mars 2003. Málsástæða stefnenda um vanhæfi stjórnenda Íslenskra aðalverktaka hf. á því ekki við rök að styðjast. Með vísan til framanritaðs verður ekki fallist á að hæfisreglur stjórnsýslulaga hafi verið brotnar við sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf., þannig að valdi ólögmæti á framkvæmd útboðsins. IV. Meint brot gegn 10., 11. og 13. gr. laga nr. 37/1993 og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944. Stefnendur byggja á því að við meðferð málsins hafi stefndi brotið gegn ofangreindum ákvæðum stjórnsýslulaga og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Telja þeir að framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi ekki sýnt næga aðgæslu þegar ljóst varð að forstjóri og lykilstjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. hygðust gera tilboð. Lögð hefði verið áhersla á að takmarka upplýsingastreymi til bjóðenda og vanrækt hefði verið að leggja mat á upplýsingar um eignir félagsins og kynna væntanlegum kaupendum drög að skipulagstillögu fyrir Blikastaðaland. Þá telja þeir að hin mikla breyting á handbæru fé frá rekstri á árinu 2003 sýni hve illa var staðið að miðlun upplýsinga. Eins og áður hefur komið fram brást framkvæmdanefnd um einkavæðingu strax við, er henni bárust upplýsingar um tilboð stjórnenda og starfsmanna Íslenskra aðalverktaka hf., með því að fela Jóni Sveinssyni og endurskoðanda félagsins að annast kynningu á félaginu á fyrirhuguðum kynningarfundum, með því að álykta að staða starfsmanna yrði kynnt á kynningarfundum með bjóðendum og með því að leggja á það áherslu að upplýsingar um fyrirtækið takmörkuðust við þær upplýsingar sem kynntar hefðu verið í Kauphöll Íslands. Í kynningargögnum, sem lögð voru fram á fundum með bjóðendum, þ.á m. glærum sem dreift var, er ítarlega greint frá rekstri félagsins, efnahag og horfum. Þar er einnig að finna upplýsingar um þróunarverkefni og sérstaklega fjallað um Blikastaðalandið sem stærsta einstaka þróunarverkefni félagsins. Þá kemur fram í glærum að kynningargögn séu eingöngu byggð á opinberum upplýsingum, félagið lúti upplýsingaskyldu Kauphallar Íslands og að starfsmenn félagsins hafi lýst yfir áhuga á að gera tilboð í hlut ríkisins. Samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga skal stjórnvald sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi leitast við að afla þeirra upplýsinga sem heimilt var að afla og tiltækar voru og miðla þeim þannig að áhugasamir bjóðendur gætu kynnt sér þær. Í því sambandi verður að hafa í huga að íslenska ríkið var aðeins einn af 546 hluthöfum í fyrirtækinu og átti ekki, frekar en aðrir hluthafar, heimtingu á því að láta endurmeta eignir félagsins þar sem til stæði að selja hlutabréfin. Af þeim ástæðum og með hagsmuni annarra hluthafa að leiðarljósi, svo og að teknu tilliti til þess að fyrirtækið starfaði á samkeppnismarkaði og bjó þ.a.l. yfir margháttuðum upplýsingum, gátu bjóðendur tæplega vænst þess að allar upplýsingar um félagið stæðu þeim til boða. Verður því ekki fallist á þá málsástæðu stefnenda að stefndi hafi brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefnendur byggja á því að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga og 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944 með því að heimila fruminnherjum þátttöku í útboðinu. Þannig hafi fruminnherjar búið yfir upplýsingum um fyrirtækið, langt umfram aðra, sem þeir hafi hagnýtt sér til að verðleggja fyrirtækið, ákvarða verðtilboð í hlut ríkisins og fjármagna kaup sín. Á þann hátt hafi stefnendur ekki verið látnir njóta jafnræðis við kaup á hlut ríkisins í Íslenskum aðalvertökum hf. Með fruminnherjum eiga stefnendur við þá stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hf. sem áttu hlut í Eignarhaldsfélaginu AV ehf. og Jón Ólafsson, stjórnarmann í Íslenskum aðalverktökum hf. og eiganda Joco ehf. Í jafnræðisreglu stjórnsýslulaga felst að stjórnvöld skuli við úrlausn mála gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti og að óheimilt sé að mismuna aðilum á grundvelli þar tilgreindra sjónarmiða. 65. gr. stjórnarskrárinnar er að nokkru leyti samhljóða 11. gr. laga nr. 37/1993, en skýtur styrkari stoðum undir þá reglu með því að mæla fyrir um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í tilkynningu um sölu á eignarhlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. kemur fram að nánari upplýsingar megi nálgast hjá umsjónaraðila útboðsins, en upplýsingagjöf varðandi starfsemi félagsins takmarkist þó við þær upplýsingar sem opinberar séu í kauphöll, enda sé félagið skráð á aðallista Kauphallar Íslands hf. Jafnframt kemur þar fram að áhugasamir fjárfestar verði ekki settir í stöðu innherja í félaginu. Með því móti var áréttað að áhugasamir fjárfestar gætu ekki vænst þess að fá innherjaupplýsingar. Hins vegar er þess hvergi getið í tilkynningunni að innherjum í fyrirtækinu sé óheimilt að bjóða í eignarhlutinn. Í V. kafla þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996, sbr. lög nr. 163/2000, er að finna fyrirmæli um meðferð trúnaðarupplýsinga, viðskipti innherja og markaðsmisnotkun. Taka ákvæði kaflans til viðskipta með verðbréf sem skráð hafa verið á skipulegum verðbréfamarkaði og eiga því hér við. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 31. gr. laganna var innherjum óheimilt að afla eða ráðstafa verðbréfum, fyrir eigin reikning eða annarra, ef þeir bjuggu yfir trúnaðarupplýsingum. Í 32. gr. sömu laga var mælt fyrir um að fruminnherjar skuli ganga úr skugga um það áður en þeir eiga viðskipti með verðbréf félags, sem þeir eru fruminnherjar í, að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsingar innan félagsins. Í 37. gr. sömu laga er síðan kveðið á um að stjórn félags, sem skráð er í kauphöll, skuli setja reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Á grundvelli síðasttalda ákvæðisins setti stjórn Íslenskra aðalverktaka sér reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja í nóvember 2002. Í 4. grein þeirra kemur m.a. fram að trúnaðarupplýsingar skuli birta í Kauphöll Íslands í samræmi við reglur um starfsemi kauphalla, en áréttað er að trúnaðarupplýsingar skuli þó aldrei birta án þess að forstjóri eða sá sem hann tilnefnir hafi samþykkt það. Í 5. grein reglnanna kemur fram að fruminnherjum sé óheimilt að eiga viðskipti með verðbréf nema í sex vikur eftir birtingu árs- eða árshlutareikninga og þá einungis að ekki liggi fyrir trúnaðarupplýsingar innan félagsins. Í málinu liggur fyrir að ársreikningur Íslenskra aðalverktaka hf. var birtur 27. febrúar 2003 og tilboð Eignarhaldsfélagsins AV ehf. og Joco ehf. voru móttekin 21. mars 2003. Bæði tilboðin voru því móttekin innan þess frests sem verklagsreglur félagsins mæla fyrir um þegar fruminnherjar eiga viðskipti með verðbréf. Þá hefur það og komið fram að eftir 6. mars 2003 fór öll upplýsingagjöf og kynning á félaginu í gegnum stjórn þess en ekki forstjóra. Með vísan til ofanritaðs verður ekki fallist á það með stefnendum að fruminnherjum hafi verið óheimilt að bjóða í hlut ríkisins. Hefði slíkt verið ætlun framkvæmdanefndar um einkavæðingu bar nefndinni og umsjónaraðila að taka það sérstaklega fram í tilkynningu um útboðið. Ekki er heldur hægt að fallast á þá staðhæfingu stefnenda að fruminnherjar hafi hagnýtt sér trúnaðarupplýsingar við tilboðsgerð, enda var slík háttsemi refsiverð samkvæmt 69. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti, sbr. lög nr. 163/2000, og gat að auki kallað á rannsókn Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 6. mgr. 63. gr. sömu laga. Er ekki til þess vitað að tilboð fruminnherja hafi hrundið rannsókn af stað, hvorki af hálfu lögreglu né Fjármálaeftirlitsins. Ummæli Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra, sem hann viðhafði í sjónvarpsviðtali 2. maí 2003 breyta hér engu um, en í viðtalinu staðfesti hann að hann væri einn af fruminnherjum í Íslenskum aðalverktökum hf. og hefði því vonandi almennt meiri upplýsingar um reksturinn en aðrir tilboðsgjafar. Um leið bætti hann við að gagnrýnin væri ekki rétt vegna þess að salan færi fram á grundvelli nýútkomins ársreiknings og þar kæmi það fram sem menn þyrftu að vita til þess að meta fyrirtækið. Þessi ummæli verða ekki túlkuð á þann hátt að með þeim hafi forstjórinn viðurkennt að hafa hagnýtt sér trúnaðarupplýsingar við tilboðsgerðina. Raunar er með öllu óljóst hvaða trúnaðarupplýsingar það voru sem stefnendur telja að fruminnherjar hafi búið yfir og hagnýtt sér. Stefnendum var hins vegar í lófa lagið að beina fyrirspurnum til umsjónaraðila eða afla sér með öðrum hætti frekari gagna um horfur félagsins, þ.m.t. hjá skipulagsyfirvöldum í Mosfellsbæ, vegna Blikastaðalandsins. Staðhæfingar stefnenda, um fjármögnun kaupanna eða ályktanir sem þeir draga af endurmati eigna og bættum hag fyrirtækisins á árinu 2003, telur dómurinn með öllu ósannaðar. Að þessu virtu er það álit dómsins að stefnendum hafi ekki tekist að færa sönnur á að stefndi hafi brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar eða 11. gr. stjórnsýslulaga við umrætt útboð. Stefnendur byggja loks á því að brotið hafi verið gegn andmælarétti 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þeir hafi þann 27. mars 2003 óskað bréflega eftir fundi með framkvæmdanefnd um einkavæðingu, í því skyni að koma á framfæri athugasemdum sínum, en engin viðbrögð fengið. Af fundargerðum nefndarinnar sé heldur ekki að sjá að bréf þetta hafi verið lagt fram eða rætt. Því hafi verið litið fram hjá athugasemdum þeirra, sem stefnendur telja einnig brot á 10. gr. laga nr. 37/1993. Í kynningargögnum vegna lokaðs útboðs á eignarhlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf., þ.m.t. tilkynningu um söluna sem birtist þann 6. mars 2003, var aðeins gert ráð fyrir að áhugasamir kaupendur gætu óskað eftir kynningarfundi um fyrirtækið. Stefnendur sóttu slíkan fund þann 13. mars 2003. Ekki var gert ráð fyrir að framkvæmdanefnd um einkavæðingu ætti fundi með áhugasömum kaupendum, fyrr en að því kæmi að tilboðsgjafar yrðu kallaðir til viðræðna við nefndina á grundvelli mats á fyrirliggjandi tilboðum. Athugasemdir stefnenda í áðurnefndu bréfi lúta að tveimur bjóðendum, sem þeir telja að hafi haft aðgang að innherjaupplýsingum og orki tvímælis að hafi verið leyft að bjóða í eignarhlutinn. Vandséð er að nokkur þörf hafi verið á fundi með stefnendum vegna þessa þar sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu var kunnugt um tilboð innherja og hafði á sínum tíma fjallað um þá stöðu og gert ráðstafanir til þess að bregðast við henni. Afstaða nefndarinnar lá þegar ljós fyrir þar sem nefndarmenn töldu engar forsendur til þess að banna innherjum að gera tilboð. Af þeirri ástæðu verður ekki fallist á það með stefnendum að stefndi hafi brotið gegn andmælarétti 13. gr. stjórnsýslulaga. V. Meint brot stefnda gegn útboðsskilmálum og grunnsjónarmiðum laga um framkvæmd útboða, brot gegn reglum Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og gegn lögum nr. 13/1996. Í þessum þætti málsins reisa stefnendur kröfur sínar á því að um sölu á hlutabréfum í eigu ríkisins gildi grundvallarreglur kröfu- og samningaréttar og meginreglur um útboð, eftir því sem við á, sbr. lög nr. 94/2001 og lög nr. 65/1993. Í því felist fyrst og fremst að jafnræði aðila sé tryggt, gætt sé eðlilegra samskiptareglna og að útboðsferlið sé ekki misnotað. Stefndi hafi ekki farið að útboðsskilmálum með því að heimila innherjum að bjóða í hlut ríkisins, ekki hafi verið gætt ákvæða 5. gr. verklagsreglna Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og ekki liggi fyrir álit regluvarðar á því að trúnaðarupplýsingar hafi ekki legið fyrir þegar innherjar gerðu tilboð. Hins vegar liggi fyrir viðurkenning Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra Íslenskra aðalverktaka hf., á því að hann hafi búið yfir þekkingu á fyrirtækinu umfram aðra og beri stefnda að sýna fram á með hvaða hætti hafi verið gengið úr skugga um hvort trúnaðarupplýsingar væru til staðar. Telja stefnendur að þeir hafi einir skilað inn gildu tilboði þar sem tilboð innherja hafi verið ógild, sem og tilboð Jarðborana hf., sem hafi verið ógilt sökum tengsla við umsjónaraðila útboðsins. Að auki byggja stefnendur á því að tilboð annarra bjóðenda hafi verið ógild þar sem í þeim voru fyrirvarar og skilmálar, sem óheimilt var að setja, tilboðin hafi ekki verið opnuð á sama tíma og loks að mat Verðbréfastofunnar hf. á tilboðum sé gallað, þar sem litið sé fram hjá veigamiklum atriðum sem voru stefnendum til hagsbóta. Á grundvelli framanritaðs telja stefnendur að þeir hafi við tilboðsgerðina ekki setið við sama borð og eigendur Eignarhaldsfélagsins AV ehf. Að nokkru leyti hefur áður verið fjallað um framangreindar málsástæður og þykir ekki ástæða til að endurtaka það. Engin almenn löggjöf er til um sölu ríkiseigna né sölu hlutabréfa í ríkiseigu. Þágildandi lög um verðbréfaviðskipti, nr. 13/1996, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 163/2000 og lög nr. 161/2002, giltu ekki um framkvæmd útboðsins, enda beinlínis tekið fram í tilkynningu að ekki væri um almennt útboð að ræða samkvæmt þeim lögum. Lög nr. 65/1993 um framkvæmd útboða gilda ekki um útboð á fjármagns- og verðbréfamarkaði, sbr. 1. gr. þeirra laga, og lög nr. 94/2001 um opinber innkaup verða hér heldur ekki lögð til grundvallar. Sala hlutabréfa, með þeim hætti sem hér er fjallað um, er þannig ólögfest og því eðlilegt að líta svo á að um hana gildi grundvallarreglur kröfu- og samningaréttar og meginreglur um útboð, eftir því sem við á. Verklagsreglur ríkisstjórnarinnar um útboð og sölu ríkisfyrirtækja frá 9. febrúar 1996 koma hér einnig til álita, þótt ólögbundnar séu, og þá einkum við skoðun á því hvort gætt hafi verið þeirrar meginreglu stjórnsýslunnar að málefnalega hafi verið staðið að útboðinu. Samkvæmt þessu þykir ljóst að framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur haft nokkuð frjálsar hendur við ákvörðun á fyrirkomulagi við sölu umræddra hlutabréfa ríkisins og gerð söluskilmála, að því gefnu að gætt hafi verið að þeim verklagsreglum sem áður er getið, svo og meginreglum stjórnsýsluréttar. Eins og fram er komið ákvað framkvæmdanefnd um einkavæðingu að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. í einu lagi til eins aðila eða eins hóps fjárfesta. Í tilkynningu um söluna er tekið fram að ekki sé um almennt útboð að ræða samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996. Jafnframt segir þar að áhugasamir fjárfestar verði ekki settir í stöðu innherja í félaginu. Þar er og mælt fyrir um að tilboðin skuli vera sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt og við mat á þeim verði litið til atriða sem tilgreind eru í fimm töluliðum. Þá er kveðið á um að söluandvirði skuli greiða í íslenskum krónum og um staðgreiðslu sé að ræða. Fram kemur einnig að tilboðum skuli skila inn í lokuðu umslagi til framkvæmdanefndar um einkavæðingu fyrir kl. 16.00 föstudaginn 21. mars 2003, þar sem kvittað yrði fyrir móttöku þeirra. Enn fremur segir þar að framkvæmdanefndin áskilji sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Í tilkynningunni er ekki girt fyrir þátttöku neinna aðila, hvorki þeirra sem tengjast fyrirtækinu né annarra, enda væri slíkt ákvæði í andstöðu við áðurnefndar verklagsreglur ríkisstjórnarinnar og kynni jafnframt að brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Ekkert segir þar heldur um hvort fyrirvarar eða skilyrði í tilboði valdi ógildi þess. Svo sem hér hefur áður komið fram er ekki unnt að fallast á þau sjónarmið stefnenda að innherjum hafi verið óheimilt að bjóða í hlutabréf ríkisins eða að túlka eigi ákvæði útboðsskilmálanna, um að áhugasamir fjárfestar verði ekki settir í stöðu innherja, á þann hátt að það hafi girt fyrir tilboð þeirra. Í því ákvæði fólst hins vegar að áhugasamir fjárfestar gátu ekki vænst þess að fá í hendur trúnaðarupplýsingar sem aðeins innherjar höfðu að jafnaði aðgang að. Verður að telja slíkan fyrirvara eðlilegan og á engan hátt brot á jafnræði bjóðenda þar sem Íslenskir aðalverktakar hf. var almenningshlutafélag, skráð á aðallista Kauphallar Íslands og laut sem slíkt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996, með síðari breytingum, og lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34/1998. Áður hefur verið fjallað um meðferð trúnaðarupplýsinga, tímabundnar heimildir innherja til viðskipta með verðbréf, jafnræði bjóðenda og ummæli Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra. Vísast til þess sem þar er sagt. Í 5. og 6. gr. reglna Íslenskra aðalverktaka hf. um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja, sem settar eru á grundvelli 37. gr. laga nr. 13/1996, er m.a. fjallað um hlutverk regluvarðar. Þar kemur fram að fruminnherji skuli tilkynna regluverði um fyrirhuguð viðskipti, áður en þau eiga sér stað og einnig jafnóðum og viðskiptin hafa farið fram. Eftir slíka tilkynningu skal regluvörður láta fruminnherja í té álit á því hvort trúnaðarupplýsingar liggi fyrir innan félagsins. Einnig skal regluvörður vekja athygli fruminnherja á því, eigi hann viðskipti með bréf þrátt fyrir að trúnaðarupplýsingar séu fyrirliggjandi, að honum beri í slíku tilviki að tilkynna Fjármálaeftirliti og stjórn félagsins um viðskiptin. Telji regluvörður að grunur leiki á því að reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga hafi verið brotnar eða að viðskipti innherja hafi átt sér stað í andstöðu við reglurnar skal hann þegar í stað gera Fjármálaeftirlitinu viðvart og senda stjórn félagsins tilkynningu sama efnis. Í málinu liggur ekki fyrir álit regluvarðar á því að trúnaðarupplýsingar hafi ekki legið fyrir þegar innherjar í félaginu gerðu tilboð. Er fráleitt af stefnendum að gagnálykta samkvæmt því og byggja á því að trúnaðarupplýsingar hafi verið fyrir hendi. Miklu fremur má ætla að trúnaðarupplýsingar hafi ekki legið fyrir og engin viðvörun því borist frá regluverði, hvorki til Fjármálaeftirlitsins né stjórnar félagsins. Af sömu ástæðu voru tæpast nokkrar forsendur fyrir framkvæmdanefnd um einkavæðingu að draga slíkt í efa og ganga eftir áliti regluvarðar. Minna má hér á að Fjármálaeftirlitinu ber að hefja rannsókn, hafi það rökstudda ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn ákvæðum V. kafla laga nr. 13/1996, sbr. 6. mgr. 63. gr. þeirra laga. Samkvæmt ofanrituðu, svo og með vísan til þess sem fyrr er sagt, er ekki fallist á þá röksemd stefnenda að Joco ehf. og Eignarhaldsfélaginu AV ehf., hafi verið óheimilt að bjóða í umrædd hlutabréf þar sem tilboð þeirra stöfuðu frá innherjum í Íslenskum aðalverktökum hf. Verður ekki séð að með því hafi tilboðsgjafar brotið gegn útboðsskilmálum, 11. gr. stjórnsýslulaga eða grunnsjónarmiðum laga um útboð, svo sem stefnendur halda fram. Ekki er heldur tekið undir þá málsástæðu stefnenda að tilboð Jarðborana hf. hafi verið ógilt með vísan til 3., 4. og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða á grundvelli grunnsjónarmiða laga um framkvæmd útboða. Hefur áður verið fjallað um þá málsástæðu stefnenda. Auk ofangreinds byggja stefnendur á því að tilboð annarra bjóðenda en þeirra hafi verið haldin þeim annmörkum að þau hafi verið sett fram með fyrirvörum. Þar sem ekki var gert ráð fyrir heimild til slíks í útboðsskilmálum hafi þau verið ógild og framkvæmdanefnd borið að hafna þeim í samræmi við grunnsjónarmið 49. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup og 12. gr. laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða. Eins og áður getur var í tilkynningu um sölu á eignarhlut ríkisins ekkert kveðið á um hvort heimilt væri að binda tilboð fyrirvörum eða hvernig tekið skyldi á fyrirvörum í tilboði. Í skýrslu Ólafs Davíðssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, fyrir dómi kom fram að nefndarmenn hefðu talið að ekki væri óheimilt að setja fram fyrirvara í tilboð, hins vegar væri nefndin í engu bundin af þeim og hafi þeir aldrei verið ræddir við viðsemjanda. Þrátt fyrir þá skýringu verður að átelja að í söluskilmálum hafi ekki verið mælt fyrir um hvort heimilt væri að setja fram tilboð með fyrirvörum og hvernig á slíkum tilboðum yrði tekið, enda máttu stefnendur ætla að um slíkt giltu meginsjónarmið laga um framkvæmd útboða, sbr. 12. gr. þeirra laga. Þar sem þau lög giltu hins vegar ekki um útboð þetta og ekkert bendir til þess að fyrirvararnir hafi verið ræddir eða nokkurt mark tekið á þeim, þykir þetta atriði eitt og sér ekki geta leitt til þess að tilboðin teljist ógild. Í samræmi við meginregluna um samningafrelsi, og þar sem lög um framkvæmd útboða giltu ekki við umrætt útboð, var framkvæmdanefnd um einkavæðingu heimilt að mæla fyrir um skil tilboða og staðfestingu á móttöku þeirra með þeim hætti sem gert var í útboðstilkynningu. Gátu stefnendur því ekki vænst þess að tilboðin yrðu opnuð samtímis, að þeim viðstöddum. Eins og fram kemur í málavaxtalýsingu hér að framan kom það í hlut Verðbréfastofunnar hf. að leggja mat á framkomin tilboð og var það mat fyrirtækisins að tilboð Eignarhaldsfélagsins AV ehf. væri hagstæðast, en tilboð stefnenda lægst. Á grundvelli þess var lagt til að fyrst yrði gengið til viðræðna við Eignarhaldsfélagið AV ehf. Stefnendur telja að mat Verðbréfastofunnar hf. sé gallað og litið hafi verið fram hjá veigamiklum atriðum þeim til hagsbóta. Í því sambandi benda þeir á mat á áhrif á samkeppni, fjárhagslegan styrk, framtíðarsýn og stjórnunarlega reynslu. Þar sem stefnendur hafa ekki óskað yfirmats eða hnekkt mati Verðbréfastofunnar hf. með öðrum hætti, er ekki unnt að fallast á röksemdir stefnenda. Að öllu framansögðu er það niðurstaða dómsins að stefnendur hafi ekki sýnt fram á að framkvæmd útboðsins hafi verið ólögmæt. Af þeim ástæðum er ekki á það fallist að stefndi hafi bakað sér bótaábyrgð vegna framkvæmdar útboðsins. Ber því að sýkna stefnda af kröfum stefnenda um viðurkenningu skaðabótaskyldu. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir eftir atvikum rétt að aðilar málsins beri sjálfir hver sinn kostnað af málsókninni. Það athugist að stefnendur beina aðeins kröfum í máli þessu að fjármálaráðherra, f.h. íslenska ríkisins. Utanríkisráðherra fór með eignarhlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og bar ábyrgð á sölu hlutafjárins, ásamt ráðherranefnd um einkavæðingu. Að réttu lagi hefðu stefnendur því átt að stefna utanríkisráðherra ásamt fjármálaráðherra, f.h. íslenska ríkisins, sbr. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem vænta hefði mátt sömu varna af hálfu stefnda er þó ekki tilefni til frekari umfjöllunar um kröfugerðina að þessu leyti. Af hálfu stefnenda flutti málið Sigurbjörn Þorbergsson, hdl. Af hálfu stefnda flutti málið Guðrún Margrét Árnadóttir, hrl. Dóminn kvað upp Ingimundur Einarsson, héraðsdómari. DÓMSORÐ: Kröfu stefnenda, JB Byggingafélags ehf. og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf., um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd lokaðs útboðs á 39,86% hlut stefnda í Íslenskum aðalverktökum hf. hafi verið ólögmæt, er vísað frá dómi ex officio. Stefndi, íslenska ríkið, skal vera sýkn af kröfum stefnenda um að viðurkennd verði með dómi skaðabótaskylda stefnda gagnvart stefnendum. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 160/2014 | Fasteignamat Sveitarfélög Gjaldtaka Þjónustugjald Endurgreiðsla Vextir | Sveitarfélagið F höfðaði mál á hendur Í og Þ til endurgreiðslu ætlaðra oftekinna gjalda, en málsaðila greindi á um lögmæti svonefndra fasteignamatsgjalda sem F hafði verið gert að greiða Þ á grundvelli gjaldskrár nr. 1174/2008 vegna þriggja gjaldára. Upphaf málsins var nánar tiltekið að rekja til samkomulags frá árinu 2003 vegna stofnunar og reksturs álvers í Reyðarfirði, þar sem meðal annars var kveðið á um tilgreint hundraðshlutfall fasteignaskatts til F sem lagður yrði á allar byggingar, húsnæði, mannvirki og lóð sem F sf. ætti eða leigði. Árið 2009 lét forveri Þ meta byggingar A sf. á Reyðarfirði, skrá virði þeirra í fasteignaskrá og hóf í kjölfarið gjaldtöku á þeim grundvelli gagnvart F, sem barst reikningur í janúar 2010 fyrir afnot af matsstofni fasteignarskrár vegna ársins 2009. Var það í fyrsta sinn sem F var krafinn um greiðslu fasteignamatsgjalds vegna bygginga álversins til viðbótar gjaldi vegna annarra fasteigna í sveitarfélaginu og þrefaldaðist reikningurinn í samanburði við það sem áður hafði verið. Hafnað var aðalkröfu F, sem laut að kröfu um endurgreiðslu allrar fjárhæðarinnar sem innt hefði verið af hendi í þágu fasteignamatsgjalds. Í því samhengi var ekki talið að með gjaldskránni hefði stofnkostnaði við skráningar- og matskerfi fasteignamats ásamt álagningarkerfi verið velt yfir á sveitarfélögin í landinu, svo sem F hafði haldið fram. Þá var að virtum gögnum málsins talið að forsendur gjaldskrárinnar fyrir töku gjaldsins væru nægjanlega traustar og samkvæmt því samrýmanlegar grundvallarreglum og sjónarmiðum um fjárhæð þjónustugjalda. Á hinn bóginn var tekin til greina varakrafa F, sem reist var á því að F nýtti sér ekki fasteignamat Þ sem gjaldstofn til að leggja fasteignaskatt á A sf. Var í því samhengi litið til þess að F hefði engin afnot af fasteignamati og kerfi þess til álagningar fasteignaskatta og gjalda vegna álversins og því hefði engin slík þjónusta verið innt af hendi af hálfu Þ er veitti rétt til töku þjónustugjalda. Talið var að stofn til álagningar fasteignaskatta vegna fasteigna álversins í Reyðarfirði væri bundinn í lögum nr. 12/2003 um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði, sem væru sérlög um það efni, en réðust ekki af fasteignamati þeirra virtu samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og viðeigandi ákvæða laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna, svo sem almennt tíðkaðist um fasteignir í landinu. Því var talið að sú einhliða ákvörðun forvera Þ að virða fasteignir álversins til fasteignamats samkvæmt lögum nr. 6/2001 hefði verið umfram lagaskyldu og gæti ekki veitt Þ rétt til að krefja F um greiðslu gjalds fyrir það verk á grundvelli gjaldskrárinnar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson og Þorgeir Örlygsson og Guðrún Erlendsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjendur skutu málinu til Hæstaréttar 5. mars 2014. Þeir krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti en til vara að kröfur hans verði lækkaðar og að málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms. Til vara krefst hann þess að áfrýjendur greiði sér óskipt 19.785.684 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. mars 2012 til greiðsludags. Að því frágengnu krefst hann þess að áfrýjendur greiði sér óskipt aðallega 12.892.002 krónur, en til vara 8.142.174 krónur, í báðum tilvikum með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af nánar tilgreindum fjárhæðum frá 8. febrúar 2010 til 21. apríl sama ár, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga af nánar tilgreindum fjárhæðum frá þeim degi til greiðsludags. Í öllum tilvikum krefst stefndi staðfestingar héraðsdóms um málskostnað í héraði og að áfrýjendum verði óskipt gert að greiða sér málskostnað fyrir Hæstarétti. I Í 1. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna kemur fram að Þjóðskrá Íslands fer með yfirstjórn fasteignaskráningar samkvæmt þeim lögum og rekstur gagna- og upplýsingakerfis í tölvutæku formi er nefnist fasteignaskrá. Samkvæmt lagagreininni skal í fasteignaskrá skrá allar fasteignir í landinu og er hún grundvöllur þinglýsingabókar fasteigna, mats fasteigna og húsaskrár þjóðskrár. Í 2. gr. laganna segir að hverja fasteign skuli meta til verðs eftir því sem næst verður komist á hverjum tíma og nánar er kveðið á um í lögunum. Í 2. mgr. 9. gr. laganna kemur fram að stjórn Þjóðskrár Íslands annist og móti starf og innra skipulag hennar og hafi eftirlit með starfseminni. Hún geri tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem ráðherra skuli staðfesta. Við ákvörðun gjaldskrár skal samkvæmt ákvæðinu taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi. Gjaldskrá skal endurskoða árlega. Fasteignaskattur er meðal tekjustofna sveitarfélaga samkvæmt 1. gr. samnefndra laga nr. 4/1995. Í 3. gr. þeirra kemur fram að árlega skuli leggja fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári í fasteignaskrá og skuli stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir vera fasteignamat þeirra. Samkvæmt 4. gr. laganna annast sveitarstjórn álagningu fasteignaskatts og skal hún fara fram í fasteignaskrá. Samkvæmt 10. gr. laga nr. 6/2001 skal fasteignaskrá mynduð af stofnhluta, mannvirkjahluta, matshluta og þinglýsingarhluta. Í matshluta eru matsgögn ásamt fasteigna- og brunabótamati. Í 1. mgr. 24. gr. laganna kemur fram að Þjóðskrá Íslands sé heimilt að vinna úr og láta í té upplýsingar úr fasteignaskrá gegn gjaldi sem renni til stofnunarinnar samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfesti, sbr. 2. mgr. 9. gr. Í a. lið 2. mgr. 24. gr. segir að í gjaldskrá skuli kveða á um gjald sveitarfélaga fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda og skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af heildarfasteignamati í sveitarfélagi 31. desember ár hvert. Með heimild í 24. gr. laga nr. 6/2001 setti ráðherra 10. desember 2008 gjaldskrá nr. 1174/2008 vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands. Hún öðlaðist gildi 1. janúar 2009 og var leyst af hólmi með gjaldskrá nr. 265/2012 sem tók gildi 1. apríl 2012. Í 1. gr. gjaldskrár nr. 1174/2008 sagði að sveitarfélög skyldu greiða gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignskatta og fasteignagjalda. Skyldi það nema 0,0060% af heildarfasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi 31. desember ár hvert og vera innheimt árlega í janúarmánuði. Í ýmsum gögnum málsins er gjald þetta nefnt fasteignamatsgjald og verður svo gert hér. II Áfrýjandinn íslenska ríkið, stefndi og hafnarsjóður stefnda undirrituðu 15. mars 2003 samkomulag vegna stofnunar og reksturs álvers í Reyðarfirði. Þar sagði í grein 2.1 að í fyrirhuguðum fjárfestingarsamningi vegna stofnunar og reksturs álversins væri gert ráð fyrir að Fjarðaál sf., sem í samkomulaginu væri nefnt félagið, greiddi 1,0% fasteignaskatt til Fjarðabyggðar sem lagður yrði á allar byggingar, húsnæði, mannvirki og lóð sem félagið ætti eða leigði. Í fylgiskjali með samningnum kom fram fjöldi og stærð þeirra eigna sem um ræddi. Í grein 2.2 sagði að Fjarðabyggð hefði samþykkt fyrirkomulag samkvæmt grein 2.1, en verðmæti bygginga, húsnæðis, mannvirkja og lóðar (álagningargrunnur) sem gert væri ráð fyrir að þyrfti til reksturs álversins væri áætlað 255.000.000 bandaríkjadalir. Í grein 2.3 sagði að heildarálagningarstofn bygginga samkvæmt greinum 2.1 og 2.2 skyldi vera 250.000.000 bandaríkjadalir fyrir byggingar, húsnæði og mannvirki, sem yrðu á lóð álfélagsins á þeim degi þegar starfsemi álversins hæfist, og 5.000.000 bandaríkjadalir fyrir byggingar, húsnæði og mannvirki á hafnarsvæðinu. Í grein 2.4 sagði að verðmæti bygginganna, húsnæðisins og mannvirkjanna, 255.000.000 bandaríkjadalir, sem myndaði álagningarstofn til fasteignaskatts, skyldi á umsömdum afhendingardegi rafmagns til álversins umreiknað í íslenskar krónur eftir nánar tilgreindri aðferð, og samkvæmt grein 2.5 skyldi fasteignaskatturinn lagður á og innheimtur á ári hverju af heildarálagningarstofninum í íslenskum krónum. Í grein 2.7 kom fram að fasteignaskatturinn, sem félagið greiddi, kæmi í stað fasteignaskatts samkvæmt II. kafla laga nr. 4/1995, svo og hvers kyns annarra sams konar eða efnislega svipaðra skatta sem síðar kynnu að verða lagðir á í stað fasteignaskatts. Fasteignaskatturinn skyldi lagður á og innheimtur á sama hátt og fasteignaskattur samkvæmt II. kafla laga nr. 4/1995, eftir því sem við ætti í sveitarfélaginu. Í 10. grein fyrrgreinds samkomulags sagði að það væri háð því skilyrði að ríkið ábyrgðist og aflaði nauðsynlegra undanþága frá lögum og tilskilinna leyfa svo Fjarðabyggð og hafnarsjóðurinn gætu veitt félaginu þau frávik frá gildandi lögum og reglum sem í samkomulaginu greindi og vikið væri að bæði í fjárfestingarsamningi og hafnarsamningi. Hinn 12. mars 2003 tóku gildi lög nr. 12/2003 um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði. Er ráðherra þar í 1. gr. veitt heimild til að gera samninga fyrir hönd ríkisstjórnarinnar innan ramma laganna við „Alcoa Incorporated, Fjarðaál sf. (félagið) og stofnendur þess, Alcoa á Íslandi ehf. og Reyðarál ehf. (eigendurnir), um að reisa og reka álverksmiðju og tengd mannvirki á Íslandi (verkefnið).“ Þá segir í 1. gr. að starfsemi félagsins og eigendanna skuli vera í samræmi við íslensk lög og reglugerðir eins og nánar sé kveðið á um í lögunum. Í 6. gr. laganna segir að félagið og eigendurnir skuli greiða skatta og önnur opinber gjöld sem almennt séu lögð á hér á landi eftir þeim reglum sem um þau gilda samkvæmt lögum á hverjum tíma, nema að því leyti sem á annan veg sé mælt í lögunum. Í 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. segir að í stað fasteignaskatts samkvæmt II. kafla laga nr. 4/1995, sem og skatta eða gjalda sömu eða að verulegu leyti svipaðrar tegundar sem síðar kynnu að vera lögð á til viðbótar eða í staðinn fyrir fasteignaskatt, skuli félagið greiða Fjarðabyggð fasteignaskatt sem skuli vera 1% af 255.000.000 bandaríkjadala á meðalgengi fyrstu sex mánaða ársins 2007, sem sé áætlað verðmæti lóðar, bygginga, athafnasvæðis og mannvirkja innan lóðar og hafnarsvæðis sem þurfi vegna framleiðslugetu sem nemur allt að 322.000 tonna álframleiðslu á ári, sem breytist í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu og tilteknar aðrar viðmiðanir sem nánar sé fjallað um í fjárfestingarsamningi. III Í málinu er deilt um lögmæti fasteignamatsgjalda sem stefnda var gert að greiða áfrýjandanum Þjóðskrá Íslands vegna áranna 2009, 2010 og 2011 á grundvelli gjaldskrár nr. 1174/2008 og er í hinum áfrýjaða dómi gerð grein fyrir skiptingu gjaldsins á einstök ár. Forsaga málsins er sú að á árinu 2009 mun Landskrá fasteigna, nú áfrýjandinn Þjóðskrá Íslands, hafa látið starfsmenn sína meta byggingar Alcoa Fjarðaáls sf. á Reyðarfirði og skráð virði þeirra í fasteignaskrá. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi barst stefnda í janúar 2010 reikningur frá áfrýjandanum Þjóðskrá Íslands um greiðslu fyrir afnot af matsstofni fasteignaskrár vegna ársins 2009 og mun það hafa verið í fyrsta skipti sem stefndi var krafinn um greiðslu fasteignamatsgjalds vegna bygginga álversins til viðbótar gjaldi vegna annarra fasteigna í sveitarfélaginu. Við þetta þrefaldaðist reikningurinn í samanburði við það sem verið hafði árið áður. Stefndi mótmælti reikningnum með bréfi 27. febrúar 2012 að því leyti sem hann byggði á fasteignum álversins og krafðist að þeim yrði haldið utan við matsstofninn við ákvörðun fasteignamatsgjalds, enda nýtti stefndi ekki matsstofn áfrýjandans Þjóðskrár Íslands til að leggja fasteignaskatta á álverið. Þá sagði í bréfinu að eins og fyrri samskipti bæru með sér væri það „sérstaklega krafa Þjóðskrár um fasteignamatsgjald af álverinu á Reyðarfirði sem er tilefni mótmæla ... enda felst skattlagning í þeirri kröfu en ekki krafa um endurgjald fyrir þjónustu. Fari hins vegar svo, að [stefnda] reynist óhjákvæmilegt að fara með kröfu sína fyrir dómstóla, þá blasir við að einnig verður byggt á ólögmæti gjaldtöku Þjóðskrár með vísan til almennra reglna um þjónustugjöld.“ Aðal- og varakrafa stefnda fyrir Hæstarétti eru á því reistar að endurgreiða beri honum alla þá fjárhæð sem hann hefur innt af hendi vegna fyrrgreindra ára sem fasteignamatsgjald samkvæmt gjaldskrá nr. 1174/2008, samtals 19.785.684 krónur. Um sé að ræða þjónustugjald en ákvörðun þess í fyrrnefndri gjaldskrá fullnægi ekki þeim kröfum sem gerðar séu lögum samkvæmt til ákvörðunar slíkra gjalda í samræmi við þá sérgreindu þjónustu sem innt sé af hendi og kostnað er almennt leiði af henni. Með gjaldskránni hafi stofnkostnaði við skráningar- og matskerfi fasteignamats ásamt álagningarkerfi verið velt yfir á sveitarfélögin í landinu, auk þess sem þeim hafi með gjaldskránni verið gert að standa undir sértækum og almennum rekstrarkostnaði við skráninguna. Til stuðnings varakröfu sinni um endurgreiðslu á 12.892.002 krónum teflir stefndi fram þeim rökum að hann nýti sér ekki fasteignamat áfrýjandans Þjóðskrár Íslands sem gjaldstofn til að leggja fasteignaskatt á Alcoa Fjarðaál sf., sbr. 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 12/2003. Þar sem hann hafi engin afnot af fasteignamati og kerfi þess til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda vegna álversins, hafi engin slík þjónusta verið innt af hendi af hálfu áfrýjandans Þjóðskrár Íslands, og því skorti meginskilyrðið fyrir töku þjónustugjalda. Varakrafa stefnda um endurgreiðslu á 8.142.174 krónum er á því reist að með fyrrgreindu samkomulagi 15. mars 2003 hafi áfrýjandinn íslenska ríkið skuldbundið áfrýjandann Þjóðskrá Íslands til að hlíta sambærilegum skerðingum á tekjustofnum og það samkomulag fól í sér fyrir stefnda. Geti þjóðskráin því ekki krafist fasteignamatsgjalds miðað við hærri gjaldstofn en sem nemi raunverulegum gjaldstofni álversins til fasteignaskatts samkvæmt lögum nr. 12/2003. Beri áfrýjendum því að endurgreiða stefnda fasteignamatsgjald sem nemi mismun er af þessu leiði. IV Áður er rakið efni 9. og 24. gr. laga nr. 6/2001. Af orðalagi þeirra og ummælum sem fram koma í athugasemdum með frumvarpi því er varð að þeim lögum er ljóst að í lagagreinunum felst heimild áfrýjandans Þjóðskrár Íslands til töku þjónustugjalda fyrir afnot sveitarfélaga af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda er nema skal tilteknu hlutfalli af heildarfasteignamati í sveitarfélagi 31. desember ár hvert. Er samkvæmt því fallist á með héraðsdómi að skýring lagaákvæðanna og beiting þeirra í gjaldskrá verði að samrýmast þeim grundvallarreglum og sjónarmiðum er gilda um töku slíkra gjalda. Kostnaði við að koma á fót Landskrá fasteigna, og síðar álagningarkerfi vegna fasteignagjalda og fasteignaskatts samkvæmt lögum nr. 4/1995, var mætt með því að leggja til ársloka 2007 sérstakt umsýslugjald á eigendur íbúðarhúsnæðis miðað við brunabótamat, sbr. 3. gr. laga nr. 40/2000 um breytingu á lögum nr. 48/1994 um brunatryggingar, bráðabirgðaákvæði í 4. gr. laga nr. 139/2004 um breytingu á lögum nr. 6/2001 og 1. gr. laga nr. 178/2006 um breytingu á sömu lögum. Fær því ekki staðist sú staðhæfing stefnda að með gjaldskrá nr. 1174/2008 hafi stofnkostnaði við skráningar- og matskerfi fasteignamats ásamt álagningarkerfi verið velt yfir á sveitarfélögin í landinu. Málsástæðu stefnda hvað varðar ólögmæti gjaldskrár nr. 1174/2008 að þessu leyti er því hafnað. Í 9. gr. laga nr. 6/2001, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 83/2008, kemur fram að stjórn áfrýjandans Þjóðskrár Íslands skuli gera tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem síðan skuli staðfest af ráðherra. Við ákvörðun gjaldskrár skal taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi. Í athugasemdum við 2. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 83/2008 sagði að lagt væri til að við ákvörðun gjaldskrár skyldi taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skyldu aðgreindir í bókhaldi. Hlutverk stjórnar Fasteignaskrár Íslands, nú áfrýjandans Þjóðskrár Íslands, væri hér talsvert víðtækara en almennt gilti um ríkisstofnanir. Ástæða þess væri að í stjórn stofnunarinnar sætu fulltrúar þeirra aðila sem greiddu hluta rekstrarkostnaðarins og því þætti eðlilegt að þeir hefðu rétt til að móta starf hennar auk þess að sinna ákveðnu eftirlitshlutverki. Í umsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarpið kom meðal annars fram að kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í rekstrinum yrði ekki lögfest til frambúðar heldur væri gert ráð fyrir að stjórn stofnunarinnar gerði árlega tillögu um hlutfallið í gjaldskrá sem endurspeglaði kostnað einstakra rekstrarþátta, svo sem við fasteignamat og brunabótamat. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi væri að stuðla að aukinni kostnaðarvitund um rekstrarumfang stofnunarinnar þar sem gjaldskráin tæki mið af mati á kostnaði við verkefni hennar. Í hinum áfrýjaða dómi er rakið meginefni minnisblaðs Fasteignaskrár Íslands 18. janúar 2010, sem ritað var í tilefni af fyrirspurn umboðsmanns Alþingis um tiltekna þætti er vörðuðu setningu gjaldskrár nr. 1174/2008. Eins og í dóminum greinir kom meðal annars fram í minnisblaðinu, að þegar unnið var að setningu gjaldskrárinnar hafi legið fyrir upplýsingar um rekstrarkostnað Fasteignaskrár Íslands ásamt rekstraráætlun stofnunarinnar fyrir árið 2009 og hafi verið litið til þessara upplýsinga við skoðun á því hvernig tekjur stofnunarinnar gætu mætt gjöldum hennar. Kostnaður stofnunarinnar væri greinanlegur eftir ólíkum bókhaldskerfum sem upplýsingarnar komu úr og unnt hafi verið að greina kostnaðinn bæði eftir tegundarlyklum ríkisins en jafnframt eftir ólíkum tölvu- og hugbúnaðarkerfum stofnunarinnar og sérstökum verkefnum. Jafnframt var tekið fram í minnisblaðinu að áætlað hafi verið við setningu gjaldskrárinnar, að kostnaður vegna fasteignamats yrði frá og með árinu 2009 hærri en áður var sem afleiðing af þeirri lagabreytingu að endurmat fasteigna skyldi koma í stað framreiknings. Að teknu tilliti til þessa og reynslu fyrri ára hafi skipting rekstrarþátta við setningu gjaldskrárinnar verið áætluð þannig að 51% væri vegna fasteignamats og tengdra kerfa, 24% vegna brunabótamatskerfis, 2% vegna stofnunar nýrra fasteigna og 23% vegna réttindakerfis, þinglýsinga, eigendaskráningar og afmörkunar lands. Þá var í minnisblaðinu tekið fram að kerfi fasteignamats og brunabótamats og vinna við þau væru nátengd og samofin og því yrði að áætla vinnu starfsmanna tengda þeim kerfum og einnig hlutfall kostnaðar við kerfin. Meðal gagna málsins er skýrsla Ríkisendurskoðunar um áfrýjandann Þjóðskrá Íslands frá því í september 2013. Í héraðsdómi eru meðal annars rakin þau atriði skýrslunnar er varða gagnrýni á að ekki sé notað verkbókhald hjá áfrýjandanum og athugasemdir endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte hf. er lúta að hinu sama. Þótt fallast megi á ýmsa kosti þess að nota verkbókhald í rekstri ríkisstofnana, sem í starfsemi sinni selja þjónustu til notenda gegn endurgjaldi, er til hins að líta sem áður getur, að við setningu gjaldskrár nr. 1174/2008 var byggt á rekstri Fasteignaskrár Íslands, áður en til hennar fluttust 1. janúar 2010 verkefni sem lutu að tölvurekstrardeildum á vegum dómsmálaráðuneytisins og hún sameinaðist Þjóðskrá í nýrri stofnun. Af þessu leiðir að sú skipting í rekstrarþætti sem gjaldskráin tók mið af byggði einvörðungu á starfsemi Fasteignaskrár Íslands vegna fasteignaskrár, að teknu tilliti til breytts verklags vegna endurmats í stað framreiknings og að auki hlutdeildar einstakra rekstrarþátta í rekstri stoðdeilda. Þegar til þessa er litið og það haft í huga að í lögum nr. 6/2001 er ekki gerð krafa um verkbókhald, heldur einvörðungu aðgreiningu rekstrarþátta í bókhaldi, er fallist á með áfrýjendum að nægjanlega traustir útreikningar hafi legið til grundvallar þeim áætlunum, sem gjaldskrá nr. 1174/2008 um fjárhæð fasteignamatsgjalds byggði á og kostnaðarliðir verið í efnislegum tengslum við þá þjónustu sem gjaldtökunni var ætlað að standa undir. Af þessu leiðir að forsendur gjaldskrárinnar fyrir töku umrædds gjalds voru nægjanlega traustar og samkvæmt því samrýmanlegar grundvallarreglum og sjónarmiðum um fjárhæð þjónustugjalda. Samkvæmt þessu verða aðaláfrýjendur sýknaðir af aðalkröfu stefnda sem hefur nýtt sér þjónustu áfrýjandans Þjóðskrár Íslands við álagningu fasteignagjalda í sveitarfélaginu. V Eins og áður greinir er varakrafa stefnda um endurgreiðslu á 12.892.002 krónum á því reist að lögum samkvæmt hafi hann engin afnot haft af fasteignamati áfrýjandans Þjóðskrár Íslands og kerfi hans til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda vegna álversins í Reyðarfirði. Áfrýjandinn hafi samkvæmt þessu enga þjónustu innt af hendi til stefnda vegna álversins og því skorti meginskilyrði þess að stefndi verði krafinn um greiðslu þjónustugjalds að þessu leyti. Áður er getið samkomulags þess er áfrýjandinn íslenska ríkið gerði við stefnda og hafnarsjóð hans 15. mars 2003 vegna stofnunar og reksturs álvers í Reyðarfirði og rakið efni samkomulagsins um greiðslu fasteignaskatts til stefnda. Þá er þess og getið að með samkomulaginu tók áfrýjandinn íslenska ríkið á sig þá samningsskyldu að afla nauðsynlegra lagaheimilda svo unnt væri að hrinda efni þess í framkvæmd. Þá samningsskyldu efndi áfrýjandinn íslenska ríkið með því að beita sér fyrir setningu laga nr. 12/2003 en meginefni þeirra um fasteignagjöld vegna álversins í Reyðarfirði er áður rakið. Samkvæmt 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. laganna skal Fjarðaál sf. greiða stefnda fasteignaskatt sem skal vera 1% af 255.000.000 bandaríkjadala á meðalgengi fyrstu sex mánaða ársins 2007, sem er áætlað verðmæti lóðar, bygginga, athafnasvæðis og mannvirkja innan lóðar og hafnarsvæðis sem þarf vegna 322.000 tonna álframleiðslu á ári. Skal sú fjárhæð breytast í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu og tilteknar aðrar viðmiðanir sem nánar er fjallað um í fjárfestingarsamningi vegna álversins. Af framangreindu leiðir að stofn til álagningar fasteignaskatta vegna fasteigna álversins í Reyðarfirði er bundinn í lögum nr. 12/2003, sem eru sérlög um það efni, en ræðst ekki af fasteignamati þeirra virtu samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 og viðeigandi ákvæðum laga nr. 6/2001, svo sem almennt tíðkast um fasteignir í landinu. Sú einhliða ákvörðun Landskrár fasteigna, nú áfrýjandans Þjóðskrár Íslands, að virða fasteignir álversins til fasteignamats samkvæmt lögum nr. 6/2001 var því umfram lagaskyldu og gat ekki veitt áfrýjandanum rétt til þess að krefja stefnda um greiðslu gjalds fyrir það verk á grundvelli gjaldskrár nr. 1174/2008, sbr. 2. mgr. 9. gr. og a. lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001, sem gera afnot af fasteignamati og kerfi því tengdu að skilyrði fyrir heimild til gjaldtöku. Er því fallist á með stefnda að áfrýjendum beri að endurgreiða honum fasteignamatsgjöld vegna áranna 2009, 2010 og 2011 að því marki sem þau er að rekja til fasteigna álversins í Reyðarfirði. Endurkrafa stefnda á þeim grunni er 12.892.002 krónur og er fjárhæð hennar og skipting milli ára ágreiningslaus. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda ber að reikna vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af því fé sem oftekið var frá þeim tíma er greiðslan átti sér stað og þar til endurgreiðsla fer fram. Dráttarvexti skal þó greiða samkvæmt 1. mgr. 6. gr. síðastgreindra laga frá þeim tíma er gjaldandi sannanlega lagði fram kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra skatta eða gjalda, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995. Í 1. gr. gjaldskrár nr. 1174/2008 segir að gjald samkvæmt þeirri grein skuli innheimt í janúarmánuði. Samkvæmt gögnum málsins var gjalddagi reiknings vegna fasteignamatsgjalds fyrir árið 2009 hinn 31. janúar 2010 og virðist stefndi hafa greitt reikninginn 8. febrúar sama ár. Gjalddagi reiknings vegna ársins 2010 var 20. janúar 2011 og gjalddagi reiknings vegna ársins 2011 var 31. desember sama ár. Er ekki annað fram komið en að stefndi hafi greitt reikninga vegna áranna 2010 og 2011 á umkröfðum gjalddögum þeirra. Stefndi krafðist sannanlega endurgreiðslu fasteignamatsgjalda vegna álvers í Reyðarfirði fyrir umrædd gjaldár 27. febrúar 2012 og ber áfrýjendum samkvæmt því að greiða honum 12.892.002 krónur með vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði. Eftir framangreindum úrslitum verður áfrýjendum gert að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti sem ákveðst í einu lagi á báðum dómstigum eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Áfrýjendur, íslenska ríkið og Þjóðskrá Íslands, greiði óskipt stefnda, Fjarðabyggð, 12.892.002 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 4.217.316 krónum frá 8. febrúar 2010 til 20. janúar 2011, af 8.556.297 krónum frá þeim degi til 31. desember sama ár, af 12.892.002 krónum frá þeim degi til 27. febrúar 2012 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjendur greiði sameiginlega stefnda 2.000.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 2013. I. Mál þetta var höfðað 14. febrúar 2013 og dómtekið 8. nóvember 2013 að loknum munnlegum málflutningi. Stefnandi er Sveitarfélagið Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði, en stefndi er íslenska ríkið, Sölvhólsgötu 7, Reykjavík og Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefndu verði dæmd sameiginlega til að greiða stefnanda 19.785.684 kr. auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 27. mars 2012 til greiðsludags. Til vara er þess krafist að stefndu verði dæmd sameiginlega til að greiða stefnanda 12.892.002 kr. auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 4.217.316 kr. frá 8. febrúar 2010 til 21. apríl 2010, en dráttarvaxta af þeirri fjárhæð skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til 31. janúar 2011, dráttarvaxta af 8.556.297 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2012 og dráttarvaxta af 12.892.002 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þess er krafist að áfallnir vextir höfuðstólsfærist á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 8. febrúar 2011, samkvæmt 12. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Til þrautavara er þess krafist að stefndu verði dæmd sameiginlega til að greiða stefnanda. 8.142.174 kr auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 2.662.619 kr. frá 8. febrúar 2010 til 21. apríl 2010, en dráttarvaxta af þeirri fjárhæð skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá þeim degi til 31. janúar 2011, dráttarvaxta af 5.410.385 kr. frá þeim degi til 31. janúar 2012 og dráttarvaxta af 8.142.174 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Þess er krafist að áfallnir vextir höfuðstólsfærist á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 8. febrúar 2011, samkvæmt 12. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Þá krefst stefnandi málkostnaðar í öllum tilvikum. Stefndu krefjast þess aðallega að verða sýknaðir af öllum kröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar. Til vara er þess krafist að stefnukröfur verði lækkaðar og málskostnaður látinn niður falla. II. Í máli þessu er deilt um álagningu fasteignamatsgjalds á stefnanda, vegna þriggja ára, þ.e. árin 2009, 2010 og 2011, samtals að fjárhæð 19.785.684, eða sem nam 6.549.681 krónum fyrsta árið, 6.594.629 krónum annað árið og 6.641.374 krónum þriðja árið á grundvelli gjaldskrár nr. 1174/2008, um þjónustu Fasteignaskrár Íslands, sbr. 24. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna með síðari breytingum. Ákvæði 24. gr. laga nr. 6/2001 með síðari breytingum hljóðar svo: „Þjóðskrá Íslands er heimilt að vinna úr og láta í té upplýsingar úr fasteignaskrá gegn gjaldi sem rennur til stofnunarinnar samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra) staðfestir, sbr. 2. mgr. 9. gr. Í gjaldskrá skal m.a. kveða á um: a. gjald sveitarfélaga fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda; skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af heildarfasteignamati í sveitarfélagi 31. desember ár hvert, b. gjald vátryggingafélaga fyrir afnot af brunabótamati og kerfi því viðkomandi; skal gjaldið nema tilteknu hlutfalli af brunabótamati allra húseigna sem eru tryggðar hjá vátryggingafélagi í lok hvers mánaðar, c. d. gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá. Gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingabók er 850 kr. og rennur það óskipt til Þjóðskrár Íslands.“ 2. mgr. 9. gr. laga nr. 6/2001, hljóðar svo „Stjórn Þjóðskrár Íslands mótar starf og innra skipulag stofnunarinnar og hefur eftirlit með starfsemi hennar. Stjórnin gerir tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem síðan skal staðfest af ráðherra. Við ákvörðun gjaldskrár skal taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi. Gjaldskrá skal endurskoðuð árlega.“ Gjaldskrá nr. 1174/2008 vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands öðlaðist gildi 1. janúar 2009. Í I. kafla gjaldskrárinnar í greinum 1-3 er mælt fyrir um gjald fyrir afnot matsfjárhæða og matskerfa og skráningu nýrra fasteigna sbr. a- b- og d-liði 2. mgr. 24. gr. laganna. Í 1. gr. gjaldskrárinnar er kveðið á um gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta. Samkvæmt henni skulu sveitarfélög greiða gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda og skal gjaldið nema 0,006% af heildarfasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi 31. desember ár hvert. Gjaldið skal innheimt árlega í janúarmánuði. Í 2. gr. er kveðið á um gjald vátryggingafélaga sem er 0,00021% mánaðarlega af brunabótamati húseigna og í 3. gr. er kveðið á um gjald fyrir skráningu nýrrar fasteignar í fasteignaskrá, 18.000 kr. Í II. kafla gjaldskrárinnar, 4.-7. grein, er kveðið á um gjöld fyrir upplýsingar úr Fasteignahluta fasteignaskrár, í III. kafla, 8.-11. grein, er kveðið á um gjöld vegna þinglýsingarhluta fasteignaskrár, í IV., kafla, 12.-14. grein, er kveðið á um gjöld vegna kaupskrárhluta fasteignaskrár, í V. kafla, 15.-17. grein, er kveðið á um gjöld vegna staðfangahluta fasteignaskrár og í VI. kafla eru ýmis ákvæði um gjöld, í 18.-21. grein, vegna sérvinnslu, tímavinnu, vottorða, ljósrita og sölu til endursöluaðila. Gjaldtökuheimildir 24. gr. laga nr. 6/2001, sem lagðar voru til grundvallar gjaldskrá 1174/2008, voru lögfestar með 1. gr. laga nr. 165/2007 og 14. gr. laga nr. 83/2008. Í almennum athugasemdum greinargerðar sem fylgdi frumvarpi að lögum nr. 165/2007 kemur fram að megintekjur Fasteignamats ríkisins, (síðar Fasteignaskrá Íslands, nú Þjóðskrá Íslands), hafi verið gjöld sem sveitarfélögin hafi greitt fyrir afnot af fasteignamati stofnunarinnar, sérstakt umsýslugjald sem lagt hafi verið á húseigendur til að halda og þróa Landskrá fasteigna auk þeirra tekna sem stofnunin hafi aflað með sölu upplýsinga. Það sem upp á hafi vantað í rekstri stofnunarinnar hafi verið fjármagnað í fjárlögum. Í athugasemdum um 14. gr. í frumvarpi til laga um breyting á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum, sem síðan var lögfest með 14. gr. laga nr. 83/2008, segir að „í gjaldskrá skuli kveða á um gjöld sem renni til stofnunarinnar til að standa að hluta straum af kostnaði vegna starfsemi hennar. Um er að ræða gjald sveitarfélaga fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda, gjald vátryggingafélaga vegna afnota af brunabótamati stofnunarinnar og kerfi því viðkomandi, gjald vegna rafrænna veðbandayfirlita sem áður rann í ríkissjóð og gjald fyrir skráningu nýrra fasteigna í fasteignaskrá. Breyting varðandi gjald sveitarfélaga til Fasteignaskrár Íslands er í samræmi við sameiginlega niðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Fasteignamats ríkisins og sjónarmið efnahags- og skattanefndar um greiðslur sveitarfélaga, [...]. Stjórn Fasteignaskrár Íslands, þar sem Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur einn fulltrúa af þremur, mun því árlega leggja fram tillögu að gjaldskrá sem byggist á rekstrarkostnaði Fasteignaskrár Íslands. Við þá ákvörðun skal taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi, sbr. 2. gr. frumvarpsins. [...] Lagt er til að heimilt verði að innheimta skráningargjald vegna skráningar nýrrar fasteignar í fasteignaskrá. Slíkt gjald yrði einskiptisgjald og byggðist m.a. á þeirri vinnu sem fer í stofnun og skráningu eignarinnar í fyrsta sinn og kostnaði við viðeigandi upplýsingakerfi. Slíkt gjald á sér samsvörun í skráningu annarra skráningarskyldra eigna í opinberar skrár, t.d. ökutækja, skipa og flugvéla.“ Í samkomulagi á milli stefnanda, Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar og stefnda, íslenska ríkisins, dags. 15. mars 2003 vegna stofnunar og reksturs álvers á Reyðarfirði var m.a. komist að sérstöku samkomulagi, um greiðslu fasteignaskatta. Í grein 2.7 í samkomulaginu var tiltekið að skatturinn kæmi í stað fasteignaskatts skv. II. kafla laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, svo og hvers kyns annarra sams konar eða efnislega svipaðra skatta sem síðar kunna að verða lagðir á í stað fasteignaskatts. Skyldi fasteignaskatturinn lagður á og innheimtur á sama hátt og fasteignaskatturinn skv. II. kafla laga nr. 4/1995. Í grein 2.8 var tekið fram að í fylgiskjali II með samkomulaginu kæmi fram kostnaðarmat mannvirkja og lóðar til fasteignaskatts, sem byggt væri á sem álagningargrunni við ákvörðun fasteignaskatts samkvæmt 2. gr. þessa samkomulags. Á árinu 2009, ákvað Fasteignaskrá Íslands, nú Þjóðskrá Íslands, að meta byggingar Alcoa Fjarðaáls sf. á Reyðarfirði og skráði það mat í fasteignaskrá sína. Með reikningi, Fasteignaskrár Íslands, í janúar 2010, barst stefnanda krafa um greiðslu fyrir afnot af matsstofni stofnunarinnar. Stefnandi mótmælti þeirri kröfu að því leyti sem hún byggði á eignum Alcoa og krafðist þess að Fasteignaskrá Íslands breytti kröfu sinni til samræmis við sjónarmið stefnda. Samkvæmt fundargerð 42. fundar stjórnar Fasteignamats ríkisins, dags. 12. nóvember 2008, undir liðnum rekstraráætlun 2009, segir að ónýttar fjárheimildir í árslok 2007 hafi numið 153 milljónum króna og að stefnt sé að jöfnuði í útgjöldum og tekjum af gjaldskrá auk þess sem allt að 78 milljónir króna af ónýttum fjárheimildum verði varið til rekstrarins á árunum 2008 og 2009 þannig að ónýttar fjárheimildir verði að lágmarki 75 milljónir króna í árslok 2009. Samkvæmt fundargerð 46. fundar stjórnar Fasteignaskrár Íslands, dags. 25. janúar 2010, þar sem fjallað var um starfs- og fjárhagsáætlun 2010, kemur m.a. fram að ný kerfi til skráningar fasteigna verði tekin í notkun. Segir að framleiðsla og innleiðing skráningarkerfa verði kostnaðarsöm og að stofnunin áætli að hafa 876 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2010 auk tekjuafgangs 2009. Síðan segir orðrétt að uppruni ráðstöfunarfjár verði þannig að „Tekjur skv. gjaldskrá 574 m.kr. Tekjur af þjónustu við stjórnsýslustofnanir DMR 167 m.kr. Ónýttar fjárheimildir 135 m.kr. Alls 876 m.kr. Tekjur samkvæmt gjaldskrá eru samkvæmt fjárlögum 2010 sem byggjast einkum á ákvæðum 9. og 24. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Tekjur af þjónustu við stjórnsýslustofnanir DMR eru greiddar af viðkomandi stofnunum. Ónýtt fjárheimild í árslok 2008 sem fluttist yfir á árið 2009 er 135 m.kr. og er gert ráð fyrir að hún flytjist yfir á árið 2010.“ Með bréfi stefnanda til stefndu Þjóðskrár Íslands, dags. 27. febrúar 2012, krafði stefnandi stefnda um endurgreiðslu á hluta fasteignamatsgjalds fyrir árin 2009, 2010 og 2011. Tók stefnandi fram í bréfinu að í kjölfar þess að álver Alcoa Fjaráráls sf. hafi verið metið til fasteignamats, hafi matsstofn Fjarðabyggðar og þar með fasteignamatsgjald sem innheimt hefði verið á grundvelli laga nr. 6/2001 með síðari breytingum þrefaldast. Tók stefnandi fram að hann teldi innheimtuna vegna álversins ólögmæta. Tók stefnandi fram að álverið hefði fyrst verið metið til fasteignamats árið 2009 og stefnandi þá fyrst krafinn um greiðslu fasteignamatsgjalds í ársbyrjun 2010 vegna þeirrar eignar. Tók stefnandi fram að það væri fyrst og fremst krafa stefndu Þjóðskrár um fasteignamatsgjald af álverinu á Reyðarfirði sem væri tilefni mótmæla stefnanda. Færi á hinn bóginn svo að stefnanda reyndist óhjákvæmilegt að fara með kröfu sína fyrir dómstóla, þá blasti við að einnig yrði byggt á ólögmæti gjaldtöku stefndu með vísan til almennra reglna um þjónustugjöld. Krafðist stefnandi þess fasteignum álversins yrði haldið utan við fasteignmatsstofninn við ákvörðun fasteignamatsgjalds, en sú fjárhæð nam samtals 12.892.002 krónur. Bréfi stefnanda um lækkun fasteignmatsgjalds var svarað með bréfi stefndu, Þjóðskrár Íslands, dags. 4. júlí 2012. Auk þess sem kröfu stefnda um endurgreiðslu fyrrgreindrar fjárhæðar auk vaxta var hafnað. III. 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi byggir aðalkröfu sína á því að krafa stefndu um fasteignamatsgjald vegna áranna 2009, 2010 og 2011, sé reist á ólögmætum grunni. Vísar stefnandi til lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og 40. og 77. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944. Er á því byggt að stefnda Þjóðskrá Íslands hafi verið heimilt að krefjast gjalds fyrir upplýsingar úr Landsskrá fasteigna, og að sú heimild fæli í sér heimild til innheimtu þjónustugjalds en ekki til innheimtu skatta. Þar sem ekki sé fyrir að fara skattlagningarheimild í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, hafi stefnda verið óheimilt að afla almennra rekstrartekna með innheimtu þjónustugjalda. Byggir stefnandi á því að Þjóðskrá Íslands hafi ekki byggt gjaldskrá sína á nægilega traustum útreikningi á þeim kostnaði sem almennt hljótist af því að veita þá þjónustu sem krafist er greiðslu fyrir. Viðurkennt hafi verið af hálfu stefnda Þjóðskrár Íslands að stofnunin hafi með kröfu um fasteignamatsgjald til sveitarfélaga gert sveitarfélögum að standa alfarið undir meintum kostnaði við skráningar- og matskerfi fasteignamats ásamt álagningarkerfi, sértækum og almennum rekstrarkostnaði. Fyrir liggi að stefndi íslenska ríkið nýti sér umræddar skrár til tekjuöflunar og til að sinna öðrum verkefnum. Vísar stefnandi í því sambandi m.a. til 17. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 36/1978 um stimpilgjald, 2. mgr. 15. gr., 26. gr., 38. gr. og 1. tölul. 73. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en af ákvæðum þessum megi sjá að stefndi íslenska ríkið afli sér tekna með því að nýta umrædda fasteignaskrá. Gjaldskrá 1174/2008 miði við að tekjur samkvæmt henni dygðu fyrir öllum rekstri stefnda þar á meðal almennum rekstrarkostnaði. Ótvírætt sé að ákvæði 1. gr. gjaldskrárinnar um gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta, eigi að standa undir 51% af rekstrarkostnaði, stefnda, almennum sem sértækum. Er á því byggt að það sé stefndu að sanna að gjaldskráin hafi verið byggð á lögmætum grunni og á nægilega glöggum kostnaðarútreikningi. Byggir stefnandi á því að ákvæði og forsendur gjaldskrárinnar hafi ekki verið lögmætur grunnur undir gjaldtökunni og því beri stefndu að endurgreiða stefnanda oftekin gjöld með vísan til almennra reglna kröfuréttarins og laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Krafa stefnanda hafi fyrst komið fram í bréfi, dags. 27. febrúar 2012. Samkvæmt því og með vísan til 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sé krafist dráttarvaxta frá 27. mars 2012. Fram að þeim tíma krefst stefnandi vaxta samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001. Stefnandi byggir varakröfu sína á sömu rökum og færð voru fyrir aðalkröfu. Varakrafa er enn fremur á því byggð að stefnandi nýti ekki matsstofn stefnda Þjóðskrár Íslands til að leggja fasteignaskatt skv. 5. mgr. 6. gr. laga nr. 12/2003 á Alcoa Fjarðaál sf. Því sé frumskilyrði 1. gr. gjaldskrár 1174/2008, þess efnis að um afnot á fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda sé að ræða, ekki fullnægt. Sama eigi við um lagaheimildina, en stefnandi byggi á því að samkvæmt a-lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, sbr. einkum 14. gr. laga nr. 83/2008, um breyting á lögum nr. 6/2001, sé óheimilt að krefjast gjalds fyrir annað en afnot. Þar sem fyrrgreind ákvæði 5. mgr. 6. gr. laga nr. 12/2003 valdi því að stefnandi hafi engin afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda vegna álversins á Reyðarfirði, standist framkvæmd stefnda ekki ákvæði laga nr. 6/2001. Augljóst sé að stefnandi hafi enga hagsmuni af notkun fasteignaskrár vegna eigna Alcoa. Telur stefnandi einsýnt, að umrædd gjaldtaka njóti þá aðeins lagaverndar, að einhver þjónusta hafi verið innt af hendi. Svo hafi ekki verið og stefndi íslenska ríkið þvert á móti skuldbundið sig til að virða að álver Alcoa Fjarðaráls sf. verði ekki hluti af hefðbundnum skattstofni fasteignagjalda, sbr. lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Því beri að fallast á kröfu stefnanda í varakröfu. Eru vextir í varakröfu studdir sömu rökum og í aðalkröfu. Þrautavarakröfu byggir stefnandi á því að stefndu sé bundnir af samkomulagi milli Fjarðabyggðar og Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar og íslenska ríkisins og geti ekki krafist tekna af hærri fjárhæð en sem nemi hlutfalli af raunverulegum stofni til fasteignaskatts. Stefndi, íslenska ríkið, hafi með aðild sinni að samningnum fallist á það með bindandi hætti fyrir stefnda Þjóðskrá Íslands að hlíta sambærilegum skerðingum á tekjustofnum og samningurinn fól í sér fyrir stefnanda. Er á því byggt að stefndi íslenska ríkið hafi í umræddum fjárfestingarsamningi samið um það fyrirkomulag sem fram komi í 2. gr. samningsins, þ.e. að fasteignaskattur skyldi verða 1% af föstu viðmiðunarstofnverði fasteignanna, er hafi verið 255 milljónir USD. Fasteignaskattur fyrir árið 2008 skuli vera 200 milljónir króna. Sé stofnverðið uppreiknað í samræmi við byggingarvísitölu og sé við það miðað að stefndu hefðu getað krafist fasteignamatsgjalds af þeirri fjárhæð, þá gæti krafa þeirra ekki orðið hærri en samtals 4.749.828 krónur vegna áranna 2009-2010. Ofgreiðslur nemi samkvæmt því 8.142.174 krónur. Þrautavarakrafa sé þannig mismunur á því sem stefnandi hafi þegar greitt stefndu, með fyrirvara, í fasteignamatsgjald vegna álvers Alcoa-Fjarðaráls sf. þ.e. 12.892.002 krónur að frádregnu því sem stefndu hefðu mest getað krafist úr hendi stefnanda, þ.e. 4.749.828 krónum, eða 8.142.174 krónur. Verði ekki fallist á að stefndu séu bundin af umræddu samkomulagi, er á því byggt að stefndi íslenska ríkið hafi bakað stefnanda skaðabótaskylt tjón með því að hlutast til um að fá stefnanda til að gera m.a. fyrrgreindan samning og vakið með því þá trú og réttmætu væntingar stefnanda að fasteignaskattur yrði ekki rýrður með hlutfallslega hærri gjaldtöku stefndu vegna þessara tekna en almennt yrði. Er á því byggt að stefndi hafi í raun tekið á sig skuldbindingar um að fasteignaskattar yrðu ekki hærri en ákveðin fjárhæð og hafi samið við stefnanda um að þurfa ekki að bæta við mismun fasteignaskatts samkvæmt þeim samningi og almennum lögum. Það sé því ólögmæt og saknæm háttsemi að koma síðan aftan að stefnanda með gjaldi sem styðjist við allt annan grunn. Tjónið felist í því að þurfa að greiða fasteignamatsgjald sem sé í raun 0,01627% af skattstofni en ekki 0,006% eins og almennt sé. Verði ekki fallist á þessa málsástæðu byggir stefandi á 36. gr. samningalaga 7/1936. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefndu Að því er aðalkröfu stefnanda varðar, þá hafna stefndu staðhæfingum um að fasteignamatsgjald sveitarfélaga samkvæmt gjaldskrá nr. 1174/2008 byggi ekki á lögmætum grunni. Er því hafnað að sveitarfélögin standi alfarið undir kostnaði vegna skráningar- og matskerfis fasteignamats auk álagningarkerfis og sértæks almenns rekstrarkostnaðar. Gjaldskráin byggi á því að tekjur af fasteignaskránni komi frá fleiri aðilum en sveitarfélögum og vátryggingarfélögum og að ýmsir aðilar þ. á m. ríkisaðilar, fasteignasalar, lögmenn, bankar o.fl. hafi keypt upplýsingar. Sé öllum samanlögðum tekjum af fasteignaskránni ætlað að kosta skráningar- og matskerfin og taki hlutfallsgjald sveitarfélaga mið af því. Þá er því hafnað að skort hafi á aðgreiningu stofnkostnaðar og rekstrarkostnaðar. Benda stefndu á að sérstakt umsýslugjald hafi verið lagt á eigendur húseigna allt til ársins 2007 til þess að koma á fót og þróa Landskrá fasteigna. Að liðnum þeim tíma hafi tekið við almennur rekstur og almennt viðhald og þróun kerfa. Lög nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna og lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skylda Þjóðskrá Íslands, áður Landskrá Íslands, til þess að halda úti fyrir sveitarfélög í þágu starfsemi þeirra, fasteignamati og álagningarkerfi fyrir sveitarfélög vegna álagningar fasteignaskatts og annarra fasteignagjalda sbr. 2. gr. og 1. mgr. 4. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Umfang þeirrar þjónustu sem að staðaldri skal standa sveitarfélögunum til reiðu í fasteignaskrá og ríkur afnotaréttur þeirra af henni, gegn greiðslu hlutfallslegs gjalds miðað við heildarfasteignamat í sveitarfélagi skv. a-lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001, er ólík tilfallandi þjónustu og sölu stofnunarinnar á upplýsingum eða úrvinnslu upplýsinga úr einstökum hlutum fasteignaskrár til annarra viðskiptavina eftir óskum þeirra. Sveitarfélög og vátryggingarfélög sem falla undir a- og b-liði 2. mgr. 24. gr. hafa ríkan aðgang að fasteignahluta fasteignaskrár, án frekari gjaldtöku en felst í hlutfallsgjaldi þeirra. Við setningu gjaldskrár nr. 1174/2008 var skipting rekstrarþátta gjaldskrár áætluð þessi: Fasteignamat og tengd kerfi 51%, brunabótamatskerfi 24%, ný fasteign 2% og réttindakerfi, þinglýsing, eigendaskráning og afmörkun lands 23%. Ákvörðun gjalda samkvæmt gjaldskrá nr. 1174/2008 hafi þannig í einu og öllu verið í samræmi við 2. mgr. 9. gr. og 24. gr. laga nr. 6/2001. Fái ekki staðist þau sjónarmið stefnanda að ákvæði og forsendur gjaldskrárinnar hafi ekki byggst á lögmætum grunni. Skylda stefnanda til að greiða gjald fyrir afnot af fasteignamati og álagningarkerfi sé skýr og ótvíræð skv. a-lið 2. mgr. 24. gr. laganna og hafi stefnandi nýtt sér þann afnotarétt og þá þjónustu sem honum standi til boða í fasteignaskrá og sem gjaldinu sé ætlað að standa undir. Ekkert liggi fyrir um að stefnanda hafi verið gert að greiða gjald umfram þá víðtæku þjónustu sem hann átti rétt á í fasteignaskrá og hafi nýtt sér. Stefndu hafna varakröfu stefnanda um endurgreiðslu þess hluta fasteignamatsgjalds sem reiknast af fasteignamati vegan álvers Alcoa Fjarðaráls. Vísa stefndu til 2. gr. laga nr. 6/2001, þar sem segi að meta skuli hverja fasteign til verðs eftir því sem næst verður komist á hverjum tíma. Í 26. gr. laganna séu tæmandi taldar þær fasteignir sem eru undanþegnar fasteignamati og séu álver þar ekki undanskilin. Hafna stefndu þeim sjónarmiðum að sérákvæði 5. tölul. 6. gr. laga nr. 12/2003 um fasteignaskatt, geti leitt til þess að lækka beri fasteignamatsgjald sem stefnandi hafi verið krafinn um er nemi því gjaldi sem reiknist af fasteignamati álversins. Benda stefndu á að með lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga hafi sú skylda verið lögð á Fasteignaskrá Íslands, nú Þjóðskrá Íslands, í 2. gr. og 1. mgr. 4. gr. laganna sbr. 1. og. 3. gr. laga nr. 140/2005, að halda úti fyrir sveitarfélögin í landinu sérstöku álagningarkerfi í fasteignaskrá til álagningar fasteignagjalda skv. 2. gr. og fasteignaskatts skv. II. kafla laganna. Stofnuninni sé því lögum samkvæmt skylt að halda að staðaldri úti þeirri þjónustu án tillits til þess hvernig einstök sveitarfélög nýti sér fasteignamat einstakra eigna og álagningarkerfið til tekjuöflunar hverju sinni. Ekki fái heldur staðist þau sjónarmið sem stefnandi byggi þrautavarakröfu sína á, að á grundvelli laga nr. 12/2003 eða samninga um álver í Reyðarfirði gerðum með heimild í þeim lögum, sé stefndi bundinn við sama skattstofn og stefnandi vegna álagningar fasteignaskatts álversins, við innheimtu gjalds skv. a-lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001. Túlkun stefnanda á áhrifum laga nr. 12/2003 gagnvart innheimtu fasteignamatsgjalds fái ekki á nokkurn hátt staðist. Þá er því hafnað að stefndi íslenska ríkið hafi bakað stefnanda skaðabótaskylt tjón með samningi stefnanda, Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar og stefnda íslenska ríkisins. Með vísan til framangreindra sjónarmiða beri því að sýkna af þrautavarakröfu stefnanda. Varakrafa stefndu byggir á því að stefnandi hafi ekki upplýst hvernig hann hafi nýtt sér þann afnotarétt sem viðvarandi þjónusta stefnda við stefnanda taki til. Stefndu mótmæla kröfum stefnanda um vexti og upphafstíma þeirra. Þá er þess krafist að dráttarvextir miðist ekki við fyrri tíma en þingfestingu málsins. IV. Með lögum nr. 77/2010, sem öðluðust gildi 1. júlí 2010, voru Þjóðskrá og Fasteignskrá Íslands sameinaðar í eina ríkisstofnun er nefnist Þjóðskrá Íslands. Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum, mótar stjórn Þjóðskrár Íslands starf og innra skipulag stofnunarinnar og hefur eftirlit með starfsemi hennar. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum, er Þjóðskrá Íslands heimilt að vinna úr og láta í té upplýsingar úr fasteignaskrá gegn gjaldi sem rennur til stofnunarinnar samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfestir, sbr. 2. mgr. 9. gr. sömu laga. Samkvæmt síðastgreindri heimild gerir stjórn Þjóðskrár Íslands tillögur að gjaldskrá stofnunarinnar sem síðan skal staðfest af ráðherra. Við ákvörðun gjaldskrár skal taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi og skal gjaldskráin endurskoðuð árlega. Í a- lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001 er mælt fyrir um að í gjaldskrá skuli m.a. mæla fyrir um gjald sveitarfélaga fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda, og að gjaldið skuli nema tilteknu hlutfalli af heildarfasteignamati í sveitarfélagi 31. desember ár hvert. (Hér nefnt fasteignamatsgjald). Í gjaldskrá nr. 1174/2008, vegna þjónustu Fasteignaskrár Íslands sem var í gildi á þeim tíma sem til umræðu er í máli þessu, þ.e. árin 2009, 2010 og 2011, segir í 1. gr. að „Sveitarfélög skulu greiða gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagalda; skal gjaldið nema 0,0060% af heildarfasteignamati í viðkomandi sveitarfélagi 31. desember ár hvert. Gjaldið skal innheimt árlega í janúarmánuði.“ Aðalkrafa stefnanda byggir á því að við ákvörðun á gjaldtökuhlutfalli, skv. a-lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001, sbr. 1. gr. gjaldskrár nr. 1174/2008, hafi verið farið út fyrir þær heimildir sem lögin mæli fyrir um og stefnandi hafi af þeim sökum greitt hærra fasteignamatsgjald en ella. Fullyrðir stefnandi m.a. að hann hafi verið krafinn um greiðslu kostnaðar vegna annarra rekstarþátta en kostnað fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda. Álitaefnið að því er varðar aðalkröfu stefnanda er því hvort hlutfallstalan 0.00060% í gjaldskrá nr. 1174/2008, endurspegli kostnað af rekstrarþáttum stofnunarinnar vegna afnota af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda. Við ákvörðun gjaldskrár skal, eins og áður segir, taka mið af kostnaði einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi, sbr. síðari málsl. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 6/2001. Þar með verður álitaefnið hvort nægjanlega traustir útreikningar hafi legið til grundvallar ákvörðun um fjárhæð afnotagjaldsins. Í minnisblaði Fasteignaskrár Íslands, dags. 18. janúar 2010, til fjármálaráðuneytisins, í tilefni af fyrirspurn umboðsmanns Alþingis í tengslum við gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingarhluta fasteignaskrár og gjöld fyrir eignastöðuvottorð samkvæmt þágildandi c-lið 2. mgr. 24. gr. laga nr. 6/2001, þar sem farið var fram á upplýsingar um þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar gjaldskrá nr. 1174/2008, kemur fram að kostnaður stofnunarinnar sé greinanlegur eftir ólíkum bókhaldskerfum sem upplýsingarnar komi úr. Mögulegt sé að greina kostnað bæði eftir tegundarlyklum ríkisins en jafnframt eftir ólíkum tölvu- og hugbúnaðarkerfum stofnunarinnar svo og sérstökum verkefnum. Litið sé til rekstrarkostnaðar stofnunarinnar og áætlana við skoðun á því hvernig tekjur geti mætt gjöldum. Áætla verði síðan hlutdeild í sameiginlegum kostnaði vegna stoðþjónustu. Þá er á það bent að þar sem kerfi fasteignamats og brunabótamats og vinna við þau sé samofin verði að áætla hlutfall vinnu starfsmanna þeim tengdum og einnig hlutfall í kostnaði við bæði kerfin. Þá kom þar fram að þegar unnið hafi verið að gjaldskrá 1174/2008, hafi legið fyrir upplýsingar um rekstraráætlun 2009. Hafi verið á því byggt að rekstrarkostnaður Fasteignaskrár Íslands væri 596.933.589 krónur. Tekjur samkvæmt gjaldskrá þyrftu því að skila stofnuninni a.m.k. þeirri fjárhæð. Áætlað hafi verið að kostnaður vegna fasteignamats væri hærri vegna breytinga á lögum um að endurmat fasteigna skyldi koma í stað framreiknings. En það hefði þýtt að þurft hefði að hanna nýja aðferðarfræði og einnig ný matskerfi. Að teknu tilliti til þess hefði fasteignamat og tengd kerfi verið áætluð 51%, brunabótamatskerfi 24%, réttindin þinglýsing, eigendaskráning og afmörkun lands 23% og ný fasteign 2%. Sveitarfélögin skyldu greiða kostnað vegna fasteignamats og tryggingafélögin vegna brunabótamats. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Þjóðskrá Íslands, sem út kom í september 2013, kemur m.a. fram að Þjóðskrá Íslands noti ekki verkbókhald og bjóði það þeirri hættu heim að þjónustugjöld hennar séu dregin í efa. Þá segir í skýrslunni að samkvæmt skýrslu Deloitte hf., sem unnin hafi verið að beiðni Þjóðskrár Íslands á fyrri hluta árs 2012, vegna reksturs stofnunarinnar árið 2011, komi fram að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um kostnað við einstök verkefni sem unnin hafi verið innan stofnunarinnar, enda væri ekki notast við verkbókhald. Þar hafi einnig komið fram að óljós tengsl væru á milli ákvörðunar um verð á afurðum samkvæmt þágildandi gjaldskrá stofnunarinnar og þess kostnaðar sem félli til við að framleiða afurðirnar. Þá segir um afkomu Þjóðskrár Íslands árin 2009-2013, að árið 2009 hafi Fasteignamatsskrá Íslands verið rekin með um 118 m.kr. afgangi og eigið fé hennar í árslok hafi numið um 253 m.kr. Á sama tíma hafi Þjóðskrá verið rekin með 57 m.kr. afgangi og eigið fé numið í árslok um 45 m.kr. Þar sem rekstrartekjur ríkisstofnana eigi að samsvara útgjöldum vegna þjónustu þeirra hafi gjöld viðskiptavina og/eða framlög ríkissjóðs því látið nærri eða a.m.k. ekki verið of lág. Ekki sé eðlilegt að slíkar stofnanir skili miklum afgangi þótt þær þurfi að eiga borð fyrir báru og geta staðið undir nauðsynlegri endurnýjun tækja og búnaðar. Ákvæði 2. mgr. 9. gr., 1. mgr. 24. gr. og a-liðar 24. gr. laga nr. 6/2001, fela í sér heimild til heimtu svonefndra þjónustugjalda. Túlkun þeirra og beiting verður því að samrýmast grundvallarreglum um töku þjónustugjalda. Með þjónustugjöldum er almennt átt við gjöld sem tekin eru fyrir opinbera þjónustu af ýmsu tagi, þ.e.a.s. að gjald sem miðast við þann kostnað sem hlýst af því að veita þá þjónustu sem um er að ræða. Þau verða ekki lögð á nema með heimild í lögum og er stjórnsýslan bundin af þeim lögum. Þjónustugjöld eru að jafnaði íþyngjandi fyrir gjaldanda og því verður að gera ákveðnar kröfur til skýrleika slíkra lagaheimilda og þær verða almennt ekki skýrðar rúmt. Aðalatriðið er að með þjónustugjöldum má ekki afla tekna umfram það sem starfsemin eða þjónustan almennt kostar nema til þess liggi skýr lagaheimild. Gjaldtakan má ekki með öðrum orðum byggjast á skattalegum sjónarmiðum um almenna tekjuöflun ríkisins eða einstakra þátta þess heldur verður hún að miðast við kostnað sem hlýst af viðkomandi þjónustu. Hvað sem líður vangaveltum málsaðila hvort sveitarfélög standi alfarið eða að hluta undir kostnaði vegna skráningar- og matskerfis fasteignamats, er ljóst að ákvæði a-liðar 24. gr., sbr. einnig 1. mgr. sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 6/2001, mælir fyrir um heimild til töku þjónustugjalda fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta á grundvelli kostnaðar einstakra rekstrarþátta sem skulu aðgreindir í bókhaldi. Í því felst einungis heimild til þess að innheimta gjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar á þeim grundvelli sem fyrr greinir. Í ákvæðinu felst hins vegar ekki heimild til gjaldtöku fyrir óskilgreindan eða almennan rekstrarkostnað stofnunarinnar vegna skráningar- og matskerfa stofnunarinnar eða heimild fyrir aðra almenna tekjuöflun. Á þessum grundvelli verður heldur ekki talið að í ákvæðinu felist heimild til að fella stofnkostnað sem hlýst af skipulags- eða kerfisbreytingum undir fyrrgreindan ramma laganna. Stefndu hafa hvorki með gögnum né skýringum gert viðhlítandi grein fyrir kostnaði einstakra rekstrarþátta en 2. mgr. 9. gr. laga 6/2001 er á því reist að einstakir rekstrarþættir séu aðgreindir í bókhaldi. Af því leiðir að forsendur gjaldskrárinnar eru, að því er tekur til málsatvika máls þessa, ótryggar og ekki í samræmi við lög. Er það niðurstaða dómsins að gjaldskrá 1174/2008, hafi að þessu leyti ekki verið í samræmi við þær reglur sem gilda um töku þjónustugjalda. Samkvæmt framangreindu verður ekki talið að fasteignamatsgjald fyrir afnot af fasteignamati og kerfi til álagningar fasteignaskatta og fasteignagjalda vegna þjónustu stefnda Þjóðskrár Íslands hafi verið ákvörðuð í samræmi við 1. og 2. mgr. 24. gr., sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna með síðari breytingum. Ber stefndu því að endurgreiða stefnanda hina umdeildu fjárhæð 19.785.684 krónur sem ekki hefur verið mótmælt tölulega. Víkur þá að vaxtakröfu stefnanda. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, ber að reikna vexti, skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, af því fé sem oftekið var frá þeim tíma sem greiðslan átti sér stað og þar til endurgreiðsla fer fram. Dráttavexti skal þó greiða skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim tíma er gjaldandi sannanlega lagði fram kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra skatta eða gjalda, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 29/1995. Krafa stefnanda um endurgreiðslu fasteignamatsgjalds kom fyrst fram þann 27. febrúar 2012. Var þá krafist þess hluta gjaldsins sem laut að innheimtu fasteignamatsgjalds vegna álvers Alcoa Fjarðaráls sf., eða sem nam 12.892.002 krónum. Krafa stefnanda um endurgreiðslu fasteignamatsgjalds er laut að öðrum eignum sveitarfélagsins, samtals að fjárhæð 6.893.682 krónur, kom fyrst fram við þingfestingu málsins þann 14. febrúar 2013. Með vísan til þessa ber stefndu að greiða stefnanda vexti eins og í dómsorði greinir. Samkvæmt þessum málsúrslitum, og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, verður stefndu gert að greiða stefnendum 1.200.000 krónur í málskostnað. Af hálfu stefnanda flutti málið Hilmar Gunnlaugsson hrl. Af hálfu stefndu flutti málið Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Stefndu, íslenska ríkið og Þjóðskrá Íslands, greiði stefnanda 19.785.684 krónur með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, af 4.217.316 krónum frá 21. apríl 2010 til 27. febrúar 2012, af 4.338.981 krónum frá 18. febrúar 2011 til 27. febrúar 2012 og af 4.335.705 krónum frá 30. janúar 2012 til 27. febrúar 2012. Af 2.332.365 krónum frá 21. apríl 2010 til 14. febrúar 2013, af 2.255.648 krónum frá 18. febrúar 2011 til 14. febrúar 2013 og af 2.305.669 krónum frá 30. janúar 2012 til 14. febrúar 2013. Stefndu ber að greiða stefnanda dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 12.892.002 krónum frá 27. febrúar 2012 til greiðsludags og af 6.893.682 krónum frá 14. febrúar 2013 til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda 1.200.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 206/1999 | Hlutafélag Ábyrgð stjórnarmanna Aflahlutdeild | GE gaf út veðskuldabréf að fjárhæð 7.000.000 krónur til F, sem síðar var sameinað G, vegna kaupa á bát og var skuldabréfinu þinglýst á 1. veðrétt bátsins. GE afsalaði bátnum, án veiðiheimilda, til hlutafélagsins H, en í stjórn þess sátu J og E auk Á, sem var formaður og framkvæmdastjóri. Við nauðungarsölu á bátnum, vegna vanskila á veðskuldabréfinu, kom í ljós að aflahlutdeild, sem færð hafði verið á bátinn eftir söluna til H, hafði verið skilin frá honum án samþykkis F. Hafði aflahlutdeildin verið færð eftir beiðni H til Fiskistofu, sem undirrituð var af J, E og Á, en í beiðninni sagði, að með henni fylgdi nýtt veðbókarvottorð og skriflegt samþykki þeirra aðila, sem veð áttu í skipinu 1. janúar 1991. Opinbert mál var höfðað gegn Á og var hann meðal annars sakaður um skilasvik með því að hafa selt aflahlutdeild bátsins án þess að leita samþykkis F, en við útgáfu sýslumanns á veðbókarvottorði bátsins hafði láðst að geta um veðrétt F. Með dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, var Á sakfelldur fyrir verknaðinn, þar sem talið var, að veðréttur F hefði náð til aflahlutdeildar bátsins og hefði ráðstöfun Á ekki getað samrýmst þessum réttindum F. Vísað var til þess, að samkvæmt ákvæði V til bráðabirgða í lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða hefði verið óheimilt að framselja aflahlutdeild skips nema fyrir lægi samþykki þeirra aðila, sem samningsveð ættu í skipinu, er lögin kæmu til framkvæmda 1. janúar 1991. Talið var, að ákvörðun H um að framselja aflahlutdeildina hefði verið mikils háttar ákvörðun í skilningi 2. mgr. 52. gr. þágildandi laga um hlutafélög nr. 32/1978. J og E hefðu vitað um veðrétt F og því mátt vita, að veðbókavottorðið sem fylgdi beiðninni til Fiskistofu um framsal aflahlutdeildar væri rangt. Þeim hefði jafnframt borið að ganga úr skugga um, að samþykki veðhafa væri fengið fyrir framsalinu. Þóttu þau hafa brugðist skyldum sínum sem stjórnarmenn samkvæmt 52. gr. þágildandi hlutafélagalaga og bæru þau skaðabótaábyrgð á því tjóni, sem rakið yrði til þessarar vanrækslu. Voru þau samkvæmt þessu dæmd til þess að greiða F bætur, sem námu þeim eftirstöðvum veðskuldabréfsins, sem ekki höfðu greiðst við nauðungarsölu bátsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. maí 1999. Hann krefst þess, að stefndu verði gert að greiða sér in solidum 3.694.848 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 30. apríl 1995 til greiðsludags auk málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Féfang hf. var sameinað Glitni hf. 1. október 1995 og er síðarnefnda félagið réttur aðili málsins. I. Málavextir eru raktir í héraðsdómi. Eins og þar greinir lánaði Féfang hf. Guðmundi Erni Einarssyni 7.000.000 krónur í júlí 1990 fyrir bát, er hann hugðist kaupa. Lántakandinn gaf 2. júlí 1990 út veðskuldabréf til Féfangs hf. til tryggingar skuldinni. Var bréfinu þinglýst á 1. veðrétti mb. Snærúnar SH-101. Með kaupsamningi 8. mars 1991 var mb. Ásberg KE-111, eins og báturinn hét þá, seldur Árna Jónassyni. Með afsali 28. ágúst 1991 var bátnum afsalað til Hafalds hf. í Garði, sem Árni Jónasson hafði stofnað með fjölskyldu sinni 23. mars 1991. Í báðum þessum gerningum var tekið fram, að kaupandi yfirtæki áhvílandi veðskuldir á bátnum, en með yfirlýsingu 7. mars, sem árituð var um samþykki fyrir hönd Féfangs hf., hafði Árni Jónasson tekið við af Guðmundi Erni sem greiðandi að skuldabréfinu frá 2. júlí 1990. Þá kom einnig fram í kaupsamningi og afsali, að aflahlutdeild bátsins hefði verið skilin frá honum og seldist hann ”án aflakvóta en með veiðiheimild.” Undir afsalið rita fyrir hönd Hafalds hf. stjórnarmennirnir Árni Jónasson formaður og framkvæmdastjóri og stefndu sem meðstjórnendur, en þau eru börn hans. Samkvæmt vottorði hlutafélagaskrár 16. ágúst 1994 voru ekki fleiri í stjórn félagsins, en stefnda Elenora Katrín hafði prókúruumboð fyrir það. Vanskil urðu á veðskuldabréfinu og var báturinn að kröfu Féfangs hf. seldur nauðungarsölu 11. janúar 1995. Hæstbjóðandi var stefnda Elenora Katrín með boð að fjárhæð 5.200.000 krónur og fékk Féfang hf. greiddar 3.821.956 krónur upp í kröfu sína. Eftir að fram var komin beiðni um nauðungarsölu 6. september 1994, en áður en til lokasölu kom, var aflahlutdeild bátsins skilin frá honum án vitundar Féfangs hf. Með beiðni til Fiskistofu um framsal aflahlutdeildar 5. október 1994 fylgdi veðbókarvottorð, þar sem veðskuldabréfs Féfangs hf. frá 2. júlí 1990 á 1. veðrétti í bátnum var ekki getið. Fiskistofu var því ókunnugt um veðkröfuna og samþykkti framsalið, án þess að fyrir lægi samþykki Féfangs hf. Undir framsalsbeiðnina ritaði Árni Jónasson sem umsækjandi og hann ásamt báðum stefndu sem þinglýstir eigendur fyrir hönd Hafalds hf. Í beiðninni sagði meðal annars, að með henni fylgdi nýtt veðbókarvottorð og skriflegt samþykki þeirra aðila, sem veð áttu í skipinu 1. janúar 1991. Í sérstöku vitnamáli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 3. september 1999 lýstu stefndu því bæði yfir, að þau hefðu enga hugmynd haft um það, hvað þau voru að undirrita, og enga vitneskju haft um veðbókarvottorðið. Bú Árna Jónassonar var tekið til gjaldþrotaskipta 12. apríl 1994 og lauk skiptum 12. júlí sama ár. Bú Hafalds hf. var tekið til gjaldþrotaskipta 19. júlí 1995 og lauk skiptum 26. október sama ár. II. Ákæra var gefin út á hendur Árna Jónassyni 29. apríl 1997 og var hann meðal annars sakaður um skilasvik samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 250. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa í október 1994 selt aflahlutdeild mb. Ásbergs KE-111 án þess að leita samþykkis Féfangs hf. til flutnings hennar af bátnum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness 13. október 1997 sagði meðal annars: „Þó að báturinn hafi verið án aflahlutdeildar, þegar ákærði eignaðist hann með yfirtöku veðskuldar Féfangs hf., var þó síðar færð aflahlutdeild yfir á skipið, og er rétt að líta svo á, að veðréttur Féfangs hafi náð til þeirra. Með því að ákærði seldi aflahlutdeild bátsins Ásbergs, KE-111, til fjárhagslegs ávinnings Hafaldi hf. og fjölskyldu sinni án þess að leita samþykkis Féfangs braut hann gegn brýnu lagaboði og kom í veg fyrir, að Féfang hf. gæti varið veðrétt sinn. Verknaður ákærða gat ekki samrýmst þeim réttindum, sem veðhafinn, Féfang hf., átti.“ Samkvæmt ofangreindu var ákærði sakfelldur fyrir skilasvik og dæmdur til að greiða Féfangi hf. skaðabætur að fjárhæð 3.719.747 krónur, en krafa félagsins sætti ekki andmælum tölulega. Með dómi Hæstaréttar 19. mars 1998, bls. 1082 í dómasafni, var héraðsdómur staðfestur með vísan til forsendna hans. III. Þegar Hafald hf. eignaðist bátinn mb. Ásberg KE-111 á árinu 1991 voru komin til framkvæmda lög nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, sem öðlast höfðu gildi 18. maí 1990. Í 6. mgr. 11. gr. laganna var heimilað að framselja aflahlutdeild skips að hluta eða öllu leyti og sameina hana aflahlutdeild annars skips, enda leiði flutningur aflahlutdeildar ekki til þess, að veiðiheimildir þess skips, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess. Samkvæmt ákvæði nr. V til bráðabirgða var óheimilt að framselja aflahlutdeild skips samkvæmt 6. mgr. 11. gr. laganna, án þess að skip hyrfi varanlega úr rekstri og væri afmáð af skipaskrá, nema fyrir lægi samþykki þeirra aðila, sem samningsveð ættu í skipinu, er lögin kæmu til framkvæmda, en það var 1. janúar 1991. Ótvírætt er, að ákvörðun um að framselja aflahlutdeild mb. Ásbergs KE-111 í október 1994 var mikils háttar ákvörðun í skilningi 2. mgr. 52. gr. þágildandi laga um hlutafélög nr. 32/1978, enda var hér um eina skip Hafalds hf. að ræða. Hún var því á verksviði stjórnar félagsins en ekki framkvæmdastjóra eins. Þótt framkvæmdastjórinn ritaði undir framsalsbeiðnina sem umsækjandi, skráðu stefndu nöfn sín jafnframt á hana til samþykktar sem stjórnarmenn fyrir hönd hlutafélagsins sem þinglýsts eiganda. Ekki liggur annað fyrir en að félagið hafi einnig verið eigandi aflahlutdeildarinnar. Í samræmi við áðurnefnda 52. gr. hlutafélagalaga varð sú krafa gerð til stefndu sem stjórnarmanna, að þau hefðu í meginatriðum vitneskju um rekstur félagsins og mikils háttar ráðstafanir. Þeim stoðar hvorki að bera fyrir sig ókunnugleika í þeim efnum né heldur á þeirri löggjöf, sem á hverjum tíma gildir um starfsemi og ákvarðanatöku hlutafélaga. Verða ekki gerðar síðri kröfur til þeirra um þetta, þó að félagið hafi að öllu leyti verið í eigu fjölskyldunnar, en saman áttu þau helming hlutafjár á móti foreldrum sínum. Eins og áður segir var þess sérstaklega getið á framsalsbeiðninni til Fiskistofu, að með henni fylgdi nýtt veðbókarvottorð og skriflegt samþykki þeirra aðila, sem veð áttu í skipinu 1. janúar 1991. Með framangreindum dómi sínum 19. mars 1998 hefur Hæstiréttur staðfest, að áfrýjandi hafi notið veðréttar í þeirri aflahlutdeild, sem flutt var á mb. Ásberg KE-111 eftir kaup Hafalds hf. á bátnum á árinu 1991. Stefndu bar að gæta þess sem stjórnarmönnum í því hlutafélagi, sem var að láta aflahlutdeild af hendi, að réttra aðferða og lagaskilyrða væri gætt. Þau skrifuðu undir afsal bátsins sem kaupendur fyrir hönd hlutafélagsins 28. ágúst 1991 og vissu þannig um kröfu áfrýjanda á 1. veðrétti, sem getið var í afsalinu. Þau máttu því vita, að veðbókarvottorðið, sem fylgdi framsalsbeiðninni, var rangt. Jafnvel þótt þau hafi ekki séð þetta vottorð, eins og þau halda fram, bar þeim engu að síður að ganga úr skugga um, að ekki væri gengið á lögvarinn rétt veðhafa með framsalinu, enda var samþykki þeirra áskilið í framsalsbeiðninni. Samkvæmt framansögðu brugðust stefndu skyldum sínum sem stjórnarmenn í Hafaldi hf. samkvæmt 52. gr. þágildandi hlutafélagalaga, þegar ákvörðun var tekin um að framselja aflahlutdeild mb. Ásbergs KE-111, án þess að fyrir lægi samþykki Féfangs hf. sem 1. veðréttarhafa í bátnum. Verður tjón áfrýjanda rakið til þessarar vanrækslu. Á því bera þau óskipta fébótaábyrgð samkvæmt 1. mgr. 132. gr. þágildandi hlutafélagalaga, sbr. nú 1. mgr. 134. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, ásamt föður sínum, sem var stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins. Það stendur kröfu áfrýjanda í þessu máli ekki í vegi, að Árni Jónasson var með áðurnefndum dómi Hæstaréttar dæmdur til að greiða áfrýjanda þá kröfu, sem hann hefur uppi í þessu máli, en óumdeilt er, að ekkert hafi greiðst af þeirri dómkröfu. Eftir þessum úrslitum verða stefndu dæmd til að greiða áfrýjanda in solidum 3.694.848 krónur, en í málinu er ekki ágreiningur um fjárhæð kröfunnar. Rétt þykir, að fjárhæðin beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxtalaga frá þingfestingu málsins í héraði, en skaðabótakröfu var ekki fyrr en þá beint að stefndu. Stefndu skulu greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndu, Jónas Frímann Árnason og Elenora Katrín Árnadóttir, greiði in solidum áfrýjanda, Glitni hf., 3.694.848 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 18. apríl 1996 til greiðsludags. Stefndu greiði áfrýjanda sameiginlega 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. febrúar 1999. Mál þetta var fyrst dómtekið 8. desember sl. en var síðan endurflutt og dómtekið í dag. Málið er höfðað með stefnu þingfestri 18. apríl 1996 af Glitni-Féfangi hf., Fjármálamiðstöðinni, Kirkjusandi, Reykjavík, gegn Jónasi Frímanni Árnasyni, Silfurtúni 14b, Garði og Elenoru Katrínu Árnadóttur, Silfurtúni 20a, Garði. Dómkröfur Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndu verði gert að greiða stefnanda, in solidum, 3.694.848 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 með síðari breytingum frá 30. apríl 1995 til greiðsludags. Þess er krafist að dæmt verði að dráttarvextir skuli leggjast við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 30. apríl 1996, en síðan árlega þann dag. Þá er krafist málskostnaðar að mati réttarins. Einnig er krafist virðisaukaskatts á málflutningsþóknun en stefnandi kveðst ekki reka virðisaukaskattskylda starfsemi. Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum stefnanda og að þeim verði tildæmdur málskostnaður úr hendi hans að mati dómsins, sem beri dráttarvexti 15 dögum frá uppkvaðningu dóms í málinu, auk virðisaukaskatts á málskostnað þar sem stefndu séu ekki virðisaukaskattskyldir. Málavextir Í júlí 1990 lánaði Féfang hf. Guðmundi Erni Einarssyni 7.000.000 króna fyrir bát er hann hugðist kaupa. Þann 2. júlí 1990 gaf Guðmundur út veðskuldabréf til Féfangs hf. að höfuðstól 7.000.000 króna til tryggingar skuldinni. Bréfinu var þinglýst á 1. veðrétt á MB Snærúnu SH-101, skipaskráningarnúmer 1939 og skyldi bréfið greiðast með 21 afborgun á 4 mánaða fresti, í fyrsta skipti þann 15. október 1990. Bréfið var vísitölutryggt með lánskjaravísitölu og var grunnvísitalan 2905 stig. Guðmundur seldi bátinn síðan til Hafalds hf., Melabraut 10, Garði. Kaupsamningur var dagsettur 8. mars 1991 en afsal er dagsett 28. ágúst 1991. Í báðum þessum gerningum er tekið fram að kaupandi yfirtaki áhvílandi veðskuld við stefnanda, upphaflega að fjárhæð 7.000.000 króna. Þá kemur þar einnig fram að aflahlutdeild bátsins hafi verið skilin frá honum og að hann seljist því án aflakvóta en með veiðiheimild. Undir afsalið ritar stjórn Hafalds hf. fyrir hönd kaupanda, þ.e. stefndu, Jónas og Elenora, auk Árna Jónassonar. Fékk báturinn þá nafnið Ásberg KE-111 en síðar nafnið Katrín GK-98, skipaskrárnúmer 1939. Í kjölfarið, eða þann 7. mars 1991, varð að samkomulagi milli stefnanda og framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Hafalds hf., Árna Jónassonar, Melabraut 10, Garði, að Árni tæki við af Guðmundi sem greiðandi að skuldabréfinu. Jafnframt var samið um breytta greiðsluskilmála. Stefnandi kveður Árna ekki hafa staðið við greiðsluskuldbindingar sínar. Fljótlega hafi komið í ljós að yfirvofandi var nauðungarsala á bátnum, Katrínu GK-98, skipaskráningarnúmer 1939, og hafi framhaldssala verið fyrirhuguð í byrjun desember 1994. Rétt fyrir uppboðið hafi uppgötvast að selja átti bátinn kvótalausan. Kvótastaða bátsins hafi komið stefnanda í opna skjöldu því í ákvæði til bráðabirgða nr. V í lögum nr. 38/1990, sem komið hafi til framkvæmda eftir 1. janúar 1991, sbr. 23. gr., segi að ekki sé hægt að selja aflahlutdeild skips “nema fyrir liggi samþykki þeirra aðila sem samningsveð áttu í skipinu er lög þessi koma til framkvæmda”. Hafi uppboði bátsins verið frestað í u.þ.b. 1 mánuð vegna þessa. Lögmaður stefnanda hafi ritað Fiskistofu bréf þann 13. desember 1994 og óskað skýringa á því hvers vegna aflahlutdeild bátsins hafi verið seld án þess að stefnandi hefði gefið fyrir því samþykki sitt, sbr. dskj. nr. 9. Svarið hafi borist með bréfi dags. 16. desember 1994, sbr. dskj. nr. 10. Í svarbréfi Fiskistofu komi fram að leggja þurfi fram veðbókarvottorð þess skips er aflahlutdeild er flutt frá ásamt samþykki allra aðila sem átt hafi þinglýst veð í skipinu 1. janúar 1991, sbr. 1. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 405/1994 um veiðar í atvinnuskyni. Í bréfi Fiskistofu komi enn fremur fram að þegar aflahlutdeild hafi verið flutt frá Katrínu GK-98 í októbermánuði 1994 hafi verið lagt fram veðbókarvottorð. Á því hafi ekki verið getið um veðskuldarbréf stefnanda, sbr. meðfylgjandi ljósrit á dskj. nr. 6. Því hafi hlutdeildarflutningurinn verið staðfestur þótt samþykki stefnanda hafi ekki legið fyrir, enda Fiskistofu ókunnugt um veðkröfuna. Í bréfi, dags 21. desember 1994, hafi verið óskað eftir upplýsingum um kvótastöðu umrædds báts við sölu aflahlutdeildar í október 1994, sbr. dskj. nr. 11. Í svari Fiskistofu, sjáist að aflahlutdeild bátsins hafi verið veruleg, bæði hvað varðar þorsk og ufsa en einnig hvað varðar ýsu og karfa. Á dskj. nr. 8, sem unnið sé af stefnanda skv. upplýsingum frá Fiskistofu sjáist að verðmæti hinnar seldu aflahlutdeildar hafi í október 1994, á söludegi, numið u.þ.b. 5.829.725 krónum. Þann 6. janúar 1995 hafi lögmaður stefnanda sent bréf til sýslumannsins í Keflavík vegna þessa máls og vakið athygli embættisins á mistökum við útgáfu veðbókarvottorðs og einnig á því að embættinu gæfist rúmur tími til þess að verja hagsmuni sína á uppboðinu. Báturinn hafi verið seldur þann 11. janúar 1995 og hafi 3.821.956 krónur komið í hlut stefnanda. Hæstbjóðandi hafi verið stefnda, Elenora, og hafi henni verið sleginn báturinn á 5.200.000 krónur. Sýslumanninum í Keflavík hafi verið ritað bréf þann 30. mars 1995 þar sem fjárhagstjón stefnanda hafi verið kynnt en eftirstöðvar kröfu stefnanda eftir greiðslu hafi numið 3.694.848 krónum. Nákvæmur útreikningur fylgi á dskj. nr. 17. Svar hafi borist frá ríkislögmanni, þar sem bótaskyldu hafi ekki verið vísað á bug heldur vakin athygli á því að það sé m.a. skilyrði bótaábyrgðar ríkissjóðs, skv. 49. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978, að mistök þinglýsingarstjóra hafi leitt til þess að bótakrefjandi hafi orðið fyrir tjóni. Hafi embætti ríkislögmanns talið að áður en reyndi á bótaábyrgð ríkissjóðs þyrfti að liggja fyrir að stefnandi hefði ekki fengið fullnustu hjá Hafaldi hf. annars vegar eða stjórnarmönnum Hafalds hf. hins vegar sem beitt hafi fyrir sig röngu veðbókarvottorði við öflun heimildar fyrir framsali á aflahlutdeild. Ríkislögmaður hafi talið einsýnt að stefndu, Jónas og Elenora, ásamt Árna Jónassyni, hafi vitað að veðbókarvottorðið frá því í október 1994, sem fylgdi beiðni þeirra um framsal á aflahlutdeild, veitti rangar upplýsingar um áhvílandi skuldir og að þau hafi þar með bakað sér persónulega ábyrgð á greiðslu skuldarinnar við stefnanda. Í ljósi þessa þótti ekki önnur leið fær en að stefna stjórnarmönnum Hafalds hf. Samkvæmt upplýsingum úr hlutafélagaskrá séu í stjórn Hafalds hf. þau Árni Jónasson, Jónas Frímann Árnason og Elenora Katrín Árnadóttir. Árni sé framkvæmdastjóri og Elenora með prókúruumboð. Árna Jónassyni sé ekki stefnt þar sem bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 12. apríl 1994 og hafi skiptum lokið þann 12. júlí 1994. Hafaldi hf. hafi ekki verið stefnt þar sem bú félagsins hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. júlí 1995 og hafi skiptum lokið þann 26. október 1995. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að stefndu hafi verið í stjórn Hafalds hf. frá stofnun félagsins árið 1991 og sé stefnda, Elenora, prókúruhafi félagsins. Stefndu riti bæði undir kaupsamninginn á dskj. nr. 4 f.h. Hafalds hf. en í kaupsamningnum sé skýrt tekið fram að Hafald hf. yfirtaki áhvílandi veðskuldir við stefnanda að höfuðstól 7.000.000 milljónir. Þá sjáist á dskj. nr. 17 að það sé stefnda, Elenora, sem er hæstbjóðandi á uppboði bátsins þann 11. janúar 1995. Með hliðsjón af málavöxtum, eins og þeir eru raktir hér að framan, telur stefnandi ljóst að stefndu hafi vitað eða hafi mátt vita að veðbókarvottorð, sem hafi verið fram við öflun samþykkis veðhafa við sölu aflahlutdeildar og einnig hjá Fiskistofu, var rangt og gaf ekki réttar upplýsingar um áhvílandi skuldir á bátnum. Með því að framvísa þessu vottorði telur stefnandi að stefndu hafi bakað sér persónulega bótaábyrgð á greiðslu skuldarinnar við stefnanda. Einnig telur stefnandi að stefndu hafi með þessu bakað sér refsiábyrgð og kærði þess vegna verknað stefndu til rannsóknarlögreglu ríkisins. Það hafi einnig nokkrir veðhafar í umræddum bát gert. Féfang hf. hafi verið sameinað Glitni hf. þann 1. október 1995 og sé Glitnir hf. því réttur aðili málsins. Stefnandi styður kröfur sínar um greiðslu skaðabóta aðallega við almennar skaðabótareglur. Hann vísar einnig í almenn hegningarlög nr. 19/1940, XVII. kafla, einkum 155. gr. Stefnandi styður kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti með vísan í III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Krafan um virðisaukaskatt á málskostnað er reist á lögum nr. 50/1988 en stefnandi kveðst ekki vera virðisaukaskattskyldur og krefst þess því að stefndu verði gert að greiða honum virðisaukaskatt af málskostnaði. Málinu er stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á grundvelli ákvæðis í skuldabréfinu á dskj. nr. 3 og á grundvelli 41. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 er fjallar um brotavarnarþing. Málsástæður stefndu og lagarök Af hálfu stefndu er á því byggt að Árni Jónasson hafi annast um rekstur fyrirtækisins Hafalds hf. og sinnt einnig öllum fjármálalegum atriðum og gengið frá beiðnum, t.d. um tilfærslur á aflakvóta, en slíkar beiðnir hafi verið algengar á tímabilinu 1991-1994 bæði um aflakvóta til Ásbergs KE-111 og frá honum. Aflakvóti Ásbergs KE-111 hafi því verið mjög breytilegur milli tímabila. Stefndu hafi hvorki fylgst með daglegum rekstri Árna Jónassonar persónulega eða hlutafélagsins Hafalds hf. Nefndur Árni hafi annast allan daglegan rekstur og gengið frá öllum beiðnum í nafni útgerðarinnar og öðru því sem þurfti að gera í því sambandi. Þá hafi hann einnig séð um daglega fjármálastjórn. Árni Jónasson hafi leigt kvóta af Snorra Sturlusyni og fært yfir á Ásberg KE-111 og hafi auk þess fært kvóta sem hann átti persónulega yfir á bátinn. Árni telji að hann hafi átt allan kvóta sem fluttur hafi verið yfir á Ásberg KE-111 (Katrínu GK-98) Stefndu hafi lítið vitað um tilfærslu, kaup og/eða sölu, á aflakvóta Ásbergs KE-111 og hafi ekki komið nálægt því að öðru leyti en að skrifa nöfn sín undir beiðnir, sem Árni Jónasson hafi útbúið. Árni Jónasson telji að hann hafi átt þann kvóta sem Ásberg KE-111 hafi fengið á þeim tíma, sem báturinn var eign Hafalds hf., eða þá að hann hafi leigt hann og endurleigt Hafaldi hf. síðan kvótann. Samkvæmt því hafi Hafald hf. aldrei átt aflakvóta vegna Ásbergs KE-111. Stefndu byggja sýknukröfu sína á því að þau hafi ekki skoðað veðbókarvottorð á dskj. nr. 6 og hafi ekkert vitað um að það væri rangt eða yfir höfuð ekkert um það fyrr en stefnandi hafði uppi kröfur sínar gagnvart þeim. Þá hafi þau ekki haft milligöngu um framvísun þess til Fiskistofu. Sá aflakvóti sem óskað hafi verið flutnings á hafi ekki verið seldur af hálfu Hafalds hf. og fyrirtækinu því málið óviðkomandi þar sem kvótinn hafi ekki verið eign fyrirtækisins. Hafald hf. hafi engin söluverðmæti aflakvóta fengið í sinn hlut vegna þessa. Ljóst sé að stefnandi hafi sönnunarbyrði fyrir fullyrðingu sinni um vitneskju stefndu í þessu efni. Ekki komi fram í gögnum málsins eitt eða neitt sem styðji þessa fullyrðingu stefnanda eða tengi stefndu við öflun eða framvísun umrædds veðbókarvottorðs og beri því að sýkna stefndu þegar af þeirri ástæðu. Þrátt fyrir það að stefndu hefðu vitað að veðbókarvottorðið væri rangt þá geti það ekki, eins og málum er háttað, varðað þau bótaábyrgð. Stefndu séu hluthafar og stjórnendur í félaginu Hafald hf. sem sé félag með takmarkaðri ábyrgð. Bent er á að stefnandi vísi ekki til eða reifi nokkur þau lagarök sem gætu fellt bótaábyrgð á stefndu, sem stjórnendur í hlutafélagi, í þessu sambandi. Þá er á það bent að með kaupsamningi, dags. 8. mars 1991, hafi umræddur bátur verið seldur án aflahlutdeildar og samkvæmt afsali fyrir bátnum, dags. 28. ágúst 1991, þar sem bátnum hafi verið afsalað til Hafalds hf., sé einnig tekið fram að hann sé seldur án aflakvóta en með veiðiheimild. Veðtrygging stefnanda hafi því einungis verið umræddur bátur án aflakvóta og þannig hafi stefnandi samþykkt nýjan skuldara, þ.e. Árna Jónasson. Veðtrygging stefnanda nái því ekki til aflakvóta sem á tímabilinu kunni að hafa verið fluttur á bátinn tímabundið. Þá verði ekki séð að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni miðað við þessar forsendur, þar sem veðið hafi ekki verið verra þegar það var selt á nauðungaruppboði en það var þegar Hafald hf. keypti bátinn. Hafald hf. hafi þannig fullnægt öllum skuldbindingum sínum um að halda veðinu við og rýra það ekki umfram eðlilega notkun þess miðað við þær forsendur sem aðilar hafi gengið út frá þegar báturinn var keyptur og yfirtaka Árna Jónassonar á skuldinni átti sér stað. Stefnandi geti því ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér um að hafa ekki gætt þess að hafa tryggari veð fyrir umræddri veðskuld. Einnig er á það bent að Hafald hf. sé ekki skuldari umræddrar skuldar, heldur Árni Jónasson persónulega, en þessi persónulega skuldbinding Árna Jónassonar sé tryggð með 1. veðrétti í eign Hafalds hf. Annað hafi Hafald hf. ekki með þessa skuldbindingu að gera. Þann 22. mars 1991 hafi stefnandi, sem veðhafi, samþykkt varanlegt framsal aflahlutdeildar mb. Ásbergs KE-111. Ekki hafi því verið nauðsynlegt að leita til stefnanda eftir það um framsal aflahlutdeildar. Stefnandi hafi þá þegar samþykkt varanlegt framsal aflahlutdeildar bátsins og trygging sú sem stefnandi sætti sig við hafi því verið umræddur bátur án aflahlutdeildar. Málatilbúnaður stefnanda nú sé því fráleitur. Stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni. Hafald hf. eða einstakir stjórnendur þess hlutafélags hafi aldrei tekið á sig þær skyldur að auka verðmæti veðsins umfram það sem stefnandi hafi samþykkt við kaupin og síðar við varanlegt afsal aflahlutdeildar. Stefndu halda fram að stefnandi hafi vitað eða mátt vita hvernig aflahlutdeild bátsins var háttað hverju sinni. Stefnandi hafi því átt þess kost að gera athugasemdir og halda fram rétti sínum hvenær sem var frá 1991, og einnig fyrir og við uppboðsmeðferð á bátnum, hefði hann talið sig eiga tryggingarréttindi sem tilheyrðu bátnum, en þetta hafi stefnandi ekki gert. Stefndu byggja á því að þau hafi aldrei notað falsað skjal eða annað skjal til að blekkja með í lögskiptum, sbr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Tilvísun til þess í málatilbúnaði stefnanda sé óskiljanleg þegar ekkert sé í gögnum málsins sem vísi til falsaðs skjals. Virðist sem stefnandi átti sig ekki fullkomlega á því hvað felist í hugtakinu fölsun. Þar sem stefnandi byggir á því að hann hafi orðið fyrir tjóni, sem stefndu beri að bæta honum á grundvelli almennra skaðabótareglna, beri honum að sýna fram á að stefndu hafi valdið honum tjóni af ásetningi eða gáleysi. Ekki sé sýnt fram á það í gögnum málsins. Ekkert í gögnum málsins bendi til þess að stefndu hafi með einum eða öðrum hætti valdið stefnanda tjóni. Þegar meta eigi tjón stefnanda í þessu sambandi verði að miða við þá veðtryggingu sem hann eigi. Stefndu rýri þá veðtryggingu ekki með neinum hætti. Þá megi einnig benda á það að hafi stefnandi talið að hinn veðsetti bátur væri meira virði en fékkst fyrir hann við nauðungarsölu hafi honum verið í lófa lagið að bjóða hærra verð í bátinn og krefjast þess síðar að þau réttindi, sem hann hafi talið sig eiga tilkall til vegna veðsins, fylgdu bátnum. Ekki verði séð að stefnandi gæti gert kröfu á stefndu á grundvelli almennra skaðabótareglna utan samninga nema hann sýni fram á að þau réttindi sem hann átti hafi verið rýrð eða eyðilögð af stefndu persónulega. Á þetta sé bent vegna þess að krafa stefnanda snúist um veðsetningu á bát sem seldur hafi verið nauðungarsölu og þegar hann hafi verið seldur nauðungarsölu hafi tilheyrt honum sömu réttindi, hvorki meiri né minni en þegar Hafald hf. festi kaup á honum. Trygging veðhafa hafi því verið sú hin sama og verið hafði, hvorki betri né verri. Vandséð sé því hvernig stefnandi komist að þeirri niðurstöðu að stefndu hafi bakað honum tjón með skírskotun til almennra skaðabótareglna. Þá beri einnig að benda á að stefnandi byggir á almennum skaðabótareglum sem gildi utan samninga aðila. Í því sambandi er á það bent að stefnandi víki hvergi að því í málsástæðum sínum að stefndu hafi brotið samninga við stefnanda, hvorki þeir persónulega eða Hafald hf. En það sé mikilvægt að skoða það hvort um það geti verið að ræða, hvort Hafald hf. brjóti samninga við stefnanda hvað varðar umrædda veðsetningu. Sé niðurstaðan sú að Hafald hf. hafi ekki brotið samninga við stefnanda þá komi bótaábyrgð stefndu, sem stjórnarmanna í Hafaldi hf., ekki til álita. Bótaábyrgð þeirra kunni þá hugsanlega að vera reist á öðrum sjónarmiðum, sem að vísu séu ekki reifuð með einum eða neinum hætti í málatilbúnaði stefnanda. En hvað svo sem því líði verði bótaábyrgð þeirra sem stjórnenda í Hafaldi hf. ekki reist á öðru en því að Hafald hf. hafi með gjörðum sínum brotið samningsbundinn rétt stefnanda. Ekki sé hins vegar orði að því vikið í málatilbúnaði stefnanda og engin gögn lögð fram sem sýni fram á brot Hafalds hf. á samningnum við stefnanda. Á það megi síðan benda að stefnandi vísar í 41. gr. laga nr. 91/1991, lög um meðferð einkamála, en sú lagagrein vísi til málssóknar vegna réttindabrots utan samninga. Samkvæmt því byggi stefnandi ekki á samningum aðila, en væri það gert beri að vísa málinu frá ex officio því að það sé þá ekki höfðað í réttri dómsþinghá. Stefndu séu því ekki krafðir bóta á grundvelli samninga Hafalds hf. og stefnanda, en eins og áður er bent á komi bótaskylda stefndu ekki til greina sem stjórnarmanna í Hafaldi hf. nema á grundvelli samninga aðila. Samband stefndu og stefnanda sé ekkert annað en það sem leitt verði af kaupsamningi og afsali fyrir bátinn Ásberg KE-111. Þessi málatilbúnaður stefnanda sé illskiljanlegur. Bent er á að í stefnu sé tekið fram að Hafaldi hf. sé ekki stefnt þar sem bú félagsins hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og enn fremur er tekið fram að Árna Jónassyni sé ekki stefnt þar sem bú hans hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Með tilliti til þessara ummæla í stefnu verði ekki hjá því komist að líta svo á að stefnandi telji bæði Hafald hf. og Árna Jónasson bera jafnmikla bótaábyrgð og stefndu í máli þessu en ekki taki því að stefna þeim þar sem bú þeirra hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Með tilliti til þessara ummæla í stefnu verði ekki hjá því komist að líta svo á að stefnandi telji bæði Hafald hf. og Árna Jónasson bera jafnmikla bótaábyrgð og stefndu í máli þessu, en ekki taki því að stefna þeim þar sem bú þessara aðila hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta. Stefnandi verði þá að skýra það hvort hann telji að allir þessir aðilar beri ábyrgð in solidum og hvort bótaábyrgð þeirra allra byggist á sömu ástæðum. Einnig verði stefnandi að gefa yfirlýsingu um það að allir þessir aðilar, þ.e. stefndu, Hafald hf. og Árni Jónasson, hafi bakað sér bótaábyrgð utan samninga eða á grundvelli samninga við stefnanda. Þá er því haldið fram að stefnandi hafi ekki átt tilkall til nokkurrar aflahlutdeildar bátsins Ásbergs KE-111, þar sem veð fyrir láni stefnanda á 1. veðrétti bátsins hafi ekki náð til aflahlutdeildar bátsins. Í því sambandi er bent á veðskuldabréf á dskj. nr. 3 en samkvæmt því sé einungis tekið fram að báturinn Særún-SH-101, skipaskrárnúmer 1939 sé veðsett með 1. veðrétti, en í nefndu veðskuldabréfi sé ekkert getið um aflakvóta eða nokkuð annað sem bátnum kunni að fylgja. Sama eigi einnig við hvað varðar yfirlýsingu Árna Jónassonar og Féfangs hf., dags. 7. mars 1991, sbr. dskj. nr. 5. Stefnandi hafi því sönnunarbyrði fyrir því að aflakvóti hafi fylgt bátnum bæði upphaflega og þegar hann var seldur Hafaldi hf. Slík sönnun sé stefnanda ekki tæk þar sem beinlínis sé tekið fram í þeim gögnum sem varði lögskipti stefnanda og Hafalds hf., svo og stefndu sem stjórnarmanna þess félags að enginn aflakvóti fylgi bátnum til tryggingar veðinu. Sá sem heldur því fram að hann hafi orðið fyrir tjóni þurfi að sýna fram á það tjón. Nú liggi fyrir að hinum veðsetta bát hafi enginn aflakvóti fylgt við sölu hans til Hafalds hf. Stefnandi geti þess að aflakvóti hafi fylgt bátnum á ákveðnu tímabili en hann sýni hvergi fram á að sá aflakvóti hafi verið eign Hafalds hf. eða hvort Hafald hf. hafi haft hann á leigu. Þá sé ekki sýnt fram á hver aflakvóti bátsins hafi verið frá því að hann var keyptur og þar til hann var seldur nauðungarsölu og hvaða aflakvóti þar sé sem færist til bátsins og frá honum. Að þessu leyti sé málatilbúnaður stefnanda vanreifaður og það eitt út af fyrir sig leiði til þess að engin fullnægjandi sönnun hafi verið færð fram fyrir meintu tjóni stefnanda vegna meintra tilfærslna á aflakvóta frá umræddum bát. Tilvísun stefnanda til 155. gr. alm. hegningarlaga sé gjörsamlega fráleit, eins og áður sé vikið að, og komi sú lagagrein máli þessu ekki við. Þá er vaxtakröfu stefnanda mótmælt og í því sambandi er bent á 15. gr. laga nr. 25/1987, vaxtalaga, en samkvæmt þeirri lagagrein beri skaðabótakröfur ekki dráttarvexti fyrr en að liðnum mánuði frá þeim tíma að kröfuhafi sannanlega lagði fram upplýsingar sem þörf var á til þess að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Stefnandi hafi í máli þessu ekki lagt fram nauðsynleg gögn í þessu sambandi. Stefnandi geti því einungis gert vaxtakröfu á grundvelli 7. gr. vaxtalaga. Stefndu telja að 41. gr. um meðferð einkamála eigi ekki við það tilvik sem hér um ræðir og máli þessu sé því ranglega stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Ekkert réttarbrot hafi verið framið. Krafa stefndu um málskostnað styðst við 130. gr. laga um meðferð einkamála og krafa um virðisaukaskatt á málskostnað er byggð á l. nr. 50/1988, en stefndu eru ekki virðisaukaskattskyld. Með veðskuldabréfi, útgefnu 2. júlí 1990, skuldbatt Guðmundur Örn Einarsson sig til þess að greiða Féfangi hf. 7.000.000 króna með þar nánar tilgreindum hætti. Til tryggingar skuld þessari setti hann að veði bátinn M/B Snærúnu SH-101, skipaskrárnúmer 1939. Í veðskuldabréfinu eru engin ákvæði um að veðið taki til aflaheimildar bátsins. Með kaupsamningi, dags. 8. mars 1991, seldi Guðumundur Örn Einarsson bátinn og kaupandi er Hafald hf. Skýrt er tekið fram í kaupsamningi aðila að báturinn seljist án aflahlutdeildar, sem skilin hafi verið frá bátnum, og hann því seldur án aflakvóta. Jafnframt yfirtekur Hafald hf. framangreinda veðskuld sem hvílir áfram á 1. veðrétti, en áður, eða 7. mars 1991, hafði svo um samist milli Féfangs hf. og Árna Jónassonar, stjórnarformanns Hafalds hf., að Árni tæki persónulega að sér greiðslu skuldarinnar samkvæmt veðskuldabréfinu. Veðið hvíldi samt áfram á bátnum, sem var í eigu Hafalds hf. eins og áður segir, og bar síðar nafnið Ásberg KE-111 og enn síðar nafnið Katrín GK-98. Stefnandi byggir á því að tjón hans megi rekja til þess að á nauðungaruppboði í janúar 1995 hafi umræddur bátur verið seldur án aflakvóta og lægri fjárhæð því komið í hlut stefnanda en ella. Þegar litið er til framangreinds veðskuldabréfs, kaupsamnings, afsals, svo og annarra gagna málsins, þykir ekkert það komið fram í málinu sem gefur tilefni til að ætla að veði því, sem sett var til tryggingar skuld til stefnanda, hafi einnig verið ætlað að taka til aflaheimilda sem síðar kynnu að tilheyra bátnum með einum eða öðrum hætti, enda er þar ekki um að ræða óaðskiljanlegan hluta bátsins. Stefnandi hefur ekki fært að því rök að stefndu hafi rýrt það veð sem upphaflega var sett til tryggingar umræddri skuld eða að hann hafi orðið fyrir tjóni af þeirri ástæðu. Ber því, þegar af þeim sökum, að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í máli þessu. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber stefnanda að greiða stefndu málskostnað sem ákveðst 350.000 krónur. Tekið er tillit til virðisaukaskatts. Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Stefndu, Jónas Frímann Árnason og Elenora Katrín Árnadóttir, skulu vera sýkn af kröfum stefnanda, Glitnis-Féfangs hf, í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu 350.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 310/2005 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi | Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála þar sem ekki var talið að sóknaraðili hefði fært fram haldbær rök fyrir því að skilyrði lagaákvæðisins fyrir gæsluvarðhaldi væru uppfyllt . | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júlí 2005. Kærumálsgögn bárust réttinum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júlí 2005, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. júlí 2005 klukkan 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur. Sóknaraðili reisir kröfu um gæsluvarðhald á a. lið 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Til stuðnings því að fullnægt sé skilyrðum ákvæðisins vísar hann til þess að rannsókn málsins sé á frumstigi og mikil rannsóknarvinna sé fyrir höndum. Um sé að ræða ætluð kynferðisbrot gagnvart tveimur ungum stúlkum, fyrrum stjúpdóttur varnaraðila og vinkonu hennar, og nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir að varnaraðili torveldi rannsókn málsins, t.d. með því að hafa áhrif á vitni. Fram er komið að önnur stúlkan hafi gefið skýrslu fyrir dómi sama dag og hinn kærði úrskurður var kveðinn upp, en hin muni gera það á 13. júlí 2005. Ætluð brot varnaraðila eru sögð hafa verið framin fyrir alllöngu síðan, eða meðan hann var kvæntur móður annarrar stúlkunnar. Sóknaraðili hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir að uppfyllt séu skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júlí 2005. Í greinargerð lögreglu kemur fram að lögreglan í Reykjavík hafi nú til rannsóknar tvær kærur á hendur kærða fyrir kynferðisofbeldi gagnvart ungum stúlkum. Liggur hann undir grun um að hafa margsinnis haft kynferðismök við fyrrum stjúpdóttur sína og frænku hennar, en báðar eru fæddar 1994. Móðir frænkunnar lagði fram kæru á hendur kærða sl. miðvikudag og kvað stúlkuna hafa greint sér frá því að kærði hafi haft við hana kynferðismök nokkrum sinnum á síðasta ári. Í dag lagði móðir fyrrum stjúpdóttur fram kæru á hendur kærða fyrir að hafa haft kynferðismök við stúlkuna frá júní 2000 til október 2004. Í dag hafi verið tekin skýrsla af frænkunni fyrir Héraðsdómi og hafi hún borið að stjúpdóttirin hafi sagt henni að kærði hafi ítrekað haft kynferðismök við hana meðan hann bjó á heimili hennar. Þá hafi frænkan borið í skýrslutökunni að kærði hafi a.m.k. sex sinnum haft kynferðismök við hana í september á síðasta ári. Frænkan hafi verið skoðuð á neyðarmóttöku í gær og þykir skýrsla um þá skoðun styrkja grunsemdir um að kærði hafi brotið gegn stúlkunni. Lögreglan kveður rannsókn framangreindra mála vera á frumstigi og ljóst að mikil rannsóknarvinna sé fyrir höndum. Lögreglan hafi gert ráðstafanir til að stjúpdóttirin verði skoðuð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis síðar í dag og sé stefnt að því að taka skýrslu af henni fyrir Héraðsdómi í byrjun næstu viku. Þá sé ljóst að yfirheyra þarf kærða frekar svo og önnur vitni. Lögreglan byggir á því að kærði liggi undir rökstuddum grun um alvarleg kynferðisbrot gagnvart tveimur ungum stúlkum, samanber XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Haldi kærði frelsi sínu hafi hann tök á að torvelda rannsókn málsins, t.d. með því að hafa áhrif á vitni. Að mati lögreglu beri því brýna nauðsyn til að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn málsins stendur. Vísar lögreglan til a-liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 máli sínu til stuðnings. Kærði hefur neitað sök hér fyrir dómi. Með vísun til þess að sem fram kemur í rannsóknargögnum málsins og þess sem að framan er rakið úr greinargerð lögreglu er fallist á það að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið verknað sem varðað getur hann fangelsisvist og að skilyrði a-liðar 1. mgr. 103 gr. laga nr. 19/1991 séu fyrir hendi í málinu. Verður krafa lögreglustjóra um gæsluvarðhald yfir kærða tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: |
Mál nr. 410/2006 | Líkamsárás Manndráp Tilraun Hótanir Skaðabætur Skilorð Skilorðsrof | T var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að E vopnaður stórum hnífi eða sveðju og höggvið í höfuð hans og líkama. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir fjórar líkamsárásir, brot á vopnalögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Tekið var fram að T væri nú sakfelldur fyrir mörg alvarleg brot og hefði með þeim rofið skilorð þriggja mánaða fangelsisdóms vegna tveggja líkamsárása og fleiri brota. Þá var vísað til fyrirliggjandi vottorða um hegðun og hagi T eftir að brotin voru framin og til þess að T hefði greitt E bætur í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms. Að því öllu virtu var hann dæmdur til að sæta fangelsi í sex ár. Á og H voru báðir sakfelldir fyrir líkamsárásir og þótti refsing þeirra hæfilega ákveðin skilorðsbundið fangelsi í fjóra mánuði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 16. júní 2006 í samræmi við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun, en jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst sakfellingar samkvæmt ákærum og að refsing ákærðu verði þyngd. Þá er þess krafist að ákærðu Helga Guðmundssyni og Tindi Jónssyni verði gert að greiða D 500.000 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum eins og greinir í ákæru, en að öðru leyti verði niðurstaða héraðsdóms um skaðabætur staðfest. Ákærði Árni Þór Skúlason krefst aðallega sýknu, en til vara að refsing verði milduð. Ákærði Helgi krefst aðallega sýknu af sakargiftum samkvæmt 3. tölulið I. kafla ákæru og að honum verði að öðru leyti dæmd vægasta refsing sem lög leyfa, en til vara að refsing verði milduð. Þá krefst hann þess aðallega að kröfu D verði vísað frá héraðsdómi, en til vara að hann verði sýknaður af henni að hluta eða öllu leyti. Ákærði Tindur krefst aðallega mildunar refsingar, en til vara að héraðsdómur verði ómerktur. Þá krefst hann þess að framhaldsákæru 10. febrúar 2006 verði vísað frá héraðsdómi. Ennfremur krefst hann þess aðallega að kröfum A og D verði vísað frá héraðsdómi, til vara að hann verði sýknaður af þeim, en að því frágengnu verði þær lækkaðar. Málið er höfðað með þremur ákærum ríkissaksóknara, sem allar voru gefnar út 31. janúar 2006. Með þeim voru sex menn ákærðir fyrir ætluð brot, sem framin hafi verið í maí, ágúst og október 2005, þar á meðal ákærðu í þessu máli. Var ákærða Tindi gefið að sök að hafa átt hlut að máli í öll þrjú skiptin, en hinum í eitt sinn hverjum. Þá var gefin út framhaldsákæra 10. febrúar 2006 vegna eins þessara atvika. Voru allir ákærðu sakfelldir og una þrír þeirra héraðsdómi. I. Í fyrstu ákærunni er ákærðu Tindi og Árna gefið að sök að hafa að kvöldi 13. maí 2005 ásamt tveimur öðrum mönnum ráðist að C við Lyngmóa í Garðabæ, slegið hann í höfuðið svo að hann féll í jörðina og sparkað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá með þeim afleiðingum, sem nánar er lýst. Var brotið talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Voru allir ákærðu sakfelldir í samræmi við ákæru. Í málinu liggja fyrir lögregluskýrslur, sem teknar voru þegar í kjölfar atburðarins, meðal annars af nokkrum íbúum við Lyngmóa, sem urðu vitni að því sem gerðist áðurnefnt kvöld. Aðalmeðferð um þennan þátt málsins fór fram 20. mars 2006 þegar rúmlega 10 mánuðir voru liðnir frá atvikinu. Gáfu umræddir íbúar þá skýrslu fyrir dómi. Mundu sumir þeirra atburðinn þá verr en við skýrslugjöf hjá lögreglu áður og báru ekki eins afdráttarlaust og þá um sök ákærðu. Með framburði vitnanna C, B, V7 og V10 fyrir dómi og að nokkru leyti einnig V9 og V8 er sannað að ákærðu Tindur og Árni réðust ásamt hinum mönnunum tveimur allir í senn og fyrirvaralaust að C og slógu hann í höfuðið þar til hann féll í jörðina. C reyndi að verjast og sló frá sér þannig að blæddi úr nefi ákærða Árna. Eftir að C féll í jörðina spörkuðu að minnsta kosti ákærðu Árni og Tindur í hann, en öll stóð þessi atlaga yfir aðeins skamma stund. Verða þessir ákærðu sakfelldir fyrir þann hlut hvors um sig að árásinni, sem að framan er lýst. Er háttsemi þeirra réttilega færð til refsiákvæðis í héraðsdómi. II. Í annarri ákærunni er ákærði Tindur einn borinn sökum um sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt 21. ágúst 2005 í Hafnarstræti í Reykjavík ráðist á A með þeim afleiðingum, sem þar greinir nánar. Er háttsemin talin varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, þar eð ákærði hafi við atlöguna að A beitt óþekktu vopni, eins og ítarlega er lýst í héraðsdómi. Með vísan til forsendna hans verður staðfest sakfelling ákærða og heimfærsla brotsins til refsiákvæðis. Vafi um það hvort skurður aftan á hálsi A sé eftir vopnið eða af völdum glerbrots breytir engu um úrslit málsins. III. Þriðja ákæran er á hendur ákærðu Tindi og Helga ásamt þriðja manni og er í sex liðum. Eru fimm hinir fyrstu vegna atvika, sem urðu við Bæjargil í Garðabæ aðfaranótt 2. október 2005, en í þeim sjötta er ákærða Tindi gefið að sök fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Í fyrsta lið ákærunnar er Helga gefið að sök að hafa innan dyra að Bæjargili [...] kýlt D með krepptum hnefa í andlitið með nánar greindum afleiðingum. Er brotið talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði játar sök í þessum þætti málsins og er sakfelling héraðsdóms og heimfærsla til refsiákvæðis staðfest. Ákærða Tindi eru í öðrum lið ákæru gefnar að sök hótanir með því að hafa dregið upp stóran hníf eða sveðju og otað að D í anddyri hússins að Bæjargili [...] í beinu framhaldi af líkamsárás ákærða Helga samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Er þetta talið varða við 233. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði neitar sök. Í hinum áfrýjaða dómi er rakið að við aðalmeðferð málsins dró D til baka framburð sinn hjá lögreglu um að honum hafi staðið ógn af þessu athæfi Tinds. Hann hafi litið á þetta sem grín og að ákærði væri „bara að fíflast svona.“ Verður að þessu virtu staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sýkna ákærða af sakargiftum samkvæmt þessum lið, enda eru ekki efni til að meta athæfi ákærða Tinds á annan veg en D hefur gert samkvæmt þessum framburði sínum. Samkvæmt þriðja lið ákærunnar er ákærðu Tindi og Helga ásamt þriðja manni gefið að sök að hafa við hringtorg við enda Bæjargils ráðist á D. Meðákærði hafi snúið hann þar niður og allir ákærðu sparkað í D þar sem hann lá á jörðinni, en við það hafi hann hlotið nánar tilgreinda áverka. Er brotið talið varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu neita sök. Samkvæmt gögnum málsins flúði D frá Bæjargili [...] eftir atlögu ákærða Helga, sem getið er um í fyrsta lið ákærunnar. Ákærði Helgi hljóp á eftir honum og er engin haldbær skýring fram komin á því önnur en sú að hann hafi enn talið sig eiga ójafnaðar sakir við D. Ákærði Tindur og meðákærði fylgdu á eftir. Eftir að D var felldur í jörðina við hringtorgið kveðst hann hafa legið í hnipri og haldið um höfuð sér til að verjast spörkum ákærðu. Hafi ákærðu Tindur og Helgi verið fyrir framan hann og hann séð þá báða veita sér spörk. Meðákærði hafi verið fyrir aftan hann og taldi D víst að hann hafi einnig sparkað. Vitnið V12 lýsti atvikinu svo að „þeir voru bara alltaf í kringum hann.“ Þegar ákærðu hófu eftirför sína hljóp vitnið F frá húsinu á eftir þeim. Kom hann að ákærðu þar sem þeir stóðu yfir D og tókst að fá þá til að færa sig frá þannig að D næði að standa á fætur og hlaupa á brott. Lýsti F athæfi ákærðu þannig að „þeir voru þarna á iði allir í kringum hann“ og að „þeir hljóta þá að hafa verið að sparka í hann.“ D hafi verið „bara svona, í fósturstellingum, haldandi utan um hausinn á sér.“ Áverkum á D eftir atlögu ákærðu er lýst í læknisvottorði, en samkvæmt því voru ákverkar um allan líkama hans, þar á meðal tvö lítil sár í andliti á augabrún og undir auga. Þegar allt þetta er virt er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi báðir gerst sekir um þá háttsemi, sem þeim er gefin að sök í þessum lið ákærunnar. Verður niðurstaða héraðsdóms um það staðfest, sem og heimfærsla brotsins til refsiákvæðis. Í fjórða lið ákærunnar er ákærða Tindi gefin að sök tilraun til manndráps með því að hafa við Bæjargil [...] ráðist að E vopnaður stórum hnífi eða sveðju og höggvið ítrekað í höfuð hans og líkama, en af því hafi hann hlotið stórfelld meiðsl, einkum á höfði og hægri hendi, sem nánar er lýst í ákæru. Ákærði viðurkennir að hafa veitt E þá áverka sem um ræðir með eggvopni, en krefst þess að háttsemin verði heimfærð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en ekki 211. gr., sbr. 20. gr. sömu laga. Fyrir liggur í málinu að ákærðu Tindur og Helgi veittust ásamt meðákærða að E með barsmíðum skömmu eftir að áðurnefndum skiptum þeirra við D lauk, felldu E í jörðina og spörkuðu í hann. Þeir eru þó ekki ákærðir fyrir það athæfi, heldur er ákærði Tindur einn borinn sökum fyrir árásina á E í umrætt sinn, þar sem hann hafi beitt eggvopni. Vopnið hefur ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit, en ákærði kvaðst hafa fleygt því inn í húsgarð á leið til baka að Bæjargili [...] frá vettvangi brotsins. Nokkur vitni hafa hins vegar lýst vopninu, en ganga má út frá að það sé hið sama og ákærði Tindur otaði fyrr um kvöldið að D í anddyri hússins að Bæjargili [...] og hafði skömmu áður sést handleika í eldhúsinu þar. Er framburður vitna á einn veg varðandi það að um hafi verið að ræða stóran hníf með 30 til 50 cm löngu blaði, sem hafi verið sveigt upp í endann. Líkti eitt þeirra honum við sveðju „til að höggva tré eða eitthvað“, en annað vitni taldi að um hafi verið að ræða stóran hníf eða sveðju. Þriðja vitnið lýsti vopninu sem risastórum brauðhníf eða sveðju, „allavega svona rosalega stórt vopn.” Sjálfur taldi ákærði að um hafi verið að ræða stóran eða jafnvel stærstu gerð af eldhúshníf. Ákærði hjó með vopninu að minnsta kosti tvívegis í höfuð E og hlutust af því löng og djúp sár og sprungur í höfuðkúpu á báðum stöðunum og blæðing á yfirborði heilans. Þá hlaut hann einnig mjög djúpt sár á hægri hendi er hann reyndi að bera hana fyrir sig til varnar. Af lýsingu vitna og ákomum á E er ljóst að um hefur verið að ræða stórt og þungt eggvopn, sem beitt var af afli, en ekki léttan hníf eins og ákærði hefur borið við í málsvörn sinni. Lenti eitt högga ákærða neðarlega á hnakka E rétt við hálsinn. Réði hending ein að ekki hlutust lífshættulegir áverkar af atlögum ákærða með stórhættulegu vopni, sem meðal annars beindust að höfði E, og gat ákærða ekki dulist sú hætta, sem lífi E var búin af þessu. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að ákærði hafi með verknaði sínum brotið gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Í fimmta lið ákærunnar er ákærða Tindi gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás með því að hafa veitt F högg með stórum hnífi eða sveðju er hann reyndi að verja áðurnefndan E fyrir atlögum ákærða, sem greinir í fjórða lið ákærunnar. Hlaut F af því meiðsl, sem nánar er lýst í ákæru. Athæfi ákærða var þar talið varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, en með framhaldsákæru var því lýst að um augljósa ritvillu hafi verið að ræða og að háttsemin varðaði við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Skilyrði eru uppfyllt samkvæmt 1. mgr. 118. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála til að koma þessari leiðréttingu að með framhaldsákæru og verður kröfu ákærða um að henni verði vísað frá héraðsdómi hafnað. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður sakfelling ákærða og heimfærsla til refsiákvæðis staðfest að því er þennan lið ákæru varðar. Sakargiftir samkvæmt sjötta lið ákærunnar á hendur ákærða Tindi eru að hafa haft í vörslum sínum heima hjá sér lítilræði af tóbaksblönduðu hassi og svokallaðan „butterfly“ hníf. Ákærði játar brot samkvæmt þessum lið og verður sakfelling og heimfærsla héraðsdóms um það til refsiákvæða staðfest. IV. Ákærðu Árni og Helgi voru hvor um sig dæmdir í héraði til að sæta fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið til þriggja ára. Gæsluvarðhald, sem þeir sættu frá 2. til 5. október 2005 skyldi koma til frádráttar. Með vísan til forsendna héraðsdóms er þessi refsing hæfilega ákveðin og verður hún staðfest. Refsing ákærða Tinds var í héraðsdómi ákveðin fangelsi í sex ár. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi samfellt frá 2. október 2005. Hann er nú sakfelldur fyrir mörg alvarleg brot og með þeim hefur hann jafnframt rofið skilorð dóms 17. maí 2004, þar sem hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir og fleiri brot. Við meðferð málsins fyrir Hæstarétti voru lögð fram vottorð fangelsismálastofnunar og forstöðumanns fangelsisins að Kvíabryggju, sem staðfesta að ákærði hafi sýnt góða hegðun, leitað aðstoðar sálfræðings og almennt sýnt ríkan vilja til að bæta ráð sitt. Þá hefur hann greitt E bætur í samræmi við niðurstöðu héraðsdóms. Ennfremur hefur ákærði samkvæmt vottorði skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ stundað fjarnám við skólann til stúdentsprófs með góðum árangri. Að virtu öllu því, sem að framan er rakið, þykir mega staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um refsingu ákærða. Ákvæði héraðsdóms um bætur handa A og D og um upptöku á hnífi og fíkniefni verða staðfest. Í héraðsdómi var þóknun lögmanna allra bótakrefjendanna talin til sakarkostnaðar. Að því er varðar D voru ekki skilyrði til að skipa honum réttargæslumann samkvæmt 1. eða 2. mgr. 44. gr. b. laga nr. 19/1991, sbr. 1. mgr. 44. gr. c. sömu laga. Skilyrði voru því ekki heldur til að telja þóknun lögmanns hans til sakarkostnaðar, sem ákærðu verði gert að greiða, sbr. a. lið 1. mgr. 164. gr. laganna. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verða að öðru leyti staðfest. Ákærðu verða dæmdir til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti, allt eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærðu Árna Þórs Skúlasonar og Helga Guðmundssonar og frádrátt vegna gæsluvarðhalds skulu vera óröskuð. Ákvæði héraðsdóms um refsingu ákærða Tinds Jónssonar skal vera óraskað. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald, sem hann hefur sætt frá 2. október 2005. Ákvæði héraðsdóms um bætur handa A og D og um upptöku á hnífi og fíkniefnum skulu vera óröskuð. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skulu vera óröskuð að öðru leyti en því að þóknun réttargæslumanns D, 160.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Árni greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Tómasar Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur. Ákærði Helgi greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Halldórs H. Backman hæstaréttarlögmanns, 186.750 krónur. Ákærði Tindur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar hæstaréttarlögmanns, 435.750 krónur. Ákærðu greiði óskipt annan áfrýjunarkostnað, samtals 143.672 krónur. Mál þetta var þingfest 23. febrúar 2006 og tekið til dóms 10. apríl sl. Það er höfðað með þremur ákærum ríkissaksóknara, öllum dagsettum 31. janúar 2006. Framhaldsákæra er dagsett 10. febrúar 2006. 1. Ákæra gegn Tindi Jónssyni. Ákæran er gegn Tindi Jónssyni, kt. [...], Sunnuflöt 39, Garðabæ, „fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst 2005, í Hafnarstræti í Reykjavík, ráðist að A, kennitala [...], og slegið hann ítrekað í höfuð og líkama með vopni sem á voru einn eða fleiri gaddar. Við þetta hlaut A allmörg punktsár á herðum og brjóstbaki, punktsár á vinstri axlarhyrnu, hruflsár á vinstri öxl, tvö punktsár á vinstri kinn, skurðsár á hálsi og kúlu á höfði. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Af hálfu A er krafist miskabóta að fjárhæð kr. 700.000 auk dráttarvaxta frá 21. september 2005 til greiðsludags og greiðslu lögfræðikostnaðar kr. 124.500.“ Ákæran er gegn Árna Þór Skúlasyni, kt. [...], X, kt. [...], Tindi Jónssyni, kt. [...] og Y, kt. [...], „fyrir líkamsárásir á útivistarsvæði við Lyngmóa, Garðabæ, að kvöldi föstudagsins 13. maí 2005: 1. Gegn ákærða X fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið A, kennitala [...], í andlitið með glerflösku með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á vinstra kinnbeini. Telst þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. 2. Gegn ákærðu öllum með því að hafa við fimmta mann ráðist að C, kennitala [...], slegið hann í höfuð svo hann féll í jörðina og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í jörðinni. Við þetta kvarnaðist úr framtönn í neðri gómi C og hann hlaut mar á vinstra augnloki, hruflsár á báðum olnbogum, sár, bólgu og mar innanvert á neðri vör, blæðingu við augntönn í neðri gómi, rispu hægra megin á brjóstkassa og rispur yfir hægri úlnlið. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar.“ Ákæran er gegn Helga Guðmundssyni, kt. [...] og Z, kt. [...], „fyrir eftirgreind hegningarlaga- og sérrefsilagabrot framin í Bæjargili í Garðabæ, aðfaranótt sunnudagsins 2. október 2005, nema annað sé tekið fram: I. 1. Gegn ákærða Helga fyrir líkamsárás með því að hafa, innan dyra að Bæjargili [...], kýlt D, kennitala [...], með krepptum hnefa í andlitið svo af hlaust hrufl og bólga yfir vinstra kinnbeini. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. 2. Gegn ákærða Tindi fyrir hótanir með því að hafa dregið upp stóran hníf eða sveðju og otað vopninu ítrekað að D þar sem hann var staddur í anddyri Bæjargils [...], og var þessi háttsemi til þess fallin að vekja hjá D ótta um líf sitt og heilbrigði. Telst þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Gegn ákærðu öllum með því að hafa við hringtorg við enda Bæjargils ráðist að D. Ákærði Z tók hann hálstaki og snéri niður og ákærðu spörkuðu allir í D þar sem hann lá í götunni. Við þetta hlaut D skurð á vinstri augabrún, rispu á baki og í handarkrika vinstra megin, hrufl á vinstri og hægri öxl og mar þar í kring, rispur og skurð á hægri olnboga. Telst þetta varða við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. II. Gegn ákærða Tindi: 4. Fyrir tilraun til manndráps með því að hafa við Bæjargil 37 ráðist að E, kennitala [...], vopnaður stórum hnífi eða sveðju og höggvið ítrekað í höfuð hans og líkama með þeim afleiðingum að E hlaut tvo langa og djúpa skurði á höfði, annan á hvirfli hægra megin og hinn á hnakka vinstra megin, sprungur í höfuðkúpu í botni sáranna og blæðingu á yfirborði heilans, grunnan skurð í hnakkagróf, tvær grunnar rispur á hægri upphandlegg, tvær rispur á baki og mikinn skurð á hægri hendi sem náði frá grunnlið vísifingurs upp undir liðamótin á milli handarkjúku I og II og voru í sundur vöðvar, taugar og slagæðar í hendinni. Telst þetta varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veitt F, kennitala [...], högg með stórum hnífi eða sveðju er hann reyndi að verja E fyrir atlögu ákærða sem lýst er í ákærulið 4. Við þetta hlaut F rispu á vinstra brjósti, skurðsár á löngutöng og vísifingri og skurð á nögl á baugfingri vinstri handar. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. 6. Fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum á heimili sínu 0,28 g af tóbaksblönduðu hassi og fyrir að hafa átt og haft í vörslum sínum svokallaðan „butterfly” hníf, en lögregla haldlagði fíkniefnin og hnífinn við leit á heimili ákærða og í bifreiðinni NH-300, 6. október 2005. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og ákærða Tindi verði gert að sæta upptöku á 0,28 g af tóbaksblönduðu hassi samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitskyld efni og „butterfly” hníf samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga. D krefst miskabóta að fjárhæð kr. 500.000 auk vaxta og dráttarvaxta skv. vaxtalögum nr. 38/2001 frá 2. október 2005 til greiðsludags og greiðslu kostnaðar vegna lögmannsaðstoðar. E krefst skaða- og miskabóta að fjárhæð kr. 995.704 auk vaxta og dráttarvaxta skv. vaxtalögum nr. 38/2001 frá 2. október 2005 til greiðsludags.“ Með framhaldsákæru 10. febrúar 2006 leiðrétti saksóknari ritvillu í 5. tl. síðastgreindu ákærunnar þar sem segir: „... 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940...“ Þar eigi að standa: „2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“ Af hálfu ákærða Tinds var því mótmælt að framhaldsákæran kæmist að í málinu. Ekki þykja efni til þess að taka þá kröfu ákærða til greina. Við aðalmeðferð féll saksóknari frá því, varðandi 1. ákæru þar sem ákærði Tindur er einn ákærður, að kúla á höfði kærandans A væri af völdum ákærða Tinds. Varðandi 2. ákæru, lið 2, þar sem ákærðu Tindur, Y, X og Árni Þór eru ákærðir fyrir að ráðast að C við fimmta mann, féll saksóknari frá þeirri málavaxtalýsingu að árásarmennirnir hafi verið fimm að tölu. Allir ákærðu hafa neitað sök nema ákærði Tindur hefur játað brot gegn fíkniefna- og vopnalögum, sbr. 6. tl. 3. ákæra. Varðandi 1. ákæru krefst ákærði Tindur aðallega að hann verði sýknaður, til vara að refsing verði felld niður og til þrautavara að dæmd verði vægust refsing er lög leyfa. Hann krefst þess aðallega að bótakröfu verið vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. Málsvarnarlauna er krafist. Varðandi 2. ákæru krefst ákærði Tindur þess aðallega að hann verði sýknaður, til vara að refsing verði felld niður og til þrautavara að dæmd verði vægust refsing. Þess er krafist að gæsluvarðhaldsvist komi til frádráttar. Málsvarnarlauna er krafist. Varðandi 3. ákæru krefst ákærði þess að hann verði dæmdur í vægustu refsingu og gæsluvarðhaldsvist komi til frádráttar. Bótakröfu E er ekki mótmælt en fjárhæð lögð í mat dómsins. Þess er krafist að bótakröfu D verði vísað frá dómi en til var að hún verði lækkuð verulega. Málsvarnarlauna er krafist. Ákærði krefst sýknu af 2. og 3. tl. þessarar ákæru. Aðrir ákærðu krefjast aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar og málsvarnarlauna. Þeir krefjast þess að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að þær verði lækkaðar. Ákærðu Z og Helgi Guðmundsson krefjast þess einnig að gæsluvarðhaldsvist þeirra komi til frádráttar refsingu. Ákærði Tindur Jónsson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. október 2005. Ákærðu Helgi Guðmundsson og Z Kárason sátu í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins frá 2. til 5. október 2005. Málavextir. Í þessari ákæru er ákærði Tindur Jónsson ákærður fyrir hættulega líkamsárás með því að hafa á svokallaðri menningarnótt í Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst 2005, í Hafnarstræti í Reykjavík ráðist að A og slegið hann ítrekað í höfuð og líkama með vopni sem á voru einn eða fleiri gaddar. Þann 21. ágúst 2005 kl. 01:20 var lögreglubifreið staðsett á bifreiðastæði gegnt Pósthússtræti í Reykjavík. Kom þá kærandi A til lögreglunnar og kvaðst hafa orðið fyrir hnífsstungu. Í frumskýrslu lögreglu segir að kærandi hafi sagt lögreglu að hann hafi verið staddur við veitingastaðinn Pizzahornið í Hafnarstræti ásamt fleiri vinum sínum. Hafi hann verið á tali við drengi úr Garðabæ þegar hann hafi skyndilega verið sleginn með flösku í höfuðið. Hann hafi slegið gerandann í andlitið og við það hafi brotist út slagsmál. Kvaðst kærandi þekkja ákærða Tind í sjón og hafi ákærði Tindur stungið hann með hnífi eða einhverju öðru oddhvössu í bak og háls. Kærandi fór á Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi og segir í vottorði læknis að hann hafi verið með allmörg punktsár á baki, bæði uppi á herðum, það er að segja yfir herðablöðum sitthvoru megin og niður á mitt brjóstbak. Segir í vottorðinu að þetta séu grunn eins til tveggja millimetra punktsár eins og eitthvað verkfæri hafi rétt gatað húðina. Sárin séu þó alveg í gegnum húð. Á vinstri axlarhyrnu sé svipað punktsár en það sé örlítið stærra eða dýpra, hugsanlega eftir harðara högg. Á hálsi rétt yfir vöðvanum neðan og framan við vinstra eyra sé sár um einn og hálfan sentimetra langt sem virðist vera eftir sama verkfæri sem hafi þá skorið en ekki stungið. Þetta sár sé í gegnum húðina um einn og hálfan sentimeter að lengd. Þá hafi kærandi verið með kúlu á höfði sem virtist vera eftir högg. Í vottorðinu segir jafnframt að sárið á hálsinum hafi verið deyft og saumað með þrem til fjórum sporum og sett eitt spor í stærsta sárið á öxlinni. Hjá lögreglu og fyrir dómi skýrði kærandi A svo frá að upphaf málsins hafi verið að vinur hans, G að nafni, hafi verið sleginn í höfuðið umrætt kvöld með þeim afleiðingum að flytja hafi þurft hann á slysadeild. Kærandi kvaðst hafa frétt að það hafi verið hópur stráka úr Garðabænum sem hafi ráðist að G og hafi ákærði Tindur Jónsson verið nefndur í því sambandi. Nokkru síðar kvaðst A hafa verið staddur á Lækjartorgi ásamt V1, V2 og V3. Þá hafi þeir séð hóp stráka sem þeir hafi talið að hafi ráðist að G. Þeir hafi ákveðið að fara og ræða við þá og voru þeir þá staddir í sundinu á milli Lækjartorgs og Hafnarstrætis. Í fyrstu hafi komið til rifrildis en síðan hafi allir verið orðnir rólegir þegar einn úr hópi Garðbæinga hafi skyndilega slegið hann með glerflösku aftan á höfuðið með þeim afleiðingum að hún hafi brotnað. Kærandi kvaðst hafa vankast við höggið en eftir að hann hafi jafnað sig hafi hann gengið að stráknum sem hafi slegið hann og slegið hann vinstra megin á vangann. Við það hafi strákahópurinn úr Garðabænum, sem hafi verið um 20 manns, ráðist að honum með höggum og spörkum. Kærandi kvaðst hafa reynt að komast undan og hafi átökin borist yfir Hafnarstrætið og inn í sund sem liggur meðfram Rammagerðinni og yfir á bifreiðastæði norðan Hafnarstrætis en þar hafi hann losnað undan strákunum. Eftir að þetta hafi gengið yfir hafi vinir hans, V1, V2 og V3 sagt honum að Tindur hafi verið með hníf og verið að stinga hann í bakið með honum. Þá kveðst hann hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi allur verið blóðugur og með stungur og skurði hér og þar á líkamanum. A kvaðst hafa í eitt skipti litið upp meðan strákarnir hafi gengið í skrokk á honum og þá séð Tind halda á einhverju í hendinni sem hann gat ekki gert sér grein fyrir hvað var. Ákærði Tindur kvaðst ekkert kannast við þessi slagsmál og hafi hann ekki tekið þátt í þeim. Hann kvaðst hafa farið í bæinn á menningarnótt í Reykjavík ásamt tveimur félögum sínum, þeim V4 og V5. Hafi þeir verið saman allan tímann og staldrað við í um það bil eina klukkustund og farið síðan heim í Garðabæ. V3 sagði hjá lögreglu að upphaf slagsmálanna hafi verið að vinur hans, kærandi A, hafi verið sleginn í höfuðið með flösku af einhverjum úr Garðbæingahópnum. Við það hafi brotist út slagsmál. Garðbæingarnir hafi verið miklu fleiri. Hann hafi séð að fjórir eða fimm strákar hafi verið að berja á A en að öðru leyti hafi hann ekki séð árásina á A þar sem hann hafi haft fullt í fangi með að verjast sjálfur. Þegar allt hafi verið orðið rólegt hafi þeir félagarnir farið að athuga með sár á A og þá séð stungusár á honum. Einn félagi hafi ekið A á slysadeild. V3 gaf ekki skýrslu fyrir dómi. V1 sagði hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hafi verið að skemmta sér umrætt kvöld ásamt vinum sínum, A, V2 og V3. Hann hafi ekki neytt áfengis þetta kvöld. Hann kvaðst hafa séð A vera að ræða við einhvern strák úr Garðbæingahópnum. Þá hafi einhver lágvaxinn strákur gengið að A og lamið hann í höfuðið með glerflösku sem hafi brotnað við höggið. Hann kvað A hafa vankast við höggið en síðan gengið að stráknum og kýlt hann einu höggi. Við það hafi allt orðið brjálað. Um 20 strákar úr Garðbæingahópnum hafi ráðist allir í einu að A. Hann kvaðst hafa reynt ásamt V2 að ýta strákunum frá A en vonlaust hafi verið að slást við þennan hóp því hann hafi verið svo fjölmennur. V1 kvaðst hafa séð Tind koma aftan að A og stinga A í bakið með einhverju sem V1 gat ekki gert sér grein fyrir hvað var. Sá hann að Tindur reiddi hendina upp til höggs og barði svo niður eða hjó í bakið á A og fannst honum sem ákærði Tindur væri að stinga hann með hnífi. Hann kvaðst hafa brugðið mjög við þessa sjón því að hún hafi verið mjög óhugnanleg. Síðan kvaðst hann hafa hlaupið að Tindi, gripið í hendina á honum og náð að sparka hann niður í jörðina. Fljótlega eftir þetta hafi slagsmálin leyst upp. V1 kvaðst hafa þekkt Tind í sjón. Hafi hann séð Tind nokkrum sinnum áður í bænum og þekkt nafn hans. Hjá lögreglu og fyrir dómi skýrði V2 svo frá að hann hafi verið ásamt fyrrnefndum vinum sínum í bænum að skemmta sér umrætt kvöld. Hann sagði að upphafið hafi verið að kunningi þeirra, G, hafi verið laminn af strákum í Garðabæ fyrr um kvöldið. A hafi verið að tala við einhvern strák úr Garðbæingahópnum og allt hafi verið rólegt. Þá hafi það gerst að einn strákur hafi skyndilega komið að A og lamið hann með flösku í andlitið. A hafi vankast við höggið en síðan farið að stráknum og kýlt hann einu höggi. Við það hafi allur hópurinn, um 14-15 strákar, ráðist að A. V2 kvaðst hafa fengið högg í andlitið og vankast stutta stund. Hann kvaðst stuttu síðar hafa séð Tind, sem hann þekki í sjón, ganga í áttina að sér. Ákærði Tindur hafi síðan stoppað og litið í áttina að hópnum sem var að ráðast að A og hlaupið í áttina til þeirra. V2 kvaðst hafa farið á eftir ákærða og séð þegar hann hafi farið aftan að A og lamið hann fjórum til fimm höggum. Höggin hafi verið þannig að ákærði hafi reitt höndina upp til höggs og barið svo niður á A líkt og þegar stungið sé með hnífi. V2 kvað höggið hafa komið að hægri öxl A og á herðar honum. Hann kvaðst hafa séð ákærða halda á einhverju í hendinni en gat ekki gert sér grein fyrir því hvað það væri. Það hafi glitrað á það og hafi eitthvað oddhvasst um 1-2 sm staðið út úr lófa ákærða. Stuttu síðar hafi slagsmálin leyst upp. V2 kvaðst oft hafa séð Tind í bænum. Hann sé þekktur meðal unglinga fyrir slagsmál og ofbeldi. Vitnið V6 sagði hjá lögreglu og fyrir dómi að einhver strákur hafi komið að A og slegið hann í höfuðið með flösku þannig að hún hafi brotnað. Við það hafi A dottið í jörðina en staðið upp aftur og slegið strákinn til baka. Slagsmál hafi þá brotist út. V6 kvaðst þekkja Tind í sjón og þekkt til hans í nokkur ár þar sem að hann hafi lamið hann með basebalkylfu í Garðabæ eftir samræmd próf í 10. bekk. Þá hafi hann oft séð ákærða niðri í bæ í einhverjum slagsmálum. V6 kvaðst hafa séð Tind slá A en hann hafi ekki séð neitt í hendi hans. Hins vegar hafi honum fundist Tindur halda á einhverju því hann hafi borið sig þannig að. Hafi hann hoggið eins og hann væri með eitthvað í hendinni. V4 sagði hjá lögreglu að hann hafi verið í bænum með ákærða í umrætt sinn. Hann sagðist þó ekki hafa verið viðstaddur er slagsmálin hafi brotist út. Hann hafi aðeins heyrt frá þeim síðar. Hann mundi þó ekki hver hefði sagt honum frá þessum slagsmálum. Hann hafi verið haugafullur og muni því ekki vel eftir atvikum. Hann sagði ákærða oft vera með vopn eins og hnífa og sýna félögum sínum. Hann hafi þó aldrei orðið þess var að Tindur færi með slík vopn í bæinn eða notaði þau gegn fólki. Þeir félagar hafi staldrað við um eina klukkustund í bænum og farið síðan aftur í Garðabæ. Hann hafi verið með ákærða allan tímann og hafi hann misst sjónar af honum hafi það aðeins verið í stutta stund. Fyrir dómi breytti V4 framburði sínum að því leyti að hann var nú alveg viss um að ákærði hafi ekki vikið frá honum þessa nótt í bænum. Þá kvaðst vitnið ekki hafa verið eins drukkið og í lögregluskýrslu segi. Þá fannst honum í lögregluskýrslu of mikið gert úr því sem hann sagði um áhuga ákærða á vopnum. V5 sagði hjá lögreglu að hann hafi verið með ákærða og V4 í miðbænum í umrætt sinn. Hann muni þó ekki eftir neinum slagsmálum, allavega hafi þeir ekki tekið þátt í neinum slagsmálum. Hann kvaðst ekki hafa fylgst með ákærða allan tímann og viti ekki til þess að ákærði hafi verið með eggvopn í umrætt sinn. Hins vegar hafi ákærði stundum verið að leika sér með vopn í samkvæmum í heimahúsum en það hafi bara verið í gríni. Þeir hafi dvalið í um eina klukkustund í bænum og þá haldið aftur heim í Garðabæ. Fyrir dómi sagði V5 að hann væri nú viss um að ákærði hafi verið með honum allan tímann í bænum. Þá dró hann framburð sinn til baka um að ákærði hafi verið að handleika vopn í heimahúsum. Theódór Friðriksson, læknir, kom fyrir dóm og staðfesti vottorð sitt. Hann sagði að sárið fyrir neðan vinsta eyra A hafi verið nálægt slagæð. Það sár hafi honum virst vera eftir beittan gadda sem hafi dregist eftir húðinni og eftir sama áhald sem valdið hafi öðrum sárum á A. Hann taldi, þó hann gæti ekki fullyrt það, að þessi skurður gæti ekki verið eftir glerbrot því skurðir eftir glerbrot væru óreglulegir og skörðóttir. Þessi væri aftur á mót þráðbeinn. Önnur sár á A væru bersýnilega eftir einhverskonar eggvopn. Linda Björk Þórðardóttir, lögreglumaður, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Niðurstaða. Í þessum þætti málsins er sönnunarstaðan sú að ákærði hefur neitað sök og kannast ekki við að hafa tekið þátt í slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur umrædda nótt. Þá frásögn ákærða styðja félagar hans, þeir V4 og V5 Sverrisson, sem segjast hafa verið með ákærða um kvöldið og öllum ber þeim saman um að þeir hafi aðeins dvalið í um eina klukkustund í bænum. Hins vegar er framburður kæranda A og félaga hans, þeirra V1, V2 og V6, sem ber öllum saman um atburðarás. Einhver strákur hafi slegið A með flösku í höfuðið og hafi flaskan brotnað við það. A hafi vankast um stund en slegið strákinn síðan til baka. Þá hafi allur hópurinn ráðist að A sem hafi hörfað undan. Frásögn þessara síðast greindu vitna er glögg og trúverðug um að þeir hafi séð ákærða höggva til A með einhverju oddhvössu sem glitrað hafi á og staðið hafi út úr lófa ákærða. V6 sagðist ekki hafa séð neitt í hendi ákærða en fannst hann bera sig þannig að eins og hann væri með eitthvað í hendinni því hann hafi hoggið til A en ekki slegið hann. Þá hafa vitnin einnig borið að þau hafi þekkt til ákærða og oft séð hann áður í bænum. Þessi frásögn þessara vitna kemur heim og saman við framlagt læknisvottorð og vitnisburð læknisins sem gerði að sárum A. Staðfesti hann að sár A væru eftir beittan gadda eða eggvopn af einhverju tagi. Sár á hálsi virtist honum vera eftir sama vopn þó hann treysti sér ekki til þess að fullyrða það. Þessi skuður á hálsi var nálægt slagæð. Framburðir félaga ákærða, þeirra V4 og V5, voru hins vegar reikulir en þeir breyttu framburðum sínum að nokkru leyti fyrir dómi. Samkvæmt framansögðu þykir komin fram sönnun fyrir því að ákærði hafi ráðist með einhvers konar eggvopni að A og veitt honum þá áverka sem í ákæru greinir, eins og ákærunni hefur verið breytt af hálfu saksóknara og getið er um hér að framan. Þegar litið er til þess að ákærði stakk A nokkrum sinnum með einhvers konar áhaldi og áverkinn á hálsi gat verið hættulegur, verður verknaður hans færður undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940, sbr. 11 gr. laga nr. 20/1981. 2. Ákæra gegn Árna Þór Skúlasyni, X, Tindi Jónssyni og Y. Málavextir. Í þessari ákæru eru ákærðu ákærðir fyrir líkamsárás á útivistarsvæði við Lyngmóa í Garðabæ föstudaginn 13. maí 2005. Ákærði X er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa slegið B í andlitið með glerflösku og ákærðu allir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist að C og slegið hann í höfuð svo hann féll í jörðina og fyrir að hafa sparkaði í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í jörðinni. Föstudaginn 13. maí 2005 kl. 23:58 barst tilkynning til lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem kvartað var um hávaða og sprengingar við Lyngmóa í Garðabæ. Var sagt að unglingahópur væri þar á útivistarsvæði en þar höfðu verið vandræði undanfarið vegna ölvunar, óláta og hávaða ungs fólks sem komið hafi saman til að skemmta sér og neyta áfengis. Í frumskýrslu lögreglu segir að þegar lögreglan hafi komið á staðinn hafi þarna verið um 10 manna hópur, þar af nokkrir íbúar við Lyngmóa. Ákærði Árni hafi verið blóðugur í framan, ölvaður og æstur og hafi hann verið handtekinn og færður á lögreglustöð. Ákærði X hafi komið gangandi milli húsa og hafi einn íbúana við Lyngmóa bent á X og sagt að þetta væri maðurinn sem hafi slegið B í andlitið með glerflösku. Ákærði X hafi þá tekið á rás og hlaupið í burtu en hafi verið hlaupinn uppi af lögreglu. Ákærði Tindur var ekki á staðnum er lögreglan kom á vettvang en kom rétt áður en lögreglan fór. Segir í frumskýrslu lögreglu að hann hafi verið rólegur en sýnilega undir áhrifum áfengis. Ákærði Y hafi verið mjög ölvaður og sagt að einhver hafi slegið sig í framan. Lögreglan hafði tal af íbúum við Lyngmóa sem voru staddir á vettvangi. Að þeirra sögn hafi ungmenni komið, um sex manns, og farið að öskra og hóta því að drepa fólk. Þau hafi kveikt í flugeldum og sprengjum. Nokkrir íbúanna hafi farið út til þess að reyna að tala við krakkana. Hjá lögreglu og fyrir dómi skýrði vitnið C svo frá að hann hafi setið fyrir framan sjónvarpið ásamt eiginkonu sinni umrætt kvöld. Ófremdarástand hafi ríkt á útivistarsvæði við Lyngmóa undanfarin ár þar sem talsverð læti hafi verið í unglingum sem þar hafi safnast saman við drykkju og að skemmta sér. Um miðnætti hafi þau hjónin heyrt að nokkrir unglingar voru komnir á svæðið og byrjaðir að sprengja flugelda og með öskur og læti. Eiginkona hans, B, hafi talið að hún kannaðist við þessa unglinga og hafi hún ákveðið að fara út og ræða við þá. Þau hafi farið út ásamt V7 og V8 sem einnig búi að Lyngmóum [...]. Fljótlega hafi V9 bæst í hópinn en hann búi í húsi nr. [...] við Lyngmóa. C sagði að kona hans hafi þekkt strákana þar sem hún hafi verið kennari við Garðaskóla og starfað í tengslum við félagsmiðstöð skólans. Unglingarnir hafi verið töluvert æstir þegar fullorðna fólkið hafi komið út og hafi unglingarnir haldið því fram að íbúar við Lyngmóa væru að valda tjóni á útivistarsvæði þeirra en bæjaryfirvöld höfðu nokkrum dögum áður borið skít á svæðið, m.a. til að koma í veg fyrir að unglingar söfnuðust þar saman. Fullorðna fólkið hafi reynt að gera þeim grein fyrir því að þetta væri leiksvæði barna og að unglingarnir skildu eftir sig glerbrot og rusl þar sem börn væru að leik. Þessar viðræður hafi ekki verið á góðum nótum og hafi ákærði Árni hent B til. Þá kvaðst C hafa gengið á milli og honum tekist að róa Árna niður. Ákærði X hafi verið með flösku í hendinni og sagt við hann að hann gæti alveg slegið C í höfuðið ef hann vildi. C kvaðst ekki hafa tekið mark á þessum orðum X þar sem að X hafi verið rólegur. C kvaðst nú hafa snúið sér að ákærða Tindi og ákærða Y til að ræða við þá. Hafi hann snúið baki við B og þá heyrt dynk. Hann hafi snúið sér við og séð hvar B hélt um höfuð sér og sagði að X hafi slegið sig með flösku í andlitið. Flaskan hafi ekki brotnað við höggið en þetta hafi verið ferköntuð eins líters glerflaska. X hafi staðið þarna hjá en ekki sagt neitt. Hann sagðist hafa gripið í X sem ekki hafi sýnt nein viðbrögð. Því næst hafi hann snúið sér að B til að kanna áverka hennar og þá fundið hvar þeir Tindur, Árni og Y og einn til viðbótar, sem hann viti ekki hver er, hafi ráðist á sig með hnefahöggum í andlit og höfuð. Hafi Tindur gefið sér fyrsta hnefahöggið. Hann hafi reynt að verjast þessum hnefahöggum með því að setja hendurnar fyrir sig og með því að reyna að komast undan. Ákærðu hafi náð að taka hann úr bol sem hann hafi verið í og gleraugu hans hafi fallið í jörðina. Þá kvaðst C hafa reynt að slá frá sér til þess að forðast högg frá árásarmönnunum. Hann hafi heyrt flösku brotna fyrir aftan sig og hafi honum verið sagt síðar að X hafi ætlað að berja hann með flöskunni en honum einhverra hluta vegna ekki tekist ætlunarverk sitt þar sem C hafi sett hendina fyrir sig. Þegar hér var komið hafi hann fallið í jörðina og hafi þá ákærðu byrjað að sparka í höfuð hans og búk. C kvaðst hafa áttað sig á því að hann gæti lítið gert annað en að verja höfuðið með því að setja hendurnar fyrir það. Spörkunum hafi linnt er lögreglan hafi komið á vettvang. Þegar lögreglan hafi nálgast hafi Tindur sagt við C að hann yrði dauður innan tveggja daga. C fór á slysadeild Landspítalans í Fossvogi daginn eftir. Segir í læknisvottorði að kvarnast hafi úr framtönn í neðri gómi C og hann hafi hlotið mar á vinstra augnloki, hruflsár á báðum olnbogum, sár, bólgu og mar innanvert á neðri vör, blæðingu við augntönn í neðri gómi, rispu hægra megin á brjóstkassa og rispur yfir hægri úlnlið. B skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að undanfarin ár hafi hópur unglinga safnast saman á útivistarsvæði fyrir börn við Lyngmóa í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi húsum hafi verið orðnir langþreyttir á því ástandi sem hafi skapast þarna á leiksvæðinu því stundum hafi ástandið verið þannig eins og um útihátið hafi verið að ræða. Um miðnætti 13. maí 2005 hafi sex eða sjö unglingar komið á leiksvæðið með tilheyrandi köllum og öskrum. Íbúar við Lyngmóa hafi vikuna áður rætt um að eitthvað þyrfti að gera í málinu og þau hafi vitað að prófum hafi verið að ljúka í fjölbrautarskólanum í Garðabæ þennan dag. Þegar unglingarnir hafi birst hafi hún ákveðið ásamt eiginmanni sínum, C, að fara út ásamt fleira fólki. B kvaðst þekkja ákærðu í málinu þar sem hún hafi starfað sem kennari í Garðaskóla og unnið mikið í tenglum við félagsmiðstöðina í Garðabæ. Strákarnir hafi allir verið talsvert ölvaðir. Hún kvaðst hafa rætt fyrst við Tind og reynt að útskýra fyrir honum sjónarmið íbúanna og hvað það væri bagalegt fyrir íbúana að fá ekki svefnfrið um nætur. Tindur hafi virst skilja afstöðu íbúanna og gengið á brott frá henni og þá hafi hún snúið sér að X og farið að ræða við hann. X hafi haldið á eins líters glerflösku með áfengi í. Þegar þau hafi verið að ræða saman hafi X tjáð henni að hann gæti lamið hana með flöskunni. Hún kvaðst hafa svarað honum því að það væri óþarfi því að þau væru bara að spjalla saman en þá hafi hún fengið flöskuna framan í andlitið. Hann hafi slegið hana af alefli og flaskan lent á kinn hennar af miklum þunga. B sagðist hafa spurt X að því hvort ekki væri allt í lagi með hann og C hafi komið og hrist X eitthvað til og spurt hann að því sama. X hafi hins vegar staðið hreyfingarlaus og ekki sagt orð. B kveðst þá hafa sagt við C að þau skyldu koma sér í burtu en í þann mund hafi allir ákærðu ráðist að C með hnefahöggum í höfuð hans. C hafi reynt að verjast höggunum með því að bera hendurnar fyrir sig. Þá hafi hún séð að X reyndi að berja C með flöskunni en C náð að setja hendina fyrir sig þannig að X hafi misst flöskuna í jörðina og hún brotnað. Við þessar barsmíðar hafi gleraugu C dottið af honum. C hafi nú fallið í jörðina og þá hafi allir ákærðu ásamt einum öðrum sem hún þekki ekki byrjað að sparka í höfuð hans og skrokk. C hafi reynt að verjast höggunum með því að halda utan um höfuð sitt. Lögreglan hafi komið fljótlega á vettvang og íbúarnir reynt að toga strákana frá C. B sagði að allir ákærðu og hinn fimmti hafi sparkað í C þar sem hann lá á jörðinni. Ákærði X skýrði svo frá hjá lögreglu að upphaf átakanna hafi verið að C hafi ráðist að honum. Fyrsta kvaðst X hafa slegið konu með flösku og síðan hafi þessi maður ráðist á sig. Aðspurður um af hverju hann hafi slegið konuna með flösku í andlitið skýrði ákærði X svo frá að konan hafi verið að rífast við hann og viljað reka hann og félaga hans í burtu. Ákærði kvaðst ekki hafa ráðist að C eftir að C hafi fallið í jörðina. Taldi hann að ákærði Árni, Tindur og Y hafi ráðist að C. Ákærði X kvaðst hafa misst flöskuna eftir að C hafi ráðist á sig. Fyrir dómi skýrði ákærði X á sama veg frá að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa slegið B með flöskunni heldur „ýtt“ flöskunni í andlit hennar. Ákærði Y skýrði svo frá hjá lögreglu að þegar þeir félagar hafi verið komnir að útivistarsvæði við Lyngmóa hafi eitthvað rifrildi komið upp á milli þeirra og íbúanna þar. Hann sagðist hafa rifist við eitthvað fólk en hins vegar hvorki ráðist á einn né neinn. C hafi hins vegar slegið hann í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hafi vankast við höggið. Ákærði Y taldi þó ekki að C hafi slegið hann með ásetningi heldur sé líklegra að C hafi baðað út höndunum í átökum við annan aðila. Ákærði kvaðst hins vegar ekki vita hver það hafi verið sem C hafi lent í átökum við. Nánar aðspurður kvað Y ýfingar hafi verið milli íbúanna og unglinga sem þarna hafi verið saman komnir. Hann geti hins vegar ekki sagt um hverjir það hafi verið, það eina sem hann viti sé að hann hafi fengið högg frá C. Fyrir dómi skýrði ákærði Y á sama veg frá og hjá lögreglu og ítrekaði að hann vissi ekki hverjir hafi tekið þátt í átökum í umrætt sinn. Y fór á Landspítala-háskólasjúkrahús, slysadeild og fékk áverkavottorð. Í því segir meðal annars að efri vör sé talsvert bólgin og talsvert mikið mar eða blæðing innanvert á vörinni þar undir. Ákærði Tindur skýrði svo frá hjá lögreglu að það sé ekki rétt að hann hafi ráðist að C heldur hafi C byrjað að slá félaga hans. Ákærði hafi reyndar snúið baki í C er átökin hafi byrjað en ákærði kvaðst þá hafa verið að ræða við einn íbúa við Lyngmóa. Þegar hann hafi snúið sér við hafi hann séð C slá X eða Árna Þór. Ákærði kvaðst hafa gengið þarna að og verið kýldur í andlitið og hafi hann vankast við það og muni því ekki meira frá atvikum. Ákærði Árni Þór Skúlason kvaðst hafa farið að Lyngmóum ásamt félögum sínum. Þegar þeir hafi verið komnir þangað hafi íbúar komið út og farið að skipta sér að þeim. C hafi slegið hann og fljótlega upp úr því hafi lögreglan komið og hann verið handtekinn. V9, íbúi að Lyngmóum, kvaðst hafa séð út um glugga á heimili sínu við Lyngmóa að unglingahópur hafi verið kominn á leiksvæðið með tilheyrandi hávaða og látum. Hópurinn hafi verið með hróp og köll um að íbúar við Lyngmóa myndu finna fyrir því og hafi íbúum verið hótað lífláti. V9 sagði að vandræði hafi skapast þarna á svæðinu vegna þess að unglingar hafi hópast þarna saman um nætur og verið með hróp og köll. V9 kvaðst hafa farið út þegar hann hafi séð aðra íbúa hússins fara út og ræða við unglingana. V9 kvaðst hafa staðið um 2 metra frá B sem hafi verið að ræða við X. X hafi spurt B hvort hann ætti að lemja hana með flöskunni. Í sama mund hafi hann gert það og slegið B í andlitið með flöskunni. C hafi þá komið og farið að huga að konu sinni. Ákærðu hafi þá ráðist að C með hnefahöggum og barið hann ítrekað í höfuðið. Skömmu síðar hafi C fallið í jörðina og hafi hann þá séð hvar X sparkaði af miklu afli í höfuð C á meðan hann lá í jörðinni. Allir hinir, fimm að tölu, hafi sparkað í skrokk og höfuð C þar sem hann hafi legið á jörðinni og reynt að verjast höggum og spörkum. Þegar hér var komið hafi hinir fullorðnu reynt að taka unglingana frá C og lögreglan komið um svipað leyti. V9 kvaðst hafa tekið ákærða X út úr hópnum og hélt að honum hefði tekist að róa hann niður. Þegar hann hafi snúið sér frá X hafi X hins vegar slegið hann með miklu afli í nefið þannig að blætt hafi úr. Lögreglan hafi svo komið og skakkað leikinn. V8, íbúi að Lyngmóum, Garðabæ, sagði hjá lögreglu að hún hafi verið að ræða við ákærða Árna Þór er hún hafi heyrt B segja: „Þú slóst mig með flöskunni.“ Fljótlega upp úr því hafi ákærðu ráðist að C og hann fallið í jörðina. Þá hafi ákærðu sparkað í C, bæði í höfuð og skrokk. Fyrir dómi treysti V8 sér ekki til þess að muna atvik nákvæmlega en sagðist þó muna að ákærðu hafi sparkað í C eftir að hann hafi fallið í jörðina. Þó var V8 ekki viss um að ákærði Árni Þór hafi tekið þátt í því. V7 skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að um miðnætti hafi nágrannar hans, C, bankað upp á hjá honum og sagt honum að nokkrir unglingar væru komnir á svæðið. Hann hafi farið út ásamt C og eiginkonu hans B. Þarna hafi sex unglingar verið komnir og hafi verið mjög ölvaðir og æstir. B hafi rætt við nokkra þeirra en sjálfur kvaðst V7 hafa rætt við Y og ungling sem hafi verið klæddur í hermannajakka. V7 kvaðst hafa þekkt Y og Tind. V7 kvað Y og þann í hermannajakkanum hafa verið með mjög ögrandi framkomu en honum hafi tekist að róa þá. Þá hafi hann heyrt að B hafi kallað „þú slóst mig.“ Hafi hann þá séð að B hélt um andlit sitt. Í því hafi C farið að þeim dreng sem slegið hafi B og sagt við hann að svona gerði maður ekki. C hafi eitthvað tekið utan um þennan ungling en þá hafi allir unglingarnir rokið til og byrjað að slá C í höfuðið með hnefahöggum. Fljótlega hafi C fallið og þá hafi þeir allir sparkað í höfuð hans og skrokk þar sem hann hafi legið varnarlaus í jörðinni. Fyrir dómi var V7 spurður nánar um þetta atriði en hann kvaðst nú ekki muna það nákvæmlega. Lögregluskýrslan hafi hins vegar verið tekin af honum stuttu eftir atburðinn og taldi hann víst að rétt hefði verið haft eftir honum. C hafi reynt að verjast höggunum með því að halda höndum yfir höfði sér. Fullorðna fólkið hafi rokið til og byrjað að taka unglingana frá C. Sjálfur kvaðst hann hafa tekið Y og þann í jakkanum. Íbúarnir hafi náð að toga unglingana frá C en fljótlega hafi þeir gert aðra atlögu að C með spörkum þar sem hann lá í jörðinni. C hafi náð að standa upp og lögreglan hafi þá fljótlega komið á staðinn. V7 kvaðst þá hafa séð Tind og þann í hermannajakkanum ganga á brott. V7 sagði að lögreglan hafi ekki náð þeim pilti sem var í hermannajakkanum. V10 sagði hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hafi verið staddur úti við svalahurð heima hjá sér á 1. hæð við Lyngmóa þegar hann hafi séð nokkra pilta koma gangandi inn á leikvöllinn. Piltarnir hafi strax byrjað að öskra og sprengja einhverjar sprengjur. V10 kvaðst hafa séð nokkra íbúa húsanna í kring koma út og farið að ræða við piltana. Hann hafi þá séð að til ryskinga var komið og hafi hann þá flýtt sér út. Þegar hann kom á staðinn hafi hann séð C liggja í jörðinni og a.m.k. 3 pilta sparka í C. Hann hafi séð einn piltana reyna að slá C með glerflösku en C hafi tekist að setja hendina fyrir og flaskan dottið í jörðina og brotnað. Sverrir Guðfinnsson, lögreglumaður, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í þessum þætti málsins. Ákærði X játaði hjá lögreglu að hafa slegið B með flösku í andlitið. Fyrir dómi dró hann í land að því leyti að hann sagðist aðeins hafa „ýtt“ flöskunni framan í B. Þessi breytti framburður stenst ekki þegar áverkavottorð er skoðað. Þá hafa vitni staðfest framburð B um að ákærði X hafi slegið hana af afli með flösku í andlitið. Sök hans telst því sönnuð varðandi þennan ákærulið. Brot hans er rétt fært til refsiákvæðis í ákæru. Ákærðu hafa allir neitað sök varðandi seinni hluta ákæru þar sem þeir eru sakaðir um að hafa ráðist að Herði, slegið hann, fellt hann í jörðina og þá sparkað í höfuð hans og líkama. Framburður ákærðu hefur verið reikull í þessu sambandi og einkar ótrúverðugur. Framburðir vitnana B, C, V8, V9, V7 og V10, sem raktir eru hér að framan, voru hins vegar mjög trúverðugir um hvað gerðist í umrætt sinn. B, C, V9 og V7 ber öllum saman um að ákærðu hafi allir ráðist að C, kýlt hann og fellt í jörðina og því næst sparkað í hann. Aðeins vitnið V8 var ekki viss í skýrslu sinni fyrir dómi hvort ákærði Árni Þór hefði tekið þátt í árásinni. Hún sagði reyndar í skýrslu sinni fyrir dómi að hún væri nú alls ekki viss um hvað hefði gerst því hún ruglaði nú saman því sem hún hefði séð og því sem aðrir hefðu sagt henni að hefði gerst. Í skýrslu sinni hjá lögreglu sagði hún hins vegar að allir ákærðu hefðu tekið þátt í árásinni á C með höggum og spörkum. Framangreindur framburður V8 hér fyrir dómi þykir ekki skipta máli varðandi heildarmat. Þá sá V10 a.m.k. 3 pilta standa yfir C og sparka í hann en V10 kom ekki á vettvang strax og sá því ekki upphaf átakanna. Þegar ofangreindur framburður vitnanna er metinn í heild þykir sannað að allir ákærðu hafi ráðist að C með þeim hætti sem í ákæru greinir. Brot þeirra verður fært undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 1971940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. Málavextir. Í þessum hluta málsins er ákærði Helgi ákærður fyrir líkamsárás innandyra að Bæjargili [...] fyrir að hafa kýlt D með krepptum hnefa í andlitið þann 2. október 2005. Ákærði Tindur er ákærður fyrir að hafa í framhaldi af framangreindu dregið upp stóran hníf eða sveðju og otað ítrekað að D. Þá eru ákærðu allir ákærðir fyrir að hafa elt D þegar hann hafi reynt að flýja ákærðu og ráðist að honum með höggum og spörkum. Því næst hafi þeir ráðist að E og er ákærði Tindur ákærður fyrir að hafa ráðist að E með hnífi eða sveðju og höggvið ítrekað í höfuð hans og líkama. Þá er ákærði Tindur einnig ákærður fyrir hættulega líkamsárás með því að hafa veitt F högg með umræddum hnífi eða sveðju þegar F hafi reynt að verja E fyrir atlögu Tinds. Að lokum er ákærði Tindur ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot og hefur hann játað sök er það varðar. Tilkynning barst frá fjarskiptamiðstöð til lögreglunnar kl. 01:09 umrædda nótt um að D væri staddur á Skógarhæð í Garðabæ og hefði orðið fyrir líkamsárás. Lögreglan fór á vettvang og fékk upplýsingar um að E hafi einnig orðið fyrir líkamsárás. Lögreglan fór á vettvang þeirrar árásar við Bæjargil og mátti þar sjá blóðpolla og blóðslettur á víð og dreif í gras, gangstétt og á götu. Búið var að ganga á með miklum skúrum og hvassviðri. Ljóst var nú orðið að E hafi orðið fyrir alvarlegri líkamsárás og var því ákveðið að fara í húsleit að Bæjargili [...]. Fengin var aðstoð frá sérsveit ríkislögreglustjóra til þess að handsama meinta gerendur og koma í veg fyrir spillingu sakargagna. Ákærðu voru allir handteknir að Bæjargili [...] þar sem um 30 manns voru í samkvæmi og fór þar fram húsleit. Sporhundur var fenginn til aðstoðar við leit að sveðju eða stórum hnífi en sú leit bar ekki árangur. Flokkur lögreglumanna var fenginn til að leita daginn eftir atburðinn og eins næsta dag. Var farið í öll hús í hverfinu, bankað upp á og fengin heimild til að leita á lóð og í ruslatunnum. Þessi leit bar ekki árangur. Þá var einnig gerð húsleit á heimili ákærða Tinds að Sunnuflöt 39, Garðabæ. Við leitina fundust ætluð fíkniefni og í bifreið ákærða Tinds fannst fjaðurhnífur í hólfi milli framsæta. Á heimili ákærða Z var hald lagt á sveðju sem geymd var í læstum vopnaskáp í eigu föður Z. Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu skýrði ákærði Tindur svo frá að hann viti ekkert um hvað sé verið að saka hann um. Hann hafi ekki lent í neinum átökum kvöldið áður og þá viti hann ekkert um blautar gallabuxur og bol sem fundist hafi á heimili ákærða Z. Tindur var yfirheyrður tveimur dögum síðar hjá lögreglu og svaraði hann þá á sama hátt, að hann kannaðist ekki við að hafa lent í neinum slagsmálum. Í fjórðu yfirheyrslu hjá lögreglu óskaði Tindur eftir að breyta fyrri framburði sínum. Kvaðst hann nú hafa verið í samkvæmi heima hjá ákærða Z að Bæjargili [...] umrætt kvöld. Hann hafi orðið var við einhverjar deilur milli D og ákærða Helga Guðmundssonar. Hins vegar hafi hann ekki orðið var við nein átök milli þeirra. D hafi síðan farið út úr húsinu og Helgi á eftir honum. Hann og Z hafi fylgt á eftir auk þess sem F, kunningi D, hafi einnig fylgt með. D hafi hlaupið út botnlangann og til hægri norður Bæjargilið að hringtorgi sem þar sé. Þar hafi Z náð D og Helgi komið fljótlega að. Tindur kvaðst hafa séð D detta og Helga og Z eitthvað vera að „ræða“ við hann. Í þann mund sem Tindur hafi komið á vettvang hafi D hlaupið í burtu. F hafi verið að reyna að stilla til friðar en mikið rifrildi hafi verið milli D annars vegar og Helga og Z hins vegar. Þeir þremenningarnir, ákærðu Helgi, Tindur og Z, hafi nú gengið heim á leið og þá mætt E sem hafi verið í mjög æstu skapi. E hafi spurt þá hvort þeir hafi verið að lemja vin hans og í framhaldi af því hafi E ýtt eða kýlt Z. Þá strax hafi þeir þremenningar allir ráðist að E. Kvaðst Tindur hafa kýlt E nokkrum sinnum í höfuðið og búkinn auk þess sem hann hafi reynt að fella E með því að grípa í hann. Hann kvaðst hins vegar ekki vita hvað Z og Helgi hafi gert. F hafi verið kominn á vettvang og hafi hann reynt að ganga á milli þeirra og stöðva slagsmálin. Að lokum hafi E fallið í götuna og þá hafi þeir stöðvað slagsmálin og gengið heim til Z. Þegar hann hafi verið kominn aftur í samkvæmið heima hjá Z hafi hann tekið eftir því að blóð hafi verið á fötum hans. Kvaðst Tindur hafa reynt að skola blóðið úr en síðan sett fötin í plastpoka og inn í fataskáp hjá Z og tekið föt frá Z og klætt sig í þau. Eftir það hafi hann kallað í H, félaga sinn, sem hafi verið í samkvæminu og beðið H um að klippa sig. Algengt sé að hann sé klipptur í samkvæmum. Tindur kvaðst ekki hafa verið með nein eggvopi, né vita til að Z eða Helgi hafi verið með slík vopn. Hann gat enga skýringu gefið á því hvers vegna E hafi blætt svona mikið. Taldi hann að E hafi fengið blóðnasir. Fyrir dómi skýrði ákærði Tindur svo frá að hann hafi setið inni í eldhúsi að Bæjargili [...] og séð er D og Helgi voru að rífast í anddyrinu. Þetta rifrildi þeirra hafi borist út á stétt og hafi hann farið á eftir þeim. Kvaðst hann hafa verið að handleika hníf í eldhúsinu og hafi hann ómeðvitað gripið hann með sér þegar hann hafi staðið upp og fylgt þeim eftir. Þegar hann hafi komið út hafi hann séð D hlaupa í burtu og Helga og Z á eftir honum. Tindur kvaðst hafa farið á eftir þeim og séð D falla í jörðina við endann á Bæjargilinu þar sem hringtorg sé. Þegar hann hafi komið að þeim hafi D staðið upp og hlaupið í burtu. F hafi komið að um svipað leyti. Ekki kvaðst Tindur hafa séð Helga og Z lemja eða sparka í D. Þegar þeir hafi verið að ganga heim hafi E komið á móti þeim og verið æstur. Hafi hann byrjað að rífast við þá og kýlt Z. Við það hafi átök byrjað. Kvaðst Tindur hafa slegið til E en ekki áttað sig á því að hann hafi verið með hníf í hendinni. Þegar hann hafi séð blæða úr E hafi hann strax hætt og gengið í átt að Bæjargili [...]. Tindur kvað vini E hafa komið á bíl á eftir þeim og lagt bílnum alveg við hliðina á þeim stað er átökin hafi farið fram. Tindur kvað F hafa reynt að stilla til friðar og hafi enginn lamið hann. Þegar hann hafi verið kominn aftur í samkvæmið hafi hann séð blóð á fötum sínum og farið inn á baðherbergi og reynt að sprauta vatni á þau og síðan hafi hann sett fötin í poka og fengið lánuð ný föt úr fataskáp Z. Þá hafi hann látið klippa sig en það hafi hann oft gert áður í samkvæmum. Tindur kvaðst hafa fleygt hnífnum frá sér rétt hjá átakastaðnum og hafi hann fleygt honum inn í garð við hús við Bæjargil. Hnífinn hafi hann tekið úr eldhúsinu eins og áður sagði og hafi þetta verið stór eldhúshnífur. Ekki kvaðst ákærði Tindur hafa séð sveðju þá sem haldlögð var við rannsókn málsins og fannst að Bæjargili [...]. Ekki mundi ákærði Tindur eftir að hafa otað hnífnum að D fyrir utan húsið að Bæjargili [...]. Hjá lögreglu skýrði ákærði Helgi Guðmundsson svo frá að hann hafi verið í samkvæmi heima hjá Z umrætt kvöld að Bæjargili [...] í Garðabæ. Kvaðst hann hafa tekið eftir D í samkvæminu og hafi honum verið illa við D vegna þess sem D hafi einu sinni gert honum. Hafi hann eitthvað farið að rífast við D og hafi það endað með því að D hafi hlaupið út úr húsinu. Ekki mundi Helgi hvort hann hafi kýlt D þegar þeir voru að rífast í húsinu. Hann mundi að hann hafði hlaupið á eftir D þegar út var komið. Þá mundi D eftir því að E, vinur D, hafi komið og verið eitthvað pirraður yfir því að Helgi skyldi vera að rífast við D. Kvaðst Helgi muna eftir því að hafa slegið E í líkamann en mundi ekki hvar höggið hafði lent. Þá kvaðst Helgi muna eftir að hafa sparkað tvisvar í D þegar hann var að falla í jörðina. Helgi mundi að Tindur og Z hafi báðir kýlt E. Hann mundi að hann hafi séð glitta í hníf í átökunum en gat ekki gert sér grein fyrir því hver hafði verið með hnífinn. Þeir félagar hafi síðan áttað sig á að nóg væri komið af slagsmálum og þá farið aftur í samkvæmið. Helgi var yfirheyrður aftur hjá lögreglu. Sagði hann þá að hann myndi ekki eftir að hafa slegið eða sparkað í D og myndi ekki heldur eftir því að Z eða Tindur hafi gert það. Varðandi E kvað Helgi Z og Tind hafa ráðist að E. Hann mundi þó eftir að hafa kýlt E einu sinni og að hann hafi sparkað tvisvar sinnum í fætur E. Fyrir dómi skýrði Helgi svo frá að hann hafi aldrei séð Tind með hníf í umrætt sinn. Eftir að hafa slegist við D hafi þeir félagar gengið til baka að Bæjargili [...] og þá mætt E sem hafi farið að rífast við þá. Hann kvaðst ekki muna neitt eftir átökunum en taldi þó að hann hafi sparkað einu sinni í fætur E. Ákærði Z skýrði svo frá hjá lögreglu að hann hafi verið með samkvæmi heima hjá sér umrætt kvöld. Einhver hafi kallað til hans og sagt honum að gestir hans væru fyrir utan húsið í slagsmálum. Þegar hann hafi komið út hafi hann séð Helga vera að rífast við einhvern strák. Þessi strákur hafi slegið Helga og hlaupið síðan út götuna og til hægri norður Bæjargilið. Kvaðst Z hafa hlaupið á eftir stráknum, náð honum og stöðvað hann og spurt hann hvað það ætti að þýða að vera með „vesen“. Helgi hafi komið og D og Helgi eitthvað ýtt í hvorn annan. Hann mundi ekki eftir fleirum þarna á staðnum. Hann og Helgi hafi gengið til baka og verið á heimleið þegar þeir hafi mætt F og E. E hafi ætlað að berja Helga og kvaðst Z hafa gengið á milli. E hafi þá ýtt honum og hann ýtt á móti. Síðan hafi E kýlt hann og hann kýlt til baka. Þetta hafi endað með slagsmálum. Z kvaðst allt í einu hafa áttað sig á því að hann var allur blóðugur. Honum hafi brugðið svo við þetta að hann hafi hætt slagsmálunum. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir Tindi fyrr en slagsmálin hafi verið yfirstaðin. Ekki hafi hann séð hvort Tindur hafi verið með eggvopn á sér. Fyrir dómi skýrði ákærði Z á sama veg frá. Hann kvaðst ekki hafa haft lykil að byssu- og vopnaskáp föður síns. Honum var sýnd í réttinum sveðja sú sem haldlögð var að Bæjargili [...] og kvaðst Z aldrei hafa séð þessa sveðju. D skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hafi verið á rúntinum með E, V11, F og V12. Þau hafi frétt af samkvæmi í Bæjargilinu og ákveðið að fara þangað. Þau hafi verið búin að vera um það bil 10 mínútur í samkvæminu þegar ákærði Helgi hafi farið að rífast við hann. Hafi Helgi talið að D hafi einhvern tímann tilkynnt lögreglu um að Helgi væri að aka ölvaður. Engin fótur hafi hins vegar verið fyrir þessum ásökunum og kvaðst D hafa reynt að segja Helga það. Stuttu síðar kvaðst D hafa verið að tala við einhvern og þá hafi hann allt í einu fengið hnefahögg í andlitið frá Helga. Hafi höggið verið fast og lent á kinnbeini hans og hann kastast til en ekki dottið. Hann kvaðst þá hafa ákveðið að láta gott heita og drífa sig í burtu úr samkvæminu. Hafi hann strax farið út í anddyri hússins og verið að klæða sig í skó þegar Helgi hafi komið og sagt honum að hypja sig í burtu. Með Helga hafi verið Tindur, áberandi krullhærður með mikið ljósbrúnt hár, og hafi hann dregið upp einskonar sveðju úr buxnastreng sínum. Hafi sveðjan verði með bognu og breiðu blaði, um það bil 30 sm langt. Hjá lögreglu skýrði D svo frá að Tindur hafi otað sveðjuoddinum að honum án þess þó að stinga hann. Oddurinn hafi komið mjög nálægt honum og hafi honum fundist sér ógnað. Fyrir dómi dró D þennan framburð til baka og taldi eftir á að hyggja að honum hafi ekki staðið ógn af þessu athæfi Tinds heldur hafi honum frekar virst Tindur vera að leggja áherslu á orð sín þegar hann hafi sagt honum að „drulla sér út“. Hann kvaðst hafa hraðað sér út úr húsinu og ætlað á brott. Helgi hafi hins vegar elt hann og ýtt við honum. D kvaðst þá hafa ýtt á móti og við það hafi hann misst hálfslíters fantaflösku úr poka sem hann hafi verið með. Hann hafi nú gengið á brott en Helgi hent fantaflöskunni í bakið á honum. D kvaðst nú hafa flýtt sér í burtu og hafi hann talið að máli þessu væri lokið. Helgi hafi hins vegar komið hlaupandi á eftir honum. Þá hafi hann séð Tind koma aðvífandi. Hann hafi nú tekið til fótanna og hlaupið talsverðan spöl og talið sér óhætt er hann hafi verið kominn að hringtorgi við Bæjargil. Þá hafi hins vegar Z komið óvænt að honum og tekið hann hálstaki og dregið hann niður í götuna. Helgi og Tindur hafi komið að um svipað leyti og byrjað að sparka í hann þar sem hann lá í götunni. Taldi hann að Z hafi einnig sparkað í sig þótt hann gæti ekki fullyrt það. Hann hafi ekki séð nákvæmlega hver hafi gert hvað þar sem hann hafi lagst í fósturstellingu og haldið um höfuð sér til að hlífa því. Þeir hafi látið spörkin dynja á höfði hans svo og baki og annars staðar á skrokkinn, alls 9-10 spörk að hann taldi. Félagi hans F hafi komið fljótlega og tekist að fá þremenningana til að hætta þessu. Þeir hafi hætt og farið að ræða við F og hann notað þá tækifærið og staðið upp og hlaupið á brott. Kvaðst hann hafa falið sig í hverfinu og hringt á lögreglu skömmu síðar. E skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að hann hafi verið í bifreið frænku sinnar umrætt kvöld, V11, og með þeim hafi verið félagar hans, D, V12 og F. Þau hafi öll farið í samkvæmi að Bæjargili [...] í Garðabæ. E kvaðst hafa farið inn í stofu á jarðhæð hússins og sest þar í sófa. Hafi hann sest hjá ákærða Z og þeir tekið tal saman. Hann taldi að hann hafi verið um það bil 7 mínútur í húsinu þegar hann hafi farið inn á baðherbergi og þá heyrt einhver læti frammi í anddyri. Hann kvaðst hafa þekkt rödd D en ekki heyrt orðaskil. Hann kvaðst hafa farið að kanna hvað væri á seyði og séð D utandyra og tvo eða þrjá stráka að rífast við hann. Hann kvaðst hafa þekkt Helga og Tind þarna fyrir utan og hafi Tindur verið með sveðju í höndum sem hann hafi sveiflað í kringum sig eins og brjálæðingur. Hann kvaðst hafa beðið D um að bíða eftir sér meðan hann færi inn í húsið að ná í bjórinn sinn. Hafi hann gert það og hlaupið út aftur. Þá hafi allir verið horfnir en V11 verið í bíl fyrir utan ásamt V12. Hann minnti að hann hafi einnig séð F fyrir utan húsið. E kvaðst nú hafa hlaupið upp götuna til að athuga með D og þá séð hvar Tindur, Helgi og Z komu á móti sér. Tindur hafi þá enn verið með sveðjuna í höndunum. Hann kvaðst hafa spurt strákana hvað gengi á. Þá hafi Z kýlt hann í andlitið með krepptum hnefa. Hann kvaðst síðan hafa fengið þungt högg í höfuðið og telur að Tindur hafi veitt honum það með sveðjunni. Meira muni hann ekki eftir atvikum nema að einhvern tímann meðan á árásinni stóð og hann legið í götunni hafi hann séð Helga reiða fót sinn til höggs í andlit honum og fundið höggið koma. Þá kvaðst hann muna eftir að hafa staðið upp og sest inn í bíl hjá V11 sem hafi ekið honum á slysadeild. E var sýnd sveðja sú sem haldlögð var á heimili Z og kvaðst hann halda að hún væri stærri en sú sem Tindur hafi verið með í umrætt sinn. V11 skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að hún hafi komið í samkvæmið að Bæjargili [...] með vinum sínum, E, F, V12 og D. Hún kvaðst hafa heyrt og séð þegar ákærði Helgi hafi farið að áreita D rétt fyrir innan anddyrið og hafi Helgi slegið til D en ekki hitt að hún taldi. F hafi þá reynt að róa Helga og Helgi róast um stund. Stuttu síðar hafi hún séð annan pilt, sem hafi verið nefndur Tindur, en hann hafi verið með mikið dökkt krullað hár og í ljósbrúnum bol. Hafi Tindur haldið á sveðju og hafi hann sveiflað sveðjunni og hoggið til D. D hafi hins vegar náð að vinda sér undan. V11 kvað D hafa hlaupið út þegar þetta hafi gerst og kvaðst hún hafa náð í F sem hafi farið að ræða við Tind. Helgi, Tindur og sá þriðji hafi farið á eftir D og hafi þeir lent í slagsmálum. Hún kvaðst hins vegar hafa farið upp í bifreið sína og hafi V12 setið við hlið hennar í farþegasæti. E hafi komið út en farið aftur inn til að ná í bjórinn sinn og sett bjórinn síðan inn í bifreiðina. Síðan hafi E hlaupið á eftir þeim D, F, Tindi, Helga og öðrum sem hún hafi ekki þekkt. Þau hafi haldið á eftir strákunum á bifreiðinni og hafi hún lagt bifreiðinni rétt fyrir aftan þá þar sem E var kominn í slagsmál við Tind, Helga og þann þriðja. Hún kvaðst hafa séð Tind höggva til E með sveðjunni en F staðið á milli og reynt að hindra Tind. Tindur hafi auðsjáanlega ekki ætlað að höggva til F heldur beygt sig yfir F til að koma sveðjuhöggum á E. E hafi að lokum dottið í grasið þar sem Tindur, Helgi og hinn óþekkti hafi sparkað í hann þar sem hann hafi legið í grasinu. Eins hafi hún séð Tind höggva með sveðjunni í E þar sem hann lá varnarlaus í grasinu. F hafi reynt að ýta strákunum í burtu en ekki mátt sín mikils gegn þeim. V11 sagði að E hafi að sjálfsdáðum staðið upp og sest inn í bílinn og hún ekið honum beint upp á slysadeild. V11 sagði að sveðjan sem Tindur hafi verið með hafi verið um 50 sm löng með um 40 sm löngu blaði. Hún hafi verið með bognu blaði eins og sveðja sem notuð sé í arabalöndum. Henni var sýnd í réttinum hin haldlagða sveðja en hún treysti sér ekki til að segja til um hvort að um sömu sveðju væri að ræða. V12 sagði hjá lögreglu og fyrir dómi að fljótlega eftir að þau hafi verið komin í samkvæmið hafi hann tekið eftir að Helgi var að tala við F. Allt í einu hafi hann séð Helga slá til D sem hafi staðið fyrir aftan F. Þetta hafi átt sér stað í forstofu hússins. Ekki kvaðst V12 hafa séð hvort Helga hafi tekist að kýla D eða hvort D hafi tekist að koma sér undan högginu. F hafi nú tekist að róa Helga og D verið kominn að útidyrunum. Þá hafi piltur sem nefndur sé Tindur allt í einu komið innan úr húsinu með arabasveðju við belti sér vinstra megin. Kvaðst V12 hafa séð Tind draga sveðjuna upp úr slíðri og hafi hann otað oddinum á sveðjunni að andliti D þar sem hann hafi staðið í anddyrinu. Ekki kvaðst V12 hafa tekið eftir hvort Tindur hafi hoggið með sveðjunni til D. V11 hafi kallað á F sem hafi komið strax og gengið á milli Tinds og D. V12 kvaðst hafa séð D vera kominn út á götuna fyrir framan húsið og Helgi, Tindur og F fylgt honum á eftir. Helgi hafi ógnað D og D hörfað undan. D hafi nú hlaupið á brott og Helgi og Tindur á eftir ásamt öðrum strák sem V12 kvaðst ekki þekkja en hafa heyrt síðar að væri nefndur Z. E hafi svo komið út og hlaupið á eftir þeim. V12 kvaðst hins vegar hafa sest upp í bifreiðina hjá V11 og þau ekið á eftir strákunum. V11 hafi lagt bílnum rétt hjá F, Helga, Tindi og Z. Hann hafi fylgst með í gegnum afturrúðuna hvað fram fór. E hafi komið hlaupandi að þeim. V12 sagði að þeir hafi allir verið að rífast eitthvað og E ýtt í einhvern þeirra þriggja eins og hann vildi koma þeim frá. Þá hafi Tindur ráðist að E og hafi Tindur verið kominn með sveðjuna í hægri hendi og hoggið með henni að E. F hafi hins vegar reynt að ganga í milli. Allt í einu hafi Tindur skellt E ofan á afturenda bílsins sem hann og V11 voru í og slagsmálin síðan færst upp á grasið aftur og E þá legið í grasinu. Sagðist V12 hafa séð þegar Tindur, Helgi og Z hafi sparkað í E. Hafi þeir allir sparkað í E þar sem hann hafi legið óvígur í grasinu. Hafi Tindur staðið við höfuð E en hann muni ekki hvoru megin Helgi og Z hafi staðið. Vitnið F skýrði svo frá hjá lögreglu og fyrir dómi að fljótlega eftir að þau hafi verið komin inn í húsið að Bæjargili [...] hafi Helgi farið að tala við hann um atburð sem átt hafi sér stað fyrir nokkru síðan. Stuttu síðar hafi Helgi farið að rífast við D um sama mál. Allt í einu hafi hann séð Helga kýla D en F kvaðst hafa staðið á milli þeirra. F kvaðst hafa dregið Helga í burtu og D forðað sér út úr húsinu. Helgi hafi hins vegar rokið út á eftir honum. Hann hafi séð Helga, Tind og Z koma út og Tind með sveðju eða stóran hníf. Tindur hafi otað hnífnum að D. D hafi hörfað undan og að lokum hlaupið í burtu. Þremenningarnir hafi þá hlaupið á eftir D. F kvaðst hafa hugsað sig stutta stund um hvort hann ætti að fara inn og ná í skóna sína en ákveðið að hlaupa frekar af stað á eftir þeim. Hann kvaðst hafa náð Helga, Tindi og Z þar sem þeir voru búnir að ná D við hringtorgið í Bæjargili. Hjá lögreglu sagði hann að þeir hafi verið búnir að skella D í jörðina og staðið yfir honum og sparkað í hann. Fyrir dómi breytti F framburð sínum að því leyti að hann kvaðst núna ekki muna þetta atriði nákvæmlega. Myndi hann aðeins nú að ákærðu hefðu allir staðið yfir D er hann hafi komið að og allir verið á iði eins og hann orðaði það. F kvað D hafa staðið á fætur og forðað sér. F kvaðst nú hafa gengið til baka áleiðis að heimili Z og hafi Helgi, Z og Tindur fylgt honum. Hann kvaðst hafa mætt E á leiðinni og séð hvar V11 kom akandi á eftir E. E hafi farið að kalla til þremenninganna hvers vegna þeir hafi verið að berja D. Helgi, Tindur og Z hafi svarað fyrir sig og hafi það endað með rifrildi. F kvaðst hafa reynt að fá E með sér inn í bílinn til V11 en hann hafi hins vegar orðið æstur og ekki viljað fara inn í bílinn. Helgi, Tindur og Z hafi nú ráðist að E og hafi hann reynt að verja hann eftir bestu getu en ekki mátt sín mikils. F kvaðst hafa séð Tind vera kominn með þá sömu sveðju og hann hafi verið með fyrir framan heimili Z. Hafi Tindur ítrekað hoppað um og hoggið með sveðjunni til E. Kvaðst F hafa reynt að verja E fyrir sveðjuhöggunum og við það skorist á löngutöng og vísifingri vinstri handar auk þess sem nögl á baugfingri hafi skorist. Þremenningunum hafi tekist að sparka E niður og hafi hann legið á jörðinni í fósturstellingu til að hlífa sér við spörkum þeirra. Ekki kvaðst F hafa séð hvort Tindur hafi hoggið með sveðjunni til E eftir að hann féll í jörðina. Allt í einu hafi þremenningarnir hætt og E þá staðið upp og farið inn í bifreiðina til V11 sem hafi ekið honum beina leið upp á slysadeild. V13, móðir ákærða Z, kvaðst ekki hafa orðið vör við að það vantaði hnífa úr eldhúsinu hjá sér að Bæjargili [...]. V14, faðir ákærða Z, sagði að vopnaskápur hans í bílskúrnum að Bæjargili [...]sé ætíð læstur og hann einn með lykil að honum. Þá komu fyrir dóminn og gáfu skýrslur Claudía Ósk Hoeltej, taugasálfræðingur, lögreglumennirnir Guðjón Rúnar Sveinsson, Helgi Gunnarsson, Kristján Ó. Guðnason, Bjarni Bjarnason og Björgvin Sigurðsson. Læknarnir Theódór Friðriksson og Björn Pétur Sigurðsson gáfu skýrslu og staðfestu framlögð læknisvottorð. Að lokum gaf skýrslu fyrir dómi V15 en hann var staddur í samkvæminu að Bæjargili [...] í umrætt sinn. Vitnið D fór á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Í læknisvottorði Theodórs Friðrikssonar frá 6. október 2005 segir meðal annars: „Við skoðun er hann með áverka í andliti, 1/2 cm grunnan skurð á vi. augabrún. Hrufl undir vi. auga u.þ.b. 1/2 cm í þvermál. Það eru þreifieymsli í kringum þessi sár og roði en ekki mikil bólga. Á baki vi. megin fyrir neðan herðablað er u.þ.b. 10 cm löng grunn rispa. Á vi. öxl er lítið hrufl og í vi. handarkrika er 10-15 sm löng grunn rispa. Á hæ. öxl er u.þ.b. 1 cm stórt hruflsár og mar þar í kring. Á hæ. olnboga eru rispur og u.þ.b. 1 1/2 cm skurður sem nær rétt í gegnum húðina. Sár á olnboga var saumað með 2 sporum. Það voru ekki önnur sár sem að kröfðust neinna aðgerða. Það var enginn brotgrunur neins staðar. Greining SBD var sár í andliti, mar í andliti, mar og sár á baki, mar og sár á öxl, sár á olnboga, sár á hendi. Áverkar D eru samkvæmt áverkalýsingu að hann hafi orðið fyrir áverkum á hendur og axlir þegar hann reyndi að verja sig. Þessir áverkar ættu að gróa og jafna sig á tíu dögum til hálfum mánuði. Ekki er reiknað með varanlegum afleiðingum.“ Í læknisvottorði sama læknis frá 6. október 2005 vegna E segir meðal annars: „Við skoðun þá er E með eðlilega meðvitund. Hann er alblóðugur í andliti og föt hans eru einnig blóðug. Hann er með þverstætt sár hæ. megin á hvirfli framarlega. Það nær niður undir kollvik hæ. megin og heldur áfram grunn rispa niður á andlitið. Þessi skurður er ca 7 cm langur. (Sést á meðfylgjandi myndum nr. 1,2 og 3). Á hnakka aðeins vi. megin við miðlínu er 9-10 cm bogalaga skurður. (Sést á myndum nr. 4, 5 og 6 meðfylgjandi). Þessir skurðir eru báðir alveg gegnum höfuðleðrið, djúpir og sést sprunga í höfuðkúpu í botni beggja þessara sára. Hann er svo með grunnan skurð í hnakkagróf, (sést á meðfylgjandi myndum nr. 7 og 8). Þessi skurður er 4-5 cm og fremur grunnur flipalaga skurður og nær ekki djúpt inn í holdið. Eftir að hann hefur verið þrifinn þá kemur í ljós að hann er með áverka í andliti þá hugsanlega eftir högg. Innan á neðri vör hæ. megin er lítið sár og hann er bólginn og svolítið aumur á bæði efri og neðri vör þá hugsanlega eftir einhvers konar högg. Á efra augnloki hæ. megin er hruflsár og væg bólga, eymsli og mar umhverfis augað. Ekki virðast vera aðrir áverkar í andliti. (Þessir áverkar sjást á meðfylgjandi myndum nr. 9 og 10). Á hæ. upphandlegg eru tvær grunnar stuttar rispur sem rétt ná í gegnum húðina en valda ekki dýpra sári. Þær eru sitt hvoru megin við húðflúr sem hann er með á öxlinni. Ofarlega á baki er þverstæð fast að því 20 cm löng grunn húðrispa. Neðar á bakinu er svipuð rák en það er einungis hrufl í húðina ca 1 cm breitt og eymsli þar í kring. (Þessir áverkar sjást á mynd nr. 13 og 14). Á hæ. hendi er hann með mikinn áverka. (Sést á myndum 11 og 12). Þetta gæti hugsanlega verið eftir að hann hafi borið fyrir sig hendi eða reynt að verja sig og fengið högg af þungum hníf eða sveðju. Þetta er sár sem byrjar upp við grunnlið vísifingurs og liggur upp eftir greipinni upp undir liðamótin milli handarkjúku I og II. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta mjög djúpt sár. Samkvæmt nótu handaskurðlæknis sem að síðar gerði að þessu sári þá voru þarna sundur þumalvöðvar, einnig fingurtaugar og slagæðar í fingurinn. Miðað við höfuðáverka verður að telja líklegt að um frekar þungt og beitt verkfæri hafi verið að ræða þar sem að sár sést í beinhimnu og höfuðkúpa sprungin undir. Það var fengin sneiðmynd af höfði sem að sýndi sprungur í höfuðkúpu á tveimur stöðum þar sem að sárin voru. Einnig var örlítil blæðing á yfirborði heilans sem að sennilega er bein afleiðing af höfuðkúpubrotinu en ekki um að ræða alverlegan innankúpu áverka. Bæði sárin á höfði og sárið á hnakkanum voru saumuð saman á SBD. Það var búið um sár á hendi og E var lagður inn á skurðdeild til væntanlegrar aðgerðar á hendinni næsta dag. Björn Pétur Sigurðsson handaskurðlæknir gerði síðan að þessu sári á skurðstofu næsta dag og þar mun hafa komið í ljós eins og áður er getið að um var að ræða áverka á fingurtaug, slagæðar og vöðva þumalfingurs. Greiningar SBD voru höfuðhögg, sár á höfði, höfuðkúpubrot, mar í andliti, sár á hendi, sár í munnholi, sár við auga, sár á öxl, sár á baki, mar á baki og mar í andliti. Reikna má með að sár á höfði grói á tíu dögum til tveimur vikum. Það tekur hins vegar ör u.þ.b. sex mánuði til ár að öðlast sitt endanlega útlit. Höfuðkúpubrot ætti að gróa á nokkrum vikum. Þar sem um var að ræða áverka á taugar og vöðva í hendinni er mögulegt að þar sé um að ræða einhvern varanlegan skaða en væntanlega mun tíminn leiða slíkt í ljós.“ Björn Pétur Sigurðsson bæklunar- og handarskurðlæknir hefur annast E eftir líkamsárásina. Í vottorði hans frá 4. nóvember 2005 segir meðal annars: „Á skurðstofu var gerð aðgerð á hægri hendi í svæfingu. Höndin var skorin milli þumalfingurs og vísifingurs næstum niður að úlnlið. Smávöðvar sem stýra hreyfingu þumals og vísifingurs voru ýmist að öllu leyti eða að miklu leyti sundurskornir. Taugin sem sér þumalhlið vísifingurs fyrir skyni var skorin sundur á tveimur stöðum. Stór slagæð til vísifingurs var skorin í sundur en fingurinn hélt lífi á stórri slagæð hinum megin á fingrinum. Vöðvar, sinar og taug voru saumuð saman. Höndin var að lokum gipsuð. Sjúklingur fór síðan heim eftir skamma veru á legudeild. Sjúklingur kom til umbúðaskipta 12.10.2005 á göngudeild G3 LSH í Fossvogi. Sárin á höfði og hægri hendi voru í góðum gróanda án sýkingamerkja. Saumar voru teknir. Hann fékk nýtt gips á hægri höndina. Gipsið var tekið af hægri hendi 26.10. Þá hófst sjúkraþjálfun á hendinni. Horfur hans eru á þessari stundu þær að líklega mun hann ekki hljóta varanleg mein vegna sprunganna í höfuðkúpu eða blæðingar á yfirborði heila. Þetta er þó óvíst og líklegustu eftirstöðvar yrðu þá höfuðverkur af og til. Það er ljóst að hægri höndin mun aldrei verða söm og áður. Þar sem svo mikill áverki varð á smávöðvum þumals og vísifingurs er líklegt að fínhreyfingar á þessum fingrum verði síðri en áður. Taugin til þumalhliðar vísifingurs var sem áður segir í sundur á tveimur stöðum og ólíklegt að skynjun á þeirri hlið vísifingurs verði eins og áður. Algeng afleiðing taugaáverka á hendi er kuldaóþol í einhver ár eða um alla framtíð. Sjúklingur verður áfram í eftirliti handarskurðlækna á LSH í Fossvogi enn um sinn.“ Niðurstaða. 1. Í þessum þætti málsins er ákærði Helgi Guðmundsson ákærður fyrir að hafa kýlt D með krepptum hnefa í andlitið svo af hlaust hrufl og bólga yfir vinstra kinnbeini. Fram hefur komið í málinu að vitnin D, E, V11, F og V12 komu saman í samkvæmið að Bæjargili [...] í Garðabæ og höfðu ekki dvalið þar lengi þegar í ljós kom að Helga var eitthvað uppsigað við D. F gekk á milli og taldi að sér hefði tekist að róa Helga. Þá sló Helgi skyndilega til D sem hafði staðið fyrir aftan F í forstofunni. D hefur borið að hann hafi fengið bylmingshögg og kastast til en ekki dottið. Höggið hafi lent á vinstra kinnbeini. Ákærði Helgi mundi ekki hjá lögreglu hvort hann hefði kýlt D en fyrir dómi viðurkenndi hann það. V11 sá Helga slá til D en var ekki viss um hvort höggið hitti hann. F sá Helga einnig slá til D en kvaðst ekki hafa séð hvort höggið lenti á D eða hvort það geigaði. Samkvæmt framansögðu telst komin fram sönnun fyrir því að Helgi hafi slegið til D með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir. Ákærði Helgi hefur því gerst sekur um líkamsárás í umrætt sinn og varðar brot hans við 1. mgr. 217. gr almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. 2. Ákærða Tindi er gefið að sök að hafa ógnað D með stórum hnífi eða sveðju með því að ota vopninu að D þar sem hann var staddur í anddyrinu á Bæjargili [...] og með þessari háttsemi vakið hjá D ótta um líf sitt. Fyrir dómi dró D framburð sinn hjá lögreglu til baka um að honum hafi staðið ógn af þessari háttsemi Tinds. Sagði hann fyrir dómi að eftir á að hyggja hafi hann ekki upplifað þennan atburð í þá veru heldur hafi Tindur aðallega notað vopnið með því að leggja áherslu á orð sín þegar hann hafi sagt honum „að drulla sér út “. Í ljósi þessa breytta framburðar ber að sýkna ákærða Tind af þessum lið ákæru fyrir brot gegn 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Ákærðu Helga, Tindi og Z er öllum gefið að sök að hafa ráðist að D við hringtorg við enda Bæjargils í Garðabæ. Ákærða Z er gefið að sök að hafa tekið D hálstaki og snúa hann niður og ákærðu öllum gefið að sök að hafa sparkað í D þar sem hann lá í götunni. Framburður ákærðu er rakinn hér að framan. Tindur neitaði alfarið sök og sagðist aðeins hafa séð Z ná D og hafi Z og Helgi farið að ,,ræða við D”. Þegar Tindur hafi komið á vettvang hafi D hlaupið í burtu. Fyrir dómi kvaðst Helgi muna lítið frá þessum atburði en hafði sagt hjá lögreglu að hann hafi líklegast sparkað tvisvar í D er hann var að falla í jörðina. Z mundi að hann hefði hlaupið á eftir D og „náð“ honum. Hafi hann spurt D hvað það ætti að þýða að vera með „vesen“. Helgi hafi þá komið og D og Helgi eitthvað ýtt hvor í annan. Meira hafi ekki gerst og D farið í burtu. Þessi frásögn ákærðu er mjög ósannfærandi og verður henni vikið að öllu leyti til hliðar enda vandséð hvernig D hlaut áverkana ef ákærðu voru aðeins að spjalla við hann. Verður litið svo á að D hafi verið á flótta undan ákærðu sem veittu honum eftirför en áður hafði ákærði Helgi kýlt D og kastað dós í hann. Í beinu framhaldi af árásinni hringdi D í neyðarlínu og fór á slysavarðstofu. Samtal D við neyðarlínu var hljóðritað og hefur afrit þess verið lagt fram í málinu. Segir hann þar að þrír hafi ráðist á sig. Fram hefur komið að F hljóp á eftir þeim og hjá lögreglu sagði hann að ákærðu hafi staðið yfir D þegar hann hafi komið á vettvang og verið að sparka í hann. Fyrir dómi treysti F sér ekki til að fullyrða að hann hafi séð ákærðu sparka en sagðist muna að þeir hafi allir staðið yfir D og verið á iði eins og hann orðaði það. D hefur fullyrt að haf séð Tind og Helga sparka í sig en var ekki viss um að hafa séð Z gera það. Þykir því varhugavert að fella sök á ákærða Z og verður hann sýknaður af því að hafa sparkað í D en sakfelldur fyrir að taka D hálstaki og fella hann í jörðina. Þessi atlaga Tinds og Helga gat verið stórhættuleg en D reyndi að verja líkama sinn með því að hnipra sig saman í fósturstellingu og halda um höfuðið. Brot ákærðu eru í ákæru réttilega færð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 20/1981. 4. Í þessum lið ákærunnar er ákærði Tindur ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að E vopnaður stórum hnífi eða sveðju og höggvið ítrekað í höfuð hans og líkama. Ákærði neitaði sök hjá lögreglu en fyrir dómi breytti hann framburði sínum og játaði að hafa verið með stóran eldhúshníf er hann réðst á E. Vitnið F kvaðst hafa séð ákærða Tind hoppa um og höggva ítrekað til E. Vitnin V11 og V12 voru stödd í bíl rétt hjá þeim stað þar sem árásin var gerð og sáu þau bæði Tind höggva með sveðju eða hnífi í E. Þá sáu vitnin alla ákærðu sparka í E þar sem hann lá óvígur í jörðinni. Ákærði Tindur hefur borið því við að hann hafi ekki fyllilega gert sér grein fyrir að hann hafi verið með vopn í hendinni. Hafi hann setið í eldhúsinu að Bæjargili [...] og verið að handleika eldhúshníf þegar hann hafi séð fram í forstofu að Helgi var að rífast við D. Hann hafi ómeðvitað verið með hnífinn í hendinni þegar hann hafi hlaupið út á eftir strákunum. Þegar hann hafi verið að slást við E hafi hann ekki fyllilega gert sér grein fyrir að hann væri með hættulegt vopn í hendinni. Samkvæmt fyrirliggjandi læknisvottorðum er það mat læknis að eggvopni hafi verið beitt með þeirri afleiðingu að E hlaut tvo langa og djúpa skurði á höfði og sprungur í höfuðkúpu. Þá hlaut hann blæðingu á yfirborði heilans og mikinn skurð á hægri hendi með þeim afleiðingum að í sundur fóru vöðvar, taugar og slagæð í hendinni. Með vísan til framanritaðs telst sannað að ákærði hafi ráðist að E með þeim hætti sem í ákæru greinir og með atlögu sinni orðið valdur að þeim áverkum sem þar er lýst. Af hálfu ákæruvaldsins er því haldið fram að ákærði hafi með árás sinni gerst sekur um brot gegn 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Um heimfærslu til refsiákvæðis verður fyrst vikið að því áhaldi sem ákærði beitti við árásina. Þrátt fyrir mikla leit lögreglu fannst vopnið ekki. Ákærði kvaðst hafa hent því inn á lóð stutt frá árásarstaðnum. Í læstri hirslu í bílskúr að Bæjargili [...] var geymd sveðja sú sem hald var lagt á. Þessi sveðja, sem er nokkuð stór og þung, var sýnd vitnum við aðalmeðferð málsins. Þau treystu sér ekki til að slá neinu föstu um hvort þessi sveðja væri það vopn sem þau sáu ákærða Tind með. Nokkrum þeirra fannst sveðjan vera stærri en sú sem ákærði hélt á. Er því ekki upplýst í málinu hvaða vopni var beitt. Tvö vitni sögðu að það hafi líkst arabasveðju en ákærði sagði að það hafi verið stór eldhúshnífur úr eldhúsinu að Bæjargili [...]. Húsmóðirin að Bæjargili [...] kom fyrir dóm og kannaðist ekki við að hnífur hefði horfið úr eldhúsinu hjá henni. Verður því engu slegið föstu um vopnið en ljóst er þó að það var einhvers konar hnífur af stærri gerð eða sveðja og líklegast með bognu blaði. Þá taldi læknir líklegt að frekar þungu verkfæri hafi verið beitt þar sem sprunga kom í höfuðkúpu brotaþola E. Verður nú vikið að þeirri hættu sem árásin hafði í för með sér og hver tilgangur ákærða hafi verið. Ljóst er að árásin var stórhættuleg. Samkvæmt læknisvottorði og vitnaframburði lækna hér fyrir dómi mátti ekki miklu muna að ekki færi verr. Tveir skurðir á höfði voru alveg í gegnum höfuðleðrið og sprunga sást á höfuðkúpu undir báðum skurðunum. Mikill áverki var á hægri hendi. Var hún skorin á milli þumalfingurs og vísifingurs næstum niður að úlnlið. Þessi árás ákærða með hættulegu vopni var beinskeitt og án nokkurs réttlætanlegs tilefnis. Þetta vopn var augljóslega til þess fallið að bana manni og ákærði beitti því að höfði E. Vitni segja að ákærði hafi hoggið með vopninu en ekki beitt því eins og um hníf væri að ræða. Ákærða hlaut að vera þetta ljóst og réði hending því að ekki hlaust bani af. Verður samkvæmt þessu litið á atlögu ákærða sem tilraun til manndráps og háttsemi hans talin varða við 211. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 5. Í þessum lið ákæru er ákærða gefið að sök líkamsárás gegn F með því að veita honum áverka með fyrrnefndu vopni er F reyndi að verja E. Við þetta hlaut F rispu á vinstra brjósti, skurðsár á löngu töng og vísifingri og skurð á nögl á baugfingri vinstri handar. Með vætti vitna, sem rakin eru hér að framan, þykir þessi háttsemi ákærða Tinds sönnuð og varðar brot hans við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981. 6. Ákærði hefur játað að hafa haft í vörslum sínum 0,28 g af tóbaksblönduðu hassi og svokallaðan ,,butterfly” hníf. Telst sök hans sönnuð samkvæmt þessum lið ákæru og er brot hans rétt fært til refsiákvæða í ákæru hvað þennan lið varðar. Refsiákvörðun. Ákærði Tindur Jónsson er fæddur 1987. Hann hlaut þann 17. maí 2004 þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm til tveggja ára fyrir líkamsárás, eignaspjöll og fíkniefnalagabrot. Hann er nú að rjúfa skilorð þessa dóms. Ákærði hefur verið fundinn sekur í fyrsta lagi um hættulega líkamsárás gagnvart A, með því að slá hann ítrekað 21. ágúst 2005 með vopni sem á voru einn eða fleiri gaddar. Í öðru lagi hefur ákærði verið fundinn sekur fyrir að hafa við fimmta mann ráðist að C og slegið hann í höfuðið svo að hann féll í jörðina og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans og líkama. Í þriðja lagi fyrir samskonar brot gegn D, að hafa sparkað í hann þar sem hann lá í götunni. Í fjórða lagi fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að E með sveðju eða stórum hnífi. Í fimmta lagi fyrir hættulega árás gegn F er hann reyndi að verja E. Í sjötta lagi hefur ákærði verið fundinn sekur fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum. Sem áður sagði hefur ákærði nú rofið skilorð dómsins frá 17. maí 2004 og verður hann því dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi samkvæmt 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Þær líkamsárásir sem ákærði hefur nú verið sakfelldur fyrir voru allar sérstaklega ófyrirleitnar. Í þrjú skipti beitti ákærði vopni og í tvö skipti sparkaði hann í liggjandi mann. Tilefni árásanna var jafnan lítið eða ekki neitt og allavega ekki í neinu réttlætanlegu samhengi við það sem undan var gengið. Þegar allt þetta er haft í huga og með hliðsjón af 1., 3. og 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga svo og 2. mgr. sömu greinar þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin 6 ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald ákærða frá 2. október 2005 fram að dómsuppsögu með fullri dagatölu. Ákærðu X, Árni Þór Skúlason og Y, eru allir fæddir 1987. Enginn þeirra hefur áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þeir hafa allir verið fundnir sekir um að ráðast að C 13. maí 2005, slá hann í höfuðið, fella hann í jörðina og sparka í höfuð hans og líkama. Þessi árás var gjörsamlega tilefnislaus og dæmin sanna að slíkar árásir geta haft hættulegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem fyrir þeim verða. Þá hefur X verið fundinn sekur um að slá B í andlitið með glerflösku. Sú árás var einnig með öllu tilefnislaus og stórhættuleg. Refsing ákærðu Árna Þórs og Y verður ákveðin fjögurra mánaða fangelsi og refsing ákærða X fangelsi í sex mánuði. Refsing þessara ákærðu er ákveðin með hliðsjón af 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og varðandi X ennfremur með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Rétt þykir með vísan til sakaferils ákærðu að skilorðsbinda refsingu þeirra og niður skal hún falla að liðnum þremur árum haldi ákærðu almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Helgi Guðmundsson er fæddur 1987 og hefur verið fundinn sekur um að hafa þann 2. október kýlt D innandyra að Bæjargili [...] og fyrir að hafa ráðist að D stuttu síðar ásamt meðákærðu Tindi og Z. Þá spörkuðu Helgi og Tindur í D eftir að Z hafði fellt hann í jörðina. Ákærðu spörkuðu meðal annars í höfuð D og eins og áður sagði getur slík atlaga verið stórhættuleg. Þessi árás á D var gerð í sameiningu af ákærðu Helga, Tindi og Z en þeir eltu D uppi án nokkurs réttlætanlegs tilefnis, til þess eins að valda honum tjóni. Við ákvörðun refsingarinnar verður litið til 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og ennfremur til 77. gr. sömu laga hvað ákærða Helga varðar. Ákærði Helgi hefur ekki áður hlotið refsingu. Refsing hans þykir hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi en rétt þykir að skilorðsbinda refsinguna og niður skal hún falla að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 2.-5. október 2005 með fullri dagatölu. Ákærði Z er fæddur 1987. Hann hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í ofangreindri líkamsárás gegn D. Ákærði Z elti D uppi, sneri hann niður með hálstaki en hefur verið sýknaður af því að hafa sparkað í D. Ákærði Z framdi brotið í sameiningu með öðrum og verður því höfð hliðsjón af 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Sakaferill ákærða er þannig að ákvörðun refsingar var frestað skilorðsbundið í tvö ár á hendur honum þann 22. janúar 2004 fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. og 231. gr. almennra hegningarlaga. Þá var hann dæmdur í sekt fyrir ölvunarakstur 29. nóvember 2004 og sviptur ökuleyfi. Ber að taka dóminn frá 22. janúar 2004 upp og dæma refsingu í einu lagi, sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Refsing hans nú þykir hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og niður skal hún falla að liðnum þremur árum haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 2.-5. október 2005 með fullri dagatölu. Upptökukrafa. Samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 verður ákærða Tindi gert að sæta upptöku á 0,38 g af tóbaksblönduðu hassi. Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998 verður ákærða Tindi ennfremur gert að sæta upptöku á „butterfly“ hnífi. Skaðabótakröfur. A krefur ákærða Tind um miskabætur að fjárhæð 700.000 krónur auk dráttarvaxta frá 21. september 2005 til greiðsludags og lögfræðikostnað að fjárhæð 124.500 krónur. Skilyrði eru til að dæma ákærða til að greiða A miskabætur samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993 og þykja þær hæfilega ákveðnar 250.000 krónur. Bera þær vexti samkvæmt 1. mgr 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. ágúst 2005 til 30. desember 2005 en ákærða var kynnt bótakrafan 30. nóvember 2005. Frá 30. desember 2005 til greiðsludags greiði ákærði dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna. D krefst miskabóta úr hendi ákærðu Tinds, Helga Guðmundssonar og Z að fjárhæð 500.000 krónur auk vaxta. Hér að framan hefur dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að sýkna beri ákærða Z af því að hafa sparkað í D og valda honum með því tjóni. Skilyrði eru samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993 að dæma ákærðu Tind og Helga Guðmundsson til þess að greiða D miskabætur og þykja þær hæfilega ákveðnar 200.000 krónur. Ákærða Tindi var birt krafan 14. nóvember 2005 en ákærða Helga 20. október 2005. Vextir dæmast eins og í dómsorði greinir. E sundurliðar kröfu sína þannig á hendur ákærða Tindi að hann krefst 91.800 króna vegna þjáningabóta í 90 daga, 1.020 krónur á dag, sbr. 3. gr. skaðabótalaga. Þá krefst hann 750.000 króna miskabóta samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga, 3674 króna vegna sjúkrakostnaðar, sbr. 1. gr. skaðabótalaga, 47.950 króna vegna munatjóns og að lokum krefst hann lögfræðikostnaðar að fjárhæð 102.280 króna eða samtals 995.704 króna. Viðhlítandi gögn hafa verið lögð fram til stuðnings því að E eigi rétt til þjáningabóta í 60 daga að fjárhæð 61.200 krónur. Samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga á E einnig rétt til miskabóta sem þykja hæfilega ákveðnar 600.000 krónur. Krafa hans um sjúkrakostnað að fjárhæð 3.674 krónur verður ennfremur samþykkt. Ekki þykir fært að fallast á kröfu brotaþola vegna munatjóns þar sem hún þykir ekki nægilega rökstudd. Krafa vegna lögfræðikostnaðar fellur undir réttargæslu og sakarkostnað og er fjallað um þann kostnað hér að neðan. Skaðabótakrafa E verður því tekin til greina með samtals 664.874 krónum. Vextir dæmast eins og í dómsorði greinir en ákærða Tindi var birt bótakrafa E að fjárhæð 940.867 krónur þann 20. október 2005. Sakarkostnaður. Ákærði Tindur greiði skipuðum verjanda sínum, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni hrl., 1.400.000 krónur í málsvarnarlaun, þ.m.t. verjandastörf á rannsóknarstigi, ákærði Helgi Guðmundsson greiði Guðmundi Óla Björgvinssyni hdl., 350.000 krónur í málskostnað, ákærði Z greiði Jóni Egilssyni hdl., 350.000 krónur í málskostnað, ákærði Árni Þór Skúlason greiði Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur hdl., 350.000 krónur í málskostnað, ákærði X greiði Guðmundi Ágústssyni hdl., 350.000 krónur í málskostnað og ákærði Y greiði Hilmari Magnússyni hrl., 350.000 krónur í málskostnað. Virðisaukaskattur er innifalinn í tildæmdum málsvarnarlaunum. Þóknun réttargæslumanna telst til sakarkostnaðar samkvæmt a-lið 1. mgr. 164. gr. laga nr. 19/1991. Þóknun Kristins Bjarnasonar hrl., skipaðs réttargæslumanns A, ákvarðast 160.000 krónur. Þóknun Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hdl., skipaðs réttargæslumanns D, ákvarðast 160.000 krónur og þóknun Gríms Sigurðarsonar hdl., skipaðs réttargæslumanns E, ákvarðast 160.000 krónur. Virðisaukaskattur er innifalinn í tildæmdum launum. Annar sakarkostnaður samkvæmt sakarkostnaðaryfirliti er læknisvottorð A að fjárhæð 23.200 krónur sem ákærði Tindur verður dæmdur til að greiða. Ákærði Tindur verður einnig dæmdur til að greiða læknisvottorð F að fjárhæð 18.200 krónur og læknisvottorð E að fjárhæð 20.700 krónur. Ákærðu Tindur og Helgi Guðmundsson verða í sameiningu dæmdir til að greiða læknisvottorð D að fjárhæð 20.700 krónur. Þá verður ákærði X dæmdur til að greiða læknisvottorð B að fjárhæð 23.200 krónur. Ákærðu Tindur, X, Y og Árni Þór verða dæmdir til þess að greiða læknisvottorð D að fjárhæð 25.700 krónur. Í yfirliti saksóknara kemur einnig fram kostnaður vegna kókaíns-, kannabínóíð-, etanól- og amfetamínákvörðunar. Ekki þykja efni til þess eins og hér háttar að fella þann kostnað á ákærðu. Þessi kostnaður, að fjárhæð samtals 421.563 krónur, er felldur á ríkissjóð. Hins vegar verður ákærði Tindur dæmdur til þess að greiða kostnað samfara DNA rannsókn að fjárhæð 271.732 krónur. Af hálfu ákæruvaldsins var málið sótt af Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari og sem dómsformaður, Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari, kveða upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði, X, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákærðu, Helgi Guðmundsson, Árni Þór Skúlason og Y, sæti fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði, Z, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Gæsluvarðhaldsvist Helga Guðmundssonar og Z frá 2.-5. október 2005 kemur til fádráttar refsingu með fullri dagatölu. Fresta skal refsingu ofangreindra ákærðu í þrjú ár haldi þeir almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði, Tindur Jónsson, sæti fangelsi í 6 ár. Gæsluvarðhaldsvist hans frá 2. október 2005 til dagsins í dag kemur til frádráttar með fullri dagatölu. Ákærði Tindur greiði A, 250.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. ágúst 2005 til 30. desember 2005 en frá þeim degi til greiðsludags greiði ákærði dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laganna. Ákærðu Tindur og Helgi Guðmundsson, greiði D, 200.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. október 2005 til 20. nóvember 2005. Frá þeim degi til greiðsludags beri krafan dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna gagnvart ákærða Helga Guðmundssyni en frá 14. desember 2005 gagnvart ákærða Tindi. Ákærði Tindur greiði E 664.874 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. október 2005 til 20. nóvember 2005 en frá þeim degi til greiðsludags greiði ákærði dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laganna. Upptæk skulu 0,28 g af tóbaksblönduðu hassi og „butterfly“ hnífur. Ákærðu greiði málsvarnarlaun skipaðra verjanda sinna sem hér segir: Ákærði Tindur 1.400.000 krónur til Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar hrl., ákærði Helgi Guðmundsson 350.000 krónur til Guðmundar Óla Björgvinssonar hdl., ákærði Z 350.000 krónur til Jóns Egilssonar hdl., ákærði Árni Þór Skúlason 350.000 krónur til Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur hdl., ákærði X 350.000 krónur til Guðmundar Ágústssonar hdl. og ákærði Y 350.000 krónur til Hilmars Magnússonar hrl. Ákærði Tindur greiði þóknun réttargæslumanns A, Kristins Bjarnasonar hrl, 160.000 krónur og þóknun réttargæslumanns E, Gríms Sigurðssonar hdl., 160.000 krónur. Ákærðu Tindur og Helgi Guðmundsson greiði sameiginlega þóknun réttargæslumanns D, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hdl., 160.000 krónur Annar sakarkostnaður, sem er samtals 403.432 krónur, greiði ákærði Tindur með 350.607 krónum, ákærði Helgi Guðmundsson með 10.350 krónum, ákærði Árni Þór með 6.425 krónum, ákærði X með 29.625 krónum og ákærði Y með 6.425 krónum. Sakarkostnaður að fjárhæð 421.563 krónur greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 564/2012 | Landamerki Samningur Eignarréttur Hefð | Aðilar deildu um landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga í Rangárþingi eystra, sem afmörkuðust af fjörumarki á sjávarkambi, sem aðilar voru sammála um hvar væri, og norður í Dalárfoss. Hæstiréttur lagði til grundvallar að með samningi eigenda jarðanna frá árinu 1899 hefði ágreiningur, sem lengi hafði staðið um landamerki jarðanna, verið leiddur til lykta. Yrðu aðilar að færa sönnur á kröfur sínar að því leyti sem þær vikju frá samningnum. Aðalkrafa HR og HV var í samræmi við samninginn frá framangreindu fjörumarki og að punkti þar sem talið var að Dalá hefði runnið er samningurinn var gerður, en frá punktinum til vesturs fylgdi landamerkjalínan hæðarlínum sem miðuðust við brekkurætur allt að ánni Kvernu, þaðan sem línan var dregin í tiltekna gilbrún allt upp að svonefndum Efribrúnum og endaði línan í Dalárfossi. S taldi að landamerkin milli jarðanna úr fjörumarkinu skyldi til norðurs fylgja svokölluðum Sjóbúðavegi upp að þjóðvegi. Þaðan lægi línan í norðvestur að Dalá, um Austustu Fit og í Kvernu og fylgdi hún svo þeirri línu upp í Kvernufoss og þaðan í Dalárfoss. Hæstiréttur taldi S ekki hafa sýnt fram á stofnast hefði til beins eignarréttar Eystri-Skóga að svæði sunnan þjóðvegar fyrir hefð þótt svæðið hefði verið nýtt á árum áður til eggjatöku og fuglaveiða og að einhverju leyti til beitar. Var því lagt til grundvallar að landamerki jarðanna lægju frá fjörumarkinu í norðlæga stefnu að punkti þar sem talið væri að Dalá hefði runnið er samningurinn frá 1899 var gerður. Túlka yrði samninginn svo að landamerkin fylgdu farveginum til vesturs í farveg Dalár eins og hann væri nú og fylgdi honum allt að og meðfram syðri hluta Austustu Fitjar, en beygði svo til samræmis við afmörkun beggja málsaðila á suðvesturhluta Fitjarinnar og í Kvernu. Merkjalínan fylgdi svo Kvernu til norðausturs í átt að Kvernufossi og Efribrúnum. Ágreiningslaust var í málinu að landamerkjalínan endaði í Dalárfossi, en um legu línunnir frá Kvernu og í Dalárfoss var ágreiningur sem héraðsdómari hafði ekki skorið úr með rökstuddum hætti. Taldi Hæstiréttur ekki nauðsynlegt að ómerkja dóminn vegna þessa, en um legu landamerkjalínunnar að þessu leyti yrði ekki dæmt í málinu. Þá var talið sannað að S hefði fyrir hefð öðlast beinan eignarrétt að tilteknu afgirtu túni sem lá vestan þeirrar línu sem dregin var samkvæmt samningnum frá 1899. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Aðaláfrýjendur skutu málinu upphaflega til Hæstaréttar 27. júní 2012. Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 8. ágúst sama ár og áfrýjuðu þeir öðru sinni 24. sama mánaðar. Þeir krefjast þess aðallega að viðurkennt verði að landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga séu svofelld: Úr hnitapunkti A sem er fjörumark milli Ytri- og Eystri-Skóga, þaðan bein stefna í hnitapunkt B, þar sem áður var farvegur Dalár suðvestan við Eystri-Skógatún, þaðan í hnitapunkt C við rót Brekkna. Þaðan fylgir línan brekkurótum vestur í hnitapunkt C1, þaðan í hnitapunkta C2, D, D1, D2, D3, D4, D5, D6 og D7. Frá þeim hnitapunkti er línan dregin norður í hnitapunkt E, þaðan í hnitapunkta F, F1, F2, F3, F4, F5 og G. Frá þeim hnitapunkti er línan dregin í hnitapunkta G1, G2, G3 og í hnitapunkt H. Frá síðastnefndum hnitapunkti er línan dregin í hnitapunkt I, sem er Dalárfoss. Til vara krefjast þeir þess að viðurkennt verði að landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga séu svofelld: Úr hnitapunkti A sem er fjörumark milli Ytri- og Eystri-Skóga, þaðan í hnitapunkt A1 í suðurjaðri túns norðan þjóðvegar. Þaðan er línan dregin til vesturs eftir jaðri túnsins í hnitapunkt A2 og síðan í hnitapunkta A3, A4, A5, A6, A7, A8 og A9. Frá jaðri túnsins í síðastnefndum hnitapunkti er línan dregin beina stefnu í hnitapunkt B þar sem áður var farvegur Dalár suðvestan við Eystri-Skógatún, þaðan í hnitapunkt C við rót Brekkna. Þaðan fylgir línan brekkurótum í vestur, svo í norður og þá í austur allt eftir sömu hnitapunktum og í aðalkröfu og endar í hnitapunkti I, sem er Dalárfoss. Við bætist að svonefnd Austasta Fit teljist hluti Eystri-Skóga og hún afmarkist með svofelldum hætti: Úr hnitapunkti J sem er þúfa sem skilur að Austustu Fit og Skjólgarðsfit í hnitapunkt K, þaðan í hnitapunkta L, M, N, O, P, Q, R, S, T, U, V og X. Frá síðastnefndum hnitapunkti er línan dregin aftur í hnitapunkt J. Koma hnitapunktar sem aðalkrafa aðaláfrýjenda tekur mið af fram á hnitasettum uppdrætti Landnota ehf. 28. febrúar 2011, sem leiðréttur var 9. apríl 2013, en varakrafa þeirra miðar við hnitapunkta sem koma fram á hnitasettum uppdrætti sama fyrirtækis 18. október 2011, sem leiðréttur var 9. apríl 2013. Í báðum tilvikum krefjast aðaláfrýjendur málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði fyrir sitt leyti 7. nóvember 2012. Hún krefst þess aðallega að viðurkennt verði að landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga skuli vera lína frá hnitapunkti B, sem er vestra fjörumark jarðarinnar, og hið sama og aðaláfrýjendur miða við, um svonefndan Sjóbúðaveg í Strympustein (hnitapunktar C, D, E, F, G, H og I). Landamerkjalínan haldi áfram úr síðastgreindum hnitapunkti I í Dalá og þaðan í Kvernu umlukt Austustu Fit (hnitapunktar J, K, L, M, N, O, P og Q). Línan haldi áfram úr síðastgreindum hnitapunkti Q eftir Kvernu í punkt R og í Kvernufoss (hnitapunktur S) og þaðan í Dalá (hnitapunktur T). Kröfulínan er mörkuð með rauðri línu á uppdrætti Landnota ehf. 15. ágúst 2011, eins og hann var leiðréttur 9. apríl 2013. Til vara krefst hún þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um annað en málskostnað. Í báðum tilvikum krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt fyrir Hæstarétti. I Aðilar málsins deila um þann hluta af landamerkjum jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga, sem afmarkast af fjörumarki á sjávarkambi, sem aðilar eru sammála um hvar sé, og norður í Dalárfoss, sem í gögnum málsins er einnig nefndur Dölufoss og Dalagilsárfoss. Kröfur aðila lúta ekki að merkjum jarðanna í norður frá Dalárfossi. Eystri-Skógar voru í máldaga Jóns biskups Halldórssonar, sem talinn er vera frá 1332, ein af útjörðum kirkjunnar í Ytri-Skógum. Svokallaðar Skógaeignir munu hafa fallið til konungs á 15. öld, en meðal þeirra voru jarðirnar Ytri-Skógar og Eystri-Skógar. Síðarnefnda jörðin er talin hafa verið gerð að lénsjörð prestsins að Skarði í Meðallandi um 1580 en konungur mun hafa selt Henrik Bjelke, ríkisaðmírál, Ytri-Skóga á árinu 1675. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá því um 1709 var að finna athugasemd um að Eystri-Skógar teldust byggðir úr Ytri-Skógum og verið í fyrstu hjáleiga frá þeirri jörð ,,hvað og vera kann, því engin landamerki eru á millum þessara jarða.“ Ágreiningur reis um merki Ytri-Skóga og Eystri-Skóga og gekk dómur um hann á árinu 1768. Sá dómur er ekki til í frumriti, en uppskrift hans hefur verið lögð fram í málinu. Niðurstaða dómsins var að Ytri-Skógum tilheyrði allt land uppi á heiðinni, milli ánna Kvernu, sem í gögnum málsins er einnig nefnd Kverná og Kvarnarhólsá og Dalár, allt fram á Brúnir sem einnig eru nefndar Þverbrekknabrýr þar til ofan eftir hallar. ,,En Eystri Skógum tilheyrir og tildæmast allar Brekkur fyrir neðan Brúnir (eða Þverbrekknabrýr) á milli Dalagilsár og Kvarnarhólsár.“ Í uppskrift dómsins segir einnig svo: ,,En Eystri Skógum tildæmast hér með allar Brekkur niður að sandi og þeirri svokölluðu Austustu Fit, út að Kvarnarhólsá hið neðra, því þar það er margbevísað eru og hafa verið eignarland, slægjuland og stekkjartúnsland Eystri Skóga frá alda öðli“. Eigendur beggja jarðanna skrásettu einhliða landamerki þeirra og var skrásetningum þessum þinglýst á sama manntalsþingi 21. maí 1890. Skrásetning Eystri-Skóga er frá 14. desember 1885 en Ytri-Skóga 22. maí 1886. Eins og gerð er grein fyrir í hinum áfrýjaða dómi var verulegur munur á því hvernig merkjum var lýst í þessum skrásetningum. Eigendur jarðanna gerðu með sér samning 13. desember 1899, sem sagður er staðfestur af stiftsyfirvöldum Íslands og svo þinglýst 29. maí 1902. Í samningnum er annars vegar samið um að Skógafjall skuli vera í tilgreindum hlutföllum sameign jarðanna og hins vegar um landamerki milli þeirra. Í þeim hluta samningsins segir svo: ,,Landamerkjalínan milli Ytri- og Eystri-Skóga skal vera þannig: Úr vörðu á öldunum, sem er fjörumark milli Ytri- og Eystri-Skóga fjöru, bein stefna í Dalagilsfoss síðan úr áðurnefndri vörðu beint allt upp að Dölu suðvestan við Eystri-Skógatún, síðan ræður Dala upp að fossi og svo áfram austan við svonefnda Hnauka ... Auk þess eiga Eystri-Skógar Brekkur allar og Þverbrekkur allt að Efribrúnum, Austustu Fit.“ Í málinu liggja ekki frammi nýrri skjöl um landamerki milli jarðanna. II Hvorki aðalkrafa aðaláfrýjenda né kröfur gagnáfrýjanda eru til fulls reistar á því samkomulagi eigenda jarðanna um merki milli þeirra, sem áður er getið. Aðalkrafa aðaláfrýjenda er í samræmi við samninginn frá fjörumarki á sjávarkambi og punkti þar sem talið er að Dalá hafi runnið suðvestan við Eystri-Skógatún á þeim tíma er samningurinn var gerður. Frá þeim punkti fylgir línan til vesturs ekki Dalá, heldur hæðarlínum sem miðast við brekkurætur allt að Kvernu, en þaðan er línan dregin í gilbrún vestan við Brekkur og Þverbrekkur allt upp að svonefndum Efribrúnum. Liggur línan á gilbrúninni og kveða aðaláfrýjendur línuna norðan Efribrúna fylgja 200 metra hæðarlínu og sé rétt neðan við efstu mörk Efribrúna. Línan endi í Dalárfossi. Varakrafa aðaláfrýjenda miðar við sömu línu að því frátöldu, annars vegar að hún er dregin um tún rétt norðan við núverandi þjóðveg, sem nytjað hefur verið frá Eystri-Skógum, og hins vegar er dregin sjálfstæð lína umhverfis það sem aðaláfrýjendur telja vera mörk Austustu Fitjar, en þessi lína er ekki í beinum tengslum við landamerkjalínu þeirra. Kröfulína samkvæmt aðalkröfu gagnáfrýjanda hefur upphafspunkt í sama fjörumarki á sjávarkambi og kröfulína aðaláfrýjenda sunnan þjóðvegar og fylgir henni skamman veg í norður en beygir svo í norðvestur. Línuna dregur gagnáfrýjandi svo að frá fjörumarkinu og norður að núverandi þjóðvegi fylgi hún svonefndum Sjóbúðavegi sem liggur að mestu leyti verulega vestar en kröfulína aðaláfrýjenda á þessu svæði. Kveður gagnáfrýjandi landið milli kröfulína aðila sunnan þjóðvegar vera um 415 hektarar. Frá þjóðveginum liggi línan í norðvestur að Dalá og um Austustu Fit, eins og gagnáfrýjandi telur að afmarka eigi hana og í Kvernu og fylgi svo þeirri línu upp í Kvernufoss og þaðan í Dalárfoss. Gagnáfrýjandi kveður land það norðan þjóðvegar sem sé á milli þeirra lína er krafa hennar miðar við og línunnar í aðalkröfu aðaláfrýjenda vera um 225 hektarar. Varakrafa gagnáfrýjanda um staðfestingu hins áfrýjaða dóms fylgir kröfum aðaláfrýjenda upp fyrir núverandi þjóðveg, en liggur þaðan í vestur á þann hátt sem lýst er í héraðsdómi. III Við úrlausn málsins verður lagt til grundvallar að með samningi eigenda jarðanna 13. desember 1899 hafi ágreiningur, sem staðið hafði um langa hríð um landamerki þeirra, verið leiddur til lykta. Hefur landamerkjunum ekki verið breytt með samningum eftir það. Verður miðað við, að því leyti sem kröfur aðila í málinu kunna að víkja frá þeim landamerkjum sem ákveðin eru í samningnum, að færa þurfi sönnur á slík frávik. Að því marki, sem samningurinn kann að vera óljós um afmörkun á landamerkjalínu milli jarðanna verður að túlka hann með hliðsjón af öðrum gögnum málsins og staðháttum. Eins og áður greinir eru aðilar sammála um hvar syðsti punktur landamerkjanna sé, sem tilgreindur er sem fjörumark á sjávarkambi. Þótt gagnáfrýjandi hafi sannað að svæði sunnan núverandi þjóðvegar, milli línu sem dregin er í samræmi við samninginn frá 13. desember 1899 og svonefnds Sjóbúðavegar hafi verið nýtt á árum áður frá Eystri-Skógum til eggjatöku og fuglaveiða og að einhverju leyti til beitar, er ósannað að stofnast hafi til beins eignarréttar að landi þessu fyrir hefð. Verður lagt til grundvallar í málinu að landamerki jarðanna liggi frá áðurnefndu fjörumarki í norðlæga stefnu sem tekur mið af Dalárfossi að punkti á melkolli þar sem talið er að Dalá hafi runnið er samningurinn frá 1899 var gerður suðvestan við Eystri-Skógatún. Túlka verður samninginn svo, að landamerkin fylgi farveginum til vesturs í farveg Dalár eins og hann er nú og fylgi honum allt að og meðfram syðri hluta Austustu Fitjar, en merkjalínan beygi svo til samræmis við afmörkun beggja málsaðila á suðvesturhluta Fitjarinnar og í Kvernu. Merkjalínan fylgi svo Kvernu til norðausturs í átt að Kvernufossi og Efribrúnum. Ágreiningslaust er að landamerkjalínan, að því leyti sem um er deilt málinu, endi í Dalárfossi. Um legu landamerkjalínunnar frá Kvernu og í Dalárfoss er ágreiningur, sem héraðsdómari hefur ekki skorið úr með rökstuddum hætti, sbr. f. lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki er af þeim ástæðum nauðsynlegt að ómerkja héraðsdóminn, en um legu landamerkjalínunnar að þessu leyti verður því ekki dæmt í málinu. Gagnáfrýjandi heldur því fram að Eystri-Skógum tilheyri afgirt tún, sem liggur rétt norðan við núverandi þjóðveg og austan við heimreið að bænum. Túnið er í héraðsdómi ranglega sagt vera sunnan þjóðvegarins. Túnið er vestan þeirrar línu, sem dregin verður samkvæmt samningnum frá 1. desember 1899 og fallist er á að framan. Sannað er með framburði vitnanna Guðmundar Vigfússonar, Friðbergs Stefánssonar og Halldórs Benónýs Nellet að tún þetta hafi verið ræktað í áföngum og því lokið um 1970, það hafi þá verið afgirt og nytjað síðan frá Eystri-Skógum átölulaust af eigendum Ytri-Skóga. Hefur gagnáfrýjandi því öðlast beinan eignarrétt fyrir hefð að hinu afgirta landi, sem verður afmarkað á þann hátt, sem greinir í varakröfu aðaláfrýjenda. Samkvæmt öllu framansögðu verða landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga frá fjörumarki á sjávarkambi og að Dalárfossi afmörkuð svo, að því leyti sem um er dæmt í málinu, að þau séu frá óumdeildu fjörumarkinu í norðlæga stefnu í átt að Dalárfossi upp fyrir þjóðveg, en þaðan umhverfis afgirt tún norðan þjóðvegarins og austan heimreiðar að Eystri-Skógum og aftur í línuna sem veit að Dalárfossi og eftir henni að melkolli þar sem áður var farvegur Dalár. Þaðan í vestur eftir eldri farvegi Dalár og í núverandi farveg árinnar áfram í vestur allt að syðri mörkum Austustu Fitjar og meðfram þeim þar til línan beygir til norðurs um suðvesturenda Fitjarinnar, í samræmi við aðalkröfu gagnáfrýjanda og varakröfu aðaláfrýjenda og í Kvernu, en þaðan eftir farvegi hennar í norðaustur og í átt að Kvernufossi og Efribrúnum. Málskostnaðarákvörðun héraðsdóms verður staðfest. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verða aðilar látnir bera hver sinn kostnað af málinu fyrir Hæstarétti. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga frá fjörumarki á sjávarkambi í suðri eru ákveðin svo að þau séu frá fjörumarkinu í norðlæga stefnu í átt að Dalárfossi upp fyrir þjóðveg, en þaðan umhverfis afgirt tún norðan þjóðvegarins og austan heimreiðar að Eystri-Skógum og aftur í línuna sem veit að Dalárfossi og eftir henni að melkolli þar sem áður var farvegur Dalár suðvestan við Eystri-Skógatún. Þaðan í vestur eftir eldri farvegi Dalár og í núverandi farveg árinnar í vestur allt að syðri mörkum Austustu Fitjar og meðfram þeim þar til línan beygir til norðurs um suðvesturenda Fitjarinnar, í samræmi við kröfu gagnáfrýjanda, Sigríðar Júlíu Jónsdóttur, og varakröfu aðaláfrýjenda, Héraðsnefndar Rangæinga og Héraðsnefndar Vestur-Skaftafellssýslu, og í Kvernu, en þaðan eftir farvegi hennar í norðaustur í átt að Kvernufossi og Efribrúnum. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað er staðfest. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður gagnáfrýjanda fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 700.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 28. mars 2012. Mál þetta, sem dómtekið var 16. desember sl., er höfðað með stefnu birtri 28. janúar 2011. Málið var endurupptekið og endurflutt 29. febrúar sl. og dómtekið að því búnu. Aðalstefnandi er Sigríður Júlía Jónsdóttir, kt. 071140-2969, Eystri-Skógum, A-Eyjafjallahreppi. Aðalstefndu eru héraðsnefnd Rangæinga, kt. 490189-2549, Þrúðvangi 18, Hellu og héraðsnefnd V-Skaftafellssýslu, kt. 510589-2629, Ketilsstöðum 2, Vík. Endanlegar dómkröfur aðalstefnanda eru þær að viðurkennt verði að landamerki jarðanna Eystri-Skóga og Ytri-Skóga skuli vera lína dregin sem hér segir: frá Eystra fjörumarki (punktur A) um svonefndan Sjóbúðaveg (punktar B,C,D,E,F,G og H), þaðan í Strympustein (punktur I). Línan er mörkuð með rauðri línu á uppdrætti Loftmynda ehf., dags. 15. ágúst 2011, hnit punktanna eru: austur norður A 478502.7 : 328826.1 B 478404.4 : 329498.1 C 478213.7 : 329886.2 D 478275.6 : 329779.9 E 477786.2 : 330408.0 F 476421.0 : 332175.2 G 476137.5 : 332483.3 H 476601.3 : 334511.5 I 475808.1 : 335321.3 Landamerkjalínan haldi áfram úr punkti I í Dölu og þaðan í Kvernu umlukt Austustu Fit (punktar K, L, M, N, O, P, Q). Línan er mörkuð á uppdrætti Loftmynda ehf., dags. 18. október 2011, hnit punktanna eru: austur norður K 475747.0 : 335155.8 L 475655.9 : 335150.3 M 475560.6 : 335151.7 N 475417.1 : 335183.0 O 475330.0 : 335244.1 P 475370.9 : 335283.6 Q 475498.0 : 335354.0 Landamerkjalínan haldi áfram úr punkti Q á síðastnefndum uppdrætti eftir Kvernu (punktur O á uppdrætti Loftmynda ehf., dags. 15. ágúst 2011) og í Kvernufoss (punktur P á sama uppdrætti, þaðan í Dalsá (punktur Q á sama uppdrætti), hnit punktanna eru: austur norður O 475955.0 : 335358.3 P 476114.9 : 336047.5 Q 477540.7 : 336125.5 Þá krefst aðalstefnandi málskostnaðar úr hendi gagnstefnenda að skaðlausu að mati dómsins. Dómkröfur aðalstefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum aðalstefnanda og þá krefjast þeir málskostnaðar að skaðlausu úr hendi þeirra samkvæmt reikningi. Í gagnsök krefjast gagnstefnendur þess aðallega að viðurkennt verði að landamerki jarðanna Eystri-Skóga og Ytri-Skóga séu með eftirfarandi hætti: Samkvæmt updrætti Landnota ehf., dags. 28. febrúar 2011, úr hnitpunkti A (479414;328294) sem er fjörumark milli Ytri- og Eystri-Skóga, þaðan bein stefna í hnitpunkt B (477301;335204), þar sem áður var farvegur Dölu suðvestan við Eystri-Skógatún, þaðan í hnitpunkt C (477322;335326) við rót Brekkna. Þaðan fylgir línan brekkurótum vestur í hnitpunkt C1 (477151;335277), þaðan í hnitpunkt C2 (476984;335338), þaðan í hnitpunkt D (476576;335329), þaðan í hnitpunkt D1 (476355;335389), þaðan í hnitpunkt D2 (476267;335414), þaðan í hnitpunkt D3 (476230;335455), þaðan í hnitpunkt D4 (476063;335488), þaðan í hnitpunkt D5 (475945;335590), þaðan í hnitpunkt D6 (475884;335699) og þaðan í hnitpunkt D7 (475901;335759). Frá punkti D7 er línan dregin norður í hnitpunkt E (475944;335803), þaðan í hnitpunkt F (476129;335755), þaðan í hnitpunkt F1 (476147;335873), þaðan í hnitpunktF2 (476229;335992), þaðan í hnitpunkt F3 (476336;336203), þaðan í hnitpunkt F4 (476311;336301), þaðan í hnitpunkt F5 (476334;336233), þaðan í hnitpunkt G (476613;336471). Frá hnitpunkti G er línan dregin í hnitpunkt í hnitpunkt G1 (476744;336305), þaðan í hnitpunkt G2 (476922;336186), þaðan í hnitpunkt G3 (477160;336089) og í hnitpunkt H (477287;336145). Frá síðastnefndum punkti er línan dregin í Dalagilsfoss, hnitpunktur I (477438;335963). Framangreind kröfulína er mörkuð með rauðri línu á uppdrát Landnota ehf., dags. 28. febrúar 2011. Til vara krefjast gagnstefnendur þess að viðurkennt verði að landamerki jarðanna Eystri-Skóga og Ytri-Skóga séu með svofelldum hætti: Úr hnitpunkti A (479414;328294) sem er fjörumark milli Ytri- og Eystri-Skóga, þaðan í hnitpunkt A1 (477481.1;334243,3), í suðurjaðri túns norðan þjóðvegar. Þaðan er línan dregin til vesturs eftir jaðri túnsins í hnitpunkt A2 (476934.8;334609.4), þaðan í hnitpunkt A3 (476954.8;334635.5), þaðan í hnitpunkt A4 (476968.0;334627.3), þaðan í hnitpunkt A5 (477067.0;334743.9), þaðan í hnitpunkt A6 (477257.9;334716.8), þaðan í hnitpunkt A7 (477197.3;334559.4), þaðan í hnitpunkt A8 (477416.3;334425.6), þaðan í hnitpunkt A9 (477488.8;334419.0). Frá jaðri túnsins í síðastnefndum hnitpunkti A9 er línan dregin í beina stefnu í hnitpunkt B (477301;335204), þar sem áður var farvegur Dölu suðvestan við Eystri-Skógatún, þaðan í hnitpunkt C (477322;335326) við rót Brekkna. Þaðan fylgir línan brekkurótum vestur í hnitpunkt C1 (477151;335277), þaðan í hnitpunkt C2 (476984;335338), þaðan í hnitpunkt D (476576;335329), þaðan í hnitpunkt D1 (476355;335389), þaðan í hnitpunkt D2 (476267;335414), þaðan í hnitpunkt D3 (476230;335455), þaðan í hnitpunkt D4 (476063;335488), þaðan í hnitpunkt D5 (475945;335590), þaðan í hnitpunkt D6 (475884;335699), þaðan í hnitpunkt D7 (475901;335759). Frá punkti D7 er línan dregin norður í hnitpunkt E (475944;335803), þaðan í hnitpunkt F (476129;335755), þaðan í hnitpunkt F1 (476147;335873), þaðan í hnitpunkt F2 (476229;335992), þaðan í hnitpunkt F3 (476336;336203), þaðan í hnitpunkt F4 (476311;336301), þaðan í hnitpunkt F5 (476334;336233), þaðan í hnitpunkt G (476613;336471). Frá hnitpunkti G er línan dregin í hnitpunkt G1 (476744;336305), þaðan í hnitpunkt G2 (476922;336186), þaðan í hnitpunkt G3 (477160;336089), þaðan í hnitpunkt H (477287;336145), þaðan í hnitpunkt I (477438;335963), að því undanskildu að svonefnd Austasta Fit teljist hluti Eystri-Skóga og hún afmarkist með svofelldum hætti: Úr hnitpunkti J (475789.5;335274.3) sem er þúfa sem skilur að Austustu Fit og Skjólgarðsfit, þaðan í hnitpunkt K (475747.0;335155.8), þaðan í hnitpunkt L (475655.9;335150.3), þaðan í hnitpunkt M (475560.6;335151.7), þaðan í hnitpunkt N (475417.1;335183.0), þaðan í hnitpunkt O (475330.0;335244.1), þaðan í hnitpunkt P (475370.9;335283.6), þaðan í hnitpunkt Q (475498.0;335354.0), þaðan í hnitpunkt R (475616.6;335376.5), þaðan í hnitpunkt S (475656.4;335396.0), þaðan í hnitpunkt T (475725.1;335409.4), þaðan í hnitpunkt U (475759.3;335437.3, þaðan í hnitpunkt V (475824.3;335513.6) og þaðan í hnitpunkt X (475878.7;335523.1). Frá síðastnefndum punkti er línan dregin í hnitpunkt J (475789.5;335274.3). Varakröfulínan er mörkuð með rauðri línu á uppdrætti Loftmynda dags. 18. október 2011. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi gagnstefndu samkvæmt reikningi. Gagnstefnda krefst sýknu af kröfum gagnstefnenda og málskostnaðar úr hendi þeirra að mati dómsins. Málavextir. Málavextir eru þeir að aðalstefnandi fer með eignaráð jarðarinnar Eystri-Skóga í A-Eyjafjallahreppi,Rangárþingi eystra en aðalstefndu eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Ytri-Skóga, en hún er vestan megin við Eystri-Skóga. Aðalstefnandi segir landamerki jarðanna ekki fullkomlega ljós í skriflegum gögnum og hafi verið deilt um þau um aldir þótt undanfarna áratugi hafi ekki verið beinn ágreiningur um landamerkin. Telur aðalstefnandi rétt að skrásetja þau með formlegum hætti en ekki hafi náðst samkomulag við aðalstefndu og sé því nauðsynlegt að fá dóm um þau. Jarðirnar munu vera meðal svonefndra Skógajarða og liggur Suðurlandsvegur í gegnum þær. Sunnan þjóðvegarins séu þær sandar með litlum gróðri og felist landnýting fyrst og fremst í veiði og eggjatöku. Einstaka landskikar hafi verið ræktaðir en norðan þjóðvegar séu jarðirnar ræktaðar og einkennist þar af því að vera fremur landlitlar til landbúnaðar. Heimildir um jörðina Ytri-Skóga má rekja allt aftur til Landnámu. Af máldaga frá árinu 1332 má ráða að þá hafi bændakirkja verið á jörðinni og undir hana heyrt jörðin Eystri-Skógar. Í jarðabókargögnum Árna Magnússonar segi að Eystri-Skógar hafi verið hjáleiga frá Ytri-Skógum og sé það ástæðan fyrir því að engin landamerki séu milli jarðanna. Þá komi fram að Ytri-Skógar hafi átt selstöðu upp undan Eystri-Skógum sem brúkuð hafi verið átölulaust. Á 18. öld hafi risið deilur um landamerki milli jarðanna og hafi þeim lokið með dómi sýslumanns Rangæinga árið 1786. Landamerkjabréf Ytri-Skóga hafi verið undirritað 22. maí 1886 en þar segi um merki jarðarinnar gagnvart Eystri-Skógum um austurhliðina að steinhrúga suður á sjávarkambi, sem sé bæði fjöru- og landmark, eigi að bera eða miðast beina sjónhending í miðjan Dalagilsfoss, Dalagil aðskilji síðan nokkuð langt til norðurs heiðarland Ytri- og Eystri-Skóga hvort frá öðru. Landamerkjabréf Eystri-Skóga er tekið hafi til merkja gagnvart Ytri-Skógum hafi verið undirritað af eigendum jarðarinnar 14. desember 1885. Um merki frá fjöru upp að Dalagili segi að fjörumark milli Eystri-Skóga og Ytri-Skóga sé grjótvarða á Öldunum fram við fjöru sem eigi að bera í Dalagilsárfoss, úr þessari vörðu sé bein lína á sandinum sem næst til útnorðurs, það langt að þangað til að sjá má Kvarnarhólsárfoss, liggi þá markið upp á milli svonefndrar Austustu fita og miðfitar og þaðan beina sjónhending upp í Kvarnarhólsá, svo ráði áin í gilinu þangað til komi á móts við efri Þverbrekknabrýr, liggi þá markið austur á við með brúnunum og það austur að miðtungugili og með þeim brúnum ofan við svo nefnt laufeimi og álfhól og kofaskjól, úr því ráði Dalagil. Hvorugt þessara bréfa ber með sér að hafa verið áritað um samþykki gagnaðila. Í dómi Hæstaréttar Íslands nr. 24/2007 sé að nokkru fjallað um eignarrétt að Skógaeignum og segi þar svo orðrétt: „Svokallaðar Skógaeignir munu hafa fallið til konungs á 15. öld og til þeirra þá talist Ytri-Skógar, Eystri-Skógar, Drangshlíð, Skarðshlíð, Bakkakot, Hörðuskáli, Lambafell og Berjanes. Eystri-Skógar eru taldir hafa verið gerðir að lénsjörð prestsins að Skarði í Meðallandi um 1580, en konungur mun hafa selt Henrik Bjelke ríkisaðmíráli Ytri-Skóga á árinu 1675. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín var að finna athugasemd um að „Eystriskógar undir Eyjafjöllum þykjast menn hafa heyrt, að byggðir sé úr Ytriskógum og hafi prestinum í Meðallandi lagðir verið, nær prestunum voru lénsjarðir til uppheldis eftirlátnar, en nær vita menn ekki, og hafi Eystriskógar í fyrstu verið hjáleiga frá enum ytri, hvað og vera kann, því engin landamerki eru á millum þessara jarða. Þar til hefur og selstaða frá Ytriskógum brúkuð verið nærri upp undan Eystriskógum átölulaust af þeirrar jarðar meðeigendum.“ Deilur risu þegar á leið um merki milli Ytri-Skóga og Eystri-Skóga og gekk dómur um þau á árinu 1768. Ekki var þar vikið sérstaklega að Skógafjalli eða merkjum jarðanna svo að teljandi sé til norðurs.“ Ekki mun vera vitað um frumeintak dómsins frá 1768 (Skógadóms), en fyrir liggur í málinu lýsing Þórðar Tómassonar, forstöðumanns Byggðasafnsins í Skógum, á dóminum. Þar segi m.a.: „Af landamerkjadómi Jóns sýslumanns og meðdómenda hans er það að ráða að engar gildar landamerkjaskrár hafa verið fyrir hendi, dómurinn hefur alfarið byggst á vitnatöku og hún hefur sannað langvarandi not bænda í Eystri-Skógum af landi vestan Dalsár. Ber þar eigi síst að nefna slægjur í heiðarhallinu gegnt bænum í Eystri-Skógum þar sem heita Þverbrekkur og stekkjarstöður jarðarinnar í heiðarhorninu neðan þeirra. Þröngt hefur verið fyrir dyrum í Eystri-Skógum án þeirra nota. Ytri-Skógum var dæmt allt land uppi á heiðinni „á millum Kvarnarhólsár og Dalagilsár og það allt austur að Dalagili eða Dalagilsá,samt allt fram á Brúnir, eða svokallaðar Þverbrekknabrýr, þar til ofan eftir hallar. En Eystri-Skógum tilheyrir og tildæmast allar brekkur fyrir neðan Brúnir (eða Þverbrekknabrýr) á milli Dalagilsár og Kvarnarhólsár. Svo Ytri-Skógar eiga allt heiðarland allt austur að Dalagilsá hið efra. En Eystri-Skógum tildæmast hér með allar brekkur niður að sandi og þeirri svokölluðu Austustufit út að Kvarnarhólsá hið neðra, því það er margbevísað eru og hafa verið eignarland, slægjuland og stekkjartúnsland Eystri-Skóga frá alda öðli og hvað Ytri-Skógamenn hafa leitast við að veikja þennan eignarrétt Eystri-Skóga er fánýtt, veikt og ólögmætt“. Dómurinn vekur athygli á því að enginn þurfi að furða sig á því þótt lönd jarða liggi á misvíxl „svo einn eigi efra, annar neðra, því þar til finnast mörg dæmi undir Eyjafjöllum hvar margbýlt og þröngbýlt var og er“. Þverbrekknabrýr eru heiðarbrúnin ofan og vestan við Þverbrekkur, órofin austan frá Dalsá að Kvarnarhólsá innan við Kvarnarhólsárfoss (Kvernufoss). Neðan hennar, vestur frá Þverbrekkum og vestur í Heiðarbrún heitir Þverbrekknadalur“. Þórður taki fram að dómurinn sé ekki að öllu leyti vel skýr og kunni það að liggja í því að hann þekkist ekki í frumriti, en Þórður hafi stuðst við afrit Einars Sighvatssonar á Ystaskála frá því um 1850. Skjöl frá lokum 19. aldar beri með sér að landamerkin hafi ekki komist á hreint þrátt fyrir Skógadóm. Gerðar hafi verið landamerkjaskrár fyrir báðar jarðirnar árið 1885 og hafi þeim ekki borið saman um landamerkin. Eigi þær sammerkt að vera einhliða yfirlýsingar sem ekki hafi verið samþykktar af gagnaðila. Sé því sönnunargildi þeirra takmarkað. Í árslok 1899 hafi eigendur jarðanna gert samning um landamerkin og eignarrétt að Skógafjalli. Þar segi að Skógafjall, afréttarland Skóga, sem liggi milli Jökulsár og Fjallgilsár, skuli vera eign Ytri- og Eystri-Skóga þannig, að Ytri-Skógar eigi 4/5 hluta afréttarlandsins en Eystri-Skógar 1/5. Tekið var fram að engar aðrar jarðir eigi rétt til upprekstrar í fjallið. Þá hafi landamerkin milli jarðanna verið ákveðin þannig að úr vörðu á Öldunum, sem er fjörumark milli Ytri- og Eystri-Skóga, bein stefna í Dalagilsfoss, síðan úr áður nefndri vörðu beint allt upp að Dölu suðvestan til Eystri-Skógatún, síðan ræður Dala upp að Fossi, og svo áfram austan við svonefnda Hnauka, allt inn að Kambsfjöllum og þaðan norður til jökuls. Auk þess eiga Eystri-Skógar Brekkur allar og Þverbrekkur allt að Efribrúnum, Austustu Fit. Í áðurgreindum dómi Hæstaréttar nr. 24/2007 sé vikið að þessum samningi og segi þar að líta verði svo á að samningurinn frá 14. desember 1899 sem staðfestur hafi verið 14. september 1901 af svokölluðum stiftsyfirvöldum Íslands hafi til samans sönnunargildi um mörk eignarlands Ytri-Skóga og Eystri-Skóga að því er Skógafjall varði. Þá segi í dóminum að þegar mat sé lagt á þessar heimildir verði að gæta að því að Eystri-Skógar hafi öldum saman talist vera svokölluð útjörð Ytri-Skóga og virðist engin merki hafa verið milli jarðann fram á 18. öld, en fyrst hafi risið ágreiningur um hvað heyrði til hvorrar þeirra og hafi honum fyrst verið lokið með samningnum í desember 1899 þar sem kveðið hafi verið á um landamerki og sameign um Skógafjall. Stefnandi tekur fram að hann hafi gert nokkra þinglýsta leigusamninga í landi Eystri-Skóga um sumarbústaðajarðir sem séu m.a. í brekkunum austan við íbúðarhúsið að Eystri-Skógum. Málsástæður og lagarök aðalstefnanda. Aðalstefnandi segir kröfugerð sína lúta að því að frá staðfest með dómi hver landamerkin séu milli jarðanna Eystri-Skóga og Ytri-Skóga. Hann hafi markað á uppdrætti á dómskjali nr. 3 landamerkjalínu sem hann krefjist að verði viðurkennd. Til glöggvunar hafi einnig verið lagður fram á dómskjali nr. 12 annar uppdráttur af jörðunum frá 4. apríl 2007 þar sem markaðar séu tvær línur, annars vegar gul lína og hins vegar rauð lína. Sé rauða línan nálægt því að vera í samræmi við kröfu aðalstefnanda en með gulu línunni séu landamerkin sýnd eins og einhver kynni að halda fram að þau væru. Á milli línanna sé u.þ.b. 415 ha svæði sunnan þjóðvegar en u.þ.b. 225 ha svæði norðan þjóðvegar. Við ákvörðun landamerkja sunnan þjóðvegar komi til skoðunar 2. töluliður samningsins frá 1899 en þar segi að landamerkjalínan skuli vera úr vörðu á Öldunum, sem sé fjörumark milli Ytri- og Eystri Skóga fjöru, bein stefna í Dalagilsfoss. Varðan sé merkt með punktinum A á dómskjali nr. 3 en frá þeim punkti sjáist upp í Dalagilsfoss. Á leiðinni sé langur kafli þar sem fossinn sé ekki í sjónfæri. Í stað þess að miða við þessa beinu línu hafi a.m.k. síðastliðin 70 ár og líklega lengur verið miðað við svonefndan Sjóbúðaveg, en hann liggi í hlykkjum frá þjóðveginum niður að punktinum A. Vegurinn sé varðaður og við það miðað að landið vestan vegar tilheyri Ytri-Skógum en landið austan vegar tilheyri Eystri-Skógum. Hafi eigendur og ábúendur jarðanna haft eftirlit með því að fólk frá jörðinni á móti væri ekki að sniglast yfir veginn en það hafi helst komið fyrir við veiðar og eggjatöku eða þegar börn hafi verið að leik. Á síðustu öld hafi jarðarafnotin einmitt falist í eggjatöku og hafi verið litið á það sem stuld ef egg væru tekin röngu megin við veginn. Þá bendir aðalstefnandi á að Eystri-Skógum tilheyri óumdeilt landskiki sunnan þjóðvegar sem hafi verið ræktaður og girtur af eiganda Eystri-Skóga. Ef landamerkin væru umrædd bein lína frá punktinum A upp í Dalagilsfoss, þá tilheyrði hluti ræktaða skikans Ytri-Skógum. Hið sama væri að segja um heimreiðina frá þjóðveginum að bænum Eystri-Skógum. Aðalstefnandi fullyrðir að hún og fyrri eigendur Eystri-Skóga hafi farið með landið austan Sjóbúðavegar sem sitt eigið land í marga áratugi, eins og ræktun jarðarskika, heimreið og eggjataka séu til vitnis um. Aðalstefnandi byggir á því að hefð hafi skapast um að landamerkin réðust af áðurnefndum Sjóbúðavegi, hafi Eystri-Skógum tilheyrt land austan vegarins en Ytri-Skógum land vestan hans. Aðalstefnandi byggir á þeim hluta samningsins frá 1899 þar sem segi að Eystri-Skógar eigi Brekkur allan og Þverbrekkur allt að Efribrúnum, Austustu Fit. Á brekkunum séu m.a. sumarbústaðalóðir sem aðalstefnandi hafi gert lóðarleigusamninga um. Aðalstefnandi byggir á því að brekkurnar nái niður að þjóðvegi andspænis áðurnefndum Sjóbúðavegi en viðurkennir að vissulega dragi úr halla eftir því sem nær dragi þjóðveginum og þar nálgist landið að vera sléttlendi. Telur aðalstefnandi fráleitt að miða landamerkin eingöngu við halla í landinu og megi ráða það af landkostum og landamerkjum að öðru leyti. Austasta Fit sé nánast á sléttlendi mjög nærri þjóðveginum og tilheyri Eystri-Skógum óumdeilt samkvæmt áðurgreindu samkomulagi. Aðalstefnandi byggir á yfirlýsingu Þórðar Tómassonar en hann sé manna fróðastur um Skógajarðir og örnefni sem þeim tengist. Í yfirlýsingunni segi að Austasta Fit sé austan við Kvernu og afmarkist hún að vestan af Kvernu, að suðvestan og sunnar af Dölu (Dalsá), að austan af Skjólgarðsfit sem greind sé í örnefnaskrá Eystri-Skóga saminni af Ólafi H. Jónssyni á Eystri-Sólheimum. Hún hafi verið nytjuð frá Eystri-Skógum og austast á henni sé glögg rúst hins forna skjólgarðs. Um vestanverða Skjólgarðsfit sé landamerkjalínan sem Jón Hjörleifsson í Eystri-Skógum hafi lengst af viljað halda milli Eystri-Skóga og Ytri-Skóga. Landamerkjaþúfan sé enn óglögg og Austasta Fit sé öll grasi gróin. Aðalstefnandi leggur til grundvallar að því að varðar mörk Austustu Fitjar að hún sé meðfram Kvernu og nái niður að þjóðvegi á móts við Sjóbúðaveg. Allt annað væri óeðlilegt með tilliti til staðhátta og landamerkjanna að öðru leyti. Aðalstefnandi vísar til meginreglna eignaréttar og ákvæða laga um hefð nr. 46/1905, einkum 1. til 3. gr. Aðalstefnandi fullyrðir að hann og fyrri eigendur jarðarinnar Eystri-Skóga hafi farið með landið innan landamerkjalínunnar sem tilgreind sé í kröfugerð sem sitt eigið í marga áratugi, miklu meira en 20 ár. Þá séu önnur skilyrði hefðar einnig uppfyllt. Málskostnaðarkrafa er reist á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök aðalstefndu. Sýknukrafa aðalstefndu er á því byggð að landamerki jarðanna Ytri-Skóga og Eystri-Skóga skuli vera með þeim hætti sem krafist sé af þeirra hálfu í gagnstefnu, þ.e. grundvallist á samkomulagi um landamerki jarðanna frá 13. desember 1899. Aðalstefndu hafna alfarið dómkröfulínu aðalstefnanda enda styðjist hún ekki við neinar heimildir og sé bersýnilega í ósamræmi við gildandi samning um landamerki milli Eystri-Skóga og Ytri-Skóga frá 1899. Samningurinn sé í fullu gildi enda hafi eigendur jarðanna aldrei gert samkomulag um önnur mörk, hvorki formlega né í verki. Þvert á móti hafi aðalstefnandi byggt á því að samkomulagið sé í fullu gildi, sbr. málatilbúnað hennar og eigenda Ytri-Skóga í Hæstaréttarmálinu nr. 24/2007. Aðalstefndu mótmæla því harðlega að í framkvæmd hafi verið miðað við að landamerkjalínan miðaðist við svonefndan Sjóbúðaveg og þá er mótmælt þeirri fullyrðingu í stefnu að eigendur og ábúendur jarðanna hafi haft sérstakt eftirlit með því að fólk frá jörðinni væri ekki að sniglast yfir veginn og þar með landamerkin. Vegir þjóni vitanlega ekki þeim tilgangi að vera landamerki og staðsetning þeirra ráðist af allt öðrum þáttum. Sé því fráleitt að halda því fram að lega vegarins víki til hliðar þinglýstum landamerkjum. Þá hafna aðalstefndu því alfarið að hefð hafi skapast um að landamerkin ráðist af Sjóbúðavegi. Vegurinn liggi um ógróinn fjörusand og einu notin af landsvæðinu séu í formi eggjatöku. Aðalstefndu mótmæla því að eigendur Eystri-Skóga hafi nýtt hið umþrætta svæði með samþykki eigenda Ytri-Skóga. Þótt aðalstefnanda tækist að sýna fram á að hún hefði stundað eggjatöku á svæðinu þá séu þau not alltof takmörkuð og stopul til að skilyrði um 20 ára óslitið eignarhald sé fullnægt, sbr. 1. mgr. 2. gr. hefðarlaga nr. 46/1905. Þá er byggt á því að eigendum og ábúendum Skógajarða hafi allt frá árinu 1899 verið fullkunnugt um hið þinglýsta samkomulag um landamerkin. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. hefðarlaga sé ekki hægt að vinna hefð með umráðum sem náðst hafa með óráðvandlegu athæfi. Hafi þetta ákvæði verið túlkað þannig að bein vitneskja hefðanda um eignarréttindi annarra komi í veg fyrir að hefð vinnist. Sé þegar af þeirri ástæðu ekki hægt að taka dómkröfulínu aðalstefnanda til greina vegna vitneskju hennar og forvera hennar um að hluti landsins austan við þá línu væri eign aðalstefndu. Aðalstefndu hafna því að það hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins að vegurinn frá þjóðvegi að bænum á Eystri-Skógum sé að hluta innan þess lands sem aðalstefndu geri kröfu um í máli þessu. Alþekkt sé að vegir heimreiða liggi oft innan lands næstu jarðar. Þá er því mótmælt að tilvist túns vestan dómkröfulínu aðalstefndu geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Sönnunarbyrði um að aðalstefnandi hafi hefðað eignarrétt á túninu, þvert á gildandi samning um landamerkin, hvíli á henni sjálfri. Enda þótt aðalstefnanda tækist að sýna fram á eignarhefð að túninu þá sé ljóst að hún væri bundin við túnið sjálft. Sé fráleitt að ætla að nýting túnsins geti orðið grundvöllur að eignarhefð á fleiri hundruðum hektara lands þar fyrir sunnan. Þá mótmæla aðalstefndu því að svonefndar Brekkur geti undir nokkrum kringumstæðum náð allt niður að þjóðvegi. Sé farið á vettvang sé mjög greinilegt hvar brekkunum sleppi og sléttlendi taki við. Aðalstefndu hafna því að samkomulagið frá 1899 sé ótvírætt um að Austasta Fit skuli tilheyra Eystri-Skógum. Þá er því hafnað að Austasta Fit sé staðsett eins og miðað sé við í stefnu. Málsástæður og lagarök gagnstefnenda. Gagnstefnendur byggja á því að árið 1899 hafi eigendur Eystri- og Ytri-Skóga gert fyrirvaralaust samkomulag um landamerki milli jarðanna. Það hafi verið undirritað af ábúendum beggja jarða og staðfest af stiftsyfirvöldum Íslands 14. september 1901. Sé byggt á því að samkomulagið sé í fullu gildi enda hafi eigendur jarðanna hvorki gert samkomulag um önnur mörk né farið fram á endurskipti á landinu. Gagnstefnda hafi sjálf byggt á samkomulaginu fyrir dómi og er þar vísað til Hæstaréttarmálsins nr. 24/2007 en þar hafi samkomulagið verið lagt til grundvallar niðurstöðu málsins. Gagnstefnendur byggja kröfur sínar alfarið á samkomulaginu frá 1899. Upphafspunkturinn A sé varða á Öldum á mörkum Ytri-Skógafjöru og Eystri-Skógafjöru. Ekki sé ágreiningur um upphafspunktinn en gagnstefnda staðsetji umrædda vörðu á sama stað í stefnu. Gagnstefnendur byggja á því að frá þessum upphafspunkti eigi að draga línuna í hnitpunkt B sem sé þar sem talið sé að Dala (Dalagilsá) hafi runnið árið 1899 suðvestan við Eystri-Skógatún. Sé punkturinn settur niður á melkoll sem áin hafi ekki náð að eyða, en ljóst sé að landslag hafi breyst nokkuð frá árinu 1899 vegna framburðar Dölu í aldanna rás. Hins vegar liggi fyrir glögg kort af svæðinu frá árinu 1904 og þá sé vísað til dönsku herforingjaráðskortanna sem gerð hafi verið í upphafi 20. aldar og sérstakra túnakorta sem hinir dönsku landmælingamenn hafi unnið. Sé innbyrðis samræmi milli kortanna varðandi afmörkun á túnum Eystri-Skóga. Gagnstefnendur byggja á því að í samkomulaginu frá 1899 komi fram að Eystri-Skógar skuli eiga Brekkur allar og Þverbrekkur allt að Efribrúnum og hafi brekkurnar náð allt niður að Dölu að austanverðu. Því sé punktur B dreginn í punkt C en af kortum megi ráða að það séu neðri mörk brekknanna um 1899. Þaðan sé brekkurótum fylgt vestur um hnitpunkta C1, C2, D, D1, D2, D3, D4, D5, D6, D7 og E við Kvernu. Frá síðastnefndum hnitpunkti sé línan dregin upp á gilbrún vestan við Brekkur og Þverbrekkur og allt upp að Efribrúnum. Línan liggi á gilbrúninni í hnitpunktunum E,F, F1, F2, F3, F4, F5 og G. Þaðan séu merkin dregin austur frá hnitpunkti G meðfram efri mörkum Efribrúna í hnitpunktum G, G1, G2, G3 og H. Línan norðan Efribrúna fylgi 200 metra hæðarlínu og sé rétt neðan við efstu mörk Efribrúna. Frá síðastnefndum punkti H sé línan dregin í Dölufoss (Dalagilsfoss) í hnitpunkt I. Gagnstefnendur telja að samkomulagið frá 1899 um merkin milli jarðanna sé skýrt. Með því að hafa kort frá umræddum tíma til hliðsjónar megi leiða í ljós merkin með tiltölulega nákvæmum hætti. Það sem helst veki vafa í samkomulaginu séu upphafsorð merkjalýsingar um að merkin skuli vera úr vörðu á Öldunum, sem sé fjörumark milli Ytri- og Eystri-skóga fjöru, bein stefna í Dalagilsfoss. Telja gagnstefnendur augljóst að þarna sé einungis um að ræða stefnumarkalínu og tilraun til að staðsetja umrædda vörðu á sandinum. Sé það rökrétt niðurstaða með tilliti til textans sem á eftir komi, en hann sé á þessa leið: „síðan úr áður nefndri vörðu beint alt upp að Dölu suðvestan við Eystri-Skógatún; síðan ræður Dala upp að fossi.“ Telja gagnstefnendur af framansögðu ljóst að þeir hafi gætt hófs í kröfugerð sinni og valið þann skýringarkost sem gangi skemur hvað þá varði. Gagnstefnendur mótmæla með öllu að gagnstefnda og forverar hennar hafi nokkru sinni farið með ágreiningslandið austan Sjóbúðavegar sem sitt eigið. Sé raunar viðurkennt í stefnu að einu notin af landinu neðan þjóðvegar hafi verið veiðar og eggjataka. Jafnvel þótt þau not teldust sönnuð af hálfu gagnstefnenda þá sé engu að síður fráleitt að þau not geti verið grundvöllur eignarhefðar. Gagnstefnendur mótmæla því alfarið að svonefndar Brekkur geti undir nokkrum kringumstæðum náð allt niður að þjóðvegi eins og miðað sé við í stefnu. Mjög greinilegt sé hvar brekkunum sleppi og láglendi taki við. Landamerki milli jarðanna geti því aldrei náð niður að þjóðvegi. Þá er því mótmælt að samkomulagið frá 1899 sé ótvírætt um að Austasta Fit skuli tileyra Eystri-Skógum. Þá er því mótmælt að Austasta Fit sé staðsett á þeim stað sem haldið sé fram í stefnu. Vísað er til laga nr.41/1919 um landamerki o.fl. og meginreglna íslensks eignaréttar um landamerki. Krafa um málskostnað er reist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök gagnstefndu. Gagnstefnda vísar til stefnu í aðalsök og byggir í gagnsök á sömu málsástæðum og í aðalsök. Gagnstefnda mótmælir því að hafa byggt á samkomulaginu frá 1899 fyrir dómstólum án nokkurs fyrirvara. Samkomulagið hafi m.a. verið lagt til grundvallar niðurstöðu dóms í máli Hæstaréttar nr. 24/2007 en sakarefnið hafi ekki haft með landamerki Eystri- og Ytri-Skóga að gera. Málsaðilar hafi verið samaðilar í því máli og engin afstaða hafi verið tekin til þeirra landamerkja sem hér sé deilt um. Gagnstefnda mótmælir því að lína sem markast af hnitpunktum og lýst sé í kröfugerð gagnstefnenda sé í samræmi við samkomulagið frá 1899. Þá mótmælir gagnstefnda því að dönsku herforingaráðskortin hafi sérstaka þýðingu í málinu. Þau hafi ekki eignarréttarlegt gildi, ekki komi fram hvenær þau hafi verið unnin, í hvaða tilgangi og þá komi ekki fram hvort eigendur jarðanna hafi viðurkennt nákvæmni þeirra. Gagnstefnda mótmælir því að hafa ekki farið með landið sem tilheyrir Eystri-Skógum sem sitt eigið. Hafi eigendur jarðarinnar ekki einvörðungu farið með umrætt land sem sitt eigið þegar veiði og eggjataka séu annars vegar. Sjóbúðavegurinn hafi verið notaður sem landamerki og hafi eigendur Eystri-Skóga ekki mátt fara yfir veginn á landsvæði Ytri-Skóga og öfugt. Þá bendir gagnstefnda á að landamerkjalínan eins og hún sé dregin í kröfugerð gagnstefnenda fari bæði yfir ræktuð lönd aðalstefnanda og heimreið að íbúðarhúsinu að Eystri-Skógum. Hafi það ekkert með veiði eða eggjatöku að gera. Þá mótmælir gagnstefnda staðhæfingum í gagnstefnu um staðsetningu á Brekkum og á Austustu Fit. Krafa um málskostnað er reist á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Niðurstaða. Ágreiningur málsaðila snýst um landamerki milli jarðanna Ytri- og Eystri-Skóga. Aðilar virðast að nokkru leyti sammála um gildi samnings sem gerður var þann 13. desember 1899 milli þáverandi eigenda jarðanna og markaði landamerkjalínu milli jarðanna en deila um túlkun hans, sérstaklega hvernig afmarka skuli Brekkur allar og Þverbrekkur allt að Efribrúnum. Ekki er ágreiningur um staðsetningu fjörumarksins milli jarðanna sem er varða á svokölluðum Öldum en aðalstefnandi telur að hefð standi til þess að landamerkin þaðan fari eftir svokölluðum Sjóbúðavegi sem varðaður er í sandinn sunnan þjóðvegarins. Þá er ágreiningur um staðsetningu Austustu Fitar, en hún markar mörk jarðanna í vestri, og jafnframt um það til hvorrar jarðarinnar hún falli. Samkvæmt umræddum samningi er nokkuð ljóst að landamerkin milli jarðanna voru ákveðin frá hinni óumdeildu vörðu á Öldunum með beina stefnu í Dalagilsfoss. Aðalstefnandi telur að víkja verði frá samningnum að þessu leyti og beri að miða við að merkin liggi um svokallaðan Sjóbúðaveg. Óumdeilt er í málinu að einu notin af landinu sunnan þjóðvegar hafi verið veiðar og eggjataka. Þá er óumdeilt að Eystri-Skógum tilheyrir landskiki sunnan þjóðvegar sem hefur verið ræktaður og girtur af eiganda Eystri-Skóga, en þessi skiki er vestan framangreindrar línu og myndi því tilheyra Ytri-Skógum ef línan sem samningurinn getur um er látin ráða. Fram hefur komið fyrir dóminum að undanfarna áratugi hafi Sjóbúðavegurinn verið notaður sem landamerki og hafi eigendur Eystri-Skóga ekki mátt fara yfir veginn á landsvæði Ytri-Skóga og öfugt. Ljóst er að hafi hugur eigenda jarðanna staðið til þess að breyta landamerkjum milli jarðanna að þessu leyti hefur ekki verið staðið að þeirri breytingu með þeim hætti sem lýst er í 4. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki. Þá verður ekki talið að not aðalstefndu af landsvæðinu í formi veiða, eggjatöku og landgræðslu leiði til þess að hún hafi haft svo víðtæk umráð landsvæðisins að þau bendi til eignarréttar hennar. Þá ber til þess að líta að báðum aðilum var kunnugt um efni samkomulagsins frá 1899 og landamerkin sem þar eru tilgreind. Eru því ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um hefð og verður kröfugerð aðalstefnanda að þessu leyti því hafnað. Kemur þá til skoðunar hvernig afmarka skuli svonefndar Brekkur, en samkvæmt samkomulaginu skyldu Eystri-Skógar eiga Brekkur allar og Þverbrekkur allt að Efribrúnum, Austustu Fit. Við skýringu á þessu samningsákvæði ber að hafa hliðsjón af svonefndum Skógadómi frá 1768, þrátt fyrir að hann sé nú aðeins til í endursögn. Þar segir að Eystri-Skógum tildæmist allar brekkur fyrir neðan Brúnir (eða Þverbrekknabrýr) á milli Dalagilsár og Kvarnarhólsár, en Ytri-Skógar áttu allt heiðarland allt austur að Dalagilsá hið efra. Þá er tekið fram að Eystri-Skógum tildæmist allar brekkur niður að sandi og þeirri svokölluðu Austustu Fit. Tekið er fram að það sé margbevísað að þar hafi verið eignarland, slægjuland og stekkjartúnsland Eystri-Skóga frá alda öðli, en Ytri-Skógamenn hafi leitast við að veikja þennan eignarrétt Eystri-Skóga. Hafa ber í huga að verði fallist á kröfugerð gagnstefnenda, myndi nánast ekkert láglendi tilheyra Eystri-Skógum vestan bæjarins. Verður að telja með ólíkindum að samningurinn frá 1899 hafi falið í sér slíka ráðstöfun þegar litið er til þess hve jörðin yrði þá rýr að landkostum. Verður því að telja með hliðsjón af öllu framansögðu að Eystri-Skógum tilheyri ekki aðeins framangreindar brekkur heldur einnig láglendi í framhaldi af þeim niður að sandi eins og ráða má af Skógadómi. Þykir mega við það miða að Austasta Fit tilheyri Eystri-Skógum eins og varakrafa gagnstefnenda lýtur raunar að. Þá þykir með hliðsjón af málavöxtum öllum eðlilegt að suðurmörkin miðist nánast við þjóðveginn þannig að frá hnitpunkti A1 eins og honum er lýst í varakröfu gagnstefnenda liggi mörkin í vestur að hnitpunkti I eins og honum er lýst í kröfugerð aðalstefnanda og þaðan um hnitpunkta J, K, L, M, N, O, P og Q eins og þeim er lýst í kröfugerð aðalstefnanda. Að öðru leyti en hér segir skulu aðalstefndu sýknir af kröfum aðalstefnanda í aðalsök og með sama hætti skal gagnstefnda sýkn af kröfum gagnstefnenda í gagnsök að öðru leyti en hér hefur verið lýst. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að málskostnaður falli niður bæði í aðalsök og gagnsök. Hjörtur O. Aðalsteinsson dómstjóri kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Landamerki milli jarðanna Eystri-Skóga og Ytri Skóga eru sem hér segir: Úr hnitpunkti A (478502.7 : 328826.1) norður í hnitpunkt A1 (477481.1 : 334243,3), þaðan vestur í hnitpunkt I (475808.1 : 335321.3) og haldi landamerkjalínan áfram úr punkti I í Dölu og þaðan í Kvernu umlukt Austustu Fit (punktar K, L, M, N, O, P, Q eins og þeim er lýst í endanlegri kröfugerð aðalstefnanda). Að öðru leyti en hér segir skulu aðalstefndu, héraðsnefnd Rangæinga og héraðsnefnd V-Skaftafellssýslu, sýknir af kröfum aðalstefnanda, Sigríði Júlíu Jónsdóttur, í aðalsök og með sama hætti skal gagnstefnda sýkn af kröfum gagnstefnenda í gagnsök að öðru leyti en hér hefur verið lýst. Málskostnaður fellur niður bæði í aðalsök og gagnsök. |
Mál nr. 95/2017 | Kærumál Dómari Vanhæfi | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem dómari málsins vék sæti með vísan til f. og g. liða 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson, Helgi I. Jónsson og Viðar Már Matthíasson.Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 6. febrúar 2017 sem barst héraðsdómi sama dag og réttinum ásamt kærumálsgögnum16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 25. janúar 2017þar sem Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað á um að hann viki sæti í máli sóknaraðilagegn varnaraðilum. Kæruheimild er í a. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 ummeðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verðifelldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilinn, Ólafur Ólafsson, krefststaðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar, en aðrir varnaraðilarhafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. ISóknaraðili, sem kveðst vera hagsmunasamtökalmennra hluta- og sparifjáreigenda og hafi meðal annars þann skráða tilgang aðgæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendumhlutabréfa og annarra verðbréfa, fjölmiðlum og öðrum þeim sem haft geta áhrif áhag þeirra er fjárfesta í hlutabréfum, verðbréfum og öðrum sparnaðarleiðum.Tilgangi sínum kveðst sóknaraðili meðal annars ná með því að hafa vakandi augameð því að reglur um verðbréfaviðskipti séu virtar og reka í eigin nafni eðaannarra dómsmál til þess að tryggja að lögbundin réttindi félagsmanna séu virt.Sóknaraðili höfðaði mál þetta fyrir héraðsdómi með stefnu birtri 10. og 19.febrúar 2016 til heimtu skaðabóta úr hendi varnaraðila eða til viðurkenningar áskaðabótaskyldu þeirra. Sóknaraðili gerir grein fyrir því í héraðsdómsstefnu aðsamtökin hafi eignast fyrir framsal öll hlutabréf sem tiltekinn lífeyrissjóður hafiátt í Kaupþingi banka hf. Varnaraðilar hafi verið í fyrirsvari fyrir bankann eðahaft sérstök tengsl við hann og eigi það að leiða til þess að skaðabótaábyrgðþeirra allra sé óskipt á því tjóni sem krafan tekur til. Sóknaraðili kveðsthafa eignast 196.108 hluti í bankanum með framangreindum hætti ,,auk allratilheyrandi kröfuréttinda, þ.m.t. skaðabótakrafna ... vegna allra þeirrahlutabréfa sem lífeyrissjóðurinn átti í Kaupþingi fram að falli bankans 2008.“Reiknist sóknaraðila svo til að tjón lífeyrissjóðsins, sem hann leiði rétt sinnfrá, hafi verið 902.493.733 krónur. Hafi það falist í nettómismun kaupverðs hlutabréfasem lífeyrissjóðurinn keypti annars vegar og söluverðs þeirra hlutabréfa, semhann seldi fyrir fall bankans, auk arðs sem hann hafi notið af hlutabréfunumhins vegar. Er framangreind fjárhæð aðalkrafa sóknaraðila í málinu. Sóknaraðili reisir rétt sinn til skaðabótaá því að varnaraðilar beri óskipta ábyrgð á því tjóni, sem lífeyrissjóðurinnhafi orðið fyrir vegna markaðsmisnotkunar sem átt hafi sér stað í starfsemiKaupþings banka hf. á árunum 2007 til 2008. Hafi þeir með markaðsmisnotkun,meðal annars þeirri sem þeir Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur og Magnús hafaverið sakfelldir fyrir með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013 ogdómi Hæstaréttar frá 6. október 2016 í máli nr. 498/2015, valdið tjóninu.Varnaraðilinn Ólafur beri einnig ábyrgð óskipt með hinum vegna áhrifa sinna ástjórn bankans. Auk þess vísar sóknaraðili til markaðsmisnotkunar sem sakfelltvar fyrir í dómi Hæstaréttar 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014. Afmálatilbúnaði sóknaraðila verður ráðið að veigamesta tilvik áðurnefndrar markaðsmisnotkunarsé það sem ákært var fyrir í I. kafla ákæru þeirrar er dæmt var um í dómiHéraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013 og síðar í Hæstarétti í máli nr.498/2015. Sú markaðsmisnotkun hafi átt sér stað á tímabilinu frá 1. nóvember2007 til 9. október 2008 og hafi í stórum dráttum falist í því að deild eiginviðskipta Kaupþings banka hf. keypti mikið magn hlutabréfa í bankanum ísvonefndum pöruðum viðskiptum og seldi síðan hlutabréfin í stórumutanþingsviðskiptum til eignalausra eða eignalítilla félaga þannig að bankinnlánaði kaupverðið að fullu eða að verulegu leyti, oftast án annarra tryggingaen hlutabréfanna sjálfra. Með þessu hafi verði hlutabréfa í bankanum á markaðiverið haldið of háu og látið líta svo út að mun meiri eftirspurn væri eftirhlutabréfunum en raun bar vitni. Varnaraðilar kröfðust aðallega frávísunarmálsins frá héraðsdómi, en til vara sýknu þar sem skilyrði til skaðabóta væruekki fyrir hendi. IIMeð hinum kærða úrskurði vék héraðsdómarisá, sem með málið skyldi fara, sæti þar sem sonur hans, Magnús KristinnÁsgeirsson, yfirlögfræðingur kauphallar Nasdaq OMX á Íslandi hf., hafi gefiðskýrslu sem vitni fyrir héraðsdómi í málinu nr. S-206/2013. Taldi dómarinn sigvera vanhæfan til að fara með málið með vísan til f. liðar og eftir atvikum g.liðar 5. gr. laga nr. 91/1991. Af gögnum málsins verður ráðið að Magnús KristinnÁsgeirsson, lögfræðingur, hafi ráðist til starfa sem fastráðinn starfsmaður áeftirlitssviði kauphallar Nasdaq OMX á Íslandi hf. í byrjun árs 2008 og átt aðsinna þar ráðgjöf. Hann hafi síðar orðið forstöðumaður lögfræðisviðs kauphallarinnar.Fyrir liggur að Magnús Kristinn ritaði ásamt forstöðumanni eftirlitssviðs bréf27. janúar 2009 til Fjármálaeftirlitsins um viðskipti með hlutabréf í Glitnibanka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Straumi-BurðarásiFjárfestingabanka hf. Í bréfinu kom meðal annars fram að kauphöllin hafiathugað verðmyndun á hlutabréfum í bönkunum og veitt því athygli að miðlararinnan bankanna, sem áttu viðskipti fyrir eigin reikning þeirra á síðustumánuðum, hafi keypt mun fleiri hlutabréf í þeim en þeir seldu. Þegar mikillsöluþrýstingur hafi verið hafi miðlararnir ,,allt að því“ einokað viðskiptin ákauphlið tilboðabókar eigin banka. Slíkur kaupþrýstingur geti haft talsverðáhrif á verðmyndun hlutabréfanna. Í bréfinu var jafnframt gerð sérstaklegagrein fyrir athugun sem tók til tímabilsins frá 2. maí til 3. október 2008 ogfjallað um kaup miðlara hjá hverjum hinna fjögurra banka, meðal annars hjáKaupþingi banka hf. Í niðurstöðum bréfsins kom fram að ástæða væri til aðrannsaka frekar hvort þessi eigin viðskipti bankanna hafi verið í samræmi viðlög. Væri vert að taka til skoðunar hvort bankarnir hafi verið að tryggjaóeðlilegt verð á markaði með því að halda verði hlutabréfa uppi eða koma í vegfyrir lækkun þeirra og hvort bankarnir hafi með fyrrgreindri háttsemi sinnibrotið gegn ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Fjármálaeftirlitið hóf rannsókn á málinu ogsendi 1. október 2009 kæru til sérstaks saksóknara vegna ætlaðrarmarkaðsmisnotkunar með hlutabréf í Kaupþingi banka hf. frá júní 2005 tiloktóber 2008. Sú kæra leiddi til ákæru meðal annars á hendur varnaraðilunumHreiðari Má, Ingólfi, Magnúsi og Sigurði sem um var dæmt í áðurnefndu héraðsdómsmálinr. S-206/2013 og var til endurskoðunar í hæstaréttarmálinu nr. 498/2015. Í þvímáli gaf Magnús Kristinn skýrslu fyrir héraðsdómi sem vitni. Þar bar hann meðalannars um eftirlit kauphallarinnar með hlutabréfamarkaði og rannsókn á ætlaðrimarkaðsmisnotkun í starfi Kaupþings banka hf. Í málinu liggur einnig fyrir bréf kauphallarinnar30. september 2011, undirritað af Magnúsi Kristni, sem er svar við bréfiFjármálaeftirlitsins 16. ágúst sama ár þar sem því var haldið fram aðkauphöllin hefði ekki sinnt rafrænu eftirliti með hlutabréfamarkaði hér á landimeð fullnægjandi hætti fram til hausts 2008. Í áðurnefndu svarbréfikauphallarinnar var meðal annars fjallað um ætlaða markaðsmisnotkun bankanna,ástæður fyrir henni, um burði bankanna til þess að hafa áhrif á verð hlutabréfaá markaði, ætlaðan hlut stjórnenda bankanna í markaðsmisnotkuninni, sölu bankannaá miklu magni hlutabréfa í utanþingsviðskiptum og takmarkaða möguleikakauphallarinnar við eftirlitsstarf sitt vegna eðlis ætlaðrar markaðsmisnotkunarog aðferðar við hana. IIIEins og fram er komið er mál þetta höfðaðaf hálfu sóknaraðila til heimtu skaðabóta óskipt úr hendi varnaraðila vegnatjóns sem leiddi af markaðsmisnotkun þeirri sem þeir hafi með einum eða öðrumhætti verið sakfelldir fyrir. Veigamikill hluti markaðsmisnotkunarinnar er sáhluti sem dæmt var um í héraðsdómsmáli nr. S-206/2013 og dómi Hæstaréttar ímáli nr. 498/2015. Í málinu er meðal annars ágreiningur um hvort skilyrðiskaðabótaábyrgðar vegna ætlaðs tjóns af markaðsmisnotkuninni séu fyrir hendi. Ekkier sjálfgefið að um skaðabótaábyrgðina sjálfa og umfang hennar, ef til kemur,gildi að öllu leyti sömu sjónarmið og við mat á refsinæmi háttsemi þeirrar, semsakfellt hefur verið fyrir. Vegna þátttöku Magnúsar Kristins í rannsókn áatvikum að markaðsmisnotkun þeirri, sem sóknaraðili telur að valdið hafi því tjónisem hann krefst bóta fyrir, og bréfa sem Magnús Kristinn hefur undirritað oghafa þýðingu í málinu, kann að vera að hann verði kvaddur fyrir dóm sem vitni.Eru því ekki efni til að hnekkja því mati héraðsdómara að honum beri að víkjasæti í málinu með vísan til f. og g. liða 5. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt þessuverður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðilanum ÓlafiÓlafssyni kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Sóknaraðili, Samtök sparifjáreigenda,greiði varnaraðila, Ólafi Ólafssyni, 350.000 krónur í kærumálskostnað.Úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 25. janúar 2017.Mál þetta, sem þingfest var 5. apríl2016, er höfðað af Samtökum sparifjáreigenda, Borgartúni 23, Reykjavík, meðstefnu birtri 10. og 19. febrúar 2016. Stefndu eru Hreiðar Már Sigurðsson, meðlögheimili í Lúxemborg, Ingólfur Helgason, með lögheimili í Lúxemborg, MagnúsGuðmundsson, með lögheimili í Lúxemborg, Ólafur Ólafsson, með lögheimili íSviss, og Sigurður Einarsson, með lögheimili að Þorragötu 7, Reykjavík. Stefnandi krefst þessaðallega að stefndu verði dæmdir in solidum til að greiða stefnanda 902.493.733krónur, ásamt vöxtum skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. október 2008 tilþingfestingardags, en með dráttarvöxtum skv. 6. gr. sömu laga frá þeim degi tilgreiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndu verði dæmdir in solidumtil að greiða stefnanda skaðabætur að álitum, ásamt vöxtum skv. 8. gr. laga nr.38/2001 frá 9. október 2008 til þingfestingardags, en með dráttarvöxtum skv. 6.gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til þrautavara krefst stefnandi þessað viðurkennd verði skaðabótaskylda stefndu in solidum gagnvart stefnanda vegnafjártjóns stefnanda sem hlotist hafi af markaðsmisnotkun stefndu með hlutabréfí Kaupþingi banka hf. á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 9. október 2008. Íöllum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu. Stefndu Hreiðar Már,Magnús, Ólafur og Sigurður tóku til varna í málinu og krefjast þess aðallega aðmálinu verði vísað frá dómi en til vara að þeir verði sýknaðir af öllum kröfumstefnanda. Jafnframt krefjast þeir málskostnaðar að mati dómsins. Fram kemur í stefnu aðstefnandi byggir málatilbúnað sinn á almennum reglum skaðabótaréttar umskaðabótaábyrgð utan samninga. Fullsannað sé að stefndu hafi sameiginlegaviðhaft markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi á árunum 2007-2008,orsakatengsl séu milli þeirrar háttsemi og tjóns stefnanda og að tjónið sésennileg afleiðing hennar. Er m.a. vísað til þess að stefndu hafi allir veriðsakfelldir fyrir þá háttsemi sem málatilbúnaður stefnanda byggist að mestuleyti á, sbr. dóm Hæstaréttar 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014 og dómHéraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S-206/2013. Hafi dómarnir fullt sönnunargildium þau málsatvik sem í þeim greini þar til hið gagnstæða sé sannað, sbr. 4.mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 4. mgr. 116. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála.Með tilliti til þesshvernig mál þetta er vaxið, og þar sem dómara er kunnugt um það að sonur hans,Magnús Kristinn Ásgeirsson, yfirlögfræðingur Kauphallarinnar, Nasdaq á Íslandi,gaf skýrslu sem vitni fyrir héraðsdómi í framangreindu máli nr. S-206/2013,lítur dómari svo á að hann sé vanhæfur til að fara með málið með vísan til ákv.f-liðar og eftir atvikum g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.Ákveður dómari því að víkja sæti í máli þessu.Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður uppúrskurð þennan.Úrskurðarorð:Ásgeir Magnússon dómstjóri víkur sætií máli þessu. |
Mál nr. 623/2013 | Skaðabótamál Líkamstjón Tímabundið atvinnutjón Varanleg örorka Vextir Dráttarvextir Orlof | Í kjölfar þess að A lenti í umferðarslysi deildu A og T hf. um fjárhæð bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, árslaunaviðmið varanlegrar örorku, ársvexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón og dráttarvexti. Talið var að bæta yrði A skyldubundið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð, enda teldust þær greiðslur til árslauna við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ágreiningslaust var að A ætti rétt á að fá greiddar bætur að tiltekinni fjárhæð vegna tímabundins atvinnutjóns sem námu mánaðarlegum launum í tólf mánuði. Var því hafnað að A ætti einnig rétt á að fá bætur vegna orlofs, enda fengi hann þá orlofið tvígreitt. Þá var talið að A hefði verið rétt að krefja vinnuveitanda sinn um forfallalaun sem hann átti rétt á samkvæmt 4. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Meðal annars breytti engu í því tilliti þótt A hefði þegið laun frá einkahlutafélagi sem hann var í fyrirsvari fyrir og var í hans eigu og að félagið hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta rúmum tveimur árum eftir slysið. Ágreiningslaust var að meta skyldi árslaun A eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og var fallist á með A að miða skyldi við árslaun hans tiltekin tvö ár og að árslaun fyrir annað árið yrðu uppreiknuð. Talið var að kröfu um vexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón skyldi miða við þann dag er slysið varð. Varðandi upphafsdag dráttarvaxta þótti ekki hafa verið unnt að slá því föstu að A ætti ekki rétt til frekari greiðslu frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum fyrr en þann dag sem T hf. miðaði við. | Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Aðaláfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. september 2013. Hann krefst aðallega sýknu af kröfu gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að tildæmd fjárhæð verði lækkuð og málskostnaður felldur niður. Gagnáfrýjandi áfrýjaði héraðsdómi fyrir sitt leyti 3. desember 2013. Hann krefst þess að aðaláfrýjandi greiði sér 28.640.099 krónur með 4,5% vöxtum af 8.362.886 krónum frá 24. september 2008 til 24. september 2009, af 28.640.099 krónum frá þeim degi til 10. desember 2010 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 259.445 krónum 24. september 2008, 300.000 krónum 12. mars 2009, 1.925.000 krónum 27. mars 2009, 350.000 krónum 1. apríl 2009, 350.000 krónum 4. maí 2009, 350.000 krónum 2. júní 2009, 350.000 krónum 1. júlí 2009, 350.000 krónum 4. ágúst 2009, 262.000 krónum 8. september 2009, 262.000 krónum 5. október 2009, 262.000 krónum 2. nóvember 2009, 262.000 krónum 27. nóvember 2009, 262.000 krónum 4. janúar 2010, 262.000 krónum 1. febrúar 2010, 262.000 krónum 1. mars 2010, 262.000 krónum 31. mars 2010, 262.000 krónum 3. maí 2010, 262.000 krónum 1. júní 2010, 262.000 krónum 1. júlí 2010, 262.000 krónum 3. ágúst 2010, 262.000 krónum 2. september 2010, 262.000 krónum 1. október 2010, 262.000 krónum 1. nóvember 2010, 3.000.000 krónum 2. desember 2010, 1.285.368 krónum 30. ágúst 2011, 2.000.000 krónum 11. október 2011, 7.714.333 krónum 20. desember 2011 og 138.481 krónu 18. júní 2012. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Málsatvikum og málsástæðum aðila er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar greinir varð gagnáfrýjandi fyrir umferðarslysi 24. september 2008 á leið heim úr vinnu og krefur hann aðaláfrýjanda um bætur úr lögboðinni slysatryggingu ökumanns. Með matsgerð 22. október 2010 var gagnáfrýjandi talinn óvinnufær frá slysdegi til 24. september 2009 en á þeim degi var talið að heilsufar hans væri orðið stöðugt. Varanlegur miski var metinn 30 stig en varanleg örorka 55%. Í málinu er ekki ágreiningur um bótaskyldu aðaláfrýjanda eða niðurstöður matsgerðar um líkamstjón gagnáfrýjanda. Jafnframt greinir aðila ekki á um fjárhæð þjáningarbóta eða bóta fyrir varanlegan miska. Að öðru leyti deila þeir um uppgjörið, en gagnáfrýjandi tók við bótum frá aðaláfrýjanda 20. desember 2011 með fyrirvara. Þannig stendur ágreiningur þeirra um fjárhæð bóta fyrir tímabundið atvinnutjón, árslaunaviðmið varanlegrar örorku, ársvexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón og dráttarvexti. II Til viðbótar þeim bótum sem gagnáfrýjandi fékk greiddar vegna tímabundins atvinnutjóns gerir hann kröfu sem svarar til 8% framlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð og 10,17% vegna orlofs á laun. Þá telur gagnáfrýjandi að ógreiddar séu 491.519 krónur af höfuðstól vegna þessara bóta. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 skal bæta það atvinnutjón sem tjónþoli verður fyrir frá því tjón varð þangað til hann getur hafið störf að nýju eða þar til heilsufar hans er orðið stöðugt. Þetta tekur til fjártjóns og eiga bæturnar að svara til tapaðra launatekna vegna afleiðinga tjónsins á þessu tímabili. Því á að bæta starfsmanni skyldubundið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð, enda teljast þær greiðslur til árslauna við ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna, svo sem því ákvæði var breytt með lögum nr. 37/1999. Samkvæmt þessu verður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að taka til greina þennan kröfulið að fjárhæð 358.400 krónur. Með aðilum er ágreiningslaust að gagnáfrýjanda bar að fá 350.000 krónur í bætur á mánuði vegna tímabundins atvinnutjóns, en sú fjárhæð svaraði til launa hans síðustu tvo mánuði fyrir slysið hjá B ehf. Krafa gagnáfrýjanda um bætur fyrir tímabundið atvinnutjón miðar við að hann hefði notið mánaðarlegra launa á öllu tólf mánaða tímabilinu og verður að ganga út frá því að hann hefði þegið þau laun óskert í orlofi. Gagnáfrýjandi á því ekki rétt að honum verði greiddar bætur sérstaklega vegna orlofs, enda fengi hann með því orlofið tvígreitt. Þessum kröfulið hans að fjárhæð 455.616 krónur verður því hafnað. Aðaláfrýjandi andmælir ekki tölulega kröfulið gagnáfrýjanda að fjárhæð 491.519 krónur af höfuðstól vegna tímabundins atvinnutjóns. Gegn þessum lið hefur hann hins vegar frá öndverðu teflt fram þeim rökum að gagnáfrýjandi hafi átt rétt á hærri forfallalaunum frá vinnuveitanda í allt að þrjá mánuði, sbr. 4. gr. laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, enda hafi hann orðið fyrir slysi á leið úr vinnu. Bætur vátryggingafélags úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 verða ákveðnar eftir reglum skaðabótaréttar. Af því leiðir að tjónþola ber eftir því sem honum er kleift að takmarka tjón sitt. Í samræmi við þetta var gagnáfrýjanda rétt að krefja vinnuveitanda um þau forfallalaun sem hann átti rétt á og breytir engu í því tilliti þótt hann hafi þegið laun frá einkahlutafélagi sem hann var í fyrirsvari fyrir og mun hafa verið í hans eigu. Skiptir heldur ekki máli þótt það fyrirtæki hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 2. desember 2010 eða rúmum tveimur árum eftir slysið. Loks breytir réttur launagreiðanda til endurgreiðslu eftir 2. mgr. 17. gr. skaðabótalaga engu í þessu sambandi, enda getur ekki reynt á slíka kröfu nema hann hafi innt greiðsluna af hendi. Er þess þá að gæta að slík endurkrafa svarar ekki til greiddra forfallalauna, heldur verður hún ákveðin á öðrum grundvelli. Þessi kröfuliður gagnáfrýjanda verður því ekki tekinn til greina. III Við uppgjör á bótum til gagnáfrýjanda vegna varanlegrar örorku eru málsaðilar á einu máli um að meta skuli árslaun sérstaklega eftir 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga en ekki á grundvelli tekna síðustu þrjú almanaksárin fyrir þann dag er tjónið varð, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Helgast þetta af því að gagnáfrýjandi hafði ekki tekjur árið 2005 vegna veikinda. Aðaláfrýjandi miðaði bætur vegna varanlegrar örorku við árslaun 2006 og 2007. Gagnáfrýjandi telur aftur á móti að miða beri við árslaun 2006, 2007 og 2008 þó þannig að tekjur síðustu tveggja áranna verði uppreiknaðar. Í því sambandi bendir gagnáfrýjandi á að hann hafi á árinu 2007 aðeins fengið laun greidd í sjö mánuði vegna verkefnaskorts hjá fyrirtæki sínu, en brugðist hafi verið við með því að eigendur tóku á sig tekjutap í stað þess að segja upp starfsfólki. Það sama eigi við um árið 2008, en þá hafi hann aðeins fengið laun fyrstu átta mánuðina eða fram að slysinu í september það ár. Samkvæmt gögnum málsins voru laun gagnáfrýjanda árið 2007 samtals 2.577.500 krónur. Árslaun hans 2006 námu hins vegar 4.131.306 krónum og 2008 námu þau 4.877.628 krónum ef launin eru uppreiknuð miðað við allt árið. Að teknu tilliti til launavísitölu miðað við batahvörf voru launin 5.472.463 árið 2006 en 5.481.605 krónur árið 2008. Þá liggur fyrir að meðaltal árslauna gagnáfrýjanda á árnum 2000 til 2003 var 4.219.256 krónur reiknað miðað við sömu vísitölu, en þar af voru árslaun tveggja síðustu áranna rúmlega 4.800.000 krónur hvort árið. Að virtum þessum upplýsingum um tekjur gagnáfrýjanda verður að fallast á það með héraðsdómi að laun hans árið 2007 gefi ekki rétta mynd af því hverjar líklegar tekjur hans hefðu orðið ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu. Verður því að líta fram hjá þeim tekjum og leggja til grundvallar árslaun gagnáfrýjanda árið 2006 og uppreiknuð laun hans árið 2008. Meðaltekjur þessara ára nema hærri tekjum en þeim meðaltekjum sem gagnáfrýjandi miðar kröfu sína við og verður hún því tekin til greina. IV Krafa gagnáfrýjanda um vexti af bótum fyrir tímabundið atvinnutjón er miðuð við 24. september 2008 þegar hann varð fyrir slysinu. Aðaláfrýjandi telur aftur á móti að reikna eigi þá vexti af fjárhæðum sem svara til mánaðarlegra launa og miða upphafsdag vaxta vegna hverrar greiðslu við síðasta dag hvers mánaðar. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga skulu vextir reiknaðir frá því að tjón varð. Eins og þetta ákvæði verður skýrt í ljósi lögskýringargagna verður upphafsdagur þessara vaxta miðaður við slysdag. Frá þeim degi verða vextirnir síðan reiknaðir þar til krafan ber dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38/2001, sbr. 2. mgr. 16. gr. skaðabótalaga. Verður þessi niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. V Eftir að aflað hafði verið matsgerðar 22. október 2010 um líkamstjón gagnáfrýjanda beindi hann kröfu sinni að aðaláfrýjanda með bréfi 10. nóvember sama ár. Aðaláfrýjandi svaraði erindinu með tölvubréfi 25. sama mánaðar þar sem þess var farið á leit að aflað yrði upplýsinga um rétt gagnáfrýjanda til greiðslna úr almannatryggingum og frá lífeyrissjóði, en þær dragast frá skaðabótum samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Hinn 30. ágúst 2011 fékk gagnáfrýjandi eingreiðslu að fjárhæð 1.285.368 krónur frá Sjúkratryggingum Íslands vegna 30% varanlegrar örorku. Þá bárust aðaláfrýjanda upplýsingar frá gagnáfrýjanda 17. október sama ár um greiðslur til hans úr þremur lífeyrissjóðum og í kjölfarið var eingreiðsluverðmæti þeirra metið. Auk fyrrgreindrar greiðslu úr almannatryggingum er ágreiningslaust með aðilum að til frádráttar bótum koma 259.445 krónur sem svara til 40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum. Gagnáfrýjandi telur að með kröfubréfi hans 10. nóvember 2010 hafi verið lagðar fram fullnægjandi upplýsingar til að meta fjárhæð bóta, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Því beri að reikna dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi. Aðaláfrýjandi heldur því aftur á móti fram að nauðsynlegar upplýsingar til að meta fjárhæðina hafi fyrst legið fyrir 17. október 2011 og því beri að reikna dráttarvexti er mánuður var liðinn frá þeim degi. Um rétt gagnáfrýjanda til örorkulífeyris úr almannatryggingum fer eftir 34. gr. laga um nr. 100/2007 um almannatryggingar og um rétt hans til örorkulífeyris úr lífeyrissjóðum eftir 15. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, svo og samþykktum þeirra lífeyrissjóða sem gagnáfrýjandi átti aðild að. Í fyrrgreindri matsgerð 22. október 2010 kom fram að gagnáfrýjandi ætti að baki nokkuð flókna og mikla sjúkrasögu, en hann fékk meðal annars heilablóðfall árið 2004. Þegar litið er til þess og afleiðinga slyssins var ekki unnt að slá því föstu að gagnáfrýjandi ætti ekki rétt til frekari greiðslna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum fyrr en aðaláfrýjandi miðar við. Samkvæmt þessu verður staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um upphafsdag dráttarvaxta. VI Samkvæmt framansögðu verður aðaláfrýjanda gert að greiða gagnáfrýjanda 27.692.964 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga af 7.415.751 krónu frá 24. september 2008 til 24. september 2009, en af höfuðstól frá þeim degi til 17. nóvember 2011 og með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 22.302.627 krónum svo sem sundurliðað er í dómsorði. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað verður staðfest. Aðaláfrýjanda verður gert að greiða gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Aðaláfrýjandi, Tryggingamiðstöðin hf., greiði gagnáfrýjanda, A, 27.692.964 krónur með 4,5% vöxtum af 7.415.751 krónu frá 24. september 2008 til 24. september 2009, af 27.692.964 krónum frá þeim degi til 17. nóvember 2011 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum 259.445 krónum 24. september 2008, 300.000 krónum 12. mars 2009, 1.925.000 krónum 27. mars 2009, 350.000 krónum 1. apríl 2009, 350.000 krónum 4. maí 2009, 350.000 krónum 2. júní 2009, 350.000 krónum 1. júlí 2009, 350.000 krónum 4. ágúst 2009, 262.000 krónum 8. september 2009, 262.000 krónum 5. október 2009, 262.000 krónum 2. nóvember 2009, 262.000 krónum 27. nóvember 2009, 262.000 krónum 4. janúar 2010, 262.000 krónum 1. febrúar 2010, 262.000 krónum 1. mars 2010, 262.000 krónum 31. mars 2010, 262.000 krónum 3. maí 2010, 262.000 krónum 1. júní 2010, 262.000 krónum 1. júlí 2010, 262.000 krónum 3. ágúst 2010, 262.000 krónum 2. september 2010, 262.000 krónum 1. október 2010, 262.000 krónum 1. nóvember 2010, 3.000.000 krónum 2. desember 2010, 1.285.368 krónum 30. ágúst 2011, 2.000.000 krónum 11. október 2011, 7.714.333 krónum 20. desember 2011 og 138.481 krónu 18. júní 2012. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skulu vera óröskuð. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjanda 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. júní 2013. Mál þetta, sem dómtekið var að lokinni aðalmeðferð hinn 17. maí 2013, var höfðað fyrir dómþinginu af A, […], á hendur Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24, Reykjavík, með stefnu áritaðri um birtingu 26. nóvember 2012. Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi verði dæmdur til þess að greiða honum 28.769.342 krónur, með 4,5% vöxtum af 8.362.886 krónum frá 24. september 2008 til 24. september 2009, en frá þeim degi af 28.769.342 krónum til 10. desember 2010, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af þeirri fjárhæð til greiðsludags, en að frádregnum innborgunum, samtals að fjárhæð 22.302.627 krónur, sem greiddar voru hinn 24. september 2008 að fjárhæð 259.445 krónur, hinn 12. mars 2009 að fjárhæð 300.000 krónur, hinn 27. mars 2009 að fjárhæð 1.925.000 krónur, hinn 1. apríl 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. maí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 2. júní 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 1. júlí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. ágúst 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 8. september 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 5. október 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 27. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 4. janúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. febrúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 31. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. maí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júní 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júlí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. ágúst 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. september 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. október 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. nóvember 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. desember 2010 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 30. ágúst 2011 að fjárhæð 1.285.368 krónur, hinn 11. október 2011 að fjárhæð 2.000.000 króna, hinn 20. desember 2011 að fjárhæð 7.714.333 krónur, hinn 18. júní 2012 að fjárhæð 138.481 króna. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru þær aðallega, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur verði lækkaðar. Þá krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda, að skaðlausu, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Gætt var ákvæða 115. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, áður en dómur var kveðinn upp. II Málvextir eru þeir, að stefnandi varð fyrir umferðarslysi sem ökumaður bifreiðarinnar […] hinn 24. september 2008 á […], þegar hann ók á vegrið. Slysið er bótaskylt úr lögbundinni slysatryggingu ökumanns hjá stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf. Samkvæmt matsgerð þeirra C læknis og D hrl., dagsettri 22. október 2010, eru afleiðingar slyssins þær að tímabundið atvinnutjón stefnanda, samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga, var frá slysdegi til 24. september 2009, tímabil þjáninga, samkvæmt 3. gr. skaðabótalaga, var frá slysdegi til 24. september 2009, þar af rúmliggjandi í þrjá daga. Batahvörf voru 24. september 2009. Varanlegur miski, samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga, var metinn 30 stig og varanleg örorka, samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga, 55%. Lögmaður stefnanda sendi stefnda kröfubréf á grundvelli matsgerðarinnar hinn 10. nóvember 2010. Taldi stefnandi að ekki væri unnt að notast við tekjur stefnanda síðastliðin þrjú almanaksár við útreikning bóta í samræmi við 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, þar sem stefnandi hefði verið veikur hluta af tímabilinu auk þess sem breytingar hefðu orðið á starfsháttum hans skömmu fyrir slysið. Að sögn stefnanda krafðist stefndi þess að hann léti reyna á bótarétt sinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og lífeyrissjóðum áður en til uppgjörs kæmi úr slysatryggingu ökumanns, og stefnandi léti reyna á hvort hann kæmist á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingum enda þótt miski hans, þ.e. læknisfræðileg örorka, hefði einvörðungu verið metin 30 stig, en samkvæmt almannatryggingum sé það skilyrði til greiðslu örorkulífeyris að hafa hlotið 50% læknisfræðilega örorku, sbr. 34. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007. Ákvörðun stefnda hafi leitt til þess að uppgjör bóta hefði dregist um u.þ.b. eitt ár, sem sé afgreiðslufrestur Sjúkratrygginga Íslands vegna umsókna um örorkulífeyri. Ekki náðist samkomulag um uppgjör bóta og tók stefnandi við bótagreiðslum frá stefnda hinn 20. desember 2011, með fyrirvara um bótauppgjörið. Aðila greinir á um útreikning bóta vegna varanlegrar örorku, árslaunaviðmiðun vegna varanlegrar örorku og dráttarvexti. III Stefnandi byggir kröfur sínar á því, að bætur vegna tímabundins atvinnutjóns séu ekki að fullu greiddar. Stefnandi hefur sundurliðað bótakröfu vegna tímabundins atvinnutjóns á eftirgreindan hátt í stefnu: Tímabil Viðmiðunarlaun 8% lífeyris- 10,17% Greitt frá Samtals framlag orlof öðrum sept. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. -175.000 kr. 238.595 kr. okt. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. nóv. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. des. 08 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. jan. 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. feb. 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. mars 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. apríl 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. maí 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. júní 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. júlí 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. ágúst 09 280.000 kr. 22.400 kr. 28.476 kr. 330.876 kr. sept. 09 350.000 kr. 28.000 kr. 35.595 kr. 413.595 kr. júní 12 -138.481 kr. -138.481 kr. Samtals 4.480.000 kr. 358.400 kr. 455.616 kr. 313.481 kr. 4.980.535kr. Samtals 4.980.535kr. Greitt af stefnda -3.675.000kr. Eftirstöðvar 1.305.535kr. Ekki sé ágreiningur um grunnfjárhæð bóta vegna tímabundins atvinnutjóns, 350.000 kr./mán. Stefndi hafi hins vegar neitað að greiða lífeyrisframlag og orlof ofan á grunnfjárhæðina sem stefndi geti ekki unað við. Þá hafi stefndi heldur ekki greitt bætur fyrir allt tímabilið sem stefnandi hafi verið óvinnufær samkvæmt matsgerð C og D. Án framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og orlofs sé höfuðstóll kröfu stefnanda vegna tímabundins atvinnutjóns 4.480.000 krónur, en 4.166.519 krónur þegar tekið hafi verið tillit til greiðslu þriðja aðila, að fjárhæð 313.481 króna (175.000 + 138.481). Heildargreiðsla stefnda inn á tímabundið atvinnutjón sé 3.675.000 krónur. Ef innborgun stefnda er einvörðungu ráðstafað inn á höfuðstól, án orlofs og lífeyrisframlags að frádreginni greiðslu þriðja manns, séu ógreiddar 491.519 krónur (4.166.519 – 3.675.000) af höfuðstól bótanna, þ.e. án tillits til framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og orlofs. Á því sé byggt að stefnda beri að greiða stefnanda, auk launa, þau launatengdu gjöld sem stefnandi hefði ella fengið, þ.e. framlag í lífeyrissjóð og orlof. Hvað sem öðru líði séu enn ógreiddar 491.519 krónur ef af einhverri ástæðu yrði ekki fallist á að bæta beri lífeyrisframlagi og orlofi ofan á launakröfu stefnanda vegna tímabundins atvinnutjóns. Ekki sé tölulegur ágreiningur um þjáningabætur til handa stefnanda og bætur vegna varanlegs miska. Aðilar deili einnig um útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Ekki sé deilt um að meta beri árslaun sérstaklega með vísan til 2. mgr. 7.gr. skaðabótalaga. Stefndi telji rétt að miða við laun stefnanda síðastliðinna tveggja ára fyrir þann dag er slysið varð eða tekjur hans árin 2006 og 2007. Stefnandi geti ekki fallist á þessa tekjuviðmiðun þar sem hún gefi ekki rétta mynd af tekjutjóni hans til framtíðar sem skaðabótalögum sé ætlað að tryggja. Í þessu sambandi beri til þess að líta að árið 2007 hafi stefnandi verið í hlutastarfi sem hafi ráðist af því að fyrirtæki hans hafi þá búið við verkefnaskort. Fyrirsvarsmenn félagsins hafi því farið þá leið að vinna til skiptis, annan hvern mánuð, í stað þess að segja upp starfsfólki líkt og staðgreiðsluyfirlit stefnanda staðfesti. Hafi stefnandi nýtt starfskrafta sína að öðru leyti til að starfa fyrir sjálfan sig, son sinn og fleiri. Þegar af framangreindri ástæðu sé ekki unnt að byggja ákvörðun bóta á tekjum ársins 2007 eins og þær komi fram á skattframtali enda laun fyrir hlutastarf. Stefnandi byggir á því, að notast beri við tekjur hans árin 2006, 2007, uppreiknuð árslaun, og 2008 fram til slysdags, uppreiknaðar í árslaun. Þeirri aðferðafræði stefnda að nota laun stefnanda árið 2007 sé sérstaklega mótmælt enda í andstöðu við þá aðferðafræði, sem viðurkennd sé við ákvörðun bóta í þeim tilvikum sem tjónþoli sé í hlutastarfi, sbr. m.a. umfjöllun með 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 50/1993. Stefnandi hafi þannig verið að bregðast við sérstökum aðstæðum á vinnumarkaði. Raunverulega skipti litlu máli hvort notast sé við tekjur stefnanda árið 2006, uppreiknuð laun ársins 2007, eða þau laun sem stefnandi hafi haft það sem liðið var á árið 2008, þegar hann slasaðist, enda launin sambærileg öll árin. Með hliðsjón af 1. mgr. 7. gr. þyki hins vegar rétt við beitingu 2. mgr. 7. gr. að hafa hliðsjón af tekjum þessi þrjú ár þó þannig að tekjur áranna 2007 og 2008 séu uppreiknaðar. Tekjur stefnanda árið 2006 hafi verið samtals 4.209.848 krónur. Að teknu tilliti til framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og breytinga á launavísitölu til stöðugleikadags séu tekjur þess árs 5.576.502 krónur. Tekjur stefnanda árið 2007 hafi verið 2.577.500 krónur fyrir vinnu í sjö mánuði. Uppreiknaðar tekjur það ár nemi 4.418.571 krónu (2.577.500/7 mánuðir*12 mánuðir) eða 5.368.685 krónur, þegar tekið hafi verið tillit til breytinga á launavísitölu og framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs. Tekjur stefnanda á tímabilinu janúar til ágúst 2008 hafi numið 3.251.752 krónum, en uppreiknaðar hafi tekjurnar verið 4.877.628 krónur (3.251.752/8 mánuði*12 mánuðir) eða 5.481.605 krónur, þegar tekið hafi verið tillit til breytinga á launavísitölu og framlags vinnuveitanda til lífeyrissjóðs. Stefnandi hefur sundurliðað dómkröfu sína nánar þannig í stefnu: 1. Tímabundið atvinnutjón skv. 2. gr. skbl. kr. 5.119.016 Að frádregnum greiðslum stefnda inn á tímabundið atvinnutjón, samtals kr. -3.675.000 Að frádreginni greiðslu SÍ vegna dagpeninga kr. -13.481 2. Þjáningabætur skv. 3. gr. skbl. kr. 595.470 3. Varanlegur miski skv. 4. gr. skbl. kr. 2.648.400 4. Varanleg örorka skv. 5.-7. gr. skbl. kr. (2006) 4.209.848 * 1,08/292,7 * 359,0 = 5.576.502 (2007) 4.418.517 * 1,08/345,0 * 359,0 = 5.368.685 (2008) 4.418.517* 1,08/345,0 * 359,0= 5.481.605 16.426.792 16.426.792/3 * 6,776 * 55% kr. 20.406.456 Að frádregnum bótum frá lífeyrissjóði 24. sept. 2008 kr. -259.445 Að frádregnum bótum frá SÍ 30. ágúst 2011 kr. -1.285.368 Að frádregnum innborgunum stefnda að fjárhæð 9.230.000 krónur, sem sundurliðist svo: 12.03.2009 kr. 300.000 08.09.2009 kr. 262.000 05.10.2009 kr. 262.000 02.11.2009 kr. 262.000 27.11.2009 kr. 262.000 04.01.2010 kr. 262.000 01.02.2010 kr. 262.000 01.03.2010 kr. 262.000 31.03.2010 kr. 262.000 03.05.2010 kr. 262.000 01.06.2010 kr. 262.000 01.07.2010 kr. 262.000 03.08.2010 kr. 262.000 02.09.2010 kr. 262.000 01.10.2010 kr. 262.000 01.11.2010 kr. 262.000 02.12.2010 kr. 3.000.000 11.10.2011 kr. 2.000.000 20.12.2011 kr. 7.714.333 Samtals kr. 6.466.715 Stefnandi byggir á því að hann hafi ekki fengið tjón sitt að fullu bætt. Byggi sú afstaða hans á því að tjón vegna óvinnufærni hans í kjölfar slyssins sé ekki að fullu bætt í samræmi við 3. gr. skaðabótalaga. Þá sé tjón vegna varanlegrar örorku ekki að fullu bætt þar sem viðmiðun stefnda við árið 2007 gefi augljóslega ranga mynd af tekjutjóni stefnanda til framtíðar þar sem stefnandi hafi það ár verið í hálfu starfi vegna sérstakra aðstæðna en verulegt atvinnuleysi hafi verið á […] á árinu 2007. Í kröfubréfi til stefnda, dagsettu 10. nóvember 2010, hafi verið á því byggt að notast ætti við meðaltekjur iðnlærðra blikk- og plötusmiða árið fyrir slys samkvæmt launatöflum Hagstofu Íslands. Ástæðan sé sú að stefnandi hafi lært plötusmíði en hafi þó ekki náð að ljúka því námi vegna eldgossins í Vestmannaeyjum árið 1973. Hann hafi hins vegar tekið réttindanám í rafsuðu árið 1974 og hafi lengst af unnið sem plötusmiður. Þyki sú viðmiðun því koma vel til greina við ákvörðun bóta. Stefnandi hafi hins vegar ákveðið að notast við þá tekjuviðmiðun sem að framan greini, þ.e. árslaun 2006 og uppreiknuð laun áranna 2007 og 2008 (janúar til ágúst). Byggir stefnandi á því að menntun hans og starfsreynsla styðji þá tekjuviðmiðun enn frekar. Í kröfugerð sé tekið tillit til innborgana stefnda, eingreiðslu Sjúkratrygginga Íslands hinn 30. ágúst 2011, að fjárhæð 1.285.368 krónur, framreiknaðs bótaréttar stefnda frá lífeyrissjóðum, 259.445 krónur og greiðslu dagpeninga frá Sjúkratryggingum Íslands. Við útreikning vaxta og dráttarvaxta sé tekið tillit til framangreindra greiðslna miðað við greiðsludag þó þannig að bótaréttur stefnanda frá lífeyrissjóðum dragist frá bótum miðað við slysdaginn. Vextir af bótum vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningabóta og miska taki mið af slysdegi en bætur vegna varanlegrar örorku taki mið af stöðugleikadegi, sbr. 16. gr. skaðabótalaga. Stefnandi hefur sundurliðaða vaxtareikning kröfunnar, að teknu tilliti til bótafjárhæða, innborgana og greiðslu frá þriðja aðila, með eftirgreindum hætti í stefnu: Dags. Skýring Fjárhæð Uppsafnað 24.09.3008 Tímabundið atvinnutjón 5.119.016 5.119.016 24.09.3008 Þjáningabætur 595.470 5.714.486 24.09.2008 Varanlegur miski 2.648.400 8.362.886 24.09.2008 Framreiknaðar greiðslur frá lífeyrissjóðum -259.445 8.103.441 12.03.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -300.000 7.803.441 27.03.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -1.925.000 5.878.441 01.04.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 5.518.441 04.05.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 5.178.441 02.06.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 4.828.441 01.07.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 4.478.441 04.08.2009 Tímabundið atvinnutjón -350.000 4.128.441 08.09.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 3.866.441 24.09.2009 Varanleg örorka 20.406.456 24.272.897 05.10.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 24.010.897 02.11.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 23.748.987 27.11.2009 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 23.486.897 04.01.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 23.224.897 01.02.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.962.897 01.03.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.700.897 31.03.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.438.897 03.05.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 22.176.897 01.06.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.914.897 01.07.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.652.897 03.08.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.390.897 02.09.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 21.128.897 01.10.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 20.866.897 01.11.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -262.000 20.604.897 02.12.2010 Innágreiðsla-óskilgreint -3.000.000 17.604.897 30.08.2011 Greiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands -1.285.368 16.319.529 11.10.2011 Innágreiðsla-óskilgreint -2.000.000 14.319.529 20.12.2012 Eftirstöðvar bóta skv. uppgjöri stefnda -7.714.333 6.605.196 18.06.2012 Greiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands, dagpeningar -138.481 6.466.715 Dráttarvextir reiknist frá 10. desember 2010 í samræmi við 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Byggir stefnandi á því, að stefnda hafi mátt vera fullkomlega ljóst að stefnandi ætti ekki rétt á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingalögum miðað við fyrirliggjandi matsgerð. Hafi stefndi, eðli máls samkvæmt, borið áhættu af því að halda eftir bótum í rúmlega ár eftir að kröfubréf hafi borist félaginu. Engin ástæða sé til beitingar undantekningarheimilda 2. ml. 9. gr. laga nr. 38/2001, þ.e. að ákveða upphafstíma dráttarvaxta síðar en mánuði eftir að kröfubréf hafi verið sent stefnda. Um lagarök vísar stefnandi til skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum. Kröfu um vexti byggir stefnandi á lögum nr. 50/1993, með síðari breytingum og lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Kröfu um málskostnað byggir stefnandi á 21. kafla laga nr. 91/1991, einkum 1. mgr. 130. gr. þeirra laga. IV Stefndi byggir kröfur sínar á því, að stefnandi sem tjónþoli hafi sönnunarbyrðina fyrir því að hann hafi orðið fyrir tjóni á tímabili óvinnufærni og hvaða fjártjóni hann hafi orðið fyrir. Stefndi kveðst hafa greitt stefnanda bætur vegna tímabundins atvinnutjóns að hans kröfu og á grundvelli óvinnufærnivottorða, áður en skilyrði hafi verið til að afla örorkumats í slysamáli stefnanda. Stefnandi geri nú kröfu um að ofan á viðmiðunarlaun vegna tímabundins atvinnutjóns sé reiknað 10,17% orlof og 8% lífeyrisframlag. Þessu mótmælir stefndi. Engin gögn liggi fyrir í málinu sem sýni og sanni að stefnandi hafi orðið fyrir fjártjóni sem svari til þeirrar fjárhæðar sem þessir þættir hljóði á um í stefnu (358.400 kr. vegna lífeyrisframlags og 455.616 kr. vegna orlofs). Samkvæmt staðgreiðsluyfirlitum á tímabili óvinnufærni virðist stefnandi ekki heldur hafa notið neinna forfallalauna frá vinnuveitanda sem komi til frádráttar bótum vegna tímabundins atvinnutjóns á grundvelli heimildar 2. mgr. 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum. Miðað við tímabil óvinnufærni og upplýsingar um tekjur á því tímabili séu allar líkur á að stefnandi eigi rétt til einhverra greiðslna frá vinnuveitanda af þeim sökum. Krafan sé og í raun lítt rökstudd og einungis tilgreint að stefnda beri að greiða stefnanda auk launa, þau launatengdu gjöld sem stefndi hefði ella fengið. Í því sambandi sé þó hægt að nefna að sú fjárhæð dómkröfunnar sem eigi að svara til 8% lífeyrisframlags vinnuveitanda sé fjárhæð sem að öllu óbreyttu renni ekki til stefnanda sjálfs heldur til lífeyrissjóðs. Hvort og þá hvaða fjártjón hafi orðið við það að lífeyrisgreiðslur hafi fallið niður tímabundið sé því með öllu ósannað. Ágreinungur málsins snúi í öðru lagi að ákvörðun bóta vegna varanlegrar örorku úr lögboðinni slysatryggingu stjórnanda ökutækis vegna slyss stefnanda hinn 24. september 2008. Nánar tiltekið einskorðist sá ágreiningur við hvert skuli vera árslaunaviðmið samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga og þá hvort skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, séu fyrir hendi í tilviki stefnanda. Byggt skuli á meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Til þess að vikið verði frá þessari reglu og byggt á undantekningarreglu 2. mgr. 7. gr. laganna verði tjónþoli að sýna fram á og sanna að skilyrði ákvæðisins séu fyrir hendi, bæði að fyrir hendi séu óvenjulegar aðstæður og að annar mælikvarði sé réttari til að meta hverjar framtíðartekjur hans hefðu orðið. Ágreiningur sé um hver sé réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnanda. Málsaðilar séu sammála um að tekjuviðmiðunarárið 2005 verði ekki lagt til grundvallar útreikningi. Stefnandi fari hins vegar þá leið í kröfugerð sinni að miða við árið 2006, árið 2007 með sérstökum uppreikningi og slysárið 2008 með sérstökum uppreikningi. Á þetta geti stefndi ekki fallist. Á árinu 2006 hafi stefnandi starfað hjá E ehf. Tekjur hans hjá E, samkvæmt staðgreiðsluyfirliti 2006, hafi verið 4.131.306 krónur. Á árinu 2007 hafi stefnandi haft í tekjur hjá sama fyrirtæki 2.566.500 krónur. Hann hafi síðar haft tekjur hjá E ehf. í janúar 2008. Stefnandi hafi verið einn af stofnendum þess félags árið 2005 og í stjórn þess, framkvæmdastjóri og prókúruhafi samkvæmt síðustu skráningu þess í hlutafélagaskrá. E hafi verið úrskurðuð gjaldþrota í júní 2008. Í fyrirliggjandi örorkumatsgerð sé haft eftir stefnanda að hann hafi verið í fullu starfi hjá E og hafi haft allt að 12 manns í vinnu þegar umsvif hafi verið sem mest. Í stefnu sé hins vegar byggt á því að stefnandi hafi verið í hlutastarfi á árinu 2007, þar sem E hafi búið við verkefnaskort á því ári og fyrirsvarsmenn þess, stefnandi og sonur hans, hafi farið þá leið að vinna annan hvern mánuð. Þannig hafi þeir brugðist við sérstökum aðstæðum á vinnumarkaði, eins og það sé orðað. Stefndi kveðst ekki geta fallist á þessa nálgun sem stefnandi noti við útreikning viðmiðunarlauna sem hann telji vera réttan mælikvarða á líklegar framtíðartekjur sínar. Miðað við þá atvinnusögu sem höfð sé eftir stefnanda í fyrirliggjandi örorkumatsgerð hafi hann lengst af stundað eigin atvinnurekstur. Í slíkum rekstri geti tekjur eðlilega verið breytilegar af ýmsum ástæðum. Almennar efnahagsaðstæður og/eða aðstæður í einstökum starfsgreinum geti tekið breytingum til lengri eða skemmri tíma og sveiflan geti verið bæði upp á við og niður á við. Stefnandi haldi því í raun fram að niðursveifla hafi verið í rekstri þegar á árinu 2007 og í rekstrarlegum tilgangi hafi eigendur fyrirtækisins hagað greiðslum til sín með tilteknum hætti. Stefndi mótmælir því að við þessar aðstæður sé unnt að líta á stefnanda sem óbreyttan launþega sem kjósi að starfa í hlutastarfi. Það samræmist ekki 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga eins og hún verði réttilega skýrð. Það samræmist heldur ekki 7. gr. skaðabótalaga að miða eingöngu við þau ár í rekstri þegar vel vegni, en sleppa hinum eða umreikna. Séu tekjur slysársins teknar til skoðunar, enda á þeim byggt í kröfugerð stefnanda, geti stefndi ekki fallist á nálgun stefnanda. Stefnandi hafi þegið laun á fjögurra mánaða tímabili hjá F ehf., að fjárhæð 2.076.000 krónur. F ehf. hafi verið úrskurðað gjaldþrota 9. október 2008. Í júlímánuði á slysárinu hafi hann þegið laun frá G ehf., síðar B ehf., sem hann hafi stofnað ásamt sonum sínum í júlí það ár; 350.000 krónur fyrir júlí og ágúst en aðeins 175.000 krónur fyrir septembermánuð þegar hann slasaðist. Hvernig laun sem stefnandi hafi haft á stuttu tímabili sem launþegi á sjálfu slysárinu, eigi að leggja megingrundvöll á réttum mælikvarða á framtíðartekjur standist ekki þau lagasjónarmið sem 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga byggi á. Stefndi mótmælir því að skilyrði 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 hafi verið fyrir hendi mánuði eftir dagsetningu kröfubréfs stefnanda 10. nóvember 2010, eins og stefnandi haldi fram. Með tölvupósti 25. nóvember 2010 hafi stefndi staðfest móttöku bótakröfunnar en tilgreint þá að það vantaði allar upplýsingar um rétt stefnanda frá þriðja aðila, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga, svo hægt væri að ganga til uppgjörs. Hafi því verið óskað eftir gögnum frá lífeyrissjóðum og almannatryggingastofnunum og í kjölfarið hafi verið staðfest af hálfu lögmanns stefnanda að slíkra gagna yrði aflað. Gögn frá Sjúkratryggingum Íslands hafi síðan borist stefnda með tölvupósti 12. september 2011. Frekari samskipti í tengslum við uppgjör hafi átt sér stað og hafi stefndi ítrekað með tölvuskeyti 7. október 2011, að upplýsingar um rétt hjá lífeyrissjóði hefðu ekki borist. Þau gögn hafi borist 17. október 2011 og hafi daginn eftir verið send tryggingastærðfræðingi til eingreiðsluverðmætisútreiknings. Útreikningur tryggingastærðfræðings hafi borist stefnda 1. nóvember 2011. Stefndi hafi sent tillögu að uppgjöri til lögmanns stefnanda 11. nóvember 2011. Þá liggi því fyrir að stefndi hafi gert þá kröfu skömmu eftir að bótakrafa hafi borist honum, að gengið yrði úr skugga um rétt stefnanda til greiðslna frá þriðja aðila, samkvæmt heimild 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga. Hafi sú ályktun stefnda byggst á metnum afleiðingum slyssins í fyrirliggjandi örorkumatsgerð. Samkvæmt upplýsingum þar að lútandi og löngu óvinnufærnitímabili hafi mátt ráða að stefnandi ætti ekki afturkvæmt til fyrri starfa. Enn fremur hafi verið um vinnuslys að ræða. Öll þessi atriði hafi gefið vísbendingar um réttindi samkvæmt almannatryggingarlögum og hjá lífeyrissjóði, sem síðar hafi komið í ljós að ekki var rétt ályktun. Þannig sé ljóst að bótauppgjör hafi eðlilega ekki getað farið fram við það tímamark sem stefnandi sendi kröfubréf sitt, enda hafi ekki legið fyrir upplýsingar um greiðslur sem kæmu til frádráttar við uppgjör á grundvelli skaðabótalaga. Það hafi ekki verið á forræði stefnda að afla þessara upplýsinga frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum og þar með að bera ábyrgð á drætti við þá þeirri gagnaöflun. Að auki sé ekki annað að sjá en að stefnandi hafi reynt að stofna til ágreinings við sjálfan sig í þessum efnum með því að tiltaka að stefnda hafi mátt vera fullkomlega ljóst að stefnandi ætti ekki rétt á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingalögum miðað við fyrirliggjandi mat. Stefndi hafi aldrei haldið slíku fram eins og áðurnefnd beiðni hans frá 25. nóvember 2010 hljóði á um. Meira að segja hafi ekki verið unnt að útiloka slíkt í tilviki stefnanda þar sem annað heilsufar geti auk afleiðinga slyss leitt til þess að einstaklingur eigi rétt á örorkulífeyri. Við þær aðstæður skuli einungis draga frá skaðabótum þær bætur úr almannatryggingum sem beinlínis stafi af sama slysi og skaðabætur séu greiddar fyrir. Stefnandi hafi verið rúmlega 53 ára á slysdegi og því hafi meirihluti starfsævi hans verið að baki er slysið varð. Af fyrirliggjandi örorkumatsgerð verði ráðið að stefnandi hafi lengst af starfað sjálfstætt en inn á milli hafi hann, tímabundið, orðið að hverfa af vinnumarkaði. Atvinnutekjur stefnanda á tímabilinu 2000-2003 liggi fyrir í málinu og þær sé unnt að uppreikna miðað við þróun launavísitölu á stöðugleikapunkti slyss, 359 stig og 8% lífeyristillag, þannig: Ár Tekjur Launavísitala ársins Uppreiknað 2000 1.866.531 194,1 3.728.446 2001 1.873.464 211,3 3.437.674 2002 2.853.693 226,4 4.887.075 2003 2.974.771 239,1 4.823.832 16.877.024 /4= 4.219.256 Eins og fram komi í fyrirliggjandi matsgerð hafi stefnandi hætt rekstri eigin fyrirtækis á árinu 2004 vegna veikinda, en hafið aftur störf á árinu 2005. Framangreind tekjusaga fyrir þau veikindi gefi meðaltekjur að fjárhæð 4.219.256 krónur. Það sé langt undir því tekjuviðmiði sem stefnandi byggi á í kröfugerð sinni, 5.475.5997 krónur. Jafnvel þó að tekjuhæstu árin væru einvörðungu höfð til hliðsjónar standi þau að baki því tekjuviðmiði sem stefnandi byggi kröfu sína á. Ef miða eigi við annað tekjuviðmið en stefnandi hafi lagt til grundvallar uppgjöri sé ljóst, út frá atvinnusögu stefnanda til lengri tíma og aldurs hans, að önnur tekjuviðmið séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur en það sem krafa sé gerð um. Enn fremur sé ljóst að stutt tekjusaga hjá einkahlutafélaginu B, næst slysinu, gefi heldur ekki það tekjuviðmið sem stefnandi vilji miða við. Í fyrirliggjandi örorkumatsgerð komi fram saga um fyrra heilsufar sem byggi að mestu á læknisvottorði H. Matsgerðin geti þó um umferðarslys árið 1995, sem læknisvottorðið tilgreini ekki. Ekki sé getið um hvort örorkumat hafi verið framkvæmt vegna þessa slyss eða ekki. Í því ljósi og með hliðsjón af öðru heilsufari stefnanda megi ætla að vafi sé á að niðurstöður fyrirliggjandi matsgerðar séu réttar. Í greinargerð áskildi stefndi sér rétt til að láta dómkveðja matsmenn af þessu tilefni, en gerði þó ekki. Stefndi mótmælti vaxtaforsendum í dómkröfu að því leyti, að vextir skuli reiknast af þeim hluta kröfunnar er varði tímabundið atvinnutjón frá slysdegi. Skaðabótavexti skuli reikna af tímabundnu atvinnutjóni frá því að tjón varð, samkvæmt 1. mgr. 16. gr. skaðabótalaga. Leiði óvinnufærni til tímabundins atvinnutjóns, þ.e. missis þeirra atvinnutekna sem tjónþoli hefði ellegar haft fyrir störf sín hefði hann getað sinnt þeim, verði tjónið augljóslega þegar sá tekjumissir sé staðreyndur. Það hafi verið við það tímamark er launagreiðslur hafi fallið niður að einhverju leyti eða öllu, enda um fjárhagslegt tjón að ræða. Um lagarök vísar stefndi til skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum, laga um almannatryggingar nr. 100/2007, einkum IV. kafla, laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, og laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 19. kafla þeirra. Kröfu um málskostnað byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. V Óumdeilt er að stefndi er bótaskyldur vegna slyss stefnanda 24. september 2008 og er ekki ágreiningur um afleiðingar þess. Ágreiningur aðila lýtur annars vegar að bótum fyrir tímabundið atvinnutjón og hins vegar að bótum vegna varanlegrar örorku. Þá greinir aðila á um vexti af greiðslum fyrir tímabundið atvinnutjón og dráttarvexti. Samkvæmt 2. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. lög nr. 97/1999, skal ákveða bætur fyrir atvinnutjón fyrir tímann frá því að tjón varð þangað til tjónþoli getur hafið vinnu að nýju eða þar til heilsufar hans er orðið stöðugt. Síðan er í 2. mgr. sömu greinar kveðið á um frádrátt frá bótunum, þ.e. laun í veikinda- eða slysaforföllum, 60% af greiðslu frá lífeyrissjóði, greiðslur frá sjúkrasjóði, dagpeninga og aðrar bætur frá opinberum tryggingum fyrir tímabundið atvinnutjón og vátryggingabætur þegar greiðsla vátryggingafélags er raunveruleg skaðabót, svo og sambærilegar greiðslur sem tjónþoli fær vegna þess að hann er ekki fullvinnufær. Aðila greinir ekki á um að stefnanda beri 350.000 krónur á mánuði vegna tímabundins atvinnutjóns hans af völdum slyssins, en stefnandi krefst þess einnig að stefndi greiði honum þau launatengdu gjöld sem hann ella hefði fengið, þ.e. framlag vinnuveitanda til lífeyrissjóðs og orlofs. Þá sé enn ógreiddar 491.519 krónur auk launatengdra gjalda, til þess að tímabundið atvinnutjón hans sé að fullu bætt. Stefndi hefur ekki andmælt því, að enn séu ógreiddar 491.519 krónur af höfuðstól bótanna. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrisréttinda, er öllum bæði rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá 16 ára aldri til 70 ára aldurs. Þá er kveðið á um það í lögum um orlof nr. 30/1987, 1. gr., að allir þeir, sem starfi í þjónustu annarra gegn launum eigi rétt á orlofi og orlofslaunum, samkvæmt reglum laganna. Með því að stefnanda ber, samkvæmt 2. gr. laga nr. 50/1993, að fá tjón sitt vegna tímabundins atvinnutjóns bætt verður að telja að tjón hans sé ekki að fullu bætt nema bætt sé við lögbundnu framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð sem og lögbundnu orlofi, að öðrum kosti telst tjón hans ekki að fullu bætt. Með vísan til þess verður stefndi því dæmdur til að greiða stefnanda 1.305.535 krónur, eins og krafist er, en ekki er tölulegur ágreiningur um útreikning bóta vegna hins tímabundna atvinnutjóns. Stefnandi gerir og kröfu um það sem hann telur vanta á bætur til sín vegna varanlegrar örorku. Óumdeilt er að greiðsla á bótum fyrir varanlega örorku stefnanda var miðuð við atvinnutekjur hans árin 2006 og 2007, en ekki atvinnutekjur hans þrjú síðustu almanaksárin fyrir slysið, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þetta var gert á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laganna. Greinir aðila ekki á um að meta beri árslaun sérstaklega með vísan til 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Byggir stefnandi á því að miða hafi átt við atvinnutekjur hans árið 2006, og árin 2007 og 2008 fram til slysdags, uppreiknaðar. Byggir stefnandi á því að hann hafi aðeins verið í hálfu starfi árið 2007, vegna sérstakra aðstæðna, en verulegt atvinnuleysi hafi verið á […] það ár. Samkvæmt gögnum málsins voru tekjur stefnanda árið 2006, uppreiknaðar samkvæmt skaðabótalögum, 5.576.502 krónur. Samkvæmt framlögðum gögnum frá Ríkisskattstjóra fékk stefnandi aðeins greidd laun annan hvern mánuð á árinu 2007, og voru þau því helmingi lægri en árið áður. Þá liggur fyrir í málinu að laun stefnanda árið 2008, voru fram til slysdags 3.426.752 krónur. Þá hefur stefnandi reiknað út meðalatekjur sínar árin 2000 til 2003, uppreiknaðar miðað við launavísitölu, 4.219.256 krónur. Þegar litið er til tekjusögu stefnanda verður að telja að réttur mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans í skilningi 2. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, verði helst fenginn með þeim hætti sem stefnandi hefur gert, enda verður að telja, samkvæmt því sem fram er komið í málinu, að tekjur stefnanda árið 2007, gefi ekki rétta mynd af líklegum tekjum hans. Samkvæmt því verður fallist á það með stefnanda að heildartjón hans af völdum slyssins, vegna varanlegrar örorku, verði ákvarðað með þeim hætti sem stefnandi gerir í stefnu sinni. Hins vegar verður fallist á það með stefnda, að samkvæmt staðgreiðsluyfirliti voru launatekjur stefnanda árið 2006 4.131.306 krónur. Samkvæmt því, og með vísan til framanritaðs, verður krafa stefnanda vegna varanlegrar örorku tekin til greina, með þeim breytingum, eða með 20.292.932 krónum, en ekki er að öðru leyti tölulegur ágreiningur um útreikning kröfunnar. Samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga bera bætur fyrir tímabundið atvinnutjón vexti frá því að tjón varð, en ekki frá gjalddaga kröfunnar. Samkvæmt því á stefnandi rétt á vöxtum samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 frá tjónsdegi, eða 24. september 2008, fram til þess dags að krafan ber dráttarvexti samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1993. Bætur fyrir varanlega örorku bera hins vegar vexti frá upphafsdegi metinnar örorku samkvæmt 5. gr., sbr. 16. gr. laga nr. 50/1993. Samkvæmt 9. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, skulu skaðabótakröfur bera dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Samkvæmt gögnum málsins bárust stefnda endanlegar upplýsingar frá stefnanda hinn 17. október 2011. Stefndi lét í framhaldinu tryggingastærðfræðing reikna út fjárhæð bótanna og sendi stefnanda tillögu að uppgjöri hinn 11. nóvember 2011. Með vísan til þess að það er á ábyrgð stefnanda að afla allra upplýsinga um greiðslur frá þriðja aðila, svo unnt sé að reikna út fjárhæð bótanna, og úrvinnsla þeirra upplýsinga var innan eðlilegra marka, verður upphafsdagur vaxta í samræmi við 9. gr. laga nr. 38/2001, ákveðinn 17. nóvember 2011. Með vísan til alls framanritaðs verður því krafa stefnanda tekin til greina, eins og nánar greinir í dómsorði, með dráttarvöxtum frá 17. nóvember 2011 til greiðsludags. Eftir þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til þess að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur, þ.m.t. virðisaukaskattur. Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð: Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., greiði stefnanda, A, 28.655.818 krónur, með 4,5% vöxtum af 8.362.886 krónum frá 24. september 2008 til 24. september 2009, en frá þeim degi af 28.655.818 krónum til 17. nóvember 2011, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af þeirri fjárhæð til greiðsludags, en að frádregnum innborgunum, samtals að fjárhæð 22.302.627 krónur, sem greiddar voru hinn 24. september 2008 að fjárhæð 259.445 krónur, hinn 12. mars 2009 að fjárhæð 300.000 krónur, hinn 27. mars 2009 að fjárhæð 1.925.000 krónur, hinn 1. apríl 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. maí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 2. júní 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 1. júlí 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 4. ágúst 2009 að fjárhæð 350.000 krónur, hinn 8. september 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 5. október 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 27. nóvember 2009 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 4. janúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. febrúar 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 31. mars 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. maí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júní 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. júlí 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 3. ágúst 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. september 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. október 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 1. nóvember 2010 að fjárhæð 262.000 krónur, hinn 2. desember 2010 að fjárhæð 3.000.000 króna, hinn 30. ágúst 2011 að fjárhæð 1.285.368 krónur, hinn 11. október 2011 að fjárhæð 2.000.000 króna, hinn 20. desember 2011 að fjárhæð 7.714.333 krónur, hinn 18. júní 2012 að fjárhæð 138.481 króna. Stefndi greiði stefnanda 800.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 522/2016 | Kærumál Farbann | X var gert að sæta farbanni á grundvelli 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir ÞorgeirÖrlygsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar meðkæru 17. júlí 2016, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar.Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. júlí 2016 þar sem varnaraðilavar gert að sæta farbanni til „föstudagsins 13. ágúst 2016“ klukkan 16. Kæruheimilder í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilikrefst þess að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðarverður hann staðfestur á þann veg sem í dómsorði greinir. Dómsorð:Varnaraðili, X, sæti farbanni tilföstudagsins 12. ágúst 2016 klukkan 16.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 17. júlí 2016Lögrelgustjórinn á höfuðborgarsvæðinugerir þá kröfu að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, fd. [...], skuli sætifarbanni, allt til föstudagsins 13. ágúst 2016, kl.16:00.Í greinargerð lögreglustjórans áhöfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglustjórinn hafi til rannsóknar meintanauðgun. Brotaþoli, sem sé 15 ára gömul stúlka, hafi komið í fylgd vina sinna álögreglustöð um klukkan sex í morgun og tjáð lögreglu að hún hafi orðið fyrirkynferðisbroti. Brotaþoli hafi farið á neyðarmóttöku í framhaldinu ásamt móðursinni og síðan hafi þær komið á lögreglustöð til að leggja fram kæru. Brotaþolitelji brotið hafa átt sér stað að [...] eða [...] og hafi lýst herberginu sembrotið á að hafa átt sér stað í. Lögreglan hafi farið á vettvang og hafi komiðí ljós að á [...] til hægri að [...] væri herbergi sem hafi komið saman viðlýsingu brotaþola og hafi kærði verið þar sofandi í herberginu. Hafi hann veriðhandtekinn og fluttur á lögreglustöð. Brotaþoli lýsi atvikum þannig að húnhafi farið að heiman um klukkan 2 – 3 síðastliðna nótt og ætlað að taka strætótil vinkonu sinnar og gista þar. Hún kveðst hafa farið ein niður í bæ og hitttvo menn við [...], annar þeirra hafi sagst heita X. Hann hafi sagst vera ífríi á Íslandi en að hann byggi í [...] og hafi hann sagt brotaþola að hannværi 22 ára. Brotaþoli kveðst hafa sagt kærða X að hún væri 15 ára. Hann hafiverið að drekka bjór og hafi boðið henni sopa og að koma með sér á skemmtistaðtil að fá meiri bjór. Þau hafi þrjú farið saman á skemmtistað við hliðina á [...]og að sögn brotaþola hafi kærði gefið henni þrjá bjóra. Brotaþoli kveðst hafaorðið verulega ölvuð og þegar síminn hennar hafi orðið batteríslaus hafi kærðiboðið henni heim til sín til að hlaða símann, en hann hafi sagt henni að þaugætu svo farið aftur á skemmtistaðinn. Þau tvö hafi gengið heim til hans enhitt engan á leiðinni að sögn brotaþola. Þegar þangað hafi verið komið hafibrotaþoli sett símann sinn í hleðslu og heyrt þá smell þegar kærði hafi læstherberginu og slökkt ljósið. Hún kveðst hafa verið orðin mjög þreytt og dofin.Að sögn brotaþola hafi kærði sest við hlið hennar í rúminu og byrjað að kyssahana. Hann hafi farið með hendina inn á hana og komið við brjóst hennar ogkynfæri. Þá hafi hann klætt hana úr buxum og nærbuxum og farið sjálfur úr sínumbuxum. Hann hafi síðan sett getnaðarlim sinn í leggöng hennar og kveðst húnhafa fundið fyrir sársauka. Hún telji að hann hafi fengið sáðlát en hann hafi ekkinotað getnaðarvörn. Brotaþoli kveðst ekki hafa viljað hafa samfarir við kærða.Hún hafi frosið og ekki tekið neinn þátt. Hún segir þau ekki hafa rætt þettasérstaklega áður að hafa samfarir og að hann hafi ekki spurt hana um viljahennar. Að þessu loknu hafi brotaþoli klættsig í fötin en ekki fundið nærbuxurnar. Kærði hafi þá fylgt henni þá út og sagtvið hana “you can’t tell”. Hann kvaðst ætla að heyra í henni í vikunni og hafisett símanúmerið sitt í símann hennar. Brotaþoli hafi farið úr íbúðinni oghringt í vinkonu sína sem hafi komið og sótt hana og þau farið strax íkjölfarið til lögreglu. Kærði neiti sök. Hann játi að hafahitt brotaþola í nótt og farið með henni að [...] en hann segir hana hafa samþykkt að hafa samfarir við hann.Þá kveðst hann ekki hafa vitað að hún væri aðeins 15 ára gömul, heldur hafitalið hana vera á aldrinum 22-25 ára. Hann segist þó ekkert hafa spurt hana umaldur hennar. Hann kveðst eiga barn og barnsmóður hér á landi en að hann sébúsettur í [...]. Hann eigi bókað flug út þann 27. júlí n.k. Sé farið fram á að kærði verðiúrskurðaður í farbann á grundvelli 100. gr. laga nr. 88/2008. Sé á því byggt að skilyrði b. liðar 1. mgr.95. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt. Kærði sé undir rökstuddum grun um háttsemisem varði fangelsisrefsingu. Kærði sé erlendur ríkisborgari og þó hann eigi hérbarn og barnsmóður þá hafi hann engin önnur tengsl við landið. Hann sé staddurhér á landi í fríi en sé búsettur og starfandi í [...]. Sæti hann ekki farbannimegi ætla að hann reyni að komast úr landi til að komast undan málsókn eðafullnustu refsingar. Að mati lögreglu sé brýnt að tryggja nærveru kærða á meðanmál hans sé til meðferðar fyrir yfirvöldum hér á landi og því nauðsynlegt aðhonum verði gert að sæta farbanni þar til mál hans sé til lykta leitt. Til rannsóknar sé ætlað brot gegn 1.mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ásamt síðari breytingum, semgeti varðað allt að 16 ára fangelsi. Um heimild til að úrskurða kærða í farbann er vísað til b. liðar 1. mgr. 95. gr.sbr. 100 gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með vísan til allsframangreinds og framlagðra gagna málsins sé þess beiðst að krafalögreglustjóra um farbann nái fram að ganga.Niðurstaða: Kærði er undir rökstuddum grum um aðhafa gerst sekur um ætlað brot geng 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940 ásamt síðari breytingum, sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi ef söker sönnuð. Um heimild til að úrskurða kærða ífarbann er vísað til b. liðar 1. mgr. 95. gr. sbr. 100 gr. laga ummeðferð sakamála nr. 88/2008. Kærði er erlendur ríkisborgari og þó hann eigihér barn og barnsmóður þá hafi hann engin önnur tengsl við landið. Hann séstaddur hér á landi í fríi en er búsettur og starfandi í [...]. Sæti hann ekkifarbanni megi ætla að hann reyni að komast úr landi til að komast undan málsókneða fullnustu refsingar. Að mati lögreglu sé brýnt að tryggja nærveru kærða ámeðan mál hans sé til meðferðar fyrir yfirvöldum hér á landi og því nauðsynlegtað honum verði gert að sæta farbanni þar til mál hans sé til lykta leitt. Kærðifellst á farbannið að öðru leyti en því að hann krefst þess að því verðimarkaður skemmri tími þar sem að það hefur áhrif á starf sitt erlendis.Aðstoðarsaksóknari gerði grein fyrir því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi,en farbanni verði aflétt um leið og ekki er lengur þörf á því. Dómari telur aðekki hafi verið færð fram haldbær rök fyrir því að farbanni verði markaðurskemmri tími en krafist er. Samkvæmt framanrituðu og með vísantil b-liðar 1. mgr. 95. gr. og 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 verður aðtelja að enn séu uppfyllt skilyrði til þess að banna kærðu brottför af landinu.Er því fallist á kröfu héraðssaksóknara, eins og hún er fram sett og nánargreinir í úrskurðarorði.Ú RS K U R Ð A R O R Ð : Varnaraðili X, fd. [...], skal sætafarbanni, allt til föstudagsins 13. ágúst 2016, kl.16:00. |
Mál nr. 369/2015 | Kærumál Innsetningargerð Börn | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var kröfu K um að dóttir hennar og M yrði tekin úr umráðum M og fengin henni með beinni aðfarargerð á grundvelli laga nr. 160/1995 um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. Aðilar kynntust í Danmörku árið 2007 og eignuðust þar dóttur ári síðar. Slitnaði upp úr sambandi þeirra og var þá ákveðið að lögheimili stúlkunnar yrði í Danmörku hjá K. Samkvæmt samkomulagi aðila, sem gert var í ágúst 2014, var lögheimili stúlkunnar flutt tímabundið til M sem búsettur var á Íslandi. Snéri stúlkan ekki aftur til Danmerkur að þeim tíma liðnum. Var talið að M hefði haldið stúlkunni frá K með ólögmætum hætti í skilningi 11. gr. laga nr. 160/1995. Þá hefði ekki verið sýnt fram á að skilyrði 2., 3., eða 4. töluliðs 12. gr. laganna, fyrir því að synja mætti um afhendingu barns, væru til staðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson og Karl Axelsson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. maí 2015, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. maí 2015, þar sem tekin var til greina krafa varnaraðila um að henni yrði heimilað að fá dóttur málsaðila tekna úr umráðum sóknaraðila og afhenta sér með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að „veittur verði þriggja mánaða aðfararfrestur.“ Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 12/2016 | Kærumál Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | Staðfest var ákvæði í dómi héraðsdóms um frávísun varakröfu D gegn T og Í. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að með varakröfu sinn hefði D ekki afmarkað hvaða réttindi hún taldi sig njóta á grundvelli 76. gr. stjórnarskrárinnar heldur hafi aðeins leitað viðurkenningar á því að þeim réttindum hefði ekki verið fullnægt. Fullnægði þessi málatilbúnaður ekki áskilnaði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir MarkúsSigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Viðar Már Matthíasson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 3. janúar 2016 en kærumálsgögn bárust réttinum 15. sama mánaðar. Kærter ákvæði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2015 um að vísa frá dómi fyrstalið varakröfu sóknaraðila í máli hennar á hendur varnaraðilum. Kæruheimild er íc. lið 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilikrefst að ákvæði dómsins um frávísun fyrrgreindrar kröfu verði fellt úr gildiog lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnisdóms að því leyti. Þá krefst húnkærumálskostnaðar.Varnaraðilar krefjast þess að ákvæðihéraðsdóms um frávísun kröfunnar verði staðfest og þeim dæmdurkærumálskostnaður.Í málinu gerði sóknaraðili aðallega þákröfu að varnaraðilum yrði gert óskipt að greiða sér 2.135.080 krónur meðdráttarvöxtum. Eins og greinir í héraðsdómi svarar sú fjárhæð til mismunar átímabilinu frá janúar til og með nóvember 2012 á annars vegar neysluviðmiðum úrskýrslu sérfræðingahóps, sem félags- og tryggingamálaráðuneytið kom á fót íjúní 2010, og hins vegar því sem sóknaraðili fékk greitt í bætur frávarnaraðilanum Tryggingarstofnun ríkisins, á grundvelli laga nr. 99/2007 umfélagslega aðstoð og laga nr. 100/2007 um almannatryggingar. Með fyrrgreindrivarakröfu krafðist sóknaraðili viðurkenningar á því að bætur almannatrygginga áþessu sama tímabili hefðu ekki fullnægt þeim rétti sem hún ætti til aðstoðarsamkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Varnaraðilar voru með héraðsdómi sýknaðiraf aðalkröfunni en varakröfunni vísað frá dómi, eins og áður greinir.Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991getur aðili, sem hefur lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eðaefni réttinda eða réttarsambands, leitað viðurkenningardóms um kröfu sína. Af d.lið 1. mgr. 80. gr. laganna leiðir að kröfugerð í slíkri málsókn verður að takatil viðurkenningar á tilteknum réttindum. Með fyrrgreindri varakröfu sinniafmarkar sóknaraðili ekki hvaða réttinda hún telur sig njóta á grundvelli 76.gr. stjórnarskrárinnar heldur leitar aðeins viðurkenningar á því að þeim réttindumhafi ekki verið fullnægt. Þótt krafan yrði tekin til greina fæli sú niðurstaðaekki í sér að ráðið hefði verið til lykta ágreiningi um þau réttindi semsóknaraðili telur sig njóta á þessum grundvelli. Fullnægir þessi málatilbúnaðurþví ekki fyrrgreindum áskilnaði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 umákveðna kröfugerð. Verður því staðfest ákvæði héraðsdóms um frávísun kröfunnar.Rétt er að aðilarnir beri hver sinnkærumálskostnað.Dómsorð:Ákvæðihéraðsdóms um að vísa frá dómi fyrsta lið varakröfu sóknaraðila, DagrúnarJónsdóttur, á hendur varnaraðilum, Tryggingastofnun ríkisins og íslenskaríkinu, er staðfest.Kærumálskostnaðurfellur niður.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2015.Mál þetta varhöfðað 26. nóvember 2012 og dómtekið 3. desember 2015.Stefnandi erDagrún Jónsdóttir, Oddsparti, Hellu en stefndu eru íslenska ríkið ogTryggingastofnun ríkisins. Stefnandigerir þær dómkröfur aðallega aðstefndu greiði stefnanda sameiginlega 2.135.080 krónur, með dráttarvöxtum skv.1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 6. janúar 2013til greiðsludags.Stefnandikrefst þess til vara í fyrsta lagi aðviðurkennt verði að bætur almannatrygginga sem stefnandi fékk greiddar átímabilinu 1. janúar 2012 til 1. nóvember 2012 hafi ekki fullnægt þeim réttisem stefnandi á til aðstoðar samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar.Stefnandikrefst þess í öðru lagi að viðurkennt verði að stefndu hafi frá 30. maí 2007verið óheimilt að ákvarða bætur stefnanda samkvæmt lögum nr. 100/2007, umalmannatryggingar, án þess að fara eftir 69. gr. laganna sem kveður á um að viðákvörðun bóta skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að bætur hækki aldreiminna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.Stefnandikrefst þess í þriðja lagi að viðurkennt verði að réttur stefnanda til bótaalmannatrygginga skuli hækka árlega miðað við launaþróun, þó þannig að bæturhækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þá krefststefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu, sameiginlega. Stefndikrefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og að henni verði gert að greiða stefndumálskostnað. Til vara krefjast stefndu að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð ogmálskostnaður felldur niður.Kröfu stefndu um frávísun málsins varhafnað með úrskurði dómsins þann 25. október 2013. Með úrskurðinum varkröfugerð stefnanda skýrð á þann veg sem nánar verður gerð grein fyrir íniðurstöðukafla. Dómkrafa stefnanda hér að ofan tekur þannig mið af því.Kröfu stefndu um frávísun málsins varhafnað með úrskurði dómsins þann 25. október 2013. Með úrskurðinum varkröfugerð stefnanda skýrð á þann veg sem nánar verður gerð grein fyrir íniðurstöðukafla. Dómkrafa stefnanda hér að ofan tekur þannig mið af því.I.Málavextir Stefnandivarð fyrir slysi á árinu 1993 og var örorka hennar metin af Tryggingastofnunríkisins til hæsta örorkustigs, eða 75%, frá 1. júní 2000 og var endurmetinreglulega eftir það. Í síðasta örorkumati stefnanda kemur fram aðlæknisfræðileg skilyrði hæsta örorkustigs séu uppfyllt en gildistímiörorkumatsins sé frá 1. júní 2011 til 31. maí 2016 en þá fari endurmat fram.Stefnandihefur þegið greiðslur á grundvelli laga nr. 100/2007 um almannatryggingar ogreglugerða sem settar eru með stoð í lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007.Samkvæmt gögnum Tryggingastofnunar ríkisins námu mánaðarlegar brúttógreiðslurtil stefnanda að jafnaði 202.956 krónum fyrir árið 2012. Nánar tiltekið er umað ræða örorkulífeyri samkvæmt 18. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar,aldurstengda örorkuuppbót samkvæmt 21. gr. laganna og tekjutryggingu samkvæmt22. gr. laganna. Þá fékk stefnandi heimilisuppbót samkvæmt 8. gr. laga nr.99/2007 um félagslega aðstoð og sérstaka uppbót til framfærslu samkvæmt 2. mgr.9. gr. þeirra laga.Persónulegaraðstæður stefnanda, sem er fædd árið 1970, eru þær að hún er einstæð ogbarnlaus. Fram kemur í stefnu að greiðslur frá stefnda Tryggingastofnunríkisins séu einu tekjur hennar. Þá sé ekki fyrirséð að staða hennar munibreytast til framtíðar. Skattframtöl stefnanda fyrir árin 2010-2012 eru á meðalgagna málsins. Samkvæmt skattframtali ársins 2012 verður ráðið að hún býr áeigin jörð á Hellu og á þrjú bifhjól og tvær bifreiðar. Virðist hluti þeirraeigna þó hafa verið afskrifaður. Hún greiðir af íbúðalánasjóðsláni og gerðibílasamning vegna fjármögnunar á bifreið. Af gögnum verður ekki annað ráðið enað stefnandi hafi verið í skilum með afborganir á lánum og greiðslu trygginga áþessum árum.II.Málsástæður og lagarök stefnandaStefnandi reisir málatilbúnað sinn í meginatriðum á því að greiðslur til hennar fráTryggingastofnun ríkisins nægi henni ekki til framfærslu. Sé henni ókleift aðlifa mannsæmandi lífi eins og hún eigi rétt til. Stefnandibyggir kröfur sínar á því að dómstólar séu bærir til að endurskoða ákvarðanirum rétt til aðstoðar frá ríkinu en sá réttur njóti verndar 76. gr.stjórnarskrárinnar. Feli ákvæðið í sér lágmarksréttindi fyrir einstaklinga ogum leið lágmarkskröfur til lagasetningar. Lágmarksréttindin sem felist íákvæðinu miðist við einstaklinga með þeim hætti að hver og einn fái þá aðstoðsem fullnægir hans þörfum. Verði skipulag framfærslu að fullnægjalágmarksréttindum þeim sem felist í 76. gr. stjórnarskrárinnar svo og skilyrðum65. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi bendir á að ríkið hafisjálft skilgreint þann mánaðarlega kostnað sem einstaklingar og fjölskyldurþurfi að greiða til að lifa eðlilegu lífi. Liggi þær upplýsingar fyrir ískýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi, sem velferðarráðuneytiðhafi gefið út, en engar aðrar upplýsingar eða viðmið um lágmarksframfærsluliggi fyrir. Þá telur stefnandi það einnig brjóta gegn jafnræðisreglu 65. gr.stjórnarskrárinnar að henni sé gert að lifa á tekjum sem séu langt undir þeimtekjum sem stefndi hafi sjálfur metið nauðsynlegar fyrir alla aðra ísambærilegri stöðu. Stefnandi telur að framangreind sjónarmið fái einnig stoð íþjóðréttarlegum skuldbindingum sem hafi áhrif á túlkun 1. mgr. 76. gr.stjórnarskrárinnar og er það rakið frekar í stefnu. Stefnandi byggir á því að hún eigi réttá því að bætur hennar hækki í samræmi við launaþróun eða a.m.k. verðlag. Í 69.gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, sé kveðið á um að bæturalmannatrygginga, greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr. lagannaskuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Í ákvæðinu segi aðvið þá ákvörðun skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að hækkunin sé aldreiminni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samhljóðandi regla hafði veriðí 65. gr. eldri útgáfu laga um almannatryggingar nr. 117/1993, allt frá 1.janúar 1998. Eftir gildistöku reglunnar hafa verið sett ákvæði til bráðabirgðaí lög um almannatryggingar, sem hafa afnumið tímabundið reglu 69. gr. umhækkanir bóta. Með því að hækka bætur ekki í samræmi við þróun verðlags hafibætur til öryrkja þannig verið skertar að raunvirði. Með gildistöku 65. gr. eldri laga umalmannatryggingar sem síðan varð 69. gr. laga nr. 100/2007 hafi stefnandiöðlast réttmætar væntingar til þess að bætur myndu fylgja launaþróun eða a.m.k.vísitölu neysluverðs. Réttur stefnanda til hækkunar bóta eftir launaþróun eðaa.m.k. verðlagi hafi þannig verið orðinn til en síðan skertur afturvirkt meðbráðabirgðaákvæðum. Með því að afnema rétt til hækkunar bóta hafi eignarrétturstefnanda verið skertur og brjóti afnámið þar með í bága við 72. gr.stjórnarskrárinnar, sbr. 1. gr. 1. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu.Auk alls framangreinds telur stefnandi að ekki hafi verið gætt jafnræðis viðtekjuskerðingu enda hafi raunhækkun orðið á tekjum annarra hópa sem hafi þurftað sæta tekjuskerðingu. Þá byggir stefnandi á því að réttindisamkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar beri að ákveða með lögum hverju sinni.Síðustu tvö ár hafi ákvörðunarvald um réttindin verið framselt til stjórnvaldameð ólögmætum hætti. Nákvæma tilgreiningu bóta fyrir árin 2011 og 2012 sé ekkiað finna í lögum um almannatryggingar. Fjárhæðirnar hafa verið ákvarðaðar meðreglugerðum nr. 565/2011, um fjárhæðir bóta almannatrygginga og félagslegraraðstoðar fyrir árið 2011, og nr. 1233/2011, um fjárhæðir bóta almannatryggingaog félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2012. Í reglugerðunum sé vísað til 69. gr.laga um almannatryggingar og 70. gr. sömu laga. Í 69. gr. sé ekki heimild tilvaldframsals en í 70. gr. sé ráðherra heimilað með reglugerð að kveða á umnánari framkvæmd laganna. Slík einföld lagaheimild sé langt frá því að verafullnægjandi sem framsal valds til að ákvarða rétt samkvæmt 76. gr.stjórnarskrárinnar. Þá hafi ákvæðin í 15. og 17. tl. til bráðabirgða í lögum umalmannatryggingar, sem tímabundið hafi verið ætlað að afnema 69. gr. laga umalmannatryggingar, ekki verið sett með stjórnskipulega réttum hætti.Afleiðingin sé sú að ákvæði 69. gr. laga um almannatryggingar er í gildi í dagog hefur verið allt frá 1. janúar 2011. Er túlkun á ofangreindum ákvæðum aðfinna í stefnu og þar ítarlega rakin. Í stefnu er auk þess kafli um kröfugerðmáls þessa þar sem frekari rökstuðning er að finna. III.Málsástæður og lagarök stefndu Stefndubyggja sýknukröfu sína á því að kröfur stefnanda um greiðslu fjár ogviðurkenningu á tilkalli bóta séu umfram það sem lög og stjórnvaldsfyrirmælikveði á um. Að mati stefndu séu ekki skilyrði fyrir því að taka til greinakröfur stefnanda á grundvelli 76. gr. stjórnarskrárinnar. Frumskilyrðiákvæðisins sé þörf fyrir aðstoð og sé slík aðstoð ekki bundin viðpeningagreiðslur. Ákvæðið mæli fyrir um rétt til aðstoðar enalmannatryggingakerfi ríkisins sé einn þáttur þess ásamt öðrum úrræðum, svo semsjúkratryggingakerfi, aðstoð sveitarfélaga eftir lögum 40/1991 umfjárhagsaðstoð sveitarfélaga o.fl. Það sé hlutverk löggjafans og á valdi hansað mæla fyrir um þessa aðstoð sem og réttindi til lífeyris og greiðslna tilöryrkja. Í greinargerðer að finna ítarlega umfjöllun um íslenska velferðarkerfið og á það bent aðalmannatryggingakerfið sé aðeins hluti af því kerfi. Þá er hlutverk ogtilgangur laga um almannatryggingar og laga um félagslega aðstoð skýrt frekar.Á það er bent að almannatryggingakerfinu sé fyrst og fremst ætlað að bæta viðþær tekjur sem viðkomandi hafi sér til framfærslu og varna fátækt.Fjárhagsaðstoð sveitafélaga og almannatryggingakerfið myndi helsta kerfifjárhagslegrar aðstoðar fyrir þá sem á þurfi að halda. Komi það í hlutsveitafélaga að meta þörf fyrir frekari aðstoð. Mánaðarleg lífeyrisgreiðslaalmannatrygginga geti því verið mismunandi eftir einstaklingsbundnum aðstæðum.Kröfur stefnanda sem aðeins byggi á greiðslum frá stefnda Tryggingastofnunríkisins séu ekki raunhæfar gagnvart 76. gr. stjórnarskrárinnar.Stefndumótmæla því að neysluviðmið samkvæmt framlagðri skýrslu sérfræðingahóps umneysluviðmið fyrir heimili á Íslandi frá 2011, sem stefnandi styðji fjárkröfusína við, geti haft þýðingu í þessu sambandi. Viðmið þessi feli að mati stefnduekki í sér skuldbindingu af hálfu ríkisins enda taki þau ekki mið af þörfheldur sýni raunverulega neyslu einstaklings og fjölskyldna þar sem helmingurheimilanna sé með lægri útgjöld og helmingur með hærri útgjöld. Telja stefnduþví ljóst að neysluviðmiðin séu ekki grunnframfærsluviðmið. Stefndu hafna þvíað íslenska ríkið hafi með ofangreindri skýrslu sjálft skilgreint mánaðarlegankostnað sem einstaklingar og fjölskyldur þurfi að greiða til að lifa eðlilegulífi. Frá því að skýrslan var gefin út hafi viðmiðin breyst eins og fram komi íútgáfu fyrir árið 2012.Stefndubyggja á að greiðslur til stefnanda séu í námunda við heildarlaun verkafólks ograunar hærri en eftir mörgum töxtum kjarasamninga á þeim árum sem til skoðunarséu. Engin rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu stefnanda að hún sem öryrkigreiði töluvert meira í heilbrigðisþjónustu en „dæmigerður einstaklingur“.Jafnframt benda stefndu á að stefnandi byggi á að hún hafi ekki nægar tekjurtil að geta lifað dæmigerðu, eðlilegu lífi eins og aðrir í sambærilegri stöðu.Enga skilgreinda viðmiðun sé að finna í þessu sambandi. Mótmæla stefndu því aðþau gögn sem stefnandi byggi á sanni að hún geti ekki staðið undir útgjöldumtil framfærslu eða að hún geti ekki lifað mannsæmandi lífi þegar horft sé tileðlis 76. gr. stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar. Stefndu teljaþað á valdi löggjafans að ákveða hve miklu af fjármunum ríkisins sé varið tilvelferðarmála og bóta almannatrygginga og verði í því sambandi að horfa tilákvæða laga og fjárlaga, sbr. 41. gr. stjórnarskrárinnar. Þá rekjastefndu það í greinargerð að þeir telji kröfur stefnanda ekki eiga stoð íákvæðum alþjóðasamninga þó íslenska ríkið hafi fullnægt ákvæðum þeirra.Samningarnir hafi mismunandi stöðu eins og nánar er rakið í greinargerð.Stefndu hafnaviðurkenningarkröfum stefnanda um bætur miðað við launaþróun og verðlag ogtelja þær hvorki nægilega afmarkaðar né settar fram miðað við tiltekinn tíma.Telja stefndu tilkall til verðlagshækkana ekki verndað af 72. gr. eða 76. gr.stjórnarskrárinnar. Réttur til bóta sé háður fyrirmælum laga, bráðabirgðaákvæðaog reglugerða á hverjum tíma en allt frá setningu laga nr. 100/2007 hafi veriðgerðar breytingar á 69. gr. laganna. Vísa stefndu í greinargerð sinni tilbráðabirgðaákvæða laganna, einkum 15. og 17. töluliðar, ákvæða laga nr.120/2009, nr. 164/2010, nr. 51/2011 og nr. 178/2011, öll um breytingar á lögumnr. 100/2007. Stefnandi og aðrir í sambærilegri stöðu sæti breytingum á réttitil bóta og nánara tilkalli til þeirra. Að mati stefndu sé hvergi brotið gegnjafnræðisreglum. Telja stefndu að ljóst sé að viðbrögð löggjafans hafi veriðmálefnaleg og í fullu samræmi við stjórnlög og innan marka 76. gr.stjórnarskrár.Stefndu vísajafnframt til þeirra hækkana sem hafi komið til samkvæmt fjárlögum 2011, um 8,1%frá 1. júní, verðbætur samkvæmt fjárlögum 2012 um 3,5% og hækkun bótaalmannatrygginga um 3,9% eftir fjárlögum 2013. Um sé að ræða meiri hækkanirumfram launaþróun og verðbólguspá Hagstofu. Stefndumótmæla því að lagasetningarvald hafi verið framselt enda komi bætur fram ílögum og séu ákveðnar þar, svo og í fjárlögum hvers árs. Sé um að ræðagreiðslur eftir 18., 21. og 22. gr. laga nr. 100/2007 og 2. mgr. 9. gr. laganr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Greinin vísi sérstaklega til fjárlaga þar semfjárhæðir bóta sæti hækkunum. Þá vísa stefndu til 15. og 17. töluliðar ákvæðistil bráðabirgða, sbr. áðurnefnd lög um breytingar á lögum nr. 100/2007.Reglugerðir séu settar með stoð í 69. gr. og 70. gr. laganna, sbr. ákvæðifjárlaga sem ákvæði 69. gr. vísi til. Telja stefndu ljóst að ákvörðun bótahverju sinni samræmist í öllu tilliti meðalhófsreglu. Stefnduhafna því að unnt sé að taka kröfur stefnanda til greina eftir reglumskaðabótaréttar og telja að skilyrði fébótareglna séu ekki fyrir hendi. Þá erdráttarvaxtakröfum mótmælt. IV.Niðurstaða Meðúrskurði dómsins frá 25. október 2013 var kröfugerð stefnanda skýrð á þann vegað aðalkrafan, sem upphaflega var samsett af fjórum liðum, væri nú einungiseinn liður, þ.e. krafa stefnanda um greiðslu 2.135.080 króna, sem er mismunurþeirrar fjárhæðar sem stefnandi fékk greitt í bætur frá stefndaTryggingastofnun ríkisins fyrstu 11 mánuði ársins 2012 og þeirrar fjárhæðar semstefnandi telur að henni hafi borið að fá. Annar liður aðalkröfu hefði í raunverið forsenda fyrir fjárkröfunni enda krafist viðurkenningar á því aðmánaðargreiðslur bóta úr almannatryggingum næmu tiltekinni fjárhæð. Þriðji ogfjórði liður fólu í sér viðurkenningakröfur, hinar sömu og er að finna ívarakröfu. Taldi dómurinn það því skýrari framsetningu dómkrafna að samsama þærundir varakröfunni. Var við svo búið hafnað kröfu stefndu um frávísun málsins.Eins og framkemur í fyrrgreindum úrskurði telst fjárkrafa stefnanda og þær málsástæður semhún byggir á í tengslum við hana nægilega skýrar. Ljóst er á hvaða grunni húner reist og hvernig hin umkrafða fjárhæð er fundin. Stefnandi telur að greiddarbætur frá stefnda Tryggingastofnun ríkisins vegna sjúkleika og örorku hennarnægi henni ekki til að standa undir eðlilegum útgjöldum. Reisir hún kröfu sínaá því að hún eigi stjórnarskrárvarinn rétt á lágmarksframfærslu sem dugi hennitil mannsæmandi lífs. Af stefnumálsins verður ráðið að fjárkrafa stefnanda sé byggð á 76. gr.stjórnarskrárinnar sem og á 11. og 12. gr. alþjóðasamnings um efnahagsleg,félagsleg og menningarleg réttindi, sem fullgiltur var af Íslands hálfu 22.ágúst 1979, sbr. auglýsingu nr. 10/1979 sem birt er í C-deild Stjórnartíðinda28. ágúst 1979, sem og 12. og 13. gr. félagsmálasáttmála Evrópu sem fullgilturvar af Íslands hálfu 15. janúar 1976, og birtur með auglýsingu nr. 3/1976 íC-deild Stjórnartíðinda. Um forsendurfjárkröfu sinnar vísar stefnandi til upplýsinga úr skýrslu sérfræðingahóps umneysluviðmið fyrir heimili á Íslandi frá 2011 sem unnin var af stýrihópi semfélags- og tryggingaráðuneytið setti á fót í júní 2010. Í inngangi skýrslunnarkemur fram að um hafi verið að ræða rannsóknarverkefni með það að markmiði aðþróa neysluviðmið fyrir helstu gerðir heimila á Íslandi. Neysluviðmiðin séuþrenns konar og sundurliðuð á 15 útgjaldaflokka. Í fyrsta lagi sé um að ræðadæmigert viðmið sem lýsi hóflegri neyslu og er þá ekki lagt mat á hvort neyslansé nauðsynleg. Í öðru lagi skammtímaviðmið sem sé byggt á sömu forsendum en þarsé gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðumtímabundið. Og að lokum grunnviðmið sem gefa eigi vísbendingar um hvað fólkþurfi að lágmarki til að framfleyta sér og er þá lagt mat á hvort að neyslan sénauðsynleg. Öll viðmiðin eru aðgengileg á vefreiknivél á vef velferðarráðuneytisinsþar sem hver og einn einstaklingur getur kallað fram viðmið að teknu tillititil stærðar fjölskyldu og heimilisaðstæðna. Fram kemur í skýrslunni að hindæmigerðu viðmið eigi að gefa sem heilstæðasta mynd af dæmigerðum útgjöldumíslenskra heimila og sé enginn útgjaldaflokkur undanskilinn. Sé hvorki umlágmarks- né lúxusviðmið að ræða. Í inngangi skýrslunnar er lögð á það áherslaað neysluviðmiðin séu hvorki endanlegur mælikvarði á hvað teljist nægilegneysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfi sér tilframfæris. Tilgangurinn sé að veita heimilunum í landinu aðgang að viðmiðunumtil hliðsjónar við áætlun eigin útgjalda. Auk þess geti slík viðmið komið aðnotum við fjárhagsráðgjöf fyrir einstaklinga og verið til hliðsjónar þegarteknar eru ákvarðanir um fjárhæðir sem tengjast framfærslu.Stefnandibyggir fjárkröfu sína á upplýsingum úr skýrslunni um að dæmigert viðmið fyrirmánaðarleg útgjöld barnslauss einstaklings sem búi í eigin húsnæði áhöfuðborgarsvæðinu séu 291.932 krónur nettó. Til þess að hafa slíkt fé tilráðstöfunar mánaðarlega þyrftu bótagreiðslur til stefnanda að nema 399.482krónum brúttó. Reiknast stefnanda því til að henni hafi borið að fá samtals4.394.302 krónur í bótagreiðslur frá stefnda Tryggingastofnun ríkisins fyrstuellefu mánuði ársins 2012 en hún hafi aðeins fengið 2.259.222 krónur. Beristefndu því að greiða stefnanda mismuninn sem nemi stefnufjárhæðinni eins ogáður greinir.Í 76. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um að öllum, sem þess þurfa,skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli,atvinnuleysis, örbirgðar eða sambærilegra tilvika. Með dómi Hæstaréttar nr.125/2000 var ákvæðið túlkað svo að íslenska ríkinu væri skylt að tryggja aðlögum rétt sérhvers einstaklings til að minnsta kosti einhverrar lágmarksframfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið væri á málefnaleganhátt. Yrði slíkt skipulag að uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um aðhver einstaklingur nyti samkvæmt því jafnréttis á við aðra sem réttar njóta,svo og almennra mannréttinda. Með nefndum dómi Hæstaréttar svo og dómum réttarins nr. 549/2002 og nr.61/2013 er fjallað um 76. gr. stjórnarskrárinnar m.a. út frá valdmörkumdómsvaldsins. Í dómunum kemur skýrt fram að Alþingi fari með fjárstjórnarvaldiðsamkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar sem mæli fyrir um það að ekkert gjald megiinna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Þannig séþað verkefni löggjafans að ákveða hvernig háttað skuli þeirri opinberu aðstoðsem öryrkjum er látin í té. Svigrúmi löggjafans í þessu efni sé sett þautakmörk að dómstólar séu bærir til að meta hvort lagasetning um þau málefnisamrýmist grundvallareglum stjórnarskrárinnar. Eins og ítarlega er rakið í ofangreindum dómum hefur löggjafinn samkvæmt2. gr. stjórnarskrárinnar komið á fót velferðarkerfi í því skyni að uppfyllaskyldur sínar samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar og þeim þjóðréttarsamningumsem Ísland er aðili að. Ljóst er aðlöggjafinn hefur í III. kafla laga nr. 100/2007 tekið afstöðu til þess hvaðahvaða greiðslur komi til úr ríkissjóði vegna örorku. Þar er þörf einstaklingafyrir aðstoð metin og er löggjafanum heimilt að skerða hana svo lengi sem slíkskerðing samrýmist 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir afþeirri grundvallarreglu um að stjórnsýslan sé lögbundin, sbr. 2. gr.stjórnarskrárinnar, að ákvarðanir stjórnvalda eða hópa sem starfa á þeirravegum víkja ekki til hliðar ákvörðunum löggjafans um rétt manna til bóta úrríkissjóði. Af þeim sökum er ljóst að íslenska ríkið, við ákvörðun umfjárhagslega aðstoð á grundvelli 76. gr. stjórnarskrárinnar, er engan veginnbundið við þau viðmið sem sett eru fram af hálfu sérfræði- og stýrihópsráðherra og stefnandi hefur vísað til í málatilbúnaði sínum. Stefnanditelur að framfærsla sú er íslenska ríkið tryggi henni verði að samræmast þeimviðmiðum sem stýrihópur og sérfræðihópur ráðherra hafa sett fram, og stefnandihefur haldið fram að samsvari kr. 399.482 í mánaðarlegar tekjur í hennartilviki. Dómurinn telur að hafa verði í huga að þau viðmið sem stefnandi vísartil fjalla efni sínu samkvæmt ekki um hvaða fjárhæðir einstaklingum erunauðsynlegar til lágmarksframfærslu heldur er þeim einungis ætlað aðendurspegla dæmigerð útgjöld íslenskra heimila. Ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar,eins og það hefur verið skýrt í dómum Hæstaréttar, með hliðsjón af þeimalþjóðlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, fjallar hinsvegar aðeins um lágmarksframfærslu. Af þessu og 41. gr. stjórnarskrárinnarleiðir að það er að meginstefnu í verkahring Alþingis að taka afstöðu til þesshvað sé hæfileg fjárhagsleg aðstoð til einstaklinga vegna örorku umframlágmarksframfærslu. Í því sambandi verður að hafa í huga að ákvörðun af þessutagi lýtur í meginatriðum að sjónarmiðum um forgangsröðun við úthlutun þeirratakmörkuðu gæða sem fjármunir hins opinbera eru. Telja verður að í lýðræðisleguþjóðfélagi sé löggjafinn almennt betur umkominn til þess að taka slíkarákvarðanir í skjóli lýðræðislegs umboðs síns, heldur en dómstólar. Að matidómsins hefur stefnandi ekki sýnt fram á að þau viðmið um neyslu sem hann hefurvísað til séu nauðsynleg til lágmarksframfærslu samkvæmt 1. mgr. 76. gr.stjórnarskrárinnar, enda þessum viðmiðum ekki ætlað að endurspegla slíkarþarfir. Með vísan til þess og þess svigrúms sem játa verður löggjafanum tilmats á því hvað sé hæfileg fjárhæð þegar lágmarksframfærslu einstaklingasleppir verður að sýkna stefndu af aðalkröfu stefnanda. Samkvæmtfyrsta lið varakröfu krefst stefnandi að viðurkennt verði að þær bætur sem húnfékk greiddar frá stefnda Tryggingastofnun á tímabilinu 1. janúar 2012 til 1.nóvember 2012 hafi ekki fullnægt þeim rétti sem hún eigi til aðstoðar samkvæmt76. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandihefur einkum haldið því fram í tengslum við þennan lið að sú fjárhagsaðstoð semhún fái nægi henni ekki til framfærslu, þ.e. til að standa undir„eðlilegum útgjöldum“ hennar og vísað í því sambandi til þeirra neysluviðmiðasem byggt hefur verið á til stuðnings aðalkröfu. Í ljósi þess að ekki verðurleyst úr þessari kröfu án þess að taka afstöðu til þess hvort neysluviðmiðsérfræði- og stýrihópa ráðherra endurspegli lágmarksframfærslu sem allir eigirétt til samkvæmt 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar verður ekki séð aðstefnandi hafi hagsmuni að lögum af því að fá sérstaklega leyst úrviðurkenningarkröfu sem að þessu lýtur, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991.Verður þessum hluta kröfugerðarinnar því vísað sjálfkrafa frá héraðsdómi. Samkvæmtöðrum lið varakröfu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að stefndu hafifrá 30. maí 2007 verið óheimilt að ákvarða bætur til hennar með þeim hætti semgert var enda hafi það verið í andstöðu við 69. gr. nr. 100/2007. Í69. gr. laga nr. 100/2007 segir að bætur almannatrygginga, svo og greiðslursamkvæmt 63. gr. og fjárhæðir samkvæmt 22. gr., skuli breytast árlega í samræmivið fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þóþannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmtþessu er bætur almannatrygginga tengdar við fjárlög og framlög tilmálaflokksins á hendi fjárstjórnarvaldsins, sbr. 41. gr.stjórnarskrárinnar. Forsendurfjárlagafrumvarpsins ráða því bótum almannatrygginga hvert fjárlagaár. Löggjafinnhefur vikið ofangreindu ákvæði 69. gr. laga nr. 100/2007 til hliðar tímabundiðmeð setningu ákvæða til bráðabirgða í lögum þar sem kveðið er á um að bæturalmannatrygginga hækki ekki til samræmis við launaþróun eða vísitöluneysluverðs eða kveði á um minni hækkanir. Stefnanditelur að löggjafanum hafi verið óheimilt að hækka ekki bætur í samræmi viðþróun verðlags en með því hafi bætur hennar verið skertar að raunvirði. Byggirhún í fyrsta lagi á því að hún hafi allt frá setningu lagaákvæðisins haftréttmætar væntingar til þess að bætur myndu fylgja launaþróun eða a.m.k.vísitölu neysluverðs. Í öðru lagi byggir hún á því að eignarréttur hennarsamkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi í reynd verið skertur sem jafnframtbrjóti í bága við 76. gr. stjórnarskrárinnar. Í þriðja lagi hafi ekki verið gættjafnræðis við tekjuskerðinguna í samræmi við 65. gr. stjórnarskrárinnar enaðrir hópar samfélagsins hafi fengið raunhækkun á tekjum sínum. Þessummálsástæðum hafnar dómurinn. Ákvæði til bráðabirgða eru ákvæði í settum lögumsem ætlaður er ákveðinn gildistími. Í þeim tilvikum sem hér um ræðir bjuggu aðbaki málefnaleg sjónarmið en í lögskýringargögnum er skírskotað til þeirrarnauðsynjar að ná árangri í ríkisfjármálum með margþættum aðgerðum til lækkunará útgjöldum ríkisins. Komu þær aðgerðir með einhverjum hætti niður á öllumþjóðfélagshópum og var gætt jafnræðis innan þeirra hópa sem eins var ástatt um.Stefnandi gat ekki haft væntingar um að 69. gr. laga nr. 100/2007 kæmi til meðað standa óbreytt án tillits til efnahagslegra aðstæðna. Með ákvæðinu stofnaðistþví ekki eignarréttur hennar sem verndaður er af 72. gr. stjórnarskrárinnar,enda er þar kveðið á um rétt til greiðslna úr ríkissjóði sem stofnað hefurverið til með einhliða ákvörðun löggjafans en ekki sérgreindra framlaga þeirrasem njóta slíks réttar. Þá tryggir 76. gr. stjórnarskrárinnar stefnanda ekkihækkun bóta í samræmi við launaþróun eða verðlag, heldur er það hlutverklöggjafans að taka ákvörðun fjárhæð bóta eins og áður segir. Stefnandibyggir á því að ákvörðunarvald um fjárhæð bóta hafi verið framselt meðólögmætum hætti vegna áranna 2011 og 2012þegar bætur hafi verið ákvarðaðar með reglugerðum um fjárhæðir bótaalmannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, annars vegar nr. 565/2011 og hinsvegar nr. 1233/2011. Hafi annars vegar með lögum nr. 120/2009 verið bætt við15. tl. í ákvæði til bráðabirgða, sem kvað á um að þrátt fyrir ákvæði 69. gr.skuli bætur almannatrygginga ekki hækka til samræmis við launaþróun eðavísitölu neysluverðs á árinu 2010, og hins vegar með lögum nr. 164/2010 sem bættivið 17. tl. í ákvæði til bráðabirgða, með sömu breytingu fyrir árið 2011. Vísafyrrgreindar reglugerðir til þessara ákvæða til bráðabirgða svo og til 69. og70. gr. laga nr. 100/2007.Þá hafi meðlögum nr. 51/2011 verið gerðar breytingar þar sem að við ofangreindan 15. tl.bættist heimild ráðherra að hækka fjárhæðir, að fengnu samþykkiríkisstjórnarinnar, ef verulegar breytingar yrðu á launaþróun ogþjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga. Skyldi ráðherra breyta þeim meðreglugerð og var slík breyting gerð til hækkunar árið 2012 með reglugerð nr.1233/2011. Einsog áður segir kemur það í hlut löggjafans að ákveða fjárhæð bóta. Bæturstefnanda breytast ár hvert í samræmi við fjárlög. Forsendur og fjárhæðir bótasem stefnandi þiggur eiga stoð í lögum nr. 100/2007 og 99/2007 en ekkitilvitnuðum reglugerðum sjálfum þó þar sé að finna frekari útfærslu áfyrirkomulagi er ákveðið hafði verið af löggjafanum. Með vísan tilofangreinds er það niðurstaða dómsins að heimilt hafi verið að ákveða bæturstefnanda með þeim hætti sem gert var enda hafi það verið gert með stjórnskipulegumhætti. Verða stefndu því sýknaðir af þessum lið varakröfu stefnanda. Samkvæmtþriðja lið varakröfu krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að réttur hennartil bóta almannatrygginga skuli hækka árlega miðað við launaþróun, þó þannig aðbætur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, eins ogkveðið er á um í ofangreindu ákvæði. Krafa stefnanda lýtur þannig að því aðviðurkennt verði að bætur til hennar beri að ákveða í samræmi við 69. gr. tilframtíðar litið en dómsorð sem skírskotar til atvika sem síðar koma fram er íandstöðu við 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Krafastefnanda verður ekki skilin á annan veg en svo að hún leiti eftir því aðdómurinn kveði á um réttindi henni til handa sem ekki er á valdi dómstóla að ákveðaheldur löggjafans eins og kveðið er á um í 41. gr. stjórnarskrárinnar. Ljóst er að það er hlutverk löggjafans aðmeta hvort forsendur séu til að breyta lagaákvæðum eða eftir atvikum fella þauúr gildi. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 ber því að vísa þessumkröfulið sjálfkrafa frá dómi. Niðurstaðadómsins er því sú að stefndu eru sýknaðir af aðalkröfu stefnanda. Þá er fyrstalið varakröfu stefnanda vísað sjálfkrafa frá dómi, stefnu eru sýknaðir af öðrumlið varakröfu og þriðja lið varakröfu er vísað sjálfkrafa frá dómi. Réttþykir að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Stefnandi nýtur gjafsóknarsamkvæmt gjafsóknarleyfi innanríkisráðuneytisins frá 19. febrúar 2013 og er húntakmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Greiðist gjafsóknarkostnaðurstefnanda úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar,Daníels Isebarn Ágústssonar sem þykir hæfilega ákveðin 700.000 krónur.Sigríður Hjaltested, Hólmfríður Grímsdóttir og Kjartan BjarniBjörgvinsson héraðsdómarar kveða upp dóm þennan.D Ó M S O R Ð:Stefndu,íslenska ríkið og Tryggingastofnun ríkisins, eru sýknaðir af aðalkröfustefnanda, Dagrúnar Jónsdóttur. Fyrsta liðvarakröfu er vísað sjálfkrafa frá dómi.Stefndu erusýknaðir af öðrum lið varakröfu.Þriðja liðvarakröfu er vísað sjálfkrafa frá dómi.Málskostnaðurfellur niður.Allurgjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málflutningsþóknun lögmannshennar, Daníels Isebarn Ágústssonar hrl. 700.000 krónur, greiðist úrríkissjóði. |
Mál nr. 380/2009 | Kærumál Framsal | Mál þetta var tekið til úrskurðar 2. júlí sl.að loknum munnlegum málflutningi, sbr. 14. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. júlí 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júlí 2009, þar sem staðfest var ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðherra 29. maí 2009 um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili byggir kröfu sína meðal annars á því að 7. gr. laga nr. 13/1984 standi í vegi fyrir kröfu sóknaraðila um framsal. Samkvæmt þessu lagaákvæði má synja um framsal ef mannúðarástæður mæla gegn því svo sem aldur, heilsufar eða aðrar persónulegar aðstæður. Dómsmálaráðherra hefur metið aðstæður í þessu máli svo, að slíkar ástæður standi ekki gegn framsali varnaraðila. Ekki eru efni til að dómstólar hnekki því mati. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984 eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Jóns Höskuldssonar hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 96/2005 | Vanreifun Frávísun frá héraðsdómi | SH reisti málsókn sína í héraði, um sölulaun úr hendi S og I, á kauptilboði sem bar með sér að annar lögaðili hefði haft milligöngu við gerð þess. Í stefnu var ekki gerð grein fyrir hvernig SH taldi sig vera kominn að stefnukröfunni. Uppfyllti stefnan því ekki skilyrði ákvæða laga um meðferð einkamála er lúta að reifun máls. Talið var að ekki yrði bætt úr því sem aflaga fór að þessu leyti með framlagningu gagna fyrir Hæstarétti. Varð af þessum sökum ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. mars 2005. Hann krefst þess að stefndu verði dæmdir til að greiða sér óskipt 2.303.250 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. júlí 2003 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi reisti málsókn sína í héraði á kauptilboði 27. febrúar 2003 sem bar með sér að annar lögaðili, Húsið fasteignasala ehf., kt. 601092-2049, hefði haft milligöngu við gerð þess. Í stefnu var ekki grein gerð fyrir hvernig áfrýjandi taldi sig vera kominn að stefnukröfunni. Uppfyllti stefnan því ekki skilyrði 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er lúta að reifun máls. Ekki verður bætt úr því sem aflaga fór að þessu leyti með framlagningu gagna fyrir Hæstarétti. Verður af þessum sökum ekki hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn kostnað af málinu í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta sem dómtekið var í dag er höfðað með stefnu, birtri 13. maí og 19. maí sl. Stefnandi er Smárinn-Húsið fasteignamiðlun ehf., Suðurlandsbraut 50, Reykjavík. Stefndu eru Stallur ehf., Viðarrima 21, Reykjavík og Item ehf., Miðhrauni 15, Garðabæ. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmd in solidum til að greiða honum 2.303.250 krónur auk dráttarvaxta skv. lögum nr. 38/2001 frá 10. júlí 2003 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Dómkröfur stefndu eru þær að þeir verði sýknaðir af öllum kröfum stefnanda og þeim tildæmdur málskostnaður. Af hálfu stefnanda er málsatvikum lýst þannig að stefnandi sé rekstraraðili fasteigna- og fyrirtækjasölu. Sem slíkur hafi stefnandi haft til sölu, fyrir hönd stefnda Item ehf., allan rekstur félagsins, tæki, búnað, nafn, viðskiptavild, vörubirgðir o.fl. Stefndi, Item ehf. hafi áður heitið Páll Pálsson ehf., en nafni félagsins verið breytt þann 14. janúar 2004. Þáverandi forsvarsmaður stefnda, Item ehf., hafi falast eftir þjónustu stefnanda og hefði fyrirtækið verið á sölu í hartnær ár þegar forsvarsmaður stefnda, Stalls ehf., hafi leitað til stefnanda með hugsanleg kaup í huga. Starfsmaður stefnanda, Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, hafi haft umsjón með viðskiptunum. Þann 27. febrúar 2003, hafi verið gengið frá skriflegu kauptilboði milli stefndu. Svo sem þar komi fram hafi kaupverð verið 17.000.000 króna auk þess sem kaupandi skyldi greiða fyrir vörubirgðir 60% of heildsöluverði að frádregnum virðisaukaskatti. Áætlað kaupverð vörubirgða á þessum tímapunkti hafi verið talið nema 27.000.000 króna og heildarsamningsfjárhæð þannig talin nema 44.000.000 króna. Kauptilboðið hafi verið gert með fyrirvara um fjármögnun og áreiðanleikakönnun af hálfu stefnda, Stalls ehf. Þar sé einnig ákvæði þess efnis að kaupandi, þ.e. stefndi, Stallur ef, skyldi ábyrgjast greiðslu sölulauna gagnvart seljanda, þ.e. stefnda, Item ehf. Stefndu í málinu hafi ekki frekar leitað til stefnanda vegna viðskiptanna og kosið að ljúka þeim án aðkomu stefnanda, sem þó hefði komið viðskiptunum á. Stefnanda sé þó kunnugt um að kaupin hafi náð fram að ganga að mestu í samræmi við fyrrgreint kauptilboð í maí 2003. Í kjölfar þess að stefnandi hafi fengið upplýsingar um afdrif viðskiptanna hafi fyrrgreindur starfsmaður stefnanda hafist handa við að afla nánari upplýsinga um inntak þeirra, endanlega fjárhæð kaupverðs rekstrar og vörubirgða o.s.frv. Afar illa hafi gengið að fá upplýsingar þar að lútandi frá stefndu. Þann 2. júní 2003 hafi starfsmaður stefnanda átt fund með forsvarsmanni stefnda, Stalls ehf., og hafi þær upplýsingar fengist á fundinum að endanlegt kaupverð, að vörubirgðum meðtöldum, hefði munið 37.000.000 króna. Þar sem stefndu hafi kosið að veita stefnanda ekki nánari upplýsingar þar að lútandi sé krafa um sölulaun byggð á þeirri fjárhæð og að öðru leyti miðuð við gjaldskrá stefnanda. Stefndu hafi ekki brugðist við áskorunum lögmanns stefnanda um að upplýsa um endanlegt kaupverð. Reikningur vegna sölulauna stefnanda hafi verið gefinn út þann 10. júní 2003 og sendur stefnda, Stalli ehf. Þann 1. júlí 2003 hafi reikningurinn ekki verið greiddur og stefnda, Stalli ehf., því verið sent bréf lögmanns stefnanda til áréttingar. Samhliða hafi stefnda, Item ehf. (áður Páli Pálssyni ehf.), verið sent bréf þar sem vakin hafi verið athygli á kröfunni og þeirri staðreynd að ef hún fengist ekki greidd af hálfu stefnda, Stalls ehf., myndi stefnandi beina kröfu sinni að félaginu sem seljanda í viðskiptasambandinu. Hvorugur stefndu hafi greitt kröfu stefnanda. Þann 24. september 2003 hafi stefnda, Stalli ehf., verið sent innheimtubréf. Báðum stefndu hafi jafnframt verið send áminning og lokaaðvörun þann 20. apríl 2004. Allar innheimtuaðgerðir hafi reynst árangurslausar og sé stefnanda því nauðsynlegt að höfða mál þetta. Stefnandi byggir á því að stefndu séu báðir in solidum ábyrgir fyrir greiðslu sölulauna stefnanda til handa í samræmi við útgefinn reikning. Engu breyti um greiðsluskyldu stefnda, Item ehf., þótt reikningurinn haft ekki verið gefinn út á nafn þess félags, enda sé stefnanda ómögulegt að gefa út tvo reikninga fyrir einni og sömu kröfunni. Þau viðskipti sem stefndu hafi átt sín á milli hafi komist á fyrir tilstilli stefnanda og hafi stefnandi annast alla meginþætti viðskiptanna þó svo að stefndu haft í sameiningu og án samráðs við stefnanda ákveðið að annast sjálfir gerð endanlegs kaupsamnings á þeim grundvelli sem lagður hefði verið. Stefnandi eigi heimtingu á söluþóknun vegna starfa sinna í samræmi við gjaldskrá sína, en söluþóknun vegna sölu fyrirtækja nemi 5% samkvæmt gjaldskrá stefnanda, sem hafi verið báðum aðilum kunn. Sú þóknun hafi og umsamin milli aðila. Byggir stefnandi á því að þótt stefndi, Stallur ehf., haft ábyrgst það gagnvart stefnda, Item ehf. (áður Páli Pálssyni ehf.), að umsamin söluþóknun yrði greidd, þá sé stefnandi ekki bundin af því samkomulagi og geti beint kröfu sinni að báðum stefndu. Krafa stefnanda á hendur stefnda, Item ehf. (áður Páli Pálssyni ehf.), byggi á þeirri meginreglu að seljandi eignar greiði sölulaun og kostnað of sölunni. Grunnábyrgð á greiðslu sölulauna, þ.e. hinnar umkröfðu þóknunar í þessu máli, hvíli allt að einu á stefnda, Item ehf. Gagnvart stefnda, Stalli ehf., byggi stefnandi á því að það félag hafi með skriflegri yfirlýsingu sinni tekið ábyrgð á greiðslu sölulauna og í raun skuldbundið sig til efnda. Í trausti þess að stefndi, Stallur ehf., myndi standa við skuldbindingar sínar gagnvart stefnda, Item ehf. (áður Páli Pálssyni ehf.), hafi honum verið sendur reikningur. Fjárhæð reikningsins sé miðuð við þær upplýsingar sem stefnandi hafi fengið um heildarverðmæti viðskiptanna. Með því að stefndu hafi ekki orðið við áskorunum um að upplýsa um þetta með ítarlegum hætti byggi stefnandi á því, m.a. með vísan til 1. mgr. 68. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, að fjárhæð kröfu sinnar sé rétt. Stefnandi ber fyrir sig meginreglur á sviði verksamninga, vinnuréttar og kröfuréttar. Jafnframt er byggt á ákvæðum laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, laga um þjónustukaup nr. 42/2000, lags um fasteignakaup nr. 40/2002 eftir því sem við á. Vaxtakrafa byggist á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað og aðra þætti er lúta að málsmeðferð styðst við ákvæði laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þ.m.t. um varnarþing en í því sambandi er sérstaklega bent á 36. og 42. gr. laganna. Af hálfu stefndu er krafist sýknu vegna aðildarskorts og málatilbúnaður af hálfu stefnanda talinn tilhæfulaus og honum mótmælt í heild sinni sem röngum. Kauptilboð hafi ekki gengið eftir og kaupsamningur á grundvelli þess hafi aldrei verið gerður. NIÐURSTAÐA Stefnandi reisir málssókn sína við það, að svo sem sjá megi af kauptilboði, dagsettu 27. febrúar 2003, sem er að finna í skjölum málsins og er undirrituð af forsvarsmönnum stefndu og vitninu Jens Ingólfssyni, hafi komist á sala fyrir tilstilli stefnanda sem hafi annast alla meginþætti viðskiptanna. Efst á kauptilboðinu segir: „Skjal þetta hefur samið Húsið fasteignasala ehf., kt 601092-2049”. Þá er á tilboðinu að finna stimpil með nafninu „húsið fasteignasala” yfir nafnritun vitnisins Jens Ingólfssonar, sem stefnandi kveður hafa annast sölu þá sem kauptilboðið fjallar um. Með úrskurði héraðsdómara í Reykjavík 23. maí 2003 var bú Hússins fasteignasölu ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 54/1997 um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu er fasteignasala skylt að annast alla skjalagerð varðandi sölu fasteigna og skal geta þess í skjölunum, þar á meðal í kauptilboðum, kaupsamningum, afsölum, veðbréfum og skuldabréfum, hver samið hafi. Skal nafn fasteignasala koma fram svo eigi verði um villst. Af kauptilboði verður ekki annað ráðið en að verk það sem stefnandi krefur um greiðslu fyrir hér hafi verið unnið á vegum Hússins-fasteignasölu ehf., sem nú er gjaldþrota. Stefnandi máls þessa er hins vegar Smárinn Húsið fasteigamiðlun ehf. Stefndu verða því sýknaðir af öllum kröfum stefnanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Eftir úrslitum málsins verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu 150.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ Stefndu, Stallur ehf. og Item ehf. skulu sýknir af öllum kröfum stefnanda, Smárans Hússins fasteignamiðlunar ehf. Stefnandi greiði stefndu in solidum 150.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 49/2010 | Kærumál Fyrirsvar Ómerking úrskurðar héraðsdóms | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var endurupptöku á máli þar sem bú S ehf. hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kom í dómi Hæstaréttar að málsaðila greindi á um hvor þeirra væri rétt stjórn S ehf. Talið var að ekki yrði leyst úr kröfu um endurupptöku nema fyrst væri tekin afstaða til þess hvor málsaðila færi með stjórn félagsins. Þar sem það var ekki gert með úrskurði héraðsdóms var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og úrskurðar á ný. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. janúar 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. janúar 2010, þar sem hafnað var endurupptöku á máli þar sem bú SevenMiles ehf. var með úrskurði héraðsdómsins 16. nóvember 2009 tekið til gjaldþrotaskipta að kröfu varnaraðila fyrir hans hönd. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til q. liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að endurupptaka framangreint mál. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og „að Pétri Þór Halldórssyni ... verði gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað“. Málsaðila greinir á um hvor þeirra sé rétt stjórn einkahlutafélagsins SevenMiles en bú þess var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2009 að beiðni varnaraðila fyrir hönd félagsins. Krefst sóknaraðili endurupptöku málsins samkvæmt XXIII. kafla laga nr. 91/1991 og byggir beiðnina meðal annars á því að honum sem löglegum stjórnanda félagsins hafi ekki gefist kostur á að gæta hagsmuna þess við meðferð beiðninnar. Ekki verður leyst úr kröfu sóknaraðila um endurupptöku nema fyrst sé tekin afstaða til þess hvor málsaðila fari með stjórn umrædds félags. Í hinum kærða úrskurði er ekki tekin afstaða til þessa lykilatriðis í málinu. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og úrskurðar á ný. Rétt þykir að hvor aðila beri sinn kostnað af kærumáli þessu. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er ómerktur og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og úrskurðar á ný. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 36/2020 | Kærumál Gjaldþrotaskipti Réttindaröð Forgangskrafa Laun | Kærður var úrskurður Landsréttar þar sem krafa S að fjárhæð 14.345.323 krónur var viðurkennd með stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. við gjaldþrotaskipti á þb. W hf. S hafði verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs W hf. frá júlí 2015 og þar til bú félagsins var tekið til gjaldþrotaskipa í mars 2019. Ágreiningur aðila laut að því hvort S hefði verið nákominn W hf. í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 112. gr. laganna. Taldi Hæstiréttur með vísan til gagna málsins að S hefði talist til lykilstjórnenda W hf. og hefði sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs haft yfirsýn yfir fjármál þess á hverjum tíma. Þá taldi rétturinn meðal annars í ljósi stöðu S í skipuriti félagsins, stærðar þess og eðlis rekstrarins, heimilda S til að skuldbinda félagið, yfirsýnar hans yfir fjárhagsstöð þess auk stjórnunarheimilda yfir starfsfólki að S hefði stýrt daglegum rekstri félagsins og teldist nákominn í skilningi fyrrnefndra ákvæða. Jafnframt taldi rétturinn engu breyta um þá niðurstöðu þótt eigandi félagsins og á tímabili aðstoðarforstjóri hefði jafnframt stýrt daglegum rekstri þess né að launakröfur annarra framkvæmdastjóra hefðu verið viðurkenndar sem forgangskröfur við gjaldþrotaskiptin. Var því kröfu S um viðurkenningu á að krafa hans nyti stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 við gjaldþrotaskipti á þb. W hf. hafnað. | Dómur HæstaréttarMál þetta dæmahæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Ása Ólafsdóttir, IngveldurEinarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon.Sóknaraðili skaut málinu tilHæstaréttar með kæru 19. október 2020 en kærumálsgögn bárust réttinum 26. samamánaðar. Kærður er úrskurður Landsréttar 7. október 2020 þar sem krafavarnaraðila að fjárhæð 14.345.323 krónur var viðurkennd með stöðu í réttindaröðsamkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefstþess að hafnað verði að skipa kröfunni á þennan hátt í réttindaröð. Þá krefsthann málskostnaðar á öllum dómstigum. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar.Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar var mál þettamunnlega flutt 11. janúar 2021. ISamkvæmt gögnum málsins var varnaraðili ráðinn ,,framkvæmdastjórifjármálasviðs/fjármálastjóri“ WOW air, sem þá var einkahlutafélag, meðráðningarsamningi 21. júlí 2015. Í samningnum kom fram að varnaraðili sæti einnigí framkvæmdastjórn félagsins. Hann hóf störf 14. ágúst 2015 og starfaði hjá félaginuþar til bú þess var tekið til gjaldþrotaskipta 28. mars 2019. Með bréfi tilskiptastjóra 7. apríl 2019 lýsti varnaraðili kröfu við gjaldþrotaskiptin ogkrafðist þess að henni yrði skipað í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr.21/1991. Skiptastjóri hafnaði því 8. ágúst 2019 að krafan fengi notið slíksforgangsréttar. Afstaða skiptastjóra var reist á því að varnaraðili hefði haftstöðu nákomins í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr.112. gr. laganna. Ekki tókst að jafna ágreining aðila og með bréfi 10.september 2019 krafðist skiptastjóri úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur umágreininginn samkvæmt 2. mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 171. gr. laganna.Í úrskurði héraðsdóms 19. júní 2020 var fallist á að krafa varnaraðila nytiforgangs við gjaldþrotaskiptin. Með hinum kærða úrskurði Landsréttar var niðurstaðahéraðsdóms staðfest. Kæruleyfi til Hæstaréttar var veitt 11. nóvember2020 á grundvelli 2. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 2. mgr. 167. gr. laganr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem úrlausn málsins um skýringu áhugtakinu nákomnir í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991 var talinhafa fordæmisgildi. Upphafleg krafa varnaraðila var 39.901.424 krónuren varnaraðili féll frá hluta hennar fyrir héraðsdómi. Í héraðsdómi var fallistá kröfu varnaraðila að fjárhæð 15.594.304 krónur en frá henni var dregin1.248.981 króna vegna atvinnuleysisbóta sem varnaraðili þáði á uppsagnarfresti.Samtals var krafa varnaraðila samþykkt að fjárhæð 14.345.323 krónur. Ekki er tölulegurágreiningur milli aðila. IIMál þetta lýtur samkvæmt framansögðu að kröfu varnaraðilaum að viðurkennt verði að krafa sem hann lýsti við gjaldþrotaskipti WOW air hf.njóti stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðilihafnar því að krafan njóti slíks forgangs þar sem varnaraðili sé nákominn WOWair hf. í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 112. gr.laganna. Hann hafi verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs og átt sæti íframkvæmdastjórn félagsins frá 14. ágúst 2015 til 28. mars 2019 þar sem næstiyfirmaður hans hafi verið forstjóri. Hann hafi jafnframt þegið laun í samræmi viðábyrgð sína sem einn æðsti yfirmaður félagsins og stýrt daglegum rekstri þess.Sóknaraðili bendir á að varnaraðili hafi meðalannars stýrt fjármálum, fjárhagsáætlanagerð og samþykkt reikninga auk þess semhann hafi skuldbundið félagið á grundvelli prókúruumboðs sem og á grundvelli reglnastjórnar. Hann hafi stýrt bókhaldsdeild félagsins, hagdeild, lögfræðisviði og innkaupasviðiauk þess að vera yfirmaður sjóðsstýringar. Hafi hann sem æðsti yfirmaður fjármálasviðshaft bestu yfirsýnina yfir fjármál og fjárhagsstöðu félagsins. Auk þess mótmælirsóknaraðili því sem röngu og ósönnuðu að varnaraðili hafi einungis notið umboðstil skuldbindingar félagsins í fjarveru forstjóra þess og að hann hafi einungisskrifað undir skuldbindingar eftir samþykki forstjóra. Varnaraðili hafi þvert ámóti nýtt prókúruumboðið við daglegan rekstur félagsins. Af hálfu varnaraðila er byggt á því að við mat á hvorthann telst nákominn í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991 verði aðlíta til eðlis rekstrar flugfélaga. Hjá WOW air hf. hafi verið tvö meginsvið,flugrekstrarsvið og þjónustusvið. Á flugrekstrarsviði hafi verið teknarákvarðanir um flugflota en stjórn ákveðið flugleiðir og flugáætlun. Varnaraðilihafi enga aðkomu átt að þeim ákvörðunum sem hafi tekið til um 90% af öllumrekstrarkostnaði. Þjónustusvið hafi tekið allar ákvarðanir um tekjur félagsins,svo sem um verð á flugmiðum og annarri þjónustu og hafi varnaraðili ekki heldurkomið að þeim.Varnaraðili vísar til þess að forstjóri félagsins,sem jafnframt var eigandi þess, hafi stýrt daglegum rekstri auk þess að stýraþjónustusviði. Þann tíma sem aðstoðarforstjóri starfaði hjá félaginu hafi daglegurrekstur jafnframt fallið undir starfssvið hans. Starf varnaraðila hafi einkumfalist í ráðgjöf, uppbyggingu innviða í rekstri og eftirliti með ákvörðunum. Hannhafi ekki tekið ákvarðanir um daglegan rekstur, hvorki um tekjur né útgjöld.Auk þess hafi varnaraðili enga heimild haft til að draga úr útgjöldum eða aukatekjur með eigin ákvörðunum. Heimildir varnaraðila til að skuldbinda félagiðhafi einungis verið formlegs eðlis og til komnar vegna tíðra fjarvistaforstjóra. Varnaraðili hafi því ekki haft raunverulegar heimildir til að takaákvarðanir um daglegan rekstur félagsins. Þá hafi varnaraðili verið einn fimmframkvæmdastjóra stoðdeilda sem heyrðu undir forstjóra og aðstoðarforstjóra.Kjör þeirra hafi verið sambærileg og allir nema varnaraðili fengið kröfur sínarviðurkenndar sem forgangskröfur. Með því væri viðurkennt að framkvæmdastjórarstoðdeilda hafi ekki tekið ákvarðanir sem vörðuðu daglegan rekstur félagsins.IIIÍ 112. gr. laga nr. 21/1991 er kveðið á umforgangsrétt fyrir tilteknum kröfum við gjaldþrotaskipti að frágengnum kröfumsamkvæmt 109. til 111. gr. laganna. Þar á meðal eru kröfur um laun og annaðendurgjald fyrir vinnu í þjónustu þrotamanns sem hafa fallið í gjalddaga ásíðustu átján mánuðum fyrir frestdag og bætur vegna slita á vinnusamningi ásama tímabili eða eftir frestdag, sbr. 1. og 2. tölulið ákvæðisins. Hinu samagegnir um kröfu um orlofsfé eða orlofslaun sem réttur hefur unnist til áfyrrgreindu tímabili, sbr. 3. tölulið ákvæðisins. Ákvæðið skipar vissum kröfum framar öðrum í réttindaröðog víkur frá grundvallarreglu laga nr. 21/1991 um jafnræði kröfuhafa viðgjaldþrotaskipti.Samkvæmt 3. mgr. 112. gr. laganna njóta þeir semeru nákomnir þrotamanni eða félagi eða stofnun sem er til gjaldþrotaskipta ekkiréttar eftir 1. til 3. tölulið 1. mgr. fyrir kröfum sínum. Hefur löggjafinn ekki talið ástæðu til að víkja frámeginreglunni um jafnræði kröfuhafa þegar svo háttar til. Því geta einstaklingarsem eru í slíkri stöðu ekki haldið áfram daglegum rekstri félags eða stofnunar ítrausti þess að launakröfur þeirra njóti forgangs umfram almennar kröfur viðgjaldþrotaskipti. 2Ákvæði sambærilegt 112. gr. laga nr. 21/1991 var áður aðfinna í 84. gr. laga nr. 3/1878 um skipti á dánarbúum og félagsbúum, eins ogþeim var breytt með lögum nr. 32/1974. Þar var ekki að finna takmörkun áforgangsrétti krafna, en í athugasemdum með frumvarpi til laganna kom fram að áhinum Norðurlöndunum væri forgangur miðaður við að launakröfur manna ,,sem hafastjórnað fyrirtækjum, er verða gjaldþrota“ væru ekki forgangskröfur. Hið samagilti um ,,launakröfur þeirra, sem eru í nánum fjölskyldutengslum viðstjórnendur fyrirtækjanna eða eru sjálfir eigendur.“ Ekki hefðu verið ákvæði afþessu tagi í íslenskum rétti og ekki lagt til að þau yrðu tekin upp. Við setningu laga nr. 21/1991 var lagt til að í 3. mgr.112. gr. væri tekin upp regla að danskri fyrirmynd til að ,,fyrirbyggja aðforráðamenn gjaldþrota félaga og menn nákomnir þrotamanni geti notiðforgangsréttar fyrir kröfum sínum um vinnulaun, laun í uppsagnarfresti ogorlofsfé.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna kom fram að sambærilegrartakmörkunar gætti ekki í þágildandi 84. gr. laga nr. 3/1878 og hefði það,,stundum leitt til mjög óeðlilegra niðurstaðna í framkvæmd.“ Forgangsrétturkrafna samkvæmt 1., 2., og 3. tölulið 1. mgr. 112. gr. var takmarkaður við þásem ekki töldust nákomnir þrotamanni eða höfðu átt sæti í stjórn félags eðahaft með höndum framkvæmdastjórn. Ákvæði 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 var breytt meðlögum nr. 95/2010. Með þeim var rýmkuð skilgreining hugtaksins nákomnir í 3.gr. laganna þannig að hún tók jafnframt til stjórnarmanna og þeirra sem stýrðudaglegum rekstri. Var þar af leiðandi talið óþarft að hafa fyrrgreindaupptalningu í 3. mgr. 112. gr. laganna en í staðinn lagt til að nákomnir nytuekki forgangsréttar fyrir kröfum sínum. Eftir fyrrgreinda breytingu þarf því aðmeta hvort einstaklingur hefur stýrt daglegum rekstri félags eða stofnunar semtekin er til gjaldþrotaskipta og fellur þar með undir nákomna í skilningi 4.töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991. 3Í dómaframkvæmd Hæstaréttar um 3. mgr. 112. gr. laga nr.21/1991, eins og ákvæðið var orðað fram til gildistöku laga nr. 95/2010, varlitið til ýmissa þátta við mat þess hvort einstaklingur hefði haft með höndum framkvæmdastjórnfélags, svo sem möguleika til áhrifa innan þess, stjórnunarheimilda, verksviðsog launakjara. Matið miðaði að því að leiða í ljós hvort viðkomandi færi meðraunverulega yfirmannsstöðu, sbr. dóma Hæstaréttar 13. ágúst 2010 í máli nr.440/2010 og 15. apríl 2011 í máli nr. 177/2011. Ekki væri eingöngu átt við þannsem að forminu til væri titlaður framkvæmdastjóri í samræmi við 68. gr. hlutafélagalaganr. 2/1995 og tilkynntur sem slíkur til hlutafélagaskrár, sbr. dóm Hæstaréttar21. mars 2011 í máli nr. 114/2011. Þar var talið að ákvæði 3. mgr. 112. gr.laga nr. 21/1991 bæri ekki að skýra á þann veg að hlutverk viðkomandi þyrfti aðverulegu leyti að samræmast heimildum, skyldum og ábyrgð framkvæmdastjóra ískilningi hlutafélagalaga. Í dómi Hæstaréttar 1. febrúar 2011 í máli nr.709/2010 var ekki fallist á forgangsrétt launakröfu framkvæmdastjórafjármálasviðs og til þess litið að starfsmaðurinn hefði haft upplýsingar umrekstrarafkomu félags og setið í framkvæmdastjórn. Þóttu launakjör hans styðjaþá niðurstöðu. 4Sóknaraðili hafnaði forgangsrétti kröfuvarnaraðila við gjaldþrotaskipti sóknaraðila á þeim grundvelli að hann værinákominn í skilningi 4. töluliðar 3. gr., sbr. 3. mgr. 112. gr. laga nr.21/1991. Samkvæmt framansögðu verður að leysa úr því hvort varnaraðili hafi stýrt daglegum rekstri WOW air hf.Samkvæmt samþykktumWOW air hf. var tilgangur þess flugrekstur og annar tengdur rekstur,ferðaþjónusta, lánastarfsemi tengd rekstrinum og annar skyldur rekstur. Árið2018 var velta félagsins 620 milljónir bandaríkjadala og var það með um 1.200starfsmenn. Tvö meginsvið voru í félaginu, flugrekstrarsvið ogþjónustusvið auk fimm stoðsviða, þar á meðal fjármálasvið undir stjórnvarnaraðila. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. samþykkta félagsins gat stjórnráðið framkvæmdastjóra og ákveðið starfskjör hans. Nýtti stjórnin sér þáheimild og réð eiganda félagsins til starfa sem forstjóra. Var hann einn skráðursem framkvæmdastjóri í hlutafélagaskrá. Í 2. mgr. 18. gr. samþykktanna sagði aðframkvæmdastjóri hefði með höndum stjórn á daglegum rekstri og kæmi fram fyrirhönd félagsins í öllum málum, sæi um reikningshald og ráðningu starfsliðs. Ekkivar gefin út lýsing fyrir starf forstjóra þótt gert væri ráð fyrir því í 6. gr.starfsreglna stjórnar 2. nóvember 2017.Varnaraðili var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjórifjármálasviðs/fjármálastjóri með ráðningarsamningi 21. júlí 2015 með gagnkvæmumsex mánaða uppsagnarfresti og hóf störf 14. ágúst sama ár. Voru laun hans viðúrskurð um gjaldþrotaskipti 2.400.000 krónur á mánuði auk 100.000 krónabifreiðastyrks og farmiðahlunninda. Í ráðningarsamningnum kom fram að gefinyrði út starfslýsing auk þess sem stöðunni fylgdi sæti í framkvæmdastjórn. Óumdeilter að starfslýsing var aldrei gefin út og þá voru engar skráðar reglur um samsetninguog hlutverk framkvæmdastjórnar félagsins. Af skjölum málsins og framburðivarnaraðila fyrir héraðsdómi má ráða að framkvæmdastjórn hafi ekki farið meðformlegt ákvörðunarvald innan félagsins heldur fyrst og fremst verið tilráðgjafar fyrir stjórn þess og forstjóra. Samkvæmt skipuriti félagsins fór varnaraðili meðforstöðu fjármálasviðs, sem var eitt fimm stoðsviða félagsins. Undir það féll sjóðsstýring,innkaupadeild, bókhaldsdeild, hagdeild og lögfræðideild. Staða hans heyrði undirforstjóra félagsins og aðstoðarforstjóra á þeim tíma sem hann starfaði ífélaginu. Fyrir héraðsdómi bar varnaraðili að 22 starfsmenn hefðustarfað á fjármálasviði. Á fyrri hluta starfstíma hans hefði forstjóri samþykktallar mannaráðningar. Þegar félagið var komið í hefðbundnara áætlanakerfi hefðivarnaraðili haft tiltekinn ramma sem hann gat unnið eftir og gengið fráráðningum þótt hann hefði alltaf þurft að upplýsa um allar breytingar. Starfhans hefði einkum falist í að stýra mánaðarlegu uppgjöri og bókun reikninga semhefðu verið um þrjú til fjögur þúsund í hverjum mánuði. Hann hefði séð til aðstofnuð væri hagdeild til að sjá um uppbyggingu á innra skipulagi félagsins, gertáætlanir, komið á kostnaðaraðhaldi og unnið að hagræðingu, einkum í innkaupum. Allarveigameiri ákvarðanir um útgjöld og tekjur hefðu þó ekki verið í höndum hans,heldur flugrekstrarsviðs og þjónustusviðs.Meðbréfi 1. september 2015 til ríkisskattstjóra var tilkynnt um prókúruvarnaraðila fyrir félagið, sbr. 25. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmuog prókúruumboð, en á þeim tíma voru prókúruhafar félagsins tveir, varnaraðiliog forstjóri. Aðstoðarforstjóri fór einnig með prókúruumboð frá ágúst 2017 tilársbyrjunar 2019 þegar hann starfaði hjá félaginu. Í ódagsettum reglum stjórnarfélagsins, ,,Agreement Approval Policy WOW air ehf.“, var jafnframt fjallað umheimildir starfsmanna til að skuldbinda það. Samkvæmt þeim hafði forstjórifélagsins einn svokallaða A-heimild til að skuldbinda það. Varnaraðili nautB-heimildar samkvæmt sömu reglum og gat gert skuldbindandi samninga fyrir alltað 500.000 bandaríkjadali án aðkomu forstjóra eða annarra starfsmanna. Félluþar undir viðskiptasamningar, lántökur, samningar um ábyrgðir og aðrir samningar.Sömu heimild hafði einungis aðstoðarforstjóri félagsins. Auk þess veittu reglurnarvarnaraðila heimild til að skuldbinda félagið ásamt aðstoðarforstjóra fyrir alltað 1.000.000 bandaríkjadala. Meðal gagna málsins eru skjöl undirrituð af varnaraðilaí skjóli umboðs hans, en aðila greinir á um hvort hann hafi haft raunverulega heimildtil að taka sjálfstæðar ákvarðanir fyrir hönd félagsins. Hefur varnaraðilihaldið því fram að hann hafi einungis nýtt heimildina að undangengnu samþykki forstjóraen ástæða þess að honum var veitt umboð til að skuldbinda félagið hafi einkum veriðtíð fjarvera forstjórans. Þótt varnaraðili hafi haft samráð við forstjórafélagsins um einstakar ákvarðanir og jafnvel þótt honum hafi verið falinsamningsgerð á grundvelli ákvarðana annarra innan þess verður ekki fram hjá því litið að varnaraðili fór meðríkar heimildir til að skuldbinda félagið sem voru án annarra takmarkana enþeirra sem leiddu af lögum nr. 42/1903 og reglum stjórnar, en félagið hafði áþeim tíma með höndum umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Hefur ekki verið sýntfram á það af hálfu varnaraðila að heimild hans til að skuldbinda félagið hafi íöllum tilvikum verið háð samþykki forstjóra félagsins. Þvert á móti var varnaraðilií stöðu til að hafa áhrif á stefnumótun félagsins og hafði raunverulegt vald tilmikilsverðra ákvarðana á grundvelli fyrrgreindra heimilda. Af gögnum málsins verður ráðið að varnaraðili hafi semframkvæmdastjóri fjármálasviðs setið fundi stjórnar og veitt henni upplýsingarum fjárhagslega stöðu félagsins. Í skýrslu formanns stjórnar hjá skiptastjórakom fram að stjórnarformaður hafi haft aukna viðveru tímabundið í janúar 2019,eftir að aðstoðarforstjóri hafi hætt hjá félaginu, til að ,,aðstoða við aðhalda öllu á floti og til að ... tryggja tengslin á milli félagsins og stjórnareftir brotthvarf hennar“ en aðstoðarforstjórinn hefði verið mikilvægur tengiliðurá milli félagsins og stjórnarinnar ,,ásamt Stefáni og oft Bjarka líka.“ Stjórninhefði verið í góðum tengslum við ,,lykilstjórnendur félagsins, s.s.aðstoðarforstjóra, fjármálastjóra og yfirlögfræðing, en þessir starfsmennundirbjuggu og sátu flesta stjórnarfundi.“ Jafnframt hefðu fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri verið með sjóðsstreymisskjal semstjórnin hefði farið vel yfir. Viðbót við ráðningarsamning varnaraðila var gerð 1.október 2018 þar sem uppsagnarfrestur var lengdur í 12 mánuði og tekiðfram að laun sem unnið væri til hjá öðrum vinnuveitanda kæmu ekki tilfrádráttar uppgjöri launa á uppsagnarfresti. Fyrir héraðsdómi kom fram að um hefði verið að ræða hóp starfsmanna sem hefðiverið í ströngum viðræðum við hugsanlegan kaupanda félagsins. Hugsunin hefði veriðsú að tryggja þyrfti gagnvart nýjum eiganda að stjórnendateymið myndi ekki allthverfa frá við sölu félagsins. Af öllu framansögðu verður ráðið að varnaraðili hafi talisttil lykilstjórnenda félagsins og hafi sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs haftyfirsýn yfir fjármál þess á hverjum tíma. Samkvæmt því sem hér hefur veriðrakið, meðal annars í ljósi stöðu varnaraðila í skipuriti félagsins, stærðar þessog eðlis rekstrarins, heimilda varnaraðila til að skuldbinda það, yfirsýnar hansyfir fjárhagsstöðuna auk stjórnunarheimilda yfir starfsfólki er fallist á meðsóknaraðila að varnaraðili hafi stýrt daglegum rekstri félagsins og teljist nákominn í skilningi 4. töluliðar 3. gr. laga nr. 21/1991, sbr.3. mgr. 112. gr. laganna. Breytir engu um þá niðurstöðu þótt eigandi félagsins ogá tímabili aðstoðarforstjóri hafi jafnframt stýrt daglegum rekstri þess eðahvort launakröfur framkvæmdastjóra annarra stoðsviða hafi verið viðurkenndarsem forgangskröfur við gjaldþrotaskiptin. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekkifallist á að krafa varnaraðila njóti forgangsréttar við skipti á sóknaraðila.Rétt er að hvor aðili beri sinn málskostnað vegnareksturs málsins á öllum dómstigum. Dómsorð:Kröfu varnaraðila, Stefáns Eysteins Sigurðssonar,um viðurkenningu á að krafa hans að fjárhæð 14.345.323 krónur njóti stöðu íréttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. viðgjaldþrotaskipti á sóknaraðila, þrotabúi WOW air hf., er hafnað.Málskostnaður í héraði, fyrir Landsrétti ogHæstarétti fellur niður.Úrskurður Landsréttar 7. október 2020.Landsréttardómararnir JónHöskuldsson, Kristbjörg Stephensen og Ragnheiður Harðardóttir kveðaupp úrskurð í máli þessu.Málsmeðferð og dómkröfuraðilaSóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. júlí 2020. Greinargerð varnaraðila barst réttinum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. júní 2020 í málinu nr. X-4676/2019 þar sem krafa, er varnaraðili lýsti við gjaldþrotaskipti sóknaraðila að fjárhæð 14.345.323 krónur, var viðurkennd með stöðu í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kröfur hans fyrir héraðsdómi verði teknar til greina, sem eru þær að kröfum varnaraðila verði hafnað og að staðfest verði sú ákvörðun sóknaraðila að synja því að krafa varnaraðila njóti forgangs samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991 við gjaldþrotaskipti sóknaraðila. Til vara krefst sóknaraðili þess að kröfur varnaraðila verði lækkaðar verulega. Loks krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti til Landsréttar 3. júlí 2020. Hann krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur að undanskyldri ákvörðun um málskostnað. Varnaraðili krefst málskostnaðar í héraði auk kærumálskostnaðar.Niðurstaða 4. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður staðfest sú niðurstaða að varnaraðili, þrátt fyrir að hafa gegntstarfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs WOW air hf. og átt sæti íframkvæmdastjórn félagsins, falli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi 3.mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991, enda hafi hann ekki stýrt daglegum rekstrifélagsins og þannig haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif áákvarðanir sem teknar voru innan félagsins. Eins og fram kemur í úrskurðiLandsréttar 27. febrúar 2019 í máli númer 78/2019 getur ekki ráðið úrslitum viðmat á því hvort varnaraðili í máli þessu teljist nákominn í skilningifyrrnefnds ákvæðis, sbr. 3. gr. laga nr. 21/1991, hvort varnaraðili hafi boriðstarfsheitið framkvæmdastjóri eða fjármálastjóri og hafi setið íframkvæmdastjórn félagsins heldur beri að líta til þess hvaðastjórnunarheimildir varnaraðili hafði og hvort hann hafi haft vald til að hafaáhrif á ákvarðanir sem teknar voru innan félagsins og skuldbundu það. Verðurhinn kærði úrskurður staðfestur um annað en málskostnað.5. Málskostnaður milli aðila var felldurniður með hinum kærða úrskurði með skírskotun til þess að fjárhæð kröfuvarnaraðila hafi í upphafi verið tvöfalt hærri en verið lækkuð verulega viðmunnlegan flutning málsins.6. Í hinum kærða úrskurði kemur fram aðvarnaraðili hafi við upphaf málflutnings lækkað upphaflega kröfu sína þar semhann hafi fallið frá kröfu um bifreiðastyrk og laun á uppsagnarfresti frá ágúst2019 til mars 2020, auk orlofs á laun fyrir sama tímabil. Eftir þessa breytingufékk varnaraðili kröfu sína viðurkennda með hinum kærða úrskurði að fráteknumgreiðslum frá Atvinnuleysistryggingasjóði fyrir þrjá mánuði, samtals 1.248.981krónu. Samkvæmt þessu verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnaðí héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi eins og greinir íúrskurðarorði.Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, þrotabú WOW air hf., greiði varnaraðila,Stefáni Eysteini Sigurðssyni, samtals 1.000.000 króna í málskostnað í héraði ogfyrir Landsrétti.ÚrskurðurHéraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 2020Málþetta sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur með bréfi mótteknu 16. september 2019var tekið til úrskurðar þann 25. maí sl. Sóknaraðili er Stefán EysteinnSigurðsson, Laugarásvegi 47, Reykjavík, og varnaraðili þb. Wow air hf.,Grjótagötu 7, Reykjavík.Sóknaraðili krefst þess að krafa hans á hendurvarnaraðila að fjárhæð 15.594.304 krónur, auk dráttarvaxta, frá 1. apríl 2019af 2.400.000 krónum til 1. maí 2019 og frá þeim degi af 4.800.000 krónum til 1.júní 2019 og frá þeim degi af 7.200.000 krónum til 1. júlí 2019 og frá þeimdegi af 15.594.304 krónum til greiðsludags auk málskostnaðar, verði viðurkenndsem forgangskrafa við skiptin, sbr. 112. gr. laga nr. 21/1991.Varnaraðilikrefst þess að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og að staðfest verði súákvörðun varnaraðila að synja því að krafa sóknaraðila njóti forgangs skv. 112.gr. laga 21/1991 um gjaldþrotaskipti við skipti á þrotabúi WOW air hf. Þá erþess krafist að kröfur sóknaraðila verði lækkaðar verulega. Varnaraðili krefsteinnig málskostnaðar. Viðupphaf málflutnings var sérstaklega bókað að sóknaraðili félli frá kröfu sinnium bifreiðastyrk, laun í uppsagnarfresti frá ágúst 2019 til mars 2020 aukorlofs á laun í uppsagnarfresti fyrir það tímabil. IISóknaraðilihóf störf hjá Wow air hf. þann 14. ágúst 2015 samkvæmt ráðningarsamningidagsettum 21. júlí 2015 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs eða fjármálastjóriog átti sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur samkvæmtsamningnum var sex mánuðir. Umsamin mánaðarlaun samkvæmt útgefnum launaseðlumvoru 2.400.000 krónur á mánuði. Þann 1. október 2018 var gerður viðauki viðráðningarsamninginn þar sem uppsögn skyldi miðast við tólf mánuði í stað sexmánaða. Jafnframt var ákvæði um að sóknaraðili yrði ekki krafinn umvinnuframlag umfram tvo mánuði í uppsagnarfresti og laun sem hann ynni sér innhjá öðrum en varnaraðila í uppsagnarfresti kæmu ekki til frádráttar. Þann28. mars 2019 var bú Wow air. hf. tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrri innköllun varbirt í Lögbirtingablaði 3. apríl 2019 og veittur fjögurra mánaðakröfulýsingarfrestur. Sóknaraðili sendi kröfulýsingu í þrotabúið sem varmóttekin 17. apríl 2019 og fór fram á að þrotabúið viðurkenndi forgangskröfuhans um laun í marsmánuði, tólf mánaða laun í uppsagnarfresti, bifreiðastyrk,orlof og desemberuppbót, samtals að fjárhæð 39.901.424 krónur, með vísan til 112.gr. laga nr. 21/1991. Með bréfi 8. ágúst 2019 hafnaði skiptastjóri varnaraðila þvíað viðurkenna kröfu sóknaraðila sem forgangskröfu samkvæmt 112. gr. laga nr.21/1991 með vísan til þess að sóknaraðili væri framkvæmdastjóri fjármálasviðsWOW air hf. og því nyti krafa hans ekki forgangs, sbr. 3. mgr. 112. gr. laganr. 21/1991, sbr. 3. mgr. sömu laga. Þá var því alfarið hafnað að taka mið afviðauka við ráðningarsamning WOW air hf. og sóknaraðila frá 1. október 2019 þarsem uppsagnarfrestur sóknaraðila var lengdur úr 6 mánuðum í 12 mánuði og aðlaun í uppsagnarfresti drægjust ekki frá við uppgjör launa í uppsagnarfresti. Ekkitókst að jafna ágreining sem uppi var um afstöðu skiptastjóra tilviðurkenningar kröfu sóknaraðila á fundi sem haldinn var þann 9. september 2019og var ágreiningi aðila því vísað til úrlausnar héraðsdóms í samræmi við 2.mgr. 120. gr. laga nr. 21/1991.IIISóknaraðilivísar til þess að ábyrgð á daglegum rekstri Wow air var í höndum forstjóra ogaðstoðarforstjóra sem tóku nær allar ákvarðanir um daglegan rekstur, hvort semþað voru útgjöld eða tekjur. Varnaraðili hafi verið með mjög stóran efnahagmiðað við íslensk félög og hafi rekstrartekjur numið um 618 milljónum bandaríkjadalaeða 77 milljörðum íslenskra króna.Sóknaraðili vísar til sérstöðu flugrekstrarmiðað við önnur félög. Allur rekstur flugfélaga gangi út á flugáætlun sem leggigrunninn að tekju- og kostnaðarhlið rekstursins. Slíkar ákvarðanir séu teknar írekstrardeild og komi fjármálastjóri ekki beint að slíkum ákvörðunum. Það séflókið verkefni að raða saman flugáætlun og leiðakerfi, ákveða áfangastaði og tryggjasem besta nýtingu á flugvélum og áhöfnum í samræmi við þá flugafgreiðslutíma(slot) sem viðkomandi félag hefur til umráða. Þessar áætlanir hafi verið unnarí sérstakri deild í nánu samstarfi við forstjóra félagsins og samþykktar afstjórn WOW, án þess að sóknaraðili kæmi að þeim ákvörðunum. Með því aðsamþykkja flugáætlun hafi um leið allur fastur kostnaður sem fólst í því aðfljúga á viðkomandi flugvöll verið ákveðinn. Sóknaraðili vísar jafnframt til þess aðvið gerð flugáætlana séu ákvarðanir teknar um hversu margar flugvélar séunýttar. Sérstakur starfsmaður hafi séð um gerð leigu- og kaupsamninga umflugvélar, sem endanlega hafi verið samþykktar af stjórn félagsins, samkvæmtverklagsreglum þess. Þessum ákvörðunum hafi fylgt ýmis kostnaður, eins ogviðhaldskostnaður, leigugreiðslur, tryggingar, greiðslur til áhafna o.fl. sem hafiekkert haft með störf sóknaraðila að gera, enda hafi hann hvorki getað tekið ákvörðunum þennan kostnað né sett sig á móti honum.Sóknaraðili vísar til þess að leiðakerfiog fjöldi flugvéla ráði nánast allri starfsemi flugfélags og bindi um 90% aföllum rekstrarkostnaði. Ákvarðanir um þessa þætti hafi verið teknar afrekstrardeild og stjórn WOW air hf. Hlutverk sóknaraðila hafi verið að vinna úrþessum ákvörðunum. Sóknaraðili vísar til þess að starfsemiWow air hf. hafi verið skipt upp í tvö svið, rekstrarsvið og þjónustusvið, semhafi stjórnað kostnaði og tekjum í daglegum rekstri. Fimm stoðsvið hafi síðanverið til stuðnings þessum tveimur sviðum. Rekstrarsvið hafi borið ábyrgð áflugrekstri gagnvart Samgöngustofu. Þessi hluti starfseminnar sé undir ströngueftirliti og starfi eftir umfangsmiklum reglum Evrópusambandsins og alþjóðlegumskilmálum. Þeir sem beri ábyrgð á flugrekstrinum þurfi að standast próf oghljóta samþykki Samgöngustofu áður en þeir hefji störf, svo sem flugrekstrarstjóri,tæknistjóri og yfirmaður þjálfunarmála. Fjármálastjóri verði að virðaákvarðanir flugrekstrarstjóra enda lúti þær að flugöryggi. Undir rekstrarsviðiðheyri síðan viðhaldsdeild, þjálfunardeild og öryggisdeild. Loks sé ákveðinneftirlitsaðili eða endurskoðunaraðili (e compliance) sem geri reglulegaúttektir á öllum þáttum flugrekstrarins og skili skýrslum til Samgöngustofu.Ákvarðanir um viðhald, þjálfun flugmanna, viðbrögð við bilunum og annað séu teknará flugrekstrarsviði. Hitt meginsviðið hafi verið þjónustusvið sem hafi stjórnaðsölukerfi og tekjustýringu félagsins. Þessu sviði stýrði forstjóri og hafisóknaraðili ekkert með þær ákvarðanir haft að gera. Sóknaraðili hafi veitt forstöðu einni affimm stoðdeildum félagsins, sem tók ekki ákvarðanir um daglegan rekstur heldurtryggði uppbyggingu innviða, innheimtu, samskipti við lánardrottna, greiningará fjárhagslegum upplýsingum, samskipti við yfirvöld þar sem félagið var meðstarfsemi og veitti öðrum sviðum aðhald þegar kom að kostnaði og hvernig mættiná sem mestri hagræðingu úr þeim ákvörðunum sem teknar höfðu verið. Langstærstihlutinn hafi snúist um bókhald, greiðslu á reikningum, mánaðarleg uppgjör oggerð ársreikninga. Í skipuriti hafi hagdeild einnig fallið undir fjármálastjóra,en hún hafi séð um kostnaðargreiningar og áætlanagerð, lögfræðisvið semannaðist yfirlestur samninga, innkaupasvið sem afgreiddi samþykktarinnkaupabeiðnir og sjóðstýring sem sá um greiningar á inn- og útflæði og fylgdieftir ákvörðunum sem forstjóri hafði samþykkt. Stór hluti daglegs rekstrar,eins og t.d. markaðsdeild, söludeild, tölvudeild, og mannauðssvið, hafi hvorki veriðundir né á ábyrgð fjármálastjóra. Hlutverk fjármálastjóra hafi verið að tryggjaað rekstrarupplýsingar bærust tímanlega, leita tilboða og ná fram hagræðinguvarðandi kostnað, vinna alls kyns greiningar til að bæta nýtingu og veita öðrumdeildum aðhald, en hann hafi hvorki tekið ákvarðanir varðandi kostnað né tekjuöflun.Heimild fjármálastjóra til að skuldbinda félagið hafi einungis verið 500.000bandaríkjadalir, sem sé lág fjárhæð í samhengi við heildarrekstur félagsins. Sóknaraðili vísar til þess að í dómiLandsréttar nr. 78/2019 sé reynt að skýra hvað sé átt við með orðalaginu aðkoma að daglegum rekstri í skilningi 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.nr. 21/1991. Þar komi fram að horfa eigi til þess hvaða stjórnunarheimildirmenn hafi og hvort í því hafi falist raunverulegt vald til að hafa áhrif ámikilsverðar ákvarðanir sem skuldbundu félagið. 90% af rekstrarkostnaði hafiverið ákvarðanir sem teknar voru af rekstrarsviði og stjórn án aðkomusóknaraðila. Þá hafi hann lotið boðvaldi aðstoðarforstjóra og forstjóra og ekkigetað skuldbundið félagið nema að mjög takmörkuðu leyti. Þá komi prókúra ekkertvið heimild til ákvörðunartöku í rekstri, eins og hér um ræði. Það fái ekkistaðist að þetta orðalag geti tekið til allra sem hafi með einhverja daglegastjórnun að gera við að halda daglegum rekstri gangandi og þeir falli þar meðundir hugtakið nákominn. Með orðalaginu „dagleg stjórnun“ sé átt við þann semstýri rekstri félagsins og það að ákvarðanir hans geti haft áhrif á afkomufyrirtækis og hans eigin afkomu. Sóknaraðili stjórnaði ekki daglegum rekstri ogbar ekki meiri ábyrgð á honum en aðrir yfirmenn. Því veki það furðu að hanneinn sé tekinn út af öllum yfirmönnum og gerður ábyrgur fyrir rekstrifélagsins. Það sé varnaraðila að sýna fram á að hlutverk sóknaraðila hafi veriðannað og meira en annarra yfirmanna og að 3.mgr. 112. gr. eigi frekar við umhann en aðra millistjórnendur.IVVarnaraðili byggir á því að hafna beri þvíað viðurkenna kröfu sóknaraðila sem forgangskröfu þar sem sóknaraðili hafigegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs WOW air hf. og jafnframt setið íframkvæmdastjórn félagsins. Sóknaraðili hafi því verið nákominn WOW air hf. ískilningi 3. mgr. 112. gr. gþl., sbr. 3. gr. sömu laga, einkum 5. tölulið, og þvíberi að hafna kröfu hans. Varnaraðili bendir á að skv.ráðningarsamningi hafi sóknaraðili verið ráðinn sem „Framkvæmdastjóri fjármálasviðs/Fjármálastjóri(CFO)“ og heyrt beint undir forstjóra. Sóknaraðili hafi sem einn af æðstustjórnendum sinnt daglegum rekstri félagsins, fjármálum þess, áætlanagerð o.fl.og haft sem slíkur bestu yfirsýn yfir fjárhagsstöðu félagsins og jafnframt tekiðákvarðanir um fjárhagsmálefni. Þá hafi hann haft prókúruumboð og því heimildtil að skuldbinda félagið og rita firma þess, sbr. 25. gr. laga umverslanaskrá, firmu og prókúruumboð nr. 42/1903, sem og sóknaraðili gerði. Starfhans hafi falist í að stýra fjármálum WOW air hf. og daglegum rekstrifélagsins. Samkvæmt 3. mgr. 112. gr. gþl. njóti þeir sem nákomnir eru félagisem er til gjaldþrotaskipta ekki réttar skv. 1.–3. tl. 1. mgr. 112. gr. fyrirkröfum sínum. Af þeim sökum beri að hafna forgangskröfu sóknaraðila.Varnaraðili mótmælir því sem fram kemur ígreinargerð sóknaraðila, að daglegur rekstur WOW air hf. hafi verið í höndumaðstoðarforstjóra fram í janúar 2019 og frá þeim tíma í höndum forstjórafélagsins. Í samþykktum WOW air hf., sbr. 18. gr.,. komi fram að stjórnfélagsins ráði framkvæmdastjóra og ákveði starfskjör hans. Framkvæmdastjórihafi með höndum stjórn á daglegum rekstri félagsins og komi fram fyrir þesshönd Það sé því ljóst að fullyrðing sóknaraðila um að forstjóri félagsins hafiséð um allan daglegan rekstur félagsins sé í ósamræmi við það sem fram komi ísamþykktum félagsins. Samkvæmt skipuriti hafi ekki einn aðili verið framkvæmdastjórifélagsins, heldur verið til staðar framkvæmdastjórn, sem allirframkvæmdastjórar félagsins áttu sæti í, þ.á.m. sóknaraðili. Samkvæmt samþykktum félagsins hafi staða fjármálastjórafalið í sér að sóknaraðili hafði með höndum stjórn á daglegum rekstri félagsinsá fjármálasviði og kom fram fyrir þess hönd í öllum málum sem vörðuðu dagleganrekstur þess sviðs. Sóknaraðili hafi jafnframt haft ákvörðunarvald um allt þaðsem viðkom daglegum rekstri félagsins og varðaði fjármál þess. Sóknaraðili hafiskuldbundið félagið með ákvörðunum sínum og m.a. haft ákvörðunarvald umgreiðslu reikninga á hendur félaginu, staðið að gerð fjármálaáætlana og gerðársreikninga félagsins og fleira.Samkvæmt 3. mgr. 112. gr. gþl. njóti þeirsem hafa með höndum framkvæmdastjórn félags ekki forgangsréttar fyrir kröfum umlaun og annað endurgjald. Tilgangur ákvæðisins sé að fyrirbyggja að forráðamenngjaldþrota félaga sem hafa farið með ákvörðunarvald um málefni félagsins, og þáaðallega ákvörðunarvald um fjárhagsleg málefni, njóti forgangsréttar fyrirkröfum sínum. Byggir varnaraðili á því að sóknaraðili falli ótvírætt undir þáskilgreiningu enda komi fram í ráðningarsamningi að hann hafi verið ráðinn semframkvæmdastjóri og farið með daglegan rekstur félagsins á fjármálasviði þess. Varnaraðili telur að gögn málsins sýnifram á að sóknaraðili hafi sem fjármálastjóri félagsins haft með höndum dagleganrekstur félagsins á fjármálasviði og af þeim sökum geti launakrafa hans ekkitalist til forgangskrafna við skipti á þrotabúinu, sbr. 3. mgr. 112. gr. gþl.Telur varnaraðili að þær fullyrðingar sem fram koma í greinargerð sóknaraðilaþess efnis að daglegur rekstur hafi verið í höndum annarra aðila geti engubreytt þar um, enda séu fullyrðingarnar ósannaðar og í ósamræmi við gögnmálsins, þ.á.m. samþykktir WOW air hf. og ráðningarsamning sóknaraðila, auktilheyrandi ákvæða hlutafélagalaga. Þá telur varnaraðili að þó sóknaraðili hafiekki haft með höndum allan daglegan rekstur WOW air hf. hafi hann haft meðhöndum daglegan rekstur sem hafi varðað fjárhagsleg málefni fyrirtækisins,þ.á.m. greiðslu reikninga, gerð mánaðarlegra uppgjöra og ársreikninga, greininguá inn- og útflæði sjóðsstýringar, afgreiðslu á samþykktum innkaupabeiðnum,bókhaldsmál, kostnaðaraðhald, kostnaðargreiningu o.fl. Daglegur rekstur hafi þvísannarlega verið í höndum sóknaraðila í skilningi gjaldþrotalaga.Þá telur varnaraðili að ekki sé hægt aðleggja stöðugildi varnaraðila, sem framkvæmdastjóra fjármálasviðs, að jöfnu viðt.d. stöðu framkvæmdastjóra leiðakerfis eða framkvæmdastjóra samskiptasviðs,eins og sóknaraðili byggi á í greinargerð sinni, enda leiði það af eðli máls aðhlutverk framkvæmdastjóra fjármálasviðs með prókúruumboð og umboð til ritunarfirma feli í sér víðtækar heimildir til að skuldbinda félagið og jafnframt hafiframkvæmdastjóri slíks sviðs að sjálfsögðu víðtækari upplýsingar um fjárhagslegmálefni félags. Telur varnaraðili því rétt að fullyrða að ákvarðanir aðila íslíkri stöðu séu líklegri til að eiga þátt í gjaldþroti félags en ákvarðanirframkvæmdastjóra annarra sviða. Varnaraðili byggir á því að vegna stöðu sinnarhafi sóknaraðili haft upplýsingar um bága fjárhagsstöðu WOW air hf. í langantíma fyrir gjaldþrot félagsins og að honum hafi m.a. átt að vera kunnugt um aðfélagið stefndi í gjaldþrot. Þá ákvörðun hans að fyrirskipa gjaldkera félagsinsað greiða Títan fjárfestingarfélagi, félagi í eigu forstjóra félagsins, yfir100 milljónir þann 6. febrúar 2019, löngu fyrir gjalddaga þeirrar kröfu, verðiað telja ámælisverða, en hún staðfesti m.a. stöðu sóknaraðila hjá félaginu. Fari svo að krafa sóknaraðila eigi aðnjóta forgangs skv. 112. gr. gþl. byggir varnaraðili á því að ekki skuli takamið af viðauka við ráðningarsamning frá 20. desember 2018., þar sem uppsagnarfresturvar lengdur úr sex mánuðum í tólf og kveðið á um að laun í uppsagnarfresti drægjustekki frá við uppgjör launa á þeim tíma. Viðaukinn hafi verið gerður einungis þremurmánuðum áður en WOW air hf. var úrskurðað gjaldþrota og ljóst hvert stefndi. Sóknaraðilasem framkvæmdastjóra fjármálasviðs/fjármálastjóra mátti vera það ljóst að umóforsvaranlegan örlætisgerning væri að ræða, sem hefði engan veginn haldiðgagnvart riftunarreglum gjaldþrotaréttarins hefði komið til greiðslna samkvæmthonum. Slíkur uppsagnarfrestur sé auk þess úr öllum takti við það sem tíðkist áalmennum vinnumarkaði. Varnaraðili vísar jafnframt il 96. gr. gþl. og Hrd. nr.671/2012. Þá byggir varnaraðili á því að krafa sóknaraðila vegna uppsafnaðsorlofs sé vanreifuð, enda hvorki í kröfulýsingu né í greinargerð sóknaraðilaútskýrt hvernig hún sé fundin. Þá byggir varnaraðili á því að lækka beri kröfursóknaraðila sem nemi tekjum hans hjá öðrum í uppsagnarfresti. Skorað er ásóknaraðila að leggja fram í málinu staðgreiðsluyfirlit er staðfesti tekjurhans hjá öðrum í uppsagnarfresti og mótmæli varnaraðili fjárhæð kröfusóknaraðila, m.a. um orlof, orlofsuppbót, desemberuppbót, bifreiðastyrk o.fl.IVSamkvæmt 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991skulu þeir sem nákomnir eru félagi sem er tekið til gjaldþrotaskipta ekki njótaforgangsréttar skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. fyrir kröfum sínum. Þessu ákvæði varbreytt með lögum nr. 95/2010 í tengslum við breytingu á hugtakinu nákomnir í 3.gr. frumvarpsins. Hugtakið nákomnir er skilgreint í 3. gr. laganna en þar segirað átt sé við mann og félag sem hann eða maður honum nákominn á verulegan hlutí eða þar sem hann eða maður honum nákominn situr í stjórn eða stýrir daglegumrekstri. Samkvæmt 3. mgr. 112. gr. laga nr.21/1991, eins og hún hljóðaði fyrir breytingu laga nr. 95/2010, gat sá semhafði með höndum framkvæmdastjórn félags sem var til gjaldþrotaskipta ekkinotið forgangsréttar fyrir kröfum sínum, sem ella hefði verið skipað íréttindaröð samkvæmt 1., 2. eða 3. tölulið 1. mgr. fyrrnefndu lagagreinarinnar.Í 3. mgr. 112. gr. laganna var ekki rætt um starfsheiti þeirra sem ákvæðið tóktil, heldur tók það samkvæmt orðanna hljóðan til þeirra sem fóru meðframkvæmdastjórn félags eða stofnunar.Í greinargerð með lögum nr. 95/2010 ervísað til þess að við stjórn félaga eða annarra lögaðila hafi þeir helst áhrifsem sitja í stjórn eða stýra daglegum rekstri. Yfirleitt séu stjórnendurlögaðila í þeirri aðstöðu í krafti eignaraðildar og teljist því nákomnir ískilningi 3. gr. laganna. Það sé þó ekki sjálfgefið að sá sem situr í stjórneða stýrir daglegum rekstri sé eigandi og því þyki rétt að rýmka hugtakiðnákomnir þannig að það taki einnig til stjórnenda. Hvorki nákomnir né þeir semátt hafa sæti í stjórn eða hafa haft með höndum framkvæmdastjórn félags njóta forgangsréttarí þrotabú fyrir launum en með því að rýma hugtakið nákomnir taki það jafnframttil stjórnarmanna og þeirra sem stýra daglegum rekstri. Af framangreindu verður ráðið að þegarhorft er til þess hver sé nákominn í skilningi ákvæðisins sé ekki eingöngu áttvið þann sem er titlaður framkvæmdastjóri í samræmi við 68. gr. hlutafélagalaganr. 2/1995 heldur geti það einnig tekið til forráðamanns félags sem hefurraunverulega yfirmannsstöðu sem felur í sér stjórn á daglegum rekstrifélagsins. Við mat á því hvort sóknaraðili teljistnákominn í skilningi 3. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. gr. laganna,ræður ekki úrslitum að hann hafi borið titilinn fjármálastjóri og setið íframkvæmdastjórn félagsins, heldur ber að horfa til þess, meðal annars, hvaðastjórnunarheimildir hann hafði og hvort í stöðu hans hafi falist raunverulegtvald til að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem teknar voru innanfélagsins og gátu skuldbundið það. Með mikilsverðum ákvörðunum verður að miðavið að átt sé við ákvarðanir sem hafi afgerandi áhrif í rekstri félagsins. Sóknaraðili í þessu máli varfjármálastjóri félagsins. Samkvæmt skipuriti felur verkefni fjármálastjóra ísér yfirstjórn á fjármálasviði fyrirtækisins þar sem fjármálastjóri ber ábyrgðá uppgjöri bókhalds, gerð fjárhagsáætlana, fjármögnun, lögfræðisviði, innkaupumog samræmingu fjármála hjá erlendum starfsstöðvum. Fjármálastjóri sækir umboðsitt til forstjóra, a.m.k. eftir að sérstakur aðstoðarforstjóri hætti störfum, ogfylgir því skipulagi sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Starfið felur ekki ísér að taka ákvarðanir heldur að sjá til þess að fyrir hendi séu verkferlarinnan félagsins til að framfylgja þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar þannig aðþær skili sér m.a. inn í bókhald og rekstraruppgjör félagsins. Sóknaraðili er endurskoðandi að mennt, semer dæmigerð menntun fyrir fjármálastjóra, a.m.k. í stærri fyrirtækjum. Semfjármálastjóri var hann mikilvægur ráðgjafi fyrir stjórnendur félagsins þar semhann hafði yfirsýn yfir ýmsar rekstrarforsendur, eins og viðskiptakjör,fjármagnskostnað, lausafjárstýringu o.fl. Starfið var dæmigert ráðgjafarstarfþar sem fjármálastjórinn var mikilvægur álitsgjafi varðandi þær afleiðingar semeinstakar ákvarðanir kynnu að hafa, t.d. við stýringu á lausafé félagsins o.fl.Hann tók hins vegar sem fjármálastjóri engar ákvarðanir um að ráðstafafjármunum og gat hvorki komið í veg fyrir né borið ábyrgð á því hvaðaákvarðanir væru teknar sem skiptu sköpum um rekstur félagsins. Almennt verðurað telja að fjármálastjórar falli ekki undir hugtakið nákomna í skilningi 3.mgr. 112. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991, nema eitthvað annað og meira komi til,sbr. t.d. Hrd. 440/2010, þar sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs var jafnframtaðstoðarforstjóri félagsins. Samkvæmt skipuriti félagsins skiptistrekstur þess í tvö meginsvið sem voru annars vegar flugrekstrarsvið, (e Flightoperations safety and efficiency) og viðskiptavið (e Commercioal customerexpericence). Forstjóri félagsins og aðaleigandi þess var jafnframtframkvæmdastjóri fyrir viðskiptasvið félagsins. Fyrir þessi tvö svið voru síðanfimm stoðsvið og var fjármálasvið eitt þeirra og sóknaraðili framkvæmdastjóriþess. Varnaraðili hefur vísað til þess að samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsinshafi verið starfandi sérstök framkvæmdastjórn skipuð framkvæmdastjórumfélagsins. Þessu hefur ekki verið mótmælt af hálfu sóknaraðila, en hvorkiliggja fyrir í gögnum málsins samþykktir né starfsreglur um hlutverkframkvæmdastjórnar og hversu oft hún kom saman. Verður ekki fallist á að slíkframkvæmdastjórn í félagi, sem heyrði undir forstjóra og einnigaðstoðarforstjóra, stærsta hluta þess tíma sem sóknaraðili gegndi störfum ífélaginu, hafi farið með daglegan rekstur félagsins í skilningi 3. mgr. 112 gr.laga nr. 21/1991. Þá verður ekki séð af skipuriti að framkvæmdastjórn félagsinshafi verið skipuð öðrum en forstjóra og aðstoðarforstjóra, þó hugsanlegt sé aðeinstakar ákvarðanir sem lutu að rekstri félagsins hafi verið teknar ávettvangi framkvæmdastjórnar. Sóknaraðili var einungis einn af sjöframkvæmdastjórum og gat því haft takmörkuð áhrif á rekstur félagsins á þeimvettvangi, a.m.k. sem verði jafnað til þess að hafa séð um daglegan rekstur ogtekið mikilsverðar ákvarðanir sem höfðu afgerandi áhrif á afkomu félagsins.Verður því ekki talið að seta hans í framkvæmdastjórn hafi falið í sér raunverulegtvald til að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem teknar voru innanfélagsins, sbr. einnig Lrd. 61/2019 og Lrd. 78/2019. Þá hefur sóknaraðili vísaðtil þess að aðrir framkvæmdastjórar í félaginu hafi fengið kröfur sínarviðurkenndar sem forgangskröfur og hefur þeirri fullyrðingu ekki verið mótmæltaf hálfu varnaraðila. Sóknaraðili hafði prókúru fyrir félagið,sem getur skipt máli við mat á því hvort hann teljist nákominn í skilningi 3.gr. laga nr. 21/1991, enda hluti af stjórnunarheimildum. Þetta atriði getur þóekki eitt og sér ráðið úrslitum um það hvort sóknaraðili teljist nákominnheldur þarf að meta hvers vegna sóknaraðili hafði slíkt umboð og þá um leiðhvort það var veitt vegna þátttöku sóknaraðila í daglegum rekstri félagsins eðatil að veita honum svigrúm til þess að taka ákvarðanir um að skuldbindafélagið. Í málinu eru hvorki lögð fram gögn um það að umrætt prókúruumboð hafikomið til vegna þátttöku sóknaraðila í daglegum rekstri félagsins né að sóknaraðilihafi tekið mikilsverðar ákvarðanir á grundvelli þessa umboðs. Hvort tveggjaverður auk þess að teljast fremur ólíklegt miðað við stöðu sóknaraðila ogstjórnskipulag félagsins. Í rekstri félags af þessum toga, þar sem gera má ráðfyrir töluverðri fjarveru daglegra stjórnenda vegna starfsemi félagsins, hlýturþað að vera óhjákvæmilegt að fela einhverjum öðrum starfsmanni slíkt umboð, ogþá hugsanlega fjármálastjóra sem ætti að þekkja til stærstu samninga félaginsþó hann taki ekki ákvörðun um þá. Ganga má út frá því að slík tilhögun komifyrst og fremst til vegna hagnýtra sjónarmiða en endurspegli ekki auknaþátttöku í daglegum rekstri eða aukin völd sóknaraðila til að taka mikilsverðarákvarðanir, enda hafa engin gögn verið lögð fram um það. Laun sóknaraðila voru 2.400.000 krónur ámánuði. Þó að slík laun séu vissulega há liggja engin gögn fyrir um það hvortfjármálastjóri hafi haft hærri laun en aðrir framkvæmdastjórar félagsins.Ekkert liggur fyrir um annað en að launin, þó há séu, endurspegli frekar launmillistjórnanda hjá stóru félagi en forstjóra eða stjórnanda í svipaðristöðu. Með vísan til framangreinds verður fallistá kröfu sóknaraðila í málinu að öðru leyti en því að frá kröfunni dragastgreiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði í apríl, maí og júní, 1.248.981 kr., útfrá þeirri meginreglu vinnu- og skaðabótaréttar aðgreiðslur frá þriðja aðila dragist frá kröfu um laun í uppsagnarfresti, sbr.einnig 2. tl. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Með vísan til þess að fjárhæðarkrafasóknaraðila, sem í upphafi var rúmlega tvöfalt hærri, var lækkuð verulega viðmunnlegan málflutning þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu sóknaraðila flutti máliðGuðmundur B. Ólafsson lögmaður. Af hálfu varnaraðila flutti málið ÞorsteinnEinarsson,lögmaður. Helgi Sigurðsson kveður upp úrskurðþennan. Málinu var úthlutað til dómara 28. febrúar sl. Úrskurðarorð:Samþykkt er að krafa sóknaraðila aðfjárhæð 14.345.323 krónur, auk dráttarvaxta frá 1. apríl 2019, af 1.983.673krónum til 1. maí 2019 og frá þeim degi af 3.967.346 krónum til 1. júní 2019 ogfrá þeim degi af 5.951.019 krónum til 1. júlí 2019 og frá þeim degi af14.345.323 krónum njóti forgangs við gjaldþrotaskiptin samkvæmt 112. gr. laganr. 21/1991.Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 134/2011 | Læknir Sjúkrahús Verksamningur Vinnusamningur Vinnuveitendaábyrgð Skaðabætur Endurkrafa | Sjúkrahúsið SA höfðaði mál gegn lækninum G til endurkröfu skaðabóta sem SA hafði greitt A vegna tjóns sem A taldi sig hafa orðið fyrir í skurðaðgerð sem G framkvæmdi hjá SA. Aðgerðin hafði verið framkvæmd sem svokallað ferliverk en G hafði gert samkomulag við SA um að hann ynni slík verk á sjúkrahúsinu á grundvelli samkomulags SA við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Með vísan til samkomulags aðila og hvernig staðið var að uppgjöri og greiðslum vegna ferliverkanna var talið að G hefði framkvæmt þau sem verktaki en ekki starfsmaður SA. Af þessum sökum var ekki unnt að líta svo á að SA hefði borið vinnuveitandaábyrgð á ferliverkum G og gat 23. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 því ekki tekið til réttar SA til að krefja G um endurgreiðslu þeirra skaðabóta sem deilt var um. Í samkomulagi aðila var kveðið á um að SA bæri ábyrgð gagnvart sjúklingum á tjóni sem kynni að hljótast af aðgerðum sem það tók til. Sérstaklega var tekið fram að þetta rýrði ekki endurkröfurétt SA. Gögn málsins báru með sér að G hefði að minnsta kosti að einhverju leyti verið kunnugt um kröfu A og að hann hefði ekki gert athugasemd við meðferð SA á kröfu A. Af hálfu G var því ekki borið við að SA hefði greitt A bætur umfram það sem skylda stóð til og af gögnum málsins var ljóst að G hefði verið kunnug ráðagerð SA um að beina endurkröfu að sér vegna greiðslu skaðabótanna. Í ljósi þessa var G gert að endurgreiða SA þá fjárhæð sem sjúkrahúsið hafði greitt A ásamt dráttarvöxtum. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og Helgi I. Jónsson settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 3. mars 2011. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 4.784.719 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. febrúar 2007 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 7. desember 2010. Mál þettavar þingfest 2. september 2009 og tekið til dóms 9. nóvember sl. Stefnandi er Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi, Akureyri, en stefndi er Guðni Arinbjarnar, Fákahvarfi 13, Kópavogi. Dómkröfur stefnandaeru þær aðstefndi verði dæmdur til aðgreiða stefnanda 4.784.719 krónur með dráttarvöxtumsamkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. desember 2006 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Af hálfu stefnda er krafistsýknu og að stefnandi verðidæmdur til að greiða stefndamálskostnað. I. Stefndi, sem er sérfræðingur í bæklunarlækningum, hóf störf hjá stefnandaþann 1. febrúar 1999. Þegar í stað fór stefnandi aðvinna svokölluð ferilverk en með því er áttvið læknisverk sem unnineru innan sjúkrahússins án þess að sjúklingurþurfi á innlögn að halda ogmá sem dæminefna skoðanir, rannsóknir, lyfja- og geislameðferð svo og skurðlækningar. Frá ogmeð fyrsta vinnudegi stefnda var hann í fullustarfi hjá stefnanda en um það bil þriðjungur af dagvinnutíma hans fór í umræddferilverk. Þegar stefndi hafði starfað hjá stefnanda í tæpa þrjá mánuði, eða þann 28. apríl 1999, undirritaði hann ásamt tveimur öðrumsérfræðingum í bæklunarlækningumsérstakt samkomulag vegna umræddra ferilverka. |
Mál nr. 126/2013 | Vátryggingarsamningur Húftrygging Bifreið Stórkostlegt gáleysi | G krafði T hf. um vátryggingabætur úr húftryggingu bifreiðar hans sem varð fyrir algeru tjóni í umferðaróhappi. Laut ágreiningur aðila að því hvort G hefði brotið gegn skilmálum tryggingarinnar og þannig fyrirgert sér rétti til bóta. Með vísan til fyrirliggjandi skýrslu í sakamáli um ætlaðan ökuhraða G er óhappið varð og því mikla tjóni sem hlaust af árekstrinum var því slegið föstu að bifreið G hefði verið ekið allt of hratt miðað við aðstæður og andsætt 1. mgr. og a., b., c., d. og h. lið 2. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Hefði G því sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstrinum og brotið gegn skilmálum vátryggingarinnar. Var T hf. því sýknað af kröfu G. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 25. febrúar 2013. Hann krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða sér 1.300.000 krónur, en til vara skaðabætur að álitum, í báðum tilvikum með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. júlí 2009 til 1. júní 2012, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Aðfaranótt 26. júlí 2008 barst lögreglu tilkynning um árekstur sem orðið hafði er bifreið áfrýjanda IN 012, sem var á hægri akrein á leið austur Hringbraut, var ekið utan í leigubifreiðina PX 952, sem var ekið inn á Hringbraut frá Furumel. Bifreið áfrýjanda stöðvaðist um 70 metra frá þeim stað þar sem árekstur varð, eftir að hafa hafnað á steinsteyptum vegg við kjallaratröppur fjölbýlishúss við Hringbraut og brotið hann niður. Bifreiðinni MV 204 hafði verið ekið samhliða bifreið áfrýjanda á vinstri akrein frá gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Við árekstur bifreiðar áfrýjanda og leigubifreiðarinnar kastaðist bifreiðin MV 204 fyrst á ljósastaur og síðan á gangbrautarvita sem brotnaði við það. Bifreið áfrýjanda skemmdist verulega. Á vettvangi kvaðst áfrýjandi hafa ekið á 70 kílómetra hraða á klukkustund, en breytti þeim framburði sínum tvívegis hjá lögreglu og kvaðst þá hafa ekið á minni hraða. Í frumskýrslu lögreglu segir að yfirborð vegar hafi verið blautt og rigning hafi verið. Ákæra á hendur áfrýjanda var gefin út 2. febrúar 2010 þar sem honum var gefið að sök að hafa ekið bifreið sinni umrætt sinn ,,í hættulegu ástandi ... með að minnsta kosti 86 km hraða á klst., of hratt miðað við aðstæður og almenn hraðatakmörk, við gatnamót að gangbraut í þéttbýli ... þar sem hámarkshraði var 50 km...“ Með dómi í því máli 5. október 2010 var áfrýjandi sakfelldur fyrir of hraðan akstur og vanbúnað bifreiðarinnar, en dóminum þótti sannað að áfrýjandi hefði umrætt sinn ekið með fyrrgreindum hraða. Við meðferð sakamálsins aflaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíltæknirannsóknar á ástandi bifreiðar áfrýjanda. Niðurstaða rannsóknarinnar, sem dagsett er 7. september 2008, var að ökutækið hefði verið í stórhættulegu ástandi vegna ástands hjólbarða, hemla, hjólabúnaðar og gírkasa. Þá var fenginn útreikningur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands á ökuhraða bifreiðar áfrýjanda umrætt sinn. Var það niðurstaða Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors, sem gerði skýrslu 25. október 2008, um útreikning þennan, að líklegasti hraði bifreiðarinnar hafi verið 99 kílómetrar á klukkustund, mögulegur lágmarkshraði 86 kílómetrar en hámarkshraði 113 kílómetrar. Magnús kom fyrir héraðsdóm við aðalmeðferð málsins og skýrði niðurstöður sínar. Þar sagði hann alveg öruggt að hraði bifreiðar áfrýjanda hafi ekki verið lægri en sá sem hann hafi reiknað vegna þess að hann tæki alltaf öll vafaatriði til lækkunar. Í niðurstöðum rannsóknar hans kemur fram að í útreikningum sé ekki reiknað með hraðabreytingu vegna loftmótstöðu og því sé raunverulegur hraði meiri en útreiknaður hraði. Ágreiningslaust er að bifreiðin IN 012 var tryggð húftryggingu hjá stefnda þann dag sem árekstur varð. Í málinu krefst áfrýjandi greiðslu úr húftryggingu þessari. II Í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga kemur fram að félagið losni úr ábyrgð í heild eða að hluta, ef vátryggður í öðrum vátryggingum en ábyrgðartryggingum, veldur vátryggingaratburði með háttsemi sem telja verður stórkostlegt gáleysi. Við mat á ábyrgð félagsins skuli líta til sakar vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að, hvort vátryggður var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og atvika að öðru leyti. Í grein 11.2 í vátryggingarskilmálum húftryggingar stefndu segir að valdi vátryggður tjóni af ásetningi beri félagið enga ábyrgð á tjóninu og hafi hann valdið tjóninu af stórkostlegu gáleysi sé félagið laust úr ábyrgð í heild eða að hluta. Skilmálarnir eru þessu leyti samhljóða 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004. Hámarkshraði á þeim stað sem fyrrgreindur árekstur varð er 50 kílómetrar á klukkustund, sbr. 1. mgr. 37. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laganna skal ökuhraði jafnan miðaður við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Þá skal ökumaður miða hraðann við gerð og ástand vegar, ástand ökutækis og hleðslu, svo og umferðaraðstæður að öðru leyti. Sérstök aðgæsluskylda hvílir á ökumanni að aka nægilega hægt við aðstæður í þéttbýli, við vegamót og í beygjum, þegar útsýn er takmörkuð vegna birtu eða veðurs, áður en komið er að gangbraut og þegar vegur er blautur eða háll, sbr. a., b., c., d. og h. liði 2. mgr. sömu lagagreinar. Fram er komið að þar sem áreksturinn varð eru gatnamót og gangbraut í næsta nágrenni við þau. Bifreið áfrýjanda var ekið í þéttbýli á fjölfarinni umferðargötu, á blautum vegi um nótt og í rigningu. Við áreksturinn hafnaði hún á kjallaratröppum fjölbýlishúss sem brotnuðu við það. Eins og áður greinir var af hálfu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands gerður útreikningur á ætluðum ökuhraða bifreiðar áfrýjanda er árekstur varð. Áfrýjandi hefur mótmælt sönnunargildi skýrslunnar, sem gerð var að tilhlutan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar sakamáls sem höfðað var á hendur áfrýjanda eins og fyrr er rakið. Niðurstaða skýrslunnar um ætlaðan ökuhraða áfrýjanda var lögð til grundvallar í fyrrgreindu sakamáli og er ekkert fram komið í málinu sem hnekkir niðurstöðum hennar. Í ljósi þess og með hliðsjón af því mikla tjóni sem hlaust af árekstrinum og lýst hefur verið, verður því slegið föstu að bifreiðinni IN 012 hafi verið ekið allt of hratt miðað við aðstæður og andstætt tilvitnuðum ákvæðum umferðarlaga. Með akstrinum sýndi áfrýjandi af sér stórkostlegt gáleysi og hefur því fyrirgert rétti sínum til bóta úr húftryggingu stefnda. Þegar af þeirri ástæðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur og áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Guðmundur Hjalti Sigurðsson, greiði stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf. 350.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 17. desember 2012. Mál þetta, sem var dómtekið 13. desember sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Guðmundi Hjalta Sigurðssyni, Réttarheiði 1, Hveragerði á hendur Tryggingamiðstöðinni hf., Síðumúla 24, Reykjavík, með stefnu birtri 27. júní 2012. Stefnandi krefst þess aðallega að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 1.300.000 kr. auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. júlí 2009 til 1. júní 2012 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Til vara er gerð krafa um skaðabætur að álitum að mati réttarins. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda að mati réttarins að teknu tilliti til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Verði ekki fallist á aðal- eða varakröfu, er þess krafist til þrautavara, að málskostnaður verði látinn falla niður. Stefndi krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans. Til vara er krafist lækkunar á kröfum stefnanda og í því tilviki verði málskostnaður látinn falla niður. Málsatvik Aðfaranótt laugardagsins 26. júlí 2008 var tveimur bílum ekið samhliða austur Hringbraut í Reykjavík frá götuljósunum við Hofsvallagötu. Stefnandi ók svörtum sportbíl af gerðinni Mitsubishi 3000 GT með fastanúmerið IN-012 eftir hægri akrein. Hinn bíllinn var blár af gerðinni SubaruImpreza með fastanúmerið MV-204 og var honum ekið eftir vinstri akrein. Þegar kom að gatnamótum Furumels rakst bíll stefnanda utan í leigubíl PX-924 sem þá hafði beygt af Furumel inn á Hringbraut. Við þetta missti stefnandi stjórn á bíl sínum, sem hélt áfram austur götuna þar til hann skreið upp á og yfir gangstétt við fjölbýlishúsið nr. 41, snerist þar í hálfhring, hafnaði á steyptum vegg við kjallaratröppur og braut hann niður. Hinn 2. febrúar 2010 var ákæra gefin út á hendur stefnanda vegna umferðarlagabrots þessa og jafnframt vegna ásigkomulags bifreiðarinnar, sbr. málið nr. S-52/2010 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Með dómi í málinu var stefnanda gert að greiða 70.000 kr. í sekt en 6 daga fangelsi kæmi í stað sektarinnar yrði hún ekki greidd innan 4 vikna frá dómsbirtingu. Þá var ákærði sviptur ökuréttindum í 3 mánuði frá dómsbirtingu. Ökumaður MV 2004 Sigurður Karl Ottósson gerði kröfu á tryggingafélag sitt Sjóvá hf. um greiðslu úr húftryggingu þeirrar bifreiðar, sem félagið hafnaði m.a. með þeim rökum að ökumaður MV 2004 hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda óhappsins 26. júlí 2008 og þannig fyrirgert rétti sínum til bóta úr húftryggingunni. Skaut hann málinu þá til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem með úrskurði 5. ágúst 2009 féllst á sjónarmið tryggingafélagsins og hafnaði því að greiðsluskylda væri fyrir hendi. Stefnandi tryggði bifreið sína húftryggingu hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Ekki er að sjá að stefnandi hafi gert formlega kröfu um bætur úr húftryggingu IN 012 á hendur stefnda, en einhver munnleg samskipti hafa átt sér stað milli aðila og í þeim mun stefndi hafa hafnað bótaskyldu. Málsástæður og lagarök stefnanda Í upphafi tekur stefnandi fram að synjun stefnda hafi verið á því að reist, að stefnandi hafi gerst brotlegur með stórkostlegum hætti hvoru tveggja við umferðarlög og almenn hegningarlög. Af niðurstöðu Héraðsdóms í málinu S-52/2010 sé hins vegar ljóst, að því hafi ekki verið til að dreifa og hafi forsendur þannig breyst mjög verulega stefnanda í hag. Stefnandi reisir kröfur sínar um bætur á því að hann hafi orðið fyrir tjóni hinn 26. júlí 2008, sem sé bótaskylt af hálfu stefnda, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., en bótaskylda sé reist á húftryggingu, sem stefnandi hafði tekið hjá stefnda og hafi verið í fullu gildi. Af hálfu stefnanda sé bent á að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu S-52/2010 hafi leitt í ljós, að ekki væru forsendur til þess að álykta að stefnandi hafi fyrirgert rétti sínum til bóta úr tryggingu skv. samningi aðila. Ljóst sé að bilun, sem hafi verið í gírkassa bifreiðarinnar, leiði enn fremur rök að því að stefnandi hafi ekki ekið á þeim hraða, sem talinn sé með útreikningum skv. framlögðum gögnum um að stefnandi hafi ekið bifreið sinni á 86 km./klst. Í málinu séu lögð fram gögn sem eru greinargerð Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors vegna ökuhraða, svo og tölvuskeyti Magnúsar og fulltrúa ákæruvalds og tölvupóstur stefnanda til dómara í sakamálinu. Niðurstöðu greinargerðar Magnúsar sé mótmælt sem rangri en vísað sé til röksemda sem fram komi í framlögðum gögnum m.a. reist á þeim forsendum að höfundur greinargerðarinnar hafi aldrei prófað sams konar eða sambærilega bifreið og bifreið stefnanda eins og greinargerð MÞJ beri með sér. Umrædd greinargerð Magnúsar sé alls ekki byggð á aðstæðum á vettvangi, mælingu á ökutæki eða neinum staðreyndum og sé um hreina fabulasjon að ræða. Óhjákvæmilegt sé að vekja athygli á því, að skömmu áður en árekstur varð hafi bifreiðin verið kyrrstæð á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar og verði að telja ósannað og því mótmælt sem röngu að stefnandi hafi stundað kappakstur eða með einhverjum hætti gerst sekur um stórfellt gáleysi eða ásetning í umrætt sinn. Rétt sé að taka fram að engin slys hafi orðið á fólki í umrætt sinn. Stefnandi bendir á að með miklum ákafa og einbeitni hafi tryggingarfélag bifreiðarinnar MV-204 og stefndi í máli þessu lagt kapp á að koma sök á ökumenn í málinu og leitt hjá sér þá staðreynd að ökumaður PX-952 hafi ekið í veg fyrir IN-012 eins og fyrir liggi í gögnum málsins. Engar kröfur hafi verið hafðar uppi eða meiningar vegna aksturslags umrædds bílstjóra en hann hafi þó upplýst sjálfur að hann hafi ekki séð ástæðu til þess að nema staðar og bíða við umrædd gatnamót, þar sem ótvíræð biðskylda hafi verið heldur ekið inn á Hringbraut og þá í veg fyrir umrædda bifreið stefnanda sem ekið hafi verið í fullum rétti eftir aðalbraut. Í máli þessu liggi fyrir að öll vettvangsrannsókn og athugun á vettvangi og aðstæðum hafi farið fram löngu eftir að umræddir atburðir gerðust. Beri skýrslur það með sér að vera reistar á ágiskunum og ályktunum en ekki staðreyndum á vettvangi og öðrum aðstæðum á þeim tíma er atburðir hafi gerst. Ósannað sé því að ljósmyndir af ummerkjum á vettvangi að svo löngum tíma liðnum tengist umræddu umferðaróhappi. Séu þau gögn því ekki tæk í máli þessu eða geti verið grundvöllur fyrir því að samningsbundin bótaskylda stefnda eigi að falla niður. Í máli þessu liggi fyrir að tjón stefnanda sé bótaskylt úr húftryggingu ökutækisins IN-012. Ekki sé ágreiningur um að ökutækið hafi verið kaskótryggt í umrætt sinn og að um gilt vátryggingarskírteini hafi verið að ræða. Ekki verði séð, að stefnandi hafi með neinum hætti brotið gegn skilmálum tryggingar, sem ætlað sé að verja hinn vátryggða fyrir áföllum eins og hér hátti til. Ágreiningslaust sé að orsök slyssins verði ekki rakin til ásetnings stefnanda og niðurstaða héraðsdóms sýni með ótvíræðum hætti að ekki verði talið að um stórfellt gáleysi hafi verið að ræða af hálfu stefnanda í skilningi gr. 11.3 í vátryggingaskilmálum stefnda eða 27. gr. laga um vátryggingasamninga nr. 30/2004. Ljóst sé að félagið geti ekki borið fyrir sig að vátryggður hafi valdið vátryggingaratburði ef háttsemi hans telst ekki ásetningur eða stórkostlegt gáleysi, sbr. 3. mgr. 27. gr. sömu laga. Enn fremur blasi við að orsök slyssins verði ekki rakin til aksturslags stefnanda heldur til þess að bifreiðinni PX-952 hafi verið ekið fyrirvaralaust í veg fyrir hann með fyrrgreindum afleiðingum. Engar forsendur séu því til þess að hafna bótaskyldu úr umræddri tryggingu. Stefnandi gerir kröfur um bætur úr húftryggingu bifreiðar sinnar en bifreiðin hafi verið metin af tryggingarfélaginu sjálfu og stefnanda skv. vátryggingarskírteini á 1.300.000 kr. og taki stefnukrafan mið af þeirri fjárhæð, enda hafi bifreiðin verið gjörónýt og um altjón að ræða eftir umrætt umferðaróhapp. Af hálfu stefnanda sé vísað til meginreglna samninga- og kröfuréttar en stefnandi vísar til laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 einkum III. kafla laganna og enn fremur til umfl. nr. 50/1987 og laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, einkum III. kafla. Varðandi málskostnað vísar stefnandi til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefnandi sé eigi virðisaukaskattskyldur og beri nauðsyn til að fá dæmdan 25,5% vsk. á tildæmda þóknun með vísan til laga um virðisaukaskatts nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda Óumdeilt sé að þegar óhappið átti sér stað, hafi verið í gildi húftrygging hjá stefnda, TM hf. vegna bifreiðarinnar IN 012. Hafi vátryggingarfjárhæðin verið að hámarki 1.300.000 kr. og kröfum vegna tryggingarinnar því réttilega beint gegn stefnda. Af hálfu stefnanda sé á því byggt að þar sem hann hafi haft í gildi hjá stefnda húftryggingu fyrir bifreið sína IN 012 og að altjón hafi orðið á bifreiðinni í óhappinu 26. júlí 2008 beri hinu stefnda félagi að greiða honum vátryggingarfjárhæðina 1.300.000 kr. Þessu hafnar stefndi og telur að fyrirliggjandi gögn sýni fram á það með óyggjandi hætti að stefnandi hafi í fyrsta lagi verið í kappakstri, í öðru lagi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og í þriðja lagi hafi bifreið hans ekki verið í lögmæltu ástandi í umrætt sinn. Með þessu hafi hann brotið gegn skilmálum þeim er um húftrygginguna hafi gilt með vísan til greina 11.1.b varðandi meintan kappakstur, 11.2 varðandi stórkostlegt gáleysi og 23.1 varðandi lögmæltan búnað bifreiðarinnar. Brot á þessum greinum skilmálanna, sem eigi stoð í lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, leiði hvert um sig til þess að bótaréttur falli niður. Þessu til stuðnings bendir stefndi á eftirfarandi atriði sem fram hafi komið við rannsókn lögreglu á atvikinu: Í fyrstu bókun í tölvukerfi lögreglu um slysið eftir símtal við tilkynnanda þess segi m.a. svo: „tilkynnir um umferðaslys, heyrði fyrst mikil spyrnuhljóð og síðan hátt krasshljóð“ Þetta skýri það að frá upphafi hafi legið fyrir rökstuddur grunur um kappakstur eða ofsaakstur í aðdraganda slyssins. Vegna þessa hafi verið framkvæmd ítarleg rannsókn af hálfu rannsóknardeildar lögreglunnar, sem m.a. hafi falist í nákvæmri skoðun vettvangs ásamt skoðun ökutækja þeirra er hlut hafi átt að máli og hafi fjöldi ljósmynda verið tekinn í sambandi við það. Aðilar hafi verið yfirheyrðir nokkrum sinnum og einnig hafi lögreglan leitað til utanaðkomandi aðila við rannsóknina, þeirra Snorra Konráðssonar, framkvæmdastjóra Gnostika ehf., vegna bíltæknirannsókna og Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors, sem hafi gert hraðaútreikninga vegna slyssins. Guðmundur Þ. Tómassonar rannsóknarlögreglumaður hafi stýrt rannsókninni af hálfu lögreglu og í niðurlagi rannsóknarinnar taki hann saman í stuttu máli þær ályktanir sem hann dragi af henni. Þar segir: „Ég tel að hraði bifreiðanna MV 204 og IN 012 hafi verið meiri en hægt var að sýna fram á með bíltæknirannsókn og hraðaútreikningum og því mun meiri en ökumenn bifreiðanna hafa viljað viðurkenna við skýrslutökur. Byggi ég ályktun mína á því að þar sem vettvangsrannsókn rannsóknardeildar umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór ekki fram fyrr enn 7. ágúst (en upphaf málsins var aðfararnótt 26. júlí, eða 13 dögum fyrr) höfðu mikilvæg ummerki á vettvangi spillst eða afmáðst, s.s. skriðför og hemlaför á og við veg , sem hefðu haft veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu hraðaútreiknings til hækkunar. Vettvangurinn var svo stór að ég tel ekki vafa leika á að bifreiðunum var ekið langt umfram lögleyfðan hámarkshraða áður en svona fór. Framburður ökumanna bifreiðanna MV 204 og IN 012 er ótrúverðugur hvað hraða varðar og málsatvik önnur, ber framburð þeirra ekki saman við gögn málsins.“ Til frekara áréttingar á sjónarmiðum sínum leggi stefndi áherslu á niðurstöðu Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors í rannsókn á ökuhraða IN 012 í umrætt sinn. Rannsóknin sé dags. 25.10.2008 og séu niðurstöður prófessorsins þær að líklegasti hraði hafi verið 99 km/klst. eða tvöfaldur leyfilegur hámarksharði á slysstað, lægsti mögulegi hraði hafi verið 86 km/klst. og hæsti mögulegi hraði 113 km/klst. Engin efni séu til annars en að byggja hér á niðurstöðum Magnúsar Þórs, enda hafi rannsóknir hans margoft verið lagðar til grundvallar við úrlausn dómsmála, m.a. í Hæstarétti. Þær séu fyrir löngu viðurkenndar sem traust og trúverðug sönnunargögn í málum af því tagi sem hér sé til skoðunar og athugasemdum stefnanda við rannsóknina í stefnunni sé mótmælt. Í skýrslu Gnostika sem unnin hafi verið af Snorra Konráðssyni í september 2008 sé komist að þeirri niðurstöðu að ökutækið IN 012 hafi ekki verið í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hjólbarða, hemla, hjólabúnaðar og gírkassa. Í fyrrnefndum skilmálum nr. 230 um trygginguna, gr. 23.1, sé fjallað um skyldur vátryggjanda um að hafa ökutækið í lögmæltu ástandi, sé sú ekki raunin falli bótaréttur niður. Bótaskyldu sé því einnig hafnað með vísan til ásigkomulags bifreiðarinnar á tjónsdegi. Ítrekað skuli að stefnandi hafi gerst brotlegur við þrjú ákvæði skilmálanna, sem hvert um sig leiði til brottfalls bótaréttar, hvað þá þegar þau eru öll tekin saman. Enn fremur sé vísað til álits Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum í málinu nr. 222/2009 dags. 5. ágúst 2009, þar sem komist sé að þeirri niðurstöðu að rekja megi umferðaóhapp máls þessa til stórkostlegs gáleysis ökumanna bifreiðanna A og B, þ.e. stefnanda og Sigurðar Karls Ottóssonar ökumanns MV 204 og bótaskyldu úr húftryggingu bifreiðarinnar MV 204 hafnað. Ljóst megi vera að sama niðurstaða hefði orðið varðandi bifreið stefnanda hefði hún einnig verið til umfjöllunar hjá nefndinni. Niðurstaða Úrskurðarnefndarinnar hvað þetta álitaefni varði sé augljós stuðningur við sjónarmið stefnda í máli þessu. Skýrara geti þetta því tæpast verið. Það sé niðurstaða sérfræðinga á þessu sviði eftir ítarlega rannsókn þar sem málið hafi verið skoðað frá öllum hliðum að um ofsaakstur hafi verið að ræða hjá ökumönnum MV 204 og IN 012 í umrætt sinn, þar sem stefnandi hafi ekið bifreið sinni á a.m.k. tvöföldum leyfilegum hámarkshraða á vettvangi og jafnvel meiri og ef það er ekki stórkostlegt gáleysi sé vandséð hvenær það teljist vera fyrir hendi. Til frekari áréttingar vil vekur stefndi athygli á eftirfarandi staðreyndum í málinu. Ljóst megi vera að ökumenn IN 012 og MV 204 hafi í engu skeytt um öryggi annarra vegfarenda, sem þarna kynnu að vera á ferð og það hafi ekki verið þeim að þakka að afleiðingar aksturslags þeirra urðu ekki mun alvarlegri en raun beri vitni. Þar fyrir utan hafi verið myrkur og rigning, sem sé óhagstæð akstursskilyrði, en leyfður hámarkshraði miðast eins og kunnugt er við bestu akstursskilyrði sem augljóslega hafi ekki verið þarna. Rétt sé einnig að minna á að óhappið hafi orðið við gatnamót og merkta gangbraut og því enn meiri ástæða til þess að sýna varúð. Að auki liggi fyrir að báðir ökumenn sem þarna hafi átt hlut að máli séu síbrotamenn í umferðinni. Stefnandi hafi t.d. haustið 2008 verið kærður í 43 skipti fyrir 68 brot á umferðarlögum, þar af 13 sinnum vegna hraðaksturs. Stefndi telur því nægilega í ljós leitt að um ofsaakstur hafi verið að ræða í umrætt sinn, ökumenn IN 012 og MV 204 hafi augljóslega verið í kappakstri og það sé hafið yfir allan vafa að stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með aksturslagi sínu. Þar að auki hafi verið bifreið stefnanda verið vanbúin og stórhættuleg til aksturs, sem enn fremur sé fullgild ástæða til höfnunar bótaskyldu í málinu. Um frekari röksemdir vísist til þess sem hér að framan hafi verið rakið og þá sérstaklega hinnar ítarlegu rannsóknar lögreglunnar sem fjöldi lögreglumanna og annarra fagmanna komu að, hraðarannsóknar Magnúsar Jónssonar prófessors, dags. 25. október 2008, og bíltæknirannsóknar Gnostika ehf., dags. í september 2008. Allt það sem hér að framan sé rakið á að mati stefnda að leiða til þeirrar niðurstöðu að fallast beri á aðalkröfu hans um sýknu. Stefndi gerir eftirfarandi athugasemdir við málatilbúnað stefnanda: Stefnandi telur að niðurstaða í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. 52/2010 eigi að leiða til þess að hafna beri sjónarmiðum stefnda um stórkostlegt gáleysi stefnanda í umrætt sinn. Ekki verði af málatilbúnaði hans ráðið hvernig hann komist að þeirri niðurstöðu og mótmælir stefndi sjónarmiðum hans þar að lútandi og bendir á því til stuðnings að í fyrsta lagi byggðist krafa ákæruvaldsins í málinu á lægsta hugsanlega hraða að mati Magnúsar Þórs, eða 86 km/klst., og í öðru lagi séu sönnunarkröfur í refsimálum strangari en í einkamálum og fordæmisgildi héraðsdóms í refsimáli því takmarkað í einkamáli. Þá telur dómurinn að niðurstöður hraðarannsóknar Magnúsar Þórs Jónssonar séu röklegar og því á þeim byggjandi og telur sannað að ökuhraðinn hafi verið 86 km/klst., en krafa ákæruvalds hafi miðast við þann hraða. Mótmælum og athugasemdum stefnanda við rannsóknina sé með vísan til þessa vísað til föðurhúsanna.Vissulega hafi í máli 52/2010 verið sýknað varðandi ætlaðan vanbúnað bifreiðarinnar, en stefndi telur það ekki hafa fordæmisgildi í þessu máli vegna mismunandi sönnunarkrafna í refsi- og einkamálum svo sem minnst hafi verið á hér að framan. Kjarni málsins sé sá að rannsókn hlutlauss aðila, sem ekki verður vefengd, hafi leitt í ljós verulegan vanbúnað bifreiðarinnar. Að lokum tekur stefndi fram að ekki sé tölulegur ágreiningur í málinu en vaxta- og dráttarvaxtakröfu sé mótmælt, enda eigi hún ekki stoð í lögum. Niðurstaða Ágreiningslaust er að þegar óhappið átti sér stað, hinn 26. júlí 2008, var í gildi húftrygging hjá stefnda, vegna bifreiðarinnar IN 012 og hafi vátryggingarfjárhæðin verið að hámarki 1.300.000 kr. Stefnandi byggir kröfu sína um bætur á því að hann hafi orðið fyrir altjóni í umræddu óhappi sem sé bótaskylt af hálfu stefnda og sé bótaskyldan reist á húftryggingunni. Því hafnar stefndi og telur að með stórkostlegu gáleysi hafi stefnandi brotið gegn skilmálum húftryggingarinnar og því eigi að sýkna stefnda. Í málinu liggja fyrir vátryggingarskilmálar, 230 kaskótygging ökutækja. Í 11. gr. þeirra er kveðið á um takmörkun á gildissviði vátryggingarinnar og ásetning og stórkostlegt gáleysi. Í gr. 11.1.b segir að félagið greiði ekki bætur þegar um sé að ræða kappakstur, aksturskeppni, reynsluakstur eða æfingar fyrir slíkan akstur nema um annað sé samið. Í gr. 11.2 er tekið fram að valdi vátryggður tjóni af ásetningi beri félagið enga ábyrgð á tjóninu. Hafi hann valdið tjóninu af stórkostlegu gáleysi sé félagið laust úr ábyrgð í heild eða að hluta til. Í gr. 23.1 kemur fram að vátryggðum sé skylt að gæta þess að ökutækið sé í lögmæltu ástandi. Sérstaklega beri að sjá um að öryggistæki séu í lagi.Vátryggingarskilmálar þessir eiga stoð í lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Í 1. mgr. 27. gr. laganna er kveðið á um að ef vátryggður hefur af ásetningi valdið því að vátryggingaratburður varð ber félagið ekki ábyrgð. Ítarleg skýrsla liggur fyrir í málinu vegna óhappsins og er hún unnin af rannsóknardeild umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að fyrsta bókun málsins í tölvukerfi lögreglu sem bókuð var af lögreglumanni á Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra eftir símtal við tilkynnanda hafi verið svohljóðandi „tilkynnir um umferðarslys, heyrði fyrst mikil spyrnu hljóð og síðan hátt „krasshljóð“. Í ályktun rannsakanda málsins kemur einnig fram að framburðir stefnanda svo og ökumanns bifreiðarinnar MV-204 hafi verið ótrúverðugir hvað hraða varðar og önnur málsatvik og beri framburði þeirra og gögnum málsins ekki saman. Í málinu liggja einnig fyrir gögn er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aflaði við rannsókn málsins. Annars vegar er um að ræða útreikning Magnúsar Þórs Jónssonar prófessors í vélaverkfræði á hraða ökutækis stefnanda. Niðurstaða hans er sú að líklegasti hraði bifreiðar stefnanda hafi verið 99 km/klst. Mögulegi lágmarkshraði sé 86 km/klst. og mögulegi hámarkshraði sé 113 km/klst. Stefnandi hefur mótmælt því að hafa ekið svo hratt og eru mótmæli hans studd vitnisburði Sævars Pálmasonar fyrir dómi, en þeir munu þekkja hvor til annars úr „bílheimum“. Eins og mál þetta liggur fyrir eru engin efni til annars en að leggja útreikning Magnúsar Þórs Jónssonar til grundvallar í málinu enda hefur honum ekki verið hnekkt af hálfu stefnanda. Þegar litið er til þessa mikla hraða bifreiðarinnar og þess að tilkynnt var í upphafi að spyrnuhljóð hafi heyrst rétt fyrir óhappið, er fallist á það með stefnda að um kappakstur hafi verið að ræða er óhappið átti sér stað. Hins vegar aflaði lögreglan við rannsókn sína ítarlegrar skýrslu um bíltæknirannsókn á bifreið stefnanda sem unnin var í september 2008 af Snorra S. Konráðssyni. Í upphafi niðurstöðukafla rannsóknarinnar segir að bifreiðin hafi ekki verið í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hjólbarða, hemla, hjólabúnaðar og gírkassa. Síðar í niðurstöðukaflanum er tekið fram að bifreiðin hafi verið í stórhættulegu ástandi vegna ásigkomulags hjólabarða, hemla, hjólabúnaðar og gírkassa. Óundirrituð skoðunarvottorð Frumherja hf., er stefnandi lagði fram í máli þessu, hnekkja ekki ítarlegri rannsókn Snorra S. Konráðssonar. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. S-52/2012 var stefnandi fundinn sekur um að hafa ekið á 86 km/klst. Hér er til þess að líta að um sakamál er að ræða og er ákæran miðuð við lægsta mögulegan hraða samkvæmt nefndri skýrslu Magnúsar Þórs Jónssonar. Skýrsla Magnúsar var lögð til grundvallar sekt stefnanda í opinbera málinu. Við aðalmeðferð máls þessa kvað Magnús Þór að stefnandi hefði verið á meiri hraða. Varðandi ástand bifreiðarinnar var komist að þeirri niðurstöðu í sakamálinu að bifreið stefnanda hefði verið vanbúin til aksturs, en stefnandi látinn njóta vafans af því hver væri rétt stærð hjólbarða. Í nefndum dómi segir: „Í ákærunni eru tilgreindir margvíslegir ágallar á búnaði bílsins, hjólbörðum, hemlum, hjólabúnaði, gírkassa svo og á hraðamæli bílsins. Verður að telja staðfest bíltæknirannsókn Snorra S. Konráðssonar leiði í ljós með óyggjandi hætti að bíll ákærða var í umrætt sinn vanbúinn til aksturs, eins og í ákæru segir, og að sá vanbúnaður sé á ábyrgð ákærða og varði við 59. gr. umferðarlaga auk tilfærðra ákvæða reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Þó er þess að gæta að ákærði hefur lagt fram gagn í málinu sem vekur óvissu um það hver sé rétt stærð hjólbarða fyrir bíl hans. Verður hann því sýknaður af því ákæruatriði.“ Með vísan til þess sem að framan greinir telur dómurinn ótvírætt að stefnandi geti ekki á rétt til bóta úr húftryggingu bifreiðarinnar. Stefnandi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi er óhappið átti sér stað og verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Með vísan til 130. gr. laga um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 400.000 kr. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, Tryggingamiðstöðin hf., er sýknaður af kröfum stefnanda, Guðmundar Hjalta Sigurðssonar. Stefnandi, Guðmundur Hjalti Sigurðsson, greiði stefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., 400.000 kr. í málskostnað. |
Mál nr. 489/1998 | Ávana- og fíkniefni Þjófnaður Reynslulausn Stefnubirting | Ó var ákærður og sakfelldur fyrir innflutning, sölu og vörslu á fíkniefnum og þjófnað Var hann dæmdur til fangelsisrefsingar og upptöku efnanna. G var ákærður og sakfelldur fyrir þjófnað og var hann dæmdur til fangelsisrefsingar og greiðslu skaðabóta. S var ákærður fyrir þjófnað, fíkniefnabrot og akstur án ökuréttar. Áfrýjunarstefna í málinu hafði verið birt honum í Lögbirtingablaðinu og var það talið heimilt. Var hann sakfelldur fyrir hluta þjófnaðarbrotanna og akstur án ökuréttar og dæmdur til fangelsisrefsingar og greiðslu skaðabóta. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Arnljótur Björnsson og Gunnlaugur Claessen. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 19. ágúst 1998 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu Gísla Freys Njálssonar og Óskars Þórs Gunnlaugssonar um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds að því er þá báða og ákærða Sigurjón Pétursson varðar. Krefst ákæruvaldið þess að refsing allra þessara ákærðu verði þyngd. Ákærði Gísli krefst þess að refsing hans verði milduð og hún skilorðsbundin að öllu leyti eða að hluta. Þá dragist gæsluvarðhald, er hann sætti í átta daga, frá refsingu. Ákærði Óskar krefst þess að refsing hans verði milduð. Ákærði Sigurjón krefst þess aðallega að hans þætti í málinu verði vísað frá Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að refsing verði milduð, en að því frágengnu að héraðsdómur verði staðfestur. Með héraðsdómi voru sex menn dæmdir til refsingar fyrir margvísleg brot, en þrír þeirra una dómi. Með áfrýjun leita aðrir dómfelldir og ákæruvaldið nú einungis eftir endurskoðun á þeirri refsingu, sem ákærðu var gerð með héraðsdómi, en sætta sig við úrlausn hans um sakfellingu samkvæmt einstökum liðum í ákærum. I. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærða Gísla. Er fyrri sakaferill hans þar réttilega rakinn utan þess að ekki er getið dóms Héraðsdóms Reykjaness 3. apríl 1998, þar sem ákærða var gerð sekt fyrir fíkniefnabrot. Verður jafnframt staðfest niðurstaða héraðsdóms um að ekki séu efni til að skilorðsbinda refsinguna eða hluta hennar. Samkvæmt þessu verður héraðsdómur staðfestur hvað varðar ákærða Gísla. Skal hann greiða áfrýjunarkostnað, eins og nánar segir í dómsorði. II. Við ákvörðun refsingar ákærða Óskars verður meðal annars litið til þess, að brot hans samkvæmt ákæru 24. mars 1998 fólust einkum í því að flytja inn verulegt magn af LSD. Er því broti og öðrum fíkniefnabrotum hans, sem ákært er fyrir, réttilega lýst í héraðsdómi. Með meðferð sinni á LSD og marihuana hefur ákærði unnið til refsingar samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni, sbr. 1. gr. laga nr. 60/1980 og 1. gr. laga nr. 13/1985. Með háttsemi sinni, sem greinir í 3. lið III. kafla ákæru 24. mars 1998, hefur ákærði brotið gegn sömu ákvæðum, sbr. og 5. mgr. 5. gr. fyrstnefndu laganna. Með meðferð sinni á amfetamíni hefur ákærði brotið ákvæði 2. mgr. 2. gr. sömu laga, sbr. einnig 2. gr. og 10. gr. reglugerðar nr. 16/1986 um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna, eins og henni var breytt með 2. gr. reglugerðar nr. 177/1986. Við ákvörðun refsingar verður jafnframt að líta til þess að verulegur hluti þeirra muna, sem stolið var í innbroti að Fannafold 121 í Reykjavík, kom í leitirnar að nýju. Þá hefur hann játað brot sín og fyrri sakaferill hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar nú. Að virtu öllu því, sem að framan er rakið, þykir refsing ákærða Óskars hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Verður fallist á með héraðsdómi að ekki séu efni til að skilorðsbinda refsingu eða hluta hennar. Ákvæði héraðsdóms um upptöku gagnvart ákærða Óskari og skyldu hans til að greiða sakarkostnað skulu vera óröskuð. Honum verður gert að greiða áfrýjunarkostnað, eins og greinir í dómsorði. III. Eftir áfrýjun málsins fékk ríkissaksóknari birt dómsorð héraðsdóms yfir ákærða Sigurjóni í Lögbirtingablaði, þar eð ekki tókst að birta honum dóminn vegna dvalar hans á óþekktum stað erlendis. Var um leið birt áfrýjunarstefna í málinu. Reisir þessi ákærði aðalkröfu sína á því að óheimilt hafi verið að birta áfrýjunarstefnu með þessum hætti. Samkvæmt lögjöfnun frá 2. mgr. 20. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála verður að teljast heimilt að birta í Lögbirtingablaði áfrýjunarstefnu í opinberu máli. Verður því ekki fallist á aðalkröfu ákærða. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur að því er varðar ákærða Sigurjón. Kostnaður af áfrýjun gagnvart honum verður lagður á ríkissjóð, sbr. 1. mgr. 169. gr. laga nr. 19/1991, þar á meðal málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður hvað varðar ákærðu, Gísla Frey Njálsson og Sigurjón Pétursson. Ákærði, Óskar Þór Gunnlaugsson, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Frá refsivist hans dragist 18 daga gæsluvarðhald. Ákvæði héraðsdóms um upptöku muna ákærða Óskars og greiðslu hans á sakarkostnaði skulu vera óröskuð. Ákærði, Gísli Freyr Njálsson, greiði þriðjung áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, svo og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sigurðar Georgssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Ákærði, Óskar Þór Gunnlaugsson, greiði þriðjung áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, 25.000 krónur, svo og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín fyrir Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 50.000 krónur. Málsvarnarlaun Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, skipaðs verjanda ákærða Sigurjóns Péturssonar fyrir Hæstarétti, 50.000 krónur, greiðast úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 1998. Árið 1998, fimmtudaginn 2. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr: S-334/1998: Ákæruvaldið gegn Gísla Frey Njálssyni, H, Óskari Þór Gunnlaugssyni, SA, Sigurjóni Péturssyni og R, en málið var dómtekið 12. júní sl. Málið er höfðað með ákæru útgefinni 24 mars 1998 á hendur: "E, kt. [...], Gísla Frey Njálssyni, Kríuhólum 2, kt. 230373-4349, H, kt. [...], Óskari Þór Gunnlaugssyni, Bankastræti 14, kt. 180676-3179, SA kt. [...], Sigurjóni Péturssyni, Blönduhlíð 2, kt. 110464-4289, öllum til heimilis í Reykjavík, fyrir eftirgreind brot framin í Reykjavík á árinu 1997, nema annars sé getið: I. Ákærðu Óskari Þór og SA er gefið að sök að hafa í apríl staðið að því í sameiningu að flytja frá Hollandi hingað til lands í ágóðaskyni 400 skammta af LSD (pappírsmiða með lýsergíði) og selja allt að 90 skammta af efninu. Samkvæmt ráðagerðum ákærðu annaðist ákærði Óskar Þór kaup efnisins í Hollandi og sendi það hingað til lands í tveimur póstsendingum á heimilisföng í Reykjavík, sem ákærði SA hafði látið honum í té í þessu skyni og hafði hann jafnframt sent ákærða Óskari Þór peninga til Hollands til kaupanna. Ákærði SA sótti aðra póstsendinguna er hún var komin á áfangastað og voru 90 skammtar af LSD í henni sem ákærðu skiptu með sér þannig að ákærði SA fékk 60 skammta og ákærði Óskar Þór 30 skammta. Ákærðu seldu megnið af efninu, en póstsending sem hafði að geyma 310 skammta var haldlögð af lögreglu áður en hún komst í hendur ákærðu. (Mál nr. 10-1997-3662) Telst þetta varða við 2.gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana-og fíkniefni nr. 65, 1974, sbr. lög nr. 60, 1980, sbr. 9.gr. laga nr. 75, 1982, sbr. lög nr. 13, 1985, og 2. gr., sbr. 10. gr., reglugerðar um sölu og meðferð ávana- og fíkniefna nr. 16, 1986. II.Ákærða SA er gefið að sök [...], Teljast þessi brot ákærða varða við framangreind lagaákvæði um ávana- og fíkniefni og ákvæði reglugerðar nr. 16, 1986, sbr. reglugerð nr. 177, 1986 og auglýsingu nr. 84, 1986, að því er varðar meðferð ákærða á amfetamíni. III. Ákærða Óskari Þór er gefið að sök: 1. Að hafa, að kvöldi mánudagsins 6. janúar, haft 0,1 g af amfetamíni og 0,6 g af marihuana í vörslum sínum á þáverandi heimili sínu að Tryggvagötu 6, en lögreglan fann efnin við húsleit og lagði hald á þau. (Mál nr. 10-1997-547) 2. Fimmtudaginn 15. maí, haft í fórum sínum 0,3 g af amfetamíni, er lögreglan hafði afskipti af honum við Vitastíg 11, og jafnframt að hafa sama dag haft í vörslum sínum á sama stað 7,8 g af amfetamíni, en lögreglan fann efnin og lagði hald á þau. (Mál nr. 10-1997-6362) Teljast þessi brot ákærða varða við þau ákvæði laga, reglugerða og auglýsingar, sem greinir í II. lið. 3. Sama dag og á sama stað gert tilraun til fíkniefnalagabrots, með því að hafa haft í vörslum sínum 7 pappaferninga, sem ákærði taldi innihalda 7 skammta af LSD, en reyndust við rannsókn Rannsóknastofu í lyfjafræði ekki innihalda þekkt ávana- og fíkniefni, en lögreglan fann pappaferningana við húsleit og lagði hald á þá. (Mál nr. 10-1997-6263) Telst þetta varða við framangreind ákvæði laga um ávana- og fíkniefni og reglugerðar nr. 16, 1986, sbr. 20.gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. IV. Ákærðu Gísla Frey, H, SA og Sigurjóni er gefinn að sök þjófnaður með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 31. janúar, stolið í anddyri Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, hraðbanka að verðmæti um kr. 1.800.000 sem hafði að geyma 3.388.000 krónur í reiðufé. (Mál nr. 10-1998-2476) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. V. Ákærða Sigurjóni er gefið að sök: 1. Að hafa, aðfaranótt mánudagsins 30. júní 1997, brotist inn í verslunina Straumnes, Vesturbergi 76, og stolið seðlaveski með enskum pundum að verðmæti um krónur 80.000 og rofið þar peningaskáp og stolið úr honum 700 800 þúsund krónum og tékkum. (Mál nr. 10-1997-11027) 2. Aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember, stolið seðlaveski með 350 dönskum krónum og 5.500 íslenskum krónum á hótelherbergi á Grand Hóteli við Sigtún. (Mál nr. 10-1997-19755) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. 3. Fimmtudaginn 18. desember haft í fórum sínum 0,7 g af hassi í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. (Mál nr. 10-1997-22623) Telst þetta varða við framangreind ákvæði laga um ávana- og fíkniefni og reglugerðar nr. 16, 1986. 4. Sunnudaginn 4. janúar 1998, ekið bifreiðinni GM-995 án ökuréttar um götur borgarinnar uns lögregla stöðvaði akstur hans á Ásvallagötu. (Mál nr. 10-1998-794) Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr., umferðarlaga nr. 50, 1987. VI. Ákærðu E og Sigurjóni er gefinn að sök þjófnaður með því að hafa, þriðjudaginn 11. nóvember, stolið fatnaði og ýmsum munum að verðmæti samtals um kr. 90.000 á Landsspítalanum við Eiríksgötu. (Mál nr. 10-1997-20005) Telst þetta varða við 244. gr. almennra hegningarlaga. VII. Ákærðu E er gefið að sök [...], VIII. Dómkröfur: Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd til refsingar og að framangreind fíkniefni, 310 skammtar af LSD, 8.6 g af amfetamíni, 19.5 g af hassi og 7.9 g af marihuana, sem hald var lagt á, verði gerð upptæk samkvæmt 6.mgr. 5.gr. laga nr. 65, 1974 og 2.mgr. 10.gr. reglugerðar nr. 16, 1986. Þess er jafnframt krafist samkvæmt 7. mgr. 5.gr. laga nr. 65, 1974 og 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 16, 1986, að ákærði Óskar Þór sæti upptöku á pesola grammavog sem lögreglan fann og lagði hald á 15. maí 1997 við húsleit að Vitastíg 11, Reykjavík. [...], Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Bótakrafa er varðar ákærðu Gísla Frey, H, SA og Sigurjón: Sigríður Logadóttir, hdl., f.h. Búnaðarbanka Íslands hf., Hafnarstræti 8, Reykjavík, kr. 380.441 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla laga nr. 25, 1987 frá 12. febrúar til greiðsludags. Bótakröfur er varða ákærðu E og Sigurjón: Guðni Arnar Guðnason, kt. 240172-4969, kr.36.000. Haukur Þór Þorvarðarson, kt. 030977-5809, kr. 20.000. Agnes Þórólfsdóttir, kt. 100859-3789, kr. 21.000. Jóna Haraldsdóttir, kt. 111050-3179, kr. 2.000. [...], Bótakrafa er varðar ákærða Sigurjón: Jón Egilsson, hdl., fyrir hönd Heiðars Viðhjálmssonar, kt. 160148-3229, kr. 1.130.000 ásamt dráttarvöxtum frá 30. júní 1997." Annað mál var höfðað á með ákæru útgefinni 5. maí sl. á hendur: „HS, kt. [...], Óskari Þór Gunnlaugssyni, Bankastræti 14, kennitala 180676-3179 og R, kt. [...], öllum til heimilis í Reykjavík, fyrir eftirgreind brot á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni framin í febrúar 1998: I. Ákærðu Óskari Þór og R er gefið að sök að hafa, miðvikudaginn 25. febrúar, brotist í félagi inn í einbýlishúsið nr. 33 við Hálsasel í Reykjavík og stolið þar munum alls að verðmæti um kr. 1.110.000 svo sem myndbandstæki, 2 fjarstýringum fyrir myndbandstæki, myndavél, geislaspilara, hljómmagnara, 2 töskum, kvenúri, vasatölvu, erlendum gjaldeyri, að verðmæti alls um kr. 70.000, og silfurborðbúnaði, svo sem matarbúnaði fyrir tólf auk desertskeiða, sósuskeiða og ávaxtaskeiða, kaffibúnaði fyrir fjórtán auk ýmissa fylgihluta, ýmsum fylgihlutum svo sem tertuspöðum og sultuskeiðum, skartgripum svo sem gullarmbandi, 3 gullkeðjum, 2 pörum af gulleyrnalokkum, 2 gullúrum, 5 gullhringum, 2 pörum af gullermahnöppum, 2 pörum af silfurermahnöppum, og fleiri gömlum silfurmunum. II. Ákærðu HS, Óskari Þór og R er gefið að sök að hafa, að morgni fimmtudagsins 26. febrúar, staðið að því í félagi að brjótast inn í einbýlishúsið nr. 121 við Fannafold í Reykjavík og stela, 3 hljómmögnurum, útvarpsmagnara, geislaspilara, segulbandstæki, sjónvarpstæki, 3 myndbandstækjum, silfurboxi, samtals að verðmæti um kr. 500.000 og 42.000 krónum í reiðufé. III. Ákærða R er gefið að sök [...], Telst háttsemin samkvæmt ákæruliðum I III.1 varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. [...], Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar. [...], Í málinu krefjast eftirgreindir skaðabóta: Bótakrafa er varðar ákærðu Óskar Þór og R: Karl Sigurhjartarson, kt. 121241- 4399, kr. 1.114.134. Bótakrafa er varðar ákærðu H, Óskar Þór og R: Kári Jón Halldórsson, kt. 120652-6979, kr. 215.990." Málflutningi vegna ákærunnar frá 5. maí lauk 8. júní sl. og var málið þá dómtekið, en málflutningi vegna ákærunnar frá 24. mars lauk 12. júní sl. og var sá hluti málsins þá dómtekinn. Undir rekstri hvors máls fyrir sig voru skilin frá og dæmd sérstaklega mál E og dómur kveðinn upp í máli hennar 5. júní sl. og mál HS og dómur í hennar máli kveðinn upp 27. maí sl. Málin voru sameinuð eftir dómtöku. Verjandi ákærða Óskars Þórs krefst þess vegna beggja ákæruskjalanna að ákærði hljóti vægustu refsingu sem lög leyfa og komi til refsivistar að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar að fullri dagatölu. Þess er krafist að skaðabótakrafa Karls Sigurhjartarsonar verði vísað frá dómi. Þá er krafist málsvarnarlauna að mati dómsins. Verjandi ákærða Gísla krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsivist verði dæmd skilorðsbundin, ef dæmd verður. Komi til afplánunar refsivistar ákærða Gísla er þess krafist að gæsluvarðhald hans komi til frádráttar að fullri dagatölu. Þess er krafist að skaðabótakröfum á hendur Gísla og fleirum verði vísað frá dómi. Krafist er réttargæslu- og málsvarnarlauna að mati dómsins. Verjandi ákærða H krefst vægustu refsingar sem lög leyfa. Refsivist ef dæmd verður verði skilorðsbundin og að gæsluvarðhaldsvist ákærða Halldórs komi að fullri dagatölu til frádráttar dæmdri refsivist. Þess er krafist að skaðabótakröfu á hendur ákærða H og fleirum verði vísað frá dómi, en til vara var skaðabótakröfunni andmælt sem of hárri og vaxtafæti jafnframt mótmælt. Þá er krafist réttargæslu- og málsvarnarlauna að mati dómsins. [...], Verjandi ákærða Sigurjóns krefst sýknu af 1., 2., og 3. tölulið V. kafla ákæru frá 24. mars sl. og jafnframt af VI. kafla sömu ákæru. Að öðru leyti er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að með reynslulausn ákærða Sigurjóns verði farið sem skilorðsdóm. Þess er krafist að öllum skaðabótakröfum á hendur ákærða Sigurjóni og eftir atvikum fleirum verði vísað frá dómi. Komi til refsivistar er þess krafist að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar með fullri dagatölu. Þess er krafist að sakarkostnaður verði að mestu leyti lagður á ríkissjóð, þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun að mati dómsins. [...], Ákæruefni málsins eru úr sitt hvorri áttinni og þykir af þeim sökum ekki unnt að gera í samfelldu, en í stuttu máli grein fyrir málavöxtum í upphafi heldur víkja að því við hvern kafla ákærunnar eftir því sem ástæða þykir. Vegna ákæruliða sem játaðir hafa verið er skírskotað til ákærunnar um lýsingu málavaxta. Ákæra 24. mars 1998 I. Samkvæmt greinargerð lögreglunnar er upphaf máls þessa það að 14. apríl 1997 kom kona að máli við tollvörð hér í borg og afhenti bréf sem síðar kom í ljós að innihélt 310 skammta af LSD, en sendingin hafði verið stíluð á nafn, sem ekki var til á tilgreindu heimilisfangi. Í greinargerð lögreglunnar segir síðan að nokkru áður hefðu borist upplýsingar þess efnis að ákærðu stæðu sameiginlega að innflutningi á LSD hingað til lands. Leiddi þetta til handtöku ákærða Óskars Þórs 15. maí 1997 og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í framhaldinu. Framburður ákærða Óskars Þórs hjá lögreglunni var breytilegur, en hann viðurkenndi að lokum að hafa staðið að innflutningi á LSD til landsins ásamt meðákærða SA sem neitar sök. Verður nú rakinn framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði Óskar Þór hefur borið fyrir dóminum að lýsing í þessum ákærulið sé rétt, utan að þáttur meðákærða SA sé sá einn að hann hafi sótt þá 90 skammta af efninu, sem lýst er í ákærunni, og þeim hluta efnisins hafi ákærðu skipt með sér til helminga, en ekkert hafi verið selt af efninu. Ákærði kvað engan sérstakan undirbúning hafa verið að þessari ferð og ekkert samráð hefði verið við meðákærða vegna ferðarinnar. Hann hefði verið á leið til Hollands og dottið í hug að senda hingað til lands 2 bréf með fíkniefnum. Hann kvaðst fljótt hafa orðið peningalaus ytra og þá beðið meðákærða að senda sér peninga út, en þeir peningar hefðu ekki verið notaðir til fíkniefnakaupa. Ákærði hefði greint meðákærða frá því að hann hefði sent tvær sendingar með LSD til landsins, en fyrirfram hefði meðákærði ekki vitað af fíkniefnakaupunum. Ákærði greindi meðákærða frá því hvert sendingarnar bárust og bað hann um að sækja efnið, en þeir hafi ætlað að skipta efninu jafnt á milli sín. Ákærði kvaðst fyrir utanförina hafa verið búinn að ákveða hvert hann ætlaði að senda bréfin. Við skýrslutökur hjá lögreglunni lýsti ákærði Óskar Þór hlut meðákærða SA á þann hátt, sem ákært er út af. Um ástæður breytts framburðar kvaðst ákærði á þeim tíma hafa þurft einhvern til að skella skuldinni á og því hafa spunnið upp sögu um þátttöku meðákærða, en lögreglan hefði stöðugt spurt um hann við skýrslutöku. Þá kvað hann persónulegar ástæður vera fyrir því að hann blandaði meðákærða í málið og vildi hann ekki greina frá því hverjar þessar ástæður væru. Er ákærði Óskar Þór var yfirheyrður fyrir dómi 16. maí 1997 vegna kröfu um gæsluvarðhald lýsti hann því að meðákærði SA hefði tekið við bréfinu er innihélt 90 skammta af LSD og honum hefði einnig verið ætlað bréfið sem innihélt 310 skammta af LSD. Hann var ekki spurður nánar út í málsatvik við þessa dómsyfirheyrslu. Ákærði SA neitar sök. Hann kvaðst alfarið vísa framburði meðákærða á bug um þátt sinn í málinu. Hann kvaðst að beiðni meðákærða hafa sent honum peninga til Amsterdam, en ekki vitað til hvers þeir peningar voru notaðir, en ákærði kvaðst hafa innheimt þessa peninga hér á landi fyrir meðákærða, aðallega hjá einum aðila. [...], III.1. og III.2. Ákærði viðurkenndi fyrir dóminum að þessir ákæruliðir væru réttir og er skírskotað til ákærunnar um lýsingu málavaxta. III.3. Ákærði kvað þennan ákærulið réttan, en kvaðst ekki hafa talið efnið hafa verið LSD, en hann hafi talið svo vera er hann fékk efnið í hendur. Síðar hafi komið í ljós að svo var ekki, en ákærði kvaðst hafa komist að þessu með því að neyta efnisins. Ákærði kvaðst þekkja til áhrifa af neyslu LSD og þannig hafa áttað sig á því að efnið var ekki LSD. Vitnið Kristinn Sigurðsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og staðfesti skýrslu þá er hann ritaði 15. maí 1997 um húsleit á heimili ákærða og að efni hafi þá verið tekið úr vörslum hans. IV. Upp úr kl. níu að morgni laugardagsins 31. janúar sl. er einn starfsmanna Kennaraháskólans kom í skólann veitti hann því athygli að hraðbanki sem staðsettur var í suðuranddyri skólans var horfinn. Starfsmaðurinn lýsti því fyrir lögreglunni að sér hafi fundist þetta grunsamlegt og því haft samband við húsvörð sem kom á vettvang og tilkynnti lögreglu um hvarf hraðbankans. Eftir þetta hóst umfangsmikil lögreglurannsókn sem leiddi m.a. til handtöku ákæðru og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. Hraðbankinn og innihald hans komst til skila. Verður nú rakinn framburður ákærðu fyrir dómi en engin vitni voru leidd vegna þessa ákæruliðar. Ákærði Gísli játar aðild sína að þjófnaði hraðbankans. Hann kvað aðdragandann þann að þeir meðákærði SA hafi þetta kvöld verið á rúntinum er meðákærði Sigurjón hefði hringt og beðið þá um að koma við hjá sér. Eftir stutta stund hafi þeir farið saman akandi að Kennaraháskólanum og allir fjórir hafi verið með í för. Þeir hafi síðan haldið aftur heim til meðákærða Sigurjóns og þar hefði verið búið að taka til verkfæri, sem nota átti við þjófnaðinn, en meðákærði Sigurjón hefði einnig verið búinn að koma bifreið þeirri, sem flytja átti peningaskápinn í, fyrir þarna nærri vettvangi. Meðákærði Sigurjón hefði verið upphafsmaður þessa þjófnaðar og í ljós hefði komið að hann var búinn að huga að þessu áður. Er ákærðu komu á staðinn hafi anddyri Kennaraháskólans verið opnað með debetkorti ákærða. Ákærði Sigurjón hafi séð um að aftengja bankann, en meðákærða SA hafi ekki litist á blikuna og horfið af vettvangi. Hann hafi engan þátt tekið í þessu og ekki heldur tekið þátt í undirbúningi og ekki átt að fá ágóðahlut. Meðákærði SA hafi komið að meðan á þjófnaðinum stóð og reynt að fá ákærða með sér á brott. Bankinn hefði síðan verið losaður og honum rennt upp í sendiferðabíl og þetta hefði tekið um 20 mínútur. Meðákærði Sigurjón hefði síðan ekið bifreiðinni á brott og lagt við Stýrimannaskólann. Ákveðið var að hittast síðar og ræða framhaldið, en fjármununum átti að skipta jafnt, að því er ákærði taldi. Allir ákærðu hefðu síðan hist á Hótel Loftleiðum að morgni næsta dags, þar sem ræða átti framhaldið og meðákærðu Sigurjón og H hafi ætlað að sjá um að opna peningaskápinn. Ákærði SA neitar sök. Hann kvaðst einungis í stutta stund hafa orðið vitni að atburðum, sem hér er ákært út af. Ákærði kvaðst hafa komið að þarna sem verið var að nema hraðbankann á brott og hefði ákærði verið að reyna að fá meðákærða Gísla ofan af því að taka þátt í þessu. Eftir það hefði ákærði yfirgefið vettvang. Meðákærðu hefðu allir þrír verið á vettvangi er þetta átti sér stað. Ákærði kvað aðdraganda þess að hann kom á vettvang þann að Sigurjón hefði hringt í sig og beðið sig um að koma að Kennaraháskólanum. En þangað hefði ákærði farið kvöldinu áður ásamt meðákærðu Sigurjóni og Gísla, sem þar fóru úr bílnum, og kvaðst ákærði hafa talið þá ætla að brjótast þar inn. Ákærði kvaðst áður hafa heyrt á heimili meðákærða Sigurjóns að eitthvað stæði til, en ekki vitað hvað það var. Daginn eftir kveðst ákærði hafa ekið meðákærða Gísla á Hótel Loftleiðir til fundar við meðákærðu. Ákærði H játar aðild sína að þjófnaðinum. Hann kveðst hafa lagst inn í þessa atburðarrás og verið fenginn til að keyra bifreið fyrir meðákærða Sigurjón. Um sama leyti hefði hann komist að því hvað stóð til, en ákærði kvaðst hafa verið heimilislaus á þessum tíma og fengið inni hjá meðákærða Sigurjóni. Áður en haldið var að Kennaraháskólanum höfðu allir ákærðu hist og allir fjórir haldið að Kennaraháskólanum. Hann kvað alla ákærðu hafa tekið þátt í því að færa peningakassa út í sendiferðabílinn, utan ákærði kvaðst ekki klár á því hvort meðákærði SA tók þátt í þessu. Hann kvað meðákærða SA hafa komið stutta stund á staðinn og ekki geta fullyrt hvort hann tók þátt í þjófnaðinum. Ákærði kvað meðákærða Sigurjón hafa verið upphafsmann þessa þjófnaðar, en ekkert hefði verið ákveðið um skiptingu innihalds hraðbankans. Þeir hafi síðan mælt sér mót á Hótel Loftleiðum daginn eftir til að ræða framhaldið. Ákærði Sigurjón kvað háttsemi sinni rétt lýst í þessum kafla ákærunnar. Hann kvað alla ákærðu hafa rætt um það á föstudeginum að þeir ætluðu að gera eitthvað til að verða sér úti um peninga. Á þeirri stundu hefði ekki verið tekin ákvörðun um að stela hraðbankanum. Þeir hafi þá ákveðið að hittast aftur daginn eftir við Kennaraháskólann. En ákærði kvaðst hafa verið frumkvöðull að þessu og átt hugmyndina og lýsti hann sig ábyrgan fyrir skipulagi þessa þjófnaðar. Hann kvaðst minna að þeir hefðu farið að Kennaraháskólanum á tveimur bílum og opnað anddyri skólans með debetkorti í eigu meðákærða Gísla. Á vettvangi hefði ákærði eða meðákærði H tekið hraðbankann úr sambandi. Ákærði hefði síðan losað hraðbankann og í sameiningu hefðu þeir komið honum fyrir í bíl, sem flutti hann á brott og bifreiðin með hraðbankanum í verið skilin eftir við Sjómannaskólann. Ákærðu hefðu ákveðið að hittast daginn eftir og hafi orðið úr að þeir hittust á Hótel Loftleiðum, þar sem fyrirhugað var að ræða áframhaldið. Hann kvaðst ekki muna hvort rætt hefði verið hvernig þýfinu skyldi skipt, en hann kvaðst lítið muna eftir fundinum á Hótel Loftleiðum. Ákærði kvað meðákærða SA hafa verið handan götunnar meðan hraðbankanum var stolið og hafi hann fylgst með því sem fram fór. En hann hafi komið og aðstoðað er eftir var leitað, þegar það kom í ljós að þeir þrír sem þarna voru gátu ekki komið hraðbankanum upp í bílinn. Ákærði kvað þátt meðákærðu í þessum þjófnaði lítinn, því hann væri upphafsmaður og skipuleggjandi, svo sem rakið var. Síðar í yfirheyrslunni kvaðst ákærði ekki geta fullyrt hvort meðákærði SA hefði átt þátt í þjófnaðinum eða vitað um hann. Þá kom fram hjá ákærða að hann hefði tekið til verkfæri, sem nota átti til að losa um hraðbankann, enda kvaðst ákærði hafa talið þá hugmynd að stela hraðbankanum betri en t.d. vopnað rán. En aðrar hugmyndir hefði borið á góma milli ákærðu. Fyrir dóminum var farið yfir framburð ákærða hjá lögreglunni og er ekki ástæða til að rekja hann allan hér, en minni ákærða um atburði og smáatriði er ótraust, enda bar ákærði um ótraust minni sökum mikillar óreglu á þessum tíma. Ákærði kvað minni sitt um atburðarrás að mestu leyti takmarkast við sinn eigin þátt í málinu, en ekki annarra. Hann greindi m.a. frá því hjá lögreglunni og staðfesti fyrir dóminum að meðákærðu Gísli og SA hefðu ætlað að taka hraðbankann og opna á verkstæði hjá nafngreindum manni uppi á Höfða. V.1. Samkvæmt lögregluskýrslu dags. 30. júní 1997 var tilkynnt innbrot í verslunina Straumnes þann dag. Á vettvangi fann lögreglan verkfæri, sem notuð voru við að brjóta upp peningaskáp, og verslunareigandinn greindi lögreglunni frá því að stolið hefði verið þeim verðmætum, sem lýst er í þessum ákærulið. Þá er í lögregluskýrslunni vikið að því að nafngreindur aðili, þekktur af afbrotum, kunni að hafa haft lykil að versluninni og vera valdur að þjófnaðinum. Lögreglan yfirheyrði ekki þennan mann. Hákon Sigurjónsson lögreglufulltrúi ritar skýrslu, sem dags. er 12. september 1997, þar sem segir að auk verkfæranna sem fundust á vettvangi hafi fundist vindlingastubbur, sem sendur var til rannsóknar hjá Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. Hákon kom fyrir dóminn og staðfesti skýrslu sína. Hann greindi frá því að starfsfólk verslunarinnar Straumness hafi fundið vindlingastubbinn er það var að hreinsa til eftir innbrotið, en lögreglan hefði ekki fundið hann er vettvangur var rannsakaður. Hákon kvaðst síðan hafa sótt vindlingastubbinn og fært í geymslu lögreglu. Í gögnum málsins kemur fram að sýnið var sent Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði í innsigluðu umslagi dags. 1. ágúst 1997. Hákon kvað sig minna að einhver rannsóknaraðila hefði rofið innsiglið á umslaginu, sem hann hafi sett vindlingastubbinn í, strax þann 30. júní 1997. Hákon hafi síðan lokað umslaginu á ný og innsiglað áður en það var sent Rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði, en ekkert var í umslaginu annað en vindlingastubburinn. Engin skýring er fram komin um það í hvaða skyni innsiglið var rofið. Tekið var blóðsýni úr ákærða og það rannsakað og borið saman við sýni er fundust á vindlingastubbnum, rannsókn var gerð á Rettmedisinsk Institutt, Universitetet í Oslo. Í lokaniðurstöðu Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði, sem dags. er 9. janúar 1998, segir svo: „Samkvæmt framanskráðu samrýmast rannsóknarniðurstöðurnar því að Sigurjón Pétursson hafi reykt sígarettuna, sem fannst á brotavettvangi í máli þessu. Í niðurstöðunni, sem undirrituð er af Bente Mevåg, Overingeniör og Britt Eriksen, Avd.ing. segir að tíðni þess að fyrirfinnist samsætur svo sem rannsóknin leiddi í ljós á sígarettunni væru miklu minni en 1/1 000 000 í Noregi og þykja ekki efni til að draga í efa að hlutfallið sé svipað hérlendis.” Ákærði neitar sök samkvæmt þessum kafla ákærunnar. Hann kvaðst á þessum tíma hafa verslað nokkuð í versluninni Straumnesi, en ekki vita hvernig vindlingastubbur, sem DNA rannsókn gefur til kynna að ákærði hafi reykt, fannst í rými í versluninni, svo sem gögn málsins sýna. Ákærði kvaðst aldrei hafa farið inn í rýmið, þar sem vindlingastubburinn fannst. Vitnið Sigurður Benjamínsson rannsóknarlögreglumaður kom fyrir dóminn. Hann staðfesti skýrslu sem hann ritaði eftir húsleit á heimili ákærða og ÓL hinn 9. júlí 1997. Í skýrslunni segir að leitin hafi verið gerð vegna gruns um að ÓL og Sigurjón ættu hlut að máli í innbroti í verslunina Straumnes, en Sigurjón væri þekktur af því að opna peningaskápa á þann hátt sem gert var í versluninni. Sigurður staðfesti að við leitina hefði fundist uppdráttur, sem talinn var geta verið af versluninni Straumnesi og útskýrði Sigurður rissið fyrir dóminum með hliðsjón af teikningu af versluninni. Vitnið Heiðar Magnús Sigurðsson kaupmaður kom fyrir dóminn og útskýrði skjöl, sem sýna áttu helgarsölu verslunarinnar Straumnes. Ekki er ástæða til að rekja vitnisburð hans frekar. Vitnið Linda Gústafsdóttir kom fyrir dóminn og staðfesti að hafa hinn 27. júní 1997 gefið út tékka að fjárhæð 2.500 krónur til að greiða fyrir vöru í versluninni Straumnesi. Tékkinn átti að geymast til mánaðarmóta júní-júlí. Samkvæmt lögregluskýrslu tekinni af ÓL notaði hún tékka þennan í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri hinn 5. ágúst sl., en tékkann kvaðst hún hafa fengið í hendur hjá ónafngreindum manni í lok júní 1997. Hún kvaðst ekkert vita um innbrotið í verslunina Straumnes. Ákærði var einnig yfirheyrður hjá lögreglunni 6. ágúst sl. um tékka þennan og kvaðst hann ekkert um hann vita og ekki hafa verið samferða ÓL deginum áður er hún var stödd á Kirkjubæjarklaustri og notaði tékkann. V.2. Ákærði neitar sök samkvæmt þessum ákærulið. Hann kvaðst hafa verið staddur á hótelinu á þessum tíma ásamt fleira fólki, en mikill straumur fólks hafi verið þar um nóttina og ákærði sofnað og vaknað um morguninn er lögreglan kom á staðinn. Engin vitni hafa verið leidd vegna þessa ákæruliðar. V.3. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst ekki hafa haft efnið sem fannst á gólfi fangamóttökunnar í sínum vörslum, en muna er fangaverðir tóku efnið upp af gólfinu og sagt ákærða eiga það. Vitnið Elín Agnes Kristínardóttir lögreglumaður kom fyrir dóminn og lýsti því er hún varð vitni að því er ákærði fór með höndina í hægri buxnavasa og fleygði á gólfið brúnu efni sem lögreglan síðan fann og lýst er í þessum ákærulið. Öruggt sé að efnið hafi verið frá ákærða komið. Vitnið Kristján Helgi Þráinsson lögreglumaður kom fyrir dóminn og lýsti því er ákærði var færður í fangamóttöku 18. desember sl. og hann hefði þá fleygt á gólfið efni sem lögreglan lagði hald á og taldi hassmola, eins og lýst er í þessum ákærulið. Efnið sem lögreglan fann hefði verið frá ákærða. V.4. Ákærði kvað þennan ákærulið réttan. VI. Lögreglu var tilkynnt um þjófnað verðmæta á Landspítala 11. nóvember sl. Gefin var lýsing á karli og konu, sem sést hefði til á spítalanum með tösku meðferðis. Síðar sama dag barst lögreglunni tilkynning um að sést hefði til karls og konu í garði hússins nr. 7 við Fjölnesveg. Þar fann lögreglan hluta þýfis af Landspítalanum og einnig debetkort ákærða Sigurjóns og ýmis gögn er tengdust ákærðu E. Ákærði neitar sök. Hann kvaðst telja það sem fannst tilheyra E, en ekki sér. Hann kvaðst muna eftir því að hafa farið inn í húsnæði Landspítalans til að hringja, en eftir það hefði E horfið með töskuna. Í henni hefðu verið munir sem ákærði átti. Hjá lögreglunni kvaðst ákærði enga skýringu geta gefið á því hvers vegna debetkort hans hefði fundist í töskunni, sem fannst við Fjölnesveg 7, en hann hefði týnt kortinu í nóvembermánuði. Meðákærða E játaði fyrir dóminum að hafa gerst sek um þá háttsemi, sem hér er ákært út af. En hennar þáttur í málinu var skilinn frá. Hún neitaði að svara spurningum um meintan þátt meðákærða. E var yfirheyrð hjá lögreglunni vegna þessa máls og lýsti hún því þá að bæði ákærðu hefðu farið á Landspítalann þennan dag og haft tvær ferðatöskur meðferðis. Í töskunum var fatnaður ákærðu, en þau höfðu ekki fastan samastað á þessum tíma, að hennar sögn. Þau hefðu stolið verðmætunum af spítalanum og skilið aðra töskuna eftir við hús við Fjölnisveg. Ákæra 5. maí 1998 I. Ákærði Óskar Þór bar í fyrstu fyrir dóminum á þann veg að hann hefði verið einn að verki er hann braust inn í Hálsasel 33 og stal þeim verðmætum, sem í þessum kafla ákærunnar greinir. Hann kvað framburð sinn hjá lögreglunni ekki eiga við nein rök að styðjast um þátttöku meðákærða R í þessum þjófnaði. Síðar í réttarhaldinu breytti ákærði framburði sínum og kvaðst hafa greint satt og rétt frá hjá lögreglunni um þennan sameiginlega þjófnað ákærðu, þar sem þeim verðmætum var stolið, sem ákært er út af. Ákærði staðfesti fyrir dóminum lögregluskýrslu, þar sem fram kemur að meðákærði R hefði ekið að húsi í Breiðholti og lagt bifreið sinni skammt frá leikskóla. Meðákærði hefði síðan spennt upp glugga á húsinu og ákærði komið síðan inn um aðaldyr eftir að hafa hringt dyrabjöllu. Þeir hefðu tekið til þýfið og borið út í bíl og flutt í geymslu hjá HS. Hann lýsti því er meðákærði skipti gjaldeyri úr innbrotinu í banka. Ákærði R neitar sök. Hann kvað framburð meðákærða um aðild sína að þessu máli rangan. Ákærði kvaðst hafa skipt erlendum gjaldeyri fyrir meðákærða Óskar Þór, en í fyrstu hafi ákærði ekki viljað greina frá því hjá lögreglunni til að verða ekki bendlaður í málið. Hann kvaðst ekki vita hvaðan þessi gjaldeyrir var, en kvað meðákærða Óskar oft fara til útlanda og gjaldeyririnn gæti verið úr slíkri ferð. II. Ákærða HS kvað háttsemi allra þriggja ákærðu rétt lýst í þessum ákærulið. Þau þrjú hafi farið saman akandi að Fannafold 121. Meðákærði R hefði vísað leiðina að þessu húsi, en ferðin í Breiðholtið hefði upphaflega verið farin til að útvega fíkniefni. Hún og meðákærði Óskar hefðu beðið í bifreiðinni meðan meðákærði R fór inn í húsið, en Óskar var þá sofandi. Áður hefði meðákærði R athugað hvort einhver væri heima í húsinu. Eftir að hann komst að því að svo var ekki hefði hann sent ákærðu og Óskar í burtu og sagst hringja síðar í þau, sem hann hefði gert, og hann þá sagt að hann væri inni í Fannafold 121 og búinn að taka til þau verðmæti sem stolið var. Eftir símtalið hefði ákærða ekið að húsinu og meðákærðu fært verðmætin úr anddyrinu og í bifreiðina, sem ekið var á brott. Hún lýsti því að hún hefði séð meðákærða R með seðlabúnt í bifreiðinni skömmu áður en lögreglan stöðvaði bifreiðina. Peningarnir hefðu verið úr innbrotinu og R haft orð á því að honum hefði þótt sanngjarnt að hann fengi þessa peninga einn, því hann hefði einn farið inn í húsið. Ákærði Óskar Þór hagaði framburði sínum varðandi þennan ákærulið í fyrstu á sama veg og lýst var í I. kafla ákærunnar að framan um meintan þátt ákærða R. Hann breytti síðan framburði sínum og kvað háttsemi ákærðu rétt lýst í þessum ákærulið. Hann staðfesti lögregluskýrslur þar sem hann lýsti atburðum efnislega samhljóða meðákærðu HS, en hennar framburður var rakinn að framan. Ekki þykir þörf á því að rekja framburð ákærða frekar hér varðandi þennan ákærulið. Ákærði R neitar sök og vísar framburði meðákærðu á bug sem röngum og telur að þau séu að reyna að hlífa einhverjum öðrum með því að bendla ákærða við málið. [...], Niðurstöður Ákæra 24. mars 1998 I. Framburður ákærða Óskars Þórs er mjög óstöðugur um þennan lið ákærunnar. Lokaframburður hans um þátt meðákærða SA er sá ,,að hann hafi sótt bréfið með 90 skömmtum af LSD og fengið í sinn hlut helming efnisins, en hann hafi átt að sækja hina sendinguna, sem innihélt 310 skammta af samskonar efni. Ákærði hefði að öðru leyti verið einn að verki. Ákærði SA hefur ávallt staðfastlega neitað sök. Ákærði SA sendi ákærða Óskari Þór peninga til Hollands. Þeir eru sammála um það að þeir fjármunir tengist ekki sakarefni þessu og að mati dómsins verður sakfelling ekki reist á þessu eins og sönnunaraðstöðinni er háttað að öðru leyti. Meðal gagna málsins er óvenjumikill fjöldi upplýsingaskýrsla lögreglu, þar sem greint er frá ónafngreindum upplýsingaaðilum lögreglu. Í skýrslunum segir frá „aðila sem áður hefur gefið upplýsingar sem reynst hafa með öllu réttar”. Upplýsingar hafi borist frá „aðila sem ekki vildi láta nafns síns getið”. Upplýsingar frá „aðila sem þekkir vel til á fíkniefnamarkaðinum”. Upplýsingar hafi borist ÁFD „frá aðila sem óskaði nafnleyndar”. Ónafngreindur maður „mjög áreiðanlegur upplýsingaaðili hafi haft samband við lögreglu” o.s.frv. Í þessum skýrslum er lýst að öðru leyti upplýsingum um meint fíkniefnamisferli ákærðu á þeim tíma, sem hér um ræðir. Skýrslur þessar kunna að hafa eitthvert gildi á rannsóknarstigi máls, en þær hafa hins vegar ekkert sönnunargildi eins og hér stendur á og er þeim hafnað sem sönnunargögnum. Dómurinn telur framlagningu slíkra skjala af hálfu ákæruvaldsins þýðingarlausa að óbreyttum lögum og réttarframkvæmd um sönnun í opinberum málum. Með vísan til alls ofanritaðs telur dómurinn ósannað, gegn eindreginni neitun ákærða SA, að hann hafi framið þá háttsemi sem hér er ákært út af og er hann því sýknaður. Sannað er með skýlausri játningu Óskars Þórs, sem studd er gögnum málsins, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í þessum ákærulið, utan ósannað er að ákærði Óskar Þór hafi selt megnið af þeim 30 skömmtum af LSD, sem hann fékk í sinn hlut úr 90 skammta sendingunni. Hann er því sýknaður af þeim hluta þessa ákæruliðar. Ákærða Óskari Þór verður refsað fyrir brot gegn þeim lagaákvæðum, sem lýst er í ákærunni. En dómurinn telur brot ákærða svo alvarlegt að réttara hefði verið að heimfæra það undir 173. gr. a almennra hegningarlaga. [...], III.1 og III.2. Með skýlausri játningu ákærða, sem studd er öðrum gögnum málsins, er sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem lýst er í þessum ákæruliðum. III.3. Ákærði hafði í fórum sínum efni, sem hann taldi LSD, en við rannsókn efnanna kom í ljós að svo var ekki. Dómurinn telur með þessu sannað að ákærði hafi með þessu gerst sekur um tilraunaverknað eins og lýst er í þessum ákærulið. Brot ákærðu í II. og III. kafla ákærunnar eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. IV. Samkvæmt upplýsingum, sem fram koma í bréfi lögfræðings Búnaðarbanka Íslands hf., er verðmæti hraðbankans 1,8 milljónir króna og í bankanum voru 3.388.000 krónur í reiðufé er bankanum var stolið. Dómurinn telur samkvæmt þessu nægjanlegar upplýsingar liggja fyrir um verðmæti hraðbankans, en sumir verjenda ákærðu andmæltu því að verðmæti bankans væri 1,8 milljónir króna. Ákærðu Gísli Freyr, H og Sigurjón hafa allir játað skýlaust sakarefnið samkvæmt þessum ákærulið og telur dómurinn samkvæmt því sannað, með vísan til játningar þeirra og gagna málsins, að þessir ákærðu hafi gerst sekir um þessa háttsemi og varða brot þeirra við 244. gr. almennra hegningarlaga, eins og í ákærunni greinir. Ákærði SA neitar sök. Ákærði Gísli kvað ákærða SA ekki hafa átt hlut að máli. Ákærði H kvaðst ekki geta fullyrt um það hvort ákærði SA hefði tekið þátt í þjófnaðinum. Framburður ákærða Sigurjóns er óstöðugur um ætlaðan hlut SA í þjófnaðinum, en bar þó að hann gæti ekki fullyrt hvort ákærði SA ætti hlut að máli. Vísað er að öðru leyti til framburða ákærðu er raktir voru að framan. Með vísan til alls þessa og eindreginni neitun ákærða SA er ósannað að hann hafi tekið þátt í þessum þjófnaði eins og lýst er í ákærunni og er hann því sýknaður. V.1. Dómurinn telur sannað með þeim vísindarannsóknum, sem lýst var að framan, að ákærði reykti vindling þann, sem rannsakaður var. Í lögregluskýrslu frá 12. september 1997 segir að vettvangur hafi verið ljósmyndaður og leitað hafi verið að fingraförum án árangurs og tók lögreglan í sínar verkfæri til rannsóknar. Þá hafi fundist sígarettustubbur undir einangrun sem engin í versluninni kannaðist við og að ekki eigi að reykja á þessu svæði eins og segir í lögregluskýrslunni. Vitnið Hákon Sigurjónsson lýsti því fyrir dóminum að síðar sama dag hafi verið hringt úr Straumnesi og greint frá því að starfsfólk verslunarinnar hefði fundið sígarettustubbinn en ekki lögreglan er vettvangur var rannsakaður. Ekki kemur nægilega í ljós hvar vindlingastubburinn fannst og ekki hefur verið merkt á ljósmyndir eða önnur gögn málsins hvar hann var, en ákærði hefur borið að hann hafi iðulega verslað í Straumnesi. Ekki var tekin lögregluskýrsla af aðilum þeim er fundu vindlinginn og óskaði ákæruvaldið ekki eftir að þessi vitni yrðu leidd undir aðalmeðferð málsins. Lögreglan sótti vindlingastubbinn í verslunina 30. júní 1997 og færði í geymslu í innsigluðu, lokuðu umslagi. Í ágústmánuði var vindlingastubburinn sendur til rannsóknar eftir að hafa verið innsiglaður í umslagi 1. ágúst. En þá hafði einhver rannsóknaraðila, sem ekki er vitað hver er, rofið innsiglið í þágu rannsóknar málsins. En fyrir liggur að ekkert var í umslaginu utan vindlingurinn, svo sem vitnið Hákon Sigurjónsson bar fyrir dóminum. Ekkert liggur fyrir um það í hvaða skyni innsiglið var rofið og hvernig það gat tengst rannsókn málsins. Dómurinn telur að gera verði strangar kröfur um vörslu sýna og sönnunargagna. Verður að vera unnt að rekja óslitið alla meðferð þeirra frá upphafi. Þessir starfshættir eru alkunna við meðferð sýna, svo sem blóðsýna. Ekkert liggur fyrir um hver fann vindlinginn og hvar nákvæmlega, en svo sem rakið var bar ákærði að hafa iðulega verslað í Straumnesi. Samkvæmt því er ekki loku fyrir það skotið að hann hafi þá skilið vindlinginn eftir í versluninni. Riss það sem getið var um að framan og vitnið Sigurður Benjamínsson kvað hugsanlegt að sýndi uppdrátt af versluninni Straumnesi þykir svo óskýrt að útilokað sé að slá nokkru föstu um það hvað þar er á ferð. Það skjal þykir því ekkert sönnunargildi hafa í málinu. Önnur þau sönnunargögn er ákæruvaldið hefur fært fram þykja ekki til þess fallin að ráða úrslitum. Þegar allt ofanritað er virt, og sérstaklega annmarkar á vörslum vindlingastubbsins, telur dómurinn að hafna verði því að vindlingurinn sé fullgilt sönnunargagn í máli þessu og er því ósannað gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi framið þá háttsemi, sem hér er ákært út af, og ber að sýkna hann. V.2. Engin vitni eða önnur sönnunargögn hafa verið færð fram af hálfu ákæruvaldsins vegna þessa ákæruliðar. Gegn eindreginni neitun ákærða er ekki sannað að hann hafi stolið seðlaveskinu og ber því að sýkna hann. V.3. Ákærði neitar sök. Dómurinn telur sannað, með vitnisburði Elínar Agnesar Kristínardóttur og Kristjáns Helga Þráinssonar, að ákærði henti frá sér efni því sem fannst í fangamóttökunni. Í frumskýrslu lögreglunnar um þetta segir að efnið hafi verið ætlað fíkniefni og var það sent tæknideild lögreglunnar með sérstakri rannsóknarbeiðni, þar sem þess var óskað að efnið yrði efnagreint og vegið. Samkvæmt efnaskrá tæknideildarinnar vó efnið 0,7 g, en í niðurstöðu segir að efnið hafi gefið jákvæða svörun sem amfetamín. Efnið var ekki sent Rannsóknarstofu í lyfjafræði til rannsóknar. Vegna alls ofanritaðs þykir of mikil óvissa um það hvers konar efni var um að ræða og þá hvort um fíkniefni var að ræða og ber því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. V.4. Sannað er með skýlausri játningu ákærða að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi, sem hér er ákært út af, og er brotið rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. VI. Enginn þeirra aðila, sem lýstu því fyrir lögreglu að hafa séð til ferða karls og konu á spítalanum þennan dag, voru fengin til þess að bera kennsl á fólkið, en ákærði Sigurjón hefur ávallt neitað sök. Ákærðu voru sambýlisfólk á þessum tíma og því ekki loku fyrir það skotið að það skýri tilvist debetkorts ákærða í töskunni. Gegn eindreginni neitun ákærða Sigurjóns er ósannað að hann hafi verið á ferð með ákærðu E þennan dag er mununum var stolið og er hann því sýknaður. Ákæra 5. maí 1998 I. Eins og rakið var að framan er framburður ákærða Óskars Þórs mjög óstöðugur um þennan ákærulið og hefur hann ýmist borið um að meðákærði R hafi átt hlut að máli eða ekki. Ekkert annað en óstöðugur framburður Óskars Þórs styður beint þátttöku ákærða R í broti því sem hér er ákært út af. Gegn eindreginni neitun ákærða R er ekki nægilega sannað að hann hafi átt hlut að máli og ber að sýkna hann. Sannað er með skýlausri játningu Óskars Þórs að hann hafi framið þá háttsemi, sem honum er gefið að sök, en verðmæti þýfisins hafa eigendur áætlað m.a. eftir verðskrá frá gullsmið. Þjófnaðarandlagið var því mikið, þótt ekki sé hægt að slá neinu endanlega föstu um það. II. Sannað er með skýlausri og efnislega samhljóða játningu ákærðu HS og Óskars Þórs, sem studd er öðrum gögnum málsins, en gegn neitun ákærða R, að ákærðu hafi gerst sekir um þá háttsemi, sem hér er ákært út af. [...], Brot ákærða samkvæmt ákærunni 5. maí 1998 eru rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. Brot ákærðu Gísla Freys, H og Sigurjóns, sem lýst er í IV. kafla ákærunnar frá 24. mars sl., eru stórfelld og unnu þeir verkið í sameiningu og er það virt til þyngingar við ákvörðun refsingar sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða Óskars Þórs sem lýst er í I. kafla ákærunnar frá 24. mars sl. er stórfellt fíkniefnabrot. Ákærði Gísli Freyr gekkst undir lögreglustjórasátt fyrir fíkniefnabrot á árinu 1992 og þá gekkst hann undir viðurlagaákvörðun á árinu 1994 fyrir eignaspjöll. Í júní 1997 hlaut hann 30.000 króna sektardóm fyrir fíkniefnabrot. Refsing ákærða Gísla þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 12 mánuði. Brot ákærða er of stórfellt til að skilorðsbinding refsingarinnar komi til álita. Frá refsingunni skal draga 8 daga daga gæsluvarðhald ákærða. [...] Ákærði Óskar Þór gekkst undir lögreglustjórasátt á árinu 1994 fyrir umferðarlagabrot. Brot hans eru stórfelld og þykir skilorðsbinding refsingar ekki koma til álita. Refsing hans er ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár, en frá refsivistinni komi 18 daga gæsluvarðhald ákærða. [...] Ákærði Sigurjón hefur frá árinu 1981 hlotið 14 refsidóma fyrir umferðarlagabrot, tollalagabrot, fíkniefnabrot, þjófnað, skjalafals, fjársvik og nytjastuld. Þá hefur hann frá árinu 1981 gengist undir 12 dómsáttir fyrir ýmiss konar afbrot, oft fyrir fíkniefnabrot, og eina lögreglustjórasátt fyrir umferðarlagabrot í janúar á þessu ári. Ákærði Sigurjón hlaut reynslulausn í tvö ár þann 18. maí 1997 á eftirstöðvum 240 daga refsivistar. Með brotum sínum, sem hann er nú sakfelldur fyrir, hefur hann rofið skilorð reynslulausnarinnar og ber nú að taka hana upp og gera ákærða refsingu í einu lagi, sbr. 1. mgr. 42. gr., sbr. 60. gr. almennra hegningarlaga, sbr. og 77. gr. sömu laga. Refsing ákærða Sigurjóns sem var frumkvöðull þjófnaðar hraðbankans er ákvörðuð með hliðsjón sakaferferli hans og 71., 72. og 255. gr. almennra hegningarlaga. Refsing hans þykir hæfilega ákvörðuð fangelsi í 2 ár og 6 mánuði, en til frádráttar refsingunni komi komi 14 daga gæsluvarðhald hans. [...] Vegna frádráttar gæsluvarðhalds er í öllum tilvikum vísað til 76. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 skulu upptæk til ríkissjóðs 310 skammtar af LSD, 8,6 g af amfetamíni, 19,5 g af hassi, 7,9 g af marihuana og 34,9 g af kannabis. Ákærði Óskar Þór sæti upptöku á pesola grammavog. [...] Vegna upptöku á hendur ákærða Óskari Þór og SA er vísað til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974. Ákærðu Gísli Freyr, H og Sigurjón bera ábyrgð á skemmdum, sem unnar voru á hraðbankanum, en samkvæmt reikningi nam viðgerðarkostnaður 380.441 krónu. Þessir ákærðu eru dæmdir óskipt til að greiða Búnaðarbanka Íslands hf. þá fjárhæð auk vaxta eins og greinir í dómsorði. Ákærði Sigurjón er sýknaður af ákærulið V.1 og ber því að vísa skaðabótakröfu Jóns Egilssonar hdl. fyrir hönd Heiðars Vilhjálmssonar frá dómi. Bótakröfur á hendur ákærðu Sigurjóni og E var vísað frá dómi í máli E vegna samaðildar þeirra og verða því ekki dæmdar í máli þessu. Bótakrafa Karls Sigurhjartarsonar á hendur ákærðu Óskari Þór og R er að hluta, að því er best verður séð, reist á áætluðu verðmæti muna er stolið var og áætluðum skemmdum. Gegn andmælum ákærðu þykir krafa þessi ódómtæk og ber að vísa henni frá dómi. Bótakröfu Kára Jóns Halldórssonar var vísað frá dómi í máli HS, sem dæmt var sérstaklega. Bótakröfunni var vísað frá vegna samaðildar HS, Óskars Þórs og R og verður því ekki dæmd í þessu máli. Ákærðu greiði óskipt 200.000 krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð, en Guðjón Magnússon fulltrúi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Kostnaður vegna DNA rannsóknar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Óskar Þór greiði 172.608 krónur vegna efnagreininga fíkniefna sem fundust í fórum hans. Ákærði Gísli Freyr greiði verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hrl., 250.000 krónur í réttargæslu- og málsvarnarlaun. [...] Ákærði Óskar Þór greiði verjanda sínum, Pétri Erni Sverrissyni hdl., 250.000 krónur í málsvarnarlaun. [...] Ákærði Sigurjón greiði verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl., 1/3 hluta 250.000 króna réttargæslu- og málsvarnarlauna á mót 2/3 hlutum, er greiðist úr ríkissjóði. [...] Sakarkostnað að öðru leyti greiði ákærðu óskipt Dómsorð: Ákærði, Gísli Freyr Njálsson, sæti fangelsi í 12 mánuði. Frá refsivist hans dragist 8 daga gæsluvarðhald. [...] Ákærði, Óskar Þór Gunnlaugsson, sæti fangelsi í 2 ár. Frá refsivist hans dragist 18 daga gæsluvarðhald. [...] Ákærði, Sigurjón Pétursson, sæti fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. Frá refsivist hans dragist 14 daga gæsluvarðhald. [...] Upptækir til ríkissjóðs skulu 310 skammtar af LSD, 8,6 g af amfetamíni, 19,5 g af hassi, 7,9 g af marihuana og 34,9 g af kannabis. Ákærði Óskar Þór sæti upptöku á pesola grammavog. [...] Ákærðu Gísli Freyr, H og Sigurjón, greiði Búnaðarbanka Íslands hf. óskipt 380.441 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 12. febrúar 1998 til greiðsludags. Skaðabótakröfu Jóns Egilssonar hdl., f.h. Heiðars Vilhjálmssonar er vísað frá dómi. Skaðabótakröfu Karls Sigurhjartarsonar er vísað frá dómi. Ákærðu greiði óskipt 200.000 krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð. Kostnaður vegna DNA rannsóknar greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Óskar Þór greiði 172.608 krónur vegna rannsóknar efna sem fundust í hans fórum. Ákærði Gísli Freyr greiði verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hrl., 250.000 krónur í réttargæslu- og málsvarnarlaun. [...] Ákærði Óskar Þór greiði verjanda sínum, Pétri Erni Sverrissyni hdl., 250.000 krónur í málsvarnarlaun. [...] Ákærði Sigurjón greiði verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl., 1/3 hluta 250.000 króna réttargæslu- og málsvarnarlauna á mót 2/3 hlutum er greiðist úr ríkissjóði. [...] Sakarkostnað að öðru leyti greiði ákærðu óskipt. |
Mál nr. 421/2009 | Kynferðisbrot Börn Skaðabætur | X var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A, sem þá var 14 ára gömul, með því að hafa í bifreið sem hann hafði lagt við verksmiðjuhúsnæði, sett fingur í leggöng stúlkunnar, látið hana nudda lim sinn og haft við hana samræði. Talið var sannað að X hefði beitt A ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung til að ná fram kynferðismökunum. Að virtum ljósmyndum af bifreiðinni, sem voru meðal málsgagna, og þegar litið var til þess að fjölskipaður héraðsdómur hefði metið framburð A trúverðugan, þar á meðal um hvernig X braut gegn henni í bifreiðinni, þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að atburðir hefðu verið með þeim hætti sem hún lýsti. Var háttsemi X talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að A hafði oft gætt barns X, sem var tengdur henni og hafði áunnið sér trúnaðartraust hennar. X var 32 ára þegar brotin voru framin, en A 14 ára. Hann hefði nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni og neytt hana í skjóli þess til að hafa við sig kynferðismök í læstri bifreið á afviknum stað, en þar átti A sér ekki undankomu auðið. Var refsing X ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Þá var honum gert að greiða A 800.000 krónur í miskabætur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 15. júlí 2009 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er krafist þyngingar á refsingu. A krefst þess að ákærða verði gert að greiða sér 2.500.000 krónur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara að refsing verði milduð. Þá krefst hann aðallega sýknu af einkaréttarkröfu, en til vara að dæmd fjárhæð verði lækkuð. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn A, sem þá var 14 ára gömul, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 12. maí 2008, í bifreið sem hann hafði lagt við verksmiðjuhúsnæði í Grafarvogi, sett fingur í leggöng stúlkunnar, látið hana nudda lim sinn og haft við hana samræði. Taldist sannað að ákærði hafi beitt hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung til að ná fram kynferðismökunum, eins og honum var að sök gefið í ákæru. Brot ákærða eru þar heimfærð undir 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Eins og getið er í héraðsdómi hafði stúlkan verið að gæta barns ákærða og konu hans þetta kvöld. Um eða upp úr miðnætti ók ákærði henni heim á leið. Hefur ákærði sagt að þau hafi tekið „smá rúnt“ og svo hafi hann ekið henni heim. Er þangað kom hafi þau tekið utan um hvort annað og hann kysst hana á munninn í kveðjuskyni. Stúlkan hefur staðfastlega borið í skýrslum sínum fyrir dómi og hjá lögreglu að ákærði hafi á heimleiðinni ekið henni á afvikinn stað við hús, sem samkvæmt lýsingu hennar mun vera verksmiðjuhúsnæði í Grafarvogi. Þar hafi hann lagt bifreiðinni og læst henni. Þau hafi setið í framsætunum. Lýsti hún nánar atvikum þar, eins og skilmerkilega er rakið í héraðsdómi. Meðal málsgagna eru ljósmyndir af bifreiðinni, sem er fimm manna fólksbifreið. Á þeim sést glögglega að stokkur undir gírstöng nemur næstum við framanvert hægra horn sætis ökumanns og það vinstra farþegamegin, en ekki er hindrun milli sætanna að öðru leyti. Að virtum þessum myndum og þegar litið er til þess að fjölskipaður héraðsdómur hefur metið framburð stúlkunnar trúverðugan, þar á meðal um hvernig ákærði braut gegn henni í bifreiðinni, er hafið yfir skynsamlegan vafa að atburðir hafi verið með þeim hætti sem hún lýsir. Samkvæmt því sem að framan er rakið en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur um sakfellingu ákærða. Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að stúlkan hafði oft áður gætt barns ákærða, sem var tengdur henni og hafði áunnið sér trúnaðartraust hennar. Ákærði var 32 ára er brotin voru framin, en stúlkan 14 ára. Hann nýtti sér yfirburðastöðu sína gagnvart henni og neyddi hana í skjóli þess til að hafa við sig kynferðismök í læstri bifreið á afviknum stað, en þar átti hún sér ekki undankomu auðið. Ákærði á sér engar málsbætur. Háttsemi hans varðar við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum. Að öllu framangreindu virtu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Ákvæði héraðsdóms um miskabætur og vexti af þeim verður staðfest, en þess ber að geta að ekki hafa verið lögð fyrir Hæstarétt frekari gögn um andlega hagi brotaþola. Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað verður staðfest. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, Gísli Birgisson, sæti fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Að öðru leyti skal héraðsdómur vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 539.751 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Ásgeirssonar hæstaréttarlögmanns, 376.500 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Hjördísar E. Harðardóttur hæstaréttarlögmanns, 125.500 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. júní 2009. Mál þetta, sem dómtekið var mánudaginn 25. maí er höfðað með ákæru útgefinni af ríkissaksóknara 23. mars 2009 á hendur Gísla Birgissyni, kt. 240675-5449, Drápuhlíð 34, Reykjavík, fyrir kynferðisbrot gegn A, sem þá var fjórtán ára gömul, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 12. maí 2008, í bifreið sinni [...] við verksmiðjuhúsnæði í Grafarvogi, sett fingur í leggöng stúlkunnar, látið hana nudda lim sinn og haft við hana samræði eða reynt að hafa við hana samræði, en ákærði beitti A ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung til að ná fram kynferðismökunum. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Af hálfu A, kennitala [...], er krafist skaðabóta að fjárhæð kr. 2.500.000 auk vaxta skv. 8. gr. sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. maí 2008 til 2. janúar 2009 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sbr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags auk greiðslu þóknunar við réttargæslu. Verjandi ákærða krefst sýknu, en til vara að ákærða verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Þá er þess krafist að ákærði verði sýknaður af greiðslu skaðabóta en til vara að upphæðin verði stórlega lækkuð. Að síðustu er þess krafist að sakarkostnaður verði allur felldur á ríkissjóð. Málavextir Hinn 25. júní 2008 lagði B fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot á hendur A, dóttur hans. Kvað hann ákærða hafa brotið gegn dóttur hans í bifreið ákærða hinn 11. maí 2008. Greindi B frá því að dóttir hans hefði hinn 12. júní sagt bróður sínum og unnustu hans frá því að maður sem hún hefði verið að passa fyrir hefði reynt að nauðga sér. Hefði málið þá verið rætt en ekkert frekar verið aðhafst. Svo hefði það verið hinn 19. júní að dóttir hans var að ræða við C, mágkonu hans, í gegnum MSN og þá spurt að því hvernig konu liði ef hún væri ólétt. Við þetta hefði C áttað sig á því að ef til vill hefði eitthvað meira gerst en stúlkan hefði í fyrstu greint frá. Hefðu hann og eiginkona hans í kjölfarið sjálf rætt við dóttur þeirra og hún þá greint frá því að ákærði hefði ætlað að skutla henni heim eftir að hún passaði fyrir hann. Ákærði hefði ekið lengri leið þar sem hann hefði ætlað að sýna henni eitthvað. Hann hefði svo stöðvað bifreiðina og þar hefði hann fyrst farið með hendur inn undir nærbuxur hennar, síðan sett hana ofan á sig og haft við hana einhvers konar samfarir. Hefði ákærði hætt eftir að hún öskraði á hann en beðið hana um að segja engum frá. Hafði B eftir stúlkunni að á pilsi hennar (sic) hefði verið einhvers konar ,,hvítt subb“ en það hefði verið þvegið ásamt öðrum þeim fatnaði sem hún hefði verið í. Eftir að stúlkan hefði greint þeim frá atvikum máls hefðu þau farið með hana í skoðun á Neyðarmóttöku hinn 20. júní. Í gögnum málsins er skýrsla um réttarlæknisfræðilega skoðun Arnars Haukssonar læknis á Neyðarmóttöku, dags. 20. júní 2008. Við skoðun fundust engir áverkar á stúlkunni. Þá liggur fyrir skýrsla Þóru Sigfríðar Einarsdóttur, sálfræðings í Barnahúsi, dags. 25. mars 2009. Þar er rakið að frá 10. september 2008 hafi brotaþoli sótt 11 viðtöl til Þóru Sigfríðar. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að viðtöl við stúlkuna hafi leitt í ljós fjölmörg vandamál sem þekkt séu meðal barna sem sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Stúlkan sýni einkenni áfallastreitu og glími við skapsveiflur. Þá hafi borið á svefntruflunum, skömm og sektarkennd. Ekki sé unnt að segja til um það að svo stöddu hvort stúlkan muni ná sér eftir það kynferðislega ofbeldi, sem hún segist hafa orðið fyrir. Þá liggja fyrir tæknigögn lögreglu vegna tölvurannsóknar. Rannsakað var sérstaklega hvort samskipti fyndust á milli tölvupóstfanga ákærða og brotaþola. Í skýrslunni kemur fram að miðað við fjölda tilvika megi reikna með að samskiptin hafi verið ítrekuð. Ekki hafi hins vegar reynst unnt að sjá dag- eða tímasetningar samskiptanna. Viðbótarrannsókn á tölvu með tilliti til samskipta á milli brotaþola og fyrrverandi konu ákærða hafi ekki leitt í ljós nein gögn er bentu til samskipta þeirra á milli. Þá voru símagögn af gsm-síma ákærða afrituð. Kom fram að ákærði hefði tvívegis sent brotaþola sms-skilaboð. Hinn 14. júní sendi ákærði skilaboð þar sem í stóð: ,,“Hae hvernig er heilsan?“ og 17. júní 2008 voru send skilaboðin „Hvad er verid ad gera?“ Ljósmyndir af bifreið þeirri er ákærði ók brotaþola heim í umrætt sinn liggja fyrir í gögnum málsins. Þá liggur fyrir tölvupóstur þar sem staðfest er að bifreið sú er ákærði ók var þvegin á þvottastöðinni Löðri kl. 01.35 hinn 12. maí 2008. Skýrslur fyrir dómi Hinn 1. júlí 2008 gaf A, brotaþoli máls þessa, skýrslu fyrir dómi í samræmi við 2. mgr. 74. gr. laga nr. 19/1991 Sagðist hún hafa passað fyrir ákærða og konu hans í um fjögur til fimm skipti. Þegar hún byrjaði hefðu þau spurt hana hversu gömul hún væri og hún þá svarað því til að hún væri fjórtán ára. Ákærði hefði sjálfur hringt í hana og beðið hana um að passa. Hann hefði svo tekið upp á því að hringja til að heyra í henni og þá hefði hann sagt við hana: ,,Þú ert svo falleg og flott, ekki láta neinn annan segja þér neitt annað“. Þá hefði hann einu sinni hringt og sagt við hana: „Ég ætla kannski að taka mér frí í kvöld á fundi en segja D að ég sé að fara á fund og koma síðan og hitta þig ... bara af því ert svo falleg og flott.“ „Símtölin voru voru farin að vera bara eiginlega þannig. Hann vildi einhvern veginn fá að hitta mig og svona og þá var ég farin að vera svolítið hrædd við hann, en samt þorði ég ekki að gera neitt af því ég þorði ekki að neita pössuninni af því að D myndi fara að fatta eitthvað eða eitthvað svoleiðis sem ég hefði náttúrulega átt að stoppa áður en þetta gerðist, en ég vissi náttúrulega ekkert að þetta myndi gerast.“ Hefði hann hringt í hana fimm til sex sinnum og vinkona hennar verið viðstödd í eitt skiptið. Einnig hefðu þau ræðst við á MSN. Umrætt kvöld hinn 11. maí 2008 sagðist hún hafa verið að passa heima hjá ákærða. Hefðu hann og kona hans verið í bíó en komið heim, líklega upp úr klukkan 12 á miðnætti. Hefði ákærði ætlað að aka henni heim og sagt við konu sína að hann ætlaði að koma við á bílaþvottastöð til að þrífa bílinn. Er þau gengu saman niður í bílageymsluna hefði ákærði komið aftan að henni og klipið hana í rassinn. Gat hún þess að hún hefði þá verið orðin ,,alveg vel hrædd við hann“. Sagði hún ákærða hafa á leiðinni rætt um hvernig hefði gengið að passa en er þau hefðu keyrt um stund hefði hann byrjað að reyna við hana. Hefði hann ekið inn í Grafarvog og sagst ætla að sýna henni eitthvað. Þar á leiðinni hefði hann byrjað að strjúka henni á innanverðu lærinu. Kvaðst hún hafa stífnað öll upp við þetta. Hann hefði svo ekið upp að einhverju húsi, sem hefði verið merkt Hunt´s tómatsósu, drepið á bílnum og læst. Því næst hefði hann hægt og rólega snúið sér að henni, losað bílbelti hennar, sett aðra hönd sína á innanvert læri hennar en með hinni tekið um hönd hennar og sagt: „Ég ætla aðeins að fá að kyssa þig.“ Hún hefði reynt að hörfa en hann þá ýtt höfði hennar nær þannig að hann hefði náð að kyssa hana. Hefði hún þá reynt að kýla hann eða segja honum að hætta og bitið saman tönnum ,,svo hann kæmist ekki upp í mig“. Hefði hann kysst hana dágóða stund. Hann hefði svo losað bílbelti sitt, hneppt frá buxum hennar og rennt niður. Kvaðst hún hafa reynt að fara frá en ákærði haldið henni. Hann hefði svo tekið niður um hana gallabuxurnar, náð að færa hana úr annarri skálminni og farið með hönd sína niður. Hefði hann strokið yfir kynfæri hennar en einnig farið með puttana aðeins upp í leggöngin. Á meðan hefði hann verið „að fitla þarna niðri með höndina og að reyna að kyssa mig líka og þá byrjar hann að renna frá buxunum sínum ... og þú veist fer ekki alveg úr þeim en tekur typpið á sér upp úr og setur höndina mína á typpið á sér og þá er hann hættur að fitla þarna niðri hjá mér“. „Og síðan tekur hann höndina mína af typpinu á sér og tosar mig yfir til sín, en ég streitist á móti eins og ég get ... og síðan bara setur hann typpið á sér inn í mig“. Lýsti hún því að hún hefði setið og snúið að honum. Þetta hefði verið vont og hún öskrað og sagt honum að hætta, en hann samt haldið áfram. Hefði hún svo fundið er ákærði fékk sáðlát. Hefði hún orðið öll ,,slímug og ógeðsleg“ á innanverðu lærinu og eitthvað hafi farið í buxurnar. Hefði hún ,,trompast“ og öskrað á ákærða að hætta, kýlt hann og náð að komast af honum. Hefði hún sagt við hann ,,nú skaltu drullast til að skutla mér beinustu leiðina heim“. Lýsti vitnið því að eftir á hefði ákærði orðið ,,venjulegur“. Á leiðinni heim hefði hún ekkert sagt og reynt að halda sér sem næst glugganum. Hefði ákærði gert það en stöðvað bílinn á leiðinni og sagt við hana að hún mætti alls ekki segja neinum frá þessu af því að þá myndi hann lenda í vandræðum. Allra síst mætti hún segja konu hans frá þessu þar sem það mynda skemma þeirra samband. Hefði hún því upplifað sig ábyrga og haldið þessu ,,inni í mér“ til 12. júní. Er þau voru komin að húsi hennar hefði ákærði teygt sig yfir til hennar og reynt að kyssa hana en þá hefði hún farið út úr bifreiðinni. Hefði hún er heim var komið heilsað foreldrum sínum og látið vita af því að hún væri komin heim. Hefði hún grátið sig í svefn næstu kvöld eftir það. Brotaþoli sagðist fyrst hafa greint vinkonu sinni frá umræddu atviki er þær sátu saman og lásu dagblað. Þar hefðu þær séð eitthvert efni sem tengdist nauðgunum og hún orðið klökk við það. Er vinkonan hefði spurt hvort eitthvað amaði að kvaðst stúlkan hafa farið að gráta og sagt henni frá atvikinu. Áður hefði mamma hennar verið búin að segja henni frá því að ákærði og kona hans væru skilin. Hefði henni því fundist ,,ekkert að því að segja bara frá því“. Kvað hún vinkonu sína svo hafa ráðlagt sér að segja frá atvikinu og í kjölfarið hefði hún sagt unnustu bróður síns. Hefði unnustan svo hjálpað sér að segja bróður hennar frá og hefðu þau systkinin svo í sameiningu sagt foreldrum sínum. Gat hún þess að hafa óttast um tíma að hún hefði orðið þunguð og hefði henni liðið illa af þeim sökum. Hefði hún fundið fyrir morgunógleði og beðið eftir blæðingum. Hefði hún svo farið í skoðun á Neyðarmóttöku og ekki reynst þunguð. Undir brotaþola var borinn framburður ákærða þess efnis að þau hefðu verið í sambandi frá því í febrúarmánuði og að ákærði hefði kysst hana nokkrum sinnum auk þess að hafa verið í sambandi við hana á MSN þar sem þau hefðu spjallað saman á kynferðislegum nótum, meðal annars um hvað þau langaði til að gera hvort við annað. Kvað stúlkan þennan framburð ákærða rangan að öllu leyti. Tekin var skýrsla af brotaþola öðru sinni hinn 26. janúar 2009. Sagði hún þá frá því að í annað eða þriðja sinn er hún hefði gætt barna ákærða hefði hann náð í hana á æfingu. Hefði hann þá sagt henni að hún væri falleg en jafnframt að ef hún myndi ekki gera það sem honum líkaði þá væri hann ,,svona í undirheimum Reykjavíkur og þekkti alla þar og svona og þannig væri ekkert mál fyrir hann að hafa samband við þá“. Hefði hún þá ekki þorað að segja neinum frá þessu en þetta hefði verið það fyrsta í fari ákærða sem hún hefði orðið smeyk við. Hefði henni fundist ummælin óþægileg en þó ekki dottið í hug að eitthvað myndi gerast. Stúlkan sagðist aðspurð hafa hringt að beiðni ákærða í móður sína úr bílnum í greint sinn, líklega rétt eftir miðnætti, og sagt að henni myndi seinka. Hefði hún hlýtt af hræðslu við ákærða sem hefði enn minnt hana á að hann þekkti alla í undirheimum Reykjavíkur. Hefði hún verið læst inni í bílnum og ekki verið í ,,góðum málum“ ef hún hefði sagt eitthvað. Hefði hún óttast að ákærði myndi lemja hana eða láta lemja hana eða jafnvel nauðga henni. Ákærði neitaði því að hafa viðhaft þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst er í ákæru. Sagðist hann aldrei hafa beitt konu ofbeldi enda væri það einn af hornsteinunum í hans ,,edrúmennsku“. Kvaðst hann hafa ekið stúlkunni heim eftir að hún passaði fyrir hann og konu hans umrætt kvöld, en ákveðið að „rúnta“ fyrst eitthvað um án þess að muna hvert þau óku. Ekkert hefði gerst á milli þeirra á leiðinni annað en það að hann hefði kysst hana á kinnina í kveðjuskyni. Spurður hvort einungis hefði verið um að ræða koss á kinn sagðist hann ekki geta svarað því þar sem minni hans væri ekki gott vegna þungs höfuðhöggs sem hann hefði hlotið í bílslysi í lok október. Hins vegar væri rétt eftir sér haft í lögregluskýrslu og vildi hann vísa til hennar hvað þetta varðar. Lýsti ákærði þessum kossi svo í lögregluskýrslu sem tekin var af honum 26. júní 2008 að hann hefði spurt stúlkuna hvort hann mætti kyssa hana. Hefðu þau síðan tekið utan um hvort annað og hann kysst hana innilega á opinn munninn. Kom og fram hjá honum að hann hefði kysst hana tvisvar áður. Ákærði sagði að stúlkan hefði byrjað að passa fyrir þau eftir að þau hefðu kynnst henni í útskriftarveislu, líklega í kringum jólin 2007. Eftir það hefði hún passað í nokkur skipti. Sagði hann þau þá oft hafa rætt saman og hefðu þau hjónin orðið trúnaðarvinir stúlkunnar. Þá hefði hann meðal annars rætt við stúlkuna á MSN. Spurður nánar um samskiptin við brotaþola sagði hann að eftir á að hyggja hefðu öll þeirra samskipti verið óæskileg, enda væri óæskilegt að þrítugur karlmaður væri að reyna að aðstoða 14 ára stúlku. Kvaðst hann hafa rætt við stúlkuna á kynferðislegum nótum, meðal annars um kjaftasögur sem hún hefði sagt ganga um sig varðandi tilgreind samskipti hennar við stráka. Hefði hann reynt að ,,peppa“ hana upp þannig að hún léti ekki sögurnar hafa áhrif á sig. Spurður hvort hann hefði haft kynferðislegan áhuga á stúlkunni kvaðst ákærði ekki vita það almennilega. Hann hefði ,,blokkerað“ á þetta tímabil og lokað á marga hluti eftir að hafa lent í bílslysinu. Kvaðst hann vera að vinna í sínum málum með aðstoð geðlæknis. Sagðist hann muna vel eftir því sem fólk tryði honum fyrir en síður eftir öðrum hlutum. Þannig kvaðst hann aðspurður engu geta svarað um vitneskju sína um aldur stúlkunnar á umræddum tíma en vildi í því sambandi vísa til skýrslu sem hann gaf hjá lögreglu. Ákærði kvaðst ekki vita hvers vegna stúlkan væri að bera á hann þessar sakir. Sagði hann vissa aðila hafa notfært sér þetta mál sjálfum sér til framdráttar og hefði hann stundum velt því fyrir sér hvort menn í undirheimum hefðu átt þar hlut að máli. Aðspurður minntist hann þess ekki að hafa rætt við stúlkuna á netinu eftir 12. maí 2008, líkt og gögn málsins bera með sér, kvaðst hann ekki muna eftir því né eftir öðrum samskiptum við stúlkuna eftir 12. maí 2008. Ekki kvaðst ákærði muna eftir verksmiðjuhúsi merkt Hunt´s sem stúlkan bar um að hann hefði ekið að. Vitnið B, faðir brotaþola, skýrði frá því að dóttir hans hefði byrjað að gæta barna fyrir ákærða á haustmánuðum 2007 og hefði passað fyrir hann í um tíu skipti. Spurður um atvik hinn 12. maí 2008 sagði hann dóttir sína hafa hringt heim um miðnæturbil til að láta vita af því að þeim myndi seinka. Hefði stúlkan hins vegar ekki skilað sér heim fyrr en að verða tvö og hefðu þau þá verið að horfa á sjónvarp upp í rúmi. Hefði hún látið vita af sér og svo farið að sofa. Hefðu þau þá ekki skynjað að neitt væri að. Kvað hann þau ekki hafa tekið eftir neinu daginn eftir enda ekki hvarflað að þeim að eitthvað þessu líkt gæti gerst. Þegar þau hins vegar hefðu litið til baka hefðu þau áttað sig á að dóttir þeirra hefði verið þung í skapi og erfið í umgengni. Aðspurður kvaðst hann hafa fengið vitneskju um hið meinta kynferðisbrot hinn 12. júní. Hefði dóttir hans í fyrstu sagt bróður sínum og unnustu hans af málinu. Hefðu þau hjónin verið á tónleikum um kvöldið og er þau komu heim hefðu þau fengið að heyra af málinu. Hefði hún sagt þeim að ákærði hefði reynt að nauðga sér í bifreið sinni. Hefði hún verið grátandi og í geðshræringu og erfitt hefði verið að henda reiður á frásögninni. Hefði hann spurt hvort ákærða hefði tekist að koma fram vilja sínum og hefði dóttir hans þá ekki talið svo vera. Um viku síðar hefði svo komið reiðarslagið þegar í ljós hefði komið að ákærði hefði farið ,,alla leið“. Hefði dóttir hans verið í samskiptum við C mágkonu hans á MSN og spurt hana að því ,,hvernig er maður í maganum þegar maður er óléttur“. Stúlkan hefði á þessum tíma verið óvenjulega þung í skapi og hefðu óþægindi í maga greinilega íþyngt henni. Hefði hún svo farið í skoðun á neyðarmóttöku. Vitnið E, móðir brotaþola, kvað ákærða tengjast bróður sínum. Bar vitnið að dóttir hennar hefði passað umrætt kvöld þar sem ákærði og kona hans hefðu ætlað í bíó. Hefði stúlkan svo hringt um miðnætti og sagt að sér myndi seinka eitthvað þar sem hún þyrfti að passa lengur. Hefði hún reiknað með að vera komin heim um 1.30 og hefði það staðist. Kvaðst vitnið hafa verið vakandi þegar stúlkan kom heim. Hefði hún talað við þau foreldrana stuttlega í dyragættinni og sagt þeim meðal annars að illa hefði gengið að fá dóttur ákærða og konu hans til að sofna. Kvaðst vitnið ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu í fari hennar en þó hefði henni fundist sem dóttir hennar mætti ekki vera að því að tala við þau, að hún væri að drífa sig inn í herbergi. Væri það óvenjulegt þar sem hún væri yfirleitt dugleg að segja þeim frá því sem upp kæmi. Sagðist hún hafa fengið vitneskju um það sem gerst hefði þarna um nóttina þegar þau hjónin komu heim af tónleikum en þá hefðu tengdadóttir hennar, sonur og dóttir öll verið hágrátandi og hefðu þau foreldarnir reynt að fá upp úr þeim hvað hefði gerst. Hefði stúlkan þá sagt að ákærði hefði reynt að nauðga sér í bílnum, en ekki farið ,,alla leið“. Hefði hún sagt þeim, hágrátandi og verið í miklu uppnámi, að ákærði hefði kysst hana, káfað á brjóstum hennar og tekið hana úr buxunum. Hefði hún þá ekki talað um að ákærði hefði farið inn í sig. Bar vitnið að stúlkan hefði ekki getað verið ein heima eftir þetta og hefði haldið sig mikið innandyra. Hefði hún ekki þorað að fara ein út og óttast að hitta ákærða. Stúlkan hefði svo sagt þeim foreldrunum frá því um viku síðar, eftir samtal við vinkonu sína á MSN, að ákærði hefði farið inn í hana. Kvaðst hún þá sjálf hafa minnst þess að hafa séð hvíta bletti út um allt á buxum hennar, sem hún hefði þvegið. Hefðu blettirnir verið framan á lærunum. Eftir að dóttir hennar hefði sagt þeim frá atvikinu kvaðst vitnið hafa talað við konu í Barnahúsi, sem hefði ráðlagt þeim að athuga hvort dóttirin vildi kæra málið eða ekki. Hefði stúlkan í fyrstu ekki viljað kæra málið. Þegar þau hefðu fengið betri upplýsingar um það sem hafði gerst hefði stúlkan farið á Neyðarmóttökuna til skoðunar. Spurð um líðan dóttur hennar eftir þetta atvik sagði vitnið að sálfræðingur stúlkunnar hefði ráðlagt henni að segja öllum frá atvikinu í skólanum og hefði stúlkan orðið fyrir mikilli stríðni kjölfarið. F, bróðir brotaþola, kvaðst fyrst hafa fengið vitneskju um málið þannig að systir hans hefði sagt G unnustu hans af því. Hefði systir hans áður verið eitthvað skrýtin í háttum og spurt að því hvernig unnt væri að sanna kynferðisbrot. Hefði honum þótt þetta einkennilegt og því beðið G um að ræða við hana og þær síðan sagt honum af málinu. Hefði brotaþoli byrjað á því að segja að ákærði hefði ekki gengið alla leið og að hún hefði náð að stöðva hann. Síðar hefðu þau komist að því að svo hefði ekki verið. Sagan hefði til að byrja með verið ,,alveg í tætlum hjá henni“ og hefði kvöldið verið ein allsherjar geðshræring. Hefði hún hágrátið og sagt að ákærði hefði reynt að klæða hana úr og fara ofan á hana. Hefði hann farið yfir til hennar í sætið en hún náð að koma í veg fyrir það. Spurður um líðan brotaþola sagði hann systur sína oft hafa grátið en líðan hennar væri betri nú. Vitnið G kvaðst hafa fengið vitneskju um málið með þeim hætti að hún hefði verið heima með F unnusta sínum ásamt brotaþola. Hefði hún sagt þeim frá ákærða og að hann hefði verið að skilja við konuna sína. Hefði þeim þótt stúlkan eitthvað ólík sjálfri sér og hefði F því beðið vitnið um að ræða við hana. Hefði vitnið bankað á herbergisdyrnar hjá henni og hún þá komið grátandi til dyra og viljað ræða málin. Í kjölfarið hefði hún sagt sér að ákærði hefði reynt að nauðga sér en ekki gengið ,,alla leið“. Hefði gengið nokkuð greiðlega hjá henni að segja frá, þrátt fyrir að hún hefði verið grátandi. Hefði komið fram hjá henni að ákærði hefði fyrst hneppt frá sínum buxum og svo hennar og sett sína hönd inn á hana. Hefði hún barist um, en ákærði náð að toga hana yfir á sig. Henni hefði síðan tekist að berja frá sér og komast yfir í sitt sæti. Hefði hún öskrað á ákærða og hann þá ekið henni heim. Brotaþoli hefði svo sagt foreldrum sínum frá þessu þegar þau komu heim síðar um kvöldið. Vitnið kvaðst hafa þekkt stúlkuna í um eitt og hálft ár þegar þarna kom við sögu og aldrei séð hana í viðlíka ástandi. Vitnið kvaðst ekki áður hafa tekið eftir neinu óvenjulegu í fari hennar en það hefði hins vegar verið greinilegt þetta kvöld. Vitnið C, gaf símaskýrslu í málinu, kvaðst gift föðurbróður brotaþola og hafa haft mikil samskipti við stúlkuna í gegnum tíðina. Væru þær góðar vinkonur. Kvaðst hún hafa fengið fyrstu vitneskju um málið frá móður stúlkunnar eftir að stúlkan hefði greint fjölskyldu sinni frá málinu. Hefði það verið á föstudegi. Á mánudag þar á eftir hefði hún verið að spjalla við brotaþola á MSN í tölvunni og stúlkan þá sett fram spurningar sem bentu til þess að þetta ,,hefði gengið töluvert lengra en hefði átt að vera“. Hefði stúlkan spurt að því hvort hægt væri að verða ólétt ,,eftir svona“ og sagðist vitnið þá hafa forvitnast um hvað stúlkan ætti við. Hefði stúlkan þá greint sér frá því að það ,,hefði allt orðið blautt“ og hefðu útskýringar hennar borið með sér að ákærði hefði gert töluvert meira en að reyna. Hefði stúlkan svo sagt að ákærði hefði náð að setja ,,inn í hana“. Hefði ,,komið úr lim hans“ og hefði stúlkan velt því fyrir sér hvort hún gæti orðið ólétt við það. Kvaðst hún þá hafa hringt í stúlkuna og rætt málið við hana í síma og stúlkan þá greint sér frá því að ákærði hefði haldið henni, sett liminn inn í hana og ,,komið sínu á framfæri“. Hefðu þau verið stödd á einhverjum afskekktum stað. Bar vitnið að stúlkan hefði ekki reynslu af kynlífi og hefðu þær talað um það áður og stúlkan þá sagt sér það. Spurð hvort hún hefði skynjað breytingar á stúlkunni eftir meint atvik kvaðst hún hafa orðið þess áskynja að stúlkan hefði ,,dregið sig til baka“ og ekki verið eins og hún ætti að sér að vera. Væri hún hress og skemmtileg stelpa en hefði hún eftir atvikið ,,bara verið öðruvísi“. Hefði henni þótt sem málið hefði greinilega haft mikil áhrif á stúlkuna. Vitnið D kvaðst vera fyrrverandi eiginkona ákærða. Sagði hún stúlkuna hafa gætt barna fyrir þau í nokkur skipti áður en meint atvik átti sér stað, líklega í fyrsta skiptið einhvern tímann haustið áður. Greindi vitnið frá því að ákærði hefði alltaf ekið stúlkunni heim. Kvaðst hún muna eftir því að þau hefðu rætt að hvað stúlkan væri þroskuð eftir aldri, falleg og kæmi vel fyrir. Hefðu þau vitað að stúlkan væri fermd og að hún hefði fermst árið áður en hún byrjaði að passa fyrir þau. Hefðu þau rætt að hún liti út fyrir að vera eldri en hún væri. Sagði hún að þeim hefði báðum verið ljóst að stúlkan væri 14 ára að aldri. Vitnið sagði að umrætt kvöld hefði stúlkan passað fyrir þau á meðan þau fóru út að borða og í bíó. Hefði hún sjálf verið gengin sex mánuði með yngsta barn þeirra á þessum tíma og verið þreytt. Hefði hún því farið að sofa er heim var komið. Hefði ákærði sagt að hann ætlaði að aka stúlkunni heim og ,,fara með bílinn í Löður“ og koma svo. Hefði hún ekki hugsað sérstaklega út í það, enda hefði ákærði gert það áður að fara með bílinn á sjálfvirka þvottastöð í Kópavogi eftir lokun. Hefði ákærði komið heim á milli 01.30 og 02 og hún þá verið hálfsofandi. Hefði hún ekki tekið eftir neinu sérstöku daginn eftir öðru en því en að ákærði hefði verið þreyttur. Spurð hvort hún hefði rætt málið við ákærða síðar kvað hún ákærða ekki hafa viljað ræða málið er hún hefði spurt hann. H, vinkona brotaþola, kom fyrir dóminn. Sagðist hún hafa þekkt brotaþola í sjö ár og væru þær trúnaðarvinkonur. Þegar hún hefði sagt vitninu frá málinu hefði hún byrjað á því að segja frá því að ákærði og kona hans væru að skilja og að ákærði hefði alltaf verið að tala um hvað hún væri falleg og einu sinni reynt að kyssa hana. Sama kvöld hefði stúlkan hringt og sagt að hún hefði ekki sagt alla söguna. Hefði hún svo lýst því að ákærði hefði í umrætt skipti stöðvað bílinn, tekið hana yfir til sín, úr sínu sæti, og nauðgað henni með því að hafa við hana samfarir. Hefði brotaþola liðið mjög illa er hún sagði frá atvikinu, hefði hún grátið og átt erfitt með að tala. Ekki kvaðst hún hafa vitað af kynferðislegu tali á milli stúlkunnar og ákærða, en kvaðst hafa vitað til þess að þau ræddu mikið saman á MSN. Kvaðst vitnið nokkrum sinnum hafa verið viðstödd þegar hún spjallaði við ákærða. Kvað hún brotaþola hafa verið leiða eftir atvikið en að hún væri nú eins og áður. Arnar Hauksson læknir gaf símaskýrslu og staðfesti skýrslu sína vegna skoðunar brotaþola á Neyðarmóttöku. Sagði hann skoðunina hafa sýnt að stúlkan væri þroskuð umfram aldur. Ekki hefði verið að finna neina áverka á henni. Meyjarhaft hefði ekki verið rofið. Hefði það verið eftirgefanlegt og mjúkt og þyrfti það því í sjálfu sér ekki að rofna fyrr en hugsanlega við fæðingu, jafnvel þótt samfarir ættu sér stað. Væri því út frá því ekki unnt að segja til um hvort hún hefði haft samfarir eða ekki. Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur skýrði og staðfesti skýrslu sína. Kom fram hjá henni að sjálfsásakanir hefðu reynst stærsta áskorunin í meðferð brotaþola. Hefðu þær þurft að fara aftur og aftur í gegnum atburðinn, hvað stúlkan hefði getað gert öðruvísi og hvernig það hefði mögulega breytt því sem gerðist. Markmiðið hefði verið að hjálpa stúlkunni að átta sig á að hún hefði ekki haft stjórn á aðstæðum. Endurupplifanir hefðu aðallega snúist um þennan atburð. Kvað hún endurupplifanir hafa valdið því að stúlkan einangraði sig töluvert á tímabili. Hefðu henni þótt erfitt að brotna niður fyrir framan aðra og því hefði henni þótt betra að vera heimavið. Bar hún að málið hefði haft töluvert neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar. Stúlkan hefði farið að efast um eigið ágæti, útlit og eigin skoðanir. Hefði hún sagst óttast að hitta ákærða. Sagði hún að stúlkan myndi sækja meðferð hjá henni í einhvern tíma til viðbótar. Niðurstaða Ákærði neitar sök og kveðst ekki hafa viðhaft þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst er í ákæru. Segir hann ekkert annað hafa gerst á milli þeirra en að hann hafi kysst hana á kinn í kveðjuskyni. Er hann var spurður hvort einungis hefði verið um að ræða koss á kinn kvaðst hann ekki muna það en vísaði hvað það varðar til skýrslu sinnar hjá lögreglu þar sem hann hélt því fram að hann hefði kysst hana innilega á opinn munninn. Einkenndi það mjög framburð ákærða fyrir dómi að hann kvaðst ítrekað ekki muna einstök atvik og kvað ástæðu þess vera höfuðhögg sem hann hefði hlotið í bílslysi í október sl. Engin gögn liggja þó fyrir sem staðfesta þær skýringar ákærða. Ákærði bar þannig við minnisleysi er hann var spurður út í þau MSN-samskipti við stúlkuna sem hann lýsti þannig hjá lögreglu að hefðu meðal annars snúist um kynlífstal eða „hvað okkur langaði til að gera hvort við annað í rauninni. Óábyrgt tal með engri framkvæmd“. Þá bar hann einnig við minnisleysi um það hvaða leið hann hefði ekið með stúlkuna umrædda nótt. Að þessu gættu er það álit dómsins að framburður ákærða sé ekki trúverðugur um samskiptin við brotaþola í greint sinn. Eins og rakið hefur verið lýsti brotaþoli því í skýrslu sinni fyrir dómi hvernig ákærði hefði þröngvað henni til samræðis við sig og annarra kynferðismaka eins og nánar greinir í ákæru. Kvaðst hún hafa áður verið búin að finna fyrir kynferðislegum áhuga ákærða á sér en neitaði hins vegar eindregið þeim framburði hans hjá lögreglu, sem að framan er rakinn, um eitthvert kynferðislegt tal þeirra í milli eða að ákærði hefði fyrir umrætt atvik kysst hana ítrekað á munn. Fyrir liggur að stúlkan skýrði foreldrum sínum ekki frá því sem gerst hefði þegar hún kom heim um nóttina þrátt fyrir að hafa þá boðið þeim góða nótt. Skýrði hún ekki frá atburðum fyrr en um mánuði síðar, en þó í fyrstu einungis á þann veg að ákærði hefði reynt að nauðga henni og að hann hefði ekki gengið „alla leið“, eins og kom meðal annars fram í vætti foreldra hennar, B og E. Hann hefði kysst hana, káfað á brjóstum hennar og tekið hana úr buxunum. Það er síðan ekki fyrr en að liðinni viku þar á eftir sem stúlkan skýrði frá því að ákærði hefði „gengið alla leið“ eða sett lim sinn inn í hana og fellt til hennar sæði. Hefur stúlkan gefið þá skýringu hvað þetta varðar að ákærði hafi sagt við hana á leiðinni, eftir atvikið, að hún mætti ekki segja frá þessu því þá myndi það eyðileggja samband þeirra hjóna. Kvaðst hún hafa kunnað mjög vel við D og því ekki lagt í að segja frá vegna þeirra afleiðinga sem það kynni að hafa í för með sér fyrir hjónaband ákærða og D og þá einnig fyrir barnið sem hún hefði verið að passa. Hefur komið fram að áður en stúlkan skýrði frá í fyrra skiptið hafði hún fengið fréttir af skilnaði þeirra hjóna. B, E, F, G, C og H hafa öll borið um það vitni fyrir dóminum hvernig stúlkan sagði þeim frá því sem gerðist í bifreið ákærða í greint sinn, og í hvaða ástandi hún hefði þá verið, og fara þær lýsingar mjög saman við lýsingu hennar fyrir dómi. Þá hefur Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur lýst frásögnum brotaþola og hvaða afleiðingar hún telur atvikið hafa haft fyrir stúlkuna. Loks ber hér til þess að líta að móðir stúlkunnar hefur lýst því að hún hafi séð hvíta bletti út um allt framan á buxum stúlkunnar þegar hún setti þær í þvott. Með hliðsjón af þessu, og eftir að hafa horft og hlýtt á upptöku af dómsframburði stúlkunnar og farið að öðru leyti vandlega yfir hann, er það niðurstaða dómsins að frásögn hennar sé trúverðug. Af hálfu ákærða hefur því verið haldið fram að sú lýsing sem stúlkan hefur gefið á því hvernig ákærði færði hana úr buxum og setti hana ofan á sig geti ekki staðist miðað við að hann hafi setið við hlið hennar í framsæti bifreiðar ákærða. Fyrir liggja í málinu ljósmyndir af umræddri bifreið, sem meðal annars sýna innanrými hennar. Hins vegar liggja ekki fyrir ljósmyndir af umræddum buxum brotaþola. Þá hefur ekki farið fram sviðssetning á atvikinu sem gæti hafa varpað betra ljósi á þennan þátt málsins. Út frá fyrirliggjandi gögnum verður þó engan veginn talið ósennilegt eða útilokað að atburðarrásin í bíl ákærða hafi verið í samræmi við lýsingu brotaþola. Þegar allt framangreint er metið heildstætt telur dómurinn að ekki sé varhugavert að leggja framburð stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu um að ákærði hafi í greint sinn haft þau kynmök við brotaþola sem í ákæru greinir. Brotaþoli hefur lýst því að ákærði og D kona hans hafi spurt hana að því þegar hún byrjaði að gæta barna þeirra hvað hún væri gömul og hafi hún þá svarað því til að hún væri fjórtán ára. Hefur D staðfest þennan framburð. Hefur hún lýst því að þau hafi bæði vitað að stúlkan hafi fermst árið áður en hún byrjaði að passa fyrir þau. Hafi þau rætt að hún liti út fyrir að vera eldri en hún væri og að þeim hafi báðum verið ljóst að hún væri 14 ára gömul. Þegar ákærði var spurður út í þetta við aðalmeðferð málsins kvaðst hann ekki muna þetta og vísaði um það til framburðar síns hjá lögreglu. Framburður hans hjá lögreglu var hins vegar ekki skýr, en þar hélt hann því fram í fyrstu að hann hefði talið stúlkuna vera fimmtán ára en virtist svo staðfesta það í síðari skýrslu að hann hefði vitað að hún hefði einungis verið fjórtán ára gömul á umræddum tíma. Að þessu virtu þykir fram komin sönnun um að ákærða hafi verið kunnugt um aldur stúlkunnar í greint sinn. Samkvæmt því sem að framan hefur verið rakið hefur ákærði, sem þá var 32 ára, verið fundinn sekur um að hafa haft þau kynferðismök við brotaþola sem hann er ákærður fyrir, en hún var þá 14 ára. Það er niðurstaða dómsins að ákærði hafi haft yfirburðastöðu gagnvart brotaþola, bæði vegna aldurs og aflsmunar. Að þessu virtu og að öðru leyti með vísan til þess sem að framan var rakið um mat dómsins á framburði brotaþola, telur dómurinn sannað að ákærði hafi beitt brotaþola ólögmætri nauðung við kynferðismökin. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt fyrirliggjandi sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Ákærði nýtti sér yfirburðaaðstöðu sína gagnvart stúlkunni og braut gegn sjálfsákvörðunarrétti hennar til að hafa við hana kynferðismök. Á ákærði sér engar málsbætur og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Af hálfu brotaþola er gerð krafa um að ákærði greiði honum miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur, að viðbættum vöxtum. Um lagarök er vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Með hliðsjón af sakfellingu ákærða verður hann dæmdur til að greiða henni miskabætur skv. b-lið 1. mgr. tilvitnaðs ákvæðis. Ákærði hefur með athöfnum sínum brotið alvarlega gegn fjórtán ára stúlkubarni. Með mat á fjárhæð þeirra verður litið til vottorðs og vættis Þóru Sigríðar Einarsdóttur sálfræðings auk þess sem hliðsjón er höfð af dómsvætti stúlkunnar sjálfrar, foreldra hennar og annarra skyldmenna og vina er um það báru fyrir dóminum. Að þessu gættu, og í ljósi þess að kynferðisbrot af því tagi sem hér um ræðir eru almennt talin valda þolanda margvíslegum sálrænum erfiðleikum, þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Ber sú fjárhæð vexti eins og greinir í dómsorði. Samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara er útlagður sakarkostnaður við rannsókn málsins 32.000 krónur og verður ákærði dæmdur til að greiða hann. Ákærði greiði og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, þóknun hans fyrir réttargæslu á rannsóknarstigi og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákvarðast allt með virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Mál þetta sótti af hálfu ákæruvaldsins Sigríður Friðjónsdóttir vararíkissaksóknari. Dóm þennan kveða upp Ásgeir Magnússon héraðsdómari, sem dómsformaður, og héraðsdómararnir Arngrímur Ísberg og Sigríður Ingvarsdóttir. D ó m s o r ð : Ákærði, Gísli Birgisson, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Ákærði greiði A 800.000 krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. maí 2008 til 2. janúar 2009 en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði 450.000 króna réttargæslu- og málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Jóhannesar Ásgeirssonar hrl., og 278.800 króna þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Valgerðar Valdimarsdóttur hdl., á rannsóknarstigi og fyrir dómi. |
Mál nr. 284/2005 | Kynferðisbrot Börn Miskabætur | X var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 10 ára stúlku í húsi að næturlagi þar sem þau voru bæði gestkomandi. Hann neitaði sök. Í dómi héraðsdóms var talið hafið yfir vafa að X væri sá maður, sem stúlkan bar sökum um að hafa áreitt sig. Var framburður ákærða um málsatvik í andstöðu við framburð stúlkunnar og drengs, sem hafði vaknað við grát hennar og bar að hann hefði heyrt X ræða við hana. Þá var vísað til þess að framburður stúlkunnar fengi stoð í framburði drengsins og í framburði konu, sem kvaðst hafa mætt henni um miðja nótt, illa klæddri og snöktandi með mikinn ekka, svo og í framburði móður stúlkunnar. Enn fremur var talið að skýrsla sálfræðings benti til þess að stúlkan hefði orðið fyrir verulegu andlegu áfalli, sem hún tengdi við umrætt atvik. Með hliðsjón af þessu var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að X hefði gerst sekur um það brot, sem hann var ákærður fyrir. Varðaði það við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og var hann dæmdur til að sæta fangelsi í fjóra mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300.000 krónur í miskabætur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir og Markús Sigurbjörnsson. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 14. júní 2005 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun, en einnig af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu og að ákærði verði dæmdur til að greiða A 900.000 krónur í miskabætur. Ákærði krefst aðallega sýknu, til vara að refsing verði felld niður og til þrautavara að hann verði dæmdur í lægstu refsingu sem lög leyfa. Þá krefst hann þess að bótakröfu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að hann verði sýknaður af þeirri kröfu. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur að því er varðar sakfellingu ákærða og fjárhæð skaðabóta. Staðfest er einnig refsiákvörðun héraðsdóms en eftir atvikum er rétt að hún verði að öllu leyti skilorðsbundin, eins og nánar er kveðið á um í dómsorði. Ákærði verður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti samkvæmt yfirliti ríkissaksóknara um sakarkostnað og ákvörðun Hæstaréttar um málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns, sem verða að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppsögu dóms þessa, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákvæði héraðsdóms um skaðabætur skal vera óraskað. Ákærði greiði allan sakarkostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, 1.061.161 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns í héraði, Eiríks Elís Þorlákssonar héraðsdómslögmanns, 373.500 krónur, og fyrir Hæstarétti, Helga Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, 311.250 krónur, svo og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola í héraði og fyrir Hæstarétti, Ásu Ólafsdóttur hæstaréttarlögmanns, samtals 311.250 krónur. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 9. júní 2005. Mál þetta, sem dómtekið var þann 19. maí s.l., er höfðað með ákæruskjali Ríkissaksóknara, útgefnu 22. desember 2004, á hendur X, kt. [...], til heimilis að [...], Reykjavík; „fyrir kynferðisbrot, með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 15. ágúst 2004, á heimili bróður síns að Z, Þ, þar sem stúlkan A, fædd árið 1993, var gestkomandi, strokið brjóst hennar og kynfæri innanklæða. Telst þetta varða við 2. mgr. 202 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/1992 og 4. gr. laga nr. 40/2003. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Bótakrafa: Af hálfu A, kt. [...], [...], Reykjavík, er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur kr. 900.000, auk vaxta skv. 8., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 14. ágúst 2004 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu, en með dráttarvöxtum skv. 9., sbr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags, svo og skaðabóta vegna kostnaðar við bótakröfuna.“ Skipaður verjandi ákærða, Eiríkur Elís Þorláksson hdl., hefur fyrir hönd ákærða aðallega gert þær kröfur í refsiþætti málsins að ákærði verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en til vara að honum verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Hvað bótakröfu varðar krefst verjandi þess aðallega fyrir hönd ákærða að bótakröfunni verði vísað frá dómi, en til vara að ákærði verði sýknaður af kröfunni. Í öllum tilvkum krefst verjandi þess að sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun honum til handa. Skipaður réttargæslumaður, Ása Ólafsdóttir hdl., hefur fyrir hönd B, móður A, gert sömu kröfur og fram koma í ákæru. Þá krefst réttargæslumaður hæfilegrar þóknunar sér til handa. I. Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu kom B, móðir A, á lögreglustöðina í Þ, sunnudaginn 15. ágúst 2004, um kl. 11:38. Tilkynnti B lögreglu að nefnd dóttir hennar hefði orðið fyrir kynferðisbroti af hendi bróður mágs tilkynnanda, X, ákærða í máli þessu. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir B að A hafi átt að gista hjá systur B, C, aðfaranótt sunnudagsins, en um kl. 04:00 hafi A hins vegar birst í tjaldvagni/fellihýsi því sem móðir hennar svaf í ásamt sambýlismanni. Er A hefði vaknað um morguninn hefði hún farið að gráta og væri hún búin að gráta nánast stanslaust síðan. Hún hefði sagt móður sinni að maður sem gisti hjá C og manni hennar, D, hefði verið að strjúka henni í nótt og farið í klofið á henni. Laust eftir hádegi sama dag kom B að nýju á lögreglustöðina í Þ og þá ásamt stúlkunni A. Lýsti A þá því fyrir lögreglu að hún hefði vaknað um kl. 04:00 um nóttina og þá hafi „[X] þessi“ verið að káfa á henni. Taldi stúlkan hann hafa verið mjög drukkinn. Hún sagði hann hafa nuddað kynfæri hennar og sett fingur í leggöng. Jafnframt hefði hann farið með hendur inn undir bol þann sem hún var í og káfað á brjóstum hennar. Stúlkan upplýsti lögreglu um að hún hefði sofið í sömu fötum og hún var í er hún kom á lögreglustöðina, hvítum Errea íþróttastuttbuxum, nærbuxum og svörtum stuttermabol með KR-merkinu og auglýsingamerkjum. Fram kom hjá stúlkunni að hún hefði brostið í grát og beðið um að fá að fara til móður sinnar. X hefði boðist til að fylgja henni og hún þegið fylgdina en er þau hefðu verið komin nokkur skref frá húsinu hefði hann snúið við og hún orðið ein eftir úti. Stúlkan kvaðst hafa haldið göngunni áfram en síðan falið sig við hús við verslunina 10-11. Þar hefði kona um þrítugt, lítið hærri en hún sjálf (rúmlega 163 cm), með svart stuttklippt hár, sem verið hefði klædd í svarta síða úlpu eða kápu og rauða skó gengið fram á hana. Kona þessi hefði fylgt henni að fellihýsi móður hennar. Um morguninn hefði stúlkan síðan sagt móður sinni frá þessum atburðum. Lögregla hófst þegar handa við rannsókn málsins. Mánudaginn 16. ágúst 2004 voru skýrslur teknar af ákærða vegna málsins. Neitaði hann þá alfarið þeim sökum sem A bar hann samkvæmt framansögðu. Sama dag var stúlkan skoðuð á göngudeild Barnaspítala Hringsins af Jóni R. Kristinssyni barnalækni. Ritaði hann læknabréf vegna skoðunarinnar, dags. 31. ágúst 2004, sem liggur fyrir í málinu. Lögregla ákvað að auglýsa í Fréttablaðinu eftir konu þeirri sem A sagði hafa fylgt henni til móður sinnar um nóttina. Föstudaginn 27. ágúst 2004 gaf sig fram vegna auglýsingarinnar kona að nafni E. Tók lögregla samdægurs skýrslu af konunni. Að beiðni sýslumannsins í Þ var tekin skýrsla fyrir dómi í Barnahúsi af A þann 23. ágúst 2004. Þá var jafnframt tekin slík skýrsla hinn 9. september sama ár af vitninu F, fæddum 1993, en fram kom í skýrslu A í Barnahúsi að drengurinn hefði er atvik máls gerðust sofið í sömu vistarverum og stúlkan. Að lokinni rannsókn lögreglu voru gögn málsins send ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari höfðaði síðan mál þetta með útgáfu ákæru 22. desember 2004. II. Ákærði skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði aðfaranótt 15. ágúst 2004 gist á heimili bróður síns að Z í Þ. Í húsinu hefði einnig verið tengdafólk bróður hans, meðal annarra mágkona og tengdamóðir. Sérstaklega aðspurður um stúlkuna A sagði ákærði börn hafa verið í húsinu, en nefnda stúlku kvaðst hann ekki þekkja í sjón. Um miðnætti sagðist ákærði hafa farið einsamall á kaffihús og dvalist þar fram eftir nóttu. Ákærði kvaðst hafa komið til baka að Z einhvern tímann eftir kl.03:00 um nóttina. Þegar inn í húsið var komið hefði hann haldið rakleiðis að rúmi á stigapalli í húsinu, en þar hefði honum fyrr um kvöldið verið tjáð að svefnstaður hans væri. Ákærði kvaðst hafa sest á rúmskörina og hreyft við sænginni. Þá hefði komið í ljós að í rúminu var tengdamóðir bróður ákærða, en ekki sambýliskona ákærða eins og hann hafði haldið. Báðum hefði orðið nokkuð hverft við og konan tekið ákærða heldur illa. Ákærði kvaðst hafa beðist afsökunar og gengið niður stigann og niður í stofu hússins. Hann hefði síðan farið til tengdamóður bróður síns að nýju og ýtt við henni í þeim tilgangi að spyrja hana eftir því hvort hún vissi hvar hann og sambýliskona hans ættu að sofa. Konan hefði tekið ákærða illa og hreytt í hann einhverjum ónotum, hárri röddu. Ákærði kvaðst hafa svarað henni sem svo að óþarfi væri að vekja alla í húsinu, en síðan gengið að herbergi bróður síns í enda gangsins. Er hann hefði opnað herbergishurðina hefði hann séð að bróðir hans og mágkona voru sofandi og því farið án þess að ávarpa þau. Því næst hefði hann lagst í sófa hinum megin í húsinu og sofnað. Einhverju síðar hefði mágkona hans komið og vísað honum á herbergi það sem sambýliskona hans svaf í. Nánar aðspurður neitaði ákærði því að hann hefði átt samskipti við stúlkuna A um nóttina, eða yfir höfuð í annan tíma. Einnig aftók ákærði með öllu að hann hefði um nóttina staðið við hornsófa, sem stúlkan hefði verið í, og hún þá verið grátandi. Þá neitaði ákærði því alfarið að hafa sett fingur upp í endaþarm G umrædda nótt. III. A skýrði svo frá þegar skýrsla var tekin af henni fyrir dómi í Barnahúsi að hún hefði þá nótt er um ræðir ætlað að gista í C móðursystur sinnar, hjá F frænda sínum og jafnaldra. Stúlkan sagðist um kl. 02:00 hafa farið að sofa í hornsófa í stofunni. Hefði hún verið klædd í KR-bol og hvítar stuttbuxur, auk nærbuxna. F hefði hins vegar sofið á dýnu á gólfinu við sófann. Þá hefði í stofunni einnig sofið lítill frændi hennar, H að nafni. Í húsinu hefðu einnig sofið frænka hennar og frændi, I og J, og við hlið herbergis þeirra hefði amma stúlkunnar sofið á dýnu. Þá hefðu húsráðendur, D og C, sofið í einu herberginu. Um kl. 04:00 um nóttina kvaðst stúlkan hafa vaknað við að maður, sem hún sagði eiga kínverska konu og vera „maður systir mömmu, þetta var bróðir hans“, og lýsti sem svolítið litlum, með dökkbrúnt hár og gleraugu, hefði staðið við hornsófann og verið kominn inn á hana í klofinu, inn fyrir stutt- og nærbuxurnar, og byrjaður að nudda hana þar. Sagði stúlkan manninn hafa snert kynfæri hennar og náð að fara „alveg inn“. Við þetta hefði hún orðið hrædd og farið að gráta og maðurinn þá farið að káfa á brjóstum hennar, innan klæða. Hann hefði skömmu síðar einnig hætt því og látið sem ekkert hefði gerst. Fram kom hjá stúlkunni að hún hefði reynt að vekja F frænda sinn, en án árangurs að því er henni virtist. Er hún hefði innt hann eftir því daginn eftir af hverju hann hefði ekki vaknað hefði hann hins vegar svarað „ég vaknaði en ég sagði það bara ekki“. Þegar maðurinn hefði látið af athæfi sínu kvað stúlkan hann hafa boðið henni kók sem hún hefði þegið. Kom fram hjá stúlkunni að hún hefði grátið og viljað fara til móður sinnar. Hún hefði síðan gert sér upp magaverk og farið á klósettið. Þar hefði hún pissað og við það kennt til eins og hún væri með blöðrubólgu. Er hún hefði komið af klósettinu hefði hún enn viljað fara til móður sinnar og maðurinn þá boðist til að fylgja henni. Stúlkan sagði manninn fyrst hafa farið inn í bíl þeirra erinda að ná sér í bjór. Hann hafi jafnframt ítrekað boðið henni bjór, en hún afþakkað boð hans. Þau hefðu síðan gengið af stað en er þau hefðu verið komin nokkur skref frá húsinu hefði maðurinn gengið til baka. Stúlkan sagðist þá hafa tekið á rás og hlaupið hraðar en nokkru sinni áður og að húsi ofan við verslun 10-11 í Þ. Hún hefði falið sig við hús þetta þar sem margir ölvaðir menn hefðu verið á ferli. Um það bil hálftíma síðar hefði borið að konu sem veitt hefði gráti hennar athygli og spurt hana eftir því hvað að væri. Stúlkan kvaðst ekki hafa þorað að segja konunni frá því sem gerst hafði og því gefið þá skýringu að F frændi hennar hefði alltaf verið að vekja hana. Hún hefði síðan upplýst konuna um að móðir hennar væri á tjaldsvæðinu en að hún þyrði ekki að fara til hennar. Konan hefði tjáð henni að hún gæti farið óhrædd með henni þar sem hún væri svo sterk. Í kjölfarið hefði konan fylgt henni til móður hennar. Stúlkan bar að hún hefði ekki náð að vekja móður sína er hún kom í tjaldið til hennar. Hún hefði því farið undir sæng og sofnað. Þetta hefði verið um kl. 05:00-05:30. Um morguninn hefði hún síðan sagt móður sinni frá því sem gerst hafði. Stúlkan sagði móður sína fyrst hafa farið eina á fund lögreglu, en um kl.13:00 hefðu þær mæðgur farið saman á lögreglustöðina þar sem hún hefði greint lögreglu frá málsatvikum. Fram kom hjá stúlkunni að henni hafi liðið illa eftir að umræddir atburðir gerðust og að hún eigi erfitt með að sofa heima hjá sér. Hún geti einungis sofið heima hjá föðurömmu sinni. Heima hjá sér óttist hún að maðurinn sem gerði á hlut hennar komi þangað og endurtaki gjörðir sínar. F, fæddur í júlí 1993, greindi svo frá við skýrslutöku fyrir dómi í Barnahúsi að umrædda nótt hefði hann sofið í stofunni heima hjá sér að Z í Þ. Í stofunni hefði einnig sofið A frænka hans og mögulega einnig litli bróðir hans. Drengurinn kvað A hafa sofið í sófanum en sjálfur hefði hann sofið á dýnu á gólfinu. Þá bar drengurinn jafnframt að amma hans hefði sofið „á gólfinu rétt hjá herbergjunum“. Um nóttina sagðist F hafa vaknað við það að A var að „væla“. Hana hefði langað til móður sinnar og sofa hjá henni. F bar að þegar hann hefði vaknað við vælið í A hefði X frændi hans verið í stofunni rétt hjá sófanum „þar sem [A] var“. Drengurinn sagðist hafa verið með lokuð augun og því ekki séð X, en hann hefði hins vegar heyrt í honum þar sem hann var hjá A. Drengurinn sagðist einungis hafa opnað augun til að líta á klukku og hún þá verið „5 um nótt eða eitthvað“. F sagði A hafa sagt „[F] vaknaðu“. Hann hefði þá þegar verið vaknaður, en verið með augun lokuð. Hann hefði þó svarað henni með því að segja „hvað“ en hún ekki heyrt svar hans. Það kvaðst F vita þar sem A hefði innt hann eftir því daginn eftir af hverju hann hefði ekki svarað henni. Aðspurður um hvort það væri rétt skilið hjá yfirheyranda, að þegar hann hefði vaknað þá hefði það verið við vælið í A og þá hefði X frændi hans verið að hugga hana, svaraði F því játandi. Þá bar drengurinn að X hefði beðið A um að hætta að gráta. Jafnframt hefði hann spurt hana hvort hún vildi fara í fellihýsið eða tjaldvagninn sinn og hún svarað játandi. X hefði sagt A að gleyma ekki fötunum og síðan hefði hún farið alein á brott. X hefði hins vegar farið út úr stofunni og að sofa. F kvaðst þá hafa farið aftur að sofa. E lýsti atvikum máls svo fyrir dómi að hún hefði aðfaranótt 15. ágúst 2005, líklega milli kl. 03:00 og 04:00, mögulega þó eitthvað síðar, verið á leið heim til föður síns þegar hún hefði séð einhvern illa klæddan hlaupa yfir götuna. E kvaðst hafa haldið göngunni áfram og skömmu síðar hefði hún heyrt snökt. Hún hefði stoppað og litast um og þá komið auga á stúlku, sem hún hefði ætlað um 14 ára gamla, vera í hnipri inni í runna skammt frá. E sagðist hafa kallað til stúlkunnar og beðið hana um að koma fram. Í fyrstu hefði stúlkan ekki viljað það en síðan hefði hún komið til hennar. Stúlkunni hefði augljóslega verið mjög mikið niðri fyrir og hún verið miður sín, snöktandi, með mikinn ekka og vart getað talað. Þá hefði stúlkan verið illa klædd, í stuttbuxum og stuttermabol. E sagðist hafa spurt stúlkuna eftir nafni og aldri en átt erfitt með skilja svör hennar. Þó kvaðst hún telja að stúlkan hefði sagst vera á tólfta ári. E sagðist hafa haldið áfram að tala við stúlkuna og hefði stúlkan þá sagt henni að hún hefði verið í heimahúsi en þar hefði hún ekki fengið næði vegna skemmtanahalds og því væri hún á leið niður á tjaldstæði til móður sinnar. Þangað þyrði hún hins vegar ekki vegna þess hversu mikið þar væri af fólki. E sagðist í kjölfarið hafa fylgt stúlkunni að tjaldvagni móður hennar, en stúlkan hefði ekki verið í neinum vafa um hvar hann væri. E kvaðst hafa hinkrað skamma stund eftir að stúlkan var farin inn í tjaldvagninn en þegar hún hefði heyrt fólk tala þar inni hefði hún farið. Það næsta sem E sagðist hafa heyrt af málinu hefði verið þegar hún sá auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem auglýst var eftir henni. B greindi svo frá fyrir dómi að umrædda nótt hefði dóttir hennar, A, fengið að gista heima hjá frænda sínum og syni systur B, C, að Z í Þ. B kvaðst sjálf hafa sofið í tjaldvagni á tjaldstæðinu og hefði hún yfirgefið heimili systur sinnar upp úr miðnætti. Undir morgun sagðist B hafa vaknað við ofboðslegan grát A. Áréttaði B þessa tímasetningu sérstaklega í tilefni af ummælum í frumskýrslu lögreglu um að hún hefði vaknað kl. 04:00. B kvaðst hafa spurt stúlkuna um hvað væri að en stúlkan grátið svo mikið að hún hefði ekki skilið hana. Það eina sem hún hefði skilið hefði verið „karlinn, karlinn“. Hún hefði þá farið yfir í tjald bróður síns og vakið hann. Fljótlega hefði síðan runnið upp fyrir henni hvers kyns væri. B kvaðst fyrst hafa farið einsömul á lögreglustöðina í Þ en þær mæðgur síðan farið þangað saman stuttu síðar. Eftir það hefði hún ætlað til systur sinnar en A þá harðneitað og sagt karlinn vera þar. Hún hefði tjáð dóttur sinni að hún skyldi gæta hennar og þær síðan farið að Z. Þar hefði allt verið í uppnámi og móðir hennar „kolvitlaus“ og sagt frá því að ákærði hefði farið með fingur í rassinn á henni. B sagði dóttur sína hafa sagt sér það um umrætt atvik að maðurinn hefði meitt hana, káfað á brjóstum hennar og hún farið að gráta. Þá hefði maðurinn ítrekað boðið henni bjór. B sagði dóttur sína hafa verið vissa um hvaða mann hefði verið að ræða og vísað til þess að það hefði verið maður kínversku konunnar/útlensku konunnar. Fram kom hjá B að dóttur hennar hefði fyrir umrætt atvik liðið vel og henni gengið vel í skóla. Á þessu hefði orðið mikil breyting. Hjá henni hefði gætt ótta við að „maðurinn“ kæmi. Þá gæti nú hjá stúlkunni sinnuleysis hvað varðar útlit, hún sé mjög þung andlega og hana skorti gleði. G bar fyrir dómi að umrædda nótt hefði hún gist á heimili dóttur sinnar, C, að Z í Þ. Í húsinu hefði gist nokkuð af fólki, meðal annarra ákærði og kona hans. G sagðist hafa sofið á dýnum á gangi í húsinu, í námunda við stiga sem liggi að/frá hornsófa í sjónvarpsholi samkvæmt framlögðum myndum, en myndirnar voru bornar undir G fyrir dómi. Í sófanum kvaðst G hafa vitað að til hefði staðið að F og A svæfu um nóttina. Hún hefði hins vegar ekki veitt því athygli er hún hefði lagst til hvílu hvort sú ráðagerð hefði gengið eftir. Fram kom hjá G að um nóttina hefði hún vaknað við að ákærði „var kominn í endaþarminn á mér“. Ákærði hefði gefið þá skýringu á þessu athæfi sínu að hann hefði tekið feil á henni og sambýliskonu sinni. G sagðist hafa brugðist reið við og í kjölfarið komið til stuttra orðaskipta milli hennar og ákærða, sem beðið hefði hana um að hafa ekki hátt. Eftir lýst samskipti þeirra ákærða kvaðst G hafa heyrt ákærða rápa „út og inn“, en vitnið sagði vel heyrast þegar gengið sé upp og niður tröppur þær sem liggi upp á ganginn þar sem hún svaf. Var á G að skilja að hún hefði síðan sofið nokkuð slitrótt til morguns. G upplýsti að hún hefði skerta heyrn og sérstaklega heyrði hún illa með öðru eyranu. Hún væri með heyrnartæki í því eyra en tækið fjarlægði hún ávallt úr eyranu fyrir svefninn. Ennfremur bar G að hún hefði fyrst heyrt af atviki því er A varðaði eftir hádegi daginn eftir. Ákærði hefði þá verið farinn úr húsinu. IV. Að beiðni ríkissaksóknara, dags. 5. apríl 2005, ritaði Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur, skýrslu um viðtalsmeðferð A. Skýrsla Ólafar Ástu er dagsett 6. maí 2005 og í upphafi skýrslunnar kemur fram að ósk um meðferðarviðtölin hafi komið til hennar með beiðni barnaverndarnefndar Reykjavíkur, dags. 30. ágúst 2004. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Ólöf Ásta hafi hitt A í 11 skipti frá 26. ágúst 2004 til 24. febrúar s.l. og hafi flest viðtölin farið fram í skóla stúlkunnar. Í fyrsta viðtalinu segir skýrsluhöfundur A hafa verið mjög beygða og klökka og hún átt erfitt með að tjá sig. Hún hafi talað um hversu erfið skýrslutakan hafi reynst henni og hversu illa henni hafi liðið meðan á henni stóð og á eftir. Fyrstu vikurnar hafi hún hugsað mikið um það sem gerðist í Þ og verið föst í þeim hugsunum og þær oft haldið fyrir henni vöku. Stúlkan hafi hræðst að sofa ein og alltaf sofið uppi í rúmi hjá móður sinni, en það hafi hún ekki lagt í vana sinn áður. Þá hafi hún hræðst mjög meintan geranda eftir að hún sagði frá. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Kovacs spurningarlistans, sem lagður hafi verið fyrir stúlkuna, beri hún engin merki um þunglyndi. Þá segir skýrslunni að stúlkan hafi kvartaði yfir ítrekuðum höfuðverkjum og almennri vanlíðan, án þess að læknisfræðileg skýring fyndist. Verkirnir hafi oft komið í kjölfar mikillar hræðslu sem stúlkan hafi fundið fyrir með reglulegu millibili. Hún hafi ávallt verið hræddust um að ákærði kæmi á heimili hennar og verið sannfærð um að það myndi hann gera einn daginn þegar hún væri ein heima. Þessi hræðsluviðbrögð hafi aukið mjög á álagið á stúlkunni og hún ítrekað brotnað niður yfir lærdómnum ef hann krafðist einhvers af henni og hún þá grátið mikið í kjölfarið. Skýrsluhöfundur kveður stúlkuna ennfremur hafa uppfyllt ýmis einkenni áfallastreitu. Hún hafi truflandi minningar um atvikið og af þeim sökum átt erfitt með að sofna á kvöldin. Hana hafi ítrekað dreymt atvikið og upplifað kvíða og hræðslu vegna ytra og innra áreitis sem minnt hafi hana á það. Stúlkan hafi einnig haft hliðranir við hugsunum og tilfinningum sem og fólki sem minnt hafi hana á atvikið. Jafnframt hafi hún átt með að einbeita sér. Í skýrslunni segir að stúlkan hafi átt það til að yfirfæra gjörðir ákærða á aðra karlmenn sem truflað hafi hana í daglegu lífi og breytt mynd hennar af samfélaginu. Hún hafi verið uppfull af hugsunum um hvort og hvaða menn hafi misnotað börn. Þá telji hún menn með skegg á neðri vör alla gerendur í kynferðisbrotum, en þannig hafi hún séð meintan geranda fyrir sér. Að lokum segir í skýrslunni að í lok febrúar s.l. hafi líðan stúlkunnar verið orðin nokkuð góð enda hafi hún þá fengið upplýsingar um að ákærði væri fluttur af landi brott, en við það hafi hræðsla hennar minnkað til muna. Af þeim sökum hafi verið tekin ákvörðun um að gera hlé á meðferðarviðtölum, en í maí s.l. hafi síðan verið ákveðið að hefja meðferð að nýju vegna aukinnar vanlíðunar stúlkunnar. Ólöf Ásta Farestveit kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði framanrakta skýrslu sína. Fram kom hjá Ólöfu Ástu að hún hefði í upphafi meðferðarinnar einungis fengið upplýsingar um hvað fyrir stúlkuna hefði komið. Gögn eða upplýsingar um líðan og ástand stúlkunnar fyrir þann tíma hefði hún ekki fengið. Jón R. Kristinsson barnalæknir ritaði læknabréf vegna skoðunar sem hann framkvæmdi á A þann 16. ágúst 2004. Í bréfi læknisins segir meðal annars að við almenna, líkamlega skoðun hafi komið fram marblettir til hliðar og aftan á ofanverðum lærum. Óljóst væri hvernig marblettirnir væru til komnir, en stúlkan borið að hún hafi rekið sig á. Önnur ytri áverkamerki hafi ekki fundist við skoðunina. Hvað kynþroska varðaði segir í bréfi læknisins að stúlkan væri með brjóstaþroska, stig III-IV samkvæmt stigum Tanners, en þroski ytri kynfæra stig I-II, sem væri rétt byrjandi hárvöxtur. Hún væri ekki farin að hafa á klæðum. Kynfæri stúlkunnar eru sögð hafa verið eðlileg við skoðun, engin áverkamerki að sjá, slímhimnur eðlilegar og meyjarhaft órofið. Endaþarmssvæði eðlilegt. Þvagsýni hafi verið tekið í ræktun og PCR fyrir Chlamydiu og hafi það ekkert óeðlilegt leitt í ljós. Í niðurlagi bréfsins tekur læknirinn fram að þó svo engin áverkamerki hafi fundist á kynfærum stúlkunnar útiloki það alls ekki að hún hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti. Jón R. Kristinsson kom fyrir dóm og staðfesti og skýrði tilvitnað læknabréf sitt. V. Ákærði hefur frá upphafi alfarið neitað sök í málinu. Einnig hefur hann neitað að hafa átt nokkur samskipti við stúlkuna A umrædda nótt. Í kafla III hér að framan er rakinn framburður A fyrir dómi í Barnahúsi. Fram kom hjá stúlkunni að hún hefði um kl. 04:00 vaknað við að maður stóð við hornsófa þann sem hún svaf í og hefði maðurinn verið kominn inn á hana í klofinu, inn fyrir stutt- og nærbuxur, og byrjaður að nudda hana þar. Sagði stúlkan manninn hafa snert kynfæri hennar. Stúlkan kvaðst við þetta hafa orðið hrædd og farið að gráta. Þá sagði stúlkan manninn einnig hafa káfað á brjóstum hennar innan klæða. Mann þennan sagði stúlkan hafa verið „maður systir mömmu, þetta var bróðir hans“. Jafnframt sagði hún manninn eiga kínverska konu. Fyrir liggur að ákærði er bróðir D, en kona D er C, systir B, móður stúlkunnar A. Þá er einnig upplýst í málinu að sambýliskona ákærða er kínversk. Að þessu virtu þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði sé sá maður sem A ber þeim sökum að hafa áreitt hana á framangreindan hátt. A bar einnig að hún hefði reynt að vekja frænda sinn og jafnaldra, F, sem sofið hefði á dýnu á gólfinu við áðurnefndan hornsófa. Hélt stúlkan í fyrstu að það hefði henni ekki tekist. Daginn eftir sagði hún F hins vegar hafa tjáð sér að hann hefði vaknað. Í tilefni þessara orða stúlkunnar var skýrsla tekin af F í Barnahúsi. Þar staðfesti drengurinn að hann hefði sofið á dýnu á gólfinu í sama herbergi og stúlkan. Drengurinn bar jafnframt að um nóttina hefði hann vaknað við að A var að „væla“. Kom fram hjá drengnum að þegar hann hefði vaknað hefði X frændi hans verið í stofunni rétt hjá sófanum „þar sem A var“. Vafalaust er að samkvæmt framburði drengsins heyrði hann stúlkuna og ákærða ræða saman. Af framburði drengsins verður hins vegar ekki skýrlega ráðið hvernig hann vissi að um ákærða var að ræða, en framburður hans var allt að einu afdráttarlaus um að svo hefði verið. A bar að hún hefði eftir að ákærði lét af athæfi sínu haldið áfram að gráta og viljað fara til móður sinnar. Hið sama kom fram hjá F. Stúlkan sagði ákærða í framhaldinu hafa fylgt henni nokkur skref áleiðis frá húsinu við Z en hann síðan snúið við. Hún hefði þá tekið á rás en síðan staðnæmst við hús ofan við verslun 10-11 í Þ. Þar hefði hún falið sig. Um það bil hálftíma síðar hefði borið að konu sem veitt hefði gráti hennar athygli og ávarpað hana. Konan hefði í kjölfarið fylgt henni að svefnstað móður hennar. Lögreglan í Þ auglýsti í Fréttablaðinu eftir umræddri konu. Gaf sig þá fram E. Fyrir dómi bar E að líklega milli kl. 03:00 og 04:00 umrædda nótt, mögulega þó eitthvað síðar, hefði hún rekist á illa klædda stúlku skammt frá tjaldstæðinu í Þ. Stúlkunni sagði E hafa verið mjög mikið niðri fyrir og hún verið miður sín, snöktandi og með mikinn ekka. E kvaðst hafa átt erfitt með að skilja stúlkuna en henni þó skilist á stúlkunni að hún hefði farið úr húsi í bænum þar sem henni hefði ekki verið vært þar vegna skemmtanahalds. E sagðist í framhaldinu hafa fylgt stúlkunni að tjaldvagni sem stúlkan hefði fullyrt að móðir hennar svæfi í, stúlkan síðan farið inn í tjaldvagninn, og er E hefði heyrt fólk tala inni í tjaldvagninum hefði hún farið á brott. A bar að hún hefði ekki náð að vekja móður sína er hún kom inn til hennar um nóttina. Hún hefði því farið undir sæng og sofnað. Um morguninn hefði hún síðan sagt móður sinni frá því sem gerst hefði. Móðir stúlkunnar, B bar fyrir dómi að hún hefði undir morgun vaknað við ofboðslegan grát dóttur sinnar. Hún hefði í fyrstu lítið skilið af orðum dótturinnar annað en „karlinn, karlinn“. Þegar á leið hefði stúlkan hins vegar náð að koma því til skila að maður kínversku/útlensku konunnar hefði meitt hana, káfað á brjóstum hennar og hún við það farið að gráta. Framburður ákærða um málsatvik umrædda nótt er samkvæmt framansögðu í algerri andstöðu við framburð A. Þá er hann einnig í andstöðu við framburð F að því leyti að drengurinn, líkt og A, sagði ákærða hafa verið við sófa þann sem stúlkan svaf í þegar hann vaknaði um nóttina við grát hennar og hefðu orðaskipti átt sér stað milli stúlkunnar og ákærða. Að auki ber ákærða og G ekki saman um hver samskipti þeirra hafi verið um nóttina. Framburður A fær hins vegar stoð í framburði F, E og móður stúlkunnar, B. Þá bendir skýrsla Ólafar Ástu Farestveit, sem reifuð er í IV. kafla dómsins, eindregið til þess að stúlkan hafi orðið fyrir verulegu andlegu áfalli, sem Ólöf Ásta bar fyrir dómi að stúlkan hefði í þeirra samtölum tengt beint við meint brot ákærða. Fyrir því eru fjölmörg fordæmi Hæstaréttar Íslands að leggja vitnaskýrslur, sem teknar eru fyrir dómi með þeim hætti er skýrslur af A og F voru teknar, til grundvallar sakfellingu í opinberu máli. Að því virtu þykir sannað með trúverðugum framburði stúlkunnar A og þeim gögnum og vitnaframburðum sem honum eru til stuðnings samkvæmt ofansögðu, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi framið brot það sem honum er gefið að sök í ákæru. Brot ákærða varðar við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VI. A. B gerir kröfu um miskabætur fyrir hönd dóttur sinnar, A, brotaþola í málinu, að fjárhæð 900.000 kr., auk vaxta skv. 8. sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 14. ágúst 2004 til 2. janúar 2005, en með dráttarvöxtum skv. 9., sbr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Um rökstuðning fyrir bótakröfunni er vísað til þess að um sé að ræða kynferðisbrot sem ákærði beri skaðabótaábyrgð á samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 50/1993, sbr. 170. gr. laga nr. 19/1991. Er því haldið fram að við kynferðisbrot verði brotaþoli alltaf fyrir miskatjóni. Við mat á fjárhæð bótanna beri að líta til þess hversu alvarlegt brotið sé, hvert sakarstig ákærða sé, þá sé litið til huglægrar upplifunar brotaþola og umfangs tjónsins. Til stuðnings miskabótakröfunni er nánar vísað til þess að brotaþoli hafi verið ungur að árum og á viðkvæmu skeiði í kynferðisþroska þegar brotið var framið og reynslan því verið henni afar þungbær. Atburðurinn sæki mjög á stúlkuna og trufli daglegt líf hennar og hún meðal annars af þeim sökum þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar. Þá hafi stúlkan skömmu eftir brotið verið lögð inn á Landsspítalann vegna verkja í kviðarholi. Við skoðun hafi komið í ljós að verkirnir yrðu ekki skýrðir á annan hátt en þann að þeir væru af sálrænum toga. Stúlkan hafi jafnframt fundið fyrir stífleika í öxlum eftir brotið og af þeim sökum þurft á meðferð sjúkraþjálfara að halda. Ennfremur hafi brot ákærða haft í för með sér neikvæð áhrif á geðheilsu og félagslega aðlögun stúlkunnar og jafnframt leitt til neikvæðrar sjálfsmyndar hennar. Hún hafi ekki getað sofið ein eftir að umrætt atvik átti sér stað og þá fari hún ekki lengur í sund. Þá sé stúlkan sífellt hrædd um að ákærði muni leita hana uppi og vilji því ekki vera ein heima. Einbeiting hennar hafi minnkað, bæði heima við og í skóla. Hún finni fyrir mikilli andlegri vanlíðan, fái grát- og kvíðaköst og sýni af sér hegðun sem ekki hafi verið til staðar fyrir brotið. Einnig vantreysti hún öllum karlmönnum og vilji ekki umgangast þá. Með vísan til þess sem að framan hefur verið rakið er því haldið fram að brot ákærða hafi valdið brotaþola miklum miska sem bæta skuli eftir því sem sanngjarnt þyki samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 50/1993, sbr. 170. gr. laga nr. 19/1991. B. Brotaþoli á rétt til miskabóta úr hendi ákærða vegna þeirrar ólögmætu meingerðar sem í broti hans fólst, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Háttsemi eins og sú sem ákærði hefur verið sakfelldur fyrir er almennt til þess fallin að valda þeim er fyrir verður andlegum erfiðleikum. Í skýrslu Ólafar Ástu Farestveit, en hún fékk brotaþola til viðtalsmeðferðar þann 26. ágúst 2004, kemur meðal annars fram að stúlkan hafi eftir brot ákærða verið þjökuð af mikilli hræðslu, svefntruflunum, einbeitingarskorti og sýnt ýmis einkenni áfallastreitu. Einnig hafi brot ákærða breytt samfélagsmynd stúlkunnar og hún verið uppfull af hugsunum um hvort og hvaða menn hafi misnotað börn. Samkvæmt öllu þessu þykir sannað að brot ákærða hafi valdið stúlkunni verulegum miska. Við mat á miska þykir auk framangreindra atriða einnig mega líta til hins unga aldurs brotaþola, en stúlkan var einungis 10 ára er ákærði framdi brot sitt. Að öllu þessu athuguðu þykja miskabætur til handa brotaþola hæfilega ákvarðaðar 300.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. ágúst 2004 til 2. janúar 2005, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, sbr. 9. gr. laganna, frá þeim degi til greiðsludags, en ákærða var samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu birt bótakrafan þann 2. desember 2004. VI. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærða ekki áður verið gerð refsing. Að broti ákærða virtu þykir refsing hans hæfilega ákveðin 4 mánaða fangelsi. Eftir atvikum og með vísan til þess að ákærði á engan sakaferil að baki þykir með heimild í 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 mega fresta fullnustu 2 mánaða af refsingu ákærða og skal sá hluti refsingarinnar falla niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Með vísan til niðurstöðu dómsins hér að framan, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, þykir rétt að ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Eiríks Elís Þorlákssonar hdl., og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ásu Ólafsdóttur hdl., bæði á rannsóknarstigi málsins og fyrir dómi, en málsvarnarlaunin og þóknunin þykja hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson, settur héraðsdómari, sem dómsformaður, ásamt héraðsdómurunum Símoni Sigvaldasyni og Skúla Magnússyni. D Ó M S O R Ð: Ákærði, X, sæti 4 mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu 2 mánaða af refsingu hans og skal sá hluti refsingarinnar falla niður að liðnum 3 árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði A 300.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. ágúst 2004 til 2. janúar 2005, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. nefndra laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Eiríks Elís Þorlákssonar hdl., 300.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns, Ásu Ólafsdóttur, 170.000 krónur. |
Mál nr. 259/2011 | Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður staðfestur | S hf. kærði úrskurð héraðsdóms þar sem aðalkröfu í máli hans á hendur N hf. var vísað frá dómi. Með aðalkröfu sinni krafðist S hf. þess að tveir lánasamningar hans við L hf. yrðu lýstir ógildir frá upphafi. Hins vegar og samhliða krafðist hann ógildingar á tilgreindri ráðstöfun lánsfjárins. Með úrskurði héraðsdóms var aðalkröfu S hf. í heild sinni vísað frá og var í Hæstarétti staðfest sú niðurstaða að um væri að ræða atriði sem dómara máls bæri að gæta að sjálfsdáðum. Síðari hluta aðalkröfu S hf. taldi Hæstiréttur jafngilda kröfu um að kaupsamningarnir sem um ræddi yrðu ógiltir. S hf. hefði ekki gert neina grein fyrir því hvernig unnt væri að dæma um ógildingu þessara viðskipta í máli sem eingöngu væri beint að N hf. og þá í stað L hf. en ekki þeim aðilum sem kynnu að hafa selt umrædd verðbréf í þessum viðskiptum. Taldi Hæstiréttur að krafan væri vanreifuð að þessu leyti og uppfyllti ekki skilyrði e. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í fyrri hluta kröfu sinnar krafðist S hf. ógildingar á lánasamningum sínum við L hf. Taldi Hæstiréttur að yrði krafan tekin til greina myndi slíkur dómur leiða til þess að skuldbindingar hans til að endurgreiða lánin samkvæmt samningnum teldust ógildar. S hf. hefði hins vegar látið hjá líða að gera grein fyrir í kröfugerð sinni hvernig fara skyldi með lánsféð sem hann tók við. Staðfesti Hæstiréttur því niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að vísa einnig frá dómi fyrri hluta kröfu S hf. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 20. apríl 2011 og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. apríl 2011, þar sem aðalkröfu sóknaraðila í máli hans á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka aðalkröfu hans til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I Með aðalkröfu sinni, sem vísað var frá héraðsdómi með hinum kærða úrskurði, krefst sóknaraðili þess annars vegar að tveir lánasamningar hans við Landsbanka Íslands hf. 12. mars og 22. ágúst 2007 verði lýstir ógildir frá upphafi. Hins vegar og samhliða krefst hann ógildingar á tilgreindum ráðstöfunum lánsfjárins sem hann telur upp í einstökum liðum. Var lánsfénu þar sagt hafa verið varið til kaupa á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf. og „peningabréfum Landsbankans“ sem sóknaraðili segir bankann hafa annast á grundvelli samnings „um ráðgjöf um skulda- og áhættustýringu“ frá október 2005. Af hálfu varnaraðila var í greinargerð til héraðsdóms krafist frávísunar á kröfum sóknaraðila um ráðstöfun lánsfjárins. Taldi hann kröfurnar ekki uppfylla skilyrði d. liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Ekki væri unnt að taka þær upp í dómsorð og mjög óljóst væri hvað sóknaraðila gengi til með kröfunum meðal annars vegna þess að ekki væri gerð krafa um að sá aðili sem sá um ráðstöfun fjárins, Landsbanki Íslands hf., sem nú væri í slitameðferð, endurgreiddi féð. Við munnlegan málflutning um frávísunarkröfu varnaraðila 25. mars 2011 breytti hann kröfunni og krafðist nú frávísunar á málinu í heild. Sóknaraðili mótmælti því sérstaklega við málflutninginn að þessi breyting kæmist að. Héraðsdómur taldi að um væri að ræða atriði sem dóminum bæri að gæta af sjálfsdáðum og væri þess vegna ekki fallist á að krafan væri of seint fram komin. Komst dómurinn síðan að þeirri niðurstöðu að vísa bæri aðalkröfu sóknaraðila í heild frá dómi en féllst ekki á kröfu varnaraðila að því er snerti varakröfu sóknaraðila. Verður staðfest sú niðurstaða í hinum kærða úrskurði að um hafi verið að ræða atriði máls sem dómara bar að gæta að sjálfsdáðum og verður hinum kærða úrskurði því ekki hnekkt á þeirri forsendu að héraðsdómur hafi farið út fyrir kröfu varnaraðila. Í stefnu til héraðsdóms er tekið fram að varnaraðila sé stefnt þrátt fyrir að viðskipti sóknaraðila hafi verið við Landsbanka Íslands hf. Kveðst sóknaraðili í því efni styðjast við samkomulag málsaðila um málshöfðunina. Vísar hann þar til yfirlýsingar 17. febrúar 2010, sem undirrituð er af hálfu varnaraðila og Landsbanka Íslands hf., og hefur meðal annars að geyma svofelldan texta: „Hér með lýsa NBI hf. ... og Landsbanki Íslands hf. ... því yfir að NBI hefur tekið yfir réttindi og skyldur LBÍ gagnvart Soffaníasi Cecilssyni hf. ... þar með talið kröfuréttindi og tryggingarréttindi, í samræmi við ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda LBÍ til NBI.“ II Síðari hluti aðalkröfu sóknaraðila lýtur að ógildingu á ráðstöfun lánsfjárins til tilgreindra kaupa á hlutabréfum og öðrum verðbréfum. Þessi krafa jafngildir kröfu um að kaupsamningar sem hér um ræðir verði ógiltir. Ekki verður séð að krafan sé byggð á því að Landsbanki Íslands hf. hafi verið seljandi þeirra bréfa sem um ræðir. Sóknaraðili hefur ekki gert neina grein fyrir því hvernig unnt sé að dæma um ógildingu þessara viðskipta í máli sem eingöngu er beint að varnaraðila, og þá í stað Landsbanka Íslands hf. á grundvelli nefndrar yfirlýsingar, en ekki þeim aðilum sem kunna að hafa selt umrædd verðbréf í þessum viðskiptum. Verður talið að krafa sóknaraðila uppfylli ekki skilyrði í e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og sé því vanreifuð að þessu leyti. Verður hinn kærði úrskurður af þessari ástæðu staðfestur um þennan hluta kröfu sóknaraðila. Í fyrri hluta kröfu sinnar kefst sóknaraðili ógildingar á lánasamningum sínum við Landsbanka Íslands hf. Fyrir liggur að sóknaraðili fékk lánsféð greitt við lántökuna, þó að því hafi síðan verið ráðstafað með þeim hætti sem getur í síðari hluta kröfunnar og lánveitandinn Landsbanki Íslands hf. hafi séð um þá ráðstöfun fyrir hönd sóknaraðila. Ef krafa sóknaraðila um ógildingu lánasamninganna yrði tekin til greina myndi slíkur dómur leiða til þess að skuldbindingar hans til að endurgreiða lánin samkvæmt samningunum teldust ógildar. Í kröfugerð sinni hefur hann hins vegar ekki gert grein fyrir því hvernig færi þá með lánsféð sem hann veitti viðtöku. Ef lánasamningur er ógiltur með dómi hlýtur ógildingin að leiða til skyldu lántaka til að skila lánsfénu, eftir atvikum að frádregnum kröfum sem hann kynni að eiga á hendur viðsemjanda sínum vegna ógildingar samningsins. Má ef til vill ráða af samhengi fyrri og síðari hluta aðalkröfu sóknaraðila að hann telji sér ekki skylt að endurgreiða lánsféð þó að fallist yrði á kröfu hans um ógildingu lánssamninganna, þó að ekki sé sú ályktun vafalaus. Eins og hér stendur á verður að telja það nauðsynlega forsendu fyrir nefndri kröfu sóknaraðila að hann geri í kröfunni grein fyrir því hvernig fara skuli með lánsféð sem hann tók við. Verður ekki talið að varnaraðili þurfi að sæta því að um þetta sé dæmt án þess að jafnframt sé kveðið á um svo veigamikinn þátt við uppgjör á lánsviðskiptunum sem sóknaraðili krefst að ógilt verði. Hann hefur látið hjá líða að kveða á um þetta við kröfugerð sína og verður af þessari ástæðu fallist á niðurstöðu hins kærða úrskurðar um að vísa einnig frá dómi fyrri hluta kröfu sóknaraðila. Eftir atvikum þykir rétt að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 616/2016 | Kærumál Vitni Skýrslugjöf | Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á að X yrði gert að víkja úr þinghaldi á meðan brotaþolarnir A, B og C gæfu skýrslu við aðalmeðferð máls Á á hendur X. | DómurHæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir GretaBaldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir setturhæstaréttardómari.Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð ódagsettri kæru sem barst héraðsdómi 5. september 2016 og réttinum ásamtkærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2.september 2016, þar sem fallist var á kröfu brotaþolanna A, B og C um aðvarnaraðila skyldi vikið úr dómsal meðan þær gæfu skýrslu. Kæruheimild er í n.lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefstþess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili og brotaþolar krefjaststaðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur.Dómsorð:Hinn kærði úrskurður er staðfestur.Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. ágúst 2016 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í dag, er höfðað meðákæru héraðssaksóknara, útgefinni 18. júlí 2016, á hendur X, kennitala [...],[...]í [...], með dvalarstað að fangelsinu Litla-Hrauni, „fyrir neðangreind hegningarlagabrotgegn eiginkonu sinni B og stjúpdætrum sínum C og A framin í Reykjavík svo semhér greinir:ABrot gegn eiginkonu sinni, B,kennitala [...], framin á heimili þeirra að [...] nema að því er varðar ákærulið 4: Nauðgun, með því að hafa á tímabilinu frá mars 2010 til mars 2016, ítrekað eða allt að nokkrum sinnum í viku, þvingað B til að fróa honum með hótunum og annars konar ólögmætri nauðung, en ákærði hótaði því að stunda kynlíf með A og C, dætrum B, eða henda þeim út af heimilinu, ef hún sinnti honum ekki kynferðislega.Telst þetta varða við 1. mgr. 194.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 20. september 2014, þvingað B til að setjast klofvega ofan á sig og hafa samræði við sig um leggöng með hótunum og annars konar ólögmætri nauðung og ekki látið af háttseminni þótt hún bæði hann ítrekað að hætta. Ákærði hótaði því meðal annars að stunda kynlíf með A, dóttur B, ef hún ekki stundaði kynlíf með honum. Telst þetta varða við 1. mgr. 194.gr. almennra hegningarlaga. Hótun og kynferðisleg áreitni, með því að hafa sunnudaginn 6. mars 2016, hótað að taka B með valdi og hafa mök við hana í endaþarm í kjölfar þess að hún neitað honum um kynlíf. Telst þetta varða við 233. gr. og199. gr. almennra hegningarlaga. Brot á nálgunarbanni, með því að hafa á tímabilinu 7. mars til 22. mars 2016 sent B 18 smáskilaboð og hringt í allt að 566 skipti í heimasíma hennar þrátt fyrir að honum væri bannað að setja sig í samband við hana með ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík frá 7. mars 2016 og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. [...] sem staðfestur var af Hæstarétti. Telst þetta varða við 232. gr.almennra hegningarlaga. Stórfelldar ærumeiðingar, með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákæruliðum 1-3 ítrekað móðgað og smánað B.Telst þetta varða við 233. gr. balmennra hegningarlaga. BBrot gegn stjúpdóttur sinni, C,kennitala [...]:Kynferðisleg áreitni, með því að hafa ítrekað á árunum 2012-2014 sent C smáskilaboð þar sem ákærði viðhafði kynferðislegt og klámfengið orðbragð. Telst þetta varða við 199. gr.almennra hegningarlaga. Kynferðisleg áreitni og hótanir, með því að hafa á tímabilinu 6. mars til 21. maí 2016 sent C 59 smáskilaboð þar sem ákærði viðhafði kynferðislegt og klámfengið orðbragð auk þess sem 28 af smáskilaboðunum innihéldu jafnframt hótanir um kynferðisbrot sem voru til þess fallnar að vekja hjá C ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Telst þetta varða við 199. gr. og233. gr. almennra hegningarlaga.Hótanir, með því að hafa á tímabilinu 28. mars til 29. maí 2016 sent C 94 smáskilaboð með hótunum um líkamsmeiðingar, líflát og eignarspjöll og voru skilaboðin til þess fallin að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína og annarra. Telst þetta varða við 233. gr.almennra hegningarlaga. Brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa á tímabilinu 7. mars til 1. júní 2016 sent C 425 smáskilaboð og hringt allt að 330 sinnum í hana, þrátt fyrir að honum væri bannað að setja sig í samband við C með ákvörðunum lögreglustjóra frá 7. mars, 4. apríl og 2. maí 2016 og úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum nr. [...], [...]og [...] sem staðfestir voru af Hæstarétti og einnig með ákvörðun lögreglustjóra frá 30. maí 2016 sem birt var fyrir ákærða að kvöldi sama dags. Brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa þriðjudaginn 31. maí 2016 farið inn í anddyrið á stigaganginum að [...] þrátt fyrir að honum væri samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík frá deginum áður og birt var honum sama dag, bannað að koma á eða í námunda við heimilið á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins. Teljast brot sem lýst er í ákæruliðum9 og 10 varða við 232. gr. almennra hegningarlaga. Stórfelldar ærumeiðingar, með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákæruliðum 6-8 og að auki með því að senda C 48 smáskilaboð á tímabilinu 30. mars til 18. maí 2016, ítrekað móðgað og smánað C.Telst þetta varða við 233. gr. balmennra hegningarlaga. CBrot gegn stjúpdóttur sinni, A,kennitala [...]:Kynferðisleg áreitni og hótanir, með því að hafa á tímabilinu 29. mars til 21. maí 2016 sent A 17 smáskilaboð þar sem hann viðhafði kynferðislegt og klámfengið orðbragð auk þess sem 14 af skilaboðunum innihéldu jafnframt hótanir um kynferðisbrot sem voru til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína.Telst þetta varða við 199. gr. og233. gr. almennra hegningarlaga. Hótanir, með því að hafa á tímabilinu 11. apríl til 1. júní 2016 sent A 74 smáskilaboð með hótunum um líkamsmeiðingar, líflát og eignarspjöll og voru hótanirnar til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína og annarra. Telst þetta varða við 233. gr.almennra hegningarlaga. Brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa á tímabilinu 7. mars til 1. júní 2016 sent A 184 smáskilaboð og hringt allt að 107 sinnum í hana, þrátt fyrir að honum væri bannað að setja sig í samband við A með ákvörðunum lögreglustjóra frá 7. mars, 4. apríl og 2. maí 2016 og úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í málum nr. [...],[...]og [...] sem staðfestir voru í Hæstarétti og einnig með ákvörðun lögreglustjóra frá 30. maí 2016 sem birt var fyrir ákærða að kvöldi sama dags. Brot gegn nálgunarbanni, með því að hafa þriðjudaginn 31. maí 2016 farið inn í anddyrið á stigaganginum að [...] þrátt fyrir að honum væri samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík frá deginum áður og birt var honum sama dag, bannað að koma á eða í námunda við heimilið á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins. Teljast brot sem lýst er í ákæruliðum14 og 15 varða við 232. gr. almennra hegningarlaga. Stórfelldar ærumeiðingar, með því að hafa með þeirri háttsemi sem lýst er í ákæruliðum 12 og 13 og að auki með því að senda A 34 smáskilaboð á tímabilinu 10. apríl til 8. maí 2016, ítrekað móðgað og smánað A.Telst þetta varða við 233. gr. balmennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærðiverði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“ Þáeru í ákærunni tilgreindar einkaréttarkröfur brotaþola.Í þinghaldi í málinu 31.ágúst sl. kröfðust réttargæslumenn brotaþola þess fyrir þeirra hönd að ákærðaverði gert að víkja úr dómsal á meðan þær gefi skýrslu við aðalmeðferð málsins,sem ákveðin hefur verið 13. og 14. september nk. Með tölvuskeyti verjanda 1.september sl. upplýsti verjandi að ákærði væri reiðubúinn að víkja úr sal ámeðan brotaþolinn A gefur skýrslu að því gefnu að hann fái að vera í salnum ámeðan aðrir brotaþolar gefi skýrslu. Var þessu hafnað og í þinghaldi í málinu ídag var málflytjendum gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna. Var krafan að þvíloknu tekin til úrskurðar. Krafa brotaþola byggist á 1. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008um meðferð sakamála. Brotaþolar telja að nærvera ákærða í dómsal myndi verðaþeim þungbær og hafa áhrif á framburð þeirra fyrir dómi. Brotaþolar vísa tillæknisvottorða og tölvuskeyta frá stuðningsfulltrúa og þroskaþjálfa, auklögregluskýrslu og ákvörðunar um nálgunarbann. Sækjandi tekur undir kröfubrotaþola. Ákærði hafnar því að skilyrðum 1. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008 sémætt í málinu. Samkvæmt 1. mgr. 166. gr. laga nr. 88/2008 á ákærði rétt áað vera við aðalmeðferð máls. Dómara er þó heimilt að ákveða að ákærði víki afþingi meðan vitni gefur skýrslu í máli. Samkvæmt 1. mgr. 123. gr. sömu lagagetur dómari að kröfu ákæranda eða vitnis ákveðið að ákærða verði vikið úrþinghaldi meðan vitnið gefur skýrslu telji dómari að nærvera ákærða geti orðiðvitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð þess. Það ermeginregla sakamálaréttarfars að ákærði eigi þess kost að vera viðstadduraðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað hefur verið gegn honum.Undantekningar frá þeirri meginreglu ber að skýra þröngt og þurfa því ríkarástæður að vera fyrir hendi til að unnt sé að víkja frá henni. Ákærði er í málinu borinn alvarlegum sökum af brotaþolum í16 ákæruliðum. Brotaþolinn B er eiginkona hans og brotaþolarnir A og Cstjúpdætur hans. Ákærði sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli c-liðar 1. mgr.95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, þar sem hann hafi haldið brotumsínum áfram eftir að hann hóf að sæta gæsluvarðhaldi. Fyrir liggur ákvörðunlögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 31. ágúst sl. um að ákærði sætinálgunarbanni, skv. a- og b-liðum 4. gr. laga nr. 85/2011, um nálgunarbann ogbrottvísun af heimili, í sex mánuði þannig að lagt verði bann við því að hannsetji sig í samband við B hvort heldur sem er í gegnum síma, bréflega, meðtölvupóstum, aðstoð annarra eða nokkrum öðrum hætti. Þá liggur fyrirkæruskýrsla B, frá sama degi, þar sem hún kærir hótanir af hálfu ákærða ígegnum síma en hótanirnar lúti að því að hann muni drepa hana vitni hún gegnhonum. Meðal þeirra brota sem ákærða er gefið að sök gegn eiginkonu sinni ernauðgun í tveimur liðum og brot gegn nálgunarbanni. Að framangreindu virtu ogtengslum brotaþolans B við ákærða þykir sýnt að nærvera ákærða við skýrslugjöfgetur orðið brotaþola sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburðhennar. Samkvæmtlæknisvottorði fyrir brotaþolann A, vegna umsóknar um örorkubætur, dags. 9.apríl 2014, er hún töluvert þroskaheft og persónuleikaröskuð. Hún hefursjúkdómsgreiningarnar mental retardation, persistent mood disorder, personalhistory of self harm, félagsfælni og kvíðaröskun. Samkvæmt vottorðinu eraðalvandi hennar vitsmunaleg skerðing og viðvarandi andleg vanlíðan með kvíða,þunglyndi og persónuleikaröskun. Hún hefur af þessum sökum ekki verið fær um aðstunda neina vinnu á vinnumarkaði án verulegs stuðnings. Samkvæmt tölvuskeytifrá stuðningsfulltrúa hennar, dags. 30. ágúst sl., kemst brotaþoli í mikiðuppnám þegar hún ræðir mál ákærða og á erfitt með að skilja af hverju hannlætur þær mæðgurnar ekki í friði. Það er mat stuðningsfulltrúans að brotaþolimuni eiga mjög erfitt með að koma aftur fyrir dóm. Þá liggur fyrir tölvuskeyti,dags. 1. september sl., frá þroskaþjálfa sem hefur verið ráðgjafi brotaþola.Kemur þar fram að mjög erfitt hafi reynst að fá brotaþola fyrir dóm fyrr ísumar og ráðgjafinn telji það munu reynast henni afar þungbært að mæta aftur.Ráðgjafinn hafi áhyggjur af því að verði ákærði í dómsalnum muni það hafaverulega truflandi áhrif á vitnisburð hennar og hún muni draga úr öllu því semhún hafi áður sagt. Með hliðsjón af framangreindum upplýsingum um andlega hagi brotaþolans, tengslum við ákærða ogákæruefnum, þykir ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöf geti orðið hennisérstaklega íþyngjandi og einnig haft áhrif á framburð hennar. Þá liggur fyrir í málinu vottorð heimilislæknis umandlega hagi brotaþolans C, dags. 31. ágúst sl. Kemur þar fram að brotaþolihafi átt við þunglyndi og kvíða að stríða. Í samtali við hana 18. apríl sl.hafi komið fram að hún væri undir miklu álagi vegna hótana og áreitni fráákærða. Þá hafi brotaþoli aftur leitað til læknisins 22. ágúst sl. en þá hafihún verið búin að leita á bráðamóttöku og aðra heilsugæslu nokkrum dögum áður.Hún hafi enn verið undir miklu álagi og ráða megi að hún fái ekki þann stuðningog skilning frá nærumhverfi sínu sem hún þurfi á að halda. Þetta auki ennfrekar á vanlíðan hennar. Brotaþoli sé stressuð vegna tilhugsunarinnar um aðmæta fyrir dóm og rifja upp samskipti við ákærða. Hún sé líka mjög hrædd um aðhún missi alla einbeitingu og geti ekki sagt rétt frá ef hann verði viðstaddur.Þá hræðist hún að hún muni ekki hafa stjórn á tilfinningum sínum. Læknirinnóski þess því að ákærði yfirgefi dómsalinn meðan brotaþoli gefi skýrslu. Aðframangreindu virtu, tengslum brotaþola við ákærða og ákæruefnum, þykir ljóstað nærvera ákærða við skýrslugjöf geti orðið henni sérstaklega íþyngjandi ogeinnig haft áhrif á framburð hennar. Að öllu framangreindu virtu telur dómari að hagsmunirbrotaþolanna, af því að geta gefið skýrslu án nærveru ákærða, vegi þyngra enhagsmunir ákærða af því að vera viðstaddur skýrslugjöf þeirra. Verður þvífallist á kröfu brotaþolanna og ákærða gert að víkja úr þinghaldi á meðan þærgefa skýrslu við aðalmeðferð í málinu. Þess verður gætt að ákærði geti fylgstmeð skýrslutökunni um leið og hún fer fram og jafnframt að lagðar verði fyrirbrotaþolana þær spurningar sem ákærði kann að óska eftir að lagðar verði fyrirþær, sbr. 3. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennanúrskurð. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Ákærði,X, skal víkja úr þinghaldi meðan brotaþolar, A, B og C, gefa skýrslu. |
Mál nr. 379/1998 | Kaupskylda Félagslegar íbúðir Sératkvæði | Við nauðungarsölu félagslegrar íbúðar í apríl 1992 varð Byggingarsjóður verkamanna, B, hæstbjóðandi. Við nauðungarsöluna reis ágreiningur um hvort sveitarfélaginu A bæri skylda til þess að leysa til sín íbúðina samkvæmt 100. gr. laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, eins og því ákvæði hafði verið breytt með lögum nr. 70/1990. Afsal var gefið út til B í febrúar 1993 en B krafðist þess í júlí 1996 að A leysti til sín eignina. Talið var að orðalag 100. gr. laganna yrði ekki skýrt á annan veg en að skylda hefði hvílt á A til að kaupa umrædda íbúð og hann hefði ekki átt neitt val í þeim efnum. Þá var það engu talið breyta um skyldu A til þess að axla slíkt lögákveðið verkefni að B hafði dregið það lengur en þurfti að leita réttar síns. Að lokum var það ekki talið hafa þýðingu fyrir úrslit málsins að B hafði tekið við afsali án sérstaks fyrirvara um innlausnarskyldu A. Var fallist á kröfu Í, sem tekið hafði við hlutverki B, um að A yrði gert að leysa til sín íbúðna. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Málinu var skotið til Hæstaréttar 9. september 1998. Krefst aðaláfrýjandi þess að viðurkennt verði að gagnáfrýjanda beri að lögum að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14 á Akranesi, eignarhluta 0202, með öllum réttindum og skyldum, sem því fylgir, miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu 13. október 1998. Hann krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um annað en málskostnað og að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hinn 1. janúar 1999 tóku gildi lög nr. 44/1998 um húsnæðismál. Samkvæmt 53. gr. laganna voru Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna þá lagðir niður og sameinaðir. Frá sama tíma tók Íbúðalánasjóður við hlutverki, réttindum, eignum, skuldum og skuldbindingum fyrrnefndra sjóða. Hefur aðild aðaláfrýjanda verið breytt til samræmis við það. I. Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi kom upp ágreiningur milli Byggingarsjóðs verkamanna og gagnáfrýjanda á uppboðsþingi 3. apríl 1992, er fram fór þriðja og síðasta uppboð á íbúð 0202 að Höfðabraut 14 á Akranesi, þar sem hinn fyrrnefndi varð hæstbjóðandi. Af hálfu gagnáfrýjanda var bókað, að hann myndi ekki leysa íbúðina til sín. Af hálfu hæstbjóðanda var þá bókað, að hann teldi skyldu hvíla á gagnáfrýjanda til að kaupa íbúðina á hæsta boði eða matsverði. Í máli þessu reynir á hvernig skýra beri 100. gr. þágildandi laga nr. 86/1988 um Húsnæðisstofnun ríkisins, sbr. lög nr. 70/1990. Er greinin tekin upp orðrétt í héraðsdómi. Nefnd lagagrein átti rætur að rekja til 55. gr. laga nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins, en með þeim var fyrst leidd í lög skylda sveitarfélaga til að neyta forkaupsréttar við nauðungaruppboð á íbúðum, sem byggðar voru samkvæmt lögum um verkamannabústaði. Kom meðal annars fram í athugasemdum með frumvarpi til þessara laga, að nauðsynlegt væri að tryggja með þeim hætti að íbúðirnar héldu áfram að þjóna hinu félagslega hlutverki sínu, þótt eigendaskipti yrðu að þeim. Þessi lagaskylda sveitarfélaga var í meginatriðum óbreytt er sá ágreiningur, sem hér er til úrlausnar, varð í apríl 1992. Breytti e. liður 26. gr. laga nr. 58/1995 í raun engu í þessum efnum. Verður fallist á þá niðurstöðu héraðsdómara, að orðalag 100. gr. laga nr. 86/1988 verði ekki skýrt á annan veg en þann, að skylda hafi hvílt á gagnáfrýjanda til að kaupa íbúð þá, sem um ræðir í málinu, og að hann hafi ekki átt val í þeim efnum. Verður jafnframt fallist á að 99. gr. sömu laga hafi ekki átt hér við. II. Auk andmæla gegn kaupskyldu styður gagnáfrýjandi sýknukröfu sína þeim rökum, að Byggingarsjóður verkamanna hafi hvað sem öðru líður sýnt mikið tómlæti um að gæta réttar síns og að langur tími hafi liðið þar til hann krafðist formlega efnda með bréfi 18. júlí 1996. Með aðgerðarleysi hafi hann gefið gagnáfrýjanda réttmætt tilefni til að ætla að hann hafi fallið frá kröfu um innlausn íbúðarinnar. Í héraðsdómi er greint frá samskiptum Byggingarsjóðs verkamanna og gagnáfrýjanda frá því ágreiningur þeirra kom upp þar til afsal fyrir íbúðinni var gefið út til hins fyrrnefnda 23. febrúar 1993. Kveður aðaláfrýjandi þá hafa verið fullreynt að gagnáfrýjandi yrði ekki við áskorun um að leysa til sín eignina. Hafi Byggingarsjóður verkamanna tekið þann kost að standa við hæsta boð í eignina og taka við afsali, enda hafi hann litið svo á að uppboðið hefði ónýst að öðrum kosti og innheimtuaðgerðir hafist að nýju á hendur uppboðsþolum, þar sem fyrirsjáanlegt hafi verið að allt færi á sama veg þegar kæmi að uppboði að nýju. Í gögnum málsins er einnig greint frá samskiptum gagnáfrýjanda og félagsmálaráðuneytis í tilefni umsóknar hins fyrrnefnda um lán úr opinberum sjóðum til endurbóta á fjöleignarhúsinu nr. 14 - 16 við Höfðabraut á Akranesi, þar sem umþrætt íbúð er. Í bréfi gagnáfrýjanda til ráðuneytisins 8. mars 1994 er þess getið, að húsnæðisnefnd gagnáfrýjanda hafi hafnað að neyta forkaupsréttar á einni íbúð, sem seld hafi verið á uppboði. Til að skýra réttarstöðu gagnáfrýjanda hafi nafngreindur lögmaður verið fenginn til að gefa álit í þessu máli, sem ráðuneytinu hafi verið sent. Í I. kafla að framan var komist að þeirri niðurstöðu, að gagnáfrýjandi hafi með ólögmætum hætti neitað að sinna lagaskyldu, sem á honum hvíldi. Ágreiningurinn í máli þessu er milli tveggja opinberra aðila, þar sem hvor hefur tilteknum skyldum að gegna samkvæmt lögum, sem sett hafa verið um hið félagslega íbúðakerfi. Þótt ljóst sé að Byggingarsjóður verkamanna hafi dregið lengur en þurfti að leita réttar síns fyrir dómstólum breytir það engu um skyldu gagnáfrýjanda til að axla lögákveðin verkefni, sem á hann eru lögð. Geta síðbúin viðbrögð Byggingarsjóðs verkamanna við ólögmætri háttsemi gagnáfrýjanda ekki leitt til þess að hinn síðarnefndi öðlist þann rétt, sem hann krefst í máli þessu. Gagnáfrýjandi krefst loks sýknu vegna þess að Byggingarsjóður verkamanna hafi fyrirvaralaust tekið við afsali fyrir nefndri íbúð. Verður fallist á með aðaláfrýjanda, að Byggingarsjóður verkamanna hafi komið skýrlega á framfæri afstöðu sinni um lagaskyldu gagnáfrýjanda áður en til afsalsgerðar kom, en ágreiningur um skyldu hins síðastnefnda í þessum efnum varð til þess að tefja afsalsgerð. Verður það ekki talið hafa þýðingu fyrir úrslit málsins þótt tekið hafi verið við afsali án sérstaks fyrirvara um innlausnarskyldu gagnáfrýjanda. Samkvæmt öllu framanröktu verður krafa aðaláfrýjanda í málinu tekin til greina. Skal gagnáfrýjandi jafnframt greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og í dómsorði segir. Dómsorð: Fallist er á kröfu aðaláfrýjanda, Íbúðalánasjóðs, um að gagnáfrýjanda, Akraneskaupstað, sé skylt að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14 á Akranesi, eignarhluta 0202, með öllum réttindum og skyldum, sem því fylgja, miðað við 3. apríl 1992 gegn útgáfu afsals. Gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals 500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Ég er samþykk I. kafla atkvæðis meirihluta dómenda. Í frumvarpi uppboðshaldara að úthlutunargerð uppboðsandvirðis íbúðar 0202. að Höfðabraut 14, Akranesi, 4. maí 1992 er tekið fram, að ekki hafi komið fram krafa af hálfu Húsnæðisnefndar Akraness um að eignin yrði lögð henni út á matsverði. Engar athugasemdir komu fram við frumvarpið. Aðaláfrýjandi greiddi uppboðsandvirðið til sýslumannsins á Akranesi 15. febrúar 1993 án nokkurs fyrirvara og bað um, að gefið yrði út afsal fyrir eigninni til sín, og var það gert 23. sama mánaðar. Gögn málsins bera með sér, að viðræður hafi átt sér stað milli málsaðila og gagnáfrýjanda og félagsmálaráðuneytisins um endurbætur á húseigninni Höfðabraut 14-16. Fór gagnáfrýjandi fram á lánafyrirgreiðslu til að endurbyggja húsið þar sem það lá undir skemmdum. Ekki verður séð af gögnum þessum og framburði fyrir dómi, að ágreiningur sá, sem hér er uppi vegna framangreindrar íbúðar, hafi sérstaklega komið til umræðu. Það var ekki fyrr en með bréfi 18. júlí 1996, að aðaláfrýjandi krafðist þess, að gagnáfrýjandi leysti íbúðina til sín. Þá voru liðin 4 ár og 3 mánuðir frá því að uppboðið fór fram og 3 ár og 5 mánuðir frá því að afsalið var gefið út. Mál þetta var síðan ekki höfðað fyrr en einu og hálfu ári eftir að kröfubréfið var sent. Þegar litið er til alls þessa verður að telja að gagnáfrýjandi hafi haft réttmæta ástæðu til að ætla, að hann hefði verið leystur undan innlausnarskyldu sinni. Tel ég því, að staðfesta beri niðurstöðu héraðsdóms. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 9. júlí 1998 I. Mál þetta, sem dómtekið var hinn 11. júní sl., að loknum munnlegum málflutningi, er höfðað fyrir dómþinginu af Byggingasjóð verkamanna, kt.460169-2329, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík á hendur Gísla Gíslasyni, kt. 090855-3829, Víðigrund 11, Akranesi, f.h. Akraneskaupstaðar, kt. 410169-4449, Stillholti 16-18, Akranesi vegna Húsnæðisnefndar Akraness, kt. 620190-1289, Stillholti 16-18, Akranesi, með stefnu birtri 2. desember 1997 og þingfestri 7. janúar 1998. Dómkröfur stefnanda eru þær, að viðurkennt verði með dómi að stefnda beri að lögum að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14, Akranesi, eignarhluta 0202 með öllum réttindum og skyldum sem því fylgir miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Þá krefst stefnandi málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda, samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, auk virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Dómkröfur stefnda eru þær, að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda og að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi og að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til skyldu stefnda til greiðslu 24,5% virðisaukaskatts af þjónustu lögmanns. II. Mál þetta varðar félagslega eignaríbúð nr. 0202 í fasteigninni Höfðabraut 14, Akranesi, sem byggð var árið 1960. Upphaflegur eigandi íbúðarinnar var Byggingarfélag verkamanna á Akranesi. Íbúðin hefur sætt kaupum og sölum samkvæmt lögum og reglum um verkamannabústaði frá þeim tíma. Samkvæmt veðmálabókum var upphaflegur eigandi Byggingarfélag verkamanna á Akranesi og síðan hefur afsal tvisvar verið gefið út til stjórnar verkamannabústaða á Akranesi. Í kjölfar þess var íbúðinni endurúthlutað og af því tilefni voru tekin lán hjá stefnanda, sem hvíldu á 1. og 2. veðrétti. Hinn 3. apríl 1992 var íbúðin seld á nauðungaruppboði og var það þriðja og síðasta nauðungaruppboð á eigninni. Hæstbjóðandi var stefnandi málsins, Byggingasjóður verkamanna og bauð hann krónur 4.000.000. Við söluna lýsti stefndi, húsnæðisnefnd Akraneskaupstaðar því yfir að nefndin myndi ekki leysa íbúðina til sín. Lögmaður stefnanda lýsti því yfir að hann teldi skyldu hvíla á húsnæðisnefndinni til að kaupa eignina á hæsta boði eða matsverði, þar sem selt væri á nauðungaruppboði. Stefnandi lýsti kröfu í uppboðsandvirðið með bréfi dagsettu 9. apríl 1992. Frumvarp að úthlutunargerð er dagsett 4. maí 1992. Með bréfi dagsettu 9. febrúar 1993 skoraði sýslumaðurinn á Akranesi á stefnanda að inna af hendi greiðslu vegna áhvílandi lögveða, sölulauna og annars kostnaðar við uppboðið gegn útgáfu afsals fyrir eigninni. Fram kemur í erindinu, að þar sem um félagslega íbúð hafi verið að ræða hafi verið skorað á húsnæðisnefnd Akraneskaupstaðar að ganga inn í kaupin en því hafi verið hafnað. Afsal var gefið út til stefnanda hinn 23. febrúar 1993. Með bréfi stefnanda dags. 18. júlí 1996 krafðist stefnandi þess að stefndi leysti eignina til sín. Með bréfi dags. 8. ágúst 1996 hafnaði stefndi þessari kröfu stefnanda. Stefnandi heldur því fram að frá því eignin var seld hafi aðilar átt viðræður um málefni Höfðabrautar 12 til 14. Eignin liggi undir skemmdum og að mati stefnda brýnt að bregðast við því. Mál þar að lútandi hafi sætt stjórnsýslukæru. Kveður stefnandi að innlausnarskylda stefnda hafi af þessu tilefni verið rædd og reynt að finna heildarlausn á ágreiningsmálum varðandi eignina. III. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að sérstakar reglur og lagaákvæði liggi til grundvallar byggingu og ráðstöfun félagslegra íbúða. Opinberu fé sé ráðstafað til framkvæmda í því skyni að gefa efnalitlu fólki kost á að eignast íbúðir á sérstökum kjörum, sem að öllu leyti séu lögbundin. Úthlutun og sala félagslegra íbúða sé á hendi viðkomandi sveitastjórna, sem með lögum hefur verið falið sérstökum húsnæðisnefndum. Til að ná markmiðum laganna sé m.a. kveðið á um innlausnarskyldu sveitarfélags á íbúðum við nauðungarsölu. Stefnandi kveðst vera lánveitandi samkvæmt lögunum, en ekki framkvæmdaaðili þeirra eigna sem undir þau falla. Lögin séu reist á þeirri forsendu að við sölu eigna sé réttur stefnanda sem lánveitanda tryggður, m.a. með kaupskyldu sveitarfélags á nauðungaruppboði. Markmiði og tilgangi laga um verkamannabústaði verði ekki náð, ef ekki sé viðurkennd skylda til að innleysa viðkomandi eign lögum samkvæmt. Stefnandi byggir á því að lögum samkvæmt hvíli kaupskylda á stefnda við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði, þar á meðal íbúðar 0202 að Höfðabraut 14, Akranesi. Þegar eignin hafi verið seld á nauðungaruppboði. Þann 3. apríl 1992 hafi verið í gildi lög um verkamannabústaði nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins með síðari breytingum. Sérákvæði um réttarstöðuna við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði sé í 100. gr. þeirra laga, eins og því hafi verið breytt með 3. gr. yy laga nr. 70/1990. Orðalag ákvæðisins feli í sér fortakslausa skyldu stefnda, að neyta forkaupsréttar síns. Stefnandi hafnar því að vísun greinarinnar til 99. gr. sömu laga veiti stefnda rétt til að velja eða hafna forkaupsrétti við sölu félagslegra íbúða á nauðungaruppboði. Slík túlkun fæli í sér að fortakslaust ákvæði greinarinnar um að sveitarfélag skuli neyta forkaupsréttar væri markleysa. Ákvæði 99. gr. fjalli annars vegar um inntak og umfang kaupskyldu/forkaupsréttar og hins vegar um skilyrði þess að forkaupsréttar sé ekki neytt og eign fari út úr félagslega kerfinu. Samkvæmt orðanna hljóðan eigi ákvæðið ekki við um þá eign sem mál þetta varði, þar sem íbúðin hafi verið byggð fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. Auk þess sem íbúðin hafi ekki verið seld út úr kerfinu samkvæmt skilyrðum 99. gr. Stefnandi telur kaupskyldu stefnda byggja á beinu lagaákvæði. Á vegum stefnda starfi sérfróður lögskipaður framkvæmdaaðili, húsnæðisnefnd Akranesskaupstaðar, sem að lögum hafi ákveðnu hlutverki að gegna við umsjón og úthlutun félagslegra íbúða, þar á meðal umdeildrar íbúðar. Hafi stefnda því verið eða mátt vera ljós innlausnarskylda sín. Honum hafi því borið að bregðast við bókun lögmanns stefnanda og síðar áskorun sýslumannsins á Akranesi og innleysa íbúðina. Byggir stefnandi á því, að það sé sök stefnda að hafa ekki gætt þessarar skyldu sinnar og beri hann því ábyrgð á afleiðingum vanrækslu sinnar. Stefnandi byggir kröfu sína um málskostnað á 129. gr. laga nr. 91/1991. Kröfu um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun byggir stefnandi á lögum nr. 50/1988, sbr. lög nr. 119/1989, þar sem lögmönnum sé gert að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Þar sem starfsemi stefnanda sé samkvæmt 9. tl. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 ekki virðisaukaskattsskyld beri honum nauðsyn til að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefndu. IV. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því, að hann hafi við uppboðið þann 3. apríl 1992 með yfirlýsingu, sem efnislega hafi falið í sér að hann ætlaði ekki að nýta sér lögbundinn forkaupsrétt sinn, leyst sig undan því að kaupa íbúðina. Bókun lögmanns stefnanda við uppboðið sýni og, að hann hafi ekki farið í grafgötur um efnislega þýðingu yfirlýsingarinnar. Ákvæði laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með síðari breytingum, er þá hafi gilt, girði ekki fyrir að stefndi hafi fallið frá forkaupsrétti, eins og hann hafi gert. Þá byggir stefndi á því, að hugtakið forkaupsréttur feli ekki í sér skyldu til þess að kaupa eign. Í íslensku lagamáli hafi hugtakið ákveðna og ótvíræða merkingu. Merking þess sé, að forkaupsréttarhafi, hafi heimild til að ganga inn í kaup á ákveðinni eign, oftast með sömu skilmálum sem aðilar kaupsamnings hafi þegar samið um. Forkaupsréttarhafinn hafi val um það hvort hann nýti sér forkaupsrétt sinn eða ekki. Stefndi heldur því fram að skýra skuli ákvæði 100. gr. laga nr. 86/1988 „skal sveitarstjórn þá neyta forkaupsréttar síns” í samræmi við venjubundna merkingu orðsins forkaupsréttur, þ.e. að það sé á valdi sveitarstjórna að ákveða hvort sveitarstjórn gangi inn í kaupin eftir ákvæðum laga nr. 86/1988. Telur stefndi að atviksorðið „skal” geti ekki breytt þeirri hefðbundnu merkingu sem felist í hugtakinu forkaupsréttur. Ákvæði laga nr. 86/1988, með síðari breytingum, geri og skýran greinarmun á hugtökunum kaupskylda og forkaupsréttur, sbr. 98., 99. og 103. gr. laganna. Lögin geri ennfremur ráð fyrir því að sveitarstjórn geti fallið frá forkaupsrétti á félagslegri íbúð sbr. t.d. 3. mgr. 98. gr. laganna. Þá renni tilvísun 100. gr. laganna í 99. gr. þeirra stoðum undir þann skilning að ákvæði laganna geri ráð fyrir því að sveitarstjórn geti fallið frá forkaupsrétti sínum. Með lögum nr. 70/1990 hafi sveitarfélögum verið falið það verkefni að annast málefni félagslegra íbúða í viðkomandi sveitarfélagi. Stefndi hafi falið húsnæðisnefnd að annast þessi málefni. Samkvæmt reglugerð nr. 46/1991 um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð verkamanna, sem sett hafi verið með stoð í lögum nr. 86/1988 sé það hlutverk sveitarstjórnar að taka ákvörðun um það hvort forkaupsrétti verði beitt við innlausn og endursölu á nauðungaruppboði. Ákvæði laganna um forkaupsrétt til handa sveitarfélagi hafi þann tilgang að tryggja að íbúð í félagslega íbúðarkerfinu hverfi ekki út úr því kerfi svo lengi sem viðkomandi sveitarfélag telur þörf vera fyrir þessa þjónustu. Hins vegar sé tilgangur ákvæðisins ekki sá, að tryggja stefnanda, sem lánveitanda, skaðlausa greiðslu á því láni sem hann hafi veitt. Stefnandi hafi tryggingu í viðkomandi íbúð, sem sett sé að veði. Stefndi mótmælir þeirri staðhæfingu stefnanda, að markmið og tilgangur laga um verkamannabústaði verði ekki náð ef ekki sé viðurkennd skylda stefnda til að innleysa viðkomandi eign lögum samkvæmt. Stefndi heldur því fram, að þar til lög nr. 58/1995 tóku gildi hafi sveitarstjórn haft forkaupsrétt, en ekki kaupskyldu, á íbúðum sem fóru á nauðungaruppboð, en í 26. gr. þeirra laga sé kveðið á um kaupskyldu ef félagsleg íbúð er seld nauðungarsölu. Í greinargerð með lögunum segi:„ Ákvæði gildandi laga hafa reynst erfið í framkvæmd þar sem þau þykja ekki nægilega skýr og tilvitnanir í lagagreinar hafa valdið vafa. Í breytingartillögunni er nákvæmlega tilgreint til hverra íbúða kaupskylda sveitarstjórna nær og að auki tekinn af allur vafi um hvert sé kaupverð í þeim tilvikum. Tilvísun í 83. gr., sbr. núgildandi lög, er felld brott, en hún tók til íbúða sem ekki voru lengur félagslegar íbúðir þar sem þær höfðu verið í eigu sama eiganda í 30 ár samfellt. Sú tilvísun var því óþörf.”. Eftir þessa lagabreytingu hafi sveitarstjórnir kaupskyldu á íbúðum sem fari á nauðungaruppboð. Stefndi byggir kröfu sína á því, að stefnandi hafi fyrir tómlæti og aðgerðarleysi tapað öllum þeim rétti á hendur stefnda hafi sú skylda hvílt á stefnda að leysa til sín íbúð nr. 0202 við Höfðabraut 14 á uppboðinu hinn 3. apríl 1992. Stefndi kveðst hafa látið það skýrlega í ljós á uppboðinu að hann hyggðist ekki leysa til sín íbúðina. Stefnandi hafi hins vegar fyrst með bréfi dags. 18. júlí 1996 sett fram kröfu á hendur stefnda að hann innleysti íbúðina og greiddi stefnanda tilgreinda fjárhæð. Stefndi mótmælir því, að óformlegar viðræður hafi farið fram milli aðila um ætlaða innlausnarskyldu stefnda á íbúðinni. Aðilar hafi einungis rætt saman um nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á fjöleignahúsinu nr. 14-16 við Höfðabraut. Stefndi kveðst og hafa litið svo á að með aðgerðarleysi sínu hafi stefnandi í raun verið því samþykkur að stefnda hafi verið heimilt að falla frá forkaupsrétti sínum við uppboðið. Stefnanda hafi borið að tilkynna stefnda strax og án ástæðulauss dráttar að stefnandi teldi stefnda ekki heimilt að falla frá forkaupsrétti og að á honum hvíldi kaupskylda. Stefnandi hafi ekki einu sinni séð ástæðu til þess að tilkynna stefnda, er hann greiddi til sýslumannsins á Akranesi uppboðsandvirðið. Rúm 4 ár hafi því liðið frá því uppboðið fór fram, er stefnanda hafi verið kunn afstaða stefnda, þar til stefnda hafi borist fyrrgreint bréf stefnanda. Við mat á réttaráhrifum tómlætis stefnanda verði m.a. að hafa í huga að stefnandi sé opinber fjármálastofnun, sem hafi innan sinna vébanda sérfrótt starfsfólk og því beri að gera ríkari kröfur til stefnanda í þessum efnum. Allur hugsanlegur réttur stefnanda hafi því fallið niður sakir tómlætis og aðgerðarleysis stefnanda. Íbúðin nr. 0202 við Höfðabraut 14, Akranesi hafi verið boðin upp í samræmi við söluskilmála er þá hafi gilt. Við útgáfu afsals, hinn 23. febrúar 1993, hafi stefnandi orðið eigandi íbúðarinnar í samræmi við söluskilmála og uppboðsmálinu lokið með því. Með því að stefnandi hafi staðið við söluskilmálana fyrirvaralaust og án þess að gera stefnda á nokkurn hátt viðvart um það, hafi hugsanleg skylda stefnda til þess að leysa til sín íbúðina fallið niður. Stefndi kveðst hafa hafnað forkaupsrétti í þeirri vissu að lagaákvæði heimiluðu slíkt og því ekki um sök stefnda að ræða. Stefndi byggir kröfu um málskostnað á 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Kröfu um virðisaukaskatt á málflutningsþóknun byggir stefndi á lögum nr. 50/1988, með síðari breytingum. Lögmönnum sé gert skylt að innheimta virðisaukaskatt af þóknun sinni. Stefndi sé ekki virðisaukaskattskyldur og beri honum því nauðsyn á að fá dóm fyrir skatti þessum úr hendi stefnda. V. Um sölu félagslegrar íbúðar þeirrar, sem um er deilt í málinu, er fjallað í 100. gr. laga nr. 86/1988 sbr. lög nr. 70/1990. Þar segir:„Nú er íbúð, sem byggð hefur verið samkvæmt þessum lögum eða eldri lögum um verkamannabústaði, seld á nauðungaruppboði og skal sveitarstjórn þá neyta forkaupsréttar síns, sbr. þó 99. gr. og krefjast þess á uppboðsþingi að eignin verði lögð henni út til eignar á því verði sem hæst hefur verið boðið í eignina eða á söluverði skv. 2. mgr. 102. gr. ef það er lægra en hæsta boð. Að fengnu afsali samkvæmt þessu ákvæði skal afmá í veðmálabókum veðbönd og höft á eigninni”. Í tilvitnaðri 99. gr. segir svo:„Sveitarstjórn hefur kaupskyldu á öllum íbúðum í verkamannabústöðum byggðum eftir gildistöku laga nr. 51/1980 til gildistöku laga þessara við verði, sem tilgreint er í 102. gr. fyrstu 15 árin frá útgáfu afsals. Eftir þann tíma á sveitarstjórn forkaupsrétt að þeim íbúðum sem boðnar hafa verið til sölu. Hafni sveitarstjórn forkaupsrétti að verkamannabústað eða að félagslegri íbúð samkvæmt lögum þessum eða hafi íbúð í verkamannabústað verið í eigu sama eiganda í 30 ár samfellt er eiganda heimilt að selja íbúðina á frjálsum markaði enda greiði hann upp áhvílandi uppfærðar eftirstöðvar láns Byggingasjóðs verkamanna. Sveitarstjórn skal þá gefa út yfirlýsingu um að niður séu fallnar allar kvaðir sem verið hafa á íbúðinni um forkaupsrétt og takmarkanir á ráðstöfunarrétti. Skal yfirlýsingunni þinglýst.” Ákvæði 99. gr. fjallar annars vegar um það hvenær sveitarstjórn hefur kaupskyldu á íbúð í verkamannabústöðum og hvenær forkaupsrétt og hins vegar skilyrði þess að forkaupsréttar skuli ekki neytt og hvenær eign fari út úr kerfinu. Fallast ber á það með stefnanda að fyrrgreind tilvísun í 99. gr. laganna leiði ekki til þess að sveitarstjórn hafi val um hvort hún neytir forkaupsréttar að umræddri íbúð og ber að túlka 100. greinina samkvæmt orðanna hljóðan, sem er skýrt og fortakslaust um það að við nauðungaruppboð skuli sveitarstjórn neyta réttar síns og ganga inn í kauptilboð. Eins og fram hefur komið fór nauðungaruppboð fram á eigninni hinn 3. apríl 1992, þar sem stefndi hafnaði að neyta forkaupsréttar síns, en stefnandi lét bóka, að hann teldi það skyldu stefnda að neyta forkaupsréttar. Af gögnum málsins og framburði fyrir dómi verður ekki séð að stefnandi hafi aftur fyrr en með bréfi dagsettu 18. júlí 1996 krafist þess að stefndi leysti eignina til sín. Fallast ber á það með stefnanda að tómlætissjónarmið eigi ekki við í máli sem þessu. Hins vegar ber að líta til þess að afsal fyrir eigninni var gefið út af sýslumanninum á Akranesi hinn 23. febrúar 1993. Afsal þetta var gefið út án nokkurs fyrirvara um innlausnarskyldu eða er þar vitnað til laga þeirra, sem giltu um eignina. Lauk þar með uppboðsmálinu. Um er að ræða löglegan afsalsgerning og verður því að telja að með útgáfu þess hafi innlausnarskylda stefnda fallið niður, er stefnandi varð réttur og löglegur eigandi eignarinnar. Ber því að hafna kröfu stefnanda um viðurkenningu á því að stefnda beri að lögum að leysa til sín íbúð af Höfðabraut 14, Akranesi, eignarhluta 0202 með öllum réttindum og skyldum sem því fylgir miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu. Hervör Þorvaldsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands, kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Hafnað er kröfu stefnanda, Byggingasjóðs verkamanna, um að viðurkennt verði með dómi, að stefnda, Akraneskaupstað vegna Húsnæðisnefndar Akraness, beri að lögum að leysa til sín íbúð að Höfðabraut 14, Akranesi, eignarhluta 0202, með öllum réttindum og skyldum sem því fylgir miðað við 3. apríl 1992 eða síðar gegn útgáfu afsals. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 227/2002 | Kærumál Nauðungarsala Frávísun frá héraðsdómi | H skaut til héraðsdóms ákvörðun sýslumanns um að fram skyldi fara byrjun uppboðs á fasteign hennar. H hafði ekki verið viðstödd umrædda fyrirtöku sýslumanns og bar því ekki við að uppfyllt væru skilyrði 2. mgr. 73. gr. laga nr. 90/1991 til að hún gæti borið ágreininginn undir héraðsdóm. Auk þessa var til þess litið að yfirlýsing, sem gerðarbeiðandinn L hafði gefið í greinargerð sinni til héraðsdóms, fól ekki í sér ótvírætt samþykki við málatilbúnaði H, sbr. 4. mgr. 22. gr. sömu laga. Með vísan til 1. mgr. 74. gr. laganna var málinu því vísað frá héraðsdómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 8. maí 2002, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. maí 2002, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að hnekkt yrði ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 17. janúar sama árs um að fram skyldi fara byrjun uppboðs á fasteign sóknaraðila á 2. hæð til hægri í húsinu nr. 22 við Logafold í Reykjavík. Kæruheimild er í 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi og synjað verði kröfu varnaraðila um nauðungarsölu á eigninni. Hún krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. I. II. Að teknu tilliti til þeirrar fullyrðingar sóknaraðila að bréf sýslumanns 30. október 2001 hafi hvorki borist henni né lögmanni hennar er við úrlausn málsins ekki unnt að ganga út frá öðru en að ákvörðun sýslumanns um að byrja uppboð hafi fyrst orðið henni kunn eftir fyrirtökuna 17. janúar 2002, sbr. framangreint bréf hennar 23. sama mánaðar. Samkvæmt 2. mgr. 73. gr. laga nr. 90/1991 skal sá, sem vill leita úrlausnar héraðsdómara um ágreining, sem rís við nauðungarsölu, lýsa því yfir við fyrirtöku sýslumanns á nauðungarsölunni, þar sem sú ákvörðun kemur fram, sem leita á úrlausnar um. Hafi hlutaðeigandi ekki verið staddur við fyrirtökuna og ekki mátt fá boðun til hennar eða haft lögmæt forföll eða ákvörðunin kom ekki fram við fyrirtökuna, má hann þó koma yfirlýsingu sinni bréflega fram við sýslumann innan viku frá því honum varð kunnugt um ákvörðunina. Sú aðstaða er ekki fyrir hendi í málinu og hefur sóknaraðili ekki borið því við að fjarvera hennar 17. janúar 2002 réttlættist af því að hún hafi ekki mátt fá boðun til fyrirtökunnar eða haft lögmæt forföll. Gat sóknaraðili ekki látið við það sitja að senda skrifleg mótmæli við framgangi uppboðsins, heldur var henni brýn nauðsyn á að mæta við hina boðuðu fyrirtöku og hafa þar uppi mótmæli sín. Það gerði hún ekki og var sýslumanni rétt að taka ákvörðun um framhald málsins með þeim hætti, sem fram er komið. Eru samkvæmt þessu ekki uppfyllt skilyrði 2. mgr. 73. gr. laga nr. 90/1991 til að sóknaraðili geti borið ágreininginn undir héraðsdóm. Er þá jafnframt til þess að líta að samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laganna geta aðrir en gerðarbeiðendur leitað úrlausnar héraðsdóms samkvæmt XIII. kafla þeirra ef gerðarbeiðendur eru því allir samþykkir eða ef ákvörðun varðar aðeins einn gerðarbeiðenda, þá hann fyrir sitt leyti. Með bréfi sóknaraðila til héraðsdóms 24. janúar 2002 fylgdi ekki samþykki varnaraðila. Framangreind yfirlýsing í greinargerð hans til héraðsdóms felur heldur ekki í sér ótvírætt samþykki við málatilbúnað sóknaraðila og getur þegar af þeirri ástæðu ekki komið til neinna álita í málinu. Samkvæmt 1. mgr. 74. gr. laga nr. 90/1991 skal héraðsdómari, þegar honum hafa borist gögn varðandi nauðungarsöluna, kanna hvort skilyrðum laganna til að leita úrlausnar hans sé fullnægt. Ef svo er ekki skal hann vísa málinu frá dómi með úrskurði án þess að kveðja til aðila þess eða taka það að öðru leyti fyrir á dómþingi. Af öllu framanskráðu er ljóst að skilyrði laga nr. 90/1991 brast til þess að mál þetta hlyti meðferð fyrir dómi. Ber af þeim sökum að vísa því sjálfkrafa frá héraðsdómi. Sóknaraðili skal greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem verður ákveðinn í einu lagi, eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Sóknaraðili, Halldóra Ingibergsdóttir, greiði varnaraðila, Leifi Árnasyni, samtals 150.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Mál þetta var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 4. febrúar sl. og tekið til úrskurða að loknum munnlegum málflutningi 19. apríl sl. Sóknaraðili er Halldóra Ingibergsdóttir, kt. [...], Logafold 22, Reykjavík. Varnaraðilar er Leifur Árnason, kt. [...], Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Dómkröfur sóknaraðila eru að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 17. janúar 2002 um að fram skuli fara byrjun uppboðs á fasteign sóknaraðila að Logafold 22, Reykjavík, 2. hæð t.h., þann 18. mars 2002 og að synjað verði kröfu varnaraðila um nauðungarsölu á eigninni. Þá er þess krafist að varnaraðili greiði sóknaraðila málskostnað að skaðlausu samkvæmt mati dómsins. Dómkröfur varnaraðila eru að öllum kröfum sóknaraðila verði hafnað og staðfest verði ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að fram skuli fara nauðungarsala á fasteign sóknaraðila að Logafold 22, Reykjavík, 2. hæð til hægri. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi sóknaraðila að mati réttarins að teknu tilliti til 24,5% virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Helstu málavextir eru sem hér segir: Þann 22. mars 1991 var fyrir héraðsdómi gerð réttarsátt þar sem sóknaraðili þessa máls skuldbatt sig til að greiða Jóni Árnasyni, kt. 200467-3379, 600.000 krónur á einu ári þannig að 100.000 krónur yrðu greiddar 22. maí 1991 og síðan 100.000 krónur á tveggja mánaða fresti, þannig að síðasta greiðsla færi fram 22. mars 1992. Í sáttargerðinni var tekið fram að félli ein greiðsla niður væri skuldin öll í gjalddaga fallin og bæri þá dráttarvexti frá og með gjaldfellingardegi. Jón Árnason framseldi varnaraðila þessa réttarsátt með áritun 27. mars 1991. Þann 20. apríl 2001 var fjárnám gert íbúð sóknaraðila að Logafold 22 að kröfu varnaraðila. Krafa varnaraðila var reist á framangreindri dómsátt og bókað, að gerðarþoli hefði ekki verið boðaður til fjárnámsgerðarinnar af tilgreindum ástæðum, en sýslumaður myndi tilkynna gerðarþola um fjárnámið og þýðingu þess. Með bréfi, sem móttekið var hjá sýslumanni 24. september 2001, krafðist varnaraðili að nauðungarsala færi fram á íbúð sóknaraðila til lúkningar á skuld við varnaraðila, sem samtals væri þá með vöxtum og áföllnum kostnaði 1.409.402 krónur. Vísað var til fjárnámsgerðarinnar 20. apríl 2001 til grundvallar nauðungarsölunni. Með bréfi, sem dagsett er 9. október 2001, tilkynnti sýslumaður sóknaraðila að honum hefði borist framangreind beiðni um nauðungarsölu og yrði beiðnin tekin fyrir 17. janúar 2002 að undangenginni auglýsingu, sem send yrði til birtingar í Lögbirtingablaði 5. desember 2001. Lögmaður sóknaraðila mótmælti framkominni beiðni um nauðungarsölu á íbúð sóknaraðila með bréfi til sýslumannsins 15. október 2001. Byggt var á því að krafa varnaraðila væri fyrnd. Meira en 10 ár hefðu liðið frá því dómsáttin var gerð og þar til varnaraðili hefði hafið fullnustugerðir vegna hennar. Með bréfi 30. október 2001 tjáði sýslumaður lögmanni sóknaraðila að ekki væri fallist á að krafa varnaraðila hefði verið fyrnd er fjárnám fór fram 20. apríl 2001, þar sem fyrningarfrestur hennar hefði fyrst byrjað að líða frá gjalddaga kröfunnar 22. maí 1991. Andmæli sóknaraðila væru því ekki tekin til greina. Og með bókun 17. janúar 2002 hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík var tekin fyrir eins og hér segir: Nauðungarsala á Logafold 22, 0202, íbúð á 2. h. t.h. og stæði nr. 10 bílskýli. Gerðarbeiðandi: Leifur Árnason. Gerðarþoli: Halldóra Ingibergsdóttir Fyrir gerðarbeiðanda mætir Magnús Brynjólfsson, hdl. Lagt er fram: nr. 1, nauðungarsölubeiðni nr. 2, fjárnám. Gerðarþoli er ekki mættur og enginn fyrir hans hönd. Að kröfu gerðarbeiðanda er ákveðið að uppboð byrji á eigninni á skrifstofu sýslumanns mánudaginn 18. mars n.k. kl. 10:00. ... Þessari ákvörðun sýslumanns var mótmælt með bréfi frá lögmanni sóknaraðila 23. janúar 2002. Fundið var að því að þessi ákvörðun hefði verið tekin í fjarveru sóknaraðila og lýst yfir, að sóknaraðili myndi leita úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur um hana. Vísað var til ákvæða 73. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu því til áréttingar að frekari aðgerðir við nauðungarsöluna yrðu stöðvaðar á meðan. Málið var síðan þingfest fyrir héraðsdómi eins og áður sagði. Af hálfu sóknaraðila er byggt á því að krafa varnaraðila á grundvelli dómssáttar frá 22. mars 1991 hafi verið fyrnd er fjárnámið 20. apríl 2001 fór fram samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 14/1905, sbr. 1. gr. sömu laga. Er sáttin var gerð hafi krafa Jóns Árnasonar verið gjaldfallin. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða frá því að sáttin var gerð án tillits til aðfararfrests. Í lögum nr. 14/1905 gildi að öllu leyti sömu reglur um kröfur samkvæmt dómi annars vega og kröfur samkvæmt dómssátt hins vegar, sbr. 6. gr. laganna. Greiðsludagar, sem tilgreindir eru í dómssáttinni, séu ekki gjalddagar kröfunnar í skilningi laga nr. 14/1905. Með ákvörðun um tiltekna greiðsludaga, svo sem sátt var um eftir að krafan var gjaldkræf, hafi samkomulag orðið með aðilum, að ekki yrði gert fjárnám á grundvelli sáttarinnar, ef greiðslur bærust í samræmi við efni hennar. Af hálfu varnaraðila er byggt á því að fyrningarfrestur kröfu sé frá þeim degi er krafan varð gjaldkræf, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga n. 14/1905. Samkomulag hafi verið gert um að sóknaraðili greiddi gagnaðila sínum 600.000 krónur á einu ári með sex gjalddögum, fyrsta gjalddaga 22. maí 1991. Krafa varnaraðila samkvæmt sáttinni hefði því fyrst orðið gjaldkræf 22. maí 1991. Ótækt sé að jafna saman fyrningarfresti á dómkröfu frá dómsuppsögu, sem sé án tillits til aðfararfrests, við kröfu samkvæmt réttarsátt, þar sem samið er um gjalddaga. Vísað er til 1. mgr. 6. gr. laga nr. 90/1989 þar sem segir: „Aðför má gera eftir réttarsátt eða sátt, gerðri fyrir yfirvaldi, þegar krafa samkvæmt henni er komin í gjalddaga. Ef enginn gjalddagi er tiltekinn í sátt, má gera aðför samkvæmt henni að liðnum fimmtán dögum frá gerð hennar." Niðurstaða: Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 14/1905 segir að fyrningarfrestur teljist frá þeim degi, er krafa varð gjaldkræf. Þá segir að gjalddagi á verslunarskuldum teljist 31. desember ár hvert fyrir þá skuld, sem stofnuð er á árinu, nema samið sé um annan gjalddaga. Og að lokum segir að fyrningarfrestur á dómkröfum teljist frá dómsuppsögu án tillits til fjárnámsfrests. Samkvæmt réttarsáttinni var skuld sóknaraðila öll í gjalddaga fallin er fyrsta greiðsla, sem inna átti af hendi 22. maí 1991, var ekki greidd. Verður að telja að fyrningarfrestur kröfunnar hafi þá fyrst byrjað að líða enda var skuld, sem byggð var á réttarsáttinni, þá fyrst gjaldkræf - hver svo sem aðdragandi réttarsáttarinnar var. Um dómsuppsögu var ekki að ræða, heldur réttarsátt, sem var frjáls ákvörðun þeirra, sem gengu að sáttinni. Hafna verður því kröfum sóknaraðila samkvæmt framansögðu og staðfesta verður ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að fram skuli fara nauðungarsala á fasteign sóknaraðila, 2. hæð til hægri í húsinu nr. 22 að Logafold í Reykjavík. Rétt er að sóknaraðili greiði varnaraðila 150.000 krónur í málskostnað, þ.m.t. virðisaukaskattur á málflutningsþóknun. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. ÚRSKURÐARORÐ: Hafnað er kröfum sóknaraðila, Halldóru Ingibergsdóttur. Staðfest er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að fram fari nauðungarsala á fasteign sóknaraðila, 2. hæð til hægri í húsinu nr. 22 að Logafold í Reykjavík. Sóknaraðili greiði varnaraðila, Leifi Árnasyni, 150.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 128/2009 | Kærumál Lögræði Sjálfræðissvipting | Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um að A yrði sviptur sjálfræði í sex mánuði á grundvelli a. liðar 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. mars 2009, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 5. mars 2009, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í sex mánuði frá úrskurðardegi. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um að hann verði sviptur sjálfræði. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á með héraðsdómi að skilyrði séu til að svipta sóknaraðila sjálfræði tímabundið í sex mánuði frá 5. mars 2009 með heimild í a. lið 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr., lögræðislaga. Ákvörðun héraðsdóms um málskostnað skipaðs verjanda sóknaraðila í héraði verður staðfest. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði, en þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Sóknaraðili, A, er sviptur sjálfræði í sex mánuði frá 5. mars 2009. Málskostnaðarákvörðun héraðsdóms er staðfest. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Óskars Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 124.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði. |
Mál nr. 801/2013 | Kærumál Framsal sakamanns | Árið 2013, föstudaginn 13. desember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður í málinu nr. R-397/2013: Ákæruvaldið gegn X en málið var tekið til úrskurðar 27. f.m. | Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. desember 2013 þar sem staðfest var ákvörðun innanríkisráðuneytisins 19. september sama ár um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984 greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verður eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar héraðsdómslögmanns, 150.000 krónur. |
Mál nr. 710/2010 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar og b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur en gæsluvarðhaldinu markaður skemmri tími. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. desember 2010 sem barst réttinum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. desember 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til þriðjudagsins 11. janúar 2011 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur en þó þannig að gæsluvarðhaldinu verður markaður sá tími sem í dómorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 3. janúar 2011 kl. 16.00. |
Mál nr. 127/2006 | Kærumál Skuldabréf Gjaldfelling | Í máli þessu krefst sóknaraðili, Sigurdís Benónýsdóttir, kt. 290272-4599, Hringbraut 106, Reykjanesbæ, þess að aðfarargerð sýslumannsins í Reykjavík nr. 011-2005-07812, sem fram fór hjá henni þann 7. júlí 2005 að kröfu varnaraðila, dánarbús Vigdísar Baldvinsdóttur, kt. 260638-4919, verði ógilt. Þá er krafist málskostnaðar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut máli þessu til Hæstaréttar með kæru 27. febrúar 2006, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. febrúar 2006, þar sem ógilt var aðfarargerð sýslumannsins í Reykjavík, sem fram fór hjá varnaraðila 7. júlí 2005 að kröfu sóknaraðila. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 102. gr. laga nr. 92/1991. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og hafnað verði kröfu varnaraðila um ógildingu aðfarargerðarinnar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar, en til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvik eru reifuð í héraðsdómi. Varnaraðili er ábyrgðarmaður á skuldabréfi með stöðluðu gjaldfellingarákvæði. Þegar dánarbúið greip til gjaldfellingar bréfsins var það í skilum að öðru leyti en því að dráttarvextir, sem til féllu vegna þess að skuldari bréfsins hafði ekki greitt afborgun á réttum gjalddaga, voru ógreiddir. Langt var liðið frá því að eigandi bréfsins hafði sjálfur tekið við greiðslu afborgunarinnar úr hendi skuldarans án þess að athugasemd hefði verið send um frekari greiðslu. Þá verður að hafa í huga að gögn málsins bera með sér að greiðslur fyrri afborgana af umræddu skuldabréfi höfðu í öllum tilvikum dregist nokkra mánuði fram yfir réttan gjalddaga, að því er virðist án athugasemda af hálfu kröfuhafa og leiddi sá greiðsludráttur ekki til gjaldfellingar skuldabréfsins. Ennfremur liggur fyrir að vanskil á greiðslu dráttarvaxta, sem leiddu til gjaldfellingar skuldabréfsins, námu aðeins litlum hluta eftirstöðva skuldarinnar. Með vísan til þess sem að framan greinir verður ekki talið að heimilt hafi verið eins og hér stóð á að gjaldfella skuldabréfið og verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, dánarbú Vigdísar Baldvinsdóttur, greiði varnaraðila, Sigurdís Benónýsdóttur, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 164/2010 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. mars 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. mars 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi „í 4 vikur eða til 9. apríl 2010“ klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Það athugast að eftir uppkvaðningu hins kærða úrskurðar á dómþingi 12. mars 2010 var bókað í þingbók að ákærði lýsti því yfir að hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands. Ekki var bókað í hvaða skyni kært væri svo sem áskilið er með 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008. Úr þessum annmarka hefur verið bætt með skriflegri greinargerð. Hinn kærði úrskurður verður staðfestur með vísan til forsendna eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 9. apríl 2010 klukkan 16. |
Mál nr. 36/2019 | Samningur Verksamningur Byggingarstjóri Tómlæti Málsástæða | V ehf. krafði B um greiðslu samkvæmt reikningum fyrir starf byggingarstjóra við nýbyggingar sem B byggði. Reisti B kröfu sína um sýknu á því að skriflegur samningur hefði ekki verið gerður milli aðila um byggingarstjórn V ehf., sbr. 2. mgr. 27. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki, og verktakinn S ehf. hefði borið ábyrgð á og tekið að sér að greiða V ehf. endurgjald fyrir byggingarstjórnina. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þegar samningur væri formbundinn yrði að meta í hverju tilviki fyrir sig hvaða réttaráhrif það hefði að hann væri ekki í því formi sem áskilið væri. Með hliðsjón af því að ekki kæmi fram í fyrrgreindu lagaákvæði að gildi samnings milli eiganda við mannvirkjagerð og byggingarstjóra væri komið undir því að hann væri skriflegur yrði ekki fallist á með B að samningur gæti ekki hafa komist á þótt ekki hefði verið gætt að því að gera hann skriflega. Rík réttlætisrök mæltu gegn því að eigandi gæti komist hjá því að greiða þóknun fyrir veitta þjónustu af þeirri ástæðu einni. Þá kæmi ekkert fram í verksamningi V ehf. við S ehf. eða útboðsgögnum að kostnaður við byggingarstjórn hefði verið innifalinn í verklaunum. Það fyrirkomulag að verktaki greiddi fyrir byggingarstjórnina væri illsamrýmanlegt því hlutverki byggingarstjóra að vera faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfa í umboði hans. Yrði síður talið að þetta lögbundna eftirlit gæti þjónað tilgangi sínum ef verktaki ekki aðeins veldi byggingarstjóra heldur greiddi honum einnig fyrir þjónustu sína. Hefði þurft að semja þannig beinlínis ef það ætti að koma til álita. Talið var að með umboðum eiganda til byggingarstjóra hefði B óskað eftir að V ehf. yrði byggingarstjóri vegna húsanna og yrði því lagt til grundvallar að hann hefði ráðið V ehf. til verksins þannig að til samnings hefði stofnast milli þeirra. Var krafa V ehf. því tekin til greina. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason, GretaBaldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Árni Kolbeinsson fyrrverandihæstaréttardómari.Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 4. júlí 2019. Hann krefst sýknu afkröfu stefnda og málskostnaðar á öllum dómstigum.Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.IÍ málinu krefst stefndi greiðslu samkvæmt reikningum á hendur áfrýjandafyrir starf byggingarstjóra við nýbyggingar sem áfrýjandi reisti að Unnargrundí Garðabæ. Stefndi byggir málatilbúnað sinn á því að komist hafi á samningurmilli aðila um þjónustu stefnda, en áfrýjandi andmælir því að hann hafiskuldbundið sig gagnvart stefnda. Áfrýjandi var sýknaður af kröfu stefnda íhéraði en hún tekin til greina með hinum áfrýjaða dómi.IIMálavextir eru þeir að áfrýjandi og sveitarfélagið Garðabær munu hafa gertsamning 13. desember 2012 um að áfrýjandi léti byggja 25 raðhús við Arnarnesvog,en það svæði fékk síðar nafnið Unnargrund. Framkvæmdir við jarðvinnu og gatnagerðá svæðinu hófust í janúar 2016 og í maí það ár var auglýst útboð á bygginguhúsanna. Í verkið bárust sex tilboð og var það lægsta frá SS Húsum ehf. Áfrýjanditók því tilboði 15. júní 2016 og var verksamningur á þeim grunni gerður 19.september það ár. Samkvæmt samningnum námu verklaun 1.164.055.279 krónum meðvirðisaukaskatti í samræmi við tilboð verktaka og með leiðréttingum eftirútboðsgögnum. Tekið var fram að verktaki hefði hafið framkvæmdir 25. júlí 2016en þeim ætti að vera að fullu lokið 1. september 2018. Þá sagði í samningnum aðverkið ætti að vinna í samræmi við útboðsgögn eins og þau væru tilgreind íútboðs- og samningsskilmálum. Til tryggingar á efndum samningsins lagðiverktakinn fram ábyrgðaryfirlýsingu Landsbankans hf. 14. október 2016 aðfjárhæð 116.500.000 krónur.Í útboðs- og samningsskilmálum var tekið fram að verktaki skyldi tilnefnabyggingarstjóra í samræmi við kafla 4.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Meðminnisblaði 14. júní 2016 í aðdraganda þess að gengið var að tilboði SS Húsaehf. upplýsti félagið um helstu starfsmenn sína og iðnmeistara og tiltók aðbyggingarstjóri yrði Hans Ragnar Þorsteinsson, en hann var á þeim tímajafnframt starfsmaður verktakans.Hinn 26. júlí 2016 ritaði áfrýjandi undir svonefnd „Umboð eiganda tilbyggingarstjóra“ vegna allra 25 raðhúsanna sem reisa átti við Unnargrund. Íþeim var tekið fram að áfrýjandi sem eigandi húsanna óskaði eftir að stefndiyrði byggingarstjóri við verkið, en fyrirsvarsmaður og eigandi stefnda mun verafyrrnefndur Hans Ragnar Þorsteinsson. Samhliða þessu ritaði stefndi undir„Uppáskrift byggingarstjóra sem fyrirtæki“, en þar kom fram að Hans Ragnarhefði verið ráðinn byggingarstjóri. Þessi gögn voru móttekin afbyggingarfulltrúa Garðabæjar 26. júlí 2016. Sama dag fékk stefndi útgefinvátryggingaskírteini frá Tryggingamiðstöðinni hf. vegna starfsábyrgðarbyggingarstjóra við verkið, en í skírteinunum var tiltekið aðvátryggingartímabil væri frá 26. júlí 2016 til 31. desember 2017.Stefndi veitti tilteknum starfsmanni SS Húsa ehf. umboð 22. nóvember 2016til að starfa sem fulltrúi sinn við byggingarstjórn í fjarveru skráðsbyggingarstjóra. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að stefndi óskaði 7.september 2017 eftir fokheldisúttekt frá byggingarfulltrúa á níu húsum viðUnnargrund.Með bréfi 13. október 2017 fór áfrýjandi þess á leit við SS Hús ehf. aðfélagið legði fram frekari tryggingar fyrir efndum samkvæmt verksamningi umbyggingu húsanna vegna þess að nokkrum sinnum hefði verið gert árangurslaustfjárnám hjá verktakanum auk þess sem dráttur hefði orðið á framkvæmdum.Jafnframt var tekið fram að iðnaðarmenn hefðu horfið frá verkinu og traustbirgja til verktakans virtist þorrið. Taldi áfrýjandi ljóst að sú trygging semværi fyrir hendi myndi ekki duga til að komist yrði hjá tjóni vegna fyrirsjáanlegravanefnda verktakans. Þessu erindi svaraði verktakinn með bréfi 27. október 2017þar sem tilkynnt var að honum væri ókleift að leggja fram frekari tryggingar ogað standa við verksamninginn um byggingu húsanna við Unnargrund. Áfrýjandirifti síðan samningnum með bréfi 13. nóvember sama ár.Með tölvubréfi stefnda 16. nóvember 2016 voru sendir sjö reikningar tiláfrýjanda fyrir byggingarstjórn vegna húsanna við Unnargrund. Reikningar þessirvoru allir gefnir út 15. sama mánaðar og námu samtals 14.488.750 krónum semsvarar til dómkröfu stefnda. Þessu erindi svaraði áfrýjandi með tölvubréfisíðar sama dag. Þar tók hann fram að reikningarnir yrðu ekki greiddir „aðóbreyttu“. Fyrir því voru færðar þær ástæður að verkið væri rétt hálfnað og stefndihefði vanrækt hlutverk sitt sem byggingarstjóri með ýmsu móti. Einnig var vísaðtil þess að aldrei hefði verið gengið frá samningi við stefnda um byggingarstjórn,en ástæðan fyrir því væri meðal annars sú að útboðs- og samningsskilmála umbyggingu húsanna mætti skilja á þann veg að kostnaður vegna byggingarstjóraværi hluti af tilboði verktaka. Aftur á móti tók áfrýjandi fram að hann værireiðubúinn að semja við stefnda um lyktir málsins á þeim nótum að greitt yrðifyrir það sem gert hefði verið. Loks óskaði áfrýjandi eftir að fá afrit afreikningum vegna útlagðs kostnaðar og nánari upplýsingar um þær úttektir semstefndi hefði sinnt vegna verksins. Áfrýjandi sendi stefnda aftur tölvubréf 23.nóvember 2017 með ósk um frekari gögn og var því svarað með tölvubréfi degisíðar þar sem stefndi fór þess á leit að áfrýjandi kæmi með tillögu ummálalyktir áður en lengra yrði haldið. Lögmaður áfrýjanda ritaði síðan stefndabréf 27. sama mánaðar þar sem greiðsluskyldu var hafnað. Bú SS Húsa ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 10. janúar 2018. Við skiptinlýsti Hans Ragnar Þorsteinsson kröfu vegna vangreiddra launa fyrir tímabiliðfrá 1. október til 30. nóvember 2017, auk orlofs og desemberuppbótar, samtalsað fjárhæð 2.561.993 krónur. Var krafan meðal annars reist á því að honum hafðiverið sagt upp störfum hjá félaginu með bréfi 31. október 2017 með mánaðaruppsagnarfresti.IIISvo sem áður greinir er krafa stefnda reist á sjö reikningum útgefnum 15. nóvember2017 á hendur áfrýjanda og skiptast þeir í þrjá liði. Í fyrsta lagi ná þeir tilkostnaðar stefnda af því að taka starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra, eniðgjald hennar vegna allra húsanna nam 4.374.932 krónum. Að teknu tilliti til álagsnam þessi liður samtals 5.031.150 krónum. Í öðru lagi er á reikningunum tilgreindurliður vegna byggingarstjórnar, ábyrgðar og uppáskriftar að fjárhæð 200.000krónur á hvert hús. Hann nemur því samtals 5.000.000 króna. Loks er í þriðjalagi liður vegna úttekta að fjárhæð 25.000 krónur fyrir hverja og er miðað viðað þær hafi verið samtals 66 að tölu. Þessi liður nemur því 1.650.000 krónum.Alls nema því reikningarnir 11.681.150 krónum og að viðbættum virðisaukaskattiað fjárhæð 2.807.600 krónur nema þeir samtals 14.488.750 krónum.Í gögnum málsins er ódagsett yfirlit áfrýjanda yfir úttektir vegnaframkvæmda að Unnargrund. Samkvæmt því var gert ráð fyrir úttektum vegna sökkla,lagna í grunni, botnplatna, veggjasteypu, stoðveggja, lagna utan húss, hita- ogneysluvatnslagna, þakvirkis, einangrunar og rakavarnar, gólfhitalagna, vinkla fyrirklæðningu og við fokheldi. Á yfirlitinu kemur fram að Hans Ragnar Þorsteinssonhafi mætt við 80 af þeim 250 úttektum sem var lokið.IVÁfrýjandi heldur því fram að með hinum áfrýjaða dómi hafi ekki verið tekinafstaða til þeirrar málsástæðu hans að fjárkrafa stefnda á hendur sér hafifallið niður fyrir tómlæti. Annmarki af því tagi hefði þau áhrif að dómurinnyrði ómerktur án kröfu og málinu vísað aftur til meðferðar fyrir Landsrétti.Skiptir því ekki máli þótt áfrýjandi geri ekki þá kröfu, eins og lá beint við,fyrst hann hreyfir þessari málsástæðu. Í greinargerð áfrýjanda í héraði og fyrir Landsrétti var vísað til þess aðstefndi hefði fyrst gert sér reikninga 15. nóvember 2017, þegar tæpir 16mánuðir voru liðnir frá því verkið hófst 25. júlí 2016, þótt hann hefði lagt útfyrir umtalsverðum kostnaði vegna trygginga. Á þeim tíma hefði verktakinn, SSHús ehf., glímt við erfiða fjárhagsstöðu og Hans Ragnari Þorsteinssyni veriðsagt upp störfum hjá honum nokkru áður eða 31. október 2017. Í kjölfarið hefðistefndi, sem væri félag í eigu Hans Ragnars, gripið til þess ráðs að beinakröfum sínum að áfrýjanda. Taldi áfrýjandi að ráða mætti af þessu að ekkertsamningssamband hefði stofnast á milli aðila. Samkvæmt þessu taldi áfrýjandi aðþetta tómlæti hefði áhrif við mat á því hvort sannað væri að komist hefði ásamningur milli aðila um þjónustu stefnda í þágu áfrýjanda. Aftur á móti fólstekki í þessu sú málsástæða að stefndi hefði fyrir tómlæti glatað kröfu sinni efhún hefði á annað borð stofnast. Þar sem þessari málsástæðu var hvorki tefltfram í héraði né fyrir Landsrétti kom hún ekki til úrlausnar í hinum áfrýjaðadómi. Af sömu ástæðu kemur þessi nýja málsástæða ekki til úrlausnar hér fyrirdómi, sbr. 2. mgr. 187. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.2Áfrýjandi krefst sýknu af kröfu stefnda á þeim grunni að skriflegursamningur hafi ekki verið gerður milli aðila um byggingarstjórn stefnda. Tilstuðnings þessu vísar áfrýjandi til 2. mgr. 27. gr. laga nr. 160/2010 ummannvirki, en þar segir að byggingarstjóri starfi í umboði eiganda viðmannvirkjagerð samkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi við hann. Þaðsama kemur fram í 2. mgr. 4.7.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Helduráfrýjandi því fram að samningur um byggingarstjórn komist ekki á nema fylgt séþeirri formkröfu að gera hann skriflega. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafnakröfu stefnda á hendur sér um greiðslu fyrir byggingarstjórnina.Í samningarétti gildir sú meginregla að löggerningar eru ekki formbundnir.Af því leiðir að samningur getur komist á hvort sem hann er munnlegur eðaskriflegur. Þessi regla er ólögfest en þó er gert ráð fyrir henni í 3. gr. laganr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Frá reglunni um aðlöggerningar séu óformbundnir gilda undantekningar eftir lögum, samningi, venjueða eðli máls. Þegar samningur er formbundinn verður að meta í hverju tilvikihvaða réttaráhrif það hefur að hann er ekki í því formi sem áskilið er. Þegarum er að ræða lögfesta undantekningu frá umræddri meginreglu verður að virðaréttaráhrifin í ljósi efnis reglunnar, tilgangs hennar og forsögu og eftiratvikum með hliðsjón af því sem kemur fram í lögskýringargögnum. Þannig er ekkifyrir hendi almenn líkindaregla í íslenskum rétti um réttaráhrifin, en því máþó slá föstu að það heyri til undantekninga að samningur verði talinn með ölluógildur ef ekki er gætt að formkröfum. Verður þá venjulega að gera þá kröfu aðlagaregla orði formkröfu beinlínis sem gildisskilyrði, sbr. 3. gr. laga nr.53/1989 um samningsbundna gerðardóma, 7. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaupog 7. gr. laga nr. 120/2013 um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði íorlofi eða frístundum o.fl. Þó er ekki útilokað að tiltekið form verði taliðfela í sér gildisskilyrði þótt það leiði ekki beint af orðalagi reglunnar, svosem ef rík sjónarmið um neytendavernd leiða til þeirrar niðurstöðu, sbr. 1.mgr. 6. gr. laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn.Svo sem áður greinir segir í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 160/2010 aðbyggingarstjóri starfi í umboði eiganda við mannvirkjagerð samkvæmt skriflegumráðningar- eða verksamningi við hann. Í 3. mgr. 51. gr. eldri skipulags- ogbyggingarlaga nr. 73/1997 sagði aftur á móti að um umboð byggingarstjóra, verksviðhans og ábyrgð gagnvart eiganda byggingarframkvæmda færi eftir samningi þeirraá milli án þess að gerðar væru formkröfur um þann samning. Að þessari breytinguer ekki vikið í lögskýringargögnum með lögum nr. 160/2010. Með hliðsjón af þvíað ekki kemur fram í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 160/2010 að gildi samnings millieiganda við mannvirkjagerð og byggingarstjóra sé komið undir því að hann séskriflegur verður ekki fallist á með áfrýjanda að samningur geti ekki hafakomist á þótt ekki væri gætt að því að gera hann skriflega. Er þá jafnframthaft í huga að rík réttlætisrök mæla gegn því að eigandi geti komist hjá því aðgreiða þóknun fyrir veitta þjónustu af þeirri ástæðu einni. Af þessum sökumverður ekki fallist á þessa málsástæðu áfrýjanda.3Áfrýjandi reisir sýknukröfu sínaeinnig á því að verktakinn, SS Hús ehf., hafi borið ábyrgð á og tekið að sér aðgreiða stefnda endurgjald fyrir þjónustu stefnda við byggingarstjórnina. Svosem áður er komið fram var gert ráð fyrir því í útboðs- og samningsskilmálum,sem leggja átti til grundvallar við framkvæmdirnar, að verktaki ætti aðtilnefna byggingarstjóra. Aftur á móti kemur ekkert fram í verksamningi stefndavið SS Hús ehf. 19. september 2016 eða útboðsgögnum að kostnaður viðbyggingarstjórn hafi verið innifalinn í verklaunum. Það fyrirkomulag aðverktaki greiddi fyrir byggingarstjórn hefði verið illsamrýmanlegt þvíhlutverki byggingarstjóra eftir 2. mgr. 27. gr. laga nr. 160/2010 að verafaglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfa í umboði hans. Er þessþá að gæta að þetta felur meðal annars í sér að byggingarstjóra ber að gætahagsmuna eiganda gagnvart verktaka við mannvirkjagerð. Verður síður talið að þettalögbundna eftirlit geti þjónað tilgangi sínum ef verktaki velur ekki aðeinsbyggingarstjóra heldur greiðir honum einnig fyrir þjónustu sína. Í öllu falli hefðiþurft að semja þannig beinlíns, ef þetta átti að koma til álita, og þegar afþeirri ástæðu verður þessari málsástæðu áfrýjanda hafnað.Með umboðum eiganda til byggingarstjóra 26. júlí 2016 óskaði áfrýjandieftir að stefndi yrði byggingarstjóri vegna húsanna sem reist voru aðUnnargrund. Verður því að leggja til grundvallar að hann hafi ráðið stefnda tilverksins þannig að til samnings hafi stofnast milli þeirra. Gat engu breytt íþví tilliti þótt til hafi staðið að þessum umboðum yrði framvísað tilbyggingarfulltrúa til að byggingarleyfi yrði veitt, sbr. 1. mgr. 27. gr. laganr. 160/2010, enda naut áfrýjandi þjónustunnar af hendi stefnda og hefur ekkileitt í ljós að á henni hafi verið neinir þeir annmarkar að hún hafi ekki komiðhonum að notum. Þá verður ekki fallist á með stefnda að það bendi til að ekkihafi stofnast samningur milli aðila þótt einhver dráttur hafi orðið á því aðstefndi gerði áfrýjanda reikninga fyrir þjónustu sína. Samkvæmt þessu baráfrýjanda að greiða stefnda endurgjald fyrir veitta þjónustu og verður ísamræmi við meginreglu kröfuréttar að miða við uppsett verð, enda hefuráfrýjandi ekki leitt í ljós að það sé ósanngjarnt. Þetta hefur verið nefntreglan um hið réttláta verð (pretium justium), en hún kemur fram í lokamálslið45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og 28. gr. laga nr. 42/2000 umþjónustukaup. Í samræmi við þetta verður staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaðadóms að taka kröfu stefnda til greina, auk dráttarvaxta, þó með þeirrileiðréttingu að virðisaukaskattur vegna eins liðar í reikningum hans erofreiknaður um 4.125 krónur.Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað verða staðfest. Áfrýjanda verðurgert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Áfrýjandi,Byggingarsamvinnufélag eldri borgara í Garðabæ, greiði stefnda, Verktaka nr. 16ehf., 14.484.625 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 15. desember 2017 til greiðsludags.Ákvæði hinsáfrýjaða dóms um málskostnað eru staðfest.Áfrýjandi greiðistefnda 1.000.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.DómurLandsréttar 31. maí 2019.Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir,Kristbjörg Stephensen ogSigurður Tómas Magnússon.Málsmeðferðog dómkröfur aðila. Áfrýjandi skaut málinu tilLandsréttar 1. nóvember 2018. Áfrýjað er dómi HéraðsdómsReykjaness 5. október 2018 ímálinu nr. E-160/2018.2. Áfrýjandi krefst þess aðhinum áfrýjaða dómi verði hrundið og að stefnda verði gert að greiða áfrýjanda14.488.750 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001um vexti og verðtryggingu frá 15. desember 2017 til greiðsludags. Þá er krafistmálskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti.3. Stefndi krefststaðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4. Vitnið Sigurþór Sigurðsson,fyrrum fyrirsvarsmaður SS húsa ehf. og Björn Ingi Sveinsson, fyrirsvarsmaðureftirlitsaðila stefnda, gáfu skýrslu við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti.Niðurstaða5. Málavextir eru raktir í héraðsdómi. Eins og þarkemur fram og er ágreiningslaust undirritaði stefndi 26. júlí 2016 sjösamhljóða umboð eiganda fasteignanna Unnargrund 1-9, 11-17, 19-23, 25-33, 4-8,10-14 og 16-18 til áfrýjanda um að hann tæki að sér að vera byggingarstjóri.Sama dag var byggingarfulltrúa Garðabæjar tilkynnt að Hans Ragnar Þorsteinssonhúsasmíðameistari hefði verið ráðinn byggingarstjóri og tæki að sér að veraframkvæmdastjóri við ofangreindar byggingar, ráða iðnmeistara eða samþykkjaráðningu þeirra og bera ábyrgð á að framkvæmdir yrðu í samræmi við samþykktauppdrætti, lög og reglugerðir, sbr. 27. og 28. gr. laga nr. 160/2010 ummannvirki. 6. Samkvæmt framansögðu liggurfyrir að stefndi samþykkti áfrýjanda sem byggingarstjóra og með því tókáfrýjandi á sig skyldur sem því fylgdu. Þrátt fyrir ákvæði fyrrgreindrar 27.gr. laga nr. 160/2010, þar sem kveðið er á um að byggingarstjóri sé faglegurfulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og starfi í umboði hans samkvæmt skriflegumráðningar- eða verksamningi við eiganda, gerðu aðilar ekki með sér slíkansamning. Vinna áfrýjanda var sannanlega unnin í þágu stefnda og ekki liggurannað fyrir en að sú vinna hafi gagnast honum. Ekki er unnt að líta svo á aðstefndi hafi mátt ætla að þjónusta áfrýjanda yrði látin í té endurgjaldslausteða að hún væri innifalin í útboðs- og samningsskilmálum milli stefnda ogverktakans SS húsa ehf., en þar er hvergi vikið að þessari þjónustu eðagreiðslu fyrir hana. Samkvæmt því og með vísan til þeirrar meginreglu sem framkemur í 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup verður fallist á fjárkröfuáfrýjanda eins og hún er fram sett. 7. Stefnda verður gert aðgreiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og greinir ídómsorði. Dómsorð:Stefndi,Byggingarsamvinnufélag eldri borgara í Garðabæ, greiði áfrýjanda, Verktaka nr.16 ehf., 14.488.750 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr.38/2001 frá 15. desember 2017 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjandasamtals 1.800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. HéraðsdómsReykjaness 5. október 2018Mál þetta sem var dómtekið 12. september 2018,er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness með stefnu birtri 13. febrúar 2018.Stefnandi er Verktaki nr. 16 ehf., kt.630713-0990, Básenda 10, Reykjavík. Stefndi er Byggingarsamvinnufélag eldriborgara í Garðabæ, kt. 570308-0760, Strikinu 8, Garðabæ.Stefnandi krefst þess að stefndi verðidæmdur til að greiða stefnanda 14.488.750 krónur ásamt dráttarvöxtum skv. III.kafla vaxtalaga nr. 38/2001, frá 15. desember 2017 til greiðsludags. Þá krefststefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda að mati dómsins.Stefndi krefst þess að hann verði sýknaðuraf öllum kröfum stefnanda. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefnandasamkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti eða að mati dómsins.IMálsatvikStefndi fékk leyfi til byggingar 25 raðhúsa,svonefndra keðjuhúsa, við Unnargrund í Garðabæ. Auglýst var útboð ábyggingarframkvæmdum og varð verktakafyrirtækið SS Hús ehf. lægstbjóðandi.Ákveðið var á fundi félagsmanna stefnda þann 15. júní 2016 að ganga tilsamninga við SS Hús ehf.Í útboðs- ogsamningsskilmálum, sem eru frá maí 2016, er tiltekið í gr. 0.8.8 að verktakiskuli tilnefna byggingarstjóra. Af hálfu SS Húsa ehf. var tilnefndur HansRagnar Þorsteinsson húsasmíðameistari. Stefndi ritaði undir eyðublöð tilbyggingarfulltrúa Garðabæjar, „Umboð eigenda til byggingarstjóra“, dags. 26.júlí 2016. Þar kemur fram að stefndi óski eftir því að stefnandi, Verktaki nr.16 ehf., verði byggingarstjóri, en það er félag í eigu Hans RagnarsÞorsteinssonar. Sama dag undirritar Hans Ragnar f.h. stefnanda eyðublaðbyggingarfulltrúa Garðabæjar, „Uppáskrift byggingarstjóra sem fyrirtæki“. Meðumboði, dags. 22. nóvember 2016, veitti stefnandi öðrum aðila, KristniArnarsyni, umboð til þess að starfa sem fulltrúi stefnanda sem byggingarstjóri,í fjarveru Hans Ragnars.Verksamningur um framkvæmdir húsanna varundirritaður þann 21. september 2016, á milli stefnda og SS Húsa ehf. Í 2. gr.þess samnings kemur meðal annars fram að verkið skuli unnið í samræmi viðútboðsgögn eins og þau séu tilgreind í grein 0.3.1 í útboðs- og samningsskilmálum.Þann 15. nóvember 2017 sendi stefnandistefnda umþrætta reikninga málsins þar sem hann krefur stefnda um greiðslufyrir byggingarstjórn vegna byggingar húsanna. Í tölvupósti fyrirsvarsmannsstefnda, Björns Inga Sveinssonar, dags. 16. nóvember 2017, kemur meðal annarsfram: „Sæll Hans Ragnar. Þessir reikningar verða ekki greiddir að óbreyttu ...Hins vegar er ég alveg tilbúinn til að semja við þig um lyktir þessa máls áþeim nótum að þú fáir greitt fyrir það sem þú hefur gert.“ Með tölvupósti fyrirsvarsmanns stefnda tillögmanns stefnanda, dags. 23. nóvember 2017, er óskað eftir afritum ýmissagagna, svo sem af samningi Hans Ragnars við stefnda, úttektarskýrslum,tryggingarskilmálum stefnanda auk skráninga í gæðahandbók verkefnisins. Ítölvupósti, dags. 24. nóvember 2017, spyr lögmaður stefnanda fyrirsvarsmannstefnda hvort ekki sé hægt að einfalda málið með því ap stefndi komi meðtillögu að því hvað hann telji eðlilegt að greiða fyrir byggingarstjórn. Meðbréfi frá lögmanni stefnda, dags. 27. nóvember 2017, kemur fram að stefndihafni alfarið greiðsluskyldu. Hefði stefndi enga milligöngu haft um að útvegabyggingarstjóra og engan samning gert við stefnanda um það og verði stefnandiað beina kröfum sínum að SS Húsum ehf. Það félag var tekið til gjaldþrotaskipta10. janúar 2018.Í málinu liggja meðal annars fyrirumstefndir sjö reikningar sem stefnukrafa málsins byggist á, verksamningur umUnnargrund, dags. 21. september 2016, útboðs- og samningsskilmálar frá maí2016, sjö umboð eigenda til byggingarstjóra, dags. 26. júlí 2016, úttektir ogyfirlit úttekta byggingarstjóra, beiðnir um fokheldisvottorð,vátryggingarskírteini byggingarstjóra, auk nefndra tölvupósta og bréfaskrifta. Við aðalmeðferð málsins gaf Hans RagnarÞorsteinsson aðilaskýrslu.IIMálsástæður oglagarök stefnandaStefnandi byggir á því að stefndi hafi, meðósk sinni um að stefnandi yrði byggingarstjóri, skuldbundið sig til að greiðahonum fyrir þá byggingarstjórn. Hafi stefnandi sent stefnda reikninga, dagsetta15. nóvember 2017, sem stefndi hafi ekki greitt. Þá hafi stefndi jafnframtlofað að greiða umstefnda reikninga, samanber tölvupóst Björns Inga Sveinssonarverkefnisstjóra stefnda, dags. 16. nóvember 2017, til Hans RagnarsÞorsteinssonar, með orðalaginu: „Þessir reikningar verða ekki greiddir aðóbreyttu.” Þrátt fyrir að stefndi hafi talið að breyta ætti reikningunum hafihann ekki komið með neina tillögu þar að lútandi. Stefnandi segir ástæðu þessarar málshöfðunarþá að hann hafi ekki fengið fyrrgreinda reikninga greidda en þeir væru að hlutatil útlagður kostnaður vegna starfa sem stefndi hafi óskað eftir að stefnandisæi um. Stefnandi bendir á að með þeim samningum,sem felist í umboðum stefnda til stefnanda sem byggingarstjóra, hafi stefndióskað eftir því að stefnandi gerðist byggingarstjóri. Stefndi, eigandi húsanna,hafi skrifað undir umboð þar sem fram komi að stefnandi sé byggingarstjórivegna húsanna að Unnargrund í samræmi við ósk stefnda. Undir umboðin skrifiBjörn Ingi Sveinsson, verkefnisstjóri stefnda, en undir uppáskriftbyggingarstjóra skrifi Hans Ragnar Þorsteinsson f.h. stefnanda. Afframangreindu sé ljóst að um greiðsluskyldu sé að ræða. Stefndi hafi óskaðeftir að stefnandi sæi um byggingarstjórn og stefnda megi vera það ljóst aðstefnandi hafi ekki annast byggingarstjórn í sjálfboðavinnu. Mál þetta sé þessvegna meðal annars byggt á því að undirskrift stefnda undir framangreind umboðhafi falið í sér greiðsluskyldu stefnda vegna byggingarstjórnar stefnanda.Stefnandi bendir á að í 2. mgr. 27. gr. lagaum mannvirki nr. 160/2010 segi að byggingarstjóri starfi í umboði eigandasamkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi. Stefndi sem eigandi hafi ekkitalið þörf á að gera frekari skriflega samninga við stefnanda sembyggingarstjóra en fram komi í umboðunum. Hvort stefndi hafi talið að með þessukæmist hann hjá greiðslu til stefnanda sé ekki ljóst en í þessu máli hafiaðilar ekki samið um verð fyrir byggingarstjórn. Við slíkar aðstæður beri aðgreiða eftir þeirri grunnreglu sem komi fram í 45. gr. laga um lausafjárkaupnr. 50/2000 sem feli það í sér að greiða skuli það verð sem sé uppsett, enda séverðið ekki ósanngjarnt. Sönnunarbyrði fyrir því að verð sé ósanngjarnt hvíli áþeim sem slíku haldi fram. Það einkennilega sé þó að þrátt fyrir að stefndihafi ekki talið þörf á að gera annan skriflegan samning við stefnanda enundirrituð umboð til hans þá hafi Björn Ingi Sveinsson beðið um afrit afsamningi Hans Ragnars Þorsteinssonar við Byggingarsamvinnufélag eldri borgara íGarðabæ þar sem komi fram upplýsingar um hlutverk hans og starfssvið, aukkjara. Þetta verði að teljast einkennileg beiðni þar sem Björn Ingi Sveinssonstarfi sem verkefnisstjóri fyrir stefnda, og hafi að öllum líkindum þaðhlutverk að gera slíka samninga fyrir hönd stefnda.Stefnandi mótmælir staðhæfingu stefnda um aðstefnandi hafi aldrei verið á framkvæmdarstað, enda sýni framlagðar úttektirfram á annað með skýrum hætti, og einnig framlögð dómskjöl þar sem óskað séeftir fokheldisúttektum. Auk framangreindra úttekta hafi stefnandi komið íeftirlitsferðir þegar hann hafi talið þörf á því. Rangt sé að stefnandi hafiekki séð húsin og kannast stefnandi ekki við að byggingarfulltrúi hafi haft orðá þessu. Jafnvel þótt svo væri þá skipti það engu máli þar sem framangreindarúttektir sýni annað. Ef stefndi telji að framangreint réttlæti að reikningarnirséu ósanngjarnir þá hafi það sjónarmið verið hrakið.Um ábyrgð og verksvið byggingarstjóra bendirstefnandi á 29. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 sem og byggingarreglugerðnr. 112/2012, grein 4.7.7. Þar komi fram að ábyrgð og verksvið byggingarstjórasé töluvert. Ef tjón yrði í öllum húsum þeim sem þetta mál fjalli um gæti eigináhætta, sjálfsábyrgð byggingarstjóra, þ.e. stefnanda, orðið frá 3.458.000krónum til 9.779.000 króna. Fjárhagsleg ábyrgð geti því verið töluverð hjábyggingarstjóra, sem beri að reikna inn í þóknun hans.Stefnandi bendir á að skv. 5. mgr. 28. gr.laga nr. 160/2010 geti fyrirtæki og stofnanir í eigin nafni borið ábyrgð sembyggingastjórar við mannvirkjagerð, enda starfi þar maður við byggingarstjórnsem hafi starfsleyfi til að annast umsjón slíkra framkvæmda. Í athugasemdum meðframangreindri grein í því frumvarpi sem hafi orðið að nefndum lögum segi aðtilgangur með greininni sé að takmarka persónulega ábyrgð einstaklings semstarfi hjá byggingarfyrirtæki. Ábyrgð einstaklings sétalin vera fyrir hendi en takmörkuð að einhverju leyti. Auk þess sé það svo aðpersónulega skipti það Hans Ragnar Þorsteinsson máli hvort tjón verði vegnaþess að hann er sá starfsmaður sem eigi að annast byggingarstjórn fyrir höndstefnanda, og ef tjón verði þar sem hann starfi sem byggingarstjóri sé hætta áað iðgjöld vegna byggingarstjóratrygginga verði hærri en ella, auk þess semerfitt gæti reynst fyrir hann að fá slíka tryggingu sem myndi skerða aflahæfi hans.Ábyrgð hans sé þess vegna töluverð. Allt tal um ábyrgðarleysi byggingarstjórasé þess vegna rangt.Stefnandi kveður kröfufjárhæðina verasamtölu reikninga hans vegna byggingarstjóra fyrir stefnda, sbr. neðangreindatöflu, þar sem einnig komi fram greidd iðgjöld sem stefnandi hafi greitt vegnaþeirra húsa sem stefndi sé að byggja. Hús Fjárhæð IðgjaldUnnargrund 1-3-5-7-9, dskj. nr. 17 3.045.725 874.985Unnargrund 11-13-15-17-19, dskj. nr. 18 2.455.180 699.984Unnargrund 19-21-23, dskj. nr. 19 1.554.635 524.994Unnargrund 25-27-29-31-33, dskj. nr. 20 2.642.725 874.985Unnargrund 4-6-8, dskj. nr. 21 1.864.635 524.994Unnargrund 10-12-14, dskj. nr. 22 1.837.760 524.994Unnargrund 16-18,dskj. nr. 23 1.088.090 349.996Samtals 14.488.750 4.374.932Auk framangreinds þurfi stefnandi að greiðavirðisaukaskatt, 2.737.475 krónur, vegna umrædds verkefnis. Stefnandi hafi þessvegna orðið fyrir miklum útgjöldum vegna þess að hann gerðist byggingarstjórifyrir stefnda. Stefnandi leggi einungis 15% ofan á tryggingaiðgjöld sem verðiað telja mjög lága fjárhæð miðað við áhættuna að fá ekki kostnað vegna þeirragreiddan. Kostnaður vegna úttekta komi fram á reikningum og sé hver úttektreiknuð á 25.000 krónur auk virðisaukaskatts sem verði að telja mjögsanngjarnt, þar sem ekki sé óvarlegt að áætla að í slíka úttekt fari ein oghálf til tvær klukkustundir, auk kostnaðar við akstur. Eftir standi þá áreikningum stefnanda liður sem nefnist byggingarstjórn, ábyrgð og uppáskrift.Samtals hljóði reikningar stefnanda upp á 5.200.000 krónur vegna þess liðar aukvirðisaukaskatts. Um sé að ræða 25 raðhús sem geri 208.000 krónur á hvert hús. Um lagarök vísarstefnandi til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála varðandi stefnugerð,dómkröfur og gerð stefnu. Um varnarþing og þinghá er vísað til 8. tl. 1. mgr.3. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 og 1. mgr. 33. gr. laga um meðferðeinkamála nr. 91/1991. Um aðild máls er vísað til 1. mgr. 16. gr. laga ummeðferð einkamála. Um fyrirsvar er vísað til 4. mgr. 17.gr. laga um meðferð einkamála. Um dómkröfu, lið eitt, er vísað til meginreglukröfuréttar, samanber 45. gr. laga nr. 5/2000 um lausafjárkaup um að verkkaupaberi að greiða sanngjarnt verð, og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti ogverðtryggingu að því er varði dráttarvaxtakröfu. Um málskostnaðarkröfu er vísaðfyrst og fremst til 129. og 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Umábyrgð og störf byggingarstjóra er vísað til laga um mannvirki nr. 160/2010,fyrst og fremst 29. gr. þeirra laga. Í samræmi við f-lið 1. mgr. 80. gr. lagaum meðferð einkamála sé hér um að ræða tilvísun til þeirra helstu lagaákvæðasem stefnandi telji eiga við en að sjálfsögðu dæmi dómendur eftir lögum,samanber 61. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.IIIMálsástæður oglagarök stefndaStefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnandaog hafnar alfarið greiðsluskyldu í málinu. Að mati stefnda sé málatilbúnaðurstefnanda algerlega tilhæfulaus og í mörgum atriðum beinlínis villandi. Stefndi kveður ekkert samningssamband veramilli aðila þessa máls. Við útboð stefnda í maí 2016 hafi verið gert ráð fyrirþví að bjóðendur tilnefndu byggingarstjóra, sbr. gr. 0.8.8 í útboðs- ogsamningsskilmálum. Byggingarstjórn hafi því frá upphafi verið ætlað að vera áhendi bjóðenda og á þeirra ábyrgð. Bjóðendur hafi því haft færi á að reiknakostnað vegna byggingarstjórnar inn í heildartilboð sitt í útboðinu. HansRagnar Þorsteinsson hafi sem starfsmaður SS Húsa ehf. verið tilnefndur affyrirtækinu til að sinna byggingarstjórn við verkið, og stefnandi, sem værifyrirtæki á hans vegum, skráður byggingarstjóri. Af þeim sökum hafi stefndiengan ráðningar- eða verksamning gert við stefnanda eða Hans Ragnar, hvorkimunnlegan né skriflegan, enda hafi stefnandi engan slíkan samning lagt fram ímálinu. Stefnanda beri því með réttu að beina kröfum sínum vegna þóknunar fyrirbyggingarstjórn að SS Húsum ehf. sem hafi verið verktaki við framkvæmdirnar ogvinnuveitandi Hans Ragnars Þorsteinssonar þegar hann sinnti byggingarstjórnverksins. Þess megi og geta að forsvarsmaður og eigandi stefnanda, Hans Ragnar,hafi nú þegar gætt hagsmuna sinna að þessu leyti með því að lýsa kröfu íþrotabú SS Húsa ehf. vegna vangoldinna launa. Stefndi sé því ekki réttur aðiliað þessu máli, sbr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hins vegarhafi stefndi hugboð um að málshöfðun þessi helgist af því að stefnandi teljimeð öllu útilokað að kröfur hans eða forsvarsmanns félagsins fáist nokkurn tímagreiddar úr búi SS Húsa ehf. Af þeim sökum sé reynt með öllu móti að fá þessafjármuni annars staðar frá, svo sem með málsókn þessari. Stefndi bendir á að engir reikningar hafiborist frá stefnanda eða fyrirsvarsmanni hans frá því að framkvæmdir hófust viðUnnargrund þar til 15. nóvember 2017, þrátt fyrir að stefnandi hafi t.a.m.orðið fyrir miklum iðgjaldakostnaði samkvæmt framlögðum gögnum. Eins og fyrrsegi hafi vinnuveitandi Hans Ragnars, SS Hús ehf., þá verið kominn í alvarleggreiðsluvandræði og Hans Ragnari þá verið sagt upp störfum nokkru fyrr. Íkjölfar alls þessa hafi Hans Ragnar, f.h. stefnanda, fyrst talið tilefni til aðkrefja stefnda um greiðslur en þá voru um 16 mánuðir liðnir frá því að verkiðhófst. Endurspegli þetta bersýnilega að ekkert samningssamband hafi verið milliaðila þessa máls. Á stefnanda hvíli að sýna fram á að samningssamband sé tilstaðar milli aðila og hafi stefnandi með engu móti axlað þá sönnunarbyrði. Þáhafi stefndi skýrlega hafnað greiðsluskyldu á fyrri stigum málsins og hafnistefndi alfarið þeim málatilbúnaði stefnanda að stefndi hafi viðurkenntgreiðsluskyldu sína í málinu. Stefndi bendir á að Hans Ragnar séfyrirsvarsmaður stefnanda og enginn nýgræðingur á sviði byggingarstjórnar. Hannhafi sinnt fjölda verkefna á þessu sviði með áralanga reynslu og þekkingu afbyggingarstjórn og regluverki því tengd. Því standi það honum næst að afla séreða fyrirtæki sínu skriflegs ráðningar- eða verksamnings við eigendur þar semhann sinni byggingarstjórn, telji hann að á eigendum hvíli greiðsluskylda fyrirstörfin. Samningsgerð af þessu tagi sé grundvallarforsenda í viðskiptum á þessusviði og komi skýrlega fram í gr. 4.7.1. byggingarreglugerð nr. 112/2012 aðbyggingarstjóri starfi í umboði eiganda samkvæmt skriflegum ráðningar- eðaverksamningi. Sú staðreynd að Hans Ragnar hafi aldrei gengið eftir því aðstefndi gerði við hann eða stefnanda ráðningar- eða verksamning umbyggingarstjórn styðji eindregið að hann hafi ávallt gengið út frá því að SSHús ehf. hafi verið vinnuveitandi hans og bæri kostnað af störfum hans. SS Húsehf. hafi enda greitt honum föst mánaðarlaun auk óreglulegra og óútskýrðarviðbótargreiðslna þann tíma er SS Hús ehf. fór með verkið þar til félagið fór íþrot. Þá liggi auk þess fyrir ýmsar greiðslur frá SS Húsum ehf. til stefnanda áverktíma.Stefndi hafnar þeirri málsástæðu stefnandaað samningur hafi komist á milli aðila með undirritun á skjöl, „Umboð eigandatil byggingarstjóra“, og send hafi verið til byggingarfulltrúans í Garðabæ 26.júlí 2016. Í skjölunum felist að mati stefnda aðeins að eigandi staðfesti viðopinber yfirvöld að hann hafi vitneskju um að tiltekinn aðili fari meðbyggingarstjórn verkframkvæmda á hans vegum. Síðar hafi skjali þessu verið breytt af yfirvöldum og beri nú heitið„Beiðni um skráningu á byggingarstjóra“. Umboðið sé í samræmi við lög nr.160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012 um að byggingarstjóriskuli starfa við verkframkvæmdir og gæta þar hagsmuna eiganda. Sé sústaðfesting skilyrði þess að byggingarleyfi verði gefið út. Ekki felist ískjalinu ráðningar- eða verksamningur milli eiganda og byggingarstjóra. Það séalfarið undir aðilum komið hvernig þeir hagi sínum málum varðandi kaup og kjörfyrir byggingarstjórn og starfslýsingu byggingarstjóra. Enginn samningur hafiverið gerður milli aðila málsins heldur liggi þvert á móti fyrir aðráðningarsamband hafi verið milli Hans Ragnars Þorsteinssonar og SS Húsa ehf.Stefnandi sé félag sem haldi utan um byggingarstjórn Hans Ragnars og hlífihonum við því tjóni sem gæti leitt af starfsemi hans. Sé það eina aðkomastefnanda að málinu. Um þá málsástæðu stefnanda að 45. gr. laganr. 50/2000 um lausafjárkaup skapi honum rétt í málinu til uppsetts verðssamkvæmt reikningum hans frá 15. nóvember 2017 vísar stefndi til þess aðákvæðið komi aðeins til álita þegar fyrir liggi að samningur hafi verið gerðurmilli aðila. Sem fyrr segi hafi enginn slíkur samningur verið gerður og því séureikningar stefnanda ekki aðeins rangir eða ósanngjarnir, heldur með öllutilhæfulausir. Stefndi bendir á að fyrir liggi að byggingarstjórnverksins hafi verið framvísað til Kristins Arnarsonar, verkefnastjóra SS húsaehf., með umboði sem ritað sé á bréfsefni SS Húsa ehf. Enginn skriflegurráðningar- eða verksamningur hafi verið gerður milli stefnda og hins nýjabyggingarstjóra, enda hafi sá aðili einnig verið starfsmaður og launþegi SSHúsa ehf. Nefndur Kristinn hafi sinnt byggingarstjórn verksins að veruleguleyti á verktímanum og sýni gögn málsins ljóslega að Kristinn hafi komið aðmeirihluta úttekta á svæðinu. Hans Ragnar hafi hins vegar aðeins komið að um30% úttekta. Sem fyrr segi hafi stefndi ekki haft vitneskju um þetta umboð,hafi ekki komið að gerð þess og hafi ekki verið spurður álits á því aðbyggingarstjórn verksins yrði framvísað með þessum hætti. Aðkoma stefnda aðþessari framvísun byggingarstjórnar hafi enda verið óþörf því að það hafialfarið verið undir SS Húsum ehf. komið að sinna byggingarstjórn. Þettafyrirkomulag sýni vel að það hafi verið starfsmenn SS húsa ehf. sem önnuðustbyggingarstjórn verksins. Með vísan til alls framangreinds beri að sýknastefnda af öllum kröfum stefnanda. Um lagarök er vísað til 16. gr. laga nr.91/1991 um meðferð einkamála. Þá vísast til laga nr. 160/2010 um mannvirki ogbyggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum. Þá er vísað tilmeginreglna samninga- og kröfuréttar. Málskostnaðarkrafa styðst við 1. mgr.130. gr. laga nr. 91/1991.IVForsendur ogniðurstöðurÁgreiningur málsins snýr að því hvortráðningar- eða verksamningur um byggingarstjórn hafi komist á milli aðila. Stefnandibyggir á því að með undirritun stefnda á umboð til stefnanda hafi komist áskriflegur samningur, og að í tölvupósti fyrirsvarsmanns stefnda, dags. 16.nóvember 2017, hafi falist viðurkenning á greiðsluskyldu. Stefndi hafnar því aðnokkur samningur hafi verið gerður milli aðila þessa máls, og sé nefndurtölvupóstur ekki viðurkenning á greiðsluskyldu.Staðreynt er að þann 26. júlí 2016undirritaði stefndi sjö samhljóða „Umboð eiganda til byggingarstjóra“. Íútboðs- og samningsskilmálum um verkið segir í grein 0.8.8 að verktaki skulitilnefna byggingarstjóra í samræmi við grein 4.7 í byggingarreglugerð. SS Húsehf. tilnefndi Hans Ragnar Þorsteinsson húsasmíðameistara sem byggingarstjóra.Upplýst er að Hans Ragnar var launamaður hjá SS Húsum ehf. og var á launaskráþess félags við byggingu húsanna. Í 27. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirkisegir að byggingarstjóri sé faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð, ogstarfi í umboði hans samkvæmt skriflegum ráðningar- eða verksamningi viðeiganda. Efnislega kemur það sama fram í kafla 4.7 í byggingarreglugerð nr.112/2012. Samkvæmt sömu ákvæðum verður byggingarleyfi ekki gefið út nema aðfyrir liggi umboð frá eiganda til byggingarstjóra. Stefnda bar af því tilefniað veita stefnanda „Umboð eiganda til byggingarstjóra“. Umboðin eru rituð ástaðlað eyðublað byggingarfulltrúa Garðabæjar, og ritar fyrirsvarsmaður stefndaeinn undir þau. Ekki koma aðrar upplýsingar fram á umboðunum en að stefndi óskieftir því að stefnandi verði byggingarstjóri. Um efni umboðanna verður því ekkiannað ráðið en að um sé að ræða staðfestingu á því að stefndi hafi samþykktstefnanda sem byggingarstjóra. Ekki liggja fyrir skriflegir ráðningar- eðaverksamningar á milli stefnanda og stefnda, eins og áskilið er í nefndumákvæðum laga nr. 160/2010 og reglugerðar nr. 112/2012.Fram er komið að stefnandi veitti öðrumaðila, starfsmanni SS Húsa ehf., umboð þann 22. nóvember 2016, sem skrifað er ábréfsefni SS Húsa ehf., til að starfa sem byggingarstjóri við umrædd keðjuhús.Var það gert einhliða af hálfu stefnanda, án nokkurrar aðkomu eða samþykkisstefnda. Þá kom fram í skýrslu fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi að hannhafi engin fagleg samskipti átt við stefnda á þeim tíma sem hann gegndibyggingarstjórastarfinu. Mátti af skýrslu hans ráða að öll samskipti hans umþau málefni hafi verið við yfirmenn hans hjá SS Húsum ehf. Með vísan til framangreinds er það matdómsins að „Umboð eiganda til byggingarstjóra“ verði með engum hætti túlkuð semskriflegir ráðningar- eða verksamningar um byggingarstjórn á milli stefnanda ogstefnda.Byggt er á því af hálfu stefnanda að meðeftirfarandi orðum, sem fram koma í tölvupósti fyrirsvarsmanns stefnda tilfyrirsvarsmanns stefnanda 16. nóvember 2017, hafi falist viðurkenning ágreiðsluskyldu umþrættra reikninga: „Þessir reikningar verða ekki greiddir aðóbreyttu”, og „Hins vegar er ég alveg tilbúinn til að semja við þig um lyktirþessa máls á þeim nótum að þú fáir greitt fyrir það sem þú hefur gert.“ Um skuldbindingargildi framangreinds ber aðmati dómsins að horfa til efnis tölvupóstsins í heild, og þeirra forsendna semþar koma fram. Í upphafi tölvupóstsins kemur fram að reikningar verða ekkigreiddir að óbreyttu. Stefndi rekur síðan að aldrei hafi verið gengið frásamningi milli aðila málsins, og sé ástæða þess sú að skilja megi afsamningsgögnum að kostnaður byggingarstjóra sé hluti af tilboði verktaka.Fyrirsvarsmanni stefnanda, sem hefur mikla reynslu af byggingarstjórn, gat ekkidulist að fyrirsvarsmanni stefnda var samkvæmt þessu ekki ljóst á þeirri stunduhvort á honum hvíldi greiðsluskylda eða ekki. Með vísan til meginreglnasamningaréttar verður ekki á það fallist að með loforði stefnda um að semja áeinhverjum nótum hafi eins og atvikum var háttað falist viðurkenning ágreiðsluskyldu reikninga málsins að fjárhæð 14.488.750 krónur.Eins og að framan er rakið er ósannað aðsamningur sé til staðar um að stefnandi hafi verið í ráðningar- eðaverksambandi við stefnda. Koma því ekki til álita ákvæði 45. gr. laga nr.50/2000 um lausafjárkaup á þann hátt að stefnandi geti krafist rétts eðasanngjarns verðs úr hendi stefnda fyrir vinnu stefnanda sem byggingarstjóri.Með vísan til alls framangreinds verðurstefndi sýknaður af kröfum stefnanda.Eftir framangreindum málsúrslitum og meðvísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verðurstefnanda gert að greiða stefnda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn1.436.850 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti.Bogi Hjálmtýsson kveður upp dóm þennan.Dómsorð:Stefndi, Byggingarsamvinnufélag eldriborgara í Garðabæ, er sýkn af kröfu stefnanda, Verktaka nr. 16 ehf.Stefnandi greiði stefnda 1.436.850 krónur ímálskostnað. |
Mál nr. 11/2011 | Ráðningarsamningur Laun Kjarasamningur Evrópska efnahagssvæðið Sératkvæði | I krafði H ehf. um bakvaktaálag vegna símavaktar, sem henni var gert að sinna í tengslum við vinnu sína fyrir H ehf., auk þess sem hún gerði kröfu um greiðslu bifreiðastyrks á meðan á uppsagnarfresti stóð. Símavaktinni var komið á nokkru eftir að I hóf störf og deildu aðilar um það hvort símavaktin væri hluti af starfsskyldum hennar samkvæmt ráðningarsamningi og starfslýsingu eða hvort um bakvaktir í skilningi kjarasamninga hefði verið að ræða. Var það niðurstaða Hæstaréttar að H ehf. hefði ekki fært sönnur á þá staðhæfingu sína að vinnuskyldan hefði rúmast innan starfsskyldna I samkvæmt ráðningarsamningi. Við breytingu á starfstilhögun I hefði félagið hvorki haft frumkvæði að því að breyta ráðningarsamningi hennar í þá veru að þar kæmi fram að hin breytta tilhögun félli undir starfsskyldur hennar, án þess að greiðsla kæmi fyrir, né greint henni frá því með skriflegum hætti, svo sem áskilið var í kjarasamningi. Var krafa I um greiðslu bakvaktaálags því tekin til greina, en hún lækkuð verulega. Þá féllst Hæstiréttur á það með héraðsdómi að H ehf. skyldi greiða I umsamin bifreiðahlunnindi á uppsagnarfresti. | Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Jón Steinar Gunnlaugsson, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir Stefnda krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Málsatvik eru í stuttu máli þau að 10. maí 2006 hóf stefnda störf sem ræstingarstjóri hjá áfrýjanda samkvæmt skriflegum ráðningarsamningi þeirra á milli 28. apríl sama ár. Í ráðningarsamningnum sagði meðal annars: „Vinnutími starfsmanns er að jafnaði 8 tímar/ dag sem skulu unnir á tímabilinu milli kl. 08:00 og 20:00 alla virka daga en þó þannig að starfsmanni sé gert kleift að vera í miklum og reglulegum samskiptum við starfsmenn sína og viðskiptavini. ... Heildarmánaðarlaun starfsmanns eru kr. 250.000 ... Í mánaðarlaunum eru innifaldar allar greiðslur fyrir vinnu starfsmanns fyrir félagið, sem og hvers konar aukavinnu er tengist starfinu. Framangreindar greiðslur skulu fylgja sömu breytingum er kunna að verða á almennum launum á samningssviði ASÍ og SA. Að öðru leyti skulu kjör taka mið af samningum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur ... Starfsmaður mun fá bifreið til umráða sem er í eigu félagsins vegna ferða sinna í starfi. ... Fyrir árslok 2007 skulu aðilar endurskoða þennan samning almennt þannig að t.d. tengja megi saman laun og ákveðin verkefni starfsmanns.“ Í starfslýsingu, sem undirrituð var af aðilum 28. apríl 2006, samhliða gerð ráðningarsamningsins, sagði meðal annars: „Starfsmaður sér um og ber ábyrgð á eftirtöldum verkefnum og störfum gagnvart framkvæmdastjóra [áfrýjanda]: ... Umsjón afleysinga og fría vegna ... starfsmanna ... Regluleg samskipti við viðskiptavini vegna ræstinganna ... Regluleg samskipti við starfsmenn ræstinga ...“ Óumdeilt er að í ágústmánuði 2006 var tekin upp sú nýja tilhögun af hálfu áfrýjanda að ræstingarstjórum, þar á meðal stefndu, var afhentur farsími í eigu hans, svonefndur vaktsími. Verður ráðið af aðila- og vitnaskýrslum fyrir dómi að ræstingarstjórarnir hafi átt að svara í símann, ef þær kæmu því við, frá klukkan 16 á virkum dögum, eftir að lokað hafði verið fyrir aðgang að skiptiborði á skrifstofu áfrýjanda, til klukkan 8 að morgni, svo og um helgar. Skiptust ræstingarstjórarnir á að svara í símann þannig að hver þeirra tók það að sér eina viku í senn. Svöruðu þær hringingum frá starfsmönnum, sem unnu við ræstingar þegar þeir tilkynntu forföll, en einnig munu þær hafa svarað hringingum frá viðskiptavinum áfrýjanda. Ef til kom höfðu ræstingarstjórarnir samband við þá, sem leysa þurftu starfsmennina af, og í undantekningartilvikum þurftu þær sjálfar að ganga í verkin eða sinna útköllum frá viðskiptavinum. Þrátt fyrir þetta breytta fyrirkomulag var fyrrgreindum ráðningarsamningi stefndu ekki breytt fyrr en 1. nóvember 2006 þegar aðilar sömdu meðal annars svo um að mánaðarlaun hennar skyldu hækka frá 1. október sama ár í 320.000 krónur. Ekki var hins vegar vikið að umræddri símavörslu í síðastgreindum viðauka við ráðningarsamninginn. Ef frá er talin áðurgreind breyting frá 1. október 2006 og breytingar vegna almennra launabreytinga, héldust laun stefndu óbreytt samkvæmt ráðningarsamningi hennar til loka októbermánaðar 2008 þegar áfrýjandi sagði henni upp störfum. Fyrir dómi kvaðst stefnda hafa á starfstíma sínum gert athugasemdir við næsta yfirmann sinn, Sigfríði Birnu Sigmarsdóttur, sem var þjónustu- og starfsmannastjóri áfrýjanda til 2007, vegna þess að sér hafi ekki verið greitt sérstaklega fyrir símavörsluna. Staðfesti Sigfríður Birna það í vitnisburði sínum fyrir dómi og lét þess jafnframt getið að hún hefði oft rætt þetta við Ara Þórðarson, framkvæmdastjóra áfrýjanda. Aðspurður sagðist hann ekki muna eftir því, en gæti þó ekki útilokað það. II Ágreiningur í máli þessu lýtur einkum að því hvort sú breytta tilhögun, sem upp var tekin í ágúst 2006 og lýst er hér að framan, hafi falist í starfsskyldum stefndu samkvæmt upphaflegum ráðningarsamningi 28. apríl 2006 eða hvort um hafi verið að ræða bakvaktir, umfram hinar umsömdu starfsskyldur, sem greiða skyldi sérstaklega fyrir eftir kjarasamningum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, síðar VR og Samtaka atvinnulífsins (SA). Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir helstu málsástæðum og lagarökum aðila að því er þennan ágreining varðar. Í 68. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 2/1993, segir að á sviði vinnulöggjafar skuli samningsaðilar gera nauðsynlegar ráðstafanir, sem tilgreindar séu í XVIII. viðauka við samninginn, til að tryggja góða framkvæmd hans. Í samræmi við þetta samningsákvæði hefur tilskipun Evrópusambandsins nr. 91/533/EBE um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi tekið gildi hér á landi, sbr. auglýsingu félagsmálaráðuneytisins nr. 503/1997. Í auglýsingunni er tekið fram að ákvæðum tilskipunarinnar hafi verið hrint í framkvæmd með kjarasamningum aðildarsamtaka vinnumarkaðarins og teljist ákvæðin lágmarkskjör á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sbr. 5. gr. laga nr. 69/1993. Málsaðilar eru sammála um að laun og önnur ráðningarkjör stefndu skyldu ráðast á hverjum tíma af ákvæðum áðurnefndra kjarasamninga, en þar var annars vegar um að ræða kjarasamning milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og SA, sem gilti frá 2004 til ársloka 2007, og hins vegar kjarasamning milli VR og SA sem tók gildi í ársbyrjun 2008. Í grein 1.10.1 í fyrrgreinda samningnum var mælt svo fyrir að gerður skyldi skriflegur ráðningarsamningur eða ráðning staðfest skriflega ef starfsmaður væri ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og að meðaltali lengur en átta klukkustundir á viku. Samkvæmt 3. tölulið greinar 1.10.4 skyldi meðal annars koma fram í ráðningarsamningi eða staðfestingu ráðningar „eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.“ Þá sagði í grein 1.10.2 að breytingar á ráðningarkjörum, umfram það sem leiddi af lögum eða kjarasamningum, skyldi staðfesta með sama hætti og kveðið væri á um í grein 1.10.1. Þegar áfrýjandi gerði breytingu á starfstilhögun stefndu sem ræstingarstjóra í ágúst 2006 bar honum sem vinnuveitanda að láta það koma skýrt fram gagnvart henni ef ætlun hans væri sú að hin breytta tilhögun félli undir starfsskyldur hennar samkvæmt ráðningarsamningnum 28. apríl 2006. Samkvæmt því bar honum, með vísan til áðurgreindra ákvæða kjarasamningsins, að hafa frumkvæði að því að ráðningarsamningnum yrði breytt í þá veru eða stefndu yrði að minnsta kosti greint skriflega frá því að hin breytta tilhögun félli undir starfsskyldur hennar án þess að sérstök greiðsla kæmi fyrir. Þar sem það var ekki gert ber áfrýjandi sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu sinni að hin breytta starfstilhögun hafi falist í starfsskyldum stefndu samkvæmt ráðningarsamningnum. Áfrýjandi rökstyður þá staðhæfingu einkum með því að í ráðningarsamningnum hafi verið tekið fram að í mánaðarlaunum stefndu væru „innifaldar allar greiðslur fyrir ... hvers konar aukavinnu er tengist starfinu.“ Af hennar hálfu er viðurkennt að með þessu orðalagi hafi verið vísað til tilfallandi aukavinnu utan umsamins vinnutíma, en með því hafi ekki verið átt við viðvarandi starfsskyldu á borð við þá að vera með og svara í vaktsíma áfrýjanda eina viku í senn, enda hafi sú skylda komið til tæpu ári eftir að ráðningarsamningurinn var gerður. Í framburði framkvæmdastjóra áfrýjanda fyrir dómi kom fram að þeim ræstingarstjóra, sem var með farsímann hverju sinni, þar á meðal stefndu, hafi verið skylt að svara í símann ef hún kæmi því við. Hafi skyldan fyrst og fremst verið í því fólgin að taka við veikindatilkynningum þeirra, sem störfuðu við ræstingu á vegum áfrýjanda, og útvega aðra í þeirra stað. Aðspurður sagði hann að þetta hafi verið nauðsynleg þjónusta. Á hinn bóginn hafi ekki mætt mikið á þeim, sem önnuðust símavörsluna hvert sinn, vegna þess að starfsmenn gátu einnig tilkynnt forföll til þess ræstingarstjóra, sem þeir heyrðu undir, þótt hún væri ekki með umræddan síma þá vikuna. Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram að stefndu hafi ekki borið skylda til þess, fremur en öðrum ræstingarstjórum, að svara í símann eftir klukkan 19 á virkum dögum. Gegn mótmælum stefndu verður ekki talið að áfrýjandi hafi fært sönnur á þessa fullyrðingu, enda á hún sér ekki stoð í gögnum málsins ef frá er talið svar hans við innheimtubréfi sem VR sendi honum fyrir hönd stefndu í aðdraganda þess að mál þetta var höfðað. Verður þannig að ganga út frá því að stefndu hafi verið skylt að vera með símann, svara í hann og grípa eftir atvikum til viðeigandi ráðstafana utan umsamins vinnutíma á virkum dögum, svo og um helgar, þá viku sem þessi skylda hvíldi á henni. Styðst þetta jafnframt við framburð framkvæmdastjóra áfrýjanda fyrir dómi. Þegar allt það er virt, sem að framan greinir, verður ekki litið svo á að áfrýjandi hafi fært sönnur á þá staðhæfingu sína að sú vinnuskylda stefndu, sem hér um ræðir og upp var tekin í ágúst 2006, hafi rúmast innan starfsskyldna hennar samkvæmt ráðningarsamningnum 28. apríl 2006. Verður áfrýjandi samkvæmt framansögðu að bera hallann af þeim sönnunarskorti og er því fallist á þá kröfu stefndu að hún hafi öðlast rétt til sérstakrar greiðslu úr hendi áfrýjanda fyrir að hafa sinnt þessari skyldu. Miðað við það, sem kom fram í aðila- og vitnaskýrslum fyrir dómi og áður er gerð grein fyrir, þykir hún ekki hafa fyrirgert þeim rétti með tómlæti af sinni hálfu. III Krafa stefndu vegna framangreindrar starfsskyldu er reist á því að um hafi verið að ræða bakvaktir í skilningi greinar 2.8 í áðurnefndum kjarasamningum. Er krafan miðuð við að skyldan hafi hvílt á henni fjórðu hverja viku og áfrýjanda hafi borið að greiða henni 33% af umsömdum launum samkvæmt ráðningarsamningi hennar fyrir 16 klukkustundir á virkum dögum, það er frá klukkan 16 til klukkan 8 að morgni, og 24 stundir um helgar. Áfrýjandi hefur krafist lækkunar á kröfu stefndu af ferns konar ástæðum. Í fyrsta lagi hafi skyldan ekki hvílt á henni fjórðu hverja viku, í öðru lagi eigi hún ekki rétt á jafn háu bakvaktaálagi og að framan greinir, í þriðja lagi beri að miða álagið við dagvinnulaun en ekki heildarlaun og loks eigi hún aðeins rétt á að fá greitt slíkt álag utan umsamins vinnutíma. Þótt áfrýjandi hefði mátt setja varakröfu sína fram með skýrari hætti er allra þeirra málsástæðna, sem færðar eru fram fyrir henni, getið í greinargerð hans í héraði. Verður af þeim sökum litið til þeirra við úrlausn málsins. Stefnda heldur því sem fyrr segir fram að henni hafi verið skylt að vera á bakvöktum fjórðu hverja viku þar sem hún hafi sinnt símavörslunni eina viku í senn á móti þremur öðrum ræstingarstjórum áfrýjanda. Hefur áfrýjandi mótmælt þessari staðhæfingu, meðal annars með því að leggja fram yfirlit yfir þá sem gegndu starfi ræstingarstjóra hjá honum frá nóvember 2005 til mars 2009. Samkvæmt því voru ræstingarstjórarnir fjórir rúman þriðjung þess tíma, sem krafa stefndu tekur til, en annars voru þeir fimm eða sex talsins utan einn mánuð þegar þeir voru sjö. Á yfirlitinu kemur ekki fram hvort allir ræstingarstjórarnir hafi staðið bakvaktirnar og að auki bar stefnda og þau tvö vitni, sem voru leidd fyrir dóm í málinu, að einhverjar þeirra hafi ekki tekið að sér símavörsluna. Vegna þess að það stendur áfrýjanda nær en stefndu að sýna fram á hve margir ræstingarstjórar hafi skipt með sér símavörslunni á hans vegum á umræddu tímabili verður ekki talið að hann hafi hrakið fyrrgreinda staðhæfingu hennar. Þar af leiðandi ber að leggja til grundvallar að stefnda hafi átt rétt á að fá greitt bakvaktaálag fjórðu hverja viku þann tíma sem hér um ræðir. Samkvæmt grein 2.8 í áðurnefndum kjarasamningum er bakvöktum lýst þannig að starfsmanni sé „skylt að vera í símasambandi og að sinna útköllum.“ Í greininni er gert ráð fyrir tvenns konar fyrirkomulagi bakvakta þar sem segir: „Fyrir hverja klukkustund á bakvakt þar sem vakthafandi starfsmaður er bundinn heima fær hann greitt sem svarar 33% dagvinnustundar. ... Fyrir bakvakt þar sem ekki er krafist tafarlausra viðbragða af hálfu starfsmanns en hann er tilbúinn til vinnu strax og til hans næst, þá greiðist 16,5% af dagvinnukaupi fyrir hverja klst. á bakvakt.“ Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefndu hafi verið skylt að vera heima þann tíma, sem hún var á bakvöktum, auk þess sem ganga verður út frá því, meðal annars með hliðsjón af yfirlitum yfir símsvörun í vaktsímann hluta þess tíma sem krafa hennar tekur til, að ekki hafi verið krafist tafarlausa viðbragða af hennar hálfu síðla kvölds og um nætur, hvort heldur á virkum dögum eða um helgar. Af þeim sökum þykir stefnda eiga rétt á bakvaktaálagi sem svarar 16,5% af dagvinnulaunum samkvæmt ráðningarsamningi hennar. Í ráðningarsamningnum sagði að vinnutími stefndu skyldi vera að jafnaði átta tímar á dag milli klukkan 8 og 20 alla virka daga. Fyrir þessa vinnu fékk hún greidd heildarmánaðarlaun, eins og það var orðað í samningnum. Samkvæmt áðurnefndum kjarasamningum er greint milli dagvinnu annars vegar og eftir- og yfirvinnu hins vegar. Af ákvæðum þeirra má ljóst vera að umsamin laun stefndu voru ekki eingöngu dagvinnulaun, heldur fólust einnig í þeim laun fyrir eftir- og yfirvinnu, enda þótt ekki væri greint á milli þessa tvenns í ráðningarsamningnum. Af því leiðir að stefnda á ekki rétt á að bakvaktaálag hennar sé miðað við hin umsömdu heildarlaun hennar. Í málatilbúnaði sínum heldur áfrýjandi því fram að eðlilegt sé að álagið taki mið af taxta áðurnefndra kjarasamninga fyrir dagvinnulaun sérþjálfaðra starfsmanna verslana, sem geta unnið sjálfstætt, sýna frumkvæði og fela má verkefnaumsjón. Þykir þessi viðmiðun sanngjörn og er því fallist á að miða bakvaktaálag stefndu við þann launataxta. Eins og að framan greinir var vinnutími stefndu sveigjanlegur milli klukkan 8 og 20 hvern virkan dag. Samkvæmt starfslýsingu hennar átti hún að sjá um afleysingar og frí starfsmanna, sem undir hana heyrðu sem ræstingarstjóra, og hafa regluleg samskipti við þá. Þegar til þessa er litið á krafa stefndu um bakvaktaálag á umsömdum vinnutíma, ofan á umsamin heildarlaun, sér enga stoð í áðurnefndum kjarasamningum. Verður því ekki viðurkennt að hún hafi átt rétt á greiðslum vegna bakvakta á tímabilinu milli klukkan 16 og 20 á virkum dögum. Af hálfu áfrýjanda hefur ekki verið gerður sérstakur fyrirvari við þann fjölda klukkustunda á mánuði sem krafa stefndu er reist á. Samkvæmt því verður sá stundafjöldi lagður til grundvallar við úrlausn máls þessa, að frádregnum 20 stundum vegna þess tíma sem að framan greinir. Þar sem óljóst er hvenær í ágúst 2006 bakvöktunum var komið á þykir rétt að miða við að stefnda eigi rétt til greiðslu álagsins frá og með septembermánuði 2006. Að virtu öllu því, sem að framan greinir, er krafa stefndu um greiðslu bakvaktaálags úr hendi áfrýjanda tekin til greina, þó þannig að álagið skal miðað við 118,56 klukkustundir á mánuði og reiknast sem 16,5% af fyrrgreindum launataxta. Hafa ekki verið bornar brigður á útreikning áfrýjanda á grundvelli þessara forsendna og ber honum því að greiða stefndu 506.116 krónur í bakvaktaálag þann tíma, sem krafa hennar tekur til, þó fyrst vegna september 2006. Vegna þess að stefnda krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur verður ekki hróflað við þeirri niðurstöðu hans að hún eigi ekki rétt á álagsgreiðslum meðan á uppsagnarfresti hennar stóð. Með vísan til forsendna dómsins verður staðfest sú niðurstaða að áfrýjandi skuli greiða stefndu samtals 74.520 krónur vegna umsaminna bifreiðarhlunninda á tímabilinu frá 1. nóvember 2008 til 31. janúar 2009. Samkvæmt því ber honum að greiða henni alls 580.636 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði. Samkvæmt þessum málsúrslitum greiði áfrýjandi stefndu málskostnað sem ákveðinn er í einu lagi í héraði og fyrir Hæstarétti eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Hreint ehf., greiði stefndu, Ingibjörgu Sunnu Friðriksdóttur, 580.636 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 18.082 krónum frá 1. október 2006 til 1. nóvember sama ár, af 36.164 krónum frá þeim degi til 1. desember sama ár, af 54.245 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2007, af 72.327 krónum frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, af 90.933 krónum frá þeim degi til 1. mars sama ár, af 109.539 krónum frá þeim degi til 1. apríl sama ár, af 128.146 krónum frá þeim degi til 1. maí sama ár, af 146.752 krónum frá þeim degi til 1. júní sama ár, af 165.358 krónum frá þeim degi til 1. júlí sama ár, af 183.964 krónum frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, af 202.570 krónum frá þeim degi til 1. september sama ár, af 221.176 krónum frá þeim degi til 1. október sama ár, af 239.783 krónum frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, af 258.389 krónum frá þeim degi til 1. desember sama ár, af 276.995 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2008, af 295.601 krónu frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, af 316.653 krónum frá þeim degi til 1. mars sama ár, af 337.704 krónum frá þeim degi til 1. apríl sama ár, af 358.755 krónum frá þeim degi til 1. maí sama ár, af 379.807 krónum frá þeim degi til 1. júní sama ár, af 400.858 krónum frá þeim degi til 1. júlí sama ár, af 421.910 krónum frá þeim degi til 1. ágúst sama ár, af 442.961 krónu frá þeim degi til 1. september sama ár, af 464.013 krónum frá þeim degi til 1. október sama ár, af 485.064 krónum frá þeim degi til 1. nóvember sama ár, af 506.116 krónum frá þeim degi til 1. desember sama ár, af 530.956 krónum frá þeim degi til 1. janúar 2009, af 555.796 krónum frá þeim degi til 1. febrúar sama ár, en af 580.636 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefndu samtals 250.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar Í ráðningarsamningi stefndu 28. apríl 2006 var kveðið svo á, að í mánaðarlaunum hennar væru innifaldar „allar greiðslur fyrir vinnu [stefndu] fyrir félagið, sem og hvers konar aukavinnu er tengist starfinu.“ Sama dag undirrituðu báðir málsaðilar svonefnda starfslýsingu þar sem meðal annars var kveðið á um að stefnda skyldi hafa umsjón með afleysingum og fríum vegna starfsmanna við ræstingu og hafa regluleg samskipti við viðskiptavini og starfsmenn. Fyrir liggur í málinu að áfrýjandi rekur þjónustustarfsemi við ræstingar og þjónar fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum með reglubundnum hætti. Af eðli þjónustunnar leiðir að hún er oft veitt utan reglulegs starfstíma hjá þeim sem hennar njóta. Að sögn forsvarsmanns áfrýjanda fyrir dómi munu vel á annað hundrað manns starfa hjá honum við ræstingarnar. Stefnda var ráðin sem ræstingastjóri og hafði frá upphafi ráðningarinnar meðal annars þær starfsskyldur sem fyrr var lýst. Við starfsemi sem þessa er augljóst að upp geta komið forföll hjá starfsfólki með stuttum fyrirvara sem þá þarf að bregðast við, oftast með því að kalla út starfsmann í stað þess sem forfallast. Tel ég að til starfsskyldna stefndu hafi frá upphafi heyrt að sinna þessu. Fyrir liggur að áfrýjandi kom sumarið 2006 upp því fyrirkomulagi að stefnda og þrír aðrir ræstingastjórar skiptust á um að hafa hjá sér sérstakan síma sem hægt var að hringja í vegna skyndilegra forfalla starfsmanna eða annars sem upp kom og einnig fólst í fyrrgreindri starfslýsingu stefndu að sinna. Tel ég ekki unnt að fallast á með henni að í þessu hafi falist viðbót við starfsskyldur hennar sem gefi tilefni til frekari greiðslna en um var samið í við ráðningu hennar. Má raunar fremur færa rök fyrir því að dregið hafi úr þeim skyldum við að áfrýjandi kom þessu skipulagi á, að minnsta kosti þær vikur sem hinir ræstingastjórarnir höfðu umræddan síma hjá sér. Samkvæmt því sem hér var rakið tel ég að sýkna beri áfrýjanda af kröfu stefndu og dæma hana til að greiða honum vegna málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti samtals 600.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 8. október 2010. Mál þetta, sem dómtekið var 27. september sl., var höfðað með stefnu birtri 12. mars sl. Stefnandi er Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir, kt. 090572-4319, Smáragötu 12, Reykjavík, en stefndi er Hreint ehf., kt. 660184-0159, Auðbrekku 8, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru: Að stefnda verði gert að greiða stefnanda 2.725.980 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, af kr. 67.242 frá 1. september 2006 til 1. október 2006 og frá þeim degi af kr. 134.484 til 1. nóvember 2006 og frá þeim degi af kr. 201.726 til 1. desember 2006 og frá þeim degi af kr. 290.292 til 1. janúar 2007 og frá þeim degi af kr. 378.858 til 1. febrúar 2007 og frá þeim degi af kr. 467.424 til 1. mars 2007 og frá þeim degi af kr. 555.990 til 1. apríl 2007 og frá þeim degi af kr. 644.556 til 1. maí 2007 og frá þeim degi af kr. 733.122 til 1. júní 2007 og frá þeim degi af kr. 821.688 til 1. júlí 2007 og frá þeim degi af kr. 910.254 til 1. ágúst 2007 og frá þeim degi af kr. 998.820 til 1. september 2007 og frá þeim degi af kr. 1.087.386 til 1. október 2007 og frá þeim degi af kr. 1.175.952 til 1. nóvember 2007 og frá þeim degi af kr. 1.264.518 til 1. desember 2007 og frá þeim degi af kr. 1.353.084 til 1. janúar 2008 og frá þeim degi af kr. 1.441.650 til 1. febrúar 2008 og frá þeim degi af kr. 1.530.216 til 1. mars 2008 og frá þeim degi af kr. 1.623.653 til 1. apríl 2008 og frá þeim degi af kr. 1.717.090 til 1. maí 2008 og frá þeim degi af kr. 1.810.527 til 1. júní 2008 og frá þeim degi af kr. 1.903.964 til 1. júlí 2008 og frá þeim degi af kr. 1.997.401 til 1. ágúst 2008 og frá þeim degi af kr. 2.090.838 til 1. september 2008 og frá þeim degi af kr. 2.184.275 til 1. október 2008 og frá þeim degi af kr. 2.277.712 til 1. nóvember 2008 og frá þeim degi af kr. 2.371.149 til 1. desember 2008 og frá þeim degi af kr. 2.489.426 til 1. janúar 2009 og frá þeim degi af kr. 2.607.703 til 1. febrúar 2009 og frá þeim degi af kr. 2.725.980 til greiðsludags. Þá er þess krafist að dæmt verði að dráttarvextir leggist við höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn þann 1. september 2007 en síðan árlega þann dag. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins. Krafist er vaxta af málskostnaði skv. 3. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Einnig er krafist virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Dómkröfur stefnda: Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnandi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar stefnda að skaðlausu. Málsatvik. Samkvæmt gögnum málsins undirrituðu aðilar ráðningarsamning þann 28. apríl 2006 þar sem stefnandi var ráðinn ræstingastjóri hjá hinu stefnda félagi. Í ráðningarsamningnum segir um starfið að stefnandi sé ráðin sem ræstingastjóri og hafi m.a. umsjón með og beri ábyrgð gagnvart framkvæmdastjóra félagsins á ákveðnum ræstingaverkefnum, ráðningum, kennslu og hvatningu starfsmanna, skipulagningu afleysinga, samskiptum við viðskiptavini, aðstoð við launavinnslu o.fl., samkvæmt meðfylgjandi gildandi starfslýsingu á hverjum tíma. Vinnutími er að jafnaði átta tímar á dag sem skulu unnir á tímabilinu milli kl. 08.00 og 20.00 alla virka daga, en þó þannig að starfsmanni sé gert kleift að vera í miklum og reglulegum samskiptum við starfsmenn sína og viðskiptavini. Mánaðarlaun voru 250.000 krónur á mánuði. Í þeim voru innifaldar allar greiðslur fyrir vinnu starfsmanns fyrir félagið, sem og hvers konar aukavinna er tengdist starfinu. Launagreiðslur áttu að fylgja sömu breytingum og urðu á almennum launum á samningssviði ASÍ og SA. Að öðru leyti áttu launakjörin að taka mið af samningum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og lögum varðandi orlofs-, slysa- og veikindadaggreiðslur og tryggingar. Árlegt orlof var sagt 24 virkir dagar. Í liðnum „önnur kjör“ kemur fram að stefnandi fái bifreið til umráða sem sé í eigu stefnda vegna ferða sinna í starfi. Stefnandi átti að sjá um bifreiðina í samræmi við bifreiðareglur félagsins á hverjum tíma sem m.a. innifela hámarkskeyrslu á ári. Þá segir í sama lið að félagið leggi starfsmanni til GSM-síma til notkunar vegna starfs síns og greiði kostnað af rekstri hans allt að 5.000 krónum á mánuði en annað greiði stefnandi. Þá eru ákvæði um tryggingar, gildistíma og uppsagnarskilyrði, trúnaðar- og hollustuskyldur, þróun í starfi og annað. Þann sama dag undirrituðu aðilar starfslýsingu stefnanda. Er þar tekið fram að stefnandi beri ábyrgð á eftirtöldum verkefnum og störfum gagnvart framkvæmdarstjóra félagsins: Umsjón og stjórnun ákveðinna ræstingaverkefna f.h. félagsins. Ráðningum starfsmanna til ræstinga og kennslu þeirra. Umsjón afleysinga og fría vegna sömu starfsmanna. Umsjón upplýsinga vegna launavinnslu og utanumhaldi um tímaskráningar á vinnu við ræstingar. Reglulegum samskiptum við viðskiptavini vegna ræstinganna. Reglulegum samskiptum við starfsmenn ræstinga sem og hvatningu þeirra og leiðbeiningu. Reglulegu eftirliti með verkframkvæmd, mælingu árangurs og afgreiðslu kvartana og hróss. Beinni og reglulegri þátttöku í ræstingum og hreingerningum eftir þörf á hverjum tíma. Öðru sem falli til og nauðsynlegt sé að vinna félaginu til hagsbóta. Þá segir að starfsmaður taki að sér önnur þau störf sem þurfi að vinna þannig að hagsmunir félagsins, starfsfólks og viðskiptavina séu hafðir að leiðarljósi. Þann 19. maí 2006 undirrituðu aðilar bifreiðasamning þar sem fjallað var um bifreið sem stefnandi fengi til afnota vegna vinnu sinnar hjá stefnda. Í 2. gr. samningsins eru tíunduð verkefni umsjónarmanns bifreiðar sem er að sjá um allan daglegan rekstur hennar, svo sem þrif, smur- og þjónustueftirlit, áfyllingu eldsneytis, dekkjaumskipti og annað sem til fellur. Þá segir að hámarksakstur á ári megi ekki fara fram úr 15.000 km og skuli umsjónarmaður gera vinnuveitanda viðvart telji hann aksturinn fara fram úr því. Þá segir í d-lið 3. greinar um almennar reglur um bifreiðar félagsins að bifreiðarnar séu eingöngu til nota vegna verkefna og þjónustu á vegum félagsins. Þann 1. nóvember 2006 undirrituðu aðilar viðbótarráðningasamning þar sem mánaðarlaun stefnanda urðu, frá og með 1. október 2006, 320.000 krónur og hlutur stefnda í rekstri GSM-síma á mánuði 15.000 krónur. Í viðauka í samningnum segir m.a. að leggja skuli áherslu á frumkvæði, ákveðni og að vinna reglulega við ræstingar og að næsti yfirmaður muni fylgja þessu eftir í góðu samstarfi við starfsmann á næstu mánuðum til að efla starfsmann á ofangreindum sviðum. Í ágúst 2006 tók stefnandi að sér bakvaktir ásamt þremur öðrum ræstingastjórum sem fól í sér að svara í síma félagsins eftir lokun skiptiborðs félagsins sem var klukkan fjögur á daginn. Þá er óumdeilt að stefnanda var sagt upp störfum í lok október 2008. Stefnanda voru greidd laun á uppsagnarfresti utan bifreiðahlunninda en hún var leyst undan vinnuskyldu á uppsagnartímanum. Með bréfi þann 19. ágúst 2009 ritaði Ingunn Anna Hjaltadóttir, fyrir hönd VR, stefnda bréf þar sem skorað var á stefnda að greiða stefnanda vangoldin laun vegna bakvakta frá ágúst 2006 til og með janúar 2009, auk bifreiðastyrks fyrir nóvember og desember 2008 og janúar 2009, samtals að fjárhæð 2.725.980 krónur. Með bréfi, dagsettu þann 7. september 2009, hafnaði stefndi því að stefnandi ætti rétt til launa á bakvakt og bifreiðastyrks á uppsagnartíma. Stefna var síðan birt stefnda þann 12. mars 2010 og þingfest þann 17. mars sl. Stefndi kveður að málsatvikum sé að nokkru rétt lýst í stefnu en þau gefi mjög stutta og einhliða lýsingu á atvikum. Kveður hann að í heildarlaunum stefnanda hafi falist, skv. 3. gr. samningsins, allar greiðslur fyrir vinnu stefnanda fyrir félagið, sem og hvers konar aukavinna er tengist starfinu. Á árinu 2006 hafi stefndi komið á nánar tiltekinni framkvæmd við svörun á símtölum sem bárust fyrirtækinu eftir kl. 16:00 alla virka daga, bæði frá viðskiptavinum og starfsmönnum fyrirtækisins. Á því tímabili sem um ræði hafi verið sex ræstingastjórar starfandi hjá stefnda sem hafi skipt með sér umræddri símavörslu viku í senn. Stefndi hafi sagt stefnanda upp störfum í október 2008 og hafi ekki óskað eftir vinnuframlagi hennar í uppsagnarfresti en greitt stefnanda þriggja mánaða laun í uppsagnarfresti. Stefnandi hafi engar athugasemdir gert við uppgjör vegna starfsloka sinna hjá stefnda fyrr en níu og hálfum mánuði eftir starfslok sín. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfur sínar á ráðningarsamningi og starfslýsingu frá árinu 2006 á milli aðila. Þá byggir stefnandi einnig á því að á hana hafi verið lagðar auknar vinnuskyldur, umfram umsaminn vinnutíma, sem hafi verið bakvaktir en mikið ónæði hafi verið vegna þessara bakvakta þar sem ræstingar hafi verið allan sólarhringinn á vegum stefnda og hafi stefnandi þá þurft að leysa úr þeim vandamálum sem upp komu. Stefnandi kveðst hafa ítrekað reynt að fá greitt fyrir bakvaktir eins og kjarasamningar VR kveði á um með því að hafa samband við sinn yfirmann, Sigfríði Birnu Sigmarsdóttur, sem hafi rætt ítrekað við forsvarsmann stefnda og komið kvörtunum stefnanda á framfæri. Stefndi hafi dregið stefnanda og samstarfskonu hennar ávallt á svari og því hafi málið dregist á langinn. Stefnandi byggir á gr. 2.8 í kjarasamningi VR og samtaka atvinnulífsins sem gerður var í apríl 2004 svo og gr. 2.8 í kjarasamningi VR og samtaka atvinnulífsins sem gildir frá febrúar 2008. Þar segi að starfsmaður skuli fá fyrir hverja klukkustund á bakvakt þar sem viðkomandi er bundinn heima 33% af dagvinnukaupi. Stefnandi gerir kröfu til launa vegna bakvakta sem miðist við dagvinnukaup hennar á hverju tímabili en á öllum starfstíma hennar hafi tímafjöldi vegna bakvakta verið sá sami eða 138,56 stundir á mánuði. Á tímabilinu frá ágúst til og með október 2006 hafi dagvinnukaup stefnanda verið 1.471 krónur og laun vegna bakvakta því 67.242 krónur á mánuði (kr. 1.471 X 33% X 138,56 stundir). Á tímabilinu frá nóvember 2006 til janúar 2008 hafi dagvinnukaup stefnanda verið 1.937 og laun vegna bakvakta því verið 88.566 á mánuði. Loks hafi dagvinnukaup stefnanda verið 2.047 krónur frá febrúar 2008 til starfsloka í júní 2009 og laun vegna bakvakta því 93.437 krónur á mánuði. Stefndi hafi ekki staðið við frumskyldur sínar sem vinnuveitandi og greitt laun í samræmi við kjarasamningsbundnar skyldur sínar. Stefnandi byggir á því að launþegar geti ekki misst kjarasamningsbundinn rétt sinn í þeim tilfellum er vinnuveitendur fylgja ekki, gegn betri vitund, samningsbundnum skyldum sínum. Laun stefnanda hafi því verið vangreidd. Krafan sundurliðast sem hér segir en miðað sé við mismun greiddra launa samkvæmt launaseðlum hvers mánaðar svo og launum samkvæmt kjarasamningum. Stefnandi byggir á því að henni hafi verið sagt upp störfum í lok október 2008 en vinnuframlagi hennar á þriggja mánaða uppsagnarfresti hafi verið hafnað af stefnda. Þá hafi bifreiðahlunnindi stefnanda vegna nóvember 2008, desember 2008 og janúar 2009 heldur ekki verið greidd en þau hafi verið 24.840 krónur á mánuði skv. launaseðlum. Krafist sé vangoldinna launa samkvæmt kjarasamningum. Krafa stefnanda sundurliðast sem hér segir en miðað er við mismun greiddra launa samkvæmt launaseðlum hvers mánaðar svo og launum samkvæmt kjarasamningum. _______________ Samtals kr. 2.725.980,00 Stefnandi styður kröfur sínar við lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980, lög um greiðslu verkkaups nr. 28/1930, meginreglur vinnuréttar, kjarasamninga VR og vinnuveitenda og bókanir sem teljast hluti kjarasamninga. Kröfur um dráttarvexti og vaxtavexti styður stefnandi við reglur III. og V. kafla vaxtalaga nr. 38/2001. Kröfur um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 129. gr. 4. tl. um vexti af málskostnaði. Einnig er krafist virðisaukaskatts af málskostnaði þar sem stefnandi er ekki virðisaukaskattsskyldur. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína aðallega á því að stefnandi hafi ekki verið á bakvakt þegar hún sinnti umræddri símavörslu. Eins og fram komi í stefnu geri stefnandi hins vegar kröfu um að fá greitt 33% af dagvinnukaupi í samræmi við 1. málsl. gr. 2.8 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins, enda hafi hún verið bundin heima. Samkvæmt gr. 2.8 í kjarasamningnum sé heimilt að setja á bakvaktir þar sem starfsmanni er skylt að vera í símasambandi og að sinna útköllum. Í ákvæðinu sé einnig kveðið á um að þegar annað er ekki tekið fram í ráðningarsamningi skuli eftirfarandi gilda: „Fyrir hverja klukkustund á bakvakt þar sem vakthafandi starfsmaður er bundinn heima fær hann greitt sem svarar 33% dagvinnustundar en 50% á almennum frídögum og stórhátíðum. Fyrir bakvakt þar sem ekki er krafist tafarlausra viðbragða af hálfu starfsmanns en hann er tilbúinn til vinnu strax og til hans næst, greiðist 16,5% af dagvinnukaupi fyrir hverja klst. á bakvakt. Á almennum frídögum og stórhátíðum verður ofangreint hlutfall 25%. Fyrir útkall á bakvakt skal starfsmaður fá greitt fyrir unninn tíma, þó að lágmarki 4 klst., nema dagvinna hefjist innan tveggja stunda frá því að hann kom til vinnu. Bakvaktargreiðslur og eftir-/yfirvinnugreiðslur fari þó aldrei saman.“ Samkvæmt skýringu á framangreindu ákvæði teljist starfsmaður því vera á bakvakt þegar hann er bundinn heima, skylt að vera í símasambandi og sinna útköllum. Enginn samningur hafi verið gerður við stefnanda um að taka að sér bakvaktir. Stefnandi hafi ekki verið bundinn heima þegar hún hélt utan um umrædda símavörslu. Þá hafi stefnanda verið frjálst að slökkva á farsímanum upp úr kl. 19:00 á kvöldin og hafi aldrei verið skylt að sinna útköllum. Stefndi telur ljóst að stefnandi hafi aldrei verið beðinn um að taka að sér bakvaktir fyrir stefnda, enda hafi umrædd símsvörun ekki getað talist vera bakvakt í skilningi framangreinds ákvæðis. Öll verkefni sem stefndi hafi beðið stefnanda um að sinna hafi verið í samræmi við það sem aðilar höfðu samið um með ráðningarsamningi og fram hafi komið í starfslýsingu. Því beri að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um laun vegna bakvakta. Þá mótmælir stefndi því að honum berið að greiða stefnanda bifreiðahlunnindi vegna nóvember 2008 til janúar 2009. Samkvæmt bifreiðasamningi, sem aðilar hafi undirritað, hafi stefnandi verið tiltekin sem umsjónarmaður bifreiðarinnar sem hún mætti nota vegna vinnu sinnar fyrir stefnda. Í d-lið 3. gr. fyrrnefnds samnings sé kveðið á um að bifreiðar félagsins megi eingöngu nota vegna verkefna og þjónustu á vegum félagsins. Þar sem vinnuframlag stefnanda í uppsagnarfresti hafi verið afþakkað hafi stefnanda borið að skila bifreiðinni, enda notkun hennar bundin við að stefnandi væri að sinna starfi sínu. Því beri að sýkna stefnda af kröfu um greiðslu bifreiðarhlunninda í uppsagnarfresti. Stefndi mótmælir sérstaklega útreikningi stefnanda á kröfufjárhæðinni. Kveður hann að útreikningurinn miðist m.a. við röng mánaðarlaun og sé dagvinnukaupið of hátt, miðað við efni ráðningarsamnings. Einnig virðist miðað við sama tímafjölda í hverjum mánuði án þess að tillit sé tekið til sumarfría eða fjölgunar þeirra ræstingastjóra sem hafi tekið að sér umrædda símsvörun, en þeim hafi fjölgað úr fjórum í sjö. Ekkert tillit sé tekið til þess að samkvæmt ráðningarsamningi hafi vinnutími ræstingastjóra verið frá kl. 08:00 til 20:00 alla virka daga, heldur sé krafan reiknuð frá kl. 16:00 alla virka daga. Ekkert tillit sé tekið til annarra frídaga en helga. Þá sé kröfufjárhæðin ekki sundurliðuð í stefnu. Kveður stefndi að útreikningur stefnanda standist ekki kröfur 80. gr. einkamála nr. 91/1991, enda kröfufjárhæðin það vanreifuð að erfitt sé að átta sig á henni með tilliti til uppbyggingar varnar í málinu. Stefndi mótmælir einnig fullyrðingu stefnanda um að aukið hafi verið við starfsskyldur hennar þegar hún hafi verið beðin um að taka að sér umrædda símavörslu árið 2006, enda hafi umbeðið verkefni verið að öllu leyti í samræmi við efni ráðningarsamningsins og meðfylgjandi starfslýsingu. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að fjórir starfsmenn stefnda hafi skipt með sér umræddum starfsskyldum þannig að hver þeirra hafi starfað á meintri bakvakt í eina af fjórum vikum í senn. Rétt sé að á tímabilinu ágúst 2006 til mars 2009 hafi fjórir til sjö ræstingastjórar verið starfandi hjá stefnda á hverjum tíma og skipt með sér umræddri símavörslu. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að mikið ónæði hafi verið vegna meintra bakvakta, þar sem ræstingar hafi verið allan sólarhringinn. Rétt sé að stefndi haldi ekki úti ræstingum allan sólarhringinn. Þá hafi ræstingastjórar að meðaltali svarað fimm símtölum á mánuði vegna meintra bakvakta. Geti það vart talist mikið ónæði. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að hún hafi ítrekað reynt að fá greitt fyrir meintar bakvaktir. Rétt sé að stefndi hafi fyrst verið krafinn um greiðslu á meintum bakvöktum í bréfi VR, dags. 19. ágúst 2009, eða rúmum þremur árum eftir að meintar bakvaktir áttu að hafa hafist. Stefndi byggir á almennum reglum samningaréttar og reglum kröfuréttar um skuldbindingagildi samninga og hvenær samningur telst vera komin á. Stefndi byggir einnig á ákvæðum í Kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins, sérstaklega ákvæði í gr. 2.8 og meginreglum vinnuréttar. Málskostnaðarkrafa stefnda er byggð á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða. Ekki er ágreiningur í máli þessu um að stefnandi hafi verið með bakvaktarsíma á umræddu tímabili að kröfu stefnda. Hins vegar greinir aðila á um hvort stefnanda hafi borið sérstök greiðsla fyrir að svara í bakvaktarsímann eða ekki. Stefnandi kveðst hafa verið á bakvöktum fjórðu hverju viku frá því í ágúst 2006 fram að starfslokum. Stefndi kveður eingöngu hafa verið um fá símtöl að ræða, auk þess sem stefnandi hafi mátt slökkva á símanum eftir kl. 19.00 á kvöldin. Þar fyrir utan hafi þau símtöl sem stefnandi hafi svarað verið á þeim tíma sem hún hvort eð er hafði vinnuskyldu gagnvart stefnda og samkvæmt ráðningasamningi en vinnuskylda hafi verið frá kl. 08.00 á morgnana til kl. 20.00 á kvöldin. Stefnandi kom fyrir dóminn og kvaðst margoft hafa gert athugasemdir við næsta yfirmann sinn, sem hafi verið Sigfríður Birna Sigmundsdóttir, vegna greiðslna fyrir bakvaktirnar. Staðfesti Sigfríður að stefnandi hefði margoft kvartað vegna þess að fá ekki greiðslur fyrir bakvaktirnar á fundum, bæði með sér og með Ara Þórðarsyni, framkvæmdarstjóra stefnda. Ari Þórðarson kom fyrir dóminn og kvaðst ekki minnast þess en gat ekki tekið fyrir að svo hafi verið. Þá kveðst stefnandi hafa verið bundin af því að vera til taks ef vandkvæði kæmu upp meðal starfsmanna eða viðskiptavina eftir lokun skiptiborðs stefnda fram til opnunar þess á morgnana. Hún hafi þurft að vera til reiðu þannig að hún sjálf gæti gripið inn í, væri ekki hægt að leysa forföll starfsmanna á annan hátt. Því hefði hún ekki getað farið nema takmarkað út fyrir höfuðborgarsvæðið og ekki verið erlendis þegar hún var á bakvaktinni. Þetta staðfesti vitnið Auður Björk Bragadóttir, en hún rekur sams konar mál fyrir dóminum auk Sigfríðar en hún kvaðst hafa sinnt bakvöktum þar til stefnandi ásamt fleiri ræstingastjórum tóku við bakvöktum af henni. Stefndi kvað verða að meta framburð vitna í máli þessu með hliðsjón af þeim hagsmunum sem þau hafa af niðurstöðu málsins. Þrátt fyrir að vitnið Auður hafi hagsmuni af niðurstöðu þessa máls, verður framburður hennar metinn með hliðsjón af framburði vitnisins Sigfríðar Birnu Sigmundsdóttur, en hún starfaði hjá stefnda og var yfirmaður stefnanda. Hefur stefndi ekki sýnt fram á að Sigfríður hafi nokkra hagsmuni af niðurstöðum í máli þessu. Verður framburður vitna og aðila því metinn heildstætt með hliðsjón af þessu. Af öllu ofansögðu verður að telja sannað, að stefnandi hafi sinnt símabakvöktum fyrir stefnda eftir lokun skiptiborðs stefnda fram til opnunar þess næsta virkan dag, enda fékk stefnandi afhentan sérstakan farsíma í þeim tilgangi frá stefnda. Í ráðningarsamningi milli stefnanda og stefnda er tekið fram að stefnandi sinni vinnuskyldu sinni átta klukkustundum á dag, milli klukkan 08.00 og 20.00 hvern virkan dag. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að stefnandi hafi sinnt starfi sínu svo að hún hafi verið á skrifstofu stefnda til klukkan 20.00 alla virka daga og ekki þurft að taka símtöl eftir klukkan 19.00 á virkum dögum og ekki um helgar. Þvert á móti hefur stefndi staðfest að um símtöl hafi verið að ræða eftir umsamda vinnuskyldu stefnanda. Skiptir því engu hvort símtölin voru fá eða mörg, það var ekki á valdi stefnanda að ákvarða hvort um útköll yrði að ræða eða ekki. Þar með var hún bundin af því að hafa bakvaktarsíma á sér og breytir engu hvort um hafi verið að ræða farsíma, sem alkunna er að er þráðlaus og færanlegur, eða heimilissíma sem er staðbundinn við heimili rétthafa. Eðli málsins samkvæmt verður ákvæði 2.8 gr. í kjarasamningi VR ekki túlkað samkvæmt orðanna hljóðan eins og stefndi heldur fram. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að stefnandi hafi ekki verið bundinn af því að svara umþrættum símtölum á meðan hún var með bakvaktarsímann, hvort sem var eftir lok vinnudags, á nóttu, um helgar eða á hátíðum. Stefnandi hefur haldið því fram að eingöngu fjórir ræstingastjórar hafi sinnt umþrættum bakvöktum á tímabilinu. Staðfestu vitnin Auður Björg og Sigfríður það og kváðu að nýir ræstingastjórar hefðu ekki getað sinnt bakvöktum vegna reynsluleysis, auk þess sem einn ræstingastjóri hefði neitað að sinna bakvöktum. Stefndi hefur haldið öðru fram en sú fullyrðing hans er ekki studd neinum gögnum né vitnisburði og stendur sú fullyrðing ósönnuð. Í ráðningarsamningi aðila kemur ekkert fram um að stefnanda beri að sinna bakvöktum utan átta tíma vinnuskyldu. Í viðbótarráðningarsamningi, undirrituðum 1. nóvember 2006, er í engu getið um bakvaktir sem stefnanda bar að sinna innan vinnuskyldu sinnar. Hafi svo verið var stefnda í lófa lagið að tilgreina það þar sem ástæða þótti að gera sérstakan skriflegan samning um breytingu á mánaðarlaunum og þátttöku stefnda í símakostnaði stefnanda. Svo var ekki gert, og er túlkun stefnda á að bakvaktir hafi verið hluti vinnuskyldu stefnanda, samkvæmt ráðningarsamningi og starfslýsingu, ósönnuð. Af öllu ofansögðu verður að telja sannað að stefnandi hafi sinnt símabakvöktum, á því tímabili sem krafið er um, í þágu stefnda, sem stefnda bar að greiða sérstaklega fyrir. Stefnandi byggir stefnufjárhæð sína á útreikningi VR og gr. 2.8 í samningi LÍV, VR og SA en þar segir að sé ekki sérstaklega samið um bakvaktir, þar sem starfsmanni sé skylt að vera í símasambandi og sinna útköllum, fái starfsmaður fyrir hverja klukkustund á bakvakt þar sem hann er bundinn heima, greitt sem svarar 33% dagvinnustundar. Á almennum frídögum og stórhátíðum verði ofangreint hlutfall 50%. Þá kveðst stefnandi finna tímakaup sitt á hverjum tíma út með því að deila tölunni 170 upp í mánaðarlaun sín og byggir það á kafla 1.6 í kjarasamningi milli VR og samtaka atvinnulífsins. Þannig sé byggt á föstum mánaðarlaunum hverju sinni með 33% álagi. Stefnandi kveðst ekki hafa reiknað hátíðarálag á sérstaklega eða dregið sumarfrí frá þar sem viðkomandi fjórir ræstingastjórar hafi tekið á sig bakvaktir hver annars í sumarfríum og því hafi ekki verið um afleysingar að ræða með tilheyrandi kostnaði hjá stefnda. Stefndi hefur mótmælt þessum útreikningum en ekki sýnt fram á að þeir séu rangir. Stefnandi fullyrti fyrir dóminum að hún hefði ítrekað krafið stefnda um greiðslur fyrir bakvaktirnar og staðfesti Sigfríður Birna að svo hafi verið en yfirmaður hennar ekki sinnt þeim umkvörtunum. Verður að þessu leyti krafa stefnanda um laun á bakvöktum tekin til greina. Stefnanda var sagt upp störfum í lok október 2008 frá og með 1. nóvember með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Óskaði stefndi ekki eftir vinnuframlagi stefnanda á þeim tíma. Stefnandi krefst launa fyrir bakvaktir fyrir tímabil sem hún sinnti ekki vinnuskyldu, þ.e. á uppsagnartímanum frá 1. nóvember 2008 til 1. febrúar 2009. Þar sem stefnandi sinnti sannanlega ekki bakvöktum á þessu tímabili verður ekki talið að henni beri greiðslur fyrir bakvaktir eftir að hún lét af störfum, enda ekki sýnt fram á að þær greiðslur hafi verið hluti af starfskjörum hennar. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði henni bílastyrk á uppsagnartímanum að fjárhæð 74.520 krónur. Fram kom hjá stefnanda, sem var staðfest af stefnda, að stefnandi hafði bifreið í eigu stefnda til frjálsra afnota þrátt fyrir ákvæði í ráðningarsamningi um annað. Á launaseðlum stefnanda kemur fram að frá 1. ágúst 2007 til 1. nóvember 2008 var stefnanda greiddur bifreiðastyrkur, síðast í október 2007, 24.840 krónur. Enginn frádráttur er tilgreindur á launaseðlum vegna þessa. Stefnandi heldur því fram að umþrættur bifreiðastyrkur hafi verið hluti af starfskjörum hennar og því beri að greiða hann á uppsagnartímanum eins og í annan tíma. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að bifreiðastyrkur þessi hafi ekki verið hluti af starfskjörum stefnanda og bar stefnda því að greiða stefnanda þá fjárhæð á uppsagnartímanum, eins og að stefnandi hefði verið við störf. Verða starfskjör stefnanda ekki rýrð á uppsagnartímanum hvað þetta varðar. Verður sú krafa stefnanda því tekin til greina. Stefndi hélt því fram að framlögð gögn af hálfu stefnanda væru af svo skornum skammti að málatilbúnaður hans uppfyllti ekki skilyrði 80. gr. laga nr. 91/1991. Ekki er tekið undir það með stefnda þar sem launaseðlar sem lagðir voru fram í málinu styðja málatilbúnað stefnanda nægjanlega. Að öllu þessu virtu verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 2.445.669 krónur með dráttarvöxtum eins og greinir í dómsorði. Með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991 ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda 313.750 krónur í málskostnað. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, Hreint ehf., kt. 660184-0159, Auðbrekku 8, Kópavogi, greiði stefnanda, Ingibjörgu Sunnu Friðriksdóttur, kt. 090572-4319, Smáragötu 12, Reykjavík, 2.445.669 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, af kr. 67.242 frá 1. september 2006 til 1. október 2006 og frá þeim degi af kr. 134.484 til 1. nóvember 2006 og frá þeim degi af kr. 201.726 til 1. desember 2006 og frá þeim degi af kr. 290.292 til 1. janúar 2007 og frá þeim degi af kr. 378.858 til 1. febrúar 2007 og frá þeim degi af kr. 467.424 til 1. mars 2007 og frá þeim degi af kr. 555.990 til 1. apríl 2007 og frá þeim degi af kr. 644.556 til 1. maí 2007 og frá þeim degi af kr. 733.122 til 1. júní 2007 og frá þeim degi af kr. 821.688 til 1. júlí 2007 og frá þeim degi af kr. 910.254 til 1. ágúst 2007 og frá þeim degi af kr. 998.820 til 1. september 2007 og frá þeim degi af kr. 1.087.386 til 1. október 2007 og frá þeim degi af kr. 1.175.952 til 1. nóvember 2007 og frá þeim degi af kr. 1.264.518 til 1. desember 2007 og frá þeim degi af kr. 1.353.084 til 1. janúar 2008 og frá þeim degi af kr. 1.441.650 til 1. febrúar 2008 og frá þeim degi af kr. 1.530.216 til 1. mars 2008 og frá þeim degi af kr. 1.623.653 til 1. apríl 2008 og frá þeim degi af kr. 1.717.090 til 1. maí 2008 og frá þeim degi af kr. 1.810.527 til 1. júní 2008 og frá þeim degi af kr. 1.903.964 til 1. júlí 2008 og frá þeim degi af kr. 1.997.401 til 1. ágúst 2008 og frá þeim degi af kr. 2.090.838 til 1. september 2008 og frá þeim degi af kr. 2.184.275 til 1. október 2008 og frá þeim degi af kr. 2.277.712 til 1. nóvember 2008 og frá þeim degi af kr. 2.371.149 til 1. desember 2008 og frá þeim degi af kr. 2.395.989 til 1. janúar 2009 og frá þeim degi af kr. 2.420.829 til 1. febrúar 2009 og frá þeim degi af kr. 2.445.669 til greiðsludags. Dráttarvextir leggist við höfuðstólinn á tólf mánaða fresti, sbr. 12. gr. laga nr. 38/2001. Stefndi greiði stefnanda 313.750 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 47/2006 | Slysatrygging Vátryggingarsamningur | V varð fyrir líkamstjóni þegar hann var að leik á sjávarströnd erlendis. Hann krafðist viðurkenningar á skyldu VÍ til að greiða honum vátryggingabætur í samræmi við slysatryggingar sem þá voru í gildi milli aðila. Óumdeilt var að með hugtakinu slys í vátryggingarskilmálum VÍ væri átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Talið var að misstig gæti ekki eitt og sér fallið undir skilgreininguna og að ósannað væri að misfella, skorningur eða hola undir yfirborði sjávar hefði valdið tjóni V. Var ekki talið sannað að óhapp V hefði orðið vegna skyndilegs utanaðkomandi atburðar í skilningi vátryggingarskilmála. Var VÍ sýknað af kröfu V. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. janúar 2006. Hann krefst þess að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að greiða honum vátryggingabætur vegna slyss, sem hann varð fyrir 9. ágúst 2004, samkvæmt ákvæðum vátryggingarskilmála og vátryggingarskírteinis slysatryggingarhluta F+ tryggingar og almennrar slysatryggingar sem þá voru í gildi milli aðila. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður, sbr. 3. mgr. 130. gr. og 166. gr. með síðari breytingum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2005. Mál þetta, sem var dómtekið 22. nóvember 2005, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Vilhjálmi Karli Jóhannssyni, Þrepi, Egilsstöðum, á hendur Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, með stefnu birtri 1. september 2005. Dómkröfur stefnanda eru þær, að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að greiða stefnanda samkvæmt ákvæðum vátryggingarskilmála og vátryggingarskírteinis slysatryggingarhluta F+ tryggingar og almennrar slysatryggingar, sem í gildi voru milli aðila þegar stefnandi varð fyrir slysi þann 9. ágúst 2004. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda, ásamt fjárhæð samsvarandi virðisauka-skatti af málskostnaði. Dómkröfur stefnda eru þær að hann verði sýknaður af kröfu stefnanda og honum dæmdur málskostnaður úr höndum stefnanda að mati dómsins. Málavextir. Þann 9. ágúst 2004 var stefnandi að leik á strönd í Svíþjóð. Varð hann fyrir óhappi, sem ágreiningur er um milli málsaðila hvernig nákvæmlega hafi átt sér stað, en hann fann til mikils sársauka í fæti. Stefnandi fór á læknavaktina í Trelleborg í Svíþjóð í fylgd kunningja síns, Magnúsar Ásgeirssonar, sem búsettur er í Svíþjóð. Læknisgreining var vöðvatognun eða slit. Hinn 19. ágúst snéri stefnandi aftur til Íslands og leitaði þá til heimilislæknis síns, Óttars Ármannssonar. Í læknisvottorði Óttars frá 16. september 2004 segir, að stefnandi hafi misstigið sig í Svíþjóð 9. ágúst 2004 á hægri fæti og hafi honum fundist sem sparkað væri aftan í kálfann á sér. Greindi heimilislæknirinn hásinarslit á stefnanda og var ákveðið að hann færi til bæklunarlæknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þann 23. ágúst 2004 fór stefnandi til Bjarka Karlssonar bæklunarlæknis á Akureyri og í læknisvottorði hans 18. júlí 2005 er slysinu lýst þannig að stefnandi hafi stigið á misfellu í sandinum og það hafi verið eins og hann hafi fengið spark aftan í hægri kálfa. Var hann þá settur í gifs með spelku. Tveimur vikum síðar kom í ljós að sú meðferð bar ekki þann árangur sem vænst var og gekkst því stefnandi undir aðgerð 1. október 2004 þar sem hásinin var saumuð. Þann 26. ágúst 2004 skilaði stefnandi undirritaðri tjónstilkynningu til stefnda. Þar segir að hann hafi verið að leik á strönd og hafi verið að hlaupa af stað í sjónum (fjöruborðinu) og fundið smell og mikinn sársauka. Hinn 8. september 2004 er stefnanda tjáð að ekki sé um bótaskyldu að ræða. Þann 20. október 2004 skilaði stefnandi sérstakri tilkynningu til stefnda þar sem hann segist hafa misstigið sig á misfellu eða steini. Með bréfi stefnda 3. desember 2004 var bótaskyldu hafnað. Stefnandi skaut ákvörðun stefnda til tjónanefndar vátryggingafélaganna og var málið afgreitt á fundi nefndarinnar 4. janúar 2005. Var þar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri uppfyllt skilyrði vátryggingarskilmála að um utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða, sem er skilyrði þess að um slys sé að ræða í skilningi vátryggingaréttar. Stefnandi skaut niðurstöðu tjónanefndar vátryggingafélaganna til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Í úrskurði nr. 7/2005 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á að um slys hafi verið að ræða samkvæmt skilgreiningu slyss í vátryggingaskilmálum stefnda, þ.e. ósannað var að skyndilegur utanaðkomandi atburður hefði valdið áverkanum. Stefnandi höfðar síðan mál þetta í september 2005 og er hér fyrst og fremst deilt um það hvort um slys hafi verið að ræða sem uppfylli kröfur vátryggingarskilmála stefnda, þ.e. hvort um hafi verið að ræða utanaðkomandi skyndilegan atburð. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir á því, að hann hafi orðið fyrir slysi í skilningi vátryggingarskilmála er í gildi voru milli aðila. Í 2. gr. V. kafla fjölskyldutryggingar hans og 1. gr. slysa-tryggingarinnar segir að með orðinu slys sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Stefnandi kveðst hafa verið að hlaupa í flæðarmáli í fjöru þegar fótur hans lenti á misfellu eða steini (sem hann sá ekki fyrir sjónum) og hann missteig sig illa. Þetta sagði hann heimilislækni sínum 20. ágúst og bæklunarlækni 23. ágúst og var ávallt samkvæmur sjálfum sér í framburði sínum, grunlaus um hvaða skilyrði þyrftu að vera uppfyllt til að hann öðlaðist rétt til greiðslu bóta úr slysatryggingu sinni. Framburður sænskumælandi vinar stefnanda á læknavakt í Svíþjóð eða skráning stefnda sjálfs á framburði hans 26. ágúst breytir engu að mati stefnanda. Stefnandi telur því ljóst af framlögðum gögnum og skýrslum fyrir dómi, að um skyndilegan utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða sem valdið hafi meiðslum á líkama hans og gerst án vilja hans. Atburðirnir gerðust mjög skyndilega, um var að ræða frávik í atburðarás og afleiðingarnar komu strax fram. Af hálfu stefnda er því haldið fram, að ekki hafi verið um að ræða slys. Stefnandi hefur þess vegna aflað gagna frá heimilislækni sínum, en þar segir orðrétt: „Það vottast hér með að undirritaður hefur verið læknir Karls Jóhannssonar í 8 ár. Ég veit ekki til þess að hann hafi neinn sjúkdóm í hásinum eða hafi kennt sér þar meins áður. Einnig finn ég ekkert um þetta í skýrslum stöðvarinnar.“ Jafnframt óskaði stefnandi eftir læknisvottorði frá Bjarka Karlssyni, bæklunarlækni sem framkvæmdi á honum aðgerð. Í læknisvottorði hans er komum stefnanda og þeirri meðferð sem hann hlaut lýst ítarlega. Jafnframt var óskað eftir áliti Bjarka á því hvort áverkar stefnanda hefðu orsakast af fyrirfram veiklun eða hrörnun eða höggi eða óheppilegri álagsdreifingu á sinarnar. Um það atriði segir hann orðrétt: „Að áliti undirritaðs er um að ræða 47 ára gamlan einstakling sem samkvæmt lýsingu í viðtölum við mig hefur engan þekktan bandvefssjúkdóm og engin óþægindi frá hægri hásin fyrir téðan atburð í Svíþjóð. Þar sem að ekki eru þekktar orsakir fyrir hásinarsliti (þar sem ekki er um að ræða áðurnefnda undirliggjandi bandvefssjúkdóma eða einkenni að minnsta kosti frá hásin fyrir) telur undirritaður að ljóst sé um að ræða afar óheppilega álagsdreifingu á sinina við það að misstíga sig. Undirritaður getur ekki verið sammála því áliti að undirliggjandi sjúkdómur í sininni hafi legið til grundvallar, annars vegar hefur það ekki verið sýnt fram á með neinum rannsóknum á sininni enda hefði verið þýðingarlaust að mati undirritaðs að senda sýni til meinafræðings svo löngu eftir óhappið að það hefði gefið ótvíræða niðurstöðu um hrörnunarbreytingar í sininni. Að mati undirritaðs er einnig það að þó að sýnt væri fram á einhverju hrörnunarbreytingu í sininni þá myndi vera alls óvíst hvort að það væri undirliggjandi orsök slitsins frekar heldur en áverkinn sem slíkur sem hann hlýtur af því að misstíga sig. Það er hins vegar ljóst að ef hægt hefði verið að benda á einhvern bandvefssjúkdóm hjá Vilhjálmi að þá gætu málin legið öðruvísi við og gætu þá möguleg orsök fyrir skyndilegu sliti á sininni.“ Stefnandi telur ljóst af framburði þessara tveggja lækna, að hann hafi ekki búið við, svo neinum væri kunnugt um, sjúklegt ástand á hásin fyrir slysið. Hann hafði heldur aldrei haft nein óþægindi frá hásin. Telur stefnandi að honum hafi með framlögðum gögnum tekist full sönnun þess að um óheppilega álagsdreifingu við það að misstíga sig og þ.a.l. utanaðkomandi atvik hafi verið að ræða sem hafi orsakað áverka hans, en ekki aðrar aðstæður. Verði ekki fallist á það telur stefnandi að hann hafi í öllu falli gert það svo líklegt að sönnunarbyrði um annað hvíli á stefnda. Stefnandi mótmælir því harðlega að hann hafi orðið fyrir slysi í ölæði, eins og stefndi hélt fram í bréfi til hans. Stefnandi neitaði því strax við skýrslutöku hjá starfsmanni stefnda, en ekki virðist tekið mark á skýrri neitun en aðeins öðrum atriðum sem ekki voru nefnd og starfsmaðurinn skráði niður. Stefnandi hugðist aka bifreið þennan dag og hafði því ekki neitt áfengis. Það hafði vinur hans, sem kom fram fyrir hans hönd á læknavaktinni í Svíþjóð, aftur á móti gert, þó ekki væri í miklum mæli. Verði ekki talið sannað að stefnandi hafi ekki drukkið neitt áfengi er því engu að síður harðlega mótmælt að um einhvers konar ölæði hafi verið að ræða, enda stefnandi í fjölskylduferð og að leik á strönd með börnum sínum og ekkert í gögnum málsins sem bendir til að svo hafi verið. Í ljósi alls framangreinds telur stefnandi að stefnda beri að greiða sér það tjón sem hann varð fyrir vegna slyssins, í samræmi við vátryggingarskilmála og lög nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga. Tjón stefnanda hefur ekki verið metið á þessum tímapunkti, en stefnandi telur sig hafa lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu bótaskyldunnar, en í framhaldinu treystir hann á að málið fari í eðlilegan farveg hjá stefnda. Samkomulag er eins og áður sagði milli stefnanda og stefnda um að hafa dómkröfur með þeim hætti. Varðandi málskostnað er þess krafist að höfð verði hliðsjón af vinnuyfirliti lögmanns stefnanda og varðandi lagarök vísað til 130. gr. laga nr. 91/1991 og um virðisaukaskatt af málskostnaði til laga nr. 50/1988. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi hafnar bótaábyrgð í málinu. Stefndi aflaði læknisvottorðs frá Svíþjóð og hann telur að stefnandi hafi gefið sambærilega lýsingu þar og hann gaf í fyrstu tjónstilkynningunni til stefnda. Eftir að stefndi hafði móttekið tjónstilkynningu stefnanda og vottorðið frá Svíþjóð var ljóst að ekki var um slys að ræða í skilningi vátryggingaréttar og í skilningi vátryggingarskilmála stefnda og því atvikið ekki bótaskylt af hálfu stefnda. Stefnanda var tilkynnt sú ákvörðun símleiðis. Í vottorði frá læknavaktinni í Trelleborg kemur fram að stefnandi hafi verið drukkinn þegar hann kom þangað. Af þeirri ástæðu ber sömuleiðis að hafna kröfu stefnanda um bætur sbr. 5. töl. 8. gr. V. kafla vátryggingarskilmála stefnda. Þann 20. október 2004 skilaði stefnandi inn viðbótartjónslýsingu þar sem hann getur þess að hann hafi misstigið sig á misfellu eða steini með fyrrgreindum afleiðingum. Stefndi telur að af augljósum ástæðum geti hann ekki byggt bótaákvörðun sína á síðar tilkominni tjónstilkynningu þar sem stefnandi breytir frásögn sinni og lagar hana að vátryggingarskilmálum stefnda. Í 2. gr. V. kafla skilmála F+ tryggingar stefnda er hugtakið ,,slys“ skilgreint. Þar er tilgreint hvaða atriði þurfa að vera fyrir hendi svo að um slys sé að ræða í skilningi vátryggingarskilmála stefnda. Í greininni segir: ,,Með orðinu slys er átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð, sem veldur meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans.“ Framangreind skilgreining á slysi í vátryggingarskilmálum stefnda er hin hefðbundna skilgreining slysahugtaksins í vátryggingarétti, sbr. Hæstaréttardóm nr. 37/2005. Slys sem verður vegna eigin hreyfingar þess sem slasast, svo sem er í máli því sem hér um ræðir, uppfyllir ekki þær kröfur sem fyrrgreint ákvæði gerir um að utanaðkomandi atburðir valdi slysinu. Stefndi telur að framangreind skilgreining á hugtakinu slys hafi verið staðfest af Hæstarétti Íslands og Hæstarétti Danmerkur í mörgum dómum. Stefndi telur að annað hafi ekki verið sannað en að tjón stefnanda hafi hlotist af eigin hreyfingu hans og eru því ekki uppfyllt skilyrði til að greiða stefnanda bætur úr slysatryggingu hans hjá stefnda, samanber dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands og Hæstaréttar Danmerkur. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur sömuleiðis staðfest framangreinda skilgreiningu á hugtakinu ,,slys“, m.a. í úrskurðum nr. 138/2003 og 187/2003. Stefndi mótmælir því að meint misstig stefnanda geti talist sannað með læknisvottorði sem gefið var tæpu ári eftir meiðsl stefnanda. Í nefndu vottorði telur Bjarki Karlsson bæklunarlæknir að meiðsl stefnanda hafi hlotist við ,,afar óheppilega álagsdreifingu á sinina við það að misstíga sig“. Í vottorðinu er ekkert getið um að stefnandi hafi stigið á stein eða misfellu. Misstig eitt og sér felur í sér meiðsl sem verða vegna eigin hreyfingar þess sem misstígur sig. Þegar slíkt gerist er engin utanaðkomandi atburður sem veldur misstiginu og því telst misstig eitt og sér ekki slys í skilningi vátryggingaréttar og vátryggingarskilmála stefnda. Með vísan til þessa hefur stefnanda ekki tekist sönnun með vottorði Bjarka Karlssonar um að hann hafi stigið á stein eða misfellu. Stefnandi gerir kröfu um málskostnað og styður þá kröfu við 1. mgr. 130. gr. um meðferð einkamála nr. 91/1991. Forsendur og niðurstaða. Ágreiningur aðila er um það, hvort stefnandi eigi rétt á greiðslum samkvæmt ákvæðum slysatryggingarhluta F+ tryggingar og almennrar slysatryggingar hjá stefnda, vegna óhapps er hann varð fyrir 9. ágúst 2004. Ágreiningslaust er með aðilum að með hugtakinu slys í skilmálum stefnda sé átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem valdi meiðslum á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans. Í fyrstu tilkynningu stefnanda til stefnda frá 26. ágúst 2004 lýsti stefnandi óhappinu á þann veg, að hann hefði verið að hlaupa af stað í sjónum þegar hann fann smell og mikinn sársauka. Þessi lýsing kemur heim og saman við lýsingu í læknisvottorði frá Svíþjóð. Í viðbótarlýsingu stefnanda frá 20. október 2004 til stefnda tekur stefnandi fram, að hann hafi misstigið sig á misfellu eða steini með þeim afleiðingum sem greindi í upphaflegu skýrslunni. Í vottorði heimilislæknis stefnanda kemur fram, að stefnandi kvaðst hafi misstigið sig á hægra fæti og fundist eins og sparkað hafi verið aftan í kálfann. Í vottorði frá bæklunarlækninum kemur fram, að stefnandi hafi lýst slysinu þannig að hann hafi stigið á misfellu og það hafi verið eins og hann hafi fengið spark aftan á hægri kálfann. Fyrir dómi sagði stefnandi, að atvikinu hafi verið þannig háttað að hann hafi verið að vaða út í kaldan sjóinn og vinir hans þá ætlað að hrekkja hann og skvett á hann. Hann segist hafa hlaupið undan skvettunum um fjóra til fimm metra og þá hafi hann lent í skorningi eða holu eða einhverju í sjónum þar sem hann misstigi sig og detti í sjóinn. Í skýrslu Magnúsar Ásgeirssonar fyrir dómi kom fram, að þeir hafi ætlað að fara út í sjóinn og stefnandi hafi verið eitthvað seinn og Magnús hafi þá skvett á hann og stefnandi hlaupið út í vatnið og síðan hafi fleiri blandast í leikinn en skyndilega hafi stefnandi „hrúgast niður“ í vatnið. Hann kvað stefnanda hafa sagt, að hann hafi misstigið sig svakalega. Stefnandi hafi legið í sjónum og vitnið dregið hann á land. Eins og óhapp þetta bar að, verður að mati dómsins ekki talið að um skyndilegan utanaðkomandi atburð hafi verið að ræða í greint sinn, sem hafi valdið því að stefnandi varð fyrir óhappinu. Að mati dómsins fellur misstig eitt sér ekki undir skilgreiningu vátryggingar-skilmálanna um skyndilegan utanaðkomandi atburð og allt er ósannað um misfellu, skorning eða holu undir yfirboði vatnsins. Dómurinn telur því, að stefnanda hafi ekki tekist að sanna að óhapp hans hafi orðið vegna skyndilegs utanaðkomandi atburðar. Ber af þeim sökum að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda, en eftir atvikum er rétt að málskostnaður falli niður. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað um dóm þennan. Stefndi, Vátryggingafélag Íslands hf., skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Vilhjálms Karls Jóhannssonar. Málskostnaður milli aðila fellur niður. |
Mál nr. 685/2010 | Kærumál Fjármálafyrirtæki Slitameðferð Réttindaröð | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem kröfum D hf. var hafnað við slitameðferð S hf. Málið átti rætur að rekja til sölu tilekinna sparisjóða á eignarhlutum þeirra í I hf. nú S hf. Í tengslum við kaupsamninginn var gerður samningur um verðtryggingu hlutabréfa. D hf. greiddi S hf. tiltekna fjárhæð í samræmi við samninginn. Kvað D hf. greiðsluna hafa verið innta af hendi fyrir mistök þar sem forsendur fyrir greiðsluskyldu hans hafi ekki gengið eftir. Ekki var fallist á þetta og staðfesti Hæstiréttur hinn kærða úrskurð með vísan til forsendna hans. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru sem barst héraðsdómi 6. desember 2010 og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2010, þar sem kröfu sóknaraðila, sem lýst er að neðan, var hafnað og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að aðalkrafa sóknaraðila við slit varnaraðila að fjárhæð 434.152.843 krónur verði viðurkennd sem sértökukrafa samkvæmt 109. gr. laga nr. 21/1991. Til vara krefst sóknaraðili þess að krafa sömu fjárhæðar verði viðurkennd sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. sömu laga. Í báðum tilvikum krefst sóknaraðili dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 9. febrúar til greiðsludags. Verður að skilja síðast nefnda kröfu svo að krafist sé viðurkenningar kröfu um dráttarvexti með sama hætti og viðurkenningar er krafist um höfuðstól. Þá krefst sóknaraðili þess að varnaraðila verði gert að greiða honum málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili krefst staðfestingar á hinum kærða úrskurði og kærumálskostnaðar. Verulega skortir á að málsaðilar hafi, meðal annars með framlagningu gagna, skýrt til fulls tilefni þess ágreinings sem úr var leyst með hinum kærða úrskurði. Þessir annmarkar eru þó ekki þess háttar að ekki sé unnt að leggja dóm á málið. Af gögnum þess verður ráðið að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hf. hafi ásamt nokkrum öðrum sparisjóðum selt fyrirtæki með heitinu SM 1 ehf., og að því er virðist fleiri aðilum, eignarhluti sína í Icebank hf., samtals annaðhvort 52,86% eða 56,58% af heildarhlutafé í því félagi. Virðist hafa verið samið um þetta í október 2007, en samningar þar að lútandi hafa ekki verið lagðir fram í málinu. Í tengslum við kaupsamninginn var síðan 2. desember 2007 gerður sá samningur um „verðtryggingu hlutabréfa“ sem mál þetta fjallar um og lýst er að meginefni í hinum kærða úrskurði. Þar er líka gerð grein fyrir því að sóknaraðili hafi tekið við réttindum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf. samkvæmt síðast nefndum samningi og að nafni Icebank hf. hafi verið breytt í nafn varnaraðila. Með samningnum 2. desember 2007 veitti sóknaraðili varnaraðila tryggingu fyrir ákveðnu gengi á tilteknum hlutum í Exista hf. miðað við tilgreinda daga í nóvember 2008, en þessu er lýst í úrskurði héraðsdóms. Má ráða af gögnum málsins að hlutabréfin í Exista hf. hafi verið í eigu varnaraðila og sóknaraðili hafi í reynd verið að ábyrgjast kaupanda eða kaupendum hlutabréfanna ákveðið verðmæti á þeim með því að gangast undir þessa skuldbindingu við varnaraðila beint. Í samræmi við samninginn 2. desember 2007 greiddi sóknaraðili 8. desember 2008 til varnaraðila 434.152.843 krónur, en það er sú fjárhæð sem greinir í kröfu hans. Kveður hann greiðsluna hafa verið innta af hendi fyrir mistök þar sem forsendur fyrir greiðsluskyldu sinni samkvæmt 6. gr. samningsins 2. desember 2007 hafi ekki gengið eftir. Er þar kveðið svo á að það sé „forsenda fyrir ábyrgð ábyrgðarveitanda samkvæmt samningi þessum að samningar um sölu Spron hf., BYR sparisjóðs, Nb.is-sparisjóðs hf., Sparisjóðs Kópavogs og Sparisjóðs Norðlendinga á samtals 52,68% hlutafjár í Icebank hf., ... hafi verið réttilega frágenginn, ásamt lánssamningnum og veðsamningnum og að kaupendur hafi ekki vanefnt samninga sína.“ Má fallast á það sem segir í hinum kærða úrskurði að skilja verði málflutning sóknaraðila svo að hann byggi á því að kaupendur eða að minnsta kosti hluti þeirra hafi vanefnt samninga sína. Að veittum þessum skýringum á málavöxtum, sem virðist mega ráða af málsgögnum, verður hinn kærði úrskurður staðfestur með vísan til forsendna hans. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Drómi hf., greiði varnaraðila, Sparisjóðabanka Íslands hf., 400.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 95/2004 | Fasteignakaup Galli Afsláttur | G, sem keypt hafði fasteign af þeim H og Ó, krafðist skaðbóta eða afsláttar vegna leyndra galla sem hún taldi vera á eigninni. Við skoðun höfðu lagnir eignarinnar reynst gjörsamlega ónýtar. H og Ó viðurkenndu að þau hefðu sagt G að lagnirnar hefðu verið í lagi fyrir tveimur árum, enda hafi þau ekki vitað annað. Var ekki talin næg ástæða til að telja þau hafa ábyrgst lagnirnar, líkt og G hélt fram, en af orðum þeirra hafi G mátt ætla að ekki þyrfti að ráðast strax í endurgerð þeirra. Voru H og Ó því ekki dæmd til að greiða G skaðabætur, en með hliðsjón af matsgerð var hún talin eiga rétt á afslætti af kaupverði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 3. mars 2004. Hún gerir þá kröfu að stefndu greiði 515.467 krónur auk dráttarvaxta samkvæmt vaxtalögum nr. 25/1987 frá 19. júní 2001 til 1. júlí sama ár, en samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Málsatvik eru þau að stefndu seldu áfrýjanda 1. september 1999 þriggja herbergja íbúð að Karfavogi 33 í Reykjavík, en fasteignin var reist 1952. Stefndu höfðuðu mál þetta í héraði til heimtu eftirstöðva kaupverðs, en áfrýjandi taldi sér heimilt að halda greiðslunni vegna galla á fasteigninni og höfðaði gagnsök til heimtu skaðabóta eða afsláttar þess vegna. Hún greiddi síðar kröfur stefndu í héraði til þess að fá afsal fyrir eigninni. Fyrir Hæstarétti greinir aðila á um hvort eignin hafi við söluna verið haldin leyndum göllum sem stefndu beri ábyrgð á. Áfrýjandi heldur því fram að hún hafi fljótlega eftir að hún flutti í íbúðina orðið vör við mikið af skordýrum, sem síðar hafi reynst koma úr skolplögnum. Við skoðun hafi lagnirnar reynst gjörsamlega ónýtar. Reisir hún málatilbúnað sinn á því að stefndu hafi með yfirlýsingum sínum ábyrgst að lagnirnar væru gallalausar. Vísar hún um fjárhæð kröfunnar til niðurstöðu dómkvadds matsmanns, sem mat eðlilegan afslátt vegna galla á skolplögnum á 399.467 krónur. Við það hefur áfrýjandi bætt 100.000 krónum þar sem hún hafi þurft að flytja úr íbúðinni á meðan á viðgerðum stæði og 16.000 krónum vegna kostnaðar við eyðingu meindýra. Vaxtakröfu miðar hún við framlagningu gagnstefnu í héraði 19. júní 2001. Stefndu halda því fram að þau hafi við sölu íbúðarinnar gert áfrýjanda grein fyrir því að lagnirnar hefðu verið myndaðar fyrir tveimur árum og ekki hefði komið fram að þær væru þá í verra ástandi en vænta mátti með tilliti til aldurs hússins. Samkvæmt umsögnum sérfróðra manna sé líftími frárennslislagna að jafnaði 40 til 60 ár og ástand hússins hafi verið í samræmi við aldur þess. Samkvæmt niðurstöðu dómkvadds matsmanns frá 22. maí 2002 duldist ekki við skoðun að frárennslislagnir í grunni hússins að Karfavogi 33 í Reykjavík voru orðnar morknar og slitnar. Einnig væru samskeyti röranna brotin og slitin í sundur. Taldi matsmaður að miðað við ástand lagnanna væru þær frá þeim tíma er húsið var byggt en ástandið væri þó verra en oft í húsum frá þessum tíma. Fjölmörg dæmi væru þó um sambærilegt ástand. Var hann þeirrar skoðunar að ekki yrði hjá því komist að endurnýja allar lagnir í grunni hússins nema í stofugólfi sem eðlilegra væri að þræða. Krafa áfrýjanda um skaðabætur eða afslátt er reist á þessu mati en forsendur þess eru að reiknað hafi verið með því að ástand lagnanna væri gott miðað við aldur og því væri ekki óeðlilegt að meta afslátt um það bil þriðjung af kostnaði við endurnýjun lagnanna. Matsgerð þessi hefur ekki verið hrakin. Stefndu viðurkenna að þau hafi sagt áfrýjanda að lagnirnar hefðu verið í lagi fyrir tveimur árum enda hafi þau ekki vitað annað. Samkvæmt þessu er ekki næg ástæða til að telja stefndu hafa ábyrgst lagnirnar en af orðum þeirra mátti áfrýjandi ætla að ekki þyrfti að ráðast strax í endurgerð þeirra. Stefndu verða því ekki dæmd til að greiða áfrýjanda skaðabætur en með hliðsjón af matsgerð á hún rétt á afslætti af kaupverði, sem hæfilega er metinn 360.000 krónur með dráttarvöxtum frá 3. desember 2002 er matsgerð var framlögð í dómi. Samkvæmt þessari niðurstöðu er rétt að stefndu greiði áfrýjanda málskostnað í gagnsök í héraði, þar með talinn matskostnað, og vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndu, Hjördís Gunnlaugsdóttir og Ólafur Hilmarsson, greiði áfrýjanda, Guðríði Dröfn Hálfdánardóttur, 360.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. desember 2002 til greiðsludags. Stefndu greiði áfrýjanda samtals 400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 23. september sl. er höfðað með stefnu birtri 15. maí 2001. Stefnendur eru Hjördís Gunnlaugsdóttir og Ólafur Hilmarsson Langholtsvegi 145 Reykjavík. Stefndi er Guðríður Dröfn Hálfdánardóttir, Karfavogi 33, Reykjavík. Dómkröfur stefnenda eru þær að stefnda verði dæmd til að greiða þeim. 355.000 krónur auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, af 605.000 krónum frá 15. mars 2000 til 7. apríl 2000 en af 355.000 krónum til greiðsludags og málskostnaðar. Af hálfu stefndu er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilfellum er krafist málskostnaðar. Stefnda í aðalsök höfðaði gagnsök á hendur stefnendum í aðalsök, sem þingfest var 19. júní 2001. Í gagnsök gerir gagnstefnandi kröfu um að stefndu verði dæmd in solidum til að greiða skaðabætur eða afslátt að fjárhæð 515.467 krónur með dráttarvöxtum frá 19. júní 2001 til greiðsludags skv. III. kafla vaxtalaga. Jafnframt gerir gagnstefnandi kröfu um málskostnað. Gagnstefndu krefjast þess aðallega þau verði sýknuð af kröfum gagnstefnanda. Til vara er þess krafist að kröfur gagnstefnanda verði lækkaðar verulega. Þá er krafist málskostnaðar í báðum tilvikum. MÁLSATVIK, MÁLSÁSTÆÐUR OG LAGARÖK Í AÐALSÖK Með kaupsamningi dagsettum 1. september 1999 keypti stefnda þriggja herbergja kjallaraíbúð að Karfavogi 33 Reykjavík af stefnendum. Um er að ræða 41,7% af heildareigninni. Skv. ákvæðum kaupsamnings átti stefnda að greiða m.a. 605.000 krónur þann 15. mars 2000. Stefnda greiddi einungis 250.000 krónur þann 7. apríl 2000. Bar hún fyrir sig að henni hafi verið heimilt að halda greiðslu vegna galla á fasteigninni. Sættir tókust ekki með aðilum en stefnendur kveðast hafa gert allt sem í þeirra valdi standi til að leysa ágreiningsmálið, meðal annars í tvígang látið taka myndir af lögnum og fengið iðnaðarmenn til að skoða aðstæður. Stefnda hafi hins vegar ekkert gert í málinu, ekki sett fram kröfur né sýnt fram á tjón. Dómkröfur sínar í aðalsök byggir stefnandi á kaupsamningi aðila, meginreglum íslensks réttar um fasteignaviðskipti, loforð, samninga og vanefndir. Jafnframt vísar til dómafordæma og grunnreglna laga um lausafjárkaup. Varðandi lagarök að öðru leyti þá vísast til 130. gr. laga nr. 91/1991 að því er málskostnaðarkröfu varðar og laga nr. 50/1988 varðandi kröfu um virðisaukaskatt af málskostnaðarkröfu, þar sem lögmönnum er gert að greiða virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Aðalkrafa stefndu er á því byggð að stefndu hafi verið rétt að halda eftir þeim hluta kaupverðsins sem fjallað er um í aðalsök. Telur stefnda það ljóst að sú fjárhæð sem þar er um að tefla sé að líkindum lægri en réttmæt krafa stefndu til skaðabóta eða afsláttar af kaupverði svo sem hún er tíunduð í gagnstefnu. Af þeim sökum beri að sýkna stefndu alfarið af kröfum stefnenda. Varakrafa stefndu byggist á því að verði talið að gallar þeir sem fram hafa komið séu ekki að umfangi meiri að verðgildi en nemur kröfugerð stefnenda í aðalsök, beri að lækka kröfur stefnenda að svo miklu leyti sem nemur réttmætum kröfum stefndu. MÁLSATVIK, MÁLSÁSTÆÐUR OG LAGARÖK Í GAGNSÖK Af hálfu stefnanda í gagnsök er málavöxtum lýst svo að hún hafi keypt fasteign í kjallara hússins nr. 33 við Karfavog hér í borg. Kaupverð eignarinnar hafi verið fremur hátt, enda við það miðað að um eign í góðu ástandi væri að ræða. Eignin hafi verið afhent þann 15. september 1999. Hún sé u.þ.b. 50 ára gömul. Fyrir kaupin hafi gagnstefnandi skoðað eignina nokkrum sinnum með venjubundum hætti en sýnt þó aðgát eftir fremsta megni, einkum vegna aldurs hússins. Þannig hafi gagnstefndu verið innt sérstaklega eftir því hvort vart hefði orðið leka eða rakamyndunar. Hafi þau upplýst að svo væri ekki, en hins vegar verið á það bent, af hálfu gagnstefndu, að veggir væru límbornir og vegna aldurs gætu veggir farið að flagna í svefnherbergjum. Í annan stað hafi gagnstefnandi innt gagnstefndu sérstaklega eftir því hvert væri ástand lagna í húsinu og fengið þær upplýsingar að lagnir hefðu verið skoðaðar árið 1997 og þá hefði þær verið í góðu lagi. Fljótlega eftir afhendingu kveðst gagnstefnandi hafa orðið vör við mikið magn skordýra í íbúðinni. Að mati fagmanna hafi þessi skordýr komi úr skolpleiðslum hússins, þ.e. húsmaur eða klóakmaur öðru nafni og í upphafi hafi verið talið að líklegasta ástæðan væri gölluð skólplögn. Gagnstefnandi tekur fram að engin merki hafi verið um þessa galla við skoðun á eigninni og hún ekki upplýst um þetta við kaupin. Eftir því sem lengra hafi liðið frá afhendingu eignarinnar hafi þeir gallar sem tíundaðir hafa verið ágerst. Þannig hafi klóakmaur fjölgað jafnt og þétt og raki í SV svefnherbergi aukist. Hafi a.m.k. tvisvar þurft að láta eitra fyrir klóakmaur í íbúðinni og ítrekaðar tilraunir til að mála svefnherbergið hafi engan árangur borið. Utan sjónlýtis og mikilla skemmda sé þar viðvarandi fúkkalykt, sem einkum hafi komið fram eftir að málning tók að flagna, en gagnstefnandi hafi ekki orðið vör við neina lykt er hún skoðaði eignina. Í desember árið 1999 hafi gagnstefnandi fengið Stífluþjónustu Bjarna til að skoða skólplagnir og frárennsli í húsinu. Sú skoðun hafi leitt í ljós að allar skolplagnir hafi verið verulega slitnar, gliðnaðar á samskeytum og opnar út í jarðveg. Jafnframt hafi komið fram að rætur væru komnar inn í lagnirnar og að í þeim væri mjög mikið af klóakmaur. Í kjölfar þessa leitaði gagnstefnandi aðstoðar lögmanns og gerði kröfu um skaðabætur eða afslátt af kaupverði, enda taldi hún um verulega galla að ræða. Af hálfu stefnenda var ekki fallist á bótaskyldu að neinu leyti. Samkvæmt kaupsamningi átti stefnda að greiða lokagreiðslu þann 15. mars 2000 að fjárhæð 605.000 krónur eins og rakið er í umfjöllun um aðalsök. Í því skyni að tryggja hagsmuni sína kveðst gagnstefnandi eingöngu hafa greitt 250.000 krónur þann 7. apríl 2000 en haldið eftir 355.000 krónum vegna galla. Hafi hún upphaflega haft í hyggju að halda eftir allri lokagreiðslunni en fallist á að greiða 250.000 krónur til að liðka um fyrir samningaviðræðum sem þá hafi enn verið í gangi. Frekari viðræður aðila um sættir hafi ekki borið árangur. Þannig hafi gagnstefndu aldrei verið til viðræðu um bótafjárhæð nærri líklegu andvirði galla á eigninni. Vegna atvika er varði eigendur efri hæðar hússins hafi frekari aðgerðir gagnstefnanda í því skyni að fá úr málinu leyst reynst örðugar. Gagnstefnandi sé eigandi 41,7% heildareignarinnar. Lagnir hússins teljist til sameignar og því ljóst að allar viðgerðir eigi að vera á kostnað allra eigenda. Það sama eigi við um rakaskemmdir í svefnherbergi, en líklegasta orsökin þar sé leki frá svölum efri hæðar. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi gagnstefnandi aflað tilboðs pípulagningarmeistara í viðgerð. Svo sem þar komi fram sé heildarkostnaður vegna lagna að fjárhæð 893.408 krónur fyrir alla eignina, að meðtöldum virðisaukaskatti. Sé þá ótalinn kostnaður við parket og gólfefni í íbúð gagnstefnanda, en brjóta þurfi gólf í íbúðinni til að komast að lögnunum. Af þessum sökum hefur kveðst gagnstefnandi höfða gagnsök í málinu. Að beiðni gagnstefnanda kvaddi dómarinn Frey Jóhannesson, tæknifræðing til þess að skoða og meta aðstæður og ástand að Karfavogi 33 og segir eftirfarandi í matsgerð hans: "Niðurstöður matsmanns A. Ástand frárennslislagna í grunni og í jörðu utanhúss sést nokkuð vel á videomynd starfsmanns Hreinsibíla ehf. Þar dylst ekki að steinrör þeirra eru orðin morkin, slitin og samskeyti röranna brotin eða slitin í sundur. Einnig virðast rör í austurhorni neðri hæðar vera brotin og komst myndavél Hreinsibíla ehf. ekki alla leið eða aðeins á móts við anddyri íbúðarinnar. Miðað við ástand lagnanna eru þær frá þeim tíma er húsið var byggt, þó er ástandið verra en oft er í húsum frá þessum tíma, en þó eru fjölmörg dæmi um að sambærilegar lagnir endist ekki meira en í hálfa öld. Matsmaður telur að ekki verði hjá því komist að endurnýja allar lagnir í grunni hússins nema lögn undir stofugólfi sem eðlilegt er að "þræða". Lagnir frá eldhúsi og frá gólfniðurfalli í fyrrverandi kyndiklefa er eðlilegt að taka út út húsi og tengja þær við þakniðurföll og svalaniðurfall á leið út í brunn sem einnig þarf að endurnýja. Lagnir þær sem eru utanhúss verði grafnar niður fyrir gólfplötu hússins og lagðar sem hálfpökkuð regnvatnslögn. Flytja verður úr íbúð á neðri hæð meðan á þessum framkvæmdum stendur sem gætu tekið um það bil mánaðartíma. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sundurliðaður hér á eftir. Mat á "eðlilegum" afslætti af kaupverði íbúðar á neðri hæð vegna kostnaðar við endurnýjun á lögnum í grunni og utanhúss vegna ástands þeirra helgast af forsendum málsins, en ef miðað er við þær forsendur að reiknað hafi verið með því að ástand þeirra væri gott miðað við aldur þá er ekki óeðlilegt að meta afslátt um það bil þriðjung af framkvæmdakostnaði við endurnýjun lagnanna, í hlutfalli við eignarhlut íbúðarinnar, þar sem hér er um sameign að ræða. B. Skoðun á svalagólfi efri hæðar gaf til kynna að lekaummerki í svefnherbergi stafi af leka frá svölum og/eða ófullnægjandi þéttingu milli svalagólfs og útveggja efri hæðar. Svalagólfið hefur verið málað en málningin er að miklu leyti flögnuð af og þjónar ekki lengur hlutverki sínu. Óvíst er hvort gólfið sé lengur vatnsþétt. Sprungur eru á útvegg neðri hæðar undir svölum og múrhúðun er farin að losna ekki síst á kanti við svalagólf. Til úrbóta telur matsmaður nauðsynlegt að gera við útveggjasprungur og lausa múrhúðun ásamt að þétta svalagólf og kverk við útvegg með forsvaranlegu þéttiefni svo sem Decothane eða öðru sambærilegu og er hér miðað við það. Einnig er miðað við að mála loft og veggi herbergisins að viðgerð lokinni. Hæfilegur afsláttur af verði íbúðar vegna þessa galla telur matsmaður vera kostnaðarfjárhæð endurbóta að teknu tilliti til eignarhlutar íbúðar á neðri hæð. Kostnaðarmat Kostnaðarmat miðast við verðlag í maí 2002 með VSK á efni og vinnu. Rétt er að benda á reglur í skattalögum um endurgreiðslu á 60% af VSK á vinnu á vinnustað fyrir íbúðarhúsnæði. Verkliður Efni Vinna Samtals A. Lagnir 1. Taka niður eldhúsinnréttingu og hreinlætistæki 25.000 25.000 2. Fjarlægja gólfefni á gangi, baðherbergi og anddyri 40.000 40.000 3. Brot á gólfplötu + jarðv. 171.000 171.000 4. Uppgröftur utanhúss 64.400 64.400 5. Nýjar frárennslis-, jarðvatns- og regnvatnslagnir 92.000 109.000 201.000 6. Þræða eldri lagnir 58.800 83.600 142.400 7. Nýr brunnur 22.800 39.400 62.200 8. Tenging upp úr plötu og niðurföll 37.000 29.000 66.000 9. Frágangur á gólfraufum 39.600 84.600 124.200 10. Fylling og frágangur á frárennslisskurðum 34.000 57.200 91.200 11. Uppsetning hreinlætistækja og eldhúsinnréttingar 8.000 50.000 58.000 12. Ný gólfefni: Flísar, parkett og málning 69.000 84.000 153.000 B. Rakamyndun í lofti og útveggjum l. Þétting svalagólfs 13.200 22.200 35.400 2. Steypuviðg. útveggja 9.000 48.000 57.000 3. Málun lofta og veggja 12.000 26.000 38.000 Samtals kr. 395.400 933.400 1.328.800 Heildarmatsfjárhæð er kr. 1.328.800 - krónur einmilljónþrjúhundruðtuttuguogáttaþúsundogáttahundruð 00/100 " Gagnstefnandi byggir á því að hún hafi ekki með neinum hætti verið upplýst um galla þá sem séu á eigninni. Hún hafi sinnt skoðunarskyldu sinni eftir því sem henni var frekast unnt og þeir gallar sem á eigninni séu, hafi verið hafi ósjáanlegir fyrir stefndu við skoðun eignarinnar. Upplýsingar gagnstefndu hafi verið villandi og raunar er á því byggt af hálfu gagnstefnanda stefndu að gagnstefndu hafi vitað eða mátt vita betur. Engum dyljist að lagnir sem á árinu 1999 séu taldar ónýtar, hafi ekki verið í góðu ástandi árið 1997, svo sem haldið hafi verið fram af hálfu gagnstefndu við kaupin. Gagnstefnandi hafi greitt hátt verð fyrir eignina í trausti þess að hún væri í góðu ástandi, enda hafi hún verið kynnt með þeim hætti. Þó eignin hafi verið orðin nokkuð gömul hafi hún ekki verið eldri en aðrar eignir á þessu svæði og raunar ekki óvenjulega gömul miðað við fasteignir almennt. Gagnstefnandi hafi mátt gera gefa sér þær forsendur fyrir kaupunum að eignin væri í lagi og að á henni væru ekki stórfelldir gallar. Þar að auki hafi gagnstefnandi spurt gagnstefndu um þau atriði sem máli skipti en fengið ófullnægjandi upplýsingar af hálfu gagnstefndu. Gagnstefnandi bendir og á það að gagnstefndi, Ólafur sé skrúðgarðyrkjumeistari og hefði átt að þekkja þau skordýr sem hafi verið í íbúðinni. Þótt gagnstefndu hefðu fjarlægt þessi dýr áður en gagnstefnandi skoðaði eignina eða ef gagnstefnandi hefur ekki veitt þeim athygli við skoðun sé á því byggt að gagnstefndu hefði ekki getað dulist vera skordýranna í eigninni, enda fjarstæðukennt að halda því fram að þau hefðu birst fyrst eftir að gagnstefnandi fékk eignina afhenta. Gagnstefndu hafi því vitað eða mátt vita að eitthvað hafi verið athugavert við lagnir í húsinu og borið að upplýsa gagnstefnanda sérstaklega um það. Gagnstefnandi byggir á því, með vísan til framanritaðra atriða um eðli þeirra galla sem málið varðar og framgang kaupanna að öðru leyti, að það hefði staðið gagnstefndu nær að tryggja sér sönnun þess að upplýsingaskyldu hefði verið fullnægt. Eigi þetta einkum við þegar fyrirliggjandi sé að gagnstefndu hafi upplýst um „gott ástand" lagna í húsinu og hvergi látið getið í sölugögnum nokkurra upplýsinga um þá galla sem fyrirliggjandi séu. Gagnstefnandi sé ekki fagmenntuð og hafi ekki notið aðstoðar fagmanna við skoðun. Gagnstefndu hefðu á hinn bóginn búið í eigninni í talsverðan tíma og vitað eða máttu vita um ástand hennar. Verði ekki fallist á beina bótaskyldu gagnstefndu er á því byggt að dæma beri gagnstefnanda bætur í gagnsök í formi afsláttar af kaupverði. Sé um það byggt á almennum og viðurkenndum réttarreglum um afslátt í fasteignaviðskipum, einkum á grundvelli dómaframkvæmdar en einnig á grundvelli ákvæða laga nr. 39/1922 eftir því sem við eigi. Ljóst sé að eignin hafi hvorki né hafi haft þá kosti sem gagnstefnanda hafi verið rétt að áskilja við kaupin. Ef um galla sé að ræða sem gagnstefndu hafi hvorki vitað né mátt vita af sé engu að síður ljóst að verðgildi eignarinnar sé að mun rýrara en kaupverð geri ráð fyrir, enda hafi viðskipti aðila miðast við kaup á ógallaðri eign sem ekki hafi þarfnast sérstaks viðhalds eða viðgerða. Gangstefnandi eigi því allt að einu rétt á afslætti af kaupverði í samræmi við endanlegar gagnkröfur. Gagnstefnandi byggir kröfur sínar í gagnsökinni á matsgerð hins dómkvadda matsmanns vegna þess kostnaðar vegna galla á frárennslislögnum sem lendi á herðum gagnstefnanda, og krefst skaðabóta eða afsláttar er nemi 399.467 krónum. Þá sé gerð krafa um skaðabætur vegna kostnaðar og röskunar við flutning og búsetu annars staðar meðan á viðgerð stendur að fjárhæð 100.000 krónur og kostnaður vegna meindýraeyðslu í tvígang að fjárhæð 16.000 krónur eða samtals 515.467 krónur. Við munnlegan flutning málsins var fallið frá kröfum vegna leka sem stefnandi í gagnsök bar fyrir sig og lýtur ágreiningur í gagnsök nú einungis að ástandi frárennslislagna. Gagnstefnandi byggir kröfur sínar á almennum reglum fjármunaréttarins; kröfuréttar, samningaréttar og meginreglum um fasteignakaup. Þá byggir gagnstefnandi kröfur sínar á ákvæðum laga nr. 39/1922 og 7/1936. Um málskostnað í málinu byggir stefndi á ákvæðum XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 129. 130. og 131. gr. þeirra laga. Gagnstefndu byggja á því að þau hafi selt gagnstefnanda ógallaða eign. Henni hafi verið algerlega óheimilt að halda kaupsamningsgreiðslunni með gjalddaga þann 15. mars 1999. Hún hafi einungis greitt 250.000 krónur og það ekki fyrr en þann 7. apríl árið 1999. Margdæmt sé að kaupanda fasteignar sé óheimilt að beita stöðvunarrétti þegar eins standi á og í máli þessu, þ.e. þegar fullnægjandi sönnun um galla liggi ekki fyrir. Ekkert hafi komið fram sem réttlæti greiðslustöðvun stefndu í aðalsök og hún hafi hvorki " deponerað " greiðslunni né haldið henni aðgreindri á bankabók eða greitt hana til fasteignasölunnar til að sýna að ekki væri um skort á getu til að greiða kröfuna. Ekkert hafi komið fram um að þetta hafi verið nauðsynleg tryggingarráðstöfun gagnvart gagnstefndu. Gagnstefndu halda því fram að þau hafi selt ógallaða eign í lögfræðilegum skilningi og beri ekki ábyrgð gagnvart gagnstefnanda. Eignin sé rúmlega 50 ára gömul og ekki í verra ástandi en sambærilegar eignir á svæðinu og uppfylli allar kröfur sem gerðar hafi verið til svipaðra fasteigna á byggingartíma. Því er mótmælt að eignin hafi verið seld á háu verði. Gagnstefndu hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni af kostgæfni og því er sérstaklega mótmælt að upplýsingar gagnstefndu hafi verið villandi og rangar og að þau hafi vitað betur um ástand skolplagna. Sérstaklega hafi verið rætt um lagnir við skoðun á eigninni og upplýst að þær hefðu verið myndaðar 1997. Kaupendum gamalla eigna, hvort sem það séu fasteignir eða annað, megi almennt vera ljóst að viðhalds sé oftast þörf. Sama eigi við í því tilviki sem hér er til úrlausnar að mati gagnstefndu. Gagnstefndu vísa að öðru leyti til meginreglna kröfuréttarins, ákvæða kaupa- og samningalaga og dómafordæma. Varðandi málskostnað er vísað til 129. og 130.gr. l. 91 /1991. NIÐURSTAÐA Stefnda í aðalsök var skuldbundin samkvæmt kaupsamningi til þess að greiða 605.000 krónur þann 15. mars 2000. Það gerði hún ekki heldur greiddi 250.000 krónur þann 7. apríl 2000. Er ágreiningslaust að stefnda átti ógreiddar þær 355.000 krónur sem krafið er um í málinu þann 7. apríl 2000. Um kröfu stefnanda í gagnsök er það að segja að enda þótt sýnt sé fram á með matsgerð að frárennslislögnum hafi verið áfátt er matsmaður skoðaði þær verður ekki fram hjá því litið að hér er um að ræða meira en 50 ára gamla eign. Þegar til þess er litið mátti gagnstefnandi gera ráð fyrir því að lagnirnar væru farnar að gefa sig og verður ekki litið svo á að ástand lagnanna hafi verið þannig að líta beri á það sem leyndan galla. Þá liggur fyrir að gagnstefnanda stóð til boða að skoða myndbandspólu af lögnunum en bar sig ekki eftir því svo sem þó hefði verið eðlilegt miðað við aldur eignarinnar. Loks er til þess að taka að ef litið er til kaupverðs eignarinnar og mats þess er gagnstefnandi ber fyrir sig þykir matsfjárhæð ekki ná því hlutfalli af kaupverði að litið verði á ástand lagnanna sem galla í kaupum aðila. Þykir gagnstefnandi ekki hafa sýnt fram á það að galli hafi verið á hinni seldu eign sem gagnstefndu beri að bæta henni eða að hún eigi rétt til afsláttar í kaupum þessum. Samkvæmt þessu verður stefnda í aðalsök dæmd til að greiða stefnanda 355.000 krónur ásamt vöxtum eins og greinir í dómsorði og 100.000 krónur í málskostnað en í gagnsök verða gagnstefndu sýknuð af öllum kröfum gagnstefnanda en málskostnaður í gagnsök fellur niður. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ Stefndi í aðalsök, Guðríður Dröfn Hálfdánardóttir, greiði stefnendum í aðalsök, Hjördísi Gunnlaugsdóttur og Ólafi Hilmarssyni, 355.000 krónur með dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, með síðari breytingum, af 605.000 krónum frá 15. mars 2000 til 7. apríl 2000 en af 355.000 krónum frá þeim degi til 1. júlí 2001 en skv. III. kafla laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags og 100.000 krónur í málskostnað. Stefndu í gagnsök skulu sýkn af kröfum gagnstefnanda. Málskostnaður í gagnsök fellur niður. |
Mál nr. 94/2005 | Kærumál Frávísunarúrskurður staðfestur | Með kaupsamningi í mars 2002 keypti G, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, hlut í öðru einkahlutafélagi af S. G afhenti S víxil til tryggingar tilteknum skuldbindingum sínum samkvæmt kaupsamningnum og ritaði H nafn sitt á víxilinn sem ábekingur. Vegna mistaka við gerð víxilsins fyrntist hann áður en unnt var að innheimta hann. S taldi G ekki hafa staðið við þær skuldbindingar sem stóðu að baki víxlinum og höfðaði málið með vísan til 74. gr. víxillaga. Hann hafði hins vegar hvorki lagt fram uppgjör vegna umræddra viðskipta né gert með öðrum hætti nánari grein fyrir umfangi tjóns síns vegna niðurfalls víxilréttarins. Var málatilbúnaður S af þessum sökum svo vanreifaður að ekki varð hjá því komist að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. febrúar 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. mars sl. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. febrúar 2005, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar, en til vara að hann verði felldur úr gildi að hluta og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið að því leyti til efnismeðferðar. Hann krefst einnig málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Nokkur ný skjöl hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms verður hann staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað, sem verður ákveðinn í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, Snorri Birgir Snorrason, greiði varnaraðila, Hrafnhildi Valdimarsdóttur, samtals 300.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. |
Mál nr. 138/2001 | Vinnusamningur Sjómaður Skip Hlutafélag Einkahlutafélag Hlutabréf | Ó var vélstjóri á fiskiskipi í eigu Ú hf. Eigendur Ú hf. ákváðu að skipta félaginu upp í tvö félög, þ.e. Ú hf. og Ú ehf., og var umrætt fiskiskip meðal þeirra eigna er komu í hlut Ú ehf. Í kjölfarið voru öll hlutabréf í Ú ehf. seld G hf. Ó taldi sig af þessu tilefni geta krafist lausnar úr skipsrúmi sínu og kaups í sex mánuði samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Hæstiréttur taldi að yfirfærslu skipsins til hins nýja félags yrði ekki jafnað við sölu þess til annars innlends útgerðarmanns, sbr. 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga. Sölu hlutabréfa í útgerðarfélagi yrði heldur ekki jafnað til sölu skips í merkingu ákvæðisins, enda yrði ekki breyting á eignaraðild að skipi við sölu hlutabréfa í þeim lögaðila sem væri eigandi skipsins. Kröfu Ó var hafnað. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 18. apríl 2001. Hann krefst þess að stefnda verði gert að greiða sér 645.393 krónur með dráttarvöxtum frá 6. september 2000 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Mál þetta var dómtekið í héraði að lokinni aðalmeðferð 4. desember 2000. Var héraðsdómur kveðinn upp á dómþingi 19. janúar 2001 eftir að aðilar höfðu lýst yfir að þeir teldu óþarft að málið yrði flutt á ný og dómarinn lýst sig sammála því. I. Áfrýjandi réði sig til starfa sem 1. vélstjóri á fiskiskipinu Heiðrúnu GK 505 í apríl 1998, en það var í eigu Útgerðarfélagsins Njarðar hf. og gert út af því félagi. Á skipinu störfuðu lengst af á starfstíma áfrýjanda þrír vélstjórar þannig að tveir störfuðu um borð í senn en einn var í fríi. Vélstjórarnir fóru því almennt í tvær veiðiferðir með skipinu en áttu frí þá þriðju. Samkvæmt gögnum málsins landaði skipið í Sandgerði 24. nóvember 1999 og var áfrýjandi afskráður þann 27. þess mánaðar, enda var komið að því að hann ætti frí í næstu veiðiferð. Skipið landaði afla á Ísafirði 2. desember sama árs og aftur í Sandgerði 9. þess mánaðar. Yfirvélstjóri skipsins bar fyrir héraðsdómi að þegar skipið var á landleið til Sandgerðis í það sinn hafi sá vélstjóri, sem gegndi stöðu 1. vélstjóra í þeirri ferð, hringt í áfrýjanda og boðist til að fara einnig í næstu veiðiferð í hans stað. Hafi áfrýjandi þegið það. Fór áfrýjandi ekki í þá veiðiferð, en henni lauk 16. desember 1999 og landaði skipið í Sandgerði þann dag. Þann 17. desember 1999 var undirritaður kaupsamningur um öll hlutabréf í Útgerðarfélaginu Nirði ehf. milli Hafliða Þórssonar og Huldu Emilsdóttur sem seljenda og forráðamanna Guðmundar Runólfssonar hf. sem kaupanda. Í 1. gr kaupsamningsins er hinu selda lýst svo að það séu „öll hlutabréf í Útgerðarfélaginu Nirði ehf ... sem er nýskráð hlutafélag sem er í eigu Hafliða Þórssonar að 99 hundraðshlutum og Huldu Emilsdóttur að 1 hundraðshluta. Skráð hlutafé í félaginu er kr. 500.000.-. Samkvæmt gögnum sem eru fylgiskjal með kaupsamningi þessum liggur fyrir ákvörðun eigenda Útgerðarfélagsins Njarðar hf.... um að skipta upp félaginu í tvö félög og verður hið nýskráða einkahlutafélag sem selt er með samningi þessum skipta félagið. Vegna ákvæða hlutafélagalaga mun ekki verða lokið við að skipta félögunum fyrr en í febrúarmánuði 2000.“ Eru síðar í greininni taldar upp í sjö stafliðum forsendur fyrir kaupum á hlutafénu, þar á meðal að hið nýstofnaða félag muni við skiptinguna „í samræmi við fyrirliggjandi gögn“ eignast fiskiskipið Heiðrúnu og annað nafngreint skip. Er skipunum og fylgifé þeirra nánar lýst í 3. og 4. gr. samningsins. Þau gögn um stofnun hins nýja einkahlutafélags, sem vitnað er til í 1. gr. kaupsamningsins, hafa ekki verið lögð fram í málinu. Í 12. gr. samningsins er kveðið á um að kaupandi taki við undirritun samningsins við formlegum umráðum allra þeirra eigna, sem verða eign Útgerðarfélagsins Njarðar ehf. eftir skiptingu félaganna. Samkvæmt þessu var Útgerðarfélaginu Nirði hf. skipt upp í tvö félög, Útgerðarfélagið Njörð hf. og Útgerðarfélagið Njörð ehf., og var fiskiskipið Heiðrún meðal þeirra eigna er komu í hlut síðarnefnda félagsins. Voru öll hlutabréf í síðarnefnda félaginu jafnframt seld Guðmundi Runólfssyni hf. Samkvæmt gögnum málsins virðist skipinu hafa verið siglt til Grundarfjarðar 20. desember 1999 og þar landaði það eftir næstu veiðiferð 30. desember þess árs. Enn landaði skipið á Grundarfirði 10. janúar 2000. Áfrýjandi var ekki um borð í þessum veiðiferðum. Bar yfirvélstjóri skipsins fyrir héraðsdómi að hann hefði ítrekað reynt að ná í áfrýjanda milli jóla og nýárs í því skyni að fá hann til starfa en án árangurs. Fær sá framburður stoð í framburði skipstjóra skipsins fyrir héraðsdómi. Áfrýjandi bar fyrir héraðsdómi að hann hefði frétt af sölu skipsins 9. desember 1999 og hafi eftir það beðið eftir að heyra frá kaupendum þess, sem ekki hafi orðið, og hafi hann hvorki átt samskipti við forsvarsmenn Útgerðarfélagsins Njarðar hf. né kaupanda hlutabréfanna fyrr en hann ritaði þeim fyrrnefnda bréf 8. janúar 2000. Í því bréfi taldi hann að störfum sínum hjá félaginu hafi lokið við sölu skipsins. Ekki hafi verið haft samband við sig af hálfu nýs eiganda þegar skipið fór í sína fyrstu veiðiferð eftir eigendaskiptin. Óskaði hann eftir að fá „greiddan uppsagnafrest samkvæmt kjarasamningum.“ Er í máli þessu deilt um hvort áfrýjandi eigi rétt á kaupi samkvæmt 3. mgr., sbr. 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 vegna starfsloka hans um borð í fiskiskipinu Heiðrúnu. II. Samkvæmt 2. mgr 22. gr. sjómannalaga er skipverja heimilt að krefjast lausnar úr skiprúmi sé skip selt öðrum innlendum útgerðarmanni og á hann þá rétt til kaups í sex vikur samkvæmt 3. mgr. sömu greinar að öðrum þar greindum skilyrðum uppfylltum. Af þessu ákvæði verður dregin sú almenna regla að áhöfn fylgir skipi við eigendaskipti innanlands, sbr. dóm Hæstaréttar 17. maí 2000 í málinu nr. 169/2000. Ákvæði 2. mgr 22. gr. sjómannalaga um heimild skipverja til að krefjast lausnar úr skiprúmi við sölu skips er undantekning frá þeirri meginreglu og verður því að skýra ákvæðið bókstaflega samkvæmt orðanna hljóðan. Samkvæmt framansögðu var Útgerðarfélaginu Nirði hf. skipt upp í tvö félög, Útgerðarfélagið Njörð hf. og Útgerðarfélagið Njörð ehf. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir í málinu um þessa skiptingu, en af fyrirliggjandi gögnum verður ekki annað ráðið en að við hana hafi hluti af eignum og réttindum sem og skuldum og skyldum hins eldra félags flust yfir til hins nýja einkahlutafélags án afsals, þar á meðal fiskiskipið Heiðrún. Hafi hluthafar eldra félagsins fengið hlutabréf í nýja einkahlutafélaginu við skiptinguna. Verður þessari yfirfærslu skipsins til hins nýja félags ekki jafnað við sölu þess til annars innlends útgerðarmanns í merkingu 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga. Hlutabréfin í hinu nýja einkahlutaféalagi voru samkvæmt framansögðu seld með kaupsamningnum 17. desember 1999. Sölu hlutabréfa í útgerðarfélagi verður ekki jafnað til sölu skips í merkingu 2. mgr. 22. gr. sjómannalaganna, enda verður ekki breyting á eignaraðild að skipi við sölu hlutabréfa í þeim lögaðila, er skipið á. Samkvæmt framansögðu eiga ákvæði 2. og 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga ekki við í því tilviki, sem til úrlausnar er í máli þessu. Verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Í ljósi atvika málsins er rétt að aðilarnir beri hvor sinn kostnað af því í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður um annað en málskostnað. Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti fellur niður. Mál þetta, sem dómtekið var 4. desember sl., að loknum munnlegum flutningi, er höfðað af Ólafi Haraldssyni, kt. 201043-3529, Asparfelli 12, Reykjavík, með stefnu birtri fyrir fyrirsvarsmanni stefnda, þann 13. júlí 2000. Stefndi gerir þær dómkröfur, að hið stefnda félag, Útgerðarfélagið Njörður ehf., kt. 621276-2479, Hamraborg 10, Kópavogi, verði dæmt til að greiða 645.393 krónur, auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af þeirri fjárhæð frá þingfestingu til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu m.t.t. þess að stefnandi er ekki virðisaukaskattskyldur. Stefnandi áskilur sér rétt til að leggja fram málskostnaðarreikning. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara, að kröfur verði lækkaðar að mati dómsins. Varðandi málskostnað er þess aðallega krafist, að stefnda verði tildæmdur málskostnaður samkvæmt mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi. Til vara að málskostnaður verði látinn niður falla. I. Stefnandi starfaði hjá stefnda, sem 1. vélstjóri á m.s. Heiðrúnu GK 505 frá 1. maí 1998, uns hann var afskráður 26. nóvember 1999. Greindi stefnandi svo frá fyrir dómi, að svokallað skiptifyrirkomulag hefði verið meðal vélstóra um borð sem þýddi tvo túra á sjó og eina í fríi. Þann 26. október 1999, hafi hann verið afskráður þar sem hann átti að fara í frí. Hafi hann síðan haft samband um borð þegar líða tók á veiðiferðina og þá fengið þær fréttir að lítið væri að fiskast og að landa ætti á Ísafirði en að lokinni löndun ætti að fara strax á veiðar án þess að skipta ætti um áhöfn og ætti því ekki að enda túrinn. Þann 9. desember 1999, hafi skipið síðan landað í Sandgerði. Þann dag hafi hann talað símleiðis við yfirvélstjóra skipsins, Jónas Halldór Geirsson og hafi hann greint sér frá því að skipið hefði verið selt Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði og sennilega yrði haft samband við hann af nýjum eigendum. Ekki hafi hins vegar verið haft samband við sig af hálfu nýrra eigenda skipsins en skipinu hafi verið siglt til Grundarfjarðar síðasta túrinn fyrir jól. Skv. gögnum málsins skrifar stefnandi stefnda bréf, dags. janúar 2000, þar sem hann greinir frá því, að þar sem ekki hafi verið haft samband við sig af hálfu nýrra eigenda fyrir veiðiferð þá er hófst þann 26. desember 1999, líti hann svo á að störfum hans sé lokið fyrir útgerðarfélagið Njörð og lýsir stefnandi því yfir að hann reikni með að fá laun í uppsagnarfresti greidd skv. kjarasamningi. Stefndi greinir svo frá, að samningar hafi náðst við Guðmund Runólfsson hf. á Grundarfirði í desember 1999, um kaup á félagi sem skipt yrði út úr Útgerðarfélaginu Nirði hf. og myndi það félag m.a. eiga fiskiskipið Heiðrúnu GK 505. Er stefnandi hafi farið frá borði í desember 1999, hafi verið rætt við hann um að taka síðasta túr á skipinu fyrir jól sem stefnandi hafi neitað, en sagst vera klár í að taka túr milli jóla og nýárs. Þann túr hafi stefnandi síðan ekki farið og ekki látið ná í sig í síma. Á sama tíma hafi stefnandi ráðið sig sem vélstjóra á farskip án þess að tilkynna það stefnda. Vegna manneklu hafi síðan verið gerð tilraun til að ná í stefnda eftir áramót 2000 til þess að óska eftir því að hann færi veiðiferð með skipinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi þó ekki náðst í stefnanda og hafi þá verið hætt frekari tilraunum til að ná í stefnanda enda legið fyrir að hann væri kominn í fast starf hjá öðrum atvinnurekanda. II. Stefnandi byggir mál sitt á því, að honum beri réttur til meðallauna í hálfan uppsagnarfrest. Uppsagnarfrestur yfirmanna, þ.m.t. vélstjóra sé þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 25. gr. sjómannalaga. Samkvæmt 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, sbr. 2. mgr., eigi yfirmaður rétt á greiðslum í hálfan uppsagnarfrest, vilji hann ekki halda áfram störfum á skipi, þegar eigandaskipti verða á því. Fyrir liggi að skipið hafi verið selt til Guðmundar Runólfssonar hf, á Grundarfirði og stefnandi hafi ekki haft áhuga á að starfa áfram á skipinu, þar sem það yrði gert út frá Grundarfirði. Telur stefnandi mótbáru stefnda við því að greiða sér laun, vera fólgna í því, að þar sem fyrirtæki stefnda hafi verið selt með öllu því sem fylgir og fylgja beri, þ.m.t. skipinu Heiðrúnu GK 505, þá eigi 22. gr. sjómannalaga ekki við. Með öðrum orðum þá eigi 22. gr. sjómannalaganna eingöngu við þegar viðkomandi skip sé selt eitt og sér. Séu önnur skip útgerðarinnar seld á sama tíma eða fyrirtækið ásamt öllum eigum þess, þá eigi 22. gr. sjómannalaga ekki við. Stefnandi hafnar slíkum skilning stefnda. Ekki skipti máli, að mati stefnanda, hvenær í desember 1999, eigendaskipti urðu að m.s. Heiðrúnu GK 505. Eftir sem áður eigi stefnandi rétt á launum í 6 vikur. Samkvæmt framlögðum launaseðlum og sé sú krafa stefnufjárhæð máls þessa, þar sem miðað sé við aflareynslu tilgreindan tíma. Hvað varða lagarök, vísar stefnandi til 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985. Um dráttarvexti er vísað til III. kafla laga nr. 25/1987. Um málskostnað er vísað til 1. mgr. 130. gr. EML nr. 91/1991. Einnig er vísað til laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Stefndi telur ágreiningslaust í málinu að stefnandi hafi hætt að eigin frumkvæði hjá stefnda í desember 1999. Stefnandi hafi talið sig óbundinn af ráðningarsamningi skv. þegjandi samþykki fyrirsvarsmanns stefnda. Stefnandi hafi þar að auki þegar í desember 1999, ráðið sig í annað skipspláss. Byggir stefndi á því að stefnanda hafi ekki verið vikið úr starfi og sé bótakrafa stefnanda, byggð á sjónarmiðum vegna sölu skipsins, síðar fram komin. Sýknuröfu byggir stefndi, aðallega á því, að stefnandi hafi hætt hjá sér að eigin ósk og að eigin frumkvæði. Því geti hann ekki gert kröfu um laun í uppsagnarfresti. Bendir stefndi á að eðlilegt sé að stefnandi upplýsi með vottorði á hvaða tíma hann hafi hafið störf hjá nýjum vinnuveitanda og frá hvaða tíma hann hafi þegið laun frá honum. Fram hafi komið hjá stefnanda, að hann hafi byggt ákvörðun sína um að mæta ekki til borðs eftir 15. desember 2000, á fréttatilkynningu sem hann hafi lesið, þar sem hafi komið fram að verið væri að selja Heiðrúnu GK 505. Stefnandi hafi ekki leitað frekari upplýsinga um þetta frá stefnda. Telur stefndi því að þar sem ljóst sé að stefnandi neitaði að koma um borð, hafi hann sjálfur rift mögulega gildum samningi með aðgerðum sínum. Byggir stefndi á því, að sá tími er réttaráhrifa 22. gr. sjómannalaga tæki að gæta hafi ekki verið kominn þegar stefndi neitaði að koma um borð. Vísar stefndi og til tómlætissjónarmiða, en fyrir liggi að stefnandi hafi ekki gert kröfu í málinu fyrr en í lok apríl 2000, en það séu fyrstu samskipti aðila málsins eftir að stefnandi hafi farið frá borði. Fari svo að dómurinn líti svo á að ráðningarsamnigur milli aðila hafi verið gildur er stefnandi fór síðast frá borði, byggir stefndi sýknukröfu sína á þeim rökum, að ákvæði 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 eigi ekki við í málinu. Vísar stefndi máli sínu til stuðnings, til þess að stefnandi hafi talið sér óskylt að mæta um borð eftir 15. desember 1999, eða eftir að fréttatilkynning barst frá Guðmundi Runólfssyni hf., þess efnis að þeir hyggðust kaupa skipið. Stefnandi hafi ekki tilkynnt stefnda, að hann ætlaði ekki að mæta aftur um borð. Ekki hafi heldur nein tilkynning verið send til stefnanda af hálfu stefnda, þess efnis að hann ætti ekki að mæta um borð eða um sölu skipsins. Telur stefndi því að ekki séu uppfyllt skilyrði ákvæða 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga, á þeim tíma er stefnandi mætir ekki um borð. Varakröfu um lækkun krafna, styður stefndi þeim rökum, að miða skuli kröfu stefnanda við þann dag sem hann tók sjálfur ákvörðun um að mæta ekki frekar til skips, eða þann 15. desember 1999. Stefndi eigi ekki rétti til meðallauna frá fyrri hluta ársins 1999, eins og hann miði við, heldur eingöngu rétt til kauptryggingar í sex vikur fyrir allt tímabilið enda liggi ekki fyrir að bætur samkvæmt 22. gr. skuli reiknast sem meðallaun. Fallist dómurinn ekki á framangreint telur stefndi að leggja skuli til grundvallar laun stefnanda síðustu sex vikur ráðningar hans hjá stefnda og reikna meðaltal þeirrar fjárhæðar þar sem þó verði dreginn frá sá tími sem stefndi sannanlega neitaði að mæta til borðs. Mótmælir stefndi framsetningu kröfugerðar í málinu, þar sem stefndi velji að miða laun við janúar og febrúar 1999 eða ári fyrr. Er vaxtakröfu og mótmælt og þess krafist að vextir verði ekki reiknaðir fyrr en frá dómsuppsögu. Um lagarök vísar stefndi til sjómannalaga nr. 35/1985, aðallega 27. gr., sbr. og 22. gr. Vísað er til reglna vinnuréttar um stofnun og slit ráðningarsamninga. Um vexti er vísað til ákvæða vaxtalaga nr. 25/1987. Um málskostnað er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III. Í máli þessu er því ekki mótmælt að stefnandi réð sig til starfa á skip stefnda, Heiðrúnu GK 505, í maí 1998. Af gögnum málsins verður og ekki annað séð en ráðning hans hafi verið ótímabundin þó ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur sbr. 6. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en stefndi hefur ekki sýnt fram á að annað ráðningarsamband hafi verið í gildi. Við meðferð málsins fyrir dómi kom fram hjá stefnanda að hann hafi átt símasamtal við yfirvélstjóra skipsins, Jónas Halldór Geirsson, þann 9. desember og hafi hann tjáð stefnanda að skipið væri selt og sennilega yrði haft samband við stefnanda af hálfu stefnda eða nýrra eiganda skipsins. Kom einnig fram hjá stefnanda að hann hafi skv. öllu óbreyttu átt að fara á sjó þann 9. desember 1999, ef ekki hefði komið til áðurgreind sala. Hafi Jónas Halldór Geirsson, yfirvélstjóri, gert sér grein fyrir því að ekki yrði um áframhaldandi starf að ræða þar sem skipið væri selt til Grundarfjarðar og ætti hann því ekki að koma um borð í næstu veiðiferð. Kom fram hjá stefnanda, að á þessum tímapunkti hafi hann talið sig hafa haft fulla vitneskju um sölu Heiðrúnar GK 505, til Grundarfjarðar, t.d. frá fjölmiðlum og eftir áðurgreint samtal við yfirvélstjóra skipsins. Hefur stefnandi og borið að engin samskipti hafi verið á milli hans né stefnda eða kaupanda skipsins í desember 1999, eða í janúar 2000, fyrr en stefnandi sendir stefnda bréf, þann 8. janúar 2000. Í því bréfi lýsir stefnandi því yfir, að þar sem ekki hafi verið haft samband við hann þegar farið var í fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur Heiðrúnar GK 505, sem hafist hafi þann 26. desember 1999, þá lýti hann svo á að störfum hans hjá stefnda sé lokið og vænti hann þess að sér verði greiddur uppsagnarfrestur. Vitnið Jónas Halldór Geirsson, yfirvélstjóri, kom fyrir dóminn. Kannaðist hann ekki við að hafa rætt við stefnanda í síma þann 9. desember. Fram kom hjá vitninu Hafliða Þórssyni, framkvæmdastjóri stefnda, að langur aðdragandi hefði verið að sölu skipsins og hefðu söluþreifingar hafist í maí - júní 1999 og hefði áhöfnum skipa útgerðarinnar verið kunnugt um að breytingar á rekstri yrðu gerðar en samningar um endanlegt fyrirkomulag við Guðmund Runólfsson hf. hafi ekki legið fyrir fyrr en 17. desember 1999, fær sá framburður stoð í framlögðum gögnum málsins. Í framburðum Ólafs Haraldssonar, skipstjóra á Heiðrúnu GK 505 í desember 1999 og Jónasar Halldórs Geirssonar, kom og fram að samkvæmt þeirra vitneskju hefði mikið verið reynt að ná í stefnanda til að fá hann til að fara túr milli jóla og nýárs og til að láta hann vita um hvenær farið yrði á sjó eftir áramót. Stefnandi byggir mál sitt á því að samkvæmt 3. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar, eigi yfirmaður rétt á greiðslum í hálfan uppsagnarfrest, vilji hann ekki halda áfram störfum á skipi, þegar eigandaskipti verða. Eins og áður greinir byggir stefnandi mál sitt á 22. gr. sjómannalaganna. Í gögnum málsins kemur fram að stefnandi gerði ekki reka að því að tilkynna stefnda um slit á ráðningarsamningi sínum við hann, fyrr en með bréfi 8. janúar 2000. Fram að því tímamarki átti stefnandi að hafa farið a.m.k tvær sjóferðir fyrir útgerðarfélagið Njörð enda kemur það fram í gögnum málsins að stefndi gerði sjálfur upp við áhöfn Heiðrúnar GK 505 fram að áramótum 1999/2000. Telja verður í máli þessu að stefnandi hafi borið skv. 2. mgr. 22. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 að tilkynna það stefnda strax og hann fékk vitneskju um það, að búið er að selja skipið til Grundarfjarðar að hann hygðist neita réttar síns skv. 22. gr. sjómannalaga. Ákvæði 2. mgr. 22. gr. sjómannalag nr. 35/1985, þess efnis, að skipverji geti krafist lausnar úr skiprúmi, þegar hann fær vitneskju um sölu skips, verða ekki skilin á annan veg en svo, að skipverji geti, ef hann vill nota rétt sinn, krafist lausnar þegar hann fær um það traustar upplýsingar að skip hafi verið selt til annars útgerðarmanns. Þessi réttur er hins vegar, að mati dómsins, bundinn því að skipverji tilkynni þessa ákvörðun sína til viðkomandi útgerðarmanns eða kaupanda ef kaupandi hefur lýst því yfir að hann vilji halda viðkomandi sjómanni áfram við störf. Ekki er nægjanlegt að skipverji mæti ekki til skips eftir að hann telur sig hafa fengið upplýsingar um sölu skips til annars útgerðaraðila. Á þetta sérstaklega við þegar, eins og hér háttar til, engar sjáanlegar breytingar verða fyrsta kastið á útgerðarmunstri skips eða það hefur ekki verið afhent strax nýjum eigendum. Samkvæmt framburði vitnisins Óla Fjalars, tilkynntu nýir eigendur áhöfn Heiðrúnar um kaupin á skipinu þann 16. desember 1999, er skipið kom í land í Sandgerðishöfn og samkvæmt gögnum málsins var samningur, sem fól í sér kaup á skipinu, undirritaður 17. desember 1999. Frá því tímamarki gat stefnandi krafist lausnar úr skiprúmi sínu. Það er álit dómsins að fallast beri á sýknukröfu stefnda, þar sem stefnandi hafi í raun, með því að mæta ekki til skips, einhliða rift ráðningarsamningi sínum við stefnda. Því er það niðurstaða máls þessa að stefndi er sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Með vísan í 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber að dæma stefnanda til að greiða stefnda 150.000 krónur í málskostnað, hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kveður upp Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari. Stefndi, Útgerðarfélagið Njörður ehf., kt. 621276-2479, er sýknað af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Stefnandi, Ólafur Haraldsson, kt. 201043-3529, greiði stefnda 150.000 krónur í málskostnað, að viðbættum virðisaukaskatti. |
Mál nr. 428/1998 | Fasteignasala Söluumboð | K og R, eigendur fasteignarinnar B, svöruðu auglýsingu þar sem óskað var eftir fasteign. Auglýsingin var frá fasteignasölunni H sem var að leita að fasteigninni fyrir eigendur fasteignarinnar L. Í framhaldi af þessu veittu K og R fasteignasala sem starfaði á H söluumboð til að vinna að makaskiptum á eignunum B og L en H hafði ekki skriflegt umboð til sölu L. Tilraunir fasteignasalans til að ná samningum um makaskiptin tókust ekki. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 16. október 1998. Hann krefst þess, að gagnáfrýjendur verði dæmd til að greiða sér in solidum 572.700 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 23. júní 1997 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Gagnáfrýjendur áfrýjuðu málinu með stefnu 12. janúar 1999. Þau krefjast aðallega sýknu af greiðslukröfu aðaláfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðinn verði með álagi. Til vara krefjast þau lækkunar á kröfu aðaláfrýjanda umfram það, sem á var kveðið í héraðsdómi, ásamt því, að málskostnaður á báðum dómstigum verði felldur niður. Mál þetta er risið af makaskiptum á fasteignunum Blikanesi 7 í Garðabæ, þá eign gagnáfrýjenda, og Lækjarási 6 í Garðabæ, eign Eiríks Péturs Christiansen og Ingibjargar Ýrar Þorgilsdóttur, sem fram fóru samkvæmt kaupsamningi 14. ágúst 1997 milli eigendanna. Samningurinn var gerður á grundvelli kauptilboðs 9. júní 1997 frá eigendum Lækjaráss 6, sem gagnáfrýjendur samþykktu tveimur dögum síðar. Var fyrrnefnda fasteignin þar metin til verðs á 23.000.000 krónur, en hin síðarnefnda á 16.500.000 krónur, áður en tillit var tekið til áhvílandi skuldar, sem henni átti að fylgja. Aðaláfrýjandi, sem er fasteignasölustofa, gerir tilkall til sölulauna úr hendi gagnáfrýjenda vegna þessara makaskipta, eftir taxta um þóknun við almenna sölu, en að öðrum kosti til hæfilegrar þóknunar fyrir vinnu að því að koma skiptunum á, sbr. 14. gr. laga nr. 34/1986 um fasteignasölu, sem í gildi voru til 29. maí 1997. Hann telur sig einnig eiga kröfu á sölulaunum úr hendi eigenda Lækjaráss 6, en hefur ekki fylgt henni eftir að svo komnu. Skýringum aðila á málavöxtum og málsástæðum þeirra er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Af hálfu gagnáfrýjenda er því meðal annars haldið fram, að aðaláfrýjandi geti ekki talist réttur aðili að kröfugerð á hendur þeim, þar sem söluumboð þeirra frá 5. maí 1997, sem aðaláfrýjandi vísar til, hafi verið einskorðað við hinn löggilta fasteignasala, sem starfaði á stofunni. Með vísan til forsendna dómsins verður fallist á það með héraðsdómara, að þessi sýknuástæða eigi ekki við. Upphaf málsins verður rakið til þess, að því er gagnáfrýjendur snertir, að aðaláfrýjandi auglýsti í Morgunblaðinu 22. apríl 1997, að hann hefði kaupanda að einbýlishúsi í Garðabæ. Um var að ræða eigendur Lækjaráss 6, þótt þess væri ekki getið. Viðurkennt er af hálfu aðaláfrýjanda, að hann hafi hvorki þá né síðar tryggt sér skriflegt umboð þessara eigenda til að annast sölu þeirrar eignar. Fyrrgreint söluumboð gagnáfrýjenda til hins löggilta fasteignasala var gefið út eftir skoðun á fasteign þeirra í tilefni af umræddri auglýsingu. Verður umboðið ekki skilið á annan veg en þann, að það hafi verið einskorðað við makaskipti á Blikanesi 7 og Lækjarási 6, þrátt fyrir ákvæði um almenna sölu. Jafnframt verður að telja ljóst, að gagnáfrýjendur hafi staðið í þeirri trú, að fasteignastofan hefði eðlilega heimild til að vinna að sölu síðarnefndu eignarinnar. Störf aðaláfrýjanda báru ekki annan raunhæfan árangur en þann, í því sem að gagnáfrýjendum sneri, að eigendur Lækjaráss 6 gengu frá kauptilboði 16. maí 1997, sem þau höfnuðu nokkrum dögum síðar. Var verðmunur milli eignanna þar til muna minni en sá, sem gagnáfrýjendur höfðu vænst og fasteignastofan talið unnt að leita eftir, svo sem rakið er í héraðsdómi. Tilraunir stofunnar 21. maí til að leita frekari tilboða úr þessari átt tókust ekki, og máttu gagnáfrýjendur ætla, að gagntilboð frá þeim yrði þýðingarlaust. Við svo búið var gagnáfrýjendum rétt að líta svo á, að umboð þeirra til aðaláfrýjanda væri úr gildi fallið. Hlaut þetta frekari staðfestingu í byrjun júnímánaðar 1997, þegar annar eigenda Lækjaráss 6 tjáði þeim, að hann treysti sér ekki til að eiga frekari viðskipti við aðaláfrýjanda. Þegar samningar um makaskipti tókust svo síðar í þeim mánuði var ekki byggt á upphaflegum hugmyndum gagnáfrýjenda um verðmun á eignunum, heldur þurftu þau að ganga lengra til móts við hinn aðilann en til tals hafði áður komið. Telja verður eftir þessum atvikum, að gagnáfrýjendur hafi verið óbundin af skyldum við aðaláfrýjanda, þegar þau að lokum gengu við samninga við eigendur Lækjaráss 6. Verði krafa um þóknun til hans úr þeirra hendi vegna sölunnar á Blikanesi 7 hvorki reist á umboðinu frá 5. maí 1997 né öðru því, er lýtur að tilraunum hans til að koma á kaupum um eignina. Eiga gagnáfrýjendur þannig að vera sýknir af þessari kröfu. Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, svo sem um er mælt í dómsorði. Dómsorð: Gagnáfrýjendur, Katrín Árnadóttir og Reynald Jónsson, eiga að vera sýkn af kröfum aðaláfrýjanda, Eignamiðstöðvarinnar Hátúns. Aðaláfrýjandi greiði gagnáfrýjendum sameiginlega 180.000 krónur samtals í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 17. júlí 1998. Árið 1998, föstudaginn 17. júlí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem háð er að Brekkugötu 2, Hafnarfirði, kveðinn upp dómur í málinu nr. E-165/1998: Eignamiðstöðin Hátún gegn Katrínu Árnadóttur og Reynaldi Jónssyni, sem dómtekið var 16. júní s.l. að loknum munnlegum málflutningi. Stefnandi er Eignamiðstöðin Hátún, kt. 510485-0179, Skipholti 50b, Reykjavík, en stefndu eru Katrín Árnadóttir, kt. 300542-4689 og Reynald Jónsson, kt. 030238-7069, bæði til heimilis að Lækjarási 6, Garðabæ. Umboðsmaður stefnanda er hrl. Reynir Karlsson, en umboðsmaður stefndu er hdl. Hlöðver Kjartansson. I. Dómkröfur. 1. Stefnandi krefst þess, að stefndu verði in solidum dæmd “ til greiðslu á kr. 572.700.- með dráttarvöxtum samkv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 23. júní 1997 til greiðsludags. Ennfremur er krafist málskostnaðar samkv. framlögðum málskostnaðarreikningi að fjárhæð kr 243.800.-“. 2. Stefndu krefjast þess aðallega, að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda og stefnandi verði dæmdur til að greiða þeim málskostnað að skaðlausu auk álags á málskostnað, en til vara er þess krafist, að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður verði látinn falla niður. II. Málavextir stefnanda. Þann 16. apríl 1997 hafi Eiríkur Pétur Christiansen haft samband við Lárus H. Lárusson, sem sé eigandi stefnanda. Hafi hann tjáð stefnda að hann hefði áhuga á að selja eign sína að Lækjarási 6, Garðabæ í skiptum fyrir aðra stærri á svipuðum stað. Hafi svo samist um með þeim að stefnandi auglýsti eftir eign í Morgunblaðinu í þessum tilgangi. Hafi auglýsingin síðan birst í Mbl. hinn 22. apríl. Hinn 23. apríl hafi m.a. stefnda Katrín haft samband við stefnanda vegna einbýlishúss að Blikanesi 7, Garðabæ, sem hún hafi sagt að hún væri hugsanlega tilbúin að selja í makaskiptum. Lárus hafi síðan haft samband við Eirík Pétur og tjáð honum að hann væri hugsanlega búinn að finna eign sem gæti gengið í makaskiptum á móti eign hans. Hinn 29. apríl 1997 hafi Eiríkur Pétur beðið Lárus um að vera milligöngumaður um skoðun eignanna. Þann sama dag hafi stefnda Katrín mælt með að Eiríkur Pétur og Inga kona hans kæmu og skoðuðu Blikanesið þann 3. maí kl. 16.00 og stefndu Katrín og Reynald skoðuðu Lækjarásinn strax á eftir. Hinn 5. maí hafi Eiríkur Pétur haft samband og sagst vera mjög hrifinn af Blikanesinu. Þann sama dag hafi þeir Lárus og Brynjar Fransson frá stefnanda farið og skoðað Blikanesið og stefndu þá undirritað söluumboðið. Í umboðinu komi fram að eignin sé sett í “almenna sölu” og að “söluþóknun skuli vera 2% af söluverði eignarinnar er greiðist við undirritun samnings auk virðisaukaskatts” eins og það sé orðað. Varðandi gildistíma umboðsins sé sérstaklega tekið fram að það gildi þar til eignin sé seld auk þess sem sérstaklega sé tekið fram að þetta sé “v/ skipta á Lækjarási 6, Garðabæ”. Strax á eftir hafi þeir farið og skoðað Lækjarás 6. Hinn 9. maí hafi Lárus komið með hugmynd að skiptatilboði til Eiríks Péturs. Hinn 13. maí hafi Eiríkur Pétur haft samband og lýst því yfir að hann teldi sína eign of lágt metna. Hinn 16. maí hafi Lárus komið með aðra hugmynd. Hinn 20. maí hafi Eiríkur Pétur sent stefnanda undirritað tilboð. Daginn eftir eða hinn 21. maí hafi stefndu óskað eftir breytingu á tilboðinu. Þann sama dag hafi Brynjar sent Eiríki Pétri hugmynd að breytingum. Hinn 26. maí hafi Eiríkur Pétur tjáð stefnanda að hann væri enn að hugsa um hvort hann gengi að tilboðinu. Hinn 15. júní hafi starfsmenn stefnanda fengið upplýsingar um að önnur fasteignasala hefði gengið frá samningum milli þessara sömu aðila um kaup á þessum sömu eignum. Lárus hafi því haft samband við Eirík Pétur og bent honum á að fyrirtæki hans hefði komið á samningssambandi með aðilum og ætti því rétt á söluþóknun. Eiríkur Pétur hafi staðfest að viðskiptin hafi komist á á milli aðila, en að öðru leyti hafi hann ekkert viljað við Lárus tala. Stefnandi hafi því leitað til lögmanns síns sem hafi hinn 23. júní 1997 sent stefndu skeyti. Í skeytinu hafi komið fram það sjónarmið stefnanda að hann ætti rétt á söluþóknun fyrir að hafa komið á samningum um makaskipti á ofangreindum eignum. Var í skeytinu skorað á stefndu að greiða skuldina en að öðrum kosti mættu þau búast við að krafa yrði innheimt með atbeina dómstóla. Þá var áskilnaður um að leiðrétta kröfufjárhæðina þegar gögn (kaupsamningur) bærust um raunverulegt söluverð. Þann sama dag hafi síðan farið út innheimtubréf til stefndu. Hinn 3. júlí sama ár hafi borist bréf frá Magnúsi Emilssyni lögg. fasteignasala hjá fasteignasölunni Hraunhamri þar sem hann tilkynnti m.a. að stefndu höfnuðu alfarið að greiða stefnanda söluþóknun. Stefnukrafan er fundin þannig að um er að ræða umsamda söluþóknun sem sé 2,0% af söluverði eignarinnar. Samkv. kaupsamningi dags. 14. ágúst 1997 sé söluverð eignarinnar kr. 23.000.000. - og þóknunin því kr. 460.000. - auk virðisaukaskatts kr. 112.700.- eða samtals kr. 572.700. - sem sé stefnukrafan. Dráttarvaxta er krafist frá dags. innheimtubréfs lögmanns stefnda. III. Málavextir stefndu. Eiríkur Pétur Christiansen hafi snúið sér til Lárusar H. Lárussonar, sölumanns hjá fasteignasölunni Hátún, stefnanda í máli þessu, vegna kunningsskapar við hann, þar eð Pétur, sem átti fasteignina nr. 6 við Lækjarás í Garðabæ, hafði áhuga á að eignast stærri fasteign í Garðabæ. Svo sem fram kemur í stefnu birti fasteignasalan í framhaldi af því auglýsingu í Morgunblaðinu að því er virðist 22. apríl 1997. Mun vera ranghermt í stefnu, að svo hafi samist um með Pétri og fasteigasölunni 16. apríl sama árs að það yrði gert, heldur hafi Pétur eingöngu verið að lýsa fyrir Lárusi þessum áhuga sínum, ef eitthvað ræki á fjörur hans, sem til álita kæmi í samræmi við áhuga Péturs um kaup eða eignaskipti. Ekki fól Pétur fasteignasölunni þá eða síðar umboð til að selja eða leita tilboða í eign hans að Lækjarási 6, hvorki munnlega né skriflega. Rétt er að stefnda Katrín Árnadóttir hafði samband við fasteignasöluna vegna auglýsingarinnar. Kann það að hafa verið 23. apríl. Sýndi hún sem eigandi fasteignarinnar nr. 7 við Blikanes í Garðabæ og meðeigandi hennar að fasteigninni, Reynald Jónsson, áhuga á að athuga með hugsanleg makaskipti á þeirri fasteign og fasteigninni að Lækjarási 6. Eigendur síðarnefndu eignarinnar sýndu því gagnkvæman áhuga. Er ekki af hálfu stefndu gerð athugasemd við þá dagsetningu, að eigendur eignanna hafi skoðað eign hvers annars 3. maí, en samkvæmt því er ljóst, að mjög langan tíma hefur tekið hjá fasteignasalanum að koma málinu á hreyfingu. Svo sem gögn málsins bera með sér gerðu stefndu aldrei tilboð í fasteignina að Lækjarási 6 hjá stefnanda. Stefndu samþykktu eigi heldur nokkru sinni, hvorki beint né óbeint, fyrir milligöngu stefnanda sölu eignar sinnar eða makaskipti á henni og nefndri fasteign. Eina tilboðið, sem stefndu fengu fyrir milligöngu stefnanda, var tilboðið á dskj. nr. 9, dags. 16. maí 1997, en það barst stefndu ekki fyrr en 20. eða 21. maí. Var þá liðinn nær því einn mánuður frá birtingu auglýsingarinnar. Það var ekki samþykkt af stefndu, reyndar hafnað af þeim, og tókst stefnanda því bersýnilega ekki að selja fasteign stefndu. Samningar komust eigi heldur á fyrir hans tilstilli, hvorki þá eða síðar. Á stefnandi þegar af þeirri ástæðu augljóslega ekkert lögmætt tilkall til söluþóknunar úr hendi stefndu, enda tekið fram í söluumboðinu á dskj. nr. 7 til almennrar sölu eignarinnar, að söluþóknun “greiðist þeim fasteignasala sem selur eignina.” Tekið skal fram, að á þessum tíma var fasteign stefndu til sölumeðferðar hjá fleiri fasteignasölum. Söluumboðið tryggir stefnanda ekki heldur með neinum hætti einkarétt til söluþóknunar úr hendi stefndu, enda er ekki á því byggt af hálfu stefnanda, og samningur um makaskipti fasteignar þeirra og fasteignarinnar að Lækjarási 6 komst síðar á með öðru efni fyrir milligöngu annarra fasteignasala. Í stefnu segir, að 21. maí 1997 hafi stefndu óskað eftir breytingum á tilboðinu á dskj. 9. Þann sama dag hafi Brynjar Fransson sent Pétri hugmynd að breytingum. Ef þar er átt við dskj. 10 þá eru þær hugmyndir, sem þar koma fram, ekki komnar frá stefndu. Þar er eingöngu um hugmyndir fasteignasalans sjálfs að ræða, sbr. símbréf hans til Péturs 21. maí 1997 á dskj. 23. IV. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á því að hann lagt fram vinnu í þágu stefndu sem hafi leitt til makaskipta á fasteign þeirra og annarri fasteign. Hann hafi því komið á samningi milli seljanda og kaupanda. Fyrir þetta vinnuframlag eigi hann rétt á að fá greitt. Stefnandi byggir á því að hann hafi í hvívetna hagað sér í samræmi við góða viðskiptahætti fasteignasala. Auk framangreinds söluumboðs hafi hann útbúið söluyfirlit yfir eignina og auk þess útvegað greiðsluyfirlit og veðbandayfirlit vegna áhvílandi lána, allt í samræmi við þágildandi lög. Stefnandi byggir á því að kaupsamningur dags. 14. ágúst 1997 um eignina, sé “í anda” þeirra tilboða skriflegra og munnlegra sem gengið hafi á milli aðila. Söluverð Blikanessins sé kr. 23.000.000.-, sem sé sama upphæð og stefnandi hafi metið eignina á og sem einnig komi fram á söluyfirliti stefnanda yfir eignina. Milligjöf sú sem kaupandi greiði samkv. kaupsamningi sé kr. 6.500.000.- Samkvæmt tilboði kaupenda til stefndu dags. 16. maí 1997 hafi milligjöf verið kr. 6.000.000.- Kaupandi Blikanessins hafi frá upphafi talað um að hann væri tilbúinn að greiða u. þ. b. kr. 8.000.000.- á milli. Stefnandi byggir á því að augljóst sé að hann hafi komið á samningi á milli aðila. Gögn málsins beri það með sér að aðilar hafi verið búnir að ná samningum fyrir milligöngu hans. Hann eigi því rétt á umsaminni söluþóknun. Stefndu hafi hins vegar kosið að sniðganga hann á síðustu stundu í þeim tilgangi að losna við að greiða honum umsamda söluþóknun. Skorar stefndandi á stefndu að leggja fram reikninga frá fasteignasölunni Hraunhamri vegna greiðslu söluþóknunar. Þá skorar hann á þau að leggja fram undirritað kauptilboð sem undanfara kaupsamnings. Stefnandi hafi ekki séð ástæðu til þess að gefa út reikning að svo stöddu fyrir söluþóknun sinni, þar sem fljótlega lá fyrir að stefndu hugðust ekki greiða hana og ljóst var að ágreiningur aðila færi fyrir dómstóla. Varðandi lagarök að öðru leyti vísar stefnandi til þágildandi laga um fasteigna- og skipasölu nr. 34/1986, einkum 8., 9., 10., 12., og 14. gr. þ.l. sbr. nú lög nr. 54/1997 um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. Þá vísast til alm. kröfu- og samningaréttarreglna um vanefndir sbr. og samningalaga nr. 7/1936. Varðandi dráttarvaxtakröfu vísast til 3. kafla laga nr. 25/1987 og varðandi málskostnaðarkröfu til 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. V. Málsástæður og lagarök stefndu. Kjarni málsins sé sá, að stefnandi hafi ekki komið á samningi um makaskipti á fasteign stefndu og fasteigninni Lækjarás 6, svo sem haldið sé fram í símskeytum á dskj. 11 og 28. Stefnandi hafi hagað þannig störfum sínum, að bæði stefndu og eigendur síðarnefndu fasteignarinnar hafi orðið afhuga makaskiptunum og milligöngu fasteignasalans og honum verið um það kunnugt. Hann hafi ekki við aðra að sakast en sjálfan sig að honum hafi mistekist að selja fasteignirnar. Eigendur fasteignarinnar hafi ekki borið traust til hans eins og málin þróuðust. Þeir hafi því hætt tilraunum sínum til að ná samningum eigi síðar en 21. maí 1997. Það sé alrangt sem segir í stefnu, að Pétur hafi tjáð stefnanda í símtali 26. maí að hann væri enn að hugsa hvort hann “gengi að tilboðinu.” Ekki verði heldur séð hvaða tilboð hér sé átt við, enda höfðu stefndu ekkert tilboð gert honum. Það sé einnig alrangt, að stefndu hafi viljað sniðganga stefnanda á síðustu stundu samningaumleitana hans í þeim tilgangi að losna við að greiða honum umsamda söluþóknun. Samkvæmt áskorun í stefnu leggja stefndu fram reikning Hraunhamars ehf. að upphæð 438.585.- dskj. 32, sem þau greiddu þeirri fasteignasölu í söluþóknun o.fl., og einnig kauptilboð á dskj. 26 og 27. Svo sem áður greini hafi fasteign stefndu á þessum tíma verið til sölumeðferðar hjá fleiri fasteignasölum. Í byrjun júní hafi stefndu síðan leitað til fasteignasölunnar Hraunhamars ehf. í Hafnarfirði og settu fasteignina í almenna sölu hjá henni, sbr. dskj. 25 og 31. Þá höfðu eigendur fasteignarinnar að Lækjarási 6 falið fasteignasölunni Húsinu í Reykjavík sölu þeirrar eignar. Milliganga þeirra tveggja fasteignasala hafi síðan leitt til þess, að bindandi samningur komst á um makaskipti umræddra fasteigna með samþykktu kauptilboði 11. júní 1997, sbr. dskj. 27 og 15-18, sem stefnanda hafði mistekist. Það sé alrangt og einnig þýðingarlaust í málinu, sem haldið er fram í stefnu, að þeir samningar séu “í anda” þeirra tilboða skriflegra og munnlegra, sem gengið hafi á milli eigenda fasteignanna fyrir milligöngu stefnanda. Milligjöfin á milli eignanna varð kr. 6.500.000.-, sbr. dskj. 15 og 16, en ekki nærri þeim kr. 8.000.000.-, sem í stefnu segi, að eigandi fasteignarinnar að Lækjarási 6 hafi verið tilbúin að greiða á milli þeirra við makaskipti. Svo sem dskj. 28-30 beri með sér gerði stefnandi, vegna þessara viðskipta kröfu um söluþóknun að upphæð kr. 289.462.- úr hendi Péturs, sem hann andmælti rétti stefnanda til af þeim ástæðum, að hvorki hefði stefnandi selt eignina né haft til þess tilskilið skriflegt umboð samkvæmt 9. gr. laga nr. 34/1986 um fasteigna- og skipasölu og 5 gr. siðareglna Félags fasteignasala. Hefur stefnandi bersýnilega fallist á þessi rök, enda ekkert frekar aðhafst í þeim efnum. Í tilraunaskyni virðist stefnandi, þrátt fyrir mótmæli stefndu á dskj. 14, með málsókn þessari hins vegar freista þess að hafa fé af stefndu á grundvelli formlegs söluumboðs frá þeim annars vegar og því, að eigendur fasteignanna hafi verið búnir að ná samningum um makaskiptin fyrir milligöngu hans hins vegar. Rétt sé að stefndu veittu Brynjari Franssyni söluumboð, enda verður söluumboð aðeins veitt löggiltum fasteignasala, en ekki stefnanda eða Lárusi. H. Lárussyni. Stefnandi sé því ekki réttur aðili að máli þessu. Ber því að sýkna stefndu sökum aðildarskorts hans. Það sé hins vegar gegn betri vitund, sem stefnandi haldi því fram, að hann hafi komið á samningum um makaskiptin. Með söluumboði, dags. 5. maí 1997, gáfu stefndu Brynjari Franssyni, löggiltum fasteignasala hjá Hátúni fasteignasölu- söluumboð, sem gert er á sérstakt til þess ætlað staðlað eyðublað sem “staðfest sé af dómsmálaráðuneytinu skv. ákvæðum 9. gr. laga um fasteigna- og skipasölu nr. 34/1986, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 520/1987” eftir því, sem í eyðuablaðinu greini. Eyðublað þetta sé ekki í samræmi við það staðlaða form um söluumboð fasteignasala, sem gilti á þessum tíma, sbr. auglýsingu um staðfestingu á söluumboðseyðublaði Félags fasteignasala nr. 188/1997, sem birt var 20. mars 1997 í stjórnartíðindum B20, nr. 182/188. Hins vegar virðist eyðublaðið vera í samræmi við það söluumboð, sem birt var með auglýsingu nr. 105/1995, en staðfesting þess var felld úr gildi með auglýsingu nr. 188/1997. Stefnandi byggi kröfur sínar því ekki á lögmætu söluumboði. Ber að sýkna stefndu af þeirri ástæðu. Í framlögðu söluumboði segi: “Umboð þetta nær til þess að leita eftir tilboðum í eignina, semja kaupsamning, skuldabréf, afsal og aðra þá löggerninga, sem tengjast sölu eignarinnar. Um samskipti aðila, framkvæmd og tilhögun starfa fasteignasalans og um leið greiðslu kostnaðar, skal fara sem hér að neðan greinir.” Í þeim kafla umboðsins, sem varðar “tilhögun sölu” og “söluþóknun,” kemur fram, að stefndu veittu Brynjari Franssyni löggiltum fasteignasala umboðið til almennrar sölu eignarinnar. Samningsákvæðið um almenna sölu er nánar skilgreint með eftirgreindum hætti í umboðinu og er það samhljóða því ákvæði í báðum framangreindum auglýsingum: “Eign í almennri sölu má bjóða til sölu hjá fleiri fasteignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala sem selur eignina.” Samkvæmt þessu skýra og afdráttarlausa orðalagi umboðsins getur stefnandi ekki, eins og hann byggir á, átt samningsbundinn rétt til söluþóknunar úr hendi stefndu. Einnig er samhljóða ákvæði og í auglýsingum um, að söluþóknun skyldi vera tiltekin hundraðshluti af söluverði eignarinnar, í þessu tilviki 2%, og greiðast “við undirritun kaupsamnings auk virðisaukaskatts”. Sé eign hins vegar sett í einkasölu er það samningsákvæði nánar skilgreint þannig í framlögðu söluumboði: “Eigandi eignar í einkasölu skuldbindur sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við þegar eignin er boðin fram í makaskiptum.” Þetta ákvæði sé hins vegar mjög frábrugðið samsvarandi ákvæði í söluumboði, sem staðfest var með auglýsingu nr. 188/1997 og er svohljóðandi: “Með einkasölu er átt við, að eigandi fasteignar felur einum fasteignasala fasteign til sölumeðferðar og skuldbindur sig til þess að bjóða fasteignina ekki til sölu hjá öðrum fasteignasala á þeim tíma, sem einkasöluumboð gildir. Brjóti seljandi gegn þeirri skuldbindingu og selji fasteignina annarsstaðar greiðir hann ____% af söluverðinu í bætur til fasteignasalans auk sannanlega útlagðs kostnaðar.” Þegar virt séu saman ákvæðin um einkasölu og almenna sölu sé einsýnt, að einungis sé til þess ætlast samkvæmt hinum stöðluðu umboðsskilmálum, sem staðfestir eru af dómsmálaráðuneytinu, að fasteignasali geti átt umsaminn rétt til söluþóknunar eða bóta úr hendi seljanda vanefni hann skuldbindingar, sem felast í umboði einkasölu. Þegar um almenna sölu fasteignar sé hins vegar að ræða gildir sjónarmið um samkeppni fasteignasala alfarið og sá hlýtur söluþóknun, sem kemur samningum á, þ.e. selur fasteignina. Þessum sjónarmiðum er haldið fram til frekari stuðnings sýknukröfu stefndu. Í þeim kafla umboðsins, sem fjallar um auglýsingu eignarinnar, komi fram að hún skyldi ekki auglýst. Einn kafli umboðsins varðar gildistíma þess frá undirritun þess. Þar gefi eyðublaðið kost á tvennu. Annars vegar dagafjölda, sem skal þá fylla út, eða “þar til eignin er seld”. Fyrir aftan síðarnefnda staðlaða kostinn, sem umsaminn var í þessu tilviki með merkingu í viðeigandi reit á eyðublaðinu, standi vélritað: “v/skipta á Lækjarás 6, Garðabæ”. Ekki verði séð, að eyðublaðið geri ráð fyrir eða heimili slíkt viðbótarákvæði við hina stöðluðu umboðsskilmála. Eigi verður heldur séð hvaða þýðingu þessi áritun getur haft um gildistíma umboðsins. Sé eigi heldur á því byggt af hálfu stefnanda, að kröfur hans í málinu grundvallist á því, að stefnandi hafi haft einhvers konar einkasölurétt á fasteign stefndu í skiptum við fasteignina að Lækjarási 6, sem enn hafi verið í gildi er samningar um makaskiptin tókust 11. júní 1997, sbr. dskj. 27, og hann eigi af þeirri ástæðu samningsbundinn og lögvarinn rétt til söluþóknunar úr hendi stefndu. Þá sé í eyðublaðinu staðlað ákvæði um, að umboðið sé uppsegjanlegt af hálfu beggja, en bundið við, að það sé gert með 30 daga fyrirvara. Þessi kafli sé hins vegar í söluumboði samkvæmt auglýsingu nr. 188/1987 hluti af kafla sem ber yfirskriftina: “TILHÖGUN SÖLU, SÖLUÞÓKNUN, GILDISTÍMI OG UPPSAGNARÁKVÆÐI.” Þar eru stöðluðu ákvæðin um gildistíma samhljóða hinu sama í framlögðu söluumboði. Sú megin breyting er þar hins vegar gerð á uppsagnarákvæðinu, að uppsagnarfyrirvarinn er ekki bundinn við 30 daga heldur frjálst samningsatriði, enginn lágmarksfjöldi daga og hámark fyrirvarans 30 dagar. Að því leyti sem framlagt söluumboð setur stefndu harðari kosti en þetta sé það ólögmætt og ekki bindandi fyrir stefndu. Með vísan til framanritaðs sé því haldið fram af hálfu stefndu, að stefnandi hafi ekki fært gild rök fyrir aðild sinni og kröfum í málinu. Af stefnu verði ráðið, að hann byggir kröfur sínar alfarið og eingöngu á þeirri málsástæðu að hann hafi komið á samningum milli stefndu og eigenda fasteignarinnar að Lækjarási 6 um makaskipti á þeirri fasteign og fasteign stefndu. Þetta sé rangt og það veit stefnandi. Þetta sé einnig ósannað og andstætt því, sem gögn málsins beri með sér. Þá hafi stefnandi ekki gert stefndu neinn reikning og hafi stefnandi því engan lögmætan grundvöll til kröfugerðar á hendur stefndu eða fyrir máli þessu. Beri að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda og dæma stefnanda til að greiða stefndu málskostnað auk álags á málskostnað í samræmi við aðalkröfu stefndu. Stefnandi hafi ekki uppi neinar varakröfur í málinu heldur gerir þá kröfu eina, að stefndu verði dæmd til að greiða honum söluþóknun, 2% auk virðisaukaskatts, en því er haldið fram af hálfu stefndu, hvað sem öðru líður, að þóknun samkvæmt þeim hundraðshluta af söluverði sé miklu hærri en sanngjarnt megi telja með tilliti til þeirrar vinnu, sem fasteignasalinn hafi látið í té, og einnig sökum þess að um makaskipti var að tefla. Sú krafa er bersýnilega ósanngjörn og langt úr hófi fram og óheiðarlegt að hafa hana uppi eins og atvikum er háttað. Ef svo ólíklega færi, að dómurinn teldi stefnanda af einhverjum ófyrirséðum ástæðum eiga rétt til greiðslu fyrir fyrirhöfn sína vegna undirbúnings sölutilrauna og sölutilrauna, er þess krafist af hálfu stefndu til vara, að þá komi einungis til álita óveruleg fjárhæð, sem sanngjörn gæti talist með hliðsjón af nefndum ástæðum og atvikum og þeim tíma, sem hæfilegur kann að teljast til þeirra aðgerða. Í því tilviki verði málskostnaður látinn falla niður.Vaxtakröfu stefnanda sé sérstaklega mótmælt þ.m.t. vaxtafæti og upphafstíma vaxta. Því sé haldið fram, að dráttarvextir verði eigi dæmdir frá fyrra tímamarki en uppkvaðningu héraðsdóms. Krafan um sýknu vegna aðildarskorts sé reist á 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hvað aðrar málsástæður varðar sé vísað til laga nr. 34/1986 um fasteigna- og skipasölu með síðari breytingum, einkum 8., 9., 12., og 14., gr. reglugerðar nr. 520/1987 um löggildingu og tryggingaskyldu fasteigna- og skipasala, einkum 2. gr., auglýsinga nr. 105/1995 og 188/1997 um staðfestingu á söluumboðseyðublaði Félags fasteignasala og til hliðsjónar núgildandi laga nr. 54/1997 um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu, sem tóku gildi 29. maí 1997, og reglugerðar nr. 93/1998 um samninga um söluþjónustu fasteignasala og söluyfirlit, sem öðlaðist gildi 20. febrúar 1998. Þá sé vísað til almennra reglna kröfu- og samningaréttar, sanngirnisraka og 33. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, sbr. 3. og 6. gr. laga nr. 11/1986 um breytingu á þeim lögum. Málskostnaðarkrafan byggist á ákvæðum XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. einkum 130. gr. og a- og c- lið 1. mgr. og 2. mgr. 131. gr. laganna. Tekið skuli fram, að stefndu eru ekki virðisaukaskattskyldir aðilar og þess því ekki krafist, að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit virðisaukaskatts á málskostnað. Sönnunarfærsla Í málinu gáfu aðilaskýrslur Lárus Hrafn Lárusson, sölustjóri og eigandi stefnanda, Safamýri 52, Reykjavík kt. 060661-3599 og stefndu Katrín Árnadóttir, fiðlukennari, kt. 300542-4689 og Reynald Þráinn Jónssson, framkvæmdarstjóri, kt. 030238-7969, bæði til heimilis að Lækjarási 6, Garðabæ. Vitni báru Brynjar Fransson, sölumaður og lögg. fasteignasali, Krummahólum 37, Reykjavík kt 160739-4529, Eiríkur Pétur Christiansen, sjóntækjafræðingur, Blikanesi 7, Garðabæ, kt.130255-2999, Magnús Emilsson, fasteignasali, Smyrlahrauni 27, Hafnarfirði kt. 010554-3189, Ævar Gíslason, heildsali, Eyktarhæð 2, Garðabæ, kt. 230459-2159 og Kristján Vignir Kristjánsson, fasteignasali, Lindarbergi 4, Hafnarfirði, kt. 090858-4089. Fram kom hjá vitninu, Lárusi Hrafni, að það hafi verið í fjölskylduboði, að Eiríkur Pétur Christiansen, gleraugnakaupmaður, hafi talað við hann, um að hann væri að íhuga að skipta um húseign og vildi reyna að fá stærri eign í Garðabæ, helst í Arnarnesinu. Hann kvað Eirík Pétur svo hafa hringt síðar í vikunni og tilkynnt að honum hafi verið full alvara með þessari umræðu og hafi verið samþykkt af stefnanda að hefja sölutilraunir. Lárus kvaðst hafa skoðað húseign Eiríks Péturs og þeir farið saman í skoðunarferð um Garðabæinn. Stefnandi hafði svo í samráði við Eirík Pétur auglýst eftir stærra íbúðarhúsi í skiptum fyrir minna og hafði auglýsingin birst í Morgunblaðinu þriðjudaginn 24. apríl 1997 og daginn eftir hafði stefnda Katrín hringt og boðið einbýlishús sitt að Blikanesi 7, Garðabæ til sölu í skiptum fyrir minna. Eiríkur Pétur hafi svo fyrir milligöngu stefnanda fengið að skoða húseignina að Blikanesi 7. Í framhaldi af því hefði stefndu gengið frá söluumboði til stefnanda. Hann kvaðst hafa fengið Brynjar Fransson, sölumann, hjá stefnanda til að meta húseign Eiríks Péturs, sem hafi verið fjölskylduvinur Lárusar til margra ára og hann því dregið sig til hlés í sambandi við sölumeðferðina. Munurinn á eignunum hafi verið um kr. 8.000.000.- þ.e. húsið að Lækjarási 6, hafi verið metið á kr. 15.500.000.- en Blikanes 7 á kr. 23.000.000.- og hefðu verið sett upp tilboð, sem þó hefðu ekki verið samþykkt, en síðasta hugmyndin hefði verið á tilboði merktu dskj. nr. 10. Hann kvað Brynjar hafa samið söluumboðið stefndu og hafi gildistími þess miðast við sölu húseignarinnar að Blikanesi 7 eða makaskiptum við húseignina að Lækjarási 6. Hann hafði ekki haft skriflegt söluumboð frá Eiríki Pétri. Fram kom hjá stefndu Katrínu og Reynaldi, að söluumboðið vegna sölu Blikaness 7 var undirritað af þeim á heimili þeirra, er Brynjar Fransson skoðaði og verðlagði húseignina, en á sama tíma hafi hún verið til sölumeðferðar hjá fleiri fasteignasölum, en haustið 1996 höfðu þau farið að huga að sölu á húseigninni. Tilboð það, sem gert var í húseignina af Eiríki Pétri og merkt er dskj. nr. 9 kvaðst Katrín fyrst vera að sjá nú, en kannaðist við Brynjar Fransson hafi lýst því fyrir henni og talið það mjög óhagstætt og hún mundi tapa á því að samþykkja það. Hún kvaðst frá upphafi hafa talað um, að þau þyrftu að fá 8 milljónir króna í milligjöf til að létta á skuldum. Það kvað ekki hafa verið um að ræða neitt gagntilboð, hvorki formlegt né óformlegt. Hún sagði að eftir að símbréf barst frá Brynjari um tilboð Eiríks Péturs hafi samningstilraunir rofnað og Brynjar vilja láta þetta kyrrt liggja í bili og borið við að eitthvað væri að hjá Pétri. Í lok maí hafði hún samt ákveðið að hringja í Eirík Pétur og athuga hvernig málin stæðu. Þá hafi komið í ljós að þau höfðu áhuga á að kaupa húsið að Blikanesi 7, en vildu ekki hafa Eignamiðstöðina Hátún inni í myndinni. Hún kvað málin nú hafa farið aftur á skrið. Hún kvaðst áður hafa leitað til Hraunhamars, fasteignasölu og sagði hún Ævari, sölumanni þar, frá því sem komið hafði upp um húsið að Lækjarási 6 og áhuga hennar á makaskiptum á húsinu. Hún kvaðst ekki hafa leitað til Hraunhamars til að komast hjá því að greiða sölulaun til stefnanda. Hún hafði ekki skýringu á því hvers vegna stefnandi gat ekki komið á samningum um kaupin, og vissi ekki af hverju Eiríkur Pétur hafi ekki viljað hafa stefnandi inn í myndinni í sambandi við skiptin, en hann hafi sagst vera með aðra fasteignasölu, en hann hafi ekki borið fyrir sig, að deila um sölulaun hafi valdið. Hann hafi heldur ekki kannast við að neinar persónulegar aðstæður hafi orðið til þess, að hann hafi viljað hætta við eða fresta kaupunum. Fram kom og hjá Reynaldi að leitað hafi verið til Hraunhamars fasteignasölu um sölu á fasteigninni Blikanesi 7 vegna andstöðu Eiríks Péturs við því að gengið yrði frá henni hjá stefnanda. Hann vissi ekki af hverju málið komst í biðstöðu og kvað einu leiðina til að losna út úr þessu hafi verið að leita á önnur mið. Hann kvaðst ekki hafa rætt um gildistíma söluumboðsins, en er hann hafi leitað til Hraunhamars, fasteignasölu, hafi hann talið að söluumboðið væri úr gildi fallið og hann hefði frjálst val um það, hvert hann leitaði. Það hafi verið talað um að þau þyrftu að fá kr. 8 milljónir á milli við skiptin. Hann kvað að umsamin söluþóknun til Hraunhamars, fasteignasölu hafi verið 1,5% af söluverði og hafi þau verið greidd 14. ágúst 1997 um leið og gengið var frá kaupsamningi og hafi ekki verið rætt um lækkun vegna þess sem á undan var gengið, en til álita hafi komið að þau gætu þurft að greiða fleiri en einum sölulaun og hafi fasteignasalan Hraunhamar ábyrgst að greiða kostnaðinn af því, ef þau töpuðu máli þessu. Vitnið Brynjar Fransson fasteignasali vann hjá stefnanda og þá aðallega við skjalagerð, en kannaðist við að hafa reynt að koma á makaskiptasamning um húseignirnar Lækjarás 6 og Blikanes 7 í Garðabæ. Það kvaðst hafa talið það í upphafi skoðun beggja eigendanna að hæfileg milligjöf væri kr. 8.000.000.- og því hafi húseignin Lækjarási 6 verið ofmetin í tilboði frá Eiríki Pétri dags. 16. maí 1997, en eðlilegt verð fyrir hana hafi verið 15,5 milljónir kr., sbr. og söluyfirlit merkt dskj. nr. 22. Vitnið kvað vinatengsl við Eirík Pétur og persónulegar ástæður hjá honum hafa valdið því, að málið fór í bið um að koma á makaskiptum á húseignunum. Vitnið kvaðst í framhaldi af tilboði Eiríks Péturs dags. 16. maí hafa sett upp miðlunartillögur, en svar Eiríks Péturs hafi verið að hann nennti ekki að standa í þessu og hafi málinu virst vera lokið með því. Vitnið kvaðst ekki hafa ráðlagt stefndu kaup á Lækjarási 6 fyrir um 17.000.000.- sbr. tilboð Eiríks Péturs, þar að það hafi talið verðið 15,5 milljónir vera nær réttu lagi. Verðið 23 milljónir á Blikanesi 7 hafi heldur ekki verið nein heilög tala. Það kvað ekki hafa reynt nægilega á það hvort samningar gætu tekist og hafi það verið vegna afstöðu Eiríks Péturs. Það kvað þá athugasemd um gildistíma söluumboðsins að það miðaðist við skipti á húseigninni Lækjarási 6 hafa verið setta að ósk stefndu, en Blikanes 7 hafi og verið til sölu á Fasteignamiðstöðinni ef eignaskiptin tækjust ekki. Vitnið, Eiríkur Pétur, kvaðst hafa þekkt Lárus Hrafn þar eð bróðir hans hafi verið einn af bestu vinum þess. Það kannaðist við að hafa leitað til hans með það í huga að kannað yrði fyrir milligöngu stefnanda hvort að í Garðabænum væri til sölu stærri eign en húseign þess að Lækjarási 6, sem gengi uppí í skiptum. Hann hefði svo unnið í málinu með samþykki þess þ. á. m. auglýst eftir stærri húseign. Það kvaðst svo í framhaldinu hafa gert tilboð í húseignina Blikanesi 7, 16. maí 1997, sem gilt hafi til 20. maí 1997. Það kvað hafa gengið nokkur símbréf á milli þess og stefnanda vegna sölutilrauna hans og stefnandi hafi komið því til leiðar að húseign þess og húseign stefndu væru skoðaðar. Það kvað samskipti þess og stefnanda vegna væntanlegra fasteignaviðskipta hafa rofnað eftir 20. maí vegna ágreinings við stefnanda um hæfilegt verð fyrir húseign vitnisins og það ekki sætt sig við verðmat hans, sem upphaflega hafi talið eðlilegt verð á húseign þess vera kr. 14.000.000.- en það viljað fá 17 milljónir. Það kvað stefndu hafa hringt í það eftir að samskiptin rofnuðu við stefnanda og viljað fá að vita hvað væri í gangi. Það kvaðst hafa sagt þeim að hann væri hættur við. Þau hafi viljað taka upp málið aftur og það verið tilbúið að skoða þetta aftur. Það kvaðst jafnframt hafa sagt þeim að það treysti sér ekki til að fara með málið gegnum Eignamiðstöðin Hátún. Þetta hafi þó ekkert haft með sölulaun að gera, en það hafi aldrei talað um sölulaun við stefnanda eða lækkun þeirra vegna tengsla eða vinskapar við Lárus Hrafn. Það kvaðst halda að 26. maí 1997 hafi það verið hætt að hugsa um skiptin og minntist þess ekki að það hafi verið reiðubúið að greiða milligjöfina á milli húseignanna kr. 8.000.000.- Það kvaðst hafa leitað til fasteignasölunnar Húsið eftir að stefndu leituðu persónulega til þess en þar hafi það þekkt Kristján Kristjánsson sölumann og það greitt 1% af söluverði Lækjaráss 6 í söluþóknun við undirskrif kaupsamnings og hafi Kristján boðið það. Vitnið Magnús Emilsson fasteignasali kvað stefndu hafa sett húseignina Blikanes 7, í sölu á fasteignasölu þess, Hraunhamar, en það kvaðst sjálft ekki hafa skoðað eignina. Stefndu hafi skrifað undir söluumboð, en þar ekki verið tilgreind ákveðinn hundraðshluti sölulauna sem þó sé almennt gert, heldur hafi verið samið við stefndu um að sölulaunin skyldu vera 1,5%. Það kvað sölulaun hafa verið 1,7% af söluverði ef eign væri í einkasölu (nú 1,9% og þekkist 1,5%) en 2% í almennri sölu. Það kvaðst hafa vitað um fyrri sölutilraunir, sem ekki hafi gengið upp og hafi fólkið, þ.e. stefndu og eigendur Lækjaráss 6, ekki viljað eiga frekari viðskipti við stefnanda, en það ábyrgst gagnvart stefndu greiðslu sölulauna, ef mál þetta tapaðist. Vitnið Ævar Gíslason, sölumaður hjá fasteignasölunni Hraunhamri kvað stefndu Katrínu hafa hringt til þess og hún verið ákveðin í að selja húseign sína Blikanes 7 og það farið samdægurs að skoða eignina. Það kvað aðila hafa verið tilbúna að taka upp sölutilraunir eftir að málið hafði allt legið niðri í um mánuð, þ.e. skipti á eignunum Blikanesi 7 og Lækjarási 6, Garðabæ. Það kvað verðið á Lækjarási 6 hafi verið í hærri kantinum, en endanlega hafi báðar eignirnar selst á góðu verði. Það kvaðst aðallega hafa átt samskipti við fasteignasalann Húsið um að koma á samningum milli eigenda húsanna. Það kvað stefndu hafa greitt 1,5% af söluvirði eignar sinnar í sölulaun og sé oft slegið af sölulaununum þegar um stærri eignir sé að ræða. Vitnið Kristján V. Kristjánsson, fasteignasali hjá fasteignasölunni Húsið kvaðst þekkja ágætlega Eirík Pétur Christiansen og vegna kunningsskapar hafi hann leitað til þess um sölu á fasteign hans að Lækjarási 6, Garðabæ. Það kvaðst þá ekki hafa vitað um sölutilraunir stefnanda. Pétur hafi sagt því að það vissi um ákveðna eign í Blikanesi, sem hann vildi kaupa í skiptum. Það kvaðst þá hafa tjáð Pétri, að fasteignasala þess mundi sjá um sölu á eign hans, en annar yrði með sölu á hinni fasteigninni og það gengið eftir. Það hafði ekki tiltækan reikning um sölulaunin, sem Eiríkur Pétur hafði greitt til þess. VI. Niðurstöður. Umboð það, sem stefndu veittu Brynjari Franssyni fasteignasala til að selja eign þeirra Blikanes 7, Garðabæ, er gert á eyðublað sem merkt er fasteignasölunni Hátún og upplýst er að Brynjar var starfsmaður fasteignasölunnar og sú söluþóknun sem greind er í umboðinu hefði runnið til fasteignasölunnar, en ekki sérstaklega til Brynjars og verður því að telja að stefnandi eigi fulla aðild að þessu máli og sýknukrafa stefndu vegna aðildarskorts ekki tekin til greina. Þó að í söluumboði þessu sé talað um að eignin sé sett í almenna sölu er ljóst af því, sem fram kemur í því og upplýstst hefur hér við meðferð málsins fyrir dómi að það er mun takmarkaðra og miðast eingöngu við makaskipti á þessari eign og húseignarinnar Lækjarási 6, Garðabæ að tilskildri hæfilegri milligjöf sem stefndu töldu að þyrfti að vera kr. 8.000.000.- Stefndu veittu þetta umboð í framhaldi af auglýsingu frá stefnanda, merkt dskj. nr. 3, sem hann lét birta í Morgunblaðinu 22. apríl 1997 eftir að eigandi húseignarinnar Eiríkur Pétur hafði leitað til hans um að finna stærri húseign í skiptum fyrir hana og milligjöf í peningum. Hvort sem Eiríkur Pétur hefur haft samráð við stefnanda um auglýsinguna eða ekki er fram komið að hann samþykkir tilraunir stefnanda um að koma á skiptunum og að því leyti er eignin í sölumeðferð hjá stefnanda. Þó að Eiríkur Pétur hafi ekki skrifað undir söluumboð verður samt að líta svo á, að hann hafi verið bundinn við ákvæði 14. gr. laga nr. 34/1986, ef af skiptunum og sölu hefði orðið. Hins vegar verður ekki séð, að Eiríkur Pétur hafi verið bundinn af neinum tímamörkum um það hve lengi hann hefði eignina í sölumeðferð. Stefndu höfðu undirgengist að greiða stefnanda í söluþóknun 2% af söluverði fasteignar sinnar að Blikanesi ef af skiptunum yrði og ásættanleg milligjöf fengist. Ekki verður betur séð af gögnum málsins en að stefnandi hafi með venjulegum og eðlilegum hætti reynt að koma á þessum skiptum. Hann hafði metið báðar eignirnar til verðs, komið á sambandi milli eigenda og eftir samningaviðræður gerði Eiríkur Pétur tilboð sem stefndu höfnuðu og stefnandi hafði heldur ekki getað mælt með miðað við það verðmat sem hann hafði gert og þær hugmyndir sem stefndu höfðu um milligjöf. Hann hafði enn reynt að koma á samkomulagi með því að setja upp uppkast að nýju tilboði, sem hann bar undir Eirík Pétur án þess þó að um formlegt gagntilboð væri að ræða. Af framburðum vitnanna Brynjars Franssonar og Eiríks Péturs er ljóst að þessar umleitanir leiða til þess að Eiríkur Pétur hættir við frekari sölutilraunir og skildi Brynjar orð Eiríks Péturs svo að hann væri hættur við skiptin á þeim forsendum að hann fengi ekki nægilega mikið verð fyrir eign sína í skiptunum. Þetta verður að skilja svo, að Eiríkur Pétur hafi þar með tekið eignina út úr sölumeðferð hjá stefnanda. Ósannað er að neinar persónulegar ástæður hafi valdið hjá Eiríki Pétri um að sölutilraunum var hætt og hefði verið eðlilegast að stefnandi hefði tilkynnt stefndu að Eiríkur Pétur hefði hætt við að selja þeim eignina í skiptum. Af þessu leiðir, að hið takmarkaða söluumboð stefndu til stefnanda var úr gildi fallið, er stefndu hófu í lok maí persónulega samningaviðræður við Pétur aftur og leituðu svo til fasteignasölunnar Hraunhamars. Það er því mat réttarins að stefndu sé óskylt að greiða stefnanda 2% af söluvirði fasteignarinnar Blikaness 7 í sölulaun, enda liggur fyrir að stefnanda var ógerlegt að koma á endanlegum kaupsamningi um eignirnar vegna afstöðu Eiríks Péturs. Er Eiríkur Pétur gerði tilboð í fasteign stefndu var hann bundinn við að greiða stefnanda söluþóknun svo sem kveðið er á um í 14. gr. laga nr. 34/1986 ef það hefði verið samþykkt og ekkert sérstakt sem bendir til þess að hann hafi tekið eignina úr sölumeðferð hjá stefnanda vegna þess að hann hafi viljað komast hjá greiðslu söluþóknunar. Fallast verður samt á það, að stefnandi hafi unnið að því að koma á sölunni á fasteign stefndu í makaskiptum við eignina að Lækjarási 6 og hafi í þeim viðskiptum kappkostað að gæta hagsmuna þeirra. Hann kemur á sambandi milli eigandanna, sér um ýmsa vinnu í sambandi við væntanleg skipti auk vinnu við tilboðsgerð og samningaumleitanir. Þó að honum hafi ekki tekist að koma á samningum milli stefndu og Eiríks Péturs verður að telja að hann eigi nokkurn þátt í því að samningar tókust og eigi samkv. 14. gr. laga nr. 34/1986 rétt á nokkurri þóknun fyrir þá aðstoð sem hann veitti og þykir hún að álitum hæfilega ákveðin kr. 123.255.- að meðtöldum virðisaukaskatti, en viðbættum dráttarvöxtum frá uppsögu dóms þessa. Eftir þessum úrslitum þykir rétt að stefndu greiði stefnanda krónur 70.000.- í málskostnað. Dóm þennan kveður upp Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari. Dómsorð: Stefndu, Katrín Árnadóttir og Reynald Jónsson, greiði stefnanda, Eignamiðstöðinnni Hátún, kr. 123.255.- auk dráttarvaxta skv. III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá uppsögu dóms þessa til greiðsludags. Stefndu greiði stefnanda kr. 70.000.- í málskostnað. |
Mál nr. 482/2003 | Lífeyrissjóður Verðbréfaviðskipti Skaðabótamál | L gerði starfslokasamning við G í mars árið 2000, en G hafði starfað sem framkvæmdastjóri hjá sjóðnum frá árinu 1987. L krafði G um skaðabætur fyrir það tjón sem L hefði orðið fyrir vegna lánveitingar til fyrirtækisins B, sem G stóð að fyrir hönd sjóðsins síðla árs 1999, en B var tekið til gjaldþrotaskipta tveimur árum síðar og fékkst ekkert greitt upp í kröfu L við skiptin. Talið var, að ákvæði í fyrrnefndum starfslokasamningi, sem kvað á um að aðilar samningsins ættu ekki kröfur hvor á annan umfram það sem í samningnum segði vegna starfslokanna, yrði ekki skilið svo að L gæti ekki átt skaðabótakröfu á hendur G vegna stjórnunarstarfa hans. Þá var fallist á með L, að umrædd lánveiting hafi verið svo óvenjuleg að G hafi átt að leggja ákvörðun um hana fyrir stjórn L til samþykktar, en G hafði ekki sýnt fram á að það hefði verið gert. Þegar málsatvik voru virt í heild var talið að meta yrði það G til gáleysis, að hann hafi staðið að hinni umdeildu lánveitingu. Samkvæmt 23. gr. skaðabótalaga varð hann þó ekki gerður ábyrgur fyrir tjóni L. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjandi skaut máli þessu til Hæstaréttar 18. desember 2003. Hann krefst þess að stefndi greiði skaðabætur að fjárhæð 54.000.760 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 af 1.540.000 krónum frá 1. júní 2000 til 1. desember sama ár, af 3.417.400 krónum frá þeim degi til 1. júní 2001, af 5.368.600 krónum frá þeim degi til 1. júlí sama ár, en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til 1. desember sama ár, af 7.404.400 krónum frá þeim degi til 5. febrúar 2002, en af 54.000.760 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann gerir engar sjálfstæðar kröfur á hendur réttargæslustefnda. Stefndi krefst aðallega staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en til vara að bótafjárhæð verði lækkuð og málskostnaður látinn niður falla. Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar fyrir Hæstarétti, en gerir ekki aðrar kröfur. Hann hefur lýst því yfir að fyrir Hæstarétti beri hann ekki fyrir sig að ábyrgðartrygging sé ekki fyrir hendi og fari því málatilbúnaður hans og stefnda saman. I. Stefndi var ráðinn framkvæmdastjóri hjá áfrýjanda í janúar 1987 og gegndi því starfi til 7. mars 2000 er gerður var starfslokasamningur við hann. Í niðurlagi þess samnings segir að hvorugur eigi kröfur á hinn vegna starfslokanna umfram það sem þar er skráð. Starf stefnda fólst meðal annars í því að ráðstafa fjármunum sjóðsins til lánveitinga og fjárfestinga. Samkvæmt gögnum málsins hafði hann til þess rúmar heimildir frá stjórn áfrýjanda. Við gildistöku laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða 1. júlí 1998 urðu talsverðar breytingar á starfsumhverfi þeirra. Samkvæmt fundargerðum áfrýjanda var ákveðið að breyta samþykktum sjóðsins til samræmis við lögin 27. júlí 1999. Fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir 1999 hafði verið lögð fram af stefnda og samþykkt af stjórn áfrýjanda 21. júní sama ár, en samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997 hvílir sú skylda á stjórn lífeyrissjóðs að móta fjárfestingarstefnu. Á stjórnarfundi 15. október 1999 var lagt fram bréf stefnda með ósk um starfslokasamning og var tveimur stjórnarmönnum falið að ræða við hann þar um. Stefndi keypti 28. nóvember 1999 fyrir hönd áfrýjanda víxil af Burnham International á Íslandi hf. að fjárhæð 12.000.000 krónur og 28. desember sama ár gaf það fyrirtæki út skuldabréf til áfrýjanda fyrir 40.000.000 krónum og gekk hluti andvirðis þess til greiðslu víxilsins en 28.000.000 krónur voru greiddar út. Skuldabréfið var án veðtryggingar eða annarrar ábyrgðar, en það var verðtryggt með vísitölu neysluverðs miðað við útgáfudag og bar 9% ársvexti. Það átti að endurgreiða með 20 greiðslum á gjalddögum 1. júní og 1. desember, fyrst 1. júní 2000. Aðeins skyldi greiða vexti á fyrstu 19 gjalddögunum, en ekkert af höfuðstól fyrr en á síðasta gjalddaga að 10 árum liðnum. Áfrýjandi heldur því fram að hvorug þessara lánveitinga hafi verið borin fyrirfram undir stjórn hans. Stefndi kveðst ekki muna hvort hann bar lánveitinguna undir stjórnarformann en sú regla hefði verið í gildi að nægilegt væri að framkvæmdastjóri og formaður væru sammála um einstaka ákvörðun. Engar skriflegar reglur hafi verið um þetta settar nema um lán til sjóðfélaga. Aðeins einstaka málum varðandi fjárfestingar hafi verið vísað til stjórnar. Það hafi verið gert þegar framkvæmdastjóri og stjórnarformaður vildu ekki bera einir ábyrgð á ákvörðun. Stjórninni hafi yfirleitt verið gerð grein fyrir fjárfestingum eftir á. Burnham International á Íslandi hf. var félag sem starfaði að verðbréfaþjónustu samkvæmt leyfi viðskiptaráðherra með heimild í þágildandi lögum nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti. Starfsleyfi félagsins var afturkallað í nóvembermánuði 2001, þar sem það uppfyllti ekki lengur skilyrði laganna. Í kjölfarið var bú þess tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 27. þess mánaðar. Áfrýjandi lýsti almennri kröfu í búið en ekkert fékkst upp í hana, svo sem nánar greinir í héraðsdómi. Í máli þessu krefur áfrýjandi stefnda um skaðabætur vegna þess tjóns, sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna framangreindrar lánveitingar, og heldur því fram að hún hafi verið utan heimilda stefnda og því ólögmæt. Tryggingamiðstöðinni hf. er stefnt til réttargæslu þar sem áfrýjandi keypti starfsábyrgðartryggingu hjá því fyrirtæki, sem tók til allra stjórnenda og stjórnarmanna sjóðsins, svo sem nánar er lýst í héraðsdómi. Stefndi vitnar til framangreinds ákvæðis í starfslokasamningi sínum og áfrýjanda. Hann heldur því jafnframt fram að kaup hans á skuldabréfinu hafi hvorki falið í sér brot á lögum nr. 129/1997 né á samþykktum áfrýjanda og þau hafi samræmst fjárfestingaráætlun áfrýjanda fyrir 1999. Loks reisir hann málatilbúnað sinn á því að jafnvel þótt sök hans teldist sönnuð beri hann ekki skaðabótaábyrgð á tjóni áfrýjanda. II. Að framan er það rakið að gerður var starfslokasamningur við stefnda 7. mars 2000. Samkvæmt lokaákvæði hans áttu aðilar ekki kröfur hvor á annan umfram það sem í honum sagði vegna starfslokanna. Ákvæðið verður ekki skilið svo að áfrýjandi geti ekki átt skaðabótakröfu á hendur stefnda vegna stjórnunarstarfa hans, sér í lagi ef atvik að slíkri ábyrgð komu síðar í ljós, svo sem áfrýjandi heldur fram að hér sé raunin. Í 10. gr. samþykkta áfrýjanda segir að framkvæmdastjóri skuli aðeins taka ákvarðanir, sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar, með sérstakri ákvörðun stjórnar eða samkvæmt áætlun sem samþykkt hafi verið af stjórninni. Sé ekki unnt að bera meiriháttar ákvarðanir undir stjórnarfund, skuli hafa samráð við formann stjórnar og aðra stjórnarmenn eftir föngum. Slíkar ákvarðanir skuli síðan taka fyrir á næsta stjórnarfundi. Af gögnum málsins má ráða að eign áfrýjanda í verðbréfum, sem ekki höfðu skráð kaup- og sölugengi, var þegar hér var komið sögu verulega of hátt samkvæmt ákvæðum 36. gr. laga nr. 129/1997. Í þágildandi 8. mgr. 36. gr. laganna sagði að lífeyrissjóði væri ekki skylt að selja eignir í því skyni að fullnægja þeim takmörkunum, sem kveðið væri á um í þeirri grein laganna, en skyldi þegar keypt væru verðbréf gæta þess að takmörkin væru virt. Var því ekki rétt á árinu 1999 að hækka það eignahlutfall. Þegar til þessa er litið og greiðslukjara skuldabréfsins, sem út var gefið 28. desember 1999, verður að fallast á það með áfrýjanda að lánveitingin sem í því fólst hafi verið svo óvenjuleg að stefnda sem framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins hefði borið að fara að áður greindu ákvæði samþykktanna og leggja ákvörðunina fyrir stjórnina til samþykktar. Stefndi tryggði sér ekki sönnun fyrir því að hann hefði lagt ákvörðun um kaup skuldabréfsins fyrir stjórnina og bar fyrir dómi að hann myndi ekki eftir því hvort hann bar ákvörðunina undir stjórnarformanninn. Gegn eindregnum framburði stjórnarformannsins verður ekki við það miðað að það hafi hann gert. Að framan er það rakið að Burnham International á Íslandi hf. var þegar viðskiptin áttu sér stað félag sem stundaði verðbréfaviðskipti samkvæmt heimild viðskiptaráðherra í samræmi við lög nr. 13/1996 og átti að vera undir opinberu eftirliti samkvæmt XII. kafla sömu laga. Samkvæmt gögnum málsins hafði félagið skömmu áður keypt stóran hlut af áfrýjanda í Handsali hf. Engin gögn hafa verið færð fram um að stefndi hafi á þessum tíma mátt vita annað en að félagið stæði traustum fótum. Fullyrðingar fyrirsvarsmanna áfrýjanda um að lagt hafi verið fyrir stefnda að binda ekki sjóðinn við frekari skuldbindingar þessa félags eru engum gögnum studdar. Samkvæmt samþykktri fjárfestingarstefnu áfrýjanda fyrir 1999 skyldu skuldabréf banka og annarra fjármálastofnana vera 5% - 10% og skuldabréf fyrirtækja og einstaklinga 10% - 20%. Áfrýjandi heldur því fram að skuldabréfið falli undir síðari liðinn. Ekki hefur verið sýnt fram á að bréfið rúmist ekki innan þeirrar heimildar en það var aðeins lítið hlutfall af heildarfjárfestingu ársins 1999, sem nam um 5 milljörðum króna. Gögn um lánið lágu fyrir í bókhaldi áfrýjanda og hefðu því stjórn og endurskoðandi sjóðsins átt að verða þess vör fljótlega. Samkvæmt framburði stefnda vissi framkvæmdastjórinn sem tók við af honum um lánið. Engin athugasemd var þó gerð við stefnda fyrr en 14. janúar 2003, en málið var höfðað fyrir héraðsdómi 13. mars sama ár. Stjórnin hafði samkvæmt framangreindu samþykkt lánastefnu fyrir 1999. Lífeyrissjóðurinn var að byrja að laga sig að lögum nr. 129/1997 og fram er komið að stjórnarmenn höfðu ekki áður mótað fjárfestingastefnu áfrýjanda heldur lotið í flestu ráðslagi stefnda. Þegar þetta er skoðað og málsatvik virt í heild verður að meta stefnda það til gáleysis að hafa keypt umdeilt skuldabréf án þess að hafa áður borið það undir stjórn áfrýjanda. Samkvæmt 23. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 verður hann þó ekki gerður ábyrgur fyrir tjóni áfrýjanda. Verður því niðurstaða héraðsdóms staðfest. Áfrýjandi greiði stefnda og réttargæslustefnda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Lífeyrissjóður Austurlands, greiði stefnda, Gísla Marteinssyni, og réttargæslustefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., hvorum um sig 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 31. október 2003. Stefnandi málsins er Lífeyrissjóður Austurlands, kt. 450771-0589, Egilsbraut 25, Neskaupstað. Stefndi er Gísli Marteinsson, kt. 0700837-3829, Jötunsölum 2, Kópavogi. Réttargæslustefndi er Tryggingamiðstöðin hf., kt. 660269-2079, Aðalstræti 6-8, Reykjavík. Málið er höfðað með stefnu, dagsettri 7. mars sl., sem birt var fyrir stefnda og réttargæslustefnda 13. sama mánaðar. Það var þingfest hér í dómi 27. sama mánaðar. Málið var dómtekið 17. október sl. að afloknum skýrslutökum og munnlegum málflutningi. Dómkröfur: Dómkröfur stefnanda eru þær, að stefndi, Gísli, verði dæmdur til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð 54.000.760 krónur, ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt III. kafla laga nr. 38/2001, af 1.540.000 frá 1. júní 2000 til 1. desember s.á., af 3.417.400 krónum frá þeim degi til júní 2001, af 5.368.600 frá þeim degi til 1. desember s.á. af 7.404.400 frá þeim degi til 5. febrúar 2002 en af 54.000.760 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., af hálfu stefnanda. Stefndi, Gísli, krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi, en til vara, að krafa stefnanda verði lækkuð verulega að mati dómsins, og að málskostnaður verði látinn falla niður. Réttargæslustefndi krefst þess, að stefnandi verði dæmdur til að greiða félaginu málskostnað að skaðlausu að mati dómsins. Málavextir, málsástæður og lagarök málsaðila. Stefndi var framkvæmdastjóri hjá stefnanda frá frá 13. janúar 1987 til 7. mars 2000. Gerður var starfslokasamningur við stefnda af því tilefni, dags. 7. mars s.á. Í niðurlagi samningsins segir, að hvorugur eigi kröfur á hinn umfram það, sem í samningnum segi. Starf stefnda fólst m.a. í því að annast ráðstöfun á fjármunum sjóðsins til lánveitinga og fjárfestinga. Hinn 28. desember 1999 gaf Burnham International á Íslandi út skuldabréf til stefnanda að fjárhæð 40 milljónir króna. Skuldabréfið var án veðtryggingar eða annarrar ábyrgðar, s.s. sjálfskuldarábyrgðar. Það skyldi endurgreiðast með 20 misserislegum greiðslum í gjalddögum 1. júní og 1. desember, fyrst 1. júní 2000. Aðeins skyldi greiða vexti á fyrstu 19 gjalddögum skuldabréfsins. Skuldabréfið var verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs á útgáfudegi og bar 9% fasta ársvexti. Það var að hluta endurgreiðsla víxils, að nafnverði 12 milljónir króna með gjalddaga 25 febrúar 2000, sem stefnandi hafði u.þ.b mánuði áður lánað Burnham International. Hvorug þessara lánveitinga var borin undir stjórn stefnanda. Burnham International var félag, sem starfaði á sviði verðbréfaþjónustu með leyfi viðskiptaráðherra samkvæmt heimild í lögum nr. 13/1996. Starfsleyfi félagsins var afturkallað í nóvembermánuði ársins 2001, þar sem félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði laganna. Í kjölfar þess var bú þess tekið til opinberra skipta með úrskurði uppkveðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur 27. sama mánaðar. Stefnandi lýsti almennri kröfu í búið vegna framangreindrar lánveitingar, sem skipaður skiptastjóri búsins samþykkti. Á skiptafundi, sem haldinn var 22. mars 2002, upplýsti skiptastjóri, að heildareignir búsins næmu 8,5 milljónum króna. Samþykktar forgangskröfur næmu á hinn bóginn 18.940.469 kr., en samþykktar almennar kröfur 373.039.997 kr. Stefnandi keypti á árinu tryggingu hjá réttargæslustefnda, sem tók til allra stjórnenda og stjórnarmanna stefnanda og dótturfélaga. Tryggingin er tvíþætt og skiptist annars vegar í starfsábyrgðartryggingu framkvæmdastjóra með vátryggingarfjárhæð 100 milljónir í hverju einstöku tjónsatviki og hins vegar ábyrgðartryggingu stjórnenda og stjórnarmanna. Stefnandi krafði réttargæslustefnda um greiðslu á kröfu þeirri, sem hér er til umfjöllunar með bréfi, dags. 23. maí 2002. Réttargæslustefndi hafnaði kröfunni með bréfi, dagsettu 8. júlí s.á. Lögmaður stefnanda óskaði rökstuðnings fyrir synjun réttargæslustefnda í bréfi, dags. 10. september s.á. Í svarbréfi réttargæslustefnda, dags. 1. október s.á., var synjun hans rökstudd á þann veg, að stefnandi gæti ekki krafist bóta úr eigin ábyrgðartryggingu. Engin ákvæði í vátryggingarskilmálum gæfu til kynna, að í vátryggingunni fælist annað en það, sem almennt gilti, þegar tjón vátryggingartaka stafaði af starfsmönnum hans sjálfs. Stefnandi krafði stefnda um greiðslu á fjárhæð þeirri, sem hér er til umfjöllunar með bréfi, dags. 14. janúar sl. Réttargæslustefnda var sent afrit bréfsins. Stefndi sinnti ekki greiðsluáskorun stefnanda, sem höfðaði síðan mál þetta. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir málsókn sína á hendur stefnda á því, að hann muni ekkert fá upp í kröfur sínar við skipti á búi Burnham International og hafi því orðið fyrir tjóni, sem nemi stefnufjárhæðinni. Stefndi hafi ekki leitað eftir samþykki sjóðstjórnar, eins og honum hafi verið skylt, skv. 10. gr. samþykkta stefnanda, þar sem um sérstaka og óvenjulega lánveitingu hafi verið að ræða. Í 26. gr. samþykkta stefnanda séu ákvæði, sem sett hafi verið í samræmi við ákvæði VII. kafla laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða ( eftirleiðis lífeyrissjóðalög eða lsl.). Í 1. mgr. 8. tl. 26. gr. segi, að ávaxta megi fé sjóðsins í öðrum verðbréfum. Einnig segi þar um verðbréf, samkvæmt 8. tl., að þau skuli hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði og skilgreint nánar, hvað átt sé við með því orðalagi. Þá komi fram í sama ákvæði, að samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum, skv. 2.-9. tl. 1. mgr., útgefnum af sama aðila eða aðilum, sem tilheyri sömu samstæðunni, skuli ekki vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins, en þessi takmörkun skuli vera 5% fyrir verðbréf samkvæmt 8. tl. Stefnandi styður málssókn m.a. þeim rökum, að stefnda hafi verið ljóst, þegar lánið var veitt, að eignir lífeyrissjóðsins í verðbréfum, sem fallið hafi undir 8. tl. 26. gr. samþykkta lífeyrissjóðsins, hafi verið umfram leyfileg mörk skv. ákvæðum 36. gr. lífeyrissjóðalaga. Ákvörðunin um lánveitinguna til Burnham International hafi verið tekin af stefnda einum, án nokkurs samráðs við stjórn stefnanda eða nokkurn stjórnarmann. Hún hafi því verið heimildarlaus með öllu og andstæð fjárfestingarstefnu stefnanda, enda hafi lánið hvorki verið tryggt með veði né sjálfskuldarábyrgð. Í 10. gr. samþykkta stefnanda segi, að óvenjulegar eða mikils háttar ákvarðanir skuli framkvæmdastjóri aðeins taka með sérstakri ákvörðun stjórnar. Sé ekki hægt að bera slíkar ákvarðanir undir stjórnarfund, skuli haft samráð við formann stjórnar og aðra stjórnarmenn eftir föngum og taka þær síðan fyrir á næsta stjórnarfundi. Ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í kröfuna úr búi Burnham International. Stefndi sé því skaðabótaskyldur, þar sem hann hafi brotið gróflega starfskyldur með saknæmum og ólögmætum hætti og bakað stefnanda tjóni, sem svari til stefnufjárhæðarinnar. Tjónið sé sennileg afleiðing af ákvörðun stefnda, þar sem honum var ljóst, eða mátti vera ljóst, að lánveiting til Burnham International, án veðtryggingar eða sjálfskuldarábyrgðar, gæti valdið stefnda tjóni, eins og komið hafi á daginn. Stefnufjárhæðin sundurliðast þannig: Ígildi vangreidds gjalddaga skuldabréfsins 1. júní 2000 kr. 1.540.000 (9% ársvextir frá 28. desember '99 til 1. júní ´00). Ígildi vangreidds gjalddaga 1. desember ´00 - 1.877.400 Ígildi vangreidds gjalddaga 1. júní ´01 - 1.951.200 Ígildi vangreidds gjalddaga 1. desember ´01 - 2.035.800 Ígildi gjaldfellds skuldabréf við útgáfu kröfulýsingar 5. febrúar 2002. - 45.840.000 9% samningsvextir frá 1. des. '01 til 5.febrúar ´02 - 756.360 Stefnufjárhæð kr. 54.000.760 Stefnandi kveðst byggja útreikning sinn á umsömdum gjalddögum skuldabréfsins, en gjalddagar þess hafi verið 1. júní og 1. desember og umsamdir ársvextir 9%. Skuldabréfið hafi verið verðtryggt miðað við grunnvísitölu neysluverðs 193,3 stig, en vísitala á gjaldfellingardegi hafi verið 221,5 stig. (40.millj. /221,5/193,3). Stefnandi heldur því fram, að stjórn félagsins hafi verið alls ókunnugt um lánveitinguna til Burnham International, þegar starfslokasamningurinn var gerður við stefnda. Stjórnin hafi fyrst fengið vitneskju um lánveitinguna við undirbúning kröfulýsingar í bú Burnham International. Lánveitingin komi fram í reikningum félagsins, en þar sé um ógrynni viðskiptamanna að ræða og því hafi þessu ekki verið veitt athygli fyrr. Stefnandi kveður réttargæsluaðild Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) þannig til komna, að sjóðurinn hafi a.m.k. frá árinu 1998 til loka ársins 2002 keypt ábyrgðartryggingu hjá félaginu. Í tryggingarskilmálum sé tryggingin nefnd ábyrgðartrygging stjórnenda og stjórnarmanna og starfsábyrgðartrygging framkvæmdastjóra. Þar segi í section II, að tryggingin taki til tjóns, sem verði vegna óstjórnar (wrongful act) af hálfu framkvæmdarstjóra, stjórnenda og annarra stjórnarmanna. Einnig segi þar, að hugtakið óstjórn (wrongful act) merki m.a. mistök, trúnaðarbrest eða að viðkomandi stjórnandi stefnanda hafi farið út fyrir heimild sína. Það hljóti að falla undir hugtakið óstjórn, ef framkvæmdastjóri láni út fé sjóðsins, án þess að nægar baktryggingar séu fyrir hendi. Stefndi hafi þannig ljóslega farið út fyrir heimild sína, þegar hann heimildarlaust veitti Burnham International umrætt lán, án þess að gæta þess að nægar tryggingar væru fyrir hendi. Ljóst sé, að fé þetta sé stefnanda glatað, þar sem eignir bús Burnham International nægi ekki til greiðslu forgangskrafna. Tjón stefnanda sé þannig bein afleiðing aðgerða stefnda. Stefnandi vísar til viðeigandi lagagreina til stuðnings dráttarvaxtakröfu sinni og kröfu sinni um málskostnað. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi mótmælir kröfum stefnanda í fyrsta lagi á þeirri forsendu, að hann hafi ekki sýnt af sér gáleysi með því að krefjast ekki sérstakra trygginga fyrir láni því, sem Burnham International var veitt. Á þessum tíma hafi ekki tíðkast að gera kröfu um tryggingar, þegar fé var lánað bönkum eða verðbréfafyrirtækjum, heldur hafi verið talið að eigið fé þeirra ætti að nægja. Burnham International hafi, þegar lánið var veitt, verið burðugt félag með sterkt móðurfélag. Því hafi engin ástæða verið til að víkja frá þessari starfsvenju, enda hafi engar framkvæmdareglur eða fyrirmæli verið í gildi hjá stefnanda, sem gerðu kröfu til trygginga á þessu sviði. Stefndi mótmælir því einnig að hafa með lánveitingu sinni brotið gegn lögum, reglum eða samþykktum. Lífeyrissjóðalög og 25. gr. samþykkta stefnanda mæli svo fyrir, að stjórn sjóðsins skuli móta fjárfestingarstefnu hans. Þetta hafi stjórnin gert á stjórnarfundi 21. júní 1999. Lánveiting stefnda hafi verið í fullu samræmi við þá ákvörðun stjórnarinnar. Stefndi hafi ekki heldur brotið gegn öðrum ákvæðum samþykkta stefnanda. Fjárfestingin hafi verið í fullu samræmi við ákvæði 26. gr. samþykktanna. Engar reglur hafi verið í gildi, né önnur fyrirmæli, sem bönnuðu lánveitinguna. Framlagðar fundargerðir ársins 1999 beri með sér, að slíkar fjárfestingar hafi aldrei komið á borð stjórnar, heldur hafi þær verið teknar saman eftir á og kynntar stjórn á sex mánaða fresti, sbr. fundargerð frá 15. október þetta ár. Ekki verði heldur talið, að lánveitingin flokkist undir meiri háttar ákvörðun í skilningi 2. mgr. 10. gr. samþykkta sjóðsins. Stefndi telur rétt að geta þess, að ekkert bendi til annars, en að hann hafi haft samráð við stjórnarformann vegna lánsins. Því sé ljóst, að hvorugt saknæmisskilyrðið sé fyrir hendi og á grundvelli þess hafnar stefndi allri ábyrgð. Auk þess líti stefndi svo á, að fráleitt sé að gera hann persónulega ábyrgan vegna skorts á reglum hjá stefnanda, með sérstöku tilliti til þess, að það sé á verksviði og á ábyrgð stjórnarinnar allrar að setja reglur. Stefndi byggi einnig á því, að lánveitingin til Burnham International hafi fallið utan gildissviðs 2. mgr. 10. gr. samþykkta stefnanda. Hann telur sig hafa í einu og öllu farið að stefnu stjórnarinnar. Samkvæmt þeirri fjárfestingarstefnu, sem mörkuð hafi verið af stjórn hinn 21. júní 1999, hafi átt að fjárfesta í skuldabréfum banka og annarra fjármálastofnana fyrir 5 - 10% af fé sjóðsins og hafi stefndi verið að fylgja þeirri stefnu með láninu til Burnham International. Eigið fé sjóðsins hafi numið u.þ.b. 15 milljörðum króna á þessum tíma. Í fjárfestingaráætlun sé gert ráð fyrir fjárfestingum í skuldabréfum, eins og því, sem hér um ræðir fyrir allt að 1,5 milljarði króna. Kaupin á skuldabréfi Burnham International hafi því verið 2-3% af heimild á þessu afmarkaða fjárfestingarsviði. Stjórnin hafi með fjárfestingarstefnumörkun í raun veitt heimild til fjárfestinga af því tagi, sem hér sé til umfjöllunar. Því sé ljóst, að 2. mgr. 10. gr. samþykktanna eigi ekki við um álitaefnið. Stefndi styður mál sitt einnig þeim rökum, að stefnandi hafi samþykkt lánveitinguna með því að virða hana. Lánið sé hluti af ársreikningi ársins 1999 og hafi tryggingastærðfræðingur og endurskoðandi yfirfarið ársreikninginn og stjórnin samþykkt hann síðar án athugasemda. Þetta hafi einnig komið fram í ársreikningum fyrir árin 2000 og 2001, án þess að nokkrar athugsemdir hafi verið gerðar. Stjórnin hafi staðfest ársreikningana með áritun sinni. Stefnandi hafi enga fyrirvara gert í starfslokasamningi, sem gerður hafi verið við stefnda, enda þótt stefnanda hafi á þeim tíma verið fullkunnugt um lánveitinguna. Þar sé tekið fram berum orðum, að hvorugur samningsaðila eigi kröfur á hinn umfram það, sem komi fram í samningnum sjálfum. Stjórn stefnanda hafi borið að kynna sér fjárhagslega stöðu lífeyrissjóðsins og verði að reikna með því, að hún hafi gert það, áður en hún gaf áðurnefnda yfirlýsingu sína í starfslokasamningnum. Stefnandi hafi engar athugasemdir gert fyrr en á árinu 2002, eftir að bú Burnham International var tekið til opinberra skipta og í ljós hafi komið að fjárfestingin myndi ekki borga sig. Með vísan til framangreindra málsástæðna beri að sýkna stefnda. Sömu sjónarmið liggi til grundvallar varakröfu hans. Stefndi vísar til meginreglna skaðabótaréttar til stuðnings kröfum sínum, svo og til laga nr. 29/1997. Stefndi vísar einnig til viðeigandi lagagreina til stuðnings málskostnaðarkröfu sinni. Málsástæður og lagarök réttargæslustefnda. Stefnandi beindi upphaflega dómkröfum sínum einnig að Tryggingamiðstöðinni hf., en féll frá efniskröfum sínum á hendur félaginu undir rekstri málsins. Samtímis því var fallist á, að aðild Tryggingamiðstöðvarinnar hf. breyttist þannig, að félagið hefði eftirleiðis stöðu réttargæslustefnda. Réttargæslustefndi varðist í upphafi dómkröfum stefnanda og skilaði ítarlegri greinargerð, þar sem byggt er á sömu málsástæðum og efnisrökum og stefndi, Gísli. Hefur sjónarmiðum hans verið lýst hér að framan og þykir því óþarft að gera málsástæðum réttargæslustefnda sérstök skil, enda engar kröfur lengur gerðar á hendur honum. Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar úr hendi stefnanda, eins og áður er lýst. Fjallað verður síðar um málskostnaðarkröfu réttargæslustefnda. Niðurstaða: Eiríkur Ólafsson stjórnarmaður í stjórn stefnanda á árinu 1999 gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins. Þá var einnig var skýrsla tekin af stefnda og af Björgu Sigurðardóttur endurskoðanda. Verður getið helstu atriða úr skýrslum þeirra. Eiríkur Ólafsson kvaðst hafa setið í stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands í sjö ár en verið formaður stjórnar tvö tímabil, annars vegar frá vorinu 1999 til vors 2000 og aftur frá vori 2001 og til vors 2002. Nafn fyrirtækisins Handsals hf. hafi nokkrum sinnum komið til umræðu á stjórnarfundum vegna erfiðleika félagsins og tengsla lífeyrissjóðsins við það, en sjóðurinn hafi átt hlutafé í Handsali og margítrekað reynt að selja það. Loks hafi tekist að selja Burnham hlutaféð, sem hafi yfirtekið rekstur Handsals hf.. Stjórnin hafi verið einhuga um að tengjast félaginu ekki frekar. Sjóðurinn hafi tekið við skuldabréfi vegna sölunnar og þau tengsl við Burnham hafi verið of mikil að mati stjórnarinnar. Hann kvað stjórnina fyrst hafa fengið vitneskju um lánið til Burnham, eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta og þá í tengslum við kröfulýsingu, sem gerð var í bú þess. Það hafi líklega verið á síðari hluta ársins 2001 eða í ársbyrjun 2002. Aldrei hafi verið fjallað um lánveitinguna í stjórn stefnanda né heldur um víxil, sem hafi verið undanfari lánsins. Stjórnin hafi fyrst fengið upplýsingar um kaup víxilsins á árinu 2002. Mætti kvaðst hafa beðið stefnda um að mæta á stjórnarfund á árinu 2002 og gera þar grein fyrir umræddri lánveitingu og tilurð hennar. Stefndi hafi mætt á fundinn en farið þaðan í fússi, þegar óskað var eftir skýringum hans á lánveitingunni. Mætti kannaðist ekki við, að sambærileg lán hefðu verið veitt eða komið til kasta stjórnarinnar. Aðspurður upplýsti mætti, að fjárfestingar sjóðsins í óskráðum bréfum hafi verið umfram heimildir í árslok 1999, en kvaðst ekki muna, hvort það hafi komið sérstaklega fram í reikningum sjóðsins. Stefndi hafi vitað þetta betur en nokkur annar. Stjórnarfundir hafi verið haldnir reglulega meðan hann gegndi stöðu stjórnarformanns á u.þ.b. mánaðar fresti og næsti fundur ákveðinn í fundarlok. Mætti upplýsti aðspurður, að stefndi hafi almennt séð um fjárfestingar í samræmi við samþykktir og fjárfestingastefnu sjóðsins. Hann hafi síðan skilað stjórninni skýrslu um þessar fjárfestingar u.þ.b. tvisvar á ári og skýrt þær fyrir stjórnarmönnum. Almennt hafi fjárfestingar ekki komið til meðferðar hjá stjórn sjóðsins, en lánveitingin til Burnham hafi verið óvenjuleg og því átt að fara fyrir stjórn. Stefndi hafi yfirleitt ekki borið undir hann fjárfestingar í þágu sjóðsins. Mætti upplýsti, sérstaklega aðspurður, að til þess hafi komið í nokkrum tilvikum að beiðnir um óvenjulegar fjárfestingar hafi verið bornar undir sjóðsstjórn. Stefndi kvað starf sitt hafa falist í daglegum rekstri sjóðsins. Vinnureglur hans í sambandi við fjárfestingar og lánveitingar hafi verið nokkuð lausar í reipunum, en sú regla hafi verið í gildi, að nægilegt væri, ef framkvæmdastjóri og formaður væru sammála um einstaka ákvörðun. Engar sérstakar skriflegar reglur hafi verið settar, nema um lán til sjóðsfélaga, en í lok tímabils hans sem framkvæmdastjóra hafi verið mótuð fjárfestingastefna. Aðeins einstaka málum, sem tengdust fjárfestingum, hafi verið vísað til stjórnar, ef framkvæmdastjóri eða stjórnarformaður hafi ekki viljað bera ábyrgð á ákvörðun. Stjórninni hafi yfirleitt verið gerð grein fyrir fjárfestingum eftir á. Ekki hafi verið krafist trygginga á lánum, sem veitt voru bönkum eða fjármálastofnunum. Mætti kvaðst ekki muna nú, hvort hann hafði samband við stjórnarformann í tengslum við lán það, sem mál þetta varðar. Þarna hafi verið um að ræða breytingu á þegar veittu láni og því muni hann ekki, hvernig lánveitingin hafi nákvæmlega gengið fyrir sig. Engar athugasemdir hafi verið gerðar um lánveitinguna, meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra né heldur, þegar gengið var frá starfslokasamningi við hann, en þar hafi sérstaklega verið tekið fram, að hvorugur skyldi eiga kröfur á hinn. Hann kvaðst muna eftir því, að Hafliði Kristjánsson, eftirmaður hans í starfi, hafi minnst á þetta skuldabréf á einum fundi af nokkrum hjá Kaupþingi, en sagt bréfið vera í skilum og því skipti þetta líklega engu máli. Fundurinn hafi átt sér stað, áður en Burnham fór í þrot. Fyrirsvarsmenn stefnanda hafi fyrst minnst á þetta mál við sig í janúar eða febrúar 2002, eftir að Burnham fór í þrot. Mætti tók fram, sérstaklega aðspurður, að hann hafi engan ávinning haft af umræddri lánveitingu frekar en af öðrum fjárfestingum í þágu stefnanda, sem hann hafi staðið fyrir. Hann kvaðst hafa vitað, þegar umrætt lán var veitt, að fjárfestingar stefnanda í óskráðum verðbréfum hafi verið umfram leyfileg mörk. Fjármálaeftirlitinu hafi verið send skýrsla ársfjórðungslega og hann hafi fengið þær upplýsingar, að ekki þyrfti að grípa til róttækra aðgerða til að mæta þessu fjárfestingaskilyrði, heldur ætti að reyna að ná sem bestum kjörum í hverju einstöku máli. Mætti kvaðst ekki minnast þess, að stjórnin hafi látið í ljósi vilja um að útiloka samskipti við Handsal eða Burnham, eftir að sala hlutafjár í Handsali átti sér stað. Hann kannaðist við, að stefnandi hafi lengi reynt að selja hlut stefnanda í Handsali, áður en það loks tókst. Hann kvaðst hafa talið, að Burnham væri skráð fyrirtæki og nokkurs konar dótturfyrirtæki Burnham International í New York, enda hafi forstjóri hins erlenda félags verið varaformaður stjórnar Burnham á Íslandi. Hann hafi því álitið hið erlenda félag eiganda þess íslenska og kaupin vænlegan fjárfestingarkost, sem rúmaðist innan fjárfestingastefnu stefnanda. Ekki hafi verið um að ræða kaup á hlutafé í óskráðu hlutafélagi heldur kaup á skuldabréfi, sem sé allt annar handleggur. Hann upplýsti, að algengt hafi verið að fjárfesta í verðbréfum, útgefnum af fjármálafyrirtækjum og því hafi umrædd kaup ekki verið óvenjuleg né heldur sú upphæð, sem þannig var ráðstafað. Sérstaklega aðspurður kvaðst stefnandi ekki geta sagt um það nú, hvort stjórninni hafi verið gerð sérstök grein fyrir umræddri fjárfestingu. Vitnið, Björg Sigurðardóttir endurskoðandi, kvaðst hafa komið að málefnum stefnanda vorið 2002. Forveri hennar hafi endurskoðað ársreikning ársins 2001. Staða stefnanda í óskráðum bréfum á ársreikningi 2001 hafi numið um 26% af heildarfjárfestingum sjóðsins, en samkvæmt skýrslu til fjármálaeftirlitsins frá sama tíma hafi hlutfallið verið 29%. Álit dómsins. Stefnandi styður málsókn sína á hendur stefnda þeim rökum, að stefndi hafi með kaupum á umræddu skuldabréfi brotið gegn ákvæðum VII. kafla laga nr. 129/1997 og kaupin hafi einnig farið í bága við samþykktir stefnanda, einkum fyrirmæli 10. og 26. gr. þeirra. Skv. 2. mgr. 10. gr. samþykktanna, sem áður er lýst, ber framkvæmdastjóra að leggja óvenjulegar og meiri háttar ákvarðanir undir stjórn til samþykktar, svo og ákvarðanir samkvæmt áætlun, sem samþykkt hefur verið af stjórninni. Hvergi er að finna í samþykktum stefnanda skilgreiningu á því, hvað teljist óvenjulegar eða meiri háttar ákvarðanir. Ekki er við aðrar reglur að styðjast í þessu efni, sem dóminum er kunnugt um. Óljóst er því, hvort hér skuli miða við þá fjármuni, sem í húfi eru hverju sinni, áhættutöku eða hvort ákvörðun felist í úrlausn máls, sem stjórn eða framkvæmdastjóri hafa ekki áður fengið til meðferðar, eða öll þessi atriði saman vegin. Ákvæðið nær einnig til ákvarðana, samkvæmt áætlun, sem stjórnin hefur áður samþykkt. Engin skýring eða leiðbeining er gefin í samþykktunum, hvernig skilja beri þessi fyrirmæli. Sé átt við fjárfestingaráætlun, verður að líta til þess, að stjórnin gaf stefnda mjög frjálsar hendur um það, hvernig hann hagaði verðbréfakaupum og lét það viðgangast, að hann gerði stjórninni eftir á grein fyrir ráðstöfunum sínum, því sem næst tvisvar á ári. Ekki liggur annað fyrir en þessir starfshættir hafi lengi tíðkast og stjórn stefnanda engar athugasemdir gert, svo vitað sé. Stefndi hafði því engar skýrar reglur að styðjast við til leiðbeiningar því, hvenær mál væri með þeim hætti, að leita bæri samþykkis stjórnar. Því þykir ekki sjálfgefið, að umrædd skuldabréfakaup hafi verið svo óvenjuleg eða meiri háttar, að stefnda hafi verið skylt að leita samþykkis stjórnar samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 10. gr. Ekki þykir heldur einsýnt um það, að kaupin hafi fallið undir síðari málslið tilvitnaðs ákvæðis. Með vísan til þessa er ekki fallist á þá málsástæðu stefnanda, að stefndi hafi brotið starfskyldur sínar með því að láta hjá líða að bera skuldabréfakaupin undir stjórn stefnanda, áður en þau voru afráðin. Stefnandi byggir einnig á því, að stefndi hafi með kaupunum brotið gegn fyrirmælum 26. gr. samþykktanna. Í 1. mgr. 26. gr. er heimildum sjóðsins til ávöxtunar á fé sínu lýst í 10 töluliðum. Kaup stefnda falla að mati dómsins undir 8. tl., en þar er veitt heimild til kaupa á öðrum verðbréfum. Í öðrum töluliðum 1. mgr. er einkum fjallað um heimild til kaupa á sérgreindum verðbréfum, s.s. verðbréfum með ríkisábyrgð, veðtryggðum skuldabréfum og hlutabréfum og skilyrðum lýst, sem þessi verðbréf þurfi að uppfylla. Þessum skilyrðum og takmörkunum er nánar lýst í 2. til 5. mgr. 26. gr. Í 4. mgr. segir, að eign sjóðsins skv. 1. 5. og 8. tl. 1.mgr. hverjum um sig og 6. og 9. tl. skuli samanlagt ekki vera meiri en 35% af hreinni eign sjóðsins. Þó skuli eign skv. 9.tl. (innlend hlutabréf í óskráðum félögum) ekki vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins. Í 5. mgr. er m.a. sú takmörkun sett, að samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum, skv. 2-9 tl., útgefnum af sama aðila eða aðilum, sem tilheyra sömu samstæðunni, skuli miðast við 10% af hreinni eign sjóðsins, en við 5% fyrir verðbréf skv. 8. tl. Hrein eign er skilgreind svo í 7. mgr. að átt sé við hreina eign sjóðsins til greiðslu lífeyris samkvæmt síðasta endurskoðaða ársuppgjöri. Kaupin á skuldabréfi Burnham verða að mati dómsins felld undir 8. tl. 1. mgr. 26. gr. samþykktanna, eins og áður segir. Fram kemur í ársreikningum stefnanda fyrir árið 1999 að heildarverðmæti verðbréfasafns sjóðsins hafi numið u.þ.b. 13.240 milljörðum króna. Engra upplýsinga nýtur um það, hvert hafi verið hlutfall þessa verðbréfaflokks (önnur verðbréf) í verðbréfasafni stefnanda. Því verður ekki séð, hvort stefndi hafi farið út fyrir heimildir sínar samkvæmt 26. gr. með kaupum á umræddu skuldabréfi. Stefnandi byggir einnig á því, að kaup stefnda á skuldabréfi Burnham hafi ekki samrýmst þeirri fjárfestingaráætlun, sem mótuð var á stjórnarfundi stefnanda 21. júní 2001. Í þeirri fundarsamþykkt eru tilgreindir átta flokkar verðbréfa og við hvern flokk sett í hundraðshlutum hámark og lágmark. Umrætt skuldabréf fellur í þann flokk áætlunarinnar sem nefndur er skuldabréf annarra (fyrirtækja og einstaklinga). Þar er lágmarkið sett á 10% af heildarsafni en hámarkið er 20%. Svo virðist sem hér sé um að ræða langtímastefnumörkun um samsetningu verðbréfasafns stefnanda. Heildarverðmæti verðbréfasafns stefnanda nam rúmlega 13.240 milljörðum króna í árslok 1999, eins og áður er getið. Kaupverð skuldabréfsins nam því u.þ.b. 0,3% af verðbréfasafni stefnanda, en u.þ.b. 3% sé miðað við lægri mörk í fjárfestingaráætlun hans um skuldabréfaeign. Að þessu virtu, þykir ekki fullsannað að stefndi hafi brotið gegn fjárfestingaráætlun stefnanda með umræddum kaupum. Þá er á því byggt af hálfu stefnanda, að stefndi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með kaupum á umræddu skuldabréfi. Það hafi verið án nokkurra trygginga, sem hljóti að teljast vítavert með tilliti til fjárhæðar bréfsins. Einnig er á því byggt, að stefnda hafi verið kunnugt um afstöðu stjórnar stefnanda og þekkt til afskipta hennar af Handsali hf., forvera Burnham International á Íslandi hf. Stefndi hélt því fram í skýrslu sinni fyrir dóminum, að ekki hafi verið krafist trygginga við kaup á verðbréfum, útgefnum af fjármálastofnunum. Við mat á ákvörðun stefnda um skuldabréfakaupin verður að líta til aðstæðna, eins og þær voru, þegar kaupin voru gerð. Stefndi greindi dóminum frá því, að hann hafi álitið, að Burnham væri skráð fyrirtæki og nokkurs konar dótturfyrirtæki Burnham International í New York og því hafi hann talið hið erlenda félag eiganda þess íslenska og kaupin vænlegan fjárfestingarkost, sem rúmaðist innan fjárfestingastefnu stefnanda. Ekki verður talið, að stefndi hafi mátt vita að kaup á umræddu skuldabréfi fæli í sér brot á starfskyldum hans vegna fyrri reynslu stefnanda af Handsali hf. Burnham International hf. á Íslandi var félag, sem að vísu yfirtók rekstur Handsals hf. en var undir nýrri stjórn, auknu hlutafé og annarri eignaraðild. Sé á hinn bóginn litið til fjárhæðar skuldabréfsins og til 10 ára lánstíma, endurgreiðsluskilmála skuldabréfsins og óvissrar stöðu Burnham á fjármálamarkaði á þessum tíma, þykir stefndi hafa sýnt af sér gáleysi með umræddum kaupum. Að öllum málsatvikum virtum, aðhaldsleysi og afskiptaleysi stjórnar stefnanda af störfum stefnda, skort á reglum og fyrirmælum og til þess, að stefndi virðist engan hag hafa haft af umræddum lögskiptum, þykir rétt að beita ákvæðum 24. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. 23. gr. sömu laga, og fella niður bótaábyrgð stefnda. Stefndi skal því vera sýkn af kröfum stefnanda. Rétt þykir, að stefnandi og stefndi, beri hvor um sig sinn kostnað af málinu. Réttargæslustefndi þykir því eiga rétt til málskostnaðar úr hendi stefnanda, sem ákveðst 249.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Skúli J. Pálmason kveður upp þennan dóm. Stefndi, Gísli Marteinsson, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, Lífeyrissjóðs Austurlands. Málskostnaður fellur niður. Stefnandi greiði réttargæslustefnda, Tryggingamiðstöðinni hf., 249.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 335/2004 | Kynferðisbrot Börn Ákæra Rannsókn Frávísun frá héraðsdómi | Í málinu var X ákærður fyrir að hafa haft samræði við Y að minnsta kosti fjórum sinnum þegar Y var þrettán ára en X 15 ára. Málatilbúnaður ákæruvaldsins þótti með þeim hætti að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Hafði þess ekki verið gætt að leita skýringa Y á ýmiss konar misræmi sem fram kom í framburði hennar og dagbókum hennar sem fyrir lágu í málinu og ekki hafði hún heldur verið spurð nánar vegna atriða sem fram komu í framburði X og hefðu átt að gefa fullt tilefni til nánari eftirgrennslunar, enda neitaði X því ætíð að hafa átt í kynferðissambandi við Y. Í málinu lá ekki fyrir greinargerð sérfræðings á sviði sálfræði eða læknisfræði um þroska og andlegt ástand Y. Þá hafði ekki verið aflað sérfræðilegrar álitsgerðar um andlegan og líkamlegan þroska X á þeim tíma sem skipti máli, en hann var nýlega orðinn 15 ára þegar ætluð brot hans áttu að hafa verið framin. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 4. ágúst 2004 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun og jafnframt af hálfu ákæruvaldsins, sem krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og fjárhæð skaðabóta til Y hækkuð í 1.000.000 krónur. Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en að því frágengnu að refsing verði milduð. Í öllum tilvikum krefst hann að skaðabótakröfu verði vísað frá héraðsdómi. I. Með bréfi 15. ágúst 2003 sendi félagsþjónusta A til lögreglu tilkynningu, sem þar hafði verið tekið við sama dag. Í henni kom fram að Y, fædd í mars 1990, hafi ásamt móður sinni komið til viðtals við nafngreindan sálfræðing hjá félagsþjónustunni. Hafi þar verið greint frá því að Y hafi hitt dreng, sem heiti X, í fermingarveislu vinkonu sinnar. Hún hafi orðið hrifin af honum og þau hist í framhaldi af þessu. Hafi þau 3. júlí 2003 farið saman í skýli við hús á [...] í A og atlot hafist milli þeirra. Hafi drengurinn viljað fá að fara með fingur að kynfærum hennar og inn í leggöng, sem hún hafi leyft með semingi. Því næst hafi hann viljað hafa við hana samfarir, sem hún hafi margsinnis neitað, en hann ekki látið það neinu breyta. Hafi þau haft samfarir standandi upp við vegg, sem hún hafi snúið að, en drengurinn verið fyrir aftan hana. Var haft eftir mæðgunum að þær óskuðu eftir að kæra þetta til lögreglu. Móðir Y mætti síðar um daginn 15. ágúst 2003 til skýrslugjafar hjá lögreglu. Skýrði hún frá því að 13. sama mánaðar hafi hún fundið á skrifborði Y bréf, sem stúlkan hafi ritað og ætlað að senda til svokallaðrar neyðarlínu í unglingatímariti, sem heiti Smellur. Í bréfinu, sem móðirin afhenti lögreglu, sagði meðal annars: „Ég er 13 ára stelpa sem að er í vandræðum. Málið er að ég átti kærasta sem að var 15 ára. Þegar við vorum búin að vera saman í viku þá vorum við niðrí kjallara að kela og þá fór hann að reyna að fá mig til að sofa hjá sér en ég vildi það ekki. Eftir smá tíma þá var hann farinn að þrengja svo að mér að ég lét undan. Svo viku seinna þá vorum við aftur niðrí kjallara og þá sagði hann „ég veit þú vilt þetta ekki en ég ætla samt“ og þá eiginlega nauðgaði hann mér. Samt á meðan hann var með mér var hann með annari stelpu líka. Hvað sem hann hefur gert get ég ekki verið reið við hann og ég sakna hans. Hvað á ég að gera?“ Kvaðst móðirin hafa rætt þetta við Y og hún staðfest að það væri rétt, sem sagði í bréfinu, en þetta hafi gerst í kjallara húss við [...], sem móðirin greindi nánar frá. Drengurinn, sem um ræddi í bréfinu, væri ákærði. Hafi Y sagt að hann hafi notað verju við samfarirnar, en í samtali hennar við móður sína hafi hún ekki greint nánar frá atvikum. Ákærði, sem fæddur er í apríl 1988, gaf skýrslu hjá lögreglu 22. ágúst 2003. Í henni staðfesti hann það, sem haft var eftir Y í áðurnefndri tilkynningu, um að þau hafi kynnst þá um vorið í fermingarveislu. Hann hafi á þeim tíma verið með annarri stelpu og íhugað að hætta með henni til að vera með Y, en síðan ákveðið að gera það ekki og greint Y frá því. Hafi þetta verið í apríl eða maí 2003. Y hafi oft hringt til hans og yfirleitt verið leið eða „í hálfgerðu þunglyndi“, en hann þá talið sig vera að hjálpa henni. Í lok skólaárs hafi hann farið með Y í veislu og vinir hennar þar spurt hann hvort þau væru saman. Þessu hafi hann svarað með því að þau væru bara vinir. Hann hafi ekki hitt Y eftir að skóla var slitið hjá honum í byrjun sumars, sem hann minnti að hafi verið 4. júní 2003. Hann kvað það vera rangt, sem sagði í tilkynningu félagsþjónustunnar, að þau Y hefðu verið saman kynferðislega. Hafi hann ekki sett fingur í leggöng hennar og aldrei þuklað á henni innan klæða eða haft við hana samfarir. Ítrekaði hann þetta eftir að honum var kynnt fyrrgreint bréf Y. Aðspurður um hvort hann kannaðist við aðstæður við húsið á [...], sem móðir Y hafði getið um í lögregluskýrslu, sagðist ákærði hafa tvisvar, þrisvar eða jafnvel oftar farið með strætisvagni í heimsókn til Y, farið út á tilteknum stað og gengið þaðan heim til hennar. Aðeins í eitt skipti hafi þau verið þar ein og þá í um fimm mínútur. Sagðist hann ekki þekkja staðhætti í A, en eftir að hafa litið á kort við skýrslugjöfina kvaðst hann telja sig aldrei hafa komið að umræddu húsi við [...]. Y gaf skýrslu fyrir dómi 10. september 2003, sem tekin var í Barnahúsi með aðstoð félagsráðgjafa. Í upphafi skýrslunnar kvaðst hún hafa farið í sund með ákærða og vinkonu sinni og hann þá spurt hvort Y vildi byrja með honum. Hún hafi svarað því játandi og þau síðan hist að ósk hans næsta dag við heimili hennar. Hafi þá verið rigning og þau leitað skjóls í eins konar skýli eða skoti á neðstu hæð húss í nágrenninu. Þar hafi þau farið að kyssast og ákærði viljað fá að setja fingur inn í leggöng hennar. Hún hafi neitað því, en hann suðað svo mikið að hann hafi að endingu fengið að gera það. Hann hafi svo viljað „gera meira“, sem hún hafi neitað. Hann hafi ekki tekið því sem svari, farið og náð sér í verju og haft við hana samfarir, sem hún hafi aldrei samþykkt. Eftir þetta hafi þau kvaðst með kossi og ekki hist síðan. Aðspurð sagði Y þetta hafa gerst „einhvern tímann í júlí“. Síðar í skýrslunni var hún spurð hvort hún hafi áður haft kynmök og kvaðst hún þá fyrr hafa verið með ákærða, sem hafi í þau skipti „líka í rauninni neytt“ hana til samræðis, en einnig gert það í annað sinn með fullu samþykki hennar. Tilvikið, sem hún hafði greint frá fyrr í skýrslunni, hafi verið það síðasta og það gerst 3. júní, en það hafi hún vitað vegna þess að hún skrifaði í dagbók sína. Hún hafi upphaflega byrjað að vera með ákærða í lok apríl og haft við hann kynmök í fyrsta sinn viku síðar, en áður hafi hún aldrei gert slíkt. Þetta hafi gerst í kjallara heima hjá henni. Síðan hafi þau daginn eftir tvívegis haft samfarir heima hjá ákærða og nokkru eftir það aftur í kjallara heima hjá henni í einhver skipti. Loks hafi svo verið tilvikið, sem fyrst var getið. Nánar aðspurð um hvernig ákærði hafi þröngvað henni eða þvingað hana til að samþykkja kynmök sagði Y hann hafa suðað í sér, alltaf spurt aftur og aftur þangað til hún hafi í raun gefist upp og látið undan. Ákærði var kvaddur á ný fyrir lögreglu 9. október 2003 og honum meðal annars kynnt endurrit af þessum framburði Y. Kvaðst ákærði ekki vilja tjá sig um framburð hennar. Í framangreindri skýrslu lét Y þess getið að hún hefði sagt þremur vinum sínum, tveimur stúlkum og einum pilti, frá því, sem gerst hafi milli hennar og ákærða. Stúlkurnar tvær gáfu skýrslur fyrir dómi í Barnahúsi 12. nóvember 2003. Skýrði önnur þeirra frá því að Y hafi sagt sér að ákærði hafi nauðgað henni, en þær væru nánar vinkonur og segði Y henni frá flestu. Aðspurð um hvað Y hefði nánar sagt svaraði stúlkan því til að hún hafi sagst hafa haft samfarir við ákærða daginn áður, en eiginlega hafi ekkert meira komið fram í samtali þeirra. Sagðist hún halda að þetta hafi gerst í „annaðhvort mars eða apríl, ég veit það ekki, nei, það var áreiðanlega febrúar eða mars.“ Komið hafi fram hjá Y að hún hafi haft samfarir við ákærða nokkrum sinnum. Oftast hafi þetta gerst í kjallara heima hjá henni, en einnig einhverju sinni í húsi, sem verið var að endurbyggja. Nánar aðspurð um hvort Y hafi tekið svo til orða að sér hafi verið nauðgað sagði stúlkan að það hafi hún gert um fyrsta skiptið, en hún hafi þá sagt nei við ákærða og hann þá spurt aftur og aftur þar til hún hafi gefist upp. Hin vinkonan kvað Y hafa sagt sér að ákærði hafi nauðgað henni í maí eða júní. Hafi Y haft samfarir við ákærða fjögur eða fimm skipti og hafi verið um nauðgun að ræða í öðrum tilvikum en einu eða tveimur. Kvað vinkonan Y hafa sagt sér frá nauðgun, sem hafi gerst 3. júní, en hún hafi þá verið stödd með ákærða rétt hjá heimili sínu í húsi, sem verið var að byggja við. Að auki hafi Y sagt þau hafa haft samfarir í kjallara heima hjá henni og á heimili ákærða. Pilturinn, sem Y kvaðst hafa skýrt frá samskiptum sínum við ákærða, gaf skýrslu hjá lögreglu 26. janúar 2004. Hann kvað Y hafa sagt sér frá tveimur tilvikum, þar sem hún hafi haft samfarir við ákærða, en það hafi annars vegar gerst í kjallara heima hjá henni og hins vegar í bílskúr eða skýli. Á síðarnefnda staðinn hafi hann farið með Y og hún þá fundið umbúðir af verju, sem hún kvað ákærða hafa notað við samfarirnar. Hann kvaðst telja þetta hafa gerst fyrir 1. júní 2003, en þann dag hafi hann farið í ferð til útlanda og verið fjarverandi um tíma. Y afhenti lögreglu 27. janúar 2004 dagbækur sínar, en í tveimur þeirra er að finna færslur, sem dagsettar eru á tímabilinu frá lokum apríl og fram í byrjun júní 2003. Er þar meðal annars ritað 30. apríl að hún sé byrjuð að vera með ákærða og síðan 1. og 4. maí að hann hafi sett fingur inn í kynfæri hennar, en í fyrra skiptið hafi þau legið í rúmi hennar og það síðari verið úti. Hinn 8. maí kemur fram að þau hafi haft samfarir í kjallaranum heima hjá Y. Fært er 14. maí að hún hafi á þeim hálfa mánuði, sem hún sé búin að vera með ákærða, haft samfarir við hann fjórum sinnum og 22. sama mánaðar að hann hafi reynt að hafa við hana mök í endaþarm, en látið af því vegna þess hve vont henni hafi þótt það. Loks er fært þar 6. júní að hún sé aftur nýbyrjuð að vera með ákærða og hafi þegar haft samfarir við hann einu sinni, en næsta færsla þar á undan er dagsett 2. sama mánaðar. Ekki er að sjá að vikið sé að samförum þeirra annars staðar í dagbókunum. Ákæra var gefin út í máli þessu 12. mars 2004. Er ákærða gefið að sök að hafa að minnsta kosti fjórum sinnum haft samræði við Y, tvívegis á heimili hennar, eitt skipti á heimili sínu og einu sinni í opnu skýli á neðri hæð húss að [...] í A. Með þessu hafi ákærði brotið gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var meðal annars lagt fram vottorð tveggja lækna 10. október 2003 um skoðun á Y, þar sem fram kom að meyjarhaft væri „farið á þann hátt sem sést hjá konum sem hafa haft samfarir“, og greinargerð Barnahúss 13. apríl 2004 um greiningu og meðferð Y. Þá gaf ákærði skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð málsins, báðir foreldrar hans, móðir Y og vinur hennar, sem fyrrnefnd lögregluskýrsla var tekin af 26. janúar 2004. Þá komu einnig til skýrslugjafar sálfræðingurinn, sem tók við tilkynningu 15. ágúst 2003 hjá félagsþjónusta A, og starfsmaður Barnahúss, sem sinnt hafði meðferð Y. II. Þegar áðurnefnd skýrsla var tekin af Y fyrir dómi 10. september 2003 hafði ákærði þegar gefið skýrslu hjá lögreglu, þar sem hann neitaði með öllu að hafa átt kynferðisleg samskipti við hana. Í skýrslu hennar var lýst af nokkurri nákvæmni atriðum varðandi ætlað samræði þeirra að [...] í A, en á hinn bóginn skortir mjög á að leitað hafi verið viðhlítandi svara hennar um önnur tilvik, sem ákæra tekur til. Var þó þeim mun ríkari ástæða til þess vegna afstöðu ákærða, sem þegar lá fyrir. Í framburði Y gætti nokkurrar misvísunar og ósamræmis, meðal annars um tímasetningar, en að auki var í ýmsu greint frá atvikum með öðrum hætti en gert var í bréfi hennar, sem áður er rakið og lögregla hafði þá þegar undir höndum. Auk þessa hafði hún vísað í framburði sínum til atriðis, sem hún kvaðst geta stutt við dagbækur sínar, en ekki verður séð að leitað hafi verið eftir því að hún léti þær í té. Þegar hún hafði síðan afhent þær í janúar 2004, að því er virðist ótilkvödd, mátti sjá nokkuð aðra mynd af atvikum en fram kom í skýrslu hennar fyrir dómi, þar á meðal um afstöðu hennar sjálfrar til þess, sem hún kvað hafa gerst milli sín og ákærða. Á hinn bóginn var þar ekki að sjá stoð fyrir því að unnt væri að tímasetja ætlað atvik að [...] á þann hátt, sem hún hafði borið um fyrir dómi. Hefði vegna alls þessa að réttu lagi þurft að taka nánari skýrslu af Y áður en ákvörðun var tekin um saksókn í málinu eða að minnsta kosti við meðferð málsins fyrir dómi. Við skýrslugjöf fyrir dómi hélt ákærði því fram í tengslum við sakargiftir um að hann hafi haft samfarir við Y á heimili sínu að þangað hefði hún aldrei komið, en ekki verður séð að hann hafi fyrr verið inntur eftir svari við því. Við rannsókn málsins var ekki leitað lýsingar af hendi Y á staðháttum þar, til þess að staðreyna hvort frásögn ákærða gæti að þessu leyti verið rétt. Liggur heldur ekkert fyrir að öðru leyti um vettvang ætlaðra brota annað en fjórar ljósmyndir á einu blaði af húsinu að [...]. Eftir að ákæra var gefin út í málinu aflaði ríkissaksóknari áðurnefndrar greinargerðar starfsmanns Barnahúss um greiningu og meðferð, sem Y hafði gengist þar undir á tímabilinu frá 17. september 2003. Í skýrslu þessa starfsmanns fyrir dómi kom fram að hann hafi háskólapróf í uppeldisfræði og afbrotafræði. Ekki liggur fyrir í málinu álitsgerð sérfræðings á sviði sálfræði eða læknisfræði um þroska og andlegt ástand Y. Ákærði var nýlega orðinn 15 ára þegar atvikin, sem um ræðir í ákæru, eiga að hafa gerst. Þrátt fyrir það var ekki leitað sérfræðilegrar álitsgerðar eins og áður er getið að því er hann varðar og liggja engin gögn að öðru leyti fyrir um andlegan og líkamlegan þroska hans á þeim tíma, sem hér skiptir máli. Eins og atvikum er háttað í máli þessu var full ástæða til að álitsgerða um þessi efni yrði aflað áður en ákvörðun var tekin um saksókn í því, sbr. d. lið 1. mgr. 71. gr. og 112. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Vegna þeirra atriða, sem að framan getur, er málatilbúnaður af hálfu ákæruvaldsins með þeim hætti að óumflýjanlegt er að vísa málinu frá héraðsdómi. Skal allur sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, Arnar Höskuldssonar hæstaréttarlögmanns, samtals 400.000 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola fyrir héraðsdómi, Sigríðar Elsu Kjartansdóttur héraðsdómslögmanns, 80.000 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola fyrir Hæstarétti, Guðjóns Ármanns Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 60.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 24. júní 2004. Mál þetta, sem dómtekið var 3. júní sl., er höfðað með ákæru útgefinni 12. mars 2004 gegn X, [kt. og heimilisfang], „fyrir kynferðisbrot, með því að hafa á tímabilinu 8. maí til og með 3. júní 2003, haft að minnsta kosti fjórum sinnum samræði við Y, fædda árið 1990, á þeim stöðum sem hér greinir: 1. Kjallara á heimili hennar að [ ]. 2. heimili ákærða. 3. kjallara á heimili hennar og 4. opnu skýli neðri hæðar hússins við [...] , A. Telst þetta varða við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1991 (svo í ákæru), sbr. 10. gr. laga nr. 40, 1992 og 4. gr. laga nr. 40,2003. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Bótakrafa: E [kt] og F, [kt. og heimilisfang], krefjast þess f.h. ólögráða dóttur sinnar, Y, að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 1.000.000 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. júní 2003 til þess dags er mánuður er liðinn frá því að bótakrafan er kynnt honum, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Auk þess er krafist þóknunar vegna lögmannsaðstoðar ásamt virðisaukaskatti.” Ákærði krefst aðallega frávísunar málsins, til vara sýknu en að því gengnu vægustu refsingar. Hann krefst þess að skaðabótakröfu verið vísað frá dómi. Málsvarnarlauna er einnig krafist. I. Þann 15. ágúst 2003 kom E, ásamt dóttur sinni Y, á skrifstofu Félagsþjónustu A. Í viðtali við sálfræðing félagsþjónustunnar kom fram að kærandi hafði kynnst dreng að nafni X sem væri búsettur í vesturbæ B. Hún hafi hitt hann í fermingarveislu vinkonu sinnar sem heiti G. Kærandi sagðist hafa orðið hrifin af þessum dreng og þau hist og ákveðið að byrja saman. Þann 3. júlí hafi þau hist og farið saman í skýli við hús við [...] í A. Þar hafi hann, ákærði í þessu máli, óskað eftir að fara með fingur að kynfærum hennar og inn í leggöng og hafi hún leyft það með semingi. Því næst hafi hann viljað „fara alla leið” en hún ekki viljað leyfa honum það. Þrátt fyrir að hún hafi margsinnis neitað hafi hann samt haft við hana samfarir. Hafi þau staðið upp við vegg og hún snúið baki í ákærða. Sagði kærandi að þetta atavik hafi legið þungt á henni og sé henni mikill léttir að opinbera það. Sama dag kærði E hjá lögreglu nauðgun gagnvart dóttur sinni. Hjá lögreglu sagði E að upphaf þessa máls væri að hún hafi fundið bréf á skrifborði dóttur sinnar fyrir tveimur dögum. Bréfið hefur verið lagt fram í málinu og hefur kærandi sagt að hún hafi ætlað að senda bréfið til unglingablaðs. Í bréfinu spyr kærandi hvað hún eigi að taka til ráðs en hún hafi átt 15 ára gamlan kærasta. Hann hafi reynt að fá hana til að sofa hjá sér eftir viku kynni en hún hafi ekki viljað það. Hún hafi þó látið undan þar sem hann hafi sótt það stíft. Viku síðar hafi hann „eiginlega nauðgað” henni. Dómskýrsla var tekin af kæranda 10. september 2003. Þar greinir hún frá því að hún hafi hitt ákærða í fermingarveislu hjá sameiginlegri vinkonu þeirra, G. Þau hafi síðan ákveðið að byrja saman, líklegast um 1. maí 2003. Um viku síðar hafi þau haft samfarir í kjallaranum á heimili hennar. Það hafi gerst einu sinni aftur þar en einnig heima hjá ákærða í að minnsta kosti tvö skipti. Þau hafi einnig stundað aðrar kynlífsathafnir, hún hafi til dæmis sogið lim hans og hann hafi reynt að hafa samfarir við hana í endaþarm en hætt við það þar sem það hafi verið of sárt fyrir hana. Í síðasta skiptið hafi þau haft samfarir í skýli neðri hæðar húss við [...] í A. Það hafi verið um kvöldmatarleytið og hafi þau farið inn í skýlið og farið að kyssast. Hann hafi beðið hana um að hafa samfarir við sig en hún neitað. Hann hafi þá suðað svo mikið í henni að hún hafi að lokum gefist upp og leyft honum það. Ákærði hefur staðfastlega neitað öllum sakargiftum. Hann segir það rétt að hann hafi kynnst kæranda í fermingarveislu hjá vinkonu þeirra beggja 15. apríl 2003. Kærandi hafi sótt í hann og hann hafi í byrjun verið hrifinn af henni. Hann hafi verið með annarri stúlku á þessum tíma og hafi hann sagt þeirri stúlku að hann vildi fá smá pásu. Hafi hann íhugað að byrja með kæranda og hætta með kærustunni en síðan ákveðið að gera það ekki. Hann hafi sagt kæranda þá ákvörðun sína í apríl eða maí 2003. Ákærði kvaðst hafa farið í afmælisboð hjá vinkonu kæranda [ ]. Þegar hann hafi komið í veisluna hafi kærandi verið búin að segja öllum krökkunum að þau væru saman. Kærandi hafi hangið mikið utan í honum í veislunni og krakkarnir spurt hvort þau væru saman. Þau hafi svarað því til að þau væru bara vinir. Ákærði sagðist hafa farið nokkrum sinnum í heimsókn til kæranda og einu sinni hitt móður hennar. Oftast hafi hann þó beðið fyrir utan vegna þess að kærandi hafi sagt að móðir hennar vildi ekki að þau væru að hittast. Kærandi hafi hins vegar aldrei komið í heimsókn til hans. Ákærði kvaðst hafa átt við þunglyndi að stríða og verið að ná áttum um það leyti er hann kynntist kæranda. Hún hafi sagt honum að hún ætti við sama vandamál að stríða og að hún hafi reynt sjáfsvíg. Einu sinni hafi hún sýnt honum ummerki um skurð á úlnliði. Hann hafi boðist til að hjálpa henni og vera vinur hennar. Ákærði sagði að þau hafi hvorki átt í ástar- né kynferðislegu sambandi. Hún hafi að vísu stundum daðrað við hann og gefið til kynna án orða að hún vildi kynferðislegt samband en ekkert slíkt hafi þó komið til. Kærandi hafi oft hringt í hann. Síðast hafi þau hist í byrjun ágúst við [...] í A. Hann hafi komið með strætó og þau hist í strætisvagnskýlinu þar. Það hafi verið þeirra síðasti fundur og hafi honum lokið án alls rifrildis eða ásakana. Hann geri sér því ekki grein fyrir af hverju kærandi beri hann þessum sökum. Ákærði kvaðst hafa vitað að kærandi væri 13 ára gömul. II. Í málinu hafa verið lagðar fram dagbækur kæranda. Í þeim kemur meðal annars eftirfarandi fram: „[...]” III. Vitnið H er vinkona kæranda. Skýrsla var tekin af henni í Barnahúsi 12. nóvember 2003. Hún sagði kæranda hafa sagt sér frá því að hún hafi hitt strák í fermingarveislu hjá vinkonu sinni. Stuttu síðar hafi þau byrjað að vera saman og haft nokkrum sinnum samfarir. Í eitt skiptið hafi kærandi talið að ákærði hafi eiginlega nauðgað henni, það er að segja að hún hafi ekki viljað hafa samfarir við hann en hann orðið ágengur og haft sitt fram. Þetta hafi gerst við eitthvað hús ekki fjarri heimili kæranda. Þá hafi kærandi einnig sagt henni frá því að þau hafi haft samfarir niður í kjallara heima hjá kæranda. Vitnið I, vinkona kæranda, kom fyrir dóm í Barnahúsi 12. nóvember 2003. Hún sagði að kærandi hafi sagt sér allt þar sem þær væru svo nánar vinkonur. Kærandi hafi sagt henni að hún hafi haft nokkrum sinnum samfarir við ákærða. Hafi það gerst heima hjá kæranda niður í kjallara og einnig við eitthvað hús sem hafi verið að endurbyggja ekki langt frá heimili kæranda. Hún hafi einnig sagt henni að hún hafi tottað ákærða einu sinni. Vitnið J er vinur kæranda. Fyrir dómi og hjá lögreglu skýrði hann svo frá að kærandi hafi sagt honum frá tveimur tilvikum þar sem hún og ákærði hefðu haft samræði, annars vegar í kjallaranum heima hjá kæranda og hins vegar í skýli í vesturbæ A. J sagðist hafa farið með kæranda í þetta skýli og þar hafi verið raðað upp einangrunarplötum. Við þennan stafla hafi kærandi tekið upp bréf sem hafi verið umbúðir utan af smokk og hafi kærandi sagt honum að þetta væri sönnunargagn. Að því búnu hafi hún sett bréfið utan af smokknum aftur á sinn stað. Við rannsókn lögreglu fundust ekki umræddar umbúðir. Ekki mundi J tímasetningar í þessu sambandi en mundi þó að hann hafi farið til [...] 1. júní 2003 og hafi kærandi verið búin að segja honum þetta fyrir þann tíma. J sagðist hafa verið eins konar sálfræðingur kæranda. Hún hafi létt á sér við hann og hann hlustað. Sér hafi virst sem henni hafi í fyrstu fundist allt í lagi að hafa samfarir við ákærða en séð síðar að það hefði verið rangt. Þá hafi hún farið að upplifa reynslu sína sem eins konar nauðgun. Hún hafi verið í ástarsorg eftir að upp úr slitnaði milli hennar og ákærða og einu sinni hringt í sig grátandi og sagst ætla að drepa sig. Nokkrum sinnum hafi hún sýnt sér far á úlnliði eftir hníf en það hafi frekar verið rispur en sár. Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur, kom fyrir dóm, en einnig hefur verið lögð fram í málinu greinargerð hennar varðandi greiningu og meðferð kæranda. Í greinargerð hennar og vitnisburði hennar fyrir dómi kom meðal annars fram að Barnaverndarnefnd A hafi óskað eftir meðferð fyrir kæranda 11. september 2003 í Barnahúsi þar sem ætlað var að ákærði hefði haft samfarir við kæranda í nokkur skipti án hennar samþykkis. Ólöf hitti kæranda 14 sinnum frá 17. september 2003 til 5. apríl sl. og aftur í tvö skipti síðar. Ólöf sagði að meðferðarviðtölin hafi byggst fyrst og fremst á því að hjálpa stúlkunni til þess að takast á við þá erfiðleika sem upp höfðu komið eftir þá reynslu sem hún hefði haft af samskiptum sínum við ákærða og aðstoða hana við að ná áttum með líf sitt eftir þá reynslu. Komið hafi í ljós að kærandi hafi haft nokkur einkenni áfallasteitu eins og truflandi minningar um atburðinn og endurteknar upplifanir í draumum um það sem gerst hafði. Fyrstu vikurnar hafi hún átt erfitt með svefn og lagst seint til hvílu af ótta við drauma. Fram hafi komið hjá kæranda að eftir að hún hafi hafið nám í 8. bekk hafi hún fundið fyrir miklum einbeitingarörðugleikum og pirringi og fengið reiðiköst. Þá kom einnig fram að kærandi hefði haft sjálfsvígshugsanir. Ólöf sagði að í janúar 2004 hafi kæranda verið farið að líða betur en samt hafi hún enn verið dul, skort orku og stundum verið mjög leið. Þá hafi hún kvartað um ýmsa verki án læknisfræðilegra skýringa. Það er álit Ólafar að kæranda hafi liðið mjög illa eftir meinta kynferðismisnotkun en sé á góðri leið með að lifa með þessa reynslu á bakinu. Sökum ungs aldur sinnar hafi komið upp margvísleg vandamál tengd reynslu hennar og hafi þessi reynsla sært blygðunarsemi hennar. Hún sé enn mjög reið yfir að hafa þessa reynslu á bakinu og hafi meðferðin miðað við að aðstoða hana við að horfa fram á veginn. Hún beri samt mörg einkenni barna sem orðið hafi fyrir kynferðislegri misnotkun. E, móðir kæranda, kom fyrir dóm. Hún sagði m.a. að einu sinni hafi hún ekið kæranda heim til ákærða og hafi kærandi sagt að hún og ákærði ætluðu að horfa á myndband ásamt fleiri krökkum. Þá kom einnig fyrir dóm L sálfræðingur en hún tók á móti kæranda hjá Félagsþjónustu A í upphafi máls. Foreldrar ákærða komu fyrir dóm. Í máli þeirra kom m.a. fram að móðir ákærða hafi átt við veikindi að stríða á þessum tíma og vart farið úr húsi. Hún sagði að kærandi hafi aldrei komið í heimsókn á heimili þeirra á þessum tíma og taldi að hún hefði orðið vör við það. Hins vegar hafi kærandi oft hringt. Einu sinni hafi þau hjónin farið út að borða um kvöldmatarleytið og þá hafi einhverjir krakkar komið í heimsókn til ákærða. Þau hafi öll verið farin er þau hjónin hafi komið heim um kl. 20:30-21:00. Í málinu liggur fyrir læknisvottorð frá 10. október 2003 þar sem fram kemur að meyjarhaft kæranda sé farið á þann hátt sem sést hjá konum sem hafi haft samfarir eins og það er orðað í vottorðinu. IV. Krafa ákærða um frávísun málsins var fyrst sett fram við flutning þess. Er hún á því byggð að rannsókn málsins sé áfátt og ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru í því á grundvelli þeirrar rannsóknar sem fram hefur farið. Engin efni eru til þess að verða við þessari kröfu. Ákærða er gefið að sök að hafa að minnsta kosti fjórum sinnum haft samræði við kæranda, tvisvar í kjallara á heimili hennar, á heimili ákærða og í opnu skýli við hús í A. Ákærði hefur staðfastlega neitað þessum sakaragiftum við rannsókn og meðferð málins. Hann sagðist aðeins hafa verið vinur kæranda og hitt hana nokkrum sinnum, þó aldrei heima hjá honum. Hann getur enga skýringu gefið á því hvers vegna kærandi ber hann þessum sökum. Kærandi kom fyrir dóm í Barnahúsi. Vitnisburður hennar var tekinn upp á myndband og horfði dómurinn á upptökuna við aðalmeðferð málsins. Framburður stúlkunnar var trúverðugur og kom heim og saman við dagbækur hennar og frásögn vina hennar fyrir dómi, vitnanna H, I og J. Framburður kæranda fær einnig stoð í vætti Ólafar Ástu Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðings, en stúlkan var í meðferð hjá henni og gekk til hennar í 16 skipti. Í dagbók sinni skrifar kærandi um samband sitt við ákærða. Lýsir hún fyrst hrifningu sinni á ákærða, síðan kynferðislegum samskiptum þeirra og loks vonbrigðum hennar er sambandinu lauk. Þessi dagbók er því til styrktar að kærandi hafi greint satt og rétt frá um samskipti sín við ákærða og að samband þeirra hafi verið meira en vinasamband. Engin ástæða er til að ætla annað en að dagbókin sé samtímaskrif en í henni er einnig greint frá öðrum atvikum en samskiptum ákærða og kæranda. Ekkert hefur komið fram í málinu sem gefur tilefni til þess að ætla að frásögn kæranda sé röng svo einhverju skipti varðandi úrlausn málsins. Þegar framangreint er metið í heild þykir sannað, þrátt fyrir eindregna neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru Með greindri háttsemi hefur ákærði gerst brotlegur við 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 10. gr. laga nr. 40/2003, sbr. 4. gr. sömu laga. Í ákæru er ranglega vísað til laga nr. 19/1991 í stað laga nr. 19/1940 en málið var flutt og varið með tilliti til 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að ákærði var aðeins 15 ára er brotin voru framin og samræði hans og stúlkunnar var ekki að óvilja hennar. Hins vegar ber að taka tillit til þess að brotin beindust að mikilsverðum hagsmunum 13 ára gamallar stúlku sem ekki hafði þroska til að meta hvort hún væri reiðubúin til þess að stunda kynlíf. Að öllu þessu virtu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði. Í ljósi aldurs ákærða, sakaferils og atvika málsins þykir mega ákveða að fresta fullnustu refsingarinnar þannig að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Af hálfu kæranda er sett fram skaðabótakrafa sem reist er á 26. gr. laga nr. 50/1993. Af gögnum málsins má ráða að stúlkan hefur orðið fyrir áfalli og ljóst er að brot þau sem sakfellt er fyrir í máli þessu eru almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verður margvíslegum sálrænum erfiðleikum. Verður talið að kærandi hafi orðið fyrir miska og þykja bætur til hennar hæfilega ákveðnar 150.000 krónur. Ákærða var birt skaðabótakrafa 30. mars 2004. Þykir því rétt að hún beri dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. apríl 2004 til greiðsludags. Samkvæmt framangreindum málsatvikum greiði ákærði allan sakarkostnað, þar með talin réttargæslu- og málsvarnarlaun, sbr. 1. mgr. 164. gr. og 1. mgr. 165. gr. laga nr. 19/1991. Ákærði greiði skipuðum verjanda sínum, Erni Höskuldssyni hrl., 250.000 krónur og þóknun réttargæslumanns kæranda, Sigríði Elsu Kjartansdóttur hdl., 80.000 krónur. Af hálfu ákæruvalds flutti málið Sigríður Jósefsdóttir saksóknari. Dóminn kveða upp héraðsdómararnir Gunnar Aðalsteinsson, sem dómsformaður, Guðmundur L. Jóhannesson og Þorgeir Ingi Njálsson. DÓMSORÐ: Ákærði, X, sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum tveimur árum frá dómsuppsögu haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnar Höskuldssonar hrl., 250.000 krónur svo og þóknun réttargæslumanns, Sigríður Elsu Kjartansdóttur hdl., 80.000 krónur. Ákærði greiði E og F fyrir hönd ólögráða dóttur þeirra, Y, 150.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. apríl 2004 til greiðsludags. |
Mál nr. 357/2014 | Niðurfelling máls Málskostnaður | Eftir kröfu G var mál hans á hendur H o.fl. fellt niður fyrir Hæstarétti. Var G dæmdur til greiða málskostnað H og S fyrir Hæstarétti að kröfu þeirra, en J féll frá kröfu sinni um málskostnað fyrir réttinum og réttargæslustefndi T hf. hafði engar kröfur uppi í málinu. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Áfrýjandi, Gunnar Örn Friðriksson, greiði stefndu Hallgrími Hallgrímssyni og Steinunni Jónsdóttur 750.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. |
Mál nr. 108/1999 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | X, skipverji á ms. Goðafossi, var grunaður um brot gegn 123. og 124. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 4. sbr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998, með því að hafa smyglað til landsins miklu magni af áfengi, tóbaki og fleiru. Talið var að skilyrði a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, væri fullnægt til að staðfesta mætti úrskurð héraðsdóms um að X sætti gæsluvarðhaldi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Arnljótur Björnsson og Markús Sigurbjörnsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. mars 1999, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. mars 1999, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. mars nk. kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinum kærða úrskurði verði hrundið, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Hann krefst einnig kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdóms verði staðfestur. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 189/2009 | Ávana- og fíkniefni Umferðarlagabrot Skilorðsrof | I var sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Með brotunum rauf hann þriggja mánaða skilorð eldri dóms. Með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga var skilorðið tekið upp og I gerð refsing með hliðsjón af 77. gr. laganna. Var I dæmdur í 6 mánaða fangelsi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Hjördís Hákonardóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 8. apríl 2009 og krefst þyngingar á refsingu ákærða. Ákærði krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Í héraði var farið með málið sem játningarmál samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Eins og að framan greinir er máli þessu einungis áfrýjað af hálfu ákæruvalds til endurskoðunar á refsingu ákærða, en úrlausn héraðsdóms um upptöku er ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti. Sakarferill ákærða er nægilega rakinn í héraðsdómi. Eins og þar greinir hefur ákærði með brotum sínum rofið skilorð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. október 2007 og ber að dæma upp hinn skilorðsbundna hluta þess dóms og gera ákærða refsingu í einu lagi samkvæmt 60. gr., sbr. 77. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Refsing ákærða er ákveðin fangelsi í sex mánuði. Af hálfu ákærða hafa verið hafðar uppi fullyrðingar um að hann hafi tekist á við vímuefnavanda sinn, en hann hefur ekki stutt þær gögnum. Samkvæmt því og að virtum sakarferli ákærða eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu hans. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað verða staðfest. Samkvæmt 2. mgr. 220. gr., sbr. 1. mgr. 218. gr., laga nr. 88/2008, verður ákærði dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, sem ákveðast að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, Ingólfur Steinar Ingólfsson, sæti fangelsi í sex mánuði. Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað eru óröskuð. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins 77.983 krónur þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, 62.250 krónur. Þetta er talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006. Ákærði krefst þess að honum verði ekki gerð refsing en til vara er þess krafist að honum verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í janúar 1984 og á að baki nokkurn sakaferil. Samkvæmt sakavottorði hans hefur hann hlotið 11 refsidóma frá árinu 2000 fyrir ýmiss konar brot, m.a. fíkniefnabrot og auðgunarbrot, síðast með dómi 25. október 2007 þar sem hann var dæmdur í fangelsi í sex mánuði og voru þar af þrír mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Ákveðin var afplánun refsivistar vegna rofs á skilyrðum samfélagsþjónustu 9. október 2008. Með brotum þeim sem ákærði er nú sakfelldur fyrir hefur hann rofið skilorð framangreinds dóms og er skilorðsbundni hluti dómsins því dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði afplánar nú refsivist samkvæmt dómi 25. október 2007 vegna rofs á skilyrðum samfélagsþjónustu. Ákærði hefur skýlaust játað brot sín og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði. Ákærði hefur átt við fíkniefnavanda að stríða og hefur leitað sér aðstoðar, hann er í sambúð og á ungt barn. Að öllu þessu virtu verður refsing hans bundið skilorði, eins og nánar greinir í dómsorði. Með vísan til 1. mgr. 218. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, ber að dæma ákærða til að greiða sakarkostnað. Um er að ræða útlagðan kostnað að fjárhæð 57.274 krónur vegna rannsóknar, sbr. 1. tl. ákæru. Þóknun verjanda ákærða, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, þykir hæfilega ákveðin, með hliðsjón af fjölda þinghalda í málinu, 167.328 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. D ó m s o r ð: Ákærði, Ingólfur Steinar Ingólfsson, sæti fangelsi í fjóra mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum þremur árum frá birtingu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði skal sæta upptöku á 201,21 g af kannabisefni og rafbyssu sem lögregla lagði hald á. Ákærði greiði 224.602 krónur í sakarkostnað, þar með talin þóknun skipaðs verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns, að fjárhæð 167.328 krónur. |
Mál nr. 649/2006 | Kærumál Lögvarðir hagsmunir Kröfugerð Frávísunarúrskurður staðfestur | H krafðist viðurkenningar á því að ákvörðun S-bæjar um að segja henni upp störfum hefði verið ólögmæt. Eftir að hún höfðaði málið fékk hún sams konar starf hjá S-bæ. Var talið að krafa í þessum búningi væri í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 og staðfest niðurstaða héraðsdóms um að vísa málinu frá. Þá var hafnað kröfu H um málskostnað í héraði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. desember 2006, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 6. desember 2006, þar sem máli sóknaraðila gegn varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Til vara krefst hún málskostnaðar í héraði. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar að öðru leyti en um málskostnað, sem sóknaraðili verði dæmdur til að greiða ásamt kærumálskostnaði. Varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti og kemur krafa hans um málskostnað í héraði því ekki til álita fyrir Hæstarétti. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði höfðaði sóknaraðili mál á hendur varnaraðila til viðurkenningar á að ákvörðun varnaraðila um að segja henni upp störfum 28. júní 2006 „hafi verið ólögmæt“. Krafa í þessum búningi er í andstöðu við 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Að þessu athuguðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur um frávísun málsins. Sóknaraðili reisir varakröfu sína um málskostnað í héraði á því að hún hafi haft lögvarða hagsmuni af kröfu sinni þegar málið var höfðað, en þá hafi varnaraðili ekki verið búinn að ráða hana á ný til starfa. Frávísun málsins hafi verið reist á atvikum sem síðar gerðust. Með vísan til fyrrgreindra forsendna fyrir staðfestingu hins kærða úrskurðar eru ekki efni til að taka þessa kröfu til greina. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Hrefna Rut Kristjánsdóttir, greiði varnaraðila, Snæfellsbæ, 150.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 395/2015 | Kærumál Opinber skipti Óvígð sambúð | Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu M um opinber skipti til fjárslita milli hans og K. Höfðu þau gert með sér samkomulag um fjárskipti vegna sambúðarslita árið 2008 og kom fasteignin C meðal annars í hlut K. Var sú fasteign síðar seld og fékk K upp í greiðslu fyrir hana íbúðina D. Á grundvelli umboðs frá K afsalaði M íbúðinni í janúar 2011 til systur sinnar A sem síðar sama ár afsalaði henni til B, sambýliskonu M, án þess að endurgjald kæmi fyrir. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 554/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að A og B skyldu greiða K skaðabætur vegna þessara ráðstafana á íbúðinni. Í kröfugerð M tilgreindi hann skaðabótakröfuna einu óskiptu eign aðila. Taldi Hæstiréttur að með framangreindum dómi hefði því verið slegið föstu að samkomulag aðila, sem í upphafi hefði verið málamyndagerningur, hefði við sambúðarslit þeirra árið 2010 orðið bindandi þrátt fyrir upphaflegan tilgang þess. Hefði með dóminum einnig verið komist að þeirri niðurstöðu að K hefði verið raunverulegur eigandi íbúðarinnar D áður en að henni hefði verið afsalað með framangreindum hætti. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. maí 2015 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 22. maí 2015 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um opinber skipti til fjárslita milli hans og varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að framangreind krafa verði tekin til greina. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hún þess að sér „verði dæmdur málskostnaður fyrir héraðsdómi“ og kærumálskostnaður. Skýra verður kröfu varnaraðila um málskostnað sér til handa í héraði á þann veg að hún krefjist þess að henni verði dæmdur hærri málskostnaðar en þar var ákveðinn. Þar sem varnaraðili hefur ekki kært úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti kemur þessi krafa hennar ekki til álita hér fyrir dómi. Hinn 20. september 2008 gerðu málsaðilar með sér samkomulag um fjárskipti vegna sambúðarslita. Þar var meðal annars tekið fram að í hlut varnaraðila skyldi koma fasteignin C, [...]. Eins og greinir í dómi Hæstaréttar 12. mars 2015 í máli nr. 554/2014 var þetta einbýlishús selt 26. febrúar 2010 og fékk varnaraðili upp í greiðslu fyrir það íbúð D, [...]. Hinn 10. janúar 2011 fékk A afsal fyrir síðastgreindri íbúð og var afsalið undirritað af sóknaraðila á grundvelli umboðs frá varnaraðila. A sem er systir sóknaraðila afsalaði síðan íbúðinni 27. september sama ár til B sem mun vera núverandi sambýliskona hans. Samkvæmt dómi Hæstaréttar kom engin greiðsla fyrir íbúðina, hvorki af hálfu A né B. Með dóminum var staðfest sú niðurstaða héraðsdóms að þær skyldu greiða varnaraðila 21.257.591 krónu í skaðabætur með nánar greindum vöxtum. Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir kröfu sóknaraðila 27. mars 2015 um opinber skipti til fjárslita milli hans og varnaraðila. Þar eru taldar upp sem „helstu eignir til skipta“ tilteknar fasteignir og bifreiðar. Allar þessar eignir hafi verið seldar eftir sambúðarslit málsaðila og aðeins standi eftir skaðabótakrafa samkvæmt áðurnefndum dómi Hæstaréttar í málinu nr. 554/2010. Í þeim dómi var því slegið föstu að fyrrgreint samkomulag aðila 20. september 2008, sem hafi í upphafi verið málamyndagerningur, hafi við sambúðarslit þeirra í september 2010 orðið bindandi þrátt fyrir upphaflegan tilgang þess. Einnig var komist að þeirri niðurstöðu í dóminum að varnaraðili hafi verið raunverulegur eigandi íbúðarinnar D áður en henni var afsalað til systur sóknaraðila fyrir atbeina hans og síðar til sambýliskonu hans. Þótt sóknaraðili hafi ekki verið aðili að þessu dómsmáli hefur dómur Hæstaréttar fullt sönnunargildi um þau málsatvik sem í honum greinir þar til það gagnstæða er sannað, sbr. 4. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þau gögn, sem stafa frá lögmanni varnaraðila frá því í september 2011 og síðar og sóknaraðili vísar til í málatilbúnaði sínum, benda ekki til annars en að varnaraðili hafi litið á umrætt samkomulag aðila um fjárskipti sín á milli sem skuldbindandi þar til því yrði breytt, annaðhvort með samningi þeirra á milli eða eftir atvikum úrlausn dómstóla. Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, M, greiði varnaraðila, K, 350.000 krónur í kærumálskostnað. |
Mál nr. 349/2005 | Eignarréttur Endurheimturéttur | R og T deildu um eignarrétt að húsgögnum í vörslum T og bar þeim ekki saman um ástæðu þess að húsgögnin voru afhent honum. Í héraðsdómi, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, var talið að R hefði ekki sýnt fram á ótvíræðan eignarrétt sinn að umræddum húsgögnum og að hún yrði að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Með hliðsjón af því, misræmi í fullyrðingum R um tilurð þess að T fékk húsgögnin afhent og tómlæti R við að halda fram meintum rétti sínum var T sýknaður af kröfum hennar. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 8. ágúst 2005. Hún krefst þess að dæmt verði að hún geti brigðað frá stefnda tilteknum sex stólum, tveimur armstólum, borðstofuborði Oval, borðstofuskáp, glerskáp, sófaborði Oval, innskotsborði og spegli. Til vara krefst hún að stefnda verði gert að greiða sér 2.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. nóvember 2004 til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Ragnhildur Jóhannsdóttir, greiði stefnda, Tryggva Leóssyni, 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 13. maí 2005. Mál þetta var höfðað 16. nóvember 2004 en dómtekið 20. apríl 2005. Stefnandi er Ragnhildur Jóhannsdóttir, kt. 170937-4229, Hátúni 4, Reykjavík en stefndi er Tryggvi Leósson, kt. 130755-5779, Köldulind 8, Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að viðurkennt verði með dómi, að stefnandi geti brigðað frá stefnda eftirfarandi húsmunum: 6 stólum nr. 217, 2 armstólum nr. 217, borðstofuborði Oval, borðstofuskáp, glerskáp, sófaborði Oval, innskotsborði og spegli. Til vara gerir stefnandi þær kröfur að stefnda verði gert að greiða stefnanda skaðabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt lögum nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 25. nóvember 2004 til greiðsludags. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Stefndi gerir þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað. II Stefnandi leitaði til lögmanns til að gera kröfu fyrir sína hönd um afhendingu umræddra húsgagna og ritaði lögmaður hennar bréf til stefnda 16. febrúar 2000. Í bréfi lögmannsins kemur fram að stefnandi haldi því fram að stefndi hafi í apríl 1996 tekið húsgögnin hennar til geymslu vegna búferlaflutninga hennar. Í bréfi lögmanns stefnanda til stefnda 12. mars 2004 er vísað til fyrra bréfs og fullyrt að stefnda hafi margítrekað verið send bréf. Kemur meðal annars fram í þessu bréfi að stefnandi hafi upplýst að tengdadóttir hennar hafi átt íbúð sem stefndi hafi ætlað að kaupa. Hafi stefndi ætlað að greiða uppboðsbeiðanda íbúðarinnar, Íslandsbanka hf., og hafi hann átt að fá umrædd húsgögn í staðinn. Hafi stefndi hins vegar aldrei greitt þá greiðslu og var þess krafist að hann skilaði húsgögnunum. Lögmaður stefnda ritaði lögmanni stefnanda bréf 30. apríl 2004 og mótmælti því að stefndi hefði tekið við umræddum húsgögnum til varðveislu eða geymslu. Þá var því mótmælt að stefndi hefði margítrekað fengið kröfubréf vegna málsins. Þá er rakið í bréfinu að umrædd húsgögn hefðu verið greiðsla upp í vanskil á samningi um jarðhæð fasteignarinnar Frakkastígs 8, Reykjavík. Í stefnu er því haldið fram að stefndi hafi á árinu 1996 ætlað að kaupa íbúð að Hverfisgötu 62, Reykjavík af tengdadóttur stefnanda. Á þeim tíma hafi stefnandi dvalið í þeirri íbúð og hafi íbúðin verið í uppboðsmeðferð vegna veðkröfu Íslandsbanka hf. Hafi stefndi tekið að sér að greiða Íslandsbanka hf. og hafi hann í staðinn átt að fá í umrædd húsgögn. Hafi stefndi fengið húsgögnin en aldrei innt umrædda greiðslu af hendi. Við aðalmeðferð málsins kom fram hjá stefnanda að hún hefði ætlað að kaupa umrædda íbúð tengdadóttur sinnar að Hverfisgötu 62, Reykjavík. Hafi stefndi tekið að sér að hafa milligöngu um að semja við Íslandsbanka hf. og fengið umrædd húsgögn í því skyni og hafi verðmæti þeirra verið 2.500.000 krónur. Stefndi lýsir málavöxtum hins vegar þannig að Víkurstál hf., sem stefndi hafi átt með öðrum, hafi með kaupsamningi 8. apríl 1994 keypt jarðhæð að Frakkastíg 8, Reykjavík, af Íslandsbanka hf., Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og Frjálsa lífeyrissjóðnum. Í húsnæðinu hafi verið rekinn veitingastaðurinn, Tveir vinir, sem Vökvi hf., félag í eigu stefnanda og eiginmanns hennar, hafi rekið á þeim tíma. Þann 15. apríl 1994 gerðu Víkurstál hf. og Vökvi hf. svo kaupleigusamning um fasteignina þar sem Vökvi hf. skyldi, gegn nánar tilgreindum greiðslum og yfirtöku áhvílandi lána, eignast fasteignina. Kveður stefndi að fyrstu afborganir samkvæmt kaupleigusamningnum hafi verið greiddar en fljótlega hafi greiðslurnar farið í vanskil og hafi Vökvi hf. verið úrskurðað gjaldþrota. Til að halda samningnum gangandi kveður stefndi að Víkurstál hf. hafi samþykkt að taka sem hluta af greiðslu upp í samninginn umdeild húsgögn sem samkomulag hafi verið um að yrðu metin á 900.000 krónur. Stefndi hafi svo keypt umrædd húsgögn af Víkurstáli hf. á sama verði. III Stefnandi byggir kröfur sínar á því að hún sé réttur og löglegur eigandi umræddra húsgagna. Húsgögnin hafi verið sannanlega afhent stefnda og séu þau í hans vörslu. Beri honum að afhenda umræddar eignir sem séu einstaklega ákveðnir munir. Ekki komi til greina að stefndi hafi hefðað munina enda þurfi til þess 10 ára hefðunartíma. Byggi stefnandi á því að hún eigi brigðarétt á hendur stefnda. Verði henni hins vegar ekki mögulegt að brigða húsgögnunum eigi hún skaðabótarétt á hendur stefnda. Um lagarök vísar stefnandi til reglna eignarréttar, reglna hlutaréttar og brigðareglna. Málskostnaðarkrafan sé reist á 130. gr. laga nr. 91/1991. IV Stefndi mótmælir kröfum stefnanda og kveðst aldrei hafa gert við hana samkomulag. Hann kannist ekki við þá íbúð sem tilgreind sé í stefnu og hann hafi átt að reyna að kaupa fyrir stefnanda frá Íslandsbanka hf. Því síður kannist hann við að hafa átt að leggja út peninga fyrir stefnanda til greiðslu til Íslandsbanka hf. gegn því að fá húsgögnin sem endurgreiðslu. Heldur stefndi því fram að hvorki viðskipti né vinskapur milli aðila hafi verið þess eðlis að stefndi hafi staðið í einhverjum viðskiptum fyrir stefnanda. Hafi samskipti aðila einungis falist í því að reyna að leysa skulda- og kröfumál Víkurstáls hf. og Vökva hf. Hafi Víkurstál hf. tekið umdeild húsgögn til sín sem greiðslu til lækkunar skulda Vökva hf. fyrir rúmlega 900.000 krónur. Stefndi hafi síðan keypt umrædd húsgögn af Víkurstáli hf. á sama verði. Hafi stefndi aldrei persónulega átt nein viðskipti sjálfur við stefnanda heldur hafi Víkurstál hf. átt í viðskipti við Vökva hf., félag í eigu stefnanda og eiginmanns hennar. Sé því verið að stefna röngum aðila sem leiða eigi til sýknu. Þá kveðst stefndi vísa til þess að allar kröfur milli hans og stefnanda séu fyrndar verði komist að þeirri niðurstöðu að aðilar hafi átt viðskipti með húsgögn. Um lagarök vísar stefndi til kröfuréttar og samningalaga. Um málskostnað vísar hann til 129. gr. og 130. gr. laga nr. 91/1991. V Greta Baldursdóttir héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð Stefndi, Tryggvi Leósson, er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Ragnhildar Jóhannsdóttur. Stefnandi greiði stefnda 200.000 krónur í málskostnað. |
Mál nr. 162/2015 | Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Karl Axelsson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. febrúar 2015, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. mars sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. febrúar 2015, þar sem fallist var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 6. mars 2015 klukkan 16 og einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um háttsemi sem getur varðað fangelsisrefsingu samkvæmt ákvæðum XXIII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá eru vegna rannsóknarhagsmuna uppfyllt skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi þann tíma sem krafist er og einangrun meðan á því stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 228/2012 | Kærumál Gæsluvarðhald. D. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 | Úrskurður héraðsdóms um að Xskyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli d. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæmahæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson ogBenedikt Bogason settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinutil Hæstaréttar með kæru 3. apríl 2012 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnumdegi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. apríl 2012, þar semvarnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 30. apríl 2012klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 ummeðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldurúr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar. Með vísan til forsendahins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður erstaðfestur. |
Mál nr. 19/2005 | Fjársvik Akstur sviptur ökurétti Hraðakstur Akstur án öryggisbeltis Ítrekun | G var sakfelldur fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. Var hann dæmdur til greiðslu skaðabóta og gert að sæta fangelsi í samtals 8 mánuði. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Ríkissaksóknari skaut til Hæstaréttar 16. desember 2004 dómum Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2004 og Héraðsdóms Reykjaness 18. nóvember 2004 í samræmi við yfirlýsingar ákærða um áfrýjun en jafnframt af hálfu ákæruvalds, sem krefst þyngingar á refsingu. Ákærði krefst þess að refsing hans verði milduð. Í forsendum héraðsdóms 5. nóvember 2004 eru nefndir tveir dómar frá árinu 2002, sem ákærði hlaut fyrir auðgunarbrot. Þar er hins vegar ekki nefndur dómur Héraðsdóms Austurlands 28. september 2000, þar sem ákærði hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi, m.a fyrir slíkt brot framið 26. janúar 2000. Þau brot sem ákærði var sakfelldur fyrir í þessum málum hafa öll ítrekunaráhrif á þau brot sem hann var sakfelldur fyrir í dóminum 5. nóvember 2004, sbr. 1. mgr. 71. gr. og 255. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði játaði sakargiftir málsins sem dæmt var 5. nóvember 2004 strax við lögreglurannsókn í október og nóvember 2002 og virðast brot hans þá að fullu hafa verið upplýst. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en 7. september 2004. Við ákvörðun refsingar fyrir þessi brot er litið til þessa dráttar á meðferð málsins ákærða til hagsbóta. Að því er varðar héraðsdóminn 18. nóvember 2004 ber við ákvörðun refsingar að líta til hins einbeitta brotavilja ákærða sem sakfelldur er í dóminum fyrir akstur án ökuréttar í átta skipti á tímabilinu 1. júní til 13. ágúst 2004, sbr. 6. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar ákærða er, auk þess sem að framan greinir, litið til 77. gr. almennra hegningarlaga sem og forsendna hinna áfrýjuðu dóma og verða þeir staðfestir. Ákærði greiði sakarkostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinir áfrýjuðu dómar skulu vera óraskaðir. Ákærði, Guðlaugur Helgi Valsson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 120.000 krónur. Mál þetta, sem dómtekið var 2. nóvember sl., er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum í Reykjavík 7. september sl. á hendur Guðlaugi Helga Valssyni, kt. [...], Hrafnhólum 6, Reykjavík, fyrir fjársvik með því að hafa, á tímabilinu frá 2. september til 20. október 2002, svikið út á bensínstöðvum í Reykjavík bensín að andvirði alls 398.691 króna með notkun þriggja viðskiptakorta Einars og Tryggva ehf., kt. [...], á viðskiptanúmerið [...] hjá Skeljungi hf. sem ákærði hafði komist yfir og látið skuldfæraandvirðið heimildarlaust á reikning félagsins svo sem rakið er: 2) 12.622 krónur þann 5. október með notkun viðskiptakorts nr. [...] vegna bifreiðarinnar KS-758. 3) 221.688 krónur á tímabilinu frá 12.-20. október með notkun viðskiptakorts nr. [...] vegna bifreiðarinnar IT-298. Þetta er talið varða við 248. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar. Í málinu er þess krafist af hálfu Einars og Tryggva ehf., kt. [...], að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 398.691 króna ásamt vöxtum samkvæmt 8., 9. og 12. gr. vaxtalaga frá 20. október 2002 til greiðsludags og 75.000 krónur í málskostnað. Verjandi ákærða krafðist þess að ákærða yrði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa. Einnig krafðist hann hæfilegrar þóknunar að mati dómsins. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt og samþykkt fram komna skaðabótakröfu Einars og Tryggva ehf. Farið var með mál þetta samkvæmt 125. gr. laga nr. 19/1991 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í desember 1980. Frá árinu 1999 hefur hann samtals 13 sinnum verið dæmdur eða gengist undir sektir vegna brota á almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Með dómi Héraðsdóms Austurlands 26. ágúst 2002 var ákærði dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 231. gr., 2. mgr. 257. gr. og 244. gr. laga nr. 19/1940. Varðaði sá dómur refsiverða háttsemi ákærða frá í desember 1999. Eftir þann dóm gekkst ákærði undir sátt hjá lögreglustjóranum í Reykjavík 25. nóvember 2002 vegna fíkniefnalagabrots. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. nóvember 2002 var ákærði sviptur ökurétti í 6 mánuði vegna umferðarlagabrots, brota gegn 244. gr. laga nr. 19/1940 og lögum um ávana- og fíkniefni. Var honum ekki gerð sérstök refsing að öðru leyti. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 9. september 2003 var ákærði dæmdur vegna brota á 244. gr. laga nr. 19/1940, en ekki gerð sérstök refsing. Loks var hann með dómi sama dómstóls 4. maí 2004 dæmdur vegna brota á umferðarlögum. Var honum ákvörðuð sekt og svipting ökuréttar. Brot þau er ákærði er hér sakfelldur fyrir eru framin eftir uppsögu dóms Héraðsdóms Austurlands 26. ágúst 2002. Þrátt fyrir að sá dómur kunni að hafa verið birtur ákærða eftir 2. september 2002, svo sem hann hefur haldið frammi í réttinum, ber að miða ákvörðun hegningarauka skv. 78. gr. laga nr. 19/1940 við dómsuppsögu. Eru brot ákærða nú því ekki hegningarauki við dóm Héraðsdóms Austurlands, heldur ítrekun gagnvart fyrra broti. Að öðru leyti eru brot hans hegningarauki við þá dóma er síðar hafa verið kveðnir upp og ber því um ákvörðun refsingar að því leyti að vísa til 78. gr. laga nr. 19/1940. Brot ákærða eru talsverð, og spanna tímabilið frá 2. september til 20. október 2002. Nemur samanlögð fjárhæð þess eldsneytis er hann hefur svikið út á bensínstöðvum 398.691 krónu. Samkvæmt því er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði. Í ljósi þeirra hagsmuna er um ræðir og sakaferils ákærða þykir ekki unnt að skilorðsbinda refsingu ákærða. Ákærði hefur samþykkt skaðabótakröfu Einars og Tryggva ehf., að fjárhæð 398.691 króna, ásamt 75.000 krónum í málskostnað. Verður krafa þessi því tekin til greina, svo sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarþóknun til skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 45.000 krónur. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. D ó m s o r ð : Ákærði, Guðlaugur Helgi Valsson, sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákærði greiði Einari og Tryggva ehf., kt. 711090-1189, 398.691 krónu í skaðabætur ásamt vöxtum skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, frá 20. október 2002 til 12. maí 2004, en dráttarvöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, og 75.000 krónur í málskostnað. Ákærði greiði allan sakarkostnað, þar með talda málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 45.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 18. nóvember 2004. Málið er höfðað með ákæru sýslumannsins í Kópavogi, útgefinni 14. september 2004 á hendur ákærða, Guðlaugi Helga Valssyni, kt. [...] Hrafnhólum 6, Reykjavík, fyrir eftirgreind umferðarlagabrot: 1) Með því að hafa að kvöldi fimmtudagsins 15. apríl 2004, ekið bifreiðinni MZ-984 með 117 kílómetra hraða miðað við klukkustund og án þess að hafa ökuskírteini meðferðis, vestur Reykjanesbraut við Hvassahraun, eftir vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund. Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 2) Með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 2. maí 2004, ekið bifreiðinni ZS-376 með 109 kílómetra hraða miðað við klukkustund austur Álftanesveg í Bessastaðahreppi, eftir vegarkafla vestan við Garðaholt þar sem leyfilegur hámarkshraði var 70 kílómetrar á klukkustund. Telst þetta varða við 1. sbr. 3. mgr. 37. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 3) Með því að hafa að morgni þriðjudagsins 1. júní 2004, ekið bifreiðinni ZS-376, sviptur ökurétti og án þess að nota öryggisbelti vestur Reykjanesbraut í Kópavogi, uns lögregla stöðvaði akstur hans móts við bensínafgreiðslu Skeljungs hf. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr. og 1. mgr. 71. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 4) Með því að hafa að kvöldi laugardagsins 12. júní 2004, ekið bifreiðinni ZS-376, sviptur ökurétti norður Skemmuveg í Kópavogi, uns lögregla stöðvaði akstur hans móts við bleika götu. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 5) Með því að hafa að morgni sunnudagsins 20. júní 2004, ekið bifreiðinni ZS-376, sviptur ökurétti vestur Flatahraun í Hafnarfirði, að Sléttuhrauni 24, þar sem lögregla hafði afskipti af honum. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 6) Með því að hafa að kvöldi þriðjudagsins 22. júní 2004, ekið bifreiðinni ZS-376, sviptur ökurétti norður Reykjanesbraut í Kópavogi og Álfabakka í Reykjavík að Stekkjabakka 2, þar sem lögregla stöðvaði akstur hans. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 7) Með því að hafa laugardaginn 24. júlí 2004, ekið bifreiðinni LT-169, sviptur ökurétti um Bústaðaveg í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði akstur hans móts við Veðurstofu Íslands. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 8) Með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 7. ágúst 2004, um kl. 02:17, ekið bifreiðinni LT-169, sviptur ökurétti, um Bústaðaveg í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði akstur hans móts við Kringlumýrarbraut. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 9) Með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 7. ágúst 2004, um kl. 03:04, ekið bifreiðinni LT-169, sviptur ökurétti, um Blikahóla í Reykjavík, þar sem lögregla hafði afskipti af honum. Telst þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. 10) Með því að hafa föstudaginn 13. ágúst 2004, ekið bifreiðinni LT-169, sviptur ökurétti, austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi, með 107 kílómetra hraða miðað við klukkustund, eftir vegarkafla í Ásahrauni, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Telst þetta varða við 2. mgr. 37. gr. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50, 1987, sbr. lög nr. 82, 1998, og 57, 1997. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar." Af hálfu sækjanda var því lýst yfir að í 2 lið ákæru eigi að falla niður heimvísun til 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga sem getið er í frumriti ákæruskjals. Farið er með mál þetta eftir heimildarákvæði 125. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda hafði verið gefinn kostur á að tjá um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Með skýlausri játningu ákærða, sem samrýmist öðrum gögnum málsins, telst sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Í máli verjanda ákærða kom fram er hann tjáði sig um lagaatriði að ákærði teldi að eftir að honum hafi verið birtur dómur frá 4. maí 2004 þann 26. sama mánaðar og hann lýst því yfir að hann taki sér áfrýjunarfrest frestist verkun dómsins að því er sviptingu ökuréttar varðar. Í 104. gr. umferðarlaga segir að áfrýjun dóms, þar sem kveðið er á um sviptingu ökuréttar, fresti ekki verkun hans að því leyti. Þó geti dómari ákveðið með úrskurði, að áfrýjun fresti framkvæmd sviptingar, ef sérstaklega stendur á. Ekki er til að dreifa neinum úrskurði er kveður á um frestun á framkvæmd sviptingar og telur dómari því ótvírætt að svipting ökuréttar ákærða hafi tekið gildi við birtingu dómsins. Ákærði á að baki umtalsverðan sakarferil. Frá árinu 1999 hefur hann 14 sinnum verið dæmdur eða gengist undir sektir fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana og fíkniefni og umferðarlögum. Hefur ákærði tvívegis áður sætt viðurlögum fyrir sviptingarakstur, fyrst þann 12. janúar 2000 og síðan 14. mars 2001. Er því nú um að ræða ítrekun öðru sinni. Tvö af þeim brotum sem ákærði er nú fundinn sekur um eru framin eftir uppsögu ofangreinds dóms frá 4. maí 2004. Hin brotin átta eru öll framin eftir birtingu hans þar af eru sjö fyrir sviptingarakstur en eitt fyrir hraðakstur auk sviptingaraksturs. Ákærði var þann 5. nóvember sl. dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í 5 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 248. gr. almennra hegningarlaga og ber því að ákvarða refsingu ákærða nú sem hegningarauka og tiltaka refsinguna eftir reglum 78. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 3 mánuði. Loks ber að dæma ákærða til að greiða allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Kristjáns Stefánssonar hrl. 45.000 krónur. Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari kvað upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærði, Guðlaugur Helgi Valsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærði greiði allan sakarkostnað þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Kristjáns Stefánssonar hrl. 45.000 krónur. |
Mál nr. 271/2010 | Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var felldur úr gildi. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson og Viðar Már Matthíasson settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. apríl 2010, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. maí 2010. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. apríl 2010, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28. maí 2010 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt gögnum málsins virðist varnaraðili hafa upplýst sinn þátt í ætluðu fíkniefnabroti. Verður ekki ráðið að þáttur hennar, sem lýst er í hinum kærða úrskurði, sé með þeim hætti að henni verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, líkt og sóknaraðili krefst. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. |
Mál nr. 170/2007 | Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 | Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála var staðfestur. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. mars 2007, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. mars 2007, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. apríl 2007 kl. 16. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðahalds. Að því frágengnu er þess krafist að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðila var með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 13. mars 2007 gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b. og c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991. Byggðist úrskurðurinn á því að fram væri kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hefði átt aðild að þjófnaði á þremur armandsúrum í verslun í Reykjavík. Með dómi Hæstaréttar 15. mars 2007 var úrskurðurinn felldur úr gildi, þar sem ekki þótti nægjanlega fram komið að skilyrðum b. eða c. liða 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 væri fullnægt, en varnaraðila hins vegar gert að sæta farbanni allt til 30. mars 2007 kl. 16. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði var tveimur fartölvum stolið annars vegar úr verslun í Hafnarfirði 18. mars 2007 og hins vegar úr verslun í Reykjavík 21. sama mánaðar. Varnaraðili hefur játað við yfirheyrslu hjá lögreglunni að hafa stolið tölvunum. Samkvæmt upplýsingum frá Interpol hefur varnaraðili hlotið fjóra refsidóma í heimalandi sínu fyrir rán, þjófnaði og eignaspjöll, síðast árið 2001. Með hliðsjón af framangreindu er fallist á að skilyrði c. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 séu fyrir hendi til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi. Ekki er ástæða til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en gert er í hinum kærða úrskurði. Verður hann því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. |
Mál nr. 613/2017 | Skuldabréf Gengistrygging | E höfðaði mál á hendur L hf. og krafist þess að viðurkennt yrði að lán sem hún tók hjá LÍ hf., forvera L hf., samkvæmt veðskuldabréfi hefði verið í íslenskum krónum og bundið óheimilli gengistryggingu í skilningi þágildandi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Talið var að tilgreining á fjárhæð lánsins í japönskum jenum í texta skuldabréfsins nægði ekki ein og sér til að komast að niðurstöðu um hvers efnis skuldbindingin væri að þessu leyti. Yrði því að líta til þess hvernig aðilar efndu aðalskyldur sínar samkvæmt skuldabréfinu. Hefði LÍ hf. greitt út lánið til E með því að leggja fjárhæð þess á innlendan gjaldeyrisreikning í japönskum jenum á nafni hennar en í kaupnótu vegna skuldabréfsins hefði fjárhæð höfuðstóls þess og kaupverð eingöngu verið tilgreind í þeim gjaldmiðli. Þótt E kynni að hafa ekki verið höfð með í ráðum um þessa aðferð við útborgun lánsins yrði að fallast á með L hf. að bankanum hefði verið rétt að fara þessa leið sökum þess að E hefði ekki óskað eftir því eða heimilað að bankinn legði samsvarandi fjárhæð inn á reikning hennar í íslenskum krónum. Í tilkynningum LÍ hf. og síðar L hf. til E um gjalddaga greiðslna af skuldabréfinu og kvittunum fyrir þeim hefði upphafleg fjárhæð þess og fjárhæð eftirstöðva fyrir og eftir greiðslu, svo og fjárhæð afborgunar og vaxta hverju sinni, ávallt verið tilgreind í japönskum jenum, allt þar til skilmálum skuldabréfsins var breytt með viðauka sem gerður var eftir að lánið var endurútreiknað. Afborganir og vextir af skuldabréfinu hefðu fyrst um sinn verið greidd með úttekt af gjaldeyrisreikningi E í japönskum jenum en síðar hefðu greiðslur samkvæmt kvittunum L hf. farið fram með því að fé var tekið út af reikningi E í íslenskum krónum og keypt með því japönsk jen. Hefðu því allar efndir af hálfu beggja aðila á meginskyldum samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins ávallt farið fram í japönskum jenum þar til fyrrnefndur viðauki var gerður. Var því talið að lánið hefði verið í erlendum gjaldmiðli og L hf. því sýknað af kröfu E. | Dómur Hæstaréttar.Mál þetta dæma MarkúsSigurbjörnsson hæstaréttardómari, Garðar Gíslason settur hæstaréttardómari ogStefán Már Stefánsson prófessor.Áfrýjandi skautmálinu upphaflega til Hæstaréttar 16. ágúst 2017. Ekki varð af fyrirhugaðriþingfestingu þess 27. september sama ár og áfrýjaði hún öðru sinni degi síðar.Hún krefst þess aðviðurkennt verði að lán, sem hún tók hjá Landsbanka Íslands hf. samkvæmtveðskuldabréfi 30. desember 2005, hafi verið í íslenskum krónum og bundiðóheimilli gengistryggingu í skilningi þágildandi 13. og 14. gr. laga nr.38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði ogfyrir Hæstarétti.Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrirHæstarétti.IÁfrýjandi gaf út veðskuldabréf til LandsbankaÍslands hf. 30. desember 2005. Þar kom fram í fyrirsögn að um væri að ræða„fasteignalán í erlendri mynt“, en neðan við hana sagði þó einnig:„Skuldabréfið er gengistryggt, með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum“. Ískuldabréfinu viðurkenndi áfrýjandi „að skulda Landsbanka Íslands hf.jafnvirði“ 26.000.000 króna „í eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY 100,0%“,en með þeirri skammstöfun var átt við japönsk jen. Tekið var fram að lánið væri„bundið kaupgengi Landsbanka Íslands hf. á ofangreindum myntum tveimur virkumdögum fyrir útborgunardag“, en hann yrði tveimur virkum dögum eftir að bankanumbærist veðskuldabréfið með athugasemdalausri þinglýsingu. Átti áfrýjandi að endurgreiðaþetta lán með mánaðarlegum afborgunum á 40 árum, í fyrsta sinn 1. mars 2006, ogskyldi hún jafnframt hverju sinni greiða áfallna vexti, sem yrðu „breytilegirLIBOR“ með 1,3% álagi. Til tryggingar skuldinni var nánar tilgreind fasteignsett að veði. Fyrir liggur að í tengslum við veitingu þessa láns gerði bankinn greiðslumat,sem áfrýjandi áritaði um samþykki, en þar voru allar fjárhæðir tilgreindar ííslenskum krónum, þar á meðal vegna höfuðstóls skuldabréfsins og útreiknings ágreiðslubyrði af því. Einnig gerði bankinn yfirlit um fjárhæð áætlaðramánaðarlegra greiðslna af skuldabréfinu að meðtöldum vöxtum og kostnaði allttil loka lánstímans og voru þær allar tilteknar í íslenskum krónum, en yfirlitþetta áritaði áfrýjandi jafnframt um samþykki. Loks skrifaði áfrýjandi þennandag undir yfirlýsingu, sem rituð var á bréfsefni bankans og var samkvæmtfyrirsögn „fylgiskjal með láni í erlendri mynt“, en þar sagði meðal annars:„Vegna fasteignaláns í erlendri mynt ... að jafnvirði IKR 26.000.000,-,samkvæmt neðangreindri myntkörfu: ... JPY 100% lýsir undirritaður útgefandi þvíyfir, að hann gerir sér grein fyrir því að lántaka með þessum hætti eráhættusamari en lántaka í íslenskum krónum, eins og bankinn hefur kynnt honumsérstaklega. Um er að ræða gengisáhættu, sem lýsir sér m.a. í því, að samkvæmttölfræðilegu mati sem byggir á sögulegum sveiflum á áhættu lána sem skiptastmeð ofangreindum hætti, getur höfuðstóll láns sem tekið er í framangreindrimyntkörfu hækkað umtalsvert á lánstímanum. Jafnframt er um að ræða vaxtaáhættusem felst m.a. í því, að lánið er með breytilegum vaxtagrunni, LIBOR vöxtum,með föstu álagi. Vextir fyrir hverja mynt geta breyst með vaxtaákvörðunum íheimaríkjum hverrar myntar auk þess sem sveiflur á alþjóðlegumgjaldeyrismörkuðum geta haft áhrif til hækkunar.“Á bakhlið skuldabréfsins var að finna texta undirfyrirsögninni: „Skuldfærslubeiðni“, þar sem fram kom að útgefandi þess óskaðieftir að tiltekinn reikningur við Landsbanka Íslands hf. yrði skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum af skuld sinni. Óumdeilt er að reikningurinn, sem þar vartilgreindur, var í eigu áfrýjanda og í íslenskum krónum, en texta þennanundirritaði hún ekki. Þá var ekki tekið fram í skuldabréfinu eða fylgiskjölummeð því hvernig bankinn ætti að haga útborgun lánsfjárins. Fyrir liggur á hinnbóginn að lánið var greitt út 12. janúar 2006 með því að 48.271.006 japönsk jenvoru lögð á innlendan gjaldeyrisreikning á nafni áfrýjanda hjá bankanum, en íkaupnótu hans vegna skuldabréfsins frá sama degi var höfuðstóll þess sagðurvera 48.762.191 japanskt jen og var fjárhæða þar ekki getið í íslenskum krónum.Stefndi viðurkennir að gjaldeyrisreikningur þessi hafi verið stofnaður án óskaráfrýjanda, en hann kveður það hafa verið óhjákvæmilegt sökum þess að hún hafiekki leitað eftir því að lánsfénu yrði skipt í íslenskar krónur svo að leggjamætti það inn á reikning hennar í þeim gjaldmiðli.Fyrsti gjalddagi afborgunar af skuldabréfinu ogvaxta var sem áður segir 1. mars 2006 og voru gjalddagar síðan mánaðarlega uppfrá því. Samkvæmt skjölum málsins sendi Landsbanki Íslands hf. tilkynningar tiláfrýjanda um gjalddaga, þar sem fram kom hverju sinni að „upphaflegt nafnverð“skuldar hennar hafi verið 48.762.191 japanskt jen og tiltekið í sama gjaldmiðlihverjar eftirstöðvar skuldarinnar hafi verið fyrir viðkomandi gjalddaga, hvaðgreiða ætti í afborgun af höfuðstól og vexti og hverjar eftirstöðvarnar yrðu eftirgreiðslu, en lítilsháttar gjald vegna tilkynningar og greiðslu var á hinnbóginn tilgreint í íslenskum krónum. Kvittanir fyrir greiðslu sýndu einnigfjárhæð afborgunar og vaxta í japönskum jenum ásamt eftirstöðvum skuldarinnareftir greiðslu. Sjö fyrstu greiðslurnar af skuldabréfinu voru inntar af hendi átímabilinu frá 1. mars til 30. ágúst 2006 með því að fjárhæð, sem þeim svaraði,var hverju sinni tekin í japönskum jenum út af áðurnefndum gjaldeyrisreikningiáfrýjanda hjá bankanum. Lánsféð, sem lagt var sem fyrr segir inn á þannreikning 12. janúar 2006, var að öðru leyti tekið út af honum í nokkrum áföngumí janúar, apríl og ágúst á því ári og innstæðan þá tæmd, en í lok áranna 2006 og2007 voru á hinn bóginn lagðir vextir inn á reikninginn, sem stóð annarsóhreyfður þar til honum var lokað með útborgun í júní 2008. Fyrir liggur ímálinu að samkvæmt umsókn áfrýjanda var opnaður annar gjaldeyrisreikningur íjapönskum jenum á hennar nafni 30. ágúst 2006 við Landsbanka Íslands hf.Stefndi kveður sama hátt og að framan greinir hafa upp frá því verið hafðan átilkynningum til áfrýjanda um gjalddaga og kvittunum til hennar fyrir greiðsluhverju sinni til og með 1. október 2008, en þó þannig að greiðslur hafi veriðteknar út af nýja gjaldeyrisreikningnum hennar. Þessu hefur áfrýjandi ekkiandmælt, en samkvæmt kvittun bankans til hennar 1. október 2008 vorueftirstöðvar skuldarinnar 45.511.378 japönsk jen eftir greiðslu þann dag.Fjármálaeftirlitið neytti 7. október 2008 heimildarsamkvæmt 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laganr. 125/2008, til að taka yfir vald hluthafafundar í Landsbanka Íslands hf.,leysa stjórn félagsins frá störfum og setja yfir það skilanefnd. Með ákvörðunFjármálaeftirlitsins 9. sama mánaðar var ýmsum réttindum og skyldum þess bankaráðstafað til stefnda og er óumdeilt að meðal þeirra hafi verið krafa samkvæmtskuldabréfinu, sem áfrýjandi gaf út 30. desember 2005.Áfrýjandi undirritaði 27. október 2008 skjal meðfyrirsögninni: „Viðauki við lán í erlendri mynt“, þar sem kveðið var á um þærbreytingar á skilmálum skuldabréfsins að frekari afborgunum yrði frestað til 1.mars 2009 og vextir fram til þess tíma lagðir við höfuðstól skuldarinnar. Íþessum viðauka var skuldabréfinu lýst á þann hátt að „upphafleg lánsfjárhæð“hafi verið 26.000.000 krónur, en eftirstöðvar skuldarinnar 1. október 2008 hafinumið 45.511.378 japönskum jenum. Aftur skrifaði áfrýjandi undir viðauka 26.febrúar 2009 um sambærilegar breytingar á skilmálum skuldabréfsins með því aðafborgunum yrði áfram frestað til 1. júní 2009. Þar var skuldabréfinu lýstþannig að fjárhæð þess hafi verið „26.000.000,- krónur ... eða jafnvirðiþeirrar fjárhæðar í eftirtalinni mynt: JPY 100%“, en eftirstöðvar skuldarinnarhafi 1. febrúar 2009 verið 45.866.883 japönsk jen. Þegar leið að nýjum gjalddaga sendi stefnditilkynningu til áfrýjanda 25. maí 2009, þar sem hún var krafin um greiðsluafborgunar og vaxta af skuldabréfinu 1. næsta mánaðar. Í tilkynningunni komfram að „upphaflegt nafnverð“ þess hafi verið 48.762.191 japanskt jen, eneftirstöðvar skuldarinnar væru 46.098.383 jen. Greiða ætti afborgun og vexti aðfjárhæð samtals 163.622 jen auk 410 króna í tilkynningar- og greiðslugjald, eneftir greiðslu yrðu eftirstöðvar skuldarinnar 45.993.852 jen. Samkvæmt kvittunfrá stefnda 2. júní 2009 stóð áfrýjandi skil á þessu með því að 206.836 krónurvoru teknar út af tilteknum reikningi hennar hjá stefnda í þeim gjaldmiðli, enþar af hafi 206.426 krónum verið varið til að kaupa 163.622 japönsk jen. Þágreiðslu innti áfrýjandi af hendi með fyrirvara.Enn ritaði áfrýjandi 22. júní 2009 undir skjal umviðauka við „veðskuldabréf í erlendri mynt“ frá 30. desember 2005. Sagði þar að„jafnvirði upphaflegs höfuðstóls í íslenskum krónum“ væri 26.000.000 krónur, en„upphafleg myntsamsetning lánsins 100% JPY“. Í viðaukanum var kveðið á umgreiðslujöfnun, sem felast ætti í því að áfrýjandi myndi greiða „afborganir ogvexti af láni í erlendum myntum miðað við greiðslubyrði lánsins í maí 2008“,sem yrði þó bundin við svonefnda greiðslujöfnunarvísitölu. Ef slík greiðslanæmi lægri fjárhæð en sem svaraði mánaðarlegri afborgun og vöxtum samkvæmtskilmálum skuldabréfsins ætti mismunurinn að leggjast við höfuðstólskuldarinnar og lánstíminn að lengjast því til samræmis þar til hún yrði aðfullu greidd. Af gögnum málsins verður ráðið að áfrýjandi hafi eftir þessumbreyttu skilmálum staðið stefnda skil á greiðslu afborgana og vaxta afskuldabréfinu frá gjalddaga 1. júlí 2009 til og með 1. desember 2010 og þáþannig að greiðslur hafi verið skertar talsvert með greiðslujöfnun og mismunurbæst við höfuðstól. Óumdeilt virðist vera að á þessu tímabili öllu hafi áfrýjandifengið kvittanir frá stefnda fyrir greiðslum sínum, þar sem komið hafi hverjusinni fram að „upphafleg lánsfjárhæð“ hafi verið 48.762.191 japanskt jen,fjárhæð afborgunar og vaxta ásamt lækkun hennar vegna greiðslujöfnunar hafiverið tilgreind í sama gjaldmiðli og loks tiltekið í honum hverju eftirstöðvarnæmu eftir greiðslu og hver staða á greiðslujöfnunarreikningi væri. Einnig hafikomið fram í þessum kvittunum að greiðsla hafi verið innt af hendi með úttektfjárhæðar í íslenskum krónum af reikningi áfrýjanda í þeim gjaldmiðli, svo ogað með henni hafi verið keypt japönsk jen tiltekinnar fjárhæðar til að greiðaafborgun og vexti. Loks hafi þessar kvittanir borið fyrirvara, sem áfrýjandihafi gert við greiðslu hverju sinni.Stefndi sendi áfrýjanda bréf 15. febrúar 2011, þarsem vísað var til þess að í desember 2010 hafi verið gerðar breytingar á lögumnr. 38/2001, sem „kveða á um endurútreikning erlendra húsnæðislána“. Félli lánáfrýjanda samkvæmt skuldabréfinu frá 30. desember 2005 undir þessalagabreytingu og yrðu „eftirstöðvar því endurútreiknaðar og breytt í íslenskarkrónur.“ Fyrir endurútreikning hafi eftirstöðvar skuldar áfrýjanda numið64.269.986 krónum, en samkvæmt honum ættu þær að færast niður í 41.020.110krónur miðað við 1. febrúar 2011. Á þessum grundvelli gerðu áfrýjandi ogstefndi enn á ný viðauka 25. mars 2011 við skuldabréfið, þar sem fram kom aðnýr höfuðstóll þess yrði 41.120.211 krónur, sem bera myndi 5,25% ársvexti frá1. sama mánaðar, en greiða ætti skuldina með 419 mánaðarlegum afborgunum frá 1.apríl 2011 að telja. Áfrýjandi gerði fyrirvara „um betri rétt v/dómsHæstaréttar eða lagabreytinga“ við undirritun þessa viðauka.Í framhaldi af síðastgreindum breytingum áskilmálum skuldabréfsins átti áfrýjandi eftir gögnum málsins í nokkrum bréfaskiptumvið stefnda, þar sem hún gerði meðal annars athugasemdir um aðferðir viðendurútreikning á skuld sinni við hann. Verður ekki annað séð en aðathugasemdir þessar hafi einkum snúið að því að þar hafi meðal annars veriðreiknaðar afborganir og vextir á nýjan leik af fjárhæð skuldarinnar í íslenskumkrónum allt frá byrjun og greiðslur áfrýjanda á öllu tímabilinu síðan dregnarfrá, en vextir, sem þar væri miðað við, væru mun hærri en þeir, sem áfrýjandihafi þegar greitt, og fengi hún þess ekki notið að gefin hafi verið út hverjusinni fullnaðarkvittun fyrir þeim. Áfrýjandi virðist þó hafa staðið í skilumvið stefnda eftir breyttum skilmálum skuldabréfsins, ávallt með fyrirvara, þartil hún greiddi upp eftirstöðvar skuldarinnar 5. júní 2014 með 37.271.616krónum.IIÍ dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur við úrlausn umhvort samningur teljist hafa verið gerður um lán í erlendum gjaldmiðli, svo semer og hefur verið heimilt, eða lán í íslenskum krónum og fjárhæð þess bundinvið gengi erlends gjaldmiðils, sem óheimilt var þar til 13. gr. laga nr.38/2001 var breytt með 1.gr. laga nr. 36/2017, verið við það miðað að fyrst og fremst beri að leggja tilgrundvallar skýringu á texta samningsins, þar sem skuldbindingu lántaka erlýst. Ráðist ekki úrslit þegar af slíkri textaskýringu verði að líta til þesshvernig lánssamningur hafi í þessu efni verið efndur og framkvæmdur, sbr. meðalannars dóm Hæstaréttar 14. nóvember 2013 í máli nr. 337/2013.Fjárhæð lánsins, sem Landsbanki Íslands hf. veitti áfrýjanda meðskuldabréfinu 30. desember 2005, var sem fyrr greinir lýst með þeim orðum aðhún væri „jafnvirði“ 26.000.000 króna „í eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY100,0%“. Í dómum Hæstaréttar hefur ítrekað verið slegið föstu að slíktilgreining á fjárhæð láns í texta samnings nægi ekki ein og sér til að komastað niðurstöðu um hvort hann taki til láns í erlendum gjaldmiðli eða í íslenskumkrónum með bindingu við gengi erlenda gjaldmiðilsins, sbr. meðal annars dóm 15.júní 2012 í máli nr. 3/2012. Verður því að líta hér til þess hverniglánveitandinn og lántakinn efndu aðalskyldur sínar samkvæmt skuldabréfinu.Landsbanki Íslands hf. greiddi út lánið til áfrýjanda sem fyrr segir meðþví að leggja fjárhæð þess á innlendan gjaldeyrisreikning í japönskum jenum ánafni hennar, en í kaupnótu vegna skuldabréfsins var fjárhæð höfuðstóls þess ogkaupverð eingöngu tilgreind í þeim gjaldmiðli. Þótt áfrýjandi kunni að hafaekki verið höfð með í ráðum um þessa aðferð við útborgun lánsins verður aðfallast á með stefnda að bankanum hafi verið rétt að fara þessa leið sökum þessað áfrýjandi hafi ekki óskað eftir því eða heimilað að bankinn legði samsvarandifjárhæð inn á reikning hennar í íslenskum krónum. Fjárhæð lánsins stóð síðan ágjaldeyrisreikningnum áfrýjanda til ráðstöfunar og hefur ekkert komið fram umað hún hafi ekki í framhaldinu ein ráðið því hvernig farið var með innstæðuna áhonum. Leggja verður til grundvallar að í tilkynningum Landsbanka Íslands hf.og síðar stefnda til áfrýjanda um gjalddaga greiðslna af skuldabréfinu ogkvittunum fyrir þeim hafi upphafleg fjárhæð þess og fjárhæð eftirstöðva fyrirog eftir greiðslu, svo og fjárhæð afborgunar og vaxta hverju sinni, ávalltverið tilgreind í japönskum jenum, allt þar til skilmálum skuldabréfsins varbreytt með fyrrgreindum viðauka 25. mars 2011. Afborganir og vextir afskuldabréfinu voru í öllum tilvikum frá 1. mars 2006 til 1. október 2008 greiddmeð úttekt af gjaldeyrisreikningi áfrýjanda í japönskum jenum, en frá þeim tímatil 1. desember 2010 fóru greiðslur samkvæmt kvittunum stefnda fram með því aðfé var tekið út af reikningi áfrýjanda í íslenskum krónum og keypt með þvíjapönsk jen. Fóru þannig allar efndir af hálfu Landsbanka Íslands hf. og síðarstefnda annars vegar og áfrýjanda hins vegar á meginskyldum samkvæmt ákvæðumskuldabréfsins ávallt fram í japönskum jenum þar til viðaukinn var gerður viðskuldabréfið 25. mars 2011. Þegar af þessum ástæðum verður niðurstaða hinsáfrýjaða dóms staðfest.Áfrýjanda verður gert að greiða stefnda málskostnaðfyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir.Dómsorð:Héraðsdómur skal vera óraskaður.Áfrýjandi, Elsa Bjartmarsdóttir, greiði stefnda, Landsbankanum hf.,750.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.Dómur HéraðsdómsReykjavíkur 17. maí 2017.Mál þetta semvar höfðað 13. desember 2016 af Elsu Bjartmarsdóttur, Fálkastíg 4, 210 Garðabægegn Landsbankanum hf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík, var dómtekið að lokinniaðalmeðferð sem fram fór 25. apríl sl. Stefnandi krefst þess aðviðurkennt verði með dómi að lán stefnda samkvæmt veðskuldabréfi nr.0111-36-4332 sem gefið var út þann 30. desember 2005 nr. 1/2008, sé lán í íslenskum krónum og bundið ólögmætrigengistryggingu í skilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Ennfremur krefst stefnandigreiðslu málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnda.Stefndi krefst sýknu, ogmálskostnaðar úr hendi stefnanda.I.Stefnandi gaf út skuldabréf tilLandsbanka Íslands hf. 30. desember 2005 en ágreiningur málsins snýst umlögmæti lánsins. Um er að ræðaneytendalán og er það tryggt með fasteignaveði. Skuldabréfið er á stöðluðuskuldabréfaformi Landsbanka Íslands hf. fyrirrennara stefnda og beryfirskriftina, „veðskuldabréf fasteignalán í erlendri mynt“, en þar við hliðinastendur að skuldabréfið sé gengistryggt með breytilegum vöxtum og jöfnumafborgunum. Þá segir að útgefandi viðurkenni að skulda Landsbanka Íslands hf.jafnvirði 26.000.000 íslenskra króna og er sú fjárhæð tilgreind bæði ítölustöfum og bókstöfum. Enn fremur segir að skuldin sé „í eftirtöldum myntumog hlutföllum: JPY 100%“, en ekki er getið um neina fjárhæð í þeirri mynt. Megin greiðsluskilmálar skuldabréfsins eru þeir að stefnandi skyldiendurgreiða lánið á 40 árum með 480 mánaðarlegum afborgunum, þeirri fyrstu þann1. mars 2006, og breytilegum LIBOR vöxtum að viðbættu 1,30% vaxtaálagi. Í 1. gr. skilmála segir að lánið sé bundið kaupgengi Landsbanka Íslands hf.á „ofangreindum myntum“ tveimur virkum dögum fyrir útborgunardag.Útborgunardagur er skilgreindur í ákvæðinu tveimur virkum dögum eftir aðskuldabréfið berst með athugasemdalausri þinglýsingu til bankans. Í 2. gr.segir að höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfalli við breytingar ásölugengi hverrar myntar eins og það var tveimur dögum fyrir útborgunardag tilfyrsta gjalddaga, og síðan í hlutfalli við breytingar á sölugengi myntannamilli gjalddaga. Í 3. gr. segir svo að vextir miðist við LIBOR eins og fyrrgreinir. Um leið og stefnandi undirritaði skuldabréfið, undirritaði hún fylgiskjalmeð skuldabréfinu að auki, sem innihélt niðurstöður fasteignalánamats ogfylgiskjal skuldabréfs sem var greiðsluáætlun þar sem segir meðal annars aðlánið sé 100% í erlendri myntkörfu auk þess sem tilgreindar eru fjárhæð til útborgunar,dagsetningar, áætlaðar fjárhæðir einstakra gjalddaga o.fl., jafnframt voru þarupplýsingar um greiðslubyrðina og kostnað en vísað var til laga um neytendalánnr. 121/1994 um skilmálana.Þann 12. janúar 2006 var lánið greitt út. Á kaupnótu kemur fram að andvirðilánsins 48.274.569 japönsk jen, hafi verið greitt inn á reikning í eigustefnanda. Stefnandi fullyrðir að stefndi hafi stofnað þennan reikning fyrir höndstefnanda án hennar vitundar eða samþykkis og færslur af þeim reikningi hafiverið án hennar atbeina. Greiðslur inn á þennan reikning og skuldfærslur afhonum séu enda ekki í samræmi við áritun á skuldabréfið sjálft þar semstefnandi óski eftir því að reikningur 0111-26-513105 verði skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum. Þessu mótmælir stefndi. Þann 27. október 2008 var breyting á greiðsluskilmálum lánsins, þar sem varm.a. kveðið á um frestun afborgana til 1. mars 2009 og skuldbreytingu áfallinnavaxta, en að öðru leyti kveðið svo á um að ákvæði veðskuldabréfsins skyldu veraóbreytt. Yfirskrift skjalsins er „Viðauki við lán í erlendri mynt“.Upphaflegrar fjárhæðar er getið í íslenskum krónum, en stöðu lánsins á þeimtíma í japönskum jenum. Að lokum er gerður sá fyrirvari að þegar fyrstagreiðsla samkvæmt nýjum greiðsluskilmálum lánsins hefjist muni greiðslubyrði ííslenskum krónum ráðast af sölugengi Landsbankans á gjalddaga. Þann 26. febrúar 2008 var undirritaður annar viðauki við veðskuldabréfið umskilmálabreytingu á þá leið að afborgunum yrði frestað til 1. júní 2009 ogvöxtum skuldbreytt, en að öðru leyti héldist ákvæði veðskuldabréfsins óbreytt.Þar var sem fyrr tilgreind upphafleg fjárhæð lánsins í íslenskum krónum eneftirstöðvar lánsins á þeim tíma hins vegar tilgreindar í japönskum jenum45.866.883.Þann 22. júní 2009 var gerð þriðja skilmálabreytingin; skjal meðyfirskriftinni „Greiðslujöfnun. Viðauki við lánssamning/veðskuldabréf íerlendri mynt“. Þar er upphafleg fjárhæð lánsins tilgreind í íslenskum krónumen upphafleg myntsamsetning lánsins 100% JPY. Var skjalið undirritað afstefnanda með fyrirvara um betri rétt. Með bréfi 15. febrúar 2011 tilkynnti stefndi stefnanda að Alþingi hefðisamþykkt í desember 2010 breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, semkváðu á um endurútreikning erlendra húsnæðislána og að sú lagabreyting hefðileitt til þess að eftirstöðvar láns stefnanda lækkuðu eftir endurútreikning úr64.269.986 krónum í 41.020.110 krónur miðað við 1. febrúar 2011. Segir ennfremur í bréfinu að hægt sé að óska eftir því fram til 25. mars 2011 að veraáfram með lán í erlendri mynt og verði hlutaðeigandi lán þá ekkiendurútreiknað. Með bréfinu fylgdi endurútreikningur á láninu. Í tilefni afþessum endurútreikningi var gerður viðauki. Segir í viðaukanum að upphaflegurhöfuðstóll hafi verið að jafnvirði 26.000.000 króna. Undir viðauka þennanritaði stefnandi aftur með fyrirvara um betri rétt „vegna dóms Hæstaréttar eðalagabreytinga“.Þann 29. júní 2011 sendi stefnandi bréf til stefnda þar sem hún óskaðieftir því að lánið yrði sett í upphaflega fjárhæð í íslenskum krónum og dregiðfrá allt það sem hafði verið greitt inn á lánið. Jafnframt gerði húnathugasemdir við útreikninga bankans á láninu og lýsti þeirri skoðun sinni aðlánið væri bundið við ólögmæta gengistryggingu og að endurútreikningur sembyggði á lögum 151/2010 gengi gegn meginreglum íslensks réttar um afturvirknilaga, stjórnarskrárvörðum eignarrétti og þar tilgreindum Evróputilskipunum. Þessu hafnaði stefndi í bréfi 18. júlí 2011. Krafa stefnanda var áréttuðmeð bréfi 26. september 2012 og sambærilegt svar barst frá stefnda í bréfi 3.janúar 2012.Þann 23. október 2013 sendi stefnandi bréf til stefnda þar sem krafist varendurgreiðslu á ofgreiddum afborgunum á neytendaláni því sem hér er tilumfjöllunar. Ætti að hafa til hliðsjónar dóma Hæstaréttar um ólögmæt gengislán,lög nr. 121/1994 um neytendalán, lög um eftirlit með viðskiptaháttum ogmarkaðssetningu nr. 57/2005, ákvæði samningalaga um neytendarétt o.fl.Aðilar og lögmaður stefnanda skiptust á bréfum og tölvuskeytum í framhaldiþar sem tekist var á um lögmæti gengistryggingar og endurútreikninga. Þann 1. júlí 2016 lagði stefnandi fram kvörtun á hendur stefnda hjáúrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. mál nefndarinnar nr.41/2016 þar sem krafist var að úrskurðað yrði að stefnda yrði gert aðendurgreiða stefnanda vegna ólöglegs erlends láns. Kröfu stefnanda var hafnað.II.Stefnandi byggir á því aðlánsskuldbinding samkvæmt umfjölluðu veðskuldabréfi sé í íslenskum krónum ískilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu enda komieinungis fram höfuðstólsfjárhæð lánsins í íslenskum krónum í samningnum. Horfa beri til nokkurra atriðiþegar ákvarðað sé hvort um hafi verið að ræða lán í erlendri mynt eða lán ííslenskum krónum sem hafi verið gengistryggt. Einkum verði litið til orðalagslánaskjalsins sjálfs og fylgiskjala þess, en til fyllingar á því og ef umþrýtur sé einnig hægt að líta til efnis og orðalags á skjölum er lúta aðframkvæmd eða lúkningu umdeilds lánaskjals.Í fyrirsögn veðskuldabréfsinssegi: „Veðskuldabréf fasteignalán í erlendri mynt". Hugtakið fasteignalání erlendri mynt sé skýrt í samnefndu sérriti greiningardeildar Landsbankans frá10. febrúar 2004 en þar segi að um sé að ræða fasteignalán þar sem höfuðstóllsé í erlendri mynt og vextir taki mið af erlendum grunnvöxtum. Síðan segi: „Lání erlendri mynt eru gengistryggð en það þýðir að höfuðstóll lánsins og þar meðgreiðslubyrði tekur mið af gengi gjaldmiðla á hverjum tíma. Í textanum hér áeftir er ýmist talað um „lán í erlendri mynt“ eða „gengistryggð lán“ og ermerkingin sú sama."Í inngangi skjalsins viðurkennistefnandi að skulda stefnda að jafnvirði: „IKR 26.000.000 eða tuttugu og sexmilljónir 00/100 í eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY 100,0%.“Þá sé talað um að skuldabréfið sé„gengistryggt, með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum“ og að lánið sé „íeftirtöldum myntum og hlutföllum“ en þar sé verið að vísa til gengistengingar,sbr. einnig það sem segi í 1. gr. skilmála bréfsins: „Lán þetta er bundiðkaupgengi Landsbanka Íslands hf. á ofangreindum myntum, tveimur virkum dögumfyrir útborgunardag“, sem og það sem segir í 2. gr. skilmálanna: „Höfuðstóll skuldarinnar breytist í hlutfallivið breytingar á sölugengi [viðkomandi myntar] hverrar myntar eins og það vartveimur dögum fyrir útborgunardag til fyrsta gjalddaga, og síðan í hlutfallivið breytingar á sölugengi myntanna milli gjalddaga. Afborganir eru reiknaðarþannig, að á hverjum gjalddaga er deilt í höfuðstól hverrar myntar, með þeimfjölda gjalddaga, sem þá eru eftir, að meðtöldum þeim gjalddaga sem er í þaðsinn.“Ótvírætt sé að höfuðstóllinn hafiverið í íslenskum krónum, en tengdur gengisbreytingum sem hafi verið ólöglegt.Ef um erlent lán hefði verið að ræða, þ.e.a.s. höfuðstóllinn verið í erlendummyntum eða mynt, þá hefði augljóslega ekki þurft að miða við gengi viðkomandimynta.Á skuldabréfinu geti að lítasvohljóðandi texta um skuldfærslubeiðni: „Útgefandi óskar hér með eftir því aðneðangreindur reikningur hjá Landsbanka Íslands hf. verði skuldfærður fyrirafborgunum og vöxtum lánsins. Skuldfærslureikningur 0111-26-513105“.Skuldabréfið beri það þannig með sér að við afborganir af bréfinu og greiðsluvaxta hefði borið að skuldafæra reikning sem er í íslenskum krónum. Verði ekkiséð á þessu að útgefandi bréfsins, stefnandi þessa máls, hafi óskað eftir þvíað andvirði lánsins yrði greitt út í jenum.Í greiðslumati, í tilefni aflántöku stefnanda hjá stefnda, sem unnið var af starfsmanni stefnda kemur framí lánalýsingu að fjárhæð lánsins sé 26.000.000 króna, greiðslugjald sé 700krónur og áætluð greiðslubyrði 87.684 krónur á mánuði. Ekkert af þessu sétilgreint í erlendum myntum.Í greiðsluáætlun sem varfylgiskjal með skuldabréfinu í máli þessu sagði m.a.: „Höfuðstóll: kr.26.000.000 100% í erlendri myntkörfu. Fjárhæð til útborgunar (andvirði): kr.25.348.100.“ Í greiðsluáætluninni séu eftirstöðvar, afborganir, vextir,kostnaður og samanlögð greiðsla ávallt og eingöngu tilgreind í íslenskumkrónum. Fram komi einnig að heildarlántökukostnaður sé 8.228.519 krónur og aðheildarupphæð sem greiða eigi miðað við óbreytta vexti sé 33.576.619 krónur.Hvergi séu fjárhæðir tilgreindar í erlendri mynt.Í viðauka við veðskuldabréfið,frá 27. október 2008 þar sem breytt var greiðsluskilmálum sé vísað til þess aðupphafleg lánsfjárhæð sé 26.000.000 króna en eftirstöðvar tilgreindar í jenum.Í þessum viðauka hafi verið staðfest yfirtaka stefnda á umræddu láni af hinumfallna Landsbanka Íslands hf. Í þessu skjali segir meðal annars: „… þegarfyrsta greiðsla skv. nýjum greiðsluskilmálum lánsins hefst mun greiðslubyrði ííslenskum krónum ráðast af sölugengi Landsbankans á gjalddaga.“ Nokkurn veginnsama gildi um viðauka frá 26. febrúar 2009.Enn einn viðaukinn hafi veriðgerður við veðskuldabréfið 22. júní 2009. Í viðauka þessum, sem lúti aðgreiðslujöfnun, segi m.a.: „Jafnvirði upphaflegs höfuðstóls í íslenskum krónumkr. 26.000.000 og upphafleg myntsamsetning lánsins 100% JPY.“ Það veki athyglistefnanda að stefndi skuli hafa séð ástæðu til þessara orðalagsbreytinga.Skýringanna sé sjálfsagt að leita í því að stefndi eins og flestarfjármálastofnanir á þessum tíma hafi staðið í dómsmálum vegna ólöglegragengislána.Þann 25. mars 2011 hafi aðilarritað undir viðauka við lánið vegna endurútreiknings á höfuðstól. Í þeimviðauka segi að höfuðstóll upphaflega lánsins hafi verið að jafnvirði26.000.000 króna. Þarna hafi upphaflegur höfuðstóll verið endurútreiknaðurmiðað við þróun neysluvísitölu og verðtryggða vexti Seðlabankans. Öllgengistenging hafi verið fallin út.Stefnandi telur þá aðeftirfarandi atriði er varða greiðslu á hinu umþrætta skuldabréfi eða lúta aðlögskiptum stefnanda og stefnda vegna þessa veðskuldabréfs renni stoðum undirþá málsástæðu að lánsskuldbindingin samkvæmt veðskuldabréfinu sé lán íslenskumkrónum í skilningi 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu. Stefndi bendir á að kaupnótan frá12. janúar 2006 þar sem andvirði skuldabréfs er lagt inn á jenareikning, séfyrsta skjalið sem tilgreini lán stefnda til stefnanda í japönskum jenum, enþessi ráðstöfun hafi verið í andstöðu við fyrirmæli stefnanda á skuldabréfinu.Á kvittun fyrir greiðslu 1. mars2006, komi fram að skuldfært sé af reikningi nr. 111-38-670036, sem séjena-reikningur. Þetta gangi og þvert gegn efni skuldabréfsins þar sem mælt erfyrir um að skuldafæra skuli af reikningi 0111-26-513105. Fleiri dómskjöl beriþetta með sér. Á lánayfirlitum frá stefnda séu eftirstöðvar höfuðstólstilteknar ýmist í jenum eða krónum, eða báðum gjaldmiðlum.Í málinu séu kvittanir fyrirgreiðslu stefnanda á afborgunum og vöxtum þann 2. júní og 2. júlí 2009 og 1.júní 2010 en þar komi fram að deginum áður hafi verið tekin út fjárhæð afkrónureikningi stefnanda og jen keypt fyrir fjárhæðina áður en greitt hafiverið af láninu. Þá komi fram í tilkynningunum 19. febrúar og 25. maí 2009 aðskuldfært verði af ISK reikningi 0111-26-513105.Í ódagsettu bréfi stefnda tilstefnanda sem lýtur að endurútreikningi lánsins á grundvelli tilmælaFjármálaeftirlitsins og Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar frá 16. júní 2010segi að skv. tilmælunum beri bönkum og fjármálafyrirtækjum að endurreiknalánssamninga sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihaldi óskuldbindandigengistryggingarákvæði og samrýmist ekki umræddum dómi. Síðan segir í bréfinu:„Þetta þýðir að lán þitt telst samkvæmt þessari áætlun lán í íslenskum krónum“.Í bréfinu er síðan greint frá því að um vaxtaviðmið fari eftir því sem segi ítilmælunum og vitnað til þeirra þar sem segir: „Í stað gengistryggingar ogerlends vaxtaviðmiðs ...“. Í bréfi þessu taki stefndi undir málsástæðustefnanda um að lánsskuldbinding samkvæmt veðskuldabréfinu sé í íslenskumkrónum og svari með mjög afgerandi hætti kjarnaspurningu málsins hvort um sé aðræða lán í erlendri mynt eða gengistryggt lán í íslenskum krónum.Í kvittun frá 30. mars 2011 komifram að þann 1. mars 2011 hafi 23.171.617 krónur verið greitt vegna lánsins oger skýringin sú að um sé að ræða afskrift vegna endurútreikningsins. Í kvittunvegna bakfærslu sama dag komi fram að bakfærðar hafi verið 140.294 krónur. Þarkemur einnig fram að seld hafi verið japönsk jen að fjárhæð 98.816 krónur. Ísamræmi við þessar breytingar hafi greiðsluseðlar eftir þetta verið í íslenskumkrónum. Við mat á því hvort um hafi veriðað ræða lán í erlendri mynt eða lán í íslenskum krónum sem var gengistryggttelur stefnandi léttvæga þá staðreynd að lagðar hafa verið fram tvær kvittanirog yfirlit og fimm tilkynningar um gjalddaga þar sem greiðslur og eftirstöðvareru tilgreindar í jenum. Stefnandi reifar fjöldann allanaf dómum Hæstaréttar um svipuð álitaefni. Ekki er ástæða til að rekja þá í dómiþessum en sjónarmið sem þar eru nefnd til stuðnings því að lán teljist íslenskog gengistryggð eru m.a. að fjárhæðir í láns- eða leigusamningum séu innheimtarí íslenskum krónum. Einnig að lánsfjárhæð sé ákveðin í íslenskum krónum. Þá ernefndur dómur þar sem að virtum öðrum atriðum hafi hvorki skipt máli aðstaðhæfing um erlent lán komi fram í fyrirsögn samnings né yfirlýsing skuldaraum að skulda í erlendum gjaldmiðlum jafnvirði tiltekinnar fjárhæðar í íslenskumkrónum. Þá skipti máli ef hvergi kemur fram hver fjárhæð skuldar sé í erlendumkrónum en þá þurfi jafnvel ekki að líta til þess hvernig aðilar efnduskuldbindingar sínar í raun. Skuldbinding stefnanda sé aðeinstilgreind í íslenskum krónum og sé því ekki um að ræða lán í erlendri mynt. Umsé að ræða lán í íslenskum krónum sem bundið sé gengi erlendra gjaldmiðla. Hafistefndi á annað borð ætlað að hafa samninginn í erlendri mynt hefði honum veriðí lófa lagið að tilgreina hina erlendu mynt sem höfuðstólsfjárhæð í samningiaðila. Það hafi stefndi hins vegar ekki gert og því blasi við að um sé að ræðagengistryggðan lánssamning. Stefnandibyggir á því að kunni að leika einhver vafi á því hvort lánið hafi verið íerlendri mynt eða gengistryggt, þá beri að túlka þann vafa stefnanda í hag meðvísan til þess að um neytendalán sé að ræða, og lánið talið gengistryggt.Stefnandikveður einnig rétt að vísa til laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttumog markaðssetningu. Með hliðsjón af 5. gr., sbr. 9. gr. laganna um bann viðröngum eða villandi upplýsingum um eðli og einkenni vöru eða þjónustu og umlögbundin réttindi neytenda, telur stefnandi að stefndi beri hallann af öllumóskýrleika í lánasamningi þeim sem mál þetta lýtur að.III.Stefndi byggir sýknukröfu sína áþví að með undirritun sinni á veðskuldabréf nr. 4332 hafi stefnandi skuldbundiðsig til að taka lán í erlendum gjaldmiðli. Stefnanda beri að efna gerðasamninga og virða skuldbindingar sínar. Stefndi telur að krafa hans á hendurstefnanda samkvæmt veðskuldabréfinu sé skuldbinding í erlendri mynt og falliþess vegna utan gildissviðs VI. kafla laga nr. 38/2001, um vexti ogverðtryggingu, sbr. 1. mgr. 13. gr. þeirra laga. Stefndi kveðst leggja áherslu áað í fyrirsögn skjalsins segi að það sé „Veðskuldabréf fasteignalán í erlendrimynt“. Einnig sé vísað til þess að orðalagið „jafnvirði“ íslenskra króna getiekki talist tilgreining á skuldbindingu í íslenskum krónum. Auk þessa hafistefnandi undirritað sérstaka yfirlýsingu þess efnis að hún gerði sér greinfyrir því að lántaka í erlendri mynt væri áhættusamari en lántaka í íslenskumkrónum. Hafi stefnanda því verið ljóst að hún var að taka erlent lán en ekkilán í íslenskum krónum. Í lögum nr. 38/2001 sé ekki aðfinna skilgreiningu á því hvað skuli teljast „skuldbinding um lánsfé ííslenskum krónum“ og hvað teljist erlent lán. Af því leiði að túlka verðurskuldbindingu aðila í hvert og eitt skipti samkvæmt fyrirliggjandi samningi ogorðalagi hans. Við þá túlkun verði að horfa til grundvallarreglu samningaréttarum samningsfrelsi aðila, en af henni leiði m.a. að allar takmarkanir frá henniverði að túlka þröngt. Stefndi telur Hæstarétt Íslands hafa slegið því föstu aðvið þetta mat þurfi fyrst og fremst að líta til forms þess gernings sem liggurtil grundvallar skuldbindingunni. Hafi rétturinn lagt á það áherslu að hérskipti einkum máli hvernig sjálf skuldbindingin sé tilgreind í viðkomandilöggerningi. Ef lánsfjárhæð er tilgreind á forsíðu lánssamnings í erlendri mynthafi verið talið að þeir samningar séu um skuldbindingu í erlendri mynt. Ef formskilyrðið er ekkiuppfyllt, þ.e. að í lánssamningi sé getið um lánsfjárhæðina sem jafnvirðiíslenskra króna og aðeins getið um hlutföll hinna erlendu mynta, horfiHæstiréttur til þess hvernig aðilar samningsins efndu samningsskyldur sínar. Íumþrættu veðskuldabréfi sé fjárhæð lánsins tilgreind að jafnvirði íslenskrakróna í eftirtöldum myntum og hlutföllum: 100% JPY. Því þurfi að horfa til þesshvernig aðilar samningsins efndu samningsskyldur sínar. Stefndi kveður stefnandi ekkihafa óskað eftir því að fá lánið greitt út í íslenskum krónum og því hafiandvirði þess verið greitt út í lánsmyntinni, jenum. Stefndi hafi stofnaðgjaldeyrisreikning í nafni stefnanda og lagt jenin inn á hann. Stefnandi hafiekki mótmælt þessari framkvæmd við útgreiðslu lánsins en hún hafi tekiðfjárhæðina út af reikningnum með 15 færslum og hafi síðasta úttektin verið þann30. ágúst 2008 eða rúmum sjö mánuðum frá þeim tíma er lánið var greitt út. Stefndimótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda sem ósannaðri og rangri að allar úttektiraf gjaldeyrisreikningnum hafi verið án hennar atbeina. Sem eigandi reikningsinshafi stefnandi ein getað tekið út af honum. Stefnandi hafi átt þennangjaldeyrisreikning til 4. júní 2008, í þrjú og hálft ár (sic!), og bendi þaðekki til þess að hann hafi verið stofnaður í óþökk hennar. Stefnandi hafi fallið frá þeirribeiðni sinni að greiðsla afborgana og vaxta yrði skuldfærð af íslenskumtékkareikningi hennar. Var því gjaldeyrisreikningur hennar nr. 670036skuldfærður fyrir afborgunum og vöxtum af láninu fram til 30. ágúst 2006. Þanndag stofnaði stefnandi annan gjaldeyrisreikning í jenum, nr. 0111-38-670054, ogvar sá reikningur skuldfærður fyrir greiðslum lánsins allt fram í október 2008þegar gerður var viðauki við lánið um frestun afborgana og vaxta. Frá þeim tímahafi íslenskur tékkareikningur hennar verið skuldfærður fyrir afborgunumlánsins og hafi verið keypt jen sem greidd voru inn á lánið. Stefnandi gerðialdrei athugasemdir við þessa framkvæmd á greiðslum lánsins og lítur stefndisvo á að hún hafi verið samþykk henni. Sé því ljóst að báðir aðilarsamningsins hafi efnt aðalskyldur sínar í erlendum myntum; stefndi með því aðgreiða lánið út í jenum á gjaldeyrisreikning stefnanda og stefnandi með því aðendurgreiða lánið í jenum. Stefndi byggir á því að við þessar aðstæður getiskuldbinding aðila ekki talist vera í íslenskum krónum.Þá bendir stefndi á að stefnandiátti samkvæmt efni veðskuldabréfsins að greiða stefnda tilgreinda LIBOR-vextien LIBOR-vextir verði ekki ákvarðaðir á íslenskar krónur. Skuldbindingstefnanda var því án alls vafa í erlendum myntum og hafi þetta verið henniljóst. Þá sé skuldbindingin tilgreind íhinni erlendu mynt í öðrum skjölum sem séu tengd veðskuldabréfinu órjúfanlegumböndum. Þegar skjalagerð vegna lánsinshafi verið lokið og skilyrðum fyrir útgreiðslu þess fullnægt, þ. á m. aðþinglýsingu bréfsins, var fyrst hægt að greiða lánið út. Þá fyrst hafi legiðfyrir hver höfuðstóll hinnar erlendu myntar var nákvæmlega. Kaupnóta lánsins,sýni hver var höfuðstóll lánsins á útborgunardegi og sé skuldbinding stefnandasamkvæmt veðskuldabréfinu þar einungis tilgreind í jenum. Stefnandi hafi fengiðkaupnótuna senda til sín og enga athugasemd gert við efni hennar. Í skilmálabreytingum lánsins,yfirlitum um stöðu lánsins, kvittunum fyrir greiðslu hvers gjalddaga ogtilkynningum um gjalddaga, sé lánsfjárhæðin eingöngu tilgreind í jenum og ekkiminnst á íslenskar krónur. Þannig liggi fyrir aðskuldbinding stefnanda hafi í öllum skjölum, frá og með útgreiðslu lánsins,verið tilgreind með þeim erlenda gjaldmiðli sem hún var í en ekki í íslenskumkrónum. Telur stefndi því ljóst að af orðalagi samningsins, öðrum skjölum ogathöfnum aðila, sé engum vafa háð að umþrættar skuldbindingar hafi verið íerlendum gjaldmiðlum, og slíkt raunar verið skýrlega staðfest í dómaframkvæmd.Beri þegar af framangreindum ástæðum, hverri og einni og öllum samanlögðum, aðsýkna stefnda af dómkröfum stefnanda. Stefndi vísar til og reifarítarlega fjölmarga dóma Hæstaréttar sem hann telur í samræmi við framangreint.Stefndi telur að þau dómafordæmisem stefnandi vísar til í stefnu, þar sem niðurstaða Hæstaréttar varð sú að lánvar talið gengistryggt, hafi ekki fordæmisgildi í þessu máli þar sem atvik séuekki sambærileg. Í þeim málum efndu aðilar samningsins skyldur sínar ííslenskum krónum en í þessu máli efndu báðir aðilar samningsskyldur sínar íjenum. Stefndi tilgreinir að þegarviðauki hafi verið gerður við lán stefnanda þann 27. október 2008 hafigreiðslum af láninu verið frestað frá 1. október 2008 til og með 1. febrúar2009 og hafi næsti gjalddagi lánsins verið ákveðinn 1. mars 2009. Vextir fyrirþetta tímabil hafi verið lagðir við höfuðstól og því hafi eftirstöðvar lánsinshækkað án þess að lánstíminn lengdist. Þess vegna hafi verið tekið fram íviðaukanum að þegar afborganir hæfust af láninu að nýju yrði hver greiðslahærri en áður sem næmi hlutfallinu af höfuðstólsfærðum vöxtum og færriheildarfjölda afborgana. Einnig hafi komið fram að þegar fyrsta greiðslasamkvæmt nýjum greiðsluskilmálum hæfist myndi greiðslubyrði í íslenskum krónumráðast af sölugengi Landsbankans á gjalddaga. Ástæðan hafi verið sú að fleirikrónur þarf til þess að kaupa fleiri jen til þess borga hærri gjalddaga afláninu. Stefndi mótmælir þeim rökumstefnanda að umfjöllun greiningardeildar Landsbanka Íslands hf. frá 10. febrúar2004 um fasteignalán í erlendri mynt, bendi til þess að um gengistryggð lán séað ræða. Fram komi í inngangi greinarinnar að Landsbanki Íslands hf. ogÍslandsbanki hf. hefðu auglýst nýja tegund fasteignalána þar sem höfuðstóll séí erlendri mynt og vextir taki mið af erlendum grunnvöxtum. Vaxtamunur á milliÍslands og viðskiptalandanna sé um 3% á mælikvarða millibankavaxta (LIBOR) ogsé því óhætt að gera ráð fyrir því að íbúðarkaupendur velti því alvarlega fyrirsér hvort lántaka í erlendri mynt sé fýsileg. Fjármálaeftirlitið og SeðlabankiÍslands hafi sent tilmæli til fjármálafyrirtækja þann 30. júní 2010, í kjölfaruppkvaðningar fyrstu dómanna um að bílasamningar fjármögnunarleigufyrirtækjaværu gengistryggð lán, þar sem þau voru beðin um að meta hvaða áhrif það gætihaft á fjárhagsstöðu og eigið fé fyrirtækjanna ef lán viðskiptavina þeirra semteldust gengistryggð væru endurreiknuð í íslenskum krónum með lægstu vöxtum ánýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða með lægstu vöxtum á nýjum almennumverðtryggðum útlánum. Tilgangur tilmælanna hafi verið að hjálpa eftirlitsaðilummeð fjármálafyrirtækjum að gera sér grein fyrir hvaða áhrif dómar umgengistryggingu hefðu á rekstur fjármálafyrirtækja en farið var fram á aðfjármálafyrirtækin sendu áætlanir um áhrifin. Ekki var um lagasetningu að ræðaheldur tilmæli og þurftu fyrirtækin ekki að fara að þeim en ef þau gerðu það ogsendu umbeðnar upplýsingar megi vera ljóst að um áætlanir hafi verið að ræðaþar sem ekki lágu fyrir á þessum tíma skýr dómafordæmi um það hvaða lán teldustgengistryggð og hver erlend. Í framhaldi af þessum tilmælumhafi stefndi sent stefnanda bréf, þar sem gerð var grein fyrir þeim og að lánstefnanda hefði verið endurreiknað samkvæmt þessari áætlun. Í bréfinu hafikomið fram að útreikningarnir væru mat á stöðu lánsins miðað við 1. júní 2010og að þeir væru sendir til að auðvelda viðskiptavinum að gera sér grein fyriráhrifum tilmælanna. Stefnandi hafi ekki brugðist við bréfinu og hafi ekki haftsamband við stefnda vegna þess eða áætlaðs útreiknings sem birtur hafi verið íheimabanka stefnanda. Stefndi hafnar þeirri fullyrðingu stefnanda að meðbréfinu hafi stefndi fallist á að umþrætt veðskuldabréf væri gengistryggt ogbyggir á því að um hafi verið að ræða bréf þar sem áætluð staða lánsins varkynnt ef til þess kæmi að það yrði endurreiknað. Stefnandi hefur ekki borið þvívið áður að í bréfinu hafi falist viðurkenning á að lánið sé gengistryggt ogtelur stefndi að um tómlæti sé að ræða hjá stefnanda að byggja á því að íbréfinu felist slík viðurkenning. Með lögum nr. 151/2010, semAlþingi samþykkti þann 29. desember 2010, var samþykkt breyting á vaxtalögumnr. 38/2001. Í lögunum eru ákvæði um það hvernig standa skuli aðendurútreikningi gengistryggðra lána og voru fjármálafyrirtækjum gefnir þrírmánuðir til þess að endurreikna bæði gengistryggð og lögmæt erlend íbúðarlán.Stefndi hafi gert það og sent stefnanda bréf, 15. febrúar 2011, þar semniðurstöður endurútreikningsins vorukynntar. Með viðauka við skuldabréfið 25. mars 2011 samþykkti stefnandiútreikninginn en eftir þann útreikning hafi verið um lán í íslenskum krónum aðræða með lægstu óverðtryggðum vöxtum samkvæmt 4. gr. vaxtalaga. Stefndi vísar til laga nr.38/2001, um vexti og verðtryggingu, einkum 1. – 4. gr. og 13. og 14. gr.Stefndi vísar til meginreglna samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildisamninga. Krafa stefnda um málskostnað byggir á 1. mgr. 130. gr. laga nr.91/1991 og krafa um virðisaukaskatt af málflutningsþóknun er reist á lögum nr.50/1988, um virðisaukaskatt. Stefndi er ekki virðisaukaskattsskyldur og berhonum því nauðsyn til að fá dóm fyrir þessum skatti úr hendi stefnanda.IV.Ágreiningur málsþessa lýtur að því hvort veðskuldabréf útgefið af stefnanda í árslok 2005, sélán í erlendum myntum eða í íslenskum krónum með ólögmætri gengistryggingusamkvæmt 14. gr., sbr. 13. gr. laga nr. 38/2001, en á þetta álitaefni hefurmargoft reynt í dómaframkvæmd.Stefnandi kefstþess að viðurkennt verði að skuldabréfið sé lánssamningur í íslenskum krónumbundinn ólögmætri gengistryggingu í skilningi 14. gr. laga um vexti ogverðtryggingu.Stefndi heldur því fram að lánið hafi verið löglegt lán íerlendum gjaldmiðlum.Af orðalagifyrrgreindra lagaákvæða og lögskýringargögnum verður ráðið að við úrlausn á þvíhvort um sé að ræða skuldbindingu í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðliverði fyrst og fremst að líta til forms og meginefnis þeirra gerninga semliggja til grundvallar skuldbindingunni.Í því sambandi skiptir einkummáli hvernig sjálf skuldbindingin er tilgreind í þeim. Fjöldi dóma liggurfyrir þar sem reynt hefur á framangreint álitaefni.Hefur Hæstiréttur ídómum sínum, í samræmi við framangreint, fyrst og fremst lagt til grundvallarskýringu á texta lánssamnings þar sem lýst er skuldbindingunni sem lántakitekst á hendur.Koma önnur atriði tengd samningsgerðinni þá fyrst tilskoðunar ef samningsákvæðin sjálf taka ekki af vafa um þetta atriði. Þá hefurverið litið mjög til þess hvort lánsfjárhæðin hafi verið greidd út við kaup áskuldabréfi, í íslenskum krónum eða hinum erlenda eða erlendum gjaldmiðlum.Ákvæðum hinsumdeilda veðskuldabréfs hefur verið lýst hér að framan, en skjalið beryfirskriftina „Veðskuldabréf fasteignalán í erlendri mynt“. Í skjalinu játaststefnandi undir að skulda Landsbanka Íslands hf. jafnvirði 26.000.000 króna í„eftirtöldum myntum og hlutföllum: JPY 100%“.Þá voru vextir samkvæmtláninu til samræmis við að um erlent lán væri að ræða.Samkvæmt þessu barmeginefni samningsins ótvírætt með sér að lán þetta hafi verið gilt lán í hinumerlenda gjaldmiðli. Aukinheldur liggur fyrir að lánið var greitt út í japönskumjenum án þess að nokkur andmæli hafi verið höfð uppi af hálfu stefnanda viðþeirri ráðstöfun bankans, þótt hún beri því við nú að þetta hafi verið í óþökkhennar. Hið sama gildir um stofnun stefnda á reikningnum og útgreiðslur afhonum í framhaldi, engar athugasemdir erusjáanlegar af hálfu stefnanda vegna þessa. Vísa má um framangreindsjónarmið til dæmis til dóma Hæstaréttar í málunum nr. 3/2012 og 66/2012. Þáathugist að í bréfi stefnanda til stefnda 26. september 2013 segir hún lániðhafa verið í jenum. Þá liggur fyrir yfirlýsing stefnanda sem hún gaf viðlántökuna 30. desember 2005 þar sem kemur fram með ótvíræðum hætti að hún áttisig á því að lánið sé í erlendri mynt og slík lán séu áhættusamari en lántaka ííslenskum krónum. Þá lagði stefndi fram umsókn stefnanda 30. ágúst 2008 um aðstofna þrjá gjaldeyrisreikninga í Landsbankanum fyrir bandríkjadali, evrur ogjen. Samkvæmtframansögðu er það mat dómsins að lán það sem stefnandi tók 30. desember 2005nr. 111-36-4332 hjá Landsbanka Íslands hf. hafi verið í erlendri mynt ogbreytir það ekki þeirri niðurstöðu þótt greitt hafi verið af láninu að því ervirðist að hluta í íslenskum krónum og yfirlit og önnur skjöl hafi á stundumgeymt vísbendingar um að lánið væri í íslenskum krónum, enda mun láninu hafaverið að sögn stefnda breytt í íslenskt lán með viðaukanum sem undirritaður var25. mars 2011.Með vísan til framanritaðs verður stefndi sýknaður afkröfum stefnanda.Í málinu er lagtfram bréf frá stefnda til stefnanda sem er ódagsett en forsendur í útreikningisem þar koma fram bera með sér að það hafi verið sent eftir 1. júní 2010 ogvæntanlega þá fljótlega eftir þann dag því frestur síðar í bréfinu til aðbregðast við efni þess var settur til 15. ágúst. Í bréfinu segir að því fylgiáætlaður endurútreikningur á fasteignaláni stefnanda í erlendri mynt. Síðarsegir efnislega að samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslandsberi bönkum og fjármálafyrirtækjum að endurreikna lánasamninga sem að mativiðkomandi fjármálafyrirtækis innihéldu óskuldbindandi gengistryggingarákvæðiog samrýmdust ekki dómi Hæstaréttar frá 16. júní. Svo sagði: „Þetta þýðir aðlán þitt telst samkvæmt þessari áætlun lán í íslenskum krónum og fara þvívaxtaviðmið þess eftir því sem segir í fyrrnefndum tilmælum.“ Í niðurlagibréfsins sagði að ef endurútreikningur hentaði viðtakanda af einhverjum ástæðumekki væri boðið upp á aðrar leiðir sem voru tilgreindar. Í lokin var minnt á aðfrestur til að taka einhverjum úrræðum stefnda vegna erlendra lána rynni út 15.ágúst. Ekkert í málinubendir til þess að stefnandi hafi með einhverjum hætti brugðist við þessu bréfiog verður ekki betur séð en að það sé fyrst í málatilbúnaði þessa máls sem húnber því við að með þessu hafi hún í höndum viðurkenningu stefnda á því aðfallast beri á stefnukröfur hennar. Í raun er þó orðalag þannig að ekki virðistbyggt beint á þessari málsástæðu heldur tekið fram að með bréfinu hafi stefnditekið undir málsástæður stefnanda. Engin merki eru hins vegar um að stefnandihafi byggt upp einhverjar væntingar eða gert kröfur, eða þá samþykkt nálgunbankans sem birtist í bréfinu. Var um að ræða áætlun bankans og verður ekkibetur séð en vænst væri viðbragða við því. Eftir að bréfið var sent meðhöndlaðistefndi lánið áfram eins og erlent lán. Með vísan til framangreinds verður ekkitalið að stefnandi geti byggt rétt á umræddu bréfi. Miðað við atvikmálsins telur dómurinn ekki efni til að fjalla sérstaklega um möguleg áhriflaga nr. 57/2005 á réttarstöðu aðila.Með vísan tilframangreinds og 1. mgr. 130. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eróhjákvæmilegt að dæma stefnanda til að greiða stefnda málskostnað sem telsthæfilegur 500.000 krónur.Af hálfu stefnanda flutti málið Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaðurog af hálfu stefnda flutti málið Hrannar Jónsson héraðsdómslögmaður. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R ÐStefndi, Landsbankinn hf., ersýknaður af kröfum stefnanda, Elsu Bjartmarsdóttur. Stefnandi greiði stefnda 500.000kr. í málskostnað. |
Mál nr. 8/2015 | Dánarbússkipti Samningur Málsástæða | Árið 2007 var lokið einkaskiptum á dánarbúi E, föður málsaðila. Tveimur árum seinna komu fram eignir E við tiltekinn erlendan banka sem ekki hafði verið gert ráð fyrir við skiptin. Var því óskað eftir að þau yrðu tekin upp á ný auk þess sem skattstjóra var greint frá þessu og honum afhent ný skattframtöl fyrir E og dánarbú hans. Í janúar 2010 undirrituðu málsaðilar nýja erfðafjárskýrslu og í maí sama ár var gert „samkomulag um skiptingu viðbótareigna dánarbúsins“. Í samkomulaginu kom fram að ekki lægi fyrir hvað raunverulegt verðmæti viðbótareignar væri en A fengi greidda nánar tilgreinda fjárhæð og að hann ætti þar með ekki frekari kröfur á dánarbúið eða aðra erfingja. Í máli þessu leitaði A dóms um skyldu B, C og D til frekari greiðslu en kveðið var á um í samkomulaginu frá 2010. Talið var að með framburði tveggja vitna, sem höfðu veitt málsaðilum sérfræðilega aðstoð, meðal annars í samskiptum við skattyfirvöld og sýslumann í tengslum við framangreind atvik á árunum 2009 og 2010, hefði verið sýnt fram á að A hafði fyrir gerð samkomulagsins í maí 2010 haft fullnægjandi aðgang að upplýsingum um eignir dánarbús E, sem ekki hefðu komið til einkaskipta á árinu 2007, hvar þessar eignir hefðu verið varðveittar eftir lát E og tilkall sitt til arfs af þeim. Þá hefði A verið frjálst að ráðstafa hagsmunum sínum með samningi við aðra erfingja E um að falla frá arfstilkalli sínu að hluta og um uppgjör á arfinum með greiðslum úr hendi þeirra. Fyrir Hæstarétti byggði A meðal annars á því að ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða aðrar réttarreglur gætu leitt til þeirrar niðurstöðu að hann yrðu óbundinn af samkomulaginu frá maí 2010. Þessi málsástæða var ekki höfð uppi í héraði og kom hún því ekki til álita við úrlausn málsins, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Með vísan til þessa voru B, C og D sýknuð af kröfu A. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Helgi I. Jónsson og Þorgeir Örlygsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 5. janúar 2015. Hann krefst þess að stefndu verði sameiginlega gert að greiða sér aðallega 485.708.301 krónu, til vara 345.622.625 krónur en að því frágengnu 315.000.000 krónur, í öllum tilvikum með dráttarvöxtum samkvæmt „III. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu“ frá 1. október 2007 til greiðsludags og að frádreginni innborgun 2. maí 2010 að fjárhæð 315.000.000 krónur. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti óskipt úr hendi stefndu. Stefndu krefjast staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I Eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi á mál þetta rætur að rekja til þess að faðir aðilanna, E, lést [...] maí 2007, en hann hafði þá setið í óskiptu búi eftir að eiginkona hans, F, sem var móðir stefndu, lést [...] febrúar 2002. Aðilarnir stóðu saman að beiðni um leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og var hún ásamt erfðafjárskýrslu og einkaskiptagerð afhent sýslumanni, sem veitti leyfið og áritaði skýrsluna og skiptagerðina um samþykki 10. ágúst 2007. Samkvæmt þessum gögnum var hrein eign dánarbúsins að andvirði 215.441.085 krónur. Af henni tók áfrýjandi að arfi 26.930.136 krónur, en að öðru leyti skiptist féð milli stefndu og var skiptunum þannig lokið. Með bréfi 28. desember 2009 tjáði nafngreindur héraðsdómslögmaður sýslumanni að eftir andlát föður málsaðila hafi komið fram eignir hans við tiltekinn erlendan banka og tekjur af þeim, sem erfingjum hafi ekki verið kunnugt um. Hafi því ekki verið tekið tillit til þessara eigna við einkaskipti á dánarbúinu, en andvirði þeirra væri 4.037.178.939 krónur. Væri óskað eftir að einkaskiptin yrðu tekin upp á ný, en þess var jafnframt getið að skattstjóra hafi verið greint frá þessum atvikum og honum afhent ný skattframtöl fyrir E og dánarbú hans til þess að taka upp álagningu opinberra gjalda vegna gjaldáranna frá og með 2004 til 2010. Í framhaldi af þessu undirrituðu aðilarnir erfðafjárskýrslu 29. janúar 2010 og áritaði sýslumaður hana um samþykki 18. febrúar sama ár. Samkvæmt skýrslunni nam andvirði viðbótareigna dánarbúsins fyrrgreindri fjárhæð, en til frádráttar kæmu endurálagðir skattar og kostnaður, 309.398.738 krónur, þannig að til skipta stæði 3.727.780.201 króna. Arfshlutur áfrýjanda átti að nema 12,5% af þeirri fjárhæð eða 465.972.525 krónum, en erfðafjárskattur af honum 23.298.626 krónum. Málsaðilar undirrituðu 2. maí 2010 „samkomulag um skiptingu viðbótareigna dánarbúsins“, þar sem tiltekið var að eftir „upprunaleg skipti“ þess hafi komið fram eignir og tekjur af þeim, sem erfingjar hefðu ekki haft „vitneskju eða gögn um“. Skattstjóra hafi verið gerð grein fyrir þessu og leiðréttum skattframtölum skilað ásamt „leiðréttingu á erfðafjárskýrslu.“ Væru eignirnar „sundurliðaðar á meðfylgjandi yfirlitsblöðum“ og væri andvirði þeirra samtals fyrrnefndar 4.037.178.939 krónur „miðað við stöðu reikninga í lok árs 2009“. Frá því andvirði væru dregin endurálögð gjöld, kostnaður og erfðafjárskattur, samtals 494.737.748 krónur. Í samkomulaginu sagði síðan eftirfarandi: „Aðilar eru sammála um að ekki liggur fyrir hvað raunverulegt verðmæti skuldabréfaeignar og einingabréfa í fjárfestingasjóðum er miðað við innlausn svo fljótt sem auðið er eða hversu fljótt slík innlausn er möguleg. Að öllu framansögðu hafa undirritaðir erfingjar komist að samkomulagi um að við skiptin skuli greiða A með afhendingu á innistæðubréfi í Banque de Havilland samtals að fjárhæð íslenskar krónur 315.000.000 inn á bankareikning sem hann tilnefnir í Banque de Havilland innan svo fljótt sem auðið er eftir undirritun samkomulags þessa. B, C og D munu hlutast til um að framangreint innistæðubréf skuli fært af reikningum í þeirra nafni inn á nafn A. Aðrir erfingjar skulu þá teljast réttir eigendur að öðrum eignum sem falla undir þessi viðbótarskipti dánarbúsins og á A ekki frekari kröfur á dánarbúið eða aðra erfingja dánarbúsins. Aðilar eru sammála um að A skuli ekki bera neinn frekari kostnað af skiptum dánarbúsins. Með undirritun samkomulags þessa lýsa erfingjar því jafnframt yfir að þeim sé ekki kunnugt um neinar frekari eignir sem talist geti fallið undir dánarbúið.“ Í máli þessu, sem áfrýjandi höfðaði með stefnu 10. desember 2013, leitar hann dóms um skyldu stefndu til frekari greiðslu en að framan getur til uppgjörs á „arfskröfu“, sem nefnd er svo í stefnunni. II Í hinum áfrýjaða dómi var lagt til grundvallar að með framburði tveggja vitna, sem höfðu veitt málsaðilum sérfræðilega aðstoð, meðal annars í samskiptum við skattyfirvöld og sýslumann í tengslum við framangreind atvik á árunum 2009 og 2010, væri sýnt að áfrýjandi hafi fyrir gerð samkomulagsins 2. maí 2010 haft fullnægjandi aðgang að upplýsingum um eignir dánarbús E, sem ekki komu til einkaskipta á árinu 2007, hvar þessar eignir hafi verið varðveittar eftir lát E og tilkall sitt til arfs af þeim. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður niðurstaða hans um þetta staðfest. Áfrýjanda var frjálst að ráðstafa hagsmunum sínum með samningi við aðra erfingja E um að falla frá arfstilkalli sínu að hluta og um uppgjör á arfinum með greiðslum úr hendi þeirra. Samkvæmt héraðsdómsstefnu byggði áfrýjandi ekki á því að ákvæði III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga eða aðrar réttarreglur gætu leitt til þeirrar niðurstöðu að hann yrði óbundinn af samkomulagi sínu 2. maí 2010 við stefndu og getur hann ekki komið slíkum málsástæðum að fyrir Hæstarétti, sbr. 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms verður því staðfest. Rétt er að aðilarnir beri hver sinn málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 22. október 2014. Mál þetta, sem dómtekið var 26. september sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A (kt. [...]), [...], [...], gegn B (kt. [...]), [...], [...], C (kt. [...]), [...], en dvalarstað að [...], [...], og D (kt. [...]), [...], [...], með stefnu sem birt var þann 19., 20. og 27. desember 2013. Dómkröfur stefnanda eru aðallega að stefndu verði dæmd að óskiptu til að greiða stefnanda arfskröfu að fjárhæð 485.708.301 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, af þeirri fjárhæð frá 1. október 2007 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 315.000.000 króna þann 2. maí 2010. Til vara að stefndu verði dæmd að óskiptu til að greiða stefnanda arfskröfu að fjárhæð 345.622.625 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 1. október 2007 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 315.000.000 króna þann 2. maí 2010. Til þrautavara að stefndu verði dæmd að óskiptu til að greiða stefnanda arfskröfu að fjárhæð 315.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum skv. III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 1. október 2007 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun 315.000.000 króna þann 2. maí 2010. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu. Stefndu krefjast þess að þau verði sýknuð af öllum kröfum stefnanda, og að stefnanda verði gert að greiða stefndu málskostnað. I. Málavextir eru þeir að faðir allra málsaðila, E, lést [...] maí 2007. E hafði þá setið í óskiptu búi en maki hans var F, móðir allra stefndu, sem látist hafði [...] febrúar 2002 en stefnandi er ekki sammæðra stefndu. Óumdeilt er í málinu að miðað hafi verið við að arfshluti stefnanda hafi verið 12,5% í óskiptu búi þeirra E og F, á móti 29,17% hlut sérhvers hinna stefndu. Skömmu eftir andlát E var gengið frá beiðni til einkaskipta, erfðafjárskýrslu og einkaskiptagerð, en öll framangreind skjöl voru dagsett 31. júlí 2007 og samþykkt af sýslumanni 10. október 2007, en þeir G hrl. og H endurskoðandi sáu um frágang ofangreindra skjala fyrir hönd allra aðila þessa máls. Af hálfu stefndu er vísað til þess að H hafi við skiptin lagt til grundvallar skattframtal hins látna auk þess að kalla eftir yfirlitum frá öllum viðskiptabönkum. Erfðafjárskýrslan og einkaskiptagerð, dags 31. júlí 2007, kváðu á um að hrein eign til skipta hafi þá verið samtals 215.441.085 krónur. Hafi komið fram eignir að fjárhæð 217.065.303 krónur en stærstur hluti þeirrar fjárhæðar, eða 173.325.587 krónur, hafi verið eignir sem fram hafi komið hjá Kaupþingi banka. Erfingjar lýstu yfir með undirritun sinni að í einkaskiptagerðinni komi fram tæmandi talning á eignum og skuldum dánarbúsins og að réttilega væri frá verðmætum þeirra eða matsverði greint í öllum atriðum. Aðilar hafi undirritað einkaskiptagerðina ásamt beiðni um leyfi til einkaskipta og erfðafjárskýrslu, allar dags. 31. júlí 2007, og voru þær lagðar inn til sýslumanns 2. ágúst 2007. Samkvæmt erfðafjárskýrslunni var hrein eign til skipta 215.441.085 krónur og þar af komu 12.5% í hlut stefnanda, eða 26.930.136 krónur. Á síðari stigum áttu hins vegar eftir að koma í ljós umtalsverðar eignir erlendis sem faðir málsaðila lét eftir sig í vörslu Kaupþings banka og síðar Banque Havilland í Lúxemborg, sem ekki komu undir hin upphaflegu dánarbússkipti, en aðila greinir á um málavexti hvað þann þátt varðar og hvað þeir vissu eða máttu vita um þetta. Það sem óumdeilt liggur fyrir í málinu er að þann 29. mars 2002 hafi E heitinn fundað með stefndu þar sem þau hafi skrifað upp á leyfi hans til setu í óskiptu búi eftir andlát móður þeirra. Þar hafi E einnig lagt fyrir stefndu skjal sem beri titilinn „KAUPTHING BANK Luxembourg UNLIMITED POST MORTEM POWER OF ATTORNEY“ og óskað eftir undirritun þeirra á skjalið. Vísa stefndu til þess að E hafi þá ekki greint þeim frá tilgangi skjalsins, hvað hann hygðist fyrir með það eða hvers vegna einungis nöfn hans og stefndu hefðu verið tilgreind á því, en það hafi verið viðtekinn háttur í samskiptum stefndu við föður þeirra að hann legði fyrir þau skjöl til undirritunar og þau orðið við þessu. Það næsta er að í lok árs 2005 hafi stefnandi farið fram á að fá fyrir fram greiddan arf eftir föður sinn, en hann hafi fengið slíka fyrirframgreiðslu í minnst tvígang áður. E heitinn hafi þá verið kominn á [...] í Reykjavík og heilsu hans hrakað svo ekki hafi þótt rétt að hann undirritaði erfðafjárskýrslu um fyrir fram greiddan arf. Hafi stefnandi viljað að gengið yrði sem fyrst frá fyrirframgreiðslunni og stefndu fallist á að hann fengi greiðslu upp í væntanlegan arf með samkomulagi dags 27. janúar 2006. Samkomulagið ber með sér að vera samið af lögmanni stefnanda Rúnari S. Gíslasyni hdl. og Ásgeiri Thoroddsen hrl., sem lögmanni stefndu. Þar kemur m.a. fram að stefnandi staðfesti með undirritun sinni „að hann eigi engar frekari erfðakröfur hverju nafni sem nefnast á hendur E, búi hans eða hálfsystkinum“. Af hálfu stefndu er því svo lýst þannig að í september 2007 hafi þeim verið tilkynnt símleiðis af hálfu Kaupþings banka í Lúxemborg að E heitinn hafi átt umtalsverða fjármuni í eignastýringu hjá bankanum og væri bankinn þá að deila því fé niður í þrjú eignasöfn samkvæmt fyrirmælum hins látna, hvert í nafni eins af þeim. Af hálfu stefndu er fullyrt að þetta hafi komið þeim í opna skjöldu enda hafi þau enga vitneskju haft um umræddar eignir þar sem faðir þeirra hafi aldrei rætt við þau um þær. Hafi stefndu hvert fyrir sig í framhaldinu leitað ráðgjafar og oft rætt við starfsfólk bankans í Lúxemborg til að fá ráðleggingar um það hvernig með ætti að fara. Þessi skoðun ráðgjafa stefndu á málinu og álitsleitan til Kaupþings banka hafi hins vegar ekki skilað neinum ákveðnum ráðleggingum þegar bankinn féll í október 2008. Í kjölfarið hafi eignir í bankanum verið frystar og ekki hægt að hreyfa þær um níu mánaða skeið og hafi þetta enn aukið á óvissu um stöðu þessara eigna og hver afdrif þeirra yrðu. Í júlí 2009 hafi nýr banki, Banque Havilland, tekið við eignum og starfsemi Kaupþings banka í Lúxemborg og stefndu þá aftur fengið aðgang að umræddum reikningum. Hafi þau þá ákveðið að leita ráða H endurskoðanda um hvernig fara bæri með féð og óskuðu þau í september 2009 eftir aðstoð hans. Að lokinni skoðun á málinu hafi H haldið fund með stefndu í byrjun nóvember 2009, og þar greint þeim frá þeim kostum sem væru í stöðunni og lagt til að þau leituðu aðstoðar I hdl., sem gert hafi verið í framhaldi. Að lokinni skoðun á málinu hafi I greint stefndu frá því að rétt væri að umræddar eignir yrðu taldar eign dánarbúsins. Hafi hann ráðlagt að láta taka upp skipti búsins og leggja málið fyrir skattyfirvöld til endurákvörðunar skatts hjá hinum látna og dánarbúinu. Hafi verið farið að þeim ráðum og I veitt umboð til að afla allra upplýsinga um viðbótareignirnar og til að fara með málið til sýslumanns og skattstjóra. Þá hafi stefndu falið þeim I og H að greina stefnanda að fullu frá umræddum eignum, leggja honum til öll gögn um þær og svara öllum fyrirspurnum sem hann kynni að hafa um þær. Hafi I kallað eftir nánari upplýsingum um viðbótareignirnar frá bankanum með bréfi dags 18. nóvember 2009 og svar borist við því 23. desember 2009, en útdrátt úr þeim gögnum sé að finna í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins. Af hálfu stefndu er því lýst svo, að fengnum gögnum frá bankanum hafi I síðan haft samband við lögmann stefnanda og greint honum frá hinum framkomnu viðbótareignum. Því næst hafi I fundað með stefnanda og greint honum frá því um hvaða eignir væri að ræða, hvert áætlað verðmæti væri og hvenær og með hvaða hætti stefndu hefðu fengið vitneskju um þær. Hafi I þá gert stefnanda ljóst að stefndu hafi verið gert kunnugt um eignirnar í september 2007 þegar haft hafi verið samband við þau af hálfu bankans. Þá muni I hafa greint stefnanda frá ástæðum þess að fjármunirnir hafi ekki verið gefnir upp við búið þegar í september 2007, þ.e. vegna óvissu og þess að stefndu hafi fengið afar misvísandi ráð þegar þau hafi leitað ráðgjafar um hvernig rétt væri að fara með þessa fjármuni. Þá mun I hafa farið með stefnanda yfir fyrirhugaða endurupptöku búskipta og endurákvörðun skatts E heitins og dánarbúsins sem af þessu leiddi. Hafi I afhent stefnanda öll gögn um viðbótareignir búsins sem hann hafði aflað frá bankanum. Þá muni I hafa áréttað við stefnanda rétt hans til að fá hver þau önnur gögn eða upplýsingar um viðbótareignirnar sem hann óskaði eftir. Stefnandi hafi þá haldið fleiri fundi með I og H, ýmist einn eða með ráðgjöfum sínum. Þá hafi I einnig komið stefnanda í samband við J, starfsmann bankans, en J hafi verið tengiliður og ráðgjafi E heitins frá upphafi viðskipta hans í bankanum. Af hálfu stefnanda er þessu lýst svo að um þetta leyti hafi verið haldinn fundur stefnanda og stefndu B og C með þeim I hdl., og H endurskoðanda, þar sem farið hafi verið yfir þær eignir sem fram hefðu komið og hvað þyrfti að gera til að unnt væri að ljúka endurupptöku skipta. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að á fundinum hafi stefndu B og C hins vegar fullyrt að fyrir lægi bréf sem staðfesti að faðir þeirra hefði ánafnað stefndu öllum þeim eignum sem nú hefðu komið fram og væri á reikningum stefndu. Hafi stefnandi þá ekki rengt þetta þótt skjal þetta hafi þá ekki verið lagt fram en hann talið sig standa nokkuð höllum fæti með hliðsjón af þessum meinta vilja föður síns. Hafi þó verið ákveðið að stefnandi fengi sinn hlut af þessum fjármunum eða sem næmi 12.5%. Hafi stefnandi þá aflað mats hjá Landsbankanum á áætluðu verðmæti þeirra bréfa sem myndu þannig koma í hans hlut og hafi það verið nærri skráðu verðmæti bréfanna. Stefnanda hafi í framhaldi verið boðin eingreiðsla í peningum og gert samkomulag, dags 2. maí 2010, um greiðslu til hans að upphæð 315.000.000 króna, sem innt yrði af hendi í jöfnum hlutum af bankareikningum hvers hinna stefndu sem og gert var. Af hálfu stefndu er aðdraganda ofangreinds samkomulags hins vegar lýst svo, að eftir að fengnum leiðbeiningum skattyfirvalda um hver væri rétt skattaleg meðferð viðbótareignanna hafi dánarbúið, með bréfi dags 29. desember 2009, óskað eftir leiðréttingu á skattframtölum fyrir E heitinn fyrir gjaldárin 2004-2007 og dánarbúið fyrir gjaldárin 2008-2010 og hafi skattstjórinn í Reykjavík fallist á erindið í bréfi dags 30. desember 2009. Hafi aðilar sent sýslumanni leiðrétta erfðafjárskýrslu, dags 29. janúar 2010, þar sem verðmæti viðbótareigna var talið nema 4.037.178.939 krónum, skuldir 309.398.738 krónum og hrein eign til skipta því numið 3.727.780.201 krónu. Hafi 12.5% þeirra fjármuna átt að koma í arfshlut stefnanda, eða 465.972.525 krónur. Viðbótareignirnar hafi hins vegar að stærstum hluta verið verðbréf ýmiss konar en að litlu leyti reiðufé en aðilum hafi verið ljóst að verðmæti bréfanna hafi verið hátt metið í erfðafjárskýrslunni. Megi í því sambandi benda á að eftir að stefnandi hafi fengið öll gögn frá I um eignirnar hafi hann leitað sér aðstoðar sérfræðings við mat á þeim, K, fyrrum útibússtjóra Búnaðarbankans og síðar Landsbanka Íslands hf., og hafi stefnandi, I og K fundað um viðbótareignirnar og mat á þeim. Þá hafi Landsbankinn hf. framkvæmt verðmat fyrir stefnanda á eignasafninu, en samkvæmt því mati hafi verðmæti viðbótareignanna verið talið vera 3.267.716.812 krónur, en að teknu tilliti til skulda hafi hrein eign til skipta verið 2.958.318.074 krónur og arfshlutur stefnanda þá metinn 369.789.760 krónur. Stefnanda hafi þá hins vegar ekki hugnast að fá arfshlut sinn í eignum búsins afhentan heldur sóst eftir að gera samkomulag um að fá tiltekna fjárhæð greidda í reiðufé sem fullnaðaruppgjör á sínum hlut. Hafi stefnandi gert tillögu um að hann fengi greitt fyrir arfshlut sinn 408.464.601 krónu á grunni framangreinds mats Landsbankans hf., sem nemi 12,5% af verðmati á eignum búsins, án tillits til skulda. Að loknum samningaviðræðum hafi aðilar gert samkomulagið 2. maí 2010, en samkvæmt því skyldi greiða stefnanda alls 315.000.000 króna á bankareikning sem hann tilnefni „svo fljótt sem auðið er eftir undirritun“, eins og segi í samkomulaginu og hafi það verið efnt. Hafi m.a. verið tekið fram í samkomulaginu að stefnandi ætti ekki frekari kröfur á dánarbúið eða aðra erfingja dánarbúsins, en einnig að aðilar væru sammála um að stefnandi skyldi ekki bera neinn frekari kostnað af skiptum búsins. Það næsta er að þann 7. febrúar 2011 hóf skattrannsóknarstjóri ríkisins formlega rannsókn á skattskilum E heitins, dánarbús hans og erfingja. Hafi rannsókn lokið 29. október 2012 með útgáfu skýrslu skattrannsóknarstjóra. Af hálfu stefndu hafi verið gerðar athugasemdir við skýrsluna, síðast með bréfi Deloitte dags 31. maí 2012. Hafi skattrannsóknarstjóri sent ríkisskattstjóra skýrsluna með bréfi dags 29. október 2012, en með bréfi dags. 22. október 2013 hafi ríkisskattstjóri lýst því yfir að ekki yrði fallist á niðurstöður skattrannsóknarstjóra í skýrslunni og að ekki yrði annað séð en að meðferð málsins hjá skattstjóra hefði verið í samræmi við lög. Kemur fram í bréfinu að með vísan til þessa telji ríkisskattstjóri ekki ástæðu til að aðhafast frekar í máli dánarbúsins og yrði málið því sent aftur til skattrannsóknarstjóra. Af hálfu stefndu er því lýst að 29. ágúst 2012 hafi H síðan afhent stefnda B lokað umslag. Hafi H þá greint frá því að umslagið væri frá föður aðila og verið afhent honum með fyrirmælum um að það bærist stefnda B að föður hans látnum. H hafi lagt það í bankahólf sitt en þar hefði það gleymst til þess tíma. Hafi innihald umslagsins reynst vera afrit af fyrrnefndu skjali er beri titilinn, „KAUPTHING BANK Luxembourg UNLIMITED POST MORTEM POWER OF ATTORNEY“ og stefndu hafi undirritað að ósk föður þeirra 29. mars 2002. Með bréfi lögmanns stefnanda, dags 5. desember 2012, hafi þess svo verið krafist að stefnanda yrðu greiddar 584.713.433 krónur auk dráttarvaxta. Þá hafi með bréfi lögmannsins, dags. 11. maí 2013, þess verið krafist að stefnanda yrðu greiddar 730.453.200 krónur auk dráttarvaxta, en tekið fram að hann væri tilbúinn að fallast á greiðslu að fjárhæð 600.000.000 króna, að viðbættum innheimtukostnaði. Komi fram að kröfurnar séu byggðar á því að stefndu hafi skipt með sér viðbótareignum búsins í september 2007, en leynt stefnanda tilvist þeirra þar til í árslok 2009. Að mati stefndu hafi enginn fótur verið fyrir kröfum stefnanda. Þrátt fyrir það hafi stefndu samþykkt að ræða við stefnanda í því skyni að koma afstöðu sinni á framfæri. Af hálfu stefndu hafi stefndi D tekið þátt í þeim viðræðum og hafi þær staðið með hléum fram að því að stefna í málinu hafi verið birt í árslok 2013. Í ljósi hinna löngu og ítarlegu viðræðna af hálfu aðila, þar sem afstaða stefndu hafi verið komið rækilega á framfæri, hafi þau ekki talið tilefni til að svara frekar fyrrgreindum kröfugerðum bréflega. Af hálfu stefnanda er því hins vegar haldið fram í málinu að hann hafi ekki vitað betur 31. júlí 2007 en að með fyrrgreindri erfðafjárskýrslu og einkaskiptagerð hafi allar eignir dánarbúsins komið fram og þeim verið skipt. Það hafi því komið honum í opna skjöldu þegar hann hafi fengið þær fréttir í lok árs 2009 að komið hefðu fram verulegar viðbótareignir í dánarbúinu erlendis. Hann hafi síðan gert samkomulag við stefndu um arfskörfu dags 2. maí 2010, þar sem 315.000.000 króna hafi komið í hans hlut. Hafi hann þá lagt til grundvallar því að stefndu hafi ekki vitað um eða haft aðgang að umræddum viðbótareignum erlendis fyrr en um það sama leyti árið 2009. Þann 4. mars 2011 hafi stefnandi hins vegar verið boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Hafi stefnandi þar fyrst fengið ávæning af því að stefndu hefðu í reynd haft vitneskju um viðbótareignir dánarbúsins eigi síðar en árið 2007. Rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á dánarbúinu hafi lokið 29. október 2012 með útkomu skýrslu sem stefnandi hafi fengið eintak af. Skýrslan hafi m.a. að geyma sannanir fyrir því að stefndu hafi skipt á milli sín viðbótareignum dánarbúsins 12.14. september 2007, eignum sem ekki hafi komið fram við fyrri skipti á búinu. Þessum eignum hafi stefndu haldið leyndum fyrir stefnanda sem og opinberum aðilum allt til áramóta 2009−2010. Með skýrslunni hafi stefnandi í fyrsta sinn séð skjal það sem stefndu hafi byggt á þegar þau hafi staðhæft að þau ættu ein þá fjármuni sem færðir höfðu verið á reikninga þeirra þriggja. Skjalið beri heitið ,,Unlimited post mortem power of attorney“ og sé dags. 29. mars 2002. Þegar stefnandi hafi leitað greiningar á skjalinu hafi honum orðið ljóst að skjalið væri ekki ígildi erfðaskrár eða ánöfnun eigna á nokkurn hátt heldur aðeins umboð. Stefnanda hafi þá orðið ljóst að hann hafi verið blekktur um innhald skjalsins við endurupptöku skipta á dánarbúinu. Ágreiningsefnið snúist um að stefnandi telji að brotið hafi verið á rétti hans til arfshlutar frá þeim tíma sem stefndu hafi látið færa óskráðar eignir dánarbúsins á eigin bankareikninga í stað þess að fara þá þegar fram á endurupptöku skiptanna. Þá liggi fyrir að stefndu hafi að einhverju marki nýtt innistæður þessara reikninga, þó þær fjárhæðir komi ekki fram með skýrum hætti í skýrslu skattrannsóknarstjóra, áður en hafist hafi verið handa við endurupptöku skiptanna. Það fé sem stefndu hafi þannig nýtt í eigin þágu fyrir endurupptöku skiptana hafi ekki skilað sér inn í búið. Stefnandi hafi krafðist leiðréttingar með bréfi, dags 5. desember 2012, sem sent hafi verið öllum stefndu, sem hafi haft yfirskriftina vangreiddur arfur og brostnar forsendur. Í bréfinu hafi stefnandi rakið málavexti og farið fram á leiðréttingu. Kröfur stefnanda hafi miðað að því að hann yrði jafn settur og ef skiptin hefðu verið endurupptekin þegar eftir að eignir dánarbúsins erlendis hafi komið í ljós. Ítrekunarbréf hafi verið sent 11. maí 2013 á alla stefndu en krafa stefnanda sé í bréfi þessu leiðrétt eftir nánari skoðun á ítarlegri skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins. Þar sem stefndu hafi ekki sinnt kröfum stefnanda hafi hann stefnt kröfum sínum fyrir dóm til að ná fram rétti sínum. II. Stefnandi byggir aðalkröfu sína um greiðslu 485.708.301 krónu á að samkvæmt skýrslu skattrannsóknarstjóra hafi heildarstaða eignasafns dánarbús nr. 100120, þann 1. ágúst 2007, verið 4.090.175.167 krónur þegar stefndu hafi borið að hlutast til um endurupptöku skipta á því, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 20/1991. Hlutur stefnanda sé 12,5% af þeirri fjárhæð eða 511.271.896 krónur. Hlutur stefnanda að frádregnum erfðafjárskatti, sem í tilviki þessa bús hafi verið 5%, geri stefnufjárhæðina 485.708.301 krónu, en skatturinn sé þegar greiddur og tekið tillit til þess í kröfugerð. Stefndu geti ekki lagt aðra og lægri fjárhæð til grundvallar þar sem þeim hafi þegar í ágúst 2007 borið að tilkynna sýslumanni um þessar eignir sem hefðu átt að koma til skipta við gerð erfðafjárskýrslu búsins dags 31. júlí 2007. Stefnandi byggi á að stefndu hafi vitað um ótilgreindar eignir búsins svo snemma sem 29. mars 2002, þegar þau hafi undirritað umboðið ,,Unlimited Post Mortem Power of Attorney“, þar sem tilgreindur sé bankareikningur í Kaupthing Bank, Luxembourg. Einnig sé ljóst að stefndu hafi vitað um þessar eignir dánarbúsins 28. og 30. ágúst 2007, þegar þau hafi stofnað reikninga þá sem eignum búsins hafi verið deilt niður á. Í ágúst 2007 hafi á meðal eigna búsins verið verðmæti sem hafi orðið að engu í bankahruninu í október 2008. Þessi verðmæti hafi stefnandi átt tilkall til að hluta í ágúst 2007 og hefði átt að eiga kost á ráðstafa þeim þá eða síðar fyrir hrun ef stefndu hefðu farið að lögum, sbr. fyrrgreinda grein laga um skipti á dánarbúum, o.fl. Í tilgreiningu eigna í erfðafjárskýrslu dags 29. desember 2009 og kynningu á eignum búsins fyrir undirritun hennar, sé ekkert tillit tekið til ráðstöfunar stefndu á fjármunum búsins í eigin þarfir allt frá því að þau hafi fært innistæður af reikningi búsins inn á eigin reikninga í september 2007 og þar til gagna hafa verið aflað til frágangs á síðari erfðafjárskýrslu dags 29. desember 2009. Fyrir liggi að stefndu hafi þegar í september 2007 byrjað að ráðstafa eignum búsins. Kröfu um dráttarvexti frá 1. október 2007 byggi stefnandi á því að stefndu sjálf hafi stofnað reikninga í Banque Havilland S.A., 28. og 30. ágúst 2007, augljóslega í þeim tilgangi að skipta eignum dánarbúsins á milli sín og færa þær allar inn á þessa nýstofnuðu reikninga sína. Hafi það gengið eftir 12.14. september 2007. Af skýrslutöku yfir stefndu verði ekki annað ráðið en þau hafi talið sig hafa fullan ráðstöfunarrétt yfir allri innistæðu þessara reikninga frá stofnun þeirra í eigin þágu. Á yfirlitum reikninga stefndu komi fram að þau hafi þegar verið farin að ráðstafa fjármunum dánarbúsins til eigin þarfa í september og október 2007. Stefnandi hafi á móti enga vitneskju haft um þessar eignir fyrr en um áramót 2009−2010 og ekkert getað með ávöxtun eða ráðstöfun þeirra gert frá ágúst 2007 og til þeirrar stundar að stefndu hafi greitt stefnanda 315.000.000 króna þann 2. maí 2010 á grundvelli samkomulags, sem hvað stefnanda varði, hafi byggt á þeirri forsendu að þessar eignir hefðu ekki komið í ljós fyrr en undir lok ársins 2009 og væru fram til þess óhreyfðar. Dráttarvaxtakrafan frá 1. október 2007 byggi á að stefndu hafi leynt stefnanda réttum arfshluta frá ágúst 2007 án þess að nokkur haldbær rök réttlæti þá háttsemi. Stefnandi telji engin rök til þess að viðurkenna aðra og lægri vexti en dráttarvexti fyrir þann tíma þar sem leynt hafi verið lögmætum arfshluta hans og honum þá jafnframt meinað að ávaxta arfshlutann eftir eigin vilja frá þeim tíma. Stefndu hafi vitað um tilvist eignasafns dánarbúsins frá 29. mars 2002, þótt þau hafi ekki vitað um stöðu þess á hverjum tíma fyrr en eftir andlát föður þeirra. Þau hafi ákveðið að leyna tilvist eignasafnsins með því að stofna þrjá reikninga í eigin nafni 28. og 30. ágúst 2007 sem eignir dánarbúsins hafi síðan allar verið færðar inn á. Rök stefndu í skýrslutökum fyrir ástæðum undanskots eigna séu haldlausar. Stefndu hafi þar borið því við að þau hafi leitað til fjölda sérfræðinga um hvað hefði átt að gera en engin svör hafi verið á sama veg en þau hafi þó neitað að gefa upp nöfn þeirra sem leitað hafi verið til. Ákvæði 95. gr. laga nr. 20/1991 kveði skýrt á um hvað erfingjum beri að gera ef litið væri svo á að eignirnar hefðu ekki komið fram fyrr en eftir lok einkaskipta 31. júlí 2007. Varakröfuna byggi stefnandi á hlutfallslegum útreikningi á stöðu dánarbúsins 1. júlí 2007 og 29. janúar 2010. Hlutur stefnanda í dánarbúinu sé 12,5% en samkvæmt erfðafjárskýrslu 29. janúar 2010 hafi hann átt 442.673.899 krónur eftir greiðslu arfs. Greiðslan sem stefnandi hafi fengið hafi verið 315.000.000 króna eða 71,2585% af réttmætum arfshluta. Hlutur stefnanda í búinu 1. júlí 2007 að frádregnum erfðafjárskatti sé eins og greini í aðalkröfu 485.708.301 króna, en 71.1585% af þeirri fjárhæð sé varakrafan sem sé 345.622.625 krónur. Stefnandi byggi kröfu sína um vexti af varakröfu frá 1. október 2007 á sömu rökum og getið sé um varðandi aðalkröfuna. Þrautavarakröfu um greiðslu 315.000.000 króna auk dráttarvaxta frá 1. október 2007, byggi stefnandi á að ef, þrátt fyrir allt, yrði litið svo að stefnandi hefði sæst á greiðslu skerts hlutar í dánarbúinu, að sömu fjárhæð og hann hafi gert 29. janúar 2010, hafi hann þó átt að eiga þess kost að ávaxta það fé frá þeim sama tíma og stefndu færðu fjármuni búsins inn á sína reikninga. Að öðru leyti byggi stefnandi kröfu sína um vexti af þrautavarakröfu frá 1. október 2007 á sömu rökum og gilda um aðalkröfu. Stefnandi vísi til meginreglna erfðalaga og laga um skipti á dánarbúum o.fl. Um varnarþing vísist til 32. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en kröfu um málskostnað styðji stefnandi við 129. gr., og 1. mgr. 130. gr. þeirra laga. III. Stefndu byggja sýknukröfu sína aðallega á því að þeir hafi uppfyllt allar upplýsingaskyldur við stefnanda áður en gengið hafi verið frá erfðafjárskýrslu og samkomulagi um uppgjör vegna þeirra viðbótareigna í dánarbúi föður þeirra sem í ljós hafi komið í september 2007. Þá hafi stefndu þegar í nóvember 2009 falið H endurskoðanda og I hdl. að afla ítarlegra upplýsinga um viðkomandi eignir, allt frá því áður en faðir þeirra lést og fram til nóvember 2009, leggja þær fyrir stefnanda og veita honum hverjar þær upplýsingar sem hann eða ráðgjafar hans kynnu að óska eftir. Til þess hafi stefndu veitt I víðtækt umboð til að afla gagna frá bankanum. Hafi stefnandi því mátt vita, áður en viðbótareignunum hafi verið skipt, allt það sem stefndu vissu um umræddar viðbótareignir búsins. Stefnandi hafi vitað, þegar gengið var frá erfðafjárskýrslu 29. janúar 2010, að stefndu hefðu enga vitneskju haft um viðbótareignirnar fyrr en í september 2007 þegar Kaupþing banki í Lúxemborg hafi tilkynnt þeim um þær og að þeim hefði verið skipt niður á reikninga í nafni þeirra þriggja. Þá hafi stefnandi einnig fengið fulla vitneskju um eignasafnið, verðmæti þess, samsetningu og breytingar á því allt frá árinu 2003 og fram til þess að gengið hafi verið frá skiptum á því. Jafnvel þótt stefndu hefðu ekki veitt stefnanda upplýsingar um hvenær þeim hefði borist vitneskja um eignirnar eða um önnur atriði þeim tengd þá hafi það staðið stefnanda nær, eftir að stefndu höfðu gefið þær eignir upp við búið, að nýta rétt sinn til að kalla eftir frekari upplýsingum sem hann taldi sig þurfa, hvort sem væri frá lögmanni búsins, banka eða frá stefndu. Stefndu hafi ekki haft vitneskju um viðbótareignirnar áður en þeim hafi verið tilkynnt um þær í september 2007. Mótmælt sé að undirritun á skjal að beiðni föður þeirra árið 2002 skjal sem þau hafi engar skýringar fengið á frá honum og ekki séð aftur fyrr en eftir að bankinn hafi opnað aftur hafi gefið þeim tilefni til að kalla eftir upplýsingum frá Kaupþingi fimm árum síðar. Slíkum staðhæfingum sé mótmælt sem ósönnuðum. Stefndu hafi mátt ætla, að hverjar sem skyldur þeirra væru til að veita atbeina að því að fá upplýst hverjar eignir féllu undir búið, þá hafi þeim verið fullnægt með því að fulltrúa lögerfingja hafi verið veitt umboð til að leita heimildar sýslumanns til að óska eftir upplýsingum frá öllum innlánsstofnunum um eignir búsins. Stefndu hafi hvorki átt aðkomu að þeirri ráðstöfun á viðbótareignum búsins sem hafi átt sér stað í september 2007, þegar þeim var skipt á þrjá reikninga í þeirra nafni, né að þeirri aðgerð að stofna þá reikninga og sé því mótmælt sem ósönnuðu. Þvert á móti sé byggt á að fyrir liggi að þær aðgerðir hafi verið framkvæmdar af bankanum sjálfum samkvæmt skriflegum fyrirmælum sem þar hafi legið fyrir frá föður þeirra. Þá sé því af sömu ástæðu mótmælt að umrædd færsla fjármuna á reikninga í nafni stefndu verði talin „ráðstöfun stefndu á fjármunum búsins í eigin þarfir“, svo sem nefnt sé í stefnu. Mótmælt sé að ekki verði annað ráðið af skýrslutöku yfir stefndu en að þau hafi „talið sig hafa fullan ráðstöfunarrétt yfir allri innistæðu þessara reikninga í eigin þágu“. Þvert á móti verði ráðið af öllum gögnum málsins að þau hafi lagt sig fram um að raska sem minnst þessu eignasafni þar til fyrir lægi hvernig rétt væri að ráðstafa því. Stefndu hafi hvorki brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 20/1991 né öðrum ákvæðum þeirra laga. Þau mótmæli því að í ákvæðinu felist viss tímafrestur til að gefa viðbótareignir upp til skipta. Hafi skilyrðum ákvæðisins verið fullnægt þegar viðbótareignirnar voru gefnar upp við búið í september 2009. Jafnvel þótt slíkur frestur yrði talinn felast í ákvæðinu sé ósannað að stefndu hafi farið út fyrir hann. Réttmætar ástæður séu fyrir því að töf hafi orðið á því að viðbótareignirnar hafi verið gefnar upp við búið. Þótt brotið væri gegn 2. mgr. 95. gr. laga nr. 20/1991, myndi slíkt ekki geta leitt til þess að skipti yrðu miðuð við stöðu búsins á öðru tímamarki en við lok skipta, sem stefnandi virðist byggja á, en í málatilbúnaði hans felist þó ekki krafa um endurupptöku skipta, enda séu skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 20/1991 til þess ekki uppfyllt. Þótt kröfur stefnanda virðist byggðar á sök stefndu hafi hann ekki uppi skaðabótakröfur, enda sé af hans hálfu ekki myndast við að sanna bótagrundvöll, svo sem hvort skilyrði almennu skaðabótareglunnar eða annarrar bótareglu eigi við. Þá sé umfang meints tjóns ósannað og í hverju það ætti að vera fólgið. Krafa stefnanda um fjárkröfu verði heldur ekki byggð á lögum nr. 20/1991, svo sem 2. mgr. 84. gr., enda séu skilyrði ekki uppfyllt fyrir slíku og engan rökstuðning fyrir því að finna í stefnu. Með samkomulagi málsaðila, 27. janúar 2006, þar sem staðfest hafi verið að stefnandi „eigi engar frekari erfðakröfur hverju nafni sem nefnast á hendur E, búi hans eða hálfsystkinum“, hafi hann afsalað sér kröfum til frekari arfs og sé bundinn við samkomulagið, enda ekkert komið fram sem raskað geti gildi þess og séu hvorki hafðar uppi kröfur né málsástæður þess efnis. Stefnandi hafi sem aðrir erfingjar við einkaskipti rétt til að ráðstafa réttindum með bindandi hætti og megi um það vísa sérstaklega til 28. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Því hafi allar frekari greiðslur dánarbúsins og stefndu til stefnanda, vegna síðar til kominna eigna, verið inntar af hendi umfram skyldu og sé mótmælt sem ósönnuðu að stefnanda hafi stofnast réttur til frekari krafna af hendi dánarbúsins eða stefndu, þar á meðal krafna er hann hafi uppi í þessu máli. Fyrirliggjandi erfðafjárskýrsla vegna viðbótareigna dánarbúsins sé rétt, enda ósannað að eignirnar séu eða hafi verið aðrar og meiri við lok skipta en þar komi fram, eða 4.037.178.939 krónur. Af þeim sökum og með vísan til grandsemi stefnanda hafi aðilar verið fyllilega bærir til að ráðstafa réttindum með því samkomulagi sem þeir hafi gert 2. maí 2010 og séu við það bundnir. Það samkomulag sé að fullu í gildi, enda taki það til sakarefnisins og ráðstafi því, stefndu hafi þegar uppfyllt það að fullu og í því sé sérstaklega kveðið á um að stefnandi ætti ekki frekari kröfur á dánarbúið eða aðra erfingja. Samkomulagið sé stefnanda í vil í ljósi hagræðis af því að fá uppgjör í reiðufé og losna undan frekari ábyrgð á kostnaði búsins. Samkomulaginu verði ekki raskað með dómi enda engin slík krafa eða málsástæða höfð uppi af hálfu stefnanda um ógildingu eða breytingu. Þar sem í öllum dómkröfum stefnanda felist breyting á samkomulagi aðila um fullnaðaruppgjör, án þess að teflt sé fram málsástæðum sem heimili breytingu á því, verði að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Ítrekuð séu mótmæli við að skipti verði miðuð við stöðu á öðru tímamarki en við lok skipta, enda önnur tilhögun á bússkiptum ekki gerleg og engin lagastoð fyrir slíkri kröfu. Þá sé mótmælt sem órökstuddu að miða skuli við tímamarkið 1. ágúst 2007, sem sé um mánuði áður en stefndu hafi borist vitneskja um umræddar eignir. Mótmælt sé þeirri forsendu fyrir útreikningi aðalkröfu stefnanda að ekkert tillit skuli tekið til skulda dánarbúsins sem að stærstum hluta séu ógreiddir tekju- og fjármagnstekjuskattar búsins og þar áður föður aðila, allt aftur til ársins 2004. Ef til kæmi að fallist yrði að einhverju leyti á kröfur stefnanda, byggi stefndu á að til frádráttar skuli koma sá arfur sem stefnandi hafi fengið fyrir fram greiddan eftir föður aðila, sbr. 2. sbr. 1. mgr. 29. gr. erfðalaga nr. 8/1962, framreiknaður til verðlags til þess tíma sem frádráttur hafi átt sér stað, þ.e. við dómsuppsögu, sbr. einkum 31. gr. erfðalaga. Muni hér annars vegar vera um að ræða kröfu vegna fyrirframgreiðslu arfs samkvæmt erfðafjárskýrslu dags 1. ágúst 1989, þar sem stefnanda hafi verið greiddar 4.000.000 króna í reiðufé og hins vegar samkvæmt erfðafjárskýrslu dags 29. janúar 2001, þar sem honum séu úthlutuð hlutabréf úr búinu að verðmæti 20.000.000 króna. Vaxtakröfum stefnanda sé mótmælt sem ósönnuðum og órökstuddum enda engin lagarök færð fyrir þeim. Kröfum um dráttarvexti og upphafsdegi þeirra sé mótmælt sem órökstuddum. Vaxtakröfur stefnanda séu að hluta til fallnar niður fyrir fyrningu. Að því leyti sem þær séu byggðar á að stefndu hafi leynt stefnanda upplýsingum um viðbótareignir sé vísað til fyrrgreindra mótbára. Stefnandi hafi notið að fullu vaxta og verðbóta sem eignir búsins hafi borið allt til þess að hann hafi fengið fullnaðargreiðslu á arfshluta sínum 29. janúar 2010. Þótt kröfur stefnanda væru byggðar á 2. mgr. 84. gr. laga nr. 20/1991 yrðu dráttarvextir ekki greiddir á þeim grundvelli. Því sé mótmælt að skýrsla skattrannsóknarstjóra hafi sjálfstætt sönnunargildi í málinu, svo sem um þær staðhæfingar að eignir dánarbúsins hafi verið metnar á 4.090.175.167 krónur, 1. ágúst 2007, eins og vísað sé til í stefnu. Mun áreiðanlegri upplýsingar um stöðu búsins, á ýmsum tímum sé að finna í gögnum sem aflað hafi verið beint frá viðkomandi banka fyrir hönd dánarbúsins og fram komi t.d. í fylgiskjali með erfðafjárskýrslu aðila dags 29. janúar 2010. Hvað áreiðanleika varði sé bent á að ríkisskattstjóri hafi lýst yfir í bréfi 22. október 2013 að ekki verði fallist á niðurstöður skattrannsóknarstjóra í málinu og ekki sé ástæða til að aðhafast frekar í því. Stefndu vísi til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um kröfu sína um málskostnað. Þar sem þau geti ekki nýtt greiddan virðisaukaskatt sem innskatt sé krafist að tekið verði tillit til þess við ákvörðun málskostnaðar. Stefndu byggi kröfu sína á almennum reglum samninga- og kröfuréttar um skuldbindingargildi loforða og réttar efndir krafna. Þá styðji stefndu kröfu sína við ákvæði laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum, lög nr. 150/2007 um fyrningu, lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur og meginreglur íslensks réttar, einkum erfða-, skipta-, kröfu- og samningaréttar. IV. Málatilbúnaður stefnanda og kröfugerð á hendur stefndu verður að skiljast svo að grundvallist á því að stefnandi telji sig ekki fullum fetum bundinn af samkomulagi því sem málsaðilar gerðu dags 2. maí 2010 um innbyrðis uppgjör stefnanda og stefndu á viðbótareigum dánarbúsins, sem ekki komu til skipta í upphaflegri einkaskiptagerð, dags 31. júlí 2007. Virðist stefnandi byggja á því að stefndu hafi vísvitandi leynt hann upplýsingum um þann umtalsverða viðbótararf þeirra sem síðar kom fram hjá Kaupþingi banka í Lúxemborg og sem síðar varð Banque Havilland, en stefndu hafi mátt vera kunnugt um tilvist fjármunanna erlendis allt frá árinu 2002 þegar þau hafi ritað á umboð hjá föður þeirra sem tengdist fjármunum hans erlendis. Stefndu byggja hins vegar á því að þau hafi ekkert vitað um tilvist eða umfang þessara fjármuna fyrr en í september árið 2007 þegar Kaupþing tilkynnir þeim um fjármunina sem hafi verið í eignastýringu hjá bankanum úti. Stefnandi byggir á því að honum hafi ekki verið tilkynnt um þessa viðbótarfjármuni dánarbúsins eða veittar upplýsingar um þá fyrr en síðla hausts 2009 og hafi hann þá miðað við að stefndu hefðu ekki haft vitneskju um eða haft ráðstöfun fjármunanna fyrr á hendi. Það hafi reynst rangt, sbr. umfangsmikla skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins um dánarbú E, sem stefnandi byggir á, en rannsókn þeirri lauk þann 29. október 2012. Virðist á því byggt af hálfu stefnanda að stefndu hafi frá 1. október 2007, einhliða og án hans vitundar, ráðstafað og jafnvel hagnýtt sér þessa viðbótarfjármuni sem hafi þá þegar átt að koma til skipta í dánarbúinu árið 2007, og þar með hafi verið brostnar forsendur fyrir því samkomulagi sem hann gerði við stefndu um skiptingu þessara fjármuna 2. maí 2010 og hann vilji nú fá hlut sinn réttan úr hendi stefndu svo sem lýst sé í kröfugerð stefnanda. Af hálfu stefndu er hins vegar byggt á því að stefnandi hafi haft fullnægjandi aðgang að öllum upplýsingum um viðbótareignir dánarbúsins áður en samkomulag þeirra um skiptingu þeirra eigna hafi verið gert 2. maí 2010. Stefnandi hafi haustið 2009 verið upplýstur um að stefndu hafi fengið upplýsingar um tilvist fjármunanna í september árið 2007, sem bankinn úti hafi sjálfur lagt inn á þrjá aðgreinda reikninga í jöfnum hlutum hjá öllum stefndu samkvæmt fyrirmælum föður þeirra, samkvæmt umboðinu frá 29. mars 2002, en tekið hafi umtalverðan tíma fyrir stefndu að vinna úr því hvernig ætti með þetta að fara gagnvart dánarbúinu, auk þess sem fjármunirnir hafi síðan verið frystir erlendis frá falli Kaupþings í október 2008 og þar til í júlí 2009 þegar Banque Haviland hafi tekið við bankastarfseminni í Lúxemborg. Sú ráðstöfun að stefnandi hafi fengið útborgun í lausafé á sínum arfshluta með samkomulaginu 2. maí 2010 hafi verið samkvæmt hans eigin óskum þar um og hann haft hagræði af því. Með hliðsjón af vitnisburði þeirra H endurskoðanda, og I lögmanns, sem önnuðust um einkaskipti málsaðila, verður að miða við það að stefnandi hafi haft fullnægjandi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um stöðu dánarbúsins áður en hann gerði samkomulagið við stefndu dags 2. maí 2010 um skiptingu á þeim viðbótarfjármunum dánarbúsins sem um er deilt í máli þessu. Í framburði I kom fram að á fundum þeim sem haldnir hefðu verið með erfingjum dánarbúsins í desember 2009 og í janúar 2010 hafi hann upplýst stefnanda um að hann hafi að hans mati átt arfskröfu sem lögerfingi varðandi viðbótareignirnar sem samsvaraði 12.5% af eignunum, að stefndu hefðu vitað um þessa fjármuni og haft þá á reikningum sínum erlendis síðan haustið 2007, auk þess sem stefnandi hafi þá jafnframt fengið aðgang að öllum gögnum frá bankanum úti sem vörðuðu eignasafnið. Þá hefur vitnið L, sem starfaði við eignastýringu fyrir E heitinn í bankanum Lúxemborg, upplýst fyrir dómi að fyrrgreindir þrír bankareikningar í nafni stefndu hafi verið stofnaðir að frumkvæði bankans úti, og að það hafi verið gert samkvæmt umboðinu frá 29. mars 2002, en stefndu hafi ekki staðið að þeim gjörningi. Fallast ber á með stefnanda að stefndu hafi þrátt fyrir tilgreindar ástæður dregið það óhæfilega lengi að upplýsa stefnanda um tilvist þeirra viðbótareigna í bankanum í Lúxemborg sem tilheyrt hafi dánarbúinu. Það breytir því þó ekki að þegar stefnandi gerir samkomulag við stefndu þann 2. maí 2010 um skiptingu eigna dánarbúsins virðist hann a.m.k. hafa haft aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um stöðu þess, sem og um stöðu sína sem erfingja, svo sem að framan greinir. Þá verður ekki séð að stefnandi hafi í máli þessu fært sönnur á að stefndu hafi misfarið með umræddar viðbótareignir búsins, þannig að tiltekið tjón hafi leitt af, áður en samkomulagið 2. maí 2010 var gert um skiptingu þeirra fjármuna. Með vísan alls til framangreinds er það því niðurstaða dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu stefnanda að grundvöllur sé til að fallast á kröfur hans í málinu, hvorki samkvæmt aðalkröfu, varakröfu, né þrautavarakröfu, eins og þær liggja fyrir, og með vísan til þess ber því að sýkna stefndu af dómkröfum stefnanda í málinu. Eins og málið liggur fyrir þykir þó rétt að málskostnaður falli niður. Málið flutti Rúnar S. Gíslason héraðsdómslögmaður, fyrir hönd stefnanda, en Hörður Helgi Helgason héraðsdómslögmaður, fyrir hönd stefndu. Pétur Dam Leifsson, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. D ó m s o r ð Stefndu, B, C og D, skulu vera sýkn af dómkröfum stefnanda, A, í máli þessu. Málskostnaður fellur niður. |
Mál nr. 445/2005 | Firma Lén Samruni félaga Dagsektir Aðfinnslur | Aðilar málsins deildu um hvort G væri heimilt að nota orðið „Gagnastýring“ í heiti sínu og jafnframt hvort honum væri heimilt að nota lén sem hafi að geyma sama heiti. S hafði við samruna tveggja félaga árið 2001 tekið yfir eignir og skuldir félags sem bar heitið Gagnastýring ehf. Meðal þeirra verðmæta sem runnu til yfirtökufélagsins var nafn hins yfirtekna félags og viðskiptavild sem því kynni að tengjast. Hluthafar hins yfirtekna félags fengu greitt fyrir þessi verðmæti með hlutabréfum í S. Í upphafi hafði ætlunin verið að yfirtökufélagið bæri nafn beggja félaganna, en síðar var ákveðið að sameina rekstur þeirra undir nafni S. Í ágúst 2002 óskaði S þess að hið yfirtekna félag yfir afmáð úr hlutafélagaskrá. Þetta leiddi af því að félaginu hafði verið slitið við samrunann og var ekki talið að forsvarsmaður G hafi mátt líta á það sem afsal af hálfu S á þeirri viðskiptavild sem greitt hafði verið fyrir með hlutabréfum við samrunann og tengdist nafninu „Gagnastýring“. Fyrir lá að þótt orðið „Gagnastýring“ hafi ekki verið tekið upp í nafn S hafði það að vissu marki verið nýtt í rekstri félagsins. Var ekki talið að G, en fyrirsvarsmaður þess félags var grandsamur um framsal réttinda við samrunann, hafi getað öðlast rétt til firmaheitisins Gagnastýringar. Þá hélt G því fram í málinu að samkomulag hafi verið með aðilum að hann tæki yfir lénið gagnastyring.is og þann kostnað er því fylgdi. Var það talið ósannað gegn andmælum S. Var fallist á kröfu S varðandi notkun lénsins. | Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 14. október 2005. Hann krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda og að viðurkennt verði að áfrýjandi sé réttmætur eigandi firmaheitisins Gagnastýring. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Til vara krefst hann þess að dagsektir verði felldar niður eða lækkaðar og málskostnaður í því tilviki felldur niður á báðum dómstigum. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. I. Á árinu 2001 var ákveðið að sameina rekstur tveggja félaga, Strikamerkja hf. og Gagnastýringar ehf. Í samrunaáætlun 6. september 2001 sagði í 1. gr. að stjórnir félaganna væru sammála um að sameina þau á grundvelli XIV. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög og XIV. kafla laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og skyldi nafn hins sameinaða félags verða Strikamerki-Gagnastýring hf. Í 2. gr. var kveðið á um að hluthafar í Gagnastýringu ehf. skyldu fá hluti í Strikamerkjum hf. að tilteknu nafnverði fyrir allt hlutafé sitt í Gagnastýringu ehf. og skyldi hlutafé yfirtökufélagsins hækkað sem því næmi. Byggðist endurgjaldið á verðmæti félaganna umfram skuldir og var í því efni „byggt á eignastöðu félaganna og framtíðartekjustraumum þeirra.“ Samkvæmt 3. gr. og 4. gr. skyldu allar eignir og skuldbindingar Gagnastýringar ehf. renna inn í Strikamerki hf. og það félag frá samrunadegi taka við öllum tekjum og greiða öll gjöld vegna Gagnastýringar ehf. Í greinargerð 26. september 2001, sem stjórnir félaganna gerðu sameiginlega með vísan til 121. gr. laga nr. 2/1995 og 96. gr. laga nr. 138/1994, kom á hinn bóginn fram að ákveðið hafi verið að sameina rekstur félaganna undir nafni Strikamerkja hf. Þar kom einnig fram að við ákvörðun þess hlutafjár sem hluthafar í Gagnastýringu ehf. fengju fyrir hluti sína hefði, auk mats á eignum og skuldum félaganna, verið lagt mat á viðskiptavild sem í rekstri þeirra fælist og nýtast myndi hinu sameinaða félagi. Í tilkynningu til hlutafélagaskrár 22. október 2001 kom fram að eftir samrunann myndi félagið bera nafn yfirtökufélagsins. Á hluthafafundi 15. febrúar 2002 voru samþykktar nýjar samþykktir fyrir félagið og skyldi nafn þess vera Strikamerki hf. Með bréfi 6. ágúst 2002 var hlutafélagaskrá tilkynnt um að á fyrrnefndum hluthafafundi hafi verið samþykkt að sameina félögin. Var þess óskað að félagið Gagnastýring ehf. yrði afmáð úr hlutafélagaskrá. Jón Sævar Jónsson sem var forsvarsmaður Gagnastýringar ehf. fyrir samruna félaganna tók sæti í stjórn yfirtökufélagsins. Hann starfaði eftir samrunann fyrir það félag og hafði meðal annars það hlutverk að annast samskipti við suma erlenda birgja þess. Jón Sævar var þó ekki á launaskrá hjá félaginu en gerði því reikninga fyrir vinnu sína í nafni Gagnastjórnunar ehf., en önnur starfsemi mun á þessum tíma ekki hafa verið á vegum þess félags. Í september 2003 var nafni Gagnastjórnunar ehf. breytt í Gagnastýringu ehf. og þannig tekið upp nafn þess félags, sem áður hafði sameinast Strikamerkjum hf. Var Jón Sævar stjórnarmaður og prókúruhafi Gagnastýringar ehf., áfrýjanda þessa máls. Hann hélt þó áfram allt til janúarloka 2004 að gera Strikamerkjum hf., stefnda hér fyrir réttinum, reikninga fyrir vinnu sína í nafni Gagnastjórnunar ehf. Í byrjun desember 2003 munu fyrirsvarsmenn stefnda hafa komist að því að nafni Gagnastjórnunar ehf. hafði verið breytt og andmæltu því að slíkt væri heimilt enda væri nafnið Gagnastýring í eigu hins sameinaða félags. Með bréfi 5. febrúar 2004 tilkynnti stefndi að félagið myndi frá þeim degi ekki nýta sér þjónustu Gagnastjórnunar ehf. Áfrýjandi rekur nú starfsemi á sama sviði og stefndi og í samkeppni við hann. Aðila greinir hins vegar á um hvenær sú starfsemi hófst. Stefndi höfðaði mál þetta 21. júlí 2004 en áfrýjandi höfðaði gagnsök 29. september það ár. II. Ágreiningur aðila snýst um hvort áfrýjanda sé heimilt að nota orðið „Gagnastýring“ í heiti sínu og jafnframt hvort honum sé heimilt að nota lén sem hafi að geyma sama heiti. Við samruna félaganna Strikamerkja hf. og Gagnastýringar ehf. yfirtók fyrrnefnda félagið eignir og skuldir þess síðarnefnda, sbr. 119. gr. laga nr. 2/1995 og 94. gr. laga nr. 138/1994. Náði þessi yfirtaka til allra eigna hins yfirtekna félags, þar á meðal viðskiptavildar þess, eins og raunar er berlega tekið fram í greinargerð stjórna félaganna 26. september 2001. Meðal þeirra verðmæta sem runnu til yfirtökufélagsins var þannig nafn hins yfirtekna félags og viðskiptavild sem því kann að hafa tengst. Fengu hluthafar hins yfirtekna félags greitt fyrir þessi verðmæti með hlutabréfum í yfirtökufélaginu. Í upphafi samrunaferilsins sýnist ætlunin hafa verið, eins og samrunaáætlunin 6. september 2001 ber með sér, að nýta nafn hins yfirtekna félags í heiti yfirtökufélagsins sem eftir samrunann bæri nafnið Strikamerki-Gagnastýring hf. Frá þessu var síðan horfið og ákveðið að sameina rekstur félaganna undir nafni Strikamerkja hf. eins og fram kemur meðal annars í samþykktum félagsins 15. febrúar 2002. Með fyrrgreindu bréfi 6. ágúst 2002 var þess óskað að félagið Gagnastýring ehf. yrði afmáð úr hlutafélagaskrá. Þetta leiddi af því að félaginu hafði verið slitið við samrunann og verður ekki talið að forsvarsmaður áfrýjanda hafi mátt líta svo á að í þessari ósk fælist afsal af hálfu stefnda á þeirri viðskiptavild sem greitt hafði verið fyrir með hlutabréfum við samrunann og tengdist nafninu „Gagnastýring“. Fyrir liggur að enda þótt orðið „Gagnastýring“ hafi ekki verið tekið upp í nafn stefnda þá var það að vissu marki nýtt í rekstri félagsins. Þannig voru vefsíður félaganna sameinaðar með þeim hætti að ef farið var inn á heimasíðu Gagnastýringar tengdist hún beint heimasíðu stefnda. Stefndi heldur því fram að starfsstöð hins sameinaða félags hafi bæði utan- og innanhúss verið merkt með nafninu „Strikamerki-Gagnastýring“. Hefur því ekki verið andmælt af hálfu áfrýjanda. Þá eru meðal gagna málsins listi yfir vörur sem hið sameinaða félag hafði á boðstólum merktur Strikamerkjum-Gagnastýringu og allnokkur bréfaskipti við viðskiptamenn félagsins, frá því eftir að hið yfirtekna félag var afmáð úr hlutafélagaskrá, þar sem nafnið Strikamerki-Gagnastýring var notað. Þegar þetta er virt verður ekki talið að áfrýjandi, en fyrirsvarsmaður þess félags var grandsamur um framsal réttinda við fyrrgreindan samruna, hafi getað öðlast rétt til firmaheitisins Gagnastýringar. Áfrýjandi heldur því fram að það hafi orðið að samkomulagi milli málsaðila að hann tæki yfir lénið gagnastyring.is og þann kostnað er því fylgdi. Þessu andmælir stefndi. Hefur áfrýjandi ekkert fært fram til stuðnings þessari fullyrðingu. Með vísan til þessa og þess sem að framan greinir um rétt til firmaheitisins „Gagnastýring“, verður fallist á kröfu stefnda varðandi notkun lénsins. Samkvæmt framansögðu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um annað en dagsektir sem taka að falla á að liðnum 15 dögum frá uppsögu dóms þessa. Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæstarétti eins og í dómsorði greinir. Samkvæmt bókun í þingbók tók héraðsdómari málið til dóms að lokinni aðalmeðferð 18. janúar 2005. Málið var endurupptekið 2. júní 2005 og endurflutt þar sem dómur hafði ekki verið lagður á það innan lögbundins frests. Dómur var loks kveðinn upp 15. júlí 2005 eftir að lögmenn aðila höfðu lýst því yfir að þeir teldu endurflutning í annað sinn óþarfan. Eru engar ástæður tilgreindar í þingbók fyrir þessum drætti sem er aðfinnsluverður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en dagsektir. Dagsektir, að fjárhæð 10.000 krónur, taka að falla á að liðnum 15 dögum frá uppsögu dóms þessa. Áfrýjandi, Gagnastýring ehf., greiði stefnda, Strikamerkjum hf., 300.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Mál þetta, sem dómtekið var 2. júní sl., er höfðað með stefnu birtri 21. júlí 2004. Stefnandi er Strikamerki hf., Hlíðarsmára 12, Kópavogi. Stefndi er Gagnastýring ehf., Reykjabyggð 22, Mosfellsbæ. Með stefnu birtri 29. september 2004 höfðaði stefndi í aðalsök gagnsakarmál á hendur stefnanda í aðalsök. Í aðalsök krefst stefnandi þess að stefnda verði með dómi gert að breyta heiti sínu þannig að orðið "Gagnastýring" verði ekki notað í því, og jafnframt að afskrá það úr Hlutafélagaskrá að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Þá krefst stefnandi þess að stefnda verði með dómi gert óheimilt að nota lénið "gagnastýring.is" og jafnframt að nota eða skrá önnur lén eða netföng sem hafa að geyma heitið "gagnastýring" að hluta eða öllu leyti. Þess er krafist að stefnda verði dæmt skylt að láta afskrá hjá Internet á Íslandi hf. lénið gagnastyring.is að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Þá krefst stefnandi málskostnaðar. Í aðalsök gerir stefndi þær dómkröfur að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnanda og dæmdur málskostnaður. Í gagnsök gerir stefnandi þá kröfu að viðurkennt verði með dómi að hann sé réttmætur eigandi firmaheitisins "Gagnastýring". Þá krefst gagnstefnandi málskostnaðar. Í gagnsök gerir gagnstefndi þær dómkröfur að hann verði sýknaður af kröfum gagnstefnanda, og að honum verði dæmdur málskostnaður. MÁLSATVIK Fyrirsvarsmenn málsaðila ákváðu árið 2001 að sameina rekstur tveggja fyrirtækja, Strikamerkja hf. og Gagnastýringar ehf., þar sem aðilar yrðu sameiginlega eigendur að yfirtökufélaginu og segir m.a. í samrunaáætlun að félagið bæri nafnið Strikamerki-Gagnastýring hf. Var undirrituð samrunaáætlun í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga þar að lútandi. Í henni er þess getið að við sameininguna renni allar eignir, skuldir og skuldbindingar Gagnastýringar ehf. inn í Strikamerki hf., og í greinargerð stjórna félagsins kemur fram að markmið með samrunanum sé hagræðing í rekstri félaganna. Stefnandi heldur því fram að við yfirtöku félagsins hafi nafn félagsins Gagnastýringar ehf. orðið eign þess félags og hluti af þeirri viðskiptavild sem runnið hafi inn í yfirtökufélagið. Segi enda í samrunaáætlun að verðmat félaganna sé byggt á eignastöðu félaganna og framtíðartekjustraumum þeirra. Ljóst megi vera að nafnið Gagnastýring ehf. hafi verið metið sem hluti af viðskiptavild. Í kjölfar samrunans hafi Strikamerki hf. þegar hafið nýtingu nafnsins "Gagnastýring". Vefsíða félaganna hafi verið sameinuð og lénið tengt við vefsvæði hins sameinaða félags. Einnig hafi merkingar innanhúss sem utan á starfsstöð hins sameinaða félags verið merkt með nafninu "Strikamerki-Gagnastýring" til samræmis við framsal skv. samrunaáætlun. Við samruna félaganna hafi ekki orðið grundvallarbreyting á störfum og starfssviðum einstakra eigenda félaganna. Fyrirsvarsmaður stefnda, Jón Sævar Jónsson, hafi áfram annast samskipti við fyrrum viðskiptavini hins yfirtekna félags, Gagnastýringar ehf., einkum erlenda birgja. Þar hafi nafnið "Gagnastýring" verið nýtt, og hér skipti í raun talsverðu máli að nýting nafnsins hafi einkum verið á ábyrgð fyrirsvarsmanns gagnstefnanda, Jóns Sævars Jónssonar, enda byggt á því í hinu sameinaða félagi að það hafi ekki síst verið hans hagsmunir að halda á loft viðskiptavild þeirri er hann hafi lagt til við samrunann. Jón Sævar Jónsson, hafi starfað á grundvelli fastra mánaðargreiðslna hjá gagnstefnda, og sent inn reikninga fyrir vinnuframlagi sínu í nafni fyrirtækisins Gagnastjórnar ehf. Umræddur Jón hafi tekið sæti í stjórn hins sameinaða félags við samrunann, og því sem slíkur borið ekki minni ábyrgð á því að tryggja rétta skráningu hins umstefnda heitis félagsins. Fyrirsvarsmenn stefnanda hafi komist að því í desember 2003 að Jón Sævar Jónsson hafi í september sama ár breytt nafni fyrirtækis síns, Gagnastjórnar ehf., í hið umþráttaða nafn, Gagnastýringu ehf. Þetta hafi Jón Sævar gert algerlega án samráðs við fyrirsvarsmenn stefnanda en þegar gengið hafi verið á hann um upplýsingar um þær aðgerðir hafi fyrirsvarsmenn stefnanda fengið þau svör að þetta hafi hann gert í því skyni að koma í veg fyrir að óviðkomandi þriðji aðili öðlaðist á grundvelli grandleysis réttindi yfir nafninu. Í byrjun febrúar 2004 hafi Jón Sævar Jónsson eigi mætt til vinnu hjá stefnanda skv. fyrra fyrirkomulagi. Hafi honum verið sent símskeyti þann 5. febrúar þar sem samningi við hann f.h. Gagnastjórnar ehf. hafi verið sagt upp. Af hálfu stefnanda er því haldið fram að Jón Sævar Jónsson f.h. stefnda hafi þegar í árslok 2003 verið byrjaður samskipti við birgja gagnstefnda erlendis í því skyni að halda áfram viðskiptum í nafni síns eigin fyrirtækis. Muni hafa verið pantað talsvert af búnaði til landsins síðustu vikur ársins 2003 sem eigi verði séð að hafi verið skráður í birgðabókhald stefnanda, og í byrjun mars 2004 hafði Jón Sævar hafið rekstur félagsins í nafni Gagnastýringar, í fullri samkeppni við stefnanda, og fengið yfir með sér einn tæknimann frá gagnstefnda. Hefði hann þá þegar haft samband við flesta birgja gagnstefnda um áframhaldandi innkaup, auk þess að hafa haft samband við ýmsa af viðskiptavinum gagnstefnda hérlendis. Stefnandi nýti í dag ekki nafnið Gagnastýring með neinum frekari hætti en gert hafi verið þegar í upphafi. Ekki hafi verið gripið til neinna sérstakra aðgerða til að auka þá hagnýtingu í kjölfar skráningar stefnda á nafninu eða málshöfðun þessari, en hins vegar hafi nafni félagsins verið breytt á aðalfundi 2004 í Strikamerki-Gagnastýring ehf. í samræmi við samrunaáætlun. Skráningu þess hafi verið hafnað hjá Hlutafélagaskrá. MÁLSÁSTÆÐUR OG LAGARÖK Af hálfu stefnanda í aðalsök og stefnda í gagnsök er bent á að ágreiningur máls þessa, bæði í aðalsök og gagnsök, lúti fyrst og fremst að rétti til hagnýtingar nafnsins "Gagnastýring", ásamt dómkröfum er lúti að viðeigandi afskráningu þess aðila sem eigi hafi þann rétt. Stefnandi hafi fengið rétt til heitisins "Gagnastýring" með framsali við samruna félaganna. Í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki komi fram að vörumerki fylgi framseldri atvinnustarfsemi nema um annað hafi verið samið. Telur stefnandi sig óumdeilanlega vera eiganda heitisins "Gagnastýring" á grundvelli framsals, sem og notkunar bæði fyrir og eftir samruna félaganna. Hafa beri í huga að vörumerkjaréttur geti stofnast við skráningu, notkun eða markaðsfestu á Íslandi, sbr. 2. tl. 3. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki. Fyrir liggi að stefnandi hafi notað heitið "Gagnastýring" í samræmi við 5. gr. laga nr. 45/1997, bæði fyrir og eftir samruna. Í máli þessu hafi komið fram að stefnandi hafi vissulega ekki hlutast þegar í stað til um formlega skráningu á nafni félagsins í Hlutafélagaskrá. Slíkt breyti þó í engu réttindum til nafnsins skv. framsali. Í gagnstefnu virðist byggt á því sem málsástæðu að tilkynning til Hlutafélagaskrár frá 6. ágúst 2003 feli í sér tilkynningu um að "hin sameinuðu félög myndu bera nafn yfirtökufélagsins" eins og segi í gagnstefnu. Þetta sé alrangt og virðist vera vísvitandi afbökun af hálfu gagnstefnanda, því skýrt komi fram í umræddri tilkynningu að hún sé "tilkynning um samruna". Í tilkynningunni sé hvergi að finna yfirlýsingu um að ekki verði fylgt eftir áður innsendri samrunaáætlun um að breyta nafni félagsins. Tilkynningu þessari sé einungis ætlað að uppfylla lagaskyldur við samrunann skv. 102. gr. laga nr. 138/1994. Gagnstefnandi virðist byggja á því að afskráningin hafi opnað möguleika á því að grandlaus þriðji aðili gæti skrásett firmaheitið Gagnastýring. Þeirri málsástæðu er mótmælt, enda liggi fyrir fjöldi dóma úr vörumerkjarétti hérlendis er staðfesti það að áralöng notkun firmaheita og vörumerkja skapi réttindi yfir þeim. Gagnstefnandi sjálfur hafi í gagnstefnu lagt á það ríka áherslu að hann hafi rekið félagið og notað vörumerki og firmaheiti þess í 14 ár. Það sem gagnstefnandi virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir sé að hann hafi framselt þessi réttindi til gagnstefnda við samrunaferli fyrirtækjanna. Þá sé nauðsynlegt að hafa í huga að hvað sem vangaveltum um hvað utanaðkomandi grandlaus þriðji aðili kynni að hafa gert, þá eigi það ekki við hér. Hefði slíkum gerningum verið mótmælt. Hafa beri í huga að samrunaáætlunin hafði verið send Hlutafélagaskrá, og þar liggi fyrir framsal nafnsins til gagnstefnda. Hlutafélagaskrá hafi verið sent bréf þar sem réttur gagnstefnda hafi verið áréttaður og upplýst var um málshöfðun þessa vegna nafnsins "Gagnastýringar". Stefnandi hafi brugðist við tilkynningu í Lögbirtingablaði innan tilskilins frests, og þegar í framhaldi þess hafið aðgerðir til þess að tryggja formlega skráningu sem réttmætur eigandi nafnsins "Gagnastýring" með því að boða til aðalfundar þar sem eitt málefna á dagskrá var nafnabreyting félagsins til samræmis við samrunaáætlunina frá 2001 í "Strikamerki-Gagnastýring hf." Hafi skráningu nafnsins verið synjað af hálfu Hlutafélagaskrár, og sé tilefni málshöfðunar aðalsakar að hrinda burtu þeirri óréttmætu hindrun sem felist í skráningu gagnstefnanda á nafni nýs félags undir því nafni. Ekki geti verið ágreiningur um grandsemi fyrirsvarsmanns stefnda. Hann hafi undirritað samrunaáætlun fyrir hönd hins yfirtekna félags, og jafnframt verið stofnandi, eini stjórnarmaður og prókúruhafi stefnda. Fyrir liggi að grandsemi sé sjónarmið sem skipti máli í vörumerkjarétti. Stefnandi geti ekki fallist á þá lögskýringu að stefndi teljist þriðji aðili, enda sé slíkt algerlega í ósamræmi við svör fyrirsvarsmanns stefnda sjálfs þegar hann hafi verið spurður um orsakir þess að hann skráði nafnið á fyrirtæki sitt í september 2003. Skráning stefnda á nafninu Gagnastýring - í þessu tilviki gegn betri vitund - sé auk þess í andstöðu við góða verslunarhætti, og brjóti í bága við ákvæði 20. gr. og 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Ljóst megi vera að það hljóti að vera viðskiptavild tengd nafninu fyrst stefndi leggi svo ríka áherslu á að láta það ekki frá sér, þrátt fyrir að hafa móttekið hlutafjáreign í fyrirtæki gagnstefnda fyrir vikið. Vörumerkið "Gagnastýring" hefði verið - eins og gagnstefnandi hafi sjálfur ítrekað í gagnstefnu - notað um 14 ára skeið fram að samruna. Vörumerkið sé nýtt á sérhæfðu sviði, en hafi viðskiptavild innan þess markhóps á grundvelli þess að vera vel þekkt. Um vernd þekktra vörumerkja þurfi vart að fjölyrða, enda dómafordæmi skýr. Varðandi lénið gagnastyring.is liggi fyrir að það hafi verið skráð þann 25. apríl 2000 af hinu yfirtekna félagi, Gagnastýringu ehf. Vísað er til umfjöllunar og lagaraka hér að framan varðandi rétt stefnda skv. framsali við samruna hins yfirtekna félags. Sé því ljóst að stefnandi sé eigandi þeirra réttinda sem hér um ræði. Samandregið snúist mál þetta um það að stefndi hafi skráð firmaheitið Gagnastýring, sem eigandi og fyrirsvarsmaður hans hefði framselt, og vilji í senn fá að nota nafnið áfram og halda greiðslunni sem fyrirsvarsmaðurinn hafi fengið fyrir það. Mál þetta snúist einnig um kröfur gagnstefnanda til þess að koma í veg fyrir notkun gagnstefnda á nafni sem hann hafi fengið framselt, og hafi ekki hagnýtt umfram það framsal - eingöngu á grundvelli þess að gagnstefnandi hafi gegn betri vitund skrásett firmaheitið. Krafa stefnanda um viðurkenningu á rétti til firmanafnsins Gagnastýringar byggist á því að óheimilt sé að taka upp í heiti félags orð sem annar aðili hafi öðlast einkarétt á með því að hafa eignast firmanafnið við samruna. Skv. 2. mgr. 36. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 fylgi vörumerki við framsal á atvinnustarfsemi, nema um annað hafi verið samið. Samkvæmt meginreglum laga og lögjöfnun frá vörumerkjalögum verði að telja að sömu reglur gildi um firmanafn. Þegar Gagnastýring ehf. og Strikamerki hf. sameinuðust árið 2001 hafi verið gerð samrunaáætlun. Firmanafnið Gagnastýring hafi ekki verið undanskilið í samrunanum, heldur í raun þvert á móti áréttað að nafn hins sameinaða fyrirtækis verði Strikamerki - Gagnastýring hf. Stefnandi bendir einnig á að í umræddri samrunaáætlun segir í 3. gr. að við sameininguna renni allar eignir, skuldir og skuldbindingar Gagnastýringar ehf. inn í Strikamerki hf. Er einnig vísað til 127. gr. laga nr. 2/1995 þar sem segir að við samruna teljist yfirteknu félagi slitið og réttindi þess og skyldur teljist runnar í heild sinni til yfirtökufélagsins. Byggt er á því að grandsemi stefnda um rétt stefnanda er fullkomlega ljós, og þ.m.t. um þá viðskiptavild sem fylgdi notkun nafnsins, ekki síst gagnvart erlendum birgjum, sem stefndi hefur nú með villandi hætti stofnað til viðskiptasambanda við í samkeppni við stefnanda, undir firmaheitinu Gagnastýring. Í greinargerð stjórna félaganna við samrunaáætlun sé skýrt tekið fram að meðal þess sem lagt var til grundvallar við mat á eignum og skuldum félaganna hafi verið "viðskiptavild sem í rekstri félaganna felst og mun nýtast hinu sameinaða félagi". Ljóst megi vera að stefndi sé gegn betri vitund að fénýta með ólögmætum hætti nafn og viðskiptavild sem hefði verið framseld af sama fyrirsvarsmanni og eiganda til stefnanda með samrunaáætlun, og fengið í staðinn hlutafjáreign í stefnanda. Sú krafa stefnanda að stefndi afmái heitið Gagnastýring úr Hlutafélagaskrá byggist á því að stefnda sé óheimil notkun heitisins þar sem stefnandi sé réttmætur eigandi þess. Firmanöfn njóta verndar vörumerkjaréttar og hefur eigandi firmanafns einkarétt á notkun þess og brýtur notkun stefnda á firmanafninu Gagnastýringu gegn vernduðum vörumerkisrétti stefnanda sbr. 4. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki. Stefnandi byggir á því að óheimilt sé að nota eða reka atvinnu undir nafni sem gefur villandi upplýsingar um eignarrétt eða ábyrgð atvinnurekanda. Með því að stefndi noti nú nafnið Gagnastýring sé stefndi að gefa villandi upplýsingar til viðskiptavina sinna. Stefnandi hafi notað nafnið Strikamerki-Gagnstýring, er félagið gefi út reikninga og sé notkun stefnda á nafninu Gagnastýring brot á 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1995 og 10. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Sú krafa stefnanda að stefnda sé óheimilt að nota lénið gagnastyring.is og jafnframt að nota eða skrá önnur lén eða netföng sem hafa að geyma heitið gagnastýring að hluta eða öllu leyti, byggi á því að stefndi brjóti á vörumerkjarétti stefnanda með notkun sinni á umræddu léni og netfangi. Þessi ólögmæta notkun stefnda sé brot á 4. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki. Stefnandi reisir kröfur sínar vegna lénsins á sömu málsástæðum og nafn félagsins, og er byggt á því að þessa ólögmætu notkun stefnda beri að meta með sama hætti og ef stefndi hefði notað merki stefnanda í atvinnuskyni eða með öðrum hætti, því birtingarmynd hinnar ólögmætu notkunar skipti ekki máli í þessu sambandi. Einnig sé umrædd notkun stefnda á léni og netföngum brot á 20. gr. og 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og óheimil með lögjöfnun frá 10. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð. Áréttað er að lénið gagnastyring.is hafi verið skráð þann 25. apríl 2000, og var þá á nafni Gagnastýringar ehf., sem runnið hafi saman við stefnanda við samruna með öllum réttindum, eignum og skuldum. Hið stefnda félag Gagnastjórn ehf. hafi þá eigi verið stofnað. Lénið hafi fluttst yfir til stefnanda við samrunann, verið tengt heimasíðu stefnanda, og stefnandi hefði greitt fyrir lénið allan þann tíma, eða fram til þess að stefndi - eða fyrirsvarsmaður félagsins hafi umskráð lénið í heimildarleysi þann 16. apríl 2004 og með ólögmætum hætti. Byggir stefnandi á því að þar hafi verið um ólögmæta aðgerð að ræða sem stefndi hafi ekki haft nokkra heimild til, hvorki í eigin nafni né nafni stefnanda sem rétthafa lénsins. Enda þótt stefnandi vísi í málatilbúbnaði sínum til hins stefnda félags sem Gagnastýringar ehf., felist ekki nokkur viðurkenning á rétti stefnda til notkunar nafnsins í því, enda er frestur til mótmæla eigi liðinn skv. 150. gr. laga nr. 2/1995 við höfðun máls þessa. Stefnandi kveðst höfða mál þetta skv. ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála í héraði, sbr. ákvæði 150. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995. Stefnandi vísar til ákvæða laga um vörumerki nr. 45/1997 um þýðingu og skráningu vörumerkis og einkarétt skráðs eiganda á notkun þess, einkum 1. gr., 4. gr., 5. gr., 36. gr., og 44. gr. laganna og 10. gr. laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð og 20. gr. og 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1995. Þá er vísað í lög um hlutafélög nr. 2/1992, sbr. einkum 119. gr., 127. gr. og 150. gr., og lög um einkahlutafélög nr. 138/1994, sbr. einkum 124. gr. Um dagsektir vísast til 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og krafa um málskostnað er reist á 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Af hálfu stefnda í aðalsök og stefnanda í gagnsök er vísað til þess að í samrunaáætlun stefnanda og Gagnastýringar ehf., dags. 6. september 2001, hafi verið gert ráð fyrir því að nafn félagsins eftir samrunann yrði Strikamerki-Gagnastýring ehf. Undir þessa samrunaáætlun hafi allir aðilar skrifað. Aðilar þessarar samrunaáætlunar hafi verið samrunafélögin. Hvorki stefndi né Jón Sævar Jónsson, forsvarsmaður stefnda, hafi verið bundnir af samrunaáætluninni. Í greinargerð stjórna stefnanda og Gagnastýringar ehf., dags. 26. september 2001, sem undirrituð sé af aðilum samrunans, komi fram að aðilar hafi ákveðið að heiti hins sameinaða félags skyldi vera Strikamerki, en ekki Strikamerki-Gagnastýring ehf., svo sem samrunaáætlunin hafi gert ráð fyrir. Öll framkvæmd aðilanna eftir það hafi miðast við þá ákvörðun um nafn sem tekin hafi verið í greinargerðinni 26. september 2001, þ.e. að hið sameinaða félagið bæri heitið Strikamerki hf. Hér til rökstuðnings megi benda á tilkynningu til Lögbirtingarblaðs, samþykktir félagsins, eins og þær voru tilkynntar til Fyrirtækjaskrár eftir samrunann, ársreikninga stefnanda, vinnunótur, reikninga, fundargerðir og tilkynningar stefnanda. Í framhaldi af því og til að ljúka samrunaferlinu hafi KPMG Endurskoðun hf., með bréfi til Fyrirtækjaskrár, dags. 6. ágúst 2002, óskað eftir því að heitið Gagnastýring yrði afmáð úr hlutafélagaskrá. Eftir að heitið hefði verið afmáð úr Fyrirtækjaskrá hafi það verið öllum frjálst til afnota. Þeirri ákvörðun um heiti hins sameinaða félags, sem aðilar tóku með samrunaáætluninni, dags. 6. september 2001, hafi verið breytt með greinargerð stjórna félaganna, dags. 26. september 2001. Þannig hafi allt bent til þess að stefnandi hefði afsalað sér þeim rétti sem hann hugsanlega öðlaðist til heitisins með samrunaskránni, með því að láta afmá heitið úr Fyrirtækjaskránni. Það sé því ekki hægt að tala um að stefndi hafi verið grandsamur er hann breytti heiti sínu úr Gagnastjórn ehf. í Gagnastýring ehf. Heitið hafi verið laust og hefði verið öllum aðgengilegt í rúmlega heilt ár. Því síður sé hægt að halda því fram að stefndi hafi með þessum aðgerðum sínum brotið gegn samkeppnislögum nr. 8/1992 eða firmalögum nr. 42/1903, svo sem stefnandi haldi fram í stefnu. Með vísan til ofanritaðs sé það ljóst að réttur eigandi heitisins Gagnastýring er stefndi og því ber að sýkna hann af öllum kröfum stefnanda. Stefnandi vísi til ætlaðs vörumerkjaréttar stefnanda yfir heitinu "gagnastyring". Þannig sé vitnað til þess að samkvæmt 2. mgr. 36. gr. vörumerkjalaga fylgi vörumerki við framsal á atvinnustarfsemi, og að firmanöfn njóti verndar vörumerkjaréttar og að notkun stefnda á firmanafninu Gagnastýring brjóti gegn vernduðum vörumerkjarétti stefhanda, sbr. 4. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997. Það sé grundvallarskilyrði fyrir skráningu vörumerkis að það sé til þess fallið að greina vöru/þjónustu merkiseiganda frá vöru/þjónustu annarra. Merki sem eingöngu, eða aðeins með smávægilegum breytingum eða viðbótum, gefi til kynna m.a. tegund vöru eða eiginleika eru ekki nægilega sérkennileg. Þau séu lýsandi og teljist óskráningarhæf. Vörumerki verði m.ö.o. að hafa aðgreiningarhæfi til að um vörumerkjarétt geti verið að ræða. Það sé aðgreiningarhæfið sem hafi auglýsingagildið. Um þetta sé kveðið á í 13. gr. vörumerkjalaga. Orðið gagnastýring skorti aðgreiningarhæfi. Það hafi ekki fengist skráð sem vörumerki, sbr. bréf Einkaleyfastofu til stefnda, dags. 6. maí 2004, þar sem skráningu vörumerkisins "Gagnastýring" var hafnað, með vísan til 1. mgr. 13. gr. vörumerkjalaga. Að auki megi benda á að stefnandi hafi aldrei skráð vörumerkið "Gagnastýring" og óskráð merki geta ekki öðlast vernd nema þau uppfylli skráningarskilyrði. Orðið Gagnastýring geti því ekki notið vörumerkjaréttar og stefnandi geti engan rétt byggt á því að stefndi hafi brotið vörumerkjarétt gagnvart honum, enda hafi stefnandi aldrei notað heitið Gagnastýring, svo heitið geti. Með vísan til framangreinds sé ljóst að stefnandi eigi engan rétt til lénsins gagnastyring.is. Stefndi, sem réttur eigandi heitisins Gagnastýring, sé réttur handhafi lénsins gagnastyring.is. Því beri að sýkna stefnda af kröfum stefnanda um að honum sé óheimilt að nota umrætt lén eða að honum verði gert að afskrá lénið. Jafnframt megi benda á að stefndi hafi tekið við öllum greiðslum vegna lénsins. Með vísan til alls ofanritaðs beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Um kröfu í gagnsök sé það að segja að gagnstefnanda hafi verið frjálst, rétt eins og hverjum var, að notfæra sér heitið Gagnastýring, og breyta heiti sínu úr Gagnastjórn ehf. í Gagnastýring ehf. eftir að það var afskráð. Gagnstefnandi hafi breytt heiti sínu í heiti, sem öllum hafi verið frjálst til afnota. Hann sé skráður eigandi firmanafnsins "Gagnastýring" og því réttur eigandi þess, sbr. 10. og 19. gr. laga nr. 44/1903 um verslunarskrár, firmu og prókúruumboð. Því beri að taka til greina kröfu hans um að viðurkennt verði með dómi að hann sé réttur eigandi firmanafnsins með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. NIÐURSTAÐA Samkvæmt samrunaáætlun sem stjórnir félaganna Strikamerkis hf. og Gagnastýringar ehf. gerðu og dagsett er 6. september 2001 skyldu allar eignir, skuldir og skuldbindingar Gagnastýringar ehf. renna inn í Strikamerki hf. við sameininguna. Varð stefnandi eigandi firmaheitisins Gagnastýring við þetta. Af hálfu stefnda er því haldið fram að þess hafi verið óskað að nafnið Gagnastýring yrði afmáð úr fyrirtækjaskrá með bréfi endurskoðanda Strikamerkingar hf. dagsettu 6. ágúst 2002. Í bréfi þessu var skýrt frá því að sameiginlegur hluthafafundur hefði verið haldinn í hlutafélögunum Strikamerki hf. og Gagnastýringu ehf. 15. febrúar 2002 og að á fundinum hefði verið samþykkt að sameina félögin ásamt því að hækka hlutafé félagsins. Sagði í bréfinu að óskað væri eftir því að félagið Gagnastýring ehf. yrði afmáð úr hluthafaskrá. Svo virðist vera að þegar forsvarsmaður stefnda fékk skráð firmaheitið Gagnastýring ehf. í fyrirtækjaskrá hafi verið búið að nema hið fyrra félag af skrá og af málatilbúnaði aðila verður ráðið að aðilar líti svo á að félagið hafi verið numið af skrá samkvæmt tilmælum í fyrrgreindu bréfi endurskoðandans. Hvað sem því líður liggur fyrir að við samruna félaganna varð stefnandi í aðalsök eigandi firmaheitisins Gagnastýring og að forsvarsmaður stefnda í aðalsök hlaut að vita að umrætt firmaheiti var eign stefnanda enda þótt það hafi verið afskráð og lítur dómari svo á að stefndi í aðalsök hafi verið grandsamur um betri rétt stefnanda er hann lét skrá firmaheitið Gagnastýring. Verður ekki fallist á það að undir þessum kringumstæðum hafi stefndi getað öðlast rétt til firmaheitisins Gagnastýring sem hafði verið afasalað til stefnanda við samruna félaganna svo sem fyrr segir. Samkvæmt þessu verður sú krafa stefnanda í aðalsök að stefnda verði bönnuð notkun þessa firmaheitis tekin til greina. Með því að fyrir liggur það álit dómsins að stefnandi í aðalsök sé eigandi firmaheitisins Gagnastýring verður fallist á það með honum að stefnda verði bönnuð notkun heitis þessa í netfangi sínu og verður fallist á að stefnda verði gert að afskrá lén þetta hjá Internet á Íslandi ehf., eins og krefist er af stefnanda. Í gagnsök verður stefndi sýknaður með því að niðurstaða í aðalsök er á því byggð að stefndi í gagnsök hafi eignast firmaheitið Gagnastýring við samruna fyrirtækjanna. Eftir úrslitum málsins verður stefndi í aðalsök og stefndandi í gagnsök dæmdur til að greiða stefnanda í aðalsök og stefnda í gagnsök 500.000 krónur í málskostnað. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Stefndi í aðalsök, Gagnastýring ehf., skal breyta heiti sínu þannig að orðið "Gagnastýring" verði ekki notað í því, og jafnframt að afskrá það úr Hlutafélagaskrá að viðlögðum 10.000 króna dagsektum frá birtingu dóms þessa að telja. Stefnda er óheimilt að nota lénið "gagnastýring.is" og jafnframt að nota eða skrá önnur lén eða netföng sem hafa að geyma heitið "gagnastýring" að hluta eða öllu leyti. Stefndi skal láta afskrá lénið gagnastyring.is hjá Internet á Íslandi hf. að viðlögðum 10.000 króna dagsektum. Stefndi í gagnsök, Strikamerki hf., skal sýkn af kröfum stefnanda í gagnsök Gagnastýringar ehf. Stefndi í aðalsök og stefnandi í gagnsök, Gagnastýring ehf., greiði stefnanda í aðalsök og stefnda í gagnsök, Strikamerki hf., 500.000 krónur í málskostnað. |