Title
stringlengths
13
130
Text
stringlengths
820
5.11k
Summary
stringlengths
208
1.5k
Máttu ekki breyta einkunn
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að fjölbrautaskóla hafi ekki verið heimilt að breyta einkunn nemanda nokkurs í íslensku úr 5 í 4 eftir að nemandinn hafði fengið afhent einkunnarblað. Menntamálaráðuneytið staðfesti ákvörðun skólans en umboðsmaður segir að sú staðfesting hafi ekki verið í samræmi við lög. Nemandinn fékk afhent einkunnablað við athöfn í skólanum þar sem áritað var að hann hefði fengið 5 í áfanganum. Gekk nemandinn síðan sama dag um skólann og inn á prófsýningu hjá kennara námskeiðsins og þar sagði kennarinn honum um hefði verið að ræða misritun við innfærslu einkunnarinnar í Innu, gagna- og upplýsingakerfi framhaldsskólanna. Ritaði kennarinn yfir einkunnina 5 á einkunnablaðinu og breytti einkunninni í 4. Í niðurstöðu umboðsmanns kemur fram, að þegar einkunnir í framhaldsskólum væru birtar nemendum með afhendingu einkunnablaða væri ljóst að ákvörðun um einkunnagjöf teldist vera birt þegar nemandi fengi einkunnablaðið afhent og samkvæmt stjórnsýslulögum væri slík birting bindandi. Menntamálaráðuneytið vísaði til ákvæða í sömu lögum um að heimilt sé að breyta einkunn ef um er að ræða "bersýnilegar villur". Umboðsmaður taldi hins vegar að ekki hefði verið um að ræða bersýnilega villu í þessu máli.
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu, að fjölbrautaskóla hafi ekki verið heimilt að breyta einkunn nemanda nokkurs í íslensku úr 5 í 4 eftir að nemandinn hafði fengið afhent einkunnarblað. Í niðurstöðu umboðsmanns kemur fram, að þegar einkunnir í framhaldsskólum væru birtar nemendum með afhendingu einkunnablaða væri ljóst að ákvörðun um einkunnagjöf teldist vera birt þegar nemandi fengi einkunnablaðið afhent. Samkvæmt stjórnsýslulögum væri slík birting bindandi.
Hert eftirlit skilar árangri
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að eftirlit hafi verið stóreflt hjá Seðlabankanum og það sé meðal skýringa á því að gjaldeyrishöftin haldi betur. Eins það að reglur voru hertar og frá þeim tíma hafi gengið styrkst án þess að Seðlabankinn hafi gripið inn á gjaldeyrismarkaði. Telur að ríkið komist hjá greiðslufalli Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að íslenska ríkið geti komist hjá greiðslufalli hvort heldur sem áætlanir um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hinum norrænu ríkjunum, verða að raunveruleika eða að semja þarf nýja efnahagsáætlun. Hann segir að það verði mjög erfitt en mögulegt. Íslenska ríkið þarf að greiða um 1,5 milljarð evra, rúmlega 159 milljarða króna, af lánum á næsta ári, að sögn seðlabankastjóra. Miðað við hver gjaldeyrisforði Seðlabankans er og að bankinn telji það ákaflega líklegt að hann geti selt af gjaldeyriseignum sínum áður en greiða þarf af þessum lánum 2011, þá getur bankinn greitt af þessum lánum og forðað íslenska ríkinu frá greiðslufalli. Már nefndi þar til sögunnar þær kröfur sem Seðlabankinn yfirtók vegna falls íslensku bankanna árið 2008, meðal annars lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi upp á 500 milljónir evra í byrjun október 2008. Hann segir að þetta þýði hins vegar að gjaldeyrisforðinn verður hættulega lítill og lítið megi út af bera til þess að Ísland lendi í vandræðum. Seðlabankastjóri segir að í öryggisskyni, ef þessar aðstæður koma upp, þá myndi Seðlabankinn kaupa gjaldeyri og bætti við að vonandi verði hægt að forðast það að þessar aðstæður komi ekki upp og að afskaplega auðvelt sé að komast hjá því að lenda í þessum aðstæðum. Aðspurður um áhrif af synjun forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á undirritun laga um Icesave, þá skuldatryggingaálagið hækkað mikið í kjölfar af synjun forsetans en það lækkaði eftir að fréttir bárust af viðræðum um Icesave. Svo virðist sem markaðir leggi mest upp úr því að málist leysist, ekki endilega um hvað er samið, að sögn Más og segir að það sé hins vegar mjög slæmt ef ríki getur ekki endurfjármagnað sig.
Aðstoðarseðlabankastjóri segir að eftirlit hafi verið stóreflt hjá Seðlabankanum. Það sé meðal skýringa á því að gjaldeyrishöftin haldi betur. Seðlabankastjóri segir að íslenska ríkið geti komist hjá greiðslufalli hvort heldur sem áætlanir um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hinum norrænu ríkjunum, verða að raunveruleika eða að semja þarf nýja efnahagsáætlun. Íslenska ríkið þarf að greiða um 1,5 milljarð evra af lánum á næsta ári. Miðað við hver gjaldeyrisforði Seðlabankans er og að bankinn telji það ákaflega líklegt að hann geti selt af gjaldeyriseignum sínum þá getur bankinn greitt af þessum lánum og forðað íslenska ríkinu frá greiðslufalli. Hann segir að þetta þýði hins vegar að gjaldeyrisforðinn verður hættulega lítill og lítið megi út af bera til þess að Ísland lendi í vandræðum.
Nýir möguleikar fyrir afbrotamenn
Hrun fjármálakerfisins haustið 2008 er tímamótaviðburður í sögu íslensku þjóðarinnar. Hruninu fylgja mestu efnahagsörðugleikar sem Íslendingar hafa glímt við á síðari tímum. Erfitt efnahagsástand og mikið atvinnuleysi mun á næstu árum setja mark sitt á þá skipulögðu glæpastarfsemi sem haldið er uppi á Íslandi. Umskiptum þessum fylgir að nýir möguleikar munu skapast fyrir afbrotamenn. Þetta kemur fram í nýrri matsskýrslu ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Löglegt hér en ólöglegt í útlöndum Í skýrslunni kemur fram að umfang kannabisræktunar sem lögregla stöðvaði á árinu 2009 styðja þá tilgátu að hluti framleiðslunnar hafi verið ætlaður til útflutnings. Vakin er athygli á því í skýrslunni að efni hafa verið haldlögð hér á landi sem teljast ólögleg fíkniefni víða í Evrópu en hafa ekki hlotið slíka flokkun á Íslandi. Um er að ræða efni skyld amfetamíni. Vera kann að efni þessi séu nýtt til framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Innflytjendur fíkniefna eru ekki í gjaldeyrisvandræðum Óvissa á vettvangi gjaldeyrismála veldur því að erfitt er að segja fyrir um líklega framtíðarþróun. Þótt gjaldeyrishöft séu í gildi eru upplýsingar greiningardeildar ríkislögreglustjóra á þann veg að innflytjendur fíkniefna eigi ekki í teljandi erfiðleikum með að komast yfir erlendan gjaldeyri. Fíkniefnahagnaði varið í fyrirtækjakaup "Um leið liggur fyrir að verð á fasteignum, fyrirtækjum og lausamunum ýmsum hefur fallið og á líklega eftir að falla enn frekar. Þetta hefur í för með sér þá hættu að hagnaði af fíkniefnaviðskiptum verður í auknum mæli varið til fjárfestinga. Slíkar fjárfestingar, einkum kaup á fyrirtækjum, geta þannig gert einstaklingum og glæpahópum fært að fela starfsemi sína á bakvið lögmætan atvinnurekstur sem aftur eykur möguleika þeirra t.a.m. á sviði fíkniefnainnflutnings og peningaþvættis. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi, fjárkúgun og ógnanir. Samstarf íslenskra og erlendra glæpamanna kann því að verða víðtækara. Sú hætta er fyrir hendi að til átaka komi með skipulögðum glæpahópum vegna samkeppni við erfiðari aðstæður á markaði. Minni fjármunir eru í umferð en áður, skuldir manna hafa hækkað og sú hætta er fyrir hendi að til átaka komi við innheimtu þeirra," segir ennfremur í skýrslu ríkislögreglustjóra. Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríkir sé sú hætta fyrir hendi að svokölluðum "handrukkunum", þ.e. innheimtu skulda með hótun um eða beitingu ofbeldis, muni fjölga. Fram til þessa hefur þess háttar "innheimtustarfsemi" aðallega tengst fíkniefnaskuldum en nú eru vísbendingar um að slíkum aðferðum sé einnig beitt við innheimtu annarra og hefðbundnari skulda þegar viðtekin úrræði hafa ekki skilað árangri. Útlendingar beittir fjárkúgunum á Íslandi Upplýsingar eru fyrir hendi um að útlendingar, einkum aðflutt verkafólk, sæti í einhverjum tilvikum fjárkúgunum, oft af hendi samlanda sinna. Ástæða er til að ætla að í einhverjum tilvikum sé viðkomandi gert að greiða gjald fyrir að hafa fengið vinnu. Um þetta skortir fyllri upplýsingar og erfitt er að afla þeirra sem kann að segja sitt um þá ógn sem þetta fólk telur sig standa frammi fyrir. Fregnir berast af líkamsárásum og hótunum sem ekki eru kærðar til lögreglu, segir í skýrslunni. Skýrslan í heild
Erfitt efnahagsástand og mikið atvinnuleysi mun á næstu árum setja mark sitt á þá skipulögðu glæpastarfsemi sem haldið er uppi á Íslandi. Nýir möguleikar munu skapast fyrir afbrotamenn. Umfang kannabisræktunar sem lögregla stöðvaði á árinu 2009 styðja þá tilgátu að hluti framleiðslunnar hafi verið ætlaður til útflutnings. Innflytjendur fíkniefna eigi ekki í teljandi erfiðleikum með að komast yfir erlendan gjaldeyri. "Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi." Greiningardeild ríkislögreglustjóra segir að í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríkir sé sú hætta fyrir hendi að svokölluðum "handrukkunum". Upplýsingar eru fyrir hendi um að útlendingar, einkum aðflutt verkafólk, sæti í einhverjum tilvikum fjárkúgunum, oft af hendi samlanda sinna.
Ríkinu gert að greiða kennara bætur
Íslenska ríkið var í gær dæmt til þess að greiða fyrrum framhaldsskólakennara 900 þúsund krónur í bætur auk dráttarvaxta vegna þess að ekki var gerður við hann ótímabundinn ráðningasamningur við Menntaskólann í Kópavogi líkt og hann átti rétt á samkvæmt lögum. Er ríkinu einnig gert að greiða honum 627.500 krónur í málskostnað. Hafði kennarinn farið fram á að fá greiddar rúmar 10 milljónir króna í bætur. Kennarinn sem um ræður var ráðinn í lausa stöðu sögukennara við Menntaskólann í Kópavogi til eins árs frá 1. ágúst 2002 til 31. júlí 2003. Samningurinn var endurnýjaður frá 1. ágúst 2003 til 31. júlí 2004. Haustið 2004 var enn á ný gerður tímabundinn ráðningarsamningur við kennarann í 100% starf frá 1. ágúst 2004 til 31. júlí 2005. Haustið 2005 var útbúinn ráðningarsamningur við hann sem átti að gilda frá 1. ágúst 2005 en kennarinn neitaði að skrifa undir þann samning. Skólameistari MK útbjó á ný samning við sögukennarann sem átti að gilda frá 1. janúar 2006 til 31. júlí s.á. en kennarinn neitaði einnig að skrifa undir þann ráðningarsamning. Með tölvupósti 6. júní 2006 tilkynnti skólameistari Menntaskólans í Kópavogi að ekki gæti orðið af frekari ráðningu mannsins hjá skólanum og starfaði hann ekki við skólann eftir það. Sögukennarinn kvartaði til umboðsmanns Alþingis í febrúar 2007 vegna fyrirkomulags ráðningar hans til kennslu við Menntaskólann í Kópavogi og starfsloka hans við skólann. Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis 31. desember 2007 er það niðurstaða hans að sú ákvörðun Menntaskólans í Kópavogi haustið 2004 að bjóða honum aðeins tímabundinn ráðningarsamning eftir að hann hafði starfað við skólann samfellt í tvö ár hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Með bréfi Félags framhaldsskólakennara til Menntaskólans í Kópavogi 11. apríl 2008 var þess óskað að skólinn tæki afstöðu til þess með hvaða hætti yrði komið til móts við kennarann í ljósi álits umboðsmanns Alþingis. Með bréfi lögmanns Menntaskólans í Kópavogi 22. maí 2008 var bótaskyldu hafnað og því höfðaði kennarinn málið gegn íslenska ríkinu. Segir í niðurstöðu héraðsdóms að í samræmi við lög verði fallist á það með kennaranum að hann hafi átt rétt á ótímabundinni ráðningu er hann var ráðinn áfram til kennslu við Menntaskólann í Kópavogi haustið 2004. Þau sjónarmið skólans að ekki gæti komið til fastráðningar viðkomandi við skólann vegna minnkandi kennslumagns í sögu og breytinga á námskrá framhaldsskóla og skólaskrá skólans breyta engu í þessu efni.
Íslenska ríkið var í gær dæmt til þess að greiða fyrrum framhaldsskólakennara 900 þúsund krónur í bætur auk dráttarvaxta. Ekki var gerður við hann ótímabundinn ráðningasamningur við Menntaskólann í Kópavogi líkt og hann átti rétt á samkvæmt lögum. Sögukennarinn kvartaði til umboðsmanns Alþingis í febrúar 2007 vegna fyrirkomulags ráðningar hans til kennslu við Menntaskólann í Kópavogi og starfsloka hans við skólann. Með bréfi Félags framhaldsskólakennara til Menntaskólans í Kópavogi 11. apríl 2008 var þess óskað að skólinn tæki afstöðu til þess með hvaða hætti yrði komið til móts við kennarann í ljósi álits umboðsmanns Alþingis. Með bréfi lögmanns Menntaskólans í Kópavogi 22. maí 2008 var bótaskyldu hafnað. Því höfðaði kennarinn málið gegn íslenska ríkinu.
Verðbólga án skattaáhrifa 7,1%
Án skattaáhrifa er verðbólgan 7,1% í mars og eykst frá því í febrúar þegar hún var 5,9%, en það er verðbólgan á þennan mælikvarða sem Seðlabankinn horfir talsvert til þegar hann metur þróun verðbólgu þessa dagana, samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Íslandsbanka. Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 8,5% í mars. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að Greining bankans telji að verðbólgan hafi nú náð hámarki og að draga fari úr verðbólgu að nýju í næsta mánuði. "Spáum við nú 0,9% hækkun VNV á öðrum ársfjórðungi ársins, og á seinni helmingi ársins teljum við að hækkun vísitölunnar muni nema aðeins 1,1% gangi spá okkar eftir. Að okkar mati mun verðbólgan því hjaðna jafnt og þétt það sem eftir er árs og reiknum við með að hún verði komin niður undir 3,5% í lok árs. Í spá Seðlabankans sem kom út í janúar síðastliðnum gerði bankinn ráð fyrir að verðbólgan yrði 7,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Raunin varð hins vegar 7,4%. Án skattaáhrifa spáði bankinn 5,8% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi ársins en í raun var hún 6,1%. Er verðbólgan á fjórðungnum því aðeins yfir spá bankans en við teljum ólíklegt að það hafi umtalsverð áhrif á vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar þegar hún kemur næst saman. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 5. maí næstkomandi," segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.
Án skattaáhrifa er verðbólgan 7,1% í mars og eykst frá því í febrúar þegar hún var 5,9%, en það er verðbólgan á þennan mælikvarða sem Seðlabankinn horfir talsvert til þegar hann metur þróun verðbólgu þessa dagana. Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili er 8,5% í mars. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að Greining bankans telji að verðbólgan hafi nú náð hámarki og að draga fari úr verðbólgu að nýju í næsta mánuði. Í spá Seðlabankans sem kom út í janúar síðastliðnum gerði bankinn ráð fyrir að verðbólgan yrði 7,1% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Raunin varð hins vegar 7,4%.
Írskt met í taprekstri
Írskt met í taprekstri fyrirtækja var staðfest í dag þegar Anglo Irish Bank birti ársuppgjör fyrir síðasta ár og síðustu þrjá mánuði ársins 2008. Tap á rekstri bankans þessa 15 mánuði nam 12,7 milljörðum evra, jafnvirði nærri 2200 milljarða króna. Þá tilkynnti Bank of Ireland að hann ætlaði að afla 2,7 milljarða evra með hlutafjárútboði en bankinn tapaði 1,46 milljörðum evra á fyrstu 9 mánuðum rekstarársins, sem hófst 1. apríl í fyrra. Írska ríkið þjóðnýtti Anglo Irish Bank á síðasta ári til að koma í veg fyrir að hann félli. Ástæðan fyrir vandræðum írsku bankanna er einkum gríðarlegar afskriftir lána sem ekki höfðu nægar tryggingar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti einnig í dag, að hafin væri rannsókn á því hvort írska ríkið hefði farið eftir evrópskum samkeppnisreglum um ríkisstyrki þegar það kom írskum bönkum til aðstoðar. Framkvæmdastjórnin sagði þó ljóst, að 10,44 milljarða fjárframlag írska ríkisins til Anglo Irish Bank á hálfs árs tímabili hefði verið nauðsynlegt svo bankinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, sagði á þingi landsins í gær, að ógnvekjandi upplýsingar hefðu komið fram um það hvernig stjórnendur írskra banka höguðu sér í aðdraganda fjármálakreppunnar og ljóst væri, að írskir skattgreiðendur yrðu að leggja fram gríðarlegar fjárhæðir til að bjarga bankakerfinu. Eru meðal annars áform um að ríkið kaup 81 milljarða dala "vond lán" af bönkunum og leggi Anglo Irish Bank til 8,3 milljarða evra til viðbótar.
Írskt met í taprekstri fyrirtækja var staðfest í dag þegar Anglo Irish Bank birti ársuppgjör fyrir síðasta ár og síðustu þrjá mánuði ársins 2008. Tap á rekstri bankans þessa 15 mánuði nam 12,7 milljörðum evra, jafnvirði nærri 2200 milljarða króna. Írska ríkið þjóðnýtti Anglo Irish Bank á síðasta ári til að koma í veg fyrir að hann félli. Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, sagði á þingi landsins í gær, að ógnvekjandi upplýsingar hefðu komið fram um það hvernig stjórnendur írskra banka höguðu sér í aðdraganda fjármálakreppunnar.
Lokað um Óshlíð
Lokað er um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu, athugað verður með mokstur kl 18:00. Hætt hefur verið við mokstur í Ísafjarðardjúpi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálkublettir eru á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla og þar er snjóflóðahætta, vegfarendur eru beðnir að vera ekki þar á ferð að nauðsynjalausu. Á Suðurlandi er greiðfært. Á Vesturlandi eru hálkublettir og skafrenningur á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og í Svínadal. Hálkublettir og óveður er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum ófært um Súðavíkurhlíð og er beðið með mokstur. Vegurinn um Óshlíð er lokaður. Þæfingsfærð og stórhríð er í Súgandafirði og hálka og skafrenningur er á Gemlufallsheiði, þæfingsfærð er í Önundarfirði. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er um Þröskulda, og á Klettsháls. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi. Á Ströndum eru hálkublettir og skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur á Hálfdáni , Mikladal og Kleifarheiði. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla en þar er mikil snjóflóðahætta eru vegfarendur beðið að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Hálka og skafrenningur eða éljagangur er á flestum leiðum. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir, skafrenningur eða snjóþekja á flestum leiðum. Á Suðausturlandi er greiðfært.
Lokað er um Óshlíð og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu, athugað verður með mokstur kl 18:00. Hætt hefur verið við mokstur í Ísafjarðardjúpi í dag. Á Vesturlandi eru hálkublettir og skafrenningur á flestum leiðum. Á Vestfjörðum ófært um Súðavíkurhlíð og er beðið með mokstur. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla en þar er mikil snjóflóðahætta eru vegfarendur beðið að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir, skafrenningur eða snjóþekja á flestum leiðum.
Vegatollar möguleg lausn
Það er ekki bara á Íslandi sem stjórnvöld hugleiða vegatolla til að fjármagna framkvæmdir, því vegatollar eru einnig meðal þeirra leiða sem breski Íhaldsflokkurinn getur vel hugsað sér, komist flokkurinn til valda í kosningunum 6. maí. "Ég tel að við eigum í sumum tilfellum að íhuga vegatolla þegar ráðist er í lagningu nýrra vega," sagði David Cameron leiðtogi Íhaldsflokksins í viðtali við BBC og neitaði að útiloka einnig yrði í sumum tilfellum rukkað fyrir vegi sem þegar eru gjaldfrjálsir. "Við þurfum að velta vegatollum fyrir okkur til þess að styrkja innviði þessa lands því okkur skortir fé eftir lélega stjórnartíð Verkamannaflokksins." Ummæli Camerons virtust þó koma mönnum á óvart í höfuðstöðvum flokksins og var nú síðdegis sent út yfirlýsing frá talsmanni flokksins um hvað Cameron hefði átt. "Líkt og David Cameron tók skýrt fram í morgun þá teljum við vegatolla geta átt rétt á sér í sumum tilvikum þar sem þarf að leggja nýja þjóðvegi. Það hefur t.d. sýnt sig að vegatollar geta virkað á M6 þjóðveginum þar sem ökumenn kjósa að nýta hinn nýja veg og greiða fyrir það," sagði í yfirlýsingunni. Engar áætlanir væru hins vegar uppi um að rukka fyrir vegi sem þegar væru í notkun. John McGoldrick, formaður samtaka gegn vegatollum, er þó ekki sannfærður. "Fjárlagagatið er risastórt. Íhaldsmenn hafa sagt að þeir muni ekki hækka skatti og í gengum tíðina hafa verið vísbendingar um að þeir séu tilbúnir að selja vegina í einkarekstur."
Það er ekki bara á Íslandi sem stjórnvöld hugleiða vegatolla til að fjármagna framkvæmdir. Vegatollar eru einnig meðal þeirra leiða sem breski Íhaldsflokkurinn getur vel hugsað sér, komist flokkurinn til valda í kosningunum 6. maí. "Ég tel að við eigum í sumum tilfellum að íhuga vegatolla þegar ráðist er í lagningu nýrra vega," sagði David Cameron leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummæli Camerons virtust þó koma mönnum á óvart í höfuðstöðvum flokksins. Engar áætlanir væru hins vegar uppi um að rukka fyrir vegi sem þegar væru í notkun.
Nýr styrkur til golfklúbbsins settur á ís
"Þetta er eitthvað sem á auðvitað ekki að gerast, það á ekki að koma í ljós þegar verið er að virkja nýjan samning að ekki sé búið að fullnusta það sem á undan er farið," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um efndir á framkvæmdasamningi við Golfklúbb Reykjavíkur. "Skýringarnar sem við höfum fengið staðfesta að ekki hafi verið farið í framkvæmdir sem átti að klára samkvæmt fyrri samningi." Í ljós hefur komið að aðeins hefur verið framkvæmt fyrir um helming þeirrar upphæðar sem Reykjavíkurborg veitti Golfklúbbi Reykjavíkur í framkvæmdastyrk samkvæmt samningi sem gerður var árið 2006. Garðar Eyland, framkvæmdastjóri GR skýrir málið þannig að stjórn klúbbsins hafi í miðju bankahruni haustið 2008 tekið þá ákvörðun að fresta stórum framkvæmdum sem ráðgerðar voru fyrir 2009 í ljósi óvissunnar sem þá ríkti. Hann fullyrðir að styrkir frá borginni hafi aldrei verið nýttir í rekstur klúbbsins, sem hafi brugðist við bankahruni af skynsemi og ráðdeild með því að bíða og greiða frekar niður lán vegna eldri framkvæmda. Málið hefur nú verið sett til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og jafnframt hjá embættismönnum á íþrótta- og tómstundasviði. Hanna Birna segir að málið verði skoðað frá báðum hliðum því einnig þurfi að kanna hvort eftirliti borgarinnar sé ábótavant. Borgin í góðri trú "Það hefði verið eðlilegt að þeir upplýstu okkur um ákvarðanir stjórnar GR því þær hefðu getað kallað á breytingar á samningnum. Það gerðu þeir ekki þannig að borgin var í góðri trú um að samningurinn væri fullnustaður. Hins vegar þurfum við líka að skoða hvort bæta þurfi okkar eftirlit. Við erum með mjög skýrar reglur og skýr ferli en þurfum að athuga hvort það geti verið að framkvæmdin virki ekki sem skyldi. Ég hef þegar falið embættismönnum að hefja þá vinnu." Reykjavíkurborg samþykkti á þriðjudag að styrkja GR um 230 milljónir til að stækka völl félagsins á Korpúlfsstöðum. Hanna Birna segir að sú ákvörðun hafi helgast af því að borgin hafi viljað standa við skuldbindingar sínar og eðlilegt sé að ætlast til þess að viðsemjendur geri slíkt hið sama. "Við höfum til margra ára átt mjög gott samstarf við Golfklúbb Reykjavíkur og væntum þess að þannig verði það áfram. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan fyrri samningur hefur ekki verið fullnustaður og framkvæmdir honum tengdar kláraðar getur nýr samningur ekki tekið gildi."
"Þetta er eitthvað sem á auðvitað ekki að gerast, það á ekki að koma í ljós þegar verið er að virkja nýjan samning að ekki sé búið að fullnusta það sem á undan er farið," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um efndir á framkvæmdasamningi við Golfklúbb Reykjavíkur. Í ljós hefur komið að aðeins hefur verið framkvæmt fyrir um helming þeirrar upphæðar sem Reykjavíkurborg veitti Golfklúbbi Reykjavíkur í framkvæmdastyrk samkvæmt samningi sem gerður var árið 2006. Garðar Eyland, framkvæmdastjóri GR skýrir málið þannig að stjórn klúbbsins hafi í miðju bankahruni haustið 2008 tekið þá ákvörðun að fresta stórum framkvæmdum sem ráðgerðar voru fyrir 2009 í ljósi óvissunnar sem þá ríkti. Hann fullyrðir að styrkir frá borginni hafi aldrei verið nýttir í rekstur klúbbsins. Málið hefur nú verið sett til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og jafnframt hjá embættismönnum á íþrótta- og tómstundasviði. Reykjavíkurborg samþykkti á þriðjudag að styrkja GR um 230 milljónir til að stækka völl félagsins á Korpúlfsstöðum.
Ófullkomnir farþegalistar einkaþotna
Sáralítið eftirlit var með farþegum einkaþotna á umliðnum árum. Við skoðun rannsóknarnefndar Alþingis á farþegalistum kom í ljós að flugrekstraraðilum ber ekki skylda til að halda utan gögnin. Þær upplýsingar sem rannsóknarnefndin fékk um þessi efni voru langt frá því að gefa heildstæða mynd af umfangi flugs eða farþega. Skoðaðir voru farþegalistar einkaþotna hjá Flugþjónustunni, hjá Flugafgreiðslunni hjá Flugafgreiðslunni (IceFBO) á Reykjavíkurflugvelli og frá Suðurflugi á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í Viðauka 1. í 8. bindi skýrslunnar. Við eftirgrennslan formanns rannsóknarnefndarinnar hjá tollstjóranum í Reykjavík, lögreglustjóranum í Reykjavík, flugumferðarstjóra og starfsmanns í flugturni kom fram að opinberar skýrslur eru ekki haldnar um flug einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli og farþegalista þeirra. Ekki var því hægt að fá farþegalista hjá Flugþjónustunni og Flugafgreiðslunni nema í gegnum flugrekstraraðila eða flugþjónustu. Þeir farþegalistar eru ófullkomnir enda ber flugrekstraraðilum ekki skylda til að halda utan um þessi gögn. Í samtölum formanns rannsóknarnefndarinnar kom einnig fram að ekki væri reglubundin upplýsingaöflun um þessa flugstarfsemi sem fylgt væri kerfisbundið eftir. Embættin gætu í raun ekki sinnt þessu verkefni sem skyldi. Ekki verður annað ráðið en sáralítið eftirlit sé með þessum ferðamáta til og frá landinu. "Golfferð fyrirtækjaþróunar" til Skotlands Stundum vantaði bæði upplýsingar um dagsetningu flugs og flugvél. Og athygli vakti að talsvert var um merkinguna Óþekktur farþegi (e. Unknown Passenger). Einungis nafn eins stjórnmálamanns fannst á listunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ferðaðist dagana 20.–22. september 2007 í einkaþotu með Glitnismönnum til Skotlands. Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli og lent á Prestwickflugvelli við Glasgow. Í viðburðadagatali Glitnis kemur fram að dagana 20.–22. september hafi verið "golfferð fyrirtækjaþróunar". Í ferðinni voru þrír yfirmenn hjá Glitni: Einar Örn Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Helgi Eiríksson. Tveir fyrrverandi forstjórar Olíufélagsins, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalar, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar og á hlut í N1, voru með í för. Bjarni Benediktsson var á þessum tíma stjórnarformaður N1. Þá voru með í för þeir Gunnar Þorláksson og Gylfi Héðinsson, eigendur BYGG. Á lista yfir flugyfirlit frá Glitni er verðið á þessari ferð, sem var með AviJet, sagt vera "0kr – skað[a]bætur v/Aþenu". Á sama lista er flug með AviJet til Aþenu á fótboltaleik 22.–24. maí 2007, en ekkert verð er fært þar til bókar.
Sáralítið eftirlit var með farþegum einkaþotna á umliðnum árum. Við skoðun rannsóknarnefndar Alþingis á farþegalistum kom í ljós að flugrekstraraðilum ber ekki skylda til að halda utan gögnin. Í samtölum formanns rannsóknarnefndarinnar kom einnig fram að ekki væri reglubundin upplýsingaöflun um þessa flugstarfsemi sem fylgt væri kerfisbundið eftir. Stundum vantaði bæði upplýsingar um dagsetningu flugs og flugvél. Og athygli vakti að talsvert var um merkinguna Óþekktur farþegi (e. Unknown Passenger).
Níu létust í sprengingum
Að minnsta kosti níu liggja í valnum og sextíu og tveir eru slasaðir eftir að þrjár sprengjur sprungu í skemmtigarði í höfuðborg Mjanmar. Verið var að undirbúa árlega vatnahátíð sem halda átti í garðinum. Sprengingarnar urðu nærri Kandawgyi stöðuvatninu á svæði sem herir undir stjórn hersins. Fjórða sprengjan fannst á staðnum, en sérfræðingur hersins tókst að gera hana óvirka. Stutt er í þingkosningar í landinu. Það mætti mikilli andstöð þegar mannréttindafrömuðinum Aung San Suu Kyi var meinað að bjóða sig fram í þeim þar sem hún væri að afplána dóm sem hún hlaut í framhaldi af því að bandarískur maður laumaðist til að heimsækja hana þar sem hún sat í stofufangelsi. Hundruðir manna höfðu safnast saman í skemmtigarðinum þar sem sprengjurnar sprungu. Garðurinn var girtur af strax í kjölfarið og lýsa sjónarvottar því hvernig reynt var að koma særðu fólki undir læknishendur eins fljótt og auðið var. Fjöldi sprenginga hafa dunið yfir Myanmar á síðustu árum. Herforingjastjórnin hefur ávallt kennt vopnuðum uppreisnarhópnum um ódæðin.
Að minnsta kosti níu liggja í valnum og sextíu og tveir eru slasaðir eftir að þrjár sprengjur sprungu í skemmtigarði í höfuðborg Mjanmar. Stutt er í þingkosningar í landinu. Það mætti mikilli andstöð þegar mannréttindafrömuðinum Aung San Suu Kyi var meinað að bjóða sig fram í þeim. Fjöldi sprenginga hafa dunið yfir Myanmar á síðustu árum. Herforingjastjórnin hefur ávallt kennt vopnuðum uppreisnarhópnum um ódæðin.
Réttarhöldin blettur á réttarfarinu
Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagði á Alþingi í dag að réttarhöld yfir 9 einstaklingum, sem ákærðir voru fyrir brot gegn Alþingi og fleiri brot, væru blettur á réttarfarinu. Þráinn sagði, að dómsvaldið væri búið að setja rétt yfir 9 manns, sem vísað var með ofbeldi af svölum Alþingi þar sem þeir komu með fullum rétti þeirra erinda að vara þing og þjóð við því hruni sem yfirvofandi væri. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í upphafi þingfundar að lögreglan hefði í morgun reynt með grófu ofbeldi að ryðja dómssal í opnu réttarhaldi. Sagði Þór að þetta hefði verið gróf aðför að réttarríkinu. Sagði Þór, að Alþingi hefði sjálft haft frumkvæði að því að þetta mál væri rannsakað og sent til saksóknara. Brýnt væri að útskýrt væri hver aðkoma Alþingis væri og með hvaða hætti þingið ætlaði að fjalla um þetta opinberlega "því þetta var einhver mesti skandall sem um getur og setur spurningamerki við réttarríkið Ísland," sagði Þór.
Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagði á Alþingi í dag að réttarhöld yfir 9 einstaklingum, sem ákærðir voru fyrir brot gegn Alþingi og fleiri brot, væru blettur á réttarfarinu. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í upphafi þingfundar að lögreglan hefði í morgun reynt með grófu ofbeldi að ryðja dómssal í opnu réttarhaldi. Sagði Þór að þetta hefði verið gróf aðför að réttarríkinu.
'Óskar: Vantaði kraft til að klára dæmið'
"Menn fóru ekkert á taugum. Við vorum bara ekki góðir varnarlega síðustu tíu mínútur leiksins og klikkuðum þá á mörgum einföldum atriðum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir tapið gegn Haukum í fyrsta leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Valur hafði yfir nær allan leikinn en Haukar tryggðu sér sigurinn á lokasekúndunum. "Kannski rúlluðum við liðinu ekki nægilega vel en það var eins og við dyttum niður á hælana og það vantaði bara kraft í okkur til að klára dæmið. Þeir voru skynsamir og mér fannst þeir mæta með allt annað lið í seinni hálfleikinn, en það var alveg grátlegt að fara alla vega ekki með þennan leik í framlengingu," sagði Óskar. Þrátt fyrir tapið sýndu Valsmenn að þeim er full alvara í að berjast til síðasta blóðdropa um Íslandsmeistaratitilinn og það stefnir í spennandi einvígi sé mið tekið af leiknum í kvöld. "Það hafa kannski margir í handboltahreyfingunni haft áhyggjur af því að þetta yrði ekki spennandi vegna þess hvernig þetta fór í fyrra þó að það einvígi hafi reyndar verið spennandi jafnvel þó það vantaði sex leikmenn hjá okkur. En ég er ekki sammála þeim sem halda að þetta verði eitthvað létt fyrir Haukana. Núna erum við með menn heila og erum komnir til að spila alvöru einvígi," sagði Óskar sem var sérstaklega ánægður með stuðningsmenn Vals í kvöld. "Ég er mjög ánægður með áhorfendurna. Það er aðeins búið að vera að gagnrýna þá en mér fannst þeir frábærir í dag og yfirgnæfa Haukana algjörlega, en það er náttúrulega bara mín tilfinning. Þeir hjálpa manni yfir ákveðinn þröskuld og það var virkilega sárt að tapa svona."
"Við vorum bara ekki góðir varnarlega síðustu tíu mínútur leiksins og klikkuðum þá á mörgum einföldum atriðum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir tapið gegn Haukum í fyrsta leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Valur hafði yfir nær allan leikinn en Haukar tryggðu sér sigurinn á lokasekúndunum. Þrátt fyrir tapið sýndu Valsmenn að þeim er full alvara í að berjast til síðasta blóðdropa um Íslandsmeistaratitilinn og það stefnir í spennandi einvígi sé mið tekið af leiknum í kvöld.
Útlit fyrir drottnun Red Bull
Útlit er fyrir að ökumenn Red Bull drottni í Spánarkappakstrinum um helgina en þeir voru í tveimur efstu sætum á lokaæfingunni fyrir tímatökurnar. Hafði Sebastian Vettel mikla yfirburði á aðra ökumenn. Vettel var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum Mark Webber sem eru óheyrilegir yfirburðir. Webber bætti sig á einstökum tímaköflum brautarinnar undir lokin á mýkri dekkjum en náði ekki góðum heilum hring á þeim. Þeir félagarnir voru einnig lang hraðskreiðastir á æfingum gærdagsins. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren settu þriðja og fjórða besta tímann og þriðju æfinguna í röð varð Michael Schumacher betri liðsfélaga sínum Nico Rosberg en heimsmeistarinn fyrrverandi setti fimmta besta tímann á Mercedes-bílnum. Ferrariþórarnir Felipe Massa og Fernando Alonso áttu sjötta og áttunda besta tíma þegar upp var staðið og milli þeirra varð Nico Rosberg. Vitaly Petrov missti vald á Renaultinum sínum í fjórðu beygju og hafnaði á öryggisvegg. Skemmdist bíllinn að framan og aftan. Jarno Trulli hjá Lotus var hraðskreiðastur ökumanna nýju liðanna, ögn á undan liðsfélaga sínum Heikki Kovalainen. Bruno Senna hjá Hispania var lengstan part æfingarinnar inni í bílskúr meðan gert var við olíuleka í bílnum hans. Munaði því miklu á tíma hans og annarra. Niðurstaða æfingarinnar varð sem hér segir: Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri. 1. Vettel Red Bull 1:20.528 15 2. Webber Red Bull 1:21.232 +0.704 11 3. Hamilton McLaren 1:21.348 +0.820 14 4. Button McLaren 1:21.376 +0.848 16 5. Schumacher Mercedes 1:21.583 +1.055 14 6. Massa Ferrari 1:21.749 +1.221 16 7. Rosberg Mercedes 1:22.013 +1.485 14 8. Alonso Ferrari 1:22.091 +1.563 15 9. Kubica Renault 1:22.242 +1.714 20 10. Sutil Force India 1:22.377 +1.849 12 11. Buemi Toro Rosso 1:22.400 +1.872 18 12. Kobayashi Sauber 1:22.412 +1.884 11 13. de la Rosa Sauber 1:22.527 +1.999 20 14. Hülkenberg Williams 1:22.634 +2.106 16 15. Alguersuari Toro Rosso 1:22.926 +2.398 20 16. Barrichello Williams 1:22.953 +2.425 16 17. Liuzzi Force India 1:23.597 +3.069 12 18. Petrov Renault 1:23.896 +3.368 5 19. Trulli Lotus 1:24.610 +4.082 14 20. Kovalainen Lotus 1:24.745 +4.217 11 21. Glock Virgin 1:25.722 +5.194 15 22. di Grassi Virgin 1:25.855 +5.327 14 23. Chandhok HRT 1:26.611 +6.083 18 24. Senna HRT 1:30.246 +9.718 6
Útlit er fyrir að ökumenn Red Bull drottni í Spánarkappakstrinum um helgina. Þeir voru í tveimur efstu sætum á lokaæfingunni fyrir tímatökurnar. Hafði Sebastian Vettel mikla yfirburði á aðra ökumenn. Vettel var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum Mark Webber sem eru óheyrilegir yfirburðir. Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren settu þriðja og fjórða besta tímann.
Styttist í þriðju endurskoðun AGS
Gjaldeyrishöftin breytast ekki við þetta samkomulag í Lúxemborg. En nú er ekkert að vanbúnaði að fá þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og efast Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ekki um að þá verði hægt að byrja að aflétta gjaldeyrishöftunum. Samkomulag er um að þeim verði aflétt í áföngum en það verður metið miðað við aðstæður á hverjum tíma. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Má Guðmundssyni vegna samkomulags Seðlabanka Íslands við Seðlabankann í Lúxemborg og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Skuldabréfin voru í eigu Landsbankans í Lúxemborg en veðsett BCL í tengslum við lausafjárfyrirgreiðslu á árinu 2008. Samkomulagið er á milli opinberra aðila og því var hægt að ná svo hagkvæmu samkomulagi segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Eignir Avens verða settar í félag í eigu Seðlabankans, Eignasafni ehf. Í því eru fleiri eignir, til að mynda íbúðalánabréf ofl. Að sögn Más er það seinni tíma mál að ákveða hvað verður gert við eignir félagsins. Ekkert hefur verið rætt við einn eða neinn varðandi viðskipti með þessar eignir. Hvorki lífeyrissjóði eða aðra. Ef það verður gert þá verður um opið gagnsætt ferli að ræða. Már segir samkomulagið ekki hafa áhrif á stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans en því sé ekki að leyna að bankinn hefur ekki talið að hægt væri að lækka vexti meira en gert hefur verið meðal annars vegna óafgreiddra mála líkt og þess sem nú var gengið frá. Már segir að vonandi verði hægt að lækka vexti bankans meira en gert hefur verið líkt og þörf er á fyrir innlendan markað.
Gjaldeyrishöftin breytast ekki við þetta samkomulag í Lúxemborg. En nú er ekkert að vanbúnaði að fá þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Efast seðlabankastjóri ekki um að þá verði hægt að byrja að aflétta gjaldeyrishöftunum. Samkomulag er um að þeim verði aflétt í áföngum en það verður metið miðað við aðstæður á hverjum tíma. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Má Guðmundssyni vegna samkomulags Seðlabanka Íslands við Seðlabankann í Lúxemborg og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg um kaup á 98% útistandandi skuldabréfa Avens B.V. Már segir að vonandi verði hægt að lækka vexti bankans meira en gert hefur verið líkt og þörf er á fyrir innlendan markað.
Sló sjóliða í höfuðið með glasi
Hæstiréttur dæmdi í dag 22 ára gamlan karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá danskan sjóliða með glasi í höfuðið á nýársnótt árið 2008 framan við bar við Austurvöll í Reykjavík. Við höggið skarst slagæð í sundur framan við eyrað og Daninn missti mikið blóð. Í héraðsdómi var haft eftir læknum að um hafi verið að ræða alvarlega slagæðablæðingu og Daninn sagðist hafa heyrt það á slysadeildinni, að hann hefði misst um lítra af blóði. Daninn sagði fyrir dómi, að hann hefði verið að skemmta sér ásamt félögum sínum en þeir voru sjóliðar á dönsku varðskipi, sem hér var statt. Sagðist hann hafa verið að reykja utan við Thorvaldsen bar þegar gestur af staðnum gekk að honum og sló hann fyrirvaralaust með bjórglasi í höfuðið. Glasið brotnaði við höggið. Dyraverðir á staðnum urðu vitni að því sem gerðist og yfirbuguðu þeir árásarmanninn og vin hans, sem kom aðvífandi og reyndi frelsa hann. Lögregla kom síðan og handtók mennina tvo. Sá sem ákærður var fyrir árásina þverneitaði að hafa verið að verki og sagðist hafa verið að reykja fyrir utan skemmtistaðinn Nasa þegar dyraverðir réðust fyrirvaralaust á hann. Héraðsdómi þótti hins vegar sannað með framburði dyravarðanna og Danans, að dyraverðirnir hefðu verið með réttan árásarmann í tökum þegar lögreglu bar að garði. Hæstiréttur tók undir það. Héraðsdómur dæmdi manninn í 6 mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, en Hæstiréttur mildaði dóminn í ljósi þess að það dróst í eitt ár að gefa út ákæru og einnig var tekið tillit til ungs aldurs mannsins og þess að hann hafði ekki gerst sekur áður um lagabrot.
Hæstiréttur dæmdi í dag 22 ára gamlan karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá danskan sjóliða með glasi í höfuðið. Við höggið skarst slagæð í sundur framan við eyrað og Daninn missti mikið blóð. Í héraðsdómi var haft eftir læknum að um hafi verið að ræða alvarlega slagæðablæðingu. Daninn sagði fyrir dómi, að hann hefði verið að skemmta sér ásamt félögum sínum. Sagðist hann hafa verið að reykja utan við Thorvaldsen bar þegar gestur af staðnum gekk að honum og sló hann fyrirvaralaust með bjórglasi í höfuðið. Sá sem ákærður var fyrir árásina þverneitaði að hafa verið að verki.
Tveir Svíar enn í einangrun í Ísrael
Tveir Svíar, Dror Feilers og Mattias Gardell, eru enn í einangrun í ísraelsku fangelsi en þeir voru meðal farþega í skipum, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á aðfaranótt mánudag. Alls voru 11 Svíar handteknir eftir árásina en 9hefur verið vísað úr landi. Þeir segja, að árás Ísraelsmanna hefði verið eins og sjóræningjaárás. Meðal þeirra var Mehmet Kaplan, þingmaður Umhverfisflokksins. Hann kom til Stokkhólms í gærkvöldi og hélt blaðamannafund á Arlandaflugvelli. Fram kemur á vef Dagens Nyherter, að Kalpan lýsti árás sérsveitarmannanna þannig, að hún hefði verið eins og sjóræningjaárás. Sérveitarmennirnir hefðu kastað krókstjökum yfir borðstokkana og klifrað um borð. "Þeir voru grímuklæddir og réðust á okkur á alþjóðlegu hafsvæði. Síðan tóku þeir vegabréfin af okkur og hertóku skipið." Kaplan sagði, að hermennirnir hefðu beitt rafmagnsbyssum og skotið gúmmíkúlum að farþegunum en fullyrti að enginn um borð hefði gert sig líklegan til að mæta hermönnunum með ofbeldi. Kaplan var ásamt 20 öðrum í báti, sem fylgdi forustuskipinu, Marvi Marmara, en þar um borð létu að minnsta kosti 9 manns lífið þegar ísraelsku hermennirnir gerðu árás. Fimm Svíar voru í bátnum, þar á meðal rithöfundurinn Henning Mankell. Voru þeir fluttir í land og yfirheyrðir og tekin af þeim fingraför. Þeir voru síðan sendir úr landi og komu til Stokkhólms í gærkvöldi. Dagens Nyheter
Tveir Svíar eru enn í einangrun í ísraelsku fangelsi en þeir voru meðal farþega í skipum, sem ísraelskir sérsveitarmenn réðust á aðfaranótt mánudag. Alls voru 11 Svíar handteknir eftir árásina en 9hefur verið vísað úr landi. Þeir segja, að árás Ísraelsmanna hefði verið eins og sjóræningjaárás. Meðal þeirra var Mehmet Kaplan, þingmaður Umhverfisflokksins. Hann kom til Stokkhólms í gærkvöldi og hélt blaðamannafund á Arlandaflugvelli. Kalpan lýsti árás sérsveitarmannanna þannig, að hún hefði verið eins og sjóræningjaárás. Hermennirnir hefðu beitt rafmagnsbyssum og skotið gúmmíkúlum að farþegunum.
Vonandi sóknarbolti og nokkur mörk
"Við erum allar spenntar fyrir að sýna hvað í okkur býr fyrir framan íslenska áhorfendur og markmiðið er að leika sóknarknattspyrnu og skemmta fólki," sagði Ólína G. Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu spurð um leikinn við Norður-Íra í undankeppni HM sem hefst kl. 16 í dag á Laugardalsvelli. "Það má alls ekki vanmet norður-írska liðið. Það getur komið okkur á óvart ef hugarfarið verður ekki rétt hjá okkur. Ég fór t.d. á dögunum og sá Grindavíkurliðið leika en með því spila tveir leikmenn norður-Íra. Báðar eru þær mjög sprækar, þær virðast í góðu formi, hlaupa mikið og gefa ekkert eftir. En við erum tilbúnar að taka á þeim og vonandi fáum við bara hörkuleik og góða skemmtun á Laugardalsvellinum. Vonandi getum við boðið upp á sóknarbolta og nokkur mörk. Vonandi fleiri mörk en í fyrri leiknum ytra þegar við skoruðum aðeins eitt mark. Stefnan er að vinna stærra en 1:0. Mikilvægast er samt af öllu að vinna," segir Ólína sem kveður leikmenn íslenska landsliðsins vera í betra formi nú en í haust þegar þjóðirnar áttust við í fyrra skiptið. "Nú erum við á miðju keppnistímabili , í toppformi og ferskar. Langt er um liðið síðan hópurinn kom saman síðast og okkur klæjar í að spila saman og ná árangri." Ólína segist ekkert óttast það að leikmenn Norður-Írlands pakki í vörn og freisti þess að halda markinu hreinu. "Við erum alveg undir það búnar og höfum mætt þess háttar liðum áður. Þá verðum við að sækja hratt , fara út á kantana teygja á vörninni. Við erum vel undir leikinn búnar og erum með fullt af góðum leikmönnum þannig að ef við leikum okkar leik þá eigum við að eiga ráð undir rifi hverju. Ég tel okkur vera með betri leikmenn í öllum stöðum á vellinum og því eigum við að vinna. Ég ætla að minnsta kosti að lofa áhorfendum skemmtun og skora á þá að mæta á Laugdalsvöllinn," sagði Ólína G. Viðarsdóttir.
"Við erum allar spenntar fyrir að sýna hvað í okkur býr fyrir framan íslenska áhorfendur" sagði Ólína G. Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu spurð um leikinn við Norður-Íra í undankeppni HM sem hefst kl. 16 í dag á Laugardalsvelli. "Vonandi getum við boðið upp á sóknarbolta og nokkur mörk". "Stefnan er að vinna stærra en 1:0. Mikilvægast er samt af öllu að vinna," segir Ólína sem kveður leikmenn íslenska landsliðsins vera í betra formi nú en í haust þegar þjóðirnar áttust við í fyrra skiptið. Ólína segist ekkert óttast það að leikmenn Norður-Írlands pakki í vörn og freisti þess að halda markinu hreinu.
0,2% upp í lýstar kröfur
Skiptum er lokið á þrotabúi Ólafsfells ehf., en tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu í gær. Alls fengust 0,2344% upp í lýstar kröfur, sem námu alls rúmlega milljarði króna. Ólafsfell ehf. var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans. Eignir upp á rúmlega fjórar milljónir króna fundust í búinu og ber þar helst að nefna bankainnistæðu upp á rúmlega 1,5 milljónir króna og hlutabréf í ValaMed ehf., sem er þjónustufyrirtæki á sviði krabbameinsrannsókna. Fyrir hlutafé í ValaMed fékkst 2,1 milljón króna, samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra. Tvær eignir sem voru í búinu reyndust ekki skila neinu fyrir kröfuhafa. Annars vegar var þar um að ræða kröfu á rússneska prentsmiðju, Edda Printing. Hins vegar var um að ræða kröfu á Fréttir ehf., en það var útgáfufélag hins skammlífa tímarits Krónikunnar. Krafan á Fréttir ehf. reyndist vera fyrnd. Ólafsfell var jafnframt einn stærstu eigenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins áður en Þórsmörk keypti allt hlutafé félagsins af Íslandsbanka.
Skiptum er lokið á þrotabúi Ólafsfells ehf. Alls fengust 0,2344% upp í lýstar kröfur, sem námu alls rúmlega milljarði króna. Ólafsfell ehf. var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans. Eignir upp á rúmlega fjórar milljónir króna fundust í búinu. Tvær eignir sem voru í búinu reyndust ekki skila neinu fyrir kröfuhafa.
Skipting aflans í strandveiðum verði endurskoðuð
Svæðaskiptingu strandveiða þarf að skoða betur og það hvernig aflamagninu er úthlutað á hvert svæði, að mati Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hún vekur athygli á því að bátar á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi að Húnaflóa og þar með yfir stóran hluta af kjördæmi hennar, hafi fengið úthlutað að jafnaði 2,9 tonnum á hvern bát sem stundar strandveiðar. Á svæði B séu það 3,1 tonn, 3,4 tonn á svæði C og 2,3 tonn á svæði D, sem er Suðurland og Faxaflói. "Það hlýtur að koma til álita að bregðast við þessu misræmi nú þegar, áður en strandveiðum sumarsins lýkur, með því að færa aflamagn milli svæða við upphaf næsta strandveiðitímabils í ágúst. Í framtíðinni má svo hugsa sér að bíða með niðurskipan aflamagnsins þar til ljóst er hversu margir bátar verða að veiðum á hverju svæði," segir Ólína, í pistli á bloggsíðu sinni. Pistilinn í heild sinni má lesa hér .
Svæðaskiptingu strandveiða þarf að skoða betur og það hvernig aflamagninu er úthlutað á hvert svæði, að mati Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. "Það hlýtur að koma til álita að bregðast við þessu misræmi nú þegar, áður en strandveiðum sumarsins lýkur, með því að færa aflamagn milli svæða við upphaf næsta strandveiðitímabils í ágúst." segir Ólína, í pistli á bloggsíðu sinni.
Sarkozy svarar ásökunum í sjónvarpsviðtali
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mun í dag svara ásökunum í sjónvarpsviðtali um meint ólögleg fjárframlög sem hann á að hafa þegið er hann tók þátt í forsetakosningunum árið 2007. Þá segist atvinnumálaráðherra landsins vera að íhuga að stíga til hliðar sem gjaldkeri stjórnarflokksins UMP. Sarkozy á að hafa fengið háar fjárhæðir frá Liliane Bettencourt, sem er auðugasta kona Frakklands. Málið er það alvarlegasta sem forsetinn hefur staðið frammi fyrir. Hann vonast til að með viðtalinu geti hann sett endapunkt á það og haldið áfram vinnu við að gera umbætur á lífeyriskerfinu. Stuðningur við forsetann hefur ekki mælst minni. Stuðningsmenn forsetans hafa gert mikið úr skýrslu fjármálaráðuneytisins þar sem fram kemur að Eric Woerth, atvinnumálaráðherra Frakklands, sé hreinsaður af ásökunum um að hafa komið í veg fyrir að skattayfirvöld hæfu rannsókn á málum Bettencourt, sem er erfingi snyrtivörufyrirtækisins L'Oreal. Fyrrverandi endurskoðandi Bettencourt saka Woerth, sem er fyrrverandi fjáramálaráðherra, um að hafa þegið 150.000 evrur (um 24 milljónir kr.) í reiðufé árið 2007. Bettencourt, sem er 87 ára, er ríkasta kona Frakklands. Hún er ein þeirra sem naut þeirra skattaívilnana sem Sarkozy samþykkti sem lög eftir að hann tók við forsetaembættinu. Þá fékk Bettencourt endurgreiddar 30 milljónir evra (4,7 milljarða kr.) frá ríkinu. Fram kemur í skýrslu fjármálaráðuneytisins, sem var birt í gær, að engar sannanir væru fyrir afskiptum Woerth, þ.e. að hann hafi komið í veg fyrir rannsókn skattayfirvalda á málefnum Bettencourt. Þá sagði hann í dag að hann væri að íhuga að stíga til hliðar sem gjaldkeri UMP til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur á milli þeirra starfa sem hann gegni fyrir flokkinn og starfa sinna í ríkisstjórn.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mun í dag svara ásökunum í sjónvarpsviðtali um meint ólögleg fjárframlög sem hann á að hafa þegið er hann tók þátt í forsetakosningunum árið 2007. Þá segist atvinnumálaráðherra landsins vera að íhuga að stíga til hliðar sem gjaldkeri stjórnarflokksins UMP. Sarkozy á að hafa fengið háar fjárhæðir frá Liliane Bettencourt, sem er auðugasta kona Frakklands. Málið er það alvarlegasta sem forsetinn hefur staðið frammi fyrir. Hún er ein þeirra sem naut þeirra skattaívilnana sem Sarkozy samþykkti sem lög eftir að hann tók við forsetaembættinu. Þá fékk Bettencourt endurgreiddar 30 milljónir evra (4,7 milljarða kr.) frá ríkinu.
Fékk danskt lán til snekkjukaupa
Danir velta því fyrir sér hvernig á því standi, að Sparbank, lítill danskur banki, skuli hafa lánað Jóni Ásgeiri Jóhannessyni 4,5 milljónir evra, jafnvirði 711 milljóna íslenskra króna, til að kaupa lúxussnekkju. Bankinn fékk veð í snekkjunni fyrir láninu en nú er snekkjan til sölu fyrir 3,3 milljónir evra, 522 milljónir króna. Berlingske Tidende fjallaði um málið í dag, og segir að Sparbank, sem er með höfuðstöðvar í Skive á Jótlandi, hafi einnig tekið þátt í útlánaveislunni, sem haldin var fyrir íslensku fjárfestana. Þetta komi á óvart því það hafi einkum verið íslensku bankarnir og erlendir stórbankar á borð við Royal Bank of Scotland og Deutsche Bank, sem fjármögnuðu íslensku fjárfestingarnar. Berlingske segist hafa undir höndum skipaskrá frá Mön þar sem kemur fram að Sparbank hafi frá árinu 2004 átt 4,5 milljóna evra veð í snekkju í eigu Jóns Ásgeirs. Um sé að ræða 94 feta Ferretti snekkju, smíðaða árið 2003, sem nú sé til sölu. Blaðið segir, að þessar upplýsingar hafi komið fram í réttarhaldinu í Lundúnum í síðustu viku þar sem kyrrsetning eigna Jóns Ásgeirs var staðfest. Þar hafi breskur lögmaður slitastjórnar Glitnis banka sagt, að þar sem Ferretti snekkjan sé yfirveðsett sé hún einskis virði. Þá sé fyrirtækið á Mön, sem skráð er fyrir snekkjunni, ekki lengur með heimilisfang á eyjunni. Berlingske segist hafa leitað upplýsinga um það hjá Sparbank hvers vegna lúxussnekkja, skráð í alþjóðlegu skattaskjóli, hafi lent í höndum bankans og hvort bankinn hafi verið beðinn um að veita aðstoð í máli íslenska bankans gegn Jóni Ásgeir. Bankinn staðfesti að hann ætti veð í snekkjunni One O One á Mön en vildi ekki veita frekari upplýsingar vegna bankaleyndar. Berlingske bendir á, að Jón Ásgeir hafi átt fleiri lúxussnekkjur. Hann átti einnig 144 feta Heesen snekkju frá árinu 2007, sem einnig var nefnd One O One, en virðist nú hafa verið yfirtekin af Banque Havilland, arftaka Kaupþings í Lúxemborg. Frétt Berlingske Tidende
Danir velta því fyrir sér hvernig á því standi, að Sparbank, lítill danskur banki, skuli hafa lánað Jóni Ásgeiri Jóhannessyni 4,5 milljónir evra, jafnvirði 711 milljóna íslenskra króna, til að kaupa lúxussnekkju. Bankinn fékk veð í snekkjunni fyrir láninu en nú er snekkjan til sölu fyrir 3,3 milljónir evra, 522 milljónir króna. Berlingske Tidende fjallaði um málið í dag, og segir að Sparbank, sem er með höfuðstöðvar í Skive á Jótlandi, hafi einnig tekið þátt í útlánaveislunni, sem haldin var fyrir íslensku fjárfestana. Þetta komi á óvart því það hafi einkum verið íslensku bankarnir og erlendir stórbankar á borð við Royal Bank of Scotland og Deutsche Bank, sem fjármögnuðu íslensku fjárfestingarnar. Blaðið segir, að þessar upplýsingar hafi komið fram í réttarhaldinu í Lundúnum í síðustu viku þar sem kyrrsetning eigna Jóns Ásgeirs var staðfest.
Askan gæti haft góð áhrif á loftslagið
Eldgosið í Eyjafjallajökli og öskufallið í kjölfarið var ótrúlega heppilegt fyrir vísindamenn, að sögn sjávarlíffræðingsins Eric Achterberg. Hann leiðir alþjóðlegt rannsóknarteymi frá Sjávarrannsóknarstöðinni í Southampton, sem hefur safnað vatnssýnum úr sjónum í grennd við Ísland á rannsóknarskipinu RRS Discovery í 5 vikur. Í samtali við Aftenposten segir Achterberg að eldfjallið hafi fært vísindamönnum á silfurfati risastórt náttúrulegt rannsóknarverkefni sem geti m.a. kennt okkur mjög mikið um eðli úthafanna. Markmið sýnatökunnar er að ákvarða hversu mikil áhrif öskufallið hefur á hafið. Hækkandi járngildi í hafinu geti lengt líftíma plöntusvifs í sjónum langt fram á haust. Lengri líftími svifa geti svo í kjölfarið haft áhrif á loftslagið því plöntusvif gleypi koltvíoxíð úr loftinu. Þegar lífverurnar örsmáu deyja og sökkva til botns taka þær koltvíoxíðið með sér niður í hafdjúpin. Þar sem höfin taka um 40% af öllum koltvísýring úr andrúmsloftinu skiptir þetta miklu máli fyrir loftslagið. "Yfirleitt er þessi hluti Atlantshafsins mjög snauður af svifum. Eldgos sem varði í tvo mánuði hefur án efa haft áhrif og við ætlum að kortleggja þau með rannsókninni," segir Acherberg.
Eldgosið í Eyjafjallajökli og öskufallið í kjölfarið var ótrúlega heppilegt fyrir vísindamenn, að sögn sjávarlíffræðingsins Eric Achterberg. Eldfjallið hafi fært vísindamönnum á silfurfati risastórt náttúrulegt rannsóknarverkefni sem geti m.a. kennt okkur mjög mikið um eðli úthafanna. Markmið sýnatökunnar er að ákvarða hversu mikil áhrif öskufallið hefur á hafið. Hækkandi járngildi í hafinu geti lengt líftíma plöntusvifs í sjónum langt fram á haust. Þar sem höfin taka um 40% af öllum koltvísýring úr andrúmsloftinu skiptir þetta miklu máli fyrir loftslagið.
Gefa út viðmununarverð á kindakjöti
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi sínum í vikunni að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári sem er nánast það sama og hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu, segir í frétt frá samtökunum. "Sölusamdráttur varð á innanlandsmarkaði 2009. Á heildina litið hefur innanlandssala verið með svipuðu móti fyrstu 6 mánuði þessa árs, en það sem af er sumri er þó betra en í fyrra. Vegna stóraukins útflutnings hefur afsetning hinsvegar gengið mun betur en 2009. Stjórnin telur því svigrúm til að hækka viðmiðunarverðið um sem nemur vísitöluhækkun og örlítið umfram það vegna almennra kostnaðarhækkana," segir í tilkynningu. Fyrir liggur að ekki verður gerður samningur um birgðahald við sláturhúsin á komandi hausti. Stefnan er að greiða innleggjendum beint þá fjármuni sem húsin hafa fengið greidda vegna þess. Sláturhúsin sem þegar hafa gefið út verðskrá hafa lækkað verðskrá sína sem því nemur. Verðskrá LS tekur einnig mið af því. Það er þó gert með þeim fyrirvara að heimild sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fáist til að greiða fjármunina út með áðurnefndum hætti. "Verð á ærkjöti er þó ekki lækkað með sama hætti þar sem að stjórnin taldi verð þess orðið óásættanlega lágt. Verðlagning á kindakjöti er frjáls en LS hefur heimild í búvörulögum til að gefa út viðmiðunarverð til bænda," segir ennfremur í tilkynningu.
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi sínum í vikunni að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári. "Sölusamdráttur varð á innanlandsmarkaði 2009," segir í tilkynningu. "Verðlagning á kindakjöti er frjáls en LS hefur heimild í búvörulögum til að gefa út viðmiðunarverð til bænda," segir ennfremur í tilkynningu.
Sundlaugin hækkar um 112 milljónir
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um að félagið fái greiddar verðbætur á samning vegna byggingar sundlaugar og viðbyggingar við íþróttahús á Álftanesi. Var Fasteignafélagið Fasteign hf. dæmd til að greiða ÍAV 112 milljónir króna og þar af nema verðbæturnar samkvæmt dómnum 105 milljónum króna vegna gengishruns krónunnar. Fasteign hf. samdi við ÍAV um verkið í mars 2008 í kjölfar útboðs í desember 2007. Samningsfjárhæðin var tæpar 604 milljónir króna og var m.a. tekið fram í samningnum að engar verðbætur yrðu greiddar á samningstímanum. Deila fyrirtækjanna í kjölfarið snérist síðan um hvort slíkur forsendubrestur hefði orðið, að víkja ætti þessu samningsákvæði til hliðar. Fram kemur í dómnum, að ÍAV miðaði í tilboðinu við 4% verðbólgu á samningstímanum og hafði þá til hliðsjónar verðbólguspá Seðlabankans. ÍAV segir, að fljótlega eftir að tilboðið var gert hafi verðbólga tekið að hækka verulega og snemmsumars og haustið 2008 hafi gengi krónunnar lækkað verulega. Þá hrundi bankakerfið Íslands haustið 2008 og vísitölur neysluverðs og byggingarkostnaðar hækkuðu hækkað gríðarlega á örskömmum tíma. Héraðsdómur vísar m.a. til þeirrar niðurstöðu matsmanna, að það óvissuástand sem skapaðist á byggingamarkaði á árinu 2008 vegna óvæntra efnahagsþróunar innanlands hafi orðið til þess að fleiri byggingaraðilar, sem voru með óverðbætta verksamninga, hafi fengið leiðréttingar. Hefðu Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir hönd umbjóðenda sinna og samkomulag náðst við einn stærsta verkkaupa landsins, Reykjavíkurborg, um að taka upp verðbætur miðað við hækkun byggingarvísitölu. Samkomulag þess efnis hafi verið undirritað 23. desember 2008 og samkvæmt því mátti reikna verðbætur á áður óverðbætta verksamninga við Reykjavíkurborg frá 1. mars 2008. Héraðsdómur segir síðan, að taka verði undir sjónarmið ÍAV, að forsenda fyrirtækisins fyrir umræddu samningsákvæði hafi verið stöðugt verðlag á meðan á verktímanum stæði. Vegna þeirra miklu hækkana, sem urðu á byggingarvísitölu og gengi íslensku krónunnar, hafi allar forsendur brostið fyrir samþykki þess að fjárhæðir tilboðsins á verktímanum væru ekki verðbættar. Því sé ósanngjarnt að bera samninginn fyrir sig að þessu leyti. Héraðsdómur segir, að miðað við að óverðbættir verkþættir verði verðbættir miðað við ofangreindar forsendur nemi verðbæturnar 105,5 milljónum króna. Að auki var Fasteign dæmd til að greiða ÍAV 6,5 milljónir króna í ýmsan kostnað að frádregnum tafabótum, og 5 milljónir króna í málskostnað.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) um að félagið fái greiddar verðbætur á samning vegna byggingar sundlaugar og viðbyggingar við íþróttahús á Álftanesi. Var Fasteignafélagið Fasteign hf. dæmd til að greiða ÍAV 112 milljónir króna og þar af nema verðbæturnar samkvæmt dómnum 105 milljónum króna vegna gengishruns krónunnar. Fasteign hf. samdi við ÍAV um verkið í mars 2008 í kjölfar útboðs í desember 2007. Var m.a. tekið fram í samningnum að engar verðbætur yrðu greiddar á samningstímanum. Deila fyrirtækjanna í kjölfarið snérist síðan um hvort slíkur forsendubrestur hefði orðið, að víkja ætti þessu samningsákvæði til hliðar. Héraðsdómur segir síðan, að taka verði undir sjónarmið ÍAV, að forsenda fyrirtækisins fyrir umræddu samningsákvæði hafi verið stöðugt verðlag á meðan á verktímanum stæði.
Ekki rekinn heldur samkomulag um starfslok
Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að starfslokasamningur hans við Actavis frá árinu 2008 sýni að hann var ekki vikið úr starfi heldur var samkomulag um starfslok hans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Róbert hefur sent frá sér vegna umfjöllunar um starfslok hans á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þar segir Björgólfur að Róbert hafi verið vikið úr starfi. Tilkynning Róberts: "Við gerðum formlegan samning um starfslokin og þar kemur hvergi fram að mér hafi verið vikið úr starfi heldur þvert á móti er tekið fram að samkomulag hafi náðst. Tekið er fram að uppsagnarfrestur verði greiddur sem var sex mánuðir og að ég styðji yfirfærslu verkefna til nýs forstjóra og verði aðgengilegur eftir þörfum. Ljóst má vera að hefði verið um brottrekstur að ræða hefðu bæði samningur og greiðslur til mín verið á annan veg. Ég vildi einfaldlega snúa mér að mínum eigin fjárfestingum og leiðir okkar skildu. Mér finnst áríðandi að rétt sé farið með þetta mál. Varnarbarrátta Björgólfs til að verja skaddað mannorð sitt hefur nú tekið á sig nýja mynd og fjöldi manns vinnur nú hörðum höndum til þess eins að þeyta ryki í augu almennings. Björgólfur virðist hreinlega neita að axla sína ábyrgð á þeim hrunadansi sem hér hefur orðið. Ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim kostnaði sem Björgólfur hefur nú varið í spunameistaravinnu og væri þeim peningum nú ekki betur varið í uppgjöri á skuldum fyrirtækja hans. Ég ætla mér ekki munnhöggvast við Björgólf í fjölmiðlum en hvet hann eindregið til að verja sín umsvif í íslensku viðskiptalífi með staðreyndum en ekki endurteknum rangfærslum," segir í tilkynningu sem Róbert Wessman ritar undir.
Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að starfslokasamningur hans við Actavis frá árinu 2008 sýni að hann var ekki vikið úr starfi heldur var samkomulag um starfslok hans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Róbert hefur sent frá sér vegna umfjöllunar um starfslok hans á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar. Þar segir Björgólfur að Róbert hafi verið vikið úr starfi. "Björgólfur virðist hreinlega neita að axla sína ábyrgð á þeim hrunadansi sem hér hefur orðið." Ég ætla mér ekki munnhöggvast við Björgólf í fjölmiðlum en hvet hann eindregið til að verja sín umsvif í íslensku viðskiptalífi með staðreyndum en ekki endurteknum rangfærslum," segir í tilkynningu sem Róbert Wessman ritar undir.
Icelandair flýgur til Alicante
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug í apríl á næsta ári til Alicante á Spáni. Flogið verður vikulega fram í október. Alicante er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Icelandair kynnir fyrir næsta ár, en áður hefur verið greint frá því að félagið mun bæta Billund, Gautaborg og Hamborg við áætlun sína á næsta sumri. Þar með eru áfangastaðir félagsins orðnir 30 talsins á næsta sumri og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt tilkynningu. "Við höfum á undanförnum mánuðum fengið mikinn fjölda áskorana frá einstaklingum og ferðaskrifstofum um að hefja áætlunarflug til Alicante og almennt er íslenski ferðamannamarkaðurinn að taka við sér. Á svæðinu er töluverður fjöldi orlofshúsa í eigu Íslendinga og margir vinsælir og fjölsóttir ferðamannastaðir í nágrenninu. Síðan munum við selja Íslandsferðir frá Alicante svæðinu í gegnum sölukerfi okkar á Spáni, en Alicante verður þriðja borgin á Spáni, sem við fljúgum til. Hinar eru Madríd og Barcelona. Að auki höfum við gengið frá samkomulagi við ferðaskrifstofuna VITA um sölu á hluta sætanna á íslenskum markaði. Þessi nýja leið styrkir þannig leiðakerfi okkar og eykur þjónustu Icelandair", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu. Sem fyrr segir hefst Alicante flug Icelandair fyrir páska næsta vor, eða 14. apríl, og stendur allt sumarið fram til 13. október. Flogið er morgunflug á fimmtudögum, utan tímabilsins 6. júlí til 7. september þegar flogið er eftir hádegi á miðvikudögum.
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug í apríl á næsta ári til Alicante á Spáni. Flogið verður vikulega fram í október. Alicante er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Icelandair kynnir fyrir næsta ár. Áður hefur verið greint frá því að félagið mun bæta Billund, Gautaborg og Hamborg við áætlun sína á næsta sumri. Þar með eru áfangastaðir félagsins orðnir 30 talsins á næsta sumri og hafa aldrei verið fleiri.
Hefur valdið WikiLeaks skaða
Haft er eftir Julian Assange, á vef CNN, að hann hafi ekki hugmynd um í hvaða brot hann eigi að vera sekur um í Svíþjóð, en hann hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni þar í landi. Nauðgunarákæra var hins vegar felld niður fyrr í vikunni, eftir að saksóknari hafði dregið til baka handtökuskipun sem gefin var út um síðustu helgi. "Rannsóknin beinist í augnablikinu að einu broti (engin kæra liggur fyrir) er varðar áreitni, önnur en kynferðisleg," segir Assange í tölvupósti til fréttastofu CNN. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er og hef ekki fengið nánari upplýsingar." Lögfræðingur Assange í Svíþjóð hefur sagt fjölmiðlum að Assange neiti öllum ásökunum um áreitni. Þá segir Assange í tölvupóstinum að þótt nauðgunarákæran hafi verið felld niður hafi hún þegar haft skemmandi áhrif. "Þökk sé þessum málatilbúnaði og ófrægingarherferð eru nú milljónir heimasíðna á Internetinu þar sem nafn mitt kemur fyrir í tengslum við orðin "nauðgun" og "nauðgað" eða "kynferðislegt"." Í viðtali við Aftonbladet segir Assange þetta mál hafa valdið WikiLeaks og sér sjálfum gífurlegum skaða.
Haft er eftir Julian Assange, á vef CNN, að hann hafi ekki hugmynd um í hvaða brot hann eigi að vera sekur um í Svíþjóð. Hann hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni þar í landi. Nauðgunarákæra var hins vegar felld niður fyrr í vikunni. "Rannsóknin beinist í augnablikinu að einu broti (engin kæra liggur fyrir) er varðar áreitni, önnur en kynferðisleg," segir Assange í tölvupósti til fréttastofu CNN. Lögfræðingur Assange í Svíþjóð hefur sagt fjölmiðlum að Assange neiti öllum ásökunum um áreitni.
Fjölmenni á útifundum
Tugir þúsunda tóku í dag þátt í útifundi í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna í dag, við Lincoln minnismerkið. Fundinum var ætlað að þjappa hægrimönnum saman og var gagnrýnt að hann var haldinn réttum 47 árum eftir að mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King hélt fræga ræðu við minnismerkið. Það var Glenn Beck sem skipulagði fundinn en Beck stýrir þætti á Fox sjónvarpsstöðinni og liggur þar ekki á skoðunum sínum. Hann sagði það einskæra tilviljun, að fundurinn var haldinn á þessum degi. Tveir mánuðir eru nú til þingkosninga í Bandaríkjunum og vonast repúblikanar til þess að ná meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hugsanlega öldungadeildinni einnig en demókratar eru nú með meirihluta í báðum þingdeildum. Meðal ræðumanna á fundinum var Sarah Palin, sem var varaforsetaefni repúblikana í síðustu forsetakosningum og er talin líkleg til að bjóða sig fram til forseta árið 2012. Mannréttindaleiðtogar mótmæltu útifundinum og stóðu fyrir öðrum útifundi ekki langt frá á svæði þar sem til stendur að reisa minnismerki um Martin Luther King.
Tugir þúsunda tóku í dag þátt í útifundi í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna í dag, við Lincoln minnismerkið. Fundinum var ætlað að þjappa hægrimönnum saman. Var gagnrýnt að hann var haldinn réttum 47 árum eftir að mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King hélt fræga ræðu við minnismerkið. Tveir mánuðir eru nú til þingkosninga í Bandaríkjunum. Meðal ræðumanna á fundinum var Sarah Palin, sem var varaforsetaefni repúblikana í síðustu forsetakosningum.
Chelsea tilkynnti aðeins 19 manna hóp
Englandsmeistarar Chelsea tilkynntu aðeins 19 leikmanna hóp til enska knattspyrnusambandsins í dag, og mega því aðeins nota leikmenn undir 21 árs til viðbótar við þann hóp í úrvalsdeildinni til áramóta. Af þessum 19 teljast aðeins 4 leikmenn uppaldir en ef tilkynntur hefði verið 25 manna hópur hefðu af þeim þurft að vera átta uppaldir í félagi í Englandi eða Wales. Fjórmenningarnir ensku eru John Terry, Frank Lampard, Ashley Cole og markvörðurinn Ross Turnbull. Fyrir utan 19 manna hópinn eru nokkrir ungir leikmenn sem hafa spilað talsvert, eins og Daniel Sturridge, Jeffrey Bruma og Gael Kakuta, og þá má Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri nota að vild. Nítján manna hópurinn er þannig skipaður: Englendingar: Ashley Cole John Terry Frank Lampard Ross Turnbull Erlendir leikmenn: Petr Cech Branislav Ivanovic Michael Essien Ramires Yossi Benayoun Didier Drogba John Mikel Obi Florent Malouda José Bosingwa Júrí Zhirkov Paulo Ferreira Salomon Kalou Alex Henrique Hilario Nicolas Anelka.
Englandsmeistarar Chelsea tilkynntu aðeins 19 leikmanna hóp til enska knattspyrnusambandsins í dag, og mega því aðeins nota leikmenn undir 21 árs til viðbótar við þann hóp í úrvalsdeildinni til áramóta. Af þessum 19 teljast aðeins 4 leikmenn uppaldir. Ef tilkynntur hefði verið 25 manna hópur hefðu af þeim þurft að vera átta uppaldir í félagi í Englandi eða Wales.
Enn efins um forvirkar rannsóknir
Ögmundur Jónasson, nýskipaður ráðherra dóms- og mannréttindamála gagnrýndi fyrir stuttu hugmyndir forvera síns Rögnu Árnadóttur um að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar og m.a. skoða forvirkar rannsóknarheimildir. Sagði hann að aðvörunarbjöllur hringdu strax við umræðuna. Aðspurður hvort hann muni halda áfram þeirri vinnu sem Ragna Árnadóttir setti af stað, nú þegar hann hefur tekið við embættinu, sagði Ögmundur að "bremsuborðarnir væru mjög þykkir" hjá sér þegar kæmi að forvirkum rannsóknarheimildum og hann hefði enn miklar efasemdir um þær. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við rannsókn á málum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um refsivert athæfi, m.a. með hlerunum og annarri upplýsingaöflun, þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir afbrot og fylgjast með atferli sem getur ógnað öryggi almennings og ríkisins. Þrátt fyrir sínar efasemdir sagði Ögmundur þó að haldið verði áfram að kanna málin. "Ragna Árnadóttir vildi skoða allar leiðir til þess að uppræta alvarlega glæpi í okkar landi, eiturlyfjasölu, mansal og þar fram eftir götunum og hún var miklu varfærnari í orðum sínum en margir vilja vera láta," sagði Ögmundur. Á sínum tíma benti Ragna m.a. á að í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali komi fram að í tengslum við rannsókn og kortlagningu mansalsmála hér landi og tengsl við erlenda og skipulagða brotastarfsemi, verði að meta þörf lögreglu fyrir heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða. Það sé á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins.
Ögmundur Jónasson, nýskipaður ráðherra dóms- og mannréttindamála gagnrýndi fyrir stuttu hugmyndir forvera síns Rögnu Árnadóttur um að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar og m.a. skoða forvirkar rannsóknarheimildir. Sagði Ögmundur að "bremsuborðarnir væru mjög þykkir" hjá sér þegar kæmi að forvirkum rannsóknarheimildum. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við rannsókn á málum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um refsivert athæfi, m.a. með hlerunum og annarri upplýsingaöflun. Þrátt fyrir sínar efasemdir sagði Ögmundur þó að haldið verði áfram að kanna málin.
Gillard sór embættiseið
Julia Gillard sór í dag embættiseið sem forsætisráðherra Ástralíu í höfuðborginni Canberra. Hún er fyrsta konan sem er kjörin til að gegna embættinu. Í kjölfarið sóru aðrir ráðherrar embættiseið þar á meðal Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Rudd mun gegna embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn. En vonir standa til að þetta verði til að draga úr þeirri spennu sem myndaðist þegar Rudd lét af formennsku í flokknum í júní sl. þegar ljóst var að hann nyti lítils stuðnings í aðdraganda leiðtogakjörs í flokknum. Mikil pólitísk óvissa hefur ríkt í landinu undanfarnar vikur. Kosið var til þings í ágúst sl. og voru niðurstöðurnar tvísýnar og náðist ekki að mynda ríkisstjórn í fyrstu atrennu. Gillard tókst hins vegar með naumindum að tryggja Verkamannaflokkinum annað kjörtímabil í síðustu viku, en flokkurinn nýtur stuðnings þriggja óháðra þingmanna og eins þingmanns Græningjaflokksins. Óttast er að minnihlutastjórnin, sem er sú fyrsta í landinu frá seinni heimsstyrjöldinni, muni reynast fallvölt. Því þykir líklegt að hún muni ekki endast út kjörtímabilið.
Julia Gillard sór í dag embættiseið sem forsætisráðherra Ástralíu í höfuðborginni Canberra. Hún er fyrsta konan sem er kjörin til að gegna embættinu. sóru aðrir ráðherrar embættiseið þar á meðal Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mikil pólitísk óvissa hefur ríkt í landinu undanfarnar vikur. Gillard tókst hins vegar með naumindum að tryggja Verkamannaflokkinum annað kjörtímabil í síðustu viku.
Með handsprengju sem stofustáss
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu óvirka handsprengju sem lögreglan á Akranesi lagði hald á sl. föstudag. Talið er að handsprengjan hafi verið notuð sem stofustáss á heimili á Reykjavík í um 30 ár. Viðar Stefánsson lögreglufulltrúi á Akranesi sagði í samtali við mbl.is að lögreglunni hefði á föstudaginn borist tilkynning um að maður væri með handsprengju í tösku. Brugðist var strax við með því að stoppa manninn og leggja hald á töskuna. Sérfræðingar sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og beðnir um að greina sprengjuna og síðan að eyða henni. "Við vissum ekki hvort sprengjan væri virk og vitum það raunverulega ekki ennþá. Sprengjusérfræðingarnir töldu hins vegar meiri líkur en minni að sprengjan hefði verið virk. Þeir merktu það af sprengingunni, en svona vopnum er eytt með sprengjuefni. Það var ekki tekin nein áhætta með þetta. Sérfræðingarnir töldu brýna þörf á að eyða þessu strax. Svona sprengjur verða hættulegri með aldrinum þegar kveikibúnaður eldist," sagði Viðar. Viðar sagði að við rannsókn málsins hefði komið fram að sprengjan var flutt inn til landsins fyrir um 30 árum. Hún var geymd á heimili á Reykjavík og notuð sem skraut upp í hillu. Ekki er grunur um að maðurinn sem var með sprengjuna hafi verið að nota hana til að ógna samferðarmönnum. Hann sýndi hana hins vegar og þannig frétti lögreglan af málinu. Sagt var frá þessu máli á vef Skessuhorns fyrr í dag.
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu óvirka handsprengju sem lögreglan á Akranesi lagði hald á sl. föstudag. Talið er að handsprengjan hafi verið notuð sem stofustáss á heimili á Reykjavík í um 30 ár. Lögreglunni hefði á föstudaginn borist tilkynning um að maður væri með handsprengju í tösku. Brugðist var strax við með því að stoppa manninn og leggja hald á töskuna. Við rannsókn málsins hefði komið fram að sprengjan var flutt inn til landsins fyrir um 30 árum.
'Fréttaskýring: Hver á að lækna börnin árið 2015?'
"Þetta snýst ekki um það að mikill vilji meira, heldur hvort við erum í þeirri stöðu að við getum ekki einu sinni haldið því sem við höfum. Þurfum við að bakka um tíu ár?" segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir á gæðadeild Landspítalans og formaður stjórnar Umhyggju, félags langveikra barna. Umhyggja stóð í gær fyrir málþinginu "Hver á þá að lækna mig?" um stöðuna í heilbrigðisþjónustu langveikra barna. Horft var fram til ársins 2015 og þeirri spurningu varpað fram hvernig þjónusta við langveik börn yrði þá, eins og staðan er í dag. Leifur segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur. "Í mörgum sérgreinum eru menn komnir á aldur og ekki langt í starfslok, en það örlar ekkert á neinum nýjum til að taka við, til dæmis vegna gigtveiki barna. Það er ekki vitað til þess að neinn sé að læra þetta, og jafnvel þótt einhver læknir sé að því er ekki víst að hann komi heim. Því er eðlilegt að gigtveik börn, sem vita að þau verða gigtveik næstu árin, spyrji sig; hver á að lækna mig þá?" Mikil og jákvæð þróun hefur orðið í barnalækningum á síðustu áratugum og Leifur segir nauðsynlegt að setja a.m.k. það markmið að verja stöðuna svo ekki verði afturför. "Við getum hugsað okkur að það sé hægt að ná skammtímasparnaði með því að draga í land núna, en þurfum að borga það margfalt eftir fimm ár? Ef við gerum ekkert til að sporna við þessum atgervisflótta er það staðreynd að staðan verður verri árið 2015 en hún er í dag," segir Leifur. Ekki meira á þau leggjandi Í svo litlu samfélagi sem Ísland er getur brottför eins sérfræðilæknis gjörbreytt stöðu sjúklingahóps með miklar þarfir. Leifur segir ekki nýmæli að íslenskir læknar séu eftirsóttir erlendis, en þótt margir hafi kosið að vera þar um stundarsakir hafi flestir viljað koma heim á endanum, en það sé nú breytt. Því verði að búa þannig í haginn að eftirsóknarvert sé fyrir sérfræðinga að koma heim. "Við viljum ekki missa þetta niður. Staðan er viðkvæm og ef eitthvað brestur getur svo margt hrunið um leið, það er ekki meira leggjandi á langveik börn og fólkið í kring. Við eigum að geta gefið þeim það loforð að við munum halda áfram að annast þau."
"Þurfum við að bakka um tíu ár?" segir Leifur Bárðarson, yfirlæknir á gæðadeild Landspítalans og formaður stjórnar Umhyggju, félags langveikra barna. Umhyggja stóð í gær fyrir málþinginu "Hver á þá að lækna mig?" um stöðuna í heilbrigðisþjónustu langveikra barna. Horft var fram til ársins 2015 og þeirri spurningu varpað fram hvernig þjónusta við langveik börn yrði þá, eins og staðan er í dag. Í svo litlu samfélagi sem Ísland er getur brottför eins sérfræðilæknis gjörbreytt stöðu sjúklingahóps með miklar þarfir. Því verði að búa þannig í haginn að eftirsóknarvert sé fyrir sérfræðinga að koma heim.
Eldsneyti flutt í Bushehr-kjarnorkuverið
Íranar hafa hafist handa við að flytja kjarnorkueldsneyti í fyrsta kjarnorkuver landsins, sem er staðsett í borginni Bushehr í suðurhluta landsins. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Ramin Mehmanparast, segir allt hafa gengið að óskum. "Kjarnorkuverið í Bushehr er eitt af stóru verkefnunum í Íran sem mun hjálpa til við framleiðslu á annarskonar orkugjöfum," sagði hann í samtali við blaðamenn. Írönsk stjórnvöld segja rafmagnið sem kjarnorkuverið muni framleiða verði nýtt á landsvísu. Bandaríkin og aðrar stórþjóðir hafa áhyggjur af því að Íranar vilji smíða kjarnorkuvopn. Þessum ásökunum hafa Íranar neitað margítrekað. Tilgangurinn sé að framleiða rafmagn. "Pólitískur þrýstingur, eins og refsiaðgerðir og annarskonar þrýstingur, torveldar ekki framfarir okkar og mun ekki koma í veg fyrir að okkar þjóð geti nýtt rétt sinn til að nota kjarnorku í friðsömum tilgangi," sagði Mehmanparast. "Við munu ekki hvika frá langtímaáætlun okkar hvað þetta varðar," bætti hann við. Íranar ræstu Bushehr kjarnorkuverið í ágúst sl. undir eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Búist er við því að það muni framleiða 1.000 megawött miðað við fulla afkastagetu. Smíði kjarnorkuversins hófst árið 1975 þegar Þjóðverjar undirrituðu samkomulag þess efnis. Þjóðverjar hættu hins vegar við í kjölfar írönsku byltingarinnar árið 1979. Íranar sömdu við Rússa um smíði kjarnorkuversins árið 1995 og upphaflega stóð til að framkvæmdinni myndi ljúka árið 1999. Miklar tafir urðu hins vegar á henni.
Íranar hafa hafist handa við að flytja kjarnorkueldsneyti í fyrsta kjarnorkuver landsins, sem er staðsett í borginni Bushehr í suðurhluta landsins. Írönsk stjórnvöld segja rafmagnið sem kjarnorkuverið muni framleiða verði nýtt á landsvísu. Bandaríkin og aðrar stórþjóðir hafa áhyggjur af því að Íranar vilji smíða kjarnorkuvopn. Þessum ásökunum hafa Íranar neitað margítrekað. Smíði kjarnorkuversins hófst árið 1975 þegar Þjóðverjar undirrituðu samkomulag þess efnis. Þjóðverjar hættu hins vegar við í kjölfar írönsku byltingarinnar árið 1979.
Fékk einhvern fítonskraft og bjargaði sér
"Þetta var mikið sjokk, maður er hálfskjálfandi ennþá og þreyttur eftir allt labbið," sagði Hilmir Snær Guðnason leikari snemma í gærkvöld eftir að hafa lent í óskemmtilegri lífsreynslu ásamt Jörundi Ragnarssyni leikara, sem svaf þegar Morgunblaðið náði tali af Hilmi. Þeir félagar voru á rjúpnaveiðum austan við Mývatn í gærdag þegar sá síðarnefndi féll eina átta metra ofan í hraunsprungu við gíginn Lúdent. Snjór var yfir öllu þegar óhappið varð og aðeins farið að skyggja, að sögn Hilmis Snæs. "Við skiptum liði síðasta spölinn og ég var kominn í bílinn þegar hann datt ofan í þessa sprungu. Hann féll um átta metra en sprungan er örugglega 20-30 metrar. Hann stöðvaðist á snjónibbu milli veggjanna í sprungunni," segir meðal annars í umfjöllun um óhapp þetta í Morgunblaðinu í dag. Hilmir Snær segir björgunarsveitina hafa verið snögga á staðinn en alls hafi þetta tekið um tvo tíma. Skv. upplýsingum frá Landsbjörg aðstoðuðu björgunarsveitarmenn Jörund við að ná byssunni sem varð eftir í sprungunni. Hilmir segir félaga sinn stálheppinn. "Hann er með kúlu á höfðinu og eina brotna nögl sem er ótrúlegt. Þetta er aðallega áfallið."
"Þetta var mikið sjokk, maður er hálfskjálfandi ennþá," sagði Hilmir Snær Guðnason leikari eftir að hafa lent í óskemmtilegri lífsreynslu ásamt Jörundi Ragnarssyni leikara. Þeir félagar voru á rjúpnaveiðum austan við Mývatn í gærdag þegar sá síðarnefndi féll eina átta metra ofan í hraunsprungu við gíginn Lúdent. "Hann stöðvaðist á snjónibbu milli veggjanna í sprungunni." Hilmir Snær segir björgunarsveitina hafa verið snögga á staðinn en alls hafi þetta tekið um tvo tíma. Hilmir segir félaga sinn stálheppinn.
Vinnum samhent í að ná vopnum okkar á ný
"Nú erum við á fullu við að ná vopnum okkar á nýjan leik fyrir næstu önn og skipuleggja skólaárið," segir Magnús Árni Magnússon rektor Háskólans á Bifröst í samtali við fréttavefinn Skessuhorn. Þar segir að Magnús hafi haldið upplýsingafund með nemendum í morgun þar sem fram hafi komið mikill stuðningur við ákvörðun hans um að styðja ekki áframhaldandi viðræður við Háskólann í Reykjavík. "Það er gott að geta rætt milliliðalaust við nemendur eftir þá miklu athygli sem skólinn hefur fengið að undanförnu. Ég finn fyrir þéttum stuðningi við ákvörðun mína. Þá er ég einnig þakklátur fyrir hversu samfélagið hér í kring; ýmis félög, sveitarstjórn Borgarbyggðar og fleiri hafa sýnt í verki undanfarna daga að fólki er ekki sama um hvernig vélað verður með framtíð Háskólans á Bifröst," segir hann í samtali við Skessuhorn. Bent er á að Magnús Árni og Andrés Magnússon, stjórnarformaður skólans, hafi ekki verið samstíga í ákvörðunum um áframhald viðræðna um sameiningu háskólanna tveggja. Andrés sitji í umboði Hollvinasamtaka Bifrastar. Aðalfundur félagsins hafi verið boðaður nk. miðvikudag og þar verði Andrés annaðhvort að freista þess að endurnýja umboð sitt sem stjórnarmaður fyrir hönd félagsins eða stíga til hliðar. Þá er haft eftir Magnúsi Árna að stjórn skólans komi saman til fundar næstkomandi mánudag. Þar muni hann leggja fram áætlun um stefnu skólans og framtíðarsýn. Nánar á vef Skessuhorns.
"Nú erum við á fullu við að ná vopnum okkar á nýjan leik fyrir næstu önn og skipuleggja skólaárið," segir Magnús Árni Magnússon rektor Háskólans á Bifröst Magnús hafi haldið upplýsingafund með nemendum í morgun þar sem fram hafi komið mikill stuðningur við ákvörðun hans um að styðja ekki áframhaldandi viðræður við Háskólann í Reykjavík. Bent er á að Magnús Árni og Andrés Magnússon, stjórnarformaður skólans, hafi ekki verið samstíga í ákvörðunum um áframhald viðræðna um sameiningu háskólanna tveggja. Þá er haft eftir Magnúsi Árna að stjórn skólans komi saman til fundar næstkomandi mánudag. Þar muni hann leggja fram áætlun um stefnu skólans og framtíðarsýn.
Kredia hefur aldrei lánað ólögráða einstaklingum
Smálánafyrirtækið Kredia fagnar frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um starfsemi smálánafyrirtækja en fyrirtækið hefur aldrei lánað ólögráða einstaklingum enda slíkt ekki heimilt samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. "Vegna umfjöllunar um fyrstu drög að frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um starfsemi smálánafyrirtækja viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Mikið er t.d. gert úr því að ekki verði heimilt að lána ólögráða einstaklingum, en slíkt er engin breyting þar sem það hefur aldrei verið leyfilegt eða gert. Hvað önnur atriði varðar þá á frumvarpið eflaust eftir að breytast í endanlegri útgáfu til að standast lög og er þessvegna ekki hægt að ræða frumvarpið fyrr en endanleg mynd er komin á það. Ólíklegt er t.d. að strangari lög eða reglur eigi að gilda um lán á 10-40 þús. krónum en húsnæðis- eða bílalánum upp á tugi milljóna. Við fögnum því aftur á móti að koma eigi regluverk um slíka starfsemi sem ekki hefur verið til þessa og er það til bóta. Enda höfum við unnið að því með ráðherra að sett verði regluverk um starfsemina."
Smálánafyrirtækið Kredia fagnar frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra um starfsemi smálánafyrirtækja. Fyrirtækið hefur aldrei lánað ólögráða einstaklingum enda slíkt ekki heimilt samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Heimilar samstarf vegna úrvinnslu skuldamála
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf vegna samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en samkomulagið var undirritað í gær. Að mati Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja hefur miðað hægt. Samningsaðilar eru fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins, auk fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Samstarf keppinauta á markaði er bannað samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga. Samkvæmt 15. gr. sömu laga getur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágur frá því banni og bundið slíkt samstarf skilyrðum. Í umræðuskjali sem gefið var út í desember í fyrra er sérstaklega bent á að hagfræðileg rök og reynsla annarra þjóða sýni að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við skuldavanda rekstrarhæfra fyrirtækja. Það sé því neytendum og atvinnulífinu til hagsbóta að bankar afskrifi eða minnki skuldir rekstrarhæfra fyrirtækja. Meðal annars á þessum grunni telur Samkeppniseftirlitið rétt að veita fjármálafyrirtækjum og hagsmunasamtökum fyrirtækja undanþágu til samstarfs vegna samkomulagsins. Á hinn bóginn lítur Samkeppniseftirlitið svo á að samstarf af þeim toga sem samkomulagið kveður á um geti, einkum til lengri tíma, gefið keppinautum á fjármálamarkaði færi á að samræma verð, viðskiptakjör og vöruframboð til skaða fyrir viðskiptavini og neytendur. Setur Samkeppniseftirlitið ákveðin skilyrði fyrir samstarfinu sem hægt er að skoða hér
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf vegna samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samstarf keppinauta á markaði er bannað samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga. Samkvæmt 15. gr. sömu laga getur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágur frá því banni. Hagfræðileg rök og reynsla annarra þjóða sýni að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við skuldavanda rekstrarhæfra fyrirtækja. Það sé því neytendum og atvinnulífinu til hagsbóta að bankar afskrifi eða minnki skuldir rekstrarhæfra fyrirtækja. Meðal annars á þessum grunni telur Samkeppniseftirlitið rétt að veita fjármálafyrirtækjum og hagsmunasamtökum fyrirtækja undanþágu til samstarfs vegna samkomulagsins.
Stendur ekki til að takmarka skógrækt
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um náttúruvernd eru nú opin öllum til umsagnar til 21. janúar 2011. Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fjölmiðlaumfjöllun um frumvarpið hafi verið villandi. Til dæmis hafi því verið haldið fram að óheimilt verði að gróðursetja öll helstu tré sem nýtt eru til skógræktar, mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt verði fórnað og að frelsi áhugafólks til að græða upp landið verði einnig takmarkað. Einnig segir að fullyrt hafi verið að öll helstu skógræktartré verði bönnuð og í því sambandi er talað um gróðursetningu birkis í Húnavatnssýslum og íslenskrar blæaspar á Suðurlandi. Þetta sé rangt og um rangtúlkun sé að ræða. Í tilkynningunni er áréttað að frumvarpsdrögin hafi verið samin vegna aukinnar áhættu á að ýmsar tegundir plantna og dýra séu fluttar út fyrir sín náttúrulegu heimkynni og til svæða sem áður voru þeim lokuð af líffræðilegum eða landfræðilegum orsökum. Í sumum tilfellum sé það nytsamleg aðgerð, en það getu einnig valdið miklu tjóni og er minkur nefndur í því sambandi.
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um náttúruvernd eru nú opin öllum til umsagnar til 21. janúar 2011. Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að fjölmiðlaumfjöllun um frumvarpið hafi verið villandi. Til dæmis hafi því verið haldið fram að óheimilt verði að gróðursetja öll helstu tré sem nýtt eru til skógræktar. Einnig segir að fullyrt hafi verið að öll helstu skógræktartré verði bönnuð. Þetta sé rangt og um rangtúlkun sé að ræða.
'Grant: Hræðist ekki tölfræðina'
Avram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, segir að sú tölfræði að einungis einu sinni í sögu úrvalsdeildarinnar hafi botnlið um jól bjargað sér frá falli hræði sig ekki. Áskorunin sé einfaldlega sú að West Ham verði þá annað liðið í sögunni til að forðast fall við slíkar kringumstæður. West Ham er neðst með 13 stig en mætir Fulham í fyrsta leik morgundagsins í sannkölluðum fallslag Lundúnaliðanna á Craven Cottage, heimavelli Fulham, sem er fjórða neðst og með 16 stig. Hin tvö botnliðin, Wolves og Wigan, mætast líka á morgun svo það er ljóst að sviptingar og einhverjar breytingar verða í botnbaráttunni. "Einu sinni var sagt að enginn myndi nokkru sinni hlaupa míluna á skemmri tíma en fjórum mínútum, vegna þess að enginn hafði gert það. Við getum hæglega gert eitthvað sem ekki hefur verið áður gert og við vitum vel hvað í okkur býr," sagði Grant á vef félagsins. Ísraelsmaðurinn vísaði umtali um pressu á bug. Það væri pressa á öllum liðum og öllum stjórum, sama hvort liðið væri við botninn eða toppinn. "Um það snýst fótboltinn. Það er pressa á okkur að ná í stig vegna þess að við sitjum á botninum. Við verðskuldum ekki að vera þar, það er mín niðurstaða eftir að hafa greint alla okkar leiki, en það fást engin stig fyrir að verðskulda eitthvað. Okkar takmark er að spila eins og við gerðum gegn Blackburn um síðustu helgi. Þá vorum við betri aðilinn, og við ætlum okkur stigin þrjú núna, því við þurfum á þeim að halda. Mark Hughes hjá Fulham er undir pressu, Wolves og Wigan eru undir pressu, líka Blackburn og líka sex efstu liðin," sagði Grant. Leikur Fulham og West Ham á morgun hefst klukkan 12 á hádegi.
Avram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, segir að sú tölfræði að einungis einu sinni í sögu úrvalsdeildarinnar hafi botnlið um jól bjargað sér frá falli hræði sig ekki. Áskorunin sé einfaldlega sú að West Ham verði þá annað liðið í sögunni til að forðast fall við slíkar kringumstæður. West Ham er neðst með 13 stig en mætir Fulham í fyrsta leik morgundagsins í sannkölluðum fallslag Lundúnaliðanna á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Ísraelsmaðurinn vísaði umtali um pressu á bug. Það væri pressa á öllum liðum og öllum stjórum, sama hvort liðið væri við botninn eða toppinn.
Stefán Logi sér betur
Knattspyrnumarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon vonast til að bæta leik sinn enn frekar eftir að hann gekkst á dögunum undir laseraðgerð á augum til að leiðrétta sjón sína. Stefán Logi leikur með norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström og segist í samtali við heimasíðu félagsins hafa átt í vandræðum með sjónina, sem er ansi mikið vandamál fyrir markverði þegar boltanum er skotið á hraða sem nær yfir 100 km/klst. Hann getur nú sagt bless við linsurnar. "Þetta var mjög mikilvæg aðgerð. Ef ég sæi ekki boltann gæti ég alveg eins hætt. Ég hef getað lifað með þessu en aldrei séð eins og best verður á kosið. Linsurnar hafa valdið mér vandræðum því þær trufla augun og gera mér erfitt að halda einbeitingu. Núna eru þessi vandræði að baki," sagði Stefán Logi sáttur eftir aðgerðina. "Ég er búinn að glíma við þessar sjóntruflanir í nokkurn tíma og hef unnið með það, en ég reiknaði bara með að þetta væri böggull sem ég þyrfti að bera og lét þetta ekki hafa áhrif á mig. Samt eru augun það mikilvægasta fyrir markverði, auk líkamlegs atgervis. Núna vona ég að ég þetta skili mér framförum," bætti Stefán Logi við. Fleiri Íslendingar í Noregi hafa gengist undir aðgerð líka þeirri sem Stefán Logi fór í, eins og til að mynda Indriði Sigurðsson sem er varnarmaður hjá Viking og fastamaður í íslenska landsliðinu. Stefán Logi, sem er þrítugur og á að baki 4 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, átti fínu gengi að fagna í marki Lilleström á sinni fyrstu heilu leiktíð með liðinu í ár. Hann fær aukna samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna á næstu leiktíð því Lilleström hefur samið við Svíann Alexander Nadj sem kemur frá sænska 1. deildarfélaginu Jönköpings Södra. [email protected]
Knattspyrnumarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon vonast til að bæta leik sinn enn frekar eftir að hann gekkst á dögunum undir laseraðgerð á augum til að leiðrétta sjón sína. Segist í samtali við heimasíðu félagsins hafa átt í vandræðum með sjónina, sem er ansi mikið vandamál fyrir markverði þegar boltanum er skotið á hraða sem nær yfir 100 km/klst. Hann getur nú sagt bless við linsurnar. Stefán Logi átti fínu gengi að fagna í marki Lilleström á sinni fyrstu heilu leiktíð með liðinu í ár.
Framsókn eðlilegur kostur
"Það hafa að mínu viti ekki farið fram neinar formlegar eða óformlegar viðræður á milli Framsóknar og Samfylkingar," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. Hann kveðst skilja orðróminn. "Þetta væri að mínu viti eðlilegasti kosturinn í stöðunni, að stækka ríkisstjórnina í þessa átt." "Þetta hafa verið eðlilegar getgátur út af ástandinu. Það er ljóst að uppákoma þremenninganna hlýtur að hafa ákveðin eftirmál. Það er langt í frá sjálfgefið að maður eins og Ásmundur Einar Daðason verði áfram í fjárlaganefnd, að Lilja Mósesdóttir verði formaður viðskiptanefndar og Atli Gíslason formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Það að styðja ekki fjárlagafrumvarpið er náttúrulega ígildi þess að styðja ekki stjórnina. Þannig að það er augljóst að það þarf að styrkja stoðirnar. Framsóknarflokkurinn er kannski sá flokkur á þingi, fyrir utan Samfylkingu og Vinstri græna, sem hefur gengið í gegnum mestu endurnýjunina eftir hrunið. Þess vegna er eðlilegt að menn horfi þangað. En ég get fullyrt að það hafa ekki farið fram neinar viðræður, hvorki formlegar eða óformlegar, um samstarf Samfylkingar og Framsóknar. Þá á ég við að fulltrúar Samfylkingar hafi leitað til þeirra. En vissulega ræða menn ýmislegt í sínum pólitísku skúmaskotum, þegar að svona áföll ríða yfir stjórnina. Ég myndi segja að þetta væri eðlileg kjaftasaga. Þetta væri að mínu viti eðlilegasti kosturinn í stöðunni, að stækka ríkisstjórnina í þessa átt. En þá myndi ég vilja að þremenningarnir gerðu það upp við sig hvorum megin hryggjar þeir væru - að við værum ekki endalaust að stíga pólitískan dans í kringum þau," segir Sigmundur Ernir.
"Það hafa að mínu viti ekki farið fram neinar formlegar eða óformlegar viðræður á milli Framsóknar og Samfylkingar," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. Hann kveðst skilja orðróminn. "Þetta væri að mínu viti eðlilegasti kosturinn í stöðunni, að stækka ríkisstjórnina í þessa átt." "Framsóknarflokkurinn er kannski sá flokkur á þingi, fyrir utan Samfylkingu og Vinstri græna, sem hefur gengið í gegnum mestu endurnýjunina eftir hrunið." "Þess vegna er eðlilegt að menn horfi þangað." "En þá myndi ég vilja að þremenningarnir gerðu það upp við sig hvorum megin hryggjar þeir væru - að við værum ekki endalaust að stíga pólitískan dans í kringum þau," segir Sigmundur Ernir.
Hagnaður af rekstri Hraðbrautar
Prýðilegur hagnaður verður af rekstri Menntaskólans Hraðbrautar í ár, þrátt fyrir að framlög til rekstursins frá ríkissjóði séu mun lægri en raunfjöldi nemendaígilda segir til um. Þetta segir Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar. Hann segir rangt sem komið hefur fram, að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir skólanum. Ólafur Haukur birti í kvöld varnarræðu sína á myndbandavefnum Youtube auk heimasíðu Hraðbrautar . Hann segir heiftarlega pólitíska atlögu gerða að skólanum og sér persónulega og skólinn verði lagður niður innan tíðar takist þeim upp sem standi að atlögunni. Í ræðu sinni fer Ólafur Haukur um víðan völl, kemur m.a. inn á umframgreiðslur mennta- og menningamálaráðuneytisins til skólans, rekstrargrundvöll hans og arðgreiðslur. Hvað varðar rekstargrundvöllinn þá segir Ólafur að fjárhagur skólans sé traustur og það þrátt fyrir hvað sagt er um þau mál. Skólinn hafi aldrei tekið krónu að láni og samkvæmt 10 mánaða uppgjöri sem liggur fyrir sé skólinn rekinn með prýðilegum hagnaði í ár, þrátt fyrir að miklu fleiri nemendur séu í skólanum en hann fái greitt fyrir. Þá bendir Ólafur á, að eina árið sem tap hafi verið á rekstri skólans hafi verið á síðasta ári. Þá hafi skólinn greitt rúmar þrjátíu milljónir króna í ríkissjóð til að greiða upp skuld skólans vegna umframgreiðslna fyrri ára. Það ár hafi því ekki verið einkennandi fyrir reksturinn. Ef framlög ríkissjóðs til skólans verði nokkurn veginn í samræmi við nemendaígildi hvers árs, verði hagnaður af rekstri Hraðbrautar.
Prýðilegur hagnaður verður af rekstri Menntaskólans Hraðbrautar í ár, þrátt fyrir að framlög til rekstursins frá ríkissjóði séu mun lægri en raunfjöldi nemendaígilda segir til um. Þetta segir Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar. Hann segir rangt sem komið hefur fram, að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir skólanum. Ólafur Haukur birti í kvöld varnarræðu sína á myndbandavefnum Youtube auk heimasíðu Hraðbrautar. Hann segir heiftarlega pólitíska atlögu gerða að skólanum og sér persónulega. Eina árið sem tap hafi verið á rekstri skólans hafi verið á síðasta ári.
Átökin verða mest um ESB-stefnu VG
Allt bendir til þess að hart verði tekist á um ýmis mál á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á morgun. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki búist við því að til persónulegs uppgjörs komi á fundinum á milli flokksforystunnar og þeirra þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í desember. Í fréttaskýringu um fundinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að viðmælendur úr röðum VG telji að sennilega verði hart tekist á um Evrópusambandsmál, bæði aðildarumsókn Íslands og ekki síður um það aðlögunarferli að regluverki Evrópusambandsins, sem stór hluti VG telur að sé þegar komið á fulla ferð, þvert á það sem lagt var upp með, þegar VG samþykkti með semingi að sækja um aðild að ESB. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur myndast nokkuð breið samstaða um það innan VG, bæði í þingflokknum og meðal hins almenna félagsmanns, að nauðsynlegt sé að ljúka þeirri umræðu um stefnu VG í Evrópusambandsmálum, sem hófst fyrir alvöru á flokksráðsfundi VG í nóvember sl. og henni verði að ljúka með því að breytt verði um kúrs. Það verði aldrei nein samstaða um það innan VG að halda áfram á sömu braut.
Allt bendir til þess að hart verði tekist á um ýmis mál á þingflokksfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á morgun. Er ekki búist við því að til persónulegs uppgjörs komi á fundinum á milli flokksforystunnar og þeirra þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar. Kemur fram, að viðmælendur úr röðum VG telji að sennilega verði hart tekist á um Evrópusambandsmál. Nauðsynlegt sé að ljúka þeirri umræðu um stefnu VG í Evrópusambandsmálum. Það verði aldrei nein samstaða um það innan VG að halda áfram á sömu braut.
Sólríkur desember í Reykjavík
Tíðarfar í desember var um margt markvert, að sögn Veðurstofunnar og var með eindæmum sólríkt í Reykjavík. Snörp kuldaköst gerði hins vegar í byrjun mánaðarins og aftur upp úr miðjum mánuðuninum og vörðu þau í rúma viku. Þess á milli voru talsverð hlýindi. Reykjavík mældist sólskin í 31,8 klukkustund sem er 19,8 stundum umfram meðallag. Aldrei hefur mælst svo mikið sólskin í desember frá upphafi mælinga. Næst kemst desember 1976 með 30,2 klst. og desember 2009 með 29,2 klst. Á Akureyri mældist 1,5 klukkustund sem er 1,5 stund umfram meðallag. Fjöldi úrkomudaga, þegar úrkoma mælist 0,1 mm eða meir, voru óvenju fáir. Á Höfn í Hornafirði var úrkoma aðeins 5 daga sem er það minnsta frá upphafi mælinga þar. Þá var meðalvindhraði heldur lægri en í meðalárferði. Á norðanaustanverðu landinu snjóaði talsvert og var alhvítt á Akureyri 23 daga. Loftþrýstingur var óvenju hár þennan mánuð og hefur víða á landinu ekki mælst svo hár frá upphafi mælinga. Meðalhitinn í Reykjavík var 0,7 stig sem er 0,9 stigum yfir meðaltali áranna 1961-1990. Á Akureyri var meðalhitinn -0,7 stig sem er 1,2 stigum yfir meðallagi. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn -0,1 stig sem er 0,1 stigum undir meðallagi.
Tíðarfar í desember var um margt markvert, að sögn Veðurstofunnar og var með eindæmum sólríkt í Reykjavík. Snörp kuldaköst gerði hins vegar í byrjun mánaðarins og aftur upp úr miðjum mánuðuninum og vörðu þau í rúma viku. Reykjavík mældist sólskin í 31,8 klukkustund sem er 19,8 stundum umfram meðallag. Aldrei hefur mælst svo mikið sólskin í desember frá upphafi mælinga. Fjöldi úrkomudaga, þegar úrkoma mælist 0,1 mm eða meir, voru óvenju fáir. Þá var meðalvindhraði heldur lægri en í meðalárferði.
FME og Seðlabankinn gera nýjan samning
Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. Markmið samningsins er að stuðla að heilbrigðu, virku og öruggu fjármálakerfi í landinu, þar með talið greiðslu- og uppgjörskerfum. Mælt er fyrir um að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands skuli gera með sér samstarfssamning. Í samningnum er lögð áhersla á að til að fjármálakerfi í landinu sé heilbrigt, virkt og öruggt þurfi að skilgreina með skýrum hætti ábyrgð hvorrar stofnunar og verkaskiptingu þeirra á milli. Ekki sé síður mikilvægt að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands vinni náið saman að skilgreindum verkefnum og að öflun og miðlun upplýsinga frá fjármálafyrirtækjum og milli stofnananna sé markviss. Þá skuli greining á stöðugleika draga upp skýra mynd af styrkleika og veikleika fjármálafyrirtækja og getu þeirra til að bregðast við breytingum í hinu þjóðhagslega umhverfi og á innlendum sem erlendum mörkuðum. Vinna stofnananna þurfi að miða að því að draga úr kerfislegri áhættu. Enn fremur er það markmið samstarfssamningsins að sjá til þess að til reiðu séu samhæfðar viðbúnaðaráætlanir og að reglulega sé metið hve vel lög og reglur þjóni markmiðum um stöðugleika fjármálakerfisins. Samkvæmt samningnum halda forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri fundi að minnsta kosti tvisvar á ári, ásamt helstu sérfræðingum beggja stofnana, þar sem lagt er mat á kerfislega áhættu í íslenska fjármálakerfinu. Dagskrá fundanna spannar meðal annars þjóðhagslega þætti, áhættur í starfsemi fjármálafyrirtækja, samspil áhættuþátta, bæði innan fjármálakerfisins og milli þess og þjóðarbúsins, stöðu greiðslukerfa, lög og reglur um fjármálastarfsemi og endurbætur á viðlagaáætlunum. Fyrir þessa fundi tekur hvor stofnun saman yfirlit yfir stöðu áhættuþátta sem hún hefur eftirlit með. Í þeim tilvikum sem ábyrgð skarast er sameiginlegum áhættumatshópum falið þetta verkefni. Meðal annarra nýmæla sem má nefna í samstarfssamningnum er að áformað er að innleiða endurbætta framkvæmd við öflun og gagnkvæma miðlun upplýsinga stofnananna. Þá er stefnt að sameiginlegum gagnagrunni Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans með aðgangsstýringu.
Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. Í samningnum er lögð áhersla á að til að fjármálakerfi í landinu sé heilbrigt, virkt og öruggt þurfi að skilgreina með skýrum hætti ábyrgð hvorrar stofnunar og verkaskiptingu þeirra á milli. Þá skuli greining á stöðugleika draga upp skýra mynd af styrkleika og veikleika fjármálafyrirtækja og getu þeirra til að bregðast við breytingum í hinu þjóðhagslega umhverfi. Vinna stofnananna þurfi að miða að því að draga úr kerfislegri áhættu. Samkvæmt samningnum halda forstjóri Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjóri fundi að minnsta kosti tvisvar á ári, ásamt helstu sérfræðingum beggja stofnana. Fyrir þessa fundi tekur hvor stofnun saman yfirlit yfir stöðu áhættuþátta sem hún hefur eftirlit með.
Háskólinn heldur upp á aldarafmæli
Háskóli Íslands heldur upp á aldarafmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni kynnti Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, í dag nýja stefnu skólans til næstu fimm ára og sagði, að í stefnumótun skólans væru ítrekuð þau meginmarkmið að koma honum í fremstu röð. Til þess sé nauðsynlegt að verja umtalsvert meiri fjármunum en skólanum séu nú ætlaðir. Háskóli Íslands var stofnaður á Alþingi 17. júní 1911. "Ef við lítum 100 ár aftur í tímann sjáum við hvað framtíðarsýn, stórhugur og einbeittur vilji gátu kallað fram við miklu þrengri aðstæður en samfélagið býr við í dag. Við heitum á þá sem leiða íslenskt samfélag í dag að sýna sama vilja og sama hug," sagði Kristín. Hún sagði að háskólinn muni nú leita samstarfs við stjórnvöld um að hrinda þessari stefnumótun í framkvæmd. Á fundinum opnaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, nýjan aldarafmælisvef Háskóla Íslands. Fram kom í máli Kristínar, að heimsþekktir vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, muni halda fyrirlestra við Háskóla Íslands á afmælisárinu. Þá muni háskólinn fara víða um landið með lifandi dagskrá, haldnir verða opnir veffyrirlestrar, stúdentar efna til litríkrar dagskrár um ungmenningu, sérfræðingar háskólans í menntamálum heimsækja skóla landsins, vísindamenn bregða sér í hlutverk leiðsögumanna í skipulegum gönguferðum, opið hús verður í Háskóla Íslands í næsta mánuði og efnt verður til samstarfs við menningarstofnanir og söfn. Þá verður gefini út aldarsaga Háskóla Íslands og efnt til umræðu um helstu áskoranir 21. aldarinnar á sérstöku hátíðarmálþingi í október. Afmælisvefur Háskóla Íslands
Háskóli Íslands heldur upp á aldarafmæli sitt á þessu ári. Af því tilefni kynnti Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, í dag nýja stefnu skólans til næstu fimm ára. Í stefnumótun skólans væru ítrekuð þau meginmarkmið að koma honum í fremstu röð. Háskóli Íslands var stofnaður á Alþingi 17. júní 1911. Fram kom í máli Kristínar, að heimsþekktir vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, muni halda fyrirlestra við Háskóla Íslands á afmælisárinu. Þá muni háskólinn fara víða um landið með lifandi dagskrá. Þá verður gefini út aldarsaga Háskóla Íslands og efnt til umræðu um helstu áskoranir 21. aldarinnar á sérstöku hátíðarmálþingi í október.
Segir Dag B. valda vonbrigðum
Á borgarstjórnarfundi var tillögu Sjálfstæðismanna, um að borgarstjórnin leggist gegn veggjöldum vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar, Suðurlandsvegar og Vesturlandsvega, vísað til umhverfis- og samgönguráðs. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist telja að með því sé meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins að reyna að dreifa málinu á dreif. Ljóst sé að umrætt veggjald muni fyrst og fremst leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins. Kjartan segir að þrátt fyrir að um 63% landsmanna búi á höfuðborgarsvæðinu renni innan við 20% af framlögum til stofnkostnaðar þangað samkvæmt samgönguáætlun. "Þrátt fyrir að langstærsti hluti af vegasköttum verði til á höfuðborgarsvæðinu, rennur stærstur hluti þess til verkefna úti á landi," segir Kjartan. Hann segist telja að forgangsröðun í vegamálum eigi aðallega að taka mið af umferðaröryggi. "Stjórnmálamenn eiga fyrst og fremst að styðja framkvæmdir, sem auka umferðaröryggi, óháð því hvar á landinu þær eiga sér stað. Væri slík forgangsröðun viðhöfð, væru framkvæmdir á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi mjög ofarlega á blaði en ekki frekari gangagröftur úti á landi," segir Kjartan. Hann segir það hafa valdið vonbrigðum að Dagur B. Eggertsson, sem er formaður borgarráðs en jafnframt varaformaður Samfylkingarinnar, skuli ekki vilja styðja "þessa skýru tillögu um stórt hagsmunamál borgarbúa." "Greinilegt er að þar tekur hann hagsmuni ríkisstjórnarinnar fram yfir hagsmuni Reykvíkinga," segir Kjartan.
Á borgarstjórnarfundi var tillögu Sjálfstæðismanna, um að borgarstjórnin leggist gegn veggjöldum vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar, Suðurlandsvegar og Vesturlandsvega, vísað til umhverfis- og samgönguráðs. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist telja að með því sé meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins að reyna að dreifa málinu á dreif. Ljóst sé að umrætt veggjald muni fyrst og fremst leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins. Hann segist telja að forgangsröðun í vegamálum eigi aðallega að taka mið af umferðaröryggi. Hann segir það hafa valdið vonbrigðum að Dagur B. Eggertsson skuli ekki vilja styðja "þessa skýru tillögu um stórt hagsmunamál borgarbúa."
Sneri Duvalier aftur fyrir peningana?
Svo virðist vera sem peningar séu ástæðan fyrir því að Jean-Claude "Baby Doc" Duvalier, fyrrverandi einræðisherra Haítí, sneri aftur til landsins á dögunum eftir 25 ára útlegð. Er talið að hann sé að reyna að koma í veg fyrir að svissnesk yfirvöld geri fé hans í þarlendum bönkum upptækt. Fyrrverandi einræðisherrann hefur ekki gefið upp aðra ástæðu fyrir því hvers vegna hann sneri skyndilega aftur til landsins en að hann hygðist hjálpa til við uppbyggingu eftir jarðskjálftann mikla í fyrra en mannréttindasamtök og sérfræðingar telja að um sé að ræða fléttu til þess að komast hjá því að andvirði að minnsta kosti 670 milljóna króna á frystum svissneskum bankareikningum verði gert upptækt. "Það virðist vera líklegasta útskýringin þegar þú setur öll pússlin saman," sagði Reed Brody, ráðgjafi Human Rights Watch og fyrrverandi saksóknari á Haítí. Kenningin sem er nú víða viðtekin á Haítí er uppruninn í lögum sem sett voru í Sviss sem taka gildi þann 1. febrúar en þau myndu heimila að það sem eftir er af frystum eigum Duvaliers verði gerð upptækar og þeim skilað til Haítí. Lögin eru þekkt sem Duvalier-lögin en samkvæmt þeim geta svissnesk yfirvöld gert ólöglegar eignir upptækar og skilað þeim til þess lands sem þær tilheyra jafnvel þó að það land hafi ekki gripið til lögfræðilegra úrræða. Þar er þó kveðið á um tvö skilyrði. Annars vegar að ríki hafi ekki gripið til slíkra úrræða vegna veikleika innviða þess eða vegna þess að ekki næst til einstaklingsins sem málið varðar til að rétta yfir honum. "Það þýðir að Sviss gæti gert féð upptækt og afhent það stjórnvöldum á Haítí án þess að þau þurfi að sækja Duvalier til saka," sagði Brody ennfremur. "Hins vegar ef Duvalier fer til baka til Haítí og verður ekki lögsóttur gæti hann sagt að hægt hafi verið að ná til hans til að rétta yfir honum en það hafi ekki verið gert og því krafist þess að fá peningana sína aftur." Harðstjórinn fyrrverandi birtist óvænt í höfuðborginni Port-au-Prince 17. janúar.
Svo virðist vera sem peningar séu ástæðan fyrir því að Jean-Claude "Baby Doc" Duvalier, fyrrverandi einræðisherra Haítí, sneri aftur til landsins á dögunum eftir 25 ára útlegð. Er talið að hann sé að reyna að koma í veg fyrir að svissnesk yfirvöld geri fé hans í þarlendum bönkum upptækt. Fyrrverandi einræðisherrann hefur ekki gefið upp aðra ástæðu fyrir því hvers vegna hann sneri skyndilega aftur til landsins en að hann hygðist hjálpa til við uppbyggingu eftir jarðskjálftann mikla í fyrra. Mannréttindasamtök og sérfræðingar telja að um sé að ræða fléttu til þess að komast hjá því að andvirði að minnsta kosti 670 milljóna króna á frystum svissneskum bankareikningum verði gert upptækt. Harðstjórinn fyrrverandi birtist óvænt í höfuðborginni Port-au-Prince 17. janúar.
'"Stórt og mikilvægt skref"'
Sigrún Valsdóttir, sem er búsett í Kaíró höfuðborg Egyptalands, segir að í dag hafi verið stigið stórt og mikilvægt skref í átt að lýðræðislegu stjórnarfari í Egyptalandi, þegar Mubarak, forseti landsins, tilkynnti afsögn sína. "Ég held að fólk hafi alls ekki átt von á að Mubarak myndi segja af sér í dag. Allir bjuggust við því í gær, þegar hann hélt þetta langa ávarp í sjónvarpinu," sagði Sigrún í samtali við mbl.is Hún segir að tilkynningin um afsögn Mubaraks hafi verið örstutt, aðeins nokkrar sekúndur. "Ég missti af henni, ég var að skipta á milli stöðva." Að sögn Sigrúnar hafa miklar vangaveltur verið í Egyptalandi síðan í gær um hvers vegna sjónvarpsávarpi Mubaraks í gærkvöldi var seinkað ítrekað. "Margir telja að það sé vegna ágreinings á milli Mubaraks, hersins og Suleimans varaforseta. En það hefur ekki verið staðfest." Sigrún segir flesta telja herráðið vera besta kostinn. "Hefði Suleiman fengið völdin, þá hefðu mótmælin haldið áfram. Fólki finnst hann vera eins og Mubarak númer tvö; hann talar niður til þjóðarinnar og það er alveg klárt að fólkið hefði aldrei sætt sig við hann. Annar möguleiki var að forseti þingsins tæki við völdum, en fólkið hefði heldur ekki sætt sig við það," segir Sigrún. "Fólk ber almennt mikla virðingu fyrir hernum, þrátt fyrir að Mubarak og allir helstu ráðamenn landsins hafi komið úr röðum hersins. En fólki finnst að herinn sé á þeirra bandi og treystir hernum. Svo skiptir líka máli að þetta er herráð, en ekki einhver einn sem er að fara að taka við völdum. En það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. " "Þetta er bara fyrsta skrefið í átt að lýðræði og nú þarf að byggja upp nýtt kerfi. En þetta er stórt og mikilvægt skref sem þurfti að stíga þannig að hægt væri að halda áfram með frekari umbætur," segir Sigrún.
Sigrún Valsdóttir, sem er búsett í Kaíró höfuðborg Egyptalands, segir að í dag hafi verið stigið stórt og mikilvægt skref í átt að lýðræðislegu stjórnarfari í Egyptalandi. Mubarak, forseti landsins, tilkynnti afsögn sína. Hún segir að tilkynningin um afsögn Mubaraks hafi verið örstutt, aðeins nokkrar sekúndur. Sigrún segir flesta telja herráðið vera besta kostinn. "Hefði Suleiman fengið völdin, þá hefðu mótmælin haldið áfram. Fólki finnst hann vera eins og Mubarak númer tvö;"
Bræðslumenn í hár saman
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir fordæma harðlega yfirlýsingar forsvarsmanna samninganefnda Afls og Drífanda um að þeir hafi brugðist bræðslumönnum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum í þeirra kjaradeilu og því hafi ekkert orðið úr boðuðu verkfalli. Ekki var boðað verkfall í loðnubræðslunni á Þórshöfn. Í yfirlýsingu bræðslumanna á Þórshöfn segir að í yfirlýsingu á heimasíðu Afls, komi fram að það hafi verðið ákvörðun stéttarfélaganna Afls og Drífanda að standa tvö að samningsgerð fyrir bræðslumenn, þ.e. án aðkomu annarra stéttarfélaga. Á síðari stigum óskuðu þau eftir því að starfsmenn ÍV á Þórshöfn færu í samúðarverkfall kæmi til verkfalls meðal starfsmanna í bræðslum á þeirra félagssvæðum. Bræðslumenn á Þórshöfn segja óskiljanlegt hvers vegna ekki hafi verið leitað eftir víðtæku samstarfi strax í upphafi. "Þannig hefðu bræðslumenn um land allt verið í góðri stöðu til að knýja fram sanngjarnar launahækkanir. Afstaða bræðslumanna á Þórshöfn var skýr. Markmiðið var að ná fram kjarasamningi um kaup og kjör starfsmanna enda Verkalýðsfélag Þórshafnar með sjálfstæðan kjarasamning. Þegar formleg beiðni kom með bréfi frá Afli og Drífanda um samúðarverkfall voru viðræðurnar á Þórshöfn á viðkvæmu stigi sem leiddu til þess að gengið var frá sérkjörum starfsmanna með samkomulagi þriðjudaginn 15. febrúar. Þess vegna töldu starfsmenn ekki rétt að boða til samúðarverkfalls að svo stöddu. Hins vegar var þeim skilaboðum komið skýrt á framfæri við forsvarsmenn Ísfélags Vestmannaeyja að komið yrði í veg fyrir allar landir annarra skipa en þeirra sem að staðaldri hafa landað á Þórshöfn og eru í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Einnig var ljóst að hefðu stéttarfélög bræðslumanna í Vestmannaeyjum og á Austurlandi staðið við boðað verkfall ætluðu bræðslumenn á Þórshöfn að taka fyrir verkfallsboðun innan sinna raða. Þess vegna er öllum yfirlýsingum um samstöðuleysi bræðslumanna á Þórshöfn vísað til föðurhúsanna og kallað eftir faglegri vinnubrögðum í stað upphrópana í fjölmiðlum!"
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þeir fordæma harðlega yfirlýsingar forsvarsmanna samninganefnda Afls og Drífanda um að þeir hafi brugðist bræðslumönnum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum í þeirra kjaradeilu. Ekki var boðað verkfall í loðnubræðslunni á Þórshöfn. Í yfirlýsingu bræðslumanna á Þórshöfn segir að í yfirlýsingu á heimasíðu Afls, komi fram að það hafi verðið ákvörðun stéttarfélaganna Afls og Drífanda að standa tvö að samningsgerð fyrir bræðslumenn, þ.e. án aðkomu annarra stéttarfélaga. Á síðari stigum óskuðu þau eftir því að starfsmenn ÍV á Þórshöfn færu í samúðarverkfall kæmi til verkfalls meðal starfsmanna í bræðslum á þeirra félagssvæðum. Bræðslumenn á Þórshöfn segja óskiljanlegt hvers vegna ekki hafi verið leitað eftir víðtæku samstarfi strax í upphafi.
Hlynur sígeispandi á bekknum
Hlynur Bæringsson var einn þriggja Íslendinga sem tóku þátt í Stjörnuleik sænska körfuboltans á mánudagskvöldið. Hlynur, sem skoraði 8 stig í leiknum, segist ekki hafa neitt gaman af leikjum sem þessum. "Ég held að ég hafi spilað minn síðasta stjörnuleik. Ég áttaði mig á því í gær þegar ég var að reyna að fela þá staðreynd að ég var sígeispandi á bekknum að hugsa um hvað við fengjum að borða eftir leik. Hvort ég fengi eitthvað kjöt eða fimmtándu pastamáltíðina í röð." Þetta er meðal þess sem Hlynur skrifar á bloggsíðu sína hlynurb12.blogspot.com . Hann segir stjörnuleiki henta sér illa þar sem bannað sé að spila vörn og berjast. Leikurinn snúist bara um troðslur og þriggja stiga skot. "Ég er því oft bara fyrir í svona leikjum. Ég reyni að hlýða þessum óskrifuðu reglum þó mig hafi stundum langað til að vera fíflið sem tekur þetta aðeins of alvarlega með því t.d. að brjóta hressilega á einum ungum Kana þegar hann reynir við fimmtu troðsluna sína í leiknum." Hlynur og félagar í Sundsvall Dragons eru með gott forskot í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Hlynur Bæringsson var einn þriggja Íslendinga sem tóku þátt í Stjörnuleik sænska körfuboltans á mánudagskvöldið. Hlynur, sem skoraði 8 stig í leiknum, segist ekki hafa neitt gaman af leikjum sem þessum. "Ég held að ég hafi spilað minn síðasta stjörnuleik. Ég áttaði mig á því í gær þegar ég var að reyna að fela þá staðreynd að ég var sígeispandi á bekknum að hugsa um hvað við fengjum að borða eftir leik."
Veiðileiðsögumenn mótmæla
Aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum lýsti furðu sinni á vinnubrögðum svæðisráðs þjóðgarðsins. Ekkert samráð hafi verið haft við félagið. Formaðurinn segir að eina fundarboðið hafi borist eftir að lokadrög að verndaráætlun voru gefin út. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, staðfesti verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í gær. Hún sagðist vonast eftir sátt um áætlunina og kvaðst vera hugsi yfir ýmsum athugasemdum sem hafa borist um samgönguþátt hennar. Vill hún að komið verði á laggirnar samstarfsvettvangi fyrir hagsmunaaðila og útivistarmenn sem um garðinn fara. Í ályktun aðalfundar Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum segir að ekkert samráð hafi verið haft við stóran hluta hagsmunaaðila. Eins lýsti félagið andstöðu sinni við tilhæfulausar veiðitakmarkanir innan garðsins sem það telur vera í andstöðu við þau fyrirheit sem voru gefin í aðdraganda stofnunar garðsins. Eins því sem virðist vera flokkun ferðamanna í ,,æskilega" og ,,óæskilega" ferðamenn, eins og segir í ályktuninni. Þórhallur Borgarsson, formaður félagsins, segir að aldrei hafi verið haft samband við félagið við vinnslu verndaráætlunarinnar. Það hefði verið boðað á einn fund eftir að lokadrög höfðu verið gefin út.
Aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum lýsti furðu sinni á vinnubrögðum svæðisráðs þjóðgarðsins. Ekkert samráð hafi verið haft við félagið. Formaðurinn segir að eina fundarboðið hafi borist eftir að lokadrög að verndaráætlun voru gefin út. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, staðfesti verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í gær. Hún sagðist vonast eftir sátt um áætlunina. Þórhallur Borgarsson, formaður félagsins, segir að aldrei hafi verið haft samband við félagið við vinnslu verndaráætlunarinnar.
Ferðin um Beinu brautina er hæg
Mun hægar gengur að koma íslenskum fyrirtækjum á "beinu brautina" svokölluðu, en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kom þetta fram í máli Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á fundi um Beinu brautina í dag. Beina brautin byggir á samkomulagi stjórnvalda og samtaka fyrirtækja og atvinnurekenda og snýr að úrvinnslu skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Benti Finnur á að samkvæmt upprunalegri áætlun hefði verið gert ráð fyrir því að um 5.000 til 7.000 fyrirtæki gætu gengið brautina, en núverandi áætlun gerir hins vegar ráð fyrir því að brautin standi um 1.655 fyrirtækjum opin. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun hefur gengið hægar en búist var við. Aðeins hafa mál um 275 fyrirtækja verið kláruð, þótt í einhverjum tilvikum eigi eftir að klára skjalagerð. Finnur segir að nokkrar ástæður liggi þar að baki, þar á meðal tregi á meðal fyrirtækja til að koma til banka og óska eftir því að úr málum þeirra verði leyst eftir markmiðum Beinu brautarinnar. Mörg fyrirtæki bíði dómsúrlausnar um gengislán. Þá séu þessi verkefni flókin og ágreiningur getur verið milli fyrirtækis og banka um verðmat eigna og aðkoma hins opinbera hafi ekki verið næg. Hann segir að mikilvægt sé að byggja upp traust á milli banka og fyrirtækja og kynna Beinu brautina betur fyrir fyrirtækjum, því ekki sé hægt að stóla á að staðan verði nokkuð betri í framtíðinni. Alltaf ríki óvissa um úrlausn dómsmála og ekki sé víst að þeir kostir sem nú standa opnir haldist opnir ef dómsmálið endar illa fyrir fyrirtækin. Á fundinum töluðu nokkrir framkvæmdastjórar fyrirtækja, sem gengið hafa í gegnum þetta ferli. Sögðu þeir að reynsla þeirra hefði almennt verið góð, en vissulega hafi ferlið verið tímafrekt. Nefndu þeir að smærri fyrirtæki skortir mörg sérþekkingu til að geta farið í gegnum þessi flóknu fjárhagslegu málefni með bankanum á jafnræðisgrundvelli, en sérfræðiþjónusta væri dýr. Réttlátara væri ef banki og fyrirtæki deildu kostnaði við slíka þjónustu.
Mun hægar gengur að koma íslenskum fyrirtækjum á "beinu brautina" svokölluðu, en áætlanir gerðu ráð fyrir. Beina brautin byggir á samkomulagi stjórnvalda og samtaka fyrirtækja og atvinnurekenda og snýr að úrvinnslu skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt upprunalegri áætlun hefði verið gert ráð fyrir því að um 5.000 til 7.000 fyrirtæki gætu gengið brautina. Núverandi áætlun gerir hins vegar ráð fyrir því að brautin standi um 1.655 fyrirtækjum opin. Nokkrar ástæður liggi þar að baki, þar á meðal tregi á meðal fyrirtækja til að koma til banka og óska eftir því að úr málum þeirra verði leyst eftir markmiðum Beinu brautarinnar. Þá séu þessi verkefni flókin og ágreiningur getur verið milli fyrirtækis og banka um verðmat eigna og aðkoma hins opinbera hafi ekki verið næg. Mikilvægt sé að byggja upp traust á milli banka og fyrirtækja og kynna Beinu brautina betur fyrir fyrirtækjum.
Margt sem tefur álver
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að erfiðari fjármögnun í kreppu, óljós skilaboð ríkisstjórnar um þjóðnýtingaráform og vilja til uppbyggingar álvers, tafir í virkjanaleyfi sem ríkistofnun á að veita, hægfara viðræður við sveitarfélögin um orkuvinnslusvæði og ágreiningur um samningsatriði á milli orkufyrirtækjanna og Norðuráls hafi tafið uppbyggingu álvers í Helguvík. Þetta segir hann í aðsendri grein á vef Víkurfrétta. "Hugmyndir um að Landsvirkjun leysi úr fjárhagsvanda Orkuveitunnar í Reykjavík með því að taka yfir virkjanir sem ætlað er í orku fyrir álverið í Helguvík eru mjög af hinu góða. En þær leysa ekki skort á virkjanaleyfi á Reykjanesi eða nauðsynlega samninga um virkjanaheimildir í Eldvörpum og Krísuvík. Þær leysa heldur ekki ágreining um samningsatriði milli HS orku og Norðuráls. Það verða núverandi eigendur fyrirtækjanna að gera sjálfir. Ég fullyrði að þeir skynja allir mjög vel hina félagslegu ábyrgð sem fylgir því að ljúka þessu verkefni," segir Árni. Grein Árna í Víkurfréttum
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að erfiðari fjármögnun í kreppu, óljós skilaboð ríkisstjórnar um þjóðnýtingaráform, tafir í virkjanaleyfi, hægfara viðræður við sveitarfélögin um orkuvinnslusvæði og ágreiningur um samningsatriði á milli orkufyrirtækjanna og Norðuráls hafi tafið uppbyggingu álvers í Helguvík. "Ég fullyrði að þeir skynja allir mjög vel hina félagslegu ábyrgð sem fylgir því að ljúka þessu verkefni," segir Árni.
Íslandsbanki ætlar að gefa út sértryggð skuldabréf á árinu
Íslandsbanki hyggst ráðast í skuldabréfaútgáfu á þessu ári og fjármagna sig með útboði skuldabréfa og víxla í íslenskum krónum innanlands. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um áhættustýringu og áhættumat bankans. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er fyrst og fremst horft til sértryggðra skuldabréfa (e. covered bonds) í þessum efnum og þá bréfa með tryggingum í fasteignalánum. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að Íslandsbanki sé eins og hinir viðskiptabankarnir fjármagnaður af langstærstum hluta með innlánum um þessar mundir. Þó svo að þessi fjármögnun bankanna verði að teljast óvenjuhagstæð – það er að segja þeir borga ekki háa vexti á innistæðum og má í því samhengi að vextir á verðtryggðum reikningum stóru viðskiptabankanna eru til að mynda lægri en krafan á verðtryggðan skuldabréfaflokk íslenska ríkisins – felur hún sér ákveðna lausafjáráhættu sem endurspeglast meðal annars í miklum úttektum viðskiptavina. Eins og fram kemur í síðustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans þá eru um 80% allra innlána í bönkunum óbundin og þurfa þeir því að geta staðið skil á stórum hluta þeirra á hverjum tíma.
Íslandsbanki hyggst ráðast í skuldabréfaútgáfu á þessu ári og fjármagna sig með útboði skuldabréfa og víxla í íslenskum krónum innanlands. Er fyrst og fremst horft til sértryggðra skuldabréfa í þessum efnum og þá bréfa með tryggingum í fasteignalánum. Í umfjöllun um mál þetta segir, að Íslandsbanki sé eins og hinir viðskiptabankarnir fjármagnaður af langstærstum hluta með innlánum um þessar mundir. Eins og fram kemur í síðustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans þá eru um 80% allra innlána í bönkunum óbundin.
Höfum misst af tækifærum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að stórkostleg tækifæri hefði gengið úr greipum Íslendinga á síðustu tveimur árum. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega við upphaf flokksþings Framsóknarflokksins í dag. "Stórkostleg tækifæri gengu úr greipum Íslendinga á síðustu tveimur árum en eftir standa þó ómæld tækifæri framtíðarinnar. Þeim má ekki glata og ekkert er því til fyrirstöðu að hefja nú framsókn á ný með íslenska baráttuandann að vopni. Okkur skortir ekkert nema stjórnvöld sem hafa viljann, getuna og kjarkinn til að nýta tækifærin," sagði Sigmundur Davíð. "Stjórnvöld eiga að stuðla að samkennd, framtakssemi, heilbrigði og öllu því sem gerir líf okkar og samfélagið betra. En núverandi stjórnvöld líta á sig sem byltingarstjórn og byltingarstjórn þrífst ekki án óvina og ógna. Þess vegna er alið á tortryggni, reiði og hræðslu. Þeim mun verr sem gengur að fást við vandann þeim mun meiri verður þörfin fyrir að kenna öðrum um. En stærsti glæpur valdhafans og þeirra sem að meira eða minna leyti ráða umræðu í samfélaginu er sá að draga úr trú þjóðarinnar á sjálfa sig," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að allt mælti með því að Ísland ynni sig hraðar úr kreppunni nú en önnur lönd, en stefna stjórnvalda hefur verið nánast eins og hönnuð til að viðhalda kreppu og fæla frá fjárfestingu. "Allt er gert öfugt við það sem telst skynsamlegt á krepputímum. Því ríkir hér enn algjör stöðnun, og raunar samdráttur, einu og hálfu ári eftir að uppsveiflan átti að hefjast samkvæmt spám. Skattar eru hækkaðir aftur og aftur, skattkerfið flækt og skuldamál einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga eru enn í ólestri, tveimur og hálfu ári eftir hrun. Komið er í veg fyrir orkuvinnslu með öllum tiltækum ráðum og ríkisstjórnin hefur komið Íslandi á blað með löndum þar sem fjárfestar þurfa að óttast pólitíska óvissu og eignarnám. Ráðherrar skipta sér reglulega af störfum dómstóla og þegar ráðherrar eru sjálfir dæmdir fyrir að brjóta lög er því svarað á þeim nótum að pólitískar hugsjónir séu ofar lögum. Undirstöðuatvinnugreinum, sem hefðu átt að draga vagninn út úr kreppunni, er haldið í varanlegri óvissu og fyrir vikið fara sóknarfærin forgörðum - því enginn þorir að fjárfesta. Ráðamenn lýsa því í erlendum fjölmiðlum að gjaldmiðill landsins sé ónýtur og Ísland ekki sjálfbjarga og að enginn muni vilja fjárfesta í landinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Í öðrum löndum hefðu slíkir menn ekki enst í embætti út daginn. Í landinu eru í gildi ströngustu gjaldeyrishöft sem sést hafa í Evrópu frá því að austur-þýska alþýðulýðveldið leið undir lok. Og til viðbótar við alla þessa óáran dregur ríkisstjórnin fram hvert einasta mál sem er til þess fallið að sundra þjóðinni fremur en að sameina hana. Svo þykjast menn hissa á því að hér ríki stöðnun!" sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn mætti aldrei haga sér eins og pólitískt uppfyllingarefni, sem hjálparkokkur við þá hugmyndafræði sem ræður hverju sinni. Framsóknarflokkurinn yrði að skilgreina sig sem forystuflokk sem hvikaði ekki á óvissutímum, heldur tæki af skarið og berðist hart fyrir því sem væri rétt. Sigmundur Davíð sagði nauðsynlegt að skýra betur afstöðu Framsóknarflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. "Í ljósi reynslunnar hefðum við þurft að ræða meira um það hvort við vildum vera þátttakendur í því sem Evrópusambandið snýst um fremur en hvaða breytingar við vildum gera á því. Ef í aðild að Evrópusambandinu felst eftirgjöf óskoraðra yfirráða yfir auðlindum erum við væntanlega nánast öll sammála um að það henti ekki Íslandi."
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að stórkostleg tækifæri hefði gengið úr greipum Íslendinga á síðustu tveimur árum. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega við upphaf flokksþings Framsóknarflokksins í dag. "Stjórnvöld eiga að stuðla að samkennd, framtakssemi, heilbrigði og öllu því sem gerir líf okkar og samfélagið betra." Sigmundur Davíð sagði að allt mælti með því að Ísland ynni sig hraðar úr kreppunni nú en önnur lönd, en stefna stjórnvalda hefur verið nánast eins og hönnuð til að viðhalda kreppu og fæla frá fjárfestingu. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn mætti aldrei haga sér eins og pólitískt uppfyllingarefni, sem hjálparkokkur við þá hugmyndafræði sem ræður hverju sinni. Framsóknarflokkurinn yrði að skilgreina sig sem forystuflokk sem hvikaði ekki á óvissutímum, heldur tæki af skarið og berðist hart fyrir því sem væri rétt. Sigmundur Davíð sagði nauðsynlegt að skýra betur afstöðu Framsóknarflokksins til aðildar að Evrópusambandinu.
Fjármálaráðherrar verja niðurskurð
Fjármálaráðherrar ríkja Evrópusambandsins (ESB) vörðu í dag mikinn niðurskurð og kölluðu eftir almennum "skilningi" á þeim. Þúsundir mótmælenda ætluðu að safnast saman í Búdapest í Ungverjalandi. "Fólk verður að skilja að við erum ekki að spara til þess að gera fólk reitt, við erum að spara til þess að geta borgað fyrir félagslega stefnu okkar í framtíðinni," sagði Luc Frieden frá Luxemburg. Í dag er annar fundardagur ráðherranna og hafa aðgerðir til bjargar Portúgal verið mest áberandi á fundunum. Verkalýðsfélög spáðu því að um 30.000 mótmælendur myndu mæta til aðgerða í tengslum við ráðherrafundinn. Mótmælin áttu að verða í miðborg Búdapest. Svipuð fjöldamótmæli enduðu með óeirðum í London og Brussel á undanförnum vikum. "Ég skil (mótmælin) en tel að þau séu röng," sagði Wolfgang Schauble, fjármálaráðherra Þýskalands. Hann sagði að ESB hafi lagt af stað í niðurskurð á opinbera geiranum og gripið til annarra róttækra aðgerða til að skapa "sjálfbæran ramma vaxtar". Hann sagði að stöðugur gjaldmiðill og stöðugleiki í fjárlagagerð sé grundvöllur sjálfbærs vaxtar, annars bregðist ríkisstjórnir nútímans komandi kynslóðum.
Fjármálaráðherrar ríkja Evrópusambandsins (ESB) vörðu í dag mikinn niðurskurð og kölluðu eftir almennum "skilningi" á þeim. "Við erum að spara til þess að geta borgað fyrir félagslega stefnu okkar í framtíðinni," sagði Luc Frieden frá Luxemburg. Í dag er annar fundardagur ráðherranna og hafa aðgerðir til bjargar Portúgal verið mest áberandi á fundunum. Verkalýðsfélög spáðu því að um 30.000 mótmælendur myndu mæta til aðgerða í tengslum við ráðherrafundinn. Mótmælin áttu að verða í miðborg Búdapest.
Ísland á athugunarlista S&P
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's segir að lánshæfiseinkunn Íslands hafi verið sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Er þetta gert í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag. Ísland er með einkunnirnar BBB- og A-3 í erlendri mynt og BBB+ og A-2 í íslenskum krónum hjá S&P en með neikvæðum horfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að einkunnin verði á athugunarlista á meðan efnahagslegar, fjárlagslegar og pólitískar horfur fyrir Ísland séu metnar. Niðurstaða fáist eftir nokkrar vikur. "Við sjáum að hugsanlega steðji aukin efnahagsleg hætta að Íslandi vegna þess að við teljum að Icesave-málið muni líklega koma til kasta EFTA dómstólsins. Við reiknum með að málsmeðferðin þar verði í eitt ár eða lengur. Dragist þessi deila á langinn kann það að veikja samband Íslands við önnur Evrópuríki, auka á fjármögnunarvanda landsins og draga úr möguleikum á efnahagsvexti. Einnig minnka líkur á að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum," segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þá segir einnig, að einkunn Íslands miklar erlendar og opinberar skuldir landsins, sem kynnu að verða enn meiri ef gjaldeyrishöftin væru ekki til staðar, þrýsti á lánshæfiseinkun Íslands. En á móti komi, að hagkerfi Íslands sé sveigjanlegt og stofnanir landsins séu færar til að styðja varanlegan hagvöxt og stuðla að endurskipulagningu fjármálakerfisins. Matsfyrirtækið Moody's boðaði í febrúar, að lánshæfiseinkunn Íslands hjá fyrirtækinu kynni að lækka ef Íslendingum tækist ekki að leysa Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga. Fram kom hjá Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, að Moody's muni ekki breyta lánshæfismati sínu á ríkissjóði fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi. Sendinefnd frá ríkisstjórninni og Seðlabanka Íslands hittir fulltrúa fyrirtækisins á fundi í Washington næsta sunnudag. Matsfyrirtækið Fitch senti frá sér tilkynningu á mánudag þar sem sagði, að horfur fyrir lánshæfiseinkunn Íslands væru neikvæðar. Fitch skilgreinir íslensk ríkisskuldabréf í svonefndan ruslflokk en hjá S&P og Moody's eru skuldabréfin í neðsta þrepi svonefnds fjárfestingarflokks. Tilkynning S&P
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's segir að lánshæfiseinkunn Íslands hafi verið sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Er þetta gert í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að einkunnin verði á athugunarlista á meðan efnahagslegar, fjárlagslegar og pólitískar horfur fyrir Ísland séu metnar. Niðurstaða fáist eftir nokkrar vikur. Matsfyrirtækið Moody's boðaði í febrúar, að lánshæfiseinkunn Íslands hjá fyrirtækinu kynni að lækka ef Íslendingum tækist ekki að leysa Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga. Matsfyrirtækið Fitch senti frá sér tilkynningu á mánudag þar sem sagði, að horfur fyrir lánshæfiseinkunn Íslands væru neikvæðar.
Leggja til aðgerðir gegn ofbeldi á konum
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu með tillögum um ýmsar aðgerðir til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. Á meðal þess sem þar er lagt til er að sveitarfélög geri aðgerðaráætlanir um aðgerðir gegn slíku ofbeldi og að stjórnvöld beiti áfengisstefnu til að draga úr neyslu áfengis og þar með ofbeldi sem því tengist. Á það að gerast með verðstýringu og takmörkun á aðgengi. Skýrslan er lögð fram í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2006 vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis. Í áætluninni voru settar fram aðgerðir sem lúta jafnt að forvörnum og viðbrögðum við afleiðingum kynbundins ofbeldis. Í skýrslu ráðherra sem nú hefur verið lögð fyrir Alþingi er fjallað um þær aðgerðir sem unnið hefur verið að í samræmi við áætlunina og birtar niðurstöður sex viðamikilla rannsókna á þessu sviði sem áður hafa verið kynntar. Jafnframt eru lagðar fram tillögur til stjórnvalda um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda endi á beitingu ofbeldis.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu með tillögum um ýmsar aðgerðir til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. Sveitarfélög geri aðgerðaráætlanir um aðgerðir gegn slíku ofbeldi. Stjórnvöld beiti áfengisstefnu til að draga úr neyslu áfengis og þar með ofbeldi sem því tengist. Skýrslan er lögð fram í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2006. Í áætluninni voru settar fram aðgerðir sem lúta jafnt að forvörnum og viðbrögðum við afleiðingum kynbundins ofbeldis.
Fara yfir stöðuna á sáttafundi
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins koma saman til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í dag. Þetta er fyrsti fundurinn frá því viðræður ASÍ og SA runnu út í sandinn sl. föstudagskvöld. Ekki er búist við neinum stórtíðindum á þessum fundi. Kjaradeilu SA og SGS var fyrr í vetur vísað til sáttameðferðar. Var ákveðið á föstudagskvöld að boða til sáttafundarins í dag þó mikil óvissa sé um framhald kjaraviðræðnanna á almenna vinnumarkaðinum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir að farið verði yfir málin en hann á ekki von á löngum fundi. Forystumenn í launþegahreyfingunni eru mjög ósáttir við framgöngu SA á föstudagskvöldið og segja að samningar hafi verið svo gott sem í höfn þegar SA fór fram á að viðsemjendur stæðu saman að yfirlýsingu með rökstuðningi fyrir samningunum. "Það kom okkur verulega á óvart að þeir kæmu með þessa yfirlýsingu og að hún þyrfti að vera inn í skammtímasamningnum. Það kom okkur alveg í opna skjöldu að setja ætti sem skilyrði að við yrðum með í einhverri ádeilu. Við höfum oft skammað ríkisstjórnina en sjáum enga ástæðu til að skrifa það inn í haus á samningum. Þetta eru ekki rétt vinnubrögð," segir Björn. Nú er málið í höndum aðildarfélaga og landssambanda sem fara hvert um sig yfir það í dag og á næstu dögum. Reiknað er með að samninganefnd ASÍ muni einnig funda á morgun um þá stöðu sem upp er komin. Forystumenn innan ASÍ sem rætt var við í morgun eiga ekki von á að eiginlegar kjaraviðræður fari í gang á nýjan leik fyrr en eftir páska. Munu einstök landssambönd og félög m.a. ræða hvort næsta skref sé að vísa kjaradeilum til sáttasemjara.
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins koma saman til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í dag. Þetta er fyrsti fundurinn frá því viðræður ASÍ og SA runnu út í sandinn sl. föstudagskvöld. Ekki er búist við neinum stórtíðindum á þessum fundi. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir að farið verði yfir málin en hann á ekki von á löngum fundi. Forystumenn í launþegahreyfingunni eru mjög ósáttir við framgöngu SA á föstudagskvöldið og segja að samningar hafi verið svo gott sem í höfn þegar SA fór fram á að viðsemjendur stæðu saman að yfirlýsingu með rökstuðningi fyrir samningunum. Nú er málið í höndum aðildarfélaga og landssambanda sem fara hvert um sig yfir það í dag og á næstu dögum.
Ný staða og nýr tími
Áherslur SA á að reynt verði að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings féllu í grýttan jarðveg hjá samninganefnd Flóafélaganna á sáttafundi í dag. "15. apríl er liðinn. Það er einfaldlega komin upp ný staða og nýr tími," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Flóafélögin hvika ekki frá því að gengið verði frá kjarasamningi til eins árs. "Ég lít svo á að það sé fullreynt að fara þessa leið. Það hefur vantað vilja hjá SA til að fara í þriggja ára samning og þeir hafa sjálfir haft mesta vantrú á að hann væri framkvæmanlegur," segir Sigurður. Hann bendir á að frá því að viðræður fóru út um þúfur um miðjan apríl hafi Samtök atvinnulífsins gengið frá kjarasamningum hjá Elkem sem sé með öðru fyrirkomulagi. "Málið er núna í höndum sáttasemjara," segir Sigurður. Hann á von á að ríkissáttasemjari meti stöðuna í framhaldi af fundum með fleiri félögum og landssamböndum sem fram fara í dag í húsnæði sáttasemjara. Ekki sé orðið ljóst hvort hann boðar til funda yfir helgina.
Áherslur SA á að reynt verði að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings féllu í grýttan jarðveg hjá samninganefnd Flóafélaganna á sáttafundi í dag. "Það er einfaldlega komin upp ný staða og nýr tími," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Flóafélögin hvika ekki frá því að gengið verði frá kjarasamningi til eins árs. "Málið er núna í höndum sáttasemjara," segir Sigurður.
'Rúnar: Lið sem þarf að taka alvarlega'
"Við náðum bara í gott stig hér í kvöld. Þeir voru grimmari og agaðri en við, og nýttu sér sína styrkleika öfugt við okkur," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafnteflið við Stjörnuna í kvöld. KR-ingar hafa verið öflugir í upphafi móts en voru slakir í kvöld gegn Stjörnunni. "Við vorum að spila við allt aðrar aðstæður en við höfum verið að gera í upphafi móts, á gervigrasi í roki og svo kemur meira að segja öskufall hérna í lokin þó að það hafi ekki haft nein áhrif. Þetta er bara erfitt. Stjarnan er með fljóta og sterka leikmenn og það er erfitt að ná í sigur hingað. Daninn á miðjunni hjá þeim var virkilega góður, Garðar sterkur frammi, Baldvin í bakverðinum öskufljótur og fleiri mætti nefna. Þetta eru virkilega sterkir strákar og framganga þeirra hefur ekki komið mér á óvart. Þetta er lið sem þarf að taka alvarlega," sagði Rúnar en þrjú stig skilja liðin tvö að. Rúnar var spurður að því hvort rauða spjaldið sem Tryggvi Bjarnason fékk að líta hálftíma fyrir leikslok hefði ekki verið vendipunktur. "Mér fannst reyndar að rétt áður en Tryggvi fór út værum við að ná tökum á þessu. Þeir voru farnir að bakka meira og við þorðum að spila boltanum betur. Svo jöfnuðum við leikinn nánast strax og sóttum meira en náðum samt varla að skapa okkur færi. Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar.
"Þeir voru grimmari og agaðri en við, og nýttu sér sína styrkleika öfugt við okkur," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir jafnteflið við Stjörnuna í kvöld. KR-ingar hafa verið öflugir í upphafi móts en voru slakir í kvöld gegn Stjörnunni. "Stjarnan er með fljóta og sterka leikmenn og það er erfitt að ná í sigur hingað." "Þetta er lið sem þarf að taka alvarlega," sagði Rúnar en þrjú stig skilja liðin tvö að. Rúnar var spurður að því hvort rauða spjaldið sem Tryggvi Bjarnason fékk að líta hálftíma fyrir leikslok hefði ekki verið vendipunktur.
Dregur úr óróanum
Verulega dró úr gosóróanum í Grímsvötnum í gærkvöldi og í nótt að sögn jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. "Það dregur smátt og smátt úr þessu," segir Gunnar B. Guðmundsson í samtali við mbl.is. Hann segir að óróahviður mælist þó enn. Í nótt hafi líklega orðið kvikusprengingar á gosstöðvunum. Það líði hins vegar ávallt lengra á milli óróahviðanna sem mælist. Þá segir Gunnar að líklega sé enn sé suða á svæðinu og búast megi við gassprengingum. "Öll áhrifin eru þarna í kringum eldstöðina." Gunnar bendir á að ekki hafi komið upp nein aska úr Grímsvötnum frá því í fyrrinótt, þ.e. sem hafi náð einhverjum hæðum. Síðan þá hafi lítið sem ekkert mælst á ratsjá. "Þetta er bara í nágrenni eldstöðvarinnar. Það getur enn sprungið þar í kring, en það fer ekkert mikið upp fyrir fjallið." Spurður um jarðhræringar þá segir hann að engir jarðskjálftar mælst í eldstöðinni sjálfri síðustu daga. Þá er fólk hvatt til þess að halda sig fjarri Grímsvötnum. "Það geta alltaf komið einhverjar sprengingar í gígunum," segir Gunnar. Um nokkra gíga sé að ræða sem raði sér upp á öskjubarminum. Ómögulegt sé að geta sér til um það hvar næsta sprenging verði. "Þetta getur gerst svo snöggt," segir Gunnar og ítrekar að enn sé hætta fyrir hendi. Aðspurður segir Gunnar að ekki séu líkur á hlaupi í bili. Ekki sé hægt að útiloka neitt en skv. nýjustu mælingum þá sé ekki búist við stóru hlaupi á næstunni. Menn megi hins vegar búast við öskufjúki áfram þegar það þorni, sem gæti angrað íbúa fram eftir sumri. Áfram verður þó fylgst grannt með eldstöðinni.
Verulega dró úr gosóróanum í Grímsvötnum í gærkvöldi og í nótt að sögn jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að óróahviður mælist þó enn. Spurður um jarðhræringar þá segir hann að engir jarðskjálftar mælst í eldstöðinni sjálfri síðustu daga. Þá er fólk hvatt til þess að halda sig fjarri Grímsvötnum. Aðspurður segir Gunnar að ekki séu líkur á hlaupi í bili. Menn megi hins vegar búast við öskufjúki áfram þegar það þorni, sem gæti angrað íbúa fram eftir sumri.
Gengur berlega gegn stjórnarskrá
"Getur það verið að ráðherranum sé alvara með að leggja fram frumvarp sem svo berlega gengur gegn stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?" spurði Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í andsvari við framsöguræðu sjávarútvegsráðherra um frumvarp um stjórn fiskveiða á Alþingi í dag. Ólöf benti á að frumvarpinu fylgdi fáheyrð umsögn fjárlagaskrifstofu þar sem lýst er miklum áhyggjum af því að með frumvarpinu sé gengið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár varðandi úthlutun tekna af veiðigjaldinu. Spurði hún hvernig ráðherrann ætlaði að bregðast við þessari umsögn fjárlagaskrifstofunnar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagðist alls ekki vera sammála því að þetta frumvarp gengi berlega gegn stjórnarskrá. "Hins vegar er þarna pólitísk stefnubreyting hvað þetta varðar. Menn geta velt fyrir sér jafnræðismálum á ýmsan hátt. Menn geta t.d. velt því fyrir sér, er eitthvað jafnræði í því að íbúar í ákveðnum landshlutum þurfa að borga miklu hærra raforkuverð heldur en íbúar í öðrum landshlutum," sagði hann. Í frumvarpinu sé lagt til að staða sjávarbyggðanna verði virt, að sögn hans. Kom fram í máli Jóns að frumvarpið hefði gengið til umsagnar í forsætisráðuneytinu áður en það var lagt fram en hann sagði einnig að vel mætti skoða útfærslu þessa ákvæðis. Ólöf kom aftur í ræðustól og gagnrýndi svör ráðherrans, að bera saman raforkutaxta við skattlagningu þar sem úthluta ætti skattfé landsmanna með mjög tilviljunarkenndum hætti, eins og boðað væri í frumvarpinu. Sagði hún að ráðherrann væri kominn út á hálan ís gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Ráðherra nefndur 32 sinnum í frumvarpinu Sjávarútvegsráðherra er nefndur 32 sinnum í heimildarákvæðum í sjávarútvegsfrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki benti á þetta í andsvari við framsöguræðu sjávarútvegsráðherra. "Þetta eru sjö efnisgreinar, þannig að nafn hæstvirts ráðherra kemur þar við sögu að jafnaði tæplega fimm sinnum í hverri einustu efnisgrein þessa frumvarps. Hér með held ég að hæstvirtur ráðherra hafi slegið Íslandsmet ef ekki heimsmet," sagði Einar. Þetta væri í samræmi við það sem viðgengist hefði að undanförnu að meirihluta þingsins þyrfti að láta það yfir sig ganga að mikið vald væri fært frá löggjafanum til framkvæmdavaldsins. Nú feti ráðherra sig áfram á þeirri braut. Jón Bjarnason sagði að ástæða þess að ráðherra væri oft nefndur í frumvarpinu væri sú að þar væri verið að vísa til reglugerða um framkvæmdina. Ráðherrann lagði áherslu á það við umræðurnar að hann hefði þá bjargföstu trú að það væri grundvallaratriði fyrir þjóðina og sjávarútveginn að menn stæðu vörð um sjávarbyggðirnar í landinu.
"Getur það verið að ráðherranum sé alvara með að leggja fram frumvarp sem svo berlega gengur gegn stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?" spurði Ólöf Nordal í andsvari við framsöguræðu sjávarútvegsráðherra um frumvarp um stjórn fiskveiða á Alþingi í dag. Ólöf benti á að frumvarpinu fylgdi fáheyrð umsögn fjárlagaskrifstofu þar sem lýst er miklum áhyggjum. Með frumvarpinu sé gengið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár varðandi úthlutun tekna af veiðigjaldinu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagðist alls ekki vera sammála því að þetta frumvarp gengi berlega gegn stjórnarskrá. Í frumvarpinu sé lagt til að staða sjávarbyggðanna verði virt, að sögn hans. Ólöf kom aftur í ræðustól og gagnrýndi svör ráðherrans. Sjávarútvegsráðherra er nefndur 32 sinnum í heimildarákvæðum í sjávarútvegsfrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi.
Ginflöskumálið afar óvenjulegt
"Það sem er kannski óvenjulegt við málið er að það er fellt niður eftir að aðalmeðferð er hafin," segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður um niðurstöðu í óvenjulegu dómsmáli sem varðar tollfrjálst áfengi, nánar tiltekið lítra af gini. "Ég hef enga tölfræði til að styðjast við en held ég geti fullyrt að þetta sé sjaldgæft mál. Ákæruvaldið fer helst ekki af stað með mál nema að það sé nokkuð visst um niðurstöðu. Ég kann ekki skýringu á því hvers vegna ákæruvaldið fer ekki áfram með málið. Lögfræðingar þess hljóta að hafa ályktað að þeir væru ekki með gott mál í höndum," segir Bjarni Þór. Aðdragandi málsins er sá að hinn ákærði, ferðamaður sem kom til landsins í september 2008, var með tvær eins lítra flöskur af sterku áfengi í fórum sínum þegar hann var stöðvaður af tollinum í Keflavík. Samkvæmt lögum má að hámarki koma með lítra af sterku áfengi og svo hálfan kassa af bjór eða eina flösku af léttvíni með. Kröfðu tollverðir manninn um greiðslu sektar, eða skatta, af ginflösku á grundvelli þessara takmarkana og neitaði hann þá að verða við því. Skattlagningarheimildin umdeild Bjarni Þór segir fjármálaráðherra hafa sett reglur um hámark magns þess áfengis sem taka má með inn í landið. Heimild tollayfirvalda til að taka sér skattlagningarvald á grundvelli þessara laga sé hins vegar umdeild. "Lögin frá Alþingi sögðu að ráðherra ætti að takmarka magn áfengis sem einstaklingar máttu flytja með sér til landsins og hann gerði það með reglugerð. Gallinn er auðvitað í lögunum frá Alþingi sem framselur hið meinta skattlagningarvald sem greina má um. Framkvæmdavaldið gerir auðvitað það sem löggjafarvaldið reiknar með og ákæruvaldið síðan í kjölfarið. Lögregluvaldið framfylgir auðvitað þeim lögum sem eru sett." Varðar lög frá árinu 2005 En hvers vegna þurfti maðurinn ekki að greiða sekt í ljósi þess að takmörkun er lögð við flutningi ferðamanna á áfengi til landsins? "Það sem málið gengur út er að lögin, sem eru frá 2005, gerðu ráð fyrir að innflutningur ferðamanna, þar með talið á áfengi, væri tollfrjáls, upp að því hámarki sem fjármálaráðherra ákveddi í reglugerð. Sú hámörkun í reglugerð var óheimilt framsal á skattlagningarvaldi, að áliti Umboðsmanns Alþingis og þessa ágæta ferðamanns sem neitaði að greiða sektina. Þar af leiðandi mátti hann koma með tvær eða 12 flöskur til landsins þess vegna, án þess að krefja mætti hann um sektargreiðslu, eða tölvur eða hvaða annan varning. Þetta á ekki aðeins við áfengi heldur hvaða varning sem er. Í kjölfar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis var lögunum breytt í desember 2008, þremur mánuðum eftir að málið kom upp, og þessu snúið við á þann veg, að í stað þess að veita ráðherra þessa heimild með reglugerð hafa lögin nú að geyma þessa takmörkun. Um það snýst málið. Fram til þess að lögunum er breytt – miðað við það sem við höldum fram – var óheimilt að takmarka þetta og því studdust þær sektir sem lagðar voru á áfengi eða annan varning ekki við lög." Eiga ferðamenn rétt á skaðabótum? Bjarni Þór kveðst ekki sannfærður um að málið hafi fordæmisgildi. "Ef til vill gefur þessi afgreiðsla tilefni til að það fólk sem greiða þurfti sektir geti endurkrafið ríkið um sektina, að minnsta kosti, og jafnvel fengið skaðabætur þess vegna. Með því að ákæran var felld niður liggur hins vegar ekki fyrir dómur og þar af leiðandi er erfitt að tala beinlínis um fordæmi," segir Bjarni Þór.
"Það sem er kannski óvenjulegt við málið er að það er fellt niður eftir að aðalmeðferð er hafin," segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður um niðurstöðu í óvenjulegu dómsmáli sem varðar tollfrjálst áfengi, nánar tiltekið lítra af gini. Aðdragandi málsins er sá að hinn ákærði, ferðamaður sem kom til landsins í september 2008, var með tvær eins lítra flöskur af sterku áfengi í fórum sínum þegar hann var stöðvaður af tollinum í Keflavík. Kröfðu tollverðir manninn um greiðslu sektar, eða skatta, af ginflösku á grundvelli þessara takmarkana og neitaði hann þá að verða við því. "Það sem málið gengur út er að lögin, sem eru frá 2005, gerðu ráð fyrir að innflutningur ferðamanna, þar með talið á áfengi, væri tollfrjáls, upp að því hámarki sem fjármálaráðherra ákveddi í reglugerð. Sú hámörkun í reglugerð var óheimilt framsal á skattlagningarvaldi, að áliti Umboðsmanns Alþingis og þessa ágæta ferðamanns sem neitaði að greiða sektina." Bjarni Þór kveðst ekki sannfærður um að málið hafi fordæmisgildi.
Hugmyndir um sérstaka bandamenn "stórlega ýktar"
Fyrrum samningamaður Póllands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið segir að hugmyndir ríkja sem stefna að inngöngu í sambandið um að þær eigi sér sérstaka bandamenn innan þess séu stórlega ýktar. Hann segir að fyrirfram hafi verið talið að Þjóðverjar hefðu mikla hagsmuni af því að fá Pólverja inn í ESB en það hafi þó ekki reynst svo einfalt þegar á hólminn hafi verið komið. Þetta kom fram á fréttavefnum Euobserver.com í gær. Samningamaðurinn fyrrverandi, Jan Truszczynski, segir að meirihluti tíma hans sem samningamanns hafi farið í það að sannfæra hagsmunaaðila í Póllandi, einkum í sjávarútvegi og landbúnaði, um að fallast á þær breytingar sem yrðu við aðildina að ESB. Starf hans hefði sömuleiðis snúist að miklu leyti um að reyna að ná jafnvægi á milli krafna heima fyrir og raunveruleikans við samningaborðið. Truszczynski sagði að í Brussel hefði hann fengið að heyra að hann tæki ekki nægjanlegt tillit til raunveruleikans í tengslum við samrunann innan ESB. Heima í Póllandi hafi hann síðan verið skammaður fyrir að vera linur og að standa ekki vörð um mikilvæga hagsmuni. 90% viðræðna heima fyrir Truszczynski sagði ennfremur að ríki sem hefðu hug á því að ganga í ESB yrðu að hafa í huga að viðræður um aðild að sambandinu snerust um tæknileg smáatriði eins og innleiðingu löggjafar þess, að fylgja ákveðnu stöðlum og að setja upp eftirlitsstofnanir en minni áhersla væri hins vegar á þær menningarlegu breytingar sem fylgdi slíku ferli. Sagði Truszczynski að samningamenn þeirra ríkja sem vildu ganga í ESB þyrftu auk þess að hafa hugfast að 90% viðræðna um aðild að sambandinu yrðu að fara fram gagnvart aðilum heima fyrir.
Fyrrum samningamaður Póllands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið segir að hugmyndir ríkja sem stefna að inngöngu í sambandið um að þær eigi sér sérstaka bandamenn innan þess séu stórlega ýktar. Samningamaðurinn fyrrverandi, Jan Truszczynski, segir að meirihluti tíma hans sem samningamanns hafi farið í það að sannfæra hagsmunaaðila í Póllandi um að fallast á þær breytingar sem yrðu við aðildina að ESB. Truszczynski sagði að í Brussel hefði hann fengið að heyra að hann tæki ekki nægjanlegt tillit til raunveruleikans í tengslum við samrunann innan ESB. Sagði Truszczynski að samningamenn þeirra ríkja sem vildu ganga í ESB þyrftu auk þess að hafa hugfast að 90% viðræðna um aðild að sambandinu yrðu að fara fram gagnvart aðilum heima fyrir.
Matvælaskortur í Misrata
Farið er að bera á matvælaskorti í borginni Misrata í Líbíu. Borgin er undir stjórn uppreisnarmanna sem hafa undanfarna mánuði barist við hersveitir Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga. Íbúar í borginni segja að matur sé nú af skornum skammti. Þar eru götur auðar og verslanir lokaðar. Eigandi bakarís í borginni segir að í upphafi átakanna hafi verið nóg til af hveiti en þær birgðir fari nú þverrandi. Hann segir að menn bíði nú eftir því að fá sendar birgðir. Fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í síðustu viku, þar sem málefni Líbíu voru til umfjöllunar, að uppreisnarmenn í Líbíu þurfi þrjá milljarða dala á næstu fjórum mánuðum til að greiða mönnum laun og tryggja það að nægar matarbirgðir séu til í landinu. Arabaríki og Vesturveldin hafa þegar heitið því að veita uppreisnarmönnum aðstoð sem nemur mörgum milljónum dala. Uppreisnarmenn náðu Misrata á sitt vald í febrúar sl. Þeim hefur hins vegar ekki tekist að komast til höfuðborgarinnar Trípólí þar sem þeir hafa mætt harðri andstöðu stjórnarhersveita.
Farið er að bera á matvælaskorti í borginni Misrata í Líbíu. Borgin er undir stjórn uppreisnarmanna sem hafa undanfarna mánuði barist við hersveitir Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga. Fyrrverandi utanríkisráðherra Líbíu sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í síðustu viku að uppreisnarmenn í Líbíu þurfi þrjá milljarða dala á næstu fjórum mánuðum til að greiða mönnum laun og tryggja það að nægar matarbirgðir séu til í landinu. Arabaríki og Vesturveldin hafa þegar heitið því að veita uppreisnarmönnum aðstoð.
Strákurinn á Stamford
André Villas-Boas, 33 ára gamall Portúgali, var í gærmorgun ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea. Hann tekur við af Carlo Ancelotti sem var rekinn í lok síðasta keppnistímabils. Villas-Boas kannast vel við sig á Stamford Bridge í London því þar var hann í fjögur ár sem aðstoðarmaður landa síns, Josés Mourinhos. Samvinna þeirra hefur verið enn lengri en það því Villas-Boas var áður með Mourinho hjá Porto í eitt ár og síðan fylgdi hann félaga sínum til Inter Mílanó á Ítalíu. Óhætt er að segja að Villas-Boas hafi slegið í gegn á stuttum ferli sem aðalþjálfari. Hann sagði skilið við Mourinho sumarið 2009 og var í október ráðinn til Académica, sem þá sat á botni efstu deildarinnar í Portúgal og hafði ekki unnið leik. Strákurinn sneri gengi liðsins við, það endaði að lokum í 11. sæti deildarinnar, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nánari umfjöllun um nýja knattspyrnustjórann hjá Chelsea er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
André Villas-Boas var í gærmorgun ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea. Villas-Boas kannast vel við sig á Stamford Bridge í London. Þar var hann í fjögur ár sem aðstoðarmaður landa síns, Josés Mourinhos. Óhætt er að segja að Villas-Boas hafi slegið í gegn á stuttum ferli sem aðalþjálfari. Hann sagði skilið við Mourinho sumarið 2009 og var í október ráðinn til Académica sem þá sat á botni efstu deildarinnar. Strákurinn sneri gengi liðsins við, það endaði að lokum í 11. sæti deildarinnar.
Ítrekaði stuðning við ríki Palestínumanna
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ítrekaði í dag stuðning Íslendinga við réttindi Palestínumanna, þar á meðal við sjáfstætt ríki Palestínu innan landamæranna fyrir sex daga stríðið svonefnda árið 1967. Opinbera fréttastofan Petra í Jórdaníu segir að Össur hafi lýst þessu yfir eftir fund með Mohammad Sbeih, aðstoðarframkvæmdastjóra Arababandalagsins, í Kaíró í Egyptalandi í dag. Til stóð að Össur færi til Gasasvæðisins síðdegis og á fimmtudaginn fari hann til Ramallah á Vesturbakkanum. Petra segir, að í viðræðunum í dag hafi Össur sagt að Ísland styðji að ríki Palestínumanna verði viðurkennt. Þá hafi hann lagt áherslu á einingu Palestínumanna og hvatt samtökin Hamas og Fatah að bæta samskiptin svo hægt verði að framfylgja nýgerðu samkomulagi milli samtakanna og mynda nýja ríkisstjórn Palestínumanna, sem geti tekist á við aðsteðjandi vandamál. Össur hvatti einnig til þess, að Ísraelsmenn aflétti hafnbanni, sem þeir hafa sett á Gasasvæðið. Sagðist hann ætla að heimsækja Gasa og ræða við palestínska embættismenn um hvernig Ísland geti stutt palestínsku þjóðina. Haft er eftir Sbeih, að hann hafi rætt við Össur um áform Araba og Palestínumanna um að sækja um fulla aðild ríkis Palestínumanna að Sameinuðu þjóðunum. Hann sagði, að Arababandalagið sé að reyna að afla stuðnings við að ríki Palestínumanna hljóti alþjóðlega viðurkenningu. Lagði hann áherslu á, að alþjóðasamfélagið eigi að viðurkenna ríki Palestínumanna með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg. Frétt Petra
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ítrekaði í dag stuðning Íslendinga við réttindi Palestínumanna. Opinbera fréttastofan Petra í Jórdaníu segir að Össur hafi lýst þessu yfir eftir fund með Mohammad Sbeih, aðstoðarframkvæmdastjóra Arababandalagsins, í Kaíró í Egyptalandi í dag. Petra segir, að í viðræðunum í dag hafi Össur sagt að Ísland styðji að ríki Palestínumanna verði viðurkennt. Össur hvatti einnig til þess, að Ísraelsmenn aflétti hafnbanni, sem þeir hafa sett á Gasasvæðið. Sagðist hann ætla að heimsækja Gasa. Haft er eftir Sbeih, að hann hafi rætt við Össur um áform Araba og Palestínumanna um að sækja um fulla aðild ríkis Palestínumanna að Sameinuðu þjóðunum.
Tóbaksfrumvarp lagt fram í Ástralíu
Frumvarp um nýja og látlausari sígarettupakka var lagt fram á þingi í Ástralíu í dag. Heita flutningsmenn þess að gefast ekki upp fyrir ógnunum tóbaksrisa. Hefur Philip Morris höfðað mál gegn Áströlum vegna frumvarpsins sem gerir ráð fyrir að vörumerki verði fjarlægð af pökkunum. "Ég held að að það sýni að ógnandi tilburðir tóbaksrisanna hafi ekki virkað að við leggjum þetta frumvarp fram í dag. Ríkisstjórninni verður ekki bolað frá því að grípa til þessara aðgerða," sagði Nicola Roxon, heilbrigðisráðherra landsins. Verði frumvarpið samþykkt væri það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Gerir það ráð fyrir að öll vörumerki verði fjarlægð af sígarettupökkum, þeir verði í drungalegum grænum lit með mynd af afleiðingum reykinga. Segir Roxon að tilgangur frumvarpsins sé að fækka reykingamönnum um helming fyrir árið 2018 og verði þeir þá ekki fleiri en tíu prósent þjóðarinnar. Eru þeir nú um 19% í Ástralíu og verða um 15 þúsund manns að bana á ári hverju. "Við grípum til þessara aðgerða því að tóbak er ekki eins og hver önnur lögleg vara. Þegar það er notað eins og ætlast er til er það banvænt. Við ætlum að fækka þeim sem byrja að reykja á annað borð og fjarlægja þann dýrðarljóma sem hugsanlega tengist reykingum," segir Roxon. Fylgjast Nýsjálendingar, Kanadamenn og Bretar grannt með gangi mála í Ástralíu en þar íhuga stjórnvöld að grípa til svipaðra aðgerða.
Frumvarp um nýja og látlausari sígarettupakka var lagt fram á þingi í Ástralíu í dag. Heita flutningsmenn þess að gefast ekki upp fyrir ógnunum tóbaksrisa. Hefur Philip Morris höfðað mál gegn Áströlum vegna frumvarpsins sem gerir ráð fyrir að vörumerki verði fjarlægð af pökkunum. Verði frumvarpið samþykkt væri það hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Gerir það ráð fyrir að öll vörumerki verði fjarlægð af sígarettupökkum, þeir verði í drungalegum grænum lit með mynd af afleiðingum reykinga. Fylgjast Nýsjálendingar, Kanadamenn og Bretar grannt með gangi mála í Ástralíu en þar íhuga stjórnvöld að grípa til svipaðra aðgerða.
Stjórnarmenn Fons krafðir um milljarða
Skiptastjóri þrotabús Fons hefur ákveðið að krefja fyrrverandi stjórnarmenn Fons um þrjá milljarða króna í skaðabætur vegna milljarða láns Fons til huldufélagsins Pace Associates frá Panama. Hann hefur enn engar upplýsingar fengið um afdrif peninganna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hinn 24. apríl 2007 voru millifærðir þrír milljarðar króna af reikningi Fons á Íslandi á reikning félagsins Pace Associates Corp. hjá Landsbankanum í Lúxemborg, en Pace er skráð í Panama. Sex dögum síðar, hinn 30. apríl var gerður lánasamningur milli Pace og Fons þar sem lánið er fært til bókar og það afskrifað samdægurs í bókhaldi Fons. Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, hefur í á annað ár verið að reyna að komast að því hvað varð um þessa peninga. Landsbankinn í Lúxemborg vill ekki veita þrotabúinu upplýsingar, hvorki um félagið né um hvernig þessum peningum var ráðstafað af Pace með vísan til bankaleyndar. Gjalddaginn á láninu var 30. apríl 2010 og sendi skiptastjórinn bréf á heimilisfang Pace Associates og gerði kröfu um greiðslu. Engin greiðsla barst og nú hefur skiptastjórinn krafið þáverandi stjórnarmenn í Fons um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir kunna að hafa valdið Fons með lánveitingunni en lánið var veitt án trygginga. Hefur hann sent þeim bréf þess efnis, en um er að ræða þá Pálma Haraldsson, Jóhannes Kristinsson og Einar Þór Sverrisson, lögmann. Þeir eru krafðir sameiginlega um þrjá milljarða króna með vöxtum. Jóhannes var meðfjárfestir Pálma í Fons, en hann er einnig umsvifamikill í landbúnaði hér á landi sem og fjárfestingum í Lúxemborg. Pálmi Haraldsson gaf þær skýringar í skýrslutöku hjá Óskari Sigurðssyni skiptastjóra að lánið til Pace, sem hafi verið vogunarsjóður, hafi átt að nota til að kaupa lóðir undir fasteignaverkefni á Indlandi. Ekki liggur fyrir hvort ráðist hafi verið í þessar fjárfestingar, samkvæmt frétt Stöðvar 2.
Skiptastjóri þrotabús Fons hefur ákveðið að krefja fyrrverandi stjórnarmenn Fons um þrjá milljarða króna í skaðabætur vegna milljarða láns Fons til huldufélagsins Pace Associates frá Panama. Hann hefur enn engar upplýsingar fengið um afdrif peninganna. Óskar Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, hefur í á annað ár verið að reyna að komast að því hvað varð um þessa peninga. Landsbankinn í Lúxemborg vill ekki veita þrotabúinu upplýsingar. Gjalddaginn á láninu var 30. apríl 2010 og sendi skiptastjórinn bréf á heimilisfang Pace Associates og gerði kröfu um greiðslu. Engin greiðsla barst.
Enn finnst fjöldagröf í Írak
Líkamsleifar 222 karla, kvenna og barna, sem talin eru hafa vera Kúrdar, hafa fundist í fjöldagröf suður af Bagdad í Írak, en talið er að fólkið hafi verið myrt af ríkisstjórninni árið 1987. Líkamsleifarnar hafa verið fluttar í líkhús í nágrenninu, þar sem reyna á að bera kennsl á þær. Margar fjöldagrafir hafa fundist í landinu að undanförnu og er talið að um fórnarlömb ógnarstjórnar Saddams Hussein sé að ræða. Síðastliðinn miðvikudag fannst fjöldagröf 900 manna í nágrenni borgarinnar Diwaniyah. Flest fólkið var tekið af lífi með skothríð. Talið er að fjöldi grafa eigi enn eftir að finnast og lík hundruða fórnarlamba. Mannréttindaráðherra Íraks, Mohammed Shia al-Sudani, segir að ráðuneytið hafi vitneskju um 84 fjöldagrafir og búið sé að grafa upp 34 þeirra. Fólk af ættbálki Kúrda var drepið, vegna þess að það var andsnúið Saddam Hussein. Talið er að á milli 300.000 og 1,3 milljón manna sé saknað eftir valdatíma Husseins, fjöldinn er misjafn eftir því hvaða heimildir eru fyrir hendi.
Líkamsleifar 222 karla, kvenna og barna, sem talin eru hafa vera Kúrdar, hafa fundist í fjöldagröf suður af Bagdad í Írak, en talið er að fólkið hafi verið myrt af ríkisstjórninni árið 1987. Margar fjöldagrafir hafa fundist í landinu að undanförnu. Er talið að um fórnarlömb ógnarstjórnar Saddams Hussein sé að ræða. Talið er að fjöldi grafa eigi enn eftir að finnast og lík hundruða fórnarlamba. Talið er að á milli 300.000 og 1,3 milljón manna sé saknað eftir valdatíma Husseins.
Erfið vika framundan
Stjórnmálaleiðtogar hafa í dag leitað lausna við versnandi efnahagsástandi í heiminum og vonast til þess að koma í veg fyrir að þróunin í síðustu viku haldi áfram þegar markaðir opna á morgun. Frakkar og Þjóðverjar hafa kallað eftir því að aðgerðum sem fallist var á á fundi ríkja evrusvæðisins í júlí verði hraðað. Með því er vonast til þess að staða evrunnar styrkist. Leiðtogar 20 stærstu iðnríkja heims annars vegar og sjö stærstu iðnríkja heims hins vegar héldu símafundi í dag og Evrópski seðlabankinn bjó sig undir opnun markaða á Nýja-Sjálandi, fyrsta markaðnum sem opnar í Asíu í kjölfar lækkunar lánshæfseinkunnar Bandaríkjanna á föstudag. Hlutabréfavísitalan í Ísrael lækkaði um 7% í viðskiptum dagsins og hlutabréfavísitölur í Mið-Austurlöndum lækkuðu sömuleiðis nokkuð. Menn óttast að þetta sé fyrirboði þess sem koma skal þegar markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum opna. "Þar til markaðir opna á mánudag verða raunveruleg áhrif lækkunar lánshæfiseinkunnarinnar ekki að fullu þekkt," segir í spænska dagblaðinu El País. "Allt bendir til "svarts mánudags" sem mun auka enn þrýstinginn á evruna." Fréttir af lækkuninni bárust í lok gríðarlega slæmrar viku á verðbréfamörkuðum. Ótti við kreppu á heimsvísu, sem margir telja geta orðið verri en þá sem varð árið 2008, varð til þess að stjórnmálamenn um víða veröld frestuðu sumarleyfum sínum. Fulltrúar G7-ríkjanna - Bretlands, Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japan og Bandaríkjanna - ítreka mikilvægi þess að ráðherrar tali sig saman um leiðir til þess að koma á stöðugleika, að því er japanska fréttastofan Kyodo News greinir frá. Fréttaveita Dow Jones greinir frá því að stjórnarmenn Evrópska seðlabankans hafi um helgina fundað vegna fyrirhugaðra inngripa í markað með spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf. Talsmaður seðlabankans vildi ekki staðfesta þetta þegar eftir því var leitað, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert viljað gefa upp um áform sín. Ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf rauk upp í síðustu viku og lántökukostnaður þar með. Það skýrist af því að fjárfestar draga í efa getu landsins til þess að standa undir skuldabyrði sinni - um 120% af landsframleiðslu - sem og því að hagvaxtarhorfur eru slæmar og staðan í stjórnmálum landsins ótrygg. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði löggjafarvaldið koma saman fyrr en áætlað var til þess að koma í gegn breytingum sem ætlað er að takast á við vandann. Á meðal breytinganna er stjórnarskrárákvæði sem leggur bann við hallarekstri ríkisins. Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála Evrópusambandsins, fagnar áformum Ítala og segir það mikilvægt að Ítalir ávinni sér traust markaða á ný. Spánverjar tilkynntu um helgina áform um að auka tekjur ríkissjóðs um tæpa fimm milljarða evra í því skyni að draga úr hallarekstri. Fjármálaráðherra landsins, Elena Salgado, gagnrýndi við sama tilefni Evrópska seðlabankann. Hann þyrfti að rækja það hlutverk sitt að koma á stöðugleika á skuldabréfamarkaði. Greiningaraðilar hafa gagnrýnt seðlabankann fyrir að grípa ekki inn í markað með spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf í síðustu viku. Bankinn svarar því til að stjórnvöld landanna verði sjálf að sýna djörfung og ávinna sér traust með þeim hætti. Evrópski seðlabankinn er síðasta varnarlína evrusvæðisins þar sem fjárfestar trúa því ekki lengur að stjórnmálamenn hafi trúverðuga áætlun til þess að taka á vandamálum Spánar og Ítalíu, segir Will Hedden, miðlari hjá IG Index.
Stjórnmálaleiðtogar hafa í dag leitað lausna við versnandi efnahagsástandi í heiminum og vonast til þess að koma í veg fyrir að þróunin í síðustu viku haldi áfram þegar markaðir opna á morgun. Frakkar og Þjóðverjar hafa kallað eftir því að aðgerðum sem fallist var á á fundi ríkja evrusvæðisins í júlí verði hraðað. Hlutabréfavísitalan í Ísrael lækkaði um 7% í viðskiptum dagsins og hlutabréfavísitölur í Mið-Austurlöndum lækkuðu sömuleiðis nokkuð. Menn óttast að þetta sé fyrirboði þess sem koma skal þegar markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum opna. "Allt bendir til "svarts mánudags" sem mun auka enn þrýstinginn á evruna." Ótti við kreppu á heimsvísu, sem margir telja geta orðið verri en þá sem varð árið 2008, varð til þess að stjórnmálamenn um víða veröld frestuðu sumarleyfum sínum. Fulltrúar G7-ríkjanna ítreka mikilvægi þess að ráðherrar tali sig saman um leiðir til þess að koma á stöðugleika. Stjórnarmenn Evrópska seðlabankans hafi um helgina fundað vegna fyrirhugaðra inngripa í markað með spænsk og ítölsk ríkisskuldabréf.
Gagnrýna kostnað við komu páfa
Kostnaðurinn við komu Benedikts XVI páfa til Spánar hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið í landinu. Eru Spánverjar í miklum fjárhagskröggum og hafa jafnvel prestar tekið undir gagnrýni á kostnaðinn við heimsókn páfa fyrir spænska ríkið. Á páfi að koma til Madríd hinn 18. ágúst til að vera viðstaddur síðustu fjóra daga á ungmennamóti kaþólsku kirkjunnar en búist er við að milljón manns muni sækja það. Hafa skipuleggjendur mótsins áætlað að kostnaðurinn nemi um 50-60 milljónum evra fyrir utan kostnað við öryggisgæslu. Í áformum þeirra er gert ráð fyrir að byggt verði tvö hundruð metra langt svið á Cuatro Vientos-flugvellinum þar sem páfinn heldur messu hinn 21. ágúst og það verði skreytt með risastóru tré úr málmi. Þá verða sett upp hundruð gosbrunna og tuttugu risaskjáir á flugvellinum. Auk þess þarf að setja upp sturtur í opinberum skólum sem notaðir verða til þess að hýsa pílagríma sem koma til Madríd. Segja skipuleggjendur að ungir pílagrímar standi undir 80% af kostnaðinum og afgangurinn sé fjármagnaður með framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hafa gagnrýnendur bent á að fyrirtæki sem styrkja uppákomuna eigi rétt á endurgreiðslu á allt að 80% af því fé sem þeir gefa frá skattinum vegna þess að stjórnvöld lýstu því yfir að æskulýðsdagur kirkjunnar væri viðburður sem almenningur hefði sérstaka hagsmuni af. Hefur prestaráð 120 presta úr fátækustu söfnuðum Madríd gagnrýnt kostnaðinn fyrir ríkið, sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur skorið grimmt niður til velferðarkerfisins og laun opinberra starfsmanna.
Kostnaðurinn við komu Benedikts XVI páfa til Spánar hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið í landinu. Eru Spánverjar í miklum fjárhagskröggum og hafa jafnvel prestar tekið undir gagnrýni á kostnaðinn við heimsókn páfa fyrir spænska ríkið. Á páfi að koma til Madríd hinn 18. ágúst til að vera viðstaddur síðustu fjóra daga á ungmennamóti kaþólsku kirkjunnar en búist er við að milljón manns muni sækja það. Segja skipuleggjendur að ungir pílagrímar standi undir 80% af kostnaðinum og afgangurinn sé fjármagnaður með framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hafa gagnrýnendur bent á að fyrirtæki sem styrkja uppákomuna eigi rétt á endurgreiðslu á allt að 80% af því fé sem þeir gefa frá skattinum.
Þjófarnir sendir heim til sín
Unglingar sem staðið hafa að skemmdarverkum og þjófnaði á götum London síðustu daga hafa sumir hverjir aðeins fengið skilorðsbundna dóma og hafa verið sendir heim í fylgd með foreldrum sínum. David Cameron forsætisráðherra sagði í dag að þeir sem hefðu brotið lög í óeirðum síðustu daga yrði refsað. Þeir sem væru nægilega gamlir til að brjóta af sér væru líka nægilega gamlir til að taka út refsingu. Breska blaðið Telegraph segir hins vegar að mörg dæmi séu um að unglingar hafi verið sendir heim með foreldrum sínum. Yngsta barnið sem hefur verið handtekið er ellefu ára gömul stúlka. Breska lögreglan segir að um helmingur þeirrar 240 sem hafi nú þegar verið dæmdir séu yngri en 18 ára. Bresk blöð hafa birt myndir af mörgum skemmdarvörgum. Athygli vekur að fjölbreyttur hópur fólks hefur tekið þátt í þeim. Stúlka sem starfar sem listdansari gaf sig fram við lögreglu eftir að hafa séð mynd af sér í blaði taka þátt í skemmdarverkum. Háskólastúdent og grafískur hönnuður er einnig í hópi þeirra sem hafa verið handteknir.
Unglingar sem staðið hafa að skemmdarverkum og þjófnaði á götum London síðustu daga hafa sumir hverjir aðeins fengið skilorðsbundna dóma og hafa verið sendir heim í fylgd með foreldrum sínum. David Cameron forsætisráðherra sagði í dag að þeir sem hefðu brotið lög í óeirðum síðustu daga yrði refsað. Breska lögreglan segir að um helmingur þeirrar 240 sem hafi nú þegar verið dæmdir séu yngri en 18 ára. Bresk blöð hafa birt myndir af mörgum skemmdarvörgum.
Stjórnmálafræðingar flykkjast til Íslands
Fjöldi erlendra stjórnmálafræðinga er nú staddur á Íslandi í tilefni af evrópskri ráðstefnu stjórnmálafræðinga sem haldin verður í Háskóla Íslands næstu daga. Ráðstefnan er fjölmennasta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi en skráðir þátttakendur eru um 2300. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að þátttakendur ráðstefnunnar samsvari um 0,4% af erlendum ferðamönnum sem ætla megi að komi til landsins í ár. Ráðstefnan stendur yfir 24. til 27. ágúst og er á vegum European Consortium of Political Research í samstarfi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Ráðstefnan fer fram í fimm húsum á háskólasvæðinu, Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Lögbergi, Odda og Árnagarði og eru flestar stofur í þessum byggingum lagðar undir ráðstefnuna. Þá hefur Íþróttahús HÍ verið tekið undir veitingaaðstöðu, þar sem um 1200 þátttakendur munu neyta hádegisverðar þá þrjá daga sem ráðstefnan stendur. Um 20 bókaforlög eru með bókasýningu í opnu rými í Odda á 1. og 2. hæð. Hún verður opnuð kl. 16 miðvikudaginn 24. ágúst og er opin alla ráðstefnudagana. Hér er tengill á heimasíðu ráðstefnunnar Upplýsingar um dagskrá
Fjöldi erlendra stjórnmálafræðinga er nú staddur á Íslandi í tilefni af evrópskri ráðstefnu stjórnmálafræðinga sem haldin verður í Háskóla Íslands næstu daga. Ráðstefnan er fjölmennasta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið á Íslandi en skráðir þátttakendur eru um 2300. Ráðstefnan stendur yfir 24. til 27. ágúst. Um 20 bókaforlög eru með bókasýningu í opnu rými í Odda á 1. og 2. hæð. Hún verður opnuð kl. 16 miðvikudaginn 24. ágúst og er opin alla ráðstefnudagana.
Mikil flóð og eyðilegging
Fellibylurinn Írena gekk yfir New York í gær en olli minni usla en óttast var í fyrstu. Afar rólegt var þó í borginni og fáir á ferli en almenningssamgöngur eru í lamasessi í borginni. Hlynur Guðjónsson, ræðismaður í New York, segir borgaryfirvöld hafa tekið yfirvofandi hættu mjög alvarlega og var fjölmörgum íbúum gert að rýma hús sín á þeim svæðum sem talin voru í meiri hættu en önnur. Hann segir fólk hafa verið dálítið stressað en taki því nú rólega. Hlynur segir ástandið ekki gott á mörgum svæðum fyrir utan borgina og líka í Queens, Brooklyn og inni á Staten Island. Þar er mikið um flóð og einhvern hluta neðanjarðarlestakerfisins hefur flætt. Engir Íslendingar höfðu lent í vanda eða hættu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins en þeir sem búa á hættusvæðum höfðu leitað skjóls hjá vinum og vandamönnum. Upp úr hádegi í gær hafði fellibylurinn gengið yfir og voru íbúar farnir að tínast út á göturnar til að athuga hvort einhverjar skemmdir hefðu orðið á nánasta umhverfi þeirra. 13
Fellibylurinn Írena gekk yfir New York í gær en olli minni usla en óttast var í fyrstu. Almenningssamgöngur eru í lamasessi í borginni. Hlynur Guðjónsson, ræðismaður í New York, segir borgaryfirvöld hafa tekið yfirvofandi hættu mjög alvarlega. Hlynur segir ástandið ekki gott á mörgum svæðum fyrir utan borgina. Þar er mikið um flóð og einhvern hluta neðanjarðarlestakerfisins hefur flætt. Engir Íslendingar höfðu lent í vanda eða hættu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Ísverð á uppleið
"Verð á hráefnum hefur verið á mikilli uppleið. Svo eru það launahækkanirnar í júlí. Við hækkuðum um 6-7% í vor. Það er mjög líklegt að verð hækki í vetur miðað við verðbólguþróun. Við höfum tekið á okkur verðhækkanir á aðföngum og ekki hækkað verð í sumar," segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, aðspurður um horfur á ísmarkaðnum. Tilefnið er 40% hækkun á ís í brauðformi í IKEA og skal tekið fram að sú hækkun tengist Kjörís ekki. Valdimar segir Kjörís ekki hafa velt auknum launakostnaði út í verðlagið. "Við höfum tekið á okkur launahækkun. Það stefnir í strembinn vetur ef við tökum hana á okkur. Þannig að ég sé einhverja hreyfingu á verðinu á næstu vikum og mánuðum. Þá ber að horfa til þess að verð á mjólkurvörum hækkaði 1. júlí í kjölfar launahækkana eftir kjarasamningana í vor. Við höfum ekki hækkað verðið síðan. Okkar aðföng og kostnaður hefur hækkað í samræmi við það. Við sáum hrinu af hækkunum í sumar og ég hef trú á því að hækkanirnar velti smátt og smátt út í verðlagið á næstu mánuðum. Svo á eftir að koma í ljós hvað gerist síðar í vetur," segir Valdimar.
"Verð á hráefnum hefur verið á mikilli uppleið." "Svo eru það launahækkanirnar í júlí." "Það er mjög líklegt að verð hækki í vetur miðað við verðbólguþróun." "Við höfum tekið á okkur verðhækkanir á aðföngum og ekki hækkað verð í sumar," segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss, aðspurður um horfur á ísmarkaðnum. Tilefnið er 40% hækkun á ís í brauðformi í IKEA og skal tekið fram að sú hækkun tengist Kjörís ekki. Valdimar segir Kjörís ekki hafa velt auknum launakostnaði út í verðlagið.
Búvörur hækkað minna en aðrar neysluvörur
Bændasamtökin segja að á síðustu árum hafi innlendar búvörur hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur. Því sé ekki við bændur að sakast þegar skýringa sé leitað á verðhækkunum á matvörum. Í tilkynningu frá Bændasamtökunum er málflutningi Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambandsins, mótmælt harðlega en Gylfi sagðist í viðtali við RÚV í gær telja að skýringa á aukinni verðbólgu væri að leita í verðhækkunum á íslenskum búvörum undanfarna mánuði og að bændur væru að taka meira til sín í skjóli einokunar. Segir m.a. í tilkynningu Bændasamtakanna að frá ársbyrjun 2007 hafi innfluttur matur hækkað um 60,2% en íslensk búvara aðeins um 32%. Almennt verðlag í landinu hafi hækkað um 43% frá ársbyrjun 2007. Þá segir að til að finna skýringar á hækkuðu búvöruverði megi minna á, að í nýgerðum kjarasamningum hafi laun þeirra tekjulægstu lækkað mest. Stór hluti starfsmanna afurðastöðva sé því miður í þeim hópi og því snerti launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum ASÍ þessi fyrirtæki óneitanlega. "Spurning er hvar fyrirtækin áttu að taka þá hækkun annars staðar en að velta þeim út í verðlagið?" spyrja Bændasamtökin.
Bændasamtökin segja að á síðustu árum hafi innlendar búvörur hækkað minna í verði en aðrar neysluvörur. Því sé ekki við bændur að sakast þegar skýringa sé leitað á verðhækkunum á matvörum. Í tilkynningu frá Bændasamtökunum er málflutningi Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambandsins, mótmælt harðlega. Gylfi sagðist í viðtali við RÚV í gær telja að skýringa á aukinni verðbólgu væri að leita í verðhækkunum á íslenskum búvörum undanfarna mánuði. Bændur væru að taka meira til sín í skjóli einokunar.
Vigdís fær brospinna
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók nýverið á móti fyrsta Brospinnanum úr hendi Páls Matthíassonar, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans. Brospinninn, er framtak starfsfólks geðsviðs Landspítalans sem ætlar að selja hann til þess að bæta aðbúnað á geðdeildum spítalans, dagana 7. -10. október. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari landssöfnunarinnar. "Fyrir rúmu ári var starfsmaður á geðdeild að reyna létta lund mikið veiks sjúklings . Starfsmaðurinn teiknaði, klippti og límdi broskarl á tunguspaða sem hann notaði sem pinna og skildi eftir á náttborði sjúklingsins. Þannig kviknaði hugmyndin að Brospinnanum og stofnað var félagið Brospinnar – Áhugahópur um bættan aðbúnað á geðdeildum Landspítalans. Geðraskanir eru margar og tengjast einni af hverri þremur fjölskyldum á Íslandi. Geðraskanir geta verið erfiðir sjúkdómar og margir þurfa að leggjast inn á geðdeildir Landspítalans vegna þeirra og fá þar þjónustu til lengri eða skemmri tíma. Þjónusta starfsfólksins er góð en aðbúnaðurinn hefur því miður ekki verið endurnýjaður sem skyldi og ljóst að svo mun ekki verða í náinni framtíð, miðað við fjárhag ríkisins. Geðdeildir Landsspítalans eru orðnar áratuga gamlar og nauðsynlegt að endurnýja bæði innréttingar og húsbúnað," segir í tilkynningu.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, tók nýverið á móti fyrsta Brospinnanum úr hendi framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans. Brospinninn, er framtak starfsfólks geðsviðs Landspítalans sem ætlar að selja hann til þess að bæta aðbúnað á geðdeildum spítalans, dagana 7. -10. október. Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari landssöfnunarinnar. "Geðraskanir eru margar og tengjast einni af hverri þremur fjölskyldum á Íslandi." "Geðdeildir Landsspítalans eru orðnar áratuga gamlar og nauðsynlegt að endurnýja bæði innréttingar og húsbúnað," segir í tilkynningu.
Skuldatryggingarálagið á niðurleið
Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar. Þannig var það komið upp í 330 punkta (3,30%) þann 4.október síðastliðinn en stóð í lok dags í gær í 279 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni. Í samanburði við skuldatryggingarálag annarra ríkja Vestur Evrópu (en 17 ríki eru skoðuð í þessum samanburði) er álagið á Ísland hið sjöunda hæsta. Álagið á Grikkland er enn langhæst af ríkjum Vestur Evrópu og þó víðar væri leitað, en það var nálægt 6.000 punktum í lok dags í gær, segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar á eftir komu Portúgal (1.110 punktar), Írland (749 punktar), Ítalía (444 punktar), Spánn (380 punktar) og svo Belgía (297 punktar). Álagið á Ísland það eina sem er á niðurleið "Þess má geta að á sama tíma í fyrra stóð álagið á Ísland í 343 punktum og var þá hið fjórða hæsta á meðal ríkja Vestur Evrópu. Er það rúmlega 60 punktum lægra í dag en þá og er það í raun eina tilvikið í þessum samanburði þar sem þróunin er í þessa hátt enda hefur áhættuálagið hækkað á öll önnur ríki Vestur Evrópu á þessum tíma. Sú þróun kemur ekki á óvart m.v. ástandið erlendis sem hefur farið stigversnandi á undanförnum mánuðum og áhættufælnin stóraukist samhliða. Hlutfallslega hefur álagið á danska ríkið hækkað mest á þessu tímabili og er það nálægt 12 sinnum hærra í dag en það var fyrir ári síðan, eða 128 punktar á móti 11 punktum. Einnig hefur álagið á hin Norðurlöndin hækkað mjög mikið en þó ber að nefna að álagið á þau ríki er enn í lægri kantinum m.v. önnur Evrópuríki. Álagið á Finnland hefur hækkað úr 7 punktum í 74 punkta á þessu tímabili, álagið á Svíþjóð úr 9 punktum í 57 punkta og álagið á Noreg úr 7 punktum í 46 punkta," segir í Morgunkorni.
Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum, eða frá því að það náði sínu hæsta gildi á árinu í byrjun þessa mánaðar. Þannig var það komið upp í 330 punkta (3,30%) þann 4.október síðastliðinn en stóð í lok dags í gær í 279 punktum. Í samanburði við skuldatryggingarálag annarra ríkja Vestur Evrópu er álagið á Ísland hið sjöunda hæsta. Álagið á Grikkland er enn langhæst af ríkjum Vestur Evrópu og þó víðar væri leitað. "Þess má geta að á sama tíma í fyrra stóð álagið á Ísland í 343 punktum og var þá hið fjórða hæsta á meðal ríkja Vestur Evrópu."
'Fréttaskýring: Dýr flutningur um Farice en lækkandi'
Talsmenn gagnavera gagnrýndu Farice ehf. harðlega í Morgunblaðinu í gær fyrir of háa gjaldskrá fyrir gagnaflutninga um sæstrengi fyrirtækisins, Farice og Danice. Gjaldskráin hefði hamlað uppbyggingu gagnavera hér á landi og verðlagt Ísland út úr samkeppninni. Þegar gagnrýnin var borin undir Guðmund Gunnarsson, framkvæmdastjóra Farice, kippti hann sér ekki mikið upp við hana, sagðist vera búinn að heyra þessar raddir í langan tíma. Viðurkenndi Guðmundur að gjaldskráin hefði verið há í samanburði við sambærilega sæstrengi frá Evrópu og Bandaríkjunum en hún hefði farið lækkandi og vildi hann alls ekki meina að hún hefði verið hindrun á vegi gagnavera hér á landi. Þar hafi bankahrunið og afleiðingar þess haft meira að segja. Sjálf gjaldskráin er ekki opinberuð en hún fer eftir magni gagnaflutninga og samningstíma hverju sinni. "Þeir hafa rétt fyrir sér að því leyti að sögulega séð hefur þjónusta okkar verið dýr. Þar liggja að baki gríðarlegar fjárfestingar sem er verið að greiða af og reksturinn kostar sitt," segir Guðmundur og vísar þar m.a. til fjárfestinga við lagningu Danice-sæstrengsins sem að miklu leyti var fjármagnaður með erlendum lánum. Afskrifa þurfti milljarða króna af hlutafé félagsins, eða forvera þess, E-Farice, sem í ársbyrjun 2010 rann saman við móðurfélagið Farice hf. og úr varð félagið Farice ehf. Hluthafar E-Farice, auk ríkisins, voru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka, Skipti (eigandi Símans) og Vodafone. Farice hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu frá árinu 2009 sem nú er lokið, segir Guðmundur. Stór hluti af þeirri endurskipulagningu var að skuldum við bankana var breytt í hlutafé. Hluthafar Farice ehf. í dag eru Arion banki með 39,31% hlut, Landsvirkjun með 28,92%, ríkissjóður Íslands með 27,45%, Ríkisábyrgðarsjóður 2,72%, Landsbankinn 0,95% og Glitnir banki 0,64%. Farice tapaði 2,3 milljörðum króna árið 2009 og tap síðasta árs nam 2,7 milljörðum á núvirði, eða 17 milljónum evra. Tekjur af gagnaflutningi um sæstrengina námu rúmum milljarði króna á síðasta ári. Að sögn Guðmundar er útlit fyrir að ársreikningur þessa árs muni líta betur út. Guðmundur telur það ekki raunhæft að bera gjaldskrá Farice saman við sæstrengsfyrirtæki í Evrópu sem eiga mun styttri strengi. Það kosti sitt að flytja bandvíddina yfir hafið. Aukinheldur hafi gjaldskráin verið að lækka og tækninni fleytt fram í endabúnaði. Hann bendir jafnframt á að starfandi gagnaver og viðskiptavinir þeirra, eins og Opera Software sem gagnaverið Thor hýsir, hafi samþykkt að borga eftir gildandi gjaldskrá og umferð um sæstrengina sé stöðugt að aukast. "Á meðan viðskiptavinirnir eru sáttir þá teljum við að við séum komnir í aðgengilegan verðflokk." Samkeppni í vændum Uppsett flutningsgeta á hvorum sæstreng; Farice og Danice, er um 100 gígabitar á sekúndu. Guðmundur segir nýtinguna vera 70-80% á hvorum streng eða samanlagt 140-160 gígabitar á sekúndu á báðum strengjum. Hægt er að auka flutningsgetuna allt upp í 23-30 terabita á sekúndu á strengjunum samanlagt. Farice á í vændum samkeppni frá nýjum sæstreng sem félagið Emerald Atlantis hyggst leggja á næsta ári frá Evrópu til Bandaríkjanna, með viðkomu á Íslandi. Guðmundur segist ekki líta á nýja strenginn sem beinan keppinaut, hvorki í verði né þjónustu, heldur muni tilkoma strengsins gefa möguleika á aukinni umferð um sæstrengi Farice. Uppsetning hafin á Ásbrú Gámaeiningar í gagnaver Verne Global á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll voru fluttar af bryggjunni í Helguvík og uppsetning gámanna hófst þá þegar í einu af vöruhúsum Verne. Eigendur Farice bundu miklar vonir við að gagnaverið myndi skapa mikil viðskipti og lagning Danice var liður í að skapa betri grundvöll fyrir starfsemi gagnavera á Íslandi. Þau áform hafa ekki gengið eftir að öllu leyti en engu að síður fagnar Farice því að gagnaver Verne sé að fara í gang. Gagnaflutningar munu fara fram um Farice og Danice, auk Greenland Connect.
Talsmenn gagnavera gagnrýndu Farice ehf. harðlega í Morgunblaðinu í gær fyrir of háa gjaldskrá fyrir gagnaflutninga um sæstrengi fyrirtækisins, Farice og Danice. Gjaldskráin hefði hamlað uppbyggingu gagnavera hér á landi og verðlagt Ísland út úr samkeppninni. Þegar gagnrýnin var borin undir Guðmund Gunnarsson, framkvæmdastjóra Farice, kippti hann sér ekki mikið upp við hana, sagðist vera búinn að heyra þessar raddir í langan tíma. Viðurkenndi Guðmundur að gjaldskráin hefði verið há í samanburði við sambærilega sæstrengi frá Evrópu og Bandaríkjunum en hún hefði farið lækkandi. Farice tapaði 2,3 milljörðum króna árið 2009 og tap síðasta árs nam 2,7 milljörðum á núvirði, eða 17 milljónum evra. Tekjur af gagnaflutningi um sæstrengina námu rúmum milljarði króna á síðasta ári. Guðmundur telur það ekki raunhæft að bera gjaldskrá Farice saman við sæstrengsfyrirtæki í Evrópu sem eiga mun styttri strengi.
'Sturla: Hrikalega svekktur'
"Mér fannst við spila þokkalega allan tímann fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik þegar þeir náðu að vinna upp sex marka forskot," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, en hann var markahæstur með 8 mörk þegar liðið gerði jafntefli við Akureyri, 24:24. Sturla klúðraði dýrmætu vítakasti þegar skammt var eftir og heimamenn jöfnuðu í kjölfarið leikinn þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. "Þeir komust svo yfir en við komum vel til baka og náðum aftur yfirhöndinni. Við fengum svo víti þegar skammt var eftir sem hefði getað tryggt sigurinn en ég tók upp á því að klúðra vítinu og í kjölfarið komust þeir aftur inn í leikinn og náðu jafnteflinu. Ég er því hrikalega svekktur að fara ekki héðan með tvö stig." Sturla segist þó þokkalega sáttur með frammistöðu liðsins ef frá eru taldar síðustu andartökin. "Ég veit ekki hvernig hefur verið að horfa á þetta þar sem það var mikið um hnoð inni á vellinum. Við erum frekar lágvaxnir og leggjum upp með að spila hraðan bolta og brjótast í gegn. Það er ekkert sérstaklega falleg spilamennska en mér fannst þetta ganga ágætlega í dag og því finnst mér lélegt að hafa ekki náð að landa sigrinum," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals.
"Mér fannst við spila þokkalega allan tímann fyrir utan smá kafla í fyrri hálfleik þegar þeir náðu að vinna upp sex marka forskot," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, en hann var markahæstur með 8 mörk þegar liðið gerði jafntefli við Akureyri, 24:24. Sturla klúðraði dýrmætu vítakasti þegar skammt var eftir og heimamenn jöfnuðu í kjölfarið leikinn þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka. Sturla segist þó þokkalega sáttur með frammistöðu liðsins ef frá eru taldar síðustu andartökin.
Þór kominn til Vestmannaeyja
Varðskipið Þór er nú komið til Vestmannaeyja. Er það fyrsta stopp þess við Íslandsstrendur síðan það sigldi af stað frá Síle í lok september. Skipið verður til sýnis í Eyjum til klukkan átta í kvöld. Hann kemur síðan til Reykjavíkur á morgun. Ástæðan fyrir því að Þór kemur fyrst við í Vestmannaeyjum er sú að fyrsta varðskip Landhelgisgæslu Ísland hét Þór og hann kom frá Eyjum. Árið 1920 keypti Björgunarfélag Vestmannaeyja 200 rúmlesta danskan togara, Thor. 1926 ákvað ríkissjóður að kaupa skipið af Björgunarfélaginu og með þeim kaupum var Landhelgisgæsla Íslands stofnuð. Þór I. strandaði við Húnaflóa 1929. Þá var Þór II. keyptur, hann var seldur árið 1946. Þór III. var smíðaður 1951 fyrir Gæsluna og seldur 1982 og nú er Þór IV. kominn splunkunýr til landsins. Meðfylgjandi er myndskeið sem Landhelgisgæslan hefur sett á netið sem sýnir Þór á siglingu áleiðis til Eyja. Þór siglir til Vestmannaeyja from Landhelgisgaeslan on Vimeo .
Varðskipið Þór er nú komið til Vestmannaeyja. Er það fyrsta stopp þess við Íslandsstrendur síðan það sigldi af stað frá Síle í lok september. Skipið verður til sýnis í Eyjum til klukkan átta í kvöld. Hann kemur síðan til Reykjavíkur á morgun.
Nauðgaði og myrti dóttur sína
Jórdani hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni ítrekað og myrt hana er hún var þunguð eftir hann. Maðurinn, sem er 46 ára að aldri, eyddi fóstri dóttur sinnar með því að skera fóstrið úr henni með þeim afleiðingum að henni blæddi út án þess að hann veitti henni nokkra aðstoð í maí í fyrra. Hann viðurkenndi að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi um fimm ára skeið áður en hann myrti hana en stúlkan var nítján ára að aldri er hún lést. Að sögn lögreglunnar viðurkenndi maðurinn öll brot sín og sagði að móðir stúlkunnar hefði allan tímann vitað um ofbeldið sem hann beitti stúlkuna. Dómurinn yfir manninum var kveðinn upp á miðvikudag en ekki hefur verið greint frá því hvenær hann verður hengdur. Á sunnudag var 26 ára gamall karlmaður í Jórdaníu dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað sjö ára gamalli stúlku er hún var á leið til skóla. Alls voru tilkynnt meira en tvö þúsund ofbeldisverk gagnvart börnum í Jórdaníu í fyrra.
Jórdani hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni ítrekað og myrt hana er hún var þunguð eftir hann. Maðurinn, sem er 46 ára að aldri, eyddi fóstri dóttur sinnar með því að skera fóstrið úr henni með þeim afleiðingum að henni blæddi út án þess að hann veitti henni nokkra aðstoð í maí í fyrra. Að sögn lögreglunnar viðurkenndi maðurinn öll brot sín. Alls voru tilkynnt meira en tvö þúsund ofbeldisverk gagnvart börnum í Jórdaníu í fyrra.
Lægsta ávöxtunarkrafan frá upphafi
Niðurstöðukrafa í útboði Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) á LSS24-skuldabréfaflokknum síðastliðinn föstudag var sú lægsta frá upphafi og er sjóðurinn nú langt kominn með áætlaða fjármögnun ársins. Áhugi fjárfesta á útboðinu reyndist verulegur og bárust alls tilboð að nafnvirði ríflega 1,7 milljarða króna í flokkinn á kröfubilinu 3,40% - 3,59%. LSS-menn ákváðu að taka tilboðum að nafnvirði 500 milljónir króna eins og að hafði verið stefnt, og var ávöxtunarkrafa tekinna tilboða 3,41%. Til samanburðar var niðurstöðukrafan 3,56% í síðasta útboði LSS, en hæst hefur hún farið í 6,63% á vordögum árið 2009, segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. "Niðurstaða föstudagsins er einnig athyglisverð í ljósi þess að krafan í útboðinu er í fyrsta sinn undir 3,5% uppgjörsviðmiði lífeyrissjóða. Fram til þessa hafa ríkistryggð skuldabréf, þ.e. verðtryggð ríkisbréf og íbúðabréf, verið þau einu á verðtryggða skuldabréfamarkaðinum sem gengið hafa kaupum og sölum á kröfu undir þessu viðmiði lífeyrissjóðanna. Krafa HFF24-bréfanna, sem eru eins að gerð og LSS24-bréfin, hefur hins vegar lækkað mikið frá miðju ári, og fór hún undir 2% í lok síðastliðins föstudags. Bilið milli flokkanna tveggja var því 144 punktar í vikulokin ef sú krafa er borin saman við niðurstöðukröfu LSS-útboðsins. Bilið hefur því breikkað frá síðasta útboði LSS24, þegar það var 124 punktar, þrátt fyrir hagstæða niðurstöðukröfu í útboðinu nú. Við höfum oftsinnis bent á að spurn eftir LSS24-bréfunum hafi hugsanlega orðið meiri eftir að krafa íbúðabréfa féll undir 3,5% markið. Mikil eftirspurn í útboðinu á föstudag á kröfu undir þessu viðmiði kann því að vera til marks um að fagfjárfestar horfi nú síður í þetta gildi og meira í þá umframávöxtun sem LSS-bréfin gefa gagnvart íbúðabréfum," segir í Morgunkorni. Eftir útboðið á föstudag er LSS24-flokkurinn 27,4 milljarðar króna að stærð og hefur hann verið stækkaður um 4,3 milljarða króna frá ársbyrjun. Ef miðað er við endurskoðaða útgáfuáætlun LSS frá miðju ári má ætla að það sem eftir lifir árs verði gefnir úr 1,2 - 2,2 milljarðar króna en alls áætlar sjóðurinn að gefa út skuldabréf fyrir 5,5 - 6,5 milljarðar króna á yfirstandandi ári.
Niðurstöðukrafa í útboði Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) á LSS24-skuldabréfaflokknum síðastliðinn föstudag var sú lægsta frá upphafi. Er sjóðurinn nú langt kominn með áætlaða fjármögnun ársins. Áhugi fjárfesta á útboðinu reyndist verulegur og bárust alls tilboð að nafnvirði ríflega 1,7 milljarða króna í flokkinn á kröfubilinu 3,40% - 3,59%. LSS-menn ákváðu að taka tilboðum að nafnvirði 500 milljónir króna eins og að hafði verið stefnt, og var ávöxtunarkrafa tekinna tilboða 3,41%. Krafa HFF24-bréfanna, sem eru eins að gerð og LSS24-bréfin, hefur hins vegar lækkað mikið frá miðju ári, og fór hún undir 2% í lok síðastliðins föstudags. Eftir útboðið á föstudag er LSS24-flokkurinn 27,4 milljarðar króna að stærð og hefur hann verið stækkaður um 4,3 milljarða króna frá ársbyrjun.
'"Snýst allt um traust frá a til ö"'
"Þetta hitti eiginlega bara strax í mark þannig að álagið byrjaði í raun bara frá fyrsta degi," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, sem rekur samnefnda vefsíðu sem vakið hefur töluverða athygli. Á síðunni gefst fólki kostur á vörum og þjónustu með verulegum afslætti séu nægjanlega margir reiðubúnir að taka þátt í kaupunum. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Árni fór af stað með Hópkaup 1. mars síðastliðinn en fyrirmyndin er að hans sögn bandaríska fyrirtækið Groupon sem notið hafi mikilla vinsælda um allan heim. Hann hafi þannig alls ekki verið að finna upp hjólið í þeim efnum. "Það er í sjálfu sér lítið mál að opna svona síðu en það er mikið mál að reka svona fyrirtæki þannig að vel sé. Þetta snýst allt um traust frá a til ö enda erum við að höndla með peninga og þetta verður allt að ganga upp á allan hátt. Okkur hefur tekist mjög vel að halda utan um þetta og þess vegna hefur þetta gengið svona vel," segir Árni.
"Þetta hitti eiginlega bara strax í mark þannig að álagið byrjaði í raun bara frá fyrsta degi," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa, sem rekur samnefnda vefsíðu sem vakið hefur töluverða athygli. Á síðunni gefst fólki kostur á vörum og þjónustu með verulegum afslætti séu nægjanlega margir reiðubúnir að taka þátt í kaupunum. Árni fór af stað með Hópkaup 1. mars síðastliðinn. Fyrirmyndin er að hans sögn bandaríska fyrirtækið Groupon sem notið hafi mikilla vinsælda um allan heim.
Dalglish aldrei tapað fyrir Chelsea sem stjóri
Sannkallaður stórleikur verður á Stamford Bridge í dag klukkan 16 þegar Chelsea og Liverpool leiða saman hesta sína. Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en Liverpool hefur 19 stig í 7. sætinu. Hvorugt lið má við því að tapa stigum í dag ætli þau sér að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en Manchester-liðin, City og United, fögnuðu bæði sigrum í gær og margir eru farnir að spá einvígi þeirra liða um Englandsmeistaratitilinn. Nokkrar staðreyndir: * Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, státar af frábærum árangri gegn Chelsea en hann hefur aldrei verið í tapliði. Dalglish hefur stýrt Liverpool í 11 leikjum í öllum keppnum á móti Chelsea og hefur lið hans unnið 8 og 3 leikjum lauk með jafntefli. * Chelsea hefur ekki náð að skora í fimm af sjö síðustu viðureignum sínum við Liverpool og í þremur af fjórum síðustu leikjunum á Stamford Bridge. * Aðeins hafa verið skoruð 9 mörk í síðustu 8 rimmum liðanna í deildinni á Stamford Bridge. * Margra augu munu beinast að Fernando Torres í dag en hann gekk til liðs við Chelsea frá Liverpool í janúar. Torres hefur ekki gert það gott með Chelsea-liðinu og tölfræðin sýnir að hann skorar mark á 425 mínútna fresti með Chelsea en 121 mínúta leið að jafnaði milli marka hans hjá Liverpool. Líkleg byrjunarlið: Chelsea: Cech - Ivanovic, Alex, Terry, Cole - Ramires, Meireles, Lampard - Sturridge, Torres, Mata. Liverpool: Reina - Kelly, Carragher, Agger, Enrique - Kuyt, Lucas, Adam - Downing Suarez, Carroll.
Sannkallaður stórleikur verður á Stamford Bridge í dag klukkan 16 þegar Chelsea og Liverpool leiða saman hesta sína. Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en Liverpool hefur 19 stig í 7. sætinu. Hvorugt lið má við því að tapa stigum í dag ætli þau sér að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn. * Chelsea hefur ekki náð að skora í fimm af sjö síðustu viðureignum sínum við Liverpool og í þremur af fjórum síðustu leikjunum á Stamford Bridge.
Varað við ísingu í kvöld
Varað er við því að á láglendi er hiti alveg við frostmark og víðast hvar bleyta á vegum. Almennt fer veður hægt kólnandi. Ísing og hálka myndast því mjög auðveldlega í kvöld. Spáð er áframhaldandi éljagangi um landið vestanvert og á Suðurlandi austur á Skeiðarársand, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Sandskeiði. Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru í uppsveitum og víða um sunnanvert landið. Snjóþekja er á Vatnaleið, hálka á Fróðárheiði, snjóþekja og éljagangur á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Snjóþekja og snjókoma víða annarstaðar á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er víðast hvar nokkur hálka. Þungfært er á Hrafnseyrarheiði. Á Norðvesturlandi er hálka á Vatnsskarði, Þverárfjalli og í Skagafirði. Hálkublettir eru Húnavatnssýslum. Á Norðausturlandi er hálka og éljagangur þó er greiðfært með ströndinni í Vopnafjörð. Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og Breiðdalsheiði og hálkublettir á Oddskarði. Snjóþekja er á Öxi. Á Suðausturlandi er hálka frá Skeiðarársandi vestur á Mýrdalssand.
Varað er við því að á láglendi er hiti alveg við frostmark og víðast hvar bleyta á vegum. Almennt fer veður hægt kólnandi. Ísing og hálka myndast því mjög auðveldlega í kvöld. Spáð er áframhaldandi éljagangi um landið vestanvert og á Suðurlandi austur á Skeiðarársand, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja, hálka og hálkublettir eru í uppsveitum og víða um sunnanvert landið.
Breivik ósakhæfur
Anders Behring Breivik sem framdi fjöldamorðin í Útey hefur verið metinn ósakhæfur af norskum réttargeðlæknum. Dómari við héraðsdóm í Ósló fékk í morgun afhenta 243 síðna langa skýrslu geðlækna um mat á sakhæfi Breiviks og komust þeir að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn sé sjúkur á geði. Norska dagblaðið VG segir frá þessu á vefsíðu sinni. Skýrt verður formlega frá niðurstöðunni á blaðamannafundi, sem hefst klukkan 12 að íslenskum tíma í Ósló. Tveir af kunnustu réttargeðlæknum Noregs, Torgeir Husby og Synne Sørheim, hafa skrifað skýrsluna og byggja hana meðal annars á fjölda viðtala við Breivik. VG segist hafa upplýsingar um, að niðurstaða skýrslunnar sé sú, að Breivik hafi verið í sturlunarástandi og því ekki verið ábyrgur gerða sinna þegar hann myrti 77 manns í Ósló og Úteyju í júlí í sumar. "Við höfum ekki verið í neinum vafa. Nú er það undir réttinum komið að meta þessa niðurstöðu," sagði Husby þegar hann afhenti héraðsdómara skýrsluna í dag. Breivik telur sjálfur að hann sé sakhæfur og hefur áður sagt, að hann óttist að mannorð hans skaðist þegar skýrsla geðlæknanna verður birt. VG segir, að undir eðlilegum kringumstæðum þýði niðurstaða geðlæknanna, að Breivik verði látinn sæta vist á réttargeðdeild.
Anders Behring Breivik sem framdi fjöldamorðin í Útey hefur verið metinn ósakhæfur af norskum réttargeðlæknum. Dómari við héraðsdóm í Ósló fékk í morgun afhenta 243 síðna langa skýrslu geðlækna um mat á sakhæfi Breiviks. Tveir af kunnustu réttargeðlæknum Noregs, Torgeir Husby og Synne Sørheim, hafa skrifað skýrsluna og byggja hana meðal annars á fjölda viðtala við Breivik. Breivik telur sjálfur að hann sé sakhæfur. VG segir, að undir eðlilegum kringumstæðum þýði niðurstaða geðlæknanna, að Breivik verði látinn sæta vist á réttargeðdeild.
'Fréttaskýring: Stjórn VG ræðir ráðherramál'
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ætlar að ræða um breytingar á ráðherraskipan flokksins á fundi nk. föstudag. Stjórnin hefur ekki vald til að taka ákvörðun í málinu heldur er það þingflokksins að gera það. Stjórn VG heldur að jafnaði fund einu sinni mánuði. Í stjórninni sitja ellefu menn, þar á meðal menn sem í vikunni rituðu nöfn sín undir auglýsingu þar sem lýst var stuðningi við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sumir af stuðningsmönnum Jóns hafa talað um atlögu gegn honum. Hvort "atlaga" er rétta orðið er álitamál, en víst er að hún var í það minnsta ekki vel skipulögð. Innan stjórnarliðsins hafa ýmsir haft horn í síðu Jóns og í ríkisstjórninni hafa verið átök um vinnu hans við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og afstöðu hans til umsóknar um aðild að ESB þar sem hann fer fyrir mikilvægum málaflokkum. Óánægja með vinnu Jóns að endurskoðun kvótalaganna leiddi til harðra átaka á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag þegar ákveðið var að skipa ráðherranefnd í málið og taka það þannig úr höndum Jóns. Jón brást þannig við að birta á vef ráðuneytisins drög að frumvarpi og vinnuskjöl vinnuhóps ráðuneytisins. Þetta varð síðan til þess að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi Jón mjög harkalega fyrir vinnubrögð hans í málinu og sagði að hann væri að móta stefnu sem væri ekki í samræmi við stefnu stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum. Hvað tekur við? Þessi atburðarás var ekki hönnuð fyrirfram og þegar síðan eru settar fram efasemdir um að Jón njóti stuðnings til að vera ráðherra áfram er alls óvíst hvað tekur við. Forystumenn stjórnarflokkanna voru ekki búnir að taka ákvörðun um það fyrirfram. Um miðja vikuna varpaði Jóhanna boltanum frá sér og sagði að það væri þingflokks VG að taka ákvörðun um hverjir væru ráðherrar fyrir hans hönd. Í þingflokknum er alls ekki samstaða um að víkja Jóni til hliðar þó vitað sé að meirihlutinn muni fylgja þeirri tillögu sem formaður flokksins gerir. Það er vandasamt fyrir leiðtoga stjórnarflokkanna að gera breytingar á ríkisstjórn á miðju kjörtímabilinu. Það eru mörg sjónarmið sem þarf að horfa til og eftirspurn eftir ráðherrasætum er meira en framboðið. Best þykir að gera slíkar breytingar með stuttum fyrirvara. Það að boða breytingar á ríkisstjórninni, eins og forsætisráðherra hefur gert, en láta síðan nokkrar vikur líða þangað til þær eru framkvæmdar gerir breytingarnar um margt erfiðari. Stuðningsmenn Jóns hafa t.d. verið að safna liði og þrýsta nú fast á forystu flokksins. Þeir ætla að ræða málið á fundi í stjórn VG og koma óánægju sinni rækilega til skila. Steingrímur er því í þröngri stöðu. Það eina sem liggur klárt fyrir núna er að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næsta ári. Hún stefnir að því að sinna ráðherraembætti út janúar, en meðgangan eða breytt skipan ríkisstjórnarinnar gætu þó breytt því. Katrín á von á tvíburum í mars.
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ætlar að ræða um breytingar á ráðherraskipan flokksins á fundi nk. föstudag. Í stjórninni sitja ellefu menn, þar á meðal menn sem í vikunni rituðu nöfn sín undir auglýsingu þar sem lýst var stuðningi við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Óánægja með vinnu Jóns að endurskoðun kvótalaganna leiddi til harðra átaka á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag. Ákveðið var að skipa ráðherranefnd í málið og taka það þannig úr höndum Jóns. Jón brást þannig við að birta á vef ráðuneytisins drög að frumvarpi og vinnuskjöl vinnuhóps ráðuneytisins. Þetta varð síðan til þess að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi Jón mjög harkalega fyrir vinnubrögð hans í málinu. Um miðja vikuna varpaði Jóhanna boltanum frá sér og sagði að það væri þingflokks VG að taka ákvörðun um hverjir væru ráðherrar fyrir hans hönd.
Bændur gagnrýna Mjólkursamsöluna
Bændur á Vestfjörðum eru afar ósáttir við að MS leggi niður starfsemi sína á Ísafirði. Kom þetta fram á fjölsóttum bændafundi sem var haldinn á Hótel Ísafirði í gær. Vestfirskir bændur hafa áhyggjur af hvert stefnir með mjólkuriðnaðinn í landinu segir á vefsíðu bbl.is. Töldu fundarmenn afar sérkennilegt að MS, sem fyrirtæki bænda, væri í nafni hagræðingar beinlínis farið að vinna gegn hagsmunum landsbyggðarinnar og bænda sem þar starfa. Slíkt hlyti á endanum að koma í bakið á MS. Kom fram á fundinum að menn óttast að ekki verði látið staðar numið við að leggja niður starfsemina á Ísafirði. Bent var á að vinna væri þegar hafin við að leggja líka niður starfsemi MS í Búðardal. Töldu fundarmenn að full þörf væri á að sporna við þessari þróun og að MS fengi alvöru samkeppni á markaðnum. Slíkt hefði einmitt gerst við svipaðar markaðsaðstæður í Noregi og Svíþjóð. ATHUGASEMD sett inn klukkan 17:52 Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að alls ekki standi til að leggja niður starfsemi MS í Búðardal heldur hafi verið settur hálfur milljarður króna í að byggja upp ostaframleiðsluna þar enn frekar. Eins hafi verið hagrætt á ýmsan hátt í rekstrinum þar. Aftur á móti hafi pökkun á mjólk verið hætt á Ísafirði í vor þar sem mjög litlu var pakkað af mjólk þar. Mjólkurpökkun hafi ekki verið tekin þar upp á ný. Fréttin á vef Bændablaðsins.
Bændur á Vestfjörðum eru afar ósáttir við að MS leggi niður starfsemi sína á Ísafirði. Kom þetta fram á fjölsóttum bændafundi sem var haldinn á Hótel Ísafirði í gær. Vestfirskir bændur hafa áhyggjur af hvert stefnir með mjólkuriðnaðinn í landinu segir á vefsíðu bbl.is. Töldu fundarmenn afar sérkennilegt að MS, sem fyrirtæki bænda, væri í nafni hagræðingar beinlínis farið að vinna gegn hagsmunum landsbyggðarinnar og bænda sem þar starfa. Kom fram á fundinum að menn óttast að ekki verði látið staðar numið við að leggja niður starfsemina á Ísafirði. Bent var á að vinna væri þegar hafin við að leggja líka niður starfsemi MS í Búðardal.
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kærð
Stjórn Bíla og fólks ehf. hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á starfssvæði samtakanna og á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, til kærunefndar útboðsmála. Á vef Dagskrárinnar , fréttablaðs Suðurlands, segir Bjarki Þór Sveinsson lögmaður að Bílar og fólk ehf., sem hefur séð um aksturinn á stærstum hluta leiðarinnar undanfarin ár, hafi átt lægsta gilda tilboðið að fjárhæð rúmlega 143 milljónir kr. "Deila var hins vegar uppi um gildi annars tilboðs sem Bílar og fólk ehf. höfðu gefið og virtist sú deila fara fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Samtakanna." Hópbílar hf., sem samið var við, áttu tilboð að upphæð rúmlega 188 milljónir, sem er um um 45 milljónum krónum hærra en tilboð Bíla og fólks ehf. og um 26 milljónum króna hærra en tilboð Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. sem var á milli. "Þessar tilboðstölur eru fyrir 1 ár, en samningur átti að vera til 7-9 ára. Nemur heildarmismunur því um 360 milljónum króna á samningstímanum ef samið hefur verið á grundvelli tilboðs Hópbíla hf. en það er með öllu óheimilt að breyta tilboðum eftir opnun þeirra. SASS hafa þegar gefið það út að Bílar og fólk ehf. uppfylli allar kröfur útboðslýsingar," segir Bjarki Þór. "Af þeim sökum er óskiljanlegt að tekin skuli hafa verið ákvörðun um að semja á grundvelli tilboðs sem er samanlagt um 360 milljónum króna hærra og það fyrir opinbert fé skattborgara. Þessi vinnubrögð verða að teljast verulega ámælisverð en engin skýring hefur verið gefin. Að því tilefni hefur stjórn Bíla og fólks ehf. ákveðið að kæra ákvörðun SASS til Kærunefndar útboðsmála og falið mér að fylgja því eftir."
Stjórn Bíla og fólks ehf. hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), um að semja við Hópbíla hf. um almenningssamgöngur á starfssvæði samtakanna og á milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins, til kærunefndar útboðsmála. Segir Bjarki Þór Sveinsson lögmaður að Bílar og fólk ehf., sem hefur séð um aksturinn á stærstum hluta leiðarinnar undanfarin ár, hafi átt lægsta gilda tilboðið að fjárhæð rúmlega 143 milljónir kr. Hópbílar hf., sem samið var við, áttu tilboð að upphæð rúmlega 188 milljónir, sem er um um 45 milljónum krónum hærra en tilboð Bíla og fólks ehf. og um 26 milljónum króna hærra en tilboð Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. sem var á milli. "Þessi vinnubrögð verða að teljast verulega ámælisverð en engin skýring hefur verið gefin."
ÍR treysti stöðu sína á toppnum
ÍR náði í kvöld þriggja stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í handknattleik með því að sigraStjörnuna, 31:30, í Mýrinni í Garðabæ í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. ÍR var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13, og hefur nú þriggja stiga forskot á Stjörnumenn, hafa 16 stig eftir 10 leiki. Stjarnan er með 13 stig, ÍBV hefur 12 stig eftir níu leiki. Víkingur hefur 11 stig eftir 10 leiki en liðið gerði jafntefli við Selfoss í Víkinni í kvöld. 22:22. Stjarnan - ÍR 30:31 Mörk Stjörnunnar: Arnar Jón Agnarsson 8, Guðmundur Guðmundsson 7, Jón Arnar Jónsson 6, Bjarni Jónsson 4, Haraldur Þorvarðarson 3, Finnur Jónsson 1, Sigurður Þorvaldsson 1. Mörk ÍR : Jónatan Vignisson 7, Hrannar Máni Gestsson 5, Brynjar Sveinsson 4, Jón Bjarki Oddsson 4, Davíð Georgsson 3, Ólafur Sigurgeirsson 3, Hreiðar Haraldsson 3, Halldór Logi Árnason 1, Sigurður Magnússon 1. Víkingur - Selfoss 22:22 Mörk Víkings: Arnar Theódórsson 11, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Jónas Bragi Hafsteinsson 3, Óttar Filipp Pétursson 2, Gestur Jónsson 1, Kristinn Guðmundsson 1, Sigurður Örn Karlsson 1. Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 6, Eyþór Lárusson 4, Hörður Bjarnarson 3, Guðni Ingvarsson 3, Gunnar Ingi Jónsson 2, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1, Ómar Vignir Helgason 1, Einar Sverrisson 1, Andri Már Sveinsson 1.
ÍR náði í kvöld þriggja stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í handknattleik með því að sigraStjörnuna, 31:30, í Mýrinni í Garðabæ í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. ÍR var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:13, og hefur nú þriggja stiga forskot á Stjörnumenn, hafa 16 stig eftir 10 leiki. Stjarnan er með 13 stig, ÍBV hefur 12 stig eftir níu leiki. Víkingur hefur 11 stig eftir 10 leiki en liðið gerði jafntefli við Selfoss í Víkinni í kvöld.
Hætt við aukinni hálku
Með kvöldinu gengur veður niður sunnan- og suðvestanlands. Hitinn kemst þá rétt yfir frostmark og um leið eykst hálkan. Á Austfjörðum er spáð stórhríð með hvassviðri og talsvert mikilli ofankomu í kvöld, nótt og fram á morgundaginn. Einkum á það við um fjallvegina. Einnig ofanhríð suðaustanlands í kvöld, en þar ætti að hlána með krapasnjó í nótt. Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða jafnvel snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og ýmist snjóþekja, hálkublettir eða skafrenningur á Suðurnesjum. Suðurstrandarvegur er ófær sem og Krýsuvíkurleið en þungfært á Vatnsleysuströnd. Á Vesturlandi eru hálkublettir eða hálka en þæfingsfærð er á Fróðárheiði. Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka og éljagangur. Skafrenningur er sumstaðar í Húnavatnssýslu. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli. Norðaustanlands er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Þungfært og skafrenningur er á Hólasandi og flughálka í Þistilfirði. Hálka eða hálkublettir eru um allt austanvert landið. Þungfært er á Breiðdalsheiði og ófært á Öxi. Hálkublettir eru á köflum á Suðausturlandi en snjóþekja vestast.
Með kvöldinu gengur veður niður sunnan- og suðvestanlands. Hitinn kemst þá rétt yfir frostmark og um leið eykst hálkan. Á Austfjörðum er spáð stórhríð með hvassviðri og talsvert mikilli ofankomu. Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða jafnvel snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og ýmist snjóþekja, hálkublettir eða skafrenningur á Suðurnesjum. Á Vesturlandi eru hálkublettir eða hálka en þæfingsfærð er á Fróðárheiði. Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Norðaustanlands er hálka, snjóþekja og skafrenningur.
Mótmæli gegn stjórnvöldum í Kína vekja athygli
Þúsundir kínverskra þorpsbúa hafa tekið þátt í mótmælum þar sem spillingu hjá hinu opinbera er mótmælt. Íbúar þorpsins Wukan, í Guangdong-héraði, hafa fengið fullsadda af yfirgangi leiðtoga Kommúnistaflokksins á svæðinu sem þeir segja að hafi stolið landi af þeim árum saman. Þorpsbúarnir hafa mánuðum saman mótmælt yfirgangi yfirvalda og eru þeir orðnir táknmynd fjölmargra íbúa Kína sem eru orðnir langþreyttir á því hvernig traðkað er á eignarétti þeirra. Upp úr sauð þegar fimm þorpsbúar voru handteknir af lögreglu fyrir viku síðan og einn þeirra lést í haldi lögreglu á sunnudag. Yfirvöld segja að maðurinn, Xue Jinbo, sem var 42 ára, hafi fengið hjartaáfall en ættingjar hans segja að hann hafi verið barinn til bana. Í morgun komu þúsundir þorpsbúa saman á aðaltorgi þorpsins til þess að minnast Xue Jinbo, þriggja barna föðir sem var kosinn leiðtogi þorpsráðsins, þegar þorpsyfirvöld yfirgáfu Wukan vegna mótmælanna. Íbúar Wukan, 13 þúsund talsins, eru þyrnir í augum leiðtoga Kommúnistaflokksins í Guangdon-héraði, sem er eitt ríkasta hérað Kína. Mótmæli þeirra hafa vakið mikla athygli annars staðar í Kína og þrátt fyrir ritskoðun stjórnvalda á netinu og engan fréttaflutning ríkisfjölmiðla af málinu, hafa fréttir af mótmælunum borist eins og eldur í sinu um landið. Meðal annars hafa bloggarar birt fréttir af mótmælunum á Twitter og birtar hafa verið óhugnanlegar myndir af ofbeldi yfirvalda gagnvart mótmælendum. Í september voru birtar myndir sem teknar voru skammt fyrir utan Wukan þar sem mótmælendur létu reiði sína bitna á lögreglubifreiðum og lögreglumenn gengu í skrokk á mótmælendum.
Þúsundir kínverskra þorpsbúa hafa tekið þátt í mótmælum þar sem spillingu hjá hinu opinbera er mótmælt. Íbúar þorpsins Wukan, í Guangdong-héraði, hafa fengið fullsadda af yfirgangi leiðtoga Kommúnistaflokksins á svæðinu. Upp úr sauð þegar fimm þorpsbúar voru handteknir af lögreglu fyrir viku síðan og einn þeirra lést í haldi lögreglu á sunnudag. Íbúar Wukan, 13 þúsund talsins, eru þyrnir í augum leiðtoga Kommúnistaflokksins í Guangdon-héraði, sem er eitt ríkasta hérað Kína. ótmæli þeirra hafa vakið mikla athygli annars staðar í Kína.
Sjö hundruð Danir til Kiel
Danska meistaraliðið AG frá Kaupmannahöfn, með þá Arnór Atlason, Guðjón Val Sigurðsson, Snorra Stein Guðjónsson og Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, mætir þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á sunnudaginn. Alls hafa rétt um 700 Danir ákveðið að fylgja liðinu eftir til Þýskalands í leikinn. Þeir 700 miðar sem AG fékk til að selja stuðningsmönnum sínum seldust upp á augabragði. Reiknað er með að Danirnir fari í 11 rútum til Kielar til að styðja lið sitt og mun ekki veita af. Uppselt er á leikinn í Kiel, eins og venjulega á heimaleiki liðsins, en heimamenn fengu um 9.300 aðgöngumiða. AG er í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum. Kiel getur hrifsað efsta sæti riðilsins með sigri á sunnudaginn því liðið er nú í öðru sæti með níu stig. Eins og kunnugt er þá þjálfar Alfreð Gíslason liði Kiel og með því leikur Aron Pálmarsson. Því hefur verið haldið fram að Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður AG, gangi hugsanlega til liðs við við Kiel í sumar.
Danska meistaraliðið AG frá Kaupmannahöfn mætir þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á sunnudaginn. Þeir 700 miðar sem AG fékk til að selja stuðningsmönnum sínum seldust upp á augabragði. AG er í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum. Kiel getur hrifsað efsta sæti riðilsins með sigri á sunnudaginn.
'"Blessun að hafa krónuna"'
Það hefur reynst Íslandi blessun að búa við eigin gjaldmiðil sem gat tekið mið af hinum nýja efnahagslega veruleika eftir efnahagshrunið. Þetta er mat Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem ræddi íslensku viðreisnina í samtali við sænska sjónvarpið. Forsetinn ræddi stöðu efnahagsmála í samtali við TV2 fyrr í mánuðinum og bar þá Icesave-deilan á góma sem endranær þegar erlendir fjölmiðlamenn ræða við Ólaf Ragnar. "Ég stóð á krossgötum þar sem valkostirnir voru í grundvallaratriðum skýrir. Á aðra hönd var hinn lýðræðislegi vilji fólksins og á hina fjárhagslegar kröfur annarra ríkja og evrópsks fjármálalífs. Niðurstaða mín var að lýðræðið væri einn af hornsteinum þess sem gerir okkur að því sem við erum, ekki aðeins á Íslandi heldur um gervalla Evrópu," sagði forsetinn í lauslegri þýðingu. "Eftir fall bankanna vorum við í þeirri blessunarlegu stöðu að hafa eigin sjálfstæða mynt," sagði Ólafur Ragnar og vísaði jafnframt til þess hvernig Íslendingar hefðu látið ógert að dæla miklu fé inn í bankakerfið. Icesave-deilan hefur víða vakið athygli. Skýrt merki um það er að La Tribuna Hispana, vefur á spænsku ætlaður bandarískum lesendum, fjallar ítarlega um stöðuna á Íslandi. Áhersla er lögð á forsetann og er hann sagður hafa tekið þá "hugrökku ákvörðun" að gera almenningi kleift að greiða atkvæði í Icesave-deilunni og þannig orðið "hetja" í augum margra Íslendinga. Grein La Tribuna má nálgast hér .
Það hefur reynst Íslandi blessun að búa við eigin gjaldmiðil sem gat tekið mið af hinum nýja efnahagslega veruleika eftir efnahagshrunið. Þetta er mat Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem ræddi íslensku viðreisnina í samtali við sænska sjónvarpið. "Eftir fall bankanna vorum við í þeirri blessunarlegu stöðu að hafa eigin sjálfstæða mynt," sagði Ólafur Ragnar og vísaði jafnframt til þess hvernig Íslendingar hefðu látið ógert að dæla miklu fé inn í bankakerfið. Icesave-deilan hefur víða vakið athygli. Skýrt merki um það er að La Tribuna Hispana, vefur á spænsku ætlaður bandarískum lesendum, fjallar ítarlega um stöðuna á Íslandi.