Title
stringlengths 13
130
| Text
stringlengths 820
5.11k
| Summary
stringlengths 208
1.5k
|
---|---|---|
Stjóri Arons flýtir sér hægt í leikmannamálum | Malky Mackay, stjóri Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, fer sér að engu óðslega á félagaskiptamarkaðnum þetta sumarið en hann segist gera hvað hann geta að hlusta ekki á orðróma varðandi möguleg kaup félagsins.
Cardiff, sem vann B-deildina á Englandi á síðustu leiktíð og leikur á meðal þeirra bestu vetur, hefur haft afar hægt um sig í sumar og aðeins gert ein kaup. Liðið fékk til sín danska markahrókinn Andreas Cornelius frá FC Kaupmannahöfn.
Aftur á móti mistókst Cardiff að fá til sín Victor Wanyama sem fór til Southampton og framherjann unga Tom Ince sem ákvað að vera áfram í herbúðum Blackpool.
"Þetta er ekkert öðruvísi en í ágúst í fyrra eða janúar á þessu ári. Það vilja allir fá leikmenn og það strax. En við vitum að í fótboltanum gerast hlutirnir ekki þannig," segir Mackay við Wales Online .
"Það tekur sinn tíma að fá leikmenn. Maður er í samkeppni um alla. Stundum kosta menn sem maður hefur áhuga á bara of mikið. Ég átta mig á að það eru leikmenn þarna úti sem stuðningsmennirnir vilja fá. En ég er búinn að standa í þessu í 30 ár og get sagt ykkur að stundum tekur það sinn tíma að fá réttu leikmennina," segir Malky Mackay. | Malky Mackay, stjóri Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, fer sér að engu óðslega á félagaskiptamarkaðnum þetta sumarið.
Hann segist gera hvað hann geta að hlusta ekki á orðróma varðandi möguleg kaup félagsins.
Cardiff hefur haft afar hægt um sig í sumar og aðeins gert ein kaup.
Liðið fékk til sín danska markahrókinn Andreas Cornelius frá FC Kaupmannahöfn.
Aftur á móti mistókst Cardiff að fá til sín Victor Wanyama sem fór til Southampton og framherjann unga Tom Ince sem ákvað að vera áfram í herbúðum Blackpool. |
Landsliðið farið til Búlgaríu | Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hélt í nótt út til Búlgaríu þar sem það mætir heimamönnum á sunnudag í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins.
Eftir leikinn í Búlgaríu heldur liðið til Rúmeníu og leikur þar gegn heimamönnum miðvikudaginn 7. ágúst.
Ísland mætir bæði Búlgaríu og Rúmeníu í Laugardalshöll síðar í mánuðinum, eða 13. og 16. ágúst, og er miðasala hafin á midi.is.
Einum leik er lokið í riðlinum en Búlgaría vann Rúmeníu 84:68.
Um sérstaka undankeppni fyrir EM 2015 er að ræða þar sem lakari þjóðirnar keppa um eitt laust sæti. Leikið er í fjórum riðlum og komast efstu lið hvers riðils í undanúrslit. Kæmist Ísland þangað myndi liðið mæta Danmörku, Austurríki, Sviss eða Lúxemborg.
Íslensku leikmennirnir ættu að vera með gott sjálfstraust eftir fjóra sigra í röð í æfingaleikjunum fyrir undankeppnina. Liðið vann Danmörku tvívegis hér heima og hafði áður unnið Svartfjallaland og Makedóníu á æfingamóti í Kína.
Íslenska liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
4 Brynjar Þór Björnsson • KR
5 Haukur Helgi Pálsson • La Bruixa d'Or (Manresa)
6 Jakob Örn Sigurðarson • Sundsvall Dragons
7 Stefán Karel Torfason • Snaefell
8 Hlynur Bæringsson • Sundsvall Dragons
9 Jón Arnór Stefansson • CAI Zaragoza
10 Martin Hermannsson • KR
11 Axel Kárason • Vaerlose
12 Ragnar Nathanaelsson • Hamar
13 Hördur Axel Vilhjálmsson • Án félags
14 Logi Gunnarsson • Án félags
15 Pavel Ermolinskij • Án félags | Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hélt í nótt út til Búlgaríu.
Það mætir heimamönnum á sunnudag í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins.
Eftir leikinn í Búlgaríu heldur liðið til Rúmeníu og leikur þar gegn heimamönnum miðvikudaginn 7. ágúst.
Ísland mætir bæði Búlgaríu og Rúmeníu í Laugardalshöll síðar í mánuðinum
Um sérstaka undankeppni fyrir EM 2015 er að ræða þar sem lakari þjóðirnar keppa um eitt laust sæti. |
'"Furðulegur söfnuður í bankakerfinu"' | "Það er með ólíkindum hvers lags söfnuður hefur safnast fyrir í bankakerfinu. Og eru kallaðir sérfræðingar. Þeir hafa ekki hundsvit á rekstri." Þetta segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, sem furðar sig á afstöðu bankakerfisins til minkaræktar.
Heimsmarkaðsverð á skinnum hefur hækkað mikið á skömmum tíma. Á fimm árum hefur það hækkað um 170% en á sama tíma hefur framleiðslukostnaður hækkað um 80%.
Björn segir í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins, að önnur hver króna sem komi í kassann nú sé hreinn hagnaður. "Það kostar rúmlega sex þúsund krónur að framleiða skinn. Það sem af er ári höfum við selt um 85% framleiðslunnar og er meðalverðið um 13 þúsund krónur. Í fyrra seldust skinnin á tólf þúsund krónur og framleiðslan kostaði sex þúsund krónur. Meðalbú framleiðir um sjö þúsund skinn og hagnaðurinn er um það bil þrisvar sinnum meiri en veltan hjá meðal sauðfjárbúi," segir hann.
Miðað við umræddar tölur veltir meðalbú um 90 milljónum króna á ári og hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði er um 45 milljónir. Útflutningstekjur greinarinnar námu rúmlega 1,6 milljörðum króna í fyrra og segir Björn að þær verði væntanlega í kringum tvo milljarða í ár. Heimsframleiðslan á minkaskinnum nemi 60 milljónum og greinin velti um 3.000 milljörðum króna á ári.
"Stærsta hindrunin er íslenskt fjármálakerfi"
Björn segir að minkaræktin gæti vaxið hraðar hér á landi ef greinin fengi eðlilega bankafyrirgreiðslu. "Stærsta hindrunin er íslenskt fjármálakerfi. Það vill ekki lána okkur. Bankamenn vilja ekki lána landsbyggðinni. Við getum auðveldlega sýnt þeim gögn til að varpa ljósi á hver staðan er í rekstrinum, t.d. að við fáum næsthæsta verð í heimi fyrir skinnin. En þegar við ræðum við þá horfa þeir út í loftið eins og hálfvitar. Það er með ólíkindum hvers lags söfnuður hefur safnast fyrir í bankakerfinu. Og eru kallaðir sérfræðingar. Þeir hafa ekki hundsvit á rekstri. Það sést á því hvernig þeir fóru með bankana. Og þeir hafa ekki hundsvit á því hvernig samfélagið virkar. Það sést á því hvaða laun þeir taka.
Bankastarfsemin stendur vexti í greininni fyrir þrifum. Hjá uppboðshúsinu í Kaupmannahöfn, sem selur öll okkar skinn og veltir 250 milljörðum króna á ári, fáum við rekstrarlán með veði í framleiðslunni og borgum 3,5% vexti. En þeir endurlána fjármuni sem þeir fá að láni hjá Nordea bank í Danmörku. Ég er ekki að kalla eftir því að fá lánsfjármagn á sömu kjörum hér á landi. Ég er einungis að kalla eftir sanngjörnum og eðlilegum kjörum, líkt og gengur og gerist hjá okkar kollegum, en þeir vilja helst ekkert lána okkur og þau lánakjör sem bjóðast á Íslandi eru ansi há: eru oft 7-8% vextir," segir Björn. | "Það er með ólíkindum hvers lags söfnuður hefur safnast fyrir í bankakerfinu."
Þetta segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, sem furðar sig á afstöðu bankakerfisins til minkaræktar.
Heimsmarkaðsverð á skinnum hefur hækkað mikið á skömmum tíma.
Björn segir að önnur hver króna sem komi í kassann nú sé hreinn hagnaður.
Á fimm árum hefur það hækkað um 170% en á sama tíma hefur framleiðslukostnaður hækkað um 80%.
Björn segir að minkaræktin gæti vaxið hraðar hér á landi ef greinin fengi eðlilega bankafyrirgreiðslu.
"Stærsta hindrunin er íslenskt fjármálakerfi." |
'"Hús helvítis" jafnað við jörðu' | Húsið í Cleveland þar sem Ariel Castro hélt þremur konum föngnum árum saman, hefur verið jafnað við jörðu. Snemma í morgun voru vinnuvélar komnar að húsinu og brutu það niður.
Castro er 53 ára. Hann er fyrrverandi skólabílstjóri. Hann fékk í síðustu viku lífstíðardóm fyrir að hafa rænt þremur konum, haldið þeim föngnum og nauðgað. Castro játaði sök gegn því að sleppa við dauðadóm.
Hann rændi þeim Michelle Knight, 32 ára, Amöndu Berry, 27 ára, og Ginu DeJesus, 23 ára, af götum Cleveland á árabilinu 2002-2004.
Castro hlekkjaði konurnar við vegg, lamdi þær, svelti og varð þess valdur að ein þeirra missti oft fóstur.
Konurnar sluppu loks úr prísundinni í maí eftir að einni þeirra tókst að flýja.
Í morgun kom Michelle Knight og stóð lengi fyrir framan húsið áður en það var jafnað við jörðu. Hún var þar í haldi í ellefu ár. Hún hefur lýst vistinni sem"helvíti á jörðu". | Húsið í Cleveland þar sem Ariel Castro hélt þremur konum föngnum árum saman, hefur verið jafnað við jörðu.
Hann fékk í síðustu viku lífstíðardóm fyrir að hafa rænt þremur konum, haldið þeim föngnum og nauðgað.
Í morgun kom Michelle Knight og stóð lengi fyrir framan húsið áður en það var jafnað við jörðu.
Hún var þar í haldi í ellefu ár.
Hún hefur lýst vistinni sem"helvíti á jörðu". |
Umferð um flugvöllinn á ný | Starfsemi Jomo Kenyatta alþjóðaflugvallarins í Nairóbí í Kenía færist nú óðum í samt horf, þrátt fyrir miklar skemmdir í eldsvoðanum í gær. Fljótlega eftir að eldurinn hafði verið slökktur í gær var opnað fyrir innanlandsflug á ný og í nótt lenti flugvélar frá London, Bangkok og Kilimanjaro. Upptök eldsins eru enn óþekkt og ekki hafa borist fregnir um alvarleg slys á fólki að sögn fréttastofu BBC.
Flugvöllurinn er ein mikilvægasta samgönguæð Austur-Afríku en um 16.000 manns fara um hann á hverjum degi. Lokun vallarins hafði því áhrif á ferðalög fjölda manns. Það tók slökkvilið um fjórar klukkustundir að ná tökum á eldinum og gjöreyðilagðist komusvæði vallarins á þeim tíma.
Slökkvilið hefur verið gagnrýnt fyrir störf sín, en starfmenn þess komu seint á vettvang. Einhverjir festust í umferðarteppu og þá hefur einnig verið gagnrýnt hversu fáir slökkviliðsbílar voru til staðar og hversu fljótt vatnið kláraðist. Hermenn og lögreglu létu fötur með vatni í von um að ná tökum á eldinum
Frétt BBC um málið. | Starfsemi Jomo Kenyatta alþjóðaflugvallarins í Nairóbí í Kenía færist nú óðum í samt horf, þrátt fyrir miklar skemmdir í eldsvoðanum í gær.
Fljótlega eftir að eldurinn hafði verið slökktur í gær var opnað fyrir innanlandsflug á ný.
Flugvöllurinn er ein mikilvægasta samgönguæð Austur-Afríku en um 16.000 manns fara um hann á hverjum degi.
Lokun vallarins hafði því áhrif á ferðalög fjölda manns.
Slökkvilið hefur verið gagnrýnt fyrir störf sín, en starfmenn þess komu seint á vettvang. |
'Haraldur Freyr: Barningur og keppni um að halda sæti í deildinni' | "Við komum hingað með í huga að ná í þrjú stig, það má kalla þetta sex stiga leik því með sigri hefðum við náð Fylki að stigum," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga eftir 3:0 tap fyrir Fylki í Árbænum í kvöld þegar leikið var í Pepsi-deild karla.
"Eins og leikurinn spilaðist fannst mér þetta tvö jafnléleg lið þar til Fylkir skorar eftir skyndisókn og komst þá á sporið sitt. Svo skorar Fylkir úr víti og þá áttum við í erfiðleikum með að rífa okkur upp og heilt yfir vann Fylkir verðskuldað, við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Við vorum ekki nógu góðir, hálfþreyttir á köflum eins og það væri ekki næg orka til að gera eitthvað, við sköpuðum afskaplega lítið í þessum leik. Við verðum nú að bæta okkur og koma betri í næsta leik. Þetta er áfram barningur og við erum í keppni við nokkur lið um að halda sæti okkar í deildinni." | "Við komum hingað með í huga að ná í þrjú stig."
"Það má kalla þetta sex stiga leik því með sigri hefðum við náð Fylki að stigum," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga eftir 3:0 tap fyrir Fylki í Árbænum í kvöld þegar leikið var í Pepsi-deild karla.
"Við vorum ekki nógu góðir, hálfþreyttir á köflum eins og það væri ekki næg orka til að gera eitthvað." |
Góð sala á höfuðborgarsvæðinu | Alls voru seldar 118 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Þar af voru 92 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um sérbýli og níu samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.580 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,3 milljónir króna.
Á sama tíma var 18 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli og 11 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 371 milljón króna og meðalupphæð á samning 20,6 milljónir króna.
Átta fasteignir á 102 milljónir á Akureyri
Samkvæmt vef Þjóðskrár Íslands var átta kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru þrír samningar um eignir í fjölbýli, þrír um sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 102 milljónir króna og meðalupphæð á samning 12,8 milljónir.
Á sama tíma var átta kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var einn samningur um eign í fjölbýli, fimm samningar um sérbýli og tveir um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 150 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,7 milljónir króna. | Alls voru seldar 118 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku.
Þar af voru 92 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um sérbýli og níu samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Á sama tíma var 18 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum.
Samkvæmt vef Þjóðskrár Íslands var átta kaupsamningum þinglýst á Akureyri.
Þar af voru þrír samningar um eignir í fjölbýli, þrír um sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.
Á sama tíma var átta kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. |
Byggja 130 herbergja hótel við Hellu | Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta konstruktion ehf., og Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, skrifuðu í dag undir lóðarleigusamning til 75 ára vegna lóðar við Rangárflatir 4 en hún er um 15.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram á vefsíðu Rangárþings ytra.
Rangárflatir 4 er nýlega stofnuð lóð sem staðsett er við útjaðar þéttbýliskjarna Hellu, sunnan hringvegar við Gaddstaðaflatir. Svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Innan svæðisins er einnig skipulögð rúmgóð lóð fyrir bensínafgreiðslustöð og þjónustuskála sem laus er til úthlutunar.
130 hebergja hótel
Um 130 hótelherbergi verða á einni hæð í blönduðum einingum. Í staðsteyptri aðalbyggingu er gestamóttaka, aðstaða til fundarhalda, setustofa/bar, eldhús og veitingasalir sem geta samtals tekið 320 gesti í sæti. Hluti af gistiframboði hótelsins er í stakstæðum húsum sem ekki er innangengt í frá aðalbyggingu. Um að ræða rúmgóð 2-4 manna herbergi sem gengið er inn í beint af lóð hótelsins. Hótelið leigir líka út 46 fm. parhús fyrir allt að 6 gesti.
Hefðbundin 2ja manna herbergi með baði eru í meirihluta. Þessi herbergi eru öll í húsum sem tengjast aðalbyggingu með glergöngum. Einnig er hótelið með eins og tveggja manna herbergi án baðs.
Leita eftir samstarfi um þjónustu
Með því að byggja hótelið nærri þéttbýliskjarnanum hafa gestir aukna möguleika á að taka sér stutta göngu í bæinn, skreppa í sund, á safn eða fara á veitingastað svo eitthvað sé nefnt, að því er segir í tilkynningunni. Hella verður skilgreint sem hluti af þjónustuframboði hótelsins. Stracta Hotels munu leita eftir samstarfi við þjónustuaðila sem selja afþreyingu til ferðamanna. | Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta konstruktion ehf., og Drífa Hjartardóttir, sveitarstjóri Rangárþings ytra, skrifuðu í dag undir lóðarleigusamning til 75 ára vegna lóðar við Rangárflatir 4.
Hún er um 15.000 fermetrar að stærð.
Svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði.
Um 130 hótelherbergi verða á einni hæð í blönduðum einingum.
Með því að byggja hótelið nærri þéttbýliskjarnanum hafa gestir aukna möguleika á að taka sér stutta göngu í bæinn, skreppa í sund, á safn eða fara á veitingastað svo eitthvað sé nefnt.
Hella verður skilgreint sem hluti af þjónustuframboði hótelsins. |
Skutu rithöfund til bana á heimili sínu | Grunur leikur á að liðsmenn talibana hafi skotið indverska konu til bana sem vakti mikla athygli þegar hún gaf út ævisögu sína sem fjallaði um það hvernig henni tókst að flýja undan talibönum. Konan var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Paktika-héraði Afganistans.
Sushmita Banerjee, sem var 49 ára gömul og gift afgönskum kaupsýslumanni, gaf út bók árið 1995 sem fjallaði um það hvernig henni tókst á dramatískan hátt að flýja undan talibönum snemma árs 1994. Bókin naut mikilla vinsælda á Indlandi og árið 2003 var gerð Bollywood-kvikmynd sem byggði á sögu Banerjee.
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins , að hún hafi nýlega flutt til Afganistans til að búa hjá eiginmanni sínum.
Lögreglan segir að Banerjee, sem er einnig þekkt undir nafninu Sayed Kamala, hafi starfað sem heilbrigðisstarfsmaður í héraðinu. Hluti af starfi hennar var að kvikmynda líf kvenna á svæðinu.
Þá segir lögreglan að talibanar hafi farið á heimili hennar, sem er í Kharana, bundið eiginmann hennar og aðra ættingja og fóru þeir með Banerjee út þar sem þeir skutu hana. Þeir losuðu sig svo við líkið skammt frá skólalóð.
Talsmaður talibana segir í samtali við BBC að þeir beri ekki ábyrgð á ódæðinu. | Grunur leikur á að liðsmenn talibana hafi skotið indverska konu til bana sem vakti mikla athygli þegar hún gaf út ævisögu sína sem fjallaði um það hvernig henni tókst að flýja undan talibönum.
Konan var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Paktika-héraði Afganistans.
Sushmita Banerjee, sem var 49 ára gömul og gift afgönskum kaupsýslumanni, gaf út bók árið 1995 sem fjallaði um það hvernig henni tókst á dramatískan hátt að flýja undan talibönum snemma árs 1994.
Lögreglan segir að Banerjee, sem er einnig þekkt undir nafninu Sayed Kamala, hafi starfað sem heilbrigðisstarfsmaður í héraðinu. |
Nánast öll íbúðin lögð undir ræktunina | Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega þrítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, en maðurinn hafði m.a. 55 kannabisplöntur í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði manninn í mars sl. fyrir að hafa í desember sl. haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 55 kannabisplöntur, 1.336,15 g af kannabislaufum, 2.124,83 g af kannabisstönglum, 630,14 g af marijúana-kannabis og hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar sem lögregla fann við leit ásamt kannabislaufum, stönglum og marijúana.
Fram kemur í dómi héraðsdóms, að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist upplýsingar þann 17. desember sl. um að ræktun kannabis færi hugsanlega fram í íbúð mannsins í Reykjavík. Fóru lögreglumenn á staðinn en lykt af kannabis fannst fyrir utan íbúðina og var farið að íbúð á þriðju hæð fjölbýlishússins.
Þar fyrir utan fannst mikil lykt af kannabis koma frá íbúðinni. Var íbúðin opnuð með aðstoð lásasmiðs og kom þá í ljós ræktun í íbúðinni. Var tæknideild lögreglu kölluð til. Lögreglan hafði síðan samband við ákærða sem kom á vettvang. Hann var svo handtekinn í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglan lagði m.a. hald á lampa, tjöld og loftsíur sem notaðar voru við ræktunina. Þá var lagt hald á 55 plöntur á vettvangi. Sú hæsta var 104 cm en minnsta 7 cm.
Við skýrslutökur hjá lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa verið með umrædda ræktun. Hafi hann kynnt sér aðferð við ræktun á netinu og í framhaldi komið sér upp búnaði. Maðurinn hafði ekki verið í vinnu á þessum tíma heldur notið atvinnuleysisbóta. Hann kvaðst aðallega hafa ætlað að nota þessi fíkniefni sjálfur en á þessum tíma hafi hann reykt kannabis.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram, að maðurinn hafi játað sök að hluta til. Hann játaði vörslu fíkniefna samkvæmt ákæru. Hann neitaði sök að því leyti að hann hefði ekki ætlað efnið til sölu og dreifingar. Þá kvaðst hann ekki viss um magn fíkniefna á staðnum.
Héraðsdómur segir, að samkvæmt myndum tæknideildar af vettvangi hafi ræktunin á engan hátt verið viðvaningsleg. Komið hafði verið upp sérstökum tjöldum til ræktunar með tilheyrandi loftræstikerfi, lömpum og öðrum búnaði. Var íbúðin nánast undirlögð undir ræktunina.
"Þá hefur ásetningur ákærða verið afdráttarlaus, en lögregla hafi stöðvað ræktunina áður en plöntur fóru að blómstra. Er ekki hægt að fallast á varnir ákærða um að ræktunin hafi verið misheppnuð og rýr. Matsgerð leiðir í ljós að um venjulega ræktun á kannabisplöntum hafi verið um að ræða, þar sem afraksturinn var efnið tetrahýdrókannabínól, sem er ólöglegt fíkniefni. Er að mati dómsins hafið yfir allan vafa að ræktunin hafi verið umfram ætlaða neyslu ákærða sjálfs. Verður við það miðað að hún hafi verið ætluð í sölu og dreifingu. Samkæmt því er sök ákærða sönnuð og verður hann sakfelldur samkvæmt ákæru," segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Maðurinn er fæddur árið 1984. Samkvæmt sakavottorði hefur hann einu sinni gengist undir viðurlagaákvörðun og fimm sinnum undir sáttir vegna brota á lögum um ávana- og fíkniefni. | Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega þrítugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, en maðurinn hafði m.a. 55 kannabisplöntur í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni.
Fram kemur í dómi héraðsdóms, að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist upplýsingar þann 17. desember sl. um að ræktun kannabis færi hugsanlega fram í íbúð mannsins í Reykjavík.
Við skýrslutökur hjá lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa verið með umrædda ræktun.
Hann neitaði sök að því leyti að hann hefði ekki ætlað efnið til sölu og dreifingar.
Héraðsdómur segir, að samkvæmt myndum tæknideildar af vettvangi hafi ræktunin á engan hátt verið viðvaningsleg.
Var íbúðin nánast undirlögð undir ræktunina. |
'"Væri ég lifandi hefði ég sent þessa vísu inn í Moggann"' | Í grein sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skrifar í Morgunblaðið í dag vitnar hann í orð föður síns sem kom til hans í draumi. Myndir af þeim feðgum eru birtar með greininni og þar hefur Kári m.a. eftir ljóð sem faðir hans, Stefán Jónsson, vildi fá birt í blaðinu, væri hann lifandi.
"Ég las greinina hennar Guðrúnar um borð í flugvél á leiðinni til Nýju Jórvíkur og mér rann í brjóst um leið og ég var búinn með hana og allt í einu sat ég fyrir framan föður minn heitinn sem var mikill áhugamaður um íslenska tungu," skrifar Kári.
Í grein sinni fjallar Kári um skrif Guðrúnar Nordal í Morgunblaðinu á þriðjudaginn um íslenska tungu og byggingu húss íslenskra fræða. Kári hefur svo í greininni "beint eftir" það sem faðir hans heitinn hafði að segja um málið er hann kom til hans í draumi. "Áhugi hans á íslensku var ekki fræðimannsins heldur manns sem þótti óendanlega vænt um hana, naut hennar fram í fingurgóma og var töluverður íþróttamaður í notkun hennar. Hann var líka búinn að lesa grein Guðrúnar og honum var mikið niðri fyrir," skrifar Kári um orð föður síns.
"Í dag eru það menn eins og Erpir og Bjarkir og Andrar og Hallgrímar og Helgar Seljans og Eglar Helgasynir og Ingunnir Snædals og Þorsteinar frá Hamri og Gyrðar Elíassynir og svo menn eins og Kristján sem er að leggja gólfið fyrir þig og Grétar sem er að múra fyrir þig sem flytja breytingar á tungumálinu til komandi kynslóða," hefur Kári m.a. eftir föður sínum í greininni. "Það hefði engin áhrif á þróun íslenskrar tungu þótt við lokuðum Stofnun norrænna fræða um lengri tíma. Og handritin geta beðið. Þau eru lagin við að bíða. Hafa gert það oft og lengi."
Lokaorð föður Kára eru: " Góð íslenska er töluð af lifandi fólki sem líður vel."
Og Kári skrifar: Á þessum síðustu orðum er ljóst að faðir minn hafði ekki bara lesið grein Guðrúnar í Mogganum heldur líka mína sem ég átti eftir að skrifa. Þannig að þótt það sé fátt aðlaðandi við dauðann er kýrskýrt að honum fylgja hlunnindi nokkur sem ekki hlotnast í lifanda lífi."
Grein Kára má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag. | Í grein sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar skrifar í Morgunblaðið í dag vitnar hann í orð föður síns sem kom til hans í draumi.
Í grein sinni fjallar Kári um skrif Guðrúnar Nordal í Morgunblaðinu á þriðjudaginn um íslenska tungu og byggingu húss íslenskra fræða.
Kári hefur svo í greininni "beint eftir" það sem faðir hans heitinn hafði að segja um málið er hann kom til hans í draumi.
"Hann var líka búinn að lesa grein Guðrúnar og honum var mikið niðri fyrir," skrifar Kári um orð föður síns.
"Það hefði engin áhrif á þróun íslenskrar tungu þótt við lokuðum Stofnun norrænna fræða um lengri tíma.
"Og handritin geta beðið. Þau eru lagin við að bíða. Hafa gert það oft og lengi."
Lokaorð föður Kára eru: " Góð íslenska er töluð af lifandi fólki sem líður vel." |
11 sárir eftir skotbardaga í Chicago | Ellefu eru sárir, þar af fjórir alvarlega, eftir skotárás í garði í Chicago í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Ofbeldisalda hefur riðið yfir borgina undanfarið ár þar sem glæpahópar berjast um yfirráð yfir undirheimum borgarinnar.
Samkvæmt frétt CNN urðu tíu fullorðnir fyrir skotum og eitt barn. Samkvæmt AFP fréttastofunni hefur nákvæmur fjöldi þeirra særðu ekki fengist staðfestur. Tilkynnt var um skothríðina klukkan 22:15 að staðartíma, klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Morðum og öðrum ofbeldisbrotum hefur fjölgað mjög í Chicago og á síðasta ári jókst morðtíðnin um 16%. Alls voru 506 myrtir í borginni í fyrra sem þýðir að hvergi annars staðar í Bandaríkjunum eru framin jafn mörg morð og þar, samkvæmt tölum frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI.
Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er frá Chicago og fyrr á árinu kom hann á heimaslóðir til þess að biðla til íbúanna um að binda endi á vargöldina þar sem byssum er mjög oft beitt. | Ellefu eru sárir, þar af fjórir alvarlega, eftir skotárás í garði í Chicago í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi.
Ofbeldisalda hefur riðið yfir borgina undanfarið ár þar sem glæpahópar berjast um yfirráð yfir undirheimum borgarinnar.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Morðum og öðrum ofbeldisbrotum hefur fjölgað mjög í Chicago.
Alls voru 506 myrtir í borginni í fyrra sem þýðir að hvergi annars staðar í Bandaríkjunum eru framin jafn mörg morð og þar. |
'Björn Daníel: Öskra úr mér lifur og lungu' | "Ég verð í stúkunni og öskra úr mér lifur og lungu til að styðja liðið og vonandi náum við enda með sigri, það er alltaf skemmtilegra að enda tímabilið þannig," sagði Björn Daníel Sverrisson, einn besti maður FH í sumar, eftir 2:0 sigur á Fram í Laugardalnum í dag en hann fékk gult spjald og tekur út bann í síðasta leik FH í sumar.
"Ég fékk gult spjald í dag sem þýðir að ég er í banni í næsta leik sem er leiðinlegt en mér fannst þetta ekkert sérlega mikið gult spjald, við náðum að vinna og tryggja okkur Evrópusæti, sem er jákvætt en það er að sjálfsögðu leiðinlegt að vera ekki með í næsta leik. Ég held að ég hafi spilað næstum alla leikina í sumar fyrir utan einhverjar mínútur gegn Keflavík og það hefði verið gaman að klára tímabilið og spila alla leikina."
"FH hefur ekki lent neðar en í öðru sæti í áratug og að sjálfsögðu viljum við ekki vera liðið sem gerir það. Það verður erfitt að spila á móti Stjörnunni en ég held að allir fari í þann leik til að vinna þó við séum búnir að tryggja okkur Evrópusæti."
Þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði bæði mörk Fram er hann nú markahæstur FH-inga. "Mér fannst við spila vel á köflum en Fram fór að pressa á okkur á tímabili. Við héldum samt hreinu og þá eru töluvert miklar líkur á að við vinnum, sem gerðist í dag. Við náum að skora tvö mörk og Atli Viðar komst fram úr mér sem markahæstur hjá FH í sumar en ég næ honum ekki úr þessu," sagði Björn Daníel eftir leikinn. | "Ég verð í stúkunni og öskra úr mér lifur og lungu til að styðja liðið og vonandi náum við enda með sigri, það er alltaf skemmtilegra að enda tímabilið þannig," sagði Björn Daníel Sverrisson, einn besti maður FH í sumar, eftir 2:0 sigur á Fram í Laugardalnum í dag
Hann fékk gult spjald og tekur út bann í síðasta leik FH í sumar.
"FH hefur ekki lent neðar en í öðru sæti í áratug og að sjálfsögðu viljum við ekki vera liðið sem gerir það."
Þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði bæði mörk Fram er hann nú markahæstur FH-inga. |
Stefnuræðan eins og ævintýri fyrir börn | "Kannski er það framtíðarstefna Íslands að verða best í heimi. Það er kannski ekki alslæm framtíðarstefna ef hún ætti raunverulegar rætur í veruleikanum," sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði dró upp mynd af fyrirmyndarlandinu sem Ísland gæti orðið, í stefnuræðu sinni. Birgitta sagði hins vegar að það sem einkenni stjórnmálin nú sem fyrr sé skortur á framtíðarstefnu.
Hún sagði forsætisráðherra ekki kynna nein raunveruleg verkfæri til að ná stefnu sinni um að Ísland verði best í heimi.
Valdabarátta í algleymi
"Ég hélt fyrst að ég væri að lesa ævintýri fyrir börn þegar ég las ræðuna en það verður að viðurkennast að ég hef mjög gaman af skáldskap og ævintýrum, en kannski hefði verið raunsærra að byggja þetta framtíðarævintýr með Krúnuleikanna sem sviðsmynd, þar sem valdabarátta er í aðalhlutverki og algleymi, en það er það sem hefur einkennt og skemmt okkar samfélag um langa hríð," sagði Birgitta.
Hún sagðist svo vilja segja þjóðinni ofurlítið ævintýr um fyrirmyndarlandið eins og hún sjái það fyrir sér.
"Það er byggt á sameiginlegri framtíðarsýn allra landsmanna á því hvernig samfélag við viljum vera. Þessi samfélagssýn hefur nú þegar skotið viðkvæmum rótum í jarðveg kreppuáranna. Ræturnar liggja inn í þjóðfundinn um nýja stjórnarskrá, þar hittist fólk sem var valið af handahófi til að ræða um hvað því fannst eiga að vera undirstöður samfélags okkar. Sú sýn var yfirfærð í nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs sem var opið öllum sem vildu ljá rödd sína og rök. Ræturnar að fyrirmyndarlandinu liggja meðal allra þeirra einstaklinga sem hafa risið upp á afturlappirnar og ákveðið að gera eitthvað í því sem þeim finnst vera að í samfélaginu."
Valdið er þjóðarinnar
Birgitta sagði að ef Íslendingar ætli sér að eiga fyrirmyndarland verði að tryggja að rödd og vilji almennigns eigi greiðan aðgang að löggjafarvaldinu með beinu lýðræði, líkt og í gegnum vefinn Betra Ísland.
"Kæru landsmenn ykkar er valið, valdið og ábyrgðin. Þið eruð kerfið, við sem erum hér inni erum endurspeglun á ykkur," sagði Birgitta.
"Veitið okkur sem hér störfum í ykkar þágu stífa viðspyrnu ef farið er af leið sem er til heilla fyrir fyrirmyndarlandið og krefjast þess að vald ykkar og vilji sé virtur, en það vald var það sem þið fóluð valdhöfum og ef þeim er fyrirmunað að viðhalda loforðin, þá er ykkar að tryggja að loforðin séu efnd." | "Kannski er það framtíðarstefna Íslands að verða best í heimi. Það er kannski ekki alslæm framtíðarstefna ef hún ætti raunverulegar rætur í veruleikanum," sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði dró upp mynd af fyrirmyndarlandinu sem Ísland gæti orðið, í stefnuræðu sinni. Birgitta sagði hins vegar að það sem einkenni stjórnmálin nú sem fyrr sé skortur á framtíðarstefnu.
Hún sagði forsætisráðherra ekki kynna nein raunveruleg verkfæri til að ná stefnu sinni um að Ísland verði best í heimi.
Birgitta sagði að ef Íslendingar ætli sér að eiga fyrirmyndarland verði að tryggja að rödd og vilji almennigns eigi greiðan aðgang að löggjafarvaldinu með beinu lýðræði, líkt og í gegnum vefinn Betra Ísland. |
Christiane F. er enn á lífi | Það stóðu margir á öndinni við lestur á bókinni Dýragarðsbörnin ( Wir Kinder vom Bahnhof Zoo ) um hina þrettán ára gömlu Christiane F. sem sprautaði sig með heróíni og seldi sig fyrir dóp á götum Vestur-Berlínar á áttunda áratug síðustu aldar. Það kemur kannski ýmsum sem lásu bókina á sínum tíma á óvart - að Christiane F. er enn á lífi.
Yfir fjórar milljónir eintaka seldust af bókinni og samnefnd kvikmynd vakti einnig mikla athygli þar sem sem David Bowie var meðal þeirra sem komu fram.
En þrátt fyrir skelfilega æsku er Christiane F. enn á lífi og á fimmtudag kemur út ný bók um hana. Verður bókin kynnt á bókamessunni í Frankfurt. "Ég er enn ekki dauð," segir Christiane F. , sem heitir fullu nafni, Christiane Felscherinow, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.
Hún segir að fáa hafi grunað það á sínum tíma að hún ætti eftir að ná 51 árs aldri en nýja bókin nefnist Christiane F. - Mein Zweites Leben" (Christiane F - mitt annað líf).
Bar vitni gegn barnaníðingi og sagði sögu sína í kjölfarið
Felscherinow ólst upp í háhýsahverfi í vesturhluta Berlínar hjá ofbeldisfullum föður og móður sem sá fyrir heimilinu. Þegar hún var tólf ára prófaði hún hass í fyrsta skipti en þrettán ára var hún farin að selja sig fyrir heróín og stunda skemmtistaði. Hún hélt til, ásamt fleiri ungmennum sem einnig voru fíklar, á lestarstöðinni Bahnhof Zoo og horfði upp á vini sína deyja af völdum eiturlyfja. Að lokum var hún send til ömmu sinnar upp í sveit til þess að berjast við að losna undan áþján fíknarinnar sem var að draga hana til dauða.
Það var blaðamaður hjá vikuritinu Stern sem uppgötvaði Christiane F. þar sem hún bar vitni í máli gegn barnaníðingi. Í þrjá mánuði hittust þau reglulega og hann skrifaði margar greinar í Stern um hana. Árið 1978 gáfu þau saman út bókina Wir Kinder vom Bahnhof Zoo.
Saga hennar veitti fólki sýn inn í heim ungs fólks sem helst enginn vill vita af og enn síður að eiga börn sem hafna í þeim heimi. En þrátt fyrir óhugnaðinn var samúð lesandans með ungu stúlkunni með flottu hárgreiðsluna og elskaði tónlistarmanninn David Bowie. Árið 1981 kom bíómyndin út sem byggði á bókinni og þar hljómaði tónlist Bowie. Christiane F. var orðin frægasti fíkill Þýskalands.
Rússíbanareiðinni hvergi nærri lokið
Sem ung kona kom hún fram í ótal sjónvarpsþáttum og var kynnt fyrir hinu ljúfa lífi fræga fólksins. En saga hennar endaði ekki þar líkt og fram kemur í nýju bókinni. Því hún féll og byrjaði að nota kókaín sem síðar endaði með heróíni beint í æð. Rússíbanareið Christiane F. var hafin á ný með fíknina að leiðarljósi. Hún bjó á grískri eyju sem hún segir að hafi verið sín bestu ár en þar varð hún ástfangin. Árið 1996 eignaðist hún son og það breytti öllu. Lítil vera sem þurfti á henni að halda. Ekkert annað skipti máli segir hún. En beina brautin var þyrnum stráð og árið 2008 var sonur hennar sendur í fóstur. Tveimur árum síðar var henni veitt forræðið yfir drengnum á ný en ákvað að hann yrði áfram hjá fósturforeldrum sínum.
Þrátt fyrir að nota ekki heróín lengur þá er fíknin ekki farin og í tæplega tuttugu ár hefur hún fengið meþadon á meðferðarstofnun og hún er með lifrarbólgu C líkt og margir sprautufíklar. En hún er á lífi og hikar ekki við að segja sögu sína. Sem er engin hetjusaga heldur áratugalöng saga baráttu við fíkniefnadjöfulinn.
Enn í eiturlyfjavanda | Það stóðu margir á öndinni við lestur á bókinni Dýragarðsbörnin ( Wir Kinder vom Bahnhof Zoo ) um hina þrettán ára gömlu Christiane F. sem sprautaði sig með heróíni og seldi sig fyrir dóp á götum Vestur-Berlínar á áttunda áratug síðustu aldar.
En þrátt fyrir skelfilega æsku er Christiane F. enn á lífi.
Á fimmtudag kemur út ný bók um hana.
Nýja bókin nefnist Christiane F. - Mein Zweites Leben".
Felscherinow ólst upp í háhýsahverfi í vesturhluta Berlínar hjá ofbeldisfullum föður og móður sem sá fyrir heimilinu.
Saga hennar veitti fólki sýn inn í heim ungs fólks sem helst enginn vill vita af og enn síður að eiga börn sem hafna í þeim heimi.
Sem ung kona kom hún fram í ótal sjónvarpsþáttum og var kynnt fyrir hinu ljúfa lífi fræga fólksins.
En saga hennar endaði ekki þar líkt og fram kemur í nýju bókinni. |
Hafa sleppt ráðherranum úr haldi | Hópur fyrrverandi uppreisnarmanna í Líbíu sem rændi forsætisráðherra landsins, Ali Zeidan, hefur sleppt honum úr haldi, að því er fram kemur í frétt BBC.
Hann var numinn á brott af hóteli í höfuðborg landsins, Trípólí, snemma í morgun.
Samtökin Operations Cell of Libyan Revolutionaries, lýstu ábyrgðinni á hendur sér en samtökin sögðust á Facebook hafa sótt Zeidan að kröfu saksóknara. Hann hafi verið handtekinn fyrir glæpi og móðganir gagnvart ríkinu og að hann ógni öryggi landsins.
Á vef ríkisstjórnar Líbíu kom fram að henni sé ekki kunnugt um að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur forsætisráðherranum né heldur að hann hafi verið sviptur friðhelgi.
Fyrir fimm dögum handtóku bandarískir sérsveitarmenn liðsmann Al-Qaeda, Abu Anas al-Libi , í Trípólí og vakti handtakan mikla gremju meðal stjórnvalda í Líbíu.
Í kjölfar handtökunnar gáfu samtökin Operations Cell of Libyan Revolutionaries út fyrirskipun til liðsmanna sinna að þeir ættu að búa sig undir að elta uppi og reka úr landi útlendinga sem eru með ólöglegum hætti í landinu.
Rændu forsætisráðherranum | Hópur fyrrverandi uppreisnarmanna í Líbíu sem rændi forsætisráðherra landsins, Ali Zeidan, hefur sleppt honum úr haldi.
Samtökin Operations Cell of Libyan Revolutionaries, lýstu ábyrgðinni á hendur sér.
Samtökin sögðust á Facebook hafa sótt Zeidan að kröfu saksóknara.
Hann hafi verið handtekinn fyrir glæpi og móðganir gagnvart ríkinu.
Á vef ríkisstjórnar Líbíu kom fram að henni sé ekki kunnugt um að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur forsætisráðherranum. |
Undanþágurnar verða endurskoðaðar | Forsætisráðuneytið segir að ákvarðanir um veitingu undanþága frá upplýsingalögum til fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera verði endurskoðaðar um leið og umsögn berst frá Samkeppniseftirlitinu, en þó ekki síðar en 1. janúar nk. Sú staða hafi komið upp að brýnt hafi verið að veita slíkar undanþágur ella hefði hagsmunum fyrirtækja og neytenda hugsanlega verið stefnt í tvísýnu.
Forsætisráðherra veitti þann 28. júní og 1. júlí sl. 37 fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga, til bráðabirgða og með fyrirvara, án þess að umsagnir Samkeppniseftirlitsins lægju fyrir. Óskað hafði verið eftir umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna þeirra allra en ljóst var að eftirlitinu væri ekki unnt að veita umbeðnar umsagnir í tæka tíð áður en viðkomandi ákvæði upplýsingalaga kæmi til framkvæmda.
Upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 1. janúar 2013 en gildistaka gagnvart fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera var 1. júlí 2013.
Sumar tillögurnar bárust seint
Ráðuneytið segir, að vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um veitingu undanþága frá upplýsingalögum til fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera, sem starfa í samkeppni á markaði, vilji forsætisráðuneytið taka fram að allar slíkar undanþágur hafi verið veittar á grundvelli tillagna frá viðkomandi ráðherra eins og mælt sé fyrir um í upplýsingalögum.
Fram kemur á vef ráuðneytisins , að það hafi jafnframt óskað umsagnar Samkeppniseftirlitsins um allar tillögur ráðherra eins og því sé skylt samkvæmt lögunum.
"Sumar tillögurnar bárust hins vegar það seint til forsætisráðuneytisins og í framhaldinu Samkeppniseftirlitsins að því var ekki fært að veita umsögn í tæka tíð fyrir 1. júlí 2013 en þann dag tók viðkomandi ákvæði upplýsingalaga gildi.
Í þeirri stöðu var brýnt að veita undanþágur til bráðabirgða samkvæmt fyrirliggjandi tillögum frá ráðherrum meðal annars vegna þess að ella hefði samkeppnislegum hagsmunum umræddra fyrirtækja og neytenda hugsanlega verið stefnt í tvísýnu," segir í frétt á vef ráðuneytisins.
Endurskoðaðar í síðasta lagi 1. janúar 2014
"Í því ljósi voru rökstuddar ákvarðanir um undanþágur til bráðabirgða teknar af hálfu forsætisráðherra. Þessar undanþágur verða endurskoðaðar um leið og umsögn Samkeppniseftirlitsins berst, þó ekki síðar en 1. janúar 2014."
Yfirlit yfir umsagnir Samkeppniseftirlitsins
Yfirlit yfir veittar undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga
Greinargerð | Forsætisráðuneytið segir að ákvarðanir um veitingu undanþága frá upplýsingalögum til fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera verði endurskoðaðar um leið og umsögn berst frá Samkeppniseftirlitinu, en þó ekki síðar en 1. janúar nk.
Brýnt hafi verið að veita slíkar undanþágur ella hefði hagsmunum fyrirtækja og neytenda hugsanlega verið stefnt í tvísýnu.
Forsætisráðherra veitti þann 28. júní og 1. júlí sl. 37 fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga, til bráðabirgða og með fyrirvara, án þess að umsagnir Samkeppniseftirlitsins lægju fyrir.
Óskað hafði verið eftir umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna þeirra allra.
Ljóst var að eftirlitinu væri ekki unnt að veita umbeðnar umsagnir í tæka tíð áður en viðkomandi ákvæði upplýsingalaga kæmi til framkvæmda.
Upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 1. janúar 2013 en gildistaka gagnvart fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera var 1. júlí 2013.
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um veitingu undanþága frá upplýsingalögum til fyrirtækja í meirihlutaeigu hins opinbera vilji forsætisráðuneytið taka fram að allar slíkar undanþágur hafi verið veittar á grundvelli tillagna frá viðkomandi ráðherra |
Vínskortur vofir yfir | Vínáhugamenn athugið: Njótið hvers sopa því sérfræðingar segja að vínskortur vofi yfir jarðarbúum.
Þeir segja að verð á víni gæti hækkað verulega. Tvær skýringar eru á því: Framleiðsla hefur dregist verulega saman og Kínverjar og Bandaríkjamenn eru orðnir þyrstari í vín en áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Morgan Stanley.
Framleiðsla víns í heiminum var mest árið 2004 en í fyrra hafði hún ekki verið minni í fjóra áratugi.
Framleiðslugetan hefur minnkað, aðallega í Evrópu. Þar er nú framleidd 10% minna af víni en árið 2005, sérstaklega í Frakklandi sem er helsti framleiðandi víns í álfunni.
Þá hefur veðrið sett strik í reikninginn á þessu ári.
Á sama tíma hefur eftirspurn eftir víni farið vaxandi. Nýríkt fólk í Rússlandi og Kína er nú farið að gæða sér í auknum mæli á Bordeaux, Rioja og fleiri vínum.
Í ár er talið að eftirspurnin eftir víni sé meiri en framboðið eða sem nemur 300 milljón kössum af léttvíni.
Frakkar drekka hlutfallslega mest allra af léttvíni. En Bandaríkjamenn eru að sækja í sig veðrið og fylgja nú fast á hæla Frakka. | Vínáhugamenn athugið: Njótið hvers sopa því sérfræðingar segja að vínskortur vofi yfir jarðarbúum.
Tvær skýringar eru á því: Framleiðsla hefur dregist verulega saman og Kínverjar og Bandaríkjamenn eru orðnir þyrstari í vín en áður.
Framleiðsla víns í heiminum var mest árið 2004 en í fyrra hafði hún ekki verið minni í fjóra áratugi.
Á sama tíma hefur eftirspurn eftir víni farið vaxandi.
Í ár er talið að eftirspurnin eftir víni sé meiri en framboðið eða sem nemur 300 milljón kössum af léttvíni. |
Þóra braut ekki siðareglur | Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hafi ekki gerst brotleg við siðareglur BÍ með því að birta viðtal við konu sem kærði fjölmiðlamanninn Egil Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun.
Egill og unnusta hans kærðu Þóru til siðanefndarinnar vegna viðtalsins sem var undir yfirskriftinni " Ég upplifði þetta sem nauðgun ". Þau gerðu fjölmargar athugasemdir við umfjöllunina og töldu hana varða við 3. grein siðareglna um vönduð vinnubrögð og 4. grein sömu reglna um að blaðamenn skuli í umfjöllun um dóms- og refsimáli virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt er sönnuð.
Í umfjöllun siðanefndarinnar segir að Nýtt líf hafi ekki tekið beina afstöðu til frásagnar konunnar og beinlínis sé tekið fram í upphafi viðtalsins að ætlunin sé ekki að fella gildisdóma yfir Agli og unnustu hans heldur leyfa viðmælandanum að lýsa upplifun sinni. "Slík viðtöl eiga það vitaskuld til að vera einhliða, þar sem aðeins hlið viðmælandans birtist."
Þá segir að það sé mat siðanefndar að umfjöllun Nýs lífs gæti hafa verið vandaðri. "Á þetta einkum við um villandi lýsingar kærðu, Þóru Tómasdóttur, á meintum áverka Guðnýjar Rósar. Eins verður að það að teljast villandi framsetning hjá henni að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hún hafi gefið Agli tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þegar hún í reynd virðist hafa átt við að hún myndi gefa honum tækifæri til þess í næsta tölublaði."
Lögmaður Þóru benti á að engin lagaskylda hafi hvílt á Nýju lífi að veita Agli andmælarétt en siðanefndin segir þá: "Þegar einstaklingar eru sakaðir um glæp í fjölmiðlum verður þó að ætla að ekki þurfi skriflega fyrirmæli svo blaðamenn átti sig á mikilvægi þess að þeir fái tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér svo fljótt sem auðið er."
Sjónarmið Egils ítarlega kynnt
Siðanefndin segir þó að það verði að horfa til þess að Nýtt líf kynnti ítarlega þau sjónarmið og eftirmála hennar sem Egill hafði birt í fjölmiðlum áður en viðtalið kom út. "Því verður ekki sagt að Nýtt líf hafi aðeins birt aðra hlið málsins. Í þessu samhengi verður einnig að horfa til þess að mörg atriði þess máls sem til umfjöllunar eru í Nýju lífi voru löngu kunn úr fyrri umfjöllun fjölmiðla, nema helst lýsingar Guðnýjar Rósar á sinni upplifun og afstöðu. Sú skýring kærðu að hún hafi viljað leyfa Guðnýju Rós að lýsa sinni upplifun er því alls ekki úr lausu lofti gripin."
Þá segir að horfa verði til þess að Þóra bauð Agli og unnustu hans að koma sjónarmiðum sínum nánar að í næsta tölublaði "en ekki eru efnislegar ástæður til að binda slík tilboð við nákvæmlega sama tölublað og viðtalið birtist upphaflega í".
Var því ekki séð að Þóra hefði gerst brotleg við siðareglur BÍ. | Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, hafi ekki gerst brotleg við siðareglur BÍ með því að birta viðtal við konu sem kærði fjölmiðlamanninn Egil Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun.
Egill og unnusta hans kærðu Þóru til siðanefndarinnar vegna viðtalsins sem var undir yfirskriftinni " Ég upplifði þetta sem nauðgun ".
Í umfjöllun siðanefndarinnar segir að Nýtt líf hafi ekki tekið beina afstöðu til frásagnar konunnar og beinlínis sé tekið fram í upphafi viðtalsins að ætlunin sé ekki að fella gildisdóma yfir Agli og unnustu hans heldur leyfa viðmælandanum að lýsa upplifun sinni.
Þá segir að það sé mat siðanefndar að umfjöllun Nýs lífs gæti hafa verið vandaðri.
Þá segir að horfa verði til þess að Þóra bauð Agli og unnustu hans að koma sjónarmiðum sínum nánar að í næsta tölublaði.
Var því ekki séð að Þóra hefði gerst brotleg við siðareglur BÍ. |
Gekk í skrokk á henni í hvert skipti | Michelle Knight, ein þriggja kvenna sem strætóbílstjórinn Ariel Castro rændi, pyntaði og nauðgaði í um áratug á heimili sínu í Ohio, segist hafa verið þvinguð til að hjálpa Castro að undirbúa klefa fyrir hinar konurnar.
Frá þessu greindi Knight í löngu viðtali við Dr. Phil, en hún var fyrsta fórnarlamb mannsins. Segist hún hafa séð auglýsingar í sjónvarpi vegna hvarfs DeJesus, en hún var fjórtán ára þegar Castro rændi henni. Um það leiti lét hann Knight undirbúa nýjan klefa.
"Ég heyrði hluti brotna og ég heyrði einhvern öskra, farðu af mér, farðu af mér," sagði Knight. "Ég heyrði stúlku kalla á hjálp og enginn kom henni til hjálpar." Castro sagði Knight að DeJesus væri dóttir hans sem væri aðeins í heimsókn. Hún vissi þó að það var ekki satt.
"Ég þurfti að hjálpa honum að bora holur í vegginn svo hægt væri að festa keðjur sem hann notaði til að krækja okkur saman," sagði Knight.
Knight sagði einnig að hún hefði að minnsta kosti fimm sinnum orðið ólétt þegar hún dvaldi á heimili Castro. Í hvert skipti gekk hann í skrokk á henni þar til hún missti fóstrið.
Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. | Michelle Knight, ein þriggja kvenna sem strætóbílstjórinn Ariel Castro rændi, pyntaði og nauðgaði í um áratug á heimili sínu í Ohio, segist hafa verið þvinguð til að hjálpa Castro að undirbúa klefa fyrir hinar konurnar.
Segist hún hafa séð auglýsingar í sjónvarpi vegna hvarfs DeJesus, en hún var fjórtán ára þegar Castro rændi henni.
Knight sagði einnig að hún hefði að minnsta kosti fimm sinnum orðið ólétt þegar hún dvaldi á heimili Castro.
Í hvert skipti gekk hann í skrokk á henni þar til hún missti fóstrið. |
Erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut | Vegagerðin varar við því að búast megi við snjókomu á fjallvegum ofan 200 m frá því um klukkan 10:00 í dag. Það á við um Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en annars staðar á landinu frá því um og eftir hádegi. Skyggni verður lítið um tíma, en hlánar á endanum.
Vindhviður verða allt að 40-50 m/s a Kjalarnesi í dag, undir Hafnarfjalli, Eyjafjöllum og á utanverðu Snæfellsnesi. Þá er vakin sérstök athygli á erfiðum akstursskilyrðum sem kunna að verða á Reykjanesbraut með veðurhæð yfir 20 m/s, þvert á akstursstefnu og í ausandi rigningu nú upp úr hádeginu og fram undir klukkan 17:00.
Vegir eru annars að mestu greiðfærir um sunnanvert landið, allt frá Faxaflóa austur fyrir Djúpavog, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á fáeinum vegum, s.s. á Mosfellsheiði og á kafla vestan Kirkjubæjarklausturs.
Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi en snjóþekja á Bröttubrekku. Þá er hálka eða hálkublettir allvíða á Vestfjörðum, einkum á heiðum og hálsum. Snjóþekja er frá Gufudal að Klettshálsi.
Hálkublettir eru mjög víða á Norðurlandi vestra en hálka í Langadal og á Vatnsskarði. Norðaustanlands er hálka á flestum leiðum en þæfingsfærð á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en að mestu autt með ströndinni. | Vegagerðin varar við því að búast megi við snjókomu á fjallvegum ofan 200 m frá því um klukkan 10:00 í dag.
Vindhviður verða allt að 40-50 m/s a Kjalarnesi í dag, undir Hafnarfjalli, Eyjafjöllum og á utanverðu Snæfellsnesi.
Hálka eða hálkublettir eru víða á Vesturlandi en snjóþekja á Bröttubrekku.
Þá er hálka eða hálkublettir allvíða á Vestfjörðum.
Hálkublettir eru mjög víða á Norðurlandi vestra en hálka í Langadal og á Vatnsskarði.
Á Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en að mestu autt með ströndinni. |
Tony Knapp fylgist spenntur með landsliði Íslands | Tony Knapp, Englendingurinn sem þjálfaði íslenska landsliðið í knattspyrnu á árum áður, er orðinn 77 ára gamall, býr í Noregi og er fyrir skömmu hættur að þjálfa þar. Hann bíður spenntur eftir landsleikjum Íslands og Króatíu.
Knapp kom Íslandi á kortið með óvæntri frammistöðu liðsins á árunum 1974-77 og var aftur með liðið árin 1984 og 1985. Sigur Ísland á firnasterku liði Austur-Þýskalands, 2:1, undir hans stjórn sumarið 1975 hefur lengi verið í minnum hafður.
Hann kom til Íslands í miðju þorskastríði, fyrst til að þjálfa KR-inga. "Það var svo sannarlega ekki það besta að vera Englendingur á Íslandi um þetta leyti því tilfinningarnar í þessu máli voru miklar. En maður þurfti að vera á staðnum til að átta sig á því hve geysilega mikilvægar fiskveiðarnar voru Íslendingum um þetta leyti. Nánast allir unnu í fiski eða í einhverju sem tengdist honum á þessum árum. Fiskurinn var það sem Íslendingar stóðu og féllu með," sagði Knapp í viðtali við BBC í dag.
"Ég þjálfaði Knattspyrnufélag Reykjavíkur um þetta leyti og var síðan beðinn um að taka að mér starf landsliðsþjálfara. Ég fékk 6 þúsund pund í árslaun og vegna takmarkaðra fjárráða mátti ég bara fara í eina ferð á ári til að skoða mótherjana.
Vorum með einn atvinnumann í liðinu
Við vorum bara með einn atvinnumann í liðinu árið 1974. Ég fór til að fylgjast með leikjum í svo litlum bæjum að þið mynduð ekki trúa því. En það var eitt sem Íslendingar höfðu, og það var þessi gífurlegi vilji. Ég man ekki eftir einu einasta landsleik, jafnvel ekki gegn einhverjum af bestu liðum Evrópu, þar sem við vorum leiknir grátt," segir Knapp og rifjar upp ævintýrið gegn Austur-Þjóðverjum, sem árinu áður höfðu unnið Vestur-Þjóðverja í lokakeppni heimsmeistaramótsins og komist þar í átta liða úrslitin.
"Þetta var byrjunin á frábærum tíma. Þetta var allt dálítið skrýtið til að byrja með en einhvern veginn fóru Íslendingar að líta á mig sem nokkurs konar hetju. Ef mér tókst að efla sjálfstraust leikmannanna, var hálfur sigur unninn. Við fórum til Frakklands og spiluðum í París og ég sagði við þá: "Ef við töpum í dag er ég hættur." Leikmennirnir horfðu á mig eins og ég væri klikkaður. Sennilega var ég það!
Leikmennirnir héldu að ég þyrfti að fara til sálfræðings, en ég varð að breyta hugarfari þeirra. Og svo var ég orðlaus þegar íslenska knattspyrnusambandið heiðraði mig með sínu æðsta heiðursmerki, fyrstum útlendinga."
Knapp segir að ef Ísland nái að slá Króatíu út úr umspilinu sé það afrakstur 40 ára vinnu.
"Það myndi skipta íslensku þjóðina öllu máli ef liðið kæmst á HM í Brasilíu. Að hugsa sér riðil á HM þar sem myndu mætast Brasilía, England, kannski Gana eða Fílabeinsstöndin, og svo Ísland er stórbrotið. Ég vona af öllu mínu hjarta að þeim takist þetta. Íslendingar eru harðgerð þjóð og ég vona að það skili sér í þessu umspili," segir Tony Knapp. | Tony Knapp, Englendingurinn sem þjálfaði íslenska landsliðið í knattspyrnu á árum áður, er orðinn 77 ára gamall, býr í Noregi og er fyrir skömmu hættur að þjálfa þar.
Hann bíður spenntur eftir landsleikjum Íslands og Króatíu.
Knapp kom Íslandi á kortið með óvæntri frammistöðu liðsins á árunum 1974-77 og var aftur með liðið árin 1984 og 1985.
Hann kom til Íslands í miðju þorskastríði, fyrst til að þjálfa KR-inga.
Knapp segir að ef Ísland nái að slá Króatíu út úr umspilinu sé það afrakstur 40 ára vinnu.
"Það myndi skipta íslensku þjóðina öllu máli ef liðið kæmst á HM í Brasilíu," segir Tony Knapp. |
Persónuskilríki komin í símann | Öll ný SIM-kort frá Símanum eru orðin skilríkjahæf – rétt eins og debetkort eru í dag. Fullgild rafræn skilríki hafa verið metin sem öruggasta auðkennið í boði fyrir almenning. Þau gera notenda- og lykilorð óþörf og aðeins þarf að muna eitt pin númer sama hver þjónustan er.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, nefndi farsímaskilríkin nýju á rafrænni notendaráðstefnu Advania á dögunum sem dæmi um umbætur svo þjónusta við almenning og atvinnulífið verði einfaldari og hraðvirkari, segir í fréttatilkynningu frá Símanum.
Síminn hefur á síðustu misserum unnið í samstarfi við Auðkenni og viðskiptabankana að innleiðingu á þessum rafrænum skilríkjum fyrir farsíma.
Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, segir í tilkynningunni að með rafrænu SIM-kortunum megi skrá sig inn á þjónustuvef Símans og breyta þjónustu í gegnum netið en áður þurfti að mæta í verslanir til þess.
"Skilríkin auka þægindi notenda þar sem þeir geta oftar afgreitt sig sjálfir. Netbankar, tryggingafélög og ríkisstofnanir feta væntanlega fljótlega í fótspor Símans og bjóða sambærilega þjónustu," segir hann.
Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir róttækar breytingar framundan þar sem skilríki á farsíma sé hægt að nota hvar og hvenær sem er.
"Hingað til, hefur notandinn þurft hefðbundna tölvu ásamt hugbúnaði og kortalesara en nú verður breyting þar á. Með rafræn skilríki í farsíma skiptir búnaðurinn litlu máli. Hvort sem þjónustan er sótt í gegnum símann, spjaldtölvuna, fartölvuna eða gömlu góðu borðtölvuna, þá virka skilríkin. Allt sem þarf, er farsími og PIN," er haft eftir Haraldi í fréttatilkynningu Símans.
Kosið með hjálp símans
Haraldur segir að í framtíðinni verði jafnvel hægt að kjósa með hjálp farsímans. "Þetta er ekki aðeins öruggari leið en þekkist með hefðbundnu notendanafni og lykilorði heldur mun þægilegri þar sem viðskiptavinir þurfa ekki að muna fjölmörg ólík notendanöfn og lykilorð inn á vefi sem notaðir eru sjaldan."
Hátt í 120 stofnanir og fyrirtæki veita aðgang að þjónustu sinni með rafrænum skilríkjum á debetkortum og munu væntanlega á næstu misserum bæta farsímaskilríkjunum við, að sögn Símans. Skilríkin eru lagalega viðurkennd; bæði sem auðkenning og til undirritunar.
Til að sækja rafræn skilríki í farsíma þarf að skipta út gömlum SIM-kortum fyrir ný í verslun Símans; fyrst í Kringlunni og fljótlega í öllum verslunum Símans. | Öll ný SIM-kort frá Símanum eru orðin skilríkjahæf – rétt eins og debetkort eru í dag.
Fullgild rafræn skilríki hafa verið metin sem öruggasta auðkennið í boði fyrir almenning.
Þau gera notenda- og lykilorð óþörf og aðeins þarf að muna eitt pin númer sama hver þjónustan er.
Síminn hefur á síðustu misserum unnið í samstarfi við Auðkenni og viðskiptabankana að innleiðingu á þessum rafrænum skilríkjum fyrir farsíma.
Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, segir í tilkynningunni að með rafrænu SIM-kortunum megi skrá sig inn á þjónustuvef Símans og breyta þjónustu í gegnum netið en áður þurfti að mæta í verslanir til þess.
Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir róttækar breytingar framundan þar sem skilríki á farsíma sé hægt að nota hvar og hvenær sem er.
Hátt í 120 stofnanir og fyrirtæki veita aðgang að þjónustu sinni með rafrænum skilríkjum á debetkortum og munu væntanlega á næstu misserum bæta farsímaskilríkjunum við, að sögn Símans. |
Thelma fær að bera vitni | Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Thelma Ásdísardóttir megi bera vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn tveimur konum, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfufélagi Pressunnar. Með því felldi Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi.
Gunnar, sem oftast er kenndur við Krossinn, stefndi Vefpressunni, útgáfufélagi Pressunnar, vegna fréttaflutnings af konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot. Hann krefst 15 milljóna í skaðabætur og afsökunarbeiðni frá tveimur konum og frá Vefpressunni; fimm milljóna frá hverjum aðila fyrir sig vegna umfjöllunar um ásakanir um kynferðisbrot.
Lögmaður kvennanna krafðist þess að Thelma fengi að bera vitni í málinu en lögmaður Gunnars fór fram á að þeirri kröfu yrði hafnað.
Héraðsdómur taldi að samkvæmt framkomnum skýringum og öðrum gögnum málsins að Thelma Ásdísardóttir gæti ekki talist vitni sem beri um málsatvik í málinu í skilningi 1. mgr. 51. gr. laga nr. 91/1991, og að af því leiði að ekki væru lagaskilyrði til þess að leiða hana fyrir dóminn í því skyni.
Í dómi Hæstaréttar segir hins vegar að ekki verði fullyrt eins og atvikum sé háttað að vitnisburður Thelmu sé tilgangslaus og geti ekki haft þýðingu við úrlausn meiðyrðamálsins. Það sé síðan dómara að meta sönnunargildi þess vitnisburðar þegar leyst verður efnislega úr málinu "þar sem meðal annars ber að taka tillit til þess ef vitnið hefur ekki skynjað af eigin raun atvik, sem um er deilt á málinu, þótt hún kunni að bera um atriði sem ályktanir verði dregnar af um slík atvik, til dæmis með því að styrkja eða veikja framburð annarra fyrir dómi um þau." | Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Thelma Ásdísardóttir megi bera vitni í meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar gegn tveimur konum, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfufélagi Pressunnar.
Með því felldi Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur úr gildi.
Gunnar, sem oftast er kenndur við Krossinn, stefndi Vefpressunni, útgáfufélagi Pressunnar, vegna fréttaflutnings af konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot.
Hann krefst 15 milljóna í skaðabætur og afsökunarbeiðni frá tveimur konum og frá Vefpressunni; fimm milljóna frá hverjum aðila fyrir sig vegna umfjöllunar um ásakanir um kynferðisbrot. |
54 látnir í Lettlandi | Búið er að finna 54 látna í stórmarkaði sem hrundi í Riga í Lettlandi fyrir þremur dögum. Síðdegis í dag hrundi sá hluti þaksins sem enn stóð uppi. Skelfing greip um sig þegar þakið hrundi.
Andris Berzins, forseti Lettlands, sagði í dag að það sem gerðist í stórmarkaðinum væri ekkert annað en morð. Hann sagðist ætla að fá erlenda sérfræðinga við að aðstoða við rannsókn á því sem gerðist.
Talið er að enn sé ekki búið að finna alla þá sem létust í slysinu. Skelfing greip um sig þegar síðasti hluti þaksins hrundi í dag. Enginn slasaðist við hrunið, en þrír slökkviliðsmenn fórust stuttu eftir að hluti þaksins hrundi á fimmtudag, þegar meira hrundi úr þakinu.
Verið var að koma fyrir garði á þakinu þegar það hrundi. Búið var að moka miklu magni af mold á þakið. Mikið hafði rignt stuttu fyrir hrunið og er talið að það hafi stuðlað að því að þakið gaf sig. | Búið er að finna 54 látna í stórmarkaði sem hrundi í Riga í Lettlandi fyrir þremur dögum.
Síðdegis í dag hrundi sá hluti þaksins sem enn stóð uppi.
Skelfing greip um sig þegar þakið hrundi.
Forseti Lettlands sagði í dag að það sem gerðist í stórmarkaðinum væri ekkert annað en morð.
Hann sagðist ætla að fá erlenda sérfræðinga við að aðstoða við rannsókn á því sem gerðist.
Verið var að koma fyrir garði á þakinu þegar það hrundi. |
Hringferðinni lýkur í dag | 100 daga hringferð Morgunblaðsins lýkur í dag, á fullveldisdaginn, með því að Haraldur Johannessen ritstjóri blaðsins, ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu á mbl.is fyrir framan áhorfendur í sal í Hörpu klukkan 16.
Til að fagna 100 ára útgáfu Morgunblaðsins voru blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins og mbl.is sendir í 100 daga ferð um sveitir og bæi landsins. Markmiðið var að taka púlsinn á lífinu í landinu og gera ítarlega könnun á því sem er Íslendingum efst í huga.
Umræður Haraldar, Sigmundar og Bjarna munu byggjast á því sem komið hefur fram í hringborðsumræðum hringferðarinnar og niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal 300 forystumanna úr atvinnulífinu og sveitarstjórnum um land allt sem birtist í Morgunblaðinu á morgun.
Landsmönnum gefst einnig tækifæri til að hafa áhrif á umræðuna með því að senda inn spurningar, bæði áður en útsendingin hefst og einnig á meðal hún stendur yfir.
Ljóst er að margar spurningar brenna á landsmönnum og er hverjum og einum frjálst að senda inn spurningu vegna þáttarins. Eflaust munu tillögur sérfræðingahóps um aðgerðir í þágu skuldugra heimila, sem kynntar voru í gær, vekja upp einhverjar spurningar hjá landsmönnum.
Hægt er að senda spurningar á netfangið [email protected], á facebook-síðu mbl.is og í gegnum twitter með því að nota #hringlok
Á leið Morgunblaðsins um landið hefur verið efnt til hringborðsumræðna um landsins gagn og nauðsynjar og könnun á stöðu og horfum um allt land. Ætlunin var að draga fram stöðu og horfur, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Í tengslum við hringborðsumræðuna efndi Morgunblaðið til óformlegrar skoðanakönnunar um stöðu byggða og atvinnulífs meðal um 300 forystumanna úr atvinnulífinu og sveitarstjórnum um allt land. | 100 daga hringferð Morgunblaðsins lýkur í dag, á fullveldisdaginn, með því að Haraldur Johannessen ritstjóri blaðsins, ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í beinni útsendingu á mbl.is fyrir framan áhorfendur í sal í Hörpu klukkan 16.
Til að fagna 100 ára útgáfu Morgunblaðsins voru blaðamenn og ljósmyndarar Morgunblaðsins og mbl.is sendir í 100 daga ferð um sveitir og bæi landsins.
Markmiðið var að taka púlsinn á lífinu í landinu.
Umræður Haraldar, Sigmundar og Bjarna munu byggjast á því sem komið hefur fram í hringborðsumræðum hringferðarinnar og niðurstöðum viðhorfskönnunar.
Landsmönnum gefst einnig tækifæri til að hafa áhrif á umræðuna með því að senda inn spurningar.
Hægt er að senda spurningar á netfangið [email protected], á facebook-síðu mbl.is og í gegnum twitter með því að nota #hringlok. |
Aron átti stórleik | Aron Pálmarsson átti stórleik með þýska meistaraliðinu Kiel í dag þegar það vann Wisla Plock frá Póllandi, 34:25, á heimavelli í 7. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Aron skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður liðsins. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tvisvar sinnum fyrir Kiel-liðið sem er eins og kunnugt er undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.
Kiel var með fimm marka forskot í hálfleik, 16:11. Liðið er í efsta sæti riðilsins með 12 stig að loknum sjö leikjum. KIF Kolding Kobenhavn er í öðru sæti með 10 stig eftir óvænt tap fyrir Porto í gær, 27:24. Þórir Ólafsson og samherjar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce eru síðan í þriðja sæti með átta stig. Kielce tapaði fyrir Dunkerque í Frakklandi í gær, 30:25. Þórir skoraði tvo mörk í leiknum. Þetta var fyrsti sigur Dunkerque í keppninni en liðið rekur lestina í riðlinum með tvö stig.
Wisla Ploc er í fjórða sæti með sex stig og Port í fimmta sæti með fjögur stig. | Aron Pálmarsson átti stórleik með þýska meistaraliðinu Kiel í dag þegar það vann Wisla Plock frá Póllandi, 34:25, á heimavelli í 7. umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Aron skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður liðsins.
Kiel var með fimm marka forskot í hálfleik, 16:11.
Liðið er í efsta sæti riðilsins með 12 stig að loknum sjö leikjum.
Wisla Ploc er í fjórða sæti með sex stig. |
Heitt vatn komið á öll hús | Nú er heitt vatn komið í öll hús á Akranesi eftir bilun sem varð um kvöldmatarleytið í gær. Vegna þess hve kalt er í veðri hefur þó ekki tekist að koma á fullum þrýstingi og þess vegna biður starfsfólk Orkuveitunnar íbúa að fara sparlega með heitt að minnsta kosti þar til á morgun.
"Tvær bilanir urðu á Deildartunguæðinni í gær og við þá síðari varð heitavatnslaust á Akranesi. Báðar urðu þær við Skorholt, miðja vegu milli Akraness og Borgarness. Sú síðari fannst fljótlega og gekk viðgerð vel.
Við viðgerð á Deildartunguæðinni, sem er lengsta hitaveitulögn á landinu eða um 70 km. löng, þarf að tæma lögnina á talsvert löngum kafla. Þess vegna var tímafrekt að hleypa vatni á að nýju. Það var ekki fyrr en nú undir morgun að vatn var komið á allt Akranes, en þó ekki fullur þrýstingur ennþá, sem áður segir.
Þess vegna biður starfsfólk Orkuveitunnar Skagamenn að fara eins sparlega með heita vatnið og kostur er, að minnsta kosti fram á morgundaginn.
Orkuveitan biðst afsökunar á óþægindunum," segir í tilkynningu frá OR. | Nú er heitt vatn komið í öll hús á Akranesi eftir bilun sem varð um kvöldmatarleytið í gær.
Vegna þess hve kalt er í veðri hefur þó ekki tekist að koma á fullum þrýstingi.
Þess vegna biður starfsfólk Orkuveitunnar íbúa að fara sparlega með heitt að minnsta kosti þar til á morgun.
Við viðgerð á Deildartunguæðinni, sem er lengsta hitaveitulögn á landinu eða um 70 km. löng, þarf að tæma lögnina á talsvert löngum kafla.
Orkuveitan biðst afsökunar á óþægindunum," segir í tilkynningu frá OR. |
Barnsmóðir Stefáns Loga lét sig hverfa | Barnsmóðir Stefáns Loga Sívarssonar kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum, Stefáni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram. Konan lýsti ofbeldi Stefáns Loga gegn sér og sagði að hann hefði hótað að drepa dóttur þeirra.
Stefán Logi er meðal annars ákærður í málinu fyrir að hafa vafið belti af blaðslopp um háls konunnar og dregið hana um íbúð hennar á beltinu þannig að henni lá við köfnun. Hann losaði takið þegar hún var að kafna en herti svo aftur að. "Hann leyfði mér að anda í smá-tíma, þegar hann hélt að ég væri að deyja. Svo hélt hann áfram. Ég grátbað hann um að fara en hann fór ekki. [...] Ég var mjög hrædd við hann. Hann hótaði að drepa hana líka á meðan hann var að reyna drepa mig," sagði konan og átti þar við að Stefán Logi hefði hótað því að drepa barnunga dóttur þeirra.
Spurð um það hvers vegna Stefán Logi beitti hana ofbeldi sagði konan: "Þetta var í sambandi við mann sem ég hitti og talaði við. Hann var ofboðslega afbrýðisamur."
Konan sleit sambandinu við Stefán Loga í desember 2012, en árásin var gerð í október. Hún segist enn vera mjög hrædd. "Eftir þessa árás lét hann mig ekki í friði og eftir desember lét ég mig hverfa. Ég skipti um númer og ætlaði að reyna halda lífinu áfram. [...] Ég er hrædd um að vinir hans ætli sér að hefna hans. Ég vakna upp á nóttunni og dóttur minni finnst ekki gott að sofa heima hjá sér. Hún finnur fyrir óöryggi."
Foreldrar konunnar og yngri systir komu einnig fyrir dóminn en Stefán Logi er ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili þeirra í tvígang, hótað föður barnsmóður sinnar og beitt hann ofbeldi. "Stefán Logi hefur aldrei verið velkominn inn á heimilið í þessi fimm ár sem við höfum þekkt hann," sagði móðir konunnar. "Maðurinn minn hefur aldrei verið sáttur við Stefán. Hann hefur aldrei verið velkominn á heimilið. [...] Hann var með þetta gifs sitt, hann var með jónu í hendinni - alla vega ekki sígarettu - og labbar ógnandi að manninum mínum. Og það kom til handalögmála. Þetta var mjög ógnandi hegðun."
Stefán Logi neitar sök.
Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en til stóð að henni lyki á morgun. Það verður þó að teljast ólíklegt enda tvö vitni stödd í útlöndum sem eiga að koma fyrir dóminn. Raunar næst ekki í annað þeirra, húsráðandann á Stokkseyri. | Barnsmóðir Stefáns Loga Sívarssonar kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum, Stefáni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram.
Konan lýsti ofbeldi Stefáns Loga gegn sér og sagði að hann hefði hótað að drepa dóttur þeirra.
Stefán Logi er meðal annars ákærður í málinu fyrir að hafa vafið belti af blaðslopp um háls konunnar og dregið hana um íbúð hennar á beltinu þannig að henni lá við köfnun.
Spurð um það hvers vegna Stefán Logi beitti hana ofbeldi sagði konan: "Þetta var í sambandi við mann sem ég hitti og talaði við. Hann var ofboðslega afbrýðisamur."
Foreldrar konunnar og yngri systir komu einnig fyrir dóminn en Stefán Logi er ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili þeirra í tvígang, hótað föður barnsmóður sinnar og beitt hann ofbeldi.
Stefán Logi neitar sök. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en til stóð að henni lyki á morgun. |
Tímamót í útgáfu heilbrigðisupplýsinga | Rúmlega tólf hundruð einstaklingar lágu inni á sjúkrahúsum landsins í gær. Á mánudag lögðust 154 einstaklingar inn á sjúkrahús en 106 einstaklingar útskrifuðust sama dag. Bylting hefur orðið í aðgengi að áreiðanlegum rauntímaupplýsingum um starfsemi sjúkrahúsa.
Í frétt á vef landlæknis segir að embætti standi á tímamótum hvað varðar útgáfu heilbrigðisupplýsinga í rauntíma. Embættið geti nú unnið með og birt upplýsingar um starfsemi legudeilda sjúkrahúsa frá degi til dags, í rauntíma og samfellt aftur til ársins 1999. Þetta komi til með að gerbreyta möguleikum á eftirliti með starfsemi, gæðum og árangri þjónustunnar og styðja við stefnumótun og áætlanagerð.
Fram til þessa hafa gögn til vinnslu starfsemisupplýsinga fyrir allt landið alla jafna verið eins til tveggja ára gamlar.
Búið er að koma á fót rafrænum rauntímasendingum starfsemisupplýsinga frá sjúkrahúsum og gera þær vinnsluhæfar í svokölluðu vöruhúsi gagna. Vöruhúsið, með verkfærum til úrvinnslu, verður smám saman meginvettvangur fyrir söfnun, greiningu og miðlun á öllum tölfræðilegum heilbrigðisupplýsingum hjá Embætti landlæknis.
Fyrstu tölfræðiskýrslur um starfsemi sjúkrahúsa úr hinu nýja vöruhúsi koma út á vef embættisins, annars vegar sem heildartölur um starfsemi sjúkrahúsa og hins vegar sem tölur um starfsemi einstakra stofnana .
Á komandi ári verður hafinn undirbúningur að rafrænum rauntímasetningum frá heilsugæslu til embættis landlæknis þannig að einnig verði hægt að hafa yfirsýn yfir starfsemi heilsugæslu í rauntíma. | Rúmlega tólf hundruð einstaklingar lágu inni á sjúkrahúsum landsins í gær.
Bylting hefur orðið í aðgengi að áreiðanlegum rauntímaupplýsingum um starfsemi sjúkrahúsa.
Embættið geti nú unnið með og birt upplýsingar um starfsemi legudeilda sjúkrahúsa frá degi til dags, í rauntíma og samfellt aftur til ársins 1999.
Fram til þessa hafa gögn til vinnslu starfsemisupplýsinga fyrir allt landið alla jafna verið eins til tveggja ára gamlar.
Á komandi ári verður hafinn undirbúningur að rafrænum rauntímasetningum frá heilsugæslu til embættis landlæknis þannig að einnig verði hægt að hafa yfirsýn yfir starfsemi heilsugæslu í rauntíma. |
Þyrpast í ókeypis fæðingar í Bretlandi | Hundruð ófrískra kvenna fljúga til Bretlands í þeim eina tilgangi að fæða börn sín þar, samkvæmt frétt Telegraph. Í fréttinni segir að konurnar nýti sér það að ekki þarf að greiða fyrir barnsfæðingar á ríkisreknum sjúkrahúsum. Samkvæmt fréttinni hefur útlendingaeftirlitið stöðvað yfir 300 ófrískar konur á flugvöllum í Bretlandi á undanförnum tveimur árum. Flestar kvennanna hafa fengið að koma inn í landið og fæða börn sín þar þar sem þær eru komnar of langt á meðgöngu til þess að þorandi sé að senda þær til baka með flugi.
Í flestum tilvikum banna flugfélög konum sem eru komnar 36 vikur eða meira að fljúga en samkvæmt fréttinni fá konurnar lækna í heimalöndum sínum til þess að falsa hversu langt þær eru gengnar svo þær geti farið til Bretlands og fætt þar.
Telegraph segir að kostnaður við ferðamenn sem koma til landsins í þeim tilgangi að notfæra sér heilbrigðisþjónustuna nemi um 80 milljónum punda á ári. Fyrir þann pening mætti greiða um tvö þúsund hjúkrunarfræðingum laun. En þeir sem Telegraph ræddi við töldu kostnaðinn jafnvel enn meiri.
Stefnt er að því að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu í Bretlandi. Meðal annars verður sjúklingum gert að greiða komugjöld og ný gjöld lögð á útlendinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda.
Telja innflytjendur vera byrði á skattgreiðendum
Að sögn Telegraph er þetta enn eitt dæmið um kostnað sem fylgir innflytjendum og þær byrðar sem leggjast á breska skattgreiðendur. Um áramót fái Búlgarar og Rúmenar að koma til landsins og óttast er, samkvæmt Telegraph að þett þýði að tugir þúsunda þeirra komi til Bretlands til þess að lifa á bótum.
Í könnun sem var gerð fyrir Telegraph kemur fram að sjö af hverjum tíu Bretum vilja að áfram verði hömlur á frjálsu flæði Rúmena og Búlgara inn í landið og ekki skipti máli að með því verði lög Evrópusambandsins brotin. Þetta er hins vegar ólík niðurstaða könnunar sem Guardian vísaði til í gær.
Frétt Telegraph | Hundruð ófrískra kvenna fljúga til Bretlands í þeim eina tilgangi að fæða börn sín þar, samkvæmt frétt Telegraph.
Í fréttinni segir að konurnar nýti sér það að ekki þarf að greiða fyrir barnsfæðingar á ríkisreknum sjúkrahúsum.
Samkvæmt fréttinni hefur útlendingaeftirlitið stöðvað yfir 300 ófrískar konur á flugvöllum í Bretlandi á undanförnum tveimur árum.
Telegraph segir að kostnaður við ferðamenn sem koma til landsins í þeim tilgangi að notfæra sér heilbrigðisþjónustuna nemi um 80 milljónum punda á ári.
Stefnt er að því að gera breytingar á heilbrigðiskerfinu í Bretlandi.
Að sögn Telegraph er þetta enn eitt dæmið um kostnað sem fylgir innflytjendum og þær byrðar sem leggjast á breska skattgreiðendur. |
Andri Þór og Októ fá Viðskiptaverðlaunin | Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarsson, sem keyptu Ölgerðina skömmu fyrir hrun, eru handhafar Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins árið 2013. Frumkvöðull ársins er hins vegar íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla.
Tilkynnt var um útnefninguna við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í hádeginu í dag.
Í tímariti Viðskiptablaðsins, Áramótum, sem kom út í dag segir að þeir Andri og Októ hafi stýrt Ölgerðinni í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu við gríðarlega erfiðar aðstæður og tekist á sama tíma að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á miklum samkeppnismarkaði.
Plain Vanilla var stofnað fyrir þremur árum en Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, tók við verðlaununum.
Hann segir í viðtali í Áramótum að þrátt fyrir mikinn vöxt eigi fyrirtækið mikið inni. Stefnt sé að því að spurningaleikurinn QuizUp komi út fyrir Android-stýrikerfið eftir áramótin, það er í janúar á nýju ári. Hann bendir jafnframt á að 60-70% snjallsímanotenda í Bandaríkjunum eigi síma sem keyri á Android-kerfinu. | Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Októ Einarsson, sem keyptu Ölgerðina skömmu fyrir hrun, eru handhafar Viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins árið 2013.
Frumkvöðull ársins er hins vegar íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla.
Tilkynnt var um útnefninguna við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu í hádeginu í dag.
Þeir Andri og Októ hafi stýrt Ölgerðinni í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu við gríðarlega erfiðar aðstæður. |
Áfram verður hvasst | Áframhaldandi hvassviðri er víða á landinu og eru vindhviður mjög snarpar, 35-40 m/s, undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Snjókoma og skafrenningur er á fjallvegum austan og norðaustanlands og él á annesjum norðanlands.
Greiðfært er á Hellisheiði og í Þrengslum en annars hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Suðurlandi. Búist er við snjókomu á Hellisheiði í kvöld og nótt og takmörkuðu skyggni en slydda eða snjókoma verður á láglendi sunnan til í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Flughálka er á Krísuvíkurvegi. Óveður er undir Eyjafjöllum og hálkublettir.
Hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Vesturlandi. Hálkublettir og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingsfærð og óveður er á Hálfdán og Mikladal. Þæfingur og skafrenningur er á Þröskuldum, Hjallahálsi sem og á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði. Þæfingsfærð er frá Bjarnarfirði norður í Árneshrepp.
Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða og skafrenningur á fjallvegum. Þæfingur, snjókoma og skafrenningur er á Hófaskarði og Hálsum sem og á Hólasandi. Á Austurlandi er ófært á Fjarðarheiði. Hálka, snjóþekja, þungfært og stórhríð er á Möðrudalsöræfum og þæfingsfærð og snjókoma á Vopnafjarðarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Sandvíkurheiði og Vatnsskarði eystra.
Hálka er svo á flestum vegum á Héraði en snjóþekja og skafrenningur á Fagradal og þungfært og stórhríð á Oddskarði. Snjóþekja, skafrenningur og éljagangur er með suðausturströndinni í Lómagnúp.
Veðurvefur mbl.is | Áframhaldandi hvassviðri er víða á landinu og eru vindhviður mjög snarpar, 35-40 m/s, undir Eyjafjöllum og í Öræfum.
Snjókoma og skafrenningur er á fjallvegum austan og norðaustanlands og él á annesjum norðanlands.
Greiðfært er á Hellisheiði og í Þrengslum en annars hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Suðurlandi.
Hálka eða hálkublettir nokkuð víða á Vesturlandi.
Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir mjög víða og skafrenningur á fjallvegum.
Hálka er svo á flestum vegum á Héraði en snjóþekja og skafrenningur á Fagradal og þungfært og stórhríð á Oddskarði. |
Landsbankinn fær lánshæfið BB+ | Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor's (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar. Þetta kemur fram í mati fyrirtækisins á lánshæfi Landsbankans sem birt var í dag.
Í lánshæfismati S&P kemur fram að fyrirtækið álíti að Landsbankinn búi að umtalsverðu svigrúmi í lausa- og eiginfjárstöðu við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Mat S&P á stöðugum horfum Landsbankans endurspeglar þær væntingar fyrirtækisins að eiginfjárgrunnur Landsbankans muni halda áfram að styrkjast og að bankinn muni endurskipuleggja skuldabréfin sem gefin voru út til LBI og eru á gjalddaga 2014-2018.
S&P lýsir þeirri skoðun sinni að Landsbankinn hafi verið vel rekinn frá stofnun árið 2008, sýnt einstaka hagkvæmni í rekstri og tekist vel að draga úr vanskilum útlána. Þrátt fyrir smæð Landsbankans í alþjóðlegum samanburði, býr hann að frekar breiðum tekjugrunni, sterkri eiginfjárstöðu og góðri afkomu, samkvæmt mati S&P.
Í tilkynningu segir Steinþór Pálsson bankastjóri segir einkunnina auðvelda gengi bankans að erlendum mörkuðum í framtíðinni. "Þetta mat Standard & Poor's er ánægjulegt og á þeim nótum sem við ætluðum, m.a. í ljósi lánshæfiseinkunnar ríkissjóðs. Sterk staða Landsbankans kemur skýrt fram í mörgum þeim þáttum sem metnir eru, sérstaklega er ánægjulegt að sjá mat á rekstri, áhættu og fjárhagsstöðu sem eru þeir þættir sem lögð hefur verið mikil áhersla á að bæta. Landsbankinn sóttist eftir lánshæfiseinkun til að auðvelda sér aðgengi að erlendum lánamörkuðum í framtíðinni. Þessi góða niðurstaða ætti að auka traust á bankanum og um leið er hún ein af mörgum vörðum á leið landsins að afnámi fjármagnshaftanna sem ekki síður er mikilvægt," segir Steinþór. | Hið alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtæki Standard & Poor's (S&P) gefur Landsbankanum lánshæfiseinkunnina BB+ og telur horfurnar stöðugar.
S&P lýsir þeirri skoðun sinni að Landsbankinn hafi verið vel rekinn frá stofnun árið 2008, sýnt einstaka hagkvæmni í rekstri og tekist vel að draga úr vanskilum útlána.
Í tilkynningu segir Steinþór Pálsson bankastjóri segir einkunnina auðvelda gengi bankans að erlendum mörkuðum í framtíðinni. |
Slökkvistarf gengur ágætlega | Slökkvistarf gengur ágætlega í Norður-Þrændalögum en þar hefur lægt og eru þyrlur og flugvélar meðal annars notaðar við slökkvistarfið.
Talið er að um 90 byggingar hefðu brunnið í bæjunum Hasvåg og Småvære í sveitarfélaginu Flatanger í Norður-Þrændalögum í Noregi en eldurinn kom upp seint á mánudagskvöldið.
Í bæjunum voru alls 139 byggingar og í fyrstu var talið að þær hefðu allar eyðilagst en síðustu fregnir hermdu í gær að útlit væri fyrir að hægt yrði að bjarga 50 þeirra, að því er fram kom á vef NRK, norska ríkisútvarpsins. Þar sagði ennfremur að ástandið í Hasvåg væri ekki jafn slæmt og óttast var og hugsanlega mætti bjarga þar einhverjum byggingum. Á þessu svæði er mikið um sumar- og frístundahús, en lítið um fasta búsetu. Þeim rúmlega 30 íbúum sem hafast þarna við allt árið hefur verið komið á öruggan stað og engar fregnir hafa borist af slysum á fólki, að sögn NRK.
Upptök eldanna eru talin vera neistar frá raflínum sem slógust saman í rokinu, að því er fram kom í tilkynningu frá sveitarstjórn Flatanger.
VG hefur eftir lögreglunni í morgun að einungis séu smáeldar enn logandi. Fjórar þyrlur taka þátt í slökkvistarfinu en í nótt blossaði upp eldur á ný við Uransvannet. Tekist hefur að slökkva þann eld en þar er gott aðgengi að vatni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru boruð göt á ísinn á vatninu og vatn tekið þaðan til að nota við slökkvistarfið. | Slökkvistarf gengur ágætlega í Norður-Þrændalögum en þar hefur lægt.
Eru þyrlur og flugvélar meðal annars notaðar við slökkvistarfið.
Talið er að um 90 byggingar hefðu brunnið í bæjunum Hasvåg og Småvære í sveitarfélaginu Flatanger í Norður-Þrændalögum í Noregi.
Eldurinn kom upp seint á mánudagskvöldið.
Upptök eldanna eru talin vera neistar frá raflínum sem slógust saman í rokinu. |
Ísing gæti myndast á blautum vegum | Í nótt lægir á Suðvesturlandi og rofar mikið til. Þá kólnar og ísing myndast hæglega á blautum vegunum. Eins frystir á láglendi vestantil á Norðurlandi fljótlega í kvöld og síðar meir norðvestan- og vestantil.
Það eru hálkublettir á Mosfellsheiði og við Þingvallavatn og hálka í Kjósarskarði og á Grafningsvegi efri en annars er að mestu autt á Suðurlandi. Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða á Vesturlandi og á flestum leiðum á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Þröskuldum og Klettshálsi.
Á Norðurlandi er víðast hvar hálka en þó er þjóðvegur 1 úr Hrútafirði í Skagafjörð auður. Snjóþekja er í Ljósavatnsskarði. Hálka er á flestum vegum á Austurlandi en snjóþekja á Vopnafjarðarheiði. Vegurinn er svo auður frá Hvalnesi og suður um.
Vegna ræsagerðar verður Bíldudalsvegur við Keldeyrará lokaður á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, frá klukkan 19-22. Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir daginn, frá kl. 8:00 til 19:00 fram á föstudaginn 7. febrúar. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. | Í nótt lægir á Suðvesturlandi og rofar mikið til.
Þá kólnar og ísing myndast hæglega á blautum vegunum.
Eins frystir á láglendi vestantil á Norðurlandi fljótlega í kvöld og síðar meir norðvestan- og vestantil.
Hálka er á flestum vegum á Austurlandi en snjóþekja á Vopnafjarðarheiði.
Vegna ræsagerðar verður Bíldudalsvegur við Keldeyrará lokaður á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, frá klukkan 19-22.
Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir daginn, frá kl. 8:00 til 19:00 fram á föstudaginn 7. febrúar. |
Sturla tryggði ÍR-ingum sætan sigur í Krikanum | ÍR-ingar fögnuðu sætum sigri gegn FH-ingum, 30:29, þegar liðin áttust við í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld.
Það var Sturla Ásgeirsson sem tryggði ÍR-ingum sigurinn þegar hann skoraði sigurmarkið 15 sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar fengu vítakast. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, varði vítið en Sturla náði frákastinu og skoraði. FH-ingar fengu síðustu sóknina en misstu boltann klaufalega út af og ÍR-ingar fögnuðu sætum sigri.
ÍR-ingar voru skrefinu á undan heimamönnum nær allan tímann og náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 14:8. FH-ingar náðu að laga stöðuna og í hálfleik var staðan, 17:18.
Seinni hálfeikur var í járnum lengi vel. ÍR-ingar virtust ætla að sigla fram úr undir lokin þegar þeir náðu fjögurra marka forskoti en FH-ingum tókst að jafna og spennan var mikil á lokamínútunum.
Mörk FH: Ísak Rafnsson, 10, Einar Rafn Eiðsson 6, Ásbjörn Friðriksson, 4/1
Benedikt Reynir Kristinsson, 3, Magnús Óli Magnússon 2 , Halldór Guðjónsson 2
Ragnar Jóhannsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1.
Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 8/5, Guðni Már Kristinsson 5 Arnar Birkir Hálfdánarson 4, Björgvin Hólmgeirsson 5, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Sigurjón F. Björnsson 2, Davíð Georgsson 2, Máni Gestsson 1. | ÍR-ingar fögnuðu sætum sigri gegn FH-ingum, 30:29, þegar liðin áttust við í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld.
Það var Sturla Ásgeirsson sem tryggði ÍR-ingum sigurinn þegar hann skoraði sigurmarkið 15 sekúndum fyrir leikslok.
ÍR-ingar virtust ætla að sigla fram úr undir lokin þegar þeir náðu fjögurra marka forskoti en FH-ingum tókst að jafna og spennan var mikil á lokamínútunum. |
Væntingar um lægri verðbólgu | Væntingar markaðsaðila um ársverðbólgu hafa lækkað. Nú vænta þeir þess að verðbólgan verði að meðaltali um 2,7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og 2,8% á öðrum fjórðungi, sem er um 1,1-1,2 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í lok októbermánaðar á síðasta ári.
Dagana 3.-5. febrúar kannaði Seðlabanki Íslands væntingar markaðsaðila til ýmissa hagstærða, svo sem verðbólgu og vaxta. Leitað var til 32 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 19 aðilum og var svarhlutfallið því 59%, að því er segir í frétt á vef bankans .
Niðurstöður könnunarinnar sýna að markaðsaðilar vænta þess að ársverðbólga verði 3,3% eftir eitt ár og 3,5% eftir tvö ár sem er um 0,5-0,7 prósentna lækkun frá síðustu könnun.
Minni breytingar voru milli kannana á verðbólguvæntingum markaðsaðila til lengri tíma litið. Vænta þeir að ársverðbólga verði að meðaltali 3,8% á næstu fimm árum, sem er lækkun um 0,2 prósentur milli kannana, en 4% á næstu tíu árum, líkt og í október.
Þá vænta þeir jafnframt þess að gengi krónu gagnvart evru verði sex prósentum hærra eftir eitt ár en þeir væntu í síðustu könnun bankans.
Vextir haldist óbreyttir
Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að veðlánavextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 6% til loka þessa árs. Það eru 0,5 prósentum lægri vextir en þeir væntu í október.
Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að markaðsaðilar vænta 0,25 prósenta hækkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að vextirnir verði orðnir 6,5% eftir tvö ár.
Í fréttinni segir að þegar könnunin hafi verið framkvæmd hafi tæplega 53% markaðsaðila álitið taumhald peningastefnunnar vera hæfilegt. Um 37% töldu það hins vegar vera of þétt og rúmlega 5% töldu það of laust. Fleiri töldu taumhaldið of þétt nú, samanborið við októberkönnunina. | Væntingar markaðsaðila um ársverðbólgu hafa lækkað.
Nú vænta þeir þess að verðbólgan verði að meðaltali um 2,7% á fyrsta fjórðungi þessa árs og 2,8% á öðrum fjórðungi, sem er um 1,1-1,2 prósentum minni verðbólga en þeir gerðu ráð fyrir í lok októbermánaðar á síðasta ári.
Dagana 3.-5. febrúar kannaði Seðlabanki Íslands væntingar markaðsaðila til ýmissa hagstærða, svo sem verðbólgu og vaxta.
Niðurstöður könnunarinnar sýna að markaðsaðilar vænta þess að ársverðbólga verði 3,3% eftir eitt ár og 3,5% eftir tvö ár sem er um 0,5-0,7 prósentna lækkun frá síðustu könnun.
Niðurstöðurnar gefa jafnframt til kynna að markaðsaðilar vænta 0,25 prósenta hækkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og að vextirnir verði orðnir 6,5% eftir tvö ár.
Í fréttinni segir að þegar könnunin hafi verið framkvæmd hafi tæplega 53% markaðsaðila álitið taumhald peningastefnunnar vera hæfilegt. |
Meðlimum Pussy Riot sleppt úr haldi | Nadezhdu Tolokonnikovu og Mariu Alyokhinu, liðskonum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, hefur verið sleppt úr haldi. Þær, ásamt sjö öðrum, voru handteknar nálægt miðborg Sotsjí fyrr í dag.
Þær voru að sögn handteknar þrisvar sinnum í Sotsjí, á jafn mörgum dögum. Eins og margir muna eflaust voru þær stöllur látnar lausar í lok desember á síðasta ári og sögðu af því tilefni að sakaruppgjöfin væri ekkert annað en áróðursbragð stjórnvalda sem vildu fegra ásýnd sína fyrir vetrarólympíuleikana í Sotsjí, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International.
Samkvæmt Tolokonnikovu ásökuðu rússnesk stjórnvöld þær um að vera viðriðnar þjófnað á hóteli sem þær dvöldu á í Sotsjí. Hún segir raunverulega ástæðu handtökunnar vera tónlistarmyndband sem þær höfðu í hyggju að framleiða og ber titilinn, "Pútín mun kenna þér hvernig á að elska föðurlandið".
Í Rússlandi Pútíns hafa yfirvöld breytt tákni ólympíuhringanna - alheimstákni um von og sóknina eftir því besta í mannsandanum- í fjötra tjáningarfrelsisins, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni .
Aðgerðir stjórnvalda svívirðilegar
Að sögn Amnesty International eru aðgerðir stjórnvalda svívirðilegar. Samtökunum berast fregnir af daglegum handtökum aðgerðasinna í Sotjsí og á svæðinu í grennd við ólympíuleikana. Fólk er handtekið fyrir það eitt að tjá hug sinn friðsamlega. Rússnesk yfirvöld verða að binda enda á aukin og stigvaxandi mannréttindabrot í grennd við ólympíuleikana.
Meðal annarra sem handteknir voru 16. febrúar síðastliðinn voru Semyon Simonov sem er meðlimur í mannréttindamiðstöðinni Memorial, blaðamaður á útvarpsstöðinni Frjáls Evrópa og aðgerðasinninn David Hakim. | Nadezhdu Tolokonnikovu og Mariu Alyokhinu, liðskonum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, hefur verið sleppt úr haldi.
Þær, ásamt sjö öðrum, voru handteknar nálægt miðborg Sotsjí fyrr í dag.
Samkvæmt Tolokonnikovu ásökuðu rússnesk stjórnvöld þær um að vera viðriðnar þjófnað á hóteli sem þær dvöldu á í Sotsjí.
Hún segir raunverulega ástæðu handtökunnar vera tónlistarmyndband sem þær höfðu í hyggju að framleiða og ber titilinn, "Pútín mun kenna þér hvernig á að elska föðurlandið".
Að sögn Amnesty International eru aðgerðir stjórnvalda svívirðilegar. |
Alræmdur eiturlyfjabarón handtekinn | Mexíkóskir hermenn og bandarískir sérsveitarmenn hafa handsamað fíkniefnabaróninn alræmda Joaquin "El Chapo" Guzman. Hann er sagður vera fremstur á meðal jafningja í sölu fíkniefna á heimsvísu.
Guzman, sem stýrði Sinaloa-glæpasamtökunum, var handtekinn í dögun í Mazatlan sem er á vesturströnd landsins, en svæðið er vinsæll ferðamannastaður. Hann hefur verið á flótta undan lögreglunni í rúm 10 ár.
Bandarísk stjórnvöld höfðu sett 5 milljónir dala til höfuðs honum, þ.e. að hver sá sem gæti veitt upplýsingar um hvar Guzman væri að finna yrði sem samsvarar 570 milljónum kr. ríkari.
Guzman er sagður standa á bak við meirihluta þeirra ofbeldisverka sem hafa verið framin í Mexíkó í tengslum við fíkniefnaviðskipti á undanförnum árum.
Mexíkóskar hersveitir létu til skarar skríða eftir að hafa fengið ábendingu frá bandaríska fíkniefnaeftirlitinu og bandaríska heimavarnarráðuneytinu.
Guzman hafði sankað að sér miklum auðæfum á sama tíma og yfirvöld stóðu fyrir umfangsmikilli leit að honum á alþjóðavísu.
Hann hefur verið á flótta í rúm 10 ár eftir að honum tókst að flýja úr öryggisfangelsi með því að lauma sér út í þvottavagni. | Mexíkóskir hermenn og bandarískir sérsveitarmenn hafa handsamað fíkniefnabaróninn alræmda Joaquin "El Chapo" Guzman.
Guzman, sem stýrði Sinaloa-glæpasamtökunum, var handtekinn í dögun í Mazatlan sem er á vesturströnd landsins.
Hann hefur verið á flótta undan lögreglunni í rúm 10 ár.
Guzman er sagður standa á bak við meirihluta þeirra ofbeldisverka sem hafa verið framin í Mexíkó í tengslum við fíkniefnaviðskipti á undanförnum árum. |
Hinn slasaði með bakáverka | Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GNÁ, lenti með slasaðan mann við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14.54. Maðurinn, sem slasaðist við Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi, var með meðvitund samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Litlar upplýsingar liggja fyrir um líðan mannsins að svo stöddu en samkvæmt lögreglunni á Stykkishólmi var maðurinn, ásamt öðrum, á göngu í fjallshlíð við Rauðfeldargjá á sunnanverðu Snæfellsnesi er honum skrikaði fótur og féll fram af hengju og ofan í gil.
Í samtali við mbl.is sagði lögreglumaður hinn slasaða hafa fengið áverka á bak og hrygg. Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands. Björgunarmenn báru manninn um borð í sjúkrabifreið og flaug þyrla Landhelgisgæslunnar til móts við sjúkrabílinn. Var hinn slasaði svo fluttur yfir í þyrluna sem flaug með hann til Reykjavíkur.
Með björgunarmönnum í för voru sjúkraflutningamenn og læknir. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru aðstæður til björgunar nokkuð krefjandi og þurftu björgunarmenn m.a. að bera hinn slasaða einhverja leið.
Þyrla Gæslunnar send af stað
Maður féll fram af hengju | Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GNÁ, lenti með slasaðan mann við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14.54.
Maðurinn, sem slasaðist við Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi, var með meðvitund samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Sagði lögreglumaður hinn slasaða hafa fengið áverka á bak og hrygg.
Var því ákveðið að óska eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands.
Voru aðstæður til björgunar nokkuð krefjandi og þurftu björgunarmenn m.a. að bera hinn slasaða einhverja leið. |
Bíður áhyggjufullt eftir upplýsingum | Ættingjar og vinir farþega farþegaþotu malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, sem saknað hefur verið frá því í gærkvöldi, bíða nú margir á hóteli í Peking. Margir þeirra voru fluttir þaðan af flugvellinum þar sem þeir biðu eftir farþegunum en vélin átti að lenda þar kl. 22.30 í gærkvöldi að íslenskum tíma.
Fólkið er áhyggjufullt og óttast afdrif um ættingja sinna og vina. Það bíður óttaslegið eftir svörum og upplýsingum um afdrif flugvélarinnar. "Þeir ættu að geta gefið okkur einhverjar upplýsingar núna," sagði maður sem bíður á hótelinu.
Ungur maður sagði að flugfélagið væri gagnslaust. "Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekki gefið neinar upplýsingar," sagði hann. "Við biðum í fjórar klukkustundir og allt sem þeir gátu sagt okkur eru nokkur atriði sem þeir höfðu þegar sagt frá á blaðamannafundinum."
Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu voru 153 farþegar flugvélarinnar frá Malasíu. Í heildina voru 227 farþegar um borð og tólf manna áhöfn.
F rétt mbl.is: Leita malasískrar farþegaþotu | Ættingjar og vinir farþega farþegaþotu malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, sem saknað hefur verið frá því í gærkvöldi, bíða nú margir á hóteli í Peking.
Fólkið er áhyggjufullt og óttast afdrif um ættingja sinna og vina.
Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu voru 153 farþegar flugvélarinnar frá Malasíu.
Í heildina voru 227 farþegar um borð og tólf manna áhöfn. |
'"Allt í lagi, góða nótt"' | Það síðasta sem barst í gegnum fjarskipti frá flugstjórnarklefa flugs Malaysia Airlines 370 var: "Allt í lagi, góða nótt", sagði sendiherra Malasíu í Peking á fundi með aðstandendum Kínverja sem voru um borð í flugvélinni sem hvarf aðfaranótt laugardags.
Sendiherrann, Iskandar Sarudin, ræddi við ættingja og vini þeirra 153 Kínverja sem voru um borð. Alls voru 239 um borð í Boeing 777-þotunni er hún hvarf.
Ummælin, allt í lagi, góða nótt, lét einn flugmannanna falla þegar flugvélin fór úr malasískri lofthelgi yfir í víetnamska, að sögn sendiherrans.
Á sama tíma og ruglingur með leitarsvæðið eykst og hvort herinn í Malasíu hafi numið flugvélina á mælum sínum segir sendiherrann að ekki sé rétti tíminn til þess að fara yfir þau ummæli sem hafa komið frá yfirmönnum hersins í samtölum við almenning.
Gömul brot í starfi rifjuð upp
Eitt af því sem var rætt á fundinum með sendiherranum voru fréttir af því að einn af aðstoðarflugmönnunum, Fariq Abdul Hamid, 27 ára, hefði brotið reglur flugfélagsins árið 2011 með því að bjóða tveimur ungum konum frá Suður-Afríku inn í flugstjórnarklefann í flugi.
Aðstendur farþeganna eru ósáttir við þau svör sem þeir hafa fengið, ekki bara frá Malasíu heldur einnig kínverskum yfirvöldum sem þeir telja að geri ekki nóg við að aðstoða við leitina.
Sjö kínversk skip taka þátt í leitinni og það áttunda bætist við í dag, segir í frétt Xinhua-ríkisfréttastofunnar. En netnotendur hafa gagnrýnt mynd sem fréttastofan birtir með fréttinni af yfirmanni leitarinnar af hálfu Kínverja þar sem hann situr við skrifborð og talar í símann. "Á hvaða áratug er þetta, að þeir skuli enn taka myndir af þessu tagi? Er það gert til þess að sýna að leiðtogarnir eru í önnum?" er spurt á vefnum.
Einn ritar að þrátt fyrir að 96 klukkustundir séu liðnar síðan síðast heyrðist í flugi MH370 og að tíu þjóðir taki þátt í leitinni hafi hvorki fundist tangur né tetur af vélinni. | Það síðasta sem barst í gegnum fjarskipti frá flugstjórnarklefa flugs Malaysia Airlines 370 var: "Allt í lagi, góða nótt", sagði sendiherra Malasíu í Peking á fundi með aðstandendum Kínverja sem voru um borð í flugvélinni sem hvarf aðfaranótt laugardags.
Sendiherrann, Iskandar Sarudin, ræddi við ættingja og vini þeirra 153 Kínverja sem voru um borð.
Alls voru 239 um borð í Boeing 777-þotunni er hún hvarf.
Ummælin, allt í lagi, góða nótt, lét einn flugmannanna falla þegar flugvélin fór úr malasískri lofthelgi yfir í víetnamska, að sögn sendiherrans.
Sjö kínversk skip taka þátt í leitinni og það áttunda bætist við í dag, segir í frétt Xinhua-ríkisfréttastofunnar. |
Evrópumálin rædd áfram í þinginu | Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka er nú hafin á Alþingi en málið var rætt bæði í gær og í fyrradag. Þingfundur hófst klukkan 15:00 í dag og umræðan um tillöguna var fyrsta mál á dagskrá eftir umræður um störf þingsins.
Fjöldi mála er sem fyrr á dagskrá þingsins líkt og undanfarna daga en þau mál hafa hins vegar ekki verið tekin fyrir enn vegna umræðunnar um þingsályktunartillöguna. Gera má ráð fyrir að umræða um tillöguna standi fram á kvöld þar sem flestar ræður verða fluttar af stjórnarandstæðingum líkt og undanfarna tvo daga. Sextán þingmenn eru nú á mælendaskrá og þar af fjórtán stjórnarandstæðingar.
Stjórnarandstæðingar hafa sakað ríkisstjórnina um að vilja keyra málið í gegnum þingið. Utanríkisráðherra sagði hins vegar á Alþingi í gær að hann vildi gjarnan að þingsályktunartillagan kæmist til utanríkismálanefndar þingsins ásamt tveimur tillögum stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæði um framhald umsóknarferlisins þar sem þær fengju ítarlega umfjöllun. Engin ástæða væri til þess að flýta sér í þeim efnum. | Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið verði dregin til baka er nú hafin á Alþingi en málið var rætt bæði í gær og í fyrradag.
Þingfundur hófst klukkan 15:00 í dag og umræðan um tillöguna var fyrsta mál á dagskrá eftir umræður um störf þingsins.
Sextán þingmenn eru nú á mælendaskrá og þar af fjórtán stjórnarandstæðingar.
Stjórnarandstæðingar hafa sakað ríkisstjórnina um að vilja keyra málið í gegnum þingið. |
Hryllilegt ofbeldi látið afskiptalaust | Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag hryllingi sínum vegna hömlulauss ofbeldis í Mið-Afríkulýðveldinu. Sagði hún að þar færi fram mannát, aftökur á götum úti án dóms og laga og þess væru dæmi að börn séu afhöfðuð.
Navi Pillay varaði við því að viðbrögð umheimsins væru allt of svifasein og kallaði af miklum þunga eftir aðgerðum.
"Hatrið milli samfélagshópa hefur náð skelfilegum hæðum," sagði Pillay á blaðamannafundi í höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, Bangui í dag.
"Þetta er nú orðið land þar sem fólk er ekki aðeins drepið, það er pyntað, brennt, aflimað og því misþyrmt. Börn hafa verið afhöfðuð og við þekkjum minnst fjögur dæmi þess að morðingjar hafi lagt sér til munns hold fórnarlamba sinna."
Þjóðernishreinsanir á múslímum
Algjör glundroði hefur verið í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarið ár, síðan uppreisnarmenn boluðu forsetanum Francois Bozize frá völdum. Landið er nú meira og minna stjórnlaust og hafa uppreisnarmenn gengið um drepandi, nauðgandi og rænandi.
Um 2.000 franskir hermenn eru í landinu til að reyna að koma á friði ásamt þrefalt fleiri hermönnum frá Afríkusambandið, en þeir hafa átt í miklum erfiðleikum með að koma í veg fyrir það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla þjóðernishreinsanir á múslímum sem eru í minnihluta í landinu.
Pillay sagði í dag að viðvera hersins hafi komið í veg fyrir að fjöldamorðin sem framin voru í desember og janúar endurtækju sig. Meira þurfi þó til ef koma eigi á friði.
Sagan endurtekur sig
"Það er enn verið að drepa fólk hvern einasta dag [...] Ég hef miklar áhyggjur af því hversu hægt umheimurinn bregst við. Lífsnauðsynleg neyðarhjálp fæst ekki fjármögnuð, innan við 20% af því sem við þurfum hefur fengist," sagði Pillay.
"Alþjóðasamfélagið virðist hafa gleymt því sem við lærðum í Bosníu og Hersegóvínu, Rúanda, Kósóvó og Austur-Tímor - svo ég nefni nokkur dæmi. Ég kemst ekki hjá því að hugsa að ef Mið-Afríkulýðveldið væri ekki fátækt land, falið í miðju hjarta Afríku, þá myndu þessir hræðilegu atburðir sem þar hafa gerst og halda áfram að gerast hafa kallað fram mun sterkari og öflugri viðbrögð frá umheiminum." | Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag hryllingi sínum vegna hömlulauss ofbeldis í Mið-Afríkulýðveldinu.
Sagði hún að þar færi fram mannát, aftökur á götum úti án dóms og laga og þess væru dæmi að börn séu afhöfðuð.
Navi Pillay varaði við því að viðbrögð umheimsins væru allt of svifasein og kallaði af miklum þunga eftir aðgerðum.
Algjör glundroði hefur verið í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarið ár, síðan uppreisnarmenn boluðu forsetanum Francois Bozize frá völdum.
Landið er nú meira og minna stjórnlaust og hafa uppreisnarmenn gengið um drepandi, nauðgandi og rænandi.
Um 2.000 franskir hermenn eru í landinu til að reyna að koma á friði ásamt þrefalt fleiri hermönnum frá Afríkusambandið. |
Íbúð leigð út fyrir á aðra milljón á mánuði | Dæmi eru um að íbúðir miðsvæðis í Reykjavík séu leigðar til erlendra ferðamanna fyrir vel á aðra milljón króna á mánuði.
Á vefsíðunni ownersdirect.co.uk er á annan tug íbúða í Reykjavík til útleigu. Íbúðirnar eru misstórar en þar rúmast samanlagt tugir manna, eða jafn margir og á dæmigerðu gistihúsi. Er umræddur vefur aðeins einn margra þar sem íbúðir í Reykjavík eru boðnar ferðamönnum til leigu og er áætlað að slíkar íbúðir skipti nú hundruðum.
Blaðamaður ræddi við eiganda einnar eignar á umræddum vef sem sagðist geta hugsað sér að leigja eign sína út til til frambúðar á sumrin, slíkir væru tekjumöguleikarnir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Séu afborganir af fasteignaláni fyrir vel staðsetta eign t.d. 170 þúsund kr. á mánuði, eða rúmar 2 milljónir kr. á ári, getur sumarleiga ein og sér skapað tekjur ríflega umfram það, jafnvel langt umfram það, sé eftirspurnin mikil.
Mismunandi er hvort íbúðirnar eru til útleigu ótímabundið eða ekki.
Verðlistarnir eru líka mismunandi en almennt er gefið upp vetrar- og sumarverð, og miðast sumarið jafnan við 1. maí til 30. sept.
Fjórar íbúðir eru til leigu á Laugavegi 94, en þar er nýlegt fjölbýlishús á gamla Stjörnubíósreitnum. Yfir sumarið kostar dagurinn 315 evrur í einni íbúðinni en 235 evrur í hinum þremur. Jafngildir það 49,3 þús. krónum annars vegar og 36,8 þús. krónum hins vegar, sé miðað við núverandi gengi.
Vikan á allt að 329 þúsund
Vikuleigan kostar 1.500 og 2.100 evrur, eða 235 og 329 þús. krónur. Yfir veturinn kostar dagurinn 26 þús. til 34,4 þúsund kr. en vikan frá 173 þús. til 224 þúsund kr.
Við Laugaveginn er stök íbúð til útleigu en götunafn og húsnúmer er ekki gefið upp. Þar kostar mánuðurinn yfir sumarið 7.169 evrur eða um 1.122 þúsund kr. Yfir veturinn kostar mánuðurinn 3.499 evrur eða 548 þús. kr. Vikuleigan kostar 258 þús. kr. á sumrin en 141 þús. á veturna. Tekið er fram að hægt sé að gera tilboð í gistinguna. Dagurinn kostar 46,8 þúsund krónur á sumrin en 23 þúsund krónur á veturna.
Ódýrasta dagsleigan fyrir eignir á þessum vef kostar 95 pund yfir sumarið, eða um 17.800 krónur. Sú eign er á Seltjarnarnesi. | Dæmi eru um að íbúðir miðsvæðis í Reykjavík séu leigðar til erlendra ferðamanna fyrir vel á aðra milljón króna á mánuði.
Á vefsíðunni ownersdirect.co.uk er á annan tug íbúða í Reykjavík til útleigu.
Séu afborganir af fasteignaláni fyrir vel staðsetta eign t.d. 170 þúsund kr. á mánuði, eða rúmar 2 milljónir kr. á ári, getur sumarleiga ein og sér skapað tekjur ríflega umfram það.
Mismunandi er hvort íbúðirnar eru til útleigu ótímabundið eða ekki.
Fjórar íbúðir eru til leigu á Laugavegi 94, en þar er nýlegt fjölbýlishús á gamla Stjörnubíósreitnum. Yfir sumarið kostar dagurinn 315 evrur í einni íbúðinni en 235 evrur í hinum þremur.
Ódýrasta dagsleigan fyrir eignir á þessum vef kostar 95 pund yfir sumarið, eða um 17.800 krónur. Sú eign er á Seltjarnarnesi. |
Blaðamennska er ekki glæpur | Samtök fjölmiðla víða um heim hafa tekið sig saman um að krefjast þess að þrír fréttamenn al-Jazeera, sem hafa verið í haldi í Egyptalandi í 100 daga, verði látnir lausir.
Fréttamennirnir hafa verið í haldi síðan í febrúar sakaðir um að hafa skrifað falsaðar fréttir og að þeir væru stuðningsmenn Bræðalags múslíma, sem nú eru á skrá sem hryðjuverkasamtök í heimalandinu, Egyptalandi. Meðal fréttamannanna er Peter Greste, sem áður starfaði fyrir BBC.
Réttarhöld yfir þremenningunum hófust í febrúar en þeir neita sök og segja forsvarsmenn al-Jazeera ákæruna fáránlega.
Fréttamennirnir þrír eru meðal tuttugu sem eru bornir svipuðum sökum. Aðeins átta þeirra eru enn í haldi en 12 hafa ekki verið fangelsaðir.
Fjórði fréttamaður al-Jazeera, Abdullah al-Shami, hefur setið í fangelsi án ákæru síðan í ágúst. Hann er nú í hungurverkfalli og að sögn eiginkonu hans fer heilsu hans hrakandi.
Auk Grestes eru yfirmaður al-Jazeera í Egyptalandi, Mohamed Adel Fahmy, og egypskur framleiðandi, Baher Mohamed, í haldi en þeir voru handteknir á hóteli í Kaíró í desember.
Þeir eru sakaðir um að hafa aðstoðað Bræðralag múslima en starfsemi þeirra var bönnuð í Egyptalandi í desember, segir í frétt BBC.
Þremenningarnir deila klefa og fá einungis að yfirgefa klefann klukkutíma á dag. Meðal þeirra sem fara fram á að fréttamennirnir verði látnir lausir eru Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar auk mannúðarsamtaka og samtaka blaðamanna.
Í dag hófst herferð á Twitter þar sem blaðamenn birta myndir af sér með svart límband fyrir munninn til þess að minna á stöðu blaðamanna í heiminum í dag #freejournalism
Réttarhöldin andlegar pyntingar | Samtök fjölmiðla víða um heim hafa tekið sig saman um að krefjast þess að þrír fréttamenn al-Jazeera verði látnir lausir.
Fréttamennirnir hafa verið í haldi síðan í febrúar sakaðir um að hafa skrifað falsaðar fréttir og að þeir væru stuðningsmenn Bræðalags múslíma.
Meðal fréttamannanna er Peter Greste, sem áður starfaði fyrir BBC.
Fréttamennirnir þrír eru meðal tuttugu sem eru bornir svipuðum sökum.
Í dag hófst herferð á Twitter þar sem blaðamenn birta myndir af sér með svart límband fyrir munninn til þess að minna á stöðu blaðamanna í heiminum í dag. |
Lögbanni frestað í tíu daga | Lögbannsgerð vegna gjaldtöku við Geysi var í morgun frestað til 25. maí af sýslumanninum á Selfossi. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði síðastliðinn mánudag að embættinu bæri að verða við kröfu ríkisins um að leggja lögbann á gjaldtökuna. Sýslumaðurinn hafði áður hafnað þeirri kröfu. Um sameiginlega ákvörðun ríkisins og Landeigendafélags Geysis var að ræða.
Aðilar málsins hafa þar með tækifæri til þess að fara betur yfir úrskurðinn og mögulega ræða saman um málið að sögn Ívars Pálssonar, hæstaréttarlögmanns og lögmanns ríkisins í málinu. Hann hafði áður opnað á þennan möguleika eins og mbl.is fjallaði um í gær. Hann segist ekki endilega eiga von á að mögulegar viðræður leiði til einhvers konar samkomulags en það sé engu að síður jákvætt ef menn bera saman bækur sínar.
"Við fögnum þessu bara og sérstaklega skilaboðum lögmanns ríkisins að þeir vilji tala við okkur á jafnréttisgrundvelli. Við höfum alltaf lýst okkur reiðubúna til viðræðna en við höfum bara aldrei fengið það samtal, allavega ekki á jafnréttisgrunni," segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. Spurður um framhald gjaldheimtu við Geysi segir hann að henni hafi verið hætt eftir að úrskurður héraðsdóms lá fyrir og samkomulag sé um að henni verði ekki haldið áfram. | Lögbannsgerð vegna gjaldtöku við Geysi var í morgun frestað til 25. maí af sýslumanninum á Selfossi.
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði síðastliðinn mánudag að embættinu bæri að verða við kröfu ríkisins um að leggja lögbann á gjaldtökuna.
Sýslumaðurinn hafði áður hafnað þeirri kröfu.
Um sameiginlega ákvörðun ríkisins og Landeigendafélags Geysis var að ræða.
Við höfum alltaf lýst okkur reiðubúna til viðræðna en við höfum bara aldrei fengið það samtal, allavega ekki á jafnréttisgrunni," segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis. |
Víða mögulegt að skíða | Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður lokað í dag vegna veðurs en mikill vindur er á svæðinu og kviður allt það 20 metrum á sekúndu. Útlit er fyrir að það sama verði uppi á teningnum í Hlíðarfjalli við Akureyri en enn er í skoðun hvort opnað verði klukkan tíu. Er fólk beðið um að fylgjast með vefsíðu skíðasvæðisins og Facebook-síðu þess.
Hins vegar verður opið í Oddskarði á Austurlandi frá klukkan 10-17 og í Stafdal frá 10-16. Páskaeggjamót fyrir 8 ára og yngri hefst í Oddskarði klukkan 13 þar sem lagðar verða tvær brautir hlið við hlið með léttum þrautum. Allir fá síðan páskaegg í lok keppni. Þá verður boðið upp á páskaeggjaleit í Stafdal.
Einnig verður opið í dag í Tindastóli við Sauðárkrók frá klukkan 11-16 og sama er að segja um skíðasvæðið við Siglufjörð. Þá verður opið á skíðasvæðinu við Ísafjörð í dag. Frá klukkan 10-17 í Tungudal og frá klukkan 11 í Seljalandsdal. | Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður lokað í dag vegna veðurs.
Útlit er fyrir að það sama verði uppi á teningnum í Hlíðarfjalli við Akureyri.
Er fólk beðið um að fylgjast með vefsíðu skíðasvæðisins og Facebook-síðu þess.
Hins vegar verður opið í Oddskarði á Austurlandi frá klukkan 10-17 og í Stafdal frá 10-16.
Einnig verður opið í dag í Tindastóli við Sauðárkrók frá klukkan 11-16.
Þá verður opið á skíðasvæðinu við Ísafjörð í dag. |
Kröfur til stjórnenda ekki miklar | Staðreyndin er sú að kröfur til þeirra sem stofna fyrirtæki eru ekki sérstaklega miklar. Þannig er væntanlega einhver hópur sem er trúað fyrir því að innheimta virðisaukaskatt og staðgreiðslu, en myndi ekki njóta venjulegrar fyrirgreiðslu hjá fjármálafyrirtæki. Þetta segir í leiðara Tíundar, tímarits Ríkisskattstjóra, sem Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Sigurður Jensson, sviðstjóri eftirlitssviðs, rita.
Segir í leiðaranum að töluvert hafi borið á svartri atvinnustarfsemi frá því að efnahagsþrengingarnar skullu á árið 2008, en bent er á að slík starfsemi skili sér ekki aðeins í minni skatttekjum fyrir ríkið, heldur geti það einnig leitt til þess að samkeppnisstaða skekkist verulega og að útgreiðslur úr bótakerfi almannatrygginga verði ofreiknað. Segir að þetta sé alvarleg meinsemd sem skattayfirvöld þurfi að vinna gegn.
Telja leiðarhöfundar að ástæða sé til þess að huga að ábyrgð forsvarsmanna rekstraraðila og meta hvort ástæða sé til að tengja ábyrgð þeirra sem rekstrinum stjórna við það fyrirkomulag sem þeir kjósa að hafa reksturinn í og að þeir taki þá afleiðingum af slíku. Bent er á að lögaðilar beri þá skyldu að halda eftir staðgreiðslu af launamönnum og innheimta virðisaukaskatt og því fylgi ábyrgð sem sé ekki nægjanlega rík í lögum. | Staðreyndin er sú að kröfur til þeirra sem stofna fyrirtæki eru ekki sérstaklega miklar.
Þetta segir í leiðara Tíundar, tímarits Ríkisskattstjóra, sem Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri og Sigurður Jensson, sviðstjóri eftirlitssviðs, rita.
Töluvert hafi borið á svartri atvinnustarfsemi frá því að efnahagsþrengingarnar skullu á árið 2008.
Segir að þetta sé alvarleg meinsemd sem skattayfirvöld þurfi að vinna gegn.
Ástæða sé til þess að huga að ábyrgð forsvarsmanna rekstraraðila. |
Lochte náði að sigra Phelps | Sigursælasti sundmaður heims, Michael Phelps, mátti sætta sig við annað sætið í úrslitunum í 100 metra flugsundinu á Grand Prix mótinu í Mesa í Arizona í nótt en þar tapaði hann naumlega fyrir sínum gamla keppinauti Ryan Lochte.
Phelps, sem keppti í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í London 2012, náði bestum tíma í undanrásunum en í úrslitasundinu tókst Lochte að hafa betur, synti á 51,93 sekúndum en Phelps á 52,13. Heimsmetið hjá Phelps í greininni er 49,82 sekúndur og fimm ára gamalt.
Lochte, sem náði að vinna Phelps í 400 metra fjórsundi í London, var því 2/10 á sekúndum á undan.
"Ég er aldrei sáttur við að tapa en ég gerði það sem ég stefndi á. Ég ætlaði að vera í kringum 52 sekúndurnar. Fyrir utan líklega versta snúning minn á ferlinum gekk þetta bara ansi vel og var stórskemmtilegt," sagði Phelps við fréttamenn eftir sundið en hann á ennþá heimsmetið í þremur greinum.
Hann útilokar ekki að setja stefnuna á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 en vildi ekki horfa of langt fram í tímann, og ekki heldur Bob Bowman þjálfari hans. "Ég er bara ánægður með að hann komst í gegnum þetta mót. Hann er búinn að tryggja sér keppnisrétt á meistaramótinu og tækifærið er fyrir hendi ef hann vill nýta sér það," sagði Bowman. | Sigursælasti sundmaður heims, Michael Phelps, mátti sætta sig við annað sætið í úrslitunum í 100 metra flugsundinu á Grand Prix mótinu í Mesa í Arizona í nótt en þar tapaði hann naumlega fyrir sínum gamla keppinauti Ryan Lochte.
Phelps, sem keppti í fyrsta sinn síðan á Ólympíuleikunum í London 2012, náði bestum tíma í undanrásunum en í úrslitasundinu tókst Lochte að hafa betur, synti á 51,93 sekúndum en Phelps á 52,13. |
Aðferðir saksóknara "svakalegar" | "Aðferðirnar eru alveg svakalegar þegar maður lendir í þessum yfirheyrslum hjá ykkur." Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð fór fram vegna ákæru sérstaks saksóknara á hendur honum fór fram í svokölluðu Ímon-máli fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.
Fór Sigurjón hörðum orðum um vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara þar sem hann hafi verið yfirheyrður. Hamrað væri á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeim væri ítrekað neitað þar til hinir yfirheyrðu færu að trúa því að þeir hafi gert það sem starfsmenn embættisins héldu fram í trausti þess að eir vissu hvaðþeir væru að tala um. Síðan þegar gögn væru skoðuð kæmi það ekki ekki heim og saman við þau.
"Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli," sagði Sigurjón þar sem hann lýsti sig saklausan af ákæruefnum en málið snýst um kaup Ímons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, á rúmlega 4% hlut í Landsbanka Íslands fyrir rúmlega 5 milljarða króna með láni frá bankanum haustið 2008 rétt fyrir fall bankans. Einnig er ákært vegna láns til félagsins Azalea Rescources í eigu Ari Salmivouri, finnsks fjárfestis og viðskiptafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, upp á 3,8 milljarða króna um sama leyti.
Sigurjón sagði hann aðeins hafa komið að ákvörðun um lánið til Ímons og samþykkt það enda hafi það verið Landsbanka Íslands hagfellt og nægar tryggingar fyrir því. Annars vegar hluturinn í bankanum og hins vegar bræef Ímons í Byr. Hann myndi samþykkja lánið í dag aftur miðað við sömu upplýsingar. Lánið til Azalea Rescources hafi hins vegar aldrei komið inn á hans borð. | "Aðferðirnar eru alveg svakalegar þegar maður lendir í þessum yfirheyrslum hjá ykkur."
Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð fór fram vegna ákæru sérstaks saksóknara á hendur honum fór fram í svokölluðu Ímon-máli fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.
Sigurjón sagði hann aðeins hafa komið að ákvörðun um lánið til Ímons og samþykkt það enda hafi það verið Landsbanka Íslands hagfellt og nægar tryggingar fyrir því.
Hann myndi samþykkja lánið í dag aftur miðað við sömu upplýsingar.
Lánið til Azalea Rescources hafi hins vegar aldrei komið inn á hans borð. |
Tvímælalaust bankanum í hag | Tvímælalaust var Landsbanka Íslands í hag að veita Ímon ehf., félagi í eigu Magnúsar Ármanns, lán til kaupa á hlut í bankanum. Þetta kom fram í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns fyrirtækjasviðs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Samið var um lánið haustið 2008 rétt áður en bankinn féll. Elín er ákærð af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna málsins en embættið telur að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til þess að láta líta út fyrir að eftirspurn væri eftir bréfum í bankanum. Elín vísaði til þess að hluturinn í Landsbanka Íslands hafi verið lagður að veði fyrir láninu, sem var upp á rúma 5 milljarða króna, sem þýddi að í raun fóru engir fjármunir út úr bankanum. Þá hefði viðbótartryggingar verið lagðar fram. Hún hafi metið það sem svo að Ímon væri traust fyrirtæki á þeim tíma.
Spurð af Arnþrúði Þórarinsdóttur saksóknara hvort ekki hafi verið ástæða til þess að fara sérstaklega varlega miðað við stöðuna á mörkuðum á þessum tíma svaraði Elín að alltaf væri ástæða til þess að fara varlega þegar peningar væru lánaðir út. Hún hafi einfaldlega talið að lánveitingin til Ímons hafi verið bankanum í hag. Hún sagðist ennfremur fyrir dómi hafa haft fulla trú á Landsbanka Íslands.
Spurð af verjanda sínum, Helgu Melkorku Óttarsdóttur hæstaréttarlögmanni, hvort hún hafi haft persónulega hagsmuni af lánveitingunni sagði hún svo ekki hafa verið. Hún hafi þannig ekki átt hlutabréf í Landsbanka Íslands. Hún ítrekaði ennfremur aðspurð að hún hafi talið lánveitinguna þjóna hagsmunum bankans: "Klárlega þjónaði þessi lánveiting hagsmunum bankans." Hún hafi hins vegar hvergi komið nálægt viðskiptunum með hlut í bankanum. | Tvímælalaust var Landsbanka Íslands í hag að veita Ímon ehf., félagi í eigu Magnúsar Ármanns, lán til kaupa á hlut í bankanum.
Þetta kom fram í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns fyrirtækjasviðs, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Samið var um lánið haustið 2008 rétt áður en bankinn féll.
Elín er ákærð af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna málsins.
Spurð af verjanda sínum, Helgu Melkorku Óttarsdóttur hæstaréttarlögmanni, hvort hún hafi haft persónulega hagsmuni af lánveitingunni sagði hún svo ekki hafa verið. |
Kveikjur allt í kring á safni Einars | Markmiðið er að kveikja innblástur og fá Hnitbjörgin í lið með okkur til að leysa sköpunargáfuna úr læðingi," segir Margrét Lóa Jónsdóttir rithöfundur og ljóðskáld sem ætlar að vera með ritsmiðju fyrir 8-14 ára börn á listasafni Einars Jónssonar.
"Umhverfið er mjög heillandi, þetta magnaða safn og verkin þar geta án efa vakið innblástur með krökkunum. Verk Einars eru svo frásagnarkennd og þetta er spennandi heimur sem krakkar hrífast mjög auðveldlega af. Í verkum hans lifna þjóðsögurnar við með útilegumönnum og nátttröllum, en þarna eru líka víkingar og drekar. Ímyndunaraflið fer hæglega á flug og það er auðvitað skemmtilegt þegar maður hefur kveikjur allt í kring hér á safni Einars.
Að svamla um í heimi bernskunnar
Margrét Lóa tekur fram að markmiðið sé ekki að endursegja sögur, heldur að kveikja hugmyndir að nýjum sögum eða jafnvel búa til hliðarsögur. "Eitthvað sem kemur upp þegar hugsað er um þjóðsögur, náttúru Íslands, norræna goðafræði og öll þau tákn sem Einar var hallur undir. Þetta verður gaman því börn eru svo skapandi, þetta er enn allt svo opið hjá þeim. Þau eru full af ævintýrum. Börn eru algerlega abstrakt hugsandi og skapandi, en svo rjátlast þetta því miður oft af með aldrinum. Jafnvel á unglingsaldri eru þau byrjuð að loka. En þá þarf að reyna að snúa lyklinum aðeins í skránni og minna fólk á barnið sem í því býr. Þeir sem eru svo lánsamir að fást við sköpun eða til dæmis heimspekiiðkun fá enn að svamla um í heimi bernskunnar þar sem frelsið og ímyndunaraflið virðist nær draumvitundinni. Í smiðju sem þessari er nauðsynlegt að nálgast barnið í okkur."
Margrét Lóa segist ætla að tala um listamanninn Einar Jónsson við krakkana sem koma í smiðjuna. "Við ætlum að sýna þeim myndir af honum og annað frá honum, þannig að hann verði svolítið nálægur. Við ætlum að sýna þeim íbúðina hans í safninu þar sem hann bjó, því hún er enn eins og hún var á hans tíma. Og sama má segja um vinnustofuna hans. Þetta er magnað og ævintýralegt umhverfi, svo ekki sé minnst á garðinn. Listasafn Einars var fyrsta listasafnsbyggingin sem var reist á Íslandi og markar byggðina á Skólavörðuholtinu. Þetta safn reis eins og drungalegur kastali á hæðinni þar sem ekkert var í kring og við ætlum einnig að sýna krökkunum gamlar myndir frá þeim tíma. Þannig sjá þau líka hversu mikill frumkvöðull hann var."
Texti saminn til að hljóma
Margrét Lóa segir að afraksturinn, sögur krakkanna sem mæta í smiðjuna, muni verða aðgengilegur gestum safnsins. "Við ætlum að safna þessu öllu saman, vera dugleg að taka fullt af myndum og vonandi getum við líka tengt myndbönd þar sem krakkarnir flytja sögurnar sínar. Mér sem ljóðskáldi finnst mikilvægt að minna á að texti er saminn til að hljóma. Munnmælasögur hafa ratað til okkar líkt og þjóðsögurnar, og með sögusmiðju og flutningi krakkanna skapast tenging við þessa hringrás fortíðarinnar."
Ævintýraveröld Hnitbjarga Þann 1. maí kl. 14 - 16 gefst börnum kostur á að spreyta sig í skapandi skrifum undir leiðsögn Magrétar Lóu Jónsdóttur rithöfundar. Vettvangurinn er ævintýraleg veröld Hnitbjarga, Listasafns Einars Jónssonar. Kynntar verða goðsagnir og þjóðsögur í nokkrum verka Einars og þær notaðar sem kveikja í nýtt efni sögusmiðanna. Skrá þarf þátttakendur fyrirfram því einungis kemst takmarkaður fjöldi barna að.
Tölvupóstur tilskráningar er: [email protected] | Markmiðið er að kveikja innblástur og fá Hnitbjörgin í lið með okkur til að leysa sköpunargáfuna úr læðingi," segir Margrét Lóa Jónsdóttir rithöfundur og ljóðskáld sem ætlar að vera með ritsmiðju fyrir 8-14 ára börn á listasafni Einars Jónssonar.
"Umhverfið er mjög heillandi, þetta magnaða safn og verkin þar geta án efa vakið innblástur með krökkunum. Verk Einars eru svo frásagnarkennd og þetta er spennandi heimur sem krakkar hrífast mjög auðveldlega af."
Margrét Lóa tekur fram að markmiðið sé ekki að endursegja sögur, heldur að kveikja hugmyndir að nýjum sögum eða jafnvel búa til hliðarsögur.
Margrét Lóa segist ætla að tala um listamanninn Einar Jónsson við krakkana sem koma í smiðjuna.
"Við ætlum að sýna þeim íbúðina hans í safninu þar sem hann bjó, því hún er enn eins og hún var á hans tíma. Og sama má segja um vinnustofuna hans."
Margrét Lóa segir að afraksturinn, sögur krakkanna sem mæta í smiðjuna, muni verða aðgengilegur gestum safnsins. |
Engir eftirskjálftar hafa mælst | Engir eftirskjálftar hafa mælst við Hestfjall í Árnessýslu eftir að skjálfti upp á 4,3 stig reið þar yfir á tólfta tímanum í gærkvöldi. Um þekkt jarðskjálftasvæði er að ræða en skjálftinn var í sprungu sem myndaðist í skjálfta upp á sjö stig árið 1784, að sögn Sigþrúðar Ármannssonar, jarðváreftirlitsmanns hjá Veðurstofu Íslands.
Hestfjall er í Grímsnesinu og fannst skjálftinn víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Sigþrúðar eru skjálftar algengir á þessum slóðum enda á þverbrotabeltinu á Suðurlandi. Skjálftar þar eru hins vegar yfirleitt ekki jafn stórir og þessi sem reið yfir í gærkvöldi og eins vekur það athygli að engir eftirskjálftar hafa mælst.
Síðari Suðurlandsskjálftinn sem reið yfir skömmu fyrir klukkan eitt aðfararnótt 21. júní árið 2001 átti upptök sín á þessum slóðum en sá skjálfti mældist 6,6 stig.
Þverbrotabelt" er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja. Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnes-brotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlands-brotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið, samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands.
Rólegt á skjálftavaktinni | Engir eftirskjálftar hafa mælst við Hestfjall í Árnessýslu eftir að skjálfti upp á 4,3 stig reið þar yfir á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Um þekkt jarðskjálftasvæði er að ræða en skjálftinn var í sprungu sem myndaðist í skjálfta upp á sjö stig árið 1784, að sögn Sigþrúðar Ármannssonar, jarðváreftirlitsmanns hjá Veðurstofu Íslands.
Síðari Suðurlandsskjálftinn sem reið yfir skömmu fyrir klukkan eitt aðfararnótt 21. júní árið 2001 átti upptök sín á þessum slóðum en sá skjálfti mældist 6,6 stig. |
Ný ráðgjöf um loðnu og makríl | Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að heildar upphafsaflamark á næstu loðnuvertíð verði 225 þúsund tonn eða 50% af áætluðu veiðiþoli, sem er 450 þúsund tonn. Þetta kemur fram í ráðgjöf ICES um loðnu á hafsvæðinu við Ísland, Austur-Grænland og makríl á norðaustanverðu Atlantshafi.
Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknarstofnunar.
Þar segir, hvað loðnu varðar, að gert sé ráð fyrir að 400 þúsund tonn verði eftir til hrygningar fyrri hluta árs 2015. Til samanburðar var heildaraflamark síðustu vertíð með allra minnsta móti eða 160 þús tonn.
Hvað varðar makríl þá hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið undanfarin ár veitt ráðgjöf samkvæmt aflareglu þar sem aflamarkið ákvarðast af niðurstöðum stofnmatslíkans og hafi aflamarkið fyrir árið 2013 verið 542 þúsund tonn. Í fyrrahaust hafi ákveðið að styðjast ekki við stofnmatslíkanið. Megin ástæða þess séu óáreiðanleg aflagögn fram til ársins 2006. Ráðlagt aflamark fyrir árið 2014 hafi þá verið um 890 þúsund tonn, en á grundvelli þess hafi aflamark Íslands verið ákveðið 147 þúsund tonn.
"Sérstakur fundur um stofnmat á makríl var haldinn á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins í febrúar síðastliðinn. Þar var rýnt í öll möguleg gögn sem nýst geta í stofnmati og ný líkön prófuð. Niðurstaða þeirra þeirrar vinnu var þróun á stofnmatslíkani sem að tók á annmörkum í gögnum. Í framhaldinu hefur ráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins uppfært ráðgjöfina frá í haust og er ráðlagt aflamark fyrir árið 2014 nú 927-1011 þúsund tonn.
Ekki hefur náðst samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr stofninum um skiptingu aflamarks," segir í frétt Hafrannsóknarstofnunar.
Nánar hér . | Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að heildar upphafsaflamark á næstu loðnuvertíð verði 225 þúsund tonn eða 50% af áætluðu veiðiþoli, sem er 450 þúsund tonn.
Hvað varðar makríl þá hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið undanfarin ár veitt ráðgjöf samkvæmt aflareglu þar sem aflamarkið ákvarðast af niðurstöðum stofnmatslíkans.
Hafi aflamarkið fyrir árið 2013 verið 542 þúsund tonn.
Í fyrrahaust hafi ákveðið að styðjast ekki við stofnmatslíkanið.
Megin ástæða þess séu óáreiðanleg aflagögn fram til ársins 2006. |
Loforðin "greinilega orðin tóm" | Aðalfundur Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga fordæmir harðlega ákvörðun Vísis hf. um að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík 1. maí 2014 en við það misstu um 60 starfsmenn vinnuna. "Loforð og ráðagerðir Vísis hf. þegar fyrirtækið eignaðist Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. um að efla starfsemina á Húsavík til muna eru greinilega orðin tóm," segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Framsýnar í gær.
Þá segir í ályktuninni:
"Þá er forkastanlegt að fyrirtækið ætli sér að komast hjá því að greiða starfsmönnum kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest með því að beina þeim á atvinnuleysisbætur og ætla þar með ríkissjóði að standa við skuldbindingar fyrirtækisins. Í ljósi þessa hefur Framsýn falið lögfræðingum félagsins að stefna fyrirtækinu Vísi hf. fyrir félagsdóm.
Vegna þessarar tilraunar til misnotkunar á rétti fyrirtækja til að senda fólk heim í hráefnisskorti telur Framsýn einboðið að Alþingi breyti lögum um rétt fiskvinnslufyrirtækja til að fá endurgreiðslur frá Atvinnutryggingasjóði í hráefnisskorti vegna hráefnislausra daga. Það verður aldrei sátt um að fyrirtæki í fiskvinnslu reyni að leika á kerfið með þessum hætti." | Aðalfundur Framsýnar, stéttarfélags Þingeyinga fordæmir harðlega ákvörðun Vísis hf. um að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík 1. maí 2014 en við það misstu um 60 starfsmenn vinnuna.
"Loforð og ráðagerðir Vísis hf. þegar fyrirtækið eignaðist Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. um að efla starfsemina á Húsavík til muna eru greinilega orðin tóm," segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Framsýnar í gær.
"Telur Framsýn einboðið að Alþingi breyti lögum um rétt fiskvinnslufyrirtækja til að fá endurgreiðslur frá Atvinnutryggingasjóði í hráefnisskorti vegna hráefnislausra daga." |
Hreyfiseðlar verða hluti af almennri heilbrigðisþjónustu | Í dag voru undirritaðir samningar um innleiðingu hreyfiseðla í samræmi við ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að gera hreyfiseðla hluta af almennri heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt tilkynningu er tilraunaverkefni um notkun hreyfiseðla lokið og nú tekur við áætlun um endanlega innleiðingu þessa meðferðarforms hjá heilbrigðisstofnunum um allt land.
Notkun hreyfiseðla felst í því að læknar geta á formlegan hátt vísað sjúklingum á hreyfingu telji þeir að reglubundin og skipulögð hreyfing geti gagnast þeim sem hluti af meðferð. Þegar mat læknis liggur fyrir tekur svokallaður hreyfistjóri við sem útbýr í samráði við sjúklinginn áætlun um hvers konar hreyfingu hann eigi að stunda, hve oft, hve lengi í einu og af hve mikilli ákefð. Áætlunin tekur mið af áhrifum hreyfingar á þau vandamál sem sjúklingurinn á við að etja. Samkvæmt tilkynningu er það áskilið er að hreyfistjórarnir séu menntaðir sjúkraþjálfarar með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.
Innleiðing hreyfiseðla á Íslandi byggist á sænskri fyrirmynd en þetta meðferðarform hefur náð mikilli útbreiðslu þar og víðar um lönd á undanförnum árum og þykir árangursrík.
Í tilkynningunni kemur fram að við undirritun samninganna í dag sagðist Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vera viss um að hreyfiseðlarnir eigi eftir að bæta líf margra og jafnframt hvetja fólk og styrkja til þess að taka aukna ábyrgð á heilsu sinni: "Hreyfing er öllum holl og getur hvoru tveggja nýst sem meðferð og forvörn við þeim margvíslegu lífsstílssjúkdómum sem herja á okkur í nútímasamfélaginu. Hjarta- og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, stoðkerfissjúkdómar, sykursýki, offita, kvíði, þunglyndi og streita. Allt eru þetta sjúkdómar sem valda miklum skaða, skerða lífsgæði fólks og leiða marga til dauða. Allt sem við getum gert til að sporna við þessum sjúkdómum felur í sér ávinning, fyrir einstaklingana sem í hlut eiga og fyrir samfélagið í heild."
"Hreyfiseðlar í stað lyfseðla" | Í dag voru undirritaðir samningar um innleiðingu hreyfiseðla í samræmi við ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að gera hreyfiseðla hluta af almennri heilbrigðisþjónustu.
Samkvæmt tilkynningu er tilraunaverkefni um notkun hreyfiseðla lokið og nú tekur við áætlun um endanlega innleiðingu þessa meðferðarforms hjá heilbrigðisstofnunum um allt land.
Innleiðing hreyfiseðla á Íslandi byggist á sænskri fyrirmynd en þetta meðferðarform hefur náð mikilli útbreiðslu þar og víðar um lönd á undanförnum árum og þykir árangursrík.
Í tilkynningunni kemur fram að við undirritun samninganna í dag sagðist Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vera viss um að hreyfiseðlarnir eigi eftir að bæta líf margra. |
Ítalskur ríkiserindreki sakaður um barnaníð | Ítalskur ríkiserindreki á yfir höfði sér ákæru á Filippseyjum fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart þremur götudrengjum.
Daniele Bosio, 46 ára, var í leyfi í Manila þegar hann var handtekinn í síðasta mánuði eftir ábendingar frá mannúðarsamtökum sem gæta barna. Sögðu starfsmenn samtakanna við lögreglu að Bosio hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun gagnvart þremur drengjum í vatnaskemmtigarði skammt frá Manila.
Drengirnir, sem eru á aldrinum 9-12 ára, segja að áður en Bosio fór með þá í skemmtigarðinn hafi hann farið með þá í íbúð sína og fiktað við kynfæri þeirra.
Saksóknari í málinu, Agripino Baybay, segir að rannsókn hafi leitt í ljós ekki væri rétt það sem Bosio segði um að hann hafi einungis verið að veita fátækum börnum aðstoð með því að fara með drengina í vatnaskemmtigarðinn.
Kvartanir eins og þær sem drengirnir nefna við skýrslutöku, til að mynda að Bosio hafi káfað á kynfærum þeirra, verði að rannsaka frekar. Baybay segir að ákæran verði í þremur liðum og ef hann verður fundinn sekur eigi hann yfir höfði sér allt að lífstíðardóm.
Bosio, sem er sendiherra Ítalíu í Túrkmekistan, hefur neitað að hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun, en hann hefur verið rekinn úr starfi sendiherra.
Fjölskylda Bosios segir að ekkert sé hæft í þessum ásökunum og því fari fjarri að Daniele geti verið barnaníðingur. | Ítalskur ríkiserindreki á yfir höfði sér ákæru á Filippseyjum fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart þremur götudrengjum.
Daniele Bosio var í leyfi í Manila þegar hann var handtekinn í síðasta mánuði.
Bosio hafi sýnt af sér ósæmilega hegðun gagnvart þremur drengjum í vatnaskemmtigarði skammt frá Manila.
Saksóknari í málinu, Agripino Baybay, segir að rannsókn hafi leitt í ljós ekki væri rétt það sem Bosio segði um að hann hafi einungis verið að veita fátækum börnum aðstoð með því að fara með drengina í vatnaskemmtigarðinn.
Ef hann verður fundinn sekur eigi hann yfir höfði sér allt að lífstíðardóm. |
'Guðlaugur Victor: Draumur að rætast' | "Já, ég held að þetta hafi bara staðið undir væntingum. Þetta var bara fínt. Ég snerti boltann nú ekkert oft. En ég held ég hafi bara gert það sem ég gat gert," sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir að hafa leikið sinn fyrsta A-landsleik í knattspyrnu í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 1:0-sigri á Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.
"Ég vissi nú ekkert hvort ég fengi að koma inn á. En ég kom inn á miðjuna sem er mín staða. Þannig það var bara fínt," sagði Guðlaugur Victor við mbl.is í kvöld sem fannst spilamennska íslenska liðsins þó ekki vera neitt sérstök í kvöld.
"Ég hef beðið eftir því að spila minn fyrsta landsleik í langan tíma. Ég hef verið á bekknum núna nokkrum sinnum áður. En núna fékk ég að spila og það var bara draumur. Nú er draumur að rætast," sagði Guðlaugur.
Guðlaugur fékk gjöf frá KSÍ eftir leikinn fyrir að leika sinn fyrsta A-landsleik. "Ég fékk voða krúttlega nælu. Það var voða fínt."
Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. | "Já, ég held að þetta hafi bara staðið undir væntingum."
"Ég held ég hafi bara gert það sem ég gat gert," sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir að hafa leikið sinn fyrsta A-landsleik í knattspyrnu í kvöld.
Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 1:0-sigri á Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld.
Fannst spilamennska íslenska liðsins þó ekki vera neitt sérstök í kvöld.
Guðlaugur fékk gjöf frá KSÍ eftir leikinn fyrir að leika sinn fyrsta A-landsleik. |
Stendur til að fella silfurreyninn | Efnt hefur verið til samstöðufundar til verndar silfurreyninum sem stendur við Grettisgötu 17 en nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að hann verði felldur.
Það eru íbúar á Grettisgötu 13 og áhugafólk um verndun silfurreynisins sem efndu til fundarins. "Silfurreynirinn er 106 ára gamalt tré sem sjálfsprottið er úr kartöflugarði við Grettisgötu 17. Tréð er eitt af helstu kennileitum Grettisgötunnar og þykir mikið náttúruprýði og er vinsælt ljósmyndaefni gangandi vegfarenda sem eiga leið um götuna," segir í tilkynningu þeirra.
Deiluskipulagið sem nýverið var samþykkt í borginni gerir ráð fyrir að silfurreynirinn verði felldur og húsið að Grettisgötu 17 fært til. Er þetta sagt koma til með að skyggja á alla sólarglætu í garðinum.
"Ofan á þetta allt á að byggja hótel sem mun teygja sig frá Laugavegi og upp að Grettisgötu með tilheyrandi rútustoppum og óþægindum fyrir alla íbúa í nágrenni við reitinn. Einnig á að gera göngustíg að hótelinu frá Grettisgötu sem liggur alveg ofan í íbúum," segir í tilkynningunni.
Þá segir að engin grenndarkynning hafi verið gerð áður en teikningar voru samþykktar. "Íbúar við Grettisgötu telja að verið sé að brjóta á rétti sínum og hið margumtalaða íbúalýðræði sé fótum troðið í þessu máli. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa engin svör borist frá borgaryfirvöldum varðandi framkvæmdina."
Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 17 laugardaginn 7. júní kl. 14. | Efnt hefur verið til samstöðufundar til verndar silfurreyninum sem stendur við Grettisgötu 17.
Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að hann verði felldur.
Það eru íbúar á Grettisgötu 13 og áhugafólk um verndun silfurreynisins sem efndu til fundarins.
Þá segir að engin grenndarkynning hafi verið gerð áður en teikningar voru samþykktar.
"Íbúar við Grettisgötu telja að verið sé að brjóta á rétti sínum og hið margumtalaða íbúalýðræði sé fótum troðið í þessu máli".
Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 17 laugardaginn 7. júní kl. 14. |
Líf og fjör á Landsmóti UMFÍ | Veðrið hefur leikið við þátttakendur Landsmóts Ungmennafélags Íslands fyrir 50 ára og eldri á Húsavík. Landsmótið var formlega sett í gærkvöldi og stendur yfir fram á sunnudag, en keppnisgreinar eru margar og fjölbreyttar og þátttakendur 400 talsins.
Þetta er fjórða landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri og er haldið í samstarfi við Héraðssamband Þingeyinga en fyrri mót voru haldin á Hvammstanga, í Mosfellsbæ og Vík í Mýrdal.
UMFÍ stendur fyrir stóru landsmóti á fjögurra ára fresti og unglingalandsmótum hverja verslunarmannahelgi en fyrir nokkrum árum var ákveðið að setja á laggirnar sérstaka nefnd til að fjalla um eldri aldurshópana.
"Við vitum auðvitað að hreyfing 50 ára og eldri er að aukast gríðarlega og við sjáum það að fimmtugir plús eru að hlaupa og synda og í þríþraut og ýmsum íþróttagreinum," sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ 50+, í samtali við Morgunblaðið í gær.
"Okkur fannst vanta einhvern svona viðburð fyrir þetta fólk og þá fórum við út í það að þróa þetta landsmót 50 plús og ákváðum að prófa að halda það á Hvammstanga fyrst og það gekk bara mjög vel," bætti hann við.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á landsmótinu en þar verður m.a. keppt í pönnukökubakstri, hrútadómum og stígvélakasti. Sigurður sagði landsmótið snúast um félagsskapinn ekki síður en keppnina, en engu að síður væri mikill keppnishugur í fólki. | Veðrið hefur leikið við þátttakendur Landsmóts Ungmennafélags Íslands fyrir 50 ára og eldri á Húsavík.
Landsmótið var formlega sett í gærkvöldi og stendur yfir fram á sunnudag.
Keppnisgreinar eru margar og fjölbreyttar og þátttakendur 400 talsins.
Þetta er fjórða landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri og er haldið í samstarfi við Héraðssamband Þingeyinga.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á landsmótinu en þar verður m.a. keppt í pönnukökubakstri, hrútadómum og stígvélakasti. |
Milljón tré og dafna vel | Jóhannes Jóhannsson skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði áformar að gróðursetja allt að 15.000 skógarplöntur í landareign sinni á þessu sumri. Liðin eru 23 ár síðan Jóhannes snéri sér að skógrækt og fyrir fimm árum þótti saga til næsta bæjar þegar 1.000.000. skógarplantan í Silfrastaðalandi var sett í jörð. Nú nálgast þær 1,1 milljón og dafna vel. Það sjá vegfarendur sem aka fram Skagafjörð.
Silfrastaðir eru syðsti bær í Blönduhlíð og eru skógarlönd jarðarinnar frá Bólugili í norðri að Kotá í Norðurárdal, skammt áður en ekið er upp á Öxnadalsheiði. Þetta belti er alls um tíu km langt og eru efstu trén í um 400 metra hæð uppi við kletta.
"Þetta starf er heilmikið púl en afar skemmtilegt. Við getum farið á fjórhjólum hér um brekkurnar með plöntur til gróðursetningar. Okkur hefur gengið vel að undanförnu og á góðum degi náum við að koma 700 til 800 plöntum í jörð. En þegar við erum hér uppi í svona bröttum hlíðum verður þetta tafsamara," sagði Jóhannes þegar Morgunblaðsmaður hitti þau Þóru Jóhannesdóttur eiginkonu hans í síðustu viku. Þau voru þá að gróðursetja sprota við Kotá í Norðurárdalnum – og hvað annað en lerki? Reynslan sýnir að lerkið dugar einkar vel til dæmis í grýttum jarðvegi og þar sem hvassviðrasamt eða snjóþungt getur orðið.
Tek ekki peninga í gröfina
Skógræktarstarf á Silfrastöðum hófst 1991 og eru hæstu trén á svæðinu nú orðin um 10 m há. Talsvert er síðan byrjað var að grisja skóginn. Þó að það sé í smáum stíl enn sem komið er eru nytjarnar orðnar talsverðar. Nokkuð fellur til af spírum sem notaðar eru sem girðingarstaurar. Þá er sprek góður eldiviður.
"Tekjurnar af bændaskógræktinni eru ekki miklar til að byrja með. En peningarnir koma í fyllingu tímans. Eftir þrjátíu ár eða svo verður þessi skógur farinn að skila góðum smíðaviði – og raunar eru margir farnir að nýta tiltækt íslenskt timbur við framkvæmdir sínar. Skógurinn eykur verðgildi þessarar jarðar en sjálfsagt mun ég ekki lifa þá tíma að hafa mikinn afrakstur af þessu ræktunarstarfi. Hitt ber á að líta að maður tekur ekki peningana með sér í gröfina svo þetta breytir kannski ekki miklu. Það er góð tilfinning að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir og skila landinu af sér í betra horfi en var. Að þessu leyti er ég ræktunarmaður þó að mér hafi ekki verið sýnt um slíkt meðan ég stundaði fjárbúskap," segir Jóhannes.
Hann segir þau Þóru munu stunda búskap á Silfrastöðum fram á næsta ár. Er þá ætlunin að Hrefna, dóttir Jóhannesar, sem er skógfræðingur, og Johann Holzt eiginmaður hennar taki við. Á annað hundrað bændur eiga aðild að Norðurlandsskógum. Skógrækt þessi er stunduð með timburframleiðslu í huga en einnig til landbóta, það er bætt skilyrði fyrir fuglalíf, ferðaþjónustu og fleira. Fyrir hverja gróðursetta plöntu fá bændur greiddar 15 kr. auk greiðslna fyrir sértækari verk.
Sama ætt hefur setið Silfrastaði í 130 ár. Jóhannes, sem er 65 ára að aldri, kom í sveitina með foreldrum sínum tveggja ára gamall og hefur átt þar heima síðan.
Skýr afrakstur
"Í fáu sér maður afrakstur starfs síns jafn skýrt og í skógrækt. Hér erum við með alls 470 hektara undir. Þá eru birkisprotar farnir að stinga sér upp hér á bökkum Norðurár og Héraðsvatna og ef að líkum lætur verður þar kominn fallegur birkiskógur eftir nokkra áratugi," segir Jóhannes að síðustu. | Jóhannes Jóhannsson skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði áformar að gróðursetja allt að 15.000 skógarplöntur í landareign sinni á þessu sumri.
Liðin eru 23 ár síðan Jóhannes snéri sér að skógrækt og fyrir fimm árum þótti saga til næsta bæjar þegar 1.000.000.
"Okkur hefur gengið vel að undanförnu og á góðum degi náum við að koma 700 til 800 plöntum í jörð," sagði Jóhannes þegar Morgunblaðsmaður hitti þau Þóru Jóhannesdóttur eiginkonu hans í síðustu viku.
Hann segir þau Þóru munu stunda búskap á Silfrastöðum fram á næsta ár.
Er þá ætlunin að Hrefna, dóttir Jóhannesar, sem er skógfræðingur, og Johann Holzt eiginmaður hennar taki við.
Sama ætt hefur setið Silfrastaði í 130 ár. |
'"Óendanlega þakklát" fyrir gjafirnar' | Helmingur af kaupverði aðgerðaþjarka sem kaupa á fyrir Landspítalans var fjármagnaður með gjafafé. Hjólað var til styrktar bæklunardeild LSH í WOW-Cyclothon. Gjafirnar skipta spítalann gríðarlegu máli, eins og fram kemur í forstjórapistli Páls Matthúasonar, forstjóra LSH.
"Landspítali hefur allt frá upphafi notið góðra gjafa sem til eru komnar vegna sjálfboðastarfs almennings og enn þann dag í dag nýtur spítalinn góðs af slíku örlæti," skrifar Páll. Hann bendir á að helmingur af kaupverði aðgerðaþjarkans eða 110 milljónir króna hafi verið fjármagnað af söfnunarfé." Þar lögðust á eitt Samtök um aðgerðarþjarka undir forystu Brynjólfs Bjarnasonar og Pokasjóður. Þessi stórhugur, ásamt öflugum stuðningi og skilningi stjórnvalda gerir Landspítala kleift að stíga stórt skref og taka í notkun tímamótatæknibúnað sem bæta mun til muna árangur ákveðinna aðgerða. Fleiri slík dæmi mætti nefna en árlega skiptir gjafafé spítalans hundruðum milljóna króna og fyrir það fé er hægt að fjármagna mikilvæg tæki og aðrar þarfir starfseminnar. Við erum óendanlega þakklát þeim fjölmörgu sem leggja okkur lið við að efla starfsemi spítalans og er því þakklæti aldrei nógu oft komið á framfæri."
Páll skrifar einnig um "skemmtilegt framlag í þessa veru í formi söfnunarátaks fyrir bæklunardeild Landspítala" í WOW-Cyclothoninu.
"Einstaklega ánægjulegt hefur verið að fylgjast með hópi ungmenna sem hafa verið í Heilsuskóla Barnaspítala en Þorvaldur Daníelsson og Eiríkur Árnason hafa staðið fyrir hjólreiðaátaki ungmennanna. Á Facebook síðu hópsins Hjólakraftur í WOW Cyclothon má sjá myndir frá hópnum og er ekki annað hægt en að dáðst að þeim krafti og gleði sem ríkir í kringum verkefnið. Heilsuskólinn er einnig gott dæmi um það metnaðarfulla starf sem unnið er víða á Landspítala en í skólanum njóta börn og fjölskyldur þeirra aðstoðar þverfaglegs teymis starfsmanna spítalans við að stuðla að heilbrigðu líferni. Yfir 250 börn hafa verið í Heilsuskólanum frá því að hann var stofnaður í núverandi mynd árið 2011." | Helmingur af kaupverði aðgerðaþjarka sem kaupa á fyrir Landspítalans var fjármagnaður með gjafafé.
Hjólað var til styrktar bæklunardeild LSH í WOW-Cyclothon.
Gjafirnar skipta spítalann gríðarlegu máli, eins og fram kemur í forstjórapistli Páls Matthúasonar, forstjóra LSH.
Hann bendir á að helmingur af kaupverði aðgerðaþjarkans eða 110 milljónir króna hafi verið fjármagnað af söfnunarfé. |
Tafir á rannsókn á eldsneytismarkaðinum | heimildum sínum skv. 16. gr. samkeppnislaga verður slíkt gert með útgáfu sérstaks andmælaskjals.Tafir hafa orðið á markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins á íslenska eldsneytismarkaðinum og er nú gert ráð fyrir að í lok árs 2014 verði upplýsingaöflun og mat eftirlitsins á gögnum lokið. Á fyrri hluta ársins 2015 er síðan búist við því að svokölluð frummatsskýrsla verði birt.
Í júní í fyrra hóf Samkeppniseftirlitið rannsóknina á eldsneytismarkaðinum sem felur í sér athugun á því hvort grípa þurfi til aðgerða gegna aðstæðum eða háttsemi sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns.
Í tengslum við rannsóknina gaf Samkeppniseftirlitið út rannsóknaráætlun þar sem fram komu áform um tilhögun og afmörkun rannsóknarinnar. Í henni kom fram að á fyrri hluta árs 2014 gerði Samkeppniseftirlitið ráð fyrir því að upplýsingaöflun og mati eftirlitsins á gögnum yrði lokið og birt yrði svokölluð frummatsskýrsla.
Það hefur hins vegar ekki gengið eftir vegna umfangsmeiri upplýsingaöflunar en upphaflega var áætlað, auk annarra atvika.
Í frummatsskýrslunni, sem áætlað er að birta á fyrri hluta ársins 2015, verða tekin saman drög að niðurstöðu markaðsrannsóknar. Telji Samkeppniseftirlitinu nauðsynlegt að beita | Tafir hafa orðið á markaðsrannsókn Samkeppniseftirlitsins á íslenska eldsneytismarkaðinum.
Er nú gert ráð fyrir að í lok árs 2014 verði upplýsingaöflun og mat eftirlitsins á gögnum lokið.
Á fyrri hluta ársins 2015 er síðan búist við því að svokölluð frummatsskýrsla verði birt.
Í júní í fyrra hóf Samkeppniseftirlitið rannsóknina á eldsneytismarkaðinum sem felur í sér athugun á því hvort grípa þurfi til aðgerða gegna aðstæðum eða háttsemi sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns. |
'"Ótrúlega bráður eldur"' | Um það bil 30 slökkviliðsmenn eru nú að störfum í Skeifunni í Reykjavík þar sem stórbruni varð í gærkvöldi. Unnið er að því að reyna að slökkva í þeim glæðum í byggingunum sem enn logar í. Aðeins fjórðungur hússins stendur heill eftir. Annað er farið.
"Við erum búnir að ná tökum á þessu að mestu leyti," segir Björn Már Björnsson, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is á þriðja tímanum í nótt. Hann tekur hins vegar fram að menn hafi varann á.
Björn Már segir að unnið verði að því í nótt að leita að svokölluðum eldhreiðrum inni í rústunum.
Hann segir að það hafi ekki gengið nógu vel að ná að slökkva vel í öllum glæðum þar sem þakið hrundi og undir því kraumi eldur. Því var grabbi kallaður á staðinn til að rífa þakið og opna svæðið betur svo slökkviliðsmenn geti betur unnið að því að ráða niðurlögum eldsins.
"Sem betur fer hefur engan sakað," segir Björn aðspurður.
Um þrír fjórðu hlutar eyðilögðust
"Við erum byrjaðir að taka svolítið saman og minnka okkar viðbúnað, en hann mun felast í því að það munu vera hér 2-3 slökkvibílar að reyna að slökkva í þessum glæðum sem eru," sagði Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri í samtali við mbl.is.
Hann segir að sá hluti húsanna sem fór verst, þar sem Griffill og Fönn voru til húsa, sé hruninn. Þar af leiðandi verði ekki farið þangað inn til að eiga við eldinn heldur að halda slökkvistarfinu áfram utanhúss. Það taki hins vegar tíma.
Aðspurður telur hann að um þrír fjórðu hlutar hússins hafi eyðilagst. "Þetta eru í rauninni fjórar álmur sem standa hér og þrír fjórðu eru farnir, þar sem Fönn er stærsti hlutinn og svo Griffill. En samt bjargaðist einn fjórði," segir Birgir.
Hann segist ekki vita hvenær menn geti farið inn í húsið til að rannsaka og skoða aðstæður betur, enda mikil hrunhætta. Á morgun verður athugað með burðarvirki hússins. "Örugglega eru bitarnir mjög illa farnir, þetta er alveg handónýtt. Ég held að menn séu ekkert að fara inn nema til að tryggja það einhvern veginn," segir Birgir.
Farið betur yfir stöðu málsins á morgun
Hann segir að á morgun verði tekin staðan varðandi þær lokanir sem tóku gildi í námunda við Skeifuna 11 vegna eldsins og þeirrar hættu sem skapaðist. "Við drögum þá úr þeim og reynum að hliðra þannig til að umferð muni ganga þokkalega fyrir sig á götunum hér í kring. Svo munum við taka stöðuna með tryggingafélögum og lögregluna varðandi rannsóknarhlutann," segir Birgir.
Hann bendur ennfremur á að eigendur húsanna og rekstraraðilar verði að fara yfir stöðuna hjá sér.
Einn af þeim stóru
Varðandi útbreiðsluna segir Birgir að það sé með ólíkindum hverst hratt eldurinn breiddist út. Eldstrókurinn hafi staðið upp úr þaki hússins er slökkviliðið bar að garði, en eldboðið kom frá viðvörunarkerfi fatahreinsunarinnar Fannar.
Björn Már tekur undir orð Birgis er hann er spurður um útbreiðsluna. "Þetta var ótrúlega bráður eldur."
Eldsupptök eru ókunn á þessari stundu og fer lögregla með rannsókn málsins.
Björn Már hefur starfað sem slökkviiðsmaður í 34 ár. Aðspurður segir hann eldsvoðann í Skeifunni vera "einn af þeim stóru".
"Þetta er með þeim stærri frá '89," segir Björn Már sem stendur vaktina í alla nótt. | Um það bil 30 slökkviliðsmenn eru nú að störfum í Skeifunni í Reykjavík þar sem stórbruni varð í gærkvöldi.
Unnið er að því að reyna að slökkva í þeim glæðum í byggingunum sem enn logar í.
Aðeins fjórðungur hússins stendur heill eftir.
Annað er farið.
"Við erum búnir að ná tökum á þessu að mestu leyti," segir deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Hann segir að sá hluti húsanna sem fór verst, þar sem Griffill og Fönn voru til húsa, sé hruninn.
Eldsupptök eru ókunn á þessari stundu og fer lögregla með rannsókn málsins.
Aðspurður segir hann eldsvoðann í Skeifunni vera "einn af þeim stóru". |
Hamast gegn einangruðum íslamistum | Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um hvað vakir fyrir Hamas, samtökum palestínskra íslamista, sem hafa haldið uppi stöðugum flugskeytaárásum á Ísrael síðustu daga. Þeir benda á að samtökin hafa einangrast á síðustu misserum, misst mikilvæga bandamenn, og fylgi þeirra minnkað meðal Palestínumanna vegna efnahagsþrenginga á Gaza-svæðinu.
Hamas-menn hafa meðal annars misst stuðning Bræðralags múslima í Egyptalandi eftir að leiðtoga íslömsku samtakanna, Mohammed Morsi, var steypt af stóli forseta í Kaíró. Stuðningur Hamas við uppreisnarmenn úr röðum súnníta í Sýrlandi hefur einnig reynst samtökunum dýrkeyptur. Klerkastjórnin í Íran krafðist þess að Hamas-menn styddu einræðisstjórnina í Sýrlandi og þegar þeir neituðu því ákváðu Íranar að hætta að veita þeim fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning.
Hamas-samtökin höfðu einnig fengið fé frá Katar en stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Barein knúðu Katara til að láta af stuðningnum.
Margir fréttaskýrendur undrast því að Hamas skuli nú hætta á langvinn og kostnaðarsöm átök við Ísraelsher í ljósi þess að mjög erfitt verður fyrir samtökin að endurnýja vopnabúnað sinn ef hernaður Ísraela ber árangur. Nokkrir þeirra hafa gengið svo langt að segja að flugskeytaárásir Hamas og fleiri palestínskra hreyfinga leiði til sjálfseyðileggingar.
Óttast að þeir missi völdin
"Þeir telja sig ekki hafa neinu að tapa," hefur fréttavefur The Guardian eftir Mkhaimar Abusada, stjórnmálafræðingi við Al-Azhar háskóla í Kaíró, sem hefur rannsakað samtökin. "Þeir treysta á að samið verði um vopnahlé og þegar það gerist hjarni Hamas við."
Abusada segir Hamas-menn einnig ganga út frá því að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sé tregur til að hætta á langvinn átök á Gaza-svæðinu. "Samtökin telja sig geta þolað þjáningarnar sem fylgja átökunum og að Ísraelar hafi áhyggjur af því að enn róttækari fylkingar, svo sem salafistar, taki við völdunum af Hamas. Hamas-menn vita að Ísraelar fara ekki alla leið til að brjóta þá á bak aftur, en til þess þyrftu þeir að hernema Gaza á ný og ísraelskir hermenn þyrftu að leita dyrum og dyngjum að Hamas-mönnum."
Fréttaskýrandi The Jerusalem Post , Khaled Abu Toamen, telur að leiðtogar Hamas séu farnir að leita að leið til að binda enda á átökin og óttist að hernaður Ísraela verði til þess samtökin hrökklist frá völdum á Gaza-svæðinu. Toamen segir að það hafi komið leiðtogum Hamas á óvart hversu hörð viðbrögð Ísraelshers hafi verið við flugskeytarásunum frá Gaza-svæðinu. Þeir hafi talið að Ísraelar myndu grípa til takmarkaðra aðgerða og forðast árásir á heimili liðsmanna Hamas-samtakanna á Gaza.
Leiðtogar Hamas hafa hvatt Egypta og fleiri arabaþjóðir til að miðla málum og stöðva loftárásir Ísraelshers, sem hafa kostað tugi Palestínumanna lífið, meðal annars mörg börn, konur og fleiri saklausa borgara. Ólíklegt þykir þó að nýi forsetinn í Egyptalandi, Abdel Fattah al-Sisi, leggi mikið kapp á að bjarga Hamas-mönnum, gömlum bandamönnum óvina hans í Bræðralagi múslima. Stjórn Mahmouds Abbas, leiðtoga Palestínumanna á Vesturbakkanum, hefur fordæmt loftárásir Ísraelshers en ólíklegt er að hún leggi mikið á sig til að koma Hamas til bjargar. Hamas og hreyfing Abbas, Fatah, hafa lengi eldað grátt silfur og Fatah-menn myndu því ekki sýta það ef Ísraelar brytu íslömsku samtökin á bak aftur og kæmu þeim frá völdum á Gaza.
Nokkrir fréttaskýrendur telja jafnvel að Ísraelsstjórn hafi fyrirskipað lofthernaðinn eftir að hafa haft samráð við Egypta, að sögn ísraelska fréttavefjarins Haaretz . | Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um hvað vakir fyrir Hamas sem hafa haldið uppi stöðugum flugskeytaárásum á Ísrael síðustu daga.
Þeir benda á að samtökin hafa einangrast á síðustu misserum, misst mikilvæga bandamenn, og fylgi þeirra minnkað meðal Palestínumanna vegna efnahagsþrenginga á Gaza-svæðinu.
Margir fréttaskýrendur undrast því að Hamas skuli nú hætta á langvinn og kostnaðarsöm átök við Ísraelsher í ljósi þess að mjög erfitt verður fyrir samtökin að endurnýja vopnabúnað sinn ef hernaður Ísraela ber árangur.
"Þeir telja sig ekki hafa neinu að tapa," hefur fréttavefur The Guardian eftir Mkhaimar Abusada, stjórnmálafræðingi við Al-Azhar háskóla í Kaíró, sem hefur rannsakað samtökin.
Fréttaskýrandi The Jerusalem Post , Khaled Abu Toamen, telur að leiðtogar Hamas séu farnir að leita að leið til að binda enda á átökin og óttist að hernaður Ísraela verði til þess samtökin hrökklist frá völdum á Gaza-svæðinu.
Toamen segir að það hafi komið leiðtogum Hamas á óvart hversu hörð viðbrögð Ísraelshers hafi verið við flugskeytarásunum frá Gaza-svæðinu.
Leiðtogar Hamas hafa hvatt Egypta og fleiri arabaþjóðir til að miðla málum og stöðva loftárásir Ísraelshers, sem hafa kostað tugi Palestínumanna lífið, meðal annars mörg börn, konur og fleiri saklausa borgara. |
Fimm synir landsliðsmanna léku í Lúxemborg | Í landsliði Íslands sem mætti Lúxemborg í fyrrakvöld í vináttulandsleik í körfuknattleik voru hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn sem hver og einn á föður sem einnig lék fyrir landsliðið á sínum tíma.
Ætla má að þeir verði allir einnig á ferðinni í dag þegar þjóðirnar mætast öðru sinni ytra í þessum mikilvægu undirbúningsleikjum fyrir komandi undankeppni EM sem hefst eftir rúma viku.
Fyrstan ber að nefna Loga Gunnarsson sem lék sinn 100. landsleik í fyrrakvöld. Logi er sonur Gunnars Þorvarðarsonar sem lék 69 landsleiki árin 1974-1981. Axel Kárason er annar en faðir hans er Kári Marísson, sem lék með Val og Njarðvík, en hann lék 34 landsleiki árin 1972-1976.
Synirnir taka brátt fram úr
Félagarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson, sem báðir eru á leið til LIU í New York í haust og munu þar leika í bandaríska háskólaboltanum, eiga báðir feður sem léku með landsliðinu. Friðrik Ragnarsson, pabbi Elvars, lék 31 landsleik á árunum 1989-1999. Hermann Hauksson, pabbi Martins, lék hins vegar 64 landsleiki árin 1994-2000.
Loks lék Alexander Ermolinskij, pabbi Pavels, sex landsleiki fyrir Ísland árið 1997 þegar hann var leikmaður ÍA.
Synirnir hafa samtals leikið 182 landsleiki en feðurnir 204, og þess því ekki langt að bíða að þeir yngri taki fram úr þeim eldri.
[email protected] | Í landsliði Íslands sem mætti Lúxemborg í fyrrakvöld í vináttulandsleik í körfuknattleik voru hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn sem hver og einn á föður sem einnig lék fyrir landsliðið á sínum tíma.
Synirnir hafa samtals leikið 182 landsleiki en feðurnir 204, og þess því ekki langt að bíða að þeir yngri taki fram úr þeim eldri. |
Kynferðisbrotin fleiri en tuttugu | Ástralskir fjölmiðlar halda því fram í dag að ástralski maðurinn, sem á að hafa skilið son sinn eftir hjá taílenskri staðgöngumóður á síðasta ári, hafi verið fundinn sekur um rúmlega tuttugu kynferðisbrot gegn börnum. Áður hafði komið fram að maðurinn hafi verið fundinn sekur um sex kynferðisbrot gegn börnum.
Hinn 56 ára gamli David John Farnell hefur verið ásakaður ásamt eiginkonu sinni um að skilja barn sitt Gammy eftir hjá taílenskri staðgöngumóður. Gammy, sem er sjö mánaða gamall, er bæði með hjartagalla og Downs-heilkenni. Drengurinn býr nú hjá staðgöngumóðurinni sem er 21 árs gömul og á tvö börn fyrir.
Ástralska parið fór hinsvegar með heilbrigða tvíburasystur Gammys aftur til Ástralíu og býr hún þar með þeim. Í ljósi fregnanna um að Farnell sé dæmdur barnaníðingur hefur barnaverndarnefnd Vestur-Ástralíu hafið rannsókn á fjölskyldunni og öryggi systur Gammys litla. Starfsfólk nefndarinnar hefur komið að húsi fjölskyldunnar í Bunbury nokkrum sinnum án árangurs þar sem enginn virðist vera heima.
Starfandi formaður barnaverndarnefndarinnar, Emma White, hefur sagt í samtali við fjölmiðla að þau muni ekki gefast upp. "Við verðum þarna á hverjum degi þangað til að við erum viss um öryggi þessa litla barns."
Samkvæmt áströlsku fréttastofunni ABC var hundur fjölskyldunnar tekinn af heimilinu af yfirvöldum fyrr í dag eftir að nágrannar fjölskyldunnar létu vita að hundurinn hafi gelt stöðugt á lóð þeirra síðustu tvo daga.
Frétt ABC um málið. | Ástralskir fjölmiðlar halda því fram í dag að ástralski maðurinn, sem á að hafa skilið son sinn eftir hjá taílenskri staðgöngumóður á síðasta ári, hafi verið fundinn sekur um rúmlega tuttugu kynferðisbrot gegn börnum.
Hinn 56 ára gamli David John Farnell hefur verið ásakaður ásamt eiginkonu sinni um að skilja barn sitt Gammy eftir hjá taílenskri staðgöngumóður.
Drengurinn býr nú hjá staðgöngumóðurinni sem er 21 árs gömul og á tvö börn fyrir.
Ástralska parið fór hinsvegar með heilbrigða tvíburasystur Gammys aftur til Ástralíu og býr hún þar með þeim.
Hefur barnaverndarnefnd Vestur-Ástralíu hafið rannsókn á fjölskyldunni. |
Man. Utd mætir MK Dons - Íslendingaslagur í 2. umferð | Manchester United leikur í 2. umferð enska deildabikarsins á nýhafinni leiktíð í fyrsta sinn í 19 ár, vegna slaks árangurs á síðasta tímabili.
Dregið var í 2. umferðina í kvöld og mun United mæta MK Dons, C-deildarliði sem var ekki til síðast þegar United lék í 2. umferðinni.
Íslendingaslagur verður í 2. umferðinni því Swansea og Rotherham, lið Gylfa Þórs Sigurðssonar og Kára Árnasonar, mætast í Wales.
Cardiff, lið Arons Einars Gunnarssonar, mætir Port Vale á útivelli, og Jóhann Berg Guðmundsson fer með Charlton í útileik gegn Derby.
Enginn úrvalsdeildarslagur er í 2. umferðinni sem fer fram dagana 26. og 27. ágúst.
Leikirnir :
Burton - QPR
Port Vale - Cardiff
Middlesbrough - Preston
Stoke - Portsmouth
Huddersfield - Nottm Forest
Swansea - Rotherham
Watford - Doncaster
Millwall - Southampton
Bournemouth - Northampton
Brentford - Fulham
West Brom - Oxford
Scunthorpe - Reading
Derby - Charlton
West Ham - Sheff Utd
Swindon - Brighton
Leicester - Shrewsbury
Crewe - Bolton
Birmingham - Sunderland
Gillingham - Newcastle
Norwich - Crawley
Bradford - Leeds
Aston Villa - Leyton Orient
Burnley - Sheff Wed
Walsall - Crystal Palace
MK Dons - Man Utd | Manchester United leikur í 2. umferð enska deildabikarsins á nýhafinni leiktíð í fyrsta sinn í 19 ár.
Dregið var í 2. umferðina í kvöld og mun United mæta MK Dons, C-deildarliði.
Íslendingaslagur verður í 2. umferðinni því Swansea og Rotherham, lið Gylfa Þórs Sigurðssonar og Kára Árnasonar, mætast í Wales.
Cardiff, lið Arons Einars Gunnarssonar, mætir Port Vale á útivelli, og Jóhann Berg Guðmundsson fer með Charlton í útileik gegn Derby. |
Á þriðja hundrað jarðskjálfta | Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á þriðja hundrað jarðskjálftar hafi mælst í skjálftahrinunni sem staðið hefur við Bárðarbungi í norðanverðum Vatnajökli síðan klukkan þrjú í nótt. Stærstu skjálftarnir hafi verið um og yfir þrjú stig og athuganir bendi til þess að um kvikuhreyfingar sé að ræða.
"Þessi hrina er sú öflugusta sem hefur orðið á þessu svæði um árabil. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna þessa og hefur flugmálayfirvöldum verið gert viðvart. Vísindamannaráð almannavarna mun funda um málið síðar í dag," segir ennfremur. Almannavarnir funda nú um málið með jarðvísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands.
Eins og fram hefur komið á mbl.is hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu en það felur í sér aukið eftirlit með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Um er að ræða hluta af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila eins og segir í tilkynningu. | Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á þriðja hundrað jarðskjálftar hafi mælst í skjálftahrinunni sem staðið hefur við Bárðarbungi í norðanverðum Vatnajökli síðan klukkan þrjú í nótt.
Stærstu skjálftarnir hafi verið um og yfir þrjú stig.
Athuganir bendi til þess að um kvikuhreyfingar sé að ræða.
Eins og fram hefur komið á mbl.is hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringanna í Bárðarbungu. |
Vegir og brýr verða rofin | Vegagerðin er viðbúin því að rjúfa vegi við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum komi til flóðs vegna gossins sem nú er talið hafið. Vegir verða rofnir til að létta álaginu af brúnum. Tæki eru þegar við brúna á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði og tæki á leiðinni að brúnni við Grímsstaði á Hringveginum (1). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Vegagerðarmenn höfðu tekið út hvar rétt væri að rjúfa vegina og í einu tilviki varnargarð, til að flóð í Jökulsánni færi sem mest framhjá brúnum við Grímsstaði og í Öxarfirði. Á fundi viðbragshóps Vegagerðarinnar í dag var ákveðið að hefja þegar vinnu við að verja brúarstöpla og akkeri beggja þessara hengibrúa þar sem hætta væri á að mjög stórt flóð myndi grafa undan þeim. Þær aðgerðir höfðu þá þegar verið hannaðar og rissaðar upp og undirbúningur að þeim hafinn. Tilgangurinn er að samhliða rofi á vegi myndu þessar auknu varnir gera það mögulegt að brýrnar stæðust stærra og langvinnara flóð en ella. Rof vegarins skiptir þó mestu í þessu sambandi.
Undir lok fundarins í dag komu boð um að gos væri hafið undir Dyngjujökli og þá ákveðið að flytja strax tæki að Jökulsá að Fjöllum við Grímsstaði til að rjúfa veginn, beggja vegna brúar en tæki eru þegar komin að brúnni í Öxarfirði þar sem þarf að rjúfa veg og varnargarð.
Á myndunum má meðal annars sjá þá staði þar sem vegir verða rofnir. Einnig myndir af viðbragðshópi Vegagerðarinnar en starfsmenn á Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Fellabæ, Reyðarfirði og Reykjavík tóku þátt í fundinum. | Vegagerðin er viðbúin því að rjúfa vegi við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum komi til flóðs vegna gossins sem nú er talið hafið.
Vegir verða rofnir til að létta álaginu af brúnum.
Tæki eru þegar við brúna á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði og tæki á leiðinni að brúnni við Grímsstaði á Hringveginum (1). |
Yfirgefur bústaðinn vegna gossins | "Ég reikna með að fara heim ekki seinna en á morgun vegna þess að ég tel ástæðulaust fyrir aðkomumenn að dvelja hér á meðan hættan gengur yfir," segir Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans og eigandi sumarhúss í landi Skinnastaða, skammt frá brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi.
Stefán dvelur ásamt fjölskyldu sinni í sumarhúsinu Akri, milli Skinnastaða og Ferjubakka, um 2 kílómetrum norður af Jökulsárbrú. Hann hefur gengið frá öllum lauslegum hlutum á veröndinni og búið húsið undir veturinn. Fleiri sumarhúsaeigendur hafa yfirgefið eða eru að yfirgefa svæðið.
Sandarnir vestur af brúnni blasa við út um gluggann í stofunni á Akri og er Ásbyrgi í suðvestur. Lögreglumenn hafa lokað fyrir umferð í nágrenni brúarinnar í dag.
Ógnar ekki sumarhúsabyggðinni
Stefán óttast ekki að flóð í Jökulsá á Fjöllum muni ógna Akri eða byggð í Öxarfirði, ofan Sandár. Um tvo kílómetra norður af Akri er sumarhúsabyggð í landi Ærlækjar þar sem eru um 25 sumarbústaðir.
"Við erum á öruggu svæði. Sandarnir blasa við sem mynduðust í jökulhlaupum Jökulsár á Fjöllum. Þetta land hér í Öxarfirði er allt vel gróðið og þar með hefur áin ekki haft nein áhrif hér fyrir ofan sandanna. Sandarnir verða til við hamfarahlaup úr Vatnajökli. Þau urðu nokkur á síðustu öldum. Bændurnir hafa smalað alla sandanna. Bæði í Öxarfirði og Kelduhverfi, tekið bæði hross og sauðfé og komið á öruggan stað," segir Stefán í samtali við mbl.is.
Akur stendur á gömlu eyðibíli sem fór í eyði 1893.
Stefán er vongóður um að brúin yfir Jökulsá á Fjöllum haldi.
"Við reiknum með að fara aftur norður síðar í haust." | "Ég reikna með að fara heim ekki seinna en á morgun vegna þess að ég tel ástæðulaust fyrir aðkomumenn að dvelja hér á meðan hættan gengur yfir," segir Stefán Pálsson, fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans og eigandi sumarhúss í landi Skinnastaða, skammt frá brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi.
Hann hefur gengið frá öllum lauslegum hlutum á veröndinni og búið húsið undir veturinn.
Fleiri sumarhúsaeigendur hafa yfirgefið eða eru að yfirgefa svæðið.
Lögreglumenn hafa lokað fyrir umferð í nágrenni brúarinnar í dag.
Stefán óttast ekki að flóð í Jökulsá á Fjöllum muni ógna Akri eða byggð í Öxarfirði, ofan Sandár. |
Óróasvæðið breiðir úr sér | Skjálftavirknin hefur verið heldur minni í nótt en síðustu nótt undir Vatnajökli en tveir skjálftar um fjögur stig riðu yfir í nótt. Upptök beggja er í Bárðarbungu líkt og annarra stórra skjálfta að undanförnu. Þrír sigkatlar sáust við yfirlitsflug í gær og eru þeir við suðaustanverða Bárðarbungu.
Að sögn Pálma Erlendssonar sérfræðings á jarðvísindasviði Veðurstofu Íslands, hafa mælst tæplega 400 jarðskjálftar frá miðnætti og eru flestir þeirra í og við kvikuganginn. Virknin er nánast nákvæmlega eins og undanfarið og eins hafa mælst nokkrir litlir skjálftar við Öskju. "Enginn merki eru sjáanleg um meiri óróa," segir Pálmi er mbl.is ræddi við hann í morgun.
Tveir skjálftar, 4,1 og 4 að stærð voru mældir í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur.
Flestir aðrir skjálftar voru staðsettir í nyrstu 10 kílómetrum gangsins og fáeinir smáskjálftar í grennd við Öskju.
Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í gær. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga.
Í fluginu sáust þrír sigkatlar um 4 – 6 km að lengd, 1 km á breidd og 15-20 m djúpir við suðaustanverða Bárðarbungu.
"Ljóst er að þeir hafa myndast eftir að flogið var þarna yfir á laugardag. Katlarnir eru ekki á þekktu sprungusvæði við Bárðarbungu og ekki er talið að þeir séu tengdir bergganginum sem verið hefur að myndast undanfarna daga. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna og þar er 400 til 600 metra þykkur ís," segir í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Um 30 milljónir rúmmetrar af vatni hafa ekki komið fram. Ekki hefur enn mælst breyting í rennsli Jökulsár og rennsli hennar eðlilegt miðað við árstíma. Merki er um að vatnsborð í Grímsvötnum hafi hækkað síðustu daga en óljóst hvort að það er tengt sigdældunum. Ekki hafa mælst teljandi skjálftar á þessu svæði og enginn órói er á jarðskjálftamælum.
Sigdældir af þessu tagi myndast við eldgos eða jarðhitavirkni undir jökli. Töluverð óvissa er um atburðarás. Mjög greinilega ummerki um atburðina er að finna í Holuhrauninu norðan jökuls og út á sandinn.
Um 5 km langur og 1 km breitt sig hefur myndast fyrir ofan kvikuganginn. Bendir það til þess að kvikugangurinn liggi mun ofar en hingað til hefur verið talið. Örlitilir sigkatlar hafa einnig myndast í jaðri Dyngjujökuls.
Áætlað er að fljúga með TF- SIF aftur yfir svæðið klukkan níu Vænta má frétta af fluginu upp úr klukkan ellefu, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð almannavarna. | Skjálftavirknin hefur verið heldur minni í nótt en síðustu nótt undir Vatnajökli en tveir skjálftar um fjögur stig riðu yfir í nótt.
Upptök beggja er í Bárðarbungu líkt og annarra stórra skjálfta að undanförnu.
Þrír sigkatlar sáust við yfirlitsflug í gær og eru þeir við suðaustanverða Bárðarbungu.
Að sögn Pálma Erlendssonar sérfræðings á jarðvísindasviði Veðurstofu Íslands, hafa mælst tæplega 400 jarðskjálftar frá miðnætti.
Tveir skjálftar, 4,1 og 4 að stærð voru mældir í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur.
Merki er um að vatnsborð í Grímsvötnum hafi hækkað síðustu daga en óljóst hvort að það er tengt sigdældunum. |
Umburðarlyndi lykill að góðu hjónabandi | Bresk hjón sem kynntust sem unglingar tíu árum áður en seinni heimsstyrjöldin braust út fagna nú áttatíu ára brúðkaupsafmæli.
Maurice og Helen Kaye frá Bournemouth kynntust árið 1929 þegar þau voru 17 og 16 ára. Þau sátu í festum í fjögur ár þar sem móðir Helenar vildi að eldri systir hennar gengi fyrst í hjónaband.
Í frétt BBC kemur fram að Maurice er 102 ára og Helen 101 árs og þau segja umburðarlyndi lykilinn á bak við hamingjuríkt hjónaband og eins að vera reiðubúinn til að fyrirgefa og gleyma.
Kaye-hjónin ætla að fagna áfanganum með börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum.
BBC segir að Helen hafi unnið í verslun móður sinnar í Walworth í Suður-Lundúnum þegar hún kynntist Maurice en faðir hans vildi reyna að koma vörum sínum í sölu hjá versluninni. Svo fór að hann hékk í búðinni í þrjá tíma eða allt þar til tengdamóðir hans tilvonandi hótaði að henda honum út.
Það var að lokum bifreið Kayes sem vakti athygli ungu stúlkunnar en að hennar sögn var afar fátítt að fólk ætti bifreiðir á þessum tíma. "Þetta gerði hann áhugaverðan," segir Helen í viðtali við BBC.
Talið er að Karam og Kartari Chand, sem gengu í hjónaband árið 1925, séu þau hjón í Bretlandi sem lengst hafa verið gift. | Bresk hjón sem kynntust sem unglingar tíu árum áður en seinni heimsstyrjöldin braust út fagna nú áttatíu ára brúðkaupsafmæli.
Maurice og Helen Kaye frá Bournemouth kynntust árið 1929 þegar þau voru 17 og 16 ára.
Í frétt BBC kemur fram að Maurice er 102 ára og Helen 101 árs og þau segja umburðarlyndi lykilinn á bak við hamingjuríkt hjónaband og eins að vera reiðubúinn til að fyrirgefa og gleyma.
Talið er að Karam og Kartari Chand, sem gengu í hjónaband árið 1925, séu þau hjón í Bretlandi sem lengst hafa verið gift. |
Um 250 skjálftar frá miðnætti | Um 250 jarðskjálftar hafa mælst á og við norðanverðan Vatnajökul frá miðnætti, að sögn Martins Hensch, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands. Blaðamaður og ljósmyndari mbl.is sem eru staddir á gosstöðvunum segja gosið sjást vel og töluverðir gufustrókar komi frá því. Mjög bjart er yfir og sést gosið því vel. Töluvert hraun hefur runnið frá eldstöðvunum, að sögn þeirra Benedikts Bóasar blaðamanns og Eggerts Jóhannessonar ljósmyndara mbl.is en þeir eru staddir skammt frá eldgosinu í Holuhrauni, skammt norður af Dyngjujökli.
Að sögn Martins hafa litlar breytingar orðið á eldgosinu í nótt en um hraungos er að ræða. Von er á frekari upplýsingum frá jarðvísindamönnum sem eru staddir fyrir norðan síðar í dag.
Martin segir að flestir skjálftanna í nótt eigi upptök sín á norðurhluta skjálftasvæðisins, milli eldgossins og suður að Dyngjujökli. Stærstu skjálftarnir á þessum slóðum eru um tvö stig. Heldur hefur dregið úr skjálftavirkninni á þessum slóðum frá því að spenna losnaði við upphaf eldgossins í gær.
Líkt og fram hefur komið í morgun eru stærstu jarðskjálftarnir í og við Bárðarbungu en sá stærsti reið yfir um fimmleytið í morgun. Hann mældist 4,5 stig og upptök hans voru 5,3 km norðaustur af Bárðarbungu.
Ef horft er á Öskjusvæðið þá eru stærstu skjálftarnir á því svæði í Herðubreiðartöglum, sá sterkasti 2,9 stig.
Vefmyndavél Mílu | Um 250 jarðskjálftar hafa mælst á og við norðanverðan Vatnajökul frá miðnætti, að sögn Martins Hensch, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands.
Að sögn Martins hafa litlar breytingar orðið á eldgosinu í nótt en um hraungos er að ræða.
Martin segir að flestir skjálftanna í nótt eigi upptök sín á norðurhluta skjálftasvæðisins, milli eldgossins og suður að Dyngjujökli.
Stærstu skjálftarnir á þessum slóðum eru um tvö stig. |
Hamilton í forystu í Monza | Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast í morgun, á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Monza á Ítalíu. Annar varð Jenson Button á McLaren og þriðji Nico Rosberg hjá Mercedes.
Hamilton var sex tíundu úr sekúndu fljótari í förum en Button og 0,8 sekúndum á undan Rosberg liðsfélaga sínum.
Í sætum fjögur til tíu, í þessari röð, urðu Fernando Alonso hjá Ferrari, Kevin Magnussen hjá McLaren, Sebastian Vettel hjá Red Bull, Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Sergio Perez hjá Force India, Danill Kyvat hjá Toro Rosso og Nico Hülkenberg hjá Force India.
Spáð hefur verið að Williamsbílarnir verði öflugir í Monza um helgina en þeir Valtteri Bottas og Felipe Massa urðu þó aðeins í 12. og 13. sæti á fyrri æfingu dagsins.
Daniel Ricciardo átti brösugar stundir vegna bilunar í DRS-búnaði og síðar varð hann að hætta akstri vegna bilunar í rafeindabúnaði vélarinnar. Verður af þeim sökum skipt um vél og viðeigandi búnað fyrir seinni æfingu dagsins. | Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast í morgun, á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Monza á Ítalíu.
Annar varð Jenson Button á McLaren og þriðji Nico Rosberg hjá Mercedes.
Hamilton var sex tíundu úr sekúndu fljótari í förum en Button.
Spáð hefur verið að Williamsbílarnir verði öflugir í Monza um helgina en þeir Valtteri Bottas og Felipe Massa urðu þó aðeins í 12. og 13. sæti á fyrri æfingu dagsins.
Daniel Ricciardo átti brösugar stundir vegna bilunar í DRS-búnaði og síðar varð hann að hætta akstri vegna bilunar í rafeindabúnaði vélarinnar. |
Reyndi að kveikja í bensínstöð | Drukkinn 22 ára gamall Þjóðverji reyndi að kveikja í bensínstöð á laugardagskvöldið í úthverfinu Neukölln í Berlín höfuðborg Þýskalands. Maðurinn hóf að úða bensíni á húsið og gerði sig síðan líklegan til þess að bera eld að því.
Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að maðurinn hafi komið að bensínstöðinni í kringum miðnætti í þeim tilgangi að kaupa sér eitthvað í svanginn. Honum tókst hins vegar ekki að slá inn pin-númerið á kreditkortinu sínu og var því neitað um afgreiðslu. Þá neituðu starfsmenn bensínstöðvarinnar einnig að hringja á leigubíl fyrir hann.
Eftir að hafa þvælst um í nokkrar mínútur fyrir utan bensínstöðina tók hann skyndilega eina af bensíndælum stöðvarinnar og hóf að dæla bensíni á dæluna og kyrrstæða bifreið sem þrír einstaklingar voru í. Bílstjórinn ók snarlega af vettvangi en starfsmenn bensínstöðvarinnar lokuðu fyrir bensíndælurnar og hringdu á lögregluna.
Maðurinn reyndi á meðan að kveikja í bensíninu með kveikjara. Það tókst hins vegar ekki og var hann handtekinn í kjölfarið. | Drukkinn 22 ára gamall Þjóðverji reyndi að kveikja í bensínstöð á laugardagskvöldið í úthverfinu Neukölln í Berlín höfuðborg Þýskalands.
Maðurinn hóf að úða bensíni á húsið og gerði sig síðan líklegan til þess að bera eld að því.
Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að maðurinn hafi komið að bensínstöðinni í kringum miðnætti í þeim tilgangi að kaupa sér eitthvað í svanginn.
Honum tókst hins vegar ekki að slá inn pin-númerið á kreditkortinu sínu og var því neitað um afgreiðslu. |
Siðareglur verði settar fyrir Alþingi | Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, kallaði eftir því að siðareglur þings Evrópuráðsins yrði notaðar sem fyrirmynd að siðareglum fyrir Alþingi en hann hefði á síðasta ári fengið umboð frá forsætisnefnd þingsins til þess að undirbúa slíkar reglur.
Niðurstaða þeirrar vinnu hefði verið að láta þýða siðareglur þings Evrópuráðsins og staðfæra. Næsta skref væri að láta á það reyna hvort samstaða næðist á Alþingi um að notast við þær reglur í það minnsta fyrst um sinn. Minnti hann á í því sambandi að nær öll þjóðþing Evrópuríkja ættu aðild að þingi Evrópuráðsins. Siðareglurnar hefðu verið sendar öllum þingflokkum og sagðist Einar vænta þess að þeir tækju sem fyrst afstöðu til þeirra.
Forseti Alþingis ræddi einnig um reynsluna af starfsemi rannsóknanefnda Alþingis. Ólíklegt væri að þörf yrði á jafn viðamiklum rannsóknum af hálfu þingsins á næstu árum og í kjölfar bankahrunsins. Eftir sem áður væri augljóst að standa þyrfti að undirbúningi slíkra nefnda með öðrum og markvissari en gert hafi verið. Sagðist hann vona að lagabreytingar í þeim efnum yrðu afgreiddar á þessu þingi. | Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, kallaði eftir því að siðareglur þings Evrópuráðsins yrði notaðar sem fyrirmynd að siðareglum fyrir Alþingi.
Hann hefði á síðasta ári fengið umboð frá forsætisnefnd þingsins til þess að undirbúa slíkar reglur.
Siðareglurnar hefðu verið sendar öllum þingflokkum og sagðist Einar vænta þess að þeir tækju sem fyrst afstöðu til þeirra. |
Féll fyrir íslensku jólasveinunum | "Bandaríkjamenn munu læra að elska íslensku jólasveinanna," segir rithöfundurinn Ken Barr sem sjálfur kolféll svo fyrir jólavættunum einstöku að hann sá ekki annað í stöðunni en að skrifa bók um þá og gefa út í heimalandi sínu. Hann tók sér hins vegar skáldaleyfi og gaf til dæmis jólakettinum nafn.
Hún er nokkuð athyglisverð saga Barr. Í um tuttugu ár ferðaðist hann með tónlistarmanninum Alice Cooper og hljómsveitum á borð við Kiss og Stone Temple Pilots sem rótari eða þar til hann ákvað að láta draum sinn rætast og hefja feril sem rithöfundur. Þegar hann svo kynntist íslenskri konu komst hann í kynni við íslensku jólasveinana. "Mig langaði að halda henni hefðbundin íslensk jól og leitaði því að þeim á netinu. Á meðal þess sem ég fann voru sögur um jólasveinana og tengdi samstundis við þá," segir Barr í samtali við mbl.is. "Í kjölfarið las ég allt það sem ég fann um sveinana og fannst sem ég yrði að miðla efninu áfram."
Barr lagðist í rannsókn á íslensku jólasveinunum og ræddi meðal annars við Íslendinga um þá. "Íslensku vinir mínir hjálpuðu mér mikið og aðstoð þeirra varð til þess að ég skildi bræðurna betur."
Hann segist vona að Íslendingar taki bók sinni vel enda sé hún unnin af einlægri ást á íslensku jólasveinunum. Þá hafi hann sent handritið á íslenska stjórnmálamenn og fólk innan ferðaþjónustunnar og ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð. "Ég held einnig að Bandaríkjamenn muni taka þeim bræðrum vel. Þeir eru ekki mikið til umræðu hér í landi en ég ætla mér að breyta því."
Enginn einn uppáhalds
Auk þess að skrifa um jólasveinana þrettán valdi Barr tólf "týnda" sveina til viðbótar, til dæmis þá Bandaleysi, Lummusníki, Lampaskugga, Móamanga og Svartljótan. Þar sem hann fann ekki annað um þá en nöfnin bjó Barr til sögur í kringum þá einnig. Þá þótti Barr ekki við hæfi að Jólakötturinn hefði ekki nafn og er hann í bók hans nefndur Úlfa. Ennfremur skrifar Barr um Grýlu og Leppalúða
En hver er uppáhalds jólasveinn Kens Barr?
"Ég gæti ekki valið einn úr hópnum. Eftir að hafa kynnt mér þá svona vel og skrifað um þá eru þeir alilr orðnir miklir vinir mínir. Þeir eru allir stórgóðir."
Jólasveinarnir: The Yule Lads and Their Family á Amazon | "Bandaríkjamenn munu læra að elska íslensku jólasveinanna," segir rithöfundurinn Ken Barr sem sjálfur kolféll svo fyrir jólavættunum einstöku að hann sá ekki annað í stöðunni en að skrifa bók um þá og gefa út í heimalandi sínu.
Hann tók sér hins vegar skáldaleyfi og gaf til dæmis jólakettinum nafn.
Í um tuttugu ár ferðaðist hann með tónlistarmanninum Alice Cooper og hljómsveitum á borð við Kiss og Stone Temple Pilots sem rótari eða þar til hann ákvað að láta draum sinn rætast og hefja feril sem rithöfundur.
Þegar hann svo kynntist íslenskri konu komst hann í kynni við íslensku jólasveinana.
Barr lagðist í rannsókn á íslensku jólasveinunum og ræddi meðal annars við Íslendinga um þá.
Auk þess að skrifa um jólasveinana þrettán valdi Barr tólf "týnda" sveina til viðbótar, til dæmis þá Bandaleysi, Lummusníki, Lampaskugga, Móamanga og Svartljótan. |
Sigurður fékk lausnarbréfið í gær | Sigurður Líndal lagaprófessor fékk lausnarbréf í gær, en hann baðst lausnar úr starfi sínu sem formaður stjórnarskrárnefndar fyrir helgi, eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu á laugardag.
Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, verður nú ráðist í það í framhaldinu að finna nýjan mann til þess að leiða starf nefndarinnar.
Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hægt er að senda athugasemdir á netfangið [email protected].
Þau málefni sem í upphafi nefndarstarfsins voru sett í forgang og fjallað er um í þessari fyrstu áfangaskýrslu eru: þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta; framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu; auðlindir og umhverfisvernd.
Sigurður Líndal lagaprófessor lýsti efasemdum um það að nokkuð komi út úr starfi nefndarinnar hér í Morgunblaðinu sl. laugardag. Jafnframt sagðist hann telja að takmarkaður áhugi væri á því meðal stjórnmálamanna að endurskoða stjórnarskrána.
[email protected] | Sigurður Líndal lagaprófessor fékk lausnarbréf í gær, en hann baðst lausnar úr starfi sínu sem formaður stjórnarskrárnefndar fyrir helgi.
Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, verður nú ráðist í það í framhaldinu að finna nýjan mann til þess að leiða starf nefndarinnar.
Sigurður Líndal lagaprófessor lýsti efasemdum um það að nokkuð komi út úr starfi nefndarinnar hér í Morgunblaðinu sl. laugardag.
Jafnframt sagðist hann telja að takmarkaður áhugi væri á því meðal stjórnmálamanna að endurskoða stjórnarskrána. |
Viðbragðsáætlun uppfærð fyrir borgina | Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram fyrirspurn í borgarráði fyrir um tveimur vikum síðan um stöðu almannavarnamála á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess.
Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls eru ástæða fyrirspurnarinnar en umbrotin vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð á þéttbýlasta svæði landsins.
Í svari sem þeir fengu á fundi borgarráðs í dag kemur fram að unnið sé að uppfærslu á viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotum við Bárðarbungu og að til staðar er áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið.
Borgarfulltrúarnir óskuðu sérstaklega eftir upplýsingum um stöðu forgreiningu á hættu af eldgosum, jarðskjálftum og sjávarflóðum og þá hvaða áhrif þau gætu haft á búsetusvæði sem og veitu- og samgöngumannvirki og um leið daglegt líf hins almenna borgara.
Kemur þetta fram í tilkynningu sem þeir sendu frá sér vegna málsins.
"Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykvíkingar fái sem gleggstar upplýsingar um áhættumatið og viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls. Leiðbeiningum um viðbrögð verði komið til borgarbúa. Eftir því sem íbúar þekkja betur til þessara mála verður öryggistilfinning þeirra meiri," segir í tilkynningu.
Þá óskuðu fulltrúarnir einnig eftir því að slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins komi á fund borgarráðs til að fara yfir þessi mál. | Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram fyrirspurn í borgarráði fyrir um tveimur vikum síðan um stöðu almannavarnamála á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess.
Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls eru ástæða fyrirspurnarinnar en umbrotin vekja upp spurningar um viðbúnað og viðbrögð á þéttbýlasta svæði landsins.
"Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykvíkingar fái sem gleggstar upplýsingar um áhættumatið og viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls." |
Rannveig Rist áfram forstjóri | Engar breytingar verða gerðar á stöðu Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, að svo stöddu og mun hún ekki tjá sig um ákæru sérstaks saksóknara. Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Alcan. Ekki hefur náðst í Rannveigu í dag.
Sérstakur saksóknari hefur ákært fyrrverandi sparisjóðsstjóra og fjóra fyrrverandi stjórnarmenn SPRON fyrir umboðssvik. Rannveig Rist er á meðal ákærðra stjórnarmanna. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá ákærunni í gærkvöldi og kemur þar fram að ákært sé fyrir tveggja milljarða króna lán SPRON til Exista sem veitt var 30. september 2008. Lánið var veitt til þrjátíu daga.
Aðrir sem eru ákærðir eru Guðmundur Örn Hauksson sparisjóðsstjóri og stjórnarmennirnir Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist.
Samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara verður ákæran birt þeim í dag. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur verður málið þingfest þann 13. október.
Margrét Guðmundsdóttir starfar sem forstjóri Icepharma og stjórnarformaður N1. Ekki hefur náðst í Margréti en samkvæmt hlutafélagalögum þyrfti hún að víkja úr stjórn N1 ef henni verður dæmd refsing í málinu. Þá má einnig nefna að Rannveig situr í stjórn HB Granda og gildir það sama um hana. | Engar breytingar verða gerðar á stöðu Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, að svo stöddu og mun hún ekki tjá sig um ákæru sérstaks saksóknara.
Sérstakur saksóknari hefur ákært fyrrverandi sparisjóðsstjóra og fjóra fyrrverandi stjórnarmenn SPRON fyrir umboðssvik.
Rannveig Rist er á meðal ákærðra stjórnarmanna.
Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá ákærunni í gærkvöldi og kemur þar fram að ákært sé fyrir tveggja milljarða króna lán SPRON til Exista sem veitt var 30. september 2008.
Aðrir sem eru ákærðir eru Guðmundur Örn Hauksson sparisjóðsstjóri og stjórnarmennirnir Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Rannveig Rist. |
Eiga eftir að venjast töskugjaldi | Grunnfargjaldið hjá WOW lækkar ekki í beinu samhengi við ný handfarangursgjöld en fargjöldin fara hins vegar sífellt lækkandi að sögn upplýsingafulltrúa WOW. Hún segir rekstrarmódelið vera sótt til erlendra lággjaldaflugfélaga. "Það er lögð áhersla á að farþegar greiði einungis fyrir þá þjónustu sem þeir kjósa að nota hverju sinni," segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.
Fram hefur komið að WOW hóf um mánaðamótin að rukka sérstaklega fyrir handfarangur sé hann þyngri en fimm kíló. Greiða þarf einnig sérstaklega fyrir innritaðar töskur og var töskugjaldið hækkað í sumar um 14,4% eða úr 3.495 í 3.999 krónur á hverja 20 kílógramma tösku.
Samhliða því að tekið var upp handfarangursgjaldið var hins vegar lækkað verð á innrituðum töskum númer tvö og þrjú um 27% og er nú sama gjaldið fyrir þær allar. Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir fríhafnarpoka
Ekki er greitt sérstaklega fyrir töskur hjá Icelandair en Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, segir þjónustuna vera í sífelldri endurskoðun og þar á meðal farangursreglur. "Engar breytingar hafa verið ákveðnar í þessu sambandi," segir hann.
Eiga eftir að venjast
Svanhvít telur það ekki gefa viðskiptavinum ranga mynd af verðinu þó svo að kostnaður bætist síðar við uppgefið verð og bendir á að Íslendingar eigi eftir að venjast fyrirkomulaginu.
"Farþegar hafa ólíkar þarfir og það er sjálfsagt að veita þann möguleika að hver farþegi geti sniðið ferð eftir sínu höfði," er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air í yfirlýsingu fyrirtækisins. Þá segir hann að flugfélagið leggi áherslu á að fólk framvísi öllum farangri við innritum og að það sé búið að kynna sér reglurnar fyrir brottför til að forðast auka kostnað á flugvellinum eða við hlið en töluvert dýrara er þá að greiða fyrir töskurnar.
Eftirlit með handfarangrinum
Fylgst verður með handfarangrinum á þann hátt að við innritun fær fólk miða á töskuna sem síðan þarf að hafa þegar gengið er inn í vélina. Þá verður einnig sama starfsfólkið sem sér um innritun og tekur við farþegum við vélina.
Fyrirkomulagið segir hún vera sótt til erlendra lággjaldaflugfélaga sem ýmist hafa þyngdar- eða stærðar takmarkanir á handfarangri, svo sem EasyJet, Ryanair, Wizz air, Spirit, Allegiant, AirAsia og fleiri lággjaldaflugfélög.
Frétt mbl: Þyngdin skiptir máli | Grunnfargjaldið hjá WOW lækkar ekki í beinu samhengi við ný handfarangursgjöld en fargjöldin fara hins vegar sífellt lækkandi að sögn upplýsingafulltrúa WOW.
Hún segir rekstrarmódelið vera sótt til erlendra lággjaldaflugfélaga.
"Það er lögð áhersla á að farþegar greiði einungis fyrir þá þjónustu sem þeir kjósa að nota hverju sinni," segir Svanhvít Friðriksdóttir.
Svanhvít telur það ekki gefa viðskiptavinum ranga mynd af verðinu þó svo að kostnaður bætist síðar við uppgefið verð og bendir á að Íslendingar eigi eftir að venjast fyrirkomulaginu.
Fylgst verður með handfarangrinum á þann hátt að við innritun fær fólk miða á töskuna sem síðan þarf að hafa þegar gengið er inn í vélina. |
Engin skata á Hótel Borg í ár | Ekki verður boðið upp á jóla- og skötuhlaðborð á veitingastað Hótel Borgar þessi jólin. Hlaðborðin hafa verið haldin á staðnum í fjölda ára og verið gríðarlega vinsæl. Að sögn Þóru Sigurðardóttur, eiganda Borg Restaurant, er ekki hægt að halda hlaðborðin í ár vegna framkvæmda í húsinu.
"Gamli Skuggabarinn og megnið af eldhúsinu okkar var rifið og svo verður allt endurbyggt. Það var líka grafinn kjallari þannig að það verður opnuð heilsulind þar. Þetta verður alveg rosalega fínt," segir Þóra í samtali við mbl.is.
Þegar að framkvæmdum lýkur eftir áramót mun Skuggabarinn opna í nýrri mynd. "Hann verður svipaður í laginu en verður tekinn á sama stig og veitingastaðurinn og Gyllti Salurinn þegar það kemur að útliti og hönnun. Bætt verður við lofthæð og settur marmari. Hann verður allt annar," segir Þóra.
Jafnframt verða byggðar fjórar hæðir ofan á hótelið sem stækkar þá úr 56 herbergja hóteli í 104 herbergja. Stækkunin er því töluverð.
Betri skata og loftræsting á næsta ári
"Við bara grátum það að engin jóla- eða skötuhlaðborð verða haldin hjá okkur í ár. Þetta er engin óskastaða en framkvæmdirnar eru búnar að standa yfir meirihlutann af árinu. Við vitum samt að þetta verður alveg rosalega fínt þegar þetta verður tilbúið, það kemur eitthvað gott út úr þessu," segir Þóra og bætir við að þegar Borg Restaurant opni aftur verði Hótel Borg með flottasta veislurýmið í borginni og líklegast besta eldhúsið.
Skötuhlaðborðin hafa verið haldin á Hótel Borg á Þorláksmessu í mörg ár og hefur aðsóknin alltaf verið mikil. Að sögn Þóru rignir inn símtölum frá fólki sem vill panta borð á Þorláksmessu.
"Við höfum náttúrulega verið að taka fleiri þúsundir hérna í jólahlaðborð og skötuhlaðborð sem hafa alltaf tekist alveg rosalega vel. Skatan alltaf löngu orðin bókuð á þessum tíma og það sitja margir eftir með sárt ennið, því miður. Við erum farin að spá að bjóða fólki bara heim til okkar, " segir Þóra og hlær.
"Ég viðurkenni að þetta er alveg pínu glatað en ég get ég lofað fólki að skatan verði miklu betra á næsta ári og loftræstingin líka." | Ekki verður boðið upp á jóla- og skötuhlaðborð á veitingastað Hótel Borgar þessi jólin.
Hlaðborðin hafa verið haldin á staðnum í fjölda ára og verið gríðarlega vinsæl.
Að sögn Þóru Sigurðardóttur, eiganda Borg Restaurant, er ekki hægt að halda hlaðborðin í ár vegna framkvæmda í húsinu.
Þegar að framkvæmdum lýkur eftir áramót mun Skuggabarinn opna í nýrri mynd.
Jafnframt verða byggðar fjórar hæðir ofan á hótelið sem stækkar þá úr 56 herbergja hóteli í 104 herbergja.
"Ég viðurkenni að þetta er alveg pínu glatað en ég get ég lofað fólki að skatan verði miklu betra á næsta ári og loftræstingin líka." |
Svíar fá konunglegt brúðkaup í júní | Karl Filippus Svíaprins og unnusta hans Sofia Hellqvist munu ganga í hjónaband laugardaginn 13. júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef sænsku konungsfjölskyldunnar.
Hjónavígslan mun fara fram í Hallarkirkjunni í Stokkhólmi. Brúðhjónin væntanlegu skrifa á vefinn að um sumarbrúðkaup sé að ræða á þeim tíma sem Svíþjóð skarti sínu fegursta. Þau séu afar spennt og mikil gleði ríki, segir í frétt Svenska dagbladet.
Það var hinn 27. júní sl. sem þau trúlofuðu sig og nú hafa þau ákveðið að ganga í hjónaband í júní líkt og systur prinsins, þær Viktoría og Magdalena, gerðu.
Håkan Pettersson, sem hefur umsjón með ýmsum málum konungsfjölskyldunnar, segir að þegar sé byrjað að undirbúa brúðkaupið og veisluna. En hann er ekki óvanur því að hafa umsjón með konunglegum brúðkaupum þar sem hann hafði umsjón með undirbúningi brúðkaups Viktoríu krónprinsessu fyrir fimm árum og Magðalenu prinsessu árið 2013.
Hann segir að brúðhjónin sjái sjálf um yfirumsjón með skipulagningunni nú og að brúðkaupið verði stórt en ekki risavaxið.
Fyrst var upplýst um samband þeirra Karls Filippusar og Sofiu árið 2010. Sofia, sem er 29 ára að aldri, er fyrrverandi fyrirsæta og hefur verið orðrómur um að konungsfjölskyldan sé lítt hrifin af henni þar sem hún hafi meðal annars komið fram hálfnakin. Hún er menntaður jógakennari og rak meðal annars jógasetur í New York áður en hún hóf sambúð með prinsinum.
Brúneygði prinsinn fann ástina | Karl Filippus Svíaprins og unnusta hans Sofia Hellqvist munu ganga í hjónaband laugardaginn 13. júní á næsta ári.
Hjónavígslan mun fara fram í Hallarkirkjunni í Stokkhólmi.
Þau séu afar spennt og mikil gleði ríki.
Það var hinn 27. júní sl. sem þau trúlofuðu sig og nú hafa þau ákveðið að ganga í hjónaband í júní.
Håkan Pettersson, sem hefur umsjón með ýmsum málum konungsfjölskyldunnar, segir að þegar sé byrjað að undirbúa brúðkaupið og veisluna.
Fyrst var upplýst um samband þeirra Karls Filippusar og Sofiu árið 2010. |
Þurfa Frakkar að selja Mónu Lísu? | Kemur til greina að selja málverk Leonardos da Vincis af Mónu Lísu til að grynnka á skuldum Frakklands? Þessari spurningu er velt upp í franska fjölmiðlinum france24.
Frakkar skulda í dag um 2.000 milljarða evra. Þjóðin þarf að greiða gríðarlega háar upphæðir á hverju ári í vexti af þessum miklu skuldum.
Málverkið af Mónu Lísu er þekktasta listaverk í heimi og þúsundir gesta koma á hverju ári í Louvre-safnið í París til að horfa á verkið.
Sá sem skuldar mikið þarf hins vegar að gera fleira en gott þykir og því spyr france24 hvort tímabært sé að selja listaverkið og lækka þannig aðeins skuldir þjóðarinnar.
France24 bendir á að Portúgalar, sem einnig skulda mikið, hafi ákveðið að selja listaverk í eigu ríkisins eftir Miro. Stjórnvöld í Portúgal vonast eftir að fá 36 milljónir evra fyrir verkin. Portúgalska ríkið skuldar um 210 milljarða evra.
En hvað væri hægt að fá mikið fyrir málverkið af Mónu Lísu? Sumir segja að það sé ómetanlegt. Árið 1962 var tryggingafélagi falið að meta verðmæti þess og niðurstaða þess var að verkið væri 100 milljóna dollara virði. Það hefur örugglega hækkað mikið í verði síðan. | Kemur til greina að selja málverk Leonardos da Vincis af Mónu Lísu til að grynnka á skuldum Frakklands?
Þessari spurningu er velt upp í franska fjölmiðlinum france24.
Frakkar skulda í dag um 2.000 milljarða evra.
Málverkið af Mónu Lísu er þekktasta listaverk í heimi og þúsundir gesta koma á hverju ári í Louvre-safnið í París til að horfa á verkið.
France24 bendir á að Portúgalar, sem einnig skulda mikið, hafi ákveðið að selja listaverk í eigu ríkisins eftir Miro. |
Stenst nauðungareinangrun lög?" | Bandarískur hjúkrunarfræðingur sem er haldið í einangrun í New Jersey eftir að hafa hjúkrað ebólusjúklingum í Vestur-Afríku ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort nauðungareinangrun standist lög.
Samkvæmt BBC segir Kaci Hickox að sér liði eins og glæpamanni eftir að hafa snúið aftur heim frá Síerra Leóne á föstudag og lögmaður hennar segir að málið veki spurningar um réttindi íbúa í Bandaríkjunum sem varin eru í stjórnarskrá landins.
Bæði forsetaembættið í Bandaríkjunum sem og borgarstjórinn í New York hafa lýst yfir áhyggjum yfir þeim reglum sem hafa tekið gildi í einhverjum ríkjum Bandaríkjanna um þá sem hafa dvalið í löndum þar sem ebóla geisar.
Samkvæmt reglum sem nú gilda í New York, New Jersey og Illinois er heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa komið nálægt ebólusmituðum í Vestur-Afríku gert að vera í einangrun í þrjár vikur eftir komuna til Bandaríkjanna. Í gær tilkynnti ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, að hann myndi draga úr þessum ráðstöfunum.
Cuomo segir að New York-ríki hafi ekki áhuga á að draga úr líkum á því að heilbrigðisstarfsmenn fari til hjálpar í ríkjum V-Afríku með aðgerðum sínum.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Samantha Power, segir að þeim bandarísku heilbrigðisstarfsmönnum sem snúa aftur eftir að hafa starfað í Vestur-Afríku eigi að fagna eins og hetjum í stað þess að vera útskúfað fyrir það frábæra starf sem þeir hafa unnið.
Þetta kom fram í máli Power á ferðalagi hennar um Vestur-Afríku en hún mun heimsækja Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne á ferð sinni. | Bandarískur hjúkrunarfræðingur sem er haldið í einangrun í New Jersey eftir að hafa hjúkrað ebólusjúklingum í Vestur-Afríku ætlar að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort nauðungareinangrun standist lög.
Samkvæmt BBC segir Kaci Hickox að sér liði eins og glæpamanni eftir að hafa snúið aftur heim frá Síerra Leóne á föstudag.
Samkvæmt reglum sem nú gilda í New York, New Jersey og Illinois er heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa komið nálægt ebólusmituðum í Vestur-Afríku gert að vera í einangrun í þrjár vikur eftir komuna til Bandaríkjanna.
Í gær tilkynnti ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, að hann myndi draga úr þessum ráðstöfunum. |
Hiti í Reykjavík undir meðallagi | Austlægar og norðlægar áttir voru ríkjandi í októbermánuði en veðurlag var lengst af meinlítið. Fremur kalt var að tiltölu í mánuðinum miðað við aðra mánuði ársins. Meðalhitinn í Reykjavík var 4,2 stig en 2,7 stig á Akureyri, á báðum stöðum nánast sá sami og í október í fyrra.
Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Veðurstofu Íslands. Þar segir einnig að í Reykjavík hafi mánuðurinn verið langkaldastur mánaða ársins að tiltölu og sá eini hingað til með hita undir meðallagi 1961 til 1990, 0,2 stigum undir því og 0,4 undir meðallagi októbermánaða síðustu tíu ár. Á Akureyri var meðalhitinn 2,7 stig, 0,3 stigum undir meðallagi árin 1961 til 1990 og 0,2 undir meðallagi síðustu tíu ára.
Að tiltölu var kaldast á veðurstöðvum um landið vestan- og norðanvert en hlýjast á strandstöðvum á Norður- og Austurlandi en þar var hitinn víða lítillega yfir meðallagi síðustu tíu ára.
Úrkoma var lítillega undir meðallagi víðast hvar um landið vestanvert, mest undir því á Snæfellsnesi. Í öðrum landshlutum var úrkoman annars nærri meðallagi.
Sólskinsstundir voru fleiri en í meðalári í Reykjavík. | Austlægar og norðlægar áttir voru ríkjandi í októbermánuði en veðurlag var lengst af meinlítið.
Fremur kalt var að tiltölu í mánuðinum miðað við aðra mánuði ársins.
Meðalhitinn í Reykjavík var 4,2 stig en 2,7 stig á Akureyri, á báðum stöðum nánast sá sami og í október í fyrra.
Að tiltölu var kaldast á veðurstöðvum um landið vestan- og norðanvert en hlýjast á strandstöðvum á Norður- og Austurlandi.
Sólskinsstundir voru fleiri en í meðalári í Reykjavík. |
Ónothæft sneiðmyndatæki úr umferð | Á föstudag var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun, úrskurðað ónothæft og verður ekki ræst að nýju. Ástæðan er alvarleg og kostnaðarsöm bilun og aðkallandi viðhald.
Þetta kemur fram í frétt á vef Heilbrigðisstofunarinnar.
"Því er ekki um annað að ræða en að allir sjúklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda fari til Reykjavíkur, á Landspítala eða á sjálfstætt starfandi myndgreiningastofur," segir í fréttinni.
"Þessi alvarlega staða mun að öllum líkindum leiða til aukinna og tímafrekari óþæginda fyrir hóp sjúklinga, lengri ferðalaga, fleiri sjúkraflutninga og meiri kostnaðar, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og einstaklinga."
Endurnýjun hefur verið á döfinni um hríð en ekki verið möguleg vegna erfiðleika í rekstrarumhverfi stofnunarinnar. Hollvinasamtök HVE hafa að undanförnu beitt sér ötullega fyrir söfnun til kaupa á nýju tæki en talsvert er í land að það takist. Um 1.700 rannsóknir hafa verið gerðar á þessu ári í tækinu sem er hluti af mikilvægasta búnaði stofnunarinnar. | Á föstudag var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun, úrskurðað ónothæft og verður ekki ræst að nýju.
Ástæðan er alvarleg og kostnaðarsöm bilun og aðkallandi viðhald.
"Því er ekki um annað að ræða en að allir sjúklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda fari til Reykjavíkur, á Landspítala eða á sjálfstætt starfandi myndgreiningastofur," segir í fréttinni.
Endurnýjun hefur verið á döfinni um hríð en ekki verið möguleg vegna erfiðleika í rekstrarumhverfi stofnunarinnar.
Um 1.700 rannsóknir hafa verið gerðar á þessu ári í tækinu sem er hluti af mikilvægasta búnaði stofnunarinnar. |
Verður framseldur frá Kanada | Hæstiréttur Kanada neitaði í dag að taka fyrir mál háskólaprófessors, sem fór fram á að vera ekki framseldur til Frakklands, þar sem hans bíður ákæra fyrir sprengjuárás á samkunduhús gyðinga í París árið 1980.
Hinn 60 ára gamli Hassan Diab hefur barist gegn því að verða framseldur í sex ár en hann segir að í Frakklandi bíði hans ósanngjörn ákæra fyrir glæp sem hann hefur staðfastlega neitað að hafa framið.
Diab, sem var settur í varðhald í gær á meðan niðurstöðu dómsins var beðið, verður nú að öllum líkindum fluttur til Frakklands einhvern tímann á næstu 45 dögum. Þar verður hann færður fyrir rannsóknardómara áður en réttarhöld yfir honum hefjast. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Sprengjuárásin 1980 á Copernic Street markaði fyrsta skiptið sem fólk lét lífið í árás gegn frönskum gyðingum frá því að nasistar hertóku Frakkland í seinni heimstyrjöldinni. Þrír Frakkar og ung ísraelsk kona dóu og fjörtíu særðust í árásinni, sem bar að með þeim hætti að sprengjur, sem komið hafði verið fyrir í hliðartöskum mótorhjóls fyrir utan samkunduhúsið, sprungu þegar fólk hóf að streyma úr byggingunni.
Guillaume Denoix de Saint-Marc, talsmaður fjölskylda fórnarlambanna, sagði létti fylgja því að málið yrði nú loks flutt fyrir dómstólum, 34 árum eftir árásina.
Stuðningsmenn Diab, sem er félagsfræðingur, efndu til mótmæla fyrir utan dómshúsið í dag og kölluðu "skömm, skömm!" Fræðimaðurinn og aðgerðasinninn Noam Chomsky er meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að Ottawa komi í veg fyrir að Diab verði framseldur.
Lögmaður Diab segir sönnunargögnin sem liggja fyrir í málinu í Frakklandi ekki uppfylla skilyrði kanadísku stjórnarskrárinnar. Hann segir ákvörðun hæstaréttar mikil vonbrigði.
Diab var handtekinn á heimili sínu í Ottawa í nóvember 2008 að beiðni franskra yfirvalda, sem halda því fram að hann hafi verið meðlimur samtakanna Popular Front of the Liberation of Palestine.
Samtökin skipulögðu flugrán á 7. áratug síðustu aldar og talið er að þau hafi staðið á bakvið fjölda árása í Evrópu, m.a. sprengjuárásina í París.
Lögmenn Diab hafa harðlega gagnrýnt sönnunargögnin sem málið gegn honum byggir á, en þeirra á meðal er rithandargreining á hótelreikningi sem þeir segja meingallaða, fingrafar sem þeir segja að tilheyri ekki Diab og þá sýni vegabréf hans að hann hafi ekki verið í Frakklandi árið 1980, heldur við nám í Beirút. Þeir segja einnig að sum sönnunargagnanna hafi verið fengið með því að beita pyndingum.
Áfrýjunardómstóll í framsalsmáli Diab í Kanada komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Diab hefði ekki verð kanadískur ríkisborgari þegar árásin átti sér stað, væri Kanada skuldbundið til að framselja hann. Diab varð kanadískur ríkisborgari 2006 og á tveggja ára dóttur með konu sinni. | Hæstiréttur Kanada neitaði í dag að taka fyrir mál háskólaprófessors, sem fór fram á að vera ekki framseldur til Frakklands, þar sem hans bíður ákæra fyrir sprengjuárás á samkunduhús gyðinga í París árið 1980.
Hinn 60 ára gamli Hassan Diab hefur barist gegn því að verða framseldur í sex ár en hann segir að í Frakklandi bíði hans ósanngjörn ákæra fyrir glæp sem hann hefur staðfastlega neitað að hafa framið.
Þrír Frakkar og ung ísraelsk kona dóu og fjörtíu særðust í árásinni.
Stuðningsmenn Diab, sem er félagsfræðingur, efndu til mótmæla fyrir utan dómshúsið í dag og kölluðu "skömm, skömm!"
Fræðimaðurinn og aðgerðasinninn Noam Chomsky er meðal þeirra sem hafa kallað eftir því að Ottawa komi í veg fyrir að Diab verði framseldur.
Lögmaður Diab segir sönnunargögnin sem liggja fyrir í málinu í Frakklandi ekki uppfylla skilyrði kanadísku stjórnarskrárinnar.
Þeir segja einnig að sum sönnunargagnanna hafi verið fengið með því að beita pyndingum. |
Jólapeysur gegn einelti | Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, var ýtt úr vör á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ í dag. Hljómsveitin Pollapönk styður átakið og þeir tóku lagið með börnunum.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, ýtti átakinu úr vör ásamt Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, með því að klæða Bangsann Blæ í jólapeysu. Gunnar tilkynnti við þetta tækifæri að hann hefði ákveðið að taka áskorun um að fara í jólapeysu í hot jóga, safnist nægilega mikið í áheitum á hann, að því er segir í tilkynningu.
"Í ár er safnað er fyrir Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum, en þangað má oft rekja rætur eineltis. Vinátta er starfrækt á Kirkjubóli í tilrauna- og aðlögunarskyni, en markmiðið er að bjóða það öllum leikskólum landsins með hjálp Jólapeysunnar.
Bangsinn Blær er táknmynd vináttunnar og bíður þess með hjálp Jólapeysunnar að faðma, hugga og gleðja börn á öllum leikskólum á Íslandi.
Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Opnað hefur verið fyrir skráningu á jolapeysan.is. Þar er hægt að skrá sig til leiks, finna upp á áskorun og hvetja vini og vandamenn til að heita á sig," segir ennfremur í tilkynningu.
Nánar um átakið hér.
Hér má sjá myndskeið sem sýnir þátttakendur lýsa því sem þeir ætla að gera og af hverju þeim finnst mikilvægt að vinna gegn einelti. | Jólapeysan, fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, var ýtt úr vör á leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ í dag.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, ýtti átakinu úr vör ásamt Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, með því að klæða Bangsann Blæ í jólapeysu.
Bangsinn Blær er táknmynd vináttunnar og bíður þess með hjálp Jólapeysunnar að faðma, hugga og gleðja börn á öllum leikskólum á Íslandi.
Gunnar tilkynnti við þetta tækifæri að hann hefði ákveðið að taka áskorun um að fara í jólapeysu í hot jóga.
Jólapeysan 2014 snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. |
Samfylkingarfólk beðið um fjárstuðning | Samfylkingin hefur ýtt úr vör fjáröflunarátaki meðal flokksfólks. Fram kemur í tilkynningu, að hver einasti félagi í flokknum, en þeir eru yfir 16.000, sé beðinn um að styrkja Samfylkinguna um 2.690 krónur, þrisvar sinnum á jafnmörgum árum, 2014-16.
"Formaður og varaformaður, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir, sendu öllu Samfylkingarfólki bréf í gær og báðu félaga um að láta fé af hendi rakna til undirbúnings alþingiskosninga 2017. Tekið er skýrt fram að engum beri skylda til að greiða þessa upphæð og að hún tengist hvorki réttindum né skyldum félaga í Samfylkingunni," segir í tilkynningunni.
Þá segir, að beiðni merkt "Sóknarátak jafnaðarmanna" birtist í heimabanka flokksfélaga innan skamms.
"Báðir ríkisstjórnarflokkarnir öfluðu meira fjár frá einstaklingum og fyrirtækjum en Samfylkingin á liðnu ári og þeir munu að óbreyttu hafa yfirburðastöðu til að koma upplýsingum til kjósenda í aðdraganda kosninga. Þessu þarf að breyta og því leitum við til flokksfólks - því bakhjarlar fjöldahreyfingar jafnaðarmanna eru fyrst og síðast einstaklingarnir sem í henni eru," er haft eftir Árna Páli í tilkynningunni. | Samfylkingin hefur ýtt úr vör fjáröflunarátaki meðal flokksfólks.
Fram kemur í tilkynningu, að hver einasti félagi í flokknum, en þeir eru yfir 16.000, sé beðinn um að styrkja Samfylkinguna um 2.690 krónur, þrisvar sinnum á jafnmörgum árum, 2014-16.
"Báðir ríkisstjórnarflokkarnir öfluðu meira fjár frá einstaklingum og fyrirtækjum en Samfylkingin á liðnu ári og þeir munu að óbreyttu hafa yfirburðastöðu til að koma upplýsingum til kjósenda í aðdraganda kosninga," er haft eftir Árna Páli í tilkynningunni. |
Björgvin í stuði í sigri ÍR-inga á FH | ÍR-ingar höfðu betur þegar FH kom í heimsókn í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Eftir að Hafnfirðingar höfðu haft frumkvæðið í upphafi leiks komu heimamenn öflugir til baka og uppskáru tveggja marka sigur,29:27.
FH-ingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefinu á undan fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. Þeir náðu mest þriggja marka forskoti en voru yfirleitt einu til tveimur mörkum yfir. Þegar átta mínútur voru til leikhlés jöfnuðu ÍR-ingar hins vegar metin sem gaf þeim aukinn kraft á meðan varnarleikur FH-inga missti flugið.
Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru svo í eigu ÍR-inga sem náðu fljótt þriggja marka forskoti gegn pirruðum Hafnfirðingum sem náðu að minnka muninn rétt fyrir hlé, staðan 18:16 að loknum fyrri hálfleik.
Heimamenn héldu uppteknum hætti eftir hlé, mættu einbeittir til leiks og náðu fljótt fimm marka forystu. FH-ingar reyndu hvað þeir gátu að koma til baka en ÍR-ingar með Björgvin Hólmgeirsson fremstan í flokki ætluðu ekki að láta forystuna af hendi. Mikil barátta einkenndi lokamínúturnar en heimamenn héldu út og uppskáru sigur, 29:27.
Björgvin var markahæstur ÍR-inga í leiknum með 12 mörk en hjá FH var Ragnar Jóhannsson markahæstur með 9 mörk.
Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu hér á mbl.is en nánar verður fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á morgun. Þá koma viðtöl hér á vefinn síðar í kvöld. | ÍR-ingar höfðu betur þegar FH kom í heimsókn í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.
FH-ingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefinu á undan fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo.
Þeir náðu mest þriggja marka forskoti en voru yfirleitt einu til tveimur mörkum yfir.
Mikil barátta einkenndi lokamínúturnar en heimamenn héldu út og uppskáru sigur, 29:27. |
Virkilega fúlt hér á heimavelli | "Þetta er virkilega fúlt hérna á heimavelli. Við ætluðum að gera betur en við gerðum en við lentum á virkilega grimmu Framliði sem vann að lokum sanngjarnan sigur, " sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar svekktur eftir 27:25 tap gegn Fram á heimavelli í Olís-deild karla í handknattleik.
Um er að ræða annað tap Aftureldingar á heimavelli í haust en hitt tapið kom gegn botnliði HK. Framliðið var í næstneðsta sæti fyrir leikinn í kvöld og Einar krefst þess að menn geri betur á sínum eigin heimavelli.
"Fram hefur mjög gott lið og vann mjög góðan sigur á ÍBV. Samt sem áður viljum við skila sigrum á heimavelli. Við þurfum að skoða þennan leik og ég þarf að tala við strákana á morgun og fá svör við því hvað fór úrskeiðis. Hvort sem það var andlega hliðin eða eitthvað skipulag," sagði Einar Andri en nánar er rætt við hann í myndskeiðinu hér að ofan. | "Þetta er virkilega fúlt hérna á heimavelli."
"Við lentum á virkilega grimmu Framliði sem vann að lokum sanngjarnan sigur," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar svekktur eftir 27:25 tap gegn Fram á heimavelli í Olís-deild karla í handknattleik.
Um er að ræða annað tap Aftureldingar á heimavelli í haust.
Einar krefst þess að menn geri betur á sínum eigin heimavelli.
"Ég þarf að tala við strákana á morgun og fá svör við því hvað fór úrskeiðis." |
'"Þeir sögðu að þeir myndu drepa okkur"' | Mercy Paul er átján ára gömul nígerísk stúlka sem hóf nýlega nám við heimavistarskóla í Canyonville í Oregon ríki í Bandaríkjunum. Fyrir aðeins sjö mánuðum síðan var henni, ásamt 275 öðrum stúlkum, rænt af meðlimum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.
"Það var engin leið fyrir okkur að komast í burtu," segir Mercy í sjónvarpsviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC . "Þeir sögðu að þeir myndu drepa okkur."
Ásamt túlki og ráðgjafa segir Mercy frá því hvernig hryðjuverkamennirnir kveiktu í skóla stúlknanna og neyddu þær í bíla. Keyrðu þeir með þær djúpt inn í skóginn. Mercy stökk úr bílnum og slapp.
"Ég stökk og vissi ekki hvort ég gæti gengið eða hvort ég myndi deyja," segir hún.
Tugir stúlkna sluppu frá hryðjuverkamönnunum en rúmlega 200 urðu eftir. Skæruliðarnir hafa haldið því fram í myndskeiðum að stúlkurnar, sem eru kristnar, hafi nú snúið sér til íslam og verði seldar.
Draumur Mercy er að verða læknir. Nú er hún þó á fullu að læra nýtt tungumál, ensku og inn á nýja menningu sem inniheldur körfubolta, þythokkí og tölvuleiki.
Kristin góðgerðarsamtök, The Jubilee Campaign, vinna nú að því að safna fjármagni til þess að fá 57 stúlkur frá Nígeríu, sem sluppu frá Boko Haram til þess að koma til Bandaríkjanna til þess að klára menntaskola.
Mercy segir að hún elski og sakni vina sinna og systra en þær eru enn í haldi. Hún biður þó um miskunn yfir þeim sem halda þeim.
"Í biblíunni segir Guð að hann geti talað við fólk, jafnvel í draumum þeirra," segir hún. "Ég bið þess að þeir finni að Guð fyrirgefi og sýnir miskunn og þeir geti hætt að gera það sem þeir gera."
Frétt NBC má sjá hér. | Mercy Paul er átján ára gömul nígerísk stúlka sem hóf nýlega nám við heimavistarskóla í Canyonville í Oregon ríki í Bandaríkjunum.
Fyrir aðeins sjö mánuðum síðan var henni, ásamt 275 öðrum stúlkum, rænt af meðlimum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.
Ásamt túlki og ráðgjafa segir Mercy frá því hvernig hryðjuverkamennirnir kveiktu í skóla stúlknanna og neyddu þær í bíla. Keyrðu þeir með þær djúpt inn í skóginn. Mercy stökk úr bílnum og slapp.
Mercy segir að hún elski og sakni vina sinna og systra en þær eru enn í haldi. |
Fær ekki að keyra heim | Sádiarabísk kona sem reyndi að keyra til heimalandsins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum segist nú föst við landamærin og komist ekki leiðar sinnar. Konum er bannað að aka bíl í Sádi Arabíu.
"Ég hef nú verið við landamærin í 24 klukkutíma. Þeir vilja ekki láta mig fá vegabréfið mitt og ekki heldur leyfa mér að komast í gegn," skrifar Loujain Hathloul, á Twitter.
وتميت ٢٤ ساعة على الحدود السعودية. لا هم اللي معطيني جوازي ولا هم اللي مخليني أقطع ولا الداخلية تحدثت. صمت تام من كل المسؤولين. — لجين هذلول الهذلول (@LoujainHathloul) December 1, 2014
Mannréttindasamtök sem berjast fyrir réttindum kvenna í Sádi Arabíu segja að konan hafi verið handtekin við landamærin. "Þeir vilja ekki leyfa henni að komast yfir því hún er kona og akandi á bíl," segir talsmaður samtakanna.
"Þeir hafa engan rétt til að banna mér að fara inn í landinu jafnvel þótt þeir telji að ég sé að brjóta lög þar sem ég er Sádi Arabi," skrifar Hathloul á Twitter. Hún segir að ökuskírteini sitt sé gilt í öllum löndum á svæðinu. | Sádiarabísk kona sem reyndi að keyra til heimalandsins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum segist nú föst við landamærin og komist ekki leiðar sinnar.
Konum er bannað að aka bíl í Sádi Arabíu.
Mannréttindasamtök sem berjast fyrir réttindum kvenna í Sádi Arabíu segja að konan hafi verið handtekin við landamærin.
"Þeir hafa engan rétt til að banna mér að fara inn í landinu jafnvel þótt þeir telji að ég sé að brjóta lög þar sem ég er Sádi Arabi," skrifar Hathloul á Twitter. |
Önnur vaxtalækkunin í röð | Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Í síðasta mánuði lækkaði Seðlabankinn einnig vexti sína en þá um 0,25 prósentur. Áður höfðu vextirnir verið óbreyttir frá nóvember 2012. Stýrivextir bankans eru nú 5,25%.
Í dag klukkan 10.00 mun Már Guðmundsson seðlabankastjóri fara yfir forsendur vaxtalækkunarinnar nú í Seðlabankanum íklæddur jólapeysu. Már vill með þessu uppátæki styðja baráttuna gegn einelti . Hann tók áskorun í tengslum við Jólapeysuna 2014, fjáröflunarverkefni Barnaheilla gegn einelti, og ákvað að næði hann markmiði sínu að safna 600 þúsund krónum í áheit myndi hann tilkynna vaxtaákvörðun í jólapeysu.
Hagvöxtur minni en spáð var enda minni vöxtur einkaneyslu en búist var við
Greiningardeildir höfðu spáð því að peningastefnunefndin myndi lækka stýrivexti í dag og hefur það gengið eftir en meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu nefndarinnar er að hagvöxtur á þessu ári, þar af einkum vöxtur einkaneyslu, stefnir í að verða minni en áður var spáð, ef marka má nýjustu þjóðhagsreikninga.
Verðbólgan verður áfram lítil sem engin
"Þær tölur eru hins vegar verulega á skjön við aðrar vísbendingar um þróun eftirspurnar, hvort heldur gögn um innflutning eða ýmsa mælikvarða á veltu. Batinn á vinnumarkaði heldur áfram, þótt eitthvað hafi hægt á vexti vinnuaflseftirspurnar. Áfram er útlit fyrir góðan vöxt innlendrar eftirspurnar og landsframleiðslu á næstu misserum.
Verðbólga minnkaði í 1% í nóvember og lítils háttar verðhjöðnun mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu þrátt fyrir töluverðar launahækkanir. Því eru horfur á minni verðbólgu á næstunni en við síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. Verðbólga verður því ef að líkum lætur nokkuð undir markmiði, a.m.k. fram yfir mitt næsta ár. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið.
Þrátt fyrir lækkun nafnvaxta í nóvember hafa raunvextir bankans hækkað frekar sökum umtalsverðrar hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga og eru hærri en staða hagsveiflunnar og nærhorfur gefa tilefni til. Því eru forsendur til að draga hluta hækkunar raunvaxta til baka.
Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. Nafnvextir eru nú nálægt því sem ætla má að samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum og verðbólgu við markmið. Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný," segir í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. | Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur.
Stýrivextir bankans eru nú 5,25%.
Í dag klukkan 10.00 mun Már Guðmundsson seðlabankastjóri fara yfir forsendur vaxtalækkunarinnar nú í Seðlabankanum íklæddur jólapeysu.
Már vill með þessu uppátæki styðja baráttuna gegn einelti .
Greiningardeildir höfðu spáð því að peningastefnunefndin myndi lækka stýrivexti í dag og hefur það gengið eftir.
Verðbólga minnkaði í 1% í nóvember og lítils háttar verðhjöðnun mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. |
Slapp í gegnum glufu í kerfinu | Man Haron Monis var sleppt gegn tryggingu fyrir einu ári síðan. Hann var grunaður um að hafa átt þátt í hrottalegu morði á eiginkonu hans og þá var hann einnig sakaður um nokkur kynferðisbrot.
Yfirvöld í Ástralíu viðurkenndu í morgun að Monis hefði "sloppið í gegnum glufu" í kerfinu þrátt fyrir alvarlegar ásakanir og hegðun sem hefði átt að hringja bjöllum.
Noleen Hayson Pal, þrítug eiginkona Monis, var myrt á hrottalegan hátt í apríl árið 2013. Hún var stungin 18 sinnum og síðan var kveikt í henni.
Monis kom til Ástralíu árið 1996 og fékk hæli sem pólitískur flóttamaður. Saksóknari taldi sig ekki hafa nægilega góðar sannanir svo hægt væri að dæma hann fyrir morðið á Pal og sleppti honum gegn tryggingu jafnvel þó að hann væri með fjölda kæra á bakinu vegna meintra kynferðisbrota. Talið er að brotin hafi verið framin þegar hann reyndi fyrir sér sem "andlegur græðari."
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástraliu, lýsti Monis sem andlega veikum öfgamanni sem ætti sér langa ofbeldissögu blindaður af öfgastefnu og hefði verið andlega veikur.
Monis sendir fjölskyldum látinna hermanna særandi bréf fyrir sjö árum. Hann skrifaði á vefsíðu sína að börnin hans hefðu verið tekin frá honum af áströlskum yfirvöldum og mátti hann að eigin sögn ekki hafa samband við þau.
Á vefsíðunni, sem lokað var í morgun, mátti meðal annars sjá myndir af látnum arabískum börnum. Þar var einnig að finna þennan texta: "Þetta er sönnun fyrir hryðjuverkum Bandaríkjanna og tengslum þeirra innan Ástralíu." | Man Haron Monis var sleppt gegn tryggingu fyrir einu ári síðan.
Hann var grunaður um að hafa átt þátt í hrottalegu morði á eiginkonu hans og þá var hann einnig sakaður um nokkur kynferðisbrot.
Yfirvöld í Ástralíu viðurkenndu í morgun að Monis hefði "sloppið í gegnum glufu" í kerfinu þrátt fyrir alvarlegar ásakanir og hegðun sem hefði átt að hringja bjöllum.
Noleen Hayson Pal, þrítug eiginkona Monis, var myrt á hrottalegan hátt í apríl árið 2013.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástraliu, lýsti Monis sem andlega veikum öfgamanni sem ætti sér langa ofbeldissögu blindaður af öfgastefnu og hefði verið andlega veikur. |
Flugstöðin eins og Eden í Hverageði | Verslun Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokar upp úr áramótum að sögn Eyjólfs Pálssonar, eiganda verslunarinnar. Um sjötíu íslenskir hönnuðir selja þar vörur sínar og verða margir þeirra að segja upp starfsmanni sökum þess að stór hluti tekna þeirra stafar frá flugstöðinni.
Epal fékk ekki áframhaldandi rekstrarleyfi eftir útboðsferli Isavia á veitinga- og verslunarrýmum í flugstöðinni. Aðspurður um framtíð íslenskrar hönnunar í flugstöðinni bendir Guðni Sigurðsson, fulltrúi yfirstjórnar Isavia, á þrjár verslanir sem bjóða upp á slíkar vörur; Rammagerðina, Lagerdere Services og ARG Fashion. Hann segir Rammagerðina vera í miklu samstarfi við íslenska hönnuði og að þar verði boðið upp á úrval íslenskrar hönnunarvöru. Þá muni Lagardere bjóða upp á íslenskar sælkeravörur og að skart og fatnaður verði selt í verslun ARG.
"Mikil eftirspurn er eftir íslenskum vörum í flugstöðinni og því hafa tilvonandi rekstraraðilar mikinn áhuga á að bjóða gott og breitt úrval af íslenskri hönnun," segir Guðni. Framkvæmdir í flugstöðinni eru þegar hafnar og er vonast til þess að þær klárist næsta vor.
Upphefð við hlið annarrar hönnunarvöru
Eyjólfur segist hafa rætt við marga þeirra hönnuða sem Epal selur fyrir og segir þá ekki spennta fyrir að selja vörur sínar í minjagripaverslun. "Þetta hefur ekkert með Rammagerðina sem fyrirtæki að gera, en þetta eru hins vegar ekki minjagripir," segir hann og bendir á að íslensk hönnun sé upphafin með því að selja hana við hlið heimsþekktrar hönnunar. Lítið sé hins vegar gert úr henni, sé hún seld við hlið lundabangsa eða annarra minjagripa.
Ekki planið að nýta fertugsafmæli til lokunar
Þá segir hann undarlegt að stjórnvöld sem styðji íslenska hönnun kippi stoðunni undan aðalsölustað íslenskra hönnuða með þessum hætti. "Ef einhver getur séð um þetta betur en Epal er það bara gott mál. En það er hins vegar ekki staðið rétt að þessu gagnvart þessu fólki sem mér er mjög umhugað um," segir hann. "Epal lifir þetta ágætlega af," segir Eyjólfur. Aðspurður hvort salan í flugstöðinni sé þó ekki stór hluti af þeirra veltu bendir hann á að Epal reki í dag þrjár verslanir og vissulega hafi það ekki verið á dagskránni að nýta fertugsafmæli verslunarinnar til þess að loka einni þeirra. "Við erum búin að vera í fjörtíu ár á þessum markaði og erum ennþá á sömu kennitölunni og ennþá með sömu stjórnendur. Þetta er gríðarleg reynsla sem litið er framhjá," segir hann.
"Mér finnst við vera á algjörum villigötum með þetta," segi hann. "Þetta átti að vera svo íslensk flugstöð að jafnvel þótt gengið væri inn með bundið fyrir augun átti maður að hugsa: "Vá, ég er á Íslandi!". En myndirnar af nýju innréttingunum minna mig helst á Eden í Hveragerði í gamla daga. Lopapeysumynstur og burstabæir. Er þetta það sem við viljum sýna útlendingum af íslenskri hönnun?" spyr Eyjólfur sem einnig setur spurningamerki við að erlendir aðilar sjái um hönnun flugstöðvarinnar, sem á að fanga hinn íslenska anda, auk sölunnar á íslenskum hönnunarvörum.
Fleiri gagnrýnt breytingarnar
Niðurstöður útboðsins voru kynntar í október og er samkvæmt þeim gert er ráð fyrir að tekjur af verslunarsvæðinu muni aukast um sextíu prósent með þeim breytingunum. Aukin áhersla verður lögð á tengingu við Ísland og er breytingunum ætlað auka úrval og framboð vöru og veitinga í flugstöðinni og skila flugvellinum auknum leigutekjum. Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, hefur gagnrýnt útboðsferlið og í samtali við mbl benti hún á að verið væri að stækka verslunarrýmið auk þess sem farþegum sé að fjölga. Hins vegar væri það látið í veðri vaka að vöxturinn ætti að vera vegna þessara nýju aðila. | Verslun Epal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokar upp úr áramótum að sögn Eyjólfs Pálssonar, eiganda verslunarinnar.
Um sjötíu íslenskir hönnuðir selja þar vörur sínar.
Verða margir þeirra að segja upp starfsmanni sökum þess að stór hluti tekna þeirra stafar frá flugstöðinni.
Epal fékk ekki áframhaldandi rekstrarleyfi eftir útboðsferli Isavia á veitinga- og verslunarrýmum í flugstöðinni.
Aðspurður um framtíð íslenskrar hönnunar í flugstöðinni bendir Guðni Sigurðsson, fulltrúi yfirstjórnar Isavia, á þrjár verslanir sem bjóða upp á slíkar vörur; Rammagerðina, Lagerdere Services og ARG Fashion.
Eyjólfur segist hafa rætt við marga þeirra hönnuða sem Epal selur fyrir og segir þá ekki spennta fyrir að selja vörur sínar í minjagripaverslun.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, hefur gagnrýnt útboðsferlið. |