Title
stringlengths 13
130
| Text
stringlengths 820
5.11k
| Summary
stringlengths 208
1.5k
|
---|---|---|
Úr sér gengið velferðarkerfi Evrópu | Forstjóri kínversks fjárfestingarsjóðs sem hefur úr að spila hátt í 50.000 milljörðum króna, ríflegra 30-faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir mörg skuldsett Evrópuríki búa við uppsafnaðan vanda úr sér gengins velferðarkerfis.
Forstjórinn, Jin Liqun, lét þessa skoðun í ljós er hann var nýlega spurður að því hvort hann væri fylgjandi lánveitingum í evrópsku skuldahítina, að því er fram kemur í pistli Peters Costello, eins helsta forystumanns ástralskra íhaldsmanna, í Sydney Morning Herald.
Orðrétt er haft eftir Liqun í lauslegri þýðingu:
"Ef horft er til vandræðanna í Evrópuríkjunum er rót þeirra hreinlega uppsafnaður vandi úr sér gengins velferðarkerfis. Ég tel að vinnumarkaðslöggjöfin sé úrelt. Þau hvetja til dáðleysis og leti fremur en mikillar vinnusemi. Hvatakerfið er í algjöru ólagi."
Tekið var eftir þessum ummælum forstjórans enda nýtur hann mikillar virðingar sem sérfræðingur í efnahagsmálum, að sögn Costellos.
En Costello er fyrrverandi fjármálaráðherra Ástralíu og þeirrar hyggju að of mikil velferðarþjónusta geti slegið á sjálfsbjargarhvöt einstaklingsins. | Forstjóri kínversks fjárfestingarsjóðs sem hefur úr að spila hátt í 50.000 milljörðum króna, ríflegra 30-faldri þjóðarframleiðslu Íslands, segir mörg skuldsett Evrópuríki búa við uppsafnaðan vanda úr sér gengins velferðarkerfis.
Forstjórinn, Jin Liqun, lét þessa skoðun í ljós er hann var nýlega spurður að því hvort hann væri fylgjandi lánveitingum í evrópsku skuldahítina.
Tekið var eftir þessum ummælum forstjórans enda nýtur hann mikillar virðingar sem sérfræðingur í efnahagsmálum, að sögn Costellos. |
Huang sagður ætla að fjárfesta í Danmörku | Kinverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo segist eiga í viðræðum um fjárfestingar í ferðaþjónustu í Danmörku og Finnlandi.
Þetta kom fram þegar Huang ávarpaði ráðstefnu í kínversk-evrópska viðskiptaskólanum í Shanghai. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar sagðist Huang ætla að verja tugum milljóna dala til að reisa orlofsþorp í löndunum tveimur. Þessi verkefni verði þó minni í sniðum en verkefnið, sem hann áformaði á Íslandi. Innanríkisráðuneyti Íslands veitti Huang ekki undanþágu frá íslenskum lögum svo hann gæti keypt Grímsstaði á Fjöllum. Huang á þó enn í viðræðum við stjórnvöld um fjárfestingar hér á landi, meðal annars um leigu á landi.
"Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun um fjárfestinguna en ég ætla ekki að bíða," sagði Huang á ráðstefnunni. "Ég á nú í viðræðum við stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi um fjárfestingar þar."
Bloomberg hefur eftir Huang að sumir íslenskir embættismenn vilji gjarnan að hann fjárfesti á Íslandi en aðrir séu því andvígir á þjóðernislegum forsendum.
Eignir Huangs, sem er 55 ára og stofnandi Beijing Zhongkun Investment Group Co., eru að mati tímaritsins Forbes 1,02 milljarðar dala. Hann segir sjálfur að það sé of lág tala. | Kinverski kaupsýslumaðurinn Huang Nubo segist eiga í viðræðum um fjárfestingar í ferðaþjónustu í Danmörku og Finnlandi.
Sagðist Huang ætla að verja tugum milljóna dala til að reisa orlofsþorp í löndunum tveimur.
Þessi verkefni verði þó minni í sniðum en verkefnið, sem hann áformaði á Íslandi.
Innanríkisráðuneyti Íslands veitti Huang ekki undanþágu frá íslenskum lögum svo hann gæti keypt Grímsstaði á Fjöllum.
Huang á þó enn í viðræðum við stjórnvöld um fjárfestingar hér á landi, meðal annars um leigu á landi. |
Ríkisbréf í eigu útlendinga | Útlendingar voru stærstu eigendur ríkisverðbréfa í lok nýliðins árs. Þannig nam eignarhlutdeild þeirra af útistandandi ríkisverðbréfum 31% í lok desember, en þar á eftir komu lífeyrissjóðir með 27% hlutdeild og svo verðbréfasjóðir með 17% hlutdeild.
Fjárhæð útistandandi ríkisverðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam um 586 milljörðum króna í árslok 2011 og þar af voru víxlar rúmir 58 milljarðar króna, samkvæmt Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.
"Mest eiga erlendir aðilar í styttri og millilöngum ríkisbréfum, þ.e. bréfum sem eru með gjalddaga 2016 og skemur, og áttu þeir 70% útistandandi slíkra bréfa í desemberlok. Jafnframt voru þeir fyrirferðarmiklir í víxlaútboðum á nýliðnu ári og áttu þeir helming útistandandi ríkisvíxla í lok desember. Þó er ljóst að áhugi þeirra á lengri óverðtryggðu flokkunum, svo ekki sé minnst á verðtryggðu flokkana, er enn afar lítill. Þannig nam hlutdeild þeirra í óverðtryggðum flokkum sem eru með gjalddaga 2022 eða síðar einungis 1,1% í árslok 2011," segir í Morgunkorni. | Útlendingar voru stærstu eigendur ríkisverðbréfa í lok nýliðins árs.
Þannig nam eignarhlutdeild þeirra af útistandandi ríkisverðbréfum 31% í lok desember, en þar á eftir komu lífeyrissjóðir með 27% hlutdeild og svo verðbréfasjóðir með 17% hlutdeild.
Fjárhæð útistandandi ríkisverðbréfa, að verðbréfalánum meðtöldum, nam um 586 milljörðum króna í árslok 2011.
Þar af voru víxlar rúmir 58 milljarðar króna. |
Fyrirtækjum í skattsvikum verði lokað | Það er nauðsynlegt að geta lokað fyrirtækjum samdægurs þegar þau hafa ekki verið að skila vörslusköttum, skattsvik eiga sér stað og eru auðsæ. Þetta segir Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar sem hefur tekið þátt í átaki Ríkisskattstjóra, ASÍ og SA á undanförnum vikum.
Tryggvi segir á heimasíðu Eflingar að nú síðast hafi verið farið á veitingastaði í miðbæ Reykjavíkur í eftirlitsferð. Það sé alveg ljóst að hér sé á ferðinni þarft framtak til að hér geti þróast heilbrigðara atvinnulíf.
Ríkisskattstjóri, Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins manna eftirlitsteymi sem hefur verið starfandi um nokkurra mánaða skeið. Hópurinn fer útá vinnustaðina án þess að gera boð á undan sér.
Í þessum eftirlitsferðum athugar starfsmaður RSK tekjuskráningu dagsins en einnig eru starfsmenn á viðkomandi vinnustað skráðir í gagnagrunn sem RSK og Vinnumálastofnun hafa aðgang að ásamt eftirlitsaðilum.
Ef fyrirtæki er ekki að skila staðgreiðslu af starfsmanni sést það í þessum eftirlitsferðum. Ef starfsmaður er t.d. skráður atvinnulaus en er í vinnu á sama tíma kemur það einnig í ljós.
Tryggvi segir að enginn vafi sé á að starfið hafi þegar skilað miklum árangri. Nauðsynlegt sé að breyta lögum svo RSK geti t.d. lokað fyrirtæki samdægurs þar sem ekki sé verið að skila vörslusköttum, skattsvik eiga sér stað og eru auðsæ. Í slíkum tilvikum eigi ekki að þurfa að bíða eftir því mánuðum saman að kerfið virki. Svipuð úrræði og lögreglan hefur t.d. þegar hún sviptir menn ökuleyfi á staðnum.
Efling | Það er nauðsynlegt að geta lokað fyrirtækjum samdægurs þegar þau hafa ekki verið að skila vörslusköttum, skattsvik eiga sér stað og eru auðsæ.
Þetta segir Tryggvi Marteinsson, starfsmaður Eflingar sem hefur tekið þátt í átaki Ríkisskattstjóra, ASÍ og SA á undanförnum vikum.
Ríkisskattstjóri, Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins manna eftirlitsteymi sem hefur verið starfandi um nokkurra mánaða skeið.
Hópurinn fer útá vinnustaðina án þess að gera boð á undan sér.
Ef fyrirtæki er ekki að skila staðgreiðslu af starfsmanni sést það í þessum eftirlitsferðum.
Tryggvi segir að enginn vafi sé á að starfið hafi þegar skilað miklum árangri. |
Svartfugli fjölgar | Svartfugli hefur fjölgað á Reykhólum, en lagt hefur verið til að allar tegundir hans verði friðaðar næstu fimm árin, líkt og gert er í Evrópusambandinu. Hingað til hefur mátt veiða hér á landi fimm tegundir af svartfugli; álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda.
Þetta kemur fram á vefsíðu Reykhólahrepps, Reykhólar.is. Þar segir að þessi friðunaráform hafi vakið hörð viðbrögð Bændasamtaka Íslands, einstakra hlunnindabænda og samtaka skotveiðimanna, Skotvís.
"Okkur finnst merkilegt hvernig svartfuglinum er stöðugt að fjölga hér inn frá á veturna. Ekki eru nein fuglabjörg hérna nálægt. Honum hefur farið fjölgandi ár frá ári og hefur aldrei verið eins og núna", segir Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum, sem sinnir fuglatalningu fyrir Náttúrufræðistofnun í samtali við Reykhóla.is.
"Við sáum ótrúlega mikið af bæði álku og haftyrðli sem virðist fjölga ár frá ári. Það fer ekki á milli mála að eitthvert æti er stöðugt að aukast hér inni í Breiðafirðinum og virðist vera fiskseiði eða síli," segir Tómas.
"Ef hægt er að komast að því hvaða fæða það er sem svartfuglinn sækir í gæti það gefið vísbendingu um það í hvaða æti breiðurnar miklu af æðarfugli gætu verið sem eru hérna inn um allt."
Fréttin á vefsíðu Reykhólahrepps | Svartfugli hefur fjölgað á Reykhólum, en lagt hefur verið til að allar tegundir hans verði friðaðar næstu fimm árin, líkt og gert er í Evrópusambandinu.
Friðunaráform hafi vakið hörð viðbrögð Bændasamtaka Íslands, einstakra hlunnindabænda og samtaka skotveiðimanna, Skotvís.
"Okkur finnst merkilegt hvernig svartfuglinum er stöðugt að fjölga hér inn frá á veturna", segir Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum, sem sinnir fuglatalningu fyrir Náttúrufræðistofnun. |
Rafmagnað andrúmsloft á þingi | Andrúmsloftið á Alþingi er spennuþrungið en nú standa yfir umræður um að draga kæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. Ekki er líklegt að atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu sem myndi vísa málinu frá verði fyrr en undir kvöldið en margir bíða á mælendaskrá.
Ljóst er að málið veldur miklum usla þar sem Geir er fyrrverandi þingmaður og samstarfsmaður margra alþingismanna til margra ára. Margir óvissuþættir eru í stöðunni, t.a.m. hefur Jóhanna Sigurðardóttir ekki viljað tjá sig um málið en hún greiddi atkvæði gegn því að ákæra Geir á sínum tíma. Hið sama má segja um Guðbjart Hannesson sem er fjarverandi vegna veikinda en í stað hans situr Arna Lára Jónsdóttir varaþingmaður.
Gera verður ráð fyrir að auðveldara yrði fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði með dagskrártillögunni en á móti tillögu Bjarna. Því þar með væri málinu vísað frá á tæknilegum forsendum í stað þess að taka þátt í annarri atkvæðagreiðslu um ákæru gagnvart Geir en sú fyrri situr auðsjáanlega enn í ýmsum þingmönnum. | Andrúmsloftið á Alþingi er spennuþrungið en nú standa yfir umræður um að draga kæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka.
Ekki er líklegt að atkvæðagreiðsla um dagskrártillögu sem myndi vísa málinu frá verði fyrr en undir kvöldið.
Margir bíða á mælendaskrá.
Ljóst er að málið veldur miklum usla þar sem Geir er fyrrverandi þingmaður og samstarfsmaður margra alþingismanna til margra ára. |
Víða ókeypis á skíðasvæðum | Margir hafa brugðið sér á skíði í dag, en dag stendur yfir Alþjóðlega skíðahátíðin "Snjór um víða veröld" sem flest skíðasvæðin hér á landi taka þátt í. Frítt er inn á sum svæðin.
Í Bláfjöllum er mjög gott skíðafæri , logn og tveggja stiga frost. Þar fór að snjóa eftir hádegi og það hefur áhrif á skyggni. Frítt er fyrir 12 ára og yngri. Boðið er upp á kakó og hljómsveitin Pollapönk spilaði fyrir gesti.
Guðmundur Karl í Hlíðarfjalli sagði að um 1000 manns væru í fjallinu núna. Nægur snjór væri og frábær stemming. Þar er líka boðið upp á kakó. Aðgangur að skíðasvæðinu er ókeypis í dag fyrir alla.
Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag til kl. 16. Veðrið er ágætt norðaustan 5-8m/sek, 1 stigs frost og smá éljagangur. Færið er mjög gott og frítt fyrir alla á skíði í dag.
Í tilefni dagsins býður Skíðafélag Dalvíkur öllum frítt á skíði í Böggvisstaðafjalli í dag. Þeir sem á þurfa að halda fá frían búnað í skíðaleigunni þennan dag.
Á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði er opið í dag til kl. 17:00. | Margir hafa brugðið sér á skíði í dag, en dag stendur yfir Alþjóðlega skíðahátíðin "Snjór um víða veröld" sem flest skíðasvæðin hér á landi taka þátt í.
Í Bláfjöllum er mjög gott skíðafæri.
Frítt er fyrir 12 ára og yngri.
Guðmundur Karl í Hlíðarfjalli sagði að um 1000 manns væru í fjallinu núna.
Aðgangur að skíðasvæðinu er ókeypis í dag fyrir alla.
Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag til kl. 16.
Færið er mjög gott og frítt fyrir alla á skíði í dag. |
Strandsiglingar hefjist að nýju | Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig koma megi strandsiglingum á að nýju hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Leggur hópurinn til að leitað verði tilboða í siglingarnar samkvæmt ákveðnum forsendum þar sem boðið verði í meðgjöf ríkisins til nokkurra ára meðan siglingarnar koma undir sig fótunum. Miðað er við tilraunaverkefni til nokkurra ára og að því loknu standi siglingarnar undir sér.
Innanríkisráðherra skipaði snemma á síðasta sumri starfshóp til að leggja fram tillögur um hvernig standa megi að því að koma á strandsiglingum að nýju. Markmiðið er að hefja strandsiglingar sem tryggja hagkvæma sjóflutninga á vörum innanlands og stuðla að lægri flutningskostnaði, jákvæðri byggðaþróun með auknum tækifærum og samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni, segir í tilkynningu.
Hópurinn skoðaði mögulega flutninga, greindi skipakost, áætlaðan rekstrarkostnað útgerða, viðkomuhafnir, tíðni ferða, áætlun um sjálfbært flutningsverð og önnur atriði sem skipt geta máli. Farið var yfir ýmsar skýrslur og greinargerðir sem fyrri starfshópar höfðu lagt fram. Hópurinn gerði markaðsrannsóknir í samvinnu við atvinnuþróunarfélög undir stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Þá var kannaður áhugi flutningsaðila á strandflutningum svo og áhugi framleiðenda og annarra kaupenda vöruflutninga.
Vikulegar siglingar
Niðurstaða hópsins er sú að leggja til að strandsiglingar verði boðnar út. Gerð hafa verið drög að rekstraráætlun fyrir skip og undirbúin gögn fyrir hugsanlegt útboð en Ríkiskaup voru til ráðgjafar um þann þátt. Samkvæmt markaðsrannsóknum er líklegt að flytja megi í strandsiglingum rúmlega 70 þúsund tonn á ári til að byrja með. Flutningar muni aukast þegar þjónustan hefur fest sig í sessi. Miðað er við að skip sigli hringinn frá höfuðborgarsvæðinu umhverfis landið í viku hverri og sinni flutningum milli hafna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Gefur það möguleika á flutningi milli þessara hafna bæði á hráefni og afurðum fyrir framleiðslufyrirtæki en einnig á margs konar dagvöru fyrir verslun og þjónustu.
Innanríkisráðherra mun nú fara yfir tillögurnar og í framhaldinu kynna hugsanlegt útboð í ríkisstjórninni. Stefnt er að því að undirbúningur og útboð geti farið fram á þessu ári og að tilraunastrandsiglingar gætu þá hafist í byrjun næsta árs.
Starfshópinn skipuðu: Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, formaður, Sigurður Örn Guðleifsson, lögfræðingur innanríkisráðuneytinu, Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri Akureyrarhöfn, Ögmundur Hrafn Magnússon, lögfræðingur fjármálaráðuneytinu, Kristján Helgason, deildarstjóri hafnasviðs hjá Siglingastofnun Íslands, Unnar Jónsson rekstrarfræðingur og Etna Sigurðardóttir hjá Vegagerðinni. | Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig koma megi strandsiglingum á að nýju hefur skilað ráðherra tillögum sínum.
Leggur hópurinn til að leitað verði tilboða í siglingarnar samkvæmt ákveðnum forsendum þar sem boðið verði í meðgjöf ríkisins til nokkurra ára meðan siglingarnar koma undir sig fótunum.
Innanríkisráðherra skipaði snemma á síðasta sumri starfshóp til að leggja fram tillögur um hvernig standa megi að því að koma á strandsiglingum að nýju.
Markmiðið er að hefja strandsiglingar sem tryggja hagkvæma sjóflutninga á vörum innanlands og stuðla að lægri flutningskostnaði, jákvæðri byggðaþróun með auknum tækifærum og samkeppnishæfni fyrirtækja á landsbyggðinni.
Niðurstaða hópsins er sú að leggja til að strandsiglingar verði boðnar út.
Innanríkisráðherra mun nú fara yfir tillögurnar og í framhaldinu kynna hugsanlegt útboð í ríkisstjórninni.
Stefnt er að því að undirbúningur og útboð geti farið fram á þessu ári og að tilraunastrandsiglingar gætu þá hafist í byrjun næsta árs. |
'Steingrímur: Alvöruviðræður að hefjast' | "Það er náttúrlega markmiðið að þær verði allar komnar í gang á þessu ári. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það dragist ekki lengur en fram eftir árinu," segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, spurður hvenær "eiginlegar viðræður" við ESB, eins og hann orðar það, hefjist.
Nú sé sú stund að nálgast að hægt sé að láta reyna á kröfur Íslands í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum "í alvöruviðræðum".
Steingrímur fundaði í dag með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, og Dacian Ciolos, landbúnaðarstjóra ESB.
Steingrímur lýsir yfir ánægju með fundina með forystumönnum ESB en þetta var í fyrsta sinn sem hann fundar með Damanaki.
Ótímabært að ræða tímasetningar
Steingrímur segir einnig ótímabært að ræða hvenær aðildarsamningur geti legið fyrir þannig að íslenskur almenningur geti kosið um aðild að Evrópusambandinu.
"Það get ég ekki sagt. Ég vil ekki fara nákvæmlega út í það. Það verður að koma í ljós."
Steingrímur vék næst að makríldeilunni með þeim orðum að staðan í henni væri erfið.
Hann hefði lagt ríka áherslu á að deilunni og aðildarumsókn Íslands væri ekki "þvælt saman". | "Það er náttúrlega markmiðið að þær verði allar komnar í gang á þessu ári. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það dragist ekki lengur en fram eftir árinu," segir Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, spurður hvenær "eiginlegar viðræður" við ESB, eins og hann orðar það, hefjist.
Steingrímur fundaði í dag með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, og Dacian Ciolos, landbúnaðarstjóra ESB.
Steingrímur lýsir yfir ánægju með fundina með forystumönnum ESB en þetta var í fyrsta sinn sem hann fundar með Damanaki.
Steingrímur segir einnig ótímabært að ræða hvenær aðildarsamningur geti legið fyrir. |
Kuldaboli bítur fast | Tugir íbúa í Mið- og Austur-Evrópu hafa frosið í hel í miklu kuldakasti sem er á þessu svæði. Óttast er að kuldinn eigi enn eftir að sækja í sig veðrið.
Í Póllandi létust 10 úr kulda um helgina en frostið þar fór í 27 gráður. Alls hafa 46 látist úr kulda í Póllandi það sem af er vetri.
Í Ungverjalandi hafa 18 látist úr ofkælingu síðustu fjóra daga. Flestir þeirra voru heimilislausir og frusu í hel á götum úti. Eins hefur gamalt fólk fundist látið í köldum íbúðum sínum. Tæplega 500 leituðu sér læknisaðstoðar í Úkraínu vegna kalsára og ofkælingar í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Úkraínu hafa 1.500 neyðarskýli verið sett á laggirnar þar sem fólk getur leitað skjóls en frostið er um 30 gráður þar í landi.
Í Litháen létust þrír um helgina í kuldanum og í Tékklandi fannst einn ungur maður frosinn í hel um helgina. Er spáð 25-30 stiga frosti víða í Eystrasaltsríkjunum næstu daga.
Fjórir hafa látist úr kulda í Rúmeníu síðasta sólarhringinn og eru fórnarlömb kuldans undanfarna daga þar í landi því orðin sex.
Í Serbíu létust þrír úr ofkælingu um helgina og er fólkið á öllum aldri.
Mikil snjókoma hefur haft mikil áhrif á umferð í þessum löndum og víða hefur verið rafmagnslaust.
Jafnvel í Istanbúl í Tyrklandi hefur nánast allt athafnalíf legið niðri í dag vegna snjókomu. Þar hefur þurft að aflýsa um 200 flugferðum og hundruð sitja föst í bifreiðum sínum vegna ófærðarinnar. | Tugir íbúa í Mið- og Austur-Evrópu hafa frosið í hel í miklu kuldakasti sem er á þessu svæði.
Alls hafa 46 látist úr kulda í Póllandi það sem af er vetri.
Í Ungverjalandi hafa 18 látist úr ofkælingu síðustu fjóra daga.
Tæplega 500 leituðu sér læknisaðstoðar í Úkraínu vegna kalsára og ofkælingar í síðustu viku.
Hafa 1.500 neyðarskýli verið sett á laggirnar þar sem fólk getur leitað skjóls en frostið er um 30 gráður þar í landi.
Er spáð 25-30 stiga frosti víða í Eystrasaltsríkjunum næstu daga.
Mikil snjókoma hefur haft mikil áhrif á umferð í þessum löndum og víða hefur verið rafmagnslaust. |
Þjóðlagasafnið komið á netið | Frumútgáfa Íslenzkra þjóðlaga, hins mikla verks séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, er nú orðin aðgengileg á vefsvæðinu baekur.is. Þar má fletta síðunum, sem eru hátt í eitt þúsund, leita að einstökum orðum eða hlaða bókinni niður sem pdf-skjali. Bókin var gefin út á árunum 1906-1909 og mun sú útgáfa vera fáséð í fornbókaverslunum. Ljósprentuð útgáfa kom út 1974 og önnur 2008 og hefur hún verið fáanleg. Þetta kemur fram á Sigfirðingur.is .
Bjarni notaði lausar stundir frá annasömum störfum í heilan aldarfjórðung til að bjarga hinum gamla þjóðlagaarfi frá gleymsku.
"Það verk verður séra Bjarna aldrei fullþakkað," sagði í Óðni. "Þar er sú náma sem fræðimenn og tónskáld geta grafið upp úr hverja perluna annarri skærari, hvern demantinn öðrum fegurri."
"Á Bækur.is er hægt að skoða stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka. Er vefurinn rekinn af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni," segir á vefnum. "Stefnt er að því að á vefnum muni birtast með tíð og tíma allar íslenskar bækur útgefnar fyrir 1870 í stafrænni endurgerð." Nú er búið að mynda á fjórða hundrað titla og eru síðurnar orðnar um 160 þúsund. | Frumútgáfa Íslenzkra þjóðlaga, hins mikla verks séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, er nú orðin aðgengileg á vefsvæðinu baekur.is.
Þar má fletta síðunum, sem eru hátt í eitt þúsund, leita að einstökum orðum eða hlaða bókinni niður sem pdf-skjali.
Bókin var gefin út á árunum 1906-1909 og mun sú útgáfa vera fáséð í fornbókaverslunum.
Bjarni notaði lausar stundir frá annasömum störfum í heilan aldarfjórðung til að bjarga hinum gamla þjóðlagaarfi frá gleymsku. |
Fjöldamótmæli vegna ACTA | Tugir þúsunda mótmæltu í Þýskalandi í dag gegn umdeildum lögum sem nefnd eru ACTA (e. Anti-Counterfeiting Trade Agreement) og eru gegn brotum á höfundarrétti, sem talin eru geta heft frelsi á netinu.
ACTA er í raun alþjóðlegur viðskiptasamningur, sem gengur út á það að koma á alþjóðlegum viðmiðum í baráttunni gegn brotum á höfundarrétti.
Samkvæmt ACTA, eða Anti-Counterfeiting Trade Agreement, verður sett á laggirnar sérstök stofnun eða nefnd sem mun hafa umsjón með beitingu og túlkun samningsins og mun hún ekki þurfa að svara æðra yfirvaldi, sem hefur verið harkalega gagnrýnt.
ACTA er ætlað að taka á fölsunum á áþreifanlegum vörum og lyfjum en einnig á höfundarréttarbrotum á netinu. Samkvæmt úttekt Free Software Foundation verður netveitum m.a. bannað að hýsa ókeypis hugbúnað sem veitir aðgang að höfundaréttarvörðu efni og ekki verður lengur hægt að spila höfundarréttarvarið efni með ókeypis hugbúnaði.
Um fjörutíu þúsund manns tóku þátt í mótmælum í Þýskalandi, þar af tíu þúsund í Berlín. Þá voru um 1.500 mótmælendur í Tallinn og þrjú þúsund í Búlgaríu. | Tugir þúsunda mótmæltu í Þýskalandi í dag gegn umdeildum lögum sem nefnd eru ACTA (e. Anti-Counterfeiting Trade Agreement) og eru gegn brotum á höfundarrétti, sem talin eru geta heft frelsi á netinu.
ACTA er í raun alþjóðlegur viðskiptasamningur, sem gengur út á það að koma á alþjóðlegum viðmiðum í baráttunni gegn brotum á höfundarrétti.
Ekki verður lengur hægt að spila höfundarréttarvarið efni með ókeypis hugbúnaði.
Um fjörutíu þúsund manns tóku þátt í mótmælum í Þýskalandi, þar af tíu þúsund í Berlín. |
Hvaðan var Chaplin? | Ný gögn frá bresku leyniþjónustunni sem gerð voru opinber í dag sýna fram á að erfiðlega gekk að ganga úr skugga um hvar Charlie Chaplin var fæddur. Bandaríska leyniþjónustan bað MI5 að kanna bakgrunn Chaplins er hann yfirgaf Bandaríkin árið 1952 grunaður um tengsl við kommúnista en breska leyniþjónustan fann enga staðfestingu á því að hann væri fæddur í London í apríl 1889 líkt og áður var talið.
Talið var að leikarinn hefði fæðst 16. apríl 1889 á East Street í Walworth í suðurhluta Lundúna, einungis fjórum dögum áður en Adolf Hitler fæddist, sem Chaplin hæddist að í kvikmyndinni "The Great Dictator" frá 1940.
MI5 gerði leit að upplýsingum í London um fæðingarvottorð hans og leitaði ennfremur að upplýsingum um ætlað leyninafn hans, "Israel Thornstein". Niðurstaða leitarinnar var hins vegar á þennan veg: "Svo virðist sem Chaplin hafi ekki fæðst hér á landi eða að nafn hans við fæðingu hafi verið annað."
John Marriot, einn af þáverandi yfirmönnum MI5, taldi að það varðaði ekki leyniþjónustuna þótt fæðingarvottorð hans fyndist ekki og skrifaði að það væri "forvitnilegt" að fæðingarvottorð Chaplin fyndist ekki en það hefði líklega enga sérstaka þýðingu.
Lögreglurannsakendur hjá Scotland Yard fengu síðar ábendingu um að leikarinn væri í raun fæddur rétt sunnan við París í Frakklandi. Í minnisblaði frá MI5 um þetta sagði: "Þetta gæti eða gæti ekki verið satt en þar sem engin staðfesting finnst á því að Chaplin hafi verið fæddur á Bretlandseyjum gæti allt eins verið að hann hefði fæðst í Frakklandi."
MI6, leyniþjónusta Breta í utanríkismálum, fékk málið í sínar hendur en fann engin merki um að Chaplin hefði fæðst í Frakklandi.
Snemma á 6. áratugnum hafði gripið um sig mikil hræðsla við kommúnisma í Bandaríkjunum. Chaplin var ekki heimilað að snúa aftur til Bandaríkjanna eftir að hann yfirgaf þau árið 1953 og lést árið 1977 í Sviss. | Ný gögn frá bresku leyniþjónustunni sem gerð voru opinber í dag sýna fram á að erfiðlega gekk að ganga úr skugga um hvar Charlie Chaplin var fæddur.
Bandaríska leyniþjónustan bað MI5 að kanna bakgrunn Chaplins er hann yfirgaf Bandaríkin árið 1952 grunaður um tengsl við kommúnista.
Breska leyniþjónustan fann enga staðfestingu á því að hann væri fæddur í London í apríl 1889 líkt og áður var talið.
Talið var að leikarinn hefði fæðst 16. apríl 1889 á East Street í Walworth í suðurhluta Lundúna.
Lögreglurannsakendur hjá Scotland Yard fengu síðar ábendingu um að leikarinn væri í raun fæddur rétt sunnan við París í Frakklandi.
MI6, leyniþjónusta Breta í utanríkismálum, fékk málið í sínar hendur en fann engin merki um að Chaplin hefði fæðst í Frakklandi. |
Rækta hamborgara á tilraunastofu | Vísindamenn við háskólann í Maastricht í Hollandi hafa ræktað kjöt úr stofnfrumum. Gangi áætlanir eftir mun fyrsti hamborgarinn sem er ræktaður á tilraunastofu líta dagsins ljós síðar á árinu. Markmiðið er að framleiða kjöt án þess að þurfa að fóðra dýr og ala þau.
Mark Post, einn forsvarsmanna rannsóknarinnar, segir að verði framleiðslan að veruleika muni umhverfisáhrif kjötframleiðslu að öllum líkindum minnka um allt að 60%.
Vísindamönnunum tókst að rækta kjötvöðva sem var um tveggja sentímetra langur, einn sentímetri að breidd og um millimetri á þykkt.
"Ég geri ráð fyrir að bragðið verði einkennilegt í byrjun og við verðum að vinna að því að bæta það," sagði Post í samtali við BBC. "En við erum ekki að gera þetta í þeim tilgangi einum saman að búa til nothæfa vöru, heldur til að sýna að þetta er hægt í raun og veru."
Talið hefur verið að matvælaframleiðsla í heiminum þurfi að tvöfaldast á næstu 50 árum til að mæta þörf heimsbyggðarinnar. Gert er ráð fyrir að breytingar á veðurfari, vatnsskortur og fjölgun í borgum muni gera það að verkum að erfiðara verði að framleiða fæðu.
Sean Smukler, sem er prófessor við háskólann í Bresku-Kólumbíu segir að erfitt verði að mæta eftirspurn eftir kjöti frá Asíu og Afríku, en kjötneysla hefur aukist þar gífurlega undanfarin ár vegna aukinna lífsgæða. Hann segist telja að kjöt ræktað á tilraunastofum gæti leyst þann vanda að hluta. | Vísindamenn við háskólann í Maastricht í Hollandi hafa ræktað kjöt úr stofnfrumum.
Gangi áætlanir eftir mun fyrsti hamborgarinn sem er ræktaður á tilraunastofu líta dagsins ljós síðar á árinu.
Markmiðið er að framleiða kjöt án þess að þurfa að fóðra dýr og ala þau.
Mark Post, einn forsvarsmanna rannsóknarinnar, segir að verði framleiðslan að veruleika muni umhverfisáhrif kjötframleiðslu að öllum líkindum minnka um allt að 60%. |
Lagði mat á vegslóða | Akstur utan óskilgreindra vega er alvarlegt vandamál hér á landi, segir í frétt á vef Landgræðslu ríkisins. Til hefur orðið víðáttumikið kerfi vegslóða án þess að farið hafi verið eftir skipulagsferlum. Gísli Rafn Guðmundsson, nemandi við Landbúnaðarháskóla Íslands vann síðastliðið sumar verkefni sem ber heitið " Skipulagsferlar og matsskalar vegna vegslóða ". Það var unnið á vegum Landbúnaðarháskólans og Landgræðslunnar og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Leiðbeinendur voru Auður Sveinsdóttir, dósent við LbhÍ, og Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar.
Verkefnið fólst í að treysta skipulagsforsendur fyrir ákvarðanatöku um framtíð þessa veigamikla hluta vega og slóðakerfis sem enn er ósamþykkt og hefur meðal annars orðið til vegna aksturs utan vega. Megin niðurstöður eru settar fram sem viðmiðunarskali sem getur nýst við ákvarðanatöku varðandi framtíðarskipulag íslenska slóðakerfisins, svo sem hvaða slóðar eiga að vera öllum opnir, hverjir eigi að vera með takmarkaða umferð og hverjum skuli lokað. Þá er sýnt fram á ósamræmi milli aðalskipulaga sveitarfélaga, opinbers gagnagrunns Landmælinga Íslands og vegakerfis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Færð eru rök fyrir 12 atriðum sem taka ætti tillit til við ákvörðun opnun eða lokun vegslóða og voru niðurstöðurnar settar fram í matsskala. Á vef Landgræðslu ríkisins má sjá matsskalann. | Akstur utan óskilgreindra vega er alvarlegt vandamál hér á landi, segir í frétt á vef Landgræðslu ríkisins.
Til hefur orðið víðáttumikið kerfi vegslóða án þess að farið hafi verið eftir skipulagsferlum.
Gísli Rafn Guðmundsson, nemandi við Landbúnaðarháskóla Íslands vann síðastliðið sumar verkefni sem ber heitið " Skipulagsferlar og matsskalar vegna vegslóða ".
Verkefnið fólst í að treysta skipulagsforsendur fyrir ákvarðanatöku um framtíð þessa veigamikla hluta vega og slóðakerfis sem enn er ósamþykkt og hefur meðal annars orðið til vegna aksturs utan vega.
Færð eru rök fyrir 12 atriðum sem taka ætti tillit til við ákvörðun opnun eða lokun vegslóða og voru niðurstöðurnar settar fram í matsskala. |
41 lét lífið í Sýrlandi | Að minnsta kosti 41 óbreyttur borgari lét lífið í árásum sýrlenskra hersveita víðs vegar um Sýrland í dag. Rauði krossinn hefur ekki enn náð samkomulagi við yfirvöld í landinu um að fá leyfi til að flytja tvo særða blaðamenn frá Homs og á morgun hefur ennfremur þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá verið boðuð.
Hersveitir Assads forseta héldu áfram að varpa sprengjum á Baba Amr-hverfið í Homs eftir stutt hlé til að hleypa hjálparsveitum inn í borgina. Árásir á borgina hafa staðið samfleytt yfir í tæplega þrjár vikur.
Mannréttindavakt fyrir Sýrland, sem staðsett er í Bretlandi, tilkynnti í dag að 41 óbreyttur borgari hefði fallið í árásum í dag, þar af 19 í Homs.
16 hermenn féllu ennfremur í sprengingum og bardögum við uppreisnarmenn. Lögregla greip jafnframt til skotvopna til að kveða niður 4.000 manna mótmæli í Aleppo sem fram fóru á meðan jarðarför óbreytts borgara, sem lést í gær, stóð yfir.
Rauði krossinn hefur staðið í samningaviðræðum við yfirvöld um að fá að flytja tvo særða vestræna blaðamenn burt frá Baba Amr í Homs. Þeir eru fastir þar ásamt líkum tveggja annarra blaðamanna sem létu lífið á miðvikudag.
En samningaviðræðurnar fóru að sögn fréttastofu AFP út um þúfur í dag.
Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur verið boðuð í Sýrlandi á morgun um nýja stjórnarskrá, sem yfirvöld vonast eftir að lægi öldurnar og létti á þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu.
Bandaríkjamenn hafa þegar sagt að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá í Sýrlandi, sem gæti valdið því að Baath-flokkurinn hrökklaðist frá völdum eftir fimm áratugi samfleytt á valdastól, sé "hlægileg". | Að minnsta kosti 41 óbreyttur borgari lét lífið í árásum sýrlenskra hersveita víðs vegar um Sýrland í dag.
Hersveitir Assads forseta héldu áfram að varpa sprengjum á Baba Amr-hverfið í Homs eftir stutt hlé til að hleypa hjálparsveitum inn í borgina.
16 hermenn féllu ennfremur í sprengingum og bardögum við uppreisnarmenn.
Rauði krossinn hefur staðið í samningaviðræðum við yfirvöld um að fá að flytja tvo særða vestræna blaðamenn burt frá Baba Amr í Homs.
En samningaviðræðurnar fóru að sögn fréttastofu AFP út um þúfur í dag.
Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur verið boðuð í Sýrlandi á morgun um nýja stjórnarskrá. |
Frakkar fá góðar fréttir frá Mexíkó | Mexíkóskur dómstóll skoðar nú mál Florence Cassez, franskrar konu sem var dæmd í sextíu ára fangelsi fyrir mannrán, og er jafnvel talið að hún verði látin laus.
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, fagnaði þessum fréttum í dag og sagði þetta fyrstu góðu fréttirnar af máli Cassez í fimm og hálft ár.
Hún var dæmd fyrir að hafa tekið þátt í mannráni með mexíkósku glæpagengi, Zodiac. Er meintur höfuðpaur samtakanna sagður vera unnusti Cassez.
Sarkozy segir í samtali við BFMTV-fréttastöðina í dag að hann hafi rætt við Cassez í síma fyrir viku og hvatt hana til þess að halda ró sinni.
Málið hefur haft slæm áhrif á samskipti Frakklands og Mexíkó en Sarkozy hefur ítrekað reynt að fá Cassez framselda til Frakklands.
Ríkisstjórn Mexíkó hætti á sínum tíma við mexíkóska menningarhátíð sem halda átti í Frakklandi þar sem Sarkozy hótaði að tileinka hátíðina Cassez.
Mexíkóski dómarinn Arturo Zaldivar hefur leitað til hæstaréttar um að taka mál Cassez upp og láta hana þegar lausa úr haldi. Fimm dómarar hæstaréttar munu greiða atkvæði um beiðni Zaldivars.
Hann segir að Cassez hafi verið neitað um að fá að hitta ræðismann Frakklands, mál hennar hafi ekki verið sent strax til saksóknara árið 2005 þegar hún var handtekin líkt og lög kveða á um. Segir hann að Cassez, sem er nú 37 ára að aldri, hafi verið skilin eftir í fangaklefa í algjöru reiðileysi.
Lögmaður Cassez á von á því að niðurstaða hæstaréttar liggi fyrir hinn 21. mars nk.
Áfrýjunardómstóll í Mexíkó hafnaði því á síðasta ári að blettur hefði fallið á sakfellingu Cassez þrátt fyrir að hún hefði verið handtekin undir kastljósi fjölmiðla sem sendu beint út frá handtökunni.
Cassez hefur alltaf neitað því að hafa vitað um mannránið og að hún sé gerð að blóraböggli af stjórnvöldum sem vilji sýna fram á að mannrán verði ekki liðin í Mexíkó. | Mexíkóskur dómstóll skoðar nú mál Florence Cassez, franskrar konu sem var dæmd í sextíu ára fangelsi fyrir mannrán, og er jafnvel talið að hún verði látin laus.
Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, fagnaði þessum fréttum í dag og sagði þetta fyrstu góðu fréttirnar af máli Cassez í fimm og hálft ár.
Hún var dæmd fyrir að hafa tekið þátt í mannráni með mexíkósku glæpagengi, Zodiac. Er meintur höfuðpaur samtakanna sagður vera unnusti Cassez.
Málið hefur haft slæm áhrif á samskipti Frakklands og Mexíkó en Sarkozy hefur ítrekað reynt að fá Cassez framselda til Frakklands.
Mexíkóski dómarinn Arturo Zaldivar hefur leitað til hæstaréttar um að taka mál Cassez upp og láta hana þegar lausa úr haldi. |
Stórleikur á Ásvöllum í kvöld | Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í N1-deild karla í handknattleik í kvöld þegar bikarmeistarar Hauka fá Akureyri í heimsókn. Þarna mætast liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar og sigurliðið gæti tyllt sér á toppinn.
Liðin hafa unnið sinn leikinn hvorn í deildinni í vetur. Haukar höfðu betur á heimavelli sínum í október, 23:22, en Akureyringar svöruðu fyrir sig með því að vinna á Akureyri, 20:19, þegar liðin mættust í desember.
Haukar hafa verið brokkgengir í síðustu leikjum og töpuðu til að mynda fyrir botnliði Gróttu í síðustu viku á meðan Akureyringar hafa unnið fjóra leiki í röð.
Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld. Íslandsmeistarar FH taka á móti Gróttu og spurning hvort Seltirningum tekst að vinna sinn annan sigur í deildinni og það á móti hinu Hafnarfjarðarliðinu. FH-ingar eru í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Haukar en þeir töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni á árinu þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Valsmönnum í síðustu viku.
Í Mosfellsbæ taka heimamenn á móti HK-ingum og þar verður örugglega hart barist. Afturelding er nú aðeins fjórum stigum fyrir ofan Gróttu og er því ekki laust við falldrauginn og HK-ingar eru í baráttu um að komast í úrslitakeppnina.
Leikir kvöldsins:
18.30 Haukar - Akureyri
19.30 FH - Grótta
19.30 Afturelding - HK | Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í N1-deild karla í handknattleik í kvöld þegar bikarmeistarar Hauka fá Akureyri í heimsókn.
Þarna mætast liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar og sigurliðið gæti tyllt sér á toppinn.
Liðin hafa unnið sinn leikinn hvorn í deildinni í vetur.
Haukar hafa verið brokkgengir í síðustu leikjum og töpuðu til að mynda fyrir botnliði Gróttu í síðustu viku á meðan Akureyringar hafa unnið fjóra leiki í röð.
Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld. |
'"Við erum óskaplega þakklátir"' | "Við erum óskaplega þakklátir, þeir komu tveimur til þremur klukkustundum eftir að við sendum neyðarboðin. Við áttum von á að þurfa að bíða miklu lengur," segir Geert De Smedt, annar Belganna tveggja sem sóttir voru af björgunarsveitum og þyrlu Gæslunnarupp á Vatnajökul á laugardagskvöldið.
Þeir settu neyðarsendi í gang eftir að tjald þeirra rifnaði í hvössu veðri og voru orðnir kaldir og nokkuð þrekaðir þegar hjálp barst.
Geert og félagi hans, Wim Venneman, lögðu á jökulinn tæpri viku áður, á sunnudegi, og höfðu, áður en þeir lögðu af stað, tilkynnt að þeir ætluðu að ganga á Vatnajökul. Þeir eru með lítilsháttar bakmeiðsli eftir að hafa borið þungar byrðar í ferðinni, en eru að öðru leyti vel á sig komnir.
"Við lögðum af stað frá Snæfelli og vorum á skíðum uppi á jöklinum. Við vorum með vindinn á móti mestallan tímann og fórum yfirleitt 10-15 kílómetra á hverjum degi," segir Geert.
"Þetta varð ómögulegt"
Hann segir að förinni hafi verið heitið að veitingaskálanum Jöklaseli, sem er við jaðar Skálafellsjökuls. "Við vorum um 15 kílómetra frá áfangastað, en um sjöleytið um kvöldið byrjaði að snjóa og það var líka mikið hvassviðri."
Þeir komu sér þá fyrir í tjaldi sínu, en stuttu síðar brotnuðu súlurnar. "Við sátum saman undir tjaldinu og reyndum að halda því uppi, en eftir því sem tíminn leið varð þetta æ verra og loks ómögulegt. Við sendum þá merki úr neyðarsendi, sem við höfðum leigt í Reykjavík, og tveimur eða þremur tímum síðar komu björgunarsveitir."
Þyrla Landhelgisgæslunnar og sveit frá Björgunarfélagi Hornafjarðar sóttu þá Geert og Wim og þá voru þeir orðnir kaldir og nokkuð þrekaðir. Björgunarfélagið var á tveimur bílum með fjóra sleða.
Þeir voru fluttir til Hornafjarðar, þar sem þeir hafa dvalið síðan.
Hárrétt ákvörðun
Geert segir að björgunarsveitarmennirnir hafi sagt að sending neyðarboðanna hafi verið hárrétt ákvörðun, sú besta sem þeir hafi getað tekið við þessar aðstæður. "Kannski hefðum við ekki haft það af í gegnum nóttina, ég veit það ekki. En björgunarsveitarfólkið var yndislegt og þau voru glöð að finna okkur svona fljótt."
Voruð þið hræddir á meðan þið biðuð eftir björgun?
"Nei, í rauninni ekki. Við höfðum skjól undir tjaldinu, en það var erfitt að taka ákvörðunina um að senda út neyðarboðin. Við vissum auðvitað ekkert um hvernig veðrið myndi þróast og það var stutt á áfangastað. Kannski hefðum við getað komist á leiðarenda. Auðvitað eru þetta smávonbrigði, en þetta var rétta ákvörðunin."
Geert er reyndur útivistarmaður og hefur farið fjölmargar jöklaferðir, auk þess að hafa gengið á fjöll, einkum eldfjöll, víða um heim. Hann er nú í fimmtu heimsókn sinni til Íslands, en þetta er í fyrsta skipti sem Wim er hér á landi.
Einstakar björgunarsveitir
Þeir verða hér á landi fram á föstudag og Geert segir ekki standa til að gera aðra atlögu að jöklinum að sinni. Félagarnir ætla að skoða sig um á Austurlandi og bregða sér í Bláa lónið áður en þeir yfirgefa landið.
Geert er ánægður með hvernig fór og þakklátur björgunarsveitum sem hann segir "einstakar". | "Við erum óskaplega þakklátir, þeir komu tveimur til þremur klukkustundum eftir að við sendum neyðarboðin," segir Geert De Smedt, annar Belganna tveggja sem sóttir voru af björgunarsveitum og þyrlu Gæslunnarupp á Vatnajökul á laugardagskvöldið.
Þeir settu neyðarsendi í gang eftir að tjald þeirra rifnaði í hvössu veðri og voru orðnir kaldir og nokkuð þrekaðir þegar hjálp barst.
Hann segir að förinni hafi verið heitið að veitingaskálanum Jöklaseli, sem er við jaðar Skálafellsjökuls.
Þeir komu sér þá fyrir í tjaldi sínu, en stuttu síðar brotnuðu súlurnar.
Geert segir að björgunarsveitarmennirnir hafi sagt að sending neyðarboðanna hafi verið hárrétt ákvörðun.
Geert er ánægður með hvernig fór og þakklátur björgunarsveitum sem hann segir "einstakar". |
Þingmenn stjórnarandstöðunnar sakaðir um klækjabrögð | Fyrri umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs lauk á þriðja tímanum í nótt. Málið gengur þó ekki til annarrar umræðu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem óskað var eftir atkvæðagreiðslu en þegar til hennar kom voru ekki nægilega margir þingmenn í þingsal. Mikil reiði var vegna þessa meðal stjórnarþingmanna sem boðaðir höfðu verið til atkvæðagreiðslunnar. Fundi var að lokum frestað til kl. 10.30.
Óskað var eftir atkvæðagreiðslu undir lok umræðunnar, um kl. 0.35, af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, og var fundi þá fyrst frestað í fimm mínútur, síðan í fimmtán mínútur, tíu mínútur, svo aftur í fimmtán mínútur, því næst í tíu mínútur og svo í aðrar fimmtán mínútur. Ekki var gefin ástæða fyrir endurtekinni frestun en skömmu áður en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, frestaði fundinum í fyrsta skipti spurði hún Magnús Orra Schram, þingflokksformann Samfylkingarinnar, hversu margir þingmenn væru fjarverandi.
Skömmu fyrir klukkan tvö var fundi framhaldið. Téður Magnús Orri sagði þá, að á sama tíma og þingmenn stjórnarflokkanna voru boðaðir til að mæta og greiða atkvæði hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar yfirgefið þinghúsið. Sökum þess væru ekki nægilega margir þingmenn í þingsal til að atkvæðagreiðslan gæti talist lögmæt.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sakaðir um fordæmalaus klækjabrögð í kjölfarið, og háttsemi þeirrar sögð með ólíkindum. Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins, að mæta þingmönnum Framsóknarflokksins í anddyri þinghússins þegar hann mætti sjálfur, boðaður um miðja nótt.
Guðmundur Steingrímsson, utan flokka, mætti einnig í þinghúsið í nótt en hann sagðist hafa heyrt af atkvæðagreiðslunni fyrir tilviljun. Engin tilkynning hefði verið send frá þinginu um atkvæðagreiðsluna. Hann gagnrýndi þessi vinnubrögð harkalega og sagði ótækt að boðun þingmanna væri í höndum þingflokksformanna.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sagði í góðu lagi að óska eftir atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að það sé um miðja nótt. Það væri í lagi ef sá hinn sami þingflokksformaður og óskaði eftir atkvæðagreiðslunni hefði ekki komið í veg fyrir það að kallaðir væru í hús þingmenn sama flokks, og þingmenn Framsóknarflokks læddust úr þinghúsinu á meðan. Hún sagði þetta fordæmalaust og að reynt væri að koma í veg fyrir lýðræðislega niðurstöðu.
Ragnheiður Elín kom sjálf í ræðustól og sagði ósk sína samkvæmt ákvæðum þingskapa. Þá hafi verið sent út tilkynning til þingmanna Sjálfstæðisflokks um að mæta til atkvæðagreiðslu. Illugi Gunnarsson, þingmaður sama flokks, staðfesti það síðar úr ræðustóli þingsins að hann hefði fengið tilkynningu með smáskilaboðum.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hvatti forseta Alþingis til að halda fundi áfram og taka fyrir næstu mál á dagskrá. Benti hann á að framsögumenn þeirra mála væru mættir í þingsal og því væri ekkert því til fyrirstöðu að hefja um þau mál umræðu. Við því var þó ekki orðið.
Svaraði athugasemdum í lokaræðu
Í lokaræðu fyrri umræðu sagði Valgerður Bjarnadóttir, að margt gott mætti um fyrri umræðuna segja, annað hefði ekki verið eins nytsamlegt en það væri eins og gengur og gerist. Hún svaraði nokkrum þeim athugasemdum sem gerðar voru í umræðunni, sem hófst um kl. 14 í gær.
Meðal þess sem Valgerður sagði, var að spurningarnar hefðu ekki verið unnar á handahlaupum. Þær hafi verið ræddar við sérfræðinga hvað efni varðar. Hins vegar hafi hún hlustað á nánast alla umræðuna og hafi hún leitt í ljóst að hugsanlega séð ráðlegt að breyta orðalagi spurninga. Hún benti á að málið sé rætt í tveimur umræðum, meðal annars til að læra eitthvað af fyrri umræðunni. Hún sagðist telja sig hafa lært eitthvað. Þá gangi málið til annarrar umræðu og þá geti menn lagt það fram sem þeir hafa lært.
Þá sagði Valgerður fullljóst, að ráðist verði í öfluga kynningu áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. Ekki komi annað til greina en að leggja áherslu á öfluga og góða kynningu.
Bæði Birgir Ármannsson og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, veittu andsvör við ræðu Valgerðar og efuðust um samráðið við sérfræðinga. Birgir fór einnig fram á það, að umræddir sérfræðingar verði leiddir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndina. Valgerður sagði það sjálfsagt. | Fyrri umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs lauk á þriðja tímanum í nótt.
Málið gengur þó ekki til annarrar umræðu og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þar sem óskað var eftir atkvæðagreiðslu en þegar til hennar kom voru ekki nægilega margir þingmenn í þingsal.
Mikil reiði var vegna þessa meðal stjórnarþingmanna sem boðaðir höfðu verið til atkvæðagreiðslunnar.
Fundi var að lokum frestað til kl. 10.30.
Óskað var eftir atkvæðagreiðslu undir lok umræðunnar, um kl. 0.35, af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, og var fundi þá fyrst frestað í fimm mínútur, síðan í fimmtán mínútur, tíu mínútur, svo aftur í fimmtán mínútur, því næst í tíu mínútur og svo í aðrar fimmtán mínútur.
Ekki var gefin ástæða fyrir endurtekinni frestun en skömmu áður en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, frestaði fundinum í fyrsta skipti spurði hún Magnús Orra Schram, þingflokksformann Samfylkingarinnar, hversu margir þingmenn væru fjarverandi.
Téður Magnús Orri sagði þá, að á sama tíma og þingmenn stjórnarflokkanna voru boðaðir til að mæta og greiða atkvæði hefðu þingmenn stjórnarandstöðunnar yfirgefið þinghúsið.
Sökum þess væru ekki nægilega margir þingmenn í þingsal til að atkvæðagreiðslan gæti talist lögmæt.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sakaðir um fordæmalaus klækjabrögð í kjölfarið, og háttsemi þeirrar sögð með ólíkindum.
Engin tilkynning hefði verið send frá þinginu um atkvæðagreiðsluna. |
Réttað yfir syni Gaddafi í Líbíu | Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gæti mögulega látið kröfu sína falla niður um að Saif al-Islam Gaddafi, sonur Gaddafi, fyrrverandi forseta Líbíu, verði fluttur til Haag svo hægt verði að rétta yfir honum. Þetta kemur fram á vef BBC.
Sagt er að mögulega verði réttað yfir þekktasta syni Gaddafi í Líbíu undir verndarvæng Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Deilur um hver skyldi rétta yfir honum hafa staðið yfir síðan hann var handsamaður í nóvember á síðasta ári.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ákært hann fyrir glæpi gegn mannkyni.
BBC hefur eftir starfsmönnum dómsmálaráðuneyti Líbíu að verið sé að ganga frá samningum um að réttað verði yfir Saif Gaddafi í Líbíu en Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn muni hafa eftirlit með framvindu réttarhaldanna.
Mánuðir gætu þó liðið þar til réttarhöldin hefjast formlega. Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins, Luis Moreno Ocampo, er væntanlegur til Líbíu í vikunni.
Mannréttindahópar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að líbíska dómskerfið hafi ekki burði til þess að fást við svo mikilvægt mál.
Saif al-Islam, 39 ára, er nú í haldi hersveitar í Zintan-héraði í Líbíu. Á sínum tíma var búist við því að hann yrði arftaki föður síns, Muammar Gaddafi. Hersveitin hefur ekki svarað því hvort hún muni láta hann af hendi til líbískra stjórnvalda. | Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gæti mögulega látið kröfu sína falla niður um að Saif al-Islam Gaddafi, sonur Gaddafi, fyrrverandi forseta Líbíu, verði fluttur til Haag svo hægt verði að rétta yfir honum.
Deilur um hver skyldi rétta yfir honum hafa staðið yfir síðan hann var handsamaður í nóvember á síðasta ári.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur ákært hann fyrir glæpi gegn mannkyni.
Mannréttindahópar hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að líbíska dómskerfið hafi ekki burði til þess að fást við svo mikilvægt mál.
Saif al-Islam, 39 ára, er nú í haldi hersveitar í Zintan-héraði í Líbíu. |
Neitaði að gefast upp | Fjölskylda Suðurlandi varð fyrir því óláni föstudaginn þrettánda að bíl hennar var stolið í Hafnarfirði. Þrátt fyrir mikla leit, meðal annars með því að auglýsa eftir bílnum á vefnum ofl., spurðist ekkert til bílsins þar til í dag þegar litli bróðir eiganda bílsins tók sig til og leitaði um allan Hafnarfjörð og gafst ekki upp fyrr en hann fann bílinn.
Bróðirinn, sem býr á Suðurlandi, ákvað í morgun að gera sér ferð í Hafnarfjörðinn og leita að bílnum enda afar óþægilegt fyrir bróður hans og fjölskyldu að vera án bílsins þar sem þau eiga þriggja mánaða gamalt barn.
Fjölskyldan hafði leitað til lögreglu en þar var þeim tjáð að um nytjastuld væri að ræða og lítið hægt að gera. Bíllinn myndi hins vegar koma í leitirnar eftir einhvern tíma og nefndi lögregla þrjá mánuði.
Fann bílinn, þjófinn og peninga sem voru í bílnum
En það var ekki nóg með að hann fyndi bílinn í dag heldur fann hann mann sem grunaður er um að hafa stolið bílnum við bílinn. Var bíllinn óskemmdur og ekki nóg með það þá voru þrjátíu þúsund krónur, sem voru geymdar í öskubakkanum á sínum stað. En bíllinn var á leið á verkstæði í viðgerð þegar honum var stolið og átti að nota peningana til að greiða fyrir viðgerðina. Telur bróðirinn fundvísi að þjófurinn hafi ekki fundið peningana enda ólíklegt að þeir hefðu verið enn í bílnum ef svo hefði verið.
Hann hringdi í lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af meintum þjófi, sem er góðkunningi lögreglunnar. Hann segir málið í dag hafa verið nokkuð skondið þar sem meintum þjóf var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann var hins vegar ekkert að forða sér og fylgdist með þegar bílnum var komið í gang en hann var rafmagnslaus.
Aðspurður segir hinn fundvísi bróðir, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að hann sé vinsælasti maðurinn í fjölskyldu bróður síns í dag enda mjög bagalegt að verða fyrir því að bílnum sé stolið. | Fjölskylda Suðurlandi varð fyrir því óláni föstudaginn þrettánda að bíl hennar var stolið í Hafnarfirði.
Þrátt fyrir mikla leit spurðist ekkert til bílsins þar til í dag.
Litli bróðir eiganda bílsins tók sig til og leitaði um allan Hafnarfjörð og gafst ekki upp fyrr en hann fann bílinn.
En það var ekki nóg með að hann fyndi bílinn í dag heldur fann hann mann sem grunaður er um að hafa stolið bílnum við bílinn.
Var bíllinn óskemmdur.
Þá voru þrjátíu þúsund krónur, sem voru geymdar í öskubakkanum á sínum stað.
Hann hringdi í lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af meintum þjófi, sem er góðkunningi lögreglunnar. |
Álag á Gæslunni vegna strandveiða | Mikið var um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á fyrsta degi strandveiðanna en um kl. 07:00 í morgun voru um sjö hundruð skip í fjareftirliti stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/vaktstöðvar siglinga en um kl. 15:30 hafði talan farið niður í 670 skip utan hafna. Þurfa allir bátar sem fara til strandveiða að tilkynna Landhelgisgæslunni brottför og komu til hafnar.
TF-SIF fór í eftirlitsflug eftir hádegi í dag og var flugvélin kl. 14:07 beðin um að skyggnast um eftir bát sem hafði verið að línuveiðum við Kolbeinsey en ekki höfðu borist reglubundin boð frá bátnum og ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra. Segir í flugskýrslu að komið var að honum um kl. 14:20 og var flogið yfir og ítrekað kallað á bátinn í talstöð en án árangurs. Loks svaraði skipstjóri kl. 14:37 og var honum veitt tiltal vegna lélegrar hlustvörslu á talstöðvarrás 16. Var skipstjóra gert ljóst að ef hann ætlaði að vera við veiðar á þessu svæði yrði hann að vera með útbúnað um borð sem virkar fyrir tilkynningaskyldu á þessu hafsvæði. Annars yrði hann að halda sig nær landi þar sem samband næst við hann. Lofaði skipstjóri betrun og því að útbúa sig með Irridium síma svo að hann næði í Landhelgisgæsluna. | Mikið var um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á fyrsta degi strandveiðanna.
Þurfa allir bátar sem fara til strandveiða að tilkynna Landhelgisgæslunni brottför og komu til hafnar.
TF-SIF fór í eftirlitsflug eftir hádegi í dag og var flugvélin kl. 14:07 beðin um að skyggnast um eftir bát sem hafði verið að línuveiðum við Kolbeinsey.
Ekki höfðu borist reglubundin boð frá bátnum og ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra.
Lofaði skipstjóri betrun og því að útbúa sig með Irridium síma svo að hann næði í Landhelgisgæsluna. |
Greiðir hærri vexti en af AGS-láninu | Ávöxtunarkrafa af 124 milljarða króna láni sem ríkissjóður tók í gær er 6% eða 4,1% álagi yfir bandarískt ríkisskuldabréf með sama gjalddaga. Til samanburðar má benda á að álagið á sambærilegu tyrknesku bréfi er 2,9% og á sambærilegu ungversku bréfi er 4,8%. Ríkissjóður greiðir hærri vexti af þessu láni en af AGS-lánunum.
Þetta kemur fram í Hagspá Landsbanka Íslands. Fram kemur í ritinu "Stefna í lánamálum ríkisins", sem fjármálaráðuneytið gaf út í mars sl., að tilgangur ríkissjóðs með útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum sé einkum að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands en ekki að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs. Ríkissjóður hefur um nokkurn tíma stefnt á reglubundna útgáfu markaðsskuldabréfa í því skyni að endurfjármagna útistandandi markaðsskuldabréf og erlend lán, m.a. frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Útgáfan verður því væntanlega notuð að einhverju leyti til þess að endurgreiða lán frá AGS, en heimilt er að endurgreiða þau án uppgreiðsluþóknunar. Í lánasamningum vegna lána Norðurlandaþjóðanna er ákvæði um að fyrirframgreiði íslenska ríkið erlend lán verði að greiða til jafns inn á þau lán.
Almennt er það skoðun hagfræðideildar Landsbankans að réttara sé að fjármagna ríkið á markaði en með neyðarlánum frá AGS og samstarfsþjóðum, líkt og raunin hefur verið vegna efnahagsáætlunar stjórnvalda. "Í þessu ljósi er útgáfan núna jákvætt merki enda aðgengi að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum engan veginn sjálfgefið. Þannig má benda á að alþjóðlegir lánsfjármarkaðir eru hreinlega lokaðir gagnvart mörgum fjárhagslega illa stöddum Evrópuríkjum.
Þó verður að hafa í huga að lánskjörin skipta miklu máli. AGS-lánin eru með 2,65% álagi ofan á þriggja mánaða euribor. Þriggja mánaða euribor er í dag 0,7%, þannig að um þessar mundir er ríkið að greiða um 2,7% hærri vexti af þessari nýju útgáfu. Á móti kemur að ríkið er ekki lengur með sömu vaxtaáhættu þar sem kjörin á nýju útgáfunni eru föst." | Ávöxtunarkrafa af 124 milljarða króna láni sem ríkissjóður tók í gær er 6% eða 4,1% álagi yfir bandarískt ríkisskuldabréf með sama gjalddaga.
Ríkissjóður greiðir hærri vexti af þessu láni en af AGS-lánunum.
Tilgangur ríkissjóðs með útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum sé einkum að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.
Ríkissjóður hefur um nokkurn tíma stefnt á reglubundna útgáfu markaðsskuldabréfa í því skyni að endurfjármagna útistandandi markaðsskuldabréf og erlend lán.
Útgáfan verður því væntanlega notuð að einhverju leyti til þess að endurgreiða lán frá AGS.
Almennt er það skoðun hagfræðideildar Landsbankans að réttara sé að fjármagna ríkið á markaði en með neyðarlánum frá AGS og samstarfsþjóðum. |
Alonso fúll út í Pic | Fernando Alonso hjá Ferrari er á því að franski ökuþórinn Charles Pic hjá Marussia hafi hugsanlega orsakað það að hann fékk ekki tækifæri á sigri í Barcelona í dag.
Pic virti ekki blá flögg sem veifað var til merkis um að honum bæri að víkja fyrir aðvífandi bílum, en þar var Alonso á ferð. Var honum refsað með akstursvíti fyrir að hleypa Alonso ekki nógu fljótt fram úr. Á því tapaði hann tíma í rimmunni um fyrsta sæti við Pastor Maldonado hjá Williams.
Alonso sagðist óhress með Pic þó svo hann játti að Maldonado og Williams hafi verið hraðskreiðari í dag. Hann sagðist vona að refsing Pic virkaði sem viðvörun til hægustu ökumannanna.
"Ég var pínulítið óheppinni, Marussia á undan sem var refsað en það hjálpaði okkur samt ekkert. Refsingin verður vonandi til þess að menn átta sig á að þeir verði að virða reglurnar," sagði Alonso. Hann var á því að hann hefði orðið fyrir víti með hindruninni, víti sem hefði getað kostað hann sigur.
Alonso var annars ánægður með hversu miklum framförum Ferrarifákurinn hefur tekið með þeim uppfærslum sem gerðar voru á honum fyrir kappaksturinn í Barcelona. Kvaðst hann hafa orðið undrandi á því hversu bíllinn var öflugur alla helgina.
Eftir úrslitin í Barcelona deilir Alonso efsta sætinu með Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. "Við vorum bjartsýnir á að uppfærslurnar myndu stefna í rétta átt en árangurinn í tímatökunum og kappakstrinum er miklu meiri en væntingar voru um. Ég er nokkuð undrandi á framförunum," sagði Alonso.
Hann segir að vertíðin hafi byrjað erfiðlega og bíllinn engan veginn samkeppnisfær. Nú þegar fjórðungur vertíðar væri að baki væri hann í forystu með Vettel. "Við getum verið stoltir af stöðunni. Kannski aðeins aðra sögu að segja um bílinn og samkeppnisfærni hans en við erum að vinna í því og bæta hann," sagði Alonso. | Fernando Alonso hjá Ferrari er á því að franski ökuþórinn Charles Pic hjá Marussia hafi hugsanlega orsakað það að hann fékk ekki tækifæri á sigri í Barcelona í dag.
Pic virti ekki blá flögg sem veifað var til merkis um að honum bæri að víkja fyrir aðvífandi bílum, en þar var Alonso á ferð.
Var honum refsað með akstursvíti fyrir að hleypa Alonso ekki nógu fljótt fram úr.
"Ég var pínulítið óheppinni, Marussia á undan sem var refsað en það hjálpaði okkur samt ekkert."
Alonso var annars ánægður með hversu miklum framförum Ferrarifákurinn hefur tekið með þeim uppfærslum sem gerðar voru á honum fyrir kappaksturinn í Barcelona.
Eftir úrslitin í Barcelona deilir Alonso efsta sætinu með Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna. |
Shell viðurkenni, borgi og hreinsi | Á föstudag flytur mannréttindafrömuðurinn David Vareba hádegisfyrirlestur á vegum Íslandsdeildar Amnesty International þar sem hann fjallar um umhverfismál og mannréttindi í Nígeríu í tengslum við aðgerðir olíufélagsins Shell.
Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, Öskju, stofu 131. Hann hefst kl. 12 og stendur til kl. 13.
David Vareba er mannréttindafrömuður, menntaður í heimspeki. Hann fæddist í Bodó í Ogonílandi í Nígeríu árið 1978 og þekkir vel þær raunir sem íbúar á svæðinu hafa mátt þola vegna olíuleka sem varð þar, segir í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International.
Vareba starfar fyrir samtök í Nígeríu sem nefnast Miðstöð umhverfismála, mannréttinda og þróunar (The Center for Enviroment, Human rights and Developements) sem m.a. hafa unnið með Amnesty International að rannsókn á olíulekum sem urðu í Bodó í Ogonílandi árið 2008 og áhrifum þeirra á mannréttindi fólks á svæðinu.
David Vareba vinnur með íbúum á óseyrum Nígerfljóts sem orðið hafa fyrir umhverfisspjöllum vegna olíuleka, upplýsir þá um rétt þeirra til þátttöku í málefnum sem varða þá beint og friðsamar leiðir til að mótmæla mannréttindabrotum og umhverfisspjöllum. Hann starfaði með breska lögfræðifyrirtækinu Leight/Day and Co. sem stýrir málsókn gegn Shell vegna olíulekanna í Bodó.
Í fyrirlestrinum greinir David Vareba frá áhrifum olíumengunar Shell á lífsviðurværi og mannréttindi íbúa á óseyrum Nígerfljóts, hver viðbrögð Shell hafa verið þegar kemur að verndun mannréttinda, og hvernig umhverfisspjöllin hafa komið einna verst niður á konum.
David Vareba er gestur Íslandsdeildar Amnesty International sem stendur að fyrirlestrinum í samvinnu við Framtíðarlandið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. | Á föstudag flytur mannréttindafrömuðurinn David Vareba hádegisfyrirlestur á vegum Íslandsdeildar Amnesty International þar sem hann fjallar um umhverfismál og mannréttindi í Nígeríu í tengslum við aðgerðir olíufélagsins Shell.
Fyrirlesturinn fer fram í Háskóla Íslands, Öskju, stofu 131. Hann hefst kl. 12 og stendur til kl. 13.
Vareba starfar fyrir samtök í Nígeríu sem nefnast Miðstöð umhverfismála, mannréttinda og þróunar sem m.a. hafa unnið með Amnesty International að rannsókn á olíulekum sem urðu í Bodó í Ogonílandi árið 2008 og áhrifum þeirra á mannréttindi fólks á svæðinu.
Hann starfaði með breska lögfræðifyrirtækinu Leight/Day and Co. sem stýrir málsókn gegn Shell vegna olíulekanna í Bodó.
Í fyrirlestrinum greinir David Vareba frá áhrifum olíumengunar Shell á lífsviðurværi og mannréttindi íbúa á óseyrum Nígerfljóts. |
Vara við kosningafjárlögum | Í þjóðhagsspá Seðlabankans er varað við því að það sé að slakna á aðhaldi í opinberum fjármálum. Vaxandi þrýstingur virðist vera á ný útgjaldaáform og hætt sé við að þrýstingurinn aukist eftir því sem dregur nær kosningum til Alþingis.
Í þjóðhagsspánni segir að aðhald í opinberum rekstri sé einn af hornsteinum þess að endurheimta trúverðugleika Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands minnti á að skuldir ríkissjóðs næmu um 100% af landsframleiðslu og svigrúm ríkissjóðs væri því lítið.
"Miðað við núverandi fjárlög og áætlanir mun jöfnuður í ríkisrekstri nást nokkru seinna en gert var ráð fyrir í fyrri áætlunum, m.a. sakir afar kostnaðarsamra kjarasamninga sem gerður var á síðasta ári. Ýmsar forsendur fjárlaga virðast einnig brothættar og ekki er útilokað að útgjöld muni fara fram úr áætlunum og/eða að tekjur verði ekki í samræmi við áætlanir. Vaxandi þrýstingur virðist vera á ný útgjaldaáform og hætt við að þrýstingurinn aukist eftir því sem dregur nær kosningum til Alþingis. Svigrúm stjórnvalda er hins vegar afar lítið enda hið opinbera mjög skuldsett.
Sakir hafta á fjármagnshreyfingar býr hið opinbera við lægri vexti en skuldsetning þess gæti gefið tilefni til. Þegar höftin verða afnumin hverfur þetta skjól. Því er afar mikilvægt
að það verði nýtt til að draga úr lánsfjárþörf," segir í þjóðahagsspánni.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri benti á að gjaldeyrishöftin hefðu leitt til þess að ríkissjóður hefði tekist að fjármagna sig mjög ódýrt á innlendum markaði. Þegar höftin yrðu afnumin myndi þetta breytast og fjármagnskostnaður ríkissjóðs myndi hækka. Það væri mjög mikilvægt að þegar að þessu kæmi væri ríkissjóður orðinn sjálfbær og þyrfti ekki að halda áfram að safna skuldum. | Í þjóðhagsspá Seðlabankans er varað við því að það sé að slakna á aðhaldi í opinberum fjármálum.
Vaxandi þrýstingur virðist vera á ný útgjaldaáform.
Hætt sé við að þrýstingurinn aukist eftir því sem dregur nær kosningum til Alþingis.
Aðhald í opinberum rekstri sé einn af hornsteinum þess að endurheimta trúverðugleika Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Seðlabankastjóri benti á að gjaldeyrishöftin hefðu leitt til þess að ríkissjóður hefði tekist að fjármagna sig mjög ódýrt á innlendum markaði.
Þegar höftin yrðu afnumin myndi þetta breytast og fjármagnskostnaður ríkissjóðs myndi hækka. |
Aukin stikun og vegabætur á hálendi | Ferðaklúbburinn 4x4 bendir á að stikun leiða er ein áhrifaríkasta aðferðin til að beina ferðamönnum á rétta leið og koma í veg fyrir að ökumenn freistist til að aka utan slóða. Morgunblaðið birti í morgun grein um skemmdir á hálendi austanlands. Hér má nálgast þá grein á mbl.is. Klúbburinn þakkar í fréttatilkynningu fyrir umfjöllunina og minnir á að þeir ökumenn sem lítilsvirða landið með þessu athæfi, spilla alvarlega fyrir málstað þeirra sem vilja ferðast um Ísland með ábyrgum hætti.
Sjálfboðaliðar á vegum klúbbsins hafa því um árabil stikað hundruð kílómetra af slóðum og einnig unnið að GPS-merkingum slóða í samstarfi við Landmælingar Íslands.
Þannig vill klúbburinn leggja sitt af mörkum til að sporna gegn utanvegaakstri. Haustið 2011 setti klúbburinn GPS-grunn sinn af þessum slóðum inn á vef sinn til að leiðbeina ökumönnum um að aka aðeins þá slóða sem eru viðurkenndir til aksturs.
"Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt tekið fullan þátt í öllu því samstarfi sem hefur verið í boði vegna vegamála í óbyggðum Íslands. Því miður hefur klúbbnum orðið lítið ágengt í því að fá opinbera aðila til samstarfs um þessi baráttumál sín. Klúbburinn heitir á yfirvöld vegamála að leggja stikunarverkefni klúbbsins lið og jafnframt leggja aukið fé til vegabóta á hálendisvegum þar sem þúsundir manna aka um á hverju ári. Stjórn Ferðaklúbbsins 4x4 vill nota tækifærið til að minna yfirvöld á að klúbburinn er ávallt boðinn og búinn til samstarfs um aðferðir og leiðir við að bæta umgengni um hálendi Íslands.
Jafnframt hvetur stjórn klúbbsins félagsmenn sína enn og aftur til að berjast gegn ólöglegum utanvegaakstri og heitir á þá að tilkynna ávallt slíkt athæfi umsvifalaust til lögreglu," segir í fréttatilkynningu. | Ferðaklúbburinn 4x4 bendir á að stikun leiða er ein áhrifaríkasta aðferðin til að beina ferðamönnum á rétta leið og koma í veg fyrir að ökumenn freistist til að aka utan slóða.
Morgunblaðið birti í morgun grein um skemmdir á hálendi austanlands.
Sjálfboðaliðar á vegum klúbbsins hafa því um árabil stikað hundruð kílómetra af slóðum og einnig unnið að GPS-merkingum slóða í samstarfi við Landmælingar Íslands.
"Jafnframt hvetur stjórn klúbbsins félagsmenn sína enn og aftur til að berjast gegn ólöglegum utanvegaakstri og heitir á þá að tilkynna ávallt slíkt athæfi umsvifalaust til lögreglu," segir í fréttatilkynningu. |
'Jónas Fr.: Rannsóknarnefnd á villigötum' | "Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm fjölskipaðs héraðsdóms þar sem felld var úr gildi stjórnvaldssekt Fjármálaeftirlitsins á hendur EA fjárfestingafélagi (áður MP banka hf.) fyrir brot á reglum um stórar áhættuskuldbindingar (mál 593/2011). Dómurinn er athyglisverður því hann sýnir að Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) var á villigötum í umfjöllun sinni um stórar áhættuskuldbindingar", segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir í grein sinni að RNA hafi talið einsýnt að málum, sem voru til rannsóknar hjá FME, hefði átt að vera lokið með sektum eða ákærumeðferð. Lítið var gefið fyrir sjónarmið um vandaða málsmeðferð.
Í niðurlagi greinar sinnar segir Jónas Fr.: "Hæstiréttur var ein af fáum stofnunum þjóðfélagsins sem meðtóku skýrsluna af fagmennsku og hefur m.a. sagt skýrum orðum að skýrsla RNA feli ekki í sér sönnun (mál 561/2010). Það myndi bæta greiningu og lærdóm vegna fjármálakreppunnar 2008 ef þeir aðilar sem vilja ástunda gagnrýna hugsun og vandaða heimildaöflun nálguðust skýrslu RNA á sama faglega hátt". | "Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm fjölskipaðs héraðsdóms þar sem felld var úr gildi stjórnvaldssekt Fjármálaeftirlitsins á hendur EA fjárfestingafélagi (áður MP banka hf.) fyrir brot á reglum um stórar áhættuskuldbindingar (mál 593/2011). Dómurinn er athyglisverður því hann sýnir að Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) var á villigötum í umfjöllun sinni um stórar áhættuskuldbindingar", segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður og fv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í grein í Morgunblaðinu í dag. |
Breivik vildi plástur á fingurinn | Einn lögreglumannanna sem handtóku Anders Behring Breivik á Útey í fyrra og ræddi við hann í kjölfarið bar vitni fyrir réttinum í Ósló í dag. Hann lýsti háttalagi Breivik eftir handtökuna og sagði að hann hefði talað mikið og sett sig í stellingar fyrir myndatöku.
"Fyrst var hann hræddur um að deyja, að við myndum taka hann af lífi eða að hann myndi deyja úr vökvaskorti út af lyfjakokteil sem hann hafði tekið um daginn. Við gáfum honum að drekka og róuðum hann," sagði lögreglumaðurinn.
Hélt að sér myndi blæða út
Saksóknarinn Svein Holden spurði hvort Breivik hefði tjáð áhyggjur af einhverjum öðrum en sjálfum sér, en lögreglumaðurinn sagði svo ekki hafa verið. Breivik var með sár á fingrinum og lýsti miklum áhyggjum af því að sér myndi blæða út. Bað hann lögreglumennina að útvega sér plástur. "En þetta var bara smádropi," sagði lögreglumaðurinn.
Þegar sérfræðingar úr norsku rannsóknarlögreglunni komu á vettvang tóku þeir DNA-sýni og vildu m.a. fá föt Breivik og taka af honum myndir. Lögreglumaðurinn sem bar vitni í dag sagði að Breivik hefði í fyrstu verið mjög illa við myndatökur. Þegar honum var gert ljóst að hann fengi engu um það ráðið ætlaði Breivik að rífa sig úr öllum fötunum, en lögreglan vildi að hann færi úr einni flík í einu. "Þetta voru mjög óþægilegar kringumstæður. Við vorum hræddir um að hann kynni að hafa sprengju á sér innanklæða."
Stillti sér upp á nærbuxunum
Þegar Breivik var kominn úr öllu og stóð á nærfötunum einum klæða breyttist hann skyndilega og vildi ólmur og uppvægur láta taka af sér myndir, stillti sér upp og spennti vöðvana "eins og líkamsræktarmaður" að eigin sögn. Fram kemur á vef Aftenposten að Breivik hafi brosað breitt í dómsalnum þegar þessum samskiptum var lýst.
Lögreglumaðurinn sagði að Breivik hefði að mestu verið samstarfsfús. Hann hefði talað í belg og biðu og sagst sjálfviljugur geta greint frá 80% af því sem hefði gerst en um afganginn gætu þeir samið.
Spurður hvort Breivik hefði komið honum furðulega fyrir sjónir svaraði lögreglumaðurinn að sér hefði fundist afar undarlegt hve Breivik var upptekinn af þessari smáskeinu á eigin fingri, í ljósi blóðbaðsins á eyjunni. "En hann sagði að hann sæi hlutina ekki á sama hátt og við." | Einn lögreglumannanna sem handtóku Anders Behring Breivik á Útey í fyrra og ræddi við hann í kjölfarið bar vitni fyrir réttinum í Ósló í dag.
Hann lýsti háttalagi Breivik eftir handtökuna og sagði að hann hefði talað mikið og sett sig í stellingar fyrir myndatöku.
Breivik var með sár á fingrinum og lýsti miklum áhyggjum af því að sér myndi blæða út.
Bað hann lögreglumennina að útvega sér plástur.
Lögreglumaðurinn sem bar vitni í dag sagði að Breivik hefði í fyrstu verið mjög illa við myndatökur.
Þegar honum var gert ljóst að hann fengi engu um það ráðið ætlaði Breivik að rífa sig úr öllum fötunum.
Þegar Breivik var kominn úr öllu og stóð á nærfötunum einum klæða breyttist hann skyndilega og vildi ólmur og uppvægur láta taka af sér myndir. |
Cole vill annað tækifæri hjá Liverpool | Joe Cole vonast eftir því að fá annað tækifæri hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool eftir að hafa verið lánaður þaðan til Lille í Frakklandi á nýliðnu keppnistímabili.
Cole kom til Liverpool frá Chelsea sumarið 2010, án greiðslu, en náði sér ekki á strik með liðinu um veturinn. Hann spilaði síðan allt síðasta tímabil með Lille sem hafnaði í þriðja sæti í Frakklandi og skoraði níu mörk í 42 leikjum fyrir liðið.
"Það yrði frábært að fá tækifæri, ef áhugi er fyrir því, til að sýna mig og sanna. Þetta er leiðinlegur kafli á ferlinum. Mér gekk mjög vel með West Ham og Chelsea, og átti gott tímabil í nýju landi, Frakklandi. Það er bara þetta tímabil hjá Liverpool sem ég er ósáttur með. Það brennur enn eldur í mínum æðum og ég vildi svo sannarlega fá tækifæri til að bæta fyrir það," sagði Cole í viðtali við Sky Sports.
Hann telur að brotthvarf Kennys Dalglishs frá Anfield fyrr í þessum mánuði geti opnað dyrnar fyrir sér á ný.
"Kenny var fínn, hann var hreinskilinn við mig. Ég var ekki í hans áætlunum. En brotthvarf hans getur breytt minni framtíð. Það lá ljóst fyrir á meðan hann var við stjórnvölinn að ég kæmi ekki aftur á Anfield, en nú veit enginn hvað gerist. Ég bíð bara eftir einhvers konar vísbendingu," sagði Joe Cole, sem er þrítugur og á að baki 56 landsleiki fyrir Englands hönd. | Joe Cole vonast eftir því að fá annað tækifæri hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool eftir að hafa verið lánaður þaðan til Lille í Frakklandi á nýliðnu keppnistímabili.
Cole kom til Liverpool frá Chelsea sumarið 2010, án greiðslu, en náði sér ekki á strik með liðinu um veturinn.
Hann telur að brotthvarf Kennys Dalglishs frá Anfield fyrr í þessum mánuði geti opnað dyrnar fyrir sér á ný.
Joe Cole, sem er þrítugur á að baki 56 landsleiki fyrir Englands hönd. |
Ráðist á mann í Hafnarfirði | Laust fyrir klukkan 2 í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um að nokkrir menn væru að ganga í skrokk á manni fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Þeir réðust á hann með spörkum og látum en hlupu síðan á brott. Maðurinn var með áverka á höfði, í andliti og á hálsi og var fluttur á slysadeild Landspítalans.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem braut rúðu í sendibifreið miðsvæðis í Kópavogi. Talsverðum verðmætum var stolið úr bifreiðinni, maðurinn komst undan en vitni gaf ágætis lýsingu á manninum sem er nú leitað.
Þá var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Hafnarfirði, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina Í Hafnarfirði. Að sýnatöku lokinni var ökumaðurinn frjáls ferða sinna.
Í nótt var eftirlit með ölvunarakstri í Austurbænum. 40 ökumenn stöðvaðir í og látnir blása. Tveir voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur, þeir fluttir á lögreglustöðina við Grensásveg og svo látnir lausir að sýnatöku lokinni. Þrír ökumenn blésu undir mörkum, þar af var einum gert að hætta akstri. | Laust fyrir klukkan 2 í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um að nokkrir menn væru að ganga í skrokk á manni fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði.
Maðurinn var með áverka á höfði, í andliti og á hálsi og var fluttur á slysadeild Landspítalans.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem braut rúðu í sendibifreið miðsvæðis í Kópavogi.
Talsverðum verðmætum var stolið úr bifreiðinni.
Þá var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Hafnarfirði, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. |
Ólafi og Þóru stillt upp saman | Forsetaframbjóðendurnir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason og Herdís Þorgeirsdóttir hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna fyrirkomulags á umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld þar sem fjallað verður um forsetakosningarnar.
Gagnrýna þau fyrirkomulag þáttarins, sem samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni á að vera þannig að tveir og tveir frambjóðendur komi saman fram í einu, en ekki verði um að ræða að allir sex verði í útsendingu í einu. Auk þess hafi Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arnórsdóttur verið stillt upp saman. Vilja þau að dregið verði um hverjir tveir komi fram saman.
Tilkynning forsetaframbjóðendanna er svohljóðandi:
"Vegna mikillar ónægju í þjóðfélaginu með fyrirkomulag umræðuþáttar í kvöld hjá Stöð 2 ákvað sjónvarpsstöðin að bjóða öllum forsetaframbjóðendum til kappræðufundar en ekki eingöngu tveimur eins og upphaflega var ákveðið. Fyrir tilviljun höfum við undirritaðir frambjóðendur nú komist að því að ekki verður um kappræðufund að ræða heldur spurningatíma til tveggja og tveggja frambjóðenda í senn og þeim tveimur frambjóðendum sem upphaflega áttu eingöngu að vera í þættinum verður áfram stillt upp saman.
Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að Stöð 2 skuli ekki hafa þann kappræðufund með frambjóðendum sem okkur var tjáð að ætti að verða þegar okkur var boðið til þátttöku á síðustu stundu og úr því að Stöð 2 ætlar að halda þessu fyrirkomulagi að eingöngu tveir frambjóðendur komi fram í senn förum við þess á leit að dregið verði um það í hvaða röð frambjóðendur komi fram." | Forsetaframbjóðendurnir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Hannes Bjarnason og Herdís Þorgeirsdóttir hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna fyrirkomulags á umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld þar sem fjallað verður um forsetakosningarnar.
Gagnrýna þau fyrirkomulag þáttarins, sem samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni á að vera þannig að tveir og tveir frambjóðendur komi saman fram í einu, en ekki verði um að ræða að allir sex verði í útsendingu í einu.
Auk þess hafi Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arnórsdóttur verið stillt upp saman.
Vilja þau að dregið verði um hverjir tveir komi fram saman. |
Framleiðslan í Perú en hönnunin á Íslandi | Fatahönnunarmerkið As We Grow hefur hafið kynningu á haust- og vetrarlínu sinni fyrir árið 2012. Fyrirtækið framleiðir vörur sínar úti í Lima í Perú og hefur þegar gengið frá sölusamningum í Kaupmannahöfn og Berlín. Stefnt er að því að kynna næstu vörulínu félagsins í París í janúar 2013.
Eins og nafnið gefur til kynna þá eru vörurnar framleiddar með það í huga að þær geti vaxið með börnunum og er miðað við aldursskeiðið 6 mánaða til 4 ára. Að sögn Grétu Hlöðversdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, eru að baki merkinu þrjár mæður sem sáu brýna þörf á því að hanna föt með þessum hætti. Hugmyndin að As We Grow varð í raun til út af peysu sem ferðaðist á milli fjölmargra barna í 9 ár, varð að lokum uppáhaldsflík þeirra allra og er enn í notkun. Hún sagði að hönnunin væri ætluð til að efla þá verðmætaaukningu sem fatnaður getur skapað með því að endast með þessum hætti. Því miði fatnaður As We Grow að því að hver stærð dugi lengur fyrir hvert barn. Þó að líkamshlutar stækki og lengist minnkar notagildi fatnaðarins ekki.
Undirbúningur hófst 2009
Konurnar að baki merkinu eru, auk Grétu, þær María Th. Ólafsdóttir og Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, og sjá María og Guðrún um hönnunina en þær hafa hönnunarnám að baki. Gréta er hins vegar lögfræðingur og MBA og hefur undanfarið sérhæft sig í frumkvöðlaverkefnum oft tengdum hönnun. María hefur verið aðalhönnuður Latabæjar og Guðrún hefur unnið hjá Steinunni og Karen Millen. Þær fóru af stað með undirbúning og hönnun árið 2009 og eru nú að kynna fyrstu vörulínuna eins og áður segir. Að sögn Grétu hafa þær fjármagnað verkefnið með styrkjum og eigin fé enda ákváðu þær að taka ekki inn fjárfesta strax.
Að sögn Grétu skipti miklu að ná samningum um framleiðslu erlendis og þær séu mjög ánægðar að hafa komist að hjá góðum framleiðanda í Perú sem hefur framleitt fyrir þekkt merki á Vesturlöndum. Notast er við alpaca-ull frá Andesfjöllunum sem heldur hita einstaklega vel. Samningar hafa verið gerðir við söluaðila í Kaupmannahöfn og Berlín en miðað er við að um 90% af fyrstu framleiðslunni seljist hér á landi.
Fatahönnunarmerkið As We Grow hefur hafið kynningu á haust- og vetrarlínu sinni fyrir árið 2012. ,,Ef fyrirtækið á hins vegar að vaxa og dafna verður það að gerast erlendis," sagði Gréta. Gert er ráð fyrir að þarnæsta vörulína félagsins verði seld í New York.
Vantar tæknibúnað hér
" Ástæðan fyrir því að vörurnar eru ekki framleiddar á Íslandi, þó við gjarnan vildum, er sú að það er ekki til hér sá tækjabúnaður sem þarf til þess að móta snið með prjóni," sagði Gréta.
Sem dæmi um hvernig fötin stækka með barninu er tekið dæmi um hönnun á peysu. Við hönnun peysunnar er handvegur hafður dýpri, ermarnar hafðar eilítið lengri og stroff við hendur sem ekki þrengir að. Með þessu segja hönnuðirnir að stærð númer 1 geti gengið fyrir börn frá 6 mánaða aldri til 18 mánaða aldurs.
Við hönnun buxnanna er notuð stillanleg teygja í mittið og skálmaopin hönnuð þannig að þau séu víðari. Með þessum hætti er hægt að nota buxurnar sem síðbuxur til að byrja með en síðar sem kvartbuxur. | Fatahönnunarmerkið As We Grow hefur hafið kynningu á haust- og vetrarlínu sinni fyrir árið 2012.
Fyrirtækið framleiðir vörur sínar úti í Lima í Perú.
Stefnt er að því að kynna næstu vörulínu félagsins í París í janúar 2013.
Eru vörurnar framleiddar með það í huga að þær geti vaxið með börnunum og er miðað við aldursskeiðið 6 mánaða til 4 ára.
Að sögn Grétu Hlöðversdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, eru að baki merkinu þrjár mæður sem sáu brýna þörf á því að hanna föt með þessum hætti.
Hönnunin væri ætluð til að efla þá verðmætaaukningu sem fatnaður getur skapað með því að endast með þessum hætti.
Þær séu mjög ánægðar að hafa komist að hjá góðum framleiðanda í Perú sem hefur framleitt fyrir þekkt merki á Vesturlöndum. |
Atvinnustarfsemi oft háð samþykki nágranna | Lögum samkvæmt þarf samþykki allra húseigenda þegar breytingar á hagnýtingu íbúðar hafa í för með sér verulegt ónæði fyrir aðra eigendur eða afnotahafa í íbúðarhúsi. Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl. og formaður Húseigendafélagsins, segir íbúðareigendur oft ekki nægilega vel upplýsta um þau úrræði sem þeir geta gripið til og tryggð eru í lögum. Sigurður Helgi segir þó ákveðinn galla á löggjöfinni þar sem yfirvöld hafi litlar heimildir til íhlutunar að eigin frumkvæði. Það sé nær algjörlega í höndum nágranna að leita réttar síns að fyrra bragði.
Undanfarið hefur mbl.is fjallað um mál gistiheimilis að Freyjugötu en íbúi á Freyjugötu 26 hefur kvartað undan rekstri gistihúss í húsinu. Gistihús í nágrenninu keypti þrjár íbúðir í á Freyjugötu 26 og eru þær reknar sem gistihúsnæði án samþykkis annarra íbúðaeigenda. Íbúinn hefur kvartað ítrekað yfir látum og umgangi en ekki hefur verið gefið leyfi fyrir rekstri gistihúsnæðis í húsinu.
Fram hefur komið að gloppur í regluverki geri það að verkum að ekki þurfi að sækja sérstaklega um leyfi fyrir útleigu á einstökum íbúðum.
Réttur nágranna er mikill í lögum
Sigurður Helgi bendir á að 27. gr. fjöleignarhúsalaganna tryggi nágrönnum nokkuð mikinn rétt sem var nýmæli frá fyrri lögum þegar réttur eigenda var ríkari en réttur nágranna.
"Ef íbúðaeigandi breytir hagnýtingu íbúðarinnar og hefur starfsemi sem er allt annars eðlis en áður var gera lögin ráð fyrir að samþykki allra eigenda í húsinu þurfi til," segir Sigurður Helgi. Ákveðin venja hafi skapast um að minni háttar starfsemi sé heimiluð. Til að mynda þurfi rithöfundur eða þýðandi ekki að leita samþykkis annarra eigenda ef hann hyggist nýta íbúðina til atvinnu sinnar.
"Ef um aukinn umgang eða ónæði að öðru leyti er að ræða beri þó að leita samþykkis annarra íbúa, sérstaklega ef nágrannar máttu ekki vænta þess að umrædd starfsemi yrði í húsinu þegar þeir fluttu inn."
Í fjöleignarhúsalögunum segir að "[breytingar] á hagnýtingu séreignar frá því sem verið hefur eða ráð var fyrir gert í upphafi, sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum, eru háðar samþykki allra eigenda hússins. "
Sigurður Helgi bendir einnig á að ef starfsemi í tiltekinni íbúð eða húshluta sé aðeins til verulegs óhagræðis fyrir einn húseiganda en ekki aðra þá þurfi eingöngu samþykki hans.
Sé umrætt regluverk heimfært á nágrannadeilurnar að Freyjugötu 26 er ljóst að forsvarsmönnum gistiheimilisins bar hugsanlega að leita samþykkis áður en íbúðirnar í húsinu voru nýttar til atvinnustarfsemi, þ.e. útleigu. En íbúar hússins telja sig hafa orðið fyrir verulegu óhagræði vegna mikillar og umgengni um húsið. Hins vegar kann vafi að leika á því hvað telst "verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi."
Geta höfðað einkamál
En hvað er til ráða? Sigurður Helgi bendir á tvo möguleika: Nágrannar geta leitað til lögreglu ef þeir telja starfsemi í húsinu án nauðsynlegra leyfa og þá taki yfirvöld við og rannsaki málið. Að öðrum kosti sé hægt að höfða einkamál þar sem dómstólar skeri úr um hvort verulegt ónæði hljótist af starfseminni.
Sigurður Helgi segir þann galla vera á löggjöfinni að opinber yfirvöld séu oft máttlaus gagnvart vandamálum af þessu tagi. Oft gerist ekkert nema að frumkvæði nágranna en það geti oft reynst þungbært og dýrt að höfða dómsmál gegn nágranna sínum. | Lögum samkvæmt þarf samþykki allra húseigenda þegar breytingar á hagnýtingu íbúðar hafa í för með sér verulegt ónæði fyrir aðra eigendur eða afnotahafa í íbúðarhúsi.
Formaður Húseigendafélagsins segir íbúðareigendur oft ekki nægilega vel upplýsta um þau úrræði sem þeir geta gripið til og tryggð eru í lögum.
Segir þó ákveðinn galla á löggjöfinni þar sem yfirvöld hafi litlar heimildir til íhlutunar að eigin frumkvæði.
Það sé nær algjörlega í höndum nágranna að leita réttar síns að fyrra bragði.
Undanfarið hefur mbl.is fjallað um mál gistiheimilis að Freyjugötu en íbúi á Freyjugötu 26 hefur kvartað undan rekstri gistihúss í húsinu.
Íbúinn hefur kvartað ítrekað yfir látum og umgangi en ekki hefur verið gefið leyfi fyrir rekstri gistihúsnæðis í húsinu.
Sigurður Helgi bendir á að 27. gr. fjöleignarhúsalaganna tryggi nágrönnum nokkuð mikinn rétt.
Ákveðin venja hafi skapast um að minni háttar starfsemi sé heimiluð.
Sé umrætt regluverk heimfært á nágrannadeilurnar að Freyjugötu 26 er ljóst að forsvarsmönnum gistiheimilisins bar hugsanlega að leita samþykkis áður en íbúðirnar í húsinu voru nýttar til atvinnustarfsemi, þ.e. útleigu. |
'Fréttaskýring: Risinn Concordia verður reistur við' | Liðnir eru rúmlega fimm mánuðir frá því að skemmtiferðaskipið Costa Concordia lagðist á hliðina eftir að hafa steytt á skeri nálægt eyjunni Giglio við vesturströnd Ítalíu 13. janúar síðastliðinn. Um borð í skipinu voru rúmlega 4.200 manns frá 60 þjóðlöndum en talið er að 32 hafi týnt lífi í slysinu. Teymi verkfræðinga hefur að undanförnu unnið að gríðarlega umfangsmikilli aðgerð til að koma skemmtiferðaskipinu aftur á réttan kjöl og á flot en skipið marar nú í hálfu kafi og hallast um 80 gráður.
Stærsta aðgerð af þessu tagi
Segja má að aðgerðin við að fjarlægja skipið af strandstað sé jafn djörf og hún er kostnaðarsöm en áætlaður kostnaður hljóðar upp á minnst 300 milljónir bandaríkjadala eða hátt í 38 milljarða íslenskra króna. Aðgerðin er samstarfsverkefni tveggja fyrirtækja sem sérhæfa sig í að fjarlægja skipsflök af strandstað: Titan frá Bandaríkjunum og ítalska fyrirtækisins Micoperi.
Þetta er í fyrsta skipti sem aðgerð af þessu tagi er framkvæmd á svo stóru skipi en Costa Concordia er 290 metra langt og 114.500 brúttótonn.
Verður flutt í niðurrif
Segja má að fyrsti liður aðgerðarinnar hafi verið sá að dæla burt olíu skipsins, alls um 2.300 tonnum. Veruleg hætta var því á mengunarslysi en hinn 24. mars síðastliðinn tókst að tæma olíutanka skipsins.
Næsti liður aðgerðarinnar er sjálfur flutningurinn og stefna verkfræðingar að því að ná skipinu á flot fyrir janúarlok á næsta ári. Þeir eru þó vongóðir um að ná markmiði sínu á skemmri tíma, þrátt fyrir að um sé að ræða umfangsmikla og krefjandi aðgerð.
Fyrst verður skipið fest við ströndina með öflugum stálköplum en það er nauðsynlegur liður til að hindra það í að renna niður á enn meira dýpi og sökkva alveg. Sérstakur pallur verður einnig smíðaður neðansjávar og mun skipið hvíla ofan á honum eftir að hafa verið reist við. Næst verða stórir tankar festir bakborðsmegin á skipinu ásamt togvírum sem notaðir eru við að reisa Costa Concordia aftur á réttan kjöl. Því næst verða sambærilegir tankar festir stjórnborðsmegin og lofti dælt í þá en við það ætti skemmtiferðaskipið að komast á flot á nýjan leik. Að þessu loknu verður hið laskaða skip dregið til hafnar á Ítalíu og rifið niður í brotajárn.
Dýrkeypt mistök
Rannsóknin á tildrögum þess að Costa Concordia rakst á sker, með þeim afleiðingum að skipið lagðist á hliðina eftir að 50 metra löng rifa myndaðist á skrokki þess, beindist einkum að skipstjóranum í upphafi. Þykir allt benda til að skipstjóranum, Francesco Schettino, hafi orðið á mistök, breytt um stefnu skipsins án heimildar og siglt of nálægt ströndinni. Var hann því fljótlega handtekinn ásamt fyrsta stýrimanni, Ciro Ambrosio, í tengslum við rannsóknina og þeir sakaðir um að hafa ekki tekið rétt á málum þegar ljóst var að skipið væri alvarlega laskað. Schettino hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi; fyrir að hafa strandað skipinu og fyrir að hafa yfirgefið það áður en búið var að flytja alla farþega frá borði.
Athygli rannsakenda hefur einnig beinst að öðrum yfirmönnum skipsins sem og innan skipafélagsins. Schettino er í stofufangelsi og bíður eftir að réttað verði í máli hans.
Systurskip í heimsókn
Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica var eitt þeirra fjögurra skipa sem hingað komu síðastliðinn mánudag. Um er að ræða systurskip Costa Concordia og er það rúmlega 114 þúsund brúttótonn að stærð. Um borð í skipinu eru rúmlega þrjú þúsund farþegar sem margir hverjir nýttu tækifærið og fóru í ýmiss konar dagsferðir.
Costa Pacifica kemur til Akureyrar í dag. | Liðnir eru rúmlega fimm mánuðir frá því að skemmtiferðaskipið Costa Concordia lagðist á hliðina eftir að hafa steytt á skeri nálægt eyjunni Giglio við vesturströnd Ítalíu 13. janúar síðastliðinn.
Segja má að aðgerðin við að fjarlægja skipið af strandstað sé jafn djörf og hún er kostnaðarsöm en áætlaður kostnaður hljóðar upp á minnst 300 milljónir bandaríkjadala eða hátt í 38 milljarða íslenskra króna.
Segja má að fyrsti liður aðgerðarinnar hafi verið sá að dæla burt olíu skipsins, alls um 2.300 tonnum.
Næsti liður aðgerðarinnar er sjálfur flutningurinn og stefna verkfræðingar að því að ná skipinu á flot fyrir janúarlok á næsta ári.
Að þessu loknu verður hið laskaða skip dregið til hafnar á Ítalíu og rifið niður í brotajárn.
Rannsóknin á tildrögum þess að Costa Concordia rakst á sker beindist einkum að skipstjóranum í upphafi.
Var hann því fljótlega handtekinn ásamt fyrsta stýrimanni.
Schettino hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi. |
Óttast gríðarlegt tap | Moody's dregur styrkleika fimmtán stærstu fjármálafyrirtækja heims í efa í nýjustu skýrslu sinni sem kynnt var í dag. Matsfyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn fyrirtækjanna og segir ástæðuna þá að tap blasi við hjá þeim m.a. vegna efnahagslegs óstöðugleika í Evrópu og aukins lánskostnaðar.
Meðal þeirra fyrirtækja sem Moody's gaf nú lægri einkunn eru risabankarnir Goldman Sachs, Citigroup, HSBC og Deutsche Bank.
Moody's segir mikla hættu á því að bankarnir muni tapa gríðarlega á næstunni. Þeir séu berskjaldaðir fyrir ríkjandi efnahagslægð en ekki síst séu þeir berskjaldaðir hver gagnvart öðrum.
Credit Suisse þurfti að þola mestu lækkunina en bankinn er fær nú einkunnina A1 en hafði áður einkunnina Aa1. Fjögur önnur fyrirtæki voru lækkuð um eitt stig en tíu fyrirtæki voru lækkuð um tvö stig.
Það voru ekki bara bankar sem þurftu að þola lægri einkunn heldur einnig stór eignarhaldsfyrirtæki sem flest eiga stóran hlut í umræddum bönkum.
Margir stærstu bankar heims hafa sogast niður með hagkerfum ríkja síðan efnahafskreppan skall á árið 2008. Skortur hefur verið á lausafé og mikil verðrýrnun eigna hefur átt sér stað sem hefur þvingað seðlabanka og ríkisstjórnir til að leggja til lausafé.
Hinir 15 bankar sem Moody's lýsti af sérstökum áhyggjum, eins og kemur fram hér að ofan, eru: Bank of America, Barclays, Citigroup, Credit Suisse, Goldman Sachs, HSBC, JPMorgan Chase, Morgan Stanley, Royal Bank of Scotland, BNP Paribas, Credit Agricole, Deutsche Bank, Royal Bank of Canada, Societe Generale og UBS. | Moody's dregur styrkleika fimmtán stærstu fjármálafyrirtækja heims í efa í nýjustu skýrslu sinni sem kynnt var í dag.
Matsfyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn fyrirtækjanna og segir ástæðuna þá að tap blasi við hjá þeim m.a. vegna efnahagslegs óstöðugleika í Evrópu og aukins lánskostnaðar.
Moody's segir mikla hættu á því að bankarnir muni tapa gríðarlega á næstunni.
Credit Suisse þurfti að þola mestu lækkunina.
Bankinn er fær nú einkunnina A1 en hafði áður einkunnina Aa1.
Margir stærstu bankar heims hafa sogast niður með hagkerfum ríkja síðan efnahafskreppan skall á árið 2008. |
Náttúrunni er sama, en þér? | "Með þessu erum við að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og hvernig maðurinn hefur áhrif á hana," segir Anna Katrín Guðmundsdóttir, en hún er verkefnastjóri sýningarinnar "Náttúrunni er sama - en þér?" sem sýnd er í Værlandet í Noregi.
Sýningin er sjófuglasýning sem samanstendur af stafrænum sýningaratriðum sem hafa það að markmiði að skapa einstaka upplifun hjá sýningargestum. Hún byggist að langstærstum hluta á gagnvirkum lausnum þar sem gestir verða um leið skapendur upplifunarinnar.
Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín ehf. og Batteríið arkitektar ehf. hönnuðu sýninguna eftir að hafa unnið 1. verðlaun í boðssamkeppni um gerð hennar.
Grunnhugmynd sýningarinnar byggist á að útskýra fyrir gestum hvernig yfirvofandi umhverfisbreytingar af manna völdum ógna lífsskilyrðum sjófugla og manna á norðurhveli jarðar.
Stjórna flugi fuglsins
Meðal sýningaratriða má nefna "Bli eitt med fuglen" þar sem gestir samsama sig við einstakar fuglategundir. Í upphafi sér gesturinn lifandi skuggamynd sína birtast á vegg en með því að lyfta handleggjunum má umbreyta skuggamyndinni í þrívíða hreyfimynd af tiltekinni tegund. Gesturinn stjórnar síðan flugi fuglsins með hreyfingum sínum, bæði vængjaslætti hans og kalli.
Safnið verður í framtíðinni opið almenningi og ferðamönnum, en sýningin opnaði 15. júní. | "Með þessu erum við að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og hvernig maðurinn hefur áhrif á hana," segir Anna Katrín Guðmundsdóttir.
Hún er verkefnastjóri sýningarinnar "Náttúrunni er sama - en þér?" sem sýnd er í Værlandet í Noregi.
Sýningin er sjófuglasýning sem samanstendur af stafrænum sýningaratriðum sem hafa það að markmiði að skapa einstaka upplifun hjá sýningargestum.
Grunnhugmynd sýningarinnar byggist á að útskýra fyrir gestum hvernig yfirvofandi umhverfisbreytingar af manna völdum ógna lífsskilyrðum sjófugla og manna á norðurhveli jarðar.
Safnið verður í framtíðinni opið almenningi og ferðamönnum. |
Harmar árás á orrustuþotuna | Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segist sjá eftir því að sýrlenskar hersveitir hafi skotið niður tyrkneska orrustuflugvél en vélinni var grandað 22. júní síðastliðinn. Kom þetta fram í viðtali við forsetann sem birtist í tyrkneska dagblaðinu Cumhuriyet.
Assad neitar ásökunum Tyrklandsstjórnar þess efnis að vélinni, sem var af gerðinni F-4 Phantom, hafi vísvitandi verið grandað en flugvélin mun hafa verið við æfingar þegar hún var skotin niður.
"Ríki sem heyja stríð bregðast ávalt við á þennan hátt. Flugvélinni var flogið mjög lágt og var hún í kjölfarið skotin niður af loftvarnarsveitum sem töldu hana vera frá Ísrael. En þeir gerðu árás á Sýrland árið 2007," er haft eftir Assad í blaðaviðtalinu.
Sagði hann jafnframt hermanninn sem tók ákvörðun um að skjóta á orrustuþotuna ekki hafa notast við ratsjá og því hafi hann ekki getað greint nákvæmlega hvaðan vélinni var flogið.
Tveir flugmenn voru um borð í herþotunni og sendi forseti Sýrlands ættingjum þeirra samúðarkveðjur sínar. Þrátt fyrir mikla leit hafa líkamsleifar þeirra ekki fundist.
Utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, hefur áður sagt í viðtali að tyrkneska orrustuþotan sem sýrlenski herinn skaut niður hefði verið í alþjóðlegri lofthelgi þegar atburðurinn átti sér stað en skömmu áður hefði hún farið í stutta stund inn í lofthelgi Sýrlands.
Forseti Sýrlands neitar því alfarið og segir vélina ekki hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi. "Ef að vélin hefði verið í alþjóðlegri lofthelgi þegar hún var skotin niður, þá hefðum við ekki hikað við að biðjast afsökunar á atvikinu," sagði Assad. | Forseti Sýrlands segist sjá eftir því að sýrlenskar hersveitir hafi skotið niður tyrkneska orrustuflugvél.
Vélinni var grandað 22. júní síðastliðinn.
Assad neitar ásökunum Tyrklandsstjórnar þess efnis að vélinni hafi vísvitandi verið grandað.
Utanríkisráðherra Tyrklands hefur áður sagt í viðtali að tyrkneska orrustuþotan sem sýrlenski herinn skaut niður hefði verið í alþjóðlegri lofthelgi.
Skömmu áður hefði hún farið í stutta stund inn í lofthelgi Sýrlands.
Forseti Sýrlands neitar því alfarið og segir vélina ekki hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi. |
Vegabréf póstlögð en ekki sótt til Þjóðskrár | Ekki hefur verið hægt að sækja vegabréf í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, sem gefur þau út, síðan í maí í fyrra, nema sótt sé um sérstaka flýtimeðferð. Hún kostar 15.200 kr. fyrir fullorðna og 5.650 kr. fyrir börn, aldraða og öryrkja sem renna í ríkissjóð en ekki til stofnunarinnar.
Hjá Þjóðskrá Íslands er megináhersla nú lögð á að senda vegabréfin í pósti heim til umsækjenda þeirra. Þá er sá háttur enn við lýði að hægt er að fá vegabréfin send til sýslumannsembætta um allt land, en þá bætist sendingartími í pósti frá Þjóðskrá til viðkomandi embættis við þá tíu virku daga sem það tekur að afgreiða umsókn um vegabréfið. Almennt séð eigi að gera ráð fyrir að afgreiðslutími vegabréfa sé allt að þrjár vikur með póstsendingu.
Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir að þetta sé gert í því skyni að lækka kostnað við rekstur afgreiðslu Þjóðskrár og nemur sparnaðurinn einu starfi í afgreiðslunni. Þá spari þetta fyrirkomulag fólki sporin og lækki eigin tilkostnað þess við að verða sér úti um vegabréf. | Ekki hefur verið hægt að sækja vegabréf í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands, sem gefur þau út, síðan í maí í fyrra, nema sótt sé um sérstaka flýtimeðferð.
Hjá Þjóðskrá Íslands er megináhersla nú lögð á að senda vegabréfin í pósti heim til umsækjenda þeirra.
Hægt er að fá vegabréfin send til sýslumannsembætta um allt land, en þá bætist sendingartími í pósti frá Þjóðskrá til viðkomandi embættis við þá tíu virku daga sem það tekur að afgreiða umsókn um vegabréfið.
Forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta sé gert í því skyni að lækka kostnað við rekstur afgreiðslu Þjóðskrár |
Náðu landamærastöðvum á sitt vald | Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa hertekið nokkur við landamæri Sýrlands að Tyrklandi og Írak. Hátt settur íraskur embættismaður segir að þeir hafi náð öllum landamærastöðvum við austurhluta landsins. Þá hafi tvær stöðvar, sem eru við tyrknesku landamærin, verið í höndum uppreisnarmanna, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Uppreisnarmennirnir náðu Abu Kamal landamærastöðinni við ána Efrat í austri eftir átök við stjórnarhermenn, að því er stjórnarandstæðingar segja.
AP fréttaveitan segir að rúmlega 20 hermenn og yfirmenn þeirra hafi fallið við útvarðarstöð hersins á afskekktu svæði í norðausturhluta landsins.
Ríkisstjórn Íraks, sem er sögð sýna Sýrlandsforseta skilning, hefur hótað að loka landamærunum að landinu. Þá sagði einn embættismaður við Reuters að Írakar hafi ákveðið að loka Abul Kamal stöðinni.
Í höfðustöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York standa yfir samningaviðræður þar sem rætt er um að framlengja umboð friðareftirlitssveita SÞ í landinu. Umboðið á að renna út í dag.
Um 300 eftirlitsmenn eru í landinu en þeir hættu að mestu störfum í júní þegar átók í landinu fóru að færast mjög í aukana. | Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa hertekið nokkur við landamæri Sýrlands að Tyrklandi og Írak.
Hátt settur íraskur embættismaður segir að þeir hafi náð öllum landamærastöðvum við austurhluta landsins.
Uppreisnarmennirnir náðu Abu Kamal landamærastöðinni við ána Efrat í austri eftir átök við stjórnarhermenn.
Rúmlega 20 hermenn og yfirmenn þeirra hafi fallið við útvarðarstöð hersins á afskekktu svæði í norðausturhluta landsins.
Ríkisstjórn Íraks, sem er sögð sýna Sýrlandsforseta skilning, hefur hótað að loka landamærunum að landinu. |
Fagna afmæli á flótta frá Alcatraz | "Það er góð stemning í hópnum, við höfum hitt mikið af sjósundsfólki og elstu sundklúbbana sem starfa á svæðinu. Mikil hefð og menning er í kringum sjósund á svæðinu og því áhugavert fyrir okkur að heimsækja staðinn," segir Árni Þór Árnason, einn þriggja frækinna sundkappa sem munu á laugardag synda frá Alcatraz eyju-til vesturstrandar Bandaríkjanna.
Þeir Benedikt Hjartarson, Árni Þór Árnason og Jón Sigurðarson lögðu upp í ferð vestur til að synda leiðina frægu, en hún var flóttaleið þriggja strokufanga sem hugðust flýja Alcatraz-fangelsið á sundi í júní árið 1962. Því eru rétt um 50 ár liðin frá flóttatilrauninni frægu.
Sundið hefst kl 09.10 um morguninn en þá er siglt með skipi út að eyjunni sem geymir hið alræmda fangelsi og þar hoppa menn í sjóinn og synda svo í land í miklum straum og frekar köldum sjó eða um 13 gráðu heitum. "Við skelltum okkur í sjósund klukkan 6 í morgun og erum því búnir að smakka á seltunni hér. Það kom okkur á óvart að hann er svipað kaldur og heima en hann er talsvert saltari. Þetta lítur mjög vel út," segir Árni.
Vonandi ekki á matseðli hákarlanna
Ekki er hægt að segja til um sundtímann fyrir fram. "Sundið getur tekið allt frá 50 mínútum og allt upp í 5 klukkutíma. Það fer eftir straumum hverju sinni, en mér skilst að straumar séu hagstæðir á laugardag þannig að þetta ætti að verða tiltölulega þægilegt sund fyrir okkur," segir Árni Þór.
Þess má geta að á svæðinu er auðugt sjávardýraríki en þar á meðal er hvíthákarlinn, en sundmennirnir óttast ekki að rekast á hann. "Þeir eru frekar étnir sem eru í göllum, hákarlarnir halda að þeir séu selir á sundi," segir Árni Þór og hlær. "Við vonum bara að við séum ekki á matseðlinum hjá hvíthákarlinum þennan daginn," segir Árni Þór slakur gagnvart hættum sjávar á sundinu.
Sjósundskappar hvaðanæva úr heiminum taka sig reglulega til og synda leiðina. "Þetta er sund fyrir vana sundmenn, algengast er að synt sé í blautgöllum, en við munum hins vegar synda á sundskýlunum einum fata enda vanir að vera þannig búnir," segir Árni Þór en hann og félagar hans eru allir vanir sjósundsmenn. Benedikt Hjartarson lauk við Ermarsundið árið 2008. Árni reyndi það í fyrra, en varð að hætta sundi vegna meiðsla eftir 9 ½ tíma og 36.5 km sund.
Fagnar sextugsafmæli með óvenjulegum hætti
"Ferðin er þó farin að frumkvæði Jóns, sem varð 60 ára á árinu og fékk þá hugmynd að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess. Úr varð að fara þessa ferð sem er óvenjuleg og hressandi leið til að fagna afmælinu," segir Árni Þór.
Þeir félagarnir vonast til þess að geta smám saman byggt upp ríka sjósundshefð á Íslandi líkt og gerst hefur í kringum strendur San Francisco. "Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en þegar við byrjuðum fyrir allmörgum árum síðan þóttum við vera hálfklikkaðir að standa í þessu," segir Árni Þór. "Það hefur hins vegar gerbreyst, nú sér fólk hversu heilsubætandi sjósundið er. Það er bæði gott fyrir æðakerfi og húð að því gefnu að farið sé varlega," segir Árni Þór. | "Mikil hefð og menning er í kringum sjósund á svæðinu og því áhugavert fyrir okkur að heimsækja staðinn," segir Árni Þór Árnason, einn þriggja frækinna sundkappa sem munu á laugardag synda frá Alcatraz eyju-til vesturstrandar Bandaríkjanna.
Þeir Benedikt Hjartarson, Árni Þór Árnason og Jón Sigurðarson lögðu upp í ferð vestur til að synda leiðina frægu.
Hún var flóttaleið þriggja strokufanga sem hugðust flýja Alcatraz-fangelsið á sundi í júní árið 1962.
Sundið hefst kl 09.10 um morguninn.
"Sundið getur tekið allt frá 50 mínútum og allt upp í 5 klukkutíma."
"Ferðin er þó farin að frumkvæði Jóns, sem varð 60 ára á árinu og fékk þá hugmynd að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess," segir Árni Þór. |
Hækkun hjá Apple í kjölfar frétta af iPhone 5 | Verð á hlutabréfum í tæknifyrirtækinu Apple hækkaði í dag í kjölfar óstaðfestra frétta um að fyrirtækið myndi kynna nýjan iPhone snjallsíma í september nk.
Hækkunin nam 1,7% og við lok viðskipta í dag er hluturinn metinn á 595,03 dali.
Tæknibloggsíðan iMore, sem fylgist grannt með því sem er að gerast hjá Apple, segist hafa fengið upplýsingar um að iPhone 5 snjallsími verði kynntur til sögunnar 12. september nk. og að síminn verði settur í sölu 21. september.
iMore segist hafa þetta eftir heimildarmönnum sem hafi áður reynst vera sannspáir.
Talsmenn Apple hafa ekki enn tjáð sig varðandi þessar fréttir.
Bloggsíðan segir ennfremur að hulunni verði svipt af iPad mini, sem er minni útgáfa af spjaldtölvunni vinsælu, á sömu kynningu, auk nýs iPod nano.
Þá kemur fram á síðunni að ekki liggi fyrir hvenær iPad mini fari í sölu, en mögulegt sé að það verði á sama tíma og iPhone 5. | Verð á hlutabréfum í tæknifyrirtækinu Apple hækkaði í dag í kjölfar óstaðfestra frétta um að fyrirtækið myndi kynna nýjan iPhone snjallsíma í september nk.
Hækkunin nam 1,7% og við lok viðskipta í dag er hluturinn metinn á 595,03 dali.
Tæknibloggsíðan iMore, sem fylgist grannt með því sem er að gerast hjá Apple.
Bloggsíðan segir ennfremur að hulunni verði svipt af iPad mini, sem er minni útgáfa af spjaldtölvunni vinsælu, á sömu kynningu, auk nýs iPod nano. |
Beita Sýrlendinga víðtækum refsiaðgerðum | Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag frekari refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Sýrlandi. Aðgerðirnar eru til þess ætlaðar að þrýsta á stjórn Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, að fara frá völdum.
Meðal þeirra fyrirtækja sem verða beitt refsiaðgerðum er sýrlenska ríkisolíufélagið Sytrol fyrir að hafa átt viðskipti við Íran. Patrick Ventrell, talsmaður Bandaríkjastjórnar, segir að Íranar styðji sýrlensk stjórnvöld með ráðum og dáð með aðstoð við skipulag hernaðar og að yfirvöld í Sýrlandi launi þeim greiðann með því að selja þeim olíu.
Að auki felst í aðgerðunum að Bandaríkjamenn fordæma líbönsku Hezbollah-hreyfinguna fyrir að styðja við stjórn Assads. "Hezbollah leikur stórt hlutverk í ofbeldinu sem stjórn Assads beitir gegn almenningi í Sýrlandi," segir í yfirlýsingu frá bandarískum stjórnvöldum.
"Stuðningur Hezbollah við sýrlensk yfirvöld sýnir hið rétta eðli þessara hryðjuverkasamtaka og hvernig þau stuðla að ófriði í þessum heimshluta," sagði David Cohen, talsmaður hryðjuverkavarna í Bandaríkjunum.
Áður höfðu bandarísk yfirvöld fryst eignir um 100 ráðamanna í Sýrlandi og bannað bandarískum fyrirtækjum að eiga nokkur viðskipti við þá. | Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag frekari refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Sýrlandi.
Aðgerðirnar eru til þess ætlaðar að þrýsta á stjórn Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, að fara frá völdum.
Meðal þeirra fyrirtækja sem verða beitt refsiaðgerðum er sýrlenska ríkisolíufélagið Sytrol fyrir að hafa átt viðskipti við Íran.
Að auki felst í aðgerðunum að Bandaríkjamenn fordæma líbönsku Hezbollah-hreyfinguna fyrir að styðja við stjórn Assads.
Áður höfðu bandarísk yfirvöld fryst eignir um 100 ráðamanna í Sýrlandi. |
Hæfnisnefnd ráðherra til ráðgjafar | Skipuð hefur verið hæfnisnefnd sem mun aðstoða ráðherra við val á ráðuneytisstjóra og skrifstofustjórum í nýtt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Fyrir liggur að ganga frá skipuriti hins nýja ráðuneytis, bjóða öllum starfsmönnum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og hluta efnahags- og viðskiptaráðuneytis störf og skipa í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra.
Nýtt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar verður formlega stofnsett 4. september n.k. við sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og hluta efnahags- og viðskiptaráðuneytis.
Hæfnisnefndin mun vera ráðherra til ráðgjafar við val á þeim embættismönnum ráðuneytanna þriggja sem sækjast eftir embættum hjá hinu nýja ráðuneyti. Formaður nefndarinnar er doktor Ásta Bjarnadóttir mannauðsfræðingur en með henni munu starfa þau Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Margrét Guðmundsdóttir formaður Félags atvinnurekenda.
Eins og komið hefur fram á mbl.is stendur ekki til að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra heldur verður valið á milli Helgu Jónsdóttur, ráðuneytisstjóra efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, Kristjáns Skarphéðinssonar, sem gegnir sömu stöðu í iðnaðarráðuneytinu, og Sigurgeirs Þorgeirssonar, ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. | Skipuð hefur verið hæfnisnefnd sem mun aðstoða ráðherra við val á ráðuneytisstjóra og skrifstofustjórum í nýtt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar.
Fyrir liggur að ganga frá skipuriti hins nýja ráðuneytis, bjóða öllum starfsmönnum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og hluta efnahags- og viðskiptaráðuneytis störf og skipa í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra.
Hæfnisnefndin mun vera ráðherra til ráðgjafar við val á þeim embættismönnum ráðuneytanna þriggja sem sækjast eftir embættum hjá hinu nýja ráðuneyti. |
Treysta ekki umhverfisráðuneyti | "Okkar reynsla af umhverfisráðuneytinu hefur verið með þeim hætti að við berum einfaldlega ekki fullt traust til ráðuneytisins," segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga sem er alfarið andsnúið flutningi Veiðimálastofnunar undir umhverfisráðuneytið. Nýting veiðihlunninda sé atvinnuvegur. Ákveðið hefur verið að færa Veiðimálastofnun undan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins, líkt og mbl.is hefur greint frá í dag .
"Landssamband veiðifélaga hefur alveg frá því að þessi orðrómur komst á kreik lýst mjög ákveðið þeirri afstöðu sinni að rannsóknir í veiðimálum eigi að heyra undir atvinnuvegaráðuneyti," segir Óðinn en sambandið hefur ályktað um málið á aðalfundum sl. tvö ár.
"Okkar helstu rök er þau að nýting veiðihlunninda er atvinnuvegur og þessi stofnun vinnur margháttuð verkefni fyrir veiðiréttareigendur." Hann segir samstarfið við Veiðimálastofnun á núverandi grundvelli eiga sér sextíu ára sögu. Það hafi reynst farsælt og gott.
"Okkar reynsla af umhverfisráðuneytinu hefur verið með þeim hætti að við berum einfaldlega ekki fullt traust til ráðuneytisins," segir hann.
"Það sem við óttumst er að það verði sú breyting á að í stað þess að þarna starfi menn saman að sameiginlegu markmiði eins og verið hefur, þ.e. að veiðihlunnindi séu nýtt sem atvinnuvegur með sjálfbærum hætti, muni myndast álíka togstreita eins og myndast hefur í öllum málum sem umhverfisráðuneytið hefur komið að á undanförnum árum."
Samráð nefnt 22 sinnum
Hann segir það skipta veiðiréttarhafa gríðarlega miklu máli að löggjafinn og stjórnvaldið hafi víðtækt samráð við hagsmunaaðila. "En sú er einfaldlega ekki reyndin varðandi umhverfisráðuneytið og málefni sem snerta landeigendur almennt. Þar er skemmst að minnast vinnu við breytingar á náttúruverndarlögum."
Óðinn segir að stjórn Landssambands veiðifélaga hafi skrifað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf síðla vetrar og óskaði eftir fundi um málið. "Við höfum ekki ennþá fengið svar við því bréfi," segir Óðinn.
"Það er nú svo skrítið að samráð er skrifað 22 sinnum inn í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Varðandi stjórnkerfisbreytingar er þetta orð skrifað með feitu letri."
Óðinn segir hins vegar að breytingunum hafi algjörlega verið haldið frá Landssambandi veiðifélaga. "Það verður að koma í ljós hvað þessi breyting hefur í för með sér en við óttumst að þetta fari í sama farveg og önnur mál sem umhverfisráðuneytið hefur haft með höndum og þá kann þetta að þýða mikla breytingu á samstarfi milli rannsóknaraðila og veiðiréttarhafa. Þannig að í stað samstarfs og samvinnu þá myndist togstreita sem er alltof ríkjandi hjá öðrum stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið og þeirra sem eiga nýtingarréttinn."
Óðinn segir vinnubrögðin "alveg með ólíkindum." Hann hafi hingað til verið vanur og vonast eftir samráði. "Við furðum okkur á því að fyrst ekki var farið með Hafrannsóknarstofnun yfir til umhverfisráðuneytisins, eins og hugmyndir voru einnig uppi um, að það sama gildi ekki um Veiðimálastofnun. Það eru engin rök fyrir því að færa þessa stofnun á milli ráðuneyta." | "Okkar reynsla af umhverfisráðuneytinu hefur verið með þeim hætti að við berum einfaldlega ekki fullt traust til ráðuneytisins," segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga sem er alfarið andsnúið flutningi Veiðimálastofnunar undir umhverfisráðuneytið.
Nýting veiðihlunninda sé atvinnuvegur.
Ákveðið hefur verið að færa Veiðimálastofnun undan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytisins.
Hann segir samstarfið við Veiðimálastofnun á núverandi grundvelli eiga sér sextíu ára sögu.
Það hafi reynst farsælt og gott.
Hann segir það skipta veiðiréttarhafa gríðarlega miklu máli að löggjafinn og stjórnvaldið hafi víðtækt samráð við hagsmunaaðila.
"En sú er einfaldlega ekki reyndin varðandi umhverfisráðuneytið og málefni sem snerta landeigendur almennt."
Óðinn segir vinnubrögðin "alveg með ólíkindum." |
235 þúsund Sýrlendingar á flótta | Yfir eitt hundrað þúsund Sýrlendingar flúðu heimaland sitt í ágúst, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum. Aldrei hafa jafn margir flúið land í einum mánuði frá því átökin brutust út í mars í fyrra. Alls eru 235.300 Sýrlendingar á flótta.
Tölur um fjölda flóttamanna eru birtar á sama tíma og yfirmaður alþjóða Rauða krossins (ICRC) Peter Maurer, átti fund með forseta Sýrlands, Bashar al-Assad í Sýrlandi. Fór Maurer fram á það við al-Assad að hjálparstofnanir fengju betri aðgang að þeim sem þurfa á aðstoð að halda í landinu.
Í ágúst voru sett fleiri met í Sýrlandi því þeim mánuði féllu yfir fimm þúsund manns í átökum í landinu og hafa aldrei jafn margir látist í einum mánuði þar frá því ofbeldið braust út.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur að í síðustu viku hafi hið minnsta 1.600 týnt lífi í blóðbaðinu.
Á vef BBC kemur fram að tyrknesk yfirvöld hafi sagt að þau hafi tekið við yfir 80 þúsund manns frá Sýrlandi og að átta þúsund bíði við landamærin. Jórdönsk yfirvöld segja að 183 þúsund Sýrlendingar hafi komið þangað og um eitt þúsund flóttamenn komi þangað á hverjum degi. | Yfir eitt hundrað þúsund Sýrlendingar flúðu heimaland sitt í ágúst.
Aldrei hafa jafn margir flúið land í einum mánuði frá því átökin brutust út í mars í fyrra.
Alls eru 235.300 Sýrlendingar á flótta.
Í ágúst voru sett fleiri met í Sýrlandi því þeim mánuði féllu yfir fimm þúsund manns í átökum í landinu og hafa aldrei jafn margir látist í einum mánuði þar frá því ofbeldið braust út.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna telur að í síðustu viku hafi hið minnsta 1.600 týnt lífi í blóðbaðinu. |
Fimm ára drengur höfuðkúpubrotnaði í Paradísarlandi | Fimm ára drengur höfuðkúpubrotnaði í Paradísarlandi á Glerártorgi síðastliðinn þriðjudag. Drengurinn var að leika sér í hoppkastala en kastaðist út úr honum er eldri og þyngri drengur hoppaði í kastalanum á sama tíma. Þetta kemur fram í frétt Vikudags .
Höfuð drengsins skall í gólfið með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Drengurinn var í afmælisveislu í Paradísarlandi, en algengt er að börn og unglingar haldi þar slíkar veislur.
Drengurinn var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, að hann hafi hlotið slæman heilahristing við höggið, auk þess sem höfuðkúpan hafi brotnað. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær.
Ásdís Rögnvaldsdóttir hjá Paradísarlandi harmar slysið. "Við erum auðvitað mjög slegin vegna þessa og okkur er brugðið, hugur okkar hefur verið hjá drengnum og fjölskyldu hans. Í kjölfarið var farið yfir allar vinnu- og öryggisreglur staðarins og búið er að breyta reglum sem gilda í afmælum. Þá hafa dýnur verið settar á stærra svæði. Okkar markmið er auðvitað að allir skemmti sér í Paradísarlandi og fyllsta öryggis sé gætt. Því miður gerðist þetta og við hörmum það mjög," segir hún í samtali við Vikudag. | Fimm ára drengur höfuðkúpubrotnaði í Paradísarlandi á Glerártorgi síðastliðinn þriðjudag.
Drengurinn var að leika sér í hoppkastala en kastaðist út úr honum er eldri og þyngri drengur hoppaði í kastalanum á sama tíma.
Drengurinn var strax fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu í gær.
Ásdís Rögnvaldsdóttir hjá Paradísarlandi harmar slysið. |
El País segir um 150 upp | Spænska dagblaðið El País mun segja upp 150 starfsmönnum og lækka laun annarra í næstu viku vegna rekstrarerfiðleika. Ástæðan er minni sala og minni auglýsingatekjur.
Útgefandi blaðsins, fjölmiðlaveldið Prisa, hefur tapað gríðarlegu fé eða hundruðum milljóna evra. Prisa mun greina nánar frá aðgerðum fyrirtækisins á þriðjudag en tekur fram að um sársaukafullar aðgerðir sé að ræða.
Prisa hefur ekki upplýst hversu margir munu missa vinnuna en samkvæmt heimildum AFP eru þeir 150. Stjórnarformaður Prisa, Juan Luis Cebrian, mun hitta starfsfólk El Pais á fundi á þriðjudaginn. Alls starfa 466 hjá El Pais í dag.
Cebrian hefur kynnt fyrir starfsfólki áætlun um að það fari snemma á eftirlaun, fækkun á skrifstofum El País bæði í Barcelona og Madríd og launalækkun.
Í tilkynningu frá Prisa kemur fram að sala á dagblöðum hafi minnkað um 18% á Spáni á síðustu fimm árum og auglýsingatekjur prentmiðla hafi dregist saman um 53%. Telja forsvarsmenn útgáfunnar að ástæðuna megi helst rekja til þess að fólk notar netið í sífellt meira mæli í leit að fréttum.
Á öðrum ársfjórðungi nam tap Prisa 53 milljónum evra en á síðasta ári tapaði útgáfan 451 milljón evra. | Spænska dagblaðið El País mun segja upp 150 starfsmönnum og lækka laun annarra í næstu viku vegna rekstrarerfiðleika.
Ástæðan er minni sala og minni auglýsingatekjur.
Útgefandi blaðsins, fjölmiðlaveldið Prisa, hefur tapað gríðarlegu fé eða hundruðum milljóna evra.
Stjórnarformaður Prisa mun hitta starfsfólk El Pais á fundi á þriðjudaginn.
Sala á dagblöðum hafi minnkað um 18% á Spáni á síðustu fimm árum og auglýsingatekjur prentmiðla hafi dregist saman um 53%. |
Pulis vill fá Suárez í þriggja leikja bann | Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, sagði eftir markalausa jafnteflið við Liverpool á Anfield í gær að enska knattspyrnusambandið yrði að fara að bregðast við leikaraskapnum í Luis Suárez. Best væri að dæma hann í þriggja leikja bann til að venja hann af þessum ósið.
Suárez féll einu sinni í vítateig Stoke í leiknum í gær án þess að brotið væri á honum. "Ég hef ítrekað gagnrýnt leikmenn sem láta sig detta. Þeir setja svartan blett á fótboltann og sambandið á að taka á þessu. Ef það setur Suárez í þriggja leikja bann hættir hann þessu. Suárez er frábær leikmaður með geysilega hæfileika. Hann er sá leikmaður sem við vorum skíthræddir við allan leikinn. En hann setur gífurlega pressu á dómarann. Í hvert skipti sem hann dettur heimta 40 þúsund stuðningsmenn að dómarinn dæmi og þetta er ekki sanngjarnt. Starf dómarans er nógu erfitt samt," sagði Pulis við BBC.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, kvaðst ekki hafa séð umrætt atvik. "Ég sá það ekki og get ekki dæmt um það. En hvað sem Luis gerir er hann alltaf umdeildur, hvort sem það eru fjölmiðlarnir, dómararnir eða annað. Þetta er í umræðunni í hverri viku. Mér fannst hann vera frábær í leiknum," sagði Rodgers, sem hrósaði ungum leikmönnum sínum fyrir frammistöðuna gegn kraftakörlunum í Stoke.
"Stoke er með marga stóra menn sem gera þér erfitt fyrir og það er ekkert rétt eða rangt við það hvernig fótbolta menn spila. Ég er stoltur af því hvernig strákarnir okkar stóðu uppi í hárinu á þeim. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum en við kvörtum ekki yfir því. Ég er að sjálfsögðu afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki unnið leikinn en mér fannst hugarfar og einbeiting minna manna vera til fyrirmyndar," sagði Rodgers. | Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, sagði eftir markalausa jafnteflið við Liverpool á Anfield í gær að enska knattspyrnusambandið yrði að fara að bregðast við leikaraskapnum í Luis Suárez.
Best væri að dæma hann í þriggja leikja bann til að venja hann af þessum ósið.
Suárez féll einu sinni í vítateig Stoke í leiknum í gær án þess að brotið væri á honum.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, kvaðst ekki hafa séð umrætt atvik.
"Mér fannst hann vera frábær í leiknum," sagði Rodgers, sem hrósaði ungum leikmönnum sínum fyrir frammistöðuna gegn kraftakörlunum í Stoke. |
Mikil öryggisgæsla í Aþenu | Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fer í opinbera heimsókn til Grikklands í dag, en þetta er fyrsta heimsókn hennar til landsins frá því að evrukreppan hófst fyrir þremur árum. Mikil öryggisgæsla er í Aþenu, höfuðborg Grikklands, vegna heimsóknarinnar.
Um 7.000 lögreglumenn eru á vakt. Þá er búið að banna fjöldafundi á ákveðnum svæðum í borginni og mótmælendur hafa verið hvattir til að fara fram með friði, að því er segir á vef BBC.
Á sama tíma og Merkel kemur í heimsókn stefna grísk stjórnvöld að því að fá samþykktar frekari aðhaldsaðgerðir og niðurskurð svo að Grikkland geti fengið afgreitt frekara neyðarlán. Niðurskurðurinn nemur um 13 milljörðum evra.
Fréttaskýrendur benda á að margir Grikkir telji að Merkel sé höfundur aðhaldsaðgerðanna.
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að þrátt fyrir að Þýskalandi hafi greitt mest til að koma Grikkjum til aðstoðar telji margir að Merkel beri ábyrgð á því að Grikkir hafi þurft að grípa til umfangsmikilla aðhaldsaðgerða til að fá neyðarlánin afgreidd. | Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fer í opinbera heimsókn til Grikklands í dag, en þetta er fyrsta heimsókn hennar til landsins frá því að evrukreppan hófst fyrir þremur árum.
Mikil öryggisgæsla er í Aþenu, höfuðborg Grikklands, vegna heimsóknarinnar.
Á sama tíma og Merkel kemur í heimsókn stefna grísk stjórnvöld að því að fá samþykktar frekari aðhaldsaðgerðir og niðurskurð svo að Grikkland geti fengið afgreitt frekara neyðarlán.
Fréttaskýrendur benda á að margir Grikkir telji að Merkel sé höfundur aðhaldsaðgerðanna. |
'Owen: Ég lét mig detta tvisvar á HM' | Michael Owen, fyrrverandi framherji enska landsliðsins í knattspyrnu sem nú leikur með Stoke City, viðurkennir að hafa fiskað vítaspyrnur á ódýran hátt í leikjum Englands á HM 1998 og 2002.
"Leikurinn er orðinn svo hraður að það er orðið nær ómögulegt fyrir dómarana að sjá hvort um snertingu er að ræða eða ekki. Ég myndi segja að í 75 um prósentum tilvika þegar vítaspyrnur eru dæmdar, gætu sóknarmennirnir staðið af sér snertinguna. Ef þeir finna fyrir snertingu finnst mönnum allt í lagi að láta sig detta," sagði Owen við Sky Sports.
"Ég er sjálfur sekur um þetta. Þegar við mættum Argentínu á HM 1998 var ég á fullri ferð, fann fyrir snertingu og féll. Hefði ég getað staðið þetta af mér? Já, mjög líklega. Fjórum árum síðar var aftur dæmd vítaspyrna gegn Argentínu. Aftur hefði ég getað staðið í fæturna en varnarmaðurinn kom við mig og ég fékk ágætis rispu á fótinn. En ég þurfti ekki að detta," sagði Michael Owen. | Michael Owen, fyrrverandi framherji enska landsliðsins í knattspyrnu sem nú leikur með Stoke City, viðurkennir að hafa fiskað vítaspyrnur á ódýran hátt í leikjum Englands á HM 1998 og 2002.
"Ég myndi segja að í 75 um prósentum tilvika þegar vítaspyrnur eru dæmdar, gætu sóknarmennirnir staðið af sér snertinguna."
"Ef þeir finna fyrir snertingu finnst mönnum allt í lagi að láta sig detta," sagði Owen. |
Illa farið með hælisleitendur í Grikklandi | Málefni hælisleitenda í Grikklandi eru í ólestri. Aðstæður þeirra eru óviðunandi og þeir sæta harðræði lögreglu. Öfgasamtök notfæra sér ástandið.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Grikklandi á högum hælisleitenda, en Grikkland er algengur fyrsti viðkomustaður þeirra sem vilja sækja um hæli í Evrópu. Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Aþenu í síðustu viku.
Rannsóknin var framkvæmd af ýmsum mannréttindasamtökum og samtökum þeirra sem láta sig hag hælisleitenda varða.
Lifa í felum og fá ekki hæli
Enginn veit með vissu hversu margir hælisleitendur hafast við í Grikklandi, en ljóst er að þeir skipta hundruðum þúsunda. Til dæmis eru þar meira en 50.000 afganskir hælisleitendur; þeir hafast við á strætum, torgum og undir brúm. Í grein sem birtist í bandaríska dagblaðinu The New York Times fyrir skömmu segir að nánast ómögulegt sé fyrir margt af þessu fólki að fá hæli í landinu, það sé meðvitað um það en eigi ekki annarra kosta völ.
Flóttafólkið lifir þannig í raun og veru í felum, án nokkurra félagslegra réttinda og er auðveldur skotspónn öfgahreyfinga á borð við nýnasistaflokkinn Nýja dögun, en nokkrir meðlimir hans hafa verið dæmdir fyrir að hafa ráðist að hælisleitendum á ýmsa vegu. Þá hafa þingmenn flokksins talað um innflytjendur sem undirmálsfólk sem beri með sér alls kyns sjúkdóma.
Lögregla velur 20 í hverri viku
Engin opinber stofnun fer með málefni hælisleitenda í Grikklandi, en fólk sækir um hæli hjá útlendingaeftirlitinu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að þar sé einungis tekið við umsóknum á föstudögum. Fólkinu er meinað að bíða innandyra og fær heldur ekki að bíða fyrir framan húsið, heldur er því gert að bíða í hliðargötu þar sem lögregla kemur reglulega og beitir barsmíðum og ýmsu áreiti til að hrekja fólk á brott eða hindrar það í að komast að byggingunni. Þá er fólki gert að bíða mjög lengi, sumir standa í röðinni svo dögum skiptir, að öðrum kosti missa þeir plássið sitt í röðinni.
Margir hælisleitendur sögðu við rannsakendur að þeir hefðu beðið í röðinni í hverri einustu viku í meira en ár, en lögregla velur 20 manns í hverri viku til að leggja fram umsókn.
Gert erfitt fyrir
Fólkið kemur víða að; til dæmis frá Sýrlandi, Afganistan, Íran, Bangladess, Pakistan, Sómalíu og Súdan. Menningarlegur bakgrunnur þess er ólíkur og alloft kemur til árekstra í biðröðinni. Þrátt fyrir að vera nálæg skiptir lögregla sér lítið af því, nema í lokin til að handtaka fólk.
Niðurstaða rannsóknarinnar var að verið sé að reyna að gera fólki eins erfitt fyrir og mögulegt er að sækja um hæli í Grikklandi. En þetta eru engin ný sannindi. Niðurstöður fyrri rannsókna hafa verið áþekkar og Grikkir hafa löngum setið undir ámæli alþjóðasamfélagsins fyrir illa meðferð á hælisleitendum.
Löndum Evrópusambandsins hefur verið ráðið frá því að senda hælisleitendur til Grikklands vegna þessa, en það er oft gert vegna þess að Grikkland er oft fyrsta Evrópulandið sem hælisleitendur koma til. Til dæmis er talið að meira en 2.000 ólöglegir innflytjendur hafi komið í viku hverri til Grikklands yfir landamærin að Tyrklandi þar til landamæraeftirlit var hert.
Þverbrjóta alþjóðalög og -samþykktir
Í niðurstöðunum segir að ljóst sé að Grikkir þverbrjóti öll alþjóðleg lög og reglur varðandi hælisleitendur og flóttamenn og skorað er á alþjóðasamfélagið að bregðast við.
Sjálfir hafa Grikkir beðið Evrópusambandið um aðstoð við að stemma stigu við fjölda hælisleitenda. Til dæmis kostar ESB nú flutning hælisleitenda frá Grikklandi til heimalanda sinna.
Þrátt fyrir allan þennan fjölda hælisleitenda eru afar fáir sem fá hæli í Grikklandi. Árið 2010 sóttu 10.000 manns um hæli í landinu, 3.500 af þeim umsóknum fengu afgreiðslu og 105 voru samþykktar. | Málefni hælisleitenda í Grikklandi eru í ólestri.
Aðstæður þeirra eru óviðunandi og þeir sæta harðræði lögreglu.
Öfgasamtök notfæra sér ástandið.
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Grikklandi á högum hælisleitenda.
Enginn veit með vissu hversu margir hælisleitendur hafast við í Grikklandi, en ljóst er að þeir skipta hundruðum þúsunda.
Engin opinber stofnun fer með málefni hælisleitenda í Grikklandi, en fólk sækir um hæli hjá útlendingaeftirlitinu.
Þá er fólki gert að bíða mjög lengi, sumir standa í röðinni svo dögum skiptir.
Í niðurstöðunum segir að ljóst sé að Grikkir þverbrjóti öll alþjóðleg lög og reglur varðandi hælisleitendur og flóttamenn og skorað er á alþjóðasamfélagið að bregðast við. |
Vilja að ríkið hefji víðtækt forvarnastarf | Tólf þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að undirbúa og hrinda í framkvæmd víðtæku forvarnarstarfi vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
"Markmið verkefnisins verði að miðla upplýsingum um sjúkdóminn, einkenni hans, áhættuþætti, mögulegt eftirlit með áhættuþáttum og bætt meðferðarúrræði. Við skipulag verkefnisins verði komið á víðtækri samvinnu allra aðila innan og utan heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum krabbameinssjúkra, svo sem í heilbrigðisþjónustu, við rannsóknir, í forvarnastarfi, fræðslu og stuðningsþjónustu," segir í þingsályktunartillögunni.
Vakin er athygli á því í greinargerð með tillögunni að krabbamein í blöðruhálskirtli sé algengasta krabbamein í körlum. Þannig greinist á Íslandi um tvö hundruð ný tilfelli á ári og um 50 karlmenn á aldrinum 45 ára til 80 ára látist árlega vegna meinsins.
"Aukin almenn vitund um sjúkdóminn er líkleg til að auka greiningarmöguleika á fyrstu stigum sjúkdómsins og þar með líkur á greiningu. Eins og gildir um mörg önnur krabbamein í mannslíkamanum er tiltölulega auðvelt að fjarlægja meinið ef það greinist nógu snemma og áður en það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn og valdið meinvörpum," segir ennfremur.
Þingsályktunartillagan í heild | Tólf þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli ríkisstjórninni að undirbúa og hrinda í framkvæmd víðtæku forvarnarstarfi vegna krabbameins í blöðruhálskirtli.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Vakin er athygli á því í greinargerð með tillögunni að krabbamein í blöðruhálskirtli sé algengasta krabbamein í körlum.
Um 50 karlmenn á aldrinum 45 ára til 80 ára látist árlega vegna meinsins. |
Tilraun sem gæti hjálpað | "Þetta gekk bara mjög vel. Læknirinn fór inn og létti aðeins á þessu öllu saman," segir landsliðsframherjinn í knattspyrnu, Margrét Lára Viðarsdóttir, í viðtali við Morgunblaðið en markadrottningin magnaða gekkst undir skurðaðgerð 7. nóvember í Ósló vegna þrálátra meiðsla aftan í læri.
Margrét hefur lengi þurft að stýra álaginu á æfingum sínum til að geta spilað með meiðslunum en vegna þeirra var óvíst að hún gæti verið með í síðustu verkefnum landsliðsins á þessu ári. Það hófst þó og frestaði Margrét Lára aðgerðinni fram yfir umspilsleikina gegn Úkraínu til þess að geta hjálpað Íslandi á EM í Sví- þjóð á næsta ári.
"Ég þekki ekki mikið til hvernig öðrum hefur gengið eftir svona aðgerð en annaðhvort hjálpar þetta mér að ná mér að fullu eða aðgerðin gerir ekki neitt. Þetta á ekki að skemma neitt þannig að ég tók enga áhættu. Þetta er bara tilraun sem gæti hjálpað mér," segir Margrét Lára sem er með myndarlegan 30 cm skurð á lærinu eftir aðgerðina sem varð gerð í Ósló.
Sjá nánar viðtal við Margréti Láru í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. | "Þetta gekk bara mjög vel," segir landsliðsframherjinn í knattspyrnu, Margrét Lára Viðarsdóttir.
Markadrottningin magnaða gekkst undir skurðaðgerð 7. nóvember í Ósló vegna þrálátra meiðsla aftan í læri.
Vegna þeirra var óvíst að hún gæti verið með í síðustu verkefnum landsliðsins á þessu ári.
Frestaði Margrét Lára aðgerðinni fram yfir umspilsleikina gegn Úkraínu til þess að geta hjálpað Íslandi á EM í Sví- þjóð á næsta ári. |
Innistæða en ekki innlán | EFTA-dómstóllinn veitti í dag Hæstarétti ráðgefandi álit varðandi túlkun á hugtakinu innistæða. Um er að ræða mál spænska bankans Aresbank gegn Landsbankanum, Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslensku stofnanirnar af 30 milljóna evra kröfu Aresbank.
Árið 2008 millifærði Aresbank samtals 30 milljónir evra og 7 þúsund pund til Landsbanka Íslands. Samdist svo um, að Landsbankinn skyldi endurgreiða þessa fjárhæð með nánar tilgreindum vöxtum á fyrirfram ákveðnum gjalddögum. Fjármunirnir voru ekki lagðir inn á sérstakan reikning í nafni Aresbank og ekki gaf Landsbankinn út sérstök skilríki til Aresbank fyrir móttöku fjárins.
Eftir miklar hræringar á alþjóðafjármálamörkuðum í september og október 2008, fór svo að þrír stærstu viðskiptabankar landsins, þar á meðal Landsbankinn, reyndust ófærir um að takast á við þann vanda sem að þeim steðjaði, segir í tilkynningu frá EFTA-dómstólnum.
Nýr banki var stofnaður á grunni þess fallna. Nýi Landsbankinn skyldi yfirtaka skuldbindingar gamla bankans, þar með taldar innstæður fjármálafyrirtækja. Fjármálaeftirlitið ákvað síðar að skuldbindingar vegna lána frá fjármálafyrirtækjum yrðu ekki fluttar til nýja Landsbankans.
Aresbank stefndi í kjölfarið nýja Landsbankanum, Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu til endurgreiðslu fjármunanna sem hann hafði millifært árið 2008. Aresbank byggði aðalkröfu sína á því mati að fjármunirnir hefðu verið innlán en ekki lán og því átt að vera lausir til útborgunar.
Í dómi sínum 22. desember 2010 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að millifærslur fjármuna frá Aresbank til Landsbankans yrðu að teljast skammtímamillibankalán, ekki innlán. Þar af leiðandi hafnaði héraðsdómur kröfu Aresbank. Aresbank áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum varðandi túlkun á hugtakinu "innstæða" í tilskipun 94/19/EB.
EFTA-dómstóllinn benti fyrst á að spurningarnar væru tækar til efnismeðferðar jafnvel þótt málareksturinn fyrir landsdómstólnum varðaði ekki beint beitingu EES-réttar. Dómstóllinn áréttaði að almennt væri gengið út frá því fyrirfram að spurningar landsdómstóls varðandi EES rétt ættu erindi til EFTA-dómstólsins. Hann tók einnig fram að þegar reglur landsréttar, sem einungis ættu við um aðstæður innanlands, byggðust á sömu eða svipuðum lausnum og þeim sem beitt væri í EES-rétti í þeim tilgangi að forðast röskun á samkeppni, væri það EES-samstarfinu í hag að koma í veg fyrir ólíka túlkun í framtíðinni. Við túlkun reglna eða hugtaka sem fengin væru úr EES-rétti, bæri því að gæta samræmis í túlkun, óháð þeim aðstæðum sem þau ættu við um, segir í tilkynningu EFTA-dómstólsins.
"Hvað varðar efni málsins, hélt EFTA-dómstóllinn því fram að fé flutt frá einni lánastofnun til annarrar, samkvæmt lánasamningi, skyldi teljast innstæða í skilningi 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 94/19/EB. Þetta ætti einnig við þótt fjármunirnir væru ekki lagðir inn á sérstakan reikning í nafni bankans sem lánið veitti, engin sérstök skilríki hefðu verið gefin út fyrir móttöku fjármunanna, ekki hefði verið greitt af fjármununum iðgjald í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjármunirnir hefðu ekki verið færðir sem innstæða í bókum bankans sem fékk lánið.
Engu að síður, í samræmi við 2. gr. tilskipunar 94/19/EB, teldust slíkir fjármunir ekki til innlána sem uppfylltu skilyrði tilskipunarinnar fyrir endurgreiðslu. Þar af leiðandi mætti gera greinarmun á virkri skilgreiningu tryggðra innlána samkvæmt tilskipuninni, sem byggðist á 1. mgr. 1. gr., að teknu tilliti til 2. gr., og tæknilegri skilgreiningu sem tæki til innlána sem ekki féllu undir innlánatryggingakerfi sem kveðið væri á um í tilskipuninni og væru því ekki endurgreiðslukræf samkvæmt þeim. Landsdómstól bæri að leggja mat á það hvor skilgreining innlánahugtaksins ætti við samkvæmt landsrétti.
Landsdómstóllinn spurði einnig hvort sú staðreynd að lánastofnun nýtti ekki heimild sem hún hefði samkvæmt starfsleyfi sínu til að veita móttöku innlánum frá almenningi, en fjármagnaði starfsemi sína með framlögum frá eiganda sínum og með útgáfu fjármálagerninga, þýddi að hún teldist ekki lánastofnun í skilningi 4. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar. EFTA-dómstóllinn svaraði þessu neitandi og taldi það ekki skipta máli nema leyfi stofnunarinnar til að stofna og reka lánastofnun hefði verið afturkallað af lögbærum yfirvöldum," segir í tilkynningu. | EFTA-dómstóllinn veitti í dag Hæstarétti ráðgefandi álit varðandi túlkun á hugtakinu innistæða.
Um er að ræða mál spænska bankans Aresbank gegn Landsbankanum, Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslensku stofnanirnar af 30 milljóna evra kröfu Aresbank.
Aresbank byggði aðalkröfu sína á því mati að fjármunirnir hefðu verið innlán en ekki lán og því átt að vera lausir til útborgunar.
Komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að millifærslur fjármuna frá Aresbank til Landsbankans yrðu að teljast skammtímamillibankalán, ekki innlán.
Þar af leiðandi hafnaði héraðsdómur kröfu Aresbank.
Aresbank áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem bað um ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum varðandi túlkun á hugtakinu "innstæða" í tilskipun 94/19/EB.
EFTA-dómstóllinn benti fyrst á að spurningarnar væru tækar til efnismeðferðar jafnvel þótt málareksturinn fyrir landsdómstólnum varðaði ekki beint beitingu EES-réttar.
Dómstóllinn áréttaði að almennt væri gengið út frá því fyrirfram að spurningar landsdómstóls varðandi EES rétt ættu erindi til EFTA-dómstólsins.
Þegar reglur landsréttar, sem einungis ættu við um aðstæður innanlands, byggðust á sömu eða svipuðum lausnum og þeim sem beitt væri í EES-rétti í þeim tilgangi að forðast röskun á samkeppni, væri það EES-samstarfinu í hag að koma í veg fyrir ólíka túlkun í framtíðinni.
Við túlkun reglna eða hugtaka sem fengin væru úr EES-rétti, bæri því að gæta samræmis í túlkun, óháð þeim aðstæðum sem þau ættu við um. |
Sigur Hönnu Birnu veikir stöðu Bjarna | Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir helst mega lesa tvennt út úr niðurstöðum prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík. "Annars vegar er krafa um endurnýjun hávær og úrslitin endurspegla það. Svo má ekki horfa framhjá því að Hanna Birna er sterkur leiðtogi og hefur haft mjög mikið persónufylgi í skoðanakönnunum," segir Stefanía. "Góð úrslit Brynjars Níelssonar endurspegla sömuleiðis kröfuna um endurnýjun. Brynjar hefur lítið sem ekkert tekið þátt í stjórnmálum þótt hann hafi verið skeleggur talsmaður ýmissa sjónarmiða í gegnum tíðina," segir Stefanía.
"Úrslitin í Reykjavík og Kraganum sýna líka að eftirspurn er eftir fólki sem fylgir sínum eigin áttavita og segir það sem þeim raunverulega finnst," bætir hún við. "Ég myndi segja að það ætti til dæmis við um Vilhjálm Bjarnason í Kraganum, Brynjar Níelsson og Pétur Blöndal en sá síðastnefndi fær mjög góða kosningu," segir Stefanía en Vilhjálmur lenti í 4. sæti í prófkjörinu í suðvesturkjördæmi, Brynjar í 4. sæti í Reykjavík og Pétur Blöndal í 3. sæti í Reykjavík.
"Þeir þingmenn sem settu markið hátt fengu ekki alveg það sem þeir óskuðu sér," segir Stefanía. "Samt sem áður held ég að Illugi Gunnarsson megi vel við una enda mun hann leiða annað hvort kjördæmið," bætir hún við.
Þreytt á að biðjast afsökunar á forystumönnum
Aðspurð hver bíði mestan ósigur segir hún það líklegast vera Guðlaug Þór Þórðarson. "Birgir Ármannsson sóttist eftir hærra sæti en hann fékk, en hann er á svipuðum stað og hann hefur áður verið. Það er einna helst Guðlaugur Þór sem verður fyrir vonbrigðum, en hann dettur talsvert niður milli prófkjöra. Menn detta þó gjarnan niður um sæti þegar slagurinn er harður," segir Stefanía.
"Mikill vilji er til að snúa við blaðinu og fólk er orðið þreytt á að þurfa að biðjast afsökunar á forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sí og æ," segir Stefanía.
Konur verma 5 af 10 efstu sætunum hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. "Hanna Birna massar fyrsta sætið, svo fær Sigríður Andersen svipað fylgi í prófkjörinu nú og síðast. Síðast var Erla Ósk Ásgeirsdóttir næst inn og þar næst Sigríður," segir Stefanía.
Hún segir þátttöku í prófkjörinu hafa verið nokkuð góða, en gild atkvæði voru 7.322 talsins . "Þátttakan í ár var alveg þokkaleg, margir höfðu nefnt að 8.000 atkvæði væri mjög gott viðmið en þetta hlýtur að teljast ágæt þátttaka," segir hún.
Styrkir stöðu Hönnu Birnu gegn Bjarna
"Áhugavert er að velta þessum úrslitum fyrir sér út frá stöðu formannsins, og í því prófkjöri tóku rúmlega 5.000 manns þátt, en það var næst stærsta prófkjörið í þessari hrinu, þar hlaut Bjarni um 54% atkvæða í 1. sæti. Ég myndi segja að úrslitin í Reykjavík og Kraganum gerðu lítið til að styrkja Bjarna Benediktsson í sessi," segir Stefanía.
Hún segir stöðu Bjarna sem formanns flokksins hafa veikst. "Enn er talsverð vantrú ríkjandi gagnvart honum, að hann sé einfaldlega ekki réttur maður á réttum stað."
Aðspurð hvort hún telji úrslitin styrkja stöðu Hönnu Birnu gagnvart Bjarna segir Stefanía svo vera. "Þó maður hafi ekki heyrt hana segja neitt um sín áform er ljóst að fólk veltir þessu fyrir sér. Margir hafa viljað stilla henni upp sem varaformannsefni í stað Ólafar Nordal en færi svo að hún gæfi kost á sér og nyti til þess stuðnings Bjarna, ólíkt því sem hún gerði á síðasta landsfundi þegar hún bauð sig fram gegn honum, þá myndi það styrkja Bjarna mjög ef hún segðist telja að hann væri rétti maðurinn í formannshlutverkið, en mér finnst ekki beint líklegt að það gerist," segir Stefanía.
"Ég tel líklegra að fólk muni þrýsta á hana að fara aftur gegn Bjarna og mögulega láta reyna á að Bjarni dragi sig í hlé sjálfur þannig að það verði ekki formannskosning. Þetta er engu að síður ákveðin áhætta fyrir Hönnu Birnu, eins og alla sem bjóða sig fram, því staða stjórnmálamanna veikist við tap," segir Stefanía.
"Varðandi formannskosningu þá er hæpið að ætla að fara gegn formanni sem er forsætisráðherra eða ráðherra. Slíkt er nærri óþekkt í stjórnmálaflokkum á Íslandi," segir Stefanía.
Miðað við úrslit fyrri ára að árinu 2009 undanskildu þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn getað verið nokkuð öruggur með þessa 8 þingmenn, þó að auðvitað sé ekkert öruggt í pólitíkinni og ekkert hægt að segja til um hvort fyrri staða flokksins verði endurheimt í næstu kosningum," segir Stefanía að lokum. | Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir helst mega lesa tvennt út úr niðurstöðum prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík.
"Annars vegar er krafa um endurnýjun hávær og úrslitin endurspegla það."
"Svo má ekki horfa framhjá því að Hanna Birna er sterkur leiðtogi og hefur haft mjög mikið persónufylgi í skoðanakönnunum," segir Stefanía."
"Góð úrslit Brynjars Níelssonar endurspegla sömuleiðis kröfuna um endurnýjun."
Aðspurð hver bíði mestan ósigur segir hún það líklegast vera Guðlaug Þór Þórðarson.
Konur verma 5 af 10 efstu sætunum hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík.
Hún segir stöðu Bjarna sem formanns flokksins hafa veikst.
Aðspurð hvort hún telji úrslitin styrkja stöðu Hönnu Birnu gagnvart Bjarna segir Stefanía svo vera. |
Dregur úr væntingum neytenda | Væntingavísitala Capacent Gallup lækkaði í nóvember, annan mánuðinn í röð. Þó er um að ræða mun minni lækkun en í fyrri mánuði.
Nú lækkar vísitalan um 2 stig frá fyrri mánuði en í október lækkaði vísitalan um 12 stig. Þetta má lesa úr Væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í morgun, en vísitalan mælist nú 75,9 stig og er 13 stigum hærri en á sama tíma í fyrra.
Væntingar í ár meiri en undanfarin ár
Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka kemur fram að tekið sé mið af fyrstu ellefu mánuðum ársins hefur gildi væntingavísitölunnar mælst að jafnaði 78 stig samanber 60 stig á sama tímabili í fyrra, og hefur það ekki verið svo hátt á þessu tímabili síðan fyrir hrun.
"Er því ljóst að landsmenn hafa í ár verið mun bjartsýnni á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar en þeir hafa verið frá hruni, sem er í takti við þann efnahagsbata sem hér hefur orðið undanfarið," segir í Morgunkorni.
Eins og kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir.
Fá teikn á lofti sem gefa tilefni til bjartsýni
"Þessi lítilsháttar breyting á væntingavísitölunni nú í nóvember þarf svo sem ekki að koma á óvart í ljósi aðstæðna í hagkerfinu. Mun minni sveiflur hafa verið á gengi krónunnar nú í nóvembermánuði en verið hefur síðustu mánuði. Reynslan sýnir að væntingar þjóðarinnar eru mjög viðkvæmar fyrir gengisbreytingum.
Á sama tíma eru fá teikn á lofti sem beinlínis gefa tilefni til bjartsýni, en undanfarið hefur hægt á vexti kaupmáttar og ýmsar vísbendingar benda nú í þá átt að hægt hafi á vexti einkaneyslu undanfarið.
Mat neytenda á núverandi ástandi og á efnahagslífinu litast eflaust af þessum aðstæðum en þessar undirvísitölur væntingavísitölunnar lækka um rétt rúmlega 4 stig frá fyrri mánuði.
Mat á atvinnuástandinu hækkar hinsvegar um 2 stig frá fyrri mánuði og mælist sú vísitala nú 86 stig. Atvinnuástandið hefur undanfarið batnað talsvert og var skráð atvinnuleysi í októbermánuði 5,2% en á sama tíma í fyrra var það 6,8%.
Eina undirvísitalan sem mælist nú yfir 100 stigum, sem bendir til þess að fleiri eru jákvæðir en neikvæðir, er vísitalan sem mælir væntingar neytenda til 6 mánaða, en sú vísitala lækkar um 0,8 stig frá fyrri mánuði og er nú 104,6 stig. Vísitalan hefur nú verið yfir 100 stigum samfellt síðan í maí sl.," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. | Væntingavísitala Capacent Gallup lækkaði í nóvember, annan mánuðinn í röð.
Þó er um að ræða mun minni lækkun en í fyrri mánuði.
Nú lækkar vísitalan um 2 stig frá fyrri mánuði en í október lækkaði vísitalan um 12 stig.
Þetta má lesa úr Væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í morgun, en vísitalan mælist nú 75,9 stig og er 13 stigum hærri en á sama tíma í fyrra.
Eins og kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins.
Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir.
Eina undirvísitalan sem mælist nú yfir 100 stigum, sem bendir til þess að fleiri eru jákvæðir en neikvæðir, er vísitalan sem mælir væntingar neytenda til 6 mánaða, en sú vísitala lækkar um 0,8 stig frá fyrri mánuði og er nú 104,6 stig. |
Reiði á Spáni vegna niðurskurðar | Tugir þúsunda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks gengu um götur í Madrid í dag til að mótmæla niðurskurði í heilbrigðismálum, margir voru í hvítum sloppum og sumir báru á spjöld með slagorðum á borð við "Niðurskurður drepur."
Um 75.000 heilbrigðisstarfsmenn í Madrid fengu boð um að mæta í mótmælin til marks um tveggja daga verkfall sem boðað var í mótmælaskyni við niðurskurðartillögurnar. Samkvæmt þeim er ætlun stjórnvalda að einkavæða í meira mæli spítala og heilsuverndarstöðvar.
"Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir heilbrigðisþjónustu," sagði Veronica Sanchez, barnalæknir á Severo Ochoa spítalanum og bætti við: "Við erum að selja heilsu okkar en heilsu á að verja, ekki selja."
Mikil reiði er í heilbrigðisstarfsfólki á Spáni vegna tillagnanna. Í Madrid er ætlunin að einkavæða sex spítala og 27 heilsuverndarstöðvar af um 270 í heildina í borginni.
Heilbrigðisstarfsmenn hyggjast fara aftur í verkfall 4. og 5. desember og hafa sérfræðingar einnig boðað aðgerðir. | Tugir þúsunda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks gengu um götur í Madrid í dag til að mótmæla niðurskurði í heilbrigðismálum.
Um 75.000 heilbrigðisstarfsmenn í Madrid fengu boð um að mæta í mótmælin til marks um tveggja daga verkfall sem boðað var í mótmælaskyni við niðurskurðartillögurnar.
Samkvæmt þeim er ætlun stjórnvalda að einkavæða í meira mæli spítala og heilsuverndarstöðvar.
Mikil reiði er í heilbrigðisstarfsfólki á Spáni vegna tillagnanna. |
'Grant: Enginn boðið mér til Chelsea' | Ísraelsmaðurinn Avram Grant segir að fregnir um að honum hafi verið boðið að koma til starfa hjá Chelsea á ný séu algjörlega úr lausu lofti gripnar.
Fljótlega eftir að Rafael Benítez var ráðinn fóru af stað fréttir um að Grant, sem var knattspyrnustjóri Chelsea 2007-08, kæmi aftur til félagsins í einhvers konar ráðgjafahlutverki, Spánverjanum til aðstoðar. Þar var vísað til vináttu Grants og eiganans, Romans Abramovichs.
"Enginn hjá Chelsea hefur boðið mér þetta starf. Ég heyrði þessar sögur en þær skipta engu máli. Aðalmálið er að Chelsea er með knattspyrnustjóra og verður að styðja við bakið á honum en ekki horfa í aðrar áttir. Þetta er ekki góð hugmynd núna. Ég vil helst ekki ræða mikið um sjálfan mig því ég hef öðrum hnöppum að hneppa," sagði Grant, sem sagði af sér sem þjálfari Partizan Belgrad í vor eftir að liðið varð serbneskur meistari undir hans stjórn.
"Benítez er mjög reyndur þjálfari og stjóri, og það væri rangt ef hann yfirgæfi félagið eftir aðeins nokkrar vikur í starfi. Hann þarf að nýta alla sína reynslu til að beina félaginu í rétta átt, og forráðamenn þess þurfa að gera allt sem þeir geta til að hjálpa honum en ekki eyða tímanum í að horfa annað," sagði Avram Grant við BBC. | Ísraelsmaðurinn Avram Grant segir að fregnir um að honum hafi verið boðið að koma til starfa hjá Chelsea á ný séu algjörlega úr lausu lofti gripnar.
"Enginn hjá Chelsea hefur boðið mér þetta starf." sagði Grant, sem sagði af sér sem þjálfari Partizan Belgrad í vor.
Liðið varð serbneskur meistari undir hans stjórn. |
Stöðugar horfur og óvíst með jólin | "Það er of snemmt ennþá að segja til um hvernig tíðarfarið verður um jólin," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is, spurður að því hvort landsmenn megi gera ráð fyrir hvítum eða rauðum jólum að þessu sinni. Hins vegar sé gert ráð fyrir mjög stöðugu veðurlagi næstu daga á landinu.
Mikið verði um norðaustan- og austanátt og því gæti bætt eitthvað í snjóinn á Austurlandi og Norðurlandi um helgina. Vestan til haldist hins vegar mjög þurrt og nær alveg þurrt næstu vikuna og allt fram að 20. desember. Það sé því ekki mikið útlit fyrir úrkomu. "En síðan hefur það nú stundum gerst að það hefur snjóað síðustu dagana fyrir jól eða jafnvel á Þorláksmessu þótt það hafi verið snjólaust fram að því," segir Einar.
Allur gangur er á því hvernig jólin hafa verið á undanförnum árum þegar sjór er annars vegar en á bloggsíðu Emils Hannesar Valgeirssonar, áhugamanns um veðurfar, má finna athyglisvert yfirlit yfir það hvenær snjór hefur verið á jörðu yfir vetrarmánuði frá árinu 1986 og fram á síðasta vetur. Yfirlitið er byggt á veðurdagbókarskráningum Emils sjálfs sem hann hefur haldið í gegnum árin. Um útlitið vegna jólanna í ár segir hann annars:
"Það er varla hægt að tala um að snjóað hafi í Reykjavík það sem af er vetri ólíkt því sem verið hefur á norðurhluta landsins. Ekki virðast miklar líkur á að þetta muni breytast í bráð því spáð er sæmilegum hlýindum næstu daga og má jafnvel gæla við þann möguleika að ekkert snjói fram að jólum. Þetta er allt annað ástand en var í fyrra þegar við fengum snjóþyngsta desember í manna minnum eftir hlýjan nóvembermánuð."
Bloggsíða Emils Hannesar Valgeirssonar | "Það er of snemmt ennþá að segja til um hvernig tíðarfarið verður um jólin," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spurður að því hvort landsmenn megi gera ráð fyrir hvítum eða rauðum jólum að þessu sinni.
Hins vegar sé gert ráð fyrir mjög stöðugu veðurlagi næstu daga á landinu.
Mikið verði um norðaustan- og austanátt og því gæti bætt eitthvað í snjóinn á Austurlandi og Norðurlandi um helgina.
Allur gangur er á því hvernig jólin hafa verið á undanförnum árum þegar sjór er annars vegar.
Á bloggsíðu Emils Hannesar Valgeirssonar má finna athyglisvert yfirlit yfir það hvenær snjór hefur verið á jörðu yfir vetrarmánuði frá árinu 1986 og fram á síðasta vetur. |
Fyrsti heimasigur Aftureldingar | Afturelding vann í kvöld Akureyri í annað sinn á leiktíðinni, 32:26, og kom sér úr botnsæti N1-deildar karla í handknattleik, alla vega tímabundið, í síðustu umferðinni fyrir jól. Jóhann Jóhannsson fékk að líta rauða spjaldið 11 mínútum fyrir leikslok en það kom ekki að sök fyrir heimamenn.
Þetta var jafnframt fyrsti heimasigur Aftureldingar í vetur.
Afturelding fékk aðeins á sig þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum leiksins og komst í 10:3. Munurinn hélst svipaður út fyrri hálfleikinn en að honum loknum var staðan 13:8. Gestunum tókst aldrei að brúa það bil í seinni hálfleik, komust næst því í stöðunni 24:20 þegar sjö mínútur voru eftir.
Jóhann Jóhannsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 9 mörk auk þess að gefa fjölda stoðsendinga en hann fékk að líta rauða spjaldið, eins og áður segir, fyrir að ýta við Guðmundi Hólmari Helgasyni eftir smávægilegar ryskingar.
Bjarni Fritzson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri en aðrar markaskorara má sjá fyrir neðan leiklýsinguna hér að neðan.
Davíð Svansson stóð sig mjög vel fyrir aftan feykigóða vörn Aftureldingar og varði 20 skot. Markverðir Akureyrar vörðu samtals aðeins 10 skot.
Afturelding : Davíð Svansson, Smári Guðfinnsson, Hilmar Stefánsson, Helgi Héðinsson, Benedikt Reynir Kristinsson, Hrafn Ingvarsson, Elvar Ásgeirsson, Sverrir Hermannsson, Árni Bragi Eyjólfsson, Pétur Júníusson, Kristinn Hrannar Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Þrándur Gíslason Roth, Hrannar Guðmundsson.
Akureyri : Jovan Kukobat, Tomas Olason, Andri Snær Stefánsson, Geir Guðmundsson, Bjarni Fritzson, Hreinn Þór Hauksson, Snorri Björn Atlason, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðlaugur Arnarson, Valþór Atli Guðrúnarson, Heimir Örn Árnason, Friðrik Svavarsson, Bergvin Þór Gíslason, Heiðar Þór Aðalsteinsson. | Afturelding vann í kvöld Akureyri í annað sinn á leiktíðinni, 32:26, og kom sér úr botnsæti N1-deildar karla í handknattleik, alla vega tímabundið, í síðustu umferðinni fyrir jól.
Jóhann Jóhannsson fékk að líta rauða spjaldið 11 mínútum fyrir leikslok en það kom ekki að sök fyrir heimamenn.
Þetta var jafnframt fyrsti heimasigur Aftureldingar í vetur.
Jóhann Jóhannsson var markahæstur hjá Aftureldingu með 9 mörk auk þess að gefa fjölda stoðsendinga.
Bjarni Fritzson skoraði 10 mörk fyrir Akureyri. |
25-30 þúsund tonn af dauðri síld | Þær niðurstöður sem fengust úr stuttri rannsókn Hafrannsóknastofnunarinnar síðastliðinn þriðjudag sýna að meginþorri þeirrar síldar sem var í innanverðum Kolgrafafirði í síðustu viku sé nú kominn í utanverðan fjörðinn. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að nálægt 10% þeirrar síldar sem var í innanverðum firðinum hafi drepist.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafró.
Súrefnismettun í firðinum mældist mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið. Líklegt er að þessi lækkun á styrk súrefnis stafi meðal annars af öndun síldar sem var í miklu magni innan brúar dagana áður en mælingarnar voru gerðar. Enda þótt vitað sé að síld að vetrarlagi þoli lágan styrk súrefnis benda þessar niðurstöður til þess að helsta orsök síldardauðans á undanförnum dögum hafi verið súrefnisskortur. Er þó ekki hægt að útiloka að samspil hans við aðra þætti, svo sem lágt hitastig, hafi einnig haft áhrif.
Enda þótt síldin sé nú komin af því svæði þar sem styrkur súrefnis var mjög lágur er mögulegt að það ástand vari áfram vegna rotnunar á dauðum fiski. Rotnunin getur viðhaldið lágu súrefnismagni í firðinum og því gæti áframhaldandi hætta verið til staðar á næstu mánuðum og misserum fari fiskur inn á það svæði í miklu magni.
Hafrannsóknastofnunin mun áfram fylgjast náið með síldinni á svæðinu og umhverfisaðstæðum í firðinum.
Eins og kunnugt er hefur töluvert fundist af dauðri síld í fjörum í Kolgrafafirði á undanförnum dögum. Hafrannsóknastofnunin fór til mælinga í firðinum á þriðjudaginn 18. desember þar sem markmið rannsóknanna var að reyna að varpa ljósi á orsakir síldardauðans og jafnframt að leggja mat á umfang og magn dauðrar síldar í firðinum. Farið var með bátnum Bolla SH til mælinganna.
Í rannsóknunum var ástand sjávarins kannað (hiti, selta, súrefni), mælingar gerðar á magni síldar í firðinum auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávarmyndavélum. Þá voru fjörur gengnar og mat lagt á magn dauðrar síldar þar. Nú er frumgreiningu gagnanna lokið og fyrir liggja fyrstu niðurstöður.
Umhverfismælingar
Tekin voru þversnið yfir fjörðinn, bæði innan og utan brúar. Á ytra svæðinu var hitinn á bilinu 2,7°C -3,4°C og seltan var á bilinu 34,3- 34,7 en utan hennar. Innan brúar var hitinn að jafnaði um 0,5°C lægri og seltan um 0,5 lægri. Innan brúar var vart við kaldari og seltuminni sjó í yfirborði og náði hann niður á um eins metra dýpi.
Súrefnismagn í sjónum var jafnframt mælt bæði innan fjarðar og utan og niðurstöður þeirra mælinga sýna að súrefnisstyrkur í innanverðum firðinum var mjög lágur eða innan við 2 ml/l.
Utan við brú var styrkurinn jafnframt lágur í yfirborði, en við botn var hann um 6 ml/l (95% mettun). Mikið útfall var þegar sýnin voru tekin utan brúar.
Magn lifandi síldar
Bergmálsmælingar á lifandi síld sýna að umtalsvert magn var af síld utan við brúna í Kolgrafafirði og virðist sem síldin hafi að mestu fært sig af svæðinu innan við brú. Alls mældust um 10 þúsund tonn innan brúar en utan við brú í firðinum mældust rúmlega 250 þúsund tonn.
Magn dauðrar síldar
Svæðið innan brúar var kannað með neðansjávarmyndavél og alls var safnað tæpum fjórum klukkustundum af myndefni sem unnið verður nánar úr á næstu vikum. Tekið var snið frá botni fjarðarins og út sem dýptarsviðið var á bilinu 10-42 metrar. Dauð síld sást á öllu svæðinu sem kannað var. Enda þótt úrvinnslu þessa myndefnis sem safnað var sé ekki lokið er ljóst að umtalsvert magn af dauðri síld er um allan fjörðinn. Mest magn var þó þar sem dýpið var mest. Gróft mat bendir til þess að fjöldinn gæti verið á bilinu 7-10 fiskar á fermetra. Stærð fjarðarins innan við brúna er um 10 ferkílómetrar og því gæti magn dauðrar síldar á svæðinu verið 25-30 þúsund tonn, en það mat er þó háð mikilli óvissu. | Meginþorri þeirrar síldar sem var í innanverðum Kolgrafafirði í síðustu viku sé nú kominn í utanverðan fjörðinn.
Bráðabirgðaniðurstöður benda til að nálægt 10% þeirrar síldar sem var í innanverðum firðinum hafi drepist.
Súrefnismettun í firðinum mældist mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið.
Benda þessar niðurstöður til þess að helsta orsök síldardauðans á undanförnum dögum hafi verið súrefnisskortur.
Hafrannsóknastofnunin fór til mælinga í firðinum á þriðjudaginn 18. desember þar sem markmið rannsóknanna var að reyna að varpa ljósi á orsakir síldardauðans og jafnframt að leggja mat á umfang og magn dauðrar síldar í firðinum.
Er ljóst að umtalsvert magn af dauðri síld er um allan fjörðinn.
Mest magn var þó þar sem dýpið var mest.
Stærð fjarðarins innan við brúna er um 10 ferkílómetrar og því gæti magn dauðrar síldar á svæðinu verið 25-30 þúsund tonn. |
Ók ölvaður og á móti umferð | Fylgifiskur skemmtanahalds um helgar á höfuðborgarsvæðinu virðist óhjákvæmilega vera akstur undir áhrifum vímuefna. Nóttin var þar engin undantekning og hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem settust undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi eða neytt annarra vímuefna.
Rétt eftir klukkan tvö í nótt var ökumaður bifreiðar stöðvaður við Vitastíg þar sem hann ók á móti umferð. Grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum áfengis og var hann færður á lögreglustöð þar sem sýni voru tekin og skýrsla. Að því loknu var hann látinn laus.
Þá stöðvuðu lögreglumenn í Kópavogi ökumann bifreiðar við Fífuhvammsveg um klukkan 2.19. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð vegna ölvunar en þar neitaði hann að gefa upp persónuupplýsingar. Var honum því boðið að gista í fangaklefa yfir nóttina og verður honum ekki sleppt fyrr en upplýsingarnar liggja fyrir.
Á sama tíma stöðvuðu lögreglumenn í Hafnarfirði ökumann um tvítugt þar sem hann ók á of miklum hraða á Reykjanesbraut, skammt hjá álverinu í Straumsvík. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þá hafði hann aldrei öðlast ökuréttindi.
Um klukkan fjögur í nótt var ökumaður svo valdur að umferðaróhappi í Austurstræti í Reykjavík. Hann var handtekinn enda undir áhrifum áfengis og hugsanlega annarra vímuefna einnig.
Að lokum var ökumaður bifreiðar stöðvaður á Bústaðavegi kl. 5.45 í morgun. Hann hundsaði stöðvunarmerki lögreglu og þurfti að veita honum eftirför. Þegar hann stoppaði kom í ljós að hann var ölvaður. Hann verður einnig kærður fyrir of hraðan akstur og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Ökumaðurinn var færður í fangaklefa þar sem hann verður þar til hægt verður að ræða við hann. | Rétt eftir klukkan tvö í nótt var ökumaður bifreiðar stöðvaður við Vitastíg þar sem hann ók á móti umferð.
Var hann færður á lögreglustöð þar sem sýni voru tekin og skýrsla.
Þá stöðvuðu lögreglumenn í Kópavogi ökumann bifreiðar við Fífuhvammsveg um klukkan 2.19.
Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð vegna ölvunar en þar neitaði hann að gefa upp persónuupplýsingar.
Á sama tíma stöðvuðu lögreglumenn í Hafnarfirði ökumann um tvítugt þar sem hann ók á of miklum hraða á Reykjanesbraut.
Um klukkan fjögur í nótt var ökumaður svo valdur að umferðaróhappi í Austurstræti í Reykjavík. |
Monti hvetur Ítali til dáða | Mario Monti, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, hvetur samlanda sína til að "rísa upp og endurnýja stjórnmálaástandið í landinu".
"Í sameiningu höfum við bjargað Ítalíu frá hamförum," sagði Monti í gærkvöldi og átti þar við bágan efnahag landsins og þær björgunaraðgerðir sem framkvæmdar hafa verið. "Núna verðum við að endurnýja stjórnmálin. Það er enginn tilgangur með því að kvarta, við verðum að helga okkur þessu verkefni."
Monti tilkynnti síðasta föstudag að hann hygðist ganga úr forsætisráðherrastóli eftir að hafa gegnt embættinu í 13 mánuði. Þing landsins var rofið í kjölfarið. Hann getur ekki boðið sig fram með formlegum hætti þar sem hann var gerður að öldungadeildarþingmanni fyrir lífstíð.
En samkvæmt ítölskum lögum getur sigurvegari þingkosninga beðið hann að ganga til liðs við ríkisstjórnina, jafnvel veita ríkisstjórn forsæti.
Sumir sjá Monti sem einhvers konar bjargræði til að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann fyrrverandi Silvio Berlusconi komist til valda á ný. | Mario Monti, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, hvetur samlanda sína til að "rísa upp og endurnýja stjórnmálaástandið í landinu".
Monti tilkynnti síðasta föstudag að hann hygðist ganga úr forsætisráðherrastóli eftir að hafa gegnt embættinu í 13 mánuði.
Sumir sjá Monti sem einhvers konar bjargræði til að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann fyrrverandi Silvio Berlusconi komist til valda á ný. |
Fengu 325 milljónir í desemberuppbót | Ríkisstjórnin samþykkti 16. nóvember síðastliðinn tillögu ráðherra um að greiða út desemberuppbót, þriðja árið í röð, til atvinnulausra.
Uppbótin var greidd til þeirra sem skráðir voru atvinnulausir og í virkri atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember í hlutfalli við þann tíma sem viðkomandi voru atvinnulausir. Þeir sem höfðu því verið atvinnulausir 10 mánuði eða lengur fengu fulla uppbót, kr. 50.152, en þeir sem höfðu verið atvinnulausir í fjóra mánuði, sem dæmi, fengu 40% af upphæðinni. Lágmarksuppbót til þeirra sem áttu hlutfallslegan rétt var 12.538 kr.
Þeir sem voru hluta ársins á vinnumarkaði áttu að auki rétt á hlutfallslegri greiðslu desemberuppbótar frá viðkomandi atvinnurekanda samkvæmt kjarasamningi. Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þetta hafi hins vegar ekki átt við um þá sem voru atvinnulausir fyrrihluta ársins, jafnvel þótt þeir hafi verið atvinnulausir fyrstu tíu mánuði ársins eða lengur. Þeir öðlast ekki réttar til desemberuppbótar, hún er einungis greidd þeim sem eru atvinnulausir þessa umræddu daga. | Ríkisstjórnin samþykkti 16. nóvember síðastliðinn tillögu ráðherra um að greiða út desemberuppbót, þriðja árið í röð, til atvinnulausra.
Þeir sem höfðu verið atvinnulausir 10 mánuði eða lengur fengu fulla uppbót, kr. 50.152.
Þeir sem höfðu verið atvinnulausir í fjóra mánuði, sem dæmi, fengu 40% af upphæðinni.
Lágmarksuppbót til þeirra sem áttu hlutfallslegan rétt var 12.538 kr. |
Hafna efnisbreytingum á frumvarpi stjórnlagaráðs | Hreyfingin vill ekki að gerðar verði efnisbreytingar á frumvarpi stjórnlagaráðs. Í yfirlýsingu frá flokknum segir að það sé "ekki hlutverk þingmanna eða embættismanna að breyta frumvarpinu, heldur að standa kirfilega með vilja þjóðarinnar."
Í yfirlýsingunni er minnt á að unnið hafi verið að gerð nýrrar stjórnarskrár í opnu og lýðræðislegu ferli í tvö og hálft ár. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október sl. lýst þeim vilja að frumvarp stjórnlagaráðs verði grunnurinn að nýrri stjórnarskrá. "Það er því afar mikilvægt að þingið gangist við því lýðræðislega ferli sem það sjálft samþykkti samhljóða 16. júní 2010 og standi að baki frumvarpi stjórnlagaráðs."
Í yfirlýsingunni, sem Birgitta Jónsdóttir sendi fyrir hönd Hreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé mótfallinn efnisbreytingum á frumvarpi stjórnlagaráðs. "Þær efnisbreytingar sem þegar hafa verið gerðar á frumvarpi stjórnlagaráðs í meðferð svokallaðs lögfræðingahóps þurfa að ganga til baka. Það er á valdi og á ábyrgð meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að sjá til þess að fyrra inntak komist aftur inn í frumvarpið í meðförum nefndarinnar.
Breytingartillögur kunna líka að verða lagðar fram við umræðu í þinginu. Það er þá á ábyrgð meirihluta þingsins að samþykkja ekki efnisbreytingar á frumvarpi stjórnlagaráðs.
Ný stjórnarskrá var krafa í kjölfar hrunsins. Nýjar leikreglur fyrir handhafa almannavalds eru nauðsynlegar. Þjóðfundur þúsund Íslendinga lagði fyrst línurnar og stjórnlaganefnd tók saman. Stjórnlagaráð samdi því næst frumvarp að stjórnarskrá í opnu ferli með þjóðinni og samþykkti samhljóða. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október kom svo í ljós að vilji mikils meirihluta kjósenda er sá að ný stjórnarskrá skuli grundvölluð á frumvarpi stjórnlagaráðs. Það er því ekki hlutverk þingmanna eða embættismanna að breyta frumvarpinu, heldur að standa kirfilega með vilja þjóðarinnar. " | Hreyfingin vill ekki að gerðar verði efnisbreytingar á frumvarpi stjórnlagaráðs.
Í yfirlýsingu frá flokknum segir að það sé "ekki hlutverk þingmanna eða embættismanna að breyta frumvarpinu, heldur að standa kirfilega með vilja þjóðarinnar."
Í yfirlýsingunni er minnt á að unnið hafi verið að gerð nýrrar stjórnarskrár í opnu og lýðræðislegu ferli í tvö og hálft ár.
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október sl. lýst þeim vilja að frumvarp stjórnlagaráðs verði grunnurinn að nýrri stjórnarskrá.
Í yfirlýsingunni, sem Birgitta Jónsdóttir sendi fyrir hönd Hreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé mótfallinn efnisbreytingum á frumvarpi stjórnlagaráðs. |
Drómi setti afarkosti | Drómi krafðist þess að fá afrit af skattskýrslu eiginkonu manns vegna mats á greiðslugetu hans, ellegar yrði skuld hans gjaldfelld og innheimt. Persónuvernd taldi Dróma ekki hafa fengið ótvírætt samþykki konunnar en til þess þurfi að liggja fyrir að viðkomandi haft átt raunverulegt val.
Í málinu kom fram að um afarkosti hafi verið að ræða og staðfesti Drómi að hann hefði ekki verið "tilbúinn til að kanna hvort tilefni væri til þess að verða við beiðni eiginmanns kvartanda [nema] gegn því skilyrði að upplýsingar um heimilistekjur yrðu veittar, þ.e. um tekjur skuldara og maka hans".
Persónuvernd minnir vegna þessa á að almennt séu persónuupplýsingar ekki verðmæti sem sanngjarnt er eða málefnalegt að gera kröfu um að fá gegn því að veita þjónustu sem stendur öllum til boða.
Þá er minnt á að vinnsla persónuupplýsinga þurfi, svo hún teljist vera með lögmætum hætti, að samrýmast lögum og reglum. Íslenskur hjúskaparréttur byggist á grundvallarreglum um efnahagslegt sjálfstæði hjóna sem endurspeglast m.a. í lagaákvæðum um forræði hjóna á eignum sínum og um skipta skuldaábyrgð. Reglur um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna haggi þessu ekki.
Engu að síður taldi Persónuvernd að Dróma hafi ekki verið það óheimilt að afla persónuupplýsinga um annað hjóna. Þó segir að þar sem konan gerði athugasemdir við kröfuna verði ekki talið að um ótvírætt samþykki hafi verið að ræða eða það veitt af fúsum og frjálsum vilja.
Vísuðu ásökunum á bug
Drómi vísaði í málinu ásökunum í garð félagsins á bug. Í bréfi lögmanns til Persónuverndar segir að ásakanir um að félagið hafi "þvingað fram gögn" í umræddu máli séu mjög alvarlegar og fælu að líkindum í sér, ef réttar væru, lögbrot af hálfu félagsins. "Alvarleiki ásakananna er enn meiri í ljósi þess [að] [A] hefur engin gögn lagt fram til stuðnings fullyrðingunum.
Áður hefur verið rakið í bréfi undirritaðs, f.h. Dróma þann 23. ágúst sl., að ásakanir [A] um meintar hótanir Dróma um innheimtuaðgerðir gegn eiginmanni hennar yrði ekki orðið við beiðni félagsins um gögn voru rangar, enda voru innheimtuaðgerðr hafnar þegar beiðnin var sett fram." | Drómi krafðist þess að fá afrit af skattskýrslu eiginkonu manns vegna mats á greiðslugetu hans, ellegar yrði skuld hans gjaldfelld og innheimt.
Persónuvernd taldi Dróma ekki hafa fengið ótvírætt samþykki konunnar.
Persónuvernd minnir vegna þessa á að almennt séu persónuupplýsingar ekki verðmæti sem sanngjarnt er eða málefnalegt að gera kröfu um að fá gegn því að veita þjónustu sem stendur öllum til boða.
Drómi vísaði í málinu ásökunum í garð félagsins á bug. |
Óttaðist gjaldfellingu | Sú ákvörðun Landsbankans á síðasta ári að fyrirframgreiða meira en 70 milljarða í gjaldeyri inn á 280 milljarða erlent skuldabréf bankans var ekki síst tekin til að koma í veg fyrir þann möguleika að kröfuhafar gamla bankans (LBI) gætu gjaldfellt skuldabréfið. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.
Landsbankinn hafði af því áhyggjur að samhliða áformum stjórnvalda um uppstokkun á kvótakerfinu þá gæti sú staða komið upp að bankinn myndi ekki uppfylla ákvæði vegna trygginga LBI fyrir endurgreiðslu skuldabréfsins. Gerð er krafa um að a.m.k. 30% af heildarveðsetningu bréfsins skuli koma frá lánum sjávarútvegsfyrirtækja.
Í bréfi sem LBI sendi til Landsbankans sumarið 2011, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er því haldið fram að sú óvissa sem hafi ríkt um rekstrarskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja, vegna áætlana stjórnvalda um að breyta stjórn fiskveiða, hafi þá þegar orsakað verðmætisrýrnun á lánasafni Landsbankans.
Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að LBI er þeirrar skoðunar að slík verðmætisrýrnun falli undir sérstakt skaðleysisákvæði um að þrotabúið þurfi ekki að bera neinn skaða af sértækum stjórnvaldsaðgerðum sem rýra eignasafn bankans. | Sú ákvörðun Landsbankans á síðasta ári að fyrirframgreiða meira en 70 milljarða í gjaldeyri inn á 280 milljarða erlent skuldabréf bankans var ekki síst tekin til að koma í veg fyrir þann möguleika að kröfuhafar gamla bankans (LBI) gætu gjaldfellt skuldabréfið.
Landsbankinn hafði af því áhyggjur að samhliða áformum stjórnvalda um uppstokkun á kvótakerfinu þá gæti sú staða komið upp að bankinn myndi ekki uppfylla ákvæði vegna trygginga LBI fyrir endurgreiðslu skuldabréfsins. |
Gerð Vaðlaheiðarganga að hefjast | Skrifað verður undir samning um gerð Vaðlaheiðarganga á morgun og í kjölfarið hefst undirbúningur við gerð ganganna. Fyrsta skref er að koma fyrir vinnubúðum Eyjafjarðarmegin. Miðað við uppfært tilboð verður kostnaður við gerð ganganna um 9,3 milljarðar króna.
ÍAV hf. og Marti Contractors Lts frá Sviss áttu lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga þegar tilboð voru opnuð í október 2011. Tilboðið hljóðaði upp á 8.853.134.474 krónur. Það dróst að ganga frá samningi við verktaka vegna þess að lengri tíma tók að ganga frá fjármögnun gagnanna en reiknað var með. Tilboðið hefur verið uppfært miðað við hækkun byggingavísitölu sem þýðir kostnað upp á 9,3 milljarða. Til viðbótar féllust Vaðlaheiðargöng ehf. á að greiða kostnað sem verktakinn hefur haft af þeim töfum sem orðið hafa.
Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga ehf., segir að byrjað verði að bora Eyjafjarðarmegin, en borun úr Fnjóskadal hefjist á næsta ári. Hann reiknar með að slegið verði í gegn árið 2015 og gert sé ráð fyrir að göngin verði afhent í desember 2016.
Vaðlaheiðargöng verða víðari en önnur göng sem gerð hafa verið hér á landi á síðustu árum eða 9,5 metrar í þvermál, en áður var miðað við 8,5 metra. Ástæðan fyrir þessu eru nýir staðlar. Göngin verða með vegskálum um 7,5 km að lengd.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að áður en sprengingar hefjist þurfi verktakar að fá til landsins bora og ýmsan annan sérhæfðan búnað.
Til að byrja með verða um þrjátíu starfsmenn við gangagerðina en tvöfalt fleiri þegar vinnan nær hámarki, á árunum 2015 og 2016.
Meirihluti efnisins sem keyrt verður úr göngunum fer í vegi í Fnjóskadal og Eyjafirði. Hugmyndir hafa verið uppi um að efni úr göngunum verði notað í flughlöð á Akureyrarflugvelli. Til að Isavia, sem rekur flugvöllinn samkvæmt þjónustusamningi við ríkið, geti tekið við efninu þarf að moka upp jarðvegi við flugvöllinn og ríkið hefur ekki sett neina fjárveitingu í það verkefni. | Skrifað verður undir samning um gerð Vaðlaheiðarganga á morgun og í kjölfarið hefst undirbúningur við gerð ganganna.
Miðað við uppfært tilboð verður kostnaður við gerð ganganna um 9,3 milljarðar króna.
ÍAV hf. og Marti Contractors Lts frá Sviss áttu lægsta tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga þegar tilboð voru opnuð í október 2011.
Tilboðið hljóðaði upp á 8.853.134.474 krónur.
Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga ehf., segir að byrjað verði að bora Eyjafjarðarmegin.
Borun úr Fnjóskadal hefjist á næsta ári. |
Vaka fékk 77% atkvæða í HÍ | Úrslit hafa verið tilkynnt í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta fékk 21 mann kjörinn af 27 stúdentaráðsfulltrúum í kosningunum sem fram fóru í gær og í dag. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands fékk 6 menn kjörna.
Kosið eftir nýjum reglum í fyrsta skipti
Nú í fyrsta skipti var kosið eftir nýjum reglum og voru kosnir sviðsfulltrúar á fimm sviðum, en saman mynda sviðsfulltrúarnir eitt stúdentaráð. Vaka hlaut samanlagt um 77% atkvæða í kosningunum.
Á félagsvísindasviði fékk Vaka sex menn kjörna og Röskva einn. Á heilbrigðisvísindasviði fékk Vaka fjóra menn kjörna og Röskva einn. Á hugvísindasviði fékk Vaka þrjá menn kjörna en Röskva tvo. Á menntavísindasviði fékk Vaka fjóra menn kjörna og Röskva einn og á verkfræði- og náttúruvísindasviði fékk Vaka fjóra menn og Röskva einn.
Kjörsókn í heildina 35,1%
5.154 stúdentar greiddu atkvæði í kjörinu af 14.683 sem voru á kjörskrá. Kjörsókn var því 35,1%
Á félagsvísindasviði kusu 1.721 af 4.958 eða 34,71%. Á heilbrigðisvísindasviði kusu 878 af 2.286 á kjörskrá eða 38,41%. Á hugvísindasviði kusu 801 af 2.859 á kjörskrá eða 28,2%. Á menntavísindasviði kusu 655 af 2.209 eða 29,65% og á verkfræði- og náttúruvísindasviði kusu 1.099 af 2.371 eða 46,35%. | Úrslit hafa verið tilkynnt í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta fékk 21 mann kjörinn af 27 stúdentaráðsfulltrúum í kosningunum sem fram fóru í gær og í dag.
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands fékk 6 menn kjörna.
Vaka hlaut samanlagt um 77% atkvæða í kosningunum.
5.154 stúdentar greiddu atkvæði í kjörinu af 14.683 sem voru á kjörskrá. Kjörsókn var því 35,1% |
Kaupa 16 þotur og semja um kauprétt á 8 | Icelandair Group og Boeing hafa gengið frá samningu um kaup á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar.
Um breytingu á fjölda staðfestra pantana er að ræða frá viljayfirlýsingunni síðan í desember. Staðfestum pöntunum fjölgar um fjórar og verða sextán alls og kaupréttir verða átta í stað tólf áður. Vélarnar verða afhentar á árunum 2018-2021.
Heildarverðmæti flugvélanna sextán samkvæmt listaverði Boeing er um 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, 206 milljarðar króna, en kaupverðið er trúnaðarmál, segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar.
"Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna að endanlegir samningar við Boeing hafa verið undirritaðir. Þessi kaup munu styrkja stoðir Icelandair Group enn frekar og auka sveigjanleika og möguleika félagsins til frekari vaxtar. Fyrstu vélarnar munu koma í okkar rekstur á fyrri hluta árs 2018 og verða notaðar með núverandi flota af Boeing 757-200 vélum félagsins," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í fréttatilkynningu.
Pantaðar eru níu 737 MAX 8 vélar sem taka 153 farþega og sjö 737 MAX 9 vélar sem taka 172 farþega.
"Til samanburðar taka Boeing 757-200 flugvélar Icelandair Group 183 farþega. Boeing 737 MAX vélarnar eru ný og endurbætt langdrægari útgáfa af núverandi Boeing 737 vélum. Eldsneytissparnaður samanborið við Boeing 757 vélarnar sem eru notaðar í flota félagsins nemur meira en 20% á sæti," segir ennfremur í tilkynningu. | Icelandair Group og Boeing hafa gengið frá samningu um kaup á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar.
Um breytingu á fjölda staðfestra pantana er að ræða frá viljayfirlýsingunni síðan í desember.
Vélarnar verða afhentar á árunum 2018-2021.
Heildarverðmæti flugvélanna sextán samkvæmt listaverði Boeing er um 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, 206 milljarðar króna, en kaupverðið er trúnaðarmál |
Hrossakjötsmálið nær til Noregs og Danmerkur | Matvörukeðjan Rema 1000 í Noregi hefur fjarlægt úr verslunum sínum um 25 vörutegundir vegna gruns um að í þeim sé hrossakjöt. Um er að ræða vörur eins og paté, pitsur, kjötbollur, pylsur og fleiri unnar kjötvörur. Allar vörurnar voru merktar á þann veg að þær innihéldu nautakjöt.
Martina Rabsch , gæðastjóri hjá Rema 1000 , segir í samtali við A ftenposten að ekki hafi fengist staðfest að lasanja innihéldi hrossakjöt. Það sé verið að rannsaka það.
Hrossakjöt hefur einnig fundist í frosnu lasanja í Noregi sem selt er undir vörumerkinu First Price. NorgesGruppen sendi frá sér yfirlýsingu í dag um þetta mál, en f yrirtækið rekur yfir 1.700 matvöruverslanir í Noregi.
Hrossakjötspitsur
Hrossakjötsmálið hefur einnig teygt anga sína til Danmerkur. Sláturhús á Jótlandi er grunað um að hafa blandað hrossakjöti í hakk og merkt það sem nautakjöt. Í bt.dk kemur fram að talið sé að kjötið hafi m.a. verið notað á pitsur. | Matvörukeðjan Rema 1000 í Noregi hefur fjarlægt úr verslunum sínum um 25 vörutegundir vegna gruns um að í þeim sé hrossakjöt.
Allar vörurnar voru merktar á þann veg að þær innihéldu nautakjöt.
Hrossakjöt hefur einnig fundist í frosnu lasanja í Noregi sem selt er undir vörumerkinu First Price.
Hrossakjötsmálið hefur einnig teygt anga sína til Danmerkur. |
'Ögmundur: Einkavæðingardans Bjartrar framtíðar' | Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gagnrýnir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og að stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sé reiðbúinn að stíga einkavæðingardans með sjálfstæðismönnum.
"Nú er bara að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði hress og skemmtilegur í kosningabaráttunni, en það mun ráða miklu um óskastjórnarmynstur Bjartrar framtíðar," skrifar Ögmundur í pistli á bloggsíðu sína sem ber yfirskriftina "Björt framtíð Sjálfstæðisflokksins".
Hann bendir á, að í aðdraganda komandi þingkosninga hafi Sjálfstæðisflokkurinn boðað enn á ný einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni.
"Í ályktun landsfundar flokksins segir: "Nýta á kosti fjölbreyttra rekstraforma í heilbrigðiskerfinu ..." Þetta er gamalkunnugt dulmál fyrir einkavæðingu. Ekkert er byltingarkennt við það í sjálfu sér að Sjálfstæðisflokkurinn tali fyrir einkalausnum í velferðarþjónustunni. En hreinskilnin er vissulega þakkarverð og gott að fá að vita þetta fyrir kosningar en ekki eftir þær. Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja auka heilbrigðisþjónustuna en án þess að hækka skatta. Þvert á móti eigi að lækka skatta. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn vill láta sjúklingana borga beint," skrifar Ögmundur.
"En hvaða stjórnmálaflokkur skyldi vilja stíga þennan dans með Sjálfstæðisflokknum? Svarið fengum við þegar Björt Framtíð kynnti stefnu sína. Þar kom fram að sá flokkur vilji stefna að fjölbreytilegri rekstrar- og þjónustuformum í velferðarþjónustunni og í skólakerfinu. Þetta er einsog tekið upp úr pólitískri orðabók Sjálfstæðisflokksins.
Þarna tala Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð á svipuðum nótum.
Nú er bara að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn verði hress og skemmtilegur í kosningabaráttunni, en það mun ráða miklu um óskastjórnarmynstur Bjartrar framtíðar. Í Fréttablaðinu sl. helgi er haft eftir öðrum leiðtoga flokksins að "hegðun annarra flokka í kosningabaráttunni muni ráða því með hverjum Björt framtíð vilji helst starfa."," segir Ögmundur ennfremur.
Hann segir að kjósendur eigi heimtingu á að vita hvert vegferðinni sé heitið. Sjálfstæðisflokkurinn hafi talað skýrt og Björt framtíð hafi nú einnig opnað sig.
"Ef þessum flokkum vegnar vel og þeir reynast hvor öðrum ástúðlegir í kosningabaráttunni og að kosningum loknum munu eflaust sameinast um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu og að koma á laggirnar prívatskólum.
Núverandi stjórnarflokkar vilja fara aðra leið: Efla félagslegt heilbrigðiskerfi sem fjármagnað er með skattgreiðslum þeirra sem eru heilbrigðir og færir um að vinna en ekki með sjúklingagjöldum," segir Ögmundur.
Hann bendir á, að íslensk a heilbrigðiskerfið hafi fengið þá einkunn hjá OECD fyrir fáeinum árum að hér væri hverri krónu varið á hagkvæmari átt en gerðist með öðrum þjóðum. Íslendingar hafi hins vegar gengið of langt í að innleiða bein gjöld sjúklinga í kerfinu. Það leiði til mismununar sem eigi ekki að líðast. Markmiðið eigi að vera að vinda ofan af þessari öfugþróun en ekki ganga enn lengra í ranglætisátt.
"Björt framtíð setur það í kosningaáherslur sínar að lykilatriðið sé "ekkert vesen". En kosningar til Alþingis snúast ekki um mjúkmælgi og skemmtilegheit, heldur einmitt um að færa fram í dagsljósið hvert stefna skal að loknum kosningum. Og ef einkavæða á heilbrigðisþjónustuna þá mun það ekki aðeins kalla á mikið "vesen", heldur líka aukinn ójöfnuð og óhagræði að hætti hægri manna. Um þetta verður kosið í vor," segir Ögmundur Jónasson. | Innanríkisráðherra gagnrýnir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni og að stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sé reiðbúinn að stíga einkavæðingardans með sjálfstæðismönnum.
Í aðdraganda komandi þingkosninga hafi Sjálfstæðisflokkurinn boðað enn á ný einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni.
Hann segir að kjósendur eigi heimtingu á að vita hvert vegferðinni sé heitið.
Sjálfstæðisflokkurinn hafi talað skýrt og Björt framtíð hafi nú einnig opnað sig.
Hann bendir á, að íslensk a heilbrigðiskerfið hafi fengið þá einkunn hjá OECD fyrir fáeinum árum að hér væri hverri krónu varið á hagkvæmari átt en gerðist með öðrum þjóðum.
Íslendingar hafi hins vegar gengið of langt í að innleiða bein gjöld sjúklinga í kerfinu.
Það leiði til mismununar sem eigi ekki að líðast. |
Varað við ísingu | Varað er við ísingu á þjóðvegum á Suðvestur- og Vesturlandi í kvöld. Vegagerðin varar við hættu á slitlagsskemmdum á Vesturlandi og Snæfellsnesi.
"Ábendingar frá veðurfræðingi fyrir kvöldið og nóttina: Þar sem vegir hafa náð að blotna í dag, einkum suðvestan- og vestanlands, má reikna með að ísing myndist síðar í kvöld þegar kólnar og frystir aftur. Því til viðbótar er spáð smá-éljum í kvöld og nótt hér og þar um vestanvert landið."
Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að heita má auðir. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á stöku stað en þó er hálka á Mikladal. Þoka er á Klettshálsi, Hjallahálsi og Þröskuldum.
Greiðfært er að mestu á Norðurlandi vestra en þó eru hálkublettir og éljagangur yst á Siglufjarðarvegi. Norðaustanlands eru hálkublettir nokkuð víða en hálka á Hófaskarði og Möðrudalsöræfum. Snjóþekja er á Hólaheiði, Brekknaheiði og Hólasandi.
Á Austurlandi er hálka á fjallvegum, þæfingur á Vatnsskarði eystra en annars eru hálkublettir mjög víða. Greiðfært er um Suðausturland.
Vegna hættu á slitlagsskemmdum er viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi miðaður við 10 tonn frá kl. 16:00 í dag þriðjudaginn 12. mars á Snæfellsnesvegi 54 frá Borgarnesi og öllum vegum á Snæfellsnesi.
Einnig á Borgarfjarðabraut 50, Skorradalsvegi 508, Hálsasveitarvegi 518 og Hvanneyrarvegi 511. | Varað er við ísingu á þjóðvegum á Suðvestur- og Vesturlandi í kvöld.
Vegagerðin varar við hættu á slitlagsskemmdum á Vesturlandi og Snæfellsnesi.
Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að heita má auðir.
Á Vestfjörðum eru hálkublettir á stöku stað.
Greiðfært er að mestu á Norðurlandi vestra en þó eru hálkublettir og éljagangur yst á Siglufjarðarvegi.
Norðaustanlands eru hálkublettir nokkuð víða en hálka á Hófaskarði og Möðrudalsöræfum.
Á Austurlandi er hálka á fjallvegum, þæfingur á Vatnsskarði eystra en annars eru hálkublettir mjög víða.
Greiðfært er um Suðausturland. |
Góðviljaðir Íslendingar aðstoða Davíð | "Við erum ánægð með að hann er laus og það var auðvitað okkar fyrsta markmið að hann þyrfti ekki að sitja í fangelsi lengur en orðið er," segir Pétur Ásgeirsson, sviðstjóri í utanríkisráðuneytinu, um lausn Davíðs Arnar Bjarnasonar úr tyrknesku fangelsi. Hann var settur í farbann en mun dvelja í íbúð Íslendinga.
Pétur segir í samtali við mbl.is, að það hafi verið í morgun sem fulltrúi íslenska utanríkisráðuneytisins fékk að vita að tyrknesk yfirvöld hefðu ákveðið að sleppa Davíð úr fangelsi og setja hann í farbann til 25. apríl. Var fulltrúanum, sem flaug til Tyrklands frá sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, tilkynnt að hann gæti sótt Davíð á tiltekna lögreglustöð í Antalya.
Eftir að hafa sótt Davíð á lögreglustöðina lagði íslenski fulltrúinn það til að Davíð myndi gangast undir læknisskoðun en það afþakkaði Davíð. "Hann fór með fulltrúanum upp á hótel til hans og síðan var gengið í það að útvega honum það sem þyrfti í dag. Föt, snyrtivörur og annað sem menn þurfa að hafa," segir Pétur.
Davíð boðin afnot af íbúð Íslendinga
Davíð var handtekinn á flugvellinum í Antalya sl. föstudag grunaður um fornmunasmygl, en marmarasteinn fannst í farangri hans. Spurður hvernig Davíð hafi það eftir dvölina í fangelsinu, segir Pétur að hann beri sig vel og líði eftir atvikum vel. "Þetta hefur tekið á hann; það er ekki auðvelt að sitja í fangelsi," segir Pétur.
Aðspurður segir Pétur, að það hafi verið sett sem skilyrði fyrir lausn Davíðs að hann yrði að gefa upp aðsetur sitt í Tyrklandi á meðan hann biði eftir að málið verði tekið fyrir. "Það vildi svo heppilega til að góðviljaðir Íslendingar, sem eiga þarna íbúð, hafa boðið honum hana til afnota. Og hann mun nýta sér það og gert er ráð fyrir að hann flytji í þá íbúð á morgun," segir Pétur og bætir við að það fari vel um Davíð í Antalya.
Pétur segir aðspurður að það liggi ekki fyrir hvenær mál Davíðs verði tekið fyrir hjá tyrkneskum dómstólum. Það sé ekki sjálfgefið að fyrirtakan verði 25. apríl þegar farbannið rennur út. "Við verðum að vonast til þess að það geti orðið eitthvað fyrr," segir Pétur. | "Við erum ánægð með að hann er laus og það var auðvitað okkar fyrsta markmið að hann þyrfti ekki að sitja í fangelsi lengur en orðið er," segir Pétur Ásgeirsson, sviðstjóri í utanríkisráðuneytinu, um lausn Davíðs Arnar Bjarnasonar úr tyrknesku fangelsi.
Hann var settur í farbann en mun dvelja í íbúð Íslendinga.
Davíð var handtekinn á flugvellinum í Antalya sl. föstudag grunaður um fornmunasmygl, en marmarasteinn fannst í farangri hans.
Spurður hvernig Davíð hafi það eftir dvölina í fangelsinu, segir Pétur að hann beri sig vel og líði eftir atvikum vel.
Pétur segir aðspurður að það liggi ekki fyrir hvenær mál Davíðs verði tekið fyrir hjá tyrkneskum dómstólum. |
Blóðug átök í tvö ár | Í dag eru tvö ár síðan friðsamleg mótmæli hófust í Sýrlandi, sem síðan þróuðust í blóðug og harðvítug átök, þar sem meira en 70.000 hafa látið lífið, meirihlutinn almennir borgarar. Um ein milljón manna hefur flúið land, hundruð þúsunda eru á vergangi í landinu og óljóst er um afdrif fjölda fólks.
Það var þann 15. mars árið 2011 sem fjöldi fólks, sem hafði fylgst með Arabíska vorinu svonefnda í öðrum löndum, fór út á götur og torg og krafðist lýðræðislegri stjórnarhátta í landinu.
Þrátt fyrir að fólkið væri óvopnað og að konur og börn væru stór hluti þeirra, svöruðu stjórnvöld með því að senda her landsins út á göturnar, skotið var á fólkið og margir voru fangelsaðir. Sífellt fleiri tóku upp vopn í kjölfarið og þróaðist ástandið í það sem það er í dag.
Stjórnarandstæðingar hvetja landsmenn til þess að minnast þessara tímamóta með fjöldamótmælum eftir föstudagsbænir í dag undir yfirskriftinni: "Tvö ár af fórnum í átt að sigri".
Við völd í 40 ár
Ætt Bashar al-Assads Sýrlandsforseta hefur verið við völd í landinu undanfarin 40 ár og töldu stjórnvöld næsta víst að mótmælin yrðu fljótt og auðveldlega kveðin niður, líkt og gerðist árið 1982 þegar Hafez Assad, faðir núverandi forseta, lét myrða á milli 10.000 - 40.000 manns í uppreisn Íslamska bræðralagsins.
Alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir að bregðast við með fálæti, en ítrekaðar tilraunir til að koma ályktunum í gegn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa strandað á því að Rússar og Kínverjar hafa beitt neitunarvaldi sínu og segja að um of mikla íhlutun í innanríkismál Sýrlands sé að ræða. Nú hafa stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi lýst því yfir að þau séu tilbúin til að láta stjórnarandstæðinga fá vopn, jafnvel þó að ekki sé einhugur um það innan Evrópusambandsins.
Í gær lést 141 í átökum í landinu, þar af voru 45 almennir borgarar, samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights. | Í dag eru tvö ár síðan friðsamleg mótmæli hófust í Sýrlandi, sem síðan þróuðust í blóðug og harðvítug átök, þar sem meira en 70.000 hafa látið lífið, meirihlutinn almennir borgarar.
Um ein milljón manna hefur flúið land, hundruð þúsunda eru á vergangi í landinu og óljóst er um afdrif fjölda fólks.
Stjórnarandstæðingar hvetja landsmenn til þess að minnast þessara tímamóta með fjöldamótmælum eftir föstudagsbænir í dag.
Ætt Bashar al-Assads Sýrlandsforseta hefur verið við völd í landinu undanfarin 40 ár.
Alþjóðasamfélagið hefur verið gagnrýnt fyrir að bregðast við með fálæti.
Ítrekaðar tilraunir til að koma ályktunum í gegn í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa strandað á því að Rússar og Kínverjar hafa beitt neitunarvaldi sínu. |
Lausn Erlu úr varðhaldi úr takti við aðrar ráðstafanir | Starfshópurinn telur líklegt að fleiri gögn hafi verið unnin í tengslum við upphaf rannsóknar Guðmundarmáls en fyrirliggjandi eru. Af þeim sökum er erfitt að draga ályktanir um upphaf rannsóknarinnar.
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hóf sakamálarannsókn vegna Guðmundarmáls í desember 1975 en fyrsta formlega skýrslutakan fór fram þann 20. desember. Ekkert í fyrirliggjandi gögnum málsins eða vinnugögnum lögreglu skýrir hvers vegna lögreglan hóf slíka rannsókn annað en að lögreglunni hafi borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri hugsanlega viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar.
Með hliðsjón af þeim gögnum sem dómur Hæstaréttar byggir á, auk handskrifaðra minnispunkta lögreglu og færsla í dagbók Síðumúlafangelsis, telur starfshópurinn þá ráðstöfun lögreglu að leysa Erlu Bolladóttur úr gæsluvarðhaldi þann 20. desember 1975 úr takti við aðrar ráðstafanir lögreglu í málinu.
Erla hafði þá veitt sinn fyrsta framburð í Guðmundarmáli þar sem hún kvaðst hafa orðið vitni að því, aðfararnótt 27. janúar 1974, að Sævar, Kristján Viðar og þriðji maður hafi verið að "bagsa við" eitthvað stórt og þungt í lakinu hennar og sagðist þess fullviss að í lakinu hafi verið maður.
Samkvæmt gögnum málsins var Sævar fyrst yfirheyrður vegna Guðmundarmáls tveimur dögum seinna og ekki liggur fyrir hvers vegna lögreglan beið í tvo daga með að yfirheyra Sævar um Guðmundarmálið eftir að Erla gaf sinn framburð. Hins vegar er skráð í dagbók Síðumúlafangelsis að Sævar hafi verið yfirheyrður þrisvar sinnum dagana 21. og 22. desember 1975 eftir að Erla gaf sinn framburð, alls í um 12 klukkustundir. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um þessar yfirheyrslur og því ekki vitað um hvað var rætt. Fyrsta formlega skýrsla Sævars um Guðmundarmálið fór fram úr leyfilegum yfiheyrslutíma og Sævar undirritaði hana ekki en lögmaður Sævars var viðstaddur þá yfirheyrslu. | Starfshópurinn telur líklegt að fleiri gögn hafi verið unnin í tengslum við upphaf rannsóknar Guðmundarmáls en fyrirliggjandi eru.
Af þeim sökum er erfitt að draga ályktanir um upphaf rannsóknarinnar.
Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hóf sakamálarannsókn vegna Guðmundarmáls í desember 1975.
Ekkert í fyrirliggjandi gögnum málsins eða vinnugögnum lögreglu skýrir hvers vegna lögreglan hóf slíka rannsókn annað en að lögreglunni hafi borist til eyrna að Sævar Ciesielski væri hugsanlega viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar.
Með hliðsjón af þeim gögnum sem dómur Hæstaréttar byggir á, auk handskrifaðra minnispunkta lögreglu og færsla í dagbók Síðumúlafangelsis, telur starfshópurinn þá ráðstöfun lögreglu að leysa Erlu Bolladóttur úr gæsluvarðhaldi þann 20. desember 1975 úr takti við aðrar ráðstafanir lögreglu í málinu. |
Mál sem varða almannahag | "Það er í raun og veru ekkert lagatæknilega séð sem bannar það að ég greini frá samráðsfundum. Þetta er ekki hluti af þingsköpum. Ég hef ítrekað reynt að fá bókaða hluti á þessum fundum en það er ekki hægt út af því að þetta er samráðsvettvangur," segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður sem skýrði frá fundarefni formanna stjórnmálaflokkanna sem fram fór í gærkvöldi.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við mbl.is í gær, að Birgittu, sem skrifaði stutta færslu á Facebook, hefði ekki verið heimilt að greina frá efni fundarins. Ásta Ragnheiður sagði að efni fundarins væri trúnaðarmál.
Birgitta segir í samtali við mbl.is, að á fundinum hafi formennirnir verið að fjalla um mál sem varði almannahag og almenningur eigi rétt á að vita.
Óeðlileg vinnubrögð
"Þetta er ekkert í takt við þá kröfu sem fólk gerir til okkar; að það sé verið makka um svona viðamikla hluti, sem á bara að keyra í gegn án nokkurrar umræðu. Steingrímur J. Sigfússon fer þar fyrir Bakka til þess að fá atkvæði í sínu kjördæmi. Þetta er algjörlega órætt þrátt fyrir að núna vitum við að það er búið að drepa Lagarfljótið," segir Birgitta og bætir við að svona vinnubrögð séu óeðlileg.
Hún segir ennfremur, að hún myndi aldrei grípa til svona örþrifaráða nema mikið lægi við. Atburðarásin hafi verið mjög hröð og þá hafi henni aldrei verið boðið að láta í ljós sínar skoðanir á málunum.
"Það var ekkert hlusta á mig," segir Birgitta og heldur áfram: "Ég var bara að tala við sjálfa mig."
"Þau vissu að ég myndi aldrei samþykkja þetta og þau vissu líka að ég myndi segja þeirra samflokksfólki frá því að það væri verið að semja þvert á það sem þau héldu," segir Birgitta.
Óþolandi flugan í tjaldinu
Hún bendir á, að í kjölfar hrunsins hafi almenningur farið fram á aukið gagnsæi og að ábyrgðarkeðjan yrði skýrari. "Ég lofaði því þegar ég fór inn á þing að vera óþolandi flugan í tjaldinu og draga tjöldin frá," segir Birgitta og bætir við að hún sjái ekki eftir því að hafa greint frá efni fundarins. Hún skilji aftur á móti gremju þeirra sem séu ósáttir við uppljóstranir hennar.
Færsla Birgittu frá því í gær er svohljóðandi:
"Loksins fékk ég boð á formannafund og þar fékk ég eftirfarandi staðfest sem samninga á milli formanna fjórflokksins: Þau eru búin að semja um 40% þröskuld á breytingar á stjórnarskrá, ef mál er umdeilt þurfa um 90% allra á kjörskrá að mæta á kjörfund til að fá ákvæði samþykkt. Ekkert auðlindarákvæði, Bakki verður keyrður í gegn og náttúruverndarlögin verða ekki lögfest fyrr en eftir í fyrsta lagi eftir ár." | "Það er í raun og veru ekkert lagatæknilega séð sem bannar það að ég greini frá samráðsfundum," segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður sem skýrði frá fundarefni formanna stjórnmálaflokkanna sem fram fór í gærkvöldi.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði í gær, að Birgittu, sem skrifaði stutta færslu á Facebook, hefði ekki verið heimilt að greina frá efni fundarins.
Birgitta segir að á fundinum hafi formennirnir verið að fjalla um mál sem varði almannahag og almenningur eigi rétt á að vita.
Þá hafi henni aldrei verið boðið að láta í ljós sínar skoðanir á málunum.
Hún bendir á, að í kjölfar hrunsins hafi almenningur farið fram á aukið gagnsæi og að ábyrgðarkeðjan yrði skýrari. |
Alexander með landsliðinu á ný - Jón Þorbjörn nýliði | Alexander Petersson er í íslenska landsliðshópnum sem Aron Kristjánsson valdi í dag fyrir leikina gegn Slóvenum í undankeppni EM sem fram fara 4. og 7. apríl.
Alexander gaf ekki kost á sér í landsliðið sem lék á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla en hann er nú klár í slaginn enda búinn að spila mikið með liði Rhein-Neckar Löwen. Sömu sögu er að segja um Rúnar Kárason en hann sneri aftur inn á völlinn eftir HM á Spáni í janúar eftir að hafa verið frá keppni í sjö mánuði eftir að hafa slitið krossband í hné.
Jón Þorbjörn Jóhannsson línumaður úr Haukum er eini nýliðinn en vegna sprautumeðferðar verður Róbert Gunnarsson ekki með í fyrri leiknum en vonir standa til að hann geti verið með í seinni leiknum.
Þá gefur Kári Kristján Kristjánsson kost á sér í liðið en eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði þurfti hann að gangast undir aðgerð þar sem fjarlægt var æxli úr baki hans. Hann hefur verið frá keppni síðustu vikurnar vegna þessa.
Frá hópnum sem lék á HM á Spáni vantar Vigni Svavarsson, sem sleit krossband í hné í síðasta mánuði. Arnór Þór Gunnarsson var ekki valinn í hópinn að þessu sinni né þeir Fannar Friðgeirsson, Ólafur Guðmundsson og Ernir Hrafn Arnarson. Þeir voru allir í HM hópnum en Ernir tók sæti Ólafs eftir tvo fyrstu leikina.
Í þeirra stað eru komnir Alexander Petersson, Rúnar Kárason, Atli Ævar Ingólfsson, Jón Þorbjörn Jóhannsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum
Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Necker Löwen
Aron Pálmarsson, Kiel
Atli Ævar Ingólfsson, SönderjyskE
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball
Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel
Ingimundur Ingimundarson, ÍR
Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukum
Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar
Ólafur Gústafsson, Flensburg
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, Grosswallstadt
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Andreas Jakobsson, Grosswallstadt
Þórir Ólafsson, Kielce
Jafnframt hefur Aron valið fjóra leikmenn sem munu vera til taks og æfa með liðinu þegar það kemur saman á Íslandi á fimmtudeginum 4.apríl. Þetta eru þeir Daníel Freyr Andrésson (FH), Bjarki Már Elísson (HK), Róbert Aron Hostert (Fram) og Ragnar Jóhannsson (FH). | Alexander Petersson er í íslenska landsliðshópnum sem Aron Kristjánsson valdi í dag fyrir leikina gegn Slóvenum í undankeppni EM.
Alexander gaf ekki kost á sér í landsliðið sem lék á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla en hann er nú klár í slaginn.
Sömu sögu er að segja um Rúnar Kárason.
Jón Þorbjörn Jóhannsson línumaður úr Haukum er eini nýliðinn.
Þór Gunnarsson var ekki valinn í hópinn að þessu sinni né þeir Fannar Friðgeirsson, Ólafur Guðmundsson og Ernir Hrafn Arnarson. Þeir voru allir í HM hópnum. |
Breytingar hjá WOW Air | Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri WOW Air, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þetta staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins við mbl.is. Sagði hún að fullkomið samkomulag væri um starfslokin og að Guðmundur myndi áfram verða félaginu innan handar á næstu mánuðum, en hann mun starfa hjá félaginu út þetta sumar.
Í tilkynningu segir Guðmundur það hafa verið skemmtilega áskorun að byggja upp nýtt vörumerki. "Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að byggja upp vörumerki frá grunni. Það hefur verið áskorun og skemmtilegt að taka þátt í uppbyggingu WOW air. Á mínum ferli hefur vörumerkjastjórnun, upplifanir og markaðssetning á netinu átt hug minn allan en það hefur reynt mikið á alla þessa þætti hjá WOW air."
Fyrr í dag sagði Viðskiptablaðið frá því að WOW Air hefði skipt um auglýsingastofu og farið frá Brandenburg yfir til Hvíta hússins. Svanhvít sagði að það hefði ekki haft áhrif á þessar breytingar. | Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri WOW Air, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.
Þetta staðfesti Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins.
Segir Guðmundur það hafa verið skemmtilega áskorun að byggja upp nýtt vörumerki.
Fyrr í dag sagði Viðskiptablaðið frá því að WOW Air hefði skipt um auglýsingastofu og farið frá Brandenburg yfir til Hvíta hússins.
Svanhvít sagði að það hefði ekki haft áhrif á þessar breytingar. |
Legudeild húðsjúkdóma breytt | Í byrjun júní á þessu ári taka gildi skipulagsbreytingar á starfsemi legudeildar lyf- og húðsjúkdómalækningadeildar Landspítala.
"Deildinni, sem áður hét húð- og lyflækningadeild, hefur verið breytt í bráðadeild sem sinnir nú einnig öðrum sjúklingahópum," segir Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. Að sögn hennar er langflestum sjúklingum með húðsjúkdóma sinnt á göngudeildinni. "Það heyrir til undantekninga ef sjúklingar þurfa að leggjast inn," segir Vilhelmína, en hún segir að yfirleitt liggi þrír til fimm sjúklingar inni á deildinni og stundum færri. "Þegar deildin er fyrst og fremst orðin bráðalækningadeild þá passar ekki að hafa húðsjúklinga á deildinni," segir Vilhelmína.
Gísli Ingvarsson, húðsjúkdómalæknir, gagnrýnir þessa breytingu. "Við höfum séð, að ef þessir sjúklingar eru settir inn á aðrar deildir kunna hjúkrunarfræðingar því miður ekki til verka," segir hann, en á deildinni starfa nú hjúkrunarfræðingar sem þekkja meðhöndlun sjúkdómanna vel og það geri samskipti og meðferð þægilegri.
Óttast að þeir feli sig
"Ég óttast líka að sjúklingarnir feli sig," segir Gísli. "Þessir sjúklingar vilja heldur ekki fara inn á hvaða deild sem er."
Vandamál sjúklinganna eru oft þess eðlis að þau veki ugg hjá öðrum sjúklingum sem þekki ekki sjúkdómana og óttist jafnvel smit. "Þannig getur þetta valdið félagslegum óþægindum fyrir húðsjúklingana," segir Gísli, en einkenni þeirra eru eðli samkvæmt sýnilegri en einkenni annarra sjúkdóma. | Í byrjun júní á þessu ári taka gildi skipulagsbreytingar á starfsemi legudeildar lyf- og húðsjúkdómalækningadeildar Landspítala.
"Deildinni, sem áður hét húð- og lyflækningadeild, hefur verið breytt í bráðadeild sem sinnir nú einnig öðrum sjúklingahópum," segir Vilhelmína Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs.
Gísli Ingvarsson, húðsjúkdómalæknir, gagnrýnir þessa breytingu.
"Við höfum séð, að ef þessir sjúklingar eru settir inn á aðrar deildir kunna hjúkrunarfræðingar því miður ekki til verka," segir hann.
"Þessir sjúklingar vilja heldur ekki fara inn á hvaða deild sem er." |
Aukin hætta á slysum í roki | Veðurstofan spáir suðaustan 13-20 m/s fyrst SV-lands síðdegis í dag. Spáð er stormi (þ.e. vindi yfir 20 m á sek.) á miðhálendinu. Umferðarstofa varar ökumenn við því að fjölda slysa megi rekja til hvassviðris.
Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum lenda á hverju ári tugir vöruflutningabifreiða í umferðarslysum þar sem ökutækin fara út af og velta vegna aksturs í slæmri færð og/eða vegna mikils vinds.
Í tölum frá Umferðastofu kemur frá að 548 vörubifreiðir lentu út af eða í veltum á tímabilinu 2002-2011 eða um um 55 á hverju ári. Í þeim urðu 4 banaslys og 24 alvarleg slys. Því er mikilvægt að fyrirtæki með vöruflutninga-, fólksflutningabifreiðir eða önnur stór ökutæki hugi vel að færð og vindafari áður en lagt er af stað út á þjóvegi landsins, segir í tilkynningu frá Umferðarstofu.
Oft ríkir óvissa meðal ökumanna, sérstaklega stærri bíla, um það hvenær óhætt er að halda áfram leiðar sinnar og hvenær er öruggast að bíða af sér veðrið. Til þess að bregðast við þessari óvissu hafa Umferðarstofa, VÍS, Sjóvá og Vegagerðin, með aðstoð sérfræðinga, útbúið varúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki. Um er að ræða lista yfir aðstæður; vindhraða, færð og eðli ökutækis og hvernig best er að bregðast við samspili þessara þriggja þátta. Samskonar viðmið hafa verið notuð í rúman áratug og reynst vel auk þess sem byggt er á erlendum rannsóknum og mati helstu sérfræðinga landsins í samspili veðurs, vega og ökutækis, samkvæmt tilkynningu. | Veðurstofan spáir suðaustan 13-20 m/s fyrst SV-lands síðdegis í dag.
Spáð er stormi á miðhálendinu.
Umferðarstofa varar ökumenn við því að fjölda slysa megi rekja til hvassviðris.
Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögum lenda á hverju ári tugir vöruflutningabifreiða í umferðarslysum þar sem ökutækin fara út af og velta vegna aksturs í slæmri færð og/eða vegna mikils vinds.
Oft ríkir óvissa meðal ökumanna, sérstaklega stærri bíla, um það hvenær óhætt er að halda áfram leiðar sinnar.
Til þess að bregðast við þessari óvissu hafa Umferðarstofa, VÍS, Sjóvá og Vegagerðin, með aðstoð sérfræðinga, útbúið varúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki. |
Minnsta atvinnuleysi í Danmörku frá 2009 | Atvinnuleysi í Danmörku minnkaði í síðasta mánuði og hefur ekki verið jafn lítið frá árinu 2009. Í mars voru 154.900 atvinnulausir í landinu, en það eru 5,8% atvinnubærra manna.
Atvinnuleysi er mest á meðal fólks á aldrinum 25-29 ára, 9,4% og þá er atvinnuleysi mest í Kaupmannahöfn, 7,3% og á Borgundarhólmi, en þar mælist það 7%.
Helge J. Pedersen, yfirhagfræðingur hjá Nordea-bankanum, segir í samtali við Jótlandspóstinn að ein ástæða þessarar fækkunar á atvinnuleysisskrá geti verið að einhverjir hafi hreinlega yfirgefið vinnumarkaðinn, sumir hafi farið aftur í nám og ungt fólk sé lengur í námi nú en áður vegna þess að það á von á að erfitt geti reynst að fá vinnu. Í raun og veru hafi þeim fækkað sem teljist atvinnubærir.
Í sama streng tekur Mikkel Høegh hjá BRF Kredit-bankanum. "Atvinnuleysi minnkar vegna þess að fólki á vinnumarkaði hefur fækkað," segir hann. "Það hafa ekki orðið til fleiri störf og þess vegna gefur þetta minnkandi atvinnuleysi ranga mynd af dönskum vinnumarkaði." Aðrir hagfræðingar, sem Jótlandspósturinn leitar álits hjá, eru sömu skoðunar. | Atvinnuleysi í Danmörku minnkaði í síðasta mánuði og hefur ekki verið jafn lítið frá árinu 2009.
Í mars voru 154.900 atvinnulausir í landinu, en það eru 5,8% atvinnubærra manna.
Yfirhagfræðingur hjá Nordea-bankanum segir í samtali við Jótlandspóstinn að ein ástæða þessarar fækkunar á atvinnuleysisskrá geti verið að einhverjir hafi hreinlega yfirgefið vinnumarkaðinn.
Sumir hafi farið aftur í nám og ungt fólk sé lengur í námi nú en áður vegna þess að það á von á að erfitt geti reynst að fá vinnu. |
Hyggjast halda Sýrlandsráðstefnu | Bandarísk og rússnesk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að þrýsta á deiluaðila í Sýrlandi um að finna leið til að binda enda á átökin í landinu sem staðið hafa í meira en tvö ár og ætla í því skyni að boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um hvernig stöðva megi ófriðinn.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með hinum rússneska starfsbróður sínum Sergei Lavrov og Vladimir Pútín forseta Rússlands í Moskvu í gærkvöldi um stöðu mála í Sýrlandi. Þeir segjast tilbúnir til að grípa til allra mögulegra aðferða til að fá deiluaðila að samningaborðinu og segja hagsmuni Bandaríkjanna og Rússlands fara saman í þessum efnum.
"Við komust að samkomulagi um að Rússland og Bandaríkin muni hvetja stjórnvöld í Sýrland og sýrlenska stjórnarandstæðinga til að finna pólitíska lausn," sagði Lavrov á blaðamannafundi eftir fundinn. Í samkomulaginu felst meðal annars að haldin verður alþjóðleg ráðstefna fyrir lok mánaðarins þar sem unnið verður út frá Genfarsáttmálanum um friðsamlega lausn mála.
Sáttmálinn var samþykktur í júní, en var aldrei hrint í framkvæmd. Í honum felst m.a. að komið verður á svokallaðri millibilsstjórn í Sýrlandi, en ekkert er kveðið þar á um hvað verði um Bashar al-Assad, forseta landsins.
Hafa mildast í afstöðu til Assads
Svo virðist sem bandarísk stjórnvöld hafi mildast nokkuð í afstöðu sinni til Assads, en þau höfðu lengi krafist afsagnar hans. Kerry sagði að það væri stjórnvalda og stjórnarandstöðu að ákveða hvernig málum yrði háttað, næðist samkomulag þeirra á milli. "En það er ómögulegt fyrir mig sem einstakling að skilja hvernig einstaklingur sem ber ábyrgð á því sem gerst hefur í Sýrlandi ætti að geta stjórnað landinu í framtíðinni," sagði Kerry á blaðamannafundinum.
"Sáttmálinn ætti að vera leiðarvísir sýrlensks almennings í átt að nýju Sýrlandi og til að enda blóðbaðið og slátrunina í landinu. Hinn möguleikinn er ennþá meira ofbeldi, að Sýrland færist enn nær hyldýpinu og jafnvel í átt að öngþveiti," sagði Kerry. | Bandarísk og rússnesk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um að þrýsta á deiluaðila í Sýrlandi um að finna leið til að binda enda á átökin í landinu.
Í samkomulaginu felst meðal annars að haldin verður alþjóðleg ráðstefna fyrir lok mánaðarins þar sem unnið verður út frá Genfarsáttmálanum um friðsamlega lausn mála.
Sáttmálinn var samþykktur í júní, en var aldrei hrint í framkvæmd.
Í honum felst m.a. að komið verður á svokallaðri millibilsstjórn í Sýrlandi, en ekkert er kveðið þar á um hvað verði um Bashar al-Assad, forseta landsins.
Svo virðist sem bandarísk stjórnvöld hafi mildast nokkuð í afstöðu sinni til Assads, en þau höfðu lengi krafist afsagnar hans. |
Spellvirkin í Hverfjalli hulin | "Þetta er eins gott og hægt er núna á meðan enn er svona mikið frost í jörðu," segir Bergþóra Kristjánsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Mývatni. Ummerki um skemmdarverkin í Hverfjalli hafa verið hulin að mestu en málningin sem undir leynist leysist ekki upp næstu árin.
Skömmu fyrir mánaðamótin uppgötvaðist að mörgum lítrum af hvítri málningu hafði verið sprautað í gíg Hverfjalls, sem er friðlýst. Á sama tíma var einnig krotað á klettavegg Grjótagjár. Lögreglan á Húsavík hefur spellvirkin til rannsóknar og hefur borist einhverjar ábendingar, en að sögn varðstjóra er ekkert fast í hendi ennþá.
Efni úr umhverfinu notað
Bergþóra, sem er sérfræðingur Umhverfisstofnunar á verndarsvæði Mývatns og Laxár, skoðaði hvaða möguleikar væru í stöðunni til að hreinsa verksummerkin, sem voru umfangsmikil enda búið að mála þúsundir steina.
Ekki var hægt að beita vatni með háþrýstidælu til að þrífa málninguna af steinunum og erfitt reyndist að róta jarðveginum upp þar sem jörðin er gaddfreðin utan nokkurra cm á yfirborðinu.
Úr varð að efni úr umhverfinu var notað til að hylja málninguna að mestu leyti. Örþunnt lag af þynntri, dökkgrárri málningu var sett yfir þá hvítu eins og lím og svo sandi og grjóti dreift yfir. "Þetta sést nánast ekkert núna, þegar þú ferð upp á fjallið þá sérðu þetta ekki nema þú vitir af þessu og sért virkilega að leita að því," segir Bergþóra.
"Hins vegar ætla ég að fara þegar næst verður úrkoma og jafna þetta aðeins með hrífu." Bergþóra bendir á að olíumálning eins og sú hvíta leysist ekki upp í náttúrunni nema á mörgum árum. Þótt hún sé falin er málningin því enn í umhverfinu.
"Það er sorglegt að fólk skuli gera þetta. Virðingin er engin."
Frétt mbl.is. Erfitt að skilja hvaða hvatir liggja að baki | "Þetta er eins gott og hægt er núna á meðan enn er svona mikið frost í jörðu," segir Bergþóra Kristjánsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Mývatni.
Ummerki um skemmdarverkin í Hverfjalli hafa verið hulin að mestu en málningin sem undir leynist leysist ekki upp næstu árin.
Skömmu fyrir mánaðamótin uppgötvaðist að mörgum lítrum af hvítri málningu hafði verið sprautað í gíg Hverfjalls, sem er friðlýst.
Á sama tíma var einnig krotað á klettavegg Grjótagjár.
Lögreglan á Húsavík hefur spellvirkin til rannsóknar.
Úr varð að efni úr umhverfinu var notað til að hylja málninguna að mestu leyti. |
Guðni Páll kominn til Víkur | Rétt fyrir kl. 16 í dag kom kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson að landi í Vík í Mýrdal eftir róður frá Alviðruhamarsvita. Hann hóf róðurinn í morgun og gekk hann vel.
Guðni Páll mun gista í Vík í nótt. Um helgina er svo stefnan tekin til Vestmannaeyjar þar sem hann mun heilsa uppá heimamenn, að því er segir á bloggi Guðna Páls.
"Flest ykkar vita af óhappinu sem Guðni Páll lenti í í gær en þá tapaði hann meðal annars, í sjóinn GPS tækinu og gerði okkur kleyft að fylgjast með honum á Spot-inu . Félagar Guðna Páls í Kayakklúbbnum brugðust skjótt við og eru nú á leiðinni til Vík með nýtt tæki. Alveg stórkostlegt að upplifa hvað margir eru að fylgjast með Guðna Páli og hve margir bregðast skjótt við til að hjálpa honum að halda áfram för sinni til að upplifa draum sinn, ná markmiðinu og um leið styðja hið góða málefni, Lífróður Samhjálpar ," segir á blogginu.
"Auðvitað var þetta sjokk" | Rétt fyrir kl. 16 í dag kom kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson að landi í Vík í Mýrdal eftir róður frá Alviðruhamarsvita. Hann hóf róðurinn í morgun og gekk hann vel.
Guðni Páll mun gista í Vík í nótt.
Um helgina er svo stefnan tekin til Vestmannaeyjar þar sem hann mun heilsa uppá heimamenn. |
Keflavíkurgrýla KR-inga dauð og grafin | KR-ingar unnu góðan sigur í Keflavík, 2:0, í Pepsi-deildinni í fótbolta í gærkvöldi en Baldur Sigurðsson skoraði bæði mörkin gegn sínum gömlu félögum.
KR hefur heldur betur snúið við blaðinu hvað varðar gengi liðsins í Keflavík en þar gekk liðinu ómögulega að vinna leiki lengi vel.
Keflavík kom aftur upp í efstu deild 2004 eftir fall úr henni 2002. Fyrstu fimm árin eftir endurkomuna var Keflavík með KR í vasanum á Keflavíkurvelli og vann viðureignir liðanna þar fjórum sinnum á fyrstu fimm árunum og gerði eitt jafntefli.
Willum Þór Þórsson, Magnús Gylfason, Teitur Þórðarson og Logi Ólafsson þurftu allir að horfa upp á KR-liðin tapa í Keflavík sem þjálfarar en Teitur náði þó í jafntefli árið 2007.
Logi var svo fyrsti maðurinn til að stýra KR til sigurs á Keflavíkurvelli eftir endurkomu Keflvíkinga í efstu deild en KR tókst loks að vinna í Keflavík 2009 þegar Gunnar Örn Jónsson og Björgólfur Takefusa skoruðu mörk vesturbæjarliðsins í 2:1-sigri.
Síðan þá hefur gengið verið mun betra hjá KR-ingum í Keflavík og hefur Rúnar Kristinsson bætt við þremur sigrum þar og náð einu jafntefli en það var í fyrra.
Keflavíkurgrýlan hefur því svo sannarlega verið jörðuð hjá KR-ingum og geta þeir nú farið að tala um hversu vel liðinu gengur í Keflavík í staðinn fyrir mýtuna um að liðinu gangi alltaf bölvanlega í Bítlabænum.
Leikir Keflavíkur og KR í Keflavík 2004-2008:
2004: Keflavík - KR 3:1
Stefán Gíslason, Scott Ramsey, Hörður Sveinsson. – Arnar Gunnlaugsson
2005: Keflavík - KR 2:1
Guðmundur Steinarsson (2) – Bjarnólfur Lárusson.
2006: Keflavík - KR 3:0
Magnús Sverrir Þorsteinsson, Daniel Severino, Símun Samuelsen.
2007: Keflavík - KR 1:1
Símun Samuelsen. – Björgólfur Takefusa.
2008: Keflavík - KR 4:2
Guðmundur Steinarsson (2), Hörður Sveinsson, Símun Samuelsen. – Björgólfur Takefusa (2).
Keflavík: Fjórir sigrar, eitt jafntefli.
Leikir Keflavíkur og KR í Keflavík 2009-2013:
2009: Keflavík - KR 1:2
Guðmundur Steinarsson. – Gunnar Örn Jónsson, Björgólfur Takefusa.
2010: Keflavík - KR 0:1
Kjartan Henry Finnbogason.
2011: Keflavík - KR 2:3
Frans Elvarsson, Magnús Þórir Matthíasson. – Baldur Sigurðsson (2), Aron Bjarki Jósepsson.
2012: Keflavík - KR 1:1
Guðmundur Steinarsson. – Emil Atlason 57.
2013: Keflavík - KR 0:2
BalduR Sigurðsson (2).
KR: Fjórir sigrar, eitt jafntefli | KR-ingar unnu góðan sigur í Keflavík, 2:0, í Pepsi-deildinni í fótbolta í gærkvöldi.
KR hefur heldur betur snúið við blaðinu hvað varðar gengi liðsins í Keflavík.
Willum Þór Þórsson, Magnús Gylfason, Teitur Þórðarson og Logi Ólafsson þurftu allir að horfa upp á KR-liðin tapa í Keflavík sem þjálfarar.
Logi var svo fyrsti maðurinn til að stýra KR til sigurs á Keflavíkurvelli eftir endurkomu Keflvíkinga í efstu deild.
KR tókst loks að vinna í Keflavík 2009 þegar Gunnar Örn Jónsson og Björgólfur Takefusa skoruðu mörk vesturbæjarliðsins í 2:1-sigri.
Síðan þá hefur gengið verið mun betra hjá KR-ingum í Keflavík. |
Of mikil lundaveiði í Eyjum | Doktor í líffræði telur að undanfarna áratugi hafi lundaveiði í Vestmannaeyjum verið að jafnaði helmingi meiri en sjálfbær viðmið segja til um.
Þetta kemur fram í niðurstöðum í rannsókn Dr. Erps Snæs Hansens, líffræðings hjá Náttúrustofu Suðurlands, á lundastofninum í Vestmannaeyjum. "Veiðar hafa verið of miklar síðustu hálfa öld," segir Erpur.
Sjálfbært veiðimagn 36.300 fuglar
Heildar lundastofninn á Íslandi er um 2,5-3 milljónir fugla. Mest er veitt af lunda í Vestmannaeyjum og var lundastofninn þar metinn um 830 þúsund pör árið 2010. Þar hafa að meðaltali verið veiddir 77.600 fuglar ári á árunum 1968-2007. Samkvæmt útreikningum er sjálfbært veiðimagn á sama tíma 36.300 fuglar.
Ekki tilkynnt um alla veidda fugla
Erpur segir að einhverra hluta vegna sé ekki tilkynnt um alla þá fugla sem veiddir eru. Þannig fari veiðidagbækur ekki saman við þær tölur sem gefnar eru upp til Umhverfisstofnunar.
"Það er losarabragur á því hvernig menn tilkynna um veiði sína. Gögn sýna að einungis helmingur af því sem er veitt er gefið upp. M.ö.o. það vantar helminginn af veiðinni miðað við veiðidagbækur veiðifélaga í Vestmannaeyjum," segir Erpur.
Niðurstöður kynntar í haust
Hann segir að mjög góðar tölur berist frá skotveiðimönnum til Umhverfisstofnunar. En lundaveiðar séu annars eðlis og hann kann ekki sérstakar skýringar á því hvers vegna rangar veiðitölur berist til Umhverfisstofnunar. "Ég held að þetta sé vandamál á landsvísu. Það eru á milli 100-200 menn sem veiða flesta þessa fugla," segir Erpur.
Fyrirhuguð er útgáfa í haust þar sem rannsóknarniðurstöður Erps eru kynntar. Ná þær til lunda en einnig til annarra tegunda svartfugla. | Doktor í líffræði telur að undanfarna áratugi hafi lundaveiði í Vestmannaeyjum verið að jafnaði helmingi meiri en sjálfbær viðmið segja til um.
Þetta kemur fram í niðurstöðum í rannsókn Dr. Erps Snæs Hansens á lundastofninum í Vestmannaeyjum.
Heildar lundastofninn á Íslandi er um 2,5-3 milljónir fugla.
Mest er veitt af lunda í Vestmannaeyjum og var lundastofninn þar metinn um 830 þúsund pör árið 2010.
Erpur segir að einhverra hluta vegna sé ekki tilkynnt um alla þá fugla sem veiddir eru.
"Það eru á milli 100-200 menn sem veiða flesta þessa fugla," segir Erpur. |
Breyta ásýnd Borgartúnsins | Meiri gróður, nýjar gangstéttir beggja vegna götunnar, nýir ljósastaurar, hjólastígar og miðeyjar í götu til að auka öryggi gangandi vegfarenda eru meðal breytinga sem gerðar verða á Borgartúni í sumar. Eftir framkvæmdirnar mun Borgartúnið verða falleg nútímaleg borgargata, segir Davíð Baldursson verkefnisstjóri, í frétt á vef Reykjavíkurborgar.
Kynningarfundur um framkvæmdirnar verður haldinn fimmtudaginn 6. júní kl. 14.00 í Borgartúni 12 – 14, 7. hæð. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eru eindregið hvattir til að mæta. Til að takmarka áhrif framkvæmda á umferð verður þeim áfangaskipt og verður sú verkáætlun kynnt á fundinum.
Aðskildir hjólastígar með einstefnu verða lagðir beggja vegna götunnar milli Katrínartúns (Höfðatúns) og Sóltúns. Vestan Katrínartúns verður lagður hjólastígur sunnan götunnar. Núverandi gangstéttar verða endurnýjaðar og einnig verður ný gangstétt lögð sunnan götunnar þar sem hana vantar. Eftir breytingar verða því samfelldar gönguleiðir beggja vegna götunnar.
Með framkvæmdunum verður bætt öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Gróðursvæði verður komið fyrir milli götunnar og hjólastíga. Skipt verður um ljósastaura í götunni. Fjórum miðeyjum verður bætt við til að auðvelda gangandi vegfarendum að fara yfir götuna.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við verkið hefjist í lok júní og verður stefnt að verklokum 1. nóvember. Áætlaður heildarkostnaður við endurgerð Borgartúns frá Snorrabraut að Sóltúni er 230 milljónir króna. | Meiri gróður, nýjar gangstéttir beggja vegna götunnar, nýir ljósastaurar, hjólastígar og miðeyjar í götu til að auka öryggi gangandi vegfarenda eru meðal breytinga sem gerðar verða á Borgartúni í sumar.
Eftir framkvæmdirnar mun Borgartúnið verða falleg nútímaleg borgargata.
Kynningarfundur um framkvæmdirnar verður haldinn fimmtudaginn 6. júní kl. 14.00 í Borgartúni 12 – 14, 7. hæð.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við verkið hefjist í lok júní og verður stefnt að verklokum 1. nóvember.
Áætlaður heildarkostnaður við endurgerð Borgartúns frá Snorrabraut að Sóltúni er 230 milljónir króna. |
Hækkar hratt í Hálslóni | Vorflóð eru hafin á vatnasviði Fljótsdalsstöðvar og hækkar nú hratt í Hálslóni. Þann 30. maí fór að hækka í lóninu eftir samfellda lækkun frá því í september í fyrra. Lægst fór lónið í um 570 metra yfir sjávarmáli þann 28. maí síðastliðinn. Innrennslið hefur aukist dag frá degi og hækkar nú um hálfan metra á dag í Hálslóni.
Mikill snjór er á vatnasviðinu þannig að búist er við því að hratt hækki í lóninu á næstu vikum ef hlýindi haldast, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.
Óvenjulegt veðurfar í vetur leiddi til þess að staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar á Norður- og Austurlandi var verri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi vetrar. Af þessum sökum dró Landsvirkjun úr raforkuvinnslu í Blöndustöð og Fljótsdalsstöð eins og kostur var og jók þess í stað vinnslu í aflstöðvum á vatnasviði Tungnaár og Þjórsár. Flutningskerfi Landsnets takmarkar hins vegar verulega svigrúm til orkuflutnings milli landshluta.
Landsvirkjun óskaði eftir því við Alcoa Fjarðaál að draga tímabundið úr orkunotkun og tilkynnti um mögulega orkuskerðingu eins og gert er ráð fyrir í samningum milli fyrirtækjanna. Í ljósi batnandi stöðu í Hálslóni nú mun ekki þurfa að grípa til boðaðra skerðinga. | Vorflóð eru hafin á vatnasviði Fljótsdalsstöðvar og hækkar nú hratt í Hálslóni.
Innrennslið hefur aukist dag frá degi og hækkar nú um hálfan metra á dag í Hálslóni.
Mikill snjór er á vatnasviðinu þannig að búist er við því að hratt hækki í lóninu á næstu vikum ef hlýindi haldast.
Óvenjulegt veðurfar í vetur leiddi til þess að staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar á Norður- og Austurlandi var verri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi vetrar. |
Áfangi í olíuleit á Drekasvæðinu | Eitt af stærri olíufélögum heims, CNOOC Ltd. frá Kína, hefur í dag gengið inn í umsókn um leitar- og vinnsluleyfi olíu og gass á Drekasvæðinu, ásamt íslenska olíufélaginu Eykon Energy ehf.
"Þetta má telja marka tímamót í sögu olíuleitar Íslendinga, enda hefur félag af sambærilegri stærðargráðu ekki áður sýnt áhuga sinn á Drekasvæðinu í verki," segir í tilkynningu frá Eykon Energy.
Fram kemur, að CNOOC sé eitt af þremur stóru olíufélögunum í Kína. Það sé skráð í kauphöllum Hong Kong og New York og sé markaðsvirði þess í kringum 79 milljarðar dollara – rúmlega 9.600 milljarðar íslenskra króna. Það sé því um það bil hundrað sinnum stærra en þau fyrirtæki sem hafi fengið úthlutað leyfum á Drekasvæðinu, til samans.
Þá segir, að CNOOC stundi leit og vinnslu á olíu og gasi í öllum heimsálfum. Fyrirtækið sé t.a.m. með stærri fyrirtækjum í vinnslu olíu og gass í Kanada í gegnum dótturfélag sitt, Nexen. Það sé einnig einn stærsti leyfishafinn í breska hluta Norðursjávar.
Mögulega mun norska ríkisolíufélagið Petoro bætast við hópinn, verði umsóknin samþykkt, en norska ríkið ákvað sem kunnugt er að Petoro yrði hluthafi í þeim tveimur leyfum sem búið er að úthluta á Drekasvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Fjárhagslegir hagsmunir ríkisins tryggðir
"Vart þarf að taka fram, að kínverska fyrirtækið verður eins og hver annar þátttakandi í olíuleitar- og vinnsluleyfinu, verði umsóknin samþykkt. Það gengur inn í umsóknina að frumkvæði Eykons Energy, sem er íslenskt félag. Fáist leyfið, hlýtur félagið ekki nein óvenjuleg réttindi, heldur einungis hlut í hugsanlegri olíu- eða gasvinnslu á leyfissvæðinu í framtíðinni. Það verður að fara í einu og öllu eftir íslenskum lögum og reglum í starfsemi sinni hér við land, eins og önnur fyrirtæki sem hér starfa.
Fjárhagslegir hagsmunir íslenska ríkisins eru tryggðir, því það fær til sín mikinn hluta hagnaðar af allri olíu- eða gasvinnslu á svæðinu í framtíðinni, í gegnum skattheimtu. Þannig má í raun segja að ríkið sé stór hluthafi í þessu áhættuverkefni, án þess að leggja fram hlutafé í byrjun," segir í tilkynningu Eykon Energy.
"Hver borhola getur kostað tugi milljarða króna, og rannsóknir þar á undan velta milljörðum. Nálgun íslenska ríkisins er skynsamleg, að mati Eykons Energy. Olíuleit er áhættufjárfesting og rétt er að einkaaðilar taki þá áhættu á eigin reikning, þannig að almenningur sitji ekki eftir með sárt ennið. Reynslan úr fjármálaheiminum síðustu ár sýnir, að best er að ekki sé mögulegt að varpa áhættunni af fjárfestingum á herðar annarra. Kínverska fyrirtækið, ásamt öðrum aðilum leyfisins, fjárfestir og tekur áhættuna. Að mati Eykons Energy er mikill fengur fyrir Íslendinga í áhuga félagsins og þátttöku, því í þeim umsvifum sem fylgja mögulegri starfsemi þess felast mikil tækifæri fyrir íslenskt efnahagslíf," segir ennfremur. | Eitt af stærri olíufélögum heims, CNOOC Ltd. frá Kína, hefur í dag gengið inn í umsókn um leitar- og vinnsluleyfi olíu og gass á Drekasvæðinu, ásamt íslenska olíufélaginu Eykon Energy ehf.
Fram kemur, að CNOOC sé eitt af þremur stóru olíufélögunum í Kína.
Þá segir, að CNOOC stundi leit og vinnslu á olíu og gasi í öllum heimsálfum.
Mögulega mun norska ríkisolíufélagið Petoro bætast við hópinn.
Fjárhagslegir hagsmunir íslenska ríkisins eru tryggðir, því það fær til sín mikinn hluta hagnaðar af allri olíu- eða gasvinnslu á svæðinu í framtíðinni, í gegnum skattheimtu.
"Hver borhola getur kostað tugi milljarða króna, og rannsóknir þar á undan velta milljörðum." |
'"Forsetanum er frjálst að tjá sig"' | "Forsetanum er frjálst að tjá sig en það er vitanlega ríkisstjórnin sem mótar stefnuna," segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, spurður út í ummæli í Ólafs Ragnars Grímssonar við þingsetningu í dag.
Í ræðu sinni við þingsetningu sagði forsetinn meðal annars að viðræður við Evrópusambandið gengju allt of hægt þar sem ekki væri mikill vilji innan sambandsins til að ljúka viðræðum. Ástæðuna sagði hann vera þann ótta sem væri innan sambandsins um að Ísland myndi fella samninginn líkt og Norðmenn hefðu gert tvívegis. "Mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til ljúka þeim (viðræðunum) á næstu árum," sagði Ólafur Ragnar við þingsetninguna.
Össur Skarphéðinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, kallaði eftir því í frétt á RÚV að forseti Íslands myndi tilgreina hvaða ríki ESB vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Kallaði hann jafnframt eftir því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, myndi inna forsetann um svör þess efnis.
Gunnar Bragi segir að hann muni ekki tala við forsetann til þess að fá hann til að skýra ummæli sín nánar. "Ég lít svo á að þetta sé hans mat eftir samtal sitt við fólk. Ég hef enga ástæðu til að spyrja hann nánar út í þetta. Forseti Íslands hefur alltaf tjáð hug sinn," segir Gunnar Bragi. | "Forsetanum er frjálst að tjá sig en það er vitanlega ríkisstjórnin sem mótar stefnuna," segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, spurður út í ummæli í Ólafs Ragnars Grímssonar við þingsetningu í dag.
Í ræðu sinni við þingsetningu sagði forsetinn meðal annars að viðræður við Evrópusambandið gengju allt of hægt þar sem ekki væri mikill vilji innan sambandsins til að ljúka viðræðum.
Ástæðuna sagði hann vera þann ótta sem væri innan sambandsins um að Ísland myndi fella samninginn.
Gunnar Bragi segir að hann muni ekki tala við forsetann til þess að fá hann til að skýra ummæli sín nánar. |
Vill rannsaka kjöt í ESB betur | Yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu er hlynntur því að aftur verði tekin DNA-sýni úr kjöti sem framleitt er og dreift innan svæðisins til kanna hvort enn megi finna hrossakjöt í vörum sem sagðar eru innihalda nautakjöt.
Mörg þúsund slík sýni voru tekin í mars og apríl og var niðurstaðan sú að í einu af hverjum 20 sýnum mátti greina hrossakjöt í vörum sem sagðar voru innihalda eingöngu nautakjöt. Tonio Borg, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB segir að þetta hlutfall hafi verið lágt en hann vilji að það sé enn lægra.
"Þess vegna styð ég það að farið verði aftur í sýnatökur til að athuga hvort þetta hafi breyst eða viðgangist enn," segir Borg. Hann segir að ESB-löndin verði að samþykkja slíkt eftirlit.
Borg sagði í vetur, er hrossakjötshneykslið náði hámarki, að vandinn fælist fyrst og fremst í því að verið væri að svindla vísvitandi á neytendum, hrossakjöt væri selt sem nautakjöt. Málið snerist því ekki um matvælaöryggi enda hefðu rannsóknir sýnt að hrossakjötið væri í langflestum tilvikum hæft til neyslu.
Hann ítrekaði þetta í dag en benti á að nota mætti kerfi innan ESB sem kannar matvælaöryggi einnig til að fylgjst með hugsanlegum vörusvikum.
Miklu máli skipti að heilbrigðisyfirvöld ESB-landanna geti fljótt og vel skipst á upplýsingum. | Yfirmaður heilbrigðismála hjá Evrópusambandinu er hlynntur því að aftur verði tekin DNA-sýni úr kjöti sem framleitt er og dreift innan svæðisins til kanna hvort enn megi finna hrossakjöt í vörum sem sagðar eru innihalda nautakjöt.
Mörg þúsund slík sýni voru tekin í mars og apríl.
Var niðurstaðan sú að í einu af hverjum 20 sýnum mátti greina hrossakjöt í vörum sem sagðar voru innihalda eingöngu nautakjöt.
Hann ítrekaði þetta í dag en benti á að nota mætti kerfi innan ESB sem kannar matvælaöryggi einnig til að fylgjst með hugsanlegum vörusvikum. |
Nær 20 kíló af skartgripum tekin | Tollverðir lögðu hald á nær tuttugu kíló af skartgripum, sem erlendur karlmaður er kom með Norrænu hingað fyrr í þessum mánuði, hugðist koma inn í landið. Um var að ræða hálsmen, hringa og armbönd. Maðurinn var á ferð ásamt þremur öðrum og hafði fólkið falið varninginn í bifreiðum sínum sem það flutti með Norrænu hingað.
Tollafgreiðsla ferjunnar stóð yfir þegar fjórmenningarnir, tveir karlmenn og tvær konur á aldrinum frá þrítugu til rúmlega fertugs mættu til afgreiðslu í græna hliðið. Við leit í bifreiðum þeirra fundust skartgripirnir, á sjöunda hundrað stykki. Um var að ræða skart sem virtist úr gulli eða gullhúðað, en reyndist vera úr messing. Leikur grunur á að fólkið hafi ætlað að koma því í verð hér. En þar sem skartgripunum var ekki framvísað, eins og skylt er samkvæmt gildandi lögum og reglum, og verðmæti þeirra umfram tollfrjálsar heimildir var hald lagt á varninginn. Að auki var einn ferðalanganna, sem gekkst við því að eiga góssið, með það magn af tollfrjálsum varningi, sem honum var heimilt að taka með sér til landsins. Hann greiddi sekt vegna hins ólöglega innflutnings og féllst á upptöku skartgripanna. | Tollverðir lögðu hald á nær tuttugu kíló af skartgripum, sem erlendur karlmaður er kom með Norrænu hingað fyrr í þessum mánuði, hugðist koma inn í landið.
Maðurinn var á ferð ásamt þremur öðrum og hafði fólkið falið varninginn í bifreiðum sínum sem það flutti með Norrænu hingað.
Leikur grunur á að fólkið hafi ætlað að koma því í verð hér.
Hann greiddi sekt vegna hins ólöglega innflutnings og féllst á upptöku skartgripanna. |
Fá svigrúm til haustfundar | Alþingi fær svigrúm fram til haustfundar Evrópuráðsþingsins til að gera breytingar á skipan Íslandsdeildar, en samkvæmt reglum Evrópuráðsþingsins þurfa sendinefndir allra aðildarríkja að vera skipaðar a.m.k. aðalmönnum af báðum kynjum.
Eins og fram kom á mbl.is vakti José Mendes Bota, einn fulltrúa Portúgal, máls á skipan Íslandsdeildarinnar og benti á að hún sé eingöngu skipuð karlmönnum. Sérstök nefnd tók málið til athugunar og hefur komist að niðurstöðu.
Íslandsdeildin heldur fullum atkvæðarétti þar til á haustfundi sem hefst 30. september nk.
Í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins voru skipaðir þrír karlmenn, þeir Karl Garðarsson fyrir Framsóknarflokk, Brynjar Níelsson fyrir Sjálfstæðisflokk og Ögmundur Jónasson fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Ekki er vaninn að flokkarnir hafi samráð sín á milli við skipan í nefndir og það uppgötvaðist ekki fyrr en eftir á að skipan Íslandsdeildar bryti í bága við reglur Evrópuráðsins um kynjakvóta. Ekki náðist að leysa vandann fyrir sumarfund Evrópuráðsþingsins, sem hófst 24. júní sl., en flokkarnir hétu því fyrir fundinn að málið yrði leyst fyrir haustfund. | Alþingi fær svigrúm fram til haustfundar Evrópuráðsþingsins til að gera breytingar á skipan Íslandsdeildar.
Samkvæmt reglum Evrópuráðsþingsins þurfa sendinefndir allra aðildarríkja að vera skipaðar a.m.k. aðalmönnum af báðum kynjum.
Íslandsdeildin heldur fullum atkvæðarétti þar til á haustfundi sem hefst 30. september nk.
Ekki er vaninn að flokkarnir hafi samráð sín á milli við skipan í nefndir.
Það uppgötvaðist ekki fyrr en eftir á að skipan Íslandsdeildar bryti í bága við reglur Evrópuráðsins um kynjakvóta. |
Skyldaðir til að heimsækja aldraða ættingja | Lög tóku gildi í Kína í dag þar sem fólk er skyldað til að heimsækja ættingja sína sem komnir eru á gamals aldur. Lögin hafa verið gagnrýnd nokkuð og netverjar hæðst óspart að þeim.
Að sögn dagblaðsins Global Times þá neyða lögin börn til að heimsækja foreldra sína. Rúm 14% Kínverja, eða 194 milljónir, eru yfir sextugu og má rekja vaxandi hlutfall eldri borgara til bannsins við því að fólk í þéttbýli eignist fleiri en eitt barn en það tók gildi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar.
Hafa margir lýst yfir áhyggjum sínum af því að á mörgum heimilum sé að finna "tóm hreiður", þar sem börnin hafi ráðið sig í vinnu í öðrum landshluta. Hafa fréttir af vanrækslu eða misnotkun á eldra fólki valdið mikilli hneykslan. Á síðasta ári vakti það mikla athygli þegar í ljós kom að bóndi nokkur lét 100 ára móður sína sofa í svínastíu.
Þótt netnotendur í Kína beri yfirleitt aðeins umhyggju fyrir eldra fólki, sem er afar virt í fjölskyldum þar í landi, eru margir afar gagnrýnir á þessi nýju lög og hafa látið óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. "Setur land það virkilega í lög að virða beri foreldra?" segir í einni af átta milljónum athugasemda við fréttina á örblogginu Sina Weibo. "Þetta er einfaldlega móðgun við þjóðina."
Annar sagði: "Ríkisstjórnin notar löggjöf til að vernda þá eldri, en í raun og veru er þetta aðeins til þess að færa sökina yfir á börnin. Ríkisstjórnin hefði átt að hugsa út í hvernig hún ætlaði að leysa þetta vandamál þegar hún bannaði fólki að eignast fleiri en eitt barn." | Lög tóku gildi í Kína í dag þar sem fólk er skyldað til að heimsækja ættingja sína sem komnir eru á gamals aldur.
Lögin hafa verið gagnrýnd nokkuð og netverjar hæðst óspart að þeim.
Rúm 14% Kínverja, eða 194 milljónir, eru yfir sextugu.
Má rekja vaxandi hlutfall eldri borgara til bannsins við því að fólk í þéttbýli eignist fleiri en eitt barn. |
Ráðherra segir af sér vegna fóstureyðinga | Evrópuráðherra Írlands, Lucinda Creighton, hefur staðfest að hún ætli að segja af sér ráðherradómi eftir að hún greiddi atkvæði gegn ríkisstjórninni í atkvæðagreiðslu í neðri deild írska þingsins um lagafrumvarp sem heimila á fóstureyðingar ef læknar telja að hætta sé á að móðirin taki sitt eigið líf.
Creighton var rekin úr þingflokki Fine Gael, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands ásamt Verkamannaflokknum, í gær vegna málsins en lagafrumvarpið var endanlega afgreitt eftir miðnætti síðastliðna nótt. Fram kemur á fréttavef írska dagblaðsins Irish Independent að pólitísk framtíð hennar sé óljós í kjölfar þessara atburða en ríkisstjórnin lagði mikla áherslu á að þingmenn hennar styddu frumvarpið. Auk Creightons lögðust fjórir aðrir þingmenn Fine Gael gegn því.
Creighton tók við embætti Evrópuráðherra Írlands í mars 2011 og hefur hún verið talin mikil vonarstjarna innan Fine Gael en hún er 33 ára að aldri. Hún kom meðal annars til Íslands í byrjun þessa árs í tengslum við umsóknina um inngöngu Íslands í Evrópusambandið en Írar fóru með forsætið innan sambandsins á fyrrihluta ársins. Fundaði hún af því tilefni með íslenskum ráðamönnum og ræddi við fjölmiðla.
Creighton segir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær að hún telji meðal annars að læknisfræðileg rök sem færð hafi verið fyrir lagafrumvarpinu standist ekki skoðun. Þá hafi Fine Gael heitið því fyrir síðustu þingkosningar að flokkurinn myndi ekki beita sér fyrir því að slíkt frumvarp yrði lagt fram og að hún telji að standa eigi við kosningaloforð. Hún hafi ekki getað gengið gegn því loforði. | Evrópuráðherra Írlands, Lucinda Creighton, hefur staðfest að hún ætli að segja af sér ráðherradómi eftir að hún greiddi atkvæði gegn ríkisstjórninni í atkvæðagreiðslu í neðri deild írska þingsins um lagafrumvarp sem heimila á fóstureyðingar ef læknar telja að hætta sé á að móðirin taki sitt eigið líf.
Creighton var rekin úr þingflokki Fine Gael, sem myndar núverandi ríkisstjórn Írlands ásamt Verkamannaflokknum.
Pólitísk framtíð hennar sé óljós í kjölfar þessara atburða en ríkisstjórnin lagði mikla áherslu á að þingmenn hennar styddu frumvarpið.
Creighton segir í yfirlýsingu að hún telji meðal annars að læknisfræðileg rök sem færð hafi verið fyrir lagafrumvarpinu standist ekki skoðun. |
Neyddir til að láta bætur af hendi | Fjórum eldri mönnum var haldið föngnum í um áratug á heimili í Texas í Bandaríkjunum en samkvæmt AFP-fréttaveitunni voru þeir neyddir til að láta af hendi tryggingabætur sínar.
Mennirnir bjuggu við mjög bágar aðstæður í bílskýli hússins og neyddust þeir m.a. til þess að sofa á gólfinu. Þá höfðu þeir engan aðgang að salerni en eina húsgagnið sem fannst í bílskýlinu var forláta stóll.
Ekki er ljóst hversu lengi mennirnir hafa verið í bílskýlinu en einn þeirra kveðst hafa verið þar í um tíu ár. Mennirnir eru á aldrinum 50 til 80 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Texas voru þrír mannanna mjög illa haldnir og vannærðir er þeir fundust. Þurfti því að flytja þá undir læknishendur.
"Þeir voru ginntir þangað með fyrirheitum um vindlinga og bjór. Síðan var þeim meinað að yfirgefa húsið og neyddir til þess að láta af hendi tryggingabætur sínar," segir talsmaður lögreglunnar við fréttamann AFP-fréttaveitunnar.
Þrjár þroskaheftar konur fundust einnig en ekki er ljóst hvort þær hafi verið þvingaðar til að búa í húsinu.
Upp komst um málið eftir að lögreglu barst tilkynning um að fólk væri vistað gegn vilja sínum í húsinu.
Einn hefur verið handtekinn vegna málsins og stendur rannsókn lögreglu enn yfir. | Fjórum eldri mönnum var haldið föngnum í um áratug á heimili í Texas í Bandaríkjunum.
Samkvæmt AFP-fréttaveitunni voru þeir neyddir til að láta af hendi tryggingabætur sínar.
Mennirnir bjuggu við mjög bágar aðstæður í bílskýli hússins.
Einn þeirra kveðst hafa verið þar í um tíu ár.
Þrjár þroskaheftar konur fundust einnig.
Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. |
Sala til Verne Holding fól í sér ríkisstyrk | EFTA-dómstóllinn hefur staðfest niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að íslensk stjórnvöld hafi árið 2008 veitt ólögmætan ríkisstyrk við sölu fasteigna til Verne Holdings.
Málavextir í málinu eru þeir að Verne og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. ("Þróunarfélagið"), sem var alfarið í eigu íslenska ríkisins, gerðu þann 26. febrúar 2008 samning um að Verne keypti fimm fasteignir á svæði varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll. Kaupverðið nam 14,5 milljónum Bandaríkjadala, eða á þeim tíma ígildi 957 milljóna íslenskra króna.
Ríkið tapaði málinu hjhá ESA
Í ákvörðuninni sem deilt var um í málinu komst ESA að þeirri niðurstöðu að sala ríkisins á þessum eignum fæli í sér ríkisstyrk sem væri í andstöðu við EES-samninginn. ESA taldi að þar sem KADECO hefði ekki fylgt leiðbeiningarviðmiðum stofnunarinnar um sölu fasteigna þá væri ekki hægt að ganga út frá því að salan félli utan reglna um ríkisstyrki. ESA lagði í því sambandi áherslu á að einungis ein fasteignanna hefði verið auglýst sérstaklega í íslenskum dagblöðum. Þess utan hefðu auglýsingar aðeins verið birtar á heimasíðu Þróunarfélagsins þar sem kallað hefði verði eftir hugmyndum um uppbyggingu svæðisins.
Í ljósi þess að ekki væri hægt að ganga út frá því að viðskiptin féllu utan reglna um ríkisstyrki, taldi ESA að áreiðanlegasta viðmiðið fyrir markaðsvirði eignanna væri fólgið í opinberu fasteignamati þeirra sem Fasteignaskrá hefði látið gera. Vísaði ESA þá til þess að samkvæmt Fasteignaskrá hefði heildarandvirði fasteignanna fimm numið 1.177.850.000 íslenskra króna þegar viðskiptin fóru fram og komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu að mismunur matsvirðisins og söluverðsins - sem svaraði til
220.850.000 íslenskra króna – fæli í sér ríkisstyrk.
Málatilbúnaður íslenskra stjórnvalda fyrir EFTA-dómstólnum byggðist í fyrsta lagi á því að ESA hefði ekki sýnt fram á að fasteignirnar hefðu verið seldar undir markaðsvirði, þar sem ESA hefði ekki kannað söluferlið, auk þess sem verulegir annmarkar væru á því hvernig stofnunin hefði metið markaðsvirði fasteignanna. Í öðru lagi hefði ESA hvorki aflað nægilegra upplýsinga í málinu né rökstutt ákvörðun sína með viðhlítandi hætti.
Dómstóllinn hafnaði málatilbúnaði íslenskra stjórnvalda um að ESA hefði ekki sýnt fram á að fasteignirnar hefðu verið seldar undir markaðsvirði. Taldi dómstóllinn í fyrsta lagi ekkert við þá niðurstöðu ESA að athuga að söluferli fasteignanna hefði ekki verið nægilega auglýst í merkingu leiðbeiningarviðmiða stofnunarinnar um sölu fasteigna. Dómstóllinn lagði í því sambandi áherslu á að fjórar fasteignanna hefðu einungis verið auglýstar á heimasíðu Þróunarfélagsins og ekkert í málinu benti til þess að sú vefsíða væri heppilegur vettvangur til að ná til allra kaupenda.
Í öðru lagi taldi dómstóllinn að engir verulegir annmarkar væru á því hvernig ESA hefði metið markaðsvirði eignanna og að ESA hefði að því leyti reitt sig á matsverð Fasteignaskrár Íslands. Í því sambandi vísaði dómstóllinn sérstaklega til þess að í tölvubréfi til ESA frá 13. maí 2012 hefðu íslensk stjórnvöld sjálf veitt ESA þær upplýsingar að það matsvirði sem Fasteignaskrá Íslands legði til grundvallar við ákvörðun skattstofns, endurspeglaði að öllu jöfnu markaðsverð fasteignar.
Dómstóllinn hafnaði einnig málatilbúnaði íslenskra stjórnvalda um að ESA hefði ekki upplýst málið nægilega vel eða ekki gætt hlutlægni við rannsókn þess. Þá taldi dómstóllinn að rökstuðningur ESA fyrir ákvörðuninni hefði verið nægilega greinargóður til að fullnægja kröfum til efnis slíks rökstuðnings. | EFTA-dómstóllinn hefur staðfest niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að íslensk stjórnvöld hafi árið 2008 veitt ólögmætan ríkisstyrk við sölu fasteigna til Verne Holdings.
Verne og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., sem var alfarið í eigu íslenska ríkisins, gerðu þann 26. febrúar 2008 samning um að Verne keypti fimm fasteignir á svæði varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll.
Komst ESA að þeirri niðurstöðu að sala ríkisins á þessum eignum fæli í sér ríkisstyrk sem væri í andstöðu við EES-samninginn.
Í ljósi þess að ekki væri hægt að ganga út frá því að viðskiptin féllu utan reglna um ríkisstyrki, taldi ESA að áreiðanlegasta viðmiðið fyrir markaðsvirði eignanna væri fólgið í opinberu fasteignamati þeirra sem Fasteignaskrá hefði látið gera.
Málatilbúnaður íslenskra stjórnvalda fyrir EFTA-dómstólnum byggðist í fyrsta lagi á því að ESA hefði ekki sýnt fram á að fasteignirnar hefðu verið seldar undir markaðsvirði, þar sem ESA hefði ekki kannað söluferlið, auk þess sem verulegir annmarkar væru á því hvernig stofnunin hefði metið markaðsvirði fasteignanna.
Í öðru lagi hefði ESA hvorki aflað nægilegra upplýsinga í málinu né rökstutt ákvörðun sína með viðhlítandi hætti. |