Title
stringlengths 13
130
| Text
stringlengths 820
5.11k
| Summary
stringlengths 208
1.5k
|
---|---|---|
'"Eins og maður væri ekki í framboði"' | Ari Jósepsson hefur hætt við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Í dag átti að skila inn undirskriftum meðmælenda til yfirkjörstjórna. Að lágmarki þurfti 1.500 undirskriftir samtals úr öllum landsfjórðungum. Ari segir að hann hafi verið langt kominn með söfnunina en að baráttan væri orðin "mikið rugl" og að aðeins þrír mögulegir frambjóðendur fengju alla athygli fjölmiðla. Hann hafi því ákveðið að hætta við.
"Mér fannst eins og maður væri ekki í framboði. Voru svo margir, en það er eins og það séu bara Davíð Oddsson, Guðni Th og Andri í framboði, bara fjallað um þá," segir Ari. Bendir hann t.d. á að Sturla Jónsson hafi sjaldan verið nefndur þótt Ari hafi sjálfur haft mikið álit á honum. Rúv sagði fyrst frá ákvörðun Ara.
Ari segist því leggja forsetahugmyndirnar til hliðar þar sem framundan hefði verið mikil vinna sem óljóst er að hefði skilað miklu. "Ég var ekki að fara að leggja rosa vinnu í þessar kosningar eins og staða er í dag, þetta er orðið svo mikið rugl."
Ari segist nú ætla að farga öllum undirskriftunum í blaðatætara, en hann segist hafa verið kominn langleiðina með að fá undirskriftir. ÞAnnig hafi fólk tekið vel í framboð hans. | Ari Jósepsson hefur hætt við forsetaframboð sitt.
Í dag átti að skila inn undirskriftum meðmælenda til yfirkjörstjórna.
Að lágmarki þurfti 1.500 undirskriftir samtals úr öllum landsfjórðungum.
Ari segir að hann hafi verið langt kominn með söfnunina en að baráttan væri orðin "mikið rugl" og að aðeins þrír mögulegir frambjóðendur fengju alla athygli fjölmiðla.
Hann hafi því ákveðið að hætta við.
Ari segist nú ætla að farga öllum undirskriftunum í blaðatætara. |
Kristín Ýr bjargaði stigi fyrir Val | Valur og KR skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust á Hlíðarenda í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR var hársbreidd frá því að leggja Valskonur sem jöfnuðu metin aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok.
Margrét Lára Viðarsdóttir átti skot í stöng KR-marksins strax á þriðju mínútu leiksins, en það var hins vegar KR sem komst yfir. Þar var að verki hin sautján ára gamla Ásdís Karen Halldórsdóttir sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. 1:0 fyrir KR í hálfleik.
Valskonur sóttu í sig veðrið eftir hlé, en Hrafnhildur Agnarsdóttir reyndist þeim erfið í marki KR. Það var ekki fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok sem sókn þeirra bar árangur. Varamaðurinn Hlín Eiríksdóttir sendi þá boltann á annan varamann, reynsluboltann Kristínu Ýr Bjarnadóttur sem skallaði boltann í netið. Bæði lið fengu upplögð færi í blálokin en inn vildi boltinn ekki, lokatölur 1:1.
Bæði lið eru því enn án sigurs eftir tvær umferðir. Valur hefur tvö stig en KR eitt. | Valur og KR skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust á Hlíðarenda í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.
KR var hársbreidd frá því að leggja Valskonur sem jöfnuðu metin aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok.
Bæði lið fengu upplögð færi í blálokin en inn vildi boltinn ekki, lokatölur 1:1.
Bæði lið eru því enn án sigurs eftir tvær umferðir. Valur hefur tvö stig en KR eitt. |
Tók upp morðið á sjálfri sér | Kona frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, sem var myrt á heimili sínu þann 2. maí sl., tók upp hljóðupptöku af eigin morði í síma sínum. Konan hafði kveikt á hljóðupptökunni rétt fyrir morðið og heyrðist þar í byssuskotinu sem varð henni að bana.
Þá má á upptökunni heyra hvernig morðingi konunnar blótar og öskrar svo á hana: "Hvernig er þetta?". Morðinginn var sambýlismaður konunnar, en eitt þriggja barna þeirra var inni í húsinu þegar morðið átti sér stað.
Wesley Webb og sambýlismaður hennar, Keith Smith, höfðu verið að rífast og ákvað Webb í kjölfarið að yfirgefa heimili þeirra og taka tvö barnanna með sér. Smith fylltist reiði og skaut Webb í bringuna. Eftir það sneri hann byssunni að sjálfum sér og reyndi að fyrirfara sér.
Það voru börn þeirra Webb og Smith sem höfðu samband við lögreglu, og kom sjúkrabíll á vettvang stuttu eftir atvikið. Smith var færður á sjúkrahús en hann er ekki í lífshættu. Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verður færður í fangelsi eftir að ástand hans batnar. | Kona frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, sem var myrt á heimili sínu þann 2. maí sl., tók upp hljóðupptöku af eigin morði í síma sínum.
Konan hafði kveikt á hljóðupptökunni rétt fyrir morðið og heyrðist þar í byssuskotinu sem varð henni að bana.
Morðinginn var sambýlismaður konunnar, en eitt þriggja barna þeirra var inni í húsinu þegar morðið átti sér stað.
Eftir það sneri hann byssunni að sjálfum sér og reyndi að fyrirfara sér.
Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verður færður í fangelsi eftir að ástand hans batnar. |
Þingrofsskjöl ekki aðgengileg | Skjöl, sem undirbúin voru í aðdraganda fundar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um þingrof og nýjar kosningar eru ekki skráð í málaskrá forsætisráðuneytisins eða aðgengileg.
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar. Fyrirspurnin er orðrétt svohljóðandi:
"Eru skjöl um þingrof og nýjar kosningar sem undirbúin voru í aðdraganda fundar með forseta Íslands 5. apríl sl. sem forseti hefur greint frá opinberlega eða önnur gögn tengd sama fundi skráð í málaskrá ráðuneytisins? Eru gögnin aðgengileg og þá hvar?"
Svar forsætisráðherra er stutt og skorinort: "Fyrirspurnin felur í sér tvær spurningar, svarið við þeim er nei." Sigmundur Davíð fór til fundar við Ólaf á Bessastöðum 5. apríl. Eftir fundinn tilkynnti Ólafur að Sigmundur hafi óskað eftir því að þing yrði rofið en forsetinn neitað.
Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í kjölfar yfirlýsingar Ólafs að Sigmundur hafi á fundinum ekki borið upp formlega beiðni um þingrof. | Skjöl, sem undirbúin voru í aðdraganda fundar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um þingrof og nýjar kosningar eru ekki skráð í málaskrá forsætisráðuneytisins eða aðgengileg.
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar.
Sigmundur Davíð fór til fundar við Ólaf á Bessastöðum 5. apríl.
Eftir fundinn tilkynnti Ólafur að Sigmundur hafi óskað eftir því að þing yrði rofið en forsetinn neitað. |
María fjármálastjóri Landspítala | María Heimisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala til næstu fimm ára. Fjármálasvið sinnir m.a. áætlanagerð, starfsemisgreiningum, innkaupum, birgðahaldi, launavinnslu, reikningshaldi og fjárstýringu Landspítala.
María lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún stundaði framhaldsnám í lýðheilsufræðum og stjórnun heilbrigðismála í Bandaríkjunum og lauk MBA-prófi frá University of Connecticut 1997 og doktorsprófi frá University of Massachusetts árið 2002.
Hún starfaði hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 1999 til 2002 þegar hún hóf störf á Landspítala. Hún sinnti sérverkefnum fyrir framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra fjármála árin 2003 til 2006, einkum á sviði rafrænnar sjúkraskrár og klínískra framleiðslumælinga. María leiddi hagdeild Landspítala frá árinu 2006 en hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs frá árinu 2011.
María er klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur birt vísindagreinar í innlendum og erlendum fræðiritum, sinnt akademískum leiðbeinanda- og prófdómarastörfum, og stundað kennslu á sviði stjórnunar, lýðheilsu og klínískrar upplýsingatækni, m.a. í læknadeild og félagsfræðideild HÍ. | María Heimisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala til næstu fimm ára.
Fjármálasvið sinnir m.a. áætlanagerð, starfsemisgreiningum, innkaupum, birgðahaldi, launavinnslu, reikningshaldi og fjárstýringu Landspítala.
María leiddi hagdeild Landspítala frá árinu 2006 en hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs frá árinu 2011.
María er klínískur lektor við læknadeild Háskóla Íslands og hefur birt vísindagreinar í innlendum og erlendum fræðiritum. |
Vaða ár og vötn á Laugarvatni | "Það er alltaf gott veður í Gullsprettinum og allt gekk frábærlega," segir Gríma Guðmundsdóttir, skipuleggjandi Gullsprettarins. Gullspretturinn er utanvegahlaup sem haldið er á ári hverju á Laugarvatni. Hlaupinn er hringurinn í kringum vatnið og þurfa keppendur að vaða ár og vötn og hlaupa yfir mýri til að koma sér í mark.
Að hlaupi loknu er keppendum boðið upp á hverarúgbrauð með silungi af svæðinu. Þá geta þeir einnig farið og slappað af í Laugarvatn Fontana eða kíkt í sundlaugina á Laugarvatni.
Í ár tóku um 300 manns þátt í hlaupinu sem er talsverð fjölgun frá því að hlaupið var fyrst haldið árið 2005 en þá voru 46 sem hlupu. "Við viljum ekki að hlaupið verði neitt stærra því þetta er lítið svæði og við erum að hlaupa úti í náttúrunni," segir Gríma. Það voru því færri en vildu sem öðluðust þáttökurétt í í Gullsprettinum í ár.
Öll vinna í kringum hlaupið er unnin af sjálfboðaliðum og er ágóði þess gefinn til góðgerðamála. Í fyrra var ágóðinn gefinn til Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert hann fer í ár. | "Það er alltaf gott veður í Gullsprettinum og allt gekk frábærlega," segir skipuleggjandi Gullsprettarins.
Gullspretturinn er utanvegahlaup sem haldið er á ári hverju á Laugarvatni.
Þurfa keppendur að vaða ár og vötn og hlaupa yfir mýri til að koma sér í mark.
Að hlaupi loknu er keppendum boðið upp á hverarúgbrauð með silungi af svæðinu.
Í ár tóku um 300 manns þátt í hlaupinu sem er talsverð fjölgun frá því að hlaupið var fyrst haldið. |
Bjarni rekinn frá KR | Bjarni Guðjónsson hefur verið rekinn sem þjálfari knattspyrnuliðs KR. Vesturbæingar sitja í níunda sæti Pepsi-deildar með níu stig að loknum níu umferðum. KR féll einnig úr bikarkeppninni eftir tap gegn Selfossi sem leikur í fyrstu deild.
Knattspyrnudeild KR sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag:
Knattspyrnudeild KR, Bjarni Eggerts Guðjónsson aðalþjálfari og Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að þjálfararnir láti nú af störfum hjá félaginu.
Ástæða starfsloka er árangur liðsins það sem af er sumri, sem aðilar eru sammála um að hafi verið óviðunandi.
Knattspyrnudeild KR þakkar Bjarna og Guðmundi fyrir ánægjulegt samstarf og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Reykjavík, 26. júní 2016,
Kristinn Kjærnested, formaður stjórnar Knattspyrnudeildar KR
Bjarni Guðjónsson sendir einnig lokakveðju til KR-inga í sömu tilkynningu:
" Frá fyrsta degi mínum í starfi sem þjálfari KR hef ég lagt áherslu á að hagsmunir liðsins séu ætíð í forgangi. Eftir slæma byrjun á tímabilinu hef ég ásamt stjórn félagsins, komist að þeirri niðurstöðu að það sé hagsmunum liðsins nú fyrir bestu að ég láti af störfum.
Ég er þakklátur stjórn KR fyrir að hafa treyst mér fyrir þjálfun liðsins. Framtíð KR er björt og ég er sannfærður um að liðið muni komast aftur á toppinn, þar sem það á heima, áður en langt um líður.
Áfram KR ,
Bjarni Eggerts Guðjónsson."
Að sögn Kristins Kjærnested, formanns stjórnar knattspyrnudeildar KR, mun Arnar Gunnlaugsson stjórna æfingu liðsins á morgun en leit er hafin af eftirmanni Bjarna. | Bjarni Guðjónsson hefur verið rekinn sem þjálfari knattspyrnuliðs KR.
Vesturbæingar sitja í níunda sæti Pepsi-deildar með níu stig að loknum níu umferðum.
KR féll einnig úr bikarkeppninni eftir tap gegn Selfossi sem leikur í fyrstu deild.
Að sögn Kristins Kjærnested, formanns stjórnar knattspyrnudeildar KR, mun Arnar Gunnlaugsson stjórna æfingu liðsins á morgun en leit er hafin af eftirmanni Bjarna. |
Kynnast þjóðinni á puttanum | Þýsku mæðgurnar Nicola og Jette Blümel eru sannkallaðar ævintýrakonur. Þær komu til Íslands í lok maí með Norrænu og hyggjast ekki fara aftur heim til Þýskalands fyrr en í lok október. Þær ferðast um landið á puttanum og segja það góða leið til að kynnast landi og þjóð á fimm mánuðum. Móðirin vinnur sem sjálfboðaliði á Landsmótinu á Hólum og gista þær í tjaldi. Það væsir ekki um þær enda eru þær með fyrirtaks svefnpoka og tjald sem stenst veður og vind og var keypt sérstaklega fyrir þessa Íslandsferð enda bjuggust þær við mun verra veðri en verið hefur.
"Við leyfum hlutum að gerast og grípum tækifærin tveim höndum. Ég kynntist íslenskri hestakonu sem sagði mér frá Landsmótinu og ég ákvað að sækja um sem sjálfboðaliði á mótinu. Við vildum endilega fá að taka þátt í svona stóru hestamóti. Þegar maður ferðast á puttanum kynnist maður svo skemmtilegu fólki," segir Nicola sem dásamar þennan ferðamáta og segir það lítið mál að vera tvær á ferð.
Verkefni sjálfboðaliða á Landsmóti eru fjölbreytt, allt frá hliðvörslu inn á keppnisvöll eða ruslatínslu í brekkunni. Í fyrradag var verkefni hennar sem sjálfboðaliða að setja borða á handlegg keppenda í barnaflokki svo dómarar þekki þá í sundur. "Það er svo gaman að komst í tæri við íslenska hestinn og fólkið," segir hún. Hún stundar sjálf hestamennsku en hún ólst upp á sveitabæ í Norðaustur-Þýskalandi. Á heimili hennar voru ekki íslenskir hestar heldur velskir smáhestar og svokallaðir Shetlands-hestar. Nicola átti langt og árangursríkt keppnistímabil fram til 21 árs aldurs í hestafimleikum sem eru mikið stundaðir erlendis.
Dóttirin Jette sem er 12 ára æfir líka hestafimleika. Henni líkar dvölin á Íslandi vel og sérstaklega frelsið hér á landi. Nicola hefur ekki áhyggjur af því að dóttir hennar stundi ekki hefðbundna skólagöngu í þessa fimm mánuði. "Lífið kennir henni. Ég reyni að kenna henni líka en hún hlustar ekki á mig því ég er móðir hennar," segir hún og hlær. Jette, brosir líka prakkaralega og segist njóta lífsins á Íslandi, sérstaklega þegar hún fær að komast í tæri við íslensku hestana.
Markmið þeirra er að komast í sjálfboðaliðavinnu á sveitabæ. Nicola hefur starfað víða um heim m.a. á Nýja-Sjálandi við að smala kindum. Nicola er smiður að mennt og hefur einnig siglingaréttindi á kajak. Áður en leið þeirra mæðgna lá að Hólum í Hjaltadal voru þær á Húsavík. Þar starfaði Nicola í sjálfboðaliðavinnu, m.a. við að laga trébáta. "Það var æðislegt og gátum við farið í hvalasiglingu á hverjum degi því eigandinn á hvalaskoðunarfyrirtæki," segir hún dreymin á svip. Hún tekur fram að hennar bíði þar starf ef hún kjósi en helst vilja þær komast á sveitabæ þar sem hestar eru. Þær eru komnar til landsins til að upplifa margt og kynnast nýju fólki. Þær segja Íslendinga einstaklega opna og skemmtilega. Í því samhengi nefnir hún hversu auðvelt það sé að starfa sem sjálfboðaliði hér, ólíkt heimalandinu þar sem skrifræðið stendur slíkri vinnu fyrir þrifum. Það er ekki hægt að sleppa þeim án þess að spyrja um landsleik Íslands og Bretlands sem þær horfðu á á mótsvæðinu. "Þetta var æðislegt. Við vonum bara að Þýskaland þurfi ekki að mæta Íslendingum." | Þýsku mæðgurnar Nicola og Jette Blümel eru sannkallaðar ævintýrakonur.
Þær komu til Íslands í lok maí með Norrænu og hyggjast ekki fara aftur heim til Þýskalands fyrr en í lok október.
Móðirin vinnur sem sjálfboðaliði á Landsmótinu á Hólum og gista þær í tjaldi.
"Það er svo gaman að komst í tæri við íslenska hestinn og fólkið," segir hún. Hún stundar sjálf hestamennsku en hún ólst upp á sveitabæ í Norðaustur-Þýskalandi.
Dóttirin Jette sem er 12 ára æfir líka hestafimleika. Henni líkar dvölin á Íslandi vel og sérstaklega frelsið hér á landi.
Markmið þeirra er að komast í sjálfboðaliðavinnu á sveitabæ.
Áður en leið þeirra mæðgna lá að Hólum í Hjaltadal voru þær á Húsavík. Þar starfaði Nicola í sjálfboðaliðavinnu, m.a. við að laga trébáta. |
Gjaldþrotum og nýskráningum fjölgar | Nýskráningar einkahlutafélaga í maí voru 269 og hefur þeim fjölgað um fimmtán prósentustig á síðustu tólf mánuðum í samanburði við tólf mánuðina þar á undan.
Í nýjum tölum Hagstofunnar kemur fram að alls voru 2.558 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, samanborið við 2.224 á fyrri tólf mánuðum. Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgaði úr 267 í 409, eða um 53 prósentustig á síðustu tólf mánuðum.
Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem nýskráningum fjölgaði úr 166 í 220, eða um 33 prósentustig. Þá fjölgaði einnig nokkuð í flokki gististaða og veitingareksturs, eða úr 143 í 178.
Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga á síðustu tólf mánuðum var í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum eða alls sjö prósentustiga fækkun milli tímabila.
Mun fleiri gjaldþrot í leigustarfsemi
Skráð gjaldþrot í maí 2016 voru 114 og hefur gjaldþrotum fjölgað um tvö prósentustig á síðustu tólf mánuðum samanborið við tólf mánuðina þar á undan.
Alls voru 787 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, samanborið við 774 á fyrra tímabili.
Á síðasta 12 mánaða tímabili hefur gjaldþrotum fjölgað hlutfallslega mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu en þau voru 43 samanborið við 30 á fyrra tímabili. Það jafngildir 43 prósentustiga fjölgun.
Gjaldþrotum fækkaði aftur á móti mest í fasteignaviðskiptum , úr 95 í 67, eða um 29 prósentustig. | Nýskráningar einkahlutafélaga í maí voru 269 og hefur þeim fjölgað um fimmtán prósentustig á síðustu tólf mánuðum í samanburði við tólf mánuðina þar á undan.
Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgaði úr 267 í 409, eða um 53 prósentustig á síðustu tólf mánuðum.
Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga á síðustu tólf mánuðum var í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum eða alls sjö prósentustiga fækkun milli tímabila.
Hefur gjaldþrotum fjölgað um tvö prósentustig á síðustu tólf mánuðum samanborið við tólf mánuðina þar á undan.
Gjaldþrotum fækkaði aftur á móti mest í fasteignaviðskiptum , úr 95 í 67, eða um 29 prósentustig. |
Fallið frá hámarksverði á reiki | Frá og með 1. ágúst næstkomandi munu fjarskiptafyrirtæki ekki lengur verða með sérstaka verðskrá fyrir notkun farsíma og annarra fartækja í reiki innan EES-svæðisins.
Í staðinn mun verð fyrir þessa þjónustu verða samkvæmt innanlandsverðskrá þeirrar áskriftar sem hver viðskiptavinur hefur hjá viðkomandi farsímafyrirtæki að viðbættu sérstöku álagi sem er mismunandi fyrir hverja tegund notkunar.
Varðandi t.d. símtöl þýðir þetta að notandi sem staddur er t.d. í Þýskalandi og hringir í annan farsíma í Þýskalandi, eða öðru landi innan EES-svæðisins, mun borga samkvæmt innanlandsverðskrá fjarskiptafyrirtækis síns á Íslandi, en við það bætast 5 evrusent, eða 8,71 krónu álag samkvæmt gengi sem fest hefur verið varðandi reikinotkun til 1. júlí á næsta ári.
Ekki skiptir máli hvort hringt er í íslenskan síma eða síma sem er skráður í öðru EES-ríki.
Póst- og fjarskiptastofnun bendir á að hér sé um umtalsverðar breytingar að ræða þar sem fallið er frá því hámarksverði fyrir reiki sem gilt hefur undanfarin ár, en í staðinn er miðað við verðskrá hvers farsímafyrirtækis innanlands og sett fast álag þar ofan á fyrir hverja tegund notkunar.
Álagið er lágt og því verður ódýrara í flestum tilfellum að nota símann eða önnur fartæki innan EES-svæðisins.
Áfram skylda að senda viðvörun
Eins og verið hefur verður verð fyrir íslenska reikinotendur fest í krónum fyrir eitt ár í senn. Miðað er við meðalgengi mánuðina á undan gildistöku breytingar og gengið sem gilda mun frá 1. ágúst nk. til 1. júlí 2017 er 140,56 kr/€.
Áfram munu gilda reglur um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að senda viðskiptavinum sínum viðvörun vegna gagnanotkunar í reiki, þ.e. að viðskiptavinir fái viðvörun þegar kostnaður vegna gagnanotkunar í reiki er kominn í 80% af 50€ hámarki. Einnig gildir áfram reglan um að lokað sé fyrir gagnanotkun í reiki við umrætt 50€ hámark nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir því að opnað sé fyrir slíkt. | Frá og með 1. ágúst næstkomandi munu fjarskiptafyrirtæki ekki lengur verða með sérstaka verðskrá fyrir notkun farsíma og annarra fartækja í reiki innan EES-svæðisins.
Í staðinn mun verð fyrir þessa þjónustu verða samkvæmt innanlandsverðskrá þeirrar áskriftar sem hver viðskiptavinur hefur hjá viðkomandi farsímafyrirtæki að viðbættu sérstöku álagi.
Eins og verið hefur verður verð fyrir íslenska reikinotendur fest í krónum fyrir eitt ár í senn.
Áfram munu gilda reglur um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að senda viðskiptavinum sínum viðvörun vegna gagnanotkunar í reiki. |
Þrjátíu störf fyrir fötluð ungmenni | Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða.
Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks, að því er kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.
Skipulag og undirbúningur verkefnisins hefst 1. september en verklok eru áætluð ári síðar. Stefnt er að því að í lok tímabilsins hafi orðið til 30 ný störf fyrir fötluð ungmenni sem lokið hafa námi á starfsbrautum eða diplómanámi frá Háskóla Íslands.
Eygló Harðardóttir og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, hafa undirritað samning um verkefnið en Vinnumálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd þess.
Vinna gegn félagslegri einangrun
Byggt er á þeirri áherslu að nýta vinnuframlag sem flestra og vinna þannig gegn félagslegri einangrun og útilokun fatlaðs fólks frá vinnumarkaði og virkri samfélagsþátttöku.
Samstarfsaðilar Vinnumálastofnunar í verkefninu verða Festa – miðstöð um samfélagslega ábyrgð, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og opinberar stofnanir og sveitarfélög sem tekið hafa virkan þátt í verkefninu Virkjum hæfileikana. | Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða.
Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.
Skipulag og undirbúningur verkefnisins hefst 1. september en verklok eru áætluð ári síðar.
Stefnt er að því að í lok tímabilsins hafi orðið til 30 ný störf fyrir fötluð ungmenni sem lokið hafa námi á starfsbrautum eða diplómanámi frá Háskóla Íslands. |
Hiti gæti náð 18 stigum í vikunni | Áfram má gera ráð fyrir norðlægri átt og einhverri vætu um landið í vikunni, en næsta helgi gæti orðið mjög góð ef marka má spár. Þetta segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Á morgun og á þriðjudag er áfram norðlæg átt og einhver væta um norðan- og austanvert landið en helst þurrt suðvestan til þótt það geti komið stöku síðdegisskúrir. Það verður þá hlýjast á Suðvesturlandi og getur hiti farið upp í 16 stig.
Á miðvikudag má svo gera ráð fyrir hægviðri og skúrum sunnanlands. "Það ætti að vera þurrt fyrir norðan. Síðan má búast við rigningu einkum sunnanlands á fimmtudag og svo verður rigning norðanlands á föstudag," segir Björn og heldur áfram:
"Svo á laugardag gæti verið útlit fyrir hið besta veður víða um land þar sem hiti væri á bilinu 12 til 18 stig," segir hann.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3–10 en 8–13 um landið norðvestanvert. Súld eða dálítil rigning norðan- og austanlands, en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast suðvestan til á landinu. Úrkomuminna sunnan heiða á morgun, annars svipað veður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3–8 m/s. Skýjað og úrkomulítið fyrir norðan og austan, rigning með köflum sunnanlands, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti frá 6 stigum með norðausturströndinni, upp í 16 stiga hiti á Suðvesturlandi.
Á miðvikudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en rofar smám saman til um landið norðanvert. Hiti 8 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustan og austan 5–10 m/s og víða rigning, einkum sunnanlands. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Snýst í norðan 5–10 með rigningu og hita 7 til 12 stig, en léttir til um landið sunnan- og vestanvert með hita að 17 stigum.
Á laugardag:
Útlit fyrir þurrt og bjart veður víða um land og hiti 12 til 18 stig. | Áfram má gera ráð fyrir norðlægri átt og einhverri vætu um landið í vikunni, en næsta helgi gæti orðið mjög góð ef marka má spár.
Þetta segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Á morgun og á þriðjudag er áfram norðlæg átt og einhver væta um norðan- og austanvert landið en helst þurrt suðvestan til þótt það geti komið stöku síðdegisskúrir.
Það verður þá hlýjast á Suðvesturlandi og getur hiti farið upp í 16 stig.
Á miðvikudag má svo gera ráð fyrir hægviðri og skúrum sunnanlands. |
Auðæfin byggð á sandi | Sjálfur segist hann vera einn af ríkustu mönnum heims í gegnum fyrirtækjasamstæðu sem starfaði í sjötíu löndum og velti um 13,4 milljörðum dollara á síðasta ári. Wealth-X í Singapúr hefur tekið undir þetta og skráði hann sem tíunda ríkasta mann heims undir fertugu á síðasta lista sínum. Forbes telur auðæfin hins vegar byggð á sandi og segir þetta uppspuna að mestu leyti.
Arun Pudur rekur fyrirtækið Pudur Corp. og segir hann tæknirisana Microsoft, Adobe og Symantec helstu samkeppnisaðilana. Að eigin sögn framleiðir hann búnað sem er sambærilegur öllu því sem Microsoft framleiðir, nema ódýrari og betri. Segir hann ódýrari útgáfu sína af Microsoft Office hafa verið selda í 25,6 milljónum eintaka og telur hann General Electric, Kripsy Kreme, MTV og Boeing meðal kúnna.
Þá segist hann eiga gullnámu í Suður-Afríku auk þess sem hann ætli bráðlega að hefja framkvæmdir við hótel, spilavíti og vatnsrennibrautagarð í Malaví í Afríku.
Stórfyrirtæki í sameiginlegu leigurými
Eftir að Wealth-X mat auðæfi hans á fjóra milljarða dollara á síðasta ári og skráði hann á lista sinn fékk hann 150 þúsund fylgjendur á Twitter og töluverða fjölmiðlaathygli vegna árangursins.
Forbes kannaði hins vegar málið og fékk meðal annars lista yfir 25 dreifingaraðila og stærstu viðskiptavini Pudur. Enginn af þeim sem svaraði tók undir ætluð umsvif fyrirtækisins. Um helmingur netfanganna voru gömul yahoo- eða gmail-netföng í stað þess að vera skráð á fyrirtæki eða einhvers konar rekstur. Nokkur netfanganna reyndust vera hjá fyrirtækjum sem virðast ekki vera til.
Í grein Forbes segir að grunsemdir blaðamanna hafi fyrst vaknað þegar tímaritið átti bókað við hann viðtal í desember sl. í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Kom þeim á óvart að höfuðstöðvar þessa stórfyrirtækis voru í sameiginlegri aðstöðu sem deilt var með öðrum leigutökum á sjöundu hæð í 26 hæða byggingu. Þá virtust fáir starfsmenn á svæðinu en Pudur sagði að mesta vinnan væri unnin af verktökum.
Endurskoðendur ekki til
Forbes hefur neitað að setja Pudur á lista sinn yfir ríkasta fólk heims þrátt fyrir að hann ætti sannarlega heima þar ef auðæfin reynast rétt. Tímaritið óskaði eftir ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár til að meta það en fékk einungis sendan óáritaðan reikning. Sagði Pudur að endurskoðandi myndi ekki fara strax yfir reikninginn. Var þá óskað eftir árituðum ársreikningi frá árinu 2014 og var þá fátt um svör. Fyrst var sendur ársreikningur ársins 2013 sem áritaður var af endurskoðanda en fyrirtækið sendi Forbes síðan leiðréttingu og sagði ársreikninginn í rauninni vera frá árinu 2015.
Þegar Forbes kannaði málið reyndust endurskoðendurnir ekki vera til.
Enginn kannast við starfsmenn
Í grein Forbes er til dæmis greint frá því að blaðamenn hafi haft samband við starfsmann iðnaðarráðuneytis Malasíu sem staðfesti að búnaðurinn sem Pudur framleiðir hefði verið notaður á skrifstofum embættisins í fjölda ára. Þegar tímaritið hafði samband við ráðuneytið til að staðfesta að umræddur starfsmaður væri þar í vinnu kannaðist hins vegar enginn við hann.
Í grein Forbes er rakin saga fyrirtækisins þar sem tímaritið hefur samband við ýmsa ætlaða kúnna og virðist sagan alltaf sú sama: Viðskiptaveldið er í besta falli vafasamt. Hér má lesa nánar um málið. | Sjálfur segist hann vera einn af ríkustu mönnum heims í gegnum fyrirtækjasamstæðu sem starfaði í sjötíu löndum og velti um 13,4 milljörðum dollara á síðasta ári.
Forbes telur auðæfin hins vegar byggð á sandi og segir þetta uppspuna að mestu leyti.
Arun Pudur rekur fyrirtækið Pudur Corp. og segir hann tæknirisana Microsoft, Adobe og Symantec helstu samkeppnisaðilana.
Þá segist hann eiga gullnámu í Suður-Afríku auk þess sem hann ætli bráðlega að hefja framkvæmdir við hótel, spilavíti og vatnsrennibrautagarð í Malaví í Afríku.
Eftir að Wealth-X mat auðæfi hans á fjóra milljarða dollara á síðasta ári og skráði hann á lista sinn fékk hann 150 þúsund fylgjendur á Twitter og töluverða fjölmiðlaathygli vegna árangursins.
Í grein Forbes er rakin saga fyrirtækisins þar sem tímaritið hefur samband við ýmsa ætlaða kúnna og virðist sagan alltaf sú sama: Viðskiptaveldið er í besta falli vafasamt. |
Dreifa kærleika á Twitter | Myndir segja meira en þúsund orð. Til þessa orðatiltækis grípa nú margir á Twitter og deila teikningum og kærleiksorðum vegna voðaverkanna í Nice. Flestir nota myllumerkið #prayfornice, #nice eða #nicefrance.
This is crazy #NiceFrance my thoughts are with you tonight. pic.twitter.com/pZOv39yyf9 — viи·cəиt (@thejerseymonk) July 15, 2016
#TogetherWeStand #NiceFrance #StoptheViolence pic.twitter.com/USjCMbjDuD — Rebecca Kregar (@RKregar) July 15, 2016
Our hearts are with #NiceFrance on this tragic evening. Stay safe, and hug your loved ones. pic.twitter.com/uoSHSW1sEf — tinychat (@tinychat) July 14, 2016
#nicefrance deep respect to all the killed and injured people who attended the firework show #nice love from Belgium pic.twitter.com/xpVJ4XaQD6 — Ron Donsen (@RonDonsen) July 14, 2016
Our thoughts & prayers are with #Nice . At least 70 dead in Bastile Day attack: #PrayForNice pic.twitter.com/AvjhPvnLel — ABC 7 Chicago (@ABC7Chicago) July 15, 2016
A picture is worth a thousand words #PrayForNice pic.twitter.com/ZzEG1l93h5 — nessa | 9 (@thefangirlnessa) July 15, 2016
Our thoughts and prayers go out to the city of Nice. #abc13 #PrayForNice pic.twitter.com/SycqJoORa4 — Houston News (@abc13houston) July 15, 2016 | Myndir segja meira en þúsund orð.
Til þessa orðatiltækis grípa nú margir á Twitter og deila teikningum og kærleiksorðum vegna voðaverkanna í Nice.
Flestir nota myllumerkið #prayfornice, #nice eða #nicefrance. |
Langaði að gráta eftir frábæran hring | Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdeginum á The Open, opna breska mótinu í golfi, sem hófst á Royal Troon í Skotlandi í gær.
Hann setti mótsmet með því að leika á 63 höggum, átta undir pari vallarins, á fyrsta degi en áður höfðu þrír kylfingar náð að leika fyrsta hring mótsins á 66 höggum. Þá var hann einu höggi frá því að setja nýtt met með því að leika besta hring á stórmóti í sögunni en pútt í lokin geigaði naumlega.
"Þetta var skemmtilegur hringur en samt langar mig til að gráta yfir því að þetta pútt skyldi ekki fara niður. Ég átti möguleika á sögulegu afreki og svekkelsið yfir því skyggir á þennan góða hring sem stendur," sagði Mickelson við fréttamenn að hringnum loknum.
Landi hans Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Kaymer koma næstir á 66 höggum og fjölmargir snjallir kylfingar eru á hælum þeirra. Mótinu lýkur á sunnudag. | Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu að loknum fyrsta keppnisdeginum á The Open, opna breska mótinu í golfi, sem hófst á Royal Troon í Skotlandi í gær.
Hann setti mótsmet með því að leika á 63 höggum, átta undir pari vallarins, á fyrsta degi.
Þá var hann einu höggi frá því að setja nýtt met með því að leika besta hring á stórmóti í sögunni.
Landi hans Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Kaymer koma næstir á 66 höggum. |
'"Þetta er árás á þjóðina"' | Frakkar eru slegnir óhug og samúðarbylgja fer yfir landið með íbúum Nice þar sem tugir manna létust í árás í gærkvöldi, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í Frakklandi. "Þetta á sér stað í Nice en þetta er árás á þjóðina," segir hún um voðaverkið.
Að minnsta kosti 84 eru látnir og tugir til viðbótar hið minnsta eru lífshættulega slasaðir eftir að maður ók flutningabíl inn í mannmergð á göngugötu í strandborginni Nice eftir hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardags Frakka í gærkvöldi. Francois Hollande forseti hefur lýst árásinni sem hryðjuverki.
Berglind var sjálf að horfa á lok flugeldasýningar í París í tilefni af bastilludeginum þegar henni bárust fregnir af árásinni í Nice.
"Það er afskaplega dapurlegt og mikil sorg. Að þetta skuli gerast þegar fólk er að fagna og fagna með fjölskyldunni sinni. Þetta með börnin finnst mér gera umræðuna aðeins öðruvísi en var eftir þessi hræðilegu hryðjuverk hér í fyrra. Það er svo mikið talað um börnin núna," segir Berglind en að minnsta kosti tvö börn eru á meðal þeirra sem létust í árásinni í gær.
Menn munu aldrei gefast upp
Sendiherrann segir sláandi að í hátíðarávarpi sínu í gærkvöldi hafi Hollande forseti tilkynnt sérstaklega að neyðarlög, sem gefa lögreglu heimild til að gera húsleitir og banna fjöldasamkomur og hafa verið í gildi frá því að hryðjuverkin voru framin í París, yrðu ekki framlengd. Þau eiga að renna út í næstu viku.
"Svo gerast þessi atburðir um kvöldið. Þetta er árás á þjóðina. Þetta á sér stað í Nice en þetta er árás á þjóðina. Forseti Frakklands hefur kallað til einingar og að menn taki hlutina föstum tökum. Menn munu aldrei gefast upp," segir Berglind.
Talið er að um 30.000 manns hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fordæmt hana í dag og lýst yfir samstöðu með Frökkum.
"Þetta eru svo sterkar tilfinningar í dag. Það er svo mikil sorg. Þetta hefur gerst aftur og það í svona friðsælum bæ eins og Nice er. Þetta er ferðamannabær og fólk er slegið óhug. Það er náttúrulega mikil samúðarbylgja með fólkinu þarna," segir Berglind.
Allir íslensku stuðningsmennirnir hafa gengið þar
Aðeins eru rúmar tvær vikur frá því að þúsundir Íslendinga voru í Nice til að fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn því enska í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Árásin í gær var gerð á göngugötunni Promenade des Anglais.
"Þetta er gatan meðfram ströndinni. Eiginlega allir sem koma til Nice ganga þarna þannig að mér finnst mjög líklegt að öll þessi þúsund Íslendinga sem voru þarna á leiknum hafi gengið þessa götu," segir Berglind.
Hún segist upplifa atburðina persónulega því hún var í Nice í tengslum við landsleikinn fyrir skömmu.
"Ég átti svo góð samskipti við yfirvöld borgarinnar og þetta er bara sama fólkið og ég sé núna að fást við þetta hræðilega vandamál. Menn tóku svo fast og vel á þessum öryggismálum í tengslum við knattspyrnuna. Þessi keppni gekk svo vel og svo bara gerist þetta núna," segir Berglind.
Var einum ljósum frá atburðunum
Um leið og fréttist af árásinni höfðu starfsmenn sendiráðsins í París samband við ræðismanninn í Nice. Berglind segir að fimm Íslendingar búi í Nice að því er best er vitað og haft hafi verið uppi á þeim.
"Hins vegar er svo mikill fjöldi ferðamanna þarna. Í nótt var til dæmis haft samband við utanríkisráðuneytið vegna fjölskyldu sem verið var að leita að en hún hefur sem betur fer komið fram," segir sendiherrann.
Íslendingar á svæðinu hafa verið hvattir til að hafa samband og láta fjölskyldu og ástvini vita af sér. Ef ekkert hefur spurst til þeirra hefur verið haft samband við utanríkisráðuneytið. Áætlun sé sett í gang þegar hörmungar af þessu tagi eigi sér stað til þess að reyna að koma upplýsingum til fólks.
Sjálf segist Berglind hafa heyrt frá konu sem var nærri hörmungunum.
"Eins og hún sagði við mig: "Ég var einum ljósum frá þar sem þetta gerðist." Hún var svo heppin að stoppa við rauð ljós og fór ekki lengra. Hún hírðist svo niðri í kjallara í skóbúð í einn og hálfan tíma áður en hún þorði út," segir Berglind. | Frakkar eru slegnir óhug og samúðarbylgja fer yfir landið með íbúum Nice þar sem tugir manna létust í árás í gærkvöldi, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í Frakklandi.
Að minnsta kosti 84 eru látnir og tugir til viðbótar hið minnsta eru lífshættulega slasaðir eftir að maður ók flutningabíl inn í mannmergð á göngugötu í strandborginni Nice eftir hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardags Frakka í gærkvöldi.
Francois Hollande forseti hefur lýst árásinni sem hryðjuverki.
Talið er að um 30.000 manns hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð.
Aðeins eru rúmar tvær vikur frá því að þúsundir Íslendinga voru í Nice til að fylgjast með leik íslenska landsliðsins gegn því enska í Evrópukeppninni í knattspyrnu.
Berglind segir að fimm Íslendingar búi í Nice að því er best er vitað og haft hafi verið uppi á þeim. |
Hundarnir komnir á fósturheimili | Hundarnir fjórir, sem bjargað var af hundraðkatta-heimilinu umtalaða, eru komnir á tímabundin fósturheimili. Það er Hundasamfélagið sem hefur annast hundana eftir að félagið Villikettir bjargaði þeim ásamt fleiri tugum katta úr húsnæðinu þar sem dýrin höfðust við við lakar aðstæður. Einn hundanna glímir við krabbamein og bíður þess að gangast undir aðgerð.
Allir að koma til
Að sögn Guðfinnu Kristinsdóttur hjá Hundasamfélaginu eru hundarnir allir að koma til og eru smátt og smátt að venjast eðlilegum heimilisaðstæðum. Nú vinnur Hundasamfélagið hörðum höndum að því að finna hundunum framtíðarheimili en til greina kemur að tvö fósturheimilanna muni veita þeim varanlegt heimili. Alls voru sjö hundar í húsinu en þrír þeirra eru ennþá í umsjá eiganda.
"Það náttúrlega hlýddi enginn þeirra skipunum og kunni enginn nafnið sitt eða neitt svoleiðis, en eru hægt og rólega að koma til," segir Guðfinna í samtali viðmbl.is. Hún segir hundana vera afskaplega blíða við fólk og flestir þeirra kunna að ganga í taum.
Stór kýli á spenunum
Tíkin Myrra er meðal hundanna fjögurra en hún hefur verið greind með krabbamein í spenum.
Tíkin var hræddust allra hundanna þegar Hundasamfélagið tók á móti henni og þáði hvorki vott né þurrt fyrstu tvo dagana. Í gær þorði hún fyrst að pissa úti en nú bíður hún þess að gangast undir aðgerð. "Hún er voðalega lífsglöð og er loksins að koma til," segir Guðfinna, en líklega fer Myrra ekki í aðgerð fyrr en í næstu viku.
"Það eru stór kýli aftan á öftustu spenunum, þannig að þetta er eitthvað sem hefur ekki verið skoðað í alveg langan tíma," segir Guðfinna. Grunur leikur á að Myrra sé einnig hvolpafull og á að ganga úr skugga um hvort svo sé áður en tíkin fer í aðgerðina.
Safnað fyrir aðgerðinni
Hundasamfélagið hefur hrint af stað söfnun til að fjármagna aðgerðina og annan tilfallinn dýralæknakostnað vegna hundanna. Hundarnir hafa þegar fengið ýmsa læknisaðstoð sem þeir þurftu á að halda en þá þarf að borga reikninginn. Guðfinna segir kostnaðinn geta numið frá 150 til 200 þúsund krónum en söfnunin hefur farið vel af stað. Þegar hefur safnast sem nemur kostnaði við aðgerð Myrru en hundarnir þurfa einnig að fara í tannskoðun.
Einstaklingar, dýralæknar, hundasnyrtar og aðrir velunnarar hafa lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti og kveðst Guðfinna bjartsýn á að fljótt náist að safna fyrir dýralæknakostnaðinum og að finna hundunum varanlegt heimili.
Enn er beðið eftir niðurstöðu Matvælastofnunar um hver örlög dýranna verða sem eftir eru í húsinu. Að sögn Villikatta er búist við svörum MAST á allra næstu dögum. | Hundarnir fjórir, sem bjargað var af hundraðkatta-heimilinu umtalaða, eru komnir á tímabundin fósturheimili.
Nú vinnur Hundasamfélagið hörðum höndum að því að finna hundunum framtíðarheimili.
Alls voru sjö hundar í húsinu en þrír þeirra eru ennþá í umsjá eiganda.
Tíkin Myrra er meðal hundanna fjögurra en hún hefur verið greind með krabbamein í spenum.
Grunur leikur á að Myrra sé einnig hvolpafull og á að ganga úr skugga um hvort svo sé áður en tíkin fer í aðgerðina.
Hundasamfélagið hefur hrint af stað söfnun til að fjármagna aðgerðina og annan tilfallinn dýralæknakostnað vegna hundanna.
Enn er beðið eftir niðurstöðu Matvælastofnunar um hver örlög dýranna verða sem eftir eru í húsinu. |
Kettlingarnir koma á sumrin | "Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og mig hefur lengi dreymt um að koma að stofnun svona dýraathvarfs og svo ákvað ég bara að láta verða af því," segir Guðbjörg Ragnarsdóttir, sem vinnur nú að því að stofna dýraathvarf á höfuðborgarsvæðinu sem hún mun nefna Von.
Hún á sjálf fjóra ketti og þar af tvo sem voru villuráfandi og hún bjargaði. En hana langar til að bjarga fleirum.
"Það er svo mikið framboð af kisum og kettlingum en fáir sem geta tekið þá að sér, það er vont að horfa upp á það. Sérstaklega núna, það er einsog kettirnir eignist miklu frekar kettlinga á sumrin," segir Guðbjörg. "Ansi margir hugsa ekki nógu vel um kisurnar og hvorki gelda þær eða setja á pilluna. Svo er hitt að það er rosalega mikið af fólki sem getur ekki haft köttinn útaf ofnæmi eða af því að það er að flytja. Þá birtir fólk auglýsingu um að ef það geti ekki losnað við dýrið innan þriggja daga, þá verði því lógað. Þá fær maður í magann, en maður getur ekki bjargað öllum. Það er mikil þörf fyrir þetta, því það er ekkert dýraathvarf til sem tekur við öllum dýrum."
Byrjar með heimilisdýr
Þannig að þú tekur við slöngum og rottum og öllu?
"Nei, slöngur eru náttúrlega ólöglegar. Fyrir utan að maður lendir í siðferðislegum vandræðum með að bjarga dýrum sem þarf að fóðra með músum; þá hlýtur fólk að hugsa með sér hverjum er ég að bjarga? Við ætlum að byrja á heimilisdýrum. En ég er með svo mikið af fólki sem er að vinna með mér, sem er vegan. Það langar til að fara að bjarga beljum. Ef gömul kýr er hætt að mjólka fái hún að eyða sínum síðustu árum í athvarfinu."
Hvað stefnir þú á að taka við miklum fjölda dýra?
"Það fer eftir því hvað ég fæ stórt húsnæði, hvort ég byrja með tíu eða hundrað búr, það verður bara að koma í ljós. En ég veit að ég get fyllt það allt, þörfin er það mikil."
Ég er ekki viss um að ég vildi búa við hliðina á einhverjum með hundrað hunda?
"Nei, það er einmitt málið. Maður vill vera rétt við Reykjavík en ekki alveg inni í henni," segir Guðbjörg.
Það kostar mikið að bjarga "Það þarf að fara í gegnum heilbrigðiseftirlitið og matvælastofnunina, þau eiga að sjá um lög varðandi dýr og réttindi dýra.
Það þarf að fá leyfi frá þeim til þess að geta stofnað dýraathvarf," segir Guðbjörg Ragnarsdóttir.
"Ég er búin að ræða við þau en það er ekki hægt að ljúka því ferli fyrr en ég er komin með húsnæði, sem verður væntanlega dýrasti hluti verkefnisins.
Það eru lög um hvað þú mátt hafa mörg dýr á heimili þínu. Ef þú ferð yfir ákveðin mörk þarftu að vera skráður sem fyrirtæki, en þá koma meiri kröfur.
Ég er að leita fjáröflunarleiða og er í viðræðum við Reykjavíkurborg um húsnæði. Svo eru einstaklingar nú þegar farnir að styrkja okkur um hver mánaðamót." | "Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og mig hefur lengi dreymt um að koma að stofnun svona dýraathvarfs og svo ákvað ég bara að láta verða af því," segir Guðbjörg Ragnarsdóttir, sem vinnur nú að því að stofna dýraathvarf á höfuðborgarsvæðinu sem hún mun nefna Von.
Hún á sjálf fjóra ketti og þar af tvo sem voru villuráfandi og hún bjargaði.
"Við ætlum að byrja á heimilisdýrum. En ég er með svo mikið af fólki sem er að vinna með mér, sem er vegan. Það langar til að fara að bjarga beljum. Ef gömul kýr er hætt að mjólka fái hún að eyða sínum síðustu árum í athvarfinu."
"Það eru lög um hvað þú mátt hafa mörg dýr á heimili þínu. Ef þú ferð yfir ákveðin mörk þarftu að vera skráður sem fyrirtæki, en þá koma meiri kröfur.
Ég er að leita fjáröflunarleiða og er í viðræðum við Reykjavíkurborg um húsnæði. Svo eru einstaklingar nú þegar farnir að styrkja okkur um hver mánaðamót." |
Ragnheiður Sara fremst Íslendinga | Að loknum öðrum keppnisdegi á heimsleikunum í crossfit er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst íslenskra kvenna í fjórða sæti. Henni fast á hæla kemur Annie Mist Þórisdóttir í fimmta sæti en að loknum fyrsta keppnisdegi var Annie fyrst kvenna. Annie hafnaði í 23. sæti í sjósundinu í gær, sem var eina keppnisgrein gærdagsins í einstaklingskeppninni, og féll við það niður í fimmta sætið.
Ragnheiði gekk aftur á móti betur en Annie og varð fjórða í sundinu og tryggði sér með því fjórða sætið í heildarkeppninni. Katrín Tanja fór upp um eitt sæti frá fyrsta keppnisdegi og er sem stendur í 10. sæti en hún var ellefta í sundinu. Þuríður Erla var átjánda í sundinu og er í nítjánda sæti heildarkeppninnar að öðrum keppnisdegi loknum.
Hilmar og Haraldur hættir
Björgvin Karl Guðmundsson var sautjándi í sundinu og fór við það upp úr sjöunda sæti í það fimmta. Haraldur Holgersson lauk keppni í unglingaflokki í gær þar sem hann hafnaði í 8. sæti, jafn að stigum við Axel Lundgren, næsta mann fyrir ofan. Hilmar Þór Harðarson lauk einnig keppni í mastersflokki 55-59 ára í gær þar sem hann hafnaði í 18. sæti. Hilmar lauk keppni með stakri prýði þrátt fyrir bakmeiðsli sem háðu honum í keppninni og getur skilið sáttur við.
Það var Nicholas Paladino sem bar sigur úr býtum í unglingaflokki drengja 16-17 ára en í mastersflokki 55-59 ára karla var það Will Powel sem sigraði. Fremst í kvennaflokki að loknum öðrum keppnisdegi er hin ástralska Tia-Clair Toomey og í karlaflokki er það Bandaríkjamaðurinn Mathew Fraser sem leiðir.
Lið CrossFit XY er sem stendur í 35. sæti í heildarkeppni eftir að hafna í 37. sæti í einu þraut gærdagsins sem einnig var sjósund. Fremst í liðakeppninni er lið CrossFit Myhem frá Bandaríkjunum.
Þrjár greinar í einstaklingskeppni í dag
Keppni heldur áfram í einstaklings- og liðakeppni í dag. Fyrsta grein dagsins er svokallað "murph" þar sem keppendur þurfa að hlaupa og gera ýmsar æfingar í þyngingarvesti en það var í sömu grein sem Annie Mist þurfti að hætta keppni í fyrra. Það eru konurnar sem hefja leik klukkan 14:00 að íslenskum tíma og þá karlarnir 15:00 í sömu grein.
Tvær greinar til viðbótar eru á dagskrá í einstaklingskeppni í dag og hefst fyrri greinin, "Squat Clean Pyramid", klukkan 22:35 í kvöld. Ekki hefur verið greint frá hver þriðja og síðasta þraut dagsins í einstaklingskeppni verður, en hún hefst samkvæmt dagskrá klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma.
Þá eru tvær greinar á dagskrá liðakeppninnar í dag milli klukkan 17:30 og 21:00 að íslenskum tíma þar sem keppt verður í þriggja manna réttstöðulyftu og svokölluðum klifurormi. | Að loknum öðrum keppnisdegi á heimsleikunum í crossfit er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst íslenskra kvenna í fjórða sæti.
Henni fast á hæla kemur Annie Mist Þórisdóttir í fimmta sæti en að loknum fyrsta keppnisdegi var Annie fyrst kvenna.
Katrín Tanja fór upp um eitt sæti frá fyrsta keppnisdegi og er sem stendur í 10. sæti en hún var ellefta í sundinu.
Þuríður Erla var átjánda í sundinu og er í nítjánda sæti heildarkeppninnar að öðrum keppnisdegi loknum.
Björgvin Karl Guðmundsson var sautjándi í sundinu og fór við það upp úr sjöunda sæti í það fimmta.
Haraldur Holgersson lauk keppni í unglingaflokki í gær þar sem hann hafnaði í 8. sæti.
Hilmar Þór Harðarson lauk einnig keppni í mastersflokki 55-59 ára í gær þar sem hann hafnaði í 18. sæti. |
Skotárás í næturklúbbi í Flórída | Allt að sautján eru særðir eftir skotárás í Bandaríkjunum í nótt. Samkvæmt frétt AFP eru að minnsta kosti tveir látnir. Árásin var gerð á sérstöku kvöldi fyrir unglinga í næturklúbbnum Club Blu i í Fort Meyers í Flórída-ríki. Samkvæmt frétt Sky News voru yngstu gestir klúbbsins þrettán ára gamlir.
Að sögn lögreglu er viðamikil aðgerð í gangi inni á klúbbnum en ekki fengust staðfestar fregnir af dauðsföllum eða árásarmönnum eða manni.
Samkvæmt frétt NBC hóf árásarmaður skothríð á bílastæði næturklúbbsins um klukkan hálf eitt eftir miðnætti að staðartíma. Að sögn lögreglu eru 14-16 manns særðir og sumir þeirra í lífshættu. Einn grunaður hefur verið handtekinn.
Lögregla rannsakar tvær aðrar skotárásir í borginni sem eru taldar tengjast árásinni við klúbbinn. Tilkynnt var um skothvelli inni á heimili í borginni og inni í bifreið þar sem fólk hlaut minniháttar áverka.
Samkvæmt frétt Sky News hafa þrír verið handteknir.
Aðeins eru sex vikur síðan að 49 létu lífið í skotárás á næturklúbbi í Orlando í Flórída. Var það blóðugusta skotárás í sögu Bandaríkjanna. Lögregla skaut árásarmanninn, Omar Mateen, til bana eftir þriggja tíma umsátur.
Fréttin verður uppfærð. | Allt að sautján eru særðir eftir skotárás í Bandaríkjunum í nótt.
Samkvæmt frétt AFP eru að minnsta kosti tveir látnir.
Árásin var gerð á sérstöku kvöldi fyrir unglinga í næturklúbbnum Club Blu i í Fort Meyers í Flórída-ríki.
Samkvæmt frétt NBC hóf árásarmaður skothríð á bílastæði næturklúbbsins um klukkan hálf eitt eftir miðnætti að staðartíma.
Einn grunaður hefur verið handtekinn.
Lögregla rannsakar tvær aðrar skotárásir í borginni sem eru taldar tengjast árásinni við klúbbinn. |
Trúarbrögð ekki ástæðan fyrir stríði | Frans páfi segir að stríð ríki í heiminum en það sé ekki af völdum trúarbragða.
"Við megum ekki vera hrædd við að segja sannleikann. Það er stríð í heiminum vegna þess að hann hefur tapað friðnum," sagði Frans við komu sína til Póllands, degi eftir að öfgamenn myrtu prest í Frakklandi.
"Þegar ég tala um stríð þá á ég við stríð vegna hagsmuna, peninga og auðlinda, en ekki trúarbragða. Öll trúarbrögð vilja að friður ríki, það eru hinir sem vilja stríð," sagði hann.
Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á dauða kaþólsks prests í gær. Morðið hefur varpað skugga á ferð páfans til Póllands þar sem hundruð þúsunda kaþólskra ungmenna hafa safnast saman.
"Við heyrum mikið talað um óöryggi en réttast er að tala um stríð. Heimurinn hefur átt í sundurskiptu stríði í nokkurn tíma. Eitt stríð hófst 14, annað 39-45 og núna þetta," sagði hann og átti við fyrri og síðari heimsstyrjaldirnar. | Frans páfi segir að stríð ríki í heiminum en það sé ekki af völdum trúarbragða.
"Það er stríð í heiminum vegna þess að hann hefur tapað friðnum," sagði Frans við komu sína til Póllands, degi eftir að öfgamenn myrtu prest í Frakklandi.
Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á dauða kaþólsks prests í gær.
"Heimurinn hefur átt í sundurskiptu stríði í nokkurn tíma. Eitt stríð hófst 14, annað 39-45 og núna þetta," sagði hann og átti við fyrri og síðari heimsstyrjaldirnar. |
Óvænt heimsókn forsetans í Þór | Veðrið leikur við gesti á Fiskideginum mikla á Dalvík í dag en þetta er með fjölmennari hátíðum hingað til. Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, fóru um hafnarsvæðið í morgun og nutu leiðsagnar stjórnarformanns Fiskidagsins, Þorsteins Más Aðalsteinssonar, og yfirkokksins á svæðinu, Friðriks V. Um hádegið héldu þau svo til Reykjavíkur þar sem þau munu taka þátt í Gleðigöngunni.
Dalvíkingar gefa gestum sínum ókeypis að borða og réttirnir eru flestir hefðbundnir. Í bás Gríms kokks er hins vegar boðið upp á nýja rétti sem fara í verslanir eftir helgi og forsetahjónin fengu heimsfrumsýningu á þeim eða öllu heldur heimsfrumsmakk.
Forsetahjónin skoðuðu fiskasýninguna, sem Skarphéðinn Ásbjörnsson á veg og vanda af. Sérstaka athygli vakti kragaháfurinn (Chlamydoselachus anguineus) sem Skarphéðinn telur vera einn sjaldgæfasta fisk veraldar, en þessi furðufiskur kom í troll Lundeyjar NS-14 djúpt suður af Færeyjum.
Varðskipið Þór er statt í Dalvíkurhöfn og þótt heimsókn í skipið hafi ekki verið í formlegri heimsóknardagskrá forsetans var ákveðið að kalla af bryggjunni upp í brú hvort ekki væri hægt að fá leiðangur um skipið og kíkja í heimsókn. Það var auðfengið og tóku Halldór Nellet skipherra og Eiríkur Bragason yfirstýrimaður á móti forsetahjónunum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fékkst annað sjónarhorn á hafnarsvæðið, Dalvík og Svarfaðardal, enda menn nokkuð hátt uppi í brúnni.
Í kvöld verða svo rokktónleikar, en fram að því geta gestir og gangandi gætt sér á alls konar fiskiréttum í boði fyrirtækja á svæðinu, en útbúnir voru 120 þúsund skammtar. | Veðrið leikur við gesti á Fiskideginum mikla á Dalvík í dag.
Forsetahjónin fóru um hafnarsvæðið í morgun og nutu leiðsagnar stjórnarformanns Fiskidagsins og yfirkokksins á svæðinu.
Dalvíkingar gefa gestum sínum ókeypis að borða og réttirnir eru flestir hefðbundnir.
Varðskipið Þór er statt í Dalvíkurhöfn.
Þótt heimsókn í skipið hafi ekki verið í formlegri heimsóknardagskrá forsetans var ákveðið að kalla af bryggjunni upp í brú hvort ekki væri hægt að fá leiðangur um skipið og kíkja í heimsókn.
Það var auðfengið og tóku skipherra og yfirstýrimaður á móti forsetahjónunum. |
Hrafnhildur einnig í undanúrslit | Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 9. sæti í undanrásum 100 metra bringusunds á Ólympíuleikunum í Ríó í dag og synti þannig af öryggi inn í undanúrslitin sem fram fara í nótt.
Hrafnhildur var skráð til keppni með 10. besta tímann en Íslandsmet hennar í 100 metra bringusundi, sett á EM í London í maí, er 1:06,45 mínútur. Sextán fyrstu keppendurnir komust í undanúrslitin sem fram fara í nótt.
Hrafnhildur synti í sjötta og síðasta riðli undanrásanna og varð í 4. sæti þar, á 1:06,81 mínútu.
Ísland á því tvo fulltrúa á úrslitakvöldinu í kvöld, eða kl. 1 í nótt að íslenskum tíma, því Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í undanúrslitum 100 metra baksunds.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:
17.07 - Jáááá! Hrafnhildur kemur í bakkann á 1:06,81 mínútu og er í fjórða sæti í sínum riðli, og níunda sæti alls! Hún er komin í undanúrslit líkt og Eygló! Þetta verður skemmtilegt kvöld.
17:04 - Julia Efimova frá Rússlandi, sem ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af að sé að keppa hérna, frekar en margir sem baula hér í höllinni, vann fimmta riðil á góðum tíma, eða 1:05,79 mínútu. Næsta var á 1:06,72. Nú er það Hrafnhildur!
17.01 - Katie Meili frá Bandaríkjunum vann fjórða riðilinn á langbesta tímanum til þessa, eða 1:06,00. Hún er sú eina sem hefur synt undir Íslandsmeti Hrafnhildar til þessa.
16.59 - Þrír riðlar búnir af sex. Besti tíminn til þessa er 1:07,35 mínúta.
16.56 - Tveir riðlar búnir, en það eru hinir svokölluðu minni spámenn sem synda í þeim. Engin sem keppir við Hrafnhildi um að komast í undanúrslitin. DJ-inn í höllinni spilar Tubthumping með Chumbawamba. Það er kannski við hæfi.
16.50 - Hrafnhildur náði þeim sögulega árangri að hafna í 6. sæti í 100 metra bringusundinu á HM í 50 metra laug í fyrra. Og hún hefur bætt Íslandsmet sitt síðan þá. Koma svo!
16.40 - Nú styttist óðum í að fyrsti riðill fari af stað. Í honum eru keppendur frá lítt þekktum sundþjóðum, sem synda 15-20 sekúndum hægar en Hrafnhildur. Það er heldur engin í riðli 2 og 3 sem hefur synt undir 1:07,50, en svo mæta sterku keppendurnir í laugina.
16.30 - "Ég er búin að eiga alveg frábært ár síðan á HM í fyrra, og það hefur svo sannarlega eflt sjálfstraustið að hafa komist í úrslit þar, og enn frekar að vinna til verðlauna á EM í vor. Þarna gat maður séð að maður er í toppbaráttunni í Evrópu og heiminum. Síðan segi ég alltaf að ef ég fæ braut í úrslitunum þá getur allt gerst þar," sagði Hrafnhildur við mig á fimmtudaginn.
16.20 - Það segir sitt um stöðu Hrafnhildar, eftir verðlaunin þrjú á EM í vor, að hún syndir við hlið ríkjandi ólympíumeistara í greininni; Ruta Meilutyte frá Litháen, í sterkasta riðlinum. Meilutyte varð meistari í London aðeins 15 ára gömul!
16.10 – Hrafnhildur þarf meðal annars að berjast við Juliu Efimovu frá Rússlandi um sæti í undanúrslitum og úrslitum. Sú rússneska varð heimsmeistari í 100 metra baksundi, skömmu eftir að hafa komið úr banni vegna lyfjamisnotkunar, og hún er í raun heppin að geta keppt hér í Ríó í dag eftir að ljóst varð í ársbyrjun að hún hefði einnig neytt lyfsins meldóníum. "Rosalega leiðinlegt mál," sagði Hrafnhildur. Efimova syndir í riðli 5, en Hrafnhildur í riðli 6.
16.05 – Góðan dag kæru lesendur og velkomnir í þessa textalýsingu þar sem við fylgjumst með framgöngu Hrafnhildar Lúthersdóttur í 100 metra bringusundi hér í ólympíusundhöllinni í Ríó. Við fylgjumst líka með framgöngu Eyglóar Óskar Gústafsdóttur eins og SJÁ MÁ HÉR . | Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 9. sæti í undanrásum 100 metra bringusunds á Ólympíuleikunum í Ríó í dag og synti þannig af öryggi inn í undanúrslitin sem fram fara í nótt.
Hrafnhildur var skráð til keppni með 10. besta tímann en Íslandsmet hennar í 100 metra bringusundi, sett á EM í London í maí, er 1:06,45 mínútur.
Sextán fyrstu keppendurnir komust í undanúrslitin sem fram fara í nótt.
Ísland á því tvo fulltrúa á úrslitakvöldinu í kvöld, eða kl. 1 í nótt að íslenskum tíma, því Eygló Ósk Gústafsdóttir keppir í undanúrslitum 100 metra baksunds. |
Samið um nýtt tölvukerfi á Landspítalanum | Samið hefur verið um kaup á nýju tölvukerfi fyrir gjörgæslu, svæfingu og vökudeild á Landspítala. Samningur þess efnis var undirritaður í fyrradag í kjölfar útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrir valinu varð gjörgæslukerfið CIS frá danska fyrirtækinu Daintel.
Tölvukerfið nýja mun gjörbylta allri skráningu á viðkomandi deildum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landspítalanum.
"Með CIS er stigið stórt skref að því takmarki að hætta handvirkri skráningu á pappír á deildum á Landspítala. Kerfið tengist nánast öllum þeim lækningatækjum sem notuð eru á þessum deildum og safnar upplýsingum úr þeim sjálfkrafa. Með nýja kerfinu verður úrvinnsla gagna um meðferð sjúklinga öll mun auðveldari. Keyptur verður mjög öflugur vélbúnaður sem er nauðsynlegur fyrir kerfi sem safnar svo miklu af gögnum. Þá er fyrirhugað að sett verði upp vinnustöð við hvert sjúkrarúm sem birtir allar upplýsingar um viðkomandi sjúkling," segir í tilkynningunni.
Umtalsverð vinna starfsmanna Landspítala liggur að baki þessum áfanga og hefur stór hópur komið að henni. Nú tekur við það verkefni að undirbúa innleiðingu kerfisins. Gert er ráð fyrir að það verði tekið í notkun á fyrstu gjörgæsludeildinni í febrúar 2017. Fyrirhugað er að tölvukerfið komist í notkun á öllum ofangreindum deildum á því ári. | Samið hefur verið um kaup á nýju tölvukerfi fyrir gjörgæslu, svæfingu og vökudeild á Landspítala.
Samningur þess efnis var undirritaður í fyrradag í kjölfar útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu.
Fyrir valinu varð gjörgæslukerfið CIS frá danska fyrirtækinu Daintel.
Gert er ráð fyrir að það verði tekið í notkun á fyrstu gjörgæsludeildinni í febrúar 2017.
Fyrirhugað er að tölvukerfið komist í notkun á öllum ofangreindum deildum á því ári. |
Vestnorrænn stuðningur við Systur | Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en ráðið samþykkti tillöguna.
Mun þetta verða til þess að greiða fyrir áformum Systra um að koma á fót smáspunaverksmiðjum til vinnslu á ull, einkum mislitri, í þeim löndum þar sem fé af norræna stuttrófukyninu er að finna. Íslenski fjárstofninn er af þessum uppruna og einnig fé í Færeyjum, á Grænlandi, í Noregi og á Gotlandi.
Regnhlífarsamtökin Systur hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitu ullinni sem verði unnin í smáum spunaverksmiðjum. Þessar ullarvinnslur verða smáar í sniðum hver og ein en með því að tengja starfsemi þeirra saman er unnt að mynda öflugan framleiðslu- og viðskiptagrundvöll og stuðla að vöruþróun.
Ullarbandið sem framleitt verður á vegum Systra verður hvorki blandað erlendri ull né gerviefnum og lögð verður áhersla á að láta hina sérstöku eiginleika ullarinnar njóta sín sem best. Með réttri nýtingu ætti að vera unnt að gera verðmæta vöru úr hráefni sem nú er vannýtt en til þess þarf verulegt þróunarstarf. Stuðningur Vestnorræna ráðsins við fyrirætlanir Systra um ullarvinnslu er því mikilvægur að því er fram kemur í tilkynningunni. | Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi í gær.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, en ráðið samþykkti tillöguna.
Mun þetta verða til þess að greiða fyrir áformum Systra um að koma á fót smáspunaverksmiðjum til vinnslu á ull, einkum mislitri, í þeim löndum þar sem fé af norræna stuttrófukyninu er að finna.
Með því að tengja starfsemi þeirra saman er unnt að mynda öflugan framleiðslu- og viðskiptagrundvöll og stuðla að vöruþróun. |
Stjórnvöld banna Miss Bim-Bim | Stjórnvöld í Búrkína Fasó hafa bannað árlega fegurðarsamkeppni þar sem sú kona sigrar sem hefur stærsta afturendann. Ákvörðunin var tekin eftir að auglýsingar fyrir keppnina voru harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum.
Auglýsingarnar fyrir Miss Bim-Bim sýndu tvær konur með afar föngulega afturenda og þóttu til marks um verulega kvenfyrirlitingu.
"Það er hlutverk okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að skaða ímynd kvenna," sagði ráðherrann Laure Zongo í yfirlýsingu. Sagði hún að gagnrýnin í netheimum hefði orðið til þess að hún ákvað að grípa inn í.
Skipuleggjandi keppninnar, Hamado Doambahe, sagði hana miða að því að stuðla að jákvæðri sjálfsímynd afrískra kvenna og hvetja hönnuði til að nota hefðbundinn afrískan klæðnað.
Keppnir á borð við Miss Bim-Bim eru haldnar í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Samtök sem berjast fyrir réttindum kvenna hafa blendnar tilfinningar gagnvart þeirri tilhneigingu í afrískum kúltúr að upphefja stærri líkama en þykja eftirsóknarverðir annars staðar.
Á sama tíma og þau fagna því að annars konar líkamar en þeir sem tískuðinaðurinn fókusar á séu upphafðir fordæma þau að það tíðkist yfir höfuð að menn dæmi kvenlíkamann.
Guardian sagði frá. | Stjórnvöld í Búrkína Fasó hafa bannað árlega fegurðarsamkeppni þar sem sú kona sigrar sem hefur stærsta afturendann.
Ákvörðunin var tekin eftir að auglýsingar fyrir keppnina voru harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum.
Auglýsingarnar fyrir Miss Bim-Bim sýndu tvær konur með afar föngulega afturenda og þóttu til marks um verulega kvenfyrirlitingu.
"Það er hlutverk okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að skaða ímynd kvenna," sagði ráðherrann Laure Zongo í yfirlýsingu.
Skipuleggjandi keppninnar, Hamado Doambahe, sagði hana miða að því að stuðla að jákvæðri sjálfsímynd afrískra kvenna. |
Ríkislögreglustjóri sakaður um rasisma | Roni Alsheich, ríkislögreglustjóri Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ummæla sinna þess efnis að það sé "eðlilegt" að lögreglumenn séu tortryggnari gagnvart Ísraelum af eþíópískum uppruna, og aröbum, en öðrum gyðingum.
Ummælin lét Alsheich falla á ráðstefnu ísraelsku lögmannasamtakanna en hann sagði einnig að rannsóknir víða um heim sýndu að "ungt fólk og innflytjendur" væru hlutfallslega líklegri til að gerast sekir um afbrot en aðrir íbúar.
Gyðingar af eþíópískum uppruna hafa kvartað undan því að vera mismunaða af hálfu lögreglu og m.a. efnt til mótmæla vegna þessa.
Spurður um ásakanir um harðræði lögregluyfirvalda gegn Eþíópíumönnum, sagði Alsheich:
"Allar afbrotafræðirannsóknir í heiminum benda til þess að innflytjendur séu fremur viðriðnir afbrot en aðrir, og það ætti ekki að koma okkur á óvart.
Að auki sýna rannsóknir að ungt fólk er líklegra til að stunda afbrot. Þegar þessir tvær þættir renna saman, skapast ástand þar sem ákveðið samfélag stundar afbrot."
Alsheich sagði þetta hafa átt við í öllum tilvikum þegar "öldu" innflytjenda hefði borið að landamærum Ísrael. Þegar um væri að ræða samfélag sem væri fremur viðriðið afbrot en önnur, og þetta ætti einnig við um araba, þá væri eðlilegt fyrir lögreglumenn að vera tortryggnari en ella gagnvart grunuðum.
Ummæli ríkislögreglustjórans hafa verð gagnrýnd af stjórnmálamönnum og Ísraelum af eþíópískum uppruna.
Fentahun Assefa-Dawit, framkvæmdastjóri samtakanna Tebeka, sem hafa gagnrýnt ofbeldi af hálfu lögreglu, kallaði eftir afsökunarbeiðni og sagði Alsheich í raun hafa stimplað Eþíópíumenn sem glæpamenn og þannig réttlætt mismunum lögreglu gegn þeim og öðrum hópum.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Isaac Herzog sagði Alsheich þurfa að skýra ummæli sín, þar sem það væri ólíðandi að einhver teldi réttlætanlegt að setja ríkisborgara af eþíópískum uppruna, eða araba, undir smásjá.
Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. | Roni Alsheich, ríkislögreglustjóri Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ummæla sinna þess efnis að það sé "eðlilegt" að lögreglumenn séu tortryggnari gagnvart Ísraelum af eþíópískum uppruna, og aröbum, en öðrum gyðingum.
Ummælin lét Alsheich falla á ráðstefnu ísraelsku lögmannasamtakanna en hann sagði einnig að rannsóknir víða um heim sýndu að "ungt fólk og innflytjendur" væru hlutfallslega líklegri til að gerast sekir um afbrot en aðrir íbúar.
Gyðingar af eþíópískum uppruna hafa kvartað undan því að vera mismunaða af hálfu lögreglu og m.a. efnt til mótmæla vegna þessa.
Fentahun Assefa-Dawit, framkvæmdastjóri samtakanna Tebeka, sem hafa gagnrýnt ofbeldi af hálfu lögreglu, kallaði eftir afsökunarbeiðni.
Sagði Alsheich í raun hafa stimplað Eþíópíumenn sem glæpamenn.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Isaac Herzog sagði Alsheich þurfa að skýra ummæli sín. |
Hildigunnur í Meistaradeildina? | Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, á góða möguleika á að spila í Meistaradeild kvenna í vetur eftir að lið hennar, Leipzig frá Þýskalandi, vann öruggan sigur á Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 29:18, í forkeppni á Spáni í dag.
Hildigunnur náði ekki að skora en lið hennar var yfir í hálfleik, 13:6, og komst í 22:12 um miðjan síðari hálfleik.
Leipzig leikur á morgun til úrslita gegn sigurvegaranum úr leik Hypo Niederösterreich frá Austurríki og Super Amara frá Spáni, sem nú stendur yfir. Sigurliðið á morgun fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur og mætir þar Vardar Skopje frá Makedóníu, Astrakhanochka frá Rússlandi og Cargo Hungaria frá Ungverjalandi.
Þegar er ljóst að ein íslensk landsliðskona leikur í Meistaradeildinni í vetur en Rut Jónsdóttir verður þar með sínu nýja liði í Danmörku, Midtjylland.
Þá getur Birna Berg Haraldsdóttir komist þangað með norska liðinu Glassverket sem spilar í forkeppni um helgina á heimavelli sínum í Drammen. Mótherjarnir eru frá Tyrklandi, Króatíu og Hollandi. | Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðskona í handknattleik, á góða möguleika á að spila í Meistaradeild kvenna í vetur eftir að lið hennar, Leipzig frá Þýskalandi, vann öruggan sigur á Gomel frá Hvíta-Rússlandi, 29:18, í forkeppni á Spáni í dag.
Leipzig leikur á morgun til úrslita gegn sigurvegaranum úr leik Hypo Niederösterreich frá Austurríki og Super Amara frá Spáni, sem nú stendur yfir.
Sigurliðið á morgun fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur. |
Vantar hundruð leikskólakennara til starfa | "Það vantar hundruð leikskólakennara til starfa svo lög um leikskóla séu uppfyllt," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. "Lög um leikskóla gera ráð fyrir að tveir þriðju hlutar þeirra sem annast uppeldi og menntun barna séu leikskólakennarar. Fyrir fáeinum árum vantaði 1.300 leikskólakennara til starfa og ég held að staðan hafi lítið breyst síðan þá."
Staðan er hins vegar sú að ekki eru nema um 30% starfsmanna leikskólanna að meðaltali menntaðir leikskólakennarar. Hjá Reykjavíkurborg var þetta hlutfall á árabilinu 2012-2015 um 35-37% fyrir þá leikskóla sem borgin rekur, samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði. Athygli vekur að staðan var enn verri hjá sjálfstætt starfandi leikskólunum í borginni, en þar var hlutfalllið 16-21%.
Fyrir vikið reiða leikskólar sig á annað starfsfólk til að halda starfinu gangandi. "Okkar góði hópur sem að við stólum á þegar ekki eru nema 30% fagmanna í leikskólunum eru unga fólkið," segir Ingibjörg.
"Hingað til hafa þetta verið stúdentar sem hafa tekið sér hlé frá námi, en núna er meira af gylliboðum í gangi. Við þekkjum þetta alveg frá fyrri uppgangsárum því þeim fylgir jafnan mönnunarvandi, á sama hátt og kreppan kom stöðugleika á í starfsmannahaldi leikskólanna."
Ástæða þess að Reykjavíkurborg gengur verr að að manna leikskóla sína en nágrannasveitarfélögunum, segir Ingibjörg því eingöngu vera bundið við stærð sveitarfélagsins.
Leikskólunum fjölgar hraðar en leikskólakennurunum
Ingibjörg segir um 30 ára þróun liggja að baki fækkun menntaðra starfsmanna leikskóla. Jafnvel á þeim tímum þegar þokkaleg aðsókn hafi verið að náminu, þá hafi leikskólunum fjölgað hraðar en þeim leikskólakennurum sem útskrifuðust.
"Þegar leikskólafræðin voru síðan gerð að fimm ára háskólanámi árið 2008, sem er fullkomlega eðlileg krafa, þá fól breytingin hins vegar ekki aðeins í sér að það útskrifuðust ekki leikskólakennarar í einhver ár, heldur útskrifuðust heldur ekki leikskólakennarar af því að fólki óx námið í augum," segir hún.
"Núna er staðan sú að leikskólakennarar eru að eldast, þannig að þeir leikskólakennarar sem útskrifast gera lítið annað en að jafna fjölda þeirra sem hætta sökum aldurs."
Aukið atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra vekur leikskólastjórnendum þó von um að hægt verði að fjölga menntuðu starfsfólki á næstu árum. "Núna bjóða háskólarnir upp á meistarastig í leik- og grunnskólafræðum fyrir þá sem hafa aðra BA eða BS gráðu og þannig getur fólk útskrifast með leyfisbréf fyrir kennslu á mun skemmri tíma," segir Ingibjörg. | "Það vantar hundruð leikskólakennara til starfa svo lög um leikskóla séu uppfyllt," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla.
"Fyrir fáeinum árum vantaði 1.300 leikskólakennara til starfa og ég held að staðan hafi lítið breyst síðan þá."
Staðan er hins vegar sú að ekki eru nema um 30% starfsmanna leikskólanna að meðaltali menntaðir leikskólakennarar.
Fyrir vikið reiða leikskólar sig á annað starfsfólk til að halda starfinu gangandi.
"Hingað til hafa þetta verið stúdentar sem hafa tekið sér hlé frá námi, en núna er meira af gylliboðum í gangi."
Ingibjörg segir um 30 ára þróun liggja að baki fækkun menntaðra starfsmanna leikskóla.
Jafnvel á þeim tímum þegar þokkaleg aðsókn hafi verið að náminu, þá hafi leikskólunum fjölgað hraðar en þeim leikskólakennurum sem útskrifuðust.
Aukið atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra vekur leikskólastjórnendum þó von um að hægt verði að fjölga menntuðu starfsfólki á næstu árum. |
Átta sjúklingar með inflúensu | Staðfest tilfelli sjúklinga á Landspítalanum sem hafa greinst með inflúensu eru orðin átta talsins. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir sjúkdómalækninga á Landspítalanum.
"Það eru einangranir á mörgum deildum vegna gruns um þetta," segir Már.
Lokað fyrir innlagnir
Tvö tilfelli inflúensu A (H3) komu upp á öldrunarlækningadeild Landspítalans á miðvikudagskvöld og hefur hún verið lokuð fyrir innlagnir síðan þá.
Eitthvað af starfsfólki Landspítalans er með veikindi sem líkjast inflúensu. Ekki er ljóst hversu margir þeir starfsmenn eru.
Aukavaktir á milli deilda
Að sögn Más er vandinn sá að starfsfólk Landspítalans er að taka aukavaktir á milli mismunandi deilda og það flækir málin varðandi útbreiðslu inflúensunnar.
Hann bætir við að greinilegt sé að inflúensan sé að einhverju leyti úti í samfélaginu vegna þess að ættingjar þeirra sjúklinga sem hafa greinst á spítalanum höfðu áður komið þangað með flensueinkenni.
1.250 skammtar í gær
Í gær voru afhentir 1.250 skammtar af bóluefni fyrir starfsmenn Landspítalans og gerir Már ráð fyrir því að búið sé að nota þá alla. | Staðfest tilfelli sjúklinga á Landspítalanum sem hafa greinst með inflúensu eru orðin átta talsins.
Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir sjúkdómalækninga á Landspítalanum.
Tvö tilfelli inflúensu A (H3) komu upp á öldrunarlækningadeild Landspítalans á miðvikudagskvöld og hefur hún verið lokuð fyrir innlagnir síðan þá.
Eitthvað af starfsfólki Landspítalans er með veikindi sem líkjast inflúensu.
Að sögn Más er vandinn sá að starfsfólk Landspítalans er að taka aukavaktir á milli mismunandi deilda og það flækir málin varðandi útbreiðslu inflúensunnar. |
Hagsmunamál Íslands gagnvart ESB skilgreind | Ríkisstjórnin hefur samþykkt forgangslista fyrir hagsmunagæslu í EES-samstarfinu. Þar eru skilgreind helstu hagsmunamál Íslands á meðal þeirra málefna sem eru í lagasetningarferli innan Evrópusambandsins. Forgangslistinn verður endurskoðaður um mitt ár 2017 og verður árangur þá metinn.
Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, að listinn, sem var samþykktur að tillögu forsætisráðherra og utanríkisráðherra, hafi verið unninn í samvinnu allra ráðuneyta og að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og hagsmunaaðila. Listinn nær yfir orkumál, loftslagsmál, samgöngumál, stafrænan innri markað, fjármálastarfsemi, rannsóknir og nýsköpun, betri reglur og vinnumarkaðinn.
"Listinn nær til tímabilsins 2016-2017 og munu íslensk stjórnvöld kappkosta að fylgjast grannt með framvindu þeirra mála sem tiltekin eru á forgangslistanum og koma sjónarmiðum Íslands á framfæri við umfjöllum um þau innan stofnana Evrópusambandsins. Gengið er út frá því að listinn verði endurskoðaður um mitt ár 2017 og árangur þá metinn.
Gerð forgangslistans byggist á Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar frá 2014 þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þess að greina snemma helstu hagsmunamál Íslands við mótun nýrrar löggjafar Evrópusambandsins," segir í tilkynningunni.
Sjá einnig: Skýrsla stýrihóps um framkvæmd EES-samningsins | Ríkisstjórnin hefur samþykkt forgangslista fyrir hagsmunagæslu í EES-samstarfinu.
Þar eru skilgreind helstu hagsmunamál Íslands á meðal þeirra málefna sem eru í lagasetningarferli innan Evrópusambandsins.
Forgangslistinn verður endurskoðaður um mitt ár 2017 og verður árangur þá metinn.
"Gerð forgangslistans byggist á Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar frá 2014 þar sem áhersla var lögð á mikilvægi þess að greina snemma helstu hagsmunamál Íslands við mótun nýrrar löggjafar Evrópusambandsins," segir í tilkynningunni. |
Spá snörpum vindhviðum | Búast má við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum í kvöld og nótt en norðvestantil á landinu á morgun. Þetta segir í athugasemdum veðurfræðings Veðurstofu Íslands .
Veðurstofa spáir norðaustan 8-15 m/s á morgun en 13-20 norðvestantil. Rigningu víða, hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða.
Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, en 10-15 NV-til. Rigning með köflum, en úrkomulítið á V-landi. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast S-til.
Á mánudag:
Norðvestlæg átt 10-15 m/s N- og NV-lands, rigning eða slydda fram eftir degi og hiti 2 til 6 stig. Annars hægari vindur, bjart með köflum og hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s. Stöku skúrir eða slydduél fyrir norðan og dálítil rigning A-lands, annars þurrt. Hiti 3 til 11 stig, mildast með S-ströndinni.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda N-til á landinu og hiti 1 til 5 stig, en léttskýjað sunnan heiða og 5 til 10 stiga hiti að deginum.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu eða slyddu, en þurru veðri S- og SV-lands. Hiti breytist lítið. | Búast má við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum í kvöld og nótt en norðvestantil á landinu á morgun.
Þetta segir í athugasemdum veðurfræðings Veðurstofu Íslands .
Veðurstofa spáir norðaustan 8-15 m/s á morgun en 13-20 norðvestantil.
Rigningu víða, hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða. |
Hvorugu spáð afgerandi sigri | Sérfræðingar vestanhafs spá því að fyrstu kappræður Hillary Clinton og Donald Trump, sem fara fram klukkan 1 að íslenskum tíma aðfaranótt þriðjudags, muni draga metfjölda að sjónvarpstækjunum, allt að 100 milljónir.
Andstæðingarnir tveir hafa verið duglegir við að skjóta hvor á annan síðastliðið ár en hafa ekki mæst á sviði. Hvorugu hefur verið spáð afgerandi sigri í kappræðunum en á meðan Clinton býr yfir reynslu hefur það reynst Trump vel að snúa út úr og æsa andstæðinga sína.
Kappræðurnar eru sögulegar, en þetta mun verða í fyrsta sinn sem kona tekur þátt í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga frá því þær litu fyrst dagsins ljós 1960. Þá öttu kappi John F. Kennedy og Richard Nixon.
Flestir kjósendur hafa þegar gert upp hug sinn og teljast verður líklegt að í mörgum tilvikum verði kappræðurnar aðeins til þess að gera fólk ákveðnara í afstöðu sinni. Hins vegar er umtalsverður fjöldi sem hefur ekki ákveðið sig, um 9% samkvæmt könnun NBC, og atkvæði þeirra eru enn á borðinu.
En hvað þurfa kandídatarnir að gera til að tryggja sér þau?
Clinton: Of mikið af smáatriðum?
"Við horfum yfirleitt ekki á kappræður til að sjá hvor er klárari og hvor er með fleiri staðreyndir og tölur og stefnumál á hreinu í 90 mínútur," segir Mitchell McKinney, prófessor í stjórnmálafræði við University of Missouri.
McKinney, sem sérhæfir sig í pólitískum kappræðum, segir sjónvarpsáhorfendur hrifnari af frambjóðendum sem nái að koma sýn sinni á framfæri með nokkrum einföldum en áhrifamiklum frösum.
Clinton, sem þykir hafa málefnin á hreinu, verður að forðast að falla í þá gildru að svara spurningum stjórnandans á of tæknilegan og ítarlegan hátt.
"Þú þarft að mynda tilfinningalegra samband við kjósendur ef þú ætlar að bera sigur úr býtum," segir samskiptasérfræðingurinn Carmine Gallo.
Líkt og Barack Obama sagði, þegar hann var spurður hvaða ráð hann vildi gefa utanríkisráðherranum fyrrverandi fyrir kappræðurnar: Vertu þú sjálf og útskýrðu hvað drífur þig.
En það hefur reynst áskorun fyrir Clinton; fáir frambjóðendur Demókrataflokksins síðustu ár hafa verið óvinsælli.
Clinton hefur viðurkennt að hún búi ekki yfir umtöluðum persónutöfrum eiginmanns síns, Bill Clinton, né Obama. Stærra vandamál er e.t.v. að meira en helmingur Bandaríkjamanna er ekki viss um að henni sé treystandi.
Þegar Clinton bauð sig fyrst fram til forseta, árið 2008, ræktaði hún ímynd "járnkonunnar". Nú hefur hún kappkostað að leggja áherslu á baráttu sína fyrir réttindum kvenna og hlutverk sitt sem ömmu, í viðleitni til að virðast viðkunnanlegri.
En það verður ekki auðvelt fyrir hana að afmá þá mynd sem fólk hefur dregið upp af henni í á aldarfjórðung. Styrkur Clinton kann að liggja í getu hennar til að svara árásartilraunum með snjöllu andsvari.
"Hver eru þessi eitt, tvö, þrjú lykilskilaboð sem þau vilja að fólk deili á Twitter og samfélagsmiðlum?" spyr Gallo. "Hlustið eftir þessari setningu eða tveimur sem hún endurtekur nokkrum sinnum á meðan samtalinu stendur."
Trump: Allur í bullinu?
"Trump tengir við kjósendur sína á mjög tilfinningalegu plani og það getur reynst andstæðingnum erfitt að að keppa við það þar sem tilfinningar trompa gögn," segir Gallo.
Hvað þetta varðar hefur viðskiptajöfurinn klárt forskot.
Engum frambjóðanda í þessum kosningum, mögulega að Bernie Sanders undanskildum, hefur tekist að æsa stuðningsmenn sína upp líkt og Donald Trump.
En Trump var hins vegar ekki óumdeildur sigurvegari allra þeirra kappræða sem fram fóru þegar forval Repúblikanaflokksins stóð yfir, stundum stóð hann bara til hliðar og leyfði andstæðingum sínum að rífa hvor annan í sig.
Á síðari stigum, þegar forsetaefnunum fækkaði, greip hann til þeirra bragða sem hann er orðinn þekktur fyrir og truflaði með niðrandi frösum og uppnefnum.
"Ólíkt því sem gerðist í forvalinu, þegar margir kandídatar voru á sviðinu og við heyrðum aðeins einstaka sinnum frá Trump, þá getur hann ekki í 90 mínútur, þegar hann á helminginn af tímanum, fyllt hann með einnar línu frösum, sjálfshóli, árásum - það verður þreytt," segir McKinney.
"Hann mun fá fleiri tækifæri til að leggja fram eitthvað efnislegt. En mun hann hafa eitthvað efnislegt að leggja fram þegar að því kemur? Það kemur í ljós."
Starfsfólk Clinton hefur áhyggjur af því að stjórnandi kappræðanna, Lester Holt hjá NBC, muni mata Trump af einföldum spurningum en yfirheyra Clinton. Hvernig sem fer verða svör forsetaefnanna rýnd til agna.
Seinni kappræðurnar tvær fara fram 9. október og 19. október en Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu 8. nóvember. | Sérfræðingar vestanhafs spá því að fyrstu kappræður Hillary Clinton og Donald Trump, sem fara fram klukkan 1 að íslenskum tíma aðfaranótt þriðjudags, muni draga metfjölda að sjónvarpstækjunum, allt að 100 milljónir.
Flestir kjósendur hafa þegar gert upp hug sinn og teljast verður líklegt að í mörgum tilvikum verði kappræðurnar aðeins til þess að gera fólk ákveðnara í afstöðu sinni.
Clinton, sem þykir hafa málefnin á hreinu, verður að forðast að falla í þá gildru að svara spurningum stjórnandans á of tæknilegan og ítarlegan hátt.
Clinton hefur viðurkennt að hún búi ekki yfir umtöluðum persónutöfrum eiginmanns síns, Bill Clinton, né Obama.
"Trump tengir við kjósendur sína á mjög tilfinningalegu plani og það getur reynst andstæðingnum erfitt að að keppa við það þar sem tilfinningar trompa gögn," segir Gallo.
Engum frambjóðanda í þessum kosningum, mögulega að Bernie Sanders undanskildum, hefur tekist að æsa stuðningsmenn sína upp líkt og Donald Trump.
Starfsfólk Clinton hefur áhyggjur af því að stjórnandi kappræðanna, Lester Holt hjá NBC, muni mata Trump af einföldum spurningum en yfirheyra Clinton. |
Aron Einar í kapphlaupi við tímann | Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff City og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er fjarri góðu gamni þessa dagana vegna tognunar í kálfa. Aron Einar varð fyrir meiðslunum í leik með Cardiff City gegn Leeds í síðustu viku. Þetta kemur fram á vefsíðunni 433.is.
Aron Einar mun ekki spila með Cardiff City gegn Derby County þegar liðin mætast í ensku B-deildinni á morgun og spilar að öllum líkindum ekki með liðinu gegn Burton i deildinni á laugardaginn kemur.
Aron Einar kemur svo til móts við íslenska landsliðiðið á sunnudaginn kemur, en Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM 2018 á miðvikudaginn kemur og aðra helgi mætir íslenska liðið síðan Tyrklandi í sömu keppni.
,,Ég er jákvæður fyrir því að ná leiknum við Finnland," sagði Aron Einar í samtali við 433.is í dag.
Aron Einar tekur því þátt í kapphlaupi við tímann líkt og Kolbeinn Sigþórsson sem glímir við hnémeiðsli og óljóst er um þátttöku Kolbeins í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi. | Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff City og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er fjarri góðu gamni þessa dagana vegna tognunar í kálfa.
Aron Einar mun ekki spila með Cardiff City gegn Derby County þegar liðin mætast í ensku B-deildinni á morgun.
Aron Einar kemur svo til móts við íslenska landsliðiðið á sunnudaginn kemur, en Ísland mætir Finnlandi í undankeppni HM 2018 á miðvikudaginn kemur og aðra helgi mætir íslenska liðið síðan Tyrklandi í sömu keppni.
,,Ég er jákvæður fyrir því að ná leiknum við Finnland." |
Huginn hefur titilvörnina með látum | Íslandsmót skákfélaga hófst í gærkvöld þegar fyrsta deild Íslandsmótsins hófst. Íslandsmeistarar Skákfélagsins Hugins hófu titilvörnina með miklum látum þegar þeir unnu stórsigur á Skákfélagi Akureyrar 7½-½. Halldór Brynjar Halldórsson (SA) gerði jafntefli við stórmeistarann Helga Ólafsson (Hugin) á öðru borði.
Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur, 6-2, á Víkingaklúbbnum sem stillir upp fjórum erlendum skákmönnum. Þar unnu Taflfélagsmenn fjórar skákir en jafn mörgum skákum lauk með jafntefli. Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson, vann þar góðan sigur á pólska stórmeistaranum Artur Jakubiec.
Skákdeild Fjölnis, sem er á heimavelli í Rimaskóla, lagði Skákfélag Reyknesinga örugglega að velli 6½-1½.
Talfélag Bolungarvíkur vann Skákdeild KR 5-3 í spennandi viðureign, samkvæmt tilkynningu.
Í uppgjör b-liða Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélagsins Hugins höfðu Taflfélagsmenn betur 4½-3½. Athyglisverð úrslit í ljósi að Huginsmenn voru stigahærri á öllum borðum. Gauti Páll Jónsson (TR) vann þar Lenku Ptácníková (Hugin) stórmeistara kvenna.
Mótinu verður framhaldið í dag og hefst taflmennskan kl. 20. Þá hefjast einnig deildir 2-4. Kátt verður þá í Rimaskóla en alls munu á fjórða hundruð skákmenn sitja að tafli. Á Íslandsmóti skákfélaga er kynslóðarbilið brúað en keppendur á mótinu eru á aldursbilinu 6-83 ára. | Íslandsmót skákfélaga hófst í gærkvöld þegar fyrsta deild Íslandsmótsins hófst.
Íslandsmeistarar Skákfélagsins Hugins hófu titilvörnina með miklum látum þegar þeir unnu stórsigur á Skákfélagi Akureyrar 7½-½. Halldór Brynjar Halldórsson (SA) gerði jafntefli við stórmeistarann Helga Ólafsson (Hugin) á öðru borði.
Mótinu verður framhaldið í dag og hefst taflmennskan kl. 20. Þá hefjast einnig deildir 2-4.
Kátt verður þá í Rimaskóla en alls munu á fjórða hundruð skákmenn sitja að tafli.
Á Íslandsmóti skákfélaga er kynslóðarbilið brúað en keppendur á mótinu eru á aldursbilinu 6-83 ára. |
Preben og Dagný efst hjá Bjartri framtíð í NA | Dagný Rut Haraldsdóttir, 32 ára gömul tveggja barna móðir, mun verma annað sætið á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi. Áður hafði verið greint frá því að Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur og framkvæmdastjóri, myndi leiða listann.
Dagný Rut er lögfræðingur með próf í sáttamiðlun og leigjandi á húsnæðismarkaði sem hefur reiknað það út að fjölskyldan verður u.þ.b. 17 ár að safna sér fyrir útborgun í íbúð, að því er segir í tilkynningu og að hana langi að breyta því. Listann má í heild sjá hér að neðan:
Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
2. Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur félags einstæðra foreldra
3. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri, íþróttakennari og verkefnastjóri
4. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri
5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður
6. Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur og stjórnsýslufræðingur
7. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi
8. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri
9. Stefán Már Guðmundsson, kennari
10. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur
11. Þórður S. Björnsson, bóndi
12. Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
13. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA
14. Guðrún Karitas Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur
15. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari
16. Rakel Guðmundsdóttir, nemi
17. Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur
18. Steinunn Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
19. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri Akureyri
20. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður | Dagný Rut Haraldsdóttir, 32 ára gömul tveggja barna móðir, mun verma annað sætið á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi.
Áður hafði verið greint frá því að Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur og framkvæmdastjóri, myndi leiða listann.
Dagný Rut er lögfræðingur með próf í sáttamiðlun og leigjandi á húsnæðismarkaði sem hefur reiknað það út að fjölskyldan verður u.þ.b. 17 ár að safna sér fyrir útborgun í íbúð, að því er segir í tilkynningu og að hana langi að breyta því. |
Vildu ekki aðstoð svarts læknis | Læknir sem var um borð í farþegaþotu þegar einn farþeginn missti meðvitund, segir að hjálp sín hafi ekki verið þegin við að sinna sjúklingnum. Skýringuna segir læknirinn þá að hann er ungur, svartur og kvenkyns.
Kvensjúkdómalæknirinn Tamika Cross var farþegi í morgunflugi Delta-flugfélagsins frá Detroit til Minneapolis fyrir nokkrum dögum. Kona sem sat tveimur sætaröðum fyrir framan hana hrópaði skyndilega að eiginmaður sinn væri meðvitundarlaus. Flugliðar auglýstu þá í kallkerfi vélarinnar hvort að læknir væri um borð.
Cross segist þegar í stað hafa boðist til að hjálpa. "Ég rétti upp hönd til að ná athygli flugfreyjunnar. Hún kom og sagði við mig: "Ó nei elskan, settu höndina niður"," skrifar Cross um atvikið á Facebook. Færslu hennar hefur verið deilt um 50 þúsund sinnum.
Cross segir að flugfreyjan hafi sagt að þau væru að leita að "alvöru" lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Flugliðarnir auglýstu svo í annað sinn eftir lækni og þá sagðist Cross hafa ítrekað að hún væri tilbúin að aðstoða. Sama flugfreyja kom til hennar og bað hana að sýna skírteini til að sanna að hún væri læknir.
Cross segir í samtali við CNN að hún hafi ekki verið með nein skilríki meðferðis til að sanna læknismenntun sína. Á meðan þetta gekk á hafi maðurinn verið í þörf fyrir læknisaðstoð. Hún segir að svo hafi hvítur maður komið til flugfreyjunnar og sagst vera læknir. Flugfreyjan sagði þá við Cross að þau þyrftu ekki hennar aðstoð, maðurinn væri læknir og gæti sannað það.
Í yfirlýsingu frá Delta segir að ásakanir um mismunun séu alltaf teknar alvarlega. Því verði málið rannsakað til hlítar. Í yfirlýsingunni kemur fram að þrír farþegar hafi boðið fram hjálp sína en aðeins einn hafi getað sýnt fram á að hann væri læknismenntaður.
Delta segir að flugliðarnir eigi að reyna að fá sannanir fyrir því að fólk sem sinni veikum farþegum um borð séu með menntun á sviði læknavísinda. Er þeim m.a. uppálagt að biðja um nafnspjald þar sem slíkar upplýsingar gætu komið fram. Sé slíkt ekki fyrir hendi verði þeir að nota dómgreind sína.
Í samtali við CNN segist Cross ekki vita hvers vegna flugfreyjan hafnaði aðstoð hennar. Í færslunni sem hún skrifaði á Facebook segist hún tilheyra tveimur minnihlutahópum: Hún er svört og hún er kona. Þá sé hún ung. Cross segist ekki vilja að flugfreyjan missi starfið sitt. "Fólk gerir mistök, við gerum öll mistök." | Læknir sem var um borð í farþegaþotu þegar einn farþeginn missti meðvitund, segir að hjálp sín hafi ekki verið þegin við að sinna sjúklingnum.
Skýringuna segir læknirinn þá að hann er ungur, svartur og kvenkyns.
Kvensjúkdómalæknirinn Tamika Cross var farþegi í morgunflugi Delta-flugfélagsins frá Detroit til Minneapolis fyrir nokkrum dögum.
Cross segir að flugfreyjan hafi sagt að þau væru að leita að "alvöru" lækni eða hjúkrunarfræðingi.
Hún segir að svo hafi hvítur maður komið til flugfreyjunnar og sagst vera læknir.
Flugfreyjan sagði þá við Cross að þau þyrftu ekki hennar aðstoð, maðurinn væri læknir og gæti sannað það. |
Hvetja konur til að sýna hver annarri samstöðu | Ekki hefur enn tekist að uppræta kerfisbundna mismunun kynjanna á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir hálfrar aldar baráttu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forystu verkalýðshreyfingarinnar, sem hvetur konur um allt land til að sýna hver annarri samstöðu klukkan 14.38.
"Niðurstöður nýrra kjararannsókna verkalýðshreyfingarinnar vitna um stöðu sem er óviðunandi. Enn mælist óútskýrður munur á launum karla og kvenna. Það þýðir að konur fá lægri laun fyrir sömu störf og karlar gegna vegna þess að þær eru konur. Munur á heildartekjum karla og kvenna hérlendis er enn meiri, eða tæplega 30%. Sá munur skýrist meðal annars af því að þau störf sem konur gegna að miklum meirihluta eru minna metin en starfsgreinar þar sem karlar eru í meirihluta. Þá gegna konur hlutastörfum í meiri mæli en karlar," segir í tilkynningunni.
Í þessu sambandi sé mikilvægt að hafa í huga að í kjarasamningum sé samið um sömu laun fyrir konur og karla. Ákvörðunin um að greiða konum lægri laun en körlum fyrir sambærileg störf sé hins vegar tekin í hverri viku á vinnustöðum um allt land og við það verði ekki unað.
"Í dag, 41 ári eftir að íslenskar konur vöktu heimsathygli með því að leggja niður störf og vekja rækilega athygli á vinnuframlagi kvenna, þarf enn að grípa til aðgerða og krefjast raunverulegra úrbóta á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þess vegna munu konur leggja niður störf í dag, mánudaginn 24. október kl. 14:38 og safnast saman á Austurvelli og víða um land. Aðgerðin eru skipulögð af samtökum kvenna og verkalýðshreyfingunni allri. Við hvetjum konur um allt land til að sýna samstöðu með hver annarri í dag kl. 14:38 og kröfunni um kjarajafnrétti STRAX!" | Ekki hefur enn tekist að uppræta kerfisbundna mismunun kynjanna á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir hálfrar aldar baráttu.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forystu verkalýðshreyfingarinnar, sem hvetur konur um allt land til að sýna hver annarri samstöðu klukkan 14.38.
"Niðurstöður nýrra kjararannsókna verkalýðshreyfingarinnar vitna um stöðu sem er óviðunandi.
Enn mælist óútskýrður munur á launum karla og kvenna."
"Við hvetjum konur um allt land til að sýna samstöðu með hver annarri í dag kl. 14:38 og kröfunni um kjarajafnrétti STRAX!" |
Konur streyma á Austurvöll | Konur hafa streymt niður á Austurvöll í Reykjavík í tilefni af kvennafrídeginum 2016. Samstöðufundur fer nú þar fram eins og víða um landið.
Dagurinn var upphaflega haldinn 24. október árið 1975 þegar konur um allt land lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið og vakti hann mikla athygli víða um heim.
Haldið var upp á kvennafrídaginn í annað sinn árið 1985 þegar 25 þúsund konur lögðu niður vinnu. Tveimur áratugum síðar var komið að þriðja skiptinu, en þá gengu konur út tugþúsundum saman. Síðast var kvennafrídeginum fagnað árið 2010.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra samstöðufundinum á Austurvelli. Ræður flytja Guðrún Ágústsdóttir, einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Una Torfadóttir, ungur femínisti og Justyna Grosel blaðamaður.
Fram koma hljómsveitin Eva, Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, og Ellen Kristjánsdóttir og dætur. Lóa Bergsveinsdóttir stýrir takti.
Samstöðufundir fara einnig fram á Akureyri, Bolungarvík, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Sauðárkróki og Þorlákshöfn. | Konur hafa streymt niður á Austurvöll í Reykjavík í tilefni af kvennafrídeginum 2016.
Samstöðufundur fer nú þar fram eins og víða um landið.
Dagurinn var upphaflega haldinn 24. október árið 1975 þegar konur um allt land lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið og vakti hann mikla athygli víða um heim.
Haldið var upp á kvennafrídaginn í annað sinn árið 1985 þegar 25 þúsund konur lögðu niður vinnu.
Tveimur áratugum síðar var komið að þriðja skiptinu, en þá gengu konur út tugþúsundum saman.
Síðast var kvennafrídeginum fagnað árið 2010. |
4 farast í árás talibana á þýsku ræðismannsskrifstofuna | Sjálfsvígsmaður úr röðum talibana keyrði bíl, fylltan sprengiefnum á vegg við þýsku ræðismannsskrifstofuna í afgönsku borginni Mazar-i-Sharif seint í gærkvöldi. Fjórir létust í tilræðinu og tugir slösuðust að sögn afganskra embættismanna.
Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni NATO að sprengingin hafi valið "verulegu tjóni" á ræðismannskrifstofunni, þar sem 30 manns störfuðu. Þungvopnaðir vígamenn komu á svæðið eftir sprenginguna og áttu þýskar og afganskar öryggissveitir í átökum við þá langt inn í nóttina.
Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér og segja um hefndaraðgerð að ræða vegna loftárása NATO á þorp í nágrenni borgarinnar Kunduz í síðustu viku, þar sem rúmlega 30 manns fórust.
Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, sagði í símasamtali við Reuters að vel vopnaðir vígamenn ásamt sjálfsvígsmanni hefðu verið sendir út af örkinni "með það verkefni að eyðileggja þýsku ræðismannskrifstofuna og drepa alla sem þeir rákust á þar."
Noor Mohammad Faiz, yfirlæknir á Mazar-i-Sharif-héraðssjúkrahúsinu, sagði að komið hefði verið með fjóra látna og 120 særða á sjúkrahúsið og að tala látinna kynni að hækka frekar. | Sjálfsvígsmaður úr röðum talibana keyrði bíl, fylltan sprengiefnum á vegg við þýsku ræðismannsskrifstofuna í afgönsku borginni Mazar-i-Sharif seint í gærkvöldi.
Fjórir létust í tilræðinu og tugir slösuðust.
Þungvopnaðir vígamenn komu á svæðið eftir sprenginguna og áttu þýskar og afganskar öryggissveitir í átökum við þá langt inn í nóttina.
Talibanar hafa lýst tilræðinu á hendur sér og segja um hefndaraðgerð að ræða vegna loftárása NATO á þorp í nágrenni borgarinnar Kunduz í síðustu viku, þar sem rúmlega 30 manns fórust. |
Ofankoma og ófærð | Ekki er að sjá annað en að norðanáttin haldist í dag en hún verður ekki jafn hvöss og hún var í gær. Skafrenningur og blinda ræðst af vindstyrknum, segir veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.
Á fjallvegum norðan- og norðvestantil er að sjá sem vindur sé eitthvað hægari fram undir hádegi, en síðan bætir í aftur og verður víða 15-18 m/s yfir miðjan daginn. Aukin ofankoma að auki um tíma síðdegis. Lægir heldur í kvöld, en vindur verður þó nægur víðast í áframhaldandi skafrenning. Sunnan undir Vatnajökli, eða frá Lómagnúpi og austur fyrir Höfn, standa staðbundnir og varasamir hnútar þvert á veg meira og minna í allan dag. Hviður líklega að 30-40 m/s, segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.
Það er hálka og snjóþekja á vegum á Suðurlandi og skafrenningur á fjallvegum. Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja. Ófært er á Bröttubrekku.
Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Klettshálsi og mjög hvasst. Bjarnarfjarðarháls er þungfær. Ófært er á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, og eins úr Bjarnarfirði norður í Norðurfjörð.
Það er snjókoma og skafrenningur á Norðurlandi, víða hvasst og sums staðar mjög blint. Lokað er um Þverárfjall en þæfingur á Vatnsskarði. Hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum.
Á Austurlandi er víðast snjóþekja eða hálka og éljagangur, þæfingur er á Fjarðarheiði en þungfært og stórhríð á Vatnsskarði eystra, ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka, hálkublettir og mjög hvasst er með suðausturströndinni. | Ekki er að sjá annað en að norðanáttin haldist í dag en hún verður ekki jafn hvöss og hún var í gær.
Skafrenningur og blinda ræðst af vindstyrknum, segir veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.
Á fjallvegum norðan- og norðvestantil er að sjá sem vindur sé eitthvað hægari fram undir hádegi, en síðan bætir í aftur og verður víða 15-18 m/s yfir miðjan daginn.
Aukin ofankoma að auki um tíma síðdegis. |
Segir Yrsu einn fremsta höfund Norðurlanda | Lygi, bók Yrsu Sigurðardóttur, staðfestir að Yrsa er einn fremsti rithöfundur Norðurlanda, segir breska blaðið The Times í dómi um glæpasögu hennar, Lygi, nú um helgina.
Lygi kom út í Bretlandi fyrr í haust og hefur fengið afar lofsamlega dóma, segir útgefandi hennar á Íslandi í tilkynningu.
Sunday Times sagði að bókin væri snilldarverk, Yrsa færi glæsilega með hina þrjá ólíku þræði sögunnar og hún drægi þá saman í ógleymanlegan hápunkt. Gagnrýnandi Sunday Express sagði í umsögn sinni að lesandinn nyti hinnar þekktu blöndu Yrsu af hrollvekjandi andrúmslofti og kaldhæðni og skrifaði í lokin: "Yrsa er hrein dásemd." Þá sagði gagnrýnandi Irish Examiner að Lygi væri "meistaraverk".
Lygi kom út á Íslandi árið 2013. Í henni snýr fjölskylda heim úr íbúðaskiptum en kemst að því að fólkið sem var í húsinu þeirra er horfið. Lögreglukona rekst á áratuga gamla skýrslu sem tekin var af eiginmanni hennar á barnsaldri og telur það mál hugsanlega skýra tilraun hans til að binda enda á líf sitt. Fernt fer í vinnuferð í Þrídrangavita þangað sem aðeins verður sigið niður í þyrlu: kona, tveir smiðir og ljósmyndari. Nóttina á undan dreymdi ljósmyndarann að einungis tvö ættu afturkvæmt.
The Times | Lygi, bók Yrsu Sigurðardóttur, staðfestir að Yrsa er einn fremsti rithöfundur Norðurlanda, segir breska blaðið The Times í dómi um glæpasögu hennar, Lygi, nú um helgina.
Lygi kom út í Bretlandi fyrr í haust og hefur fengið afar lofsamlega dóma, segir útgefandi hennar á Íslandi í tilkynningu.
Sunday Times sagði að bókin væri snilldarverk, Yrsa færi glæsilega með hina þrjá ólíku þræði sögunnar og hún drægi þá saman í ógleymanlegan hápunkt.
Lygi kom út á Íslandi árið 2013. |
Mikill léttir fyrir HS Orku | Ef HS Orka hefði ráðist í stækkun á núverandi virkjunum sínum hefði fyrirtækið þurft að selja Norðuráli raforkuna á verði sem hefði ekki verið hagkvæmt. Með úrskurði gerðardóms hefur samningurinn aftur á móti verið felldur úr gildi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku segir mjög ánægður með niðurstöðuna og hún styrki framtíðaráform fyrirtækisins. "Þetta er mikill léttir og skýrari framtíðarsýn," segir hann i samtali við mbl.is.
Málið byggir á því að árið 2007 er samið um orkusölu til álversins í Helguvík sem Norðurál var með í burðarliðnum. Ásgeir segir að ekki hafi gengið eftir að byggja upp það sem þeir hafi viljað og ekki heldur hjá HS Orku. Árið 2010 fór Norðurál svo í mál við HS Orku og var dæmt í því árið 2011. Kom þar fram að samningurinn væri enn í gildi og að enginn hafi reynt að skemma hann. HS Orka hóf svo það mál sem nú kláraðist í júlí 2014. Úrskurðurinn er að sögn Ásgeirs lokaniðurstaða í málinu.
Orkan sem samið hafði verið um að selja var orka sem stóð til að sækja í nýjum virkjunum eða með stækkun núverandi virkjana. "Ef við hefðum stækkað orkuver í dag hefðum við þurft að selja til Helguvíkur og með samningi sem hefði verið mjög óhagstæður," segir hann og bætir við: "Þetta einfaldar og skýrir myndin og þessi kvöð er nú frá."
Orkuverðið í samningnum var tengt við álverð eins og hafði áður viðgengist. Segir Ásgeir að til að setja málið í samhengi væri álverð í dag um helmingurinn af því sem reiknað var með þegar samningurinn var gerður árið 2007. Þannig hafi uppbygging fyrir HS Orku ekki verið hagkvæm.
Ásgeir segir að í dag sé vöntun á raforkumarkaði, en að flutningsgetu skorti í kerfið. Segir hann eftirspurnina aðallega drifna af almennum markaði, gagnaverum, almennum iðnaði og kísilverum. Nefnir hann sem dæmi að mikil fjölgun hótela kalli á talsvert rafmagn. | Ef HS Orka hefði ráðist í stækkun á núverandi virkjunum sínum hefði fyrirtækið þurft að selja Norðuráli raforkuna á verði sem hefði ekki verið hagkvæmt.
Með úrskurði gerðardóms hefur samningurinn aftur á móti verið felldur úr gildi.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku segir mjög ánægður með niðurstöðuna og hún styrki framtíðaráform fyrirtækisins.
Orkan sem samið hafði verið um að selja var orka sem stóð til að sækja í nýjum virkjunum eða með stækkun núverandi virkjana.
Segir Ásgeir að til að setja málið í samhengi væri álverð í dag um helmingurinn af því sem reiknað var með þegar samningurinn var gerður árið 2007. |
'"Ég er drullusvekktur"' | "Ég er drullusvekktur að fá ekkert út úr þessum leik því strákarnir sýndu mikinn karakter í þessum leik," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir naumt tap liðsins fyrir Íslandsmeisturum Hauka, 32:30, á heimavelli í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik.
"Strákarnir sýndu loksins í þessum leik þá baráttu sem vantað hefur í síðustu leikjum okkar. Neistann hefur vantað í augu leikmanna þar til í kvöld. Við vorum að mörgu leyti óheppnir með að fá brottvísanir snemma leiks, einn okkar fékk rautt spjald auk þess sem Þorsteinn Gauti meiddist og var utan vallar um tíma," sagði Guðmundur Helgi.
"Framan af fyrri hálfleik lokað Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka, markinu og við lendum mikið undir fyrsta korterið í leiknum en eftir að við fundum leiðir fram hjá honum jafnaðist leikurinn og við áttum í fullu tré við Haukana lengst af," sagði Guðmundur Helgi en Fram-liðið hefur nú tapað fimm leikjum í röð og situr í næstneðsta sæti með 9 stig eftir 14 leiki.
"Ef baráttan verður svipuð hjá strákunum í næstu leikjum þá er ýmislegt hægt," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, í samtali við mbl.is eftir leikinn í Safamýri í kvöld. | "Ég er drullusvekktur að fá ekkert út úr þessum leik því strákarnir sýndu mikinn karakter í þessum leik," sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir naumt tap liðsins fyrir Íslandsmeisturum Hauka, 32:30, á heimavelli í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik.
"Strákarnir sýndu loksins í þessum leik þá baráttu sem vantað hefur í síðustu leikjum okkar."
Fram-liðið hefur nú tapað fimm leikjum í röð og situr í næstneðsta sæti með 9 stig eftir 14 leiki.
"Ef baráttan verður svipuð hjá strákunum í næstu leikjum þá er ýmislegt hægt." |
Slökkvilið flutti logandi gám í malarnámu | Raki komst í álþynnuafganga sem voru í gámi við Akureyrarhöfn með þeim afleiðingum að eins konar eldur með ljósum reyk steig þaðan upp.
Gámurinn var frá fyrirtækinu Hringrás en álþynnuafgangarnir eru frá fyrirtækinu Becromal á Akureyri.
Að sögn Hólmgeirs Þorsteinssonar, varaslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar, er ekki hægt að slökkva eld sem þennan með vatni en rakinn sem myndaðist veldur ákveðinni efnafræðilegri keðjuverkun. Reynt var að slökkva hann með froðu en það gekk ekki.
Á endanum var ákveðið að flytja gáminn út í malarnámu fyrir utan bæinn þar sem átti að sturta úr honum og dreifa úr efninu.
Hólmgeir segir efnið vera hreint og því er ekki um iðnaðarúrgang að ræða. Í framhaldinu átti að koma efninu aftur upp í gám og fara með það rétta leið í endurvinnslu.
Töluverður mannskapur tók þátt í útkallinu, sem kom klukkan 11.40, og þurfti að kalla út tvær aukavaktir til að sinna því, enda voru nokkrir sjúkraflutningar í gangi á sama tíma.
Gámurinn sem um ræðir stóð uppi á öðrum gámum á svæði austan við Eimskipafélagshúsið og gekk nokkuð greiðlega að ná honum niður með gámalyftara.
"Það var aldrei mikil hætta á ferðum hvorki fyrir menn né umhverfi en þetta var ekki hættulaust ástand. Ef þetta hefði fengið að grassaera áfram hefði þetta orðið að einhverju báli," segir Hólmgeir.
Spurður hvers vegna rakinn komst í álþynnuafgangana segist hann telja að segldúkur sem var yfir gáminum hafi ekki dugað til að halda raka í burtu. Efnið sem um var að ræða hefði átt að vera í rakafríu umhverfi og því hafi ekki verið gott að hafa segldúkinn þar yfir. "Menn horfa á þetta sem rusl sem getur ekki kviknað í en þegar í þetta kemst raki út af veðri er þetta ekki ósvipað og að kveikja í heyi," greinir hann frá. | Raki komst í álþynnuafganga sem voru í gámi við Akureyrarhöfn með þeim afleiðingum að eins konar eldur með ljósum reyk steig þaðan upp.
Að sögn varaslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar er ekki hægt að slökkva eld sem þennan með vatni en rakinn sem myndaðist veldur ákveðinni efnafræðilegri keðjuverkun.
Á endanum var ákveðið að flytja gáminn út í malarnámu fyrir utan bæinn þar sem átti að sturta úr honum og dreifa úr efninu.
Töluverður mannskapur tók þátt í útkallinu.
Spurður hvers vegna rakinn komst í álþynnuafgangana segist hann telja að segldúkur sem var yfir gáminum hafi ekki dugað til að halda raka í burtu. |
'"Ekkert fúsk og engan flumbrugang"' | "Við viljum ekkert fúsk og engan flumbrugang og við viljum vanda okkur. Við vitum að góðir hlutir gerast hægt og því tökum við okkur tíma í þetta," segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata, spurður út í viðræður um stjórnarmyndun.
Þingflokkur Pírata hefur fundað alla helgina. Í dag fór flokkunin fyrst og fremst yfir ríkisfjármálin og í gær var helst rætt um verkferla. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti Birgittu Jónsdóttur og Pírötum umboð til stjórnarmyndunar á föstudaginn.
Píratar hafa ekki ákveðið neina formlega fundi við aðra stjórnmálaflokka. Það gæti mögulega legið fyrir á morgun, að sögn Einars. Um helgina hafa þeir ekki hitt þingmenn annarra flokka heldur átt í óformlegum samskiptum.
Einar segir að vissulega sé tímabært að mynda ríkisstjórn því mögulega stefni í stjórnarkreppu. Sitjandi ríkisstjórn er starfstjórn sem hefur takmarkað umboð. Í þessu samhengi bendir hann á að myndun ríkisstjórnar taki tíma því þingflokkarnir þurfi tíma til að kynnast og vísar hann til þess hversu margir nýir þingmenn eru í mörgum þingflokkum. "Persónur og leikendur í þessu eru mikið til nýtt fólk á þingi," segir Einar.
Einar er vongóður um að það gangi betur í þetta skipti að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í kvöldfréttum RÚV að farið væri í viðræður um ríkisstjórn út frá miðjunni og til hægri og vinstri. Spurður hvort haft hafi verið samband við Sjálfstæðisflokkinn segist Einar ekki vita til þess og vísar til óformlegs spjalls á milli allra flokka. "Okkar fyrsta val er að halda áfram með viðræður þessara fimm flokka," bætir hann við.
Píratar hafa ekki ákveðið hversu langan tíma þeir ætla að gefa sér í að reyna að mynda ríkisstjórn. Hann ítrekar að flokkurinn vilji fara sér að engu óðslega í þessum efnum. | "Við viljum ekkert fúsk og engan flumbrugang og við viljum vanda okkur. Við vitum að góðir hlutir gerast hægt og því tökum við okkur tíma í þetta," segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata, spurður út í viðræður um stjórnarmyndun.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti Birgittu Jónsdóttur og Pírötum umboð til stjórnarmyndunar á föstudaginn.
Píratar hafa ekki ákveðið neina formlega fundi við aðra stjórnmálaflokka.
Það gæti mögulega legið fyrir á morgun, að sögn Einars. Um helgina hafa þeir ekki hitt þingmenn annarra flokka heldur átt í óformlegum samskiptum.
Einar segir að vissulega sé tímabært að mynda ríkisstjórn því mögulega stefni í stjórnarkreppu. |
Blautar jólagjafir vinsælar | Það getur verið vandi að finna jólagjöf sem er bæði frumleg og gagnleg. Hvern hefði grunað að vatn v æ ri sniðug jólagjöf? Jólasveinninn Pottaskefill er löngu búinn að kveikja á þessu og hefur í samstarfi við UNICEF á Íslandi tekið að sér að safna fyrir vatnshreinsitöflum og flytja þær út um allan heim.
"Á Íslandi búum við svo vel að eiga nóg af hreinu vatni," segir Pottaskefill sem er nýkominn aftur hingað til lands eftir langa og stranga ferð um Asíu, Afríku, Kyrrahafið og Evrópu fyrir UNICEF.
"Því miður er erfitt að flytja þetta vatn til þeirra sem hafa ekki jafngóðan að gang a ð vatni og við. Þess vegna höfum við verið að gefa krökkum bráðsniðugar vatnshreinsitöflur í skóinn. Þær geta breytt skítugu vatni í drykkjarh æ ft alveg kviss-búmm-bang – það eru eins og galdrar!"
Ekki sama vatn og hreint vatn
Pottaskefill segist hafa komið á marga eftirminnilega staði á ferðalagi sínu, enda víða þörf á hreinu vatni. "Eins og í Bangladess til dæ mis; ég hefði frekar haldið að það v æ ri of mikið af vatni þar. Þaðan heyrir maður einna helst fréttir af flóðum og svoleið is. En það er ekki sama vatn og hreint vatn. Þegar fljótið Ganges kemur út í Bengal-flóa er það búið að renna niður úr Himalaya-fjöllum, gegnum Indland, fram hjá mörgum borgum og b æ jum."
Pottaskefill hefur einnig komið við í Sýrlandi á árinu en þar er ástandið skelfilegt. "Í Aleppo og á fleiri stöðum hefur fólk neyð st til a ð drekka mengað vatn. Það er ska ðvaldur sem veikir börn og getur dregið þau til dauða. Þessu getum við spornað við með því að gefa þeim vatnshreinsitöflur . Pakki með 5.000 töflum bý r til 25.000 l ítra af drykkjarh æ fu vatni."
Óvinsælasti jólasveinninn
Í fyrra safnaði Pottaskefill 500.000 vatnshreinsitöflum, en með þeim var hægt að hreinsa 2,5 milljónir lítra af vatni. Þessi árangur kom raunar nokkuð á óvart því Pottaskefill hafði þá nýlega verið valinn óvinsælasti jólasveinninn í könnun Gallup. Pottaskefill segist ekki láta slíkt á sig fá, enda hafi hann mörg hundruð ára reynslu af jólasveinastarfinu og viti vel að það geti skipst á með skini og skúrum.
"Ég er eins og pólitíkusarnir; ég tek ekki mark á skoðanakönnunum nema ég komi vel út úr þeim," segir hann.
Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti. Þeir hafa hins vegar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð. Fólk getur hjálpað jólasveinunum með því að kaupa jólagjöf sem bjargar lífi barna á vefsíðunni sannargjafir.is .
Til að leggja lóð sín á vogarskálarnar birtir mbl.is myndband með jólasveini dagsins á hverjum degi fram að jólum og fylgist með ferðum sveinanna um heiminn.
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, berst fyrir réttindum allra barna og er í einstakri stöðu til að þrýsta á um breytingar á heimsvísu. | Það getur verið vandi að finna jólagjöf sem er bæði frumleg og gagnleg.
Hvern hefði grunað að vatn v æ ri sniðug jólagjöf?
Jólasveinninn Pottaskefill er löngu búinn að kveikja á þessu og hefur í samstarfi við UNICEF á Íslandi tekið að sér að safna fyrir vatnshreinsitöflum og flytja þær út um allan heim.
Pottaskefill segist hafa komið á marga eftirminnilega staði á ferðalagi sínu, enda víða þörf á hreinu vatni.
Í fyrra safnaði Pottaskefill 500.000 vatnshreinsitöflum, en með þeim var hægt að hreinsa 2,5 milljónir lítra af vatni.
Þessi árangur kom raunar nokkuð á óvart því Pottaskefill hafði þá nýlega verið valinn óvinsælasti jólasveinninn í könnun Gallup.
Íslensku jólasveinarnir eru þekktir fyrir stríðni og pretti.
Þeir hafa hins vegar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálpargögnum til barna í neyð. |
Selja sig fyrir mat | Ungir flóttamenn og drengir, sem eru einir á flótta, selja sig á götum úti í Gautaborg í Svíþjóð til þess að eiga fyrir mat. Þetta segja hjálparsamtök í borginni en kaupendur kynlífsins eru einkum eldri karlar búsettir í borginni.
Caroline Casco, framkvæmdastjóri Göteborgs Räddingsmission, segir þetta í viðtali við sænska sjónvarpið í gær en samtökin hafa það að markmiði að aðstoða fólk sem starfar í kynlífsiðnaði borgarinnar. Hún segir að sífellt ungir drengir leiti út á götur Gautaborgar þar sem þeir selji eldri körlum blíðu sína.
Hún segir að ábendingar hafi borist um að hópar ungra pilta, sem hefur verið synjað um hæli þar sem þeir eru frá Afganistan sem sænsk yfirvöld telja öruggt land, starfi á íbúðahótelum sem eru vændishús. Þar sem þeim hefur verið synjað um hæli þá fái þeir enga aðstoð frá hinu opinbera og eigi því ekki í nein önnur hús að venda.
Lögreglan í Gautaborg staðfestir að hafa heyrt um málið en að hún hafi ekki neinar staðfestar upplýsingar til að vinna eftir.
Einn þessara drengja, Amir, kom frá Afganistan til Svíþjóðar fyrir ári. Hann var fullur eftirvæntingar og átti sér þann draum að fara í háskólanám og læra tannlækningar. Eftir nokkra mánuði á götunni verður hann sífellt vonlausari um betri tíð en hann er eitt 35 þúsund fylgdarlausra barna sem komu til Svíþjóðar sem flóttamenn í fyrra.
Amir segir að hann hafi verið 17 ára þegar hann kom til Gautaborgar og fékk fljótt inni í flóttamannamiðstöð og hóf nám. Amir segir að hann hafi verið svo glaður og haldið að björt framtíð biði sín. Umsóknarferlið tók ekki langan tíma og þar sem hann var að verða 18 ára sá Útlendingastofnun ekki ástæðu til þess að veita honum vernd.
Svíar hafa hert hælisreglur og er Afganistan oft ekki álitið hættulegt land. Þegar Amir var tjáð að honum hafi verið synjað um hæli forðaði hann sér í skjól og er í felum líkt og fjölmargir aðrir í hans stöðu. "Þetta var algjört áfall. Ég var svo sannfærður um að ég fengi hæli," segir Amir í viðtali við SVT.
Amir er, líkt og margir aðrir sem koma frá Afganistan til Svíþjóðar, hazari en þeir eru persneskumælandi minnihlutahópur. Amir kemur frá svæði sem er undir yfirráðum talibana og segir að hann verði tekinn af lífi snúi hann aftur heim.
Nú flakkar Amir um götur Gautaborgar og sefur utandyra eða í stigagöngum. Stundum eyðir hann dögunum á bókasafninu við lestur og reynir að læra sænskuna.
Að öðru leyti snýst lífið um að lifa af en hann átti sparifé sem er að verða búið. Hvað bíður hans þá veit hann ekki en vill frekar fara í svarta vinnu en að taka þátt í glæpum.
Fréttir SVT | Ungir flóttamenn og drengir, sem eru einir á flótta, selja sig á götum úti í Gautaborg í Svíþjóð til þess að eiga fyrir mat.
Þetta segja hjálparsamtök í borginni en kaupendur kynlífsins eru einkum eldri karlar búsettir í borginni.
Caroline Casco, framkvæmdastjóri Göteborgs Räddingsmission, segir þetta í viðtali við sænska sjónvarpið í gær en samtökin hafa það að markmiði að aðstoða fólk sem starfar í kynlífsiðnaði borgarinnar.
Amir segir að hann hafi verið 17 ára þegar hann kom til Gautaborgar og fékk fljótt inni í flóttamannamiðstöð og hóf nám.
Þegar Amir var tjáð að honum hafi verið synjað um hæli forðaði hann sér í skjól og er í felum líkt og fjölmargir aðrir í hans stöðu.
Amir kemur frá svæði sem er undir yfirráðum talibana og segir að hann verði tekinn af lífi snúi hann aftur heim. |
Birgitta fór til Moskvu og hitti Snowden | Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fór nýlega í stutta ferð til Moskvu til þess meðal annars að hitta uppljóstrarann Edward Snowden. Þó hann vilji helst fara til Bandaríkjanna gegn loforði um að hann fái réttlát réttarhöld, þá segir Birgitta að Snowden sé tilbúinn að koma til Íslands. Þetta var haft eftir henni í Speglinum í kvöld.
Snowden sótti um ríkisborgararétt hér á landi og í fleiri löndum eftir að hann lak miklu magni leyniskjala árið 2013. Flúði hann til Hong Kong í Kína og þaðan síðar til Moskvu í Rússlandi þar sem hann hefur haldið til síðan.
Sagði Birgitta að staða Snowden í Rússlandi núna væri ekki eins örugg og áður og ekki sé vitað hvað taki við þegar Donald Trump setjist á forsetastól.
Píratar lögðu árið 2013 fram frumvarp ásamt þingmönnum Samfylkingarinnar, Bjartri framtíð og Vinstri grænum um að Snowden fengi ríkisborgararétt hér á landi. Ekkert varð úr því.
Þegar Birgitta var spurð hvort það væru ekki bara draumórar í henni að Snowden fengi ríkisborgararétt hér miðað við pólitískt landslag sagði hún að hún væri ekki að kalla eftir þessu fyrir áramót. Aftur á móti teldi hún að hefja ætti þessa samræðu. "Ég skammast mín ekki fyrir að vera með stóra draum," sagði Birgitta og vísaði til máls Bobby Fisher og að hann hafi fengið hér ríkisborgararétt þegar hann þurfti. | Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fór nýlega í stutta ferð til Moskvu til þess meðal annars að hitta uppljóstrarann Edward Snowden.
Þó hann vilji helst fara til Bandaríkjanna gegn loforði um að hann fái réttlát réttarhöld, þá segir Birgitta að Snowden sé tilbúinn að koma til Íslands.
Píratar lögðu árið 2013 fram frumvarp ásamt þingmönnum Samfylkingarinnar, Bjartri framtíð og Vinstri grænum um að Snowden fengi ríkisborgararétt hér á landi. Ekkert varð úr því.
"Ég skammast mín ekki fyrir að vera með stóra draum," sagði Birgitta. |
Konum og börnum hleypt frá borði | Konum og börnum hefur verið hleypt úr farþegaþotunni sem rænt var í dag og lenti á Möltu. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, greinir frá þessu á Twitter. Hefur 25 farþegum verið hleypt frá borði og er verið að sleppa 25 til viðbótar nú þegar fréttin er skrifuð. Alls voru um borð í vélinni 111 farþegar auk sjö manna áhafnar, þar af 28 konur og eitt ungabarn.
Vélin sem um ræðir var á leið var í innlandsflugi í Líbýu á leið frá borginni Sabha til höfuðborgarinnar Trípólí þegar henni var flogið til Möltu, þar sem hún lenti fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum AFP er einn flugræningi um borð sem er sagður hafa tjáð áhöfninni að hann væri með handsprengju. Ekki liggur ljóst fyrir að svo stöddu hverjir flugræningjarnir eru eða hverjar kröfur þeirra eru en alþjóðaflugvöllurinn á Möltu er lokaður sem stendur.
First group of passengers, consisting of women and children, being released now. — Joseph Muscat (@JosephMuscat_JM) December 23, 2016
First 25 passengers released. — Joseph Muscat (@JosephMuscat_JM) December 23, 2016
Release of second group of 25 passengers underway. — Joseph Muscat (@JosephMuscat_JM) December 23, 2016
Uppfært kl. 13:27:
Samkvæmt nýjustu færslu forsætisráðherrans á Twitter hefur nú 65 farþegum verið hleypt frá borði.
65 passengers released so far. — Joseph Muscat (@JosephMuscat_JM) December 23, 2016 | Konum og börnum hefur verið hleypt úr farþegaþotunni sem rænt var í dag og lenti á Möltu. Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, greinir frá þessu á Twitter.
Hefur 25 farþegum verið hleypt frá borði og er verið að sleppa 25 til viðbótar nú þegar fréttin er skrifuð.
Vélin sem um ræðir var á leið var í innlandsflugi í Líbýu á leið frá borginni Sabha til höfuðborgarinnar Trípólí þegar henni var flogið til Möltu. |
Langþráð logn í kortunum | Í kvöld og nótt verður snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Lægðin sem hefur gengið yfir allt land undanfarið er á undanhaldi en enn eimir nokkuð eftir af henni á Norðausturlandi með tilheyrandi snjókomu.
Norðanátt á bilinu 8 til 13 metrar á sekúndu verður á landinu á morgun en lægir þegar líður á gamlárskvöldið. Á Norðurlandi verða él fram eftir degi. Útlit er fyrir að um miðnætti á morgun verði nokkuð léttskýjað víðast hvar nema á norðurströndinni, Vestfjörðum og við Breiðafjörð.
"Nánast heiðskírt"
"Ólíkt því sem höfum mátt búa við í allt haust verður nánast heiðskýrt víðast hvar á landinu og á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður mjög stillt veður, nánast logn," segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofunni.
Það viðrar því vel til útivistar á miðnætti annað kvöld þegar nýja árið gengur í garð. Hins vegar er útlit fyrir talsverðri mengun því varla á eftir að hreyfa vind þegar margir skjóta upp flugeldum í tilefni dagsins.
Nýja árið á eftir að heilsa landsmönnum með nokkuð góðu veðri. Seinni partinn á nýársdag fer að blása örlítið úr vestri.
Sjá veðurvef mbl.is | Í kvöld og nótt verður snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi.
Lægðin sem hefur gengið yfir allt land undanfarið er á undanhaldi en enn eimir nokkuð eftir af henni á Norðausturlandi með tilheyrandi snjókomu.
Norðanátt á bilinu 8 til 13 metrar á sekúndu verður á landinu á morgun en lægir þegar líður á gamlárskvöldið.
Á Norðurlandi verða él fram eftir degi.
Nýja árið á eftir að heilsa landsmönnum með nokkuð góðu veðri. |
Spá skafrenningi á heiðum | Allhvöss og síðar hvöss vestanátt, jafnvel stormur norðanlands og það hlánar smám saman í byggð, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.
Á fjallvegum Vestfjarða og Norðurlands má gera ráð fyrir að skafrenningur geti verið til leiðinda og dregið úr skyggni þar sem laus snjór er fyrir. M.a. á Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Á Öxnadalsheiði má þannig reikna með um og yfir 20 m/s frá því um miðjan daginn og allt til morguns og talsverðu kófi þó svo að ekki séu horfur á neinni snjókomu þar né annars staðar.
Hálka eða hálkublettir eru á mörgum leiðum á Suðurlandi.
Á Vestfjörðum er hálka eða á mörgum leiðum. Snjó þekja er á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.
Hálka eða hálkublettir er á flestum leiðum á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra. Hálka er á Öxnadalsheiði.
Á Norðaustanlands er hálka eða hálkublettir á mörgum leiðum.
Hálka eða hálkublettir á mörgum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er frá Reyðarfirði og með suðausturströndinni. | Allhvöss og síðar hvöss vestanátt, jafnvel stormur norðanlands og það hlánar smám saman í byggð, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.
Á fjallvegum Vestfjarða og Norðurlands má gera ráð fyrir að skafrenningur geti verið til leiðinda og dregið úr skyggni þar sem laus snjór er fyrir. M.a. á Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði.
Hálka eða hálkublettir eru á mörgum leiðum á Suðurlandi. |
Munu aðeins ráða 25 ára og yngri | Stærsta fasteignafélag Dubai hefur nú stofnað dótturfélagið e25. Fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir atvinnuauglýsingar sínar en aðeins er óskað eftir fólki yngra en 25 ára til starfa. "25 leiðtogar framtíðarinnar undir 25 ára aldri munu stjórna nýju fyrirtæki sem á að koma Emaar á nýtt plan," segir á heimasíðu e25. Ekki liggur fyrir hvernig það á að ná því markmiði og lítið sem ekkert liggur fyrir um e25.
CNN segir frá.
Umsækjendur verða beðnir um að fylla út umsókn á netinu með grunnupplýsingum eins og menntun og þjóðerni. En þá þurfa þeir einnig að svara því með þúsund orðum í mesta lagi um hvernig hægt sé að fara fram úr væntingu stjórnenda þegar að framtíð Emaar er mótuð.
Kallað er eftir skapandi og framtakssömum einstaklingum, með mikla námshæfileika. Þeir þurfa þó allir að vera 25 ára eða yngri. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru ein þeirra landa þar sem ekki eru til lög um aldursmismunun á vinnustöðum.
Atvinnuleysi hjá yngstu aldurshópum landsins hefur þó aldrei verið meira. Árið 2015 var það 30,6% miðað við 12,9% á heimsvísu.
Þekktasta verk Emaar er Burj Khalifa, hæsta bygging heims. | Stærsta fasteignafélag Dubai hefur nú stofnað dótturfélagið e25.
Fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir atvinnuauglýsingar sínar en aðeins er óskað eftir fólki yngra en 25 ára til starfa.
Ekki liggur fyrir hvernig það á að ná því markmiði og lítið sem ekkert liggur fyrir um e25.
Kallað er eftir skapandi og framtakssömum einstaklingum, með mikla námshæfileika.
Sameinuðu arabísku furstadæmin eru ein þeirra landa þar sem ekki eru til lög um aldursmismunun á vinnustöðum. |
250 til 300 íbúðir á næstu árum | Byggingafélag námsmanna mun á næstu árum byggja 250 til 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttur, stjórnarformanni félagsins og Böðvari Jónssyni, framkvæmdastjóra þess.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er horft til fjögurra svæða, til að ná umræddum fjölda íbúða.
Reykjavíkurborg veiti í fyrsta lagi vilyrði fyrir tveimur byggingarlóðum á svokölluðum KHÍ-reit við Stakkahlíð, fyrir um 100 nemendaíbúðir, í samræmi við deiliskipulag.
Borgin muni þá láta kanna hvort mögulegt sé að nýta betur og fjölga íbúðum á lóðum Byggingarfélags námsmanna við Klausturstíg 1-11, Kapellustíg 1-13 og Kristnibraut 91-93.
Vilyrði sé auk þess veitt fyrir úthlutun lóðar fyrir 50 - 100 námsmannaíbúðir í Bryggjuhverfi 3, þegar deiliskipulag liggur fyrir.
Þá lýsa Reykjavíkurborg og Byggingafélag námsmanna yfir vilja til að efna til viðræðna við ríkissjóð, um að fá afnot hluta af lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg 35-39, og að endurskoða fyrirliggjandi deiliskipulag á lóð félagsins að Háteigsvegi 31-33, til að reisa þar um 50 námsmannaíbúðir.
Kauprétt að allt að 5% íbúða
Viljayfirlýsingin, sem undirrituð var í dag, er sögð í samræmi við markmið húsnæðisstefnu um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða fyrir alla félagshópa.
Í leigusamningi um lóðirnar verði að lokum kvöð þess efnis að á lóðunum skuli byggðar eða reknar leiguíbúðir fyrir námsmenn, og að eignarhald þeirra skuli ávallt vera óbreytt, nema að fengnu samþykki Reykjavíkurborgar. Þá munu Félagsbústaðir hafa kauprétt að allt að 5% íbúða sem byggðar verða. | Byggingafélag námsmanna mun á næstu árum byggja 250 til 300 íbúðir fyrir félagsmenn sína.
Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra í Reykjavík, Salome Guðmundsdóttur, stjórnarformanni félagsins og Böðvari Jónssyni, framkvæmdastjóra þess.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er horft til fjögurra svæða, til að ná umræddum fjölda íbúða.
Viljayfirlýsingin, sem undirrituð var í dag, er sögð í samræmi við markmið húsnæðisstefnu um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða fyrir alla félagshópa.
Í leigusamningi um lóðirnar verði að lokum kvöð þess efnis að á lóðunum skuli byggðar eða reknar leiguíbúðir fyrir námsmenn.
Þá munu Félagsbústaðir hafa kauprétt að allt að 5% íbúða sem byggðar verða. |
Laus úr haldi eftir mannrán | Spænskum starfsmanni Rauða krossins hefur verið sleppt lausum eftir að honum var rænt í norðurhluta Afganistans fyrir tæpum mánuði.
Juan Carlos var rænt 19. desember þegar starfsmenn hjálparsamtakanna voru á ferðalagi frá borginni Mazar-e-Sharif til Kunduz, þar sem mikill ófriður hefur ríkt.
Byssumenn námu Carlos á brott en þrír samstarfsmenn hans sluppu með skrekkinn.
Alþjóðadeild Rauða krossins hefur greint frá því að Carlos hafi snúið aftur til samstarfsmanna sinna í Kunduz. Ekkert kom fram um hvernig honum var sleppt lausum eða hver var á bak við mannránið.
"Við erum mjög fegin og þakklát fyrir að Juan Carlos er aftur kominn til okkar, heill á húfi," sagði Monica Zanarelli, yfirmaður deildar Rauða krossins í Afganistan, í yfirlýsingu.
"Mannránið var hræðileg reynsla fyrir hann og einnig fyrir fjölskyldu hans, vini og samstarfsfélaga. Okkar forgangsverkefni núna er velferð Juan Carlos og að koma honum heim til fjölskyldunnar sinnar."
Enginn hefur lýst ábyrgð á mannráninu á hendur sér. | Spænskum starfsmanni Rauða krossins hefur verið sleppt lausum eftir að honum var rænt í norðurhluta Afganistans fyrir tæpum mánuði.
Juan Carlos var rænt 19. desember þegar starfsmenn hjálparsamtakanna voru á ferðalagi frá borginni Mazar-e-Sharif til Kunduz, þar sem mikill ófriður hefur ríkt.
Alþjóðadeild Rauða krossins hefur greint frá því að Carlos hafi snúið aftur til samstarfsmanna sinna í Kunduz.
Enginn hefur lýst ábyrgð á mannráninu á hendur sér. |
'"Hér er góður andi og gott fólk"' | "Ég þekki vel bankarekstur og flest svið bankastarfsemi þannig ég veit að hluta til að hverju ég geng. Þetta er auðvitað umfangsmikið og mikilvægt starf," segir Lilja Björk Einarsdóttir, nýráðinn bankastjóri Landsbankans, í samtali við mbl.is.
Tilkynnt var um ráðningu Lilju í gær en hún hefur störf 15. mars næstkomandi.
Eins og fram kom í tilkynningu bankans í gær hefur Lilja starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður í fyrirtækjum. Á árunum 2008 til 2016 stýrði Lilja starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands, LBI ehf., í London. Á árunum 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda, að því er kemur fram í tilkynningunni.
Áður vann Lilja hjá ráðgjafarfyrirtækinu Marsh & McLennan frá 2003 til 2005 og vann m.a. verkefni fyrir Ford-bílaframleiðandann, sem sérfræðingur í gerð áætlana og áhættulíkana fyrir vátryggingarsvið og fjárstýringu.
Hún útskrifaðist sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 2003.
Fyrst á dagskrá að kynnast fólkinu
Lilja hefur varið deginum í að skoða starfsemi bankans í höfuðstöðvunum í Austurstræti. Þegar hún hefur störf í mars stefnir hún á að hitta sem flest starfsfólk. "Mér líst gríðarlega vel á þetta, ég hef séð nokkur kunnugleg andlit hérna inn á milli. Hér er góður andi og gott fólk sem vill gera mjög vel."
Hún segir að sitt fyrsta verk sem bankastjóri verði að kynnast fólkinu og málefnum bankans. "Ég ætla ekki að ganga hérna inn með miklar stefnubreytingar í huga. Ég ætla að kynna mér hvernig málin standa þegar ég byrja og láta þar við sitja eins og er."
Í lok nóvember komust bankaráð Landsbankans og Steinþór Pálsson bankastjóri að samkomulagi um að hann léti af störfum hjá bankanum en Steinþór hafði þá verið bankastjóri frá 1. júní 2010. Hann var töluvert gagnrýndur fyrir söluna á Borgun á síðasta ári en m.a. setti ríkisendurskoðun út á bankann fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, m.a. um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd.
Lilja segir málið komið í tiltekið ferli. Þar af leiðandi sér hún ekki fyrir sér að tjá sig sérstaklega um það mál í fjölmiðlum.
Spurð um eignarhald ríkisins á bankanum segist Lilja ekki hafa sérstaka skoðun á því. "Ekki aðra en að ég mun stuðla að því að bankinn verði rekinn á sem hagkvæmastan hátt svo það komi sem best út fyrir eigendur og viðskiptavini." | "Ég þekki vel bankarekstur og flest svið bankastarfsemi þannig ég veit að hluta til að hverju ég geng. Þetta er auðvitað umfangsmikið og mikilvægt starf," segir Lilja Björk Einarsdóttir, nýráðinn bankastjóri Landsbankans.
Tilkynnt var um ráðningu Lilju í gær en hún hefur störf 15. mars næstkomandi.
Eins og fram kom í tilkynningu bankans í gær hefur Lilja starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður í fyrirtækjum.
Hún útskrifaðist sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum árið 2003.
Hún segir að sitt fyrsta verk sem bankastjóri verði að kynnast fólkinu og málefnum bankans.
Spurð um eignarhald ríkisins á bankanum segist Lilja ekki hafa sérstaka skoðun á því. |
Skoða leiðir til að "bjarga" ferðabanni Trump | Embættismenn Hvíta hússins skoða nú nokkrar mögulegar leiðir að "bjarga" umdeildri forsetatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem meinar fólki frá sjö múslimaríkjum að koma til Bandaríkjanna.
Í kjölfar ákvörðunar áfrýjunardómstóls, sem sló tilskipuninni tímabundið á frest, lýsti Trump því yfir að hann muni halda áfram að berjast fyrir framgöngu málsins auk þess sem hann muni svipta hulunni af nýjum öryggisaðgerðum í næstu viku.
"Við munum gera allt sem til þarf til að tryggja öryggi landsins," sagði Trump á blaðamannafundi í dag þar sem hann ræddi við fréttamenn ásamt Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. "Við gerum eitthvað mjög fljótt sem varðar auknar öryggisráðstafanir í landinu. Það mun koma í ljós í næstu viku."
Hvíta húsið vinnur nú að "mögulegum viðsnúningi," vegna forsetatilskipunarinnar samkvæmt heimildarmanni CNN sem hefur náin tengsl við Hvíta húsið hvað varðar þjóðaröryggismál. Annar möguleiki sem kemur til greina er að endurskrifa og gefa út nýja tilskipun um bannið samkvæmt öðrum heimildarmanni CNN.
Ný tilskipun þess efnis yrði nákvæmari í sniðum en sú sem Trump gaf út fyrir tveimur vikum en til að mynda yrði kveðið á um að bannið næði ekki yfir það fólk sem hefur löggilt dvalarleyfi í landinu. Herma heimildir að áform séu um að gefa út nýja eða endurskoðaða tilskipun en ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum.
Forsetinn staðfesti þá nú í kvöld að hann væri hættur við að fara með ferðabannið fyrir hæstarétt. Hann væri þess í stað að skoða aðrar leiðir til að komast hjá lagahindrunum.
Hann fullyrti að lögin væru sín megin, en að áhyggjur af öryggismálum gætu krafist sneggri viðbragða en málaferli fela í sér.
"Það er óheppilegt að þetta tekur tíma lagalega séð, en við munum vinna þennan slag. Við höfum líka fjölda annarra valkosta, meðal annars að leggja fram glænýja tilskipun," hefur AFP-fréttastofan eftir Trump, sem kvað slíkra aðgerða þó ekki að vænta fyrr en í næstu viku. | Embættismenn Hvíta hússins skoða nú nokkrar mögulegar leiðir að "bjarga" umdeildri forsetatilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem meinar fólki frá sjö múslimaríkjum að koma til Bandaríkjanna.
Í kjölfar ákvörðunar áfrýjunardómstóls, sem sló tilskipuninni tímabundið á frest, lýsti Trump því yfir að hann muni halda áfram að berjast fyrir framgöngu málsins auk þess sem hann muni svipta hulunni af nýjum öryggisaðgerðum í næstu viku.
Forsetinn staðfesti þá nú í kvöld að hann væri hættur við að fara með ferðabannið fyrir hæstarétt.
Hann væri þess í stað að skoða aðrar leiðir til að komast hjá lagahindrunum.
Hann fullyrti að lögin væru sín megin, en að áhyggjur af öryggismálum gætu krafist sneggri viðbragða en málaferli fela í sér. |
Meirihlutinn hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju | Rúmur helmingur landsmanna styður aðskilnað þjóðkirkjunnar og ríkisins ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Gallups sem gerð var síðasta haust. Þar kemur einnig fram að fleiri treysta þjóðkirkjunni en bera vantraust til hennar. Þá eru fleiri ánægðir með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, en eru óánægðir með þau.
Fram kemur í niðurstöðunum að 55% vilji aðskilnað ríkis og kirkju en 26% séu því andvíg. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti eru um 68% landsmanna hlynnt aðskilnaði. Þá bera 38% traust til Þjóðkirkjunnar en 32% gera það ekki. 29% eru ánægð með störf biskups Íslands en 21% óánægð með þau.
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, tilheyra yngri aldurshópum og eru með meiri menntun eru líklegri til þess að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Eldra fólk er líklegra til þess að bera traust til þjóðkirkjunnar en yngra og íbúar landsbyggðarinnar fremur en íbúar höfuðborgarsvæðisins.
Skoðanakönnunin var gerð dagana 15. - 26. september 2016. Þátttökuhlutfall var 58,8%, úrtaksstærð 1.434 einstaklingar. | Rúmur helmingur landsmanna styður aðskilnað þjóðkirkjunnar og ríkisins ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Gallups sem gerð var síðasta haust.
Þá bera 38% traust til Þjóðkirkjunnar en 32% gera það ekki.
29% eru ánægð með störf biskups Íslands en 21% óánægð með þau.
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, tilheyra yngri aldurshópum og eru með meiri menntun eru líklegri til þess að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. |
Fréttirnar "tómt bull" | Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það tómt bull að ráðgjafar hans hafi átt í samskiptum við stjórnvöld í Rússlandi í aðdraganda kosninganna í nóvember. Tveir dagar eru síðan þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn, sagði af sér. Flynn sagði af sér vegna fullyrðinga um að hann hefði rætt viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Rússlandi áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta.
Trump skrifaði á Twitter í dag að tengingin við Rússa væri "tómt bull" sem væri dreift til að fela þá staðreynd að mörg mistök hafi verið gerð í kosningabaráttu Hillary Clinton.
Í frétt New York Times í gær kom fram að bandarískir leyniþjónustumenn hefðu undir höndum samskipti milli fólks sem kom að kosningabaráttu Trumps við hátt setta yfirmenn í rússnesku leyniþjónustunni sem farið hefðu fram fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nóvember.
Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu í janúar að Rússar hefðu haft afskipti af kosningabaráttunni sem miðuðu að því að koma Trump til valda.
Trump lét fjölmiðla heyra það í færslum á Twitter í dag. Hann hrósaði hins vegar Fox-sjónvarpsstöðinni fyrir sína umfjöllun.
Sagði hann sem fyrr að nokkrir fjölmiðlar væru að dreifa "fölsuðum fréttum".
Þá sakaði Trump einnig bandarísku leyniþjónustuna um að hafa lekið upplýsingum og beindi spjótum sínum að Þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, sem og FBI. Sagði hann þessar stofnanir hafa lekið upplýsingum til New York Times og Washington Post.
Einnig sakaði Trump Obama um linkind. "Krímskaginn var TEKINN YFIR af Rússum á meðan Obama var við völd. Var Obama of linur gagnvart Rússlandi?" | Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það tómt bull að ráðgjafar hans hafi átt í samskiptum við stjórnvöld í Rússlandi í aðdraganda kosninganna í nóvember.
Tveir dagar eru síðan þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn, sagði af sér.
Flynn sagði af sér vegna fullyrðinga um að hann hefði rætt viðskiptabann Bandaríkjanna gegn Rússlandi áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta.
Þá sakaði Trump einnig bandarísku leyniþjónustuna um að hafa lekið upplýsingum og beindi spjótum sínum að Þjóðaröryggisstofnuninni, NSA, sem og FBI.
Sagði hann þessar stofnanir hafa lekið upplýsingum til New York Times og Washington Post. |
Vilja yfirheyra ritara norður-kóreska sendiráðsins | Yfirvöld í Malasíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Kim Uk Il, starfsmanni norður-kóreska flugfélagsins vegna morðsins á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu.
Lögregla hefur þá einnig óskað eftir fá að yfirheyra Hyong Kwang Song, aðstoðarritara norður-kóreska sendiráðsins í Malasíu vegna málsins. Enginn svör hafi hins vegar borist frá sendiráðinu og hefur Reuters fréttastofan eftir malasísku lögreglunni að Kim Uk Il sé "saknað líka".
Kim Jong-Nam var myrtur með gjöreyðingavopni á flugvelli í Kuala Lumpur í síðasta mánuði, er hann var á leið sinni heim til Macau í Kína.
Þá hefur Reuters eftir ríkislögreglustjóra Malasíu að yfirvöld hafi nú aukið landamæraeftirlit á öllum landamærastöðvum til að reyna að koma í veg fyrir að þeir Norður-Kóreubúar sem þau gruna um aðild að morðinu á Kim Jong-Nam nái að yfirgefa landið.
Tvær konur eru þegar í haldið lögreglu vegna málsins, en í gær sleppti lögregla úr haldi Norður-Kóreumanninum Ri Jong Chol sem einnig er grunaður um aðild að morðinu, vegna ónógra sannanna.
Malasísk yfirvöld greindu frá því í gær að fólk frá Norður-Kóreu gæti ekki lengur ferðast til Malasíu án vegabréfsáritunar. Þetta sé gert í öryggisskyni. Fyrri reglur hljóðuðu upp á að þeir gætu dvalið í landinu án áritunar í allt að 30 daga. Reglurnar taka gildi 6. mars.
Samskipti Norður-Kóreu og Malasíu fara nú versnandi dag frá degi, en fyrir morðið á Kim þá var Malasía eitt fárra ríkja sem átti í stjórnmálasamskiptum við Norður-Kóreu. | Yfirvöld í Malasíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Kim Uk Il, starfsmanni norður-kóreska flugfélagsins vegna morðsins á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-Un leiðtoga Norður-Kóreu.
Lögregla hefur þá einnig óskað eftir fá að yfirheyra Hyong Kwang Song, aðstoðarritara norður-kóreska sendiráðsins í Malasíu vegna málsins.
Kim Jong-Nam var myrtur með gjöreyðingavopni á flugvelli í Kuala Lumpur í síðasta mánuði.
Tvær konur eru þegar í haldið lögreglu vegna málsins, en í gær sleppti lögregla úr haldi Norður-Kóreumanninum Ri Jong Chol sem einnig er grunaður um aðild að morðinu.
Samskipti Norður-Kóreu og Malasíu fara nú versnandi dag frá degi. |
Aldrei fleiri mál í Hæstarétti | Á árinu 2016 voru skráð 869 mál í Hæstarétti og hafa þau aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar. Mestu aukninguna er að finna í munnlegum einkamálum en þau voru alls 349 í fyrra og fjölgaði um 28 mál frá árinu 2015.
Munnlegum sakamálum fækkaði hins vegar verulega á milli ára en þau voru 109 árið 2015 en aðeins í 83 árið 2016. Ekki var mikil fjölgun í kærðum málum en þau voru 223 í einkamálum og 214 í sakamálum.
Dæmd mál í Hæstarétti árið 2016 voru 762. Þar eru talin áfrýjuð mál í einka- og sakamálum og kærumál í einka- og sakamálum. Áfrýjuð einkamál voru 246 á árinu og var niðurstaða héraðsdóms staðfest í 161 máli. Í 26 málum var niðurstöðu héraðsdóms breytt að einhverju leyti og í 48 málum var niðurstöðu héraðsdóms breytt að verulegu leyti eða snúið við. Í 29 tilvikum var málum vísað frá, eða héraðsdómur ómerktur, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag. | Á árinu 2016 voru skráð 869 mál í Hæstarétti og hafa þau aldrei verið fleiri.
Mestu aukninguna er að finna í munnlegum einkamálum en þau voru alls 349 í fyrra og fjölgaði um 28 mál frá árinu 2015.
Munnlegum sakamálum fækkaði hins vegar verulega á milli ára en þau voru 109 árið 2015 en aðeins í 83 árið 2016.
Ekki var mikil fjölgun í kærðum málum. |
Munur gagnvart ódýrari hverfum að minnka | Á árinu 2016 var hæsta meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu 469 þúsund krónur í miðborg Reykjavíkur og það lægsta 275 þúsund krónum í Vöngum í Hafnarfirði. Þarna er rúmlega 70% munur sem er svipað og 2015.
Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að fermetraverðið var hæst í miðborginni árið 2016 og um 7% hærra en í næst hæsta hverfinu. Árið áður var miðborgin rúmlega 11% hærri en næsta hverfi og 14% árið þar á undan. Sé litið á næst hæstu hverfi eru Sjáland í Garðabæ, Seltjarnarnes og miðlæg svæði í Reykjavík líka hlutfallslega hærra verðlögð.
Í samanburði eins og þessum ber að hafa ýmsa fyrirvara í huga. Tölurnar byggja á viðskiptum hvers árs fyrir sig og því er einungis verið að mæla það húsnæði sem viðskipti fara fram með og tölurnar sýna meðalverð ársins.
Langmesta verðhækkunin á Seltjarnarnesi
Verðmunur milli dýrustu og ódýrustu hverfa jókst mikið frá 2003 til 2006. Munurinn minnkaði svo aftur fram til ársins 2008 en tók svo að vaxa á ný og var árið 2014 meiri en nokkru sinni fyrr. Á árinu 2015 dró svo aftur saman með dýrasta og ódýrasta hverfi og var sá munur nær óbreyttur í fyrra.
Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við. Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar.
Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest. Þar er Seltjarnarnes þó alger undantekning, en verð hækkaði langmest þar á síðasta ári.
Meðalhækkun þeirra hverfa á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá birtir upplýsingar um var um 11% á milli 2015 og 2016, en meðalhækkun fjölbýlis á öllu svæðinu var um 12%. Tölurnar hér sýna að verðhækkun í miðborginni er nokkuð í takt við þá tölu. Af dýrari hverfum hækka Seltjarnarnes, Teigar og Tún og Grandar meira en miðborgin. Á milli áranna 2015 og 2016 hækkaði verð mest í Húsahverfi, um 25%. Minnstu hækkanirnar 2016 voru í Kórum, Hvörfum og Þingum, rúmt 1%, og í Húsahverfi, um tæp 2%.
Fólk farið að líta út fyrir miðborgina
Sú þróun undanfarinna ára að verðmunur á milli dýrustu og ódýrustu hverfa hafi aukist virðist hafa stöðvast. Það kann að skýrast af því að mikil umframeftirspurn í miðborginni hafi aukið möguleika á sölu í minna miðlægum hverfum meira en í öðrum hverfum. Þá hefur fasteignaverð hækkað mikið undanfarin misseri og væntanlega er fólk farið að hugsa meira um hvar mest fæst fyrir peningana. Hér skiptir einnig máli að þjóðin er fremur ung og fyrstu kaupendur hafa tæplega efni á öðru en að fara út á jaðra höfuðborgarsvæðisins. Þá kann tiltölulega lágt bensínverð undanfarin misseri að hafa haft áhrif á búsetuákvarðanir fólks m.t.t. ferðakostnaðar til og frá vinnu . | Á árinu 2016 var hæsta meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu 469 þúsund krónur í miðborg Reykjavíkur og það lægsta 275 þúsund krónum í Vöngum í Hafnarfirði.
Þarna er rúmlega 70% munur sem er svipað og 2015.
Síðustu misseri hefur verið töluverð umræða um mikla spurn eftir íbúðum á miðlægum svæðum sem hafi ýtt verðum þar upp á við.
Svo virðist sem staðan hafi breyst nokkuð þar sem hækkun á miðsvæðum í Reykjavík, t.d. miðborginni, er minni en víða annars staðar.
Sé litið á hækkunina á milli áranna 2015 og 2016 sést að dýru hverfin hækkuðu ekki mest.
Þar er Seltjarnarnes þó alger undantekning, en verð hækkaði langmest þar á síðasta ári. |
Lögreglan sýndi hálfa söguna | Áður óbirt myndband úr öryggismyndavél hefur enn á ný vakið mótmæli vegna dauða svarts manns í Ferguson í Bandaríkjunum árið 2014.
Kvikmyndagerðarmaður hefur birt myndbandsbrot sem hann segir sýna að Michael Brown var ekki að ræna verslun, líkt og lögreglan heldur fram, heldur hafi hann verið þar til að skipta á marijúana og vindlum.
Á myndbandi sem birt var stuttu eftir dauða Browns árið 2014 sást hann ýta við kaupmanninum og ganga svo út með vindla. Nokkrum mínútum síðar var hinn átján ára gamli Brown skotinn til bana af lögreglumanni.
Lögreglumaðurinn Darren Wilson var ákærður fyrir drápið en síðar sýknaður. Í kjölfarið brutust út hörð mótmæli í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum vegna lögregluofbeldis gegn svörtum Bandaríkjamönnum.
Myndbandið úr öryggismyndavélinni var birt í gær og skömmu síðar höfðu um 100 manns safnast saman fyrir utan verslunina.
Á myndbandinu má sjá Brown fara inn í verslunina og afhenta brúnan poka. Í staðinn fær hann poka fullan af vindlum. Hann sést svo ganga að hurðinni en snúa þar við og skila pokanum með vindlunum aftur á afgreiðsluborðið.
Myndbandið er hluti af heimildarmynd Jasons Pollock, Stranger Fruit. Hann segir myndbrotið sýna að Brown hafi ekki verið að fremja vopnað rán, líkt og lögreglan heldur fram, er hann kom aftur í búðina síðar þennan sama dag. Á því myndbroti, sem birt var skömmu eftir dauða hans, sést hann ýta við kaupmanninum og fara út úr versluninni með vindlana.
Í frétt BBC segir að lögreglan hafi birt það myndband á sínum tíma til að rökstyðja af hverju Brown var grunaður um rán og síðar skotinn af lögreglunni.
Pollock heldur því fram í mynd sinni að Brown hafi skipt á marijúana og vindlum en ákveðið að geyma þá í búðinni um stund.
"Þeir eyðilögðu mannorð Michaels með þessu myndbandi og ákváðu að sýna okkur ekki hvað raunverulega gerðist," segir Pollock í samtali við New York Times.
Lögmaður verslunareigandans segist ætla að birta enn eitt myndbandið til að sanna að Brown hafi verið að ræna verslunina.
Heimildarmyndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíð á næstunni. | Áður óbirt myndband úr öryggismyndavél hefur enn á ný vakið mótmæli vegna dauða svarts manns í Ferguson í Bandaríkjunum árið 2014.
Kvikmyndagerðarmaður hefur birt myndbandsbrot sem hann segir sýna að Michael Brown var ekki að ræna verslun, líkt og lögreglan heldur fram, heldur hafi hann verið þar til að skipta á marijúana og vindlum.
Lögreglumaðurinn Darren Wilson var ákærður fyrir drápið en síðar sýknaður.
Í kjölfarið brutust út hörð mótmæli.
Myndbandið er hluti af heimildarmynd Jasons Pollock, Stranger Fruit.
Hann segir myndbrotið sýna að Brown hafi ekki verið að fremja vopnað rán, líkt og lögreglan heldur fram, er hann kom aftur í búðina síðar þennan sama dag.
Lögmaður verslunareigandans segist ætla að birta enn eitt myndbandið til að sanna að Brown hafi verið að ræna verslunina.
Heimildarmyndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíð á næstunni. |
Fjölmenn mótmæli Kúrda | Um 30 þúsund kúrdískir mótmælendur gengu fylktu liði í Frankfurt í Þýskalandi í dag og kröfðust lýðræðis í Tyrklandi. Auk þess hvöttu þeir Tyrki til að segja nei í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem ætlað er að auka völd Erdogan forseta til muna.
Tyrkir sögðu mótmælagönguna óásættanlega. Margir mótmælenda voru með merki tengd Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK) sem hefur staðið í stappi gegn Tyrkjum undanfarna þrjá áratugi.
Talsverð spenna ríkir í samskiptum Tyrklands og Þýskalands eftir að þýsk yfirvöld neituðu tyrkneskum ráðherrum að halda samkomur til að hvetja Tyrki, sem búsettir eru í Þýskalandi og hafa kosningarétt í landinu, til að segja já í áðurnefndri atkvæðagreiðslu.
Fleiri komu til mótmælanna en gert hafði verið ráð fyrir en þau fóru friðsamlega fram.
Ibrahim Kalin, talsmaður Erodan Tyrklandsforseta, sagði í yfirlýsingu að forsetaembættið fordæmdi mótmælagönguna.
"Það er óásættanlegt að sjá PKK-merkin og -slagorðin," sagði Kalin og bætti við að atburðir dagsins sýndu það og sönnuðu að sum ríki Evrópu væru leynt og ljóst að vinna að því að tryggja það að "nei-ið" myndi hafa betur í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu, 16. apríl.
"Við þurfum enn og aftur að minna lönd Evrópu á að 16. apríl mun ákvörðun verða tekin í Tyrklandi, ekki Evrópu," sagði Kalin. | Um 30 þúsund kúrdískir mótmælendur gengu fylktu liði í Frankfurt í Þýskalandi í dag og kröfðust lýðræðis í Tyrklandi.
Auk þess hvöttu þeir Tyrki til að segja nei í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem ætlað er að auka völd Erdogan forseta til muna.
Tyrkir sögðu mótmælagönguna óásættanlega. Margir mótmælenda voru með merki tengd Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK) sem hefur staðið í stappi gegn Tyrkjum undanfarna þrjá áratugi.
Talsverð spenna ríkir í samskiptum Tyrklands og Þýskalands eftir að þýsk yfirvöld neituðu tyrkneskum ráðherrum að halda samkomur til að hvetja Tyrki, sem búsettir eru í Þýskalandi og hafa kosningarétt í landinu, til að segja já í áðurnefndri atkvæðagreiðslu. |
Verða að sjá sér hag í að fljúga norður | Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, fagnar tillögu Gríms Sæmundsen, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um að lággjaldaflugfélögum sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumartímann verði beint til Akureyrar og Egilsstaða gegn lægri lendingargjöldum.
"Okkur líst mjög vel á þessa hugmynd," segir Arnheiður, en Grímur lagði tillöguna fram í ræðu sinni á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar á föstudag. "Í fyrsta lagi þá fagna ég því að það sé kominn áhugi hjá forsvarsmönnum SAF að styðja við flugið norður og austur."
Arnheiður segir lággjaldaflugfélögin aukinheldur hafa þann kost að þau fylli vélar sínar. "Þannig að þetta eru vélarnar sem við höfum verið að eltast við." Ákveði lággjaldaflugfélögin að gera Akureyri að áfangastað muni markaðsstofa Norðurlands gera allt sem hennar valdi stendur til að ná upp nauðsynlegri nýtingu í vélarnar. "Það myndi þýða að þeir væru að koma með mjög mikið af ferðamönnum til okkar."
Ekki vandræði með gistirými
Ekki verði heldur vandamál að hýsa ferðamennina. "Við erum með á bilinu 1-1,5 milljónir vannýttra gistinátta á ári fyrir norðan, þannig að það er yfirdrifið nóg pláss." Erfiðast sé um gistingu í tvo mánuði yfir hásumarið, en slíkt myndi einungis kalla á betri dreifinu ferðamanna um svæðið. "Menn myndu mögulega lenda í vandræðum með að fá gistingu á Akureyri og Mývatni, en þeir myndu þá finna sér aðrar leiðir."
Engin ástæða sé heldur til að takmarka slíkt flug við sumartímann. "Við leggjum líka áherslu á vetrarfríin. Þó að þessi félög séu að fljúga á Keflavík á sumrin er ekkert sem segir að þau geti ekki tekið veturinn hjá okkur af því að við erum með mjög sterkan vetraráfangastað," segir Arnheiður.
Ekki verri en aðrir farþegar
"Farþegar lággjaldaflugfélaga eru ekki verri en aðrir farþegar," bætir Arnheiður við og kveður rannsóknir hafa sýnt að farþegar sem fljúga með lággjaldaflugfélögunum eyði meiru á áfangastað af því að þeir hafi sparað með miðakaupunum. "Og það er jákvætt fyrir okkur."
Það verði hins vegar ekki gert eingöngu með reglugerðarbreytingum að beina lággjaldaflugfélögum norður eða austur, heldur verði slíkum áherslubreytingum að fylgja stuðningur og afsláttur. "Það þyrfti að gera þessa tvo flugvelli hagstæðari fyrir þessi félög, sem þýðir að þau myndu velja þá. Um leið fengju félögin skýr skilaboð um að það sé vilji til að byggja upp þessa flugvelli sem áfangastaði og það er mjög jákvætt."
Arnheiður telur slíkt heldur ekki þurfa að eiga eingöngu við um þau flugfélög sem eru skilgreind sem lággjaldaflugfélög, líkt og verið hefur í umræðunni. "Ég held að við þurfum ekki endilega að hengja okkur í akkúrat þá skilgreiningu," segir hún. "Ég held ef að farið verði í aðgerðir til að tryggja að flugfélög leiti frekar út á land með lendingar sé enginn að fara að spyrja hvort það séu skilgreind lággjaldafélög eða önnur flugfélög sem sjái sér hag í því að fljúga á þessa flugvelli." | Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, fagnar tillögu Gríms Sæmundsen, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um að lággjaldaflugfélögum sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumartímann verði beint til Akureyrar og Egilsstaða gegn lægri lendingargjöldum.
Ákveði lággjaldaflugfélögin að gera Akureyri að áfangastað muni markaðsstofa Norðurlands gera allt sem hennar valdi stendur til að ná upp nauðsynlegri nýtingu í vélarnar.
Ekki verði heldur vandamál að hýsa ferðamennina. Erfiðast sé um gistingu í tvo mánuði yfir hásumarið, en slíkt myndi einungis kalla á betri dreifinu ferðamanna um svæðið.
"Farþegar lággjaldaflugfélaga eru ekki verri en aðrir farþegar," bætir Arnheiður við og kveður rannsóknir hafa sýnt að farþegar sem fljúga með lággjaldaflugfélögunum eyði meiru á áfangastað af því að þeir hafi sparað með miðakaupunum.
Það verði hins vegar ekki gert eingöngu með reglugerðarbreytingum að beina lággjaldaflugfélögum norður eða austur, heldur verði slíkum áherslubreytingum að fylgja stuðningur og afsláttur. |
'"Fullt af bílum í vandræðum"' | Bílar hafa setið fastir í Mýrdal vegna slæmrar færðar og hefur Björgunarsveitin Víkverji haft í nógu að snúast.
Að sögn Gísla Steinars Jóhannessonar úr björgunarsveitinni hafa flestir lent í erfiðleikum í Gatnabrún í Mýrdal með tilheyrandi umferðartöfum.
"Það er búið að vera fullt af bílum í vandræðum," segir hann og nefnir bæði fólksbíla og flutningabíla. Auk þess fór rúta út af veginum á Reynisfjalli í morgun.
Sjálfur hefur hann tekið þátt í að bjarga fjórum fólksbílum, auk vörubíls. Bílarnir festust annaðhvort í snjónum eða fuku út af veginum, að sögn Gísla Steinars.
Lögreglan á Suðurlandi hefur einnig aðstoðað ökumenn.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vegurinn um Reynisfjall sé lokaður eins og er.
Að sögn fréttaritara mbl.is á Suðurlandi snjóaði mikið á svæðinu frá því um kaffileytið í dag og fram yfir kvöldmat. Mun þetta vera ein mesta snjókoman þar í vetur. Snjórinn hefur verið erfiður yfirferðar fyrir bíla, auk þess sem skafrenningur hefur verið.
Uppfært kl. 21.45:
Snjóruðningsbíll Vegagerðarinnar er búinn að ryðja veginn um Reynisfjall og er hann því orðinn fær. | Bílar hafa setið fastir í Mýrdal vegna slæmrar færðar og hefur Björgunarsveitin Víkverji haft í nógu að snúast.
Að sögn Gísla Steinars Jóhannessonar úr björgunarsveitinni hafa flestir lent í erfiðleikum í Gatnabrún í Mýrdal með tilheyrandi umferðartöfum.
Lögreglan á Suðurlandi hefur einnig aðstoðað ökumenn.
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vegurinn um Reynisfjall sé lokaður eins og er. |
Völdu frekar vogunarsjóðina | Íslenskir lífeyrissjóðir voru enn þá áhugasamir um kaup á hlut í Arion banka þegar ákveðið var að ganga til samninga við erlenda fjárfesta. Möguleg sameiginleg aðkoma sjóðanna að kaupum á hlut í bankanum er ekki lengur á borðinu og er hópurinn undrandi á niðurstöðunni.
RÚV greindi fyrst frá því að Kaupþing hefði slitið viðræðunum en þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður sem leiddi samningaviðræður lífeyrissjóðanna, í samtali við mbl.
Samningaviðræður milli Kaupþings og hóps íslenskra lífeyrissjóða hafa staðið yfir í rúmt ár og höfðu samningsdrög þegar verið kynnt í stjórnum flestra lífeyrissjóða. Á sunnudag var síðan tilkynnt um kaup fjögurra vogunarsjóða og fjárfesta á 30% hlut í bankanum. Eiga sjóðirnir nú samtals beint eða óbeint ríflega 67% hlut í Arion banka eftir kaupin, miðað við eignarhlut í eignarhaldsfélaginu Kaupþingi um áramótin. Þar af er stærsti hluthafinn vogunarsjóðurinn Taconic Capital sem á tæplega þriðjungshlut beint eða óbeint.
Töldu áhuga til staðar
Þórarinn segir ljóst að lífeyrissjóðirnir muni eftir þetta ekki koma saman að kaupum á hlut í Arion banka. "Hvort einstakir sjóðir kaupa hluti í Arion ef þeir verða boðnir til sölu get ég ekkert sagt um. Þessu sameiginlega verkefni um kaup á hlutum í Arion er hins vegar slitið og Kaupþing setti endapunktinn við það með því að slíta viðræðum," segir hann.
Að sögn Þórarins var búið að kynna verkefnið í stjórnum lífeyrissjóða og var beðið eftir endanlegum samningi áður en hægt væri að taka málið til endanlegrar afgreiðslu. "Það var ekkert sem gaf annað til kynna en að áhuginn væri til staðar."
Komið hefur fram að kaupverðið í viðskiptunum við erlendu fjárfestana hafi verið 0,81 króna fyrir hverja krónu eigin fjár. Spurður um kaupverð í samningaviðræðum við lífeyrissjóðina segir Þórarinn tilgangslaust að tjá sig um það og vísar til þess að verðið sé bundið trúnaði. "Lífeyrissjóðirnir hefðu ekki tekið þátt í þessum kaupum nema að telja það sjóðsfélögum hagfellt."
Tekin ákvörðum um að selja frekar eigendum
"Niðurstaðan er að Kaupþing hefur slitið þessum viðræðum í framhaldi af því að stærstu eigendur hafa tryggt sér meirihluta í bankanum."
Þórarinn segir þetta hafa komið mjög á óvart. "Það hefur frá upphafi verið ljóst að það yrði að líkindum áhugi einhverra af stærri eigendum Kaupþings á því að taka þátt í kaupunum á Arion banka. Lengst af hefur verið talað um að umfang þeirra kaupa væri líklegt til að vera 10 til 20%. Það hefur á engu stigi komið fram að eigendur Kaupþings kynnu að kjósa að tryggja sér meirihluta í bankanum."
"Það kom síðan enn meira á óvart að Kaupþing skyldi kjósa að ganga til samninga sem fælu það í sér að þeir gætu ekki lokið samningsdrögum gagnvart lífeyrissjóðunum eins og þau lágu fyrir. Þannig að það var tekin ákvörðun um að selja frekar eigendum en íslensku lífeyrissjóðunum."
Umfangið kom á óvart
Spurður hvenær lífeyrissjóðirnir hafi frétt af kaupunum segist Þórarinn hafa fengið upplýsingar um nákvæmar stærðir á sunnudag þegar tilkynnt var um kaupin. "Við höfðum tilfinningu fyrir því að kaupin gætu orðið meiri en þessi 10 til 20% sem áður hafði verið rætt en það var ekkert sem gaf til kynna að umfangið væri af þessum toga."
Þórarinn segir að málið verði skoðað í heild sinni þegar undruninni sleppir. Spurður hvort mögulega verði gripið til einhverra aðgerða svarar Þórarinn "no comment". | Íslenskir lífeyrissjóðir voru enn þá áhugasamir um kaup á hlut í Arion banka þegar ákveðið var að ganga til samninga við erlenda fjárfesta.
Möguleg sameiginleg aðkoma sjóðanna að kaupum á hlut í bankanum er ekki lengur á borðinu og er hópurinn undrandi á niðurstöðunni.
RÚV greindi fyrst frá því að Kaupþing hefði slitið viðræðunum en þetta staðfestir Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður sem leiddi samningaviðræður lífeyrissjóðanna, í samtali við mbl.
Þórarinn segir ljóst að lífeyrissjóðirnir muni eftir þetta ekki koma saman að kaupum á hlut í Arion banka.
Að sögn Þórarins var búið að kynna verkefnið í stjórnum lífeyrissjóða og var beðið eftir endanlegum samningi áður en hægt væri að taka málið til endanlegrar afgreiðslu.
Spurður hvenær lífeyrissjóðirnir hafi frétt af kaupunum segist Þórarinn hafa fengið upplýsingar um nákvæmar stærðir á sunnudag þegar tilkynnt var um kaupin.
Þórarinn segir að málið verði skoðað í heild sinni þegar undruninni sleppir. |
Miklar breytingar í hafinu | Breytingar í hafrænu umhverfi Norður-Atlantshafs hafa haft mikil áhrif á lífríkið í og við sjóinn. Þessar breytingar voru ræddar á alþjóðlegum þverfaglegum vinnufundi sem haldinn var í gær og í fyrradag í Öskju Háskóla Íslands.
Fundinn sóttu vísindamenn úr ýmsum fræðigreinum sjávarrannsókna frá Bandaríkjunum, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Kanada, Noregi og Stóra-Bretlandi.
Dr. Freydís Vigfúsdóttir, sem starfar við Háskóla Íslands og Háskólann í Exeter, var fundarstjóri. Hún sagði að í vinnustofunni hefði verið leitast við að samþætta niðurstöður rannsókna vísindamanna í hinum ýmsu fræðigreinum sjávarrannsókna og að fá nýja sýn á viðfangsefnið.
"Það er lykillinn að því að henda reiður á umfangi og alvarleika vandans," segir Freydís í Morgunblaðinu í dag. "Vandamálið er stórt og ekki séríslenskt. Þetta á við um allt Norður-Atlantshaf. Einnig eru miklar breytingar að verða í suðurhluta Atlantshafs."
Ýmissa breytinga fór að gæta fyrir alvöru á 9. áratug síðustu aldar í kringum Bretland. Næsta áratug þar á eftir fór lífríkið að sýna svipuð merki um breytingar víðar í Norður-Atlantshafi, m.a. við Ísland. "Stofnar lífvera sem tróna í efri þrepum fæðukeðjunnar eins og ýmsir stofnar sjófugla og sumra hvalategunda hafa hnignað í nokkuð langan tíma," sagði Freydís.
Þannig hefði viðkoma íslenskra sjófuglastofna verið almennt slök í rúman áratug með örfáum staðbundnum undantekningum. Hún sagði tegundir sem hefðu sýnt árlegan viðkomubrest eiga það sameiginlegt að hafa reitt sig á sandsíli sér til viðurværis á ákveðnum árstíma við suður- og vesturströndina. Það ætti t.d. við um lunda, ritu og kríu á varptíma og aðrar bjargfuglategundir. Rannsóknir Gísla Víkingssonar á Hafrannsóknastofnun segðu svipaða sögu fyrir hrefnustofninn.
"Við höfum ekki nægar upplýsingar um allar þessar tegundir og tengsl þeirra við fæðuvef hafsins bæði að sumri og vetri, þannig að við vitum ekki hvert raunverulegt umfang vandans er á Norður-Atlantshafs-skala, né heldur hér á Íslandsmiðum," sagði Freydís. Hún sagði að íslenskir vísindamenn væru yfirleitt á einu máli um að einnig vanti meiri upplýsingar og rannsóknir um neðri þrep fæðukeðjunnar og þá sérstaklega þær fiskitegundir sem gegndu lykilhlutverki fyrir aðrar dýrategundir, eins og sandsíli.
"Rannsóknir á fæðu, s.s. sandsíli, og tengsl mismunandi þátta í fæðuvef sjávarins eru lykilatriði í að skilja þá ferla sem nú eru í gangi. Þetta er eitthvað sem vantar og nauðsynlega þarf að efla í okkar rannsóknarsamfélagi," sagði Freydís.
Hún sagði að Hafrannsóknastofnun sinnti af mikilli elju bæði hafrannsóknum og áturannsóknum. Niðurstöður þeirra sýndu bæði að sveifla væri milli ára en að auki að yfir lengri tíma hefðu ákveðnar breytingar í hafinu verið mældar á t.d. seltu og sjávarhita.
Freydís sagði að samkvæmt niðurstöðum eins haffræðingsins á vinnustofunni, Penny Holiday, væru á stórum skala og til lengri tíma litið engar vísbendingar um að þróuninværi að snúast við þrátt fyrir að stök ár sýndu annað mynstur á smáu svæði. Megintilhneigingin væri til enn frekari hlýnunar hafsins og breytinga á ýmsum þrepum fæðukeðjunnar. | Breytingar í hafrænu umhverfi Norður-Atlantshafs hafa haft mikil áhrif á lífríkið í og við sjóinn.
Þessar breytingar voru ræddar á alþjóðlegum þverfaglegum vinnufundi sem haldinn var í gær og í fyrradag í Öskju Háskóla Íslands.
Dr. Freydís Vigfúsdóttir, sem starfar við Háskóla Íslands og Háskólann í Exeter, var fundarstjóri.
Hún sagði að í vinnustofunni hefði verið leitast við að samþætta niðurstöður rannsókna vísindamanna í hinum ýmsu fræðigreinum sjávarrannsókna og að fá nýja sýn á viðfangsefnið.
"Stofnar lífvera sem tróna í efri þrepum fæðukeðjunnar eins og ýmsir stofnar sjófugla og sumra hvalategunda hafa hnignað í nokkuð langan tíma," sagði Freydís.
Þannig hefði viðkoma íslenskra sjófuglastofna verið almennt slök í rúman áratug með örfáum staðbundnum undantekningum.
Hún sagði tegundir sem hefðu sýnt árlegan viðkomubrest eiga það sameiginlegt að hafa reitt sig á sandsíli sér til viðurværis á ákveðnum árstíma við suður- og vesturströndina.
Íslenskir vísindamenn væru yfirleitt á einu máli um að einnig vanti meiri upplýsingar og rannsóknir um neðri þrep fæðukeðjunnar.
Hún sagði að Hafrannsóknastofnun sinnti af mikilli elju bæði hafrannsóknum og áturannsóknum.
Niðurstöður þeirra sýndu bæði að sveifla væri milli ára en að auki að yfir lengri tíma hefðu ákveðnar breytingar í hafinu verið mældar á t.d. seltu og sjávarhita. |
Fær mikið hrós frá stjóranum | Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea City sat fyrir svörum fréttamanna í dag í aðdraganda leiksins mikilvæga gegn Middlesbrough á laugardaginn.
Clement var inntur þeim orðrómi að Gylfi sé hugsanlega á förum frá félaginu í sumar en Gylfi hefur á undanförnum dögum og vikum verið orðaður við önnur lið í deildinni og sjálfur sagði hann á dögunum að vildi gjarnan reyna fyrir sér hjá einhverju stórliði.
"Það er gott fyrir leikmann að hafa metnað til að spila á hæsta stigi og sé engin vandamál hvað það varðar. Gylfi er mjög einbeittur í því að hjálpa okkur að halda sætinu í deildinni. Við höfum ekkert rætt um að hann sé að fara eitthvað annað. Þetta hefur bara snúist um að hann geri sitt besta fyrir Swansea á hverjum degi.
Hann er frábær leikmaður, er hæfileikaríkur og ótrúlega vinnusamur og allir bestu leikmenn sem ég hef unnið með hafa haft þá vinnusemi. Þetta gerir hann að leikmanni sem önnur lið sækjast eftir," sagði Clement. | Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea City sat fyrir svörum fréttamanna í dag í aðdraganda leiksins mikilvæga gegn Middlesbrough á laugardaginn.
Clement var inntur þeim orðrómi að Gylfi sé hugsanlega á förum frá félaginu í sumar.
Gylfi hefur á undanförnum dögum og vikum verið orðaður við önnur lið í deildinni.
Sjálfur sagði hann á dögunum að vildi gjarnan reyna fyrir sér hjá einhverju stórliði. |
O'Reilly sakaður um að áreita fimm konur | Bill O'Reilly, einn þekktasti þulur Fox News, er sakaður um að hafa áreitt að minnsta kosti fimm starfsmenn stöðvarinnar. Stöðin er sögð hafa greitt hundruð milljóna í bætur vegna þessara mála. Þetta kemur fram í frétt New York Times í dag.
Í fréttinni segir að Fox hafi greitt fimm konum um 13 milljónir dollara, um 1.400 milljónir króna, í skiptum fyrir þögn þeirra og að samþykkja að kæra ekki sjónvarpsstöðina.
Tvö þessara mála hafa áður komist í fréttir en New York Times segist hafa heimildir fyrir þremur málum til viðbótar. Í tveimur þeirra var um kynferðislegt áreiti að ræða. Konurnar fimm unnu allar annaðhvort við þátt hans, The O'Reilly Factor, eða komu reglulega fram í honum.
Þær saka O'Reilly um að hafa beitt stöðu sinni sem stjórnandi þáttarins til að krefjast "kynferðislegra greiða" af þeim.
Í yfirlýsingu sem O'Reilly birtir á vefsíðu sinni neitar hann ekki ásökununum beinlínis en segir að staða sín hafi gert sig "viðkvæman" fyrir kærumálum frá einstaklingum sem vilja að hann borgi sér peninga til að forðast neikvæða umfjöllun.
Í yfirlýsingunni tekur hann fram að á tuttugu ára ferli sínum hjá Fox News hafi hann aldrei verið kærður.
O'Reilly er 67 ára. Hann er eitt þekktasta andlit bandarísks sjónvarps. Á hverjum degi horfa um 3,9 milljónir áhorfenda á þáttinn hans, The O'Reilly Factor. | Bill O'Reilly, einn þekktasti þulur Fox News, er sakaður um að hafa áreitt að minnsta kosti fimm starfsmenn stöðvarinnar.
Í fréttinni segir að Fox hafi greitt fimm konum um 13 milljónir dollara, um 1.400 milljónir króna, í skiptum fyrir þögn þeirra og að samþykkja að kæra ekki sjónvarpsstöðina.
Tvö þessara mála hafa áður komist í fréttir en New York Times segist hafa heimildir fyrir þremur málum til viðbótar.
Konurnar fimm unnu allar annaðhvort við þátt hans, The O'Reilly Factor, eða komu reglulega fram í honum.
Þær saka O'Reilly um að hafa beitt stöðu sinni sem stjórnandi þáttarins til að krefjast "kynferðislegra greiða" af þeim. |
Ég hef áhyggjur fyrir úrslitakeppnina | Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var vissulega óhress eftir 26:25 tap á heimavelli gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Grótta hafnar í 8. sæti deildarinnar og mætir deildarmeisturum FH í átta liða úrslitum.
"Við vorum ekki að standa okkur nógu vel í vörninni í fyrri hálfleiknum. Við komumst fjórum mörkum yfir og gátum slitið okkur meira frá þeim, en þá komust þeir aftur inn í leikinn. Framarar sýndu ótrúlega mikla seiglu í þessum leik. Þeir spiluðu langar sóknir, voru skynsamir og gerðu okkur lífið leitt. Það var meiri skynsemi hjá þeim en okkur."
Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik.
"Við þurftum að endurskipuleggja okkar varnarleik eftir það, en við vorum að klikka rosalega mikið úr dauðafærum, þeir skiptu um markmann og það virkaði, hann var að verja ótrúlega mikilvæga bolta. Það vantaði ekki færin hjá okkur, heldur frekar að nýta þau."
Framarar þurftu að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum, en Gróttumenn voru komnir þangað fyrir leikinn. Gunnar segir það ekki hafa skipt máli.
"Þú ert í handbolta til að vinna, það á ekki að skipta neinu máli. Ég er ósáttur með hvernig við lokuðum þessum leik, það vantaði meiri vilja hjá okkur til að klára þetta dæmi. Ég hef áhyggjur af því fyrir úrslitakeppnina."
Hann er spenntur fyrir einvígi gegn FH.
"Deildin er svo jöfn og það er gaman að mæta FH. Ef við mætum vel undirbúnir í þá leiki þá verður það hörkurimma. Ég er samt sem áður ósáttur við hvernig við klárum mótið, það var stígandi í þessu í síðustu umferðinni, en við áttum að vinna þennan leik. Við vorum betra liðið í leiknum, en með ótrúlegri seiglu tókst þeim að landa þessu," sagði Gunnar. | Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, var vissulega óhress eftir 26:25 tap á heimavelli gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
Grótta hafnar í 8. sæti deildarinnar og mætir deildarmeisturum FH í átta liða úrslitum.
Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik.
Framarar þurftu að vinna leikinn til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum, en Gróttumenn voru komnir þangað fyrir leikinn.
Gunnar segir það ekki hafa skipt máli.
Hann er spenntur fyrir einvígi gegn FH. |
Borga vel fyrir ábendingar um njósnara | Kínversk stjórnvöld bjóða nú háar fjárhæðir hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar um erlenda njósnara. Sá sem kemur með slíka ábendingu í höfuðborginni Peking, getur hlotið að launum allt að hálfa milljón yuan, eða rúmlega átta milljónir kr.
Greint er frá þessu í kínverskum fjölmiðlum, og segir BBC borgaryfirvöld í Peking með þessu hvetja almenning til að reisa í járnmúr til að berjast gegn illsku og verjast njósnum.
Stjórnvöld efndu á síðasta ári til herferðar, þar sem íbúar voru varaðir við því að láta tælast af gylliboðum erlendra njósnara.
Íbúar get nú hringt í símanúmer og skilið eftir ábendingar þar, eða með því að senda yfirvöldum póst. Verðlaunin fyrir slíkar ábendingar eru á bilinu 10.000-500.000 yuan og fer fjárhæðin eftir því hversu gagnleg ábendingin er við að "stöðva njósnara, eða leysa njósnamál" að því er segir í nokkrum kínverskum ríkisfjölmiðlum, m.a. Beijing Daily.
Nefna yfirvöld sem dæmi að fiskimenn sem voru að veiðum í Jiangsu-héraði í janúar, hafi fundið óþekktan hlut með erlendur orðum í neti sínu. Þeir afhentu hann yfirvöldum, sem komust síðar að því að þetta var njósnabúnaður sem safnaði gögnum um Kína. | Kínversk stjórnvöld bjóða nú háar fjárhæðir hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar um erlenda njósnara.
Sá sem kemur með slíka ábendingu í höfuðborginni Peking, getur hlotið að launum allt að hálfa milljón yuan, eða rúmlega átta milljónir kr.
Stjórnvöld efndu á síðasta ári til herferðar, þar sem íbúar voru varaðir við því að láta tælast af gylliboðum erlendra njósnara.
Íbúar get nú hringt í símanúmer og skilið eftir ábendingar þar, eða með því að senda yfirvöldum póst. |
11 ára Ebba var fjórða fórnarlamb Akilovs | Hin 11 ára gamla Ebba Åkerlund var eitt fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í miðborg Stokkhólms á föstudag. Er hún sú síðasta þeirra til að vera nafngreind, en áður var búið að greina frá því að 69 ára gömul sænsk kona Lena Wahlberg, 41 árs Breti, Chris Bevington, og 31 árs belgísk kona, Maïlys Dereymaeker, hefðu látið lífið þegar Úsbekinn Rakhmat Akilov ók inni mannþröng í miðborg Stokkhólms.
Ebba var á leið heim úr skóla þegar Akilov ók á hana á flutningabíl sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi nokkru fyrr. Ebba hafði sagt skilið við skólafélaga sína sem héldu áfram heim með strætó, því hún hafði mælt sér mót við móður sína og var á leið í neðanjarðarlestina þegar hún lést.
Hennar var fljótt saknað og þegar ekki náðist í hana í síma var auglýst eftir henni, m.a. á samfélagsmiðlum að sögn Aftonbladet . Borin voru kennsl á hana á laugardag og óskaði fjölskyldan í kjölfarið eftir næði til að syrgja.
Fjölskyldan hefur nú þakkað sænskum fjölmiðlum og almenningi fyrir að virða þessa bón. "Við þökkum sænsku þjóðinni af okkar dýpstu hjartarótum fyrir þá hlýju og kærleik sem hún hefur sýnt okkur á þessum sáru og erfiðu tímum," sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.
Voru í heimsókn í Stokkhólmi
Wahlberg, var formaður mannréttindasamtakanna Amnesty International í heimabyggð sinni Ljungskile. Hún var í heimsókn í Stokkhólmi þegar árásin var gerð. Það sama á við um Dereymaeker, sem var í helgarheimsókn í borginni til að heimsækja vini. Hún náði aldrei að hitta þá, því að Akilov ók yfir hana þar sem hún beið þess á gatnamótum að hitta þau. Dereymaeker starfaði sem sálfræðingur og aðstoðaði m.a. með hælisleitendur í heimaborg sinni Halle.
Bevington var starfsmaður Spotify og hafði unnið í Stokkhólmi í rúm 5 ár og er lýst af samstarfsfólki sínu sem einkar gjafmildum manni.
Átta eru enn á sjúkrahúsi eftir árásina og er ástand tveggja þeirra enn alvarlegt. Einn þeirra sem fluttur var á gjörgæslu eftir árásina hefur nú verið útskrifaður.
Akilov var færður fyrir dómara í Stokkhólmi í gær og játaði hann sekt sína. | Hin 11 ára gamla Ebba Åkerlund var eitt fórnarlamb hryðjuverkaárásarinnar í miðborg Stokkhólms á föstudag.
Áður var búið að greina frá því að 69 ára gömul sænsk kona, 41 árs Breti og 31 árs belgísk kona hefðu látið lífið þegar Úsbekinn Rakhmat Akilov ók inni mannþröng í miðborg Stokkhólms.
Ebba var á leið heim úr skóla þegar Akilov ók á hana á flutningabíl.
Hennar var fljótt saknað og þegar ekki náðist í hana í síma var auglýst eftir henni.
Borin voru kennsl á hana á laugardag.
Óskaði fjölskyldan í kjölfarið eftir næði til að syrgja.
Fjölskyldan hefur nú þakkað sænskum fjölmiðlum og almenningi fyrir að virða þessa bón. |
Sýknuð af nauðgun í annað sinn | Kona, sem ákærð var fyrir kynferðisbrot gegn annarri konu, hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í annað sinn. Konan hafði verið ákærð fyrir nauðgun, með því að hafa haft munnmök við aðra konu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu, og gert að sök að hafa notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við kynferðismökum sökum ölvunar og svefndrunga.
Verulegir annmarkar á dómi héraðsdóms
Málið var upphaflega dæmt í desember árið 2015 í Héraðsdómi Suðurlands þar sem konan var sýknuð af öllum kröfum ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar í janúar 2016. Hæstiréttur kvað upp dóm í október sama ár og var niðurstaðan sú að þar sem Hæstiréttur taldi verulega annmarka vera á samningu dómsins að ekki yrði hjá því komist að hann yrði ómerktur og vísað aftur heim í hérað til frekari meðferðar.
"Við meðferð málsins í héraði neitaði ákærða sök. Héraðsdómur mat framburð ákærðu og brotaþola svo, að brotaþoli væri trúverðug og vitnisburður hennar fengi stuðning í framburði tilgreindra vitna. Á hinn bóginn væri framburður ákærðu fyrir dómi ekki að öllu leyti í samræmi við framburð hennar hjá lögreglu og rýrði það trúverðugleika hennar. Taldi dómurinn að sannað væri að ákærða hefði haft munnmök við brotaþola umrætt sinn," sagði m.a. í dómi Hæstaréttar.
Málið var því tekið fyrir að nýju í héraði og dómur kveðinn upp á föstudaginn í síðustu viku þar sem konan var aftur sýknuð af öllum kröfum, þar á meðal einkaréttarkröfu hinnar konunnar um skaðabætur að upphæð 1,5 milljónum króna.
Vaknaði með höfuðið milli fóta brotþola
Í niðurstöðum seinni dóms héraðsdóms segir að ákærða neiti sök en kannast þó við "að hafa vaknað með höfuðið milli fóta brotaþola." Þá segir enn fremur að fyrir dómi hafi ákærða neitað því að hafa sleikt kynfæri brotaþola og telji hún höfuð sitt ekki hafa verið nálægt kynfærum hennar.
Í ákærunni er háttsemi ákærðu lýst svo að brotaþoli hefði ekki getað spornað við kynmökunum sökum ölvunar og svefndrunga. "Ekkert liggi hins vegar fyrir um það að ölvunarástand brotaþola hafi verið með þeim hætti að hún hafi ekki getað spornað við kynferðismökunum af þeim sökum, enda hafi hún sagt að hún hafi "aðeins drukkið nokkra bjóra."
Vafi hvort um ásetning var að ræða
Segist brotaþoli hafa vaknað um morguninn við það að hafa ekki verið í neinu að neðan og að ákærða hafi verið að sleikja á henni kynfærin en við það hafi hún "sparkað henni af sér og rokið út." Fram kemur m.a. í niðurstöðunum að það sé mat dómsins að þessi viðbrögð brotaþola bendi ekki til þess að hún hafi verið haldin svefndrunga.
Af framangreindu auk annarra þátta er það niðurstaða dómsins að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart brotaþola. Að mati dómsins þykir því ósannað að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni var gefin að sök og hún því sýknuð. | Kona, sem ákærð var fyrir kynferðisbrot gegn annarri konu, hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í annað sinn.
Konan hafði verið ákærð fyrir nauðgun, með því að hafa haft munnmök við aðra konu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu, og gert að sök að hafa notfært sér það að konan hafi ekki getað spornað við kynferðismökum sökum ölvunar og svefndrunga.
Í niðurstöðum seinni dóms héraðsdóms segir að ákærða neiti sök en kannast þó við "að hafa vaknað með höfuðið milli fóta brotaþola."
Segist brotaþoli hafa vaknað um morguninn við það að hafa ekki verið í neinu að neðan og að ákærða hafi verið að sleikja á henni kynfærin en við það hafi hún "sparkað henni af sér og rokið út."
Fram kemur m.a. í niðurstöðunum að það sé mat dómsins að þessi viðbrögð brotaþola bendi ekki til þess að hún hafi verið haldin svefndrunga.
Af framangreindu auk annarra þátta er það niðurstaða dómsins að mikill vafi leiki á því að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess að fremja kynferðisbrot gagnvart brotaþola. |
Ekkert pláss fyrir vesen - allir í stuði | Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði um páskahelgina, segir skemmtanahald hafa heppnast með miklum ágætum í ár. Stemningin hafi verið afslöppuð en samt hafi verið mikið stuð.
"Þetta var allt eins og í einhverju ævintýri. Veðrið var mjög gott og fólk skemmti sér svo fallega. Gæslan hjá okkur var mjög ánægð og lögreglan kom og ræddi við gesti og gangandi og var líka afslöppuð. Þetta var eins og best verður á kosið," segir Kristján í samtali við mbl.is þar sem hann er að ganga frá en hátíðinni lauk í nótt.
Skemmtanahaldið fór vel fram og engin ólæti eða vesen kom upp að sögn Kristjáns. "Við sáum bros á hverju einasta andliti og við erum sömuleiðis í sjöunda himni og skemmtum okkur frábærlega. Aldrei fór ég suður er fjölskylduhátíð og þetta er hvorki staður né stund fyrir vesen. "
Kristján setti hátíðina á föstudag og bað fólk um að hafa Vöffin þrjú í huga; virðingu, veitingasölu og vera í góðum fíling. "Í fyrsta lagi snýst þetta um að bera virðingu fyrir öðru fólki. Í öðru lagi skiptir það okkur, sem bjóðum upp á ókeypis tónleikahátíð, miklu að fólk versli veitingar og varning á staðnum og í þriðja lagi að fólk sé í góðum fíling. Ég held að þetta hafi virkað mjög vel."
Hann segir að mikill og góður hópur haldi utan um hátíðina á Ísafirði. " Þetta er orðinn svo mikill partur af samfélaginu að nánast hver einasti maður kemur með einum eða öðrum hætti að hátíðina. Það finnst okkur fegurðin við Aldrei fór ég suður." | Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði um páskahelgina, segir skemmtanahald hafa heppnast með miklum ágætum í ár.
Stemningin hafi verið afslöppuð en samt hafi verið mikið stuð.
Skemmtanahaldið fór vel fram og engin ólæti eða vesen kom upp að sögn Kristjáns.
Kristján setti hátíðina á föstudag og bað fólk um að hafa Vöffin þrjú í huga; virðingu, veitingasölu og vera í góðum fíling.
Hann segir að mikill og góður hópur haldi utan um hátíðina á Ísafirði. |
Aron hetja Cardiff í dag | Aron Einar Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Cardiff í dag þegar liðið vann 1:0-sigur á Nottingham Forest í ensku B-deildinni í knattspyrnu.
Aron skoraði markið með föstu skoti af vítateigslínunni þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þetta er í annað sinn í vetur sem hann skorar gegn Forest en hann skoraði einnig í 2:1-útsigri gegn liðinu í október. Aron hefur skorað þrjú mörk í ensku B-deildinni í vetur.
Sigurinn breytir litlu fyrir Cardiff sem er í 13. sæti deildarinnar með 58 stig, 15 stigum frá umspilssæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Liðið er auk þess öruggt um sæti sitt í deildinni.
FULL TIME: #CardiffCity 1-0 @NFFC - A beauty from @ronnimall secures victory for the #Bluebirds ! #CityAsOne 🔵⚽️🔵⚽️ pic.twitter.com/3mpflnanhJ — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) April 17, 2017
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Wolves sem vann góðan 1:0-útisigur á Leeds. Wolves er með 54 stig í 16. sæti og hefur að litlu að keppa. Liðið hjálpaði hins vegar Ragnari Sigurðssyni og félögum hans í Fulham með sigrinum. Fulham vann Aston Villa, 3:1, og er komið upp í 6. sæti með 73 stig, fyrir ofan Leeds á markatölu. Liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni, en tvö efstu liðin fara beint upp.
Ragnar sat á varamannabekk Fulham allan leikinn en Birkir Bjarnason var ekki með Villa vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon var á varamannabekknum hjá Bristol City í 1:1-jafntefli við Blackburn á útivelli.
Stöðuna í deildinni má finna hér til hliðar á síðunni. | Aron Einar Gunnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Cardiff í dag þegar liðið vann 1:0-sigur á Nottingham Forest í ensku B-deildinni í knattspyrnu.
Aron skoraði markið með föstu skoti af vítateigslínunni þegar 20 mínútur lifðu leiks.
Aron hefur skorað þrjú mörk í ensku B-deildinni í vetur.
Sigurinn breytir litlu fyrir Cardiff sem er í 13. sæti deildarinnar með 58 stig, 15 stigum frá umspilssæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður á 68. mínútu hjá Wolves sem vann góðan 1:0-útisigur á Leeds. |
Frestur United Silicon framlengdur | Frestur United Silicon til þess að gera athugasemdir við þá fyrirtætlan Umhverfisstofnunar að stöðva starfsemi kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík hefur verið framlengdur til miðnættis á mánudaginn en upphaflegur frestur var til hádegis í dag. Fresturinn var veittur til að koma að athugasemdum áður en tekin verður endanleg ákvörðun um að stöðva starfsemina.
Þetta segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við mbl.is. Ástæðan fyrir framlengingunni er sú að forsvarsmenn United Silocon höfðu samband við stofnunina og óskuðu eftir því að funda með fulltrúum hennar og erlendum ráðgjöfum fyrirtækisins. Ekki reyndist hins vegar mögulegt að koma á slíkum fundi fyrr en seinnipartinn í dag.
"Við getum þá farið að vinna úr þessu á þriðjudagsmorguninn. Hins vegar er náttúrulega lokað hjá þeim. Fyrir það fyrsta lítum við svo á að þeim sé óheimilt að hefja starfsemi á ný án þess að tala við okkur og síðan komast þeir ekki af stað vegna vegna eldsvoðans hjá þeim í síðustu viku og hefur það komið skýrt fram hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins," segir Kristín. Fyrir vikið liggi ekki eins mikið á í þessum efnum.
"Með stöðvuninni erum við að segja við United Silicon að þeim sé óheimilt að fara af stað með starfsemina á nýjan leik nema að fengnu leyfi frá Umhverfisstofnun," segir hún. Það leyfi verði ekki veitt fyrr en það sem þurfi að laga hafi verið fært til betri vegar og komist til botns í þeim málum sem gerðar hafi verið athugasemdir við af hálfu stofnunarinnar. Stofnunin gerir þó ráð fyrir að heimila uppkeyrslu á ofni í rannsóknarskyni en þá verði stofnuninni og almenningi tilkynnt um það fyrirfram.
Hins vegar er ekki til skoðunar nú að svipta United Silicon starfsleyfi. "Við gerum skýran greinarmun á því að stöðva starfsemi, og erum þá að gera ráð fyrir því að hún geti farið af stað aftur, og að svipta starfsemi starfsleyfi. Það kemur alveg skýrt fram í bréfi okkar til fyrirtækisins fyrir páska." Hún segir að áhugavert verði að heyra sjónarmið fulltrúa þess. | Frestur United Silicon til þess að gera athugasemdir við þá fyrirtætlan Umhverfisstofnunar að stöðva starfsemi kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík hefur verið framlengdur til miðnættis á mánudaginn.
Fresturinn var veittur til að koma að athugasemdum áður en tekin verður endanleg ákvörðun um að stöðva starfsemina.
Þetta segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
Forsvarsmenn United Silocon höfðu samband við stofnunina og óskuðu eftir því að funda með fulltrúum hennar og erlendum ráðgjöfum fyrirtækisins.
"Með stöðvuninni erum við að segja við United Silicon að þeim sé óheimilt að fara af stað með starfsemina á nýjan leik nema að fengnu leyfi frá Umhverfisstofnun," segir hún.
Það leyfi verði ekki veitt fyrr en það sem þurfi að laga hafi verið fært til betri vegar og komist til botns í þeim málum sem gerðar hafi verið athugasemdir við af hálfu stofnunarinnar.
Hins vegar er ekki til skoðunar nú að svipta United Silicon starfsleyfi. |
Vill sameina jafnaðarmenn | "Þetta var fjölmennari fundur en ég átti von á," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, um fund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld. "Umræðuefnið var, að jafnaðarstefnan væri munaðarlaus á Íslandi í dag." Hann segir mikilvægt að jafnaðarmenn á Íslandi sameinist þvert á öll flokksbönd um stór sameinandi mál.
"Þegar við tölum um stóru málin þá er það einfaldalega svo að jafnaðarmenn á Íslandi eiga að boða að íslenskt þjóðfélag verði aftur hluti af hinu norræna velferðarríki. Norræna módelið hefur sannað árangur sinn og við eigum að læra af því," segir Jón. Spurður um stóru málin segir hann þau vera að "auðlindinar eiga að vera í eigu þjóðar, arður af auðlindunum renni til þjóðarinnar en ekki til fámenns foréttindahóps.
Endurskipulagning á fjármálakerfinu í heild sinni og krafa um að launþegar sem eiga lífeyrissjóðina kjósi sjálfir í stjórnir sjóðanna," segir Jón.
Gæti orðið nýtt kosningabandalag
Spurður um hvort það standi til að stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Jón að núverandi flokkskerfi rísi ekki undir þessum málefnum. "Við lítum svo á og það var ráðandi skoðun á fundinum að tilraunin með Samfylkinguna hefði í stórum dráttum mistekist.
Við viljum byggja upp á þessum málefnagrunni þvert á dilkadrátt núverandi flokkshópa, hreyfingu sem kennir sig við jafnaðarstefnu, boða úrræði jafnaðarmanna og leita samstarfs við verkalýðshreyfinguna." Hann útilokar ekki að nýja hreyfingin muni bjóða sig fram í næstu kosningum.
"Þetta gæti verið kosningabandalag," segir Jón. Þá tóku einnig til máls á fundinum Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Kristján Möller, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. | "Þetta var fjölmennari fundur en ég átti von á," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, um fund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.
"Umræðuefnið var, að jafnaðarstefnan væri munaðarlaus á Íslandi í dag."
Hann segir mikilvægt að jafnaðarmenn á Íslandi sameinist þvert á öll flokksbönd um stór sameinandi mál.
Spurður um hvort það standi til að stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Jón að núverandi flokkskerfi rísi ekki undir þessum málefnum.
Hann útilokar ekki að nýja hreyfingin muni bjóða sig fram í næstu kosningum. |
Tókust á um framlög til þróunarmála | Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi að samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði dregið mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn gerði. Einnig standi til að fækka samstarfslöndum í Afríku.
Nefndi hún að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands kveði á um að fylgt verði markmiði Sameinuðu þjóðanna um að innríki leggi fram 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Prósentutalan sé aftur á móti á sama stað hérlendis og hún var árið 2011.
Hún spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, hvort það sé gert með hans stuðningi.
Bjarni svaraði þannig að ekki sé verið að draga úr framlögum til þróunaraðstoðar. Hann sagði að hlutfall af landsframleiðslu væri ekki að lækka. "Á sama tíma er landsframleiðslan í örum vexti sem þýðir að við erum að setja stóraukna fjármuni í þróunaraðstoð í krónum mælt," sagði Bjarni en tók fram að miðað við þau markmið sem stjórnvöld hafa sett sér séu þau langt frá því að vera komin í mark.
Hann bætti við að framlögin hafi farið lægst niður í 0,2% á árunum 2011 til 2012. Núna séu þau komin í 0,25% og verði sjö milljarðar króna samkvæmt nýrri fjármálaáætlun.
Rósa sagði þá að Bjarni væri að skýla sér á bak við krónutölur á sama tíma og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands snúist um prósentur af vergum þjóðartekjum. | Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi að samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verði dregið mun meira úr framlögum til þróunarmála en síðasta ríkisstjórn gerði.
Nefndi hún að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands kveði á um að fylgt verði markmiði Sameinuðu þjóðanna um að innríki leggi fram 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu.
Prósentutalan sé aftur á móti á sama stað hérlendis og hún var árið 2011.
Hún spurði Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, hvort það sé gert með hans stuðningi.
Hann sagði að hlutfall af landsframleiðslu væri ekki að lækka.
Hann bætti við að framlögin hafi farið lægst niður í 0,2% á árunum 2011 til 2012. Núna séu þau komin í 0,25%. |
Hagnaður Kviku eykst um 125% | Samkvæmt óendurskoðuðu samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 sem kynnt var á stjórnarfundi í dag nemur hagnaður eftir skatta 397 milljónum króna. Það er betri afkoma en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir. Afkoma fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 er allmikið hærri en afkoma bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sem nam um 176 milljónum króna.
Starfsemi bankans á fyrsta ársfjórðungi 2017 hefur gengið vel. Eignir í stýringu námu 131 milljarði króna í lok mars 2017 og hafa vaxið um 10 milljarða króna frá áramótum. Í tilkynningu segir að horfur fyrir starfsemi bankans út árið 2017 séu mjög góðar.
Eigið fé Kviku nam í lok mars 2017 tæplega 7,5 milljörðum króna. Heildareignir bankans námu 100 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðu í lok mars 2017 var 19,9% miðað við framangreinda afkomu.
Kvika er skráð fyrir víkjandi skuldabréf hjá Nasdaq Iceland í flokknum KVB 15 01. Skuldabréfin eru til 10 ára og teljast til eiginfjárliðar B. Kvika er einnig með skráða víxla í flokkunum KVB 16 1221 og KVB 17. | Samkvæmt óendurskoðuðu samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 sem kynnt var á stjórnarfundi í dag nemur hagnaður eftir skatta 397 milljónum króna.
Það er betri afkoma en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir.
Eigið fé Kviku nam í lok mars 2017 tæplega 7,5 milljörðum króna.
Heildareignir bankans námu 100 milljörðum króna.
Eiginfjárhlutfall samstæðu í lok mars 2017 var 19,9% miðað við framangreinda afkomu. |
'"Ég hef trú á þessu, annars myndi ég fara í frí"' | "Já mér finnst þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur um 2:0 tapið gegn Val í kvöld. Valsmenn voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum og fengu mörg færi. Besta færi Víkinga kom í seinni hálfleik þegar Guðmundur Steinn átti skalla í stöngina.
"Mér finnst rosalega margt í leiknum okkar gott og margir fínir kaflar. Við vorum að spila vel á köflum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum agaðir og skipulagðir. Miðað við að allt þá var rosalega margt jákvætt," segir Ejub.
"Í fyrri hálfleik áttu þeir mörg góð færi. Eftir markið svörum við ágætlega og áttum góðan kafla en síðan fá þeir skyndisókn og þá er þetta búið."
Aðspurður hvort hann geti haldið liðinu uppi sagði Ejub:
"Þetta verður góð áskorun og ég ætla að gera það besta. Ég hef fulla trú á því að ég geti haldið liðinu uppi, þangað til annað kemur í ljós. Ég hef fulla trú, annars myndi ég fara bara í frí."
Hann segir að einhverjir leikmenn muni bætast við hópinn í sumar en of snemmt sé að segja til um það hverjir það eru.
Þorsteinn Már Ragnarsson sem hefur verið meiddur lengi var óvænt á skýrslu í dag.
"Þorsteinn Már er ekki alveg 100% en samkvæmt sjúkraþjálfaranum okkar er gott fyrir hann að byrja svona hægt og rólega. Þetta er hluti af endurhæfingu, að fá smá leiktilfinningu og sjálfstraust. Ég á von á honum eftir nokkrar vikur. Hann er úr sveitinni og drekkur gott vatn og gæti því orðið fyrr tilbúinn," sagði Ejub að lokum. | "Já mér finnst þetta sanngjörn niðurstaða," sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur um 2:0 tapið gegn Val í kvöld.
Aðspurður hvort hann geti haldið liðinu uppi sagði Ejub:
"Þetta verður góð áskorun og ég ætla að gera það besta. Ég hef fulla trú á því að ég geti haldið liðinu uppi."
Hann segir að einhverjir leikmenn muni bætast við hópinn í sumar en of snemmt sé að segja til um það hverjir það eru.
Þorsteinn Már Ragnarsson sem hefur verið meiddur lengi var óvænt á skýrslu í dag. |
Ríkarður framkvæmdastjóri Landsvirkjunar Power | Ríkarður Ríkarðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsvirkjunar Power ehf. og tekur við rekstri félagsins í byrjun júlí.
Landsvirkjun Power ehf. er dótturfélag að fullu í eigu Landsvirkjunar sem um tíu ára skeið hefur veitt ráðgjöf erlendis vegna þróunar, byggingar og reksturs vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Ráðgjafarþjónusta félagsins byggir á víðtækri þekkingu og reynslu starfsmanna Landsvirkjunar. Starfsmenn félagsins eru átta, auk samnýttra starfskrafta Landsvirkjunar, og á það í samstarfi við íslensk verkfræðifyrirtæki.
Ríkarður hefur unnið hjá Landsvirkjun frá árinu 2011 og síðustu fimm ár gegnt stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og sölu hjá fyrirtækinu. Ríkarður var stjórnendaráðgjafi hjá McKinsey & Company árin 2009-2011. Árin 2006-2009 starfaði Ríkarður sem forstöðumaður og ráðgjafi hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum og 2002-2006 fyrir bandarískt hátæknifyrirtæki í Kísildal og stýrði evrópskri viðskiptaþróun þess í London.
Ríkarður er verkfræðingur með M.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum og lýkur PED námi í stjórnun í sumar við IMD háskólann í Sviss. Sambýliskona Ríkarðs er Fríður Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn. | Ríkarður Ríkarðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsvirkjunar Power ehf. og tekur við rekstri félagsins í byrjun júlí.
Landsvirkjun Power ehf. er dótturfélag að fullu í eigu Landsvirkjunar sem um tíu ára skeið hefur veitt ráðgjöf erlendis vegna þróunar, byggingar og reksturs vatnsafls- og jarðvarmavirkjana.
Ríkarður hefur unnið hjá Landsvirkjun frá árinu 2011 og síðustu fimm ár gegnt stöðu forstöðumanns viðskiptaþróunar og sölu hjá fyrirtækinu. |
'"Þessi gjörningur er svik við starfsmenn"' | Kennarar og aðrir starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um sameiningu FÁ og Tækniskólans. Ekkert samráð hafi verið haft við kennara né aðra starfsmenn, fyrir utan stjórnendur.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá starfsfólki FÁ. Þar segir enn fremur að engar skýringar hafi verið gefnar á því að það hafi þurft að framkvæma þetta í svo miklum flýti.
"Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur," segir enn fremur í yfirlýsingunni og þá eru stjórnvöld hvött til að taka ákvörðun í þessum efnum með upplýstum hætti:
"Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi."
Yfirlýsingu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:
Kennarar og aðrir starfsmenn skólans mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um að Tækniskólinn yfirtaki Fjölbrautaskólann við Ármúla og taki yfir rekstur hans. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara né aðra starfsmenn, utan stjórnendur, né skýringar gefnar á því að þetta þurfi að framkvæma í svo mikilli skyndingu. Verður ekki séð að nein skynsamleg rök hafi komið fram fyrir þessari yfirtöku og má ætla að önnur sjónarmið búi að baki en fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Þessi gjörningur er svik við alla þá starfsmenn sem lagt hafa lífsstarf sitt í að byggja upp góðan skóla fyrir alla nemendur.
Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ákvarðanir í þessum efnum með upplýstum hætti og geri skýra grein fyrir þeim. Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans. Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi. | Kennarar og aðrir starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla mótmæla harðlega áformum menntamálaráðherra um sameiningu FÁ og Tækniskólans.
Ekkert samráð hafi verið haft við kennara né aðra starfsmenn, fyrir utan stjórnendur.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá starfsfólki FÁ.
Þar segir enn fremur að engar skýringar hafi verið gefnar á því að það hafi þurft að framkvæma þetta í svo miklum flýti.
Þá eru stjórnvöld hvött til að taka ákvörðun í þessum efnum með upplýstum hætti.
"Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla telja sig eiga rétt á að þeir séu hafðir með í ráðum þegar fjallað er um starf og framtíð skólans."
"Yfirgangur og skeytingarleysi í framkomu við starfsfólk og nemendur er ekki sæmandi í lýðræðisþjóðfélagi." |
'"Við erum ekki hrædd"' | Búist er við að þúsundir manna komi saman á minningarstund í Manchester í kvöld, þar sem fórnarlamba hryðjuverkanna í borginni í gærkvöldi verður minnst.
"Sýnum samstöðu og sýnum þeim sem vilja hræða okkur að við erum ekki hrædd," segir í tilkynningu um minningarstundina, en safnast verður saman við Albert Square klukkan 18 í kvöld.
Hryðjuverkamenn sigra aldrei
Andy Burman, borgarstjóri Manchester, sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að stuðningur frá borgum um allan heim væri ómetanlegur. "En ekki síst vil ég þakka íbúum Manchester. Aðeins mínútum eftir árásina opnuðu þeir dyrnar fyrir ókunnugu fólki og komu því í burtu frá hættu. Þeir gáfu besta mögulega andsvarið við þeim sem vilja sundra okkur. Og það verður andinn í Manchester sem mun sigra og þjappa okkur saman," sagði hann.
Þá sagði borgarstjórinn að hryðjuverkamenn myndu "aldrei sigra" og hvatti borgarbúa til að standa saman gegn hatrinu. "Við syrgjum í dag en við erum sterk." | Búist er við að þúsundir manna komi saman á minningarstund í Manchester í kvöld, þar sem fórnarlamba hryðjuverkanna í borginni í gærkvöldi verður minnst.
Andy Burman, borgarstjóri Manchester, sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að stuðningur frá borgum um allan heim væri ómetanlegur.
Þá sagði borgarstjórinn að hryðjuverkamenn myndu "aldrei sigra" og hvatti borgarbúa til að standa saman gegn hatrinu. |
Besta formið í mörg ár | Þrenna gegn Skagamönnum, þrjú mikilvæg stig til Grindavíkur eftir 3:2 útisigur og þrjú M í Morgunblaðinu. Betra gerist það ekki og Andri Rúnar Bjarnason,sóknarmaður Grindvíkinga, var að vonum í góðu skapi í gærmorgun þegar undirritaður spjallaði við hann um afrek mánudagskvöldsins og fortíðina og framtíðina í fótboltanum.
Andri Rúnar er 26 ára Bolvíkingur sem lék til 2014 með BÍ/Bolungarvík, þreytti frumraun sína í efstu deild með Víkingi R. 2015 en var lánaður til Grindavíkur vorið 2016 og samdi síðan um að spila þar áfram eftir að hafa tekið þátt í að koma liðinu í efstu deild.
Andri sagði að það væri ólýsanleg tilfinning að hafa náð að skora þrennu í deildinni. "Heldur betur. Ég setti mér það markmið fyrir tímabilið að skora þrennu. Nú er því náð og þá stefni ég bara á þá næstu!
Það er draumabyrjun fyrir nýliða að vera með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina og mun meira en flestir spáðu okkur. En við höfðum mikla trú á okkur sjálfir fyrir mótið, við höfum mætt og spilað okkar fótbolta, og það er ekki verra að hafa fengið sex stig nú þegar á útivöllum.
Mér líður rosalega vel hjá Grindavík og er í góðum höndum hjá Óla og Janko (Óla Stefáni Flóventssyni þjálfara og Milan Stefáni Jankovic aðstoðarþjálfara). Þeir hafa hjálpað mér geysilega mikið við að bæta minn leik, þeir kunna helling um fótbolta og það er mjög þægilegt að finna traustið sem þeir gefa mér og trúna sem þeir hafa á mér.
Síðan ákvað ég síðasta haust að taka sjálfan mig rækilega í gegn, borða betur, fara fyrr að sofa og hugsa almennt betur um mig, og mér finnst það vera að skila sér. Ég hef ekki verið í svona góðu formi í mörg ár. Þegar ég spilaði með BÍ/Bolungarvík var ég í góðu standi fram til 2012 og fannst ég á þeim tíma vera tilbúinn til að taka skrefið upp í úrvalsdeildina. En þegar ég kom til Víkings 2015 var ég ekki í nægilega góðu líkamlegu standi. Í vor hef ég í fyrsta skipti í mörg ár verið alveg tilbúinn í slaginn og markmiðið er að halda áfram að bæta ofan á það sem komið er," sagði Andri.
Sjá allt viðtalið við Andra Rúnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er jafnframt að finna úrvalslið 4. umferðar og stöðuna í M-gjöfinni. | Þrenna gegn Skagamönnum, þrjú mikilvæg stig til Grindavíkur eftir 3:2 útisigur og þrjú M í Morgunblaðinu.
Betra gerist það ekki og Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður Grindvíkinga, var að vonum í góðu skapi í gærmorgun þegar undirritaður spjallaði við hann um afrek mánudagskvöldsins og fortíðina og framtíðina í fótboltanum.
"Ég hef ekki verið í svona góðu formi í mörg ár," sagði Andri.
Sjá allt viðtalið við Andra Rúnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. |
Senda Grænlendingum 40 milljónir | Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra og utanríkisráðherra, að veitt verði 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga í kjölfar tjónsins sem varð í kjölfar berghlaups í Karrat-firði í sveitarfélaginu Qaasuitsup á vesturströnd Grænlands síðastliðinn laugardag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Í framhaldi af atburðinum var því lýst yfir af hálfu almannavarna Grænlands að hætta væri á frekari skriðuföllum og lögreglan á Grænlandi hefur haft mikinn viðbúnað vegna málsins og fengið liðsstyrk frá Danmörku.
Í tilkynningunni segir að utanríkisráðherra Íslands hafi rætt við utanríkisráðherra Grænlands 18. júní sl. og boðið þegar fram aðstoð og stuðning íslenska ríkisins, jafnframt því að votta grænlenska ráðherranum samúð sína vegna atburðarins.
Almannavarnir Grænlands hafi leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni hafi verið haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofu Íslands og Almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa.
Að því er fram kemur í tilkynningunni verður 40 milljóna króna framlagi Íslands varið til stuðnings uppbyggingarstarfi fyrir þá íbúa í Qaasuitsup-sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, verði óskað eftir því.
"Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu," er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. | Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra og utanríkisráðherra, að veitt verði 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga í kjölfar tjónsins sem varð í kjölfar berghlaups í Karrat-firði í sveitarfélaginu Qaasuitsup á vesturströnd Grænlands síðastliðinn laugardag.
Í framhaldi af atburðinum var því lýst yfir af hálfu almannavarna Grænlands að hætta væri á frekari skriðuföllum.
Í tilkynningunni segir að utanríkisráðherra Íslands hafi rætt við utanríkisráðherra Grænlands 18. júní sl. og boðið þegar fram aðstoð og stuðning íslenska ríkisins, jafnframt því að votta grænlenska ráðherranum samúð sína vegna atburðarins.
Almannavarnir Grænlands hafi leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. |
Enn ríkir töluverð óvissa á Grænlandi | Fjórir eru taldir af, þrjú þorp standa auð og yfirvöld óttast annað berghlaup. Ástandið á Grænlandi er grafalvarlegt og enn ríkir töluverð óvissa um framhaldið. Ís, þoka og yfirvofandi hætta á öðru berghlaupi hefur hamlað leit að fjórum einstaklingum sem enn er saknað frá Nuugaatisiaq. Kona, karl og barn þeirra ásamt eldri manni eru talin látin.
190 manns flutt frá heimilum sínum
Fleiri hús hafa skolast á haf út og 11 önnur eru gjöreyðilögð. Þrjú þorp eru nú alveg mannlaus en 190 manns hafa verið flutt á brott úr þorpunum Nuugaatsiaq, Illorsuit og Niaqornat. Yfirvöld óttast annað berghlaup sem gæti komið af stað nýrri fljóðbylgju en ómögulegt er að segja til um hvenær það gerist. Af sömu ástæðu er erfitt að áætla hvenær fólk geti snúið aftur í þorpin sín.
Svæðið enn vaktað
Stöðugt eftirlit er á svæðinu bæði af sjó og úr lofti svo hægt sé að bregðast skjótt við ef annað berghlaup fer af stað úr hlíðinni. Varðskipið Aries og lögregluskipið Sisak IV eru enn að vakta svæðið og hafa auga með mannlausu þorpunum þremur.
Flóðbylgjan fór af stað vegna berghlaups úr fjallinu þar sem 1.000x300 metra berg féll niður í Karrat-fjörð á vesturströnd landsins. Jarðfræðingar hafa ekki enn staðfest hvað kom berghlaupinu af stað.
Grænlenski fréttamiðillinn Sermitsiaq greindi frá. | Fjórir eru taldir af, þrjú þorp standa auð og yfirvöld óttast annað berghlaup. Ástandið á Grænlandi er grafalvarlegt og enn ríkir töluverð óvissa um framhaldið.
Ís, þoka og yfirvofandi hætta á öðru berghlaupi hefur hamlað leit að fjórum einstaklingum sem enn er saknað frá Nuugaatisiaq.
Fleiri hús hafa skolast á haf út og 11 önnur eru gjöreyðilögð.
Þrjú þorp eru nú alveg mannlaus en 190 manns hafa verið flutt á brott úr þorpunum Nuugaatsiaq, Illorsuit og Niaqornat. |
Kynlífsmyndskeið kostaði þingsætið | Franskur bæjarstjóri og milljarðamæringur, Jean-Paul Dupré, hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að kynlífsmyndskeið með honum og giftri konu var lekið á netið.
Dupré, sem sat á þingi fyrir sósíalista telur að myndskeiðið hafi kostað hann þingsætið en hann náði ekki endurkjöri í nýafstöðnum þingkosningum.
Dupré, sem er bæjarstjóri í Limoux, skammt frá Toulouse, neyddist til þess að biðjast afsökunar á framferði sínu á fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórinn hefur kært bloggara, Boris Le Lay, fyrir að hafa dreift myndskeiðinu en Le Lay setti það inn á YouTube og þaðan fór það víða á samfélagsmiðlum.
Le Lay, sem er fasisti að eigin sögn, hefur birt fjölmörg pólitísk myndskeið á YouTube og beinast mörg þeirra gegn bæjarstjóranum persónulega.
Le Lay heldur til í Japan en handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum í heimalandinu fyrir rasisma.
Dupré sagði þegar hann baðst afsökunar á myndskeiðinu að fólk mætti ekki gleyma því hverjir væru fórnarlömbin. "Fórnarlömbin, ekki gleyma því, er fjölskyldan og ég." "Þeir sem eru sekir eru þeir sem dreifðu myndskeiðinu í þeim tilgangi að skaða mig og orðspor mitt," bætti Dupré við.
Frétt La Depeche | Franskur bæjarstjóri og milljarðamæringur, Jean-Paul Dupré, hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að kynlífsmyndskeið með honum og giftri konu var lekið á netið.
Dupré, sem sat á þingi fyrir sósíalista telur að myndskeiðið hafi kostað hann þingsætið en hann náði ekki endurkjöri í nýafstöðnum þingkosningum.
Bæjarstjórinn hefur kært bloggara, Boris Le Lay, fyrir að hafa dreift myndskeiðinu en Le Lay setti það inn á YouTube og þaðan fór það víða á samfélagsmiðlum.
Le Lay, sem er fasisti að eigin sögn, hefur birt fjölmörg pólitísk myndskeið á YouTube og beinast mörg þeirra gegn bæjarstjóranum persónulega. |
Tugir frá Icelandair mættu á fund hjá Wow | "Í fljótu bragði sýnist mér að það hafi verið hátt í 150 manns á þessum fundi og ég get trúað því að af þeim hafi 70 til 80 verið flugmenn Icelandair sem vilja skoða hvað þessi vinnuveitandi hefur upp á að bjóða," segir Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenska atvinnuflugmanna.
Greint var frá því á mbl.is að WOW air stæði fyrir opnum fundi fyrir flugmenn í dag þar sem starfsemi fyrirtækisins yrði kynnt fyrir mögulegum umsækjendum. Fundarboðið kom skömmu eftir að fjölda flugmanna Icelandair var sagt upp störfum og tugum flugstjóra tilkynnt að þeir yrðu færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur.
"Ég lít fyrst og fremst á það að menn séu þarna að lýsa yfir óánægju með starfsmannastefnu Icelandair gagnvart okkur flugmönnum. Ég held að ég tali fyrir flestalla þegar ég segi að þetta sé orðið pínlega leiðinlegt."
Jóhann segir að kjörin sem WOW air kynnti á fundinum hefðu komið samstarfsmönnum sínum á óvart. "Í samtölum við kollega mína kom á óvart að þeir virðast vera að bjóða betri kjör en menn bjuggust við, menn voru ekki með miklar væntingar en nú get ég ekki dregið dul á það að menn horfa á þetta sem raunverulegan valkost . "
Laun segja ekki alla söguna
Þótt WOW air geti ekki jafnað Icelandair þegar kemur að útborguðum launum eru aðrir þættir sem vega upp á móti, sér í lagi árstíðarsveiflan, að sögn Jóhanns. Hann segist hafa fengið sex uppsagnarbréf og sagt upp fjórum sinnum á þeim ellefu árum sem hann hefur starfað hjá fyrirtækinu.
"Við erum ekki bara að velta fyrir okkur útborguðum launum, m enn eru til dæmis að skuldbinda sig hjá Icelandair alla starfsævina, en það kom kollegum mínum á óvart að þetta er mjög nálægt því sem Icelandair er að bjóða." | "Í fljótu bragði sýnist mér að það hafi verið hátt í 150 manns á þessum fundi og ég get trúað því að af þeim hafi 70 til 80 verið flugmenn Icelandair sem vilja skoða hvað þessi vinnuveitandi hefur upp á að bjóða," segir Jóhann Óskar Borgþórsson, varaformaður Félags íslenska atvinnuflugmanna.
Greint var frá því á mbl.is að WOW air stæði fyrir opnum fundi fyrir flugmenn í dag þar sem starfsemi fyrirtækisins yrði kynnt fyrir mögulegum umsækjendum.
Fundarboðið kom skömmu eftir að fjölda flugmanna Icelandair var sagt upp störfum og tugum flugstjóra tilkynnt að þeir yrðu færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur.
Jóhann segir að kjörin sem WOW air kynnti á fundinum hefðu komið samstarfsmönnum sínum á óvart. |
Áhrif skattbreytingar á Gini-stuðul ólíkleg | Ólíklegt þykir að breyting á auðlegðarskatti hafi haft marktæk áhrif á Gini-stuðulinn svokallaða. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur , þingmanns Vinstri grænna, um þróun Gini-stuðulsins. Spurði Svandís meðal annars hvernig stuðullinn hafi þróast á árunum 2013 til 2016 og hvaða áhrif skattbreytingar höfðu á stuðulinn á því tímabili.
Stuðullinn er einn þeirra þriggja mælikvarða sem Hagstofa Íslands notar til að mæla dreifingu tekna og eigna og byggir á lífskjararannsókn sem er úrtakskönnun Hagstofunnar. Stuðullinn tekur gildið 0 ef allir hafa sömu ráðstöfunartekjur en gildið 100 ef einn hefur allar tekjur og aðrir ekki neinar.
Þarf sérstakt líkan til að meta áhrifin
Gini-stuðullinn fyrir árið 2013 er 24 en fyrir árið 2014 er stuðullinn 22,7. Fyrir árið 2015 er stuðullinn 23,6 og liggur með 95% öryggi á bilinu 22,3 og 24,9. Að því gefnu sé því ekki hægt að segja til um hvort þær breytingar sem þingmaður spyr um hefðu hnikað Gini-stuðlinum marktækt. Þar sem þeir einstaklingar sem greiddu auðlegðarskatt voru fáir megi leiða að því líkur að ólíklegt sé að breyting á auðlegðarskatti hefði haft marktæk áhrif á Gini-stuðulinn að því er segir í svari ráðherra.
Í svari ráðherra segir einnig að mælikvarðar á borð við Gini-stuðulinn séu betur til þess fallnir að bera saman tekjudreifingu milli landa en til að fylgjast með þróun yfir tíma. Gini-stuðullinn hefur verið gerður hér á landi fyrir árin 2004 til 2015 og er birtur vef Hagstofunnar með vikmörkum sem hafa numið milli 4 og 6% af stuðlinum sjálfum.
Til að meta hvort tiltekin breyting hafi orðið á mælikvarða tekjudreifingar þarf að kanna hvort dreifingin sé nægilega mikil til að hún rúmist ekki innan öryggismarkanna. Svo unnt sé að meta áhrif tiltekinna skattbreytinga á stuðulinn þyrfti að nota svokölluð eindahermilíkön (e. micro-simulation). Sem stendur er unnið er að undirbúningi slíks líkans í ráðuneytinu í samstarfi við fleiri aðila en þeirri vinnu er ólokið.
Rúmlega 200 fjölskyldur greiddu mestan skatt
Svandís spurði einnig um hver þróun stuðulsins hefði verið á sama tímabili ef auðlegðarskattur hefði ekki verið felldur niður. Í svari ráðherra kemur fram að fjöldi þeirra og upphæð, sem greiddu auðlegðarskatt eða viðbótarauðlegðarskatt samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra, hafi verið mestur árið 2013. Þá greiddu 4.778 fjölskyldur annan hvorn þessara skatta eða báða.
Tæpur helmingur fjölskyldna hafi greitt innan við 500.000 kr. í auðlegðarskatta en hins vegar hafi helmingur skattanna verið greiddur af þeim rúmlega 200 fjölskyldum sem mestan skatt greiddu. Áhrif svo fámenns hóps á dreifingu heildartekna eða ráðstöfunartekna séu takmörkuð.
Loks spurði Svandís um áætluð áhrif fækkunar skattþrepa þann 1. janúar 2017 á þróun Gini-stuðulsins. Ekki var unnt að svara þeirri fyrirspurn en í svari sínu vísaði ráðherra aftur til þess að nota þyrfti eindahermilíkön til að meta áhrif slíkra breytinga á tekjudreifingu. | Ólíklegt þykir að breyting á auðlegðarskatti hafi haft marktæk áhrif á Gini-stuðulinn svokallaða.
Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur , þingmanns Vinstri grænna, um þróun Gini-stuðulsins.
Spurði Svandís meðal annars hvernig stuðullinn hafi þróast á árunum 2013 til 2016 og hvaða áhrif skattbreytingar höfðu á stuðulinn á því tímabili.
Stuðullinn er einn þeirra þriggja mælikvarða sem Hagstofa Íslands notar til að mæla dreifingu tekna og eigna og byggir á lífskjararannsókn sem er úrtakskönnun Hagstofunnar.
Svandís spurði einnig um hver þróun stuðulsins hefði verið á sama tímabili ef auðlegðarskattur hefði ekki verið felldur niður.
Í svari ráðherra kemur fram að fjöldi þeirra og upphæð, sem greiddu auðlegðarskatt eða viðbótarauðlegðarskatt samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra, hafi verið mestur árið 2013.
Þá greiddu 4.778 fjölskyldur annan hvorn þessara skatta eða báða.
Loks spurði Svandís um áætluð áhrif fækkunar skattþrepa þann 1. janúar 2017 á þróun Gini-stuðulsins.
Ekki var unnt að svara þeirri fyrirspurn. |
Vilja réttlæti eftir brot á 5 dætrum | Leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson eiga báðir tvær dætur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur sem hefur verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað.
Frá þessu segja þeir í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa veitt Robert Downey uppreist æru og lögmannsréttindi á ný. " Af fimm dætrum okkar sem brotið var á (við teljum eiturbyrlun vera brot) fékk ein réttlæti, " skrifa þeir en segja réttlætinu hafa verið "sullað út í kæruleysislegri en drambsamri embættisfærslu sitjandi forsætisráðherra."
Bergur Þór er faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008. Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum. Síðan Robert fékk uppreist æru hafa tvær konur til viðbótar stigið fram og greint frá ofbeldi sem þær hafi verið beittar af hálfu Róberts.
"Í hvernig samfélagi viljum við búa? "
Í pistlinum segjast þeir Bergur Þór og Þröstur Leó hafa haldið að tölfræði fjölda brota gegn dætrum þeirra væri ómöguleg. Þá hafi öðrum þeirra ekki enn tekist að koma dætrum sínum yfir tvítugsaldurinn án þess að þær hafi verið beittar kynferðislegu ofbeldi. "Í hvernig samfélagi viljum við búa?" spyrja þeir.
" Nú getum við ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel. Við getum ekki annað en reynt að hafa eins hátt og okkur er unnt þar til menningarlegur umsnúningur verður hjá yfirvaldinu og þjóðinni hvað þessi mál varðar. Það verður nefnilega hvorki gert með því að setja límmiða yfir glösin þeirra né skipa þeim að fara í síðari pils. "
Benda þeir á að í fyrra hafi 169 leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota, eða fleiri en nokkurn tímann. Aðeins hafi verið lagðar fram kærur í 68 tilfellum, en ekki hafi komið fram hvað dæmt var í mörgum málum né hve margir aðilar ákváðu að fara ekki á móttökuna. " Útlit er fyrir að þetta vafasama met verði slegið í ár. Ísland er í öðrum flokki hvað mansalsmál varðar. Verslunarmannahelgar fara ekki fram án nauðgana. Þetta er ólíðandi ástand, " skrifa þeir.
" Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar "
Þá fjalla þeir um það að 16. september 2016 hafi forseti Íslands veitt þeim eina brotamanni sem hlotið hafi dóm fyrir níð á dætrum þeirra uppreist æru að tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þetta hafi verið forsenda þess að hinn dæmdi hlaut aftur stöðu yfirburða í samfélaginu.
"Ekki vitum við hversu hart fjölmiðlar hafa gengið að Bjarna um að rökstyðja þessa embættisgjörð sína en þau einu svör sem fengist hafa eru eitthvað á þá leið að svona hafi þetta nú bara alltaf verið. Rétt eins og páskar, jól og nauðganir," skrifa þeir og halda áfram:
"Ein af fimm dætrum okkar hlaut réttlæti sem var síðan sullað út í kæruleysislegri en drambsamri embættisfærslu sitjandi forsætisráðherra. 20% réttlæti varð skyndilega að núlli. Það samkomulag sem dómurinn hafði gert við þolendurna var rofið. Brotamaðurinn hafði afplánað refsinguna og hefði einfaldlega getað bætt sig sem borgari án þess að krefjast í hroka sínum yfirburðastöðu í þjóðfélaginu og yfirvaldið þurfti ekki að ganga að henni."
Í niðurlagi pistilsins hvetja þeir Bergur Þór og Þröstur Leó til þess að samlandar sínir hætti að setja ábyrgðina á þolendur ofbeldis. " Krefjumst ábyrgðar af ráðamönnum. Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa, " skrifa þeir. " Við hvetjum feður og mæður þessa lands til að spyrna við fótum, hafa hátt og krefjast breytinga. Krefjumst réttláts þjóðfélags fyrir börnin okkar. " | Leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson eiga báðir tvær dætur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.
Samtals fjórar stúlkur sem hefur verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega.
Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað.
Frá þessu segja þeir í pistli í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa veitt Robert Downey uppreist æru og lögmannsréttindi á ný.
Þá fjalla þeir um það að 16. september 2016 hafi forseti Íslands veitt þeim eina brotamanni sem hlotið hafi dóm fyrir níð á dætrum þeirra uppreist æru að tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.
Í niðurlagi pistilsins hvetja þeir Bergur Þór og Þröstur Leó til þess að samlandar sínir hætti að setja ábyrgðina á þolendur ofbeldis. |
Ötull baráttumaður réttlætis og frelsis | Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn Liu Xiaobo er látinn, 61 árs að aldri. Hann var einn fremsti baráttumaður fyrir mannréttindum og lýðræði í Kína. Hann var að afplána ellefu ára fangelsisdóm þegar hann lést en dóminn hlaut hann fyrir "niðurrifsstarfsemi". Liu lést af völdum lifrarkrabbameins.
Fregnir af andláti Lius vöktu sterk viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði á kínversk stjórnvöld að sleppa ekkju Lius úr stofufangelsi sem hún hefur verið í síðan 2010. Hún fylgdi honum þó á sjúkrahúsið áður en hann lést.
"Liu helgaði líf sitt umbótum á samfélagi sínu og mannkyni, og baráttunni fyrir réttlæti og frelsinu," sagði Tillerson í yfirlýsingu.
Berit Reiss-Andersen, formaður norsku nóbelsnefndarinnar, sagði kínversk stjórnvöld að miklu leyti ábyrg fyrir dauða Lius. "Það liggur þungt á okkur að Liu Xiaobo hafi ekki verið fluttur þangað sem hann hefði fengið viðeigandi læknismeðferð áður en hann varð alvarlega veikur," sagði hún í yfirlýsingu í dag. Þjóðhöfðingjar víða um heim sendu fjölskyldu hans samúðarkveðjur og minntust hans, sem og yfirmenn Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna.
Hver var Liu?
Liu spilaði stórt hlutverk í Tiananmen-nemendamótmælunum í júní 1989 sem enduðu með blóðbaði. Tugþúsundir mótmlæenda höfðu safnast saman á Torgi hins himneska friðar í Peking og kröfðust einföldustu mannréttinda. Óvíst er hversu margir létu lífið en talið er að þeir hafi ekki verið færri en nokkur þúsund manns. Fólk var þó ekki drepið á torginu sjálfu heldur fyrst og fremst við götuvirki á leiðinni að því.
Liu ásamt öðrum aðgerðarsinnum samdi um að hundruð mótmælenda fengju að yfirgefa svæðið örugglega og er sagt að Liu og hans teymi hafi bjargað lífi þeirra mótmælenda. Hann var á endanum dæmdur í vinnubúðir í norðausturhluta Kína til þriggja ára vegna þáttar síns í mótmælunum. Á meðan á dvöl hans þar stóð fékk hann leyfi til að giftast ljóðskáldinu Liu Xia, árið 1996.
Eftir að honum var sleppt hélt hann baráttunni fyrir lýðræði áfram en hann hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að gerð stefnuyfirlýsingarinnar "Charter 08" þar sem kallað var eftir því að bundinn yrði endi á að einn flokkur réði ríkjum í Kína og þess í stað tæki við stjórnkerfi þar sem kosið yrði á milli nokkurra flokka.
Árið 2010 voru Liu veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir "áralanga friðsæla baráttu fyrir grundvallarmannréttindum í Kína" en honum var meinað að ferðast til Noregs til að veita verðlaununum móttöku. Varð hann þar með annar í sögunni til að hljóta verðlaunin bak við lás og slá, en hinn var þýski friðarsinninn Carl von Ossietzky sem hlaut verðlaunin árið 1935 þegar hann var í haldi nasista.
Hér fyrir neðan má sjá forvitnilegt myndband um friðarverðlaunahafann.
"The man China couldn't erase" - a look back at the life of Nobel laureate and human rights advocate Liu Xiaobo pic.twitter.com/0119ZjwlR4 — BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 13, 2017 | Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn Liu Xiaobo er látinn, 61 árs að aldri.
Hann var einn fremsti baráttumaður fyrir mannréttindum og lýðræði í Kína.
Hann var að afplána ellefu ára fangelsisdóm þegar hann lést en dóminn hlaut hann fyrir "niðurrifsstarfsemi".
Liu lést af völdum lifrarkrabbameins.
Fregnir af andláti Lius vöktu sterk viðbrögð alþjóðasamfélagsins.
Berit Reiss-Andersen, formaður norsku nóbelsnefndarinnar, sagði kínversk stjórnvöld að miklu leyti ábyrg fyrir dauða Lius. |
Velta dregst saman eftir komu Costco | Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6% í júní frá sama mánuði í fyrra. Costco er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaði fyrir komu verslunarrisans. Er því líklegt að koma Costco hafi dregið úr veltu annarra verslana.
Costco kaus að veita ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Síðastliðin ár hefur vöxtur í veltu dagvöruverslana verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú nokkuð úr takti við þá þróun. Líklegt er að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri samdráttinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rannsóknarsetri verslunarinnar.
"Þá er athyglisvert að verð á dagvöru lækkar í hraðari takti undanfarna tvo mánuði en sést hefur um alllangt skeið. Verð á dagvöru var 3,9% lægra í júní síðastliðnum en í júní í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco," segir í tilkynningunni.
Velta fataverslunar dregst saman
Þótt velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3% að raunvirði, þ.e. þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingum á einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco.
Sveiflur í veltu dagvöruverslunar hafa löngum verið í takt við veltu áfengissölu. Sala áfengis í júní jókst um 7,8% frá sama mánuði í fyrra og er því nokkuð frábrugðin veltu á dagvöru að þessu sinni. Verð á áfengi var óbreytt frá fyrra ári.
Verð á raftækjum, farsímum og tölvum hefur lækkað umtalsvert. Í júní var t.d. verð á svokölluðum brúnum raftækjum (sjónvörpum, hljómflutningstækjum, brauðristum o.fl.) 19,6% lægra en í sama mánuði í fyrra og á farsímum lækkaði verðið á sama tímabili um 14,1%. Líklegt er að þarna gæti áhrifa frá innkomu Costco, þó að aðrir þættir gætu haft áhrif, eins og lægra innkaupsverð frá framleiðendum ásamt styrkingu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Tekið skal fram að gæðabreytingar hafa áhrif á verðlagsmælingu Hagstofunnar sem hér er stuðst við.
Velta fataverslunar á Íslandi heldur áfram að dragast saman og er varla svipur hjá sjón miðað við sölu á fötum fyrir áratug eða fyrir hrun bankanna. Það sem af er þessu ári hefur velta stærstu fataverslana landsins dregist saman enn frekar eins og sést á meðfylgjandi skýringarmynd. Ástæða hins skarpa samdráttar á þessu ári er lokun nokkurra fataverslana og hagræðing sem átt hefur sér stað í fataverslun í byrjun árs. Enn er boðuð fækkun fataverslana. | Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6% í júní frá sama mánuði í fyrra.
Costco er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaði fyrir komu verslunarrisans.
Er því líklegt að koma Costco hafi dregið úr veltu annarra verslana.
Sala áfengis í júní jókst um 7,8% frá sama mánuði í fyrra og er því nokkuð frábrugðin veltu á dagvöru að þessu sinni.
Verð á raftækjum, farsímum og tölvum hefur lækkað umtalsvert.
Velta fataverslunar á Íslandi heldur áfram að dragast saman og er varla svipur hjá sjón miðað við sölu á fötum fyrir áratug eða fyrir hrun bankanna. |
Skálholtshátíð sett með klukknahljómi | 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrverandi biskup og sendifulltrúi kirkjuráðs evangelísku kirkjunnar í Þýskalandi, er sérstakur gestur hátíðarinnar í ár og mun flytja hátíðarræðu á morgun kl. 16.15.
Hátíðin var sett á hádegi í dag á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju með klukknahringingu. Síðan hófst útimessa við Þorlákssæti.
Kl. 13.30 er Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur með kynningu á uppgreftrinum sunnan kirkjunnar og kl. 14:30 er grasaskoðunarganga undir leiðsögn Sigþrúðar Jónsdóttur náttúrufræðings – ennfremur söguganga undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar.
Kl. 16.00 hefjast tónleikar í Skálholtsdómkirkju þar sem m.a. verður flutt Kantata Jóhanns Sebastians Bach nr. 126: Halt oss Guð við þitt hreina orð / Erhalt uns Gott bei deinem Wort . Uppistaðan í textanum er sálmur Marteins Luther með sama nafni. Flytjendur eru Skálholtskórinn og Bachsveitin í Skálholti og einsöngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir alt, Benedikt Kristjánsson tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Kórstjóri er Jón Bjarnason og stjórnandi Benedikt Kristjánsson. Dagskrá laugardagsins lýkur svo með kvöldbænum í kirkjunni kl. 18.
Dagskráin á morgun er eftirfarandi:
Sunnudaginn 23. júlí eru eru morgunbænir kl. 9 en síðan orgeltónleikar kl. 11 þar sem Jón Bjarnason leikur orgelverk eftir Johann Sebastian Bach.
Hátíðarmessa hefst kl. 13.30 með inngöngu pílagríma sem gengið hafa pílagrímagöngu til hátíðarinnar frá Strandarkirkju í Selvogi, frá Bæjarkirkju í Borgarfirði og frá Þingvallakirkju. Sr. Kristján Valur Ingólfsson predikar en leikmenn, prestar og biskupar lesa og aðstoða við útdeilingu. Að lokinni messu er kirkjukaffi í Skálholtsskóla.
Hátíðarsamkoma hefst í kirkjunni kl. 16.15. Hátíðarræðu flytur dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup. Ávörp flytja Sigríður A. Andersen dómsmálaráðherra og sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og formaður Skálholtsfélagsins hins nýja, en sr. Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands flytur lokaorð og blessun. Jón Bjarnason leikur á orgel, Benedikt Kristjánsson syngur einsöng. og Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Hátíðin endar með kvöldbænum kl. 18.00.
Skálholtshátíð var fyrst haldin árið 1948. Það var upphafið að endurreisn Skálholtsstaðar. Þetta er því sjötugasta starfsár uppbyggingarinnar í Skálholti, og enn er mikið verk framundan! | 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.
Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrverandi biskup og sendifulltrúi kirkjuráðs evangelísku kirkjunnar í Þýskalandi, er sérstakur gestur hátíðarinnar í ár og mun flytja hátíðarræðu á morgun kl. 16.15.
Hátíðin var sett á hádegi í dag á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju með klukknahringingu.
Skálholtshátíð var fyrst haldin árið 1948. Það var upphafið að endurreisn Skálholtsstaðar. Þetta er því sjötugasta starfsár uppbyggingarinnar í Skálholti, og enn er mikið verk framundan! |
H&M opnar 26. ágúst | Dyr fyrstu verslunar sænska tískurisans H&M hér á landi verða opnaðar í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá H&M. Þar segir að verslunarkeðjan sé þekkt fyrir gæði og tískuvörur á hagstæðu verði, framleiddar á sjálfbæran máta.
Fyrsta H&M-verslunin á Íslandi verður á tveim hæðum og mun rýmið ná yfir 3.000 fermetra í Smáralind. "Verslunin, sem lengi hefur verið beðið eftir, mun bjóða upp á spennandi og skemmtilega verslunarupplifun fyrir alla viðskiptavini sína," segir í tilkynningunni.
"Við erum ótrúlega spennt yfir að því hve langt við erum komin með opnunina og hlökkum mikið til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna þegar H&M verður opnuð í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi," er haft eftir Filip Ekvall, svæðisstjóra fyrir H&M í Noregi og á Íslandi.
Allar fatalínur fáanlegar í versluninni
Í H&M í Smáralind verður boðið upp á breitt úrval af nýjustu tískustraumum, klassískri og tímalausri tísku og viðskiptavinum veittur innblástur til að skapa sinn eigin persónulega stíl, að því er fram kemur í tilkynningunni. Allar fatalínur H&M verða fáanlegar í versluninni þar á meðal dömu- og herrafatnaður, barnaföt, skór, aukahlutir, undirföt og snyrtivörur. Auk þess mun verslunin fá sérstakar línur í sölu eins og H&M Studio og Conscious Exclusive og einnig munu verða fáanlegar hönnunarsamstarfslínur H&M með frægum hönnuðum.
H&M Studio-línan mun koma í sölu í H&M í Smáralind fimmtudaginn 14. september næstkomandi.
Fyrstu þúsund gestir fá gjafakort
H&M mun á sjálfan opnunardaginn veita fyrstu 1.000 gestunum gjafakort. Þar á meðal fær sá/sú sem er fyrst/ur 25.000 króna gjafabréf í verslunina, gestur númer tvö fær 20.000 kr. gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina.
Fyrsta H&M-verslunin á Íslandi verður staðsett í Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Opnunartímar verslunarinnar eru mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga 11-19, fimmtudaga 11-21, laugardaga 11-18 og sunnudaga 13-18. | Dyr fyrstu verslunar sænska tískurisans H&M hér á landi verða opnaðar í Smáralind þann 26. ágúst næstkomandi.
Fyrsta H&M-verslunin á Íslandi verður á tveim hæðum og mun rýmið ná yfir 3.000 fermetra í Smáralind.
"Við erum ótrúlega spennt yfir að því hve langt við erum komin með opnunina," er haft eftir Filip Ekvall, svæðisstjóra fyrir H&M í Noregi og á Íslandi.
Allar fatalínur H&M verða fáanlegar í versluninni.
H&M mun á sjálfan opnunardaginn veita fyrstu 1.000 gestunum gjafakort. |
Bjarni tjáir sig um uppreist æru | Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kveðst ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar tillaga um uppreist æru var til lykta leidd í ráðuneytinu á síðasta ári. Ekki heldur hafi hann gegnt því embætti þegar málið fór fyrir ríkisstjórn eða var lagt fyrir forseta Íslands til staðfestingar en þetta kemur fram í færslu sem Bjarni birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.
"Það sætir því furðu að kallað sé eftir því að ég svari fyrir þá ákvörðun. Enn undarlegra er að sjá skrif um að ég forðist umræðu um málið," skrifar Bjarni og vísar þar til fréttaumfjöllunar um málið í dag þar sem því hafi verið haldið fram að Bjarni hafi skrifað upp á tillögu um uppreist æru og neitað að svara fyrir málið.
Vinnan hafi farið af stað áður en umfjöllun hófst
"Hugtakið uppreist æru kemur sérstaklega spánskt fyrir sjónir þegar um er að ræða brot, sem er erfitt að fyrirgefa. Á undanförnum áratugum hefur undantekningarlaust verið fallist á beiðni um uppreist æru séu tiltekin lögformleg skilyrði uppfyllt. Ég tel að breytt viðhorf, sem m.a. koma fram í hertum viðurlögum við kynferðisbrotum, kalli á að við tökum nú þessa áralöngu framkvæmd til endurskoðunar," skrifar Bjarni ennfremur en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tekur undir orð Bjarna í færslu á Facebook og bendir hún á að vinna við breytingar á ákvæðum laga um uppreist æru standi yfir í ráðuneytinu. Sú vinna hafi farið af stað nokkru áður en umræða hófst um málið í fjölmiðlum líkt og Bjarni hafi vakið athygli á í sinni færslu. Rætt var einnig við Sigríði um málið í Morgunblaðinu í dag. | Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kveðst ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar tillaga um uppreist æru var til lykta leidd í ráðuneytinu á síðasta ári.
Ekki heldur hafi hann gegnt því embætti þegar málið fór fyrir ríkisstjórn eða var lagt fyrir forseta Íslands til staðfestingar.
"Ég tel að breytt viðhorf, sem m.a. koma fram í hertum viðurlögum við kynferðisbrotum, kalli á að við tökum nú þessa áralöngu framkvæmd til endurskoðunar," skrifar Bjarni.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tekur undir orð Bjarna í færslu á Facebook. |
Höfðu skipulagt frekari hryðjuverk | Árásarmennirnir sem stóðu að hryðjuverkunum á Römblunni í Barcelona í gær og í borginni Cambrils höfðu skipulagt enn stærri hryðjuverkaárás, að sögn katalónsku lögreglunnar. BBC greinir frá.
Mennirnir í árásunum tveimur tengjast sprengingu sem varð í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöld en svo virðist sem þeir hafi verið að útbúa sprengjur. Einn lést. Sprengingin varð til þess að árásarmennirnir þurftu að nýta sér aðrar leiðir til hryðjuverka og því hafi bíllinn orðið fyrir valinu. Katalónska lögreglan greindi frá þessu.
Spænska lögreglan kom seint í gærkvöldi í veg fyrir aðra hryðjuverkaárás í bænum Cambrils, um 100 km suður af Barcelona. Þar voru fimm meintir hryðjuverkamenn skotnir til bana, en þeir voru í sendiferðabíl sem ók á gangandi vegfarendur í bænum með þeim afleiðingum að einn lést og sjö særðust.
Hinn 17 ára gamli Moussa Oukabir, sem talinn er hafa verið ökumaður sendiferðabílsins sem ekið var á hóp fólks á Römblunni í Barcelona í gær, gæti verið einn þeirra fimm sem lögreglumenn skutu til bana í bænum Cambrils. | Árásarmennirnir sem stóðu að hryðjuverkunum á Römblunni í Barcelona í gær og í borginni Cambrils höfðu skipulagt enn stærri hryðjuverkaárás, að sögn katalónsku lögreglunnar.
Mennirnir í árásunum tveimur tengjast sprengingu sem varð í húsi í bænum Alcanar á miðvikudagskvöld en svo virðist sem þeir hafi verið að útbúa sprengjur. Einn lést.
Sprengingin varð til þess að árásarmennirnir þurftu að nýta sér aðrar leiðir til hryðjuverka og því hafi bíllinn orðið fyrir valinu. |
Neytendur og bændur 100% flott hjónaband | "Það er eitthvert tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp. Það þarf Costco til að bjóða nákvæmlega eins."
Þetta segir Baldvin Jónsson, sem unnið hefur að markaðssetningu íslenskra landbúnaðarvara í Bandaríkjunum um árabil, í samtali við mbl.is. Hann gagnrýnir afturhaldssemi Íslendinga þegar kemur að framsetningu á íslensku lambakjöti sem söluvöru í verslunum og bendir á að framsetning Costco á kjötinu sé til fyrirmyndar og mun meira aðlaðandi. Whole Foods hefur selt íslensk lambakjöt í verslunum sínum í Bandaríkjunum í fjölda ára og hefur fengið það unnið og skorið frá Íslandi. Costco nýtir sér sama framleiðanda og Whole Foods, að sögn Baldvins.
Íslendingar verða alltaf bestu viðskiptavinir bænda
Hann vakti fyrst athygli á málinu á Facebook-síðu sinni sem innleggi umræðu um þann vanda sem nú steðjar að sauðfjárbændum vegna fyrirhugaðrar lækkunar á afurðarverði í haust. Hann segir umræðuna vera á fullkomnum villigötum. Útlit er fyrir að um 1.300 tonn af lambakjöti verði til 1. september, sem er um 700 tonnum meira en æskilegt er. Er þetta að gerast þrátt fyrir að sala á lambakjöti innanlands hafi gengið vel. Sala á erlendum mörkuðum hefur hins vegar dregist saman.
Í færslunni skrifaði Baldvin meðal annars: "Allir framleiðendur og allar verslanir hefðu fyrir mörgum árum átt að bjóða svona skurð á kjöti fyrir Íslendinga sem eru og verða ávallt bestu viðskiptavinir bænda." Vísar Baldvin þar til íslenska lambakjötsins sem nú er hægt að kaupa í Costco.
Baldvin segir mikilvægt að bregðast við breyttum neysluvenjum og neyslumynstri Íslendinga sem kalli eftir nýjungum á þessi sviði líkt og öðrum. "Það er mikið "trend" hjá ungu fólki að kaupa akkúrat það sem ætlar að borða. Það er á móti matarsóun og vill minni pakkningar. Þetta sjáum við í þessum litlu sætu búðum þar sem eigendurnir eru sjálfir að afreiða, eins og í Kjöt og fisk, Borðinu og Búrinu. Þessar búðir eru að spretta eins og gorkúlur. Ungt fólk í dag er miklu meðvitaðra um lífsins gæði. Það er vitundarvakning um samfélagslega ábyrgð sem er stór þáttur í þessu öllu saman."
Selja á ferskt upprunavottað kjöt til útlanda
Baldvin telur einnig mikilvægt að gera breytingar í áherslum hvað varðar utanlandsmarkaðinn. Það eigi að einblína á að selja ferskt upprunavottað lambakjöt til útlanda sem árstíðarbundna vöru í takmörkuðu magni, í tvo til þrjá mánuði á ári. Frysta kjötið vill hann frekar fá á innanlandsmarkað.
"Ég er búin að vera að tala um þessi mál samfleytt í 15 ára og ég er ekkert að finna upp hjólið. Það er búið að sýna fram á að það skilar sér betur að hafa upprunavottaðar afurðir sem uppfylla skilyrði sælkeraverslana eins og Whole Foods. Þegar við erum með takmarkaðar auðlindir þá hljótum við að vilja fá sem mest verðmæti inn. Það er miklu meiri samkeppni á lágvörumarkaði og það er alltaf verið að tala um heimsmarkaðsverð, en við þurfum að fá hærra verð. Til að ná því er ekki nóg að segja að íslenskar landbúnaðarvörur séu ferskar og góðar. Það þarf að fá staðfestingu á því frá þriðja aðila," segir Baldvin og vísar þar til upprunavottunar.
Hann segir líka vanta samstöðu á milli landbúnaðar og sjávarútvegs, enda sé í báðum tilfellum um matvælagreinar að ræða. "Margfeldisáhrifin af því að vinna saman á erlendum mörkuðum liggja alveg í augum uppi. Í dag eru allt of margir höfðingjar og allt of fáir indjánar."
Skattgreiðendur fjárfesti í landbúnaði
Baldvin segir umræðuna um að bændur séu að fá ölmusu fá skattgreiðendum orðna mjög þreytta. Hann er þreyttur á að skattgreiðendur bölvi því að þurfa að styrkja bændur. "Þetta er svo leiðinleg umræða. Neytendur og bændur eru 100% flott hjónaband. Þeir eiga svo margt sameiginlegt. Í staðinn fyrir að tala um búvörusamning, sem fólk einfaldlega skilur ekki, þá er nær að reyna að breyta hugarfari og segja að íslenskir skattgreiðendur ætli að fjárfesta í íslenskum landbúnaði. Þetta á vera fjárfestingarsamningur en ekki búvörusamningur sem kemur lengst aftur úr fornöld. Bændur fá þá borgað fyrir að viðhalda kindastofni sem er hvergi annar staðar til í heiminum og neytendur njóta góðs af." | "Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það."
"Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp."
"Það þarf Costco til að bjóða nákvæmlega eins."
Þetta segir Baldvin Jónsson, sem unnið hefur að markaðssetningu íslenskra landbúnaðarvara í Bandaríkjunum um árabil.
Hann gagnrýnir afturhaldssemi Íslendinga þegar kemur að framsetningu á íslensku lambakjöti sem söluvöru í verslunum.
Bendir á að framsetning Costco á kjötinu sé til fyrirmyndar og mun meira aðlaðandi.
Hann vakti fyrst athygli á málinu á Facebook-síðu sinni sem innleggi umræðu um þann vanda sem nú steðjar að sauðfjárbændum vegna fyrirhugaðrar lækkunar á afurðarverði í haust.
Hann segir umræðuna vera á fullkomnum villigötum.
Baldvin segir mikilvægt að bregðast við breyttum neysluvenjum og neyslumynstri Íslendinga sem kalli eftir nýjungum á þessi sviði líkt og öðrum.
Baldvin telur einnig mikilvægt að gera breytingar í áherslum hvað varðar utanlandsmarkaðinn.
Hann segir líka vanta samstöðu á milli landbúnaðar og sjávarútvegs, enda sé í báðum tilfellum um matvælagreinar að ræða. |
Tveir bílar og hestakerra fóru út af | Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði.
Báðir bílarnir ultu út af veginum og sömuleiðis hestakerran. Kerran valt einnig. Tveir voru í öðrum bílnum og þurfti sjúkralið að klippa ökumanninn út úr honum. Báðir mennirnir, sem og ökumaður hins bílsins voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.
Bifreiðarnar og kerran voru fluttar brott með björgunarbifreið, segir í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um málið.
Miklar tafir urðu á umferð vegna þessa og þakkar lögregla fólki fyrir þolinmæðina.
Í fyrri nótt valt bíll út af þjóðveginum vestan við Ólafsfjarðarveg. Bifreiðin, var á leið til Akureyrar, var ekið út af veginum vinstra megin þar sem hún valt. Ökumaður og þrír farþegar voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabifreið. Meiðsl ekki talin alvarleg. | Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk.
Tveir voru í öðrum bílnum og þurfti sjúkralið að klippa ökumanninn út úr honum.
Báðir mennirnir, sem og ökumaður hins bílsins voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.
iklar tafir urðu á umferð vegna þessa og þakkar lögregla fólki fyrir þolinmæðina. |
Eins gott að ég var ekki tekinn af velli | Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, segir að það hafi munað miklu fyrir sig að spila tvo heila leiki með Everton í síðustu viku, eftir að hafa nánast misst af undirbúningstímabilinu vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á honum frá Swansea City.
Gylfi kom fyrst inn á sem varamaður í leik gegn Manchester City í úrvalsdeildinni en spilaði síðan í 90 mínútur, bæði gegn Hajduk Split í Evrópudeildinni, þar sem hann gerði markið magnaða, og gegn Chelsea í úrvalsdeildinni síðasta sunnudag.
"Ég er bara í fínu standi og það var mikilvægt að ná að spila tvisvar í 90 mínútur. Ég er ekki í 100 prósent spilæfingu en er kominn í gott jafnvægi eftir þessa tvo leiki og það var eins gott að ég skyldi ekki vera tekinn af velli í þeim," sagði Gylfi við mbl.is fyrir æfingu landsliðsins í Helsinki í morgun.
Þetta var rosaleg bið
Eins og menn muna drógust samningaviðræður Everton og Swansea í sumar á langinn og það var loksins 16. ágúst sem hann varð endanlega leikmaður Everton.
"Þetta var rosaleg bið og hún tók á andlega því þetta voru einar 4-6 vikur sem ég þurfti að bíða. Ég hélt alltaf að þetta væri klárast en einhvern veginn dróst það alltaf meira og meira á langinn. Sem betur gekk þetta upp hjá mér en sumir eru enn að bíða eftir sínum skiptum," sagði Gylfi sem er afar ánægður með fyrstu kynni sín af Everton eftir að hafa verið leikmaður félagsins í hálfan mánuð.
"Þetta er mjög fínt. Everton er stærra félag en Swansea, með stærri hóp og betri aðstöðu," sagði Gylfi.
Byrja af krafti og skora snemma
Eins og aðrir á hann von á mjög erfiðum leik gegn Finnum í Tampere á laugardaginn.
"Það er engin spurning. Við sáum það best í fyrri leiknum gegn þeim þegar við vorum í miklu basli og vorum heppnir að vinna 3:2. Finnska liðið er ekki endilega með bestu leikmenn í heimi en er erfiður andstæðingur fyrir alla. Finnar hafa verið óheppnir gegn fleirum en okkur, nánast í hverjum leik. Við verðum að byrja af krafti og reyna að skora snemma.
Þetta er líka spurning um hugarfar, sem hingað til hefur ekki verið vandamál hjá okkur. Við höfum lent undir í leikjum en aldrei gefist upp. Við höfum líka unnið leiki þar sem við höfum ekki spilað vel. Það er styrkur þegar lið spilar ekki vel en getur samt náð góðum úrslitum. Það væri fínt að ná góðri frammistöðu gegn Finnum og fara heim í Úkraínuleikinn með þrjú stig," sagði Gylfi.
Lítið svigrúm fyrir mistök
Króatía og Ísland eru jöfn að stigum eftir sex umferðir af tíu með 13 stig hvort en sigurliðið fer beint í lokakeppnina í Rússlandi og liðið í öðru sæti fer væntanlega í umspil. Gylfi segir að ekki sé hægt að kvarta yfir þessari stöðu.
"Ef okkur hefði verið boðið fyrir fram að vera jafnir Króatíu þegar fjórir leikir væru eftir held ég að hver einasti leikmaður hefði tekið því. Núna er lítið svigrúm fyrir mistök en við höfum verið í svipaðri stöðu áður, ættum að kannast við það. Það á ekki að vera neitt mál að spila undir slíkri pressu, það er alltaf skemmtilegast að spila mikilvæga leiki þar sem mikið er í húfi og allir okkar leikmenn ættu að þrífast á því.
Hjá okkur kemur einfaldlega ekkert annað til greina en að vinna. Takist okkur það ekki mun róðurinn þyngjast. Við myndum ekki spila okkur út úr keppninni en myndum gera okkur lífið erfiðara og við höfum engan áhuga á því," sagði Gylfi Þór Sigurðsson. | Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, segir að það hafi munað miklu fyrir sig að spila tvo heila leiki með Everton í síðustu viku, eftir að hafa nánast misst af undirbúningstímabilinu vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á honum frá Swansea City.
Eins og menn muna drógust samningaviðræður Everton og Swansea í sumar á langinn og það var loksins 16. ágúst sem hann varð endanlega leikmaður Everton.
Eins og aðrir á hann von á mjög erfiðum leik gegn Finnum í Tampere á laugardaginn.
Króatía og Ísland eru jöfn að stigum eftir sex umferðir af tíu með 13 stig hvort en sigurliðið fer beint í lokakeppnina í Rússlandi og liðið í öðru sæti fer væntanlega í umspil.
Gylfi segir að ekki sé hægt að kvarta yfir þessari stöðu.
"Hjá okkur kemur einfaldlega ekkert annað til greina en að vinna" sagði Gylfi Þór Sigurðsson. |