Title
stringlengths 13
130
| Text
stringlengths 820
5.11k
| Summary
stringlengths 208
1.5k
|
---|---|---|
Villur í tölvukerfum ollu hækkunum | Vörugjöld hafa verið felld niður í sumum verslunum, en á öðrum stöðum á breytingin eftir að fara í gegn.
Dæmi um vörur sem báru 20% vörugjald og eiga að lækka í verði um 18% eftir breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld sem tóku gildi nú um áramótin eru uppþvottavélar. Þrátt fyrir það hafa ýmsar verslanir þvert á móti hækkað verð á slíkum tækjum á heimasíðum sínum eftir áramótin. Forsvarsmenn þessara verslana segja villur í tölvukerfum þó hafa valdið hækkununum og ítreka að með þessu sé ekki verið að reyna að blekkja viðskiptavini.
"Þetta eru mannleg mistök"
Bosch búðin auglýsti Bosch SKS 51E01EU uppþvottavél á 79.900 krónur fyrir jól, en á heimasíðu fyrirtækisins var hún auglýst á 99.900 krónur fyrstu dagana eftir áramót, og það sagt vera 20% lækkun. Ólafur F. Óskarsson, verslunarstjóri Bosch búðarinnar, segir um villu á heimasíðunni hafa verið að ræða, en verðið hafi ekki uppfærst eftir áramót. Því hafi þó verið breytt nú, og nýtt verð sé 79.900 krónur.
Ólafur segir verðbreytingar hafa verið gerðar þann 14. október sl. í versluninni og vörugjöldum aflétt. Þá hafi verði verið breytt til áramóta, og það verð hafi átt að standa til dagsins í dag sem er fyrsti opnunardagur verslunarinnar á nýju ári. "Þetta verð átti aldrei að koma upp hjá okkur. Það hreinlega gleymdist að framlengja til dagsins í dag," segir Ólafur.
Þá segir hann vefsíðuna ekki bjóða upp á þann möguleika að tengja "20% verðlækkun" í texta við verðbreytingar sem breytast sjálfkrafa eftir dagsetningu og því hafi hann hangið inni þrátt fyrir að verðið hefði hækkað. "Það var í raun innsláttarvilla á síðunni og mannleg mistök. Þess vegna leit þetta þannig út að við hefðum hækkað verðið en samt talað um 20% afslátt."
Ekkert selt nema á lækkuðu verði
Aðspurður segir Ólafur engin brögð hafa verið í tafli, enda sjáist alltaf í gegnum slíkar blekkingar. Hann segir fólk þó oft fljótt að setja verslanir í snöruna ef eitthvað sýnist vera í ólagi. "Auðvitað var þetta ekki í lagi hjá okkur og það er bara þannig. En það er ákveðinn skaði þegar svona fer á Facebook og við verðum bara að lifa við það," segir hann, en verðbreytingunum hafði verið deilt í pistli á Facebook um helgina.
Ólafur segir að ákveðið hafi verið að halda verði með 20% lækkuninni, auk örlítillar verðlækkunar vegna virðisaukaskattsbreytingar til viðbótar. Starfsmenn verslunarinnar vinni að því að breyta verði til klukkan 13, þegar verslunin verður opnuð. "Það verður ekkert selt í dag nema á lækkuðu verði, og við breytum bæði vörugjöldunum og virðisaukaskattinum."
Verðið hafði ekki uppfærst
Fleiri dæmi um uppþvottavélar sem auglýstar voru á hækkuðu verði eftir áramótin voru Scandomestic SFO-2200 uppþvottavél hjá Heimilistækjum og Exquisit GSP-106D uppþvottavél hjá Rafha. Sú fyrrnefnda var auglýst á 49.996 krónur fyrir jól, en eftir áramót hafði verðið á heimasíðunni verið hækkað í 69.995 krónur. Þegar leitast var eftir svörum frá Heimilistækjum kom í ljós að það átti eftir að uppfæra verðið á heimasíðunni, og er útsöluverð vörunnar nú 39.995 krónur.
Síðarnefnda vélin hafði verið auglýst á 39.900 krónur fyrir jól en var merkt á 49.900 krónur á vefsíðu Rafha fyrir helgi. Þegar leitast var eftir svörum kom í ljós að "verðið hafði ekki uppfærst á þessari vél" og var því þarf af leiðandi breytt. Nýtt almennt verð vörunnar er 39.900 krónur, eða sama verð og fyrir jól. | Vörugjöld hafa verið felld niður í sumum verslunum, en á öðrum stöðum á breytingin eftir að fara í gegn.
Dæmi um vörur sem báru 20% vörugjald og eiga að lækka í verði um 18% eftir breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld sem tóku gildi nú um áramótin eru uppþvottavélar.
Þrátt fyrir það hafa ýmsar verslanir þvert á móti hækkað verð á slíkum tækjum á heimasíðum sínum eftir áramótin.
Bosch búðin auglýsti Bosch SKS 51E01EU uppþvottavél á 79.900 krónur fyrir jól, en á heimasíðu fyrirtækisins var hún auglýst á 99.900 krónur fyrstu dagana eftir áramót, og það sagt vera 20% lækkun.
Ólafur F. Óskarsson, verslunarstjóri Bosch búðarinnar, segir um villu á heimasíðunni hafa verið að ræða, en verðið hafi ekki uppfærst eftir áramót.
Fleiri dæmi um uppþvottavélar sem auglýstar voru á hækkuðu verði eftir áramótin voru Scandomestic SFO-2200 uppþvottavél hjá Heimilistækjum og Exquisit GSP-106D uppþvottavél hjá Rafha. |
Þúsundir fylgjast með tískunni fyrir hann | Hann er með um níu þúsund manns á sínum snærum sem fylgjast grannt með helstu tískustraumum í sínu nánasta umhverfi víða um heim. Markmiðið er að greina það er sem fær fólk til þess að kaupa eina vöru fram yfir aðra og miðla þeim upplýsingum til fyrirtækja.
Daniel Levine, forstjóri Avant-Guide Institute í New York, er a ðalfyrirlesari á fyrirlestri Ímark um helstu trend ársins 2015 , sem fer fram í Arion banka í fyrramálið. Levine telst einn helsti sérfræðingur heims í að greina stefnu markaðarins og leita stórfyrirtæki á borð við Carlsberg, Mastercard, American Express og New York Times, til hans til þess að átta sig á því hvaða straumar gætu beðið handan við hornið.
Klæðaleg tækni helsta trendið
Hann bendir á að fyrirtækið leggi áherslu á langvarandi "trend" eða stefnur fram yfir tískustrauma hvers tíma. Levine tekur dæmi og bendir á að eitt helsta trend okkar samtíma sé tækni sem hægt er að klæðast. Tískustraumurinn hins vegar, sé til dæmis Apple úrið, sem bráðum kemur á markað. "Við höfum áhuga á að skilja hvað það er sem hvetur neytendur til þess að kaupa eitthvað þannig að hægt sé að búa til viðskiptaáætlun í kringum það og byggja upp fyrirtæki," segir Levine. "Þú getur verið heppinn og hoppað á einhvern tískustraum en það er ekki það sem við horfum á," segir hann. "Við horfum á heildarmyndina," segir Levine.
Leitar af fólki á Íslandi
Til þess að greina hvað það er sem fær hjarta neytenda til þess að taka kipp á hverjum tíma nýtur Levine aðstoðar níu þúsund svokallaðra "trendspottera" sem eiga að fylgjast með andrúmsloftinu á hverjum stað. "Þetta snýst um að skynja tilfinningar og hugsanir fólks," segir hann. Levine segir að helst sé leitað til þeirra sem teljast á einhvern hátt áberandi í sínu samfélagi eða einhvers konar leiðtogar. Þá fá þessir einstaklingar sendar til sín vörur frá viðskiptavinum Avant-Guide til þess að sýna og prófa. Levine segir að nú sé verið að leita eftir fólki til þess að gegna þessu hlutverki á Íslandi og hvetur áhugasama til að senda sér línu.
Stýra trendinu í ákveðinn farveg
Þegar búið er að safna nauðsynlegum upplýsingum leggur Levine mat á þær og mótar stefnu fyrir fyrirtæki og kemur með hugmyndir að vörum eða tækifærum sem falla þar undir. Hann tekur dæmi og segir eitt helsta trend ársins 2014 hafa verið umhverfisvitund. "Það er gott að byggja umhverfisvænt hótel. En viðskiptavinir munu ekki keppast um að gista þar af þeirri ástæðu einni. Við reynum að taka þetta trend, móta það og búa til eitthvað sniðugt," segir hann.
"Við unnum með Royal York hótelinu í Toronto og í stað þess að byggja bara þakgarð komum við fyrir ávaxtarækt og settum býflugur í garðinn. Býflugurnar frjóvga plönturnar, sem eru reiddar fram á veitingastað hótelsins, auk þess sem hunangið sem þær framleiða er einnig notað og selt í verslunum," segir hann. "Þarna erum við ekki lengur bara að selja hótel - heldur ákveðinn lífstíl," segir Levine.
Í fyrirlestrinum á morgun mun Levine fara yfir trendin sem verða ráðandi á markaðnum á þessu ári og hvernig fyrirtæki á Íslandi geta nýtt þau til að ná athygli, auka sölu og styrkja vörumerki sitt. | Hann er með um níu þúsund manns á sínum snærum sem fylgjast grannt með helstu tískustraumum í sínu nánasta umhverfi víða um heim.
Daniel Levine, forstjóri Avant-Guide Institute í New York, er a ðalfyrirlesari á fyrirlestri Ímark um helstu trend ársins 2015 , sem fer fram í Arion banka í fyrramálið.
Levine telst einn helsti sérfræðingur heims í að greina stefnu markaðarins.
Hann bendir á að fyrirtækið leggi áherslu á langvarandi "trend" eða stefnur fram yfir tískustrauma hvers tíma.
Levine segir að helst sé leitað til þeirra sem teljast á einhvern hátt áberandi í sínu samfélagi eða einhvers konar leiðtogar.
Levine segir að nú sé verið að leita eftir fólki til þess að gegna þessu hlutverki á Íslandi og hvetur áhugasama til að senda sér línu.
Í fyrirlestrinum á morgun mun Levine fara yfir trendin sem verða ráðandi á markaðnum á þessu ári og hvernig fyrirtæki á Íslandi geta nýtt þau til að ná athygli, auka sölu og styrkja vörumerki sitt. |
Man ekkert eftir slysinu | "Ég man eiginlega ekkert eftir þessu slysi," sagði karlmaður á fertugsaldri í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli gegn honum hófst en hann er ákærður fyrir að hafa í mars 2012 misst stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að tveir farþegar í bifreiðinni hlutu mjög alvarlega líkamsáverka. Er honum gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum áfengis og auk þess sem bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi.
Maðurinn hafnaði því fyrir dómi að hafa ekið undir áhrifum áfengis, en eftir slysið var blóðprufa tekin úr honum og mældist áfengismagn í blóði hans um það bil 1,4 prómill. Maðurinn sagðist ekki hafa smakkað áfengi í nokkra daga fyrir slysið. Hann hafnaði því að sama skapi að hafa ekið á 178 kílómetra hraða á klukkustund eins og honum er gefið að sök. Sagðist hann aðspurður ekki kannast við að hafa verið á ofsahraða. Hraðinn hafi að hans mati verið um 80-90 km/klst þó hann myndi það ekki nákvæmlega.
Taldi ástand bifreiðarinnar gott
Spurður út í ástand bifreiðarinnar sagðist maðurinn hafa keypt hana nokkrum mánuðum áður. Þá hafi hún verið nýkomin úr ástandsskoðun á verkstæði og honum tjáð að hún væri í góðu standi. Samkvæmt ákæru voru hjólbarðar og felgur af mismunandi gerðum og hemladiskar slitnir og of þunnir. Er leitt að því líkur að ástand bifreiðarinnar hafi átt þátt í því að slysið átti sér stað.
Maðurinn sagði rétt að eitt hjólið hefði verið með öðruvísi felgu og hjólbarða. Hann hefði skipt um það fyrr um daginn efir að hafa ekið á kantstein og skekkt felguna. Hann hafi því sett undir hjól úr öðrum umgangi sem hann hefði átt. Honum hafi hins vegar ekki verið kunnugt um ástand hemladiskanna. Hann hafi ekki vitað betur en að þeir hafi verið í góðu ásigkomulagi.
Telur að rekja megi slysið til hálku
Aðdraganda slyssins lýsti maðurinn á þá leið að hann hafi verið beðinn að aka fólki í miðbæ Reykjavíkur sem var statt í afmæli í Hafnarfirði. Hann hafi orðið við því og fjórir karlmenn fengið far með honum. Þar af voru tveir sem voru að halda upp á afmælin sín. Þeir hafi ekið hring um Hafnarfjörð og tekið bensín þar. Á leiðinni til Reykjavíkur hafi slysið átt sér stað.
Spurður hvað hann teldi hafa valdið slysinu sagðist maðurinn halda að hálka hafi valdið því að hann missti stjórn á bifreiðinni. Hann bar hins vegar ítrekað fyrir dómi að hann hafi átt við minniserfiðleika að stríða eftir slysið. Fram kom fyrir dómi að maðurinn hefði átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða og farið í meðferðir vegna þess. Maðurinn sagði það rétt. Sá vandi hefði versnað eftir slysið enda hafi líf hans farið á hvolf í kjölfar þess. Hann hafi þó haft stjórn á því um það leyti sem slysið átti sér stað.
Dómarinn í málinu, Arngrímur Ísberg, ákvað að bótakröfur í málinu frá tveimur af farþegum bifreiðarinnar yrðu aðskildar frá því og vísað í einkamál. Gögn tengd málunum væru orðin það viðamikil að þau ættu ekki heima í sakamáli. | "Ég man eiginlega ekkert eftir þessu slysi," sagði karlmaður á fertugsaldri í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli gegn honum hófst.
Hann er ákærður fyrir að hafa í mars 2012 misst stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að tveir farþegar í bifreiðinni hlutu mjög alvarlega líkamsáverka.
Er honum gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum áfengis og auk þess sem bifreiðin hafi verið í óökuhæfu ástandi.
Spurður hvað hann teldi hafa valdið slysinu sagðist maðurinn halda að hálka hafi valdið því að hann missti stjórn á bifreiðinni.
Dómarinn í málinu, Arngrímur Ísberg, ákvað að bótakröfur í málinu frá tveimur af farþegum bifreiðarinnar yrðu aðskildar frá því og vísað í einkamál. |
Björgunarsveitir standa í ströngu | Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út um klukkan 13:30 í dag þegar tilkynning barst um að þak væri að fjúka af húsi í bænum í heilu lagi. Þegar björgunarsveitin kom á staðinn reyndist ástandið ekki svo alvarlegt, heldur var laus þakkantur á húsinu. Að auki hafa borist þrjár aðrar beiðnir um aðstoð samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Í öllum tilvikum hefur verið um að ræða minniháttar foktjón á þökum.
"Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út um svipað leyti til að festa þakplötur sem voru að losna af verslunarhúsnæði í bænum. Um hálfri klukkustund síðar voru sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út. Þar bárust nokkrar tilkynningar um fok en ekki er vitað af neinu stórtjóni á þessari stundu. Þó má nefna að hjólhýsi fauk á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð. Svo virðist sem versta veðrið sé að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en vindhraði fer nú minnkandi eftir að hafa náð um 25 m/sek," segir ennfremur.
Þá er kolvitlaust veður á Holtavörðuheiði. "Björgunarsveitir frá Varmalandi, Hvammstanga og Búðardal sinna lokunum á veginum á heiðinni við Bröttubrekku og við Staðarskála að beiðni Vegagerðarinnar. Einnig eru sveitirnar á leiðinni á heiðina til aðstoðar vegfarendum. Ekki er alveg vitað um ástandið þar en fregnir hafa borist af a.m.k. tveimur bílum sem fokið hafa á hliðina og fleiri eru í vandræðum."
Fréttir mbl.is:
Fjúkandi hjólhýsi í óveðrinu
Holtavörðuheiði lokað
Óveður á Reykjanesbrautinni
Versta veðrið á suðvesturhorninu | Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út um klukkan 13:30 í dag þegar tilkynning barst um að þak væri að fjúka af húsi í bænum í heilu lagi.
Þegar björgunarsveitin kom á staðinn reyndist ástandið ekki svo alvarlegt, heldur var laus þakkantur á húsinu.
Að auki hafa borist þrjár aðrar beiðnir um aðstoð samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Svo virðist sem versta veðrið sé að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en vindhraði fer nú minnkandi eftir að hafa náð um 25 m/sek. |
Hélt að Gyrðir fengi verðlaunin | "Ég er gríðarlega ánægður með að fá þessi verðlaun, en verð samt að viðurkenna að þetta kom mér á óvart því ég var svo sannfærður um að Gyrðir [Elíasson] myndi fá verðlaunin í ár," segir Ófeigur Sigurðsson, höfundur Öræfa, en hann fékk í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína.
Spurður hvort Öræfi sé að eigin mati hans besta bók hugsar Ófeigur sig vel um. "Mér þykir jafnvænt um bókina sem kom á undan," segir Ófeigur og vísar þar til Landvætta. "Að mínu mati er hún ekki síðri, en maður er varla dómbær á sínar eigin bækur," segir Ófeigur.
Þegar hann er spurður um þýðingu verðlaunanna segir Ófeigur: "Verðlaunin fela fyrst og fremst í sér viðurkenningu á því að það sem maður er að paufast við í sinni einangrun hafi einhverja merkingu út á við og að maður sé, að minnsta kosti í augnablikinu, á réttri braut," segir Ófeigur og tekur fram að það sé auðvitað hvatning fyrir hvern rithöfund að fá viðurkenningu á sínu starfi. | "Ég er gríðarlega ánægður með að fá þessi verðlaun, en verð samt að viðurkenna að þetta kom mér á óvart því ég var svo sannfærður um að Gyrðir [Elíasson] myndi fá verðlaunin í ár," segir Ófeigur Sigurðsson, höfundur Öræfa, en hann fékk í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína.
"Verðlaunin fela fyrst og fremst í sér viðurkenningu á því að það sem maður er að paufast við í sinni einangrun hafi einhverja merkingu út á við." |
Helvítið hófst með nauðgun móður | "Mitt helvíti hófst daginn sem mamma nauðgaði mér". Þetta er fyrirsögn á frétt á vef Aftenposten en hún er höfð eftir manni sem nýverið gaf út bók í Noregi þar sem hann lýsir hrottalegu ofbeldi sem varð fyrir í barnæsku af hálfu foreldra sinna. Samkvæmt Aftenposten eru drengir beittir kynferðislegu ofbeldi á hverjum degi í Noregi og þúsundir norskra karlmanna hafa aldrei greint frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir í barnæsku þar sem slíkt ofbeldi þykir skömm.
"Du skal ikke spille mester over meg!" nefnist bók Kais Tells (dulnefni) þar sem hann lýsir því ofbeldi sem hann varð fyrir í barnæsku.
Hann segist hafa verið þriggja ára þegar mamma hans nauðgaði honum í fyrsta skipti. Næstu fjögur árin var honum nauðgað mörg hundruð sinnum og hvert skipti var atburðarásin keimlík.
Í fyrstu vissi pabbi hans ekki um ofbeldið eða þóttist ekki vita það. En það varaði ekki lengi því pabbi hans hóf einnig að beita hann kynferðislegu ofbeldi. Kannski ekki eins oft og móðirin en meira ofbeldi fylgdi nauðgununum; hótanir, barsmíðar og jafnvel líflátshótanir.
Í rannsókn sem vísað er til í umfjöllun Aftenposten kemur fram að 50-60% þeirra sem eru lagðir inn á geðdeild hafa verið misnotuð kynferðislega í barnæsku. 70% þeirra sem þurfa á neyðarinnlögn að halda hafa verið misnotuð kynferðislega.
Frétt Aftenposten | "Mitt helvíti hófst daginn sem mamma nauðgaði mér".
Þetta er fyrirsögn á frétt á vef Aftenposten en hún er höfð eftir manni sem nýverið gaf út bók í Noregi þar sem hann lýsir hrottalegu ofbeldi sem varð fyrir í barnæsku af hálfu foreldra sinna.
"Du skal ikke spille mester over meg!" nefnist bók Kais Tells (dulnefni) þar sem hann lýsir því ofbeldi sem hann varð fyrir í barnæsku.
Hann segist hafa verið þriggja ára þegar mamma hans nauðgaði honum í fyrsta skipti. Næstu fjögur árin var honum nauðgað mörg hundruð sinnum og hvert skipti var atburðarásin keimlík. |
Bindingar og pískar teljast normið | Eigandi verslunarinnar Adam & Evu segir sölu á léttum bindingarbúnaði hafa stóraukist eftir útgáfu 50 Shades of Grey bókaseríunnar og von er á meiri vexti þegar kvikmyndin verður frumsýnd á næstkomandi föstudag.
Ljóst er að almennur áhugi á kynlífshjálpartækjum hefur aukist verulega en samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar jókst innflutningur á þessum vörum, þ.e. vörum sem flokkast í tollflokkinn "Önnur nuddtæki", um 142 prósent á síðasta ári. Þá var aukningin einnig mjög mikil á síðustu þremur mánuðum ársins 2014, eða sem nam um 220 prósent að verðmæti.
Í þessum tölum er þó ekki unnt að greina hversu mikið verslanir eru að flytja inn og hversu mikið einstaklingar eru að kaupa beint frá erlendum netverslunum. Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir að þó megi gera ráð fyrir að töluvert af sendingunum sé vegna netkaupa Íslendinga frá útlöndum og bendir á nýlega skýrslu rannsóknarsetursins þar sem fram kom að fjöldi erlendra smásendinga til einstaklinga hafi tvöfaldast á stuttum tíma, þótt ekki sé hægt að greina hversu stóra hlutdeild kynlífstækin séu með.
Ekki bara í "BDSM skúmaskotum"
Þorvaldur Steinþórsson, eigandi verslunarinnar Adam & Evu, telur vitundarvakningu hafa fylgt bókaseríunni fyrrnefndu, þar sem fólk hefur áttað sig á því að hjálpartækin eigi ekki einungis heima í "BDSM skúmaskotum". Hann segir létt bindingartæki, augngrímur og píska hafa rokið út eftir að bækurnar náðu vinsældum og jafnvel orðið eitthvað sem teljist til normsins í kynlífi en allir fyrrgreindir hlutir koma við sögu í 50 Shades of Grey bókaseríunni.
Hann bendir jafnframt á að neyslumynstrið hafi breyst á liðnum árum þar sem fólk sækir frekar í vandaðar og svokallaðar lúxusvörur. "Þetta snýst orðið um skynjunina og hugsunina enda er sagt að heilinn sé öflugasta kynfærið," segir Þorvaldur. "Fólk talar stundum um þessar bækur eins og einhverja öfga en meginþráðurinn snýst um upplifunina og fegurðina," segir Þorvaldur. "Mér finnst þróunin vera í rétta átt. Pör eru t.d. að kaupa búninga sem eru fíngerðari og sýna ekki endilega svakalega mikið heldur leggja áherslu á líkamann og fegurðina," segir hann.
Ekki er ljóst hversu mikil aukning hefur orðið á innflutningi á búnaði sem tengist bókaflokknum beint, en hann fellur ekki undir sama tollflokk og rafknúin kynlífstæki sem falla undir fyrrnefndan flokk. Ljóst má því vera að almennur innflutningur á kynlífstækjum hefur aukist meira en þar greinir.
Borðspil og bækur vinsælar
Þorvaldur segir erótísk borðspil og bækur sem tengjast bindingum einnig hafa rokið út. Hann segist fyrst hafa keypt spilin inn fyrir um sex árum síðan en þá hreyfðust þau varla í hillunum. Staðan sé hins vegar allt önnur núna. Þá hafa bækurnar einnig notið mikilla vinsælda og telur Þorvaldur að fólk sé ef til vill að leita eftir innblæstri.
Samkvæmt talningu blaðamanns eru ellefu fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfa sig í sölu á kynlífsleikföngum, flest sem eru netverslanir. Í mörgum þeirra er hægt að fá sértaka 50 Shades of Grey pakka þar sem finna má allt það helsta úr bókunum. Þorvaldur segir slíka pakka hafa selst ágætlega og séu þeir ágætis byrjun fyrir þá sem hafa áhuga.
Stærsti viðburður kynlífstækjaiðnaðarins
Aukin viðskipti af þessum toga einskorðast ekki við Ísland því danski vefurinn Local hefur einnig greint frá því að mikil söluaukning hafi verið á kynlífsleikföngum í Danmörku og til þess að bregðast við eftirspurninni hefur að undanförnu verið tvöfalt meira keypt inn af þeim leikföngum sem ef til vill teljast á jaðrinum.
Það sama segir í umfjöllun New York Times þar sem fram kemur að kynlífstækjaiðnaðurinn treysti á að bíómyndin muni stórauka sölu. Er meðal annars nefnt að fjölskylduvæna verslunarkeðjan Target hafi tekið í sölu svokallaðan " Fifty Shades of Grey - Vibrating love ring ". Það mun vera hringur sem karlmönnum er ætlað að bera - en þó ekki á fingri.
Claire Cavanah, eigandi verslunarkeðjunnar Babeland, sem selur kynlífsleikföng, segir frumsýningu kvikmyndarinnar vera eitt stærsta augnablikið í sögu kynlífstækjaiðnaðarins.
Á síðasta ári greindi bókaforlagið Vintage Books, sem gaf út 50 Shades of Grey bókina, að yfir 100 milljónir eintaka hefðu selst en það mun vera langsöluhæsta erótíska bók allra tíma. | Eigandi verslunarinnar Adam & Evu segir sölu á léttum bindingarbúnaði hafa stóraukist eftir útgáfu 50 Shades of Grey bókaseríunnar.
Von er á meiri vexti þegar kvikmyndin verður frumsýnd á næstkomandi föstudag.
Ljóst er að almennur áhugi á kynlífshjálpartækjum hefur aukist verulega.
Þá var aukningin einnig mjög mikil á síðustu þremur mánuðum ársins 2014, eða sem nam um 220 prósent að verðmæti.
Þorvaldur Steinþórsson, eigandi verslunarinnar Adam & Evu, telur vitundarvakningu hafa fylgt bókaseríunni fyrrnefndu.
Aukin viðskipti af þessum toga einskorðast ekki við Ísland.
Á síðasta ári greindi bókaforlagið Vintage Books, sem gaf út 50 Shades of Grey bókina, að yfir 100 milljónir eintaka hefðu selst en það mun vera langsöluhæsta erótíska bók allra tíma. |
Lögreglumaður ákærður vegna voðaskots | Bandarískur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið óvopnaðan mann til bana í New York. Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í nóvember sl.
Lögmaðurnn Scott Rynecki segir í samtali við Associated Press að sérstakur kviðdómur hafi ákært lögreglumanninn Peter Liang fyrir að bera ábyrgð á dauða Akai Gurley, en hann var 28 ára gamall og þeldökkur.
Mikil mótmæli hafa brotist út í Bandaríkjunum þegar kviðdómar hafa ákveðið að sækja lögreglumenn ekki til saka í tengslum við svipuð mál.
Lögreglan sagði að dauði Gurley hefði verið slys.
Gurly var á ferðinin ásamt sambýliskonu sinni þegar hann opnaði dyr að dimmum stigagangi þar sem lögreglumaðurinn var staddur 20. nóvember sl., en þar var hann við eftirlit.
Lögreglan sagði að Liang hefði skotið án þess að segja nokkuð og að því er virtist fyrir slysni.
Ekki hefur verið birt formleg tilkynning um ákvörðun kviðdómsins, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins. | Bandarískur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið óvopnaðan mann til bana í New York.
Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í nóvember sl.
Lögmaðurnn Scott Rynecki segir í samtali við Associated Press að sérstakur kviðdómur hafi ákært lögreglumanninn Peter Liang fyrir að bera ábyrgð á dauða Akai Gurley, en hann var 28 ára gamall og þeldökkur.
Lögreglan sagði að dauði Gurley hefði verið slys. |
Árni hættur sem forstjóri Vífilfells | Árni Stefánsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Vífilfells lausu og mun í framhaldi taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Sem stjórnarmaður mun hann vinna í málum tengdum framtíðarþróun fyrirtækisins ásamt því að sinna öðrum verkefnum fyrir eigendur fyrirtækisins sem ekki tengjast Vífilfelli.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Árni hefur starfað fyrir Vífilfell frá árinu 1998 og verið forstjóri síðustu 10 ár. Á þeim tíma hefur hann leitt fyrirtækið í gegnum krefjandi tímabil sem hefur einkennst af miklum breytingum í rekstrarumhverfi þess. "Við erum þakklát fyrir það góða starf sem Árni hefur innt af hendi og afar ánægð að hann muni starfa með okkur áfram að þróunarverkefnum sem stjórnarmaður í Vífilfelli," er haft eftir Mario Rotllant Sola stjórnarformanni Vífilfells í tilkynningunni.
Við starfi forstjóra tekur Carlos Cruz framkvæmdastjóri sölumála hjá Refrige SA í Portúgal frá árinu 2009. Refrige SA er átöppunarfyrirtæki fyrir The Coca-Cola Company og hluti af Coca-Cola Iberian Partners sem er í eigu Cobega SA á Spáni. Hann var áður framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Scottish & Newcastle Ibérica á Spáni. Carlos er 47 ára gamall og með meistaragráðu í stjórnun frá ESERP Viðskiptaháskólanum í Madrid.
Cobega SA , eigandi Vífilfells, er heildsölu- og dreifingaraðili fyrir drykkjarvöru með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið er í einkaeigu og var stofnað árið 1951. Fjölskyldan sem stendur að baki fyrirtækinu á sér langa sögu í viðskiptum við Ísland og hafa þau verið dreifingaraðilar fyrir íslenskar sjávarafurðir frá árinu 1853. | Árni Stefánsson hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Vífilfells lausu og mun í framhaldi taka sæti í stjórn fyrirtækisins.
Árni hefur starfað fyrir Vífilfell frá árinu 1998 og verið forstjóri síðustu 10 ár.
Við starfi forstjóra tekur Carlos Cruz framkvæmdastjóri sölumála hjá Refrige SA í Portúgal frá árinu 2009.
Hann var áður framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Scottish & Newcastle Ibérica á Spáni. |
Skafrenningskóf í hvassviðri | Nokkuð kröpp smálægð kemur úr vestri og upp úr kl. 15 fór að hvessa af suðvestri , einkum í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð. Spáð er 15-20 m/s, éljum og talsverðu skafrenningskófi þegar ný lausamjöllin fer af stað.
Síðdegis einnig á Ströndum og vestantil á Norðurlandi. Að auki hvessir á Öxnadalsheiði um tíma í kvöld og þar með skafrenningi og blindu, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Færð og aðstæður
Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjóþekja er víða í uppsveitum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.
Á Vesturlandi er víða snjóþekja eða hálka og éljagangur nokkurð víða þó aðalega á Snæfellsnesi. Hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja og þó nokkur éljagangur á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.
Hálkublettir eða hálka er víða á Norðurlandi. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli en hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.
Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað.
Hálka og hálkublettir eru syðst á Suðausturlandi. | Nokkuð kröpp smálægð kemur úr vestri og upp úr kl. 15 fór að hvessa af suðvestri , einkum í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð.
Spáð er 15-20 m/s, éljum og talsverðu skafrenningskófi þegar ný lausamjöllin fer af stað.
Síðdegis einnig á Ströndum og vestantil á Norðurlandi.
Að auki hvessir á Öxnadalsheiði um tíma í kvöld og þar með skafrenningi og blindu, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. |
Geirneglir starfsemi Primera | Samkvæmt dómi sem kveðinn var upp hjá Evrópudómstólnum í gær eiga starfsmenn á vegum erlendrar starfsmannaleigu að fá greitt samkvæmt finnskum kjarasamningum séu þeir starfandi þar í landi. Lagaumhverfið er hið sama á Íslandi og geirneglir dómurinn flugfélagið Primera að sögn lögfræðings Alþýðusambands Íslands.
Mbl hefur greint frá því að íslenskum starfsmönnum flugfélagsins Primera hafi verið sagt upp störfum en grískar flugfreyjur á vegum starfsmannaleigu á Guernsey ráðnar sem verktakar inn í staðinn. ASÍ hefur skorað á íslensk stjórnvöld að stöðva starfsemi Primera og hefur undir höndum ráðningarsamninga flugfreyjanna sem sýna að félagið brýtur bæði lög og grundvallarréttindi á starfsfólkinu að sögn Magnúsar M. Norðdahl, lögfræðings ASÍ. Gögnin hafa verið afhent Vinnumálastofnun sem hefur heimildir til þess að krefjast þess að starfsemin verði stöðvuð þar til útbætur verða gerðar.
Kjarasamningar ofar þjónustufrelsi
Í dómnum sem féll í gær var um að ræða pólskt fyrirtæki sem sá um verk er tengdist raflögnum í kjarnorkuveri í Finnlandi. Pólska fyrirtækið réði 180 pólska rafvirkja til verksins og sendi þá til Finnlands. Rafvirkjarnir sneru sér til rafiðnaðarsambandsins í Finnlandi og kröfðust lágmarkslauna samkvæmt finnskum kjarasamningum. Þessu neitaði pólska fyrirtækið og vísaði til þjónustufrelsis og sagði launin eiga að vera samkvæmt samningum pólska fyrirtækisins.
Þessu hafnaði Evrópudómstóllinn og sagði að í löndum þar sem kjarasamningar eru nógu skýrir og læsilegir og hafa almennt gildi, líkt og raunin er í Finnlandi og á Íslandi, ber fyrirtækjum sem senda starfsfólk tímabundið til landsins að virða þá.
Eiga að fá jöfn laun og hjá WOW og Icelandair
Magnús segir að Primera þurfi samkvæmt þessu að greiða lágmarkslaun samkvæmt kjarasamningum flugliða á Íslandi og bætir við að þau séu svipuð í kjarasamningum WOW og Icelandair, eða á milli 230 og 250 þúsund krónur á mánuði. Í dómnum segir þá einnig að þegar launaflokkar eru í kjarasamningum, líkt hér er raunin, beri að taka tillit til fyrri reynslu í öðrum löndum. Hafi flugfreyjunnar á vegum áhafnaleigunnar því t.d. fyrri reynslu eigi ekki að setja þær í lægsta launflokkinn.
Samkvæmt ráðningarsamningnum á vegum áhafnaleigunnar á Guernsey, sem ASÍ hefur undir höndum, fá flugfreyjurnar 400 evrur í grunnlaun, eða 60 þúsund krónur, auk greiðslu fyrir 65 svokallaða "blocked hours" en það sá tími sem líður áður en vélin er færð á stæði við brottför og þar til hún kemur að því aftur. Samanlagt nemur sú upphæð 1375 evrum, eða 206 þúsund krónum. Magnús segir það einnig liggja fyrir að flugfreyjurnar vinni fleiri klukkustundir en þessar 65, en ekkert segir hins vegar um yfirvinnu í samningnum.
Fá rúmar hundrað þúsund krónur
Flugfreyjurnar starfa sem verktakar hjá Primera, þrátt fyrir að þær ættu í raun að vera launamenn. Sem verktakar þurfa þær sjálfar að standa skil á öllum sköttum og gjöldum. Segir Magnús að flugfreyjurnar þyrftu að minnsta kosti að vera með um 320 þúsund krónur á mánuði til þess að ná grunnlaunum samkvæmt íslenskum kjarasamningum þar sem frádrátturinn nemur um 70 til 90 þúsund krónum. Samkvæmt því fá þær um 116 til 136 þúsund krónur útborgað í dag.
Magnús segir málið ekki einungis snúast um óréttlæti gagnvart erlendum launþegum við störf á Íslandi heldur leiði það einnig til þess að íslenskt launafólk verður ekki samkeppnishæft auk þess sem íslensk flugfélög sem fylgja settum reglum verða ósamkeppnishæf.
Íslenskir kjarasamningar eiga að gilda
Andri Már Ingólfsson, stjórnarformaður Primera, hefur sagt það vera eðlilega ráðstöfun að nota áhafnaleigur fyrir hluta af starfseminni til einföldunar á starfsmannamálum, enda þurfi sumir flugliðar að flytja sig á milli landa eftir verkefnum. Þá sagði hann að eðli starfseminnar væri í grunninn gjörólík venjulegu áætlunarflugfélagi sem flýgur allar sínar ferðir frá sama stað.
ASÍ hefur hins vegar bent á að samkvæmt lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja með tímabundna starfsmenn á Íslandi, gildi íslensk lög um réttarstöðu áhafnarinnar. Um lágmarkslaun og lágmarkskjör eigi samkvæmt því að fara eftir íslenskum kjarasamningum og íslenskum lögum. | Samkvæmt dómi sem kveðinn var upp hjá Evrópudómstólnum í gær eiga starfsmenn á vegum erlendrar starfsmannaleigu að fá greitt samkvæmt finnskum kjarasamningum séu þeir starfandi þar í landi.
Lagaumhverfið er hið sama á Íslandi og geirneglir dómurinn flugfélagið Primera að sögn lögfræðings Alþýðusambands Íslands.
Mbl hefur greint frá því að íslenskum starfsmönnum flugfélagsins Primera hafi verið sagt upp störfum en grískar flugfreyjur á vegum starfsmannaleigu á Guernsey ráðnar sem verktakar inn í staðinn.
Félagið brýtur bæði lög og grundvallarréttindi á starfsfólkinu að sögn Magnúsar M. Norðdahl, lögfræðings ASÍ.
Andri Már Ingólfsson, stjórnarformaður Primera, hefur sagt það vera eðlilega ráðstöfun að nota áhafnaleigur fyrir hluta af starfseminni til einföldunar á starfsmannamálum. |
Skotárásin tveimur "stoppum" frá | "Það er kannski dramatískt að segja það en maður hugsar strax með sér að maður ætli bara að vera heima hjá sér í kvöld," segir Helgi Ómarsson sem er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem skotárás var gerð fyrr í dag.
Hann segir það óraunverulegt, komandi frá Seyðisfirði, að tveimur lestarstoppum frá vinnustað hans, þar sem hann var staddur í morgun þegar skotárásin átti sér stað, hafi hryðjuverkaárás átt sér stað.
"Ég var í vinnunni niðrí bæ í morgun og varð ég ekki var við neitt þannig lagað, var kominn út rétt eftir að skotárásin var. Tveimur stuttum lestarstöðvum frá.
"Tveir löggubílar þutu framhjá búðinni"
"Ég er að vinna á götu sem er rosalega þröng og maður má varla labba hratt á henni en í morgun voru tveir löggubílar sem þutu framhjá búðinni," segir Helgi aðspurður hvort hann hafi orðið var við viðbúnað lögreglu á svæðinu.
Hann segir að þá hafi hann áttað sig á því að eitthvað mikið væri um að vera. Það hafi þó ekki verið fyrr en hann var kominn heim til sín sem hann frétti af hryðjuverkaárásinni.
"Ég opnaði tölvuna og þetta var það fyrsta sem ég sá," segir Helgi og bætir við að hann sé aðeins skelkaður. Hann ætlar að halda sig heima í kvöld og horfa á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. "Ég hugsa að mamma yrði bara stressuð ef ég færi út í kvöld," segir Helgi og hlær en aðra sögu er að segja um kærasta hans, sem er danskur.
"Hann ætlar ekki að láta skotárásina stöðva sig frá því að fara í afmælisveislu í kvöld sem okkur hafði verið boðið í," segir Helgi. | "Það er kannski dramatískt að segja það en maður hugsar strax með sér að maður ætli bara að vera heima hjá sér í kvöld," segir Helgi Ómarsson sem er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem skotárás var gerð fyrr í dag.
Hann segir það óraunverulegt, komandi frá Seyðisfirði, að tveimur lestarstoppum frá vinnustað hans, þar sem hann var staddur í morgun þegar skotárásin átti sér stað, hafi hryðjuverkaárás átt sér stað.
"Ég hugsa að mamma yrði bara stressuð ef ég færi út í kvöld," segir Helgi og hlær en aðra sögu er að segja um kærasta hans, sem er danskur. "Hann ætlar ekki að láta skotárásina stöðva sig frá því að fara í afmælisveislu í kvöld sem okkur hafði verið boðið í." |
Annað tilfelli riðuveiki | Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði en aðeins er um mánuður síðan riða greindist á Vatnsnesi. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Þetta kemur fram á vefsvæði MAST .
Fyrir skömmu fékk bóndinn í Valagerði í Skagafirði grun um riðuveiki í þremur ám og hafði samband við dýralækni. Kindunum var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum síðar að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða. Búið er í Skagahólfi en þar hefur riðuveiki komið upp á átta búum á undanförnum 15 árum en á þessu búi hefur veikin ekki greinst áður.
Frétt mbl.is : Veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum
Fyrir aðeins um mánuði greindist riðuveiki á búi á Vatnsnesi en þá hafði hefðbundin riða ekki greinst á landinu síðan árið 2010. Unnið er að gerð samnings um niðurskurð á því búi og í kjölfarið verður fénu lógað. Þessi tvö tilfelli eru ótengd enda hvort í sínu varnarhólfinu. Strangar reglur gilda um flutning fjár milli varnarhólfa og annars sem borið getur smit. Þessi tvö nýju tilfelli sýna að baráttunni við riðuveikina er langt í frá lokið og eru bændur hvattir til að vera á varðbergi gagnvart einkennum og hafa samband við dýralækni fái þeir grun um veikina. Einkenni riðu eru breytileg, um getur verið að ræða kláða, taugaveiklun og óeðlilegar hreyfingar. Í sumum tilvikum koma aðeins sum þessara einkenna fram en í öðrum öll.
Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búinu í Skagafirði til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Allt frá því ákveðið var að hefja átak gegn riðuveiki, fyrir rúmlega 30 árum, með það að markmiði að útrýma veikinni hefur ráðherra ávallt fyrirskipað niðurskurð þegar riða hefur greinst og aðar aðgerðir ekki komið til álita. Á nýjunda áratug síðustu aldar var skorið niður á tugum búa á hverju ári en mjög hefur dregið úr tíðni veikinnar og á undanförnum árum hefur hún aðeins greinst á stöku búum. | Riðuveiki greindist í síðustu viku á búi í Skagafirði.
Aðeins er um mánuður síðan riða greindist á Vatnsnesi.
Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Kindunum var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum síðar að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða.
Á þessu búi hefur veikin ekki greinst áður.
Þessi tvö nýju tilfelli sýna að baráttunni við riðuveikina er langt í frá lokið.
Eru bændur hvattir til að vera á varðbergi gagnvart einkennum og hafa samband við dýralækni fái þeir grun um veikina. |
Allir styrkir lyfjaframleiðenda til heilbrigðisstarfsfólks verða birtir opinberlega | Um síðustu áramót tóku nýjar siðareglur Samtaka evrópskra frumlyfjaframleiðenda gildi en nýju reglurnar kveða á um að allar upplýsingar um samskipti og tengsl lyfjaframleiðenda við heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingasamtök skuli birtar opinberlega.
"Viðtökur læknasamfélagsins eru mjög jákvæðar, sem betur fer," segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Hann segir að á aðalfundi Samtaka evrópskra frumlyfjaframleiðenda árið 2013 hafi forstjórar helstu fyrirtækjanna sammælst um að hafa öll samskipti uppi á borðum.
"Þannig þetta kom frá fyrirtækjunum og fyrirtækin ákváðu einhliða að frá og með árinu 2015 þá yrðu öll okkar samskipti við heilbrigðisstarfsfólk opinberuð. Við á Íslandi fylgjum þessari ákvörðun," segir hann en Frumtök funduðu m.a. með forstjóra og helstu forystumönnum Landspítala og stjórn Læknafélags Íslands þar sem nýju siðareglurnar voru kynntar.
Fyrstu upplýsinga er að vænta í byrjun næsta árs þegar hver lyfjaframleiðandi fyrir sig gefur út ársskýrslu með upplýsingum um samskipti og styrki til heilbrigðisstarfsfólks árið 2015 en ársskýrslurnar verða opnar og aðgengilegar á netinu, segir Jakob.
Þarf samþykki heilbrigðisstarfsmanna
Jakob bendir á að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að gefa sitt samþykki fyrir því að styrkir séu birtir opinberlega þar sem skrifað er undir samning þess efnis áður en læknir er t.d. studdur til þess að fara á ráðstefnu erlendis. Ef heilbrigðisstarfsmaður hafnar slíkri birtingu er samt sem áður heimilt að gera samning við hann, þar sem siðareglur eru ekki lög.
"Þá fer það í sameiginlega birtingu í skýrslunni," segir Jakob og bendir á að það sé þá hlutverk fjölmiðla að fylgja slíku eftir. Hann ítrekar þó að grundvallarmeining lyfjaframleiðenda með nýjum siðareglum sé að birta öll samskipti milli fyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks og því sitji það ekki á framleiðendunum að opinbera öll samskipti.
"Það er byrjað að reyna á þetta, frá 1. janúar, og fyrirtæki eru byrjuð að gera stuðningssamninga við lækna um að fara á ráðstefnur. Ég veit ekki til annars en að þetta gangi ljómandi vel," segir Jakob. | Um síðustu áramót tóku nýjar siðareglur Samtaka evrópskra frumlyfjaframleiðenda gildi en nýju reglurnar kveða á um að allar upplýsingar um samskipti og tengsl lyfjaframleiðenda við heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingasamtök skuli birtar opinberlega.
"Viðtökur læknasamfélagsins eru mjög jákvæðar, sem betur fer," segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.
Fyrstu upplýsinga er að vænta í byrjun næsta árs þegar hver lyfjaframleiðandi fyrir sig gefur út ársskýrslu með upplýsingum um samskipti og styrki til heilbrigðisstarfsfólks árið 2015.
Jakob bendir á að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að gefa sitt samþykki fyrir því að styrkir séu birtir opinberlega. |
Kolbeinn vonast til að spila ekki | Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum á varamannabekk Ajax í kvöld þegar liðið mætir Dnipro frá Úkraínu í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Dnipro vann fyrri leikinn 1:0 á heimavelli en liðin mætast í Amsterdam í kvöld.
Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn á mánudagskvöld, með varaliði Ajax, eftir að hafa síðast spilað leik 25. janúar en hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða. Hann kveðst vonast til að sitja bara á bekknum allan leikinn í kvöld.
"Ef ég þarf að sitja á bekknum þá þýðir það að staðan sé 2:0 eða 3:0 fyrir Ajax," sagði Kolbeinn við hollenska fjölmiðla. Pólverjinn Arek Milik verður væntanlega í fremstu víglínu hjá Ajax í kvöld en hann skoraði tvö mörk í sigri á Heerenveen um helgina. Milik og Kolbeinn höfðu barist um stöðu fremsta manns í vetur, fram að meiðslum Kolbeins.
"Ég mun smám saman reyna að vinna mér aftur sæti í liðinu. Slík samkeppni er af hinu góða fyrir liðið og okkur báða," sagði Kolbeinn, sem verður eflaust í íslenska landsliðshópnum sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 28. mars. Hópurinn verður tilkynntur á morgun. | Kolbeinn Sigþórsson verður að öllum líkindum á varamannabekk Ajax í kvöld þegar liðið mætir Dnipro frá Úkraínu í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn á mánudagskvöld, með varaliði Ajax, eftir að hafa síðast spilað leik 25. janúar en hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða.
Hann kveðst vonast til að sitja bara á bekknum allan leikinn í kvöld.
"Ef ég þarf að sitja á bekknum þá þýðir það að staðan sé 2:0 eða 3:0 fyrir Ajax," sagði Kolbeinn við hollenska fjölmiðla. |
Hvað er sólmyrkvi? | Sólmyrkvi (solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sólmyrkvar geta því eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heild sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn, að því er segir á stjörnufræðivefnum.
Sólmyrkvar geta verið þrenns konar: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hringmyrkvar. Við almyrkva hylur tunglið sólina alla en við deildarmyrkva hylur tunglið sólina að hluta til. Við hringmyrkva fer tunglið allt fyrir sólina en er of langt í burtu frá jörðinni til að myrkva hana alveg. Frá Íslandi séð er sólmyrkvinn 20. mars 2015 mjög verulegur deildarmyrkvi.
Almyrkvar á sólu eru timabundin tilviljun frá náttúrunnar hendi. Frá jörðu séð eru tunglið og sólin ámóta stór á himninum (um hálf gráða). Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum stærri en tunglið að þvermáli en um leið 400 sinnum lengra í burtu frá jörðinni en tunglið.
Sólmyrkvinn í dag er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77% af sólinni (árin 1986, 1979 og 1971). Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94% sólar. | Sólmyrkvi (solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð.
Sólmyrkvar geta verið þrenns konar: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hringmyrkvar.
Frá Íslandi séð er sólmyrkvinn 20. mars 2015 mjög verulegur deildarmyrkvi.
Sólmyrkvinn í dag er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. |
Aldrei hafa fleiri sótt í sundlaugarnar | Endurbætur með nýju útisvæði með heitum pottum og endurgerð búningsklefa er meginskýring á mikilli fjölgun gesta í Vesturbæjarlaug á síðasta ári. Rétt um 273 þúsund gestir fóru í sund í Vesturbænum í fyrra en tæplega 237 þúsund árið á undan, 2013. Þetta er fjölgun um 36 þúsund manns, eða í kringum 13%
"Betri aðstaða útskýrir margt. Einnig höfum við hér á bæ verið svo heppin að ná tengingu við alþjóðlega listviðburði eins og RIFF og Iceland Airwaves. Það hefur ratað í fjölmiðla og sú kynning skilar sér," segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður í Vesturbæ.
Hátt skor í janúar og febrúar
Fjölgun sundlaugargesta nær ekki einvörðungu til Vesturbæjarins, fólki sem sækir t.d. Breiðholtslaug og Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg fjölgaði lítillega í fyrra frá árinu áður. Yfir lengri tíma kemur Laugardalslaugin mjög sterk inn. Gestir þar voru árið 2008 604.855 en voru 784.470 árið 2012. Aukningin er 23%. Árið 2013 fór gestafjöldinn niður í 637.708 meðal annars vegna rasks vegna framkvæmda – auk þess sem talning gesta fór í handaskolum. Fólki fjölgaði svo strax 2014, en þá voru gestir um 704 þúsund. Að hún hafi ekki náð hærra er sagt helgast af leiðinlegri tíð nánast allt sumarið í fyrra.
Hvað Vesturbæjarlaug áhrærir þá voru gestir þar nú í janúar og febrúar í kringum 22 þúsund í hvorum mánuði, borið saman við um 15 þúsund manns á sama tímabili í fyrra. Tölurnar eru því allar upp á við. | Endurbætur með nýju útisvæði með heitum pottum og endurgerð búningsklefa er meginskýring á mikilli fjölgun gesta í Vesturbæjarlaug á síðasta ári.
Rétt um 273 þúsund gestir fóru í sund í Vesturbænum í fyrra en tæplega 237 þúsund árið á undan, 2013.
Þetta er fjölgun um 36 þúsund manns, eða í kringum 13%
Fjölgun sundlaugargesta nær ekki einvörðungu til Vesturbæjarins, fólki sem sækir t.d. Breiðholtslaug og Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg fjölgaði lítillega í fyrra frá árinu áður. |
Flugeldasýning Bjarka og 14 mörk | Bjarki Már Elísson var heldur betur í stuði í kvöld þegar Eisenach lagði Hüttenberg að velli, 37:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik.
Bjarki, sem er markahæsti leikmaður deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjórtán mörk í leiknum, aðeins tvö þeirra úr vítaköstum, og leikmenn Hüttenberg, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, réðu ekkert við hann. Hannes Jón Jónsson lék ekki með Eisenach í kvöld en lið þeirra er nú komið í þriðja sæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur. Þrjú efstu liðin fara upp en Leipzig er með 47 stig, Bittenfeld 42 og Eisenach 40 stig en þar á eftir eru Rimpar með 39, Hamm með 38, Grosswallstadt og Coburg með 37 og Nordhorn með 36 þannig að baráttan er geysilega hörð.
Ragnar Jóhannsson skoraði 5 mörk fyrir Hüttenberg sem er áfram í 19. og næstneðsta sæti með 12 stig og fátt virðist geta bjargað liðinu frá falli. Aðalsteinn Eyjólfsson, sem tók við liðið í sömu stöðu um áramót, var þarna á sínum gamla heimavelli en hann þjálfaði Eisenach í nokkur ár, þar til honum var sagt upp fyrr í vetur. | Bjarki Már Elísson var heldur betur í stuði í kvöld þegar Eisenach lagði Hüttenberg að velli, 37:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik.
Bjarki, sem er markahæsti leikmaður deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjórtán mörk í leiknum.
Hannes Jón Jónsson lék ekki með Eisenach í kvöld.
Ragnar Jóhannsson skoraði 5 mörk fyrir Hüttenberg. |
Gaf fyrsta hjólið sitt í söfnunina | Í dag, miðvikudaginn 25. mars, hófst árleg hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem unnin er í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn. Þetta er í fjórða sinn sem Barnaheill standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga. Söfnunin stendur til 30. apríl og verður hjólum safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og á pósthúsum á landsbyggðinni.
Ungmenni frá ungmennaráðum Save the Children frá 5 löndum voru viðstödd í dag þegar söfnunin hófst formlega við Sorpu á Sævarhöfða. Einnig var viðstaddur formaður ungmennaráðs Barnaheilla, Herdís Ágústa Linnet, sem gaf fyrsta hjólið sem hún eignaðist í söfnunina.
Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hjólin verða afhent nýjum eigendum að loknum viðgerðum í júní.
Sjálfboðaliðar gera hjólin upp undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum á vegum Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Æskunnar, barnahreyfingar IOGT. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum.
Frá upphafi hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa hundruð barna notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni.
Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum:
Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík
Sorpu – Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði, Sævarhöfða, Ánanaustum og Jafnaseli í Reykjavík og Blíðubakka í Mosfellsbæ. | Í dag, miðvikudaginn 25. mars, hófst árleg hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem unnin er í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn.
Þetta er í fjórða sinn sem Barnaheill standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga.
Verður hjólum safnað á endurvinnslustöðvum Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og á pósthúsum á landsbyggðinni.
Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól.
Frá upphafi hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa hundruð barna notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. |
Menntaskólanemar veittu vatnsdælugjöf | Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga afhentu UNICEF 374.100 krónur nú fyrir helgi, en peningarnir söfnuðust í Comeníusarverkefni sem nemendurnir tóku þátt í.
Féð sem safnaðist dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur er á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinsitöflur. Þetta kemur fram á vef MTR.
Þátttakendur í Comeníusarverkefninu voru frá skólum á Spáni, Ítalíu og Þýskalandi, auk MTR. Nemendur gerðu í sameiningu dagatöl sem seld voru í löndunum fjórum og var fyrirfram ákveðið að fé sem fengist fyrir þau yrði notað til vatnsöflunar á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni er tilfinnanlegur. Þema Comeníusarverkefnisins var vatn og á myndunum á dagatalinu var vatn.
Vatnsdælurnar eru einföld lausn á mörgum vandamálum og gagnast konum sérstaklega því víða er það þeirra verk að sækja vatn – oft um langan veg – og bera heim. Vatnsdælur stuðla að varanlegum úrbótum í heilbrigðismálum í samfélögum.
Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði nemendunum fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma á fimmtudag. Sagði hún að vatnsdælugjöfin væri langstærsta gjöf af því tagi sem samtökin hafa fengið á þessu ári. Vatnshreinsitöflur eru hins vegar notaðar í neyðarástandi, til dæmis á Kyrrahafseyjunum Vanatú þar sem fellibylur olli mikilli eyðileggingu nýlega. Meðal annars spilltust brunnar og fólk neyddist til að drekka sjó.
Hægt er að veita vatnsdælugjafir, auk ýmissa annarra á Sannargjafir.is. | Nemendur í Menntaskólanum á Tröllaskaga afhentu UNICEF 374.100 krónur nú fyrir helgi, en peningarnir söfnuðust í Comeníusarverkefni sem nemendurnir tóku þátt í.
Féð sem safnaðist dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur er á hreinu vatni.
Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinsitöflur.
Vatnsdælur stuðla að varanlegum úrbótum í heilbrigðismálum í samfélögum.
Verkefnisstýra UNICEF þakkaði nemendunum fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma á fimmtudag.
Sagði hún að vatnsdælugjöfin væri langstærsta gjöf af því tagi sem samtökin hafa fengið á þessu ári. |
Annar bloggari brytjaður í spað | Bloggari var brytjaður í spað í höfuðborg Bangladess í dag og er þetta annar bloggarinn sem er tekinn af lífi á götu úti í borginni á nokkrum vikum og sá þriðji á tveimur árum.
Að sögn lögreglu var ráðist á bloggarann, Washiqur Rahman, fyrir utan heimili hans mönnum vopnuðum sveðjum.
Í lok febrúar var bandarískur bloggari Avijits Roys, fyrir árás hóps manna er var á leið af bókamessu í höfuðborg Bangladess. Avijit var þekktur fyrir blogg sitt, Mukto-Mona.
Avijit Roy hafði fengið hótanir frá íslamistum en hann var guðleysingi sem boðaði veraldarhyggju við litla hrifningu meðal öfgahópa.
Faðirinn, Ajay Roy, segir að sonur hans hafi fengið ítrekaðar hótanir frá íslamistum áður en hann fór til Bangladess þann 16. febrúar sl. Harðlínu-íslamistar hafa lengi krafist þess að trúleysingjar sem birta blogg með skoðunum sínum verði teknir af lífi opinberlega. Þeir hafa krafist þess að ný lög verði sett í landinu sem koma í veg fyrir að hægt sé að skrifa gagnrýni um íslam.
Lögregla hefur handtekið tvo fyrir morðið á Washiqur Rahman, 27 ára, en að sögn lögreglu voru tvímenningarnir handteknir þegar þeir reyndu að flýja af vettvangi. Rahman var þekktur fyrir blogg sitt þar sem hann gagnrýndi harkalega trúarofstæki. Hann skrifaði undir höfundarheitinu Kutshit Hasher Chhana. | Bloggari var brytjaður í spað í höfuðborg Bangladess í dag og er þetta annar bloggarinn sem er tekinn af lífi á götu úti í borginni á nokkrum vikum og sá þriðji á tveimur árum.
Að sögn lögreglu var ráðist á bloggarann, Washiqur Rahman, fyrir utan heimili hans mönnum vopnuðum sveðjum.
Í lok febrúar var bandarískur bloggari Avijits Roys, fyrir árás hóps manna er var á leið af bókamessu í höfuðborg Bangladess.
Lögregla hefur handtekið tvo fyrir morðið á Washiqur Rahman, 27 ára, en að sögn lögreglu voru tvímenningarnir handteknir þegar þeir reyndu að flýja af vettvangi. |
Stenst Grótta álagið? | Lokaorrustan í Olís-deild kvenna í handknattleik hefst á mánudagskvöldið þegar flautað verður til leiks í átta liða úrslitum.
Flestra augu munu eflaust beinast að deildar- og bikarmeisturum Gróttu sem skotist hafa upp á stjörnuhimininn á keppnistímabilinu. Grótta braut blað í sögu sinni í lok febrúar með því að vinna bikarkeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins og á dögunum bættist deildarmeistaratitilinn í safnið.
"Í úrslitakeppninni er stutt á milli leikja. Það er að duga eða drepast í hverjum leik. Slík keppni hentar okkur hjá Gróttu vel. Við viljum duga í gegnum alla leikina sem eftir eru," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, hin þrautreynda handknattleikskona hjá Gróttu í samtali er Morgunblaðið hitti hana að loknum síðasta leik Gróttu í Olís-deildinni.
Fram verður e.t.v. helsti andstæðingur Gróttu um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir viðureign liðanna á Seltjarnarnesi í byrjun vetrar taldi sá sem þessi orð skrifar að fátt gæti komið í veg fyrir að Fram yrði hreinlega Íslandsmeistari. Sú leið var ekki eins greið og talið var og Grótta kom a.m.k. í veg fyrir sigur Safamýrarliðsins í deildarkeppninni.
Sjá umfjöllun um úrslitakeppni kvenna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. | Lokaorrustan í Olís-deild kvenna í handknattleik hefst á mánudagskvöldið þegar flautað verður til leiks í átta liða úrslitum.
Flestra augu munu eflaust beinast að deildar- og bikarmeisturum Gróttu sem skotist hafa upp á stjörnuhimininn á keppnistímabilinu.
"Við viljum duga í gegnum alla leikina sem eftir eru," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, hin þrautreynda handknattleikskona hjá Gróttu.
Fram verður e.t.v. helsti andstæðingur Gróttu um Íslandsmeistaratitilinn. |
Sýndu lík árásarmannanna | Lögregla í Kenía sýndi í dag lík fjögurra manna sem eiga að hafa tekið þátt í árás hryðjuverkasamtakanna al-Shebab á skóla í landinu á fimmtudaginn. Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar keyrðu lögreglumenn með nakta líkama mannanna um aðalgötu bæjarins Garissa. Sögðu þeir að það væri gert til þess að athuga hvort einhver gæti borið kennsl á árásarmennina.
Hundruðir manna, þar á meðal börn, fóru út á götu til þess að sjá líkin sem raðað var í stafla á bílpalli. Sumir köstuðu steinum í líkin á meðan aðrir gerðu gys af þeim og öskruðu á þau.
Keyrði bíllinn með líkin næstum því hálfan kílómetra, frá sjúkrahúsi bæjarins þar til hann stoppaði nálægt leikvelli. Hundruðir fylgdust með þrátt fyrir slæma lykt sem barst frá líkunum, en tveir dagar eru síðan mennirnir létust.
"Þetta átti ekki að vera skrúðganga heldur tilraun til þess að bera kennsl á mennina," sagði lögreglustjórinn Benjamin Ong'ombe. Bætti hann við að líkin hafi verið flutt aftur á sjúkrahúsið.
"Of margir komu til að sjá líkin þannig við þurftum að skila þeim aftur," sagði Ong'ombe.
Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við árásina en í henni létust 142 nemendur, þrír lögreglumenn og þrír hermenn.
Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar tóku margir myndir af líkunum með símum sínum en ekki voru aðrir eins hrifnir.
"Það að koma með lík hinna látnu, hvort sem þeir eru hryðjuverkamenn eða ekki, og keyra með þá nakta um göturnar, mun aðeins æsa hryðjuverkamenn til þess að sýna enn meira hatur í næstu árás," sagði Abdi Hussein, íbúi þorpsins. "Það er ómannúðlegt að sýna nakin lík."
Var árásin á fimmtudaginn sú blóðugasta í Kenía frá því að liðsmenn al-Qaeda frömdu sprengjuárás við bandaríska sendiráðið í Naíróbí árið 1998. Þá létust 213 manns þegar öflug bílsprengja var sprengd þar.
"Að keyra um göturnar í dagsljósi í landi sem á að sýna fólki virðingu er vandræðalegt," sagði Ahmed Yusuf, nemi við háskóla. "Í staðinn fyrir að keyra með líkin út á götu núna, hefðu öryggissveitir átt að einbeita sér að því að stöðva þá í því að drepa námsmenn," bætti hann við.
Mohamed Mohamund, fyrrum kennari í Kenía er talinn hafa skipulagt árásina á háskólann í Garissa. Er hann meintur foringi innan al-Shebab og talinn vera í felum í Sómalíu. Sett hefur verið verðlaunafé upp á 215,000 bandaríkjadali eða tæpar 30 milljónir króna, til höfuðs Mohamund. | Lögregla í Kenía sýndi í dag lík fjögurra manna sem eiga að hafa tekið þátt í árás hryðjuverkasamtakanna al-Shebab á skóla í landinu á fimmtudaginn.
Keyrðu lögreglumenn með nakta líkama mannanna um aðalgötu bæjarins Garissa.
Sögðu þeir að það væri gert til þess að athuga hvort einhver gæti borið kennsl á árásarmennina.
Hundruðir manna, þar á meðal börn, fóru út á götu til þess að sjá líkin sem raðað var í stafla á bílpalli.
Sumir köstuðu steinum í líkin á meðan aðrir gerðu gys af þeim og öskruðu á þau.
"Þetta átti ekki að vera skrúðganga heldur tilraun til þess að bera kennsl á mennina," sagði lögreglustjórinn.
Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við árásina en í henni létust 142 nemendur, þrír lögreglumenn og þrír hermenn. |
Felldi 92 ára gamlan mann | Maður sem felldi 92 ára gamlan mann til þess að stela af honum fimm pundum (1.016 krónum) hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi í Englandi. Maðurinn heitir Solomon Bygraves og er 29 ára. Á upptöku öryggismyndavélar má sjá þegar að Bygraves kemst inn í íbúðarhús mannsins með því að bjóðast til þess að hjálpa honum að bera innkaupapoka.
Þegar að inn er komið má sjá Bygraves hrinda manninum, Stanley Evans, í gólfið og stela veskinu hans. Að mati dómara hefði árásin getað drepið manninn.
Átti árásin sér stað á gamlárskvöld í fyrra og á upptökunni má sjá manninn skilja manninn eftir í gólfinu. Hann náði á koma sér upp tíu mínútum seinna og hringja á neyðarlínuna.
Evans bar vitni við réttarhöldin. Sagði hann að það ætti að refasa Bygraves fyrir að "misnota styrk sinn".
"Hann reyndi að plata mig með því að bjóða mér hjálp með pokana. Hann gerði það aðeins til þess að komast inn í húsið og ræna mig," sagði Evans.
Í frétt The Independent kemur fram að Bygraves hafi áður verið dæmdur fyrir 49 afbrot, þar á meðal tvö rán. Hann var á skilorði þegar hann rændi Evans.
Í bréfi Bygraves til dómarans viðurkenndi hann að árásin hafi verið "hræðilegasti og skammarlegasti glæpur," sem hann hafði framið. | Maður sem felldi 92 ára gamlan mann til þess að stela af honum fimm pundum (1.016 krónum) hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi í Englandi.
Maðurinn heitir Solomon Bygraves og er 29 ára.
Á upptöku öryggismyndavélar má sjá þegar að Bygraves kemst inn í íbúðarhús mannsins með því að bjóðast til þess að hjálpa honum að bera innkaupapoka.
Í frétt The Independent kemur fram að Bygraves hafi áður verið dæmdur fyrir 49 afbrot, þar á meðal tvö rán.
Hann var á skilorði þegar hann rændi Evans. |
Birgitta vill sumarþing | Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, hvatti til þess á Alþingi í dag að haldið yrði sumarþing í sumar til þess að tryggja að mikilvæg mál sem ræða þyrfti og afgreiða fengju nauðsynlega umræðu. Nefndi hún meðal annars afnám fjármagnshaftanna og mál tengd kjaraviðræðum og verkföllum.
Hvatti hún ennfremur til þess að formenn stjórnmálaflokkanna funduðu sem fyrst til þess að fara yfir þau mál sem lægju fyrir og ákveddu hvaða mál yrðu afgreidd fyrir þinglok. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar komu í ræðustól og lýstu furðu sinni á því að ekki væru hafnar viðræður á milli flokkanna um þau mál sem afgreidd yrðu fyrir þinglok og hvöttu til þess að slíkar viðræður færu fram sem fyrst.
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi framgöngu stjórnarliða harðlega í þeim efnum og ekki síst fjarveru oddvita ríkisstjórnarflokkanna. Benti hún á að þing hefði komið aftur saman á mánudaginn eftir páskafrí. Kominn væri miðvikudagur og hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu enn sést í þingsal. | Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, hvatti til þess á Alþingi í dag að haldið yrði sumarþing í sumar til þess að tryggja að mikilvæg mál sem ræða þyrfti og afgreiða fengju nauðsynlega umræðu.
Hvatti hún ennfremur til þess að formenn stjórnmálaflokkanna funduðu sem fyrst til þess að fara yfir þau mál sem lægju fyrir og ákveddu hvaða mál yrðu afgreidd fyrir þinglok.
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi framgöngu stjórnarliða harðlega í þeim efnum. |
Ekta vorhret á leiðinni | Vaxandi norðanátt með frosti og éljum er það sem veðurguðirnir bjóða landsmönnum upp á til að fagna fyrsta degi sumars á fimmtudaginn. Um helgina tekur svo við meira frost sem gæti náð 7-10 stigum norðanlands.
Veðurvefur mbl.is
Þau hlýindi sem hafa verið á landinu síðustu daga, sérstaklega norðaustan- og austanlands, voru bókstaflega skammgóður vermir því byrja tekur að kólna seinni partinn í dag, fyrst vestanlands, að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni. Á sumardaginn fyrsta verður vaxandi norðanátt á landinu með éljum og vægu frosti víða. Sunnanlands ætti þó að vera þurrt að mestu og hitinn á bilinu 0-5°C.
"Svona eru vorin bara á Íslandi. Það koma hret og vorið er ekkert alltaf komið til að vera. Ég man eftir mjög fáum vorum þar sem ekki hefur verið eitthvað hret en þetta er svona frekar í harðari kantinum sýnist manni. Þetta er bara ekta vorhret," segir hann.
Ekki tekur betra við um helgina. Þá verður stíf norðanátt og væntanlega frost um allt land. Haraldur segir að kaldast verði á föstudag, laugardag og sunnudag. Spáin sem Veðurstofan gerði í morgun gildi fram yfir helgina en engin hlýindi eru heldur að sjá fyrst eftir hana.
"Við verðum bara að harka þetta hret af okkur," segir Haraldur. | Vaxandi norðanátt með frosti og éljum er það sem veðurguðirnir bjóða landsmönnum upp á til að fagna fyrsta degi sumars á fimmtudaginn.
Um helgina tekur svo við meira frost sem gæti náð 7-10 stigum norðanlands.
Sunnanlands ætti þó að vera þurrt að mestu og hitinn á bilinu 0-5°C.
"Svona eru vorin bara á Íslandi." |
Deildu um tilvitnun í landlækni | Töluverðar umræður sköpuðust um þingsköp á Alþingi í dag eftir að formaður velferðarnefndar vitnaði til orða landlæknis á fundi hennar í morgun í ræðu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði athugasemd við það þar sem það bryti gegn þingsköpum og trúnaði við gesti þingnefnda.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, vísaði til orða landlæknis um að verkfall nokkurra heilbrigðisstétta nú væri erfiðara fyrir heilbrigðiskerfið en læknaverkfallið þegar hún lagði fram spurningu til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Eftir að ráðherrann hafði svarað fyrirspurn hennar kom Ragnheiður í pontu og gerði athugasemd við það að Sigríður Ingibjörg hefði vitnað til orða landlæknis af fundi velferðarnefndar. Þetta væri skýrt brot á þingskapalögum um að óheimilt sé að vitna til orða gesta á nefndarfundum.
Sjálf taldi Sigríður Ingibjörg þetta óeðlilega athugasemd og hafnaði því að hún hefði brotið trúnað við landlækni. Hún hefði aðeins verið að vísa til ástands sem þegar væri þekkt. Nokkrir þingmenn tóku hins vegar til máls í kjölfarið og ræddu það hvort eðlilegt hafi verið að vitna til orða gests á nefndarfundi.
Fornfálegt að hafa nefndarfundi lokaða
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði að þingskapalög væru ekki skýr hvað þetta varðaði og hefð væri fyrir því að vitnað væri til þess sem kæmi fram á nefndarfundum. Kallaði hann eftir því að þetta yrði skýrt í þingsköpum og að þingskapanefnd sinnti störfum sínum hvað þetta varðaði.
Samflokksmenn hans, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, lögðu áherslu á að nefndarfundir Alþingis væru opnir og sagði Birgitta meðal annars að óeðlilegt væri ef ekki væri vísað til orða landlæknis í máli sem þessu. Það væru fornfáleg vinnubrögð að nefndarfundir væru lokaðir.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði þingsköp nokkuð afdráttarlaus um að bannað væri að vitna til orða gesta á nefndarfundum Alþingis. Engu að síður væri vitað af reynslunni að oft væri vitnað til skoðana einstakra gesta opinberlega, bæði í þingræðum og nefndarálitum. Þingmenn virtust kalla eftir að inntak þingskapa verði skýrt og sjálfsagt væri að fara yfir það. | Töluverðar umræður sköpuðust um þingsköp á Alþingi í dag eftir að formaður velferðarnefndar vitnaði til orða landlæknis á fundi hennar í morgun í ræðu.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði athugasemd við það þar sem það bryti gegn þingsköpum og trúnaði við gesti þingnefnda.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, vísaði til orða landlæknis um að verkfall nokkurra heilbrigðisstétta nú væri erfiðara fyrir heilbrigðiskerfið en læknaverkfallið.
Sjálf taldi Sigríður Ingibjörg þetta óeðlilega athugasemd og hafnaði því að hún hefði brotið trúnað við landlækni.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði að þingskapalög væru ekki skýr hvað þetta varðaði og hefð væri fyrir því að vitnað væri til þess sem kæmi fram á nefndarfundum.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagði þingsköp nokkuð afdráttarlaus um að bannað væri að vitna til orða gesta á nefndarfundum Alþingis. |
Segir af sér eftir svallveislur | Michelle Leonhart, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Bandaríkjunum, DEA, hefur hætt störfum. Ástæðan er víðamikil skýrsla sem afhjúpaði svallveislur og óeðlileg samskipti lögreglumanna við embættið við fíkniefnasmyglara.
Í mars á þessu ári kom út skýrsla sem greinir frá því að fjöldi lögreglumanna við embættið tóku þátt í kynlífsveislum með kólumbískum vændiskonum á árunum 2001-2012. Í sumum tilvikum voru það eiturlyfjabarónar sem greiddu fyrir vændiskonurnar. Einnig kemur fram í skýrslunni að fjöldi lögreglumanna hafa þegið gjafir, vopn og peninga, frá meðlimum eiturlyfjahringja.
Í síðustu viku var Leonhart kölluð inn á teppið í bandaríska þinginu. Þurfti hún þar að útskýra hvers vegna enginn lögreglumaður hafi misst vinnuna eftir að skýrlslan kom út. Aðeins örfáir lögreglumenn voru sendir í 14 daga launalaust leyfi en flestir þeir sem nefndir eru í skýrslunni eru enn að störfum.
Sumir þeirra sem stunduðu kynlífsveislurnar segjast ekki hafa vitað hver hafi fjármagnað vændiskonurnar. Skýrslan slær því hins vegar föstu að það hafi verið auðséð að vændiskonurnar hafi verið fjármagnaðar með peningum frá fíkniefnahringjum. Eitt alvarlegasta dæmið um brotin sem lögreglumennirnir frömdu var þegar tveir þeirra greiddu fyrir nokkrar vændiskonur með opinberu fé.
"Það er vandræðalegt að þú hafir ekki rekið viðkomandi einstaklinga," sagði Jason Chaffetz, formaður eftirlitsnefndar bandaríska þingsins við Leonhart.
Sjá frétt ABC . | Michelle Leonhart, yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Bandaríkjunum, DEA, hefur hætt störfum.
Ástæðan er víðamikil skýrsla sem afhjúpaði svallveislur og óeðlileg samskipti lögreglumanna við embættið við fíkniefnasmyglara.
Fjöldi lögreglumanna við embættið tóku þátt í kynlífsveislum með kólumbískum vændiskonum á árunum 2001-2012.
Í sumum tilvikum voru það eiturlyfjabarónar sem greiddu fyrir vændiskonurnar.
Í síðustu viku var Leonhart kölluð inn á teppið í bandaríska þinginu.
Þurfti hún þar að útskýra hvers vegna enginn lögreglumaður hafi misst vinnuna eftir að skýrlslan kom út. |
Áætla lengri tíma á Ingólf | Miðað við framgang réttarhaldanna í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er af og frá að vitnaleiðslur yfir fv. forstjóra bankans, Ingólfi Helgasyni, taki einn og hálfan dag og líklegt að tveir dagar muni ekki duga. Þetta segir saksóknari í málinu, en upphaflega var gert ráð fyrir einum og hálfum degi í yfirheyrslur yfir Ingólfi, en hann er næsta vitni í málinu.
Síðustu tvo daga hefur ákærði, Einar Pálmi Sigmundson, fv. forstöðumaður eigin viðskipta, setið fyrir svörum og þar á undan tveir starfsmenn deildarinnar. Sagði saksóknari í dag að miðað við hvernig vitnaleiðslurnar hefðu þróast væri ljóst að yfirheyrslur yfir Ingólfi tækju lengri tíma en áætlað væri.
Með þessu gæti sá dagur, sem hafði áunnist í yfirheyrslum yfir fyrstu tveimur vitnum málsins, tapast, en upphaflega var áætlað að vitni yrðu spurð í 17 virka daga.
Ljóst er af orðum saksóknara að svör vitna hafi ýtt undir nánari spurningar til Ingólfs. Hafa þau á undanförnum dögum staðfest að viðskipti með bréf í Kaupþingi séu að undirlagi Ingólfs og að hann hafi fylgst náið með og skipt sér af þeim viðskiptum reglulega og með beinum hætti. | Miðað við framgang réttarhaldanna í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er af og frá að vitnaleiðslur yfir fv. forstjóra bankans, Ingólfi Helgasyni, taki einn og hálfan dag.
Þetta segir saksóknari í málinu, en upphaflega var gert ráð fyrir einum og hálfum degi í yfirheyrslur yfir Ingólfi.
Síðustu tvo daga hefur ákærði, Einar Pálmi Sigmundson, fv. forstöðumaður eigin viðskipta, setið fyrir svörum og þar á undan tveir starfsmenn deildarinnar.
Ljóst er af orðum saksóknara að svör vitna hafi ýtt undir nánari spurningar til Ingólfs. |
Tilnefndur til Norænna verðlauna | Nýtt fyrirtæki Sigurðar Arnar Hreindal, nemanda úr mekatróník hátæknifræðinámi HÍ og Keilis, hefur verið tilnefnt til Norrænna nýsköpunarverðlauna.
Fyrirtækið nefnist Mekano ehf. og stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja. Um er að ræða samsett einingafjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og er mun minna í sniðum en þau fjöltengi sem þekkjast í dag. Markmiðið er að fækka snúrum, nýta pláss betur, ásamt því að hanna fjöltengi í nýstárlegu og stílhreinu útliti.
Í lok apríl var Mekano tilnefnt til Nordic Startup Awards sem besti nýliði sprotafyrirtækja á Íslandi, en þessi keppni er ein af helstu viðburðum í nýsköpun á Norðurlöndunum.
Sigurður útskrifaðist úr tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis sumarið 2014 sem mekatróník hátæknifræðingur. Við útskriftina hlaut hann viðurkenningu frá Tæknifræðingafélagi Íslands fyrir lokaverkefni sitt sem gekk út á hönnun á sjálfvirkri nálavindivél fyrir netagerðarmenn. Þess má geta að hann var einnig nýverið kosinn í stjórn Tæknifræðingafélagsins þar sem hann gegnir stöðu gjaldkera, og ætlar að beita sér fyrir því að efla kynningarstarf í tæknifræði og frumkvöðlastarfsemi á Suðurnesjunum í starfsemi félagsins.
Í febrúar 2015 sendi hann viðskiptahugmynd Mekano í frumkvöðlakeppnina Gulleggið sem er haldið árlega af Klak Innovit ásamt fleiri fyrirtækjum, og hafnaði tillaga hans í öðru sæti auk þess að sópa að sér fjölda aukaverðlauna, meðal annars frá KPMG, Lögfræðistofunni Advel og Íslandsstofu. Eftir keppnina stofnaði hann fyrirtækið Mekano ehf. sem er staðsett í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú. Þess má geta að fleiri útskrifaðir nemendur úr tæknifræðinámi HÍ og Keilis hafa aðsetur í Eldey, meðal annars Burkni Pálsson og Fida Abu Libdeh sem stofnuðu fyrirtækið GeoSilica Iceland útfrá lokaverkefnum sínum árið 2013.
Mekano stefnir á að koma fyrstu vörunum á markað um næstu áramót og hefja svo útflutning í framhaldinu. Nánari upplýsingar um Mekano má nálgast á heimasíðu fyrirækisins: | Nýtt fyrirtæki Sigurðar Arnar Hreindal, nemanda úr mekatróník hátæknifræðinámi HÍ og Keilis, hefur verið tilnefnt til Norrænna nýsköpunarverðlauna.
Fyrirtækið nefnist Mekano ehf. og stefnir að framleiðslu nýrra kynslóða fjöltengja.
Í lok apríl var Mekano tilnefnt til Nordic Startup Awards sem besti nýliði sprotafyrirtækja á Íslandi.
Sigurður útskrifaðist úr tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis sumarið 2014 sem mekatróník hátæknifræðingur.
Í febrúar 2015 sendi hann viðskiptahugmynd Mekano í frumkvöðlakeppnina Gulleggið sem er haldið árlega af Klak Innovit ásamt fleiri fyrirtækjum, og hafnaði tillaga hans í öðru sæti. |
Vorhreinsun í fullum gangi | Vorhreinsun er í fullum gangi í Reykjavík en unnið er að því að sópa og þvo götur borgarinnar. Um næstu helgi eru borgarbúar hvattir til að taka til hendinni og safna rusli í ruslapoka.
Á vef Reykjavíkurborgar eru íbúar beðnir um að fylgjast með og færa bíla til fyrir sópunum svo þeir nái sem mestu. Gert er ráð fyrir að vorverkunum í borginni, sópun og þvotti ljúki um 13. júní samkvæmt upplýsingum frá þjónustumiðstöð borgarlandsins.
Allir tiltækir vélsópar og þvottabílar eru á fullu í borginni þessa dagana. Nú er verið að forsópa götur í miðborginni, gamla vesturbænum og efra Breiðholti.
Forsópun gatna er lokið í Háaleiti og Kringlu, Gröndum, Melum og Skjólum, Ártúnsholti, Árbæ, Bæjum, Bryggjuhverfi, Hálsum, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal og Kjalarnesi.
Forsópun er ekki hafin í Laugardalshverfi, Hlíðum, Holtum, Norðurmýri, Teigum og Túnum, Fossvogi, Gerðum, Háaleitisbraut, Múlum og Skeifu.
Verið er að þvo götur í Grafarvogi og er þvotti lokið á Kjalarnesi.
Sópun gönguleiða er lokið í póstnúmerum á Gröndum, Melum og Skjólum, Grafarvogi og Grafarholti og Úlfarsárdal. Verið er að sópa gönguleiðir í Miðborginni, gamla Vesturbænum, Leitum og Kringlu, Ártúnsholti, Árbæ, Bæjum, Bryggjuhverfi, Hálsum, Höfðum, Selási og Ásum.
Sópun gönguleiða er ekki hafin í póstnúmeri 104, Heimum, Laugarási, Sundum og Vogum. Ekki heldur í póstnúmeri 105, þ.e. Hlíðum, Holtum, Norðurmýri, Teigum og Túnum, póstnúmeri 108, þ.e. Fossvogi, Gerðum, Háaleitisbraut, Múlum og Skeifunni, póstnúmeri 109, þ.e. Breiðholti, Bökkum, Sel og Stekkjum né póstnúmeri 111, þ.e. efra Breiðholti.
Hreinsunarteymi borgarinnar er því nokkurn veginn á áætlun í austurhluta borgarinnar, en nokkrum dögum á eftir í vesturhlutanum eins og er, þar sem forsóp í 101 átti að klárast í síðustu viku samkvæmt áætlun.
Reykjavíkurborg tekur þátt í evrópsku hreinsunardögunum 8. - 10. maí 2015. Markmiðið er að fegra ásýnd borgarinnar með því að taka til í hverfinu sínu og finna leiðir til að draga úr sóun með breyttum venjum.
"Næsta helgi er kjörin fyrir íbúa, húsfélög, íbúasamtök og heilu göturnar til að fegra umhverfi sitt fyrir sumarið með því að safna rusli í svarta plastpoka. Starfsfólk Reykjavíkurborgar mun svo fara um hverfin mánudaginn 11. maí og tína pokana upp. Hér er ekki átt við garðaúrgang því fólk fer sjálft með hann á endurvinnslustöðvar SORPU bs. eða endurnýtir í garðinum til dæmis með moltugerð.
Mjög mikilvægt er að taka til eftir veturinn og fyrir sumarið því annars er hætta á mengun ef plast og annað rusl fýkur út á haf eða festist í trjám og runnum. Evrópsku hreinsunardagarnir eru einnig ætlaðir til að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi sitt og draga úr sóun," segir á vef Reykjavíkurborgar.
Endurvinnslustöðvar SORPU bs. eru opnar og auk þess mun starfsfólk hverfabækistöðva borgarinnar sækja svarta ruslapoka sem komið hefur verið fyrir á völdum stöðum t.d. eftir hreinsunarátak í hverfisgötum. Borgarbúar fara sjálfir með stærri hluti, húsgögn og timbur en almennt rusl í svörtum ruslapokum er sótt. | Vorhreinsun er í fullum gangi í Reykjavík en unnið er að því að sópa og þvo götur borgarinnar.
Um næstu helgi eru borgarbúar hvattir til að taka til hendinni og safna rusli í ruslapoka.
Gert er ráð fyrir að vorverkunum í borginni, sópun og þvotti ljúki um 13. júní.
Reykjavíkurborg tekur þátt í evrópsku hreinsunardögunum 8. - 10. maí 2015.
Markmiðið er að fegra ásýnd borgarinnar með því að taka til í hverfinu sínu og finna leiðir til að draga úr sóun með breyttum venjum. |
Gengur 560 kílómetra með 25 kíló á bakinu | Í júlí hyggst pólski göngugarpurinn Rafal Bauer takast á við einstæða áskorun og ganga frá nyrsta odda Íslands, Rifstanga, til þess syðsta, Kötlutanga í júlí. Mun Bauer ganga 560 kílómetra leið með um 25 kíló á bakinu, algjörlega einn og óstuddur þar sem hann hyggst ekki þiggja svo mikið sem vatnsdropa frá öðrum á leið sinni, hvað þá gistingu eða aðstoð með bakpokann.
"Ég hef lagt stund á fjallgöngur í áraraðir og hef alltaf nálgast þessa ferð sem tækifæri til bakpokaferðalags og til þess að komast í snertingu við náttúruna. Í augnablikinu lít ég á þetta sem íþrótt og sem tækifæri til þess að sá hraðamet," segir Bauer sem stefnir á að ganga kílómetrana 560 á 13 dögum. Hann segist vita til þess að sama leið hafi verið gengin af Íslendingi á 14 dögum en að sá hafi notið aðstoðar á leiðinni og að Hollendingur hafi gengið hana einn og óstuddur á 19 dögum.
"Þetta er svolítið metnaðargjarnt en ég væri líka ekki að gera þetta annars," segir Bauer. "Ég hef tekið þátt í últramaraþonum þar sem við hlaupum 100 kílómetra á 24 tímum, sofum ekki o.s.frv, svo þetta er algerlega gerlegt."
Óttast árnar mest
Íslenskt björgunarfólk fer reglulega í útköll vegna erlends útivistarfólks í ógöngum og segir Bauer hérlend lögregluyfirvöld hafa ítrekað við sig að öryggið sé fyrir öllu. Hann lofar blaðamanni að hann falli ekki í flokk "vitlausra ferðamanna" og verði búinn ýmsum tólum og tækjum sem tryggja öryggi hans komi til þess að hann þurfi á hjálp að halda. "Ég verð í stanslausu sambandi við aðra. Ég vil vera viss um að öll skref ferðarinnar séu skráð og ég verð með tæki sem sjá til þess."
Landslag Íslands er ansi ólíkt því sem gerist á heimaslóðum Bauer í Póllandi en hann telur að reynsla sín af því að ganga þvert yfir Skotland muni gagnast honum. Hann segist afar meðvitaður um það mótlæti sem íslensk náttúra kann að bjóða upp á og nefnir sem dæmi að hann áætli að hann muni ekki hafa aðgang að vatni í tvo daga á meðan hann gengur yfir hraunbreiður þar sem sandur gleypir vatnið.
"Ég held að þetta sé mín stærsta áskorun hingað til og mig langar að reyna á þolmörk mín. Ég er hræddastur við árnar. Að vaða í gegnum þær verður mín stærsta áskorun á ferðinni svo ég er að undirbúa mig með því að læra að lesa í vatnið," segir Bauer. "Ég vona að ég verði öruggur."
Hægt verður að fylgjast með Bauer í gegnum bloggið hans. | Í júlí hyggst pólski göngugarpurinn Rafal Bauer takast á við einstæða áskorun og ganga frá nyrsta odda Íslands, Rifstanga, til þess syðsta, Kötlutanga í júlí.
Mun Bauer ganga 560 kílómetra leið með um 25 kíló á bakinu, algjörlega einn og óstuddur.
Í augnablikinu lít ég á þetta sem íþrótt og sem tækifæri til þess að sá hraðamet," segir Bauer sem stefnir á að ganga kílómetrana 560 á 13 dögum.
Hægt verður að fylgjast með Bauer í gegnum bloggið hans. |
Asía skarar fram úr | Fimm lönd Asíu eru efstu sætunum þegar kemur að menntamálum í heiminum, samkvæmt nýrri rannsókn OECD um menntamál. Ísland er í 33 sæti en Finnland stendur best að vígi meðal ríkja Evrópu, er í sjötta sæti.
Ríki Afríku eru í neðstu sætunum, Gana er í því neðsta en alls eru 76 lönd í samantektinni.
Singapúr er í efsta sæti, Hong Kong í öðru, Suður-Kórea því þriðja og í fjórða til fimmta sæti eru Japan og Taívan.
Eistar koma á eftir Finnum, Sviss er í áttunda sæti, Holland níunda og Kanada í tíunda sæti. Pólland er í ellefta sæti listans en Víetnam er í 12. Bretland er í sæti 20 og Bandaríkin í 28.
Noregur í sæti 25 og Danmörk í sæti 22. Svíar reka lestina af Norðurlöndunum og eru í sæti 35.
Um er að ræða samanburð á milli 76 landa sem byggir á niðurstöðu úr prófum og sýnd eru tengsl á milli hagvaxtar og menntunar.
BBC er með gagnvirka framsetningu á rannsókninni
OECD | Fimm lönd Asíu eru efstu sætunum þegar kemur að menntamálum í heiminum, samkvæmt nýrri rannsókn OECD um menntamál.
Ísland er í 33 sæti en Finnland stendur best að vígi meðal ríkja Evrópu, er í sjötta sæti.
Ríki Afríku eru í neðstu sætunum, Gana er í því neðsta en alls eru 76 lönd í samantektinni.
Singapúr er í efsta sæti, Hong Kong í öðru, Suður-Kórea því þriðja og í fjórða til fimmta sæti eru Japan og Taívan. |
Í fyrsta sinn skotið utandyra | Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði á Landsmóti STÍ í 50 metrum liggjandi sem haldið var á laugardag, en keppt var í fyrsta sinn utandyra á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álftanesi. Þá voru einnig vígðar nýjar tölvubrautirnar frá SIUS sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní.
Guðmundur fékk 613,2 stig, í öðru sæti varð Valur Richter úr SÍ með 607,9 stig og í þriðja sæti hafnaði Ívar Már Valsson úr SÍ með 601,6 stig.
Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.800,2 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1.796,3 stig, en sveitina skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes.
Í kvennaflokki var einn keppandi, Jórunn Harðardóttir með 607,7 stig.
Snjólaug jafnaði eigið Íslandsmet
Á landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Skeet, sem haldið var á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn, sigraði Örn Valdimarsson úr SR í karlaflokki með 114+12+11 stig. Annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 114+12+9 stig og þriðji Guðlaugur B. Magnússon úr SA með 105+13+13 stig.
Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 308 stig en hana skipuðu Örn Valdimarsson, Sigurður U. Hauksson og Kjartan Ö. Kjartansson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 296 stig en hana skipa Guðmundur Pálsson, Karl F. Karlsson og Sigtryggur Á. Karlsson. Í þriðja sæti hafnaði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 284 stig en sveitina skipa Jakob Þ. Leifsson, Sigurður J. Sigurðsson og Aðalsteinn Svavarsson.
í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 43+8+7/2 stig eftir bráðabana við Snjólaugu M. Jónsdóttur úr MAV með 48+8+7/1 stig. Árangur Snjólaugar í undankeppninni, 48 stig, er jafnframt jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. í þriðja sæti varð Helga Jóhannesdóttir úr SÍH með 38+12+10 stig. | Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði á Landsmóti STÍ í 50 metrum liggjandi sem haldið var á laugardag, en keppt var í fyrsta sinn utandyra á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álftanesi.
Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.800,2 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson.
Í kvennaflokki var einn keppandi, Jórunn Harðardóttir með 607,7 stig.
Á landsmóti STÍ í haglabyssugreininni Skeet, sem haldið var á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn, sigraði Örn Valdimarsson úr SR í karlaflokki.
Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 308 stig en hana skipuðu Örn Valdimarsson, Sigurður U. Hauksson og Kjartan Ö. Kjartansson.
í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 43+8+7/2 stig eftir bráðabana við Snjólaugu M. Jónsdóttur úr MAV með 48+8+7/1 stig.
Árangur Snjólaugar í undankeppninni, 48 stig, er jafnframt jöfnun á hennar eigin Íslandsmeti. |
Lausn fyrir vitni að hroðaverkum | Alþjóðlegu lögmannasamtökin (IBA) hafa þróað smáforrit sem gerir aðgerðasinnum kleift að taka og geyma myndir og myndbandsupptökur, sem í kjölfarið má nota sem sönnunargögn við réttarhöld.
Markmiðið er að draga þá fyrir dóm sem fremja stríðsglæpi, pyntingar eða þjóðarmorð í átökum á borð við þau sem nú standa yfir í Sýrlandi, Úkraínu og Austur-Kongó. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að smáforritið verði notað til að skrásetja valdníðslu öryggisyfirvalda gegn mótmælendum.
Samhliða vaxandi útbreiðslu myndavéla, t.d. á farsímum, fjölgar þeim tilfellum þar sem myndbandsupptökur eru mikilvæg sönnunargögn í dómsmálum. Sem dæmi um mál af þessu tagi má nefna rannsóknina á dauða Ian Tomlinson í G20 mótmælum 2009, en þar réðu myndbandsupptökur úr farsímum úrslitum.
Smáforrit IBA, sem hefur hlotið nafnið eyeWitness to Atrocities , er til komið vegna þeirra erfiðleika sem saksóknarar glímdu við vegna umdeildra upptaka af meintum aftökum fangaðra bardagamanna Tamíl Tígra undir lok borgarastyrjaldarinnar í Sri Lanka. Var það niðurstaðan að ákæruvaldinu væri ekki heimilt að leggja myndbandsupptökurnar fram sem sönnunargögn, þar sem ekki var hægt að staðfesta uppruna þeirra eða nákvæmlega hvenær þær voru gerðar.
NEW solution to evidentiary challenge of mobile phone footage @eyewitnessorg App – Go to pic.twitter.com/GdVWFwNzgf — eyeWitness project (@eyewitnessorg) June 8, 2015
eyeWitness hefur verið hannað fyrir Android snjallsíma en verður einnig fáanlegt á öðrum tækjum. Það hefur verið þróað í samstarfi við gagnafyrirtækið Lexis Nexis, sem mun varðveita vistuð gögn á netþjónum sínum í Bandaríkjunum.
Smáforritið, sem er ókeypis, staðfestir tíma og staðsetningu við vistuð gögn, sem notandinn getur síðan valið að dulkóða og senda í gagnabanka, hvar svo sem viðkomandi er staðsettur í heiminum.
Að sögn starfsmanns Lexis Nexis verður sá möguleiki fyrir hendi að eyða gögnum sem þegar hafa verið send, t.d. til að vernda vitni ef símar þeirra hafa verið gerð upptækir af óvinveittum aðilum. Þá fylgir smáforritinu neyðarhnappur, sem gerir það að verkum að öll vistuð gögn og forritinu sjálfu eyðast út af símanum.
Hjá Guardian má lesa ítarlega frétt um málið. | Alþjóðlegu lögmannasamtökin (IBA) hafa þróað smáforrit sem gerir aðgerðasinnum kleift að taka og geyma myndir og myndbandsupptökur, sem í kjölfarið má nota sem sönnunargögn við réttarhöld.
Markmiðið er að draga þá fyrir dóm sem fremja stríðsglæpi, pyntingar eða þjóðarmorð.
Samhliða vaxandi útbreiðslu myndavéla, t.d. á farsímum, fjölgar þeim tilfellum þar sem myndbandsupptökur eru mikilvæg sönnunargögn í dómsmálum.
Sem dæmi um mál af þessu tagi má nefna rannsóknina á dauða Ian Tomlinson í G20 mótmælum 2009, en þar réðu myndbandsupptökur úr farsímum úrslitum.
Smáforrit IBA, sem hefur hlotið nafnið eyeWitness to Atrocities , er til komið vegna þeirra erfiðleika sem saksóknarar glímdu við vegna umdeildra upptaka af meintum aftökum fangaðra bardagamanna Tamíl Tígra undir lok borgarastyrjaldarinnar í Sri Lanka.
Smáforritið, sem er ókeypis, staðfestir tíma og staðsetningu við vistuð gögn, sem notandinn getur síðan valið að dulkóða og senda í gagnabanka. |
Hafa ekki rætt frestun verkfalls | Fundað er í kjaradeilu sex stéttarfélaga iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag og hefst fundurinn klukkan tíu. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir í samtali við mbl.is að viðræðurnar séu á lokafasanum og mun gangur þeirra í dag skera út um hvort að verkfall skelli á á miðnætti.
"Það komin ákveðin mynd á þetta," segir Guðmundur. "Síðan eru bara atriði sem menn reyna að takast á um í dag. Ákvörðun verður síðan tekin seinni partinn eða í kvöld um hvað menn ætli að gera, fara í verkfall eða semja."
Upphaflega boðuðu sex stéttarfélög iðnaðarmanna verkfall sem átti að hefjast 10. júní og standa í viku. Þau félög eru landssamböndin Samiðn og Rafiðnaðarsamband Íslands og stéttarfélögin Grafía, Félag hársnyrtisveina og Félag vélstjóra og málmtæknimanna. 6. júní frestuðu Grafía, Félag hársnyrtisveina og Samiðn sínum verkföllum til miðnættis í dag. Hin félögin gerðu það sama 8.júní.
Guðmundur segir að það hafi ekki verið rætt að fresta verkfallinu aftur. "Við ætlum í dag að reyna að klára eitthvað sem annað hvort enda með undirskrift samnings eða verkfalli. Það eru ýmis atriði sem kosta ekki peninga en menn geta rifist um þau fram á síðustu stundu, stundum vegna "prinsipp" ástæðna. En við reynum eins og við getum." | Fundað er í kjaradeilu sex stéttarfélaga iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag.
Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir í samtali við mbl.is að viðræðurnar séu á lokafasanum og mun gangur þeirra í dag skera út um hvort að verkfall skelli á á miðnætti.
Upphaflega boðuðu sex stéttarfélög iðnaðarmanna verkfall sem átti að hefjast 10. júní og standa í viku.
6. júní frestuðu Grafía, Félag hársnyrtisveina og Samiðn sínum verkföllum til miðnættis í dag. Hin félögin gerðu það sama 8.júní.
Guðmundur segir að það hafi ekki verið rætt að fresta verkfallinu aftur. |
Móðir Knúts aflífuð | Öldruð móðir Knúts, litla ísbjarnarhúnsins sem heillaði heimsbyggðina árið 2006, hefur verið aflífuð. Tosca gamla varð næstum þrjátíu ára og var ein skærasta stjarna dýragarðsins í Berlín. Hún var orðin blind og heyrnarlaus.
Knútur litli kom í heiminn árið 2006. Hann þótti einstaklega krúttlegur en móðir hans hafnaði honum strax eftir fæðinguna og þurftu dýrahirðarnir að hugsa um hann. Þegar Tosca vildi ekki sjá litla húninn sinn var talið að hann myndi veslast upp og deyja. Hann varð þó fjögurra ára en fékk flogakast og drapst árið 2011.
"Heyrnarlaus, blind og ringluð, Tosca var farin að staulast um í búri sínu á mánudag," segir í tilkynningu frá dýragarðinum. "Hún hafði ekkert lyktarskyn lengur og það var erfitt að horfa upp á þeta. Dýralæknar og dýragarðsyfirvöld komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að best væri að aflífa hina öldruðu Toscu."
Tosca fæddist í Kanada en eyddi svo fyrstu árum lífs síns sem sirkusdýr í Austur-Þýskalandi þar til Berlínarmúrinn féll. Hún var flutt í dýragarðinn í Berlín árið 1998.
Hetjusagan um Knút litla varð til þess að sprenging varð í gestafjölda dýragarðsins árið 2007. Í kjölfarið hafa margir dýragarðar reynt að kynna "stjörnudýr" til sögunnar en ekkert þeirra hefur náð viðlíka frægð og Knútur litli.
Það er aðallega dýrahirðinum Thomas Dörflein að þakka að Knútur lifði. Hann var hjá honum samfleytt í 150 daga og gaf honum mjólk og graut allan sólarhringinn. Knútur var aðeins 800 grömm við fæðingu. Hann var fyrsti ísbjörninn sem fæddist í garðinum í 33 ár.
Knútur dafnaði vel fyrstu mánuðina og er hann var hálfs árs var hann orðinn 28 kíló. Dörflein lést aðeins 44 ára gamall árið 2008. Þremur árum síðar drapst Knútur. | Öldruð móðir Knúts, litla ísbjarnarhúnsins sem heillaði heimsbyggðina árið 2006, hefur verið aflífuð.
Tosca gamla varð næstum þrjátíu ára og var ein skærasta stjarna dýragarðsins í Berlín.
Knútur litli kom í heiminn árið 2006.
Hann þótti einstaklega krúttlegur en móðir hans hafnaði honum strax eftir fæðinguna og þurftu dýrahirðarnir að hugsa um hann.
Hann varð þó fjögurra ára en fékk flogakast og drapst árið 2011.
Tosca fæddist í Kanada en eyddi svo fyrstu árum lífs síns sem sirkusdýr í Austur-Þýskalandi.
Hún var flutt í dýragarðinn í Berlín árið 1998. |
Mikið spurt um 150 milljóna asparskóg | "Það hefur töluvert af fyrirspurnum borist, ein frá Finnlandi en annars eru það Íslendingar sem eru að spyrjast fyrir. Það er akkúrat verið að sýna skóginn í þessum töluðum orðum," segir Stefán Páll Páluson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Domusnova.
Fasteignasalan hefur fengið til sölu rúmlega 40 hektara asparskóg í landi Þrándarlundar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt eins hektara lóð.
Mikið nýtingargildi
Skógurinn var að mestu gróðursettur á árunum 1991-1994 og er aðallega ösp af mismunandi kvæmum en einnig er greni að litlum hluta.
Skógurinn þekur um 31 hektara og er meðalhæð um 9,9 metrar. Stefán segir að verðmatið sé um 150-160 milljónir en raunvirðið örlítið minna.
Arnór Snorrason, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir að nokkrir skógar hér á landi séu í einkaeign. Þessi tiltekni skógur hafi mikið nýtingargildi en Járnblendifélagið á Grundartanga geti nýtt sér öspina sem kolefnisgjafa. "Þetta er vaxtarlegur skógur. Þetta er tilraunaskógur sem Skógræktin gerði á sínum tíma og þarna höfum við verið með margar tilraunir í gegnum tíðina. Við lítum á þetta sem ánægjuleg tíðindi. Þarna er timbrið auglýst sérstaklega og menn sjá að það er orðið að fjármagni – nokkuð sem þekktist ekki hér áður fyrr," segir Arnór. | "Það hefur töluvert af fyrirspurnum borist, ein frá Finnlandi en annars eru það Íslendingar sem eru að spyrjast fyrir.
Það er akkúrat verið að sýna skóginn í þessum töluðum orðum," segir Stefán Páll Páluson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Domusnova.
Fasteignasalan hefur fengið til sölu rúmlega 40 hektara asparskóg í landi Þrándarlundar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt eins hektara lóð.
Arnór Snorrason, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir að nokkrir skógar hér á landi séu í einkaeign.
"Við lítum á þetta sem ánægjuleg tíðindi. Þarna er timbrið auglýst sérstaklega og menn sjá að það er orðið að fjármagni – nokkuð sem þekktist ekki hér áður fyrr," segir Arnór. |
Vissi ekki að eiginkonan myrti börnin | Eiginmaður Megan Huntsman, fertugrar konu frá Utah í Bandaríkjunum sem var fyrr á árinu dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex nýfædd börn sín, segist ekki hafa vitað af gjörðum eiginkonu sinnar.
Rannsakendur málsins hafa átt erfitt með að trúa manninum, en hafa þó engin sönnunargögn í höndunum til að ákæra hann. Var því endanlega fallist á það í vikunni að mikil fíkniefnaneysla sem maðurinn var í hafi gert það að verkum að hann vissi ekki hvað var í gangi, og verður hann því ekki ákærður.
Huntsman var í apríl dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex nýfædd börn sín. Huntsman var handtekin í fyrra, eftir að líkamsleifar barnanna fundust í kössum í bílskúr þar sem hún bjó áður.
Huntsman gekkst við brotunum í febrúar sl. Að sögn lögreglu átti hún börnin á árunum 1996 til 2006. Hún kæfði þau eða kyrkti strax eftir fæðingu. Þá setti hún þau í plastpoka og pakkaði þeim ofan í kassa á heimili sínu í Pleasent Grove, um 75 km frá Salt Lake City.
Huntsman skildi kassana eftir þegar hún flutti, en það var eiginmaður hennar Darren West sem fann líkin. Huntsman og West voru skilin að borði og sæng á þeim tíma. Líkamsleifar sjöunda barnsins fundust einnig í bílskúrnum, en talið er að það hafi fæðst andvana.
West var faðir barnanna en hann og Huntsman eiga þrjú önnur börn saman. Samkvæmt lögreglu var Huntsman fíkniefnaneytandi og "vildi ekki eiga börnin" sem hún myrti.
West, hefur farið í ítrekaðar yfirheyrslur eftir að upp komst um málið í apríl á síðasta ári en hefur alltaf neitað því að hafa vitað um gjörðir eiginkonu sinnar. Segist hann hafa vitað um nokkur skipti sem eiginkona sín var þunguð á árunum 1996 til 2006, en hún hafi sagt honum að hún hafi misst fóstrin. Hann segist ekki hafa haft hugmynd um hvað hún gerði við þau.
Segir hann þessa fávisku sína hafa stafað af eiturlyfjaneyslu, en hann tók inn kókaín, metamfetamín og maríjúana á hverjum degi þennan áratug áður en hann var sendur í fangelsi fyrir fíkniefnabrot.
"Ég vissi að hún væri ólétt, en ég var í svo miklu rugli og á svo miklum eiturlyfjum að ég vissi ekkert hvað var í gangi," sagði West. Þá sagði verjandi hans í gær að Huntsman hafi falið það frá öllum í kringum sig að hún væri ólétt. Sagði hann West ekki skilja neitt í því sem Huntsman gerði og ekki haft neitt með það að gera. | Eiginmaður Megan Huntsman, fertugrar konu frá Utah í Bandaríkjunum sem var fyrr á árinu dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex nýfædd börn sín, segist ekki hafa vitað af gjörðum eiginkonu sinnar.
Rannsakendur málsins hafa átt erfitt með að trúa manninum, en hafa þó engin sönnunargögn í höndunum til að ákæra hann.
Huntsman var í apríl dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða sex nýfædd börn sín.
Huntsman gekkst við brotunum í febrúar sl. Að sögn lögreglu átti hún börnin á árunum 1996 til 2006.
Líkamsleifar sjöunda barnsins fundust einnig í bílskúrnum, en talið er að það hafi fæðst andvana. |
Önnur lönd taki Ísland til fyrirmyndar | "Íslendingar átta sig á því að jafnrétti er ekki aðeins "það rétta" heldur einnig það gáfulegasta fyrir alla," skrifar Gabriela Mueller Mendoza í pistli á vef Huffington Post, þar sem hún fer fögrum orðum um stöðu jafnréttis hér á landi og hvetur önnur lönd til að taka Ísland til fyrirmyndar.
Mendoza var hér á landi á dögunum þar sem hún sótti We Inspirally ráðstefnuna. Á ráðstefnunni var fjallað um kynjamisrétti og hvaða leiðir eru færar til að leiðrétta það. Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu þar sem boðið var upp á fjölda fyrirlestra frá sérfræðingum víðs vegar að úr heiminum. Meðal þeirra sem héldu erindi voru Pat Mitchell, Geena Davis og Jóhanna Sigurðardóttir.
Um 400 manns frá 15 löndum tóku þátt í ráðstefnunni, sem Mendoza segir hafa fyllt sig innblæstri. Segir hún heilann á bak við ráðstefnuna hafa verið Höllu Tómasdóttur, annan stofnenda Auðar Capital. "Hún er magnaður sérfræðingur í skipulags- og þróunarmálum og byggir brýr á milli manna til að ná ótrúlegum árangri," skrifar Mendoza.
Mendoza segir Höllu og hennar teymi hafa leitt ráðstefnugesti saman til að stuðla að breytingu í heiminum og umræðu um það hvernig hægt er að loka kynjabilinu. "Ísland hefur sett tóninn á marga vegu hvað varðar jafnrétti kynjanna. Landið hefur sett markið mjög hátt og hærra en nokkurt annað land hvað varðar jafnrétti, en það er númer eitt á lista yfir þau lönd sem eru með minnst kynjabil."
Mendoza listar upp átta atriðum sem Íslendingar gera vel að hennar mati og önnur lönd geta tekið til fyrirmyndar, en þar á meðal segir hún að Íslendingar vinni að jöfnum áhrifum kvenna og karla í ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu. Þá sé leitast við kynjasamþættingu á öllum stigum samfélagsins og unnið að því að minnka launamun kynjanna og annars konar kynjabundna mismunun.
Þá sé körlum og konum gert jafn kleift að vera á vinnumarkaðnum og samræma vinnu- og fjölskyldulífið. Einnig sé fjárfest í aukinni menntun og vitundarvakningu um jafnréttismál frá barnæsku. Auk þess sé fjárfest í kynjafræði og rannsóknum, og unnið gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. "Íslendingar vinna að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla."
Mendoza segir Íslendinga viðurkenna framfarirnar en séu einnig meðvitaðir um að enn sé verk að vinna. "Væri ekki frábært að innleiða sumar af þessum leiðum í öðrum löndum í von um að ná sambærilegum árangri þar? Ég tel það vissulega þess virði að reyna."
Pistilinn í heild má finna hér. | "Íslendingar átta sig á því að jafnrétti er ekki aðeins "það rétta" heldur einnig það gáfulegasta fyrir alla," skrifar Gabriela Mueller Mendoza í pistli á vef Huffington Post, þar sem hún fer fögrum orðum um stöðu jafnréttis hér á landi og hvetur önnur lönd til að taka Ísland til fyrirmyndar.
Mendoza var hér á landi á dögunum þar sem hún sótti We Inspirally ráðstefnuna. Á ráðstefnunni var fjallað um kynjamisrétti og hvaða leiðir eru færar til að leiðrétta það.
Um 400 manns frá 15 löndum tóku þátt í ráðstefnunni, sem Mendoza segir hafa fyllt sig innblæstri.
Segir hún heilann á bak við ráðstefnuna hafa verið Höllu Tómasdóttur, annan stofnenda Auðar Capital.
Mendoza segir Höllu og hennar teymi hafa leitt ráðstefnugesti saman til að stuðla að breytingu í heiminum og umræðu um það hvernig hægt er að loka kynjabilinu. |
Þyrluumferð spillir hálendiskyrrð | Mikil þyrluumferð við Þórsmörk hefur áhrif á kyrrð og upplifun gesta á svæðinu að sögn ferðamanns sem hafði samband við mbl.is vegna málsins. Segir hann þyrlur hafa flogið allt að fjórar ferðir yfir svæðið á einni klukkustund um helgina með talsverðum hávaða. Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, staðfestir að þyrluumferð hafi aukist talsvert með tilheyrandi áreiti.
Varð áberandi í gosinu á Fimmvörðuhálsi
"Það er vissulega umhugsunarefni hvort setja eigi einhverjar reglur um þetta," segir Skúli. "Þetta byrjaði að verða áberandi í gosinu á Fimmvörðuhálsi. Umferðin er kannski ekki svona slæm alla daga, en þó þannig að fólk taki vel eftir þessu."
Útivist býður upp á ýmiss konar ferðir um hálendið auk þess að halda úti nokkrum skálum, t.a.m. Fimmvörðuskála og aðstöðunni við Bása á Goðalandi.
Hann segir þyrluflugið óneitanlega setja leiðinlegan svip á þá kyrrð sem fólk komi til að finna á hálendinu. "Það er engum blöðum um það að fletta. Eflaust má hins vegar finna einhverjar leiðir til að setja reglur þannig að hægt sé að reka þyrluþjónustuna án þess að hún valdi truflunum á borð við þær sem oft vilja verða," segir Skúli. Hann segir málið hafa verið rætt innan "Vina Þórsmerkur", félagssamtaka ferðaþjónustuaðila á svæðinu auk sveitarfélagsins og skógræktarinnar, en þó hafi ekki verið ákveðið að grípa til neinna aðgerða.
Ýmsar flugferðir í boði
Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á þyrluferðir á svæðinu, en Helicopter.is, Helo.is og Reykjavík Helicopters auglýsa öll slíkar ferðir á vefsíðum sínum. Þannig býður Helicopter.is upp á svokallaðan " Essential Iceland " hring, en flogið er yfir Þingvelli, Geysi, Gullfoss, Heklu, Landmannalaugar, Þórsmörk og Eyjafjallajökul. Ferðin er sögð taka um fjórar klukkustundir og kostar tæplega 160 þúsund krónur á mann.
Hin fyrirtækin tvö bjóða sambærilegar ferðir á borð við " Diamond Tour " og " Natures Highlights ". Á vef Helo.is segir að um sé að ræða "dramatíska og upplýsandi ferð" þar sem ferðalangar sjái hápunkta íslenskrar náttúru á örfáum klukkustundum. | Mikil þyrluumferð við Þórsmörk hefur áhrif á kyrrð og upplifun gesta á svæðinu að sögn ferðamanns.
Segir hann þyrlur hafa flogið allt að fjórar ferðir yfir svæðið á einni klukkustund um helgina með talsverðum hávaða.
Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, staðfestir að þyrluumferð hafi aukist talsvert með tilheyrandi áreiti.
Hann segir þyrluflugið óneitanlega setja leiðinlegan svip á þá kyrrð sem fólk komi til að finna á hálendinu.
Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á þyrluferðir á svæðinu.
Helicopter.is, Helo.is og Reykjavík Helicopters auglýsa öll slíkar ferðir á vefsíðum sínum. |
Fyrirsæta krefst skaðabóta eftir skíðaslys á Íslandi | Þýsk fyrirsæta og íþróttakona hefur krafist skaðabóta upp á 75 þúsund evrur (11 milljónir íslenskra króna) eftir að hún slasaðist alvarlega í skíðaslysi hér á landi í apríl á síðasta ári. Angelika Allman krefst bóta frá útgefandanum Burda en Allman féll 800 metra í myndatöku fyrir tímaritið Fit for Fun sem Burda gefur út.
Allman, sem er þrítug, margbrotnaði í slysinu og sleit vöðva og skaddaði taug þegar hún féll niður fjall. Allman, sem er reynd skíðakona, kynnir og fyrirsæta hefur nú lögsótt útgefanda blaðsins Burda sem heldur því hinsvegar fram að hún beri sjálf ábyrgð á slysinu. Allman hefur reynt að ná sáttum við útgefandann í heilt ár.
Í frétt The Telegraph um málið var Allman á leið upp ísilagða brekku, 900 metrum yfir sjávarmáli í myndatökunni. Hún hafði náð stöðugri stellingu í fjallinu þegar hún steig aftur fyrir sig og rann.
Fyrirsætan þurfti að gangast undir tíu aðgerðir og var hún í sex mánuði á sjúkrahúsi. Hún segist enn þjást af verkjum og getur hún aðeins hreyft sig vegna spelku á hægri fæti. Óvíst er hvort að áverkar sem hún hlaut á hægra hné muni gróa.
"Íþróttir og fjöllin eru henni allt," sagði eiginmaður hennar Marcel Maison. Að sögn fyrirsætunnar er útgefandinn að hluta til ábyrgur fyrir slysinu. Hún segir að í heilt ár hafi Burda lofað henni stuðningi en ekkert gerðist. Talsmaður Burda staðfestir að útgefandinn bauð henni greiðslu upp á 30 þúsund evrur og starf sem lausamaður á ritstjórn Fit og Fun sem hún hafnaði.
Í yfirlýsingu Allman og verjanda hennar saka þau útgefandann um mistök í skipulagningu myndatökunnar. Samkvæmt ákærunni átti myndatakan sér stað án faglegar leiðsagnar fjallaleiðsögumanns sem þekkti svæðið. Þau halda því jafnframt fram að tökuliðið hafi yfirgefið öruggari skíðaleiðir sem leiðsögumaður mældi með. Slysið átti sér stað í um 300 metra fjarlægð frá þeim leiðum.
Allman viðurkennir að hún hafi tekið skrefið aftur á bak, en verjandi hennar heldur því fram að það hafi verið hrein tilviljun að Allmann hafi ekki dottið fyrr.
"Eftir rannsókn tryggingarfélags okkar er niðurstaðan sú að engin ákvörðun ritstjórnarinnar olli slysinu," sagði talsmaður Burda í yfirlýsingu. "Ákvörðunin um að fara á óöruggu skíðaleiðina var aðeins tekin af Allman, það voru engin fyrirmæli um að færa hópinn."
Fyrri fréttir mbl.is:
Mjög alvarlega slösuð eftir skíðaslys
Skíðakonan útskrifuð af gjörgæslu | Þýsk fyrirsæta og íþróttakona hefur krafist skaðabóta upp á 75 þúsund evrur (11 milljónir íslenskra króna) eftir að hún slasaðist alvarlega í skíðaslysi hér á landi í apríl á síðasta ári.
Angelika Allman krefst bóta frá útgefandanum Burda en Allman féll 800 metra í myndatöku fyrir tímaritið Fit for Fun sem Burda gefur út.
Allman, sem er þrítug, margbrotnaði í slysinu og sleit vöðva og skaddaði taug þegar hún féll niður fjall.
Allman, sem er reynd skíðakona, kynnir og fyrirsæta hefur nú lögsótt útgefanda blaðsins Burda sem heldur því hinsvegar fram að hún beri sjálf ábyrgð á slysinu.
Fyrirsætan þurfti að gangast undir tíu aðgerðir og var hún í sex mánuði á sjúkrahúsi.
"Eftir rannsókn tryggingarfélags okkar er niðurstaðan sú að engin ákvörðun ritstjórnarinnar olli slysinu," sagði talsmaður Burda í yfirlýsingu. |
Strákarnir hefja leik í dag | Í dag hefst keppni á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tallinn í Eistlandi og þar verða íslenskir keppendur í eldlínunni næstu daga.
Kolbeinn Höður Gunnarsson keppir fyrstu Íslendinga í dag. Kolbeinn hleypur í fyrsta riðli 400m undanrásanna. Tveir fyrstu í hverjum riðli, sem eru 3 talsins, auk 2 bestu tíma komast áfram í úrslit. Kolbeinn á best 47,52 sekúndur sem jafnframt er hans ársbesta.
Krister Blær Jónsson stekkur í stangarstökkinu en 21 keppandi er skráður til leiks. Krister á best 5,05 metra en keppendur þurfa að stökkva 5,40m til að vera öruggir í úrslit eða að vera meðal þeirra 12 bestu. 12 keppendur sem stökkva í dag eiga 5.40m eða betra.
Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti á sínu fyrsta stórmóti og er hann í seinni kastgrúppunni en þeir sem kasta 59,50 metra komast sjálfkrafa áfram, en minnst 12 keppa síðan í úrslitum. Guðni á best 57,89 metra sem er jafnframt hans ársbesta. Af þeim 21 keppanda sem keppa í kringlunni í dag eiga 8 lakari árangur en Guðni.
Hlynur Andrésson líkur svo keppnisdeginum í dag í 10.000 metra hlaupinu en 23 keppendur eru skráðir til leiks. Hlynur á best 29:38,42 mínútur sem er einnig hans árabesta en 4 keppendur eiga lakari tíma en Hlynur. | Í dag hefst keppni á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tallinn í Eistlandi og þar verða íslenskir keppendur í eldlínunni næstu daga.
Kolbeinn Höður Gunnarsson keppir fyrstu Íslendinga í dag. Kolbeinn hleypur í fyrsta riðli 400m undanrásanna.
Krister Blær Jónsson stekkur í stangarstökkinu en 21 keppandi er skráður til leiks.
Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti á sínu fyrsta stórmóti.
Hlynur Andrésson líkur svo keppnisdeginum í dag í 10.000 metra hlaupinu en 23 keppendur eru skráðir til leiks. |
Gera þarfir sínar í kirkjugarðinum | Ferðamenn hafa átt það til að ganga erinda sinna í gömlum kirkjugarði í Sandfelli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í Sandfelli í Öræfum er gamall kirkjugarður en áður stóð þar kirkja. Farið er framhjá kirkjugarði þessum á gönguleiðum að Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur landsins. Töluvert hefur borið á því að erlendir ferðamenn séu að hafast við næturlangt í nálægð við fyrrgreindan kirkjugarð og jafnvel hefur það komið fyrir að ferðalangar hafa gert þarfir sínar við leiðin í kirkjugarðinum. Þetta segir Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarþjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í Skaftafelli sem og í Svínafelli, sem eru í tiltölulegri nálægð við Sandfell, eru tjaldsvæði þar sem ferðamönnum býðst að tjalda gegn lítilli þóknun. Guðmundur segir marga ferðamenn hafa lagt leið sína á tjaldsvæðið í ár líkt og undanfarin ár. Eins og komið hefur fram hér að ofan eru þó ekki allir sem nýta sér þessa aðstöðu og Guðmundur segir að reglulega finnist ferðamenn sem hafa hafst við næturlangt á stöðum þar sem ekki er boðið upp á slíkt. Nú síðast í gærmorgun hafi landverðir komið að tveimur ferðamönnum sofandi í bíl, töluvert utan vegar, á mosavöxnu svæði. Ennfremur hafi landverðir þurft að fara í ferðir að tína upp rusl og eftir atvikum mannasaur eftir ferðamenn.
Guðmundur telur ástæðuna fyrir því að sumir ferðamenn hafist við utan tjaldsvæðis tvíþætta. Annars vegar séu einstaklingar sem sjái tækifæri á að spara sér aurinn en hins vegar séu aðrir sem kjósi friðsemdina við að vera einir í ósnortinni náttúru. Hann segir þó að mögulega þurfi að rannsaka þessa þætti betur og þá sérstaklega hvernig hægt sé að stýra betur umferð ferðamanna. Guðmundur tekur þó fram að hann telji að ábyrgðin liggi ekki eingöngu hjá ferðamönnum heldur þurfi Íslendingar og stjórnvöld að búa til umgjörð sem ferðamenn geti svo farið eftir.
Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu og er tæpir 14.000 ferkílómetrar að stærð sem er um 14% af flatarmáli landsins. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 2008 en hvergi eru jafn tíð eldgos undir jökli og í Vatnajökli. | Ferðamenn hafa átt það til að ganga erinda sinna í gömlum kirkjugarði í Sandfelli.
Töluvert hefur borið á því að erlendir ferðamenn séu að hafast við næturlangt í nálægð við fyrrgreindan kirkjugarð.
Þetta segir Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarþjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs.
Guðmundur telur ástæðuna fyrir því að sumir ferðamenn hafist við utan tjaldsvæðis tvíþætta.
Annars vegar séu einstaklingar sem sjái tækifæri á að spara sér aurinn.
Hins vegar séu aðrir sem kjósi friðsemdina við að vera einir í ósnortinni náttúru. |
Vitnisburður um elju og vanhæfi | Nótt eftir nótt brá David Sweat sér út um gat sem hann hafði sagað á klefa sinn í Clinton-fangelsinu í New York. Hann ráfaði um gangakerfið undir fangelsinu og leitaði að leið út, fullviss um að verðirnir yrðu þess ekki varir þar sem þeir sváfu. Síðan snéri hann aftur og lagðist til hvílu áður en talning fór fram.
Einhvern veginn á þessa leið hefst frásögn New York Times af flótta tveggja stórhættulegra fanga, sem lögregla vestanhafs leitaði logandi ljósum fyrr í sumar.
Sweat, sem afplánaði lífstíðardóm fyrir morð, hefur lýst flóttanum í smáatriðum fyrir lögreglu, m.a. hvernig hann notaði rafmagn frá ljósi í göngunum til að knýja viftu úr klefa sínum þegar honum varð heitt við að grafa sig í gegnum steyptan vegg.
Samkvæmt New York Times bar flóttin vitni um ótrúlega útsjónarsemi og elju, en hann er einnig til marks um vanhæfi þeirra sem áttu að sjá til þess að Sweat sæti kyrr bak við lás og slá, fálæti gagnvart reglum, leti og jafnvel meðvirkni.
Heimildarmaður hefur staðfest að frásögn Sweat, sem afhjúpaði m.a. hvernig hann gróf í gegnum veggi og sagaði í gegnum rör, stemmi að mestu leiti við það sem vitað er og þyki trúverðug.
Á flótta í 22 daga
Sweat virtist hafa nokkra ánægju af því rekja atburði fyrir lögreglu úr sjúkrarúmi sínu, en þess ber að geta að félagi hans, Richard W. Matt, lést af höndum lögreglu á flóttanum. Samkvæmt Sweat hafði áætlunin verið lengi í býgerð en varð að veruleika eftir að hann var fluttur í klefa við hliðina á Matt í janúar sl.
Sweat byrjaði að saga sig í gegnum veggi klefanna og í febrúar hóf hann næturferðalög sín. Hann yfirgaf klefann kl. 23.30 og snéri aftur fyrir kl. 5.30, þegar talning fór fram.
Að lokum fann hann leiðina út; lagnir sem lágu út fyrir veggi fangelsisins. Það tók hann meira en fjórar vikur að saga sig inn í lagnakerfið, en þegar út var komið tóku ný vandræði við. Hvorki Sweat né Matt höfðu hugsað mikið út í það hvað gerðist þegar frelsið væri fengið. Þeir höfðu útvegað sér far, en ökumaðurinn lét ekki sjá sig. Þeir flúðu út í skóg.
Á endanum skildu leiðir og eftir umfangsmikla leit var Matt skotinn til bana af lögreglu þegar hann neitaði að leggja niður skotvopn sem hann hafði undir höndum. Það var 26. júní en félagarnir höfðu þá verið á flótta í 20 daga.
Tveimur dögum seinna varð Sweat á vegi lögreglumanns, sem elti hann uppi og skaut tvisvar þegar strokufanginn neitaði að hlýða skipun um að stoppa.
Kona að hafni Joyce E. Mitchell hefur verið ákærð fyrir að smygla sagarblöðum, meitlum og öðrum verkfærum inn í fangelsið. Yfirmaður fangelsisins, tveir undirmenn hans og níu fagnaverðir hafa verið sendir í leyfi.
Sweat er haldið í einangrun í Five Points hámarksöryggisgæslufangelsinu í Romulus New York. Margir hafa líkt flótta hans og Matt við flótta Andy Dufresne í myndinni Shawshank Redemption. Sweat ku hafa sagt lögreglumönnum að hann og félagi hans hafi einmitt grínast með að það hefði tekið Dufresne, sem leikinn var af Tim Robbins, 20 ár að flýja, en það myndi taka þá 10 ár.
Ítarleg frétt New York Times. | Nótt eftir nótt brá David Sweat sér út um gat sem hann hafði sagað á klefa sinn í Clinton-fangelsinu í New York.
Hann ráfaði um gangakerfið undir fangelsinu og leitaði að leið út, fullviss um að verðirnir yrðu þess ekki varir þar sem þeir sváfu.
Einhvern veginn á þessa leið hefst frásögn New York Times af flótta tveggja stórhættulegra fanga, sem lögregla vestanhafs leitaði logandi ljósum fyrr í sumar.
Samkvæmt New York Times bar flóttin vitni um ótrúlega útsjónarsemi og elju, en hann er einnig til marks um vanhæfi þeirra sem áttu að sjá til þess að Sweat sæti kyrr bak við lás og slá, fálæti gagnvart reglum, leti og jafnvel meðvirkni.
Sweat virtist hafa nokkra ánægju af því rekja atburði fyrir lögreglu úr sjúkrarúmi sínu, en þess ber að geta að félagi hans, Richard W. Matt, lést af höndum lögreglu á flóttanum.
Sweat er haldið í einangrun í Five Points hámarksöryggisgæslufangelsinu í Romulus New York. |
Fær ekki að nota drengjasalernið | Dómstóll í Virginiu í Bandaríkjunum tók í dag fyrir mál Gavin Grimm, 16 ára transdrengs, sem hefur lögsótt skólanefnd Gloucester-sýslu. Skóli Grimm hefur meinað honum um að nota þá salernisaðstöðu skólans sem ætluð er karlkyns nemendum.
Um er að ræða tímamótamál en samskonar mál er til umfjöllunar í Michigan og þá hafa repúblikanar í Flórída, Kentucky, Minnesota og Texas gert tilraunir til að koma í gegn "baðherbergisfrumvörpum" sem miða að því að skikka transnemendur til að nota salerni sem ætluð eru því kyni sem líkami þeirra endurspeglaði við fæðingu.
Lögmenn Grimm lýsa honum sem dæmigerðum táning. Hann sé vel gefinn og vel máli farinn, víðlesinn, elski hunda sína og ketti og að hanga með vinum sínum. Hann hefur verið greindur með kynáttunarvanda og gengist undir lyfja- og sálfræðimeðferð.
Starfsfólk Gloucester High School sýndi Grimm og ferlinu sem hann var að ganga í gegnum upphaflega skilning. Nafninu hans var breytt í tölvukerfi skólans og í sjö vikur gat hann notað salerni ætluð karlkyns nemendum skólans. Aðrir nemendur virtust sáttir við tilhögunina og engin kvörtun var lögð fram.
Þær hófust hins vegar að berast seinna frá fullorðnum, bæði foreldrum og öðrum íbúum í nágrenninu. Skólinn boðaði til fundar og þar braust reiðin út. Rætt var um Grimm sem "stúlku" og "unga dömu" og ósk hans um að vísað væri til hans með karlkyns fornöfnum hunsuð. Hann var kalaður "frík" og einn viðstaddra sagði að hann væri eins og hundur sem vildi pissa utan í brunahana.
Þó nokkrir vöruðu við því að með því að veita honum aðgengi að strákaklósettinu yrði opnað á kynferðisofbeldi og brot gegn friðhelgi einkalífsins.
Grimm ávarpaði fundinn og sagðist bara vilja vera venjulegt barn og nota salernið í friði. Hann hefði ekki beðið um að fæðast svona og að það sem hann hefði átt við að stríða væri eitt það erfiðasta sem hægt væri að ganga í gegnum.
"Þetta gæti verið barnið ykkar. Ég er bara mannlegur. Ég er bara strákur," sagði hann.
Skólinn ákvað að snúa ákvörðun sinni og setja það í reglur að "líffræðilegt kyn" úrskurðaði um notkum salerna. Vörn skólastjórnenda byggir aðallega á því að líffræðilega sé Grimm enn stúlka og að hann hafi ekki lagt fram sönnunargögn sem sýna að hann sé strákur.
Guardian sagði frá. | Dómstóll í Virginiu í Bandaríkjunum tók í dag fyrir mál Gavin Grimm, 16 ára transdrengs, sem hefur lögsótt skólanefnd Gloucester-sýslu.
Skóli Grimm hefur meinað honum um að nota þá salernisaðstöðu skólans sem ætluð er karlkyns nemendum.
Um er að ræða tímamótamál en samskonar mál er til umfjöllunar í Michigan.
Grimm ávarpaði fundinn og sagðist bara vilja vera venjulegt barn og nota salernið í friði.
Vörn skólastjórnenda byggir aðallega á því að líffræðilega sé Grimm enn stúlka og að hann hafi ekki lagt fram sönnunargögn sem sýna að hann sé strákur. |
Innkalla Ástrík vegna klaufaskapar | Annað árið í röð þurfti Borg brugghús að innkalla allar kippur af Gay Pride bjórnum Ástríki frá Vínbúðinni. Ástæðan er sú að rangt strikamerki var notað á umbúðirnar. Aftur.
"Þetta gerðist bara vegna klaufaskapar hjá okkur," segir Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, eiganda Borgar brugghúss. "Hugmyndin var sú að minnka sóun og klára afgangs umbúðir frá síðasta ári. Það hefði kannski mátt sleppa því," segir Óli léttur.
Strikamerkið sem var notað á umbúðirnar er frátekið fyrir Tinda vodka og er í notkun í Vínbúðunum. Þar af leiðandi hefðu viðskiptavinir verið rukkaðir fyrir vodkaflösku en ekki bjórkippu á kassanum.
Handlíma ný strikamerki
Það komst upp um mistökin þegar starfsmenn Vínbúðarinnar voru að skanna kippurnar inn á lagerinn. Bjórinn var því sendur aftur heim í hús og nú þurfa starfsmen Borgar að handlíma ný strikamerki á 1.620 kippur. "Þetta verður skemmtileg helgi hjá okkur," segir Óli Rúnar glettinn og vonast til þess að hægt verði að koma bjórnum aftur í Vínbúðina rétt eftir helgi.
Þrátt fyrir að bjórnum hafi seinkað í Vínbúðina er hann kominn í sölu í Fríhöfninni, sem er ekki með sömu strikamerki í notkun, og á börum.
Þetta er eina upplagið af bjórnum sem fer í Vínbúðina þar sem um sérstaka árlega úrgáfu fyrir Gay Pride er að ræða. | Annað árið í röð þurfti Borg brugghús að innkalla allar kippur af Gay Pride bjórnum Ástríki frá Vínbúðinni.
Ástæðan er sú að rangt strikamerki var notað á umbúðirnar.
Strikamerkið sem var notað á umbúðirnar er frátekið fyrir Tinda vodka og er í notkun í Vínbúðunum.
Þar af leiðandi hefðu viðskiptavinir verið rukkaðir fyrir vodkaflösku en ekki bjórkippu á kassanum.
Þrátt fyrir að bjórnum hafi seinkað í Vínbúðina er hann kominn í sölu í Fríhöfninni, sem er ekki með sömu strikamerki í notkun, og á börum. |
MR vill fá 10. bekkingana | Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hefur farið þess á leit við borgaryfirvöld að skólinn fái að taka inn nemendur ári fyrr, þ.e. eftir að þeir hafa lokið 9. bekk, og síðan taki við þriggja ára framhaldsskólanám.
Skólinn er annar tveggja framhaldsskóla á landinu sem enn bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs og verði af því að MR taki inn nemendur fyrr verður nám við skólann áfram fjögur ár. Að öðrum kosti verður það þrjú ár.
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir þessa tillögu rektors MR ekki hafa verið tekna fyrir formlega í ráðinu og segir að sér sé ekki kunnugt um að aðrir framhaldsskólar í Reykjavík hafi komið formlega fram með viðlíka hugmyndir. "Mér finnst spennandi að skoða allar hugmyndir um aukinn sveigjanleika í kerfinu, allt snýst þetta um að ná því besta út úr hverjum og einum nemanda," segir Skúl
Hinn skólinn er Menntaskólinn á Akureyri og þar verður boðið upp á þriggja ára nám frá og með næsta hausti. Undanfarin tíu ár hafa um 20 nemendur úr 9. bekk átt þess kost á hverju ári að hefja nám í MA, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. | Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hefur farið þess á leit við borgaryfirvöld að skólinn fái að taka inn nemendur ári fyrr, þ.e. eftir að þeir hafa lokið 9. bekk, og síðan taki við þriggja ára framhaldsskólanám.
Skólinn er annar tveggja framhaldsskóla á landinu sem enn bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs og verði af því að MR taki inn nemendur fyrr verður nám við skólann áfram fjögur ár. Að öðrum kosti verður það þrjú ár.
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir þessa tillögu rektors MR ekki hafa verið tekna fyrir formlega í ráðinu.
Hinn skólinn er Menntaskólinn á Akureyri og þar verður boðið upp á þriggja ára nám frá og með næsta hausti. |
Vonir Rajapaksa að engu | Kjósendur fylktu liði að baki forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe og Sameinaða þjóðarflokknum (UNP) í þingkosningum í landinu í dag. Flokkurinn bætti við sig miklu fylgi og styrkti þannig stöðu sína í landinu þrátt fyrir að hafa ekki hreinan meirihluta á þinginu.
Sigur UNP gerði út um vonir fyrrum kraftajötunsins Mahinda Rajapaksa um að tryggja sér stöðu forsætisráðherra eftir að hann tapaði óvænt í forsetakosningum í landinu í janúar.
UNP fékk meira tvöfalt fleiri þingmenn en í síðustu kosningum og eiga nú 106 af 225 þingsætum í stað 40. Búist er við að forsætisráðherrann myndi nýja ríkisstjórn á næstu dögum en flokkurinn mun þurfa á stuðningi annarra flokka að halda til að koma umbótafrumvörpum í gegnum þingið líkt og lofað var í forsetakosningum janúarmánaðar.
Flokkur Rajapaksa, UPFA, hlaut 95 sæti á þinginu og missti nokkurt fylgi. Minnihlutaflokkur Tamíla er nú þriðji stærtsti flokkurinn á þingi með 16 sæti en hinn Marxíski JVP er sá fjórði stærsti með sex sæti samkvæmt AFP. Hvorugur flokkanna segist tilbúinn til að sitja í ríkisstjórn og að þingmenn þeirra muni nota atkvæði sín á grundvelli hvers og eins máls fyrir sig. Tveir minni flokkar fengu eitt sæti hvor.
Forsetinn Maithripala Sirisena, sem fór með sigurorð af Rajapakse í janúar kallaði til kosninga einu ári en áætlað var til að styrkja umboð sitt til umbóta í landinu. | Kjósendur fylktu liði að baki forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe og Sameinaða þjóðarflokknum (UNP) í þingkosningum í landinu í dag.
Flokkurinn bætti við sig miklu fylgi og styrkti þannig stöðu sína í landinu þrátt fyrir að hafa ekki hreinan meirihluta á þinginu.
Sigur UNP gerði út um vonir fyrrum kraftajötunsins Mahinda Rajapaksa um að tryggja sér stöðu forsætisráðherra eftir að hann tapaði óvænt í forsetakosningum í landinu í janúar.
Minnihlutaflokkur Tamíla er nú þriðji stærtsti flokkurinn á þingi. |
Fjölskyldan nánast þurrkuð út | Malasíski ferðamaðurinn Neoh Hock Guan ætlaði að fara að biðja í Erawan helgidómnum þegar hann missti kertið sem hann ætlaði að kveikja á. "Þegar ég beygði mig niður til þess að taka það upp þá heyrði ég sprengingu," segir Neoh í viðtali við Malay Mail. "Það næsta sem ég vissi var að enginn í fjölskyldunni minni var sjáanlegur."
Eiginkona Neohs, sonur, tengdasonur og fjögurra ára gamalt barnabarn lést í sprengingunni í fyrradag í miðborg Bangkok. Sprengingin var gríðarleg og þeyttist málmur út um allt ásamt líkamsleifum fórnarlamba árásarinnar.
Yfirvöld í Taílandi leita nú að manni sem klæddur var gulri skyrtu og var með bakpoka. Hann sést á öryggismyndavél við Erawan, helgidóm hindúa. Er álitið að hann hafi komið þar fyrir bakpoka með sprengju.
"Náunginn í gulu skyrtunni er ekki bara grunaður, hann er sprengjumaðurinn," sagði yfirmaður í lögreglunni, Prawut Thavornsiri, í samtali við fréttamenn.
Annarri sprengju var í gær kastað á stað nálægt járnbrautarstöðinni Saphan í Bangkok og sprakk hún við ferjubryggju en enginn særðist.
Erawan-helgidómurinn er á fjölförnum gatnamótum, Rachaprasong, þar sem skammt er í dýr hótel er margir ferðamenn gista. Helgidómurinn hefur verið opnaður á nýjan leik fyrir gestum.
Næstu klukkustundir voru skelfilegar í lífi Neohs sem er 55 ára gamall. Af þeim sjö í fjölskyldunni sem voru við helgidóminn eru aðeins hann og þunguð dóttir hans á lífi. Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á mágkonu hans en hún var einnig með þeim í ferðalaginu.
Að minnsta kosti tuttugu létust í tilræðinu, þar af eru ellefu útlendingar. Yfir 100 eru særðir.
Tvítugur sonur Neohs, Neoh Jai Jun, var í námi í Taívan en hann hafði komið heim til þess að taka þátt í leyfi fjölskyldunnar. Á mynd sem var tekin nokkrum tímum fyrr sést Neoh, sem starfar sem kökusali, ásamt fjölskyldunni brosandi út að eyrum á veitingastað í Bangkok. Sonurinn lést ásamt Lim Saw Gek, eiginkonu Neohs og tengdasyni, Lee Tze Siang. Eins lést dótturdóttir hans, Lee Jing Xuan. | Malasíski ferðamaðurinn Neoh Hock Guan ætlaði að fara að biðja í Erawan helgidómnum þegar hann missti kertið sem hann ætlaði að kveikja á.
"Þegar ég beygði mig niður til þess að taka það upp þá heyrði ég sprengingu," segir Neoh í viðtali við Malay Mail.
Sprengingin var gríðarleg og þeyttist málmur út um allt ásamt líkamsleifum fórnarlamba árásarinnar.
Yfirvöld í Taílandi leita nú að manni sem klæddur var gulri skyrtu og var með bakpoka.
Hann sést á öryggismyndavél við Erawan, helgidóm hindúa. Er álitið að hann hafi komið þar fyrir bakpoka með sprengju.
Að minnsta kosti tuttugu létust í tilræðinu, þar af eru ellefu útlendingar. Yfir 100 eru særðir. |
Hryllingsherbergi í kjallaranum | Norðmaður var handtekinn fyrr í sumar grunaður um að hafa ætlað sér að nema börn á brott en hann hafði útbúið hljóðeinangrað herbergi í kjallara húss síns og fyllt það af leikföngum.
Norska lögreglan birti í gær myndir af kjallara mannsins í Vestoppland en maðurinn, sem er á fimmtugsaldri var handtekinn í maí. Þegar hann var handtekinn hafði hann farið á bílaleigubíl að heimilum sjötíu barna hið minnsta í Noregi og Svíþjóð. Heimilisföng barnanna fann hann á samfélagsmiðlum.
Í GPS tæki mannsins sást að hann hafði sett inn heimilisföng þeirra og nafn barnanna sem bjuggu þar. Eins var lagt hald á rafbyssu sem fannst á heimili mannsins.
Julie Dalsveen, lögregluþjónn í Vestoppland, segir að maðurinn hafi leigt bíl oftar en fimmtíu sinnum og ekið að heimili barna sem voru á lista hans. Hún hvetur foreldra til þess að fara varlega þegar það setur inn upplýsingar um börn sín á samfélagsmiðla en maðurinn hafði útvegað sér upplýsingarnar um börnin þar.
Myndirnar sem lögreglan birti í gær sýna barnaherbergi þar sem rúmfötin eru með myndum af Super Mario. Það sést bangsi í herberginu, sjónvarp og bókahilla. En þegar betur er að gáð sést að veggir herbergisins eru teppalagðir til þess að koma í veg fyrir að þaðan berist hljóð.
Að sögn Dalsveen var herbergið hannað til þess að halda barni þar í lengri tíma. Þar voru nokkur rúm og jafnvel klósett, ísskápur með mat og alls konar leikföng, svo sem lego-kubbar.
Ýmislegt fleira fannst við húsleit, svo sem lögreglukylfa og klámfengnar myndir af börnum. Maðurinn hefur nú verið látinn laus og ekki er víst með ákæru á hendur honum því ekkert fannst sem bendir til þess að maðurinn hafi framið lögbrot þó svo herbergið hafi fundist og upplýsingar um börnin á staðsetningartæki hans.
Frétt TV2 | Norðmaður var handtekinn fyrr í sumar grunaður um að hafa ætlað sér að nema börn á brott en hann hafði útbúið hljóðeinangrað herbergi í kjallara húss síns og fyllt það af leikföngum.
Þegar hann var handtekinn hafði hann farið á bílaleigubíl að heimilum sjötíu barna hið minnsta í Noregi og Svíþjóð.
Heimilisföng barnanna fann hann á samfélagsmiðlum.
Að sögn Dalsveen var herbergið hannað til þess að halda barni þar í lengri tíma.
Ýmislegt fleira fannst við húsleit, svo sem lögreglukylfa og klámfengnar myndir af börnum.
Maðurinn hefur nú verið látinn laus og ekki er víst með ákæru á hendur honum því ekkert fannst sem bendir til þess að maðurinn hafi framið lögbrot. |
Ítarlegri lög um vátryggingafélög | Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst frumvarp að nýjum og ítarlegri lögum um vátryggingastarfsemi til umsagnar. Með því eru innleiddar Evróputilskipanir sem eiga að samræma lagaumhverfi vátryggingafélaga á evrópska efnahagssvæðinu, tryggja fjárhagslegan stöðugleika og bæta neytendavernd.
Nefnd á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis sem skipuð var í október 2010 hefur unnið að gerð frumvarps til nýrra laga um vátryggingastarfsemi sem liggur nú fyrir í drögum og óskað er umsagna um. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 1. janúar 2016.
Helstu ástæður þess að ráðist var í gerð tilskipunarinnar voru að reglur um vátryggingastarfsemi samkvæmt Solvency I, fyrri tilskipunar ESB, sem gildandi lög hér á landi eru byggð á voru ekki taldar nógu áhættumiðaðar og þar með ekki jafn auðvelt að meta áhættur vátryggingafélaga. Einnig skorti ákvæði til þess að unnt væri að meta snemmbúin merki um hættu í rekstri félaganna. Reglurnar voru heldur ekki taldar leggja næga áherslu á gæði stjórnarhátta vátryggingafélaga.
Ákvæði frumvarpsins varðandi fjárhagsgrundvöll og stjórnarhætti vátryggingafélaga eru því mun ítarlegri en gildandi lög og allar reglur útfærðar ítarlegar en í gildandi lögum.
Nánar um frumvarpið á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins | Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst frumvarp að nýjum og ítarlegri lögum um vátryggingastarfsemi til umsagnar.
Með því eru innleiddar Evróputilskipanir sem eiga að samræma lagaumhverfi vátryggingafélaga á evrópska efnahagssvæðinu, tryggja fjárhagslegan stöðugleika og bæta neytendavernd.
Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á nk. haustþingi og miðast gildistaka þess við 1. janúar 2016.
Helstu ástæður þess að ráðist var í gerð tilskipunarinnar voru að reglur um vátryggingastarfsemi samkvæmt Solvency I, fyrri tilskipunar ESB, sem gildandi lög hér á landi eru byggð á voru ekki taldar nógu áhættumiðaðar. |
Grafalvarlegt en gæti komið á verri tíma | "Þetta er fyrirtæki hefur tengst 70-80% bæjarbúa beint eða óbeint í gegnum árin. Þetta fyrirtæki hefur starfað nokkuð lengi og þessar fregnir hafa vissulega áhrif á efnahagslífið hérna. Þetta er náttúrulega reiðarslag."
Þetta segir Indriði Indriðason, sveitastjóri Tálknafjarðar í samtali við mbl.is en fyrr í dag var sagt frá því að sjávarútvegsfyrirtækið Þórsberg ehf. hafi tekið ákvörðun um að fresta því að hefja starfsemi eftir sumarleyfi meðan kannaðir verða möguleikar á áframhaldandi rekstri og endurskipulagningu á starfseminni. Í kjölfarið hefur öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp störfum en um er að ræða 26 störf.
"Auðvitað eru það mjög mörg störf," segir Indriði. "En þrátt fyrir að aldrei sé hægt að segja að svona komi á góðum tíma þarf að líta til þess að það er búin að vera mikil uppbygging á Tálknafirði og í Vesturbyggð síðustu ár, í kringum fiskeldi og fleira. Það hefur verið vöntun á fólki hérna í vinnu," segir Indriði og bætir við að hann ætli ekki að mála aðstæður eins svartar og hægt er.
"Þetta hefði getað komið á miklu verri tíma en engu síður er þetta grafalvarlegt. Við þurfum örugglega að aðstoða fólk hérna sem verður fyrir þessu."
Gríðarleg fjárfesting að eiga sér stað
Indriði segist hafa heyrt í nokkrum bæjarbúum og starfsfólki Þórsbergs í dag. "Fólk hefur auðvitað miklar áhyggjur af þessu. En ég hef einnig heyrt í öðrum atvinnurekendum sem hafa bent mér á að það eru laus störf hjá þeim," segir hann og bætir við að þau séu aðallega í fiskeldi og í kalkverksmiðjunni á Bíldudal. Í botni fjarðarins rís nú ein stærsta eldisstöð landsins og að sögn Indriða er gríðarleg fjarfesting að eiga sér stað á svæðinu.
Hann leggur þó áherslu á að fjöldauppsagnir sem þessar séu alltaf alvarlegt mál, sérstaklega í litlum bæjarfélögum. "Þetta er alltaf skelfilegt á litlum stöðum eins og þessum. Áhrifin gætu orðið gríðarleg enda er þetta mjög fjölmennur vinnustaður miðað við stærðina á sveitarfélaginu en við verðum að horfa björtum augum fram á veginn."
Indriði mun á morgun hitta stjórnendur Þórsbergs og fara yfir málið. "Við vorum nú búin að heyra aðeins af þessu og vorum undir þetta búin. En nú þarf að fara yfir hvað þetta þýðir nákvæmlega, hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstur sveitasjóðs og hvað við getum gert til að aðstoða þá einstaklinga sem verða fyrir þessu."
Fyrri frétt mbl.is:
Öllum starfsmönnum sagt upp | "Þetta fyrirtæki hefur starfað nokkuð lengi og þessar fregnir hafa vissulega áhrif á efnahagslífið hérna. Þetta er náttúrulega reiðarslag."
Þetta segir Indriði Indriðason, sveitastjóri Tálknafjarðar í samtali við mbl.is.
Fyrr í dag var sagt frá því að sjávarútvegsfyrirtækið Þórsberg ehf. hafi tekið ákvörðun um að fresta því að hefja starfsemi eftir sumarleyfi meðan kannaðir verða möguleikar á áframhaldandi rekstri og endurskipulagningu á starfseminni.
Í kjölfarið hefur öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp störfum en um er að ræða 26 störf.
"Þetta hefði getað komið á miklu verri tíma en engu síður er þetta grafalvarlegt. Við þurfum örugglega að aðstoða fólk hérna sem verður fyrir þessu." |
15 erlendir höfundar á leiðinni | Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin 9.-12. september í Norræna húsinu og Iðnó. Von er á 15 erlendum höfundum og 17 íslenskir höfundar taka jafnframt þátt auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að.
Dagskráin fer fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem 2-3 höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast.
Samkvæmt tilkynningu frá Bókmenntahátíðar í Reykjavík vill svo skemmtilega til að bækur fjölmargra erlendu höfundanna sem sækja hátíðina heim eru að koma út í íslenskri þýðingu nú á haustdögum. Bókaforlagið Dimma mun gefa út örsögur hinnar argentínsku Önu Maríu Shua í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur. Nýjasta bók sænska höfundarins, Danny Wattins, Herr Isakowit'z Treasure kemur út í september í íslenskra þýðingu hjá Forlaginu. Bókin Þúsund og einn hnífur eftir írakska höfundinn Hassan Blasim kemur út hjá Forlaginu í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Hjá sama forlagi kemur út bókin Ljósmóðirin eftir hina finnsku Katju Kettu í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Nýverið kom út hjá Forlaginu þýðing Friðriks Rafnssonar á bókinni Alex eftir franska rithöfundinn Pierre Lemaitre.
Þar að auki hafa eftirfarandi bækur þegar komið út: Í leyfisleysi eftir Lenu Andersson í þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Bókin Hvað er þetta Hvað? eftir Dave Eggers í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Bækurnar Við og Einn dagur eftir hinn breska David Nicholls í þýðingu Arnars Matthíassonar. Mamma segir heitir bók eftir Stine Pilgaard sem Steinunn Stefánsdóttir hefur þýtt. Að lokum má nefna bókina Aftur á kreik eftir Timur Vermes sem Bjarni Jónsson þýddi.
"Það er mikill fengur fyrir íslenska lesendur að fá allar þessar bækur á íslensku og fá jafnframt tækifæri til að hitta höfunda þeirra á Bókmenntahátíð. Líkt og á fyrir hátíðum gefst kostur á að kaupa bækurnar (líka á öðrum tungumálum en íslensku) í Iðnó og Norræna húsinu og jafnvel fá áritun frá höfundunum," segir í tilkynningu. | Bókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin 9.-12. september í Norræna húsinu og Iðnó.
Von er á 15 erlendum höfundum og 17 íslenskir höfundar taka jafnframt þátt auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að.
Dagskráin fer fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem 2-3 höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast.
Samkvæmt tilkynningu frá Bókmenntahátíðar í Reykjavík vill svo skemmtilega til að bækur fjölmargra erlendu höfundanna sem sækja hátíðina heim eru að koma út í íslenskri þýðingu nú á haustdögum. |
Segja svínasöguna ósanna | Heimildarmenn innan Íhaldsflokksins hafa neitað því að David Cameron forsætisráðherra hafi tekið þátt í vígsluathöfn þar sem svínshöfuð kom við sögu. Skrifstofan í Downing-stræti hafði áður neitað að tjá sig um meint atferli ráðherrans, sem uppljóstrað er um í nýrri ævisögu Cameron eftir Lord Ashcroft.
Í bókinni er því meðal annars haldið fram að Cameron hafi neytt fíkniefna, en stóra sprengjan fól í sér frásögn af busavígslu, þar sem ráðherrann á að hafa sett "einkastaðinn" í kjaftinn á dauðu svíni.
Guardian hefur hins vegar eftir heimildarmönnum innan Íhaldsflokks Cameron að þeir kannist ekki við frásögnina sem birtist í Daily Mail; hún sé ósönn og vitlaus.
Lord Ashcroft, sem hefur verið dyggur fjárhagslegur bakhjarl Íhaldsflokksins, hefur viðurkennt að bera kala til Cameron, þar sem hann hafi svikið hann um háttsetta stöðu innan ríkisstjórnar sinnar. Lord Ashcroft segir frásagnirnar í bókinni hins vegar ekki birtar til að launa lambið gráa.
Samkvæmt Guardian er von á frekari uppljóstrunum í Daily Mail á næstu dögum. | Heimildarmenn innan Íhaldsflokksins hafa neitað því að David Cameron forsætisráðherra hafi tekið þátt í vígsluathöfn þar sem svínshöfuð kom við sögu.
Skrifstofan í Downing-stræti hafði áður neitað að tjá sig um meint atferli ráðherrans, sem uppljóstrað er um í nýrri ævisögu Cameron eftir Lord Ashcroft.
Í bókinni er því meðal annars haldið fram að Cameron hafi neytt fíkniefna, en stóra sprengjan fól í sér frásögn af busavígslu, þar sem ráðherrann á að hafa sett "einkastaðinn" í kjaftinn á dauðu svíni. |
Treystum okkar strákum fullkomlega" | Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV var afar ánægður með spilamennsku sinna manna þegar Eyjamenn sigruðu Gróttu í fjórðu umferð Olís deildar karla í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 34:23 Eyjamönnum í vil.
"Ég er gríðarlega ánægður með spilamennsku okkar í kvöld. Mér fannst við mæta betur stemmdir til leiks en í fyrstu leikina á tímabilinu. Við erum ennþá að spila okkur saman. Við höfum ekkert verið að spila illa, en mér finnst hins vegar batamerki á liðinu í kvöld og við erum að slípa okkur saman betur og betur með hverjum leik að mínu mati," sagði Arnar Pétursson í samtali við mbl.is eftir leikinn í kvöld.
"Við fengum slæmar fregnir í gær þegar það varð ljóst að Nemanja Malovic verður ekki meira með á tímabilinu. Mér fannst aðrir leikmenn liðsins tækla það vel og stíga upp. Þeir svöruðu kallinu heldur betur. Við eigum fullt af góðum leikmönnum, en vandamálið er kannski að við eigum ekki marga örvhenta leikmenn," sagði Arnar Pétursson enn fremur.
"Við þurftum að endurskipuleggja sóknarleikinn í ljósi meiðsla Nemanja Malovic og mér fannst það takast vel upp í kvöld. Það var mikið flæði á boltanum og við unnum vel saman í sóknarleiknum. Við treystum okkar leikmönnum og þeir stóðu sig feykilega vel í kvöld," sagði Arnar Pétursson að lokum. | Þjálfari ÍBV var afar ánægður með spilamennsku sinna manna.
Eyjamenn sigruðu Gróttu í fjórðu umferð Olís deildar karla í handknattleik í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld.
Lokatölur í leiknum urðu 34:23 Eyjamönnum í vil.
"Við fengum slæmar fregnir í gær þegar það varð ljóst að Nemanja Malovic verður ekki meira með á tímabilinu."
"Mér fannst aðrir leikmenn liðsins tækla það vel og stíga upp."
"Vandamálið er kannski að við eigum ekki marga örvhenta leikmenn."
"Við treystum okkar leikmönnum og þeir stóðu sig feykilega vel í kvöld." |
Dómarinn verður að svara fyrir rauða spjaldið | Reynir Leósson, aðstoðarþjálfari Fylkis, sagði eftir leikinn gegn Víking að hann hefði ekki heyrt né haft hugmynd um af hverju Hermann Hreiðarsson hafi fengið rauða spjaldið.
"Mér finnst ég sjá það nokkuð vel að Viktor Bjarki setur báða takkana í bringuna á Ragnari og að mínu viti var þetta rautt spjald.
Hemmi fær síðan rautt í hálfleik, ég veit ekki alveg hvað átti sér stað þá, hann eða dómarinn verður að svara fyrir það."
Reynir sagði einnig að Fylkir hefði verðskuldað þrjú stig.
"Við vorum með frumkvæðið í þessum leik og vorum með boltann mun meira en þeir. Víkingur kom mér á óvart með því að bakka, koma ekki og mæta okkur í síðasta heimaleiknum og reyna að spila. En þeir pössuðu sín svæði væntanlega eftir að hafa fengið á sig fjögur mörk í síðasta leik. En okkur vantaði gæðin til að finna síðustu sendinguna og klára leikinn."
Ásgeir Börkur var óstöðvandi á miðjunni í því að stöðva sóknaruppbyggingu Víkinga. "Hann var frábær í dag og líka í síðasta leik." | Reynir Leósson, aðstoðarþjálfari Fylkis, sagði eftir leikinn gegn Víking að hann hefði ekki heyrt né haft hugmynd um af hverju Hermann Hreiðarsson hafi fengið rauða spjaldið.
Reynir sagði einnig að Fylkir hefði verðskuldað þrjú stig.
"Við vorum með frumkvæðið í þessum leik og vorum með boltann mun meira en þeir."
Ásgeir Börkur var óstöðvandi á miðjunni í því að stöðva sóknaruppbyggingu Víkinga. |
Auglýsing Gagnaveitunnar villandi | Gagnaveita Reykjavíkur hefur með birtingu á villandi samanburðarauglýsingum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fyrirtækinu er bönnuð birting auglýsinganna án þess að fullnægjandi samanburður sé gerður, að viðlögum sektum.
Þetta segir í ákvörðun Neytendastofu varðandi auglýsingar Gagnaveitunnar.
Fram kemur í tilkynningu , að Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna auglýsinga Gagnaveitunnar á ljósleiðara. Í auglýsingunum var vatnsglas og vatnsflaska meðal annars notuð sem myndlíking fyrir eiginleika ljósleiðara samanborið við aðra gagnaflutningstækni á markaði.
Að mati Neytendastofu var samlíkingu auglýsingarinnar ætlað að koma þeim skilaboðum á framfæri að önnur gagnaflutningstækni væri mun hægari en ljósleiðari. Auglýsingunni fylgdu hins vegar ekki neinar hlutlægar upplýsingar um mun á ljósleiðara og annarri tækni sem neytendur gætu nýtt til þess að taka upplýsta ákvörðun um viðskipti. Gátu neytendur því ekki staðreynt að samanburðurinn ætti rétt á sér.
Að mati Neytendastofu brutu auglýsingarnar því gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var Gagnaveitunni bönnuð birting þeirra án þess að fullnægjandi samanburður væri gerður að viðlögum sektum. | Gagnaveita Reykjavíkur hefur með birtingu á villandi samanburðarauglýsingum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Fyrirtækinu er bönnuð birting auglýsinganna án þess að fullnægjandi samanburður sé gerður, að viðlögum sektum.
Þetta segir í ákvörðun Neytendastofu varðandi auglýsingar Gagnaveitunnar.
Að mati Neytendastofu var samlíkingu auglýsingarinnar ætlað að koma þeim skilaboðum á framfæri að önnur gagnaflutningstækni væri mun hægari en ljósleiðari. |
800 metra vegur sópaðist í burtu | 800 metra vegkafli við Hólaskjól sópaðist í burtu í jökulhlaupinu sem kom niður Skaftá og eftir stendur aðeins gróft hraun þar sem áður var malarvegur. Vegkaflinn nær frá afleggjaranum að Hólaskjóli og í um 800 metra norður að hæð þar sem vegurinn hækkar á ný. Þetta segir Ágúst F. Bjartmarsson, hjá Vegagerðinni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
"Hlaupið kom og hreinsaði burt það sem var af veginum," segir Ágúst, en vegkaflinn er hluti af Fjallabaksleið nyrðri. Þótt austurleiðin frá Landamannalaugum sé jafnan fáfarnari vegur en vesturleiðin, þá er talsverð umferð þar um yfir sumartímann. Ágúst segir að fyrir hlaupið hafi vegurinn þó verið orðinn nokkuð torfarinn og aðeins fyrir sérútbúna bíla.
Vegurinn var malarvegur þar sem borið hafði verið ofan í hraunið, en hlaupið skolaði alla mölina í burtu. Ágúst segir að ef verktakar væru fengnir í verkið tæki það í raun ekki langan tíma, en þetta sé mál sem þurfi að skoða og engin ákvörðun hafi verið tekin hvort reynt verði að gera við veginn í ár áður en það fer að snjóa eða hvort þetta verði gert næsta vor. Segist hann þó frekar eiga von á að það verði næsta vor.
Þar sem vegurinn stóð á þessum kafla er núna aðeins gróft hraun undir og því ill fært bifreiðum að sögn Ágústs.
Aðspurður hvort streymt hafi inn að hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli segir Ágúst að hann hafi ekki skoðað nákvæmlega með húsin og þá hafi hann ekki heldur séð hvort lónaði upp að þeim eða ekki. | 800 metra vegkafli við Hólaskjól sópaðist í burtu í jökulhlaupinu sem kom niður Skaftá og eftir stendur aðeins gróft hraun þar sem áður var malarvegur.
Vegkaflinn nær frá afleggjaranum að Hólaskjóli og í um 800 metra norður að hæð þar sem vegurinn hækkar á ný.
Þetta segir Ágúst F. Bjartmarsson, hjá Vegagerðinni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
Engin ákvörðun hafi verið tekin hvort reynt verði að gera við veginn í ár áður en það fer að snjóa eða hvort þetta verði gert næsta vor. |
Vonlítið að hnúturinn leysist | Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skelli á frá og með miðnætti í kvöld.
Forsvarsmenn deilenda í kjaradeilu ríkisins og SFR, sjúkraliða og lögreglumanna eru svartsýnir á að takast muni að leysa hnútinn á sáttafundi sem boðað er til kl. 10 fyrir hádegi.
,,Þetta er ansi þungt og ber mikið í milli," segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, tekur í sama streng og segist ekki gera sér miklar vonir um árangur af fundinum í dag ef mið sé tekið af gangi deilunnar að undanförnu.
Ríkið á ósamið við tæplega 60% starfsmanna sinna og segir Gunnar að ef samið yrði um sambærilegar hækkanir og í úrskurði gerðardóms í máli BHM og hjúkrunarfræðinga, hefði það alvarlegar afleiðingar og endurskoðun kjarasamninga á almenna markaðinum yrði í algjöru uppnámi í febrúar.
Stéttarfélögin vilja fá sambærilegar hækkanir og gerðardómur úrskurðaði og vísa líka til samninga ríkisins við Starfsgreinasambandið í seinustu viku. Að mati Eflingar fela þeir í sér tæplega 30% hækkun. ,,Það er nákvæmlega sá launarammi sem við höfum verið að kalla eftir, segir Árni Stefán. Gunnar segir þessa samninga ekki sambærilega. | Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skelli á frá og með miðnætti í kvöld.
,,Þetta er ansi þungt og ber mikið í milli," segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins.
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, tekur í sama streng og segist ekki gera sér miklar vonir um árangur af fundinum í dag.
Ríkið á ósamið við tæplega 60% starfsmanna sinna.
Stéttarfélögin vilja fá sambærilegar hækkanir og gerðardómur úrskurðaði og vísa líka til samninga ríkisins við Starfsgreinasambandið í seinustu viku. |
'"Helgarnar oft drjúgar"' | Gangur er í viðræðum SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið um nýjan kjarasamning, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. Helgar reynist oft drjúgar í viðræðum sem þessum en hann segir þó ómögulegt að segja til um hvenær samningar gætu náðst.
Samninganefndir deiluaðila hafa fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því klukkan tíu í morgun og býst Árni Stefán við að fólk muni sitja við fram eftir degi þó að það sé undir sáttasemjara og gangi viðræðnanna komið.
"Þessu miðar í eðlilegum takti eins og samningar gera. Helgarnar eru oft drjúgar í svona samningagerð. Það er ekkert annað að trufla og við sitjum ansi vel við þetta. Það er gengur allt hraðar. Hver verður svo árangurinn að lokum er svo sem ekki alveg vitað, hvort það gangi upp eða ekki," segir Árni Stefán.
Þó sé það ljóst að samningar muni ekki nást í dag. Nú sé fólk byrjað að takast á um sérmálin en kostnaðarrammi samninga hafi verið kominn áleiðis. Þau eru nokkuð þung, sérstaklega hvað varðar vaktavinnufólk, að sögn Árna Stefáns.
"Þetta er eðlilegur gangur en hvort við klárum þetta hér um helgina er mér ómögulegt að sjá fyrir," segir formaðurinn. | Gangur er í viðræðum SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið um nýjan kjarasamning, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR.
Samninganefndir deiluaðila hafa fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara frá því klukkan tíu í morgun.
Býst Árni Stefán við að fólk muni sitja við fram eftir degi þó að það sé undir sáttasemjara og gangi viðræðnanna komið.
Þó sé það ljóst að samningar muni ekki nást í dag. |
Tveir handteknir vegna ráns | Tveir menn voru handteknir í gær af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rán í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku. Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra í tengslum við ránið undanfarna daga.
Að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er rannsókn málsins í fullum gangi og hefur lögregla farið í húsleit á nokkrum stöðum undanfarna daga, þar á meðal eina í gær þar sem tvímenningarnir voru handteknir. Þeir eru enn í haldi lögreglu en ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim.
Einn situr í gæsluvarðhaldi vegna ránsins en hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir viku.
Tveir grímuklæddir menn ógnuðu starfsmanni verslunarinnar með bareflum og hnífum síðdegis á fimmtudag í síðustu viku. Flúðu þeir af vettvangi á hvítum jepplingi sem reyndist vera stolinn og á röngum skráningarmerkjum.
Bílnum var ekið á ofsahraða, meðal annars á móti umferð og utan í annan bíl. Fannst jepplingurinn við afleggjarann til Grindavíkur síðar sama dag. | Tveir menn voru handteknir í gær af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rán í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í síðustu viku.
Einn situr í gæsluvarðhaldi vegna ránsins en hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrir viku.
veir grímuklæddir menn ógnuðu starfsmanni verslunarinnar með bareflum og hnífum síðdegis á fimmtudag í síðustu viku. |
Óljóst hvenær dælt verður úr Perlu | Óljóst er hvenær hafist verður handa við að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem nú liggur á botni Reykjavíkurhafnar að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra, hafnaryfirvöld og eigendur meti stöðuna. Ljóst er að tjónið er mikið þar sem allur rafbúnaður og mikið af vélbúnaði er ónýtur.
Hann segir að þegar slökkviliðið mætti á staðinn og hóf dælingu úr skipinu hafi það verið of seint og dælurnar hafi ekki haft undan en atburðarásin í morgun var hröð og einungis tók það skipið u.þ.b. klukkustund að fyllast af sjó og sökkva.
Uppfært kl. 13.40
Kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vinna nú að því að skoða skemmdir á Perlu og kanna ástand þess.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við mbl.is að slökkvilið hafi unnið á vettvangi frá því í morgun og taka starfsmenn hafnarinnar fljótlega við. "Við eigum eftir að taka stöðuna gagnvart slippnum og útgerðinni," segir hann. Það verður síðan í höndum tryggingafélags að ná skipinu upp úr sjónum.
Aðspurður segist Gísli ekki vita hvenær skipinu verður komið á flot. | Óljóst er hvenær hafist verður handa við að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem nú liggur á botni Reykjavíkurhafnar að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra, hafnaryfirvöld og eigendur meti stöðuna.
Ljóst er að tjónið er mikið þar sem allur rafbúnaður og mikið af vélbúnaði er ónýtur.
Kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins vinna nú að því að skoða skemmdir á Perlu og kanna ástand þess. |
Dæmdur til dauða og heiðraði Hitler | Bandarískur dómari dæmdi kynþáttaníðing til dauða í gærkvöldi fyrir að drepa þrjá gyðinga í tveimur miðstöðvum gyðinga. Þegar dómarinn las upp dóminn svaraði sá dæmdi með nasistakveðju (heill Hitler).
Frazier Glenn Miller Jr, 74 ára, gerði árás á miðstöðvar gyðinga í Kansas í fyrra og verður hann tekinn af lífi með lyfjum.
Dómarinn, Thomas Kelly Ryan sagði við dómsuppkvaðninguna að tilraun hans til þess að smita samfélagið af hatri hafi mistekist. Miller var fluttur á brott úr réttarsalnum eftir nasistakveðjuna, samkvæmt frétt BBC.
Miller var dæmdur fyrir morð, þrjár morðtilraunir, árás og vopnaburð. Miller, sem einnig er þekktur undir nafninu Frazier Glenn Cross, varði sig sjálfur við réttarhöldin.
Hann játaði að hafa drepið William Corporon, 69 ára og barnabarn hans Reat Griffin Underwood, 14 ára fyrir utan miðstöð gyðinga í Overland Park, Kansas. Hann játaði einnig að hafa myrt Terri LaManno, 53 ára við aðra miðstöð gyðinga.
Miller sagði við réttarhöldin að hann vissi að hann yrði sendur á dauðadeild og það skipti hann engu máli hvaða refsingu hann fengi. Hann hafi viljað drepa gyðinga áður en hann myndi deyja því þeir hefðu allt of mikil völd.
Áður en hann framdi morðin var hann virkur í samtökum kynþáttahatara sem hafa ofurtrú á mátt hvíta mannsins. Hann var uppljóstrari á vegum bandarísku alríkislögreglunnar.
Morðinginn var uppljóstrari FBI
BBC | Bandarískur dómari dæmdi kynþáttaníðing til dauða í gærkvöldi fyrir að drepa þrjá gyðinga í tveimur miðstöðvum gyðinga.
Þegar dómarinn las upp dóminn svaraði sá dæmdi með nasistakveðju (heill Hitler).
Frazier Glenn Miller Jr, 74 ára, gerði árás á miðstöðvar gyðinga í Kansas í fyrra.
Miller, sem einnig er þekktur undir nafninu Frazier Glenn Cross, varði sig sjálfur við réttarhöldin.
Hann var uppljóstrari á vegum bandarísku alríkislögreglunnar. |
Handtekinn vegna kynferðisbrots í Hrísey | Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á Akureyri en hann er grunaður um kynferðisbrot í Hrísey í júlí. Maðurinn var handtekinn á sínum tíma grunaður um verknaðinn og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Hann var látinn laus eftir að rannsóknarhagsmunir gáfu ekki tilefni til frekari gæsluvarðhalds á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra var hinn sami aðili handtekinn á ný í gær grunaður um verknaðinn eftir að niðurstöður úr DNA rannsóknum lágu fyrir. Nú hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 10. desember nk. Var það gert á grundvelli alvarleika málsins.
Mbl.is sagði frá málinu á sínum tíma en 25. júlí sl. var ráðist inn í tjald hjá erlendum ferðamanni á tjaldstæðinu í Hrísey. Um var að ræða 17 ára stúlku og bar hún að maður hefði veist að henni kynferðislega og einnig beitt hana líkamlegu ofbeldi. Sagði hún árásarmanninn hafa verið grímuklæddan. Konan hlaut nokkra áverka. Sá grunaði er á þrítugsaldri.
Fyrri frétt mbl.is: Kynferðisbrot áfram í rannsókn | Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á Akureyri en hann er grunaður um kynferðisbrot í Hrísey í júlí.
Maðurinn var handtekinn á sínum tíma grunaður um verknaðinn og úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.
Var hinn sami aðili handtekinn á ný í gær grunaður um verknaðinn eftir að niðurstöður úr DNA rannsóknum lágu fyrir.
Nú hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 10. desember nk.
Var það gert á grundvelli alvarleika málsins. |
Fákeppni kostar neytendur milljarða | Niðurstöður markaðsrannsóknar Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaði bendir til þess að samkeppni sé verulega skert á mikilvægum hluta hans. Þörf er á aðgerðum til að bæta hag almennings hvað þetta varðar, en samkvæmt niðurstöðunum greiddu neytendur 4-4,5 milljörðum of mikið fyrir bifreiðaeldsneyti í smásölu árið 2014.
Þetta kemur fram í tilkynningu um skýrslu um frumniðurstöður rannsóknarinnar.
Þar segir m.a. að verð á bifreiðaeldsneyti sé hærra hér á landi en í flestum öðrum vestrænum ríkjum og að munurinn sé það mikill að hann verður ekki útskýrður með smæð markaðarins eða auknum kostnaði vegna sölu eldsneytisins hérlendis. "Þá er álagning olíufélaganna á bifreiðaeldsneyti það mikil að hún gefur vísbendingu um takmarkaða samkeppni," segir í tilkynningunni.
"Aukin samkeppni myndi leysa úr læðingi krafta sem koma myndu samfélaginu til góða, t.d. með hagkvæmari rekstri olíufélaganna sem stuðlar að lægra verði til neytenda. Til að svo geti orðið þarf m.a. að tryggja að nýir keppinautar geti haslað sér völl á markaðnum. Reynslan erlendis frá sýnir að sjálfstæðir smásalar á eldsneyti (t.d. stórmarkaðir) geta veitt hefðbundnum olíufélögum mikið samkeppnislegt aðhald. Miklar aðgangshindranir eru hins vegar að eldsneytismarkaðnum hér á landi og því þarf að breyta."
Hér má finna frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins. | Niðurstöður markaðsrannsóknar Samkeppniseftirlitsins á eldsneytismarkaði bendir til þess að samkeppni sé verulega skert á mikilvægum hluta hans.
Þörf er á aðgerðum til að bæta hag almennings hvað þetta varðar.
Greiddu neytendur 4-4,5 milljörðum of mikið fyrir bifreiðaeldsneyti í smásölu árið 2014.
Verð á bifreiðaeldsneyti sé hærra hér á landi en í flestum öðrum vestrænum ríkjum.
Munurinn sé það mikill að hann verður ekki útskýrður með smæð markaðarins eða auknum kostnaði vegna sölu eldsneytisins hérlendis.
"Aukin samkeppni myndi leysa úr læðingi krafta sem koma myndu samfélaginu til góða." |
Gengur niður um hádegi á morgun | Tekið er að draga úr stormi kvöldsins á Suðurlandi og suðvesturhorninu. Eitthvað er að draga úr á Norðurlandi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður stormurinn aðeins lengur í hámarki á Vestfjörðum. Versti vindurinn ætti hins vegar að vera yfirstaðinn á Vesturlandi.
Áfram verður hvasst fram á morgun á nánast öllu landinu fyrir utan Austurland en þó ekki af sama styrk og í kvöld. Hvessa á aftur á suðvesturhorni landsins um tíma og mun það sérstaklega skila sér niður í Borgarfirði og Hvalfirði en ekki standa lengur en tvo þrjá tíma. Sá strengur ferðast norður yfir landið og hvessir því fyrir norðan þegar líður á morguninn.
Eftir hádegi á veður að ganga niður á öllu landinu. Nú þegar versta veðrið tekur að ganga niður á Vestfjörðum er þó varað við að stormur upp á 22 til 24 m/s í meðalvind muni vara fram að hádegi.
Veðurstofan varar við hálku í fyrramálið en hlýindin geta valdið klakamyndun þar sem snjór er á jörðu. Bendir veðurfræðingur á að rok og hálka sé varasöm blanda en gerir þó ráð fyrir því að á höfuðborgarsvæðinu fari að draga nokkuð úr vindi upp úr klukkan átta. | Tekið er að draga úr stormi kvöldsins á Suðurlandi og suðvesturhorninu.
Eitthvað er að draga úr á Norðurlandi.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður stormurinn aðeins lengur í hámarki á Vestfjörðum.
Versti vindurinn ætti hins vegar að vera yfirstaðinn á Vesturlandi.
Eftir hádegi á veður að ganga niður á öllu landinu.
Veðurstofan varar við hálku í fyrramálið en hlýindin geta valdið klakamyndun þar sem snjór er á jörðu. |
Fann loftþrýstinginn í maganum | Umtalsvert eignatjón varð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þegar að fárviðri gekk þar yfir. Sveinn Magnússon, íbúi við Smáragötu, fékk bút af þaki nágrannans í sitt eigið þak, áður en búturinn hafnaði í næsta botnlanga. Hann segist ekki hafa áður upplifað eins sterkan vind, þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í efri byggðum bæjarins.
"Þetta var verst um 19-20 leytið í gærkvöldi. Það er þá sem hluti af þakinu hjá nágrannanum kemur aðeins við húsið hjá mér og það kom smá dæld," segir Sveinn í samtali við mbl.is. Hann segist hafa heyrt vel í því þegar að búturinn lenti á þakinu. "Það kom hvellur og við fundum að eitthvað skall á. En við sluppum miklu betur en nágrannarnir, við erum bara með smávægilegar skemmdir," segir hann og bætir við að húsið þar sem búturinn hafnaði á endanum hafi skemmst þó nokkuð.
Fann loftþrýstinginn í maganum
Sveinn segist ekki hafa upplifað veður eins og í gærkvöldi áður. "Það sem var sérstakt við þetta var að í gærkvöldi, milli klukkan svona sjö og tíu, myndaðist mikill loftþrýstingur inni í húsinu. Það var svolítið nýtt. Maður hefur lent í óveðri áður og að það fjúki af húsinu manns en ekki þennan þrýsting. Maður fann hann bara í maganum einhvern veginn, það var ekki þægilegt."
Hann segist þó aldrei hafa orðið skelkaður í gærkvöldi, enda búinn að gera viðeigandi ráðstafanir. "Svo sváfu allir frímegin í húsinu og krakkarnir fengu ekki að sofa í herbergjunum sínum sem snúa í austur," segir Sveinn og bætir við að versta veðrið hafi ekki staðið lengi yfir. "Þegar þetta var dottið niður í 25 metra á sekúndu var þetta allt í fína. 40 metrar á sekúndu er svolítið mikið en það hafa oft komið þannig hviður þarna uppfrá."
Þurfti ekki að skerða þjónustu
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að í dag hafi verið farið yfir stöðuna yfir eignatjón hjá Vestmannaeyjabæ eftir óveðrið. "Við eigum og rekum 18 stofnanir viðsegar um bæjarfélagið og höfum verið að fara yfir þetta. Það var ekki mikið eignartjón á stofnunum sveitafélagsins. Það var helst við nýja dælustöð á Eiðinu, þar fauk laust byggingaefni og klæðning skemmdist. Það er eina eignartjónið hjá bæjarfélaginu."
Hann segir það jákvætt að veðrið í gær stóð ekki lengi yfir. "Við náðum nánast að ljúka gærdeginum án þess að skerða þjónustu og opnuðum kl 8 í morgun með nánast fulla þjónustu. Okkur finnst það skipta mjög miklu máli og að við séum ekki að hræða börn og skerða mikilvæga þjónustu ef ekki er þörf á slíku," segir Elliði en allir skólar og grunnskólar bæjarins voru opnaðir í dag og full þjónusta veitt.
Yfirvegun neyðaraðila skipti sköpum
Hann segir þó að töluvert eignartjón hafi verið í bænum. Járnplötur losnuðu og fuku og svo varð tjón á nokkrum þökum eins og fram hefur komið.
"Manni finnst ömurlegast að heimili fólks skuli hafa orðið fyrir svona miklu tjóni sérstaklega í aðdraganda jóla. En mikilvægast er að ekki fór verr og að ekki hlaust af manntjón. Þar tel ég að yfirvegun björgunarsveita og lögreglu hafi skipt sköpum," segir Elliði. "Þegar menn nálgast viðfangsefni af jafn mikilli yfirvegun og þau gerðu í gær og ala ekki ótta í fólki hjálpar það helling til."
Hann segir að fólk hafi þó eðlilega verið hrætt í veðrinu í gær. "Þetta var náttúrulega óskaplegur veðurhamur. En fólki fannst gott að vita af lögreglu og hafa stöðugar upplýsingar. Lögregla notaði Facebook og aðrar leiðir til að miðla upplýsingum og það róar fólk. Svo eigum við auðvitað frábæra björgunarsveit sem er alltaf tilbúin að fara á vettvang.
Mestu náttúruhamfarir í langan tíma
Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í níu ár. Hann segir veðrið í gær mestu náttúruhamfarir sem hafa orðið í hans tíð. "Víða um bæ var þetta versta veður sem fólk mundi eftir, en það var mjög mismunandi eftir því hvar í bænum fólk var," segir Elliði.
"Heima hjá mér var ástandið þannig að ég mundi eftir sambærilegu veðri. En ofar í bænum var það öðruvísi. Bróðir minn býr ofar í bænum, í Smáragötu, og þar var veðurhamurinn umtalsvert meiri. Hann man aldrei eftir eins slæmu veðri." | Umtalsvert eignatjón varð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þegar að fárviðri gekk þar yfir.
Sveinn Magnússon, íbúi við Smáragötu, fékk bút af þaki nágrannans í sitt eigið þak, áður en búturinn hafnaði í næsta botnlanga.
Hann segist ekki hafa áður upplifað eins sterkan vind, þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í efri byggðum bæjarins.
"Það sem var sérstakt við þetta var að í gærkvöldi, milli klukkan svona sjö og tíu, myndaðist mikill loftþrýstingur inni í húsinu."
Hann segist þó aldrei hafa orðið skelkaður í gærkvöldi, enda búinn að gera viðeigandi ráðstafanir.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að í dag hafi verið farið yfir stöðuna yfir eignatjón hjá Vestmannaeyjabæ eftir óveðrið. |
Ekkja mannsins "afskaplega glöð" | Ekkja manns sem lést á Landspítalanum árið 2012 segist vera "afskaplega glöð" að hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða hans hafi verið sýknaður í héraðsdómi í dag. Ingveldur Sigurðardóttir missti eiginmann sinn Guðmund Má Bjarnason fyrir þremur árum.
Fyrri frétt mbl.is: Ásta sýknuð af ákæru fyrir manndráp
"Ég er bara afskaplega glöð að hún var sýknuð. Ég hef aldrei nokkurn tímann ásakað þessa blessuðu konu," segir Ingveldur í samtali við mbl.is. Hún segir síðustu mánuði og ár hafa tekið mikið á og að erfitt sé fyrir hana að tala um málið. Ingveldur segir það þó gott að málinu sé lokið í héraðsdómi. Nú þarf bara að vona að málinu verði ekki áfrýjað til Hæstaréttar.
Eins og fram kemur á mbl.is var Landspítalinn einnig sýknaður í héraðsdómi í dag.
Saksóknari fór fram á að hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir yrði dæmd í fjögurra til sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Hún var ákærð fyrir manndráp af gáleysi. | Ekkja manns sem lést á Landspítalanum árið 2012 segist vera "afskaplega glöð" að hjúkrunarfræðingur sem var ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða hans hafi verið sýknaður í héraðsdómi í dag.
Ingveldur Sigurðardóttir missti eiginmann sinn Guðmund Má Bjarnason fyrir þremur árum.
Saksóknari fór fram á að hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir yrði dæmd í fjögurra til sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna.
Hún var ákærð fyrir manndráp af gáleysi. |
Segist vera stríðsmaður barna | Bandaríkjamaður sem er ákærður fyrir að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Planned Parenthood í Colorado játar sök og segist vera stríðsmaður barna.
"Ég er sekur. Það verða engin réttarhöld. Ég er stríðsmaður fyrir börnin," sagði Robert Lewis Dear í réttarsalnum í gær þegar ákæran yfir honum var lesin upp.
Ákæran er í 179 liðum en hann skaut tvo óbreytta borgara til bana og lögreglumann. Níu særðust í árásinni. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði.
"Þið munuð aldrei vita hvað ég sá á heilsugæslunni. Grimmdarverk. Börnin. Það er það sem þeir vilja banna aðgang að," sagði Dear í réttarsalnum í gær en á heilsugæslunni eru meðal annars framkvæmdar fóstureyðingar og veittar getnaðarvarnir.
Þau sem létust í árásinni eru 44 ára lögreglumaður, Garrett Swasey, 44, Ke'Arre Stewart, 29 ára fyrrverandi hermaður Bandaríkjahers í Írak og Jennifer Markovsky, 35 ára sem var að fylgja vini á heilsugæslustöðina, samkvæmt frétt BBC.
Hver er Robert Lewis Dear?
Hann er 57 ára gamall eigandi hjólhýsis í Hartsel í Colorado, í um 100 km fjarlægð frá Colorado Springs þar sem árásin var gerð.
Hann á einnig fjallakofa, sem er án rafmagns og rennandi vatns, í Norður-Karólínu. Áður bjó hann í Walterboro í Suður-Karólínu.
Hann er á sakaskrá í Suður- og Norður-Karólínu, meðal annars fyrir slæma meðferð á dýrum.
Nágranni hans í Norður-Karólínu segir að Dear hafi forðast augnsamband við fólk og að hann hafi aldrei minnst á trúarbrögð né fóstureyðingar í samræðum þeirra.
Hann rak listmunaviðskipti og er með námsgráðu í opinberri stjórnsýslu.
Fyrrverandi eiginkona hans, Pamela Ross, segir að hún hafi einu sinni óskað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis af hans hálfu.
Gæti verið dæmdur til dauða | Bandaríkjamaður sem er ákærður fyrir að hafa myrt þrjá á heilsugæslustöð Planned Parenthood í Colorado játar sök og segist vera stríðsmaður barna.
"Ég er sekur. Það verða engin réttarhöld. Ég er stríðsmaður fyrir börnin," sagði Robert Lewis Dear í réttarsalnum í gær.
Ákæran er í 179 liðum en hann skaut tvo óbreytta borgara til bana og lögreglumann. Níu særðust í árásinni.
Hann er 57 ára gamall eigandi hjólhýsis í Hartsel í Colorado, í um 100 km fjarlægð frá Colorado Springs þar sem árásin var gerð.
Hann er á sakaskrá í Suður- og Norður-Karólínu, meðal annars fyrir slæma meðferð á dýrum. |
Aron valdi tvo hópa fyrir EM | Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið tvo æfingahópa til undirbúnings fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Póllandi í janúar.
A-hópinn skipa 21 leikmaður af þeim 28 sem Aron hafði áður tilkynnt að kæmu til greina fyrir EM. Þeir sem detta út síðan 28 manna listinn var tilkynntur eru; Daníel Freyr Andrésson, Arnar Freyr Arnarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Ernir Hrafn Arnarson, Janus Daði Smárason, Róbert Aron Hostert og Sigurbergur Sveinsson.
B-hópinn skipa 14 leikmenn sem munu að hluta til æfa með U20-landsliðinu sem valið var á dögunum. Í hópnum er meðal annars Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, sem er nýbúinn að fá íslenskan ríkisborgararétt. Hann kemur hins vegar ekki til greina fyrir EM, þar sem hann var ekki í 28 manna hópnum.
Sextán leikmenn verða í lokahópnum sem keppir á EM, en þrjár breytingar á hópnum eru leyfðar á meðan á mótinu stendur.
Formlegur undirbúningur íslenska liðsins hefst 29. desember með æfingum á höfuðborgarsvæðinu en Ísland mætir svo Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum í Kaplakrika 6. og 7. janúar. Aron sagðist á fréttamannafundi í dag ætla að nýta fyrri leikinn til að tefla fram sínu sterkasta liði, en í seinni leiknum myndu leikmenn utan A-hópsins fá tækifæri til að spreyta sig.
Strákarnir okkar halda svo til Þýskalands þar sem þeir mæta heimamönnum 9. janúar í Kassel og 10. janúar í Hannover, áður en haldið verður til Póllands.
A-landsliðshópurinn:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Aalborg
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer
Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen
Arnór Atlason, Saint-Raphaël
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Aron Pálmarsson, Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy
Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Róbert Gunnarsson, Paris SG
Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein Neckar Löwen
Tandri Már Konráðsson, Ricoh
Vignir Svavarsson, Midtjylland
B-landsliðshópurinn:
Markmenn:
Kristófer Fannar Guðmundsson, Fram
Stephen Nielsen, ÍBV
Aðrir leikmenn:
Adam Haukur Baumruk, Haukar
Arnar Freyr Arnarson, Fram
Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding
Árni Steinn Steinþórson, SönderjyskE
Böðvar Páll Ásgeirsson, Afturelding
Einar Rafn Eiðsson, FH
Geir Guðmundsson, Valur
Heimir Óli Heimisson, Haukar
Janus Daði Smárason, Haukar
Pétur Júníusson, Afturelding
Róbert Aron Hostert, Mors Thy
Sigurbergur Sveinsson, Tvis Holstebro | Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið tvo æfingahópa til undirbúnings fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Póllandi í janúar.
A-hópinn skipa 21 leikmaður af þeim 28 sem Aron hafði áður tilkynnt að kæmu til greina fyrir EM.
Sextán leikmenn verða í lokahópnum sem keppir á EM, en þrjár breytingar á hópnum eru leyfðar á meðan á mótinu stendur.
Formlegur undirbúningur íslenska liðsins hefst 29. desember með æfingum á höfuðborgarsvæðinu en Ísland mætir svo Portúgal í tveimur vináttulandsleikjum í Kaplakrika 6. og 7. janúar.
Strákarnir okkar halda svo til Þýskalands þar sem þeir mæta heimamönnum 9. janúar í Kassel og 10. janúar í Hannover, áður en haldið verður til Póllands. |
Snjókoma í Keflavík veldur töfum á flugi | Talsverð seinkunn er á tveimur flugum Icelandair og einu flugi WOW air í kvöld, en vélar sem áttu að lenda 22:20 og 22:50 eru enn í loftinu. Hefur vél WOW verið beint til Akureyrar, en vélar Icelandair hringsóla enn yfir Keflavík.
Flugin sem um ræðir eru flug Icelandair frá Kaupmannahöfn og Heathrow í London. Átti fyrra flugið að lenda kl 22:20 og er með staðfestan lendingartíma klukkan 23:17. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Flightradar24 lenti flugvélin aftur á móti klukkan 23:54, eftir eins og hálfs tíma hringsól yfir vellinum. Vélin frá London er enn í loftinu, en áætlaðu lendingartími hennar var 23:35 og staðfestur tími 23:50. Hún er heldur ekki lent enn sem komið er.
Vél WOW sem kemur frá Gatwick í London átti að lenda 22:40 en eftir talsvert hringsól við Keflavíkurflugvöll var stefnan tekin til Akureyrar og virðist hún ætla að lenda þar núna á eftir.
Samkvæmt upplýsingafulltrúa Isavia er mikil snjókoma á vellinum og þurfti að ryðja brautirnar. Staðfestir hann að fyrri vél Icelandair sé lent og að seinni sé á leið til lendingar. Flugmaður WOW hafi aftur á móti metið aðstæður þannig að best væri að fljúga til Akureyrar og lenda þar.
Uppfært 00:11: Samkvæmt Flightradar24 eru allar vélarnar þrjár nú lentar, Icelandair í Keflavík og WOW á Akureyri. | Talsverð seinkunn er á tveimur flugum Icelandair og einu flugi WOW air í kvöld, en vélar sem áttu að lenda 22:20 og 22:50 eru enn í loftinu.
Hefur vél WOW verið beint til Akureyrar, en vélar Icelandair hringsóla enn yfir Keflavík.
Flugin sem um ræðir eru flug Icelandair frá Kaupmannahöfn og Heathrow í London.
Samkvæmt upplýsingafulltrúa Isavia er mikil snjókoma á vellinum og þurfti að ryðja brautirnar. |
Nýta jólin í að bóka sólarferð | Margir Svíar hafa fengið nóg af snjó og hálku og hafa þegar bókað sumarleyfisferð á suðrænar slóðir.
Í frétt The Local kemur fram að þúsundir Svía hafi nýtt fríið um hátíðarnar til þess að bóka ferð á sólríkan stað. Þetta hefur fréttaveitan eftir starfsmönnum ferðafyrirtækja.
Ferðaskrifstofan Fritidsresor segir að salan hafi aukist um 120% í síðustu viku frá vikunni á undan. Keppinauturinn Ving hefur selt tæplega fimm þúsund pakkaferðir frá því á aðfangadag.
Magdalena Öhm, samskiptastjóri Ving, segir að mikil sala skýrist af því hversu kalt og blautt síðasta sumar var í stórum hluta Svíþjóðar. Fólk fékk ekki nægjanlega sól síðasta sumar, segir hún.
Upplýsingafulltrúi Fritidsresor, Leyla Öfwerström, segir að leiðinlegt veður í sumar hafi þýtt að verð á ferðum á sólríkar slóðir hafi hækkað upp úr öllu valdi. Margir ætli að koma í veg fyrir að sitja heima næsta sumar og því drifið í að bóka fríið fyrir næsta ár. Það var ömurlegt veður síðasta sumar og við hvern rigningardropa hækkaði verðið á orlofsferðum, segir Öfwerström.
Báðar ferðaskrifstofurnar segja eðlilegt að fjölskyldur sitji saman yfir jólin og bóki ferðalög næsta sumar enda oft erfitt að finna tíma fyrir fjölskylduna saman. Svo virðist sem flestir Svíar vilji fara til Spánar næsta sumar. | Margir Svíar hafa fengið nóg af snjó og hálku og hafa þegar bókað sumarleyfisferð á suðrænar slóðir.
Í frétt The Local kemur fram að þúsundir Svía hafi nýtt fríið um hátíðarnar til þess að bóka ferð á sólríkan stað.
Ferðaskrifstofan Fritidsresor segir að salan hafi aukist um 120% í síðustu viku frá vikunni á undan.
Magdalena Öhm, samskiptastjóri Ving, segir að mikil sala skýrist af því hversu kalt og blautt síðasta sumar var í stórum hluta Svíþjóðar.
Upplýsingafulltrúi Fritidsresor, Leyla Öfwerström, segir að leiðinlegt veður í sumar hafi þýtt að verð á ferðum á sólríkar slóðir hafi hækkað upp úr öllu valdi. |
Lykilupplýsingar þurfa meira vægi | Fjármálaeftirlitið hefur sent íslenskum fjármálafyrirtækjum bréf þar sem mikilvægi lykilupplýsinga er ítrekað.
Bréfið var sent út hinn 23. desember sl. og þar segir að komið hafi í ljós við yfirferð á heimasíðum rekstrarfélaga verðbréfasjóða og annarra fjármálafyrirtækja, sem markaðssetja verðbréfa- og fjárfestingarsjóði, að í svokölluðu samanburðarskjali hafi lykilupplýsingum ekki verið veitt það vægi sem þeim er ætlað lögum samkvæmt.
Fjármálaeftirlitið hefur farið þess á leit við félögin að þau yfirfari starfshætti varðandi framsetningu og sýnileika lykilupplýsinga á heimasíðu sinni og afhendingu lykilupplýsinga til fjárfesta á sölustað.
Þá eiga félögin að bæti úr vanköntum ef við á eigi síðar en 15. febrúar nk.
"Lykilupplýsingar virðast á heimasíðum margra fjármálafyrirtækja vera merktar sem ítarefni og virðist svokölluðum upplýsingablöðum eða einblöðungum gert mun hærra undir höfði en lykilupplýsingum," segir í bréfi FME.
"Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt fengið upplýsingar um að fjárfestar hafi eingöngu fengið afhent upplýsingablöð en ekki lykilupplýsingar þegar þeir hafa leitast eftir að fá ráðgjöf um kaup á hlutdeildarskírteinum í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum á sölustöðum þeirra hjá fjármálafyrirtækjum." | Fjármálaeftirlitið hefur sent íslenskum fjármálafyrirtækjum bréf þar sem mikilvægi lykilupplýsinga er ítrekað.
Þar segir að komið hafi í ljós við yfirferð á heimasíðum rekstrarfélaga verðbréfasjóða og annarra fjármálafyrirtækja, sem markaðssetja verðbréfa- og fjárfestingarsjóði, að í svokölluðu samanburðarskjali hafi lykilupplýsingum ekki verið veitt það vægi sem þeim er ætlað lögum samkvæmt.
Þá eiga félögin að bæti úr vanköntum ef við á eigi síðar en 15. febrúar nk.
"Lykilupplýsingar virðast á heimasíðum margra fjármálafyrirtækja vera merktar sem ítarefni," segir í bréfi FME. |
Stjarnan segir upp Kananum sínum | Chelsie Schweers sem leikið hefur með kvennaliði Stjörnunnar í körfuknattleik í vetur mun ekki snúa aftur í raðir liðsins, en Baldur Ingi Jónasson þjálfari Stjörnunnar staðfesti þetta í samtali við Karfan.is.
"Það voru kannski tveir samspilandi þættir sem komu þarna einkum við sögu. Í fyrsta lagi er ákveðinn áhættuþáttur sem spilar inní varðandi höndina á henni, það er hversu fljótt hún myndi ná fyrri styrk eftir að hafa brákað bein í handarbaki.
Í öðru lagi, sem að vissu leyti er veigameiri þáttur, þá hefur að reynst ljóst að hún er miklu frekar skotbakvörður en leikstjórnandi. Hún var því að spila stöðu sem hentaði henni og liðinu ekki jafn vel og vera mætti," sagði Baldur Ingi í samtali við Karfan.is.
"Við munum því leita að nýjum erlendum leikmanni sem mun vonandi leysa það hlutverk. Við viljum taka það fram að Chelsie er augljóslega frábær leikmaður og því var þessi ákvörðun síður en svo auðveld. Óskum henni jafnframt velfarnaðar í þeim framtíðarverkefnum sem hún kemur til með að taka sér fyrir hendur," sagði Baldur enn fremur. | Chelsie Schweers sem leikið hefur með kvennaliði Stjörnunnar í körfuknattleik í vetur mun ekki snúa aftur í raðir liðsins.
Þjálfari Stjörnunnar staðfesti þetta.
"Í fyrsta lagi er ákveðinn áhættuþáttur sem spilar inní varðandi höndina á henni".
"það er hversu fljótt hún myndi ná fyrri styrk eftir að hafa brákað bein í handarbaki."
"Í öðru lagi þá hefur að reynst ljóst að hún er miklu frekar skotbakvörður en leikstjórnandi."
"Hún var því að spila stöðu sem hentaði henni og liðinu ekki jafn vel og vera mætti." |
Rannsaka upptök eldsvoðans | Yfirvöld í Dubai vinna að rannsókn á upptökum eldsvoðans á hinu 63 hæða lúxushóteli Address Downtown. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva megnið af eldinum í nótt en samkvæmt fréttavef BBC logar enn einhver eldur á 20. hæð, þar sem talið er að eldsvoðinn hafi byrjað í gærkvöldi.
Lúxushótelið var rýmt og sextán manns þurftu að fá aðhlynningu á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir eldsvoðann var flugeldasýning haldin við Burj Khalifa-turninn skammt frá til að fagna nýju ári.
Búið er að loka götunum í kringum Address Downtown en göturnar í kringum Burj Khalifa eru opnar.
Írska söngkonan Anita Williams var að halda tónleika á hótelinu þegar eldurinn braust út. Hún var að vonum snögg að yfirgefa svæðið. "Allir voru öskrandi, allir voru hlaupandi," sagði hún við BBC. Hún sgaði að sér hefði liðið eins og um kvikmynd væri að ræða. | Yfirvöld í Dubai vinna að rannsókn á upptökum eldsvoðans á hinu 63 hæða lúxushóteli Address Downtown.
Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva megnið af eldinum í nótt en samkvæmt fréttavef BBC logar enn einhver eldur á 20. hæð.
Lúxushótelið var rýmt og sextán manns þurftu að fá aðhlynningu á sjúkrahúsi.
Írska söngkonan Anita Williams var að halda tónleika á hótelinu þegar eldurinn braust út. |
'"Þvingaðir" til aðgerða' | "Þetta mun stoppa allan inn- og útflutning. Skipin stoppa bara," segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, um boðaðar verkfallsaðgerðir vélstjóra og skipstjórnenda á kaupskipum í millilandasiglingum, sem hefjast á miðnætti 1. febrúar næstkomandi.
Guðmundur segir langt síðan verkfallsaðgerðir settu mark sitt á skipaflutninga til og frá landinu en um sé að ræða nauðsynlega ráðstöfun til að fá viðsemjendur til að "tala um hlutina af einhverju viti".
"Við hófum þessar viðræður við skipafélögin í maí eða júní, svona óformlega, og vísuðum deilunni áfram í haust og erum búin að eiga nokkra fundi hjá sáttasemjara. Og þetta hafa ekki verið neinar viðræður af hálfu fyrirtækjanna, þannig að við töldum okkur vera þvingaða til að boða þessar aðgerðir til að reyna að fá einhverja hreyfingu á viðræðurnar," segir Guðmundur um stöðu mála.
Boðað hefur verið til fundar á morgun.
Félagsmenn VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, á kaupskipum Samskipa og Eimskips eru 48 talsins en Guðmundur segir aðstæður þeirra um margt sérstakar þar sem þeir eru skráðir starfsmenn erlendra dótturfyrirtækja og greiða ekki skatt á Íslandi.
"Þetta er svolítið öðruvísi en mál sem snúa að venjulegum fyrirtækjum á innlenda vinnumarkaðnum útaf því að bæði starfsmennirnir og fyrirtækin sem við erum að semja við eru í raun skráð erlendis," segir Guðmundur.
Vegna alþjóðlegs eðlis skipaflutningabransans séu starfsmennirnir skráðir í Færeyjum, þar sem skipafélögin fá endurgreiddan þann skatt sem þau skila vegna starfsfólksins. Guðmundur segir þetta tíðkast á Norðurlöndunum, eyjum Karabíska hafsins og víðast hvar; "það má segja að öll frakt sem flutt er í heiminum sé meira og minna niðurgreidd vegna samkeppnisstöðu," segir hann.
Þannig sé sá möguleiki fyrir hendi að fyrirtækin gætu freistað þess að semja í Færeyjum en færeysk lög kveða reyndar á um að kjarasamningar starfsmanna séu á forræði stéttarfélaga í heimalandinu, að sögn Guðmundar.
"Þjóðarsálin horfir svolítið á þetta sem íslensku skipafélögin með Íslendinga á sínum skipum, en það eru ekki margir sem vita hvernig fyrirkomulagið á þessu er," segir hann.
Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip eru áhrif vinnustöðvunarinnar í skoðun en viðbrögð munu velta á ýmsum þáttum, m.a. hvar skipin eru stödd þegar hún hefst. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu, þar sem áætlanir hafa farið úr skorðum vegna veðurs.
Ólafur William Hand, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Eimskip, segir þó útilokað að skipin verði kyrrsett áður en til vinnustöðvunar kemur; viðræður standi yfir og unnið verði samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós. | "Þetta mun stoppa allan inn- og útflutning. Skipin stoppa bara," segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, um boðaðar verkfallsaðgerðir vélstjóra og skipstjórnenda á kaupskipum í millilandasiglingum, sem hefjast á miðnætti 1. febrúar næstkomandi.
Félagsmenn VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, á kaupskipum Samskipa og Eimskips eru 48 talsins en Guðmundur segir aðstæður þeirra um margt sérstakar þar sem þeir eru skráðir starfsmenn erlendra dótturfyrirtækja og greiða ekki skatt á Íslandi.
Vegna alþjóðlegs eðlis skipaflutningabransans séu starfsmennirnir skráðir í Færeyjum, þar sem skipafélögin fá endurgreiddan þann skatt sem þau skila vegna starfsfólksins.
Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip eru áhrif vinnustöðvunarinnar í skoðun en viðbrögð munu velta á ýmsum þáttum, m.a. hvar skipin eru stödd þegar hún hefst.
Ólafur William Hand, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Eimskip, segir þó útilokað að skipin verði kyrrsett áður en til vinnustöðvunar kemur; viðræður standi yfir og unnið verði samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós. |
Hótaði forsætisráðherra á Facebook | Maður frá Kambódíu hefur verið ákærður fyrir að hafa hótað forsætisráðherra landsins, Hun Sen, lífláti á Facebook.
Maðurinn, sem er 25 ára, er sakaður um að hafa sett færslu á Facebook þar sem hann spáði því að Hun Sen myndi deyja hinn 7. janúar.
Hann á yfir höfði sér allt að tveggja og hálfs árs fangelsi verði hann fundinn sekur.
Haft hefur verið eftir Hun Sen að hann sé opinn fyrir uppbyggilegri gagnrýni. Hann hefur varað notendur Facebook við því að móðga hann, vegna þess að auðvelt sé að hafa uppi á þeim.
Á síðasta ári var 25 ára nemi handtekinn fyrir að hafa hvatt til byltingar í Kambódíu á Facebook.
Þingmaður stjórnarandstöðunnar í landinu á yfir höfði sér 17 ára fangelsi verið hann fundinn sekur um að hafa birt bréf á Facebook þar sem fjallað var um landamæri landsins við Víetnam, sem er viðkvæmt málefni á meðal þjóðernissinnaða Kambódíubúa. | Maður frá Kambódíu hefur verið ákærður fyrir að hafa hótað forsætisráðherra landsins, Hun Sen, lífláti á Facebook.
Maðurinn, sem er 25 ára, er sakaður um að hafa sett færslu á Facebook þar sem hann spáði því að Hun Sen myndi deyja hinn 7. janúar.
Hann á yfir höfði sér allt að tveggja og hálfs árs fangelsi verði hann fundinn sekur.
Á síðasta ári var 25 ára nemi handtekinn fyrir að hafa hvatt til byltingar í Kambódíu á Facebook. |
Heyrði þetta fyrst í fréttum | Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar, sem Atli Helgason, lögfræðingur, myrti í nóvember árið 2000 segir í samtali við Fréttablaðið í dag að það hafi verið eins og blaut tuska í andlitið að frétta af því að Atla hafi verið veitt uppreist æru.
"Hann hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum," segir Birgir Örn í viðtali við Fréttablaðið.
Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu og hann sækti nú um að fá lögmannsréttindi sín aftur.
Birgir vissi ekki af málinu áður en það kom í fréttum í gærkvöldi. "Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi."
Frétt Fréttablaðsins í heild
Í frétt RÚV segir að Atli hafi verið dæmdur fyrir manndráp í maí 2001. Samtímis var hann sviptur málflutningsréttindum. Hann lauk afplánun 2010. Frá þeim tíma hefur hann starfað á lögmannsstofu sem lögfræðingur.
Fyrir áramót fékk Atli uppreist æru sem þýðir að hann er nú með óflekkað mannorð. Atli hefur lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að réttindasvipting hans verði felld úr gildi svo hann geti fengið málflutningsréttindi sín að nýju.
Í Kastljósi kvöldsins kom fram að mál Atla Helgasonar yrði tekið fyrir í héraðsdómi í vikunni. Þar sagði einnig að árunum 1995–2012 hefðu 57 sótt um uppreist æru. 31 var hafnað, einn dró umsókn sína til baka og fimm voru felldar niður. Til þess að eiga möguleika á uppreist æru þarf að hafa tekið út refsingu sína. Sé brotið alvarlegt þurfa að hafa liðið fimm ár frá lokum afplánunar og það þarf að vera fyrsta brot.
Hafi lögmenn verið sviptir lögmannsréttindum þurfa þeir meðmæli Lögmannafélagins og standast prófraun til að eiga möguleika á því að öðlast réttindin á ný.
Frétt mbl.is | Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar, sem Atli Helgason, lögfræðingur, myrti í nóvember árið 2000 segir í samtali við Fréttablaðið í dag að það hafi verið eins og blaut tuska í andlitið að frétta af því að Atla hafi verið veitt uppreist æru.
"Hann hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum," segir Birgir Örn í viðtali við Fréttablaðið.
Birgir vissi ekki af málinu áður en það kom í fréttum í gærkvöldi.
Í frétt RÚV segir að Atli hafi verið dæmdur fyrir manndráp í maí 2001.
Samtímis var hann sviptur málflutningsréttindum. Hann lauk afplánun 2010.
Frá þeim tíma hefur hann starfað á lögmannsstofu sem lögfræðingur. |
Ekki bara fyrir ungar hvítar konur | Það fór vart framhjá neinum nettengdum íbúum landsins að hér varð feminísk bylting árið 2015. Byltingin stóð saman af ýmsum minni sigrum og hugarfarsbreytingum vegna þess rýmis sem konur tóku sér á samfélagsmiðlum til að ræða kynbundið ofbeldi, kynvæðingu kvenlíkamans og almennan réttindahalla. En hvað svo?
Það er einmitt það sem rætt var á málþingi á vegum kvenna í öllum stjórnmálaflokkum Alþingis á Hilton Reykjavík Nordica. Meðal frummælanda voru þau Hjalti Vigfússon og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem eru meðlimir í skipulagshópi Druslugöngunnar.
"Druslugangan varð eiginlega samansafn af öllum þessum byltingum," segir Salvör í samtali við mbl.is. "Gangan var sú stærsta til þessa og það var greinilegt að fólk er sammála um að það þurfi að breyta samfélagsviðmiðum og kerfinu í kynferðisbrotamálum."
Salvör segir að í síðustu göngu hafi hópurinn sem tók þátt í og studdi við gönguna ekki bara verið stærri heldur jafnframt fjölbreyttari en áður.
"Það er svolítið eins og viðhorf Druslugöngunnar og það sem hún berst fyrir hafi farið almennilega út í meginstrauminn árið 2015. Fólk virtist almennt vera "on board" sem er frábært því það erum ekki við skipuleggjendurnir sem gerum Druslugönguna að því sem hún er heldur fólkið sem mætir. Allir virtust sammála um mikilvægi göngunnar."
Skapa rými fyrir aðra hópa
Hvað fyrrnefnt "hvað svo" varðar segir Salvör mikilvægt að halda byltingunni áfram og nýta hana í auknum mæli til að vekja máls á aðstæðum fjölbreyttari undirokaðra hópa.
"Byltingin má ekki bara vera fyrir ungar hvítar cis-konur, sumsé konur sem álíta sig í því kyni sem samfélagið úthlutar þeim, en það er hópur sem ég og stór hluti skipulagshópsins tilheyrir. Það er svo mikilvægt að við getum notað þennan stökkpall sem við höfum til að skapa rými fyrir aðra hópa til að tjá sig."
Salvör nefnir að samfélagsmiðlabyltingar ársins hafi ekki náð til eldri þolenda, karla og kvenna, til jafns við þá sem yngri eru. Kynferðisofbeldi sé alls ekki nýtilkomið vandamál og tímabært sé að eldra fólki sé gefið rými til að tjá sig og það sama gildi um fólk með fatlanir, fólk af erlendum uppruna og ýmsa aðra minnihlutahópa.
""Hvað svo" snýst fyrir mér um að ná yfir þessa hópa og gefa þeim rödd. Við hinar erum búin að taka okkur ákveðið pláss í samfélaginu og þá er svo mikilvægt að lyfta þeim sem búa við minni forréttindi upp."
Hún nefnir að árið hafi skilað vinnu að raunverulegum kerfisbreytingum og að María Rut Kristinsdóttir, talskona Druslugöngunnar, hafi verið ráðin til innanríkisráðuneytisins þar sem hún fer fyrir samstarfshópi um bætta verkferla í kynferðisbrotamálum. Hún segir alla geta komið að því að vinna gegn kynferðisofbeldi, t.a.m. megi nota Druslugönguna sem vettvang og tækifæri til að ræða við börn og unglinga um framkomu í kynlífi og mikilvægi þess að fá já.
"Byltingin er ekki búin," segir Salvör. "Það er enn mikill baráttuhugur í fólki og þessi bylting getur aðeins orðið stærri." | Hér varð feminísk bylting árið 2015.
Byltingin stóð saman af ýmsum minni sigrum og hugarfarsbreytingum vegna þess rýmis sem konur tóku sér á samfélagsmiðlum til að ræða kynbundið ofbeldi, kynvæðingu kvenlíkamans og almennan réttindahalla.
En hvað svo?
Það er einmitt það sem rætt var á málþingi á vegum kvenna í öllum stjórnmálaflokkum Alþingis á Hilton Reykjavík Nordica.
Meðal frummælanda voru þau Hjalti Vigfússon og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir.
"Fólk er sammála um að það þurfi að breyta samfélagsviðmiðum og kerfinu í kynferðisbrotamálum."
Í síðustu göngu hafi hópurinn sem tók þátt í og studdi við gönguna ekki bara verið stærri heldur jafnframt fjölbreyttari en áður.
Hvað fyrrnefnt "hvað svo" varðar segir Salvör mikilvægt að halda byltingunni áfram.
"Byltingin má ekki bara vera fyrir ungar hvítar cis-konur". |
Bosnía sækir um aðild að ESB | Bosnía mun í næsta mánuði leggja inn opinbera umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Vonast ríkið til að geta hafið aðildarviðræður á næsta ári.
"Við fengum frest til 15. febrúar frá Hollendingum sem er í forsæti til að leggja inn umsókn til að ganga í ESB," sagði Dragan Covic, formaður þrískipts forsetaembættis Bosníu.
"Við teljum að við höfum gert nægilega mikið til að umsókn okkar verði tekin til greina," sagði Covic.
Hann bætti við að Bosnía, sem hefur verið töluvert á eftir öðrum ríkjum Balkanskagans í að uppfylla skilyrði fyrir aðild, gæti fengið grænt ljós á aðildarviðræður í byrjun næsta árs.
"Eftir það held ég að hlutirnir muni ganga fljótt fyrir sig vegna þess að þetta mun hvetja okkur öll til dáða," bætti Covic við.
Bosnía var talin líkleg til að ganga í ESB árið 2003 en ekkert varð úr því vegna pólitískra deilna um málið heimafyrir.
Atvinnuleysi í Bosníu er yfir 40 prósent, sem er eitt það mesta í Evrópu. | Bosnía mun í næsta mánuði leggja inn opinbera umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Vonast ríkið til að geta hafið aðildarviðræður á næsta ári.
"Við fengum frest til 15. febrúar frá Hollendingum sem er í forsæti til að leggja inn umsókn til að ganga í ESB," sagði Dragan Covic, formaður þrískipts forsetaembættis Bosníu.
Atvinnuleysi í Bosníu er yfir 40 prósent, sem er eitt það mesta í Evrópu. |
'"My name is Sven"' | Verulega létti yfir andrúmsloftinu í dómsal í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar þegar breskur réttarsálfræðingur gaf skýrslu nú síðdegis. Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, sem hafði byrjað á að tala við vitnið á ensku kallaði það Davíð og kynnti sig með orðunum "My name is Sven" við mikla kátínu sakborninga og lögmanna.
Réttarsálfræðingurinn David Cook bar vitni í gegnum síma og bar meðal annars að sálfræðiskýrsla íslenskra sérfræðinga um atferli Annþórs og Barkar á myndbandsupptökum fyrir dauða samfanga þeirra, Sigurðar Hólm Sigurðssonar, á Litla-Hrauni árið 2012 væri algerlega óáreiðanleg.
Gögnin sem skýrslan byggir á séu ekki fullnægjandi til að leggja mat á hegðun tvímenninganna og aðferðafræðin sé ekki í samræmi við þekktar aðferðir. Þá sé vel þekkt að við skoðun sem þessa sé hætta á því sem er nefnt staðfestingarvilla (e. confirmation bias ) þar sem rannsakandi leitar og finnur atriði sem staðfesta fyrirframgefna kenningu.
Túlkur sá um að færa spurningar og svör yfir á íslensku en það vafðist aðeins fyrir Sveini, verjanda Barkar. Hann byrjaði á að ávarpa sérfræðinginn á ensku en var fljótlega bent á að hann ætti að tala íslensku. Vatt Sveinn þá kvæði sínu algerlega í kross og kallaði vitnið "Davíð" upp á íslensku.
"Ég tek þetta alla leið," sagði Sveinn við mikla kátínu sakborninganna, saksóknara og dómara.
Ekki þyngdist brún viðstaddra þegar Sveinn hélt áfram og kynnti sig með orðunum "My name is Sven".
Högg þurfti ekki að skilja eftir sig mar
Áður hafði læknir sem stjórnaði endurlífgunaraðgerðum á Sigurði í fangelsinu borið vitni um að mögulegt væri að milta gæti rofnað við átökin sem fylgdu hjartahnoði. Hann hafi ekki haft neina sjáanlega ytri áverka. Kenning ákæruvaldsins er sú að blæðing úr milta sem högg eða spark sem Annþór og Börkur veittu Sigurði hafi dregið hann til dauða.
Hann staðfesti þó að höggi sem ylli innvortis meiðslum þyrfti ekki að skila eftir sig útvortis áverka og það væri vel þekkt. Þá sagðist hann með engu móti geta metið hvort að nægilegt blóðflæði hafi getað verið úr milta Sigurðar á meðan endurlífgunartilraunir stóðu yfir á honum til að styðja kenningu verjendanna um að miltað hafi rofnað við þær.
Verkfræðingur sem er sérfræðingur í kraftfræði kom einnig fyrir dóminn og sagði að niðurstöður athugunar hans fyrir lögreglu hafi verið sú að mögulegt fall í fangaklefanum hafi ekki getað skýrt innvortis sár hans án þess að valda frekari áverkum. | Verulega létti yfir andrúmsloftinu í dómsal í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar þegar breskur réttarsálfræðingur gaf skýrslu nú síðdegis.
Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, sem hafði byrjað á að tala við vitnið á ensku kallaði það Davíð og kynnti sig með orðunum "My name is Sven" við mikla kátínu sakborninga og lögmanna.
Réttarsálfræðingurinn David Cook bar vitni í gegnum síma og bar meðal annars að sálfræðiskýrsla íslenskra sérfræðinga um atferli Annþórs og Barkar á myndbandsupptökum fyrir dauða samfanga þeirra, Sigurðar Hólm Sigurðssonar, á Litla-Hrauni árið 2012 væri algerlega óáreiðanleg.
Gögnin sem skýrslan byggir á séu ekki fullnægjandi til að leggja mat á hegðun tvímenninganna og aðferðafræðin sé ekki í samræmi við þekktar aðferðir.
Hann hafi ekki haft neina sjáanlega ytri áverka.
Kenning ákæruvaldsins er sú að blæðing úr milta sem högg eða spark sem Annþór og Börkur veittu Sigurði hafi dregið hann til dauða. |
'"Snúið af breiðgötu sturlunarinnar"' | Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að fjarlægja skilti í Sundhöll Ísafjarðar þar sem gestum í sánaklefanum var gert að klæðast sundfatnaði eða sveipa sig handklæði. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.
"Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra þá sem rituðu undir bréfið, en vona innilega að Finnarnir fyrirgefi okkur nú þegar við höfum loks snúið af breiðgötu sturlunarinnar, aftur á hinn vandrataða stíg skynseminnar," segir Eiríkur Örn Norðdahl um ákvörðun bæjaryfirvalda
Eiríkur Örn skrifaði opið bréf ásamt níu manns þar sem skorað var á Ísafjarðarbæ að taka niður skiltið og setja upp annað þar sem fólk verði beðið um að skilja sundfatnað eftir fyrir utan klefann. Eftir að skiltið var tekið niður er fólki í sjálfsvald sett hvort það klæðist sundfatnaði eða jafnvel bara engu í klefanum. Þrátt fyrir að sundfatnaður verði ekki bannaður í klefanum lýsir Eiríkur Örn yfir fullnaðarsigri fyrir sína parta og segir að þrátt fyrir sósíalískar hvatir sínar, ekki endilega vera talsmaður þess að hið opinbera blandi sér í öll mannsins mál, að því er segir á vef Bæjarins besta.
Rassinn er ekki hættulegur | Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að fjarlægja skilti í Sundhöll Ísafjarðar þar sem gestum í sánaklefanum var gert að klæðast sundfatnaði eða sveipa sig handklæði. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.
Eiríkur Örn skrifaði opið bréf ásamt níu manns þar sem skorað var á Ísafjarðarbæ að taka niður skiltið og setja upp annað þar sem fólk verði beðið um að skilja sundfatnað eftir fyrir utan klefann.
Eftir að skiltið var tekið niður er fólki í sjálfsvald sett hvort það klæðist sundfatnaði eða jafnvel bara engu í klefanum. |
Segist ekki hafa skýrt umboð | Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa skýrt umboð flokksmann til að gegna formennskuhlutverkinu. Þá vill hann heldur ekki gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju sem formaður flokksins, en Árni segir að skemmtilegra væri að flokksmenn gætu beint kröftum sínum gegn andstæðingum sínum frekar en í innanflokksdeilur. Þetta kom fram í viðtali við Árna í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag.
Árni var spurður af þáttastjórnanda um þær kröfur sem hafa komið upp um formannskjör og sagði Árni þá að eftir atburðarás síðasta landsfundar og kröfur innan úr flokknum í dag væri ljóst að hann hefði ekki skýrt umboð flokksins eins og hann hefði haft áður. Sagði hann að skemmtilegra væri ef flokksmenn gætu beitt kröftum sínum gegn andstæðingum flokksins og stefnu hans í stað þess að deila inn á við. Var hann þá í tvígang spurður hvort hann ætlaði að bjóða sig fram að nýju og vildi Árni ekki svara því en sagði að það kæmi í ljós fljótlega.
Sagði Árni meðal annars að meðan flokksmenn einblíndu á ósigur Samfylkingarinnar í formi fylkistaps þá dytti ekki nokkrum þingmanni Framsóknarflokksins í hug að tala um að flokkurinn hefði tapað 55% fylgi frá kosningu. Vegna þess fjölluðu fjölmiðlar ekki um þann punkt heldur veltu ítrekað fyrir sér stöðu Samfylkingarinnar. | Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa skýrt umboð flokksmann til að gegna formennskuhlutverkinu.
Þá vill hann heldur ekki gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram að nýju sem formaður flokksins.
Þetta kom fram í viðtali við Árna í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag.
Sagði Árni meðal annars að meðan flokksmenn einblíndu á ósigur Samfylkingarinnar í formi fylkistaps þá dytti ekki nokkrum þingmanni Framsóknarflokksins í hug að tala um að flokkurinn hefði tapað 55% fylgi frá kosningu. |
Pep Guardiola verður í 66°Norður fatnaði | 66°Norður hefur hafið samstarf við efnaframleiðandann Gore og mun frá og með næsta hausti bjóða upp á alls 14 flíkur úr efnum frá fyrirtækinu, þar á meðal úr GORE-TEX. Voru fyrstu flíkurnar úr Gore efnum frumsýndar á ISPO útivistarsýningunni og eru þær væntanlegar í verslanir næsta haust.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að á sýningunni hafi Gore kynnt nýjan fulltrúa fyrirtækisins sem er spænski þjálfarinn Pep Guardiola. Hann þjálfar Bayern Munchen og þjálfaði áður Barcelona. Í tilefni af samstarfi Gore og Guardiola var haldinn blaðamannafundur. Þegar Guardiola var inntur eftir því af hverju hann væri í samstarfi við fyrirtæki eins og Gore svaraði hann því að hann stæði úti í öllum veðrum alla daga.
Samningur Gore og Guardiola þýðir að hann mun klæðast flíkum úr efnum fyrirtækisins næstu fjögur árin. Guardiola sagðist í samtali við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66°NORÐUR, hlakka til að máta nýju GORE flíkurnar frá fyrirtækinu þegar þær koma á markað næsta haust.
Fyrirtækið W. L. Gore and Associates var stofnað árið 1958 af Bill Gore og er velta fyrirtækisins rúmir þrír milljarðar bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur verið leiðandi þegar kemur að vatnsheldum efnum í útivistarflíkur og mun á árinu fagna 40 ára afmæli GORE-TEX efnisins. | 66°Norður hefur hafið samstarf við efnaframleiðandann Gore og mun frá og með næsta hausti bjóða upp á alls 14 flíkur úr efnum frá fyrirtækinu, þar á meðal úr GORE-TEX.
Voru fyrstu flíkurnar úr Gore efnum frumsýndar á ISPO útivistarsýningunni.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að á sýningunni hafi Gore kynnt nýjan fulltrúa fyrirtækisins sem er spænski þjálfarinn Pep Guardiola.
Guardiola sagðist í samtali við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66°NORÐUR, hlakka til að máta nýju GORE flíkurnar frá fyrirtækinu.
Fyrirtækið W. L. Gore and Associates var stofnað árið 1958 af Bill Gore og er velta fyrirtækisins rúmir þrír milljarðar bandaríkjadala. |
Baldur ætlar ekki í framboð | Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hyggst ekki leita eftir því að verða næsti forseti Íslands. Baldur greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag í tilefni fréttar Vísis um niðurstöðu nýrrar könnunar Gallup. Þar kemur fram að rúmur meirihluti aðspurðra voru jákvæðir fyrir hugmyndinni um að Baldur og eiginmann hans, Felix Bergson á myndu setjast að á Bessastöðum.
Fyrri frétt mbl.is: Baldur og Felix á Bessastaði?
Mbl.is sagði frá könnuninni í síðasta mánuði. Þar voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru jákvæðir eða neikvæðir gagnvart því að Baldur yrði næsti forseti Íslands. Gátu þátttakendur hakað við mjög eða frekar jákvæður eða neikvæður auk þess sem þeir geta valið um að svara ekki eða svara með "veit ekki" eða þá jafnvel "Veit ekki hver dr. Baldur Þórhallsson er."
Í samtali við mbl.is þá sagðist Baldur ekki vera á leið í framboð. "Ég kann svo vel við starf mitt hérna hjá Háskóla Íslands," sagði hann meðal annars.
Á Facebook í dag ítrekar hann sín fyrri orð. Segir hann þá Felix þakkláta fyrir hlý orð og hvatningu til dáða.
"Við höfum ágætis útsýni yfir á Bessastaði héðan af sjávarsíðunni í Vesturbænum og getum vel fylgst með leik og störfum Bessastaðabænda. Það er fróðleg og skemmtileg yfirsýn fyrir leikara og stjórnmálafræðing. Við hyggjumst ekki leitast eftir því að flytja yfir Skerjafjörðinn. Við kunnum einstaklega vel við okkur í núverandi störfum við Háskóla Íslands og RÚV," skrifar Baldur á Facebook. Nefnir Baldur að í dag séu 20 ár síðan að hann og Felix hittust fyrst.
"Við gátum þá ekki einu sinni skráð okkur í sambúð og börnunum okkar voru ekki tryggð full mannréttindi. Við tók áralöng barátta fjölmargra einstaklinga út um allt land sem skilað hefur góðum árangri. Okkur datt ekki einu sinni í hug að samkynhneigt part ætti möguleika á því að setjast að á Bessastöðum," skrifar Baldur og bætir við að það hafi þótt stórsigur fyrir mannréttindabaráttuna þegar þáverandi forseti Vigdís Finnbogadóttir kom og fagnaði með þeim þegar að lögin um staðfesta samvist tóku gildi sumarið 1996.
"Nú eru nýir og breyttir tímar. Þeim ber að fagna sem og kröftugum mannréttindayfirlýsingum þjóðarinnar sem birtast í skoðanakönnun eins og þessari. - Við endurtökum þakkir okkar fyrir hlý orð og hvatningu og hvetjum kraftmikla einstaklinga til að stíga fram og bjóða sig fram til embættisins."
//
Að gefnu tilefni langar okkur Felix að þakka góðu fólki fyrir hlý orð og hvatningu til dáða. Við höfum ágætis útsýni... Posted by Baldur Thorhallsson on Monday, February 15, 2016 | Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hyggst ekki leita eftir því að verða næsti forseti Íslands.
Baldur greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag í tilefni fréttar Vísis um niðurstöðu nýrrar könnunar Gallup.
Þar kemur fram að rúmur meirihluti aðspurðra voru jákvæðir fyrir hugmyndinni um að Baldur og eiginmann hans, Felix Bergson á myndu setjast að á Bessastöðum.
Í samtali við mbl.is þá sagðist Baldur ekki vera á leið í framboð. "Ég kann svo vel við starf mitt hérna hjá Háskóla Íslands," sagði hann meðal annars. |
Reyndi að drepa nágrannann vegna hávaða | Samkvæmt frétt Aftenposten stakk Bretinn nágrannann nokkrum sinnum í brjóst, háls og handleggi áður en Rottweiler hundur hans tók við og beit fórnarlambið í andlitið þar sem það lá blóðugt á gólfinu.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni var að ljúka framkvæmdum á heimili sínu og fjölskyldunnar en kona hans átti að fæða þremur vikum síðar. Maðurinn lagði mikið kapp á að ljúka framkvæmdum áður en barnið kæmi í heiminn en áður en þær hófust gekk hann á milli nágrannanna og lét þá vita hvað stæði til. Bað hann þá afsökunar á ónæðinu sem fylgdi. Bretinn var hins vegar ekki heima þegar maðurinn lét vita af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Það var síðan á miðvikudagskvöldi í júlí 2014 sem Bretanum var nóg boðið vegna hávaðans og fór yfir til þess að kvarta yfir hávaðanum. Maðurinn baðst afsökunar og sagðist vera búinn eftir um það bil 90 mínútur.
Þið fjandans Norðmenn
En sunnudaginn á eftir fór Bretinn aftur yfir til að kvarta yfir hávaðanum. "Þið fjandans Norðmenn, það er sunnudagur," hreytti Bretinn út úr sér og hrækti í andlit nágrannans. Að vísu er nágranninn ekki norskur heldur Albani, en það er önnur saga segir í frétt Aftenposten.
Verðandi faðir var afar undrandi á framkomu Bretans og henti tommustokknum í hann. Bretinn svaraði með því að segja: "Þú átt eftir að sjá hvað ég ætla að gera við þig."
Svo virðist sem deila þeirra hafi haldið áfram og magnast og lagði fórnarlambið til að þeir færu inn svo þeir trufluðu ekki nágrannana með hávaðanum. Bretinn samþykkti það með einu skilyrði- að Albaninn kæmi heim til hans.
Þegar þangað var komið læsti Bretinn og tók upp hníf. Í fréttinni kemur fram að hann hafi síðan opnað hurðina aftur og kallað að hann hafi orðið fyrir árás og lokað aftur
Réðst einnig á yfirmann sinn
Hann stakk fórnarlambið ítrekað þar til það féll í gólfið og Rottweilerinn tók við. Bretinn kom síðan hnífnum fyrir í hendi Albanans og þegar lögreglan kom sagði hann að um sjálfsvörn væri að ræða. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur með hraði á sjúkrahús og tókst með naumindum að bjarga lífi hans.
En Bretinn var ekki aðeins dæmdur fyrir þessa árás heldur einnig fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn og barið hann með kústskafti, sparkað í hann og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti.
Frétt Osloby/Aftenposten | Samkvæmt frétt Aftenposten stakk Bretinn nágrannann nokkrum sinnum í brjóst, háls og handleggi áður en Rottweiler hundur hans tók við og beit fórnarlambið í andlitið þar sem það lá blóðugt á gólfinu.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni var að ljúka framkvæmdum á heimili sínu og fjölskyldunnar en kona hans átti að fæða þremur vikum síðar. Bretinn var hins vegar ekki heima þegar maðurinn lét vita af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Hann stakk fórnarlambið ítrekað þar til það féll í gólfið og Rottweilerinn tók við. Bretinn kom síðan hnífnum fyrir í hendi Albanans og þegar lögreglan kom sagði hann að um sjálfsvörn væri að ræða. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur með hraði á sjúkrahús og tókst með naumindum að bjarga lífi hans.
En Bretinn var ekki aðeins dæmdur fyrir þessa árás heldur einnig fyrir að hafa ráðist á yfirmann sinn og barið hann með kústskafti, sparkað í hann og hótað honum og fjölskyldu hans lífláti. |
Með dvalarleyfi og nýjan Íslending á leiðinni | Sýrlensku hjónin Wael Aligadah og Feryal Aldahash voru svo sannarlega ánægð með fréttir dagsins en þeim var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi.
Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að fjölskyldunni skyldi veitt hæli af mannúðarástæðum og fengu þau símtal eldsnemma í morgun frá lögfræðingi sínum sem sagði þeim frá niðurstöðunni. Þá er einnig nýlega komið í ljós að fleiri verða á heimilinu áður en langt um líður. Mbl.is kíkti í heimsókn til Wael og Feryal í dag.
Hjónin komu til Íslands í fyrra ásamt tveimur börnum sínum. Upphaflega var þeim synjað um efnislega meðferð, en kærunefndin komst að annarri niðurstöðu.
Aðspurð um veru sína á Íslandi segja þau að sér líki vel að búa hér og hér geti börnin þeirra átt sér framtíð, ólíkt því sem í boði sé í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í Grikklandi.
Wael hefur átt í smá erfiðleikum með íslenskunámið hingað til en segist ætla að taka sig á núna. Feryal svarar aftur á móti blaðamanni á íslensku og ljóst er að hún er á góðri leið með tungumálið. Upplýsir hún jafnframt um að seinna á árinu muni næsti fjölskyldumeðlimurinn bætast við hópinn. | Sýrlensku hjónin Wael Aligadah og Feryal Aldahash voru svo sannarlega ánægð með fréttir dagsins en þeim var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi.
Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að fjölskyldunni skyldi veitt hæli af mannúðarástæðum.
Hjónin komu til Íslands í fyrra ásamt tveimur börnum sínum.
Aðspurð um veru sína á Íslandi segja þau að sér líki vel að búa hér og hér geti börnin þeirra átt sér framtíð, ólíkt því sem í boði sé í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í Grikklandi. |
Voru stundvísastir nú óstundvísastir | Þegar stundvísi flugfélaganna í febrúar er skoðuð koma í ljós nokkrar breytingar milli mánaða. easyJet sem var stundvísast í janúar er nú óstundvísast við brottfarir frá Keflavík. easyJet er þó ennþá stundvísast við lendingar.
Helmingur komufluga WOWair eru sein og er meðalseinkunin rúmar 26 mínútur.
Íslensku flugfélögin eru oftar á réttum tíma við brottfarir (sem eru flestar á morgnana) en við lendingar er easyJet oftar á réttum tíma enda er um fyrsta flug dagsins að ræða hjá þeim.
Þegar heildarstundvísi febrúar er skoðuð, þ.e. þegar allt flug er skoðað burtséð frá því hvort um komuflug eða brottför er að ræða, sést að Icelandair er stundvísasta flugfélagið og aðeins munar 2% á Icelandair og easyJet. Þó munar heilum 15% á stundvísi Icelandair og WOWair þegar allt flug er skoðað, samkvæmt upplýsingum frá Dohop sem notar tölur frá Isavia viðútreikninga á stundvísi flugfélaganna. Sóttar eru upplýsingar um áætlaða brottfarar- og komutíma einstakra fluga og þær tölur bornar saman við raunverulegan tíma brottfara og koma. | Þegar stundvísi flugfélaganna í febrúar er skoðuð koma í ljós nokkrar breytingar milli mánaða.
easyJet sem var stundvísast í janúar er nú óstundvísast við brottfarir frá Keflavík.
easyJet er þó ennþá stundvísast við lendingar.
Helmingur komufluga WOWair eru sein og er meðalseinkunin rúmar 26 mínútur.
Íslensku flugfélögin eru oftar á réttum tíma við brottfarir. |
Hefðu ekki getað hindrað skotárásina | Ofbeldi hefur farið stigvaxandi í kringum danska ljóðskáldið Yahya Hassan að því er greint var frá á vef Danska ríkisútvarpsins, en lögregla hafði þó ekki nægjanleg gögn í höndum til að bregðast fyrr við.
Hassan var í gær ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en hann á að hafa skotið 17 ára gamlan mann í fótinn á sunnudagskvöldið í kjölfar deilna.
Hassan hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann m.a. átti í deilum við meðlimi Black Army glæpasamtakanna í Árósum fyrir opnum tjöldum. Velta danskir fjölmiðlar því nú fyrir sér hvort að lögreglan í Árósum hefði getað komið í veg fyrir skotárásina, en Hassan hafði lýst yfir stríði gegn liðsmönnum Black Army.
"Við vissum af því og fylgdumst vel með þessum málum," hefur vefur Danska ríkisútvarpsins eftir René Raffo, settum aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á Austur Jótlandi.
Í Facebook síðu Hassan má sjá færslur þar sem hann sýnir poka með skothylkjum og eins má finna nokkur myndbönd þar sem hann hótar Black Army samtökunum.
Raffo segir lögreglu ekki hafa getað brugðist við nema ef henni hefði borist tilkynning um deilurnar og í þessu máli hafi málsaðilar ekki verið áhugasamir að tjá sig.
"Gætuð þið ekki hafa komið í veg fyrir skotárásina, þegar Hassan bæði ógnar og upplifir að sér sé ógnað m.a. af liðsmönnum Black Army?" spurði blaðamaður Danska ríkisútvarpsins Raffo.
"Það er erfitt að segja, en það er heldur enginn sem hefur sagt að þetta snúist um deilur milli Yahya Hassan og Black Army. Það hefur ekki verið staðfest," segir René Raffo. | Ofbeldi hefur farið stigvaxandi í kringum danska ljóðskáldið Yahya Hassan að því er greint var frá á vef Danska ríkisútvarpsins.
Hassan var í gær ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en hann á að hafa skotið 17 ára gamlan mann í fótinn á sunnudagskvöldið í kjölfar deilna.
Velta danskir fjölmiðlar því nú fyrir sér hvort að lögreglan í Árósum hefði getað komið í veg fyrir skotárásina.
Hassan hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann m.a. átti í deilum við meðlimi Black Army glæpasamtakanna í Árósum fyrir opnum tjöldum.
Í Facebook síðu Hassan má sjá færslur þar sem hann sýnir poka með skothylkjum.
Raffo segir lögreglu ekki hafa getað brugðist við nema ef henni hefði borist tilkynning um deilurnar. |
'"Enginn bjóst við þessu"' | Það er óhætt að segja að andrúmsloftið sé spennuþrungið í Brussel þessa stundina eftir að hryðjuverk voru framin í borginni í morgun. Elín Anna Jónasdóttir býr í borginni þar sem hún starfar á skrifstofu Vesalius College. Að minnsta kosti 35 létu lífið og hundruð eru særðir.
Eftir að alvara málsins kom í ljós var sett útgöngubann á vinnustað Elínar, rétt eins og annarsstaðar þar sem fólki var bannað að fara út. Þá voru að minnsta kosti tvær svokallaðar " controlled bombings " gerðar í hverfinu en þær eru gerðar til þess að sprengja eða afvirkja mögulegar sprengjur. "Við heyrðum vel í þeim á skrifstofunni sem auðvitað hristi vel upp í öllum og lét hjartað hamast," segir Elín í samtali við mbl.is.
Borgarbúum hefur nú verið ráðlagt að halda sig heima og forðast margmenna staði. "Síðan er búið að senda út tilkynningu í vinnunni hjá mér þar sem segir að við megum ekki mæta aftur til vinnu fyrr en á mánudaginn í fyrsta lagi. Þangað til getum við reynt okkar besta við að vinna að heiman."
Stanslausar sírenur í allan dag
Elín segir allt morandi í lögreglu- og hermönnum í hverfinu og að hún sé búin að heyra sírenur stanslaust í allan dag. Þá fljúga þyrlur stöðugt yfir hverfið.
"Þetta er búinn að vera mjög óhugnanlegur dagur," segir Elín og bætir við að hún hafi í dag verið að hjálpa við að hafa upp á nemendum skólans sem hún vinnur hjá en þar ferðast nemendurnir mikið.
Aðspurð hvernig hún sjái fyrir sér næstu daga þróast segir Elín mikla óvissu í gangi en hún á enn eftir að fara heim til sín eftir árásirnar. Elín endaði á því að fara til foreldra sinna þar sem lestarstöðin næst háskólanum var lokuð og engar aðrar samgöngur í gangi.
"Þar að auki var ég að lesa að einn mannanna sem tengist sprengingunni á flugvellinum sást í hverfinu mínu, Schaerbeek og því er ég ekki viss aum að það sé óhult fyrir mig að fara heim núna."
Engan áhuga á að stíga upp í almenningssamgöngur
Elín segist hafa engan áhuga á því að stíga upp í almenningssamgöngur á næstunni, hvað þá fara á flugvöll. "Ég gæti hugsanlega tekið upp á því að byrja að hjóla í vinnuna bara," segir Elín og bætir við að hún ætli líklega bara að halda sig heima um páskana.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Elín upplifir útgöngubann en það var sett á í Brussel eftir hryðjuverkaárásirnar í París í Nóvember. "Þá gerðist svosem ekkert en flestir staðir voru tómir og fólk var ekkert spennt fyrir því að fara út."
Að sögn Elínar hafa atburðir dagsins mikil áhrif á vinnunni hennar þar sem flestir nemendur skólans eða um 70% koma erlendis frá.
"Ég er strax búin að fá fjölmarga tölvupósta frá foreldrum nemenda sem hafa komst inn í háskólann fyrir haustið og eru mjög áhyggjufullir og eru að endurskoða að senda átján ára börnin sín hingað."
Sátu í sólinni og drukku bjór
Aðspurð hvort að hún haldi að árásirnar í dag muni breyta einhverju í samfélagi borgarana í Brussel segist Elín vona ekki.
"Ég hef auðvitað ekki haft mikinn tíma til þess að upplifa andann utandýra ennþá en þegar ég labbaði í átt að úthverfinu þar sem foreldrar mínir búa voru reyndar þó nokkuð margir sem sátu í sólinni, drukku bjór og nutu lífsins, eins og ekkert hafi gerst," segir Elín.
"Auðvitað er allt fullt af lögreglu og hermönnum hér og þar en það var gott að sjá að fólk er ekki tilbúið að gefast upp."
Hún segir þó að allir í vinnunni hennar hafi skiljanlega verið í áfalli í dag. "Ég vona svo sannarlega að þetta muni ekki breyta okkur og að við náum okkur aftur á strik hratt, en þetta er auðvitað rosalegt áfall. Enginn bjóst við þessu, sérstaklega ekki eftir handtökurnar hér á föstudaginn."
Hún segist ekki hafa tekið eftir útlendingahatri í Brussel en hefur áhyggjur af vaxandi tortryggni gegn útlendingum á Íslandi sem hún segist aðallega sjá í gegnum netið. Segist hún vona að árásarnir í dag muni ekki verða til aukinnar tortryggni gangvart útlendingum og öðrum þjóðfélagsflokkum í Brussel þar sem Belgar eru svo fjölbreytt þjóð. | Það er óhætt að segja að andrúmsloftið sé spennuþrungið í Brussel þessa stundina eftir að hryðjuverk voru framin í borginni í morgun.
Elín Anna Jónasdóttir býr í borginni þar sem hún starfar á skrifstofu Vesalius College.
Að minnsta kosti 35 létu lífið og hundruð eru særðir.
Aðspurð hvernig hún sjái fyrir sér næstu daga þróast segir Elín mikla óvissu í gangi en hún á enn eftir að fara heim til sín eftir árásirnar.
Elín segist hafa engan áhuga á því að stíga upp í almenningssamgöngur á næstunni, hvað þá fara á flugvöll.
Að sögn Elínar hafa atburðir dagsins mikil áhrif á vinnunni hennar þar sem flestir nemendur skólans eða um 70% koma erlendis frá. |
Vill setja lög um neyðarbrautina | Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, vill að skoðað verði hvort setja eigi lög sem tryggi neyðarbrautina og Reykjavíkurflugvöll í sessi.
Hann segir þrjú atriði vera athyglisverð í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að loka skuli norðaustur/suðvestur-flugbrautinni á flugvellinum.
"Það er í fyrsta lagið hæpið að ráðherra geti bundið ríkisvaldið og Alþingi með þessum hætti og í rauninni farið gegn því sem hefur verið samþykkt á Alþingi þar sem talað er um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni," segir Höskuldur.
"Í öðru lagi finnst mér sérstakt að dómurinn skipi ráðherra að setja skipulagreglur með ákveðnum hætti og gefi þar með bein fyrirmæli um hvernig hann eigi að haga stjórnvaldsákvörðunum sínum," segir hann.
"Í þriðja lagi leggur dómarinn á sig krók til að benda á að Alþingi geti sett lög um Reykjavíkurflugvöll sem myndu binda hendur sveitarstjórnarinnar."
Höskuldur segir það næsta í stöðunni vera að innanríkisráðherra og ríkislögmaður taki ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. "Ég held að menn verði að skoða það mjög alvarlega. Ég tel líka að Alþingi og ríkisstjórnin eigi að skoða hvort ekki sé tímabært að setja lög sem tryggi neyðarbrautina og flugvöllinn í sessi." | Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, vill að skoðað verði hvort setja eigi lög sem tryggi neyðarbrautina og Reykjavíkurflugvöll í sessi.
Hann segir þrjú atriði vera athyglisverð í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að loka skuli norðaustur/suðvestur-flugbrautinni á flugvellinum.
Höskuldur segir það næsta í stöðunni vera að innanríkisráðherra og ríkislögmaður taki ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. |
Hassan skrifar ljóð í gæsluvarðhaldinu | Danska metsöluljóðskáldið Yahya Hassan var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hefði skotið 17 ára pilt í fótinn sl. sunnudag. Í yfirheyrslu fyrir dómi í undirrétti Árhúsa hélt verjandi Hassan fram sakleysi umbjóðanda síns og tilkynnti að hann hygðist áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum. "Yahya Hassan upplýsir að honum líður vel og hann vinnur að nýrri ljóðabók," hefur danska dagblaðið Politiken eftir Hanne Ziebe, verjanda hans.
Á síðustu vikum hefur Hassan á opnum Facebook-vegg sínum birt fjölda ljósmynda, myndbanda og yfirlýsinga í tengslum við útistöður sínar við ýmsar danskar glæpaklíkur, m.a. Black Army.
Í viðtali við danska dagblaðið Metroxpress fyrr í þessum mánuði hélt Hassan því fram að þrisvar hefðu menn reynt að ráða hann af dögum á sl. tveimur mánuðum. Sem dæmi var í seinasta mánuði kveikt í stigaganginum þar sem móðir hans býr meðan hann var í heimsókn hjá henni og um miðjan þennan mánuð lýsti Hassan því hvernig hann stökk í veg fyrir bíl á ferð til að flýja undan vopnuðum mönnum. Sjálfur er Hassan sannfærður um að gagnrýni hans á íslam sem birtist í fyrstu ljóðabók hans, sem út kom í október 2013 og prentuð hefur verið í ríflega 100.000 eintökum vegna mikilla vinsælda, framkalli það ofbeldi sem hann hafi orðið fyrir að undanförnu.
Danski sálfræðingurinn Henrik Day Poulsen telur ljóst að Hassan eigi erfitt með að finna sér hlutverk. "Það er mjög erfitt að takast á við skyndilega frægð. Annað hvort hefur hann ekki fengið góða leiðsögn um hvernig best sé að höndla það, eða hunsar allar góðar ráðleggingar," hefur Metroxpress eftir sálfræðingnum.
Ný ljóðabók væntanleg í haust
Hassan reyndi sem kunnugt er fyrir sér í stjórnmálum, en í síðustu þingkosningum í Danmörku var hann í framboði fyrir Nationalpartiet (Þjóðarflokkinn). Leiðtogar flokksins ákváðu hins vegar að vísa honum úr flokknum í seinasta mánuði í kjölfar þess að Hassan var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum fíkniefna. Hassan fer ekki dult með fíkniefnaneyslu sína og birtir óhikað myndir því til sönnunar á Facebook-vegg sínum.
Í samtali við danska dagblaðið BT bendir Lasse Gammeljord, sérfræðingur í kynningarmálum og forstjóri BullsEye Communications, á að framferði Hassan síðustu vikur geti verið upptaktur að væntanlegri ljóðabók og með ráðum gert til að skapa umtal um hann. Hann vill þó ekki meina að um úthugsað bragð í kynningarmálum sé að ræða. | Danska metsöluljóðskáldið Yahya Hassan var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hefði skotið 17 ára pilt í fótinn sl. sunnudag.
Í yfirheyrslu fyrir dómi í undirrétti Árhúsa hélt verjandi Hassan fram sakleysi umbjóðanda síns.
Á síðustu vikum hefur Hassan á opnum Facebook-vegg sínum birt fjölda ljósmynda, myndbanda og yfirlýsinga í tengslum við útistöður sínar við ýmsar danskar glæpaklíkur, m.a. Black Army.
Í viðtali við danska dagblaðið Metroxpress fyrr í þessum mánuði hélt Hassan því fram að þrisvar hefðu menn reynt að ráða hann af dögum á sl. tveimur mánuðum.
Sjálfur er Hassan sannfærður um að gagnrýni hans á íslam sem birtist í fyrstu ljóðabók hans, sem út kom í október 2013 og prentuð hefur verið í ríflega 100.000 eintökum vegna mikilla vinsælda, framkalli það ofbeldi sem hann hafi orðið fyrir að undanförnu.
"Yahya Hassan upplýsir að honum líður vel og hann vinnur að nýrri ljóðabók," hefur danska dagblaðið Politiken eftir Hanne Ziebe, verjanda hans. |
Flugræninginn handtekinn | Maður sem tók völdin í farþegaþotu Egyptair snemma í morgun og neyddi hana til lendingar í Kýpur hefur verið handtekinn. Að sögn yfirvalda er ekki um neins konar hryðjuverk að ræða heldur virðist sem maðurinn sé í leit að fyrrverandi ástkonu sinni sem býr á eyjunni og hefur hann krafist fundar við hana.
Umfjöllun mbl.is: "Hann hafði enga byssu eða neitt"
Farþegaþotan lenti á flugvellinum í hafnarborginni Larnaca klukkan 8.50 í morgun, eða klukkan 5.50 að íslenskum tíma. Flugræninginn hafði þá haft samband við flugstjórnina tuttugu mínútum áður til að krefjast þess að fá að lenda.
Flestum farþegunum var fljótlega leyft að yfirgefa flugvélina en nokkrir voru eftir. Nú hefur utanríkisráðuneyti Kýpur staðfest að maðurinn hafi verið handtekinn og nafngreint hann sem Seif Eldin Mustafa.
Its over. The #hijacker arrested. #LarnacaAirport # Egyptair — Cyprus MFA (@CyprusMFA) March 29, 2016
Þá staðfestir EgyptAir einnig á Twitter að maðurinn hafi verið handtekinn og öllum gíslum sleppt.
Official sources at EGYPTAIR declared the release of all the hostages and the arrest of the hijacker. #EgyptAir — EGYPTAIR (@EGYPTAIR) March 29, 2016 | Maður sem tók völdin í farþegaþotu Egyptair snemma í morgun og neyddi hana til lendingar í Kýpur hefur verið handtekinn.
Að sögn yfirvalda er ekki um neins konar hryðjuverk að ræða.
Virðist sem maðurinn sé í leit að fyrrverandi ástkonu sinni.
Nú hefur utanríkisráðuneyti Kýpur staðfest að maðurinn hafi verið handtekinn og nafngreint hann sem Seif Eldin Mustafa. |
103 fangar létu lífið á vakt Ficior | Tæplega níræður Rúmeni mun að öllum líkindum áfrýja dómi sem hann hlaut fyrir glæpi gegn mannkyninu. Ioan Ficior, sem hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar, var yfirmaður fangabúðanna Periprava í suðausturhluta Rúmeníu á árunum 1958 til 1963.
Að minnsta kosti 103 fangar létu lífið í búðunum þegar hann var við stjórnvölinn en búðirnar eru taldar með þeim hrottalegustu sem starfræktar voru í Rúmeníu á tímum kommúnismans.
Ficior sem er 88 ára að aldri hefur alltaf haldið því fram að hann hafi aðeins verið að framfylgja herskyldu og að hann hafi gert sitt besta til þess að sjá föngunum fyrir mat og nauðsynlegum lyfjum.
Saksóknarar fengu málið á borð til sín árið 2013 eftir að sérstök rannsóknarnefnd um glæpi á tímum kommúnismans í Rúmeníu vildi að farið yrði fram á fangelsisdóm yfir Ficior. Saksóknarar fóru fram á 25 ára fangelsisdóm yfir honum.
Alls hafa 35 fyrrverandi yfirmenn í fanga- og vinnubúðum í Rúmeníu verið undir smásjá nefndarinnar en Ficior er annar tveggja sem nú hafa verið dæmdir til fangelsisvistar vegna brota þeirra. Yfir 600 þúsund einstaklingar voru fangelsaðir í Rúmeníu af pólitískum ástæðum árin 1945 til 1989 samkvæmt minnisvarða um fórnarlömb kommúnismans í Rúmeníu. | Tæplega níræður Rúmeni mun að öllum líkindum áfrýja dómi sem hann hlaut fyrir glæpi gegn mannkyninu.
Ioan Ficior, sem hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar, var yfirmaður fangabúðanna Periprava í suðausturhluta Rúmeníu á árunum 1958 til 1963.
Að minnsta kosti 103 fangar létu lífið í búðunum þegar hann var við stjórnvölinn.
Búðirnar eru taldar með þeim hrottalegustu sem starfræktar voru í Rúmeníu á tímum kommúnismans. |
Nýr hluthafi og Kjarnasjóður stofnaður | Hjónin Gummi Hafsteinsson og Edda Hafsteinsdóttir hafa bæst við hluthafahóp Kjarnans. Kjarninn miðlar ehf., félagið sem á og rekur Kjarnann, hefur lokið við sölu á hlutafé sem félagið átti sjálft. Auk þess hefur hlutafé verið aukið lítillega.
Aðkoma hjónanna er liður í áframhaldandi sókn Kjarnans á íslenskum fjölmiðlamarkaði, segir í tilkynningu. Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans, verður stærsti hluthafi félagsins að þessum breytingum loknum.
Stofna rannsóknarblaðamennskusjóð
Samhliða þessu hefur Kjarninn stofnað Kjarnasjóðinn, fyrsta íslenska rannsóknarblaðamennskusjóðinn. Honum er ætlað að styrkja stór og metnaðarfull verkefni á sviði rannsóknarblaðamennsku á Íslandi og um leið efla hana til muna. Með sjóðnum er ætlunin að gefa blaðamönnum tækifæri til að helga sig alfarið stórum og flóknum verkefnum í dágóðan tíma.
Sjóðurinn mun úthluta allt að fimm milljónum króna árlega og getur hver einstakur styrkur numið allt að 500 þúsund krónum.
Öllum verður frjálst að sækja um styrki í sjóðinn. Þriggja manna sjálfstæð úthlutunarnefnd mun sjá um að velja úr þau verkefni sem hljóta styrki. Formaður hennar verður Birna Anna Björnsdóttir, hluthafi í Kjarnanum og einn eiganda ráðgjafarfyrirtækisins Suðvesturs, en auk hennar sitja í nefndinni Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við skólann.
Öllum er frjálst að leggja sjóðnum til fjármagn og er áhugasömum bent á að hafa samband á netfangið [email protected]. Afrakstur þeirra verkefna sem hljóta styrki verður birtur á Kjarnanum, en birting efnis er jafnframt heimil annars staðar sé aðkomu sjóðsins getið
Starfar hjá Google
Í tilkynningu segir að Edda og Gummi séu mikið áhugafólk um málefnalega og gagnrýna umræðu um mikilvægustu mál þjóðfélagsins. Þau hafi lengi vel búið í Kaliforníu, og tekið virkan þátt í starfsemi sem snéri að því að bæta hag fólks og þá sérstaklega allt sem við kom réttindum kvenna og barna um allan heim. Sem dæmi voru þau félagar í SV2 (Silicon Valley Social Venture Fund) og GLI (Girls Learn International). Edda og Gummi, ásamt þremur dætrum þeirra, eru nýflutt heim til Íslands.
Edda er lyfjafræðingur að mennt, og starfar við ljósmyndun. Gummi hefur farið víða í tæknigeiranum, og var meðal annars yfir þróun á Google Maps fyrir farsíma og Google Voice Search, og gegndi einnig stöðu Vice President of Product hjá Siri sem var síðar keypt af Apple. Hann starfar nú hjá Google eftir sölu á fyrirtæki sínu þangað, og ferðast reglulega á milli Kaliforníu og Íslands.
Eigendur Kjarnans að lokinni hlutafjársölu og aukningu
eru:
HG80 ehf. (í eigu Hjálmars Gíslasonar) 16,55%
Miðeind ehf. (í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar) 15,98%
Magnús Halldórsson 13,79%
Þórður Snær Júlíusson 12,20%
Birna Anna Björnsdóttir 9,39%
Hjalti Harðarson 9,25%
Milo ehf. (Í eigu Gumma Hafsteinssonar og Eddu Hafsteinsdóttur) 5,69%
Fagriskógur ehf. (í eigu Stefán Hrafnkelssonar) 5,69%
Ágúst Ólafur Ágústsson 5,69%
Birgir Þór Harðarson 2,9%
Jónas Reynir Gunnarsson 2,9% | Hjónin Gummi Hafsteinsson og Edda Hafsteinsdóttir hafa bæst við hluthafahóp Kjarnans.
Kjarninn miðlar ehf., félagið sem á og rekur Kjarnann, hefur lokið við sölu á hlutafé sem félagið átti sjálft.
Auk þess hefur hlutafé verið aukið lítillega.
Aðkoma hjónanna er liður í áframhaldandi sókn Kjarnans á íslenskum fjölmiðlamarkaði, segir í tilkynningu.
Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans, verður stærsti hluthafi félagsins að þessum breytingum loknum.
Samhliða þessu hefur Kjarninn stofnað Kjarnasjóðinn, fyrsta íslenska rannsóknarblaðamennskusjóðinn.
Edda er lyfjafræðingur að mennt, og starfar við ljósmyndun.
Gummi hefur farið víða í tæknigeiranum, og var meðal annars yfir þróun á Google Maps fyrir farsíma og Google Voice Search. |
Leyndu Panama-skjölum með naglalakki | Frederik Obermaier og Bastian Obermayer eru líklega ekki nöfn sem margir kannast við. Þeir eru þó upphafsmennirnir að fjölmiðlastormi síðustu daga.
Í samtali við CNN segist Bastian Obermayer hafa farið varlega í öll samskipti á liðnu ári. Fyrir rúmu ári síðan fengu þeir ábendingu frá ónafngreindum heimildamanni. Þeir segjast ennþá ekki vita hvað hann heitir eða hver hann er. Þeir voru einungis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á að fá gögn.
Það sem þeir fengu í hendur voru Panama-skjölin. Endalaust magn af gögnum. Stærsti gagnaleki sögunnar.
Þeir segja það strax hafa orðið nokkuð ljóst að gögnin bendluðu marga áhrifamikla einstaklinga við félög í skattaskjólum og væru þar af leiðandi líkleg til þess að hafa mikil áhrif.
Eftir að hafa áttað sig á þessu ákváðu þeir að kaupa naglalakk.
"Á þessum tímapunkti hló kærastan mín að mér. Þegar ég fór og keypti naglalakkið," segir Frederik.
Naglalakkaði þjónaði hins vegar sérstökum tilgangi.
Þeir höfðu komið sér upp gagnaherbergi á skrifstofum þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung .. Einungis örfáir höfðu aðgang að skrifstofunni og tölvurnar þar inni voru ekki nettengdar. Þeir vildu vera alveg vissir um að gögnin myndu ekki rata fyrir sjónir óviðkomandi aðila.
"Það var mjög mikilvægt að halda þessu leyndu," segir Frederik.
Lausnin fólst í því að naglalakka festingar á tölvutöskunum, sem tölvurnar með gögnunum voru geymdar í, með glimmernaglalakki. Þannig væri augljóst ef einhver myndi reyna að komast í töskurnar.
Þrátt fyrir að hafa vitað að gagnalekinn og fréttirnar myndu hafa mikil áhrif segjast þeir fyrst hafa áttað sig á stærðargráðunni þegar uppljóstrarinn Edward Snowden vakti athygli á málinu á Twitter. "Vá, var Edward Snowden í alvöru að tísta um verkefnið sem við höfum verið að vinna að á síðastliðnu ári," segist Frederik hafa hugsað með sér.
Biggest leak in the history of data journalism just went live, and it's about corruption. pic.twitter.com/638aIu8oSU — Edward Snowden (@Snowden) April 3, 2016 | Frederik Obermaier og Bastian Obermayer eru líklega ekki nöfn sem margir kannast við.
Þeir eru þó upphafsmennirnir að fjölmiðlastormi síðustu daga.
Fyrir rúmu ári síðan fengu þeir ábendingu frá ónafngreindum heimildamanni.
Það sem þeir fengu í hendur voru Panama-skjölin.
Þeir vildu vera alveg vissir um að gögnin myndu ekki rata fyrir sjónir óviðkomandi aðila.
Lausnin fólst í því að naglalakka festingar á tölvutöskunum, sem tölvurnar með gögnunum voru geymdar í. |
Gylliboð á grundvelli stórfelldra skattsvika | Ríkisskattstjóri fagnar sérstaklega þeim málum sem nú eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og varða stórfellda brotastarfsemi tiltekinna verktaka í byggingariðnaði.
Um er að ræða mál sem eru hluti af fjölda annarra mála sem vettvangseftirlit ríkisskattstjóra hefur vísað til skattrannsóknarstjóra ríkisins til frekari rannsókna og refsimeðferðar á undanförnum misserum.
Í tilkynningu segir að aukið vettvangseftirlit hafi m.a. leitt í ljós að alvarleg brotastarfsemi á sér stað í byggingariðnaði.
Um er að ræða verktaka sem gera gylliboð í verk á grundvelli stórfelldra skattundanskota. Búnar eru til keðjur undirverktaka sem notaðar eru til útgáfu reikninga sem sem engum virðisaukaskatti er skilað af en eru engu að síður nýttir sem innskattur í bókhaldi verkkaupa. Ýmist er um að ræða algjörlega tilbúna reikninga eða svarta vinnu unna í skjóli vanskila eða sambland af hvoru tveggja.
Ekki er haldið eftir staðgreiðslu, tryggingagjaldi né nokkrum öðrum lögbundum launatengdum gjöldum. Þegar síðan þrengist um þessi félög þá eru stofnuð ný félög og háttsemi heldur áfram. Svört vinna af þessu tagi felur en oftar en ekki í sér þvílík brot á réttindum starfsmanna og aðstæðum þeirra að það verður ekki skilgreint öðru vísi en mansal, segir ríkisskattstjóri.
Verða tekin fastari tökum
Reynsla stofnanna er sinna opinberu eftirliti á vinnumarkaði hefur sýnt að brot á einu sviði getur verið vísbending um víðtækari brot segir í tilkynningu.
Með samstilltu átaki hafi ríkisskattstjóri ásamt fleiri stofnunum eins og vinnumálastofnun, vinnueftirlitinu, aðilum vinnumarkaðsins og lögreglunni sótt að brotamönnum úr mörgum áttum.
Það sé mikilvægt fyrir eftirlitsaðila að finna að mál séu tekin föstum tökum hjá héraðssaksóknara og einnig hafi þessar aðgerðir gífurleg varnaráhrif.
"Mál sem þessi verða tekin fastari tökum með samstilltu átaki skattyfirvalda og annarra stofnanna með auknu vettvangseftirliti nauðsynlegum lagabreytingum t.d. er varða kennitöluflakk og hæfisskilyrði stjórnenda fyrirtækja," segir ríkisskattstjóri. | Ríkisskattstjóri fagnar sérstaklega þeim málum sem nú eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og varða stórfellda brotastarfsemi tiltekinna verktaka í byggingariðnaði.
Um er að ræða mál sem eru hluti af fjölda annarra mála sem vettvangseftirlit ríkisskattstjóra hefur vísað til skattrannsóknarstjóra ríkisins til frekari rannsókna og refsimeðferðar á undanförnum misserum. |
Hundruð særðra og sjúkra fluttir frá umsátursbæjum á Sýrlandi | Hundruð sjúkra og særðra Sýrlendinga og fjölskyldur þeirra eru nú fluttar á brott úr bæjum sem hafa ýmist verið á valdi uppreisnarmanna, eða þar sem umsátursástand hefur ríkt undanfarna mánuði. Verið er að flytja fólkið til læknismeðferðar og aukin neyðaraðstoð berst nú til þessara bæja þrátt fyrir að friðarviðræðurnar virðist vera farnar út um þúfur.
Þeir sem fluttir eru á brott eru þeir sem þurfa lífsnauðsynlega á læknisaðstoð að halda, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum sem vinna ásamt Sýrlandsdeild Rauða hálfmánans að því að flytja fólkið á brott.
Komið var með fólkið á fornan útileikvang innan svæðis uppreisnarmanna áður en það var flutt á brott í vandlega samhæfðum aðgerðum.
250 hinna brottfluttu koma frá bæjunum Madaya og Zabadani, norðvestur af Damaskus, þar sem umsátursástand hefur ríkt. Þá var sami fjöldi fluttur frá bæjunum Fuaa og Kafraya, suðvestur af Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu.
Neyðaraðstoð berst alltaf á sama tíma og í jafn miklu magni til Fuaa, Kafraya, Madaya og Zabadani og var sömu skilmálum beitt við brottflutningana.
Rúmlega fjórar milljónir Sýrlendinga búa á svæðum þar umsátursástand ríkir, eða sem erfitt er að komast að og hafa þeir takmarkaðan aðgagn að matvælum og hjálpargögnum.
Meira er 270.000 manns hafa verið drepnir í Sýrlandi frá því að stríðið braust út 2011. | Hundruð sjúkra og særðra Sýrlendinga og fjölskyldur þeirra eru nú fluttar á brott úr bæjum sem hafa ýmist verið á valdi uppreisnarmanna, eða þar sem umsátursástand hefur ríkt undanfarna mánuði.
Þeir sem fluttir eru á brott eru þeir sem þurfa lífsnauðsynlega á læknisaðstoð að halda.
250 hinna brottfluttu koma frá bæjunum Madaya og Zabadani, norðvestur af Damaskus, þar sem umsátursástand hefur ríkt.
Þá var sami fjöldi fluttur frá bæjunum Fuaa og Kafraya, suðvestur af Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu.
Meira er 270.000 manns hafa verið drepnir í Sýrlandi frá því að stríðið braust út 2011. |
Sakar Sigmund Davíð um hvítþvott | Stjórnarandstæðingar gagnrýndu liðsmenn ríkisstjórnarflokkanna vegna aflandsmála á Alþingi í morgun. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson um tilraun til hvítþvottar með að birta "excel-skjöl" í stað þess að leggja fram skattskýrslur sínar. Annar sagði samfélagið gjörspillt.
Ákvörðun fyrrverandi forsætisráðherra um að birta gögn sem hann segir sýna að hann og eiginkona hans hafi staðið skil á öllum skattgreiðslum vegna aflandsfélagsins Wintris varð Bjarkey að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Hún sagði Sigmund Davíð reyna að klóra í bakkann með því að senda út "excel-skjöl" sem virtist vera tilraun til hvítþvottar.
Sú tilraun breyti engu því forsætisráðherrahjónin fyrrverandi hafi átt félagið og það siðferði sem felist í því að velja sér þá stöðu. Hreinlegast væri fyrir Sigmund Davíð að leggja fram skattskýrslu sína frekar en að birta excel-skjöl.
Fjármálaelíta að eyðileggja velferðarkerfið
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, rifjaði upp að fimm vikur væru liðnar frá uppljóstrunum Panamaskjalanna um aflandsfélagaeign ráðherra í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Gagnrýndi hún Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, fyrir að streitast við að sitja og segja ekki af sér embætti í fullkominni storkun við almennt siðgæði og vilja þjóðarinnar til að fá að veita nýjum stjórnvöldum nýtt umboð.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, sagði samfélagið gjörspillt þar sem efsta stétt landsins nýti allar leiðir til að komast undan skattgreiðslum. Ráðamenn gefi þau skilaboð frá sér að það sé allt í lagi. Þingmaðurinn sagði að ekki megi leyfa "fjármálaelítunni" að eyðileggja velferðarkerfið með því að koma sér undan því að greiða skatta. | Stjórnarandstæðingar gagnrýndu liðsmenn ríkisstjórnarflokkanna vegna aflandsmála á Alþingi í morgun.
Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna, sakaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson um tilraun til hvítþvottar með að birta "excel-skjöl" í stað þess að leggja fram skattskýrslur sínar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, rifjaði upp að fimm vikur væru liðnar frá uppljóstrunum Panamaskjalanna um aflandsfélagaeign ráðherra í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Gagnrýndi hún Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, fyrir að streitast við að sitja og segja ekki af sér embætti.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, sagði samfélagið gjörspillt þar sem efsta stétt landsins nýti allar leiðir til að komast undan skattgreiðslum. |